GOLF.IS
Axel og Guðrún Brá
4. TBL. 2018
Íslandsmeistarar 2018
- auรฐveldar viรฐskipti
Meðal efnis:
8
68
Gull og silfur á EM á Gleneagles – Stórkostlegur árangur hjá íslensku atvinnukylfingunum á meistaramóti Evrópu.
12
26
„Ég ætlaði mér stóra hluti“ Haraldur Franklín skrifaði nýjan kafla í golfsöguna á Carnoustie.
Axel og Guðrún Brá Íslandsmeistarar – Spennandi Íslandsmót á frábærum Vestmannaeyjavelli .
GOLF Á ÍSLANDI
96 „Alltaf keppni okkar á milli“ – Hjónin Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Eiríksdóttir skemmta sér vel saman í golfíþróttinni.
4
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
5 högga kerfið – Nökkvi Gunnarsson PGA-golfkennari einfaldar leikinn í kringum flatirna.
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, Nökkvi Gunnarsson skrifaði PGA kennsluefnið. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, erlendar myndir golfsupport.nl, Ólafur Þór Ágústsson, Páll Ketilsson @kylfingur.is tók myndirnar af Haraldi Franklín á Opna meistaramótinu. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í desember 2018.
Þetta er ekki búið enn Er golfsettið komið inn í geymslu? Vonandi ekki. Það væri gaman ef við ættum enn nokkrar vikur eftir af golftímabilinu, sem hefur verið býsna skrautlegt í sumar – ef „sumar“ mætti kalla. Það er vissulega mikilvægt að reyna að vera jákvæður en þegar öllu er á botninn hvolft þá reyndist þetta sumar ekki vera það besta í sögunni. Hvert rigningarmetið á fætur öðru var slegið og sólarstundirnar reyndust færri en oft áður. Þeir voru ekki margir dagarnir þar sem stofuhita var náð. En svona er golfið, við höldum áfram og látum okkur hlakka til næsta árs. Sumar sem þetta kemur ekki bara niður á okkur kylfingunum, heldur líka golfklúbbunum. Sérstaklega þeim sem standa utan höfuðborgarsvæðisins og stóla meira á vallargjöld í stað árgjalda. Slíkir golfklúbbar geta heldur betur átt undir högg að sækja við svona aðstæður og verða því að sníða sér stakk eftir vexti – treysta því og trúa að næsta ár verði betra. Við treystum því öll en skulum reyna að vera dugleg að leika sem mest golf á þeim vikum sem eftir eru af tímabilinu. Þá er tilvalið að nota tækifærið og heimsækja nýja velli áður en golfsettin fara að safna ryki yfir veturinn. Ég vil þakka öllum golfklúbbum landsins fyrir samstarfið í sumar og öllum kylfingum landsins fyrir þátttökuna. Mínar bestu þakkir fara til allra sjálfboðaliðanna sem lögðu, eins og svo oft áður, á sig mikla vinnu svo aðrir gætu leikið golf við bestu mögulegu aðstæður. Eins sjálfboðaliðans vil ég þó helst minnast og þakka fyrir störfin undanfarna áratugi. Þær sorgarfréttir bárust á dögunum að Sveinn Snorrason væri fallinn frá. Sveinn fæddist þann 21. maí 1925 og var einn virkasti kylfingur landsins undanfarin 60 ár. Sveinn var forseti Golfsambands Íslands á árunum 1962-1969 en þar áður hafði hann setið í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Sveinn var í fararbroddi við uppbyggingu Golfklúbbs Reykjavíkur og golfsambandsins við afar erfiðar aðstæður og átti stóran þátt í þeirri velgengni sem klúbbur og samband nutu á árunum sem á eftir komu. Í forsetatíð Sveins fjölgaði golfklúbbum landsins úr þremur í tólf og gegndi Sveinn stóru hlutverki í þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað innan golfíþróttarinnar á þessum árum. Eftir að Sveinn lét af störfum sem forseti sambandsins starfaði hann lengi í mörgum nefndum og ráðum á vegum GSÍ, auk þess sem hann var einn af stofnendum Landssamtaka eldri kylfinga, LEK. Hann var fyrsti formaður samtakanna og er því óhætt að segja að hann hafi markað varanleg og djúp spor í sögu íþróttarinnar á Íslandi. Ég færi fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur og þakka Sveini fyrir hans mikla framlag í gegnum áratugina.
Með bestu kveðju, Haukur Örn Birgisson, Forseti Golfsambands Íslands
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
ENNEMM / SÍA / NM85689
HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI
Gull og silfur á EM á Gleneagles
– Stórkostlegur árangur hjá íslensku atvinnukylfingunum á meistaramóti Evrópu
Íslensku keppendurnir fjórir sem tóku þátt á meistaramóti Evrópu á Gleneagles í Skotlandi náðu stórkostlegum árangri.
8
GOLF.IS - Golf á Íslandi Gull og silfur á EM á Gleneagles
Mótið var hluti af meistaramóti Evrópu sem fram fór á tveimur stöðum í Evrópu samtímis. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi keppni fer fram. Alls tóku 16 þjóðir þátt og var hvert lið skipað tveimur leikmönnum í karla- og kvennaflokki. Einnig var keppt í blandaðri liðakeppni en sú keppni stóð yfir í einn dag. Í liðakeppni karla og kvenna var keppt í fjórum riðlum og fjögur efstu liðin úr hverjum riðli komust í undanúrslit. Mótið var samvinnuverkefni Evrópumótaraða atvinnukylfinga hjá báðum kynjum.
á 2., 3., 4. og 5. holu. Eftir þessa frábæra skorpu fór aðeins að halla undan fæti og þau töpuðu þremur höggum með skolla á næstu fimm holum. Á sama tíma töpuðu Valdís og Birgir höggum með skolla á 14. og 15. Þau svöruðu mótlætinu með frábærum lokakafla þar sem þau fengu þrjá fugla í röð. Valdís Þóra setti niður stórkostlegt pútt af löngu færi á 18. braut þar sem boltinn var langt utan flatarinnar ofan í djúpri lægð við hliðina á flötinni. Eitt af höggum mótsins og myndbrotið fór á fleygiferð á veraldarvefnum í kjölfarið. Valdís Þóra og Birgir Leifur gáfu tóninn með þremur fuglum á þremur síðustu holunum og léku samtals á 70 höggum eða -2. Axel og Ólafía fengu fugl á 16. brautina sem skilað þeim skori upp á 71 högg og Ísland var þá samtals á -3. Ísland sigraði með minnsta mun en lið Bretlandseyja (2) var á -2 samtals. Í því liði voru þau Meghan MacLaren / Liam Johnston Connor Syme / Michele Thomson. Svíar lönduðu bronsverðlaununum en það gerði Johanna Gustavsson með frábæru pútti fyrir fugli á fyrstu holu í bráðabana gegn Spáni.
Í blandaðri liðakeppni landaði Ísland gullverðlaunum. Axel Bóasson, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir skipuðu lið Íslands sem vann til gullverðlauna. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að Axel og Ólafía léku saman í liði og Birgir og Valdís voru saman í liði. Hvert lið lék einum bolta og skiptust liðsfélagarnir á að slá. Samanlagður árangur beggja liða taldi í liðakeppninni. Birgir og Valdís hófu leik aðeins á undan Axel og Ólafíu. Íslensku kylfingarnir byrjuðu vel og náðu tveggja högga forskoti þegar Axel og Ólafía fengu fjóra fugla í röð
Bíllinn yngist allur upp
GOLF.IS
9
Hetjuleg barátta
– Birgir Leifur og Axel fengu silfurverðlaun Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson léku til úrslita um gullverðlaunin í liðakeppni karla gegn Scott Fernandez og Pedro Oriol frá Spáni. Samvinna Axels og Birgis var frábær og þeir töpuðu ekki leik sem skilaði þeim í úrslitaleikinn. Valdís Þóra og Ólafía Þórunn léku saman í liðakeppni kvenna. Þær gerðu jafntefli gegn Austurríki í lokaumferðinn og stóðu uppi með tvö jafntefli og einn tapleik.Þær fengu þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum í viðureign þeirra gegn Finnlandi í 2. umferð. Íslensku atvinnukylfingarnir náðu að jafna við Finnland og lönduðu 1/2 vinningi. Valdís og Ólafía töpuðu fyrsta leiknum í riðlakeppninni. Veðrið var í aðalhlutverki á lokahringnum hjá Axel og Birgi en mikil úrkoma var á Gleneagles. Spánverjarnir náðu þriggja holu forskoti eftir 9 holur með því að vinna fjórar holur í röð. Axel og Birgir voru eina upp eftir 5 holur en á næstu fjórum holum unnu Spánverjarnir allar holurnar. Barátta Axels og Birgis var enn til staðar þegar útlitið virtist nánast vonlaust. Þeir unnu 16. og 17. braut og allt gat gerst á lokaholunni. Fernandez setti niður pútt fyrir fugli á 18. flötinni og tryggði Spánverjum gullverðlaunin. Francesco Laporta og Alessandro Tadini frá Ítalíu lönduðu bronsverðlaununum eftir að
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Gull og silfur á EM á Gleneagles
hafa sigrað Santiago Tarrio Ben og David Borda frá Spáni í leik um þriðja sætið. „Við gáfumst aldrei upp. Í holukeppni getur allt gerst. Ég er stoltur og þakklátur að fá að leika á þessu móti með Birgi og það er heiður að fá að leika fyrir Ísland í svona keppni,“ sagði Axel Bóasson eftir úrslitaleikinn.
HÁTT VERÐLAUNAFÉ Það var að miklu að keppa á meistaramóti Evrópu því sigurliðin skiptu á milli sín rúmlega 25,6 milljónum kr.
Verðlaunaféð í liðakeppni á EM atvinnukylfinga: 1. sæti = 100.000 evrur á leikmann = 12,8 milljónir kr. 2. sæti = 50.000 evrur á leikmann = 6,4 milljónir kr. 3. sæti = 30.000 evrur á leikmann = 3,85 milljónir kr. 4. sæti = 15.000 evrur á leikmann = 1,92 milljónir kr. Í blandaðri liðakeppni fékk hver leikmaður Íslands tæplega eina milljón kr. í sinn hlut. Axel og Birgir fengu því samtals tæplega 7,4 milljón kr. hvor í sinn hlut á þessu móti (960.000 kr. + 6,4 milljónir kr.). Ólafía og Valdís fengu báðar um 960.000 kr. í verðlaunafé fyrir sigurinn í blandaðri liðakeppni.
MIKIÐ ÁHORF Á EM Á GLENEAGLES Sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á RÚV og tugþúsundir fylgdust með. Hinn þaulreyndi golfsérfræðingur Páll Ketilsson lýsti mótinu og spennan leyndi sér ekki hjá honum í lýsingunni. Mesta áhorfið var á sunnudeginum þegar Axel og Birgir Leifur léku um gullverðlaunin en áhorfið á blönduðu liðakeppnina var einnig mjög mikið. Tæplega 30.000 horfðu á útsendinguna þegar mest lét. „Golf er næstfjölmennasta íþróttin sem stunduð er á Ísland á eftir knattspyrnu. Það er von mín að árangur okkar hér á EM verði til þess að fleiri börn og unglingar fari að stunda golfíþróttina,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir eftir mótið. Birgir Leifur tók undir orð Valdísar og sagði að góð tilfinning hafi fylgt sigrinum.
SVEIFLAN BATNAR MEÐ ÚRVAL ÚTSÝN SÉRSNÍÐ U GOLFFER M ÐIR FYRIR H ÓPA SENDU P ÓS SPORT@ T Á UU.IS
EL PLANTIO KVENNAFERÐ
KÚBA VARADERO
Kvennaferð þar sem Oddný Rósa Halldórsdóttir og Lóló Rósenkranz sjá um fararstjórn. Spilað á komu- og brottfarardegi og ótakmarkað golf aðra daga. Golfmót og aðrar skemmtanir. Allt innifalið: Morgun-, hádegis-, og kvöldmatur og allir innlendir drykkir.
Skemmtileg vikuferð til Varadero á Kúbu. Gist verður á flotta 5 stjörnu hótelinu Ocean Vista Azul þar sem allt er innifalið. Við munum spila fimm hringi á hinum fjölbreytta Varadero Golf Club golfvelli, þar sem útsýnið yfir karabíska hafið skemmir ekki fyrir.
FRÁ 219.900 KR.
FRÁ 339.900 KR.
EL PLANTIO MEÐ LADDA
LAS MADRIGUERAS TENERIFE
Golf og gleði með Ladda! Frábær 7 daga og 11 daga ferð. Laddi hefur skemmt Íslendingum í áraraðir á sviði og í sjónvarpi, en er einnig góður kylfingur og hefur m.a. keppt fyrir hönd 70 ára og eldri landslið karla á erlendri grundu síðustu ár.
Frábær golfferð til Tenerife. Gist er á 5 stjörnu golfhótelinu Las Madrigueras, sem er við hliðina á hinum skemmtilega golfvelli, Golf Las Americas. Ótakmarkað golf í boði, ótakmörkuð notkun á golfbíl, þrír „a la carte“ kvöldverðir á veitingastaðnum Bogey, golfaranudd o.fl.
FRÁ 189.900 KR.
FRÁ 244.900 KR.
12.–19. OKTÓBER
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
16.–23. OG 16.–27. SEPTEMBER
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
Innifalið í verði er flug, gisting, flugvallaskattar, flutningur á golftösku, ferðataska og handfarangur.
10.–17. NÓVEMBER
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
28. ÁGÚST – 4. SEPT., 18.–25. SEPT., 2.–9. OKT.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
„Ég ætlaði mér stóra hluti“ Haraldur Franklín skrifaði nýjan kafla í golfsöguna á Carnoustie
COBRA 22.900 kr.
MacGregor 12.900 kr.
TITLEIST 24.900 kr.
T Í U P U N K TA R
ECCO 17.900 kr.
CALLAWAY 22.900 kr.
MacGregor 14.900 kr.
BIG MAX
BIG MAX WHEELER 3 24.900 kr.
EZ ROLLER
29.900 kr.
PING LARGE DELUXE 27.900 kr.
PING ROLLING TRAVEL 41.900 kr.
BIG MAX IQ
19.900 kr.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
„Ég fann bara að allt titraði. Mér fannst ég sjá golfboltann í fjarska og reyndi að hitta hann. Ég var bara sáttur við að hann skyldi fara áfram,“ sagði Haraldur Franklín Magnús þegar hann lýsti því hvernig honum leið þegar hann sló tímamótahögg í íslenskri golfsögu á Carnoustie vellinum 19. júlí 2018.
14
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ég ætlaði mér stóra hluti“
Haraldur Franklín var á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum í atvinnugolfi karla. Fetaði hann þar með í spor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og Valdísar Þóru Jónsdóttur sem hafa báðar leikið á risamótum á ferli sínum. Ólafía á fimm og Valdís á tveimur. Íslendingarnir eru því þrír sem hafa leikið á risamóti í atvinnugolfi. Íslenska þjóðin fylgdist grannt með Haraldi Franklín á hinum 176 ára gamla keppnisvelli á austurströnd Skotlands. Samfélagsmiðlar voru notaðir til þess að koma upplýsingum á framfæri og þar að auki var sýnt beint frá mótinu á Golfstöðinni. Tugþúsundir lesenda á golf.is fylgdust vel með og sýndu risamótinu enn meiri áhuga. Á fyrsta keppnisdeginum lék Haraldur Franklín vel miðað við þá stöðu sem hann var í. Nýliði á stóra sviðinu og 72 högg
Þetta er kannski fyrsta alvöru tækifærið sem ég fæ sem atvinnumaður og ég er því svolítið vonsvikinn. Þegar ég horfi á heildarmyndina var þetta kannski fullstórt stökk fyrir mig. (+1) á hinum erfiða Carnoustie var vel af sér vikið. Það voru fáir sem léku það eftir að leika síðari 9 holurnar á 32 höggum líkt og Haraldur gerði á fyrsta keppnisdeginum. Á þeim kafla fékk hann fimm fugla og kom sér í ágæta stöðu fyrir framhaldið. Á öðrum keppnisdegi reyndist Carnoustie enn erfiðari en á fyrsta keppnisdeginum. Baráttan við að komst í gegnum niðurskurðinn var til staðar hjá Haraldi allt til loka. Þrátt fyrir að skorið hafi verið 78 högg (+7) og fimm högg frá niðurskurðarlínunni hélt
Haraldur okkur sem fylgdust með við efnið. Hann fékk fugla á 9., 13. og 14. braut þegar mest á reyndi á 2. keppnisdegi. Hann gafst aldrei upp og frumraun hins lítt reynda atvinnumanns frá Íslandi var honum til sóma. Haraldur Frankín var svekktur þegar fjölmiðlar ræddu við hann rétt eftir að niðurstaðan var ljós. GR-ingurinn ætlaði sér stærri hluti og hann var ósáttur við sjálfan sig að hafa ekki nýtt tækifærið betur. Til að setja það í samhengi þá komust kappar á borð við Sergio Garcia, Dustin Johnson, Justin Thomas, Hideki Matsuyama, Martin Kaymer, Jon Rahm og Bubba Watson ekki í gegnum niðurskurðinn. Og þeir Johnson og Thomas voru á þeim tíma í tveimur efstu sætum heimslistans.
„Ég ætlaði mér stóra hluti hérna. Ég hafði lofað sjálfum mér því að þegar ég fengi loksins stórt tækifæri myndi ég nýta mér það. Þetta er kannski fyrsta alvöru tækifærið sem ég fæ sem atvinnumaður og ég er því svolítið vonsvikinn. Þegar ég horfi á heildarmyndina var þetta kannski fullstórt stökk fyrir mig. Það hefði verið fínt að byrja á mótum á Áskorendamótaröðinni og Evrópumótaröðinni. Þetta er svolítið eins og maður sem gerist atvinnumaður í fótbolta fari beint í Meistaradeildina. Ég var allur svo spenntur þegar við komum hingað í byrjun vikunnar að við þurftum að vinna í að laga sveifluna,“ sagði Haraldur m.a. við Morgunblaðið rétt eftir að hann lauk leik á öðrum keppnisdegi.
ÞAULREYNDUR KAPPI Á POKANUM Haraldur Franklín fékk góðan aðstoðarmann á Opna meistaramótinu en það var Jude O´Reilly. Írinn er góður vinur Jussi Pitkänen, afreksstjóra GSÍ. O´Reilly býr yfir mikilli reynslu sem kylfuberi og hefur m.a. starfað fyrir Henrik Stenson. O´Reilly kom til Íslands nýverið þar sem hann gaf íslenskum afrekskylfingum góð ráð varðandi leikskipulag og undirbúning fyrir stórmót. Ingi Rúnar Gíslason og Snorri Páll Ólafsson úr þjálfarateymi GR voru einnig á Carnoustie til að aðstoða Harald Franklín.
