5. TBL. DES. 2013. 23. ÁRG.
Kjölur 4,5 mm
Á ÍSLANDI
GOLF Á ÍSLANDI DESEMBER 2013
FORGJAFARLÆGSTIR VALLARMETIN Á ÍSLANDI ÚLFAR UM STÖÐUNA HEIÐAR OG DALVÍKINGARNIR LÖGUM PÚTTIN Í VETUR GOLF Á EYJU HITLERS
FÍTON / SÍA
STENSON Í STUÐI! SVEIFLAN OG SAGAN
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár! Eimskip, sendir golfurum nær og fjær kæra jóla- og nýárskveðju með ósk um sílækkandi forgjöf á komandi ári. Eimskip siglir með golfstraumnum!
SYSTKININ Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is
STIGAMEISTARAR
Sláðu lengra við bestu skilyrði Í golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks en í boði eru hinir sívinsælu staðir Arcos Gardens, Costa Ballena, La Gomera, La Sella, Montecastillo og Novo Sancti Petri.
GOLFVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Golfkylfur og golfsett fyrir karla, konur og börn
Golfkerrur frá kr. 10.900 kr. 39.800 frá kr. 89.900
Ennþá la u Gomera s sæti á La í febrúa r
Golfsk Ballena ólinn á Costa í öllum ferðum
VIKULEGAR FERÐIR. PERSÓNULEG FARARSTJÓRN. VORFERÐIR KOMNAR Í SÖLU. Ennþá laus sæti!
OPTISHOT golfhermir
Verð frá
kr. 179.900 Aðeins kr. 83.900
LAZER fjarlægðarkíkjar Verð frá kr. 27.900
ENNEMM / SIA • NM60312
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
PROQUIP fatnaður
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Ármúla 40
•
Sími 553 9800
•
www.golfoutlet.is
Ennþá la u Gomera s sæti á La í febrúa r
Golfsk Ballena ólinn á Costa í öllum ferðum
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
FRAMÚRSKARANDI TÆKNI OG FRAMMISTAÐA LENGRA FLUG. AUÐVELDARI JÁRN. MJÚK HÖGG.
VIÐ KYNNUM FJÓRÐU KYNSLÓÐINA. Golf snýst um stöðugleika og nýju Titleist AP járnin eru hönnuð með stöðugleika að leiðarljósi. Fullkomið járnasett gefur möguleika á góðri lengdarstjórnun, gerir slæmu höggin betri og hjálpar boltanum að stoppa fyrr á flötunum. Kylfuhönnuðir Titleist fengu það verkefni að bæta AP línuna án þess að gera kylfuhausana stærri. Árangurinn er lengra og betra boltaflug, aukin fyrirgefning sem gerir kylfurnar auðveldari í notkun. Tilfinningin við hvert högg hefur batnað því kylfurnar fara betur í gegnum grasið, titra minna og mynda mýkra hljóð við hvert högg. Titleist kylfur henta öllum kylfingum sem taka leik sinn alvarlega og vilja láta verðlauna sig fyrir góða sveiflu. Hreint tungsten stál var kynnt til leiks í þriðju kynslóð AP járnanna og gerði Titleist kleift að dreifa þyngd á betri máta og bæta frammistöðu járnanna. Nýju AP járnin innihalda áfram hrein tungsten stálstykki en nýjum aðferðum hefur verið beitt til að koma þeim fyrir í kylfuhausnum.
Hver kylfa í AP settunum er hönnuð sérstaklega og er tæknin því breytileg á milli járna. Þetta skilar kylfi ngnum lengra fl ugi með öllu settinu, fullkominni lengdarstjórnun sem gerir innáhöggin líklegri til að enda nær pinnanum.
NÝTT Helstu breytingar: hærra flug með löngu járnunum (lægri
þyngdarpunktur).
Lægra
flug
með
stuttu
járnunum (sterkara loft frá 7-járni). Þetta tvennt skilar aukinni
högglengd
í
gegnum
settið.
Kylfuhausinn
fyrirgefur meira og slæmu höggin fara því lengra.
NÝTT Sömu breytingar og í AP1 en helsti munurinn eru minni kylfuhausar og þeir unnir úr mýkra stáli sem hentar betri kylfingum og gerir það að verkum að auðveldara er að stýra boltafluginu. Eins og í AP1 er notað hreint tungsten ásamt plötu úr áli og plastkenndu efni til að dempa hljóð og mýkja höggið.
Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á titleist.com eða líta við í næstu golfverslun, fengið sérmælingu og prufukylfur út á völl.
titleist.com
5. TBL. DES. 2013. 23. ÁRG.
FORSETAPISTILL
Hinn almenni kylfingur GOLF Á ÍSLANDI DESEMBER 2013
Ágætu kylfingar! Ársþing Golfsambands Íslands, svokallað Golfþing, er nýafstaðið. Á þinginu koma saman fulltrúar allra golfklúbba landsins til að ræða málefni golfhreyfingarinnar, kjósa sér forystu og velja sér stefnu til næstu ára. Að mínu viti var þetta eitt allra besta Golfþing sem haldið hefur verið, að minnsta kosti það besta sem ég hef sótt. Ástæðan er sú að góður tími gafst til að ræða mörg mikilvæg málefni hreyfingarinnar. Má þar helst nefna útgáfumál og mótamál GSÍ auk þess sem góð umræða átti sér stað um barna- og unglingastarf og mikilvægi þess við útbreiðslu íþróttarinnar. Þá ber sérstaklega að nefna umræðu um stefnumótunarvinnu sambandsins. Á þinginu lagði stefnumótunarhópur GSÍ fram skýrslu sem unnið hefur verið að undanfarin tvö ár en skýrslan hefur að geyma stefnu golfhreyfingarinnar til ársins 2020. Ég hvet alla kylfinga til að kynna sér stefnuna sem er aðgengileg á heimasíðu golfsambandsins, golf.is.
Á ÍSLANDI
FORGJAFARLÆGSTIR VALLARMETIN Á ÍSLANDI ÚLFAR UM STÖÐUNA HEIÐAR OG DALVÍKINGARNIR LÖGUM PÚTTIN Í VETUR GOLF Á EYJU HITLERS
STENSON Í STUÐI! SVEIFLAN OG SAGAN
SYSTKININ STIGAMEISTARAR
Ef það er eitt atriði sem stendur upp úr í skýrslunni, umfram önnur, þá er það aukin áhersla á hinn almenna kylfing í starfi golfhreyfingarinnar en segja má að um ákveðna stefnubreytingu sé að ræða að þessu leyti. Stefnumótunarhópur GSÍ varð þess nokkuð áskynja að hinn almenni kylfingur, eða hinn hefðbundni félagsmaður, gerir kröfur um betri og fjölbreyttari þjónustu gagnvart sér, bæði frá golfklúbbunum og golfsambandinu. Að þessu þarf forysta golfklúbbanna og hreyfingarinnar í heild að huga við val á framtíðarverkefnum sínum ef henni ætlar að takast að viðhalda fjölgun kylfinga. Samkeppni við aðrar íþróttir og afþreyingu fer vaxandi og þarf forysta golfhreyfingarinnar að vera á tánum gagnvart óskum og þörfum sinna félagsmanna en þó hvergi eins mikið og í tilviki barna og unglinga. Niðurstaða ársins gefur nefnilega til kynna fækkun meðal barna og unglinga í golfi en það er í fyrsta sinn í langan tíma sem það gerist. Þó ekki megi útiloka að þættir eins og veðurfar síðasta sumars hafi haft áhrif á þátttökuna þá má ekki sofna á verðinum. Þótt gríðarlegur árangur hafi náðst undanfarinn áratug þá er fjölgun íslenskra kylfinga ekkert lögmál. Jón Ásgeir Eyjólfsson lét af starfi forseta Golfsambands Íslands á síðasta þingi, ásamt stjórnarmönnunum Kristínu Magnúsdóttur og Guðmundi Friðriki Sigurðssyni. Um leið og ég þakka þeim öllum fyrir ómetanlegt starf í þágu GSÍ um árabil þakka ég fyrir þann mikla stuðning og traust sem mér var sýnt á síðasta Golfþingi. Ég hlakka mikið til framtíðarinnar og lofa því að reyna eftir fremsta megni að nýta þau sóknartækifæri sem blasa við íslensku golfi. Viðburðaríku golfári fer nú senn að ljúka og óhætt er að segja að margir eru nú þegar farnir að hlakka til næsta sumars. Ég er einn af þeim. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í starfi golfklúbbanna fyrir framlag sitt á árinu sem er að líða. Það má aldrei gleymast að án óeigingjarns starfs sjálfboðaliða í golfklúbbum gætum við hin ekki stundað íþróttina við sömu aðstæður og raun ber vitni. Þátttaka þessa fólks er ekki sjálfsögð og hana ber að meta. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar, með forgjafarlækkun, á nýju ári.
Útgefandi/ ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdarstjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is Ritstjóri: Páll Ketilsson, pket@vf.is Textahöfundar í þessu blaði: Páll Ketilsson, Sigurður Elvar Þórólfsson og fleiri. Ljósmyndir: Páll Ketilsson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Páll Orri Pálsson, Stefán Garðarsson og fleiri.
Þýðing á erlendu efni frá Golf World og Today´s Golfers: Björn Malmquist Útlit og Umbrot: Víkurfréttir, Páll Ketilsson og Þorsteinn Kristinsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is s. 514 4053 og 663 4656 Blaðinu er dreift inn á öll heimili félagsbundinna kylfinga á Íslandi í 15.000 eintökum. Prentun: Oddi Næsta tölublað kemur út í maí 2014.
Prófarkalestur: Þórgunnur Sigurjónsdóttir.
Með jólakveðju, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
Jî LAGJ… FIN sem sl¾ r ’ gegn fr‡ GOLFLEIKJASKî LANUM GjafabrŽ f ‡ byrjendan‡ mskeið ’ golfi sumarið 2014 5 daga n‡ mskeið, hver kennsludagur er 1 1/2 t’ mi ’ senn, n‡ mskeiðinu lýkur með þv’ að farið er ‡ l’ tinn golfvš ll og nemendum kennt að spila golfleikinn. N‡ mskeiðin eru fyrir konur og karla og einnig eru fjš lskyldun‡ mskeið ’ boði. … ll ‡ hš ld eru ‡ staðnum. N‡ mskeiðsverð er 9500 kr.- og golfb— kin ,,Berskjš lduð ‡ fyrsta TeigÓ eða ,,Viðbœ inn Tilbœ inn GOLFÓ fylgir með.
6
Pantanir ‡ golf@golfleikjaskolinn.is www.golfleikjaskolinn.is
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Heimilið Líf- og heilsa Bíllinn Fyrirtækið
Einu sinni voru allir þessir hlutir með verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Við gerum okkur því sjaldnast grein fyrir verðmæti þeirra fyrr en eitthvað kemur fyrir. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili, til dæmis í eldhúsinu? Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Reiknivélin á www.vordur.is hjálpar þér fyrstu skrefin.
VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.
ÍSLENSKA SIA.IS VOR 62508 01/13
VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT?
RITSTJÓRAPISTILL
Páll Ketilsson
SMÁ SÝNISHORN AF EFNI BLAÐSINS
Þurfum að líta út fyrir kassann
Efni í þessu jólablaði er fjölbreytt að venju. Við tökum púlsinn á afreksfólki okkar, heyrum líka í 9 ára íslenskri golfstelpu sem þykir mjög efnileg og birtum viðtal við besta kylfing ársins í heimi atvinnumanna, Svíann Henrik Stenson. Skoðum flottar sveiflumyndir og hann segir sögu sína úr keppnisheiminum en þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum hjá kappanum. Margt fleira áhugavert úr golfheiminum hér heima. Við skoðum til dæmis þróun forgjafar og förum líka yfir vallarmet á golfvöllum landsins. Eitt af mörgum viðtölum blaðsins er við formann konunglega golfklúbbsins í St. Andrews en hann hélt mjög áhugavert erindi á málþingi GSÍ í tengslum við golfþingið. Útgáfa þessa tímarits GSÍ, Golfs á Íslandi, hefur verið öflugur boðberi golfhreyfingarinnar í rúma tvo áratugi. Í lesendakönnun þar sem rúmlega ellefu hundruð kylfingar svöruðu spurningum Capacent um útgáfu og efni blaðsins kemur fram að 90% kylfinga lesa blaðið. Rúmlega 70% eru ánægðir með blaðið, aðeins 6% eru óánægðir og sömuleiðis vilja rúmlega 7 af hverjum tíu fá blaðið í sama formi, þ.e. á pappír og sent heim. Umræða hefur komið upp að undanförnu hvort horfa eigi til að vera með blaðið í formi vefrits og hún kom upp núna á golfþingi. Aðeins um 17% í könnuninni sögðust hlynnt því útgáfuformi. Útgáfustjórn mun engu að síður fylgjast vel með þeirri þróun á næstu árum en á ráðstefnu um framtíð prentmiðla sem ritstjóri sótti nýlega kom fram að blöð og tímarit eru enn sterkustu miðlarnir. Vefrit hafa átt á brattann að sækja. Lesendur voru líka spurðir í könnuninni um efnistök blaðins. Þeir eru ánægðastir með umfjöllun og heimsóknir á golfvelli hér heima og erlendis, golfkennslugreinar og reglupistla.Þetta eru þættir sem blaðið hefur sinnt vel en það má alltaf gera betur og við munum skoða vel niðurstöður úr könnuninni til að gera blaðið enn betra. Þökkum skemmtilegar golfstundir á árinu sem er að líða. Gleðilegt nýtt golfár.
8
26
20
G
olfárið 2013 er nú að renna sitt skeið á enda og er óhætt að segja að í hugum margra hafi það ekki verið mjög gott sé litið til þeirra stunda sem hægt var að nota til að elta hvíta boltann á grænum golfvöllum landsins. Eftir mörg blíðuár máttu kylfingar á stórum hluta landsins, alla vega hér sunnan- og vestanlands, þola blautt sumar. Það kom niður á ástundun kylfinga og í fyrsta sinn í mörg ár var örlítil fækkun iðkenda. Þegar litið er til fjölgunar aftur til ársins 2000 hefur fjöldi kylfinga samt tvöfaldast, úr 8.500 í 16.600. Það er mögnuð staðreynd. Eitt af áhyggjumálum hreyfingarinnar er þó fækkun meðal yngstu kylfinga landsins. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fer yfir þá stöðu í viðtali í þessu tölublaði. Hann segir samkeppni við knattspyrnu og fimleika erfiða. Finna þurfi leiðir til að fá fleiri stelpur í golfið sem margar velja fimleika og flestir strákar velja fyrst fótbolta. Hann bendir t.d. á að það sé mörgum erfitt að mæta í höggleikskeppnir og spurning hvort ekki þurfi að hugsa keppnismál aðeins út fyrir kassann. Nær allir yngri kylfingar landsins segja sveitakeppnina vera skemmtilegustu keppni sumarsins. Þar kemur liðsandinn meira inn í og holukeppni leikin. „Við þurfum að þora að líta aðeins út fyrir kassann í þessum efnum. Það hefur verið fjölgun hjá yngri kylfingunum undanfarin fjögur til fimm ár en það er samdráttur hjá okkur á þessu ári. Allt að 10%. Ég hef áhyggjur af þessari þróun og við þurfum að finna lausnir til þess að bæta okkar starf – sérstaklega yfir vetrartímann.“ Orð að sönnu hjá Úlfari.
GOLFÞING
JÓN ÁSGEIR
Golfþing var viðburðaríkt að venju. Nýr Jón Ásgeir Eyjólfsson fráfarandi forseti forseti var kjörinn og farið var yfir öll GSÍ til átta ára lítur yfir farinn vel í helstu málefni golfhreyfingarinnar. fróðlegu viðtali.
34
38
FORGJÖFIN
ÚLFAR Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari segir margt jákvætt í gangi í íslensku golfi en huga þurfi að uppbyggingarstarfi hjá stúlkum.
Það er fróðlegt að skoða forgjafarlista nú og fyrr og sjá þróunina sem hefur orðið á nokkrum árum.
66
62
UNDRASTELPA
UNGLINGARNIR
Guðrún Jóna er níu ára íslensk stúlka sem hefur vakið athygli fyrir golfhæfileika á Englandi. Hún byrjaði ung að árum að slá í golfbolta á Akranesi.
Unglingarnir fá sína umfjöllun eins og alltaf, ungir og efnilegir og Heiðar Davíð segir frá uppbyggingunni á Dalvík.
82
76
DÓMARAPISTILL Grunnreglurnar í golfi eru einfaldar og rúmast í tveimur málsgreinum í reglubókinni en af hverju finnst okkur þær svona flóknar?
PGA KENNSLA Magnús Birgisson, golfkennari fer yfir það hvernig við getum tamið okkur traustar púttæfingar og þjálfað betur miðið.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Eftir að hafa verið hluti af fjölskyldunni í áraraðir vitum við að allt getur gerst
ENNEMM / SÍA / NM59925
ÞESS VEGNA ER F PLÚS VINSÆLASTA FJÖLSKYLDUTRYGGINGIN Á ÍSLANDI Best er auðvitað að fyrirbyggja slysin. En eins og við vitum eru nánast engin takmörk fyrir því óvænta sem getur komið upp á. F plús veitir víðtæka tryggingavernd sem sniðin er að VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
breytilegum þörfum fjölskyldunnar á hverjum tíma. Njótum lífsins áhyggjulaus með F plús fjölskyldutryggingu. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.
„Tómleikatilfinning eftir þessa baráttu“ BIRGIR LEIFUR Á KROSSGÖTUM: „Ég get ekki sagt að ég sé hættur að elta drauminn – ég upplifi að ég sé tómur en ég tel mig samt hafa hæfileika og getu til þess að standa“ mig í keppni við þá bestu í Evrópu“
B
irgir Leifur Hafþórsson hafði í nógu að snúast í nóvember þar sem hann var í baráttunni á úrtökumótum. Íslandsmeistarinn í höggleik var ansi nálægt því að komast í gegnum annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina og Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum.
Svekkjandi að komast ekki áfram
„Það er ákveðið tómarúm hjá mér þessa dagana sem er erfitt að fylla upp í. Það vantaði herslumuninn að komast í gegn í Evrópu og ég er meira svekktur með það en mótið í Bandaríkjunum,“ sagði Birgir Leifur við Golf á Íslandi. „Ég ætla að meta stöðuna næstu vikurnar og kanna þá möguleika sem eru fyrir mig varðandi framtíðina. Þar er Það munaði aðeins tveimur höggum að Birgir Leifur kæmist inn á lokaúrtökumótið á að mörgu að hyggja. Satt best að segja get Evrópumótaröðinni en hann endaði í 22.-29. ég ekki sagt mikið um hvað ég ætla að gera varðandi golfið og framtíðina á þessum tímasæti á Lumine vellinum á Spáni. Birgir fór upp um 19 sæti á lokahringnum en það dugði punkti – það skýrist betur í lok ársins eftir að ég hef rætt við þá sem hafa staðið með mér ekki til þar sem að 18 efstu komust áfram. í þessu.“ Birgir lék hringina fjóra á 3 höggum undir Birgir Leifur segir að árið 2013 sé eitt það pari samtals 70-71-70-70. Veðrið var í aðalhlutverki á tveimur síðustu keppnisdögunum besta hjá honum í langan tíma. Og það þar sem að keppni var ítrekað frestað vegna hvassviðris. Margir kylfingar drógu sig úr keppni, alls 21, og aðeins 57 kylfingar luku keppninni. Birgir var eini íslenski kylfingurinn sem komst í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, Þórður Rafn Gissurarson, Ólafur Björn Loftsson og Ólafur Már Sigurðsson, reyndu sig einnig á fyrsta stiginu en komust ekki áfram. Eins og áður segir náði Birgir Leifur að komast inn á annað stigið á bandarísku Web. com mótaröðinni. Þar lék Birgir á Southern Hills Plantation vellinum í Flórída og var hann samtals á -3 eftir 72 holur, (69-73-7172). Sá árangur skilaði honum í 39.- 47. sæti en alls komust 19 efstu kylfingarnir áfram af þessum velli á lokaúrtökumótið. Birgir var 6 höggum frá því að komast áfram en hann hefði þurft að leika á -9 samtals til þess að komast í hóp 19 efstu.
10
sé svekkjandi að standa uppi í lok ársins með ekkert í höndunum varðandi atvinnumótaraðirnar á næsta ári. „Ég get eflaust komist inn á nokkur mót á Áskorendamótaröðinni í Evrópu eins og síðastliðið sumar. Það er varla nóg og kannski verður niðurstaðan sú að ég reyni bara aftur við úrtökumótið næsta haust, og fari í önnur verkefni sem tengjast vonandi golfi fram að því. Án þess að vera leika mikið erlendis. Ég get ekki sagt að ég sé hættur að elta drauminn – ég upplifi að ég sé tómur en ég tel mig samt hafa hæfileika og getu til þess að standa mig í keppni við þá bestu í Evrópu. Málin skýrast hjá mér í árslok,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur var í 11. sæti á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni árið 2007, m.a. á Opna austuríska þar hann sést hér. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
SUMT ÞARFTU ALLTAF AÐ HAFA Í HUGA ,U mZRYPM[PU ZtY \T SV[[}Pó
ALLTAF Á MI
Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is
A.. B.. C.. D.. E.. F. G. H.
ÐVIKUDÖGU
M!
12 14 17 21 41 48 05 16 23 36 37 38 07 09 13 22 34 38 03 06 19 24 25 31 11 19 21 25 38 42 01 25 35 36 39 46 18 19 20 23 28 46 22 27 29 39 40 42
> > > 3
6;;6 0:
Þröngt nálarauga inn á Evrópumótaröðina Alls reyndu 968 kylfingar að komast inn á Evrópumótaröðina í golfi í gegnum úrtökumótin sem haldin voru í haust. Aðeins 27 þeirra komust alla leið og fá því keppnisrétt á mótaröðinni á næsta tímabili.
Keiliskapparnir Björgvin, Gísli, Rúnar og Birgir.
Keilir endaði í 11. sæti á EM klúbbliða í Portúgal
K
arlasveit Keilis endaði í 11. sæti af alls 24 sveitum sem tóku þátt á Evrópumóti klúbbliða en keppt var í Portúgal. Keilir sigraði í 1. deild karla í sveitakeppninni og tryggði sér keppnisrétt á mótinu með þeim hætti. Rúnar Arnórsson lék hringina tvo á +1 samtals (73-72), Gísli Sveinbergsson var á +10 (80-74) og Birgir Björn Magnússon lék á +18 (76-86) en tvö bestu skorin á hverjum hring töldu. Björgvin Sigurbergsson, nýráðinn yfirþjálfari Keilis, var með Keilissveitinni í Portúgal en sveitin er kornung þar sem að Rúnar er 21 árs en Gísli og Birgir eru aðeins 16 ára gamlir. Alls voru 24 golfklúbbar frá 23 löndum sem tóku þátt á þessu móti. Lokastaðan: 1. C.G. Vilamoura – Portúgal -9 2. Prise DEau Golf – Holland -6
3. Saint Nom la Bretèche – Frakkland -6 4. G.C. Hubbelrath – Þýskaland par 5. Frederikssund Golfklub – Danmörk par 6. Coventry G.C. – England +1 7. Lausanne G.C. – Sviss +4 8. Royal Antwerp G.C. – Belgía +7 9. County Sligo G.C. – Írland +7 10. Real Golf Pedreña – Spánn +7 11. Keilir – Ísland +7 samtals 12. Wrexham G.C. – England +8 13. Kymen G.C. – Finnland +9 14. Colony Club Gutenhof – Austurríki +9 15. Cir. G. Torino La Mandria – Ítalía +12 16. Glenbervie G.C. – Skotland +14 17. G.C. Welten – Slóvakía +18 18. G.C. Erpet Praha – Tékkland +18 19. Toya Golf Club – Pólland +22 20. Golf Klub Velenje – Slóvenía +27 21. Golf Luxembourg – Lúxemborg +33 22. G.C. Quercus – Króatía +37 23. Estonian G. Country Club – Eistland +44 24. Superior Golf & Spa – Úkraína + 51
Svíinn Patrick Sjöland hefur nokkrum sinnum farið í gegnum úrtökumót inn á Evrópumótaröðina en hann er hér með Birgi Leifi á Opna austuríska mótinu 2007.
Alls voru 770 á fyrsta stigi úrtökumótsins þar sem að fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt. Ólafur Björn Loftsson, Ólafur Már Sigurðsson, Þórður Rafn Gissurarson og Birgir Leifur Hafþórsson – en sá síðastnefndi var sá eini sem komst áfram í gegnum fyrsta stigið. Aðeins sex kylfingar sem hófu leik á fyrsta stigi úrtökumótsins komust alla leið að þessu sinni. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri kylfingar reynt sig á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina en það var árið 2008 þar sem að 696 tóku þátt. Sex kylfingar komust alla leið inn á Evrópumótaröðina með því að fara í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins á þessu hausti. Þeir eru: Connor Arendell, Jack Doherty, John Hahn, Kevin Phelan, Thomas Pieters og Adrien Saddier. Sjö kylfingar sem hófu leik á öðru stigi úrtökumótsins komust inn á Evrópumótaröðina. Þeir 14 sem eftir eru af þeim 27 sem komust inn á þessu hausti hófu leik á lokaúrtökumótinu. Kylfingarnir 27 sem komust áfram koma frá 15 mismunandi löndum: England (5), Bandaríkin (4), Svíþjóð (3), Danmörk (2), Frakkland (2), Skotland (2), Argentína, Ástralía, Belgía, Finnland, Írland, Ítalía, Paragvæ, Spánn og Wales eiga öll einn fulltrúa. Adrien Saddier frá Frakklandi var sá yngsti sem komst áfram en hann er 21 árs en sá elsti var Patrik Sjöland frá Svíþjóð en hann er 42 ára. Á lokaúrtökumótinu voru 39 kylfingar sem hafa sigrað á móti á Evrópumótaröðinni. Aðeins fimm þeirra náðu að komast alla leið; Mikael Lundberg, James Morrison, Patrik Sjöland, Alastair Forsyth og Estanislao Goya. Bandaríkjamenn virðast hafa meiri áhuga á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en áður. Alls komust fjórir Bandaríkjamenn alla leið að þessu sinni. Á síðustu ellefu árum höfðu aðeins fjórir Bandaríkjamenn farið þessa leið inn á Evrópumótaröðina.
12
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Ólafur Loftsson mælir með bókinni
Bættu boltaflugið
SNAG færir golfíþróttina til fjöldans
N
ýverið kom út bókin „Bættu boltaflugið“ sem er skrifuð af Jim Hardy en Nökkvi Gunnarsson golfkennari í Nesklúbbnum þýddi. Hardy er á meðal virtustu golfkennara Bandaríkjanna og er bókin leiðarvísir fyrir kylfinga og hjálpar þeim að gera leikinn auðveldari og ánægjulegri. Ólafur Björn Loftsson, atvinnukylfingur, hefur nýtt sér fræðin úr bókinni. „Ég hef bætt og aukið skilning minn á golfsveiflunni til muna. Ég mæli eindregið með þessari bók fyrir þá sem vilja lagfæra sveifluna. Bókin er frábær til að skilja alltaf hvað gerist í höggunum og sveiflunni, af hverju boltinn flýgur eins og hann gerir og hvernig á að leiðrétta hlutina þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það sem aðgreinir þessa bók frá mörgum öðrum er að markmiðið er ekki að reyna að finna hina fullkomnu golfsveiflu heldur öðlast hlutleysi í þeirri sveiflu sem kylfingurinn hefur fyrir. Markmiðið er einfaldlega að innleiða eins margar lagfæringar og þörf er á til að slá högg sem eru í senn vel hitt og fyrirsjáanleg,“ sagði Ólafur í samtali við Golf á Íslandi. Jim Hardy er þekktastur fyrir byltingakenndar hugmyndir sínar um að allar golfsveiflur séu annað hvort á einum ferli eða tveimur. Áralangar rannsóknir á þessu viðfangsefni urðu kveikjan að metsölubókinni.
Nökkvi Gunnarsson golfkennari þýddi bókina. Ólafur Loftsson hefur nýtt sér fræðin úr henni.
SNAG (Starting new at golf) er hannað af PGA atvinnumönnum og golfkennurum sem nýttu eiginleika og smáatriði hefðbundins golfs við þróun búnaðar og kennsluaðferða. Gullbjörninn Jack Nicklaus, er dyggur stuðningsmaður SNAG en hann telur að börn fái ekki næg tækifæri til þess að kynnast golfinu nógu snemma á lífsleiðinni. Búnaðurinn er litríkur og auðveldur í notkun og er frábær kennslu- og æfingabúnaður fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Með SNAG fá kylfingar tækifæri til að læra og æfa sig með öðrum, en um leið að þróa hæfileika, getu og skilning á þeim hraða sem hverjum og einum hentar. Með SNAG er hægt að nýta mun minni úti- og innisvæði til að læra að spila golf og þannig geta íþróttafélög, líkamsræktarstöðvar, hótel og ferðaþjónustuaðilar auk golfklúbba auðveldlega boðið viðskiptavinum sínum upp á skemmtilega dagskrá. Markmiðið er að færa golfíþróttina til fjöldans með námi sem tekur lítið pláss, er ódýrt og sérlega skemmtilegt. 25 leiðbeinendur hafa nú þegar útskrifast með réttindi í kennslu SNAG á Íslandi og nýta fjölmargir golfklúbbar SNAG búnaðinn og kennslufræðina í þjálfun sinni. Grunnskólar í Þorlákshöfn og á Selfossi, ásamt Lindaskóla í Kópavogi hafa bætt SNAG kennslu inn í leikfimitíma og í Vættaskóla í Grafarvogi er boðið upp á valáfanga í SNAG golfi.ssa.is vinnur að útbreiðslu SNAG á Íslandi í samvinnu við Golfsamband Íslands. Í undirbúningi eru námskeið á landsbyggðinni fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast leiðbeinendur.
Atlas göngugreining hefur opnað glæsilega þjónustumiðstöð að Bæjarlind 4, Kópavogi undir nafninu „Eins og fætur toga“ Atlas göngugreining hefur undanfarin ár boðið upp á göngu- og hlaupagreiningar í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal, auk þess að reka verslun með tengdar vöru á sama stað. Atlas göngugreining hefur verið einn stærsti söluaðili Asics og Brooks á Íslandi undanfarin ár og sérhæft sig í að selja tæknilegustu skó Ecco. Við erum sérfræðingar í fótum og í Bæjarlindinni bjóðum við fjölbreytta þjónustu fyrir fætur s.s. göngu- og hlaupagreiningu, auk þess sem fullkominn greiningarbúnaður er notaður til að velja skó eftir fótlagi og niðurstigi.
Opnunartilboð fram að jólum 20 % afsláttur af öllum vörum í verslun. 20 % afsláttur af gjafabréfum og ef þú kaupir gjafabréf fyrir kr. 15.000.- eða meira fylgir göngu- og hlaupagreining með ásamt Compressport sokkum að verðmæti kr. 8.480.-
Í verslun er úrval af fótavörum og sérvaldir vinnuskór fyrir flesta sem stunda sína vinnu á fótunum, úrval af stoðvörum, sjúkravörum og fylgihlutum.
www.gongugreining.is
14
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Sigurpáll og Björgvin íþróttastjórar Björgvin Sigurbergsson var í haust ráðinn sem íþróttastjóri og yfirgolfkennari hjá Golfklúbbnum Keili og Sigurpáll Geir Sveinsson, sem var áður golfkennari hjá Keili, var ráðinn sem íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Björgvin þekkir vel til hjá Keili því hann var áður golfkennari hjá klúbbnum en tók sér ársleyfi frá störfum og vann við sitt gamla fag sem húsasmiður. Björgvin mun á næstu vikum tilkynna hvaða fleiri kennarar koma til starfa hjá klúbbnum en samingur hans við Keili er til loka ársins 2016. Björgvin er einn sigursælasti kylfingur síðari ára en hann er fjórfaldur Íslandsmeistari í höggleik karla. Sigurpáll Geir Sveinsson og Jóhann Hjaltason létu nýverið af störfum sem golfkennarar hjá Keili að eigin ósk og tekur Björgvin við keflinu af þeim félögum. Sigurpáll er öllum hnútum kunnugur í Mosfellsbæ en Kjölur var hans heimaklúbbur í mörg ár eftir að hann flutti frá Akureyri. „Þetta starf leggst vel í mig, annars hefði ég ekki tekið það að mér. Þetta er minn gamli heimaklúbbur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er lítill klúbbur með stórt hjarta. Hér er efniviður sem þarf að slípa til og er sú vinna hafin. Ég hef mín markmið og eitt af þeim er að koma Kili aftur á kortið í golfinu á Íslandi. Kjölur hafði samband við mig um þremur vikum eftir að ég hætti hjá Keili og þeir buðu mér heilsársstarf í 100% starfshlutfalli. Eftir nokkurra daga umhugsun tók ég ákvörðun og þáði starfið,“ sagði Sigurpáll við Golf á Íslandi.
9. brautin á Hvaleyrinni. Hraunið er vinsælt meðal útlendinga.
Aukning í komu erlendra kylfinga
H
eimsóknir erlendra kylfinga til Íslands hafa aukist ár frá ári. Talið er að auking erlendra kylfinga hafi verið a.m.k. 15% á árinu og einstakir vellir hafa notið allt að 30% aukningar. Samtökin Golf Iceland tóku þátt í stærstu golfferðasýningu heims, IGMT, sem fram fór á Spáni í byrjun nóvember. Um 1200 manns frá um 60 löndum tók þátt í ár, seljendur golferða, kaupendur golfferða svo og fjölmiðlamenn, sem fjalla um golf. Þetta er í fjórða sinn sem Golf Iceland tekur þátt í þessari sýningu. Að sögn Magnúsar Oddssonar, starfsmanns samtakanna var komið á framfæri við kaupendur á fjölmörgum fundum upplýsingum um meðlimi samtakanna Golf Iceland, ásamt almennum
upplýsingum um Ísland og golf á Íslandi. Þá var dreift efni til fjölmiðlafólks og þeim veittar upplýsingar á fundum. Á sýningunni á Spáni voru haldnir fyrirlestar um ýmislegt sem tengist golfferðamennsku og ýmsar niðurstöður kannana birtar um ferðahegðun kylfinga, eyðslu og fleira eftir markaðssvæðum. Þar kom m.a. fram að um 10% aukning hafi verið í sölu á golferðalögum árinu 2012 samanborið við árið 2011. Þá er ljóst að auking verður einnig á árinu 2013. Þessi hluti ferðaþjónustunnar hefur vaxið mikið sérstaklega á síðustu 10 árum og nú er talið að í Evrópu velti golfferðamennska um 260 milljörðum kr. á hverju ári.
SPÁNN ER ENN VINSÆLASTUR HJÁ GOLFFERÐAMÖNNUM
S
Portúgal, 16% velja að fara í golffrí til Bretlandseyja, Tyrkland kemur sterkt inn með 7,5% og 7% fara til Frakklands. Rétt um 7% velja að fara í golf í Bandaríkjunum.
Af þeim sem völdu Spán til þess að fara í frí og spila golf völdu 12,7% Costa del Sol svæðið, tæp 4% völdu Costa Brava, 3,2% fóru til Kanaríeyja og tæp 9% völdu aðra staði á Spáni. Önnur lönd komu einnig sterkt út úr þessari viðamiklu könnun en 17% völdu
Að meðaltali velja kylfingar að dvelja í sjö daga á Spáni þegar þeir eru í golfferðalögum. Fjögurra og fimm stjörnu hótel eru fyrsta val hjá flestum. Kylfingar frá Bretlandi eyða að meðaltali 28.000 kr. á dag á Spáni en kylfingar frá Skandinavíu eyða um 37.000 kr. á dag í golf, gistingu, mat og drykk. Að meðaltali leika kylfingar fimm til sex átján holu hringi í hvert sinn sem þeir fara
pánn er enn í efsta sæti á vinsældalistanum hvað varðar heimsóknir frá kylfingum frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Skandinavíu. Ný könnun leiðir þetta í ljós og er Spánn með 28% markaðshlutdeild hvað varðar golfferðamenn frá þessum löndum ef miðað er við síðustu 12 mánuði.
16
17. brautin á Valderrama vellinum á Spáni.
í golfferðalag til Spánar. Og þeir leika að meðaltali á fjórum mismunandi völlum. Það er mikill munur á því hvaða landsvæði er í uppáhaldi hjá kylfingum og þar skiptir þjóðerni mestu máli. Bretar og Skandinavar velja Costa del Sol, Frakkar eru líklegri til að velja Costa Brava en Þjóðverjar fara út um allt og einnig til Kanaríeyja. Costa Daurada svæðið í Katalóníu er dæmi um svæði á Spáni þar sem að mikill vöxtur hefur verið í heimsóknum erlendra kylfinga. Fyrir tveimur árum voru aðeins 2% af gestum vallarins erlendir en í ár eru þeir um 30%.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Halló, Vetur. við bjuggum okkur undir komu þína með skynvæddu fjórhjóladrifi.
Honda cr-V 4x4, kostar frá kr. 5.490.000
HALLÓ. MEIRA NÝTT. Með CR-V erum við vel undirbúin þegar snjórinn kastar til okkar tækifærum. Skynvætt stöðugt vaktandi fjórhjóladrif reiknar út þörfina á gripi og dreifir aflinu aðeins í þau dekk sem þurfa þess. Á meðan brekku-hraðastjórnandinn hjálpar þér að halda fullri stjórn og mýkt niður brekkuna, án þess að þú þurfir að bremsa. Fjórða kynslóð Honda CR-V setur ný viðmið í ferðaþægindum, gæði innréttinga og gagnsemi í akstri. Náðu taki á vetrinum. Lifðu meira nýtt, keyrðu Honda CR-V. Bíl ársins á Íslandi í flokki jeppa og jepplinga.
www.honda.is/cr-v
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Þorsteinn Hallgríms fékk albatross á eigin kepni á 12. braut í Grafarholtinu
Það hafa margir lent í ævintýrum á 12. brautinni í Grafarholtinu enda býður þessi par 5 braut upp í dans.
LÍKURNAR ERU EINN Á MÓTI MILLJÓN að leika par 5 holu á tveimur höggum
S
amkvæmt golfsérfræðingnum Dean Knuth sem fann m.a. upp slop kerfið í golfi eru líkurnar á því að fá albatross í golfi einn á móti milljón. Til samanburðar eru líkurnar á því að áhugakylfingur fari holu í höggi einn á móti 12.750 samkvæmt rannsókn bandaríska golftímaritsins Golf Digest. Ef um atvinnukylfing er að ræða eru líkurnar einn á móti 3.756. Þorsteinn Hallgrímsson, eigandi golfverslunarinnar Hole in One í Bæjarlind náði að komast í hóp þeirra örfáu sem hafa náð að fara par 5 holu í tveimur höggum en það afrekaði hann á móti sem verslun hans stóð fyrir í Grafarholti í september sl. „Þetta var gott högg af 146 metra færi og
18
ég var bara ánægður að boltinn fór ofan í,“ sagði hinn landsþekkti og þaulreyndi kylfingur en hann notaði aðeins tvö högg á 12. braut í Grafarholtinu en brautin er par 5. Eyjamaðurinn, sem varð Íslandsmeistari í höggleik árið 1993, lýsir atvikinu með þessum hætti: „Upphafshöggið var gott og ég sló annað höggið með 8-járni. Boltinn fór beint á flaggstöngina, lenti um 2 metra frá holu, og þaðan ofan í. Það var ánægjulegt og líklega er þetta skemmtilegri upplifun en að fara holu í höggi, því það eru mun færri sem ná að „grísa“ á þetta,“ sagði Þorsteinn en hann hefur þrívegis farið holu í höggi á par 3 holu. „Til þess að fá albatross á par 5 holu þarf upphafshöggið að vera frá-
bært og annað höggið er oft af lengra færi en þegar maður fer holu í höggi á par 3 holu.“ „Það sem var skemmtilegast við þetta allt saman er að ég var í keppni við vin minn og meðeiganda í Hole in One, Jóhannes Kolbeinsson, og hann tapaði fjórum höggum á tveimur holum þar sem ég fékk fugl á 13. – það fannst honum ekki sanngjarnt.“ Þorsteinn lék hringinn 74 höggum eða 3 höggum yfir pari og var hann þokkalega ánægður með sinn leik en afar ánægður með Grafarholtsvöllinn. „Ég held ég hafi ekki leikið á eins flottum Grafarholtsvelli í mörg ár. Flatirnar voru frábærar og það var gott að pútta á þeim.“
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Styrktu þig sem stjórnarmaður Námskeið fyrir stjórnarmenn Í janúar verða haldin námskeið sem sniðin eru að þörfum stjórnarmanna og fjalla um helstu hlutverk og verkefni stjórnar. Námskeiðin byggja á áralangri reynslu KPMG við að aðstoða stjórnir í að bæta verklag og stjórnarhætti sína.
