GOLF.IS // 5. TBL. 2018
ร akklรกt fyrir stuรฐninginn
ALICANTE GOLF
VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐUR ÍSLENDINGA Á ALICANTE SVÆÐINU UNDANFARIN 17 ÁR HÓTEL Staðsett á golfvellinum, rúmgóð herbergi með svölum eða verönd. Á hótelinu er stór móttaka, setustofur á öllum hæðum, bar, veitingastaður, heilsulind með sauna, blautgufu (steambath) og innisundlaug með nuddstútum. Góður sundlaugargarður er við hótelið. Golfbílar bíða kylfinga inni á hótelinu hvern dag. 18 HOLU GOLFVÖLLUR Hannaður af snillingnum Severiano Ballesteros. Einstaklega skemmtileg uppsetning með jafnmörgum par 3, par 4 og par 5 holum. Hentar öllum kylfingum. STAÐURINN Við hliðina á hótelinu er torg með úrvali veitingastaða og apóteki. Í göngufæri er að auki fjöldi veitingastaða, verslanir og falleg baðströnd. Miðbær Alicante er í 10 mín. fjarlægð og flugvöllurinn í 20 mín. fjarlægð. VINSÆLASTI ÁFANGASTAÐURINN Það er ekki að ástæðulausu að Alicante Golf hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Alicante svæðinu undanfarin 17 ár.
BREYTTU VETRI Í SUMAR ALICANTE GOLF Við bjóðum golfferðir til Alicante Golf þar sem veðrið er eins og það gerist best á Íslensku sumri á tímabilinu 23. feb. til 23. mars á verði sem vert er að skoða. Hægt er að velja allt frá 4ra daga ferð og upp í mánaðarferð fyrir þá sem vilja taka þetta alla leið.
HITASTIG Í FEBRÚAR OG MARS Alicante er með vinninginn þegar kemur að veðri og sól á Spáni. Í febrúar og mars er meðalhitastig yfir daginn 18-20° í forsælu og flesta daga heiðskýrt. FERÐIRNAR Þú velur brottfarar- og heimferðardag, flogið er miðviku- og laugardaga. Nokkur verðdæmi, verð á mann m.v. 2 í herbergi: 4 nætur, 3 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109.900 kr. 7 nætur, 6 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 149.900 kr. 11 nætur, 10 golfdagar . . . . . . . . . . . . . . . . . 209.900 kr.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is
GOLFSKÓLI ALICANTE GOLF Við bjóðum upp á golfskóla á Alicante Golf. Golfskólinn er fyrir byrjendur og lengra komna.
KENNSLAN Ingibergur Jóhannsson, PGA golfkennari, er skólastjóri golfskólans. Kennslan fer fram fyrir hádegi og svo spila þeir nemendur sem vilja golf eftir hádegi. Okkar reglur eru að ekki séu fleiri en 6-8 nemendur á kennara svo nemendurnir fái alla þá athygli og aðstoð sem þeir þurfa. AÐSTAÐAN Aðstaðan til golfkennslu er mjög góð á Alicante Golf. Sér púttflöt, vippflöt og glompuflöt og lengri högg slegin af grasi. VORFERÐIN 9. – 17. október – 7 nætur
Myndin er frá 2. flöt í áttina að 3. braut á Alicante Golf
VILLAITANA NÝR ÁFANGASTAÐUR GOLFSKÁLANS
HELDRI KYLFINGAR 65+ ALICANTE GOLF Alicante Golf nýtur mikilla vinsælda meðal heldri kylfinga. Aðbúnaður verður einfaldlega ekki mikið þægilegri, stutt frá flugvelli, golfbílarnir inn á hótelinu, veitingastaðir, apótek, verslanir og falleg baðströnd í stuttu göngufæri frá hótelinu.
ALICANTE GOLF
HÓTEL Villaitana þekkja margir íslenskir kylfingar sem hafa leikið golf á Alicante svæðinu. Melia hótelkeðjan rekur hótelið sem er byggt upp eins og lítið þorp í Miðjarðarhafsstíl. Herbergin eru rúmgóð með svölum eða verönd og öllum helstu þægindum. Á hótelinu er úrval veitingastaða auk þess að úrval veitingastaða á Benidorm er mikið.
Golfgleði Golfskálans nýtur mikilla vinsælda hjá okkur. Ferð fyrir þá sem vilja fleiri mót og eru óhræddir við að láta hrista aðeins upp í röðun í hollum. Markmiðið er alltaf að hafa mótin á léttu nótunum og þannig aðgengileg og spennandi fyrir sem flesta. Fjögur fjölbreytileg golfmót eru á dagskránni auk lokahófs með sameiginlegu borðhaldi og verðlaunaafhendingu.
TVEIR 18 HOLU GOLFVELLIR Golfvellirnir sem eru hannaðir af Jack Nicklaus, LEVANTE er par 72 og PONIENTE par 62. LEVANTE völlurinn svipar til links vallar að sumu leyti, mikið af glompum en þó ekki þykka grasið sem víða er á links völlunum. PONIENTE er blanda af par 3 og 4 brautum, liggur í dal með miklu landslagi og gróðri þar sem reynir á leikskipulagið – virkilega vel heppnaður.
GOLFGLEÐI GOLFSKÁLANS
EKKERT ALDURSTAKMARK Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó”. Margir farþegar Golfgleði Golfskálans er 30. mars – 9. apríl. í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem almennt frí og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli sem kemur til lækkunar á verði ferðanna. Þessar ferðir njóta vinsælda hjá mökum sem leika ekki golf þar sem verð ferða tekur mið af því auk fjölbreytileika svæðisins.
ÖRSTUTT Í BENIDORM Frá Villaitana er örstutt niður á Benidorm með baðströndum, veitingastöðum, verslunum og fjörugu næturlífi.
VORFERÐIR 27. apríl – 7. maí –10 nætur 27. apríl – 11. maí –14 nætur
GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Meðal efnis:
20
32
20 mikilvægustu breytingarnar á golfreglunum – Miklar breytingar á golfreglunum taka gildi 1. janúar 2019
„Þakklát fyrir stuðninginn“ – Ólafía Þórunn gerir upp tímabilið í viðtali við Golf á Íslandi
48 „Lifi til að vera á lífi“ – Kylfingurinn Kjartan Birgisson hjartaþegi leitar að liðsfélaga fyrir heimsleika líffæraþega
72 Ólympíuleikar ungmenna í Argentínu – Hulda Clara og Ingvar Andri skrifuðu nýjan kafla í golfsögu Íslands
GOLF Á ÍSLANDI
118 Púttæfingar og bingó – Karl Jóhannsson stýrir öflugu félagsstarfi hjá eldri kylfingum í GR
4
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram, erlendar myndir golfsupport.nl, Jón Guðmundsson tók forsíðumyndina, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Örvar Ólafsson og fleiri. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í apríl 2019.
Með hjálp Nutrilenk get ég unnið og lifað laus við verki. „Ég er búin að æfa mikið síðustu ár; hlaupa, stöðvaþjálfun, tabata o.fl. og varð alltaf þreytt og aum í liðum og beinum eftir æfingar. Mér var bent á að prufa Nutrilenk Gold og byrjaði á að taka 6 töflur á dag í nokkrar vikur. Ég fann ótrúlega fljótt mun til hins betra svo ég ákvað að prufa að taka líka 1 töflu af Nutrilenk Active því ég var enn með verki og eymsl í höndum. Active virkar eins og smurning fyrir liðina en ég fann mikinn mun á mér og eru verkirnir nú horfnir. Í dag tek ég 4 Gold og 1 Active og ekki má gleyma Nutrilenk gelinu sem ég nota á axlir og hné en það kælir og dregur úr bólgum. Ég get því hiklaust mælt með öllum Nutrilenk vörunum, án þeirra gæti ekki hreyft mig eins mikið og ég geri í dag, verkjalaus“. Erna Geirlaug Árnadóttir, 42 ára innanhússarkitekt
Er hugsað bæði fyrir liði og vöðva en það er kælandi, dregur úr bólgum og er gott fyrir brjóskvefinn. Gelið má nota eftir þörfum en meðal innihaldsefna eru eucalyptus ilmkjarnaolía og engiferþykkni sem hafa verið notuð í náttúrulækningum í aldaraðir.
Hefur hjálpað þúsundum Íslendinga sem þjást af liðverkjum, stirðleika eða braki í liðum. Hjá þeim sem þjást af minnkuðum brjóskvef þá getur NUTRILENK GOLD virkað verkjastillandi á liðverki, en liðverkir orsakast af rýrnun brjóskvefs í liðamótum.
Er fyrst og fremst ætlað þeim sem þjást af minnkuðum liðvökva. Minnkaður liðvökvi lýsir sér oftast í stirðleika og sársauka í kringum liðamót og því frábrugðið því þegar fólk þjáist af sliti í liðum. Minnkaður liðvökvi getur átt sér stað hjá fólki á öllum aldri og er algengt meðal fólks sem stundar álagsíþróttir.
Að vera á staðnum Settið var seint tekið úr bílskúrnum þetta árið og nú eru nokkrar vikur síðan það fór aftur á sinn stað. Golftímabilið er nú á enda og biðin eftir því næsta er hafin. Heilt yfir var þetta ágætis tímabil. Það byrjaði að vísu hægt vegna kulda og úrkomu í maí og júní en svo lifnuðu vellirnir við og félagsstarfið komst í blóma. Kylfingum fjölgaði á milli ára og hafa þeir nú aldrei verið fleiri. Samtals eru 17.165 félagsmenn skráðir í golfklúbb á Íslandi. Það eru frábær tíðindi og hvatning til golfklúbbanna fyrir komandi tímabil. Þótt allur þessi fjöldi kylfinga hafi kannski ekki leikið jafn marga hringi og fyrri ár, þá vona ég að þeir haldi áfram aðild að sínum heimaklúbbi – næsta sumar verður betra. Langtímaveðurspáin er góð. Golfhreyfingin stendur frammi fyrir stórum verkefnum á næsta ári. Má þar helst nefna þrjú. Í fyrsta lagi munu nýjar og gjörbreyttar golfreglur taka gildi um næstu áramót. Það verður því leikið eftir nýjum reglum á nýju ári. Í þessu felst bæði áskorun og skemmtun. Það er langt síðan golfreglurnar breyttust svona mikið í einu vetfangi. Breytingin hefur í för með sér að allir golfdómarar landsins þurfa að sækja sér endurmenntun, auk þess sem golfhreyfingin þarf að vera dugleg við að kynna reglurnar fyrir kylfingunum. Góð þekking á reglunum gerir leikinn skemmtilegri. Í öðru lagi mun nýtt forgjafarkerfi taka gildi í ársbyrjun 2020. Vinna við sameiningu allra hinna sex ólíku forgjafarkerfa heimsins hefur staðið yfir frá árinu 2011 og er nú á lokametrunum. Í þessu felst einnig spennandi tækifæri, því í fyrsta sinn verður hægt að bjóða kylfingum upp á að keppa með forgjöf hvar sem er í heiminum á sama forgjafargrunni. Við munum hefja kynningu á breyttum forgjafarreglum á næsta ári en helsta breytingin sem kylfingar munu verða varir við er sú að forgjöf þeirra mun taka mið af meðalskori átta af síðustu 20 leikinna hringja. Í þriðja lagi stendur fyrir dyrum vinna við nýja og endurbætta stefnu Golfsambands Íslands. Við settum okkur skýra stefnu árið 2013 í tengslum við störf okkar til ársins 2020 og það hefur gengið vel að vinna samkvæmt þeirri stefnu. Töluverður árangur hefur einnig náðst. Það er hins vegar ljóst að margt hefur breyst frá því stefnan var samþykkt. Kylfingum hefur fjölgað, tækninni fleygt fram og árangur okkar bestu kylfinga var umfram björtustu vonir. Það er því tímabært að hefja vinnu við stefnumótun til næstu ára. Sem fyrr bjóðum við öllum kylfingum að taka þátt í þeirri vinnu með okkur. Góð og víðtæk samvinna er grundvöllurinn að heilbrigðri framtíð golfíþróttarinnar.
Nú þegar golfsettið er komið ofan í geymslu er gott að hugsa til allra gæðastundanna á golfvellinum síðastliðið sumar og láta sig hlakka til þess næsta. Á golfvellinum eignast maður sérstaka vini og vináttan er öðruvísi en annars staðar. Sagt er að fólkið sem maður elskar sé fólkið sem maður þjáist með. Ef það er rétt þá hlýtur maður að elska golffélagana sína af öllu hjarta. Á golfvellinum nýtur maður nærveru vina sinna án utanaðkomandi áreitis tölvupósta, samfélagsmiðla og símtala. Á golfvellinum er því með sanni hægt að segja að maður sé raunverulega viðstaddur og taki þannig fullan þátt í samverunni, samtölunum og gleðinni. Við skulum setja okkur það markmið að fjölga þeim stundum á næsta ári.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Haukur Örn Birgisson Forseti Golfsambands Íslands
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
HVAR SEM ÞÚ ERT Með Heimavörn+ stjórnar þú, stillir og fylgist með í appinu og getur bætt við skynjurum, snjalltengjum og aukabúnaði eins og þér hentar. Sólarhringsvakt Securitas og samstarf við Alarm.com tryggir þér fullkomið heimiliskerfi og öruggar lausnir sem þjóna milljónum heimila um víða veröld. Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is SAMSTARFSAÐILI
GOLFKYLFUR Mikið úrval frá mörgum framleiðendum.
PÚTTERAR EVNROLL pútterarnir vinna til verðlauna ár eftir ár.
GOLFSETT SEM HENTA BYRJENDUM VEL
FJARLÆGÐAMÆLAR Mikið úrval en hér eru tveir frábærir:
NX7 og NX7PRO
„Hálf“ golfsett, fáanleg fyrir dömur og herra, 5 kylfur, pútter og burðarpoki
Golfsett, fáanleg fyrir dömur og herra, 9 kylfur, pútter og kerrupoki
NX7 PRO er eins og NX7 en að auki með Adaptive Slope og „Pulse Vibration“.
29.900 kr.
49.900 kr.
37.900 kr.
58.800 kr.
NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition.
Fyrir 6-8 ára Fyrir 9-12 ára stelpur og stráka, stelpur og stráka, 3 kylfur, pútter 5 kylfur, pútter og burðarpoki og burðarpoki
19.900 kr.
24.900 kr.
HYBRID
Fjarlægðarmælir + GPS Tvö tæki í einu! Sýnir fjarlægðir með áður óþekktum hætti. Byggir á laser tækni. Er með JOLT sem nemur flaggið á svipstundu. Með GPS tækninni færðu svo fleiri tölur á skjáinn við mælingu.
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is
29.900 kr.
REGNJAKKAR
VINDJAKKAR
REGNBUXUR
KERN frá SUNICE. Vinsælastu regnjakkarnir okkar.
HAMILTON sá vinsælasti frá SUNICE.
24.400 kr.
14.400 kr.
EDISON frá SUNICE. Gore-Tex regnbuxur karla og kvenna SUNICE.
BURÐARPOKAR
KERRUPOKAR
Mikið úrval frá mörgum framleiðendum. Vinsælasti pokinn okkar: DRiLite frá BIG MAX.
Mikið úrval frá mörgum framleiðendum. Metsölupokinn okkar: V1 frá BIG MAX.
24.700 kr.
39.900 kr.
ÆFINGATÆKI Mikið úrval. það vinsælasta hjá okkur árið 2018: PUTTOUT .
3.900 kr.
24.400 kr.
BUXUR, BOLIR og SKÓR Mikið úrval frá ALBERTO, PUMA og ECCO Mikið úrval af fatnaði.
GOLFKERRUR Mikið úrval af kerrum, verð frá 11.800 kr. Vinsælustu kerrrurnar okkar: BLADE IP 3ja hjóla frá BIG MAX: 39.800 kr. BLADE QUATTRO 4ra hjóla frá BIG MAX: 38.800 kr.
FUGLA-PELAR Með laxaroði. Má auðveldlega breyta í PAR-PELA. Margir litir.
7.400 kr.
PÚTTMOTTUR Mikið úrval. Verð frá:
2.400 kr.
GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Reynir Pétursson sjálfboðaliði ársins 2018
Ísfirðingurinn Reynir Pétursson fékk viðurkenningu á formannafundi GSÍ 2018 sem sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Reynir því fimmti einstaklingurinn sem fær sæmdarheitið sjálfboðaliði ársins í golfhreyfingunni. „Reynir Pétursson er einstakur sem félagsmaður í Golfklúbbi Ísafjarðar. Við erum afar stolt að hafa Reyni í okkar röðum og að hann fái viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins,“ segir Kristinn Þórir Kristjánsson formaður GÍ í samtali við golf.is. „Reynir er ávallt tilbúinn að aðstoða og verkefnin sem hann tekur að sér og sækist eftir eru oft þau verkefni sem fáir vilja taka að sér. Þar má nefna að Reynir fer fremstur í flokki á veturna þegar brjóta þarf klaka af flötum Tungudalsvallar. Í nýrri vetr-
10
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjálfboðaliði ársins 2018
aræfingaaðstöðu GÍ hefur Reynir smíðað aðstöðu fyrir félagsmenn til að geyma golfsettin sín. Hann sér um að púttsvæðið sé opið og aðgengilegt fyrir félagsmenn,“ bætir Kristinn við. Reynir er við góða heilsu og leikur hann golf fyrri part dagsins alla daga þegar viðrar til golfleiks á Ísafirði. Eftir að leik lýkur fer Reynir aftur upp á Tungudalsvöll, brettir upp ermar og fer í vinnugallann. „Hann er algjör gullmoli fyrir okkur. Yfir sumartímann tekur hann að sér ýmis verkefni sem gera völlinn okkar enn betri. Þar má nefna að hann smíðar og lagar brýr og slær með sláttuorfi svæði sem fáir myndu nenna að fara yfir. Hann er lunkinn við að
koma vatni sem safnast oft fyrir á vellinum í burtu. Oft þarf Reynir að moka og grafa í þeim verkefnum. Hann kvartar aldrei og er alltaf tilbúinn að aðstoða vallarstarfsmenn GÍ. Við félagsmenn í Golfklúbbi Ísafjarðar erum afar heppnir að eiga félagsmann á borð við Reyni,“ segir Kristinn Þórir Kristjánsson, formaður GÍ.
Sjálfboðaliðar ársins frá upphafi: 2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir, GB 2015: Viktor Elvar Viktorsson, GL 2016: Guðmundur E. Lárusson, GA 2017: Már Sveinbjörnsson, GK 2018: Reynir Pétursson, GÍ
ÍSLENSK A SI A .IS ICE 90278 11/18
SLÁÐU Í GEGN Á GOLFVELLINUM
Aukin þægindi með Saga Premium Leyfðu okkur að sjá um golfsettið fyrir þig og njóttu ferðarinnar til fulls. Farþegar á Saga Premium mega hafa með sér tvær innritaðar töskur, allt að 32 kg hvora, og njóta enn fremur hágæðaþjónustu og einstakra þæginda.
Metfjöldi
– Kylfingum á Íslandi hefur fjölgað um 8.000 frá árinu 2000
Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir klúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur hjálpa hagsmunaaðilum að átta sig betur á umhverfinu sem þeir búa við. Aðsókn í golf hefur verið mikil á síðustu árum. Kylfingar hafa aldrei verið fleiri en nú og eru 17.165 skráðir í golfklúbba víðsvegar um landið. Þetta er aukning um tæplega 150 kylfinga frá í fyrra. Knattspyrnusambandið er fjölmennast með tæplega 23.000 félaga, en næst kemur golfsambandið með rúmlega 17.000 félaga. Vinsældir golfíþróttarinnar á síðustu 18 árum hefur verið gríðarleg. Í samanburði við árið 2000 þá hefur kylfingum fjölgað um rúmlega átta þúsund og fjöldinn því nær tvöfaldast á þessu tímabili. Á árunum 2000 til 2005 má segja að árlega hafi kylfinga fjölgað um 12%, en síðustu fimm ár hefur aukningin verið að meðaltali um 1% á hverju ári. Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós að aukningin er mest hjá kylfingum sem eru 60 ára og eldri en sá hópur stækkar um heil 7% milli ára. Á móti er fækkun í hópi fólks 30-49 ára og nemur fækkunin um 12%. Börnum og unglingum á aldrinum 10-19 ára fjölgar um 3%.
12
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Í dag eru 58% allra kylfinga eldri en 50 ára og í þeim aldurshópi eru flestir nýliðarnir. Þar sem færri nýliðar undir 50 ára byrja í golfi má segja að meðalaldur kylfinga fari verulega hækkandi hér á landi. Forgjafarkerfið er þannig uppbyggt að forgjöf kylfinga á að endurspegla „besta mögulega árangur“ viðkomandi. Með öðrum orðum að á þeim degi detta púttin loksins niður og allt gengur upp. Samkvæmt þessu er litið á að ná 36 punktum sem óvenjulega gott skor. Einn af hverjum 10 kylfingum er með forgjöf í forgjafarflokkum 1 og 2 (til 11,4). Kylfingar með forgjöf frá 18,5 til 54 eru 70% allra kylfinga á landinu. Capacent framkvæmir árlega neyslu- og lífsstílskönnun þar sem fram kemur að um 55.000 Íslendingar fara í golf a.m.k. einu sinni á ári. Það má því segja að áætlaður fjöldi kylfinga sé þrefalt meiri en þeir sem eru skráðir í klúbba. Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið hefur jákvæð áhrif á heilbrigði, hagkerfið
og umhverfið. Yfir 60 milljónir manna leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4 milljónir kylfinga skráðir í klúbba. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt sem atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum. Samkvæmt árlegri skýrslu KPMG eiga fjögur helstu áhersluatriðin fyrir almennan vöxt golfíþróttarinnar í Evrópu að vera: 1. Fleiri hvatar til golfleiks fyrir háforgjafarkylfinga. 2. Frekari breytingar eða aðlögun golfvalla. 3. Bætt félagsleg upplifun í golfklúbbum. 4. Þróunarverkefni fyrir yngri kylfinga. Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá enda Íslendingar í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga. En ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5% Íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.200 íbúa á hvern völl. Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 9% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Tyrkland, Rússland og Grikkland eru með hæsta hlutfall barna og unglinga í Evrópu. Íslendingar eru í 5.–10. sæti í Evrópu, 13% af öllum skráðum kylfingum hér á landi eru börn og unglingar.
