Golf á Íslandi - 4. tbl. 2016

Page 1

4. TBL. 2016

GOLF.IS

Birgir og Ólafía skrifuðu nýjan kafla í golfsöguna

Hulda og Ragnheiður tóku golfið með trompi

Úlfar Jónsson: „Golfíþróttin er á góðum stað“

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri


K

1

W


KRINGLAN

103 REYKJAVÍK

WWW.ZO-ON.IS


ERTU MEÐ GOLFREGLURNAR Á HREINU? Við höfum sett af stað okkar árlega Golfleik þar sem þú getur látið reyna á golfþekkingu þína. Leikurinn í ár inniheldur spurningar úr nýju golfreglubókinni og eru því ekki þær sömu og í fyrra. Því betur sem þér gengur í leiknum því meiri líkur eru á að þú hreppir golfferðina. Við höfum einnig bætt við aukaborði í leiknum þar sem þú getur tífaldað líkurnar á vinningi. Hér mun svo sannarlega reyna á þekkingu þína á golfreglunum. Sýndu hvað í þér býr og taktu þátt í leiknum á golf.vordur.is

GOLFVERND VARÐAR Vörður býður kylfingum sérstakar tryggingar, t.d. gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.


TAKTU ÞÁTT Á golf.vordur.is Stóri vinningurinn í ár er golfferð fyrir tvo með Heimsferðum til La Sella á Spáni.

Vörður styður við útgáfu Golfreglubókar GSÍ


Meðal efnis:

44

30

Birgir Leifur og Ólafía Þórunn skrifuðu nýja kafla í golfsögu Íslands á Jaðarsvelli

Slærðu lengra með nýjum járnum? – Birgir V. Björnsson golfkylfu­ sérfræðingur

124 106 Aron Bjarki Bergsson hætti í fótbolta og einbeitti sér að golfinu fyrir tveimur árum

Gauti Grétarsson undirbýr kylfinga til þess að þeir geti leikið golf eins lengi og hægt er

78

Einstakt afrek hjá Magga Lár í 53 ára sögu Grafarholtsvallar

Ólafía Þórunn er skrefi nær sterkustu mótaröð heims

Golf á Íslandi

Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson.

Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.

Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir.

Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is

6

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Golfklúbburinn Leynir, erlendar myndir golfsupport.nl, ýmsir aðrir. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í desember.


Fjölskyldan greiðir 8.100 kr. fyrir alla Þegar þú velur Endalausa Snjallpakkann með Fjölskyldukorti þá nær það ekki aðeins yfir öll símtöl og SMS fyrir þig og makann, heldur geturðu bætt við allt að 11 börnum, 18 ára eða yngri, fyrir 0 kr. stykkið. Já, þú getur svo sannarlega meira með Símanum!

Endalaus Snjallpakki – 30 GB*

6.100 kr.

Fjölskyldukort – Samnýtt gagnamagn

2.000 kr.

Allt að 11 Krakkakort! – 1 GB

0 kr. Hafðu samband í síma 800 7000 eða í netspjalli á siminn.is

*Stækkaðu í 100, 200 eða 300 GB


Þegar tækifærin bjóðast Sagt er að stórkostleg tækifæri bjóðist hugsanlega bara einu sinni á lífsleiðinni. Stundum koma þau jafnvel bara einu sinni á hundrað ára fresti. Slíkt tækifæri bauðst golfíþróttinni fyrir skemmstu, þegar keppt var í golfi á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn frá árinu 1904, eða í 112 ár. Ríó bauð upp á einstakt tækifæri – ekki bara fyrir golfíþróttina, til að stækka og breiðast út, heldur einnig fyrir þá kylfinga sem var boðið taka þátt í keppninni. Sviðið var þeirra og öll heimsbyggðin fylgdist með. Þegar leiktjöldin voru dregin frá, kom hins vegar í ljós að nokkrir af aðalleikurum stóðu ekki á sviðinu. Kylfingarnir gáfu ýmsar ástæður fyrir fjarveru sinni, sem flestar voru býsna ómerkilegar. Einn besti kylfingur heims, Rory McIlroy, bætti gráu ofan á svart þegar hann sagði það ekki vera í sínum verkahring að hjálpa til við útbreiðslu golfíþróttarinnar – hann væri í golfi til sigra á risamótum. Það er sorglegt að íþróttamaður í fremstu röð skuli hafa slíkt viðhorf til íþróttarinnar sem hann á svo margt að þakka. Það er engu líkara en að kylfingurinn hafi gleymt því hvaðan hann kom og hvað aðrir hafa lagt á sig mikla vinnu til að koma honum þangað sem hann er í dag. Þá hefur hann einnig gleymt því hvers vegna þetta sama fólk lagði fram alla þessa vinnu og fjármagn. Í hverjum einasta golfklúbbi eða golfsambandi heimsins leggja óteljandi eintaklingar (langflestir í sjálfboðavinnu) á sig mikla vinnu til að efla íþróttina og útbreiðslu hennar. Í því felst meðal annars að aðstoða bestu ungmennin við að ná markmiðum sínum. Það drífur sjálfboðaliðana áfram. Stundum heppnast ætlunarverkið, sem gerir þetta allt þess virði. Nýr kylfingur skýst upp á stjörnuhimininn og þeir sem yngri eru fá þann draum að feta í fótsporin. Bestu kylfingar heims verða aldrei skyldaðir til að endugjalda greiðann en það er sorglegt að þeir skuli ekki vilja gera það þegar mikið liggur við og einstakt tækifæri býðst golfíþróttinni. Ólympíu­ leikarnir eru golfíþróttinni afar mikilvægir. Þar fyrir utan er varla hægt að segja að í því felist mikil fórn fyrir kylfinga að „þurfa“ að leika fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Um er að ræða stærsta íþróttaviðburð heims, sem haldinn er á fjögurra ára fresti. Risamótin eru hins vegar haldin fjórum sinnum á ári og þótt háar peningafjárhæðir séu í boði fyrir sigurvegarana þá hlýtur gull-, silfur- eða bronspeningur að hafa mikla þýðingu. Fæstir íþróttamenn fá nefnilega tækifæri til að taka þátt í mörgum Ólympíuleikum á lífsleiðinni og það er óvíst að McIlory, Johnson, Spieth, Day eða Scott bjóðist slíkt tækifæri aftur. Þegar kemur að íþróttum getur nefnilega verið skammt stórra högga á milli. Stærsta golfstjarnan getur hrapað til jarðar á einni nóttu. Við þekkjum skýr dæmi þess. Að mínu mati hefði mátt velja annað keppnisfyrirkomulag á Ólympíuleikunum en fjögurra daga höggleikskeppni. Ég held að það hefði mátt keppnina áhugaverðari með annars konar leikfyrirkomulagi, sérstaklega þegar litið er til þess hversu sviðið var stórt og hversu langt er síðan keppt var í golfi á leikunum. Það breytir því hins vegar ekki að leikarnir heppnuðust einstaklega vel og voru góð auglýsing fyrir golfíþróttina. Ummæli þeirra keppenda sem tóku þátt eru staðfesting þess auk þess sem sjónvarpsáhorfið var það mesta sem mældist, að lokahring Masters frátöldum. Þeir kylfingar sem kusu frekar að keppa á John Deere Classic mótinu á PGA-mótaröðinni eða kusu jafnvel að keppa ekkert umrædda viku, munu vonandi horfa til baka og hugsa með sér að þarna hafi þeir gert stór mistök. Mistökin eru hins vegar til þess að læra af þeim og aftur verður keppt í golfi á Ólympíuleikunum í Tókíó árið 2020. Ljósin á stóra sviðinu verða þá kveikt á nýjan leik og ég trúi

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands

ekki öðru en að bestu kylfingar heims, í karla- og kvennaflokki, verði þá tilbúnir að fara með rulluna sína. Þar sem þetta síðasta tölublað Golf á Íslandi á þessu golftímabili langar mig að lokum að þakka öllum sjálfboðaliðum í hreyfingunni fyrir þeirra óeigingjörnu störf í sumar.

Með bestu kveðju, Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands


Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Takk fyrir ógleymanlegan dag Fleiri en 15 þúsund hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2016 og settu nýtt met í áheitasöfnun til styrktar góðum málefnum. Íslandsbanki óskar öllum hlaupurum til hamingju með glæsilegan árangur. Sérstaklega þökkum við öllum þeim sem hétu á hlaupara á hlaupastyrkur.is og tóku þannig þátt í stærstu fjáröflun landsins fyrir góðgerðarfélög. Við hlökkum til að sjá ykkur að ári!


Tæplega 400 kylfingar bættust í hópinn á árinu 2016

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metfjöldi kylfinga á Íslandi


Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 16.820 skráðir í golfklúbba víðsvegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 400 kylfinga frá árinu í fyrra. Fjölgunin er hvað mest í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesinu. Gott veðurfar, aukin markaðssetning og fjölbreyttara framboð á félagaaðild gætu verið líklegar skýringar á fjölguninni.

Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að aukningin er mest hjá fólki sem er 50 ára og eldra en sá hópur stækkar um heil 13%

milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks 2249 ára og nemur fækkunin um 7%. Einnig fækkar börnum og unglingum yngri en 14 ára um 12%. Í dag eru 55% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga sé að hækka verulega hér á landi. Meðalaldur kvenkylfinga er nú 52 ár og karlkylfinga 46 ár. Aðsókn í golf á síðustu 16 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og fjöldinn nánast tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi fjölgun kylfinga verið um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 1%. Ef við setjum þessa stærð í samhengi við aðrar íþróttagreinar í landinu þá er knattspyrnusambandið stærst með rúmlega 22.000 félaga, en næst kemur golf­sam­bandið með tæplega 17.000 félaga. Fimleikar og hestaíþróttir koma þar næst. Capacent framkvæmir árlega neyslu- og lífstílskönnun þar sem fram kemur að um 60.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba. Golfsumarið heldur áfram og enn geta kylfingar skráð sig í klúbba.


Axel fékk 500.000 kr.

– Keilismaðurinn varði stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni Axel Bóasson úr Keili tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmóta­ röðinni með sigri á Securitasmótinu í Grafarholti. Þetta er í annað sinn sem Axel er stigameistari og varði hann titilinn frá því í fyrra. Keilismaðurinn náði frábærum árangri á þeim mótum sem hann tók þátt á. Á tímabilinu 2016 lék Axel aðeins á þremur mótum af alls sex. Hann varð tvívegis í efsta sæti og í öðru sæti á einu móti.

Umtalsverð hækkun á verðlaunafé til atvinnukylfinga var á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru fyrir Eimskipsmótaröðina 2016. Axel, sem er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni, fékk því 500.000 kr. fyrir stigameistaratitilinn. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhentu Axel ávísunina á glæsilegu lokahófi sem fram fór í Grafarholtinu.

Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2016: Egils Gull mótið: Tók ekki þátt. Símamótið: Tók ekki þátt. KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt. Borgunarmótið: 1. sæti. Íslandsmótið í golfi: 2. sæti. Securitasmótið: 1. sæti.

Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins, Axel Bóasson og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is

Þetta er í 28. sinn sem stigameistari er krýndur í lok keppnistímabilsins á Íslandi. Það var fyrst gert árið 1989. Björgvin Sigurbergsson úr Keili hefur oftast fagnað þessum titli eða alls fjórum sinnum en Hlynur Geir Hjartarson úr GOS kemur þar næstur með þrjá stigameistaratitla.

Nýtt nafn á bikarinn – Ragnhildur stigameistari í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sínum fyrsta stigameistaratitli á Eimskipsmótaröðinni en hún var ávallt á meðal þeirra efstu á þeim sex mótum sem hún tók þátt í á Eimskipsmótaröðinni 2016. GR-ingurinn endaði tvívegis í öðru sæti og varð alls þrívegis á verðlaunapalli á mótum sumarsins. Ragnhildur er fædd árið 1997 og hefur hún á undanförnum misserum skipað sér í fremstu röð á Íslandi. Þetta er í 28. sinn sem keppt er um stiga­ meistaratitlinn í kvennaflokki á Íslandi. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur oftast fagnaði þessum titli eða níu sinnum alls.

Árangur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni 2016: Egils Gull mótið: 4. sæti. Símamótið: 4. sæti. KPMG–bikarinn, Íslandsmótið í holukeppni: 2. sæti. Borgunarmótið, Hvaleyrarbikarinn: 5. sæti. Íslandsmótið í golfi: 6. sæti. Securitasmótið: 2.-3. sæti.

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigameistarar GSÍ

Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélagsins, Ragnhildur Kristinsdóttir og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is


kvika.is


Stigameistararnir á Eimskipsmóta­ röðinni 2016. Axel Bóassson og Ragnhildur Kristinsdóttir. Mynd/seth@golf.is

Stigameistarar GSÍ frá upphafi: Karlaflokkur: 1989 Sigurjón Arnarsson, GR (1) 1990 Úlfar Jónsson, GK (1) 1991 Ragnar Ólafsson, GR (1) 1992 Úlfar Jónsson, GK (2) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson, GA (1) 1995 Björgvin Sigurbergsson, GK (1) 1996 Birgir L. Hafþórsson, GL (1) 1997 Björgvin Sigurbergsson, GK (2) 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (3) 1999 Örn Ævar Hjartarson, GS (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (4) 2001 Guðmundur Rúnar Hall­ grímsson, GS (1) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson, GA (2)

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigameistarar GSÍ

Kvennaflokkur: 2003 Heiðar Davíð Bragason, GKj. (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason, GKj. (2) 2006 Ólafur Már Sigurðsson, GK (1) 2007 Haraldur H. Heimisson, GR (1) 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1) 2009 Alfreð Brynjar Kristins­ son, GKG (1) 2010 Hlynur Geir Hjartarson, GOS (2) 2011 Stefán Már Stefánsson, GR (1) 2012 Hlynur Geir Hjartarson, GOS (3) 2013 Rúnar Arnórsson, GK (1) 2014 Kristján Þór Einarsson, GKj. (1) 2015 Axel Bóasson, GK (1) 2016 Axel Bóasson, GK (2)

1989 Karen Sævarsdóttir, GS (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1) 1991 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2) 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (2) 1993 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (1) 1994 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (2) 1995 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (3) 1996 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (4) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (5) 1998 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (6) 1999 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3) 2000 Herborg Arnarsdóttir, GR (1) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (4) 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (2) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5) 2004 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (6)

2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7) 2006 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (8) 2007 Nína Björk Geirsdóttir, GKj. (1) 2008 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (9) 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1) 2011 Signý Arnórsdóttir, GK (2) 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (3) 2013 Signý Arnórsdóttir, GK (4) 2014 Karen Guðnadóttir, GS (1) 2015 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1) 2016 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR(1)


Verð frá kr. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.

Er Orlando þín borg? Það er fjör fyrir alla fjölskylduna í Orlando. Sundlaugar fyrir orkuboltana og kokteilar fyrir fullorðna fólkið. Golf og grillveislur frá morgni fram á kvöld. Bentu í vestur. Orlando bíður eftir þér. Þú getur tekið tvær töskur með þér á leiðinni til og frá Norður-Ameríku. * Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar.

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80922 08/16

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 78228 01/16

BENTU Í VESTUR 37.300*


Axel og Saga best á Securitasmótinu – Lokamót Eimskips­ móta­raðarinnar fór fram við glæsi­ legar aðstæður í Grafarholti

Axel Bóasson átti góðu gengi að fagna á Grafarholtsvelli á Securitasmótinu. Mynd/seth@golf.is

Securitasmótið á Eimskipsmótaröðinni var loka­ mótið á tímabilinu 2016 þar sem keppt var um GRbikarinn í Grafarholti. Þar ríkti mikil spenna alla þrjá keppnisdagana en Axel Bóasson úr Keili og Saga Traustadóttir úr GR fögnuðu sigri eftir harða keppni. Nína Björk Geirsdóttir úr GM sýndi að hún hefur engu gleymt og barðist hún um sigurinn á Securitasmótinu allt fram á lokaholuna. Mynd/seth@golf.is

Guðmundur Oddsson forstjóri Securitas á Íslandi.

Keppni í karlaflokki var mjög hörð og skor keppenda mjög gott við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, endaði í öðru sæti á -7 samtals. Fjórir erlendir atvinnukylfingar tóku þátt í karlaflokknum og er þetta í fyrsta sinn sem erlendir keppendur taka þátt á móti á Eimskipsmótaröðinni. Austurríkismaðurinn Bernhard Reiter lék best af erlendu keppendunum en hann endaði í 3.-5. sæti. Axel lék á -9 samtals og lék hann sérstaklega vel á öðrum keppnisdegi þar sem hann var á 66 höggum eða -5. Hann lék alla hringina undir pari vallar og skorið í

16

GOLF.IS - Golf á Íslandi Axel og Saga best á Securitasmótinu


Saga Traustadóttir úr GR fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni á heimavelli sínum í Grafarholti. Mynd/seth@golf.is

karlaflokknum var einstaklega glæsilegt en alls léku 10 kylfingar á pari vallar eða lægra skori. Saga Traustadóttir fagnaði sigri í kvenna­ flokki eftir æsispennandi baráttu við Nínu Björk Geirsdóttur úr GM og Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR. Þetta er fyrsti sigur Sögu á Eimskipsmótaröðinni og í fyrsta sinn sem hún er í verðlaunasæti. Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um GR-bikarinn á þessu lokamóti og í

Það var töluverður fjöldi fólks sem fylgdist með lokakeppnisdeginum á Securitasmótinu í Grafarholti. Mynd/seth@golf.is

Verðlaunahafar í karlaflokki. Frá vinstri. Guðmundur Oddsson forstjóri Securitas, Birgir Leifur, Axel, Bernhard, Þórður Rafn, Haraldur Franklín og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

17


Axel Bóasson og Saga Traustadóttir. Mynd/seth@golf.is

Saga Traustadóttir úr GR undirbýr sig fyrir lokapútitð á Securitasmótinu. Mynd/seth@golf.is

kjölfarið á mótinu fór fram lokahóf Eimskips­móta­raðarinnar í golfskálanum í Grafarholti. Veðrið lék við keppendur á Securitasmótinu og aðstæður og umgjörðin á Securitasmótinu á Grafarholtsvelli var eins og best verður á kosið.

Verðlaunahafar í kvennaflokki. Frá vinstri; Guðmundur Oddsson forstjóri Securitas, Nína björk, Saga, Ragnhildur og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ. Mynd/seth@golf.is

Grafarholtsvöllur, par 71: Karlar: 1. Axel Bóasson, GK (68-66-70) 204 högg -9 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (68-69-69) 206 högg -7 3.-5. Haraldur Franklín Magnús, GR (70-71-66) 207 högg -6 3.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (68-69-70) 207 högg -6 3.-5. Bernhard Reiter, Austurríki (71-66-70) 207 högg -6 6. Gísli Sveinbergsson, GK (73-70-68) 211 högg -2 7. Kristján Þór Einarsson, GM (72-67 -73) 212 högg -1 8. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-67-74) 212 högg -1 9. Henning Darri Þórðarson, GK (73-70-70) 213 högg 10. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (72-67-74) 213 högg 18

GOLF.IS - Golf á Íslandi Axel og Saga best á Securitasmótinu

Konur: 1. Saga Traustadóttir GR (74 -75-72) 221 högg +8 2.-3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (73-77-72) 222 högg +9 2.-3. Nína Björk Geirsdóttir, GM (75-74-73) 222 högg +9 4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (76-74-74) 224 högg +11 5. Karen Guðnadóttir, GS (76-76-75) 227 högg +14 6. Heiða Guðnadóttir, GM (76 -76-76) 228 högg +15 7. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (77- 74-78) 229 högg +16 8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (79-78-73) 230 högg +17


Rétta kortið fyrir kylfinginn

Vildarpunktar Icelandair af allri verslun

Premium Icelandair

American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers

Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.


Tilraun sem heppnaðist vel – heimsókn fjögurra erlendra kylfinga á Eimskipsmótaröðina tókst vonum framar Bernhard Reiter frá Austurríki tók þátt á Securitasmótinu. Mynd/seth@golf.is

Fjórir erlendir atvinnukylfingar tóku þátt á Securitasmótinu á Eimskips­ mótaröðinni sem fram fór á Grafarholtsvelli í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn sem erlendir kylfingar keppa á Eimskipsmótaröðinni en keppt var um GR-bikarinn í fyrsta sinn á þessu móti. Ragnar Baldursson varaformaður GR segir í samtali við Golf á Íslandi að tilraunin hafi heppnast mjög vel og í raun vonum framar. „Markmið okkar var að leikmönnum liði vel í GR-bikarnum og upplifun þeirra væri sem ánægjulegust. Hluti af því var að fá erlenda leikmenn til leiks. Þessir leikmenn eru góðir kylfingar og allir verið að leika á ProGolf mótaröðinni sem Þórður Rafn Gissurarson hefur leikið á undanfarin misseri. Allt saman góðir drengir og atvinnumenn fram í fingurgóma. Það var augljóst að íslensku keppendurnir voru spenntir að fá tækifæri að keppa við þá og markmiðinu var því náð hvað þetta varðar,“ segir Ragnar en GR-ingarnir Þórður Rafn og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir aðstoðuðu við að fá erlendu kylfingana til landsins. „Upphaflega ætluðum við að fá tvo karla og tvær konur erlendis frá í þetta mót. Því miður var mikið um að vera í kvennagolfinu í Evrópu á þessum tíma og þær konur sem höfðu lýst yfir áhuga gátu ekki komið. Niðustaðan var því að fá fjóra karla og það var áhugi frá fleirum að koma. Mér sýnist að það gæti orðið niðurstaðan að tveir til fjórir leikmenn af hvoru kyni mæti til leiks í GRbikarinn árið 2017.“ Ragnar bætir því við að það sé mikilvægt fyrir íslenska kylfinga að fá samanburð hvar þeir standi með reglulegu millibili og GRbikarinn eigi að vera slíkt mót. „Með breytingunum sem gerðar voru á Eimskipsmótaröðinni á þessu ári fá

eingöngu allra bestu íslensku kylfingarnir taka þátt í GR-bikarnum. Við stefnum á að verðlauna þá m.a. með því að fá að máta sig við erlenda atvinnukylfinga í keppni hér heima. Það er mjög mikilvægt að þessi samanburður fari reglulega fram svo við vitum hvar við stöndum með okkar bestu kylfinga. Það er varla hægt að hugsa sér það betra en að fá þennan samanburð fyrir 50 bestu íslensku kylfingana á einu og sama mótinu. Það er ekki markmið í sjálfu sér að fá hingað ofurstjörnur í golfinu heldur leikmenn sem okkar bestu leikmenn geta borið sig saman við. Það væri þó vissulega

Grafarholtsvöllur skartaði sínu fegursta á Securitas­mótinu. Mynd/seth@golf.is

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tilraun sem heppnaðist vel

gaman að fá erlenda stórstjörnu til að taka þátt í mótinu í framtíðinni. GRbikarinn í ár var mikil golfsýning þar sem nokkrir leikmenn jöfnuðu vallarmetið á Grafarholtsvelli, þar á meðal einn erlendi leikmaðurinn. Golfklúbbur Reykjavíkur stefnir á að halda áfram með GR-bikarinn á sömu braut með opnum huga fyrir nýjum áskorunum og tækifærum. Við erum þakklát Securitas, Eimskip, GSÍ, veðurguðunum, Þórði Rafni og fjölskyldu og öðrum þeim sem áttu með þátttöku sinni eða annarri aðkomu þátt í að gera mótið að skemmtilegum golfviðburði,“ sagði Ragnar Baldursson.

