GOLF Á ÍSLANDI // 5. TBL. 2019
Hulda Clara
„Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“
BONALBA GOLF
FRÁBÆR VALKOSTUR Á ALICANTE SVÆÐINU HÓTEL Öll herbergin eru með svölum, öryggishólfi, loftkælingu og sjónvarpi. Á hótelinu er sportbar þar sem hægt er að tilla sér og horfa á golf yfir góðum drykk. Einnig er góð heilsulind, aðgangur er innifalinn í verði ferða, en greiða þarf sérstaklega fyrir nudd og dekur meðferðir. Fyrir utan hótelið er svo stór sundlaugargarður með góðri aðstöðu til slökunar í sólinni. 18 HOLU GOLFVÖLLUR Bonalba er hannaður af D. Ramon Espinosa, þekktum spænskum golfvallarhönnuði sem er talinn einn af betri golfvallahönnuðum í Evrópu. Bonalba golfvöllurinn, par 72, liggur í skemmtilegu landslagi umhverfis Bonalba hótelið. Þrátt fyrir að það sé töluvert landslag í vellinum þá er hann alls ekki erfiður að ganga. Flatirnar eru nokkuð stórar eins og gerist og gengur á flestum spænskum völlum og þrátt fyrir að það sé ekki mikið landslag í flötunum þá getur verið kúnst að lesa þær rétt. Við klúbbhúsið eru góðar púttflatir til að hita upp aðalkylfuna fyrir leikinn, einnig er hægt að slá í net við hliðina á fyrsta teig. STAÐSETNING Hótelið og völlurinn eru í aðeins 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og 20 mínútna fjarlægð frá miðborg Alicante.
HELDRI KYLFINGAR 65+
VORFERÐIR
BONALBA GOLF
BONALBA GOLF 21. – 30. mars 06. – 17. apríl 17. – 27. apríl 27. apr. – 04. maí
9 nætur, 8 golfdagar 11 nætur, 10 golfdagar 10 nætur, 9 golfdagar 9 nætur, 9 golfdagar
LAUS SÆTI LAUS SÆTI LAUS SÆTI UPPSELT
HELDRI KYLFINGAR
EKKERT ALDURSTAKMARK
BONALBA GOLF 27. apr. – 11. maí
14 nætur, 13 golfdagar LAUS SÆTI
GOLFSKÓLI GOLFSKÁLANS BONALBA GOLF
28. mars – 05. apríl 8 nætur, 8 dagar 05. – 16. apríl 11 nætur, 11 dagar
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is
BONALBA GOLF er fínn valkostur fyrir heldri kylfinga. Ferðir Heldri kylfinga hafa verið mjög vinsælar hjá Golfskálanum undanfarin ár og eigum við von á að svo verði áfram á Bonalba. Aðbúnaður er allur með ágætum bæði á hótelinu og golfvellinum. Golfbílarnir eru innifaldir í verði ferða og afsláttur fæst ef teknir frídagar.
LAUS SÆTI LAUS SÆTI
Það er ekkert aldurstakmark í þessar ferðir en flestir eru 65+. Það er aðeins rólegra “tempó” í þessum ferðum og flestir kjósa að vera í 12-16 daga. Margir farþegar í þessum ferðum sjá þetta ekki bara sem golfferð heldur líka sem afslöppun og taka því 1-3 frídaga frá golfi inn á milli, (sem kemur þá til lækkunar á verði ferðarinnar).
VORFERÐIN 27. apr. – 11. maí
14 nætur, 13 golfdagar LAUS SÆTI
9 daga ferð frá aðeins
179.900 kr.
GOLFSKÓLI GOLFSKÁLANS BONALBA GOLF
Kennslan fer ýmist fram á sérstöku æfingasvæði, (Driving range), sem er í 3 mín aksturfjarlægð frá hótelinu og á stutta spils svæði sem er við klúbbhúsið hjá hótelinu. Á æfingasvæðinu er salernisaðstaða og seldar léttar veitingar. Á frjálsum dögum býðst nemendum að nýta sér æfingaaðstöðuna sem og að leika á æfingavellinum. Samhliða kennslunni leika nemendur golf ýmist á æfingavelli hjá æfingasvæðinu eða á aðalvellinum.
VORFERÐIRNAR 28. mars – 05. apríl 8 nætur, 8 dagar 05. – 16. apríl 11 nætur, 11 dagar
LAUS SÆTI LAUS SÆTI
GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • travel@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Meðal efnis:
22
10
Hulda Clara Gestsdóttir „Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“
78 Vestfirðir Kraftmikið starf á Bíldudal „Bjartari tímar fram undan á Patreksfirði“
Nýjar forgjafarreglur 2020
66 Bonalba á Spáni – Gæði í fallegu umhverfi
GOLF Á ÍSLANDI
52 Öldungamótaröð LEK 2019
4
GOLF.IS - Golf á Íslandi Efnisyfirlit
Útgefandi / ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Brynjar Eldon Geirsson, brynjar@golf.is Ritstjóri: Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@golf.is Texti: Sigurður Elvar Þórólfsson nema annað sé tekið fram. Prófarkalestur: Ingibjörg Valsdóttir. Ljósmyndir: Sigurður Elvar Þórólfsson, erlendar myndir golfsupport.nl, Grímur Kolbeinsson, myndir frá einkaaðilum. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson. Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is, símar: 514 4053 og 663 4556. Blaðinu er dreift í 12.500 eintökum. Prentun: Oddi. Næsta tölublað kemur út í apríl/maí 2020.
REGNJAKKAR KERN frá SUNICE. Vinsælastu regnjakkarnir okkar.
24.900 kr.
GOLFFATNAÐUR Mikið úrval af buxum, pólóbolum, derhúfum og allskyns fatnaði frá ALBERTO, PUMA, TRAVIS MATHEW og fleirum.
GOLFSKÓR Mikið úrval frá PUMA, ECCO og FOOTJOY. Verð frá aðeins
9.800 kr.
VINDJAKKAR REGNBUXUR
HAMILTON sá vinsælasti frá SUNICE.
EDISON frá SUNICE. Gore-Tex regnbuxur karla og kvenna SUNICE.
14.900 kr.
24.900 kr.
