GOLF.IS 4. TBL. 2017
Valdís Þóra og Axel
fögnuðu sigri á frábæru Íslandsmóti
75 ÁRA
1942 - 2017
FJÖLBREYTTIR ÁFANGASTAÐIR ALLAN ÁRSINS HRING
Sláðu til og skrepptu í golfferð Framlengdu golfsumarið og taktu sveiflu á vænum velli í Orlando eða Tampa Bay í Flórída þar sem blíðviðrið er alltaf samt við sig. Eða skrepptu í skottúr til Birmingham þar sem grænar flatir og fagurt umhverfi bíða þín.
+ www.icelandair.is
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 85471 08/17
Orlando, Tampa Bay og Birmingham
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 85471 08/17
Meðal efnis:
120
8
Birgir braut ísinn eftir 20 ára bið – Fyrsti sigurinn staðreynd á næststerkustu mótaröð Evrópu
Sigurbjörn Norðurlandameistari – Íslenska lögreglan fremst í golfi á Norðurlöndum
76 14 LPGA 2017 – Ólafía náði sínum besta árangri frá upphafi
Opna bandaríska meistaramótið 2017 – Valdís Þóra er reynslunni ríkari
44
Golf á Íslandi vinsælt hjá ferðamönnum – Erlendum kylfingum fjölgar jafnt og þétt
Golf á Íslandi Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is
92 20
Golfvellir – Fallegt umhverfi einkennir Bakkakotsvöll
Golfvellir – Sóknarhugur í Sandgerði
Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson, Hörður Geirsson.
Sigmundur Ófeigsson og fleiri. Erlendar myndir golfsupport.nl.
Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir.
Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.
Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Helga Laufey Guðmundsdóttir, Sigurður Pétur Oddsson, Stefán Garðarsson, Jóhann Karl Þórisson, Þórhallur Jónsson,
Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@ golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.200 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í desember 2017.
4
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
Volta
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi
Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Voltaren_Gel A4.indd 1
31/03/2017 12:00
Frábærar afmælisgjafir Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum kylfingum að Golfsamband Íslands fagnaði í ár 75 ára afmæli sínu. Þann 14. ágúst síðastliðinn voru 75 ár frá því Golfklúbbur Íslands (nú Golfklúbbur Reykjavíkur), Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stofnuðu með sér golfsambandið, sem átti að skapa grundvöll til keppni milli kylfinga klúbbanna og vinna að útbreiðslu íþróttarinnar. Frumkvæði og framtíðarsýn fólksins sem stóð að stofnun golfsambandsins er virðingarverð en ég er ekki viss um að þetta fólk hafi séð fyrir alla þá velgengni sem golfíþróttin átti eftir að njóta hér á landi. Velgengnin felst ekki einungis í fjölda iðkenda, sem nú eru í fyrsta sinn rúmlega 17.000 talsins, eða fjölda golfvalla heldur ekki síður í fjölda afreka á golfvellinum. Mig grunar að þegar golfhreyfingin setti sér nýja afreksstefnu árið 2011 hafi ekki einu sinni bjartsýnasta fólk átt von á þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri. Á þeim tíma setti hreyfingin sér það markmið að koma atvinnukylfingi inn á eina af sterkustu mótaröðum heims fyrir árið 2022. Það markmið náðist heldur betur og í dag eru þær Ólafía og Valdís glæsilegir fulltrúar Íslands á erlendum vettvangi auk þess sem Birgir Leifur er kominn með annan fótinn á Evrópumótaröðina. Þá eru nokkrir strákar að standa sig frábærlega á Norðurlandamótaröðinni og áhugakylfingarnir eru margir í fremstu röð. En talandi um bjartýni. Í upphafi sumars hlakkaði íslenskt golfáhugafólk til að fylgjast með Ólafíu og Valdísi í keppni við þær bestu og krosslagði fingurna í von um að þær kæmust í gegnum niðurskurðinn um hverja helgi. Þegar fréttir bárust af því um mitt sumar að Ólafía yrði meðal keppenda á KPMG mótinu ætlaði fólk að rifna úr stolti. Í fyrsta sinn í sögu golfíþróttarinnar myndi Íslendingur leika á risamóti í golfi. „Þetta fer í sögubækurnar“, hugsaði ég með sjálfum mér og átti ekki sérstaklega von á því að þetta myndi gerast aftur í bráð. Nú þegar sumrinu er að ljúka hafa stúlkurnar samanlagt leikið á fjórum risamótum! Ekki nóg með það, heldur hafnaði Ólafía Þórunn í fjórða sæti á LPGA-móti og Birgir Leifur gerði sér lítið fyrir og sigraði á Challenge Tour móti á dögunum. Hvar ætlar þetta að enda?
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
Vegna þessa árangurs hefur áhugi fólks á golfíþróttinni farið eins og eldur í sinu. Fjölmiðlar fjalla um golf í miklu meiri mæli en áður, fólk sem ekki stundar golf fylgist þó með úrslitum helgarinnar og gamalgrónir kylfingar sitja í fyrsta sinn límdir yfir kvennagolfi í sjónvarpinu. Þetta hefur verið frábært afmælisár og sagði góður maður um daginn að afmælisbarnið væri við hestaheilsu. Það er ekki ofsögum sagt. En þótt afmælisbarnið sé orðið 75 ára þá er það á unglingsárum í sögulegu samhengi. Nú þurfum við að setja okkur ný og háleitari markmið - því veislan mun halda áfram á næsta ári. Með afmæliskveðju, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum
Birgir braut ísinn eftir 20 ára bið Fyrsti sigurinn staðreynd á næststerkustu mótaröð Evrópu
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Birgir braut ísinn eftir 20 ára bið
betur og ég á mörgum mikið að þakka. Það eru margir sem hafa staðið við bakið á mér og haft trú á mér og hjálpað mér á löngum ferli. Þar má nefna styrktaraðila, GKG, Forskot og GSÍ. Ekki má gleyma konunni minni, börnunum og fjölskyldunni. Þetta er sigur liðsheildarinnar. Það er gaman að geta
náð fram því besta þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs gamall. Þetta sýnir að maður á nóg inni,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson. Birgir Leifur, sem er 41 árs gamall, er reyndasti atvinnukylfingur Íslands frá upphafi. Hann hefur aldrei leikið betur en á þessu ári sem atvinnumaður. Meðalskor hans hefur aldrei verið lægra og staða hans á stigalista Áskorendamótaraðarinnar hefur aldrei verið betri. Þegar rýnt er í tölfræðina á ferli Birgis þá var mótið í Frakklandi 126. mót hans sem atvinnumaður á Áskorendamótaröðinni og alls var þetta 186. atvinnumót Birgis Leifs frá árinu 1998. Hann hefur leikið á 60 mótum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu og besti árangur hans á þeirri mótaröð er 11. sæti árið 2007 á Opna ítalska meistaramótinu. Birgir Leifur er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék þar um þriggja ára skeið með hléum en hann glímdi við erfið meiðsli í hálsi á þessum tíma ferilsins. Birgir hafði einu sinni á ferlinum náð verðlaunasæti á Áskorendamótaröðinni áður en hann fagnaði sigrinum í Frakklandi. Hann varð í þriðja sæti á Áskorendamóti á Ítalíu í maí árið 2011. Þar lék hann á -10 samtals og var tveimur höggum frá efsta sætinu.
ENNEMM / SÍA /
Birgir lék frábært golf á móti sem fram fór í Frakklandi, þar sem hann var á 18 höggum undir pari eftir 54 holur. Lokaumferðin var felld niður vegna úrkomu og sigraði Birgir Leifur með sjö högga mun (63-65-64). „Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu að það var alveg þess virði. Ég hef aldrei spilað
N M 8 3 5 4 3 J a g u a r F - p a c e g o l f b l a ð A 4 á g ú s t
Birgir Leifur Hafþórsson skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands 3. september sl. Þar fagnaði sjöfaldi Íslandsmeistarinn í golfi sínum fyrsta sigri á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu.
NÝR JAGUAR F-PACE
ENNEMM / SÍA /
N M 8 3 5 4 3 J a g u a r F - p a c e g o l f b l a ð A 4 á g ú s t
SPORTJEPPI SEM ÞÚ HEFUR BEÐIÐ EFTIR.
F-PACE er fyrsti hraðskreiði jeppinn í Jaguar-fjölskyldunni. Hér er kominn ótrúlega hagkvæmur sportbíll sem sameinar einstaka fegurð og snarpa aksturseiginleika. F-PACE er afar afkastamikill og með honum er hægt að velja aldrif eða afturhjóladrif og AdSR-gripkerfi sem greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip. Hægt er að velja úr mörgum öflugum vélum sem eyða frá 4,7 l/100 km* og losa frá 139 g/km í blönduðum akstri. Í bílnum er rúmgóð 650 l farangursgeymsla auk þess sem fjölhæf 40:20:40 sætaskipanin býður upp á allt að 1.740 l farangursrými. Aukin þægindi eru fólgin í tómstundalyklinum, vatnsheldu armbandi sem læsir og aflæsir F-PACE. Hægt er að hafa það á sér í stað lykils með fjarstýringu. InControl upplýsinga- og afþreyingarkerfið sér svo um afþreyingu og tengingu til að allir njóti hverrar einustu ökuferðar. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE Bíll á mynd: Jaguar F-Pace R-Sport. Verð frá 8.490.000 kr. * Eldsneytisnotkun miðast við uppgefnar tölur frá framleiðanda í blönduðum akstri.
BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is
Evrópumótaröðin Ár
Lokastaða á stigalistanum
Fjöldi móta
Besti árangur
Meðalskor
Meðalárangur
Verðlaunafé í evrum
2011
298
1
52
72,50
52,00
4.200
2010
0
1
50
71,75
52,00
3.150
2009
234
17
21
73,00
78,65
25.630
2008
284
8
50
73,28
77,25
9.288
2007
184
18
11
71,84
69,39
77.955
2006
330
1
80
72,88
75,00
1.720
2002
0
3
89
76,00
99,67
0
2001
255
3
32
72,00
72,33
5.923
2000
0
3
104
75,00
42,00
0
1998
212
3
53
76,50
73,67
2.542
Samtals
60/28
130.409
Áskorendamótaröðin Ár
Lokastaða á stigalistanum
Fjöldi móta
Besti árangur
Meðalskor
Meðalárangur
Verðlaunafé í evrum
2017
16
11
1
70,18
39,64
50.065
2016
106
9
6
70,84
65,44
11.793
2015
101
9
5
71
45,76
13.148
2014
0
1
73
71,00
73,00
2013
154
4
29
70,86
57,00
3.324
2012
128
5
5
72,13
53,80
6.592
2011
104
8
3
72,70
88,13
1.582
2009
0
2
25
71,63
38,00
3.335
2007
0
1
80
72,00
26,00
4.600
2006
88
17
5
70,98
55,53
15.252
2005
85
9
5
72,06
39,89
13.906
2004
0
1
59
74,67
59,00
336
2003
0
3
16
71,20
49,00
2.402
2002
141
15
32
73,72
76,60
4.802
2001
102
19
11
72,76
84,00
9.359
2000
144
6
11
72,40
73,50
2.532
1999
0
6
16
74,36
81,83
607
Samtals
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi Birgir braut ísinn eftir 20 ára bið
126
153.630
Það er svo einfalt að nota Kass
Borga
Sæktu appið á kass.is
Splitta
Rukka
LPGA Ólafía náði sínum besta árangri í Indianapolis
14
GOLF.IS
2017
GOLF.IS
15
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á þessu ári skrifað ótal nýja kafla í íslensku golfsöguna. GR-ingurinn er fyrsti kylfingurinn frá Íslandi sem öðlast keppnisrétt á stærstu atvinnumótaröð heims, LPGA. Þegar þetta er skrifað hafði Ólafía Þórunn leikið á alls 19 LPGA-mótum á þessu ári. Ólafía Þórunn náði einnig að vera fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur á risamóti. Hún tók þátt á KPMG-mótinu í lok júní sem var annað af alls fimm risamótum ársins 2017. Þar náði Ólafía Þórunn ekki að komast í gegnum niðurskurðinn en hún lék á +5 samtals (74-73) og var tveimur höggum frá niðurskurðinum.
Í byrjun ágúst náði Ólafía Þórunn að tryggja sér keppnisrétt á Opna breska meistara mótinu sem fram fór á Kingsbarns vellinum í Skotlandi. Ólafía Þórunn náði sínum besta árangri á LPGA-móti í vikunni á undan Opna breska þar sem hún varð í 16. sæti á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen. Með þeim árangri komst Ólafía Þórunn inn á Opna breska á Kingsbarns. Ólafía Þórunn lék báða hringina á Kingsbarns á 75 höggum og var því samtals á +6. Hún hefði þurft að
vera á -1 samtals eftir 36 holur á því móti til þess að komast áfram. Í byrjun september þegar þessi grein var skrifuð var ljóst að Ólafía Þórunn yrði á meðal keppenda á fimmta og síðasta risamóti ársins, Evian meistaramótinu. Það mót fór fram á Evian-les-Bains vellinum í Frakklandi dagana 14.-17. september. Hún náði besta árangri sínum á LPGAmótaröðinni á Indy Women Tech mótinu 7.-9. september. Þar lék Ólafía á -13 samtals og náði fjórða sætinu (67-68-68) en mótið var þriggja daga mót. Ólafía fékk fyrir árangurinn tæplega 11 milljónir kr. Á þessu tímabili hefur hún fengið tæplega 18 milljónir kr. í verðlaunafé.
Árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA 2017: Tímabil: janúar-ágúst.
Keppti á alls 18 mótum. Komst í gegnum niðurskurðinn á 8 mótum, sem er 44% árangur.
16
Besti árangur:
Hæsta verðlaunafé:
4. sæti: Indy Women Tech (7.-9. sept.), (67-68-68) (-13). 13. sæti: Opna skoska meistaramótið (27. júlí), (73-70-73-73) (+1).
11,1 milljónir kr. ($102,909) Indy Women Tech (7.-9. sept.) 2,7 milljónir kr. ($25,094) Opna skoska meistaramótið (27. júlí)
Besta heildarskor:
Heildarverðlaunafé:
72 holur: 278 högg: Thornberry Creek LPGA Classic (7. júní) (68-70-68-72) (-10) 54 holur: 203 högg: Indy Women Tech, (7.-9. sept.) (67-68-68) (-13).
18,9 milljónir kr.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía náði sínum besta árangri í Indianapolis
Meðalskor á hring: 71,75 högg á 55 hringjum.
Star Wars er komið í Sjónvarp Símans Premium
Nú getur þú andað léttar. Sjálfur Svarthöfði er kominn í Sjónvarp Símans Premium. Allar Star Wars myndirnar frá upphafi ásamt yfir 6.000 klst. af hágæða sjónvarpsefni, hvar og hvenær sem er, þegar þér hentar. Megi Síminn vera með þér. Kynntu þér málið á siminn.is
Tvist 10267
Horfðu á alla söguna frá upphafi
Tölfræði á LPGA: Upphafshögg: 73. sæti / 231,58 m meðaltal.
Hittar brautir í upphafshöggi: 49. sæti / 75,5 %
Hittar flatir í tilætluðum höggafjölda: 77. sæti / 68,7 %
Pútt að meðaltali: 109. sæti / 30,5
Meðalskor: 85. sæti / 71,75 högg
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía náði sínum besta árangri í Indianapolis
SAFNAR ÞÚ VILDARPUNKTUM MEÐ ÞÍNUM TRYGGINGUM? Nú geta þeir sem eru með F plús fjölskyldutryggingu hjá VÍS safnað Vildarpunktum Icelandair af öllum greiddum iðgjöldum. Punktarnir safnast saman og það styttist í golfferðina þína.
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
Lokaholan á Bakkakotsvelli er falleg par 3 hola, stutt og gefur möguleika á fugli, en reynist samt sem áður erfið fyrir marga.
Golfvellir:
Fallegt umhverfi einkennir
GOLFVELLIR
Það var frábært veður þegar þessi kylfingur sló af 6. teig á Bakkakotsvelli.
Bakkakotsvöllur hefur í gegnum tíðina alið af sér gríðarlega marga nýliða í golfíþróttinni. Margir hafa slegið sín fyrstu högg þar og fengið áhuga á íþróttinni í frábæru umhverfi í Mosfellsdalnum. Bakkakotsvöllur er annar af tveimur völlum sem Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur til umráða. „Stóri völlurinn“ er Hlíðavöllur sem er staðsettur í í Mosfellsbæ og er
glæsilegur 18 holu golfvöllur við ströndina með óviðjafnanlegu útsýni yfir Faxaflóann. Bakkakotsvöllur er í Mosfellsdal. Þar er að finna skemmtilegan 9 holu golfvöll í
yndislegri náttúru. Vallarsvæðin sem GM hefur til umráða eru ólík en saman mynda þau skemmtilega heild. Reynt er að tryggja að vellirnir loki aldrei á sama tíma vegna mótahalds eða móttöku stærri hópa. Það þýðir að félagsmenn í GM eiga alltaf að eiga kost á að komast í golf þegar þeim hentar. Einkenni Bakkakotsvallar er fallegt umhverfi, stuttar brautir og mikill trjágróður. Í gegnum tíðina hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er Bakkakots völlur í sannkallaðri sveitasælu. Völlurinn er stutt frá ys og þys borgarinnar. Bakkakot er 2.051 metri og 9 holur af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum. Það er þó ekki svo að auðvelt sé að skora völlinn vel af því hann er stuttur. Beita þarf mismunandi höggum og skipta staðsetningar miklu máli til að ná góðu skori. Flatir á vellinum teljast vera í minni kantinum og því þarf nákvæm högg til að koma sér í fuglafæri. Í Bakkakoti er mætt á teig og ræður boltarenna leikröð.