Liam Robinson frá Englandi slær hér á 1. teig á Grafarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is


TIL ÖRYGGIS Í NÆSTUM 40 ÁR

Heimilislífið Securitas býður fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja huga að öryggi sínu: Heimavörn - beintengdu heimilið við stjórnstöð Securitas

Öryggishnappar - hugarró fyrir þig og aðstandendur

Sumarhúsavörn - njóttu þess að vera að heiman

Myndeftirlit - góð yfirsýn sem eykur öryggi þitt

Slökkvitæki - öryggisvörur fyrir heimilið og bílinn

Atvinnulífið Securitas hefur að bjóða öryggiskerfi í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum en jafnframt sérsniðnar lausnir fyrir mismunandi þarfir: Firmavörn - sniðin að þörfum þíns fyrirtækis

Skip og bátar - öryggisbúnaður og öryggiskerfi á sjó

Akstursþjónusta - sérþjálfaðir ökumenn og öryggi alla leið

Brunaviðvörunarkerfi - lausnir fyrir allar aðstæður

Gæsla - mönnuð gæsla, fjargæsla og forvarnir

Heilbrigðislausnir - sjúkrakallkerfi, öryggishnappar og umönnunarkerfi

Slökkvikerfi - ásamt öflugri slökkvitækjaþjónustu

Myndeftirlit - myndavélar, vöktun og betri yfirsýn

Vöruvernd - öryggislausnir sem stöðva þjófnað

Aðgangsstýring - fullkomið innbrota- og aðgangsstýrikerfi

Námskeið - ýmis öryggisnámskeið í boði fyrir fyrirtæki og stofnanir

Við hvetjum þig til að skoða hvernig lausnir Securitas geta aukið öryggi þitt og þinna Kynntu þér þjónustuframboð Securitas á heimasíðu okkar www.securitas.is eða hafðu samband í síma 580-7000 Öflugt viðbragðsafl á öllum tímum – Okkar vakt lýkur aldrei


Hulda Alfreðsdóttir og Ragnheiður H. Ragnarsdóttir eru æskuvinkonur sem fæddust á Siglufirði á þeim árum þegar sjónvarps­ útsendingar voru að hefjast á Íslandi. Þrátt fyrir að margir í nærumhverfi þeirra hafi verið mikið í golfi í gegnum tíðina höfðu þær Hulda og Ragnheiður engan áhuga á þessari frábæru íþrótt. Það breyttist með óvæntum hætti og frá þeim tíma hafa þær tekið golfið föstum tökum og nýta hverja stund til þess að leika golf.

22

GOLF.IS

„Aldrei of seint að byrja“

– Vinkonurnar Hulda og Ragnheiður hafa tekið golfið með trompi undanfarin ár


Hulda Alfreðsdóttir, GKG, forgjöf: 26.4. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir, GKG, forgjöf: 24.7. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

23


Vinkonurnar eru félagar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Ragnheiður er tiltölulega nýflutt á höfuðborgarsvæðið. Hún starfar hjá Eimskip en Hulda starfar hjá TVG Zimsen sem er dótturfélag Eimskips. Hulda slær hér inn á 8. flöt í Mýrinni. Mynd/seth@golf.is

Golf á Íslandi ræddi við þær Huldu og Ragnheiði á dögunum þar sem þær voru að leika golf með Birni Steinari Stefánssyni (Bjössa) eiginmanni Huldu og 9 ára barnabarni þeirra, Árna Birni. Veðrið var frábært eins og flesta daga í ágústmánuði og þær Hulda og Ragnheiður sögðu golfsögu sína í stuttu máli. Ragnheiður: „Ég flutti hingað á höfuðborgarsvæðið í ágúst í fyrra frá Siglufirði. Ég byrjaði í golfi á Siglufirði eftir að Hulda og Bjössi skoruðu á mig að byrja. Hulda: „Mér fannst golf alveg fáránlega asnaleg íþrótt og leiðinleg. Ég var búin að segja lengi að ég ætlaði aldrei að byrja í þessu, aldrei. Ég fór í golfmót með Bjössa fyrir mörgum árum og fannst þetta alveg glatað.“ Ragnheiður: „Við fórum m.a. til SuðurAfríku þrjú saman árið 2011 þar sem dvalið var á golfsvæði og Bjössi var sá eini sem lék golf á þeim tíma. Hann var reyndar alltaf að ýta því að okkur að koma og prófa en við snerum okkur bara við í sólbaðinu og létum þetta sem vind um eyru þjóta.“ Hulda: „Í ágúst árið 2011 gerðist það að vinnufélagar mínir í TVG Zimsen hálfpartinn píndu mig í fyrirtækjamót í Bakkakoti. Ég sagði að þau væru rugluð að reyna þetta þar sem ég hefði ekki einu sinni áhuga á að fara í golf með manninum mínum. Ég lét undan hópþrýstingnum og fór í Texas Scramble mót með þeim. Það var bara ótrúlega skemmtilegt og það gerðist eitthvað á þeim degi sem ég get

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Aldrei of seint að byrja“

ekki útskýrt. Ég tryggði liðinu mínu sigur á lokaholunni með því að setja niður langt pútt. Og ég kom mjög ánægð heim.“ Ragnheiður: „Ég byrjaði ekki fyrr en ég fékk þau skilaboði frá Huldu og Bjössa að ég þyrfti að byrja í golfi til þess að fá að Ragnheiður að vanda púttið og bítur aðeins í neðri vörina. Mynd/seth@golf.is

„hanga“ með þeim. Allt á léttu nótunum samt en ég tók þessari áskorun og byrjaði bara á því að mæta í golfmót á Siglufirði. Hulda og Bjössi komu í heimsókn norður á Siglufjörð þar sem Hulda ætlaði að taka þátt í kvennamóti. Ég var búin að öngla saman alls konar golfdrasli úr bílskúrum bæjarins fyrir mig. Eldgamalt dót sem enginn vildi nota. Ég mætti síðan út á Hólinn þar sem golfvöllurinn er og þar var markmiðið að slá nokkra bolta og fá leiðbeiningar frá Bjössa. Eftir að hafa slegið þrjá bolta horfði ég á Bjössa og sagði að þessu myndi ég ekki nenna. Ég ákvað að vera bara með í mótinu og mætti á teig með nokkrum konum sem þar voru. Ég tók Bjössa með mér og hann var titlaður sem leiðbeinandinn í þessum ráshóp. Þær héldu að ég væri alveg búinn að missa vitið og Bjössi hristi bara hausinn af undrun. Ég hitti boltann ekki oft á þessum fyrsta golfhring og vissi í raun ekkert hvað ég var að gera. Þegar við komu á 8. braut þurfti ég að vippa inn á flötina af um 20 metra færi. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að gera þetta en ég sló, boltinn fór beint á flaggið og ofan í holuna. Fagnaðaröskrin frá mér bergmála eflaust enn í fjöllunum við Siglufjörð, þvílík tilfinning, og á þessu augnabliki fékk ég golfdellluna. Í kjölfarið fór Bjössi að safna saman aðeins betra golfdóti fyrir mig. Hann keypti m.a. aftur gamlan golfpoka sem hann hafði selt áður og ég fékk gamla kerru og gamlar kylfur. Ég tók síðan bara þátt í öllum mótum sem hægt var að keppa á og fór á bólakaf í þetta. Fólk hélt að ég væri stórskrítin að byrja svona en mér var alveg sama. Ég var í þessu á mínum forsendum og ætlaði að skemmta mér við þetta.“ Hulda: „Þegar golfið hittir mann svona af krafti þá fer maður alla leið í þessu. Ég fór


VIÐ HÖFUM GÓÐA REYNSLU

AF SKÓLAVERKEFNUM

Við bjóðum allt að 12 mánaða vaxtalaus lán*

VELDU FARTÖLVU FRÁ STÆRSTA PC FRAMLEIÐANDA Í HEIMI*

*3,5% lántökug jald og 405 kr. færslug jald

*Gartner F2 2016

Y700

YOGA 3

FARTÖLVUR

Kraftmikil og skemmtileg fyrir leikina

Frábært verð – mikil gæði

Verð frá: 189.900

Verð frá:

kr.

BAKPOKAR, TÖSKUR OG UMSLÖG Einstakt úrval fyrir góða námsmenn.

49.900 kr.

FRÁBÆR ÞRÁÐLAUS HEYRNARTÓL Frá Bose, Audio Technica, Plantronics og Sony.

Hraður og öflugur SSD diskur

Verð frá: 99.900

kr.

WI-FI PRENTARAR, BLEK OG PAPPÍR

Í NETVERSLUN.IS ER ÚRVAL AF GRÆJUM SEM HJÁLPA ÞÉR AÐ LEYSA SKÓLAVERKEFNIN NÝHERJI / BORGARTÚNI 37, MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / KAUPANGI AKUREYRI, MÁN.-FÖS. KL. 9-17 / NETVERSLUN.IS


Árni Björn Birnuson er heppinn að margir í kringum hann stunda golfíþróttina. Hér slær hinn 9 ára gamli Árni af 9. teig og Ragnheiður fylgist spennt með. Mynd/seth@golf.is

Leigjum út Powakaddy rafmagnskerrur og golfsett frá Taylor Made og Srixon

t.d. í verslunarferð í golfbúð þar sem ég ætlaði að kaupa eitt par af golfskóm. Ég fór út með allt sem ég þurfti í golfið, golfsett, kerru, fatnað og eitthvað meira. Ef maður getur ekkert í golfinu þá er mjög auðvelt að líta alla vega út fyrir að geta eitthvað,“ segir Hulda og hlær. Ragnheiður: „Ég fékk ekki mikla kennslu eða leiðbeiningar þegar ég fór af stað og ég er að gera alls konar vitleysu sem hefði verið hægt að laga strax í upphafi. Ég hef hins vegar farið í alvöru mælingu hjá sérfræðingi í golfbúð hvað varðar kylfurnar. Ég mætti á svæðið og sagðist vilja fara í mælingu eins og einhver sérfræðingur í þessu sporti. Starfsmaðurinn spurði mig hvaða forgjöf ég væri með og ég svaraði því til að það væri eins og að spyrja konu um hæð og þyngd. Ég mætti í mælinguna og var bara kófsveitt að slá í eitthvert net með 7-járninu. Það heyrðist ekkert í starfsmanninum í langa stund á meðan ég var að slá og ég var handviss um að hann væri bara á facebook. Hann svaraði því neitandi og sagði síðan að það þyrfti ekkert að breyta neinu hjá mér hvað kylfurnar varðar. Hann hefur eflaust ekki haft kjark til að segja sannleikann - að ég gæti ekkert í golfi.“ Hulda: „Það var furðulegt að upplifa að dreyma golf stuttu eftir að hafa byrjað í golfi. Eina nóttina hrökk ég upp í miðjum svefni þar sem ég var að dræva af krafti og slá boltann. Ég vakti bara Bjössa og sagði honum að mig væri farið að dreyma golf. Hann var bara sáttur við það og ég sé að hann brosir inni í stofu þegar við Ragnheiður erum að tala um golf við eldhúsborðið. Hann hafði lengi beðið eftir slíkri umræðu hjá okkur.“ Ragnheiður: „Við höfum gert alveg ótrúlega skemmtilega hluti saman frá því að við byrjuðum í golfinu, ferðast út um allt land og einnig til útlanda til þess að spila. Við eigum frábærar minningar frá þessum ferðalögum. Ég held ég hafi spilað um 20 velli á landinu nú þegar og margir eftir.

Björn Steinar Stefánsson er eiginmaður Huldu og er lipur kylfingur. Hér slær hann upphafs­ höggið á 9. braut í Mýrinni. Mynd/seth@golf.is

BÍLDSHÖFÐA 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Aldrei of seint að byrja“


MITSUBISHI OUTLANDER

TILFINNINGIN ER ÓLÝSANLEG ÞAR TIL ÞÚ PRÓFAR

Mitsubishi Outlander hefur fengið frábærar viðtökur. Betur búinn fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll er vandfundinn og ekki skemmir verðið fyrir. Komdu í reynsluakstur og fáðu tilfinninguna sem svo erfitt er að lýsa – jafnvel eftir að þú prófar. Mitsubishi Outlander Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá:

5.390.000 kr. FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði


Vinkonurnar eru sammála um að félags­skapurinn og útiveran sé það sem heilli mest við golfið. Ragnheiður: „Mér finnst ótrúlega gaman að spila með skemmtilegu fólki. Hér í GKG var vel tekið á móti mér og ég skrái mig bara með hverjum sem er. Ef það er laust í þriggja manna ráshóp þá fer ég bara með. Ég læt ekkert stoppa mig. Það hefur oft komið fyrir að ég lendi í hóp strákum með lága forgjöf, alveg niður í 2, og það hefur bara verið skemmtilegt. Þeir eru ekkert að pirra sig á því að ég sé með þeim og þeir hrósa fyrir góð högg og slíkt. Ég hef aldrei lent í því að upplifa það að vera ekki velkomin. Ég skil reyndar ekki af hverju þeir sem eru svona góðir greiði fullt gjald því þeir nota völlinn lítið sem ekkert og slá fá högg - alla vega miðað við mig.“ Hulda: „Umræðuefnið sem skapast í kringum kylfinga eru óþrjótandi og það er alltaf hægt að finna eitthvað til að spjalla um. Mér leið ekki vel í upphafi að spila með ókunnugu fólki en það breyttist þegar ég spilaði með eldri manni sem var fyrrverandi flugstjóri. Hann var með okkur Bjössa í ráshóp og ég var með hnút í maganum fyrir hringinn og gekk ekki vel á fyrstu holunum. Hann sá að mér leið ekki vel. Hann sagði mér að vera ekkert að stressa mig á þessu. „Við byrjuðum öll einhvern tímann í golfi og láttu þetta aldrei trufla þig,“ sagði hann. Ég gleymi þessum orðum ekki.“ Ragnheiður er meira fyrir að keppa í golfi en Hulda mætir af og til í mót þegar þannig liggur á henni.

Ragnheiður slær hér upphafshögg á 8. braut í Mýrinni hjá GKG. Mynd/seth@golf.is

Ragnheiður: „Mér hefur gengið vel að undanförnu, sigraði í mínum flokki á meistaramóti GKG og einnig á Íslandsmóti +35 í Vestmanneyjum. Ég hef haft mikið fyrir þessu og ég þarf að fara til golfkennara til að ná lengra. Ég skrái nánast alla hringi og forgjöfin getur varla verið réttari hjá

mér. Mér sárnaði mikið í golfferð á Spáni þar sem ég var sögð vera forgjafarsvindlari eftir að hafa leikið flesta hringina á 3942 punktum. Það var varla klappað við verðlaunaafhendingu á lokamótinu í þessari ferð og mér fannst þetta skrítið hugarfar. Fararstjórinn í þessari ferð gerði síðan vel að slökkva þessa umræðu en þetta var óþarfi.“ Hulda: „Ég fer ekki eins mikið í mótin og Ragnheiður. Mér líður bara vel með það sem ég er að gera. Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki gefið þessari frábæru íþrótt tækifæri fyrr, en það var kannski ekki mikill tími sem ég hafði áður á meðan börnin voru yngri. Núna hef ég meiri tíma og ég nýti þann tíma bara enn betur.“ Ragnheiður: „Ég er sammála Huldu með að hafa ekki gefið þessu tækifæri fyrr. Ég var með fullt af fólki í kringum mig sem spilaði golf. Ég kveikti bara ekki á perunni en það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Ég er að upplifa frábæra tíma núna og það er aldrei of seint að byrja.“

Hulda horfir hér á eftir vel heppnuðu upphafshöggi. Mynd/seth@golf.is

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Aldrei of seint að byrja“


Eru verkir að hækka forgjöfina? Fyrir þá sem sofa illa og glíma við fótaóeirð

Fyrir alla

Fyrir íþróttafólk og aðra sem hreyfa sig mikið

Kristín Dagný Magnúsdóttir: „Ég er mikið í golfi og stunda samhliða aðra líkamsrækt svo til daglega. Ég hef glímt við beinhimnubólgu frá unga aldri ásamt því að þreyta og pirringur í fótum hefur gert mér erfitt fyrir að sofna á kvöldin. Ég heyrði fyrst af Magnesium Oil spreyjunum frá Better You fyrir tveimur árum og þau hafa hjálpað mér gríðarlega mikið. Spreyið hjálpar mér mikið með beinhimnubólguna og nú sef ég eins og ungabarn á nóttunni. Maðurinn minn hafði ekki mikla trú á þessu í fyrstu en hann hefur einnig verið að glíma við fótaóeirð, sérstaklega eftir langar gönguferðir eða annasaman dag. Eftir að hann prófaði spreyið þarf hann ekki lengur að vera sífellt að færa fæturna til í nýja legu á nóttunni og sefur miklu betur. Við mælum heilshugar með spreyjunum. Þau virka fyrir okkur.“

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana


Íslandsmótið í golfi 2016

Magnað skor á – Birgir Leifur og Ólafía Þórunn skrifuðu nýjan kafla í golfsögu Íslands

Íslandsmeistararnir 2016 fögnuðu vel og innilega á 18. flötinni á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016


รก Jaรฐarsvelli GOLF.IS

31


Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ smellti í eina rándýra sjálfu með Íslands­ meisturunum eftir verðlauna­ afhendinguna. Mynd/seth@golf.is

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni 2016. Mótið fer í sögubækurnar á mörgum sviðum og þá sérstaklega að skor keppenda var frábært og gefur skýra mynd af því að golfíþróttin á Íslandi er í mikilli framför. Þar ber hæst að Ólafía og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni voru báðar á betra skori en efstu keppendurnir í karlaflokki. Ólafía setti nýtt og glæsilegt mótsmet í kvennaflokki með árangri sínum en hún lék á -11 samtals og Valdís var á -8 samtals.

Útsýnið af 15. teig er stórkostlegt á Jaðarsvelli og hér slær Birgir Leifur upphafshöggið á þriðja keppnisdeginum. Mynd/seth@golf.is

32

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016

Birgir Leifur, sem varð fertugur í maí á þessu ári, setti nýtt met í karlaflokki. Hann er núna sigursælasti karlkylfingurinn á Íslands­ mótinu frá upphafi. Birgir Leifur landaði sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli eftir hörkubaráttu á lokahringnum en hann lék

á -8 samtals og var einu höggi betri en Axel Bóasson úr GK og Bjarki Pétursson úr GB. Það má segja að Birgir Leifur hafi hitnað eins og díselvél þegar leið á 75. Íslandsmótið í karlaflokki. Fyrir lokahringinn var hann í 7. sæti á -3 samtals og þegar hann átti 9 holur eftir var hann enn þremur höggum á eftir efstu mönnum. Birgir fékk fugla á 10., 13. og 15. braut. Það ótrúlega gerðist síðan á 17. flöt þar sem hann fékk fimmta fuglinn á lokahringnum. Á 71. holu var Birgir Leifur í fyrsta sinn í efsta sæti mótsins. Hann fékk síðan par á 18. brautina og lék á -8 samtals. Axel og Bjarki fengu báðir tækifæri til þess að jafna við Birgi Leif þegar þeir léku tvær síðustu holurnar. Bjarki var hársbreidd frá því að fá fugl á 18. braut sem hefði tryggt umspil gegn Birgi um Íslandsmeistaratitilinn. Axel hafði síðan betur gegn Bjarka á annarri holu í bráða­ bana um annað sætið. Bjarki lék allar 18 holurnar á lokahringnum á pari og er það án efa einstakt í sögu Íslandsmótsins á lokahring. Axel Bóasson var ansi nálægt því að fá fugl á 17. holuna og spennan var því gríðarleg á lokahringnum. „Þetta var ljúft og þetta mót var frábært, gríðarlega gaman að standa uppi sem sigurvegari eftir svona harða keppni. Breiddin er alltaf að aukast og það er frábært fyrir golfíþróttina á Íslandi að


þú þarft nesti á ferðinni Nýtt og ferskt Nesti bíður þín hvar sem þú ferð um landið. Sem fyrr tökum við vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidrykkir sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur í rólegheitunum.