Jólagjafirnar færðu hjá okkur
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Golfíþrótt morgundagsins Stefnumótun til framtíðar er mikilvægur þáttur í starfsemi íþróttahreyfinga, ekki síst vegna þeirra samskipta sem þurfa að eiga sér stað í tengslum við slíka vinnu. Þegar golfhreyfingin setti sér stefnu árið 2013 voru fjölmargir aðilar sem lögðu hönd á plóg, ræddu framtíðina og komu sér saman um helstu áherslur. Undanfarin ár höfum við reynt að fylgja þeirri stefnumótun eftir í störfum golfsambandsins. Sumt hefur gengið vel og annað síður. Nú er tímabil þeirrar stefnu liðið og hefur áttavitinn verið stilltur á nýjan leik. Á nýafstöðnu golfþingi var ný stefna sett til næstu átta ára. Upphafsstef stefnumótunarinnar fólst í þessari spurningu: „Ef við ætluðum að stofna Golfsamband Íslands á morgun – hvert yrði hlutverk þess?“ Við þóttumst vita að hlutverk sambandsins yrði frábrugðið því sem það hefur verið undanfarna áratugi. Þótt golfíþróttin á Íslandi hafi átt afar góðu gengi að fagna á undanförnum árum er mikilvægt að stunda sjálfsskoðun. Það er alltaf hægt að bæta um betur. Markmið og rauði þráðurinn í nýrri stefnu GSÍ felst í forgangsröðun verkefna, betri nýtingu fjármuna og skarpari skilum á milli hlutverka sambandsins annars vegar og golfklúbbanna hins vegar. Að loknum skoðanakönnunum um markmið hreyfingarinnar og áherslur golfsambandsins lagði stjórn GSÍ sig fram við að kynna afrakstur vinnu sinnar fyrir golfklúbbum landsins. Viðbrögðin voru mikil og einkenndust þau bæði af lofi og skarpri gagnrýni. Tók stefnan því töluverðum breytingum í takt við þær ábendingar sem bárust. Í verkferlinu voru lagðar fram nokkuð róttækar hugmyndir á sumum sviðum starfseminnar. Lögð var til skýrari aðgreining á því sem mætti telja til kjarnastarfsemi sambandsins annars vegar og annarrar starfsemi hins vegar. Kjarnastarfsemi er starfsemi sem golfklúbbar landsins geta ekki sjálfir sinnt og verkefni sem ekki verður hjá því komist að golfsambandið sinni, svo sem samkvæmt lögum GSÍ og ÍSÍ á hverjum tíma. Annarri starfsemi en kjarnastarfsemi er einnig mikilvægt að sinna en það eru fleiri aðilar en golfsambandið sem geta sinnt slíkri starfsemi, t.d. golfklúbbar, PGA á Íslandi eða aðrir aðilar. Óhætt er að segja að hin nýja stefna hafi meiri áhrif á suma málaflokka en aðra enda hafa sumir málaflokkar sambandsins staðið óbreyttir áratugum saman. Stöðnun er ekki góð og það getur verið nauðsynlegt að stíga frá teikniborðinu af og til og horfa á heildar-
myndina úr smá fjarlægð. Það gerðum við og það verður spennandi að fylgjast með golfsambandinu og golfklúbbum landsins takast á við ný verkefni á næstu árum. Golfsambandið samanstendur af 63 golfklúbbum um allt land og það er eðlilegt að skoðanir séu skiptar og áherslur ólíkar. Það er skýrt markmið nýrrar stefnu að bæta starfsemi golfsambandsins til framtíðar og enginn vafi leikur á því að jákvæð og uppbyggileg samtöl við forsvarsfólk golfklúbbanna á síðastliðnum misserum leiddu til betri niðurstöðu og sterkari samstöðu, sem verður ómetanlegt veganesti til næstu ára. Ég er stoltur af allri vinnunni sem liggur að baki og þakklátur fyrir þá góðu afgreiðslu sem stefnan fékk á nýafstöðnu golfþingi. Við getum öll horft bjartsýn fram á veginn. Um leið og ég færi öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem kom að starfi hreyfingarinnar á árinu sem er að líða hjartans þakkir fyrir framlag þeirra, óska ég öllum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Með kærri jólakveðju, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
Haukur Örn nýr forseti Evrópska golfsambandsins Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, var kjörinn forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, hinn 16. nóvember sl. Haukur Örn tók formlega við embættinu af Pierre Bechmann frá Frakklandi á ársþingi EGA sem fram fór í Chantilly í Frakklandi þann sama dag. Haukur Örn verður forseti EGA til ársins 2021 en á undanförnum tveimur árum hefur Haukur Örn gegnt embætti verðandi forseta eða „president-elect“. Haukur Örn þekkir vel til Evrópska golfsambandsins en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010–2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Haukur Örn varð þá fyrsti Íslendingurinn til þess að vera kjörinn í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin,“ segir Haukur Örn. Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 47 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni og halda utan um forgjafarkerfið í Evrópu.
6
GOLF.IS - Golf á Íslandi Forseti Golfsambands Íslands
U, KOMD ÐU Á OG SJ UMÖG A N LEIKA
GOLFBUDDY
Aim W10 Frábært GPS golfúr með óteljandi möguleikum.
38.800 kr.
PRECISION
NX7, NX7pro og NX9hd fjarlægðarmælar. Verð frá aðeins:
29.900 kr.
U, KOMD ÐU Á OG SJ IN GÆÐ
BUSHNELL
PRO XE fjarlægðarmælar.
79.800 kr.
BUSHNELL
Tour V4 Jolt fjarlægðarmælar.
51.800 kr.
GOLFBUDDY Voice 2 GPS tæki.
18.800 kr.
ÆFINGABÚNAÐUR U, KOMD DU N IN F & GÆÐIN
PUTTOUT Eitt vinsælasta æfingatækið, frábært á púttmottuna. Fimm litir í boði. Verð aðeins:
3.900 kr.
PUTTOUT WELLPUTT Frábærar púttmottur Geggjaðar púttmottur 2,4 metrar. 3 litir í boði. fáanlegar í 3, 4 og 8 metrum. Verð aðeins: Verð frá:
19.800 kr.
14.400 kr.
U, KOMD AÐ U & FÁÐ FA PRU
PUTTOUT SPEGILL Frábær á púttmottuna og á æfingasvæðinu. Verð aðeins:
CHIPPING NET Verð frá aðeins:
1.900 kr.
9.900 kr.
Jólagjafirnar færðu hjá okkur
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Golfreglur Íslensk þýðing á vef R&A og regluapp Dómaranefnd GSÍ hefur nú lokið vinnu við að koma íslenskri þýðingu golfreglnanna og öðrum texta tengdum golfreglunum inn á vef R&A og í regluapp R&A. Vefur R&A er á slóðinni www.randa.org. Þar er nú hægt að nálgast eftirfarandi texta á íslensku: 1. Golfreglurnar ásamt skilgreiningum. 2. Leikmannaútgáfu golfreglnanna ásamt skilgreiningum. 3. Túlkanir golfreglnanna. 4. Verklag nefnda, efni fyrir golfklúbba og mótsstjórnir.
Auk þess er hægt að nálgast app R&A vegna golfreglnanna á Play Store (fyrir Android síma) og á App Store (fyrir iPhone síma). Eftir að appið hefur verið sett upp er hægt að sækja íslenska textann og fletta og leita í golfreglunum á íslensku.
8
GOLF.IS // Golfreglur
5. Golfreglur fyrir fatlaða leikmenn. 6. Sjónræna leit í golfreglunum. 7. Spurningaleik vegna golfreglnanna. 8. Golfregluskólann þar sem hægt er að taka 1. stigs próf í golfreglunum.
Dómaranefndin vonast til að með þessum áfanga verði golfreglurnar enn aðgengilegri fyrir íslenska kylfinga og golfklúbba. Sérstaklega hvetur nefndin golfklúbba til að kynna sér „Verklag nefnda“ en þar er mjög gagnlegt efni um uppsetningu valla, staðarreglur, framkvæmd móta og fleira.
