Golf á Íslandi - 3 tbl. 2019

Page 1

GOLF Á ÍSLANDI // 3. TBL. 2019

Íslandsmótið í golfi 2019:

Keppt um stóru titlana á frábærum Grafarholtsvelli


AUKAFERÐ Á ALICANTE GOLF

Vegna eftirspurnar höfum við sett upp hagkvæma 9 daga aukaferð til ALICANTE GOLF 22. - 31. október. Valið er um að gista er á PORT HOTEL ALICANTE í tvær nætur og sjö nætur á ALICANTE GOLF HOTEL eða á PORT HOTEL ALICANTE allan tímann. PORT HOTEL ALICANTE er nýuppgert fjögurra stjörnu hótel, 600 metra frá ströndinn og í 15 mínútna göngufjarlægð frá golfvellinum.

Verð frá aðeins 189.900 kr. (Sjá nánar á golfskalinn.is)

18. flöt á Alicante Golf

ALICANTE GOLF

VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR ÍSLENDINGA Á ALICANTE SVÆÐINU UNDANFARIN 17 ÁR HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur, bar, veitingastaður, heilsulind með sauna, blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag. 18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum. STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apóteki. Í göngufæri er að auki fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mín. fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mín. fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 17 ár.

Ef t.d. maki eða leikur ekki golf kka fæ að um k ós það er mur golfdögum, þá kear un kk læ til það á pakkaverði.

SJÁÐU VERÐIÐ!

HAUSTFERÐIR ALICANTE GOLF 19. – 26. sept. 24. sept. – 03. okt. 03. – 10. október 08. – 17. október 10. – 15. október 10. – 17. október 15. – 22. október 15. – 24. október 22. – 31. október

7 nætur, 7 golfdagar 9 nætur, 9 golfdagar 7 nætur, 7 golfdagar 9 nætur, 9 golfdagar 5 nætur, 5 golfdagar 7 nætur, 7 golfdagar 7 nætur, 7 golfdagar 9 nætur, 9 golfdagar 9 nætur, 9 golfdagar

LAUS SÆTI LAUS SÆTI UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

AUKAFERÐ ALICANTE GOLF Gist á PORT HOTEL ALICANTE og ALICANTE GOLF HOTEL 22. – 31. október 9 nætur, 9 golfdagar LAUS SÆTI Gist á PORT HOTEL ALICANTE: 22. – 31. október 9 nætur, 9 golfdagar

LAUS SÆTI

GOLFSKÓLI 15. – 22. október 22. – 31. október

7 nætur, 7 golfdagar 9 nætur, 9 golfdagar

UPPSELT UPPSELT

HELDRI KYLFINGAR 65+ ALICANTE GOLF

Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd göngufæri frá hótelinu.

EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó”. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Þessar ferðir njóta vinsælda hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins. HAUSTFERÐIR

GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS 31. okt. – 12. nóv.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is

9 nætur, 9 golfdagar

LAUS SÆTI

19. sept – 03. okt. 14 nætur, 13 golfdagar LAUS SÆTI 24. sept. – 03. okt. 9 nætur, 9 golfdagar LAUS SÆTI


ENDAÐU GOLFÁRIÐ MEÐ ...

GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS Á ALICANTE GOLF

Eldhress golferð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins upp í röðun í hollum.

31. okt. – 12. nóv., 12 nætur, 12 golfdagar Verð frá aðeins 249.900 kr. Golfskálinn hefur undanfarin ár boðið reglulega upp á Golfgleðina við miklar vinsældir. Hugmyndin kom til í spjalli með farþegum, einmitt á ALICANTE GOLF, þar sem rætt var um möguleikan á að bjóða upp á ferð sem væri með meira af golfmótum. Markmiðið er alltaf að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta.

SJÁÐU VERÐIÐ! Ef t.d. maki eða leikur ekki golf kka fæ að um k það er ós mur golfdögum, þá kear un kk læ það til á pakkaverði.

GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • travel@golfskalinn.is • golfskalinn.is




VOR 92003 Regluvörður 2019 opna golfbladid.indd 2


13.06.2019 15:09


Meðal efnis:

12

14

Guðmundur Ágúst náði þrennunni og leikur á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu út leiktíðina og þá næstu.

30

54

Íslandsmótið í golfi 2019. Golfklúbbur Reykjavíkur fagnar 85 ára afmæli með glæsilegu Íslandsmóti á einum elsta golfvelli landsins.

Magnaður lokakafli á Íslandsmótinu 2009. Verður slík sýning í boði aftur tíu árum síðar?

GOLF Á ÍSLANDI

70 Margrét Theodórsdóttir elskar golfíþróttina og leikur golf í hvaða veðri sem er.

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Metfjöldi kylfinga á Íslandi - mesta aukning í áratug.

Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Golfklúbbur Reykjavíkur / Frosti Eiðsson, ýmis einkasöfn. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í ágúst 2019.


GOLFSVEIFLAN BATNAR MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN Frekari upplýsingar veitir Þórður Rafn Gissurarson, golfstjóri Úrvals Útsýnar í síma 585-4102 eða thordur@uu.is

EL PLANTIO GOLF RESORT Vinsælasti golfstaðurinn okkar, stutt frá Alicante. 4* íbúðahótel með 2-3 svefnherbergja íbúðum

VERÐ FRÁ 194.900 KR.

ÓTAKMARKAÐ GOLF ALLT INNIFALIÐ GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI

Verð á mann m.v. 4 saman í íbúð.

Glænýtt 4* Sheraton hótel, frábær 18 holu golfvöllur og eitt besta golfæfingasvæðið á Suður-Spáni.

VERÐ FRÁ 179.900 KR.

ÓTAKMARKAÐ GOLF MORGUNVERÐUR / HÁLFT FÆÐI GOLFBÍLL INNIFALINN MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI

Verð á mann m.v. 2 fullorðna.

DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ

1. - 14. NÓVEMBER

Draumaferð þar sem gist verður á 5* hóteli, ótakmarkað golf, golfbíll og allt innifalið í mat og drykk. Fararstjóri ferðarinnar: Júlíus Hallgrímsson

VERÐ FRÁ 689.900 KR.

Verð á mann m.v. 2 fullorðna. Mikið innifalið í verði.

ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS

ÍTALÍA - CHERVO GOLF, LAKE GARDA

1. - 11. OKTÓBER

Glæsilegt golfsvæði hjá Lake Garda. 4* hótel, vínsmökkun og skoðunarferð í boði.

Fararstjóri ferðarinnar: Þórður Rafn Gissurarson

VERÐ FRÁ 424.900 KR.

Verð á mann m.v. 2 fullorðna. Mikið innifalið í verði.

VERÐ ERU BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG STAFABRENGL.

HACIENDA DEL ALAMO


Aldrei fleiri Kæru kylfingar. Vitur maður sagði mér fyrir skemmstu að ég skyldi ávallt að hafa hugfast að fjöldi fólks hefur fetað veginn sem ég feta nú sjálfur. Fjöldi fólks hefur lagt golfhreyfingunni lið, hjálpað til í klúbbnum sínum, skipulagt golfmót gærdagsins, betrumbætt golfvöllinn, aðstoðað við barna- og unglingastarfið eða vakið áhuga nýrra kylfinga. „Við þurfum alltaf að muna að það var fólk á golfvellinum áður en við komum á hann“, sagði hann. Þetta er auðvitað hárrétt. Velgengni í golfi er engum einum manni að þakka, heldur er hún afrakstur endalausrar vinnu óteljandi aðila. Rétt eins og atvinnukylfingurinn sem sigrar á stærsta móti ársins má þakka öllum þeim tugum, ef ekki hundruðum, sjálfboðaliða sem hjálpuðu honum að komast alla leið, má forystufólk í golfhreyfingunni þakka öllum þeim sem hafa komið golfíþróttinni á þann stað sem hún er í dag. Við höfum átt góðu gengi að fagna undanfarin ár í golfinu. Ég þreytist seint á að nefna það. Golfíþróttin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarna áratugi og þá skiptir engu máli hvert litið er. Hvort það er til fjölda golfvalla, fjölda félagsmanna eða afreka okkar bestu kylfinga á heimsvísu. Frá því í fyrra hefur skráðum kylfingum fjölgað um 4% eða um 700 kylfinga, en meiri hefur fjölgunin ekki verið á milli ára í 10 ár. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska golfklúbba og enn ein staðfesting þess að við erum á réttri leið. Við munum halda áfram að byggja ofan á þann trausta grunn sem aðrir lögðu fyrir okkur og smátt og smátt gerum íþróttina og allt umhverfi hennar enn betra. Enn eru næg sóknarfæri. Nú er komið að hápunkti keppnitímabilsins – sjálfu Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Það er engum blöðum um það að fletta að mótið er stærsta og besta auglýsing sem íslenskt golf getur fengið. Firnasterkir kylfingar, frábær golfvöllur, stórkostleg umgjörð og allt í beinni útsendingu í sjónvarpi. Íslandsmótsvikan er vikan sem við bíðum eftir allt sumarið, allt árið. Vikan þar sem allir leggja allt sitt undir. Ég hlakka til að sjá sem flesta Grafarholtinu og ég lofa því að enginn verður svikinn. Sjáumst í Holtinu. Haldið áfram að sveifla, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands


TÆKNI

Framsýni hefur verið leiðarljós Lexus frá upphafi. Margreynd og þróuð Hybrid-tækni Lexus sameinar fullkomlega upplifun og notagildi, án málamiðlana. ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD

NX 300h frá 8.750.000 kr. SPORTJEPPI Sporlaus Allur akstur nýrra Lexus bíla er kolefnisjafnaður í samstarfi við Kolvið.

2019

Lexus-Ísland Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is


Guðmundur fagnaði þriðja sigrinum

Keppnisréttur á Áskorenda­ mótaröðinni tryggður Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, sigraði nýverið á Svea Leasing Open atvinnumanna­ mótinu sem fram fór hjá Täby Golfklubb í Sví­ þjóð. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumóta­ röðinni. Þetta var þriðji sigur hans á mótaröðinni á þessu tímabili og tryggði GR-ingurinn sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni út þetta tímabil og á því næsta. Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á -16 (66-67-67) 200 högg. Guðmundur Ágúst fetar þar með leiðina í átt að bestu atvinnumótaröð Evrópu. Með sigrinum fékk Guðmundur Ágúst sjálfkrafa keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, út leiktíðina 2019 og einnig á leiktíðinni 2020. Aðeins tveir aðrir íslenskir kylfingar hafa náð að tryggja sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í karlaflokki. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefur verið með keppnisrétt á þeirri mótaröð í rúmlega tvo áratugi, og hann hefur fagnað einum sigri á þeirri mótaröð. Axel Bóasson, GK, var með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni í fyrra. Axel komst inn á Áskorendamótaröðina með góðum árangri á Nordic Tour, þar sem hann sigraði á tveimur mótum og tryggði sér stigameistaratitilinn.

Guðmundur Ágúst hefur rokið upp heimslistann í flokki atvinnukylfinga á þessu ári. Hann fór upp um 197 sæti eftir sigurinn í Svíþjóð. Hann var í sæti nr. 570 þann 17. júlí s.l. Frá því í byrjun janúar hefur Guðmundur Ágúst farið upp um 1086 sæti á heimslistanum.

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Keppnisréttur á Áskorenda­mótaröðinni tryggður



Mesta fjölgun í áratug – Tæplega 700 kylfingar bættust í hópinn

Umtalsverð fjölgun er í golfhreyfingunni á Íslandi miðað við þau gögn sem lágu fyrir í félagaskrá í golfklúbbum landsins þann 1. júlí sl. Um 4% heildaraukning er á landsvísu eða sem nemur tæplega 700 kylfingum. Alls voru 17.859 kylfingar skráðir þann 1. júlí sl. og er þetta er mesta fjölgunin frá árinu 2009 eða í áratug. Athygli vekur að aukningin er mest hjá þeim allra yngstu og elstu í hreyfingunni, 9 ára og yngri og 60 ára og eldri. Rúmlega 60% allra kylfinga eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin er mest á því svæði, og einnig á Suðurlandi en 76% skráðra kylfinga búa á þessum svæðum. Einnig fjölgaði á Suðurnesjum og á Vesturlandi. Golfklúbbur Brautarholts bætir hlutfallslega mest við sig nýjum kylfingum eða um 85% aukning. Margir golfklúbbar eru með töluverða fjölgun í sínum röðum en heildarlistann má sá hér fyrir neðan:

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Mesta fjölgun í áratug

KYLFINGAR EFTIR LANDSHLUTA: Landsvæði

Kylfingar 2019

Breyting á milli ára

Hlutdeild landshluta í heildarfjölda kylfinga

10,675

417

60%

Suðurnes

1,123

80

6%

Vesturland

1,033

38

6%

Höfuðborgarsvæðið

Vestfirðir

335

12

2%

Norðvesturland

286

36

2%

Norðausturland

1,114

-7

6%

Austurland

377

-9

2%

Suðurland

2,916

127

16%

Samtals

17,859

694

100%


VANTAR ÞIG MANNAUÐS- OG LAUNALAUSN? • Öflug skýjalausn • Jafnlaunagreining • Öflugar aðgangsstýringar

Borgartúni 37, Reykjavík

origo.is


KYLFINGAR EFTIR KYNI OG ALDRI: Aldur

Karlar

Konur

2019

Breyting milli ára

9 ára og yngri

424

172

596

61%

10 til 19 ára

1,260

475

1,735

-9%

20 til 29 ára

1,039

132

1,171

13%

30 til 39 ára

1,128

197

1,325

3%

40 til 49 ára

1,858

690

2,548

0%

50 til 59 ára

2,517

1,628

4,145

1%

60 ára og eldri

3,885

2,454

6,339

7%

Samtals

12,111

5,748

17,859

4%

FÉLAGAR Í GOLFKLÚBBUM 2019 Klúbbur

15 ára og yngri

16 ára og eldri

2019

Breyting á milli ára

%

73

3,159

3,232

168

5%

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

480

1,470

1,950

-140

-7%

Golfklúbburinn Oddur

253

1,211

1,464

238

19%

Golfklúbburinn Keilir

132

1,165

1,297

12

1%

Golfklúbbur Reykjavíkur

Golfklúbbur Mosfellsbæjar

186

1,038

1,224

91

8%

Nesklúbburinn

29

708

737

1

0%

Golfklúbbur Akureyrar

161

555

716

4

1%

Golfklúbbur Suðurnesja

49

538

587

81

16%

Golfklúbburinn Leynir

78

393

471

0

0%

Golfklúbbur Selfoss

50

393

443

44

11%

Golfklúbbur Vestmannaeyja

56

350

406

-14

-3%

Golfklúbburinn Setberg

3

390

393

-14

-3%

Golfklúbbur Öndverðarness

12

356

368

1

0%

Golfklúbbur Þorlákshafnar

20

303

323

53

20%

Golfklúbbur Álftaness

35

212

247

1

0%

Golfklúbbur Hveragerðis

17

215

232

4

2%

Golfklúbbur Grindavíkur

16

206

222

-12

-5%

Golfklúbbur Ásatúns

1

209

210

11

6%

Golfklúbburinn Kiðjaberg

22

184

206

-12

-6%

Golfklúbburinn Flúðir

2

185

187

1

1%

Golfklúbbur Borgarness

9

175

184

22

14%

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

12

160

172

19

12%

Golfklúbbur Sauðárkróks

25

142

167

16

11%

164

164

13

9%

Golfklúbbur Sandgerðis

2

140

142

-8

-5%

Golfklúbbur Ísafjarðar

8

130

138

4

3%

Golfklúbburinn Úthlíð

Golfklúbburinn Vestarr

1

133

134

-12

-8%

Golfklúbbur Brautarholts

3

128

131

60

85%

Golfklúbbur Húsavíkur

10

115

125

11

10%

Golfklúbbur Fjallabyggðar

29

81

110

3

3%

Golfklúbbur Hornafjarðar

16

100

100

14

16%

Golfklúbbur Hellu

9

89

98

1

1%

Golfklúbbur Fjarðabyggðar

17

69

86

-2

-2%

Golfklúbburinn Mostri

7

79

86

-1

-1%

Golfklúbburinn Hamar

17

68

85

-24

-22%

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs

12

68

80

-15

-16%

GOLF.IS - Golf á Íslandi Mesta fjölgun í áratug


NÁÐU FORSKOTI Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2012 og hefur síðan þá greitt götu fjölda kylfinga.

Styrkþegar 2019: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Axel Bóasson Haraldur Franklín Magnús Guðmundur Ágúst Kristjánsson


FÉLAGAR Í GOLFKLÚBBUM 2019 15 ára og yngri

16 ára og eldri

2019

Breyting á milli ára

%

Golfklúbburinn Jökull

Klúbbur

2

72

74

20

37%

Golfklúbbur Norðfjarðar

1

67

68

2

3%

Golfklúbbur Seyðisfjarðar

68

68

5

8%

Golfklúbburinn Dalbúi

61

61

18

42%

Golfklúbburinn Þverá Hellishólum

59

59

3

5%

Golfklúbbur Bolungarvíkur

15

40

55

-4

-7%

Golfklúbbur Siglufjarðar

2

53

55

14

34%

Golfklúbburinn Glanni

1

48

49

7

17%

Golfklúbburinn Geysir

12

31

43

4

10%

Golfklúbbur Byggðarholts

2

38

40

0

0%

Golfklúbbur Patreksfjarðar

1

37

38

4

12%

Golfklúbburinn Ós

1

35

36

6

20%

Golfklúbbur Bíldudals

36

36

4

13%

Golfklúbbur Vopnafjarðar

35

35

1

3%

Golfklúbburinn Vík

35

35

2

6%

Golfklúbburinn Lundur

31

31

5

19%

Golfklúbbur Skagastrandar

28

28

0

0%

Golfklúbbur Hólmavíkur

25

25

0

0%

Golfklúbburinn Hvammur Grenivík

2

22

24

-6

-20%

Golfklúbburinn Tuddi

7

17

24

-12

-33%

Golfklúbburinn Húsafelli

16

16

0

0%

Golfklúbbur Staðarsveitar

15

15

2

15%

Golfklúbburinn Gljúfri

12

12

2

20%

Golfklúbbur Mývatnssveitar

11

11

-2

-15%

Golfklúbburinn Skrifla

4

4

0

0%

15,977

17,859

694

4%

Samtals

18

GOLF.IS // Mesta fjölgun í áratug

1,882



Securitas-mótið:

Saga og Rúnar

Íslandsmeistarar í holukeppni 2019


Bakrunnsmynd er frá Alicante Golf

INFINITY

DHC LITHIUM Bremsukerfi, DHC kerfi (Down Hill Control), stór skjár með klukku, tímamælir hringinn, sýnir hleðsluna á rafhlöðunni, og mælir þá vegalengd sem gengin er.

VERÐ AÐEINS

99.900 kr.

Með allt sem góðar rafmagnskerrur bjóða upp á. Sterk og létt með mjög lága bilanatíðni. Heildarþyngd með geymi er aðeins um 9,5 kg. Kerran fæst bæði í hvítu og svörtu.

Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is


Saga Traustadóttir, GR, og Rúnar Arnórsson, GK, stóðu uppi sem sigurvegarar á Securitas-mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi dagana 21.–23. júní sl. Þetta var í 32. sinn sem Íslandsmeistaramótið í holukeppni fer fram en fyrst var keppt árið 1988. Alls tóku 32 karlar þátt og 23 konur. Aðstæður voru allar hinar bestu á Akranesi alla þrjá keppnisdagana. Keppnisvöllurinn í góðu standi og veðrið eins og best verður á kosið. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að keppendum var raðað upp í riðla eftir stöðu þeirra á stigalistanum. Alls voru átta riðlar í karlaflokki og sex riðlar í kvennaflokki. Efstu kylfingarnir eftir riðlakeppnina komust í átta manna úrslit í karlaflokki.

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Saga og Rúnar Íslandsmeistarar í holukeppni 2019

Í kvennaflokki fóru efstu kylfingarnir úr riðlunum sex í átta manna úrslit, auk tveggja til viðbótar sem voru með bestan árangur í 2. sæti. Saga sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR í úrslitaleiknum en úrslitin réðust á 19. holu í bráðabana. Þar fékk Saga fugl og landaði hún sínum fyrsta Íslandsmeistartitli í holukeppni á Mótaröð þeirra bestu. Hulda Clara Gestsdóttir sigraði Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur úr GHD í leiknum um þriðja sætið 5/4. Rúnar sigraði Ólaf Björn Loftsson úr GKG í úrslitaleiknum 3/2 en Rúnar sigraði á þessu móti í fyrra. Jóhannes Guðmundsson úr GR lagði Arnór Inga Finnbjörnsson úr GR í leiknum um þriðja sætið á 19. holu.


Rúnar Arnórsson: „Mér hefur alltaf gengið vel á þessu móti. Ég hef fjórum sinnum leikið á sunnudeginum og ég kann vel við holukeppnina. Þetta er aðeins öðruvísi leikur og maður þarf að bregðast við því sem andstæðingurinn gerir. Ég var að leika í þessu móti, fékk marga fugla, og í heildina var ég sáttur við skorið og leik minn.“ Rúnar hefur lokið við háskólanám í Bandaríkjunum þar sem hann lék keppnisgolf samhliða námi. Hann hefur sett stefnuna á að reyna fyrir sér á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. „Ég er að skoða að spila á atvinnumóti í lok ágúst og síðan að fara á 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópu­ mótaröð atvinnukylfinga í haust,“ sagði Rúnar Arnórsson. LEIÐ RÚNARS Í ÚRSLITALEIKINN: Það var mikið Keilis-þema í riðli Rúnars en alls voru þrír leikmenn úr Keili. Rúnar lagði Helga Snæ Björgvinsson GK 9/8 í 1. umferð. Vikar Jónasson úr Keili lagði Rúnar 2/1 í 2. umferð. Rúnar sigraði Ragnar Má Garðarsson GKG 5/4 í lokaumferðinni. Rúnar, Vikar og Ragnar Már voru allir með 2 sigra í riðlakeppninni. Séu þrír kylfingar með jafnmarga sigra ræður munur á unnum og töpuðum holum í innbyrðis viðureignum þeirra úrslitum. Rúnar hafði betur í þeim samanburði og sigraði.

8-MANNA ÚRSLIT: Rúnar sigraði Hlyn Bergsson, GKG 4/2

UNDANÚRSLIT: Rúnar sigraði Jóhannes Guðmundsson, GR 3/2

LEIÐ ÓLAFS Í ÚRSLITALEIKINN: Ólafur Björn lék þrjá leiki gegn kylfingum úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í riðlakeppninni. Í 1. umferð var Theodór Emil Karlsson GM mótherjinn og þar hafði Ólafur betur 3/2. Sverrir Haraldsson GM tapaði 3/1 gegn Ólafi. Í lokaumferðinni var hreinn úrslitaleikur á milli Ólafs og Kristjáns Þórs Einarssonar úr GM um sigurinn í þessum riðli og þar með sæti í 8-manna úrslitum. Ólafur sigraði Kristján 4/3 og tryggði sér sigurinn í riðlinum.

8-MANNA ÚRSLIT: Ólafur Björn sigraði Hákon Örn Magnússon á 19. holu.

UNDANÚRSLIT: Ólafur Björn sigraði Arnór Inga Finnbjörnsson, GR 7/5.

GOLF.IS

23


Saga Traustadóttir: „Garðavöllur var í geggjuðu standi, hver einasti leikur var úrslitaleikur. Mér líður rosalega vel eftir sigurinn og ég hef beðið lengi eftir þessu. Ég var með góða tilfinningu fyrir þessu móti og ég kláraði þetta bara. Úrslitaleikurinn var erfiður andlega og ég þurfti að hafa mig alla við. Ég átti bara 1,5 metra eftir til að tryggja mér titilinn með fugli á 1. holunni í bráðabananum. Ég var með sama leik­ skipulag á 1. holuna alla dagana og var búin að fá fugl á þessa holu tvívegis áður. Ég gerði það í þriðja sinn og tryggði mér Íslandsmeistaratitilinn. Það var yndisleg tilfinning að sjá boltann fara ofan í. Þetta er bara byrjunin hjá mér. Ég ætla mér meira í framtíðinni,“ sagði Saga Traustadóttir við golf.is eftir sigurinn. LEIÐ SÖGU Í ÚRSLITALEIKINN: Saga var ein af þremur kylfingum úr GR í 3. riðli. Saga sigraði Nínu Margréti Valtýsdóttur GR í 1. umferð 6/4. Í 2. umferð fékk hún mikla keppni gegn hinni 12 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur GR. Saga landað þar naumum sigri 1/0. Í lokaumferðinni var Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK mótherji Sögu. Sá leikur var spennandi og endaði með 1/0 sigri Sögu.

8-MANNA ÚRSLIT: Saga sigraði Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur GOS 3/2.

UNDANÚRSLIT: Saga sigraði Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur GHD 6/5.

LEIÐ RAGNHILDAR Í ÚRSLITALEIKINN: Ragnhildur var í þriggja manna riðli. Hún sat yfir í 1. umferð á föstudagsmorguninn. Í 2. umferð síðdegis á föstudeginum sigraði hún Amöndu Guðrúnu Bjarnadóttur GHD 2/0. Hún tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum með 4/3 sigri í lokaumferðinni gegn Ingunni Einarsdóttur GKG.

8-MANNA ÚRSLIT: Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK var mótherji Ragnhildar. Þeim leik lauk með 4/3 sigri Ragnhildar.

UNDANÚRSLIT: Hulda Clara Gestsdóttir GKG var andstæðingurinn og þar hafði Ragnhildur betur 3/1.

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi Saga og Rúnar Íslandsmeistarar í holukeppni 2019


ENNEMM / SÍA / NM85689

HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI


Íslandsmeistarar í holukeppni frá upphafi: Karlaflokkur:

1988 Úlfar Jónsson, GK (1) 1989 Sigurður Pétursson, GR (1) 1990 Sigurjón Arnarsson, GR (1) 1991 Jón H Karlsson, GR (1) 1992 Björgvin Sigurbergsson, GK (1) 1993 Úlfar Jónsson, GK (2) 1994 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (1) 1995 Örn Arnarson, GA (1) 1996 Birgir Leifur Hafþórsson, GL (2) 1997 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1) 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (2) 1999 Helgi Þórisson, GS (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (3) 2001 Haraldur Heimisson, GR (1) 2002 Guðmundur I. Einarsson, GR (1) 2003 Haraldur H. Heimisson, GR (2)

2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (3) 2005 Ottó Sigurðsson, GKG (1) 2006 Örn Ævar Hjartarson, GS (1) 2007 Ottó Sigurðsson, GKG (2) 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1) 2009 Kristján Þór Einarsson, GM (1) 2010 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (4) 2011 Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (1) 2012 Haraldur Franklín Magnús, GR (1) 2013 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (1) 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (2) 2015 Axel Bóasson, GK (1) 2016 Gísli Sveinbergsson, GK (1) 2017 Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (1) 2018 Rúnar Arnórsson, GK (1) 2019 Rúnar Arnórsson, GK (2)

Kvennaflokkur: 1988 Karen Sævarsdóttir, GS (1) 1989 Þórdís Geirsdóttir, GK (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1) 1991 Karen Sævarsdóttir, GS (2) 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (3) 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2) 1994 Karen Sævarsdóttir, GS (4) 1995 Ólöf María Jónsdóttir, GK (1) 1996 Ólöf María Jónsdóttir, GK (2) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3) 1998 Ólöf María Jónsdóttir, GK(3) 1999 Ólöf María Jónsdóttir, GK(4) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir, GK (4) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5) 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (1) 2003 Ragnhildur Sigðurðardóttir, GR (6)

Bíllinn yngist allur upp

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Saga og Rúnar Íslandsmeistarar í holukeppni 2019

2004 Ólöf María Jónsdóttir, GK (5) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir, GR (1) 2007 Þórdís Geirsdóttir, GR (2) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (1) 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (1) 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (2) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (2) 2014 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1) 2015 Heiða Guðnadóttir, GM (1) 2016 Berglind Björnsdóttir, GR (1) 2017 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) 2018 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1) 2019 Saga Traustadóttir, GR (1)


HITTU Í MARK MEÐ 18 HOLU GJÖF

Icelandair hótel Hamar býður upp á glæsilegan golfpakka sem hentar einstaklega vel sem gjöf til golfara. Við fullkomnum svo gjöfina með stórfenglegu útsýni, fyrsta flokks veitingum, faglegri þjónustu og dásamlegu umhverfi. Pantaðu gjafabréf á icelandairhotel.is eða bókaðu golfpakkann í síma 433 6600 eða á hamar@icehotels.is

Icelandair hótel Hamar | Borgarnes | 433 6600 | hamar@icehotels.is

Innifalið í golfpakkanum: -

Gisting í eina nótt í tveggja manna herbergi Veglegt morgunverðarhlaðborð Einn hringur á Hamarsvelli Glæsilegur þriggja rétta veislukvöldverður að hætti Hamars

Verð fyrir tvo 57.000 kr. Verð fyrir einn 29.000 kr.


Rúnar braut ísinn Sá fyrsti sem ver titilinn í karlaflokki Rúnar Arnórsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2019, varð fyrstur til að verja Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í karlaflokki í 32 ára sögu mótsins. Rúnar sigraði á mótinu í fyrsta sinn á ferlinum í fyrra og hann lét bikarinn ekki úr hendi sleppa á Securitas-mótinu á Akranesi. Í kvennaflokki hafa þrír meistarar varið titilinn. Karen Sævarsdóttir, GS, var sú fyrsta árið 1992, Ólöf María Jónsdóttir, GK, náði tvívegis að verja titilinn, fyrst árið 1996 og í annað sinn árið 1999. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, varði titilinn árið 2001.

28

GOLF.IS // Rúnar braut ísinn

Alls hafa sex kylfingar náð að landa Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni oftar en einu sinni. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er með fjóra titla, Björgvin Sigurbergsson, GK, er með þrjá titla, Haraldur H. Heimisson, GR, Ottó Sigurðsson, GKG, Kristján Þór Einarsson, GM og Rúnar Arnórsson, GK, hafa allir sigrað tvívegis á þessu móti.


Rúnar Arnórsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2018. Rúnar klæðist Öxi Primaloft jakkanum. 66north.is


Velkomin á Grafarholtsvöll Íslandsmótið í golfi 2019 fer fram á Grafarholtsvelli hjá Golfklúbbi Reykja­ víkur dagana 8.–11. ágúst. Mótið fór síðast fram þar fyrir áratug eða árið 2009. Íslandsmótið í ár verður það 17. frá upphafi sem fram fer í karlaflokki á Grafarholtsvelli og það 15. í kvennaflokki. Fyrst var keppt í karlaflokki árið 1942 og árið 1967 í fyrsta sinn í kvennaflokki. Flestir af bestu kylfingum landsins verða á meðal keppenda á Íslands­ mótinu í golfi 2019. Fram undan er spennandi keppni á frábærum keppnis­ velli sem hefur sjaldan verið í betra ástandi. Íslandsmótið 2019 er það 78. í röðinni í karlaflokki frá upphafi og það 52. í röðinni í kvennaflokki.

30

GOLF.IS // Velkomin á Grafarholtsvöll


GOLF.IS

31


Björn Víglundsson formaður GR:

„Dásamlegt að vera í Grafarholtinu“

– Nóg um að vera á 85 ára afmælisári Golfklúbbs Reykjavíkur


Teppi, punkturinn yfir i-ið

Persía

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fallegum vönduðum teppum á breiðu verðbili. Meðal annars sérvalin handhnýtt austurlensk teppi, vönduð vélofin ullarteppi og einstök silkiteppi. Komdu, sjáðu, snertu, skynjaðu. Bjóðum bara það besta fyrir þig!

Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • Sími 595 0570


„Ég prófaði golfið fyrst úti á Seltjarnarnesi þar sem ég bjó. Þar lék ég mikið um sumarið á fermingarárinu. Það entist ekki lengur en þetta eina sumar. Ég hafði meiri áhuga á fótbolta og handbolta. Ég lék með Gróttu í handbolta og KR í fótbolta. Handboltann stundaði ég lengur. Ég var samt ekkert góður, var bara með eins og sagt er,“ segir Björn Víglundsson formaður Golfklúbbs Reykjavíkur í spjalli við Golf á Íslandi. Það er í mörg horn að líta hjá forsvarsmönnum GR og félagsmönnum á 85 ára afmælisári klúbbsins. Íslandsmótið í golfi fer fram á Grafarholtsvelli og kastljósinu verður beint að höfuðvígi golfsins í Reykjavík. Áhugi Björns á golfíþróttinni er mikill en golfáhuginn vaknaði fyrir alvöru á námsárum hans í Bandaríkjunum. „Þegar ég flutti til Bandaríkjanna árið 1991 vaknaði áhuginn á golfinu. Á þeim tíma var ég námsmaður við University of Tampa. Þar kynntist ég vel golfleikmanni í háskólaliðinu sem kenndi nokkrum okkar undirstöðuatriðin. Á þessu svæði eru margir golfvellir en fyrir námsmann var vallargjaldið of dýrt á flestum þeirra. Ég fann því ágæta lausn að spila völl fyrir kl. 8 á morgnana fyrir aðeins 3 dollara og 50 cent. Það var ódýrara en máltíð á McDonalds. Þessi völlur var mikið notaður á námsárunum. Smátt og smátt náði ég tökum á þessu. Ég er sannfærður um að sá grunnur sem ég fékk á þessu eina sumri á Nesvellinum hjálpaði mér mikið. Ég hvet því alltaf ungt fólk og þá sérstaklega börn að prófa golfið. Þótt þau endist bara í eitt, tvö sumur þá eru þau með grunn sem þau búa að alla ævi.“

34

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Dásamlegt að vera í Grafarholtinu“


LÆKKAÐU VERÐIÐ MEÐ VILDARPUNKTUM

Hvað átt þú marga punkta? Nýttu þér Punkta og peninga og láttu Vildarpunktana þína ganga upp í golfferðina. Kannaðu stöðuna. Verðið gæti komið þér ánægjulega á óvart. + icelandair.is Skemmtileg staðreynd: Þú safnar líka punktum þegar þú bókar flug með punktum

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 89266 08/18

Punktar og peningar


Draumahringurinn á Grafarholtsvelli „Ég byrjaði á því að ganga í Golfklúbbinn Odd eftir námið í Bandaríkjunum. Var þar félagsmaður í þrjú, fjögur ár. Spilafélagar mínir voru flestir í Golfklúbbi Reykjavíkur og ég gekk í raðir GR líklegast árið 1999. Á þessum tíma var ég með um fimmtán í forgjöf. Lægst hef ég farið niður í 5,2. Það gerðist í fyrra þegar ég lék minn besta hring á ævinni á Grafarholtsvelli. Ég vissi á hvaða skori ég var eftir 13. holuna, á -2. Þá hugsaði ég bara: „Jæja, hvernig ætlar þú að hanga á þessu í gegnum hinar illræmdu lokaholur?“ Það gekk vel og ég fékk fjögur pör í röð. Ég kom mér í erfiða stöðu á 18. flöt en setti niður tveggja metra pútt fyrir pari og 69 höggum. Það var ljúft og gott að ná þessum áfanga. Forgjöfin hefur hins vegar hækkað jafnt og þétt frá þessum hring og ekki nógu mikið að mínu mati. Ég fagna því væntanlegum breytingum sem á að gera á forgjafarkerfinu á næstu misserum. Það mun jafna út þessar skörpu lækkanir sem eiga sér stað þegar leikmenn ná slíkum draumahringjum.“

Stór verkefni fram undan Björn hefur lengi haft áhuga á félagsstörfum og hann gaf kost á sér í stjórn GR árið 2005. Hann segir að rekstur GR gangi vel og fram undan séu mörg stór verkefni. „Ég fór inn í stjórn GR árið 2005 og var síðan varaformaður allt fram til ársins 2014. Þá gaf ég kost á mér í formannskjörið og ég hef gegnt því embætti frá þeim tíma.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Dásamlegt að vera í Grafarholtinu“

Ég kom mér í erfiða stöðu á 18. flöt en setti niður tveggja metra pútt fyrir pari og 69 höggum. Það var ljúft og gott að ná þessum áfanga. Forgjöfin hefur hins vegar hækkað jafnt og þétt frá þessum hring ... Afmælisbarninu, GR, gengur vel á 85 ára afmælisárinu. Fjárhagsstaðan er góð og klúbburinn hefur greitt niður skuldir sem urðu til vegna framkvæmda á Korpunni á undanförnum árum. Markmiðið er að byggja upp sterkari eiginfjárstöðu og vera betur í stakk búin fyrir næstu stóru verkefni sem eru á dagskrá hjá GR.“

Íþróttahús á teikniborðinu Efst á forgangslista stjórnar GR er að byggja íþróttahús við Bása sem nýtist til æfinga allt árið um kring. „Eftir mikla greiningarvinnu og skoðanakönnun á meðal félagsmanna var niðurstaðan að efst í forgangi er að koma upp heilsársaðstöðu til æfinga fyrir félagsmenn. Það er á dagskrá að byggja íþróttahús sem verður tengt við æfingaaðstöðuna Bása. Í þessu húsi geta kylfingar æft vipp, pútt

og sveifluna. Í Básum verður síðan aðstaða til að slá bolta á útisvæðinu. Við vitum að Básar geta orðið kaldir yfir harðasta veturinn. Við horfum til þess að með nýrri inniaðstöðu verði hægt að nýta öll þessi mannvirki enn betur en áður. Við erum í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg í þessu verkefni. Tímalínan er ekki alveg komin á tært en það ætti að skýrast betur í haust og einnig þegar fjármögnunarferlið verður komið á hreint.“

Innviðir Grafarholtsvallar þarfnast endurnýjunar „Það er einnig á dagskrá að ráðast í miklar endurbætur á innviðum Grafarholtsvallar. Árið 2014 var samþykkt á aðalfundi að fylgja eftir áætlun frá einum virtasta golfvallahönnuði heims, Tom McKenzie. Grafarholtsvöllur var byggður á árunum 1958–1962 og framkvæmdin heppnaðist ótrúlega vel. Hér voru félagsmenn í sjálfboðavinnu með haka og skóflu að búa til golfvöll í harðgerðu landi. Okkur finnst að völlurinn eigi það skilið að við lyftum honum á enn hærri stall með þeim endurbótum sem eru á dagskrá. Grafarholtsvöllur stenst samanburð við alla velli þegar langt er liðið á sumarið. Á vorin og fyrri part sumars stenst völlurinn ekki samanburð og því viljum við breyta. Grundvallarvandamál í undirstöðum vallarins eru til staðar. Skipta þarf út undirlagi í flötum og brautum, vökvunarkerfið er úrelt og allir helstu innviðir vallarins þurfa á endurbótum að halda.


