Tímaritið Golf á Íslandi

Page 1

04. TBL. 2015

GOLF.IS

Golf á Vestfjörðum

– Faldar perlur sem vert er að skoða

Íslandsmótið 2015 á Garðavelli tókst vel í alla staði

Dómaraspjall: Hvar er boltinn hans Kristjáns?

Háspenna í sveitakeppnum GSÍ 2015



ZO•ON Kringlan ZO•ON Factory Store, Nýbýlavegi 6 WWW.ZO-ON.IS


TIL ÖRYGGIS Í 35 ÁR Á VAKT SÍÐAN 1979 Securitas er leiðandi fyrirtæki í öryggisþjónustu og forvörnum á Íslandi. Viðskiptavinir Securitas hafa í 35 ár sótt öryggi í þá staðreynd að við stöndum vaktina, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

VÍÐTÆKT ÖRYGGI Þjónusta Securitas spannar öll svið mannaðrar gæslu og fjargæslu. Við höfum starfsstöðvar víða um landið og 400 starfsmenn Securitas þjóna meira en tuttugu þúsund viðskiptavinum, bæði einstaklingum, smærri fyrirtækjum og flestum stærstu fyrirtækjum landsins.

FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA Allt frá stofnun hefur Securitas lagt metnað í að tvinna saman nýjustu tækni og lipra þjónustu. Öflugt þjónustuframboð og vöruúrval Securitas miðar ávallt að því að efla forvarnir viðskiptavina og draga úr tjóni af öllum toga.


HEIMILISLÍFIÐ Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu: HEIMAVÖRN - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas

MYNDAEFTIRLIT - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt

SUMARHÚSAVÖRN - njóttu þess að vera heima

SLÖKKVITÆKI - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn

ÖRYGGISHNAPPAR - hugarró fyrir þig og aðstandendur

ATVINNULÍFIÐ Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir: FIRMAVÖRN - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis BRUNAVIÐVÖRUNARKERFI smærri og stærri einingar SLÖKKVIKERFI - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu VÖRUVERND - öryggislausnir sem stöðva þjófnað SKIP OG BÁTAR - öryggisbúnaður og öryggiskerfi á sjó

HEILBRIGÐISLAUSNIR sjúkrakallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi GÆSLA - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir MYNDEFTIRLIT - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn AÐGANGSSTÝRING - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi AKSTURSÞJÓNUSTA - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið

Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna. Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000.


Meðal efnis:

20

30

Golfklúbburinn Vestarr 20 ára – mögnuð stemmning í fjölmennu afmælis­hófi í Grundarfirði.

Frábært skor hjá nýjum Íslandsmeisturum á Íslandsmótinu á Garðavelli. Signý Arnórsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson settu bæði mótsmet.

46 102 Golf á Vestfjörðum - faldar perlur sem vert er að skoða. Ísafjörður, Bolungarvík og Þingeyri.

108

Háspenna í sveitakeppnum GSÍ 2015. GR og GM fögnuðu sigri í efstu deild kvenna og karla.

Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@ golf.is

6

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Hvar er boltinn hans Kristjáns? Áhugavert dómaraspjall um golfreglurnar.

26

Golfklúbbur Akureyrar 80 ára. Félagsmenn og velunnari GA fengu gullog silfurmerki. Spennandi tímar framundan.

Textahöfundar: Sigurður Elvar Þórólfsson, Hörður Geirsson. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Daníel Rúnarsson, Frosti Eiðsson, Ingi Rúnar Gíslason, Ragnar Ólafsson, GOS, GK, GA, Axel Rafn Benediktsson,Viktor Elvar Viktorsson, Aðalsteinn Ingvarsson, Golfsupport.nl.

Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift inn á öll heimili félagsbundinna kylfinga á Íslandi sem eru um 17.000 í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í desember.


HVER Á SÉR FEGRA FÖÐURLAND

„...með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? ”

Ármúla 1 108 Reykjavík 575 2700 www.pixel.is


Golf í sinni fegurstu mynd Ég heyri fólk stundum tala um að golfíþróttin þurfi að breytast og að hún þurfi að slá í betri takti við nútímann. Hraði samfélagsins kalli á breytingar á íþróttinni enda hafi fólk ekki ekki lengur tíma til þess að verja fjórum til fimm klukkustundum í að leika 18 holu golfhring. Það þurfi því að fækka holunum. Sumir telja íþróttina of erfiða, þannig að hún fæli frá nýja áhugasama kylfinga. Það þurfi því að stækka holurnar. Sumir telja leikreglurnar of flóknar og hátternisreglur of íhaldssamar. Það þurfi því að fækka vítum og slaka á varðandi klæðaburð. Ég ætla að vera þessu ósammála, mig langar til að taka upp hanskann fyrir golfíþróttina gagnvart þeim sem halda slíku fram. Golfíþróttin er nokkur hundruð ára gömul og í mínum huga er það einn stærsti kostur hennar. Hefðirnar sem hafa skapast í gegnum aldirnar eru það sem mér finnst einna fallegast við íþróttina. Mér finnst æðislegt að vita til þess að fyrir 200 árum síðan hafi fólk leikið sömu golfvelli, við sömu reglur, notað til þess áþekk áhöld og klæðst ekki ósvipuðum fatnaði og ég gerði á ferð minni um Skotland síðastliðið sumar. Þetta fyllir mig stolti. Þessar hefðir og öll þessi saga íþróttarinnar er ekki síst ástæðan fyrir vinsældum hennar í gegnum árin. Við eigum því ekki breyta íþróttinni til að þóknast þeim sem ekki vilja vera þátttakendur í henni. Við getum aldrei klæðskerasaumað íþróttina svo hún passi öllum og við eigum ekki að gefa afslátt af íþróttinni í eltingaleik um vinsældir. Við eigum að halda í grundvallaratriði hennar á sama tíma og við kynnum íþróttina fyrir fleirum. Íþróttin verður að fá vera sú sem hún hefur verið undan­ farin árhundruð, því þannig hefur hún laðað fólk að sér. Þannig hefur það alltaf verið og það er engin ástæða til að breyta því. Þetta kunna að vera afar íhaldssöm viðhorf hjá mér, jafnvel of íhalds­ söm að margra mati. Það verður að hafa það. Við eigum að treysta því sem hefur virkað hingað til í stað þess að eltast við tísku- eða lífsstíls­ viðhorf, sem líklegast verða gjörbreytt eftir nokkur ár. Golfíþróttin verður leikin áfram löngu eftir að tískuafþreyingu dagsins í dag verður allri lokið. En þótt mikilvægt sé að halda í hefðir þá má ekki skilja orð mín þannig að ekki sé nauðsynlegt að bregðast við nýjum viðhorfum. Það má bara ekki gera á kostnað íþróttarinnar eða með því að fórna gildum hennar. Ef fólk hefur ekki tíma til að leika 18 holur þá eigum við að hvetja það enn frekar til að leika níu holur. Ef nýliðum gengur ekki nógu vel að koma boltanum ofan í holuna þá eigum við að aðstoða þá í að verða betri. Í dag er unnið að því að breyta forgjafarreglum á þann hátt að unnt verði að leika mismunandi fjölda hola til forgjafar. Það yrði mikið heillaskref og til þess fallið að hvetja hinn almenna kylfing til að leika oftar golf og leika til forgjafar. Þá hefur íslenskum golfkennurum fjölgað gríðarlega undanfarin ár og er því full ástæða til bjartsýni þegar kemur að bætingu kylfinga. Íslenskt afreksfólk hefur aldrei staðið jafnt sterkt að vígi og mun það óhjákvæmilega hafa áhrif á áhuga fleiri barna og unglinga í framtíðinni. Í mínum huga er bjart fram undan í íslensku golfi.

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands

En talandi um breytingar. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri golfsambandsins, hefur sagt upp störfum eftir 16 ára starf. Með Hörð undir stýri hefur golfhreyfingin vaxið umtalsvert og verður framlag hans til íþróttarinnar seint að fullu metið. Ég vil nota tækifærið og þakka Herði fyrir samstarfið og vináttuna undanfarin ár, um leið og ég óska honum góðs gengis í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT ENNEMM / SÍA /

N M 678 8 5

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is


Metfjöldi frá Íslandi

Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur Franklín Magnús úr GR náði bestum árangri íslensku keppend­anna á Evrópu­meistaramóti áhuga­manna sem fram fór í Slóvakíu í fyrstu viku ágústmánaðar. Skor keppenda á Penati golfvallasvæðinu, þar sem tveir 18 holu golfvellir eru til staðar, var mjög gott en vellirnir voru hannaðir af Jack Nicklaus.

Haraldur Franklín Magnús hleður í drævið á teig í Slóvakíu.

– Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst á góðu skori á EM í Slóvakíu Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fengu keppnis­ rétt á þessu móti en alls tóku sex íslenskir keppendur þátt sem er metfjöldi og ánægjuefni. Íslands­meistarinn frá árinu 2013 endaði í 30. sæti á -11 samtals (64-71-70-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR

komst einnig í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdegi og endaði hann í 47. sæti (67-65-74-74) á -8 samtals.

Guðmundur Ágúst slær hér inn á flöt á EM í Slóvakíu.

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metfjöldi frá Íslandi

Axel Bóasson (GK) (68-75-72), Gísli Svein­bergsson (GK) (75-71-70), Andri Þór Björnsson (GR) (79-73-71) og Bjarki Pétursson (GB) (77-79-74) komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnis­ daginn. Stefano Mazzello frá Ítalíu stóð uppi sem sigurvegari og tryggði hann sér keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á næsta ári. Mazzello lék á -19 samtals og var einu höggi betri en Gary Hurley frá Írlandi. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands var keppendum til halds og trausts í þessari ferð. Haraldur Franklín og Ragnar Már Garðars­ son úr GKG tóku þátt á þessu móti í fyrra þegar það fór fram í Skotlandi. Þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í höggleik og að loknum þriðja keppnisdegi komast 60 efstu áfram á lokahringinn. Alls eru 144 keppendur sem komast inn á þetta sterka mót. Margir þekktir kylfingar hafa sigrað á þessu móti. Ashley Chesters frá Englandi varði titilinn í fyrra en á meðal þeirra sem hafa sigrað má nefna: Victor Dubuisson (Frakkland) 2009, Rory McIlroy (NorðurÍrland) 2006 og Sergio Garcia (Spánn) 1995.


Frá vinstri: Bjarki Pétursson, Haraldur Franklín Magnús, Axel Bóasson, Andri Þór Björnsson, Gísli Sveinbergsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Árangur íslenskra kylfinga á Evrópu­ meistaramóti einstaklinga frá árinu 1993: 1993: Úlfar Jónsson 9. sæti (71-68-70-72) 281 högg. 1994: Björgvin Sigurbergsson 109. sæti (78+78+78) 234 högg, Sigurpáll Geir Sveinsson 103. sæti (78-77-77) 232 högg. 1995: Birgir Leifur Hafþórsson 124. sæti (74-81-82) 237 högg, Björgvin Sigurbergsson 107. sæti (77-77-77) 231 högg. 1996: Birgir Leifur Hafþórsson 31. sæti (72-70-71-74), Kristinn G. Bjarnason 43. sæti (74-73-71-72), Björgvin Sigurbergsson 66. sæti (75-74-71-74). 1997: Björgvin Sigurbergsson 15. sæti (73-69-73-70), Kristinn G. Bjarnason 37. sæti (67-72-75-76), Sigurpáll Geir Sveinsson 42. sæti (77-71-74-70), Þórður Emil Ólafsson (78-79-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 1998: Kristinn G. Bjarnason (76-73-76), Ómar Halldórsson (85-79-74), Þórður Emil Ólafsson (75-74-74), Björgvin Sigurbergsson (72-75-74), Sigurpáll Geir Sveinsson (72-75-74), komust ekki í gegnum niðurskurðinn. 1999: Kristinn Árnason 120. sæti (7583), Ólafur Már Sigurðsson 138. sæti (81-82). 2000: Enginn keppandi frá Íslandi. 2001: Ólafur Már Sigurðsson 8.-11. sæti (73-72-70-64), Helgi Birkir Þórisson (75-77-70) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Haraldur Hilmar Heimisson (73-76-73), komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2002: Sigurpáll Geir Sveinsson (80-75-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Örn Ævar Hjartarson (73-82-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Heiðar Davíð Bragason (83-77-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Helgi Birkir Þórisson (83-84-80) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2003: Sigurpáll Geir Sveinsson (7471-75-71) 15.-20. sæti, Guðmundur Einarsson (76-82-75) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Heiðar Davíð Bragason (81-81-76) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Birgir Vigfússon (82-77-84) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2004: Heiðar Davíð Bragason (70-74-7075) 34.-38. sæti, Örn Ævar Hjartarson (75-78-69) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Stefán Már Stefánsson (81-72-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Magnús Lárusson (78-82-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2005: Heiðar Davíð Bragason (74-80-73) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ólafur B. Loftsson (78-80-77) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Magnús Lárusson (82-79-82) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Kristján Þór Einarsson (83-83-81) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2006: Stefán Már Stefánsson (80-81-77) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ottó Sigurðsson (84-82-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

2007: Sigmundur Einar Másson (75-82-71) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2008: Ólafur Björn Loftsson (77-75) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2009: Enginn keppandi frá Íslandi. 2010: Ólafur Björn Loftsson (77-76-74) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2011: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (73-78-81) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ólafur Björn Loftsson (77-76-70) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2012: Axel Bóasson (71-74-68-70) 8.-12. sæti, Ólafur Björn Loftsson (77-72-73) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Kristján Þór Einarsson (76-74-72) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2013: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (77-76-72-74) 31.-38. sæti, Haraldur Franklín Magnús (75-78-75), Axel Bóasson (81-80-79) komst ekki í gegnum niðurskurðinn. 2014: Haraldur Franklín Magnús (75-79-78) komst ekki í gegnum niðurskurðinn, Ragnar Már Garðarsson (82-75-73). 2015: Haraldur Franklín Magnús (GR), 30. sæti, -11 (64-71-70-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), 47. sæti, -8 (67-65-74-74). Axel Bóasson (GK) (68-75-72), Gísli Sveinbergsson (GK) (75-71-70), Andri Þór Björnsson (GR) (79-73-71) og Bjarki Pétursson (GB) (77-79-74) komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir þriðja keppnisdaginn.

GOLF.IS

11


Fjórða sæti á EM

Berglind Björnsdóttir.

– Kvennasveit GR náði góðum árangri í Ungverjalandi

Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur tók þátt á Evrópumóti klúbba sem fram fór í Ungverjalandi dagana 1.-3. okt. s.l. Leikið var á Old Lake vellinum og náði GR fjórða sætinu af alls 14 þjóðum sem tóku þátt.

Ragnhildur Kristinsdóttir.

EM sveit GR: Ragnhildur Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Saga Traustadóttir og Ingi Rúnar Gíslason liðsstjóri.

Racing Club frá Frakklandi var með mikla yfirburði í þessari keppni en samtals lék sveitin á -5 á þremur keppnisdögum. GR endaði á +18 höggum yfir pari en tvö bestu skorin í hverri umferð töldu.

Ragnhildur Kristinsdóttir endaði í sjöunda sæti í einstaklingskeppninni en hún lék á +10 samtals, (79-70-71) eða 220 högg. Berglind Björnsdóttir lék á +15 en hún endaði í 15. sæti á 225 höggum, (76-72-77).

Lokastaðan hjá efstu klúbbunum: 1. Racing Club de France (144-136-135) 415 högg -5 2. Golf & Landclub Berlin-Wannsee (142-147-144) 433 högg +13 3. Clube de Golf de Miramar (144-144-148) 436 högg +16 4. Golfklúbbur Reykjavíkur (155-135-148) 438 högg +18 12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metfjöldi frá Íslandi

Saga Traustadóttir endaði í 15. sæti á +19 en hún lék sérstaklega vel á öðrum keppnisdeginum þar sem hún lék á -5 eða 65 höggum. Skorið hjá Sögu var 229 högg (82-65-82). Mathilde Claisse og Ines Lescuider voru einu kylfingarnir sem náðu að leika undir pari á þessu móti. Þær fóru fyrir franska liðinu sem stóð uppi sem sigurvegari. Sú fyrrnefnda lék á -3 samtals og Lescuider lék á -2 samtals. GR sigraði í sveitakeppni kvenna í 1. deild sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru og þar með fékk GR keppnisrétt á þessu móti sem var skipulagt af Golfsambandi Evrópu og Golfsambandi Ungverjalands. Eins og áður segir tóku 14 þjóðir þátt frá eftirfarandi löndum: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Lúxemborg, Hollandi, Portúgal, Slóvakíu, Spáni, Úkraínu og Wales.


TVEIR GÓÐIR VINNUÞJARKAR THINKPAD X1 CARBON >> Frá 1,34 kg >> 14” snertiskjár >> Rafhlaðan endist í allt að 10 klst. >> 3ja ára ábyrgð

YOGA THINKPAD SPJALD- OG FARTÖLVA Í EINNI ÖFLUGRI VÉL >> Aðeins 1,57 kg >> 12,5” snertiskjár >> SSD diskur >> 3ja ára ábyrgð

BORGARTÚNI 37 105 REYKJAVÍK SÍMI 569 7700 KAUPANGI V/MÝRARVEG 600 AKUREYRI SÍMI 569 7620 WWW.NETVERSLUN.IS

E N N E M M / N M 67572

FISLÉTT MEÐ FRÁBÆRRI RAFHLÖÐU


Ótrúlegur endasprettur – Bandaríska úrvalsliðið sigraði með minnsta mun í Solheim-bikarnum Leikið var um Solheim-bikarinn í 14. sinn 18.– 20. september s.l. á St. Leon-Rot vellinum í Þýskalandi. Þar áttust við úrvalslið kvenna frá Evrópu og Bandaríkjunum en keppnis­fyrirkomulagið er sótt í smiðju Ryder-keppn­innar. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og er keppnis­ fyrirkomulagið með sama hætti og í Ryder-keppninni. Úrslitin réðust með ótrú­legum enda­spretti bandaríska liðsins í tvímennings­leikjunum á sunnu­deginum sem var jafnframt lokakeppnisdagurinn. Evrópa var 5–3 yfir eftir fyrsta keppnis­daginn og staðan var 10–6 fyrir loka­keppnis­ daginn, Evrópuliðinu í vil.

Bandaríska úrvalsliðið fagnar hér sigrinum sem var eftirminnilegur.

Á lokadeginum náði bandaríska liðið að landa 8 ½ vinningi gegn aðeins 3½ vinningi Evrópu­liðsins og það dugði til sigurs. Banda­ríska liðið fékk 14½ vinning gegn 13½ og er þetta minnsti munurinn frá upp­hafi í þessari keppni. Helsta fréttaefni keppninnar var atvik sem átti sér stað á öðrum keppnisdeginum þar sem Alison Lee tók boltann sinn upp á 17. flöt þar sem hún taldi að Evrópuliðið hefði gefið púttið. Það reyndist ekki vera rétt og Suzann

Pettersen frá Noregi taldi að um holutap væri að ræða – sem reyndist vera rétt. Þetta atvik reyndist ekki vera stormur í vatnsglasi því Pettersen fékk gríðarlega gagnrýni úr öllum áttum fyrir þessa ákvörðun. Hún baðst síðan

afsök­unar eftir að keppninni lauk í ítarlegri afsökunar­beiðni sem birt var í öllum helstu fjölmiðlum. Sitt sýnist hverjum um þetta atvik en margir töldu að Pettersen hefði átt að gefa púttið og halda leiknum áfram. Gríðarleg stemmning var á meðan mótið fór fram en tæplega 100.000 áhorfendur komu á keppnissvæðið á meðan mótið fór fram og margar milljónir horfðu á beina útsendingu í sjónvarpi víðsvegar um veröldina.

Stuðningsmenn Evrópu voru að venju litríkir á Solheim bikarnum. Mynd/Golfsupport.

Suzann Pettersen veifar hér áhorf­ endum en hún var helsta frétta­efnið frá Solheim-bikarnum og vill eflaust gleyma því sem allra fyrst.

2

A

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Solheim-bikarinn


ÞOLINMÆÐI BRUGGMEISTARA OKKAR SKILAR SÉR TIL ÞÍN. Hér fór Gunnar holu í höggi árið 2004. Eitt fullkomið högg. En það var ekkert vitni. Í 6 ár með upptökuvél og þolinmæðina að vopni hefur Gunnar mætt reglulega á völlinn. Nú vantar bara annað fullkomið högg.

2.25% ALC. VOL.

OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER


á enn möguleika

Birgir Leifur Hafþórsson hefur leikið vel á Áskorenda­ mótaröðinni í ár og fer beint inná annað stig úrtöku­ mótsins í byrjun nóvember.

– Axel, Þórður og Ólafur komust ekki í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á þessu ári. Þrír þeirra höfðu lokið keppni þegar Golf á Íslandi fór í prentun í byrjun október en Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur keppni í byrjun nóvember á öðru stigi úrtökumótsins.

Nálaraugað er þröngt

– aðeins 3% þeirra sem reyna við úrtökumótið komast alla leið Fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Evrópu­mótaröðina fer fram á átta mismunandi keppnisvöllum. Um 900 kylfingar taka þátt á þessum keppnisstöðum og komast um 25% þeirra áfram á annað stig úrtöku­ mótsins eða rétt um 180 kylfingar. Annað stig úrtökumótsins fer fram á fjórum keppnisvöllum samtímis 6.–9. nóvember á Spáni. Þriðja stigið, jafnframt lokaúrtöku­ mótið, fer síðan fram 14.–19. nóvember á Spáni. Þar mæta ekki aðeins til leiks

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

þeir sem hafa náð í gegn á fyrstu tveimur stigum úrtökumótsins. Þeir kylfingar sem náðu ekki að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt á tveimur sterkustu mótaröðum Evrópu, Áskorenda­mótaröðinni og Evrópu­ móta­röðinni, fá tækifæri til þess að sanna sig að nýju á loka­úrtöku­mótinu. Þar eru leiknir sex hringir þar sem 25 efstu fá keppnisrétt á meðal þeirra bestu. Til þess að setja hlutina í samhengi má nefna eftirfarandi. Aðeins tveir

kylfingar af alls 924 sem hófu leik á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópu­mótaröðina í fyrra komust í gegnum loka­úrtökumótið og tryggðu sér keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni. Það voru þeir Tom Murray and Daniel Woltman. Alls komust 27 kylfingar af loka­ úrtökumótinu inn á Evrópu­ mótaröðina sem er rétt um 3% af þeim sem reyndu fyrir sér í þessari erfiðu keppni.


Íslandsmeistarinn Þórður Rafn Gissurarson úr GR lék í Þýskalandi á úrtökumótinu.

Fleesensee-völlur, par 72: Axel Bóasson, GK 289 högg (73-73-73-70) +1 Þórður Rafn Gissurarson, GR 222 högg (76-73-73) +6

Hardelot-völlur, par 71: Ólafur Björn Loftsson, GKG 225 högg (72-75-78) +12

Þórður Rafn Gissurarson, GR, og Axel Bóasson, GK, léku báðir á Fleesenseevellinum í Þýskalandi um miðjan september. Axel, sem er enn áhugamaður og Íslandsmeistari í holukeppni 2015, var fjórum höggum frá því að komast á annað stig úrtökumótsins en hann endaði í 43.– 47. sæti á +1 samtals. Þórður Rafn, sem er Íslandsmeistari í golfi 2015, lék á +6 samtals og endaði í 63.– 66. sæti en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja hringnum. Par Fleesensee-vallar er 72 högg en alls voru

110 keppendur á þessum velli og komust 22 efstu áfram. Ólafur Björn Loftsson úr GKG lék á Hardelot-vellinum í Frakklandi í lok september. Ólafur náði sér aldrei á strik

á þessu móti og endaði á +12 samtals. Hann endaði í 78.–79. sæti og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum. Alls tóku 103 keppendur þátt á þessum velli í Frakklandi en par vallar er 71 högg. Ólafur Björn, Þórður Rafn og Birgir Leifur eru atvinnukylfingar en Axel er enn með áhugamannaréttindin. Birgir Leifur er eini kylfingurinn í karla­ flokki frá Íslandi sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumóta­röðinni. Það gerði hann árið 2006 og lék á 18 mótum á Evrópumótaröðinni tímabilið 2006–2007.

Keilismaðurinn Axel Bóasson lék í Þýskalandi á úrtökumótinu.

Ólafur Björn Loftsson úr GKG lék í Frakklandi á úrtökumótinu.

GOLF.IS

17


Steinþór Haraldsson er á leiðinni til Spánar með Heimsferðum eftir að hafa unnið til verðlauna í golfleik sem tryggingafélagið Vörður stóð fyrir.

Steinþór fékk þann stóra í golfleik Varðar – Þekking á Golfleikur Varðar og Golf­ sambands Íslands, sem stóð yfir í sumar, tókst gríðar­lega vel og þátttakan var framar vonum. Um 10.000 skráningar voru í leikinn þar sem þátttakendur fengu að reyna á kunnáttu sína á golfreglunum.

golf­reglunum skilaði Spánarferð með Heimsf­erðum

Þeir sem tóku þátt fengu viðurkenningarnar brons, silfur eða gull eftir því hversu vel þeir stóðu sig. Keppendur voru vel að sér í golfreglunum því 65% þeirra sem tóku þátt fengu gullmedalíu. Sá sem hafði heppnina með sér og var dreginn út í lok keppninnar heitir Steinþór Haraldsson. Hann fékk golfferð fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni með Heimsferðum. Vörður, sem er einn helsti styrktaraðili Golf­ sambands Íslands, þakkar öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og hvetur fólk til þess að kynna sér golfreglurnar vel fyrir næsta golfleik Varðar.