GOLFKYLFUR
PÚTTERAR
Mikið úrval frá mörgum framleiðendum.
EVNROLL pútterarnir vinna til verðlauna ár eftir ár.
POKAR
U, KOMD UR RÐ E V Ú Þ UFA AÐ PR
GOLFSETT SEM HENTA BYRJENDUM VEL
Vandaðir pokar frá COBRA, PING, TITLEIST og fleirum.
KERRUR Mikið úrval frá BIG MAX og CLICGEAR.
BARNASETT Mikið úrval frá COBRA og MACGREGOR. Verð frá 19.900 kr.
BYRJENDASETT Mikið úrval frá CALLAWAY og MACGREGOR. Verð frá 34.900 kr.
Jólagjafirnar færðu hjá okkur
Sjáðu vöruúrvalið og golfferðirnar á golfskalinn.is GOLFSKÁLINN – VERSLUN OG FERÐASKRIFSTOFA, Bíldshöfða 16 • 110 Reykjavík • Sími: 578 0120 • info@golfskalinn.is • golfskalinn.is
Nýjar forgjafarreglur 2020 Á árinu 2020 munu sex forgjafarkerfi sameinast í eitt fyrir allan heiminn. Nýju reglurnar gera kylfingum fært að nota sína forgjöf á hvaða golfvelli sem er í heiminum og keppa eða leika golfhring sér til skemmtunar með hverjum sem er á heiðarlegum og jöfnum forsendum. Reglurnar kallast á ensku World Handicap System (WHS) og munu taka gildi hér á landi 1. mars 2020.
Helstu grunnatriðin í forgjafarreglum 2020 Meðaltalsregla. Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna síðustu 20 forgjafarhringja. Hægt verður að skoða forgjöfina í tölvukerfi GSÍ frá 1. mars 2020. Forgjafarflokkar eru liðin tíð. Í nýju reglunum eru engir forgjafarflokkar eins og kylfingar eru vanir. Sem þýðir líka að nú geta allir skráð inn forgjafarhringi eftir 9 holu leik eða meira. Ekki þarf að tilkynna fyrir fram. Ekki þarf að tilkynna sérstaklega í tölvukerfinu að leikinn hringur gildi til forgjafarútreiknings. Hægt verður að skrá alla hringi eftir á til forgjafarútreiknings.
10
GOLF.IS // Nýjar forgjafarreglur 2020
Viðurkennd leikform. Skor er gilt til forgjafarútreiknings ef hringur hefur verið leikinn samkvæmt golfreglum og viðurkenndum leikformum. Hámarks forgjöf 54. Óbreytt verður að hámarks forgjöf sem kylfingur getur fengið er 54,0. Þú þarft ekki að missa þig í smáatriðin! Forgjafarreglurnar eru frábrugðnar golfreglum að því leyti að þeim er að mestu leyti stjórnað af tölvukerfi. Þess vegna þarftu ekki að læra smáatriðin heldur treysta þeim reiknireglum í tölvukerfinu sem reikna út þína forgjöf.
Þú þarft bara ... … þegar nýtt forgjafarkerfi tekur gildi 1. mars 2020 að skrá þig inn í tölvukerfi GSÍ og sjá hver ný endurreiknuð forgjöf þín er samkvæmt forgjafarreglum 2020 sem gilda um allan heim. ...að leika þér í golfi. Þú sérð leikforgjöf þína á forgjafartöflu fyrir viðkomandi völl og teig. Leiktu samkvæmt gildandi golfreglum og gerðu þitt besta á vellinum. Skráðu svo skorið í tölvukerfi GSÍ eða önnur snjallforrit sem tengjast tölvukerfinu.
Jólagjöfin er 66°Norður 66north.is | @66north
Spurt og svarað Hér að neðan finnur þú svör við nokkrum algengum spurningum um forgjafarreglurnar 2020. Sum svör eru ekki tiltæk þar sem verið er að leggja lokahönd á reglurnar. USGA, R&A og EGA eru sameiginlegt stjórnvald forgjafarkerfisins og ábyrg fyrir því. Við uppfærum hér um leið og nýjungar berast. Spurningar vegna endurreiknings á forgjöfinni 1. mars 2020 Hvernig verður forgjöfin mín endurreiknuð? Forgjöfin verður endurreiknuð samkvæmt grunnreglu kerfisins meðaltal 8 lægstu skormismuna af 20 síðustu skráðum hringjum á skoryfirliti - miðað við þá hringi sem eru núna á mitt.golf.is frá og með 2017. Ef hægt er að tala um sanngjarnan endurreikning á forgjöf þá byggist hann alltaf á mörgum nýlegum skorum! Í grunninn byggir forgjafarkerfið á því að kylfingur reynir eftir fremsta megni að ná sem bestum árangri á hverri holu og fylgi golfreglum. Þar að auki er gert ráð fyrir því að kylfingur skili inn eins mörgum gildum skorum til forgjafar og hann getur. Þá mun forgjöfin alltaf sýna hans réttu getu. Hvað ef ég er með færri en 20 forgjafarhringi? Þá verður meðaltalið reiknað út frá færri forgjafarhringjum, út frá töflu í reglunum sem finnur út hve marga forgjafarhringi þú hefur skráð frá árinu 2017. Séu forgjafarhringir á bilinu 1-19 þá notar kerfið eftirfarandi töflu við endurreikning. Ef þú ert ekki með neinn skráðan forgjafarhring síðan 2017 þá verður forgjöfin óbreytt.
12
Mun forgjöfin mín breytast mikið eftir endurreikning? Það er erfitt að spá nákvæmlega fyrir hver ný forgjöf verður í samburði við núverandi EGA forgjöf. Hún gæti hækkað, lækkað eða staðið í stað. Verður hámarkshækkun á forgjöf við endurreikning? Ekki er hægt að svara þessari spurningu að svo stöddu þar sem enn er verið ræða þennan hluta af reglunum. Ég er í forgjafarflokki 1, þ.e. með forgjöf undir 4,4. Nú hafa aðeins skor úr mótum verið til forgjafar og ég náði ekki að leika 20 mótahringi á þessu ári. Er það sanngjarnt við endurreikning? Já, þar sem endurreikningurinn skoðar forgjafarhringi þrjú ár aftur í tímann. Hvernig verður þetta þangað til 1. mars 2020? Nýjar forgjafarreglur munu taka gildi 1. mars 2020. Í vetur og allt næsta ár mun GSÍ kynna þessar breytingar vel fyrir forgjafarnefnum golfklúbba og almennum kylfingum. Að auki verður innleiðing á nýju tölvukerfi GSÍ kynnt samhliða þessum nýju forgjafarreglum.