Séð yfir „flaggskipið“ á Bakkakotsvellinum sem er 9. hola vallarins.
22
GOLF.IS
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
DÖMUR
CASUAL HYBRID 17.995
ÚTSÖLUSTAÐIR
HERRAR
BIOM 29.995
BIOM HYBRID 2 25.995
COOL 30.995
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
Flatirnar á Bakkakotsvelli eru frekar litlar og þarf því nákvæm innáhögg til að skora vel. Hér er horft upp eftir 2. braut vallarins.
Gróður, fjöll og fallegt umhverfi einkennir Bakkakotsvöll. Hér má sjá 9. flötina.
Mosfellskirkja gnæfir hér yfir kylfingum sem eru að yfirgefa 5. flötina á Bakkakotsvelli. Kirkjan tilheyrir Mosfellsprestakalli í Kjalarnes prófastsdæmi og var hún vígð 4. apríl árið 1965.
Það er fín aðstaða í veitingasölunni á Bakka kotsvelli og vinsælt hjá smærri hópum og minni fyrirtækjum að halda mót á vellinum.
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fallegt umhverfi einkennir Bakkakotsvöll
w
NÝ OG FERSK HUGSUN FRÁ UPPHAFI TIL ENDA
HONDA CIVIC FRÁ KR. 3.130.000
www.honda.is
Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir tæknilegum yfirburðum. Skemmtilegur að keyra, öruggur, áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – athygli! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu meira af okkar besta til þessa.
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum
Axel og Valdís Íslandsmeistarar
– Gríðarleg spenna á lokakafla Íslandsmótsins
Íslandsmótið í golfi 2017 fer í sögubækurnar fyrir ótrúlega dramatík og spennu í karlaflokki. Spennan var einnig mikil í kvennaflokknum þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Umgjörð mótsins var glæsileg hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, sem bauð keppendum upp á frábæran keppnisvöll og umgjörð. Axel Bóasson úr Keili og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Axel var að fagna sínum öðrum Íslandsmeistaratitli en hann vann í fyrsta sinn árið 2011. Valdís Þóra landaði sínum þriðja titli en hún varð Íslandsmeistari 2009 og 2012. 26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
K
Fo Vö
Fo
Valdís Þóra Jónsdóttir leikur á LET Evrópumótaröðinni 2017
KYLFINGAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Forskot er sjóður sem styður við íslenska kylfinga sem stefna á að komast í fremstu röð. Eimskip, Valitor, Icelandair Group, Íslandsbanki, Vörður tryggingar og Blue Lagoon standa að Forskoti ásamt Golfsambandi Íslands. Forskot er meðal annars stoltur styrktaraðili þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru sem í ár leika á mótum með bestu kylfingum heims.
Karlaflokkur - Íslandsmótið 2017
Ótrúlegur lokakafli
Axel Bóasson fagnaði Íslandsmeistaratitlinum af krafti þegar ljóst var að hann hafði sigrað í umspilinu.
Axel fór rólega af stað og var í 7. sæti eftir fyrsta hringinn á 69 höggum. Vikar Jónasson félagi hans úr GK stal senunni þann daginn með nýju vallarmeti þar sem hann lék á 65 höggum og var efstur á -6. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR var þar næstur á -5 og tóninn var gefinn.
Það leyndi sér ekki að áhorfendur voru frekar spenntir fyrir þetta erfiða högg hjá Axel.
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
Haraldur Franklín er hér einbeittur á teig rétt áður en hann lætur upphafshöggið ríða af.
Haraldur Franklín Magnús fagnar hér púttinu fyrir fugli á 72. holu þar sem hann tryggði sér sæti í umspili um Íslandsmeistaratitilinn.
Á öðrum keppnisdeginum var spennan gríðarleg. Sex kylfingar deildu efsta sætinu á -6 samtals og var Axel þar á meðal. Alls voru 15 kylfingar á þessum tíma sem voru á skori sem var undir pari samtals. Sannarlega glæsilegt skor sem var boðið upp á við bestu aðstæður á Hvaleyrarvelli.
Á þriðja keppnisdeginum reif Axel sig aðeins frá öðrum með hring upp á -4 eða 67 högg. Hann var samtals á -9 og hafði þriggja högga forskot á Fannar Inga Steingrímsson og Harald Franklín Magnús. Alls voru ellefu kylfingar á pari eða lægra skori á þessum tíma mótsins.
GOLF.IS
29
Lokahringurinn í karlaflokknum fer í sögubækurnar fyrir ótrúlega dramatík og spennu. Axel var með fimm högga forskot á Harald Franklín Magnús þegar þrjár holur voru eftir. Axel var samtals á -10 á þessum tíma og Haraldur á -5. Þá fóru hlutirnir að gerast. Axel fékk fugl á 16. braut og Haraldur Franklín líka. Á 17. braut tapaði Axel höggi og Haraldur fékk fugl og munurinn var þrjú högg þegar þeir gengu á 18. teig. Upphafshöggin voru góð hjá þeim báðum og Axel átti frekar einfalt högg inn á flötina af frekar stuttu færi. Hann sló boltann til vinstri og endaði langt vinstra megin við flötina í mjög erfiðri stöðu. Haraldur sló boltann aðeins of langt í öðru högginu og átti 6-7 metra pútt eftir fyrir fugli.
Axel fagnar hér Íslandsmeistara titlinum ásamt fjölskyldunni. Anna Fanný Sigurðardóttir unnusta hans, Bóas Jónsson faðir Axels og Kristín Sigurbergsdóttir móðir Axels.
Það er óhætt að segja að áhorfendur hafi nagað á sér neglurnar þegar Axel sló þriðja höggið. Eina leiðin fyrir hann var að slá til baka og láta boltann lenda fyrir framan flötina. Það högg var fullkomið og hann var í góðri stöðu fyrir fjórða höggið. Vippið heppnaðist vel og Axel átti um 3 metra pútt fyrir skolla. Þá var komið að Haraldi að gera og hann gerði það eina sem var hægt að gera - setti púttið ofan í fyrir fugli og fagnaði hann því vel og innilega. Axel þurfti því að setja púttið í til að sigra en hann náði því ekki og fékk skramba. Þeir Axel og Haraldur voru jafnir og fóru í þriggja holu umspil um titilinn þar sem þeir léku brautir 10, 11 og 18. Þar hafði Axel yfirhöndina þar sem hann lék holurnar þrjár á einu höggi undir pari en Haraldur var þremur höggum á eftir. „Ég er á toppnum núna en ég var á botninum tilfinningalega eftir klúðrið á
Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildi þriðja sætinu ásamt Andra Þór Björnssyni úr GR.
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
lokaholunni. Það kom eitthvað upp á 17. flötinni þar sem taugarnar fóru að láta vita af sér og ég gerði mistök á 18. braut sem hefðu getað kostað mig titilinn. Ég náði að snúa hugsunum mínum við fyrir umspilið þar sem mér leið vel,“ sagði Axel eftir sigurinn á Íslandsmótinu 2017.
Lokastaðan í karlaflokki: 1. Axel Bóasson, GK (69-68-67-72) 276 högg (-8) 2. Haraldur Franklín Magnús, GR (69-70-68-69) 276 högg (-8) 3.- 4. Andri Þór Björnsson, GR (68-69-71-72) 280 högg (-4) 3.- 4. Fannar Ingi Steingríms., GHG (68-69-70-73) 280 högg (-4) 5. Guðmundur Ágúst Kristjáns., GR (66-71-75-70) 282 högg (-2) 6.- 7. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-70-70-74) 284 högg (par) 6.- 7. Ólafur Björn Loftsson, GKG (69-68-72-75) 284 högg (par) 8.-10. Gísli Sveinbergsson, GK (70-69-74-72) 285 högg (+1) 8.-10. Egill Ragnar Gunnars., GKG (67-70-75-73) 285 högg (+1) 8.-10. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-67-72-75) 285 högg (+1) 11. Vikar Jónasson, GK (65-74-69-78) 286 högg +2 12. Andri Már Óskarsson, GHR (71-69-74-73) 287 högg (+3) 13. Magnús Lárusson, GJÓ (72-70-68-79) 289 högg (+5) 14. Rúnar Arnórsson, GK (71-70-76-73) 290 högg (+6) 15. Hlynur Geir Hjartarson, GOS (71-70-72-77) 290 högg (+6)
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
Kvennaflokkur - Íslandsmótið 2017
Valdís sterkust þegar mest á reyndi
Valdís Þóra Jónsdóttir tryggði sér titilinn með góðum fugli á 17. flötinni og hún fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli á 18. holunni.
Valdís Þóra var í öðru sæti á -1 eftir fyrsta hringinn þar sem Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR var efst á -2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK byrjaði ekki vel og var á +4 eftir fyrsta hringinn. Á öðrum hringnum blés Guðrún Brá til sóknar og setti vallarmet með hring upp á 67 högg eða -4. Valdís Þóra lék á +3 og Guðrún Brá var því með tveggja högga forskot á Valdísi og Ragnhildi þegar keppni var hálfnuð. 32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
NETLEIKUR VARÐAR
VINNINGSHAFI MEÐ REGLURNAR Á HREINU Vörður óskar Sigurði Halli Sigurðssyni hjartanlega til hamingju með stóra vinninginn í golfleik Varðar. Sigurður er á leið með Heimsferðum til Spánar með gesti sínum og mun spila á hinum einstaka Novo Sancti Petri golfvelli. Þátttaka í golfleiknum var frábær og greinilegt að íslenskir kylfingar eru með golfreglurnar á hreinu. Vörður þakkar fyrir golfsumarið.
HEFUR ÞÚ KYNNT ÞÉR GOLFVERND VARÐAR? Vörður býður kylfingum sérstaka tryggingu gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan. Vörður er traustur bakhjarl GSÍ
ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 71256 10/14
KANNTU GOLFREGLURNAR
Guðrún Brá Björgvins dóttir gerði harða atlögu að sínum fyrsta Íslandsmeistara titli í kvennaflokki á heimavelli.
Ragnhildur Kristins dóttir úr GR var með í baráttunni um sigurinn en gaf eftir á lokahringnum og endaði í þriðja sæti.
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
Valdís Þóra með Íslandsmeistara bikarinn sem hún hefur nú unnið þrisvar sinnum.
Spennan magnaðist enn frekar fyrir lokahringinn þar sem Valdís Þóra, Guðrún Brá og Ragnhildur voru allar jafnar á +8 samtals. Það gat því allt gerst á lokahringnum. Ragnhildur stimplaði sig nánast út úr baráttunni með erfiðri byrjun á lokahringnum. Valdís Þóra og Guðrún Brá voru jafnar á +11 þegar 9 holur voru eftir. Guðrún Brá var í forystu með eitt högg á Valdísi eftir 12. holuna þar sem Valdís tapaði höggi. Á lokakaflanum reyndist Valdís sterkari þegar hún fékk tvo
fugla á 16. og 17. braut og var með tveggja högga forskot fyrir lokaholuna. Það var nóg fyrir Valdísi sem tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil. „Hraunið var mjög erfitt í þessum vindi og ég hefði viljað ná betra heildarskori í þessu móti, það var markmiðið, en það var erfitt fyrir okkur stelpurnar sem eru með lægra boltaflug í slíkum aðstæðum. Annar var þetta frekar stöðugt hjá mér,“ sagði Valdís Þóra eftir sigurinn á Íslandsmótinu 2017.
Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (70-74-77-73) 294 högg (+10) 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-67-79-75) 296 högg (+12) 3. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (69-75-77-79) 300 högg (+16) 4. Karen Guðnadóttir, GS (74 -79-73-75) 301 högg (+17) 5. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-72-77-80) 305 högg (+21)
6. Berglind Björnsdóttir, GR (77-74-76-80) 307 högg (+23) 7. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG (74-76-78-81) 309 högg (+25) 8. Saga Traustadóttir, GR (78-72-82-78) 310 högg (+26) 9. Andrea Björg Bergsdóttir, GKG (81-75-79-77) 312 högg (+28) 10. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (76-81-74-83) 314 högg (+30)
debet | kredit Bókhaldskerfi dk viðskiptahugbúnaður er að öllu leiti þróaður á Íslandi með íslenskar aðstæður í huga. Sérfræðingar okkar í þróun eru sífellt að bæta kerfið í takt við nýja tíma og tækni s.s. með aðlögun að spjaldtölvum og snjallsímum.
Afgreiðslukerfi dk POS er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Sérsniðnar lausnir s.s. tenging við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.
Áskrift Afgreiðslukerfi, Snjalltækjalausnir, skýjalausnir og Office 365 í áskrift. Skoðaðu málið á dk.is dk hugbúnaður ehf Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | dk@dk.is | 510 5800
Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as
Sjálfboðaliðarnir ómetanlegir
Um 200 sjálfboðaliðar voru að störfum á Eimskipsmótaröðinni á Íslandsmótinu í golfi 2017. Mikil þekking er til staðar hjá félagsmönnum Keilis þegar kemur að stórmótum í golfi og það leyndi sér ekki á Hvaleyrarvelli þegar Íslandsmótið fór þar fram í júlí. Golf á Íslandi smellti nokkrum myndum af fólkinu á bak við tjöldin sem sá um að allt gengi þetta nú vel fyrir sig. Við þökkum aðstoðina og segjum einfaldlega takk fyrir hjálpina.
36
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
NUTRILENK
HOLLRÁÐ VIÐ LIÐKVILLUM NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA
Öðlaðist nýtt líf – verkirnir voru hreint helvíti á jörð „Ég starfa sem leikskóla kennari og vinn mikið á gólfinu með börnunum. Ég þarf þar af leiðandi sífellt að vera að setjast og standa upp aftur. Ég var greind með slitgigt og hef fundið fyrir verkjum í hægri mjöðminni um árabil. Á tímabili varð ég svo slæm að ég þurfti að fá sprautur og sterk verkjalyf fyrir mjöðmina. Ég skánaði við það en var alltaf með seyðing og verki. Suma daga var ég þokkaleg en aðrir voru hreint helvíti á jörð. Næturnar hafa líka í gegnum árin verið mér erfiðar. Ég var með eilífan seyðing í mjöðminni og niður í tá og gat ómögulega
legið á hægri hliðinni. Ég var farin að haltra. Eftir að ég fór að taka NUTRILENK öðlaðist ég hreinlega nýtt líf. Ég hef notað NUTRILENK GOLD síðan í september 2012 með frábærum árangri, og þá meina ég ÁRANGRI. Í byrjun tók ég 6 töflur á dag í 2 mánuði en í dag tek ég 3 töflur á dag. Núna sef ég allar nætur og get beygt mig án alls sársauka. Ég þurfti orðið aðstoð við að klæða mig í skó og sokka á morgnana, svo slæm var ég orðin. Í dag get ég bókstaflega allt! Ykkur finnst þetta kannski vera ýkt saga … en hún er sönn. Ég öðlaðist nýtt líf með NUTRILENK GOLD.” Ragnheiður Garðarsdóttir leikskólakennari
Hvað getur NUTRILENK gert fyrir þig? Við mikið álag of eftir því sem árin færast yfir getur brjóskvefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Mjög margir finna fyrir óþægindum og verkjum þegar liðfletirnir núast saman, sérstaklega í liðamótunum í mjöðmum, hrygg og hnjám. Þess vegna er til mikils að vinna að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt.
Losnaði við verki vegna slitgigtar með NUTRILENK GOLD „Ég hef verið að kljást við slitgigt í hnjám og mjóbaki í fjölmörg ár og prófað margt, bæði lyf og náttúrulyf sem dugað hafa skammt, auk þess að hafa farið í liðþófaaðgerðir. Fyrir rúmum þremur árum gat ég varla beygt mig, var með bólgur í liðum og hreyfigetan takmörkuð. Þá pantaði ég tíma hjá bæklunarlækni sem benti mér á að huga betur að lífstílnum og
taka inn NUTRILENK GOLD. Ég fór að hans ráðum og batinn er ótrúlegur. Ég finn ekki lengur til í hjánum og get hreyft mig óhindrað. Ég er einnig mjög meðvitaður um mataræðið og stunda sjóböð sem eru allra meina bót. Ef ég sleppi því að taka inn NUTRILENK GOLD þá finn ég verkina koma aftur. Ég er því bjartsýnn á að þurfa ekki að heimsækja lækninn aftur fyrr en í fyrsta lagi 75 ára. Ég mæli heilshugar með NUTRILENK GOLD.“ Hinrik Ólafsson leikari, kvikmyndagerðarmaður og leiðsögumaður
Heilbrigður liður
Liður með slitnum bjóskvef
Hefur hjálpað fjölmörgum Nutrilenk Gold inniheldur brjósk úr fiski- og hákarlabeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir bein og brjósk, enda ríkt af konditríni, mangani, kollageni og kalki. Nutrilenk hefur hjálpað fjölmörgum sem þjást af liðverkjum.