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Steinþór fékk þann stóra í golfleik Varðar

Frá vinstri: Magnús Birgisson frá Heimsferðum, Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Steinþór Haraldsson vinningshafi.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 74068 04/15

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda: n Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. n

Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 8.900 kr. árgjaldi er m.a.: 2.500 Vildarpunktar n 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection n 100 æfingaboltar í Básum n Merkispjald á golfpokann n

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers


„Bjartsýn á framtíðina“

– Frábær stemmning afmælishátíð - Vestarr í Grundarfirði 20 ára

Fjölmenni var á 20 ára afmælishátíð Golfklúbbsins Vestars í Grundarfirði sem fram fór í lok september. Vegleg afmælishátíð fór fram í félags­ heimilinu í Grundarfirði þar sem á annað hundrað gestir voru saman komnir en félaga­fjöldinn í Vestari er um 70 manns. Sigurður Hlöðversson eða „Siggi Hlö“ var veislustjóri og sá um að halda uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi. Mörg skemmtiatriði voru á afmælishátíðinni frá félagsmönnum og voru m.a. þrjú myndbönd frumsýnd þar sem innra starf klúbbsins var krufið til mergjar með ýmsum hætti. Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður Golfsambands Íslands færði klúbbnum gjöf frá GSÍ og veitti einnig tveimur félögum úr Vestari silfur- og gullmerki GSÍ. Anna María Reynisdóttir fékk silfurmerki GSÍ og Guðni E. Hallgrímsson fékk gullmerki GSÍ.

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Bjartsýn á framtíðina“

Anna María Reynisdóttir fékk silfurmerki GSÍ og Guðni E Hallgrímsson fékk gullmerki GSÍ

Á sunnudeginum fór fram afmælismót Vestars á glæsilegum Bárarvelli sem er við austanverðan Grundarfjörð. Um 40 keppendur hófu leik við frekar erfiðar aðstæður en mikill vindur var á Bárarvelli og undir lok mótsins gerði úrhellisrigningu sem flestir keppendur létu ekkert á sig fá. Bryndís Theodórsdóttir úr GVS sigraði í punktakeppninni á 35 punktum en Margeir Ingi Rúnarsson úr GMS sigraði í höggleikskeppninni á ótrúlega góðu skori miðað við aðstæður, 77 högg eða +5.


Fyrir golfara - Skráðu inn skorið - Reiknaðu punktana eftir hring - Hvað er langt í holu? - Hvernig er veðurspáin? - Bókaðu rástíma - Og margt fleira... Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Vel á annað hundrað gestir voru í félags­heimilinu á afmælishófinu og er það gríðar­legur fjöldi í golfklúbbi sem telur rétt um 80 manns.

Nafnið Vestarr er frá landnámsmanni Golfklúbburinn Vestarr var stofnaður 27. júlí árið 1995 og aðeins nokkrum árum síðar var myndarlegur golfvöllur risinn í landi Suður-Bár. Gott útsýni er frá vellinum yfir Grundarfjörð og nær landið yfir um 18 hektara. Stofnfélagar voru 48 talsins en nafnið Vestarr er fengið frá landnámsmanni sem nam land í þeim hluta Eyrarsveitar þar sem golfvöllurinn er í dag. „Við erum mjög bjartsýn á framtíð Golfklúbbsins Vestars, staðan er góð, en við viljum gera enn betur,“ segir Garðar Svansson formaður Vestars í viðtali við Golf á Íslandi. „Það þarf að endurnýja tækjakostinn á vellinum og þar er brautarvél efst á forgangslistanum. Við erum að endurnýja samstarfssamning klúbbsins við Grundarfjarðarbæ en klúbburinn hefur séð um slátt á ýmsum svæðum fyrir bæinn. Markmiðið er að endurnýja þann samning fram til ársins 2020. Við þurfum líka að framlengja samning við landeiganda um áframhaldandi leigu á Bárarvelli en núverandi samningur rennur út árið 2017. Það er gagnkvæmur vilji hjá báðum aðilum að framlengja samninginn.“ Helstu verkefni næstu ára eru að sögn formannsins að bæta barna- og unglingastarfið og bæta aðstöðuna við Bárarvöll. „Það sem hefur helst dregið okkur niður er að við þurfum að fá fleiri börn og unglinga í starfið hjá okkur. Þar er verk að vinna og við þurfum að finna leiðir til þess að bæta okkur á því sviði. Það vantar

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Bjartsýn á framtíðina“

Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ færði Vestarr gjafir og heiðraði tvo klúbbfélaga með gull - og silfurmerki. Guðni E. Hallgrímsson fékk gullmerki GSÍ en lengst til hægri er Garðar Svansson formaður klúbbsins.

æfingaaðstöðu í Grundarfirði fyrir klúbbinn í þéttbýliskjarnanum og við höfum sent fyrirspurn um slíkt til bæjaryfirvalda. Vestarr og Mostri í Stykkishólmi hafa verið í samstarfi um barna- og unglingastarfið á undanförnum árum. Þar mætti gera enn betur og jafnvel fá fleiri klúbba með í slíkt samstarf.“

Dreymir um stærra klúbbhús Garðar segir að nokkur fækkun hafi verið í félagafjöldanum en hann telur að þeir kylfingar skili sér aftur í starfið.

„Það hefur fækkað um 30 heimamenn í Vestari en ég hef trú á því að þeir kylfingar komi aftur í starfið hjá okkur. Veðurfarið hefur ekki verið gott á undanförnum tveimur árum og það hefur vissulega áhrif á þátttöku hins almenna kylfings. Við höfum haldið klúbbgjaldinu eins lágu og hægt er. Einstaklingur greiðir 40 þúsund í félagsgjald á ári og hjón greiða 60 þúsund samtals en við köllum það fjölskyldugjald. Þá geta börnin tekið þátt í okkar starfi án þess að greiða sérstaklega fyrir það.“ Klúbbhúsið á Bárarvelli hefur sinnt sínu hlutverki með sóma en Garðar


Ræst út í afmælismótið við golfskálann á Bárarvelli við Grundarfjörð.

vonast til þess að hægt verði að stækka félagsaðstöðuna í nánustu framtíð. „Okkur langar að stækka klúbbhúsið. Það rúmar í mesta lagi 30-35 manns og það er of lítið þegar mikið er um að vera. Fyrst ætlum við að fara í framkvæmdir á vellinum

Siggi Hlö hélt uppi góðu stuði á afmælishátíðinni og fór létt með það.

og uppbyggingu á flötum. Við erum með sjöttu og sjöundu flötina í forgangi. Í raun þyrfti að byggja upp allar flatirnar en við tökum þetta í skrefum og forgangsröðum. Völlurinn skilar rigningarvatni vel af sér, jafnvel of vel, því hann er stundum þurr. Við viljum setja upp vökvunarkerfi á völlinn sem myndi auðvelda okkur mikið að halda honum eins góðum og hægt er. Edwin Roald golfvallahönnuður fór yfir helstu atriðin í þessu fyrir nokkrum árum og við vinnum enn eftir því. Það eru engin áform um að stækka völlinn, við viljum vera með góðan níu holu völl. Í raun erum við með

fjóra níu holu velli hér á Snæfellsnesinu sem við höfum aðgang að. Það er næg fjölbreytni fyrir kylfinga með alla þessa velli. Klúbbfélagar hér á svæðinu geta leikið á öðrum völlum en greiða 500 krónur fyrir sem er í raun formsatriði sem enginn setur fyrir sig. Fjárhagsstaðan er þokkaleg en Vestarr hefur fjárfest töluvert í vélum og það hefur komið við lausafjárstöðuna hjá klúbbnum. Samningurinn við sveitarfélagið gerir okkur kleift að endurnýja vélakostinn á einhverjum árum og við erum að vinna í því,“ sagði Garðar Svansson formaður Vestars.

GOLF.IS

23


„Frábær upplifun“ – Björn Óskar beið lengi eftir fyrsta sigrinum í Samsung Unglingeinvíginu Loksins: Björn Óskar Guðjónsson með verðlaunagripina fyrir sigurinn á Samsung Unglingaeinvíginu.

Frá vinstri: Kristófer Tjö rvi Einarsson, Andri Guð mundsson, Kristófer Ka Karlsson, Ingvar Andri rl Magnússon, Kristján Ben edikt Sveinsson, Sverrir Haraldsson, Björn Ósk ar Guðjónsson, Arna Rú n Kristjánsdóttir, Hafdís Jóhannsdóttir. Alda

Björn Óskar Guðjónsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði í Unglinga­einvígi Samsung sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ sunnudaginn 20. september s.l. Þetta er í ellefta sinn sem þessi skemmtilega keppni fer fram og í fyrsta sinn sem heimamaðurinn úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar landar sigri í keppninni. Flestir af bestu kylfingum landsins í unglingaflokki taka þátt. Alls komust tvær stúlkur í úrslit en ein stúlka hefur náð að sigra á þessu móti, það gerði Guðrún Brá Björgvinsdóttir árið 2010. Björn Óskar er annar kylfingurinn úr Mosfells­ bæ sem nær að sigra á Hlíðavelli. Aðeins einn kylfingur hefur sigrað tvívegis á þessu móti. Það er Ingvar Andri Magnússon úr GR en hann hafði titil að verja á mótinu í ár. „Þetta mót er öðruvísi en öll önnur mót og það gerir það enn meira spennandi. Það er kannski ekki jafn mikilvægt og Íslandsmótið en kannski nálægt því,“ sagði

1. Björn Óskar Guðjónsson GM

Björn Óskar þegar hann var inntur eftir því hvernig upplifun það væri að keppa á þessu móti. Hann hefur fylgst lengi með Unglingaeinvíginu og sigurinn var kærkominn. „Já, það má segja að þessi sigur hafi verið langþráður. Ég var búinn að fylgjast með þessu móti í nokkur ár áður en ég fékk sjálfur að spila á því þannig að ég er búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessum sigri. Þetta var frábær upplifun. Það er alltaf gaman að vinna en að gera það á heimavelli

er ennþá betra því þá ertu með svo mikið af fólki sem þú þekkir að styðja við bakið á þér,” bætti hann við. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að tíu kylfingar leika til úrslita og fellur einn keppandi út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Eyjamaðurinn Kristófer Tjörvi Einarsson varð annar og Akureyringurinn Kristján Benedikt Sveinsson varð þriðji. Mótið tókst vel í alla staði þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður en töluverður vindur var á meðan keppnin fór fram og það rigndi af og til. Styrktaraðilar mótsins eru Samsung, Securitas og Íslandsbanki og vilja mótshaldarar koma á framfæri þakklæti fyrir stuðninginn.

2. Kristófer Tjörvi Einarsson GV 3. Kristján Benedikt Sveinsson GA 4. Arna Rún Kristjánsdóttir GM

24

Sigurvegarar Samsung Unglingaeinvígisins frá upphafi: (sigrar alls hjá klúbbi)

5. Ragnar Már Ríkarðsson GM

2005 - Sveinn Ísleifsson, GKj. (1).

2011 - Ragnar Már Garðarson, GKG. (2).

6. Sverrir Haraldsson GM

2006 - Guðni Fannar Carrico, GR. (1).

2012 - Aron Snær Júlíusson, GKG. (3).

7. Kristófer Karl Karlsson GM

2007 - Andri Þór Björnsson, GR. (2).

2013 - Ingvar Andri Magnússon, GR. (3).

8. Ingvar Andri Magnússon GR

2008 - Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG. (1).

2014 - Ingvar Andri Magnússon, GR. (4).

9. Andri Már Guðmundsson GM

2009 - Andri Már Óskarsson, GHR. (1).

2015 - Björn Óskar Guðjónsson, GM. (1).

10. Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK

2010 - Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. (1).

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Frábær upplifun“


20 ára afmæli

Púttmót á 9 holu golfvelli Golfbúðarinnar Veturinn 2015 -2016, nóv-mars

Áskiljum okkur rétt til breytinga

Verðlaun/ Gjafabéf 9 pútt: 200.000 kr 10 pútt: 100.000 kr 11 pútt: 50.000 kr 12 pútt: 10.000 kr 13 pútt: 5.000 kr 14 pútt: 2.000 kr 15 pútt: 1.000 kr

Skráning í Golfbúðinni hefst 2. nóv. - Þátttökugjald 500 kr. Dregið úr skorkortum í lokin fyrir 10.000 kr inneign stk.

Elsta golfbúð landsins! www.golfbúðin.is - S:565-1402


Vel heppnað 80 ára afmælismót – Gull- og silfur­merki næld í þrjá félagsmenn og einn velunnara Golfklúbbs Akureyrar

Verðlaunahafar á afmælismóti GA 2015.

Golfklúbbur Akureyrar átti 80 ára afmæli þann 19. ágúst s.l. og var af því tilefni haldið golfmót til heiðurs GA. Mikil veisla fór fram í kjölfarið þar sem um 150 manns mættu.

Þrír félagar úr GA fengu afhent gull- og silfurmerki klúbbsins ásamt því að velunnari klúbbsins fékk gullmerki. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ, flutti GA kveðju frá golfhreyfingunni og stjórn GSÍ. Afmælisárið var viðburðaríkt hjá GA og fór Íslandsmótið í holukeppni m.a. fram á Jaðarsvelli sem hefur farið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Á næsta ári, 2016, fer sjálft Íslandsmótið í golfi fram á Jaðarsvelli.

Anna Freyja Edvardsdóttir og Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir fengu silfurmerki GA. Í umsögn GA segir: „Þær Anna og Aðalheiður hafi verið félagar í GA til langs tíma og ávallt verið reiðubúnar til að aðstoða og hjálpa klúbbnum sínum þegar svo ber við í ýmsum verkefnum. Báðar hafa þær staðið vaktina í gegnum árin í því uppbyggingarstarfi sem verið hefur í kvennastarfinu hjá GA og eiga mikinn heiður skilið fyrir það góða kvennastarf sem er til staðar á Jaðarsvelli.“ Haraldur Sigurðsson fékk gullmerki GA en hann hefur sett á laggirnar golfmót sem standa enn traustum fótum samhliða því að halda utan um sögu klúbbsins. Í umsögn GA segir m.a.: „Haraldur hefur haldið utan um allt sem kemur að sögu klúbbsins. Þegar forustumenn GA hafa þurft að minnast fallinna félaga hefur það verið viðkvæðið að hafa samband við Harald og fá hjá honum upplýsingar um viðkomandi. Það er engin launung að klúbburinn stendur í mikilli þakkarskuld við Harald vegna alls þess efnis sem hann hefur haldið utan um og að sagan sé rétt skráð.“

Heiðursfólk: Haraldur Sigurðsson, Anna Freyja Edvardsdóttir, Aðalheiður Rósa Gunnarsdóttir og Halldór M. Rafnsson fengu gull- og silfurmerki GA.

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað 80 ára afmælismót


ENNEMM / SÍA / NM62652

Þjónusta við fyrirtæki

Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Okkar vinna snýst um að þín vinna gangi vel. Við leggjum okkur fram um að setja okkur vel inn í það sem þú ert að gera, og þó að við þekkjum kannski ekki viðfangsefnin í þínu starfi jafn vel og þú, þá vitum við hvað starfið gengur út á.

Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur veitt ferðaþjónustuaðilum og öðrum fyrirtækjum fjármálaþjónustu í meira en 12 ár.

Hjá Íslandsbanka starfar hópur fólks sem býr að áratuga reynslu af ráðgjöf við stór og smá fyrirtæki í ferðaþjónustu og hefur víðtæka sérþekkingu á fjárhagsumhverfi þeirra. Þannig getum við ávallt tryggt þeim þá bankaþjónustu sem þau þarfnast.

Kristín Hrönn er forstöðumaður verslunar- og þjónustuteymis Íslandsbanka.

Þekking sprettur af áhuga.

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


Fjölmenni: Það var hvert sæti skipað í glæsilegum golfskála Golfklúbbs Akureyrar þegar afmælisveislan fór fram.

Halldór Rafnsson fyrrverandi formaður Golfklúbbs Akureyrar fékk einnig gullmerki klúbbsins. Í umsögn GA segir: „Halldór var formaður í rétt tæp 10 ár en hefur unnið ötullega fyrir klúbbinn í talsvert lengri tíma. Halldór var formaður GA þegar samningar náðust við Akureyrarbæ um uppbyggingu og endurbætur á Jaðri sem við erum að sjá fyrir endann á núna, og á hann stóran þátt í þeirri glæsilegu uppbyggingu sem hér hefur átt sér stað.“ Á sjálfu afmælismótinu náðist góður árangur en 108 keppendur tóku þátt og var ræst út af öllum teigum samtímis. Stefanía Elsa Jónsdóttir fór holu í höggi á 18. braut en besta skor mótsins átti Fannar Már Jóhannsson úr GA en hann lék á 68 höggum þar sem hann fékk m.a. sex fugla á hringnum.

Jón Steindór Árnason og Fannar Már Jóhannsson, sigurvegarar með og án forgjafar í afmælismóti GA.

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnað 80 ára afmælismót

Draumahöggið: Stefanía Elsa Jónsdóttir úr GA fór holu í höggi á afmælismótinu á 18. braut.



Ég er ótrúlega sáttur

– Þórður Rafn landaði sínum fyrsta Íslands­meistara­titli á glæsilegu mótsmeti

Þórður Rafn Gissurarson úr GR sýndi mikinn stöðugleika á Garðavelli þar sem hann sigraði á nýju mótsmeti, tólf höggum undir pari. Þar með bætti hann met sem var áður í eigu þeirra Magnúsar Guðmundssonar GA og Birgis Leifs Hafþórssonar úr GKG en þeir höfðu báðir leikið 72 holur á -10 samtals á Íslandsmótinu í golfi. Birgir Leifur lék á því skori árið 2013 og aftur árið eftir á Leirdalsvelli.

Ólafur Björn Loftsson úr GKG lagði allt í að lesa púttlínuna á lokahringnum en hann endaði í 3. sæti. Ólafur fagnaði Íslandsmeistaratitlinum árið 2009.

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið á Akranesi

Í baráttunni: Axel Bóasson úr Keili slær hér á 14. teig á lokahringnum. Íslandsmeistarinn frá árinu 2011 lék vel á Garðavelli og blandaði sér í baráttuna um sigurinn.


Hnitmiðað: Þórður Rafn Gissurarson setti boltann næstum því ofaní eftir upphafshöggið á 18. braut á lokahringnum á Garðavelli.

Á lokahringnum sýndi Þórður hvað í honum býr, lék á -2 þegar mest á reyndi og keppinautar hans náðu aldrei að ógna honum að neinu marki. „Ég er ótrúlega sáttur enda ekki annað hægt. Ég spilaði mjög gott golf allan tímann nema á degi tvö en ég náði að krafsa mig til baka úr því. Ég hélt mínu plani og það var ekki fyrr en á seinni níu sem ég breytti planinu, tók tvö 2-járn til að koma boltanum í leik og fá pör og fugla ef þeir kæmu. Það er frábært að hugsa til þess að hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn og eiga mótsmetið. Það er gott að hafa þetta í farteskinu fyrir framhaldið. Það er hrikalega gott,” sagði Þórður. Ítarlegt viðtal við Þórð Rafn verður í jólablaði Golf á Íslandi í desember.

Fögnuður: Þórður Rafn ýtti boltanum ofaní fyrir fugli á lokaholunni og áhorfendur fögnuðu með nýjum Íslandsmeistara

Axel Bóasson úr Keili varð annar á -7 samtals og Ólafur Björn Loftsson úr GKG varð þriðji á -2 samtals. Axel hefur einu sinni fagnað þessum titli árið 2011 og Ólafur Björn á einnig einn titil frá árinu 2009. Axel var efstur á -6 þegar keppni var hálfnuð og hafði þá tveggja högga forskot á Ragnar Má Garðarsson úr GKG og Þórð Rafn. Á þriðja keppnisdeginum náði Þórður Rafn vopnum sínum á ný með því að leika á 66 höggum. Hann var á -10 eftir 54 holur og með þriggja högga forskot á Axel Bóasson.

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í karlaflokki, par 72: 1. Þórður Rafn Gissurarson, GR 276 högg (67-73-66-70) -12

6.-8. Rúnar Arnórsson, GK 290 högg (77-72-73-68) +2

2. Axel Bóasson, GK 281 högg (69-69-71-72) -7

6.-8. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 290 högg (71-81-67-71) +2

3. Ólafur Björn Loftsson, GKG 286 högg (72-71-70-73) -2

6.-8. Ragnar Már Garðarsson, GKG 290 högg (70-70-77-73) +2

4. Haraldur Franklín Magnús, GR 287 högg (71-73-71-72) -1

9.-10. Henning Darri Þórðarson, GK 292 högg (73-72-74-73) +4

5. Andri Már Óskarsson, GHR 288 högg (71-74-72-71) 0

9.-10. Andri Þór Björnsson, GR 292 högg (73-74-72-73) +4

GOLF.IS

31


Þórður jafnaði vallarmet Magnúsar Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Magnús Lárusson úr GJÓ deila vallarmetinu á Garðavelli á Akranesi af hvítum teigum. Magnús lék á 66 höggum eða -6 þann 26. maí árið 2006 á Eimskipsmótaröðinni og Þórður gerði slíkt hið sama á þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi árið 2015. Það er áhugavert að skoða skorkortin hjá þeim félögum þegar vallarmetshringirnir eru bornir saman. Þórður setti niður langt pútt fyrir fugli á 18. flöt fyrir 66 höggum en hann tapaði ekki höggi á hringnum og fékk alls 6 fugla og 12 pör. Magnús var með aðeins „litríkara“ skorkort en hann fékk tvo erni, fjóra fugla, tvo skolla og tíu pör á hringnum árið 2006. Þess má geta að miklar breytingar hafa verið gerðar á fjórðu braut Garðavallar frá því að Magnús setti vallar­ metið árið 2006. Brautin er mun lengri en áður og erfitt að slá inn á flötina í tveimur höggum en „gamla“ fjórða brautin bauð upp á þann möguleika að „dúndra“ öðru högginu inn á flötina og sækja örn eða fugl.

Vallarmetshafar: Magnús Lárusson og Þórður Rafn Gissurarson.

Þráðbeint og hnitmiðað upphafshögg

Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi eldsnemma morguns fimmtudaginn 23. júlí á Garðavelli. Ólafur, sem á árum áður var lykilmaður í vörn gullaldarliðs Skagamanna í fótboltanum og landsliðsmaður til margra ára, sýndi mikla yfirvegun þegar hann sló þetta eftirminnilega högg. Einar Lyng Hjaltason, íþróttastjóri Leynis, hafði lagt töluverða vinnu í að undirbúa Ólaf undir þetta augnablik og má segja að samstarfið hafi skilað árangri. Höggið var þráðbeint í það minnsta en fór aldrei yfir augnhæð hjá hinum hávaxna lyfsala frá Ólafsvík.

Með bros á vör: Ólafur Adolfsson var nokkuð kátur rétt áður en hann sló fyrsta högg Íslandsmótsins.

32

GOLF.IS


Icelandair hótel Hamar

ENNEMM / SÍA / NM34792

Alvöru íslenskt golfhótel

Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


Hafði ekki hugmynd hvernig staðan var

Fjölskyldusigur: Signý með verðlauna­gripinn fyrir Íslands­ meistaratitilinn ásamt unnusta sínum Sævari Inga Sigurgeirssyni og syni þeirra sem heitir Styrmir.

– Signý Arnórsdóttir fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli

Valdís Þóra Jónsdóttir lék frábært golf á lokahringnum en það dugði ekki til að þessu sinni. Hér púttar hún á 18. flöt og í baksýn grillir í afa hennar og ömmu sem fylgdust vel með barna-barninu.

34

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið á Akranesi


NETLEIKUR VARÐAR

VINNINGSHAFI MEÐ REGLURNAR Á HREINU Vörður óskar Steinþóri Haraldssyni hjartanlega til hamingju með stóra vinninginn í golfleik Varðar. Steinþór er á leið með Heimsferðum til Spánar með gesti sínum og mun spila á hinum einstaka Montecastillo golfvelli. Þátttaka í golfleiknum var frábær og greinilegt að íslenskir golfarar eru með golfreglurnar á hreinu. Vörður þakkar fyrir golfsumarið.

Hefur þú kynnt þér Golfvernd – golftryggingu kylfingsins? Vörður hefur, í góðri samvinnu við golfara, búið til einstaka Golfvernd sem bætir tjón tengt iðkun þessarar göfugu íþróttar. Vörður styður við útgáfu Golfreglubókar GSÍ

ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 71256 10/14

KANNTU GOLFREGLURNAR


Fögnuður: Signý Arnórsdóttir fagnar hér sigrinum með Sævari unnusta sínum sem jafnframt er aðstoðarmaður hennar á Eimskipsmótaröðinni

Gríðarleg spenna var á lokahringnum í kvennaflokki þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL endaði aðeins einu höggi á eftir Signýju. Fyrir lokahringinn var Signý með tveggja högga forskot, en hún lék á 69 höggum þegar mest á reyndi eða -3, eftir að Valdís Þóra hafði leikið á 67 höggum eða -5. Signý setti að því best er vitað mótsmet á Íslandsmótinu með því að leika hringina fjóra á +1 samtals. Valdís Þóra varð önnur og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem hafði titil að verja, varð þriðja eftir að hafa leikið lokahringinn á 69 höggum.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið á Akranesi

Eins og áður segir er þetta í fyrsta sinn sem Signý fagnar Íslandsmeistaratitlinum í golfi. Besti árangur hennar fyrir þetta mót var annað sætið árið 2009 og hún varð þriðja árið 2010. Skorið hjá sigurvegaranum í kvennaflokki er það besta á Íslandsmóti frá því skor kepp­enda var fært rafrænt inn á golf.is árið 2001. Signý og Sunna Víðisdóttir úr GR voru efstar eftir fyrsta hringinn á 71 (-1) en Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR voru ekki langt á eftir á 73 og 74 höggum. Sunna var efst þegar keppnin var hálfnuð á -1 samtals og átti hún fjögur högg á Signýju og Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur sem voru jafnar á +3 samtals. Á þriðja keppnisdeginum náði Signý efsta sætinu og var hún samtals á +4. Hún var með tveggja högga forskot á Ólafíu og Sunnu sem voru á +6, og þar á eftir komu þær Guðrún Brá og Valdís Þóra á +7. Á lokahringnum var mikil spenna í kvenna­flokknum. Signý var þrátt fyrir það með fjögurra högga forskot á Valdísi þegar níu holur voru búnar. Valdís náði þremur fuglum á síðari níu holunum og minnkaði muninn í eitt högg með því að leika á 67 höggum. Signý fékk góðan fugl á 17. flöt og hún átti því eitt högg á Valdísi fyrir lokaholuna.