Skormismunur á skoryfirliti
Skormismunur sem skal nota við útreikning forgjafar
Leiðrétting
1
Lægsti 1
-2.0
2
Lægsti 1
-2.0
3
Lægsti 1
-2.0
4
Lægsti 1
-1.0
5
Lægsti 1
0
6
Meðaltal af lægstu 2
-1.0
7 eða 8
Meðaltal af lægstu 2
0
9 til 11
Meðaltal af lægstu 3
0
12 til 14
Meðaltal af lægstu 4
0
15 eða 16
Meðaltal af lægstu 5
0
17 eða 18
Meðaltal af lægstu 6
0
19
Meðaltal af lægstu 7
0
20
Meðaltal af lægstu 8
0
GOLF.IS // Nýjar forgjafarreglur 2020
Spurningar um sjálfar forgjafarreglurnar og reikniaðferðir Hvernig er forgjöfin fundin út? Forgjöfin þín verður meðaltal 8 lægstu skormismuna af síðustu 20 hringjum, sem skráð er á skoryfirlit. Það eina sem þú þarft að skoða er leikforgjafartafla vallarins og leikforgjöf þín fyrir teiginn sem þú ætlar að leika af, leika hringinn og skrá skorið í tölvukerfið. Útreikningurinn fer fram í tölvukerfinu sem finnur út hvort þessi hringur hafi áhrif á forgjöf. Hvernig er meðaltalið reiknað? Meðaltalið er reiknað út frá forgjöfinni þinni. Forgjöfin er tala með aukastaf sem samsvarar nákvæmri forgjöf sem þú spilaðir í raun á viðkomandi hring. (Sjá nákvæma skilgreiningu í spurningunni hér að neðan.) Tölvukerfið reiknar út nýja forgjöf eftir að skorið hefur verið skráð. Þú sérð nýjar tölur á öllum skráðum umferðum þínum í tölvukerfinu. Hvernig virkar forgjafarútreikningurinn? Forgjöfin þín verður og getur bara verið reiknuð út af tölvukerfi GSÍ. Ef þú hefur sérstakan áhuga á að kynna þér þær reiknireglur og skilgreiningar á hugtökum þá eru þær hér:
Skormismunur Munurinn á leiðréttu brúttó skori leikmanns og vallarmati að teknu tilliti til vægis og útreiknings leikaðstæðna (PCC). Þetta er tölulegt gildi í samræmi við skor eftir leik á golfvelli á ákveðnum degi sem er skráð í skoryfirlit leikmanns. Í höggleik: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (leiðrétt brúttó skor – vallarmat – leiðréttinga vegna leikaðstæðna) Punktar: Skormismunur = (113 ÷ vægi) x (par + vallarforgjöf - (fengnir punktar – 36) – vallarmat – leiðrétting vegna leikaðstæðna)
Bestu HÁL F & L I HE SETT
jólagjafirnar
GOLFPOKAR
FERÐAPOKAR
G LE2 PÚTTER – DÖMU
SIGMA 2 PÚTTER – MARGAR GERÐIR
GOLFHANDKLÆÐI
REGNSLÁ YFIR GOLFPOKA
G LE2 DÖMUSETT
G LE2 TRÉKYLFUR – DÖMU
JÁRNASETT
KULDAHÚFUR
REGNHLÍFAR
G410 – TRÉKYLFUR
KULDALÚFFUR
Skilgreiningar Forgjöf Mælikvarði á getu leikmanns til að leika golfvöll með eðlilegu erfiðleikastigi og því reiknað út frá vægi golfvallar með vægi 113. Lágforgjöf Lægsta forgjöf sem leikmaður hefur fengið á síðasta 12 mánaða tímabili miðað við þann dag sem nýjasta skor skráð á skoryfirlit var leikið. Leiðrétt brúttó skor Brúttó skor leikmanns ásamt mögulegum vítishöggum sem síðan er leiðrétt vegna þess að: Leikmaður leikur á fleiri höggum en hámarksskor hans á holunni eða hola er ekki leikin eða byrjað er að leika holu sem leikmaður lýkur ekki. Nettó skrambi Skor sem er par holunnar að viðbættum tveimur höggum sem er leiðrétt með forgjöf viðkomandi á holuna. Nettó skrambi er hámarksskor á holu sem leikin er til forgjafar. Vallarmat. Erfiðleikastig golfvallar fyrir “scratch” leikmann við eðlilegar vallar-og veðuraðstæður. Vægi golfvallar Mælikvarði á erfiðleika golfvallar fyrir leikmenn sem ekki eru scratch leikmenn samanborið við scratch leikmenn. Útreikningur leikaðstæðna (PCC) Tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns. Dæmi um aðstæður sem gætu haft slík áhrif á leik: Vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar. Hvað er PCC (útreikningur leikaaðstæðna)? Ekkert ósvipað og CSA leiðrétting sem við notuðum fyrir nokkrum árum. Því hefur nú verið skipt út fyrir PCC (Playing Conditions Calculation) sem er tölfræðileg niðurstaða sem ákvarðar hvort leikaðstæður á leikdegi voru að það miklu leyti frábrugðnar eðlilegu ástandi að þær höfðu áhrif á leik leikmanns.
14
GOLF.IS // Nýjar forgjafarreglur 2020
Dæmi um aðstæður sem gætu haft áhrif á frammistöðu leikmannsins: Vallaraðstæður, veður eða uppsetning vallar. PCC ber saman árangur kylfinga þennan dag og forgjöf þeirra. Sama hvort skorið er úr móti eða við almennan leik. Ef það eru færri eða fleiri kylfingar en gera mátti ráð fyrir að næðu eðlilegu skori þá verður leiðrétting þennan dag á milli -1 og +3. Við eðlilegar aðstæður verður PCC 0. Þú getur alltaf séð hvort einhver PCC leiðrétting var gerð með því að smella á forgjafarhringinn í tölvukerfi GSÍ. Verður hámarkshækkun á forgjöf á einu ári? Já, það verður háþak sem þýðir að þú getur mest hækkað um 5.0. Háþak takmarkar að forgjöf leikmanns eftir útreikning samkvæmt lágþaki getur að hámarki verið 5.0 högga hækkun frá lágforgjöf hans. Það eru engin takmörk á mögulegri lækkun forgjafar leikmanns. Þessar takmarkanir byrja aðeins að hafa áhrif þegar kylfingur hefur að minnsta kosti 20 viðurkennd skor á skoryfirliti sínu. Hvað er lágforgjöf? Lægsta forgjöf sem leikmaður hefur verið með á 12 mánaða tímabili miðað við þann dag sem nýjasti hringur sem er á skoryfirliti var leikinn. Hvað ef ég er ekki með 20 skráða hringi á skoryfirlitinu mínu? Þá reiknast meðaltalið út frá færri hringjum og allt í góðu með það. Get ég hækkað yfir 36 í forgjöf? Já, hámarks forgjöfin verður 54. Allir forgjafarflokkar hverfa og allir kylfingar munu tilheyra eina og sama flokknum með sömu skilyrðum. Hvaða viðurkenndu leikform eru notuð til forgjafarútreiknings? Það er óbreytt, annaðhvort höggleikur eða punktakeppni Hvernig leiðréttir kerfið skorið mitt þegar það er slegið inn? Slæmt skor á einni eða tveimur holum ætti ekki að hafa veruleg áhrif á skor til forgjafarútreiknings enda ekki í samræmi við raunverulega getu leikmanns. Fyrir kylfing er hámarksskor fyrir hverja holu takmarkað við nettó skramba reiknað þannig:
Par holunnar + 2 högg + möguleg forgjafarhögg sem leikmaður fær á holuna Nettó skrambi er jafn og lægsta skor sem gefur leikmanni 0 punkta á holuna. Hversu oft og hvenær verður forgjöfin uppfærð? Forgjöfin þín uppfærist eftir hvern leikinn hring hvort sem er í móti eða við almennan leik. Ef þú skráir skorið inn sama dag og þú lékst þá uppfærist forgjöfin þín daginn eftir. Það er vegna þess að tölvukerfið þarf að gera útreikning leikaðstæðna eftir miðnætti fyrir hvern dag. Verður mögulegt að skrá 12 holu skor? Já, þú getur skráð 12 holur til forgjafar eins og 9 og 18 holur. Einnig er hægt að leika 10-17 holur og skrá til forgjafar. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út þær holur sem þú leikur og tölvukerfið sér um að reikna út niðurstöðuna. Verður skylda að skrá öll skor í tölvukerfið eftir 2020? Nei, það verður aldrei skylda að skrá alla hringi til forgjafarútreiknings. Hins vegar hvetjum við þig til að spila samkvæmt golfreglunum og skrá inn eins marga hringi og þú getur, bæði góðu og slæmu hringina. Það gefur rétta mynd af getu þinni. Ég er félagi í golfklúbbi á Íslandi og erlendis. Verða tölvukerfin samtengd? Nei, tölvukerfin verða ekki samtengd og þú sem kylfingur berð ábyrgð á því að báðir golfklúbbarnir séu að nota rétta og uppfærða forgjöf. Hvað með hringi sem ég leik erlendis? Já, þú getur skráð inn forgjafarhringi leikna erlendis. Það eina sem þú þarft að gera er að finna út vallarmat og vægi fyrir þá teiga sem þú lékst af og slá inn í tölvukerfi GSÍ. Hvernig hjálpa forgjafarreglurnar 2020 því markmiði að flýta leik? Þegar umferð um golfvöll er mikil flýtir það leik að hafa hámarksskor á holu til forgjafar. Klúbbarnir eiga að vera óhræddir við að hvetja háforgjafarkylfinga að taka boltann upp þegar hámarksskori hefur verið náð á holu. Nánari upplýsingar um forgjafarreglurnar 2020 - World Handicap System er að finna á vefsíðunni whs.com, sem er upplýsingasíða frá R&A og USGA.
Varðveitum góðar minningar og búum til nýjar
Ferðalag er gjöf sem aldrei gleymist Hvort sem það er á ferð um framandi slóðir eða við jólatréð heima eru samverustundir með ástvinum eitt það dýrmætasta sem til er. Skapaðu þér og þínum ánægjulegar minningar á komandi ári. Hvernig væri að æfa sveifluna í suðrænni golfparadís? Gefðu frí með gjafabréfi Icelandair
Golfþing 2019
Góður rekstur og fjölgun kylfinga á árinu 2019 Þing Golfsambands Íslands fór fram í Laugardalshöll 23.–24. nóvember 2019. Þinghaldið tókst vel og líflegar umræður voru hjá þeim nefndum sem tóku til starfa síðdegis á föstudeginum og skiluðu af sér ýmsum tillögum í kjölfarið. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, fór yfir helstu atriðin í starfi golfsambandsins í ársskýrslu GSÍ fyrir árið 2019. Þar bar hæst að mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa stefnu golfsambandsins til næstu átta ára. „Líkt og undanfarin ár hefur stjórn golfsambandsins og starfsfólk unnið samkvæmt þeirri stefnu sem samþykkt var á Golfþingi árið 2013. Sú stefna er nú að líða undir lok og er það von okkar að á þessu Golfþingi takist sátt um nýja stefnu til næstu átta ára. Stjórn golfsambandsins hefur haldið alls 14 fundi á starfsárinu og hafa þeir verið vel sóttir af stjórnarmönnum. Á fundunum hafa stjórnarmenn átt góðar og gagnlegar umræður, skipst á skoðunum en ávallt komist að sameiginlegri niðurstöðu. Stjórn hefur haldið áfram uppteknum hætti og birtir allar fundargerðir stjórnarfunda á heimasíðu sambandsins, www.golf.is. Starfsnefndir sambandsins hafa verið opnar félagsmönnum úr hreyfingunni og er óhætt að segja að fjölmargir hafi komið að starfi golfsambandsins með þessum hætti. Við viljum færa öllum þessum einstaklingum okkar bestu þakkir fyrir samstarfið á tímabilinu. Hinn 11. júní 2018 skipaði stjórn GSÍ sérstakan stýrihóp til þess að leiða vinnu
í tengslum við nýja stefnumótun GSÍ til næstu ára. Vinna við stefnumótunina hefur staðið yfir í eitt og hálft ár og að vinnunni hefur komið óteljandi fjöldi einstaklinga. Stjórn GSÍ hefur lagt sig fram við að kynna afrakstur vinnu sinnar jafnóðum undanfarna mánuði og hefur stjórnarfólki og framkvæmdastjórum golfklúbba verið sendar upplýsingar, auk þess sem skoðanakannanir hafa verið gerðar um markmið og áherslur. Þá hefur stjórn golfsambandsins boðið öllum golfklúbbum landsins til fundar um drögin að stefnumótuninni og ferðaðist hún um allt landið í því skyni. Viðbrögðin við þessu voru afar góð og erum við afar þakklát öllu því stjórnarfólki og starfsfólki golfklúbba sem gaf sér tíma til þess að setjast niður með okkur og ræða stefnu sambandsins. Á fundunum kom bæði fram gagnrýni og lof og tóku stefnudrögin breytingum í takt við framkomnar ábendingar. Rekstraráætlun golfsambandsins gerði ráð fyrir lítilsháttar hagnaði á árinu og stóðust þær áætlanir. Heildarvelta sambandsins var tæpar 202 milljónir króna, samanborið við tæpar 199 milljónir króna árið 2018. Stjórn golfsambandsins reynir ávallt að sýna varkárni og aðhald í rekstri og er það
stefna stjórnar að eigið fé sambandsins verði ekki lægra en 20% af heildargjöldum þess á hverjum tíma, en aldrei lægra en 40 milljónir króna, til að tryggja að hægt sé að bregðast við óvæntum áföllum. Ánægjulegt er að segja frá því að við höfum nú náð þessu markmiði og er eigið fé sambandsins um 43 milljónir króna. Árið sem nú er að líða er það besta sem við höfum fengið í meira en áratug. Fjölgun kylfinga var 4% á árinu og hefur hún hefur ekki verið meiri í tíu ár. Fjöldi leikinna golfhringja var í hámarki og rekstur golfklúbba gekk afar vel þegar á heildina er litið. Fjöldi atvinnukylfinga hefur aldrei verið meiri og stuðningur við okkar bestu áhugakylfinga fer vaxandi með hverju árinu. Golfíþróttin er að breytast hægt og bítandi. Smátt og smátt er íþróttin að nútímavæðast og þær breytingar sem hafa átt sér stað á þessu ári, og munu halda áfram að eiga sér stað á næstu tveimur árum, eru vægast sagt spennandi. Í þeim felast mikil tækifæri yfir íslenskt golf og það er mikil tilhlökkun að takast á við þau. Að lokum vill stjórn Golfsambands Íslands þakka öllum forsvarsmönnum, starfsfólki og sjálfboðaliðum golfklúbbanna fyrir samstarfið á árinu,“ sagði Haukur m.a í ræðu sinni sem er að finn í heild á vefslóðinni arsskyrsla2019.golf.is/skyrsla-stjornar/
Stjórn GSÍ 2019–2021 Kosið var í stjórn Golfsambands Íslands á þingi GSÍ sem fram fór í Laugardalshöll. Alls gáfu 11 einstaklingar kost á sér í stjórnina og 10 þeirra voru kjörnir. Haukur Örn Birgisson var einn í framboði til forsetaembættis og var hann því sjálfkjörinn. Alls voru 143 atkvæði greidd á golfþinginu í stjórnarkjörinu og var 141 þeirra gilt. Atkvæðin komu frá 39 golfklúbbum af alls 63. Þrír sem kjörnir voru í stjórn GSÍ fengu fullt hús atkvæða í kosningunni, eða 141 atkvæði. Eftirtaldir skipa stjórn GSÍ. Haukur Örn Birgisson, forseti, aðrir í stjórn eru Hansína Þorkelsdóttir (141 atkvæði), Hörður Geirsson (141 atkvæði), Kristín Guðmundsdóttir (141 atkvæði), Páll Sveinsson (139 atkvæði), Hulda Bjarnadóttir (138 atkvæði), Viktor Elvar Viktorsson (138 atkvæði), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (136 atkvæði), Jón Steindór Árnason (135 atkvæði), Jón B. Stefánsson (133 atkvæði) og Ólafur Ingvar Arnarson (108 atkvæði).