AUGNSKOÐUN | AUGNLÆKNINGAR | LASERAÐGERÐIR | AUGNSTEINASKIPTI
UPPLIFÐU FRELSIÐ MEÐ BERUM AUGUM Átta af hverjum tíu sem koma í forskoðun geta losnað við gleraugun
Þú getur pantað tíma í forskoðun í síma 577 1001, sent okkur póst á ritari@sjonlag.is eða á www.sjonlag.is Sjáum hvernig við getum gert líf þitt betra.
www.sjonlag.is
Sveigjanlegir greiðslumöguleikar SJÁÐU BETUR Glæsibær – Álfheimar 74 - 104 Reykjavík
ÞRÓUN Á FJÖLDA KYLFINGA Ár
14
15 ára og yngri
16 ára og eldri
Samtals
Breyting
%
Fjöldi klúbba
1989
595
2,338
2,933
37
1%
33
1990
811
2,593
3,404
471
16%
34
1991
870
2,840
3,710
306
9%
38
1992
974
3,861
4,835
1,125
30%
42
1993
705
4,315
5,020
185
4%
46
1994
860
4,620
5,480
460
9%
49
1995
781
5,075
5,856
376
7%
50
1996
715
5,426
6,141
285
5%
51
1998
960
5,671
6,631
490
8%
52
1999
923
6,228
7,151
520
8%
53
2000
1,000
7,500
8,500
1,349
19%
53
2001
1,546
8,366
9,912
1,412
17%
53
2002
1,505
9,430
10,935
1,023
10%
53
2003
1,559
10,050
11,609
674
6%
55
2004
1,455
10,810
12,265
656
6%
57
2005
1,674
12,259
13,927
1,662
14%
58
2006
1,405
12,794
14,199
272
2%
59
2007
1,124
12,913
14,037
-162
-1%
61
2008
1,452
13,289
14,741
704
5%
61
2009
1,534
13,995
15,529
788
5%
65
2010
1,696
14,089
15,785
256
2%
65
2011
1,697
14,357
16,054
269
2%
65
2012
1,644
14,997
16,641
587
4%
65
2013
1,510
15,092
16,602
-39
-0%
65
2014
1,360
15,011
16,371
-231
-1%
65
2015
1,873
14,564
16,437
66
0%
63
2016
1,663
15,160
16,823
386
2%
62
2017
1,679
15,345
17,024
201
1%
62
2018
1,875
15,290
17,165
141
1%
61
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
VEFLAUSNIR VALITOR Posar
Reglulegar greiðslur
Þegar við byrjuðum með ferðaþjónustuna þurftum við að geta tekið við greiðslum gegnum netið. Valitor bauð okkur greiðslulausnir sem smellpassa okkar starfsemi. Nú tökum við allt í senn við greiðslum í
Veflausnir
Kortalán
ólíkum gjaldmiðlum, á netinu, um posa og í gegnum smáforrit og við finnum það á hverjum degi hvernig þessar snjöllu lausnir auðvelda okkur vinnuna og auka ánægju viðskiptavinanna.
525 2080 | sala@valitor.is | valitor.is
ÞÍN VELGENGNI Í VIÐSKIPTUM
FJÖLDI Í GOLFKLÚBBUM – STAÐAN 1. JÚLÍ 2018 Klúbbur
16
15 ára og yngri
16 ára og eldri
2018
Auka- félagar
2017
Breyting
%
Golfklúbbur Akureyrar
173
539
712
23
642
70
11%
Norðausturland
Golfklúbbur Álftaness
27
219
246
33
200
46
23%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Ásatúns
0
199
199
8
216
-17
-8%
Suðurland
Golfklúbbur Bíldudals
0
32
32
2
36
-4
-11%
Vestfirðir
Golfklúbbur Bolungarvíkur
15
44
59
6
66
-7
-11%
Vestfirðir
Golfklúbbur Borgarness
9
153
162
22
148
14
9%
Vesturland
Golfklúbbur Brautarholts
4
67
71
20
40
31
78%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Byggðarholts
2
38
40
2
33
7
21%
Austurland
Golfklúbbur Fjallabyggðar
24
83
107
6
108
-1
-1%
Norðausturland
Golfklúbbur Fjarðabyggðar
19
69
88
1
90
-2
-2%
Austurland
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
24
71
95
2
82
13
16%
Austurland
Golfklúbbur Grindavíkur
16
218
234
7
221
13
6%
Suðurnes
Golfklúbbur Hellu
8
89
97
17
104
-7
-7%
Suðurland
Golfklúbbur Hólmavíkur
0
25
25
2
25
0
0%
Vestfirðir
Golfklúbbur Hornafjarðar
0
86
86
1
94
-8
-9%
Suðurland
Golfklúbbur Húsavíkur
6
108
114
2
114
0
0%
Norðausturland
Golfklúbbur Hveragerðis
14
214
228
42
232
-4
-2%
Suðurland
Golfklúbbur Ísafjarðar
8
126
134
3
164
-30
-18%
Vestfirðir
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
525
1,565
2,090
85
2,082
8
0%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
179
954
1,133
80
1,031
102
10%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Mývatnssveitar
0
13
13
2
16
-3
-19%
Norðausturland
Golfklúbbur Norðfjarðar
4
62
66
2
74
-8
-11%
Austurland
Golfklúbbur Öndverðarness
15
352
367
151
366
1
0%
Suðurland
Golfklúbbur Patreksfjarðar
1
33
34
1
28
6
21%
Vestfirðir
Golfklúbbur Reykjavíkur
133
2,931
3,064
191
3,140
-76
-2%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Sandgerðis
2
148
150
39
148
2
1%
Suðurnes
Golfklúbbur Sauðárkróks
23
128
151
5
141
10
7%
Norðvesturland
Golfklúbbur Selfoss
41
358
399
89
383
16
4%
Suðurland
Golfklúbbur Seyðisfjarðar
1
62
63
20
65
-2
-3%
Austurland
Golfklúbbur Siglufjarðar
0
41
41
2
37
4
11%
Norðvesturland
Golfklúbbur Skagastrandar
0
28
28
4
43
-15
-35%
Norðvesturland
GOLF.IS
Landshluti
FJÖLDI Í GOLFKLÚBBUM – STAÐAN 1. JÚLÍ 2018 Klúbbur
15 ára og yngri
16 ára og eldri
2018
Auka- félagar
2017
Breyting
%
Golfklúbbur Staðarsveitar
0
13
13
0
15
-2
-13%
Vesturland
Golfklúbbur Suðurnesja
61
445
506
18
542
-36
-7%
Suðurnes
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
15
138
153
3
165
-12
-7%
Suðurnes
Golfklúbbur Vestmannaeyja
67
353
420
24
444
-24
-5%
Suðurland
Golfklúbbur Vopnafjarðar
0
34
34
3
29
5
17%
Austurland
Golfklúbbur Þorlákshafnar
20
250
270
21
320
-50
-16%
Suðurland
Golfklúbburinn Dalbúi
0
43
43
27
47
-4
-9%
Suðurland
Golfklúbburinn Flúðir
2
184
186
65
196
-10
-5%
Suðurland
Golfklúbburinn Geysir
11
28
39
3
37
2
5%
Vestfirðir
Golfklúbburinn Glanni
1
41
42
16
44
-2
-5%
Vesturland
Golfklúbburinn Gljúfri
0
10
10
0
8
2
25%
Norðausturland
Golfklúbburinn Hamar
39
70
109
5
98
11
11%
Norðausturland
Golfklúbburinn Húsafelli
0
16
16
7
12
4
33%
Vesturland
Golfklúbburinn Hvammur Grenivík
4
26
30
2
33
-3
-9%
Norðausturland
Golfklúbburinn Jökull
2
52
54
1
50
4
8%
Vesturland
Golfklúbburinn Keilir
152
1,133
1,285
49
1,341
-56
-4%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Kiðjaberg
20
198
218
120
220
-2
-1%
Suðurland
Golfklúbburinn Leynir
89
382
471
6
415
56
13%
Vesturland
Golfklúbburinn Lundur
0
26
26
27
28
-2
-7%
Norðausturland
Golfklúbburinn Mostri
10
77
87
10
97
-10
-10%
Vesturland
Golfklúbburinn Oddur
54
1,172
1,226
73
1,209
17
1%
Golfklúbburinn Ós
0
30
30
1
33
-3
-9%
Norðvesturland
Golfklúbburinn Setberg
2
405
407
36
391
16
4%
Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Skrifla
0
4
4
9
22
-18
-82%
Vesturland
Golfklúbburinn Tuddi
13
23
36
4
37
-1
-3%
Suðurland
Golfklúbburinn Úthlíð
0
151
151
31
134
17
13%
Suðurland
Golfklúbburinn Vestarr
1
145
146
4
122
24
20%
Vesturland
Golfklúbburinn Vík
0
33
33
12
32
1
3%
Suðurland
Golfklúbburinn Þverá Hellishólum
2
54
56
11
50
6
12%
Suðurland
Nesklúbburinn
37
699
736
65
684
52
8%
Höfuðborgarsvæðið
1,875
15,290
17,165
1,523
17,024
141
1%
Samtals
Landshluti
Höfuðborgarsvæðið
GOLF.IS
17
Stórafmæli
Á þessu ári fögnuðu nokkrir aðilar innan hreyfingarinnar stórafmæli og eru hamingjuóskir til eftirfarandi klúbba og félagasamtaka áréttaðar. Golfklúbbur Vestmannaeyja 80 ára Golfklúbbur Fjallabyggðar 50 ára Golfklúbburinn Jökull 45 ára Golfklúbbur Borgarness 45 ára Golfklúbbur Ísafjarðar 40 ára Golfklúbbur Bolungarvíkur 35 ára Golfklúbbur Seyðisfjarðar 30 ára Samtök atvinnukylfinga á Íslandi (PGA) 30 ára
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stórafmæli
Golfklúbburinn Oddur 25 ára Golfklúbbur Djúpavogs 25 ára Golfklúbbur Hveragerðis 25 ára Golfklúbburinn Gljúfri 25 ára Golfklúbburinn Úthlíð 25 ára Golfklúbbur Staðarsveitar 20 ára Golfklúbburinn Hvammur 15 ára Golfklúbburinn Þverá 15 ára
MEISTARAVERK
Orðið Takumi merkir handverksmeistari. Til þess að geta kallað þig Takumi þarftu að sýna fram á næmt auga fyrir smáatriðum, ómælda sköpunargleði og óbilandi trú á því að ekkert nema fullkomnun sé nógu gott. Lexus er öll þessi hugmyndafræði í verki. ÚTHUGSUÐ SMÁATRIÐI SKAPA EINSTAKA HEILD
Lexus-Ísland Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is
„Þakklát fyrir stuðninginn“ – Ólafía Þórunn gerir upp tímabilið í viðtali við Golf á Íslandi
20
GOLF.IS
EXCEL GPS GPS úr með 35.000 golfvöllum og bluetooth tengingu við snjallsíma fyrir golfvallauppfærslur og snjallforrit með endalausa möguleika.
34.900 kr.
T Í U P U N K TA R
Með í ferð á vegum Golfskálans. Jonni og Grétar á Bonalba.
NX7 og NX7PRO
NX7 er fjarlægðarmælir með (TAG) Target Acquisition tækni.
HYBRID
TOUR V4
NX7 PRO er eins og NX7 með en að auki Adaptive Slope tækni og „Pulse Vibration“ tækni.
Hentar fullkomlega vegna stærðar, hraða og nákvæmni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu.
37.900 kr.
48.800 kr.
29.900 kr.
PRO X2
Fjarlægðarmælir fyrir kröfuhörðustu golfarana. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Slope-Switch sem leyfir mælingu með tilliti til hæðarmismunar eða án hans.
68.800 kr.
GHOST GPS
GPS „Easy-to-use“, með yfir 33.000 golfvöllum með öflugri segulfestingu fyrir t.d. poka, kerru eða belti.
Fjarlægðarmælir
+ GPS
Tvö tæki í einu! Sýnir fjarlægðir með áður óþekktum hætti. Byggir á laser tækni. Er með JOLT tækni sem nemur flaggið á svipstundu. Með GPS tækninni færðu svo fleiri tölur á skjáinn við mælingu.
58.800 kr.
Komdu í Golfskálann og leyfðu okkur að hjálpa við val á rétta búnaðinum.
19.900 kr. Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Mörkinni 3 • 108 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
„Á þessum tímapunkti er ég þakklát fyrir að vera með margt gott fólk í kringum mig. Thomas Bojanowski kærastinn minn hefur staðið eins og klettur við hlið mér. Fjölskyldan mín er frábært stuðningsnet og þjálfarateymið mitt hefur einnig stutt vel við bakið á mér,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við Golf á Íslandi.
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þakklát fyrir stuðninginn“
Tímabilið á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, var lærdómsríkt hjá íþróttamanni ársins 2017. Ólafía Þórunn verður með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili en hún er ákveðin í að halda áfram að klífa fjallið og ná á toppinn. „Tímabilið var lærdómsríkt og það er undir mér komið að taka það með mér sem ég get lært af þessu. Ég mun örugglega gera hlutina öðruvísi og aðalatriðið fyrir mig er að ná betra jafnvægi á milli keppni og hvíldar.“ Ólafía náði ekki að vera í hópi þeirra 148 kylfinga sem fá fullan keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili. Hún lék á alls 21 móti. Meðalskor hennar var aðeins 0,31 höggi hærra en á síðasta tímabili. Í harðri keppni á LPGA dugði það ekki til. Hún fór á lokaúrtökumótið á LPGA en niðurstaðan var að hún komst ekki í hóp þeirra sem héldu fullum keppnisrétti á mótaröðinni á næsta tímabili. „Niðurstaðan eftir úrtökumótið á LPGA er í raun léttir fyrir mig. Það verður ekki eins mikið álag á næsta tímabili. Ég fæ tíma til að vinna mig úr þessari stöðu. Árið 2018 var árið þar sem ég missti af tækifæri að vera með fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni. Árið 2020 verður kannski árið þegar ég sigra á risamóti? Framtíðin er björt og ég trúi því að mér séu allir vegir færir þegar ég hef náð tökum á því sem ég þarf að gera. Ég sé þetta allavega svona fyrir mér, þetta er bara lítil hraðahindrun á löngum ferli þar sem eru endalausir möguleikar. Ég held áfram að klífa fjallið og slípa til þá hluti sem ég þarf að laga. Tölfræðin mín frá LPGA er til skoðunar hjá þjálfarateyminu. Ég veit hvað ég þarf að laga, púttin eru þar efst á forgangslistanum. Til þess að geta púttað vel þarf hausinn að vera í lagi. Ég ætla að byrja á því verkefni – og fá ferska byrjun á tímabilinu.“ Ólafía segir að undirbúningur hennar fyrir tímabilið hafi gengið vel og hún taldi sig vera klára í slaginn í janúar þegar keppnistörnin hófst. „Undirbúningurinn fyrir tímabilið var góður að mínu mati. Ég fór til Flórída í Bandaríkjunum í janúar með þjálfarateyminu mínu. Þar æfði ég gríðarlega mikið og æfingarnar voru fjölbreyttar og skemmtilegar. Það var tilhlökkun að byrja
Þetta ár var lærdómsríkt. Ég var með storminn í fangið mest allt árið. Það er eitthvað sem ég ætla að læra af. Vinna úr þessu, taka góðu stundirnar með mér og vera jákvæð. tímabilið. Fyrsta mót ársins á Bahamaeyjum var í raun eins og tímabilið var í heild sinni. Ég spilaði vel á fyrsta hringnum en náði ekki að skora. Veðrið var brjálað og það var alltaf verið að fresta leik og byrja aftur. Ég var með bakið upp við vegg en náði fimm fuglum á síðustu sjö holurnar og komst áfram. Lokahringurinn var mjög góður og ég náði 26. sætinu – sem reyndist svo vera besti árangurinn á árinu.“ Ólafía segir að hún hafi ekki gert miklar breytingar á golfsveiflunni á undirbúningstímabilinu. „Ég var að vinna með sömu hlutina og áður. Í raun er ég alltaf að fínpússa það sem ég hef verið að vinna með í sveiflunni. Bæta sömu atriðin aftur og aftur og ég var ekki í einhverju breytingaferli með golfsveifluna á þessu tímabili. Ég æfði meira en áður og ég hef aldrei keppt svona mikið. Á fyrsta árinu mínu á LPGA tók ég þátt á öllum mótum sem ég hafði tök á. Á þessu ári ætlaði ég að velja betur og stjórna álaginu. Það tókst ekki nógu vel vegna þess að þótt ég sleppti móti og kæmi heim til Íslands fékk ég ekki hvíld. Þá fór ég á milljón að sinna öðrum hlutum og í rauninni eru vikurnar á Íslandi erfiðari en keppnisvika í Ameríku. Það er erfitt að taka ákvörðun um að sleppa móti, því þér líður eins og þú sért að missa af einhverju. En ég hef lært að það er í lagi að sleppa móti, því þegar sú vika sem þú sleppir kemur hugsar þú ekki um mótið sjálft og tekur keppnispásunni fagnandi. Það er gríðarlega mikilvægt að ná góðri hvíld og byggja sig frekar smátt og smátt upp fyrir næsta mót og allt sem fram undan er. Það eru allir kylfingar að leita að hinu fullkomna jafnvægi í mótaskránni. Ég hef ekki hitt á það rétta en ég veit betur hvað ég ætla ekki að gera. Eitt af því sem ég þarf að prófa er að taka lengra frí þegar ég tek mér frí. Ein vika er ekki nóg. Ég sé að margir leikmenn sem þurfa að ferðast heim til Evrópu og leika á LPGA taka sér tvær vikur í frí þegar þær taka sér hvíld.“ GOLF.IS
23
„Var með storminn í fangið mest allt árið“ Ólafía dregur ekkert undan þegar hún segir frá því að tímabilið hafi reynst henni erfitt – og þá sérstaklega hvað andlega þáttinn varðar. „Þetta ár var lærdómsríkt. Ég var með storminn í fangið mest allt árið. Það er eitthvað sem ég ætla að læra af. Vinna úr þessu, taka góðu stundirnar með mér og vera jákvæð.“ Hún hefur hugsað mikið um hvað fór úrskeiðis og eitt af því sem hún dregur fram er að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikið álag var á henni undir lok síðasta árs. „Lokamánuðirnir á árinu 2017 voru mjög erfiðir. Mikið af ferðalögum og flakk á milli heimsálfa. Ég fékk þann heiður að leika með úrvalsliði Evrópu á The Queens mótinu í Japan. Ég fékk að vita það rétt eftir langa keppnistörn á LPGA í Asíu. Ég fór því frá Asíu til Evrópu og aftur til baka á skömmum tíma. Mér fannst þetta ekkert mál á þeim tíma. Þegar ég fer að rýna betur í tímabilið þá sé ég að þessi mikla törn sat í mér. Ég var þreytt og ég ýtti þessu bara á undan mér. Beit á jaxlinn og gerði það sem ég þurfti að gera. Hvíldin verður aðalmálið fram á næsta ár. Ég mun æfa aðra hluti, njóta og komast í jafnvægi. Það voru margir litlir hlutir sem ég tók sjálf ekki eftir á tímabilinu sem ég er að átta mig á að voru hættumerki. Ragnar Már Garðarsson aðstoðarmaður minn tók t.d. eftir því að ég var farin að borða rosalega lítið. Ég var líka hætt að tala við meðspilarana og það er frekar ólíkt mér. Ég var alltaf þreytt, andlega og líkamlega. Á spilakvöldum með fjölskyldunni sofnaði ég bara upp úr þurru í miðju spili – eitthvað sem ég geri aldrei. Þetta safnaðist því saman í einn stóran pakka sem ég þarf að vinna úr á næstu vikum og mánuðum.“
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þakklát fyrir stuðninginn“
„Þarf að læra að vera mátulega kærulaus“ Ólafía Þórunn gerði margt á tímabilinu til þess að brjóta upp mynstrið og reyna að ná léttleikanum í golfið sitt á ný. „Golfið má ekki vera eini þátturinn í lífinu – ef það gerist þá spila ég ekki vel. Ef pressan er of mikil þá hættir maður að hafa gaman af þessu. Ég þarf að læra að vera mátulega kærulaus. Lífið þarf að vera eitthvað meira en golf. Ef maður nær góðu jafnvægi með þetta allt saman þá getur maður stækkað í íþróttinni og sem persóna. Það er verkefnið mitt á næstu mánuðum að koma mér á betri stað andlega og halda áfram að klífa fjallið og hafa gaman af þessu. Ég hef gert
Hátíðlegt úrval í Sjónvarpi Símans Premium
TVIST SIM 11705
Sameinaðu fjölskylduna í sófanum um jólin. Bridget Jones, Forrest Gump, Shrek, Penguins of Madagascar eru á meðal þeirra rúmlega 200 kvikmynda og Disney ævintýra sem standa þér til boða yfir hátíðarnar. Sjónvarp Símans Premium – Svona á sjónvarp að vera
Mér fannst þetta ekkert mál á þeim tíma. Þegar ég fer að rýna betur í tímabilið þá sé ég að þessi mikla törn sat í mér. Ég var þreytt og ég ýtti þessu bara á undan mér ...