Ég hvet því alltaf ungt fólk og þá sérstaklega börn að prófa golfið. Þótt þau endist bara í eitt, tvö sumur þá eru þau með grunn sem þau búa að alla ævi. Það má gera ráð fyrir að framkvæmdir á Grafarholtsvelli kosti nokkur hundruð milljónir kr. Við erum að horfa á tímalínu sem gæti byrjað eftir 2–3 ár. Næstu misseri verða vel nýtt til að finna lausnir til að raskið verði sem minnst fyrir félagsmenn. Ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar. Samtalið við GR-félaga er mikið. Möguleikarnir eru margir, t.d. að áfangaskipta framkvæmdum. Fara í mótvægisaðgerð sem gæti falist í því að gera samkomulag við aðra klúbba. Það var gert t.d. við Leyni á Akranesi með góðum árangri á sínum tíma. Allar þessar hugmyndir eru uppi á borðinu og til skoðunar. Fagaðilar hér á Íslandi sem vinna alla daga á golfvöllum landsins hafa náð frábærum árangri í því að flýta fyrir nýframkvæmdum. Keilir er að opna nýjar flatir eftir 12 mánaða ferli. Allt tekur þetta skemmri tíma en áður með betri þekkingu og aukinni fagmennsku. Við erum með gott plan og eftir 2-3 ár gætu framkvæmdir hafist ef allt gengur upp. Íþróttahúsið er í forgangi og þegar það verkefni verður komið í góðan farveg verður uppbygging Grafarholtsvallar sett í hæsta forgang.“

Markmiðið að skapa sem besta umgjörð á Íslandsmótinu „Markmið GR fyrir Íslandsmótið 2019 er að skapa sem besta umgjörð fyrir keppendur og mótsgesti. Veðrið leikur þar stærsta hlutverkið og ég vona svo sannarlega að veðrið verði gott. Við slíkar aðstæður verður skorið gott og það viljum við sjá. Afrekskylfingar á Íslandi eru alltaf að verða betri og heildarskor undir pari er það sem við höfum verið að sjá á undanförnum árum. Þannig viljum við hafa það. Grafarholtsvöllur er í góðu standi og fagfólkið okkar mun skila frábærum keppnisvelli af sér þegar mótið hefst í ágúst. Grafarholtsvöllur var opnaður árið 1963 en er samt sem áður á meðal elstu golfvalla landsins. Golfið er tiltölulega ung íþrótt hér á Íslandi. Grafarholtsvöllur er um margt einstakur. Þegar Tom McKenzie var að vinna að framtíðarskipulagi vallarins átti hann erfitt með að lýsa vellinum.

Hann sagði einfaldlega að völlurinn væri íslenskur. McKenzie hefur hannað marga af þekktustu golfvöllum heims og unnið að endurbótum á flestum völlum sem notaðir eru á Opna mótinu. Stefna GR er að halda einkennum Grafarholtsins. Lágur trjágróður og lyng utan brauta á að vera einkenni vallarins áfram.“

Nóg pláss og gott útsýni fyrir áhorfendur Björn vonast að sjálfsögðu eftir að góðu veðri og mörgum áhorfendum í Grafarholtið á Íslandsmótinu. „Við gerðum tilraunir sem snéru að áhorfendum á Íslandsmótinu árið 2009. Sú reynsla á eftir að nýtast vel. Það er búið að prófa ýmislegt, sumt virkar og annað ekki. Áhorfendur voru margir og stemningin var frábær. Vissulega hefðum við viljað fá fleiri áhorfendur og það er nóg pláss fyrir alla. Útsýnið er mjög gott frá mörgum stöðum GOLF.IS

37


Eitt mest vaxandi golfmerki í heiminum

Við viljum sjá fullt af fólki horfa á frábært golf í góðu veðri. Á slíkum dögum er dásamlegt að vera í Grafarholtinu. á vellinum þar sem fólk getur staðsett sig og fylgst með á mörgum stöðum. Við viljum sjá fullt af fólki horfa á frábært golf í góðu veðri. Á slíkum dögum er dásamlegt að vera í Grafarholtinu.“

Heimsmet í virkum TrackMan Range-notendum

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Dásamlegt að vera í Grafarholtinu“

„Á 85 ára afmæli GR eru fjölmargir viðburðir á dagskrá. Það er búið að gera margt og fleiri viðburðir eru fram undan. Íslandsmótið er stór hluti af þessu, afmælismót og að sjálfsögðu TrackMan Range útbúnaðurinn í Básum. Forsvarsmenn TrackMan eru undrandi og ánægðir með viðtökurnar hér á Íslandi. Nýtt heimsmet í niðurhali á smáforritinu sem hlaðið er niður í snjalltæki var sett á Íslandi. Nú þegar eru um 6.000 notendur. Það er mikill fjöldi að prófa golfið í Básum, leika sér að slá langt og fara í keppni við vinina svo eitthvað sé nefnt. Endurgjöfin sem kylfingarnir fá er einstök. Unga fólkið kann að meta þetta og við sjáum mikla aukningu í heimsóknum yngri aldurshópa eftir að TrackMan Range var sett upp í vor. Í haust ætla TrackMan Range að senda hingað fólk til að skoða hvað er í gangi á Íslandi. Þeim finnst ástandið óvenjulegt. Mín skýring er að golf á Íslandi er fyrir alla og höfðar til allra, óháð aldri eða kyni. Aldursdreifingin er einnig einstök. Það geta allir spilað golf. Það kostar svipað að stunda skíðaíþróttina og golf. Þeim þykir einnig félagatalið hjá GR vera áhugavert en það eru fáir klúbbar sem eru með 3.000 virka og spilandi félaga.“


Segðu bless við Rollupinn Vertu sýnilegri með ljósaveggjum og ljósaborðum frá okkur.

Áberandi ehf • Vesturvör 30a • 414 1900 • aberandi@aberandi.is • www.aberandi.is


Hvaða skor dugir til sigurs? Grafarholtsvöllur var hannaður af Svíanum Nils Sköld og opnaður árið 1963. Uppbygging vallarins hófst árið 1958 og er völlurinn því 56 ára gamall. Grafarholtsvöllur er par 71, 6.057 metrar af hvítum teigum og 5.052 metrar af bláum teigum. Völlurinn hefur ýmis sérkenni og e inkenni sem fáir aðrir golfvellir á Íslandi hafa. Vallarmetið af hvítum teigum er 63 högg eða -8 en það setti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, í fyrra á Mótaröð þeirra bestu. Guðmundur Ágúst setti metið á öðrum keppnisdegi á Securitasmótinu, GR-bikarnum þann 24. ágúst 2018. Hann sigraði síðan á mótinu á -12 samtals. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, á vallarmetið frá bláum teigum. Hún lék á 67 höggum árið 2012 eða -4. Það met stendur enn.

ENNEMM / SÍA /

NM93901 Jaguar iPace almenn A4

Sköld tókst vel til að flestra mati og enn þann dag í dag er Grafarholtsvöllur á meðal fremstu valla landsins. Völlurinn er hæðóttur og getur reynst erfiður viðureignar, sér í lagi óreyndum kylfingum. Það er þó mál manna að þegar golfið gengur vel þá eru fáir vellir skemmtilegri en Grafarholtsvöllur. Völlurinn hefur iðulega verið notaður í Íslandsmótum og öðrum stærri golfmótum.

40

GOLF.IS // Hvaða skor dugir til sigurs?


HAT-TRICK

VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR EIGUM BÍLA TIL AFGREIÐSLU STRAX! Rafbíllinn Jaguar I-Pace vann nýverið til þrennra gullverðlauna á hinni virtu uppskeruhátíð bílaframleiðenda World Car Of The Year. I-Pace varð þar með fyrsti bíllinn í heiminum til að vinna þrjá flokka á sama árinu. Vertu með þeim fyrstu sem upplifa nýjan fjórhjóladrifinn Jaguar I-PACE, 470 km drægi*, 400 hestöfl, 4,8 sek. í 100 km. Verð frá 9.790.000 kr. jaguarisland.is

JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500

*Uppgefnin tala um drægi samkvæmt samræmdum mælingum WTPL staðalsins

ENNEMM / SÍA /

NM93901 Jaguar iPace almenn A4

HEIMSBÍLL ÁRSINS HÖNNUN ÁRSINS RAFBÍLL ÁRSINS


Íslandsmótið 2019 er það 17. í röðinni í karlaflokki og 15. í röðinni í kvennaflokki sem fram fer á þessum sögufræga velli. Úlfar Jónsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, á besta skorið af hvítum teigum á Íslandsmótinu í karlaflokki í Grafarholti þegar skor keppenda frá árinu 1988 eru borin saman. Úlfar lék á -4 samtals árið 1992. Frá árinu 1988 hefur Íslandsmótið farið fimm sinnum fram í Grafarholti. Meðalskor Íslandsmeistarans í karlaflokki er +3,6 á 72 holum eða 287,8 högg. Í kvennaflokki á Valdís Þóra Jónsdóttir besta skorið á 72 holum, 295 högg frá árinu 2009, eða +11. Meðalskor Íslandsmeistarans í kvennaflokki frá árinu 1988 er 311,2 högg eða rétt rúmlega 27 högg yfir pari samtals. 2009 KARLAR, FIMM EFSTU:

KONUR, FIMM EFSTU:

1. Ólafur Björn Loftsson, NK (72-70-72-69) 283 högg (-1) 2. Stefán Már Stefánsson, GR (71-73-69-70) 283 högg (-1) *Ólafur sigraði eftir umspil. 3. Björgvin Sigurbergsson, GK (73-78-70-68) 289 högg (+5) 4. Heiðar Davíð Bragason, GR (72-78-69-71) 290 högg (+6) 5. Sigmundur Einar Másson, GKG (74-72-73-73) 292 högg (+8)

2001 KARLAR, FIMM EFSTU:

1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (74-76-72-73) 295 högg (+11) 2. Signý Arnórsdóttir, GK (79-75-72-70) 296 högg (+12) 3. Ásta Birna Magnúsdóttir, GK (75-76-76-73) 300 högg (+16) 4. Ragna Björk Ólafsdóttir, GK (77-77-75-73) 302 högg (+18) 5. Tinna Jóhannsdóttir, GK (78-76-76-74) 304 högg (+20)

KONUR, FIMM EFSTU:

1. Örn Ævar Hjartarson, GS (71-72-73-72) 288 högg (+4) 2. Haraldur Hilmar Heimisson, GR (75-75-69-72) 291 högg (+7) 3. Björgvin Sigurbergsson, GK (74-77-70-71) 292 högg (+8) 4.–5. Tryggvi Pétursson, GR (76-73-75-69) 293 högg (+9) 4.–5. Ólafur Már Sigurðsson, GK (73-70-77-73) 293 högg (+9)

1. Herborg Arnarsdóttir, GR (79-78-77-76) 310 högg (+26) 2. Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-73-79-78) 310 högg (+26) *Herborg sigraði eftir umspil. 3.–4. Kristín Elsa Erlendsdóttir, GK (76-79-78-80) 313 högg (+29) 3.–4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (74-83-83-73) 313 högg (+29) 5. Nína Björk Geirsdóttir, GM (78-80-78-78) 314 högg (+30)

1997 KARLAR, FJÓRIR EFSTU:

KONUR, FJÓRAR EFSTU:

1. Þórður Emil Ólafsson, GL (80-68-71-72) 291 högg (+7) 2. Friðbjörn Oddsson, GK (78-71-72-73) 294 högg (+10) 3. Kristinn G. Bjarnason, GR (74-72-76-74) 296 högg (+12) 4. Helgi Birkir Þórisson, GS (75-73-77-73) 298 högg (+14)

1. Ólöf María Jónsdóttir, GK (76-76-79-76) 307 högg (+23) 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (83-79-76-74) 312 högg (+28 3. Herborg Arnarsdóttir, GR (81-78-75-79) 313 högg (+29) 4. Þórdís Geirsdóttir, GK (81-80-79-82) 322 högg (+38)

1992 KARLAR, FIMM EFSTU:

KONUR, FIMM EFSTU:

1. Úlfar Jónsson, GK (74-70-68-68) 280 högg (-4) 2. Sigurjón Arnarsson, GR (70-72-72-75) 289 högg (+5) 3. Guðmundur Sveinbjörnsson, GK (79-77-76-72) 304 högg (+10) 4. Björgvin Sigurbergsson, GK (77-75-75-77) 304 högg (+10) 5. Sigurður Hafsteinsson, GR (76-77-76-78) 307 högg (+10)

1. Karen Sævarsdóttir, GS (76-80-79-80) 315 högg (+31) 2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (80-79-83-81) 323 högg (+39) 3. Þórdís Geirsdóttir, GK (83-87-83-76) 329 högg (+45) 4. Ólöf María Jónsdóttir, GK (78-85-86-85) 334 högg (+50) 5. Anna Jódís Sigurbergsdóttir, GK (87-81-91-86) 345 högg (+61)

1988 KARLAR, FIMM EFSTU:

KONUR, FIMM EFSTU:

1.Sigurður Sigurðarson, GS (75-76-73-72) 296 högg (+12) 2. Sveinn Sigurbergsson, GK (78-74-76-74) 302 högg (+18) 3. Úlfar Jónsson, GK (76-76-75-77) 304 högg (+20) 4.–5. Tryggvi Traustason, GK (74-78-77-80) 309 högg (+25) 4.–5. Hannes Eyvindsson, GR (78-83-74-74) 309 högg (+25)

1. Steinunn Sæmundsdóttir, GR (85-80-84-80) 329 högg 2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (86-88-82-78) 334 3. Karen Sævarsdóttir, GS (87-86-78-84) 335 4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-88.86-84) 336 5. Kristín Pálsdóttir, GK (89-89-86-83) 347 högg

VALLARMET Á GRAFARHOLTSVELLI, PAR 71: Hvítir teigar: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, -8, 63 högg (2018) Bláir teigar: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, -4, 67 högg (2012)

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvaða skor dugir til sigurs?



Lykilholur á Grafarholtsvelli Valdís Þóra Jónsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, spáir í spilin fyrir Íslandsmótið 2019 Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni á Akranesi sigraði á Íslandsmótinu í golfi í fyrsta sinn á ferlinum á Grafarholtsvelli árið 2009. Frá þeim tíma hefur Skagakonan landað tveimur titlum til viðbótar, á Hellu árið 2012 og á Hvaleyrarvelli árið 2017. Valdís Þóra er með keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu, LET Evrópumótaröðinni. Hún verður í harðri keppni á Opna skoska meistaramótinu á sama tíma og Íslandsmótið 2019 fer fram á Grafarholtsvelli og getur því ekki tekið þátt að þessu sinni. Valdís Þóra valdi nokkrar holur á Grafarholtsvelli sem hún telur að séu lykilholur til að ná góðu skori á Íslandsmótinu 2019.

44

GOLF.IS // Lykilholur á Grafarholtsvelli


GRILLAÐU EFTIR GOLFIÐ ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI FYRIR AGA GAS Á GAS.IS

Smellt eða skrúfað? Það skiptir ekki máli, við eigum bæði!

GAS FYRIR GRILLIÐ

IÐNAÐARGASIÐ FÆST HJÁ ÍSAGA ÞÚ FINNUR SÖLUSTAÐI OG UMBOÐ Á AGA.IS

ÍSAGA | BREIÐHÖFÐA 11 | 110 REYKJAVÍK | 577 3000


5. braut - par 4 Hvítir teigar: 324 metrar. Bláir teigar: 256 metrar. „Hérna er mikilvægt að velja rétta kylfu af teig og rétta línu. Fimmta brautin liggur í hundslöpp til vinstri og örlítið upp í móti. Of mikil kylfa gæti komið þér í vandræði hægra megin við brautina. Of lítil kylfa, eða línan tekin of langt til vinstri, getur einnig komið þér í algjör vandræði fyrir innáhöggið. Flötin er upphækkuð og erfitt að meta nákvæmlega lengd höggsins og hvar holan er. Ef innáhöggið er of stutt bíður þín óþægilegt vipp upp á flötina sem gerir þér erfitt fyrir að meta lengd og lendingarsvæði. En ef þú ferð yfir flötina bíða þín tré og skemmtilegt niður í móti vipp á flöt sem hallar öll frá þér. Þetta er hola sem maður gengur af sáttur með par.“

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lykilholur á Grafarholtsvelli


7. braut - par 4 Hvítir teigar: 322 metrar. Bláir teigar: 299 metrar. „Að mínu mati er teighöggið á 7. braut það mikilvægasta. Glompur og rusl hægra megin við brautina geta flækt innáhöggið til muna. Ef taugarnar eru þandar á teignum og þú tekur boltann með þér til vinstri þá ertu komin í karga sem getur orðið ansi þéttur. Hér vill maður hitta brautina. Einnig er vandasamt að velja rétta kylfu fyrir innáhöggið. Flötin er frekar einföld þegar á hana er komið.“

11. braut - par 3 Hvítir teigar: 163 metrar. Bláir teigar: 145 metrar. „Mér hefur aldrei líkað vel við 11. brautina. Stutt par 3 hola en flötin í miklum halla. Ef það blæs frá hægri til vinstri á flötina verður þessi hola gífurlega erfið. Flötin er oftast mjög hörð og erfitt að stöðva boltann í miklum halla. Þó svo að þú hittir flötina í einu höggi er parið alls ekki gefið.“

GOLF.IS

47


15. braut - par 5 Hvítir teigar: 527 metrar. Bláir teigar: 442 metrar. „Þetta er braut sem getur bæði gefið og tekið. Vallarmörk vinstra megin og skurður hægra megin alla leið. Þó svo að brautin sé tiltölulega breið þá er teighöggið vel niður í móti og margt sem getur farið úrskeiðis. Flötin er vel varin, tjörn fyrir framan, skurður og glompur hægra megin, vallarmörk vinstra megin og ekki gott að fara yfir flötina heldur. Ég lærði seinna meir að vera bara sátt með þrjú högg inn á flöt og reyna að koma þriðja högginu í fuglafæri frekar en að reyna við flötina í tveimur höggum.“

17. braut - par 3 Hvítir teigar: 174 metrar. Bláir teigar: 160 metrar. „Frá teignum lítur þessi hola sakleysislega út en hún getur oft farið illa með mann. Flötin er löng og mjó og ef það blæs á móti getur upphafshöggið orðið langt og erfitt. Umhverfið í kringum flötina gefur mikla möguleika á vondri legu eða erfiðu vippi. Það er hreinlega stundum betra að slá of stutt fyrir framan flötina heldur en að reyna of mikið.“

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lykilholur á Grafarholtsvelli


Guðríðarstíg 6-8, 113 Reykjavík www.margtsmatt.is office@margtsmatt.is 585 3500


Guðmundur Ágúst á vallarmetið – Ný viðmið sett í GR-bikarnum í fyrra

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR setti ný viðmið á Grafarholtsvelli í fyrra þegar hann sigraði með yfirburðum í GR-bikarnum á Mótaröð þeirra bestu. GR-ingurinn lék hringina þrjá á samtals 14 höggum undir pari (67-63-69). Alls léku 9 efstu keppendurnir á undir pari samtals á 54 holum og Axel Bóasson varð annar á -9 samtals. Guðmundur Ágúst setti vallarmetið á öðrum keppnisdegi eftir að hann jafnaði vallarmetið á 1. keppnisdeginum, 67 högg eða -4. Hann byrjaði með tveimur pörum í röð en síðan tók við mikil fuglaveisla á næstu 12 holum. Á þessum kafla fékk Guðmundur Ágúst fugl á átta holur og par á fjórar. Hann tapaði einu höggi á hringnum en það var á 15. braut. Hann vann það til baka með fugli á lokaholunni og lék því hringinn á -8 eða 63 höggum.

s 50

GOLF.IS // Vallarmetin


ENSKI BOLTINN í Sjónvarpi Símans Premium

Við erum á fullu að undirbúa Enska boltann sem hefst 9. ágúst og verður innifalinn í Sjónvarpi Símans Premium á komandi leiktímabili. Fleiri leikir, UHD útsendingar ásamt vandaðri, innlendri dagskrárgerð. Nú er boltinn hjá þér! Þú getur meira með Símanum

siminn.is/enski


Ólafía Þórunn á vallarmetið – Sjö ára gamalt met stendur enn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn vallarmetið af bláum teigum á Grafarholtsvelli. Það setti atvinnukylfingurinn hinn 6. júlí á meistaramóti GR árið 2012. Ólafía Þórunn byrjaði með miklum látum og var á 5 höggum undir pari eftir aðeins fjórar holur, þrír fuglar í röð og einn örn á 4. braut sem er par 5. Hún fékk síðan þrjú pör í röð en tapaði höggi á 8. og lék fyrri 9 holurnar á -4. Á síðari 9 holunum var skorkortið einnig litríkt. Ólafía Þórunn fékk þrjá fugla en tapaði einnig þremur höggum og lék því hringinn á 67 höggum eða -4. Alls sex fuglar (-1), einn örn (-2), tveir skollar (+1) og einn skrambi (+2).