Prófið sjálf – finnið breytinguna!
Nutrilenk fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana
Yngsti og elsti saman í ráshóp – Böðvar og Björgvin voru góðir saman
fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í flokki 14 ára og yngri á Garðavelli í sumar. Og þar að auki varð hann stigameistari í sínum aldursflokki á Íslandsbankamótaröðinni. Björgvin hafði greinilega góð áhrif á Böðvar Braga sem lék sinn besta hring á mótinu á öðrum keppnisdegi eða 70 höggum. Böðvar endaði í 27. sæti á 301 höggi samtals eða +17. Björgvin Þorsteinsson komst einnig í gegnum niðurskurðinn líkt og Böðvar. Björgvin lék á 314 höggum eða +30 og endaði í 57. sæti.
Það var áhugaverður ráshópur á öðrum keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi 2017. Þar lentu saman í hóp yngsti keppandinn í karlaflokki og sá elsti. Hinn 14 ára gamli Böðvar Bragi Pálsson úr GR lék þar með hinum þaulreynda sexfalda Íslandsmeistara, Björgvini Þorsteinssyni úr GA. Björgvin, sem er 64 ára gamall, var að leika á sínum 54. Íslandsmóti í röð. Björgvin tók fyrst þátt á Íslandsmótinu árið 1964 í Vestmannaeyjum. Böðvar Bragi var að leika á sínu fyrsta Íslandsmóti í keppni fullorðinna en hann
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
a t t e þ r e Svona ! o v o n með Le
Verð frá
74.900 kr.
NÝHERJI / BORGARTÚNI 37, MÁN.-FÖS. KL. 9-18 & LAU. KL. 11-15 / KAUPANGI AKUREYRI, MÁN.-FÖS. KL. 9-17 / NETVERSLUN.IS
Hávaxnasti ráshópur allra tíma? Hávaxnasti ráshópur allra tíma gæti þetta þríeyki verið kallað í framtíðinni. Það verður alla vega ekki véfengt að þeir Sigurjón Arnarsson (GR), Andri Páll Ásgeirsson (GK) og Birgir Björn Magnússon (GK) stóðu upp úr á 1. keppnisdegi Íslandsmótsins. Meðalhæðin í þessum ráshóp var tæplega 2 metrar og högglengdin eftir því. Þeir félagar skemmtu sér vel á 8. teig þegar Golf á Íslandi hitti á þá kappa áður en þeir slógu upphafshöggin.
Vikar fékk afmælissöng á lokaholunni
Vikar Jónasson úr Keili fékk góðar móttökur á lokaholunni á Íslandsmótinu. Hann átti 20 ára afmæli þann 25. júlí. Þegar hann hafði sett lokapúttið ofan í var stór hópur félagsmanna Keilis mættur á svæðið og þar var sungið fyrir afm
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2017
Við
V I Ð
K Y N N U M
nýjan Volvo XC60
Framtíðin í öryggi Nýr Volvo XC60 AWD er leiðandi í bílaöryggi auk þess að vera í forystu í umhverfisvænni tækni með 407 hestafla rafmagnaðri T8 vél sem eyðir aðeins 2,1 lítrum af bensíni per 100 km í blönduðum akstri á rafmagni eða bensíni. Framúrskarandi hljómtæki og fjöðrunarkerfi með loftpúðum gerir aksturinn ánægjulegan og þægilegan. Skandinavísk nútímahönnun að innan og utan og sænsk gæðaframleiðsla beint frá Gautaborg sem byggð er á náttúrulegum gæðaefnum ásamt ríkulegum staðalbúnaði gera hverja ökuferð að einstakri upplifun.
MADE BY SWEDEN
Brimborg
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 • Sími 515 7000
Við kynnum nýjan XC60 miðjuð A4_20170825.indd 1
Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 • Sími 515 7050
volvocars.is
25/08/2017 16:24
Golf á Íslandi vinsælt hjá ferðamönnum
Erlendum kylfingum fjölgar jafnt og þétt
Mikil aukning hefur átt sér stað í heimsóknum erlendra kylfinga til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Golf Iceland var um 30% aukning á spili erlendra kylfinga hér á landi í júlí á þessu ári miðað við árið 2016.
Gríðarleg aukning er í heimsóknum á Brautarholtsvöll á Kjalarnesi, en þar er aukningin um 100% á milli ára í júlímánuði. Og miðað við árið 2015 er fjölgunin tíföld í Brautarholti í heimsóknum erlendra kylfinga. Það vekur athygli að einn af þeim völlum sem er með í talningu Golf Iceland í júlímánuði 2017 var lokaður í 18 daga vegna golfmóta sem voru á dagskrá hjá viðkomandi klúbbi í júlí. Það skilaði aukningu á öðrum völlum en hefur að öllum líkindum haft áhrif á heildina.
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Erlendum kylfingum fjölgar jafnt og þétt
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Golf Iceland hefur þá hafa ferðaskrifstofur átt í vandræðum með að fá gistingu á Íslandi. Þýsk ferðaskrifstofa kom hingað til lands með tvo hópa í sumar og seldust þær ferðir upp á einni viku. Um var að ræða 8 daga ferð þar sem gist var í 7 nætur og leikið golf á 6 golfvöllum á SV-horni landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Þýskalandi hefði verið hægt að selja tvöfalt meira í þessa golfferð ef ekki hefði verið skortur á gistirými á þessum tíma.
Vínylparket, nýtt og spennandi gólfefni
Hjá Parka færð þú gólfefni sem hentar þér. Við kynnum nýjung hjá okkur í gólfefnum. Vínylparket er ótrúlega slitsterkt, vatnsþolið og er mjög viðhaldslítið. Efnið er ótrúlega mjúkt og fæst bæði með fallegri viðaráferð í plönkum eða með náttúrusteins áferð í flísum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Slá lengra í dag en á hátindi ferilsins – Kylfingar á mótaröð eldri kylfinga slá lengra í dag en þegar þeir voru þrítugir Kylfingar á öllum aldri eiga þá ósk heitasta að geta bætt högglengd sína enn frekar - og það á einnig við þá sem þurfa síst á því að halda. Högglengd bestu kylfinga heims er með ólíkindum og eru margir þættir sem koma þar við sögu. Þar má nefna betri útbúnað, s.s. kylfur og bolta. Bestu kylfingar heims leggja meiri áherslu en áður á betra líkamlegt atgervi sem gerir þeim kleift að slá enn lengra. Það er áhugavert að skoða tölfræði kylfinga sem voru í fremstu röð á heimsvísu fyrir mörgum árum og eru enn í fremstu röð í dag á mótaröð eldri kylfinga. Þar kemur í ljós að þeir sem leika á mótaröð eldri kylfinga í dag slá margir mun lengra í dag en þeir gerðu þegar þeir voru á hátindi ferilsins um þrítugt. Sem dæmi má nefna hinn eina sanna John Daly sem er í dag 51 árs gamall. Hann
slær að meðaltali 274 metra á mótaröð eldri kylfinga. Árið 1996 þegar hann var þrítugur sló Daly að meðaltali 264 metra í upphafshöggunum á PGA-mótaröðinni. Hann bætti aðeins í og árið 2003 var hann með meðaltal upp á 287 metra í upphafshöggunum. Kenny Perry er í fjórða sæti yfir högglengstu kylfinga á PGA-mótaröð eldri kylfinga. Hann er 57 ára en slær samt sem áður
Fred Couples hefur einnig bætt högglengd sína eftir því sem árin líða. Árið 2015 var hann með 275 metra meðaltal á PGA-mótaröð eldri kylfinga.
46
GOLF.IS
270 metra að meðaltali. Árið 1990 sló hann 247 metra að meðaltali á PGAmótaröðinni. Fred Couples hefur einnig bætt högglengd sína eftir því sem árin líða. Árið 2015 var hann með 275 metra meðaltal á PGAmótaröð eldri kylfinga. Árið 1990, þegar hann var þrítugur og tveimur árum áður en hann sigraði á Masters-mótinu, voru teighögg Couples 250 metra löng að meðaltali. Hinn sextugi Bernhard Langer slær í dag 256 metra að meðtali á mótaröð eldri kylfinga. Hann hefur bætt sig um tæp 8% frá því hann var upp á sitt besta árið 1987 þegar hann var þrítugur. Þá sló hann 237 metra að meðaltali.
Umspil og bráðabani
DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com
Á Íslandsmótinu í golfi í sumar varð óvænt dramatík í karlaflokki þegar Haraldi Franklín tókst að vinna upp fimm högga forystu Axels Bóassonar á tveimur síðustu holunum. Með því náði Haraldur að knýja fram umspil um Íslandsmeistaratitilinn, sem Axel svo vann. Eftir umspilið hef ég fengið ýmsar spurningar um fyrirkomulag umspils og bráðabana og þær reglur sem gilda um þetta.
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Rétta kortið fyrir kylfinginn
Vildarpunktar Icelandair af allri verslun
Premium Icelandair
American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.
Kynntu þér kostina á kreditkort.is
Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers
Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.
Samkvæmt golfreglunum hafa mótsstjórnir nokkuð frjálsar hendur um hvernig jafn tefli eru útkljáð, jafnt í holukeppni sem höggleik. Í höggleik er algengast að leikinn sé bráðabani eða umspil um efsta sætið og ef á annað borð er leikið um önnur sæti er bráðabani lang algengastur. Þótt umspil sé oftast þrjár holur er það ekki einhlítt, enda er það val mótsstjórnarinnar eins og fyrr segir. Á Opna breska meistaramótinu er t.d. leikið fjögurra holu umspil um fyrsta sætið og á Opna bandaríska meistaramótinu er umspilið heilar 18 holur. Til samanburðar er ekkert umspil á Masters-mótinu, þar er farið beint í bráðabana ef tveir eða fleiri keppendur eru jafnir eftir 72 holur. Á GSÍ mótum er kveðið á um jafntefli í reglugerðum viðkomandi móta. Í flestum mótanna er leikinn bráðabani um fyrsta sætið en ekki leikið um önnur sæti. Á Íslandsmótinu er hins vegar leikið þriggja holu umspil um fyrsta sætið og bráðabani í framhaldi af honum, ef keppendur eru enn jafnir. Mótsstjórn ákveður hvaða holur eru leiknar. Með tilliti til áhorfenda og sjónvarpsútsendingar var ákveðið fyrir Íslandsmótið í sumar að kæmi til umspils yrðu leiknar holur 10, 11 og 18 og 18. holan síðan endurtekin ef bráðabana þyrfti til eftir umspilið.
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Þriggja holu umspil fer þannig fram að keppendurnir leika þrjár holur og samtals skor þeirra á holunum ákvarðar endanlega röð í mótinu. Ef einhverjir eru jafnir, og þörf krefur, er síðan haldið áfram í bráðabana þar til röðin liggur fyrir. Ímyndum okkur t.d. að þrír keppendur hefðu orðið jafnir á Íslandsmótinu og farið í umspil. Ef einn þeirra væri með lægsta skor, t.d. 11 högg eftir holurnar þrjár, yrði hann Íslandsmeistari. Hinir tveir þyrftu ekki að halda áfram í bráðabana þótt þeir væru t.d. báðir á 13 höggum, því á Íslandsmótinu er bara leikið um 1. sætið. Af sömu ástæðu yrðu hinir tveir jafnir í 2. - 3. sæti jafnvel þótt þeir væru á ólíku skori eftir umspilið. Ef á hinn bóginn tveir væru jafnir eftir þrjár holur á 11 höggum en sá þriðji hefði leikið holurnar á 13 höggum myndi sá detta út en hinir tveir halda áfram í bráðabana til að knýja fram niðurstöðu um fyrsta sætið. Sá sem ynni bráðabanann endaði þá í 1. sæti en hinir tveir teldust jafnir í 2. - 3. sæti. Þar sem umspil og bráðabani eru nýjar umferðir í höggleik eiga keppendurnir að fylla út og skila skorkortum, á sama hátt og í öðrum umferðum. Þess er þó ekki þörf ef dómari er með í för því hann heldur þá utan um skorið.
Ef svo illa vill til að keppandi í umspili eða bráðabana brýtur einhverja reglu sem leiðir til frávísunar á sú frávísun eingöngu við um umspilið eða bráðabanann. Keppandi sem lenti t.d. í slíku í tveggja manna umspili um 1. sætið myndi þá lenda í 2. sæti í mótinu. Með árangri sínum fyrir umspilið var hann búinn að tryggja sér a.m.k. 2. sætið og frávísunin í umspilinu breytir því ekki. Keppendur í umspili eða bráðabana mega hætta leik hvenær sem er og lenda þá í neðsta sæti af þeim sem eftir eru. Keppandi í þriggja holu umspili í Leirunni sem er búinn að slá fjóra bolta út í fjöruna í Bergvíkinni kann að sjá að hann eigi enga möguleika lengur. Þá væri mjög skrítið ef reglurnar krefðust þess að hann kláraði holuna. Enda má hann einfaldlega hætta. Ef keppendurnir í umspilinu voru bara tveir er hinn þar með sjálfkrafa búinn að vinna. Þetta ætti að svara spurningunni um hvort Axel Bóasson hafi þurft að pútta síðasta púttið í umspilinu við Harald Franklín í Íslandsmótinu. Nei, hann þurfti þess ekki, Haraldur var hættur leik og Axel því sjálfkrafa orðinn sigurvegari. Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com
Eimskipsmótaröðin 2016-2017
Vikar og Karen sigruðu á Borgunarmótinu 52
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vikar og Karen sigruðu á Borgunarmótinu
Vikar Jónasson úr Keili og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Borgunar mótinu á Eimskipsmótaröðinni þar sem keppt var um Hvaleyrarbikarinn. Mótið var jafnframt næstsíðasta mót keppnistímabilsins 2016-2017. Þetta er annað árið sem keppt er um Hvaleyrarbikarinn á þessu móti og er þetta í fyrsta sinn sem þau Vikar og Karen sigra á mótinu. Þetta er annar sigur Vikars á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu en hann sigraði á Símamótinu í Borgarnesi sem var
hans fyrsti sigur á mótaröð þeirra bestu. Vikar þurfti svo sannarlega að hafa fyrir sigrinum á Borgunarmótinu en hann hafði betur gegn GR-ingnum Guðmundi Ágústi Kristjánssyni á 1. holu í bráðabana. Karen fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni. Mótið var
eftirminnilegt fyrir hana því Karen sló draumahöggið á 6. braut Hvaleyrarvallar á lokahringnum og stóð síðan uppi sem sigurvegari í fyrsta sinn á ferlinum á mótaröð þeirra bestu.
Lokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-72-69) 209 högg (-4) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-68-70) 209 högg (-4) 3. Axel Bóasson, GK (68-69-73) 210 högg (-3) 4. Gísli Sveinbergsson, GK (70-73-72) 215 högg (+2) 5. Rúnar Arnórsson, GK (72-70-73) 215 högg (+2) 6. Aron Snær Júlíusson, GKG (71-70-74) 215 högg (+2) 7. Henning Darri Þórðarson, GK (72-69-74) 215 högg (+2) 8. Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-66-75) 215 högg (+2) 9. -10. Ragnar Már Garðarsson, GKG (70-75-71) 216 högg (+3) 9.- 10. Hákon Örn Magnússon, GR (68-71-77) 216 högg (+3)
Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Karen Guðnadóttir, GS (74-76-74) 224 högg (+11) 2. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (75-76-75) 226 högg (+13) 3.- 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (78-71-83) 232 högg (+19) 3.- 4. Kinga Korpak, GS (73-71-88) 232 högg (+19) 5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-78 -77) 233 högg (+20)
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vikar og Karen sigruðu á Borgunarmótinu
Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is
Eimskipsmótaröðin
Aron og Karen best á Securitasmótinu Aron Snær Júlíusson úr GKG og Karen Guðnadóttir úr GS fögnuðu sigri á Securitasmótinu á Eimskipsmótaröðinni. Jafnframt var um að ræða lokamót keppnistímabilsins 2016-2017 á Eimskipsmótaröðinni.
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Aron og Karen best á Securitasmótinu
Þetta var fyrsti sigur Arons á mótaröðinni og annar sigur Karenar í röð en hún hefur sigrað tvívegis á mótaröð þeirra bestu. Nöfn þeirra verða grafin á hinn glæsilega GRbikar sem keppt var um í annað sinn. Aron lék hringina þrjá á 204 höggum eða -9 samtals (67-70-67). Hann var tveimur höggum betri en Haraldur Franklín Magnús úr GR sem lék á -7 eða á 206 höggum (6668-72). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR varð þriðji á -6 (69-68-70).