Nesti er hluti af


sjá hversu margir eru að skila inn góðum skorum á þessu móti,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson eftir sigurinn. Alls léku 12 kylfingar í karlaflokki undir pari vallar samtals og er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Mótsmetið er -12 en það setti Þórður Rafn Gissurarson úr GR í fyrra þegar hann fagnaði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á Garðavelli á Akranesi. Fjórir kylfingar voru í efsta sæti Íslands­ mótsins á þremur fyrstu keppnis­dögunum. Aron Snær Júlíusson (GKG) -4 var efstur eftir 1. hringinn, Axel Bóasson (GK) -4 var efstur þegar keppnin var hálfnuð. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Bjarki Pétursson (GB) voru jafnir í efsta sæti fyrir lokahringinn á -7 samtals en Bjarki setti vallarmet Svo nálægt því: Bjarki Pétursson trúir varla sínum eigin augum þegar hann horfði á boltann sveigja framhjá holunni fyrir fugli á lokaholunni. Mynd/seth@golf.is

Koma svo: Birgir Leifur talaði við boltann sem var nálægt því að fara ofaní á 18. holu á lokahringnum fyrir fugli. Mynd/seth@golf.is

Næstum því: Axel Bóasson fékk gott færi á 17. flöt til þess að komast í -8 en það tókst ekki og hann var að vonum svekktur. Mynd/seth@golf.is

á þriðja hringnum þar sem hann lék á 65 höggum (-6) Mikill fjöldi áhorfenda var á Jaðarsvelli á lokahringnum og nýttu sér frábæra þjónustu Golfklúbbs Akureyrar. Þráðlaust

Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki, par 71: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (69-70-71-66) 276 högg -8 2. Axel Bóasson, GK (71-67-69-70) 277 högg -7 3. Bjarki Pétursson, GB (72-69-65-71) 277 högg -7 4.-5. Rúnar Arnórsson, GK (72-67-72-67) 278 högg -6 4.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (71-71-69-67) 278 högg -6 6.-7. Gísli Sveinbergsson, GK (72-67-72-68) 279 högg -5 6.-7. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-73-67-72) 279 högg -5 8. Haraldur Franklín Magnús, GR (71-71-67-71) 280 högg -4 9.-10. Andri Már Óskarsson, GHR (73-67-68-73) 281 högg -3 9.-10. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-66-75) 281 högg -3 11.-12. Andri Þór Björnsson, GR (72-73-67-70) 282 högg -2 11.-12. Aron Bjarki Bergsson, GKG (70-72-69-71) 282 högg -2

34

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016

netsamband var á vellinum og gátu áhorf­ endur fylgst með beinni útsendingu á RÚV og lifandi skori á golf.is þegar spennan náði hámarki. Birgir Leifur deildi áður metinu yfir fjölda titla með Úlfari Jónssyni og Björgvini Þorsteinssyni en þeir höfðu allir sigrað sex sinnum. Birgir Leifur á nú einn metið yfir fjölda titla en hann hefur sigrað alls sjö sinnum. Hann sigraði í fyrsta sinn árið 1996 þegar hann keppti fyrir Golfklúbbinn Leyni, hann hefur sex sinnum sigrað sem félagi í GKG, 2003, 2004, 2010, 2013, 2014 og 2016. Þetta er sjöundi Íslandsmeistaratitill GKG frá upphafi í karlaflokki en Sigmundur Einar Másson varð Íslandsmeistari árið 2006.


ONE Traveller passar þér vel í útlöndum Fyrir 690 kr. daggjald færðu ótakmarkaðar mínútur og SMS, 500 MB gagnamagn á dag og getur notað 4G reiki í meira en 30 löndum víðsvegar um heiminn. Vertu áhyggjulaus í snjallsímanum á ferðalögum þínum erlendis.

Komdu í Vodafone ONE og njóttu ávinnings í hverju skrefi Vodafone Við tengjum þig

vodafone.is


Ólafía Þórunn lenti ekki í mörgum svona höggum á Jaðarsvelli en hér leysir hún vandmálið með glæsibrag við 5. flötina. Mynd/seth@golf.is

Stórkostlegt einvígi Ólafíu og Valdísar Ólafía Þórunn og Valdís Þóra háðu algjört einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Ólafía var í efsta sæti fyrstu tvo hringina en Valdís náði forskoti með vallarmetshring, 66 högg (-5) á þriðja keppnisdeginum. Ólafía Þórunn var á -6 samtals fyrir lokahringinn en Valdís var á -7 samtals. Ólafía Þórunn byrjaði lokahringinn með látum og lagði grunninn að sigrinum með mögnuðum kafla á fyrri 9 holunum þar sem hún fékk fimm fugla á sex holum og þar

af fjóra í röð á 2., 3., 4., og 5. braut. Ólafía tapaði aðeins einu höggi á hringnum og lék á 66 höggum eða -5. Hún jafnaði þar með vallarmetið. Valdís var samt aldrei langt á eftir og náði að minnka forskotið í tvö högg á 14. braut. Hún tapaði höggi á 15. braut og eftir það var á brattann að sækja. Valdís fékk fugl á lokaholunni og minnkaði forskotið í tvö högg en það dugði ekki til og Ólafía fagnaði sigri á -11 samtals en Valdís Þóra var á -9 samtals.

Ólafía fagnaði titlinum innilega með föður sínum Kristni J. Gíslasyni. Mynd/seth@golf.is

Signý Arnórsdóttir óskar hér Ólafíu til hamingju með sigurinn. Mynd/seth@golf.is

Þetta er í fyrsta sinn sem skor kvenna er betra en í karlaflokki og setti Ólafía nýtt mótsmet hvað varðar fjölda högga en fyrra metið var sett í fyrra þegar Signý Arnórsdóttir lék á +1 á Garðavelli á Akranesi. Þetta var þriðji titill Ólafíu frá upphafi en hún sigraði í fyrsta sinn árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru og árið 2014 á Leirdalsvelli. Ólafía er 24 ára gömul en þetta var í 50. sinn sem keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki í golfi.

36

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016


Valdís Þóra slær hér inn á 11. flötina á lokahringnum á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK varð þriðja á Jaðarsvelli. Hér slær hún á 10. teig á lokahringnum. Mynd/seth@golf.is

Valdís Þóra púttar hér á 5. flöt á Jaðarsvelli. Mynd/seth@golf.is

„Það var frábært fyrir kvennagolfið að fá svona skor og harða keppni. Ég held að við séum búnar að taka miklum framförum og þetta var bara frábær sýning fyrir kvennagolfið á Íslandi. Þetta er besta skor hjá mér í keppni og ég er gríðarlega ánægð með þetta allt saman,“ sagði Ólafía Þórunn. Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru sigursælastar í kvennaflokki á Íslandsmótinu en Ólafía landaði 22. titli GR í kvennaflokki á Akureyri. Keilskonur enduðu í 3.-5. sæti en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK fékk bronsverðlaunin eftir að hafa leikið á +5 samtals.

Lokastaða efstu kylfinga í kvennaflokki, par 71: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR (70-68-69-66) 273 högg -11 2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (71-69-66-69) 275 högg -9 3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-72-73-72) 289 högg +5 4. Signý Arnórsdóttir, GK (77-68-71-75) 291 högg +7 5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-75-73-75) 298 högg +14 6. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-76-73-76) 302 högg +18 7. Sunna Víðisdóttir, GR (78-77-78-71) 304 högg +20 8.-9. Karen Guðnadóttir, GS (79-80-73-73) 305 högg +21 8.-9. Gunnhildur Kristjánsdóttir GK (74-79-76-76) 305 högg +21 10. Berglind Björnsdóttir, GR (75-75-77-79) 306 högg +22

GOLF.IS

37


Ragnar Orri Jónsson ásamt föður sínum Jóni Steindóri Árnasyni varaformanni GA og Erni Viðari Arnarssyni.

Þeir bestu velja TaylorMade

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016

K

Fjölmennur hópur félagsmanna úr GA vann hörðum höndum í ýmsum verkefnum á meðan Íslandsmótinu stóð. Hér er Þórhallur Pálsson sem var forvörður á 10. braut og stóð sig gríðarlega vel. Mynd/seth@golf.is

VE


ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA

KÁRI | Flíspeysa Kr. 14.900

VERSLANIR ICEWEAR

REYKJAVÍK AUSTURSTRÆTI 5 • VESTURGATA 4 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 • LAUGAVEGUR 1 • LAUGAVEGUR 91 FÁKAFEN 9 OUTLET • GARÐABÆR MIÐHRAUN 4 • AKUREYRI HAFNARSTRÆTI 106 • VÍK Í MÝRDAL AUSTURVEGUR 20

Netverslun www.icewear.is frí heimsending um allt land


Frábært áhorf – 35.000 áhorfendur fylgdust með beinni útsendingu á RÚV

Frábært áhorf var á beina útsendingu RÚV frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri. Mikill fjöldi áhorfenda var á Jaðarsvelli á lokahringnum og áhorfendur heima voru enn fleiri. Alls horfðu um 35.000 áhorfendur á Íslandsmótið heima í stofu. Fjöldinn skiptist þannig að 20 þúsund horfðu á útsendinguna á laugardeginum og 28 þúsund á sunnudegi. Alls sáu 13 þúsund áhorfendur útsendinguna bæði á laugar- og sunnudegi. Hlutdeild Íslandsmótsins í áhorfi á mældar sjónvarpsstöðvar meðan keppni fór fram var 56% - sem þýðir að fleiri völdu að horfa á Íslandsmótið í golfi en annað dagskrárefni á sama tíma á öðrum stöðvum, enda keppnin spennandi allt til loka.

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið í golfi 2016


BIG MAX KERRUR OG POKAR

Fyrir 5 árum fundum við þetta merki og hófum sölu á kerrum og pokum frá Big Max. Þetta örumerki náði strax vinsældum meðal íslenskra kylfinga og viðtökurnar hafa verið mjög góðar.

Við erum með gott úrval af kerrum, kerrupokum og burðarpokum frá Big Max og flestir ættu að geta fundi kerru og/eða poka við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

Í golfpokum leggur BIG MAX mikla áherslu á góða vatnsvörn og flestir pokarnir frá þeim eru algjörlega vatnsheldir

Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja og fjögurra hjóla kerrur ásamt kerrum fyrir krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað mestum vinsældum er Blade+ kerran sem fellur alveg einstaklega vel saman.


Ólafía skrefi nær sterkustu mótaröð heims

– Íslandsmeistarinn endaði í fimmta sæti á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA

Ólafía slær hér á 11. teig á Jaðarsvelli á lokahringnum á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Mynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslands­meistari úr Golfklúbbi Reykjavíkur, náði frábærum árangri á úrtökumóti fyrir bandarísku LPGA atvinnumótaröðina sem fram fór í Kaliforníu í lok ágúst s.l. Ólafía endaði í fimmta sæti á -7 samtals á 72 holum (6871-70-72) og stimplaði sig af krafti inn á 2. stig úrtökumótsins sem fram fer í október í Flórída í Bandaríkjunum. Með árangri sínum er hún nú þegar búin að tryggja sér takmarkaðan keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni sem er næststerkasta mótaröð kvenna í Bandaríkjunum. 42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía skrefi nær sterkustu mótaröð heims


Ólafía slær hér upphafshöggið á 1. teig á lokahringnum á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri. Mynd/seth@golf.is

Symetra atvinnumótaraðarinnar og eru ofar en þeir sem komust í gegnum niðurskurðinn af 1. stigi úrtökumótsins. Lokaúrtökumótið (3. stig) fer fram dagana 30. nóvember - 4. desember á Daytona Beach í Flórída. Þar mæta um 160 keppendur til leiks og er leikið á Hills og Jones völlum. Þar verða leiknar alls 90 holur. Þar mæta m.a. til leiks 15 efstu af stigalista Symetra-mótaraðarinnar, 40 efstu á heimslistanum sem eru ekki með keppnisrétt á LPGA, 80 efstu af 2. stigi úrtökumótsins fyrir LPGA og keppendur af LPGA-mótaröðinni sem ná ekki að tryggja keppnisrétt sinn á mótaröð þeirra bestu á árinu 2016. Að loknum 72 holum komast 70 efstu áfram á lokahringinn og keppa um 45 laus sæti á LPGA. Í fyrra fengu 20 efstu að loknum 90 holum keppnisrétt í styrkleikaflokki 12 á LPGA, sæti 21.- 45. fengu keppnisrétt í styrkleikaflokki 17. Þeir sem voru þar fyrir neðan fengu engan keppnisrétt á LPGA.

Óvissa á LET Evrópumótaröðinni Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni tók einnig þátt en hún komst ekki áfram eftir að hafa leikið á 81-73-73. Ólafía segir að aukið sjálfstraust sé lykillinn að árangrinum í Kaliforníu. „Ég hef spilað vel undanfarið og það hefur mikið að segja fyrir sjálfstraustið. Mér leið vel og skorið var frábært en það er mikið eftir af þessu ferli til þess að ná alla leið,“ sagði Ólafía í samtali við mbl.is eftir úrtökumótið. Það er gríðarlega hörð samkeppni um laus sæti á LPGA atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum og nálaraugað er þröngt fyrir þá kylfinga sem vilja komast í hóp þeirra bestu. Um 700 keppendur eru samtals í harðri samkeppni um 20 örugg sæti á LPGA mótaröðinni. Hvernig kemst Ólafía á LPGA? Um 350 keppendur tóku þátt á 1. stigi úrtökumótsins og komust 90 efstu áfram á 2. stigið. Keppt var á þremur keppnisvöllum á 1. stiginu í Kaliforníu. Á Palmer og Dinah völlunum á Mission Hills og einnig á Gary Player vellinum á Westin. Lokahringurinn fór fram á Dinah vellinum. Á 1. stiginu kepptu m.a. kylfingar sem enduðu í sætum 151 og neðar á peningalista Symetra atvinnumótaraðarinnar á þessu ári. 2. stig úrtökumótsins fer fram 20.-23. október á Plantation golfvallasvæðinu í Venice í Flórída. Þar verður keppt á Bobcat og Panther völlunum og leiknar verða 72 holur á fjórum keppnisdögum. Þar mæta m.a. til leiks keppendur af Symetra-mótaröðinni sem voru í 1.-150. sæti á stigalistanum á þessu tímabili. Um 200 kylfingar komast inn á 2. stigið og eru ýmsar reglugerðir sem ákveða hvaða kylfingar komast inn á 2. stigið. Af þessum 200 keppendum komast 80 efstu inn á lokaúrtökumótið. Þar að auki fá þessir 80 keppendur betri stöðu á styrkleikalista

Ólafía Þórunn er með þátttökurétt á Evrópumótaröðinni, LET, sem er sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Hún hefur fengið mun færri tækifæri á þeirri mótaröð en vonir stóðu til. Í byrjun september hafði Ólafía aðeins leikið á tveimur mótum. Fjárhagserfiðleikar styrktaraðila mótaraðarinnar hafa sett keppnishaldið úr skorðum og nokkur mót voru slegin af. Ólafía gerði ráð fyrir að fá um 10 mót á LET á þessu tímabili en það gekk ekki eftir. Hún er örugg með tvö mót á LET í september en framhaldið er óljóst eftir þau mót.

Ólafía fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum ásamt móður sinni og föður, Elísabetu M. Erlendsdóttur og Kristni J. Gíslasyni. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

43


Slærðu lengra með nýjum járnum? – Birgir V. Björnsson golfkylfusérfræðingur skrifar Það er algengt að heyra í í kylfingum sem eru í skýjunum með nýju járnin sín. Ekki vegna þess að þeir spila betur með þeim, heldur vegna þess að þeir slá svo langt með þeim. Þeir slá allt að heilli kylfu lengra en með gamla settinu sínu og halda að það galdri fram betra skor. Spurningin er: Af hverju slá kylfingar oft lengra með nýjum járnum og þarf það að vera gott? „Hverfandi fláa veikin“ 
Síðustu 20-30 árin hefur fláinn á járnum minnkað og sköftin hafa orðið lengri. Fyrir fáum árum var 2-járn 20°, 5-járn 32° og 9-járn 48°. Í dag er algengt að það sé ekkert 2-járn, 3-járnið er 19°-20°, 5-járnið 26° og 9-járnið 42° eða jafnvel minna. Sumir framleiðendur hafa gengið svo langt að hafa 4-járn 19° og PW 43°, sem hefði verið 2-járn og 8-járn fyrir um 30 árum. Fram­ leiðendur hafa líka lengt sköftin á járnum sínum samhliða því að minnka fláann. Sem sagt, það sem var 8-járn fyrir nokkrum árum er 9-járn í dag. Sama kylfan, sami flái og lengd, en í stað þess að það standi 8 á botni kylfunnar þá stendur talan 9.

fláann og markaðsetja þá brellu vel. Aukin högglengd með miðlungs og stuttum járnum er ekki vegna þess að það er búið að breyta massamiðju eða út af nýjum sköftum. Hún er fyrst og fremst vegna þess að fláinn er minni.

Hverjir eru ókostirnir við þessa þróun?
 Óstöðugt bil í lengd milli kylfa. Í járnasettum í dag er bilið í fláa á milli löngu járnanna mikið minna en á milli stuttu járnanna. Það er vegna þess að það er ekki hægt að minnka fláann jafn mikið á löngu járnunum eins og þeim stuttu, því þá myndi enginn ná höggum með löngu járnunum á loft. Sem sagt, bilið á milli 3-járns og

Meiri högglengd selur 
Þegar kylfingar prófa nýtt járnasett, þá er „demo“ kylfan oftast 6-járn. Ef högglengdin er meiri en með gamla 6-járninu eru miklar líkur á að kylfingar vilji kaupa allt settið. Eftir að eitt fyrirtæki byrjaði að minnka fláann til að plata kylfing til að halda að hann slái lengra, þá hafa öll önnur fylgt á eftir til að tapa ekki sölu af því högg með þeirra 6-járni fer „styttra“. En auðvitað slær kylfingurinn ekkert lengra, hann slær einfaldlega með annarri kylfu. Hann gæti gert það sama með því að líma „8“ undir gamla 7-járnið sitt. Egóið er bætt en skorið ekki.
 Það er hægt að auka högglengd með því að hækka endurkastsstuðul („COR“) með þunnum höggfleti, sem sumir framleiðendur eru farnir að gera. Það er dýrara en að einfaldlega minnka

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi Slærðu lengra með nýjum járnum?

Birgir V. Björnsson er einn helsti sérfræðingur landsins hvað val á golfkylfum varðar. Mynd/seth@golf.is

PW er orðið miklu minna. Framleiðendur vilja augljóslega ekki selja færri kylfur og ekki láta kylfinga slá „styttra“ með demo kylfunum. Eina leiðin er því að hafa minna bil í fláa á milli löngu járnanna en mun meira á milli stuttu járnanna. Áður fyrr var stöðugt 4° bil milli allra járna. Í dag eru gjarnan 3° eða jafnvel 2° á milli löngu járnanna og svo 5° til 6° á milli stuttu járnanna. Vegna þess hve erfitt er að slá með löngum járnum og ná boltanum á loft ætti í raun að vera 5° á milli þeirra fyrir flesta kylfinga. Augljóslega verður þetta til þess að það verða óstöðug bil á milli kylfa. 
Bilið er orðið svo mikið á milli PW og SW út af þessari sölumennsku að það var fundin upp ný kylfa sem kallast milli-wedge eða gap-wedge. Framleiðendur gátu ekki minnkað fláann á sand-wedginum, því þá myndi enginn ná boltanum upp úr glompu. Bilið á milli PW og SW er því orðið um 10° eða jafnvel 13° hjá sumum framleiðendum sem eru farnir að hafa PW 43°.


Planka-, stafa-, spónlagt, eða gegnheilt parket?

...burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... Hvernig vilt þú hafa þitt parket? Komdu og skoðaðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!


Fáir geta slegið með löngum járnum. Í golfi er oft talað um „24/38 regluna”. Þessi regla er einfald­ lega að þegar golfkylfa er með 24° fláa eða minna og er orðin 38“ löng eða meira, þá eiga flestir meðalkylfingar orðið mjög erfitt með að slá með þeim kylfum. Það þarf mjög nákvæma og góða tækni til þess að vera stöðugur með slíkum kylfum og það eru fáir sem ná því. Fyrir ekki svo mörgum árum féll 3-járnið þeim megin við 24/38 regluna að margir kylfingar gátu slegið með því. En vegna þess hvernig fyrirtæki hafa breytt kylfum sínum fellur í besta falli 5-járn réttum megin við regluna og fáir geta slegið með 3- og 4-járni. Út af þessu hefur í dag 2-járn næstum horfið. Það þyrfti það að vera um 16°17° þegar 3-járnið er orðið 20°. Prófaðu næst að kíkja ofan í nokkra golfpoka úti á velli og taktu eftir að löngu járnin eru oft eins og ný því þau eru svo lítið notuð. 
Framleiðendur gera nú hálfvita/blendinga, sem er léttara að slá með en löngum járnum fyrir flesta. En þeir eru gjarnan allt of langir líka.

Þróun fláa á járnakylfum Kylfa

1970–1980

1990–2000

2000–2010

+2010

1 járn

17

17

16

N/A

2 járn

20

20

18

N/A

3 járn

24

23

21

18-21

4járn

28

26

24

22-24

5 járn

32

30

27

24-27

6 járn

36

34

31

27-31

7 járn

40

38

35

31-35

8 járn

44

42

39

35-40

9 járn

48

46

43

40-44

PW

52

50

48

44-48

GW

N/A

N/A

52

48-52

SW

56

56

56

54-56

Kostnaður. Síðast en ekki síst þá er stór galli við þetta kostnaður. Kylfingar eru oft ómeðvitaðir um þessar breytingar á fláa, enda hvergi tekið fram í auglýsingum hvernig er búið að breyta honum. Þeir halda að þeir séu að slá lengra út af nýrri tækni og vonast eftir að bæta skorið með nýjum kylfum, en þeir gætu vitaskuld eins hafa valið járni lengra úr gamla settinu og sparað sér skildinginn. Ekki falla fyrir brellunni. 
Þegar þú skoðar nýjar kylfur, athugðu vel og vandlega fláann og lengdina á þeim. Vertu viss um hvað þú ert með í höndunum og hvað þú ert að bera saman. Ekki gera ráð fyrir að þótt þú sláir vel með 6-járni, þá eigir þú eftir að gera það með lengri járnunum í settinu líka. Varastu að pæla í hvaða járni meðspilarar slá með, nema þú vitir fláann á þeim. Mundu að það er enginn staðall á fláa á járnum og hann er mjög misjafn á milli ólíkra járna.