Handbók stjórnarmanna Önnur útgáfa Handbókar stjórnarmanna kemur út í desember og í henni má finna ítarlega umfjöllun um þætti er tengjast stjórnarsetu. Handbókin nýtist nýjum stjórnarmönnum og þeim sem hafa reynslu af stjórnarstörfum. Nánari upplýsingar um námskeiðin og Handbók stjórnarmanna er að finna á vefsíðu félagsins og í KPMG appinu. kpmg.is | app.kpmg.is
Jón Ásgeir í ræðustóli á golfþingi 2013.
Golfþing 2013:
leiki golf að minnsta kosti fjórum sinnum á sumri og þannig sé um það bil 34.000 manns sem stundi golf að einhverju marki. Þannig má finna það út að 10% þjóðarinnar leiki golf. Þessi hlutfallstala er líklega sú hæsta í heiminum og alltaf gaman að því ef við erum stærst í einhverju. Af hverju er golf svona vinsælt í landi þar sem að tímabilið er svona stutt? Ef til vill er ekkert einfalt svar við því en það er tiltölulega ódýrt að leika golf hér á landi. Hin björtu sumarkvöld gefa tækifæri á að leika golf lengi dags og alls staðar er tiltölulega stutt á næsta golfvöll. Allir golfvellir eru opnir öllum og þeir eru margir hér á landi.“
Bregðast þarf við fækkun kylfinga -hagnaður af rekstri GSÍ
J
ón Ásgeir Eyjólfsson flutti skýrslu stjórnar á Golfþingi Golfsambands Íslands sem fram fór í Laugardalshöll laugardaginn 23. nóvember. Í máli hans kom m.a. fram að rekstrarniðurstaða GSÍ hafi verið í takt við þær áætlanir sem stjórnin setti fram og fjöldi félaga í golfklúbbum er svipaður og á síðasta ári. Alls eru 16.602 skráðir félagar í golfklúbbum á vegum GSÍ en árið 2012 voru þeir 16.641. Það vantar því 39 kylfinga á milli ára. Hér á eftir verður stiklað á því allra helsta í ársskýrslunni sem má nálgast í heild sinni á golf.is. Slæmt veður sunnanlands gæti haft einhver áhrif á fækkun kylfinga en ekki sé hægt að víkja frá þeirri hugsun að í nágrannalöndum Íslands hafi kylfingum fækkað undanfarin ár. Félagsaðild að golfklúbbum virðist ekki höfða eins sterkt til yngri aldurshópa, sem kjósa frekar að greiða vallargjöld. Það er einnig umhugsunarefni að 18 holu golfhringur tekur of langan tíma og margir beri saman tímann sem fer í ýmsa aðra afþreyingu s.s. líkamsrækt eða að skreppa í bíó. Þetta sé eitthvað til þess að hugsa um.
„Það vakti athygli hve margir ungir kylfingar skiluðu inn lágum skorum í mótum í sumar. Ljóst er að við eigum stóran hóp af ungum og efnilegum kylfingum sem við getum bundið miklar vonir við, ef rétt er staðið að þjálfun þeirra og þeim veitt tækifæri við hæfi,“ segir m.a. í skýrslu stjórnar. Fækkun kylfinga í nágrannalöndum Íslands hefur vakið upp spurningar hvernig hægt sé að bregðast við slíkri þróun og er komið inn á þá hluti í skýrslunni. „Á það hefur verið bent að ódýrasta leiðin sé að leggja áherslu á að halda þeim félagsmönnum sem fyrir eru í hreyfingunni, efla þjónustuna gagnvart þeim sem fyrir eru. Erfiðara og dýrara sé að afla nýrra félagsmanna. Stöðug fjölgun hefur verið í golfhreyfingunni frá árinu 2000 og hefur fjöldi kylfinga í golfklúbbum tvöfaldast á þeim tíma. Þeir hafa farið úr 8.500 í tæp 17.000. Þar fyrir utan er talið að annar eins hópur
Jón Ásgeir gaf ekki kost á sér til endurkjörs og að hans sögn hefur hann átt ánægjulega tíma í embættinu sem forseti GSÍ: „Ég hef nú um átta ára skeið stýrt þessari hreyfingu og verð að segja að þetta tímabil hefur verið mjög ánægjulegt. Auðvitað hefur ekki alltaf verið gaman en þegar hið jákvæða er oftar en hið neikvæða þá er ekki annað hægt en að vera ánægður. Ekki er alltaf hægt að gera öllum til hæfis en við sem höfum staðið í forystusveit höfum þó reynt af fremstu getu að gera okkar besta á þessum tíma. Það er svo ykkar að meta hvort tekist hefur að færa hreyfinguna fram á við og hvort okkur hafi miðað áfram. Ég tel því að mínum markmiðum sé náð og tími sé kominn til þess að hliðra til fyrir öðrum sem koma með önnur markmið,“ segir Jón Ásgeir m.a. í ársskýrslunni. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs ásamt Kristínu Guðmundsdóttur og Guðmundi F. Sigurðssyni.
Hjá stærstu golfklúbbum landsins voru nokkrar sviptingar en 7% fækkun varð hjá GR, hjá Keili fjölgaði um 6% en Kjölur í Mosfellsbæ var með 11% fjölgun. Hjá smærri klúbbum má nefna að 40% aukning var hjá Golfklúbbi Selfoss, og 16% í Bakkakoti. Jón Ásgeir Eyjólfsson kom víða við í ársskýrslunni. Hann greindi m.a. frá því að tekjuafgangur af rekstri sambandsins hafi verið 1,3 milljón kr. og eigið fé GSÍ er um 21 milljón kr. Tekjuafgangurinn hefur gert það að verkum að Golfsambandið hefur ekki þurft að treysta á dýr bankalán yfir vetrartímann þegar litlar tekjur koma í reksturinn. 20
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Haukur Örn Birgisson er yngsti forseti GSÍ frá upphafi:
„Við gegn þeim“ er viðhorfið sem þarf að breyta
H
aukur Örn Birgisson var kjörinn forseti Golfsambands Íslands á golfþinginu sem fram fór laugardaginn 23. nóvember sl. Í fyrsta sinn í sögu GSÍ voru tveir í framboði í þetta embætti en Margeir Vilhjálmsson bauð sig einnig fram. Haukur, sem er 34 ára gamall hæstaréttarlögmaður, fékk 120 atkvæði gegn 29 atkvæðum Margeirs. Golf á Íslandi ræddi við Hauk skömmu eftir að niðurstaðan lá fyrir en hann er yngsti forsetinn í sögu GSÍ. „Ég vona að það hafi góð áhrif að fá kynslóðaskipti í golfhreyfinguna. Ég hef verið í stjórn GSÍ í átta ár og var því 26 ára þegar ég byrjaði í þessum félagsstörfum. Ég er vanur að vinna með eldra fólki og sem stjórnarmaður í Golfsambandi Evrópu þá er meðaldurinn þar enn hærri. Maður er því ýmsu vanur. Meirihluti golfhreyfingarinnar er yfir fertugu og það er bara þannig að þeir sem eru á aldrinum 30-40 ára hafa í nógu að snúast að koma sér upp fjölskyldu og annað sem því fylgir og lætur sig því oft vanta í sjálfboðaliðastarf á borð við að vera í stjórnum og nefndum. „Ég held að það séu miklar kröfur gerðar til okkar að gera enn betur. Það eru ákveðin teikn á lofti að við þurfum að bregðast við fækkun hjá börnum og unglingum svo dæmi sé tekið,“ sagði Haukur. „Það hefur verið það viðhorf að Golfsambandið sé ekki að gera nógu mikið fyrir golfklúbbana – „við gegn þeim“ er viðhorfið sem þarf að breyta. Við þurfum að tala meira saman og ræða málin til að breyta því. Það
þarf að nýta fleiri stundir til að vinna að okkar málum. Mér finnst þetta leiðinlegt viðhorf sem við þurfum að laga.“
„Það eru ákveðin teikn á lofti að við þurfum að bregðast við fækkun hjá börnum og unglingum“
Haukur dregur ekkert úr því að hann hafi kannað bakland sitt í golfhreyfingunni vel og rækilega eftir að ljóst var að hann fékk mótframboð. Hann vonast til þess að hægt verði að sameina alla þá krafta sem vilja bæta innra starf hreyfingarinnar. „Ég hef lagt mikla vinnu í þetta framboð og ég lagði mikið á mig til að ná þessari kosningu en ég átti ekki von á því að niðurstaðan yrði svona afgerandi. Ég hafði góða tilfinningu fyrir því hvernig þetta færi og ég hef verið að ræða við marga í hreyfingunni undanfarnar vikur. Niðurstaðan kom mér ekki á óvart en munurinn var meiri en ég hafði gert ráð fyrir.
Jón Ásgeir og Haukur Örn eftir kjörið á ársþinginu.
STJÓRN GSÍ ER ÞANNIG SKIPUÐ: Aðalstjórn Haukur Örn Birgisson, forseti Það er alltaf ákveðin stemning fyrir því að Bergþóra Sigmundsdóttir breyta og Besti flokkurinn í Reykjavík er Rósa Jónsdóttir gott dæmi um það. Golf er íhaldssöm íþrótt Kristín Guðmundsdóttir (nýr stjórnarmaður) þrátt fyrir að við þurfum kannski ekki að Bergsteinn Hjörleifsson (nýr stjórnarmaður) tileinka okkur það sérstaklega. Allar góðar Eggert Ágúst Sverrisson hugmyndir eru vel þegnar og ég er sammála mörgu af því sem Margeir Vilhjálmsson hefur Gylfi Kristinsson bent á. Þar má nefna aðkomu sveitarfélaga – Varastjórn þar mætti gera betur. Viðhorf sveitastjórnarTheódór Kristjánsson manna eru oft ekki nógu góð í garð golfGunnar K. Gunnarsson hreyfingarinnar. Við þurfum að laga það og Jón Júlíus Karlsson (nýr varastjórnarmaður) virkja betur samstarfið við sveitarfélögin.“
Þau þrjú hverfa úr stjórn GSÍ: Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Jón Ásgeir Eyjólfsson og Kristín Magnúdóttir. 22
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
RAX treystir á Canon „Fyrir mig skipta gæði og áreiðanleiki búnaðarins gríðarlega miklu máli, sérstaklega þegar maður er að fanga augnablik sem kemur aldrei aftur. Ég treysti á Canon EOS.“ Ragnar Axelsson (RAX)
Nýherji hf. / Sími 569 7700 / Borgartúni 37, Reykjavík / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is
RAX er
explorer
Viðurkenndir Canon söluaðilar um land allt. Reykjavík Verslun Nýherja, Borgartúni 37 - ELKO Lindum, Skeifunni & Granda - Beco, Langholtsvegi 84 - Myndval, Smáratorgi - Fotoval, Skipholti 50b - Reykjavík Foto, Laugavegi 51 / Akureyri Pedromyndir - Byko - Verslun Nýherja / Húsavík Bókaverslun Þórarins / Ísafjörður Penninn / Sauðárkrókur Tengill / Hvammstangi Ráðbarður / Grundarfjörður Hrannarbúðin / Ólafsvík Söluskálinn / Stykkishólmur Skipavík / Borgarnes Framköllunarþjónustan - Omnis / Akranes Omnis / Reykjanesbær Omnis / Selfoss TRS / Höfn í Hornafirði Martölvan / Neskaupstaður Tónspil / Egilsstaðir Myndsmiðjan / Vopnafjörður Kauptún / Vestmannaeyjar Geisli - Tölvun / Netverslun Nýherja, www.netverslun.is / ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar
„Bið þingfulltrúa að muna eftir ræðunni minni“ sagði Margeir Vilhjálmsson eftir forsetakjörið
M
argeir Vilhjálmsson tapaði í kjörinu um embætti forseta GSÍ. Hann fékk 29 atkvæði en Haukur Örn Birgisson fékk 120 atkvæði. Margeir er sáttur við að hafa stigið þetta skref en hann er afar ósáttur við vinnubrögð GSÍ hvað varðar framboð hans og dónaskapur kjörnefndar hafi verið til háborinnar skammar.
og játað það. Ég hef enga trú á því að nýr forseti með nýja stjórn muni breyta miklu. Hann er úr klíkunni og sama klíkan heldur bara áfram. Haukur Örn er fínn drengur en ég hef enga trú á því að það breytist mikið. Ég bið þingfulltrúa sem sátu þetta þing að muna eftir ræðunni minni – og síðar átta þeir sig á því að ég hafði rétt fyrir mér.“
„Þetta voru fleiri atkvæði en ég átti von á. Ég er ánægður með hafa gert þetta og ég hafði gaman af þessu. Hreyfingin er í vandræðum og þeir geta ekki staðið fyrir framan spegilinn
Margeir var ósáttur við að formaður kjörnefndar lýsti yfir áður en kosningin hófst að nefndin legði það til að mótframbjóðandi hans yrði næsti forseti GSÍ.
Margeir Vilhjálmsson í ræðustól á golfþinginu.
Kylfingum hefur fjölgað um níu þúsund á síðustu 13 árum Frá árinu 2000 hefur verið gríðarleg fjölgun í golfíþróttinni eða sem nemur um 89%. Á þeim tíma hefur kylfingum fjölgað um 9000. Á síðustu fimm árum hefur verið 2% aukning en á síðasta ári fækkaði um 39 félaga á landsvísu. Í ársskýrslu GSÍ kemur fram að leiðréttingar í félagaskrám, samhliða nákvæmari skráningu á golf.is sé ein stærsta skýringina á fækkun félagsmanna í golfklúbbum landsins.
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ tók á móti atkvæðaseðlum í forsetakjörinu.
Viðamikil könnun gerð meðal kylfinga um lestur á Golf á Íslandi og golf.is:
90% kylfinga lesa Golf á Íslandi 83% ánægðir með golf.is
T
ímarit GSÍ, Golf á Íslandi er lesið af níu af hverjum tíu kylfingum. Nær þrír af hverjum fjórum eða 72% telja að það skipti miklu máli að út komi tímarit um golf á Íslandi. Aðeins 15% telja það skipta litlu eða engu máli. Ánægjan með tímaritið er mikil eða 72% en 6% eru óánægð samkvæmt könnun Capacent. Um 20% segja hvorki né. Stjórn Golfsambands Íslands lét gera könnun á meðal kylfinga á lestri tímaritsins Golfs á Ísland og notkun þeirra á golf.is. Capacent framkvæmdi könnunina og tóku tæplega 1200 kylfingar þátt en þeir voru valdir af handahófi af félagalista sambandsins. Einnig var spurt um hvernig kylfingar myndu kjósa að fá tímaritið Golf á Íslandi; þrír af hverjum fjórum vilja óbreytt afhendingarform en 17% kylfinga vill fá þetta rafrænt. Einnig var spurt um vefinn golf.is og voru 83% ánægðir og 6% óánægðir. Í ársskýrslu GSÍ fyrir árið 2013 segir að nokkur umræða hafi verið um útgáfumál 24
sambandsins í kjölfar stefnumótavinnu og því hafi þessi könnun verið framkvæmd. Fjöldi þátttakenda gerir það að verkum að niðurstaða könnunarinnar er mjög vel marktæk og á hún að gefa góða vísbendingu um afstöðu kylfinga til útgáfumála sambandsins.
voru beðnir að gefa sextán efnisflokkum stig á bilinu 0-10. Næst á eftir þessum flokkum koma heimsóknir á áhugaverða golfáfangastaði erlendis, kynningar á golfbúnaði og loks viðtöl og greinar um innlent afreksfólk. Úrslit úr mótum skoruðu lægst í könnuninni.
Umfjöllun um golfvelli, golfkennslugreinar og umfjöllun um golfreglur vinsælasta efnið Heimsóknir og greinar um golfvelli á Íslandi, golfkennslugreinar og umfjöllun um golfreglurnar skoruðu hæst hjá kylfingum sem spurðir voru í könnun Capacent um hvað þeim þætti áhugaverðast í fjölbreyttu efni Golfs á Íslandi. Þessir þrír þættir fengu 8 stig af 10 í könnuninni en þátttakendur í henni
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Nýtt
kolalausar Vélar
- á heima hjá Sindra -
Ný 13 mm stálpatróna
Hraðvirkari í notkun
LED vinnuljós – engir skuggar Nýjar 2Ah rafhlöður
DCD795 höggborvél
DCD795M2
DC886M2
18V HleðsluborVél
18V HersluVél
PIPAR\TBWA • SÍA • 132779
Öflug 18V kolalaus hleðsluborvél m. höggi Patróna: 13 mm Rafhlaða: 2*4,0Ah Hersla: 60Nm Þyngd: 1,88 kg Gírar: 2 LEDljós
Kynningarverð
71.900
m/vsk. Rétt verð 78.098
Öflug 18V kolalaus hersluvél Bitahaldari: ¼“ Rafhlaða: 2*4,0Ah Hersla: 165Nm Afl: 260W Þyngd: 1,57 kg LEDljós
DCD790M2
DCD790D2
18V HleðsluborVél
18V HleðsluborVél
Öflug 18V kolalaus hleðsluborvél Patróna: 13 mm Rafhlaða: 2*4,0Ah Hersla: 60Nm Þyngd: 1,84 kg Gírar: 2 LEDljós
Kynningarverð
69.900
m/vsk. Rétt verð 75.987
Öflug 18V kolalaus hleðsluborvél Patróna: 13 mm Rafhlaða: 2*2,0Ah Hersla: 60Nm Þyngd: 1,62 kg Gírar: 2 LEDljós
Kynningarverð
81.900
m/vsk. Rétt verð 89.997
Kynningarverð
55.900
m/vsk. Rétt verð 61.987
Skil sáttur við golfhreyfinguna Jón Ásgeir Eyjólfsson er sáttur við að stíga til hliðar eftir átta ár í embætti forseta GSÍ
É
g er sáttur við að stíga til hliðar núna og mér finnst tímasetningin vera góð. Það á enginn að vera of lengi í þessu embætti og ég ætlaði ekki að vera svona lengi þegar upp er staðið. Jákvæðu hlutirnir sem tengjast þessu embætti eru fleiri en þeir neikvæðu – og þannig á það að vera. Ég er löggilt gamalmenni, nýorðinn 67 ára, og er þetta fínn tími til að hætta,“ segir Jón Ásgeir Eyjólfsson en Golf á Íslandi innti hann eftir því hvað stæði upp úr eftir átta ár í embætti forseta Golfsambands Íslands.
Tannlæknirinn telur að nýkjörinn forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, eigi erfitt með að halda við núverandi forgjöf sinni – því forseti GSÍ er ekki alla daga að spila golf eins og svo margir haldi. „Það er ýmislegt sem stendur upp úr eftir þessi átta ár. Mér finnst ánægjulegt að skilja sáttur við golfhreyfinguna og mörgum markmiðum höfum við náð á þessum tíma. Það er ánægjulegt hve starfið í heild sinni hefur gengið vel og kylfingum á Íslandi hefur fjölgað jafnt og þétt. Það sem er verðmætast fyrir mig eftir allt þetta er að hafa kynnst öllu því góða fólki sem starfar í golfhreyfingunni hér á landi og erlendis.“ Jákvæðu hlutirnir eru margir að mati Jóns en hann segir að bankahrunið hafi verið stórt áfall fyrir golfhreyfinguna og hann hefði viljað sjá atvinnumann festa sig í sessi á stóru mótaröðunum. „Ef ég dreg fram eitthvað sem ég hefði viljað sjá gerast á þessum átta árum þá sakna ég þess að við höfum ekki enn náð kylfingum inn á stóru atvinnumótaraðirnar. Það munaði stundum afar litlu og ég hefði viljað sjá það gerast. Við höfum líka upplifað jákvæða og neikvæða hluti á þessum átta árum. Í bankahruninu vorum við með öll eggin okkar í sömu körfunni – Kaupþing fór á hliðina og allir okkar samningar voru við það fyrirtæki.
Jón með Herði framkvæmdastjóra og Staffan landsliðsþjálfara á Solheim Cup 2006. 26
Þeim samningi var sagt upp og við stóðum uppi samningslausir á því ári. Þau ár sem fylgdu þar á eftir voru frekar erfið.“
Áhugi kvenna á golfi hefur aukist
Afreksmálin eru Jóni Ásgeiri hugleikin og hann er ánægður með árangur karlalandsliðanna og bíður spenntur eftir því að konurnar feti í þeirra spor. Hann er einnig ánægður með að konum hafi fjölgað um 15% í golfinu. „Við erum sífellt að fá fram betri kylfinga og árangur landsliða okkar – sérstaklega karlalandsliða hefur verið með ágætum. Á næsta ári verða þrjú íslensk landslið í karla- og piltaflokki að keppa í A-flokki á Evrópumótinu. Árangurinn á heimsmeistaramótinu í Argentínu var líka ánægjulegur, þar sem við enduðum í 19. sæti af alls 78 þjóðum í karlaflokknum. Að mínu mati var það frábær árangur. Í Tyrklandi í fyrra náði karlaliðið 25. eða 26. sæti af 75 þjóðum og það er góður árangur. Kvennalandsliðið á eftir að stíga slík skref og það kemur að því fyrr eða síðar.“ „Fjölgun kvenna í golfíþróttinni hefur verið umtalsverð á undanförnum átta árum – og ég ætla ekki að þakka mér eða GSÍ fyrir þá fjölgun. Það eru margir aðrir þættir þar á bak við – en hlutfall kvenna er í dag 30% af félögum í GSÍ en þetta hlutfall var áður 15%. Áhugi kvenna á golfi hefur aukist og það
er hið besta mál. Við finnum hins vegar að það er ekki eins mikið af yngri kylfingum að koma inn í golfið og áður.“ Rekstur Golfsambandsins hefur gengið vel á undanförnum árum og GSÍ er með ágætan varasjóð. „Þegar ég kom að þessu starfi sem forseti þá átti GSÍ ekki mikið lausafé og reksturinn var þungur yfir veturinn þegar innkoman var lítil. Óhagstæð yfirdráttarlán voru notuð til þess að brúa það bil. Í dag er staðan þannig að GSÍ á rúmlega 20 milljónir kr. í varsjóði sem er hægt að grípa inn í ef það árar illa. Sá hluti hefur gengið ágætlega.“
Byrjaði í golfi í Vestmannaeyjum
Jón kynntist golfíþróttinni þegar hann flutti til Vestmannaeyja að loknu tannlæknanámi. „Ég flutti til Vestmannaeyja þegar ég útskrifaðist sem tannlæknir og ég bjó þar í nokkur ár. Þar byrjaði í ég í golfi – en það var kannski ekki margt við að vera í Eyjum og golfið var því fín leið til þess að kynnast nýju fólki. Þetta var árið 1978 og ég byrjaði í golfi og eignaðist marga góða kunningja. Ég flutti upp á meginlandið, í Garðabæ, og margir af mínum vinum voru í Nesklúbbnum. Það var enginn klúbbur í Garðabæ þannig að ég gekk í Nesklúbbinn árið 1981 að mig minnir. Það atvikaðist þannig að ég varð formaður klúbbsins árið 1995 og gegndi því embætti í níu ár til 2004.“ Forsetinn fyrrverandi segir að hann hafi þurft að endurgjalda greiða þegar hann bauð sig fram í embætti forseta GSÍ fyrir átta árum. „Á einhverjum golfþingum var ég í svokallaðri uppstillinganefnd eða kjörnefnd eins og
Með fyrrum forsetum GSÍ á 70 ára afmæli sambandsins árið 2012.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
hún er kölluð í dag. Þar var ég oft að finna einstaklinga til þess að koma þeim í embætti á vegum GSÍ. Það var oft erfitt að fá menn og konur til starfa. Ég lagði frekar hart að Júlíusi Rafnssyni að taka að sér að verða forseti GSÍ á sínum tíma. Sem og hann gerði, en það síðasta sem hann sagði við konuna sína áður en hann fór á þingið var að hún þyrfti ekki hafa áhyggjur af því að hann yrði kosinn í eitthvað embætti. Hann kom heim sem forseti GSÍ um kvöldið. Hann gegndi þessu embætti í fjögur ár og að þeim tíma loknum kom hann til mín og óskaði eftir því að ég myndi endurgjalda greiðann. Gunnar Bragason, sem var forseti GSÍ á undan Júlíusi, hafði komið að máli við mig fjórum árum áður og spurt hvort ég væri til í að bjóða mig fram í þetta embætti. Ég var á þeim tíma að vinna að því að koma mínum markmiðum í framkvæmd í Nesklúbbnum og var ekki tilbúinn á þeim tíma. Ég gaf kost á mér og var kjörinn forseti fyrir átta árum og um leið og kjörið var afstaðið kom Júlíus Rafnsson að mér og sagði að hann hefði aldrei tekið þetta starf að sér ef hann hefði vitað hve mikil vinna væri á bak við þetta.“ Jón Ásgeir er þegar betur er að gáð með langa sögu í félagsmálum. Hann var formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar í sjö ár, hann gegndi formennsku og sat í stjórn tannlæknafélags Íslands í sjö ár, hann var formaður Nesklúbbsins í níu ár og forseti GSÍ í átta ár.
Forgjöfin hefur hækkað jafnt og þétt
Jón Ásgeir segir að forsetaembættið sé í raun eins og að vera sendiherra fyrir golfið á Íslandi. Forgjöf hans hefur hækkað jafnt og þétt – en hann sér fram á að geta nýtt tímann betur í það sem honum þykir skemmtilegast á næstu árum – að spila golf. „Að vera forseti GSÍ er í raun eins og að vera sendiherra. Ég hef notið þess að fá tækifæri að ferðast með landsliðum okkar í stóru keppnirnar. Það er þannig að alþjóðlegir fundir golfsambanda eru haldnir samhliða þessum stórmótum – og af þeim sökum hef ég farið með. Það er töluvert um erlend samskipti og hér innanlands hef ég ferðast víða í tengslum við embættið – afmælishóf hér og þar, og ég hef haft gaman af því. Ég hef einnig reynt að fylgjast vel með afreksfólkinu okkar
Forsetinn í kastljósi fjölmiðla við útgáfu sögu GSÍ á 70 ára afmælisárinu.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
„Fjölgun kvenna í golfíþróttinni hefur verið umtalsverð á undanförnum átta árum – og ég ætla ekki að þakka mér eða GSÍ fyrir þá fjölgun. Það eru margir aðrir þættir þar á bak við – en hlutfall kvenna er í dag 30% af félögum í GSÍ en þetta hlutfall var áður 15%“ hér á landi – og það er alltaf eitthvað um að vera allar helgar í keppnisgolfinu. Þar hef ég afhent verðlaun og ýmislegt annað sem því tengist. Vandamálin sem þarf að leysa eru líka mörg á hverju ári – og það er í mörg horn að líta fyrir forseta GSÍ en þetta er gefandi og skemmtilegt. „Ég hef varla haft tíma til að spila golf sjálfur og markmiðið er að ná mér niður á forgjöfinni á næstu árum. Þar er verk að vinna. Ég hef nánast þurft á áfallahjálp að halda undanfarin tvö ár þegar árleg endurskoðun forgjafar hefur farið fram. Forgjöfin hefur
hækkað um fjóra á síðustu tveimur árum, og ég er með 15 í dag. Það halda flestir að ég geri lítið annað en að spila golf en það er öðru nær. Eitt af því sem ég er ánægður með er að hafa komið konunni og nánast allri fjölskyldunni í golfið. Ég hef verið að smíða sumarbústað í nokkur ár og hann er nánast tilbúinn núna. Til marks um hve lítið maður hefur getað sinnt golfinu á síðustu árum þá hef ég sofið í þrjár nætur í bústaðnum og golfbíllinn sem ég keypti mér sl. vor stendur enn og hefur aldrei verið notaður,“ sagði Jón Ásgeir Eyjólfsson.
Með stjórn GSÍ 2011 til 2013.
27
„VIÐ LÍTUM Á ÍSLENDINGA SEM VINI OKKAR“ Rúmlega 7000 íslenskir kylfingar hafa heimsótt Islantilla á tveimur áratugum. Peter Salmon forstöðumaður VITA golf fann golfperluna fyrir tilviljun í löngu hádegishléi.
I
slantilla er einn þekktasti golfstaðurinn á Spáni hjá íslenskum kylfingum. Nýlega komu hótelstjórinn Edmundo Hernandez og markaðsstjórinn Tino Cordero til Íslands til þess að upplifa landið sem ferðamenn og halda upp á þau tímamót að tveir áratugir eru liðnir frá því að fyrstu íslensku kylfingarnir komu á Islantilla í skipulagðri hópferð. Peter Salmon forstöðumaður hjá VITA golf tók á móti gestunum frá Spáni í höfuðstöðvum VITA ferða við Suðurlandsbraut en hann „fann“ Islantilla fyrir tilviljun í nokkuð löngu hádegishléi fyrir tveimur áratugum. Golf á Íslandi ræddi við þá um Islantilla ævintýrið og þá merkilegu staðreynd að 7.000 íslenskir kylfingar hafa komið til Islantilla. Það er enn hrollur í þeim Hernandez og Cordero eftir dagsferð þeirra um helstu ferðamannastaði í nágrenni höfuðborgarinnar – en þeir ljómuðu af gleði eftir magnað ævintýri á snjósleða á jökli. „Við skiljum núna af hverju Íslendingar eru svona ánægðir með veðrið á Spáni,“ segir Edmundo Hernandez. „Íslenskir kylfingar eru meira en viðskiptavinir fyrir okkur. Við lítum á Íslendinga sem vini okkar enda komu þeir til okkar fyrstir allra. Á þeim tíma hefur aðbúnaður fyrir okkar gesti breyst gríðarlega. Fyrstu árin var ekki hótel við völlinn en fyrir tólf árum reistum við golfhótel með 204 herbergjum og Íslendingarnir eru ánægðir með dvölina hjá okkur. Það sem einkennir íslenska kylfinga
28
er að þeir leika oft meira en 27 holur á hverjum degi – og við fögnum komu þeirra á hverju vori og hausti,“ segir Tino Cordero markaðsstjóri Islantilla og hann er himinlifandi yfir vinsældum staðarins. „Það er ótrúlegt að á þessum tveimur áratugum hafa rúmlega 7.000 íslenskir kylfingar komið til okkar á Islantilla og það er nánast helmingur af öllum kylfingum Íslands sem eru meðlimir í golfklúbb. Sumir koma tvisvar á ári og einn Íslendingur hefur komið að ég held fimmtán sinnum til okkar. Nokkrir hafa komið oftar en tíu sinnum og þeir fengu sérstaklega merkta golfboli frá okkur við þau tímamót,“ bætti Cordero við. „Það besta við Islantilla er að þar er stöðugt unnið að því að bæta aðstöðuna og upplifun þeirra sem dvelja þar. Við ræðum mikið saman um hvað sé vel gert og hvað sé hægt að bæta. Að mínu mati hafa Edmundo og Tino, ásamt sínu starfsfólki, sett ný viðmið hvað varðar aðbúnað og þjónustu á golfhóteli. Starfsfólkið er með bros á vör, og þau leggja á sig að læra nöfnin á gestunum. Slíkir hlutir krydda daginn þegar maður er í fríi. Aðrir staðir miða sig við Islantilla og það er ánægjulegt,“ segir Peter Salmon sem er forstöðumaður VITA golf en hann fann Islantilla fyrir hálfgerða tilviljun fyrir tveimur áratugum þegar hann var við störf sem fararstjóri í Portúgal. „Ég og vinnufélagi minn á þeim tíma ákváðum að fá okkur að borða hinum megin við landamærin í hádeginu. Við fórum því til Spánar og áttum fína stund og á leiðinni
Mucho gracias Peter Salmon and mucho gracias Iceland. Edmundo Hernandez og Tino Cordero afhentu Peter Salmon gjöf í tilefni þess að tveir áratugir eru frá því að hann hóf að skipuleggja og selja golfferðir til Islantilla.
til baka sagði hann mér frá þessu svæði sem væri í uppbyggingu. Þar væru 27 holur og það væri frekar ódýrt að spila þarna. Það kveikti áhuga hjá mér og viku síðar var ég mættur. Og ég féll strax fyrir því sem ég sá. Íslendingarnir flykktust síðan á svæðið enda var verðið helmingi lægra en sambærilegar ferðir til Portúgals á þeim tíma. Nafnið Islantilla var fljótt að berast á milli manna á Íslandi. Aðalatriðið í þessu öllu saman er að golfvöllurinn við Islantilla er stórskemmtilegur – alls 27 holur. Og fjölbreytileikinn í vellinum er slíkur að maður fær aldrei leið á því að spila á þessum stórkostlega velli sem er hannaður inn í það landslag sem var fyrir á svæðinu. Það er einnig auðvelt að komast til Islantilla þar sem að stutt er á flugvelli í Faro í Portúgal og Sevilla.“ Peter bætir því við að Sigurður Hafsteinsson fararstjóri eigi einnig stóran þátt í því að Islantilla sé einn vinsælasti staðurinn hjá íslenskum kylfingum. Undir það tekur Cordero. „Siggi er einstakur og hann er meira en fararstjóri og golfkennari í okkar augum. Hann er hluti af starfsliðinu þrátt fyrir að hann sé það ekki. Siggi er ávallt að reyna að bæta hlutina, í góðri samvinnu við okkur. Þar má nefna golfvöllinn, æfingasvæðið, þjónustuna, matinn og allt sem snýr að því að gera upplifun okkar gesta sem besta.“ GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
JÓLAGJAFABRÉF HÓ HÓ HÓ HÉR KEMUR JÓLI
: f é r b s n i ð r o Full
. r k 0 0 1 8 .9 Barnabréf
:
. r k 0 0 5 . 9 JÓLAGJÖFINA Í ÁR ER EINUNGIS HÆGT AÐ KAUPA OG BÓKA Á FLUGFELAG.IS
ÍSLENSKA SÍA.IS FLU 66625 11/13
FLUGFELAG.IS
VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islands
FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ að faðma ætting ja og vini sem oftast — sérstaklega um hátíðarnar. Jólag jafabréfið er einmitt rétta g jöfin fyrir þá sem þú vilt sjá oftar og líka fyrir þá sem hafa gaman af því að ferðast. Gefðu þeim sem þú elskar vængi og dekraðu síðan við þá með kakói, piparkökum, mandarínum og safaríkum sögum. Hægt er að bóka jólag jafaflug frá 27. des. 2013 til 28. feb. 2014 fyrir ferðatímabilið: 5. jan. til 31. maí 2014. Takmarkað sætaframboð. Frá 1. júní til 1. des. 2014 gildir jólapakkinn sem inneign upp í önnur farg jöld. Nánar um skilmála á flugfelag.is *Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar. * * Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára.
Málþing Golfsambands Íslands:
„Einsdæmi að sýnt sé frá áhugamóti í beinni útsendingu“ Formaður R&A telur að golfhringur eigi ekki að taka lengri tíma en þrjár klukkstundir. Kom víða við í fróðlegu erindi um konunglega golfklúbbinn.
F
rakkinn Pierre Bechmann, formaður konunglega golfklúbbsins í Mekka golfsins, R&A í St. Andrews í Skotlandi var aðal fyrirlesari á málþingi Golfsambands Íslands sem fram fór 22. nóvember. Yfirskrift málþingsins var „Golf sem lífsstíll“ og þar sagði Bechmann frá starfi R&A en formaður þess er í raun sendiherra golfíþróttarinnar á meðan hann gegnir því embætti í þessum elsta og virðulegasta golfklúbbi í heiminum. Pierre kom víða við í fyrirlestri sínum en R&A stendur m.a. fyrir mótahaldi en þar ber hæst Opna breska meistaramótið, British Open sem haldið er árlega í Skotlandi eða Englandi. Reglumál tengjast m.a. R&A og hann fjallaði um útbreiðslu golfs í heiminum en líka um hægan leik og ýmislegt fleira eins og til dæmis aðgengi, sem hamlar fjölgun í hreyfingunni víða um heim. Pierre sagði að þegar litið væri yfir golfsviðið þá væri það golfklúbburinn, hvar sem er og af hvaða stærð sem er í heiminum, sem væri hjartað og sálin í golfinu.
„Golfklúbbarnir verða alltaf hjartað í golfíþróttinni – alveg sama af hvaða stærðargráðu þeir eru eða hve mikið fjármagn þeir hafa úr að spila.“
Golf á Íslandi ræddi við Pierre Bechmann og bað hann að lýsa því í stuttu máli hvað R&A stæði fyrir. „Á síðustu 200 árum hefur það verið meginverkefni R&A að starfa með öðrum að uppbyggingu golfíþróttarinnar. Í fyrsta lagi gerir R&A hluti sem aðrir hafa óskað eftir að R&A taki að sér – R&A ákveður ekkert í þeim málum. Sem dæmi má nefna að Opna breska meistaramótið var hugmynd sem golfklúbburinn í Prestwick framkvæmdi og síðar var óskað eftir því að R&A tæki þetta mót að sér. Sömu sögu er að segja af breska áhugamannamótinu – sem var fyrst haldið á vegum golfklúbbsins Royal Liverpool Hoylake, en R&A var síðan beðið um að taka það mót að sér. Í öðru lagi þá vinnur R&A ekki að neinu nema að aðrir komi að málum með einum eða öðrum hætti. Það eru fulltrúar frá öllum heimsálfum í golfreglunefndinni á vegum R&A – og allt sem við gerum er á alþjóðlegum vettvangi í samstarfi við aðra.“ Leikhraði var rauði þráðurinn í fyrirlestri
„Ég er mjög hrifinn af því sem ég hef séð og veit um íslenskt golf. Hér ríkir sá andi sem hefur ávallt fylgt golfinu. Kylfingar og meðlimir golfklúbba leggja mikið á sig til þess að skapa sér umhverfi til þess að hægt sé að leika golf. Golfklúbbarnir verða alltaf hjartað í golfíþróttinni – alveg sama af hvaða stærðargráðu þeir eru eða hve mikið fjármagn þeir hafa úr að spila. Menningin sem skapast í golfklúbbunum er það sem heldur starfi þeirra gangandi. Í golfi skapast aðstæður sem ekki er hægt að finna í öðrum íþróttum, fólk á öllum aldri getur keppt innbyrðis, og allir eiga jafna möguleika þar sem að forgjöfin kemur við sögu. Ég veit ekki um neina íþrótt þar sem að 16 ára gamall kylfingur getur haft gaman af því að keppa við þann sem er 60 árum eldri. Þannig á golfið að vera. Ég hef séð margt frá Íslandi í gegnum tíðina á þeim mótum þar sem ég hef verið viðstaddur og ég hef eignast marga íslenska vini í gegnum tíðina. Ísland hefur verið gestgjafi á Evrópumóti unglinga árið 1981 og 1990. Ísland hefur
30
Bechmann og þrír tímar ættu að duga fyrir 18 holu golfhring að hans mati. „Helsta áhersluatriðið hjá R&A er að mínu mati að varðveita og standa vörð um golfíþróttina. Það sem þarf að leggja mesta áherslu á er að bæta leikhraða. Það tekur of langan tíma að leika golf og margir hætta og gefast upp á golfíþróttinni af þeim sökum. Það eru ekki allir tilbúnir að eyða 5-6 klukkustundum í að leika golfhring. Að mínu mati ættu þrír tímar að duga. Í öðru lagi þurfum við að standa vörð um það sem golf snýst í raun um og í þriðja lagi þurfum við að finna leiðir til þess að fá fleiri nýja unga kylfinga í okkar raðir. Til þess að það geti gerst þarf fleiri styttri velli nærri íbúðabyggð – þannig að nýir kylfingar geti kynnst íþróttinni í nærumhverfi sínu.“ Formaður R&A segir ennfremur að það sé einsdæmi í veröldinni að sýnt sé frá keppni áhugamanna í beinni útsendingu í sjónvarpi líkt og gert sé hér á Íslandi.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Pierre Bechmann.
lengi verið góður samstarfsaðili í evrópsku golfi. Gæði golfvalla – og afrekskylfinga eru mun meiri en margir gera sér grein fyrir. Það er líklega einsdæmi að það sé sýnt frá áhugamannamóti í beinni útsendingu í sjónvarpi – eins og gert er hér á landi á Íslandsmótinu í höggleik. Ég held ég geti sagt með vissu að þetta sé einstakt á heimsvísu. Í Frakklandi er golf ekki sýnt á ríkissrásum og þannig er það víða.“ Keppt verður í golfi á næstu sumarleikum á ÓL sem fram fara í Brasilíu árið 2016. Bechmann telur að það verði mikil lyftistöng fyrir golfíþróttina á heimsvísu. „Ólympíuleikarnir munu gera tvennt fyrir íþróttina. Kylfingar munu vera stoltir af því að taka þátt fyrir sína þjóð – og vekja athygli á því að golf er alvöru íþrótt. Þegar ég var að alast upp sem barn í París þá var golf ekki íþrótt í huga Frakka. Ég vissi betur – og vonandi verður breyting á hugarfarinu í garð golfíþróttinnar þegar byrjað verður að keppa á ný í golfi á Ólympíuleikunum. Í öðru lagi þá munu fleiri opinberir aðilar sjá hag sinn í því að byggja upp golfíþróttina á sínum svæðum. Þá er ég að tala um svæði þar sem að almenningur getur komið og æft sig og leikið golf,“ sagði Pierre Bechmann.