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vallarmetin


#ve

ENNEMM / SÍA / NM93967

19 f é r g ab

1x

Sólarferð 30x

til Tenerife fyrir fjölskylduna í viku

30x

Gjafabréf 5.000 kr.

30x

10 skipta klippikort

1 mánuður Gjafabréf 3x Apple AirPods

10i0nningar V

3x Landmann gasgrill

3x Playstation 4

Leikurinn sem gerir sumarið skemmtilegra Fylltu bílinn af fjöri með því að safna stimplum í Vegabréfið þitt á N1 stöðvum um allt land. Hver stimpill færir þér skemmtilegan glaðning og þegar Vegabréfið er fullstimplað skilar þú því inn á næstu N1 þjónustustöð til að eiga möguleika á frábærum vinningum í leikslok. Góða skemmtun!

VEGABRÉF


Ólafur Björn Loftsson lýsir mögnuðum lokakafla Íslandsmótsins 2009

„Draumur sem rættist“

54

GOLF.IS

ICE_T


HALTU ÞÉR

TS trékylfurnar eru hannaðar frá grunni og innihalda glænýja tækni frá Titleist. Verkefnið hófst með áskorun frá bestu kylfingum heims. Útkoman varð framar vonum. Svæðið á höggfletinum sem gefur fullkomið högg stækkaði og hraði boltans af höggfletinum jókst. „TS“ verkefnið mun móta framtíð Titleist trékylfa. Sjá nánar á titleist.co.uk

ICE_TitleistTS1234Metals2019_Page.indd 1

18/07/2019 16:13


Lokakafli Íslandsmótsins 2009 í Grafarholti í karlaflokki var einn á eftirminnilegasti frá upphafi. GR-ingurinn Stefán Már Stefánsson og Ólafur Björn Loftsson sem þá lék fyrir Nesklúbbinn börðust um sigurinn og úrslitin réðust í þriggja holu umspili. Á lokahringnum var allt í járnum hjá þeim félögum en Ólafur og Stefán lýstu lokakeppnisdeginum með skemmtilegum hætti í þættinum Íþróttafólkið okkar á RÚV nýverið. Hér á eftir fer lausleg samantekt á þeirra lýsingu á lokadeginum. Stefán átti eitt högg á Ólaf Björn þegar þeir hófu leik á lokahringnum í Grafarholtinu. Þeir byrjuðu báðir með því að fá fugl á 1. holuna. Ólafur: „Það voru mikið af pörum hjá okkur á fyrstu 11 holunum en ég var einu höggi á eftir Stefáni fram að 12. holunni. Ég tapaði síðan tveimur höggum á 12. Það var blanda af klaufaskap og óheppni. Stefán fékk fugl á 12. og ég var skyndilega fimm höggum á eftir.“ Ólafur: „Ég var samt vongóður þrátt fyrir muninn. Ég ræddi miki við pabba, Loft

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Draumur sem rættist“

Þegar ég lít til baka þá var ómetanlegt að hafa pabba með mér í þessu, hann hafði upplifað þetta áður, og hafði trú á að allt gæti gerst. Ólafsson, sem var kylfusveinn og aðstoðarmaður minn í þessu móti. Hann hafði sjálfur verið í þessari stöðu 37 árum áður. Fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar fjórar holur voru eftir. Og mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Pabbi vann þann mun upp. Við ræddum þetta og vorum sammála að þetta gæti alveg gerst aftur. Stefán tapaði höggi á 13. og ég fékk pör á 13. og 14. Fjórar holur eftir og ég var þá 4 höggum á eftir. Sóknargolf var eina leiðin til þess að saxa á forskotið - Stefán Már var að leika það vel að ég sá ekki fram á að hann myndi gera nein stór mistök. Ég fékk góðan fugl á 15. brautinni sem er par 5, púttið var gott og það gaf mér sjálfstraust. Ég fann að ég hafði engu að tapa, ég náði með aðstoð pabba að stilla spennustigið mjög vel og spila sóknar-



sló ég á ný eitt af mínum betri höggum úr erfiðri stöðu. Boltinn endaði í tveggja metra fjarlægð frá holunni. Fuglapúttið fór ofaní en Stefán fékk skolla og það var því tveggja högga munur á okkur á 17. teig. Á þeim tíma valdi ég að verja stöðuna, og ég tók 5-járn af 17. teig til þess eins að drífa ekki í hætturnar við flötina. Boltinn endaði fyrir framan flötina, ég vippaði að og fékk par. Tveggja högga forskot á 18. teig og ég hugsaði bara um að klára þetta. Þegar ég lít til baka þá eru þetta augnablikin sem ég hafði stefnt að frá unga aldri, látið mig dreyma um að landa titlum, og þessi lokakafli var svo sannarlega draumi líkastur. Sérstaklega að upplifa þetta með föður mínum sem hafði gert þetta 37 árum áður á sama velli.“ golf. Þegar ég lít til baka þá var ómetanlegt að hafa pabba með mér í þessu, hann hafði upplifað þetta áður, og hafði trú á að allt gæti gerst. Annað höggið á 16. er eitt af mínum allra bestu golfhöggum, um 170 metrar og boltinn endaði rétt við holuna. Ég fékk fugl. Sóknargolfið hélt áfram á 17. teig, þar sem ég sló með 4-járni rétt við stöngina, fuglafæri sem ég nýtt og það munaði aðeins einu höggi þegar við stóðum á teig á 72. holu.“ Ólafur Björn og Stefán Már komu sér báðir inn á flöt á 18. í öðru höggi. Stefán Már var í 4–5 metra fjarlægð á efri pallinum en Ólafur Björn var í 8–9 metra fjarlægð á neðri pallinum. Ólafur: „Þetta var pútt sem ég vissi að ég þyrfti að setja ofaní. Ég hafði undirbúið

58

GOLF.IS // „Draumur sem rættist“

mig vel fyrir mótið og púttað oft á þessum stað því ég vissi að pinninn yrði á þessum stað á lokahringnum. Ég þekkti línuna og hafði trú á því að loma boltanum ofaní. Hraðinn þurfti bara að vera réttur. Þá ætti boltinn möguleika á að fara ofaní. Það var dásamlegt að sjá boltann detta og ég fagnaði þvílíkt. Spennufallið var mikið og þegar Stefán Már rétt missti fuglapúttið fyrir sigrinum þá tók við næsta verkefni.“ Stefán Már og Ólafur Björn fengu það verkefni að leika þriggja holu umspil, um Íslandsmeistaratitilinn. Holur 10, 17 og 18 urðu fyrir valinu. Ólafur: „Ég sló ekki gott teighögg á 10. sem endaði í karga utan brautar vinstra meginn. Ég átti um 150 metra eftir. Þar


„Tækifærið er núna.“

Registered trademark licensed by Bioiberica

Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu

Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR


60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Svipmyndir frá Íslandsmótinu 2009


GOLF.IS

61


Ný og byltingakennd radar mælitækni

TrackMan Range vígt í Básum Útbúnaðurinn heitir TrackMan Range. Kylfingar fá lykilupplýsingar um hvert slegið högg og gjörbreytir allri aðstöðu til æfinga í Básum. Þegar högg hefur verið slegið mæla radarar sem staðsettir eru á æfingasvæðinu flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill boltans er sýndur í rauntíma á spjaldtölvu eða snjallsíma kylfings á einfaldan og skýran hátt. Þetta nýja kerfi býður kylfingum einnig upp á ýmsa leiki sem gera æfingu að leik fyrir alla kylfinga auk þess að kynna íþróttina á skemmtilegan hátt fyrir þeim sem eru að byrja. Leikir sem TrackMan

Ný og byltingakennd radar mælitækni var opnuð með formlegum hætti í Básum, æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur, þann 3. júlí s.l. TrackMan Range hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur en uppsetning á kerfinu hófst í vor og hefur verið aðgengilegt fyrir kylfinga sem hafa heim­ sótt Bása.

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi TrackMan Range vígt í Básum



C

BÍLDSHÖFÐA 9

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi TrackMan Range vígt í Básum

Range býður upp á eru t.d. „næstur pinna“ – „fangaðu flaggið“ og „lengsta högg“, fleiri leikir eru væntanlegir á næstu mánuðum. Á nýrri vefsíðu Bása er hægt að afla sér upplýsinga um þá notkunarmöguleika sem TrackMan Range hefur upp á að bjóða. Þar má finna upplýsingar um virkni kerfisins, myndbönd sem útskýra leiki og leiðbeiningar um hvernig á að byrja að nota kerfið. TrackMan Range TrackMan Range er ný og byltingakennd radar mælingartækni fyrir golfæfingasvæði sem veitir kylfingum lykilupplýsingar um hvert slegið högg og gjörbreytir allri aðstöðu til æfinga í Básum. Þegar högg hefur verið slegið mæla radarar sem staðsettir eru á æfingasvæðinu flug boltans á sjálfvirkan hátt. Nákvæm lengd bolta á flugi, hraði og ferill boltans er sýndur í rauntíma á spjaldtölvu eða snjallsíma kylfings á einfaldan og skýran hátt. Unnið er að því að setja golfherma (virtual golf) upp í kerfinu og má reikna með að það opni í haust en þegar það er komið í loftið má t.d. leika velli eins og Innisbrook Copperhead (US), Muirfield Village (US), PGA National (US), Royal Birkdale (UK), Royal Troon (UK), St. Andrews Castle Course (UK), St. Andrews Jubilee Course (UK), St. Andrews New Course (UK), St. Andrews Old Course (UK) og The Grove (UK) svo eitthvað sé nefnt. Grafarholtsvöllur og Korpúlfsstaðavöllur verða einnig meðal þeirra valla sem hermarnir munu bjóða upp á. Björn Víglundsson, formaður GR ásamt Hinriki Erni Bjarnasyni framkvæmdarstjóra N1 og Helga Teit Helgasyni framkvæmdastjóri einstaklingsviðs Landsbankans klipptu á borða við formlega athöfn þar sem afrekskylfingar Golfklúbbs Reykjavíkur slógu samtímis högg úr öllum básum æfingasvæðisins. Básar og Golfklúbbur Reykjavíkur óskar félagsmönnum og öðrum kylfingum til hamingju með þennan áfanga innan golfíþróttarinnar á Íslandi.

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K


A4-Stod2Golf.pdf

1

03/05/2019

15:36

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Aðeins

3.990 kr./mán.

Öll stærstu og skemmtilegustu golfmót heims eru á Stöð 2 Golf. Yfir 450 beinar útsendingar á ári ásamt vandaðri umfjöllun.

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT

stod2.is 1817


Draumahöggið Sama hversu góðir kylfingar eru eiga þeir allir það markmið að spila á sem fæstum höggum. Sumir segja að það sé afrek að fara holu í höggi en aðrir vilja meina að það sé einskær heppni. Fyrri hópurinn telur kannski oftar þá kylfinga sem hafa náð að slá draumahöggið en það er langt frá því að allir kylfingar njóti þeirrar ánægju að fara holu í höggi.

Það liðu heil fjögur ár frá upphafi golfs á Íslandi þangað til fyrsta draumahöggið var slegið. Árið 1939 afrekaði Halldór Hansen læknir að slá fyrsta draumahöggið í sögu golfs á Íslandi. Þetta gerðist á fögrum sumardegi árið 1939 á gamla GR vellinum þar sem Kringlan og önnur mannvirki eru nú.

F

g Þ S

4

66

GOLF.IS

F


ÖFLUGUR SUZUKI S-CROSS BEINSKIPTUR, SJÁLFSKIPTUR OG FJÓRHJÓLADRIFINN

Fjórhjóladrifinn Suzuki S-Cross - meiri veghæð, nýjar öflugar- og sparneytnar vélar gera frábæran bíl enn skemmtilegri og til í hvað sem er. Þú kemst alla leið! Suzuki S-Cross er með ríkulegan staðalbúnað.

KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Á ári hverju ná um 140 kylfingar að slá draumahöggið. Einherjaklúbburinn heldur skrá yfir þessi atvik en þessir heppnu kylfingar verða sjálfkrafa meðlimir í þeim afrekshópi (eða heppnisklúbbi) með löglegri skráningu á atvikinu. Hola

Fjöldi

Korpúlfsstaðir, hola 6

64

Urriðavöllur, hola 15

43

Urriðavöllur, hola 8

42

Hvaleyrarvöllur, hola 4

42

Hvaleyrarvöllur, hola 6

42

Grafarholtsvöllur, hola 6

41

Nesvöllur, hola 2

41

17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.200 og ná allt aftur til afreksins hans Halldórs.

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Draumahöggið

Taflan hér til hliðar sýnir þær golfholur sem hafa gefið kylfingum flest draumahögg. Vissulega eru þetta líka þeir golfvellir sem hvað mest eru spilaðir en væntingarnar ættu að vera í hámarki hjá kylfingum á þessum holum. Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi. Draumahöggið 2019. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi hafa nokkrir styrktaraðilar í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og Einherjaklúbbinn ákveðið að

bjóða til leiks. Þeir kylfingar sem fara holu í höggi á árinu 2019 og eru löglega skráðir hjá Einherjaklúbbnum geta unnið MercedesBenz til eignar eða nælt sér í utanlandsferð fyrir tvo. Þessum nýju Einherjum verður boðið að skrá sig til að slá eitt högg á Nesvellinum á holu 2 og sá sem verður næstur holu vinnur flugmiða frá Icelandair. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann MercedesBenz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju. Sjá má auglýsingu um atburðinn á öðrum stað í blaðinu. Stefnt er að því að þessi viðburður verði árlegur á Nesvellinum. Þeirra sem fara holu í höggi núna á golftímabilinu bíður þannig mjög spennandi tækifæri með haustinu og er þetta hvatning til allra um að vanda sig sérstaklega næst þegar slegið er af teig. Sumir vilja jú meina að það séu sérstakir hæfileikar að geta slegið holu í höggi.


Draumahöggið á Nesinu

Fórst þú holu i höggi á árinu 2019? Þeir kylfingar sem hafa farið holu

í höggi á árinu og skráð afrekið hjá Einherjaklúbbnum eiga möguleika á því að vinna flugferð fyrir tvo til Evrópu og Mercedes-Benz bifreið. sept

7.

Þann 7. september 2019 geta þeir sem hafa skráð holu í höggi á tímabilinu 1. janúar 2019 – 31. ágúst 2019 mætt á Nesvöllinn. Þar munu allir fá eitt högg á holu 2 og sá sem næstur er holu vinnur flugferð fyrir tvo. Fyrir holu í höggi í þessari einu tilraun fær viðkomandi Mercedes-Benz bifreið til eignar.

.IS SKRÁNING Á GOLF Á TÍMABILINU 1. - 6. SEPTEMBER


Margrét Berg Theodórsdóttir

Actavis 914040

„Er með golfdellu á háu stigi“

70

GOLF.IS


Actavis 914040

Andaðu léttar í sumar

Við ofnæmi án lyfseðils Lóritín er ofnæmislyf sem dregur úr ofnæmiseinkennum og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 tafla á dag. Vinsamlegast skoðið fylgiseðil lyfsins vegna skammta fyrir annan aldur. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


72

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Er með golfdellu á háu stigi“


Þessu þurfum við að breyta. Margrét Berg Theodórsdóttir var á árum Konur eru feimnar og hræddar áður í fremstu röð handboltakvenna á við að gera mistök en það á ekki að vera Íslandi. „Magga T.“ eins og vinir hennar þannig. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kalla hana lætur verkin tala og gengur atvinnukylfingur hér í Keili, lék á í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir 135 höggum í meistaramóti Keilis hendur af krafti. Golfíþróttin hefur átt hug þegar hún var að byrja. hennar frá því hún vaknaði með golfsett við hliðina á sér í hjónarúminu á fertugsafmælisdaginn. Golf á Íslandi settist niður á dögunum og ræddi við Margréti um golfið og það var af nógu að taka eftir það spjall. „Þegar ég vaknaði á fertugsafmælisdeginum var golfsett í hjónarúminu við hliðina á mér. Maðurinn minn hafði keypt golfsett handa mér að gjöf. Við höfðum aðeins rætt um það að kannski væri golfið eitthvað fyrir okkur. Ég var á þeim tíma enn að spila handbolta í utandeildarkeppni og var ekkert með hugann við að byrja í golfi. Við fórum í nokkur skipti að prófa golfið en ekkert af viti,“ segir Margrét þegar hún er innt eftir því hvenær hún byrjaði í golfi.