16
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfþing 2019
Stjórn GSÍ er þannig skipuð. Efri röð frá vinstri: Jón Steindór Árnason, Ólafur Ingvar Arnarson, Páll Sveinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Jón B. Stefánsson, Brynjar Geirsson framkvæmdastjóri – Viktor Elvar Viktorsson, Hulda Bjarnadóttir, Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ, Kristín Guðmundsdóttir og Hörður Geirsson. Mynd/seth@golf.is
Margeir Vilhjálmsson fékk 60 atkvæði og náði því ekki kjöri. Páll Sveinsson, Viktor Elvar Viktorsson og Ólafur Ingvar Arnarson eru nýir í stjórn. Eggert Ágúst Sverrisson, Bergsteinn Hjörleifsson og Gunnar K. Gunnarsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn GSÍ.
LEX US RX 450 h Í NÝRRI ÚT FÆ RS LU
HYBRID
Lexus RX 450h er lipur og sjálfhlaðandi fjórhjóladrifinn sportjeppi þar sem allt er fyrsta flokks. Útlitið er einstakt, enda hönnunin og hugmyndafræðin sótt í japanska handverkssögu. Sjálfhlaðandi japönsk tækni
RX 450 h SP O RTJE PPI ——— FR Á 1 1 .95 0.000 K R
Lexus-Ísland Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is
Töluverðar breytingar í nýrri reglugerð um leikkort GSÍ Töluverð umræða var um leikkort GSÍ á golfþinginu 2019. Nokkrar tillögur voru lagðar fram um breytingar á reglugerð um leikkort. Allsherjarnefnd fjallaði ítarlega um leikkortin á fundi sínum á golfþinginu og að lokum var tillaga nefndarinnar samþykkt einróma á GSÍ þinginu.
Talsverðar breytingar eru á reglugerðinni frá því sem áður var. Í nýju reglugerðinni verða tvær tegundir af leikkortum gefnar út. Sjálfboðaliðakort og GSÍ leikkort. Sjálfboðaliðakort heimilar korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu, sem skal vera 2.000 kr. fyrir hvern leikinn hring. Undir sjálfboðaliðakort falla sjálfboðaliðar golfklúbba, starfsfólk GSÍ, landsliðsfólk GSÍ og landsliðsþjálfarar. • Sjálfboðaliðar og starfsmenn GSÍ (allt að 100 leikkort) • Landsliðsfólk GSÍ og landsliðsþjálfarar (allt að 40 leikkort) GSÍ leikkort heimila korthafa og gesti hans að leika allt að tvisvar sinnum á hverjum golfvelli, gegn greiðslu sem skal vera 50% af hæsta vallargjaldi fyrir hvern leikinn hring. Þó aldrei lægra en 2.000 kr. fyrir hvern leikinn hring. Undir GSÍ leikkort falla fulltrúar fyrirtækja og samtaka sem eru í samstarfi við GSÍ og fjölmiðlafólk. • Fulltrúar fyrirtækja og samtaka sem eru í samstarfi við GSÍ (allt að 180 leikkort). • Fjölmiðlakort (allt að 30 leikkort)
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
„Stebbi Garðars“ kveður GSÍ Stefán Garðarsson, markaðsstjóri GSÍ til margra ára, fékk dynjandi lófatak hjá þinggestum þegar hann fékk silfurmerki GSÍ afhent á golfþingi GSÍ í nóvember sl. „Stebbi Garðars“ hefur starfað hjá GSÍ frá 1. okt. 2007 og verið m.a. drifkrafturinn í því að auka tekjustofna golfsambandsins og lagt mikla vinnu í að lyfta mótahaldi GSÍ á hærri stall. Stefán hefur verið einn af lykilmönnum á skrifstofu golfsambandsins í rúm 12 ár. Hann hefur ákveðið að róa á önnur mið og lætur hann af störfum á næstu vikum. Stefán fékk góðar kveðjur frá golfhreyfingunni þegar Haukur Örn Birgisson veitt honum silfurmerki GSÍ.
18
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfþing 2019
A4-Stod2Golf.pdf
1
03/05/2019
15:36
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
Aðeins
3.990 kr./mán.
Öll stærstu og skemmtilegustu golfmót heims eru á Stöð 2 Golf. Yfir 450 beinar útsendingar á ári ásamt vandaðri umfjöllun.
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT
stod2.is 1817
Úlfar fékk gullmerki GSÍ Úlfar Jónsson fékk gullmerki GSÍ afhent á aðalfundi GKG sem fram fór í lok nóvember. Úlfar fékk gullmerkið fyrir framlag sitt til golfíþróttarinnar á undanförnum áratugum sem afrekskylfingur, þjálfari og nú síðast íþróttastjóri hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Haukur Örn Birgisson afhenti Úlfari gullmerkið á aðalfundi GKG en Úlfar gat ekki verið viðstaddur á golfþingi GSÍ þegar átti að afhenda honum gullmerkið. Úlfar var á sínum tíma í fremstu röð áhugakylfinga á heimsvísu. Hann sigraði sex sinnum á Íslandsmótinu í golfi og er hann annar sigursælasti kylfingurinn í sögu Íslandsmótsins ásamt Björgvini Þorsteinssyni. Birgir Leifur Hafþórsson er sá sigursælasti í karlaflokknum með sjö titla. Úlfar var lengi í fremstu röð sem afrekskylfingur. Hann tók síðan við hlutverki landsliðsþjálfara GSÍ og á undanförnum árum hefur hann stýrt íþróttastarfi GKG. Samhliða þeim störfum hefur hann verið virkur í nefndarstörfum hjá GSÍ og þá sérstaklega í því sem snýr að mótamálum.