 Ef þú ætlar að eyða peningum til þess einungis að bæta egóið, þá væri betra að fara til íþróttasálfræðings en að kaupa nýtt járnasett.

 Birgir V. Björnsson
 Golfkylfur.is

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Slærðu lengra með nýjum járnum?


L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

ENNEMM / SÍA / NM67756

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.


Frábær árangur Sveinbjörn Guðmundsson, Þóra María Fransdóttir og Elín Fanney Ólafsdóttir.

– Kylfingar úr Golfsamtökum fatlaðra sigursælir í Kalmar Íslenskir kylfingar náðu frábærum árangri á Opna sænska meistaramótinu í golfi fyrir fatlaða sem fram fór í Kalmar í lok ágúst s.l. Golfsamtök fatlaðra sendu þrjá fulltrúa frá Íslandi til keppni en þeir eru allir úr Golfklúbbnum Keili.

48

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær árangur

Sveinbjörn Guðmundsson sigraði í A-flokki en þar kepptu þeir sem voru með 11,4 í forgjöf eða lægra. Elín Ólafsdóttir sigraði í B-flokki þar sem hún lék á fjórum höggum yfir pari með forgjöf en þar kepptu kylfingar með 25 eða hærra í forgjöf. Þóra María Fransdóttir varð þriðja á 25 höggum yfir pari vallar með forgjöf. Sveinbjörn lék á 77 og 80 höggum og var á einu höggi undir pari með forgjöf. Hann var einu höggi betri en heimamaðurinn Alexander Forsman. Keppendurnir fengu styrk til ferðarinnar úr minningasjóði Harðar Barðdal en hver keppandi fékk 75.000 kr. styrk úr sjóðnum. „Þetta var frábær ferð, umgjörðin minnti á Íslandsmótið á Jaðarsvelli í sumar, og

keppnisvöllurinn var einn sá besti sem ég hef leikið,“ segir Sveinbjörn í samtali við Golf á Íslandi. Hann er með 5,2 í forgjöf en hann keppti í flokki kylfinga sem eru með taugasjúkdóma. Sveinbjörn er með Tourette Syndrome (TS) sem er taugasjúkdómur sem stafar af ójafnvægi á boðefnaflæði í heilanum. „Þessi sjúkdómur háir mér ekki mikið í golfinu en þetta var erfiðara þegar ég var yngri. Þetta mót er eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað og Svíarnir stóðu virkilega vel að þessu móti,“ bætti Sveinbjörn við en hann er 25 ára gamall tækniskólanemi og æfir af krafti með afrekshóp Keilis.



Hugarþjálfun skiptir miklu máli – Hvers vegna lokar Jason Day augunum og dregur djúpt andann áður en hann slær?

Jason Day slær hér úr glompu en hann hefur án efa ekki haft það í huga áður en hann sló höggið. Mynd/golfsupport.nl

Þeir sem fylgst hafa Jason Day í sjónvarpinu á undanförnum misserum hafa eflaust tekið eftir þessu. Jason Day lokar alltaf augunum þegar hann stendur fyrir aftan boltann og undirbýr höggið. Það er góð ástæða fyrir því að Ástralinn gerir þetta og allir kylfingar ættu að prófa þetta. Jason Day er í efsta sæti heimslistans en hann hefur sigrað á þremur mótum á árinu 2016. Þegar Day er í ham og stígur á bensíngjöfina standast fáir honum snúning. Á PGA meistaramótinu var hann í sérflokki og sigraði með yfirburðum á 20 höggum undir pari vallar samtals. Það er lægsta skor á risamóti frá upphafi.

50

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hugarþjálfun skiptir miklu máli

Hinn 28 ára gamli Day sér fyrir sér hvert einasta högg sem hann slær. Hann fer í gegnum sama vanaferlið áður en hann slær 300 metra langt upphafshögg og þegar hann á langt pútt eftir fyrir sigri. Hugarþjálfun (visualisation) er mikilvægasti þátturinn í vanaferli Day fyrir höggin sem hann slær.

Þegar Day er búinn að meta aðstæður og velja réttu kylfuna með kylfusveini sínum stillir hann sér upp nokkrum metrum fyrir aftan boltann. Day horfir síðan á skotmarkið, þar á eftir horfir hann upp í himininn þar sem hann sér fyrir sér bolta­ flugið í átt að skotmarkinu. Hann lokar síðan augunum í nokkrar sekúndur og það leynir sér ekki að hann andar djúpt og rólega á meðan hann sér hann höggið fyrir sér. Með þessari aðferð útilokar Day ytra áreiti og alla þá truflun sem á sér stað úti á golfvellinum í harðri keppni. Þegar Day opnar augun aftur er hann yfirvegaður, rólegur og einbeitir sér 100% að högginu. Með því að einbeita sér að einföldu atriði



Jason Day hefur á undanförnum misserum skipað sér í allra fremstu röð. Mynd/golfsupport.nl

eins og andadrættinum er Day nokkuð öruggur með að niðurstaðan verði sú sama. Day hefur gert ýmsar mælingar á virkni heilans, á meðan hann leikur golf, með aðstoð hátækniútbúnaðar sem límdur hefur verið á höfuð hans. Sérfræðingar hafa unnið úr þeim upplýsingum og sýnt fram á mismunandi áreiti í vinstra og hægra heilahveli á meðan hann leikur golf. Í stuttu máli er markmiðið hjá Day að hægra heilahvelið sé virkt og vinstra heilahvelið sé nánast í dvala. Almennt er talið að vinstra heilahvelið sé sundurgreinandi en hið hægra samþættandi. Þannig á vinstra heilahvelið auðveldara með að greina heild niður í grunneiningar en hægra heilahvel sameinar fremur hluta

52

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hugarþjálfun skiptir miklu máli

í heild. Dæmi um verkefni sem krefst sundurgreiningar er að skilja mælt mál, heilinn þarf að glíma við það verkefni að greina samfelldan orðaflaum niður í aðskilin hljóð, orð og setningar. Rúmskynjun er aftur á móti dæmi um samþættandi verkefni þar sem greina þarf innbyrðis afstöðu ólíkra hluta. „Það er mjög erfitt að vinna golfmót ef hugarþjálfunin er ekki til staðar. Ég hef æft mig í að upplifa ýmsar aðstæður sem ég vil komast í, ég æfi mig í að sjá fyrir mér að ég fagni sigri og taki á móti verðlaununum. Þetta geri ég í margar vikur áður en keppnin fer fram. Þessa mynd sé ég fyrir mér á hverjum einasta degi, mörgum sinnum á dag. Það er engin trygging fyrir því að

manni takist að ná markmiðum þótt maður sé búinn að sjá allt ferlið fyrir sér. Það sem gerist er að sjálfstraustið eykst verulega. Jack Nicklaus, sigursælasti kylfingur allra tíma, segir að hugarþjálfun hafi verið lykillinn að 50% árangri hans á golfvellinum,“ segir Day í viðtali sem birtist nýverið. Margir kylfingar leita fyrst eftir tæknilegum lausnum þegar þeir þurfa að laga eitthvað í leik sínum, breyta sveiflunni eða útbúnaði. Það er vel þess virði að feta leiðina sem Jason Day hefur valið að fara. Hugarþjálfunin er einföld og árangursrík leið til þess að sjá fyrir sér hvert einasta högg áður en boltinn er sleginn.


3801-FRE – VERT.IS

Fáðu smá auka kraft í sveifluna

Ljúffengar múslístangir með súkkulaði, banana og hnetum.

SLÁANDI GOTT MILLIMÁL ÞEGAR ÞIG VANTAR SMÁ AUKA ... freyja.is


Borgunarmótið:

– Axel og Signý lyftu Hvaleyrarbikarnum á loft Keilir fagnaði tvöföldum sigri á Borgunarmótinu á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Hvaleyrarvelli dagana 15.-17. júlí s.l. Axel Bóasson og Signý Arnórsdóttir lyftu því Hvaleyrarbikarnum á loft í mótslok en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um þennan fallega verðlaunagrip.

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tvöfaldur sigur hjá Keili

210x2


CING U D O , INTRGONFLY Y. onfly DRA NOLOG s of a dragost TECH by the wingated our mr ever.

c re rive er re d Inspi n g i n e e r s s i s t e n t d he G driv e t d on PING ng and c y makes e clubhea s og vi f o r g i t e c h n o l n g i n c re a i s t a n c e . i c d ay p Vorte ster, hel for more et fit tod fa .G even ll speeds ry golfer e a v and b a G for e . s ’ e m Ther ping.co t i or vis

nced s. Adva ynamic y d g Aero ™ technolo tors

TM

c la Vorte wn turbu ics o r am and c e aerodyn d v ea impro er clubh h ig for h ll speeds. a b and

TM

. R E T FAS E . R G O M GIVIN R O F AR. F Y B

e. r Gamdard, u o Y Fit in Stan t) or ble ligh Availa Straight F . c( SF Te Low Spin) ( c LS Te

s sa v e ro w n I t o c n i MO a-th . Ultr d raise the istency. y l l a an ns ur . Nat low / back ess and co g n i v G i n Forg n the C forgive More to positio for more ls ht weig ne w le v e ©2016 PING P.O. BOX 82000 PHOENIX, AZ 85071

210x297+3mmGdriver.indd 1

22/01/2016 13:01


Mikil spenna var á lokahringnum í karlaflokknum og glæsilegt skor var hjá efstu kylfingum mótsins sem léku gríðarlega vel. Axel lék hringina þrjá á 205 höggum eða 8 höggum undir pari Hvaleyrarvallar. Gísli Sveinbergsson úr Keili og Alfreð

Brynjar Kristinsson úr GKG léku báðir á -7 samtals. Alls léku átta kylfingar á pari vallar samtals eða undir pari sem er glæsilegur árangur. Það var einnig mikil spenna í kvennaflokknum þar sem Signý tryggði

sér sigur með glæsilegum lokahring. Hún lék á einu höggi undir pari vallar og var fjórum höggum betri en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili sem varð önnur. Berglind Björnsdóttir úr GR varð þriðja, alls átta höggum á eftir Signýju.

Staða efstu kylfinga í karla- og kvennaflokki: 1. Axel Bóasson, GK (70-67-68) 205 högg - 8 2. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (74-65-67) 206 högg -7 3. Gísli Sveinbergsson, GK (69-69-68) 206 högg -7 4. Haraldur Franklín Magnús, GR (73-71-67) 211 högg -2 5. Ólafur Björn Loftsson, GKG (74-66-71) 211 -2

1. Signý Arnórsdóttir, GK (79-72-70) 221 högg +8 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-74-76) 225 högg +12 3. Berglind Björnsdóttir, GR (76-77-76) 229 högg +16 4. Karen Guðnadóttir, GS (82-79-70) 231 högg +18 5. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (81-78-74) 233 högg +20

SPEQ - KYLFUR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA SPEQ eru gæða kylfur fyrir krakka sem koma í fimm mismunandi stærðarflokkum Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tvöfaldur sigur hjá Keili

SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða barna og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


Spenna og tilþrif – Kylfingar úr GKG sigursælir á Íslandsmóti yngri kylfinga

Íslandsmeistararnir 2016 á Íslandsbankamótaröðinni Hlynur Bergsson (GKG), Ingi Rúnar Birgisson (GKG), Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD) og Saga Traustadóttir (GR). Mynd/seth@golf.is

Íslandsmót yngri kylfinga fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar 15.-17. júlí s.l. Keppni var afar spennandi í mörgum flokkum og glæsileg tilþrif sáust hjá keppendum sem voru rúmlega 130.

FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spenna og tilþrif

Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Pargate mælarnir frá Svíþjóð hafa verið í sölu hjá Golfskálanum frá opnun verslunarinnar og í Pargate fæst mikið fyrir peninginn. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.


Friðrik Dór sá um að halda uppi stemningunn i í lokahófinu. Mynd/seth@golf.is

Auðunn Blöndal skemmti á lokahófi Íslandsmótsins. Mynd/seth@golf.is

Sex Íslandsmeistarar voru krýndir á frábærri lokahátíð sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Þar sáu Friðrik Dór og Auddi Blö um að skemmta gestum og keppendum og var góð og létt stemning í salnum. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunaafhendinguna. Sýnt var frá 17. braut á lokahringnum á Leirdalsvelli og var bein netútsending frá brautinni á sjónvarpsstöðinni sporttv.is. Þar sýndu margir keppendur glæsileg tilþrif og

munaði oft litlu að draumahögg yrðu slegin í beinni útsendingu. Saga Traustadóttir úr GR sigraði með yfirburðum í flokki 17-18

ára og þar með kláraði hún þrennuna. Hún hefur fagnað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur aldursflokkunum á Íslands­ bankamótaröðinni, 14 ára og yngri 2012, 15-16 ára 2014 og 17-18 ára 2016. Ingi Rúnar Birgisson úr GKG fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistartitli á heimavelli en hann varð Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri árið 2014 og í ár sigraði hann í flokki 15-16 ára. Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG varði titilinn í flokki 14 ára og yngri en hann er sá eini sem hefur afrekað slíkt á seinni árum í þeim aldursflokki. Hlynur Bergsson úr GKG varði titilinn í flokki 1718 ára.

Það var vel tekið undir þegar Frikki Dór hóf upp raust sína. Mynd/seth@golf.is var Kakan sem boðið var nu ófi ah upp á í lok aut eftirmynd af 17. br Leirdalsvallar. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

59


17-18 ára 1. Saga Traustadóttir, GR (74-70-77) 221 högg +8 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR (88-78-72) 238 högg +25 3. Ólöf María Einarsdóttir, GM (74-83-83) 240 högg +27

Frá vinstri: Sigríður, Saga, Eva og Haukur. Á myndina vantar Ólöfu Maríu Einarsdóttur. Mynd/seth@golf.is

15-16 ára 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (87-81-81) 249 högg +36 2. Zuzanna Korpak, GS (86-85-80) 251 högg +38 3. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD (94-87-85) 266 högg +53

Frá vinstri: Sigríður, Snædís Ósk, Amanda og Haukur. Mynd/seth@golf.is

14 og yngri 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77-80-80) 237 högg +24 2. Kinga Korpak, GS (82-80-78) 240 högg +27 3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (85-78-83) 246 +33

Frá vinstri: Sigríður, Andrea Ýr, Hulda Clara, Haukur Örn. Á myndina vantar Kingu Korpak. Mynd/seth@golf.is

60

GOLF.IS - Golf á Íslandi Spenna og tilþrif


17-18 ára 1. Hlynur Bergsson, GKG (74-74-71) 219 högg +6 2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (76-72-73) 221 högg +8 3. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (77-72-76) 225 högg +12 4. Henning Darri Þórðarson, GK (75-77-73) 225 högg +12 *Arnór sigraði Henning í bráðabana um þriðja sætið.

Frá vinstri: Sigríður Olgeirsdóttir, Kristján, Hlynur, Arnór og Haukur. Mynd/seth@golf.is

15-16 ára 1. Ingi Rúnar Birgisson, GKG (77-77-74) 228 högg +15 2. Ingvar Andri Magnússon, GR (79-79-73) 231 högg +18 3. Viktor Ingi Einarsson, GR (80-79-74) 233 högg +20

Frá vinstri: Sigríður, Viktor, Ingi Rúnar, Ingvar Andri og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

14 og yngri 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (74-75-74) 223 högg +10 2. Tómas Eiríksson, GR (77-72-76) 225 högg +12 3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (80-73-76) 229 högg +16

Frá vinstri: Sigríður, Dagbjartur, Sigurður Arnar, Tómas og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is GOLF.IS

61


Frábær skor hjá keppendum á Hellu – Sigurður Arnar landaði fjórða sigrinum í röð á Íslandsbankamótaröðinni Fjórða mót ársins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram 4.-7. ágúst á Strandarvelli á Hellu. Frábær árangur náðist í mörgum flokkum og var að venju leikið í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum. Keppendur í öllum þremur flokkum í piltaflokki léku undir pari vallar og var mikil spenna allt fram á lokaholuna. Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG hélt uppteknum hætti og sigraði á sínu fjórða móti í röð í flokki 14 ára og yngri. Hann er eini keppandinn sem er með fullt hús stiga eftir fjögur fyrstu mótin. Úrslit: Strandarvöllur, par 70: Alma Rúna, Amanda og Ragna Kristín.

17-18 ára:

15-16 ára:

1. Hákon Örn Magnússon, GR (70-67-71) 208 -2 2. Henning Darri Þórðarson, GK (67-69-73) 209 -1 3. Hlynur Bergsson, GKG (71-69-72) 212 +2

1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (79-77) 156 +16 2. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (83-83) 166 +26 3. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, NK (85-82) 167 +27

Elísabet, Saga og Ólöf María.

Flosi, Dagbjartur, Sigurður Arnar og Böðvar Bragi.

17-18 ára:

14 ára og yngri:

1. Saga Traustadóttir, GR (74-75-77) 226 +16 2. Ólöf María Einarsdóttir, GM (78-69-81) 228 +18 3. Elísabet Ágústsdóttir, GKG (78-79-76) 233 +23

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (70-69) 139 -1 2. Böðvar Bragi Pálsson, GR (72-76) 148 +8 3.-4. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (76-76) 152 +12 3.-4. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (75-77) 152 +12

Ragnar Már, Daníel, Sverrir og Ingvar Andri.

Hulda Clara, Kinga og Andrea.

15-16 ára: 1. Sverrir Haraldsson, GM (68-69) 137 -3 2. Ingvar Andri Magnússon, GR (67-71) 138 -2 3.- 4. Ragnar Már Ríkarðsson, GM (70-75) 145 +5 3.- 4. Daníel Isak Steinarsson, GK (69-76) 145 +5

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær skor hjá keppendum á Hellu

14 ára og yngri: 1. Kinga Korpak, GS (75-75) 150 +10 2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (76-75) 151 +11 3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (79-83) 162 +22

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 08/16

Hlynur, Hákon og Henning Darri.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 08/16

LIFÐU ÞIG INN Í RX

Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar saman formfegurð og háþróaða tækni í sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig inn í akstur sem umbreytir hugmyndum þínum um lúxus og gæði. lexus.is

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

RX 450h


Áskorendamótaröðin vex og dafnar Áskorendamót Íslandsbanka fór fram á Gufudalsvelli hjá Golfklúbbi Hveragerðis á sama tíma og sjálft Íslandsmótið sem fram fór á Leirdalsvelli. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir stíga inn á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Tæplega 60 keppendur tóku þátt við góðar aðstæður. Sigríður Olgeirsdóttir frá Íslandsbanka og Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ afhentu verðlaunin á lokahófinu sem fram fór í Íþróttamiðstöð GKG. Úrslit urðu eftirfarandi:

Sigríður, Ester Amíra, María Eir, Bjarney Ósk og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Sigríður, Arnór Daði, Aron Ingi, Rúnar Gauti og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Sigríður, Sören Cole, Magnús Skúli og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Stúlkur 12 ára og yngri:

Piltar 14 ára og yngri

Hnokkaflokkur

1. María Eir Guðjónsdóttir, GM 2. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 3. Ester Amíra Ægisdóttir, GK

1. Aron Ingi Hákonarson, GM 2. Arnór Daði Rafnsson, GM 3. Rúnar Gauti Gunnarsson, GV

1. Magnús Skúli Magnússon, GO 2. Veigar Heiðarsson, GHD 3. Sören Cole K. Heiðarson, GS

Sigríður, Brimar, Andri Steinn, Þórarinn og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Sigríður, Bára Valdís, Margrét, Brynja Valdís og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Piltar 15-18 ára

Stúlkur 14 ára og yngri

1. Andri Steinn Sigurjónsson, GV 2. Brimar Jörvi Guðmundsson, GA 3. Þórarinn Kristján Ragnarsson, GA

1. Margrét K. Olgeirsdóttir Ralston, GM 2. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 3. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL

Sigríður, Fjóla Margrét og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Hnátuflokkur 1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 2. Birna Rut Snorradóttir, GA 3. Auður Bergrún Snorradóttir, GA

64

Sigríður, Ólavía Klara Einarsdóttir og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Sigríður, Kristan Óskar, Heiðar Snær og Haukur Örn. Mynd/seth@golf.is

Stúlkur 15-18 ára

Piltar 12 ára og yngri

1. Ólavía Klara Einarsdóttir, GA 2. Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GKG

1. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 2. Arnar Logi Andrason, GK 3. Kristian Óskar Sveinbjörnsson, GKG

GOLF.IS - Golf á Íslandi Áskorendamótaröðin vex og dafnar


POWER BUG RAFMAGNSKERRAN

PowerBug er sennilega vinsælasta rafmagnskerran á Íslandi síðustu þrjú árin. Hún hefur allt sem góð rafmagnskerra þarf að bjóða upp á. Hún er sterk og létt með lágri bilanatíðni og lithium rafhlöðu sem vegur bara 1 kg og dugar minnst 27 holur á hleðslunni. Hægt er að senda hana 10-50 metra áfram á eigin vegum. Fáanleg svört og hvít.

Verð 157.000 kr

(149.150 kr til eldri kylfinga)


Frábær keppni Rúmlega 230 kylfingar tóku þátt á Íslandsmóti golfklúbba fyrir yngri kylfinga Íslandsmeistarasveit GM í 18 ára og yngri: Frá vinstri: Þorsteinn Hallgrímsson liðsstjóri, Sigrún Linda Baldursdóttir, Ólöf María Einarsdóttir, Arna Rún Kristjánsdóttir, Kristín María Þorsteinsdóttir.

Verðlaunasveitir í keppni 15 ára og yngri. Frá vinstri sveit GM, GR og GKG.