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði aldrei að blanda sér almennilega í baráttuna um sigurinn en hún endaði í þriðja sæti.

Á lokaholunni hafði Signý ekki hug­mynd um hvernig staðan var en hún gerði sér ekki grein fyrir því að hún þyrfti að setja nokkuð krefjandi pútt ofan í til þess að tryggja sér sigurinn. „Ég ætlaði bara að setja hann í. Ég hafði ekki hugmynd hvernig staðan var þannig að þetta var bara eins og hvert annað pútt úti á velli. Ég var alltaf að horfa á skorið hennar Ólafíu og vissi ekki hvar Valdís var. Það var fínt að ég vissi það ekki. Ég er mjög ánægð með 17. holuna alla dagana, bjargaði góðu pari þar fyrstu tvo dagana og náði tveimur mjög góðum fuglum síðari tvo. Púttið áðan verður alltaf í minningunni,“ sagði Signý

Arnórsdóttir. Ítarlegt viðtal við Íslands­ meistarann verður í jólablaði Golf á Íslandi í desember.

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki, par 72: 1. Signý Arnórsdóttir, GK 289 högg (71-76-73-69) + 1

6. Sunna Víðisdóttir, GR 299 högg (71-72-79-77) +11

2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 290 högg (73-74-76-67) +2

7. Berglind Björnsdóttir, GR 301 högg (76-73-76) +13

3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 291 (74-75-73-69) +3

8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 304 högg (76-76-78-74) +16

4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 297 högg (76-72-75-74) +9

9. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 305 högg (79-77-74-75) +17

5. Tinna Jóhannsdóttir, GK 298 högg (79-76-70-73) +10

10. Helga Kristín Einarsdóttir NK 306 högg (77-77-77-75) +18

Í símanum: Sunna Víðisdóttir úr GR var um tíma í efsta sæti en náði sér ekki á strik þegar mest á reyndi á lokahringnum.

Ný kynslóð af liðvernd

Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði

Fæst í apótekum www.regenovex.is

GOLF.IS

37


Þórður kvaddi þriðja sætið með stæl Þórður Rafn Gissurarson hafði fyrir Íslandsmótið á Garða­velli endað í þriðja sæti þrjú ár í röð. Hann stimplaði sig inn í hóp þeirra bestu árið 2010 á Íslands­mótinu sem fram fór á Kiðjabergsvelli. Þar endaði Þórður í fjórða sæti.

Hér fyrir neðan má sjá árangur hans á Íslands­ mótinu frá árinu 2010. 2010: 4. sæti. 2011: 8. sæti. 2012: 3. sæti.

Oft áður verið í toppbaráttunni Signý Arnórsdóttir fagnaði sínum fyrsta Íslands­meistara­titli á Garðavelli á Akranesi en hún hefur nokkrum sinnum verið ansi nálægt því að landa sigri.

Hér fyrir neðan má sjá árangur hennar á Íslands­ mótinu í golfi frá árinu 2009. 2009: 2. sæti. 2010: 3. sæti. 2011: 3. sæti.

2013: 3. sæti.

2012: 6. sæti.

2014: 3. sæti.

2013: 14.-16. sæti.

2015: 1. sæti.

2014: 8. sæti. 2015: 1. sæti.

Meistarinn mætti á gamlar slóðir Mætt: Ólöf María Jónsdóttir hér til vinstri ásamt Ernu Lind Rögnvaldsdóttur á Garðavelli.

Árið 2004 þegar Íslandsmótið fór í fyrsta sinn fram á Garða­ velli sigraði Ólöf María Jónsdóttir úr GK eftir spennandi keppni gegn Tinnu Jóhannsdóttur. Aðeins voru leiknar þrjár umferðir en önnur umferð mótsins var felld niður vegna gríðarlegrar úrkomu fyrri part dags. Ólöf María lék á 77 höggum að meðaltali á því móti eða 231 höggi (76-77-78) og var þetta fjórði Íslandsmeistaratitill Ólafar. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem náði að komast inn á mótaröð bestu atvinnukylfinga í Evrópu þegar hún komst inn á LET Evrópumótaröðina árið 2004 og lék á þeirri mótaröð í tvö keppnistímabil. Ólöf María var mætt á Garðavöll þegar lokahringurinn fór fram í sumar og fylgdist með frábæru golfi hjá fyrrum liðsfélaga sínum úr Keili.

Heiðar með draumahögg á áttundu braut Heiðar Davíð Bragason úr Golf­klúbbi Hamars á Dalvík fór holu í höggi á lokahringnum á Íslands­mótinu á Garðavelli. Íslandsmeistarinn frá árinu 2006 sló boltann með 4-járni og notaði hann Titleist Pro V1 bolta. Þetta er í þriðja sinn sem Heiðar Davíð nær að fara holu í höggi. Hann fór í fyrsta sinn holu í höggi á elleftu braut á Strandarvelli á Hellu og í annað sinn á annarri braut á Desert Springs vellinum á Spáni.

Hér fagnar Heiðar áfanganum með aðstoðarmanni sínum í mótinu, Bergur Rúnar Björnsson, sem fékk án efa vel greitt í mat og drykk eftir hringinn.

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið á Akranesi


Fáðu forskot á mótherjana

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Forskot er sjóður sem styður við efnilega íslenska kylfinga. Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn ásamt Golfsambandi Íslands árið 2012. Markmiðið er að styrkja framúrskarandi kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og stefna á að komast í fremstu röð.


Ánægðir keppendur og áhorfendur – Leynismenn þakklátir fyrir gott samstarf við sjálfboðaliða og styrktaraðila Það var í nógu að snúast á meðan Íslandsmótið í golfi fór fram á Akranesi hjá forsvarsmönnum Leynis og ekki síst hjá Guðmundi Sigvaldasyni framkvæmdastjóra. Aðspurður segir Guðmundur að mótshaldið hafi gengið vel fyrir sig enda hafi klúbburinn undirbúið sig vel fyrir þetta stórmót á Eimskipsmótaröðinni. „Undirbúningurinn fyrir mótið stóð yfir í um tvö ár með einum eða öðrum hætti. Ég kynnti mér hvernig GR og GKG gerðu þetta árið 2013 og 2014. Það var afar lærdómsríkt og þar á bæ voru menn allir af vilja gerðir að aðstoða og veita upplýsingar. Við reyndum eftir fremsta megni að gera hlutina með sama hætti og bæta þá hluti sem áðurnefndum klúbbum þótti mega gera öðruvísi eða með öðrum hætti. Guðmundur segir að það sé nauðsynlegt að minni klúbbar úti á landi fái tækifæri til þess að halda slík mót þótt verkefnið sé vissulega stórt og krefjandi.

Þakklæti til sjálfboðaliða og bæjarfélagsins „Með góðum undirbúningi og góðum hóp sjálfboðaliða og félagsmanna er þetta framkvæmanlegt. Í mínum huga er afar mikilvægt að þetta mót eða önnur stigamót á vegum GSÍ séu haldin á landsbyggðinni með reglulegum hætti. Landsbyggðin er með glæsilega og krefjandi 18 holu velli sem henta vel til mótshaldsins. Aðstaða hjá klúbbum er vissulega

mismunandi en slíkt má alltaf undirbúa og bæta þegar klúbbar vita tímanlega hvað stendur til hjá þeim. Gott dæmi er umgjörð Íslandsmótsins í sumar en þar tókst með góðum hætti að gera mótssvæðið til fyrirmyndar.“ Um 100 sjálfboðaliðar tóku þátt í að undirbúa Íslandsmótið og þeir komu að mörgum verkefnum. „Það voru bæði félagsmenn og áhugasamir bæjarbúar sem komu að þessu verkefni. Því fólki ber að þakka sérstaklega fyrir aðstoðina en mót af þessu tagi er ekki hægt að framkvæma nema með slíkri aðstoð. Vinna sjálfboðaliða var vel skipulögð af mótsstjóranum, Viktori Elvari Viktorssyni, og Jóni Þór Þórðarsyni og gekk hnökralaust fyrir sig. Verkefnin voru mörg og mismunandi en á hverjum tíma voru milli 30 og 40 sjálfboðaliðar að störfum. Ekki má gleyma starfsmönnum klúbbsins en þeir unnu mikla og góða vinnu í aðdraganda móts og meðan á því stóð, hvort sem er starfsmenn á velli eða starfsfólk í golfskála, og vil ég koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra.“

Keppendur ánægðir með Garðavöll Guðmundur segir að keppendur og gestir mótsins hafi almennt verið ánægðir með Garðavöll og mótshaldið í heild sinni. „Keppendur voru í aðdraganda mótsins afar ánægðir með uppsetningu vallar og komu oft og títt til okkar að ræða völlinn og aðstæður. Sömuleiðis að loknu móti voru keppendur ánægðir og skilaboð til Golfklúbbsins Leynis að vel hafi tekist til að búa til góða og skemmtilega upplifun með stærsta mót sumarsins. Gestir og áhorfendur að sama skapi voru mjög ánægðir með alla umgjörð mótsins. Íslandsmótið var haldið á Garðavelli 2004 og nú aftur 2015 og hver veit nema

árið 2020 eða 2025 verði mótið haldið að nýju á Garðavelli.“ Framkvæmdastjórinn segir að lokum að margir samstarfsaðilar hafi komið að því að gera mótið að veruleika. „Golfklúbburinn Leynir er þakklátur öllum styrktar- og samstarfsaðilum sem að komu. Styrkir og stuðningur kom úr mörgum áttum en Akraneskaupstað ber sérstaklega að þakka alla aðstoð og stuðning við mótið sem og Golfsambandi Íslands. Svona mót er ekki hægt að framkvæma nema með góðum stuðning margra samstarfsaðila sem Golfklúbburinn Leynir hefur innan sinna banda,“ sagði Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.

Stjórn Leynis frá vinstri: Þórður Emil Ólafsson (formaður), Eiríkur Jónsson, Hannes Marinó Ellertsson (gjaldkeri), Hörður Kári Jóhannesson, Berglind Helgadóttir (ritari), Ingibjörg Stefáns­dóttir, Guðmundur Sigvaldason (framkvæmdastjóri).

Vel hugsað um keppendur Mótshaldarar á Íslandsmótinu í golfi hafa á undanförnum árum lagt mikla vinnu í að bæta aðstöðu keppenda á stærsta móti ársins. Æfingasvæðið á Garðavelli var vel undirbúið fyrir komu bestu kylfinga landsins og var búið að rækta upp nýjan æfingateig þar sem kylfingar gátu hitað upp með því að slá af grasi. Nýir æfingaboltar voru til staðar og var þeim raðað snyrtilega upp fyrir keppendur eins og sjá má á myndunum. Vikar Jónasson úr Keili kunni vel að meta þetta og hlóð vel í dræverinn þegar þessi mynd var tekin af hinum efnilega kylfingi úr Hafnarfirði. Keppendur fengu einnig drykki, ávexti og samlokur á meðan keppni stóð yfir í sérstöku veitingatjaldi sem Eimskip útvegaði.

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið á Akranesi

Ú


TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLANDSMEISTARATITILINN 2015 Ecco óskar nýkrýndum Íslandsmeisturum í golfi Signýju Arnórsdóttur og Þórði Rafni Gissurarsyni innilega til hamingju með titilinn!

DÖMUSKÓR Golf Casual Hybrid

HERRASKÓR Golf Casual Hybrid

ÚTSÖLUSTAÐIR

Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík · Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi Skóbúð - Selfossi Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík · Hole In One - Reykjavík


Spáð í spilin: Félagarnir Helgi Anton Eiríksson, Guðlaugur Rafnsson, Magnús Lárusson og Stefán Már Stefánsson voru íbyggnir á svip í stúkunni við 18. flöt.

Garðavöllur skartaði sínu fegursta á meðan mótið fór fram og hér er horft yfir 6. flötina og upp eftir 14. brautinni.

Ný nöfn voru rituð á verðlaunagripina á Íslandsmótinu í golfi á Eimskips­ mótaröðinni sem fram fór hjá Golfklúbbnum Leyni dagana 23.–26. júlí s.l. Þetta er í annað sinn sem mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi en Leynir fagnaði 50 ára afmæli á árinu 2015 og var mótið hápunktur afmælisársins. Molar frá Garðavelli: ■■ Þetta var í 49. sinn sem keppt var um Íslands­meistaratitilinn í kvennaflokki en í 74. sinn í karlaflokki. ■■ Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék ekki með að þessu sinni vegna verkefnis á Áskorendamótaröðinni í Evrópu en hann hafði titil að verja eftir að hafa landað sjötta titlinum á Leirdalsvelli 2014. ■■ Alls hafa kylfingar úr GR sigrað 22. sinnum á Íslandsmótinu í golfi, en í kvennaflokki hafa kylfingar úr Keili unnið 10 Íslandsmeistaratitla. ■■ Fréttamannafundurinn vegna Íslands­mótsins í golfi 2015 á Eimskips­ mótaröðinni fór fram um borð í einu af skipum Eimskips, Selfoss, og þar reyndu bestu kylfingar landsins fyrir sér í skemmtilegri þraut. Þar áttu kylfingarnir að hitta fljótandi flöt sem Eimskip lét útbúa sérstaklega fyrir þetta tilefni. Höggið var um 80 metrar og sáust glæsilegt tilþrif hjá keppendum

Allt lagt í sölurnar: Valdís Þóra Jónsdóttir fór úr skónum og sokkum í vatns­ torfærunni við 10. braut á Garða­velli - hún kom bolt­ anum upp úr en hefði án efa viljað sleppa við þessa þraut.

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið á Akranesi

og gestum. Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hittu flötina og fengu þau vegleg verðlaun fyrir afrekið frá Eimskip. ■■ Alls tóku sex fyrrum Íslands­ meistarar þátt á Garðavelli: Sunna Víðisdóttir (GR) (2013), Tinna Jóhanns­ dóttir (GK) (2010), Ragnhildur Sigurðar­ dóttir (GR) (1985, 1998, 2003, 2005), Þórdís Geirsdóttir (GK) (1987), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) (2009, 2013), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) (2011, 2014). ■■ Með sigrinum náði Signý að bæta stöðu Keilis á lista yfir flesta Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki í golfi. GR er með þá flesta eða 21 alls, þar á eftir kemur GS með 11, GK er með 10, GV með 4, GL með 2, og GKj. er með 1 titil. ■■ Vallarmetið á Garðavelli af bláum teigum stóðs prófið en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili á enn vallar­ metið, 66 högg, eða -6. Sem hún setti 19. maí árið 2012 á unglingamótaröð

GSÍ. Valdís Þóra Jónsdóttir hjó nærri vallarmetinu þegar hún lék á 67 höggum eða -5 á lokahringnum. ■■ Alls tóku 30 keppendur í kvenna­ flokknum en þær voru 33 í fyrra þegar keppt var á Leirdalsvelli hjá GKG. Frá árinu 2001 hefur meðalkeppendafjöldi í kvennaflokknum verið 22. Árið 2004 voru 17 konur sem tóku þátt þegar Íslandsmótið fór fram árið 2004 á Garðavelli. ■■ Í karlaflokki voru alls átta kylfingar á meðal keppenda sem höfðu sigrað á Íslandsmótinu í golfi. Björgvin Þor­ steinsson GA og Úlfar Jónsson GKG eru með sex titla hvor. Birgir Leifur Hafþórsson GKG var ekki á meðal keppenda en hann var við keppni á sterku atvinnumóti í Evrópu á Áskorendamótaröðinni. Kristján Þór Einarsson (GM) 2008, Ólafur Björn Loftsson GKG (2009), Axel Bóasson (GK)(2011), Haraldur Franklín Magnús (GR)(2012), Heiðar Davíð Bragason

50 ára: Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis tók 50 ára afmælið full alvarlega og lék fyrstu 9 holurnar á fyrsta keppnis­ deginum á 50 höggum. Þórður fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1997 á Grafarholtsvelli.


Æfingin skapar meistarann: Þórður Rafn Gissurarson var yfirleitt sá síðasti sem yfirgaf æfingasvæðið á Garðavelli á meðan Íslandsmótið fór fram. Hér er hann við púttæfingar og notar hann ýmis tæki sér til aðstoðar og má þar nefna hallarmál, spotta og ýmislegt annað.

(GHD) (2005), Úlfar Jónsson GKG (1986, 1987, 1989, 1990, 1991, 1992), Björgvin Þorsteinsson (GA) (1971, 1973, 1974, 1975, 1976, 1977), Þórður Emil Ólafsson (GL) (1997). ■■ Magnús Lárusson úr GJÓ átti vallar­ metið einn á Garðavelli af hvítum teigum eða 66 högg (-6) sem hann setti á Eim­skips­mótaröðinni 26.5 árið 2006. Þórður Rafn Gissurarson jafnaði það á þriðja keppnis­deginum og var Magnús við­staddur við flötina þegar Þórður Rafn

„dúndraði“ niður löngu pútti fyrir fugli og 66 höggum. ■■ Alls tóku 120 keppendur þátt í karlaflokki á Garðavelli á Akranesi en 106 keppendur voru á Leirdalsvelli í fyrra hjá GKG. Frá árinu 2001 hefur meðalkeppendafjöldi í karlaflokknum verið 114. Árið 2004 voru 89 karlar sem tóku þátt þegar Íslandsmótið fór fram árið 2004 á Garðavelli. ■■ Alls tóku 28 konur þátt á Garðavelli en þær voru 22 í fyrra á Leirdalsvelli.

Fugl dagsins: Á meðan keppendur kepptust um að fá sem flesta fugla fékk þessi köttur sér einn „alvöru“ fugl og hann skokkað með bráðina við 9. flötina á Garðavelli.

Á sjó: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hitti eyjuna sem var í um 70 metra fjarlægð frá skipinu þar sem fréttamannafundurinn fór fram.

Frá árinu 2001 hefur meðaltalið í kvennaflokknum verið 23 en flestir keppendur voru á Korpunni 2013 þar sem 33 tóku þátt. ■■ Árið 2004 þegar Íslandsmótið fór í fyrsta sinn fram á Garðavelli sigraði Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG á -5 samtals. Hann sigraði með fimm högga mun en Björgvin Sigurbergsson úr GK varð annar á pari vallar. Meðalskorið hjá Birgi var 70,75 högg. ■■ Aðeins voru leiknar 54 holur í kvenna­flokki árið 2004 þegar Íslands­ mótið fór fram á Garðavell síðast. Meðal­skorið hjá Ólöfu Maríu Jónsdóttur var 77 högg en meðalskorið hjá Signý Arnórsdóttur 72,25 högg á mótinu í ár. GOLF.IS

43


Miklar breytingar eru fyrir­ hugaðar á Hvaleyrar­velli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Fyrsti hluti þeirra er langt kominn og er ein ný par 3 hola nánast tilbúin. Holan verður í framtíðinni sú fimmtánda á Hvaleyrarvelli og liggur í norðvestur meðfram strandlengjunni og er glæsileg golfhola eins og sjá má á myndunum.

Glæsileg ný par 3 hola á Hvaleyrarvelli Um eitt og hálft ár er liðið frá því fram­kvæmdir við þessa holu hófust. Hún er um 150 metra löng af gulum teigum en verður um 195 metra löng af öftustu teigum þar sem slá þarf yfir sjóinn inn á flötina sem er vel varin með glompum. Framkvæmdir við tvær aðrar brautir standa yfir hjá Keili. Í sumar var sáð í brautina sem verður tíunda holan í framtíðinni en flötin liggur alveg við bátaskýlin sem eru eitt af helstu einkennum Hvaleyrarvallar. Árið 2017 verða nýju holurnar þrjár endanlega teknar í notkun. Íslandsmótið í golfi fer fram á Hvaleyrarvelli sumarið 2017. Mótið fór þar fram síðast árið 2007 þar sem heimamaðurinn Björgvin Sigurbergsson sigraði í karlaflokki og Nína Björk Geirsdóttir í kvennaflokki en hún var í Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ á þeim tíma.

okkar á golfskalinn.is

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsileg ný par 3 hola á Hvaleyrarvelli

F l

l o


*Admission April 2015. Price is subject to change

Laugarnar í Reykjavík

Fyrir líkammaa líka

og sál fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

r. k 0 ir * 65Fullorðn kr. 0 14 Börn

Fr á m or gn i t il kvölds

Sími: 411 5000 • www.itr.is


„Þarf að finna golfið mitt aftur“ – Tryggvi Sigtryggsson formaður Golfklúbbs Ísafjarðar

Tryggvi Sigtryggsson hefur verið formaður GÍ undanfarin níu ár en hann ætlar að láta af embætti á næsta aðalfundi.

Nú er komið að lokum. Það þarf að endurnýja í stjórninni og svo er ég búinn að týna golfinu og þarf að finna það aftur,“ segir Tryggvi Sigtryggsson sem gegnt hefur embætti formanns Golfklúbbs Ísafjarðar undanfarin níu ár. Tryggvi segir að hann sé nokkuð sáttur við stöðu mála hjá GÍ og fjárhagsstaðan sé með ágætum. Tryggvi verður sjötugur næsta vor en hann starfar enn sem framhaldsskólakennari í málmiðngreinum við Menntaskólann á Ísafirði. Hann ætlaði sér að vera hættur kennslu en hljóp í skarðið í vetur þar sem ekki fannst kennari í hans stað. „Ég byrjaði í golfi árið 1988 eða 1989 þegar ég fór á námskeið að vori til. Í kjölfarið fékk maður að leika frítt í eitt sumar og það var nóg fyrir mig. Ég hef verið hér síðan. Við byggðum okkur sumarhús hér rétt fyrir ofan völlinn og það má því segja að ég sé nokkuð mikið hérna uppfrá,“ segir Tryggvi. Hann

náði um tíma að vera með 10,8 í forgjöf en er langt frá því í dag, að eigin sögn. „Ég er „bógí“ spilari í dag, ég get ekki sagt að ég sé góður í golfi en það er alltaf jafn gaman að spila.“

Skemmtilegur tími Tryggvi fór fljótlega í nefndarstörf eftir að hann hóf að leika golf. Nafni minn Tryggvi, sem var áður formaður, plataði mig í nefndir og síðar varð ég formaður. Þessi tími hefur verið mjög skemmtilegur og ég hef starfað með góðu fólki í stjórninni. Fjárhagur GÍ

„Við erum með sex holu par 3 völl hér hinum megin við ána. Það kostar ekkert að spila þar, við leggjum mikla vinnu í að halda þessu gangandi og það er töluverður hópur sem nýtir sér þessa aðstöðu. Fólk sem er að byrja í golfi eða krakkar sem eru bara að leika sér í golfi. Við fáum alltaf eitthvað af fólki til okkar í klúbbinn sem hefur byrjað á þessum velli. 46

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þarf að finna golfið mitt aftur“

var frekar erfiður þegar ég kom inn í þetta og hefur mestur tími stjórnar verið að borga niður skuldir. Það var dýrt að koma upp klúbbhúsinu og við fengum skell hvað lánin varðar í hruninu. Framkvæmdir hafa því ekki verið miklar á vellinum á þessum tíma. Við komumst yfir skaflinn í fyrra, skuldum lítið sem ekkert í dag og getum því farið í framkvæmdir á vellinum sjálfum. Þeir sem hafa komið að starfi GÍ í gegnum tíðina hafa allir lagt sig fram fyrir klúbbinn og verkaskiptingin hefur verið nokkuð skýr.“ Um 2600 manns búa á Ísafirði og hefur félagafjöldinn hjá Golfklúbbi Ísafjarðar verið nokkuð stöðugur. Um 140 félagar eru í GÍ en það vantar fleiri yngri kylfinga í klúbbinn og konurnar mættu einnig vera fleiri. „Það eru alltof fáir krakkar í golfinu hérna. Það er mikil samkeppni á milli íþrótta­ greina og mikið í boði. Hér er öflugt starf í boltagreinunum, skíðadeildin er sterk og við fáum því miður ekki mikið af krökkum til okkar þó að golfvöllurinn sé ekki langt frá bænum. Við erum með ágætt starf fyrir börnin en ég tel að litlir og fámennir klúbbar á landsbyggðinni þyrftu að fá meiri aðstoð frá GSÍ hvað kennsluþáttinn varðar. Við stöndum ekki undir því að vera með kennara í vinnu en eitthvert samvinnuverkefni margra klúbba með aðkomu GSÍ gæti gert gæfumuninn að mínu mati.“


NÁÐU GÓÐU FLUGI KOMDU KÚLUNNI Á GOTT FLUG UM ALLT LAND

FLUGFELAG.IS

AKUREYRI JAÐARSVÖLLUR Leiktu golf í blíðunni á einum þekktasta golfvelli landsins. Kylfingar fljúga utan úr heimi til að leika allar 18 holurnar undir íslenskri miðnætursól á Jaðarsvelli.