Elsa fékk gullmerki GSÍ
Á undanförnum tveimur áratugum hefur Elsa Valge irsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Vestmannaeyja, unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir golfhreyfinguna. Á golfþinginu 2019 fékk Elsa gullm erki GSÍ fyrir hennar framlag til golfíþróttarinnar. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, sagði í ræðu sinni að Elsa væri einstök og það sem stæði upp úr væri fjölhæfni hennar. „Við sem höfum verið í Eyjum þegar GV hefur tekið að sér mótahald á vegum GSÍ vitum að Elsa gerir bara allt sem gera þarf. Hún skráir keppendur til leiks, slær inn skor, þrífur húsið hátt og lágt og bregður sér í eldhúsið þegar á því þarf að halda. Hún Elsa reddar bara hlutunum,“ sagði Haukur m.a. í ræðu sinni.
Skytturnar þrjár hlaðnar gulli Eggert Ágúst Sverrisson, Bergsteinn Hjörleifsson og Gunnar K. Gunnarsson gengu allir úr stjórn Golfsambands Íslands á golfþinginu 2019. Þeir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs en allir þrír hafa verið máttarstólpar í stjórn golfsambandsins á undanförnum árum. „Skytturnar þrjár“ voru hlaðnar gulli þegar þeir yfirgáfu golfþingið 2019. Þeir fengu allir gullmerki GSÍ fyrir þeirra störf í þágu golfíþróttarinnar. Þar að auki fengu þeir allir gullmerki frá ÍSÍ en það merki afhenti Ingi Þór Ágústsson sem situr í framkvæmdarstjórn ÍSÍ.
Golfklúbburinn Esja ætlar sér í fremstu röð í keppnisgolfinu Golfklúbburinn Esja er nýr golfklúbbur sem er nú formlegur aðili að Golfsambandi Íslands. Umsókn GE um inngöngu var samþykkt á stjórnarfundi GSÍ. GE er skammstöfun klúbbsins sem er 63. golfklúbburinn innan raða GSÍ. Í stjórn Golfklúbbsins Esju eru Magnús Lárusson, Páll Ingólfsson og Birgir Guðjónsson. Á stofnfundinn mættu Páll Ingólfsson, Magnús Lárusson, Björn Þór Hilmarsson, Guðjón Karl Þórisson, Guðmundur Ingvi Einarsson, Tómas Salmon, Birgir Guðjónsson, Guðlaugur Rafnsson, Helgi Anton Eiríksson og Hermann Geir Þórsson. Golfklúbburinn Esja er með samstarfssamning við Golfklúbb Brautarholts og verður Brautarholtsvöllur heimavöllur GE. Magnús Lárusson, nýkjörinn formaður GE, mætti á golfþingið og kynnti nýjasta golfklúbbinn fyrir þinginu. Magnús sagði að markmið með stofnun klúbbsins væri fyrst og fremst til þess að efla golfíþróttina á Íslandi. Magnús sagði einnig að að keppnis- og afreksgolf yrði rauði þráðurinn í starfi klúbbsins. Meðalforgjöf klúbbfélaga er um 3,4 og er ætlunin að koma Golfklúbbnum Esju í fremstu röð á Íslandsmóti golfklúbba áður en langt um líður. Nánar verður fjallað um Golfklúbb Esju í 1. tbl. Golf.is 2020.
20
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfþing 2019
VOR 93154
Þú ert númer
í röðinni
Líf- og sjúkdómatryggingar Til hvers að standa í biðröð þegar þú getur gengið frá líf- og sjúkdómatryggingum hvar og hvenær sem er á vordur.is. Eftir hverju ert þú að bíða? ÞÚ ERT NÚMER EITT Í RÖÐINNI
w
Hulda Clara Gestsdóttir
„Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“ Hulda Clara Gestsdóttir er 17 ára gamall kylfingur í GKG. Hún lék frábært golf í sumar, endaði til að mynda í fjórða sæti á Íslandsmótinu í höggleik, spilaði stórt hlutverk í sigursveit GKG á Íslandsmóti golfklúbba og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna einstaklingskeppni á EM golfklúbba. Hulda Clara hefur leikið golf frá unga aldri en pabbi hennar kom henni af stað. „Ég fékk fyrsta golfsettið mitt þegar ég var þriggja ára en það var tekið af mér af því að ég réð ekki við það. Ætli ég hafi ekki byrjað að æfa golf sex ára. Mér fannst þetta ekki gaman fyrst en við vorum alltaf í einhverjum púttleikjum upp á Prince Polo og þá varð þetta gaman. Þegar forgjöfin fór að lækka varð þetta ennþá skemmtilegra.“
22
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“
Kristín María Þorsteinsdóttir skrifar.
facebook.com/enneinn ENNEMM / SÍA / NM95841
www.n1.is
Gott starfsfólk góður árangur N1 komst á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2019. Við þökkum árangurinn góðu starfsfólki og samstarfsaðilum.