26
GOLF.IS
mjög margt skemmtilegt á tímabilinu. Og reynt að brjóta upp þessa hefðbundnu daga. Ragnar Már kenndi mér á píanó, ég fór í danstíma og badminton var einnig ofarlega á listanum hjá mér. Ég hefði örugglega verið enn þreyttari andlega ef ég hefði ekki gert allt þetta. Ég æfði badminton þegar ég var barn og ég ætla að gera meira af því í vetur áður en næsta tímabil hefst.“
„Þarf að vera meiri tækninörd“ Það er að mörgu að hyggja fyrir atvinnukylfinga og betri þekking á golfútbúnaði er eitt af því sem Ólafía Þórunn hefur sett á forgangslistann. „Ég þarf að taka meiri ábyrgð á valinu á þeim útbúnaði sem ég fæ frá Callaway. Ég þarf að vita betur hvað ég vil og vera meiri „tækninörd“ á þessu sviði. Ég lærði mikið af reynslunni á þessu tímabili. Ég þarf að taka meiri ábyrgð að „tékka“ betur á þeim kylfum sem ég fæ frá framleiðandanum. Ég treysti of mikið á aðra. Við erum mjög mörg á samning hjá Callaway og flækjustigið er töluvert þegar frábærir starfsmenn fyrirtækisins eru að sérsmíða kylfur fyrir okkur. Einn sér um þetta, annar sér um hitt, svo setur þriðji aðilinn kylfuna saman, fjórði aðilinn kemur kylfunum svo í hendurnar á 50 mismunandi leikmönnum. Ég rakst tvisvar á vegg hvað þetta varðar á þessu tímabili. Ég fékk ekki alltaf nákvæmlega það sem ég taldi mig vera að fá í hendurnar. Sveifluþunginn var t.d. of mikil á fleygjárnunum sem ég fékk fyrir lokaúrtökumótið og tímasetningar í sveiflunni fóru úr skorðum. Ég skildi ekki af hverju ég var að pitcha og vippa svona illa. Þegar ég fékk loks útskýringuna þá skildi ég betur hvað var að angra mig. Ég var alltaf að grafa kylfuna í jörðina í þessum höggum sem hafa verið mín sterkasta hlið. Á lokaúrtökumótinu varð ég mjög vör við þetta á blautu undirlaginu og óöryggið gerði vart við sig í þessum höggum. Þetta ástand var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður. Pútterinn sem ég var með í langan tíma hentaði mér ekki. Ég hafði beðið um styttri pútter og þar að auki breytt yfir í Rosemark-grip. Þar með fór
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þakklát fyrir stuðninginn“
allt jafnvægi kylfunnar úr skorðum. Hausinn var of léttur miðað við allt annað og ég fékk ekki tilfinningu fyrir því hvernig boltinn fór af stað. Ég fann ekki hvort pútterinn var lokaður eða opinn. Gaurarnir sem vinna fyrir Callaway vilja að sjálfsögðu gera allt fyrir okkur. Ég bið oftast um það sama og ég fékk síðast, það er hins vegar mín ábyrgð að ganga úr skugga um hvort ég hafi fengið allt það rétta. Ég verð að vita hvað ég vil, ekki gera ráð fyrir að kylfuframleiðendurnir setji allt inn í reikningsdæmið: Styttra skaft þýðir að við gefum henni þyngri púttershaus o.s.frv. Á þessu sviði ætla ég að gera betur og læra af þessum mistökum.“
Ég þarf að taka meiri ábyrgð að „tékka“ betur á þeim kylfum sem ég fæ frá framleiðandanum. Ég treysti of mikið á aðra. Við erum mjög mörg á samning hjá Callaway og flækjustigið er töluvert ...
Spilaðu golf í réttum fatnaði Netverslun altis.is Altis Kringlunni Altis Bæjarhrauni
„Í vandræðum með púttin allt tímabilið“ Eins og áður segir var meðalskor Ólafíu nánast það sama á þessu ári og því síðasta. Hvert einasta högg skiptir máli og púttin eru það sem Ólafía þarf að leggja mesta áherslu á. „Ég veit ekki hversu mörg pútt ég tók á æfingasvæðinu en þau eru mörg þúsund. Ég æfði mest þann hluta leiksins en samt var ég í vandræðum með púttin allt tímabilið. Ég sá ekki línuna, var ekki með tilfinninguna fyrir því sem ég sá og púttaði því illa. Að vera góður í að pútta snýst að sjálfsögðu um æfingu en einnig andlegu hliðina. Mér leið ekki vel þegar ég stóð yfir boltanum. Andleg þreyta gæti verið hluti af skýringunni en ég þarf eins og áður segir að finna út úr þessu sjálf. Ragnar Már Garðarsson afrekskylfingur úr GKG kom á nokkur mót með mér sem aðstoðarmaður og kylfuberi. Það var mjög gott og gaman að vinna með Ragnari. Það var létt yfir þessu hjá okkur. Á Kingsmill-mótinu lék ég svo vel frá teig og inn á flöt, heimsklassa spilamennska sem hefði getað verið nógu góð til að sigra á mótinu. Ég lék á pari vallar á 36 holum og púttin voru vandamálið. Ég gerði líka mistök á 17. brautinni sem er mjög erfið hola. Ég gerði líka mistök árið áður á þessari braut. Ég man hvað mér leið undarlega eftir þetta mót, lék mjög vel en náði ekki að skora. Ég átti erfitt með að sætta mig við þessa niðurstöðu – að spila vel en ná ekki í gegnum niðurskurðinn. Á næsta móti á eftir, Volvik-mótinu, var það sama uppi á teningnum. Ég fór að verja stöðuna og var hrædd við lokaholurnar á öðrum keppnisdegi þar sem ég var við niðurskurðarlínuna. Ég gerði mistök á lokakaflanum, lék samt vel, en náði ekki í gegn. Ég reyndi að vera jákvæð og byggja mig upp fyrir næsta mót. Ég vann svo úr hræðslunni við lokaholurnar, sem betur fer. Spilamennskan toppaði þó aldrei þetta tímabil.“
Þakklát fyrir stuðninginn Ólafía Þórunn fór á lokaúrtökumótið fyrir LPGA þar sem leiknir voru átta keppnishringir á alls 10 dögum. Hún var ánægð með undirbúninginn en það var á brattann að sækja. „Foreldrar mínir búa á Pinehurst-vellinum þar sem mótið fór fram. Ég kom tveimur vikum fyrir mót og undirbúningurinn var í góðu lagi. Ég fann samt sem áður að ég var ekki á góðum stað með huglæga þáttinn. Það komu dagar þar sem ég var aðeins lengur í rúminu áður en ég fór út að æfa mig. Ég var samt dugleg, gerði allt sem ég
30
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Þakklát fyrir stuðninginn“
gat, las bækur um ýmis málefni, borðaði vel og hvíldi mig. Gæðin voru til staðar en það vantaði samt gleðina. Sem dæmi nefni ég að fyrsta höggið á mótinu var á 10. teig sem er mjög erfitt upphafshögg. Ég var stressuð fyrir það högg – en það tókst samt mjög vel. Eftir þetta högg fann ég ekkert fyrir neinu stressi. Ég fékk sömu tilfinningu og allt tímabilið. Ég reyndi og reyndi en fékk ekkert til baka. Eftir fjórða hringinn af alls átta var gert tveggja daga hlé. Ég ræddi við íþróttasálfræðinginn minn eftir fjórða hringinn. Það var gott og ég fann smá baráttuanda og fann að mér leið
betur og naut þess betur að spila. Það dugði ekki til. Þegar nær dregur lokamótunum á tímabilinu fer maður að hugsa meira um að koma sér í hóp 100 efstu til að tryggja sér fullan keppnisrétt. Ég var í þeirri stöðu síðustu mótin og það var í raun léttir þegar það stress var búið, þó svo að niðurstaðan þýddi lokaúrtökumótið. Þegar ég lít til baka í æfingadagbókina mína á lokakaflanum þá sé ég að ég var farin að telja niður dagana að þetta yrði bara búið. Ég taldi mig vera tilbúna fyrir lokaúrtökumótið en það reyndist ekki vera rétt. Ég var ekki á góðu stað með andlega hlutann,“ segir Ólafía Þórunn en hún er afar þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið frá Íslendingum og ekki síst frá samstarfsaðilum sínum. „Stuðnings- og samstarfsaðilar mínir hafa einnig gert mikið fyrir mig. KPMG á Íslandi hefur ákveðið að styðja áfram við bakið á mér þrátt fyrir að ég sé ekki með fulla aðild að LPGA á næsta ári. Það var mjög gott að koma til Íslands á góðgerðarmótið sem fram fór á Hvaleyrarvelli í sumar. Bláa lónið hefur einnig gert góða hluti fyrir mig. Svona get ég haldið áfram, afrekssjóðurinn Forskot hefur alltaf stutt mig og þeirra framlag er ómetanlegt fyrir íslenskt golf. Ecco, Rosemark-grip og Askja bílaumboð eru einnig á vagninum með mér. Íslendingar eru almennt jákvæðir í minn garð. Það sem mér þykir vænst um er að flestir taka mér eins og ég er, kunna að meta mig sem persónu en ekki bara að ég sé góð í golfi“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Rickie Fowler Charley Hoffman
Jordan Spieth
Francesco Molinari Jordan Spieth
Adam Scott
Ian Poulter
Ariya Jutanugarn
Justin Thomas
Tommy Fleetwood
Henrik Stenson
Justin Thomas
Webb Simpson
TRAUST SKILAR SIGRUM.
#1 Í FJÖLDA SIGRA
#1 Í FJÖLDA LEIKMANNA
25,473 Næsti samkeppnisaðili
203
3 ,474
Næsti samkeppnisaðili
33
Bernhard Langer
Rafa Cabrera Bello David Toms
Paul Casey
Bubba Watson
Cameron Smith
Georgia Hall
Kevin Kisner
Darrell Survey, Sports Marketing Surveys Inc. Northmountain International. Based upon results through 12/11/2018 on the U.S.PGA, U.S. LPGA, Champions, Web.com, South African, Asian, Korean, OneAsia, Australasian, Japan, Canadian PGA and PGA European Tours.
Breytingar
á golfreglunum
taka gildi 1. janúar 2019
Viðamiklar breytingar á golfreglunum taka gildi frá og með áramótum 2019. Golfsamband Íslands gaf nýverið út „leikmannaútgáfa golfreglnanna“ en ritinu er dreift til kylfinga um allan heim. Þetta eru ekki leiðbeiningar um golfreglurnar heldur stytt útgáfa reglnanna þar sem lögð er áhersla á þig, kylfinginn. GSÍ og tryggingafélagið Vörður eru í samstarfi í þessu verkefni. Ritið fer í prentun fljótlega hjá GSÍ og verður því dreift til kylfinga við fyrsta tækifæri. Rafræna útgáfu er að finna á golf.is Markmiðið með leikmannaútgáfunni er að kynna reglurnar á auðskildari hátt og með áherslu á það sem þú, kylfingurinn, þarft að vita til að leika samkvæmt reglunum. Eftirfarandi eru nokkur aðalatriði leikmannaútgáfunnar. Hún er gild reglubók. Hún lítur út eins og aðalreglubókin og er með sambærilegri uppbyggingu. Þótt texti hennar sé styttur veitir hún sömu svör og aðalreglubókin. Í leikmannaútgáfunni er lögð áhersla á þær reglur sem skipta þig mestu sem leikmann. Þar á meðal eru reglurnar sem lýsa grunnatriðum golfs – til dæmis að leika samkvæmt reglunum og í anda leiksins, ólíkir hlutar vallarins og útbúnaðurinn sem þú mátt nota – auk þeirra reglna sem oftast þarf að nota. Þótt útgáfan nái ekki til sumra aðstæðna sem koma sjaldan við sögu í golfleiknum vísar hún til nánari upplýsinga um aðstæðurnar í aðalreglubókinni með tilvísun. Leikmannaútgáfan er skrifuð þannig að hún vísar til þín, kylfingsins. Þessi stíll, að setja kylfinginn í forgrunn, er annað lykilskref í að gera reglurnar aðgengilegri. Útgáfan inniheldur skýringamyndir og töflur til að útskýra reglurnar á sjónrænan hátt.
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Breytingar á golfreglunum
20 mikilvægustu breytingarnar á golfreglunum 2019: 1. Leitartími - Styttur úr fimm mínútum í þrjár mínútur. 2. Bolti hreyfist við leit - Lagður aftur á fyrri stað (vítalaust). 3. Sokkinn bolti - Vítalaus lausn utan brauta. 4. Mæling þegar bolti er látinn falla - Lengsta kylfan (önnur en pútter) notuð. 5. Bolti látinn falla - Úr hnéhæð, í stað axlarhæðar. 6. Ekki leyfilegt að taka sér stöðu á rangri flöt - Vítalaus lausn. 7. Leikmaður slær bolta í sjálfan sig eða útbúnað sinn - Vítalaust. 8. Bolti tvísleginn - Talið sem eitt högg (vítalaust). 9. Tilfallandi snerting á sandi í glompu leyfð. 10. Fjarlægja má lausung hvar sem er.
34
GOLF.IS - Golf á Íslandi 20 mikilvægustu breytingarnar á golfreglunum 2019
þú getur
unniÐ auKAmilljón 22.
des.
10 RAÐIR EÐA ÁSKRIFT GEFA ÞÉR MÖGULEIKA Á AUKAMILLjón í desember.
20 mikilvægustu breytingarnar á golfreglunum 2019: 10. Fjarlægja má lausung hvar sem er. 11. Taka má lausn úr glompu gegn tveimur vítahöggum. 12. Vatnstorfærur kallast vítasvæði. 13. Leyfilegt að snerta vatn eða jörð innan vítasvæðis. 14. Bolti hreyfist á flöt eftir að hafa verið merktur, lyft og lagður niður aftur - Lagður aftur á fyrri stað, vítalaust. 15. Bolti hreyfður fyrir slysni á flötinni - Lagður aftur á fyrri stað, vítalaust. 16. Lagfæra má svo til allar skemmdir á flötum. 17. Ekki má leggja kylfu niður til að aðstoða við miðun. 18. Kylfuberi má ekki aðstoða við miðun. 19. Leyfilegt að hafa flaggstöngina í holunni þegar púttað er. 20. Bolti sem er skorðaður við flaggstöng telst í holu.
36
GOLF.IS
Eimskipsmótaröðin 2017–2018
Axel og Guðrún Brá stigameistarar
Stigameistarar Eimskipsmótaraðarinnar 2017–2018. Axel Bóasson (GK) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK). Mynd/Frosti
Axel Bóasson, GK og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2017–2018. Úrslitin réðust á Securitasmótinu ı GR-bikarnum sem fram fór á Grafarholtsvelli í ágúst sl. Þetta er í þriðja sinn sem Axel fagnar þessum titli en í fyrsta sinn sem Guðrún Brá verður stigameistari í kvennaflokki. Axel og Guðrún Brá eru ríkjandi Íslandsmeistarar í golfi 2018 og fengu þau 500.000 kr. í verðlaunafé fyrir árangur sinn á Eimskipsmótaröðinni. Árangur Guðrúnar á tímabilinu var stórkostlegur. Hún sigraði á fimm af alls sex mótum sem hún tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 83%. Helga Kristín Einarsdóttir, GK varð í öðru sæti á stigalistanum og Anna Sólveig Snorradóttir, GK varð í þriðja sæti. Lokastöðuna má sjá neðst í þessari frétt. Árangur Guðrúnar Brár á Eimskipsmótaröðinni 2017–2018: 02.09.2017: Bose-mótið: 1. sæti. 16.09.2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti. 18.05.2018: Egils Gull-mótið: 1. sæti. 08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis. 29.06.2018: Origo-bikarinn - Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis. 20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: 1. sæti. 26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti. 23.08.2018: Securitasmótið - GR-bikarinn: 2. sæti.
Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni var einnig stórkostlegur. Hann sigraði á þremur af þeim fjórum mótum sem hann tók þátt í. Sigurhlutfallið var því 75%. Kristján Þór Einarsson, GM varð í öðru sæti á stigalistanum og Rúnar Arnórsson, GK varð í þriðja sæti. Lokastöðuna má sjá neðst í þessari frétt. Árangur Axels á Eimskipsmótaröðinni 2017–2018: 02.09.2017: Bose-mótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis. 16.09. 2017: Honda Classic-mótið: 1. sæti. 18.05.2018: Egils Gull-mótið: 1. sæti. 08.06.2018: Símamótið: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis. 29.06.2018: Origo-bikarinn - Íslandsmótið í holukeppni: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis. 20.07.2018: KPMG-bikarinn, Hvaleyrarbikarinn: Tók ekki þátt vegna verkefna erlendis. 26.07.2018: Íslandsmótið í golfi, Vestmannaeyjum: 1. sæti. 23.08.2018: Securitasmótið - GR-bikarinn: 2.sæti Í ár var stigameistaratitillinn veittur í 30. sinn frá upphafi. Stigamótaröð GSÍ hófst árið 1989 og voru Sigurjón Arnarsson (GR) og Karen Sævarsdóttir (GS) fyrstu stigameistararnir. Björgvin Sigurbergsson (GK), faðir Guðrúnar Brár Björgvinsdóttur, hefur oftast orðið stigameistari í karlaflokki eða fjórum sinnum alls. Í kvennaflokki hefur Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR oftast fagnað stigameistaratitlinum eða níu sinnum alls.
Stigameistarar frá upphafi:
Frá vinstri: Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, Axel Bóasson, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Hörður Geirsson stjórnarmaður GSÍ. Mynd/Frosti
40
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin 2017–2018
Karlaflokkur: 1989 Sigurjón Arnarsson, GR (1) 1990 Úlfar Jónsson, GK (1) 1991 Ragnar Ólafsson, GR (1) 1992 Úlfar Jónsson, GK (2) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson, GV (1) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson, GA (1) 1995 Björgvin Sigurbergsson, GK (1) 1996 Birgir L. Hafþórsson, GL (1) 1997 Björgvin Sigurbergsson, GK (2) 1998 Björgvin Sigurbergsson, GK (3) 1999 Örn Ævar Hjartarson, GS (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson, GK (4) 2001 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS (1) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson, GA (2) 2003 Heiðar Davíð Bragason, GKj./ GM (1) 2004 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG (2) 2005 Heiðar Davíð Bragason, GKj./ GM (2) 2006 Ólafur Már Sigurðsson, GR (1) 2007 Haraldur H. Heimisson, GR (1) 2008 Hlynur Geir Hjartarson, GK (1) 2009 Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (1) 2010 Hlynur Geir Hjartarson, GK (2) 2011 Stefán Már Stefánsson, GR (1)
2012 Hlynur Geir Hjartarson, GOS (3) 2013 Rúnar Arnórsson, GK (1) 2014 Kristján Þór Einarsson, GM (1) 2015 Axel Bóasson, GK (1) 2016 Axel Bóasson, GK (2) 2017 Vikar Jónasson, GK (1) 2018 Axel Bóasson, GK (3) Fjöldi stigameistaratitla eftir klúbbum: GK: 13 GR: 5 GKj./GM : 3 GS: 2 GKG: 2 GA: 2 GV: 1 GOS: 1 GL: 1 Kvennaflokkur: 1989 Karen Sævarsdóttir, GS (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (1) 1991 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (2) 1992 Karen Sævarsdóttir, GS (2) 1993 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (1) 1994 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (2) 1995 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (3) 1996 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (4) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (5) 1998 Ólöf M. Jónsdóttir, GK (6) 1999 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (3) 2000 Herborg Arnarsdóttir, GR (1)
2001 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (4) 2002 Herborg Arnarsdóttir, GR (2) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (5) 2004 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (6) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (7) 2006 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (8) 2007 Nína Björk Geirsdóttir GKj./ GM (1) 2008 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (9) 2009 Signý Arnórsdóttir, GK (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (1) 2011 Signý Arnórsdóttir, GK (2) 2012 Signý Arnórsdóttir, GK (3) 2013 Signý Arnórsdóttir, GK (4) 2014 Karen Guðnadóttir, GS (1) 2015 Tinna Jóhannsdóttir, GK (1) 2016 Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (1) 2017 Berglind Björnsdóttir, GR (1) 2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (1) Fjöldi stigameistaratitla eftir klúbbum: GR:13 GK:12 GS:3 GKj./GM :1 GL:1
450 SÉRFRÆÐINGAR Í UPPLÝSINGATÆKNI
FRAMTÍÐIN ER UPPLÝSINGATÆKNI
Við viljum vera fyrsta val viðskiptavina í upplýsingatækni, skilja viðfangsefni þeirra, veita framúrskarandi þjónustu og bjóða snjallar lausnir.
origo.is
Stigakeppni golfklúbba á Eimskipsmótaröðinni
Tvöfaldur sigur Keilis Golfklúbburinn Keilir stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni golfklúbba í karla- og kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni 2017–2018. Alls töldu þrjú mót á tímabilinu í keppninni sem var sett á laggirnar í tilraunaskyni á þessu tímabili. Liðakeppni golfklúbba var innan valinna móta á mótaröð fullorðinna, sbr. reglugerð um stigamót. Keppnin fór fram á þeim mótum á mótaröð fullorðinna þar sem hámarksfjöldi þátttakenda var 60 eða fleiri. Í hverju liði voru fjórir keppendur í karlaflokki og þrír í kvennaflokki. Í karlaflokki töldu þrjú bestu skor og í kvennaflokki tvö bestu skor. Lið fengu stig í keppninni í samræmi við árangur liðsins á hverju móti. Stigameistarar golfklúbba í flokki karla og í flokki kvenna eru þau lið sem eru efst að samanlögðum stigum eftir lokamót keppnistímabilsins.
LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI: Lið
Egils Gullmótið
Símamótið
Íslandsmótið
Stig samtals
Röð
Golfklúbburinn Keilir
500
1000
1500
3000
1
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
1000
625
825
2450
2
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
700
625
600
1925
3
Golfklúbbur Reykjavíkur
400
450
1050
1900
4
Golfklúbbur Akureyrar
500
400
540
1400
5
675
675
6
Golfklúbbur Vestmannaeyja
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI: Lið
Egils Gullmótið
Símamótið
Íslandsmótið
Stig samtals
Röð
Golfklúbburinn Keilir
1000
850
1500
3350
1
Golfklúbbur Reykjavíkur
500
850
1050
2400
2
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
700
450
825
1925
3
550
600
1150
4
Golfklúbbur Akureyrar
675
675
5
Golfklúbbur Vestmannaeyja
675
675
6
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
42
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin 2017–2018
ClicGear Swivel Verð: 32.900
Barna & ungligasett i úrvali Verð frá: 17.900
Rafmagnskerrur - lithium Verð frá: 69.900
Golfbuddy WTX Tilboð: 28.900
Golfhermir heim í stofu Verð: 34.900
Fjarlægðamælar Verð frá: 23.900
Mizuno Pokar 20% afsl.