GOLF.IS
57
Þessir þrír voru í sérflokki á mótinu. Haraldur Franklín var efstur eftir fyrsta hringinn sem hann lék á 66 höggum. Haraldur Franklín hafði þriggja högga forskot á Aron og Guðmund Ágúst fyrir lokahringinn en hann var á þeim tíma á -8 samtals og þeir á -5. Haraldur bætti við forskotið á fyrri 9 holunum á lokahringnum og var um tíma á -11 samtals. Guðmundur Ágúst var einnig á -11 þegar lokaráshópurinn átti sjö holur eftir. Aron Snær var höggi á eftir Haraldi og Guðmundir. Á lokakaflanum töpuðu Haraldur og Guðmundur fjórum og fimm höggum en Aron Snær tapaði einu höggi og sigraði með tveggja högga mun. Í kvennaflokki lék Karen á 224 höggum eða +11. Hún lék á pari á lokahringnum (77-76-71). Berglind Björnsdóttir, GR, varð önnur á 225 höggum eða +12 (7478-73). Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GK varð þriðja á 226 höggum eða +13 (72-7876). Gunnhildur var efst og með tveggja högga forskot eftir fyrsta hringinn. Hún hélt uppteknum hætti á öðrum hringnum
58
GOLF.IS - Golf á Íslandi Aron og Karen best á Securitasmótinu
1. Karen Guðnadóttir, GS (77-76-71) 224 högg (+11) 2. Berglind Björnsdóttir, GR (74-78-73) 225 högg (+12) 3. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK (72-78-76) 226 högg (+13) 4. Saga Traustadóttir, GR (74-77-77) 228 högg (+15) 5. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (74-78-78) 230 högg (+17) og var með þriggja högga forskot á Karen Guðnadóttur. Á lokahringum lék Karen mjög vel eða á pari vallar og hún sigraði með minnsta mun. Aðeins stigahæstu kylfingar Eimskips mótaraðarinnar á tímabilinu voru með keppnisrétt á Securitasmótinu. Og aðeins þeir sem léku á þessu móti komu til greina sem stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2016-2017.
1. Aron Snær Júlíusson, GKG (67-70-67) 204 högg (-9) 2. Haraldur Franklín Magnús, GR (66-68-72) 206 högg (-7) 3. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (69-68-70) 207 högg (-6) 4. Kristján Þór Einarsson, GM (75-67-71) 213 högg 5.- 6. Hlynur Bergsson, GKG (71-75-69) 215 högg (+2) 5.- 6. Hrafn Guðlaugsson, GSE (71-72-72) 215 högg (+2) 7. Arnór Snær Guðmundsson, GHD (72-74-70) 216 högg (+3) 8.- 9. Stefán Þór Bogason, GR (81-68-68) 217 högg (+4) 8.- 9. Andri Már Óskarsson, GHR (73-71-73) 217 högg (+4) 10.-12. Hákon Harðarson, GR (75-73-71) 219 högg (+6) 10.-12. Tumi Hrafn Kúld, GA (71-74-74) 219 högg (+6) 10.-12. Vikar Jónasson, GK (80-65-74) 219 högg (+6)
Íslandsbankamótaröðin 2017
GR-ingar sigursælir á Íslandsmótinu á Garðavelli
Íslandsmót unglinga á Íslandsmótaröðinni fór fram á Garðavelli á Akranesi í júlí sl. Um 150 keppendur tóku þátt við góðar aðstæður í þokkalegu veðri. Alls voru átta Íslandsmeistarar krýndir og voru kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigursælir. GR fékk fimm Íslandsmeistaratitla af alls átta sem voru í boði.
Keppt var í flokki 19-21 árs í fyrsta sinn á Íslandsmótinu 2017 og eru Jóhannes Guðmundsson úr GR og Laufey Jóna Jónsdóttir úr GS þau fyrstu sem fá nafn sitt á þann verðlaunagrip.
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi GR-ingar sigursælir á Íslandsmótinu á Garðavelli
Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis afhentu verðlaunin í hverjum flokki fyrir sig. Næsta Íslandsmót á samkvæmt mótadagskrá GSÍ að fara fram á Akureyri á Jaðarsvelli.
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Vikar, Jóhannes, Björn Óskar og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
19-21 árs (hvítir teigar) 1. Jóhannes Guðmundsson, GR (80-71-69) 220 högg 2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (79-76-73) 228 högg 3. Vikar Jónasson, GK (83-71-74) 228 högg
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Vikar, Jóhannes, Björn Óskar og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
19-21 ára (bláir teigar): 1. Laufey Jóna Jónsdóttir, GS (84-84 -78) 246 högg 2. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (86-86-87) 259 högg
*Björn Óskar hafði betur í umspili um 2. sætið í þessum flokki.
Frá vinstri: Bergstein Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Kristján Benedikt, Ingvar Andri, Viktor Ingi og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
17-18 ára (hvítir teigar): 1. Ingvar Andri Magnússon, GR (78-76-72) 226 högg 2. Viktor Ingi Einarsson, GR (82-70-76) 228 högg 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (74-79-76) 229 högg
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Sigurður Bjarki, Dagbjartur, Sigurður Arnar og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
15 -16 ára (hvítir teigar): 1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (79-73-78) 230 högg 2. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (81-75-74) 230 högg 3. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (81-76-76) 233 högg
Frá vinstri. Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Ragna Kristín, Ólöf María og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri GSÍ.
17-18 ára (bláir teigar): 1. Ólöf María Einarsdóttir, GM (86-80-79) 245 högg 2. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, GR (97-82-86) 265 högg 3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (97-91-84) 272 högg
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, María Björk, Jóhanna Lea, Alma Rún og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
15 -16 ára (bláir teigar): 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (94-83-82) 259 högg 2. María Björk Pálsdóttir, GKG (92-89-84) 265 högg 3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (91-88-87) 266 högg
*Dagbjartur sigraði eftir þriggja holu umspil (1., 2. og 9. braut voru leiknar).
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Flosi Valgeir, Böðvar Bragi, Dagur Fannar og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
14 og yngri (bláir teigar): 1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (80-76-68) 224 högg 2. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (83-75-74) 232 högg 3. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (83-78-76) 237 högg
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi GR-ingar sigursælir á Íslandsmótinu á Garðavelli
Frá vinstri: Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður GSÍ, Perla Sól, Eva María, Guðrún Nolan og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis.
14 og yngri (rauðir teigar): 1. Eva María Gestsdóttir, GKG (88-84-79) 251 högg 2. Guðrún J. Nolan Þorsteinsdóttir, GL (98-82-81) 261 högg 3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (91-91-83) 265 högg
Hitaveituskeljar
The Queen
The King
Genova
Rafmagnspottar
Heitir pottar.is H ö f ð ab ak k i 1 , v i ð Gu l l i n b r ú | S í mi 777 2000
Íslandsbankamótaröðin 2017
Fínar aðstæður á Akureyri
Fimmta og næstsíðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni 2017 fór fram á Jaðarsvelli dagana 28.- 30. júlí sl. Tæplega 120 keppendur tóku þátt við fínar aðstæður á Akureyri. Hitastigið var ekki hátt úti á velli en lítil úrkoma var og vindurinn fór hægt yfir alla keppnisdagana. Keppt var að venju í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum og léku tveir elstu aldursflokkarnir þrjá hringi en tveir yngstu aldursflokkarnir léku tvo hringi.
15-16 ára stúlkur 1. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG (83-85) 168 högg (+26) 2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (86-87) 173 högg (+31) 3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (88-89) 177 högg (+35)
Úrslit urðu eftirfarandi: 14 ára og yngri piltar: 1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (70-70) 140 högg (-2) 2. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG (74-74) 148 högg (+6) 3. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (76-77) 153 högg (+11) Frá vinstri: Árný Eik, Alma Rún og Jóhanna Lea. Mynd/seth@golf.is
17-18 ára piltar: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR (67-74-78) 219 högg (+6) 2. Kristján Benedikt Sveinsson, GA (73-73-75) 221 högg (+8) 3. Viktor Ingi Einarsson, GR (77-78-68) 223 högg (+10)
Frá vinstri: Flosi, Böðvar og Breki. Mynd/seth@golf.is
14 ára og yngri stúlkur: 1. Eva María Gestsdóttir, GKG (80-82) 162 högg (+20) 2. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (93-84) 177 högg (+35) 3. María Eir Guðjónsdóttir, GM (85-94) 179 högg (+37)
Frá vinstri: Kristján Benedikt, Ingvar Andri og Viktor. Mynd/seth@golf.is
17-18 ára stúlkur: 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (75-74-77) 226 högg (+13) 2. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, GR (80-91-85) 256 högg (+43) 3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (96-94-99) 289 högg (+76)
Frá vinstri: Perla Sól, Eva María og María Eir. Mynd/sethgolf.is
15-16 ára piltar: 1. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (72-69) 141 högg (-1) 2. Andri Már Guðmundsson, GM (73-69) 142 högg par 3. Lárus Ingi Antonsson, GA (73-70) 143 högg (+1)
Frá vinstri: Ragna Kristín, Amanda og Anna Júlía. Mynd/seth@golf.is
19-21 ára stúlkur: 1. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB (100-96-95) 291 högg (+78)
19-21 ára piltar: 1. Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA (74-71-76) 221 högg (+8) 2. Víðir Steinar Tómasson, GA (75-75-75) 225 högg (+12) 3. Stefán Einar Sigmundsson, GA (74-77-84) 235 högg (+22) Frá vinstri: Andri, Sigurður og Lárus. Mynd/seth@golf.is
Frá vinstri: Víðir, Eyþór og Stefán. Mynd/seth@golf.is
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fínar aðstæður á Akureyri
Íslandsbankamótaröðin
Spennandi lokamót á Leirdalsvelli Lokamót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 25.-27. ágúst. Mótið var jafnframt sjötta mót tímabilsins. Fella þurfti niður eina umferð í heild sinni á laugardeginum vegna veðurs. Tveir elstu aldurshóparnir léku því tvær umferðir, á föstudegi og sunnudegi, en aðrir keppnishópar léku eina umferð á sunnudegi við ágætar veðuraðstæður. Úrslit urðu eftirfarandi: Piltar 14 ára og yngri: 1. Flosi Valgeir Jakobsson, GKG 72 högg (+1) 2. Björn Viktor Viktorsson, GL 73 högg (+2) 3. Böðvar Bragi Pálsson, GR 74 högg (+3)
Stúlkur 15-16 ára: 1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 högg (+5) 2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 80 högg (+9) 3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 81 högg (+10)
Stúlkur 14 ára og yngri: 1. Eva María Gestsdóttir, GKG 73 högg (+2) 2. Kinga Korpak, GS 80 högg (+9) 3. Perla Sól Sigurbrandsdóttir , GR 84 högg (+13)
Piltar 17-18 ára: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR (73-71) 144 högg (+2) 2. Viktor Ingi Einarsson, GR (77-71) 148 högg (+6) 3. Daníel Ísak Steinarsson, GK (74-75) 149 högg (+7)
Piltar 15-16 ára: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 67 högg (-4) 2. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR 68 högg (-3) 3. Hákon Ingi Rafnsson, GSS 71 högg (par)
Stúlkur 17-18 ára: 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (89-75) 164 högg (+22) 2. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (89-78) 167 högg (+25) 3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (87-86) 173 högg (+31)
Piltar 19-21 árs: 1. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (81-81) 162 högg (+20) 2. Gunnar Blöndahl Guðmundsson, GKG (88-77) 165 högg (+23) 3.-4. Birgir Rúnar Steinarsson Busk, GOS (88-79) 167 högg (+25) 3.-4. Andri Ágústsson, GVS (84-83) 167 högg (+25) Stúlkur 19-21 árs: 1. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (87-79) 166 högg (+24) 2. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB (108-99) 207 högg (+65)
Frá vinstri: Anna Júlía Ólafsdóttir, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
66
GOLF.IS - Golf á Íslandi Spennandi lokamót á Leirdalsvelli
HÖRKUDUGLEGUR 4X4 DÍSEL TÚRBÓ SPORTJEPPI
DÍSEL TÚRBÓ LÆSANLEGUR MILLIKASSI FIMM ÁRA ÁBYRGÐ FÁANLEGUR SJÁLFSKIPTUR
• • • •
Þróunarvinna SsangYong bílaframleiðandans skilar sér í stílhreinum og fjórhjóladrifnum sportjeppa sem er eins og sniðinn fyrir íslenska vegi og veðurfar. Korando er óvenju rúmgóður jeppi. Hann er 178 hestöfl og 400 Nm tog við 1400-2800 sm. Honum fylgir ríkulegur staðalbúnaður. Með kaupum á Korando tryggir þú þér sportjeppa á pari við mun dýrari jeppa. Komdu og reynsluaktu Korando-sportjeppa. Hann mun koma þér skemmtilega á óvart.
Hluti af staðalbúnaði • • • • • • • • • •
5 ára ábyrgð Tölvuvætt fjórhjóladrif (AWD) með læsingu 6 þrepa sjálfskipting m/3 akstursstillingum 17” álfelgur Leðurstýri m/gírskiptingu og útvarpsstjórn Hæðarstillanlegt og aðdraganlegt stýri Tölvustýrð loftkæling Hraðastillir (Cruise Control) m/ECO stillingu Bluetooth tenging við farsíma Aksturstölva
• • • • • • • • • •
Bakkskynjari Regnskynjarar fyrir rúðuþurrkur Hiti undir framþurrkum Útvarpstæki með 4” skjá / MP3 6 hátalarar, USB og HDMI tengi Sjálfvirkur ljósabúnaður Led ljós - framan og aftan Þokuljós - framan og aftan Samlitaðir speglar og handföng Aftursæti fellanleg 60/40
• • • • • • • • • •
Loftpúðar í stýri, farþegamegin og í hliðum Aftengjanlegur loftpúði í farþegasæti Sjálfvirkur birtustillir í baksýnisspegli Hiti í framsætum Fjarstýrðar samlæsingar Rafdrifnar rúður í fram- og afturhurðum Sólvörn í framrúðum Dökkt gler í afturrúðum Rafdrifnir hliðarspeglar með hita og LED ABS hemlakerfi
• • • • • • • • • •
EBD hemlajöfnunarkerfi ESP stöðugleikastýring HSA kerfi - brekkuhjálp ARP veltivörn BAS aðstoð við neyðarhemlun FTCS skriðvörn ESS neyðarhemlunarljós Þjófavörn Langbogar á þaki Varadekk
VERÐ FRÁ AÐEINS 3.990 ÞÚS. KR. Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636
Áskorendamótaröðin 2017
Bætt í keppnisreynsluna á Jaðarsvelli Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór fram á Jaðarsvelli laugardaginn 29. júlí við ágætis aðstæður. Keppendur komu víðsvegar að til þess að keppa á þessari skemmtilegu mótaröð sem er ætluð þeim sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en haldið er á sjálfa Íslandsbankamótaröðina. Heimir Örn Árnason framkvæmdastjóri GA og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ afhentu verðlaunin í mótslok að lokinni pylsuveislu sem keppendum er boðið í eftir hvert einasta mót á Áskorendamótaröðinni. Úrslit urðu eftirfarandi: 9 holur:
18 holur
Stúlkur 10 ára og yngri
Stúlkur 15-18 ára
1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 47 högg 2. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, GKG 50 högg 3. Lilja Grétarsdóttir, GR 52 högg Piltar 10 ára og yngri
1. Erna Rós Agnarsdóttir, GS 112 högg * 2. Jana Ebenezersdóttir, GM 112 högg *Erna Rós sigraði eftir bráðabana. Piltar 14 ára og yngri
1. Hilmar Veigar Ágústsson, GL 48 högg 2.-4. Barri Björgvinsson, GHD 55 högg 2.-4. Arnar Heimir Gestsson, GKG 55 högg 2.-4. Maron Björgvinsson, GHD 55 högg Piltar 12 ára og yngri
1. Þorgeir Örn Bjarkason, GL 92 högg 2. Veigar Heiðarsson, GHD 93 högg 3. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 96 högg Stúlkur 14 ára og yngri
1. Árni Stefán Friðriksson, GHD 54 högg* 2. Tómas Bjarki Guðmundsson, GSS 54 högg 3. Snævar Bjarki Davíðsson, GHD 55 högg *Árni sigraði eftir bráðabana. Stúlkur 12 ára og yngri 1. Sara Kristinsdóttir, GM 106 högg 2. Guðrún María Aðalsteinsdóttir, GA 109 högg 3. Kristín Vala Jónsdóttir, GL 120 högg
1. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 47 högg 2. Helga Signý Pálsdóttir, GR 51 högg 3. Kara Líf Antonsdóttir, GA 55 högg
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bætt í keppnisreynsluna á Jaðarsvelli
EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.
Úrtökumót LPGA
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 84400 05/17
Guðrún og Valdís komust ekki áfram
Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2017 úr Leyni, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK reyndu báðar fyrir sér á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum í ágúst sl. Alls tóku 350 kylfingar þátt á þremur keppnis völlum. Guðrún Brá lék á 223 höggum eða +7 samtals (76-76-71). Hún endaði í 179.-193. sæti. Valdís Þóra lék hringina þrjá á 225 höggum eða +9 (74-73-78) og endaði í 214.-228. sæti.
70
GOLF.IS
Alls voru leiknir fjórir hringir, samtals 72 holur, á fjórum keppnisdögum. Aðeins 125 efstu komust inn á lokahringinn þar sem keppt var um 90 efstu sætin sem tryggðu keppnisrétt á 2. stigi úrtökumótsins. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni en hún náði í fyrra að komast í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins.
