Golf á Íslandi - 5. tbl. 2016

Page 1

5. TBL. 2016

GOLF.IS

„Ótrúleg tilfinning!“ Ólafía skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands




Framtíðin er í dag Nýir samkeppnisaðilar eru sífellt að skjóta upp kollinum og þá skiptir máli að fyrirtæki séu nógu lipur til að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Til að skara framúr þarf að horfa fram á við en nýta þau tæki sem standa til boða í dag. Við hjálpum þér að búa þig undir framtíðina. Kynntu þér okkar þjónustu á kpmg.com/is/framtidin

kpmg.is


GAS

ÞÚ GETUR SLAKAÐ Á OG UPPLIFAÐ ÖRYGGI VIÐ GRILLIÐ MEÐ AGA GAS

Ráðandi - auglýsingastofa ehf

ALLS STAÐAR


Meðal efnis:

34

16

Sýnum karakter: „Minni innri Federer“ - pistill efir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur.

Hvaleyrarvöllur í 15. sæti yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Fimm íslenskir golfvellir á listanum.

24 30 Walter Hjartarson er einn af fjölmörgum kylfingum sem hafa tekið íþróttina föstum tökum.

Kylfingar lifa fimm árum lengur – Áhugaverðar niðurstöður úr sænskri rannsókn.

100 44

„Mummi Lár“ er sjálfboðaliði ársins 2016 - „Ég er hættur að vinna og hef því nægan tíma“

Golf á Íslandi

Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson.

Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.

Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir.

Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is. Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is

6

Golfárið hjá Tuma Hrafni Kúld frá Akureyri var eftirminnilegt.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit

Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, Frosti Eiðsson, GR, Eyþór Benediktsson, Jóhann Páll Kristbjörnsson, kylfingur.is, erlendar myndir golfsupport.nl, ýmsir aðrir. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson.

Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í apríl/maí 2017.


EINSTAKUR HLJÓMBURÐUR BOSE FÆST HJÁ NÝHERJA

SOUNDBAR 300 WI-FI

NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / NETVERSLUN.IS


Blað hefur verið brotið Árið 2011 setti golfhreyfingin á Íslandi sér nýja stefnu í afreksmálum. Í stefnunni má finna ýmis markmið og leiðir að þeim markmiðum en í stuttu máli má segja að meginmarkmiðið hafi verið þetta: Að koma íslenskum kylfingi á sterkustu mótaröð heims, PGA-mótaröðina. Íslenska þjóðin er golfsjúk og sjúkdómseinkennin eru afar jákvæð. Hér eru flestir kylfingar í heimi sem leika flestu golfvelli heims, miðað við höfðatölu. Ekki nóg með það, þá fer okkur fjölgandi! Það er markmið okkar að standa að fjölmennustu íþróttagrein landsins og það er raunhæft markmið, sérstaklega í ljósi árangurs okkar besta kylfings í síðustu viku. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er nýbúin að leika á einu erfiðasta golfmóti heims, ekki endilega vegna gæða kylfinganna sem þar léku heldur miklu frekar vegna þess sem í húfi var fyrir keppendur. Þar voru annars vegar mættir kylfingar sem börðust fyrir áframhaldandi keppnisrétti sínum á mótaröðinni og hins vegar kylfingar sem voru að leita að tækifærinu sem þá hefur dreymt um síðan í bernsku. Á lokastigi úrtökumótins fyrir PGA-mótaröðina er allt undir. Árangur Ólafíu Þórunnar er enn glæsilegri í því ljósi. Þessi árangur kemur samt ekki af sjálfu sér. Hann er ávöxtur gríðarlegrar vinnu, fórnfýsi og metnaðar Ólafíu undanfarin ár, í bland við einstaka hæfileika hennar. Hún hefur sýnt það og sannað að hún er stórkostlegur kylfingur – sá besti sem við höfum átt. Þótt árangurinn sé að mestu leyti kylfingnum sjálfum að þakka þá eru engu að síður margir aðrir sem mega vera stoltir af því að hafa hjálpað til. Allt frá því Ólafía var ung stúlka hafa hundruð áhugasamra kylfinga lagt lóð á vogarskálarnar og gert það að verkum að Ólafía hefur fengið að spila golf við bestu aðstæður hverju sinni. Allt frá ræsinum í unglingamótinu á Korpu - að þjálfara hennar. Allt frá sjálfboðaliðanum sem sá um að nægt vatn var til staðar fyrir keppendur á úrtökumótinu - að hennar stærsta styrktaraðila. Allir hafa þessir aðilar hjálpað til og allir mega þeir vera stoltir af þeim árangri sem Ólafía hefur náð. Sérstaklega sjálfboðaliðarnir. Það er ekki víst að þetta hefði tekist án þeirra hjálpar. Nýr kafli hefur nú verið skrifaður í íslenska golfsögu og Ólafía Þórunn er söguhetjan. Þótt hún sé nú komin á efsta stig íþróttarinnar þá er framtíðin engan veginn tryggð. Henni standa vissulega mikil tækifæri til boða en hún þarf virkilega að hafa fyrir því að ná frekari árangri. Hún þarf því áfram á öllum okkar stuðningi að halda og við hlökkum til að veita henni hann. Það er sérstakt gleðiefni þegar markmiðin nást. Við settum okkur það markmið árið 2011 að eignast kylfing á sterkustu mótaröð heims, því betri auglýsingu getur íslenskt golf ekki fengið. Nú þurfum við að setja okkur enn hærri markmið.

8

GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands

Ég óska kylfingum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Með jólakveðju, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands


VIÐ ERUM STOLT AF ÞÉR!

Við óskum Ólafíu Þórunni innilega til hamingju með frábæran árangur og styðjum stolt við bakið á henni.


Hvað þýðir þetta fyrir Ólafíu?

Með árangri sínum á lokaúrtökumótinu tryggði Ólafía sér sæti í 12. flokki á LPGAmótaröðinni. Það þýðir í raun að hún er í 120. Sæti á styrk­leika­listanum. Miklu máli skipti fyrir hana að vera svona ofarlega á lokaúrtöku­mótinu. Þessi staða breytist ekkert hjá henni á tímabilinu 2017. Ólafía er því ávallt næstfremst í röðinni í þessum styrkleikaflokki þegar kemur að því að deila út sætum á þeim mótum sem eru á LPGA-mótaröðinni. Sem dæmi má nefna að í fyrra fengu 15 kylfingar af þeim 20 sem tryggðu sér keppnisrétt á LPGA á lokaúrtökumótinu tækifæri á fyrsta mótinu á tímabilinu 2016. Og á öðru mótinu fengu rúmlega tíu af nýliðunum tækfæri. Hvað fær hún tækifæri á mörgum mótum? Það er óvíst og fer allt eftir árangri Ólafíu. Bandaríski kylfingurinn Grace Na var í sömu stöðu og Ólafía í fyrra á loka­úrtöku­ mótinu. Na var í 120. sæti styrkleikalistans á LPGA í 12. flokki og hún lék á 18 mótum. Simin Feng sem sigraði á lokaúrtökumótinu í fyrra fékk 22 mót á LPGA og vann sér inn rúmlega 22 milljónir kr. í verðlaunafé. Fær Ólafía öruggar tekjur á LPGA? Nei, líf atvinnukylfinga er flóknara en það. Keppendur fá ekkert verðlaunafé ef árangurinn er ekki góður. Keppendur

10

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað þýðir þetta fyrir Ólafíu?


þurfa sjálfir að standa straum af öllum grunnkostnaði, ferðalögum, upphaldi og gistingu. Ef vel gengur á mótunum dugir verðlaunaféð upp í þann kostnað. Þeir kylfingar sem ná bestum árangri fá góðar tekjur. Margir keppendur eru hins vegar með bakhjarla sem sjá til þess að þeir geti einbeitt sér að íþróttinni. Á LPGA-mótaröðinni eru allir sterkustu leikmenn veraldar. Stórstjörnur í golfinu á borð við Lydiu Ko, Ariyu Jutanugarn, Brooke M. Henderson, In Gee Chun, Shanshan Feng, Sei Young Kim, Önnu Nordqvist og Brittany Lang. LPGA-mótaröðin á sér langa sögu og er elsta atvinnudeild kvenna í Bandaríkjunum. Árið 1950 var LPGA stofnað en samtökin eru regnhlífasamtök atvinnukvenna og einnig golfkennara. Á mótaröðinni 2017 verða alls 35 mót og fara þau fram víðsvegar um veröldina en flest í Bandaríkjunum. Alls eru fjögur ný mót á dagskrá á næsta ári. Þar af eru tvö í Norður-Ameríku og tvö í öðrum heims­álfum. Til samanburðar voru 25 mót á LPGA árið 2011. Verðlaunaféð á mótaröðinni hefur aldrei verið hærra eða 7,5 milljarðar kr. Á 11 mótum af 35 er verðlaunaféð hærra en áður. Risamótin á LPGA eru fimm en til saman­burðar eru þau fjögur hjá körlunum. Á risamótunum fimm er heildar­verð­launa­féð um

2 milljarðar kr. samtals. Heildar­verðlaunféð á Opna bandaríska meistaramótinu verður um 550 milljónir kr. og er það met. Á tímabilinu 2016 náðu 15 keppendur á LPGA 110 milljónum kr. eða meira í verðlaunafé.

Risamótin fimm eru: ANA Inspiration: 27. mars - 2. apríl: Mission Hills, Rancho Mirage, Kalifornía. KPMG, PGA-meistaramótið: 26. júní - 2. júlí. Olympia Fields, Illinois Opna bandaríska meistaramótið: 10-16. júlí:Trump National, Bedminster, New Jersey. Ricoh, Opna breska meistararamótið: 31. júlí - 6. ágúst. Kingsbarns, Skotland. Evian meistaramótið: 11.-17. sept. Evian Les Bains, Frakkland.

„Ótrúlegt afrek“ „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þetta sé ótrúlegt afrek. Bandaríkin eru Mekka atvinnugolfsins og þar eru stærstu og sterkustu mótaraðirnar. Það er magnað að Ólafía fer þarna inn með stæl og er á meðal þeirra efstu. Það eru aðeins fjórir keppendur sem náðu að komast alla leið með því að fara í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins. Um 600 keppendur börðust um þessi 20 sæti og nálaraugað er því þröngt. Ólafía hefur bætt sig gríðarlega mikið á stuttum ferli sem atvinnukylfingur. Hún hefur lagt mikla vinnu í þetta, bæði líkamlega þáttinn, golfleikinn og ekki síst hugar­fars­ þjálfun sem hefur skipt sköpum. Einnig hefur hún gríðarlega gott bakland frá fjölskyldunni og afrekssjóðnum Forskoti sem greiðir meirihluta kostnaðar hennar við atvinnu­ mennskuna. Það verður gaman og spennandi að fylgjast með henni á nýju ári á stærsta sviðinu í golfinu,“ sagði Úlfar Jónsson íþróttastjóri GKG en hann lætur af störfum sem landsliðsþjálfari nú um áramótin.

GOLF.IS

11


Ólafía þræddi nálaraugað – Á sjötta hundrað kylfingar sátu eftir með sárt ennið

Staða efstu kylfinga á lokaúrtökumótinu: Til að að komast inn á LPGA þarf að fara í gegnum úrtökumót sem er skipt upp í þrjá hluta. Á sjötta hundrað kylfingar sátu eftir að þessu sinni og aðeins 20 efstu komust alla leið. 1. stigið:

2. stigið:

Ólafía endaði í fimmta sæti á fyrsta stiginu sem fram fór í lok ágúst. Lék á -7 samtals (68-71-70-72) 281 högg. Alls reyndu 380 kylfingar við fyrsta stigið og 92 þeirra komust áfram.

Ólafía endaði í 12. sæti á pari, samtals 288 högg (72-73-71-72). Leikið á Plantation Golf and Country Club í Venice á Flórída (Bobcat- og Panther-völlurinn) í lok október. Alls reyndu 192 kylfingar við annað stigið og komust 84 þeirra áfram á lokastigið.

1. Jaye Marie Green, Bandaríkin -13 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ísland -12 3.-.4 Angel Yin, Bandaríkin -11 3.-4. Sadena Parks, Bandaríkin -11

3. stigið: Ólafía endaði í öðru sæti á -12 samtals á fimm hringjum (74-66-67-68-73) 348 högg. Alls kepptu 158 kylfingar á lokastiginu, 20 efstu fengu keppnisrétt á LPGA og sæti 21.40 gefur takmarkaðan keppnisrétt á LPGA.

„Ólafía gerir þetta auðvelt fyrir mig“ „Við erum í skýjunum yfir þessum árangri. Það halda flestir að starf mitt sé erfitt, andlega og líkamlega. Ólafía gerir þetta hins vegar svo létt fyrir mig,“ segir Kristinn Jósep Kristinsson, elsti bróðir Ólafíu, sem var aðstoðarmaður hennar á lokaúrtökumótinu. Kristinn Jósep starfar sem verkfræðingur hjá Verkís en hann var sjálfur í fremstu röð sem kylfingur á unglingsaldri.

„Ég gæti vel hugsað mér að fá tækifæri hjá Ólafíu aftur en við höfum ekkert rætt það. Hún stjórnar því alveg. Mér finnst

12

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað þýðir þetta fyrir Ólafíu?

reyndar að ég sé í sumarfríi í þessu starfi, fær að upplifa heit lönd, aðra menningu og slappa aðeins af. Vinnan mín hjá Verkís er krefjandi og skemmtileg en kylfuberastarfið er góð leið til að breyta aðeins til. Svo fæ ég líka að sjá allt þetta flotta golf - það er ómetanlegt. Kristinn segir að undirbúningur kylfurbera snúist fyrst og fremst um að fylgja rútínu kylfingsins. „Ég fór með Ólafíu til Kína og það var mitt fyrsta verkefrni. Þar fengum við ekki mikinn tíma til að slípa okkur saman. Hitinn var mikill og aðstæður erfiðar. Í því móti bar ég bara kylfurnar. „Hún Ólafía er á flestum stundum hress og kát, eiginlega alltaf á braut í upphafshöggunum, og hittir flatirnar í innáhöggunum. Ég geri lítið annað en að rétta henni dræverinn, síðan

járn og að lokum pútterinn. Það var gaman að finna fyrir stuðningnum að heiman og á golfvellinum. Það gleður mig að árangurinn hjá Ólafíu gerði allt vitlaust á Íslandi og vonandi heldur áhugi landsmanna á íþróttinni áfram að blómstra,“ sagði Kristinn Jósep sem hefur lítið getað spreytt sig á golfvellinum undanfarin ár. „Ég náði hápunktinum þegar ég var 16 ára með 3,2 í forgjöf. Við bræðurnir fórum í golf menntaskóla í Danmörku og við lögðum allt í þetta á þeim tíma,“ segir Kristinn Jósep en bróðir hans er Alfreð Brynjar sem hefur látið mikið að sér kveða á undanörnum árum í afreksgolfinu hér á landi. Kristinn hefur meira látið að sér kveða í bandýíþróttinni þar sem hann er landsliðsmaður. „Það hægðist verulega á golfinu hjá mér þegar ég fór í verkfræðinámið. Það á eftir að aukast aftur þar sem að börnin mín eru farin að leika sér í golfi og Silvia konan mín hefur lært grunninn vel. Hún elskar að fylgjast með Ólafíu. Þetta er allt spurning um tíma og hann kemur vonandi bráðlega,“ sagði Kristinn Jósep.


DRE

24.

GIÐ

DES

.

30 JÓLA LEIKURINN 1 MILLJÓN HEPPNIR SPILARAR VINNA

10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT KOMA ÞÉR Í POTTINN — NÁNARI UPPLÝSINGAR Á LOTTO.IS

VINNINGINN HEIM! LEIKURINN OKKAR

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is

Í tilefni af 30 ára afmæli Íslenskrar getspár vinna 30 heppnir spilarar eina milljón hver á aðfangadag 2016. Í hvert skipti sem þú kaupir 10 raða miða í Lottó, Víkingalottó eða EuroJackpot ferðu í pottinn. Allir áskrifendur er sjálfkrafa með í pottinum.


Ólafía vakti mikla athygli – Var í efsta sæti þegar keppnin var hálfnuð í Abu Dhabi

Ólafía einbeitt á svipinn í Abu Dhabi. Mynd/LET

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði þeim árangri að vera í efsta sæti á fyrstu tveimur keppnisdögunum á Fatima Bint Mubarak mótinu á LET Evrópumótaröðinni í Abu Dhabi. Það er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær að vera í efsta sæti á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. GR-ingurinn var í fimmta sæti fyrir loka­ hringinn en hún endaði í 26.-30. sæti á -7 samtals. Mótið markaði einnig tímamót í sögu LET Evrópumótaraðarinnar því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Besti árangur Ólafíu á fyrsta tímabilinu á LET-mótaröðinni er 16. sæti. Beth Allen frá Bandaríkjunum sigraði á -21 samtals en hún var í næstsíðasta ráshópi með Ólafíu á lokahringnum. Ólafía fékk um 640.000 kr. fyrir árangurinn í Abu Dhabi en alls hefur hún fengið um 1,5 milljónir kr. í verðlaunafé á tímabilinu. Ólafía Þórunn er í 96. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún náði ekki að tryggja keppnisrétt sinn á mótaröðinni en til þess hefði hún þurft að vera í einu af 80 efstu sætunum á styrkleikalistanum. Ólafía þarf því að fara á lokaúrtökumótið í desember í Marokkó. Byrjunin á mótinu í Abu Dhabi var stór­ kostleg. Ólafía lék fyrstu tvo hringina á 65 og 66 höggum eða 13 höggum undir pari vallar. Hún var með þriggja högga forskot fyrir þriðja hringinn sem hún lék á 74 höggum eða +2.

14

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólafía vakti mikla athygli

Lokastaðan hjá Ólafíu í Abu Dhabi: 65-66-74-76 281 högg (-7) Ólafía leikur á sínu fyrsta tímabili á LET Evrópumótaröðinni. Hún hefur ekki fengið eins mörg mót og vonir stóðu til í upphafi. Alls lék hún á sjö mótum á mótaröðinni og Ólafía slær upp úr glompu í Abu Dhabi. Mynd/LET

tveimur úrtökumótum fyrir risamót. Aðeins tvær íslenskar konur hafa náð að komast inn á LET Evrópumótaröðina en Ólöf María Jónsdóttir braut ísinn haustið 2004 og lék á mótaröðinni 2005 fyrst allra.


taka sjálfu Það varð að sjálfsögðu að ur. Mynd/LET ðað sko var inn fálk ar þeg

Ólafía fékk að halda á fálka á opnunarhátíðinni í Abu Dhabi. Mynd/LET

Árangur Ólafíu á LET Evrópumótaröðinni 2016: Lalla Meryem (Marokkó): 106. sæti (80-76) 156 högg +12 *komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Tipsport meistaramótið (Tékkland): 16. sæti (71-69-68) 208 högg -5 (4112 evrur í verðlaunafé). ISPS (Þýskaland): 66. sæti (75-74) 149 högg +5 *komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Andalucia Open (Spánn): 44. sæti (74-73-76-73) 296 högg +8 (1590 evrur í verðlaunafé) Sanya (Kína): 63. sæti (75-74) 149 högg +5 *komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Fatima Bint (Abu Dhabi): 26. sæti (65-66-74-76) 281 högg -7 (5291 evrur í verðlaunafé). Hero (Indland): 64. sæti (76-79) 155 högg +11 *komst ekki í gegnum niðurskurðinn. *Úrtökumót fyrir Opna bandaríska mótið (England): 44. sæti (77-74) 151 högg +7 *komst ekki áfram. *Úrtökumót fyrir Evian-mótið (Frakkland): 11. sæti (73-75) 148 högg +6 (690 evrur í verðlaunafé).

ALBERTO BUXUR Sennilega vinsælustu buxurnar í golfinu á Íslandi síðustu tvö árin, bæði hjá dömum og herrum. Komið, mátið og sannfærist um þægindi og gæði Alberto.

GOLF.IS

15


„Minn innri Federer“ – pistill eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur

Hér er alveg ljóst að Ólafía er að upplifa eitthvað spennandi á flötinni. Mynd/LET

16

GOLF.IS


Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, skrifaði eftirfarandi pistil fyrir verkefnið Sýnum karakter.

Ólafía í keppni á Costa del Sol á Spáni á LET Evrópumótaröðinni. Mynd/LET

„Ég horfði á úrslitaleik á Wimbledon fyrir nokkrum árum, Roger Federer gegn Novak Djokovic. Federer, minn maður, átti ekki sinn besta leik. Hann gerði svo mörg klaufamistök og ekki hægt að segja að hlutirnir hafi fallið með kallinum. Samt sem áður dáðist ég að honum. Það sem mér fannst svo flott hjá honum var hvernig hann tók þessu mótlæti. Hann var svo harður, lét þetta ekki hafa áhrif á sig, gerði bara sitt besta áfram - ný uppgjöf, nýtt tækifæri. Svo tapaði hann leiknum, tók í hendina á Djokovic og rölti rólega út af vellinum. Federer er reyndur og vitur maður. Maður má nefnilega gera mistök, stundum lærir maður jafnvel mun meira á því að gera mistökin en ef allt hefði gengið eins og í sögu. Til þess að varpa ljósi á skemmtilegt dæmi um „pókerface-ið“ má taka keppni í pílukasti. Að mínu mati er svo miklu

svalara og sýnir mikla yfirburði að vera gaurinn sem lætur ekkert hafa áhrif á sig í pílukastskeppninni, lélegt kast - engin viðbrögð, gott kast - kannski smá „fistpump“ til að espa áhorfendur, annars að vera rólegur. Þetta krefst mikillar æfingar. Það sýnir gífurlegan styrk að leyfa ekki neinu að hafa neikvæð áhrif á sig. Ég sjálf er ekki alveg komin á þennan stað en ég held áfram að bæta mig og dag einn MUN ég verða „Ólafía Federer“. Mér finnst stundum gleymast að æfa andlega þáttinn í íþrótta­ greinum. Fæst okkar eru alin upp eins og einhverjir „zen“ munkar. Maður vaknar

heldur ekki bara einn daginn og er allt í einu andlega sterkur. Til þess að bæta sig þarf maður að mæta þessum erfiðu áskorunum þar sem allt er ekki með felldu og standast þær. Ein leið til að bæta sig er að setja markmið fyrir daginn: „Í dag verð ég jákvæð, sama hvað,” og þjálfa sjálfan sig upp í það á æfingu dagsins. Að sjá fyrir sér er líka góð aðferð, hugleiðsla hefur reynst mörgum vel. En fyrst þarf maður að kafa djúpt inn, líta í eigin barm og læra hvað virkar best fyrir mann sjálfan til að ná sem bestum árangri. Svo hægt og rólega bæta sig, það gæti tekið nokkur ár að mastera „Mental Champinn“. Ég skora á ykkur að fara í þennan leiðangur, þjálfarar og íþróttamenn saman, þetta er svo rosalega mikilvægur hluti af íþróttum.“ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.

GOLF.IS

17


„Ótrúleg tilfinning“ –Ólafía Þórunn fyrsti íslenski kylfingurinn á mótaröð þeirra bestu í Bandaríkjunum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir skrifaði nýjan kafla í golfsögu Íslands með því að enda í öðru sæti á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Ólafía lék samtals á 12 höggum undir pari og var einu höggi á eftir Jaye Marie Green frá Bandaríkjunum. Alls komust 20 efstu inn á LPGA-mótaröðina og má gera ráð fyrir að Ólafía fái tækifæri á fyrsta mótinu á Bahamaeyjum í lok janúar á næsta ári.

18

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ótrúleg tilfinning“


BIG MAX KERRUR OG POKAR

Fyrir 5 árum fundum við þetta merki og hófum sölu á kerrum og pokum frá Big Max. Þetta örumerki náði strax vinsældum meðal íslenskra kylfinga og viðtökurnar hafa verið mjög góðar.

Við erum með gott úrval af kerrum, kerrupokum og burðarpokum frá Big Max og flestir ættu að geta fundi kerru og/eða poka við sitt hæfi.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

Í golfpokum leggur BIG MAX mikla áherslu á góða vatnsvörn og flestir pokarnir frá þeim eru algjörlega vatnsheldir

Í kerrunum bjóðum við upp á tveggja, þriggja og fjögurra hjóla kerrur ásamt kerrum fyrir krakkana. Sú kerra sem hefur vakið hvað mestum vinsældum er Blade+ kerran sem fellur alveg einstaklega vel saman.