Longridge Púttmotta Verð: 6.500
Callaway Rogue Driver Verð: 59.990
Staðgreiðslu afsláttur
Sími: 565 1402 www.golfbudin.is
Eimskipsmótaröðin 2017–2018 – 173 keppendur frá 24 klúbbum Alls komu 173 keppendur við sögu á Eimskipsmótaröðinni 2017–2018, 132 karlar og 41 kona. Mótin voru alls átta á mótaröðinni. Keppendurnir komu frá 24 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir keppendur alls voru úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem var með 43 keppendur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar kom þar næstur með 33 keppendur og Keilir var með 24 keppendur. Í karlaflokki voru keppendur frá 22 klúbbum og í kvennaflokki voru keppendur frá tólf klúbbum.
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin 2017–2018
Meðalaldur keppenda í heild var 26 ár. Í karlaflokki var meðaldurinn 28 ár og í kvennaflokki 21 ár. Elsti keppandinn í karlaflokki var 65 ára og tveir yngstu keppendurnir voru fjórtán ára þegar þeir tóku þátt í sumar. Í kvennaflokki var elsti keppandinn 53 ára. Tvær tólf ára stúlkur tóku þátt og voru þær yngstu keppendurnir á Eimskipsmótaröðinni 2017–2018.
GOLF.IS
45
46
GOLF.IS - Golf á Íslandi Eimskipsmótaröðin 2017–2018
Klúbbur
Alls
Karlar
Konur
Golfklúbbur Reykjavíkur
43
32
11
Golfkl. Kópavogs/Garðabæjar
33
25
8
Golfklúbburinn Keilir
24
17
7
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
18
16
2
Golfklúbbur Akureyrar
14
12
2
Golfklúbbur Vestmannaeyja
9
7
2
Golfklúbbur Suðurnesja
4
1
3
Golfklúbbur Selfoss
4
2
2
Nesklúbburinn
2
2
Golfklúbburinn Setberg
2
2
Golfklúbburinn Jökull
2
2
Golfklúbburinn Hamar
2
1
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
2
2
Golfklúbbur Fjallabyggðar
2
2
Golfklúbbur Öndverðarness
2
2
Golfklúbbur Borgarness
2
1
Golfklúbburinn Oddur
1
1
Golfklúbburinn Leynir
1
1
Golfklúbburinn Geysir
1
1
Golfklúbbur Ísafjarðar
1
1
Golfklúbbur Hveragerðis
1
1
Golfklúbbur Hornafjarðar
1
1
Golfklúbbur Hellu
1
1
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs
1
1
173
132
1
1
41
„Lifi
til að vera á lífi“ – Kylfingurinn Kjartan Birgisson hjartaþegi leitar að liðsfélaga fyrir heimsleika líffæraþega.
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Lifi til að vera á lífi“
Ég var aðeins 45 ára gamall en ég fékk sem betur annað tækifæri í lífinu og hjartað fór í gang.
„Ég lifi til að vera á lífi og golfíþróttin á stóran þátt í því að ég hef náð góðum bata,“ segir kylfingurinn Kjartan Birgisson sem er félagi í Golfklúbbnum á Flúðum. Kjartan, sem er 58 ára gamall, hefur frá árinu 2010 náð að taka golfíþróttina fastari tökum eftir að hafa glímt við erfið veikindi vegna hjartagalla. „Ég er hjartaþegi frá árinu 2010. Frá þeim tíma hef ég litið á það sem skyldu mína að fylgja því eftir og vekja athygli á líffæragjöfum. Aðgerðin sem ég fór í gekk vel, ég hef ekki þurft að fara inn á spítala frá þeim tíma. Ég er nokkuð gott dæmi um hvað er hægt að gera,“ bætir Kjartan við en hann vonast til þess að finna að liðsfélaga til að fara með á heimsleika líffæraþega á næsta ári í Newcastle á Englandi. Meðfæddur hjartagalli setti svip sinn á líf Kjartans allt frá fæðingu. Aðalhjartalokan var vandamálið og hann fór í fjórar aðgerðir þar sem reynt var að laga ástandið. „Ég sá snemma að ég yrði ekki afburðamaður í íþróttum. Ég gat lítið hlaupið og þolið var lítið.“
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Lifi til að vera á lífi“
FÓR Í HJARTASTOPP 45 ÁRA GAMALL Árið 2005 var Kjartan hætt kominn þegar hann fór í hjartastopp þegar hann var á göngu úti á götu. „Ég var aðeins 45 ára gamall en ég fékk sem betur annað tækifæri í lífinu og hjartað fór í gang. Það má segja að veikindasaga mín hafi byrjað á þessum tíma. Læknarnir settu bjargráð við hjartað sem bjargaði mér þegar ég lenti aftur í hjartastoppi - en það gerðist nokkrum sinnum.“ Fimm árum síðar eða árið 2010 komst Kjartan inn á biðlista sem hjartaþegi. „Ég beið í nítján vikur eftir kallinu. Og ég fékk bara fjóra tíma til þess að koma mér frá Íslandi til Gautaborgar í Svíþjóð þegar símtalið kom. Aðgerðin heppnaðist vel og ég taldi bara niður dagana þar til að ég gæti farið út að hreyfa mig.“ Aðgerðin fór fram í ágúst árið 2010 og um vorið 2011 fór Kjartan í Bása hjá Golfklúbbi Reykjavíkur að slá fyrstu höggin eftir stóru aðgerðina. „Það var dásamleg tilfinning að sjá boltann fljúga eftir höggin. Ég fór í golfferð til Spánar vorið 2011 og ég hef ekki litið um öxl síðan þá,“ bætir Kjartan við en hann leikur einnig badminton tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Kjartan byrjaði í golfi árið 2000 og golfferð til Pine Cliffs í Portúgal kveikti neistann fyrir alvöru. „Ég hafði verið mikið í badminton áður en ég fór að spila golf. Að mörgu leyti finnst mér íþróttirnar líkar. Það er notað verkfæri til að slá boltann en mér gengur betur að slá með badmintonspaðanum – enn sem komið er.“ Kjartan er með um 20 í forgjöf en hann hefur náð að komast niður í 17,2. „Markmiðið er að ná forgjöfinni niður og það tekst vonandi á næsta sumri. Mér hefur ekki gengið nógu vel að glíma við heima-
Það var dásamleg tilfinning að sjá boltann fljúga eftir höggin. Ég fór í golfferð til Spánar vorið 2011 og ég hef ekki litið um öxl síðan þá ...
völlinn minn á Flúðum. Það kemur, ég er viss um það,“ segir Kjartan en hann er með sumarhús á teikniborðinu sem hann ætlar að reisa á Flúðum. „Ég vinn hjá Hjartaheill í hlutastarfi. Aðalvinnan mín er samt sem áður líkamsræktin. Ég er sjálfselskur þegar kemur að því að nýta kraftana. Ef ég væri að vinna meira þá hefði ég ekki orku til að hreyfa mig og njóta þess að vera á lífi.“
HEIMSLEIKARNIR EIGA SÉR 40 ÁRA SÖGU Eins og áður segir er Kjartan að leita eftir liðsfélaga til þess að fara með á heimsleika líffæraþega. Hann hefur farið þrívegis á slíka leika og í eitt skiptið var Ísland með í liðakeppninni. Heimsleikar líffæraþega eru skipulagðir af alþjóðlegum samtökum sem kallast Heimsleikasamband líffæraþega (World Transplant Games Federation, WTGF). Um 2.000 keppendur taka yfirleitt þátt á sumarleikunum sem fram fara annað hvert ár. Á þessu ári fara fram vetrarleikar hjá WTGF í Sviss. Árið 1978 var í fyrsta sinn haldið íþróttamót líffæraþega í Portsmouth á Englandi og kepptu þar líffæraþegar frá Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi og Bandaríkjunum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru nú um 70 þátttökulönd í Heimsleikasambandi líffæraþega. „Árið 2010 fórum við þrjú til Durban í Suður-Afríku. Björn Magnússon tók þátt í golfkeppninni með mér og Laufey Rut Ármannsdóttir keppti í hlaupi. Hún gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna í 5 km götuhlaupi,“ segir Kjartan en Björn og Laufey eru nýrnaþegar. GOLF.IS
51
„Ég lærði mikið í ferðinni til Durban. Ferðlagið var langt og var erfitt. Ég ætlaði mér of mikið og tók þátt í hlaupum, badminton og golfi – auk þess að vera liðsstjóri sem mætti á fund á hverjum degi. Þetta tók sinn toll af golfinu og árangurinn var í samræmi við það. Orkan var búin en þetta var mjög skemmtileg og eftirminnileg ferð,“ segir Kjartan.
KALT Í ARGENTÍNU Tveimur árum síðar lagði Kjartan í langferð með eiginkonu sinni til Argentínu á sumarleikana. „Mótið fór fram í ágúst en þá er vorið rétt að byrja í Argentínu. Veðrið var ekki gott á meðan leikarnir fóru fram og gríðarleg úrkoma var á svæðinu dagana áður en við komum. Það var allt á floti.
Bíllinn yngist allur upp
52
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Lifi til að vera á lífi“
Golfvöllurinn var því ekki í góðu standi og ég lenti í vandræðum strax í upphafi,“ segir Kjartan en keppnisfyrirkomulagið er höggleikur með forgjöf. „Ég tók þátt í einstaklingskeppninni en ég hefði viljað hafa liðsfélaga í liðakeppninni. Í fyrra eða árið 2017 tók Kjartan þátt á leikunum sem fram fóru í Malaga á Spáni. Hann hefur nú sett stefnuna á að taka þátt á næsta ári í Newcastle á Englandi. „Það er keppt er í ýmsum greinum t.d. frjálsum íþróttum, hlaupum, badmintoni og golfi. Ég vona svo sannarlega að einhver sem les þetta viðtal geti aðstoða mig við að finna liðsfélaga á næstu leika. Ef svo er þá er ekkert annað en að hafa samband við mig í gegnum netfangið kjartan@hjartaheill.is,“ segir Kjartan Birgisson að lokum við Golf á Íslandi.
Margar gerðir af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Hljóðeinangrandi hurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir, glerhurðir nú og bara svona venjulegar hurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
HM áhugakylfinga í Dublin:
Eisenhower-bikarinn – Danir fögnuðu sigri – Ísland í 35.–36. sæti
Ísland endaði í 35.–36. sæti af 72 þjóðum á Heimsmeistaramóti áhugakylfinga í karlaflokki. Danska liðið lyfti Eisenhower-bikarnum í lok keppninnar og er þetta í fyrsta sinn sem Danir sigra á þessu móti. Keppt var á Carton House Golf Club rétt við Dublin á Írlandi. Lið Íslands var þannig skipað: Aron Snær Júlíusson (GKG), Bjarki Pétursson (GKB) og Gísli Sveinbergsson (GK) en þeir léku allir í fyrsta sinn á þessu móti. Danir fögnuðu heimsmeistaratitlinum eins og áður segir, Bandaríkjamenn urðu í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Þetta er í 31. skipti sem mótið fer fram en fyrst var keppt árið 1958 og voru 72 þjóðir sem tóku þátt að þessu sinni. Ástralía hafði titil að verja á mótinu en Bandaríkin hafa oftast fagnað HM-titlinum eða 15 sinnum alls. Besti árangur Íslands á HM áhugakylfinga er 19. sæti árið 2010. Lokahringurinn var sá besti hjá íslenska liðinu. Aron Snær lék á 72 höggum eða pari, Bjarki Pétursson lék á 68 eða -4 og Gísli Sveinbergsson lék á -1 eða 71 höggi. Samtals lék íslenska liðið á -7. Aron Snær Júlíusson (73-72-68-72) 285 högg Bjarki Pétursson (74-73-75-68) 290 högg Gísli Sveinbergsson (74-72-75-71) 292 högg Í einstaklingskeppninni endaði Aron Snær á -5 samtals og það skilaði honum í 57. sæti. Bjarki Pétursson lék á pari samtals og endaði í 87. sæti. Gísli Sveinbergsson lék á +2 samtals og endaði í 96. sæti í einstaklingskeppninni. Alejandro Del Rey frá Spáni lék best allra á -23 samtals (7064-68-65) 267 högg. Næstur kom Takumi Kanaya frá Japan á -22 (66-68-67-67) 268 högg.
2018: Írland Aron Snær Júlíusson, Bjarki Pétursson, Gísli Sveinbergsson. 2016: Mexíkó 26. sæti af alls 71 þjóð: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson. 2014: Japan Tóku ekki þátt. 2012: Tyrkland 27. af 72 þjóðum: Axel Bóasson, Rúnar Arnórsson, Haraldur Franklín Magnús. 2010: Argentína 19. sæti af alls 69 þjóðum: Ólafur B. Loftsson, Hlynur Geir Hjartarson, Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
54
GOLF.IS - Golf á Íslandi HM áhugakylfinga í Dublin
2008: Ástralía 29. sæti af alls 65 þjóðum: Ólafur B. Loftsson, Kristján Þór Einarsson, Sigmundur Einar Másson. 2006: Suður-Afríka 34. sæti af alls 65 þjóðum: Stefán Már Stefánsson, Magnús Lárusson, Sigmundur Einar Másson. 2004: Púertó-Ríkó 27. sæti af alls 65 þjóðum: Sigmundur Einar Másson, Heiðar Davíð Bragason, Örn Ævar Hjartarson. 2002: Malasía 39. sæti af alls 62 þjóðum: Haraldur Heimisson, Örn Ævar
Hjartarson, Helgi Birki Þórisson. 2000: Þýskaland. 20. sæti af alls 59 þjóðum: Björgvin Sigurbergsson, Helgi Birkir Þórisson, Örn Ævar Hjartarson, Ólafur Már Sigurðsson. 1998: Chile. Tóku ekki þátt. 1996: Filippseyjar. Tóku ekki þátt: 1994: Frakkland. 36. sæti af alls 44 þjóðum: Sigurpáll Geir Sveinsson, Björgvin Sigubergsson, Birgir Leifur Hafþórsson, Sigurjón Arnarson. Ragnar Ólafsson liðsstjóri. 1992: Kanada Tóku ekki þátt:
1990: Nýja-Sjáland Tóku ekki þátt: 1988: Svíþjóð Hilmar Björgvinsson, Björn Knútsson, Sveinn Sigurbergsson og Sigurður Sigurðsson. 1986: Venesúela Tóku ekki þátt 1984: Hong Kong Tóku ekki þátt: 1982: Sviss 26. sæti af 29 þjóðum: Ragnar Ólafsson, Sveinn Sigurbergsson, Sigurður Pétursson, Björgvin Þorsteinsson 1980: Bandaríkin Tóku ekki þátt: 1978: Fijieyjar Tóku ekki þátt: 1976: Portúgal Tóku ekki þátt.
1974: Dómíska lýðveldið 32. sæti af alls 33 þjóðum: Jóhann Benediktsson, E. Guðnason, T. Holton, Þorbjörn Kærbo 1972: Argentína Tóku ekki þátt. 1970: Spánn 36. sæti af alls 36 þjóðum: Þorbjörn Kærbo, Þórarinn B. Jónsson, Jóhann Benediktsson, Gunnlaugur Ragnarsson. 1968: Ástralía Ísland tók ekki þátt. 1966 Mexíkó 30. sæti af 32 þjóðum: Ólafur A. Ólafsson liðsstjóri, Magnús Guðmundsson, Óttar
Yngvason, Þorbjörn Kærbo, ÓB Ragnarsson. 1964 Ítalía 32. sæti af alls 33 þjóðum: Pétur Björnsson, Magnús Guðmundsson, Gunnar Sólnes, Óttar Yngvason. S. Einarsson liðsstjóri. 1962 Japan Tóku ekki þátt. 1960 Bandaríkin Tóku ekki þátt: 1958 Skotland. 30. sæti af 30 þjóðum: Magnús Guðmundsson, Hermann Ingimarsson, Ólafur Ágúst Ólafsson.
SUZUKI 4X4 ÞAÐ ER ALLTAF SUZUKI VEÐUR
Swift 4x4
Jimny 4x4
S-Cross 4x4
Ignis 4x4
Vitara S 4x4
Vitara 4x4
Suzuki er áreiðanlegasti bíllinn samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar breska bílaritsins „What Car?“.
4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
SÓKN M I E H Í U KOMDNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ O G KY
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
SUZUKI 4X4 FJÖLSKYLDAN
Fjölbreytt úrval af fjórhjóladrifsbílum í öllum stærðum og við allra hæfi. Suzuki 4x4 fyrir veturinn og öryggið.
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
HM áhugakylfinga í Dublin:
Espirito Santo Trophy – Bandaríkin með yfirburði – Ísland í 39. sæti
ÁRANGUR ÍSLANDS Á HM KVENNA FRÁ UPPHAFI: 2018: 39. sæti af 57 þjóðum. 2016: 43.–44. sæti af 55 þjóðum. 2014: 29. sæti af 50 þjóðum. 2012: 36. sæti af 53 þjóðum. 2010: 42. sæti af 52 þjóðum. 2008: 41. sæti af 48 þjóðum. 2006: 33. sæti af 42 þjóðum. 2000: 32. sæti af 32 þjóðum. 1994: 24. sæti af 29 þjóðum. 1982: 25. sæti af 6 þjóðum.
Heimsmeistaramóti áhugakylfinga í kvennaflokki fór fram á Írlandi í september á þessu ári. Bandaríkin unnu HM-titilinn með miklum yfirburðum. Ísland endaði í 39. sæti af 57 þjóðum sem tóku þátt. Leikmenn Íslands bættu leik sinn jafnt og þétt út allt mótið. Helga Kristín Einarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir léku fyrir Íslands hönd. Þetta var frumraun þeirra allra á HM.
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi HM áhugakylfinga í Dublin
Keppt var í liðakeppni og í einstaklingskeppni. Þrír keppendur voru í hverju liði og töldu tvö bestu skorin í hverri umferð. Helga Kristín endaði í 92. sæti í einstaklingskeppninni á +13 samtals (79-73-76-75) 303 högg. Saga endaði í 131. sæti á +23 samtals (7675-83-79) 313 högg. Ragnhildur Kristinsdóttir endaði í 144. sæti á +29 samtals (85-85-75-74) 319 högg.
Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, var með í för sem liðsstjóri. Keppt var um Espirito Santo Trophy á þessu móti sem fram fór fram í 28. sinn. Bandaríkin eru með 50% vinningshlutfall á mótinu, hafa unnið HM 14 sinnum alls. HM fór fram á Carton House þar sem allar aðstæður eru í hæsta gæðaflokki. Keppt var á tveimur keppnisvöllum sem bera nöfnin Montgomerie og O’Meara. Ísland endaði í 43.–44. sæti fyrir tveimur árum þegar HM fór fram í Mexíkó. Þetta er í 10. sinn sem Ísland tekur þátt á HM í kvennaflokki. Metþátttaka var á HM að þessu sinni, lið frá 57 þjóðum mættu til leiks. Á HM í Mexíkó fyrir tveimur árum tóku 55 þjóðir þátt. Suður-Kórea hafði titil að verja á mótinu í Dublin en Suður-Kórea hefur fagnað HMtitlinum í þrjú af síðustu fjórum skiptum sem HM hefur farið fram.
Nýr Komdu og reynsluaktu
*Heimild: JATO Dynamics (Sölutímabil: Janúar 2015 - desember 2017). Markaðir eru EU + EFTA, NAFTA, Kína, Japan, Brasilía, Rússland, Indland, Indónesía, Ástralía, Argentína, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam.
söluhæsta sportjeppa heims*
Bernhard - Honda á Íslandi
• Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is
Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bílver, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
Golfkennaraskóli PGA – Metfjöldi hóf golfkennaranám í haust – þriggja ára nám framundan
Það var líf og fjör í Hraunkoti í Hafnarfirði á dögunum þar sem fullorðið fólk lék sér eins og börn með bros á vör. Þar stóð yfir kennslustund í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi. PGA-kennarnir Magnús Birgisson og Sturla Höskuldsson sáu um kennslustundina þar sem nemendurnir skemmtu sér vel í SNAG golfleikjafræðum.
58
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennaraskóli PGA
Það ríkir mikil eftirvænting hjá okkur í PGA á Íslandi varðandi námið í ár. Liðin eru þrjú ár frá því að síðasti kennara hópurinn útskrifaðist ...
Alls eru nítján nemendur skráðir í PGA-námið að þessu sinni og aldrei áður hafa jafnmargir nemendur verið í skólanum á sama tíma. Þetta er fimmti árgangur Golfkennaraskóla PGA á á Íslandi en námið tekur alls þrjú ár. Í ár eru tíu ár frá því að fyrstu nemendur í Golfkennaraskóla PGA á Íslandi útskrifuðust. „Það ríkir mikil eftirvænting hjá okkur í PGA á Íslandi varðandi námið í ár. Liðin eru þrjú ár frá því að síðasti kennarahópurinn útskrifaðist,“ segir Ólafur Björn Loftsson framkvæmdastjóri PGA á Íslandi en hann er einn af þeim nítján sem eru í PGA-náminu núna.
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfkennaraskóli PGA
Ólafur segir að PGA á Íslandi hafi lagt mikla vinnu í það á undanförnum misserum að uppfæra kennsluskrá sína til þess að uppfylla kröfur PGA í Evrópu um golfkennaranám. „Það þarf að vinna eftir þeirra stöðlum í ákveðnum þáttum námsins. Með þessum hætti er verið að tryggja að skólinn öðlist alþjóðlega viðurkenningu sem uppfyllir allar kröfur sem endurspegla þarfir golfmarkaðarins,“ segir Ólafur Björn. Eins og áður segir eru nítján nemendur eru skráðir í skólann og er fyrsta önnin hálfnuð en námið tekur þrjú ár. Þetta er stærsti árgangur frá upphafi skólans og ríkir góð stemning í hópnum á meðal nemenda og kennara. Það eru frábær tíðindi fyrir framþróun golfíþróttarinnar að PGA menntuðum golfkennurum á Íslandi haldi áfram að fjölga. Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phil Hunter. Í ársbyrjun 2010 voru félagsmenn 62 talsins, þar af sex með aukaaðild. Í dag eru félagsmenn rétt rúmlega 80.