„Ólympíuleikarnir munu gera tvennt fyrir íþróttina. Kylfingar munu vera stoltir af því að taka þátt fyrir sína þjóð – og vekja athygli á því að golf er alvöru íþrótt.“
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Brynjólfur Mogensen.
Haraldur Sverrisson.
Fróðleg erindi á málþinginu um forvörn, umhverfismál og þátt sveitarfélaga:
Golf er stórkostleg íþrótt -sagði Brynjólfur Mogensen læknir. Lítið um slys á golfvellinum. Sameining golfklúbba í Mosfellsbæ í vinnslu.
A
uk formanns R&A voru fjögur önnur erindi á málþinginu. Brynjólfur Mogensen læknir og kylfingur fjallaði um forvarnargildi íþróttarinnar. Hann sagði meiðsli í golfi mjög fátíð miðað við aðrar íþróttir og hluti þeirra, t.d. tognanir, yrðu m.a. vegna ónógrar upphitunar fyrir golfleik. Brynjólfur fór vítt og breitt í áhugaverðum fyrirlestri og lagði t.d. áherslu á að flestir reyndu að ganga sem mest en ef kylfingar ættu erfitt með gang væri auðvitað hægt að nota golfbíl. „Maður á að gera eins og maður getur og síðan að huga að forvörnum þegar maður getur ekki stundað golfið, m.a. með líkamsþjálfun yfir veturinn,“ sagði læknirinn sem fékk bót meina við bakveiki þegar hann hóf að stunda golfleikfimi. Brynjólfur sagði að það væri margt mjög jákvætt og gott sem hægt væri að tengja við golf. Náttúran og útiveran skipti þar miklu máli en svo sagði læknirinn að lokum: „Golf er stórkostleg íþrótt“. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ ræddi um „Golfvöll í hvert sveitarfélag“ og sagði að mikilvægt væri að taka vel á móti nýliðum í íþróttinni. Hann benti á að ríkið styddi menningu og listir mjög mikið en léti sveitarfélögin um að sinna íþróttum og uppbyggingu íþróttamannvirkja. Fyrirlestur Haraldar Sverrissonar bæjar-
stjóra Mosfellsbæjar fjallaði um „Golf í heilsueflandi samfélagi“ og sagði bæjarfélagið hafa komið sterkt inn í uppbyggingu golfvallar Kjalar þegar hann stækkaði úr 9 í 18 holur. Bærinn lagði til um 200 milljónir króna í það verkefni. Framundan væri að sameina Kjöl og Golfklúbb Bakkakots sem hefur yfir að ráða 9 holu velli í bæjarfélaginu, í einn klúbb með tvo velli. Nýr klúbbur yrði með 1100 félaga. Bæjarfélagið myndi styðja enn frekar við nýjan klúbb yrði af sameiningu. Hann sagði, útivistarfólk, áhugamenn um fuglaskoðun og göngu sameinast í frábæru umhverfi Hlíðavallar með notkun göngustíga þar. Haraldur sagði að golfíþróttin þyrfti að sameinast um að breyta ásýnd hennar út á við sem væri ekki nógu jákvæð og fjölga þyrfti börnum og unglingum. Að lokum fjallaði Eggert Eggertsson, lyfjafræðingur og félagi í Nesklúbbnum um „Golf í sátt við samfélagið“. Klúbburinn hefur lagt mikla áherslu á að reka golfvöll í góðri sátt við náttúrulegt umhverfi Nesvallarins. Klúbburinn gaf nýlega út umhverfishandbók af því tilefni. Þá gaf klúbburinn út kynningarrit á starfsemi hans sem dreift var inn á öll heimili á Seltjarnarnesi. Reynslan hafi sýnt að fuglalíf hafi aukist með tilkomu golfvallarins frá stofnun hans á Nesinu.
31
Ólafur Björn ætlar að læra af mistökunum Sveiflubreytingar samhliða keppnisgolfi er ekki rétta uppskriftin
Ó
lafur Björn Loftsson segir að það hafi verið mistök að fara í viðamiklar keppnissveiflubreytingar samhliða keppnis golfi á fyrsta ári sínu sem atvinnukylfingur. Ólafur Björn, sem er úr Nesklúbbnum, ætlar ekki að leggja mikla áherslu á keppni fyrri part vetrar en þess í stað ætlar hann að breyta golf golfsveiflunni með aðstoð góðra mann. Ólafur gerðist atvinnukylfingur fyrir ári síðan og segir hann á fésbókarsíðu sinni að hann hafi lært mikið þrátt fyrir að árangurinn hafi verið undir væntingum. Ólafur náði ekki að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í haust. Og hann komst ekki í gegnum forkeppnina fyrir Web.com mótaröðina. Ólafur varð Íslands Íslandsmeistari í höggleik árið 2009 en hann mun dvelja í Bandaríkjunum í vetur við æfingar. „Það eru spennandi tímar framundan hjá mér þar sem ég hef ákveðið að gefa mér góðan tíma í vetur til að bæta minn leik, þá sérstaklega sveifluna. Ég lærði mikið á mínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur og þrátt fyrir að ég næði ekki þeim árangri sem ég vonaðist eftir þá var margt
32
jákvætt í gangi og það vantar lítið upp á að þetta smelli allt saman. Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í neinum golfmótum á næstunni heldur einbeita mér að fullu að því að bæta golfsveifluna. Það er mikilvægt að ég öðlist betra og stöðugra boltaflug til þess að lyfta leik mínum á næsta stig. Ég gerði þau mistök síðasta vetur að vinna í sveiflubreytingum samhliða því að keppa mikið. Ég átti erfitt með að halda mig við breytingarnar úti á velli og fór ósjálfrátt fljótt í þægindasvæðið þar sem ég gat fengið sem bestu niðurstöðu út úr hverju einasta höggi. Ég hef unnið með Gauta Grétarssyni og Nökkva Gunnarssyni síðustu ár. Ég hef lært mikið af þeim enda hafa þeir báðir mikla þekkingu til að deila með mér og eru gríðarlega áhugasamir. Ég hitti Gauta nánast daglega þegar ég er heima á Íslandi þar sem við vinnum jafnt að líkamlega og andlega þættinum.“ Ólafur var um tíma í Dallas í Texas fylki með Nökkva og þar hittu þeir einn þekktasta golfkennara heims, Chris O’Connell, og er Ólafur Björn sannfærður um að hann sé að taka rétta skrefið og það muni sjást á árangri hans á næsta keppnistímabili.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Gjöf sem er alltaf efst á óskalistanum
Gjafakort Íslandsbanka Með gjafakorti Íslandsbanka geturðu verið viss um að gjöfin þín hitti í mark. Eins og önnur greiðslukort gildir það jafnt í verslunum um allan heim og á netinu. Þú færð kortið í fallegum gjafaumbúðum og þarft ekki að gera annað en að velja upphæðina. Gjafakortið færðu í öllum útibúum Íslandsbanka
Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000
BÆTT INNIAÐSTAÐA GRUNDVÖLLUR AÐ FRAMFÖRUM Á ÍSLANDI Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi segir að margt jákvætt sé að gerast í íslensku golfi. Yngstu afrekskylfingarnir blómstra en huga þarf að uppbyggingastarfi hjá stúlkum og fækka brottfalli.
Ú
lfar Jónsson hefur stýrt landsliðsmálum hjá Golfsambandi Íslands undanfarin tvö ár. Úlfar, sem er einn sigursælasti kylfingur landsins, segir að margt jákvætt sé að gerast í íslensku golfi. Árangur karla- og piltalandsliðsins stendur upp úr á árinu 2013 að mati Úlfars en hann hefur áhyggjur af fækkun kylfinga í yngstu aldursflokkunum. Og bætt inniaðstaða er grundvöllur að frekari framförum hjá íslenskum afrekskylfingum. „Árangurinn á þessu ári er á heildina litið að mörgu leyti mjög góður. Karlalandsliðið spilar sig inn á EM og piltalandsliðið líka. Hvað landsliðsverkefnin varðar þá gekk það vel og við náðum þeim markmiðum sem sett voru,“ sagði Úlfar þegar hann var inntur eftir því hvað stæði upp úr á árinu 2013. „Hvað varðar einstaklinga þá gekk upp og ofan hjá okkar bestu kylfingum. Það voru góðir sprettir inni á milli. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sigraði á móti í Danmörku og Sunna Víðisdóttir á háskólamóti. Axel Bóasson var góður framan af sumri og varð í 12. sæti á Links Throphy mótinu sem er gríðarlega sterkt mót. Haraldur Franklín Magnús varð á meðal 16 efstu á British Amateur. Hjá okkar yngri kylfingum var margt mjög jákvætt og fyrir mig sem landsliðsþjálfara þá stendur það upp úr. Nokkrir einstaklingar tóku gríðarlegt stökk og þar nefni ég Gísla Sveinbergsson og Fannar Inga Steingrímsson sem enduðu
í 1. og 2. sæti í undankeppninni fyrir EM í Slóvakíu. Þeir léku þar undir pari á velli sem var 6.600 metrar að lengd. Það er verulega jákvætt að svona ungir kylfingar geta leikið alvöru keppnisgolfvelli undir pari þrjá daga í röð.“
eins miklum framförum fyrir vikið. Þegar menn hætta að ögra sjálfum sér þá gerist voðalega lítið. Óli Stef hitti þarna naglann á höfuðið.“
„Óli Stef hitti naglann á höfuðið“
Fjöldi þeirra kylfinga sem fara í háskólanám samhliða golfiðkun í Bandaríkjunum er alltaf að aukast. Og er Úlfar sáttur við þá þróun og hvetur hann kylfinga til þess að velja þá leið. „Háskólaleiðin er sú leið sem hentar okkur á Íslandi best. Fjárhagslega er þetta besta lausnin. Það eru fáir sem geta búið erlendis og keppt á mótum á eigin vegum. Í háskólagolfinu fá kylfingar aðstöðu til þess að æfa og keppa yfir vetrartímann. En það eru gerðar miklar kröfur til þeirra hvað varðar námsárangur og þetta er því ekki auðvelt. Að mínu mati er þetta skynsamleg leið til þess að verða betri í golfi því samhliða fá kylfingarnir góða menntun og lífsreynslu sem nýtist þeim í framtíðinni. Við höfum hvatt okkar bestu kylfinga til þess að fara þessa leið – enda fá þeir tækifæri til þess að æfa og keppa við bestu aðstæður yfir vetrartímann. Hins vegar er ekki bara nóg að finna sér einhvern skóla og fara út. Það þarf að huga að ýmsu. Oftar en ekki eru þjálfararnir í Bandaríkjunum ekki PGA menntaðir sem halda utan um háskóla-
Úlfar er virkilega ánægður með hve margir ungir kylfingar hafi sett sér háleit markmið og vinni hörðum höndum að því að komast sem allra lengst.
Háskólaleiðin hentar best fyrir Íslendinga
„Æfingin og tilfinningin skiptir að sjálfsögðu enn mestu máli en tæknin er einnig mikilvægur þáttur“
34
„Það er ákveðinn hópur af yngri kylfingum sem hefur mikla keppnisreynslu þrátt fyrir að vera ung að árum. Það er að skila sér og það er nauðsynlegt fyrir okkar yngri afrekskylfinga að takast á við nýjar áskoranir ef þau ætla sér enn lengra. Hættan er alltaf fyrir hendi að það verði of „þægilegt“ að vera stóri fiskurinn í litlu tjörninni hér á Íslandi. Mér fannst gott það sem kom fram í þættinum um Ólaf Stefánsson handboltamann á RÚV í haust. Þar kom hann inn á þetta að það er alltaf hættan að menn samlagist því umhverfi sem þeir æfa í alla daga og taki þar með ekki
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
liðið. Einnig hefur það reynst erfitt að fá háskólakylfingana lausa í verkefni á vegum GSÍ á meðan þeir eru í náminu. Það eru því kostir og gallar við þetta en kostirnir eru mun fleiri.“
50 manna hópur æfir reglulega í vetur
Starf landsliðsþjálfarans er fjölbreytt en yfir háveturinn hefur Úlfar aðeins aðgang að þeim kylfingum sem búa hér á landi en hann er í reglulegu sambandi við þá sem búa erlendis. „Ég er í stöðugu sambandi við landsliðsfólkið okkar sem er í Bandaríkjunum. Þar förum við yfir það sem snýr að golfinu og einnig að því hvernig þeim líður almennt í því umhverfi sem þau eru í. Ég hitti þau flest í desember þegar þau koma heim um jól og áramót. Þar förum við yfir ýmsa hluti, tökum upp sveifluna þeirra á myndband, setjum ný markmið og allt sem þessu fylgir í samvinnu við þeirra þjálfara. Í Afrekshópi GSÍ eru um 50 kylfingar, allt frá þeim yngstu og upp í karla- og kvennalandsliðsmenn, en um 35 mæta á reglulegar landsliðsæfingar en um 15 stunda háskólagolf. Við æfum eldsnemma um helgar í Kórnum í Kópavogi og höfum byrjað þær æfingar í janúar. Þar er í raun og veru besta inniaðstaðan. Þar er hægt að slá allt að 80 metra högg, og það er einnig vipp og púttaðstaða.“ Þegar Úlfar tók við landsliðsþjálfarastöðunni setti hann fram ítarleg og skýr forgjafarviðmið fyrir val sitt í æfingahópa fyrir landsliðið. Forgjafakröfurnar eru skýrar og hann telur að þessi leið hafi heppnast vel til þess að efla þá sem vilja komast í landsliðsverkefnin. Forgjöfin er þó ekki eina viðmiðið enda skiptir frammistaða á mótum mestu máli. „Það eru tvö ár síðan við settum fram ákveðin viðmið fyrir okkar afrekshópa. Það hefur virkað mjög vel. Ég finn það alveg að kylfingarnir eru virkilega að spá í hvar þeir standa og hvað þeir þurfa að gera. Ég hef lagt það til við þjálfarana í klúbbunum að þeir noti þessi viðmið fyrir sína nemendur. Alla vega að hafa einhverja mælistiku – forgjöfin skiptir miklu máli. Forgjöfin skiptir einnig máli fyrir landsliðskylfingana til þess að komast inn á mót erlendis. Sem dæmi má nefna að til þess að komast inn á St. Links Throphy þurfti +3,1 í forgjöf. Haraldur Franklín Magnús komst til að mynda ekki þar inn þrátt fyrir að vera með +2,8 í forgjöf sem sýnir hvað það er hörð samkeppni. Vallarmatið hér á Íslandi er oft umdeilt, enda tekur það ekki mið af aðstæðum. Lengd vallarins skiptir mestu máli og íslenskir golfvellir eru ekki langir miðað við keppnisvelli erlendis. Það er oft erfitt fyrir okkar afrekskylfinga að lækka sig í forgjöf hér á Íslandi. Það er rok, rigning og flatirnar eru oft GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ekki alveg tilbúnar á vorin og í byrjun sumars. Allt þetta hefur mikil áhrif á skorið án þess að það sé tekið mikið tillit til þess í vallarmatinu.“
Fækkun yngri kylfinga er áhyggjuefni
Úlfar er ekki aðeins með hugann við afrekskylfingana. Hann vill að sem flestir spili golf og að breiddin hjá þeim sem yngri eru sé sem mest. Hann hefur áhyggjur af fækkun hjá kylfingum í yngstu aldurshópunum og einnig hve erfiðlega það gengur að halda stúlkum í íþróttinni. En hvað er til ráða? „Sem landsliðsþjálfari skiptir það ekki bara Úlfar með Sunnu Víðisdóttur og Bjarka Péturssyni. máli að hafa góða afrekskylfinga. Það vandamál þegar stórir árgangar koma upp og þarf líka að vera allir vilja vera með. Ég tek sem dæmi 1998 mikil breidd hjá yngri kylfingunum. Hvað árganginn, en hann er mjög stór, og margir stelpurnar varðar þá erum við að keppa við úr þeim árgangi komast ekki inn á mótin á sterkar íþróttagreinar á borð við fótbolta Íslandsbankamótaröðinni vegna fjöldatakog fimleika. Það er mikil samkeppni um marka. Mótamálin eru í stöðugri skoðun og athyglina hjá stelpunum og við hjá Golfsamþað verður farið ítarlega yfir þetta í vetur og bandinu þurfum að hugsa þessa hluti upp á markmiðið er að gera betur. PGA á Íslandi er nýtt og finna leiðir til þess að fá fleiri stelpur að vinna í þessum málum og mun koma með inn í golfið. Það er hægt gera ýmislegt og tillögu til mótanefndar GSÍ.“ kannski væri liðakeppni eitthvað sem gæti nýst í því samhengi. Við sjáum oft meiri Úlfar segir að það sé mikilvægt að halda gleði og skemmtun í sveitakeppnum hjá ungum kylfingum við efnið lengra fram á yngri kylfingum en í hefðbundnum stigahaustið – og lengra keppnistímabil sé lykill að mótum. Kannski er of erfitt fyrir marga að framförum. stíga berskjaldaður inn í höggleiksmót. Alla vega þurfum við að velta þessum hlutum „Þetta á sérstaklega við um yngstu kylfingana betur fyrir okkur. Golf er krefjandi íþrótt og og við viljum að þeir spili sem lengst. miklar hefðir sem hafa skapast hvað varðar Keppnistímabilið hefur verið að lengjast keppnishaldið. Við þurfum að þora að líta hér á landi. Það er mikilvæg forsenda til aðeins út fyrir kassann í þessum efnum. Það framfara og sérstaklega fram eftir haustinu. hefur verið fjölgun hjá yngri kylfingunum Ástundunin hefur oft dottið niður um leið undanfarin fjögur til fimm ár en það er samog skólarnir hefjast – en aðstæður hér eru dráttur hjá okkur á þessu ári. Allt að 10%. Ég oft góðar á þessum árstíma. Og október í ár hef áhyggjur af þessari þróun og við þurfum var að mörgu leyti betri en sumarmánuður að finna lausnir til þess að bæta okkar starf – en það er sjaldgæft að sjá yngri kylfinga úti á sérstaklega yfir vetrartímann.“ velli á þessum árstíma.“
Keppnisfyrirkomulagið í stöðugri þróun
Keppnisfyrirkomulagið á mótaröð þeirra sem yngri eru er alltaf í stöðugri þróun og segir Úlfar að sníða þurfi vankanta af því kerfi. „Keppnisfyrirkomulagið hjá börnum og unglingum er tvískipt. Áskorendamótaröðin er hugsuð sem stökkpallur fyrir þá sem vilja öðlast keppnisreynslu og fá verkefni við hæfi á því sviði. Íslandsbankamótaröðin hefur verið með óbreyttu sniði undanfarin ár og það hefur komið fyrir að það skapast langir biðlistar í fjölmennustu flokkunum. Þetta er
Úrslitmót á Eimskipsmótaröðinni?
Landsliðsþjálfarinn hefur einnig skoðanir á því hvernig hægt sé að bæta Eimskipsmótaröðina. Landsliðsþjálfarinn hefur einnig skoðanir á því hvernig hægt sé að bæta Eimskipsmótaröðina. „Við búum við þá staðreynd að margir af okkar bestu kylfingum fara út í háskólanám í Bandaríkjunum þegar líða fer á keppnistímabilið. Þau fara yfirleitt um miðjan ágúst og því hefur botninn dottið aðeins úr 35
mótahaldinu á Eimskipsmótaröðinni á lokasprettinum. Það skiptir miklu máli að hafa okkar bestu kylfinga með og það má alveg skoða þetta fyrirkomulag upp á nýtt. Sem dæmi má nefna að PGA mótaröðin breytti sínu fyrirkomulagi þegar bestu kylfingar heims fóru nánast í frí eftir að síðasta risamótinu var lokið í ágúst. Nú er úrslitakeppni Fed-Ex bikarsins í gangi langt fram eftir hausti sem endar með mjög sterku úrslitamóti. Ég held að það sé alveg tímabært að skoða þann möguleika að hafa síðasta mótið áður en okkar sterkustu kylfingar fara til náms í Bandaríkjunum. Og það mót gæti alveg verið í anda þess sem við sjáum á PGA mótaröðinni – úrslitamót þar sem aðeins þeir allra sterkustu keppa. Það er ekki auðvelt að hnika til keppnisdagskrá á örstuttu sumri hér á Íslandi – samhliða því að okkar sterkustu kylfingar eru oft að spila á mótum erlendis yfir sumartímann. Kylfingarnir sem eru í keppnisgolfi yfir vetrartímann þurfa einnig tíma til þess að hvíla sig. Það er ekki góð reynsla af því að kylfingar séu í keppnisgolfi allt árið um kring. Þeir þurfa líka tíma til þess að vinna í tækninni og hreinlega slaka á og safna kröftum fyrir hápunktana á keppnistímabilinu. Það er því að mörgu að hyggja í þessum efnum.“
Bætt inniaðstaða forsenda að framförum
Aðstaða til æfinga hefur stórlagast á Íslandi frá því að Úlfar var sjálfur að slá golfbolta á teppinu á stofugólfinu sem unglingur í Hafnarfirði. Hann segir að bætt inniaðstaða sé forsenda fyrir enn frekari framförum í íslensku golfi. „Ég veit það sjálfur hve miklu máli það skiptir að halda sér við efnið yfir vetrartímann. Ég æfði eins og ég gat við frumstæðar aðstæður þegar ég var í keppnisgolfi. Þar vippaði maður af teppinu í stofunni upp í sófa. Púttaði út um allt hús og sló plastbolta í bílskúrshurðina. Þetta voru frumstæðar aðstæður en skiluðu samt sem áður árangri. Ég gat látið boltann „tékka“ á teppinu heima í stofu en kannski er þetta erfiðara í dag þar sem að allir eru með parket eða flísar á gólfunum hjá sér. Það sem er mest aðkallandi
36
„Ástundunin hefur oft dottið niður um leið og skólarnir hefjast – en aðstæður hér eru oft góðar á þessum árstíma. Og október í ár var að mörgu leyti betri en sumarmánuður en það er sjaldgæft að sjá yngri kylfinga úti á velli á þessum árstíma.“ fyrir íslenskt golf er að bæta inniaðstöðuna. Það hefur margt gott gerst á undanförnum árum, Básar og Hraunkot eru frábær æfingasvæði til þess að slá golfboltann. Við þurfum að fá inniaðstöðu þar sem hægt er að slá 7080 metra högg, vippa og pútta, og slá boltann úr mismunandi aðstæðum. Ég kalla þetta æfingaaðstöðu fyrir „skorhögg“ – þau skipta öllu máli þegar upp er staðið. Hér á Íslandi æfum við ekki högg úr sandi eða þykku grasi í 6-7 mánuði á ári. Tækniæfingar skipta miklu máli fyrir okkar kylfinga hér á landi því þeir spila ekki nærri eins mikið yfir vetrartímann og þeir sem geta spilað golf allt árið. Það er mikilvægt að okkar kylfingar séu tilbúnir tæknilega þegar þeir komast í golf á vorin.“ Þó tæknin skipti miklu máli þá er ekki síður mikilvægt að æfingarnar séu skemmtilegar
og leikir og keppnir séu hluti af þeim. Einnig skiptir miklu máli að rækta félagslega hlutann. Það verður að vera spennandi að mæta á æfingar, og það getur verið ögrandi verkefni fyrir þjálfara, ekki síst yfir vetrartímann. Góð inniæfingaaðstaða skiptir miklu máli í öllu þessu samhengi. Það eru til ýmis tæki og tól sem kylfingar og þjálfarar geta nýtt sér til þess að ná enn lengra og þar nefnir landsliðsþjálfarinn launch monitora sem mæla og sýna nákvæmlega hvað kylfan og boltinn eru að gera. „Bestu kylfingar heims nota myndbönd mun minna en áður en þess í stað reiða þeir sig á tækniútbúnað eins og Trackman og Flightscope launch monitor. Við þurfum að fylgja þessari þróun eftir ef við ætlum að vera samkeppnishæf. Trackman er tæki sem er sett fyrir aftan leikmanninn og tækið fylgir boltanum eftir og mælir allt á milli himins og jarðar. Það eru margar myndavélar í þessu. Með slíku tæki er hægt að fá fram allar upplýsingar sem þarf, s.s. boltaflug, sveifluferil, hraða, stöðu kylfuhauss og höggvinkil. Það hefur líka orðið mikil þróun í vitneskju manna um þá tækni sem þarf fyrir gott stutt spil. Í dag vita menn upp á hár hvaða hraði þarf að vera á kylfuhausnum, hvaða höggvinkill og sveifluferill skilar besta boltafluginu fyrir góð innáhögg – svo eitthvað sé nefnt. Æfingin og tilfinningin skiptir að sjálfsögðu enn mestu máli en tæknin er einnig mikilvægur þáttur,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands í golfi.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
JÓLAGJÖF KYLFINGSINS FÆST Í GOLFSKÁLANUM GOLFSKALINN.IS
GOTT ÚRVAL AF 3JA OG 4RA HJÓLA KERRUM VERÐ FRÁ:
22.800 KR
PARGATE FJARLÆGÐARMÆLAR
BIG MAX KERRU- OG BURÐARPOKAR
2 tegundir, 4 litir VERÐ FRÁ:
39.900 KR
VERÐ FRÁ:
17.900 KR
SUNICE
kvenna og karla regnfatnaður VERÐ FRÁ:
18.800 KR
CADDIETECH
24 gramma talandi kylfusveinn VERÐ FRÁ:
ÚRVAL GJAFAVARA Í ÖLLUM VERÐFLOKKUM
28.700 KR
BYRJENDAPAKKAR FYRIR KONUR OG KARLA VERÐ FRÁ:
39.800 KR
ECCO
kvenna og karlaskór VERÐ FRÁ:
23.800 KR
GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | SÍMI 578-0120 | INFO@GOLFSKALINN.IS | OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA
BIRGIR OG ÓLAFÍA með lægstu forgjöfina
-fimmfalt fleiri karlar með meistaraflokksforgjöf nú en fyrir tuttugu árum
B
irgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í höggleik karla, er með lægstu forgjöf landsins samkvæmt skráningu á golf.is og er Birgir með +3,6 í forgjöf. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með +1,6 og er með lægstu forgjöfina í kvennaflokki samkvæmt gögnum frá GSÍ. Gríðarleg breyting hefur orðið á fjölda kylfinga sem eru með meistaraflokksforgjöf eða 4,4 og minna. Til samanburðar voru 43 kylfingar með meistaraflokksforgjöf árið 1993 á landsvísu en í dag eru rúmlega 200 karlar með 4,4 eða lægra, og 27 konur eru með 4,4
Karlar: 20 forgjafalægstu kylfingar landsins árið 2013: 1. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG +3,6 (37 ára) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR +3,3 (21 árs) 3. Axel Bóasson, GK +2,8 (23 ára) 4. Haraldur Franklín Magnús, GR (+2,4) (22 ára) 5. Ólafur Björn Loftsson, NK +2,4 (26 ára) 6. Andri Þór Björnsson, GR +1,9 (22 ára) 7. Einar Haukur Óskarsson, GK +1,6 (31 árs) 8. Kristján Þór Einarsson, GKj +1,5 (25 ára) 9. Þórður Rafn Gissurarson, GR +1,5 (26 ára) 10. Rúnar Arnórsson, GK +1,0 (21 árs) 11. Heiðar Davíð Bragason, GÓ +0,9 (36 ára) 12. Gísli Sveinbergsson, GK +0,5 (16 ára) 13. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +0,5 (37 ára)
Ólafía Þ. Kristinsdóttir er með lægstu forgjöf kvenna. 38
eða lægra. Alls eru 24 karlar með undir 0 í forgjöf, en 3 konur eru undir núllinu. Meðalforgjöf karla á Íslandi er 18,8 og hjá konum er forgjöfin 28,1 að meðaltali. Ef rýnt er í 20 efstu í karla- og kvennaflokki þá er Björgvin Sigurbergsson úr GK sá elsti á karlalistanum en hann er 44 ára og Gísli Sveinbergsson úr GK er sá yngsti – aðeins 16 ára. Í kvennaflokki er Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR elst en hún er 43 ára en nafna hennar Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er sú yngsta – 16 ára gömul.
14. Ragnar Már Garðarsson, GKG +0,5 (18 ára) 15. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG +0,4 (28 ára) 16. Bjarki Pétursson, GB +0,3 (19 ára) 17. Björgvin Sigurbergsson, GK +0,3 (44 ára) 18. Nökkvi Gunnarsson, NK +0,3 (37 ára) 19. Sigurpáll Geir Sveinsson, GKj. +0,2 (38 ára) 20. Stefán Már Stefánsson, GR +0,2 (28 ára) Birgir Leifur og Guðmundur Ágúst eru með lægstu forgjöfina.
Konur: 20 forgjafalægstu kylfingar landsins árið 2013
1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +1,6 (21 árs) Gísli Svein2. Sunna Víðisdóttir, 16. Karlotta Einarsdóttir, bergsson er GR +0,7 (19 ára) NK 2,9 (29 ára) yngstur 3. Valdís Þóra Jónsdóttir, 17. Ragna Björk Ólafsdóttir, í topp 20. GL +0,3 (24 ára) GKG 2,9 (24 ára) 4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, 18. Ingunn Gunnarsdóttir, GK 0,2 (19 ára) GKG 3,1 (23 ára) 5. Ólöf María Jónsdóttir, 19. Þórdís Geirsdóttir, GK 0,7 (37 ára) GK 3,2 (48 ára) 6. Tinna Jóhannsdóttir, 20. Ingunn Einarsdóttir, GK 0,9 (27 ára) GKG 3,7 (30 ára) 7. Signý Arnórsdóttir, GK 1,2 (23 ára) 8. Berglind Björnsdóttir, GR 1,6 (21 árs) 9. Karen Guðnadóttir, SKIPTING FORGJAFAR HJÁ GS 1,6 (21 árs) KYLFINGUM Á ÍSLANDI 2013 10. Anna Sólveig Snorradóttir, Ragnhildur KristHér að neðan má sjá hvernig forgjöf GK 1,7 (18 ára) insdóttir er yngst landsmanna skiptist. Aðeins 12% eru 11. Nína Björk Geirsdóttir, í topp 20 kvenna. með 11,4 í forgjöf eða minna. GKj 1,8 (30 ára) 15 ára Konur Karlar Samtals % 12. Ragnhildur Sigurðardóttir, Forgjöf og yngri GR 2,2 (43 ára) 5 27 273 305 2% 13. Ásta Birna Magnúsdóttir, undir 4.4 4.5 11.4 55 90 1.508 1.653 10% GK 2,4 (25 ára) 114 270 3.026 3.410 20% 14. Eygló Myrra Óskarsdóttir, 11.5 - 18.4 18.5 26.4 119 841 3.279 4.239 25% GO 2,6 (22 ára) 1.662 3.367 5.709 33% 15. Ragnhildur Kristinsdóttir, 26.5 - 36.0 680 36.1 - 54 151 1.571 14 1.736 10% GR 2,7 (16 ára) Samtals
1.124
4.461
11.467
17.052
100%
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Björgvin Halldórsson · Arnór Dan Arnarson · Eivör · Eyþór Ingi Gunnlaugsson · Gissur Páll Gissurarson Helgi Björnsson · Hulda Björk Garðarsdóttir · Ragnhildur Gísladóttir · Unnsteinn Manuel Stefánsson · Sigríður Thorlacius · Svala Björgvins Jólastjarnan 2013 er Eik Haraldsdóttir · Sérstakur gestur er John Grant
GÓA OG FJARÐARKAUP KYNNA MEÐ STOLTI
14. DESEMBER Í HÖLLINNI
C
M
Y
CM
MY
CY
MY
K
UPPSELT KL. 21.00
ÖRFÁIR MIÐAR EFTIR Á AUKATÓNLEIKANA!
Miðasala fer fram á Miði.is og í síma 540-9800 Skráðu þig á póslistann okkar á www.jolagestir.is
1. Karen Sævarsdóttir GS 3,1 (lægsta forgjöf kvenna frá upphafi) 2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 5,0 3. Þórdís Geirsdóttir GK 5,5 4. Herborg Arnarsdóttir GR 8,7 5. Svala Óskarsdóttir GR 9,4
1993
Björgvin Sigurbergsson er elstur í topp 20.
ENGIR GR KARLAR Í TOPP 10 1995-1996
(Alls 43 með meistaraflokksforgjöf 4,4) 1. Sigurjón Arnarson GR +0,7 2. Þorsteinn Hallgrímsson GV +0,2 3. Björgvin Sigurbergsson GK 0,6 4. Birgir Leifur Hafþórsson GL 0,6 5. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 0,7 6. Jón H Guðlaugsson GKj. 0,9 7. Sigurpáll Geir Sveinsson GA 0,9 8. Tryggvi Pétursson GR 1,0 9. Þórður Emil Ólafsson GL 1,2 10. Sigurður H. Hafsteinsson 1,6
1. Karen Sævarsdóttir GS 3,3 2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 3,3 3. Þórdís Geirsdóttir GK 4,8 Ef litið er aftur í tímann kemur margt áhuga- 4. Herborg Arnarsdóttir GR 5,5 vert í ljós. Forgjafalistar voru mikið frétta- 5. Ólöf María Jónsdóttir GK 6,0 efni á fyrstu útgáfuárum Golfs á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá listana frá ýmsum árum. 1994 Athygli vekur að á árunum 1995-1996 náði (Alls 51 með meistaraflokksforgjöf) enginn karlkylfingur úr GR inn á topp 10 1.-2. Birgir Leifur Hafþórsson GL +1,5 listann. Kylfingar frá Leyni, Keili, GS og GA 1.-2. Sigurjón Arnarson GR +1,5 voru áberandi á þessum tíma. Einnig er for- 3. Sigurpáll Geir Sveinsson GA +0,2 vitnilegt að bera saman hve margir kylfingar 4. Björgvin Sigurbergsson GK +0,1 eru með + forgjöf á þessum árum. Karen 5. Kristinn G. Bjarnason GL 0,4 Sævarsdóttir setti met árið 1992 þegar hún 6. Björn Knútsson GK 0,5 náði 3,2 í forgjöf – sem var lægsta forgjöf 7. Þórður Emil Ólafsson GK 0,5 allra tíma hjá konu á Íslandi. Til saman- 8. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 0,8 burðar næði Karen rétt að komast inn á topp 9. Þorsteinn Hallgrímsson GV 0,9 10. Sveinn Sigurbergsson GK 1,0 20 listann hjá konunum í dag.
1991
1. Úlfar Jónsson GK +1,4 2. Sigurjón Arnarson GR +0,4 3. Ragnar Ólafsson GR 0,7 4. Þórður Emil Ólafsson GL 1,0 5. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 1,2 6. Jón H. Guðlaugsson NK 1,5 7. Sigurður Sigurðsson GS 2,2 8. Haraldur Júlíusson GV 2,3 9. Sigurður Hafsteinsson GR 2,3 10. Einar Long, GR 2,3 1. Karen Sævarsdóttir GS 4,0 2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 6,6 3. Þórdís Geirsdóttir GK 6,6 4. Ásgerður Sverrisdóttir GR 8,2 5. Kristín Þorvaldsdóttir GK 10,4
1992
(Alls 45 kylfingar með 4,4 eða lægra) 1. Úlfar Jónsson GK +3,0 2. Sigurjón Arnarson, GR +0,7 3. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 0,0 4. Birgir Leifur Hafþórsson GL 0,0 5. Ragnar Ólafsson GR 0,7 6. Sigurpáll Geir Sveinsson GA 0,9 7. Þorsteinn Hallgrímsson GV 0,9 8. Þórður Emil Ólafsson GL 1,0 9. Björgvin Sigurbergsson GK 1,2 10. Jón H. Guðlaugsson NK 1,3 40
1.-2. Karen Sævarsdóttir GS 2,4 1.-2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2,4 3. Ólöf María Jónsdóttir GK 4,6 4. Herborg Arnarsdóttir GR 5,0 5. Þórdís Geirsdóttir GK 5,4
1995
1. Birgir Leifur Hafþórsson GL +1,0 2. Kristinn G. Bjarnason GL +0,7 3. Björgvin Sigurbergsson GK +0,5 4. Björn Knútsson GK +0,2 5. Þórður Emil Ólafsson GL 0,0 6. Sigurpáll Geir Sveinsson GA 0,1 7. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 0,6 8. Þorsteinn Hallgrímsson GV 1,6 9. Örn Ævar Hjartarson GS 1,6 10. Helgi Birkir Þórisson GS 1,6 1. Karen Sævarsdóttir GS 2,9 2. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 3,3 3. Ólöf María Jónsdóttir GK 3,5 4. Herborg Arnarsdóttir GR 5,5 5. Þórdís Geirsdóttir 5,6 6. Ásgerður Sverrisdóttir 7,7
Sigurjón Arnarsson var lægstur 1993.
6. Björgvin Sigurbergsson GK 0,3 7. Guðmundur Sveinbjörnsson GK 0,9 8. Birgir Haraldsson GA 1,3 9. Þorsteinn Hallgrímsson GV 1,3 10. Björgvin Þorsteinsson GA 1,4 11. Helgi Þórisson GS 1,4 1. Karen Sævarsdóttir GS 3,4 2. Herborg Arnarsdóttir GR 3,9 3. Ólöf María Jónsdóttir GK 4,1 4. Þórdís Geirsdóttir GK 4,3 5. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 4,6
1997
1. Kristinn G. Bjarnason GR +0,7 2. Björgvin Sigurbergsson GK +0,6 3. Sigurpáll Geir Sveinsson GA +0,3 4. Örn Ævar Hjartarson GS 0,2 5. Þórður Emil Ólafsson GL 0,7 6. Guðmundur Sveinbjörnsson 1,2 7. Helgi Birkir Þórisson GS 1,4 8. Þorsteinn Hallgrímsson GV 1,6 9. Friðbjörn Oddsson GK 1,6 10. Ómar Halldórsson GA 1,7 1. Herborg Arnarsdóttir GR 4,0 2. Ólöf María Jónsdóttir GK 4,2 3. Kristín Elsa Erlendsdóttir GA 4,5 4. Ragnhildur Sigurðardóttir GR 4,5 5. Þórdís Geirsdóttir GK 5,2
1996
1. Birgir Leifur Hafþórsson GL +1,9 2. Kristinn G. Bjarnason GL +0,8 3. Sigurpáll Geir Sveinsson GA 0,0 4. Örn Ævar Hjartarson GS 0,0 5. Þórður Emil Ólafsson GL 0,1
Sunna Dís Íslandsmeistari 2013 er næst lægt á forgjafarlistanum. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
' Jolaleikur Jólagjöfin endurgreidd ef... Þú setur niður 8 metra pútt
*Ein tilraun á mann
Golfbuddy Voice+ Verð: 34.900
Lobster Edgar vind peysa Verð: 13.550
Golfbuddy WT3 Verð: 38.990
Ecco Kerrupoki Verð: 22.900
Nike Everclear pútter Verð: 21.900
Stuburt Vindjakki Verð: 9.900
Sími: 565 1402 www.golfbudin.is
30
sekúndur Klúbbur: Keilir Aldur: 23 ára Forgjöf: -2,8 Leyndur hæfileiki: Svakalegur í eldhúsinu. Besta skor: 65 á Leirunni. Hola í höggi: 10. í Keili. Uppáhalds kylfingur: Tiger Woods. Draumaráshópurinn: Tiger Woods, Ben Hogan, John Daly. Uppáhalds kylfa: Pútterinn.