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
GOLF.IS
15
Það eru ýmsar leiðir fyrir atvinnukylfinga að öðlast keppnisrétt á Opna meistaramótinu. Bestu kylfingar heims öðlast keppnisrétt með stöðu sinni á heimslistanum, sigrum á risamótum og ýmsum öðrum leiðum. Haraldur Franklín þræddi nálaraugað með því að leika á úrtökumóti á Prince’s vellinum á Englandi. Haraldur lék 36 holur á því móti sem stóð yfir í einn dag á -2 samtals sem tryggði honum annað sætið. Tom Lewis frá Englandi varð efstur á -4, Haraldur á -2 og Retief Goosen frá Suður-Afríku varð þriðji á -1 samtals. Goosen er einn þekktasti kylfingur SuðurAfríku en hann hefur tvívegis sigrað á Opna bandaríska meistaramótinu. ÞEIR SEM VILJA KOMAST INN Á OPNA MEISTARAMÓTIÐ ÞURFA AÐ UPPFYLLA EFTIRFARANDI SKILYRÐI:
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.
50 efstu á heimslistanum 10 efstu frá Opna meistaramótinu árið áður. Allir leikmenn sem hafa sigrað á Masters-mótinu, Opna bandaríska eða PGA-meistaramótinu á sl. fimm árum. Allir fyrrum sigurvegarar á Opna meistaramótinu sem eru 60 ára eða yngri á lokakeppnisdegi úrtökumótanna fyrir Opna meistaramótið. 30 efstu á peningalista PGA-mótaraðarinnar frá síðasta keppnistímabili. 30 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar frá síðasta keppnistímabili. Sigur eða verðlaunasæti á völdum alþjóðlegum atvinnumótum, sem voru einnig hluti af ýmsum mótaröðum í flestum heimsálfum, tryggðu mörgum keppnisrétt á Opna breska. Þessi mót fóru m.a. fram í Ástralíu, Suður-Afríku, Singapúr, Japan, Kóreu, Frakklandi, Bandaríkjunum, Írlandi og Skotlandi. Lokaúrtökumótin fóru síðan fram á fimm stöðum þann 3. júlí 2018. Þrjú efstu sætin á hverjum velli fyrir sig tryggðu keppnisrétt á Opna meistaramótinu 2018.
16
GOLF.IS
Alls voru 46 sæti í boði í gegnum úrtökumótin og hreppti Haraldur Franklín eitt þeirra. Mörg þúsund kylfingar reyndu fyrir sér á þessum mótum og nálaraugað var því þröngt.
R S sj M
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði. Ríkulegur búnaður: Fjórhjóladrif, stillanleg fjöðrun, 8-gíra Tiptronic S sjálfskipting með skiptingu í stýri, leðurinnrétting, leiðsögukerfi með Íslandskorti, LED aðalljós, LED afturljós, 19” álfelgur með loftþrýstingsskynjurum, Sport Chrono pakki, fjarlægðarvari að framan og aftan, rafdrifin framsæti með 8 stillingum, hágæða 150w hljóðkerfi með 10 hátölurum, stafrænt mælaborð, 12” háskerpu stjórnborð með snertiskjá, skriðstillir (Cruise Control), sjálfvirk opnun/lokun á afturhlera, tvískipt, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, Porsche stöðuleikakerfi (PSM), leðurklætt Sport aðgerðastýri, lyklalaus ræsing, Porsche ferðahleðslustöð, PCM (Porsche Communication Management), Connect Plus, samlit vindskeið á afturhlera, svartir listar á hliðargluggum, aðfellanlegir hliðarspeglar, sjálfvirk birtustilling í baksýnisspegli, litaðar hitaeinangraðar rúður,
Takmarkalaus snilld. Þriðja kynslóðin af lúxusjeppanum Porsche Cayenne er kraftmikill og umhverfisvænn, búinn fullkomnustu stjórntækjum og hefur meira innanrými en forveri hans. Cayenne E-Hybrid (Plug in) útgáfan getur gengið eingöngu fyrir rafmagni, eingöngu fyrir bensíni eða virkjað báða aflgjafana samtímis. Upplifðu akstursánægju sem er takmarkalaus.
Rafmagns Porsche – Cayenne E-Hybrid
Hestöfl: 462 Hámarkstog: 700Nm Hröðun: 5.0 sek. 0-100 km.klst.
Porsche á Íslandi | Bílabúð Benna: Vagnhöfða 23 | 110 Reykjavík | S: 590 2000 www.benni.is | www.porsche.is
Opnunartími: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00
Hulda tíar upp á Montecastillo – Metþátttaka í Regluverðinum 2018
Hulda Guðjónsdóttir hlaut aðalvinninginn í Regluverðinum 2018. Þessi vinsæli golfleikur Varðar fór fram í sjötta skiptið í sumar og vann Hulda sér inn lúxusgolfferð fyrir tvo með Heimsferðum á hinn margrómaða Montecastillo völl á Spáni. Í leiknum gafst þátttakendum færi á að kanna þekkingu sína á golfreglunum og gátu þeir sem stóðust prófið fengið hin eftirsóknarverðu Regluvarðarverðlaun. Yfir 30 þúsund tóku þátt í leiknum í sumar og hefur þátttakan aldrei verið meiri. Hulda var dregin út 20. ágúst sl. úr hópi þeirra sem tóku þátt. Hún á von á skemmtilegri ferð til Spánar í boði Varðar.
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Regluvörðurinn 2018
Vörður óskar Huldu innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar. Vörður er traustur bakhjarl GSÍ og á meðal þess sem Vörður veitir fé til er útgáfa alþjóðlegrar reglubókar fyrir íslenska kylfinga. Vörður býður einnig upp á Golfvernd fyrir kylfinga en það er sérstök trygging sem fæst á góðum kjörum.
Frá vinstri: Steinunn Hlíf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Verði, Hulda Guðjónsdóttir, sigurvegari í leiknum, Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ og Árni Páll Hansson frá Heimsferðum.
ALLA FIMMTUDAGA
2 FYRIR 1 Í BÍÓ Þegar þú verslar í Kringlunni á fimmtudögum, færð þú tvo bíómiða á verði eins á sýningar í Sambíóunum Kringlunni.
kringlan.is facebook.com/kringlan.is
Sveinn Snorrason 1925–2018
Mikill happafengur fyrir golfið á Íslandi
20
GOLF.IS - Golf á Íslandi
por t
S Stöð 2
r.
9.990 k ði á mánu
u - bætt r. 00 k við 2.0 allan og fáðu ann á akk Sportp
11.990
Kveiktu á Sportpakkanum Sportpakkinn inniheldur íþróttir á heimsmælikvarða á frábærum kjörum. Yfir 1.300 beinar útsendingar frá öllum vinsælustu íþróttaviðburðum heims.
kr. með Sportpakkanum: 17.990 kr. á mánuði* *Aðgangsgjald 3.190 kr./mán. er ekki innifalið í verði.
Tryggðu þér áskrift á stod2.is
Þær sorgarfréttir bárust á dögunum að Sveinn Snorrason væri fallinn frá. Sveinn fæddist þann 21. maí 1925 og var einn virkasti kylfingur landsins undanfarin 60 ár. Sveinn var forseti Golfsambands Íslands á árunum 1962–1969 en þar áður hafði hann setið í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Sveinn var í fararbroddi við uppbyggingu Golfklúbbs Reykjavíkur og golfsambandsins við afar erfiðar aðstæður og átti stóran þátt í þeirri velgengni sem klúbbur og samband nutu á árunum sem á eftir komu. Hér á eftir er útdráttur úr bókinni Golf á Íslandi þar sem fjallað er um Svein Snorrason forseta GSÍ. Það var mikill happafengur fyrir golfið á Íslandi þegar Sveinn Snorrason var kosinn forseti GSÍ, nánast að honum forspurðum, á golfþinginu í Vestmannaeyjum árið 1962. Sveinn gegndi forsetaembættinu í sjö ár eða fram til ársins 1969 og af sínum mikla dugnaði og ákveðni tókst honum að
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sveinn Snorrason – 1925–2018
útbreiða golfið verulega á Íslandi og undir hans stjórn má segja að golfinu hafi verið komið á íþróttakortið. Sveinn var fæddur 21. maí árið 1925 á Seyðisfirði. Hann fluttist til Akureyrar og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1951 og starfaði sem lögfræðingur eftir útskrift frá HÍ.
Fyrstu kynni af golfi hafði Sveinn sem strákur norður á Akureyri. Það var ekki fyrr en á fullorðinsárum þegar Sveinn starfaði sem lögfræðingur hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum að Sveinn tók sér fyrst kylfu í hönd. Sveinn Ársælsson, sem á þeim tíma var einn fremsti kylfingur landsins, leiddi Svein fyrstu sporin vorið 1952. Og eins og svo margir aðrir tók Sveinn bakteríuna og síðan var golfið líf hans og yndi.
FÁGUN
NÝR LEXUS RX 450h L — 7 SÆTA LÚXUS Stærri, lengri og stórfenglegri lúxus. Fágaður sjö sæta sportjeppi þar sem allir njóta sín. ÞAÐ ER ALLTAF PLÁSS FYRIR MEIRI LÚXUS
Lexus-Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ, 570 5400 — lexus.is
Skömmu eftir að Sveinn fluttist til Reykjavíkur frá Vestmannaeyjum var hann fenginn til þess að vera í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur. Stjórnarmenn stóðu í ströngu. Fjárhagur GR var slæmur og búið að auglýsa eigur klúbbsins á nauðungaruppboði. Félagar voru fáir og tekjumöguleikar litlir. Verkefnið var risastórt og með dugnaði Sveins og félaga hans í stjórn GR tókst að bjarga klúbbnum frá gjaldþroti. Sveinn sat lengur í stjórn GR en hann ætlaði sér – en klúbburinn leitaði oft til hans með lögfræðileg álitaefni og af þeim sökum hætti hann ekki í stjórninni. Það kom í hans hlut að sækja golfþing fyrir GR, en á þessum árum voru slíkar samkomur fámennar enda klúbbarnir ekki nema þrír. Og á umræddu þingi í Vestmannaeyjum 1962 var hann kjörinn forseti sambandsins. „Ég held að það hafi verið Lárus Ársælsson sem stakk upp á mér og um kjörið hafði ég svo sem ekkert að segja sjálfur. Það var ekki til siðs að menn mótmæltu á slíkum samkomum,“ segir Sveinn í viðtali í bókinni Golf á Íslandi. Aðkoman að Golfsambandi Íslands var heldur erfið. Lítil starfsemi og iðkendum á Ísland fór fækkandi. „Almenningur leit á golfíþróttina sem tómstundaafþreyingu fárra útvalinna. Það viðhorf var einnig ríkjandi hjá þingfulltrúum á íþróttaþingum ÍSÍ. Ég gerði mér strax grein fyrir því að íþróttin myndi vera í hættu ef ekki væri hægt að fjölga klúbbum og nema ný lönd. Ég lagði því mikla áherslu á að finna menn sem víðast á landinu sem eitthvað höfðu kynnst golfinu og fá þá til að hefja frumherjastarf á sínum svæðum. Takmarkið sem ég setti mér var að fjölga klúbbum um helming. Ég fór víða um land og fékk einhvern af vinum mínum til að koma með mér. Og árangurinn varð furðu góður. Menn lögðu af stað með bjartsýnina eina í farteskinu. Það var ósegjanlegt fagnaðarefni þegar unnt var að tilkynna á golfþinginu að stofnaður hefði verið nýr klúbbur einhvers staðar og það væri von á fjölgun í golffjölskyldunni,“ bætir Sveinn við í þessu viðtali. Sveinn sat þrjú kjörtímabil sem forseti GSÍ og á þeim tíma fjölgaði klúbbum á Íslandi úr þremur í tólf. Sveinn lét ekki þar við sitja. Hann var mjög virkur í félagsstarfi á ýmsum sviðum. Hann var í hópi þeirra sem stofnaði LEK og hann stundaði golfíþróttina af krafti nánast á hverjum einasta degi. Ef veðrið var of slæmt fyrir golfleik úti á velli þá nýtti Sveinn æfingaaðstöðuna í Básum til æfinga.
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sveinn Snorrason – 1925–2018
markhönnun ehf
VERSLANIR um land allt! Ferskir ávextir & grænmeti
Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda
Bakað á staðnum www.netto.is
Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
Axel og Guðrún Brá
Íslandsmeistarar
– Spennandi Íslandsmót á frábærum Vestmannaeyjavelli Íslandsmótið í golfi 2018 í Vestmannaeyjum var sögulegt fyrir margra hluta sakir. Keilir fagnaði tvöföldum sigri þar sem frændsystkinin Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir fögnuðu sigri. Axel varði titilinn frá því í fyrra og fagnaði sínum þriðja Íslandsmeistaratitli en hann sigraði í fyrsta sinn árið 2011. Axel jafnaði mótsmetið með frábærri spilamennsku en lokakeppnisdagurinn var gríðarlega spennandi. Guðrún Brá braut ísinn með sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli og var sigur hennar mjög öruggur. Guðrún Brá hefur á undanförnum árum verið í baráttunni um sigurinn en nú kom loksins að því. Hún fetar í fótspor föður síns og þjálfara, Björgvins Sigurbergssonar, sem fjórum sinnum hefur lyft Íslandsmeistarabikarnum á loft.
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2018
VEFLAUSNIR VALITOR Posar
Reglulegar greiðslur
Þegar við byrjuðum með ferðaþjónustuna þurftum við að geta tekið við greiðslum gegnum netið. Valitor buðu okkur greiðslulausnir sem smellpassa okkar starfsemi. Nú tökum við allt í senn við greiðslum í
Veflausnir
Kortalán
ólíkum gjaldmiðlum, á netinu, um posa og í gegnum smáforrit og við finnum það á hverjum degi hvernig þessar snjöllu lausnir auðvelda okkur vinnuna og auka ánægju viðskiptavinanna.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
Karlaflokkur Íslandsmótið 2018
Axel jafnaði mótsmetið „Ég var stressaður á lokahringnum, ég viðurkenni það alveg. Þrátt fyrir það var þetta frábær lokadagur. Gríðarleg barátta og mikil keppni. Ég er ánægður að hafa sigrað hérna á frábærum keppnisvelli í Eyjum. Ég átti góðan kafla á 14. og 15. sem kom mér í gang og ég er þakklátur fyrir að hafa náð að vinna þetta stóra mót annað árið í röð. Vestmannaeyjavöllur er glæsilegur og ég hef aldrei leikið á honum í svona góðu ástandi,“ sagði Axel Bóasson eftir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum.
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2018
Axel var í efsta sæti alla fjóra keppnisdagana og lék þrjá hringi af alls fjórum undir pari vallar. Glæsilegur árangur hjá Axel sem jafnaði mótsmetið á Íslandsmótinu sem Þórður Rafn Gissurarson, GR, setti árið 2015 á Garðavelli á Akranesi, -12. Axel gaf tóninn strax á fyrsta keppnisdeginum þar sem hann lék á 65 höggum eða -5. Veðrið lék við keppendur fyrri part dags á 1. hringnum og náðu 19 leikmenn í karlaflokki að leika undir pari. Aðstæður á næstu þremur keppnisdögum voru afar mismunandi, vindurinn reif af og til í, það rigndi einnig og sólin lét líka sjá sig. Björn Óskar Guðjónsson, GM, var til alls líklegur á lokahringnum ásamt Haraldi Franklín Magnús úr GR. Þessir þrír voru nokkuð langt á undan öðrum keppendum þegar líða fór að lokum mótsins. Björn Óskar var eini keppandinn á mótinu sem lék alla fjóra hringina undir pari vallar en það dugði ekki til. Björn, sem er tvítugur, sló í vatnstorfæru á 17. braut á lokahringnum sem reyndist dýrkeypt þegar upp var staðið. Þegar Björn stóð á 17. teig munaði aðeins einu höggi á honum og Axel. Samt sem áður frábær árangur hjá þessum efnilega kylfingi. Haraldur Franklín sótti hart að Axel og Birni á lokahringnum en lokahringur upp á 66 högg var ekki nóg fyrir Harald að þessu sinni en hann kom nánast beint frá Opna breska meistaramótinu til Vestmannaeyja.
Axel virtist vera að hleypa keppinautum sínum að sér þegar hann fékk skolla á 10. og 12. braut á lokahringnum. Axel og Björn Óskar voru jafnir á -9 eftir 12 holur og Haraldur aðeins tveimur höggum á eftir. Haraldur fékk fínt fuglafæri á 13. braut sem gefur ekki af sér marga fugla, en því miður tókst Haraldi ekki að setja það pútt ofan í holu.
Keppnisreynsla Axels nýttist vel þegar hann setti niður glæsilegt pútt fyrir fugli á 14. flöt. Björn Óskar var í mun betra fuglafæri sem hann náði ekki að nýta. Axel hélt áfram, fékk fugl á 15. braut og munurinn varð aftur 2 högg. Axel gerði engin mistök það sem eftir lifði hringsins og tryggði sigurinn og jafnaði mótsmetið með fugli á lokaholunni.
GOLF.IS
29
LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI: 1. Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12) 2. Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10) 3. Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9) 4.–5. Kristján Þór Einarsson, GM (70-69-69-68) 276 högg (-4) 4.–5. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (73-66-69-68) 276 högg (-4) 6.–7. Stefán Þór Bogason, GR (70-68-72-68) 278 högg (-2) 6.–7. Gísli Sveinbergsson, GK (69-67-72-70) 278 högg (-2) 8. Birgir Björn Magnússon, GK (74-70-67-68) 279 högg (-1)
30
GOLF.IS
9. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (70-68-70-71) 279 högg (-1) 10.–12. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (67-72-73-69) 281 högg (+1) 10.–12. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (70-68-72-71) 281 högg (+1) 10.–12. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-66-71-72) 281 högg (+1) 13. Ólafur Björn Loftsson, GKG (70-71-73-68) 282 högg (+2) 14.–16. Rúnar Arnórsson, GK (78-71-65-69) 283 högg (+3) 14.–16. Andri Þór Björnsson, GR (72-69-71-71) 283 högg (+3) 14.–16. Ingvar Andri Magnússon, GKG (71-71-70-71) 283 högg (+3)
Rafmagnskerrur
Ný MC M1
Meira afl - 28V 125.900 kr
MC S7 Fjarstýrð
Var: 199.900 kr Nú: 179.900 kr
MC S1
Var: 119.900 kr Nú: 99.900 kr
Fjarlægðarmælar
WTX+
VTX
LR7 laser
Verð: 28.900 kr
Verð: 44.900 kr
Verð: 44.900 kr
Sími: 565 1402 www.golfbudin.is
Axel og Guðrún settu ný viðmið Íslandsmótið 2018 er það fjórða í röðinni sem fram fer í Vestmannaeyjum frá því völlurinn var stækkaður í 18 holur. Vestmannaeyjavöllur er par 70, 5.403 metrar af hvítum teigum og 4.839 metrar af bláum teigum.