Jo

„Þetta er ótrúleg tilfinning, ég er enn að átta mig á þessu. Ég var aldrei stressuð en ég var aðeins farin að þreytast. Það var erfitt að halda einbeit­ ingunni en ég náði að einbeita mér að einu höggi í einu. Ég hef lært mikið á undanförnum mánuðum og sjálfstraustið hefur aukist. Ég veit að ég get leikið jafn vel og þær bestu og mér líður betur í þessum aðstæðum en áður,“ sagði Ólafía en hún var ein af aðeins fjórum kylfingum sem fóru í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins. Ólafía hugsaði lítið um golf á milli keppnis­ daga og gerði eitthvað allt annað til að hvíla sig andlega.

20

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ótrúleg tilfinning“

„Ég hugsaði sem minnst um golf þegar ég var komin af vellinum, fór að versla og horfði á Friends-þætti og eitthvað slíkt.

Ég þakka aðstoðarmanninum mínum í mótinu, Kristni Jósep, bróður mínum fyrir árangurinn, kærastanum, öllum hinum í fjölskyldunni, Forskoti, GSÍ, GR, og öllum þeim aðilum sem hafa stutt við bakið á mér. Það eru svo margir sem ég þarf að nefna. Án þeirra væri ég ekki hérna.“ Ólafía tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópu­mótaröðinni í desember á síðasta ári. Hún lék á alls níu mótum á tímabilinu og endaði í 96. sæti á styrkleikalistanum. Ólafía ætlar ekki að reyna að endurnýja keppnisréttinn á LET á lokaúrtökumótinu í desember. Þess í stað mun hún einbeita sér algjörlega að LPGA. Hún er einnig með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni sem er næststerkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum hjá atvinnukonum í golfi. „Úrtökumótin reyna mikið á okkur andlega og maður þarf að undirbúa sig vel á því sviði. Hvert högg er dýrmætt og við erum í raun að keppa í því hver sé sterkust andlega. Við erum allar mjög svipaðar í golfi, höfum æft gríðarlega mikið og sláum mjög svipað. Í lokin er það sú sem er þolinmóðust og sterkust andlega sem sigrar.“ Ólafía var í samfélagsmiðlabanni á meðan mótið stóð yfir. „Það getur verið yfirþyrmandi að fara þangað inn, það er svo mikið í gangi þar. Íslendingar láta mig svo sannarlega vita að þeir halda með mér. Ég á eftir að lesa þetta allt saman þegar ég hef tíma.“

Ar

Lo

Ju

ICE_T


Jordan Spieth

Adam Scott

Henrik Stenson

Bubba Watson

ÞETTA SNÝST ALLT UM TRAUST.

Jimmy Walker

Rickie Fowler

FJÖLDI LEIKMANNA 2016

23,050 Næsti samkeppnisaðili Ariya Jutanugarn

3,896

Bernhard Langer

FJÖLDI SIGRA 2016

184 Næsti samkeppnisaðili

35 Brooke Henderson

Louis Oosthuizen

Justin Thomas

ICE_TitleistWorldWideWrap_Page.indd 1

Source: Darrell Survey, Sports Marketing Surveys Inc. Northmountain International. Based upon results through 21/11/16 on the U.S. PGA, U.S. LPGA, PGA Tour Champions, Web.com, South African, Asian, Korean, OneAsia, Australasian, Japan, Canadian PGA and PGA European Tours

22/11/2016 09:49


Vissir þú?

Að þvermál golfboltans má ekki vera minna en 4,3 cm og þyngd hans ekki meiri en 45,93 gr. Til samanburðar má nefna að eitt lítið súkkulaðistykki er um 43 gr.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Talið er að um 125.000 golfboltar fari árlega í vatnið sem umlykur eina frægustu golfholu veraldar, þá 17. á TPC Sawgrass vellinum í Bandaríkjunum. Það gerir um 340 golfboltar að meðaltali á hverjum einasta degi. Það veit enginn fyrir víst hversu margir golfboltar týnast árlega í heiminum en í Bandaríkjunum hafa fróðir einstaklingar reiknað

22

GOLF.IS - Golf á Íslandi Vissir þú?

sig niður á 300 milljónir bolta á ári. Ef það er rétt þá týnast um 820.000 golfboltar daglega - í Bandaríkjunum. Talið er að þeir

sem kafi eftir golfboltum í vötnum víðsvegar um heiminn velti um 25 milljörðum kr. á ári. Það borgar sig því að læra að kafa.


C

M

Y

CM

MY

CY

MY

K


Nafn: Walter Hjartarson Aldur: 65 Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur Forgjöf: 10,5

24

GOLF.IS - Golf á Íslandi Walter Hjartarson


„Ég hélt á golfkylfu í fyrsta sinn árið 2003 á æfinga­ svæðinu á Setbergsvelli og frá þeim tíma hef ég haft gríðarleg gaman af þessari íþrótt,“ segir hinn 65 ára gamli kylfingur Walter Hjartarson í samtali við Golf á Íslandi. Walter er einn af fjölmörgum kylfingum sem hafa tekið íþróttina föstum tökum eftir að hafa byrjað frekar seint á lífsleiðinni í þessari frábæru íþrótt. „Starfsmannafélag eiginkonunnar, Kristbjargar Steingrímsdóttur, stóð fyrir þriggja tíma námskeiði með golfkennara. Það var upphafið á þessu öllu saman. Þegar ég varð fimmtugur fékk ég hvatningu frá mági mínum Rögnvaldi Andréssyni að ná tökum á golfsveiflunni áður en ég yrði of gamall. Rögnvaldur taldi að ég gæti orðið of seinn að byrja og gæti þar af leiðandi bara púttað á elliheimilinu. Ég fór því að æfa mig og það voru hæg heimatökin því við hjónin höfðum byggt okkur hús í nágrenni við Hlíðavöll í Mosfellsbæ og við byrjuðum í Golfklúbbnum Kili árið 2004,“ segir Walter þegar hann er inntur eftir upphafsárunum í golfinu. Walter æfði mikið þegar hann hóf að leika golf og var nokkuð fljótur að ná tökum á íþróttinni. „Ég var iðinn að æfa mig enda var húsið okkar við hliðina á golfvellinum. Í nokkra vetur fékk ég tilsögn hjá Ragnhildi Sigurðardóttur og Sigurði Hafsteinssyni en þau buðu upp á kennslu í Sporthúsinu. Á sumrin var ég undir handleiðslu Inga Rúnars Gíslasonar í Mosfellsbæ þar sem hann tók okkur eldri kylfingana í kennslu.“

Walter hóf að keppa á LEK mótaröðinni um leið og hann hafði aldur til og árangurinn lét ekki á sér standa. „Árið 2011 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá tækifæri að leika með íslenska lands­ liðinu í Bratislava með frábærum kylfingum og félögum. Það eru þessi samskipti við golffélagana og útiveran sem heillar mig mest við golfið - ásamt því að gera betur í hverju einasta höggi.“

Það má með sanni segja að golfið sé fjölskylduíþrótt hjá Walter. „Kristbjörg, konan mín, er á fullu í þessu með mér, eitt barnabarn okkar, Finnbogi Steingrímsson, er að keppa á Íslandsbankamótaröð unglinga. Bróðir minn, Jónas Hjartarson, hefur stundað golfið í mörg ár með fjölskyldunni. Eldri sonur hans, Oddur Óli, sigraði m.a. í Einvíginu á Nesinu í sumar. Það má líka segja frá því að móðir mín, Sigrún Haraldsdóttir, byrjaði að pútta þegar hún var 88 ára og hún æfir sig daglega ef veður leyfir. Hún verður 93 ára nú í desember og hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir árangurinn.“

Grafarholtsvöllur er einn af uppáhalds­völlum Walters. „Krefjandi völlur þar sem leikið er upp og niður brekkur. Áin á Korpunni getur einnig verið snúin ef maður staðsetur sig ekki á réttum stað eftir upphafshöggin. Þessir vellir eru í uppáhaldi hjá mér. Af einstökum holum þá nefni ég 1. brautina á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, sem er erfið ef maður hittir ekki flötina. Mér finnst 1. holan í Grafarholtinu mjög heillandi - kannski vegna þess ég er alltaf svo spenntur að byrja. 14. holan á Ánni á Korpunni er með frábært teigstæði og er gaman að slá þaðan. Að lokum er það 2. holan á Hamarsvelli en þar fór ég fyrst holu í höggi og það skilur eftir sérstakar minningar.

GOLF.IS

25


Nokkur eftirminnileg atvik af golfvellinum koma upp hjá Walter þegar hann rifjar upp skemmtileg augnablik og golfsögur. „Ég sló ömurlegt högg á 12. teig á Hlíðavelli sem er par 3 hola og boltinn fór í lækinn vinstra megin. Ég sló þriðja höggið af teignum og boltinn fór ofan í holuna, létt par. Það var eftirminnilegt. Ég var einnig viðstaddur þegar Birgir Guðbjörnsson félagi minn, KR-ingur og körfuboltakappi, náði því að fara holu í höggi í fyrsta sinn á 13. braut á Strandarvelli á Hellu. „Þetta mun vonandi ekki breyta lífi mínu en það er gott að vera búinn að þessu,“ sagði Birgir eftir höggið.“ Walter var í golfskóla PGA nemenda árið 2009 á Costa Ballena á Spáni og þar var hann hluti af lokaprófi nemenda. „Fyrstu dagarnir fóru í æfingar og golfleik en þegar leið á vikuna fóru PGA nemarnir að taka sín lokapróf. Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari, fékk mig sem verkefni. Það voru nokkrir prófdómarar við borð og þar fyrir aftan gæðaeftirlitsmenn frá Englandi sem voru að taka út námið hjá PGA á Íslandi. Þessar aðstæður voru ekki til þess að láta mig slaka neitt á. Ég stóð þarna með fleygjárnið, skjálfandi og stífur. Ég átti að slá nokkra bolta í átt að holu, 50-60 metra. Það gekk nú nokkuð vel, þeir fóru alla vega í áttina að holunni. Þá var komið að þætti Björgvins að greina það sem mátti laga og leiðrétta hjá mér. Þessi snillingur sagði nokkur vel valin orð sem fengu mig til þess að slaka á. Hann lagaði gripið, stöðuna og allt sem ég gerði rangt í höggunum þar á undan. Ég sló síðan hið fullkomna högg og boltinn endaði rétt við holuna. Þar með lauk prófinu. Ég frétti síðan að Björgvin hefði útskrifast með hæstu einkunn það árið.“ Walter náði sínum besta árangri í sumar þegar hann lék á 77 höggum á Flórída með Hilmari Sighvatssyni félaga sínum. „Golfsumarið 2016 var gott. Ég dvaldi í

þrjár vikur í Bandaríkjunum en árangurinn fór ekki að láta sjá sig fyrr en langt var liðið á sumarið. Markmiðið fyrir næsta sumar er að bæta mitt besta skor. Nýlega lék Walter golf í Phoenix í Arizona og segir hann að það sé mikið ævintýri. „Það er ótrúlegt að spila golf í 40 stiga hita og finna ekki fyrir því þar sem loftið

er það þurrt að það háir manni ekkert í golfleiknum. Næsta golfferð verður sennilega til Bandaríkjanna á ný. Við höfum farið mikið til Suður- og NorðurKarólínu, og einnig til Flórída. Það er aldrei að vita hvar við endum,“ sagði Walter Hjartarson.

Afgreiðslukerfi

debet | kredit Félagakerfi dk viðskiptahugbúnaður býður upp á alhliða lausn fyrir hin ýmsu félagasamtök eins og stéttar- og íþróttafélög, góðgerðarsamtök og klúbba. Í félagakerfinu er einfalt að hafa umsjón með félagsmönnum, félagsgjöldum, launagreiðendum, styrkjum og sjóðum og öllu því tengdu.

bókhald | í áskrift Ljósmynd: loftmyndir@xyz.as

26

GOLF.IS - Golf á Íslandi Walter Hjartarson

dk POS afgreiðslukerfi er eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Með dk iPos er afgreiðslukerfið komið í hendina, fyrir iPod, iPad og iPhone. dkPos afgreiðslukerfið fyrir windows tölvur er með sérsniðnar lausnir t.d. tengingu við GSÍ kort, rástímaprentun og öflugt veitingahúsakerfi gera dk POS að augljósum kosti fyrir golfklúbba.

dk POS | í áskrift dk hugbúnaður ehf Bæjarhálsi 1 | 110 Reykjavík Hafnarstræti 53 | 600 Akureyri www.dk.is | 510 5800 | dk@dk.is


Innbyggt GPS

Mælir Hjartslátt

Vatnsþolið að 50 metrum

Alhliða þjálfunar forrit

Drauma jólagjöf golfarans

Verslanir á Laugavegi 182 og í Smáralind · sími 512 1300 · epli.is


GKG og GK með flesta – Íslenskum kylfingum fjölgar í bandarískum háskólum

Ragnhildur Kristinsdóttir er á förum í háskóla í Bandaríkjunum. Mynd/seth@golf.is

Það bætist jafnt og þétt í hóp þeirra kylfinga sem fara í bandaríska háskóla og stunda þar íþrótt sína sam­hliða námi. Nýverið samdi Fannar Ingi Stein­ grímsson úr GHG við Troy háskólann í Banda­ríkjunum og Ragnhildur Kristins­dóttir úr GR samdi við Eastern Kentucky háskólann. Alls eru fimmtán íslenskir kylfingar við nám í Banda­ ríkjunum í vetur og þrír til viðbótar hafa samið um að fara í háskóla haustið 2017. Fjórar íslenskar konur eru í Bandaríkjunum en ellefu karlar.

Íslenskir kylfingar sem eru við nám í Bandaríkjunum veturinn 2016-2017. Flestir eru úr GKG og GK en báðir klúbbar eru með fimm kylfinga á þessum lista. ■■ Aron Snær Júlíusson GKG (Louisiana, Lafayette) ■■ Egill Ragnar Gunnarsson GKG (Georgia State) ■■ Ragnar Már Garðarsson GKG (Louisiana, Lafayette) ■■ Emil Þór Ragnarsson GKG (Nicholls State, Louisiana) ■■ Særós Eva Óskarsdóttir GKG (Boston University) ■■ Gísli Sveinbergsson GK (Kent State, Ohio) ■■ Rúnar Arnórsson GK (Minnesota) ■■ Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK (Fresno State)

28

GOLF.IS - Golf á Íslandi GKG og GK með flesta

■■ Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK (Drake - Iowa) ■■ Gunnhildur Kristjánsdóttir GK (Elon, Norður-Karólína) ■■ Dagur Ebenezersson GM (Catawba, Norður-Karólína) ■■ Eyþór Hrafnar Ketilsson GA (Faulkner, Alabama) ■■ Arnar Geir Hjartarson GSS (Missouri Valley) ■■ Stefán Þór Bogason GR (Florida Institute of Technology) ■■ Bjarki Pétursson GB (Kent State, Ohio)

Eftirtaldir kylfingar eru á leiðinni út haustið 2017: ■■ Fannar Ingi Steingrímsson GHG (Troy, Alabama) ■■ Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (Eastern, Kentucky) ■■ Stefán Einar Sigmundsson GA (Bethany College)


Rétta kortið fyrir kylfinginn

Vildarpunktar Icelandair af allri verslun

Premium Icelandair

American Express Premium Icelandair American Express er rétta kortið fyrir þá sem spila golf. Sem korthafi færðu fría aðild að Icelandair Golfers og tekur golfsett upp að 25 kg frítt í áætlunarflug, auk þess að njóta fjölmargra annarra fríðinda. Um leið safnarðu Vildarpunktum Icelandair af allri verslun, innanlands, erlendis og á netinu.

Kynntu þér kostina á kreditkort.is

Félagamiði Framúrskarandi ferðatryggingar Flýtiinnritun Saga Lounge og Priority Pass Viðbótarfarangur Aðild að Icelandair Golfers

Kortið er gefið út af Kreditkorti í samræmi við veitta heimild frá American Express. American Express er skrásett vörumerki American Express.


Kylfingar lifa fimm árum lengur – Áhuga­verðar niður­stöður úr sænskri rannsókn

Þeir sem stunda golfíþróttina lifa að meðaltali fimm árum lengur sam­ kvæmt sænskri rannsókn frá árinu 2008. Rannsóknin var framkvæmd á árunum 2004-2008 af þeim Anders Ahlbom og Bahman Farahmand sem starfa við Karolínska sjúkrahúsið í Solna í Stokkhólmi. Úrtakið í rannsókninni voru sænskir kylfingar og var stuðst við gögn úr félagaskrám golfklúbba hjá sænska golfsambandinu. Niðurstöðurnar sýndu fram á að þeir sem stunda golfíþróttina lifðu að meðaltali fimm árum lengur en þeir sem stunda ekki golf. Niðurstöðurnar vöktu

30

GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar lifa fimm árum lengur

mikla athygli þegar þær voru fyrst birtar. Það sem kom líklega mest á óvart var að þeir sem nota golfbíl við golfleik eru einnig líklegir til þess að lifa allt að fimm árum lengur en þeir sem ekki stunda golf. Til eru fjölmargar aðrar rannsóknir sem styðja við niðurstöðu sænsku

vísindamannanna. Í háskólanum í Edin­ borg í Skotlandi hafa sérfræðingar rann­ sakað áhrif golfíþróttarinnar á líkams­ starfsemina. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að golfíþróttin hafi jákvæð áhrif á blóðrásarkerfið, öndunarfærin og almenna líkamsheilsu. Dr. Andrew Murray fór fyrir rannsóknarteyminu í Edinborg í rannsókninni sem kallast Golf & Health Project. „Við vitum að sú hreyfing sem kylfingar stunda í gegnum golfíþróttina eykur lífslíkur. Golfíþróttin getur haft jákvæð fyrirbyggjandi áhrif á um 40 sjúkdóma á borð við hjartaáfall, heilablóðfall, sykursýki, brjósta- og ristilkrabbamein,“ sagði Murray í viðtali við CNN fréttastofuna. Kylfingar sem eru á síðari hluta æviskeiðsins geta aukið hreyfigetu sína umtalsvert og bætt jafnvægið með því að ganga úti á golfvellinum og slá golfbolta. Útiveran hefur einnig fleiri jákvæð áhrif, t.d. ferskt loft og aukna D-vítamín upptöku í gegnum húðina á góðviðrisdögum. Góð áhrif golfleiks eru ekki aðeins líkamleg. Murray bætir því við í viðtalinu að þeir sem stundi golf séu síður líklegri til þess að þróa með sér kvíða og þunglyndi. „Þeir sem stunda golf fá aukið sjálfstraust, og það eykur líkurnar á því að þeim líði betur andlega og líkamlega.“


Eru liðverkir að hækka forgjöfina?

Eitt mest selda efnið fyrir liðina hér á landi

Sölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.

„NUTRILENK GOLD hjálpar mér að fara golfhringinn verkjalaus“ Guðmundur Einarsson fyrrverandi framkvæmda­ stjóri Golfklúbbs Sandgerðis: „Ég er búinn að stunda golf allar götur síðan 1986 og það sem hefur háð mér mikið eru endalausir bakverkir. Ástandið var orðið þannig að eftir golfhringinn þá lá ég bara fyrir. Ég er búinn að prófa öll möguleg og ómöguleg ráð við þessum skolla, sjúkraþjálfun, líkamsrækt, nudd og fleira, svo ég tali nú ekki um öll þau verkja­ og bólgueyðandi lyf sem ég hef verið áskrifandi að. Fyrir um tveimur árum prófaði ég NUTRILENK GOLD og eftir um það bil þrjár vikur fór ég að finna mikinn mun á mér, bakið varð miklu betra og í raun allur skrokkurinn. Ég mæli hiklaust með NUTRILENK GOLD fyrir þá sem vilja fara golfhringinn verkjalausir.“


Sigurður og Ólöf María efnilegustu kylfingarnir á Íslandsbankamótaröðinni

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Margrét K Olgeirsdóttir Ralston, GM 8100.00 stig. 2. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, GR 6262.50 stig. 3. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 4638.75 stig. Piltaflokkur, 15-18 ára: 1. Brimar Jörvi Guðmundsson, GA 6067.50 stig. 2. Andri Kristinsson, GV 5280.00 stig. 3. Bjarki Kristinsson, GV 5002.50 stig. Stúlknaflokkur, 15-18 ára: 1. Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GKG 5400.00 stig. 2. Íris Mjöll Jóhannesdóttir, GKG 1500.00 stig. 2. Ólavía Klara Einarsdóttir, GA 1500.00 stig. 2. Klara Kristvinsdóttir, GL 1500.00 stig.

Íslandsbankamótaröðin:

Eggert, Sigurður, Davíð Gunnlaugsson PGA kennari í GM sem tók við verðlaununum fyrir Ólöfu Maríu og Hólmfríður. Mynd/seth@golf.is

Lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar fór fram í útibúi Íslandsbanka við Fiskislóð í Reykjavík í september s.l. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir afrek tímabilsins á barna - og unglingamótaröðum Golfsambands Íslands og Íslandsbanka. Eggert Ágúst Sverrisson, varaforseti GSÍ, og Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka, veittu viðurkenningar við glæsilega athöfn. Stigameistarar á Áskorendamótaröðinni:

Eggert varaforseti GSÍ ræðir við gesti á lokahófinu. Mynd/seth@golf.is

Allir keppendur 10 ára og yngri á Áskorenda­mótaröð Íslandsbanka fengu viður­kenningar­skjal ásamt glaðningi frá Íslands­banka. Í öðrum aldursflokkum fengu kylfingarnir sem voru í þremur efstu sætunum í sínum aldursflokki veglegan glerverðlaunagrip til eignar og stiga­meistar­ arnir fengu að auki farandbikar. Hápunktur lokahófsins var þegar tilkynnt var um valið á efnilegustu kylfingum Íslands­banka­mótaraðarinnar. Sigurður Arnar Garðarsson úr GKG og Ólöf María Einarsdóttir úr GM eru efnilegustu kylfingar ársins 2016.

32

Arnar Logi Andrason og Heiðar Snær Bjarnason. Mynd/seth@golf.is

Strákaflokkur, 12 ára og yngri: 1. Arnar Logi Andrason, GK 6900 stig. 2. Heiðar Snær Bjarnason, GOS 6832.50 stig. 3. Kristian Óskar Sveinbjörnsson, GKG 4616.30 stig. Stelpuflokkur, 12 ára og yngri: 1. María Eir Guðjónsdóttir, GM 7500.00 stig. 2. Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG 7432.50 stig. 3. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 4282.50 stig. Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Rúnar Gauti Gunnarsson, GV 7282.50 stig. 2. Stefán Atli Hjörleifsson, GK 6300.00 stig. 3. Arnór Tjörvi Þórsson, GR 5295.00 stig.

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sigurður og Ólöf María efnilegustu kylfingarnir á Íslandsbankamótaröðinni

Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 9700.00 stig. 2. Böðvar Bragi Pálsson, GR 6627.50 stig. 3. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 6487.50 stig. *Annað árið í röð hjá Sigurði Arnari, sigraði á fimm mótum af alls sex og er tvöfaldur Íslandsmeistari. Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 9100.00 stig. 2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 8150.00 stig. 3. Kinga Korpak, GS 7780.0 *Fyrsti stigameistaratitill Huldu og þessir þrír kylfingar voru ávallt í verðlaunasæti á öllum sex mótum tímabilsins. Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Ingvar Andri Magnússon, GR 7520.00 stig. 2. Viktor Ingi Einarsson, GR 6112.50 stig. 3. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 5946.25 stig *Annað árið í röð sem Ingvar Andri verður stigameistari í þessum flokki. Og fjórða árið í röð sem hann fagnar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni. Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 8685.00 stig. 2. Zuzanna Korpak, GS 8452.50 stig. 3. Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG 7005.00 stig. *Fyrsti stigameistaratitill Amöndu á ferlinum. Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Hlynur Bergsson, GKG 6440.00 stig. 2. Henning Darri Þórðarson, GK 6145.00 stig. 3. Kristján Benedikt Sveinsson, GA 5215.00 stig. *Fyrsti stigameistaratitill Hlyns á ferlinum. Stúlknaflokkur, 17-18 ára: 1. Ólöf María Einarsdóttir, GM 8070.00 stig. 2. Eva Karen Björnsdóttir, GR 7667.50 stig. 3. Saga Traustadóttir, GR 6165.00 stig. *Þriðji stigameistaratitill Ólafar á ferlinum.