Það var stór keppnishelgi á Íslandsmótum golfklúbba víðsvegar um landið 12.-14. ágúst s.l. Íslandsmót golfklúbba fyrir kylfinga yngri en 18 ára fór fram og var keppt á þremur keppnisvöllum. Veðrið var með ágætum alla þrjá keppnisdagana. Rúmlega 230 yngri kylfingar tóku þátt í þessari frábæru keppni og sendu alls 16 klúbbar sveitir til keppni að þessu sinni. 66

GOLF.IS


EKKI BARA GÆÐI ÖRYGGISSKÓR MEÐ PLASTTÁ

VINNUBUXUR

KULDAJAKKI

Rassvasi með tölu-

Vatns &

Hliðarvasar-

vindheldur-

Penna og símavasi-

Árennd hetta-

Litir: Grár, Svartur &

Teygja í mitti-

Blár-

6.500

m/vsk

Fullt verð 9.781

16.310

m/vsk

Fullt verð 22.593

HÚFA BEANIE

HEYRNARHLÍFAR

95% bómull-

Í samræmi við

5% Elastan-

EN352-1

Litur: Svartur-

19.900

m/vsk

Fullt verð 25.490

VINNUVETTLINGAR

490

2.200

m/vsk

Fullt verð 2.995

m/vsk

Fullt verð 5.871

REGNSETT Jakki og mittisbuxur. Litir: Neongulur og appelsínu-

HEYRNARHLÍFAR MEÐ ÚTVARPI Leitar sjálfkrafa af útvarpstöðvum

gulur.

11.852

m/vsk

Fullt verð 3.942

ÖNDUNARGRÍMA

3.990

m/vsk

Fullt verð 682

1.990

m/vsk

Fullt verð 14.816

12.431

m/vsk

Verð frá 12.431

www.sindri.is I sími 567 6000 Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi

KVARTBUXUR 11.900

m/vsk

Fullt verð 15.900


Íslandsmeistarasveit GA/GHD. Frá vinstri: Aðalsteinn Leifsson, Arnór Snær Guð­ munds­son, Kristján Benedikt Sveinsson, Stefán Einar Sigmundsson, Fannar Már Jóhannsson, Aron Elí Gíslason.

Íslandsmeistarar 15 ára og yngri. Frá vinstri: David Barnwell liðsstjóri, Sigurður Blumenstein, Dagbjartur Sigurbergsson, Böðvar Bragi Pálsson, Tómas Eiríksson, Finnur Vilhelmsson og Einar Víðisson. C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Lokastaða og úrslit leikja: Drengir 15 ára og yngri, Selsvelli á Flúðum: 1. GR-A 2. GKG-A 3. GM-A 4. GA-A 5. GR-B 6. NK 7. GOS 8. GK-A 9. GL 10. GKG-C 11. GKG-B 12. GS

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær keppni

13. GM-B 14. GO 15. GHD 16. GK-B 17. GV 18. GSS 19. GF/GEY/GHR 20. GA-B

Piltar 18 ára og yngri, Strandarvelli á Hellu: 1. GA/GHD 2. GR-A 3. GR-B 4. GM 5. GK 6. GV 7. GKG-A 8. GKG-B 9. GL 10. GK-B 11. GO


C

M

Y

CM

MY

CY

MY

K


markhönnun ehf

Íslandsmeistarar GKG 15 ára og yngri: Frá vinstri: Eva María Gestsdóttir, Hulda Clara Gestsdóttir, Herdís Lilja Þórðardóttir, Alma Rún Ragnarsdóttir og Derrick Moore liðsstjóri.

Verðlaunahafar í keppni 15 ára og yngri. Sveitir GR og GKG.

70

Stúlkur 18 og yngri, Þorláksvelli í Þorlákshöfn.

Stúlkur 15 ára og yngri, Þorláksvelli í Þorlákshöfn.

1. GM 2. GR 3. GHD/GOS/GA 4. GS 5. GKG

1. GKG-A 2. GR-A 3. GR-B 4. GSS 5. GKG-B 6. GM 7. GK 8. GS

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær keppni

M


markhönnun ehf

Í HVAÐA LIT

VERSLAR ÞÚ? www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


– Úlfar Jónsson lætur af störfum sem landsliðs­ þjálfari í lok ársins

Úlfar Jónsson fylgist hér með gangi mála á 18. flöt á Grafarholtsvelli á Securitasmótinu. Mynd/seth@golf.is

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfíþróttin er á góðum stað


MacBook Air

Þráðlaust frelsi og öflug tækni með alvöru rafhlöðuendingu.

11” MacBook Air endist í allt að 9 klukkustundir í fullri hleðslu en 13” í allt að 13 klukkustundir. Þar að auki getur MacBook Air verið í biðstöðu í allt að 30 daga og því er ekkert mál að halda áfram þar sem frá var horfið þó að tölvan hafi tekið sér blund í daga eða vikur.

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


Golfíþróttin á Íslandi er á góðum stað og ég tel að það sé rétti tíminn fyrir mig hætta eftir rúmlega fimm ár sem landsliðsþjálfari,“ segir Úlfar Jónsson sem tilkynnti stjórn GSÍ fyrir skemmstu að hann ætli að hætta störfum um næstu áramót. „Það hefur margt breyst á undanförnum fimm árum og með hverju árinu sem líður er alltaf erfiðara og erfiðara að vera í tveimur krefjandi störfum. Starfsemin hjá GSÍ er alltaf að stækka og sama má segja um aðalstarf mitt sem íþróttastjóri GKG. Það eru spennandi tímar fram undan á báðum vígstöðvum, en nú tel ég rétt að velja á milli og einbeita mér að öðru hvoru. GKG varð ofan á af ýmsum ástæðum.“ Úlfar segir að afreksstarfið hjá GSÍ sé á réttri leið og mikil stígandi hafi verið á því sviði á undanförnum árum. „Eitt af markmiðum afreksstefnu GSÍ fram til

ársins 2020 var að koma atvinnukylfingi inn á mótaröð þeirra bestu í Evrópu eða Bandaríkjunum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði því markmiði í desember á síðasta ári og það er gríðarlega jákvætt. Það þarf því að endurskoða markmiðasetninguna og setja ný viðmið.”

Forskot hefur lyft málum atvinnukylfinga upp í nýjar hæðir Forskot, afrekssjóður, er að mínu mati gríðarlega mikilvægur í þessu samhengi. Þar fá okkar allra fremstu kylfingar stuðning

Úlfar með aðstoðarlandsliðsþjálfurum sínum og leikmönnum á Smáþjóða­leikunum í júní 2015. Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Úlfar, Karen Guðnadóttir, Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson, Kristján Þór Einarsson og Ragnar Ólafsson. Mynd/seth@golf.is

sem þeir fengu ekki áður og þeir þurfa ekki að vera að banka upp á hjá mörgum fyrirtækjum og skrapa saman styrkjum hér og þar. Forskot hefur lyft málum atvinnukylfinga á Íslandi upp í nýjar hæðir þar sem unnið er faglega að því að koma okkar allra fremstu kylfingum enn lengra.“ „Afreksstefnu GSÍ þarf að endurskoða og setja þar inn ný markmið og stefna enn hærra. Það er t.d. óvissa með vöxt og uppbyggingu Evrópumótaraðar kvenna. Framtíðin þar er óljós. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru því að reyna við úrtökumótið fyrir

ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu tvö árin, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

74

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfíþróttin er á góðum stað


Meistararnir velja ecco Annað árið í röð leika Íslandsmeistararnir í golfi í ecco skóm. Við óskum þeim Birgi Leifi og Ólafíu innilega til hamingju með titilinn.

Herra

13250457828 Golf Cage Verð: 28.995 kr.

Dömu

15152459394 Biom Hybrid Verð: 25.995 kr.

14161459389 Tour Hybrid Verð: 25.995 kr.

12023301001 Biom Hybrid Verð: 29.995 kr.

11107359581 Biom Hybrid Verð: 25.995 kr.

10151354510 Biom G2 Verð: 30.995 kr.

ÚTSÖLUSTAÐIR Ecco búðin, Kringlunni · Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind · Skóbúðin, Húsavík · Golfbúðin, Hafnarfirði · Golfskálinn, Reykjavík Skóbúðin, Keflavík · Nína, Akranesi - Skóbúð, Selfossi · Axel Ó. Vestmannaeyjum · Skór.is, netverslun · Örninn, Reykjavík


Íslenskur sumarfatnaður hjá golfþjálfurum. Frá vinstri: Ragnar Ólafsson, Björgvin Sigurbergsson og Úlfar Jónsson. Mynd/seth@golf.is

bandarísku LPGA atvinnumótaröðina og þangað eigum við að beina okkar bestu leikmönnum í kvennaflokki.“ Úlfar segir að það sé ánægjuleg þróun að margir sterkir kylfingar bætist í hóp þeirra sem ætla sér í atvinnumennsku. Það sé verkefni sem þurfi að vinna með faglegum hætti. „Við höfum verið að feta svipaða braut og Svíarnir gerðu á sínum tíma. Búa til teymi af kylfingum sem vinna saman og á bak við þessa kylfinga eru mörg teymi sem vinna þverfaglega að því að koma þeim enn lengra. Það er gríðarlega erfitt að standa einn í þessu líkt og Birgir Leifur Hafþórsson gerði á sínum tíma þegar hann hóf atvinnumannsferilinn fyrir tveimur áratugum.“

Ráða þarf landsliðs­ þjálfara í 100% starf Starf landsliðsþjálfara hjá GSÍ er að mestu leiðbeinandi að sögn Úlfars og hefur það breyst töluvert frá því sem áður var. Afreksstefnan sem kynnt var í lok ársins 2011 er mjög merkilegt og öflugt tæki sem leiðarvísir fyrir klúbba og afrekskylfinga að vinna með. Þarna eru viðmið um hina ýmsu þætti sem snúa að þróun kylfinga frá unga aldri til hinna allra fremstu. Forgjafarviðmiðin sem sett eru fram eru t.d. gott dæmi um það hvernig slík viðmið hafa virkað vel og verið hvetjandi fyrir kylfinga. „Árangur kylfinga er að langstærstum hluta þeirra ástundun og vinnusemi að þakka, 80-90% er frá þeim sjálfum komið. Hlutverk GSÍ, klúbba, foreldra og þjálfara er einnig mjög mikilvægt. Samvinnuverkefni þessara

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfíþróttin er á góðum stað

aðila er að búa til eins góða umgjörð og hægt er fyrir afrekskylfingana og miðla þekkingu og reynslu til þeirra.“ „Að mínu mati er GSÍ á þeim stað í dag með landsliðsstarfið að ráða þarf landsliðsþjálfara í 100% starf. Það var ekki rétti tímapunkturinn til þess að gera slíkt fyrir fimm árum þegar ég var ráðinn en ég tel að sá tími sé runninn upp. Ég held að golfhreyfingin eigi að leita innávið þegar nýr þjálfari verður ráðinn. Landsliðsþjálfari á að mínu mati að vera búsettur á Íslandi og í góðum tengslum við leikmenn. Umhverfið hefur breyst mikið frá þeim tíma þegar t.d. Staffan Johansson þáverandi landsliðsþjálfari var búsettur í Svíþjóð og kom hingað til lands með reglulegu millibili. Í dag eru mun fleiri PGA kennarar starfandi á Íslandi og mun meiri þekking til staðar en áður. Landsliðsþjálfarinn er meira í því hlutverki að leiðbeina og benda á leiðir til úrbóta, án þess að vera í því hlutverki að þjálfa einstaka leikmenn. Það er hlutverk PGA kennaranna hjá viðkomandi klúbbum þar sem leikmennirnir æfa alla daga. Þjálfarinn og leikmaðurinn vinna saman að framþróun leikmannsins hvað varðar tæknina, hugarþjálfun og líkamlega þáttinn. Landsliðsþjálfari þarf vissulega að setja sig inn í þá tækni sem leikmenn beita til þess að geta gefið ráð og leiðbeint þegar þess þarf, t.d. í landsliðsferðunum. Landsliðsþjálfarastarfið hefur breyst meira í upplýsingagjöf, marka stefnu, setja viðmið, leiðbeina um æfingamagn, aðstoða kylfinga við að komast i skóla erlendis o.s.frv.

Þjónustan við afrekskylfinga hefur breyst til hins betra að mínu mati.“

Þakklátur fyrir tækifærið og stuðninginn frá GSÍ „Ég fengið mikinn stuðning frá GSÍ og það er hlutverk landsliðsþjálfarans að taka erfiðar ákvarðarnir varðandi val á leikmönnum í verkefnin. Þær ákvarðanir eru oft umdeildar og skiptar skoðanir á því hvað sé rétt og rangt. GSÍ hefur alltaf stutt vel við bakið á mér á þeim stundum. Mér finnst gagnrýnin sem GSÍ hefur fengið varðandi ýmis mál oft vera óréttmæt, starfið sem unnið er hjá Golfsambandinu yfir sumartímann er þrekvirki. Þar vinna allir af miklum heilindum undir miklu álagi, mótahald um hverja helgi, samhliða daglegum rekstri. GSÍ er ekki hafið yfir gagnrýni en ég hef aðeins upplifað að þar á bæ séu allir að vinna af metnaði og fagmennsku fyrir golfhreyfinguna.“ Úlfar er þakklátur fyrir það tækifæri sem hann fékk á sínum tíma þegar hann var ráðinn sem landsliðsþjálfari. „Ég var ekki á leiðinni í þetta starf þegar til mín var leitað á sínum tíma, sá það frekar kannski seinna á ferlinum. Ég hafði metnað til að gera enn betur og mig langaði að fást við þetta þegar ég var ráðinn, og hver veit nema sá tími komi aftur seinna. Þótt ég skilji við þetta starf á þessum tímapunkti mun ég vera reiðubúinn til aðstoðar enda vil ég leggja mitt af mörkum til að halda áfram að þróa það góða starf sem á sér stað í golfhreyfingunni,” sagði Úlfar Jónsson.


„TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA.“ Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

ALLTAF AÐ ÆFA. ALLTAF AÐ KEPPA. ALLTAF AÐ SANNA MIG. Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS


Einstakt afrek hjá Magga Lár – sá fyrsti í 53 ára sögu Grafarholtsvallar sem slær draumahöggið á 1. braut vallarins

„Næstur á teig frá Golfklúbbi Ólafsvíkur er Magnús Lárusson,“ sagði ræsirinn í hátalarakerfið á 1. teig á Grafarholtsvelli rétt um kl. 11.30 föstudaginn 19. ágúst s.l. Hinn högglangi kylfingur, sem er uppalinn í Mosfellsbæ og ávallt kallaður Maggi Lár, reif Titleist dræverinn upp úr burðarpokanum og tíaði boltann upp. Hann tók eina létta æfingasveifla og fór síðan beint í höggið. Sveiflan hjá Magnúsi var létt og fagmannleg, engin átök, höggið var hnitmiðað og langt. Magnús stóð grafkyrr á teignum á meðan hann horfði á eftir boltanum. Það var ljóst að höggið var gott því meðspilarar hans, Hlynur Geir Hjartarson úr GOS og Englendingurinn Liam Robinson, stóðu einnig grafkyrrir á meðan þeir fylgdust með boltanum lenda rétt fyrir framan flötina og stefna beint á holuna.

Á 1. flöt voru GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús, Hákon Örn Magnússon og Dalvíkingurinn Arnór Snær Guðmundsson. Þeir höfðu rétt áður en Magnús sló merkt boltana sína á flötinni og stigið til hliðar á meðan upphafshöggin voru slegin á 1. teig. Þeir horfðu allir spenntir á ferðalag boltans hjá Magnúsi. Haraldur, Hákon og Arnór eru allir frábærir kylfingar en þeir eru alls ekki góðir í því að fagna. Bara alls ekki. Þeir öskruðu sig alla vega ekki hása af fögnuði þegar boltinn hjá Magnúsi fór ofan í holuna. Lágstemmt „vei“ barst frá 1. flöt af 300 metra færi upp á teiginn á 1. braut og þar með var því lokið.

– Líkurnar á því að fara holu í höggi á par 4 holu eru einn á móti milljón

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstakt afrek hjá Magga Lár

Magnús Lárusson trúði vart sínum eigin augum þegar hann sá að boltinn fór ofan í holuna eftir upphafshöggið. Hann leyndi ekki gleði sinni enda er þetta einstakt afrek. Meðspilarar hans fögnuðu einnig innilega og aðrir sem voru viðstaddir þegar þetta sögulega högg var slegið. Magnús skrifaði einstakan kafla í golfsögu Íslands með þessu höggi. Hann er sá fyrsti í 53 ára sögu Grafarholtsvallar sem nær því að fara holu í höggi á 1. braut. Hann sló boltann ofan í af 300 metra færi. Það er magnað afrek og sá sem þetta skrifar var stálheppinn að hafa valið að vera með myndavélina á þessum stað á þessum tíma. Þetta er í annað sinn sem Hlynur Geir verður vitni að því að einhver fer holu í höggi en hann var viðstaddur þegar Viktor Ingi Einarsson úr GR fór holu í höggi á

Magnús slær hér upphafs­ höggið á 1. teig á Grafarholtsvelli kl. 11.32 föstudaginn 19. ágúst 2016.

Magnús leyndi ekki gleði sinni þegar hann heyrði að boltinn hefði farið ofaní.

Mynd/seth@golf.is

Mynd/seth@golf.is


Einstakt. Magnús tekur hér boltann upp úr holunni eftir 300 metra upphafshögg en sjá má teiginn á 1. í baksýn hægra meginn við klúbbhúsið. Mynd/seth@golf.is Haraldur Franklín stendur hér við 1. flötina og horfir á eftir boltanum fara ofaní holuna.

Íslandsmótinu á Akureyri í sumar. Þess má geta að Hlynur Geir á enn eftir að upplifa það sjálfur að slá draumahöggið.

Hverjar eru líkurnar? Samkvæmt tölfræði hins virta bandaríska golftímaritsins Golf Digest eru líkurnar á því að meðalkylfingur fari holu í höggi á par 3 holu einn á móti 13.000. Líkurnar á því að fara holu í höggi á par 4 holu eru samkvæmt Golf Digest einn á móti milljón.

Magnús ekki sá fyrsti Magnús Lárusson er ekki fyrsti íslenski kylfingurinn sem fer holu í höggi á par 4 braut á Íslandi. Ólafur Skúlason, sem var þá 18 ára gamall kylfingur, fór tvívegis holu í höggi á sama hring á Grafarholtsvelli í júní 1969. Ólafur lék 6. holuna sem er 160 m (par 3) á einu höggi og enn fremur 10. holuna en hún var á þeim tíma 300 m að lengd (par 4). Ólafur var við æfingu þegar þetta gerist en nægilegur fjöldi manna var með honum til að sanna þennan óvenjulega árangur, sem ekki hefur átt sér stað hér á landi áður. Haraldur Már Stefánsson úr Golfklúbbi Borgarness fór holu í höggi á gömlu 4. brautinni á Hamarsvelli á níunda áratug síðustu aldar en brautin var á þeim tíma par 4. Ásta Birna Magnúsdóttir úr GK fór holu í höggi á 3. braut Hvaleyrarvallar, sem er

Hlynur Geir fagnar hér með Magnúsi, Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB ferðum er lengst til vinstri og er kampakátur. Mynd/seth@golf.is

Magnús fagnar hér með Haraldi Franklí Magnús úr GR og Arnór Snæ r Guðmundsson frá Dalvík er mæt tur til að óska Magnúsi til hamingju. Mynd/seth@g olf.is

par 4, árið 2007. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR fór holu í höggi árið 2006 á 6. braut Garðavallar á Akranesi, brautin er um 215 m löng af þeim teigum sem Ragnhildur lék á þeim degi. Ragnar Þór Gunnarsson úr GL hefur einnig farið holu í höggi á 6. braut á Garðavelli. Helgi Dan Steinsson úr GG hefur einnig farið holu í höggi á par 4 braut á Garðavelli en það gerði hann á 10. braut í júlí árið 2007. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir fór holu í höggi á 8. braut í Vestmannaeyjum og Haukur Már Ólafsson á gömlu 7. brautinni á Víkurvelli í Stykkishólmi. Hólmar Ómarsson Waage á 4. braut Húsatóftavelli, Atli Már Grétarsson á 14. braut á Húsatóftavelli, Haukur Óskarsson á 8. braut á Nesvellinum, Guttormur Kristmannsson á 8. braut á Ekkjufellsvelli og Rafn Rafnsson GMS á 7. braut á Víkurvelli í Stykkishólmi. Rússneski landsliðskylfingurinn Evgeny Volkov fór holu í höggi á 12. holu Hvaleyrarvallar árið 2012. Volkov var að spila æfingahring fyrir European Challenge Trophy mótinu og setti niður teighögg sitt á 12. holu sem er um 330 metrar af hvítum teigum. Hann er fyrsti kylfingurinn í sögu Hvaleyrarvallar til að leika holuna á einu höggi.

Það var ekkert annað að gera en að kyssa boltann sem fær án efa gott pláss í stofunni hjá Magnúsi Lárussyni. Mynd/seth@golf.is

Ragnar Einarsson er yngsti íslenski kylfingurinn sem hefur farið holu í höggi. Hann var sex ára árið 1994 þegar hann fór holu í höggi. Arnar T. Sigþórsson er sá elsti sem hefur afrekað að fara holu í höggi af íslenskum kylfingum. Hann var 98 ára gamall árið 1985 þegar hann sló draumahöggið.