GOLF.IS
61
GæðaGolf
– Ný golfkennslubók eftir Nökkva Gunnarsson „Ég er mikill áhugamaður um golfkennslubækur og hef sjálfur lesið ógrynni slíkra bóka. Ég hef gengið með þessa hugmynd í höfðinu í mörg ár. Að mínu mati er tímasetningin rétt fyrir slíka bók þar sem lítið framboð er af svona bókum á íslenskum markaði,“ segir PGA-kennarinn Nökkvi Gunnarsson við Golf á Íslandi. Nökkvi gaf nýverið út golfkennslubókina GæðaGolf og er bókin ætluð kylfingum á öllum getustigum. „Bókin er handbók sem lifir áfram eftir fyrsta lestur. Hún hentar einstaklega vel til þess að fletta upp í þegar kylfingar eru ósáttir við einhvern hluta leiksins eða einfaldlega til þess að auka skilning og bæta ýmsa þætti leiksins. Ég reyndi að setja bókina upp þannig að hún væri einföld í notkun og að allir gætu skilið það sem ég hef fram að færa. Oft hefur mér fundist golfkennslubækur eiga það til að vera of flóknar og fjalla um aukaatriði frekar en aðalatriði. Ég er sannfærður um að bókin geti hjálpað öllum kylfingum að bæta leik sinn,“ bætir Nökkvi við. Mikinn fjölda keppnislíkra æfinga og tækniæfinga er að finna í bókinni. Bókin er um 160 blaðsíður og inniheldur um 170 ljósmyndir. Í bókinni er haft að leiðarljósi að einfalt er árangursríkast og notast við þær aðferðir sem höfundur hefur tileinkað sér í golfkennslu fram til þessa. Bókin er fáanleg á heimasíðunni www.gaedagolf.is og er frí heimsending um allt land. Einnig er hægt að kaupa bókina í Erninum golfverslun, Golfskálanum og verslunum Pennans Eymundsson – segir í tilkynningu frá Nökkva.
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi GæðaGolf
JÓLAGJÖF GOLFARANS
Á HVERSLUN.IS
Womens Lunar Control Vapor 2 Stærðir: 36,5-41 Verð: 26.990 kr.
Golfpeysur herra og dömu Verð: 11.990 kr.
Womens Lunar Command 2 Stærðir: 36,5-41 Verð: 18.990 kr.
Mens Lunar Control Vapor 2 Stærðir: 40,5-46 Verð: 26.990 kr.
FI Impact 3 Stærðir: 40,5-45,5 (herra) 36-41 (dömu) Verð: 19.990 kr.
Mens Lunar Command 2 Stærðir: 40,5-46 Verð: 18.990 kr.
PGA á Íslandi
Er Trackman leiktæki eða æfingatæki? – Kylfingar á öllum getustigum geta nýtt sér fullkomin greiningartæki
64
GOLF.IS
islandsbanki.is
Snertilausar greiðslur Íslandsbanka
Borgaðu með símanum í næsta posa Sæktu kortaappið og tengdu kreditkortið þitt. Þú borgar snertilaust í posum um allan heim með Android og innan skamms með iOS og snjallúrum.
440 4000
Nánar á islandsbanki.is
Greiningartæki á borð við Trackman hafa rutt sér rúms með skjótum hætti hér á Íslandi. Kylfingar á öllum getustigum geta nýtt sér þessa nýju tækni til þess að auka færni sína í golfíþróttinni. Úlfar Jónsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir í samtali við Golf á Íslandi að greiningartækin hafi fært æfingar á undirbúningstímabili upp í nýjar hæðir. Hvað er Trackman? „Trackman er golfgreiningartæki sem notar radartækni til að reikna út upplýsingar um boltaflug og „hegðun“ golfkylfunnar í
sveiflunni. Trackman þykir fremst í flokki greiningartækja á markaðnum og nota margir af fremstu atvinnumönnum heims Trackman.“
Hvernig virkar Trackman? „Trackman-tækið reiknar út upplýsingar um boltaflugið, hvernig kylfan sveiflast og stöðu kylfuhaussins þegar boltinn er hittur. Upplýsingarnar er hægt að lesa af snjallsíma, spjaldtölvu eða venjulegri tölvu.“ Tölurnar sem koma út úr Trackman – hvaða tölur skipta mestu máli? „Trackman gefur upplýsingar um 28 mismunandi breytur hvað varðar boltaflug og sveifluna. Það er einstaklingsbundið hvaða upplýsingar skipta mestu máli, en þó má segja að boltaflugið sé það sem allir þurfa að hafa í huga, það er högglengd, stefna og sveigja og flugtakshornið. Þeir þættir sem
Það er þó mikilvægt, ef nota skal Trackman sem æfingatæki, að fá leiðsögn PGA-golfkennara sem hefur þekkingu á tækinu 66
GOLF.IS - Golf á Íslandi Er Trackman leiktæki eða æfingatæki?
Notkun greiningartækja hefur fært æfingar á undirbúningstímabili upp í nýjar hæðir. Við æfum mest innandyra yfir veturinn og því er ómetanlegt að fá nákvæmar upplýsingar ...
hafa mest áhrif á þetta er staða kylfuhaussins þegar boltinn er hittur, ferill kylfunnar og sveifluhraðinn. Þannig að fyrir flesta nægir að skoða fjórar til sex breytur.“
68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Er Trackman leiktæki eða æfingatæki?
Hefur hinn almenni kylfingur gagn af því að fara í slíkt tæki? „Já, svo sannarlega. Það er þó mikilvægt, ef nota skal Trackman sem æfingatæki, að
fá leiðsögn PGA-golfkennara sem hefur þekkingu á tækinu. PGA-kennari greinir hvað leggja ætti áherslu á í æfingum til að bæta tækni, þ.e. fá betra boltaflug, hitta
Við bætum við bætum
+
= 10 ×GB
Heima færir þér tífalt gagnamagn þegar þú skráir þig í farsímaáskrift hjá Vodafone. Fáðu allt í einum pakka fyrir heimilið og bættu við þig bætum í leiðinni! Nánari upplýsingar veitir Vodafone.is
Framtíðin er spennandi.
Ertu til?
boltann betur o.þ.h. Þegar nemandinn er kominn með þessar upplýsingar þá getur hann notað Trackman til að sjá mjög greinilega hvort nýjar hreyfingar í sveiflunni séu að skila „réttari“ tölum, t.d. um sveifluferil, högghorn og boltaflug. Tækið gefur upplýsingar eftir hvert högg sem slegið er, og hægt er að treysta að þær upplýsingar séu réttar. Greiningartæki hafa rutt sér rúms með skjótum hætti hér á Íslandi og er hægt að komast í greiningartæki og golfherma í býsna mörgum golfklúbbum. GKG er t.a.m. með níu Trackman-tæki í sinni inniæfingaaðstöðu.“ Hafa æfingar afrekskylfinga breyst með tilkomu Trackman? „Notkun greiningartækja hefur fært æfingar á undirbúningstímabili upp í nýjar hæðir. Við æfum mest innandyra yfir veturinn og því er ómetanlegt að fá nákvæmar upplýsingar um boltaflugið og sveifluna. Það er því hægt að vinna mun markvissara í tækni en áður. Aðalatriðið er líka að æfingar verða mun áhugaverðari og skemmtilegri heldur en að slá í net þar sem þú veist ekki með vissu hvort höggið var vel heppnað eða ekki.“ Er Trackman leiktæki eða æfingatæki? „Hvort tveggja. Trackman er í grunninn æfingatæki, og þá er notast við svokallaðan
70
GOLF.IS - Golf á Íslandi Er Trackman leiktæki eða æfingatæki?
TPS (TrackMan Performance System) hugbúnað, þar sem hægt er að æfa tæknina og skoða allt að 28 mismunandi breytur eins og áður sagði. En Trackman býður líka upp á leikforrit þar sem hægt er að leika golf með félögunum á mörgum af þekktustu völlum heims. Forritið gefur einnig upplýsingar um allt að átta breytur eftir hvert högg, t.d. feril kylfunnar og sveifluhraða og nýtist því ágætlega sem æfingatæki.“ Er hægt að fara yfir línuna í notkun og pælingum í Trackman? „Jú, vissulega er það hægt. Kylfingar geta orðið of uppteknir við að ná „réttu“ tölunum í tækinu, þegar markmið leiksins er alltaf að koma boltanum frá A til B. Hættan er að gleyma að æfa þau högg sem við þurfum svo mikið að nota, sérstaklega á Íslandi. Halda boltanum lágum, sveigja upp í eða með vindi. Það skemmtilega og gagnlega við Trackman er einmitt það að hægt er að nota tækið til að læra betur að slá mismunandi högg, meira að segja hægt að setja inn þá vindátt, vindstyrk og hitastig sem maður vill.“
En Trackman býður líka upp á leikforrit þar sem hægt er að leika golf með félögunum á mörgum af þekktustu völlum heims.
Ólympíuleikar ungmenna í Argentínu
Hulda Clara Gestsdóttir og Ingvar Andri Magnússon, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, kepptu fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru í Buenos Aires í Argentínu. Þetta er í þriðja sinn sem ÓL ungmenna fara fram. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir kylfingar keppa á golfmóti sem tengist Ólympíuleikunum – og var þetta því sögulegur viðburður í íslenskri golfsögu. Jussi Pitkänen afreksstjóri GSÍ var með í för en alls tóku níu keppendur þátt frá Íslandi.
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólympíuleikar ungmenna í Argentínu
Í einstaklingskeppninni í golfi voru leiknir þrír keppnishringir á þremur dögum. Ingvar Andri endaði í 9. sæti á +8 samtals (74-73-71). Ingvar Andri var í 12. sæti fyrir lokahringinn. Karl Vilips frá Ástralíu fékk gullverðlaunin á -4 samtals.
Hulda Clara endaði í 29. sæti á +35 samtals (81-82-82). Grace Kim frá Ástralíu fékk gullverðlaunin á +1 samtals. Í liðakeppninni voru leiknir þrír keppnishringir. Hulda Clara og Ingvar Andri enduðu í 28. sæti. Á fyrsta hringnum var leikinn fjórmenningur, á öðrum hring fjórbolti og sameiginlegt skor í höggleik taldi á lokahringnum. „Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta var engu líkt og miklu stærra en ég gerði ráð
GOLF.IS
73
fyrir. Á meðan ég var þarna þá áttaði ég mig ekki á þessu – en eftir því sem ég hugsa oftar um mótið þá átta ég mig á þessu,“ segir Ingvar Andri Magnússon við Golf á Íslandi. Ingvar Andri fékk þann heiður að vera fánaberi á lokaathöfninni. „Það sem stendur upp úr er tvennt. Það var skemmtilegt að keppa á ólympískum viðburði með alla bestu kylfinga heims í þessum aldursflokki. Ég fékk aðra sýn á að vera í kringum bestu íþróttamenn heims í mínum aldursflokki í öðrum íþróttagreinum. Þar sér maður svart á hvítu hvar maður getur bætt sig. Í öðru lagi þá lærir maður gríðarlega mikið að vera í þrjár vikur með þeim bestu í svona miklu návígi. Jafnvel þótt þau séu að keppa í öðrum íþróttagreinum. Það er mikil hvatning að fá þetta tækifæri og gefur manni góða hugmynd hvernig það væri að komast á sjálfa Ólympíuleikana. Ég var nokkuð sáttur við frammistöðuna í keppninni. Mér fannst ég eiga meira inni en ég geng stoltur frá þessu verkefni. Aðstæður voru erfiðar og krefjandi. Mjög þröngur völlur, litlar flatir og oft var mikill vindur. Ég fagnaði því að fá að glíma við þessar aðstæður – og þessi áskorun gerir mann bara betri sem leikmann,“ sagði Ingvar Andri Magnússon.
„LANGAR AÐ FARA AFTUR“ „Geggjuð upplifun og allt í kringum þetta mót var svo flott. Mig langar bara að fara aftur núna. Það var séð fyrir öllu fyrir okkur og stemningin í hópnum var mjög skemmtileg. Ég vona svo sannarlega að það verði aftur í boði fyrir kylfinga að fara í þessa keppni,“ segir Hulda Clara Gestsdóttir við Golf á Íslandi. „Ég kynntist mjög mörgum í ferðinni og við Íslendingarnir gistum með keppendum frá Norðurlöndunum í sömu byggingunni. Það var allt til alls þarna, líkamsrækt, sjúkraþjálfun, matsalur og sameiginleg skemmtun á hverju kvöldi í miðbænum á ÓL þorpinu. Ég á mun fleiri vini eftir þessa ferð og íslenski hópurinn small alveg saman.“ „Við Ingvar lékum alls átta hringi á keppnisvellinum sem er mjög krefjandi. Mjög litlar flatir á vellinum og aðstæður erfiðar. Það tók okkur um 1–1½ tíma að keyra á keppnisvöllinn og dagarnir voru því aðeins lengri hjá okkur en öðrum keppendum í íslenska hópnum. Ég var ekki alveg sátt við hvernig ég var að slá golfboltann á þessu móti en púttin voru góð. Vonandi fæ ég tækifæri til að taka þátt á ÓL í framtíðinni og bæta árangurinn,“ sagði Hulda Clara. „Það var gaman að sjá hvar við erum stödd í samanburði við aðra keppendur í golfinu. Mér fannst líka gaman að fylgjast með öðrum íþróttagreinum á þessu móti. Það sem stóð upp úr var opnunarhátíðin, sigurinn hjá Guðbjörgu í 200 metra hlaupinu og að fá að kynnast öðrum kylfingum frá öðrum löndum.“ Næstu leikar verða haldnir 2022 í Senegal. Er það verður fyrsta skipti sem ólympískur viðburður verður haldinn í Afríku.
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Ólympíuleikar ungmenna í Argentínu
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Spennan magnast fyrir ÓL í Japan – Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru báðar á keppendalistanum
Ólympíuleikarnir í Tókýó í Japan verða settir þann 24. júlí árið 2020 eða eftir tæplega tvö ár. Atvinnukylfingar í kvenna- og karlaflokki hafa því enn góðan tíma til að ná sem bestri stöðu á heimslistanum til þess að eiga möguleika á að komast inn á ÓL. Eins og staðan var þann 13. nóvember 2018 sl. eru bæði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (Leynir) inni á keppendalistanum í kvennaflokki. Það verður því spennandi að fylgjast með þróun mála á þessum lista allt fram til fyrstu vikunnar í júlí 2020 - en þá verður endanlegur keppendalisti gefinn út. Ólafía er í sæti nr. 44 á ÓL listanum og Valdís Þóra er í 53. sæti nr. 53 listans.
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana hjá báðum kynjum eða 120 keppendur samtals. Viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL. Fimmtán efstu á heimslista karla og kvenna komast sjálfkrafa inn á ÓL 2020 en aðeins fjórir geta verið frá sama landi á þeim lista. Kvóti er á fjölda keppenda frá hverri þjóð og geta aðeins tveir að hámarki verið frá sama landi í sætum 16–59 á styrkleikalistanum.
ÓL listinn í kvennaflokki í golfi (13. nóvember 2018) 1. Ariya Jutanugarn, Thaíland 2. Sung Hyun Park, Suður-Kórea 3. So Yeon Ryu, Suður-Kórea 4. Inbee Park, Suður-Kórea 5. Minjee Lee, Ástralía 6. Nasa Hataoka, Japan 7. Georgia Hall, Bretland 8. Lexi Thompson, Bandaríkin 9. Brooke M. Henderson, Kanada 10. Jin-Young Ko, Suður-Kórea 11. Shanshan Feng, Kína 12. Jessica Korda, Bandaríkin 13. Lydia Ko, Nýja-Sjáland 14. Carlota Ciganda, Spánn 15. Moriya Jutanugarn, Thaíland 16. Anna Nordqvist, Svíþjóð 17. Charley Hull, Bretland 18. Ai Suzuki, Japan 19. Pernilla Lindberg, Svíþjóð 20. Caroline Masson, Þýskaland 21. Teresa Lu, Taívan 22. Azahara Munoz, Spánn 23. Wei-Ling Hsu, Taívan 24. Su-Hyun Oh, Ástralía 25. Sandra Gal, Þýskaland 26. Yu Liu, Kína 27. Gaby Lopez, Mexíkó 28. Aditi Ashok, Indland 29. Anne Van Dam, Holland 30. Ashleigh Simon, Suður-Afríka 31. Suzann Pettersen, Noregur 32. Celine Boutier, Frakkland 33. Karine Icher, Frakkland 34. Maria Torres, Púertó-Ríkó 35. Lee-Anne Pace, Suður-Afríka 36. Nicole Broch Larsen, Danmörk 37. Mariajo Uribe, Kólumbía 38. Alena Sharp, Kanada 39. Nanna Koerstz Madsen, Danmörk 40. Klara Spilkova, Tékkland 41. Daniela Darquea, Ekvadór 42. Dottie Ardina, Filippseyjar 43. Laetitia Beck, Ísrael 44. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Ísland 45. Laura Gonzalez Escallon, Belgía 46. Stephanie Meadow, Írland 47. Ursula Wikstrom, Finnland 48. Christine Wolf, Austurríki 49. Giulia Molinaro, Ítalía 50. Tiffany Chan, Hong Kong 51. Marianne Skarpnord, Noregur 52. Leona Maguire, Írland 53. Valdís Þóra Jónsdóttir, Ísland 54. Albane Valenzuela, Sviss 55. Julieta Granada, Paragvæ 56. Ana Menendez, Mexíkó 57. Charlotte Thomas, Singapúr 58. Caroline Rominger, Sviss 59. Noora Tamminen, Finnland 60. Sarah Schober, Austurríki
LÆKKAÐU VERÐIÐ MEÐ VILDARPUNKTUM
Hvað átt þú marga punkta? Nýttu þér Punkta og peninga og láttu Vildarpunktana þína ganga upp í golfferðina. Kannaðu stöðuna. Verðið gæti komið þér ánægjulega á óvart. + icelandair.is Skemmtileg staðreynd: Þú safnar líka punktum þegar þú bókar flug með punktum
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 89266 08/18
Punktar og peningar
„Gríska undrið“ –
– Costa Navarino – Eitt best geymda leyndarmál Evrópu?
„Hver er þekktasti kylfingur Grikklands? Þessari spurningu velti ég fyrir mér í haust á leið minni til Costa Navarino. Í fljótu bragði mundi ég ekki eftir neinum og það er kannski ekki skrítið. Golfíþróttin hefur ekki náð mikilli útbreiðslu í þessu sögufræga landi. Aðeins fimm golfvellir eru til staðar í Grikklandi, landi sem telur 11 milljón íbúa. Tveir af þessum völlum eru á vesturströnd Grikklands við Costa Navarino. Í stuttu máli sagt get ég fullyrt að Costa Navarino golfsvæðið er eitt best geymda leyndarmál Evrópu. Ferðaskrifstofan Icegolf á Íslandi býður upp á skipulagðar ferðir til Grikklands á Costa Navarino.
Á Costa Navarino eru tveir golfvellir og á næstu árum verða tveir vellir til viðbótar í boði fyrir gesti. Golfvellirnir eru í hæsta gæðaflokki og umhirða vallanna er eins og best verður á kosið. Stór nöfn í golfveröldinni komu að uppbyggingu vallanna, þeir Bernhard Langer og Robert Trent Jones II.
Brautirnar eru breiðar og flatirnar eru stórar. Það er hægt að taka áhættu en hætturnar leynast víða ef boltinn lendir ekki á réttum stað.
Dunes-völlurinn Dunes-völlurinn er fyrsti golfvöllurinn í Grikklandi sem er hannaður af þekktum golfvallahönnuði. Það var enginn annar en Þjóðverjinn Bernhard Langer sem var fenginn í verkefnið. Tvöfaldur sigurvegari á Masters-mótinu og fyrrum fyrirliði Ryder-liðs Evrópu. Einn sigursælasti kylfingur síðari ára og Langer er enn að láta til sín taka í keppnisgolfinu. Dunes er alvöru keppnisvöllur. Það leynir sér ekki. Samt sem áður er hann hannaður þannig að kylfingar á öllum getustigum geta skemmt sér vel á þessum frábæra velli. Dunes-völlurinn er í göngufjarlægð frá fimm stjörnu hótelunum The Romanos og The Westin sem eru skrautfjaðrir Costa Navarino svæðisins. Fjölbreyttar áskoranir eru á Dunes og á mörgu brautum fær kylfingurinn þá upplifun að hann sé að leika á strandvelli á Bretlandseyjum. Landslagið er mjög fjölbreytt á
80
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Gríska undrið“ – Costa Navarino
Dunes og Langer nýtir það til hins ítrasta. Oft með eftirminnilegum hætti. Gestir á Dunes-vellinum upplifa nokkuð mikið frelsi þegar þeir standa yfir teighöggunum á par 4 og par 5 holunum. Brautirnar eru breiðar og flatirnar eru stórar. Það er hægt að taka áhættu en hætturnar leynast víða ef boltinn lendir ekki á réttum stað. Margar brautir á Dunes-vellinum standa upp úr í minningunni þegar golfhringnum er lokið. Teighöggið á annari braut er einn af hápunktunum þar sem slegið er í átt að
Navarino-flóanum. Á flötinni rífa nánast allir upp símann eða myndavélina til að taka mynd af stórkostlegu útsýni og bakgrunni sem er einstakur. Á sjötta teig gerist það sama og á annari flöt. Flestir festa það augnablik með myndatöku. Frábær golfhola þar sem hægt er að slá inn á flötina í upphafshögginu af rúmlega 230 metra færi. Mikill hæðarmunur er á teignum og flötinni á sjöttu braut og gott upphafshögg gefur góðan möguleika á fugli og jafnvel erni. Það er ekki auðvelt að velja uppáhaldsholur á Dunes-vellinum. Þær eru einfaldlega of margar til þess. Langer bjó einfaldlega til golfvöll sem fær hæstu einkunn. Lokaholurnar þrjár eru vel heppnaðar. Allt holur sem verðlauna fyrir góð högg.