þegar vel gengur en sigur skiptir mig ekki öllu máli. Það eru aðrir hlutir í golfinu sem keyra mig áfram.“ Framfarirnar voru miklar hjá Margréti á fyrstu árunum. Eftir fyrstu fimm árin í golfinu stóð forgjöfin í 12 og árið 2019 er forgjöfin enn betri eða 8. „Ég barðist bara áfram og reyndi að bæta mig. Það hafðist ekki alltaf. Ég man eftir meistaramóti þar sem ég lék fyrsta hringinn á 129 höggum. Ég ætlaði að bæta mig daginn eftir en lék aftur á 129

Golfskóli á Spáni kveikti neistann Margrét er ekki í vafa um að tvær ferðir í golfskóla á Spáni hafi gert það að verkum að hún kolféll fyrir golfinu. „Árið 2002 fórum við í golfskóla á Spáni í heila viku og við gerðum það aftur ári síðar. Það var skemmtilegt að upplifa framfarir á hverjum degi, ekki miklar í hvert sinn, en samt eitthvað. Þessar ferðir voru stórskemmtilegar og eftir það var ekki aftur snúið. Ég var samt enn að leika mér í handboltanum á þessum tíma. Ég meiddist illa á ökkla í leik og þá var það fyrsta sem ég hugsaði að ég ætlaði ekki að láta handboltameiðsli koma í veg fyrir að ég kæmist í golf. Ég hætti því í handboltanum enda voru þetta í raun fyrstu alvöru meiðslin hjá mér á löngum handboltaferli.“ Margrét skráði sig í Keili í Hafnarfirði og lék á Sveinkotsvelli fyrst um sinn til að ná forgjöfinni niður og öðlast leikreynslu. „Ég fór bara á bólakaf í það að spila golf. Ég kom í öllum veðrum og spilaði. Markmiðið var að komast niður fyrir forgjafarmörkin sem voru á þeim tíma á Hvaleyravöllinn. Það voru góðir félagsmenn sem fylgdust vel með því sem ég var að gera. Í eitt skipti af mörgum mætti ég í brjáluðu veðri og þá sögðu þeir við mig að ég væri ekki með golfdellu - þetta væri bilun,“ segir Margrét og hlær þegar hún rifjar upp fyrstu árin sín í golfinu.

Fann frelsið í golfinu Eftir að hafa eytt mörg þúsund klukkustundum við æfingar og keppni eftir strangri tímaáætlun og skipulagi í handboltanum fann Margrét mikið frelsi í golfíþróttinni. „Ég hafði alla mína tíð verið að æfa, keppa og þjálfa þar sem ég þurfti að haga mínum tíma í takt við aðra. Frjálsræðið sem er í golfinu líkar mér vel. Ég er aldrei með klukku í golfinu og ég upplifi að tíminn flýgur bara áfram. Ég er ekki háð öðrum og ég get gert þetta þegar mér hentar.“ Keppnisskapið er enn til staðar hjá „Möggu T.“ en hún fer betur með það í golfinu. „Það vill enginn trúa því að það að vinna skipti ekki öllu máli fyrir mig lengur. Vissulega er skemmtilegra BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

73


Við sem erum í golfi höfum öll verið á þessum stað - að byrja. Og það er bara hluti af þessu öllu saman. Konur segja stundum við mig að þær langi að spila með mér en þær þori því ekki alveg strax ...

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Er með golfdellu á háu stigi“


Gæða golfvörur og gott verð Troðfull búð. Komdu til okkar í Ármúla 40.

Af hverju Golfstream Vision? • Létt og meðfærileg. • Þyngd m/rafhlöðu tæp 12 kg. • Einföld samsetning. Eitt handtak. • Mjög stöðug með hljóðlátan mótor.

Callaway og Lynx

• Mjúk dekk sem drífa betur.

golfkylfur fyrir alla getuhópa.

Verð kr. 115.000

Golffatnaður frá Callaway, Proquip, Nike, Stromberg og fl.

Odyssey pútterar í úrvali.

Byrjendasett 1/1 og ½

Golfpokar frá Callaway, Lynx ofl.

með grafít- og stálsköftum.

Lynx Waterproof kr. 34.900.

½ sett í poka frá kr. 29.900.

Callaway Chev kr. 22.700.

1/1 sett í poka frá kr. 49.900. Einnig barnagolfsett og kylfur frá LYNX. Shot Scope V2 System Lengdir að flöt og sjálfvirk frammistöðu mæling.

Geymir lengdir högga og pútta á hring. Android og Desktop Öpp.

Rovic frá Callaway kr. 33.400. Mikið úrval af 3 – 4 hjóla kerrum.

Opið: aga Virka d 10–18 rdaga Lauga 11–15

Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is


höggum. Á lokahringnum var ég svo staðráðin í því að bæta mig. Á 18. braut var útlitið nokkuð gott en ég lék lokaholuna á 11 höggum og endaði aftur á 129 höggum,“ segir Margrét og skellihlær.

Þurfum ekkert að óttast að byrja „Við sem erum í golfi höfum öll verið á þessum stað - að byrja. Og það er bara hluti af þessu öllu saman. Konur segja stundum við mig að þær langi að spila með mér en þær þori því ekki alveg strax. Þær ætli fyrst að verða aðeins betri, þær þora ekki alveg strax. Þessu þurfum við að breyta. Konur eru feimnar og hræddar við að gera mistök en það á ekki að vera þannig. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur hér í Keili, lék á 135 höggum í meistaramóti Keilis þegar hún var að byrja. Við þurfum ekkert að óttast að byrja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í golfhópnum mínum. Hún leikur sér að því að tala fyrir framan alþjóð í beinum sjónvarpsútsendingum fyrir framan tugi þúsunda. En ef það er einhver

76

við 18. flöt að horfa á okkur spila saman hér á Hvaleyrinni þá skelfur hún á beinunum. Þetta er eitthvað sem einkennir okkur konurnar í golfi - og eins og áður segir þá þurfum við að breyta þessu viðhorfi. Við getum þetta alveg eins og karlarnir.“

Frábært kvennastarf hjá Keili Kvennastarfið er öflugt hjá Keili og segir Margrét að margt hafi breyst til betri vegar á þeim 17 árum sem hún hefur verið í klúbbnum. „Það er mikil fjölskyldustemning hjá Keili og hér eru að sjálfsögðu margir úr Hafnarfirði. Kvennastarfið er öflugt, um 400 konur eru í Keili og 325 þeirra eru í fésbókar­ grúbbu þar sem við skipuleggjum allt okkar starf. Til marks um áhuga kvenna þá fóru 75 konur saman í haustferð á Hellu á síðasta ári. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið gott - eiginlega bara brjálað veður. Mér skilst að það séu um 150 konur hér í Keili sem eru mjög virkar sem kylfingar. Og að mínu mati er þetta einn besti staðurinn fyrir konur

Kvennastarfið er öflugt, um 400 konur eru í Keili og 325 þeirra eru í fésbókar­grúbbu þar sem við skipuleggjum allt okkar starf ... til að byrja í golfi. Það er vel tekið á móti öllum.“ Golfhringirnir sem Margrét leikur á hverju ári eru gríðarlega margir. Henni tókst að leika vel á annað hundrað hringi í fyrra þrátt fyrir ömurlegt veður flesta daga. „Ég spila fimm sinnum í viku. Ég skrái ekki alla hringina en í fyrra var ég með 110 hringi skráða. Við hjónin ferðumst bara með golfsettin með okkur og þannig hefur það verið síðustu 15 árin.“

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Er með golfdellu á háu stigi“

Nutril


ERU LIÐVERKIR AÐ HÆKKA FORGJÖFINA? GOLD

MEST SELDA LIÐBÆTIEFNI Á ÍSLANDI

Nutrilenk golf A-4.indd 1

10/05/2019 18:48:34


Og viti menn. Í holubotninum var boltinn minn. Ég var vissulega glöð en mest undrandi yfir því hvernig bolta ég var að spila með ... Með 8 í forgjöf og leikur fimm sinnum í viku Helsti styrkleiki Margrétar í golfinu eru upphafshöggin og púttin. Hún er með 8 í forgjöf en hún líkir stöðugleika sínum við íslenska veðrið. „Æfingsvæðin eru ekki mitt uppáhald. Ég vil frekar spila golf og æfa mig með þeim hætti. Stöðugleikinn er eitthvað sem skortir hjá mér. Ég get leikið á 75 höggum í dag og á 89 höggum á morgun. Ef mér finnst eitthvað vera að sveiflunni þá leggst ég yfir það sjálf. Skoða myndbönd af sveiflunni sem ég læt taka á hringnum. Það fer virkilega í taugarnar á mér þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp hjá mér en ég læt það ekki sjást. Golfið verður skemmtilegra þegar alls konar hlutir gerast úti á vellinum. Ef ég væri alltaf að spila eins þá væri golfið ekki eins skemmtilegt að mínu mati.“

Eins og áður segir byrjaði Margrét í golfi þegar hún var fertug. Hún segir að það hafi ekki hvarflað að henni að byrja fyrr. „Ég held að þetta hafi verið tímapunkturinn fyrir mig. Þegar maður er yngri þá vill maður vera í meiri hraða og spennu. Handboltinn var minn vettvangur í þessu samhengi. Pabbi spilaði golf þegar ég var yngri. Hann var oft að æfa sig á stofugólfinu að pútta. Mér fannst þessi íþrótt ekki höfða til mín á þeim tíma.“

Morgunstund gaf holu í höggi Margrét er ekki mikið fyrir það að leika golf snemma að morgni en hún gerði undantekningu á því þegar fyrrum handboltakonur úr FH ákváðu að skrá sig kl. 6 að morgni í rástíma. Það reyndist happadrjúg ákvörðun. „Þetta var árið 2012 eða 2013. Við spilum alltaf á þriðjudögum saman. Hluti hópsins ætlaði að leika kl. 6 og aðrar síðdegis. Það kom síðan í ljós að allar ætluðu að spila rétt eftir fyrsta hanagal. Ég lét mig því hafa það að rífa mig upp fyrir allar aldir. Á 6. teig sló ég gott högg á par 3 holunni á Hvaleyrinni. Það gerði líka önnur í ráshópnum. Þegar við gengum inn á flötina var einn bolti mjög nálægt holunni. „Þetta gæti verið minn bolti,“ sagði ég. „Þetta gæti líka verið minn,“ svaraði sú sem átti líka gott högg. Við vorum því spenntar þegar við gengum að holunni. Og viti menn. Í holubotninum

var boltinn minn. Ég var vissulega glöð en mest undrandi yfir því hvernig bolta ég var að spila með. Þetta var Pinnacle, með Islantilla merkinu á. Ég hafði ekki hugmynd um það hvernig bolta ég var með enda varla vöknuð á þessum tíma dags,“ segir Margrét og hlær enn og aftur. FH-handboltakonurnar kunna svo sannarlega að fagna því þegar slík afrek eru unninn. „Ég mætti alla vega ekki í vinnuna eftir hádegi. Það get ég sagt ykkur. Þessum áfanga var fagnað með kampavíni og snittum. Ég er mjög glöð að vera búin að ná þessum áfanga. Þetta er bara heppni en er ekki sagt að maður sé golfari allt þar til að maður nær að slá draumahöggið - þá verður maður kylfingur.“

Ég er líka ánægð með að geta púttað með flaggstöngina í. Það flýtir leik og mér sýnist tíminn styttast um 10 mínútur á 9 holum eftir þessa breytingu ...

Ánægð með nýjar golfreglur

PIN CODE

ALARM

78

Sláttu-

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Er með golfdellu á háu stigi“

Margrét leikur flesta sína golfhringi á Hvaleyrarvelli. Þar eru brautir nr. 13, 14 og 15 í mestu uppáhaldi. „Ég get spilað Hvaleyrina nánast blindandi. Ég stefni á að spila meira á öðrum völlum. Það er skemmtileg tilbreyting og áskorun fyrir mig sem kylfing.“ Þegar viðtalið var tekið var Margrét að undirbúa sig fyrir meistaramót Keilis 2019. „Árshátíð Keilis að mínu mati og langskemmtilegast mót ársins. Konur eru aðeins tregari til að taka þátt en karlar í þessu móti. Höggleikurinn gæti fælt aðeins frá en breytingar á golfreglunum þar sem má t.d. taka víti í glompu hefur breytt miklu að mínu mati. Ég hef lent í því að koma ekki boltanum úr glompu fyrr en í ellefta höggi og leika 17. brautina á 17 höggum þrátt fyrir að vera með 8 í forgiöf. Ég er líka ánægð með að geta púttað með flaggstöngina í. Það flýtir leik og mér sýnist tíminn styttast um 10 mínútur á 9 holum eftir þessa breytingu. Ég þarf að æfa mig betur í því að pútta af stuttu færi með stöngina í. Það er eitthvað sem truflar mig þegar ég kem nær - en það á eflaust eftir að venjast betur,“ segir hin eldhressa Margrét Berg Theodórsdóttir að lokum við Golf á Íslandi.


Ertu alltaf í spreng? ™

gegn tíðum þvaglátum

Brizo er sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af

einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Kannast þú við þetta vandamál?

• Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátarþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta • Sviði eða sársauki við þvaglát Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Brizo A-4.indd 1

10/05/2019 18:36:46


Elsti kylfingur landsins er 102 ára

Stefáni fagnað sem þjóðhetju á púttmóti UMFÍ +50 Stefán Þorleifsson, 102 ára gamall kylfingur úr Golf­ klúbbi Neskaupstaðar, tók þátt í púttmóti sem fram fór á Landsmóti +50 ára og eldri í júní s.l. Ungmenna­ félag Íslands stendur að mótinu. Stefán fékk höfðinglegar móttökur þegar hann mætti til leiks og var honum fagnað eins og þjóðhetju þegar hann hóf leik. Stefán Þorleifsson er fæddur þann 18. ágúst árið 1916. Stefán er að því er best er vitað elsti kylfingur landsins en hann hefur verið heilsuhraustur alla sína tíð og hreyft sig mikið. Hann er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Norðfjarðar og í gegnum tíðina hefur hann nýtt hvert tækifæri til þess að leika á hinum fallega Grænanesvelli. „Ég hvet alla sem kynnst hafa þessari íþrótt að halda áfram að stunda hana á meðan heilsa og áhugi er fyrir hendi. Í golfi er maður alltaf að keppa við sjálfan sig,“ sagði Stefán Þorleifsson, elsti kylfingur landsins í viðtali við Golf á Íslandi árið 2016.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stefáni fagnað sem þjóðhetju á púttmóti UMFÍ +50

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Glompulistamaðurinn

Ólafur

röð þegar u st em fr í er on ss ft Lo rn jö B r fu Óla ompu. gl r ú a lt bo lf go á sl að í þv að r u kem

82

GOLF.IS // Glompulistamaðurinn Ólafur


snilldartakta í slíkum höggum Ólafur Björn sem er í GKG sýndi oft ritasmótinu, sem fram fór á cu Se i, pn ep luk ho í u tin mó ds an Ísl á Garðavelli á Akranesi. rn að slá úr glompu fyrir aftan Bjö fur Óla er rpu asy nd my ri ssa þe Í nn var að leika til úrslita um Ísflötina á 13. braut Garðavallar. Ha Arnórssyni úr GK. landsmeistaratitilinn gegn Rúnari leynir eftirvæntingin sér ekki á Eins og sjá má var höggið gott og ki ofan í holuna. andliti Ólafs en guli boltinn fór ek

GOLF.IS

83


Golfreglur 2019

Leikmannaútgáfu dreift á Íslandi „Leikmannaútgáfa golfreglnanna“ er stytt útgáfa reglnanna þar sem lögð er áhersla á þig, kylfinginn.

GSÍ og Tryggingafélagið Vörður eru í samstarfi í þessu verkefni en ritinu var dreift til allra kylfinga á Íslandi innan raða GSÍ í byrjun ársins 2019. Markmiðið með leikmannaútgáfunni er að kynna reglurnar á auðskildari hátt og með áherslu á það sem þú, kylfingurinn, þarft að vita til að leika samkvæmt reglunum. Útgáfan inniheldur skýringamyndir og töflur til að útskýra reglurnar á sjónrænan hátt.

EFTIRFARANDI ERU NOKKUR AÐALATRIÐI LEIKMANNAÚTGÁFUNNAR: ■■ Hún er gild reglubók. Hún lítur út eins og aðalreglubókin og er með sambærilegri uppbyggingu. Þótt texti hennar sé styttur veitir hún sömu svör og aðalreglubókin. ■■ Í leikmannaútgáfunni er lögð áhersla á þær reglur sem skipta þig mestu sem leikmann. Þar á meðal eru reglurnar sem lýsa grunnatriðum golfs – til dæmis að leika samkvæmt reglunum og í anda leiksins, ólíkir hlutar vallarins og útbúnaðurinn sem þú mátt nota – auk þeirra reglna sem oftast þarf að nota. ■■ Þótt útgáfan nái ekki til sumra aðstæðna sem koma sjaldan við sögu í golfleiknum vísar hún til nánari upplýsinga um aðstæðurnar í aðalreglubókinni með tilvísun. ■■ Leikmannaútgáfan er skrifuð þannig að hún vísar til „þín“ kylfingsins. Þessi stíll, að setja kylfinginn í forgrunn, er annað lykilskref í að gera reglurnar aðgengilegri.

Á næstu blaðsíðum eru nokkur fréttaskot frá dómaranefnd GSÍ sem tengjast þeim breytingum sem gerðar voru á golfreglunum þann 1. janúar 2019. Alls eru fréttaskotin 45 og er hægt að lesa þau öll á golf.is í fréttaflokknum golfreglur.

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


VIÐ ÓSKUM ÞÁTTAKENDUM GÓÐS GENGIS Í NETTÓ MÓTINU Í BORGARNESI

ALLTAF NÝBAKAÐ Í NETTÓ - Glæsilegt úrval af girnilegu bakkelsi -

VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ BORGARNESI

OPIÐ 9–19

sk


Kylfuberinn þarf að passa sig

Nú má kylfuberi ekki standa aftan við boltann þegar leikmaður byrjar að taka sér stöðu fyrir höggið. Áður mátti kylfuberi ekki standa fyrir aftan boltann þegar leikmaður sló höggið en það bann hefur verið útvíkkað. Hugmyndin er sú að leikmaðurinn einn eigi að glíma við uppstillingu fóta og líkama fyrir högg og því eigi kylfuberinn að vera búinn að stíga frá þegar leikmaðurinn byrjar að stilla sér upp fyrir höggið.

SJÁ REGLU 10.2

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


M1 DHC - 36 holu rafhlaða Kr. 129.500,-

M1 DHC rafmagnskerran fær glæsilega dóma enda er hún einföld, lipur og smart. Rafhlaða 28V · 5 ára ábyrgð.

Regnhlífastandur, skorkortahalda, drykkjarhalda, regnhlíf, lúffur, handklæði o.fl. Lite-Series Kr. 18.900,-

Club-Series Kr. 22.900,-

CUBE Connect golfkerra Kr. 34.900,-

Hafið samband fyrir nánari upplýsingar: golfsidan

Dry-Series Kr. 32.000,-

Pro-Series Kr. 28.900,-


Kylfuberinn á flötinni Sömu takmarkanir gilda fyrir kylfubera á flöt og utan flatar, hann má ekki standa aftan við boltann þegar leikmaður byrjar að taka sér stöðu fyrir næsta högg. Hugmyndin er sú að kylfuberi eigi ekki að aðstoða leikmann við uppstillingu fóta og líkama og því þarf kylfuberi að vera búinn að stíga frá þegar leikmaður byrjar að stilla sér upp fyrir höggið. Hins vegar eru reglurnar nú frjálslegri varðandi að lyfta bolta á flötinni. Kylfuberi má merkja og lyfta bolta síns leikmanns á flötinni, án sérstaks leyfis leikmannsins í hvert sinn. Sömuleiðis má kylfuberi leggja boltann aftur á flötina, hafi hann sjálfur lyft boltanum.