Brynja Valdís Ragnarsdóttir og Margrét K Olgeirsdóttir Ralston. Mynd/seth@golf.is


Böðvar Bragi, Sigurður Arnar og Dagbjartur. Mynd/seth@golf.is

Eggert, Kristín Sól, Eva Karen og Hólmfríður.

Eggert, Alma Rún og Hólmfríður. Mynd/seth@golf.is

Henning Darri og Hlynur. Mynd/seth@golf.is

Ragnar Már, Ingvar Andri, og Viktor. Mynd/seth@golf.is

Eggert, Bjarney Ósk Harðardóttir, María Eir Guðjónsdóttir og Hólmfríður. Mynd/seth@golf.is

BÆJARLIND 14-16 KÓPAVOGI Golf Company

GOLF.IS

33


34

GOLF.IS


„Þetta er toppvöllur“ – Hvaleyrarvöllur í 15. sæti yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum

GOLF.IS

35


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16

Séð yfir 11. flötina á Hvaleyrarvelli. Mynd/GolfDigest

Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fær frábæra dóma í sænsku útgáfunni af bandaríska golftímaritinu Golf Digest. Í nóvember kom út 7. tbl. ársins 2016 og þar var birtur listi yfir 100 bestu golfvellina á Norðurlöndunum. Alls eru fimm íslenskir golfvellir á þessum lista. Nokkrir íslenskir golfsérfræðingar tóku þátt í að búa til listann. Blaðamaður og ljósmyndari frá Golf Digest í Svíþjóð komu hingað til Íslands til að taka út vellina. „Ég var orðlaus þegar ég leit yfir völlinn á fyrsta teig - ég var samt efins um að þetta væri raunveruleikinn. Ég beið eftir grínholunni en hún kom bara aldrei - þetta er toppvöllur,“ segir í umsögn Golf Digest um Hvaleyrarvöllinn. Þeir sem komu að því að setja saman listann eru golfvallahönnuðir, PGA

kylfingar, PGA kennarar, blaðamenn, fagfólk úr golfiðnaðinum og einstaklingar með mikla þekkingu á golfíþróttinni á Norðurlöndunum. Hvaleyrarvöllur er í 15. sæti yfir bestu golfvellina á Norðurlöndunum samkvæmt þessari úttekt og tveir íslenskir vellir eru á topp 40 listanum. Aðrir íslenskir vellir sem Séð yfir nýju par 3 holuna á Hvaleyravelli sem ber nafnið „Yfir hafið og heim“. Mynd/GolfDigest

36

GOLF.IS

komast á listann eru Vestmannaeyjavöllur (34.), Brautarholtsvöllur (40.), Korpan (60.) og Grafarholtsvöllur (93.) „Það er frábært að fá svona umsögn og styrkir okkur í því að gera enn betur í framtíðinni. Á næstu árum verða gerðar umtalsverðar breytingar á Hvaleyrarvelli og við eigum því enn mikið inni. Svona umsögn er hvetjandi fyrir okkur í Keili og ekki síst Hafnarfjarðarbæ að eiga golfvöll sem vekur athygli hjá erlendum kylfingum,“ segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis við Golf á Íslandi.


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 80394 06/16

Golfsettið er alltaf innifalið

Aðild að Icelandair Golfers er innifalin fyrir korthafa Premium Icelandair American Express® + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is


100 bestu golfvellirnir á Norðurlöndunum:

1. Bro Hof Slott GC, The Stadium Course, Svíþjóð. 2. Falsterbro GK, Svíþjóð. 3. The Scandinavian GC, Old Course, Danmörk. 4. Kytäjä Golf, South East Course, Finnland. 5. Visby GK, Svíþjóð. 6. Miklagard Golf, Noregur. 7. Ullna GC, Svíþjóð. 8. Holtsmark Golf, Noregur. 9. Esbjerg GK, Danmörk. 10. Barsebäck G&CC, Masters Course, Svíþjóð. 11. Halmstad GK, Norra banan, Svíþjóð. 12. Lübker Resort, Sand/Sky Course, Danmörk. 13. Vasatorps GK, Tournament Course, Svíþjóð. 14. Linna Golf, Finnland. 15. Keilir, Ísland. 16. Oslo GK, Noregur. 17. Vallda G&CC, Svíþjóð. 18. Silkeborg Ry GC, Syd & Vest, Danmörk. 19. PGA of Sweden National, Links, Svíþjóð. 20. Sand GC, Svíþjóð. 21. Kÿtaja Golf, Finnland. 22. PGA Sweden National, Lakes, Svíþjóð. 23. Bro Hof Slott GC, Castle Course, Svíþjóð. 24. Kongsvingers GK, Noregur. 25. Bjaavann GK, Noregur. 25. Scandinavian GC, New Course, Danmörk. 27. Ljunghusens GK, Svíþjóð. 28. Vierumäki Cooke Course, Finnland. 29. Holsterbro GK, Skovbanen, Danmörk. 30. Lofoten Links, Noregur. 31. Kristiansads GK, Östra, Svíþjóð. 32. Frösåker G&CC, Stora, Svíþjóð. 33. Kungl. Drottningholms GK, Svíþjóð. 34. Vestmannaeyjar, Ísland.

40. sæti: Frá Brautarholtsvelli. Mynd/GBR.

40. 41. 42. 43. 44.

Brautarholt, Ísland. Grönhögen Golf Links, Svíþjóð. Torekovs GK, Svíþjóð. Meland GK, Noregur. Stensballegaard Golf, Brakør & Elbæk, Danmörk.

60. sæti: Korpan, Golfklúbbur Reykjavíkur.

45. 46. 47. 48. 49.

50. 51. 52. 53. 54. 55.

Rya GK, Svíþjóð. Stavanger GK, Noregur. Rungsted GK, Danmörk. Ombergs Golf, Svíþjóð. Atlungstad Golf, Noregur.

34. sæti: Vestmannaeyjavöllur. Mynd/seth@golf.is

34. Simon’s GC, A&B, Danmörk. 36. Skjoldenæsholm GC, Trent Jones Jr Course, Danmörk. 37. Vidbynäs GC, South Course, Svíþjóð. 38. Hills Golf & Sports Club, Svíþjóð. 39. Elisefarm GC, Svíþjóð.

38

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta er toppvöllur“

57. Landeryds GK, Svíþjóð. 58. Lyngbygaard GK, Danmörk. 59. Halmstad GK, Södra banan, Svíþjóð. 60. Golfklúbbur Reykjavíkur, Korpan, Ísland.

73. Barsebäck G&CC, Donald Steel, Svíþjóð. 73. Ledreborg Palace GC, Danmörk. 75. Kungsbacka GK, Svíþjóð. 76. Varbergs GK, Västra banan, Svíþjóð. 77. Österlens GK, Lilla Vik, Svíþjóð. 78. Svartinge Golf, Svíþjóð. 79. Nordcenter, Fream Course, Finnland. 80. Isaberg GK, Östra, Svíþjóð. 81. Åtvidabergs GK, Svíþjóð. 82. Forsbacka GK, Svíþjóð. 83. Katrineholms GK, Gamla banan, Svíþjóð. 83. Tyrifjord GK, Noregur. 85. Båstad GK, Nya banan, Svíþjóð. 86. Malarö GK, Skytteholm, Svíþjóð. 87. Københavns GK, Danmörk. 88. Kristianstads GK i Åhus, Svíþjóð. 89. Kungsängen GC, Svíþjóð.

Sölvesborgs GK, Svíþjóð. Vasatorps GK, Svíþjóð. Tapiola Golf, Finnland. Aalborg GK, Danmörk. Flommens GK, Svíþjóð. Lannalodge Golfresort, Svíþjóð. 55. Sola GK, Noregur.

61. Båstad GK, Gamla banan, Svíþjóð. 62. Bokskogens GK, Svíþjóð. 63. Royal GC, Danmörk. 64. S:t Arild GK, Svíþjóð. 65. Himmerland G&SR, Backtee Course, Danmörk. 66. Kallfors GK, Svíþjóð. 67. Vuosaari Golf, Finnland. 68. Österåkers GK, Svíþjóð. 69. Vidbynäs, North Course, Svíþjóð. 70. Landeryds GK, Svíþjóð. 70. Nøtterøy GK, Noregur. 72. Kragerø GK, Noregur.

90. Arlandastad Golf, Svíþjóð. 90. Ruuhikosi Golf, Finnland. 92. Kalmar GK, Gamla banan, Svíþjóð. 93. Paltamo Golf, Finnland. 93. Golfklúbbur Reykjavíkur, Grafarholt, Ísland. 95. Fjällbacka GK, Svíþjóð. 96. Eksjö GK, Svíþjóð. 97. Losby GK, Østmork, Noregur. 98. Säters GK, Svíþjóð. 99. Gävle GK, Svíþjóð. 100. Fanø Golf Links, Danmörk.

93. sæti: Grafarholtsvöllur í Reykjavík. Mynd/seth@golf.is



Formannafundur GSÍ 2016:

Frábært ár að baki

Formannafundur GSÍ fór fram á Hótel Selfossi laugar­daginn 12. nóvember sl. Þar var skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2016 lögð fram. Skýrsluna má í heild sinni nálgast á golf.is. Hér er stiklað á stóru úr ársskýrslunni. Rekstur sambandsins er góður og árangurinn á árinu fór fram úr væntingum. Hagnaður GSÍ var 3,7 milljónir króna og heildar­ velta 182 milljónir króna, saman­borið við 151 milljón króna á síðasta ári. Það felur í sér 21% veltuaukningu milli ára. Tveir nýir aðal­sam­ starfsaðilar bættust í hópinn á þessu ári; Borgun og Bíla­ umboðið Bernhard. Þá bættist KPMG í hóp samstarfsaðila á

40

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábært ár að baki

Eimskipsmótaröðinni auk þess sem fjöldi annarra samstarfsaðila bættist í hópinn með öðrum hætti. Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 15-20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma til að tryggja að hægt sé að taka við óvæntum áföllum og er ánægjulegt að sjá að við nálgumst það markmið. Þá er það jafnframt langtímamarkmið sambandsins að auka sértekjur sambandsins þannig að hlutfall tekna af félagagjöldum lækki niður í þriðjung. Eins og undanfarin ár var Eimskipafélag Íslands helsti bakhjarl GSÍ í tengslum við mótahald þeirra bestu og er það mikilvægt


fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að hafa svo öfluga bakhjarla, því án þeirra væri erfitt að koma íþróttinni á framfæri. Aðrir meginsamstarfsaðilar sambandsins eru Ölgerðin, Síminn, KPMG, Icelandair, Borgun, Securitas, Bernhard, Nýherji, Íslandsbanki, Vörður og Zo On. Eitt besta ár golfhreyfingarinnar í langan tíma er nú að líða undir lok. Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin tvö ár er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga og nemur fjölgunin 2%. Í dag eru skráðir kylfingar 16.823 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar 22.000 talsins. En þrátt fyrir fjölgun þá eru engu að síður hættumerki á lofti. Þótt kylfingum yfir 50 ára hafi fjölgað um 13% þá fækkaði kylfingum undir 22 ára um 7%. Það er vissulega áhyggjuefni og við því verður öll golfhreyfingin að bregðast í sameiningu. Börnin eru kylfingar framtíðarinnar og því er mikilvægt fyrir golfklúbba landsins að taka vel á móti þeim og fjárfesta af krafti í barna- og unglingastarfi. Íslensk golfhreyfing stendur frammi fyrir fjölmörgum sóknartækifærum á næstu

árum og þau tækifæri þarf að nýta vel. Eitt tækifærið felst í komu erlendra ferðamanna á íslenska golfvelli. Íslandi

þarf að koma á kortið sem raunverulegum áfangastað erlendra kylfinga. Unnið hefur verið markvisst að þessu undanfarin ár og

Páll fékk gullmerki GSÍ Páll Ketilsson fékk afhent gull­merki GSÍ á formanna­fundinum sem fram fór á Selfossi 12. nóv­em­ber sl. Páll gat ekki verið við­staddur fyrir ári síðan þegar GSÍ afhenti gullmerkin á Golfþinginu og tók hann við gullmerkinu við þetta tækifæri. Páll var ritstjóri Golf á Íslandi í 14 ár og sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ að fáir aðilar hefðu stuðlað betur að því að koma golfíþróttinni á framfæri í fjölmiðlum á undanförnum árum og áratugum. Páll er m.a. ritstjóri golffrétta­miðilsins kylfingur.is og eigandi Víkurfrétta á Suðurnesjum þar sem öflugur fréttaflutningur hefur verið frá golfíþróttinni frá árinu 2006.

GOLF.IS

41


hafa samtökin Golf Iceland staðið sig vel í markaðssetningu erlendis. Í dag eru 16 golfklúbbar í samtökunum og þar af hafa fjórir þeirra haldið vel utan um tölfræði í tengslum við heimsóknir erlendra kylfinga. Í fyrra voru leiknir 875 hringir á þessum völlum en í ár voru þeir orðnir 1.443. Þetta er 65% aukning á milli ára. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þessara kylfinga fyrir rekstrarafkomu íslenskra golfklúbba. Ísland er einstök golfparadís og hreyfingin má, með markvissari hætti, sækja á ný mið hvað þetta varðar.

42

GOLF.IS - Golf á Íslandi Frábært ár að baki

Með þátttöku golfíþróttarinnar á Ólympíuleikunum felast einnig tækifæri, fyrst og fremst í aukinni útbreiðslu íþróttarinnar og kynningu. Í dæmaskyni má nefna að frá því ákveðið var að golf yrði Ólympíuíþrótt þá fjölgaði aðildarþjóðum að Alþjóða golfsambandinu (IGF) úr 104 í 147. Golfið verður á sínum stað á Ólympíuleikunum í Japan að fjórum árum liðnum og mikilvægt er að nýta til fulls þau tækifæri sem bjóðast vegna þess, t.a.m. með þátttöku íslenskra kylfinga á leikunum.

Golfíþróttin hefur rækilega fest sig í sessi hér á landi og er næstfjölmennasta íþrótt landsins. Á næsta ári fagnar Golfsamband Íslands 75 ára afmæli sínu og í tilefni þess vill golfsambandið efna til markaðsátaks fyrir golfhreyfinguna. Til þessa hefur sambandið ekki farið í sameiginlegt markaðsátak en ljóst er að íslenskir golfvellir og golfklúbbar hafa upp á mikið að bjóða fyrir væntanlega kylfinga á öllum aldri.


STYTTRI FERÐALÖG, LENGRI FAÐMLÖG

JÓLAGJAFABRÉF FLUGFÉLAGS ÍSLANDS Fullorðinsbréf: 19.525 kr.* Barnabréf: 10.860 kr.** Jólagjafabréfið er ferðalag í hlýjan faðm og dekur. Fullkomin gjöf fyrir ferðaglaða ættingja og vini á öllum aldri. Hvern viltu fara og finna á nýju ári og knúsa á meðan snjóa leysir, langt fram á næsta vor? Jólagjöfina í ár er einfalt að kaupa og bóka á flugfelag.is Jólag jafaflug er hægt að bóka frá 29. desember 2016 til 29. febrúar 2017 fyrir ferðatímabilið 6. janúar til 31. maí 2016. Frá 1. júní gildir Jólag jafabréfið sem inneign uppí önnur farg jöld eingöngu bókanleg á vefnum, g jafabréfið gildir í tvö ár. Nánar um skilmála á flugfelag.is

*

Flug fram og til baka og flugvallarskattar Gildir ekki í tengiflug í gegnum Reykjavík ** Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára


„Mummi Lár“ sjálfboðaliði ársins Guðmundur E. Lárusson, félagi í Golfklúbbi Akureyrar, fékk viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins á formannafundi GSÍ sem fram fór á Selfossi 12. nóvember sl. Guðmundur er betur þekktur sem „Mummi Lár“ á Akureyri og var hann mjög virkur í sjálfboðaliðastarfinu sem unnið var í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi sem fram fór með glæsibrag á Jaðarsvelli sumarið 2016.

Guðmundur Lárusson ásamt eiginkonu sinni Önnu Guðmundsdóttur þar sem þau fagna fugli á Flórída. Mynd/GL

„Það er gaman að fá viðurkenningu en ég var ekki sá eini sem lagði hönd á plóginn. Ég er hættur að vinna og hef því nægan tíma,“ sagði Mummi Lár í viðtali við Golf á Íslandi en hann er 67 ára gamall og lipur kylfingur með 9,1 í forgjöf. „Ég segi stundum að ég hafi verið orðinn eins og ísbjörninn í gamla Sædýrasafninu. Ég fór alltaf sama hringinn á hverjum einasta degi og mér fannst það áskorun að breyta aðeins til og hella mér í uppbygginguna á Jaðri. Þetta var líka smá próf fyrir mig hvort ég gæti þetta eða hvort ég væri alveg orðinn ónýtur. Mér leið bara vel í þessum átökum og með nýtt gervihné hefur margt breyst til batnaðar og þá sérstaklega golfið - það hefur lagast mikið, alla vega sveiflan,“ sagði Mummi Lár en hann ætlar að nýta hverja stund sem gefst til þess að njóta golfíþróttarinnar hér á landi sem og erlendis.

Í umsögn um sjálfboðaliða ársins segir m.a.: „Í gegnum árin hefur ávallt verið unnið mikið og öflugt sjálfboðaliðastarf hjá Golfklúbbi Akureyrar og er það klúbbnum virkilega mikils virði. Árið í ár hefur verið sérstaklega viðburðaríkt hjá GA, golfskálinn á Jaðri var tekinn í gegn að innan auk þess sem Klappir, nýtt og glæsilegt æfingasvæði, var byggt. Stór hluti vinnu við þessi verkefni var unninn í sjálfboðaliðavinnu. Einn af þessum frábæru sjálfboðaliðum er Guðmundur E. Lárusson, félagi í GA til margra ára. Þetta gerði hann allt sem sjálfboðaliði og lagði þarna sitt af mörkum til að gera þá aðstöðu sem GA býr yfir í dag jafn góða og raun ber vitni. Guðmundur mætti og tók til hendinni þegar farið var í það í desember síðastliðnum að skipta um gólfefni í golfskálanum. Var hann þar ásamt fjölda sjálfboðaliða og var öll sú vinna unnin í sjálfboðaliðavinnu. Þegar þeirri vinnu lauk hófst klúbburinn handa við að gera jarðhæðina í skálanum nánast fokhelda og koma þar upp flottri búningsaðstöðu. Guðmundur, eða „Mummi Lár“ eins og hann er þekktur norðan heiða, mætti til vinnu alla morgna frá því að framkvæmdir hófust og þar til þeim lauk um mánaðamótin maí/júní. Auk þess mætti hann um kvöld eða helgar þegar aðrir sjálfboðaliðar mættu og tóku til hendinni.“

44

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Mummi Lár“ sjálfboðaliði ársins

Mummi Lár ásamt Hauki Erni Birgissyni. Mynd/kylfingur.is


Nýr sturtuhaus frá VOLA Einstök hönnun.

Tengi ehf Smiðjuvegur 76 200 Kópavogur Sími 414 1000 tengi@tengi.is www.tengi.is


Grunnatriðin eru aðalmálið

– Kerfisbundin þjálfun bætir líkamlegt ástand kylfinga

Sjúkraþjálfun Reykjavíkur hefur verið með golfleikfimi fyrir kylfinga síðustu 10 ár. Leikfimin byggir á æfingakerfi sem Gauti Grétarsson sjúkra­ þjálfari hefur þróað. Námskeiðin eru fyrir kylfinga á öllum getustigum og er tekið tillit til getu hvers og eins. Á námskeiðunum er boðið upp á ýmsar golfmælingar og mat á líkamsástandi þannig að hægt er að sjá stöðuna og byggja upp frá þeim stað þar sem maður er staddur. Margir afrekskylfingar hafa sótt í smiðju Gauta á liðnum árum og látið vel af en uppistaðan í golfhópunum er hinn venju­ legi kylfingur og er meðal annars sér hópur fyrir kylfinga sem eru hættir að vinna. Mikil áhersla er lögð á grunnatriði í líkams­ beitingu bæði með tilliti til golfs en einnig í beitingu við framkvæmd æfinga. Golf á Íslandi ræddi við Gauta og hann segir að það sé mikilvægt fyrir kylfinga að stunda alhliða líkamlega þjálfun. „Golf er í eðli sínu einhæf hreyfing en einnig þarf að þjálfa líkamann til að þola það álag sem verður við golfleik. Til að ná árangri í golfi er mikilvægt að stunda sérhæfðar æfingar til að byggja upp alhliða líkams­styrk, þol, mýkt og færni,“ segir Gauti og vekur athygli á því að hreyfigeta kylfinga minnki með aldrinum. „Það á sérstaklega við í snúningshreyfingum baks og mjaðma.

46

GOLF.IS - Golf á Íslandi Grunnatriðin eru aðalmálið

Þá minnkar jafnvægi, færni og samhæfing verulega þegar aldurinn færist yfir. Alla þessa þætti er hægt að fyrirbyggja með kerfisbundinni þjálfun. Margir eru duglegir að æfa sig en oft verður þjálfunin einhæf og nær ekki til allra þeirra þátta sem eru nefndir hér að framan. Fæstir vita hvað hægt er að bæta færni og samhæfingu mikið ef það er gert á réttan hátt.“

Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá Gauta er að finna á www.srg.is

Gauti hvetur yngri kylfinga til þess að gefa sig meira að hreyfingu. „Það sem einkennir líf ungra krakka í dag er mikil kyrrseta og tölvunotkun. Það er staðreynd að hreyfingu þeirra er ábótavant jafnvel þó að þau stundi æfingar hjá íþrótta­félögum. Margir krakkar stunda fleiri íþrótta­greinar en eina en mörg eru farin að velja eina grein allt of snemma. Krakkar eru vaxandi einstaklingar þar sem hendur og fætur vaxa ekki endilega í takt. Bein vaxa hraðar en aðlögun líkamans nær að fylgja eftir hvað varðar vöðvastyrk, jafnvægi og mýkt. Þess vegna þurfa þau að stunda fjölbreytta hreyfingu, sérstaklega ef þau ætla sér að ná langt í íþróttum. Krakkar sem sem stunda golf eru ekki endilega í betra líkamlegu formi en aðrir krakkar. Þess vegna er mikilvægt að þau stundi alhliða þjálfun þar sem gert er ráð fyrir veikleikum þeirra og einhæfni íþróttarinnar.“ Lengri útgáfu af þessari grein má lesa í heild sinni á golf.is

Inn me ein ek ska no fyr


Lyfjaauglýsing

50

%

ag

150g

n!

Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur?

m e ir a m

Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Berið u.þ.b. 2-4 g af Voltaren geli (samsvarar magni á stærð við kirsuber eða valhnetu) á aumt svæðið. Endurtakið 3-4 sinnum á dag, þangað til einkenni eru horfin.

Voltaren gel er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi.

Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.