AXEL BÓASSON
ST. ANDREWS ER ÓTRÚLEGUR STAÐUR Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2013?
Frammistaðan mín var upp og niður í sumar. Ég spilaði vel á St. Andrews Links mótinu og á Eimskipsmótaröðinni á Skaganum. Þannig margt jákvætt og margt sem var hægt að vinna í.
30
sekúndur Klúbbur: GR Aldur: 21 Forgjöf: +3,3 Leyndur hæfileiki: Óeðlilega mikill liðleiki í öxlunum. Besta skor: 68 @ Golf Club of Georgia. Hola í höggi: Nei, hef ekki verið svo heppinn. Uppáhaldskylfingur: Ian Poulter, Ryder cup hetja og Arsenal maður. Draumaráshópurinn: Ég og Henrik Stenson gegn Graeme McDowell og Ian Poulter. Uppáhaldskylfa: Scotty Cameron pútterarnir mínir. Ég geri ekki upp á milli þeirra.
GUÐMUNDUR Á. KRISTJÁNSSON
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart?
Gísli Sveinbergsson, Birgir Björn Magnússon og hann Fannar Ingi Steingrímsson spiluðu vel í sumar og framtíðin er mjög björt í íslensku golfi.
staklinga, en auðvitað var fyrsti hringurinn í Landsmótinu mikil vonbrigði.
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það?
Ætli það sé ekki chippið af veginum á 17. holunni á Old Course, hefði viljað fá einn séns í viðbót og reyna það högg aftur.
Eftirminnilegasta atvikið og hápunktur sumarsins er klárlega púttið sem ég setti ofan í til að vinna Íslandsmótið í holukeppni. Síðasti hringurinn hjá mér í European Challenge Trophy var líka mjög eftirminnilegur.
Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil?
Þarf að bæta sveifluna aðallega, svo er alltaf hægt að bæta sig í stutta spilinu. Hugarfarið er einnig alltaf eitthvað sem þarf að vinna með. 42
Frammistaðan var þokkaleg en það er alltaf hægt að gera betur.
Íslandsmótið í höggleik var eftirminnilegt og svo verð ég að segja sveitakeppnin í Leirunni.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart?
Að mínu mati var enginn sem kom sérstaklega á óvart í sumar.
Hvaða golfholur eru í sérstöku
Fannar Ingi kom mér mest á óvart með því að uppáhaldi á Íslandi? spila á 61. Svo spilaði ég við Kristófer Orra í 2. á Keili, 2. á Akranesi og 16. í Vestmannaholukeppninni og hann var virkilega góður. eyjum.
Hvaða golfholur eru í sérstöku Ef þú mættir endurtaka eitt uppáhaldi á Íslandi? Uppáhalds holurnar eru 12. á Korpunni og 1. högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það? í Brautarholti.
Hvað var undarlegasta atvikið, Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða það skrýtnasta, sem þú upphögg yrði það? lifðir á golfvellinum í sumar? Ætli það hafi ekki verið þegar ég var á æfingasvæðinu í Korpunni fyrir Íslandsmótið í höggleik. Þar sá ég Birgi Guðjónsson fá kylfuna í andlitið, ég náði aldrei að vara hann við, það gerðist svo hratt.
Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2013?
Hver var hápunktur sumarsins Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? – eftirminnilegasta atvikið?
Hvaða golfholur eru í sérstöku Hvaða kylfingur kom að uppáhaldi á Íslandi? þínu mati mest á óvart? 11. holan á Keili, 3. holan í Leirunni. Alltaf skemmtilegar holur.
Klúbbur: Keilir Aldur: 19 Forgjöf: 0 Leyndur hæfileiki: Kemur í ljós. Besti hringurinn: 66 (-6) Akranes. Hola í höggi: Nei það fer samt að koma að því vonandi. Uppáhalds kylfingurinn: Adam Scott og Suzann Pettersen. Draumaráshópur: Adam Scott, Suzann Pettersen og Tiger Woods. Uppáhaldskylfa: Pútterinn.
GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTTIR TRÚI EKKI AÐ AFI HAFI FARIÐ ALLTAF HÆGT HOLU Í HÖGGI AÐ GERA BETUR Hvernig metur þú frammi-
stöðu þína golfsumarið 2013? Hver var hápunktur sumarsins Frammistaðan var viðunandi. Ég spilaði vel í – eftirminnilegasta atvikið? báðum Íslandsmótunum og Evrópumóti einÞegar ég var að spila á St. Andrews Links mótinu, þetta var ótrúlegur staður og andrúmsloftið stórkostlegt.
30 sekúndur
Ætli það sé ekki teighöggið á 3 á fyrsta degi í Landsmótinu.
Púttið sem ég missti á 14. á Íslandsmótinu í höggleik.
Hvað var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta, sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? Atvikið í sveitakeppninni í Leirunni var það
Hvað var undarlegasta atvikið, undarlegasta. það skrýtnasta, sem þú uppHvað þarft þú að bæta fyrir lifðir á golfvellinum í sumar? næsta tímabil? Ætli það hafi ekki verið þegar að ég var að spila Korpuna og fékk sms um að Ágúst Ögmundsson afi minn hefði farið holu í höggi. Ég trúi þessu ekki enn þann dag í dag. Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? Ég þarf að vera stabílli og svo stutta spilið.
Vipp og pitch.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
30
30
30
Klúbbur: GR Aldur: 22 Forgjöf: Réttum megin við núllið. Leyndur hæfileiki: Ég reyni að monta mig af öllum mínum hæfileikum, ekki fela þá. Besti hringur: Hef 5 sinnum spilað skollalausan hring. Þá er markmiði náð og ég tel þá vera bestu hringina. Hola í höggi: Það er þegar kylfingur leikur holu á einu höggi. Uppáhaldskylfingur: Tiger Woods, Alex Noren, Thorbjorn Olesen, Birgir Leifur og Snorri Páll. Draumaráshópur: Skiptir ekki máli, á meðan þeir halda uppi leikhraða. Uppáhaldskylfa: 3 járn og 60 gráður.
Klúbbur: Golfklúbbur Suðurnesja Aldur: 21 Forgjöf: 1,6 Leyndur hæfileiki: Margir sem þekkja mig vita þetta...en ég er ágæt í að semja ljóð. Besti hringurinn: 70(-2) á rauðum í Leiru og 71(-1) á bláum í Leiru Hola í höggi: Ekki frá teig, hef þrisvar slegið ca. 80 m högg í holu á par 5 og 4 holum... bíð eftir draumahögginu. Uppáhaldskylfingur: Erfitt að velja... margir skemmtilegir...en hef alltaf dýrkað Phil Mickelson. Draumaráshópurinn: Margir! Væri gaman að hafa einn frægan í hollinu ásamt tveimur fjölskyldumeðlimum og helst bara restin sem kæmist ekki fyrir að spila með bara á golfbíl eða labbandi með. Uppáhaldskylfa: 53°
Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur Aldur: 19 Forgjöf: +1,5 Leyndur hæfileiki: Ég get leyst Rubic kubb á innan við 2 mínútum. Besti hringurinn: Í móti er það 67 högg í Vestmannaeyjum en það er jafnframt vallarmet. Hola í höggi: Í ágúst í fyrra fór ég holu í höggi í fyrsta sinn en þá var ég að spila minn fyrsta hring í „qualifying“ í háskólagolfinu. Uppáhalds kylfingur: Adam Scott. Draumaráshópurinn: Adam Scott, Tiger Woods, Annika Sorenstam. Uppáhalds kylfa: Driver.
sekúndur
HARALDUR FRANKLÍN
Væri til í endurtaka teighöggið á 16. Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2013?
Frammistaðan var fín. Ég keppti einungis á þremur mótum á Íslandi. Markmiðið var að vinna Íslandsmótið. Það gekk ekki upp en ég spilaði mitt besta svo ég get ekki kvartað.
sekúndur
KAREN GUÐNADÓTTIR
Besta sumarið hjá mér fram til þessa
Hvernig metur þú frammiHver var hápunktur sumarsins stöðu þína golfsumarið 2013? Bara vel því þetta var besta sumarið hjá mér – eftirminnilegasta atvikið? Hápunktur sumarsins var Íslandsmótið í höggleik og British Amateur sem ég tók þátt í á Englandi.
fram til þessa á Eimskipsmótaröðinni.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart?
Að spila í fyrsta sinn í móti undir pari og komast í fyrsta sinn í bráðabana frá því á unglingamótaröðinni. Og að ná 2. sætinu í fyrsta sinn líka ! Allt á sama deginum! Og líka í fyrsta sinn í verðlaunasæti á stigalistanum.
Margir ungir krakkar sem komu á óvart. Fannar Ingi Steingrímsson, Birgir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson, svo einhverjir séu nefndir.
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það?
SUNNA VÍÐISDÓTTIR
Íslandsmeistaratitillinn stendur upp úr Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2013? Í heild sinni er ég mjög ánægð með árangurinn. Ég endaði í 2. sæti í fyrsta móti ársins á Akranesi. Síðan fékk ég tækifæri til að spila í þremur mótum erlendis.
Hver var hápunktur sumarsins Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? Sigurinn á Íslandsmótinu á Korpu stendur – eftirminnilegasta atvikið?
Hvaða kylfingur kom að þínu Hvaða golfholur eru í sérstöku mati mest á óvart? Gunnhildur Kristjánsdóttir, en örugglega uppáhaldi á Íslandi? Allar holurnar á Korpunni. Hágæða golfholur sem sýnir fram á hvernig kylfingur er að spila. Þar er ekki önnur hola við hliðina sem gerir léleg högg að góðum höggum. Boltinn endar bara á brautinni við hliðina. Þoli ekki svoleiðis. Að mínu mati er 9. í Keili flott, 2. á Skaganum, 16. í Vestmannaeyjum. Það eru fullt af flottum holum á Íslandi til að velja úr.
sekúndur
upp úr. Ég hafði ekki hugmynd um hver staðan var þegar ég kom á 18. flöt en það kom mér skemmtilega á óvart að við vorum þrjár sem deildu fyrsta sætinu og þurftum því að fara í umspil til að skera úr um sigurvegarann.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart?
fleiri, tók bara vel eftir henni, hún hefur bætt sig mjög hratt.
Að mínu mati kom Karen Guðnadóttir mest á óvart.
Svo margar...horfi oftast frekar á vellina í heild, en mér finnst 3. holan á Akranesi æði og líka 12. á Korpu.
15. á Grafarholti hefur verið í uppáhaldi allt frá því að ég hætti að slá ofan í tjörnina í innáhögginu.
Hvaða golfholur eru í sérstöku Hvaða golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi? uppáhaldi á Íslandi?
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það?
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það?
Ég myndi sennilega velja annað púttið mitt á 3. holunni fyrsta daginn í Íslandsmótinu. Ég var u.þ.b. 10 metra frá holunni eftir upphafshöggið en tókst að 4-pútta og fá double bogey Hvað var undarlegasta atvikið, á holuna en ég þrípúttaði af eins meters færi. Hvað var undarlegasta atvikið, Þetta hafði alltof mikil áhrif á mig. Ég endaði það skrýtnasta, sem þú uppþað skrýtnasta, sem þú upphringinn á 82 en ég var með 42 pútt þann lifðir á golfvellinum í sumar? lifðir á golfvellinum í sumar? Sem ég man var örugglega bara að spila undir hring. Sem betur fer náði ég að snúa við Skrítnasta sem ég upplifði á golfvellinum var pari sama dag og ég var búin að spila fyrri blaðinu og spila vel það sem eftir var mótsins. þegar Guðni Fannar krúnurakaði Magnús hringinn á 10 höggum yfir pari...og veðrið Hvað þarft þú að bæta fyrir Björn á 1. flöt. var eiginlega verra í seinni hringnum. Endurtaka teighöggið á 16. á Íslandsmótinu í höggleik. Það fór til hægri og kostaði mig dýrmæt högg.
Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil?
Hugarfar og halda haus þegar illa gengur. 44
Púttið í bráðabananum á móti Valdísi Þóru Jónsdóttur. Hún var í fuglafæri og ég átti að pútta á undan en ég dreif ekki!
Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? Pitch og pútt.
næsta tímabil?
Ég þarf aðallega að vinna í því að koma púttunum í gott lag en þau eru stærsta hindrunin á að ég nái að spila vel í augnablikinu. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Órjúfanlegur hluti af jólunum
30
sekúndur
Klúbbur: Leynir Aldur: 24 Forgjöf: +0,2 Leyndur hæfileiki: Fáránlega klár kokkur og ég kann að skipta um dekk! Besti hringurinn: 67 í Las Vegas. Hola í höggi: 8. hola á Garðavelli. Uppáhalds kylfingur: Luke Donald og Sergio Garcia. Draumaráshópurinn: Luke Donald, Adam Scott, Sergio Garcia og ég! Uppáhalds kylfa: 9 járnið mitt.
VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR
Góður kokkur og kann að skipta um dekk
30
30
Klúbbur: Golfklúbbur Borgarness Aldur: 18 Forgjöf: -0,5 Leyndur hæfileiki: Oft góður að bulla mig út úr hlutum, sérstaklega þegar kemur að námi. Besti hringurinn: 64 á Grafarholtinu og 65 í Borgarnesi. Hola í höggi: 3 sinnum, 2svar heima og 1 sinni á Spáni. Uppáhalds kylfingurinn: John Daly. Draumaráshópur: John Daly, Miguel Angel Jimenez og Tiger Woods. Uppáhalds kylfa: 60 gráður.
Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur Aldur: 22 Forgjöf: + 2 Leyndur hæfileiki? Hef ekki grænan Besti hringurinn? 64 Vestmannaeyjar Hola í höggi? Tvisvar, níunda og ellefta á GKG. Uppáhaldskylfingur? Robert Rock Draumaráshópurinn? Robert Rock, Abigail Spencer og Cheryl Cole. Uppáhaldskylfa? 3- Tréið mitt, alltof gaman að slá með því!
sekúndur
BJARKI PÉTURSSON
ANDRI ÞÓR BJÖRNSSON
Sveitakeppnin í Eyjum var frábær
Gaman að vera partur af íslenska landsliðinu
Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2013?
Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2013?
Persónulega finnst mér sumarið hafa gengið ágætlega. Fjórða sætið á stigalistanum var vonum framar og meðalskorið hélst í kringum 72-73 höggin.
Sumarið hjá mér var einkar skrautlegt, ég var ekkert rosalega sáttur með skorið í sumar en er sáttur hvernig sveiflan og leikurinn minn þróaðist. Sáttur með að hafa loksins brotið Hver var hápunktur sumarsins ísinn og komið með hring vel undir pari (64 Vestmannaeyjar).
– eftirminnilegasta atvikið?
Íslandsmótið í höggleik á Korpunni, mótið var frábært í alla staði. Sveitakeppnin var frábær í Vestmannaeyjum (2. deild). Þar komumst við GB-ingar upp í 1. deild í fyrsta skipti í sögu klúbbsins. Sveitakeppnin er skemmtilegasta mót ársins. Liðstjórinn Hver var hápunktur sumarsins Finnur Jónsson og aðrir sprelligosar sáu til þess að stemmingin var frábær.
– eftirminnilegasta atvikið? Sigurinn í Leirunni.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart? Að mínu mati kom enginn sérstaklega á óvart.
sekúndur
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart? Mér fannst mjög gaman að sjá góðan vin minn Ísak Jasonarson ná sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli eftir langa bið, hann átti titilinn skilið.
Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? Undankeppni Evrópumótsins, Það var virkilega gaman að vera partur af íslenska landsliðinu þegar við unnum okkur inn sæti á Evrópumótinu á næsta ári í Finnlandi.
Hvaða kylfingur kom að þínu mati mest á óvart?
Allir þessi yngri kylfingar sem er að koma upp, allir virkilega flottir og með yfirdrifið sjálfstraust. Hringurinn uppá 60 högg á Hellu hjá Fannari Inga Steingrímssyni og spilamennskan hans á 2. stigamótinu.
Hvaða golfholur eru í sérstöku Hvaða golfholur eru í sérstöku Hvaða golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi? uppáhaldi á Íslandi? uppáhaldi á Íslandi? 12. holan á Korpu, 4. holan á Korpu og já 17. í Vestmannaeyjum, 14. á Kiðjabergi, 2. á Garðavelli.
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það?
Upphafshöggið á 18., á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik.
13. holan í Borgarnesi, 12. á Grafarholtinu, 11. í Korpunni og fleiri holur.
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það? Annað höggið í viðureign við Andra Má Óskarsson í Íslandsmótinu í holukeppni.
Hvað var undarlegasta atvikið, Hvað var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta, sem þú uppþað skrýtnasta, sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? lifðir á golfvellinum í sumar? Það að hafa mann til að skafa púttlínuna hjá mér á 6. holu í Leirunni á síðsta stigamótinu þar sem að grínið var einn pollur.
Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil?
Koma í veg fyrir mistök sem voru illa hugsuð og fljótfærni. 46
Á æfingasvæðinu fyrir Íslandsmótið í höggleik á Korpunni, Arnar Snær Hákonarson sveiflaði kylfu í andlitið á Birgi Guðjóns.
Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? Púttin, þau skipta óþolandi miklu máli.
eiginlega bara Korpan í heild sinni.
Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2013, hvaða högg yrði það?
Teighöggið á 16. í Vestmannaeyjum á 2.stigamótinu, afleitt teighögg í mitt Atlantshafið.
Hvað var undarlegasta atvikið, það skrýtnasta, sem þú upplifðir á golfvellinum í sumar? Sjankið á 12. holu á Íslandsmótinu og höggið á eftir því þar sem ég krækti fyrir holu í höggi.
Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil?
Slæmu höggin þurfa að vera betri. Stutta spilið er á réttri leið. Langtíma vinna og hugsunin á bakvið þetta er aðeins lengra en bara næsta tímabil. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Ný tækni við fjarlægðamælingar
M
iklar framfarir hafa orðið á síðustu árum í gerð GPS tækja til fjarlægðamælinga. GPS (Global positioning system) mælingar byggja á staðsetningartækni frá gervihnöttum. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu árin sem gerir mögulegt að mæla fjarlægðir með mikilli nákvæmni. Þessi tækni er notuð þar sem nákvæmni og staðsetning skiptir miklu máli eins og t.d við akstur, flug, siglingar o.s.frv. Þessi mikla nákvæmi og fljótvirka aðferð við mælingar hefur rutt öðrum eldri og óhentugri mælingum úr vegi. Nýjasta tækið er armbandsúr: GolfBuddy WT3. Tækið gefur upp lengdir í hindranir, t.d. glompur, hliðarvatnstorfærur og vatnstorfærur. Gefur upp fjarlægð inná miðja flöt, að flöt og aftast á flöt. Lögun flatarinnar er mæld sérstaklega og þar af leiðandi miðast fjarlægðir við afstöðu kylfingsins gagnvart flötinni, þ.e. fjarlægðin miðast við beina loftlínu. Þar af leiðandi sér kylfingurinn raunverulega legu flatarinnar í tækinu frá þeim stað sem hann er hverju sinni.
Flagg staðsett
Hægt er að staðsetja flagg í tækinu. Þú staðsetur flaggið á 9 mismunandi stöðum á flötinni. Við það
gefur tækið nákvæmari fjarlægð í flaggið, þ.e. mælir í staðsett flagg. Tækið gefur nákvæmar upplýsingar um stærð og lögun flatarinnar. Slíkar upplýsingar eru ekki fáanlegar með laser-kíki. Staðsetning á flaggi, auk upplýsinga um stærð og lögun flatarinnar, eru mikilvægar upplýsingar þegar kylfingur metur hvernig best er að slá inn á flötina, hvar best er að láta boltann lenda.
Fjöldi annara möguleika
Einn helsti kostur tækissins er sá að dags daglega nýtist það sem armbandsúr og endist þá hleðslan á batteríinu í 50 daga. Sem GPS þá endist hleðslan í 8 tíma. Hægt er að nota tækið til mælinga á genginni vegalengd. Mælingin fer sjálfkrafa í gang þegar leikur hefst. Auk þess er hægt að nota göngumælinn við útivist almennt. Einng er innbyggt „digital“ skorkort sem gerir mögulegt að halda utan um skorið. Mögulegt er að færa skorið yfir í tölvu til nánari skoðunar. Tækið getur einnig mælt högglengd. Tækið bíður uppá frían aðgang að rúmlega 37.000 völlum um allan heim, þar af 47 íslenskum völlum, sem mun fjölga fyrir næsta sumar. Tækið er vatnshelt og miðast við IPX7 staðalinn um vatnsheldi (þolir metradjúpt vatn).
NÝTT ÆFINGA-SKÝLI Í EYJUM
N
ýtt æfingasvæði var vígt í byrjun september hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja en svæðið var vígt að loknu 75 ára afmælismóti GV. Búið er að reisa um 150 fermetra æfingaskýli þar sem að 6 kylfingar geta slegið samtímis út á æfingasvæðið sem var þegar til staðar. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir golfkennara í skýlinu, geymslu fyrir æfingatæki og kúluvélin verður staðsett í húsinu sem snýr í vestur. Helgi Bragason formaður GV segir í samtali við Eyjafréttir að kostnaðurinn við bygginguna nemi á bilinu 18-20 milljónir kr. Vestmannaeyjabær styrkir framkvæmdina um 10 milljónir kr. og rétt um 2 milljónir kr. komu í þetta verkefni úr Minningarsjóði Gunnlaugs Axelssonar. Sjóðurinn var upphaflega stofnaður til þess að styðja við barna- og unglingastarf GV, og verður skjöldur settur upp í æfingaaðstöðunni til þess að minnast framlagsins úr sjóðnum sem nú hefur verið slitið. Helgi sagði í ræðu sinni að margir klúbbfélagar hefðu lagt mikla sjálfboðavinnu á sig í þessu verkefni og þar nefndi hann sérstaklega Harald Óskarsson og góðs framlags frá Neti hf.
48
Fríða Dóra Jóhannsdóttir, ekkja Gunnlaugs Axelssonar, klippti á borða til þess að opna æfingaaðstöðuna með formlegum hætti og tveir ungir kylfingar, Jörgen Ólafsson og Lárus Garðar Long, slógu fyrstu höggin.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Kynntu þér kostina á www.kreditkort.is
Veldu kortið sem færir þér mestan ávinning Premium Icelandair American Express® kortið veitir fyrirtækjum og starfsfólki einstakan ávinning þegar kemur að ferðalögum erlendis. Punktar fyrir alla verslun Þú safnar Vildarpunktum Icelandair alltaf þegar þú verslar með kortinu, bæði innanlands og utan. Fleiri Vildarpunktar Fyrir hverjar 1000 kr. safnast 12 punktar en 20 punktar þegar verslað er við Icelandair. Þægindi á ferðalögum Aðild að Icelandair Golfers Flýtiinritun í Leifsstöð Frítt bílastæði á vöktuðum langtímastæðum við Leifsstöð í þrjá sólarhringa Umframfarangur með Icelandair Víðtækar ferðatryggingar Aðgangur að Saga Lounge í Leifsstöð Aðgangur að Priority Pass biðstofum um allan heim gegn vægu gjaldi
er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express
American Express er skrásett vörumerki American Express.
Vallarmet á 17 völlum
BIRGIR LEIFUR
á flest vallarmet M
et eru sett til þess að slá þau og það er óhætt að segja að kylfingar landsins hafi verið iðnir við að slá vallarmet á undanförnum árum. Í þessari grein er stiklað á stóru hvað varðar vallarmet á 17 völlum landsins. Upplýsingarnar eru komnar frá viðkomandi golfklúbbum en eins og sjá má eru ekki til upplýsingar um vallarmet af rauðum teigum hjá nokkrum klúbbum. Ef rýnt er í aldur vallarmeta má sjá að Gunnar Jóhannsson núverandi framkvæmdastjóri Golfklúbbs Suðurnesja á elsta vallarmetið en það er frá árinu 2001. Skagamaðurinn Helgi 50
Dan Steinsson á næst elsta vallarmetið sem hann setti í Vestmannaeyjum árið 2002. Og þau yngstu voru sett sl. sumar. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, á flest vallarmet, alls 5. Og Íslandsmeistarinn í höggleik á met sem líklega mun standa hvað lengst. Hann tók Garðavöll á Akranesi í „nefið“ af gulum teigum árið 2010 þegar hann lék á 58 höggum eða 14 höggum undir pari. Það er erfitt að bera saman vallarmet þar sem þau eru sett við mismunandi aðstæður. Mörg þeirra eru glæsileg og þar má nefna met Kristjáns Þórs Einarssonar af hvítum teigum á Hvaleyrarvelli -9, Axel
Bóasson lék Hólmsvöll í Leiru á -7, líkt og Helgi Dan í Vestmannaeyjum og Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum á Strandarvelli á Hellu. Þrír kylfingar eiga vallarmet á þremur völlum, Axel Bóasson, Tinna Jóhannsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir en þau eru systkinabörn og koma öll frá Keili í Hafnarfirði. Sex kylfingar eiga tvö vallarmet, Sigurpáll Geir Sveinsson GKj, Kristján Þór Einarsson GKj, Ragnhildur Sigurðardóttir GR, Heiða Guðnadóttir GS, Þórdís Geirsdóttir GK og Sunna Viðisdóttir, Íslandsmeistari í höggleik árið 2013 en hún er úr GR. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
1 Hvaleyrarvöllur
(par 71)
Hvítir teigar: -9 Kristján Þór Einarsson, GK - 62 högg (2012) Gulir teigar: -7 Ólafur Már Sigurðsson, GK (2004) og Rúnar Arnórsson, GK (2013) - 64 högg Bláir teigar: -3 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR - 68 högg (2005) Rauðir teigar: -3 Ragna Björk Ólafsdóttir, GK - 68 högg (2008)
Kristján Þór Einarsson, GKj á eitt glæsilegasta vallarmetið, 9 undir pari í meistaramóti GK árið 2012.
2 Leirdalsvöllur
10 Garðavöllur á
Akranesi (par 72)
Hvítir teigar: -6 Magnús Lárusson, GKj - 66 högg (2006) Gulir teigar: -14 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG - 58 högg (2010) Bláir teigar: -6 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK - 66 högg Guðrún Brá (2012) Björgvinsdóttir Rauðir teigar: -7 Tinna Jóhannsdóttir, GK - 65 högg (2009) GK
11 Jaðarsvöllur á Akureyri (par 71)
(par 71)
Hvítir teigar: -4 Axel Bóasson, GK (2010), Birgir Leifur Hafþórsson, Axel Bóasson GK. GKG (2010) og Úlfar Jónsson, GKG (2011) - 67 högg Gulir teigar: -4 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (2010) og Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (2011) - 67 högg Bláir teigar: +1 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR - 72 högg (2009) Rauðir teigar: +3 Ingunn Einarsdóttir, GKG - 74 högg (2012)
Hvítir teigar: -4 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA og Örvar Samúelsson, GA (2012) - 67 högg Gulir teigar: -6 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA - 65 högg
12 Strandarvöllur – Hellu (par 70)
Hvítir teigar: -7 Ólafur Björn Loftsson, NK - 63 högg (2008) Gulir teigar: -9 Fannar Ingi Steingrímsson, GHG - 61 högg (2013) Bláir teigar: -3 Marina Stutz - 67 högg (2009)
3 Hlíðavöllur í Mosfellsbæ (par 72)
13 Kiðjabergsvöllur (par 71)
4 Urriðavöllur (par 71)
14 Þverárvöllur – Hellishólum (par 71)
Hvítir teigar: -3 Theodór Emil Karlsson, GKj - 69 högg (2012) Gulir teigar: -6 Kristján Þór Einarsson, GKj - 66 högg (2013) Bláir teigar: +2 Heiða Guðnadóttir, GKj - 74 högg (2012) Rauðir teigar: +11 Margrét Óskarsdóttir, GKj - 83 högg (2012)
Hvítir teigar: -6 Einar Haukur Óskarsson, GOB (2009) og Axel Bóasson, GK (2010) - 65 högg Bláir teigar: -2 Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO - 69 högg (2009)
5 Grafarholtsvöllur (par 71)
Hvítir teigar: -5 Þórður Rafn Gissurarson, GR - 66 högg (2011) Bláir teigar: -4 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - 67 högg (2012)
6 Korpúlfsstaðavöllur (Sjórinn + Áin )
(Par 71)
Hvítir teigar: -5 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (2013) - 66 högg Bláir teigar: (par 72) -2 Sunna Víðisdóttir, GR (2013) - 70 högg
7 Húsatóftavöllur í Grindavík (par 70) Gulir teigar: -5 Hávarður Gunnarsson, GG – 65 högg (2012) Rauðir teigar: +2 Þórdís Geirsdóttir, GK – 72 högg (2012)
8 Hólmsvöllur - Leira
(par 72)
Hvítir teigar: -7 Axel Bóasson, GK (2011) og Gunnar Jóhannsson, GS (2001) - 65 högg Gulir teigar: -10 Örn Ævar Hjartarson, GS - 62 högg (2009) Bláir teigar: -3 Tinna Jóhannsdóttir, GK - 69 högg (2011) Rauðir teigar: Heiða Guðnadóttir, GS 72 högg (2008)
9 Hamarsvöllur í
Borgarnesi (par 71)
Gulir teigar: -2 Ragnar Már Garðarsson, GKG - 69 högg (2012) Rauðir teigar: Anna Sólveig Snorradóttir, GK - 71 högg (2012)
15 Vestmannaeyjavöllur (par 70)
Hvítir teigar: -7 Helgi Dan Steinsson, GR - 63 högg (2002) Bláir teigar: -3 Sunna Víðisdóttir, GR - 67 högg (2012)
16 Öndverðanessvöllur (par 70)
Gulir teigar: -2 Tryggvi Traustason, GSE - 68 högg (2011) Rauðir teigar: Þórdís Geirsdóttir, GK - 70 högg (2011)
17 Þorláksláksvöllur, Þorlákshöfn
(par 71)
Hvítir teigar: Aron Snær Júlíusson, GKG - 71 högg (2013) Gulir teigar: -4 Emil Þór Ragnarsson, GKG - 67 högg (2011) Bláir teigar: -1 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK - 70 högg (2012) Rauðir teigar: -3 Tinna Jóhannsdóttir, GK - 68 högg (2012) * Byggt á upplýsingum frá golfklúbbum.
Gunnar Jóhannsson, núverandi framkvæmdastjóri GS á elsta vallarmetið, 7 undir pari, sett í Leiru árið 2001.
Gulir teigar: -6 Bjarki Pétursson, GB - 65 högg (2012)
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Hvítir teigar: -5 Arnar Snær Hákonarson, GR - 66 högg (2012) Gulir teigar: -7 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG - 64 högg (2011) Bláir teigar: -2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK - 69 högg (2012) Rauður teigar: -1 Ásgerður Sverrisdóttir GR - 70 högg (2008)
Tinna Jóhannsdóttir GK
Örn Ævar hefur sett nokkur vallarmetin í gegnum tíðina, hann á metið af gulum teigum í Leiru en hann lék á 10 undir pari árið 2012. Frægasta vallarmet kappans eru þó 60 höggin (-11) á Nýja vellinum í St. Andrews sem hann setti í móti þar árið 1998. 51
Íslandsmótið var hörmung Signý Arnórsdóttir getur þakkað Rúnari bróður sínum fyrir að hún valdi golfið framyfir fótboltann í FH.
Þ
að breytti ekki miklu í okkar lífi að vera stigameistarar á sama tíma en þetta er skemmtilegt samt sem áður. Þetta er í fyrsta sinn sem systkini ná að vera stigameistarar og það verður ekki tekið af okkur, segir Signý Arnórsdóttir úr Keili sem fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Signý, sem er 23 ára gömul, er sæmilega sátt við tímabilið hjá sér en hún var í verðlaunasætum á fjórum af alls sex mótum tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni. „Ég var ekki í verðlaunasæti á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni og einnig á Íslandsmótinu í höggleik en það mót var hörmung,“ sagði Signý þegar hún var beðin um að draga síðasta tímabil saman. Signý endaði í 15. sæti á Íslandsmótinu þar sem hún náði sér alls ekki á strik og lék samtals á 28 höggum yfir pari og var hún 17 höggum á eftir Sunnu Víðisdóttur sem varð Íslandsmeistari. „Ég hef svo sem ekki velt því mikið fyrir mér hvað fór úrskeiðis þar. Þegar hlutirnir ganga ekki upp á miðju sumri þá er erfitt að pæla of mikið í því og láta það skemma fyrir því sem eftir er af tímabilinu. Ég þarf samt að taka vel til í hausnum á mér fyrir næsta Íslandsmót því þetta er greinilega eitthvað sálrænt. Það er alltaf hluti af heildarmarkmiðunum að vinna Íslandsmótið í höggleik og ég ætla ekki að víkja frá því markmiði fyrir næsta sumar,“ segir Signý en hún hefur ekki verið í baráttunni um titilinn undanfarin tvö ár. Árið 2009 endaði hún í öðru sæti, árið 2010 og 2011 varð hún þriðja og í sjötta sæti árið 2012. Signý er spennt að fá nýjan þjálfara fyrir veturinn en Keilir réð nýverið Björgvin Sigurbergsson sem yfirþjálfara og verður hann með Signý undir sinni handleiðslu. „Ég vona að það verði jákvætt fyrir okkur í Keili að fá Bjögga aftur inn. Ég mun stunda
52
æfingarnar af samviskusemi við þær aðstæður sem eru í boði hérna á Íslandi. Ég fór til Spánar sl. vor í æfingaferð fyrir tímabilið og það var eina alvörugolfið sem ég stundaði fyrir tímabilið. Ég býst við að það verði svipuð rútína í vetur hjá mér enda ekki mikið um að velja. Æfingar í Hraunkoti, vipp og pútt í Hvalalauginni, æfingar um helgar með landsliðinu í Kórnum og líkamsræktin hjá Gauta Grétarssyni. Ég var mjög ánægð með það sem Gauti leggur áherslu á í líkamsræktinni og það nýttist vel.“ Signý, sem er 23 ára gömul, er í háskólafjarnámi í HÍ í þroskaþjálfun, en hún starfar í Myllunni samhliða námi og áhugamálinu – golfinu. „Ég var að vinna á leikskóla síðasta vetur og síðasta sumar og ég sakna þess að vera ekki í kringum krakkana. Vonandi verður
Signýjar og Rúnars og það var tilviljun sem réði því að Signý fór að æfa golf. „Ég var alltaf í fótbolta með FH og æfði þar í átta ár. Þegar Rúnar var 10 ára var hann byrjaður að fara á golfæfingar og ég fór með honum að prófa, sumarið 2002, 12 ára gömul. Mér fannst þetta alveg glötuð og hallærisleg íþrótt til að byrja með. Smátt og smátt fór ég að fá meiri áhuga og ég endaði á því að fara að æfa af krafti. Við höfum lítið verið í því að keppa við hvort annað á síðari árum – en það var mikið um keppni á milli okkar þegar við vorum yngri. Það er ákveðið þroskamerki að við erum nánast hætt að keppa við hvort annað en ég á enn séns í hann – svona af og til,“ sagði Signý í léttum tón. Það er staðreynd að það eru mun færri stelpur sem byrja í golfi en strákar – og það
„Ég var að vinna á leikskóla síðasta vetur og síðasta sumar og ég sakna þess að vera ekki í kringum krakkana.“ það niðurstaðan hjá mér eftir námið þegar ég hef útskrifast sem þroskaþjálfi. Þetta er fyrsta sumarið hjá mér þar sem ég er ekki að vinna á golfnámskeiðum hjá Keili og það var gott að komast í annað umhverfi yfir daginn. Vinnutíminn á leikskólanum hentar ekki nógu vel yfir sumartímann þegar allt er í gangi í golfinu og þess vegna fór ég að vinna hjá Myllunni – 8-14.“ Landsliðskonan er ein af fáum sem dvelja hér á Íslandi yfir vetrartímann en Signý hefur prófað að vera í bandarískum háskóla samhliða golfiðkun. „Það var ekki að henta fyrir mig og ég kom heim. Það breytist ekki úr þessu og ég vinn með þá möguleika sem eru til staðar hér á Íslandi. Það eru ekki nema 18 mánuðir á milli þeirra
gengur ekki eins vel að halda þeim í íþróttinni. Signý hugsar sig aðeins um þegar hún er innt eftir því hvaða ástæður liggja að baki að stelpur eru ekki fleiri í golfi. „Þetta er erfið spurning. Ég var í hópíþrótt í átta ár og fann að einstaklingsíþrótt átti betur við mig. Mér finnst fínt að standa á eigin fótum og geta ekki falið mig á bak við aðra. Táningsaldurinn er oft erfiður í golfinu og allt í einu verður allt hallærislegt og ömurlegt. Kannski væri sveitakeppnisfyrirkomulagið betra fyrir stelpur – alla vega oftar en það er í dag. Þar gætu þær upplifað sig sem hluta af liði og náð að komast smátt og smátt inn í golfið sem keppnisíþrótt. Stelpur eru yfirleitt glaðastar í sveitakeppnum og kannski er þetta eitthvað sem þarf að skoða fyrir framtíðina,“ sagði Signý Arnórsdóttir. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
S
tarfsmenn og stjórn GSÍ senda kylfingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt golfár.
Golfmarkaðurinn
LIFANDI GOLFSÍÐA ALLA DAGA ÁRSINS! Þökkum fyrir skemmtilega samveru og góðar golfstundir á árinu sem er að líða. Sjáumst hress á nýju golfári.
Fréttir
VefTV GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
www.kylfingur.is 53
KOMINN TÍMI Á BREYTINGAR Rúnar Arnórsson leitar eftir nýjum straumum og hugmyndum. Stefnan sett á Bandaríkin.