Birgir Leifur Hafþórsson lék á -4 samtals árið 2003 sem var besti árangur í karlaflokki í Eyjum á Íslandsmóti á 18 holu velli. Á Íslandsmótinu í ár léku alls níu keppendur í karlaflokki undir pari vallar og fimm þeirra á sama skori eða lægra en Birgir Leifur lék á árið 2003. Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir settu því ný viðmið á Íslandsmótinu í ár fyrir Vestmannaeyjavöll. Guðrún Brá lék á +8 á fjórum keppnisdögum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR átti besta skorið í kvennaflokki á Íslandsmóti í Eyjum. Hún lék á +15 samtals árið 2003. Axel jafnaði mótsmetið með því að leika á -12 á fjórum keppnisdögum.
1996 Karlar, þrír efstu: Birgir Leifur Hafþórsson, GL (69-64-73-77) 283 högg (+3) Þorsteinn Hallgrímsson, GV (70-74-74-72) 290 (+10) Björgvin Þorsteinsson, GA (71-70-76-75) 292 högg (+12) Kristinn Gústaf Bjarnason, GL (74-71-75-72) 292 högg (+12) Konur, þrjár efstu: Karen Sævarsdóttir, GS (75-80-73-77) 305 högg (+25) Herborg Arnarsdóttir, GR (81-83-80-76) 320 högg (+30) Ólöf María Jónsdóttir, GK (80-80-79-83) 322 (+32)
2003 Karlar, þrír efstu: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (67-65-71-73) 276 högg (-4) Sigurpáll Geir Sveinsson, GA (68-68-70-75) 281 högg (+1) Örn Ævar Hjartarson, GS (69-72-69-72) 282 högg (+2) Konur, þrjár efstu: Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (78-74-68-75) 295 högg (+15) Ólöf María Jónsdóttir, GK (77 -71-78-82) 308 högg (+28) Þórdís Geirsdóttir, GK (77-77-79-81) 314 högg (+34)
2008 Karlar, þrír efstu: Kristján Þór Einarsson, GM (70-72-73-69) 284 högg (+4) Heiðar Davíð Bragason, GR (69-67-68-80) 284 högg (+4) Björgvin Sigurbergsson, GK (66-74-69-75) 284 högg (+4) Konur, þrjár efstu: Helena Árnadóttir, GR (82-72-77-77) 308 högg (+28) Nína Björk Geirsdóttir, GM (79-75-76-78) 308 högg (+28) Tinna Jóhannsdóttir, GK (77-77-79-78) 311 högg (+31)
2018 Karlar, þrír efstu: Axel Bóasson, GK (65-67-70-66) 268 högg (-12) Björn Óskar Guðjónsson, GM (66-69-68-67) 270 högg (-10) Haraldur Franklín Magnús, GR (72-62-71-66) 271 högg (-9) Konur, þrjár efstu: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72-71) 288 högg (+8) Saga Traustadóttir, GR (72-76-79-72) 299 högg (+19) Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75-83) 304 högg (+24)
32
GOLF.IS
Við flytjum ykkur fréttir af okkar fólki fljótt og vel og auðvitað öllu því helsta í golfheiminum
Kvennaflokkur - Íslandsmótið 2018
Biðin á enda hjá Guðrúnu Brá Guðrún Brá Björgvinsdóttir bjó til augnablik sem gleymist aldrei þegar hún sló lokahögg sitt á Íslandsmótinu í golfi 2018. Keiliskonan var með mikla yfirburði í kvennaflokknum og ljóst að sigurinn var aldrei í hættu á lokahringnum. Hún kryddaði beinu útsendinguna á RÚV með því að vippa ofan í fyrir fugli á lokaholunni - glæsilegt högg sem fór eins og eldur í sinu á veraldarvefnum í kjölfarið. Guðrún Brá var í efsta sæti alla fjóra keppnisdagana og spennan var ekki mikil eftir að hún reif sig frá öðrum keppendum á þriðja keppnisdeginum. „Það var gaman að enda þetta mót með því að vippa ofan í á lokaholunni,“ sagði Guðrún Brá. „Þessi titill skiptir mig miklu máli fyrir framhaldið og vonandi eiga þeir eftir að verða fleiri. Ég er búin að bíða töluvert lengi eftir þessum stóra titli og það er góð tilfinning að landa honum.“ Guðrún Brá er
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2018
fædd árið 1994 og hún fetar í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem er fjórfaldur Íslandsmeistari. Björgvin er þjálfari dóttur sinnar. Á fyrsta keppnisdeginum lék Guðrún Brá á pari vallar og var í efsta sæti. Saga Traustadóttir, GR og Helga Kristín Einarsdóttir, GK voru þar á eftir á +2 og +3. Á öðrum keppnisdeginum setti Anna Sólveig Snorradóttir mótið í uppnám með glæsilegum vallarmetshring upp á 65 högg
eða -5. Guðrún Brá lék á +5 og deildi efsta sætinu með Önnu. Sú barátta stóð ekki lengi yfir þar sem Guðrún Brá hélt sínu striki en stöðugleikann vantaði í leik Önnu Sólveigar. Ragnhildur Sigurðardóttir minnti á sig með frábærum hring á þriðja keppnisdeginum og kom sér í lokaráshópinn á lokahringnum. Hin þaulreyndi fjórfaldi Íslandsmeistari náði sér ekki á strik þegar mest á reyndi og endaði í 10.–11. sæti.
Oft verið nálægt sigri Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur beðið lengi eftir því að landa Íslandsmeistaratitlinum í golfi í kvennaflokki. Hún er 24 ára gömul og lék á sínu fyrsta Íslandsmóti í fullorðinsflokki árið 2008 í Vestmannaeyjum, þá aðeins 14 ára gömul. Guðrún Brá hefur verið í þeirri stöðu að eiga við tvær stærstu stjörnur golfsins á Íslandi á stóru mótunum á Eimskipsmótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir fögnuðu titlinum 2016 og 2017. Guðrún Brá veitti Valdísi mikla keppni í fyrra og var ekki langt frá sigrinum. Guðrún Brá komst næst því að sigra árið 2013 þegar hún var 19 ára gömul. Á Korpúlfsstaðavelli lék Guðrún Brá í þriggja manna umspili um sigurinn á Íslandsmótinu. Ólafía
Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR voru á sama skori og Guðrún Brá eftir 72 holur. Sunna hafði betur í umspilinu. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var nálægt því að að komast í umspilið. Sigurinn í Eyjum var því kærkominn fyrir Guðrúnu Brá sem hafði fyrir mótið endað þrisvar í öðru sæti, einu sinni í því þriðja og tvívegis í því fjórða. 2018: 1. sæti 2017: 2. sæti 2016: 3. sæti 2015: 4. sæti 2014: 2. sæti 2013: 2. sæti. 2012: 4. sæti. 2011: 8. sæti. 2010: Tók ekki þátt. 2009: Tók ekki þátt. 2008: 14. sæti.
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI: 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-75-72-71) 288 högg (+8) 2. Saga Traustadóttir, GR (72-76-79-72) 299 högg (+19) 3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73-73-75-83) 304 högg (+24) 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-70-82-76) 306 högg (+26)
5.–6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (75-81-76-75) 307 högg (+27) 5.–6. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (78-75-77-77) 307 högg (+27) 7. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (80-65-85-78) 308 högg (+28) 8.–9. Berglind Björnsdóttir, GR (76-80-78-75) 309 högg (+29)
8.–9. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (84-74-72-79) 309 högg (+29) 10.–11. Arna Rún Kristjánsdóttir, GM (76-80-78-76) 310 högg (+30) 10.–11. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (79-75-70-86) 310 högg (+30)
GOLF.IS
35
Ættarmót í Eyjum Það er óhætt að segja að á Íslandsmótinu í golfi fari fram ættarmót á sama tíma. Systkini, feðgar og feðgin kepptu öll á sama tíma í Vestmannaeyjum. Ragnar Þór Ragnarsson úr GKG og tvö af börnum hans kepptu á Íslandsmótinu, Emil Þór Ragnarsson og Alma Rún Ragnarsdóttir, en þau eru einnig í GKG. Feðginin Hlynur Geir Hjartarson og Heiðrún Anna Hlynsdóttir kepptu bæði í Eyjum en þau eru bæði úr Golfklúbbi Selfoss. SYSTKINI Í KEPPENDAHÓPNUM VOR U FJÖLMÖRG:
Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Helgi Snæ r Björgvinsson, bæði úr GK. Andri Þór Björnsson og Eva Karen Björn sdóttir, bæði úr GR. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Bjarni Þór Lúðvíksson, bæði úr GR. Hulda Clara Gestsdóttir og Eva María Gest sdóttir, báðar úr GKG. Perla Sól Sigurbrandsdóttir og Dagbjartu r Sigurbrandsson, bæði úr GR. Ragnar Már Garðarsson og Sigurður Arna r Garðarsson, báðir úr GKG. Elvar Már Kristinsson og Jóhann Gunn ar Kristinsson, báðir úr GR. Ingunn Gunnarsdóttir og Jón Gunnarss on, bæði úr GKG.
ar Frá vinstri: Ragn
il Þór.
Em Þór, Alma Rún og
Bæjarstjórinn í Eyjum byrjaði í golfi Sá yngsti sló
fyrsta höggið Bjarni Þór Lúðvíksson, yngsti kylfingurinn í karlaflokki, sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2018. Bjarni Þór er fæddur 27. júlí árið 2004 og fagnaði hann því 14 ára afmælisdegi sínum á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins. Bjarni Þór á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Faðir hans er Eyjamaðurinn Lúðvík Bergvinsson, fyrrum alþingismaður. Bjarni er í Golfklúbbi Reykjavíkur og er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri.
174.186/maggioskars.com
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sett Íslandsmótið með formlegum hætti kl. 7.20 að morgni fimmtudagsins 26. júlí. Höggið markaði tímamót í lífi bæjarstjórans því þetta var í fyrsta sinn sem hún sló golfhögg. Íris komst vel frá verkefninu og sagði eftir höggið að nú væri hún formlega byrjuð í golfíþróttinni.
S 36
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2018
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
Lóa og Perla þær yngstu
38
GOLF.IS
Yngstu keppendurnir í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi 2018 eru báðir fæddir árið 2006. Lóa Dista Jóhannsson úr Golfklúbbi Borgarness fagnaði 12 ára afmæli sínu 16. júlí. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Íslandsmeistari unglinga 14 ára og yngri, er fædd 28. september og er því 11 ára gömul. Perla Sól er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Lóa Dista er búsett í Bandaríkjunum og var þetta í fyrsta sinn sem hún keppir á Eimskipsmótaröðinni. Þátttaka Lóu og Perlu er áhugaverð þar sem fyrir þremur árum var sett forgjafarlágmark á Eimskipsmótaröðinni. Eftir því sem best er vitað eru þær yngstu keppendurnir í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi frá því forgjafarlágmarkið var sett á en í kvennaflokki er miðað er við 8,4 í forgjöf. Lóa og Perla lögðu mikið inn í reynslubankann á Íslandsmótinu í Eyjum. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi en stóðu sig samt sem áður vel. Elsti keppandinn í kvennaflokki á Íslandsmótinu var Þórdís Geirsdóttir úr Keili. Þórdís er fædd árið 1965 og er því 53 ára. Þórdís fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í flokki 50 ára og eldri árið 2018. Hún er einnig klúbbmeistari Keilis 2018 og hún varð Íslandsmeistari í golfi árið 1987.
ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR.
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
Ýmis fróðleikur frá Eyjum Á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum 2018 voru 130 keppendur skráðir til leiks, 99 karlar og konurnar voru 31. Frá árinu 2001 hafa konurnar aðeins einu sinni verið fleiri skráðar til leiks. Árið 2014 kepptu 33 konur á Íslandsmótinu sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG. Meðalaldurinn í karlaflokki var 25,8 ár og meðalforgjöfin var 1,6. Í kvennaflokkçi var meðalaldurinn 21,7 ár og meðalforgjöfin 3,6. Keppendur komu frá 17 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur voru frá Golfklúbbi Reykjavíkur eða 35 alls. GKG var með 25 keppendur og Keilir 20. Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
35
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
GKG
25
Golfklúbburinn Keilir
GK
20
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
GM
14
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
9
Golfklúbbur Akureyrar
GA
9
Golfklúbbur Selfoss
GOS
3
Golfklúbbur Setbergs
GSE
2
Golfklúbbur Suðurnesja
GS
2
Golfklúbburinn Hamar Dalvík
GHD
2
Golfklúbbur Fjallabyggðar
GFB
2
Golfklúbbur Borgarness
GB
2
Nesklúbburinn
NK
1
Golfklúbburin Jökull Ólafsvík
GJÓ
1
Golfklúbbur Hellu
GHR
1
Golfklúbbur Hveragerðis
GHG
1
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
GFH
1
FJÖLDI KEPPENDA Á ÍSLANDSMÓTINU Í GOLFI FRÁ ÁRINU 2001:
40
Ár
Klúbbur
Karlar
Konur
Samtals
2001
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
Grafarholt
127
19
146
2002
Golfklúbbur Hellu
GHR
Strandarvöllur
129
22
151
2003
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
Vestmannaeyjavöllur
94
16
110
2004
Golfklúbburinn Leynir
GL
Garðavöllur
89
17
106
2005
Golfklúbbur Suðurnesja
GS
Hólmsvöllur í Leiru
111
26
137
2006
Golfklúbburinn Oddur
GO
Urriðavöllur
109
14
123
2007
Golfklúbburinn Keilir
GK
Hvaleyrarvöllur
126
22
148
2008
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
Vestmannaeyjavöllur
103
16
119
2009
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
Grafarholt
126
29
155
2010
Golfklúbbur Kiðjabergs
GKB
Kiðjabergsvöllur
121
17
138
2011
Golfklúbbur Suðurnesja
GS
Hólmsvöllur í Leiru
111
24
135
2012
Golfklúbbur Hellu
GH
Strandarvöllur
123
28
151
2013
Golfklúbbur Reykjavíkur
GR
Korpuvöllur
114
25
139
2014
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
GKG
Leirdalur
106
33
139
2015
Golfklúbburinn Leynir
GL
Garðavöllur
120
22
142
2016
Golfklúbbur Akureyrar
GA
Jaðarsvöllur
107
31
138
2017
Golfklúbburinn Keilir
GK
Hvaleyrarvöllur
112
29
141
2018
Golfklúbbur Vestmannaeyja
GV
Vestmannaeyjavöllur
99
31
130
Meðaltal
113
23
136
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmótið 2018
Völlur
Íslandsmeistararnir 2018, Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
ður GV son forma Helgi Braga ningu en rk u ið við tekur hér v frá Hauki s n si bb lú k fyrir hönd GSÍ. yni forseta Erni Birgiss
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Verðlaunin eftirsótt
u.
r í karlaVerðlaunahafa tri: Björn ns vi á Fr flokki: son, Axel Óskar Guðjóns dina yn m Á n. Bóasso anklín vantar Harald Fr ekki t ga m se s Magnú þar verið viðstaddur x eftir ra st r fó nn sem ha til að n in mótið á flugvöll s. di len er keppa
i. ótinu í golf i á Íslandsm pn ep k rá a B lið n in í SÍ, Guðrú æði sigurlið on forseti G raKeilir átti b Örn Birgiss r veigu Snor u ól k S u au n H n : Ö ri r st a in nt v og á va a Fr ndin óasson óttir, á my ttur. Axel B . Björgvinsd ínu Einarsdó Magnússon st ri rn K jö B gu gi el ir B r a nt va a dóttur og H ndin sson, á my Vikar Jóna
Helgi Bragason formaður GV afhendir Guðgeiri Jónssyni vallarstjóra kveðjugjöf. Íslandsmótið var síðasta verkefni Guðgeirs í starfi vallarstjóra og fékk hann hæstu einkunn frá keppendum fyrir frábært ástand Vestmannaeyjavallar á Íslandsmótinu 2018.
Verðlaunahafar í kv ennaflokki: Frá vinstri: Saga Tra ustadóttir, Guðrún Brá Björgvins dóttir og Helga Kristín Einars dóttir.
hér lengst til hægri tók við Sigurður Pétursson sem er aldur Franklín Magnús fékk bronsverðlaunum sem Har on forstjóri Eimskips og úss Sigf i Gylf á Íslandsmótinu. afhentu verðlaunin. GSÍ Haukur Örn Birgisson forseti
Motocaddy er málið Tekur minna pláss samanbrotin M1 DHC - 2018 árgerð er mætt til leiks Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar
lilja@vegaljos.is
www.vegaljos.is GOLF.IS
43
Frábær hringur hjá Önnu Sólveigu:
9 fuglar á 18 holum og nýtt vallarmet Anna Sólveig Snorradóttir, GK, bætti vallarmetið af bláum teigum á Vestmannaeyjavelli á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi 2018. Anna lék á 65 höggum eða -5 og bætti vallarmetið um tvö högg. Metið átti Sunna Víðisdóttir úr GR frá árinu 2012. Aðstæður á 2. keppnisdegi voru stórkostlega og nýtti Anna Sólveig sér það vel. Hún fékk alls 9 fugla á 18 holum – sem eitt og sér er stórkostlegur árangur. Hún tapaði fjórum höggum en upphafskafli Önnu Sólveigar á þessum hring verður seint leikinn eftir. Hún fékk alls 7 fugla á fyrstu 11 holum vallarins. Stöðugleikinn var ekki til staðar hjá Önnu Sólveigu á þessu Íslandsmóti. Hún endaði í 7. sæti á +28 höggum yfir pari vallar en vallarmetið er í eigu hennar.