25. sæti á HM í Mexíkó – Karlaliðið náði ekki að bæta besta árangur Íslands frá upphafi

Íslenska karlalandsliðið í golfi endaði í 25. sæti á HM áhugakylfinga sem fram fór í Mexíkó í lok september. Þetta var í 16. sinn sem Ísland tekur þátt á HM en mótið fór fram í 30. sinn. Ástralía hafði gríðarlega yfirburði í liða­keppninni og sigraði á -38 samtals, en England (-19) og Austurríki (-18) komu þar á eftir. Þetta var í fjórða sinn sem Ástralía fagnar þessum titli en leikið var á Mayakoba El Camaleon vellinum í Mexíkó. 48

GOLF.IS - Golf á Íslandi HM í Mexíkó


ClicGear 3.5+ Verð: 38.900

Röhnisch Jakki Verð: 26.990

Golfbuddy LD2 Verð: 36.900

MacGregor Pakka Set Verð frá: 63.900

Callaway Aqua Dry Verð: 45.900

Callaway XR Driver Verð: 58.900

Motocaddy Digital Verð frá: 147.900

Golfbuddy Voice 2 Verð: 34.900

Mikið úrval æfingatækja

Staðgreiðslu afsláttur

Sími: 565 1402 www.golfbudin.is


Frá vinstri: Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson, Haukur Örn Birgisson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

23. sæti: Guðmundur Ágúst (70-72-71-69) 282 högg -4. 94. sæti: Andri Þór (71-75-74-75) 295 högg +9. 108. sæti: Haraldur Franklín (76-70 -72-80) 298 högg +12. 50

GOLF.IS - Golf á Íslandi HM í Mexíkó

„Strákarnir ætluðu sér að ná besta árangri íslensks landsliðs á HM frá upphafi, sem er 19. sætið. Liðið spilaði frekar stöðugt golf alla dagana við nokkuð erfiðar aðstæður en mikill hiti og raki var í Mexíkó á meðan mótið fór fram. Þrátt fyrir það var spilamennskan stöðug en okkur vantaði virkilega að ná einum mjög lágum hring. Það hefði skipt miklu máli en hann lét á sér standa. Í heildina erum við sáttir

við árangurinn þótt stærsta markmiðinu hafi ekki verið náð. Strákarnir geta lært mikið af þessari reynslu sinni en nú tekur atvinnumennskan við hjá þeim öllum. Það hefði verið skemmtilegt að enda áhugamannaferilinn með topp 20 árangri en það kemur síðar. Nú taka næstu kylfingar við keflinu,“ sagði Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og liðsstjóri á HM.

Árangur Íslands á HM áhugamanna í karlaflokki frá upphafi: 2016: Mexíkó: 26. sæti af alls 71 þjóð. 2014: Japan: Tóku ekki þátt. 2012: Tyrkland: 27. sæti af alls 72 þjóðum. 2010: Argentína: 19. sæti af alls 69 þjóðum. 2008: Ástralía: 29. sæti af alls 65 þjóðum. 2006: Suður-Afríka: 34. sæti af alls 65 þjóðum. 2004: Púertó Ríkó: 27. sæti af alls 65 þjóðum. 2002: Malasía: 39. sæti af alls 62 þjóðum. 2000: Þýskaland: 20. sæti af alls 59 þjóðum. 1998: Chile: Tóku ekki þátt. 1996: Filippseyjar: Tóku ekki þátt. 1994: Frakkland: 36. sæti af alls 44 þjóðum. 1992: Kanada: Tóku ekki þátt

1990: Nýja-Sjáland: Tóku ekki þátt. 1988: Svíþjóð: Dæmdir úr leik. 1986: Venesúela: Tóku ekki þátt. 1984: Hong Kong: Tóku ekki þátt. 1982: Sviss: 26. sæti af alls 29 þjóðum. 1980: Bandaríkin: Tóku ekki þátt. 1978: Fídjieyjar: Tóku ekki þátt. 1976: Portúgal: Tóku ekki þátt. 1974: Dómíníska lýðveldið: 32 sæti af alls 33 þjóðum. 1972: Argentína: Tóku ekki þátt. 1970: Spánn: 36. sæti af alls 36 þjóðum. 1968: Ástralía: Tóku ekki þátt. 1966: Mexíkó: 30. sæti af alls 32 þjóðum. 1964: Ítalía: 32. sæti af alls 33 þjóðum. 1962: Japan: Tóku ekki þátt. 1960: Bandaríkin: Tóku ekki þátt. 1958: Skotland: 30. sæti af alls 30 þjóðum.

ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 08/16

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjáns­ son, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson skipuðu liðið en Andri Þór var að leika í fyrsta sinn á HM. Haukur Örn Birgisson var liðsstjóri og Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Ísland byrjaði vel og var í 17.-22. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af alls 71 þjóð sem tók þátt. Útlitið var ágætt með að liðið gæti bætt besta árangur Íslands frá upphafi á HM. Það tókst hins vegar ekki. Besti árangur Íslands á HM er 19. sæti árið 2010 en þá voru þeir Ólafur B. Loftsson (GKG), Hlynur Geir Hjartarson (GOS) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) í liðinu. Haraldur Franklín lék í fyrsta sinn á HM árið 2012 og keppti því í annað sinn á þessu móti. Cameron Davis og Curtis Luck frá Ástralíu höfðu mikla yfirburði í einstaklings­keppn­ inni en þeir léku á -17 og -15 samtals á 72 holum. Guðmundur Ágúst náði bestum árangri íslensku kylfinganna í einstaklingskeppninni en hann var 13 höggum frá efsta sætinu.


ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 80673 08/16

LIFÐU ÞIG INN Í RX

Fáguð hönnun Lexus RX 450h tvinnar saman formfegurð og háþróaða tækni í sportjeppa sem grípur augað. Lifðu þig inn í akstur sem umbreytir hugmyndum þínum um lúxus og gæði. lexus.is

Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400

RX 450h


Guðrún Brá náði bestum árangri Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 43.-44. sæti á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga sem fram fór í Mexíkó í september sl. Alls tóku 55 þjóðir þátt og er það metfjöldi.

– Íslenska kvenna­ landsliðið endaði í 43.-44. sæti á HM í Mexíkó

Það eru glæsilegar aðstæður á Mayakoba El Camaleon vellinum í Mexíkó

Allskyns furðuleg dýr voru áberandi á Mayakoba El Camaleon vellinum í Mexíkó

Mynd sem tekin var á HM á Mayakoba El Camaleon vellinum í Mexíkó

52

GOLF.IS


Starfsfólk Kviku óskar landsmönnum gleði og farsældar um jólahátíðina.

kvika.is


Frá vinstri. Berglind Björnsdóttir, Signý Arnórsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Suður-Kórea sigraði með yfirburðum á HM en samtals lék liðið á 29 höggum undir pari vallar eða 547 höggum. Ísland lék samtals á +47 eða 623 höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Signý Arnórsdóttir (GK) og Berglind Björnsdóttir (GR) skipuðu íslenska liðið. Suður-Kórea varði þar með HM-titilinn frá árinu 2014 en liðið hefur varið titil tvisvar í röð og fagnaði því heimsmeistaratitlinum í þriðja sinn í röð. Þetta er í fjórða sinn sem Suður-Kórea sigrar á HM (1996, 2010, 2012 og 2014). Sviss varð í öðru sæti á 568 höggum eða -8 og í þriðja sæti varð lið Íra á -7 samtals eða 569 höggum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK náði bestum árangri í íslenska liðinu en hún lék samtals á 300 höggum, +12, og endaði í 48. sæti. Hye jin Choi frá Suður-Kóreu sigraði í einstaklingskeppninni á -14 samtals og þar á eftir kom danski kylfingurinn Puk Lyng Thomsen á -12. „Árangur liðsins stóðst því miður ekki væntingar. Guðrún Brá stóð sig mjög vel og sýndi að hún verður tilbúin í atvinnumennsku þegar þar að kemur. Aðstæður voru mjög krefjandi hvað varðar hita og raka, og líkamlega formið og undirbúningur skipti þarna sköpum. Okkur vantar meiri breidd í íslenskt kvennagolf, það er áberandi. Við eigum ágætan efnivið,

54

GOLF.IS - Golf á Íslandi HM í Mexíkó

margar efnilegar að koma upp, en ljóst er að æfingamagnið þarf að aukast til að standast alþjóðlega samkeppni,“ sagði Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari. Eins og áður segir tóku 55 þjóðir þátt en fyrra metið var 53 þjóðir í Tyrklandi árið 2012. Tvær þjóðir sendu lið til keppni í fyrsta sinn á HM, Búlgaría og Marokkó. Margir af keppendum sem tóku þátt á EM kvenna hér á landi í júlí á þessu ári voru á meðal keppenda og einnig fjölmargir sem tóku þátt á ÓL í Ríó í Brasilíu.

48. sæti: Guðrún Brá Björg­vins­ dóttir 79-76-69-76= 300 högg +12. 132. sæti: Berglind Björnsdóttir 77-89-77-81 = 325 högg +37. 138. sæti: Signý Arnórsdóttir 79-90-79-84 = 329 högg +41. Guðrún Brá Björgvinsdóttir var í hópi sex keppenda sem tóku þátt á sínu fjórða HM. Metið á þessu sviði á Elisabeth Nickhorn frá Brasilíu sem keppti 13 sinnum á HM. Signý Arnórsdóttir var að leika í annað sinn á HM en Berglind var nýliði á þessu móti.

Árangur Íslands á HM í kvennaflokki frá upphafi : 2016: 43.-44. sæti af alls 55 þjóðum. 2014: 29. sæti af alls 50 þjóðum. 2012: 36. sæti af alls 53 þjóðum. 2010: 42. sæti af alls 52 þjóðum. 2008: 41. sæti af alls 48 þjóðum. 2006: 33. sæti af alls 42 þjóðum. 2004: Tóku ekki þátt. 2002: Tóku ekki þátt.

2000: 32. sæti af alls 32 þjóðum. 1998: Tóku ekki þátt. 1996: Tóku ekki þátt. 1994: 24. sæti af alls 29 þjóðum. 1992: Tóku ekki þátt. 1990: Tóku ekki þátt.



„Kyndilberi, goðsögn og frumherji golfsins“ Arnold Palmer, einn allra þekktasti og áhrifamesti kylfingur allra tíma, lést þann 26. september s.l. Bandaríkjamaðurinn var 87 ára gamall en hann hafði glímt við hjartasjúkdóm í langan tíma. Palmer var einn sigursælasti kylfingur allra tíma og sigraði á yfir 90 atvinnumótum, þar af á sjö risamótum.

Arnold Palmer á Augusta vellinum í par 3 keppninni.

– Arnold Palmer, einn merkasti kylfingur allra tíma, skilur eftir sig góðar minningar Palmer var einn merkasti sendiherra golfíþróttarinnar. Áhugi almennings á golfíþróttinni jókst mikið þegar hann kom fram á sjónarsviðið sem atvinnukylfingur árið 1955. Áhrifa Palmers gætir víða og margir af þekktustu atvinnukylfingum síðari tíma sendu Palmerfjölskyldunni samúðarkveðju. Þar á meðal Jack Nicklaus sem var helsti keppinautur Palmers á árum áður. „Arnold breytti golfíþróttinni, hann var miklu meira en frábær kylfingur. Hann var kyndilberi, goðsögn og frumherji golfsins. Hann lyfti golfíþróttinni á hærri stall án aðstoðar. Hann varð til þess að golfíþróttin fékk milljónir nýrra aðdáenda. Hann var kóngurinn í golfinu og þannig verður það ávallt,“ skrifar Nicklaus m.a. í fésbókarfærslu en Nicklaus og Palmer voru perluvinir. Palmer sigraði á sínu fyrsta atvinnumóti árið 1955. Hann var sigursæll á Masters-mótinu á Augusta og vann mótið fjórum sinnum. PGA meistaramótið var eina risamótið sem hann náði ekki að vinna.

Þríeykið Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Gary Player voru á sínum tíma þrír bestu kylfingar veraldar.

56

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Kyndilberi, goðsögn og frumherji golfsins“


LEYNIVOPN.IS

„HVERN EINASTA DAG

FRÁ ÞVÍ AÐ ÉG MAN EFTIR MÉR “ ALFREÐ FINNBOGASON LANDSLIÐSMAÐUR Í KNATTSPYRNU

Það eru margir þættir sem stuðla að því að einstaklingar og lið ná að skipa sér í fremstu röð. Kjarkur, dugur og þor eru þar á meðal. Það hjálpar líka alltaf að taka Lýsi.

LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR


Masters-mótið: 1958, 1960, 1962, 1964. Opna bandaríska meistaramótið: 1960. Opna breska meistaramótið: 1961, 1962. Palmer lék sex sinnum með bandaríska Ryder-liðinu, 1961, 1963, 1965, 1967, 1971, og 1973. Árið 1963 var hann bæði leikmaður og fyrirliði en það var í síðasta sinn sem sá háttur var hafður á. Hann var fyrirliði árið 1975. Á 19 ára tímabili (19551973) sigraði Palmer á 62 atvinnumótum á PGA-mótaröðinni og er hann fimmti sigursælasti kylfingur allra tíma á PGAmótaröðinni. Palmer byggði upp mikið ríkidæmi á ferlinum með ýmsum hætti. Heildareignir hans voru metnar á um 60 milljarða króna á árinu 2016. Palmer var með einkaflugmannsréttindi og flaug oft sjálfur á milli keppnisstaða og í viðskiptaerindum. Árið 1976 sett Palmer hraðamet í flugi með því að fljúga umhverfis jörðina á 57 klst, 25 mín og 42 sek. Hann var í fremstu röð í hönnun á golfvöllum víðsvegar um veröldina og var frumkvöðull í viðskiptum þar sem hann notaði sjálfan sig sem vörumerki. Alls eru 13 götur nefndar eftir Arnold Palmer víðsvegar um Bandaríkin.

Arnold Palmer ræðir hér við Tiger Woods.

Palmer var í Wake Forest háskólanum þar sem hann lék með skólaliðinu en hann hætti árið 1950 eftir að vinur hans lést í bílslysi. Í kjölfarið starfaði hann við strandgæslu og sölu á málningu í þrjú ár og lék ekkert golf á þeim tíma.

Palmer setti á laggirnar barnaspítala í Orlando á Flórída sem ber nafnið Arnold Palmer Hospital for Children. Spítalinn var reistur með fjárframlögum úr góðgerðasjóðum sem Palmer setti á laggirnar.

Arnold Palmer horfir hér yfir Jack Nicklaus á þeim árum þegar þeir voru upp á sitt besta.

V H

L

58

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Kyndilberi, goðsögn og frumherji golfsins“


ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 68611 04/14

VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT? Heimilið Líf- og heilsa Bíllinn Reksturinn

Einu sinni höfðu allir hlutir verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili? Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Skoðaðu þitt dæmi með reiknivél Varðar á vordur.is VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.


Hraðaspurningar:

Andri Már Óskarsson

Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2016? „Á heildina litið var þetta gott sumar, eins og alltaf þá hefði margt mátt fara betur.“ Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? „Íslandsmótið á Akureyri, þótt ég hafi endaði í 9. sæti.“ Hvaða golfhola er í sérstöku uppáhaldi á Íslandi og af hverju? „Það er nú bara 6.

holan á mínum heimavelli, Strandarvelli, því ég veit aldrei hvernig ég á að spila hana.“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2016, hvaða högg yrði það? „Púttið sem ég missti á 5. flöt á Jaðarsvelli á lokahringnum á Íslandsmótinu. Boltinn var 20 cm frá holu og fór í skemmd á flötinni sem ég sá ekki.“

V

Hvaða högg var eftirminnilegasta höggið hjá þér árið 2016? „Örninn sem ég fékk á 10. holu á Akureyri af 84 metra færi.“ Hvert er undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú hefur upplifað á golfvelli? „Þegar ég tapaði á móti pabba í úrslitaleiknum í holukeppni hjá GHR í sumar.“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Púttin, þau voru alveg fráleit í sumar.“ Nafn: Andri Már Óskarsson. Klúbbur: GHR. Aldur: 25. Forgjöf: -0,9. Leyndur hæfileiki: Á eftir að koma í ljós. Besti hringurinn: 64 högg á Strandarvelli (-6). Hola í höggi: Nei, aldrei og hef það á tilfinning­unni að það muni aldrei gerast. Draumaráshópur: Ég, Tiger Woods, Jim Furyk og pabbi fengi að fljóta með til að búa til gott game. Uppáhaldskylfa: Hálfvitinn.

60

GOLF.IS

ICE_T


V I Ð KY N N U M

G O L F KY L FA N S E M FÆ R I R Þ É R A L L A N

PA K K A N N .

TITLEIST 917 DRÆVERINN. HÖGGLENGD, F Y R I R G E F N I N G O G F Í N S T I L LT B O LTA F L U G . Ky n n tu þ é r ko sti 9 1 7 h é r: ti tl e i st.co. u k /9 1 7 o g pantaðu tí m a í s é rm æ l i n g u í n æ stu g o l f ve rs l u n .

Skráning í Team Titleist á titleist.co.uk

ICE_Titleist917_Page.indd 1

30/11/2016 15:41


Hraðaspurningar:

Freydís Eiríksdóttir Hvernig metur þú frammistöðu þína golf­ sumarið 2016? „Að mínu mati bætti ég mig mjög mikið en ég hefði viljað spila betur á Íslandsbankamótaröðinni.“ Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? „Annað sætið á meistaramóti GKG í meistaraflokki var án efa hápunkturinn á sumrinu.“ Hvaða golfholur eru í sérstöku uppá­haldi á Íslandi og af hverju? „16. holan í Borgarnesi, mér finnst hún mjög flott og skemmtilegt að flötin sé umkringd vatni. Einnig er 14. á Leirdalnum í uppáhaldi vegna þess þar á maður góðan séns á fugli.“

Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2016, hvaða högg yrði það? „Púttið á 18. holu fyrir bráðabana um fyrsta sætið, síðasta daginn í meistaramótinu.“ Hvaða högg var eftirminnilegasta höggið hjá þér árið 2016? „Upphafshögg á 11. braut í Leirdalnum, boltinn endaði ofan í holunni en skoppaði upp úr.“ Hvert er undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú hefur upplifað á golfvelli? „Ég sló boltann í lóu sem var á flugi, alveg óvart, og það var ekki góð tilfinning.“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Ég ætla að auka sveifluhraðann og bæta pitchhöggin og vippin.“

M

Ve

M

Ve

Nafn: Freydís Eiríksdóttir. Klúbbur: GKG. Aldur: 18. Forgjöf: 4,8. Leyndur hæfileiki: Kann að „juggla“ með þremur boltum samtímis. Besti hringurinn: 73 högg. Uppáhaldskylfingurinn: Rory McIlroy.

62

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar


LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG

SUZUKI 4X4

SUZUKI 4X4 FJÖLSKYLDAN

Fjöldbreytt úrval af fjórhjóladrifsbílum í öllum stærðum og við allra hæfi. Vertu klár í veturinn, láttu ekkert stoppa þig

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.

KOMDU Í HEIMSÓKN OG KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ

Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


– Magnaður árangur frá árinu 1996

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, setti nýtt met í karlaflokki með sjöunda sigri sínum á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri í sumar. Frá árinu 2014 hafði Birgir Leifur deilt meti hvað fjölda titla varðar með Björgvini Þorsteinssyni og Úlfari Jónssyni sem hafa sigrað sex sinnum á Íslandsmótinu í golfi. 64

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjö titlar Birgis Leifs



Þetta var sjötti sigur hans undir merkjum GKG. Birgir Leifur varð fertugur þann 16. maí á þessu ári og hann var því rétt rúmlega tvítugur þegar hann sigraði á Íslands­mótinu í fyrsta sinn árið 1996 í Vestmanna­eyjum. Á þeim tíma var hann félagi í Golf­klúbbnum Leyni frá Akranesi.

Árangur Birgis á Íslandsmótinu í golfi

66

Ár

sæti

högg

-/+ par

aldur

staður

Íslandsmeistari

1991

21.-23.

307

75-73-79-80

27

15

Strandarvöllur

Úlfar Jónsson

1992

9

309

75-77-76-81

25

16

Grafarholt

Úlfar Jónsson

1993

9.-11.

316

77-82-80-77

28

17

Hólmsvöllur

Þorsteinn Hallgrímsson

1994

2

290

73-75-70-72

6

18

Jaðarsvöllur

Sigurpáll Geir Sveinsson

1995

2

284

75-71-69-69

4

19

Strandarvöllur

Björgvin Sigurbergsson

1996

1

283

69-64-73-77

3

20

Vestmannaeyjar

Birgir Leifur Hafþórsson

1997

Tók ekki þátt.

21

Grafarholt

1998

Tók ekki þátt.

22

Hólmsvöllur

Sigurpáll Geir Sveinsson

1999

Tók ekki þátt.

23

Hvaleyrarvöllur

Björgvin Sigurbergsson

2000

Tók ekki þátt.

24

Jaðarsvöllur

Björgvin Sigurbergsson

2001

Tók ekki þátt.

25

Grafarholt

2002

Tók ekki þátt.

26

Hella

Sigurpáll Geir Sveinsson

2003

1

276

67-65-71-73

-4

27

Vestmanneyjar

Birgir Leifur Hafþórsson

2004

1

283

68-68-75-72

-5

28

Garðavöllur

Birgir Leifur Hafþórsson

2005

4

290

70-77-70-73

2

29

Hólmsvöllur

Heiðar Davíð Bragason

2006

Tók ekki þátt.

30

Urriðavöllur

Sigmundur Einar Másson

2007

6

31

Hvaleyrarvöllur

Björgvin Sigurbergsson

2008

Tók ekki þátt.

32

Vestmannaeyjar

Kristján Þór Einarsson

2009

Tók ekki þátt.

33

Grafarholt

Ólafur Björn Loftsson

2010

1

34

Kiðjabergsvöllur

2011

Tók ekki þátt.

35

Hólmsvöllur

2012

Tók ekki þátt.

36

Hella

2013

1

274

71-69-66-68

-10

37

Korpan

Birgir Leifur Hafþórsson

2014

1

274

66-68-67-73

-10

38

Leirdalsvöllur

Birgir Leifur Hafþórsson

2015

Tók ekki þátt.

39

Garðavöllur

Þórður Rafn Gissurarson

2016

1

40

Jaðarsvöllur

Birgir Leifur Hafþórsson

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjö titlar Birgis Leifs

293

284

276

69-75-75-74

68-72-74-70

69-70-71-66

9

0

-8

Þórður Emil Ólafsson

Örn Ævar Hjartarson

Birgir Leifur Hafþórsson Axel Bóasson Haraldur Franklín Magnús


Birgir Leifur er eini kylfingurinn sem hefur náð að vinna Íslandsmeistaratitilinn með tveggja áratuga millibili en hann var tvítugur þegar hann sigraði í fyrsta sinn árið 1996. Vegna reglna um þátttöku atvinnukylfinga á Íslandsmótinu í golfi misstu atvinnu­ kylfingar af mörgum Íslandsmótum fram til ársins 2003 þegar reglunum var breytt. Birgir Leifur tók ekki þátt á Íslandsmótinu á árunum 1997-2002, eða sex ár í röð, vegna atvinnumennsku. Hann sigraði árið 2003 þegar reglunum var breytt og þá fór mótið fram í Vestmannaeyjum. Birgir tók þátt í fyrsta sinn á Íslandsmótinu árið 1991 þegar hann var 15 ára gamall. Þá endaði hann í 21.-23. sæti á 27 höggum yfir pari vallar. Ári síðar bætti hann árangur sinn umtalsvert og endaði í 9. sæti. Frá þeim tíma hefur Birgir ávallt verið á meðal 10 efstu þegar hann hefur tekið þátt. Frá árinu 2003 hefur Birgir Leifur tekið þátt á átta Íslandsmótum og aðeins tvívegis hefur honum ekki tekist að sigra. Það er ótrú­legur árangur. Sex sinnum hefur Birgir ekki tekið þátt á Íslandsmótinu vegna verkefna erlendis í atvinnumennsku. Frá árinu 2004 er Birgir Leifur eini kylfingurinn sem hefur náð að verja Íslands­ meistara­titilinn og það hefur hann gert í tvígang en hann varði titilinn í fyrsta sinn árið 2004 og í annað sinn árið 2014. Meðalskor Birgis á Íslandsmótinu er 72,125 högg. Ef aðeins eru tekin Íslandsmótin frá því hann sigraði í fyrsta sinn árið 1996 er meðalskorið hjá Birgi 70,36 högg. Úlfar Jónsson vann Íslandsmótið tvö ár í röð, 1986 og 1987, og hann sigraði síðan fjórum sinnum í röð á árunum 1989-1992. Björgvin Þorsteinsson náði þeim árangri að vinna mótið fimm ár í röð á árunum 1973-1977. Aðeins tíu kylfingar hafa náð að verja Íslandsmeistaratitilinn í golfi frá því að keppt var í fyrsta sinn árið 1942. Alls hafa fimmtán kylfingar náð að vinna titilinn oftar en einu sinni. Björgvin Þorsteinsson

Sjö titlar Birgis Leifs: 1996: Birgir Leifur Hafþórsson, GL. 2003: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. 2004: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. 2010: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.

2013: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. 2014: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. 2016: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG.

Sex titlar Úlfars og Björgvins: Úlfar (GK): 1986, 1987, 1989-1992.)