EGILSSTAÐIR EKKJUFELLSVÖLLUR Aðeins 3 km frá bænum á Fellunum norðan við Lagarfljótið er Ekkjufellsvöllur. Krefjandi 9 holu völlur á þremur hæðum í klettabelti sem gera hann einstakan og skemmtilegan að spila.

ÍSAFJÖRÐUR TUNGUDALSVÖLLUR Skemmtilegur 9 holu völlur í útivistarparadís Ísfirðinga. Ægifagurt landslag skapar glæsilega umg jörð og veðursæld á Tungudalsvelli í faðmi vestfirskra fjalla.

REYKJAVÍK GRAFARHOLTSVÖLLUR Þessi gamalgróni völlur er elsti golfvöllur á Íslandi, opnaður 1963. Þar hafa verið haldin alþjóðleg mót enda aðstaðan góð, náttúran hrífandi og fallegt útsýni yfir borgina.

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ AÐ LEIKA GOLF Í HLÝJUM FAÐMI SUMARSINS. Fjölgaðu góðu dögunum á vellinum. Taktu hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. BÓKAÐU NÚNA Á FLUGFELAG.IS eða hafðu samband í síma 570 3030


Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri á Ísafirði er betur þekktur í daglegu tali sem Geiri. Bjartar eða Geiri á Guggunni. Hann er hér til vinstri á myndinni að pútta á 9. flöt á Tungudalsvelli

Vantar öfluga sláttuvél Tryggvi segir að vallarstjóri Tungudals­ vallar, Steinar Páll Ingólfsson, hafi unnið þrekvirki að koma vellinum í gott stand eftir ótrúlega erfiða tíð á undanförnum misserum. „Því miður getum við ekki verið með vallarstjóra í fullu starfi – þetta er því hlutastarf yfir sumartímann. Það er búið að vera leiðindaveður undanfarin þrjú ár og vorið í ár var óvenjuslæmt. Við höfum líka misst völlinn undir snjó um miðjan september. Tungudalurinn er snjóakista og það er oft erfitt hjá okkur á vorin að koma þessu af stað. Völlurinn hefur verið á þessu

svæði í þrjá áratugi en við vorum í fyrstu með aðstöðu út í Hnífsdal. Túnin sem voru hér fyrir réðu að mestu hvernig völlurinn var mótaður og hannaður. Undirlagið er að mestu mór og það gerir okkur frekar erfitt fyrir þegar mikil bleyta er á vellinum. Það hefur samt ekki verið vandamál í sumar því það kom ekki rigning hér fyrir en langt var liðið á júlí.“ Vélakostur GÍ er ágætur að mati formanns­ ins en hann hefur „hjartahnoðað“ margar vélar klúbbsins í gang í gegnum tíðina enda er það hans sérsvið. „Það vantar töluvert í vélakostinn til þess að við séum vel settir.

„Tjaldstæðið er við golf­völlinn og í júlí­ mánuði höfum við ávallt fengið mikið af ferðafólki sem spilar golf hjá okkur hér í Tungudal. Við bjóðum upp á daggjald á völlinn og fólk kann vel að meta það. Það leikur oft níu holur að morgni, gerir síðan eitthvað annað um miðjan daginn og leikur aftur á kvöldin. Við erum með starfsmann í afgreiðslunni í golfskálanum frá hádegi og fram undir kvöldmat þegar mesta umferðin er yfir sumartímann.“

174.186/maggioskars.com

Vallarstæðið á Tungudalsvelli er stórkostlegt og þaðan sést vel yfir Ísafjarðarbæ og Skutulsfjörð.

S


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Sjöunda brautin á Tungudalsvelli er skemmtileg par 3 hola.

Vallastjórinn Steinar Páll Ingólfsson hafði í nógu að snúast við að koma Tungudalsvelli í gott ástand eftir mikla kuldatíð í vor og sumar.

Stóra málið er að fá nýja og öfluga vél til að slá kargann. Flatirnar eru handslegnar hérna og það er töluverð vinna og þá sérstaklega þar sem við erum með 15 flatir sem þarf að slá.“

Tími kominn á framkvæmdir á vellinum Það er ekki á dagskrá á Ísafirði að fara í stækkun á Tungudalsvelli. Með bættum samgöngum er lítið mál að skreppa út í Bolungarvík og leika þar golf ef kylfingar vilja fá tilbreytingu og leika á nýjum velli. „Við erum með langtímaplan um töluverðar breytingar á vellinum og vonandi verður farið í þær framkvæmdir á næstu árum. Það er búið að gera ýmislegt, s.s.glompur, og ein ný flöt er í vinnslu. Við erum ánægðir með að vera með níu holur og þegar það er svona stutt á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur þá er alltaf hægt að fara í „Víkina“ og leika níu

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þarf að finna golfið mitt aftur“

holur þar ef maður vill fá tilbreytinguna. Þetta eru bara 10–15 mínútur hér á milli,“ segir Tryggvi en allir klúbbfélagar á Vestfjörðum geta leikið án endurgjalds á nánast öllum öðrum völlum á svæðinu. Árgjaldið fyrir fullorðna í Golfklúbbi Ísafjarðar er 42.000 kr. og telur Tryggvi að það megi ekki hækka það mikið. „Það er of lítið af konum, ég giska á að það séu um tíu sem eru að spila og helmingur þeirra er virkur í mótahaldinu hjá okkur. Það eru samt sem áður kvennakvöld í hverri viku og kennsla í boði fyrir þá sem vilja. Við erum ekki með golfkennara en það er ágætur kylfingur hér í klúbbnum sem sér um þetta. Rögnvaldur Magnússon, Bolvíkingur sem er með PGA réttindi, var með vikunámskeið hér í vor. Það námskeið var vel sótt af kylfingum á öllum aldri,“ sagði Tryggvi Sigtryggsson formaður og var rokinn út á völl með hópi félagsmanna sem ætlaði að dytta að gróðri á vellinum.

„Það sem brennur mest á okkur er að fá meiri aðstoð við að koma golfnámskeiðum af stað, klúbbarnir á þessu svæði geta ekki staðið undir þeim kostnaði sjálfir. Það væri líka gaman að fá einn þekktan kylfing til að koma hingað vestur eina helgi, vera með kennslu, fyrirlestur og spila á móti hér á svæðinu. Slíkt yrði mikil lyftistöng fyrir litla klúbba eins og Golfklúbb Ísafjarðar. Birgir Leifur Hafþórsson kom á slíkt mót í Bolungarvík fyrir nokkrum árum og það var aðsóknarmet í mótið þegar hann mætti til leiks. Fólk sér ekki þessa kappa á hverjum degi og það er forvitið að vita hversu langt þeir slá miðað við aðra og slíkt.


Heilsunuddpottar frá sundance spas

Heilsunuddpottar og Hreinsiefni fyrir Heita potta

Gæði, þjónusta oG ábyrGð - það er tenGi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050

Opið virka daga frá 8 -18 • www. tengi.is • tengi@tengi.is


Séð upp eftir 9. braut á Tungudalsvelli og glæsilegt klúbbhús GÍ stendur þar á hæsta punkti vallarstæðisins.

Golfklúbbur Ísafjarðar, hinn fyrri, var stofnaður árið 1943 og er á meðal elstu golfklúbba landsins. Það gekk ekki vel að finna landsvæði undir golfvöll á upphafsárum GÍ og eftir að landi var úthlutað undir flugvöll í stað golfvallar má segja að starfsemi GÍ hafi lagst af. Árið 1978 var klúbburinn endurreistur og GÍ kom sér upp bráðabirgðavöllum á nokkrum stöðum áður en land fékkst undir núverandi völl GÍ árið 1985. Frá þeim tíma hefur mikil uppbygging átt sér stað á Tungudalsvelli sem er í dag mjög frambærilegur og fjölbreyttur níu Útsýnið er gott til allra átta við sjöundu flötina á Tungudalsvelli.

Smakkaðu...

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þarf að finna golfið mitt aftur“

holu golfvöllur. Við Tungudalsvöll er glæsilegt klúbbhús sem var flutt á svæðið frá Hnífsdal og tekið í notkun árið 1999. Mikið og gott útsýni er úr golfskálanum yfir Tungudalsvöll og þar er tilvalið að tylla sér niður með kaffibollann eftir golfhring á skemmtilegum velli.



Falið djásn í Dýrafirði – Meðaldalsvöllur skartar einni glæsilegustu golfholu landsins Meðaldalsvöllur í Dýrafirði er einn af þeim völlum sem er áhugaverður kostur fyrir þá sem eru á ferðinni á Vestfjörðum. Þar er ein glæsilegasta par 3 hola landsins, sú sjöunda, og óhætt að segja að sú braut sé ógleymanleg fyrir alla sem hana leika. Um 130 metra löng hola þar sem slegið er yfir vatnstorfæru og stíflu en flatarstæðið er á stórkostlegum stað.

Djásnið: Sjöunda brautin á Meðaldalsvelli er ein sú allra áhugaverðasta á landinu. Hér er horft af teignum yfir á flötina og það eru ýmsar hindranir í veginum eins og sjá má.

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi Falið djásn í Dýrafirði


OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11–18 LAUGARDAGA KL. 11–16

Jensen hægindastóll ⁄ Minotti

Andersen Quilt ⁄ Minotti

Perry sófaborð ⁄ Minotti

ÍTÖLSK GÆÐAHÖNNUN FRÁ MINOTTI Í rúm 60 ár hefur Minotti staðið í fremstu röð ítalskra húsgagnaframleiðenda og á þeim tíma átt stóran þátt í að móta og auka veg ítalskrar hönnunar og tísku. Gríðarleg tæknikunnátta og ómæld virðing fyrir handverki er galdurinn á bak við tímalausa hönnun Minotti þar sem listfengi, þægindi og gæði mynda eina heild.

HLÍÐASMÁRA 1

• 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

ÞITT HEIMILI – ÞÍN STUND


Meðaldalsvöllur er í 5. km. fjarlægð frá Þingeyri og er útsýnið frá vellinum stórkostlegt yfir Dýrafjörð. Hér er horft niður eftir 9. braut og yfir á 8. flöt.

Vallarstæðið í Meðaldal er ákaflega skemmtilegt. Völlurinn er í fjölbreyttu landslagi og krefjandi holur víðsvegar á vellinum sem er níu holur og rétt um 5.100 metra langur af aftari teigum en 4.160 metrar af fremri teigum. Jóhannes Kristinn Ingimarsson er formaður Golfklúbbsins Glámu sem var stofnaður árið 1991. Í bókinni Golf á Íslandi, eftir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveigu Sæmundsdóttur, segir að Þröstur Sigtryggsson, fyrrum skipherra hjá Landhelgisgæslunni, hafi verið verið einn af aðalhvatamönnum að stofnun golfklúbbsins. Meðaldalsvöllur er í um 5 km fjarlægð frá Þingeyri og er ekið framhjá flugvellinum til þess að komast að vellinum sem er einstakur á sinn hátt. Jóhannes formaður segir í samtali við Golf á Íslandi að mikil vinna sé á fáum herðum við að halda starfsemi Glámu gangandi en hann bætir því við að það sé töluvert af kylfingum sem heimsæki Meðaldalsvöll. „Við fáum mest af heimsóknum á vorin og á haustin. Vallarstæðið og veðurfarið hér í Dýrafirði gerir það að verkum að við getum opnað mun fyrr á vorin en vellirnir hér fyrir norðan. Áköfustu kylfingarnir koma því til

okkar á vorin þegar ekki er búið að opna vellina fyrir norðan okkur,“ segir Jóhannes.

Glæsilegt vallarstæði: Hér er horft upp eftir 9. braut og yfir Meðaldalsvöll en bærinn Meðaldalur er í einkaeigu en var áður klúbbhús Glámu.

56

GOLF.IS

Starfsemi Glámu hefur oft verið kraftmeiri og segir formaðurinn að frumherjarnir sem hafi staðið að uppbyggingu klúbbsins séu margir hverjir hættir að leika golf sökum aldurs og margir þeirra séu fallnir frá. „Við erum ekki mörg sem höldum utan um klúbbinn og það þarf fleiri félagsmenn og endur­nýjun. Leigusamningur Glámu við land­eigendur sem gerður var árið 1995 er að renna út en það er velvilji hjá land­ eigendum að hér verði áfram golfvöllur,“ segir Jóhannes. Ekkert klúbbhús er á svæðinu en gamli sveitabærinn í Meðaldal er í dag í notkun hjá landeigendum. Áður var klúbburinn með aðstöðu á neðri hæð hússins. „Okkur skortir sárlega aðstöðu og það eru ýmsar hugmyndir uppi í því samhengi. Það vantar einnig að bæta vélakostinn, þetta kostar allt saman peninga og tíma en vonandi tekst okkur að búa svo um hnútana að hér verði áfram skemmtilegur golfvöllur og virk starfsemi í Glámu,“ sagði Jóhannes Kristinn.

Jóhannes Kristinnn Ingimarsson er formaður Golfklúbbsins Glámu en hann eyðir mestum af frítíma sínum í að halda golf­ vellinum í horfi í sjálfboða­vinnu. Formaðurinn var að sjálfsögðu í vinnufatnaði þegar Golf á Íslandi hitti hann á vellinum í haust


Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is


Syðridalsvöllur er einstakur – Strandvöllur í stórbrotnu umhverfi í Bolungarvík

Golfklúbbur Bolungarvíkur var stofnaður árið 1982 og klúbburinn fagnaði 33 ára afmæli í apríl á þessu ári. Syðridalsvöllur er rétt fyrir utan þéttbýliskjarnann í Bolungarvík og því stutt að fara á eina af földu perlum Vestfjarða. Syðridalsvöllur var formlega tekinn í notkun árið 2002 en eitt af einkennum vallarins er að þrátt fyrir að holurnar séu aðeins níu eru mismundandi teigasett á hverri holu og töluverður munur er oft á þeim teigum.

Horft yfir þriðju flötina og fjallið Traðarhyrna gnæfir yfir bænum Bolungarvík.

58

GOLF.IS


Kylfingur vippar hér inn á 1. flötina á Syðridalsvelli.

Landið við Syðridalsvöll er mjög sendið en Landgræðsla ríkisins hafði áður lagt mikla vinnu í að hefta sandfok á þessum slóðum. Syðridalsvöllur er strandvöllur í stórbrotnu umhverfi, umlukinn sandhólum og melgresi.

Jóhann Þór Ævarsson er formaður Golfklúbbs Bolungarvíkur.

Það eru ekki margir slíkir vellir hér á landi og óhætt að mæla með kynna sér völlinn nánar á ferðalagi um Vestfirði. Syðridals­völlur í Bolungarvík er án efa með eitt þekktasta klúbbhús landsins eftir að kvikmyndin Albatross var frumsýnd s.l. sumar. Kvikmyndin gerist að mestu á vellinum og er óhætt að segja að kastljósinu hafi verið varpað á þennan skemmtilega völl. Jóhann Þór Ævarsson er formaður Golf­ klúbbs Bolungarvíkur. Málara­meistarinn sagði í samtali við Golf á Íslandi að félags­ starfið gangi ágætlega. „Erfið veðurtíð undanfarin misseri hefur sett strik í reikninginn á mörgum sviðum. Reksturinn gengur samt sem áður ágætlega en við vonumst til þess að fleiri kylfingar bætist í hópinn hjá okkur á ný. Þá sérstaklega yngri kylfingar en það er mikil samkeppni um þeirra frítíma,“ sagði Jóhann en hann bendir á að félagsmenn geti einnig leikið á öðrum völlum á Vestfjörðum á sérstökum kjörum.

GOLF.IS

59


Breytingar á Bakkakotsvelli Töluverðar breytingar verða gerðar á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal á næstu misserum. Golfklúbbur Mosfells­bæjar, sem stofnaður var eftir samruna Golfklúbbs Bakkakots og Golfklúbbsins Kjalar, er með starfsemi sína á Bakkakotsvelli. Í samningi sem gerður var við Mosfellsbæ í upphafi ársins 2015 verða 25 milljónir kr. notaðar af 100 milljóna kr. framlagi bæjarins til GM í uppbyggingu á Bakka­ kotsvelli. Markmið er að lengja og bæta núverandi brautir ásamt því að bæta aðstöðu og

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Breytingar á Bakkakotsvelli

aðkomu í kringum skálann. Nú er unnið að forvinnu við deiliskipulag og í framhaldi af því verða breytingar þessar hannaðar og kynntar félagsmönnum. Stefnt er að því að vinna við breytingarnar hefjist veturinn 2016–2017.

Nú þegar hafa verið gerðar töluverðar breytingar á 9. braut Bakkakotsvallar sem er í dag nánast eins og eyja. Breytingin tókst vel eins og sést á myndinni og er holan ein sú allra skemmtilegasta á landinu.


Fyrir áhugasama og metnaðafulla golfkennara! Eftir árangursríkt 15 ára markvisst starf við að koma sem flestum af stað í golfíþróttina, hef ég ákveðið að selja Golfleikjaskólann ásamt eignum og öðru sem hefur fylgt skólanum.

Áhugasamir sendi netpóst á annadia@centrum GOLF.IS

61


Fjölmenni

og hörkukeppni

– Íslandsmót eldri kylfinga í Vestmannaeyjum

62

GOLF.IS

Kylfingar á 1. teig á Vestmannaeyjavelli.

Það voru margar skemmtilegar golfsögur sagðar á pallinum við klúbbhús Eyjamanna

JANÚAR

Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í Vestmanna­eyjum um miðjan júlí sl. þar sem rétt um 140 keppendur tóku þátt. Mótið er hluti af Öldunga­­mótaröðinni og vegna vals á lands­liðum karla og kvenna. Keppt var í tveimur flokkum hjá báðum kynjum og gestaflokki fyrir þá kylfinga sem vinna sér inn stig fyrir landsliðsvalið á næsta ári.


OMEGA 3 LIÐAMÍN HYAL-JOINT®

SKJÓTARI EN SKUGGINN Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni

JANÚAR

Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Liðamín inniheldur Hyal-Joint sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt.

www.lidamin.is


Gestir karla: 1. Gunnar Páll Þórisson, GKG 232 högg (78-78-76) +22 2. Óskar Halldórsson, GS 233 högg (86-73-74) +23 3. Ingi Þór Hermannsson, GO 267 högg (93-84-90) +57

Konur 50+ 1. Þórdís Geirsdóttir, GK 217 högg (73-73-71) +7 2. Steinunn Sæmundsdóttir, GR 242 högg (81-82-79) +32 3. María Málfríður Guðnadóttir, GKG 249 högg (82-82-85) +39 4. Kristín Sigurbergsdóttir, GK 254 högg (84-82-88) + 44 5. Ásgerður Sverrisdóttir, GR 257 högg (90-82-85) +47

Karlar 55+ 1. Gauti Grétarsson, NK 221 högg (77-72-72) +11 2. Sigurður H. Hafsteinsson, GR 223 (75-75-73) +13

María Guðnadóttir, Þórdís Geirsdóttir og Steinunn Sæmundsdóttir í veðurblðunni í Eyjum.

Keilir fagnaði tvöföldum sigri í kvennaflokki en Þórdís Geirs­dóttir sigraði í flokki 50 ára og eldri og Sigrún Margrét Ragnar­sdóttir í flokki 65 ára og eldri. Ásgerður Sverrisdóttir hafði titil að verja í +50 og Inga Magnúsdóttir í flokki 70 ára og eldri. Gauti Grétarsson úr Nesklúbbnum fagnaði sigri í flokki 50 ára og eldri en Sigurður Hafsteinsson úr GR hafði titil að verja. Í flokki 75 ára og eldri sigraði Viktor Ingi

Sturlaugsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar en Haukur Örn Björns­son úr GR sigraði í þessum flokki í fyrra.

Snorri Hjaltason, Gauti Grétarsson og Sigurður Hafsteinsson á 1. teig.

3. Skarphéðinn Skarphéðinsson, GMS (78-73-74) +15 4.-5. Hörður Sigurðsson, GR 228 högg (80-76-72) +18 4.-5. Jón Haukur Guðlaugsson, GR 228 högg (80-74-74) +18

Karlar 70+ 1. Viktor Ingi Sturlaugsson, GM 243 högg (85-77-81) +33 2. Jóhann Peter Andersen, GK 246 högg (80-83-83) +36 3. Dónald Jóhannesson, GHD 252 högg (90-79-83) +42 4. Guðlaugur R. Jóhannsson, GO 261 högg (84-89-88) +51 5. Helgi Hólm, GSG 263 högg (97-82-84)+53

Konur 65+ 1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, GK 279 högg (92-95-92) +69 2. Inga Magnúsdóttir, GK 297 högg (100-99-98) +87 3. Katrín Lovísa Magnúsdóttir, GV 306 högg (102-105-99) +96 4. Kristín Ólafía Ragnarsdóttir, GR 307 högg (108-98-101) +97 5. Margrét S. Nielsen, GR 327 högg (110-109-108) +117

64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fjölmenni og hörkukeppni

Max1


Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla

SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk

Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta)

Max1_BleikaSlaufan_A4+3_20150914_END.indd 1

Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is

Aðalnúmer:

515 7190

17.9.2015 14:50:57


Keilir fagnaði sigri

– Sveitakeppni eldri kvenna fór fram á Hellishólum Sveitakeppni eldri kylfinga í kvennaflokki fór fram á Hellishólum helgina 14.–16. ágúst s.l. Alls tóku tólf sveitir þátt, átta í efstu deild og fjórar í 2. deild.

Sigursveit Keilis: Frá vinstri: Þorbjörg Jónína Harðardóttir, Þórdís Geirsdóttir, Margrét Berg Theodórs­dóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir, Anna Snædís Sigmarsdóttir og Helga Gunnarsdóttir.

Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í 1. deild eftir 3 ½ - 1 ½ sigur gegn sveit Golfklúbbs Reykjavíkur í úrslitaleik. GK hafði áður sigrað sveit GKG í undan­úrslitum en GR lagði sveit NK í hinni undanúrslitaviðureigninni. Golfklúbburinn Leynir og Golfklúbbur Önd­ verðar­ness tryggðu sér sæti í 1. deild að ári með því að enda í tveimur efstu sætunum í 2. deild sem einnig fór fram á Hellishólum.

Sveit Leynis frá Akranesi: Frá vinstri; Brynja Guðmundsdóttir, Ellen Ólafsdóttir, Svandís Rögn­ valdsdóttir, Hrafnildur Sigurðardóttir, Bryndís Jónsdóttir og Sigríður Ellen Blumenstein.

Lokastaðan: 1. deild kvenna:

5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar

2. deild kvenna:

1. Golfklúbburinn Keilir

6. Golfklúbbur Kiðjabergs

1. Golfklúbburinn Leynir

2. Golfklúbbur Reykjavíkur

7. Golfklúbbur Akureyrar

2. Golfklúbbur Öndverðarness

3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

8. Golfklúbbur Suðurnesja

3. Golfklúbburinn Oddur

*GA og GS féllu í 2. deild.

4. Golfklúbburinn Vestarr

4. Nesklúbburinn

66

GOLF.IS - Golf á Íslandi Keilir fagnaði sigri

Innih með einh ekki skal notk fyrir


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


GR fagnaði sigri í Öndverðarnesinu – Sveitakeppni eldri kylfinga karla Sveitakeppni eldri kylfinga í karlaflokki fór fram á tveimur stöðum um miðjan ágúst sl. Keppt var í efstu deild karla í Öndverðarnesi og þar fagnaði sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigri eftir úrslitaleik gegn Nesklúbbnum. GO hafði betur gegn heimamönnum í leik um bronsverðlaunin. Í 2. deild hafði GKG betur gegn Leyni frá Akranesi í úrslitaleiknum á Kirkjubólsvelli um sigurinn en báðar sveitirnar leika í efstu deild að ári. Í 3. deild karla, sem fór einnig fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, enduðu Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Golf­ klúbburinn Mostri í tveimur efstu sætunum og leika þær sveitir í 2. deild að ári. Mikil gróska er í þessari keppni hjá eldri kylfingum og miklar líkur á því að sveit­unum muni fjölga í neðri deildunum en keppt var í fyrsta sinn í 3. deild karla í ár.

Sigursveit GR: Efri röð frá vinstri: Garðar Eyland, Sæmundur Pálsson, Einar Long, Hörður Sigurðsson, Jón Haukur Guðlaugs­son, Hannes Eyvindsson. Fremri röð frá vinstri: Rúnar Gíslason, Óskar Sæmundsson og Sigurður H. Hafsteinsson.

Sveit GKG: Aftari röð frá vinstri: Halldór Ingi Lúðvíksson, Þor­ steinn Reynir Þórsson, Hlöðver Sigurgeir Guðnason, Guðlaugur Kristjánsson og Andrés I. Guðmundsson. Fremri röð frá vinstri: Tómas Jónsson, Gunnar Árnason og Helgi Svanberg Ingason.

Sveit GM: Frá vinstri: Ásbjörn Björgvinsson, Kjartan Ólafsson, Hilmar Harðarson, Ármann Sigurðsson (liðsstjóri), Bragi Jónsson, Þórhallur G. Kristvinsson og Hákon Gunnarsson.

Lokastaðan í sveitakeppni eldri kylfinga í karlaflokki: 1. deild karla:

2. deild karla:

3. deild karla:

Leikið í Öndverðarnesi:

Leikið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði:

Leikið á Kirkjubólsvelli í Sandgerði:

1. sæti: Golfklúbbur Reykjavíkur.