R
únar Arnórsson stóð uppi sem stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í karlaflokki. Og er þetta í fyrsta sinn sem Rúnar nær þeim áfanga. Keilismaðurinn byrjaði að fikta í golfi sem krakki í garðinum heima hjá sér með golfsetti sem bróðir hans hafði eignast. Það var ekki aftur snúið og frá þeim tíma hafa kylfurnar leikið í höndunum á Rúnari sem er einnig lipur á skíðum og á feril sem markmaður í boltagreinum. „Óskar bróðir minn sem er átta árum eldri en ég átti kylfur í geymslunni. Ég fann þær og fór á golfnámskeið hjá Keili og þá var ekki aftur snúið. Ég var markmaður fótbolta frá 5 ára aldri til 12 ára. Og ég lét plata mig að fara í marki í handbolta þegar ég 15 ára og ég gerði það í 2-3 ár. Það var bara skemmtilegur tími en golfið er efst á forgangslistanum,“ segir Rúnar þegar hann var inntur eftir því hvað varð til þess að hann fór í golf á sínum tíma. Hafnfirðingurinn er í Háskóla Íslands þar sem hann leggur stund á sálfræði en hann íhugar að reyna að komast út í háskóla í Bandaríkjunum. „Ég vona að sá gluggi sé enn opinn. Ég er frekar seint á ferðinni ef litið er á aldurinn hjá mér en ég hef oft velt þessu fyrir mér. Það var ekki fyrr en í sumar sem ég fékk virkilegan áhuga á að koma mer út og ég ætla að láta á það reyna.“ Rúnar náði ekki að sigra á móti í sumar á Eimskipsmótaröðinni en hann varð annar á Íslandsmótinu í holukeppni og í 3-4 sæti á lokamótinu í Leirunni. Hann er þokkalega ánægður með út útkomuna í sumar. „Það var margt gott á tíma tímabilinu hjá mér. Ég spilaði í vor á sterku móti á Írlandi og gekk vel þar. Hér heima var þetta ekkert stórbrotið sumar en áfallalaust. Yfir meðallagi en ekki meira en það. Í ein einstaklingsmótunum var það Íslandsmótið í holukeppni sem stóð upp úr þar sem ég tapaði gegn Guðmundi Kristjáni Ágústssyni í úrslitum. Hann var betri en ég í þeim leik og átti þetta skilið. Ég var alltaf á meðal 10 efstu á mótunum á Eim Eimskipsmótaröðinni en ég vil gera betur og það er mark markmiðið fyrir næsta sumar. Ég
var í lokaráshópnum á Íslandsmótinu í höggleik. Ég tók því áhættu á síðari 9 holunum og það gekk ekki upp að þessu sinni þar sem ég endaði í 10. sæti,“ segir Rúnar sem lék lokahringinn á 76 höggum. Þetta er annað árið í röð þar sem að Rúnar er í síðasta ráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í höggleik en hann var einu höggi á eftir Haraldi Franklín Magnús úr GR á Íslandsmótinu á Hellu 2012. Rúnar lítur björtum augum til næsta tímabils sem verður tímabil breytinga. „Ég finn að ég þarf að fá nýja strauma og hugmyndir – í sambland við þá þjálfun sem ég fæ hjá Keili. Björgvin Sigurbergsson verður þjálfari Keilis og ég mun leita til hans – en ég er að leita að samstarfaðila sem gæti komið með nýja vinkla á golfið mitt. Það er ekki búið að ganga frá einu né neinu í þessu samhengi. Það var komin smá þreyta í samstarf mitt við þjálfarann s.l. sumar og þá er ég ekkert kenna honum um það frekar en mér,“ segir Rúnar en Sigurpáll Geir Sveinsson
„Í vetur ætla ég að lyfta lóðum með frjálsíþróttahóp FH. Það er rosalega skemmtilegt og ég fer líka í fótbolta til þess að fá einhverja hreyfingu“ var þjálfari Rúnars. „Það er kominn tími á breytingar hjá mér – það vantaði ferskleikann í þetta allt saman en ég vona að þetta lagist fyrir næsta sumar.“ Rúnar lék vel á Evrópumeistaramóti klúbbliða í Portúgal í haust þar sem hann lék 36 holur á einu höggi yfir pari samtals. Þar notaði hann nýjar tækniáherslur og kom útkoman kylfingnum á óvart. „Ég var mjög ánægður með ferðina til Portúgals. Þar spilaði ég vel þrátt fyrir að vera í gegnum ákveðnar breytingar. Það sem ég er að leita að er stöðugleiki og markmiðið er að „slæma“ höggið verði ekki mjög slæmt. Það er eitt af markmiðum vetrarins er að geta gert eitthvað úr „slæma“ högginu. Það er oftast að ég ýti boltanum til hægri eða slæ lágt til vinstri. Ég stefni á að „slæma“ höggið
verði þá alltaf eins og ekki eins „slæmt“ og það er í dag.“ Það er greinilega gott samband á milli Rúnars og Signýjar systur hans. Rúnar hlær þegar hann er inntur eftir því hvort það sé hafi ekki verið mikill rígur á milli þeirra í gegnum tíðina. „Þú ert ekki sá fyrsti sem spyr að þessu. Við höfum bara stutt við bakið á hvort öðru í gegnum tíðina, og verið aðstoðarmenn hjá hvort öðru á mótum þegar mest á reynir. Það er enginn rígur á milli okkar eins og hjá mörgum öðrum systkynum. Margir eiga erfitt með að trúa þessu en svona er þetta bara. Það er stutt vel við bakið á okku af öllum í fjölskyldunni, foreldrar okkar hafa gert ótrúlega mikið fyrir okkur, bróðir okkar einnig hans fjölskylda. Það er gott að eiga svona fjölskyldu. Rúnar lyftir lóðum í vetur og spila fótbolta – og skíðaíþróttin er ofarlega á vinsældalistanum. „Í vetur ætla ég að lyfta lóðum með frjálsíþróttahóp FH. Það er rosalega skemmtilegt og ég fer líka í fótbolta til þess að fá einhverja hreyfingu. Ég er mikill íþróttanörd, og fylgist mikið með öllum íþróttum. Þýski fótboltinn er í miklu uppáhaldi hjá mér og Bayern München er liðið mitt þar, Manchester United á Englandi. En ég fylgist ekki mikið með fótbolta í sjónvarpi – ég horfi frekar á langar útsendingar frá vetraríþróttum og ég hef farið þrisvar sinnum yfir jólahátíðina á skíði erlendis. Og það þykir mér gríðarlega skemmtilegt,“ segir Rúnar Arnórsson. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Fyrirtækjaþjónusta Símans fer með ENNEMM / SÍA / NM60230
hlutverk í Þjóðleikhúsinu
Láttu sérfræðinga okkar finna lausnina sem hentar þínu fyrirtæki.
Vertu með fyrirtækið í sterkara sambandi
Í Þjóðleikhúsinu vinnur fjöldi skapandi fólks við það að láta galdurinn ganga upp á hverju kvöldi. Eins og rúmlega 15.000 önnur íslensk fyrirtæki treystir það á fyrirtækjaþjónustu Símans. Síminn býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á bæði fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu. Starfsfólkið getur þannig einbeitt sér að sínu aðalhlutverki meðan Síminn sér um rekstur, viðhald og öryggi kerfanna.
Tveir Biggar börðust um titilinn á Nesinu
Þ
að er fastur liður hjá mörgum golfáhugamönnum að líta við á Nesvellinum á frídegi verslunarmanna. Þá fer fram Einvígið á Nesinu þar sem nokkrir af bestu kylfingum landsins taka þátt. Mótið er líklega eitt áhorfendavænsta golfmót sem haldið er hér á landi enda er aðeins leikið á einni holu í einu. 10 kylfingar hefja leik en einn kylfingur dettur úr leik á hverri holu þar til að einn kylfingur stendur uppi sem sigurvegari á 9. holu.
Birgir Leifur og Birgitta Sóley, dóttir hans. Myndirnar tók Grímur Kolbeinsson.
Talsverður fjöldi áhorfenda mætti á Nesvöllinn í ár til að fylgjast með kylfingum berjast við að komast áfram á næstu holu. Um morguninn var leikinn níu holu höggleikur þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG og Birgir Björn Magnússon úr GK léku best. Þeir léku báðir á 35 höggum en Birgir Leifur var betri á síðustu þremur holunum og sigraði því höggleikinn. Eftir hádegi hófst svo Einvígið þar sem allir kylfingar leika sömu holuna. Birgir Leifur sigraði svo sjálfur í Einvíginu sjálfu eftir harða baráttu við Birgi Björn, 16 ára klúbbmeistara Keilis. Þetta er í fyrsta sinn sem sami kylfingurinn sigrar í höggleiknum og vinnur einvígið. DHL hefur verið helsti styrktaraðili mótsins undanfarin 17 ár og styrkir gott málefni. Að þessu sinni hlaut Dropinn, styrktarfélag barna með sykursýki, einnar milljón króna styrk frá DHL. Birgir Björn Magnússon púttar.
56
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær af teig.
Þórður Rafn Gissurarson sigraði í fyrra.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
t ! t ý N
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn nefstíflu og nefrennsli
Tvíþætt áhrif gegn nefstíflu og nefrennsli Skjótverkandi með langvarandi verkun Inniheldur ekki rotvarnarefni og veldur því síður ertingu í nefi Andaðu með nefinu Otrivin Comp, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml og ipatrópíumbrómíð. Ábendingar: Einkenni nefstíflu (þrútinnar nefslímhúðar) og nefrennslis af völdum kvefs. Skammtar og lyfjagjöf fyrir fullorðna eldri en 18 ára: 1 úðaskammtur í hvora nös eftir þörfum, að hámarki þrisvar á sólarhring. Að minnsta kosti 6 klukkustundir skulu líða milli tveggja skammta, draga skal úr skömmtum þegar einkenni lagast. Ekki má nota Otrivin Comp lengur en 7 daga þar sem langvarandi notkun xýlómetazólínhýdróklóríðs getur leitt til bólgu í nefslímhúð og aukinnar slímmyndunar. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ofnæmi fyrir atrópíni eða svipuðum efnum (t.d. hýoscýamín eða skópólamín), ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn, ef þú ert með nefþurrk vegna slímhúðarbólgu eða ert með gláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, hjarta- eða æðasjúkdóm, skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, erfiðleika við þvaglát (stækkaðan blöðruhálskirtil), æxli í nýrnahettum, ef þú færð oft blóðnasir (t.d. aldraðir), ert með þarmalömun, slímseigjusjúkdóm, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi:Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Signý og Rúnar krýndir stigameistarar
Uppskeruhátíð GSÍ fór fram um miðjan september en þar voru krýndir stigameistarar ársins á Áskorenda-, Íslandsbanka- og Eimskipsmótaröðinni. Stigameistarar í karla- og kvennaflokki urðu systkinin Signý og Rúnar Arnórsbörn bæði úr Golf-
klúbbnum Keili. Efnilegustu kylfingar ársins 2013 eru þau Gunnhildur Kristjánsdóttir og Aron Snær Júlíusson bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Eimskipsmótaröðin
Íslandsbankamótaröðin
Áskorendamótaröð Íslandsbanka
Karlaflokkur: 1. Rúnar Arnórsson, GK 5331.25 stig 2. Guðmundur Á. Kristjáns., GR 4350.00 stig 3. Haraldur F. Magnús, GR 4165.00 stig
Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Aron Snær Júlíusson, GKG 8570.00 stig 2. Egill R. Gunnarsson, GKG 8520.00 stig 3. Ísak Jasonarson, GK 6790.00 stig
Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK 5400.00 stig 2. Jón Hákon Richter, GO 4852.50 stig 3. Eggert Smári Þorgeirsson, GO 4282.5 stig
Kvennaflokkur: 1. Signý Arnórsdóttir, GK 6382.50 stig 2. Guðrún Brá Björgvinsd., GK 5857.50 stig 3. Karen Guðnadóttir, GS 5792.50 stig
Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1. Gunnhildur Kristjánsd., GKG 9350.00 stig 2. Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 8985.00 stig 3. Helga K. Einarsdóttir, NK 7282.50 stig
Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Sverrir Kristinsson, GK 4725.00 stig 2. Oddur Þórðarson, GR 4155.00 stig 3. Stefán Ingvarsson, GK 3915.00 stig
Júlíusarbikarinn Haraldur Franklín Magnús, GR
Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Gísli Sveinbergsson, GK 7087.50 stig 2. Henning D. Þórðarson, GK 6972.50 stig 3. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 6911.25 stig
Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Melkorka E. Sigurðard., GHG 3900.00 stig 2. Ólöf Agnes Arnardóttir, GO 3000.00 stig 3. Sandra Ó. Sigurðardóttir, GO 2565.00 stig
Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 8008.75 stig 2. Birta Dís Jónsdóttir, GHD 7750.00 stig 3. Saga Traustadóttir, GR 7668.75 stig
Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Lárus Garðar Long, GV 7320.00 stig 2. Daníel Ísak Steinarsson, GK 6637.50 stig 3. Lárus Ingi Antonsson, GA 6163.50 stig
Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 8855.00 stig 2. Arnór S. Guðmunds., GHD 8841.25 stig 3. Kristján B. Sveinsson, GHD 7060.00 stig
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Íris Lorange Káradóttir, GK 3000.00 stig 2.-3. Andrea Ýr Ásmundsd., GA 1500.00 stig 2.-3. Ásdís Valtýsdóttir, GR 500.00 stig
Stigameistarar klúbba Karlaflokkur. Golfklúbbur Reykjavíkur Kvennaflokkur Golfklúbburinn Keilir Unglingaflokkar Golfklúbbur Reykjavíkur Efnilegustu kylfingarnir 2013 Karlaflokkur: Aron Snær Júlíusson, GKG Kvennaflokkur: Gunnhildur Kristjánsd., GKG Stigameistarar LEK Karlaflokkur: Jón Haukur Guðlaugsson, GR Kvennaflokkur: María M. Guðnad., GKG 58
Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 9700.00 stig 2. Hekla Sóley Arnarsdóttir, GK 7847.50 stig 3. Sunna Björk Karlsdóttir, GR 7150.00 stig GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
SKARPARI SÝN MEÐ MYNDEFTIRLITSKERFI FRÁ AVIGILON Myndeftirlitskerfin frá Avigilon hafa náð forystu með tæknilegri fullkomnun og þægilegu viðmóti. Margverðlaunaðir eiginleikar Avigilon gefa skarpari sýn á minnstu smáatriði en jafnframt einstaka heildaryfirsýn með notendavænni hönnun og hugvitssemi. ÞEGAR NÁNAR ER SKOÐAÐ KEMUR AÐEINS EITT TIL GREINA. Hafðu samband við öryggisráðgjafa Securitas í síma 580 7000 og fáðu upplýsingar og ráðgjöf við myndeftirlit og aðrar öryggislausnir.
ÍSLENSKA SIA.IS SEC 66771 11/13
MYNDEFTIRLIT
Risaverkefni á 20 ára afmælisári GKG Markmiðið að halda besta Íslandsmót frá upphafi
G
olfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar heldur upp á 20 ára afmæli sitt á næsta ári og af því tilefni verður Íslandsmótið í höggleik haldið á Leirdalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem GKG verður gestgjafi stærsta golfviðburðar Íslands en undirbúningur er kominn vel á veg. Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri GKG segir að tilhlökkun ríki í herbúðum klúbbsins og markmiðin séu skýr. Íslandsmótið í höggleik árið 2014 á að verða það besta frá upphafi. „Það er mikið og stórt ár framundan hjá okkur í GKG og þegar við fengum það verkefni að halda Íslandsmótið í höggleik settum við markið hátt. Markmiðið er að halda glæsilegasta Íslandsmót frá upphafi – en það verður á brattann að sækja þar sem GR-ingar settu ný viðmið í Korpunni með glæsilegri umgjörð og mótshaldi. Þar af leiðandi er upphaflega markmiðið okkar orðið mun meira en við gerðum ráð fyrir,“ segir Agnar en hann er vongóður um að bæjaryfirvöld í Kópavogi og Garðabæ taki af skarið hvað varðar byggingu á nýju klúbbhúsi.
60
„Eitt af markmiðum okkar var að nýr golfskáli væri klár hjá okkur fyrir Íslandsmótið – en það er ljóst að svo verður ekki. Ytri aðstæður í þjóðfélaginu frá árinu 2008 hafa hægt á öllum slíkum ákvörðunum hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi og Garðabæ. Við gerum okkur vonir um að skrifað verði undir samning hvað varðar fjármögnun á klúbbhúsi í tengslum við Íslandsmótið og 20 ára afmælisár GKG.“
Margar nefndir að störfum nú þegar
„Þau vandamál sem við þurfum að leysa verða leyst. Það eru nefndir sem eru þegar farnar að vinna að ákveðnum verkefnum í tengslum við mótið. Það er nefnd sem snýr að upplifun keppenda á mótinu, við erum með vallarnefnd sem sér um að völlurinn verði í toppstandi, og í þriðja lagi eru þau atriði sem snúa að upplifun áhorfenda. Það er gríðarlega stórt atriði að tryggja það að streymi fólks inn á svæðið sé með þeim hætti að það trufli ekki leik eða myndi flöskuhálsa í nágrenni við völlinn.“ „Við höfum sett okkur það markmið að það
verði gaman fyrir áhorfendur að koma á Íslandsmótið í höggleik. Það eru ýmsar hugmyndir þar í gangi, og má nefna veitingatjöld og aðra skemmtilega hluti. Við viljum að það verði upplifun fyrir áhorfendur að koma til okkar. Aðkoma fyrir áhorfendur verður á nokkrum stöðum á vellinum, þar má nefna svæðið í kringum fjórðu holuna, og við erum með sérfræðinga í fólksflæði sem er að aðstoða okkur við að setja þetta dæmi upp.“ Ómar Friðriksson, mótsstjóri Íslandsmótsins í Korpunni, hefur aðstoðað GKG við fyrstu skrefin í þeirra undirbúningi og segir Agnar að Ómar hafi verið allur af vilja gerður til þess að upplýsa þá um þá hluti sem þurfa að vera í lagi á stórmóti sem þessu. „Við munum leita í smiðju þeirra GR-inga sem voru með frábært mót í sumar og einnig verður þétt samstarf við Golfsambandið í þessum málum. Ef veðrið verður gott þá verður aðkoman fyrir áhorfendur stærsta verkefnið sem við þurfum að leysa – en við hlökkum til að takast á við þessi verkefni,“ sagði Agnar Már Jónsson framkvæmdastjóri GKG. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
VRÓPU SIGUR BIKARNUM
eim an“ ann ni á Með stig eim og 10. mur nda90. gur k í. sta í
Fögnuður þeirra evrópsku var mikill.
ng,“ inn vor num ttur yrir
alla ferð sku ftur Þær m í þær því 7,5
Hedwall með Solheim bikarinn eftir frækna frammistöðu og sigur.
NÍU ÁRA ÍSLENSK STÚLKA VEKUR ATHYGI FYRIR GOLFHÆFILEIKA Á ENGLANDI
G
Hull fékk hina bandarísku sem hún vann að skrifa á golfbolta landshluta í þessari keppni og komst ekki í uðrún Jóna Þorsteinsdóttir í tvímenningi sem hún ætlaði að gefa vini úrslitakeppnina. sínum sem byrjaði ung að árum að slá í golfmikið uppnóg á Creamer. verður um að vera hjá Guðrúnu á bolta þegar hún var að þvælast heldurÞað næsta ári en hún er með 20,5 í forgjöf og er með móður sinni í vinnunni á Garðavelli á besta skor hennar af barnateigum (bláir) 45 Akranesi – þá fjögurra ára gömul. Guðrún að gefa Jóna vini náði sínum sem heldur líka mikið og upp á högg. fljótt tökum á golfíþróttinni hana. Þetta vaktiathygli mikla áathygli ogfyrir kátínu á María segir að Guðrún hafi mikinn áhuga á hefuratvik hún vakið Englandi Colorado vellinum lokadeginum. hæfileika sína.á Stúlkan er í dag 9 ára gömul golfi og það hafi verið auðvelt að koma henni verðurEvróðu, 10 ára í apríl á næsta ári. Hún sem af stað þar sem að fjölskyldan sé á kafi í golfi. Sænski og fyrirliði Liselotte Neumann egar stundar golfið af kraftirisamót í Brighton var fyrsti Svínn til að vinna enþar húnsem vann María er dóttir enska golfkennarans John eina foreldrar hennar, María Guðrún Nolan og Opna bandaríska mótið 1988, var í skýjunum Nolan sem starfaði hjá Golfklúbbi Reykja5/4 víkur í nokkur misseri. Þorsteinn Böðvarsson búa og starfa. eftir sigurinn. er ótrúleg lum Árið 2011„Þetta varð Guðrún Jóna í tilfinning. þriðja sæti í Það „Við höfum starfað við golfið undanfarin ár gekk einhvern allt upp, sama hvort ég tíð keppni áveginn vegum enska golfsambandsins semtala og leikið golf. Hún fór með mér ársgömul um reynslumeiri leikmennina eða í nýliðana,“ upp á golfvöllinn á Akranesi þar sem við kallast National Skills. Hún komst úrslit á ð þá vorum með veitingasöluna. Hún sló sitt landsvísu eftir að hafa sigrað í sínum landssagði hún eftir sigurinn. a til fyrsta golfhögg fjögurra ára gömul og frá hluta. Í fyrra endaði hún í öðru sæti í sínum þeim tíma hefur hún Neumann og liðsverið mjög virk. Guðrún æfir meðfélagar Juniorhennar Ladies sigrinum Sussex fagna þar sem að húní Colorado. keppir einnig. „Það er kyldur mikið lagt upp úr því að þær kynnist öllum hliðum golfsins og viðhalda áhuga þeirra. Þær UNDUM spila einu sinni í viku KRÓNUR keppnisgolf, yfirleitt 9 holur.“ María segir að hugtakið fjölskylduíþrótt sé mun sterkara á Íslandi en á Englandi. „Það hefur ími 577 5773
ZZUR
62
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
verið dvínandi áhugi hjá stúlkum á golfi hér á Bretlandi og það hefur verið unnið að því markvisst að byggja þann áhuga upp á ný.“ María er framkvæmdastjóri á tveimur golfvöllum, Hollingbury og Waterhall, og Þorsteinn starfar á golfvöllunum við ýmis verkefni. „Það sem hefur háð golfinu hér á Bretlandi er að það hefur ríkt gamaldags hugsunarháttur. Hér höfum við tekið það besta úr því nýja og gamla og blandað því saman til að byggja upp yngri kylfinga. Krakkar fá sem dæmi að leika á sínum teigum í innanfélagsmótum en það er víða ekki þannig. Það eru fleiri stúlkur sem æfa golf hér á suður-Englandi en fyrir norðan. Meðalaldur kvenna sem stunda golf á Englandi er 60 ár og það er mikið áhyggjuefni hjá þeim sem stjórna golfsambandinu. Ungar konur eru ekki stór hópur þeirra sem stunda golf. Samt vantar ekkert upp á að golfkennslan er mjög góð og aðeins PGA kennarar fá að starfa við kennslu og þjálfun. Við erum mjög ánægð hvernig haldið er utan um hlutina þar sem að Guðrún Jóna er að æfa,“ sagði María sem býr í Brighton en hún starfaði fyrst eftir að hún flutti frá Íslandi í Blackpool á Stanley Park vellinum. „Það styttist í að Guðrún Jóna verði betri en við foreldrarnir. Það er mikið keppnisskap í henni og hún þolir illa að tapa fyrir okkur „gömlu hjónunum,“ sagði María Guðrún Nolan. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
NÁNAR Á UU.IS
Golf í vetur og vor! EKKI MISSA AF DRAUMAGOLFFERÐINNI!
HUSA - VOR
PLANTIO - VOR
TENERIFE - VETUR
Husa hótelið stendur í útjaðri Alicante borgar við hinn frábæra golfvöll Alicante golf sem er hannaður af stórkylfingnum Severiano Ballesteros.
Ein vinsælasta perlan hjá golfdeild Úrvals Útsýnar. Aðeins 5 mínútur frá flugvellinum í Alicante og 10 mín. frá miðbæ Alicante.
Golfferðir sem hafa selts upp öll undanfarin ár.Golf við bestu aðstæður í sól og blíðu í vetur.
GOLFSKÓLI ÚÚ Á HUSA - ALICANTE GOLF - VOR Kennt er frá kl. 09.00 til hádegis á æfingasvæðinu. Eftir hádegi leika þátttakendur golf (frjálst val). Hámarksfjöldi nemenda á kennara eru 7 manns
ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | MEIRA Á URVALUTSYN.IS
Í skólanum eru kennd undirstöðuatriði golfsveiflu, vipps og pútts og jafnframt er farið yfir ýmsa þætti er tengjast golfleiknum almennt s.s. leikskipulag, siða- og umgengnisreglur, leikhraða og forgjafarkerfið
INGVAR ANDRI BESTUR
Í UNGLINGAEINVÍGINU Í MOSFELLSBÆ
I
ngvar Andri Magnússon GR stóð uppi sem sigurvegari á Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ sem fram fór í september á Hlíðarvelli. Þetta er í níunda sinn sem Kjölur heldur þetta mót og voru verðlaunin glæsileg sem unglingarnir fengu í sinn hlut. Um boðsmót er að ræða þar sem að kylfingar vinna sér inn keppnisrétt með góðum árangri á Íslandsbankamótaröð Golfsambands Íslands. Klúbbmeistarar GKj eru einnig með keppnisrétt í forkeppninni. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leikið er eftir shoot-out fyrirkomulagi þar sem 10 kylfingar leggja af stað. Einn kylfingur fellur út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Sá sem leikur hverja holu á flestum höggum fellur út en séu menn jafnir þá er sett upp þraut (shoot-out) þar sem sá leikmaður sem slær lengst frá holunni dettur út. Kylfingarnir 10 hófu leik á 2. braut á Hlíðarvelli, og síðan voru holur 3, 4, 5, 10, 11, 12, 13 og 14 leiknar.
64
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
og
kynna:
HLÍÐARFJALL BRUNAR TIL WINTER PARK
HANDHAFAR VETRARKORTSINS Í HLÍÐARFJALLI OFAN AKUREYRAR FÁ FJÖGURRA DAGA LYFTUKORT Í WINTER PARK Í JANÚAR OG ÞRIGGJA DAGA KORT Í FEBRÚAR. Winter Park er fjórða stærsta skíðasvæði Colorado. Fjallið er fjölbreytt og hentar öllum getustigum. Svæðið er þekkt fyrir afbragðs púðursnjó og er eitt af þeim svæðum sem nægur snjór er á langt fram í apríl. Aksturinn frá Denver til Winter Park tekur ekki nema 90 mínútur.
Bókaðu skíðaferðina tímanlega í ár
frá kr. 159.000-*
frá kr. 179.000-*
frá kr. 189.000-*
Vintage Resort Hotel
Fraser Crossing
Zephir Mountain Lodge
Hótelið er staðsett efst í fjallaþorpi Winter Park. Öll 128 herbergin voru endurnýjuð árið 2012 og einnig eru á hótelinu íbúðir sem flestar eru með arni og eldhúskrók. Á hótelinu eru heitir pottar, veitingastaður og bar.
Fraser Crossing / Founders Pointe íbúðahótelið í fjallaþorpi Winter Park býður upp á rúmgóðar og vandaðar íbúðir. Íbúðirnar eru allar með arni. Stutt er að ganga í lyfturnar.
Zephir Mountain Lodge er „ski in ski out„ íbúðarhótel í hjarta fjallaþorpsins í Winter Park. Íbúðirnar eru rúmgóðar og allar með arni. Frá hótelinu eru aðeins nokkrir metrar í Zephir Express lyftuna, sem er sex sæta "high speed" stólalyfta.
* Innifalið: Flug með Icelandair til Denver, flugvallaskattar og gjöld, átta nætur ásamt aðgengi að heilsulind hótelsins. Í öllum herbergjum eru svefnsófar og því geta a.m.k. tveir til viðbótar gist í hverju herbergi án auka gjalds.
Bókaðu skíðaferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000
Stefán Þór Bogason GR
Benedikt Árni Harðarson GK
Birgir Björn Magnússon GK
Sigurvegarar mótsins frá upphafi eru: 2005 - Sveinn Ísleifsson 2006 - Guðni Fannar Carrico 2007 - Andri Þór Björnsson 2008 - Guðjón Ingi Kristjánsson 2009 - Andri Már Óskarsson 2010 - Guðrún Brá Björgvinsdóttir 2011 - Ragnar Már Garðarson 2012 - Aron Snær Júlíusson 2013 – Ingvar Andri Magnússon Arnór Snær Guðmundsson.
Saga Traustadóttir GR
Úrslit mótsins urðu með eftirtöldum hætti: Benedikt Árni Harðarson GK –féll úr leik á 9. holu og varð annar Kristófer Karl Karlsson GKj – féll úr leik á 8. holu og endaði í þriðja sæti Birgir Björn Magnússon GK – féll úr leik á 7. holu Stefán Þór Bogason GR – féll úr leik á 6. holu Saga Traustadóttir GR - féll úr leik á 5. holu Arnór Snær Guðmundsson GHD – féll úr leik á 4. holu Aron Snær Júlíusson GKG – féll úr leik á 3. holu Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG – féll úr leik á 2. holu
Kristófer Karl Karlsson GKj
66
Kristófer Orri Þórðarson GKG – féll úr leik á 1. holu
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Fáðu forskot á ferilinn
Axel Bóasson
Birgir Leifur Hafþórsson
Ólafur Björn Loftsson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Þórður Rafn Gissurarson
;dgh`di Zg h_ ÷jg hZb hin÷jg k^÷ Z[c^aZ\V haZch`V `naÐc\V# Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu h_ ÷^cc {hVbi <da[hVbWVcY^ ÜhaVcYh {g^÷ '%&'# H_ ÷jg^cc hing`^g [gVb gh`VgVcY^ `naÐc\V hZb Zgj V÷ taka sín fyrstu skref út í heim atvinnumennskunnar og hiZ[cV { V÷ `dbVhi [gZbhij g ÷#
Arnór Snær Guðmundsson átti frábært ár í sumar. Hér er hann á Íslandsmótinu í höggleik í Leiru.
HEPPINN AÐ FÁ AÐ ÞJÁLFA ÞESSA KRAKKA Stífar æfingar og metnaður er lykillinn að góðum árangri kylfinga frá Dalvík á Íslandsbankamótaröð unglinga. Þjálfarinn Heiðar Davíð Bragason leggur alla mikla áherslu á stutta spilið
Á
rangur kylfinga frá Golfklúbbnum Hamri á Dalvík á Íslandsbankamótaröðinni í sumar vakti mikla athygli. Smæð klúbbsins hefur ekki komið í veg fyrir að kylfingar úr GHD hafa náð frábærum árangri og Heiðar Davíð Bragason þjálfari þeirra hefur lagt meiri áherslu á stutta spilið á æfingum þeirra yfir vetrartímann. Á Dalvík er aðstaða til inniæfinga með besta móti en GHD fékk gamla íþróttahúsið til afnota og lögðu gervigras á helminginn af salnum svo að hægt sé að æfa það sem skiptir mestu máli að mati Heiðars Davíðs – stuttaspilið. Alls náðu kylfingar úr GHD fimm Íslandsmeistaratitlum, einum stigameistaratitli, tveir voru í öðru sæti og einn í þriðja sæti á stigalistanum. Sannarlega glæsilegur árangur. Birta Dís Jónsdóttir varð íslandsmeistari í höggleik og önnur á stigalistanum í keppni 15-16 ára kvenna. Ólöf María Einarsdóttir varð tvöfaldur íslandsmeistari í flokki 14
68
ára og yngri stúlkna og stigameistari. Arnór Snær Guðmundsson varð tvöfaldur íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri stráka og í öðru sæti á stigalista. Kristján Benedikt Sveinsson varð í þriðja sæti á stigalista í flokki 14 ára og yngri í strákaflokki. Heiðar Davíð var í fremstu röð þegar hann lagði áherslu á keppnisgolf sjálfur. Hann sigraði Opna spænska og Opna Velska áhugamannamótið 2004 og var í kjölfarið valinn í Evrópuúrval sem keppti gegn stóra Bretlandi og Írlandi. Árið 2005 sigraði hann Íslandsmótið í höggleik og reyndi fyrir sér í atvinnumennsku með ágætum árangri. Undanfarin misseri hefur hann búið á Dalvík þar sem hann starfar sem grunnskólakennari auk þess að þjálfa golf en Heiðar segir að það sé ekki neitt risaleyndarmál á bak við góðan árangur kylfinga frá Dalvík. „Það er ekki nein einföld skýring á góðu gengi okkar kylfinga. Það sem einkennir okkar krakka er að þau eru með fjölbreyttan
íþróttabakgrunn og hafa sum hver náð árangri í öðrum íþróttum en golfi – og þau vita að það þarf að æfa vel til þess að ná árangri. Þau leggja hart að sér og æfa við aðrar aðstæður en margir aðrir. Ég er bara heppinn að fá að þjálfa þessa krakka sem eru tilbúin að leggja mikið á sig og hafa metnað til að ná langt. Sem dæmi má nefna að Arnór Guðmundsson vann að ég held sinn aldursflokk á skíðum áður en hann valdi golfið. Sömu sögu er að segja um Ólöfu Maríu Einarsdóttur sem er framarlega í sínum aldursflokki á skíðum.“
Leggur ekki mikla áherslu á keppni
Heiðar segir að fjölbreytt íþróttastarf á Dalvík styrki starf allra deilda og skili af sér kraftmiklum krökkum. „Við erum ekki með nema um 30 krakka sem eru að æfa og þar af eru 11 sem eru í elsta hópnum og þau æfa fjórum sinnum í viku yfir sumar- og vetrartímann. Miðhópurinn GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ENNEMM / SÍA / NM34792
Icelandair hótel Hamar - alvöru íslenskt golfhótel Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA
REYKJAVÍK MARINA
Í KEFLAVÍK
FLÚÐIR
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR
æfir tvisvar í viku yfir vetrartímann og þrisvar á sumrin og yngstu hóparnir sem eru krakkar í öðrum bekk og niður í leikskólaaldur æfa einu sinni í viku yfir vetrartímann en þrisvar í viku yfir sumarið. Í svona litlum bæ þar sem að krakkarnir vilja æfa margar íþróttir þá tel ég það vera kost að vera með fáar æfingar yfir veturinn fyrir þau allra yngstu – og þau geta þá æft fleiri íþróttir og foreldrarnir eru ánægðir með þessa lausn. Það er ánægjulegt að vera með marga krakka í fremstu röð í golfinu í ekki stærri golfklúbbi. Það er ekkert leyndarmál að það þarf að æfa réttu hlutina og gera aukaæfingar utan venjulegs æfingatíma til þess að ná árangri og þessir krakkar eru meðvitaðir um það.“ Þjálfarinn leggur ekki mikla áherslu á að krakkarnir séu að keppa allar helgar yfir sumartímann. Það er þeirra val í samvinnu við foreldra. „Ég hef ekki lagt mikla áherslu á að krakkarnir úr GHD séu að fara á mótin á Íslandsbankamótaröðinni sem fer að mestu fram á SV-horninu. Ef þau vilja spila hér fyrir norðan á þeim mótum sem eru í boði þar þá er það ekkert mál frá mínu sjónarhorni séð. Það er mikið mál að fara á öll þessi mót – en Íslandsmótin eru hápunkturinn hjá okkur ásamt sveitakeppninni. Sveitakeppnin er liklega það skemmtilegasta sem ungir kylfingar
Heiðar með Birtu á æfingasvæðinu í Þorlákshöfn í vor.
Dalvík yfir vetrartímann. Heiðar og félagar hans á Dalvík leggja því alla áherslu á stutta spilið í glæsilegri inniaðstöðu þeirra. „Krakkarnir slá ekki mikið í æfinganetið yfir vetrartímann – þau nenna ekki að slá ef þau sjá ekki boltann fljúga. Við leggjum því mesta áherslu á að pútta og vippa á æfingum í inniaðstöðunni. Þar þurfa þau að nota ímyndunaraflið í flestum höggum. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að til þess að ná árangri þarftu að vera bestur í vippum og púttum. Það er ekki alltaf sá sem slær best sem sigrar – yfirleitt er það sá sem er bestur í kringum flatirnar og á flötunum sem sigrar.
„Við þurfum að leggja aðrar áherslur á okkar leikþróun yfir sumartímann þar sem að við getum ekki breytt miklu í sveiflunni yfir veturinn Ólöf María var mjög sigursæl í sínum flokki.
upplifa. Og eldri stelpusveitin okkar var hársbreidd frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn.“
Stutta spilið í aðahlutverki yfir veturinn
Heiðar, sem er fæddur og uppalinn á Blönduósi segir að það sé kostur að vera í starfi hjá litlum klúbbi. „Kosturinn við að vera aðeins með um 30 krakka er að ég get einbeitt mér betur að hverjum og einum. Og nostrað við þau á æfingum – eitthvað sem er erfiðara að gera hjá stærri klúbbunum. Þau hafa nánast ótakmarkað aðgengi að golfvellinum yfir sumartímann og það nýta þau sér vel.“ Eins og gefur að skilja eru aðstæður til golfæfinga ekki miklar utandyra í skíðabænum 70
“
Við getum slegið um 15-20 metra löng vipphögg í æfingaaðstöðunni hjá okkur og púttin geta verið 14-15 metra löng. Það er mikið landslag í æfingaflötinni og það skrifast alfarið á „frekjuna“ í mér. Ég vildi fá líflega æfingaflöt og það heppnaðist að mörgu leyti vel en sumt hefði mátt vera betur heppnað. Allavega er hægt að búa til krefjandi pútt á
Heiðar Davíð fagnar með Birtu eftir sigur hennar á Íslandsmótinu í Leiru.
flötinni þar sem að krakkarnir þurfa að nota ímyndunaraflið. Það eru ýkt brot í flötinni sem ég hef trú á að sé betra fyrir kylfinga að æfa sig. Fyrstu drög að æfingaflötinni voru ekki eins og hún er í dag en við erum sátt við þetta allt saman – mjög sátt. Á æfingum þá leggjum við áherslu á að nota þessi brot í flötinni í vippum og púttum.“
Fleiri stelpur en strákar
Það vekur athygli að það eru fleiri stelpur en strákar í eldri hópnum hjá GHD – sem er líklega einsdæmi á Íslandi. Og það er ekki slegið slöku við æfingarnar yfir veturinn og æft af krafti. „Elstu krakkarnir eru að æfa allt að 6 tíma á viku yfir vetrartímann og þar slá þau nánast ekki neitt. Það eru nánast allt vipp- og púttæfingar. Ég get kannski náð þeim í að slá 80-100 bolta af og til en það er bara hundleiðinlegt að slá í net og sjá ekki boltaflugið. Ég þekki það vel sjálfur og þetta er eins og að skjóta á körfuboltaspjald með engri körfu,“ segir Heiðar og bætir við . „Við þurfum að leggja aðrar áherslur á okkar leikþróun yfir sumartímann þar sem að við getum ekki breytt miklu í sveiflunni yfir veturinn. Ég hef verið óhræddur við að þróa sveifluna hjá okkar krökkum yfir sumartímann – þar þurfa þau að þróa sína sveiflu og breyta ef þess þarf. Það kostar mikla vinnu en þetta er bara eitthvað sem þarf að gera til að ná árangri,“ sagði Heiðar Davíð Bragason.
Heiðar púttar á sínum keppnisárum GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 64614 06/13
GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!
Þú nýtur þessara hlunninda: Q Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. Q Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.
Innifalið í 6.900 kr. árgjaldi er m.a.: Q 2.500 Vildarpunktar Q 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection Q 100 æfingaboltar í Básum Q Merkispjald á golfpokann
Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim.
+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers
Golfpo
kinn
Dræver : Ping G 25 10.5 Brauta rtré: Pin g G25 4 tr Blendin é gur/Hy brid: Pin Járn: P g G15 2 ing i20 0°og Pin g G25 2 Fleyg já 7 rn: Title ist Voke Pútter: y 5 2 ° Ping Cr og 56°o az-e g Ping s Hanski: 60° Footjoy Skór: E cco
UNG OG EFNILEG
Staðrey ndir
Helga Kristín Einarsdóttir er ungur og efnilegur kylfingur
Nafn: H elga Kris tín Eina Aldur: rsdóttir 17 ára Klúbbu r: Nesk lúbburin Forg jöf n : 6,4 Uppáha lds mat ur: Lam Uppáha bakjöt lds dry k kur: Blá Uppáha r krista lds kylf ll a: Pútte Ég hlus r in n ta á: Tó nlistars er mism mekkur unandi inn frá degi Besta s til dags kor: 75 högg á Rory M Nesvell cIlroy e inum ða Tige Strand r Wood - eða sk s? Tige ógarve r Wood Besta v llir? Sk s efsíðan ó g arvellir : Facebo Besta b ok laðið: G olf á Ísla Besta b ndi ókin: W ith Win Besta b ning In íómynd Mind in: Note Hvað ótt book astu me st í golfi nu? Að k likka á ö rlagastun dum
Hætti í fimleikum og fór í golfið
H
elga Kristín Einarsdóttir endaði í öðru sæti á lokamótinu á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 17-18 ára kvenna á Íslandsbankamótaröðinni í sumar. Helga Kristín hefur tekið miklum framförum og er í hópi sterkust keppenda í sínum aldursflokki – og endaði hún í þriðja sæti í heildarstigakeppninni. Helga er í Nesklúbbnum og þar varð hún klúbbmeistari eftir þriggja holu umspil. Helga náði fljótt tökum á golfinu því hún hóf að æfa fyrir þremur árum eftir að hafa hætt í fimleikum. Langtímamarkmið Helgu er að komast í háskólanám í Bandaríkjunum og stunda þar golfíþróttina samhliða náminu. Golf á Íslandi fékk að kynnast þessum efnilega kylfingi betur. Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? Foreldrar mínir voru í golfi og ég fór á golfnámskeið þegar ég var lítil. En fyrir þremur árum þurfti ég að hætta í fimleikum og þá tók golfið við. Hvað er það sem heillar þig við golf? Það sem heillar mig er útiveran, fjölbreytnin og félagsskapurinn. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Að komast til Bandaríkjanna í háskóla. Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Já, ég er búin að vera að bæta mig. Byrjaði fyrir þremur árum og hef verið að bæta mig síðan. Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? 72
Helsti kostur er keppnisskap og á því kemst maður langt en helsti gallinn er að það vantar aðeins meiri stöðugleika og of mikið keppnisskap.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku? 5-6 tíma á veturna og á sumrin er ég úti á velli alla daginn og langt fram eftir kvöldi, mætti segja að ég byggi á vellinum.