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 84400 05/17
LEXUS NX SKARPARI Á ALLA KANTA
Lexus NX hefur skarpari línur og sker sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem gleður augað frá öllum sjónarhornum. Að innan státar Lexus NX af skjá með 360 gráðu sjónsviði og Mark Levinson Premium Surround hljóðkerfi sem magnar seiðandi aðdráttarafl hans – hvar sem hann kemur. Verð frá 6.930.000 kr. lexus.is Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
NX
75 ára afmælisfögnuður – GSÍ fékk margar góðar kveðjur
Golfsamband Íslands er 75 ára á þessu ári og af því tilefni var haldinn afmælisfagnaður í Oddfellowhúsinu 26. ágúst.
Sérstakur gestur kvöldsins var Charles Harrisson frá R&A í Skotlandi. Hann færði Hauki Erni Birgissyni forseta GSÍ gjöf í tilefni 75 ára afmælis GSÍ.
Félags- og jafnréttis málaráðherra, Þorsteinn Víglundsson.
Ólafur William Hand frá Eimskip kom færandi hendi fyrir hönd helsta samstarfsaðila GSÍ.
Björn Víglundsson formaður GR.
75 ÁRA
1942 - 2017
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi 75 ára afmælisfögnuður
*100.000 kr. eldsneytisinneign fylgir Golf TGI og Golf TSI.
Lárus Blöndal forseti ÍSÍ færði GSÍ gjöf í tilefni 75 ára afmælisins.
GSÍ er elsta sérsambandið í röðum ÍSÍ. Tíu karlar hittust í golfskála Golfklúbbs Íslands í Öskjuhlíðinni þann 14. ágúst 1942. Á þeim fundi var formlega stofnað samband þeirra þriggja golfklúbba sem þá voru í landinu. Golfklúbbur Íslands í Reykjavík, Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Vestmannaeyja stóðu sameiginlega að stofnun Golfsambands Íslands. Edwin Roald var veislustjóri og stýrði hann veislunni af myndarbrag. Sérstakur gestur kvöldsins var Charles Harrison frá R&A í Skotlandi. Hann færði GSÍ góða kveðjur frá æðsta sambandi golfíþróttarinnar í Evrópu í skemmtilegri ræðu. GSÍ fékk fjölmargar kveðjur í tilefni 75 ára afmælisins. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ kom færandi hendi ásamt Ólafi William Hand frá Eimskip sem hefur verið helsti samstarfsaðili GSÍ undanfarin ár. Félags- og jafnréttismálaráðherra Íslands, Þorsteinn Víglundsson, bar fyrir góðar kveðjur frá ríkisstjórn Íslands. Bróðir hans, Björn Víglundsson, formaður GR, steig einnig í pontu og færði GSÍ bestu kveðjur frá fjölmennasta golfklúbbi landsins.
*100.000 kr. eldsneytisinneign fylgir Golf TGI og Golf TSI.
Nýr Golf með frítt íslenskt eldsneyti. Skiptu yfir í metan, græna íslenska orku. Þegar þú kaupir Golf færðu eldsneytið frítt í heilt ár.* Golf Metan kemur bæði með metantanki og stórum bensíntanki sem gerir drægnina óvenju mikla. Þú finnur sex metanstöðvar í Reykjavík og eina á Akureyri – og það er bæði auðvelt og hagkvæmt að dæla metani á bílinn. Skiptu um gír í orkumálum og gerðu árið að metanári á nýjum Golf. Verð frá aðeins 3.150.000 kr.
Við látum framtíðina rætast.
www.volkswagen.is
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
Fimm forsetar GSÍ í 75 ára afmælishófinu
Í 75 ára afmælishófi GSÍ voru fjórir heiðursmenn sem hafa gegnt embætti forseta Golfsambands Íslands ásamt núverandi forseta, Hauki Erni Birgissyni. Sveinn Snorrason, sem var forseti GSÍ á árunum 1962 til 1969, gat því miður ekki mætt í hófið en hann er einn af sex sem eru enn á lífi og hafa gegnt embætti forseta GSÍ.
Frá vinstri: Hannes Guðmundsson (19931998), Gunnar Bragason (1999-2001), Júlíus Rafnsson (2000 -2005), Jón Ásgeir Eyjólfsson (2005-2013) og Haukur Örn Birgisson sem var kjörinn forseti GSÍ árið 2013.
Alls hafa ellefu einstaklingar verið kjörnir forsetar GSÍ. Helgi H. Eiríksson var fyrsti forsetinn sem var kjörinn árið 1942 eða fyrir 75 árum,
Forsetar GSÍ frá upphafi: Haukur Örn Birgisson 2013Jón Ásgeir Eyjólfsson 2005-2013 Júlíus Rafnsson 2001-2005 Gunnar Bragason 1999-2001
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Fimm forsetar GSÍ í 75 ára afmælishófinu
Hannes Guðmundsson 1993-1998 Konráð R. Bjarnason 1980-1992 Páll Ásgeir Tryggvason 1970-1979 Sveinn Snorrason 1962-1969
Ólafur Gíslason 1956-1961 Þorvaldur Ásgeirsson 1952-1955 Helgi H. Eiríksson 1942-1951
eykjavík Laugarnar í R
Fyrir líkaammaa lík
og sál fyrir alla fjölskyl duna
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000
• www.itr.is
Opna bandaríska meistaramótið 2017
Valdís Þóra er reynslunni ríkari Valdís Þóra Jónsdóttir skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands þegar hún tók þátt á Opna bandaríska meistaramótinu dagana 13.-16. júlí. Leyniskonan fékk inngöngu í mótið í gegnum úrtökumót sem fram fór á Bretlandi. Valdís Þóra var fyrst í röðinni á biðlista fyrir keppanda frá Evrópu á Opna bandaríska.
Valdís Þóra var einbeitt á æfingasvæðinu áður en fyrsti keppnisdagur hófst í brakandi blíðu í Bedminster.
Rúmri viku fyrir mótið fékk Valdís skilaboð frá mótshöldurum að hún væri komin inn í mótið. Þar með var hún fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að leika á Opna bandaríska meistaramótinu. Alls komust 156 keppendur inn á mótið og heildarverðlaunaféð var 530 milljónir kr. Sigurvegarinn fékk tæplega 100 milljónir kr. í sinn hlut. Mótið fór fram á hinum glæsilega Trump National Golf Club í Bedminster New Jersey. Eins og nafnið gefur til kynna er völlurinn í eigu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann kemur reglulega á svæðið um helgar og á hann glæsilegt hús rétt við klúbbhúsið. Trump kom á svæðið á meðan mótið fór fram og sjaldan hefur öryggisgæsla verið meiri á golfmóti. Mörg hundruð manns sáu um að gæta öryggis Bandaríkjaforsetans. Ég fékk þann heiður að fá tækifæri til þess að fylgjast með Valdísi Þóru á þessu risamóti fyrir hönd Golf á Íslandi. Í starfi mínu sem íþróttafréttamaður í rúm 15 ár á Morgunblaðinu og 365 miðlum hef ég komið á mörg stórmót í íþróttum. Þar á meðal Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Það kom mér verulega á óvart að upplifa hversu stór og mikil umgjörð er í kringum Opna bandaríska meistaramótið. Í raun er hægt að mæla stærð mótsins í sætum fyrir
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi Valdís Þóra er reynslunni ríkari
Hlynur Geir Hjartarson þjálfari og aðstoðarmaður Valdísar Þóru þakkar henni fyrir samveruna í lok annars keppnisdags þegar ljóst var að Valdís væri úr leik.
Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is
ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Fjölskylda Valdísar mætti á svæðið og studdi við bakið á henni. Frá vinstri: Jón Svavarsson, Pálína Alfreðsdóttir, Arnar Jónsson, Valdís, Friðmey Jónsdóttir og Daníel Einarsson unnusti Friðmeyjar.
blaða- og fréttamenn í fjölmiðlatjaldinu. Þar var rými fyrir nokkur hundruð manns og sá sem þetta skrifar fékk hvorki sæti né borð til umráða. Það var allt upptekið og mikil eftirspurn eftir vinnuaðstöðu í fjölmiðlatjaldinu.
Mikil úrkoma setti svip sinn á mótið Mikil úrkoma setti keppnishaldið aðeins úr skorðum á fyrstu tveimur dögunum. Gríðarlega heitt var í New Jersey, um 40 stiga hiti og rakastigið mjög hátt.
Mikil úrkoma setti keppnishaldið aðeins úr skorðum á fyrstu tveimur dögunum. Gríðarlega heitt var í New Jersey, um 40 stiga hiti og rakastigið mjög hátt.
Myndavélin sem ég var með í för þoldi ekki rakann og stóð hún á sér í flest skipti þegar taka átti myndir af Valdísi. Valdís náði ekki að ljúka við 1. hringinn á fimmtudeginum þar sem gera þurfti langt hlé á keppninni vegna úrkomu síðdegis á fimmtudeginum. Hún átti eftir þrjár holur þegar keppni var frestað vegna myrkurs og hún mætti eldsnemma á föstudeginum á völlinn til þess að ljúka við 1. umferðina. Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 78 höggum eða +6. Hún var því í erfiðri stöðu að komast í gegnum niðurskurðinn og að lokum lék Valdís Þóra á +9 samtals (78-75) og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Nýkomnar í sölu 3ja til 5 herb nýjar íbúðir við Álalind 10 í Kópavogi. Til afhendingar í haust 2017. Lögheimili Eignamiðlun | logheimili@logheimili.is | Sími: 530-9000 80
GOLF.IS - Golf á Íslandi Valdís Þóra er reynslunni ríkari
E
EKKI BARA GÆÐI SMÍÐABUXUR
VINNUSOKKAR
JAKKI
THERMO
FJÓRIR LITIR
STRECH
Slitsterkar vinnubuxur með lágu klofi og mjókkandi skálmum. Til þess að hámarka hreyfanleika og þægindi eru teygjubætur í klofinu og á kálfum. Hnjápúðar að verðmæti 5.900 í kaupbæti
Í KAUPBÆTI
25.900
m/vsk
Kaupauki
SMÍÐABUXUR EN471
14.900
m/vsk
Fullt verð 22.050
ÖRYGGISSKÓR
13.900
m/vsk
Fullt verð 19.900
990
15.900
m/vsk
Fullt verð 1.972
HETTUJAKKI
11.900
m/vsk
Fullt verð 17.686
TEYGJUBELTI
m/vsk
Fullt verð 19.900
REGNKULDAGALLI
19.900
m/vsk
Fullt verð 29.636
SANDALAR ECCO
1.990
Virkilega þægilegir sandalar úr leðri sem þú getur stillt á þremur stöðum, yfir tánna, um ökklann og aftan við hælinn.
m/vsk
Fullt verð 3.370
ÖRYGGISSTÍGVÉL
8.900
10.900 m/vsk
m/vsk
Fullt verð 13.900
Fullt verð 12.900
www.sindri.is I sími 567 6000 Skútuvogi 1, Reykjavík Smiðjuvegi 1 grá gata, Kópavogi
Valdís Þóra slær hér upphafshöggið á 4. braut sem er um 200 metra löng par 3 hola. Hún setti boltann rétt við holuna en missti pútt fyrir fugli á öðrum keppnisdegi.
Valdís sótti mjög grimmt á síðari hringnum og þá sérstaklega á síðustu 9 holunum þegar ljóst var að hún þyrfti að vera á +2 eða betra skori til að komast áfram. Það gekk fátt upp hjá Valdísi Þóru á flötunum og má segja að fyrstu 9 holurnar á 1. hringnum hafi gert út um vonir hennar að komast áfram. Á 1. holu sló Valdís í stöngina af um 30 metra færi en boltinn hefði stoppað við holuna í fjórða högginu á þessari par
Valdís Þóra horfir hér á eftir upphafshöggi á par 3 holu á Trump-vellinum.
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Valdís Þóra er reynslunni ríkari
5 holu ef hann hefði ekki farið í stöngina. Hún náði ekki að setja niður um 7 metra pútt fyrir pari og skolli var staðreynd. Þetta upphaf sat eitthvað í Valdísi því hún var ólík sjálfri sér á næstu sex holum og var hún á +6 eftir 7 holur. Á þeim tíma var gert hlé vegna þrumuveðurs og nýtti Valdís tímann vel til að ná áttum. Hún kom sterkari til baka og lék næstu 21 holu á 3 höggum yfir pari samtals.
Trumpvöllurinn var erfiður Það er ekkert grín að eiga við Trump National Golf Club og bestu kylfingar heims í kvennaflokki fengu svo sannarlega að finna fyrir því. Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu stóð uppi sem sigurvegari á -11 samtals á þessum 6.200 metra langa velli. Til samanburðar þá er Grafarholtsvöllur 6.057 metrar af öftustu teigum. Lengd vallarins var gríðarleg og karginn utan brautar var með því þykkara sem sá sem þetta skrifar hefur orðið vitni að. Og til bæta enn á erfiðleikastuðulinn voru flatirnar með um 12-13 metra stimphraða og „svunturnar“ við flatirnar voru með um 9 stimpmetra hraða. Valdís sló yfirleitt annað höggið inn á flatirnar á par 4 holunum með 4- eða 5-járni eða blendingskylfu þrátt fyrir að hafa slegið um 230-240 metra löng upphafshögg. Eins og áður segir var Valdís Þóra fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á Opna bandaríska meistaramótinu. Hún setti þar með ný viðmið fyrir sjálfa sig og aðra íslenska kylfinga. Reynslan af upphafsholunum á fyrsta hringnum er eitthvað sem hún mun búa að í framtíðinni. Stóra sviðið var stórt þegar á reyndi en Valdís sýndi mikinn styrk í framhaldinu eftir mjög erfiða byrjun. Hún brotnaði ekki við mótlætið og kom sterkari til baka þegar hún þurfti á því að halda.
ÖRYGGI Í EINUM SMELLI Skjáboðinn er nýr hugbúnaður frá Securitas sem gerir þér kleift að kalla eftir aðstoð samstarfsfélaga og senda boð til stjórnstöðvar Securitas með einum smelli
SKJÁBOÐI Einföld öryggislausn fyrir vinnustaði
Kynntu þér Skjáboðann og aðrar öryggislausnir fyrir þitt fyrirtæki securitas.is
securitas@securitas.is
S: 580-7000
Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri
Vel heppnuð frumraun
Fyrsta Íslandsmóti golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri fór fram í lok júlí. Mótið var sett á laggirnar vegna mikils fjölda keppenda á þessum aldri sem hafa tekið þátt á Íslandsmóti golfklúbba fyrir 15 ára og yngri. 84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Vel heppnuð frumraun
Leiknar voru fimm umferðir á þremur dögum, eða 5 sinnum 9 holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas Scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA krakkagolfsins, en hver 9 holu leikur samanstóð af þremur þriggja holna leikjum og söfnuðu því liðin vinningum og flöggum (stigum). Alls tóku 10 sveitir þátt og skiptust þær í deildir eftir forgjöf, þ.e. Hvíta deildin, sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og Gula deildin. Mótið heppnaðist mjög vel og skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Leikið var fyrsta daginn hjá GM í Bakkakoti, annan daginn hjá GR á Korpunni og loks lokadaginn hjá GKG í Mýrinni. Krakkarnir komu einstaklega vel fram og voru til algerrar fyrirmyndar á vellinum.
Úrslit urðu eftirfarandi: Hvíta deildin GKG-1 – Guðmundur Snær Elíasson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Logi Traustason, Magnús Ingi Hlynsson, Magnús Skúli Magnússon, Styrmir Snær Kristjánsson. GR-1 – Berglind Ósk Geirsdóttir, Elías Ágúst Andrason, Helga Signý Pálsdóttir, Nói Árnason, Pamela Ósk Hjaltadóttir, Sólon Blumenstein. GM-2 – Ásþór Sigur Ragnarsson, Eyþór Björn Emilsson, Gunnar Maack, Hrólfur Örn Viðarsson, Markús Ingvarsson.