SJÁ REGLUR 10.2 OG 14.1B

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


E-Z-GO golfbílar og Curtis Cab hús fyrirliggjandi á lager. Einnig fyrirliggjandi á lager Curtis Cab hús á Club Car Presedent. MHG Verslun - Víkurhvarf 8 - 203 Kópavogur - Sími 544 4656 - www.mhg.is


Ef bolti þinn hreyfist á flötinni TVÆR MIKILVÆGAR BREYTINGAR HAFA ORÐIÐ Á REGLUNUM VARÐANDI BOLTA SEM HREYFIST Á FLÖTINNI: (a) Ef þú veldur því óvart að bolti þinn hreyfist á flötinni er það nú vítalaust og þú leggur boltann einfaldlega aftur á fyrri stað. (b) Ef bolti þinn hreyfist á flötinni eftir að þú varst áður búin(n) að lyfta boltanum og leggja hann aftur áttu alltaf að leggja boltann aftur á fyrri stað. Engu skiptir hvað olli því að boltinn hreyfðist, þú leggur hann þá aftur á fyrri stað, jafnvel þótt hann hafi fokið. Eftir því sem hraði flata hefur aukist hefur þeim tilvikum fjölgað að boltar hreyfast á flötunum og oft hefur verið erfitt að ákvarða hvort leikmaðurinn olli hreyfingunni eða hvort boltinn hreyfðist t.d. vegna vinds eða þyngdarafls. Því var talið bæði sanngjarnt og til mikillar einföldunar að hætta að víta leikmenn þótt þeir valdi því af slysni að bolti hreyfist á flötinni.

SJÁ REGLU 13.1 90

GOLF.IS // Golfreglur 2019


EKKI MISSA AF DRAUMAHÖGGINU

UPPLIFÐU FRELSIÐ MEÐ BERUM AUGUM

Vissir þú?

ÞAÐ ER EINFALDARA EN ÞIG GRUNAR AÐ LOSNA VIÐ GLERAUGUN.

PANTAÐU TÍMA Í FORSKOÐUN

s. 577 1001 sjonlag.is eða heilsuvera.is

Það er ekki bara ein leið í boði til að losna við gleraugun. Sjónlag er í fararbroddi á landinu hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga. AUGNSKOÐUN | AUGNLÆKNINGAR | LASERAÐGERÐIR | AUGNSTEINASKIPTI GLÆSIBÆR – ÁLFHEIMAR 74 – 5. HÆÐ - 104 REYKJAVÍK

SJÁÐU BETUR


Svæði vallarins Í golfreglunum er vellinum skipt upp í fimm svæði, almenna svæðið, teiginn, glompur, vítasvæði og flötina. Almenna svæðið, glompur og vítasvæði eru „föst“ allan hringinn, en teigurinn og flötin fara eftir því hvaða holu við erum að leika. Þannig falla t.d. 4. teigurinn og 4. flötin undir almenna svæðið þegar við erum að leika aðrar holur en þá fjórðu. Ástæða þessarar flokkunar er að ólíkar reglur gilda eftir því á hvaða svæði boltinn er. Til dæmis megum við lagfæra flestar skemmdir á flötinni, sem við megum ekki gera á almenna svæðinu. Við megum ekki snerta sand í aftursveiflunni ef boltinn er í glompu en við megum það ef við erum að leika boltanum úr sandi á öðrum svæðum vallarins. Við megum tía boltann upp ef hann er á teignum en megum það ekki á öðrum svæðum vallarins. Og svo framvegis.

SJÁ REGLU 2.2

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


OKKAR TÍMI OKKAR BJÓR


Sokkinn bolti

Nú færðu lausn frá sokknum bolta hvar sem er á almenna svæðinu, nema í sandi utan brauta. Til að boltinn teljist sokkinn þarf hann að vera að einhverju marki fyrir neðan yfirborð jarðarinnar, ekki nægir að hann sé á kafi í gróðri. Áður var þetta stundum leyft (með staðarreglu) í einstaka mótum, en er nú almenn golfregla. Með þessari breytingu er samræmi í golfreglunum aukið, þar sem þetta var áður eina golfreglan um lausn sem gerði greinarmun á hversu hátt gras var slegið á almenna svæðinu.

SJÁ REGLU 16.3

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


PRENTUM Á BRÉFPOKA* *Hámarkspöntun 5000 pokar. Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar.

www.umslag.is

Lágmúli 5

108 Reykjavík

533 5252

umslag@umslag.is

facebook/Umslag


Hvar látum við bolta falla? Áður léstu bolta ýmist falla innan ákveðins svæðis (t.d. innan tveggja kylfulengda þegar þú tókst hliðarlausn úr rauðu vítasvæði), á ákveðna línu (t.d. við að taka víti úr gulu vítasvæði) eða á tiltekinn stað (t.d. við að taka fjarlægðarvíti á braut). Reglurnar hafa nú verið staðlaðar þannig að þegar þú lætur bolta falla hefurðu alltaf ákveðið lausnarsvæði þar sem boltinn þarf að lenda. Ef þú tekur t.d. fjarlægðarvíti úti á braut er lausnarsvæðið ein kylfulengd frá staðnum þar sem þú slóst síðasta högg. Svæðið er þá hálfhringur því það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn. Með þessari breytingu hefur útfærslan á því að láta bolta falla verið einfölduð. Þegar við látum bolta falla höfum við alltaf tiltekið lausnarsvæði þar sem boltinn á að lenda. Lausnarsvæðið er oftast ein kylfulengd frá viðmiðunarstaðnum, nema tvær þegar við tökum hliðarlausn (ósláanlegur bolti og lausn frá rauðum vítasvæðum).

SJÁ REGLU 14.3B

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


Vissir þú að… … fyrir hvert tré sem Oddi notar við framleiðslu sína eru gróðursett 2 í staðinn? Oddi hefur áratugum saman lagt áherslu á umhverfismál í sinni starfsemi, bæði í framleiðslunni sjálfri sem og í vali á hráefnum. Við fylgjumst vel með kolefnisspori framleiðsluvara okkar með það að markmiði að minnka losun og vinna í sátt við umhverfið. Við framleiðslu sína notar Oddi viðurkenndan FSC pappír en hann er uppruninn úr skógum sem stjórnað er með sjálfbærum hætti.

ÁRNASYNIR

Góður árangur í rekstri byggir á skynsamlegum ákvörðunum. Áratuga þekking okkar og reynsla tryggja þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoð við greiningu á þínum þörfum. Hafðu samband og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna þá lausn sem hentar þínum rekstri best.

Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar - s. 515-5000

www.oddi.is


Þegar bolti er látinn falla innan lausnarsvæðis Þegar þú lætur bolta falla þarf boltinn að lenda innan lausnarsvæðis. Lausnarsvæðið er oftast ein kylfulengd frá viðmiðunarstað (t.d. þegar tekin er vítalaus lausn frá göngustíg) en tvær kylfulengdir þegar tekin er hliðarlausn (t.d. úr rauðu vítasvæði). Lausnarsvæðið nær þó aldrei nær holunni en viðmiðunarstaðurinn. Boltinn þarf að lenda innan lausnarsvæðisins og má ekki rúlla út fyrir lausnarsvæðið. Ef boltinn rúllar út fyrir lausnarsvæðið þarftu að láta boltann falla aftur. Rúlli hann aftur út fyrir lausnarsvæðið áttu að leggja boltann þar sem hann lenti á jörðinni í seinni tilrauninni.

SJÁ REGLU 14.3C

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


Wizar

Fyrir lífsins ljúfu stundir.

360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði

Hægindastóllinn sem kylfingar elska.

Verð frá 199.900 Litir Efni: Leður/tau

Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504


Að lagfæra skemmdir á flötinni

Nú máttu lagfæra svo til allar skemmdir á flötinni. Áður máttirðu einungis lagfæra skemmdir í leiklínunni ef um var að ræða boltaför eða gamla holutappa. Nú máttu auk þess lagfæra takkaför og aðrar skemmdir sem hafa orðið á flötinni. Ekki má laga skemmdir sem hafa orsakast af eðlilegu viðhaldi flatarinnar (svo sem götunarholur), venjulegu sliti á holunni eða náttúrlegar ójöfnur á flötinni, t.d. vegna ójafnrar sprettu. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni. Því leyfa golfreglurnar þér lagfæringar á flötinni sem ekki eru leyfðar annars staðar á vellinum. Með þessari breytingu er eytt þeirri óvissu sem stundum hefur skapast um hvort tiltekin skemmd sé boltafar eða af öðrum orsökum.

SJÁ REGLU 13.1

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019



Ef þú átt að setja bolta aftur á sama stað Ef þú átt að setja bolta aftur á sama stað (t.d. ef einhver hreyfir boltann óvart) áttu alltaf að leggja boltann. Áður gilti að láta þurfti boltann falla ef upphaflega staðsetningin var óþekkt. Nú áttu einfaldlega að áætla þessa upphaflegu staðsetningu og leggja boltann þar. Ef boltinn lá ofan á, undir eða upp að einhverju þarf að leggja boltann aftur í sömu aðstæður. Í þeim tilfellum að upphaflega legan hefur breyst áttu að endurgera leguna ef boltinn var í sandi en annars að leggja boltann innan einnar kylfulengdar frá upphaflega staðnum, ekki nær holunni, þar sem legan er sem líkust upphaflegu legunni.

SJÁ REGLUR 14.2C OG 14.2D.

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


HERBORG ARNARSDÓTTIR FLUGFREYJA

AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR GERIR OKKUR BETRI Í HVERJU SEM ER. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR!

ÍSLENSK GETSPÁ

Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


Nýr möguleiki við að taka víti upp úr glompu Ef bolti þinn lendir í ómögulegri stöðu í glompu og þú treystir þér ekki til að slá upp úr glompunni hefurðu nú nýjan kost við að taka víti. Gegn tveimur vítahöggum geturðu dæmt boltann ósláanlegan og látið bolta falla utan glompunnar, á eða við beina línu frá holunni í gegnum staðinn þar sem boltinn lá í glompunni. Að slá högg upp úr djúpum glompum reynist mörgum erfitt. Þetta hefur skapað vandamál í höggleikskeppnum þar sem leikmenn þurfa að ljúka leik á öllum holum. Með þessari nýjung er komið í veg fyrir að leikmenn „festist“ í glompum, þar sem þeir hafa nú alltaf kost á að dæma boltann ósláanlegan og taka víti upp úr glompunni.

SJÁ REGLU 19.3B

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


Þingfulltrúar á aukaaðalfundi EGA í Amsterdam þar sem forgjafarkerfið var samþykkt

World Handicap System samþykkt í Evrópu

Á fundi Evrópska golfsambandsins (EGA) sem fram fór 19. júní sl. var samþykkt einróma að taka í notkun hið nýja heimsforgjafarkerfi (WHS) frá og með næstu áramótum. Með WHS verða öll sex forgjafarkerfi heims sameinuð í eitt kerfi, svo allir kylfingar getið leikið eftir sömu forgjafarreglum. Íslenskir kylfingar hafa til þessa leikið samkvæmt EGA-forgjafarkerfinu en nú verður breyting á. „Hið nýja forgjafarkerfi mun verða tekið í notkun á Íslandi fyrir næsta tímabil. Við munum gera allt til að vera tilbúin vorið 2020,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, en hann stýrði samningaviðræðunum milli EGA, R&A og Bandaríska golfsambandsins (USGA) síðastliðið ár. „Margir aðilar hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarin ár við að koma nýju kerfi í gagnið. Við erum afar sátt við þann mikla samhljóm sem var á meðal golfsambandanna í Evrópu og nú þegar samningar á milli allra þessara aðila hafa tekist þá er ekki eftir neinu að bíða, nú þarf að hefja vinnu við innleiðingu og kynningu á kerfinu,“ segir Haukur Örn.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi World Handicap System samþykkt í Evrópu

„Íslenskir golfklúbbar munu ekki finna fyrir miklum breytingum. Við höfum notast við bandaríska vallarmatskerfið og WHS byggir áfram á því. Við þurfum því ekki að endurmeta golfvellina okkar eins og t.d. Bretar þurfa að gera. Við ættum því að vera tilbúin í upphafi næsta árs.“ Haukur Örn segir að íslenskir kylfingar muni þurfa að venjast hinu nýja kerfi en það ætti ekki að taka langan tíma. „Við munum hefja kynningu á kerfinu á næstu mánuðum svo allir verði meðvitaðir um nýjar reglur á næsta ári. Í grundvallaratriðum mun forgjafarútreikningurinn breytast þannig að forgjöf mun reiknast út frá meðaltali bestu átta hringjanna af síðustu 20 sem kylfingurinn lék. Ný forgjöf tekur því mið af meðaltali síðustu hringja,“ segir Haukur Örn að lokum.


Stefnu mótun Við aðstoðum þig við að móta framtíð þíns fyrirtækis. Með stefnumótun er hægt að skoða tiltekin atriði í rekstrinum eða fyrirtækið í heild. Tölum saman og skoðum hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Steinþór Pálsson í síma 545 6230 eða á steinthorpalsson@kpmg.is kpmg.is


Þekkir þú völlinn? Á Íslandi eru rúmlega 60 golfvellir. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?

108

GOLF.IS


RÉTT SVAR: ÞORLÁKSHAFNARVÖLLUR, GOLFKLÚBBUR ÞORLÁKSHAFNAR, GÞ.


Sveit GM: Kristófer Karl Karlsson, Ingi Þór Ólafsson, Andri Már Guðmundsson, Aron Ingi Hákonarson og Davíð Gunnlaugsson liðsstjóri.

Íslandsmót golfklúbba 2019

GM Íslandsmeistari í flokki 18 ára og yngri

Sveit GR (Korpa): Snorri Páll Ólafsson liðsstjóri, Bjarni Freyr Valgeirsson, Sigurður Blumenstein, Dagbjartur Sigurbrandsson, Tómas Eiríksson og Böðvar Bragi Pálsson.

Sveit GKG: Arnar Már Ólafsson liðsstjóri, Sigurður Arnar Garðarsson, Breki G. Arndal, Jón Gunnarsson, Viktor Markússon Klinger, Viktor Snær Ívarsson og Kristján Jökull Marinósson.

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2019

Íslandsmót golfklúbba í flokki 18 ára og yngri pilta fór fram á Þorlákshafnarvelli dagana 27.–29. júní sl. Golfklúbbur Mosfellsbæjar A-sveit sigraði í flokki 18 ára og yngri pilta eftir spennandi keppni gegn Korpusveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Í flokki 18 ára og yngri pilta sendu alls tíu golfklúbbar lið til keppni, þar af voru þrír klúbbar með tvö lið. Keppnisfyrirkomulagið var með hefðbundnum hætti. Á fyrsta keppnisdegi var leikinn höggleikur og átta bestu liðin léku síðan til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin í sætunum þar fyrir neðan kepptu um sæti 9–13.

LOKASTAÐAN Í FLOKKI 18 ÁRA OG YNGRI PILTA: Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A) Golfklúbbur Reykjavíkur (Korpa) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A) Golfklúbbur Akureyrar Golfklúbburinn Keilir Nesklúbburinn Golfklúbbur Reykjavíkur (Grafarholt) Golfklúbbur Suðurnesja Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B) Golfklúbbur Selfoss Golfklúbbur Mosfellsbæjar (B) Golfklúbbur Vestmannaeyja Golfklúbburinn Leynir


KONTOR REYKJAVÍK

Verið velkomin á eina stærstu útsölu landsins!


Íslandsmót golfklúbba 2019

GR Íslandsmeistari í flokki 15 ára og yngri pilta Íslandsmót golfklúbba í flokki 15 ára og yngri pilta fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 27.–29. júní s.l. Golfklúbbur Reykjavíkur A-sveit sigraði í flokki 15 ára og yngri pilta. A-sveit GKG varð í öðru sæti og Golfklúbbur Selfoss í því þriðja. Þetta er í fyrsta sinn sem GOS nær á verðlaunapall í þessum aldursflokki. Alls sendu átta klúbbar lið til keppni í þessum aldursflokki, þar af voru sex klúbbar með tvö lið í þessum aldursflokki. Keppnisfyrirkomulagið var með hefðbundnum hætti. Á fyrsta keppnisdegi var leikinn höggleikur og átta bestu liðin léku síðan til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Liðin í sætunum þar fyrir neðan kepptu um sæti 9–13.

LOKASTAÐAN Í FLOKKI 15 ÁRA OG YNGRI DRENGJA: Golfklúbbur Reykjavíkur (A) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A) Golfklúbbur Selfoss (A) Golfklúbbur Akureyrar (A) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B) Golfklúbburinn Keilir (A) Golfklúbbur Reykjavíkur (B) Golfklúbbur Selfoss (B) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A) Golfklúbburinn Keilir (B) Nesklúbburinn Golfklúbbur Grindavíkur Golfklúbbur Akureyrar (B) Golfklúbbur Mosfellsbæjar (B)

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2019


Íslandsmót golfklúbba 2019

GR Íslandsmeistari í flokki 15 ára og yngri stúlkna Íslandsmót golfklúbba í flokki 15 ára og yngri stúlkna fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík dagana 27.–29. júní sl. Golfklúbbur Reykjavíkur A-sveit sigraði í flokki 15 ára og yngri stúlkna. Í þessum flokki sendu fimm klúbbar lið til keppni, þar af voru tveir klúbbar með tvö lið. Keppnisfyrirkomulagið var með hefðbundnum hætti. Á fyrsta keppnisdegi var leikinn höggleikur og síðan tók við holukeppni þar sem efstu liðin léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.

Sveit GR - A: Ásdís Valtýsdóttir aðstoðarliðsstjóri, Helga Signý Pálsdóttir, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Auður Sigmundsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Nína Margrét Valtýsdóttir.