1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar.

2. sæti: Nesklúbburinn.

1. sæti: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

3. sæti: Golfklúbburinn Oddur.

2. sæti: Golfklúbburinn Leynir.

2. Golfklúbburinn Mostri, Stykkishólmi.

4. sæti: Golfklúbbur Öndverðarness.

3. sæti: Golfklúbbur Kiðjabergs.

3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar.

5. sæti: Golfklúbbur Akureyrar.

4. sæti: Golfklúbburinn Flúðir.

4. Golfklúbbur Hornafjarðar.

6. sæti: Golfklúbbur Suðurnesja.

5. sæti: Golfklúbbur Sandgerðis.

*GM og Mostri leika í 2. deild á næsta ári.

7. sæti: Golfklúbburinn Keilir.

6. sæti: Golfklúbbur Borgarness.

8. sæti: Golfklúbbur Vestmannaeyja.

7. sæti: Golfklúbbur Selfoss.

*Keilir og Vestmannaeyjar falla í 2. deild

8. sæti: Golfklúbbur Hveragerðis. *GKG og Leynir leika í 1. deild á næsta ári.

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi GR fagnaði sigri í Öndverðarnesinu


Verkfæri sem hægt er að treysta ! topplyklasett 28 stk

topplyklasett 94 stk

1/2” 8 - 32mm Skrall Framlengingar Sterk plasttaska

1/4” 4 - 14 mm 1/2” 10 - 32 mm bitar og fl. Sterk plasttaska

vnr ibTgcai2801

vnr ibTgcai094R

8.900

15.900

m/vsk

m/vsk

fullt verð 22.663

fullt verð 12.258

7

skúffur

Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Toppar, lyklar, skrúfjárn, töng Nippillyklar og fl. Sterk plasttaska

sá vinsæli 283 verkfæri

verkfærasett 96 stk

177.750 m/vsk

vnr ibTgcai9601

21.900

m/vsk

fullt verð 33.361

verkfærasett 130 stk

7

skúffur

pro plus seria 282 verkfæri

197 .511 m/vsk

1/4” - 3/8” - 1/2” Toppar 4 - 32 mm | 5/32” - 1 1/4” Lyklar 8 - 22 mm E toppar, sexkantbitar og fl. Sterk plasttaska vnr ibTgcai130b

26.900

m/vsk

fullt verð 38.048

verkfærasett 150 stk

verkfæraskápur 7 skúffur - Tómur skápur

64.900

Toppar 1/4” - 1/2” 4 - 32 mm Fastir lyklar 6 - 24mm, Skrúfjárn, tangir, sexkantasett Slaghamar, krafttöng Nippillyklar og fl. vnr ibTgcai150R

34.900

m/vsk

fullt verð 53.600

m/vsk

Okkar besta verð

NÝ VERSLUN Skútuvogi 1, Reykjavík

3.900

www.sindri.is / sími 575 0000 Viðarhöfða 6, Reykjavík / Skútuvogi 1, Reykjavík / Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði

m/vsk

16.900

m/vsk

8.900

m/vsk


Glæsileg hátíð á Selsvelli – Golfklúbburinn Flúðir 30 ára Golfklúbburinn Flúðir hélt upp á 30 ára afmæli sitt á Selsvelli með veglegri afmælishátíð laugardaginn 25. júlí sl. Afmælishófið hófst með golfmóti þar sem 90 keppendur tóku þátt. Að því loknu var boðið upp á fordrykk og síðan kvöldverð að hætti Ástu og Halldórs sem rekið hafa veitingasölu tengda vellinum allar götur frá árinu 1989. Um 110 manns sátu kvöldverðinn. Veislustjóri var Guðni Ágústsson sem skemmti gestum á sinn alkunna hátt. Veittar voru margskonar viðurkenningar og verðlaun. Eggert Ágúst Sverrisson varaforseti GSÍ sæmdi fyrrverandi formann GF, Ragnar Pálsson, gullmerki GSÍ, en Ragnar gegndi formennsku í GF um fjögurra ára skeið. „Svarta gengið“ sem skipað er röskum félögum fékk viðurkenningu fyrir dugnað sinn við iðkun íþróttarinnar allan ársins hring.

Jónas Ragnarsson og Hrafnhildur Eysteinsdóttir sem hvöttu ábúendur á Efra-Seli til að byggja upp golfvöll á Seli fengu viðkenningu fyrir framlag sitt og þau Halldór Guðnason og Ástríður G. Daníelsdóttir voru gerð að heiðursfélögum GF. Myndirnar tók Axel Rafn Benediktsson.

Halldór Guðnason og Ást ríður G. Daníelsdóttir staðarhaldarar á Efra-S eli voru gerð að heiðursfélögum GF. Árn i Tómasson, formaður GF og eiginkona hans Margr ét Birna Skúladóttir afh entu þeim viðurkenninguna .

Púttað á 13. flöt, Langholtsfjall í baksýn.

70

GOLF.IS


ÚTSALA

*Gildir til 2. nóv.

20-70% afsláttur af golfvörum frá Cross og Under Armour í Altis


Markhönnun ehf

Ragnar Pálsson, fyrrv. formaður GF hlaut gullmerki GSÍ. Eggert Á. Sverrisson sæmir Ragnar merkinu.

Veislugestir í afmælishófi GF.

„Svarta gengið“ fékk viður­kenningu fyrir dugnað við iðkun golfíþróttar­innar allan ársins hring. Frá vinstri: Pétur Z. Skarphéðinsson, Kristján Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Emil Gunnlaugsson, Árni Tómasson formaður GF, Margrét Birna Skúladóttir, eiginkona Árna, sem aðstoðaði við verðlaunafhendinguna, Jóhannes Sigmundsson, Karl Gunnlaugsson og Guðni Ágústsson, veislustjóri. Á myndina vantar þau Þórð Þórðarson og Ingibjörgu Fríðu Hafsteinsdóttur sem tilheyra genginu góða.

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsileg hátíð á Selsvelli

Tónlistaratriði var flutt af hljómsveitinni „Axlabandið“ undir stjórn Árna Þórs Hilmarssonar kennara. Hljómsveita skipa þau Sölvi Rúnar Þórarinsson, Halldór F. Unnsteinsson, Dísa Björk Birkisdóttir og Árni Þór.

Trjágróðurinn á Selsvelli kemur oft við sögu.

K


Markhönnun ehf

Kræsingar & kostakjör

m aF úr iki vö va ð ru l m

i r g t t n Be ri ng æ la n i v æ

„Heilnæmir valkostir í amstri dagsins!“ langar þig eitthvað syndsamlega ljúffengt til að grípa í? veldu heilnæma snarlið frá Food Doctor og njóttu nærandi bita með skínandi hreinni samvisku.

100%

náttúrulegt

Fullt af trefjum

Hátt próteinhlutfall

náttúrulega næringarríkt

Hentar grænmetisætum og vegan*

*Að undanskildu Mild Korma snakki sem inniheldur mjólkurprótein og hentar ekki vegan

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Búðakór · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Nýherjamótið batt enda á keppnistímabilið á Eimskips­ mótaröðinni 2015. Leikið var á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 22.–23. ágúst sl. Leiknar voru 54 holur á tveimur keppnisdögum, þar af 36 holur á laugardeginum. Haraldur Franklín slær hér inn á lokaholuna á Urriðvelli.

– Nýherjamótið á Eimskipsmótaröðinni Aðstæður voru góðar á glæsilegum Urriðavelli en Haraldur Franklín Magnús úr GR og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar. Þetta var fyrsti sigurinn á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili hjá Haraldi en Tinna hafði sigrað á Securitasmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum. Benedikt Sveinsson horfir á eftir upphafshögginu á 16. teig á lokahringnum.

Sigurinn hjá Haraldi var aldrei í hættu þar sem hann náði að komast mest sjö höggum undir par vallar samtals en hann endaði á -4 samtals (70-67-72). Sigurþór Jónsson úr GK varð annar á pari vallar samtals og Benedikt Sveinsson félagi hans úr Keili endaði í þriðja sæti á +1 samtals. Þetta var í fyrsta sinn á þessu tímabili sem Sigurþór komst á verðlaunapall á Eimskipsmótaröðinni en Benedikt varð í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni þar sem hann tapaði í úrslitaleik gegn Axel Bóassyni úr Keili.

Stefni á atvinnumennsku „Þetta var frábært mót og Urriðavöllur er í frábæru standi. Allar flatirnar á vellinum eru góðar og gott að slá inn á þær og þær taka vel við. Vissulega hafði veðrið áhrif á þetta allt saman, það rigndi mikið á okkur um tíma á öðrum hring en þetta jafnast allt út. Ég er

Lokastaðan í karlaflokki hjá efstu kylfingunum: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR 209 högg (70-67-72) -4

7.-8. Gísli Þór Þórðarson, GR 221 högg (71-76-74) + 8

2. Sigurþór Jónsson, GK 213 högg (70-76-67) par

7.-8. Andri Már Óskarsson, GHR 221 högg (73-73-75) + 8

3. Benedikt Sveinsson, GK 214 högg (76-67-71) + 1

9.-10. Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE 225 högg (75-74-76) + 12

4. Stefán Már Stefánsson, GR 216 högg (72-69-75)+ 3 5. Helgi Dan Steinsson, GG 219 högg (70-73-76) + 6 6. Aron Snær Júlíusson, GKG 220 högg (78-69-73)+ 7

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Haraldur og Tinna sigurvegarar

9.-10. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 225 högg (77-72-76) + 12


SPROTAR OG NÝSKÖPUN

Lyklar að velgengi Það er líklegast til árangurs að fyrirtæki einbeiti sér að því sem þau eru best í. Fyrir frumkvöðla er það að breyta góðri hugmynd í eitthvað stærra og meira. Við höfum þekkingu og reynslu til að aðstoða þig svo þínir kraftar fari í það sem skiptir máli. Sæktu Lykla að velgengni á vef KPMG, þar sem farið er yfir atriði sem skipta máli við að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd og ýta sprotafyrirtæki úr vör. kpmg.is


Tinna Jóhannsdóttir úr Keili slær hér upphafshöggið í „Bollanum“ eða 15. braut á Urriðavelli.

sáttur við þetta mót en ég hefði vissulega viljað gera betur á hinum tveimur mótunum sem ég tók þátt í á Eimskips­móta­röðinni. Ég var aldrei að spila illa en ég hefði viljað spila betur,“ sagði Haraldur Franklín eftir sigurinn en hann er á lokaári sínu með LouisianaLafayette háskólaliðinu í Bandaríkjunum.

Anna Sólveig Snorradóttir horfir hér á eftir upphafs­ högginu á 16. teig á Urriðavelli.

„Ég set stefnuna á að gerast atvinnumaður á næsta ári og þar ætla ég að reyna við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar. Ég mun flytja til Danmerkur þar sem kærastan mín er í námi og ég mun gera út frá Danmörku,“ sagði Haraldur.

Sigurþór Jónsson slær hér inn á 16. flöt á Urriðavelli á lokahringnum.

Lokastaðan hjá efstu kylfingunum í kvennaflokki: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK 221 högg (72-76-73) + 8 2. Karen Guðnadóttir, GS 223 högg ( 71-77-75) + 10 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK 226 högg (72-75-79) + 13 4. Signý Arnórsdóttir, GK 229 högg (73-75-81) + 16 5.-6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 237 högg (80-86-71) + 24 5.-6. Heiða Guðnadóttir, GM 237 högg (76-82-79) + 24 76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Haraldur og Tinna sigurvegarar

Náði flestum markmiðum mínum Tinna Jóhannsdóttir úr Keili náði að landa sigri í kvennaflokknum eftir nokkuð harða baráttu en þetta var annar sigur hennar á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári. Íslandsmeistarinn frá árinu 2010 í Kiðjabergi lék hringina þrjá á 221 höggi eða +8 og sigraði hún með tveggja högga mun. Karen Guðnadóttir úr GS varð önnur og Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili varð þriðja. Tinna var lítið áberandi á tímabilinu 2014 þar sem hún náði samt sem áður að sigra á Íslandsmótinu í holukeppni á heima­velli í Hafnarfirði. Hún stimplaði sig inn á ný á þessu tímabili eftir að hafa misst aðeins „golfgleðina“ en hún sigraði á Securitas­ mótinu í Vestmannaeyjum. „Ég náði flestum markmiðum mínum á þessu tímabili og það var eitt af mark­ miðunum að verða stiga­meistari í fyrsta sinn. Það tókst. Ég ætlaði að gera betur á Íslandsmótinu og það eru einu stóru von­ brigðin á þessu tímabili. Það var gaman að vinna hérna á Urriðavelli sem er í frábæru ástandi en ég veit ekki hvað tekur við hjá mér á næsta ári. Ég er að fara í meistara­nám og ætla að láta það ganga fyrir en ég hafði virkilega gaman af því að keppa í sumar og kannski verður áhuginn enn til staðar næsta vor,“ sagði Tinna.

Karen Guðnadóttir úr GS slær hér upphafshöggið á 18. teig á Urriðvelli á lokahringnum.


Nýr Audi Q7

Sterkur, tímalaus og einstakur Nýr og tilkomumikill Audi Q7 er einstakur hvað varðar aksturseiginleika og upplýsingakerfi ásamt því að vera í fremstu röð þegar kemur að aðstoðarkerfum fyrir ökumann. Hann leggur meðal annars í stæði, bakkar með kerru og keyrir sjálfur í umferðaröngþveiti. Nýr Audi Q7 er búinn fullkomnu quattro® fjórhjóladrifi. Hann er sterkur og stæðilegur lúxusjeppi en 325 kílóum léttari og 26% eyðslugrennri en áður.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is


Skemmtilegast að keppa og spila Alda Jóhannsdóttir stefnir með vinum –á aðHafdís komast í nám í Bandaríkjunum Á undanförnum misserum hefur hin 17 ára gamla Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr Keili skipað sér í fremstu röð í unglingagolfinu. Golf og hestar eru helstu áhugamál Hafdísar en hún er með 4,6 í forgjöf og stefnir enn hærra. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Pabbi er á fullu í golfi og ég byrjaði að fara með honum.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Mér finnst skemmtilegast að keppa og að spila með vinum.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Stefnan er að komast á styrk í háskóla í Bandaríkjunum og sjá svo til hvað gerist.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Driverinn og upphafshöggin.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Stutta spilið.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég fór holu í höggi á fjórðu braut á Sveinkotsvelli.“ Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Fyrsta alvöru mótið sem ég tók þátt var á Arion banka móta­ röðinni á Leirunni. Þegar ég kom á 16. teig var fullt af áhorfendum í skálanum. Ég sló upphafshöggið í glompuna, það tók mig átta högg að komast upp úr henni og ég endaði holuna á 11 höggum.“ Draumaráshópurinn? „Rory McIlroy og Jordan Spieth.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Las Colinas á Spáni. Hann refsar

Staðreyndir Nafn: Hafdís Alda Jóhannsdóttir. Aldur: 18 á þessu ári. Forgjöf: 4,6. Uppáhaldsmatur: Mér finnst allur matur góður. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: Driverinn. Ég hlusta á: Ég hlusta á alla tónlist. Besta skor í golfi: 72 högg á Hvaleyrarvelli í Keili. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Get ekki valið á milli Jordan Spieth eða Rory McIlroy. Besta vefsíðan: Golf.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að týna bolta. Driver: Ping G30 (10 gráður). Brautatré: Callaway X-Hot (15 gráður). Blendingur: Ping G30 (19 gráður) Ping i20 (23 gráður). Járn: Ping i20 (w-5). Fleygjárn: Titlest vokey 52 gráður og Ping 54 og 60 gráður. Pútter: Oddessey White hot. Hanska: Callaway. Skór: Ecco street. Golfpoki : Ecco. Kerra: Clicgear.

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Skemmtilegast að keppa og spila með vinum

manni fyrir léleg högg en verðlaunar mann fyrir góð högg. Siðan eru það Hvaleyrar­ völlur og Strandarvöllur en það er völlurinn sem ég byrjaði að spila á.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Tíunda holan á Hellu, hún býður upp á gott skor. Síðan er það fimmtánda holan í Keili, hún er rosalega flott og maður getur spilað hana á marga mismunandi vegu. Fyrsta holan á Las Colinas á Spáni er alveg frábær og ein fallegasta og skemmtilegasta hola sem ég spila.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Mér finnst rosalega gaman að því að fara á hestbak. Ég á hest og ég reyni að komast á bak eins oft og ég get.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er í Flensborg á þriðja ári.“


HARPA · ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN · HÁSKÓLABÍÓ SKRÁNING Á

VISIR.IS 25. OK TÓBER ·

SILFURBERG Í

HÖRPU

STTA!ND? U A L R E Ð I Ð R O AÐ VERA MEÐ UPPIS

L A NG A R Þ

IG

4 DAGAR 7 SÝNINGAR 30 GRÍNISTAR! 9 ATRIÐI Á EINNI SÝNINGU!

S UPP

23. OKTÓBER · SILFURBERG Í HÖRPU

! E LT FRÁ

US A

OG

E NOR

24. OKTÓBER · SILFURBERG Í HÖRPU

G I!

24. OKTÓBER · SILFURBERG Í HÖRPU

ÞÓRDÍS NADIA HITAR UPP

Á IR ÖRF

A MI Ð

R

I EF T

R!

FRÁ

24. OKTÓBER · SILFURBERG Í HÖRPU

GABRIEL IGLESIAS

MARTIN MORENO - LARRY OMAHA - MARTIN MONROE

HITA UPP

NB EDI

URG

H

T FES

I VA

I L FR

NGE

!

E

FY KKI

R IR

KV V IÐ

ÆM

25. OKTÓBER · ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN

30. OKTÓBER · HÁSKÓLABÍÓ

BYLGJA BABÝLÓNS OG KAI HUMPHRIES HITA UPP

BJÖRN BRAGI OG HUGLEIKUR DAGSSON HITA UPP

MIÐASALA Á TIX.IS OG Í SÍMA 551 3800 MIÐASALA FER FRAM Á TIX NÁNAR Á WWW.SENA.IS/RCF LÉTTÖL

A


Þarf að laga hugarfarið – Hola í höggi á Hellishólum í sveitakeppni er hápunkturinn hjá Viktori Inga Viktor Ingvi Einarsson er í 10. bekk í Seljaskóla í Reykjavík. Hann hóf að æfa golf með GR eftir að hafa farið á golfnámskeið hjá GR og eftir það var ekki aftur snúið. Hinn 15 ára gamli kylfingur hefur sett sér skýr markmið en hann er með 4,5 í forgjöf og hefur náð prýðisárangri á undanförnum misserum á Íslandsbankamótaröð unglinga.

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég fór á sumarnámskeið hjá GR þegar ég var sjö ára og byrjaði að æfa hjá GR í kjölfarið.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að spila í góðum félags­skap og þegar það gengur vel.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að komast í háskóla­golf í Bandaríkjunum og fara á PGA- eða Evrópumótaröðina sem atvinnumaður.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Ég get slegið boltann vel.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Ég þarf að laga hugarfarið og sálfræðiþáttinn.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég fór holu í höggi í sveita­ keppninni fyrir tveimur árum, á 17. holunni á Hellishólum.“ Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég man það ekki.“ Draumaráshópurinn? „Phil Mickelson, Rory McIlroy og Tiger Woods.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Selsvöllur á Flúðum, vegna þess að hann er léttur ef þú ert beinn og það er mikið af trjám á vellinum.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „17. holan á Urriðavelli á Oddi vegna þess að það er hægt að slá inn á flötina með góðu drævi, 16. á Hamarsvelli í Borgarnesi, hún er stutt en vatnið gerir hana krefjandi, og 15. brautin á Grafarholtsvelli. Hún er löng en það er ekki hægt að sækja á pinnann út af vatninu fyrir framan flötina.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Ég er í Seljaskóla og er í 10. bekk.“

80

Staðreyndir Nafn: Viktor Ingi Einarsson. Aldur: 15 ára. Forgjöf: 4,5. Uppáhaldsmatur: Fiskibollur hjá ömmu. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: 56 gráður. Ég hlusta á: Allskonar tónlist. Besta skor í golfi: 72 högg á hvítum á Korpunni. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger. Besta vefsíðan: Kylfingur.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Að slá út fyrir vallarmörk. Dræver: Callaway x2 hot. Brautartré: Callaway Big Bertha 3 tré og Mizuno 5 tré. Blendingur: Callaway x2 hot. Járn: Mizuno JPX 825 pro. Fleygjárn: Mizuno mp-t4. Pútter: Cleveland Classic 4,5. Hanski: Srixon. Skór: Ecco. Poki: Callaway eða Sun Mountain Kerra: ClicGear

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þarf að laga hugarfarið

MX-Við


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Stórkostleg upplifun

– Gísli Sveinbergsson stefnir á að komast í Ryderlið Evrópu „Þetta mót var stórkostleg upplifun fyrir mig og okkur allar sem voru valdir. Það er risastór heiður að vera valinn í þetta úrvalslið og ég kynntist mörgum í þessari ferð og eignaðist nýja vini,“ segir Keilismaðurinn Gísli Sveinbergsson sem náði fínum árangri með úrvalsliði Evrópu sem lék gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands í Jacques Leglise Trophy keppninni í lok ágúst. Gísli er fyrsti íslenski kylfingurinn sem valinn er í úrvalsliðið en alls voru 18 kylfingar í þessari keppni. Við valið var tekið mið af stöðu þeirra á heimslista. Aðeins bestu yngri kylfingar Evrópu komu því til greina í þessa keppni. Gísli vann tvo leiki, tapaði einum og gerði eitt jafntefli en keppnin fór fram á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. „Öll umgjörð mótsins var frábær og evrópska golfsambandið sá vel um okkur. Royal Dornoch golfvöllurinn í Skotlandi er sá besti sem ég hef leikið á í Skotlandi, fallegur völlur og gríðarlega krefjandi.“ Keppnin endaði með jafntefli, 12½ - 12½, og segir Gísli að keppnin hafi verið glerhörð frá upphafi. „Þetta var hörð keppni og

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

okkur langaði virkilega að skila inn sigri fyrir Evrópuliðið. Það var baráttuandi hjá báðum liðum og menn gáfu allt í þetta þrátt fyrir að andrúmsloftið væri vinalegt hjá hópnum á kvöldin þegar keppni var lokið. Gísli segir að þessi keppni gefi sér aukið sjálfstraust til þess að halda áfram og setja sér ný markmið. Draumurinn sé að komast í Ryderlið Evrópu. „Já, ég leyni því ekkert að ég stefni á að komast í Ryderlið Evrópu einhvern tímann. Með vinnusemi og þolinmæði þá er allt hægt,“ sagði Gísli Sveinbergsson er hann er fluttur til Bandaríkjanna þar sem hann stundar nám í Kent State háskólanum í Ohio-fylki.


Þú getur meira með

ENNEMM / NM66350

Fyrirtækjalausnum Símans

FYRIRTÆKJALAUSNIR

Fyrirtækjaþjónusta Símans finnur lausnina sem hentar þínu fyrirtæki. Síminn býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á fjölbreyttar lausnir sem henta rekstrinum. Starfsfólk þitt getur því einbeitt sér ótruflað að sínu verksviði og Síminn sér alfarið um rekstur, viðhald og öryggi kerfanna. Þú sérð áhyggjulaus um þitt – við sjáum um hitt. Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is.


Kylfuberinn bjargaði

Jason Day – Ástralinn sigraði á sínu fyrsta risamóti á nýju risamótsmeti Jason Day kynntist golfíþróttinni í gegnum föður sinn, Alvin, sem var af írskum ættum. Móðir hans, Dening, fæddist á Filippseyjum en flutti til Ástralíu á áttunda áratug síðustu aldar.

Nafn: Jason Day Fæddur: 12. nóvember 1987 í Beaudesert, Queensland í Ástralíu. Hæð: 1.82 m. Þyngd: 88.5 kg. Atvinnukylfingur frá árinu 2006. Sigrar á atvinnumótum: 11. PGA: 6. Evrópumótaröðin: 2. Web.com: 1. Aðrar mótaraðir: 4.

Besti árangur á risamótum: Masters: 2. sæti: 2011. Opna bandaríska: 2. sæti: 2011, 2013. Opna breska: 4. sæti: 2015. PGA meistaramótið: 1. sæti: 2015.

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfuberinn bjargaði Jason Day

Jason Day með Wanamaker Trophy verðlaunin sem hann fékk eftir sigurinn á PGA meistaramótinu.


Á mikið inni: Jason Day ætlar sér enn stærri hluti í framtíðinni en hann er 27 ára gamall og á nóg eftir.


Swatton breytti lífi Day

Bjargvætturinn: Col Swatton gengur hér með Jason Day á St. Andrews á Opna breska meistaramótinu 2015.

Þegar Day var sex ára skráði faðir hans soninn í Beaudesert golfklúbbinn. Day mátti á þeim tíma leika sex holur á dag og hann náði fljótlega góðum tökum á golfinu. Átta ára gamall flutti Day með fjölskyldu sinni til Rockhampton en allt breyttist í lífi fjölskyldunnar fjórum árum síðar þegar faðir hans lést úr magakrabbameini. Day fór út af sporinu á þessum tíma og byrjaði að drekka áfengi og lenti í ýmsum atvikum þar sem slagsmál komu við sögu. Hann var ekki á góðum stað í lífinu þegar móðir hans greip inn í atburðarásina. Móðir hans ákvað að senda Day í alþjóðlegan heimavistarskóla í Kooralbyn þar sem golfvöllur var í næsta nágrenni við skólann. Day komst þar að í golfakademíu og þar hitti hann fyrir þjálfarann Col Swatton sem átti eftir að gjörbreyta lífi Day. Í dag er Swatton kylfuberi hjá Day á atvinnumótaröðunum.