Gula deildin GM-1 – Berglind Erla Baldursdottir, Dagbjört Erla Baldursdottir, Eva Kristinsdóttir, Heiða Rakel Rafnsdóttir, María Rut Gunnlaugsdóttir, Sara Kristinsdóttir. GS-2 – Almar Örn, Arngrímur Egill, Snorri Rafn, Ylfa Vár GKG-2 – Arnar Daði Jónasson, Bjarki Bergmann, Elísabet Sunna Scheving, Helga Grímsdóttir, Rakel Eva Kristmannsdóttir, Veigar Már Brynjarsson
GOLF.IS
85
Íslandsmót golfklúbba GKG, GR og GM Íslandsmeistarar
Íslandsmót golfklúbba yngri kylfinga fór fram á þremur völlum helgina 18.-20. ágúst. GKG fagnaði sigri í flokki pilta 15 ára og yngri en keppt var í Mosfellsbæ á Hlíðavelli. Þar hafði GKG betur gegn GR í gríðarlega spennandi viðureign. Á Selsvelli á Flúðum fagnaði GR sigri í flokki stúlkna 15 ára og yngri. GR vann allar sínar viðureignir en GKG veitt GR mikla keppni. Á Strandarvelli á Hellu sigraði Golfklúbbur Mosfellsbæjar eftir hörkuúrslitaleik gegn GR í flokki pilta 18 ára og yngri. Piltar 15 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar -A 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbburinn Leynir -B 4. Golfklúbburinn Keilir 5. Golfklúbbur Akureyrar 6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 7. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 8. Golfklúbbur Selfoss 9. Golfklúbbur Reykjavíkur -B 10. Nesklúbburinn 11. Golfklúbbur Vestmannaeyja 12. Golfklúbburinn Leynir -A
Stúlkur 15 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur -A 2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 3. Golfklúbbur Reykjavíkur -B 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 5. Golfklúbbur Sauðárkróks/GolfklúbbsFjallabyggðar
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi GKG, GR og GM Íslandsmeistarar
Piltar 18 ára og yngri: 1. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Nesklúbburinn 4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (B) 5. Golfklúbbur Kópavogs og Garðbæjar (A) 6. Golfklúbbur Akureyrar 7. Golfklúbbur Vestmannaeyja 8. Golfklúbbur Reykjavíkur (B) 9. Golfklúbburinn Leynir
Alltaf fjórhjóladrifinn. Glæsileg hönnun, kraftur og tækninýjungar einkenna lúxusjeppann Mercedes-Benz GLE. Hann er búinn hinu byltingarkennda 4MATIC fjórhjóladrifi og fæst nú með Plug-in Hybrid tækninni, sem sameinar kosti rafbílsins og kraft bensínvélarinnar. Bíllinn er einstakur að því leyti að hann fer aldrei úr fjórhjóladrifinu þó hann fari yfir á rafmagn.
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook
Heimslistinn
Íslenskir kylfingar fara hratt upp heimslistann
Íslenskir kylfingar hafa aldrei áður verið með betri stöðu á heimslistanum í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR var í sæti nr. 300 á listanum í kvennaflokki í byrjun september og hafði hún bætt stöðu sína verulega á einu ári. Ólafía Þórunn hefur hækkað um rúmlega 400 sæti á einu ári. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni var í sæti nr. 589 sæti í byrjun september sl. Hún hafði bætt stöðu sína um 173 sæti á einu ári. Það er að miklu að keppa að ná sem bestri stöðu á heimslistanum og þá sérstaklega hvað varðar keppnis rétt á Ólympíuleikunum. Ólafía og Valdís eiga báðar ágæta mögleika á að blanda sér í baráttuna um sæti á ÓL 2024 í Tókýó í Japan. Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum kynjum eða 120 keppendur samtals. Viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL. Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2020 en aðeins fjórir geta verið frá sama landi á þeim lista. Kvóti er á fjölda keppenda frá hverri þjóð og geta aðeins tveir að hámarki verið frá sama landi í sætum 16-59 á styrkleikalistanum. Sem dæmi má nefna að á ÓL í Rio de Janiero í Brasilíu í fyrra komst Cathryn Bristow frá NýjaSjálandi inn á ÓL. Hún var í sæti nr. 446 þegar heimslistinn var uppfærður þann 11. júlí 2016 en það var síðasti möguleiki keppenda til þess að bæta stöðu sína á heimslistanum. Á þeim tíma voru Ólafía Þórunn og Valdís Þóra í sætum nr. 714 og 731 á heimslistanum.
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi Heimslistinn
Í byrjun september tók Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG risastökk á heimslistanum í karlaflokki. Hann hækkaði um 448 sæti á heimslistanum eftir sigur hans á Corden Open á Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur var í 415. sæti heimslistans í byrjun september. Birgir Leifur hefur aldrei verið ofar á heimslistanum á 20 ára atvinnumannaferli. Hann náði 656. sæti árið 2007 þegar hann var með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.
Vertu eins og heima hjá þér í Evrópu 4G í yfir 40 löndum Axel Bóasson úr Keili, Íslandsmeistari í golfi 2017, hefur einnig bætt stöðu sína verulega á heimslistanum. Axel var í sæti nr. 542 í byrjun september en hann var í sæti nr. 1.866 í lok ársins 2016. Axel hefur því farið upp um rúmlega 1.300 sæti á tæplega einu ári.
Vodafone Við tengjum þig
Haraldur Franklín Magnús úr GR hefur einnig farið hratt upp heimslistann á undanförnum mánuðum. Haraldur var í sæti nr. 769 í lok september á þessu ári en hann hefur farið upp um tæplega 1.100 sæti á tæplega einu ári.
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Heimslistinn
Vertu eins og heima hjá þér í Evrópu Reiki í Evrópu (EU og EES) er innifalið í allri farsímaþjónustu Vodafone. 4G í yfir 40 löndum. Kynntu þér málið á vodafone.is
Vodafone Við tengjum þig
Golfvellir:
Sóknarhugur í
Snæfellsjökull er áberandi á Kirkjubólsvelli í góðu veðri og útsýnið er einstakt frá vellinum.
GOLFVELLIR
Klúbbhúsið á Kirkjubólsvelli er rúmgott en hafist var handa við byggingu þess árið 1994. Þar er hægt að sitja úti á góðviðrisdögum og njóta lífsins eins og þessir kylfingar gerðu í heimsókn Golf á Íslandi.
„Við hér hjá Golfklúbbnum í Sandgerði erum mjög ánægð með golfárið 2017. Golfsumarið hjá okkur nær yfir allt árið enda er leikið golf inn á sumarflatir allt árið um kring,“ segir Þór Ríkharðsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Sandgerðis við Golf á Íslandi. Áttundi teigur liggur við sjóinn og þaðan er töluverður hæðarmunur þegar slegið er niður á áttundu flötina á par 3 holunni.
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sóknarhugur í Sandgerði
FYR IR
N OG AUG U SJÓ
NÝ
LÝ S
I
T T Ý N JU N G F RÁ
OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkum ætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag.
Fæst í öllum helstu apótekum landsins.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS
Séð yfir 13. flötina sem er á nýja hluta vallarins sem teygir sig til austurs. Hlaðnir veggir leika stórt hlutverk sem náttúrulegar hindranir á vellinum.
Gamla félagsheimilið að Vallarhúsum var hjartað í starfi GSG á upphafsárum klúbbsins en húsið stendur við 10. flötina.
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sóknarhugur í Sandgerði
Um mitt ár 2011 var Kirkjubólsvöllur vígður sem 18 holu völlur. Völlurinn liggur í landi jarðanna Kirkjubóls, Vallarhúsa, Sandhóls og Þórisstaða. Völlurinn þykir léttur á fótinn og er sendinn strandvöllur með ágætum flötum.
GOLF.IS
97
Golfklúbbur Sandgerðis var stofnaður árið 1986 en Kirkjubólsvöllur var vígður sem 9 holu völlur 26. júní árið 1996. Eitt af helstu sérkennum vallarins er að þar geta kylfingar leikið nánast allt árið um kring á sumarflötum. „Veturinn var okkur hliðhollur og Kirkju bólsvöllur kom vel undan vetri. Engar skemmdir eftir kal eða slíkt. Og félagsmenn og gestir gátu því leikið golf við bestu aðstæður á öllu þessu ári.“ „Það var mikið um að vera í keppnishaldinu hjá okkur. Í júní var keppt á Áskorendamótaröð GSÍ og Íslandsbanka. Íslandsmót golfklúbba hjá eldri kylfingum
í 2. og 3. deild fór fram hjá okkur, auk hefðbundinna fastra liða á borð við meistaramót GSG. Þessi þrjú mót voru stærstu viðburðirnir hjá okkur, skemmtileg og lærdómsrík verkefni.“ Um mitt ár 2011 var Kirkjubólsvöllur vígður sem 18 holu völlur. Völlurinn liggur í landi jarðanna Kirkjubóls, Vallarhúsa, Sandhóls og Þórisstaða. Völlurinn þykir
léttur á fótinn og er sendinn strandvöllur með ágætum flötum. „Það hefur fjölgað mikið í klúbbnum hjá okkur á þessu ári. Mikið af nýliðum og þá sérstaklega konum sem er mjög jákvætt. Það voru fáar konur í klúbbnum og við ákváðum að fara í átak að fjölga konum í klúbbnum. Það gerðum við með því að bjóða inngöngu í klúbbinn á lágu verði. Karen Sævarsdóttir golfkennari hjá GS hélt utan um það starf. Ég er ekki alveg með það á hreinu hversu mikil fjölgun var hjá okkur en það er líklega tvöföldun, ef ekki þreföldun, á félagfjölda kvenna á árinu 2017. Rúmlega 200 félagar eru í GSG og segir Þór að það sé markmiðið að taka á móti enn fleiri félagsmönnum. „Við þurfum að gera betur með yngri kylfingana hjá okkur. Það gengur hægt enda hefur okkur ekki tekist að fylgja því starfi eftir af nógum miklum krafti. Við erum ekki með fastráðinn golfkennara á svæðinu en það er á dagskrá að bæta úr því strax á næsta sumri,“ segir Þór.
Níunda brautin leynir á sér og er krefjandi par 3 hola. Garðskagaviti er í baksýn og útsýnið er fallegt frá þessum stað á vellinum.
Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sóknarhugur í Sandgerði
Mjó
markhönnun ehf
SKIPULAGT SKÓLANESTI Í SKEMMTILEGU BOXI FRÁ
20%
20% Tvískipt box og 330 ml brúsi
1.518
Áður: 1.898 kr/stk
Tvískipt morgunverðarbox 530 ml
718
KR STK
KR STK
Áður: 898 kr/stk
20% 20% Trio 480 ml
Trio 580 ml
Twist ‘n Sip - 460 ml Trio 700 ml
Davina 700 ml
Margskipt box með skál
1.278
KR STK
Áður: 1.598 kr/stk
20% 20% Þrískipt box 1,5 L
1.118
KR STK
Áður: 1.398 kr/stk
Tvískipt snarlbox Lítið
558
KR STK
Áður: 698 kr/stk
Tvískipt snarlbox Stórt
1.038
20%
KR STK
Áður: 1.298 kr/stk
www.netto.is Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss
Ljósagangur í Leirunni Í Golfklúbbi Suðurnesja er öflugt kvennaráð að störfum. GS konur eiga fastan leiktíma í hverri viku og þær eru duglegar að mæta – sama hvernig viðrar.
174.186/maggioskars.com
Nú þegar degi er tekið að halla dóu þær ekki ráðalausar heldur léku næturgolf með sjálflýsandi golfkúlum. Meðfylgjandi myndir sína að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
S 100
GOLF.IS
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
LPGA-stjörnurnar skemmtu sér vel
– Fjórar milljónir til Barnaspítalans eftir vel heppnað góðgerðarmót Ólafíu og KPMG Í byrjun ágúst fór fram góðgerðar golfmót á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þar mættu til leiks fimm kylfingar sem leika á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, og var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þar fremst í flokki. Tiffany Joh, Sandra Gal, Gaby Lopez og Vicky Hurst skemmtu sér vel þrátt fyrir að rigning hafi sett svip sinn á keppnina. Lopez gat á endanum ekki tekið þátt vegna meiðsla. Mótið var samstarfsverkefni Ólafíu Þórunnar og KPMG og gekk það vel þrátt fyrir úrkomuna. Góð stemning var á meðal keppenda. Fjölmörg fyrirtæki lögðu hönd á plóginn og sendu 65 kylfinga til þátttöku sem skiptust á að leika með LPGAkylfingum og íslenskum afrekskylfingum. Með þessu góðgerðarmóti söfnuðust fjórar milljónir króna til handa Barnaspítalanum.
Ólafía Þórunn og Jón Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KPMG, með ávísunina.
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi LPGA-stjörnurnar skemmtu sér vel
Íslandsmót golfklúbba 2017
GKG Íslandsmeistari í fimmta sinn
Íslandsmeistaralið GKG 2017. Frá vinstri: Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Jón Gunnarsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Ragnar Már Garðarsson, Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Haukur Már Ólafsson liðsstjóri og Derrick Moore liðsstjóri.
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild 2017. GKG mætti með gríðarlega sterkt lið til leiks. Atvinnukylfingurinn og sjöfaldur Íslandsmeistari, Birgir Leifur Hafþórsson, fór þar fremstur í flokki ásamt Ólafi Birni Loftssyni Íslandsmeistara frá árinu 2009 og atvinnukylfingi. GKG vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni með miklum yfirburðum og tapaði aðeins tveimur viðureignum af alls 15 sem leiknar voru í riðlakeppninni.
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2017
Taktu for-skot รก sรฆluna
Lið GR. Frá vinstri: Jóhannes Guðmundsson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ingvar Andri Magnússon, Viktor Ingi Einarsson, Andri Þór Björnsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Hákon Örn Magnússon, Stefán Már Stefánsson og Haraldur Már Heimisson liðsstjóri.
Lið GM. Frá vinstri: Eyjólfur Kolbeinsson liðsstjóri, Björn Óskar Guðjónsson, Aron Skúli Ingason, Kristján Þór Einarsson, Theodór Emil Karlsson, Sverrir Haraldsson, Kristófer Karl Karlsson, Ragnar Már Ríkarðsson og Dagur Ebenezersson.
GKG gaf tóninn með 5/0 sigri gegn GR í riðlakeppninni en þessi lið mættust í sjálfum úrslitaleiknum á sunnudeginum. GKG sigraði Golfklúbb Mosfellsbæjar 4 ½ / ½ í undanúrslitum keppninnar síðdegis á laugardeginum. GR lagði Keili 4/1 í hinni undanúrslitaviðureigninni. GR var m.a. með tvo atvinnukylfinga í sínum röðum, Andra Þór Björnsson og Guðmund Ágúst Kristjánsson. Í úrslitaleiknum byrjaði GR vel með því að sigra í fjórmenningnum þar sem Stefán Már Stefánsson og Viktor Ingi Einarsson höfðu betur, 1/0, gegn Sigurði Arnari
Garðarssyni og Ólafi Birni Loftssyni. GKG svaraði með tveimur sigrum í tvímenningsleikjunum, Aron Snær Júlíusson lagði Hákon Örn Magnússon 6/4 og Birgir Leifur Hafþórsson vann Guðmund Ágúst Kristjánsson 3/2. Andri Þór Björnsson lagaði stöðuna og jafnaði metin með 2/1 sigri gegn Agli Ragnari Gunnarssyni. Það var því allt undir í lokaleiknum þar sem Ragnar Már Garðarsson hafði betur 4/2 gegn Ingvari Andra Magnússyni. Keppnin fór fram á Kiðjabergsvelli við bestu aðstæður, sól og blíða einkenndi alla þrjá keppnisdagana á góðum keppnisvelli.
Lokastaðan í 1. deild karla: 1. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 2. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) 3. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) 4. Golfklúbburinn Keilir (GK) *GKB og GFB/GHD falla í 2. deild.
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2017
5. Golfklúbburinn Leynir (GL) 6. Golfklúbburinn Jökull (GJÓ) 7. Golfklúbbur Kiðjabergs (GKB) 8. Golfklúbbur Fjallabyggðar / Golfklúbburinn Hamar Dalvík
1961: Golfklúbbur Akureyrar (1) 1962: Golfklúbbur Akureyrar (2) 1963: Golfklúbbur Akureyrar (3) 1964: Golfklúbbur Akureyrar (4) 1965: Golfklúbbur Akureyrar (5) 1966: Golfklúbbur Akureyrar (6) 1967: Golfklúbbur Reykjavíkur (1) 1968: Golfklúbbur Reykjavíkur (2) 1969: Golfklúbbur Reykjavíkur (3) 1970: Golfklúbbur Reykjavíkur (4) 1971: Golfklúbbur Akureyrar (7) 1972: Golfklúbbur Reykjavíkur (5) 1973: Golfklúbbur Suðurnesja (1) 1974: Golfklúbburinn Keilir (1) 1975: Golfklúbbur Reykjavíkur (6) 1976: Golfklúbbur Reykjavíkur (7) 1977: Golfklúbburinn Keilir (2) 1978: Golfklúbburinn Keilir (3) 1979: Golfklúbbur Reykjavíkur (8) 1980: Golfklúbbur Reykjavíkur (9) 1981: Golfklúbbur Reykjavíkur (10) 1982: Golfklúbbur Suðurnesja (2) 1983: Golfklúbbur Reykjavíkur (11) 1984: Golfklúbbur Reykjavíkur (12) 1985: Golfklúbbur Reykjavíkur (13) 1986: Golfklúbbur Reykjavíkur (14) 1987: Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 1988: Golfklúbburinn Keilir (4) 1989: Golfklúbburinn Keilir (5) 1990: Golfklúbburinn Keilir (6) 1991: Golfklúbburinn Keilir (7) 1992: Golfklúbbur Reykjavíkur (16) 1993: Golfklúbburinn Keilir (8) 1994: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) 1995: Golfklúbburinn Keilir (9) 1996: Golfklúbbur Suðurnesja (3) 1997: Golfklúbbur Reykjavíkur (18) 1998: Golfklúbbur Akureyrar (8) 1999: Golfklúbbur Reykjavíkur (19) 2000: Golfklúbburinn Keilir (10) 2001: Golfklúbbur Reykjavíkur (20) 2002: Golfklúbbur Reykjavíkur (21) 2003: Golfklúbbur Reykjavíkur (22) 2004: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) 2005: Golfklúbburinn Kjölur (1) 2006: Golfklúbburinn Kjölur (2) 2007: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2) 2008: Golfklúbburinn Keilir (11) 2009: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (3) 2010: Golfklúbbur Reykjavíkur (23) 2011: Golfklúbbur Reykjavíkur (24) 2012: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4) 2013: Golfklúbburinn Keilir (12) 2014: Golfklúbburinn Keilir (13) 2015: Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1) 2016: Golfklúbburinn Keilir (14) 2017: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (5)
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Íslandsmeistarar golfklúbba frá upphafi í karlaflokki:
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16
Golfsettið er alltaf innifalið
Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari í 19. sinn Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri þriðja árið í röð á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild kvenna 2017. GR lagði Golfklúbbinn Keili í úrslitaleiknum, 3/2, og var það Ragnhildur Kristinsdóttir sem tryggði sigur GR eftir hörkuleik gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Alls kepptu átta klúbbar í 1. deild kvenna og var leikið á Garðavelli á Akranesi. Í úrslitaleiknum náði GR fyrsta stiginu af alls fimm sem keppt er um með sigri í fjórmenningnum. Þar sigruðu Eva Karen Björnsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir 3/2 gegn Gunnhildi Kristjánsdóttur og Þórdísi Geirsdóttur. Helga Kristín Einarsdóttir jafnaði metin með 3/2 sigri gegn Ragnhildi Sigurðardóttur. Berglind Björnsdóttir kom GR í 2/1 með öruggum sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur. Signý Arnórsdóttir jafnaði metin fyrir GK með stórsigri gegn Höllu Björk Ragnarsdóttur. Það var því allt undir í lokaleiknum þar sem Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Guðrúnu Brá með minnsta mun. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék með Leyni á heimavelli á þessu móti. Það dugði ekki til því Leynir féll í 2. deild ásamt Nesklúbbnum.