Bay-völlurinn
Á þessum stað er besta útsýnið af vellinum. Holur sautján og átján eru báðar mjög skemmtilegar og gera góðan golfvöll enn eftirminnilegri. Bay-völlurinn var opnaður í október árið 2011 og einn þekktasti golfvallahönnuður veraldar, Robert Trent Jones II, sá um verkefnið. Nýtt klúbbhús er í byggingu á þessu svæði og þegar því verður lokið verður vandfundinn sá staður í veröldinni sem býður upp á betra útsýni. Bay-völlurinn er í um fimmtán mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu. Ferðalagið er þægilegt og gestum er skutlað fram og til baka með reglulegu millibili. Mín upplifun af Bay-vellinum er að þessi völlur er skemmtileg áskorun. Helsta einkenni vallarins er að þar er að finna alls sjö par 3 holur. Fjölbreyttar holur og krefjandi völlur fyrir kylfinga á öllum getustigum. Þar sem fjöldi par 3 hola er yfir meðaltali er par vallarins 70. Útsýnið á Bay-vellinum er gríðarlega fallegt og auðvelt er að gleyma sér á golfhringnum við það eitt að horfa á fegurðina sem blasir við. Tvær holur vallarins eru nánast í í fjöruborðinu við hinn sögufræga Navarino-flóa og strandbærinn Pylos blasir t.d. við fyrir aftan fjórðu flötina. Robert Trent Jones II lagði áherslu á að leggja golfbrautirnar inn í það landslag sem er til staðar. Útkoman er stórskemmtileg, áhugaverðar golfbrautir út um allt og margar þeirra mjög eftirminnilegar. Bay-völlurinn er einnig með nokkrar brautir sem liggja upp og niður stórkostleg gil sem eru í landslaginu. Lokakaflinn á fyrri níu holunum er skemmtilegur að mínu mati
82
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Gríska undrið“ – Costa Navarino
með tvær par 5 holur í röð. Sú níunda býður upp í dans þar sem slegið er niður nokkuð bratta brekku. Þessi braut verðlaunar fyrir góð högg og byggir upp sjálfstraustið fyrir það sem koma skal. Ekki veitir af því tólfta
brautin getur reynst erfið viðureignar. Þar er slegið upp frekar mjótt gil þar sem hættur eru beggja vegna brautarinnar. Lokakafli Bay-vallarins er vel hannaður. Á fimmtánda teig gefst oft tími til að virða fyrir sér útsýnið yfir Navarino-flóann. Á þessum stað er besta útsýnið af vellinum. Holur sautján og átján eru báðar mjög skemmtilegar og gera góðan golfvöll enn eftirminnilegri.
FRÁBÆR ÆFINGASVÆÐI Það eru margir valkostir á Costa Navarino þegar kemur að því að bæta golfleikinn á æfingasvæðinu. Á báðum völlunum eru fyrsta flokks æfingasvæði – en það sem er á Dunes vellinum er meira notað enda nær hótelsvæðinu. Á Dunes-vellinum er einnig vel hannað og stórt svæði þar sem hægt er að æfa stutta spilið. Þar eru margar æfingaflatir og hægt að slá högg frá 150 metrum og niður.
NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE
N M 9 1 0 9 4 J aBúnaður g u a r E -bíls P a cáe mynd almen A 4 n ó v ern frábrugðinn auglýstu verði
JAGUAR E-PACE
ENNEMM / SÍA /
Búnaður í Jaguar E-Pace D150 er m.a.: 10” Touch Pro skjár, símkerfi, 180w Jaguar hljómkerfi, LED-aðaljós, 17” álfelgur, rafdrifnir upphitaðir speglar, varadekk, neyðarhemlunarbúnaður, bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar að framan og aftan. jaguarisland.is Jaguar E-Pace D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur.
JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500
VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR.
VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
Ekki bara golf Eins og áður segir eru tvö fimm stjörnu hótel á Costa Navarino, The Romanos og The Westin. Öll aðstaða og aðbúnaður er í hæsta gæðaflokki. Frábært morgunverðarhlaðborð er í boði alla daga. Þjónustustig starfsfólks á hóteli og á golfvöllunum er framúrskarandi. Á hótelsvæðinu eru fjölmargir spennandi veitingastaðir og úrvalið er fjölbreytt. Stemningin er líkt og gestir séu staddir í litlum og huggulegum grískum smábæ. Þarna er allt til alls. Kaffihús, apótek og ýmsar verslanir ásamt fjölda frábærra veitingastaða.
HVERNIG ER VEÐRIÐ? Veðursældin er mikil á Costa Navarino – líkt og á mörgum öðrum stöðum við Miðjarðarhafið. Meðalhitinn í mars–apríl er um 20 gráður og yfir sumartímann fer hitinn nálægt 30 gráðunum. Á haustin fer hitastigið hægt niður á við og er í kringum 23–25 gráður - sem er hið fullkomna veður fyrir kylfinga á þessu svæði. Rigningartímabilið er í desember en aðrir mánuðir ársins eru þekktir fyrir að vera þurrir, hlýir og mildir.
Lúxusgisting Gestir á Costa Navarino geta gengið að gæðunum vísum hvað varðar gistingu og aðbúnað. Herbergin eru björt, vel hönnuð og vel fer um gesti í rúmgóðum vistarverum. Mikið er lagt í smáatriðin og allt er fyrsta flokks. Hótelið er byggt upp þannig að gestir ganga utan dyra á leið sinni á milli staða. Það gerir upplifunina enn áhugaverðari. Gríðarlega margt er í boði fyrir gesti fyrir utan golfið. Falleg strandlengja liggur meðfram hótelunum. Það svæði er aðeins fyrir gesti og mikið rými fyrir hvern og einn. Sundlaugagarðar eru víðsvegar um svæðið og allir ættu að geta fundið eitthvað sem hentar til að slaka á.
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Gríska undrið“ – Costa Navarino
HVERNIG KEMSTU TIL COSTA NAVARINO?
Líkamsræktarsalirnir eru með því betra sem sá sem þetta skrifar hefur upplifað á hóteli. Þar fyrir utan geta gestir brugðið sér í íþróttahús sem er á svæðinu og leikið sér þar að vild. Skemmtilegur rennibrautagarður er við íþróttahúsið þar sem yngri kynslóðin getur fundið sér margt að gera. Hjólaleiga er á hótelinu og það er góður kostur að fara í hjólreiðatúra og skoða sig um. Bílaleiga er á hótelinu. Margt er hægt að skoða í næsta nágrenni fyrir þá sem hafa áhuga á því. Má þar nefna að hin sögufræga borg Olympia er í um 1,5 klst akstursfjarlægð frá Costa Navarino. Um 800.000 gestir fara árlega inn í borgina til að skoða fornminjar frá því þegar Ólympíuleikarnir fóru fram til forna á þessum stað. Einnig er hægt að aka skemmtilega leið meðfram strandlengjunni í suður og austur frá Costa Navarino.
Það er ekki beint flug frá Íslandi til Kalamata flugvallarins á Grikklandi. Ýmsir möguleikar eru á flugi frá meginlandi Evrópu eða Norðurlöndunum til Kalamata. Í skipulögðum ferðum frá Íslandi hjá Icegolf er því millilent áður en komið er á áfangastað. Ferðalagið frá Íslandi tekur sinn tíma en það fennir fljótt yfir þá minningu þegar komið er á áfangastaðinn. Og á öðrum degi man maður ekkert eftir því að hafa lagt þetta ferðalag á sig. Eins og áður segir er lent á Kalamata „Vassilis“ flugvellinum, sem er nefndur eftir skipstjóranum Vassilis Constantakopoulos. Hann er aðalmaðurinn á bak við uppbygginguna á Costa Navarino golfvallasvæðinu. Til að setja hlutina í samhengi þá hefur orðið gríðarleg aukning á heimsóknum ferðamanna á þetta svæði eftir að Costa Navarino opnaði. Frá árinu 2009 hefur flugumferð um Kalamata flugvöllinn aukist um rúmlega 410%.
markhönnun ehf
VERSLANIR um land allt! Ferskir ávextir & grænmeti
Opið 24 tíma í Nettó Mjódd og Granda
Bakað á staðnum www.netto.is
Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
www.netto.is
Hver var „Vassilis kapteinn“? Sá sem kom Costa Navarino verkefninu á laggirnar heitir Vassilis Constantakopoulos. Hann fæddist árið 1935 í bænum Diavolitsi í Messinia. Vassilis kapteinn, eins og hann var ávallt kallaður, fór ungur á sjó. Hann stofnaði síðar skipaflutningafyrirtækið Costamare Shippings. Það fyrirtæki varð síðar eitt það stærsta í veröldinni og Vassilis kapteinn varð einn auðugasti maður Grikklands. Viðskiptaveldi Vassilis kapteins var gríðarstórt þegar hann féll frá árið 2011. Hann hafði á þeim tíma keypt ýmis fyrirtæki í námuiðnaði svo eitthvað sé nefnt. Synir hans stjórna viðskiptaveldinu í dag. Costa Navarino svæðið er hjartað í ferðamannaiðnaði fjölskyldunnar. Vassilis kapteinn vildi byggja upp ferðamannaparadís í Messinia - eitthvað sem gæti lyft atvinnustiginu á hærra stig á heimaslóðum. Óhætt er að segja að verkefnið hafi tekist vel. Ferðamannastraumurinn er mikill á þetta einstaka svæði. 86
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Gríska undrið“ – Costa Navarino
UMHVERFISVÆNT LANGTÍMAVERKEFNI Það tók um 10 ár fyrir Vassilis kaptein að sannfæra bændur og landeigendur um að Costa Navarino verkefnið yrði vítamínsprauta fyrir samfélagið. Alls keypti hann 1.200 jarðir við strandlengjuna á þessu 10 árum. Og sagan segir að Vassilis hafi rætt persónulega við hvern og einn. Umhverfismál voru Vassilis ávallt hugleikin. Flestir landeigendur ræktuðu ólífur á jörðum sínum. Vassilis sannfærði þá um að trén yrðu ekki felld, hann setti í gang risavaxið verkefni að færa ólífutrén frá golfvallasvæðunum og planta þeim niður á öðrum stöðum. Alls voru 6.500 ólífutré flutt. Það verkefni er eitt það stærsta í sögu Evrópu og á enn eftir að stækka. Fyrirhugað er að byggja tvo golfvelli til viðbótar á þessu svæði og alls verður búið að flytja 16.000 ólífutré þegar því verkefni lýkur.
PRODI G BARNAKYLFUR
GOLFPOKAR
FERÐAPOKAR
G LE PÚTTER – DÖMU
SIGMA 2 PÚTTER – MARGAR GERÐIR
GOLFHANDKLÆÐI
G LE SETT – DÖMU
G LE TRÉKYLFUR – DÖMU
JÁRNASETT
KULDAHÚFUR
REGNHLÍFAR
G400 – TRÉKYLFUR
KULDALÚFFUR
88
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Gríska undrið“ – Costa Navarino
GOLF.IS
89
Forskot
Tímabilið í hnotskurn hjá Forskotskylfingunum átta
Alls fengu átta kylfingar úthlutað styrkjum úr Forskoti afrekssjóði kylfinga á árinu 2018. Þetta er í sjöunda sinn sem íslenskir kylfingar fá úthlutað úr Forskoti afrekssjóði sem var stofnaður árið 2012. Aðstandendur sjóðsins eru ánægðir með að íslenskt afreksgolf hefur verið í stöðugri framför frá stofnun hans. Árið 2018 léku tveir íslenskir atvinnukylfingar á sterkustu mótaröðunum, þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Þetta er annað árið í röð þar sem þær eru á sterkustu atvinnumótaröðunum. Ólafía var með keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum og LET Evrópumótaröðinni og Valdís var með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Birgir Leifur Hafþórsson og Axel Bóasson voru báðir með keppnisrétt á næststerkustu mótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Er þetta í fyrsta sinn sem tveir íslenskir karlar eru með keppnisrétt á þessari mótaröð á sama tíma. Haraldur Franklín, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppa allir á Nordic Tour-atvinnumótaröðinni og Guðrún Brá Björgvinsdóttir keppti á LET Access atvinnumótaröðinni á þessu tímabili. Stofnendur Forskots afrekssjóðs eru Eimskip, Valitor, Golfsamband Íslands, Íslandsbanki og Icelandair Group. Vörður tryggingar bættist í hópinn árið 2016 og Bláa lónið árið 2017. Sjóðurinn hefur frá upphafi haft það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í heiminum í golfíþróttinni.
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forskot
Vertu framúrskarandi Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Árangur Forskotskylfinga keppnistímabilið 2018: AXEL BÓASSON (GK) Íslandsmeistarinn 2018 lék á sextán mótum á Áskorendamótaröðinni og endaði hann í 226. sæti á peningalistanum. Axel náði einu sinni að komast í gegnum niðurskurðinn og endaði hann í 45. sæti á því móti. Axel náði ekki að halda keppnisréttinum í lok tímabilsins. Hann fór á úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina þar sem hann féll úr leik á 1. stiginu. Hápunktur tímabilsins var á Evrópumótinu sem fram fór í Glasgow þar sem Axel var í sigurliði Íslands í blandaðri liðakeppni – og hann varð í öðru sæti í liðakeppninni í karlaflokki þar sem hann lék með Birgi Leifi Hafþórssyni.
BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON (GKG) Birgir Leifur lék á alls 22 mótum á sterkustu atvinnumótaröðum Evrópu. Hann var með góða stöðu á stigalistanum fyrir tímabilið vegna sigurs hans á móti á Áskorendamótaröðinni 2017. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn fékk tækifæri á alls tólf mótum á Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu. Birgir hafði ekki leikið á þeirri mótaröð frá árinu 2011.
HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS (GR) Haraldur Franklín lék á sautján mótum á Nordic-atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. GR-ingurinn endaði í 55. sæti á stigalistanum. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á tíu mótum og besti árangur hans var 7. sætið. Haraldur Franklín komst inn á Opna breska meistaramótið eftir að hafa endað í öðru sæti á úrtökumóti fyrir risamótið. Hann tók því fyrstur allra íslenskra karlkylfinga þátt á risamóti á atvinnumótaröð. GR-ingurinn lék á 72-78 og +8 samtals á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Þeir kylfingar sem léku á +3 eða betur komust í gegnum niðurskurðinn. Haraldur Franklín komst í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en hann féll naumlega úr leik á 2. stiginu.
GUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSON (GR) Guðmundur Ágúst lék á tuttugu mótum á á Nordic-atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á sextán þeirra. Besti árangur hans var 4. sætið. Guðmundur Ágúst var fimm sinnum á meðal tíu efstu á mótaröðinni. Guðmundur Ágúst lék á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í haust og féll úr leik á 1. stigi.
ANDRI ÞÓR BJÖRNSSON (GR)
Besti árangur Birgis var 7. sætið á Áskorendamótaröðinni í Tékklandi. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á tveimur mótum af alls tíu á Áskorendamótaröðinni og endaði í sæti nr. 152 á peningalistanum (€ 6,086). Á Evrópumótaröðinni lék Birgir Leifur á tólf mótum og endaði í 253. sæti á peningalistanum (€ 20,353). Hann komst í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum og besti árangur hans var á Porsche European Open þar sem hann endaði í 48. sæti. Birgir komst í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en endaði í 88. sæti á lokaúrtökumótinu. Hann fær takmarkaðan keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2019 og er ekki vitað á hversu mörgum mótum hann fær tækifæri.
92
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forskot
Andri Þór lék lék á fjórtán mótum á Nordic-atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Hann komst í gegnum niðurskurðinn á fimm þeirra. Besti árangur Andra Þórs var 13. sæti. Andri Þór lék á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina og féll úr leik á 1. stigi.
ÓLAFÍA ÞÓRUNN KRISTINSDÓTTIR (GR) Ólafía Þórunn lék á sinu öðru tímabili á LPGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum, sterkustu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki. GR-ingurinn tók þátt á 21 móti og komst hún í gegnum niðurskurðinn á fimm þeirra. Besti árangur hennar var 26. sæti á Pure Silk-mótinu sem fram fór á Bahamaeyjum í janúar. Íþróttamaður ársins 2017 endaði í 139. sæti á peningalistanum ($256,341). Ólafía Þórunn endaði í 93. sæti á lokaúrtökumóti LPGA. Alls náðu 48 efstu keppendurnir að tryggja sér fullan keppnisrétt á LPGA á lokaúrtökumótinu.
Þessir 48 kylfingar bætast því í hóp þeirra 100 efstu á peningalistanum frá síðasta tímabili. Alls verða því 148 kylfingar með fullan keppnisrétt á LPGA tímabilið 2019. Ólafía Þórunn hefur nokkra möguleika til að koma sér hærra á stigalista LPGA á næsta tímabili. Hún verður með takmarkaðan keppnisrétt á LPGA á næsta tímabili. Ekki er ljóst hvað mótin verða mörg hjá Ólafíu en gera má ráð fyrir að um 35 mót verði á keppnisdagskrá LPGA 2019. Ólafía þarf því að stóla á að komast inn á þau LPGA mót þar sem keppendur sem eru fyrir ofan hana á stigalistanum ákveða að sleppa. Gera má ráð fyrir að Ólafíu gæti fengið keppnisrétt á um tíu mótum á LPGA á næsta tímabili. Þau tækifæri þarf hún að nýta vel til að komast hærra á stigalista/ peningalista LPGA. Ólafía Þórunn getur einnig tekið þátt á úrtökumótum fyrir LPGA-mótin. Á hverjum mánudegi fyrir LPGA-mót er haldið úrtökumót. Þar leika keppendur átján holur og efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á viðkomandi móti. Oftast eru aðeins tvö eða þrjú sæti í boði á slíkum mótum. Symetra-mótaröðin gæti einnig verið valkostur fyrir Ólafíu Þórunni. Symetra-móta-
VALDÍS ÞÓRA JÓNSDÓTTIR (GL) Valdís Þóra lék á sínu öðru tímabili í röð á LET Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Leyniskonan endaði í 33. sæti á stigalistanum sem er besti árangur hennar. Valdís hafði komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum af alls ellefu sem hún tók þátt í þegar þessi grein var skrifuð. Hún átti eitt mót eftir á keppnistímabilinu. Besti árangur hennar var þriðja sætið á LET-móti í Ástralíu – sem er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumóti í golfi í efsta styrkleikaflokki. Valdís Þóra lék á þremur mótum á LET Access-atvinnumótaröðinni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á einu þeirra og endaði í 107. sæti á stigalistanum (1660) stig. Valdís tryggði sér snemma á tímabilinu áframhaldandi keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni. Hún fór því á úrtökumótið fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. Þar keppti hún á 2. stigi af alls þremur. Úrtökumótið fór fram á Flórdída á Plantation Golf & Country Club í Venice.
röðin er næststerkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Tíu efstu á peningalista Symetra-mótaraðarinnar fá keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn var með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á þessu tímabili. Hún náði ekki að uppfylla kröfur LET um að taka þátt á sex mótum í það minnsta á þessu tímabili. Ólafía Þórunn mun ekki taka þátt á úrtökumótunum fyrir LET á þessu hausti. Vegna breytinga á keppnisdagskrá LET á þessu hausti er aðeins eitt mót eftir á LETmótaröðinni. Tvö mót sem áttu að fara fram í haust í Kína og Sameinuðu arabísku furstadæmunum voru færð yfir á næsta ár. Þar með missti Ólafía af tækifærinu til þess að uppfylla þann fjölda móta sem þarf til að komast inn á stigalista LET. Ólafía Þórunn lék á fimm mótum á LET á þessu tímabili og vantaði því eitt mót til að uppfylla kröfurnar. Evrópumót LET og Evrópumótaraðarinnar sem fram fór í Glasgow í Skotlandi í sumar taldi því miður ekki á peningalista mótaraðanna. Þar náði Ólafía að standa uppi sem sigurvegari ásamt liðsfélögum sínum frá Íslandi í blandaðri liðakeppni.
Valdís Þóra lék hringina fjóra á 298 höggum eða +10 (76-78-73-71). Hún endaði í 110. sæti en alls komust 41 áfram á lokastigið. Valdís Þóra var tíu höggum frá því að komast áfram.
GUÐRÚN BRÁ BJÖRGVINSDÓTTIR (GK) Guðrún Brá var að leika á sínu fyrsta tímabili sem atvinnukylfingur. Hún lék á tólf mótum á LET Access-mótaröðinni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Íslandsmeistarinn 2018 endaði í 69. sæti á stigalistanum. Alls komst Guðrún Brá í gegnum niðurskurðinn á sex mótum og besti árangur hennar var 17. sætið. Á lokamótinu var hún í lokaráshópnum þar sem hún deildi efsta sætinu. Þegar þetta er skrifað hafði Guðrún Brá tryggt sér keppnisrétt á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Það mót fer fram í Marokkó dagana 16.–20. desember. GOLF.IS
93
Hvað er
stimpmeter? – Á Íslandi þykir það gott að ná 9–10 fetum í hraða
Kylfingar þekkja vel að flatir á golfvöllum eru afar mismunandi. Hraðinn á boltanum þegar púttað er getur því verið mjög breytilegur. Á mótum hjá atvinnukylfingum er hraðinn á flötunum mikill og hér á Íslandi getur hraðinn á flötunum einnig verið talsvert mikill. Mælieiningin sem notuð er til þess að mæla hraða á flötum kallast „stimp“.
94
GOLF.IS - Golf á Íslandi Hvað er stimpmeter?
Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus
NÝTT
1. RJÚFA
2. TOGA
3. BERA Á
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Til þess að mæla „stimphraðann“ er notað sérstakt mælitæki sem kallast „stimpmeter“. Mælitækið er einfalt. Golfbolti er settur í gat á tækinu sem er lyft upp þar til boltinn rúllar af stað niður rennuna. Þegar vallarstarfsmenn eða dómarar mæla hraða á flötum með stimpmeter finna þeir slétt svæði á flötinni til að vinna með. Boltanum er síðan rennt þrisvar sinnum í gegnum mælitækið og er boltanum rennt í báðar áttir á slétta svæðinu. Alls eru því gerðar sex slíkar mælingar og meðaltal á rennslinu segir til um hraðann á flötinni - en mælt er í fetum. Á mörgum golfvöllum má sjá upplýsingar um hraða flata þegar mætt er til leiks í golfskálanum. Á Íslandi þykir það vel af sér vikið ef meðalhraðinn nær 9-10 fetum. Á PGA-mótaröðinni er algengt að meðalhraði flata sé um 12 fet á stimpmeter og á Evrópumótaröðinni er algengt að meðaltalið sé 11 fet á stimpmeter.