Hola Lengd Par Skor
44
GOLF.IS
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
Alls
342
130
257
436
282
291
169
209
338
249
332
110
344
118
252
442
133
411
4845
4
3
4
5
4
4
3
4
4
4
4
3
4
3
4
5
3
5
70
3
4
3
4
3
4
3
3
3
4
3
3
5
3
5
4
4
4
65
-1
0
-1
-2
-3
-3
-3
-4
-5
-5
-6
-6
-5
-5
-4
-5
-4
-5
LÆKKAÐU VERÐIÐ MEÐ VILDARPUNKTUM
Hvað átt þú marga punkta? Nýttu þér Punkta og Peninga og láttu Vildarpunktana þína ganga upp í golfferðina. Kannaðu stöðuna. Verðið gæti komið þér ánægjulega á óvart. + icelandair.is Skemmtileg staðreynd: Þú safnar líka punktum þegar þú bókar flug með punktum
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 89266 08/18
Punktar og Peningar
Haraldur gerði engin mistök:
Bætti 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Haraldur Franklín Magnús lék óaðfinnanlegt golf á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í Vestmannaeyjum. Þar bætti GR-ingurinn 16 ára gamalt vallarmet sem var í eigu Helga Dan Steinssonar. Haraldur Franklín fékk alls átta fugla á hringnum og tapaði ekki höggi. „Ég var mjög sáttur við hringinn. Við lögðum upp með að spila par 5 holurnar sem par 4 og það gekk allt saman upp. Ég ætlaði mér að fá engan skolla á hringnum og það tókst, átta fuglar og tíu pör,“ sagði Haraldur Franklín en aðspurður hafði hann ekki hugmynd um hvað hann ætti mörg vallarmet eftir methringinn í Eyjum. „Mig minnir að ég hafi átt vallarmetið í Grafarholtinu í nokkrar mínútur - en ég man það hreinlega ekki nógu vel.“
46
Hola
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
Alls
Lengd
388
139
311
515
319
392
198
247
354
300
416
150
355
118
260
473
133
435
5503
Par
4
3
4
5
4
4
3
4
4
4
4
3
4
3
4
5
3
5
70
Skor
4
3
3
4
4
3
3
3
4
3
4
3
4
3
3
4
3
4
62
0
0
-1
-2
-2
-3
-3
-4
-4
-5
-5
-5
-5
-5
-6
-7
-7
-8
GOLF.IS
Góðgerðarmót Ólafíu Þórunnar Til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna
Í júlí fór fram góðgerðargolfmót Ólafíu Þórunnar og KPMG til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna á Hvaleyrarvelli Golfklúbbs Keilis. Á mótinu deildu LPGA kylfingarnir Alexandra Jane Newell, Allison Emrey, Cheyenne Woods and Madeleine Sheilst og Ólafía Þórunn reynslu sinni með þátttakendum. Einnig var ómetanlegt að fá aðstoð íslenskra afrekskylfinga sem jafnframt spiluðu með þátttakendum og lögðu þannig sitt af mörkum til að gera þetta að góðum degi. Við viljum þakka fyrirtækjum, þátttakendum og sjálfboðaliðum kærlega fyrir þeirra framlag en alls söfnuðust þrjár milljónir króna sem afhentar voru Umhyggju.
Benedikt Sveinsson, kylfingur úr GK, fékk bolta í sig á fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum. Benedikt var staddur við 15. flötina en boltinn sem hann fékk í sig kom frá 13. teig. Höggið var mikið og var óvíst um tíma hvort Benedikt gæti haldið áfram keppni. Hann fékk góða aðstoð frá þjálfara Keilismanna, Björgvini Sigurbergssyni, og hélt Benedikt áfram keppni.
Benedikt fékk bolta í sig við 15. flötina Sigurbrandur fékk bolta í höfuðið Sigurbrandur Dagbjartsson, faðir Dagbjarts Sigurbrandssonar kylfings úr GR, fékk golfbolta í höfuðið á 1. keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi á 15. flöt Vestmannaeyjavallar. Sigurbrandur var aðstoðarmaður sonar síns og var inni á flötinni þegar bolti frá næsta ráshóp á eftir fór í hann. Höggið var að sjálfsögðu mikið og blæddi talsvert úr sárinu á höfði Sigurbrands. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum þar sem gert var að sárum hans. Sigurbrandur var með húfu á höfðinu og segir hann það hafa bjargað miklu. Hann bar sig vel eftir óhappið og var klár í slaginn með syni sínum á öðrum keppnisdegi Íslandsmótsins í golfi.
w
S
48
GOLF.IS
X1900 Smíðabuxur með teygjanlegu efni
Gallabuxnaefni
Teygjanlegt efni í klofi Hnjápúðavasar
Teygjanlegt efni á kálfum
www.sindri.is/vinnuföt / sími 567 6000 Skútuvogi 1 - Reykjavík I Smiðjuvegi 1 - Kópavogi
55 Íslandsmót í röð – Björgvin Þorsteinsson heldur áfram að skrifa golfsöguna Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, hélt áfram að skrifa golfsöguna á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum 2018. Björgvin lék á sínu 55. Íslandsmóti og hefur hann ekki misst úr eitt mót frá árinu 1964 þegar hann hóf ferilinn 11 ára gamall. Svo skemmtilega vill til að árið 1964 fór Íslandsmótið einnig fram í Vestmannaeyjum. Björgvin segir í samtali við golffréttavefinn kylfingur.is að hann hafi flogið með DC3 flugvél til Eyja frá Reykjavík. „Við tókum smá sveig framhjá Surtsey sem hafði ekki lokið sér af í því gosi. Það var mjög eftirminnilegt. Ég var ellefu ára og varð þriðji í unglingaflokki. Þá var völlurinn 9 holur. Ég lék í tékkneskum strigaskóm og það voru reyndar allir í strigaskóm nema einn sem var í golfskóm og einn til viðbótar í stígvélum,“ sagði Björgvin léttur í bragði. Björgvin náði ekki að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum á Íslandsmótinu 2018. Hann lék á 76 og 80 höggum. Björgvin er eins og áður segir sexfaldur Íslandsmeistari en hann sigraði fyrst árið 1971 og var síðan ósigrandi á árunum 1973–1977 þegar sem hann vann fimm Íslandsmeistaratitla í röð.
F
ge Þ S
4W
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi 55 Íslandsmót í röð
F
ÖFLUGUR SUZUKI S-CROSS BEINSKIPTUR, SJÁLFSKIPTUR OG FJÓRHJÓLADRIFINN
Fjórhjóladrifinn Suzuki S-Cross - meiri veghæð, nýjar öflugar- og sparneytnar vélar gera frábæran bíl enn skemmtilegri og til í hvað sem er. Þú kemst alla leið! Suzuki S-Cross er með ríkulegan staðalbúnað.
KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!
4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
Eimskipsmótaröðin 2017–2018
Tvöfaldur sigur hjá Keili á KPMG-Hvaleyrarbikarnum Kylfingar úr Keili stóðu uppi sem sigurvegarar á KPMG-Hvaleyrarbikarnum sem fram fór dagana 20.–22. júlí. Mótið er hluti af Eimskipsmótaröðinni, mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Henning Darri Þórðarson úr Keili hafði betur í bráðabana um sigurinn gegn Kristjáni Þór Einarssyni úr GM.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði í kvennaflokki og var sigur hennar öruggur. Guðrún Brá var með fjögurra högga forskot í kvennaflokknum fyrir lokahringinn. Hún bætti við það forskot og sigraði með sex högga mun á +4 samtals. Guðrún Brá lék jafnt golf alla þrjá keppnisdagana (72-73-72). Berglind Björnsdóttir úr GR varð önnur á +10 og Anna Sólveig Snorradóttir úr GK varð þriðja á +13 samtals. Rúnar Arnórsson úr Keili var á -3 samtals og hafði eins höggs forskot á Henning Darra fyrir lokahringinn. Þegar upp var staðið voru Henning Darri og Kristján Þór jafnir á -4 og þurfti bráðabana til að knýja fram úrslitin. Henning fékk par á 18. brautina en Kristján Þór tapaði höggi og lék á skolla. Rúnar Arnórsson varð þriðji á -3 samtals og Birgir Björn Magnússon varð þriðji á -2. Sigurinn var stór áfangi fyrir Henning því þetta er í fyrsta sinn sem hann er á verðlaunapalli á Eimskipsmótaröðinni og þar með fyrsti sigur hans á mótaröð þeirra bestu.
KVENNAFLOKKUR, KPMG-HVALEYR
ARBIKARINN:
3-72) 217 högg (+4) 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (72-7 högg (+10) 223 ) 2. Berglind Björnsdóttir, GR (74-75-74 226 högg (+13) ) 6-73 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (77-7 högg (+14) 227 ) 8-73 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-7 högg (+18) 231 ) 3-75 5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (83-7
IKARINN:
KARLAFLOKKUR, KPMG-HVALEYRARB
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
) 209 högg (-4) 1. Henning Darri Þórðarson, GK (69-71-69 högg (-4) 209 ) 2. Kristján Þór Einarsson, GM (72-71-66 . bana *Henning sigraði á fyrstu holu í bráða högg (-3) 3. Rúnar Arnórsson, GK (69-70-71) 210 ) 211 högg (-2) 1-68 4. Birgir Björn Magnússon, GK (72-7 ) 212 högg (-1) 7-69 5. Ingvar Andri Magnússon, GKG (76-6 (par) högg 213 ) 6. Andri Þór Björnsson, GR (74-71-68 214 högg (+1) ) 8-69 (77-6 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (+2) högg 215 ) 2-69 8. Björn Óskar Guðjónsson, GM (74-7 (+2) högg 215 ) 1-70 9. Daníel Ísak Steinarsson, GK (74-7 5-73) 216 högg (+3) 10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (68-7
Taktu inn góðgerla ef þú finnur fyrir eftirfarandi einkennum
Síþreytu . Uppþembu . Meltingartruflunum . Sveppasýkingu . Candida . Kláða á kynfærum . Niðurgangi . Harðlífi . Magakrampa . Bakflæði . Fæðuóþoli . Exemi . Háu kólesteróli . Vægri matareitrun . Skertu ónæmiskerfi eftir langvarandi flensu . Gott að taka samhliða sýklalyfjakúr
HVAÐA TEGUND HENTAR ÞÉR BEST? Gr8- Dophilus
Átta mismunandi vinveittir góðgerlar sem efla og styðja við heilbrigða meltingarflóru. Styrkja ónæmiskerfið. Innihalda prebiotics (FOS), sem næra góðu bakteríurnar sem eru fyrir í þörmunum. Hylkin eru húðuð og opnast því í þörmunum. Þau þurfa ekki kælingu og eru því hentug í ferðalagið eða veskið. VEGAN
Probiotic Defence
Þrettán mismunandi vinveittir góðgerlar í bland við græna fæðu sem styðja við heilbrigða þamaflóru. Innihalda einnig prebiotics (FOS), sem hafa það hlutverk að næra góðu bakteríurnar sem eru fyrir í þörmunum. VEGAN
Probiotic - 10 (25 Billion – 50 Billion – 100 Billion)
Tíu mismunandi vinveittir góðgerlar í miklum styrkleika sem styðja við heilbrigða þarmaflóru. Henta dagsdaglega og þeim sem þjást af meltingarvandamálum eins og niðurgangi og sveppasýkingu, Candida og bakflæði. Veldu styrkleika eftir því hversu lengi vandamálið hefur varað. VEGAN
Clinical GI Probiotic
Níu mismunandi vinveittir góðgerlar sem eru sérstaklega öflugir fyrir meltingarveginn og til að minnka uppþembu. Styður við heilbrigða meltingarflóru. Þarf ekki kælingu og því hentugur í ferðalagið eða veskið. Hentugt fyrir 50+. VEGAN
Women’s Probiotic
Þrír mismunandi vinveittir góðgerlar sem eru sérstaklega góðir fyrir konur. Gerlarnir taka sér bólfestu á viðkvæmum svæðum kvenna og styðja við eðlilegt sýrustig. Styðja einnig við heilbrigða þarmaflóru og ónæmiskerfi. Henta dagsdaglega og með öðrum góðgerlum. VEGAN
Berry dophilus
Blanda 10 mismunandi vinveittra góðgerla sem styðja við heilbrigða þarmaflóru barna. Hentar vel fyrir börn á sýklalyfjakúr. Er á tuggotöflu formi, sætt með xylitol og því ekki slæmt fyrir tennur. Geymist í kæli.
Eimskipsmótaröðin:
Guðmundur Ágúst og Helga
sigruðu á Securitasmótinu í GR-bikarnum Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Helga Kristín Einarsdóttir, GK sigruðu á Securitasmótinu ı GR-bikarnum á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór í Grafarholti. Mótið var jafnframt lokamót keppnistímabilsins 2017-2018 á mótaröð þeirra bestu. Skorið hjá Guðmundi var stórkostlegt en hann lék hringina þrjá á -14 samtals en til samanburðar er mótsmetið á Íslandsmótinu í golfi -12 en þar eru leiknir fjórir 18 holu hringir. Skorið á þriggja daga móti á Eimskipsmótaröðinni er samkvæmt bestu heimildum Golf á Íslandi það besta frá upphafi. Vallarmetið á Grafarholtsvelli af hvítum teigum var bætt tvívegis með stuttu millibili á öðrum keppnisdegi. Axel Bóasson, Íslandsmeistari úr Keili, gaf tóninn með því
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin
að leika á 65 höggum eða -6. Fyrra metið var 66 högg sem Þórður Rafn Gissurarson og Birgir Leifur Hafþórsson áttu. Guðmundur Ágúst var í miklu stuði á öðrum keppnisdeginum og reif vallarmetið af Axel. Guðmundur Ágúst lék á 63 höggum þar sem hann fékk alls 9 fugla og einn skolla. Helga Kristín bætti sig um 10 högg á milli keppnisdaga og lék best þegar mest á reyndi
í harðri baráttu gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, Íslandsmeistara úr Keili. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Helgu Kristínar á mótaröð þeirra bestu – en hún tapaði í bráðabana um sigurinn á Símamótinu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Guðmundur Ágúst fékk 250.000 kr. í verðlaunafé þar sem hann er atvinnukylfingur en Helga Kristín fékk 70.000 þar sem hún er áhugakylfingur.
SECURITASMÓTIÐ I GR BIKARINN Lokastaðan í karlaflokki: 1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (67-63-69) 199 högg (-14) 2. Axel Bóasson, GK (70-65-69) 204 högg (-9) 3. Rúnar Arnórsson, GK (68-72-67) 207 högg (-6) 4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-70-68) 209 högg (-4) 5.–6. Ólafur Björn Loftsson, GKG (70-70-70) 210 högg (-3) 5.–6. Andri Þór Björnsson, GR (70-70-70) 210 högg (-3) 7. Andri Már Óskarsson, GHR (70-72-69) 211 högg (-2) 8. Kristófer Orri Þórðarson, GKG (70-71-71) 212 högg (-1) Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (68-80-70) 218 högg (+5) 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (75-72-72) 219 högg (+6) 3.–4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (80-71-71) 222 högg (+9) 3.–4. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (77-72-73) 222 högg (+9) 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78-75-77) 230 högg (+17)
UPPHAFIÐ AÐ STÓRKOSTLEGRI MÁLTÍÐ Maille Dijon Originale sinnep, síðan 1747 Meals, Maille, Memories.
Hvar er Ásta Birna Magnúsdóttir að gera í lífinu?
Sló fyrstu höggin á Djúpavogi „Ég er mjög stolt af því að geta sagt að ég komi frá Djúpavogi. Á sínum tíma þegar ég var að byrja í golfi var ekki mikið um að fólk á Djúpavogi væri að spila golf – og ég er því mjög ánægð að hafa fengið tækifæri að prófa golfið á þessum stað á þessum tíma,“ segir Ásta Birna Magnúsdóttir í samtali við Golf á Íslandi.
Ásta Birna var á árum áður einn besti kylfingur Íslands í kvennaflokki en hún hefur ekki sagt skilið við íþróttina og leikur í sterkri deild í Þýskalandi þar sem hún er búsett. „Ég flutti til Þýskalands árið 2009, nánar tiltekið til Lippstadt. Ég hóf nám í sjúkraþjálfun haustið 2009 og lauk því 2013. Síðan ég lauk náminu hef ég starfað sem sjúkraþjálfari á sjúkrahúsinu hér í Lippstadt og ég gef mér enn tíma í keppnisgolfið þegar ég get.“ Ásta Birna vakti mikla athygli á sínum tíma hér á Íslandi fyrir árangur sinn í barna- og unglingaflokkum. Ekki síst fyrir þá staðreynd að hún hóf ferilinn á Djúpavogi þar sem lítið var um kylfinga og áhuginn ekki mikill á íþróttinni. Ásta varð m.a. Íslandsmeistari í holukeppni árið 2008 og sigraði á mótum á Eimskipsmótaröðinni.
LÆRÐI AF ÞEIM ELDRI „Golfvöllurinn var í botni Hamarsfjarðar eða í 10 km fjarlægð frá bænum. Það var því frekar mikið mál að komast á völlinn. Ég var bara í golfi á sumrin og til að byrja með fór ég með golfsettið á bak við húsið heima. Þar var lítill leikvöllur og ég byrjaði bara á því að slá boltana upp í klettana. Strákarnir sem voru að leika sér þarna fengu áhuga og upp úr því fóru þeir að spila golf,“ segir Ásta Birna en hún keppti á sínu fyrsta meistaramóti þegar hún var tíu ára gömul. „Ég man vel eftir því móti. Ég var eini krakkinn sem spilaði og ég fékk að leika með konunum. Þær voru mjög glaðar að fá mig í hópinn og það gladdi þær að ég vann þær í keppninni þegar ég lék níu holur á 72 höggum.“
Þeir bestu velja TaylorMade
Áhuginn fór vaxandi hjá Ástu Birnu á þessum tíma og hún lék mest með eldri kylfingum á Djúpavogi og lærði margt af því. „Frændi minn var á kafi í golfinu á þessum tíma og hann reif starfið upp með dugnaði sínum. Ef ég man rétt þá voru um 30–40 í klúbbnum á þessum tíma sem var mikið miðað við stærð samfélagsins. Það komu kylfingar frá Austfjörðum í mót hjá okkur og þetta var skemmtilegur tími. Ég spilaði mest með frænda mínum og vinum hans. Ég vildi vinna þá og keppnisskapið var til staðar hjá mér. Það voru aldrei neinar æfingar, ég spilað bara golf og keppti þegar ég gat á unglingamótaröð sem var í gangi á Austurlandi á þessum tíma,“ segir Ásta Birna. Hún bendir á að þegar áhuginn á golfi á Djúpavogi fór vaxandi hafi verið sett upp 200 metra langt æfingasvæði með púttflöt. „Það breytti miklu fyrir okkur krakkana. Við hittumst oft á kvöldin til að slá á þessu svæði. Það var mjög þægilegt að geta gengið með settið stutta vegalengd til að æfa sig.“
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
S
LEIKUR Í EFSTU DEILD Í ÞÝSKALANDI
BÍLDSHÖFÐA 9 www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
58
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sló fyrstu höggin á Djúpavogi
Eins og áður segir er Ásta Birna búsett í Þýskalandi. Hún leikur fyrir Golfclub Hubbelrath í 1. deild í Bundesligunni þar sem hún rifjar upp gamla keppnistakta. „Ég byrjaði að keppa með klúbbnum hér í Lippstadt en ég náði engum framförum á þeim tíma. Við komumst upp í 2. deild sem var mikil reynsla fyrir okkar lið. Við féllum síðan með minnsta mun eða einu höggi. Í lok ársins 2016 fór ég í Golfclub Hubbelrath, við spilum í 1. Bundesligu norður og erum eins og er í 3. sæti. Planið er að ná 2. sæti í lok tímabilsins til þess að komast inn í lokakeppnina um meistaratitilinn. Í lokakeppninni koma saman tvö bestu liðin úr norður- og suðurdeildinni. Keppnin er svipuð og á Íslandsmóti golfklúbba heima á Íslandi. Ég hef einnig tekið þátt á 3–4 alþjóðlegum mótum á ári, í Hollandi, Skotlandi, Danmörku og hér í Þýskalandi, Ásta hefur lítið getað komið til Íslands að spila vegna vinnu og verkefna með félagsliði sínu í Þýskalandi. „Ég kom heim 2013 og keppti á Íslandsmótinu. Ég hefði ekkert á móti því að koma oftar, en maður er víst ekki með óendanlegt magn af frídögum og svo er kostnaðurinn ekki svo lítill. Mér finnst alltaf gaman að fylgjast með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Valdísi Þóru Jónsdóttur. Það er einnig gaman að Guðrún Brá Björgvinsdóttir er að bætast í hópinn, svo fylgist ég líka smá með Íslandsmótinu í golfi. Ég hefði ekkert á móti því að koma heim í Íslandsmótið en helgina sem mótið er haldið er ég alltaf með liðinu mínu í keppnisferð. Það er ekki svo vel séð ef ég mæti ekki,“ sagði Ásta Birna Magnúsdóttir.