Hvað er það sem þú ætlar helst að bæta í sumar? Stutta spilið.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? University Park á Flórída því þar byrjaði ég að spila golf og er völlurinn skemmtilegur og krefjandi.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Þegar ég varð klúbbmeistari Nesklúbbsins í sumar eftir þriggja holu umspil. Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Phil Mickelson því hann er góð fyrirmynd og skemmtilegur golfari. Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Ég er í Verzlunarskóla Íslands á öðru ári og námið gengur mjög vel.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 8. holan á Nesvellinum, 12. holan á Korpunni og 3. holan á Garðavelli. Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum? Phil Mickelson, Tiger Woods og Bubba Watson. Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Útivera og hreyfing. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Laugarnar í Reykjavík
r i r Fy a m a lík l á s og
alla y fyrir ldun fjölsky lduna
í þí nu hv eerfi
550 kr. Ful lorðni r 130 kr. Bör n
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Golfpo
kinn
UNGUR OG EFNILEGUR
Dræver : Callaw ay RAZR Brauta HAWK rtré: Ad (11°) a ms Golf Blendin S peedlin gur/Hy e fast 1 brid: T 2 (15°) Járn: M itlest 90 izuno M 9 H ( 2 P 4 ° 6 ) 4 Fleyg já (P-4 ) rn: Ping Gorge to Pútter: ur (54° TaylorM og 60°) ade Est Hanski: 7 9 Footjoy Skór: E cco Bio m
Staðrey ndir
Arnór Snær Guðmundsson er ungur og efnilegur í golfi
Nafn: A rnór Sn ær Guð Aldur: mundss 14 on Klúbbu r: Golfk lúbburin Forg jöf n Hama : 3 ,7 r Dalvík Uppáha lds mat ur: Rjúp Uppáha a lds dry kkur: G Uppáha oji Berr lds kylf y safi a: 60° fl Ég hlus eyg járn ta á: M og hálfv jö g fjölbre iti Besta s ytta tón kor: 65 list ( - 5) á Ar Rory M narholt cIlroy e svelli ða Tige Strand r Wood - eða sk s? Allta ó g arvellir f Tiger Besta v ? Skóga efsíðan rvellir : Facebo Besta b o k laðið: G olf á Ísla Besta b ndi ókin: H vað er b Besta b ók? íómynd in : Fast an Hvað ótt d Furiou astu me s6 st í golfi nu? Sha nk
Íslandsmeistaratitlarnir í sumar standa upp úr
A
rnór Snær Guðmundsson hefur vakið athygli fyrir afrek sín á golfvellinumá undanförnum misserum. Arnór er fæddur á Dalvík og er hann á næsta síðasta ári sínu í grunnskóla. Golfsumarið 2013 var gott hjá Arnóri, en hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í sínum aldursflokki – bæði í holukeppni og höggleik. Árangur yngri kylfinga frá Dalvík hefur vakið mikla athygli, sérstaklega þar sem að aðstæður til æfinga utandyra s.l. vetur voru erfiðar og snjór var yfir Arnarholtsvelli langt fram á vor. Arnór kann reyndar vel við sig í snjónum því hann er framarlega í sínum aldursflokki í skíðaíþróttinni. Golf á Íslandi fékk að kynnast þessum efnilega kylfingi betur. Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? Fékk að fara með pabba á völlinn þegar ég var 5 ára og féll strax fyrir golfinu. Það var líka lítill par 3 völlur fyrir framan húsið okkar sem auðvelt var að æfa sig á. Hvað er það sem heillar þig við golf? Golf er mjög krefjandi íþrótt bæði andlega og líkamlega sem gefur endalausa möguleika á því að bæta sig. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Komast á golfstyrk í háskóla í Bandaríkjunum og verða atvinnumaður í golfi.
helsti styrkleiki en í sumar voru það líka upphafshöggin. Ég þarf að bæta hjá mér járna – og pitch höggin og vinna í andlegu hliðinni. Hvað er það sem þú ætlar helst að bæta á næsta tímabili? Sveifluna og vinna í andlegu hliðinni. Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Íslandsmeistaratitlarnir í sumar standa upp úr og svo fór ég holu í höggi í lok sumars.
Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Já, sérstaklega á síðasta ári.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Í Opna finnska meistaramótinu sá áhorfandi til mín kasta lausum köngli upp úr glompu. Hann kallaði í dómara sem lét mig fá tvö högg í víti.
Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? Undanfarin ár hefur stuttaspilið verið minn
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Tiger Woods hefur alltaf verið í uppáhaldi
74
hjá mér því hann er frábær íþróttamaður sem gaman er að fylgjast með. Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Dalvíkurskóla og gengur mjög vel. Hvað æfir þú mikið í hverri viku? Um það bil 40 tíma á viku á sumrin og 10 tíma á veturna. Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Arcos Gardens á Spáni er flottasti og skemmtilegasti völlur sem ég hef spilað. Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 17. í Eyjum, 15. í Grafarholti og 2. í Mosó. Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum? Tiger, Rory og Mickelson Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Ég hef mikinn áhuga á flestum íþróttum. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Hörðustu pakkarnir fást í Advania
Fartölvubakpoki Dell Adventure
Heyrnartól
verð: 9.990 kr.
Marshall Major
Fartölvuumslög
verð:19.990 kr.
í mörgum litum
verð: 6.990 kr.
15" Fartölva Celeron 15 Dell Inspiron
verð: 89.990 kr.
Borð- og spjaldtölva
Spjaldtölva
Dell XPS 18 All-in-one
HP Slate 7
verð: 229.990 kr.
verð: 31.890 kr.
Þráðlaust lyklaborð og mús
Ferðahátalari Valuun Vibro
Dell KM632
verð: 7.990 kr.
verð: 9.990 kr.
Kíktu í kaffi í verslunum okkar: Guðrúnartúni 10, Reykjavík
Tryggvabraut 10, Akureyri
Mánudaga til föstudaga frá 8 til 18 Laugardaga frá 12 til 16
Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
advania.is/jol
Fjölnotaprentari
HP Photosmart 5520
verð: 19.890 kr.
Heyrnartól
Urbanears PLATTAN
verð: 11.990
DÓMARAPISTILL
Hörður Geirsson, alþjóðadómari skrifar
AF HVERJU ERU GOLFREGLURNAR SVONA FLÓKNAR?
Grunnreglurnar í golfi eru einfaldar og rúmast í tveimur málsgreinum í reglubókinni: Golfleikur er það að leika bolta með kylfu af teignum og í holu með höggi eða samfelldri röð högga, í samræmi við reglurnar (regla 1-1). Leika verður boltanum þar sem hann liggur (regla 13-1). Ef ég fer út á golfvöll að spila er hugsanlegt að þetta dugi mér. En hvað ef ég týni boltanum mínum? Á ég þá bara að hætta og fara heim? Og hvað ef boltinn stöðvast þar sem ég get alls ekki leikið honum, t.d. ofan í hraunsprungu eða á kafi í vatni? Til að bregðast við þessu er regla 13-1 aðeins lengri en kemur fram hér að ofan, í heild sinni segir hún: „Leika verður boltanum þar sem hann liggur að undanskildu því sem heimilað er í reglunum“. Stærstur hluti golfreglnanna er tilkominn vegna þess að golfvellir eru í afskaplega fjölbreyttu umhverfi og þar af leiðandi geta hinar ótrúlegustu uppákomur orðið. Berum þetta t.d. saman við körfubolta. Körfuboltavöllurinn er 15x28 m. parketgólf og ef minnsti aðskotahlutur berst inn á völlinn er leikurinn stöðvaður. Dæmigerður golfvöllur er nærri 2000 sinnum stærri en körfuboltavöllur, á golfvellinum þrífst fjölbreyttur gróður og dýralíf, auk þess sem veðrið hefur mikil áhrif á leikinn. Önnur sérstaða golfsins er að við þurfum að geta bjargað okkur upp á eigin spýtur, því langoftast erum við að leika án viðveru dómara. Ef dómari í knattspyrnu dæmir t.d. ekki rangstöðu er sóknarmaður í fullum rétti til að halda leik áfram og reyna að skora í mark mótherjanna. Ef körfuboltadómari dæmir ekki skref á leikmann heldur leikurinn einfaldlega áfram. Í golfi er keppandi hinsvegar skyldugur til að dæma sjálfur á sig víti þegar hann brýtur reglurnar. Því er nauðsynlegt að við kunnum golfreglurnar. Þá má nefna að jafnvel þótt dómari sé til staðar í golfmóti er útilokað að hann geti fylgst með öllu því sem gerist á vellinum. Munum að þegar keppt er í knattspyrnu og körfubolta eru yfirleitt 2-3 dómarar að fylgjast með keppendum og boltanum, en í
dæmigerðu golfmóti er einn dómari og rúmlega 100 boltar í leik á sama tíma. Þrátt fyrir að golfreglurnar séu ekki margar, og raunar færri en körfuboltareglurnar, skal ég fúslega viðurkenna að þær geta verið snúnar og á stundum getur tekið tíma að greiða úr flækjum sem leikmenn og kringumstæður hafa skapað. Verkefnið sem reglusmiðirnir í Skotlandi og Bandaríkjunum standa frammi fyrir er að finna jafnvægi milli þess að reglurnar haldi grunnatriði leiksins í heiðri, þær séu sanngjarnar og einfaldar, það sé auðvelt að útfæra þær, þær séu í takt við tímann og að í þeim sé samræmi þannig að sambærilegar uppákomur fái sömu meðhöndlun. Hægt er að skýra tilvist hverrar reglu með vísan í þessar grunnforsendur. Af hverju fáum við t.d. frávísun í höggleik ef við leikum boltanum tveimur sentimetrum framan við teigmerkin án þess að leiðrétta það, en „bara“ tvö högg í víti þótt við spörkum boltanum óvart tuttugu sentimetrum áfram á brautinni án þess að leiðrétta það? Þarna er vissulega ósamræmi. Hugsunin er sú að tveggja högga víti sé hæfilegt fyrir að hreyfa við bolta í leik án þess að leiðrétta það, en um leið vilja menn viðhalda því grundvallaratriði sem kemur fram í reglu 1, að golfleikurinn felist í því að leika boltanum af teignum. Innbyrðis samræmi víkur því fyrir tryggðinni við grundvallarhugsun golfsins. Margir kylfingar vilja að lausn sé veitt úr kylfuförum á brautum. Hvernig myndi slík regla falla inn í þennan ramma sem mótar golfreglurnar? Sumum þykir að lausn úr kylfuförum væri sanngjarnari en núverandi reglur. Á hinn bóginn væri það í andstöðu við þá grundvallarreglu að leika boltanum þar sem hann liggur. Aðalvandamálið er þó að slíka reglu væri erfitt að útfæra, því hvenær hættir kylfufar að vera kylfufar eftir að það er byrjað að gróa? Munum að lausnin getur ekki falist í því að kalla á dómara til að úrskurða um það, við þurfum að geta leikið samkvæmt reglunum þótt enginn dómari sé nærri. Margir hafa kallað eftir einföldun reglnanna,
en oft vefst mönnum tunga um tönn þegar þeir eru spurðir um afmörkuð dæmi. Vandinn við að einfalda reglurnar er að tryggja að sjónarmiðum um sanngirni og samræmi sé ekki kastað fyrir róða og um leið að grunnatriði leiksins séu höfð í heiðri. Eitt dæmi vil ég nefna af tillögum sem komið hafa fram um einföldun. Hún felst í því að þegar bolti er settur í leik sé hann alltaf lagður, í stað þess að vera ýmist lagður eða látinn falla. Þetta fæli óumdeilanlega í sér einföldun, m.a. mætti fella út reglu 20-2. Eins og með flestar tillögur að breytingum á golfreglunum er spurningin ekki hvað sé rétt eða rangt, heldur hvað sé heppilegasta málamiðlunin milli þessara þátta sem taka þarf tillit til og ég nefndi hér að framan. Helsta mótbáran gegn þessari tilteknu breytingu snýr að sanngirni. Ef bolti lendir t.d. upp við óhreyfanlega hindrun úti í karga gæti kylfingurinn stillt boltanum upp í karganum og fengið þannig mun betri legu en leikmaður sem ekki lendir upp við óhreyfanlega hindrun. Lausn frá óhreyfanlegri hindrun er jú eingöngu ætlað að gefa leikmanninum lausn frá hindruninni, en hann á ekki að fá neinn annan hag af því. Á móti mætti segja að núverandi regla sé ekki sanngjörn í öllum tilvikum. Er t.d. ekki líklegt að mjög hávaxinn kylfingur fái lakari legu þegar hann lætur bolta falla í blauta glompu en sá sem er mjög lágvaxinn? Eru reglurnar þá fullkomnar eins og þær eru í dag? Nei, örugglega ekki og það er ekki að ástæðulausu að þær eru endurskoðaðar á fjögurra ára fresti. Breytingar á reglunum fela oftast í sér að reynt er að taka tillit til nýrra kringumstæðna sem menn hafa ekki séð fyrir eða að ný sjónarmið hafa komið fram um jafnvægið á milli þessara forsendna sem ég nefndi hér að framan. Reglunefnd R&A og bandaríska golfsambandsins hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem á að huga að einföldun reglnanna og er stefnt að því að niðurstöður hópsins geti orðið innlegg í reglubreytingar árið 2020. Þangað til er áhugamönnum um breytingar á golfreglunum bent á vefsíðuna www.simplegolfrules.com. Þar hafa David Hayes og John Morrissett lagt fram hugmyndir að einfaldari golfreglum. Ekki nóg með það, heldur birta þeir tvær útgáfur af breyttum golfreglum, aðra sem byggir á núverandi reglum og hina sem er enn einfaldari og inniheldur algjöra uppstokkun á reglunum. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Vegna reynslu sinnar hvetur Jón alla, sem þjást af parkinsonssjúkdómnum og mögulega geta, að iðka golf reglulega.
Mættur á völlinn. Á sumrin spilar Jón golf flesta daga vikunnar á golfvellinum í Setbergslandi. Ljósmynd/Stefán Valur Pálsson.
Jón Sigurðsson er með sjö í forgjöf en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir sextán árum síðan.
Viðtal: Valgerður Þ. Jónsdóttir.
ER EIGINLEGA Í FULLU STARFI Í GOLFINU
J
ón Sigurðsson var aðeins ellefu ára þegar hann byrjaði að spila golf og komst fljótlega í unglingalandsliðið. Um tvítugt lagði hann kylfuna á hilluna, gifti sig og eignaðist börn, tvíburastráka og eina stelpu, og hafði því í nógu öðru að snúast. „Kannski spilaði líka svolítið inn í að konan mín fyrrverandi vildi ekki vera golfekkja,“ viðurkennir hann. Sem strákur var hann mikið í fótbolta og handbolta og um þrítugt í líkamsrækt til að halda sér í góðu formi. Núna á golfið aftur hug hans allan. Jón, sem er 59 ára og netagerðarmeistari að mennt, rak veiðarfæragerð um árabil, en starfaði sem sölumaður þegar hann greindist með Parkinson fyrir sextán árum. Líf hans tók miklum breytingum næstu árin. Hann missti vinnuna, gekk í gegnum skilnað og varð öryrki. Síðan hefur hann verið einhleypur og sjálfs sín herra, sem kemur sér á stundum býsna vel því honum þykir gott að geta stundað golf hvenær og hvar sem er, alla daga, allan ársins hring, auk þess að horfa á golf í sjónvarpinu á kvöldin. Hann er með sjö í forgjöf og því mikilvægt að halda vel á kylfunum.
Fullt starf að vera í golfinu
„Ég er eiginlega í fullu starfi í golfinu. Fljótlega eftir að ég var greindur með Parkinson var ég settur á lyf, sem hafa haldið mér gangandi, sérstaklega eftir að ég tók aftur upp þráðinn og fór að stunda golf. Mér finnst lyfin virka best 78
með hreyfingu, ég liðkast allur og finn ekki fyrir skjálfta og ofhreyfingum,“ segir Jón, sem merkir það á því að hann finni aðeins fyrir einkennum sjúkdómsins fyrst á morgnana áður en hann tekur lyf og drífur sig í golfið. Hann er mættur á golfvöllinn í Setbergslandi í Hafnarfirði klukkan tíu flesta daga vikunnar á sumrin og spilar eins lengi og hann hefur löngun og þrek til. Á sumrin hefur hann mest spilað 45 holur á sólarhring, en yfirleitt ekki færri en 18 á dag. Veðrið og myrkrið setja vitaskuld strik í reikninginn á veturna, en þá má hann þakka fyrir að komast 9 holurnar. „Enda þyngist ég alltaf um tíu til fimmtán kíló á veturna,“ upplýsir hann. Sem er allt í lagi því hann er grannur og spengilegur, nokkrum kílóum til eða frá. Auk þess að spila golf, er Jón í um 20% starfi sem skólaliði í Víðistaðaskóla og eftir að hann fór á kennaranámskeið í golfi hefur hann starfað sjálfstætt sem golfleiðbeinandi á sumrin. Eins og sannur golfari hefur Jón tekið þátt í meistaramótum út um allar trissur – og unnið þó nokkur. Annars kveðst hann hafa dregið svolítið úr þátttökunni, því hún kosti svo mikið og oft sé langt að keyra.
Greindist 43ja ára
Jón segist fyrst hafa fundið fyrir einkennum Parkinson einhverju sinni í vinnunni þegar hann var að bera vírrúllu og missti skyndilega allan mátt í vinstri hendinni. „Það jafnaði sig
fljótlega, en nokkru síðar þegar ég var að horfa á strákana mína á fótboltavellinum fann ég að vinstri höndin varð ísköld og skjálfandi. Upp úr því fór ég til heimilislæknisins og síðan til taugalæknis, sem sagði að ég væri með Parkinson. Eftir að hafa ráðfært mig við annan taugalækni lá niðurstaðan fyrir, Parkinson var sökudólgurinn. Mér brá auðvitað í brún, vissi aðeins að sjúkdómurinn var ólæknandi. Mér versnaði töluvert, raddstyrkurinn minnkaði og ég átti erfitt með líkamlega vinnu. Mér skánaði mikið eftir að ég var settur á lyf, en hreyfingin gerði þó útslagið. Líkamlega er ég miklu betur á mig kominn núna, en ég var fyrstu árin eftir að ég greindist, 43ja ára gamall.“ Vegna reynslu sinnar hvetur Jón alla, sem þjást af Parkinson sjúkdómnum og mögulega geta, að iðka golf reglulega. Í fyrra náði hann, ásamt Hrönn Ágústsdóttur, starfsmanni Parkinsonsamtakanna, að smala saman hópi parka í golfmót. „Læknirinn minn var mjög ánægður með mig þegar ég fór síðast í skoðun, sagði mig hafa gott úthald og miðað við allt og allt væri ég í góðu standi.“ Golfið er ekki eina ráðið sem Jón notar til að snúa á Parkinson. Hann syngur til að þjálfa raddstyrkinn, spilar á gítar til að æfa fínhreyfingar og gerir teygjuæfingar með golfæfingunum á hverjum degi. „Ég má bara ekki vera að því að vera með Parkinson,“ segir hann.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka Eignastýring MP banka er víðtæk �ármálaþjónusta sem er sniðin að þörfum viðskiptavina sem eiga umtalsvert sparifé og vilja njóta sérfræðiaðstoðar við ávöxtun �ármuna sinna. Sjóðsstjórar eignastýringar sjá um að stýra eignum viðskiptavina í samræmi við fyrirfram skilgreinda �árfestingarstefnu með það að markmiði að hámarka ávöxtun í samræmi við áhættuþol. Hafðu samband og kynntu þér árangur eignastýringar MP banka.
ȯǍǏ ɠǍጩǍǏ ȚǍѯǍǏ ȯǍǏ Fjárfestingarleiðir í almennri eignastýringu
1
3
2
4
Áhætta
Skuldabréf og innlán
Hlutabréf
Leið 1 Ríkistryggt safn
Leið 2 Varfærið safn
Leið 3 Blandað safn
Leið 4 Hlutabréfasafn
Skuldabréf og innlán 100%
Skuldabréf og innlán 75–100%
Skuldabréf og innlán 50–100%
Skuldabréf og innlán 0–100%
Hlutabréf 0%
Hlutabréf 0–25%
Hlutabréf 0–50%
Hlutabréf 0–100%
Við bjóðum sérsniðnar lausnir fyrir lífeyrissjóði, stofnanir og aðra fag�árfesta. Nánari upplýsingar um eignastýringarþjónustu MP banka, �árfestingarleiðir og verðskrá má finna á www.mp.is eða í síma 540 3200. Kynntu þér þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is
GOLFKENNSLA Magnús Birgisson, Golfkennari
VELJIÐ TRAUSTAR PÚTTÆFINGAR
Í
síðustu grein minni í Golf á Íslandi, sem einnig er hægt að sjá á www.hissa.is, fjallaði ég um val á traustri púttaðferð. Næsta skref er að temja sér traustar púttæfingar. Þar þjálfum við miðið og að senda boltann ávallt í þá stefnu sem við veljum. Miðið er almennt vanmetið í golfi, að mínu mati. Kylfingar stilla sér upp og miða á mjög tilviljanakenndan hátt. Oft sé ég kylfinga stilla sér skakkt upp miðað við ætlaða byrjunarstefnu. Þegar ég bið þá að leggja niður kylfu í samræmi við líkamsstöðu þeirra kemur í ljós 2030 gráða munur hægra megin við ætlaða stefnu. Flestir verða mjög hissa því þeim finnst líkamsstaðan í fullkomnu samræmi við miðið. Í púttunum er þetta líka mjög áberandi, meira að segja í stystu pútt-
unum. Þá er algengt að bæði líkamsstaðan og miðið á pútternum sé hægra megin við það sem ætti að vera byrjunarstefna. Viðkomandi nær stöku sinnum að pútta mjög vel og það eru góðu dagarnir. Takturinn er góður og púttershausinn lokast á hárnákvæmum tíma, eða hendur og/eða líkami taka boltann með sér í framsveiflunni til vinstri. En sveiflan á slíkum dögum er í raun óöruggasta sveiflan því hreyfingarnar eru svo margar og miklar að það má kallast heppni þegar kúlan rennur í rétta stefnu og ofan í holuna. Hér á eftir verður áherslan lögð á miðið í púttunum. Með því að byrja á stuttum og einföldum æfingum - og gera þær vel - er auðveldara að takast á við lengri og flóknari þjálfun.
Grunnæfing 1 Við byrjum á að setja smápening eða flatarmerki niður sem stefnumerki, um það bil 60-70 cm frá boltanum. Við notum bestu spilarútínuna okkar og gerum eins og við erum vön að gera þegar við spilum golf: stillum púttershausnum í rétta stefnu, stillum okkur upp miðað við púttershausinn og sendum boltann yfir stefnumerkið með góðri púttstroku. Gerum þetta 5-7 sinnum og vöndum okkur í hvert sinn. Á þeim tíma finnum við hvernig við hittum boltann, hvort hann fer af stað eins og við viljum, inn í línuna sem við höfum valið og yfir stefnumerkið. Ekki hafa miklar áhyggjur af því hve langt boltinn fer yfir stefnumerkið, hvort það er meter eða lengra. Aðalmálið er að finna að við
80
hittum boltann vel, séum í góðu jafnvægi og hittum stefnumerkið sem við miðum á. Ef við hittum stefnumerkið aftur og aftur erum við að gera góða hluti, sem við þurfum að taka með okkur út á golfvöll. Það er einmitt ætlunin, að ná fram jákvæðri niðurstöðu með áframhaldandi æfingum. Ef við hittum ekki vel og finnum að boltinn fer ekki í rétta átt, þá er eitthvað að í grunninum sem við þurfum að vinna með. Það getur verið uppstillingin, miðið, boltastaðan, takturinn, jafnvægið, óróleiki, upplit eða eitthvað annað. Mikilvægt er að finna hvað þetta „eitthvað“ er og laga það til að geta haldið áfram.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ÍSLENSKA SIA.IS ODD 63278 07/13
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
Umbúðir sem tryggja bragðgæði Oddi hefur gegnum tíðina séð íslenskum fyrirtækjum í matvælaiðnaði og innflutningi fyrir umbúðum af öllu tagi. Við framleiðum umbúðir úr pappír og plasti sem ná utan um alla vörulínuna, hvort heldur í iðnaði eða verslun. Framleiðsla þín er í öruggum höndum hjá Odda. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Umbúðir og prentun
Grunnæfing 2 Við gerum nánast eins og við gerum í grunnæfingu 1, þ.e. notum stefnumerki 60-70 cm frá boltanum en hinum megin við stefnumerkið setjum við skotmark. Skotmarkið á að vera u.þ.b. meter frá stefnumerkinu þannig að ef við hittum boltann rétt og hann fer yfir stefnumerkið, þá hittir hann líka skotmarkið, svo fremi sem hraðinn er nægur. Skotmarkið getur verið merki, hola eða ígildi holu, allt eftir þeirri aðstöðu sem við æfum í. Við sendum boltann yfir stefnumerkið og í skotmarkið 5-7 sinnum og vöndum okkur í hvert sinn. Á þeim tíma finnum við hvernig við hittum boltann, hvort hann fer af stað eins og við viljum, inn í línuna sem við höfum valið, yfir stefnumerkið og hittir skotmarkið.
Ef þetta gengur upp hjá okkur getum við endurtekið æfinguna. Ef einbeitingin er í lagi og við gerum vel, þá eykst færnin með hverri endurtekningu. Þannig þjálfun við okkur að gera hlutina eins aftur og aftur: að senda boltann inn í stefnuna sem við veljum þannig að hann rúlli í púttlínuna og hitti skotmarkið. Með endurtekningum verður athöfnin eðlilegri og einbeitingin betri. Svo þegar við erum tilbúin, förum við í grunnæfingu 3. Ef hlutirnir ganga ekki upp, þá reynum við að slaka á, róa hugann, einbeita okkur að aðalatriðum og byrja aftur á grunnæfingu 1.
Grunnæfing 3 Í grunnæfingu 3 ætlum við að æfa mismunandi pútt. Við stillum okkur upp á venjulegan hátt, notum vel þjálfaða rútínu, en í staðinn fyrir að hafa stefnumerkið sem viðmið, þá sjáum við fyrir okkur stefnumerki í sömu fjarlægð og það var áður. Þannig æfum við á sama hátt, hvort sem stefnumerkið er raunverulegt eða ekki. Svo púttum við mismunandi lengdir: meter, tveggja metra, þriggja metra eða eins og aðstaða okkar býður upp á. Munurinn á pútt-
strokunni er samt ekki mikill: sama staða, sama mið, sami taktur en lengd hreyfinga í samræmi við lengd púttsins. Sama jafnvægi og sama ró. Svo þegar við komum á púttæfingasvæði, sem eru víða innanhúss, getum við aukið fjölbreytnina í lengdum, en við pössum samt vel upp á rútínuna okkar. Ef við förum pútthring eða náum jafnvel að spila, þá komum við þessu inn í golfleikinn okkar.
Til athugunar: Þegar við göngum inn um dyr notum við skilningarvitin og hreyfum okkur áreynslulaust í samræmi við það sem við sjáum. Einbeitingin er til staðar en samt svo ómeðvituð og fyrirhafnarlaus að hún tekur enga orku og líkaminn bregst við ósjálfrátt. Ef við, aftur á móti, gefum okkur ekki tíma, erum stressuð og áhyggjur spenna líkamann, þá er vel hugsanlegt að við rekumst aðeins í dyrastafinn eða spörkum í þröskuldinn. Hreyfingarnar verða jafnvægislausar og tilviljanakenndar. Þegar við æfum eigum við að horfa á heildarmyndina; sjá boltann, skotmarkið, byrjunarstefnuna, stefnumerkið, púttlínuna og leiðina 82
sem við ætlum að senda boltann. Við höfum þjálfað þetta milljón sinnum, gert þetta þúsund sinnum úti á velli og vitum að ef við gerum rútínuna okkar áreynslulaust í góðu jafnvægi og algjörlega tengd púttlínunni sem við höfum valið, eru líkurnar á góðum púttum mun betri. Það er það besta sem við getum gert. Það er ekki viljinn til að sigra sem skiptir máli - við höfum hann öll. Það er viljinn til að undirbúa sigurinn sem er aðalatriðið. Bear Bryant. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
123
ÚR SKRÁNNI UM STENSON Aldur: 37 Þjóðerni: Sænskur Verðlaunafé frá upphafi: 2,6 milljarðar kr í Evrópu / 1,8 milljarðar kr. á PGA Sæti á heimslistanum: 3.
ALLAR HLIÐAR GOLFSINS TEKNAR FYRIR É
g vann mér inn tíu milljónir bandaríkjadala (1,2 milljarða kr.) með því að sigra á FexEx mótaröðinni. Ég er ekki að gera lítið úr þessari fjárhæð, en það sem skipti mig meira máli var hvað þessi sigur þýddi: að etja kappi við bestu kylfinga heims í nokkrum gríðarlega erfiðum mótum - og enda á toppnum. Ég geri mér grein fyrir að þetta hljómar næstum því of vel, en það að sigra á FexEx er að vissu leyti besti mælikvarðinn á getu kylfinga. Maður verður í rauninni að sigra þrisvar: í fyrsta
84
lagi að spila vel alla leiktíðina og í öðru lagi að standa sig vel á lokamótunum. Síðasta raunin er svo að halda haus og hrista af sér aðra keppendur á lokasprettinum. Það útheimtir gríðarlegan stöðugleika - nokkuð sem ég var greinilega ekki með, fyrri part ársins 2012, þegar ég datt niður í 224. sæti heimslistans. Á næstu níu blaðsíðum ætla ég að deila með ykkur þeirri tækni og því hugarfari sem hjálpaði mér að hækka um 220 sæti á 18 mánuðum - tækni og hugarfar sem hafa gefið mér nægilegt sjálfstraust til að hækka um þrjú sæti í viðbót.“
Stenson skrifaði nýjan kafla í golfsöguna þegar hann sigraði í úrslitakeppni Evrópumótaraðarinnar, Race to Dubai, og er hann sá fyrsti sem sigrar í úrslitakeppnum tveggja stærstu mótaraða heims á sama árinu. Stenson hefur átt magnað ár en hann fékk um 670 milljónir kr. í verðlaunafé á Evrópumótaröðinni og um 780 milljónir kr. á PGA mótaröðinni – og um 1,2 milljarða til viðbótar í bónusgreiðslu fyrir sigurinn í Fed-Ex úrslitakeppninni.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Brandenburg
Við færum þér lægri forgjöf
GSÍ treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Golf á Íslandi Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
97
Stöðugur grunnur heldur sveiflunni saman Síðan ég gerðist atvinnumaður árið 1998, þá hef ég alltaf getað reitt mig á stöðuga sveiflu. En í árslok 2011 áttaði ég mig á því að ég var búinn að venja mig á einhverja vitleysu og var eiginlega kominn í ógöngur. Ég og Pete Cowen, þjálfari minn til langs tíma, fórum að skoða vandamálið, sem fólst í grunninn í því að ég var ekki lengur með stöðugleikann á hreinu. Þegar maður sveiflar kylfunni án þess að hafa stöðugan grunn, þá getur maður ekki beitt vöðvunum eins og skyldi. Maður missir samhæfinguna milli handleggja og brjóstkassa, og á milli efri
86
og neðri hluta líkamans, og sveiflan verður laus í rásinni og ómarkviss. Maður getur því miður ekki keypt sér töframeðal til að slá boltann beint og langt; það kostaði blóð svita og tár að laga þessa hluti. Það tókst hins vegar: það sést til dæmis af því að ég var efstur á þessu ári á lista PGA yfir flatir hittar í tilskildum höggafjölda (greens in regulation). Á næstu blaðsíðum held ég áfram að útskýra hvernig við tókumst á þetta vandamál.
1
2
3
Í upphafsstöðunni hugsa ég: „Get in and over it“. Þetta hjálpar mér að láta handleggina hanga beint niður, þannig að þeir geti tekið og gefið kraft undir miðju líkamans, þegar þeir sveiflast í gegn. Staðan sem ég hafði áður hamlaði þessari hreyfingu.
Góð upphafsstaða ýtir undir samhæfða hreyfingu frá boltanum - þegar handleggirnir sveiflast í takt við snúning líkamans. Gamla staðan mín - of upprétt, handleggir of nálægt brjóstkassa - gaf mér ekki tækifæri til að hafa þessa samhæfingu.
Gamla sveiflan var laus í rásinni og mér fannst handleggirnir ekki vera í takt við axlirnar. Núna er allt komið í efstu stöðu á sama tíma. Snúningurinn er betri og aftursveiflan stoppar á eðlilegan hátt, þegar axlirnar hafa snúist að fullu yfir stöðugum grunni. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Lykilhreyfingin: Þessi mynd sýnir hversu þétt og árangursrík hreyfingin er orðin. Axlirnar eru komnar í yfir 90 gráðu stöðu, en kylfan er ekki orðin samhliða jörðinni. Þarna er enginn losarabragur á ferðinni.
4
5
6
Eins og allar góðar niðursveiflur, þá hefst mín í neðri hluta líkamans, áður en sá efri fer af stað. Kylfan sker í gegnum upphandleggsvöðvann á þessari mynd og það er merki um að ferillinn niður í boltann sé réttur.
Betri samhæfing þýðir meiri stöðugleiki - líka í niðursveiflunni. Kylfan er á leiðinni í boltann og hendurnar og handleggirnir hafa frelsi til að sveifla kylfunni af miklum krafti í gegnum boltann. Hraðinn kemur vissulega í gegnum hendurnar og handleggina, en það er ekki hægt nema að hafa stöðugan grunn.
Eitt öruggt merki um að kylfan hefur farið vel í gegnum sveifluna er að endi kylfuskaftsins vísi á naflann þegar kylfuhausinn fer í gegnum boltann. Þetta sýnir að kylfan hefur fengið að snúast og það er samhæfing milli efri og neðri hluta líkamans. Ekki búa þessa stöðu til - reyndu frekar að ná henni í hvert skipti.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Teighögg: hvernig ég hef stjórn á kraftinum Maður gæti haldið að leyndarmálið á bak við að hitta flatir í tilskildum höggafjölda snerist um að slá góð járnahögg. Það er vissulega hluti af því, en það er ekki síður mikilvægt að koma boltanum á braut af teig, til að eiga auðveldara með að slá inn á
flöt. Ein ástæða fyrir því að ég hitti oftast brautir, er að ég nota þrjútréð af teig. En ég hef líka verið að vinna í tveimur hlutum í sveiflunni sem hafa hjálpað mér að slá langt og beint; ég er viss um að þeir geta gagnast öðrum.
✘
✔
1. Niðursveiflan Fæturnir eru eini partur líkamans sem snertir jörðina, þannig að þeir og fótleggirnir eru uppspretta kraftsins og stöðugleikans í sveiflunni. Í gömlu sveiflunni minni var efri hluti líkamans á undan í niðursveiflunni og ýtti mér upp og út úr högginu (sjá að ofan). Þetta þýddi að höggin voru styttri og ónákvæmari. Núna finnst mér eins og ég sé að pressa skóna niður í jörðina þegar kylfan er á leiðinni niður. Þessi hreyfing færir þér þetta samspil stöðugleika og krafts. Ég ætla ekki að blekkja neinn - það tekur tíma að ná þessu. En ef þú leggur á þig vinnuna, þá færðu mikið út því að ná þessari stöðu (sjá til hægri). 88
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER
Egils Gull var krýndur besti bjór í heimi í flokki hefðbundinna lagerbjóra á World Beer Awards 2011. Tær gullinn liturinn, ilmurinn af korni og léttristuðu malti, ásamt fersku bragðinu tryggðu okkur heimsmeistaratitilinn. Verum stolt af gullinu og skálum vel og lengi! Þetta er okkar bjór.
2.25%
GOLFLÉTTBJÓR AÁLÍSLANDI C . V O L . • www.golf.is
67
2. Tímasettu snúninginn á kylfuhausnum Ég talaði um það áðan hvernig handleggirnir búa til hraðann á kylfuhausnum. Ef þú vilt ná sem mestum hraða í boltann, þá verður þú að leyfa kylfuhausnum að snúast á leiðinni að boltanum, ekki eftir að kylfan er farin í gegn (sjá til vinstri). Þegar þú beitir líkamanum of mikið, eins og ég gerði áður, þá hættir manni til að draga endann á skaftinu í átt að skotmarkinu og snúa ekki kylfunni nógu vel (sjá fyrir neðan). Þessi staða framkallar bara slævuð og máttlaus högg.
✘
Góð æfing: Hendur í sundur fyrir betri snúning Taktu venjulegt grip með hægri hendi, en færðu vinstri hendina niður á skaftið. Sveiflaðu kylfunni aftur og finndu hvernig þessi staða handanna fær olnbogann til að snerta líkamann þegar kylfan fer aftur. Hægri höndin þarf núna að fara
lengra til að ná höggstöðunni, og þarf þess vegna að hreyfast hraðar. Með þessu áttu að finna kylfuhausinn koma réttan í höggið og meira í takt við hreyfingu líkamans. Sveiflaðu nokkrum sinnum með þessum hætti og
finndu snúninginn á kylfuhausnum. Hægt og bítandi, færðu þig upp í fulla sveiflu og eðlilega stöðu handanna og reyndu að fá tilfinninguna fyrir því að kylfuskaftið sé beint fyrir framan þig þegar kylfuhausinn fer í boltann. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Mín þrjú lykilráð fyrir glompuhögg Ég er í 134. sæti eins og stendur yfir björgun úr glompu (eitt högg upp úr og eitt pútt í holu). Það gæti sagt einhverjum að ég sé ekki einn af þeim allra bestu í glompum. Ég var þó allavega nógu góður til að slá beint úr glompu í holu í Boston, þar sem ég sigraði á Deutsche Bank mótinu, og átti tvö mjög góð högg úr glompum á lokamótinu. Það að ég geti framkvæmt svona högg á ögurstundu er mun mikilvægara fyrir mig en tölfræðin. Í sandinum er ein gullin regla hjá mér: Hafðu kylfuna opna allan tímann. Þetta er einmitt reglan sem áhugamenn brjóta aftur og aftur.
1. Opnaðu kylfuhausinn í upphafsstöðunni Ég stilli mér upp við boltann þannig að kylfublaðið vísi til hægri við skotmarkið. Opinn kylfuhaus eykur fláann þannig að því hærra sem ég ætla að slá, því meira til hægri miða ég. Þetta hjálpar einnig sandjárninu að fara í gegnum sandinn. Kylfuhaus í beinni stöðu eða jafnvel lokaður, þýðir að fremri brún kylfunnar fer í sandinn og grefur hana niður. Ég eyk áhrifin af þessari stöðu með því að spila boltanum framarlega í stöðunni en miða kylfunni á beltissylgjuna.
92
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
2. Ekki missa fláann í baksveiflunni Með opinn kylfuhaus í upphafi, þá er mikilvægt að halda þeirri stöðu í gegnum sveifluna. Fín æfing fyrir þetta er „hentu sandi yfir öxlina“. Settu sand á kylfublaðið (fyrir neðan). Ef kylfan er í réttri stöðu í aftursveiflunni, þá helst sandurinn á blaðinu og þú getur hent honum yfir öxlina (neðst). Ef kylfuhausinn lokast, þá rennur sandurinn af blaðinu.
3. Renndu kylfunni undir boltann Glompuhögg snýst í raun ekki um neitt annað en að skvetta sandinum sem liggur umhverfis og undir boltanum, í átt að skotmarkinu með fláa á kylfublaðinu. Þessi beiting kylfunnar, og snúningur hennar í gegnum höggið, lýtur tveimur lögmálum. 1 Kylfublaðið snýr upp í loft þegar kylfan er samhliða jörðinni, eftir að boltinn er sleginn. 2 Endi skaftsins beinist að beltissylgjunni, rétt eins og í upphafsstöðunni. Þessari stöðu nærðu með því að finna hægri hendina (eða þá hendi sem er lægra á kylfunni) fara áfram undir boltann, og lófinn vísar upp. Forðastu að snúa mikið upp á hægri framhandlegg í gegnum boltann, því sú hreyfing minnkar fláann á kylfunni og eykur líkurnar á að fremri brún hennar grafist í sandinn. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
93
Komdu púttinu á réttu línuna Ég hef verið góður á flötunum þetta árið, en ef ég á að miða við ferilinn hingað til, þá hef ég verið frekar mistækur. Eins og með allt annað sem þarf að laga, þá þarf maður að komast að rót vandans. Ég hef verið að vinna með norska þjálfaranum Jon Karlsen, og við komumst að því að mitt vandamál fólst í því
hvernig ég stillti mér upp við púttið. Miðið er að sjálfsögðu mikilvægast; það þýðir lítið að hafa fallega stroku ef boltinn fer ekki í rétta átt. Einföld breyting sem ég gerði hefur hjálpað mér á þessu ári.