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
Gír-áhrifin
Birgir Björnsson útskýrir af hverju golfhögg fá hliðarspuna
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Gír-áhrifin
Gír-áhrif („Gear Effect“) er hugtak sem útskýrir af hverju golfhögg fá hliðarspuna þegar boltinn er ekki sleginn á miðjan höggflöt golfkylfunnar.
X1900 Smíðabuxur með teygjanlegu efni
Gallabuxnaefni
Teygjanlegt efni í klofi Hnjápúðavasar
Teygjanlegt efni á kálfum
www.sindri.is/vinnuföt / sími 567 6000 Skútuvogi 1 - Reykjavík I Smiðjuvegi 1 - Kópavogi
Ef við gerum ráð fyrir að massamiðja kylfuhauss sé í láréttri miðju hans, þá valda gír-áhrifin því að þau högg sem slegin eru hælmegin á höggflötinn eiga það til að fljúga með meiri slæs-spuna til hægri (hjá rétthentum kylfingi) og högg sem slegin eru támegin fljúga á sama hátt með húkk-spuna til vinstri.
Þetta þýðir þó ekki að öll högg sem eru slegin á tána muni taka á sig húkk-spuna eða öfugt. Þeir sem sveifla t.d. mikið út-inn með opinn kylfuhaus þurfa ekki endilega að fá húkk ef þeir hitta á tána, því það nær ekki að yfirvinna slæs-spunann sem þeir mynda með sinni aðferð. Ef golfhögg er slegið á tá eða hæl höggflatarins, þ.e. ekki í beinni stefnu við massamiðju hans, þá myndast snúningsátak og kylfuhausinn snýst hratt um sína massamiðju. Séu högg slegin á tána snýst kylfuhausinn opinn og gagnstæður snúningur myndast á golfboltann – húkk-spuni til vinstri. Séu högg slegin á hælinn lokast kylfuhausinn um leið og hann loðir við boltann og slæs-spuni myndast. Þetta gerist þar sem boltinn rúllar örlítið í gagnstæða átt við snúningshreyfingu haussins, eins og ef tannhjól væri á höggfletinum og golfboltanum. Þetta er einnig ástæðan fyrir því að höggflötur á „trékylfum“ er ekki sléttur, heldur er hann kúptur bæði lárétt (rúll/„Roll“) og lóðrétt (bunga/„Bulge“). Þessi lögun á höggfletinum gerir það að verkum að táin er opnari en miðjan og hællinn lokaðri. Högg sem slegin eru á tána byrja því lengra til hægri til að vega á móti gíráhrifunum sem mynda snúning aftur til baka til vinstri. Hið gagnstæða á við um hælinn. Hann vísar lengra til vinstri til að vega á móti slæs-snúningi til hægri. Þessi áhrif verða líka lóðrétt, þ.e. högg sem eru slegin ofarlega á höggflötinn hafa minni bakspuna en högg sem eru slegin neðarlega. Því lengra aftur sem massamiðjan er frá höggfletinum, því meiri verða gír-áhrifin. Massamiðja í járnhaus er ekki langt aftur frá höggfletinum, en í stórum driver-haus er hún komin nokkuð langt frá höggfletinum, að aftanverðu. Gír-áhrifin eru því talsverð í driver og „trékylfum“ en hverfandi í flestum járnakylfum og því er stefna og flái hverrar járnkylfu hinn sami alls staðar á höggfletinum.
Birgir V. Björnsson Golfkylfur.is Kylfusmiður ÍAK einkaþjálfari Golfkennari
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi Gír-áhrifin
142543 •
SÍA •
PIPAR \ TBWA
Veldu rafgeymi sem hentar golfbílnum þínum. Rafgeymarnir frá Trojan eru traustir, öruggir og endingargóðir. Þeir hafa verið framleiddir frá árinu 1928 en fyrirtækið hefur verið í fararbroddi á sínu sviði allar götur síðan.
TROJAN RAFGEYMARNIR – HREIN ORKA Í ALLRA ÞÁGU
RÉTTUR RAFGEYMIR GETUR LAGAÐ FORGJÖFINA!
Kylfingar þekkja það öðrum betur að ef sveiflan á að vera í lagi þurfa allar aðstæður í kring að vera það líka. Það getur allt haft áhrif á forgjöfina; veðrið, dagsformið, félagarnir og rafgeymirinn – enda er fátt meira pirrandi úti á velli en hikstandi golfbíll.
Ráðgjafar Olís og Rekstrarlands veita allar nánari upplýsingar í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Daníel Ingi: „Væri ekki að spila golf í dag ef ég hefði ekki hitt Berg Konráðs“
„Ætla að bæta vallarmetið í Eyjum“
Daníel Ingi Sigurjónsson er klúbbmeistari Golfklúbbs Vestmannaeyja 2018. Hinn tvítugi Eyjamaður átti gott tímabil í sumar eftir erfiða mánuði þar á undan. Daníel Ingi var í vafa um hvort hann gæti haldið áfram að leika golf eftir að í ljós kom að hann er með mjög mikla hryggskekkju. Með aðstoð góðra fagmanna hefur Daníel Ingi náð að koma til baka í íþróttina sem hann elskar. Golf á Íslandi lagði nokkrar laufléttar spurningar fyrir Daníel.
Daníel Ingi: „Væri ekki að spila golf í dag ef ég hefði ekki hitt Berg Konráðs“ Hver er ástæðan fyrir því að þú ert í golfi? „Pabbi er golfari og hann tók mig með sér þegar ég var yngri, eða um sex ára gamall. Hef verið í golfi síðan.“ Hvað er skemmtilegast við golfið? „Að spila í skemmtilegum félagsskap og í góðu veðri, skila inn skorkorti undir pari og svo er alltaf góð tilfinning að smellhitta driverinn á miðja braut af fyrsta teig í móti.“ Framtíðardraumarnir í golfinu? „Verða Íslandsmeistari og ná að bæta vallarmetið hans Haraldar Franklín í Vestmannaeyjum. Hver er styrkleikinn þinn í golfi? „Slátturinn hefur alltaf verið minn styrkleiki, en högg inn fyrir 100 metrana eru í miklu uppáhaldi, þar færðu fuglana.“ Hvað þarftu að laga í þínum leik? „Pútterinn á það til að neita setja kúluna í holuna.“
Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í golfi? „Þegar ég vann meistaramót GV með einu höggi og þegar ég spilaði á sjö höggum undir pari á Íslandsmótinu í Vestmannaeyjum. Einnig hef ég farið þrisvar sinnum holu í höggi. Hvert er vandræðalegasta atvikið á golfvellinum hjá þér? „Ég var í útlöndum að spila með pabba og yngri bróður mínum sem var tólf ára þegar þetta gerðist. Hann fékk að prófa golfbílinn á síðustu holunni á meðan við pabbi púttuðum á 18. flötinni. Þegar pabbi var að stilla sér upp í púttið komu rosa læti frá bílnum. Þá hafði litli bróðir minn ætlað undir grein sem stóð út frá tré. Hann misreiknaði hæðina á golfbílnum og reif þakið af honum. Pabbi keyrði bílinn upp í klúbbhús á meðan ég hélt á þakinu.“ Draumaráshópurinn? „Ætli það sé ekki Tiger Woods, John Daly og Bubba Watson.“ Uppáhaldsgolfvöllurinn og hvers vegna? „La Galiana á Spáni er einstakur.“ Hvaða þrjár golfholur eru í uppáhaldi hjá þér og hvers vegna? „17. holan í Eyjum er alltaf ein sú skemmtilegasta. Það er alveg sama hversu oft þú spilar hana, þú veist aldrei hvaða kylfu á að nota. 15. holan á velli sem heitir La Galiana á Spáni. Teighöggið er slegið svo hátt uppi að það er eins og kúlan ætli aldrei að lenda, svo er útsýnið eitt það flottasta. 8. holan á Pravets Golf Club í Búlgaríu. Það er 150 metra par 3 hola en flötin er eyja úti í miðju vatni.“ Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan golf? „Ég fer á snjóbretti þegar ég get yfir veturinn. Ég hef mjög gaman af flest öllu adrenalínsporti.“
Ég missti því úr hálft tímabil, ég gat ekki slegið golfbolta í þrjá mánuði og ég þurfti að hætta að vinna líka ... Í hvaða skóla ertu og hvaða nám ertu að stunda? „Ég kláraði framhaldsskólann í desember á síðasta ári, en er núna að undirbúa háskólanám erlendis með aðstoð frá Ólafi Birni Loftssyni. Þú hefur glímt við meiðsli undanfarin misseri – segðu okkur frá því hvernig allt breyttist hjá þér til hins betra, hvað hefur þú verið að gera til að laga ástandið? „Ég meiddist í maí árið 2017. Á þeim tíma voru tvær vikur í fyrsta mót. Ég var að æfa slátt upp á æfingasvæði. Í miðri sveiflu fékk ég rosalegan verk í hægri síðuna við rifbeinin. Mér leið eins og ég væri rifbeinsbrotinn. Ég fór til læknis en því miður náði hann ekki að greina meiðslin rétt. Ég missti því úr hálft tímabil, ég gat ekki slegið golfbolta í þrjá mánuði og ég þurfti að hætta að vinna líka,“ segir Daníel. Hann hafði síðan heppnina með sér þegar hann hitti á Berg Konráðsson kírópraktor. „Eftir fyrstu heimsóknina til Bergs þá kom í ljós að ég er með 17 gráðu hryggskekkju. Ég fór í stífa endurhæfingu sem tók margar vikur. Ég fékk grænt ljós á að spila keppnisgolf að nýju um miðjan ágúst 2017. Ég náði þremur síðustu mótunum. Næstu átta mánuði vann ég markvisst með Bergi að undirbúa tímabilið 2018. Það tókst mjög vel og ég var nánast alveg verkjalaus í sumar. Ég hitti Berg á tveggja vikna fresti og ég á honum mikið að þakka. Ef ég hefði ekki hitt á hann og fengið þessa greiningu hjá honum þá væri ég ekki að spila golf í dag,“ sagði Daníel Ingi.
STAÐREYNDIR: Nafn: Daníel Ingi Sigurjónsson. Aldur: 20 ára. Forgjöf: 1,9. Klúbbur: GV Uppáhaldsmatur: Ribeye. Uppáhaldsdrykkur: Coke. Uppáhaldskylfa: 46 gráðu fleygjárnið. Ég hlusta á: Flest alla tónlist. Besta skor í golfi: 63 högg (-7) á Íslandsmótinu í Eyjum 2018. Besta vefsíðan: Facebook Besta blaðið: Golf á íslandi Stundar þú aðrar íþróttir/hvaða íþrótt? Lyftingar
104
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætla að bæta vallarmetið í Eyjum“
Dræver: Titleist 917 d2 Brautartré: Titleist 915 Blendingur: Titleist 915 Járn: Titleist Ap2 716 Fleygjárn: Titleist sm7 black Pútter: Taylormade Spider Hanski: FJ Skór: FJ Golfpoki: Titleist staff bag Kerra: ClicGear
Samsung-unglingaeinvígið
Dagbjartur sigraði Samsung-unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli föstudaginn 14. september sl. Þetta var í fjórtánda skiptið sem unglingaeinvígið er haldið, en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
GR-INGURINN DAGBJARTUR SIGURBRANDSSON STÓÐ UPPI SEM SIGURVEGARI. 1. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR 2. sæti – Sverrir Haraldsson, GM 3. sæti – Ísleifur Arnórsson, GR 4. sæti – Sveinn Andri Sigurpálsson, GS 5. sæti – Kristófer Karl Karlsson, GM 6. sæti – Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 7. sæti – Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 8. sæti – Aron Emil Gunnarsson, GOS 9. sæti – Ragnar Már Ríkarðsson, GM 10. sæti – Bjarney Ósk Harðardóttir, GKG
SIGURVEGARAR MÓTSINS FRÁ UPPHAFI ERU: 2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj./GM 2006 – Guðni Fannar Carrico, GR 2007 – Andri Þór Björnsson, GR 2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG 2009 – Andri Már Óskarsson, GHR 2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 2011 – Ragnar Már Garðarsson, GKG 2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG 2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR 2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR 2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM 2016 – Henning Darri Þórðarson, GK 2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM 2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Samsung-Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á Íslandsbankamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka. Undankeppnin fór fram fyrri hluta dags en þar mættu til leiks 10 kylfingar í hverjum aldursflokki. Þrír keppendur úr hverjum aldursflokki komust síðan áfram í sjálft einvígið.
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Samsung-unglingaeinvígið
Mótið er leikið eftir svokölluðu „shoot out“ fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hefja leik og dettur einn leikmaður út á hverri holu þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.
FJÖLDI TITLA HJÁ KLÚBBUM: GR: 5 GKj./GM: 3 GKG: 3 GK: 2 GHR: 1
MUNURINN Á ÞVÍ AÐ GISKA OG VITA.
APPROACH® Z80 ©2018 Garmin Ltd. or its subsidiaries
TVÍVÍÐ FLATAR-YFIRSÝN
FJARLÆGÐIR FRAM OG TIL BAKA FRÁ FLÖT
TVÍVÍÐ KORTLAGNING FLATA
41,000 VELLIR FYLGJA
GOLF FJARLÆGÐARMÆLIR MEÐ GPS NÁKVÆMNI INNAN 25 CM.
GOLF.IS
Ögurhvarf 2 | 577 6000 | garmin.is
107
Íslandsmót golfklúbba (+50) - 1. deild karla
GR Íslandsmeistari Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga (+50). Mótið fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík í ágúst á þesu ári. GR og GK léku til úrslita og þar hafði GR betur 4-1. GÖ sigraði GKG í leik um bronsverðlaunin, 3-2. Alls tóku 8 klúbbar þátt í efstu deild og var það hlutskipti GO og GM að falla í 2. deild. Sveit GR var þannig skipuð: Árni Páll Hansson, Guðmundur Arason, Sigurður Pétursson, Guðjón Grétar Daníelsson, Ellert Magnason, Sigurður Hafsteinsson, Hörður Sigurðsson og Jón Haukur Guðlaugsson. Sveit GK var þannig skipuð: Gunnar Þór Halldórsson, Frans Páll Sigurðsson, Ásgeir Guðbjartsson, Páll Arnar Erlingsson, Magnús Pálsson, Jón Erling Ragnarsson, Ívar Örn Arnarsson, Kristján V. Kristjánsson og Guðbjörn Ólafsson. Sveit GÖ var þannig skipuð: Tryggvi V. Traustason, Jón Gunnar Traustason, Guðjón Gottskálk Bragason, Steinn Auðunn Jónsson, Sigurður Aðalsteinsson, Guðmundur Arason, Guðmundur E. Hallsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þorleifur F. Magnússon. 1. GR - Golfklúbbur Reykjavíkur 2. GK - Golfklúbburinn Keilir 3. GÖ - Golfklúbbur Öndverðarness 4. GKG - Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 5. GS - Golfklúbbur Suðurnesja 6. NK - Nesklúbburinn 7. GO - Golfklúbburinn Oddur 8. GM - Golfklúbbur Mosfellsbæjar
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba (+50)
Íslandsmót golfklúbba (+50) - 1. deild kvenna
Keilir Íslandsmeistari Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga (+50). Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. GK og GR léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Keilir hafði betur í úrslitaleiknum 3,5-1,5. GKG og GA léku um bronsverðlaunin og þar hafði GKG betur 4-1. Alls tóku átta klúbbar þátt í efstu deild og var það hlutskipti GSE og GÖ að falla í 2. deild. Sveit Keilis var þannig skipuð: Þórdís Geirsdóttir, Anna Snædís, Helga Gunnarsdóttir, Hulda Soffía Hermannsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Kristjana Aradóttir, Margrét Sigmundsdóttir og Margrét Berg Theodórsdóttir. Sveit GR var þannig skipuð: Auður Elísabet Jóhannsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Guðrún Garðars, Ingibjörg Ketilsdóttir, Jóhanna Bárðardóttir og Margrét Geirsdóttir. Sveit GKG var þannig skipuð: Ásgerður Gísladóttir, Baldvina Snælaugsdóttir, Elísabet Böðvarsdóttir, Hanna Bára Guðjónsdóttir, Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, Linda Arilíusdóttir, María Guðnadóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir. 1. GK - Golfklúbburinn Keilir 2. GR - Golfklúbbur Reykjavíkur 3. GKG - Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4. GA - Golfklúbbur Akureyrar 5. NK - Nesklúbburinn 6. GO - Golfklúbburinn Oddur 7. GSE - Golfklúbbur Setbergs 8. GÖ - Golfklúbbur Öndverðarness
GOLF.IS
109
Íslandsmót golfklúbba (+50) - 2. deild karla
Akureyri og Borgarnes upp um deild Golfklúbbur Akureyrar sigraði í 2. deild á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga (+50). Mótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. GA og GB léku til úrslita um efsta sætið en báðir klúbbarnir komast í efstu deild. Golfklúbbur Setbergs endaði í þriðja sæti. Sveit GA var þannig skipuð: Björgvin Þorsteinsson, Jón Þór Gunnarsson, Sverrir Þorvaldsson, Kjartan Fossberg Sigurðsson, Eiður Stefánsson, Sigurður Samúelsson, Leifur Þormóðsson, Björn Axelsson og Ólafur Auðunn Gylfason. Sveit GB var þannig skipuð: Bergsveinn Símonarson, Birgir Hákonarson, Einar Þór Skarphéðinsson, Eiríkur Ólafsson, Ingvi Árnason, Magnús Birgisson, Ómar Örn Ragnarsson, Pétur Sverrisson og Stefán Haraldsson. Sveit GSE var þannig skipuð: Árni Björn Erlingsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Óli Guðnason, Árni Þór Freysteinsson, Andrés Þórarinsson, Hörður Þorsteinsson, Karl J. Brune og Héðinn Gunnarsson. 1. GA - Golfklúbbur Akureyrar 2. GB - Golfklúbbur Borgarness 3. GSE - Golfklúbbur Setbergs 4. GV - Golfklúbbur Vestmannaeyja 5. GKB - Golfklúbbur Kiðjabergs 6. GL - Golfklúbburinn Leynir 7. GSG - Golfklúbbur Sandgerðis 8. GM - Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi
Íslandsmót golfklúbba (+50) - 2. deild kvenna
Íslandsmót golfklúbba (+50) - 3. deild karla
GHD/GFB og GM upp um deild
Selfoss og Vatnsleysu strönd upp um deild
Sameiginleg sveit Golfklúbbs Hamars frá Dalvík og Fjallabyggðar stóð uppi sem sigurvegari í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga (+50). Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri og tóku fimm sveitir þátt. Sveit GHD/GFB var þannig skipuð: Björg Traustadóttir, Erla Adolfsdóttir, Indíana Auður Ólafsdóttir, Jóna Kristín Kristjánsdóttir og Marsibil Sigurðardóttir.
Golfklúbbur Selfoss sigraði í 3. deild á Íslandsmóti golfklúbba í flokki eldri kylfinga (+50). Mótið fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. GOS og GVS leika í 2. deild að ári. Alls tóku fimm klúbbar þátt í 3. deild karla að þessu sinni. Sveit GOS var þannig skipuð: Bárður Guðmundsson, Grímur Arnarson, Gylfi B. Sigurjónsson, Jón Lúðvíksson, Samúel Smári Hreggviðsson og Svanur Bjarnason. Sveit GVS var þannig skipuð: Rúrik L. Birgisson, Jóhann Sigurðsson, Páll Skúlason, Jóhann Sigurbergsson, Hallberg Svavarsson og Reynir Ámundason.
1. GHD/GFB - Golfklúbburinn Hamar Dalvík / Golfklúbbur Fjallabyggðar 2. GM - Golfklúbbur Mosfellsbæjar 3. GKB - Golfklúbbur Kiðjabergs 4. GV - Golfklúbbur Vestmannaeyja 5. GVG - Golfklúbburinn Vestarr - Grundarfjörður
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba (+50)
1. GOS - Golfklúbbur Selfoss 2. GVS - Golfklúbbur Vatnsleysustrandar 3. GF - Golfklúbburinn Flúðir 4. GG - Golfklúbbur Grindavíkur 5. GHD - Golfklúbburinn Hamar Dalvík
FRÁBÆRAR JÓLAGJAFIR frá Eins og fætur toga
T AKOR GJAF r vöru ts fæ afakor ti ssa gj verðmæ afi þe að Handh þjónustu ða /e og
gur
fuda
Útgá
Gjafakort
úttekt
www
Orkuh
úsinu
Suðu
rland
sbraut
34 - 10
8 Reyk
jav
ík • Bæ
jarlin
201 d4-
.gongu
Kópa
vogi
greini
- Sím
ng.is
i 55 77
100
Frábært jólaverð
Hypervolt
Eins og fætur toga
Einstök víbrandi nuddbyssa. Hypervolt er fyrsta alvöru græjan á viðráðanlegu verði sem þú getur notað til að nudda auma vöðva, frábær hvort sem er fyrir einstaklinga eða meðferðaraðila.
Frábær jólagjöf!
Frábært jólaverð
Hypershere
Frábært jólaverð
24.990 kr.
• Nuddkúla með 3 stillingar á víbring sem veitir nákvæma og djúpa bandvefslosun • Fer dýpra inn í vöðvann • Eykur blóðflæði • Endurhlaðanleg Lithium-Ion rafhlaða
69.990 kr.
Vyper
29.990 kr.
Frábært jólaverð
1.990 6.990 kr. Feetures sokkar
• Þrjár stillingar á víbring. • Fer lengra inn í vöðvann og fer betur með hann en venjuleg rúlla. • Vyperinn er miklu fljótari að vinna en venjuleg foamrúlla. • Hefur fengið mikla umfjöllun, fjölda verðlauna og viðurkenninga.
• Feetures eru með nálægt 40% markaðshlutdeild í USA • Feetures eru með „heel lock“ og renna ekki niður, saumalaus táhetta, sérgerðir fyrir vinstri og hægri fót. • Þrýstisokkarnir auka blóðflæðið í gegnum vöðvann. • Frábært við beinhimnubólgu og öðrum festuvandamálum.