N
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
STÓRKOSTLEGIR GOLFVELLIR Í ÆVINTÝRALEGU UMHVERFI
GOLF OG SÓL
ÆVINTÝRAEYJAN LA GOMERA 06. - 13. febrúar 13. - 20. febrúar 20. - 27. febrúar 27. - 06. mars Heimsklassa golfvöllur með stórkostlegt útsýni yfir Atlandshafið
MAROKKÓ OG KANARÍ
224.900 á mann í tve ggja manna herb ergi
UFLUG
IG BEINT LE verð frá
269.900 á mann í tvíb
TVEIR VAL
ýli
KOSTIR
AGADIR - LEYNDUR DEMANTUR MAROKKÓ 9 nætur og 8 golfhringir á glæsilegu kynningarverði
25.okt - 03.nóv 28. jan - 06. feb 2019
Nánari upplýsingar um ferðina :
595 1000 . heimsferdir.is . arnipall@heimsferdir.is
– fáðu meira út úr fríinu
Notar þú golfbolta
sem hentar þínum leik
?
ÚTBÚNAÐUR
Það eru til ótalmargar tegundir og gerðir af golfboltum. Úrvalið er mikið og mörgum finnst ruglingslegt og flókið að vita hvaða golfbolti hentar best. Margir kylfingar nota þann bolta sem er efstur í boltahrúgunni í golfpokanum eða bara þann sem þeir finna úti á vellinum. Golfsérfræðingar eru allir sammála um að rétt val á golfbolta sé einn mikilvægasti þátturinn í því að ná enn lengra í golfíþróttinni. Úrvalið er það mikið að hver kylfingur ætti að finna þann sem hentar best. Stærstu golfboltaframleiðendur heims eru allir með útbúnað og tækni til að mæla hvaða golfbolti hentar hverjum og einum. Og hér á landi er hægt að fara í slíkar mælingar - m.a. hjá golfkylfur.is hjá Keili í Hafnarfirði. Slíkar mælingar nýtast öllum kylfingum og skiptir þá engu máli hver geta þeirra er. Oftar en ekki breyta slíkar mælingar meiru hjá þeim sem eru með hærri forgjöf en hjá þeim sem eru með lægri forgjöf. Boltaframleiðendur eru með mismunandi aðferðir við að mæla hvaða bolti hentar. Niðurstaðan er án efa sú sama - upplýsingar um hvaða golfbolti það er sem hentar best.
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Útbúnaður
Sem dæmi má nefna að kylfingar hafa lengt upphafshögg sín um allt að 30 metra með því að velja rétta tegund af bolta. Golfboltinn er gríðarlega mikilvægur. Hann er eini útbúnaðurinn sem er notaður í hverju höggi. Það er því mikilvægt að spila með sömu tegund og gerð. Ennis Mydel, golfsérfræðingur hjá golf.se, segir m.a. að þeir kylfingar sem noti hvaða bolta sem er slái oft högg sem þeir rekja til slæmrar sveiflu eða mistaka. En í raun er það oft golfboltinn sem varð til þess að höggið var lélegt. Eins og áður segir er golfboltamarkaðurinn „frumskógur“ fyrir marga kylfinga. Sérfræðingar í golfverslunum landsins eru með þekkingu til beina kylfingum í rétta átt í valinu. Besti kosturinn er að fara í sérstaka golfboltamælingu og fá úr því skorið hvaða boltategund hentar best fyrir þinn leik.
Samkvæmt heimildum frá Bridgestonefyrirtækinu nota 75% af þeim kylfingum sem koma þangað í mælingu golfbolta sem hentar ekki þeirra leik. Heimild: golf.se
Nú geta allir verið með sjónvarp hjá Símanum! Sjónvarp Símans Premium er nú í boði fyrir öll nettengd heimili landsins, óháð því hvar þau eru með netið. Sæktu myndlykil í næstu verslun Símans og njóttu fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í þægilegu viðmóti.
TVIST SIM 11500
Svona á sjónvarp að vera. Fyrir alla.
Góðgerðarmót KPMG og Ólafíu
ikra e v g n a l g gja, féla r. – Umhyg k þrjár milljónir k barna fék
62
GOLF.IS
MEIRI AFKÖST
MEIRI BÚNAÐUR
MEIRI
Honda Civic er bíll sem er allt annað og meira. Hannaður sérstaklega fyrir þig, fjölskylduna og áhugamálin. Hann endurspeglar metnað okkar fyrir öryggi og tæknilegum yfirburðum. Staðalbúnaður í Civic er radartengdur skriðstillir, árekstrarvari, akgreinaaðstoð og handfrjáls símabúnaður svo dæmi séu tekin. Civic er skemmtilegur að aka, öruggur og áreiðanlegur með pláss fyrir flest, þó sérstaklega – þig og þína! Fullkomin blanda af krafti, sparneytni og gæðum. Komdu í heimsókn og prófaðu Honda Civic meira af okkar besta til þessa.
Honda Jazz verð frá kr. 2.540.000
Bernhard ehf
Honda Civic verð frá kr. 2.990.000
• Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ • Bílver, Akranesi • Höldur, Akureyri • Bragginn, Vestmannaeyjum
Honda HR-V verð frá kr. 3.870.000
Honda CR-V verð frá kr. 4.840.000
Góðgerðargolfmót Ólafíu Þórunnar og KPMG til styrktar Umhyggju – félagi langveikra barna tókst mjög vel. Mótið var haldið á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili miðvikudaginn 18. júlí. Góð stemning var meðal þátttakenda og fjölmörg fyrirtæki lögðu hönd á plóginn. Alls tóku 52 kylfingar þátt og skiptust þeir á að leika með LPGA-kylfingum og íslenskum afrekskylfingum. Fjórir LPGA-kylfingar komu til landsins til að taka þátt í mótinu, þær Alexandra Jane Newell, Allison Emrey, Cheyenne Woods og Madeleine Sheils, auk Ólafíu Þórunnar. Með þessu góðgerðarmóti söfnuðust þrjár milljónir króna til Umhyggju. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti,“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Góðgerðarmót KPMG og Ólafíu
Golfbuxurnar sem allir elska Okkar vinsælustu buxur undanfarin ár hjá körlum og konum. Eigum úrval í litum, bæði regular fit og slim fit.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Með augun á boltanum! Hafdís Alda Jóhannsdóttir, afrekskylfingur úr Keili Hafnarfirði, á ekki í vandræðum með að snúa vel upp á líkamann eins og sést á þessum myndum. Eflaust hefur Hafdís Alda heyrt það í gegnum tíðina að það sé gott að horfa á boltann í golfhögginu. Hafdís Alda verður seint sökuð um að líta af boltanum miðað við þessar myndir sem Golf á Íslandi tók af henni á 17. teig á Grafarholtsvelli á dögunum á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar, Securitasmótinu, þar sem keppt var um GRbikarinn.
66
GOLF.IS - Golf á Íslandi Með augun á boltanum!
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Nökkvi Gunnarsson PGA-golfkennari er yfirþjálfari hjá Nesklúbbnum og hefur starfað þar við golfkennslu frá árinu 2006. Nökkvi er höfundur bókarinnar „GæðaGolf“ sem kemur út í september 2018. Meðal námskeiða sem Nökkvi býður upp á eru AimPoint Express flatarlestur og Fluid Motion Factor hugarfarsþjálfun. Nökkvi er Trackman Professional og notar Trackman í allri einkakennslu. Nökkvi gefur lesendum Golf á Íslandi góð ráð í kennsluþætti frá PGA á Íslandi. „Stór hluti af því að ná að hámarka getu sína í stutta spilinu er að vera vel læs á hvaða högg er auðveldast að nota hverju sinni. Ef landslagið býður upp á að halda boltanum á jörðinni þá skaltu gera það, ekki lyfta boltanum að óþörfu. Ég notast við kerfi sem byggist upp á fimm mismunandi höggum sem raðað er upp eftir erfiðleika. Högg númer eitt er auðveldast og högg númer fimm erfiðast. Þegar ég kem að boltanum mínum athuga ég alltaf hvort högg númer eitt sé í boði, ef ekki þá högg númer tvö og svo koll af kolli. Hér á eftir förum við saman í gegnum alla þætti í 5 högga kerfinu.“
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla
– Nökkvi Gunnarsson PGA-golfkennari einfaldar leikinn í kringum flatirnar
KYLFINGAR HAFA TALAÐ. „Ég er kylfu lengri með járnunum.“
„Breytir öllu.“
„Hann er mjög mjúkur.“
„Þessi guli sést svo vel.“
„Hentar mínum leik fullkomnlega.“
„Þessi bolti er málið!“
KYNNUM TIL LEIKS TITLEIST AVX.™ ÓTRÚLEGAR LENGDIR. EINSTAKLEGA MJÚKUR. FRÁBÆR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR.
Frekari upplýsingar á titleist.co.uk
Pútt
Ef aðstæður leyfa skalt þú ekki hika við að nota pútterinn fyrir utan flöt. Ef grasið er snöggslegið og ekki mikið um ójöfnur eða annað sem getur haft áhrif á leið boltans þá mæli ég með að þú púttir. Dæmi um aðstæður þar sem púttað er utan flatar:
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla
Púttaðferð með blendingi eða brautartré
Ef þú þarft rétt að lyfta boltanum fyrsta spölinn td. yfir kylfufar, snarrót, vökvunarbúnað, léttan karga eða eitthvað annað er mjög árangursríkt að nota púttaðferð með blendingi eða brautartré. Þar sem að þessi kylfa er mun lengri en pútterinn skaltu grípa neðarlega á skaftið, jafnvel þannig að hendurnar fari niður fyrir gúmmíið. Síðan skaltu reisa skaft kylfunnar aðeins upp þannig að tá kylfunnar snerti grasið en hællinn ekki. Dæmi um aðstæður þar sem gott væri að pútta með brautartré eða blendingi.
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla
ENNEMM / SÍA / NM85689
HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI
Vipp Ég skilgreini vipp þannig að boltinn rúllar meira en hann flýgur. Í þetta högg er hægt að notast við flestar járnkylfur en algengast er að nota 7, 8, 9 og fleygjárn. Aðferðin er þannig að boltastaða er fyrir miðju eða hægra megin við miðju. Gripendi kylfunnar er yfir vinstra læri sem þýðir að skaftið hallar nokkrar gráður í höggstefnu. Líkamsþungi er meira á vinstri fæti.
Kylfunni er sveiflað lágt og inn á við í aftursveiflu.
Uppstilling fyrir högg númer þrjú Kylfunni er sveiflað lágt og í kringum líkamann í aftursveiflunni. Með þessu móti verður aðfallshorn kylfunnar í niðursveiflunni flatara og það hentar vel í þessu höggi því markmiðið er einungis að kylfan lendi aftan á boltanum.
Hendur eru örlítið framan við kylfuhausinn í höggstöðu.
Mikilvægt er að halda gripenda kylfunnar/höndum framan við kylfuhausinn í gegnum höggsvæðið. Ekki er verið að reyna að lyfta boltanum sérstaklega í þessu höggi heldur er það kylfuvalið og flái kylfunnar sem stjórnar.
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla
„Tækifærið er núna.“
Registered trademark licensed by Bioiberica
Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu
Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
Hærri vipp/pitch
Nú er boltinn farinn að fljúga meira og rúlla minna. Í þessu höggi er algengast að nota fleygjárn eða sandjárn. Aðferðin er þannig að boltastaða er í miðju eða örlítið vinstra megin við miðju og kylfuskaftið er lóðrétt eða hallar örlítið í höggstefnu. Í aftursveiflu notum við hendur og efri hluta líkamans. Neðri hluti líkamans er frekar passívur. Aftursveifla í pitch-höggi. Neðri hluti líkamans er frekar passívur. Í högginu sjálfu er kylfuhausinn meðvitað látinn taka fram úr höndum og honum fleytt eftir grasinu og undir boltann. Hægri höndin ætti að stjórna og hreyfingu hennar má líkja við það að kasta bolta undirhandar í átt að skotmarkinu. Mikilvægt er einnig að klára að snúa líkamanum í gegnum höggið þannig að efri hluti líkamans vísi í höggstefnu í lokastöðunni.
Kylfuhausinn hefur þegar tekið fram úr höndum í höggstöðu.
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla
Efri hluti lík amans vísa r í hö
ggstefnu í lo kastöðu.
ecco er stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
„Ég vel ecco því þeir eru einfaldlega þægilegastir“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur.
DÖMUR
BIOM HYBRID 3 25.995 KR.
ÚTSÖLUSTAÐIR
HERRAR
CASUAL HYBRID 17.995 KR.
BIOM HYBRID 3 22.995 KR.
BIOM HYBRID 3 26.995 KR.
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
BIOM G 2 31.995 KR.
Ecco - Kringlan · Steinar Waage - Smáralind · Skóbúðin Húsavík · Golfbúðin - Hafnarfirði · Golfskálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík · Nína - Akranesi · Skóbúð - Selfossi · Axel Ó. - Vestmannaeyjum · Skór.is - netverslun · Örninn - Reykjavík
Skilgreiningin á þessu höggi er að boltinn flýgur hátt og stöðvast svo mjög fljótt. Hér skaltu notast við þá kylfu sem mestan hefur fláa í settinu. Aðferðin er að öllu leyti eins og í höggi númer fjögur fyrir utan það að hér vísar þú líkamanum töluvert vinstra megin við höggstefnu. Kylfuhausnum er eftir sem áður miðað á skotmarkið og sveiflað í þá stefnu. Með þessu móti eykst fláinn á kylfuhausnum sífellt í gegnum höggsvæðið og því ætti boltinn að fljúga hærra en áður og stöðvast fyrr.
ðið.
um höggsvæ t sífellt í gegn
usnum eyks nn á kylfuha
Flái
Fætur, mjaðmir og axlir vísa vinstra megin við skotmarkið en kylfuhausinn á skotmark.
78
GOLF.IS - Golf á Íslandi PGA-golfkennsla
PIPAR \ TBWA
•
SÍA
•
142543
„Lobb“-högg
142543 •
SÍA •
PIPAR \ TBWA
Veldu rafgeymi sem hentar golfbílnum þínum. Rafgeymarnir frá Trojan eru traustir, öruggir og endingargóðir. Þeir hafa verið framleiddir frá árinu 1928 en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sínu sviði allar götur síðan.
TROJAN RAFGEYMARNIR – HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU
RÉTTUR RAFGEYMIR GETUR LAGAÐ FORGJÖFINA!
Kylfingar þekkja það öðrum betur að ef sveiflan á að vera í lagi þurfa allar aðstæður í kring að vera það líka. Það getur allt haft áhrif á forgjöfina; veðrið, dagsformið, félagarnir og rafgeymirinn – enda er fátt meira pirrandi úti á velli en hikstandi golfbíll.
Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Golfkennaraskólinn fer af stað í haust – Opið fyrir umsóknir í PGA-námið
Golfkennaraskólinn hefst í haust og lýkur að vori 2021. Kennt verður eftir nýju kerfi (European Education Level System) sem hefur verið þróað í nokkur ár af PGA í Evrópu. NÁMIÐ BYGGIST Á ÞREMUR ÞÁTTUM:
INNTÖKUSKILYRÐI:
■■
Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og geta lesið og skrifað á ensku. Hámarksforgjöf nemenda er 5,4 fyrir karla og 8,4 fyrir konur.
■■ ■■
Kennsla og þjálfun (Teaching and Coaching) Golfleikurinn (The Game) Iðnaðurinn (The Industry)
Námið er þriggja ára lotunám, það hefst í október 2018 og lýkur í maí 2021. Kennt verður í fjórum lotum á önn og fer kennslan ávallt fram frá föstudegi til sunnudags.
Nemendur þurfa að standast spilahæfni PGA golfkennaraskólans (Playing Ability Test). Krafa er gerð að leika tvo hringi í röð á hámark samtals 15 (karlar) eða 20 (konur) höggum yfir SSS vallar, leikið af hvítum (karlar) eða bláum (konur) teigum á mótum samþykktum af skólanefnd PGA (t.d. Eimskipsmótaröðinni).
Verð: 1.470.000 (490.000 kr. á ári) Umsóknarfrestur er til 30. september. Umsókn má finna á vef PGA á Íslandi (pga.is): Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Ólafi Birni Loftssyni, framkvæmdastjóra PGA á Íslandi, í gegnum netfangið olafur@pga.is PGA er alþjóðlegt vörumerki sem stendur fyrir Professional Golfers Association. Námið sem PGA golfkennaraskólinn á Íslandi býður upp á er viðurkennt af PGA í Evrópu og gefur alþjóðleg réttindi.