Tiger Woods áhrifavaldur Á heimavistinni fékk Day lánaða bók um Tiger Woods hjá herbergisfélaga sínum. Bókin hafði þau áhrif á Day að hann fór að nýta hverja einustu stund til þess að æfa sig.

Snemma morguns áður en skólinn byrjaði, í hádegishléinu og langt fram á kvöld. Hann landaði sínum fyrsta stóra sigri á ástralska unglingameistaramótinu þar sem hann sigraði í flokki 13 ára með því að leika á 87-78-76-76. Day þurfti að hafa verulega fyrir því að komast inn á PGA-mótaröðina. Hann fékk mörg boð árið 2006 frá mótshöldurum og náði að komast í gegnum niðurskurðinn á fimm af fyrstu sex mótunum. Hann fór samt sem áður á úrtökumótið fyrir PGAmótaröðina og var 15 höggum frá því að komast í gegnum lokastigið og í hóp þeirra sem fengu keppnisrétt á PGA. Hann lék á Nationwide-mótaröðinni á næsta tímabili sem er í dag Web.com-mótaröðin og náði að enda á meðal fimm efstu á stigalistanum. Þar með fékk hann keppnisrétt á PGAmótaröðinni. Hann fagnaði sínum fyrsta PGA-sigri árið 2010 á Byron Nelson mótinu og er yngsti kylfingurinn frá Ástralíu sem hefur sigrað

Peningar drifkrafturinn Á fyrstu árum Day sem atvinnu­ kylfingur hugsaði hann meira um að fá verðlaunafé en að standa uppi sem sigurvegari. Peningar voru drif­ krafturinn og hann vildi launa móður sinni, Dening, fyrir þær fórnir sem hún færði til þess að hann gæti leikið golf. „Móðir mín veðsetti húsið í botn til þess að ég gæti farið í golfakademíuna í heima­vistar­skólanum. Við vorum fátæk. Hún skar grasið fyrir framan húsið okkar með hníf þegar hún hafði

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfuberinn bjargaði Jason Day

ekki efni á því að láta laga sláttuvélina, við hituðum vatn í katli til þess að nota í sturtuna því hitatankurinn var bilaður. Þetta var ekki auðvelt.“ Peningar eru ekki áhyggjuefni fyrir Day í dag því hann hefur unnið sér inn 3,3 milljarða kr. í verðlaunafé og þar fyrir utan fær hann háar fjárhæðir frá samstarfsaðilum á borð við Taylor Made/Adidas. Á þessu tímabili hefur Day unnið sér inn 1,2 milljarða kr. eða 100 milljónir kr. að meðaltali á mánuði.

Col Swatton er bæði þjálfari og kylfuberi Jasons Day. Swatton er maðurinn sem kom Day á beina braut í lífinu þegar þeir kynntust í heimavistarskóla þar sem Day var tólf ára nemandi og Swatton var golfkennarinn. „Það er ekki létt fyrir tólf ára barn að missa föður sinn – það var erfiður tími. Ég missti agann þar sem faðir minn var sá sem hélt uppi aganum. Ég fór að drekka áfengi en krakkar á þessum aldri gera ekki slíka hluti. Á þessum tíma fór ég í veislur með kunningjum mínum og vaknaði á stöðum sem ég vissi ekki að ég hefði verið á. Ég get ekki ímyndað mér á hvaða stað ég væri í lífinu ef ég hefði ekki hitt Col Swatton. Hann tók strák sem var á leiðinni í eitthvert rugl og gerði meistara úr honum. Hann skiptir mig öllu máli og ég elska hann.” á PGA-móti. Frá þeim tíma hefur Day stöðugt bætt leik sinn og hann endaði í öðru sæti á Mastersmótinu árið 2011 á eftir Charl Schwartzel frá Suður-Afríku. Annað sætið á risamóti átti eftir að verða kunnuleg staða fyrir Day allt þar til hann braut ísinn á PGA-meistaramótinu í ágúst s.l. þar sem hann fagnaði sínum fyrsta sigri á risamóti. Day lék frábært golf á Whistling Straits vellinum og endaði á 20 höggum undir pari vallar sem er met á risamóti. Day var sjóðandi heitur á haustmótunum og í FedEx úrslitakeppninni þar sem hann náði einstökum árangri. Hann sigraði á tveimur af alls fjórum mótum í FedEx úrslitakeppninni en það dugði hinsvegar ekki til sigurs í heildarkeppninni þar sem Jordan Spieth fagnaði sigri á lokamótinu og í heildarstigakeppninni.

Lokastaða efstu kylfinga á PGA-meistaramótinu 1. Jason Day, Ástralía -20 (68-67-66-67) 2. Jordan Spieth, Bandaríkin -17 (71-67-65-68) 3. Branden Grace, Suður-Afríka -15 (71-69-64-69) 4. Justin Rose, England -14 (69-67-68-70) 5.-6. Brooks Koepka, Bandaríkin -13 (73-69-67-66) 5.-6. Anirban Lahiri, Indland -13 (70-67-70-68)


GOLFFERÐIR Á

BELFRY

THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1985, 1989, 1993, 2001

Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001

Verð frá kr. 139.000 á mann í tvíbýli.

„Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan. Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu flugi til Birmingham.“ Páll Ketilsson – ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og kylfingur.is „Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun, þá er Belfry málið. Þetta er draumaferðin.“

„Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar fundið alltaf eitthvað fyrir sitt hæfi. Vill fá að þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri til að njóta þessa alls í frábærum félagskap á topp stað … og ég kem örugglega aftur … og aftur …“ Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun

Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri, GB ferðir

Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000


– Inbee Park hefur sigrað á tveimur risamótum á árinu Inbee Park hefur á undanförnum misserum verið í fremstu röð atvinnu­ kylfinga í kvennaflokki og náð ótrúlegum árangri. Park, sem er fædd í Suður-Kóreu, hefur frá 12 ára aldri verið búsett í Bandaríkjunum. Foreldar hennar fluttu frá heimalandinu til þess að hún gæti fengið enn betri tækifæri til þess að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Park hefur verið búsett í Nevada fylki í Las Vegas og hún sýndi fljótlega mikla hæfileika á barna- og unglingamótum í Bandaríkjunum. Hin 27 ára gamla Park hefur sigrað á sjö risamótum frá því hún gerðist atvinnu­ kylfingur árið 2006. Alls hefur hún sigrað á 24 atvinnumótum þar af 16 á bandarísku LPGA mótaröðinni. Á þessu ári hefur hún sigrað á tveimur risamótum en risamótin í kvennagolfinu eru fimm á hverju ári en fjögur í karlagolfinu.

88

Evian-meistaramótið sem fram fer í Frakk­ landi árlega er eina risamótið sem Park hefur ekki náð að vinna en hún varð í tíunda sæti árið 2014 sem er besti árangur hennar á því móti. Þegar Park var 17 ára gömul sótti hún um undanþágu til þess að gerast atvinnu­ kylfingur og leika á LPGA-mótaröðinni. Sökum aldurs fékk hún ekki inngöngu en

Efstu kylfingarnir á Opna breska á Turnberry: 1. Inbee Park, Suður-Kórea 276 högg (-12) 2. Jin-Young Ko, Suður-Kórea 279 högg (-9) 3.- 4. So Yeon Ryu, Suður-Kórea 280 högg (-8) 3. -4. Lydia Ko, Nýja-Sjáland 280 högg (-8) 5. Suzann Pettersen, Noregur 281 högg (-7) GOLF.IS

Park lék þá á Future-atvinnumótaröðinni og náði ellefu sinnum að vera á meðal tíu efstu. Hún endaði á meðal þriggja efstu á peningalistanum og tryggði sér sæti á LPGA-mótaröðinni í kjölfarið. Það hefur gengið vel hjá Park að vinna fyrir sér og sínum eftir að hún gerðist atvinnu­ kylfingur. Frá árinu 2006 hefur hún náð að vinna sér inn tæplega 1,6 milljarða kr. í verðlaunafé. Það sem af er þessu ári hefur Park unnið sér inn um 300 milljónir kr. en hún fékk tæplega 60 milljónir kr. fyrir sigurinn á Opna breska meistaramótinu í sumar. Mótið fór fram á hinum sögufræga Turnberry velli í Skotlandi.

Sigrar Park á risamótum: ANA Inspiration: 2013. PGA-meistaramótið: 2013, 2014, 2015. Opna bandaríska meistaramótið: 2008, 2013. Opna breska meistaramótið: 2015. Evian meistaramótið:


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Gunnar og Hansína Gunnar Geir Gústavsson úr GV og Hansína Þorkelsdóttir úr GKG fögnuðu sigri á Íslands­ móti +35 sem fram fór í Vest­ manna­eyjum um miðjan ágúst. Upphaflega átti mótið að fara fram í Þorláks­ höfn en mótið var síðan fært til Eyja og fór því fram á óhefð­bundnum tíma.

meistarar

Meistarar: Gunnar og Hansína með verðlaunagripina í Eyjum

– vel heppnað Íslandsmót +35 í Vestmannaeyjum Leiknar voru 27 holur á tveimur keppnisdögum en keppni var frestað á fyrsta keppnisdegi vegna veðurs og var því brugðið á það ráð að leika eina og hálfa umferð á síðustu tveimur keppnisdögunum. Mótið tókst ljómandi vel en um 50 keppendur tóku þátt. Töluverð forföll voru hjá keppendum vegna veðurs og komust margir þeirra ekki til Eyja í tæka tíð.

1. flokkur karla: 1. Gunnar Geir Gústafsson, GV (79-68-67) 214 -4 2. Jón Andri Finnsson, GR (75-78-76) 229 +19 3.-4. Börkur Geir Þorgeirsson, GR (76-79-76) 231 +21 3.-4. Páll Ólafsson (77-75-79) 231 +21

1. flokkur kvenna: 1. Hansína Þorkelsdóttir, GKG (79 -79-84) 242 +32

2. flokkur karla: 1. Sighvatur Bjarnason, NK (80-76 -82) 238 +28 2. Bjarki Guðnason, GV (80-83-76) 239 +29 3. Guðjón Steinarsson, GO (81-77 -82) 240 +30

2. flokkur kvenna: 1. Alda Harðardóttir, GKG (98-86-93) 277 +67 2. Katrín Harðardóttir, GV (93 -93-92) 278 +68 3. Björg Sæmundsdóttir, GP (98-93-93) 284 +74

3. flokkur karla: 1. Kristófer Helgi Helgason, GV (96-99-96) 291 +81 2. Óðinn Kristjánsson, GV (91-98-102) 291 +81 3. Sigurjón Birgisson, GV (101-93-100) 294 +84

3. flokkur kvenna:

Verðlaunahafarnir á +35 í Eyjum skemmtu sér vel á lokahófinu

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gunnar og Hansína meistarar

1. Ruth Einarsdóttir, GK (99-101-101) 301 +91 2. Signhild Birna Borgþórsdóttir, GKG (101-105-96) 302 +92 3. Sybil Gréta Kristinsdóttir, GO (103-100-100) 303 +93



Hörð barátta um titlana á Það var hörð barátta um Íslandsmeistaratitlana sem í boði voru á Íslandsmóti unglinga á Íslands­banka­mótaröðinni sem fram fór á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík 17.–19. júlí sl. Keppt var í þremur aldurs­flokkum hjá báðum kynjum, 14 ára og yngri, 15–16 ára og 17–18 ára. Lokakeppnisdagurinn var gríðarlega spennandi þar sem úrslitin réðust í umspili og bráða­bana í nokkrum flokkum. Veðrið lék við keppendur alla þrjá keppnisdagana en Sjórinn og Áin voru leikin í þessu móti.

15% afsláttur af öllum gripum og frí ásetning

Eru gripin þín gömul og slitin? Ekki láta léleg grip skemma fyrir þér hringinn. Komdu við í Golfskálanum, við metum gripin, gefum ráðleggingar um þrif og ef ekkert dugar þá erum við með gott úrval af gipum fyrir þínar kylfur, bæði á kylfurnar og pútterinn.

92

GOLF.IS

Í


Íslandsbankamótaröðinni

Frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Hlynur Bergsson(GKG), Ingvar Andri Magnússon (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR); Ólöf María Einarsdóttir (GHD), Andrea Ásmundsdóttir (GA).


Hlynur Bergsson úr GKG fagnaði sigri í flokki 17-18 ára.

Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigraði í flokki 17-18 ára eftir umspil.

Leikið var af hvítum teigum eða öftustu keppnisteigum í tveimur elstu aldursflokkunum hjá drengjunum en af bláum teigum hjá stúlkunum í tveimur elstu aldursflokkunum. Leikið var af rauðum teigum í yngsta aldursflokknum hjá stúlkunum og af bláum teigum í 14 ára og yngri flokknum hjá drengjunum. Í fyrsta sinn í sögu Íslandsmótsins var sýnt beint frá viðburðinum í sjónvarps­ útsendingu. Á vef Sporttv.is var hvert einasta högg á 6. braut Korpúlfsstaðavallar

sýnt á síðustu tveimur keppnisdögunum, laugardag og sunnudag. Tvær myndavélar voru notaðar til þess að sýna frá þessari glæsilegu holu og Jón Júlíus Karlsson var

Piltar:

Stúlkur:

17 – 18 ára (45 keppendur):

17 –18 ára (14 keppendur):

1. Hlynur Bergsson, GKG 224 högg (75-71-78) (+8)

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 228 högg (79-71-78) (+12)

2. Hákon Örn Magnússon, GR 225 högg (77-75-73) (+9)

2. Saga Traustadóttir, GR 228 högg (76-76-76) (+12)

3. Henning Darri Þórðarson, GK 225 högg (78-74-73) (+9)

*Ragnhildur sigraði eftir þriggja holu umspil.

4. Eggert Kristján Kristmundsson, GR 225 högg (74-74-77)(+9) *Hákon hafði betur í bráðabana um annað sætið og Henning varð þriðji.

3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK 236 högg (75-79-82) (+20)

5.–6. Einar Snær Ásbjörnsson, GR 226 högg (76-75-75) (+10) 5.–6. Fannar Már Jóhannsson, GA 226 högg (74-75-77) (+10)

15 – 16 ára (35 keppendur): 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 225 högg (73-77-75) (+9) 2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 226 högg (68-76-82) (+10) 3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 227 högg (77-73-77) (+11) 4. Björgvin Franz Björgvinsson, GM 232 högg (80-75-77) (+16) 5. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 234 högg (84-71-79) (+18)

14 og yngri (26 keppendur): 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 223 högg (74-74-75) (+7)

94

á svæðinu sem lýsti því sem fyrir augu bar. Sannarlega glæsilegt framtak og voru keppendur ánægðir með þessa tilraun. Að mótinu loknu var sameiginlegt lokahóf hjá keppendum á Íslandsbankamótaröðinni og Áskorendamótaröðinni í golfskálanum á Korpunni. Fjölmiðlastjarnan Auddi Blö stýrði lokahófinu sem tókst frábærlega vel og var fjölmenni samankomið.

4. Eva Karen Björnsdóttir, GR 238 högg (80-80-78) (+22) 5.–6 Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 243 högg (77-81-85) +27 5.–6. Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS 243 högg (76-82-85) +27

15–16 ára (11 keppendur): 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 238 högg (79-79-80) (+22) 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 250 högg (80-84-86) (+34) 3. Zuzanna Korpak, GS 261 högg (82-90-89) (+45) 4. Sunna Björk Karlsdóttir, GR 266 högg (83-97-86)(+50) 5. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 267 högg (88-84-95) (+51)

14 ára og yngri (8 keppendur): 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 253 högg (84-83-86) (+37)

2. Kristófer Karl Karlsson, GM 225 högg (74-75-76)225 (+9)

2. Kinga Korpak, GS 253 högg (80-82-91) (+37) *Andrea sigraði eftir þriggja holu umspil.

3. Andri Már Guðmundsson, GM 226 högg (76-77-73) (+10)

3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 260 högg (89-84-87) (+44)

4. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 232 högg (73-79-80) (+16)

4. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 262 högg (89-83-90) (+46)

5. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 235 högg (77-78-80) (+19)

5. Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG 280 högg (92-97-91) (+64)

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót unglinga


Hluti af fjölskyldunni í 60 ár


– Fjórði sigur GR kylfingsins á Íslandsbankamótaröðinni Fimmta mótið af alls sex á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi dagana 21.-23. ágúst sl. Rúmlega 100 keppendur tóku þátt. Ingvar Andri Magnússon úr GR náði besta skorinu en hann lék 36 holur á þremur höggum undir pari af gulum teigum. Þetta er í fjórða sinn á þessu tímabili sem Ingvar Andri fagnar sigri í 15-16 ára flokknum á Íslands­ bankamótaröðinni en hann er Íslandsmeistari í þessum flokki.

Henning Darri Þórðarson úr GK slær hér upphafshöggið á 1. teig á öðrum keppnisdegi en hann sigraði í flokki 17-18 ára.

Að venju voru leiknar 54 holur í elsta aldursflokknum hjá báðum kynjum á þremur keppnisdögum en aðrir flokkar léku 36 holur á tveimur keppnis­dögum. Veðrið og aðstæður á Hamarsvelli voru góðar alla þrjá keppnis­dagana en völlurinn hefur sjaldan verið í betra ástandi. Henning Darri Þórðarson, GK, sigraði í flokki 17-18 ára en þetta var annar sigur hans á mótaröðinni á þessu tímabili. Ólöf María Einarsdóttir úr GHD sem er Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára sigraði einnig á sínu öðru móti. Saga Traustadóttir, fagnaði sigri á öðru móti sínu í sumar. Kristófer Karl Karlsson úr GM fagnaði sínum öðrum sigri á mótaröðinni í flokki 14 ára og yngri. Andrea Ýr Ásgrímsdóttir úr GA sigraði á sínu þriðja móti í flokki 14 ára og yngri.

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ingvar Andri á besta skorinu



Ólöf María Einarsdóttir frá Hamri Dalvík slær hér annað höggið á 18. braut á öðrum keppnisdegi. Hún sigraði í flokki 15-16 ára.

Stúlkur: 14 ára og yngri (rauðir teigar): 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 166 högg (82-84) +25 2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 169 högg (83-86) +28 3. Herdís Lilja Þórðardóttir, GKG 176 högg (86-90) +35

15-16 ára (bláir teigar): 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 156 högg (76-80) +15 2. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 172 högg (87-85) +31 3. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 175 högg (88-87) +34

17-18 ára (gulir teigar): 1. Saga Traustadóttir, GR 228 högg (76-74-78) + 16 2. Alexandra Eir Grétarsdóttir, GOS 241 högg (78-84-79) +29 3. Elísabet Ágústsdóttir, GKG 243 högg (83-79-81 +31 Veðrið var gott á Hamarsvelli á meðan mótið fór fram. Hér slær Skagamaðurinn Ísak Örn Elvarsson inn á 8. flötina.

4. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-86-80) +32 5. Freydís Eiríksdóttir, GKG 249 högg (81-83-85) +37

Piltar:

98

14 ára og yngri (bláir teigar):

15-16 ára (gulir teigar):

17-18 ára (hvítir teigar):

1. Kristófer Karl Karlsson, GM 147 högg (78-69) +6

1. Ingvar Andri Magnússon, GR 138 högg (70-68) - 3

1. Henning Darri Þórðarson, GK 214 högg (71-72-71) +2

2.-3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 150 högg (76-74) +9

2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 144 högg (72-72) + 3

2. Hlynur Bergsson, GKG 221 högg (80-69-72) +9

2.-3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 150 högg (73-77) +9

3. Viktor Ingi Einarsson, GR 148 högg (74-74) + 7

3. Björn Óskar Guðjónsson, GM 222 högg (75-73-74) +10

4. Böðvar Bragi Pálsson, GR 153 högg (74-79) +12

4. Birkir Orri Viðarsson, GS 149 högg (75-74) + 8

4.-5. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (71-76-79) +14

5. Lárus Ingi Antonsson, GA 154 högg (79-75) + 13

5. Elvar Már Kristinsson, GR 150 högg (74-76) + 9

4.-5. Vikar Jónasson, GK 226 högg (75-75-76) +14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ingvar Andri á besta skorinu


Við látum það berast

NÁÐU MARKVISST Í ÞINN MARKHÓP MARKHÓPADREIFÐUR FJÖLPÓSTUR er hagkvæm og markviss leið sem sameinar kosti fjölpósts og markpósts og gefur þér möguleika á að ná til nákvæmlega rétta hópsins.

70% KVENNA LESA FJÖLPÓST

„Hröð og góð þjónusta.“ Þóra Kolbrún Magnúsdóttir Þjónustustjóri hjá Eddu

VIÐ GETUM AÐSTOÐAÐ VIÐ AÐ NÁ ÁRANGRI VIÐ DREIFUM INN Á 80.000 HEIMILI SEX DAGA VIKUNNAR

70% www.postdreifing.is


Erfiðar aðstæður á Hvaleyrinni Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á frábærum golfvelli hjá Keili Lokamót Íslandsbankamótaraðar barna og unglinga fór fram 4.-6. september á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði hjá Golfklúbbnum Keili. Þetta var sjötta mót tímabilsins og að venju voru vel á annað hundrað keppendur sem tóku þátt. Aðstæður á Hvaleyrarvelli voru erfiðar alla þrjá keppnisdagana en keppendur létu það ekki á sig fá á frábærum golfvelli. Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og voru keppendur um 120. Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar fer fram í október og verður mótaröðinni gerð ítarlegri skil í desemberblaði Golf á Íslandi. Piltar:

Stúlkur:

14 ára og yngri: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (75-76) 151 högg +9 2. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV (74-80) 154 högg +12 3. Böðvar Bragi Pálsson, GR (81-79) 160 högg +18 4. Lárus Ingi Antonsson, GA (80-81) 161 högg +19 5. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (82-80) 162 högg +20

14 ára og yngri: 1. Kinga Korpak, GS (93-86) 179 högg +37 2. Eva María Gestsdóttir, GKG (95-89) 184 högg +42 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (87-97) 184 högg +42 4. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (100-92) 192 högg +50 5. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (95-97) 192 högg +50

15–16 ára: 1. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (75-70) 145 högg (+3) 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (72-73) 145 högg (+3) *Ragnar sigraði eftir umspil. 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (79-69) 148 högg (+6) 4. Ólafur Andri Davíðsson, GK (75-74) 149 högg (+7) 5. Ingvar Andri Magnússon, GR (74-76) 150 högg (+8)

15–16 ára: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD (82-76) 158 högg +16 2. Zuzanna Korpak, GS (83-90) 173 högg +31 3. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR (87-87) 174 högg +32 4. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (94-85) 179 högg +37 5. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (101-88) 189 högg +47

17–18 ára: 1. Henning Darri Þórðarson, GK (72-76-76) 224 högg +11 2.-3. Björn Óskar Guðjónsson, GM (78-77-70) 225 högg +12 2.-3. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (74-78-73) 225 högg +12 4. Birgir Björn Magnússon, GK (73-77-78) 228 högg +15 5. Vikar Jónasson, GK (74-75-79) 228 högg +15

100

GOLF.IS

17–18 ára: 1. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-77-82) 237 högg +24 2. Saga Traustadóttir, GR (81-80-83) 244 högg +31 3. Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK (80-84-81) 245 högg +32 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-86-83) 246 högg +33 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (82-86-81)249 högg +36


Verðlaunahafar í flokki 14 ára og yngri: Frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri GSÍ, Böðvar Bragi Pálsson, Kristófer Tjörvi Einarsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Kinga Korpak, Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir og Davíð Arnar Þórsson.

Verðlaunahafar í flokki 15-16 ára: Frá vinstri: Björgvin Ingi Ólafsson frá Íslandsbanka, Zuzanna Korpak, Arnór Snær Guðmundsson, Ólöf María Einarsdóttir, Ragnar Már Ríkharðsson, Gerður Hrönn Ragnars­ dóttir, Kristján Benedikt Sveinsson og Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri GSÍ.

Verðlaunahafar í flokki 17-18 ára: Frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir gjaldkeri GSÍ, Björn Óskar Guðjónsson, Fannar Ingi Steingrímsson, Henning Darri Þórðarson, Eva Karen Björns­ dóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Saga Traustadóttir og Davíð Arnar Þórsson frá Keili.

GOLF.IS

101


Er boltinn hans Kristjáns týndur?

Kristján sló upphafshögg sitt á 4. holu langt út í karga. Þar sem hann óttaðist að boltinn myndi ekki finnast sló Kristján varabolta sem hafnaði á miðri braut. Eftir að hafa leitað að upphaflega boltanum í u.þ.b. þrjár mínútur sagði Kristján: „Æ, ég nenni þessu ekki lengur, ég slæ bara varaboltann“ og gekk í áttina að varaboltanum. Um það bil sem hann kemur að varaboltanum á brautinni finnur Albert, meðkeppandi Kristjáns, upphaflega boltann. Er upphaflegi boltinn týndur, fyrst Kristján var búinn að lýsa því yfir að hann væri hættur að leita og ætlaði að slá varaboltann?