Á leið sinni í úrslitaleikinn tapaði GR ekki leik en GR sigraði GM, GS og GO í riðlakeppninni. Viðureignin gegn GS var spennandi þar sem GR vann með minnsta mun en í öðrum viðureignum vann GR allar fimm viðureignirnar. Í undanúrslitum lék GR gegn GKG. Þar sigraði GR örugglega 4/1. Þetta var í 19. sinn í 36 ára sögu keppninnar sem GR fagnar Íslandsmeistaratitlinum. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá GR og sá sjötti frá árinu 2010. Fjórir klúbbar hafa sigrað á Íslandsmóti golfklúbba frá upphafi. GR er með flesta titla eða 19 alls, Keilir kemur þar næst með 13 titla, Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur tvívegis unnið þessa keppni og GKG er með einn Íslandsmeistaratitil frá árinu 2013. Aðstæður á Garðavelli voru frábærarar og veðrið lék við keppendur alla þrjá keppinsdagana.
Frá vinstri efri röð: Karl Ómar Karlsson, liðsstjóri (GK), Gunnhildur Kristjánsdóttir (GK), Þórdís Geirsdóttir (GK), Signý Arnórsdóttir (GK), Sigurlaug Rún Jónsdóttir (GK), Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Ragnhildur Sigurðardóttir (GR), Ásdís Valtýsdóttir (GR), Berglind Björnsdóttir (GR), Snorri Páll Ólafsson (GR), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Freydís Eiríksdóttir (GKG), Ingunn Gunnarsdóttir (GKG). Neðri röð frá vinstri: Hafdís Alda Jóhannsdóttir (GK), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Halla Björk Ragnarsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Eva Karen Björnsdóttir (GR), Eva María Gestsdóttir (GKG), Særós Eva Óskarsdóttir (GKG) og Ingunn Einarsdóttir (GKG).
Lokastaðan í 1. deild kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur (GR) 2. Golfklúbburinn Keilir (GK) 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) 4. Golfklúbbur Suðurnesja (GS)
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2017
5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) 6. Golfklúbburinn Oddur (GO) 7. Golfklúbburinn Leynir (GL) 8. Nesklúbburinn (NK) *GL og NK falla í 2. deild.
Efri röð frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Ásdís Valtýsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Snorri Páll Ólafsson liðsstjóri. Neðri röð frá vinstri: Halla Björk Ragnarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir.
Íslandsmeistarar golfklúbba frá upphafi í kvennaflokki: 1982: Golfklúbbur Reykjavíkur (1) 1983: Golfklúbbur Reykjavíkur (2) 1984: Golfklúbbur Reykjavíkur (3) 1985: Golfklúbburinn Keilir (1) 1986: Golfklúbbur Reykjavíkur (4) 1987: Golfklúbbur Reykjavíkur (5) 1988: Golfklúbbur Reykjavíkur (6) 1989: Golfklúbburinn Keilir (2) 1990: Golfklúbbur Reykjavíkur (7) 1991: Golfklúbburinn Keilir (3) 1992: Golfklúbbur Reykjavíkur (8) 1993: Golfklúbbur Reykjavíkur (9) 1994: Golfklúbburinn Keilir (4) 1995: Golfklúbburinn Keilir (5) 1996: Golfklúbburinn Keilir (6) 1997: Golfklúbburinn Keilir (7) 1998: Golfklúbbur Mosfellsbæjar / Kjölur(1) 1999: Golfklúbbur Reykjavíkur (10) 2000: Golfklúbbur Reykjavíkur (11) 2001: Golfklúbburinn Mosfellsbæjar / Kjölur (2) 2002: Golfklúbburinn Keilir (8) 2003: Golfklúbburinn Keilir (9) 2004: Golfklúbbur Reykjavíkur (12) 2005: Golfklúbbur Reykjavíkur (13) 2006: Golfklúbburinn Keilir (10) 2007: Golfklúbburinn Mosfellsbæjar/ Kjölur (3) 2008: Golfklúbburinn Keilir (11) 2009: Golfklúbburinn Keilir (12) 2010: Golfklúbbur Reykjavíkur (14) 2011: Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 2012: Golfklúbbur Reykjavíkur (16) 2013: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) 2014: Golfklúbburinn Keilir (13) 2015: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) 2016: Golfklúbbur Reykjavíkur (18) 2017: Golfklúbbur Reykjavíkur (19)
LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG
SUZUKI 4X4
Vitara S 4x4
Vitara 4x4
Ignis 4x4
Swift 4x4
4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
Jimny 4x4
S-Cross 4x4
KOMDU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
SUZUKI 4X4 FJÖLSKYLDAN
Fjölbreytt úrval af fjórhjóladrifsbílum í öllum stærðum og við allra hæfi. Láttu ekkert stoppa þig.
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
GA og GSE í hóp þeirra bestu á ný
GA og GSS leika í efstu deild að ári
Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Setbergs tryggðu sér sæti í efstu deild á Íslandsmóti golfklúbba með því að enda í tveimur efstu sætunum í 2. deild karla. Keppt var á Hamarsvelli í Borgarnesi. Golfklúbbur Vestmannaeyja endaði í þriðja sæti.
Frá vinstri: Helgi Anton Eiríksson GSÍ, Stefán Einar Sigmundsson, Gunnar Aðalgeir Arason, Lárus Ingi Antonsson, Sturla Höskuldsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Víðir Steinar Tómasson, Kristján Benedikt Sveinsson og Tumi Hrafn Kúld.
Frá vinstri: Helgi Anton Eiríksson, Sigurjón Sigmundsson, Hjörtur Brynjarsson, Kristinn Gústaf Bjarnason, Hrafn Guðlaugsson, Siggeir Vilhjálmsson og Ólafur H. Jóhannesson. Á myndina vantar Helga Birki Þórisson.
Frá vinstri: Stefanía Elsa Jónsdóttir, Marianna Ulriksen, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og Ólavía Klara Einarsdóttir.
Frá vinstri: Sigríður Elín Þórðardóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir og Árný Lilja Árnadóttir.
Frá vinstri: Helgi Anton Eiríksson GSÍ, Rúnar Þór Karlsson, Jón Valgarð Gústafsson, Gunnar Geir Gústafsson, Lárus Garðar Long, Daníel Ingi Sigurjónsson, Kristófer Tjörvi Einarsson, Örlygur Helgi Grímsson og Björgvin Óskar mótsstjóri.
Lokastaðan í 2. deild karla: 1. Golfklúbbur Akureyrar (GA). 2. Golfklúbbur Setbergs (GSE) *GA og GSE leika í 1. deild að ári. 3. Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) 4. Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ) 5. Golfklúbbur Selfoss (GOS) 6. Nesklúbburinn (NK) 7. Golfklúbbur Borgarness (GB) 8. Golfklúbbur Norðfjarðar (GN) *GB og GN féllu í 3. deild.
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2017
Frá vinstri: Brynja Sigurðardóttir, Dagný Finnsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Erla Marý Sigurpálsdóttir og Björg Traustadóttir.
Lokastaðan í 2. deild kvenna: 1. Golfklúbbur Akureyrar (GA) 2. Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) *GA og GSS leika í 1. deild á næsta ári. 3. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) 4. Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) 5. Golfklúbburinn Vestarr (GVG) 6. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
kvika.is
3. deild karla
4. deild karla
Sigursveit GÖ: Frá vinstri: Benedikt Árni Harðarson, Þórir Baldvin Björgvinsson, Ísak Jasonarson og Björn Andri Bergsson.
Frá vinstri: Edwin Roald, Pálmi Hlöðversson, Oddgeir Oddgeirsson og Gunnar Skúlason. Á myndina vantar Birgi Má Vigfússon.
Frá vinstri: Þór Ríkharðsson, Hlynur Jóhannsson, Óskar Marinó Jónsson, Hafsteinn Þór Friðriksson, Sveinn Hans Gíslason, Valþór Andreasson.
112
Lokastaðan í 3. deild karla:
Lokastaðan í 4. deild karla:
1. Golfklúbburinn Oddur 2. Golfklúbbur Suðurnesja (GS) *GO og GS leika í 2. deild á næsta ári. 3. Golfklúbbur Húsavíkur (GH) 4. Golfklúbbur Grindavíkur (GG) 5. Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS) 6. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS) 7. Golfklúbburinn Mostri (GMS) 8. Golfklúbbur Hveragerðis (GHG) *GMS og GHG féllu í 4. deild.
1. Golfklúbbur Öndverðarness (GÖ) 2. Golfklúbburinn Geysir (GEY) *GÖ og GEY leika í 3. deild á næsta ári. 3. Golfklúbbur Sandgerðis (GSG) 4. Golfklúbbur Hellu (GHR) 5. Golfklúbburinn Flúðir (GF) 6. Golfklúbbur Þorlákshafnar (GÞ) 7. Golfklúbburinn Vestarr (GVG) 8. Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs (GFH)
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 2017
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Íslandsmót +35 ára
Björgvin og Sara Íslandsmeistarar Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar og Sara Jóhannsdóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja fögnuðu sigri á Íslandsmóti 35 ára og eldri sem fram fór í Vestmannaeyjum í lok júlí. Þetta er í fyrsta sinn sem þau sigra á þessu Íslandsmóti sem var sett á laggirnar árið 2000. Mótið í Eyjum var því 18. Íslandsmótið í sögunni í þessum aldursflokki.
Björgvin spilaði frábært golf en hann lék hringina þrjá á 209 höggum eða á einu höggi undir pari. Sigurpáll Geir Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar var annar á 216 höggum og þriðji varð Rúnar Þór Karlsson úr Golfklúbbi Vestmannaeyja á 219 höggum
Sara lék á 255 höggum, 11 höggum betur en Katrín Harðardóttir sem lék á 266 höggum. Í þriðja sæti varð Magdalena S. H. Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja en hún lék á 285 höggum.
Íslandsmeistarar frá upphafi á +35: 2000: Jón Haukur Guðlaugsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (1) 2001: Jón Haukur Guðlaugsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (2) 2002: Tryggvi Valtýr Traustason (1) / Þórdís Geirsdóttir (3) 2003: Ólafur Hreinn Jóhannesson (1) / Þórdís Geirsdóttir (4) 2004: Einar Long (1) / Þórdís Geirsdóttir (5) 2005: Tryggvi Valtýr Traustason (2) / Anna Jódís Sigurbergsdóttir (1) 2006: Sigurbjörn Þorgeirsson (1) / Þórdís Geirsdóttir (6) 2007: Sigurbjörn Þorgeirsson (2) / María Málfríður Guðnadóttir (1) 2008: Sigurbjörn Þorgeirsson (3) / Ásgerður Sverrisdóttir (1) 2009: Arnar Sigurbjörnsson (1) / Andrea Ásgrímsdóttir (1) 2010: Sigurjón Arnarson (1) / Þórdís Geirsdóttir (7) 2011: Tryggvi Valtýr Traustason (3) / Þórdís Geirsdóttir (8) 2012: Nökkvi Gunnarsson (1) / Ólöf María Jónsdóttir (1) 2013: Einar Lyng Hjaltason (1) / Þórdís Geirsdóttir (9) 2014: Tryggvi Valtýr Traustason (4) / Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 2015: Gunnar Geir Gústavsson (1) / Hansína Þorkelsdóttir (1). 2016: Nökkvi Gunnarsson (2) / Þórdís Geirsdóttir (10). 2017: Björgvin Þorsteinsson (1) / Sara Jóhannsdóttir (1)
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót +35 ára
Karlar 1. flokkur: 1. Björgvin Þorsteinsson, GA (69-70-70) 209 högg 2. Sigurpáll Geir Sveinsson, GKG (72-70-74) 216 högg 3. Rúnar Þór Karlsson, GV (71-74-74) 219 högg
2. flokkur: 1. Óskar Haraldsson, GV (76-73-82) 231 högg 2. Eyþór Harðarson, GV (85-78-74) 237 högg 3. Hlynur Stefánsson, GV (79-79-82) 240 högg
3. flokkur: 1. Þórður Davíð Davíðsson, GKG (89-85-98) 272 högg 2. Sigurjón Birgisson, GV (87-100-87) 275 högg 3. Jón Björn Sigtryggsson, GF (88-90-103) 281 högg
Konur 1. flokkur: 1. Kolbrún Sól Ingólfsdóttir, GV (97-93-102) 294 högg
2. flokkur: 1. Sara Jóhannsdóttir, GV (89-79-87) 255 högg 2. Katrín Harðardóttir, GV (87-86-93) 266 högg 3. Magdalena S H Þórisdóttir, GS (88-97-100) 285 högg
3. flokkur: 1. Elsa Valgeirsdóttir, GV (87-104-103) 304 högg 2. Hrönn Harðardóttir, GV (98-110-99) 307 högg 3. Anna Guðrún Sigurðard., GÍ (107-108-113) 328 högg
k ta g u l f r i r y f tt é R
Svífðu á milli golfvalla landsins og fínstilltu sveifluna í alls konar hæð yfir sjávarmáli. Jaðarsvöllur á Akureyri, Tungudalsvöllur á Ísafirði, Grafarholtsvöllur í Reykjavík og Ekkjufellsvöllur á Egilsstöðum eru klárir í hring – eða hringi.
Festu þér flugferð á airicelandconnect.is
Íslandsmót +35
Er hægt að fjölga keppendum á ný?
Íslandsmót +35 ára fór fyrst fram árið 2001. Mótið var sett á laggirnar á sínum tíma þar sem hætt var að keppa í flokkaskiptu Íslandsmóti í golfi árið 1998. Á Íslandsmótinu í golfi +35 er keppt í forgjafarflokkum. Sá keppandi sem er á besta skorinu í karla- og kvennaflokki er krýndur sem Íslandsmeistari +35 það árið. Fyrsta mótið í Eyjum árið 2001 fór hægt af stað þar sem 58 keppendur mættu til leiks. Á næstu árum fór keppendafjöldinn mikið upp á við og þegar mest lét voru tæplega 200 keppendur. Fyrst á Akureyri árið 2006 og svo á Kiðjabergsvelli árið 2008. Fram til ársins 2012 voru keppendur á bilinu 130-200. Frá árinu 2013 hefur fjöldi þátttakenda á Íslandsmótinu +35 ekki náð 100 keppendum samtals. Árið 2014 og 2015 tóku Eyjamenn við mótinu með skömmum fyrirvara. Í fyrra skiptið vegna slæms ástands golfvalla á Vestfjörðum sem höfðu áætlað að taka mótið að sér. Og ári síðar tóku Eyjamenn á ný við mótinu á elleftu stundu þegar hætt var við mótshaldið í Þorlákshöfn með skömmum fyrirvara. Í starfi mínu hjá GSÍ hef ég oft heyrt þann frasa að ekki sé hægt að halda Íslandsmót +35 á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni við höfuðborgina. „Það mætti enginn á þau mót“ hefur verið svarið. Tölfræðin hér til hliðar sýnir að það er einfaldlega ekki rétt. Það var góð þátttaka á Akranesi, í Leiru og einnig hjá Keili árið 2005. „Það er bara hægt að halda +35 í Vestmannaeyjum eða Akureyri“ hefur einnig verið sagt. Tölfræðin segir annað, það var fín þátttaka á mótunum á Flúðum, Kiðjabergi, Hellu og Öndverðarnesi. Síðustu fimm mót hafa verið langt undir meðaltali hvað þátttöku varðar. Hvað veldur? Það er ekki ein einföld skýring á því. Golfhreyfingin þarf að finna leið til þess að þetta mót nái fyrri styrk hvað þátttöku kylfinga varðar. Sigurður Elvar Þórólfsson seth@golf.is
Karlar
Konur
Samtals
2001
Vestmannaeyjar
51
7
58
2002
Leiran
135
19
154
2003
Akranes
148
26
174
2004
Hella
146
22
168
2005
Keilir
109
19
128
2006
Akureyri
147
50
197
2007
Flúðir
126
31
157
2008
GKB
161
36
197
2009
Akureyri
145
43
188
2010
Leiran
111
21
132
2011
GKB/GÖ
118
51
169
2012
Vestmannaeyjar
112
35
147
2013
Hellishólar
51
13
64
2014*
Vestmannaeyjar
73
23
96
2015*
Vestmannaeyjar
35
13
48
2016
Vestmannaeyjar
57
19
76
2017
Vestmannaeyjar
55
15
70
*GV tók við mótinu með skömmum fyrirvara þessi ár.