80
GOLF.IS
NETVERSLUN.IS
EINFALDAÐU LÍFIÐ Lenovo skólatölvur frá aðeins 29.900 kr.
Borgartúni 37, Reykjavík • Kaupangi, Akureyri • netverslun.is
Högg ársins? Hvernig fór Björn Þór Hilmarsson að þessu?
Golfklúbburinn Jökull frá Ólafsvík er ekki fjölmennasti golfklúbbur landsins – en karlalið GJÓ hefur á undanförnum árum verið í fremstu röð á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. GJÓ hélt sæti sínu á meðal þeirra bestu á Íslandsmótinu í 1. deild sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Á því móti voru mörg stórkostleg golfhögg slegin og Björn Þór Hilmarsson átti eitt af þeim allra bestu. Þegar ljósmyndari Golf á Íslandi var við fjórðu flötina á Garðavelli sló Björn Þór inn á flöt á par 5 holunni. Höggið var aðeins of langt og boltinn endaði í mjög háu grasi fyrir aftan flötina. Við getum eiginlega kallað þetta svæði bara „drasl“ og myndirnar segja allt sem segja þarf. Það rétt sást í boltann, Björn Þór virti aðstæður aðeins fyrir sér, lét vaða með fleygjárninu og kom boltanum út úr „draslinu“ og inn á flötina. Hann náði að halda jöfnu á þessari holu og gekk Björn Þór afar sáttur af flötinni.
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi Högg ársins?
Volta
Vöðva eða liðverkir? Voltaren Gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi
Voltaren Gel - njótum þess að hreyfa okkur Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Voltaren_Gel A4.indd 1
31/03/2017 12:00
Dagur í sviðljósinu með Tiger
– Íslenski kylfingurinn var tvívegis með boltann frá Tiger fyrir framan sig 84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Tiger Woods vekur alltaf mikla athygli þar sem hann mætir til leiks. Bandaríkjamaðurinn var umkringdur áhorfendum þegar hann sló þetta eftirminnilega högg á Valspar-mótinu á PGA-mótaröðinni í mars á þessu ári. Dagur Ebenezersson, afrekskylfingur úr GM, var á réttum stað þegar Tiger sló þetta högg. Dagur er dökkhærði maðurinn í gráu peysunni og svörtu buxunum sem heldur á símanum að taka upp höggin á myndunum með þessari grein. „Ég var staddur á Valspar ásamt vini mínum á fyrsta keppnisdeginum. Við fylgdumst með Tiger Woods á fyrstu þremur holunum en sáum lítið fyrir mannfjöldanum sem fylgdi honum. Við færðum okkur yfir á fjórðu holuna þar sem hann sló yfir flötina og boltinn fór næstum því í mig. Boltinn stoppaði beint fyrir framan mig og var því á myndinni sem var tekin þar,“ segir Dagur við Golf á Íslandi en hann var ekki hættur að koma sér í myndarammann með Tiger Woods. „Fyrir þremur árum var ég einnig á þessu móti. Þá sá ég Ernie Els brjóta kylfu þegar hann sló boltann upp við tré á 16. braut. Þessi braut er það þröng að flestir kylfingar slá hreinlega inn í trén vinstra megin við brautina. Þegar ég var á 16. braut fór ég með vin minn að þessu tré og sagði honum söguna af Ernie Els. Á því augnabliki kemur boltinn hans Tigers Woods beint að okkur og stoppar við fæturna á okkur aftur. Við vorum því í sömu stöðu og áður, með Tiger Woods beint fyrir framan okkur að slá bolta við tré. Þetta er eitthvað sem maður gleymir aldrei,“ segir Dagur en hann var að útskrifast úr bandaríska háskólanum Catawba College í vor. GOLF.IS
85
Ingvar og Hulda
á ÓL ungmenna í Argentínu
Ingvar Andri Magnússon (GKG) og Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) leika fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikum ungmenna, YOG, sem fram fara í Buenos Aires í Argentínu 2018. Ingvar Andri og Hulda Clara verða fyrstu íslensku kylfingarnir sem keppa í golfi á móti sem tengist Ólympíuleikunum. Ólympíuleikar ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) eru ætlaðir fyrir
ungt afreksfólk í íþróttum á aldrinum 14 til 18 ára. Keppt er í mörgum greinum og skiptast leikarnir í sumarleika og vetrarleika eins og Ólympíuleikar fullorðinna.
FIMLEIKAR Martin Bjarni Guðmundsson keppandi – fjölþraut drengja Róbert Kristmannsson flokksstjóri/þjálfari
FRJÁLSÍÞRÓTTIR Elísabet Rut Rúnarsdóttir keppandi – sleggjukast Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppandi – 200 m hlaup Valdimar Hjalti Erlendsson keppandi – kringlukast Brynjar Gunnarsson flokksstjóri/þjálfari
GOLF Hulda Clara Gestsdóttir keppandi – einstaklings- og parakeppni
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ingvar og Hulda á ÓL ungmenna í Argentínu
Hugmyndina á Jacues Rogge forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar og var hún kynnt til sögunnar árið 2001. Árið 2007 var ákveðið að koma á fót Ólympíuleikum ungmenna. Fyrstu sumarleikarnir fóru fram í ágúst 2010 í Singapúr og fyrstu vetrarleikarnir fóru fram í janúar 2012 í Austurríki. Ísland hefur átt þátttakendur á leikunum frá upphafi. Á Ólympíuleikum ungmenna (The Youth Olympic Games, YOG) er keppt í íþróttagreinum þeirra alþjóðasérsambanda sem eru með keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Aldur keppenda er 14–18 ára. Markmið leikanna er að sameina besta unga íþróttafólk heims í keppni og leik við bestu hugsanlegar aðstæður. Boðið er upp á öfluga kynningu á Ólympíuhugsjóninni og áhersla lögð á að þróa menntun og mat á ólympískum gildum auk þess að ræða um þær ógnanir sem steðja að samfélaginu í dag. Þá er markmiðið að kynna enn frekar íþróttir ungmenna og efla þátttöku í íþróttastarfi á heimsvísu. Á leikunum er keppt í 32 íþróttagreinum, bæði hefðbundnum sem og nýstárlegri greinum. Í fyrsta sinn á ólympískum viðburði eru jafn margir kvenkyns og karlkyns keppendur. Eftirtaldir keppendur og flokksstjórar/þjálfarar hafa verið tilnefndir til þátttöku í leikunum fyrir hönd síns sérsambands:
Ingvar Andri Magnússon keppandi – einstaklings- og parakeppni Jussi Pitkanen flokksstjóri/þjálfari
SUND Brynjólfur Óli Karlsson keppandi – 50 og 200 m baksund Karen Mist Arngeirsdóttir keppandi – 100 m bringusund Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppandi – 50, 100 og 200 m skriðsund Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir flokksstjóri/þjálfari Aðalfararstjóri á leikunum fyrir hönd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands verður Örvar Ólafsson.
Vínylparket, nýtt og spennandi gólfefni
Hjá Parka færð þú gólfefni sem hentar þér. Við kynnum nýjung hjá okkur í gólfefnum. Vínylparket er ótrúlega slitsterkt, vatnsþolið og er mjög viðhaldslítið. Efnið er ótrúlega mjúkt og fæst bæði með fallegri viðaráferð í plönkum eða með náttúrusteins áferð í flísum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
var það!
Spurningin er: Á hvaða braut og á hvaða golfvelli er þessi mynd tekin?
Svar: Á 17. braut á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni.
Blautt
Golfsumarið 2018 fer í sögubækur á Íslandi hvað veðurfarið varðar. Á SV-hluta landsins rigndi látlaust í margar vikur í júní og júlí. Á sama tíma lék veðrið við kylfinga á Norður- og Austurlandi. Þessi mynd er táknræn fyrir golfsumarið 2018 hjá þeim kylfingum sem léku hvað mest á SV-horni landsins. Boltinn er á miðri braut eftir rúmlega 200 metra upphafshögg.
VOR
VOR 89270 Lif og sjuk A4 heilsidu golfbladid.indd 2
27.08.2018 17:01
Mikil spenna Íslandsbankamótaröðin: Keppnistímabilinu á Íslandsbanka mótaröð unglinga lauk með formlegum hætti sunnudaginn 26. ágúst sl. Fimmta mót tímabilsins fór fram á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagana 24.-26. ágúst. Keppt var í fjórum aldursflokkum hjá piltum og þremur aldursflokkum hjá stúlkum. Mótið var það fimmta á keppnistímabilinu.
Úrslit urðu eftirfarandi: 19–21 ÁRS: 1. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV (74-76-78) 228 högg (+15) 2. Sigurður Már Þórhallsson, GR (87-76-77) 240 högg (+27) 3. Atli Már Grétarsson, GK (89-78-82 ) 249 högg (+36)
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Daníel Ingi, Sigurður Már og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
17–18 ÁRA:
15–16 ÁRA:
1. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR (68-72-71) 211 högg (-2) 2. Elvar Már Kristinsson, GR (73-69-71) 213 högg (par) 3. Viktor Ingi Einarsson, GR (74-69-76) 219 högg (+6) 4. Jón Gunnarsson, GKG (78 -71-75) 224 högg (+11) 5. Aron Emil Gunnarsson, GOS (78-75-74) 227 högg (+14)
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (71-73) 144 högg (+2) *Sigurður Arnar sigraði eftir bráðabana. 2. Sveinn Andri Sigurpálsson, GS (70-74) 144 högg (+2) 3. Lárus Ingi Antonsson, GA (77-75) 152 högg (+10) 4. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (78-76) 154 högg (+12) 5.–6. Svanberg Addi Stefánsson, GK (81-74) 155 högg (+13) 5.–6. Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG (75-80) 155 högg (+13)
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Viktor Ingi, Sigurður Bjarki, Elvar Már og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/ Helga
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (79-87-76) 242 högg (+29) *Heiðrún Anna sigraði eftir bráðabana. 2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (77-80-85) 242 högg (+29) 3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG (84-84-78) 246 högg (+33)
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Anna Júlía, Heiðrún Anna, Dagný Eik og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurður Arnar, Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
1. Lovísa Ólafsdóttir, GR (84-86) 170 högg (+28) 2. Ásdís Valtýsdóttir, GR (89-83) 172 högg (+30) 3. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM (87-96) 183 högg (+41)
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Ásdís, Lovísa, Kristín Sól og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
á lokamótinu á Leirdalsvelli 14 OG YNGRI: 1. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (76-72) 148 högg (+6) 2. Ísleifur Arnórsson, GR (77-73) 150 högg (+8) 3. Óskar Páll Valsson, GA (76-75) 151 högg (+9) 4. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (78-76) 154 högg (+12) 5. Róbert Leó Arnórsson, GKG (80-76) 156 högg (+14)
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (73-82) 155 högg (+13) 2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (82-86) 168 högg (+26) 3.-4. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR (85-84) 169 högg (+27) 3.-4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG (83-86) 169 högg (+27) 5. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (89-81) 170 högg (+28)
Frá vinstri. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Dagur Fannar, Ísleifur og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, María Eir, Perla Sól, Bjarney Ósk, Brynja Valdís og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/ Helga
Íslandsbankamótaröðin 2018
Stigameistarar krýndir á lokahófi
Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram strax að loknu fimmta og síðasta móti tímabilsins á mótaröð yngri afrekskylfinga Íslands. Alls voru sjö stigameistarar krýndir á lokahófinu sem fram fór í íþróttamiðstöð GKG. Efnilegustu kylfingar Íslandsbankamótaraðarinnar voru útnefndir. Það eru þau Birgir Björn Magnússon, GK, og Hulda Clara Gestsdóttir, GKG. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ fékk góða aðstoð við að veita viðurkenningar á lokahófinu.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
Íslandsmeistararnir úr Keili og atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson tóku þátt í að afhenda verðlaunin. Vilhelm Þorsteinsson var fulltrúi Íslandsbanka – aðalsamstarfsaðila GSÍ á þessari mótaröð undanfarin misseri.
Þrír efstu á stigalista Íslandsbankamótaröðinni 2018: 14 ÁRA OG YNGRI: 1. Dagur Fannar Ólafsson, GKG 6325,00 stig 2. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 5367,50 stig 3. Jóhannes Sturluson, GKG 5240,00 stig
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 7552,50 stig 2. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 6615,00 stig 3. María Eir Guðjónsdóttir, GM 6332,50 stig
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Jóhannes Sturluson, Dagur Fannar Ólafsson, Bjarni Þór Lúðvíksson, Axel Bóasson og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Nína Margrét Valtýsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
15–16 ÁRA: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 6685,00 stig 2. Lárus Ingi Antonsson, GA 6050,62 stig 3. Sveinn Andri Sigurpálsson, GS 5492,00 stig
1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 6210,00 stig 2. Ásdís Valtýsdóttir, GR 5315,00 stig 3. Kinga Korpak, GS 5057,50 stig
Frá vinstri. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurður Arnar Garðarsson, Axel Bóasson og Vilhelm Þorsteinsson. Á myndina vantar Lárus Inga Antonsson og Svein Andra Sigurpálsson.
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Ásdís Valtýsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Á myndina vantar Andreu Ýr Ásmundsdóttur og Kingu Korpak. Mynd/Helga
Þrír efstu á stigalista Íslandsbankamótaröðinni 2018: GOLF.IS
93
Þrír efstu á stigalista Íslandsbankamótaröðinni 2018: 17–18 ÁRA: 1. Viktor Ingi Einarsson, GR 6162,50 stig 2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 6100,00 stig 3. Kristófer Karl Karlsson, GM 5275,00 stig
1. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 7220,00 stig 2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG 6122,50 stig 3. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 5325,00 stig
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurður Bjarki Blumenstein, Viktor Ingi Einarson, Kristófer Karl Karlsson, Axel Bóasson og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Sigurður Bjarki Blumenstein, Viktor Ingi Einarson, Kristófer Karl Karlsson, Axel Bóasson og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Mynd/Helga
19–21 ÁRS: 1. Kristófer Orri Þórðarson, GKG 4130,00 stig 2. Birgir Björn Magnússon, GK 4120,00 stig 3. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG 3382,50 stig
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson, Kristófer Orri Þórðarson, Ragnar Áki Ragnarson, Axel Bóasson og Vilhelm Þorsteinsson frá Íslandsbanka. Á myndina vantar Birgi Björn Magnússon. Mynd/Helga
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsbankamótaröðin
Frá vinstri: Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Hulda Clara Gestsdóttir – efnilegasti kylfingur Íslandsbankamótaraðarinnar 2018 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd/Helga
isson forseti GSÍ, Björgvin Frá vinstri. Haukur Örn Birg tók við viðurkenningunni sem i Keil frá Sigurbergsson nússonar – efnilegasta fyrir hönd Birgis Björns Mag aðarinnar 2018 og Axel ótar kam ban kylfings Íslands Bóasson. Mynd/Helga
— Best að nota appið Hafðu appið okkar alltaf innan seilingar og vertu þar sem ánægðustu viðskiptavinir í bankaþjónustu á Íslandi eru.
@islandsbanki
Borgaðu reikningana hvar sem er
440 4000
Stafrænar lausnir Íslandsbanka
islandsbanki.is
Þú finnur Íslandsbankaappið í Apple Store og Google Play Store
okkar á milli“
96
GOLF.IS
Hjónin Sigurður Sigurðsson og Ingibjörg Eiríksdóttir skemmta sér vel saman í golfíþróttinni
Ég gat ekkert. Væntingarnar voru þær að golf væri auðveld íþrótt. Ég reyndi því að koma mér undan því að byrja aftur en Sigurður sá við mér. Hann gaf mér golfsett í jólagjöf og ég fór í golfkennslu ...
Sigurður og Ingibjörg fá útrás fyrir keppnisskapið í golfinu. Golf á Íslandi fylgdist með þeim hjónum í skemmtilegri keppni þeirra á milli á El Plantio sem er vinsælt golfsvæði á Spáni rétt við flugvöllinn í Alicante. Viðtalið var tekið á æfingasvæðinu á El Plantio þar sem Sigurður var að slá úr sér „hrollinn“ og ná tökum á upphafshöggunum. Ingibjörg var ekkert að stressa sig á æfingasvæðinu og gaf sér meiri tíma í að svara spurningunum á meðan Sigurður var að fínpússa sveifluna. Sigurður er 57 ára verkfræðingur og Ingibjörg 56 ára hjúkrunarfræðingur. Þau eru félagsmenn í Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbi Öndverðarness. Upphafið – hvenær byrjuðu þið í golfi? Ingibjörg: „Ég viðurkenni það alveg að mér fannst golfið ekkert spennandi þegar ég fór með Sigurði í fyrsta sinn að prófa. Ástæðan var einföld. Ég gat ekkert. Væntingarnar voru þær að golf væri auðveld íþrótt. Ég reyndi því að koma mér undan því að byrja aftur en Sigurður sá við mér. Hann gaf mér golfsett í jólagjöf og ég fór í golfkennslu árið 2006 hjá Björgvini Sigurbergssyni. Það var góður andi sem sveif þar yfir, mér leið vel og þetta var góð leið til að byrja í golfinu,“ segir Ingibjörg en hún man eftir högginu sem varð til þess að golfið varð áhugavert. „Ég var á golfvellinum við Ljósafoss. Ég var bara að prófa með góðum vinum
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Alltaf keppni okkar á milli“
okkar. Þar hitti ég svakalega gott högg með 3-trénu. Boltinn flaug af stað og það sló þögn á mannskapinn. Tilfinningin var góð og hvatti mig áfram. Frá þeim tíma hefur 3-tréð verið mín uppáhaldskylfa.“ Sigurður: „Ég byrjaði að vinna hjá Íslenskum aðalverktökum árið 2003. Ég sá strax að ég þyrfti að byrja í golfi ef ég ætlaði mér að vera með í kaffistofuspjallinu. Afrekskylfingurinn og Íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson var að vinna hjá fyrirtækinu á þessum tíma. Hann sá til þess að á vorin var starfsmönnum boðið í golfkennslu. Ég fór í þessa tíma hjá Björgvini og það kveikti áhugann.“ Hvað er það sem heillar við golfið? Sigurður: „Það er gaman að hitta fólk og eyða tíma með því á golfvellinum. Ég þarf líka að hafa eitthvað við að vera – þetta
Ég byrjaði að vinna hjá Íslenskum aðal verktökum árið 2003. Ég sá strax að ég þyrfti að byrja í golfi ef ég ætlaði mér að vera með í kaffistofuspjallinu.
Bíldshöfða 8 S. 515 7040 110 Reykjavík
Tryggvabraut 5 S. 515 7050 600 Akureyri
... þetta áhugamál er sameiginlegt hjá okkur hjónum og það er mjög mikilvægt.