✘ Framhandleggir í vitlausri stöðu Mitt vandamál var staða framhandleggjana. Hægri handleggurinn var lengra frá líkamanum en sá vinstri. Þetta þýddi að pútterinn fór frekar á út-inn línu í gegnum höggið.
„Miðaðu vel, og þá getur þú búið til hreint strokuferli, sem krefst þess ekki að þú stjórnir kylfuhausnum í gegnum strokuna.“ 94
✔ Legðu pútterinn yfir handleggina Athugaðu hvernig þú hefur handleggina með því að leggja kylfuskaft yfir handleggina (beygðu olnbogana svo skaftið haldist kyrrt). Vertu í upphafsstöðu og láttu lófana snúa inn. Þetta hjálpar þér að fá tilfinningu fyrir stöðu framhandleggjana. Reyndu að fá einhvern til að horfa á kylfuskaftið og segja þér hvernig það er samhliða jörðinni.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ÓDÝRASTI VALKOSTURINN Í NETTÓ
www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri
HVERNIG Á AÐ VINNA 10 MILLJÓN DALI... ...og hvernig á ekki að eyða þeim. Henrik ræðir um sigurinn á FedEx mótinu og hvers vegna hann ætlar ekki að kasta verðlaunafénu á glæ. Að keppa um 10 milljónir dala Það hefur auðvitað áhrif. Allir eru að tala um verðlaunaféð, á sama tíma og maður er að reyna að slá boltann og spila sitt golf. En það er ekki eins mikil pressa og margir gætu haldið. Ég er nú þegar búinn að vinna mér inn mikið fé í golfi. Ég bý í fallegu húsi og keyri um á fínum bíl. Það er vissulega hægt að búa til hamborgara úr nautalundum, en seðlabunki á ekki eftir að gera mig hamingjusamari. Þetta hljómar kannski aulalega, en ég er ekki að spila um peninga.
96
að gera mig þolinmóðari. Myndir af mér að ná í kylfuhausa er ekki það sem ég hrifnastur af. Ris mín og hnig á ferlinum Ég hef tvisvar sinnum á ferlinum lent í vandræðum með sveifluna, en það verður líka að segjast að allir bestu kylfingar heimsins hafa átt í álíka vandræðum; bæði Adam Scott og Ernie Els eru í þessum hópi. Það er gríðarlega erfitt að vera einn af bestu kylfingum heims og halda sér í þeim hópi. Það að komast úr lægð í golfinu útheimtir ekkert annað en mikla einbeitingu og mikla vinnu. Það sem er jákvætt er að maður veit að þegar maður kemur úr kafi, ef svo má segja, þá er maður sterkari á eftir. Ég ætla ekki að halda því fram að ég geti aldrei aftur dottið niður um 200 sæti á heimslistanum, en ég veit hins vegar að ef það gerist, þá get ég klifrað upp aftur.
Skapvonskuköstin mín Sum ykkar hafa kannski séð þegar ég eyðilagði „dræverinn“ minn á 18. holunni í BMW mótinu í Chicago. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem ég braut kylfu. Ég viðurkenni að það hefur reynst mér erfitt að halda skapinu í skefjum þegar á reynir í golfmótum. Ég verð að fá útrás fyrir skapið einhvern veginn; stundum virkar með því að brjóta kylfur þó ég viðurkenni fúslega að það sé ekki rétta Fyrirmyndir mínar í golfinu leiðin. Ég er að reyna að komast undan þessu í Ég leit mjög upp til Seve og Nicks Faldo þegar samvinnu við sálfræðinginn Torsten Hansson; ég var að alast upp. Þegar ég spila mitt besta
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
golf, þá finnst mér ég vera eins og sambland af þeim tveimur - nákvæmni Nicks í teig- og járnahöggum, og útsjónarsemi Seves í glompuhöggum og erfiðum höggum í kringum flatir. Ferill minn og Seves rétt svo snertust. Ég spilaði tvisvar með honum; hann var þá að ljúka sínum ferli og átti í erfiðleikum. Við töluðum ekki mikið saman, en hann var svo vænn að skrifa nafnið sitt á mynd af sér, sem ég gaf mömmu minni eftir mótið. Þjálfarinn minn Ég hef unnið með þjálfaranum mínum, Cornel Driessen, síðan í fyrra. Án hans hefði ég aldrei getað sigrað í FedEx mótinu. Ég spilaði í 25 mótum á þessu ári. Ef maður er ekki í góðu líkamlegu formi, þá brotnar maður saman undir þessu álagi. Ég er orðinn mun sterkari en áður og jafnvægið er miklu betra.
Liðsheildin Cornel er í hópi fjögurra manna sem hafa hjálpað mér mikið. Pete Cowen, sveifluþjálfari minn til margra ára, hefur stutt mig í blíðu og stríðu; ég er búinn að vinna með Torsten Hansson sálfræðingi í 13 ár, og í janúar fékk ég til liðs við mig Gareth Lord, sem var áður kylfusveinn hjá Robert Karlsson. Þeir eru allir að létta undir með mér og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Hvernig á ekki að eyða auðæfum Þetta hljómar kannski leiðinlega, en ég ætla að spara þetta mikla vinningsfé eftir þetta ótrúlega ár. Ég hef gaman af fallegum bílum, en þá er ekki að finna í Bandaríkjunum, þannig að innkaupaferðir eru ekki á dagskrá. Peningar létta manni lífið, en þeir gera mann ekki hamingjusaman.
Útbúnaður minn og markmið
Afhverju ég er fastheldinn á útbúnað Ég er búinn að nota sama skaftið á þrjútrénu mínu síðan 2003, Grafalloy Blue, þannig að ég er ekkert sérstaklega hrifinn af því að skipta. Þegar ég finn eitthvað sem mér líkar, þá held ég í það. Ég var búinn að nota sama þrjútréð - Callaway Big Bertha 3 Plus - í meira en áratug, þegar ég skipti yfir í Diablo Octane árið 2011, eftir að sérfræðingarnir fullvissuðu mig um að ég myndi slá aðeins lengra með því.
Hvernig ég set mér markmið Sálfræðingurinn Torsten Hansson og ég voru sammála um að ég setti mér markmið til of skamms tíma; ég gæfi mér ekki nægan tíma til að leysa vandamál. Við fórum yfir mitt leikskipulag og settum upp áætlanir til þriggja og sex mánaða. Þetta gengur út á að taka stutt skref, í staðinn fyrir óraunhæf stór stökk. Þetta snýst meira um ferlið heldur en niðurstöðuna. Árangurinn í ár sýnir að þetta virkaði
Afhverju ég er ekki samningsbundinn Ég er ekki með marga samninga um notkun ákveðinna vörumerkja og það hjálpar til með að halda stöðugleika. Ég er reyndar með samning um að nota Titleist bolta - og varð Pro V1 sigurvegarinn á þessu ári. Ég er líka með samning um að nota „dræver“ frá TaylorMade. Ég nota núna SLDR kylfuna eftir að að gamli R1 „dræverinn“ - og hausinn á honum - urðu eftir í Chicago. Ég er með járn frá Callaway, fleygjárn frá Cleveland og Piretti pútter. Það er vörumerki sem fáir hafa heyrt um, en ég prófaði púttera frá þeim á Honda mótinu í fyrra og var ánægður með þá alla. Þeir sitja vel og eru aðeins þyngri. Ég er meira að segja búinn að hjálpa til við að hanna mína eigin línu af Piretti. Henrik Stenson er með langtíma samning við fataframleiðandann Hugo Boss (www.hugoboss.com) GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
97
20 hraðaspurningar
TEK HÚFUNA ALDREI AF MÉR EF ÉG SPILA VEL Arnar Freyr Jónsson, afrekskylfingur frá Neskaupstað Nafn:
Arnar Freyr Jónsson.
Aldur: 22 ára.
Heimili:
Er frá Neskaupstað, bý í Kópavogi.
Starf:
Vinn í Ölgerðinni.
Forgjöf: 3,2.
Falinn hæfileiki:
Ég syng náttúrulega eins og engill, ekki margir sem vita af því samt.
Einkunnarorð lífs þíns: Þú uppskerð eins og þú sáir.
Væri til í að vera: Forseti Íslands.
Hjátrú í golfi:
Ég held oft að það sé fötunum sem ég er í að þakka þegar ég spila vel. Ég spila því oft í sömu buxunum marga hringi í röð. Ef ég er að spila vel og er með húfu, þá tek ég hana aldrei af mér. Ég reyni alltaf að halda sömu rútínu nema eitthvað klikki þá breyti ég til.
Þarf að bæta mig í: Púttunum, klárlega. 98
Uppáhalds kylfingur í heimi:
Hræddastur við:
Uppáhalds golfvöllur fyrir utan heimavöll:
Lægsti 18 holu hringurinn minn:
Rickie Fowler.
Eins og hálfs metra pútt með vinstri til hægri breiki.
Royal Dornoch í Skotlandi.
66 högg.
Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa:
Uppáhalds matur:
Innáhöggin.
Draumahollið mitt:
Það yrði spilað texas scramble, ég og Rickie Fowler á móti Steina Tyson félaga mínum og Phil Mickelson, það yrði rosaleg viðureign.
Flatarmerkið mitt: Bleikur póker peningur.
Uppáhalds íþróttamaður (ekki í golfi):
Thierry Henry fyrrverandi leikmaður Arsenal í enska boltanum.
Tónlistin á iPodinum mínum:
Það er bland í poka bara, mest af píkupoppi sem er spilað á FM.
Uppáhalds kylfan mín:
56 gráðurnar eru í miklu uppáhaldi.
Aldur þegar ég „breikaði“ fyrst 100:
Í móti var það árið 2002 (11 ára), skilaði korti upp á 97 högg.
Lasagna.
Besta golfráðið:
Þolinmæði, eitthvað sem tók mig mjöööög langan tíma að átta mig á.
Sætasta golfstundin:
Vann unglingamót í Skotlandi 2005, það var mjög skemmtilegt.
Hvað er í golfpokanum þínum? Í appelsínugula pokanum leynist eftirfarandi: Titleist 910 D3 driver 9,5° Titleist 910 3 tré 15° Titleist 19° hálfviti 4-pw Titleist AP2 járn 52° og 56° Titleist fleygjárn 60° Exotic fleygjárn Scotty Cameron pútter. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
LEE WESTWOOD
ALDREI. GEFAST. UPP. Lee Westwood á met sem enginn vill eiga. Átta sinnum hefur hann endað í einu af þremur efstu sætunum á risamóti, án þess að sigra. Er hann að gefast upp? Aldeilis ekki.
W
estwood gengur inn á barinn í stuttbuxum, afslappaður, en lítur í kringum sig, skoðar hverjir eru viðstaddir og hvernig viðbrögð innkoma hans vekur. Mánudagseftirmiðdagur. Sólarhring áður var hann á Muirfield, í efsta sæti, eftir 61 holu. Við vitum öll hvað gerðist. Phil Mickelson, með rífandi meðbyr í seglunum, spilaði seinni níu holurnar á 32 höggum og síðasta hringinn á 65, til sigurs á Opna breska meistaramótinu. Gerir Muirfield upp á milli manna? Já svo sannarlega. Aðeins frábærir kylfingar sigra þar. Þótt Lefty (Phil) hafi hlotið verðskuldað lof fyrir afburða golf, þá byrjaði skothríð gagnrýninnar að beinast að Westy (Lee). Hann er næstum-því-frábær. Hann stífnar upp á lokasprettinum. Næsti Monty (Colin). Veðbankar skemmtu sér við að bjóða líkurnar á því að hann myndi aldrei sigra á risamóti. Westy hefur verið áður á þessum stað. Turnberry árið 2009 var sár reynsla. En eigi að meta mann eftir því hvernig hann bregst við mótlæti, þá er Lee John Westwood orðinn sigurvegari á hvaða risamóti sem er. Allt sem hann þarf er formleg viðurkenning og reynslan á Muirfield hefur sannfært hann um að það mun gerast.
100
Hvernig líður þér eftir helgina? Vel. Ég er jákvæður og ánægður með hvernig mér tókst að halda ró minni á meðan á þessu stóð. Ég er ákveðinn og einbeittur persónuleiki og ekki sú tegund af manni sem kippir sér upp við það sem aðrir segja. Ég á mikinn stuðning hérna heima fyrir og það skiptir máli. Var þér alvara með því sem þú sagðir á Muirfield að þú hefðir í rauninni engar áhyggjur af golfinu lengur? Já, fullkomin alvara, þótt það hefði komið sumum á óvart. Það er fátt sem veldur mér áhyggjum, og golf er svo sannarlega ekki á þeim lista. Þetta er jú bara leikur!
litið, þá er ég ánægður með árangurinn. Mér fannst ég ekki vera að spila mitt besta golf og náði samt þriðja sæti. Stutta spilið var í góðu lagi og púttin voru fín. Ég sló ekki boltann eins vel og ég hefði viljað, þannig að þar get ég bætt mig, en ég var aðeins fjórum höggum frá sigurvegaranum og var í forystusæti fyrir síðasta hring. Mér leið vel, það var ró yfir mér, og mér fannst ég vera við stjórnvölinn. Phil spilaði afburðagóðan hring; fjórir fuglar á síðustu sex holunum er afrek á hvaða hring sem er, en að ná þeim árangri í slag um risatitil er eitthvað alveg sérstakt. En þú hlýtur að hafa orðið fyrir vonbrigðum?
„Mér leið vel, það var ró yfir mér,
og mér fannst ég vera við stjórnvölinn“ Hvað lærðirðu af reynslu þinni á Muirfield? Ég spilaði vel. Mér gekk ekki eins vel og ég bjóst við á sunnudeginum; sló of mörg léleg högg, og mér tókst ekki að sigra, sem olli mér auðvitað vonbrigðum. En þegar á allt er
Auðvitað, en það er eitthvað sem ég get alveg fengist við. Ég ætla ekki að ganga um götur og vorkenna sjálfum mér, og vil heldur ekki að einhver annar geri það. Ég verð að halda mínum styrk til að geta aftur komið mér í þessar aðstæður - annars næ ég aldrei þeim árangri sem ég stefni að. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Æsir þetta í þér löngunina enn frekar að sigra á risamóti? Nei, alls ekki. Ég var nógu einbeittur fyrir. Þessi reynsla sýndi mér bara fram á að ég spila nógu vel til að geta sigrað. Ég þarf að bæta tæknina aðeins og vinna í stöðugleikanum í stutta spilinu og púttunum. Annars leið mér afskaplega vel með minn leik. Hvernig fæstu við eftirleikinn og vonbrigðin? Ég tek allt það jákvæða sem ég get úr svona reynslu, því það er nóg af fólki sem einbeitir sér að því neikvæða; fólk sem hefur eitthvað á móti manni og vill leggja áherslu á það og vonbrigðin. En maður gerir það sem maður getur, eins vel og maður getur, og ef það er ekki alveg nógu gott, þá dugar það ekki til. Hvernig undirbýrðu þig fyrir næsta risamót? Maður verður að taka þessu með heimspekilegri ró, annars fer maður bara á taugum! Golfarar geta ekki leyft sér mikla tilfinningasemi. Athyglin og umræðan sem fylgir þessu er ekki óþægileg, því ég fylgist ekki með henni. Ég þarf aðeins að hlusta þegar ég sjálfur er spurður aftur og aftur - og þá gefur maður alltaf sama svarið. Það verður leiðigjarnt og á endanum hættir maður að nenna svoleiðis viðtölum. Hvernig heldur þú fjarlægðinni? Ég les ekki dagblöðin - fyrir utan að ég glugga stundum í Daily Telegraph - og þar sem ég bý í Florida, þá sé ég ekki breskar sjónvarpsfréttir. Ég er hættur á Twitter - nenni ekki að lesa pillurnar sem þar birtast frá hálfvitum, því ég þarf ekki á þeim að halda. Ég lifi of góðu lífi til að þurfa að hafa áhyggjur af þessu eða hleypa því inn. Ég er jákvæður maður og þarf ekki á því neikvæða að halda. Hefur þú lært eitthvað af reynslu Justins Rose við að sigra á risamóti. Það tók hann langan tíma að ná þeim árangri. Ég á eftir að fá aðra möguleika; maður verður að halda áfram að reyna að bæta sig. Ég púttaði mjög vel fyrstu þrjá dagana og renndi nokkrum góðum í holu á sunnudeginum líka. Mitt golf er í góðu lagi og ég tók réttar ákvarðanir úti á velli. Ég þarf í rauninni ekki að fá hvatningu frá velgengni annarra breskra kylfinga sem sigra á risamótum; ég veit að ég er fær um að ná þessum árangri og skipti mér ekki of mikið af því sem aðrir eru að gera.
Monty: Hef mikla samúð með Lee. Colin Montgomerie segir að það hafi tekið á að horfa á Westy á Muirfield. Monty sigraði aldrei á risamóti, en varð í öðru sæti á þeim öllum, nema á Masters. Hans álit? „Ég hef alltaf óskað þess að Lee taki eitt af þessum mótum. Ég held að Bretar almennt óski þess heitt. Lee hefur bankað svo oft á dyrnar; hann er án vafa besti kylfingurinn sem hefur ekki sigrað á risamóti. Bíddu - það var sagt um mig líka!“
Þegar kemur að lokasprettinum á risamóti, hvernig er tilfinningin að vera í baráttunni?
Það er frábær stemning og skemmtilegar kringumstæður til að vera í. Maður reynir að vera eins skýr í kollinum og mögulegt er. Einbeitir sér að einu höggi í einu. Gömlu reglurnar - ekki tapa þér í einhverri þoku hugsana. Gleymdu slæmu höggunum sem þú slóst. Stattu á tíunda teig og komdu boltanum í leik. Reyndu að slá hann upp að pinna. Bara að halda áfram. Þannig er það og þetta er það sem ég geri. Ég er fertugur en mér finnst að ég eigi enn eftir að verða betri. Phil er 43 ára og hefur aldrei spilað eins vel og nú. Þú hófst samstarf við Sean Foley (sem þjálfar einnig Tiger, Rose og Hunter Mahan) rétt fyrir Opna breska í sumar. Segðu okkur frá þessu. Ég er í rauninni bara búinn að verja fjórum klukkutímum með Sean, en hann hafði strax áhrif á sveifluna mína. Ég hélt að hann kæmi með flóknar útskýringar - en hann nær að koma frá sér einföldum skilaboðum. (Bað hann þig um að koma með þessa spurningu?) Það er erfitt að finna tíma sem hentar okkur báðum, en ég vil heldur ekki of mikinn tíma með honum. Mér finnst best að fá nokkra punkta og fara svo og vinna í þeim. Hann er frábær þjálfari; ég er ánægður með
„Ég er hættur á Twitter, nenni ekki að lesa pillurnar sem þar birtast frá hálfvitum“ hvernig hann notar Trackman, í stað þess að notast eingöngu við myndavélar. Ég hlakka til að vinna meira með honum. Sean talaði um að þér hætti til að „festast“ í framsveiflunni. Já, ég á það til að snúa mjöðmunum aðeins of fljótt. Þá verður sveiflan þröng og föst bak við boltann. Við eigum eftir að vinna meira í þessu. Þú hefur verið að einbeita þér að stutta spilinu í Florida. Hefur þú vanrækt aðra þætti golfsins? Nei, í sjálfu sér ekki. Ég hef bara ekki verið með þjálfara í nokkurn tíma og mér fannst ég vera kominn í hring. Þannig að ég ákvað að nú væri kominn tími fyrir þjálfara og fannst Sean vera besti kosturinn. Ég vildi ekki fá ráð frá einhverjum sem þekkir
Met í „næstum því“...tíu sinnum hefur Westy endað í einu af fimm efstu sætunum, án þess að sigra 2013
2012
3. sæti á Opna breska
3. sæti á Masters
Westy spilar síðasta hringinn á 75 og endar fjórum höggum á eftir Phil Mickelson, eftir að hafa byrjað hringinn með tveggja högga forskot.
Hann spilar síðasta hringinn á 68, en er tveimur höggum frá umspili Bubba Watsons og Louis Oosthuizen.
102
2011
2010
2010
Rory McIlroy valtar yfir alla aðra kylfinga og sigrar með 8 högga mun á Congressional vellinum. Westy er tíu höggum á eftir, spilar síðasta hringinn á 70 og endar í þriðja sæti.
Westy spilar síðasta hringinn á 70, endar á níu undir pari, í öðru sæti á St. Andrews, en enginn kemst nálægt Louis Oosthuizen sem sigrar með sjö högga mun.
Westy leiðir fyrir lokahringinn, en spilar á 71 á sunnudeginum, á meðan Phil Mickelson spilar afburða gott golf, spilar á 67 höggum - þar á meðal er höggið með sexjárninu gegnum skóginn á 13. holu. Lefty sigrar með þriggja högga mun.
3. sæti á Opna bandaríska
2. sætið á Opna breska
2. sætið á Masters
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
4
5
3
2
1
Fimm lykilpunktar Westys í sveiflunni. 1. Stöðugur grunnur er forsenda fyrir góðri sveiflu. 2. Ekki rétta úr hægra hné í gegnum baksveifluna. 3. Fáðu snúning yfir hægri hlið líkamans. 4. Ekki rykkja þegar framsveiflan hefst. 5. Reyndu að halda höfðinu stöðugu þegar þú kemur niður í boltann.
mig vel; ég vildi ferskar hugmyndir frá einhverjum sem hefði þó mikla reynslu. Sean hefur það auðvitað, hann hefur þjálfað Tiger, Justin og Hunter og þeir hafa trú á honum, þannig að það var auðvelt. Ég hitti hann í nokkur skipti áður en við fórum út á æfingasvæði og mér finnst mikið til hans koma. Þú hefur líka verið að spá í hugarástandið í kringum golfið og hittir íþróttasálfræðinginn Ross McKenzie fyrir Opna breska. Af hverju? Ég hef verið frekar ragur við að prófa svona hluti en mér fannst samt að nú væri tími til þess kominn. Ross gat vissulega hjálpað mér. Hann kenndi mér aðferðir til að slaka á og annað slíkt; nýja sýn á ýmsa hluti, þannig að ég var mjög ánægður með það og ætla að hitta hann aftur. Enn og aftur, þá verður maður að bæta sig og finna þetta litla aukalega sem skiptir máli, og til þess þarf maður að leita. Þú hefur stundum verið gagnrýndur fyrir púttin, en stóðst þig vel í þeim á Muirfield. Það hlýtur að hafa verið ánægjulegt að geta svarað þeim gagnrýnisröddum? Já, mjög svo. Það var gaman að renna niður nokkrum góðum púttum, því ég horfi stundum á golf heima og þegar ég sé kylfinga setja löng pútt í holuna þá spyr ég sjálfan mig stundum: ´hvenær gerðir þú þetta síðast?´
Fyrstu þrjá dagana var ég með 26, 29 og 26 pútt á hringjunum. Ég fékk nokkrar góðar ábendingar frá Ian Baker Finch sem hjálpuðu mér, þannig að mér líður betur yfir boltanum og kem honum oftar á rétta línu. Segðu okkur frá ákvörðun þinni að flytja til Bandaríkjanna. David Lynn hefur endurlífgað sinn feril með flutningi þangað; hefur þetta haft sömu áhrif á þig? Mér finnst afskaplega gott að eiga heima vestanhafs. Lífið er allt annað; mjög afslappað. Við búum í góðu hverfi, veðrið er frábært æfingasvæðin mjög góð og mikið af krefjandi golfvöllum nálægt okkur. Hvernig getur maður verið óánægður með slíkt? Mér hefur farið fram og stutta spilið er vissulega orðið betra síðan ég flutti. Það er auðvelt að búa þarna og afslappað. Sam og Poppy eru komin í góðan skóla og eru ánægð, þannig að þetta hefur tekist vel. Ég held að við höfum tekið þessa ákvörðun á réttum tíma, en það hefði líka verið allt í lagi að fara fyrr. Saknarðu einskis? Fjölskyldunnar og vina að sjálfsögðu, og veðreiðanna líka. Ég á núna sextán eða sautján hross - ég er ekki alveg viss hversu mörg, en nokkur góð. Ég myndi alveg vilja eiga góðan hest á Kentucky Derby hlaupabrautinni. Tók ég með eitthvað af breskum mat? Nei, mig vantar almennilegt te og Jaffakökur! Best að taka með sér birgðir. Ryder-keppnin er á næsta ári á Gleneagles, og þú ert orðinn eins og aldursforseti.
ra 2009
2009
2008
2004
2000
Lee spilar á 70 og reynir að halda í við Y E Yang og Tiger Woods á Hazeltine vellinum. Hann endar á þremur undir, en Yang sigrar á átta undir pari; þremur á undan Woods.
Hann byrjar á síðasta hring, tveimur höggum á eftir Tom Watson. Lee fær fugl á 17. og jafnar við efsta mann, en þrípúttar á 18. flöt eftir að hafa reynt of mikið til að fá fuglinn.
Westy er einu höggi frá því að komast í umspil á Torrey Pines, þrátt fyrir að hafa verið jafn makkernum, Tiger Woods á hverri holu - þar til á 18.
Lee á annan af tveimur bestu hringjum sunnudagsins á Troon (67, 4 undir pari) og er fjórum höggum frá því að komast í umspil þeirra Ernie Els og Todd Hamiltons sem sigraði.
Tiger Woods sýnir afburða frammistöðu sem enginn getur leikið eftir og sigrar á nýju meti, 12 undir á Pebble Beach - fimmtán höggum frá næsta manni. Westwood er meðal þeirra dauðlegu kylfinga sem spiluðu á þessu móti og endar á fimm yfir pari. 103
3. sætið á PGA meistaramótinu
3. sætið á Opna breska
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
3. sætið á Opna bandaríska
4. sætið á Opna breska
5. sætið á Opna bandaríska
„Ég vildi gjarnan fá
að verða fyrirliði einn góðan veðurdag, en ég vona að ég fái að spila nokkur skipti í viðbót“
ÞAÐ ER ENN TÍMI TIL AÐ SIGRA Westy varð fertugur í vor, en það er langt þangað til hann nær elsta sigurvegaranum á risamóti. US PGA: Julius Boros, 48 ára (1968, sjá mynd) Masters: Jack Nicklaus, 46 ára (1986) Opna breska: Old Tom Morris, 46 ára (1867) Opna bandaríska: Hale Irwin (1990)
Hvernig er sú tilfinning? Það er meira stress í kringum Ryder-keppinna en risamótin. Eða kannski öðruvísi stress. En við höfum verið með yfirhöndina síðustu ár, einfaldlega vegna þess að við höfum spilað betur. Ég veit ekki hvort hægt er að benda á eitthvað eitt í því samhengi; það er bara frábært að vera hluti af þessu liði. Ég vildi gjarnan fá að verða fyrirliði einn góðan veðurdag, en ég vona að ég fái að spila nokkur skipti í viðbót. Ég á nokkrar keppnir í mér ennþá og svo langar mig að leiða hópinn. Þú hefur farið gagnrýnum orðum um Gleneagles völlinn. Hvað finnst þér um hann? Ég vona bara að veðrið verði gott! Miðað við staðsetninguna (í Skotlandi), þá er mótið seint á árinu, en ég held að staðurinn henti þessum viðburð. Ég hef pirrað mig á þessum velli, en þeir eiga eftir að bæta flatirnar, auk þess sem það verða bara 24 kylfingar á vellinum í einu. Annars gæti maður haldið Ryder-bikarinn á einhverju túni, og það yrði samt frábært golfmót.
1994 var fyrsta árið þitt sem atvinnukylfingur á mótaröðinni. Hvað hefur breyst? Afstaða kylfinga til líkamsræktar fyrst og fremst. Ég þjálfa miklu meira en ég hef nokkurn tímann gert. Golfgræjurnar hafa líka breyst; kylfur og boltar. Sjáðu bara Filly völlinn hérna þar sem við erum staddir. Ég sló inn á flöt á fjórum parfjögur holum. Ellefta holan er eitthvað um 320 metrar með tíu metra kraga fyrir framan flöt. Þetta er spurning um form kylfingsins og boltann, sérstaklega meðal bestu kylfinganna, en áhugamenn eru líka farnir að slá miklu lengra en áður. Mér finnst að eitthvað verði að gera til að halda þessu í skefjum - annars verður bráðum ekkert pláss fyrir golfvelli. Hvar sérðu sjálfan þig eftir fimm eða tíu ár? Ég hefði gaman af því að fara út í golfvallarhönnun. Ég hef virkilegan áhuga, og hef velt þessu mikið fyrir mér. Mínir uppáhaldsvellir eru Pebble Beach, Augusta og Pine Valley í Bandaríkjunum. Hérna í Bretlandi er ég hrifnastur af Woodhall Spa, Notts Hollinwell og Loch Lomond.
Lykilmenn í Westwood-liðinu Sveiflu þjálfarinn
Sean Foley, sem vinnur með Tiger Woods, Justin Rose og Hunter Mahan „Mér finnst gott að sjá að Sean notar Trackman, og ekki bara upptökur,“ segir Westwood. „Ég hef í alvöru setið og horft á sjálfan mig sveifla og hef ekki getað séð muninn á góðu og slæmu höggi - ég sá bara ekki muninn. En með Trackman fær maður raunverulegar upplýsingar um hvað er að gerast í sveiflunni.“
104
Hugarþjálfarinn
Ross McKenzie, íþróttasálfræðingur frá Manchester „Ég sat með Ross í þrjá tíma á föstudeginum, áður en ég hóf leik á Muirfield. Hann leiðbeindi mér með spennulosandi aðferðir og slíkt: góðar ábendingar, nýja sýn á hlutina og meiri einbeitingu. Þetta hjálpaði mér mikið - ég fann aldrei fyrir því að vera óstyrkur, þannig að ég ætla að hitta hann aftur og fá meiri ráð áður en PGA meistaramótið hefst.
Púttþjálfarinn
Ian Baker-Finch, sigurvegari á Opna breska 1991 „Það gerði mikið fyrir mig að hitta Ian fyrir Opna breska og þar púttaði ég betur en ég hef gert í langan tíma,“ segir Westwood. „Mér hefur fundist lengi að ég notaði handleggina of mikið í púttstrokunni og ég talaði um það við Ian. Hann breytti gripinu mínu aðeins og sagði mér að beita handleggjunum nær líkamanum. Þannig slaka ég á í handleggsvöðvunum og axlirnar sjá meira um þessa hreyfingu.“
Umboðsmaðurinn
Chubby Chandler, yfirmaður hjá IMG og einn af nánustu vinum Lee. „Lee var yfirmáta rólegur alla vikuna á Muirfield og hafði algjöra stjórn á sínum tilfinningum, sama hvað hver segir.“ Chubby hefur verið umboðsmaður Lees síðan sá síðarnefndi varð atvinnumaður. „Ross McKenzie er hluti af mjög góðum og þéttum hóp sem Lee er að safna í kringum sig - og taktu eftir að þessi hópur er nýbyrjaður að vinna saman.“
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Heildsala HVAÐ SEGJA NEYTENDUR UM- Uö ÞITT Usí VÖRUMERKI? U U U UUUU U !
Vaktarinn gerir notendum sínum kleift að fylg jast vel með allri umfjöllun
EIN BESTU U U U
samfélagsmiðlum og fjölmiðlum um vörumerki U U U U íMeð U þeimUUUU UU UU UUUU UU tengd U Uþeim og samkeppninni. hætti geta notendur Vaktarans brugðist skjótt við neikvæðri UUUumræðu U UUU U eða magnað upp jákvæða.
NUU UUU ýs U U UU U : UUU v U@ sUU U s s: 821-0152U ÚUvU UU U U vU UU Fáðu frekari upplýsingar í síma 510-1050 eða í gegnum netfangið vaktarinn@vaktarinn.is í UUU U U UsUUUU
www.vaktarinn.is
HVAÐ SEGJA NEYTENDUR UM ÞITT VÖRUMERKI?
HVAÐ SEGJA NEYTENDUR UM ÞITT VÖRUMERKI?
Vaktarinn gerir notendum sínum kleift að fylg jast vel með allri umfjöllun í samfélagsmiðlum og fjölmiðlum um vörumerki tengd þeim og samkeppninni. Með þeim hætti geta notendur Vaktarans brugðist skjótt við neikvæðri umræðu eða magnað upp jákvæða.
pplýsingar í síma 510-1050 netfangið vaktarinn@vaktarinn.is
Vaktarinn gerir notendum sínum kleift að fylg jast vel með allri umfjöllun í samfélagsmiðlum og fjölmiðlum um vörumerki tengd þeim og samkeppninni. Með þeim hætti geta notendur Vaktarans brugðist skjótt við neikvæðri umræðu eða magnað upp jákvæða.
Fáðu frekari upplýsingar í síma 510-1050 eða í gegnum netfangið vaktarinn@vaktarinn.is
www.vaktarinn.is
112
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Höfuð Fasteignasala borg
Höfuð Fasteignasala borg
Höfuð Fasteignasala borg
Nú er tækifæri til að selja !
Nú er tækifæri til að selja !
Vegna mikillar sölu að undanförnu óskum við eftir eignum
Vegna mikillar sölu að undanförnu óskum við eftir eignum
Veitum fyrirmyndar þjónustu: Notum fagljósmyndara. Sýnum eignina. Höldum opin hús. Fylgjum mögulegum kaupendum eftir. Auglýsum eignina með áberandi hætti.
Veitum fyrirmyndar þjónustu: Notum fagljósmyndara. Sýnum eignina. Höldum opin hús. Fylgjum mögulegum kaupendum eftir. Auglýsum eignina með áberandi hætti.
Nú er tækifæri til að selja !
Hringdu núna í Heimi : 822-3600 Kristján Ólafsson hrl. Löggiltur fasteignasali
www.vaktarinn.is
Hringdu núna í Heimi : 822-3600
Vegna mikillar sölu að undanförnu óskum við eftir eignum
Heimir Bergmann
Kristján Ólafsson hrl.
Sölufulltrúi
Löggiltur fasteignasali
borg fasteignasala - Hlíðasmára 2, 6. hæð - 414-4488 - www.hofudborg.is
Heimir Bergmann Sölufulltrúi
Höfuðborg fasteignasala - Hlíðasmára 2, 6. hæð - 414-4488 - www.hofudborg.is
www.golf.is
50
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Veitum fyrirmyndar þjónustu: Notum fagljósmyndara. Sýnum eignina. Höldum opin hús. Fylgjum mögulegum kaupendum eftir. Auglýsum eignina með áberandi hætti.
Hringdu núna í Heimi : 822-3600 Kristján Ólafsson hrl. Löggiltur fasteignasali
Heimir Bergmann Sölufulltrúi
Höfuðborg fasteignasala - Hlíðasmára 2, 6. hæð - 414-4488 - www.hofudborg.is 50 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
101
Norðurlandamót lögreglumanna í Vestmannaeyjum:
DANINN HAFÐI BETUR GEGN SIGURBIRNI Í ÆSILEGUM LEIK
N
orðurlandamót lögreglumanna í golfi var haldið í Vestmannaeyjum 4.-8. september sl. Auk Íslendinga taka þátt Norðmen og Danir. Svíar og Finnar drógu sig úr keppni. Lið Íslands hafði titil að verja en Sigurbjörn Þorkelsson varð Norðurlandameistari í golfi 2009 þegar mótið var haldið í Danmörku. Þá bar lið Íslands sigur úr býtum í liðakeppninni. Norðurlandamótið var leikið á föstudeginum 6. og laugardeginum 7. september, æfingahringur liðanna var tekinn á fimmtudeginum 5. september. Lið Íslands samanstóð af 6 lögreglumönnum, þeim Sigurði Péturssyni og Herði Sigurðssyni frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Birgi Má Vigfússyni frá embætti Ríkislögreglustjóra, Sigurbirni Þorgeirssyni, lögreglunni í Ólafsfirði, Óskari Halldórssyni og Marinó Má Magnússyni frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.
106
Liðstjórar voru Friðrik Jónsson og Jóhann Karl Þórisson. Mótið var haldið í Vestmannaeyjum í ágætis veðri, veðrið var einstaklega gott á fimmtudeginum sól og rjómablíða eins og hún gerist best í Vestmannaeyjum. Liðstjórar danska og norska liðsins voru yfir sig ánægðir með völlinn og einstakt umhverfið í dalnum og töldu þeir að þessi völlur væri með fegurstu völlum sem þeir hefðu komið á fyrr og síðar. Eftir fyrri keppnisdag stóðu leikar þannig að Sigurbjörn Þorgeirsson var í forystu en hann lék á 68 höggum, næstur var Jakob E. Nielsen frá Danmörku á 74 höggum og þriðji Marinó Már Magnússon á 76 höggum. Þá var Ísland efst í liðakeppninni á 304 höggum, Danmörk í öðru sæti á 312 höggum og Noregur var með 328 högg. Á laugardeginum háði Sigurbjörn Þorgeirsson æsispennandi einvígi við Danann Jakob E. Nielsen. Jakob var á 32 höggum eftir fyrri 9 og Sigurbjörn á 34 höggum. Allt var í járnum fram á 15. holu. Þá náði Jakob
fjórum fuglum í röð á 15.,16.,17. og 18. braut með ótrúlegum leik, m.a. næstum því holu í höggi á 17. holu þar sem boltinn stöðvaðist nánast á holubrún. Það fór að lokum svo að Jakob E. Nielsen lék hringinn á 66 höggum en Sigurbjörn lék á 74 höggum. Úrslit Norðulandamóts lögreglumanna í golfi urðu því sem hér segir: Jakob E. Nielsen 140 högg Sigurbjörn Þorgeirsson 142 högg Birgir Már Vigfússon 153 högg Úrslit liðakeppninnar urðu sem hér segir: Danmörk Ísland Noregur Danir eru því ríkjandi Norðurlandameistarar í golfi næstu 4 árin, næsta mót verður haldið í Noregi 2017. Jóhann Karl Þórisson. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Tengi ehf I Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 414 1000 tengi@tengi.is www.tengi.is
F.v.: Sævar Dór Halldórsson, Lárus Petersen, Jónas Árnason, Sigurjón Ólafsson, Óskar Örn Steindórsson, Jóhann Ásgeirsson, Pálmi Hlöðversson og Magnús Bjarnason.
Guðrún Brá á teig í Englandi. Liðsmyndin f.v.: Brynjar
HEIMSLEIKAR SLÖKKVILIÐS- OG LÖGREGLUMANNA Geirsson, þjálfari, Ragnhildur, Anna Sólveig, Signý, Ragnar Ólafsson aðstoðar Heimsleikar slökkviliðs- og lögreglumanna á Norður-Írlandi 2013:landsliðsþjálfari. Fremri röð f.v.: Ólafía, Guðrún Brá og Sunna.
Hver kannast ekki við smá teigkvíða?