Ósvíkin gleði hjá Magnúsi, Jóhanni Pétri Guðjónssyni og Liam Robinson. Mynd/seth@golf.is

GOLF.IS

79


Bættu leikhraðann

– góð ráð til kylfinga

1. Leiktu ávallt á þeim hraða líkt og þú hafir aðeins þrjá tíma til þess að klára hringinn áður en það verður dimmt - óháð því á hvaða tíma dags þú ert úti á velli. 2. Taktu hlífina af þeirri kylfu sem þú notar oftast, t.d. drævernum, og settu hana í golfpokann. Það fer ótrúlega mikill tími í að taka hlífina af og setja hana aftur á kylfuna. 3. Leiktu á teigum sem eru framar en þú ert vanur/vön að leika á, það er mjög skemmtileg tilbreyting og gerir leikinn enn skemmtilegri. 4. Líttu oft á klukkuna og fylgstu vel með tímanum. Það skiptir máli að vita hvort þú hafir dregist aftur úr og þá þarftu að bæta það upp á næstu holum. 5. Sá sem er tilbúinn slær næsta högg. Það tekur of langan tíma að bíða eftir þeim sem er lengst frá holu. Sá sem er tilbúinn lætur bara vita af því og slær boltann á meðan hinir undirbúa sig fyrir höggið. 6. Ef einhver er hægur í ráshópnum, ekki fara á hans hraða, haltu þínu striki og reyndu að fá þann hæga til þess að aðlaga sig að meiri hraða. 7. Merktu bara boltann þegar hann er nálægt holunni. Ef aðpúttið fer nálægt holunni reyndu þá að klára í stað þess að merkja boltann ef þú getur.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Bættu leikhraðann

8. Sá sem kemur fyrstur að teig á par 3 holu ætti að gefa öðrum upplýsingar um lengd að flaggi ef hann er með slíkan útbúnað. Það er óþarfi að allir séu að mæla sömu vegalengdina. 9. Vertu búinn að undirbúa höggið eins mikið og hægt er á meðan þú gengur að boltanum. Það er hægt að sjá hvaðan vindurinn blæs, stefnu og hvernig högg er best að slá á þeim tíma. Það styttir undirbúninginn þegar að boltanum er komið. 10. Reyndu að forðast það að stika vegalengdir, það er ótrúlegt hversu nákvæmur heilinn er í því að meta vegalengdir. Æfingin skapar meistarann á þessu sviði. 11. Á meðan þú ert að bíða eftir því að aðrir slái, taktu þá eins margar æfingasveiflur og þú vilt. Þegar röðin kemur að þér þarftu bara eina æfingasveiflu áður en þú slærð höggið. 12. Þegar þú kemur að flötinni skaltu setja golfútbúnaðinn á þann stað þar sem þú gengur út af flötinni á næsta teig. Það sparar mikinn tíma að þurfa ekki að ganga til baka og ná í golfútbúnaðinn á „röngum“ stað við flötina. 13. Sláðu höggið þitt áður en þú ferð að aðstoða aðra í ráshópnum við að leita týndum bolta. Það gerist ótrúlega oft að boltinn finnst á meðan þú ert að slá höggið.

14. Ef tveir leikmenn eru í sömu glompunni á svipuðum stað ætti sá sem slær fyrstur að ganga beint að sínum bolta og hefja undirbúning fyrir púttið. Sá sem slær á eftir úr glompunni rakar þá glompuna fyrir báða aðila. Sá sem sló fyrstur er þá klár í að pútta. 15. Í vissum tilvikum er allt í lagi að hafa flaggið í holunni þegar maður púttar. Þetta á við þegar maður er að leika sér í golfi. Það er hægt að spara mikinn tíma með þessu en að sjálfsögðu er þetta ekki leyfilegt í golfmótum og þegar leikið er til forgjafar. 16. Geymdu golfsögurnar sem þú heldur að allir vilji heyra þangað til komið er inn í golfskálann eftir hringinn. Það þorir enginn að slá eða undirbúa höggið á meðan þú ert í miðri sögu. Geymdu það besta þar til hringurinn er búinn. 17. Í flestum tilvikum hefur þú leikið völlinn áður og það ætti fátt að koma þér á óvart t.d. í kylfuvali á teig. Það sparar tíma að vera klár með þá kylfu sem hentar t.d. í næsta teighögg.


Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 414 1000 tengi@tengi.is www.tengi.is


Góður leikhraði á Urriðavelli – Áhugaverðar niðurstöður úr mælingum hjá Golfklúbbnum Oddi

Leikhraði er ávallt mikið til umræðu í golfhreyfingunni. Áhugaverðar niðurstöður liggja fyrir í mælingum á leikhraða hjá Golfklúbbnum Oddi á Urriðavelli. Um miðjan ágúst var meðalleikhraði á Urriðavelli 4 klst. og 7 mínútur sem er 5 mínútum lengri tími en sumarið 2015 þegar meðalleikhraðinn var 4 klst. og 2 mínútur. Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Odds segir að gert sé ráð fyrir að fjögurra manna ráshópur sé 4 klst. og 20 mínútur að leika 18 holur.

Afgreiðslukerfi

debet | kredit Félagakerfi dk viðskiptahugbúnaður býður upp á alhliða lausn fyrir hin ýmsu félagasamtök eins og stéttar- og íþróttafélög, góðgerðarsamtök og klúbba. Í félagakerfinu er einfalt að hafa umsjón með félagsmönnum, félagsgjöldum, launagreiðendum, styrkjum og sjóðum og öllu því tengdu.

bókhald | í áskrift Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Góður leikhraði á Urriðavelli

dk POS afgreiðslukerfi er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Með dk iPos er afgreiðslukerfið komið í hendina, fyrir iPod, iPad og iPhone. dkPos afgreiðslukerfið fyrir windows tölvur er með sérsniðnar lausnir t.d. tengingu við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.

dk POS | í áskrift dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | 510 5800 | dk@dk.is


„Þessar tölur staðfesta þá tilfinningu sem við höfum haft að spilatími sé aðeins lengri í ár en í fyrra. Það eru ýmsar ástæður fyrir því og flestar jákvæðar. Völlurinn er þéttsetnari en í fyrra, veðrið hefur leikið við okkur og fólk er mun rólegra í slíku veðri en þegar illa viðrar,“ segir Þorvaldur. Á Urriðavelli er sérstakur skanni sem notaður er til þess að mæla leikhraða. Ráshóparnir gefa til kynna að þeir séu mættir til leiks með því að skanna sig inn og einn úr ráshópnum þarf síðan að gefa til kynna hvenær leik er lokið með því að skanna sig inn í lok hringsins.

GOLF.IS

83


84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Útsýnið á 15. teigi á Jaðarsvelli er engu líkt og stórkostlegt að standa beint fyrir aftan bestu kylfinga landsins líkt og hægt var að gera á Íslandsmótinu á Akureyri í júlí s.l. Hér smellhittir Guðmundur Ágúst Kristjánsson landsliðs­kylfingur úr GR boltann á þriðja keppnisdeginum þegar þessi mynd var tekinn. Guðmundur Ágúst var í efsta sæti fyrir lokahringinn og var á meðal efstu manna þegar uppi var staðið. Mynd/seth@golf.is


Íslandsmót eldri kylfinga 2016

Íslandsmót eldri kylfinga fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 15.-17. júlí. Alls tóku 115 keppendur þátt. Keppnisaðstæður voru erfiðar á fyrsta keppnisdeginum en veðrið lék við keppendur á öðrum og þriðja keppnisdegi. Garðavöllur skartaði sínu fegursta og var almenn ánægja með völlinn og umgjörð mótsins.

86

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót eldri kylfinga 2016


Verðlaunahafar á Íslandsmóti eldri kylfinga. Frá vinstri: Jón Alfreðsson, Guðmundur Ágúst Guðmundsson, Auður Ósk Þórisdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Ágústa Dúa Jónsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Þorsteinn Geirharðsson, Sigrún Margrét Ragnarsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Inga Magnúsdóttir og Guðrún Garðars.

Úrslit: 65 ára og eldri konur, án forgjafar: 1. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK, 267 högg 2. Margrét Geirsdóttir GR, 272 högg 3. Inga Magnúsdóttir GK, 293 högg

65 ára og eldri konur, með forgjöf: 1. Margrét Geirsdóttir GR, 242 högg 2. Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK, 243 högg 3. Inga Magnúsdóttir GK, 245 högg

Mikið úrval af fatnaði fyrir bæði kynin

50 ára og eldri konur, án forgjafar: 1. Þórdís Geirsdóttir GK, 231 högg 2. Steinunn Sæmundsdóttir GR, 245 högg 3. Guðrún Garðars GR, 247 högg

50 ára og eldri konur, með forgjöf: 1. Ágústa Dúa Jónsdóttir NK, 215 högg 2. Guðrún Garðars GR, 229 högg 3. Auður Ósk Þórisdóttir GM, 230 högg

65 ára og eldri karlar, án forgjafar: 1. Þorsteinn Geirharðsson GS, 246 högg 2. Guðmundur Ágúst Guðmundsson GK, 258 högg 3. Jón Alfreðsson GL, 262 högg

65 ára og eldri karlar, með forgjöf: 1. Þorsteinn Geirharðsson GS, 222 högg 2. Jónas Ágústsson GK, 225 högg 3. Guðmundur Friðrik Sigurðsson GK, 273 högg

50 ára og eldri karlar, án forgjafar: 1. Einar Long GR, 223 högg 2. Frans Páll Sigurðsson GK, 227 högg 3. Gauti Grétarsson NK, 228 högg

50 ára og eldri karlar, með forgjöf: 1. Einar Long GR, 217 högg 2. Frans Páll Sigurðsson GK, 218 högg 3. Gauti Grétarsson NK, 219 högg

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

GOLF.IS

87


Íslandsmeistararnir 2015: Frá vinstri: Ágústa Dúa Jónsdóttir, Þórdís Geirsdóttir, Þorsteinn Geirharðsson, Sigrún Margrét Ragnarsdóttir og Margrét Geirsdóttir.

Frá vinstri: Frans Páll Sigurðsson, Einar Long og Gauti Grétarsson.

ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu tvö árin, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót eldri kylfinga 2016


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A / A c t a v i s 5 1 9 0 1 4

Fyrir þig, sveppurinn minn

Terbinafin Actavis

– Gegn sveppasýkingu á milli táa eða í nára Krem 10 mg/g

Notkunarsvið: Terbinafin Actavis inniheldur virka efnið terbínafínhýdróklóríð sem er sveppalyf til staðbundinnar notkunar en terbínafín er allýlamín, sem hefur breiða sveppaeyðandi verkun. Lyfið fæst án lyfseðils til meðferðar við sveppasýkingu á milli táa (t.d. Trichophyton) og sveppasýkingu í nára (þ.m.t. candida). Skammtar, fullorðnir og börn 12 ára og eldri: Hreinsið og þurrkið sýktu svæðin vandlega áður en Terbinafin Actavis er borið á. Setjið kremið í þunnu lagi á sýktu húðina og svæðið í kring og nuddið því laust inn. Við fótsveppum og sveppum í nára skal bera kremið á sýkt svæði 1 sinni á dag í 1 viku. Ekki má nota Terbinafin Actavis ef ofnæmi er fyrir virka efninu, terbínafínhýdróklóríði eða einhverju hjálparefnanna. Sérstök varnaðarorð: Terbinafin Actavis er aðeins til notkunar útvortis. Lyfið getur valdið ertingu í augum. Forðist að lyfið berist í augu, slímhúð eða í vefskemmd. Ef kremið berst í eitthvað af þessum svæðum á að hreinsa það vel með nægu vatni. Lyfið inniheldur sterýlalkóhól og cetýlalkóhól sem getur valdið staðbundnum húðviðbrögðum (t.d. snertihúðbólgu). Ekki á að nota Terbinafin Actavis á meðgöngu eða við brjóstagjöf nema það sé algerlega nauðsynlegt. Aukaverkanir: Eins og á við um öll lyf getur orðið vart við aukaverkanir. Staðbundin einkenni svo sem kláði, skinnflögnun, verkur á notkunarstað, erting á notkunarstað, truflun á litarefnum, sviði í húð, roðaþot, hrúður o.s.frv. geta komið fram á notkunarstað. Þessi óskaðlegu einkenni þarf að greina frá ofnæmisviðbrögðum þ.m.t. útbrotum sem stöku sinnum er greint frá og valda því að hætta þarf meðferð. Ef terbínafín berst í augu fyrir slysni getur það valdið ertingu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC ehf. Ágúst 2015.


Þórdís og Nökkvi

Íslandsmeistarar +35 Þórdís Geirsdóttir úr GK og Nökkvi Gunnarsson úr NK fögnuðu sigri á Íslandsmóti +35 sem fram fór í Vestmannaeyjum dagana 4.-6. ágúst.

Íslandsmeistararnir 2016 í +35 flokknum. Þórdís Geirsdóttir, GK og Nökkvi Gunnarsson NK.

Aðstæður fyrir keppendur voru frábærar alla þrjá keppnisdagana en um 100 kylfingar tóku þátt. Þetta er í 17. sinn sem mótið fer fram. Nökkvi hefur tvívegis sigrað á þessu móti en Þórdís er sigursælasti keppandinn með alls 10 Íslandsmeistaratitla. Keppnin í 1. flokki karla var hörð og spennandi allt fram á lokaholu þar sem heimamaðurinn Örlygur Helgi Grímsson sótti að Nökkva á lokasprettinum. Nökkvi sigraði með minnsta mun á +4 samtals á 54 holum. Í 1. flokki kvenna hélt Þórdís for­ skotinu sem hún náði strax á fyrsta hringnum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR náði að halda Þórdísi við efnið en það munaði fjórum höggum á þeim eftir þriðja keppnishringinn.

Þórdís Geirsdóttir úr GK slær hér á 13. teig á lokahringnum á +35. Hún er sigursælasti keppandinn á þessu móti með alls 10 titla.

Keppt var í þremur forgjafarflokkum hjá báðum kynjum og voru úrslitin eftirfarandi: 1. flokkur karla:

1. flokkur kvenna:

1. Nökkvi Gunnarsson, NK (74-72-68) 214 högg +4

1. Þórdís Geirsdóttir, GK (78-76-74) 228 högg +18

2. Örlygur Helgi Grímsson, GV (74-69-72) 215 högg +5

2. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (85-73-74) 232 högg +22

3. Rúnar Þór Karlsson, GV (75-70-74) 219 högg +9 2. flokkur kvenna: 2. flokkur karla:

1. Helga Friðriksdóttir, GR (96-98-88) 282 högg +72

1. Huginn Helgason, GV (74-82-76) 232 högg +22

2. Sigrún Sigurðardóttir, GÁ (99-96-92) 287 högg +77

2. Lárus Sigvaldason, GM (74-81-81) 236 högg +26

3. Ruth Einarsdóttir, GK (90-98-101) 289 högg +79

3. Börkur Geir Þorgeirsson, GR (84-82-76) 242 högg +32 3. flokkur kvenna: 3. flokkur karla:

1. Ragnheiður H. Ragnarsdóttir, GKG (97-99-112) 308 högg +98

1. Friðrik Örn Sæbjörnsson, GV (78-86-88) 252 högg +42

2. Hrönn Harðardóttir, GV (103-105-104) 312 högg +102

2. Hjalti Einarsson, GV (93-88-101) 282 högg +72

3. Sandra Björg Axelsdóttir, GR (103-115-99) 317 högg +107

3. Garðar Jóhann Grétarsson, GG (90-94-103) 287 högg +77

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þórdís og Nökkvi Íslandsmeistarar +35


.... í golfið!


Aðstæður í Eyjum voru glæsilegar og völlurinn skartaði sínu fegursta.

Íslandsmeistarar frá upphafi í flokki 35 ára og eldri: 2000: Jón Haukur Guðlaugsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (1) 2001: Jón Haukur Guðlaugsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (2)

2002: Tryggvi Valtýr Traustason (1) / Þórdís Geirsdóttir (3) 2003: Ólafur Hreinn Jóhannesson (1) / Þórdís Geirsdóttir (4) Veðrið var með eindæmum gott í Vestmannaeyjum alla þrjá keppnisdagna. Hér slær kylfingur á 10. teig.

2004: Einar Long (1) / Þórdís Geirsdóttir (5) 2005: Tryggvi Valtýr Traustason (2) / Anna Jódís Sigurbergsdóttir (1) 2006: Sigurbjörn Þorgeirsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (6) 2007: Sigurbjörn Þorgeirsson (2) / María Málfríður Guðnadóttir (1) 2008: Sigurbjörn Þorgeirsson (3) / Ásgerður Sverrisdóttir (1) 2009: Arnar Sigurbjörnsson (1) / Andrea Ásgrímsdóttir (1) 2010: Sigurjón Arnarson (1) / Þórdís Geirsdóttir (7) 2011: Tryggvi Valtýr Traustason (3) / Þórdís Geirsdóttir (8) 2012: Nökkvi Gunnarsson (1) / Ólöf María Jónsdóttir (1) 2013: Einar Lyng Hjaltason (1) / Þórdís Geirsdóttir (9) 2014: Tryggvi Valtýr Traustason (4) / Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2015: Gunnar Geir Gústavsson (1) / Hansína Þorkelsdóttir (1) 2016: Nökkvi Gunnarsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (10)

Mikið úrval af golfskóm

Bíldshöfða 20 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Þórdís og Nökkvi Íslandsmeistarar +35

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


Arnarholtsvöllur

Falin perla í Svarfaðardal

Séð yfir 8. flötina og yfir Svarfaðardal. Mynd/seth@golf.is

94

GOLF.IS


GOLF.IS

95


Kylfingar frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík hafa verið áberandi á unglingamótaröð Íslandsbanka á undanförnum misserum. Ótrúlega hátt hlutfall keppenda úr GHD hefur náð því að vera í fremstu röð í sínum aldurs­flokkum. Arnór Snær Guð­munds­son, Amanda Guðrún Bjarna­dóttir, Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Ólöf María Einarsdóttir sem nú leikur fyrir GM eru allt kylfingar sem hafa unnið til margra verðlauna á undanförnum árum. Arnarholtsvöllur er þeirra heimavöllur og það er alveg ljóst að völlurinn er eitt besta æfingasvæði Íslands miðað við árangur ungu kylfinganna frá Dalvík. Heiðar Davíð Bragason hefur stýrt barna- og unglingastarfi GHD á undanförnum árum og hefur það skilað mörgum titlum og afreksefnum. Golfklúbburinn Hamar var stofnaður þann 19. júní árið 1989 og gerði Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt fyrstu drög að 9 holu velli. Allt fram til ársins 1995 voru 6 brautir á vellinum en þeim var

Önnur brautin á Arnarholtsvelli liggur á sléttum hólmum Svarfdalsár. Mynd/seth@golf.is

96

GOLF.IS

Séð fyrir 1. og 2. braut á Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is

Séð yfir sjöttu flötina á Arnarholt svelli sem er við klúbbhúsið. Mynd/seth@golf.is


GOLFFERÐIR Á

BELFRY

THE BELFRY RYDER CUP HOSTE VENUE 1985, 1989, 1993, 2001

Ryder Cup völlurinn 1985, 1989, 1993 og 2001

Verð frá 119.000 kr. á mann í tvíbýli.

„Belfry er með flottari golfstöðum sem ég hef komið á. Golfvellirnir, gistingin og Ryder sagan. Nú í dauðafæri fyrir íslenska kylfinga með beinu flugi til Birmingham.“ Páll Ketilsson – ritstjóri Víkurfrétta, vf.is og kylfingur.is „Ef þú ert að leita eftir einstakri golf upplifun, þá er Belfry málið. Þetta er draumaferðin.“

„Öll aðstaða á Belfry er til mikillar fyrirmyndar enda allt nýuppgert, barirnir sem og klúbbhúsið með afbrigðum skemmtilegt og þar geta kylfingar alltaf fundið eitthvað við sitt hæfi. Vil fá að þakka GB Ferðum og öllum hópnum fyrir tækifæri til að njóta þessa alls í frábærum félagsskap á topp stað … og ég kem örugglega aftur … og aftur …“ Jón Pétur Jónsson, Örninn Golfverslun

Jóhann Pétur Guðjónsson, framkvæmdastjóri, GB Ferðir

Ótakmarkað golf og beint flug til Birmingham með Icelandair Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000


Teighöggið á 8. braut er blint en útsýnið er stórkostlegt. Mynd/seth@golf.is

fjölgað í 9 holur þegar nýtt land fékkst undir völlinn í landi Ytra-Garðshorns. Mikil vinna liggur að baki uppbyggingu Arnarholtsvallar og hafa klúbbfélagar lagt mikið á sig til þess að koma vellinum í það horf sem hann er í dag. Rúmgott klúbbhús var keypt árið 1991 og reist við Arnarholtsvöll en fyrstu árin var 8 fermetra vinnskúr eina skjólið fyrir kylfinga á vellinum. Allar flatir og teigar hafa verið byggð upp frá grunni og sumar brautir hafa verið lengdar frá því völlurinn var tekinn í notkun. Mikill hæðarmunur er á Arnarholtsvelli og má segja að hann sé á þremur hæðum. Fyrstu tvær brautirnar og lokahola vallarins eru á sléttum hólmum Svarfdalsár, 3., 4. og 5. braut liggja frá fjalli en 6., 7. og 8. braut liggja í því holti sem völlurinn dregur nafn sitt af, Arnarholti. Minnisvarðinn um grafir sem fundust við 8. brautina er áberandi á Arnarholtsvelli. Mynd/seth@golf.is

Minnisvarði á 8. braut er áberandi einkenni Arnarholtsvallar. Þar fundust grafir frá heiðnum sið og er minnisvarðinn um fundinn. Golf á Íslandi hvetur alla kylfinga til þess að gera sér ferð á Dalvík og í Svarfaðardal og slá golfboltann á Arnarholtsvelli. Teighöggið á 9. braut er ekki einfalt og margt sem þarf að varast. Mynd/seth@golf.is

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi Falin perla í Svarfaðardal


Það Þurfa allir að næra sig

Prentun og umbúðir

Umhverfisvænar umbúðir í miklu úrvali Hvort sem þig vantar drykkjarmál, diska eða matvælaöskjur, áprentaðar eða ómerktar þá höfum við lausnina. Umbúðirnar eru búnar til úr endurnýjanlegum auðlindum og henta vel til endurvinnslu.

Pakkningar

Kaffimál

Hvernig getum við aðstoðað þig? Hafðu samband við viðskiptastjóra í síma 515 5000 og kynntu þér málið.