Frábært jólaverð
3.990 kr.* Icespike hálkuskrúfur Skrúfugaddar sem eru settir undir hlaupaskó, vinnuskó og aðra skó sem nota á í hálku. • Endast yfir 800 kílómetra eða lengur en nokkur önnur hálkuvörn • Frábærir undir vöðlur og vinnuskó • Skemma ekki skóna, ekkert mál að skrúfa úr * Verð kr. 3.990 ef við setjum undir skóna, kr. 4.990 með skrúfjárni og auka skrúfum
Skór ársins! Brooks skór
17.990 24.990 kr.
Ghost er söluhæsti einstaki skórinn í hlaupaverslunum í USA og í Evrópu 3. ár í röð. Adrenline söluhæsti stöðugi skorinn 6. árið í röð. Allir helstu skór Brooks hafa fengið verðlaun hjá Runners world síðustu þremur árum. Frábærir skór á frábæru verði!
Frábært jólaverð
7.990 kr.
Ofoos sandalar Ofoos sandalinn er hannaður fyrir betri endurheimt eftir erfiði. Loksins komin dúnamjúkur sandali sem er góður fyrir fæturnar og á góðu verði. • 37% meiri höggdempun en venjulegir foam skór • Ofoom ýtir högginu við niðurstig út til hliðanna • Minnkar álag á sárar fætur, hné og bak • Lokaðar foam sellur loka á táfýlu • Má þvo í þvottavél og fljóta í vatni • Bakteríufráhrindandi fótbeð
www.gongugreining.is Orkuhúsinu Suðurlandsbraut 34 og Bæjarlind 4 Kópavogi - Sími 55 77 100
GR í 15. sæti á EM félagsliða Golfklúbbur Reykjavíkur tók þátt á Evrópumóti félagsliða í kvennaflokki og fór mótið fram í Búlgaríu. GR tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Íslandsmóti golfklúbba í kvennaflokki. Ásdís Valtýsdóttir, Nína Margrét Valtýsdóttir og Lovísa Ólafsdóttir skipuðu lið GR sem endaði í 15. sæti af alls 16 klúbbum sem tóku þátt dagana 4.–6. október sl. Leiknir voru þrír hringir og tvö bestu skor í hverri umferð í höggleiknum töldu. Hamborg frá Þýskalandi stóð uppi sem Evrópumeistari á -12 samtals. RNCGSS Basozabal frá Spáni var á sama skori en þar sem þriðja besta skorið hjá Hamborg var betra en hjá RNCGSS Basozabal fagnaði Þýskaland sigri á EM að þessu sinni.
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
SKOR GR:
LOKASTAÐAN Í LIÐAKEPPNINNI:
35. sæti: Ásdís Valtýsdóttir (79-90-80) 249 högg (+33) 40. sæti: Nína Valtýsdóttir (85-90-87) 262 högg (+46) 45. sæti: Louisa Ólafsdóttir (96-90-91) 277 högg (+61)
1. Hamborg, Þýskaland -12 2. RNCGSS Basozabal, Spánn -12 3. UGC De Pan, Frakkland +1 4. Paris Country Club, Frakkland +1 5. Penati, Slóvakía +13 6. Smørum, Danmörk +15 7. Lahinch, Írland +20 8 Royal Golf Club Marianske Lazne, Tékkland +25 9. Nokia River Golf, Finnland +26 10. St. Sofia Golf Club, Bulgaría +28 11. Club de Golf de Miramar, Portúgal +30 12. Noordwijkse, Holland +32 13. Geneve, Sviss +61 14. Belgrad, Serbía +65 15. Golfklúbbur Reykjavíkur, Ísland +79 16. Belenhaff, Lúxemborg +84
Keilir í 19. sæti á EM félagsliða Golfklúbburinn Keilir keppti á Evrópumóti félagsliða í karlaflokki í Frakklandi sem fram fór dagana 25.–27. Okt. 2018. Alls tóku 26 klúbbar þátt og endaði Keilir í 19. sæti á +25 höggum samtals en tvö bestu skor í hverri umferð töldu. RCF - La Boulle frá Frakklandi varð Evrópumeistari á -14 höggum samtals. Lið Keilis var þannig skipað: Henning Darri Þórðarson, Benedikt Sveinsson og Helgi Snær Björgvinsson. Liðsstjóri var Karl Ómar Karlsson. Keilir vann sér inn keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór á Garðavelli á Akranesi sumarið 2018.
SKOR KEILIS:
LOKASTAÐAN Í LIÐAKEPPNINNI:
38. sæti: Benedikt Sveinsson (77-71-77) 225 högg (+12) 51. sæti: Henning Darri Þórðarson (79-7774) 230 högg (+17) 53. sæti: Helgi Snær Björgvinsson (75-7977) 231 högg (+18)
1. RCF - La Boulle, Frakkland -14 2.–3. Gyttegaard, Danmörk -11 2.–3. Real Club de Golf El Prat, Spánn -11 4. Castle Royle, England -6 5. Mannheim-Viernheim, Þýskaland -3 6. Modena, Ítalía +2 7. Golf de Saint-Germain, Frakkland +4 8. Lundin, Skotland +6 9. Golf Club Belgrade, Serbía +6 10.–11.Club de Golf de Miramar, Portúgal +7 10.–11. Beskydsky, Tékkland +7 12. Royal Waterloo, Belgía +8 13. Golf de Lausanne, Sviss +10 14. Club Zagreb, Króatía +13 15. Portmarnock, Írland +14 16.–17. Diners, Slóvenía +21 16.–17. Nurmijärvi, Finnland +21 18. Neath, Wales +23 19. Keilir, Ísland +25 20. Houtrak, Holland +27 21. Diamond, Austurríki +31 22. National, Tyrkland +40 23. Penati, Slóvakía +41 24. Grand-Ducal, Lúxemborg +42 25. Estonian golf, Eistland +55 26. Toya Golf, Eistland +57
GOLF.IS
113
Stefna í hóp
100 bestu
– Golfið heldur loks innreið sína í Georgíu Georgía (landið en ekki ríkið í Bandaríkjunum) hefur ekki verið ofarlega á lista kylfinga yfir golfáfangastaði fram til þessa. Líkast til vegna þess að þar hefur ekki verið einn einasti golfvöllur í fullri lengd. Þar til núna, því í sumar opnaði fyrsti 18 holu golfvöllurinn í landinu, Tbilisi Hills. Fyrir var aðeins einn 9 holu golfvöllur í 90 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Tbilisi.
114
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfið heldur loks innreið sína í Georgíu
Það er í raun synd að golfið hafi ekki fest rætur í Georgíu fyrr, enda kjöraðstæður til golfiðkunar í landinu, þar er sólríkt og landslagið stórbrotið. Það eina sem hefur vantað er fjármagnið – þar til nú. Metnaðarfullur hópur alþjóðlegra fjárfesta frá Eistlandi sá tækifæri og völdu þeir 600 hektara land í Tbilisi hæðum sem gnæfa fyrir ofan borgina. Markhópurinn er erlendir golfáhugamenn. „Við stefnum á að verða einn af 100 bestu golfvöllum Evrópu. Þetta er sannarlega besti golfvöllurinn í Georgíu,“ segir framkvæmdastjórinn Perry Einfeldt. Markmiðið er háleitt en alls ekki galið því völlurinn er vissulega stórbrotinn. Það á ekki síst við um útsýnið. Fyrri hluti vallarins gnæfir yfir Tbilisi og síðari hlutinn stendur undir hinu forna Shavnabada-klaustri sem gnæfir á tindi samnefnds fjalls. Á fallegum sumardegi má sjá tignarleg Kákasusfjöllin í fjarska. Fyrsti stóri áfanginn er nú þegar í höfn því fyrr í ár varð Tbilisi Hills hluti af European Tour Properties sem Perry segir að sé mikill gæðastimpill fyrir klúbbinn og komi til með að hjálpa mjög til með markaðssetningu erlendis.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
STYTTUM VETURINN Í ÓGLEYMANLEGU UMHVERFI VIÐ BESTU AÐSTÆÐUR
GOLF OG SÓL Á KANARÍ ÆVINTÝRAEYJAN LA GOMERA
06. - 13. febrúar 13. - 20. febrúar 20. - 27. febrúar 27. - 06. mars
Heimsklassa golfvöllur með stórkostlegt útsýni yfir Atlandshafið
249.900 á mann í tv veggja manna herb ergi
IGUFLUG BEINT LE IFE MEÐ Á TENER
Nánari upplýsingar um ferðina :
595 1000 . heimsferdir.is . arnipall@heimsferdir.is
– fáðu meira út úr fríinu
Eins og áður sagði opnaði völlurinn í byrjun sumars, en eingöngu fyrir meðlimi. Þeir eru ekki nema um 50 talsins í dag, mestmegnis útlendingar sem starfa í Georgíu og þeir örfáu Georgíumenn sem eru meðlimir eiga það sammerkt að hafa starfað erlendis. Perry segist skynja mikinn áhuga meðal heimamanna, en bætir við að helsti markhópurinn sé erlendir ferðamenn. „Þá erum við fyrst og fremst að horfa til kylfinga frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu. En það er í raun magnað hversu margir eru byrjaðir að spila því við höfum ekkert auglýst starfsemina. Við erum rétt að fara af stað núna.“ Frekari uppbygging fram undan Völlurinn sjálfur er hannaður af Lassi Pekka Tilander. Hæðótt landslagið og trjágróðurinn spila stærstan þátt í vellinum, sem og fjöldinn allur af sandgryfjum. Völlurinn hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum kylfingum enda fjórir teigar á hverri braut. Allur aðbúnaður er til hreinustu fyrirmyndar – þarna er fullbúið æfingasvæði, verslun með golfvörur, golfbílar með gagnvirkum skjá og öll umhirða er fyrsta flokks. Tilfinningin við að spila völlinn er á pari við að spila á fyrsta flokks velli á Ítalíu eða í Portúgal. Hér verður að nefna 16. holuna sem er hreint út sagt ævintýraleg. Upphafshöggið, sem slegið er undir Shavnabada-klaustrinu, er slegið niður í móti. Höggið má ekki vera of langt því á miðri braut er stórt gil sem þarf að slá yfir. Annað höggið þarf að vera vel slegið því flötin er vel varin af sandgryfjum til hægri og skóglendi til vinstri. Ef vel tekst til
er fugl innan seilingar en að sama skapi er stutt í sprengjuna ef illa tekst til. Að loknum hring er ekki úr vegi að heilsa upp á munkana í Shavnabada og skella sér í vínsmökkun. Fram undan eru svo enn frekari framkvæmdir. Í haust hefst bygging á nýju og glæsilegu klúbbhúsi þar sem opnaður verður veitingastaður. Alls er ráðgert að byggja 3 þúsund einingar af íbúðarhúsnæði umhverfis völlinn, bæði íbúðir og villur sem tengjast munu vellinum beint.
Georgía
Georgía nýtur sífellt meiri hylli evrópskra ferðamanna. Uppgangur í landinu hefur verið mikill á undanförnum árum og í höfuðborginni Tbilisi er að finna fjölda hótela og veitingastaða og ekki skemmir fyrir að verðlagið er lágt. Landið er rómað fyrir góðan mat og dýrindis vín, en vín var fyrst bruggað í Georgíu 8 þúsund árum fyrir Krist. Frá apríl og fram í október er hitastigið 20 til 35 gráður og því tilvalið að leika golf eða skella sér í sólbað við Svartahafið. Á veturna er svo hægt að fara á skíði í Kákasusfjöllunum en skíðasvæðið í Gudauri þykir með þeim allra bestu í austanverðri Evrópu. Magnús Geir Eyjólfsson skrifar.
116
GOLF.IS
Veflausnir Öruggt greiðsluumhverfi
Borgun auðveldar viðskipti á netinu
Öll kort og gjaldmiðlar Auðvelt að tengja við vefverslun Tilbúnar tengingar við öll helstu vefumsjónarkerfi
Viltu taka við greiðslum á vefnum eða með appi? Borgun býður fjölbreyttar lausnir svo þú getir nýtt þér tækifærin á netinu og tekið við greiðslum í vefverslun.
Púttæfingar og bingó
– Karl Jóhannsson stýrir öflugu félagsstarfi hjá eldri kylfingum í GR „Ég byrjaði á þessu fyrir um þremur árum. Mér fannst vanta eitthvað fyrir okkur eldri kylfingana í GR yfir vetrartímann. Þetta hefur vaxið jafnt og þétt. Það er vel mætt á púttæfinguna sem fram fer á hverjum virkum degi kl. 10 - og þegar viðrar vel þá fara margir út á völl að spila og hittast síðan í kaffispjalli hér í Korpunni á eftir,“ segir Karl Jóhannsson við Golf á Íslandi.
Karl er heiðursfélagi GR og á stóran þátt í því að koma golfíþróttinni á framfæri. Synir hans, Jón og Karl Ómar eru báðir PGA golfkennarar og hafa því tekið við keflinu af karli föður sínum. „Félagsþátturinn er stór hluti af þessu öllu saman. Að koma saman, spjalla og hafa gaman,“ bætir Karl við en hann stendur einnig fyrir bingósamkomum samhliða púttæfingunum. „Við reynum að hafa bingó átta sinnum yfir veturinn, að meðaltali einu sinni í mánuði. Það kostar ekkert að taka þátt en á jóla- og páskabingóinu eru vinningarnir aðeins veglegri og þá kostar 1.500 kr. að taka þátt,“ segir Karl. Þegar Golf á Íslandi fór í heimsókn á dögunum í Korpuna var Karl að undirbúa bingóið. Vinningarnir voru glæsilegir og greinilegt að Karl er lunkinn við að ná í samstarfsaðila. „Það eru margir sem koma að þessu og ég er þakklátur þeim sem styðja við bakið á okkur. Fyrirtækin sem gefa verðlaunin í bingóið
118
GOLF.IS - Golf á Íslandi
eru farin að gera ráð fyrir því að ég hringi og óski eftir stuðningi,“ segir Karl Jóhann.
GOLF.IS
119
Nýtt smáforrit einfaldar golfleikinn
Kylfingar kunna vel við GLFR Smáforritið GLFR hefur vakið athygli hjá kylfingum hér á landi og erlendis. Frá árinu 2012 hefur GLFR unnið að vörunni og notendur eru hæstánægðir með útkomuna. Margir golfklúbbar á Íslandi eru í samstarfi við GLFR en forritið gefur kylfingum ýmsar upplýsingar um fjarlægðir og annað meðan á leik stendur.
GLFR er „app“ eða smáforrit sem auðvelt er að nálgast fyrir Android og iPhone-stýrikerfi. Eins og áður segir er markmiðið með GLFR að miðla upplýsingum til kylfinga meðan á leik stendur og einnig er hægt að nota GLFR til að skrá upplýsingar – s.s. skor og annað. Notendaviðmót GLFR er vel heppnað og notendavænt. Myndræn framsetning á brautum og flötum er með því best sem gerist. Jacob Jam Markussen er upphafsmaðurinn á bak við GLFR. Hann hóf að leika golf á sama tíma og hann hóf nám í tölvunarfræðum. Áhugi hans á golfi smitaðist fljótlega inn í þau verkefni sem hann skilaði af sér í náminu. GLFR er afsprengi af því. Markmiðið hjá Markussen var að einfalda golfleikinn fyrir kylfinga og nýta nýjustu tæknina í snjallsímum til þess að miðla upplýsingum til kylfinga á meðan þeir leika golf. Í GLFR eru tvær útgáfur. Á þeim golfvöllum sem eru í samstarfi við GLFR er mjög nákvæmt yfirlitskort af vellinum, upplýsingar um völlinn og forritið býður upp á samskiptamöguleika við klúbbinn. Á öllum völlum er hægt að fá upplýsingar um fjarlægðir s.s. í hindranir og inn á flöt og einnig er hægt að skrá skor ásamt fleiri möguleikum.
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kylfingar kunna vel við GLFR
Vissir þú af… … umbúðaverslun Odda? Í versluninni er hægt að nálgast allar helstu plastvörur sem Oddi selur auk þess sem þar má finna helstu stærðir af kössum, öskjum og öðrum umbúðum sem og fjölbreytt úrval af rekstrarvörum. Það er okkur mikið kappsmál að þjónusta viðskiptavini okkar vel og í umbúðaversluninni er ávallt tekið vel á móti viðskiptavinum sem njóta fyrsta flokks ráðgjafar í vali á lausnum sem henta þeim.
ÁRNASYNIR
Góður árangur í rekstri byggir á skynsamlegum ákvörðunum. Áratuga þekking okkar og reynsla tryggja þér fyrsta flokks ráðgjöf og aðstoð við greiningu á þínum þörfum. Hafðu samband og leyfðu okkur að aðstoða þig við að finna þá lausn sem hentar þínum rekstri best.
Höfðabakki 7 Opið alla virka daga frá kl.08-16
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar - s. 515-5000
www.oddi.is
Bjarni vallarstjóri hjá Nesklúbbnum
Helgi fékk gullmerki GSÍ Helgi Bragason hefur gegnt formennsku í Golfklúbbi Vestmannaeyja allt frá árinu 2001. Helgi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í embættið á næsta aðalfundi GV. Í formannstíð Helga hefur rekstur GV tekið miklum breytingum en klúbburinn fagnaði 80 ára afmæli sínu á þessu ári. Helgi fékk viðurkenningu fyrir störf sín í þágu golfhreyfingarinnar á formannafundinum sem fram fór 24. nóvember sl. í Grindavík. Þar veitti Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ Helga gullmerki golfsambandsins.
Gunnar kveður sem framkvæmdastjóri GS Gunnar Þór Jóhannsson framkvæmda- og vallarstjóri Golfklúbbs Suðurnesja sagði í haust starfi sínu lausu. Gunnar hóf störf sem sumarstarfsmaður hjá GS árið 1996 og starfaði sem slíkur fram til ársins 2001. Hann stundaði nám við Elmwood College í Skotlandi þaðan sem hann útskrifaðist sem grasvallafræðingur. Hann kom aftur til starfa hjá GS vorið 2004 sem aðstoðarvallarstjóri, Gunnar starfaði sem aðstoðarvallarstjóri og svo síðar sem vallarstjóri til ársins 2011 en þá tók hann við sem framkvæmdastjóri og mun sinna því starfi út febrúar 2019.
Á dögunum undirrituðu þeir Kristinn Ólafsson formaður Nesklúbbsins og Bjarni Þór Hannesson golfvallatæknifræðingur samning þar sem Bjarni er ráðinn vallarstjóri hjá Nesklúbbnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nesklúbbnum. Bjarni hefur mjög mikla þekkingu og reynslu sem bæði vallarstjóri og ráðgjafi í sínu fagi. Árin 2013–2018 var hann vallarstjóri hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, þar á undan vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur og Golfklúbbnum Leyni á Akranesi ásamt því að hafa einnig starfað sem aðstoðarvallarstjóri hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Þá hefur Bjarni einnig starfað erlendis á m.a. Sunningdale golfvellinum í Englandi og Nashawtuc Country Club í Bandaríkjunum ásamt fleiri völlum sem haldið hafa stórmót í golfi. Hann hefur oftar en einu sinni verið valinn vallarstjóri ársins innan raða SÍGÍ (samtaka íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna), nú síðast í febrúar 2018. Bjarni stundaði nám í golfvallafræðum við Elmwood College í Skotlandi og er jafnframt eini Íslendingurinn sem hefur náð sér í M.Sc. gráðu í Sport Turf Technology þar sem hann stundaði nám við Cranfield-háskólann. Bjarni er 37 ára gamall, uppalinn á Akranesi og býr í dag ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum í Reykjavík. Hann mun hefja störf 1. desember næstkomandi og býður Nesklúbburinn hann innilega velkominn til starfa.
GSÍ fær 27,4 milljónir kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ Gengið hefur verið frá samningi Golfsambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2018. Golfsamband Íslands (GSÍ) flokkast sem A/Afrekssérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2018. Heildarstyrkveiting sjóðsins til GSÍ vegna verkefna ársins er 27.400.000 kr. en til samanburðar þá hlutu verkefni GSÍ árið 2017 styrk að upphæð 14.850.000 kr. frá Afrekssjóði ÍSÍ. Mikill vöxtur hefur verið í afreksstarfi GSÍ á undanförnum árum og hefur árangur einstaklinga og hópa verið framúrskarandi. GSÍ hefur verið að efla umhverfi afreksíþróttafólksins með mælingum á afrekskylfingum og stuðningi í tengslum við mót sem og í undirbúningi viðburða. Tveir keppendur tóku þátt í Ólympíuleikum ungmenna á árinu og sigur í liðakeppni á Evrópumeistaramótinu í Glasgow á árinu er án efa einn af hápunktum ársins.
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golf á Íslandi
Fjölmargir kylfingar hafa verið að keppa á alþjóðlegum mótum á árinu og margir þeirra tekið þátt í sterkustu mótaröðum í heiminum. Það voru Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ og Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ, sem undirrituðu samninginn fyrir hönd GSÍ og Lilja Sigurðardóttir formaður stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fyrir hönd Afrekssjóðs ÍSÍ.
„Tækifærið er núna.“
Registered trademark licensed by Bioiberica
Alfreð Finnbogason Landsliðsmaður í knattspyrnu
Með þér í liði Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® inniheldur: Hyaluronsýru sem gegnir mikilvægu hlutverki í að smyrja og viðhalda mýkt í liðamótum. Kondróitínsúlfat er algengt byggingarefni í liðbrjóski og er talið hamla bólgumyndun og vinna gegn slitgigt. Omega-3 inniheldur fitusýrurnar EPA og DHA sem talið er að geti dregið úr stirðleika á morgnana og verkjum. C-vítamín tekur þátt í framleiðslu líkamans á kollagen próteini sem er meginuppistaðan í ýmsum tengivefjum líkamans.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
eimskip flytur þér golfið Eimskip hefur ávallt lagt áherslu á að taka þátt í uppbyggingu á forvarnar- og unglingastarfi og fellur golfíþróttin vel að þeirri hugsjón, þar sem hún er frábær fjölskylduíþrótt sem brúar kynslóðabilið. Eimskip hefur verið aðalbakhjarl Golfsambands Íslands um árabil. Í sameiningu hafa Golfsambandið og Eimskip staðið að Eimskipsmótaröðinni, en hún er stærsti golfviðburður hérlendis.