Nei. Það skiptir engu máli þótt Kristján hafi sagt að hann ætlaði að nota varaboltann. Sá misskilningur er útbreiddur að kylfingur geti lýst bolta sinn týndan. Hugsanlegt er að þessi misskilningur eigi rót í því að áður fyrr var þetta mögulegt. Árið 1956 var eftirfarandi setningu bætt inn í skilgrein­ inguna á týndum bolta: „Leikmaðurinn getur lýst bolta sinn týndan án þess að leita í fimm mínútur“. Þessi setning var fjarlægð úr reglunum átta árum síðar. Síðustu 50 árin höfum við því ekki getað lýst boltann okkar týndan. Ef upphaflegi boltinn finnst innan vallar og innan fimm mínútna frá því byrjað var að leita að honum er varaboltinn úr leik og við verðum að halda áfram leik með upphaflega

Bolti í sprungu Kristján átti mjög slæmt högg á 8. holu. Boltinn fór út í hraun og allir keppendurnir í ráshópnum sáu boltann lenda ofan í sprungu. Þegar þeir komu að sprungunni sáu þeir bolta, en hann sneri þannig að engar merkingar sáust á honum. Boltinn var djúpt ofan í sprungunni þannig að ekki var hægt að ná til hans. Mátti Kristján dæma boltann ósláanlegan og taka víti við sprunguna? Nei, því boltinn var týndur samkvæmt golfreglunum. Skilgreiningin á týndum bolta segir m.a. að boltinn dæmist týndur ef „[h]ann finnst ekki eða leikmaður þekkir hann ekki sem sinn bolta innan fimm mínútna frá því að lið leikmannsins, kylfuberi hans eða kylfuberar liðsins, hófu leit að honum“.

102

DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com



varð að fara aftur á teiginn og slá þriðja höggið þaðan. Sama á við um Albert.

Bolti í djúpum polli

boltanum. Kristján átti þann kost að sleppa því að leita að upphaflega boltanum. Ef hann hefði gengið beint að varaboltanum og leikið honum af stað sem er álíka langt frá holunni og upphaflegi boltinn var talinn vera, eða nær holunni, hefði varaboltinn verið kominn í leik í stað upphaflega boltans.

Ómögulegt að þekkja boltana í sundur Lendingarsvæðið fyrir upphafshögg á 11. holu sést ekki frá teignum. Kristján og Albert áttu mjög svipuð upphafshögg, vinstra megin á braut. Þegar þeir komu að lendingarsvæðinu lágu tveir boltar hlið við hlið vinstra megin á brautinni. Þá uppgötvuðu þeir félagarnir að þeir höfðu báðir slegið ómerkta Titleist DT SoLo bolta nr. 2. Ómögulegt var að þekkja boltana í sundur og ákvarða hvor átti hvorn bolta. Hvað var til ráða?

104

GOLF.IS

Kristján var nú í sömu stöðu og þegar bolt­inn hans hafnaði í hraunsprungunni á 8. holu, þ.e. hann sér bolta en getur ekki þekkt hann sem sinn. Boltinn sem Kristján sló af teignum taldist því týndur og Kristján

Á 13. holu missti Kristján upphafshögg sitt til vinstri og boltinn sást hafna í stórum polli sem hafði myndast þar eftir miklar rigningar dagana á undan. Þegar Kristján kom að pollinum sá hann að pollurinn var svo djúpur að hann treysti sér ekki til vaða út í hann til að leita að boltanum. Varð Kristján að fara aftur á teiginn og taka fjarlægðarvíti? Nei. Pollurinn telst vera aðkomuvatn og þar með óeðlilegt ástand vallar. Ef bolti hafnar í óeðlilegu ástandi vallar eigum við rétt á vítalausri lausn og regla 25-1c kveður upp úr með að ekki er nauðsynlegt að finna boltann: „Ef vitað er, eða nánast öruggt, að bolti sem ekki hefur fundist sé í óeðlilegu ástandi vallar má leikmaðurinn taka lausn samkvæmt þessari reglu.“ Kristján mátti því taka vítalausa lausn úr aðkomuvatninu, með nýjum bolta. Sama regla gildir um svæði sem er merkt sem grund í aðgerð, ef vitað er eða nánast öruggt að bolti hafi hafnað í slíku svæði megum við taka vítalausa lausn úr svæðinu þótt boltinn hafi ekki fundist.

Týndur bolti í holunni? Á 16. holu, sem er par 3, var holan skorin þannig að hún sást ekki frá teignum. Kristján átti slæmt upphafshögg sem lenti í hrauni rétt hægra megin við flötina. Af teignum sást ekki hvert boltinn skoppaði. Kristján var þó nokkuð viss um að finna boltann og sló því ekki varabolta af teignum. Kristján og meðkeppendur hans leituðu að boltanum í fimm mínútur án árangurs. Kristján rölti því af stað á teiginn til að slá þriðja höggið. Meðkeppendur hans ákváðu að nýta tímann og slá sínum boltum. Þegar Albert tók flaggstöngina úr holunni sá hann bolta Kristjáns liggja þar. Var boltinn týndur, fyrst búið var að leita að honum í fimm mínútur áður en hann fannst? Nei. Kristján lauk leik á holunni þegar upphafshöggið hafnaði í holunni, sbr. reglu 1-1. Boltinn var því ekki lengur í leik og engu skipti hvort leitað var að honum eftir það. Kristján gat því glaður fagnað holu í höggi.



Glannalega góður árangur

– Frábært skor á Áskorenda­mótaröðinni á Glannavelli

Flott tilþrif á Glannavelli.

Fimmta mótið á keppnistímabilinu á Áskorenda­mótaröð Íslandsbanka fór fram á Glannavelli í Borgarfirði hjá Golfklúbbnum Glanna. Keppendurnir náðu prýðisárangri og sigurvegarinn í piltaflokki, Breki Gunnarsson Arndal úr GKG, sigraði á glæsilegu skori, þremur höggum undir pari vallar. Alls tóku 45 keppendur þátt og þar af 15 stúlkur og þátttakan var því góð. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnis­ reynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbanka­mótaröðina. Myndirnar sem fylgja tók Viktor Elvar Viktorsson.

Fimmtán stúlkur tóku þátt á Glannavelli sem er ánægjulegt.

Glannavöllur í Borgarfirði er í glæsilegu umhverfi við Bifröst.

Piltar: 17-18 ára: 1. Yngvi Marinó Gunnarsson, GOS 106 högg +36 14 og yngri: 1. Breki Gunnarsson Arndal, GKG 67 högg -3 2. Björn Viktor Viktorsson, GL 71 högg +1 3. Orri Snær Jónsson, NK 72 högg +2 4. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM 75 högg +5 5.-6. Bjarni Freyr Valgeirsson, GR 77 högg +7 5.-6. Egill Orri Valgeirsson, GR 77 högg +7

Stúlkur: 14 ára og yngri: 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 85 högg +15 2. Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK 89 högg +19 3. Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, GM 91 högg +21 4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 92 högg +22 5. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 95 högg +25

106

GOLF.IS

Grábrók og Baula gnæfa yfir Glannavelli.


Barátta við Kára

– Áskorendamótaröðinni lauk við erfiðar aðstæður á Nesvellinum Ungu kylfingarnir sem mættu til leiks á lokamót Áskorenda­mótaraðar Íslandsbanka á Nesvellinum í byrjun september fengu mikið verkefni að glíma við. Mikill vindur var á Seltjarnarnesinu þegar keppni hófst. Mótsstjórn tók ákvörðun um að fella niður síðari umferðina og voru leiknar níu holur. Tæplega 50 keppendur tóku þátt á þessu móti sem var það sjötta á tímabilinu og er óhætt að segja að kylfingarnir hafi fengið mikla eldskírn á þessum degi sem var án efa eftirminnilegur.

Úrslit urðu eftirfarandi: Drengir:

Telpur:

14 ára og yngri:

15-16 ára:

14 ára og yngri:

1. Björn Viktor Viktorsson, Leynir

1. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG

1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR

2. Orri Snær Jónsson, NK

2. Áslaug Sól Sigurðardóttir, GKG

2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM

3. Ólafur Marel Árnason, NK

3. Helga María Guðmundsdóttir, GKG

3. Árný Eik Dagsdóttir, GKG

debet | kredit Bókhaldskerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og tækni s.s. með aðlögun að spjaldtölvum og snjallsímum.

Afgreiðslukerfi dk POS er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Sérsniðnar lausnir s.s. tenging við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.

dk POS | í áskrift dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is

Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as

GOLF.IS

107


– Golfklúbbur Mosfellsbæjar skrifaði nýjan kafla í golfsöguna Golfklúbbur Mosfellsbæjar skrifaði nýjan kafla í golfsöguna með því að landa sigri í sveitakeppni karla í 1. deild sem fram fór á Hamarsvelli í Borgar­ nesi. Þetta er í fyrsta sinn sem GM tekur þátt eftir að Golfklúbburinn Kjölur og Golfklúbbur Bakkakots sameinuðust. GM er sjöundi golf­klúbb­urinn sem sigrar í efstu deild karla í sveitakeppni GSÍ frá upphafi en fyrst var keppt árið 1961 eða fyrir 54 árum. Það er óhætt að segja að sigur GM hafi komið flestum á óvart því í sveitinni voru m.a. ungir kylfingar sem unnu sér inn sæti í sveitinni nokkrum dögum fyrir mótið. Sigurpáll Geir Sveinsson íþróttastjóri GM og þjálfari liðsins lét keppa um fjögur laus sæti í sveitinni með því að leika 36 holur

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sveitakeppni GSÍ

í höggleik í aðdraganda mótsins og náðu margir ungir kylfingar að vinna sér sæti í liðinu – og þeir stóðu svo sannarlega undir þeim kröfum sem til þeirra voru gerðar. GM sigraði Keili í undanúrslitum 3/2 en Keilir hafði titil að verja í þessari keppni. Í hinni undanúrslitaviðureigninni sigraði

GKG lið GR 3/2 þar sem hinn 15 ára gamli Ingvar Andri Magnússon úr GR tryggði GR sigurinn. Í úrslitaleiknum var hart barist en Theodór Elmar Karlsson tryggði GM sigurinn með pútti fyrir fugli á 16. flöt gegn Ólafi Birni Loftssyni í 3/2 sigri. Alls var keppt í fjórum deildum í karlaflokki en fimmta deild karla fór ekki fram eins og fyrirhugað var. Alls tóku 31 golfklúbbur þátt í sveitakeppni GSÍ að þessu sinni.


Hamarsvöllur í Borgarnesi skartaði sínu fegursta á meðan sveitakepppnin fór fram. Hér er horft upp eftir 1. braut og 2. flöt.

Ert þú að fara út Golfskálinn býður upp á gott úrval af ferðapokum í öllum Big Max, Ecco við í Golfskálanum.


Sigursveit GM: Aftari röð frá vinstri: Eyjólfur Kolbeins liðsstjóri, Björn Óskar Guðjónsson, Kristján Þór Einarsson, Theodór Emil Karlsson, Aron Skúli Ingason, Stefán Þór Hallgrímsson, Davíð Gunnlaugsson, Sigurpáll Geir Sveinsson. Fremri röð frá vinstri: Björgvin Franz Björgvinsson, Sverrir Haraldsson, Kristófer Karl Karlsson, Ragnar Már Ríkarðsson og Andri Már Guðmundsson.

Sveit GKG. Frá vinstri: Derrick Moore liðsstjóri, Hlynur Bergsson, Ragnar Már Garðarsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Ólafur Björn Loftsson, Emil Þór Ragnars­ son, Aron Snær Júlíusson, Alfreð Brynjar Kristinssson og Sigmundur Einar Másson liðsstjóri.

Sveit Golfklúbbsins Hamars frá Dalvík sem sigraði í 3. deild: Frá vinstri: Arnór Snær Guðmundsson, Hinrik Hinriks­ son, Heiðar Davíð Bragason og Andri Geir Viðarsson.

Hola í höggi: Aron Snær Júlíus­ son úr GKG gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta högginu sem hann sló í sveitakeppninni á Hamarsvelli. Hann vann holuna en drauma­höggið sló hann á 10. braut. Þetta er í þriðja sinn sem Aron fer holu í höggi og hann var búinn að týna boltan­ um þegar myndin var tekin.

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sveitakeppni GSÍ


Sveit Golfklúbbsins Jökuls frá Ólafsvík: Efri röð frá vinstri: Davíð Már Vilhjálmsson, Birgir Guðjónsson, Guðlaugur Rafnsson, Páll Ingólfsson, Guðjón Karl Þórisson. Neðri röð frá vinstri: Tómas Salmon, Hermann Geir Þórsson, Pétur Óskar Sigurðsson, Magnús Lárusson og Rögnvaldur Ólafsson.

Sveit Golfklúbbs Norðfjarðar sem sigraði í 4. deild: Frá vinstri. Brynjar Örn Rúnarsson, Elvar Árni Sigurðsson, Arnar Freyr Jónsson og Steinar Snær Sævarsson. Jóhann Þór Ævarsson er lengst til hægri á myndinni með Norðfirðingum.

Lokastaðan í sveitakeppni karla:

1986 Golfklúbbur Reykjavíkur (14)

1. deild karla, Hamarsvöllur Borgarnes:

1987 Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 3. deild karla, Grundarfjörður:

1988 Golfklúbburinn Keilir (4)

1. GM - Golfklúbbur Mosfellsbæjar.

1. GHD - Dalvík.

1989 Golfklúbburinn Keilir (5)

2. GKG - Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

2. GA - Akureyri.

1990 Golfklúbburinn Keilir (6)

3. GSS - Sauðárkrókur.

1991 Golfklúbburinn Keilir (7)

4. GH -Húsavík.

1992 Golfklúbbur Reykjavíkur (16)

5. GVS - Vatnsleysuströnd.

1993 Golfklúbburinn Keilir (8)

6. GÍ - Ísafjörður.

1994 Golfklúbbur Reykjavíkur (17)

7. GHR - Hella.

1995 Golfklúbburinn Keilir (9)

8. GVG - Vestarr, Grundarfjörður.

1996 Golfklúbbur Suðurnesja (3)

*GÓ og GS falla í 2. deild.

* GA og GHD fara upp í 2. deild. * GHR og GVG falla í 4. deild.

1997 Golfkúbbur Reykjavíkur (18)

2. deild karla, Vestmannaeyjar:

4. deild karla, Bolungarvík:

1. GJÓ - Jökull, Ólafsvík.

2000 Golfklúbburinn Keilir (10)

1. GN - Norðfjörður, Neskaupstaður.

2. GKB - Kiðjaberg.

2001 Golfklúbbur Reykjavíkur (20)

2. GBO - Bolungarvík.

3. GL - Leynir, Akranes.

2002 Golfklúbbur Reykjavíkur (21)

3. GMS - Mostri, Stykkishólmur.

4. NK - Nesklúbburinn.

2003 Golfklúbbur Reykjavíkur (22)

4. GO - Oddur.

5. GV - Vestmannaeyjar.

2004 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. (1)

5. GEY - Geysir.

6. GOS - Selfoss.

2005 Golfklúbburinn Kjölur (1)

6. GSG - Sandgerði.

7. GHG - Hveragerði.

2006 Golfklúbburinn Kjölur (2)

7. GÖ - Öndverðarnes.

8. GG - Grindavík.

2007 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. (2)

*GN og GBO fara upp í 3. deild:

2008 Golfklúbburinn Keilir (11)

3. GK - Keilir. 4. GR - Golfklúbbur Reykjavíkur. 5. GB - Golfklúbbur Borgarness. 6. GSE - Setberg. 7. GÓ - Golfklúbbur Ólafsfjarðar. 8. GS - Golfklúbbur Suðurnesja.

1998 Golfklúbbur Akureyrar (8) 1999 Golfklúbbur Reykjavíkur (19)

*GJÓ og GKB fara upp í 1. deild. *GHG og Grindavík falla í 3. deild:

2009 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. (3) 2010 Golfklúbbur Reykjavíkur (23)

Sveitakeppni GSÍ - sigurvegarar frá upphafi:

2011 Golfklúbbur Reykjavíkur (24)

Karlaflokkur:

1973 Golfklúbbur Suðurnesja (1)

2012 Golfklúbbur Kópavogs og Garðab. (4)

1961 Golfklúbbur Akureyrar (1)

1974 Golfklúbburinn Keilir (1)

2013 Golfklúbburinn Keilir (12)

1962 Golfklúbbur Akureyrar (2)

1975 Golfklúbbur Reykjavíkur (6)

2014 Golfklúbburinn Keilir (13)

1963 Golfklúbbur Akureyrar (3)

1976 Golfklúbbur Reykjavíkur (7)

2015 Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)

1964 Golfklúbbur Akureyrar (4)

1977 Golfklúbburinn Keilir (2)

1965 Golfklúbbur Akureyrar (5)

1978 Golfklúbburinn Keilir (3)

Fjöldi titla:

1966 Golfklúbbur Akureyrar (6)

1979 Golfklúbbur Reykjavíkur (8)

Golfklúbbur Reykjavíkur (24)

1967 Golfklúbbur Reykjavíkur (1)

1980 Golfklúbbur Reykjavíkur (9)

Golfklúbburinn Keilir (13)

1968 Golfklúbbur Reykjavíkur (2)

1981 Golfklúbbur Reykjavíkur (10)

Golfklúbbur Akureyrar (8)

1969 Golfklúbbur Reykjavíkur (3)

1982 Golfklúbbur Suðurnesja (2)

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4)

1970 Golfklúbbur Reykjavíkur (4)

1983 Golfklúbbur Reykjavíkur (11)

Golfklúbbur Suðurnesja (3)

1971 Golfklúbbur Akureyrar (7)

1984 Golfklúbbur Reykjavíkur (12)

Golfklúbburinn Kjölur (2)

1972 Golfklúbbur Reykjavíkur (5)

1985 Golfklúbbur Reykjavíkur (13)

Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)

GOLF.IS

111


Ragnhildur tryggði sigurinn – GR fagnaði 17. titlinum á Hólmsvelli í Leiru

112

GOLF.IS

Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur: Fremri röð frá vinstri: Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Sunna Víðisdóttir. Aftari röð frá vinstri: Saga Traustadóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Snorri Páll Ólafsson (liðsstjóri), Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir.


Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í 1. deild kvenna í sveitakeppni sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru dagana 7.-9. ágúst. GR og Keilir léku til úrslita en Keilir hafði titil að verja. Á leið sinni í úrslitaleikinn unnu bæði GR og Keilir alla mótherja sína. Í undan­ úrslitum mættust GR og GKG og þar sigraði GR 3 ½–1 ½ og Keilir lagði Golfklúbb Mosfellsbæjar 4–1. GR sigraði síðan Keili í úrslitaleiknum 3–2 þar sem Ragnhildur Kristinsdóttir tryggði sigurinn með mögnuðum leik á fyrstu holu í bráðabana gegn Tinnu Jóhannsdóttur. GKG endaði í þriðja sæti eftir 4–1 sigur gegn GM. Þetta er fjórði sigur GR í þessari keppni á síðustu sex árum en GR hefur sigrað oftast allra klúbba í þessari keppni eða 17 sinnum alls. Fyrst var keppt í sveitakeppni kvenna árið 1982.

Sveit Keilis: Frá vinstri: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Sigurlaug Rún Jónsdóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Þordís Geirsdóttir, Anna Sólveig Snorradóttir, Hafdís Alda Jóhannsdóttir, Tinna Jóhannsdóttir, Karl Ómar Karlsson (liðsstjóri).

Sveit GKG: Frá vinstri: Ragna Björk Ólafsdóttir, Helena Kristín Brynjólfsdóttir, María Guðnadóttir, Særós Eva Óskarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Freydís Eiríksdóttir, Elísabet Ágústsdóttir, Ingunn Einarsdóttir.

GOLF.IS

113


Sveit Golfklúbbs Akureyrar: Frá vinstri: Stefanía Elsa Jónsdóttir, Brynja Herborg Jónsdóttir, Sunna Sævarsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Ólavía Klara Einarsdóttir og Jason James Wright (liðsstjóri).

2002 Golfklúbburinn Keilir (8)

Lokastaðan: 1. deild kvenna, Hólmsvöllur í Leiru, Suðurnes:

Kvennaflokkur:

2003 Golfklúbburinn Keilir (9)

1982 Golfklúbbur Reykjavíkur (1)

2004 Golfklúbbur Reykjavíkur (12)

1. GR - Reykjavík

1983 Golfklúbbur Reykjavíkur (2)

2005 Golfklúbbur Reykjavíkur (13)

2. GK - Keilir, Hafnarfjörður

1984 Golfklúbbur Reykjavíkur (3)

2006 Golfklúbburinn Keilir (10)

3. GKG - Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar

1985 Golfklúbburinn Keilir (1)

2007 Golfklúbburinn Kjölur (3)

1986 Golfklúbbur Reykjavíkur (4)

2008 Golfklúbburinn Keilir (11)

1987 Golfklúbbur Reykjavíkur (5)

2009 Golfklúbburinn Keilir (12)

1988 Golfklúbbur Reykjavíkur (6)

2010 Golfklúbbur Reykjavíkur (14)

1989 Golfklúbburinn Keilir (2)

2011 Golfklúbbur Reykjavíkur (15)

1990 Golfklúbbur Reykjavíkur (7)

2012 Golfklúbbur Reykjavíkur (16)

1991 Golfklúbburinn Keilir (3)

2013 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)

4. GM - Mosfellsbær 5. NK - Seltjarnarnes 6. GS - Suðurnes 7. GO - Oddur 8. GOS - Selfoss *GO og GOS falla í 2. deild:

114

1992 Golfklúbbur Reykjavíkur (8)

2. deild kvenna, Hveragerði:

1993 Golfklúbbur Reykjavíkur (9)

Lokastaðan:

1994 Golfklúbburinn Keilir (4)

1. GA - Akureyri.

1995 Golfklúbburinn Keilir (5)

2. GÚ - Úthlíð.

1996 Golfklúbburinn Keilir (6)

3. GL - Leynir, Akranes.

1997 Golfklúbburinn Keilir (7)

4. GÓ - Ólafsfjörður.

1998 Golfklúbburinn Kjölur (1)

5. GVG - Grundarfjörður.

1999 Golfklúbbur Reykjavíkur (10)

6 - GHG - Hveragerði.

2000 Golfklúbbur Reykjavíkur (11)

*GA og GÚ fara upp í 1. deild.

2001 Golfklúbburinn Kjölur (2)

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sveitakeppni GSÍ

2014 Golfklúbburinn Keilir (13) 2015 Golfklúbbur Reykjavíkur (17) Fjöldi titla: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) Golfklúbburinn Keilir (13) Golfklúbburinn Kjölur (3) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)


25 suzuki bílar hf.

ára 1990-2015

Way of Life!

Nýr Vitara, ótrúlega speNNaNdi!

dynamo reykjavík

komdu í reynsluakstur!

Suzuki einsetti sér að búa til bíl sem væri fremstur í sínum flokki. Bíl sem fólk gæti notið að eiga og aka. Það er óhætt að fullyrða að vel hafi tekist til. Hinn nýji Vitara uppfyllir allar þessar kröfur - og meira til.

all-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki og gerir Suzuki Vitara að alvöru jeppa þegar á reynir. Þú kemst alla leið!

Suzuki Vitara er fyrsti sportjeppinn á þessu ári sem fær fullt hús stiga, fimm stjörnur í árekstrarprófun hinnar virtu evrópsku stofnunar Euro NCAP. Suzuki Vitara fékk hæstu einkunn í öllum fjórum helstu prófunarþáttunum.

Suzuki Vitara er fáanlegur sjálfskiptur og beinskiptur, bæði með diesel- og bensínvél.

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Aron sigraði í Einvíginu á Nesinu í fyrstu tilraun – Ein milljón kr. safnaðist fyrir BUGL

Aron Snær Júlíusson klúbb­meistari úr GKG stóð uppi sem sigurvegari í Einvíginu á Nesinu sem fram fór mánu­daginn 3. ágúst s.l. Þetta var í fyrsta sinn sem klúbbmeistarinn úr GKG tók þátt og hann gerði sér lítið fyrir og sigraði félaga sinn, Birgi Leif Haf­þórsson, í bráða­ bana um sigurinn. Mótið er árlegt góðgerðamót Nesklúbbsins og DHL Express á Ísland og fór það nú fram í 19. sinn. Fjöldi áhorfenda var á Nesvellinum í blíðskaparveðri. 116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Aron sigraði í Einvíginu á Nesinu í fyrstu tilraun

Meistari: Aron Snær slær hér upphafshöggið á 5. teig.

Njóttu þess að spila golf og láttu okkur sjá um fasteignamálin þín. Hafðu samband og fáðu frítt verðmat. Við erum fagleg, persónuleg og skemmtileg. Kristján Þ. Hauksson Sölufulltrúi.

696 1122

kristjan@fastlind.is

Þórunn Gísladóttir

Löggiltur fasteignasali.

510 7900


Sverrir Auðunsson frá DHL, Aron Snær, Halla Skúladóttir, aðstoðardeildarstjóri BUGL, Áslaug Einarsdóttir varaformaður NK.

Mótið var með hefðbundnu sniði þar sem einn kylfingur féll úr leik á hverri holu þar til tveir stóðu eftir á teig á lokaholunni. Aron og Birgir Leifur Hafþórsson, sex­ faldur Íslandsmeistari í golfi, stóðu tveir eftir á níunda teig þar sem úrslitin réðust. Í upphafshögginu á níundu braut, sem er par 4, sló Aron boltann sinn vinstra megin við flötina. Högglangir kylfingar eiga ekki í miklum vandræðum með að setja upphafs­ höggið á flötina. Birgir Leifur sló út fyrir vallarmörk í fyrra upphafshögginu og það síðara sem var þá hans þriðja högg endaði rétt við holuna. Glæsileg tilþrif hjá Birgi. Hann setti síðan niður púttið fyrir pari og Aron fékk einnig par. Þeir félagar úr GKG fengu síðan það verk­efni að slá af um 130 metra færi inn á níundu flötina og úrslitin réðust með því að Aron sló nær holu en Birgir. Þetta er í fyrsta sinn sem Aron sigrar á þessu móti en hann er á meðal efnilegustu kylfinga landsins. DHL Express á Íslandi hefur verið styrktar­ aðili mótsins frá því það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sig hag barna varða. Í ár er það BUGL, barna og unglingadeild Landspítalans, sem nýtur góðs af og fær eina milljón króna frá DHL. BUGL sérhæfir sig í greiningu og meðferð á geðröskunum barna og unglinga með það að leiðarljósi að stuðla að auknum lífsgæðum þeirra og fjölskyldna þeirra.