Björgvin (GA): 1971, 1972-1977.)

á metið hvað varðar fjölda titla í röð en hann sigraði fimm sinnum í röð og það met stendur enn. Magnús Guðmundsson og Úlfar Jónsson náðu fjórum titlum í röð og Úlfar á þar að auki tvo titla í röð. Gísli Ólafsson, Þorbjörn Kjærbo og Hversu oft í röð

Nafn

Hannes Eyvindsson náðu þremur titlum í röð. Björgvin Sigurbergsson, Þorvaldur Ásgeirsson, Sigurður Pétursson og Birgir Leifur Hafþórsson eru í hópi þeirra sem hafa unnið tvo titla í röð en Birgir hefur gert það tvívegis. Titlar alls

Ár

5

Björgvin Þorsteinsson

6

1971, 1973-1977

4

Magnús Guðmundsson

5

1958, 1963-66

4

Úlfar Jónsson

6

1989-1992

3

Gísli Ólafsson

3

1942, 1943, 1944

3

Hannes Eyvindsson

3

1978-1980

3

Þorbjörn Kærbo

3

1968, 1969, 1970

2

Björgvin Sigurbergsson

4

1995, 1999, 2000, 2007

2

Þorvaldur Ásgeirsson

3

1945, 1950, 1951

2

Sigurður Pétursson

3

1982, 1984, 1985

2

Úlfar Jónsson

6

1986, 1987

2

Birgir Leifur Hafþórsson

2

2003, 2004

2

Birgir Leifur Hafþórsson

2

2013, 2014

Sigurpáll Geir Sveinsson

3

1994, 1998, 2002

Ewald Berndsen

2

1947, 1953

Ólafur Á. Ólafsson

2

1954, 1956

Sveinn Ársælsson

2

1957, 1959

Gunnar Sólnes

2

1961, 1967

BEST GEYMDA LEYNDARMÁLIÐ Í GOLFI 2UNDR herranærbuxurnar hafa fengið ótrúlega góðar viðtökur um allan heim meðal íþróttamanna og þar með talið kylfinga. Einstaklega þægilegar nærbuxur sem gerðar eru úr hágæða efnum með góðri öndun. Það eru tvær línur í gangi hjá okkur, Swing Shift og Gear Shift. Swing Shift eru hannaðar fyrir golf og til daglegra nota. Verð 4.400 kr.

Gear Shift henta betur fyrir þá sem stunda „líkamlegri” íþróttir eins og hlaup, hjólreiðar, fótbolta, handbolta, körfubolta, fjallgöngur, crossfit og ýmsa líkamsrækt. Verð 4.900 kr.

Joey Pouch er aðalsmerki 2UNDR. Mjúkur og þægilegur „kengúrupoki” innan á nærbuxunum sem verðmætin eru sett í. Pokinn heldur utan um verðmætin og kemur í veg fyrir „skinn við skinn” núning. Non-Drip-Tip er einstakt rakastjórnunar lag sem gefur mjúka og kælandi tilfinningu.

GOLF.IS

67


Óvenjulegt golfsumar

í Kiðjaberginu

Horft frá 8. teig og upp á klúbbhúsinu á Kiðjabergsvelli. Mynd/seth@golf.is

„Golfsumarið 2016 var óvenjulegt en jafnframt viðburðaríkt hjá okkur í Golfklúbbi Kiðjabergs. Það var jákvætt að fjöldi erlendra kylfinga var heldur meiri í sumar en áður, og flestir sammála um að vallarstæðið væri glæsilegt og fengum við mikið hrós frá þeim. Þeir voru líka ánægðir með móttökurnar og veitingarnar sem þeir fengu í golfskálanum fyrir og eftir hring,“ segir Jóhann Friðbjörnsson formaður Golfklúbbs Kiðjabergs við Golf á Íslandi.

Hér er horft niður eftir 3. brautinni á Kiðjaberginu. Mynd/seth@golf.is

68

GOLF.IS - Golf á Íslandi Óvenjulegt golfsumar í Kiðjaberginu


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


Horft frá þriðju flötinni á Kiðjabergsvelli og uppeftir 2. braut. Mynd/seth@golf.is

„Fjöldi félaga í GKB er um 340, þar af eru 220 sem eru með GKB sem aðalklúbb. Það er markmiðið hjá okkur að fá fleiri sem velja að hafa GKB sem aðalklúbb - en fjöldi fjarfélaga hefur minnkað. Aðsóknin um helgar þegar veðrið var gott var slík að það komust færri að en vildu á slíkum helgum. Félagsmenn voru með um 18 golfhringi skráða að meðaltali sumarið 2016 en heildarfjöldi spilaðra hringja var aðeins minni í sumar en árið 2015. Við teljum að Evrópumeistaramótið í fótbolta hafi haft gríðarleg áhrif á heimsóknir kylfinga í júní.“

Kylfingar á 8. teig bíða eftir að röðin komi að þeim, Hvítáin er áberandi á Kiðjabergsvelli. Mynd/seth@golf.is

Kylfingur slær á 8. teig á Kiðjabergsvelli í blíðskaparveðri á Íslandsmóti golfklúbba eldri kylfinga. Mynd/setj@golf.is

Reksturinn gengur vel „Skuldastaða klúbbsins er ágæt og veltan er svipuð á milli rekstrarára. Þetta gengur því nokkuð vel og það er ágætur hagnaður af rekstrinum. Við höfum fækkað mótunum hjá okkur markvisst undanfarin ár. Aðeins þau mót sem hafa náð að festa sig í sessi eru á dagskrá. Þátttakan í þeim mótum hefur verið frábær. Við viljum hafa færri mót og gera þau veglegri.“

Veturinn 2015-2016 var erfiður í Kiðjaberginu og sá versti frá því að völlurinn var opnaður. „Það var mikill snjór yfir vellinum og mikið frost. Í þau fáu skipti sem hlýnaði myndaðist mikill klaki og það var ekki nokkur vegur að vinna á þeim svæðum. Völlurinn var því skemmdur eftir veturinn á stöðum sem við höfum aldrei séð áður. Stjórn klúbbsins tók ákvörðun um að fara í það verkefni að gera allt sem hægt væri að gera til að græða þessi sár. Við sáðum í um 5 hektara með ýmsum hætti. Það var ekki fyrr en leið á haustið og miklar rigningar og góðan lofthita að fræið tók vel við sér. Þegar snjór lagðist yfir voru þau svæði sem mest voru skemmd nær fullgróin. Við vonum að við fáum ekki annan eins vetur og erum því bjartsýn á gott golfsumar 2017 enda eru margir golfhópar, innlendir sem og erlendir, farnir að bóka sig á völlinn hjá okkur,“ sagði Jóhann við Golf á Íslandi.

70

GOLF.IS - Golf á Íslandi Óvenjulegt golfsumar í Kiðjaberginu

MX-V


Við sláum upp

Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2

24.6.2015 15:23


„Þetta er nýtt met“ Nafn: Jóhannes Sturluson. Aldur: 12 ára. Klúbbur: GKG. Forgjöf: 12,9. Besta skor: 79 högg í Leirdalnum.

Jóhannes á 14. teig á Leirdalsvelli.

Jóhannes Sturluson lék 120 golfhringi í sumar Jóhannes Sturluson er 12 ára gamall og er félagi í GKG. Það er óhætt að segja að kylfingurinn ungi hafi nýtt golfsumarið 2016 af krafti en Jóhannes var með 120 skráða golfhringi á golf.is í sumar. Það er sannarlega eftirtektarvert og til eftirbreytni. Golf á Ísland hafði samband við Jóhannes sem svaraði þessum laufléttu spurningum af fagmennsku.

Jóhannes Sturluson vippar hér inn á 8. flötina á heimavellinum í GKG á Íslandmóti unglinga í júlí s.l / seth@golf.is

Hvað er skemmtilegast við golfið? „Þegar góðu höggin koma.“ Ertu í einhverjum öðrum íþróttum? „Já, körfubolta með Stjörnunni en er nýhættur í fótboltanum.“ Í hvaða skóla og bekk ertu? „Hofsstaðaskóla í 7. bekk og stærðfræðin er uppáhaldsfagið.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? Smellhitt dræv hjá Jóhannesi á 14. teig á Leirdalsvelli. seth@golf.is

Voru þetta allt 18 holu hringir hjá þér í sumar? „Nei, sumir voru 9 holur en flestir 18 holu hringir.“ Hvers vegna spilaðir þú svona marga hringi í sumar? „Af því mér finnst golf svo skemmtilegt.“ Hefur þú gert þetta áður? „Nei, þetta er nýtt met.“

72

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þetta er nýtt met“

„Að komast á háskólastyrk og á PGA.“ Uppáhaldsholan á Íslandi? „12. holan á Korpunni. Mjög krefjandi en getur samt gefið líka.“ Uppáhaldsvöllurinn á Íslandi? „Áin/Landið á Korpunni. Hann er fjölbreyttur og getur gefið vel.“ Eru margir í fjölskyldunni sem spila golf? „Já, mamma og pabbi líka.“ Hvernig byrjaðir þú í golfi? „Pabbi dró mig á völlinn til að byrja með.“ Eftirminnilegasta golfhöggið sem þú hefur slegið? „Þegar ég fór holu í höggi á 11. holunni á Leirdalnum.“



Hraðaspurningar:

Amanda Guðrún Bjarnadóttir Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2016? „Sumarið gekk mjög vel og ég náði öllum mínum markmiðum.
“ Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið?
„Hápunktur sumarsins var Íslandsmeistaratitillinn í höggleik í flokki 15–16 ára. Það var líka gaman að tryggja stigameistaratitilinn á Íslandsbankamótaröðinni.“ Hvaða golfholur eru í sérstöku uppáhaldi á Íslandi og af hverju? „15. holan á Jaðarsvelli því hún er í lengri kantinum og innáhöggið er skemmtilegt og krefjandi. Einnig 14. holan á Leirdalsvelli

því hún getur refsað en svo er líka hægt að skora mjög vel á henni.
“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2016, hvaða högg yrði það? „
Höggið sem ég ákvað að slá í erfiðri aðstöðu í hliðarvatnstorfæru í úrslitaleiknum í holukeppninni á Íslandsbankamótaröðinni í Þorlákshöfn.“ Hvaða högg var eftirminnilegasta höggið hjá þér árið 2016? „
Glompuhöggið sem ég sló á 18. holu á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik, það var mikilvægt högg.“

Nafn: Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Klúbbur: Golfklúbburinn Hamar Dalvík. Aldur: 16 ára. Forgjöf: 5,5. Leyndur hæfileiki: Ég er hrikaleg skytta. Besti hringurinn: 75 högg (+3) á vellinum La Estancia á Spáni. Hola í höggi: Nei, ekki enn. Uppáhaldskylfingurinn: Ég verð að segja bæði Tiger Woods og Jason Day. Draumaráshópur: Tiger, Jason Day og pabbi. Uppáhaldskylfa: Driverinn.

74

GOLF.IS

Hvert er undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú hefur upplifað á golfvelli? „
Þegar ég var í æfingaferð á Spáni árið 2014 var ég að spila og fékk að prófa að keyra golfbíl. Ég ætlaði að keyra hann að meðspilara mínum en þurfti þá að fara í smá hliðarhalla sem varð til þess að ég datt út úr bílnum og hann bara rann áfram í átt að meðspilara mínum.
“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? 
„Ég vil bæta stutta spilið enn meira og ná betri högglengd.“



Hraðaspurningar:

Patrekur Nordquist Ragnarsson Hvernig metur þú frammistöðu þína golfsumarið 2016? „Yfir heildina litið er ég ekki alveg nógu sáttur. Sumarið einkenndist af óstöðugleika og ég náði ekki mínum helstu markmiðum. Það er samt margt jákvætt sem ég get tekið frá síðasta sumri og get byggt ofan á það.“ Hver var hápunktur sumarsins – eftirminnilegasta atvikið? „Hápunktur sumarsins var þegar ég spilaði á 63 höggum á Hellu og fór holu í höggi á sama hring. Auk þess var mikill heiður að fá að spila á Duke of York mótinu á Royal Birkdale og það er reynsla sem gleymist aldrei.“

Hvaða golfholur eru í sérstöku uppá­ haldi á Íslandi og af hverju? „Það eru 12. holan á Korpunni vegna þess að hún er mjög krefjandi og fyrirgefur afar lítið og 15. holan í Grafarholti því þar eru hættur í hverju einasta höggi sem fá mann til að hugsa.“ Ef þú mættir endurtaka eitt högg frá árinu 2016, hvaða högg yrði það? „Það væri upphafshöggið á 10. holu á Hellu í úrslitaleik á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri.“ Hvaða högg var eftirminnilegasta höggið hjá þér árið 2016? „Þegar ég fór

holu í höggi á 8. holu á Strandarvelli á Hellu af 174 metra færi með 5 járni.” Hvert er undarlegasta atvikið, það skrýtnasta sem þú hefur upplifað á golfvelli? „Ég var í miðju golfmóti á Hellu þegar Eyjafjallajökull byrjaði að ausa yfir okkur gosösku.“ Hvað þarft þú að bæta fyrir næsta tímabil? „Ég þarf að bæta andlegu hliðina ásamt því að ná upp betri stöðugleika.“

Nafn: Patrekur Nordquist Ragnarsson Klúbbur: Golfklúbbur Reykjavíkur. Aldur: 18 ára. Forgjöf: 0,6. Leyndur hæfileiki: Þekki allar gerðir af skrúfum. Besti hringurinn: 63 högg á Hellu. Hola í höggi: Já, á 8. holu á Hellu. Uppáhaldskylfingurinn: Henrik Stenson. Draumaráshópur: Henrik Stenson, Jordan Spieth og Patrick Reed. Uppáhaldskylfa: Pútter.

76

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hraðaspurningar


S EASONAL


Ný og glæsileg inniaðstaða hjá GS

Mikil lyftistöng fyrir starfið

Zuzanna Korpak, leiðbeinandi, og Karen Sævarsdóttir, íþróttastjóri GS.

„Þessi nýja aðstaða hefur mikið að segja fyrir okkur og þetta er mikil lyftistöng fyrir starfið okkar yfir vetrartímann,“ segir Karen Sævarsdóttir íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja við Golf á Íslandi. Nýverið var opnuð glæsileg inniaðstaða sem Golfklúbbur Suðurnesja og Púttklúbbur Suðurnesja munu nýta í sameiningu. Aðstaðan er í Íþróttaakademíunni við Sunnubraut og var húsnæðið opnað með formlegum hætti þann 28. október. „Við erum með um 50 yngri kylfinga sem æfa hjá okkur og hér er hægt að slá í golfhermi, slá í net og pútta. Hér eru tveir salir á annarri hæð í þessu húsi. Núna

markhonnunv ehf

GS hefur á undanförnum árum verið á hrakhólum með æfingaaðstöðu og er þessi aðstaða gríðarlega mikilvæg fyrir framtíð klúbbsins.

getum við auglýst betur en áður og farið í mark­vissar aðgerðir að fá fleiri í okkar raðir. Staðsetningin er frábær og miðsvæðis hér í Reykjanesbæ. Ég bind miklar vonir við að þessi nýja aðstaða efli golfíþróttina enn meira hér á Suðurnesjunum. Það ríkir mikil spenna hjá krökkunum og okkur sem að þessu komum hjá GS. Við gerum okkur grein fyrir því að það mun taka langan tíma að uppskera í golfinu. Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur öll,“ sagði Karen Sævarsdóttir.

78

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ný og glæsileg inniaðstaða hjá GS


Gjafakort er gjöf sem gleður.... l

eg

e

l ði

Gl

Gleðileg jól

Gjafakort Nettó fæst í verslunum Nettó um land allt.

markhonnunv ehf

Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Starfsfólk verslana okkar veitir allar nánari upplýsingar um gjafakortið og aðstoðar þig með glöðu geði.

www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


Ísland er komið á golfkortið – Golf Iceland á stærstu golfferðasýningu heims Golf Iceland var með kynningarbás á sýningunni International Golf Travel Mart (IGTM) á Spáni þar sem samtökin kynntu almennt möguleika til að spila golf hér á landi, svo og sérstaklega þjónustu sinna meðlima. Þá var dreift miklu efni frá meðlimum Golf Iceland en sýningin fór fram dagana 12.-18. nóvember sl. „Þessi sýning er haldin árlega og er stærsta sérhæfða golfferðasýning í heiminum. Að þessu sinni tóku þátt í henni rúmlega 1000 aðilar og þar af 550 aðilar sem kynntu áfangastaði sína, heil lönd, ákveðin golfsvæði í heiminum eða einstaka golfvelli fyrir um 350 sérhæfðum söluaðilum golfferða og um 120 fjölmiðlamönnum sem sóttu sýninguna. Samhliða sýningunni fer fram mikil kynning á golfi og ferðaþjónustu svo og alls konar tölfræði og niðurstöðum varðandi ferðahegðun kylfinga,“ segir Magnús Oddsson, verkefnastjóri Golf Iceland, sem sótti sýninguna og sá um kynninguna.

80

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ísland er komið á golfkortið

„Þarna fáum við margs konar tækifæri til að koma golfi á Íslandi á framfæri. Í fyrsta lagi eru fyrirfram bókuð viðtöl við erlenda söluaðila, sem áhuga hafa á að kynna sér golf á Íslandi, og að þessu sinni var eftirspurnin eftir þessum viðtölum meiri en framboðið. Í öðru lagi þá eru sérstakar opnar kynningar á áfangastöðum sem eru vel sóttar. Og loks reynum við að koma okkur og okkar efni á framfæri við þá fjölmörgu fjölmiðlamenn sem sækja sýninguna. Í allri okkar kynningu er lögð áhersla á möguleikana til að spila í okkar einstöku náttúru enda eru vellirnir hluti af henni,

svo ekki sé minnst á miðnæturgolfið sem alltaf vekur mikla athygli. Samhliða auknum almennum áhuga á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðmenn hefur áhugi á Íslandi sem golfáfangastað farið vaxandi enda eru söluaðilar golfferða stöðugt að leita að nýjum og „öðruvísi“ stöðum fyrir viðskiptavini sína,“ segir Magnús. Að þessu sinni óskuðu söluaðilar frá alls 14 löndum eftir viðtölum; mismunandi margir frá hverju landi, en mestur áhugi var frá Mið-Evrópu auk Norðurlandanna.



Mögnuð skemmtun í Ríó Justin Rose fagnar hér sigrinum á ÓL. Mynd/golfsupport.nl

– Golfíþróttin skein skært á ÓL

Rose og Park unnu til gullverðlauna Golfíþróttin skein skært á sumarólympíuleikunum sem fram fóru í Rio de Janeiro í Brasilíu um miðjan ágúst s.l. Margir höfðu efasemdir um að keppnin yrði vel heppnuð og þá sérstaklega þar sem karlar í fjórum efstu sætum heimslistans á þeim tíma hættu við að taka þátt á elleftu stundu. Margt fór úrskeiðis í aðdraganda keppninnar og miklar tafir voru á uppbyggingu keppnisvallarins. Allt tókst þetta vel að lokum. Justin Rose og Inbee Park skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar með gullverðlaunum sínum í golfi og þeim fyrstu á ÓL í rúmlega 110 ár.

Verðlaunahafar á ÓL 2016: Frá vinstri: Henrik Stenson, Justin Rose, Matt Kuchar, Lyda Ko, Inbee Park og Shanshan Feng.

82

GOLF.IS - Golf á Íslandi Mögnuð skemmtun í Ríó

Keppnin í karlaflokki var æsispennandi allt fram á lokaholu. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með og góð stemning myndaðist á meðal áhorfenda. Justin Rose (36 ára) fagnaði gríðarlega þegar hann tryggði sér ÓL-gullið í karlaflokki með glæsilegum hætti eftir harða baráttu við Henrik Stenson frá Svíþjóð. Sigurinn var greinilega mikilvægur fyrir enska kylfinginn en hann fékk fugl á lokaholunni og sigraði með tveggja högga mun. Matt Kuchar frá Bandaríkjunum lék stórkostlegt golf á lokahringnum eða 63 höggum og það dugði til þess að landa bronsverðlaununum. „Raunveruleikinn er ótrúlegur þessa stundina. Ég einbeitti mér gríðarlega í þessari viku og ég var staðráðinn í því að sigra. Það skipti mig miklu máli að standa mig sem best fyrir lið Bretlands og þessi vika er ein sú eftirminnilegasta sem ég hef upplifað,“ sagði Justin Rose.


eykjavík Laugarnar í R

NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL

fyrir alla fjölskyl duna

í þí nu hv erfi

Fr á m or gn i t il kvölds Sími: 411 5000

• www.itr.is


Inbee Park horfir hér á eftir teighöggi á keppnisvellinum í Ríó.

Park bætti enn einum titlinum í safnið Inbee Park (28 ára) frá Suður-Kóreu bætti enn einum stóra titlinum í safn sitt með gullverðlaunum á ÓL í kvennaflokki. Hún fékk sjö fugla á lokahringnum og sigraði með nokkrum yfirburðum. Park er önnur konan sem vinnur gull í golfi á ÓL en kvennakeppnin í Ríó var sú fyrsta frá árinu 1900. Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi varð önnur, fimm höggum á eftir Park. Shanshan Feng frá Kína vann til bronsverðlauna. „Ég er ekki í vafa um að golfíþróttin á eftir að njóta góðs af því að íþróttin er hluti af Ólympíuleikunum á ný. Það verða fleiri sem fylgjast með golfinu og þetta á eftir að skila sér til lengri tíma litið,“ sagði Park sem hefur sigrað á sjö risamótum á ferlinum og er yngsti kylfingurinn sem hefur fengið inngöngu í frægðarhöll PGA í Bandaríkjunum.

ÓL molar:

Alls tóku 60 kylfingar þátt í karlaflokki og jafnmargir í kvennaflokki. Keppnisfyrirkomulagið var 72 holu höggleikur. Uppselt var á lokakeppnisdaginn í karla­flokki þar sem 12.000 áhorfendur mættu á keppnisvöllinn. Fimmtán efstu kylfingarnir á heims­ listanum í karla- og kvennaflokki þann 11. júlí 2016 fengu sjálfkrafa keppnisrétt á ÓL en að hámarki fjórir frá sama landi. IGF setti einnig þær kvaðir að einn keppandi yrði frá gestgjafalandinu hjá báðum kynjum og að fulltrúar frá hverri heimsálfu fengju einnig keppnisrétt. Tveir kylfingar frá sömu þjóð var hámarkið á fjölda keppenda nema ef þeir væru á meðal 15 efstu á heimslistanum. Sumar þjóðir voru með allt að fjóra kepp­endur ef þeir voru á meðal 15 efstu á heims­listanum. Íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra

84

GOLF.IS - Golf á Íslandi Mögnuð skemmtun í Ríó

Jónsdóttir úr Leyni voru ekki langt frá því að vera í baráttunni um að komast Úrslit í karlaflokki á ÓL 2016 1. Justin Rose, Bretland (67-69-65-67) 268 högg -16 2. Henrik Stenson, Svíþjóð (66-68-68-68) 270 högg -14 3. Matt Kuchar, Bandaríkin (69-70-69-63) 271 högg -13 4. Thomas Pieters, Belgía (67-66-77-65) 275 högg -9 5.-7. Marcus Fraser, Ástralía (63-69-72-72) 276 högg -8 5.-7. Rafael Cabrera-Bello, Spánn (67-70-71-68) 276 högg -8 5.-7. Kiradech Aphibarnrat, Taíland (71-69-69-67) 276 högg -8

í hóp þeirra 60 sem fengu keppnisrétt í kvennaflokki. Úrslit í kvennaflokki á ÓL 2016 1. Inbee Park, Suður-Kórea (66-66-70-66) 268 högg -16 2. Lydia Ko, Nýja-Sjáland (69-70-65-69) 273 högg -11 3. Shanshan Feng, Kína (70-67-68-69) 274 högg -10 4.-6. Stacy Lewis, Bandaríkin (70-63-76-66) 275 högg -9 4.-6. Haru Nomura, Japan (69-69-72-65) 275 högg -9 4.-6. Amy Yang, Suður-Kórea (73-65 -70-67) 275 högg -9



Sterk liðsheild – Bandaríska Ryder-liðið snéri taflinu sér í vil á Hazeltine

Davis Love III fyrirliði bandaríska liðsins fagnar sigrinum í Ryderbikarnum. Mynd/golfsupport.nl

Bandaríska liðið hafði fyrir Ryder-keppnina 2016 tapað átta af síðustu 10 keppnum. Fyrir loka­keppnis­daginn á Hazeltine National í Minnesota voru heima­menn með þriggja stiga forskot á Evrópuliðið og sá munur varð meiri og meiri eftir því sem leið á lokahringinn. Davis Love III var fyrirliði bandaríska liðsins og Darren Clarke fyrirliði Evrópuliðsins en þeir voru í fyrsta sinn í þessu hlutverki.