áhugamál er sameiginlegt hjá okkur hjónum og það er mjög mikilvægt. Golfið er líka áskorun að gera betur. Ég lækkaði hratt eitt sumarið niður í 18 í forgjöf. Mig langar að fara neðar, 12–15 í forgjöf er tala sem ég hef hugsað mikið um. Það er aðeins farið að pirra mig að ná ekki framförum en ég veit
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Alltaf keppni okkar á milli“
að það er aðeins æfingin sem skilar árangri,“ segir Sigurður og heldur áfram að slá golfboltana á æfingasvæðinu. Ingibjörg: „Hreyfingin er mikilvægur þáttur fyrir mig. Við mælum alltaf hvað við náum að ganga á einum golfhring. Göngutúrinn er á bilinu 8–11 km og það er heilmikið. Veðrið stoppar okkur ekki, við leikum í flestum veðrum, en hitastigið þarf að vera eitthvað nálægt tíu gráðum til að ég hafi gaman af því.“ Sigurður er með 18 í forgjöf og Sigríður er með 23 í forgjöf. Markmið beggja eru skýr. Að bæta leik sinn og ná betri tökum á golfinu.
Sigurður: „Á fyrstu árum okkar vorum við félagsmenn í Golfklúbbi Öndverðarness. Við lékum bara um helgar og það var ekki nóg til að ná framförum. Við gengum því einnig í Golfklúbb Reykjavíkur. Í fyrstu var markmiðið að geta spilað með öllum án þess að vera fyrir eða tefja leik. Smátt og smátt lækkaði forgjöfin og ánægjan varð meiri. Mér finnst gaman að leika með kylfingum sem eru með lægri forgjöf en ég. Þá verður einbeitingin meiri og ég legg mig meira fram.“ Ingibjörg: „Keppnin er mikilvæg fyrir mig og okkur bæði. Við leikum mikið saman og það er alltaf keppni okkar á milli. Við látum hvort annað heyra það og höfum gaman af þessu. Leikurinn verður allt öðruvísi með keppni. Það er alltaf eitthvað í húfi í hverju höggi og einbeitingin verður meiri.“
SIGURÐUR OG INGIBJÖRG SEGJA BÆÐI AÐ VEL HAFI VERIÐ TEKIÐ Á MÓTI ÞEIM SEM NÝLIÐUM Í ÍÞRÓTTINNI Á SÍNUM TÍMA Ingibjörg: „Við byrjum í Öndverðarnesinu þar sem við þekktum marga. Það var í raun ekkert mál að byrja þar. Við fengum líka góð ráð frá fagfólki hvernig best er að byrja. Við slógum upphafshöggin úti á brautinni við fjarlægðarstikurnar. Styttum brautirnar töluvert og vorum ekkert smeyk við að tía boltann hvar sem er. Ég er í kvennagolfinu
í GÖ en þar sem ég vinn vaktavinnu þá er erfitt fyrir mig að festa tíma í golfið á virkum dögum sérstaklega.“ Sigurður: „Punktakerfið hjálpar nýliðum að líða betur á vellinum þegar fyrstu skrefin eru tekin á stóra sviðinu. Við tókum bara boltann upp og hættum leik á holunni ef höggin voru að nálgast tíu. Það er engin skömm að því. Stundum finnst mér byrjendur of feimnir við að taka boltann upp og fara á næsta teig.
HJÓNIN ERU SAMMÁLA ÞVÍ AÐ ÞAÐ SÉ MIKILVÆGT AÐ FARA TIL PGA-GOLFKENNARA STRAX Í UPPHAFI Sigurður: „Ég fer reglulega til PGA-kennara og læt „stilla“ mig af. Gunnlaugur Elsuson hefur verið okkur afar hjálplegur.“ Ingibjörg: „Ég fékk nokkra tíma í jólagjöf í golfkennslu og það vildi svo skemmtilega til að tímarnir voru fyrir tvo. Sigurður nýtti sér það til hins ítrasta,“ segir Ingibjörg í léttum tón og gefur eiginmanninum auga á æfingasvæðinu. Sigurður: „Ég vissi það ekki fyrr en eftirá. Það þarf að koma skýrt fram,“ bætir Sigurður við og þau hlæja bæði.
GOLFÍÞRÓTTIN SKIPAR STÓRAN SESS Í LÍFI SIGURÐAR OG INGIBJARGAR OG ÞAU SJÁ EKKI EFTIR TÍMANUM SEM FER Í GOLFIÐ Ingibjörg: „Fólk sem spilar ekki golf skilur ekki hvernig við nennum að eyða 4–5 klukkutímum í þessa íþrótt. Börnin okkar hafa líka minnst aðeins á þetta. En upplifun okkar á vellinum er önnur – okkur þykir þetta skemmtilegt og golfið sameinar svo margt sem við viljum gera.“ Sigurður: „Við eigum góða vini sem eru með okkur í þessu. Golfið sameinar okkur þar, við ferðumst saman og upplifum margt saman í golfinu. Við fylgdumst mikið með atvinnugolfinu á Golfstöðinni en það aðeins of mikið fyrir okkur. Truflaði heimilislífið og við höfum tekið aðeins frí frá því að undanförnu.“
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Alltaf keppni okkar á milli“
Ég Égsleit sleitkrossbönd krossbönd og ogfór fórí ífimm fimm liðþófaaðgerðir. liðþófaaðgerðir.
„Ég „Ég sleit sleit krossband krossband fyrir fyrir mörgum mörgum árum árum ogog hefhef farið farið í nokkrar í nokkrar liðþófaaðgerðir. liðþófaaðgerðir. Þegar Þegar égég byrjaði byrjaði aðað hlaupa hlaupa fyrir fyrir sirka sirka fimm fimm árum árum varvar égég alltaf alltaf með með verki verki í hnjánum í hnjánum ogog í upphafi í upphafi síðasta síðasta ársárs voru voru verkirnir verkirnir þannig þannig aðað égég gatgat ekki ekki stigið stigið í fótinn. í fótinn. ÉgÉg tóktók mér mér pásu pásu ogog byrjaði byrjaði aftur aftur enen alltaf alltaf komu komu verkirnir verkirnir aftur aftur ogog það það varvar svosvo komið komið aðað égég gatgat ekki ekki stigið stigið í fótinn í fótinn nema nema aðað finna finna fyrir fyrir verkjum, verkjum, égég vaknaði vaknaði á nóttinni á nóttinni með með verki. verki. Fyrir Fyrir sirka sirka áriári byrjaði byrjaði égég aðað taka taka Nutrilenk Nutrilenk aðað staðaldri staðaldri ogog smám smám saman saman gatgat égég farið farið aðað ganga ganga eðlilega eðlilega ogog hlaupa hlaupa aftur. aftur. Núna Núna getget égég gengið gengið ogog hlaupið hlaupið verkjalaus verkjalaus ogog finn finn ekkert ekkert fyrir fyrir verkjum verkjum eftir eftir mikil mikil átök. átök. ÉgÉg kláraði kláraði hálft hálft maraþon maraþon ogog fjallahlaup fjallahlaup án án verkja verkja núnú í sumar í sumar ogog þessu þessu þakka þakka égég NUTRILENK.“ NUTRILENK.“ Jóhann Jóhann Gunnarsson Gunnarsson – sölustjóri – sölustjóri hjáhjá Pennanum. Pennanum.
Samt Samthljóp hljópég ég hálft hálftmaraþon maraþon í ísumar sumarverkjalaust. verkjalaust.
Er hugsað Er hugsað bæði bæði fyrir fyrir liðiliði og og vöðva vöðva en en þaðþað er kælandi, er kælandi, dregur dregur úr bólgum úr bólgum og og er gott er gott fyrir fyrir brjóskvefinn. brjóskvefinn. Gelið Gelið mámá nota nota eftir eftir þörfum þörfum en en meðal meðal innihaldsefna innihaldsefna erueru eucalyptus eucalyptus ilmkjarnaolía ilmkjarnaolía og og engiferþykkni engiferþykkni sem sem hafa hafa verið verið notuð notuð í náttúruí náttúrulækningum lækningum í aldaraðir. í aldaraðir.
Hefur Hefur hjálpað hjálpað þúsundum þúsundum Íslendinga Íslendinga sem sem þjást þjást af liðaf liðverkjum, verkjum, stirðleika stirðleika eðaeða braki braki í liðum. í liðum. HjáHjá þeim þeim sem sem þjást þjást af minnkuðum af minnkuðum brjóskvef brjóskvef þá þá getur getur NUTRILENK NUTRILENK GOLD GOLD virkað virkað verkjastillandi verkjastillandi á liðverki, á liðverki, en en liðverkir liðverkir orsakast orsakast af rýrnun af rýrnun brjóskvefs brjóskvefs í liðamótum. í liðamótum.
Er fyrst Er fyrst og og fremst fremst ætlað ætlað þeim þeim sem sem þjást þjást af minnkuðum af minnkuðum liðvökva. liðvökva. Minnkaður Minnkaður liðvökvi liðvökvi lýsir lýsir sérsér oftast oftast í stirðleika í stirðleika og og sársauka sársauka í kringum í kringum liðamót liðamót og og þvíþví frábrugðið frábrugðið þvíþví þegar þegar fólkfólk þjáist þjáist af sliti af sliti í liðum. í liðum. Minnkaður Minnkaður liðvökvi liðvökvi getur getur áttátt sérsér stað stað hjáhjá fólki fólki á öllum á öllum aldri aldri og og er er algengt algengt meðal meðal fólks fólks sem sem stundar stundar álagsíþróttir. álagsíþróttir.
Karlasveit Keilis Íslandsmeistari í 15. sinn
– Æsispennandi viðureignir og skemmtileg keppni Keilir fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í keppni golfklúbba í 1.deild karla eftir æsispennandi viðureignir á Garðavelli á Akranesi dagana 8.-10. ágúst. Þetta er í 15. sinn sem Keilir fagnar sigri í þessari keppni sem fram fór fyrst árið 1961. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leiknir voru tveir fjórmenningsleikir í hverri umferð og þrír tvímenningar. Alls fimm stig í boði í hverjum leik. Það er breyting frá fyrri árum þegar leikinn var einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar í hverri umferð. Í riðlakeppninni sigraði Keilir sveit GL (3,5-1,5), GSE (4-1) og GKG (3,5-2,5). Sveit GKG hafði titil að verja í þessari keppni. Keilir lék gegn GR í undanúrslitum og hafði betur 3/2. Í úrslitaleiknum lék Keilir gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Leikurinn var jafn og spennandi en Keilir fagnaði 3/2 sigri. Alls hafa sex klúbbar landað þessum titli frá upphafi og var þetta í 58. skipti sem keppt er um Íslandsmeistaratitil golfklúbba - sem bar áður nafnið Sveitakeppni GSÍ.
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba
Golfklúbbur Akureyrar sigraði í keppninni sex ár í röð á tímabilinu 1961-1967. Það met stendur enn. Golfklúbbur Reykjavíkur
náði fimm titlum í röð á árunum 1983-1987 og Keilir hefur náð fjórum titlum í röð á árunum 1988-1991. Keppt var í fjórum deildum í karlaflokki. Samkvæmt nýrri reglugerð um Íslandsmót golfklúbba féll aðeins neðsta sveitin í hverri deild. Sigurvegararnir í hverri deild fara upp um deild.
LOKASTAÐAN Á ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA 2018: 1. deild karla: 1. GK 2. GM 3. GR 4. GKG 5. GA 6. GJÓ 7. GL 8. GSE
*Golfklúbbur Setbergs leikur í 2. deild 2019.
2. deild karla: 1. GS 2. GV 3. GKB 4. NK 5. GÍ 6. GO 7. GOS 8. GFB
*Golfklúbbur Fjallabyggðar leikur í 3. deild 2019.
3. deild karla: 1. GÖ
*Sigruðu á 20. holu í bráðabana.
2. GH 3. GB 4. GEY 5. GVS 6. GG 7. GSS 8. GN
*Golfklúbbur Norðfjarðar leikur í 4. deild 2019.
Kvennasveit GR
Íslandsmeistari í 20. sinn
– Sigurganga GR heldur áfram - fjórði Íslandsmeistaratitilinn í röð Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði Íslandsmeistaratitli golfklúbba fjórða árið í röð í 1. deild kvenna. Þetta var jafnframt 20. titill GR í þessari keppni frá árinu 1982 þegar keppt var í fyrsta sinn á Íslandsmóti golfklúbba. GR var einnig fyrsti golfklúbburinn sem sigraði í kvennaflokki og var þetta í 37. skipti sem keppt er á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild kvenna. Alls tóku 7 klúbbar þátt í 1. deild kvenna sem fram fór á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili dagana 8.-10. ágúst. Keppnisfyrirkomulagið var þannig að fimm stig voru í boði í hverjum leik. Keppt var í einum fjórmenningsleik og fjórum tvímenningsleikjum í hverri umferð. Í ár var keppt í tveimur deildum í kvennaflokki. Í riðlakeppninnni tapaði GR ekki leik en GR sat yfir í 1.umferð. Í 2. umferð vann GR sveit GM (4-1). Í 3. umferð landaði hin reynslumikla Ragnhildur Sigurðardóttir sigri í síðasta tvímenningnum gegn GS og tryggði GR 3-2 sigur í leik sem var virkilega spennandi. Í undanúrslitum sigraði GR sveit GKG nokkuð örugglega 4-1 en frábær byrjun leikmanna GR lagði grunninn að því að sveitin fór í úrslitaleikinn gegn Keili sem lék á heimavelli á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Úrslitaleikur GR og Keilis var spennandi og jafn, en GR stóð uppi sem sigurvegari með minnsta mun, 3 vinningar gegn 2 vinningum Keilis.
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba
LOKASTAÐAN Á ÍSLANDSMÓTI GOLFKLÚBBA 2018: 1. deild kvenna: 1. GR 2. GK 3. GKG 4. GM 5. GS 6. GO 7. GSS
*GSS leikur í 2. deild 2019.
2. deild kvenna: 1. GV 2. GL 3. GFB 4. NK 5. GOS
*GV og GL leika í 1. deild 2019.
Frá 1897
T Í U P U N K TA R
Glæsileg golfsett á góðu verði með pokum.
Fyrir 6-8 ára stelpur og stráka, 3 kylfur, pútter Fyrir 9-12 ára og burðarpoki stelpur og stráka, 19.900 kr. 5 kylfur, pútter „Hálf“ golfsett, og burðarpoki fáanleg fyrir 24.900 kr. dömur og herra, 5 kylfur, pútter og burðarpoki
29.900 kr. Frá 1897 hefur MacGregor boðið hágæða búnað fyrir alla kylfinga frá byrjendum til sögufrægra meistara.
Golfsett, fáanleg fyrir dömur og herra, 9 kylfur, pútter og kerrupoki
49.900 kr.
„Fullorðins“ golfsett fyrir dömur, 11 kylfur, pútter og kerrupoki
69.900 kr.
„Fullorðins“ golfsett fyrir herra, 11 kylfur, pútter og kerrupoki
69.900 kr.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
ÍSLANDSMEISTARAR GOLFKLÚBBA FRÁ UPPHAFI Í KVENNAFLOKKI: 1982: Golfklúbbur Reykjavíkur (1) 1983: Golfklúbbur Reykjavíkur (2) 1984: Golfklúbbur Reykjavíkur (3) 1985: Golfklúbburinn Keilir (1) 1986: Golfklúbbur Reykjavíkur (4) 1987: Golfklúbbur Reykjavíkur (5) 1988: Golfklúbbur Reykjavíkur (6) 1989: Golfklúbburinn Keilir (2) 1990: Golfklúbbur Reykjavíkur (7) 1991: Golfklúbburinn Keilir (3) 1992: Golfklúbbur Reykjavíkur (8) 1993: Golfklúbbur Reykjavíkur (9) 1994: Golfklúbburinn Keilir (4) 1995: Golfklúbburinn Keilir (5) 1996: Golfklúbburinn Keilir (6) 1997: Golfklúbburinn Keilir (7) 1998: Golfklúbburinn Kjölur (1) 1999: Golfklúbbur Reykjavíkur (10) 2000: Golfklúbbur Reykjavíkur (11) 2001: Golfklúbburinn Kjölur (2) 2002: Golfklúbburinn Keilir (8) 2003: Golfklúbburinn Keilir (9) 2004: Golfklúbbur Reykjavíkur (12)
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba
2005: Golfklúbbur Reykjavíkur (13) 2006: Golfklúbburinn Keilir (10) 2007: Golfklúbburinn Kjölur (3) 2008: Golfklúbburinn Keilir (11) 2009: Golfklúbburinn Keilir (12) 2010: Golfklúbbur Reykjavíkur (14) 2011: Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 2012: Golfklúbbur Reykjavíkur (16) 2013: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) 2014: Golfklúbburinn Keilir (13) 2015: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) 2016: Golfklúbbur Reykjavíkur (18) 2017: Golfklúbbur Reykjavíkur (19) 2018: Golfklúbbur Reykjavíkur (20)
FJÖLDI TITLA:
Golfklúbbur Reykjavíkur (20) Golfklúbburinn Keilir (13) Golfklúbburinn Kjölur (3) Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1)
ÍSLANDSMEISTARAR GOLFKLÚBBA Í KARLAFLOKKI FRÁ UPPHAFI: 1961: Golfklúbbur Akureyrar (1) 1962: Golfklúbbur Akureyrar (2) 1963: Golfklúbbur Akureyrar (3) 1964: Golfklúbbur Akureyrar (4) 1965: Golfklúbbur Akureyrar (5) 1966: Golfklúbbur Akureyrar (6) 1967: Golfklúbbur Reykjavíkur (1) 1968: Golfklúbbur Reykjavíkur (2) 1969: Golfklúbbur Reykjavíkur (3) 1970: Golfklúbbur Reykjavíkur (4) 1971: Golfklúbbur Akureyrar (7) 1972: Golfklúbbur Reykjavíkur (5) 1973: Golfklúbbur Suðurnesja (1) 1974: Golfklúbburinn Keilir (1) 1975: Golfklúbbur Reykjavíkur (6) 1976: Golfklúbbur Reykjavíkur (7) 1977: Golfklúbburinn Keilir (2) 1978: Golfklúbburinn Keilir (3) 1979: Golfklúbbur Reykjavíkur (8) 1980: Golfklúbbur Reykjavíkur (9) 1981: Golfklúbbur Reykjavíkur (10) 1982: Golfklúbbur Suðurnesja (2) 1983: Golfklúbbur Reykjavíkur (11) 1984: Golfklúbbur Reykjavíkur (12) 1985: Golfklúbbur Reykjavíkur (13) 1986: Golfklúbbur Reykjavíkur (14) 1987: Golfklúbbur Reykjavíkur (15) 1988: Golfklúbburinn Keilir (4) 1989: Golfklúbburinn Keilir (5) 1990: Golfklúbburinn Keilir (6) 1991: Golfklúbburinn Keilir (7) 1992: Golfklúbbur Reykjavíkur (16) 1993: Golfklúbburinn Keilir (8) 1994: Golfklúbbur Reykjavíkur (17) 1995: Golfklúbburinn Keilir (9) 1996: Golfklúbbur Suðurnesja (3) 1997: Golfklúbbur Reykjavíkur (18) 1998: Golfklúbbur Akureyrar (8)
1999: Golfklúbbur Reykjavíkur (19) 2000: Golfklúbburinn Keilir (10) 2001: Golfklúbbur Reykjavíkur (20) 2002: Golfklúbbur Reykjavíkur (21) 2003: Golfklúbbur Reykjavíkur (22) 2004: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (1) 2005: Golfklúbburinn Kjölur (1) 2006: Golfklúbburinn Kjölur (2) 2007: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (2) 2008: Golfklúbburinn Keilir (11) 2009: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (3) 2010: Golfklúbbur Reykjavíkur (23) 2011: Golfklúbbur Reykjavíkur (24) 2012: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (4) 2013: Golfklúbburinn Keilir (12) 2014: Golfklúbburinn Keilir (13) 2015: Golfklúbbur Mosfells bæjar (1) 2016: Golfklúbburinn Keilir (14) 2017: Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (5) 2018: Golfklúbburinn Keilir (15)
FJÖLDI TITLA:
Golfklúbbur Reykjavíkur 24 Golfklúbburinn Keilir 15 Golfklúbbur Akureyrar 8 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 5 Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3* *Sigraði tvívegis sem Kjölur. Golfklúbbur Suðurnesja 3
Framleiðum barmmerki í öllum stærðum og gerðum. Mikið úrval af bikurum og verðlaunapeningum. Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 17 eða hafið samband í síma 588-3244 fax 588-3246 netfang: isspor@simnet.is
110
GOLF.IS
BÍLDSHÖFÐA 9
www.orninngolf.is orninngolf@orninngolf.is s: 577-2525
GOLF.IS
111
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba
VANDAÐ PRENTVERK FYRIR VANDAÐ INNIHALD Ráðgjöf
Prentun
Í 75 ár hefur Oddi verið í fararbroddi þegar kemur að prentun og frágangi. Reynsla okkar og þekking tryggir að þitt verkefni fær þá meðhöndlun sem það á skilið. Við veitum þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoðum þig við að finna bestu og hagkvæmustu lausnir varðandi útlit og frágang á prentverki. Hafðu samband og kynntu þér málið.