Matvælaöskjur

Bréfpokar

www.oddi.is


100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi


Kylfingar gera yfirleitt allt sem hægt er til þess að forðast vítishögg. Jón Júlíusson, deildarstjóri íþrótta- og tómstundadeildar Kópavogs og félagi í GKG, er einn af þeim. Jón lenti í áhugaverðri stöðu á dögunum á 16. braut á Leirdalsvelli þar sem hann var að leika með bæjarstarfsmönnum Kópavogs. Bolti Jóns lenti við þekktan

klett á þessari par 5 holu og þurfti hann að „klífa bjargið“ til þess að komast að boltanum með kylfunni. Jón leysti þetta verkefni með glæsibrag og hitti boltann svo vel að hann flaug um 80 metra í átt að flötinni. Vel gert Jón og meira af slíku. Ljósmyndina tók Jóhannes Æ. Hilmarsson.

Jón Júlíusson sló boltann 80 metra úr þessari stöðu sem er vel gert. Mynd/JÆH

GOLF.IS

101


Gary Player með meistara­ stykki í Búlgaríu – Thracian Cliffs er frábær valkostur fyrir íslenska kylfinga

Thracian Cliffs golfvöllurinn í Búlgaríu er nýr valkostur fyrir íslenska kylfinga og er óhætt að segja að völlurinn hafi slegið rækilega í gegn frá því Icegolf Travel fór að bjóða upp á þennan valkost. Golfvöllurinn er hannaður af hinum eina sanna Gary Player frá Suður-Afríku og tókst honum að gera golfvöll sem á engan sinn líkan í veröldinni. Það er ekki að ástæðulausu að Thracian Cliffs var valið besta golfsvæði Evrópu árið 2014. Umhverfi vallarins er einstakt og 18 holu verðlaunavöllurinn er umvafinn klettum við strönd Svartahafsins. Gary Player segir að hvergi sé til eins magnaður golfvöllur enda er samspil vallarins við náttúruna engu líkt.

Thracian Cliffs er staðsettur rétt norður af borginni Varna við Svartahafið í Marina Village. Á svæðinu er fyrsta flokks aðstaða fyrir gesti. Glæsileg íbúðagisting, notalegt klúbbhús með góðum léttum mat og drykkjarúrvali og fyrsta flokks

veitingastaður. Einnig er að finna golf­ verslun með góðu úrvali af fatnaði og öðrum búnaði til golfiðkunar. Thracian Cliffs íbúðahótelið er fyrsta flokks SPA-hótel, staðsett inni á golfsvæðinu í Marina Village, sem stendur í klettunum með stórbrotnu útsýni yfir Svartahafið og golfvöllinn. Í íbúðunum eru mjög rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, notaleg stofa og vel útbúið eldhús með öllum nauðsynlegum búnaði. Eftir góðan dag á golfvellinum er dásamlegt að setjast út á stóra verönd og njóta útsýnisins yfir Svartahafið og Thracian Cliffs golfvöllinn. Fyrir þá sem vilja slaka vel á eftir golfið er ekki úr vegi að njóta strandlífsins í nágrenni vallarins. Tvær strendur eru í boði. Bendida Beach, sem er róleg og

KYNN I N G

notaleg strönd, og Argata Beach, sem er lítil einkaströnd ætluð hótelgestum. Þar er hægt að slaka á á hvítum sandinum og hlusta á sjávarniðinn. Þeir Íslendingar sem hafa farið í ferðirnar okkar eru í skýjunum yfir þessum magnaða áfangastað. Enda er ekki bara golfvöllurinn og ströndin æðisleg heldur er Thracian Cliffs falin perla Búlgaríu. Að lokum má nefna nokkur ummæli farþega okkar: ■■ Flottasti völlur sem ég hef spilað - Frábær fararstjórn - Öll þjónusta og gisting fyrsta flokks ■■ Allur lúxusinn utan vallar er eitthvað sem maður hefur aldrei kynnst áður - Meira að segja var röffið kúl ■■ Besti matur sem ég hef fengið í nokkurri golfferð - Mæli hiklaust með Icegolf Travel.

w

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Thracian Cliffs


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


Áfram mikil aukning erlendra kylfinga

Það er ljóst að mikil aukning er áfram í fjölda erlendra kylfinga sem leika golf hér í sumar enda aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sem sækir okkur heim. Vel hefur viðrað til golfiðkunar og stöðugt er unnið að því að kynna golf á Íslandi. Þetta kemur vel í ljós þegar skoðaðar eru tölur frá klúbbum innan Golf Iceland nú í lok ágúst. Af þeim 16 golfvöllum sem eru meðlimir í Golf Iceland eru fjórir sem hafa haldið mjög nákvæma talningu á milli ára.

Þeir fjórir klúbbar eru einnig ákveðinn þverskurður af meðlimunum: Einn 9 holu völlur Þrír 18 holu vellir Tveir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og tveir á landsbyggðinni Alls hafa þessir fjórir klúbbar selt erlendum kylfingum 1.443 hringi nú í lok ágúst miðað við 875 í fyrra. Um er að ræða 65% aukningu milli ára. ■■ Ljóst er að erlendu gestirnir skipta klúbbana verulegu máli tekjulega enda kaupa þessir erlendu kylfingar yfirleitt mikla þjónustu (leigusett, golfbíla,máltíðir o.fl.). ■■ Hægt er að leika sér með tölur og gera því skóna að aðeins þessir fjórir klúbbar auki líklega heildarveltu sína a.m.k. um 15 milljónir vegna erlendra kylfinga. ■■ Svo er hægt að leika sér áfram með þessar tölur og velta fyrir sér hver sé velta allra 16 klúbbanna í Golf Iceland vegna erlendra kylfinga og loks hvert umfangið er á öllum 60 völlum landsins. ■■ Framundan er stærsta golfferðasýning heims, IGTM, sem haldin verður nú í nóvember. Þar mun Golf Iceland kynna golfvellina 16 innan samtakanna fyrir erlendum golfferðasölum og fjölmiðlum.

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi Áfram mikil aukning erlendra kylfinga



Réttur undirbúningur er lykilatriði

Gauti Grétarsson hefur mikla reynslu á sínu sviði og gefur kylfingum góð ráð á námskeiðum sínum. Mynd/seth@golf.is

– Gauti undirbýr kylfinga til þess að þeir geti leikið golf eins lengi og hægt er Kylfingar á öllum aldri geta lent í því að verða fyrir meiðslum sem þeir gætu komið í veg fyrir með réttum undirbúningi. Golf á Íslandi ræddi við á dögunum við Gauta Grétarsson sjúkraþjálfara sem hefur mikla reynslu á þessu sviði. Gauti hefur unnið með kylfingum á öllum getustigum bæði til að bæta árangur þeirra í íþróttinni en einnig með þeim sem hafa orðið fyrir álagseinkennum hvers konar.

106

GOLF.IS - Golf á Íslandi Réttur undirbúningur er lykilatriði

Meðalaldur kylfinga fer hækkandi með hverju árinu sem líður en 55% íslenskra kylfinga eru eldri en 50 ára. „Markmið þeirra hlýtur að vera að geta spilað golf eins lengi og hægt er,“ segir Gauti og bendir á þá staðreynd að lífslíkur einstaklinga sem leika golf eru meiri en þeirra sem ekki leika golf og einnig eru lífsgæði þeirra mun meiri en hinna. „Það sem takmarkar afreksgetu eldri kylfinga eru álagseinkenni og getan til að geta spilað golf vegna verkja í stoðkerfinu eða sliteinkenna hvers konar. Rannsóknir sýna að álagseinkenni meðal kylfinga eru mjög tíð. Íslensk rannsókn sem gerð var árið 2013 sýndi að 50% karlkylfinga voru með álagseinkenni og var það óháð getustigi. Erlendar rannsóknir sýna að 18% kylfinga


Einblíndu á það sem skiptir þig máli Láttu fagfólk vinna verkið á meðan þú sinnir öðru.

Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is


eru með álagseinkenni. Það segir að miðað við að 17 þúsund kylfingar stundi golf á Íslandi eru um 3.000 - 8.000 kylfingar með einhvers konar einkenni sem rekja má til golfiðkunar. Oft og tíðum áttar fólk sig ekki á því að golf er íþrótt og hreyfingin er mjög hröð og krefst mikillar færni.“

Full sveifla: Gauti Grétarsson er mikill keppnismaður og lætur sig sjaldan vanta á LEK mótin þar sem hann hefur náð góðum árangri. Mynd/seth@golf.is

Upphitunin er mikivæg Að sög Gauta eru helstu orsakir álagseinkenna í golfi margskonar og þar stendur hæst að ekki er hitað nægilega vel upp fyrir golfhringinn. „Helstu álagseinkenni sem við erum að fást við eru verkir í baki, hálsi og öxlum en einnig í mjöðmum, hnjám og olnbogum. Slæm tækni er einnig mjög oft ástæða þess að kylfingar meiðast. Síðast en ekki síst er það þjálfunarástand viðkomandi. Oft og tíðum vantar að kylfingar séu nægilega duglegir að undirbúa sig fyrir tímabilið. Á haustin leita til heilbrigðiskerfisins fjöldi kylfinga með alls konar einkenni sem fáir átta sig á að eru golftengd. Fólk fær meðferð við þessum kvillum en síðan endurtekur sagan sig á næsta sumri og allt fer á sama veg. Besta leiðin til að koma í veg fyrir álagseinkenni er að fara til PGA golfkennara reglulega til að bæta golftæknina vegna þess að slæm sveiflutækni er oft ástæða þess að fólk

meiðist,“ segir Gauti en hann er sjálfur í fremstu röð í afreksgolfi 50 ára og eldri. Hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur er boðið upp á námskeið fyrir kylfinga til að æfa ýmsa líkamlega þætti sem snúa að golfsveiflunni og er það námskeið kallað golfleikfimi. Sjúkraþjálfun Reykjavíkur býður einnig upp á ýmsar mælingar til að meta stöðu kylfinga út frá líkamlegri færni.

„Okkar markmið er að einstaklingar geti leikið golf sér til ánægju næstu 10–20 árin. Til þess þarf að gefa sér tíma við æfingar og leggja áherslu á finna út hverjir veikleikar líkamans eru. Það er gríðarlega mikilvægt að vita nákvæmlega hvaða þættir það eru sem leggja þarf áherslu á til að ná árangri,“ sagði Gauti Grétarsson. Nánari upplýsingar á vefsíðunni srg.is

Rannsóknir sýna að álagseinkenni meðal kylfinga eru mjög tíð. Mynd/GBH

S

í

e l

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Réttur undirbúningur er lykilatriði


Laugarnar í Reykjavík

Skelltu þér

í laugina

eftir leikinn fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000

• www.itr.is


Kjötsúpan í uppáhaldi – Tómas Eiríksson fagnaði Íslands­ meistara­titlinum með sveit GR á Selsvelli

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég hef gaman af því að spila einstaklingsíþrótt.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Félagsskapurinn.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að komast á PGA-mótaröðina.“ Hver er styrkleiki þinn í golfi? „Dræverinn.“ Hvað þarftu að laga í leik þínum? „Stutta spilið.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Að vinna Íslandsmót golfklúbba með 15 ára liði GR á Selsvelli á Flúðum í sumar.“ Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Á ekkert sérstaklega vandræðalegt augnablik á golfvellinum.“ Draumaráshópurinn? „Ég, Jordan Spieth, Rory McIlroy og Tiger Woods.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Kiðjabergið, vegna þess að hann er krefjandi en samt skemmtilegur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Sjöunda brautin á

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar

Kiðjaberginu, vegna þess að maður á alltaf skemmtileg högg eftir á henni. Önnur brautin á Sjónum á Korpunni. Þar þarf að slá krefjandi högg. Sextánda brautin á Leirdalsvelli hjá GKG, þar er möguleiki á að enda hringinn á góðu skori.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Fótbolta.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Réttarholtsskóla og fer í 9. bekk í haust.“

Staðreyndir Nafn: Tómas Eiríksson Hjaltested.

Dræver: Taylormade RBZ Stage 2.

Aldur: 14 ára.

Brautartré: Srixon Zf45 4-tré.

Forgjöf: 4,5.

Blendingur: Srixon Zh45 3-hybrid.

Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.

Járn: Srixon Z745 járn.

Uppáhaldsdrykkur: Rauður Kristall.

Fleygjárn: Cleveland RTX 588.

Uppáhaldskylfa: Dræverinn.

Pútter: Cleveland Classic 2.

Ég hlusta á: Rapp og popp.

Hanski: Srixon All Weather.

Besta skor í golfi: 70 högg á Korpunni.

Skór: Nike.

Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Jordan Spieth.

Golfpoki: Taylormade.

Besta vefsíðan: Golf.is. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu? Að fá golfbolta í mig

Kerra: Clicgear.


18 HOLUR

- MINNA MÁL MEÐ SAGAPRO VINSÆL VARA VIÐ TÍÐUM ÞVAGLÁTUM

NÝJAR UMBÚÐIR

FÆST Í APÓTEKUM, HEILSU- OG MATVÖRUVERSLUNUM


Hraðaspurningar

Draumahöggið á Flúðum eftirminnilegast

– Akureyringurinn Lárus Ingi Antonsson fór að sveifla kylfu um þriggja ára aldur

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar

uppáhaldi hjá mér. Hann er krefjandi og hefur mikið landslag.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Níunda holan á Geysi því hún er mjög krefjandi og falleg braut, fimmtánda holan á Jaðarsvelli því upphafshöggið er skemmtilegt og svo

níunda holan á Flúðum því þar fór ég holu í höggi í sumar.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Líkamsrækt og tölvuleiki.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „9. bekk í Oddeyrarskóla.“

Staðreyndir Nafn: Lárus Ingi Antonsson.

Dræver: Titleist 915 D2.

Aldur: 14.

Brautartré: Titleist 915 D2.

Forgjöf: 5,3.

Blendingur: Titleist 816 H2.

Uppáhaldsmatur: Grilluð svínarif.

Járn: Titleist 716 AP2.

Uppáhaldsdrykkur: Ávaxtasafi.

Fleygjárn: Titleist Vokey.

Uppáhaldskylfa: 56 gráðu fleygjárnið.

Pútter: Nike Method 002.

Ég hlusta á: Popptónlist.

Hanski: FJ.

Besta skor í golfi: -2 á Sauðárkróki.

Skór: Callaway og Nike.

Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods.

Golfpoki: Titleist Stadry.

Besta vefsíðan: Facebook. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu: Ekkert.

Kerra: Clicgear 3,0.

174.186/maggioskars.com

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Flestir í fjölskyldunni spila golf og ég fór snemma að sveifla kylfu eða um þriggja ára aldur.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Prófa nýja velli og fara í keppnisferðir suður með GA unglingum.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að komast út í háskóla í Bandaríkjunum og spila golf.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Þessa dagana eru það járnahöggin.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Púttin og hugarfarið.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Það var þegar ég fór holu í höggi á Íslandsmóti Golfklúbba 15 ára og yngri á níundu holu Selsvallar. Það var alveg magnað. Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Þegar ég fjórpúttaði á Íslandsbankamótaröðinni í keppni um þriðja sætið í fyrra.“ Draumaráshópurinn? „Mark Wahlberg, Phil Mickelson og Jason Day.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Jaðarsvöllur hefur alltaf verið í

S


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


Hraðaspurningar

Hola í höggi á lokaholunni eftirminnilegast

Herdís Lilja við 18. holuna á Húsatóftavelli þar sem hún fór holu í höggi á lokaholunni á Íslandsbankamótaröðinni. Mynd/GG

– GKG-ingurinn Herdís Lilja Þórðar­ dóttir stefnir á háskóla­styrk í Bandaríkjunum

Boltinn ofaní holunni eftir draumahögg Herdísar. Mynd/GG

Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Ég held að það sé nú bara þannig að öll fjölskyldan mín er í þessu sporti þannig að þau fengu mig með sér í golfið.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Þegar ég finn að allt gengur vel og ég næ að leika mitt besta golf.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Ég stefni á að komast á skólastyrk í háskóla í Bandaríkjunum.“ Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Upphafshöggin og járnahöggin eru það sem ég treysti mest á.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik?

„Púttin og pitch höggin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég fór holu í höggi á 18. braut á lokahringnum á Húsatóftavelli í Grindavík á Íslandsbankamótaröðinni.“ Hvað er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ömurlegt dræv 30 metrum til vinstri við skotmarkið fyrir framan hóp af fólki.“ Draumaráshópurinn? „Tiger Woods, Annika Sörenstam og Jason Day.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „Hamarsvöllur í Borgarnesi, hann

er skemmtilega hannaður og í góðu ástandi. Urriðavöllur hjá Oddi er einnig flottur keppnisvöllur og mjög krefjandi.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér? „Fyrsta holan á Garðavelli á Akranesi, sextánda holan/eyjan á Hamarsvelli í Borgarnesi og sautjánda holan á Leirdalsvelli.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Söngur og leiklist, og mér finnst voðalega gaman að læra og vera í skólanum.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Garðaskóla í 10. bekk.“

Staðreyndir Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods.

Dræver: Callaway Great Big Bertha.

Aldur: 14 að verða 15. Forgjöf: 10.8.

Besta vefsíðan: YouTube.

Járn: Taylor Made.

Uppáhaldsmatur: Allur matur er góður en pítsa og nautasteik er í uppáhaldi.

Besta blaðið: Að sjálfsögðu Golf á Íslandi.

Fleygjárn: 56 og 52 gráður.

Uppáhaldsdrykkur: Vatn og Coke.

Hvað óttast þú mest í golfinu: Að fá bolta í mig.

Hanski: Ecco

Nafn: Herdís Lilja Þórðardóttir.

Uppáhaldskylfa: Get ekki gert upp á milli 9-járnsins og dræversins. Ég hlusta á: Góða tónlist. Besta skor í golfi: 73 högg.

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar

Brautartré: Callaway 5-tré, 7-tré.

Pútter: Scotty Cameron (GoLo Titleist) Skór: Biom Ecco, svartir með tökkum Golfpoki: Ecco. Kerra: ClickGear með svörtum dekkjum.


Jordan Spieth

Bubba Watson

Rickie Fowler

Henrik Stenson

Adam Scott

Louis Oosthuizen

68 YEARS. ONE BALL. THE #1 BALL PLAYED AT THE U.S. OPEN® FOR 68 YEARS.

Zach Johnson

Kevin Kisner

Jimmy Walker

Kevin Na

Bill Haas

Rafa Cabrera-Bello

To be successful at the U.S. Open takes talent, precision and patience. It also demands a golf ball that provides exceptional distance, control and consistency. It’s especially true this year when players take on Oakmont Country Club, one of the most difficult courses in the world, with its tight fairways, hard and slick greens, and famous Church Pews bunker. And it’s why the overwhelming majority will rely on Titleist, just as they did when they played Oakmont in 1953, 1962, 1973, 1983, 1994 and 2007. And as they have in every U.S. Open for 68 consecutive years.

Source: Darrell Survey. U.S. Open is a registered service mark of the United States Golf Association® and is used with the permission of the United States Golf Association. The USGA does not endorse or sponsor Titleist or its products in any way.


Ísinn brotinn – Magnaður lokahringur hjá Henrik Stenson á Royal Troon

Claret Jug á loft. Henrik Stenson braut ísinn þegar mest á reyndi og lék magnað golf á lokahringnum. Mynd/golfsupport.nl

Henrik Stenson sýndi magnaðan leik þegar mest á reyndi á lokahringnum á 145. Opna breska meistara­ mótinu sem fram fór á Royal Troon vellinum dagana 14.-17. júlí s.l.

haldi fyrir Stenson sem var ótrúlegur og jafnaði mótsmet með lokahring upp á 63 högg. Golfsérfræðingar víðsvegar um veröldina áttu varla orð til þess að lýsa því sem átti sér stað á Royal Troon. Flestir eru sammála um að þar hafi farið fram eitt mesta einvígi allra tíma á lokadegi Opna breska meistaramótsins. Aðeins einvígi Bandaríkjamannanna Jacks Nicklaus og Toms Watson á Turnberry árið 1977 kemst næst þessu, þar sem Watson hafði betur.

Skildu aðra keppendur eftir í rykinu

Skorkortið hjá Henrik Stenson var magnað eins og sjá má. Mynd/Twitter.

Þar buðu sænski kylfingurinn og Banda­ ríkja­maðurinn Phil Mickelson upp á sannkallað einvígi sem verður lengi í minnum haft. Stenson, sem er fertugur, hafði eitt högg í forskot á hinn 46 ára gamla Mickelson sem hafði einu sinni fagnað sigri á Opna breska og fimm sinnum alls á risamótum. Stenson átti enn eftir að brjóta

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísinn brotinn

ísinn og sagan var ekki með Stenson í liði því meðalmennska hafði einkennt leik hans á lokahringjum risamóta. Það breyttist svo sannarlega á sólríkum sunnudegi við vesturströnd Skotlands. Í stuttu máli lék Mickelson nánast fullkomið golf og endaði á -17 samtals en hann varð samt sem áður að lúta í lægra

Stenson og Mickelson skildu aðra keppendur eftir í rykinu í góðviðrinu á Royal Troon og ljóst að lokadagurinn yrði aðeins keppni á milli þeirra tveggja. Stenson hóf lokahringinn á 12 höggum undir pari vallar og var höggi betri en Mickelson. Taugarnar voru þandar hjá Stenson á fyrstu holunni. Hann þrípúttaði og Mickelson fékk fugl. Hinn þaulreyndi Mickelson var strax kominn í forystu eftir fyrstu holuna á lokahringnum, fimmfaldur risamótsmeistari og til alls líklegur. Stenson virtist vera óstyrkur, þrípúttaði fyrstu flötina og reynslan var með Mickelson í liði á þessum tíma. Á næstu 17 holum buðu þeir Stenson og Mickelson upp á golfsýningu sem verður vart leikin eftir í bráð. Þeir slógu mögnuð


Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is


Stenson lék á 63 höggum þegar mest á reyndi, sem er jöfnun á mótsmeti, en þetta er aðeins í 29. sinn sem keppandi leikur á 63 höggum á risamóti. Aðeins Johnny Miller frá Bandaríkjunum hefur leikið á 63 höggum á lokahring á risamóti en það gerði hann árið 1973 á Opna bandaríska meistaramótinu.