Patrick Reed var stjarna bandaríska liðsins. Mynd/Golfsupport.nl

86

GOLF.IS

Clarke setti flesta af sínum sterkustu liðsmönnum út í fyrstu leikina á loka­ deginum, staðráðinn í því að landa góðum sigrum og gefa öðrum leikmönnum aukið sjálfstraust. Þessi áætlun virtist ætla að skila árangri því Evrópa var yfir í fimm fyrstu leikjunum eftir 9 holur, og munurinn var aðeins eitt stig þegar Evrópa náði að vinna þrjá af fyrstu fjórum leikjunum í tvímenningnum. Þetta var aðeins tálsýn því lokaspretturinn varð aldrei spennandi og bandaríska liðið mun sterkara. Ryan Moore og Brandt Snedeker skiluðu mikilvægum stigum í hús og bandaríska liðið vann fimm af síðustu sex leikjunum. 17-11 sigur bandaríska úrvalsliðsins var sannfærandi og sá fyrsti frá árinu 2008 og aðeins þriðji sigur bandaríska liðsins í keppninni á síðustu ellefu árum. Næsta keppni fer fram í Frakklandi árið 2018 skammt frá París.


Planka-, stafa-, spónlagt, eða gegnheilt parket?

...burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... Hvernig vilt þú hafa þitt parket? Komdu og skoðaðu úrvalið. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!


Patrick Reed slær hér inn á flöt á æfingahring fyrir Ryderbikarinn en hann var stærsta stjarna liðsins í sjálfri keppninni. Jordan Spieth er til vinstri en hann náði sér ekki á strik þegar mest á reyndi. Mynd/golfsupport.nl

Stjarna keppninnar Patrick Reed var án efa stjarna bandaríska liðsins í Ryder-keppninni 2016. Hann lék alla fimm leikina og var í gríðarlegum ham alla þrjá keppnisdagana. Hann var kallaður Captain America af stuðningsmönnum liðsins og stóð svo sannarlega undir því nafni.

Hann landaði fyrsta sigrinum í tvímenningi (singles) fyrir bandaríska liðið með því að leggja sjálfan Rory McIlroy að velli 1/0. Viðureign þeirra var stórkostleg og var ánægjulegt hvernig þeir hrósuðu hvor öðrum fyrir frábær högg - alveg til fyrirmyndar við erfiðar aðstæður.

Breytingarnar skiluðu árangri Liðsandinn í bandaríska liðinu var mun betri en áður. Eftir hörmulegt gengi undanfarin ár í þessari stórkostlegu keppni fóru Bandaríkjamenn í naflaskoðun og fóru í að laga þá hluti sem þurfti að laga í herbúðum liðsins. Leikmenn liðsins fengu tækifæri til þess að taka þátt í mörgum ákvörðunum sem áður voru aðeins teknar af fyrirliðanum.

Mickelson frábær Phil Mickelson lék með í 11 sinn á Ryderbikarnum. „Við áttum saman frábæra viku, við skemmtum okkur vel saman og náðum að skila því út á golfvöll í leikina. Við erum mjög ánægðir með sigurinn,“ sagði Mickelson en hann átti magnaða viðureign gegn Spánverjanum Sergio Garcia. Sá leikur fer í sögubækurnar sem einn eftirminnilegasti leikur allra tíma í Ryderkeppninni. Samtals fengur þeir 19 fugla og þar af fékk Mickelson 10 fugla. Mickelson fékk einn skolla og lék á 63 höggum en leikurinn endaði með jafntefli.

Phil Mickelson var frábær utan vallar og enn betri í keppninni sjálfri. Mynd/Golfsupport.nl

88

GOLF.IS - Golf á Íslandi Sterk liðsheild


Rory McIlroy var í aðalhlutverki hjá Evrópuliðinu í Ryderbikarnum 2016. Mynd/golfsupport.nl

Stórstjörnur sem aðstoðarmenn Davis Love III var í raun með sex aðstoðarmenn sér við hlið, og það voru engir smá karlar. Þar fóru fremstir í flokki Tiger Woods og Bubba Watson. Brandt Snedeker, leikmaður bandaríska liðsins, hrósaði Phil Mickelson sérstaklega fyrir hans framlag í því að byggja upp góðan liðsanda. Í liði Evrópu voru sex nýliðar og úr hópi þeirra skein stjarna Belgíumannsins Thomasar Pieters skært. Hann vann fjóra leiki og tapaði einum. Pieters lék m.a. með Belgíu hér á landi á EM árið 2012 og telst því til „Íslandsvina“.

Tiger Woods var bara sáttur við hlutverk sitt sem aðstoðarmaður í Ryderkeppninni. Mynd/Golfsupport.nl

Lokaúrslit:

Bandaríkin 17 - Evrópa 11 Leikmenn Bandaríkjanna: *nýliðar, (aldur), (sigrar-jafntefli-tap). Brandt Snedeker (35) 3-0-0 Patrick Reed (26) 3-1-1 *Brooks Koepka (26) 3-1-0 Phil Mickelson (46) 2-1-1 Rickie Fowler (27) 2-1-0 Dustin Johnson (32) 2-2-0 J.B. Holmes (34) 1-2-0 Matt Kuchar (38) 2-2-0

Zach Johnson (40) 2-1-0 *Ryan Moore (33) 2-1-0 Jimmy Walker ( 37) 1-2-0 Jordan Spieth (23) 2-2-1 Leikmenn Evrópu: *nýliðar, (aldur), (sigrar-jafntefli-tap). *Thomas Pieters (24) (Belgía) 4-1-0 *Rafael Cabrero-Bello (32) (Spánn) 2-0-1 Rory McIlroy (27) (Norður-Írland) 3-2-0 Henrik Stenson (40) (Svíþjóð) 2-3-0

*Chris Wood (28) (England) 1-1-0 Sergio Garcia (36) (Spánn) 1-2-2 Justin Rose (36) (England) 2-3-0 *Andy Sullivan (29) (England) 0-2-0 *Matthew Fitzpatrick (22) (England) 0-2-0 Martin Kaymer (31) (Þýskaland) 1-3-0 *Danny Willett (28) (England) 0-3-0 Lee Westwood (43) (England) 0-3-0

GOLF.IS

89


Hvert er mikilvægasta höggið í golfi?

90

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvert er mikilvægasta höggið í golfi?


Hver kannast ekki við að vera búin(n) með 14 holur og spila bara nokkuð vel? Þegar á 15. holu er komið þá er smá bið. Ráshópurinn á undan er að slá á teig þegar þið komið. Á meðan beðið er fara sumir að tala um að þú sért örugglega í lækkun í dag. Þú telur þetta saman og kemst að því að þú ert kominn með 36 punkta. „Já, ef ég fæ bara fjóra punkta í viðbót er ég í svakalegri lækkun,“ hugsar þú með þér. Hugurinn fer að reika og þú ferð að hugsa enn meira og jafnvel um símtal við vin þinn. „Djöfull skal ég hringja í Stefán, hvað á ég að segja við hann? Kannski þetta: „Heldur þú að karlinn sé ekki orðinn lægri en þú í forgjöf? Skrambi verður hann Stefán fúll, þetta verður skemmtilegt símtal.“ Það er komið að ykkur og þú stendur á teignum og ert búin(n) að slá eins og engill allan hringinn. Þá gerist eftirfarandi: Þú skallar boltann, slærð annað höggið í sand, druslar boltanum inn á flötina og þrípúttar. Enginn punktur. Hjartað fer af stað. „Hvaða rugl er þetta,“ hugsar þú. Varkárni og efi læðist að þér. Þú endar hringinn á 36 punktum.

Af hverju skiptir hugurinn svona miklu máli í golfi? Einfalda svarið er að hugurinn stýrir öllu sem við gerum. Um leið og hugsanir okkar byrja að snúast um að fyrirbyggja mistök eða stjórnast af ótta og efa þá hefur það áhrif á þau skilaboð sem vöðvar líkamans fá frá heilanum. Vöðvarnir fá misvísandi skilaboð um hvað þeir eiga að gera og úr verður hreyfing sem er ónákvæm og óákveðin. Mikið hefur verið talað um vöðvaminni (muscle memory) í gegnum tíðina og mikilvægi þess að þjálfa vöðvaminni. Í raun er vöðvaminni ekki til, vöðvar hafa enga minnisgetu, hins vegar er sífelld endurtekin hreyfing þjálfun á skilaboðum frá heila til vöðva um að framkvæma hluti alltaf eins. Þess vegna skipta markvissar æfingar og endurtekning í golfi miklu máli. Kylfingar þekkja það af reynslu hvernig hugarástand þeirra breytist á hringnum eins og dæmisagan hér á undan lýsir. Sumum finnst jafnvel ágætt að byrja ekkert alltof vel því þá geta þeir hætt að

BÆJARLIND 14-16 KÓPAVOGI Golf Company

GOLF.IS

91


hugsa um draumaskorið og einfaldlega spilað „sitt“ golf. Erfiðast er það fyrir flesta þegar þeir átta sig á því að þeir eru að spila langt umfram væntingar. Hugarþjálfun í golfi gengur einfaldlega út á það að læra að hafa stjórn á hugsun sinni í þeim aðstæðum þegar hugurinn fer að reika. Við verðum að geta hamið okkur í að hugsa of mörg högg fram í tímann og ef hugurinn reikar þurfum við að geta komið hugsunum okkar aftur á rétta braut. Þetta er hins vegar hægara sagt en gert. Nauðsynlegt er að því að temja sér ákveðið hugarfar hvort sem við erum að keppa, spila með félögunum eða bara að æfa okkur á æfingasvæðinu. Í sögunni hér í upphafi fór leikmaðurinn langt fram úr sér. Í staðinn fyrir að einbeita sér að næsta höggi og koma boltanum á brautina leitaði hugurinn í að hugsa um skorið. Það að leggja saman skorið þýddi að einbeitingin fór af næsta höggi yfir á heildarniðurstöðuna. Það veldur því að erfitt er að framkvæma þau högg sem á eftir koma. Í þessari stöðu er mikilvægt að halda sér í „núinu“. Einbeita sér að næsta höggi. Fara í gegnum vanaferlið og velja skotmark. Gott er að temja sér að hafa skotmarkið eins lítið og hægt er. Ekki miða bara á brautina heldur á eitthvað ákveðið, t.d. fjarlægðarhæl, tré eða glompu í fjarska. Treysta svo sveiflunni sem hefur virkað svo vel þann daginn í að framkvæma höggið. Í næsta höggi tekur við sama ferli og svo koll af kolli þangað til boltinn er kominn í holuna á 18. flötinni. Þá fyrst tökum við upp skorkortið og leggjum saman höggin og punktana.

En getum við æft andlega þáttinn á æfingasvæðinu? Þegar við erum úti á velli þá hafa öll högg einhverjar afleiðingar. Ef við sláum lélegt upphafshögg þá þurfum við að glíma við afleiðingarnar í næsta höggi. Á æfinga­

svæðinu hafa lélegu höggin hins vegar litlar sem engar afleiðingar. Við teygjum okkur strax í annan bolta og sláum aftur. Þegar við æfum okkur er mikilvægt að reyna að líkja eftir þeim aðstæðum sem við erum í úti á velli. Við þurfum því að velja okkur skotmark fyrir hvert högg. Fara í gegnum vanaferlið og slá svo á skotmarkið. Nauðsynlegt er að skipta reglulega um skotmark, ekki slá heila körfu bara með 7-járninu. Skipta um kylfu og skotmark reglulega og hafa stanslaust áreiti á huganum eins og er þegar við erum úti á velli að spila golf. Þegar við æfum teighögg er hægt að setja upp ímyndaða braut á æfingasvæðinu. Við höfum fimm högg og ætlum að hitta að lág­ marki þrjú inn á brautina. Þetta heldur okkur einbeittum og höggin hafa einhverjar afleið­ ingar, ekki ósvipað og þegar við spilum golf.

Með svipuðum hætti er hægt að æfa stutta spilið. Það vita allir kylfingar að það er erfiðara að pútta fyrir fugli en tvöföldum skolla. Púttið er það sama en við erum upptekin af niðurstöðunni, hvort við náum fuglinum eða ekki. Við getum undirbúið okkur undir þessar aðstæður á púttflötinni. Setjum okkur markmið að hitta ákveðið mörgum púttum í holu í röð. Þegar við færumst nær markmiðinu verður erfiðara að pútta, ekki ósvipað og þegar við tökumst á við púttin fyrir fuglunum úti á velli. Það er því um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn á æfingasvæðinu. Að æfa með skýrt markmið gerir æfingarnar bæði markvissari og svo miklu skemmtilegri. Hulda Birna Baldursdóttir og Helgi Anton Eiríksson PGA kennarar skrifuðu:

Fimm leiðir til að hemja hugann ■■ Finndu núið: Hugsaðu um næsta högg, ekkert annað skiptir máli. Þegar hugsun um heildarskor læðist inn, beindu þá athyglinni aftur að því sem þú ert að gera. Ef þetta reynist erfitt er gott að veita umhverfinu athygli, t.d. fuglunum, veðrinu, fjöllunum og gróðrinum. Vertu í núinu. ■■ Ófullkomin(n): Leyfðu þér að vera ófullkomin(n), það er hluti af leiknum. „Golf er ekki keppni um hið fullkomna,“ eins og Bob Rotella kallaði sína frægustu bók um golf. ■■ Kýldu á það: Vertu ákveðin(n) og einbeitt(ur) í því sem þú ætlar að framkvæma. Veldu þér eins nákvæmt mið og hægt er í öllum höggum og settu alla einbeitingu á þann stað. Sláðu bara þegar þú ert tilbúin(n).

92

GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvert er mikilvægasta höggið í golfi?

■■ Undirbúðu æfingar: Þegar þú æfir þig á æfingasvæði, notaðu ímyndunaraflið eins þú sért að spila og settu þér markmið. Það margfaldar árangur af æfingunni og undirbýr þig fyrir sömu aðstæður úti á velli. ■■ Stattu með þér: Vertu þinn besti stuðningsmaður. Gagnrýndu þig aldrei fyrir slæmt högg, byggðu þig frekar upp fyrir það næsta. Hafðu það markmið að hafa alltaf gaman í golfi

Finndu núið Ófullkomin(n) Kýldu á það Undirbúðu æfingar Stattu með þér


SALTO AÐGANGSKERFI

Alhliða aðgangskerfi fyrir hótel og gistiheimili Markvisst aðgangskerfi og öflugt lyklakerfi. Auðvelt utanumhald og einfalt í notkun. Aukið öryggi fyrir starfsfólk. Meiri ánægja fyrir gesti. Kynntu þér kosti SALTO á www.securitas.is


Komnir og farnir Að venju var margt að gerast í golf­heim­inum á Íslandi þegar tímabilinu lauk í haust. Ýmsar breytingar eru á starfsfólki golfklúbba víðsvegar um landið. Hér er stiklað á stóru í þeim efnum.

■■ Sigurpáll Geir Sveinsson réð sig sem golf­kennara hjá GKG eftir að hafa verið íþrótta­stjóri hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í nokkur ár. Sigurpáll bætist þar með í öflugan hóp kennara sem starfa hjá GKG. Hlutverk Sigurpáls verður að mestu að efla kennslu og þjónustuframboð til hins almenna kylfings í samráði við íþrótta­stjóra GKG, Úlfar Jónsson. Sigurpáll mun jafn­framt aðstoða þjálfarateymi GKG við afreks­þjálfun. ■■ Davíð Gunnlaugsson tók við íþróttastjóra­starfinu hjá GM en hann er uppalinn Mos­fellingur og PGA kennari. Davíð útskrifaðist úr PGA kennaranámi árið 2015 og fékk við útskrift verðlaun fyrir besta einkakennsluprófið og ennfremur fyrir bestan námsárangur. Davíð mun sinna stöðu íþróttastjóra í hlutastarfi en ásamt því mun Davíð koma að þjálfun afrekshópa GM. ■■ Karl Ómar Karlsson var ráðinn íþróttastjóri Keilis í Hafnarfirði. Hann mun hafa yfirumsjón með allri þjálfun barna, unglinga, félagsmanna og afrekskylfinga Golfklúbbsins Keilis. Karl Ómar er menntaður PGA golfkennari en hann lauk HGTU golfkennaranámi frá Svíþjóð árið 2003. Björgvin Sigurbergsson sem starfað hefur sem íþróttastjóri Keilis undanfarin ár heldur áfram sínum störfum sem yfirþjálfari Golfklúbbsins Keilis. ■■ Ágúst Jensson, framkvæmda­ stjóri GA, hefur látið af störfum hjá GA. Ágúst hefur gegnt starfi fram­kvæmdastjóra frá árinu 2013. Ágúst hefur ráðið sig til starfa sem aðstoðar­vallar­stjóra hjá stórum Ágúst Jensson golfklúbbi í Þýskalandi.

framkvæmdastjóri GA.

94

GOLF.IS - Golf á Íslandi

Hver er tilgangurinn? – Gula flaggið er ekki til skrauts heldur upplýsingagjöf til kylfinga

Hér er gula flaggið á miðri stönginni og holan er á miðri flöt. Mynd/seth@golf.is

Hér er gula flaggið frekar ofarlega á stönginni sem þýðir að holan er frekar aftarlega á flötinni. Mynd/seth@golf.is

Það eru oft tvær gerðir af flöggum á stöngunum á flötum golfvalla. Efst er hefðbundið flagg sem er gott að nýta sér til að meta úr hvaða átt vindurinn blæs. Minna flaggið sem er fyrir neðan þetta hefðbundna er ekki til skrauts. Það þjónar ákveðnum tilgangi. Gula flaggið á þessum myndum gefur til kynna hvar holan er staðsett á flötinni. Ef gula flaggið er ofarlega á flaggstönginni er holan skorin aftast á flötinni. Ef gula flaggið er neðarlega á flaggstönginni er það merki um að holan sé skorin fremst á flötinni. Gult flagg á miðri flaggstöng gefur til kynna að holan sé skorin á miðju flatarinnar.


Sumt þolir bara enga bið Það er auðvitað alltaf skynsamlegt að spara og eiga fyrir hlutunum. En lífið passar ekki alltaf vel í Excel-skjal og stundum þarf einfaldlega að bregðast hratt við, bjarga málum eða grípa tækifæri. Þá koma raðgreiðslur Borgunar til sögunnar og brúa bilið.


Vissir þú?

Kínverjar náðu þessu meti af Bandaríkjamönnum árið 2001 þegar Jade Dragon Snow Mountain golfklúbburinn var opnaður. Völlurinn er í Himalaja­fjöllunum í 3.100 metra hæð yfir sjávarmáli. Völlurinn er því á meðal hæstu valla yfir sjávarmáli og er sá lengsti frá upphafi eða 7.810 metrar, par 72.

96

GOLF.IS - Golf á Íslandi Lengsti golfvöllur heims

174.186/maggioskars.com

Að lengsti golfvöllur heims var um tíma The International Golf Club í Massa­ chusetts í Bandaríkjunum. Völlurinn er par 77 og 7.612 metrar. Völlurinn var upphaflega hannaður árið 1899 en Robert Trent Jones og Tom Fazio hafa sett mark sitt á völlinn á síðari tímum.

S


174.186/maggioskars.com

Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is


„Frábær æfing í að skora betur“

– Afrekskylfingurinn Kristján Þór leikur af og til af rauðum teigum

98

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Frábær æfing í að skora betur“


Það eru margir á þeirri skoðun að kylfingar velji ekki rétta teiga þegar þeir fara í golf. Rauði þráðurinn í þeirri umræðu er þá oftast að kylfingar leiki á teigum sem henti ekki þeirra getu og þeir ættu því að færa sig á fremri teiga. Afrekskylfingur á borð við Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar á ekki í erfiðleikum með að leika vel af öftustu teigum. Íslandmeistarinn frá árinu 2009 hefur verið í fremstu röð á Íslandi á undanförnum misserum en hann hefur samt sem áður góða reynslu af því að leika af fremstu teigum af og til. „Það er frábær þjálfun fyrir mig andlega að leika t.d. af rauðum teigum og fá þar með

Rafmagnskerrur m/lithium rafhlöðu Powerhouse T2 kr. 148.900 Motocaddy S1 Kr. 147.900 Proforce kr. 139.900

betri þjálfun í því að leika vel undir pari vallar. Mér finnst þetta góð æfing í því að sækja á pinnann, reyna að skora eins vel og hægt er þrátt fyrir að vera kannski 4 eða 5 undir pari vallar. Ég á góðar minningar frá Hlíðavelli þegar ég hef leikið af rauðum teigum og í eitt sinn var ég nálægt því að leika á 58 höggum. Ég krækti tveggja metra pútti fyrir 58 höggum og var eiginlega svekktur með það. Á því augnabliki langaði

3 - 4 hjóla Golfkerrur LYNX 4 hjóla Clicgear 3,5+ 3 hjóla TriMaster 3 hjóla

kr. 37.900 kr. 39.900 kr. 21.900

mig mest að fara strax aftur og reyna aftur. Það gafst ekki tími í það því þetta var um kvöld og myrkrið að skella á. Ég hef margoft staðið sjálfan mig að því að vera kannski 4-5 undir pari af hvítum teigum og detta í þann gír að reyna að verja skorið, í stað þess að halda bara áfram. Spila sama golfið, sækja á pinnann og reyna að skora eins og hægt er.“

Golfpokar í miklu úrvali Burðarpokar frá kr. 10.750 Kerrupokar 14 hólfa frá kr. 19.900 LYNX kerru vatnsheldir kr. 33.900

GOLFVÖRUR Á GÓÐU VERÐI

AITE 400 golfkíkir, aðeins kr. 27.900 Nettir og auðveldir í notkun, nákvæmir, fljótir að mæla, scan og pinnastilling. Taska fylgir. Tveir litir. Opið:

Virka daga 10–18 Laugardaga 11–15

LYNX Predator golfsett, kemur í Regular, Senior og Stiff Járnasett, stál kr. 36.990 Driver Stilanl. 9,5-12,5° kr. 27.990 Brautartré kr. 14.900 Hybrid kr. 13.900 Pútter kr. 8.990

Golffatnaður 10 – 50% Vetrarafsláttur

STROMBERG herra golfbuxur SINTRA Venjulegar kr. 10.990 WINTRA Vatns- og vindheldar og anda, 3-laga efni kr. 13.950

Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfbrautin.is GOLF.IS

99


Eftirminnilegt golfsumar hjá Tuma

– Vinargreiði á Arctic Open varð að miklu ævintýri í Bandaríkjunum

100

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eftirminnilegt golfsumar hjá Tuma



Golfárið 2016 hjá Tuma Hrafni Kúld verður án efa eitt það eftirminnilegasta sem hann mun upplifa. Tumi dvaldi í Bandaríkjunum hjá þýskum hjónum sem hann kynntist fyrir tilviljun á Arctic Open í heimabæ sínum, Akureyri. „Þetta kom þannig til að Ágúst Jensson framkvæmdastjóri GA setti inn frétt á heimasíðu klúbbsins. Þar óskaði hann eftir að klúbbmeðlimir tæku að sér að hýsa þessi hjón þar sem þau vildu frekar gista í heimahúsi en á hóteli. Ég spurði bara mömmu og pabba hvort þau væru ekki til í að bjóða þeim. Það var sjálfsagt, hjólin fóru að snúast og þau komu og gistu hjá okkur. Í framhaldinu buðu þau mér að koma til þeirra í Bandaríkjunum þar sem þau búa í Plymouth í Wisconsin sem er tiltölulega lítill bær með um 9000 íbúa. Ég skellti mér bara út og tók sénsinn, og ég sé ekki eftir því.“ Tumi Hrafn fékk nokkuð frjálsar hendur með hvernig hann lagði upp æfingarnar á meðan hann var í Bandaríkjunum. „Ég hafði aðgang að nokkrum golfvöllum.