Kvennaliðið í þriðja neðsta sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í 17. sæti Þórunn Kristinsdóttir GR sigruðu í sínum á Evrópumóti kvennalandsliða en mótið fór leik 3/1. Sunna Víðisdóttir GR gerði jafntefli fram á Fulford golfvellinum í York í Engen Signý tapaði sínum leik í lokaumferðinni. landi. Íslensku stúlkurnar unnu Sviss 4-1 í fyrri Ísland sigraði Slóvakíu 3,5/1,5 í leik um efsta 5596 m par 70ísem var sísti völlurinn þó iðvikudaginn 31. júlí héldu um viðureigninni riðlinum. sætið í C-riðli. 50 slökkviliðs- og lögreglumenn góður væri og skiluðu menn inn á besta fráSnorradóttir Íslandi af stað á Í undankeppninni lékusér stúlkurnar 36 skorinu holur. Anna Sólveig GKtil ogBelfast Ragnhildur íÞar mótinu. Þriðja Brá og síðasta daginn spiluðum Norður-Írlandi til saman þátttöku í hinum ýmsu lék Guðrún Björgvinsdóttir best á 8 Kristinsdóttir léku í fjórmenningnum við golfáclub er aðeins 6117 m íþróttagreinum á heimsleikum slökkviliðsyfir Malone pari, höggi eftirsem var Ragnhildur Kristog lögðu þær andstæðinga sína 4/2. Þær par 70. Einfaldlega lang besti og fallegasti og lögreglumanna, og voru um 12 þúsund völlurinn í mótinu og mest krefjandi. Nánast keppendur skráðir til leiks á leikunum. allar flatir blindar, brautir þröngar og misÍ þessum hópi voru 8 aðilar frá slökkviliði hæðóttar og flatirnar rétt rúmlega 12 á stimp. höfuðborgarsvæðisins skráðir til leiks í golfi Er helst til lítið talað um skor á þessum velli ásamt 680 öðrum frá öllum heimsálfum. Tilboð fyrir golf-fjölskyldur og heilt yfir mótið þar sem flestir voru í bullGolfmótið stóð yfir í 3 daga á þremur misandi vandræðum alla hringina, en nutu þess munandi völlum sem voru hver öðrum samt sem áður í botn að glíma við skemmtiflottari. lega velli við frábærar aðstæður. Einungis Fyrsta daginn var spilað á Belvoir park sem M. 2 ÁLEGGSTEGUNDUM einn leikmaður sem skilaði hring í hús er 5734 m par 70 skógarvöllur með flestar OGog2 hraði l GOS Á 2400upp KRÓNUR á 79 högg, annað fer ekki á blað í þetta holur blindar og krefjandi á flötum skiptið. Þetta mót er hreint út sagt frábært, á sem menn eru ekki vanir (12 á stimp) 3 pútt hverjum velli voru um 100 sjálfboðaliðar að var eitthvað sem menn voru einfaldlega hjálpa til, bæði á vellinum, æfingasvæðinu og farnir að sætta sig við og skorið eftir því. í kringum klúbbhúsin. Á degi 2 var spilað á Shandon park sem er Hver kannast ekki við „smá“ teigkvíða á Super Pizza Nýbýlavegi 32 200 Kópavogur Sími 577 5773
M
TVÆR 16” PIZZUR
12 108
insdóttir. Besta skorið í höggleiknum var 8 undir pari:
Skor stúlknanna: Guðrún B. Björgvinsdóttir 76-76 152 fyrstu holu, Kristinsdóttir flestir hafa upplifað eitthvað Ragnhildur 76-77 153 slíkt. Einn úr hópnum fór að tala um157 teigSunna Víðisdóttir 78-79 kvíðann í leigubílnum á leiðinni upp159 á völl Signý Arnórsdóttir 76-83 fyrsta daginn og var gert allt til að draga Ólafía Þ. Kristinsdóttir 77-83 160 úr kvíðanum hjá drengnum, töluðum Anna S. Snorradóttir 83-81um 164að slaka bara vel á og vera ekkert að hugsa of mikið um þetta. Þegar nafnið hans myndi heyrast um allan völl í hátalarakerfinu við fyrsta teig, taka bara öruggt högg með kylfu sem honum myndi líða vel með, komast bara frá fyrsta teig án mikils skaða. En hvað gerðist, jú maðurinn gjörsamlega fríkaði út þegar kallað var í kerfið: „Next on tee from Iceland Mr. …..“ Hann byrjaði á því að biðja um auka nokkrar mínútur til að komast á náðhúsið, sá svo að sér með það og arkaði upp á teig, fölur, óglatt og bullandi sveittur. Þar voru reglurnar útskýrðar og þar var honum sérstaklega minnisstæð regla um að hann mætti taka upp boltann þegar búið væri að dobbla holuna og skrá
GOLF www.golf.is GOLF Á Á ÍSLANDI ÍSLANDI •• w ww.golf.is
síðan mátum við lausnina“ Með Vodafone Firma velur þú þjónustu í takt við þarfir þíns fyrirtækis og nýtur ávinnings. Nánari upplýsingar í síma 599 9500 eða á vodafone.is/fyrirtaeki
Vodafone
Örvar Þór Kristjánsson Viðskiptastjóri
það skor. Hann leit yfir 100 manna hóp sem var samankominn við fyrsta teig, fullt af myndavélum og 2 sjónvarpsvélar, að sjálfsögðu fullur sjálfstrausts reif hann því næst upp dræverinn, miðaði vel á lendingarsvæði sem var um 15 m á breidd í um 240 m fjarlægð. En vegna svita, ógleði og svima þá fór fyrsta höggið hans yfir þjóðveginn sem var töluvert hægra megin við æfingasvæðið sem var töluvert langt frá brautinni, silaðist hann því vandræðalegur í vasann eftir annarri kúlu (gerði ráð fyrir þessu greinilega) tilkynnti varabolta og að sjálfsögðu fór hann nákvæmlega sömu leið og sá fyrri (enda gengur hann undir nafninu slæsi meðal félaga) en meðan boltinn var í loftinu kallaði hann hátt og snjallt yfir alla „I JUST TAKE EIGHT!!!“ Hann var sem betur fer fljótur að jafna sig á þessu, fékk gott par á 13. holu og fínan skolla á 18. holu. -SÖGÐU ÞAU ANNA
GLÆSILEGT MÓT
SÓLVEIG OG ARON En fyrir utan mótið sjálft og æfingahringi á þeim völlum var farið á tvo aðra velli. Annar SNÆR EFTIR MÓTIÐ Á heitir Holywood sem er uppeldisvöllur Rory ROYAL ST.m GEORGE’S McIlroy. Það er ágætis völlur 6504 par 69. Þar geymir Rory stóru bikarana sem hann hefur unnið hingað til og eins er þar að finna „Mótiðí var glæsilegtglerskáp og það var æðislegt sögu hans í myndum sérstökum að fá að upplifa þetta. Ég er ánægð með tileinkuðum honum.
árangurinn hjá mér ef ég miða við að þarna voru 32 af sterkustu kylfingum Evrópu 18 ára Lokadaginn var okkur svo boðið á Clanog yngri. Vissulega hefði ég getað leikið betur. deboye golf clubÞað af aðila sem sá um golfvar líka stórkostlegt að hafa hitt Andrew hlutann á þessum heimsleikum. Prins og ég lifi lengiEkki á þvísparaði að hann hafi séð hann lýsingarorðin er við hittum mig yfir slá,“ völlinn sagði Anna Sólveig. varallur frábær að spila á þessu hann fyrst og var„Það hann afupplifun vilja gerður og umgjörðin varskemmdi alveg mögnuð,“ sagði að koma okkur ámóti, þennan völl. Ekki Snær eftir mótið Golf á Íslandi. það fyrir okkur Aron viljann er hann sagðivið okkur Hann var ekki sáttur við leik sinn á mótinu. að meistari Rory færi á þennan völl til að æfa „Árangurinn mátti vera betri, ég var að slá sig fyrir mót á linksvelli. golfboltann ágætlega en púttin voru ekki í lagi og skorið var í takt við það,“ sagði Aron Svo þurfti hann sem að sjálfsögðu að koma því kylfingur landsvar útnefndur efnilegasti
á framfæri að hann og þjálfari Rory væru æskuvinir. Svo til að árétta áhuga hans á að fá okkur í heimsókn var hann sjálfur mættur á völlinn til að ræsa okkur af stað og lýsa vellinum fyrir okkur sem var í alla staði FRÁBÆR, einfaldlega besti völlurinn í þessari ferð. Völlur upp á 6165 m par 71 með hættum út um allt, sem sagt 100% staðsetningargolf. Eins má nefna að pabbi Rory sá um veitingasöluna á þessum velli þangað til hann sneri sér alfarið að umboðsmálum Rory. Þar með lauk 8 daga golfævintýri hjá 8 golfurum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem vilja koma þakklæti til GSÍ – Altís í Hafnarfirði og Golfbúðarinnar í Hafnarfirði fyrir þeirra aðstoð og styrki til að gera þessa ferð ógleymanlega. Þar sem verðlaun voru ekki að íþyngja okkur á heimleiðinni var þó talað um að Íslendingarnir væru hvað flottastir í lookinu og það ber að þakka áðurnefndum aðilum fyrir.
ins á lokahófi GSÍ. „Það hvetur mig áfram að fá slíka viðurkenningu og ég mun taka æfingarnar í vetur enn fastari tökum,“ sagði Aron Snær. Mótið er gríðarlega sterkt og eru 55 keppendur frá 32 löndum sem taka þátt en keppendur eru allir 18 ára og yngri. Það er Andrew Bretaprins, sem er jafnframt hertoginn af Jórvík, sem er gestgjafi mótsins og afhenti hann verðlaunin í mótslok. Ísland hafði titil að verja á þessu móti sem Ragnar Már Garðarsson liðsfélagi Arons úr
GKG stóð uppi sem sigurvegari í fyrra þegar mótið fór fram á Royal Troon vellinum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR sigraði á þessu móti árið 2010 þegar mótið fór fram á Royal St. George´s vellinum. Royal St. George´s völlurinn er einn af þekktustu golfvöllum Bretlands en Opna breska meistaramótið hefur farið 14 sinnum fram á þessum velli. Darren Clark frá Norður-Írlandi fagnaði þar sínum fyrsta og eina titli á risamóti árið 2011, Bandaríkjamaðurinn Ben Curtis gerði slíkt hið sama með óvæntum sigri árið 2003.
2.500,1.990,-
Lækkaðu forgjöfina!
Takk fyrir okkur. F.h. heimsleikafara Pálmi Hlöðversson og Jónas Árnason.
110
28
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Eftir Steinar J. Lúðvíksson og Gullveigu Sæmundsdóttur
Tveggja binda stórvirki um golfíþróttina Jólagjöf allra kylfinga! Saga golfs á Íslandi er ævintýri. Hún segir frá því hvernig frumherjarnir ruddu ótrauðir brautina og hvernig tókst að gera íþróttina að almenningseign – því golf er ein vinsælasta íþrótt sem stunduð er hér á landi. Golfsaga Íslands spannar ekki nema mannsaldur en hún hefur að geyma frásagnir af stórum viðburðum, mótlæti og eftirminnilegum sigrum. Sagan er skráð af nákvæmni, í fjörlegum og læsilegum stíl, studd fjölda skemmtilegra mynda sem sýna hver þróunin varð og hvernig takmarkinu var náð. Fjölbreyttri golfiðkun fyrr og nú eru gerð eftirminnileg skil í þessu viðamesta ritverki sem gefið hefur verið út um golf á Íslandi.
Aragrúi ljósmynda á rúmum 800 blað síðum af fróðleik um golf á Íslandi í tveimur bindum í vandaðri öskju. Verði er stillt í hóf.
Ómissandi rit
fyrir alla þá sem unna golfi
Ánægðir gestir þrátt fyrir blautt sumar á Brautarholtsvelli
V
ið höfum fengið mjög jávæð viðbrögð frá gestum okkar – og það hvetur okkur til þess að halda áfram og gera enn betur,“ segir Gunnar Páll Pálsson en hann er í forsvari fyrir Golfklúbb Brautarholts á Kjalarnesi. Brautarholtsvöllur var opnaður haustið 2012 og sl. sumar var því fyrsta „alvöru sumarið“ í sögu vallarins. Gunnar segir að veðurguðirnir hafi ekki verið hliðhollir íslenskum kylfingum í sumar en ástandið verði örugglega ekki eins á því næsta. „Við erum í 4-5 km fjarlægð frá þjóðveginum og fjallinu og veðráttan er því aðeins önnur hér hjá okkur en uppi við veg. Það má segja að það sé svipað veður hér og í Mosfellsbæ og einnig á strandhlutanum á Korpu,“ segir Gunnar. Það eru landeigendur í Brautarholti sem standa á bak við uppbygginguna á vellinum og er þegar byrjað að undirbúa stækkun vallarins í 12 holur og í framtíðinni er gert ráð fyrir 18 holu velli. „Það sem við erum að stíla inn á er að kylfingar fái skemmtilega og öðruvísi golfupplifun hjá okkur á þessum frábæra velli. Við höfum nú þegar fengið mörg hundruð gesti til okkar og það eru allir ánægðir.
Gunnar Páll Pálsson
Útsýnið frá vellinum er stórfenglegt.
Sl. sumar var mjög sérstakt, og við vorum að glíma við bleytu í vellinum hjá okkur en mér sýnist að þær framkvæmdir sem farið var í hafi bætt ástandið til muna.“ Í Brautarholti er nýtt og glæsilegt klúbbhús og segir Gunnar að til lengri tíma litið sé markmiðið að starfrækja öflugan golfklúbb.
Samkvæmt skráningu hjá GSÍ eru 14 félagar skráðir í klúbbinn en Gunnar á von á því að þeim eigi eftir að fjölga á næstu misserum. „Félagafjöldinn er ekki fjölmennur og við áttum ekki von á neinni sprengju á meðan við værum að markaðssetja okkur. Til lengri tíma litið þá teljum við að Brautarholt sé góður valkostur fyrir þá sem vilja komast í golf nánast þegar þeir vilja. Það eru margir sem telja að veðurfarið hjá okkur sé ávallt eins og við fjallið uppi á Kjalarnesinu sjálfu en það er alls ekki þannig. Á meðan gestir okkar fara héðan ánægðir þá styrkjum við ímynd vallarins og það er það sem við vinnum markvisst að,“ sagði Gunnar Páll Pálsson.
1. brautin er erfið en glæsileg.
112
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
TILBOÐ
Í BÁSUM Þú kaupir Gullkort í Básum á kr. 5.950 og færð Platínukort að verðmæti kr. 10.950. Tilboðið gildir til 31. desember 2013
Nýttu tækifærið og fylltu á kortið fyrir æfingarnar í vetur!
Tilvalið í jólapakkann
Sími 555 7200 • www.progolf.is
Breytingar á Hvaleyrinni Þrjár nýjar brautir í vinnslu
F
rá því að Hvaleyrarvöllur var stækkaður í 18 holur árið 1997 hafa legið fyrir teikningar að breytingum á eldri hluta vallarins. Hraunið eins og það er kallað var tekið í notkun árið 1997 en lítið hefur verið hreyft við skipulaginu á Hvaleyrarholtinu þar sem að eldri hluti vallarins er. Keilismenn hafa á undanförnum misserum unnið að því að fara af stað í viðamiklar breytingar á eldri hluta vallarins og eru framkvæmdir nú komnar langt á veg. Markmiðið að allt verði klárt fyrir Íslandsmótið í höggleik sem fram fer í Hafnarfirði árið 2017 þegar Keilir fagnar 50 ára afmæli. „Við höfum farið í ýmsar framkvæmdir á undanförnum árum sem voru ofar á forgangslistanum. Þar ber að sjálfsögðu fyrst að nefna æfingasvæðið okkar við Hraunkot og inniaðstöðuna. Aðstæður í efnahagslífinu hafa einnig dregið úr framkvæmdahraðanum á breytingunum á eldri hluta vallarins en núna er þetta allt farið af stað og gengur vel,“ segir Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis. „Við byrjuðum fyrir tveimur árum síðan og stefnum á að ljúka þessu fyrir 50 ára afmæli klúbbsins árið 2017. Þetta eru talsverðar breytingar sem við förum í á Hvaleyrinni – en það góða við þetta er að við getum unnið þetta án þess að trufla mikið golfleik á vellinum. Við erum að vinna okkur land innan okkar svæðis og 90% af framkvæmdunum verða kylfingar ekki varir við á meðan á þessu stendur yfir.“ Um er að ræða þrjár nýjar golfholur á eldri hluta Hvaleyrarvallar. Það hefur verið draumur margra í mörg ár að vera með golfholur í útjaðrinum á Hvaleyrinni. Með nýja skipulaginu þá verður það raunin. Hvaleyrarbungan eins og við köllum hana hentar verr til golfvallargerðar en við munum nýta það svæði undir æfingavöllinn sem kenndur er við Sveinkot. Þær holur sem detta út af gamla hlutanum eru 13., 14. og 16. Í stað þeirra eru að koma gríðarlega sterkar golfholur í frábæru umhverfi. Ég hlakka mikið til að sjá og leika á þessum velli eftir breytingarnar. Samhliða þessum breytingum verða gerðar endurbætur á Sveinkotsvellinum sem er mikið notaður. „Sveinkotsvöllurinn fer upp í par 35, en hann verður ekki langur, við erum að reyna að ná til byrjenda og einnig Keilisfélaga. Við viljum sjá fleiri félagsmenn nota þá aðstöðu sem er í boði á Sveinkotsvelli og hann verður mun betri eftir þessar breytingar. Ég finn að félagsmenn í Keili eru spenntir fyrir þessari framkvæmd og breytingum á vellinum,“ sagði Ólafur Þór Ágústsson. 114
Ný flöt og braut sem verður númer
„Bergvíkur-stíll“ yfir þessari flottu braut, par 3 og verður sextánda brautin. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Jólagjöfin fæst hjá epli.is
Jólaopnun auglýst nánar á www.epli.is
Eagle Creek golfvöllurinn í Orlando. Snorri Hjaltason „sendiherra“ Íslands á staðnum
Vinsæll meðal Íslendinga
Snorri með Sam sem er einn af stjórnendum Eagle Creek.
E
agle Creek golfvöllurinn í Orlando er einn vinsælasti golfvöllurinn í þessari sólríku borg í Flórída og líka hjá Íslendingum. Fjöldi hringja á vellinum ár hvert nemur um 50 þúsund sem er ansi mikið. Hinn kunni kylfingur, Snorri Hjaltason, var meðal þeirra fyrstu sem eignaðist húseign við Eagle Creek og hefur síðan verið nokkurs konar sendiherra Íslendinga á staðnum.
Völlurinn var tekinn í notkun árið 2004 og Snorri festi kaup á húsi við golfvöllinn í ársbyrjun 2005. Snorri hefur alltaf verið með mikla golfdellu og hann var snemma mættur á nýlegan Eagle Creek völlinn sem hann segist hafa fallið fyrir strax í byrjun enda gríðarlega fjölbreyttur og skemmtilegur. Tveir kunnir golfarkitektar hönnuðu saman þennan völl, Bandaríkjamaðurinn Ron Garl og Englendingurinn Howard Swan en hann kom að hönnun Grafarholtsins á sínum tíma. Hönnunin er þannig amerísk-evrópsk, keppnisvöllur af bestu gerð. Eagle Creek hefur fengið nokkrar flottar útnefningar í vali á bestu golfvöllum Flórída. Golflink. com valdi til dæmis EC númer tvö í vali á bestu golfvöllum Flórída og setti hann í 27. sæti yfir bestu velli í Bandaríkjunum. Þá fékk völlurinn mjög góða dóma hjá bandaríska golftímaritinu Golf Digest í leit sinni að bestu golfsvæðunum eða „Best places to play“. Eagle Creek er 6500 metrar á öftustu teigum og 300 metrum styttri á hvítum teigum. Á gulum teigum er hann 5800 metrar en sú lengd er vinsæl meðal flestra. Á vellinum eru fimm par 5 brautir, þar af tvær frábærar, 13. og síðan 18. brautin en hún er að margra mati ein fallegasta golfbraut í Flórída. Risastór 116
tjörn liggur meðfram allri brautinni og hún klífur síðan brautina fyrir framan flötina. Það er afar sjaldgæft að slegið sé inn á flöt í tveimur höggum nema hjá þeim sem eru mjög högglangir. Snorri hlær þegar hann er spurður hvort hann hafi náð því og játaði því reyndar, og fékk auðvitað „örn“ eða „eagle“ á holunni sem hann segir að upphaflega hafi átt að vera löng par 4. Með breytingunni í par 5 varð brautin miklu skemmtilegri. Aðspurður um aðra uppáhaldsbraut á vellinum nefnir Snorri strax 14. brautina sem er par 4. Þar er margar glompur í „dræv“-lengd beggja megin brautarinnar en flötin liggur miklu neðrar en efri partur brautarinnar. Með löngu „drævi“ sé þó hægt að slá yfir glompurnar og þá lendir boltinn í brekku sem skilar honum jafnvel inn á flöt. Virkilega skemmtileg hola. Sautjánda og 8. hola sem eru báðar mjög flottar par 3. Snorri nefnir líka 4. brautina sem er par 5. Við, nokkrir Íslendingar sem lékum þarna nokkrum sinnum í byrjun nóvember vorum sammála þessu vali Snorra. Fjölbreytni brauta er mikil. Þær eru ágætlega breiðar og það hentar flestum Íslendingum vel. Flatir eru mjög góðar en bjóða oft upp á lúmskt brot. Verulega hraðar en taka vel á móti. Það er gaman
að slá inn á slíkar flatir þar sem boltinn stoppar fljótt. Við völllinn er mjög gott æfingasvæði, glæsilegt klúbbhús með veitingastöðum og bar. Þá er mjög fín golfverslun í klúbbhúsinu. Við völlinn má sjá miklar byggingaframkvæmdir. Snorri segir aðal ástæðuna vera þá að fjölmargir sæki nú í þetta hverfi einna helst út af því að mikið sé um atvinnutækifæri í nágrenninu, þar á meðal rannsóknarstofur og heilbrigðisstofnanir, m.a. hátækni barnaspítali en allir þessir vinnustaðir kalli á mikið starfsfólk. „Í Flórída vílar fólk sér ekki við að flytja á milli staða. Það vill búa eins nálægt vinnustaðnum sínum og hægt er.“ Í Eagle Creek eru á fjórða tug húseigna í eigu Íslendinga og hefur aukist ár frá ári. Völlurinn er einn vinsælasti í Orlando og Snorri Hjaltason hefur verið duglegur að kynna hann fyrir Íslendingum og er því nokkurs konar sendiherra á staðnum. Í raun félagi númer eitt. „Sókn Íslendinga á völlinn hefur aukist á hverju ári og þeir eru aufúsugestir hérna. Það er kannski ekkert skrýtið. Flestir Íslendingar taka allan pakkann eins og sagt er, þ.e. þeir kaupa sér veitingar eftir golfhring og þá hafa þeir líka verið góðir viðGOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
17. brautin er par 3 og sérlega falleg.
skiptavinir í golfversluninni sem er með þeim betri á golfvöllunum í Orlando. Þar er t.d. hægt að fá golfvörur með íslenska fánanum. „Íslendingar eiga bara að láta vita hvaðan þeir séu þegar þeir mæta og þá fá þeir betri kjör en gengur og gerist. Stjórnendur Eagle Creek eru afar ánægðir með heimsóknir Íslendinga og munu á árinu 2014 bjóða félögum í Icelandair Golfers golfklúbbnum sérstakt tilboðsverð á vallargjaldi,“ sagði Snorri. Snorri er svo sannarlega á heimavelli á Eagle Creek vellinum. Hér stoppaði vallarvörður kappann og spjallaði við Íslendinginn sem þeir segja klúbbfélaga númer eitt.
Kappinn hefur leikið með íslenska öldungalandsliðinu en hann dvelur dágóðan hluta af árinu í sólinni í Orlando. Kappinn er duglegur að stunda golfið og er með 4,7 í forgjöf en fór lægst í rúma tvo í forgjöf. Snorri fór fyrir nokkrum árum í golfskóla þar ytra í vikutíma og segist aldrei hafa lært jafn mikið í golfi á stuttum tíma. Hann hrundi niður í forgjöf og lærði margt í þessari frábæru íþrótt. „Það er frábært að spila golf í blíðunni hérna úti. Ég vil bara hvetja Íslendinga til að koma á Eagle Creek. Það verður tekið vel á móti þeim,“ sagði Snorri Hjaltason.
FLEIRI FLOTTIR Í ORLANDO
Átjánda brautin er ein glæsilegasta golfholan í Orlando, par 5 þar sem vatnstorfæra spilar stór hlutverk. Á efstu myndinni sést brautin frá kúbbhúsinu.
CELEBRATION er glæsilegur golfvöllur. Hér sést yfir 6. braut sem er frábær par 4 hola.
Í Orlando eru fleiri glæsilegir golfvellir og margir þeirra í eigu sama aðila og Eagle Creek. Golf á Íslandi fékk tækifæri til að leika nokkra þeirra, m.a. Orange County National, Celebration og Red Tail. Allt frábærir golfvellir. RED TAIL völlurinn er falin náttúruperla, hér er slegið á 9. teig.
ORANGE COUNTY NATIONAL er voldugt golfsvæði, 36 holur og státar af einu stærsta æfingasvæðinu í Flórída. Á vellinum fer fram úrtökumót fyrir öldungamótaröðina í Bandaríkjunum. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
117
Þjóðverjar bjóða Íslendingum í golf; Nú er Budersand á eyjunni Sylt kynnt til leiks. Eyjan var í uppáhaldi hjá Hitler á stríðsárunum:
MAGNAÐUR STRANDVÖLLUR Í STÓRKOSTLEGU UMHVERFI
Þ
Þýskalands. Framkvæmdirnar við völlinn ýskaland hefur á allra síðustu árum kostuðu sitt eða sem nemur um 3 milljnáð að festa sig í sessi sem áhugaörðum kr. verður kostur í golfferðamennsku. Alls eru fjórar gerðir af teigum á Budersand. Margir glæsilegir golfvellir eru í ÞýskaÖftustu teigar eru hvítir, alls 6.020 metrar, landi og það er óhætt að segja að Budbláir koma þar næst 5.403 m., rauðir 5.292 ersand á eyjunni Sylt skeri sig algjörlega m., og appelsínugulir 4.965 m. Par vallarins úr í samanburði við aðra velli í Þýskalandi. er 72 og skipting brauta er hefðbundin – Sylt er þekkt stærð hjá Þjóðverjum og eitt fjórar par 5 brautir, fjórar par 3 og 10 par best geymda leyndarmál þeirra – þrátt fjórir. fyrir að 800.000 ferðamenn heimsæki Það má ekki búast við öðru en roki á Sylt – eyjuna árlega. Þjóðverjar elska að anda að sér sjávarloftinu Golf á Íslandi heimsótti í sumar eyjuna Sylt á þessari eyju, og greiða stórfé fyrir slíka þar sem að leikið var á einum glæsilegasta upplifun. Vindurinn er ávallt í aðalhlutverki strandvelli Evrópu – Budersand. Fleiri á Budersand vellinum. Sumir elska vindinn golfvellir eru á Sylt og er hægt að finna góð tilboð þar sem að í boði er að leika á mörgum völlum á nokkrum dögum fyrir sanngjarnt verð. Hafist var handa við að byggja völlinn árið 2005 og sá Rolf– Stephan Hansen um hönnun vallarsins og er óhætt að segja að vel hafi tekist til. Rífa þurfti 40 byggingar, gamla olíutanka, en mikið af hermannvirkjum var á svæðinu sem þurfti að fjarlægja. Sylt var á sínum tíma Ein af mörgum flottum golfeinn af uppáhaldsdvalarstöðum brautum í mögnuðu umhverfi. Adolfs Hitlers. Í síðari heimsstyrjölinni var gríðarlegur fjöldi hermanna á eyjunni og það var aðrir hata hann – þannig er lífið. einn af draumum Hitlers að ráðast á EngUpplifun kylfinga á Budersand er einstök land frá eyjunni Sylt. – þar hefur tekist vel til að búa til svipað Völlurinn var tekinn í notkun árið 2008 – en andrúmsloft og einkennir þekkta strandhann er staðsettur á syðsta hluta eyjarinnar. velli á Bretlandseyjum. Enginn dagur er eins Markmiðið var að gera „ekta“ strandvöll á golfvellinum þar sem að náttúröflin sjá sem gæfi þeim allra bestu á Bretlandseyjum ávallt til þess að nýjar áskoranir þarf að leysa ekkert eftir. Það er hægt að undirstrika að á hverjum degi. Budersand er eini alvöru það tókst. „links“ golfvöllur Þjóðverja og þeir eru ákafÁrið 2009 fékk Budersand viðurkenningu lega ánægðir með hversu vel hefur tekist til sem besti nýi golfvöllur Þýskalands hjá tímavið hönnun vallarins og það góða umtal sem ritinu Golf Digest þar í landi. Árið 2010 og hann hefur fengið hjá gestum. Sandhólarnir, aftur 2012 fékk Budersand viðurkenningu fyrir að vera einn af þremur bestu golfvöllum sem eru helsta einkenni Sylt, njóta sín vel
118
á golfvellinum – og falla vel inn í heildarmyndina. Þegar staðið er á fyrsta teig vallarins vakna strax upp spurningar hvernig best sé að slá upphafshöggið. Það er ekki nóg að hitta brautina sem er þvengmjó, það þarf líka að hitta rétta staðinn þannig að boltinn fari ekki í eina af fjölmörgum brautarglompum sem eru út um allt. Það eru fjölmargar brautir sem eru eftirminnilegar og standa upp úr. Sérstaklega par 3 brautirnar þar sem flatirnar eru umkringdar sandhólum. Á síðari níu holunum eru tvær stórskemmtilegar par 3 brautir, sú 13. og 15. sem sitja eftir í minningunni. Við 15. flöt er útsýnispallur fyrir útivistarfólk og er oft fjölmenni þar sem fylgist einnig með tilþrifum kylfinga. Fleiri glæsilegar brautir eru á þessum velli og þar má nefna lokaholuna sem býður upp á ýmsa möguleika – og það er glæsilegt að horfa upp að golfhótelinu frá brautinni. Flatirnar á Budersand eru gríðarlega hraðar þrátt fyrir að flatirnar séu slegnar í 5.5 mm hæð þá bregst grasið við með þeim hætti að flatirnar virðast vera slegnar í 3 mm hæð – en grastegundinn er túnvingull eða fescue. Að meðaltali er hraðinn á flötunum 10-10,5 á stimpmetra og hraðinn eykst verulega þegar vindurinn er tekinn með í reikninginn. Æfingasvæði er við golfhótelið, og er aðstaðan góð fyrir stutta spilið og pútt. Ekki er hægt að slá löng högg á æfingasvæðinu – en að öðru leyti er aðstaðan til fyrirmyndar. Budersand golfvöllurinn er einstakur í sinni röð og vel þess virði að gera sér ferð á þessa frábæru eyju, til þess að upplifa stórkostlegan golfvöll í mjög sérstöku umhverfi.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
SIMPLY CLEVER
BREIÐARI, LENGRI, LÉTTARI OG HLAÐINN BÚNAÐI
Nýr SKODA Octavia Combi 4x4. ŠKODA Octavia Combi er glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll, hlaðinn staðalbúnaði. Má þar meðal annars nefna nálgunarvara að aftan, 16” álfelgur, fjarstýringar í stýri fyrir útvarp og síma og Bluetooth búnað fyrir síma og tónlist.
ŠKODA Octavia Combi 4x4 4.890.000,-
Eyðsla frá 3,8 l/100 km
CO2 frá 99 g/km
5 stjörnur í árekstrar prófunum EuroNcap
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Átjánda flötin og glæsilegt hótelið í baksýn. Golfvöllurinn svíkur engan.
Frábært fyrsta flokks golfhótel
Golfhótelið Bundersand Golf & Spa stendur við völlinn og er það fyrsta flokks. Við hönnun hótelsins var lögð áhersla á að það myndi falla vel inn landslagið og er hönnum þess nútímaleg – einfaldleikinn er samt sem áður í fyrirrúmi og áhrif frá skandinavískum hönnuðum áberandi. Glæsileg aðstaða er á hótelinu fyrir gesti sem vilja njóta lífsins og slaka á – fyrsta flokks heilsulind, æfingasalur og fyrirtaks veitingastaðir. Alls eru 79 herbergi á hótelinu – hvert öðru glæsilegra. Veitingahúsið Strönholt á golfvellinum sjálfum er í hæsta gæðaflokki. Þar er frábært útsýni yfir völlinn og höfnina sem þar er rétt hjá. Kylfingar eru ekki þeir einu sem nýta sér veitingastaðinn sem er einnig gríðarlega vinsæll á meðal þeirra sem njóta útivistar í næsta nágrenni við Budersand.
Hvernig kemstu til Sylt? Bifreið: Panta þarf pláss fyrir bílinn í lest sem fer frá Niebüll – og það tekur um 40 mínútur að fara yfir til Sylt. Ferja: Frá bænum Rømø í Danmörku er hægt að taka ferju og sú ferð tekur um 40 mínútur. Lest: Það eru margar leiðir með lest til Sylt en lokahnykkur ferðarinnar er ávallt frá Niebüll. Flugvél: Það er einfaldasta leiðin til Sylt að fara með flugi og margir kostir í boði. Lufthansa og Airberlin fljúga reglulega til Sylt og eru litlar skrúfuvélar notaðar.
„Það ætti engum að leiðast á Sylt því gríðarlegur fjöldi veitingastaða er á eyjunni og það er nóg um að vera fyrir þá sem vilja skemmta sér í góðra vina hópi“
Gott mannlíf, veitingastaðir og stráþök
Eitt af helstu einkennum Sylt er að flest húsin eru með stráþökum og þeim er vel við haldið. Það eina sem skyggir á glæsilega heildarmynd eyjarinnar eru nokkrar steyptar byggingar sem voru örugglega góð hugmynd þegar þær voru reistar á árunum í kringum 1980 – en þær eldast ekki vel og setja ljótan svip á miðbæinn. Það má segja að Sylt sé samansett úr 12 bæum sem liggja víðsvegar um eyjuna. List, Kampen, WenningstedtBraderup og Westerland eru þar stærstir og mesta mannlífið er á þeim stöðum. Það ætti engum að leiðast á Sylt því gríðarlegur fjöldi veitingastaða er á eyjunni og það er nóg um að vera fyrir þá sem vilja skemmta sér í góðra vina hópi. www.gc-budersand.de www.die-golfinsel-sylt.de 120
Staðreyndir um Sylt - Sylt er stærsta þýska eyjan í Norðursjó en eyjan verður seint talin vera stór, rétt um 35 km á lengd og mesta breidd eyjunnar er um 10 km. - Talið er að eyjan hafi orðið til fyrir um 8000 árum. - Hægt er að ferðast út í eyjuna með lest en teinarnir liggja yfir svokallað Hindenburg damm. Hægt er að taka bifreið með út í eyjuna og þarf að koma farartækinu á lestarvagn því enginn vegur er til Sylt. - Sylt er þekktur sumardvalarstaður og er fermetraverð á fasteignum þar með því hæsta sem þekkist í Evrópu. - Um 20.000 hafa fasta búseti í Sylt en á hverjum degi ferðast um 4.000 manns til og frá vinnu á milli meginlandsins og Sylt. Hátt íbúðaverð gerir það að verkum að margir geta ekki búið í eyjunni. - Á hverju ári ferðast um 850.000 manns til eyjarinnar og er rými fyrir 58.000 í gistingu á sama tíma. - Það eru nánast engar líkur á því að það sé logn á Sylt – eða 1% líkur. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ECCO GOLFSKÓ
Í JÓLAPAKKANN
ECCO - KRINGLAN STEINAR WAAGE - SMÁRALIND & KRINGLAN GOLFBÚÐIN - HAFNARFIRÐI GOLFSKÁLINN - REYKJAVÍK SKÓBÚÐIN - KEFLAVÍK NÍNA - AKRANESI
SKÓBÚÐ - SELFOSS AXEL Ó - VESTMANNEYJUM SKÓR.IS - NETVERSLUN EAGLE - AKUREYRI SKÓBÚÐIN - HÚSAVÍK HOLE IN ONE - REYKJAVÍK
Fararsnið býður sérhannaðar golf- og menningarferðir
MENNING OG GOLF Í TOSCANA Á ÍTALÍU G
olf er menning að mati flestra kylfinga og nú geta íslenskir golfáhugamenn sameinað golfog menningaráhuga sinn í ferðum sem ferðaskrifstofan Fararsnið stendur fyrir. Jón Karl Helgason, sem hefur skipulagt ferðir Íslendinga til Ítalíu sl. 15 ár segir að lögð sé áhersla á að ferðirnar séu persónulegar – og að nóg sé um að vera, einnig fyrir þá sem eru ekki með golfíþróttina í efsta þrepi á forgangslistanum. Jón Karl var lengi skóla-
stjóri tónlistarskólanna á Seltjarnarnesi og Akranesi og hefur tengst kórstjórn sl. 35 ár og golf hefur lengi verið áhugamál hans.
„Grunnur hverrar ferðar er að gist er í heilsubænum Montecatini Terme en þar er dvalið á fjögurra stjörnu hóteli í miðbænum. Þá er hægt að velja um fjóra golfvelli eða margvíslegar gönguleiðir í Toscana ef þess er óskað. Ferðirnar eru þannig skipulagðar, að fólk sem ekki leikur
golf, t.d. makar, geta auðveldlega farið með í þessar ferðir þó hluti tímans sé notaður í golfleik,“ segir Jón en hámarksfjöldi í hverja ferð er 30. „Við leggjum áherslu á að hver hópur geti skipulagt ferð í samræmi við áhugamál sín. Sem dæmi um slíka ferð er að flogið er til Mílanó og ekið til Toscana. Fyrstu þrjá dagana er dvalið á golfsvæði í Chianti héraðinu og nær eingöngu leikið golf. Síðan er farið til Montecatini Terme og dvalið þar í 7 daga. Frá Montecatini Terme er ekið á golfvelli og leikið golf hvort sem það er þrisvar eða fjórum sinnum. Þá er farið til Flórence, og annan dag ekið um Chianti héraðið með leiðsögumanni. Miðaldarbæir eins og Pisa, Lucca og San Gimignano eru skoðaðir. Það er farið á matreiðslunámskeið, farið á fyrirlestra um ítölsk vín og vínmenningu, tónleika, farið í spa og ferðalangar fá yfirsýn yfir sögu Ítalíu. Í svona ferð er borðað bæði á hóteli og farið á valda veitingastaði, m.a. einnar stjörnu Michelin veitingastað. Við leitumst við að hafa sem mest innifalið í verði ferðarinnar þannig að viðbótarkostnaður á að vera sem minnstur,“ segir Jón. Golfvellirnir sem hægt er að leika í þessum ferðum eru: Castelfalfi við Montaione, Le Pavoniere, Golf Club Poggio dei Medici og Montecatini. Aðspurður um ástæðu þess að hann hafi byrjað að skipuleggja golfferðir til Toscana, þar sem blandað er saman menningu Ítala og golfi og/eða gönguferðum er að sögn Jóns Karls vegna mikils áhuga margra kylfinga á að kynnast golfi á Ítalíu og þá sérstaklega í Toscana.
122
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Sláðu lengra við bestu skilyrði Í golfferðum Heimsferða er lögð áhersla á að allir þættir séu fyrsta flokks en í boði eru hinir sívinsælu staðir Arcos Gardens, Costa Ballena, La Gomera, La Sella, Montecastillo og Novo Sancti Petri.
GOLFVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Golfkylfur og golfsett fyrir karla, konur og börn
Golfkerrur
Gæðavörur á góðu verði. Við leggjum áherslu á vörur fyrir byrjendur og meðalgóða kylfinga.
Ennþá la u Gomera s sæti á La í febrúa r
Þriggja hjóla frá kr. 10.900 Clickgear kr. 39.800 Rafmagnskerrur frá kr. 89.900
Golfsk Ballena ólinn á Costa í öllum ferðum
VIKULEGAR FERÐIR. PERSÓNULEG FARARSTJÓRN. VORFERÐIR KOMNAR Í SÖLU. Ennþá laus sæti!
OPTISHOT golfhermir
Verð frá
kr. 179.900 PROQUIP fatnaður
PROQUIP hefur verið regnfatnaður Ryder Cup-liðs Evrópu í yfir 30 ár. Mjög vandaður regnfatnaður, léttur og lipur, vatnsheldur, vindheldur og andar. Ullarpeysur í mörgum litum, vatnsvarðar „Showerproof“. Tökum pantanir í PROQUIP-fatnað með RYDER CUP 2014 merkingu.
14 af bestu völlum heims, 4 leikmenn og æfingasvæði. Greinir högg og boltaflug. Keyrður á venjulegri tölvu með skjá, skjávarpa eða sjónvarpi. Þarf ekki stærra rými en H > 2,6 m, B > 3 m og L > 4 m. Aðeins kr. 83.900
LAZER fjarlægðarkíkjar
Nettir og auðveldir í notkun, nákvæmir, fljótir að mæla, scan og pinnastilling. Taska fylgir. Verð frá kr. 27.900
Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 11–15 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Ármúla 40
•
Sími 553 9800
•
www.golfoutlet.is
5. TBL. DES. 2013. 23. ÁRG.
Kjölur 4,5 mm
GOLF Á ÍSLANDI DESEMBER 2013
FORGJAFARLÆGSTIR VALLARMETIN Á ÍSLANDI ÚLFAR UM STÖÐUNA HEIÐAR OG DALVÍKINGARNIR LÖGUM PÚTTIN Í VETUR GOLF Á EYJU HITLERS
FÍTON / SÍA
STENSON Í STUÐI! SVEIFLAN OG SAGAN
Gleðileg jól og farsælt komandi golfár! Eimskip, sendir golfurum nær og fjær kæra jóla- og nýárskveðju með ósk um sílækkandi forgjöf á komandi ári. Eimskip siglir með golfstraumnum!
SYSTKININ Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | www.eimskip.is
STIGAMEISTARAR