Fyrsti kylfingurinn frá Norðurlöndum sem sigrar á risamóti

Phil Mickelson lék frábært golf en varð að sætta sig við annað sætið í ellefta sinn á risamóti. Mynd/golfsupport.nl

upphafshögg, ógleymanleg járnahögg og settu boltann við flaggið eða ofan í holu úr ótrúlegustu færum. Á fjórtán fyrstu holunum munaði aldrei meira en einu höggi á Stenson og Mickelson og spennan var gríðarlega

samhliða frábærum tilþrifum þeirra beggja. Stenson fékk þrjá fugla í röð á 14., 15., og 16. braut. Mickelson náði ekki að svara nema einu sinni með fugli og Stenson leit aldrei um öxl.

Staðreyndir Nafn: Henrik Olof Stenson. Fæddur: 5. apríl 1976 (40 ára) í Gautaborg í Svíþjóð. Hæð: 1.88 m. Þyngd: 86 kg. Atvinnumaður frá árinu 1998, hefur leikið á Evrópumótaröðinni frá árinu 2001 og PGA-mótaröðinni frá árinu 2007. Sigrar á atvinnumótum: 19. PGA-mótaröðin: 5. Evrópumótaröðin: 11. Asíumótaröðin: 1.

Sunshine-mótaröðin: 1. Áskorendamótaröðin: (Challenge Tour) 3. Aðrar mótaraðir: 1. Sigraði í FedEx úrslitakeppninni og Race to Dubai árið 2013. Besti árangur á risamótum: Masters: T14: 2014. U.S. Open: T4: 2014 The Open: Sigurvegari 2016 PGA meistaramótið: 3. sæti 2013 og 2014

Mickelson gerði engin mistök og tapaði ekki höggi. Hann lék á sex höggum undir pari eða 65 höggum. Hinn fertugi Svíi Henrik Stenson brautinn þar með ísinn. Hann er fyrsti Svíinn sem sigrar á risamóti í golfi í karlaflokki og er fyrsti Norðurlandabúinn sem nær þeim merka áfanga í karlaflokki. Phil Mickelson varð að sætta sig við að enda í öðru sæti á risamóti í ellefta sinn á ferlinum, sem er met. „Ég fékk á tilfinninguna að þetta yrði mótið mitt. Við náðum báðir að komast langt fram úr keppinautum okkar og við lékum báðir frábært golf á lokahringnum. Þessi sigur verður mun eftirminnilegri þar sem einvígið var gegn frábærum keppnismanni á borð við Phil Mickelson. Hann er einn sá allra besti sem hefur leikið golfíþróttina,“ sagði Henrik Stenson eftir verðlaunafhendinguna þar sem hann fékk Claret Jug verðlaunagripinn í hendur. Henrik Stenson byrjaði frekar seint að spila golf, 12 ára gamall, í Gautaborg þar sem hann ólst upp. Hann er örvhentur en hefur ávallt leikið með golfkylfum fyrir rétthenta. Hann var kominn með 5 í forgjöf þegar hann var 15 ára gamall. Stenson gerðist atvinnukylfingur árið 1999 og árið eftir varð hann efstur á peninga­listanum á Áskorendamótaröðinni SPEQ kylfurnar eru með mismunandi stífleika í (Challenge Tour). Árið 2001 komst sköftum sem hæfa styrk og sveifluhraða hann inn á Evrópumótaröðina og barna á því og unglinga. Einnig fáanlegt fyrir örvhenta. Pokarnir ári fagnaði hann fyrsta sigri sínum á koma í 4 litum í öllum stærðarflokkunum. Við Evrópumótaröðinni. bjóðum einnig upp á tveggja- og þriggja hjóla kerrur fyrir krakka.

ERT ÞÚ EKKI VEL MERKTUR? Golfskálinn býður golfklúbbum og fyrirtækjum upp á úrval af sérmerktum vörum. Við merkjum golfbolta, tí, flatargafla, handklæði, boltamerki, skorkortaveski og margt fleira. Nánari upplýsingar um úrval og verð hjá

hans@golfskalinn.is 118

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísinn brotinn


Auðvelda leiðin til að kaupa dýru hlutina Raðgreiðslur

Með raðgreiðslum er hægt að dreifa greiðslum vegna stærri kaupa í allt að 36 mánuði.


– fékk 97 milljónir kr. í verðlaunfé fyrir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu Brittany Lang fagnaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í kvennaflokki í júlí s.l. Sigur Lang var óvæntur þar sem hún hafði aðeins sigrað á einu atvinnumóti á tæplega tíu ára atvinnuferli. Þetta var í 71. sinn sem þetta sögufræga mót fór fram. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni reyndu báðar að komast í gegnum úrtökumót fyrir þetta mót en þær komust ekki áfram og þurfa því að bíða í ár eftir næsta tækifæri. Lokahringurinn var eftirminnilegur þar sem dómaraúrskurður varð til þess að sænski kylfingurinn Anna Nordqvist fékk dæmd á sig tvö vítishögg á CordeValle-vellinum þegar mest á reyndi. Lang og Nordqvist

voru jafnar eftir 54 holur og fóru því í þriggja holu umspil um sigurinn. Á 17. braut, sem var önnnur brautin af alls þremur í umspilinu, kom upp atvik sem breytti gangi mála. Þar snerti Nordqvist

Lokastaðan: 1. Brittany Lang, Bandaríkin (68-75-68-71) 282 högg −6 (97 milljónir kr. í verðlaunafé) 2. Anna Nordqvist, Svíþjóð (68-74-73-67) 282 högg −6 (58 milljónir kr.í verðlaunafé) 3.-6. Ji Eun-hee, Suður-Kórea (69-71-70-74) 284 högg −4 (25 milljónir kr. í verðlaunafé)

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Fyrsti sigur Lang á risamóti

3.-6. Lydia Ko, Nýja-Sjáland (73-66-70-75) 284 högg -4 (25 milljónir kr. í verðlaunafé) 3.-6. Park Sung-hyun, Suður-Kórea (70-66-74-74) 284 högg -4 (25 milljónir kr. í verðlaunafé) 3.-6. Amy Yang, Suður-Kórae (67-71-73-73) 284 högg -4 (25 milljónir kr. í verðlaunafé)

sandinn í brautarglompu í aftursveiflunni áður en hún sló boltann úr glompunni. Eftir að dómarar höfðu skoðað atvikið í endursýningu í sjónvarpi fékk sú sænska dæmd á sig tvö vítishögg. Þær voru á þeim tíma jafnar, á parinu eftir tvær holur, og Nordquist var því úr leik í baráttunni um sigurinn. Ungstirnið Lydia Ko frá NýjaSjálandi var með í baráttunni um sigurinn og endaði í 3.-6. sæti, tveimur höggum á eftir Lang og Nordquist. Lang lék með háskólaliði Duke um tveggja ára skeið áður en hún gerðist atvinnukylfingur árið 2005. Hún hafði aðeins sigrað á einu atvinnumóti áður en hún landaði sínum fyrsta risatitli. Besti árangur hennar á risamóti var annað sætið á Opna breska meistaramótinu árið 2011. Risamótin í kvennaflokki eru alls fimm á hverju ári en í karlaflokki eru risamótin fjögur. Í kvennaflokki eru eftirfarandi risamót á dagskrá árlega: ANA Inspiration, PGA-meistaramótið, Opna bandaríska, Opna breska og Evian meistaramótið.


BURT ÚR BÆNUM FRÁBÆR FERÐATILBOÐ INNANLANDS OG LÍKA TIL FÆREYJA NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 570 3075 EÐA Á HOPADEILD@FLUGFELAG.IS

ferðir bæði fyrir hópa og einstaklinga. Skelltu þér í spennandi ævintýraferð og upplifðu nýja hluti.

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 80948 08/16

Flugfélag Íslands mælir með því að hrista upp í tilverunni og fara út úr bænum í nýtt landslag. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar


Tímamótasamningur

– „Hér er um algera byltingu fyrir afreks­íþróttir að ræða,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ

Lárus Blöndal forseti ÍSÍ flytur ávarp. Við borðið sitja frá vinstri, Líney Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Illugi Gunnarsson Menntamálaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Mynd/seth@golf.is

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands undirrituðu í lok júlí tímamótasamning til næstu þriggja ára um stóraukið fjárframlag ríkisins til afreksíþrótta á Íslandi. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum og er því um fjórföldun að ræða. „Þetta verður algjör bylting fyrir okkur hjá ÍSÍ sem höfum haft úr allt of litlu að spila til að aðstoða sérsambönd ÍSÍ og þá afreksfólkið til að það geti helgað sig íþrótt sinni og náð sem bestum árangri,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, um samninginn. „Margt afreksfólk hefur búið við það að meiri tími hefur farið í

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tímamótasamningur

að fjármagna ferðir, þjálfarakostnað og uppihald heldur en að æfa og undirbúa sig fyrir keppnir. Við höfum eingöngu getað hjálpað þeim sem hafa náð miklum árangi, en umtalsverður kostnaður fylgir því að ferðast og keppa til að tryggja sér þátttökurétt t.d. á Ólympíuleikunum. Sá kostnaður lendir oft og tíðum að miklu

Það voru margir úr íþróttahreyfingunni viðstaddir þegar samningurinn var undirritaður í blíðskaparveðri við Íþróttamiðstöðina í Laugardalnum. Mynd/seth@golf.is

leyti á keppandanum sjálfum,“ segir Lárus. „Það er allt of algengt að íslenskt afreksíþróttafólk hætti of snemma. Samkvæmt því sem við höfum kannað er það oftar en ekki vegna erfiðleika við fjármögnun eða vanlíðan vegna fjárhagsáhyggja. Vonandi mun þessi samningur koma í veg fyrir mikið brottfall af fjárhagslegum ástæðum.“ Lárus telur samninginn mjög þýðingarmikinn fyrir íþróttastarf í landinu. „Hér er um algera byltingu fyrir afreksíþróttir að ræða og við þökkum ríkisvaldinu fyrir að hafa trú á því að árangur í íþróttum skipti þjóðina máli, og að það þurfi aukið fjármagn til að hann náist. Við erum nú komin mun nær því að geta byggt upp umgjörð fyrir afreksíþróttafólkið okkar í líkingu við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar, þótt við náum líklega aldrei alveg jafn góðum aðbúnaði og þær mun fjölmennari þjóðir. Þessi niðurstaða er árangur samningaviðræðna okkar til nokkurra ára og í kjölfar ítarlegrar greiningar á fjárþörf afreksíþrótta á Íslandi. Það sýndi sig þegar KSÍ náði að laga til umgjörðina utan um landslið sín að árangurinn kom fljótt í ljós. Við vonum að þessi auknu framlög í Afrekssjóð ÍSÍ muni gera öðrum sérsamböndum kleift að bæta umgjörðina utan um sína afreksmenn.“



„Skemmtileg og góð reynsla“

- Aron Bjarki Bergsson vakti athygli á Íslands­ mótinu á Jaðarsvelli

Aron Bjarki keppir enn í unglingaflokki í Svíþjóð en hann er 21 árs gamall og á eitt ár eftir. Mynd/seth@golf.is

Aron Bjarki Bergsson vakti athygli á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli. Kylfingurinn, sem er 21 árs gamall, hefur lítið leikið hér á landi en hann hefur verið búsettur í Gautaborg allt sitt líf. Hann keppti fyrir GKG á Íslandsmótinu. Golf á Íslandi ræddi við Aron Bjarka um golfið og framtíðina. Aron Bjarki og faðir hans Bergur Stefánsson á 8. teig á Jaðarsvelli á Akureyri. Mynd/seth@golf.is

Foreldrar Arons eru Bergur Stefánsson læknir sem er uppalinn í Framhverfinu í Reykjavík og Ingibjörg Stefánsdóttir sjúkraþjálfari sem ólst upp á Ólafsfirði og Akureyri. Golf hefur verið iðkað lengi í fjölskyldu Arons en föðurafi hans, Stefán Einarsson (Gói), var einn af stofnfélögum Golfklúbbs Ólafsfjarðar á sínum tíma. „Fjölskyldan mín flutti til Gautaborgar árið 1994 þegar pabbi fór í sérnám í nýrnalækningum. Arnar Bragi bróðir minn var þá eins árs og ég fæddist ári síðar. Við eigum systur sem er fædd árið 2000, Andreu, en hún er með 4,3 í forgjöf og lék einnig á Íslandsmótinu á Akureyri,“ segir Aron Bjarki en Arnar Bragi bróðir hans er knattspyrnumaður og leikur með Fylki í Pepsi-deildinni hér á Íslandi.

Var á samning hjá sænsku fótboltaliði Aron Bjarki hefur einbeitt sér að golfinu eftir stúdentsprófið en hann starfar sem afleysingakennari í grunnskóla í Gautaborg. Hann byrjaði ekki af alvöru í golfi fyrr en hann var 19 ára en hann æfði fótbolta af krafti og var á samningi hjá IFK Gautaborg. „Ég fékk forgjöf þegar ég var 12 ára (2007). Fram að því hafði ég leikið mér á æfingasvæðinu með fjölskyldunni og einnig var ég með í golfskóla á Akureyri þegar ég var 9 ára. Það var eiginlega ekki fyrr en

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skemmtileg og góð reynsla“


HVERT VILTU FARA, HVAÐ VILTU GERA? SUZUKI S-CROSS, TIL Í ALLT!

fjórhjóladrifinn snillingur með ríkulegan staðalbúnað. Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100km sjálfskiptur.

KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki. Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


Aron Bjarki slær hér á 1. teig á Jaðarsvelli en hann endaði í 11. sæti. Mynd/seth@golf.is

ég var 19 ára sem ég byrjaði fyrir alvöru og fór að keppa í golfi. Ég hafði verið á fullu í fótbolta, var á samningi við IFK Gautaborg U19 í 2 ár og varð sænskur meistari með þeim og síðar með B-deildar liðinu Utsikten. En golfið heillaði meira og í maí 2015 fann ég að

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skemmtileg og góð reynsla“

fótboltinn var farinn að taka of mikinn tíma frá golfinu. Þá rifti ég samningnum við Utsikten. Frá þeim tíma hefur forgjöfin lækkað frá 5 í +0,3.“ Aron hefur leikið á unglingamótaröð í Svíþjóð undanfarin ár en hann á enn eitt ár eftir á þeirri mótaröð. „Í Svíþjóð er maður unglingur í golfi fram til 22 ára. Ég keppi á mótaröð sem kallast Skandia Tour. Sú mótaröð er í nokkrum styrkleikaflokkum. Ég byrjaði á því að keppa á mínu svæði við Gautaborg og síðan safnar maður stigum til þess að komast inn á næsta styrkleikaþrep. Á efsta styrkleikaþrepinu eru síðan haldin 6 mót sem fara fram víðsvegar um Svíþjóð. Samhliða þessu er unglingamótaröð, Junior Masters Invitational, en þar fara fram um 25 mót á ári um alla Svíþjóð, þar sem tvö fyrstu sætin gefa þátttökurétt á úrslitamótinu í september. Nordea Future Series er sú mótaröð sem flestir taka síðan þátt á eftir unglingamótin. Þar getur maður unnið sér þátttökurétt á Nordea Golf League þar sem ég hef keppt tvisvar sinnum.“ Aron keppir fyrir Sankt Jörgen Park GK golfklúbbinn í Gautaborg. Þar eru um 1200 félagsmenn. Stærsta stjarna klúbbsins er Johan Carlsson sem spilar á Evrópumótaröðinni. „Ég er einnig meðlimur í Hills GK sem einnig er hér í Gautaborg. Sá völlur er sambærilegur við vellina á Evrópumótaröðinni og er besti völlurinn á Gautaborgarsvæðinu. Þar eru nokkrir þekktir atvinnumenn eins og Niklas Fasth, Johan Edfors, Rikard Karlberg og Tomas Björn.“ Markmið Arons er að komast á Evrópumótaröðina og leika á risamótunum. „Fyrst verð ég að komast á Nordea Golf League atvinnumótaröðina. Í fyrra var ég einungis einu höggi frá því og vonast til að það takist í haust og síðan smám saman að komast inn á Challenge Tour og áfram inn á Evrópumótaröðina.“


LA GOMERA

Haustferðir að seljast upp! Vorferðir að koma í Vetrargolf sölu!

á La Gomera og Tenerife!

Bókaðu

GOLFFERÐ LA SELLA

ALCAIDESA

Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann

NOVO ST. PETRI

Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann

Hotel Marriott La Sella Golf Resort

Aldiana Alcaidesa

Hotel Iberostar Royal Andalus

Frá kr. 199.900

Frá kr. 299.900

Frá kr. 269.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 27. september í 7 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 22. september í 11 nætur.

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi. 22. september í 11 nætur.

m/hálft fæði innifalið

m/allt innifalið

m/hálft fæði innifalið & drykk m/mat


Aron Bjarki Bergsson byrjaði ekki af krafti í golfi fyrr en hann var 19 ára gamall. Mynd/seth@golf.is

Gaman að spila með þeim bestu Aron var ánægður með árangurinn á Íslandsmótinu á Akureyri á Eimskipsmótaröðinni. Hann tók þátt í þriðja sinn á ferlinum. „Markmiðin á Íslandsmótinu hafa breyst frá ári til árs, 2014 var markmiðið að klára niðurskurðinn sem tókst og 2015 var það topp 30. Í ár fannst mér ég vera í fínu formi og stefndi að topp 10 og var ekki langt frá því, lenti í 11. sæti. Það var mjög gaman og mjög lærdómsríkt að leika með tveimur af bestu kylfingum landsins á Akureyri. Ég spilaði með Þórði Rafni Gissurarsyni á þriðja og fjórða keppnisdegi. Satt best að segja var ég mjög stressaður að spila með Íslandsmeistaranum, fékk skolla á tveimur fyrstu holunum áður en ég róaðist og spilað síðan 4 undir pari það sem eftir var. Á lokadeginum var ég mun afslappaðri þrátt fyrir að vera í ráshóp með Birgi Leifi Hafþórssyni og Þórði Rafni. Ég þakka Birgi Leifi fyrir það. Biggi Leifur var svo sallarólegur og yfirvegaður að maður hafði á tilfinningunni að maður væri bara að spila æfingahring með vinum sínum en ekki lokahring á Íslandsmótinu. Það var virkilega gaman að spila með þeim báðum, þeir spiluðu frábært golf. Biggi spilaði á 5 höggum undir pari, tapaði ekki einu einasta höggi og vann síðan titilinn sem gerði þetta enn skemmtilegra. Ég verð með á

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skemmtileg og góð reynsla“

Aron Bjarki Bergsson horfir hér á eftir upphafshögginu á 10. teig á lokahringnum. Mynd/seth@golf.is

Íslandsmótinu í Keili á næsta ári ef ekkert óvænt kemur upp á.“ Aron segir að upplifunin af Íslandsmótinu hafi verið góð og umgjörðin sé í takt við það sem gerist á alvöru atvinnumannamóti. „Það er mjög skemmtilegt og góð reynsla að spila á Íslandsmótinu. Öll umgjörðin er fagmannleg og eins og á alvöru atvinnumannamóti með kynni á teig, sjónvarpsútsendingu o.fl. Að slá högg

með sjónvarpsmyndavél á sér er sérstök upplifun og reynsla sem maður fær ekki á öðrum mótum fyrr en maður kemst á Evrópumótaröðina. Þetta mót er þannig frábært mót fyrir unga kylfinga eins og mig. Maður verður að þora að spila sitt golf fyrir framan fjölda áhorfenda og myndatökuvélar, nokkuð sem maður gerir ekki á öðrum mótum,“ sagði Aron Bjarki Bergsson.


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli GOLF.IS fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.

129


Draumahögg á 14. braut Viktor Ingi Einarsson og Sigurbjörn Þorgeirsson. Mynd/seth@golf.is

Viktor og Sigurbjörn fóru báðir holu í höggi á lokahringnum Viktor Ingi Einarsson úr GR og Sigur­ björn Þorgeirsson úr Golfklúbbi Fjalla­ byggðar gerðu sér lítið fyrir og fóru báðir holu í höggi á 14. braut Jaðarsvallar á lokahringnum á Íslandsmótinu í golfi á Akureyri.

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Viktor, sem er 16 ára gamall, sló með 8-járni af um 145 metra færi. Sigurbjörn, sem er 45 ára gamall og margfaldur Íslandsmeistari í flokki 35 ára og eldri, sló með 7-járni. Viktor Ingi endaði í 33. sæti á Íslandsmótinu og hafði betur gegn Sigurbirni en Ólafsfirðingurinn endaði í 64. sæti.


Frá vinstri. Júlíus, Haukur Örn og Sveinn.

Sveinn hélt upp á 91 árs afmælið á golfvellinum Á dögunum fór fram golfmót á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Þar hittust kylfingar sem eru í stjórn GSÍ eða hafa verið í stjórn GSÍ. Í einum ráshópnum var 53 ára aldursmunur á keppendum og hélt Sveinn Snorrason fyrrum forseti GSÍ upp á 91 árs afmæli sitt á mótinu. Sveinn, sem var forseti GSÍ á árunum 1962-1969, var glæsilega klæddur eins og sjá má á myndinni. Hann var í ráshóp með Júlíusi Rafnssyni, sem var forseti GSÍ á árunum 2001-2005, og núverandi forseta GSÍ, Hauki Erni Birgissyni, sem hefur gegnt embættinu frá árinu 2013.

BÍLDSHÖFÐA 20

www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525

Haukur skrifaði m.a. á fésbókar­ síðu sína að hann vonaðist svo sannarlega til þess að geta leikið golf af krafti líkt og forveri sinn, Sveinn Snorrason, að 52 árum liðnum. GOLF.IS

131


TAKK FYRIR ÁNÆGJULEGT GOLFSUMAR Eimskip hefur í gegnum árin stutt dyggilega við golfíþróttina enda er hún ein vinsælasta íþrótt landsins. Leiðarljós félagsins hefur verið að koma að uppbyggingu á forvarnarstarfi hvers konar og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Félagið þakkar kylfingum um allt land fyrir frábært golfsumar og óskar sigurvegurum Eimskipsmótaraðarinnar til hamingju með árangurinn í sumar.

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.