102

GOLF.IS - Golf á Íslandi Eftirminnilegt golfsumar hjá Tuma

Æfingaaðstaðan var frábær, ég æfði fyrir hádegi og spilaði eftir hádegi. Ég mátti ekki vinna þar sem ég er ekki með atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Á æfingunum lagði ég

nánast alla áherslu á stutta spilið. Það voru margir þjálfarar sem aðstoðuðu mig þarna úti og Sturla Höskuldsson hjá GA fékk myndbönd frá mér þegar ég þurfti að leita ráða.“ Dvölin í Bandaríkjunum var mikil reynsla fyrir ungan mann að sögn Tuma. „Það var ekkert „hótel mamma“ dæmi þarna. Ég þroskaðist mikið og lærði helling. Ég verð þakklátur fyrir það alla ævi. Ég ákvað að vera harður við mig, vakna snemma alla daga og fara að æfa. Ég vaknaði 6.30 á hverjum degi og ég þurfti ekki að stilla vekjaraklukkuna eftir nokkrar vikur - ég vaknaði bara.“ Framfarirnar létu ekki bíða eftir sér og eftir þrjár vikur fór árangurinn að skila sér. „Ég hitti fleiri brautir, fleiri flatir og setti niður fleiri pútt. Sjálfstraustið varð meira og ég æfði alltaf í þrjá tíma á hverjum einasta degi - fyrir utan að spila golf. Það getur stundum tekið á að æfa einn og stundum er það bara leiðinlegt. En ég sé ekki eftir þeim tíma og ég get ekki þakkað foreldrum mínum nægilega að styðja við bakið á mér og koma mér í þessa aðstöðu. Það er ekkert sem gleður mig meira en að sjá þau gleðjast þegar mér gengur vel. Þjálfarinn minn, Sturla Höskuldsson, hefur einnig verið duglegur að styðja við bakið á mér og gefa mér aukið sjálfstraust,“ sagði Tumi Hrafn Kúld.



Ert þú bókstafstrúar? Stífleiki skafts á golfkylfu hefur áhrif á alla þætti höggsins, þ.á.m. lengd, nákvæmni og ekki síst alla tilfinningu notandans fyrir kylfunni. Kylfingum líður sjaldnast vel með óhentug sköft og ná því mögulega ekki að leika af fullri getu.

Eins og flestir kylfingar vita eru sköftin á golfkylfum misjafnlega stíf. Margir hafa vanist því að flokka stífleika þeirra eftir bókstöfum, eins og R, S, L og A og jafnvel orðum eins og Firm, FirmFlex, UniFlex o.s.frv. Þess vegna gæti komið mörgum á óvart að sjá hve mikill munur getur verið á sköftum þótt þau séu merkt með sama bókstaf. Ganga má svo langt að segja að bókstafsflokkun á stífleika skafta hafi enga þýðingu.

Ganga má svo langt að segja að bókstafsflokkun á stífleika skafta hafi enga þýðingu.

Ágiskanir í búðum og hjá kennurum

Myndin hér að ofan, sem er úr sérstökum gagnagrunni yfir golfsköft, sýnir stífleikagraf tveggja skafta sem bæði eru merkt R. Annað þeirra hentar líklega kylfingi sem sveiflar driver á 55–65 mílna hraða á klukkustund (mph), en hitt skaftið er líklegt til að henta kylfingi sem sveiflar næstum tvöfalt hraðar, eða á 95–105 mílna hraða. Það skýtur því skökku við að þeir noti báðir skaft merkt með sama bókstaf.

104

GOLF.IS - Golf á Íslandi Ert þú bókstafstrúar?

Eftir Birgi „Keisara” Björnsson kylfusmið Golfkylfur.is golfkylfur@golfkylfur.is

Tilboð gilda til 30. Nóvenber eða á meðan byrgðir endast

Val á skafti er mun flóknara en það virðist á yfirborðinu. Það snýst t.d. ekki bara um almennan stífleika, heldur ekki síður um hvernig hann dreifist um skaftið. Þetta, ásamt fleiri þáttum, er að finna í gagnagrunni sem betri kylfusmiðir búa yfir. Í honum er að finna ítarlegar staðreyndir, ekki ágiskanir, um raunverulega hegðun langflestra skafta á markaðnum. Enn fremur er ekki nóg að bera upplýsingar úr grunninum saman við sveifluhraða kylfingsins. Skoða þarf fleiri þætti, eins og hröðun, takt og líkamlegan styrk. Þetta getur góður kylfusmiður mælt og metið. Hann getur því ekki aðeins bent kylfingnum á hentugasta skaftið, heldur getur hann sýnt það og sannað með vísan í grunninn og mælingarnar. Þess eiga kylfingar að krefjast í kaupum sínum á sköftum og kylfum, en því miður hafa takmarkaðar upplýsingar oftast legið að baki kylfu- og skaftavali kylfinga. Það á ekki síður við þegar kylfur eru keyptar í golfbúðum eða hjá golfkennurum.

Skú


DEWALT Á HEIMA HJÁ SINDRA...

HÖRKUTÓL Á TILBOÐI HLEÐSLUBORVÉL 18V

VELTISÖG 250 MM

Tvær 18v 2.0Ah rafhlöður 70 Nm hersla Tveggja gíra 13 mm patróna

Hægt er að nota sem kúttari og borðsög.

vnr 94DCD791D2

34.900

vnr 94DW743

95.000

m/vsk

m/vsk

Fullt verð 119.900 m/vsk

Fullt verð 45.987 m/vsk

VERKFÆRAVAGN

PINNABYSSA 18V

Verkfæravagn með skúffu Stál kassar

Án rafhlaðna og hleðslutækis. Kolalaus mótor 32-63mm 20° pinnar kemur í góðri tösku

vnr 93195833

vnr 94DCN660NT

23.900

69.900

m/vsk

Fullt verð 30.459 m/vsk

Fullt verð 84.513 m/vsk

2JA LÍNULASER 360°

VELTISÖG 305 MM

Hægt er að nota sem kúttari og borðsög.

Grænn tveggjalínu 360° laser.

vnr 94DCE0811D1G

81.000

m/vsk

vnr 94D27107

161.900

m/vsk

Fullt verð 110.875 m/vsk

m/vsk

Fullt verð 189.900 m/vsk

SMÁHLUTABOX

SLÍPIROKKUR 1400W

Smáhluta box Stanley Með 14 hólfum

Afl: 1400 wött Skífustærð: 125 mm Snúningshraði: 11500 sn/ mín

vnr 93192761

830

m/vsk

vnr 94DWE4237

Tilboð gilda til 30. Nóvenber eða á meðan byrgðir endast

Fullt verð 1.058 m/vsk

JUÐARI

TYLON málband

Snúningshr. 14.000 sn/m Þyngd 1.4 kg

750

m/vsk

m/vsk

Fullt verð 23.381 m/vsk

MÁLBAND 5 M

vnr 93030697

20.900

vnr 94DWE6411

Fullt verð 39.064 m/vsk

16.900

m/vsk

Fullt verð 23.902 m/vsk

FLEIRI TILBOÐ Á WWW.SINDRI.IS www.sindri.is / sími 575 0000

Skútuvogi 1 - Reykjavík / Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði


Tumi og Berglind fögnuðu í Eyjum

Tumi Hrafn fagnar hér sigrinum með Inga Fannari Eiríkssyni frænda sínum. Mynd/seth@golf.is

– Nýherjamótið á Eimskips­móta­röðinni markaði upphaf á nýju tímabili Nýtt keppnistímabil á Eimskipsmótaröðinni hófst í Vestmanneyjum 2. september þar sem keppt var á Nýherjamótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem nýtt keppnistímabil á mótaröð þeirra bestu hefst að hausti til. Alls verða mótin átta á Eimskipsmótaröðinni tímabilið 2016-2017 og fóru tvö þeirra fram á þessu ári. Sex mót fara fram á næsta ári. Hrafn Guðlaugsson slær á 7. teig á Nýherjamótinu. Mynd/seth@golf.is

106

GOLF.IS

Aðstæður í Vestmannaeyjum voru erfiðar þegar keppni hófst en töluverður vindur var á meðan keppnin stóð yfir. Vestmannaeyjavöllur var í góðu ásigkomulagi, flatirnar leifturhraðar og eggsléttar. Í karlaflokki var mikil spenna og náði hinn 18 ára gamli Henning Darri Þórðarson úr GK forystu á 1. hringnum með hring upp á 67 högg eða -3. Fjórir kylfingar

Tumi Hrafn slær hér upphafshöggið á 7. teig á Nýherjamótinu. Mynd/seth@golf.is


Tumi fagnar því þegar hann jafnaði við Hrafn á 54. holu og tryggði sér bráðabana um sigurinn.

Þetta var erfitt pútt sem Tumi Hrafn þurfti að setja niður til þess að jafna við Hrafn. Mynd/seth@golf.is

voru þar skammt á eftir og vakti árangur heimamannsins Einars Gunnarssonar PGAkennara athygli en hann var annar á -2 ásamt fleiri keppendum. Á öðrum keppnisdegi náði Kristján Þór Einarsson úr GM tveggja högga forskoti, hann lék á 66 höggum og var á -6 samtals. Hrafn Guðlaugsson úr GSE sýndi frábær tilþrif en hann lék á 64 höggum og var í öðru sæti á -4 samtals ásamt Tuma Hrafni Kúld frá Akureyri. Lokahringurinn var æsispennandi við góðar aðstæður í Eyjum. Tumi og Hrafn léku báðir á 69 höggum eða höggi undir pari vallar og voru jafnir á -5 samtals. Tumi jafnaði við

Mynd/seth@golf.is

Hrafn með glæsilegum hætti á 54. holu eftir að hafa lent í glompu við flötina. Bráðabana þurfti til þess að knýja fram úrslitin. Þar hafði Tumi betur og fagnaði sínum fyrsta sigri á Eimskipsmótaröðinni með því að fá fugl þegar mest á reyndi. Margir þekktir kylfingar voru á meðal keppenda á Nýherjamótinu og þar á meðal þrír fyrrum Íslandsmeistarar. Kristján Þór

Einarsson (GM), Sigurpáll Geir Sveinsson (GM) og Björgvin Þorsteinsson (GA). Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR var með lægstu forgjöfina í karlaflokknum en hann var með +3,5. Meðalforgjöfin í karlaflokki var 2,1 í þessu móti. Meðalforgjöfin í kvennaflokki var 2,98 högg og var Ragnhildur Kristinsdóttir með lægstu forgjöfina eða 0,8.

Lokstaðan í karlaflokki á Nýherjamótinu: 1. Tumi Hrafn Kúld, GA (69-67-69) 205 högg -5 2. Hrafn Guðlaugsson, GSE (72-64-69) 205 högg -5 *Tumi sigraði eftir bráðabana þar sem hann fékk fugl á 18. brautina. 3.-4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR (68-71-68) 207 högg -3 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (68-66-73) 207 högg -3 5.-6. Sigurþór Jónsson, GK (73-68-70) 211 högg +1 5.-6. Henning Darri Þórðarson, GK (67-71-73) 211 högg +1 7. Theodór Emil Karlsson, GM (75-64-73) 212 högg + 2 8.-11. Stefán Már Stefánsson, GR (72-71-70) 213 högg +3 8.-11. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (74-69-70) 213 högg +3 8.-11. Andri Már Óskarsson, GHR (72-70-71) 213 högg +3

Frá vinstri: Hrafn Guðlaugsson, Tumi Hrafn Kúld og Arnór Ingi Finnbjörnsson. Mynd/seth@golf.is

8.-11. Einar Gunnarsson, GV (68-72-73) 213 högg +3

FJARLÆGÐARMÆLAR OG GPS ÚR Golfskálinn býður upp á úrval af græjum sem hjálpa þér með kylfuvalið

Bushnell þarf vart að kynna fyrir kylfingum enda stærsta merkið í fjarlægðarmælum á markaðnum. Pargate mælarnir frá Svíþjóð hafa verið í sölu hjá Golfskálanum frá opnun verslunarinnar og í Pargate fæst mikið fyrir peninginn. Tom Tom úrin eru að okkar mati með því allra flottasta og besta í GPS úrum.

Nánari upplýsingar um úrval og verð á golfskalinn.is

GOLF.IS

107


– Fagnaði sínum fjórða sigri á ferlinum á Nýherjamótinu

Berglind Björnsdóttir skoðar aðstæður á 7. flötinni í Eyjum á Nýherjamótinu. Mynd/seth@golf.is

Saga Traustadóttir slær hér upphafshöggið á 7. braut á Nýherjamótinu. Mynd/seth@golf.is

Ragnhildur Kristinsdóttir horfir á eftir högginu á 7. teig á Nýherjamótinu. Mynd/seth@golf.is

Berglind Björnsdóttir úr GR var með tökin á efsta sætinu alla þrjá keppnishringina. Hún sigraði með fjögurra högga mun og fagnaði sínum fjórða sigri frá upphafi á Eimskipsmótaröðinni. Berglind vann tvö mót á árinu 2016 en hún varð Íslandsmeistari í holukeppni á KPMGbikarnum á Hólmsvelli í Leiru. Berglind var með fjögurra högga forskot eftir fyrsta keppnisdaginn og hún var með sex högga forskot fyrir lokahringinn.

GR-ingar röðuðu sér í þrjú efstu sætin á Nýherjamótinu. Ragnhildur Kristinsdóttir gerði fína atlögu að efsta sætinu með hring upp á 71 högg á lokahringnum en það dugði ekki til fyrir stigameistarann 2016. Saga Traustadóttir úr GR varð þriðja en hún fagnaði einum sigri á Eimskipsmótaröðinni í sumar - á lokamótinu í Grafarholti, Securitasmótinu, sem var jafnframt hennar fyrsti sigur á ferlinum í flokki fullorðinna.

Lokastaðan í kvennaflokki á Nýherjamótinu: 1. Berglind Björnsdóttir, GR (73-74-75) 222 högg +12 2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (80-75-71) 226 högg +16 3. Saga Traustadóttir, GR (77-76-78) 231 högg +21 4. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (78 -81-75) 234 högg +24 Frá vinstri. Ragnhildur Kristinsdóttir, Berglind Björnsdóttir, Saga Traustadóttir. Mynd/seth@golf.is

108

GOLF.IS - Golf á Íslandi Tumi og Berglind fögnuðu í Eyjum

5. Anna Sólveig Snorradóttir, GK (81-74-80) 235 högg +25 6. Kristín María Þorsteinsdóttir, GM (84-84-75) 243 högg +33


NM78450 ENNEMM / SÍA /

VIÐ TÓKUM ÁKVÖRÐUN: AÐ VEITA BESTU BANKAÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI ... ... svo þú eigir auðveldara með að taka þínar ákvarðanir Sumar ákvarðanir um fjármál eru hversdagslegar, aðrar með þeim mikilvægustu á lífsleiðinni. Okkar hlutverk er að veita þér bestu ráðgjöf, fræðslu og þjónustu sem völ er á til að auðvelda þér að taka þínar ákvarðanir. Við tökum vel á móti þér í næsta útibúi og á islandsbanki.is


Öruggir – Kristján og Ragnhildur langbest á Honda Classic

Kristján Þór sigraði með yfirburðum á Honda Classic-mótinu á Garðavelli. Mynd/seth@golf.is

Kristján Þór Einarsson úr GM og Ragnhildur Kristins­dóttir úr GR sigruðu á Honda Classic-mótinu á Eimskips­mótaröðinni sem fór fram á Garðavelli á Akranesi 16.-18. september s.l. Mótið var annað mót keppnistímabilsins 2016-2017 en alls fara fram átta mót á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu. Horfðu til himins: Heiðar Davíð Bragason úr GHD sýndi og sannaði að hann getur keppt um efstu sætin á Eimskipsmótaröðinni. Mynd/seth@golf.is

110

GOLF.IS - Golf á Íslandi Öruggir sigurvegarar

Þrír fyrrum Íslandsmeistarar í karlaflokki tóku þátt á Honda Classicmótinu. Þórður Rafn Gissurarson úr GR (2015), Kristján Þór Einarsson, GM (2008), og Heiðar Davíð Bragason GHD (2005). Meðalforgjöfin í karlaflokki var 2,57 en Þórður Rafn Gissurarson úr GR var með lægstu forgjöfina eða -2,6. Meðalforgjöfin í kvennaflokki var 3,47 og var Ragnhildur Kristinsdóttir með lægstu forgjöfina eða 0,7. Alls voru um 20 keppendur á Honda Classic-mótinu 18 ára og yngri. Allir hafa þeir látið að sér kveða á Íslands­banka­mótaröðinni svo um munar í sumar. Aðstæður voru allar hinar bestu á tveimur síðustu keppnisdögunum en keppendur fengu


Sjö fuglar og 65 högg á Garðavelli - nýtt vallarmet á Garðavelli. Mynd/seth@golf.is

Frá vinstri: Þórður Rafn, Andri Már, Jóhannes, Kristján Þór og Heiðar Davíð. Mynd/seth@golf.is

að glíma við rok og rigningu á fyrsta keppnisdeginum. Kristján Þór var í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdaginn en hann lagaði stöðu sína á öðrum hring og komst í efsta sætið. Lokahringurinn hjá Kristjáni Þór var glæsilegur en hann setti vallarmet og lék á 65 höggum eða 7 höggum undir pari. Heiðar Davíð Bragason úr GHD varð annar á +3 eða 10 höggum á eftir Kristjáni. Þrír kylfingar voru jafnir í 3.-5. sæti og vekur árangur hins 18 ára gamla Jóhannesar Guðmundssonar athygli en hann var á verðlaunapalli á Eimskipsmótaröðinni í fyrsta sinn á ferlinum.

Lokastaðan í karlaflokki: 1. Kristján Þór Einarsson, GM (73-71-65) 209 högg -7 2. Heiðar Davíð Bragason, GHD (71-75-73) 219 högg +3 3.-5. Andri Már Óskarsson, GHR (74-79-69) 222 högg +6

Kristján Þór með glæsilegt vallarmet – 65 högg og sjö fuglar á Garðavelli

„Þetta var sirkushringur hjá mér og ég veit eiginlega ekki hvernig ég skilaði inn nýju vallarmeti. Ég sló fullt af lélegum höggum en þau enduðu á góðum stöðum og ég náði vinna úr þeim. Sem dæmi má nefna að ég sló næstum því í vatnstorfæruna á 14. braut hægra megin en náði að bjarga parinu af 50 metra færi. Pútterinn var sjóðandi heitur og stutta spilið í heild sinn en ég sló ekki almennilegt teighögg fyrr en á 15. braut,“ sagði Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar eftir að hafa sett vallarmet á Garðavelli á lokahringnum á Honda Classic-mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Kristján Þór lék á 65 höggum eða sjö höggum undir pari vallar. Hann bætti metið með því að smella boltanum ofan í úr glompu á lokaholunni og þar með fékk hann sjöunda fugl dagsins. Kristján hitti 12 flatir í tilætluðum höggafjölda og hann notaði aðeins 10 pútt á síðustu níu holunum. Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Magnús Lárusson úr Golfklúbbnum Jökli frá Ólafsvík deildu gamla metinu sem var 66 högg.

3.-5. Jóhannes Guðmundsson, GR (76-74-72) 222 högg +6 3.-5. Þórður Rafn Gissurarson, GR (73-72-77) 222 högg +6 6. Stefán Már Stefánsson, GR (72-73 -78) 223 högg +7 7. Vikar Jónasson, GK (76-74 -76) 226 högg +10 8.-11. Björn Óskar Guðjónsson, GM (81-74-72) 227 högg +11 8.-11. Tumi Hrafn Kúld, GA (78-75-74) 227 högg +11

18. teig á loka­ Kristján Þór slær hér á c-mótinu. ssi Cla nda Ho á um hringn Mynd/seth@golf.is

Kristján Þór slær hér annað högg ið á 18. braut og boltinn fór beint ofaní holuna og vallarmetið var gulltryggt. Mynd/seth@golf.is

8.-11. Viktor Ingi Einarsson, GR (79-73-75) 227 högg +11 8.-11. Eggert Kristján Krist­ mundsson, GR (78-72-77) 227 högg +11

Kristján Þór nær hér í b oltann og vallarmet ið er staðr eynd. Mynd/s eth@go

lf.is

GOLF.IS

111


Ragnhildi

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR fagnaði sínum öðrum sigri á Eimskipsmótaröðinni en hún er stigameistari í kvennaflokki 2016. Mynd/seth@golf.is

dóttir horfir hér Hafdís Alda Jóhanns á 18. braut á inu gg á eftir upphafshö d/seth@golf.is Myn . um gn lokahrin

Ragnhildur Kristinsdóttir tryggði sér öruggan sigur þrátt fyrir að hafa leikið á 81 höggi á lokahringnum. Þetta er annar sigur hennar á Eimskips­ mótaröðinni frá upphafi en Ragnhildur er fædd árið 1997 og er því 19 ára gömul. Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK varð önnur og Eva Karen Björnsdóttir úr GR þriðja. Þetta er í fyrsta skipti sem Hafdís Alda og Eva Karen eru á verðlaunapalli á Eimskipsmótaröðinni. „Þetta var ljúft og skemmtilegt þrátt fyrir að skorið hafi ekki verið gott. Það er alltaf gott að vinna sigur og ég var búin að bíða lengi eftir sigri á þessu ári. Garðavöllur var frábær en jafnframt erfiður viðureignar, karginn var sérstaklega erfiður, og það var mikilvægt að vera á braut eftir upphafshöggin,“ sagði

Eva Karen Björnsdóttir úr GR horfir á eftir upphafshögginu á 10. teig. Mynd/seth@golf.is

Ragnhildur við golf.is. Hún fær ekki langt frí því næsta verkefni er EM félagsliða með GR í Búlgaríu. „Þetta er búið að vera langt tímabil og það er smá þreyta í okkur öllum held ég, en það þýðir ekki að kvarta yfir því. Tímabilið er ekki alveg búið ennþá,“ bætti Ragnhildur við. Frá vinstri: Eva Karen, Ragnhildur, Hafdís Alda. Mynd/seth@golf.is

Lokastaðan í kVENNaflokki: 1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (77-71-81) 229 högg +13 2. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (80-74-83) 237 högg +21 3. Eva Karen Björnsdóttir, GR (82-81-82) 245 högg +29 4.-5.Anna Sólveig Snorradóttir, GK (82-87-79) 248 högg +32 4.-5. Halla Björk Ragnarsdóttir, GR (83-85-80) 248 högg +32 6. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (91-80-78) 249 högg +33

112

GOLF.IS - Golf á Íslandi Öruggir sigurvegarar


Heimilispakkinn

Í Sjónvarpi Símans Premium færðu jólamyndirnar auk 6.000 klukkustunda af frábæru sjónvarpsefni

Heimilispakkinn Sjónvarp Símans Appið

Sjónvarpsþjónusta Símans

11 erlendar sjónvarpsstöðvar

13.000

kr./mán.

Línugjald ekki innifalið. Verð frá 2.600 kr./mán.

Sjónvarp Símans Premium Endalaus heimasími

Netið 250 GB

Spotify Premium

Pantaðu Heimilispakkann í síma 800 7000 eða opnaðu Netspjall á siminn.is

TVIST 10118

Ómissandi um jólin


Einstakur golfbíll

5

– Yamaha Sun Classic árgerð 1986 Loftur Ólafsson fyrrverandi Íslands­meistari í golfi og Kristín H. Björnsdóttir eiginkona hans fengu eðalfarartæki til umráða á lokakeppnisdegi Íslands­mótsins í golfi á Jaðarsvelli í sumar. Það eru ekki margir sem fá tækifæri til þess að aka um á Yamaha Sun Classic.