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót +35 ára
VEFLAUSNIR VALITOR Posar
Reglulegar greiðslur
Veflausnir
Kortalán
Ferðamenn koma víða að og það er lykilatriði fyrir okkur að geta tekið við greiðslum í gegnum netið. Valitor buðu okkur vef- og greiðslulausnir sem smellpassa við okkar starfsemi. Nú er enn auðveldara fyrir okkur að sýna gestum landið og allt ferlið er einfalt, snjallt og öruggt.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
ร svikinn fรถgnuรฐur Karen leyndi ekki tilfinningunum
„Ég hef aldrei gert þetta áður og var orðlaus í smástund en fagnaði síðan rosalega. Þetta hefur alltaf verið draumurinn, að slá draumahöggið þar sem margir eru að horfa á. Og það skemmdi ekki fyrir að gera þetta á Eimskipsmótaröðinni og standa síðan uppi sem sigurvegari,“ sagði Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja. Karen fór holu í höggi á Borgunarmótinu á Hvaleyrarvelli í júlí þar sem hún sló 132 metra með 8-járninu og boltinn endaði ofan í holunni. „Heiða systir mín var aðstoðarmaður minn í þessu móti en hún gat ekki tekið þátt vegna meiðsla á öxl. Það var ekkert verra að hafa hana þarna til þess að fagna með mér,“ segir Karen en Helga Laufey Guðmundsdóttir ljósmyndari náði þessum frábæru myndum af draumahögginu hjá Karen. Heiða hefur greinilega góð áhrif á þá sem keppa á Eimskipsmótaröðinni því Heiða var í ráshópnum með Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK þegar hún fór holu í höggi á Bose-mótinu á Akureyri nýverið. Heiða hefur einnig séð föður sinn, Guðna Vigni Sveinsson, fara holu í höggi tvívegis en hann hefur sjö sinnum farið holu í höggi.
GOLF.IS
119
Sigurbjörn Norðurlandameistari
Íslenska lögreglan fremst í golfi á Norðurlöndum
Landslið íslenskra lögreglumanna náði frábærum árangri á Norður landamótinu sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru föstudaginn 25. ágúst. Ákveðið var að leika 36 holur á einum degi í stað þess að leika síðari umferðina á laugardeginum, en mjög slæmt veður var á leið til landsins og fór lægðin yfir landið á laugardeginum.
Sigurbjörn Þorgeirsson slær hér af teig á Íslandsmótinu í golfi 2017. Mynd/seth@golf.is
Skemmst er frá því að segja að lögreglulandslið Íslands stóð uppi sem sigurvegari í liðakeppninni. Sigurbjörn Þorgeirsson sigraði í einstaklingskeppni karla með minnsta mun og Hildur Kristín Þorvarðardóttir varð önnur í kvennaflokki. Helstu úrslit í karlaflokki:
Jóhann Karl Þórisson liðsstjóri, Sigurbjörn Þorgeirsson, Óskar Halldórsson, Páll Theódórsson, Hörður Sigurðsson, Sigurður Pétursson. Fremri röð: Birgir Már Vigfússon, Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Aldís Hilmarsdóttir.
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sigurbjörn Norðurlandameistari
étursson, Sigurður P Íslands fyrrverandi lfi, slær go í i meistar og pu hér úr glom mt. ey gl gu hefur en
1. Sigurbjörn Þorgeirsson (78-73) 151 högg (+7) 2. Geir Leknes (77-75) 152 högg (+8) 3. Jakob Espelund Nielsen (74-79) 153 högg (+9) 4. Sigurður Pétursson (78-76) 154 högg (+10) 7. Páll Theodórsson (81-78) 159 högg (+15) 10.-11 Birgir Már Vigfússon (85-83) 168 högg (+24) 10.-11. Óskar Halldórsson (88-80) 168 högg (+24) 13. Hörður Sigurðsson (83-86) 169 högg (+25)
Helstu úrslit í kvennaflokki: 1. June Bolme (78-79) 157 högg (+13) 2. Hildur Kristín Þorvarðardóttir (83-84) 167 högg (+23) 7. Aldís Hilmarsdóttir (113-100) 213 högg +69
SERIES 2
Apple Watch frábær viðbót fyrir golfarann
Þú getur séð hvað er langt í pinna. Hvað er langt í næstu hættu. Skráð skor, GolfBook og margt fleira.
VATNSÞOLIÐ AÐ 50 METRUM
ÆFINGAR FORRIT
GPS
MÆLIR HJARTSLÁTTUR
Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is
Samsung Unglingaeinvígið
Ragnar Már sigurvegari
Samsung Unglingaeinvígið fór fram í ágúst á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Allir bestu unglingar landsins tóku þátt í mótinu og sáust glæsileg tilþrif á vellinum. Að lokum stóðu þeir Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnar Már Ríkarðsson tveir eftir og þurfti að lokum einvígi til að skera úr um sigurvegarann. Ragnar Már sló um 3 metra frá holu af 100 metra færi en Dagbjartur 5 m. Ragnar Már Ríkarðsson stóð því uppi sem sigurvegari Samsung Unglingaeinvígisins árið 2017. Þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur þetta mót en í annað sinn sem
nafnið Ragnar Már fer á bikarinn. Ragnar Már Garðarsson sigraði á mótinu árið 2011. Unglingaeinvígið fór fyrst fram árið 2005 og var mótið í ár það 13. í röðinni.
Sigurvegarar í Samsung Unglingaeinvíginu frá upphafi: 2005 – Sveinn Ísleifsson 2006 – Guðni Fannar Carrico 2007 – Andri Þór Björnsson 2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson 2009 – Andri Már Óskarsson 2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir 2011 – Ragnar Már Garðarson
122
GOLF.IS
2012 – Aron Snær Júlíusson 2013 – Ingvar Andri Magnússon 2014 – Ingvar Andri Magnússon 2015 – Björn Óskar Guðjónsson 2016 – Henning Darri Þórðarson. 2017 – Ragnar Már Ríkharðsson
Heildarúrslit í mótinu urðu eftirfarandi: 1. sæti – Ragnar Már Ríkarðsson GM 2. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson GR 3. sæti – Böðvar Bragi Pálsson GR 4. sæti – Sverrir Haraldsson GM 5. sæti – Henning Darri Þórðarson GK 6. sæti – Bjarni Þór Lúðvíksson GR 7. sæti – Aron Ingi Hákonarson GM 8. sæti – Ásdís Valtýsdóttir GR 9. sæti – Kristófer Karl Karlsson GM 10. sæti – Sigurður Már Þórhallsson
Hægelduð kjúklingabringa
Sigurður Hallur
vinningshafi í Golfleik Varðar
Nýlega var Sigurður Hallur Sigurðsson dreginn út sem vinningshafi í Golfleik Varðar sem fram fór í sumar, fimmta árið í röð. Aldrei hafa fleiri tekið þátt en leikurinn var spilaður rúmlega tuttugu og sex þúsund sinnum í sumar. Það var til mikils að vinna, sigurvegarinn hlaut golfferð fyrir tvo til Spánar á hinn glæsilega Nova Sancti Petri völl. Sigurður Hallur á því von á skemmtilegri ferð til Spánar í boði Varðar. 124
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sigurður Hallur vinningshafi í Golfleik Varðar
Golfleikurinn er til gamans gerður fyrir kylfinga, bæði til þess að reyna á kunn áttuna og til að rifja upp golfreglurnar. Með betri árangri aukast líkurnar á að hreppa stóra vinninginn og vinna golfferð fyrir tvo, líkt og Sigurður Hallur gerði í sumar. Golfleiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan. Til gaman má geta þess að í fyrra var vefsíða Golfleiksins tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna. Vörður er traustur bakhjarl Golfsambands Íslands og styrkir m.a. útgáfu alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Golf byggir á nákvæmum og dálítið flóknum reglum. Það þarf stundum að láta reyna á reglubókina sem allir kylfingar ættu að hafa með í golfpokanum. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina. Með því að þekkja reglurnar og fylgja þeim verður leikurinn léttari og gengur hraðar fyrir sig. Allir kylfingar landsins eru hvattir til að kynna sér reglur golfsins og hafa alltaf eintak af Golfreglubókinni í golfpokanum. Á myndinni má sjá þá Brynjar Eldon Geirsson frá Golfsambandinu, Sigurð Hall Sigurðsson sigurvegara í leiknum, Hörð Hinrik Arnarson frá Heimsferðum og Guðmund Jóhann Jónsson, forstjóra Varðar.
Guðný Björg sigurvegari í 75 ára afmælisleik GSÍ og GB Ferða
„Ég var mjög hissa þegar ég fékk símtalið frá GSÍ. Í fyrstu hélt ég að ég hefði gert eitthvað af mér, því sá sem hringdi spurði mig hvort ég héti ekki örugglega Guðný Björg og ég væri með þessa kennitölu. Síðan kom hann með góðu fréttirnar og ég var rosalega ánægð,“ segir Guðný Björg Jensdóttir sem er vinningshafi í 75 ára afmælisleik GSÍ og GB Ferða. Guðný Björg fær að launum ferð fyrir tvo á hið sögufræga og glæsilega Belfry golfsvæði á auglýstum brottfarardögum GB ferða á tímabilinu 2017-2018. Guðný Björg var í hópi á annað þúsund kylfinga sem tóku þátt í afmælisleiknum þann 14. ágúst sl. Það eina sem þurfti að gera var að leika golf á afmælisdeginum, 14. ágúst, og skrá forgjafar- eða æfingahring á golf.is. Golfíþróttinni kynntist Guðný Björg fyrst fyrir 15 árum á Hornafirði en hún er 56 ára og félagi í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. „Það var hvatning að sjá að það var afmælisleikur hjá GSÍ og GB Ferðum þann 14. ágúst þegar ég skráði skorið til forgjafar á þeim degi. Mér gekk alveg ágætlega á þessum hring og lék á 33 punktum. Það rigndi mikið en það var logn og þetta var
126
góður dagur. Ég hef reynt að spila mikið í sumar og ég hef verið dugleg að sækja kvennamót til þess að fá tækifæri að spila á öðrum völlum. Í sumar hef ég farið að ég held á 4-5 kvennamót. Ég hef ekki gert mikið að því að spila golf erlendis, ég hef spilað þrisvar í útlöndum, og þetta verður því mjög spennandi,“ segir Guðný en hún hefur ekki ákveðið hver fær þann heiður að fara með henni í verðlaunaferðina. „Maðurinn minn spilar ekki golf en hann kann samt alveg að spila þessa frábæru íþrótt. Núna þarf ég bara að setjast niður með mínu fólki og ákveða hvernig við gerum þetta. Kannski förum við hjónin saman eða ég fæ einhverja góða vinkonu með mér til Belfry. Jóhann Pétur Guðjónsson eigandi GB Ferða afhenti vinningshafanum verðlaunin við höfuðstöðvar GSÍ í Laugardal.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Guðný Björg sigurvegari í 75 ára afmælisleik GSÍ og GB Ferða
„Það er frábært fyrir okkur að taka þátt í þessum leik í tilefni 75 ára afmælis GSÍ. Við höfum selt ferðir til Belfry í tæplega tvö ár í góðu samstarfi við Icelandair. Eins og staðan er í dag þá eru GB Ferðir stærsti erlendi viðskiptavinur Belfry. Það hefur tekist með góðri markaðssetningu og það er gaman að selja ferðir á Belfry. Það koma allir ánægðir heim og margir sem fara aftur og aftur á Belfry,“ segir Jóhann. Hann bendir á að svæðið henti íslenskum kylfingum mjög vel. „Það er beint flug til Birmingham og stutt að fara frá flugvellinum til Belfry á hótelið. Ótakmarkað golf fylgir í öllum pökkunum okkar og það er í rauninni mjög einstakt á Englandi. Það eru þrír golfvellir á Belfry, risastórt hótel, frábært æfingasvæði og stutt að fara inn í Birmingham-borg. Vellirnir á Belfry eru misjafnlega krefjandi en það geta allir kylfingar á öllum getustigum fundið teiga sem henta þeirra leik og fengið góða upplifun á þessum völlum,“ segir Jóhann Pétur Guðjónsson, eigandi GB Ferða.
Al
ENNEMM / SÍA / NM81710
þú þarft nesti Á golfvöllinn Þú finnur Nesti hvert sem þú eltir golfið. Við tökum vel á móti þér með nýbakað og ilmandi bakkelsi, matarmikil salöt, frískandi boozt og eðal kaffidykki sem þú getur gripið með þér eða notið hjá okkur.
Alltaf til staðar
+70 ára landslið Íslands
12. sæti á EM í Tékklandi
Landslið kylfinga 70 ára og eldri keppti um miðjan júlímánuð í Tékklandi við önnur landslið í Evrópu. Alls voru 19 lið í keppninni. Landslið Íslands stóð sig með ágætum og endaði í 12. sæti. Keppt var á Cihelny golfvellinum sem er rétt hjá bænum Karlovy Vari. Tvo fyrstu dagana var spilaður betri bolti í fjórleik en síðasta daginn var einstaklingskeppni. Völlurinn var frábær og allur aðbúnaður og umgjörð til fyrirmyndar hjá Tékkum.
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi +70 ára landslið Íslands
Í landsliði kylfinga 70 ára og eldri voru Atli Ágústsson, Dónald Jóhannsson, Guðjón Sveinsson sem var liðsstjóri, Guðlaugur R. Jóhannesson, Ragnar Ólafsson og Þórhallur Sigurðsson. Fararstjóri var Baldur Gíslason.
18 holur
– minna mál með
SAGAPRO Vinsæl vara við tíðum þvaglátum
20%
afsláttur í vefverslun SagaMedica fyrir kylfinga með kóðanum Golf2017
Ný samevrópsk persónuverndarlöggjöf tekur gildi á næsta ári Á tímum þar sem persónuupplýsingar eru verðmæti og viðskiptalegur hvati, getur vönduð stefna í meðferð þeirra skapað samkeppnisforskot. Nýjar kröfur löggjafarinnar þýða meðal annars að: n
aðilar sem vinna með persónuupplýsingar fyrir hönd annarra þurfa að uppfylla nýjar kröfur;
n
allar stofnanir og mörg fyrirtæki þurfa að tilnefna persónuverndarfulltrúa;
n
tilkynna þarf til viðeigandi aðila ef öryggisbrestir eiga sér stað.
KPMG aðstoðar þig við að greina núverandi stöðu og meta hvar úrbóta er þörf. Nýttu þér hagnýta og raunhæfa nálgun okkar byggða á alþjóðlegri reynslu. Hafðu samband við Davíð Kr. Halldórsson, ráðgjafa í upplýsinga tækni (545 6134 / dhalldorsson@kpmg.is) eða Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur, hdl (545 6089 / sbjorgvinsdottir@kpmg.is) kpmg.is
VIÐ BÚUM VEL UM VÖRUNA ÞÍNA Við hjá Odda höfum viðað að okkur sérkunnáttu í hönnun og framleiðslu umbúða um áratuga skeið og nýtum þá þekkingu og reynslu til að bjóða viðskiptavinum og neytendum upp á góðar og umhverfisvænar umbúðalausnir sem henta hverju verkefni. Góðar og vandaðar umbúðir tryggja örugga meðferð, geymslu, flutning og afhendingu á vörunum. Vel hannaðar umbúðir veita neytendum mikilvægar upplýsingar um innihald og tryggja að varan komist óaðfinnanleg í hendur neytenda.
VIÐ ERUM ÞÍNIR RÁÐGJAFAR Í UMBÚÐUM Við leggjum áherslu á að finna ætíð bestu lausnina til að umbúðirnar þjóni sem best markmiðum viðskiptavina, búi vel um vöruna og nýtist eins vel og mögulegt er. Hjá Odda njóta viðskiptavinir og neytendur áratuga reynslu okkar og þekkingar á hönnun og framleiðslu umbúða og tryggja þannig að varan skili sér í réttu ástandi alla leið á áfangastað.
Umbúðir framleiddar hjá Odda hafa umtalsvert minna kolefnisspor en hjá samkeppnisaðilum.*
*Skýrsla EFLU verkfræðistofu, okt. 2016
www.oddi.is
EIMSKIP FLYTUR ÞÉR GOLFIÐ Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.