Prentað efni er oft á tíðum andlit fyrirtækisins út á við og því skiptir útlit og vandaður frágangur höfuðmáli, hvort sem um er að ræða útgáfu, kynningarefni eða skrifstofugögn. Hjá okkur færðu örugga, skjóta og skilvirka þjónustu, sem er lykilatriði þegar kemur að prentverki, hvort sem verkefnið er flókið eða einfalt og upplagið stórt eða smátt.
ÁRNASYNIR
Við erum þínir ráðgjafar í prentun
Í 75 ÁR
5155000
www.oddi.is
Árný
sér bara tækifærin Það eru margar erfiðar hindranir á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Á Íslandsmóti golfklúbba 2018 í 1. deild kvenna sýndi Árný Eik Dagsdóttir úr GKG snilldartakta við 13. flötina. Innáhöggið hjá Árnýju Eik var aðeins of stutt á þessari par 4 holu. Boltinn endaði í mjög djúpri glompu fyrir framan flötina. Eins og sjá má á myndunum sá Árný Eik varla inn á flötina þegar hún sló úr glompunni. Höggið var gott og boltinn endaði á góðum stað á flötinni. Vel gert, Árný Eik.
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Árný sér bara tækifærin
1.500
hitaeiningar á einum hring
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi 1.500 hitaeiningar á einum hring
Margir nýta sér golfbíla þegar þeir leika golf og á 18 holu golfhring má gera ráð fyrir að meðalkarlmaður á golfbíl brenni um 800 hitaeiningum. Þeir sem nýta sér golfbíla ganga að meðaltali 3,8 km á 18 holu hring. Það er betri kostur að ganga á golfhringnum ef það er mögulegt. Heildaráhrifin á líkamann eru víðtækari, fleiri hitaeiningar tapast og líkamsáreynslan er meiri. Meðalkarlmaður sem gengur með golfpokann á öxlunum 18 holur má búast við því að brenna um 1.500 hitaeiningum á hringnum sem tekur um fjórar klst. Til samanburðar má nefna að 85 kg karlmaður sem hleypur 15 km á 1½ klst. brennir um 1.400 hitaeiningum á þeim tíma. Ef sá hinn sami myndi synda 6 km á 2 klst. væri hann nálægt því að brenna 1.400 hitaeiningum. Samkvæmt ýmsum rannsóknum er ekki mikill munur á því að bera byrðarnar á öxlunum eða ýta þeim á golfkerru. Karlmaður, sem skilgreindur var hér fyrir ofan sem meðalmaður, brennir mjög svipuðum fjölda hitaeininga á 18 holum og sá sem er ekki með golfkerru eða um 1.500 hitaeiningum. Kylfusveinamenningin hefur aldrei náð sér á strik á Íslandi nema í keppnisgolfi þar sem margir afrekskylfingar nýta sér kylfusvein þegar mest á reynir. Kylfingar sem ganga 18 holur með aðstoðarmann á pokanum brenna um 1.200 hitaeiningum. Eins og áður er miðað við meðalkarlmann. Heimildir: Golflink.com og Golfdigest.com
MAX
Faster Face
Engineered to increase flexing and deliver a powerful sound and feel, the forged T9S+ face produces hotter ball speeds for more distance.
G400 MAX Š PING 2018
G400 G400 MAX
G400
7,474
7,832
6,587
6,000
7,636
7,720
8,000
9,263
10,000 9,902
Both the G400 Max and G400 drivers have combined moment-of-inertia ( MOI ) measurements exceeding 9,200 [G-CM 2 ], elevating forgiveness levels to new heights and resulting in the tightest dispersion in golf. That means more consistent distance and accuracy, round after round. Visit a PING Fitting Specialist or PING.com today.
Moment-of-inertia (MOI)
MOI to the MAX *
Competitors * MOI comparisons as of January 1, 2018
G400 SFT
G400 Max (460cc) compared to G400 (445cc)
G400 LST
Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri:
Frábær stemning og gleði Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri fór fram um miðjan júlí. Þetta var í annað skipti sem þetta stórskemmtilega mót er haldið. Mótið heppnaðist mjög vel og var áberandi hvað leikgleðin var mikil hjá krökkunum.
118
GOLF.IS
GOLF.IS
119
Krakkarnir skemmtu sér vel ásamt aðstandendum sem voru fjölmargir að fylgjast með. Ungu kylfingarnir komu einstaklega vel fram og voru til fyrirmyndar á vellinum. Fyrirkomulag mótsins er að hámark sex sveitir eru í deild og því leiknar fimm umferðir á þremur dögum, eða fimm sinnum níu holur hver umferð. Leikið var eftir tveggja manna Texas Scramble-fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA unglingagolfsins, en hver níu holu leikur samanstóð af þremur þriggja holu leikjum og gátu liðin því safnað mest þremur vinningum (flöggum) í hverjum leik. Alls tóku níu sveitir þátt og skiptust liðin í tvær deildir eftir forgjöf. Fimm sveitir voru í Hvítu deildinni, sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og fjórar sveitir í Gulu deildinni. Leikið var fyrsta daginn hjá GR á Landinu á Korpúlfsstöðum. Annan daginn hjá GK á Sveinskotsvelli og loks lokadaginn hjá GM í Bakkakoti. Keppnin var gríðarlega spennandi og þurfti að nota fjölda vinninga til að skera úr um úrslit í báðum deildum.
HVÍTA DEILDIN
GULA DEILDIN
GS – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kári Siguringason, Ylfa Vár Jóhannsdóttir, Skarphéðinn Óli Önnu Ingason, Viktor Örn Vilmundarson, Snorri Rafn Davíðsson
GKG-2 – Elísabet Sunna Scheving, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Arnar Geir Ómarsson, Snorri Hjaltason, Jón Bragi Þórisson.
GKG-1 – Guðmundur Snær Elíasson, Eyþór Sturla Jóhannsson, Gunnar Þór Heimisson, Magnús Ingi Hlynsson, Markús Marelsson, Pálmi Freyr Davíðsson
GK-2 – Lára Dís Hjörleifsdóttir, Lilja Dís Hjörleifsdóttir, Heiðdís Edda Guðnadóttir, Magnús Víðir Jónsson.
GR-1 – Tryggvi Jónsson, Hjalti Kristján Hjaltason, Daníel Björn Baldursson, Daníel Smári Arnþórsson, Heimir Krogh Haraldsson, Nói Árnason
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábær stemning og gleði
GR-2 – Lilja Grétarsdóttir, Pamela Hjaltadóttir, Þóra Sigríður Sveinsdóttir, Brynja Dís Viðarsdóttir, Gabríella Neema Stefánsdóttir, Kara Sóley Guðmundsdóttir.
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál
fyrir alla
fjölskyld una
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i
t il kvölds
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Golfklúbburinn Oddur 25 ára
Eftirminnilegt afmælisár
Júlíus Rafnsson og Óskar G. Sigurðsson.
Það var fjölmenni í golfskálanum á Urriðavelli á frídegi verslunarmanna þegar haldið var formlegt afmælisboð í tilefni af 25 ára afmæli Golfklúbbsins Odds. Þorvaldur Þorsteinsson framkvæmdastjóri GO ávarpaði gesti og til máls tóku Elín Hrönn Ólafsdóttir formaður GO, Óskar G. Sigurðsson fyrsti formaður GO, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Júlíus Rafnsson fyrrum forseti GSÍ.
Frá vinstri: Þorvaldur Þorsteinsson, Svavar Geir Svavarsson, Ingi Þór Hermannsson og Elín Hrönn Ólafsdóttir.
Elín Hrönn veitti fyrir hönd golfklúbbsins þeim Svavari Geir Svavarsyni og Inga Þór Hermannssyni gullmerki GO fyrir þeirra
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbburinn Oddur 25 ára
störf á liðnum árum. Í máli sínu fór hún yfir það að Svavar Geir hefði verið í klúbbnum nánast frá stofnun hans og verið einn
af þeim fyrstu sem skráðir voru í GO án aðildar að Oddfellowreglunni. Svavar hefur verið í stjórn klúbbsins lengur en nokkur annar og var fyrst kosinn í stjórn starfsárið 1995-1996 ásamt því að sitja svo í stjórn á árunum 2006–2017 eða í alls 12 starfsár af 25 í sögu klúbbsins. Svavar starfar í dag fyrir klúbbinn sem skrifstofu- og markaðsstjóri. Elín Hrönn fór einnig yfir sögu Inga Þórs Hermannsonar sem sat sem formaður golfklúbbsins Odds frá árinu 2009 – 2016 eða í alls 7 starfsár, lengur en nokkur annar formaður. Ingi Þór leiddi miklar umbreytingar í sinni stjórnartíð þar sem áhersla var lögð á að bæta rekstur klúbbsins og breyta ímynd og ásýnd hans. Í stjórnartíð Inga var mikil efling í félagsstarfi ásamt því að ímynd og áhersla golfklúbbsins fór að snúast um golfklúbbinn sem íþróttafélag. Þeim félögum var þakkað fyrir þeirra starf. Óskar G. Sigurðsson færði golfklúbbnum gjafir en í máli sínu fór hann létt yfir sína sögu og aðkomu að starfi og upphafsárum golfklúbbsins. Júlíus Rafnsson færði svo golfklúbbnum fallegan og stóran hátíðarfána á standi að gjöf sem mun eflaust fá að njóta sín um ókomin ár. Haukur Örn færði golfklúbbnum árnaðaróskir frá Golfsambandinu.
Rómantík ofar öllu Haustið er yndislegur tími til að anda að sér ilminum af framandi menningarborg, skreppa á tónleika, í leikhús og út að borða með þeim sem þú elskar. Leyfðu þér svolítinn munað og láttu stefnumótið byrja strax um borð. Hvernig væri að bjóða ástinni í rómantíska borgarferð?
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 89266 08/18
ERTU Á PARI ÞEGAR KEMUR HEIMILI ÞITT Í HÁLOFTUNUM AÐ PUNKTUNUM?
Fjölmargir viðburðir hafa farið fram á þessu ári í tilefni 25 ára afmælis klúbbsins og í haust verður haldið áfram að fagna þessum tímamótum.
Glæsilegt afmælismót fór fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní – og boðið var í kökuveislu eftir mótið. Á frídegi verslunarmanna var stórhátíð eins og sjá má þessum myndum. Afmælisárinu lýkur svo með glæsilegri golfferð til Lumine á Spáni þann 9. október. Um 100 félagsmenn ætla að njóta samverunnar þar sem golfmót verður á dagskrá og að sjálfsögðu verður afmælinu fagnað enn og aftur.
124
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfklúbburinn Oddur 25 ára
Up og ww
„Vellíðan leikmanna skiptir höfuðmáli því höfum við valið EVY bæði við æfingar og keppni. Í sterkri sól er mikilvægt að vera með sólarvörn sem við getum treyst fullkomlega. Þess vegna er EVY opinber sólarvörn golflandsliðsins“. Jussi Pikanen landsliðsþjálfari
Upplýsingar og sölustaðir www.evy.is
NA
ME
EVY er opinber sólarvörn golflandsliðs Íslands
LI
H
Ú
ÐMÆ
Ð LÆ K
Íslandsmót í pútti
– Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra í glerharðri púttkeppni
ENNEMM / SÍA /
N M 8 74 2 9
Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur á undanförnum árum skipulagt púttmót sem fram fara víðsvegar um landið. Í ágúst sl. fór fram Íslandsmót í pútti og var aðstaðan við íþróttamiðstöð Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar notuð fyrir mótið. Um 80 keppendur mættu til leiks og veðrið lék við mótsgesti á þessum fallega haustdegi.
126
GOLF.IS
NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE
ENNEMM / SÍA /
N M 8 74 2 9
FALLEGUR Á ALLA VEGU.
Nýr Jaguar E-Pace er glæsilegur sportjeppi í millistærð og sá fyrsti sinnar gerðar frá Jaguar. E-Pace sameinar alla skemmtilegustu eiginleika Jaguar í þægilegum bíl sem auðvelt er að stjórna og hagkvæmt að eiga. Komdu og láttu drauminn um að skoða og reynsluaka Jaguar verða að veruleika. jaguarisland.is
THE ART OF PERFORMANCE JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
Í KVENNAFLOKKI VORU 32 KEPPENDUR OG ERNA ÁRNADÓTTIR ÚR PÚTTKLÚBBI SUÐURNESJA STÓÐ UPPI SEM SIGURVEGARI. 1. Erna Árnadóttir, Púttklúbbi Suðurnesja 65 högg 2. Þuríður E. Pétursdóttir, FaMos-Mosfellsbæ 66 högg 3. Laila Ingvarsdóttir, FaMos-Mosfellsbæ 67 högg 4. Rósa G. Gestsdóttir, FaMos-Mosfellsbæ 67 högg
*Laila sigraði eftir bráðabana. Keppendur í kvennaflokki komu frá eftirfarandi félögum: Púttklúbbur Suðurnesja, FaMos-Mosfellsbæ, ÁrskógarReykjavík, Borgarbyggð, Ness-Kópavogi, Kubbur-Ísafirði,
128
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót í pútti
Í KARLAFLOKKI VORU ALLS 48 KEPPENDUR. PÚTTKLÚBBUR SUÐURNESJA ÁTTI ÞRJÁ EFSTU KEPPENDURNA Í KARLAFLOKKI. 1. Hafsteinn Guðnason, Púttklúbbi Suðurnesja, 60 högg 2. Þorsteinn Geirharðsson, Púttklúbbi Suðurnesja, 62 högg 3. Guðbrandur Valtýsson, Púttklúbbi Suðurnesja, 63 högg Keppendur í karlaflokki komu frá eftirfarandi félögum: Púttklúbbur Suðurnesja, FaMos - Mosfellsbæ, Kubbur-Ísafirði, Borgarbyggð, Árskógar-Reykjavík, Neisti-Garðabæ, NessKópavogi.
GOLF.IS
129
Tvívegis í 2. sæti
Silfurverðlaun er besti árangur Íslands í +70 ára flokki á ESGA í karlaflokki
Í 3. tbl. Golf á Íslandi var sagt frá góðum árangri +70 ára landsliðs Íslands á ESGA Masters í karlaflokki með forgjöf. Ísland náði þar 5. sæti. Rangt var farið með þá staðreynd að um besta árangur Íslands væri að ræða frá upphafi. Hið rétta er að Ísland hefur tvívegis endað í 2. sæti á ESGA Masters í flokki +70 í karlaflokki.
130
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Í fyrsta sinn árið 2003 þegar keppnin fór fram í Portúgal, þar fagnaði Ísland silfurverðlaunum. Liðið var þannig skipað: Knútur Björnsson (GK), Guðmundur Valdimarsson (GL), Þorsteinn Steingrímsson (GR), Alfreð Viktorsson (GL), Karl Guðlaugsson (GF).
Árið 2008 í Hollandi náði Ísland að vera í 2.-4. sæti. Íslenska liðið var þannig skipað: Sigurður Albertsson (GS), Páll Bjarnason (GR), Björn Karlsson (GK), Ríkharður Pálsson (GR), Júlíus Sólnes (GR og Hans J. Kristinsson (GR).
Láttu gæðin ráða för. Mercedes-Benz GLS er einstaklega rúmgóður með stóru farangursrými og sætum fyrir 7 manns. Hann lagar sig að öllum aðstæðum, er fimur, kraftmikill og einstaklega vel búinn háþróuðum tæknibúnaði. GLS er líka sparneytinn og hið einstaka 4MATIC fjórhjóladrif kemur þér fyrirhafnarlaust á áfangastað.
GLS 350 d 4MATIC, 258 hestöfl
Verð frá 12.980.000 kr. Eyðsla 7,8 l/100 km, CO2 205 g/km
ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur Mercedes-Benz á Íslandi á Facebook og Instagram
eimskip flytur þér golfið Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.