Bíllinn er árgerð 1986 og var fluttur inn af Kjartani Bragasyni árið 1990 fyrir Skúla Ágústsson og var hann í eigu Skúla fram til 2010. Haukur Dór Kjartansson, sonur Kjartans Bragasonar, ákvað að kaupa bílinn af Skúla og kom ekkert annað til greina á þeim tíma. Bíllinn var eins og nýr og Skúli hafði auk þess látið sérsmíða kerru fyrir bílinn. Ekki er annað vitað en að þetta sé eini golfbílinn á landinu sem er með útvarpi, sóllúgu, rúðuþurrku, ljósum allan hringinn, bæði háum og lágum, á krómfelgum og bíllinn er að sjálfsögðu teppalagður. Þá er hægt að hafa þrjú golfsett á honum og einnig er hægt að setja hurðir á bílinn. Þær eru geymdar fram í bílnum þegar þær eru ekki í notkun. Haukur Dór á bílinn ennþá, enda er þetta mikil lúxuskerra sem vekur ávallt athygli og hefur reynst eigendum sínum afar vel. Það hafði kannski góð áhrif á Ólaf Loftsson að foreldrar hans fylgdust með syni sínum úr þessum eðalvagni á lokahringnum á Íslandsmótinu. Ólafur, sem leikur fyrir GKG, bætti stöðu sína verulega með góðum lokahring upp á 68 högg. Ólafur Björn varð Íslandsmeistari í golfi árið 2009 í Grafarholti en Loftur varð Íslandsmeistari árið 1972.

Mi

Verð

Mi

Verð

114

GOLF.IS - Golf á Íslandi Einstakur golfbíll


Pajero

5 ára ábyrgð

Mitsubishi Pajero Verð 9.790.000 kr.

Mitsubishi ASX 4x4

Mitsubishi Outlander

Mitsubishi Outlander

4x4, bensín, sjálfskiptur

4x4, dísil, beinskiptur

Verð frá 5.390.000 kr.

Verð frá 5.590.000 kr.

Outlander 4x4

ASX 4x4

Verð 4.990.000 kr.

Nú er rétti tíminn til að skipta yfir í fjórhjóladrifisbíl frá Mitsubishi. Komdu í reynsluakstur og nýttu þér góða verðið á þessum frábæru bílum. Við gerum betur í vetur og hlökkum til að sjá þig! FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ


Hraðaspurningar

„Skemmtilegasta sem ég geri“

– Grunnskólaneminn Kristófer Tjörvi Einarsson lék á 64 höggum í Eyjum í sumar

Kristófer Tjörvi Einarsson hefur vakið athygli fyrir leik sinn og árangur á golfvellinum á undanförnum misserum. Kristófer er í Golfklúbbi Vestmannaeyja og er í 10. bekk. Golfíþróttin er honum í blóð borin því móðir hans er Sara Jóhannsdóttir sem er úr mikilli golffjölskyldu úr GK og Einar Gunnarsson faðir Kristófers er PGA kennari og íþróttastjóri GV. Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Að vera á golfvellinum er bara það skemmtilegasta sem ég geri.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Ná góðu skori, vera með vinum sínum í golfi og þetta er líka góð hreyfing.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Að verða atvinnumaður og komast á PGA mótaröðina.“

Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Vippin og upphafshöggin með drævernum.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Púttin.“ Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég fékk fyrsta örninn minn á 7. holu á Selsvelli á Flúðum.“ Draumaráshópurinn? „Tiger Woods, Bubba Watson og Rickie Fowler.“

Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „La Galiana á Spáni, sá völlur er bara klikkaður.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „Fyrst er það 8. holan heima í Eyjum, hún er stutt par 4 hola og ég fæ oftast fugl þar en hún getur refsað. Í öðru lagi er það 15. holan á La Galiana, teighöggið þar er svona 50-70 metrum ofar en brautin og frábært útsýni á teignum. Og í þriðja lagi er það 16. holan í Eyjum, skemmtileg par 5 hola og teighöggið er ótrúlega skemmtilegt en ef það klikkar þá refsar hún fljótt.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Handbolta og körfubolta.“

Staðreyndir: Nafn: Kristófer Tjörvi Einarsson. Aldur: 15 ára og verð 16 ára í janúar 2017. Forgjöf: 3,2. Uppáhaldsmatur: Humar. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldskylfa: 56 gráðurnar mínar. Besta skor: 64 högg á Vestmannaeyjavelli. Rory McIlroy, Tiger Woods eða Jordan Spieth? Tiger Woods. Besta vefsíðan: Facebook. Besta blaðið: Golf á Íslandi. Hvað óttast þú mest í golfinu? Að slá í fólk. Dræver: Titleist 915 D2. Brautartré: Titleist 915 f. Blendingur: Titleist 915 h. Járn: Titleist 714 ap2. Fleygjárn: Titleist sm6 50°, sm5 56°, sm6 60°. Pútter: Taylormade Ghost. Hanski: Nota ekki hanska. Skór: FJ. Bolti: Titleist. Kerra: Clicgear.

116

GOLF.IS - Golf á Íslandi „Skemmtilegasta sem ég geri“


ISLENSKA/SIA.IS VOD 81123 11/16

Jón Örn eigandi Kjötkompanís

Er fyrirtækið þitt Ready Business? Áskoranir fyrirtækja eru margar og breytast hratt. Vodafone býður upp á margs konar þjónustu við fyrirtæki sem sparar þér tíma, fyrirhöfn og gefur þér góða yfirsýn yfir framleiðsluna og reksturinn. Taktu Ready Business prófið á readybusiness.vodafone.is

Vodafone Við tengjum þig


Metfjöldi á öðru stigi úrtökumótsins

– Alls hafa 25 íslenskir karlkylfingar reynt að komast inn á Evrópumótaröðina

Aldrei áður hafa jafnmargir keppendur frá Íslandi keppt í karlaflokki á úrtökumótinu fyrir Evrópu­mótaröðina. Alls tóku átta kylfingar þátt á þessu hausti og hafa aldrei jafnmargir karlar frá Íslandi komist inn á annað stig úrtökumótsins. GR-ingarnir Andri Þór Björnsson, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjáns­son komust allir í gegnum fyrsta stig úrtöku­ mótsins og léku þeir á fjórum mismunandi keppnisvöllum á öðru stiginu. Andri, Haraldur og Guðmundur voru allir að taka þátt á sínu fyrsta úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en þetta var í sjöunda sinn hjá Þórði. Hinir fjórir sem féllu úr á fyrsta stiginu voru þeir Axel Bóasson (GK), Pétur Freyr Pétursson (GR), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) og Ólafur Björn Loftsson. Axel var að taka þátt í þriðja sinn, Pétur Freyr í fyrsta sinn og Ólafur Björn í fimmta sinn. Birgir Leifur var að taka þátt í 18. sinn

118


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 79477 11/16

GEFÐU FRÍ UM JÓLIN Gjafabréf Icelandair er ávísun á ævintýri

Gjafabréfin okkar gilda fyrir alla, hvar sem er og hvert sem flogið er. Hvernig upplifun vilt þú gefa? Góða ferð – Icelandair.

Afþreyingarkerfi í hverju sæti

Hægt að nota og safna Vildarpunktum um borð


og er þetta í fyrsta sinn sem hinn sjöfaldi Íslandsmeistari kemst ekki í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins. Andri Þór Björnsson keppti á Las Colinas vellinum í Alicante á öðru stiginu. Andri lék samtals á +5 (68-73-74-73) og endaði hann í 39.-43. sæti en 18 efstu komust áfram. Andri Þór er með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni. Þórður Rafn Gissurarson keppti á Campo de Golf El Saler vellinum við Valencia en þetta er í annað sinn sem Þórður Rafn kemst inn á annað stig úrtökumótsins. Þórður lék á +6 samtals (77-75-72-70) og endaði hann í 57.-60. sæti. Þórður komst í gegnum fyrsta stigið árið 2014 en féll úr keppni á öðru stiginu. Haraldur Franklín Magnús keppti á Lumine Golf & Beach Club við Tarragona rétt við Barcelona. Hann lék á +3 samtals og endaði í 51.-53. Sæti (76-70-71-74). Haraldur er með takmarkaðan keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni. Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék samtals á 288 höggum + 5 (73-71-6876) og endaði hann í 59.-62. sæti. Hann keppti á Panoramica Golf & Sport Resort á Spáni. Guðmundur Ágúst náði ekki að tryggja sér keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni. Alls hafa 25 íslenskir karlar tekið þátt á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina frá

120

GOLF.IS - Golf á Íslandi Metfjöldi á öðru stigi úrtökumótsins

árinu 1985 þegar þeir Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson reyndu fyrstir allra við stóra sviðið í atvinnumennskunni. Frá þeim tíma hafa 10 komist inn á annað stig úrtökumótsins og aðeins tveir hafa

komist inn á lokaúrtökumótið, Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson. Birgir Leifur hefur 12 sinnum leikið á lokaúrtökumótinu og tvívegis hefur hann komist alla leið í gegnum þessa síu.


SÆKTU STYRK Í

ÍSLENSKA NÁTTÚRU SagaMedica framleiðir náttúruvörur úr íslenskri hvönn en ætihvönn hefur um aldir verið talin afar mikilvirk lækningajurt. Við erum stolt af rannsóknum okkar og þróun á hágæðavörum úr íslenskri náttúru sem hafa sannað sig um árabil hjá neytendum.

SAGAPRO

Við tíðum þvaglátum „Hér áður voru klósettferðir hjá mér mjög tíðar. Ég prófaði síðan að taka SagaPro og hef nú tekið daglega í töluverðan tíma. Þetta er í góðu lagi núna!“ Hjálmar Sveinsson, 67 ára verkefnastjóri

SAGA MEMO

Fyrir heilbrigt minni „Ég byrjaði að taka SagaMemo af því það er unnið úr jurtum og öll mín orka og minni hefur batnað til muna. Þvílík snilld!“ Berglind Hanna Ólafsdóttir, 57 ára sjúkraliði

SAGAVITA

Gegn vetrarpestum „Ég hef notað SagaVita síðan það kom á markað og finn hvað það gerir mér ótrúlega gott. SagaVita hressir, bætir og mér verður ekki misdægurt.“ Garðar Jökulsson, 81 árs listmálari

Komdu í áskrift og fáðu afslátt

Fyrir þá sem nota vörur SagaMedica reglubundið er hagkvæmasti kosturinn að fá viðkomandi vöru senda í áskrift. Afsláttur af SagaPro, SagaMemo og SagaVita í áskrift er 15% og frí heimsending. Pantanir í síma 414 3070.

www.sagamedica.is Vörurnar frá SagaMedica eru fáanlegar í flestum apótekum, heilsu- og matvöruverslunum.


skartaði sínu fegursta – Íslandsmót golfklúbba hápunkturinn á góðu golfsumri í Stykkishólmi

122

GOLF.IS - Golf á Íslandi Víkurvöllur skartaði sínu fegursta


GOLF.IS

123


Golfsumarið 2016 hjá okkur var í stuttu máli svona: gott veður, góður völlur og þakklátir gestir,“ segir Eyþór Benediktsson formaður Golf­ klúbbsins Mostra í viðtali við Golf á Íslandi. Í byrjun maí hófu vallarstarfsmenn störf og um miðjan maí var búið að opna veitinga­ söluna í golfskálanum og tjald­svæðið sem Mostri hefur umsjón með. „Við getum þakkað góðu tíðarfari að Víkur­ völlur kom vel undan vetri og að sjálfsögðu góðum undirbúningi vallarstjórans Margeirs Inga. Um miðjan júní var ástandið á gróðri vallarins líkt og það væri um miðjan júlímánuð að öllu jöfnu.“ Íslandsmót golfklúbba í 4. deild fór fram á Víkurvelli og var að mati Eyþórs hápunktur sumarsins. „Fyrir utan gott gengi okkar manna í Mostra, sem unnu alla leiki sína, þá fannst okkur ekki síður mikils virði að finna hve leikmenn annarra sveita voru ánægðir með völlinn og allar aðstæður.“ Töluverð fjölgun hefur orðið á heim­ sóknum kylfinga á Víkurvöll á undan­ förnum árum.

„Við höfum orðið vör við auknar heim­ sóknir kylfinga úr öðrum klúbbum síðustu ár og er það í samræmi við almenna fjölgun ferða­fólks. Það eru þó aðallega Íslendingar og þá sérstaklega fólk sem nýtir sér tjaldsvæðið við völlinn eða þeir sem gista í sumarhúsum í bænum og næsta nágrenni. Ekki er mikið um erlenda ferðamenn sem koma gagngert til að spila golf hjá okkur en alltaf er eitthvað um að erlendir gestir á hótelum bæjarins taki einn og einn hring.“ Félagafjöldi stóð í stað á þessu ári hjá Mostra en nokkur fækkun var árin á undan. Rúmlega 100 félagsmenn eru nú í Mostra og var það eitt af markmiðum stjórnar að vinna skipulega að fjölgun. „Það hefur þó ekki tekist eins og vonast var eftir en uppbygging öflugs félagsstarfs er langtímaverkefni og við erum bjartsýn á að félögum fjölgi á ný,“ segir Eyþór.

MERKTIR GOLFBOLTAR Í JÓLAPAKKANN Þú velur svo einhvern skemmtilegan texta á boltana, Merktir golfboltar er (hámark tvær línur og 17 stafabil í línu). Verð á merkingunni er 1.500 kr fyrir 12 bolta. Við eigum tilvalin jólagjöf. Ef þú úrval af boltum frá Callaway, Titleist og Pinnacle. Dæmi um verð á dúsíni af boltum með merkingu: kaupir hjá okkur eitt Pinnacle 5.400 kr ▪ Callaway Supersoft 6.500 kr Titleist True Soft 7.500 kr ▪ Callaway Chrome Soft 8.500 kr dúsín af golfboltum, Titleist Pro V1 11.496 kr (12 boltar), þá stendur þér til boða að fá boltana merkta með texta.

124

GOLF.IS - Golf á Íslandi Víkurvöllur skartaði sínu fegursta


MEÐ GRÆNA SAMVISKU? Minna kolefnisspor fyrir betri heim Hjá Odda leggjum við metnað okkar í að framleiða vandaðar umbúðir sem koma vörunni ekki aðeins ferskri í hendur neytenda, heldur stuðla að hreinna umhverfi fyrir okkur öll á sama tíma. Í nútíma samfélagi er rík krafa á fyrirtæki að huga vandlega að umhverfismálum og því mikilvægt að geta valið umbúðir sem stuðla að minni sóun og hreinni náttúru. Við framleiðum matvælaumbúðir, úr plasti og pappa, sem skilja eftir sig umtalsvert minna kolefnisspor en vörur frá helstu samkeppnislöndum.* Þetta er vegna þess að í okkar framleiðslu eru eingöngu notaðir endurnýjanlegir orkugjafar öfugt við innfluttar vörur sem auk þess eru fluttar um langan veg til landsins með tilheyrandi kolefnisspori. Veldu minna kolefnisspor - fyrir okkur öll.

ÁRNASYNIR

Oddi, pappakassar - 477 kg CO2 ígildi per tonn

Kína, pappakassar - 923 kg CO2 ígildi per tonn

*Skýrsla EFLU verkfræðistofu, okt. 2016

Hvernig getum við aðstoðað þig? Hafðu samband við viðskiptastjóra í síma 515 5000 og kynntu þér málið.

www.oddi.is


Gunnar fékk áhugaverðasta fuglinn – Bjargaði rituunga í Eyjum

Gunnar Geir Gústafsson, kylfingur úr Golfklúbbi Vestmannaeyja, nældi í áhugaverðasta fuglinn á Íslandsmóti +35 sem fram fór á heimavelli hans í Vestmannaeyjum í ágúst á þessu ári. Á lokakeppnisdeginum gerði rituungi sig heimakominn við klúbbhúsið og var fuglinn eitthvað illa á sig kominn. Gunnar Geir brást fljótt við og kom fuglinum til bjargar. Gunnar fór fór með hann inn í klúbbhúsið þar sem þessar myndir voru teknar. Starfsmenn GV brugðust fljótt við, settu fuglinn í pappakassa og komu honum í enn öruggari hendur hjá fagaðilum á Náttúrugripasafni Vestmannaeyja.

126

GOLF.IS - Golf á Íslandi Gunnar fékk áhugaverðasta fuglinn

Rita er smávaxin máfategund. Stofn­stærðin á Íslandi er um 630.000 fuglar. Rita heldur sig mest úti á sjó. Hún steypir sér eftir æti eins og kría. Rita er félags­lyndur fugl og verpir í stórum byggðum. Hver fugl verpir 1 til 3 eggjum.


Gleðilega hátíð

og takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða

GOLF.IS

127


Leynist golfdómari í þér? – Héraðsdómara­ námskeið fara fram í febrúar 2017

Enn eitt golfsumarið hefur runnið sitt skeið á enda. Veðrið lék við okkur í sumar og kylfingar voru mjög duglegir að nýta golfvellina. Mótahald var einnig mjög blómlegt og má t.d. nefna að á tímabilinu 1. maí til 30. september voru 1.457 mót skráð í mótakerfi golf.is. Af þeim má ætla að ríflega 800 hafi verið opin mót. Samkvæmt móta- og keppendareglum GSÍ skal golfklúbbur skipa dómara fyrir hvert opið mót og á dómarinn að vera til staðar á meðan mótið fer fram. Við vitum að þessu ákvæði er misvel framfylgt. Í sumum klúbbum er það metnaðarmál mótanefnda og forráðamanna að standa vel að dómgæslunni, jafnt og annarri framkvæmd mótanna. Starf dómaranna felst í fleiru en eiginlegri dómgæslu úti á velli, þeir eiga t.d. einnig að tryggja að merkingar vallanna séu í lagi, staðarreglur séu skýrar og í samræmi við golfreglur og að í keppnisskilmálum komi fram öll atriði sem þar þurfa að vera. Góður undirbúningur og skýr ákvæði um framkvæmd mótanna kemur í veg fyrir ýmsar uppákomur og leiðindi sem annars geta orðið. Helsta ástæða þess að dómarar eru ekki tilnefndir í opnum mótum er einfaldlega skortur á dómurum. Dómaranefnd GSÍ hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir námskeiðum fyrir verðandi héraðsdómara og þannig reynt að sinna skyldum sínum varðandi fjölgun og símenntun dómara. Síðustu ár hefur héraðsdómaranámskeiðið verið haldið í vetrarlok, rétt áður en golfvertíðin hefst. Námskeiðið er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og samanstendur af fjórum kvöldfyrirlestrum, auk prófs. Þeir sem eiga þess ekki kost að mæta á fyrirlestrana í Laugardalnum geta horft á þá í beinni netútsendingu. Í framhaldi af ábendingum frá nokkrum golfklúbbum hefur dómaranefndin ákveðið að næsta héraðsdómaranámskeið verði

128

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Dagsetningar næsta héraðsdómaranámskeiðs verða því:

Fyrirlestrar: 7., 9., 13. og 15. febrúar 2017, kl. 19.30–22.00 Próf: 18. og 23. febrúar 2017 (þátttakendur velja annan hvorn daginn) haldið fyrr en venjulega, þ.e. í febrúar í stað mars-apríl. Vonumst við til að þessi tímasetning geri mörgum auðveldara um vik að sækja námskeiðið, enda hefur það á stundum rekist á við golfferðir og fleira. Eins og fyrr segir er hægt að fylgjast með fyrirlestrunum í beinni netútsendingu hafi menn ekki tök á að mæta í Laugardalinn. Námskeiðin verða auglýst þegar nær dregur. Dómaranefndin vill hvetja forráðamenn golfklúbba til ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda.

Einnig getur verið mjög praktískt að meðlimir mótanefnda klúbbanna sæki héraðsdómaranámskeiðið. Oft á tíðum sjá mótanefndarmenn um framkvæmd golfmóta og eru þá hvort eð er á staðnum þegar mót eru haldin. Því fleiri dómurum sem klúbbarnir hafa á að skipa, því betra. Fyrir utan að störfin dreifast þá á fleiri hendur er alltaf skemmtilegra fyrir dómara að hafa fleiri dómara í klúbbnum til að ræða álitamál sem koma upp, o.s.frv. Með golfkveðju, dómaranefnd GSÍ.


Ísleifur Jónsson

1899 - 1981

Gleðileg jól í 95 ár Ísleifur Jónsson ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1921 og heldur því upp á 95 ára afmæli á árinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í lausnum fyrir baðherbergi, eldhús og öllu sem við kemur pípulögnum. Gæðavörur og framúrskarandi hönnun eru þeir áhersluþættir sem hafa fylgt fyrirtækinu alla tíð. Eftirfarandi eru dæmi um það vöruúrval sem Ísleifur Jónsson ehf. auglýsti til sölu á síðustu öld: Vísir 1922 „Vetrarfrakkar... það eru lang hentugustu, hlýjustu, bestu og ódýrustu vetraryfirhafnirnar“, Vísir 1924 „Göricke Reiðhjólin ... með radial - kúlulegum eru fullkomnustu reiðhjól nútímans. Renna léttar en nokkur önnur“ og Tímarit verkfræðinga 1926 „Vatnsleiðslurör... sambandsstykki, stopphanar, vatnspóstar, botnspeldi og vatnshrútar“. Ísleifur Jónsson ehf. flytur inn vörur frá frumkvöðla fyrirtæki á borð við Grundfos (stofnað 1945 í Danmörku) og var fyrst fyrirtækja til að fá keypta dælu sem Grundfos seldi frá Danmörku. Í dag er Ísleifur Jónsson ehf. í samstarfi við fyrirtæki á borð við Hansgrohe (st. 1901 í Þýskalandi) blöndunartæki, Duravit (st. 1817 í Þýskalandi) hreinlætistæki, Ideal Standard (st. 1929 í Bandaríkjum) blöndunar og hreinlætistæki, AlfaLaval (st. 1883 í Svíþjóð) varmaskiptar, ásamt leiðandi fyrirtækjum á borð við TECE (lagnaefni, niðurföll, salerniskassar), Radson (ofnar), IMI (kranar), Franke (eldhúsvaskar) o.fl. Ísleifur Jónsson ehf. hefur ávallt lagt áherslu á bestu gæði og hönnun sem í boði er. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar sveiflur og þjóðfélagsbreytingar með nauðsynlegri aðlögun hverju sinni. Ísleifur Jónsson ehf. býður allt sem viðkemur rennandi vatni, allt frá dælingu vatns úr jörðu í hús og út aftur. Það hefur fyrirtækið gert með farsælum árangri og er ein ástæðan fyrir velgengni þess í 95 ár.

Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · isleifur.is


Mikil aðsókn á

GOLF.IS – Tæplega 2 milljónir heimsókna á einu ári Nýtt útlit á fréttahluta golf.is var tekið í notkun í lok ársins 2015. Óhætt er að segja að kylfingar og aðrir sem hafa áhuga á golfi hafi nýtt sér bætta þjónustu GSÍ á þessu sviði. Frá því að vefurinn var settur í loftið hafa 1,7 milljónir gesta heimsótt vefsvæðið.

Birgir Leifur og Ólafía Þórunn Íslands­meistarar í golfi 2016 var mest lesna frétt ársins 2016. Sú frétt fékk um 21.000 heimsóknir.

130

GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi

Mest lesnu fréttir ársins 2016 á golf.is: ■■ Forsíða (1.707.037 heimsóknir) ■■ Birgir Leifur og Ólafía Þórunn Íslandsmeistarar í golfi 2016 (20.910 heimsóknir) ■■ Hvaða vellir eru opnir inn á sumarflatir og hvenær er stefnt að opnun? (15.093 heimsóknir) ■■ Úrslit: Íslandsmót golfklúbba 2016 – allar deildir #img2016 (10.427 heimsóknir) ■■ Einfaldleikinn í fyrirrúmi í nýju forgjafarkerfi – margar áhugaverðar breytingar (9.359 heimsóknir) ■■ Lokaúrslit – Íslandsmót golfklúbba yngri og eldri (6.354 heimsóknir) ■■ Í beinni: EM kvenna á Urriðavelli – staðan, skor, upplýsingar, myndir og viðtöl (6.351 heimsókn) ■■ Axel og Saga fögnuðu sigri á Securitasmótinu (5.206 heimsóknir) ■■ Ólafía endaði í 26.-30. sæti í Abu Dabi á LET Evrópumótaröðinni (4.534 heimsóknir)


OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


ljósmynd rax

GLEÐILEG JÓL Eimskipafélag Íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Á þessum árstíma kemur dagatal Eimskips ávallt út. Myndirnar sem prýða dagatalið fyrir árið 2017 eru teknar af RAX, Ragnari Axelssyni ljósmyndara. Hægt er að nálgast dagatöl á afgreiðslustöðum Eimskips um land allt.

Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | 525 7000 | eimskip.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.