Sveit GKG: Árný Eik Dagsdó ttir liðsstjóri, Karen Lind Stef ánsdóttir, Laufey Kristín Marinósdótt ir, Gunnhildur Hekla Gunnar sdóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir og Anna Júlía Ólafsdóttir liðsstjó ri

LOKASTAÐAN Í FLOKKI 15 ÁRA OG YNGRI STÚLKUR: Golfklúbbur Reykjavíkur (A) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Golfklúbbur Akureyrar Golfklúbbur Mosfellsbæjar (A) Golfklúbbur Reykjavíkur (B) Golfklúbburinn Keilir Golfklúbbur Mosfellsbæjar (B)

óri, Birna Rut Snorradóttir, Sveit GA: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir liðsstj Guðrún María Aðalsteinsir, Kara Líf Antonsdóttir, Marta Þyrí Sigurðardótt adóttir. Snorr ún Bergr Auður og dóttir


Sigurður Bjarki Blumenstein

„Að horfa á langt pútt fara ofan í er skemmtilegast við golfið“ Sigurður Bjarki Blumenstein á ekki langt að sækja golfhæfileikana. Faðir hans, Skagamaðurinn Willy Blumenstein, er hörkukylfingur og margfaldur Akranesmeistari. Sigurður Bjarki hefur náð fínum árangri á undanförnum misserum og leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann stefnir hátt og á sér stóra drauma. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Pabbi dró mig út á völl þegar ég var lítill og þannig byrjaði þetta bara.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að horfa á eftir löngu pútti fara ofan í holuna.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Spila á PGA-mótaröðinni.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Er frekar stöðugur og það er minn styrkleiki.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Lengdarstjórnun í púttunum.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég vann pabba í fyrsta skipti.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Var einu sinni kylfuberi fyrir snillinginn Andra Þór Björnsson þegar ég var lítill og ég ákvað að byrja að raka einhverja glompu upp úr þurru. Það mátti ekki og ég var næstum því búinn að gefa honum víti. Hef sjaldan verið jafn vandræðalegur.“ Draumaráshópurinn? „Tiger Woods, Cameron Champ og Aron Snær Júlíusson.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Garðavöllur á Akranesi, krefjandi og skemmtilegur keppnisvöllur. Ekki skemmir góða veðrið á Skaganum heldur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Fjórtánda brautin á Akranesi, líður alltaf svo vel á henni. Átjánda brautin á Korpu,

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi

spila hana alltaf svo vel. Fyrsta brautin á Brautarholti er ekkert eðlilega falleg hola.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Hef gaman af að spila körfubolta og borðtennis.“

Í hvaða skóla og bekk ertu? „Er í Verzló á leiðinni í 3. bekk.“

Staðreyndir: Nafn: Sigurður Bjarki Blumenstein. Aldur: 17. Forgjöf: -2,1. Klúbbur: GR. Uppáhaldsmatur: Dominos. Uppáhaldsdrykkur: Nocco. Uppáhaldskylfa: Pútterinn. Ég hlusta á: Hip Hop. Besta skor í golfi: 67. Besta vefsíðan:shotstohole.com. Besta blaðið: Golf á Íslandi.

Dræver: Titleist TP2. Brautartré: Titleist TP2. Blendingur: Ping i20. Járn: Titleist AP2 716. Fleygjárn: Titleist Vokey SM7. Pútter: Scotty Cameron Futura 5.5M. Hanski: Titleist. Skór: FJ. Golfpoki: Titleist. Kerra: Clicgear.


ÁLVERSFATNAÐUR

www.sindri.is / sími 567 6000

Skútuvogi 1 - Reykjavík / Smiðjuvegi 1 Kópavogur / Draupnisgata 2 Akureyri


Elvar Már Kristinsson

GR-ingurinn Elvar Már Kristinsson er í stórum hóp efnilegra kylfinga landsins. Elvar Már ætlar sér stóra hluti í framtíðinni í golfíþróttinni. Hann leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku, PGA og Ryder-bikarinn. Hann ætlar líka að læra að hemja skapið - eftir eftirminnilegt „klúður“ á golfmóti nýverið. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Mjög margir í fjölskyldunni hafa áhuga á golfi. Ég fékk áhugann í gegnum þau.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Félagskapurinn og að eiga góðan dag á flottum golfvelli er það sem keyrir mig áfram í golfinu.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Ég leyfi mér að dreyma um að komast í atvinnumennsku, leika á PGA-mótaröðinni og keppa með Ryder-liði Evrópu.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Ég kann vel við mig í færum sem eru 40120 metrar. Þar liggur styrkleiki minn.“

Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég þarf að bæta mig í stuttum vippum og tryggja fleiri pútt úr slíkum færum.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Árið 2016 lék ég í fyrsta sinn undir pari vallar í golfmóti. Það var eftirminnilegt og er enn.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég kastaði bolta út í vatn og henti svo „coverinu“ af kylfu í kærustuna mína sem var að aðstoða mig sem kylfuberi í þessu móti. Hún var að gera þetta í fyrsta sinn. Ég fékk

skammir frá dómaranum sem sá þetta rugl í mér og það var ekki góð tilfinning. Ég lærði mikið af þessu.“ Draumaráshópurinn? „Rory McIlroy, Viktor Hovland og Tiger Woods. Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Korpan, spila alltaf mitt besta golf og líður vel á heimavelli.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „6. holan (Sjórinn) á Korpu, stutt par 3 hola og að mínu mati vel heppnuð golfhola. 12. holan (Áin) á Korpu. Krefjandi hola þar sem leikskipulagið þarf að vera í lagi. Brautin er mjög þröng en á sama tíma mjög flott. 17. holan í Leirdalnum hjá GKG. Stutt par 3 hola en samt erfið og krefjandi. Maður þarf að vera með góða lengdarstjórnun til að komast á flötina.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég hef mjög gaman af því að leika mér á snjóbretti.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Er í Borgarholtsskóla og var að klára þriðja árið á afreksíþróttasviði í golfi.“

Staðreyndir: Nafn: Elvar Már Kristinsson Aldur: 18 ára Forgjöf: 1,1 Klúbbur: GR Uppáhaldsmatur: Sushi Uppáhaldsdrykkur: Kristall Uppáhaldskylfa: 54 gráðu fleygjárnið Ég hlusta á: Rapp og Hip-Hop Besta skor í golfi: 69 högg á Korpunni. Besta vefsíðan: golf.is Besta blaðið: Golf á Íslandi Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? Snjóbretti.

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi

Driver: Titleist 917 D2 Brautartré: Titleist 917 F2 Blendingur: Er ekki með slíkt, er með Titleist 718 TMB 2 járn Járn: Titleist 716 AP2 Fleygjárn: Titleist SM7 Pútter: Scotty Cameron Select Newport 2 Hanski: FJ Skór: Nike Lunar Command 2 Golfpoki: Titleist Kerra: Clicgear



Árný Eik Dagsdóttir

„Datt kylliflöt fyrir framan alla á æfingasvæðinu.“ „„Þegar ég var hita upp fyrir meistaramótið þá var ég að skokka til að hita líkamann og datt á andlitið fyrir framan alla á æfingasvæðinu. Það er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir mig í golfinu,“ segir hin brosmilda Árný Eik Dagsdóttir. Hún er ein af fjölmörgum efnilegum kylfingum úr GKG og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni.

Staðreyndir: Nafn: Árný Eik Dagsdóttir. Aldur: 17 ára. Forgjöf: 4,6. Klúbbur: GKG. Uppáhaldsmatur: Pasta. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Driver. Ég hlusta á: Mjög mismunandi tónlist. Besta skor í golfi: 73 (parið) á Morgado í Portúgal. Besta vefsíðan: golf.is

118

GOLF.IS - Golf á Íslandi

Besta blaðið: Golf á Íslandi. Dræver: Titleist. Brautartré: Titleist. Blendingur: Titleist. Járn: TaylorMade. Fleygjárn: Titleist. Pútter: TaylorMade. Hanski: FootJoy. Skór: Nike.st. Kerra: Clicgear.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Golf er mjög skemmtileg íþrótt sem býður upp á mikið af tækifærum fyrir framtíðina.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Félagsskapurinn, ferðalögin og að keppa.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Næsta skref er að fara út í háskólagolf í Bandaríkjunum og svo er draumurinn að spila á risamótunum með þeim bestu.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Dræver, járnahögg og hugafarið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Púttin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Líklega þegar ég varð klúbbmeistari GKG 2018.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég var hita upp fyrir meistaramótið þá var ég að skokka til að hita líkamann og datt á andlitið fyrir framan alla á æfingasvæðinu.“ Draumaráshópurinn? „Dustin Johnson, Tiger Woods og Rickie Fowler.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Ég myndi segja golfvöllurinn í Vestmannaeyjum því hann er skemmtilegur og með flott landslag. Völlurinn getur verið krefjandi en gefur á sama tíma mikið af tækifærum til að skora vel.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Sautjánda brautin í Vestmannaeyjum, krefjandi en virkilega falleg hola. Tólfta brautin á Korpunni (Áin), erfitt upphafshögg sem krefst góðrar ákvörðunartöku og mikillar einbeitingar. Tólfta brautin í GKG, hægt að spila holuna á svo marga vegu og gefur góð tækifæri á að fá fugl. Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ferðast og vera með vinum/ fjölskyldu.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég var að klára annað ár í Menntaskólanum í Reykjavík.“


Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkama og sál

fyrir alla

fjölskyld una

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i

t il kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is


Ingi Þór Ólafson

Stóla á stutta spilið Ingi Þór Ólafson er ungur og efnilegur kylfingur sem hóf ferilinn á Seltjarnarnesi en er í dag hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Ingi Þór fagnaði Íslandsmeistaratitli með 18 ára og yngri sveit GM nýverið. Hann æfir handbolta samhliða golfinu og pekingönd er uppáhaldsmaturinn hjá Inga Þór. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég fór á nokkur golfnámskeið og eftir sumarið 2013 kom áhuginn.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Fjölbreytileikinn og félagsskapurinn.“

Framtíðardraumarnir í golfinu? „Spila á PGA mótaröðinni.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Stutta-spilið.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik?

„Halda stöðugleika.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Íslandsmeistari golfklúbba 18 ára og yngri með Golfklúbbi Mosfellsbæjar í Þorlákshöfn 2019.“ Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ekkert vandræðalegt komið fyrir ennþá.“ Draumaráshópurinn? „Það væri Tiger Woods, Jordan Spieth og Jack Nicklaus.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Hlíðarvöllur, þetta er heimavöllurinn minn.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „8. holan á Nesvellinum, mjög fallegt útsýni frá teignum. 18. holan á Hlíðarvelli, flott lokahola. 6. holan á Hlíðarvelli, ögrandi hola.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Handbolta.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er á afreksíþróttabrautinni í Borgarholtsskóla, er að fara á þriðja ár.“

Staðreyndir: Nafn: Ingi Þór Ólafson. Aldur: 17 (2001). Forgjöf: 1,4. Klúbbur: Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Uppáhaldsmatur: Peking önd með pönnukökum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Driver. Ég hlusta á: Íslenska tónlist. Besta skor í golfi: 67 (-3) á Strandarvelli í maí 2019. Besta vefsíðan: golf.is og YouTube. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Stundar þú aðrar íþróttir / hvaða íþrótt? Já, ég æfi handbolta. Dræver: Ping G400. Brautartré: Ping G400. Blendingur: Srixon Z U65. Járn: Callaway Apex Pro. Fleygjárn: Titleist SM5, 52°, 56° og 60°. Pútter: Scotty Cameron. Hanski: Titleist. Skór: Ecco og FJ. Golfpoki: Titleist Mid Staff Cart Bag. Kerra: Sun Mountain.

120

GOLF.IS


Skrifstofuhúsgögn í miklu úrvali

Smiðjuvegi 9

200 Kópavogi

Sími 535 4300

axis.is


122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Jón Gunnarsson er þúsundþjalasmiður


Jón Gunnarsson er þúsundþjalasmiður Hér er túlkun Jóns Gunnarssonar á 6. braut nýja golfvallarins á Siglufirði. Jón er sannkallaður þúsundþjalasmiður en hann lætur ekki einhverfu aftra sér frá því að leggja stund á bæði mynd- og lagasmíðar. Þá er hann einnig margreyndur keppnismaður í sundi, m.a. á Special Olympics, en í dag iðkar hann götuhlaup af kappi. Kærar þakkir, Jón, fyrir þessa fallegu mynd.

PIN CODE

ALARM

Sláttu-

GOLF.IS

123


Leitin mikla

Hvert fór boltinn? Ólafur Marel Árnason, úr Nesklúbbnum og Hjalti Hlíðberg Jónasson úr GKG eru í fjölmennum hópi unglinga sem keppir reglulega á Íslands­ bankamótaröð unglinga. Ólafur Marel (rauð húfa) var ekki alveg viss hvar boltinn hans var þegar ljósmyndari Golf á Íslandi tók þessar myndir á Húsatóftavelli í Grindavík. Hjalti Hlíðberg (svört húfa) var ekki viss um það heldur en þetta fór allt vel að lokum og boltinn fannst. Það er óvíst að boltinn hefði fundist ef hann hefði endað inn í hefðbundnu unglingaherbergi á Íslandi.

Þeir bestu velja

BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvert fór boltinn?

Volta


Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus

NÝTT

1. RJÚFA

2. TOGA

3. BERA Á

Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.

Voltaren SmartTube A4 ICE.indd 1

01/10/2018 14:14


Þekkir þú völlinn? Á Íslandi eru rúmlega 60 golfvellir. Þessi mynd er frá skemmtilegum golfvelli sem margir hafa leikið. Spurningin er: Frá hvaða velli er þessi mynd?

126

GOLF.IS


RÉTT SVAR: GUFUDALSVÖLLUR, GOLFKLÚBBUR HVERAGERÐIS, GHG.


Hvernig er best að miða á skotmarkið?

Kylfingar nota ýmsar aðferðir til að miða á skotmarkið. Flestir horfa einfaldlega á skotmarkið og miða þannig. Sumir blanda saman aðferðum, þ.e. nota eitthvert mið sem er rétt fyrir framan boltann og líta einnig upp á skotmarkið til að miða. Þá einbeita þeir sér að báðum skotmörkunum. En hvor aðferðin er árangursríkari? Eric Alpenfels og Dr. Bob Christina, prófessor í vöðva- og hreyfifræði við North

Carolina University gerðu áhugaverða tilraun í þessu samhengi.

Hver kylfingur sló sex högg þar sem hann notaði þrjár mismunandi aðferðir við að miða. Alls voru því höggin 12 hjá hverjum og einum. Fyrirmælin voru eftirfarandi: ■■ Horfa aðeins á skotmarkið sem er fram undan. ■■ Horfa aðeins á skotmark eða mið rétt fyrir framan boltann ■■ Blanda báðum ofangreindum aðferðum saman, horfa á skotmarkið langt í burtu og einnig á það sem var rétt fyrir framan boltann.

Í úrtakinu voru 29 kylfingar á mismunandi aldri og með mismunandi getu í golfíþróttinni. Niðurstöðurnar vöktu athygli. Það gaf betri árangur að horfa ekki á skotmarkið í fjarska - aðeins á það sem var rétt fyrir framan boltann. Alpenfels og Christina komust að þeirri niðurstöðu að meðalkylfingurinn nái að koma boltanum nær skotmarkinu með því að horfa aðeins á skotmark rétt fyrir framan boltann og þar að auki hittu kylfingarnir boltann betur. Af hverju? Þegar kylfingar horfa á skotmarkið úr fjarska, t.d flötina, sjá þeir ekki aðeins flötina. Þeir sjá einnig ýmsar hindranir sem eru fram undan, vatn, glompur, tré og ýmislegt annað. Allt eru þetta staðir sem kylfingar vilja ekki að boltinn lendi á. Undirmeðvitundin tekur við þessum skilaboðum og kylfingurinn tekur ómeðvitað ákvarðanir í sveiflunni sem verða hindrandi. Höggin voru í þessum tilvikum ekki eins nákvæm og ekki eins vel slegin.

NIÐURSTAÐAN ER SÚ AÐ ÞAÐ GEFUR BETRI ÁRANGUR AÐ VELJA SKOTMARK RÉTT FYRIR FRAMAN BOLTANN OG NOTA ÞAÐ SEM MIÐ. EINBEITTU ÞÉR AÐ ÞVÍ OG SVEIFLAN FÆR ÞAÐ FRELSI SEM ÞARF TIL AÐ HITTA BETUR Í BOLTANN OG KOMA BOLTANUM Á RÉTTAN STAÐ. Hittar brautir

128

Frávik

„Smash faktor“ / vel hitt högg

Horft á og miðað á skotmark í fjarska

76%

34,3 fet

1.458

Horft á skotmark rétt framan við boltann

88%

25,9 fet

1.461

Báðar aðferðir notaðar

72%

35,9 fet

1.451

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvernig er best að miða á skotmarkið?


Premium Women’s Technology

Falleg hönnun, stílhreint útlit. Náðu þinni bestu frammistöðu. Við hjá PING erum mjög stolt af nýju kvennalínunni okkar. G Le2 línan hefur ekki aðeins fengið nýtt útlit heldur er hún stútfull af nýrri tækni. Kylfurnar eru léttari í vigt og hjálpa þér að sveifla hraðar, slá bæði hærra og lengra ásamt að þær eru mun auðveldari og gefa þér oftar vel heppnað högg. Með G Le2 kylfunum öðlast þú aukið sjálfstraust og leikurinn verður skemmtilegri. Kíktu í heimsókn til næsta söluaðila PING í sérmælingu og fáðu aðstoð við að raða saman kylfum í nýja settið þitt.

© 2019 PING


Meistaramót 2019

Meistaramót fór fram hjá flestum golfklúbbum landsins í lok júní og fyrstu tvær vikurnar í júlí. Mjög góð þátttaka var á meistaramótunum og góð skor náðust á mjög mörgum stöðum. Hér er stutt samantekt og myndir af klúbbmeisturum frá þeim klúbbum sem sendu inn slíkar upplýsingar.