Nálægt því: Birgir Leifur Hafþórsson hefur tvívegis sigrað í Einvíginu á Nesinu.

GOLF.IS

117


Þaulreyndir: Sjálfboðaliðarnir á Nesvellinum eru ýmsu vanir en Krían hafði að vísu hátt þrátt fyrir óskir þeirra um annað.

Sigurvegarar frá upphafi 1997: Björgvin Þorsteinsson (1) 1998: Ólöf María Jónsdóttir (1) 1999: Vilhjálmur Ingibergsson (1) 2000: Kristinn Árnason (1) 2001: Björgvin Sigurbergsson (1) 2002: Ólafur Már Sigurðsson (1) 2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2004: Magnús Lárusson (1) 2005: Magnús Lárusson (2) 2006: Magnús Lárusson (3) 2007: Sigurpáll Geir Sveinsson (1) 2008: Heiðar Davíð Bragason (1) 2009: Björgvin Sigurbergsson (2) 2010: Birgir Leifur Hafþórsson (1) 2011: Nökkvi Gunnarsson (1) 2012: Þórður Rafn Gissurarson (1) 2013: Birgir Leifur Hafþórsson (2) 2014: Kristján Þór Einarsson (1) 2015: Aron Snær Júlíusson (1)

Fjölmenni: Að venju var fjöldi fólks að fylgjast með mótinu og hér eru áhorfendur að gang upp 3. brautina.

Úrslit 2015: 10. Helga Kristín Einarsdóttir NK, klúbb­meistari NK 2015

6. Þórður Rafn Gissurarson GR, Íslands­meistari 2015

3. Stefán Már Stefánsson GR, klúbbmeistari GR 2015

9. Signý Arnórsdóttir GK, Íslandsmeistari 2015

5. Ólafur Björn Loftsson GKG, atvinnu­maður og klúbbmeistari NK 2015

2. Birgir Leifur Hafþórsson GKG, atvinnumaður og margfaldur Íslandsmeistari

4. Hlynur Geir Hjartarson GOS, klúbbmeistari GOS 2015

1. Aron Snær Júlíusson GKG, klúbbmeistari GKG 2015

8. Ragnhildur Sigurðardóttir GR, klúbbmeistari GR 2015 7. Björgvin Sigurbergsson GK, margfaldur Íslandsmeistari

118

GOLF.IS


TÆKNIFÆRI Í lok síðustu aldar var dregið í efa að milljónir manna myndu spila íslenskan tölvuleik á netinu. ENNEMM / NM64998

Við höfðum hins vegar trú á CCP áður en fyrsta geimskipið hófst á loft, byggðum tölvukerfi þeirra og höfum síðan ferðast með þeim og spilurum þeirra til 67 þúsund pláneta. Við vinnum með mörgum snjöllustu fyrirtækjum landsins við að láta tækni og tækifæri mætast. Við köllum það tæknifæri.

NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

Við höfum góða reynslu af framtíðinni! Rekstrar-, hýsingar- og þjónustuumhverfi Nýherja er vottað samkvæmt ISO 27001 staðli sem tilgreinir meðal annars með hvaða hætti reka skal vottað stjórnkerfi upplýsingaöryggis.

BORGARTÚNI 37 SÍMI 569 7700 WWW.NYHERJI.IS


Frábær tilþrif í sveitakeppnum unglinga

Verðlaunasveitirnar á Hellu: Frá vinstri sveit GM: Valur Þorsteinsson, Andri Már Guðmundsson, Björgvin Franz Björgvinsson, Ragnar Már Ríkharðsson, Sigurpáll Geir Sveinsson (liðsstjóri), Sverrir Haraldsson og Kristófer Karl Karlsson. Sveit GR: Elvar Már Kristinsson, Sigurður Blumenstein, Ingvar Andri Magnússon, Oddur Stefánsson, David Barnwell liðsstjóri, Halldór Haraldsson, Viktor Ingi Einarsson. Sveit GKG: Jón Gunnarsson, Ingi Rúnar Birgisson, Haukur Már Ólafsson liðsstjóri, Jón Arnar Sigurðsson, Magnús Friðrik Helgason og Sigurður Arnar Garðarsson.

Sveitakeppni unglinga fór fram á þremur völlum dagana 14.-16. ágúst sl. Keppnin var að venju spennandi og frábær tilþrif sáust á keppnisvöllunum hjá efnilegustu kylfingum landsins. Sveitakeppnin nýtur mikilla vinsælda hjá yngstu kylfingum landsins og skein gleðin úr andlitum keppenda alla keppnisdagana.

Sveit GA frá vinstri: Sturla Höskuldsson (liðsstjóri), Kristján Benedikt Sveinsson, Stefán Einar Sigmundsson, Tumi Hrafn Kúld og Víðir Steinar Tómasson.

Á Strandarvelli á Hellu var keppt í sveitakeppni 15 ára og yngri drengja. Alls tóku 15 sveitir þátt. Leikinn var höggleikur á föstudegi, í kjölfarið tók við holukeppni og úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudegi. Sveit GR-2 stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. GKG hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa lagt GR-1 í leik um bronsverðlaunin. Lokastaðan hjá drengjum 15 ára og yngri: 1. GR (2) 2. GM 3. GKG 1 4. GR (1)

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær tilþrif í sveitakeppnum unglinga

5. NK 6. GA 7. GKG (2) 8. GL

9. GS 10. GM (2) 11. GO 12. GOS

13. GK 14. GF/Geysir


Flott tilþrif á 10. teig á Selsvelli á Flúðum í sveitakeppni 15 ára og yngri.

Sveit GKG frá vinstri: Herdís Lilja Þórðardóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, Alma Rún Ragnarsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Eva María Gestsdóttir. Sveit GHD/GOS frá vinstri: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, Ólöf María Einarsdóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Alexandra Eir Grétarsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Hulda Birna Baldursdóttir liðsstjóri GKG, Heiðar Davíð Bragason liðsstjóri GHD/GOS, Hlynur Geir Hjartarson liðsstjóri GHD/GOS, Torfa: Þessi ungi maður sló vel niður á boltann á Strandarvelli á Hellu í keppni 15 ár og yngri.

Á Selsvelli á Flúðum var keppt í stúlknaflokki 15 ára og yngri og 18 ára og yngri. GKG (1) sigraði í flokki 15 ára og yngri og sameiginleg sveit GHD og GOS sigraði í flokki 18 ára og yngri. Alls tóku 12 sveitir þátt á Flúðum en keppt var í holukeppni alla keppnisdagana. 15 ára og yngri: 1. GKG-1 2. GA/GÓ 3. GKG-2. 4. GK 5. GR (1) 6. GR (2)

18 ára og yngri: 1. GHD/GOS 2. GR 3. GK 4. GM 5. GS

Sveit GR 2 frá vinstri: Elvar Már Kristinsson, Sigurður Blumenstein, Ingvar Andri Magnússon, Oddur Stefánsson, Halldór Haraldsson, Viktor Ingi Einarsson og David Barnwell liðsstjóri.

Á Jaðarsvelli á Akureyri kepptu piltar 18 ára og yngri. Alls tóku 14 sveitir þátt en leikinn var höggleikur á föstudegi og í kjölfarið tók við holukeppni og úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudegi. Þar hafði Golfklúbbur Akureyrar betur gegn Keili í úrslitaleiknum en GKG sigraði GM í bronsleiknum. 18 ár og yngri piltar: 1. GA 2. GK (1) 3. GKG (A) 4. GM

5. GR (B) 6. Hamar, Akureyri, Ólafsfjörður 7. GK (B)

8. GV 9. GR (A) 10. GHG/Sandgerði 11. GKG (B)

12. GO 13. GL 14. GH / GA

GOLF.IS

121


Endurmenntun á Suðurlandi

PGA golfkennararnir sem mættu á haust­ þingið á Selfossi.

– Sænskur Trackman-sérfræðingur gaf góð ráð á haustþingi PGA á Íslandi

Nökkvi Gunnarsson fer yfir málin á haustþinginu.

Haustþing PGA golfkennara 2015 fór fram á Selfossi helgina 11.-13. september s.l. Þingið er hluti af endurmenntun golfkennara á Íslandi og var dagskráin var spennandi og áhugaverð að sögn talsmanns PGA á Íslandi. Gist var á Hótel Selfossi og leikið golf á Gufudalsvelli í Hveragerði og Svarfhólsvelli á Selfossi. Endurmenntun er mikilvægur þáttur hjá golfkennurum og er helgi eins og þessi mikilvæg fyrir PGA-samtökin. Það eru miklar vonir bundnar við að viðburður eins og þessi verði árlegur hér eftir en alls tóku 20 PGA-kennarar þátt. Á föstudeginum hélt Niklas Bergdahl fyrirlestur um Trackman, en hann er sænskur sérfræðingur á því sviði. Það hefur færst í aukana að golfklúbbar fjárfesti í útbúnaði eins og Trackman.

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Endurmenntun á Suðurlandi

Niklas er hafsjór fróðleiks og afar lærdóms­ ríkt fyrir golfkennarana að fá svo góðan fyrirlesara hingað til lands. Eftir fræðslu um morguninn var leikinn betri bolti á Svarhólfsvelli á Selfossi. Á föstudagskvöldið kynnti Davíð Gunn­laugsson nýútskrifaður golfkennari loka­verkefni sitt og Snorra Páls Ólafsonar en verkefnið sneri að brottfalli úr golfíþróttinni hérlendis ásamt viðhorfi íslenskra kylfinga til golfkennslu. Á laugardeginum var Nökkvi Gunnarsson með Aimpoint fræðslu sem er afar áhugaverð aðferð í lestri á flötum. Nökkvi er menntaður Aimpoint sérfræðingur og er

Aimpoint árangursrík leið til þess að lesa flatir fyrir alla kylfinga óháð getu. Seinni part laugardags var leikið Texas Scramble mót í Hveragerði áður en haldið var í veislu á Hótel Selfossi og verðlaunaafhendingu. Á haustþinginu voru einnig afhent verðlaun fyrir Samsung-mótaröð PGA sem leikin var í sumar. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin á stigalistanum en úrslit voru: 1. Hlynur Geir Hjartarson 2. Þórður Rafn Gissurarson 3. Davíð Gunnlaugsson Á mótaröðinni var einnig spilað um sæti í liði PGA á ITC-mótinu sem fram fer í Tyrklandi 8.-11. desember næstkomandi. Þrjú efstu sæti golfkennara á stigalista skipa liðið og er það því þannig skipað: Hlynur Geir, Davíð Gunnlaugsson og Nökkvi Gunnarsson. Mótið fer fram á hinu glæsilega golfsvæði Gloria og er tilhlökkun í liðinu.

Agnar Jónsson framkvæmdastjóri PGA á Íslandi og Niklas Bergdahl á Svarfhólsvelli á Selfossi.


Nýtt og betra Vodafone Sjónvarp Snarpara og einfaldara viðmót tengir þig við fjölbreytt úrval hágæða efnis. Tryggðu þér áskrift að mögnuðu sjónvarpi með Vodafone PLAY

islenska/sia.is VOD 76132 09/15

Vodafone Við tengjum þig

Nýir og spennandi sjónvarpspakkar Hægt er að kaupa áskrift beint í nýju sjónvarpsviðmóti Vodafone, á vodafone.is eða í síma 1414.

2.490

kr./mán

2.590

*

kr./mán

2.990

*

kr./mán

*Á sérstöku kynningartilboði til 1. febrúar 2016.


Glæsileg tilþrif

Aron Atli Bergmann Valtýsson úr Golfklúbbnum Keili bjargaði sér úr erfiðri stöðu eftir teighöggið á 11. braut á Korpunni með glæsilegum hætti. Aron Atli reyndi eins og aðrir kylfingar að stytta sér leið yfir vatnstorfæruna sem liggur vinstra megin við brautina sem er í hundslöpp frá hægri til vinstri.

ÞÚ

UPP Á ÞITT BESTA! Berocca® Performance inniheldur öll B vítamínin í ríkulegu magni en einnig C vítamín, magnesíum og zínk

Bættu frammistöðu þína með Berocca - rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur

T

S U A L KUR

SY

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi Glæsileg tilþrif hjá Aroni Atla


hjá Aroni Atla

Aron Atli sem er 15 ára gamall tók fleygjárnið og sló boltann inn á brautina með miklum tilþrifum eins og sjá má í myndasyrpunni. Keilismaðurinn náði ekki að bjarga parinu á þessari par 5 braut en hann lék hringinn á 76 höggum á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni.

Ferskur, ferskari... ferskastur? Engin aukaefni Enginn viðbættur sykur

100% ferskir ávextir

Góð orka fyrir hringinn Styttri bið á teig Passar í alla golfpoka

GOLF.IS

125


Hola í höggi og engin vitni – Guðrún Brá sló drauma­ höggið í fyrsta sinn á ferlinum á par 4 holu

Landsliðskonan Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hefur aldrei náð því að fara holu í höggi á ferlinum. Guðrún Brá hefur reyndar upplifað slíkt en hún sló boltann ofan í holuna í upphafshögginu á sjöttu braut á Garðavelli fyrir skemmstu. Þar var Guðrún Brá að leika æfingahring fyrir Íslandsmótið. Svo óheppilega vildi til að Guðrún Brá var ein á ferð og enginn sá þegar hún sló draumahöggið á par 4 holunni. „Ég sá ekki boltann fara ofan í frá teignum en ég vissi að höggið var gott með 3-trénu. Þegar ég gekk að flötinni þar sem holan var vinstra megin á miðjupallinum fór ég að hugsa um hvort boltinn væri ofan í. Þegar ég sá hann ofan í sagði ég við sjálfa mig:

„Þurfti ég endilega að gera þetta í dag,“ sagði Guðrún Brá þegar hún var innt eftir viðbrögðum sínum að sjá boltann ofan í holunni. „Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera til þess að fá einhvern til að staðfesta þetta en ég leit í kringum mig og sá ekki

neinn. Það var ræst út á 10. braut á þessum degi og ég var það snemma á ferðinni að það var enginn á þessum stað. Það hlaut að koma að þessu en ég hef oft verið nálægt því að fara holu í höggi. Það hefði verið gaman að fá þetta staðfest og fagna með einhverjum en tilfinningin er samt sem áður góð og skemmtilegt að upplifa þetta á par 4 holu,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Ragnhildur Sigurðardóttir hefur afrekað það að fara holu í höggi á 6. braut sem er rétt um 210 metrar af bláum teigum.

Í miðri holu var boltinn þegar Guðrún Brá tók þessa mynd eftir draumahöggið á 6. á Akranesi.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hola í höggi og engin vitni


Saga stóð sig vel

– Ellefu ungir íslenskir kylfingar kepptu í Svíþjóð

Ellefu íslenskir kylfingar tóku þátt á Skandia Junior mótinu í Ystad í Svíþjóð sem fram fór um miðjan ágúst s.l. Mótið er ætlað kylfingum sem eru 21 árs og yngri. Saga Traustadóttir úr GR var sú eina sem komst í gegnum niðurskurðinn á þessu móti en hún endaði í 11. sæti á +16 (80-72-80) þremur höggum á eftir efsta kylfingnum. Veðrið var ekki gott á fyrsta keppnisdeginum þar sem mikið rok var á keppnisvellinum en veðrið var skárra á öðrum keppnisdeginum. Lokstaðan: Eva Karen Björnsdóttir (GR) (84-81), Særós Eva Óskarsdóttir (GKG) (85-85) og Helga Kristín Einarsdóttir (NK) (85-89) komust ekki í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem voru á +13 eða betra skori komust áfram. Patrekur Nordquist (GR) (80-75) og Ingvar Magnússon (GR) (79-76) voru einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Henning Darri Þórðarson úr GK lék á +12 samtals (73-83) og komst ekki áfram. Tumi Hrafn Kúld (GA) (80-77), Kristján Bene­ dikt Sveinsson (GA) (78-81), Egill Ragnar Gunnars­son (GKG) (83-78) og Arnór Snær Guðmundsson (GHD) (83-88) léku einnig á þessu móti og komust ekki í gegnum niður­ skurðinn. Anna Backmann frá Finnlandi sigraði í kvennaflokki á -2 samtals (73-70-71). Felix Kvarnström frá Svíþjóð sigraði í karlaflokknum á -1 samtals (72-69-74).

Hópurinn sem lék í Svíþjóð: Frá vinstri, Kristján Benedikt Sveinsson, Egill Ragnar Gunnarsson, Patrekur Nordquist, Tumi Hrafn Kúld, Arnór Snær Guðmundsson, Henning Darri Þórðarson, Ingvar Andri Magnússon, Eva Karen Björnsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir Helga Kristín Einarsdóttir, Saga Traustadóttir og Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. GOLF.IS

127


Ánægður: Peter Salmon framkvæmdastjóri VITA-golf.

Meðalleikhraði – Áhugaverð tilraun með aukinn leikhraða á 200 manna golfmóti VITA-golf Leikhraði hefur oft verið í umræðunni hjá kylfingum landsins og eru margir á þeirri skoðun að á því sviði sé hægt að gera enn betur. Peter Salmon framkvæmdastjóri Vita-golf hefur í mörg ár verið talsmaður þess að mikilvægt sé að flýta leik á golfvöllum landsins og þá sérstaklega á golfmótum. Peter gerði áhugaverða tilraun á 200 manna golfmóti sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í lok ágúst s.l. Þar var áherslan lögð á góðan leikhraða og meðalleikhraði keppenda á 18 holum var 4 klst. og 10 mínútur. „Flestir kylfingar hér á landi eru sammála um að golfið taki allt of langan tíma, en þó sérstaklega í opnum golfmótum. Fimm og upp í sex tíma golfhringir eru því miður oftar en ekki venjan í opnum mótum. Því miður hefur lítið sem ekkert verið gert til að stytta þennan tíma, þannig að ég sá gullið tækifæri til að reyna að laga þetta á okkar

eigin VITA-golfmóti á Hlíðavelli. Ég tók á móti öllum keppendum sjálfur og sagði við þá að það væri kominn tími til að flýta leik og allir keppendur sem einn voru sammála þessu. Ég lofaði einnig að ef allir keppendur myndu spila hringinn á innan við 4,5 klukkustundum myndum við draga úr öllum skorkortum í leikslok um fjórar vikuferðir

til Spánar eða Portúgal með VITA-golf vorið 2016.“ Með miklum áhuga og dugnaði keppenda ásamt frábærri samvinnu við starfsfólk GM náðist markmiðið og gott betur. Það er langt síðan ég hef séð svona mikla gleði á golfvellinum og einnig inni í klúbbhúsinu eftir hringinn. Þessi hraði leikur hafði mikil og góð áhrif á alla viðstadda. Það var stórkostlegt að upplifa þessa miklu breytingu sem er vonandi komin til að vera. Ég vil alla vega hvetja styrktaraðila, klúbba og golfhreyfinguna almennt til að nota þetta tækifæri og gera eins eða svipaða hluti, því þetta er án efa það sem fólkið vill. Vonandi er þetta bara byrjunin og allar klúbbar og mótshaldarar muni fylgja þessu eftir. Næsta skref gæti verið að allir golfhringir yrðu að meðaltali um fjórar klukkustundir. Það hlýtur að vera markmið allra innan golfhreyfingarinnar. Það sem gerðist á VITA-golfmótinu sýnir okkur að það er ekkert mál að spila golf mun hraðar en almennt gerist á mótum. Þessi dagur á Hlíðavelli var einn gleðiríkasti golfdagur sem ég hef upplifað í langan tíma,“ sagði Peter Salmon framkvæmdastjóri Vita-golf.

Starfsmenn VITA-golf voru ánægðir með daginn. Frá vinstri: Einar Lyng Hjaltason, Peter Salmon, Sveinn Sveinsson og Sigurður Hafsteinsson.

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Golfvedur.is – Nýr golfveður­ vefur gefur kylfingum nákvæmari spá um golfveðrið

Ólafur William Hand kynnir golfveður.is á lokahófi Íslandsmótsins.

Golfveður.is er nýr vefur sem er sérstaklega hannaður fyrir kylfinga. Á þessari síðu, sem Eimskip og Belgingur.is standa að, er hægt að sjá nákvæmar veðurspár fyrir 30 golfvelli á Íslandi, meðal þeirra eru allir vellir sem spilað er á á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafur W. Hand markaðsstjóri Eimskips opnaði vefinn með formlegum hætti á lokahófi Íslandsmótsins í golfi sem fram fór í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ólafur átti sjálfur hugmyndina að vefnum og segir hann í viðtali sem birt var á kylfingur.is að hann hafi fengið hugmyndina úti á golfvelli.

„Ég var út á golfvelli og þar kviknaði hugmyndin. Ég ræddi við þá á Belgingi og þeir voru alveg frábærir og tóku þessu vel. Það tók örfáa daga að koma vefnum á laggirnar,“ sagði Ólafur. Vefurinn er byggður upp fyrir tölvur en einnig er hægt að nálgast hann í símanum. „Við störtum þessu svona en það er í pípunum að gera hann notendavænni fyrir

síma í framhaldinu, þetta verður vonandi gott verkfæri í tösku kylfingsins,“ bætti Ólafur við. Þær veðurspár sem voru til fyrir byggðu sína spá á stærra svæði en með til komu vefsins er búið að minnka svæðið niður í ferkílómetra og því auðveldara að átta sig á því veðri sem í vændum er á golfvellinum.

Hörður hættir sem framkvæmdastjóri Hörður Þorsteinsson tilkynnti stjórn Golfsambands Íslands í lok september að hann óskaði eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins. Hörður mun láta af störfum um áramótin. Í tilkynningu sem Haukur Örn Birgisson sendi fyrir hönd GSÍ segir m.a.: „Hörður hefur starfað sem fram­ kvæmda­stjóri Golfsambands Íslands frá 1999 og hefur á þeim tíma stýrt sambandinu á mesta vaxta- og framfararskeiði golfhreyfingarinnar. Á þessum tíma hefur fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast og í dag er Golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan íþrótta­hreyfing­ arinnar. Hörður hefur átt stóran þátt í þessari miklu velgengni og vill Golf­ sam­band Íslands þakka Herði inni­lega fyrir einstak­lega vel unnin störf og einstakt framlag í þágu golf­hreyfing­ar­ innar undanfarin sextán ár.“

GOLF.IS

129


Þyngdarpunktur: Aftarlega á kylfuhausnum og neðst sem gefur fullkomið boltaflug og eykur fyrirgefningu og stöðugleika

Fyrir slæsara: Þyngd sett á kylfuhælinn á SF Tec týpunni sem minnkar líkurnar á höggum sem snúast til hægri og fara því bæði styttra og lengra af leið. Getur lengt slík högg um 10 metra m.v. venjulegu G30 týpuna

Nýr T9S ötur: ötur: Nýr títan T9S höggfl títan höggfl Sterkara efni og Sterkara efniléttara og léttara sem skilar þynnriþynnri höggflhöggfl eti ogeti og sem skilar meirimeiri boltahraða boltahraða

“Straight Flight Technology”: Tvær týpur af kylfuhaus. SF Tec er hannaður fyrir þá kylfinga sem að slá yfirleitt til hægri af teig

Stillanlegur: 5 stillingar á lofti kylfunnar til að ná réttri hæð á boltafluginu

Sérhannað G30 skaft: Meiri þyngd efst á skaftinu gefur möguleika á þyngri kylfuhaus sem skilar meiri krafti og þ.a.l. aukinni högglengd

©2015 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071


Frá því að PING settu G30 dræverana á markað hafa þeir reglulega verið í efsta sæti yfir mest seldu drævera hvers mánaðar í bæði USA og UK. Ástæðan er einföld, G30 dræverinn fyrirgefur slæmu höggin betur en nokkur annar dræver frá PING ásamt því að hann skilar meiri sveifluhraða og um leið lengri höggum. Trékylfurnar eru knúnar áfram með nýrri tækni sem kallast “Turbulator” (tækni í einkaeigu og því aðeins fáanleg á PING trékylfum) og gerir G30 trékylfurnar að þeim fullkomnustu frá PING til þessa. Litlar upphleyptar rákir ofan á kylfuhausnum minnka loftmótstöðu og tryggja meiri sveifluhraða og um leið lengri högg. G30 dræverinn er að auki með nýjum T9S höggfleti ásamt að vera með 5 mismunandi stillingar á lofti. Við skorum á þig að prófa G30 línuna og finna muninn. Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á ping.com eða líta við á næsta sölustað þar sem að þú getur einnig fengið sérmælingu og prufukylfur lánaðar út á völl.


eimskip siglir með golfstraumnum Eimskip hefur í gegnum árin lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og ekki síst í golfi enda hefur golf sannað sig sem frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið dyggur bakhjarl Golfsambands Íslands um árabil og staðið að Eimskipsmótaröðinni með sambandinu. Eimskip óskar kylfingum á öllum aldri ánægjulegra stunda í sumar.

PI PA R \T B WA / SÍ A

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.