Golfklúbbur Reykjavíkur Meistaraflokkur karla: 9-71) 280 högg 1. Hákon Örn Magnússon (70-70-6 ) 284 högg 9-72 70-6 2. Viktor Ingi Einarsson (73-74) 285 högg 0-70 (71-7 sson björn Finn 3. Arnór Ingi

Meistaraflokkur kvenna: 7-71) 300 högg 1. Eva Karen Björnsdóttir (77-75-7 ) 302 högg 3-74 77-7 (78ttir nsdó Björ lind Berg 2. 6-74) 307 högg 74-7 (83ir dótt rðar 3. Ragnhildur Sigu

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Meistaraflokkur karla: 1. Ragnar Már Garðarsson (67-67-71-71) 276 högg 2. Hlynur Bergsson (72-73-72-73) 290 högg 3. Breki Gunnarsson Arndal (75-75-73-70) 293 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Anna Júlía Ólafsdóttir (82-79-85-74) 320 högg 2. Ingunn Einarsdóttir (76-81-83-80) 320 högg *Anna sigraði í bráðabana. 3. María Björk Pálsdóttir (84-78-82-82) 326 högg *María varð þriðja eftir bráðaban a. 3. Ingunn Gunnarsdóttir (81-84-83-78) 326 högg 4. Ástrós Arnarsdóttir (83-80-83-80) 326 högg

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót 2019


Golfklúbburinn Keilir Meistaraflokkur karla: 1. Daníel Ísak Steinarsson (69-71-68-73) 281 högg 2. Björgvin Sigurbergsson (71-76-68-68) 283 högg 3. Vikar Jónasson (71-75-69-73) 288 högg Meistaraflokkur kvenna: r 1. Anna Sólveig Snorradótti g hög 296 (76-70-74-76) 2. Sigurlaug Rún Jónsdóttir (76-70-75-80) 301 högg 3. Þórdís Geirsdóttir (71-81-76-78) 306 högg

Golfklúbbur Mosfellsbæjar Meistaraflokkur karla: 1. Kristján Þór Einarsson (70- 67-69-71) 277 högg 2. Ragnar Már Ríkarðsson (67-72-69-74) 282 högg 3. Björn Óskar Guðjónsson (67-73-71-73) 284 högg

Meistaraflokkur kvenna: 1. Nína Björk Geirsdóttir (76-76-78-75) 305 högg 2. Arna Rún Kristjánsdóttir (74-75-79-78) 306 högg 3. Heiða Guðnadóttir (80-81-78-81) 320 högg GOLF.IS

131


Golfklúbburinn Oddur Meistaraflokkur karla: 1. Rögnvaldur Magnússon (75-74-74-72) 295 högg 2. Bjarki Þór Davíðsson (76-74-83-83) 316 högg 3. Axel Óli Sigurjónsson (86-81-78-77) 322 högg

Golfklúbbur Setbergs Meistaraflokkur karla: 1. Ólafur Hreinn Jóhannesson (73-76-68-71) 288 högg 2. Hrafn Guðlaugsson (73-66-73-80) 292 högg 3. Hjörtur Brynjarsson (72-78-74-77) 301 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Heiðrún Harpa Gestsdóttir (97-101-99-99) 396 högg 2. Elín Reynisdóttir (100-98-104-99) 401 högg 3. Herdís Hermannsdóttir (94-99-105-105) 403 högg

132

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót 2019

Meistaraflokkur kvenna: 1. Hrafnhildur Guðjónsdóttir (77-75-77-80) 309 högg


Nesklúbburinn Meistaraflokkur karla: 1. Nökkvi Gunnarsson (74-70-71-70) 285 högg 2. Kjartan Óskar Karitasarson (71-74-77-75) 297 högg 3. Steinn Baugur Gunnarsson (78-78-75-71) 302 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Karlotta Einarsdóttir (78-77-77-73) 305 högg 2. Helga Kristín Gunnlaugsdóttir (89-84-98-81) 352 högg 3. Ragna Björg Ingólfsdóttir (83-81-97-94) 355 högg

Orkubiti sem bragð er af 7

bragðtegundir

Sími: 519-2440 GOLF.IS

133


Golfklúbburinn Leynir Meistaraflokkur karla: 1. Stefán Orri Ólafsson (80-75-70-80) 305 högg 2. Þórður Emil Ólafsson (76-73-84-76) 309 högg 3. Björn Viktor Viktorsson (76-82-74-79) 311 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir (71-68-70-71) 280 högg 2. Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir (87-95-92-85) 359 högg

Golfklúbbur Akureyrar Meistaraflokkur karla: 1. Örvar Samúelsson (76-73-74-72) 295 högg 2. Tumi Hrafn Kúld (71-80-77-71) 299 högg 3. Heiðar Davíð Bragason (79-75-76-73) 303 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Stefanía Kristín Valgeirsdóttir (79-77-78-76) 310 högg 2. Amanda Guðrún Bjarnadóttir (77-81-75-82) 315 högg

134

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót 2019


NIKE GOLFVÖRURNAR FÁST Í H VERSLUN HVERSLUN.IS

Dömubolur st. XS-XL 7.490

Dömupils st. XS-XL 9.990

Dömubolur st. XS-XL 6.490

Herrabolur st. S-XXL 9.490

st. 36,5-41 19.990

st. 41-48,5 22.990

st. 37,5-41 29.990

st. 41-46 29.990

Dömuskór

Herraskór

Herrabolur st. S-XXL 12.990

Herrabuxur st. 30-40 14.990


Golfklúbbur Suðurnesja Meistaraflokkur karla: 1. Björgvin Sigmundsson (74-74-78-73) 299 högg 2. Sigurpáll Geir Sveinsson (76-75-79-72) 302 högg 3. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (73-80-79-70) 302 högg 4. Róbert Smári Jónsson (75-75-77-75) 302 högg *Eftir umspil endaði Sigurpáll í öðru sæti, Guðmundur í því þriðja og Róbert í fjórða. Meistaraflokkur kvenna: 1. Kinga Korpak (75-82-78-75) 310 högg 2. Zuzanna Elvira Korpak (89-90-86-79) 344 högg 3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir (93-90-88-91) 362 högg

Nýliðaflokkurinn sló í

gegn

Sérstök ánægja var me ð nýjan flokk í meista ramóti Golfklúbbs Su upp á nýliðaflokk sem ðurnesja. Í fyrsta sin lék 3×9 holu punktak n var boðið eppni undir handleið stoðuðu úti á velli. slu reyndra kylfinga sem aðKristina Elisabet André sdóttir sigraði í flokkn um, Rakel S. Steinþórs Ingólfsson í því þriðja dóttir lenti í öðru sæti . og Arnar Frá vinstri: Rakel S. Ste inþórsdóttir, Kristina Elisabet Andrésdóttir og Arnar Ingólfsson.

136

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót 2019


Golfklúbbur Grindavíkur Meistaraflokkur karla: 1. Jón Júlíus Karlsson (69-72-71-76 ) 288 högg 2. Leifur Guðjónsson (74-73-71-76) 294 högg 3. Björn Halldórsson (73-73-78-78 ) 302 högg

Meistaraflokkur kvenna: 1. Svanhvít Helga Hammer (81-80-86 ) 247 högg 2. Hildur Guðmundsdóttir (90-84-9 0) 264 högg 3. Svava Agnarsdóttir (89-90-98) 277 högg

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar Meistaraflokkur karla: 1. Jóhann Sigurðsson (78-75-75-77) 305 högg 2. Kjartan Drafnarson (84-77-73-80) 314 högg 3. Sigþór Óskarsson (79-76-85-80) 320 högg Konur, 4 daga höggleikur: 1. Sigurdís Reynisdóttir (98-95-89-93) 375 högg 2. Guðrún Egilsdóttir (100-94-93-96) 383 högg 3. Oddný Þóra Baldvinsdóttir (98-89-99-101) 387 högg

GOLF.IS

137


Golfklúbbur Siglufjarðar: 1. flokkur karla: 1. Jóhann Már Sigurbjörnsson (70-70-65) 205 högg *65 högg vallarmet 2. Salmann Héðinn Árnason (80-73-82) 235 högg 3. Sævar Örn Kárason (85-77-79) 241 högg

1. flokkur kvenna: 1. Hulda Guðveig Magnúsardóttir (102-88-94) 284 högg 2. Jósefína Benediktsdóttir (99-98-91) 288 högg 3. Ólína Þórey Guðjónsdóttir (92-99-109) 300 högg

ö

GSS Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS 2019 sem fór fram að Hlíðarenda dagana 10.–13. júlí. Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi. Spilaðir voru fjórir hringir, nema í byrjendaflokki og öldungaflokki þar sem spilaðir voru þrír hringir. Að loknu móti var verðlaunaafhending og lokahóf í skála þar sem Kaffi Krókur sá um veitingarnar. Meistaraflokkur karla: 1. Arnar Geir Hjartarson (73-77-73-72) 295 högg 2.–3. Ingvi Þór Óskarsson (82-83-80-79) 324 högg 2.–3. Hákon Ingi Rafnsson (80-84-78-82) 324 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Árný Lilja Árnadóttir (81-83-80-80) 324 högg 2. Hildur Heba Einarsdóttir (86-89-87-84) 346 högg 3. Anna Karen Hjartardóttir (86-84-95-99) 364 högg

138

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót 2019


ERT ÞÚ MEÐ ÞREYTTA FÆTUR?

Ef þú finnur fyrir óþægindum í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum væri gott fyrir þig að koma í göngugreiningu. Bókanir á www.gongugreining.is og í síma: 55 77 100

Foot Joy golfskórnir Bæði til með skrúfuðum og föstum stöðugum tökkum. TIl í breiddum og öllum stærðum karla og kvenna. Henta frábærlega fyrir sérsmíðuð innlegg

Feetures sokkarnir Frábærir í golfið, stuðningur undir ilina, höggdempun undir hælum og tábergi. Það er sér saumur fyrir hægri og vinstri fót. Sokkarnir koma í þykktum og lengdum. Einnig til þrýstisokkar og sér sokkar fyrir iljarfellsbolgu (plantar faciiitis).

OOFOS® Heilsusandalarnir veita stuðning undir iljarnar sem hjálpar að dreyfa álaginu á hæla, iljar og táberg eins vel og hægt er. Þess vegna mæla sjúkraþjálfarar og fótaaðgerðafræðingar með OOFOS®.

S: 55 77 100 www.gongugreining.is


Golfklúbbur Öndverðarness Meistaraflokkur karla: 1. Þórir Baldvin Björgvinsson (72-79-74) 225 högg 2. Sigurður Aðalsteinsson (76-75-74) 225 högg *Þórir sigraði eftir bráðabana. 3. Björn Andri Bergsson (76-83-75) 234 högg Meistaraflokkur kvenna: 1. Ásgerður Sverrisdóttir (79-76-70) 225 högg *70 högg nýtt vallarmet (-1) 2. Guðfinna Þorsteinsdóttir (87-86-89) 262 högg 3. Elísabet K. Jósefsdóttir (90-91-89) 270 högg

Golfklúbbur Bíldudals

ttir. Jónsson og Margrét Einarsdó Bíldudals 2019 eru Magnús Klúbbmeistarar Golfklúbbs

140

GOLF.IS - Golf á Íslandi Meistaramót 2019


ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90278 11/18

SLÁÐU Í GEGN Á GOLFVELLINUM

Aukin þægindi með Saga Premium Leyfðu okkur að sjá um golfsettið fyrir þig og njóttu ferðarinnar til fulls. Farþegar á Saga Premium mega hafa með sér tvær innritaðar töskur, allt að 32 kg hvora, og njóta enn fremur hágæðaþjónustu og einstakra þæginda.


EM 2019 - Karlalandslið Íslands Karlalandslið Íslands keppti á EM 9.–13. júlí á Ljunghusen í Svíþjóð. Ólafur Björn Loftsson var liðsstjóri en liðið var þannig skipað: Aron Snær Júlíusson, Birgir Björn Magnússon, Bjarki Pétursson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Gísli Sveinbergsson og Rúnar Arnórsson. Ísland endað í 11. sæti af 16 þjóðum á +18 samtals í höggleiknum: Ísland lék í B-riðli í holukeppninni gegn 21.–26. sæti: Dagbjartur Sigurbrandsson, Frakklandi, Slóveníu, Finnlandi, AusturGR 72-72 (par) ríki, Tékklandi, Hollandi og Belgíu. Ísland 27.–41. sæti: Bjarki Pétursson, lék gegn Tékklandi í 1. umferð í keppni um GKB 68-77 högg (+1) sæti 9–16. Ísland sigraði þar 4/1 og tryggði 64. sæti: Gísli Sveinbergsson, sér þar með keppnisrétt í deild þeirra bestu GK 72-77 högg (+5) að ári á EM áhugakylfinga. Ísland tapaði 4,5 65.–70. sæti: Birgir Björn Magnússon, / 0,5 gegn Belgíu í næstu umferð og 3/2 tap GK 75-75 högg (+6) var niðurstaðan gegn Austurríki. Loka65.–70. sæti: Aron Snær Júlíusson, staðan 12. sætið hjá Íslandi. GKG 76-74 högg (+6) 86.–90. sæti: Rúnar Arnórsson, GK 78-77 högg (+11)

LOKAÚRSLIT: 1. Svíþjóð 2. England 3. Skotland 4. Danmörk 5. Írland 6. Wales 7. Spánn 8. Þýskaland 9. Frakkland 10. Belgía 11. Austurríki 12. Ísland 13. Holland 14. Finnland 15. Tékkland 16. Slóvenía

Frá vinstri: Birgir Björn Magnússon, Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Rúnar Arnórsson, Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson og Ólafur Björn Loftsson liðsstjóri.

142

GOLF.IS - Golf á Íslandi EM 2019


EM 2019 - Kvennalandslið Íslands

Frá vinstri: Helga Kristín Einarsdóttir, Saga Traustadóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir. Á myndina vantar Andreu Bergsdóttur.

Kvennalandslið Íslands keppti á EM 9.–13. júlí á IS Molas GC á Ítalíu. Gregor Brodie var liðsstjóri en liðið var þannig skipað: Andrea Bergsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir, Helga Kristín Einarsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir. Í höggleiknum endaði Ísland í 19. sæti af 20 þjóðum á +42 samtals. Ísland lék um sæti 17–20 gegn Belgíu, 37.–45. sæti: Helga Kristín Einarsdóttir, Hollandi og Tyrklandi. Fyrsti leikurinn var GK 74-71 högg (+1) gegn Hollandi og tapaðist 4/1. Ísland tapaði 74.–79. sæti: Andrea Bergsdóttir, 5/0 gegn Belgíu en sigraði Tyrkland 3/2 í GKG 74-76 högg (+6) lokaumferðinni og endaði þar með í 19. 80.–87. sæti: Saga Traustadóttir, sæti. GR 72-79 högg (+7) 97.–100. sæti: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 77-78 högg +11 112.–115. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 78-83 högg (+17) 117. sæti: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 80-84 högg (+20)

LOKAÚRSLIT: 1. Svíþjóð 2. Spánn 3. Ítalía 4. Þýskaland 5. England 6. Skotland 7. Írland 8. Danmörk 9. Tékkland 10. Frakkland 11. Finnland 12. Rússland 13. Sviss 14. Slóvakía 15. Austurríki 16. Slóvenía 17. Belgía 18. Holland 19. Ísland 20. Tyrkland

GOLF.IS

143


Frá vinstri: Gregor Brodie, afreksstjóri GSÍ, Davíð Gunnlaugsson liðsstjóri, Sigurður Bjarki Blumenstein, Böðvar Bragi Pálsson, Kristófer Karl Karlsson, Aron Emil Gunnarsson, Kristófer Tjörvi Einarsson og Jón Gunnarsson.

EM piltalandsliða 2019 Piltalandslið Íslands keppti á EM í Frakklandi á Golf de Chantilly vellinum 9.–13. júlí. Davíð Gunnlaugsson var liðsstjóri í þessari ferð en liðið var þannig skipað: Aron Emil Gunnarsson, Böðvar Bragi Pálsson, Kristófer Karl Karlsson, Kristófer Tjörvi Einarsson, Jón Gunnarsson og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, gat ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Ísland endaði í 16. sæti og því neðsta á +61 samtals eftir 2 fyrstu keppnis­ dagana. Ísland lék því um sæti 9–16 í riðlakeppninni. Lokaniðurstaðan var 15. sætið eftir sigur gegn Finnum í leik um 15.–16. sæti. 39.–43. sæti: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 76-73 högg +7 44.–49. sæti: Kristófer Karl Karlsson, GM 79-71 högg +8 83.–85. sæti: Böðvar Bragi Pálsson, GR 84-72 högg +14 83.–85. sæti: Jón Gunnarsson, GKG 77-79 högg +14 95. sæti: Aron Emil Gunnarsson, GOS 81-81 högg +20 96. sæti: Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 84-79 högg +21

144

GOLF.IS - Golf á Íslandi EM 2019

Ísland lék gegn Tékkum í fyrsta leiknum um sæti 9–16. Tékkar höfðu þar betur 4/1 og þar með var ljóst að liðið léki um neðstu sætin í framhaldinu. Noregur lagði Ísland í næsta leik 4/1 en Ísland landaði 3,5/1,5 sigri gegn Finnum í leiknum um 15.–16. sætið. Noregur, Ísland og Finnland féllu því um deild og leika í B-deild á næsta EM.

LOKAÚRSLIT: 1. Frakkland 2. Þýskaland 3. Svíþjóð 4. Írland 5. England 6. Spánn 7. Ítalía 8. Sviss 9. Danmörk 10. Portúgal 11. Tékkland 12. Holland 13. Austurríki 14. Noregur 15. Ísland 16. Finnland


EM stúlknalandsliða 2019 Stúlknalandslið Íslands keppti á Evrópumótinu sem fram fór á Parador El Saler vellinum á Spáni. Derrick Moore var liðsstjóri en liðið var þannig skipað: Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Árný Eik Dagsdóttir (GKG), Ásdís Valtýsdóttir (GR), Eva María Gestsdóttir (GKG), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR) og Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR). Ísland endaði í 18. og neðsta sæti á 131 höggi yfir pari eftir höggleikinn. 77.–79. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, 83-79 högg +18 88.–89. sæti: Eva María Gestsdóttir, GKG, 85-81 högg +22 95.–97. sæti: Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, 87-81 högg +24 103. sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 89-88 högg +33 104. sæti: Árný Eik Dagsdóttir, GKG, 90-88 högg +34 107. sæti: Ásdís Valtýsdóttir, GR 94-89 högg +39

Ísland lék því um sæti 16–18 gegn Slóvakíu og Finnlandi. Ísland tapaði 5/0 gegn Finnum og 3/2 gegn Slóvakíu og 18. sætið var staðreynd.

LOKAÚRSLIT: 1. Danmörk 2. Spánn 3. Ítalía 4. Þýskaland 5. Holland 6. Tékkland 7. Svíþjóð 8. England 9. Sviss 10. Frakkland 11. Írland 12. Wales 13. Noregur 14. Belgía 15. Austurríki 16. Finnland 17. Slóvakía 18. Ísland

óttir, Moore, Eva María Gestsd Efri röð frá vinstri: Derrick Neðri röð r. ótti dsd ran urb Sig Sól la Árný Eik Dagsdóttir, Per ttir tir, Jóhanna Lea Lúðvíksdó frá vinstri: Ásdís Valtýsdót . ttir og Andrea Ýr Ásmundsdó

GOLF.IS

145


Marisa Sgaravatti Trophy:

Bronsverðlaun hjá Íslandi Íslenska landsliðið í kvennaflokki skipað 50 ára og eldri endaði í 3. sæti á Evrópumóti eldri kylfinga (European Senior Ladies Golf Association). Mótið fór fram á Binowo Park Golf Club í Póllandi. LIÐIÐ VAR ÞANNIG SKIPAÐ: Magdalena Sirrý liðstjóri, Kristín Sigurbergsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðars, María Guðnadóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir.

146

GOLF.IS // Bronsverðlaun hjá Íslandi

Í Marisa Sgaravatti Trophy eru keppendur 50 ára og eldri og eru 5–6 leikmenn í hverju liði. Samhliða fer fram keppni hjá 65 ára og eldri sem kallast Ladies Masters Team Championship en þar eru 4 leikmenn að lágmarki í hverju liði.


Stoltur bakhjarl


Njóttu þess að hlakka til

Golfferðir til Tenerife TENERIFE

á frábæru verði í haust og vetur

Mjög góð íbúðargisting og ótakmarkað golf með kerru alla daga. Golf del Sur golfvöllurinn er 27 holur og einn af þeim bestu á Tenerife, þar sem þú gengur að góða veðrinu vísu allan veturinn. Royal Tenerife Country Club

Santa Barbara Golf and Ocean Club

Fjöldi ferðakosta í boði Veldu milli 7–21 nátta ferða og alls þar á milli.

Verðdæmi Ótakmarkað golf og 7 nátta gisting miðað við tvo í íbúð í september: Verð

188.000 kr.

á mann með 15.000 Vildarpunktum.

Hugguleg íbúðargisting í þriggja mínútna göngufæri við Golf del Sur golfvöllinn.

Frábært íbúðahótel í um 15 mínútna göngufæri við Golf del Sur golfvöllinn.

Innifalið er beint flug með Icelandair, gisting á Royal Tenerife eða Santa Barbara og ótakmarkað golf með kerru á Golf del Sur — alla dagana nema komudag.

VITA er í eigu Icelandair Group

148

GOLF.IS // Bronsverðlaun hjá Íslandi

Bókaðu golfferðina þína á VITA.is/golf

VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | ferd@vita.is

ÍSLENSKA/SIA.IS VIT 92254 07/19

Verð án Vildarpunkta 198.000 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.