2015 2019
Alltaf til staðar
SYSTURNAR STYÐJA HVORA AÐRA Eva María, systir Huldu Clöru, er ári yngri og einnig afrekskylfingur en þær eru duglegar að æfa saman. „Það er mjög gaman að hafa Evu með mér, til dæmis er gott að hafa vinkonu með sér í keppnisferðum sem maður getur talað við og skilur þetta.“ Hún segir engan ríg ríkja á milli þeirra á golfvellinum. „Alls ekki, við erum bara að styðja hvor aðra. Mér finnst það ekki erfitt og ekki henni heldur, held ég. Ég hef að minnsta kosti ekki pælt í því en við æfum mikið saman, sérstaklega vegna þess að ég er komin með bílpróf, þá kemur hún með mér.“ Foreldrar þeirra eru duglegir að mæta og fylgjast með systrunum á mótum en hún segir það veita sér sjálfstraust að sjá þau úti á velli. „Já, mér finnst það mjög gaman. Það hjálpar mér að sjá þau og þau hughreysta mig þegar ég er undir pressu. Þau koma mjög oft að horfa, annað hvort þeirra eða bæði.“
VALDI GOLFIÐ FRAMYFIR FÓTBOLTANN Hulda Clara þurfti líkt og margir íþróttamenn á hennar aldri að velja á milli íþrótta. „Ég var í fótbolta lengi og er nýhætt. Ætli keppnisskapið og þrjóskan hafi ekki hjálpað mér í golfinu, á góðan hátt. Það endaði svo þannig að ég þurfti að velja og golfið varð fyrir valinu.“ Hulda Clara segir golfið hafa hjálpað sér að mörgu leyti, til að mynda í skólanum, en hún er nemi í Verzlunarskóla Íslands. „Mér finnst ég hafa lært mikið af því að vera undir pressu og að vera með gott skipulag. Ég hef fengið mikið út úr því, til dæmis þegar kemur að skólaverkefnum og þess háttar. Það hjálpar klárlega og er eitthvað sem ég held að muni nýtast mér. Mér finnst mjög erfitt að ná ekki markmiðunum mínum þegar ég hef lagt mjög hart að mér. Ég set mér auðvitað markmið til að ná þeim og næ þeim mjög oft en það reynir á þegar það tekst ekki. Hulda Clara endaði í þriðja sæti á stigamótaröð GSÍ eftir góða spilamennsku í allt sumar. „Í fyrra spilaði ég kannski einn hring undir pari en núna held ég að ég hafi allavega spilað einn hring undir pari í hverju móti. Mér finnst það ekkert mál núna og finnst ég ekki þurfa að passa mig heldur get ég haldið áfram að spila mitt golf.“
Bíllinn yngist allur upp
24
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“
EKKI SÁTT VIÐ FJÓRÐA SÆTIÐ Hulda Clara endaði í fjórða sæti á Íslandsmótinu. Flestir myndu telja það ágætisárangur. Þegar blaðamaður hrósaði Huldu fyrir árangurinn á Íslandsmótinu hló hún og sagðist ekki hafa verið sátt. „Ég ætlaði að vinna. Ég spilaði vel fyrsta daginn, náði ekki að spila eins vel og ég vildi annan daginn en mig minnir að hinir tveir hafi verið ágætir hjá mér. Hulda Clara endaði í fjórða sæti mótsins af 36 konum, sem flestir myndu telja ágætis árangur. „Fjórða sætið var fínt en ég ætlaði samt að vinna. Það var markmiðið mitt og ég náði því ekki sem var erfitt. Ég set markið hátt og reyni að komast þangað.“ Annika Sörenstam er helsta fyrirmynd Huldu Clöru og segir hún hafa verið frábæra upplifun að fá að hitta hana þegar hún kom til landsins sumarið 2018. „Það var geggjað að hitta hana, ég fékk meira að segja að fara í vippkeppni við hana á Stelpugolfdeginum. Ég hitti hana líka á mótinu hennar í Svíþjóð, hún er frábær kylfingur og góð fyrirmynd.“
FYRSTI SIGURINN Í ALÞJÓÐLEGU MÓTI Sveit GKG á Íslandsmóti golfklúbba bar sigur úr býtum á heimavelli og fékk þar með þátttökurétt á EM golfklúbba í Ungverjalandi, en mótið fór fram á Balaton golfvellinum rétt utan við Búdapest. Hulda Clara var ein af þremur keppendum en auk hennar léku Eva María og Árný Eik Dagsdóttir fyrir hönd GKG. „Völlurinn var styttri en ég bjóst við en ótrúlega fallegur. Mér finnst ótrúlegt hvað hann er flottur og vel við haldið miðað við að hann er eiginlega úti í sveit. Sumar brautir voru ótrúlega þröngar svo maður þurfti virkilega að huga að leikskipulaginu. Þegar ég fór á EM á Ítalíu lærði ég meira um leikskipulag, bæði af Greg landsliðsþjálfara og hinum stelpunum sem hafa verið í háskólagolfi. Ég kunni alveg að gera leikskipulag en lærði að gera það betur sem varð til dæmis til þess að ég kíkti alltaf í vallarvísinn minn fyrir hvert einasta högg sem mér fannst mjög þægilegt. Fyrsta daginn var mjög vont veður og ég hugsaði með mér að það væri ólíklegt að einhver kæmi inn undir pari. Þannig ég hélt mínum leik öruggum og stöðugum og tók engar áhættur. Ég kom í hús á tveimur höggum yfir pari og það var svolítið skrítið að vera í forystu erlendis og ná að halda það út.“
stoltur styrktaraðili Ólafíu Þórunnar.
HERRAR
DÖMUR
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
B. HYBRID 3 BOA 28.995 KR.
S-LITE RACER 21.995 KR.
BIOM HYBRID 3 24.995 KR.
B. HYBRID 3 BOA 26.995 KR.
BIOM HYBRID 3 26.995 KR.
BIOM G3 29.995 KR.
ÚTSÖLUSTAÐIR Ecco Kringlan - Steinar Waage Smáralind - Örninn Reykjavík - Golfbúðin Hafnafirði - Golfskálinn Reykjavík Skóbúðin Keflavík - Nína Akranesi - Skóbúð Selfossi - Axel Ó. Vestmannaeyjum - Skór.is netverslun - Skóbúðin Húsavík
26
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“
GOLF.IS
27
GKG var í 12. sæti í liðakeppninni fyrir lokahringinn en með frábærri spilamennsku náði GKG að fara upp í 7. sæti á lokahringnum. Hulda Clara lék hringina þrjá á tveimur höggum yfir pari sem skilaði henni sigri í einstaklingskeppni mótsins og varð hún fyrsti Íslendingurinn til að ná þeim árangri. „Þetta var fyrsta golfmótið sem ég vann erlendis. Mér fannst þetta ótrúlega gaman en það sem mér fannst skrítið var að vera í fyrsta sæti alla dagana en aldrei í lokaráshópi vegna þess að þetta var liðakeppni. Ég var bara í ráshópi með einhverjum sem var að spila á allt öðru skori en ég svo mér leið eiginlega aldrei eins og ég væri í forystu. Það var í rauninni fínt því þá var ég ekkert að pæla í þeim, bara mínu golfi. Ég held ég hafi aldrei pælt jafn lítið í meðspilurunum mínum.“ Mér fannst mjög skrítið að vera fyrst til að vinna svona mót, ég hélt að það hefði einhver gert það áður. Það kom mér verulega á óvart en mér fannst það geggjað. Ég er búin að fá fullt af skilaboðum og fá stuðning frá fólki sem er ótrúlega gaman.“
ÞJÁLFARASKIPTI OG MIKLAR FRAMFARIR Hulda Clara segist vera ánægð með sumarið en hún var með mikla forgjafarlækkun. „Mér fannst sumarið vera gott, ég lækkaði úr 1,6 í -1,4 í forgjöf sem er mikið þegar maður er kominn svona lágt. Ég skipti um þjálfara í janúar þegar Arnar Már kom í GKG. Í sumar lengdi ég mig um 20-30 metra sem hefur hjálpað mér mikið. Ég náði öllum markmiðunum mínum nema einu, ég náði náttúrulega ekki að verða Íslandsmeistari.“
FÆRRI MÓT OG MEIRI GÆÐI Hulda Clara lék á Mótaröð þeirra bestu í sumar en tók einungis þátt í tveimur mótum á Íslandsbankamótaröðinni í sínum aldursflokki. „Mér finnst skemmtilegra að spila á Mótaröð þeirra bestu. Þar eru fleiri til að keppa við sem gerir það skemmtilegra og mér finnst ég í raun vera betri þegar ég stend mig vel á meðal þeirra bestu. Svo ég kann að meta hvíldina sem ég fæ inn á milli þegar Íslandsbankamótaröðin er. Ég keppti á tveimur mótum en komst til dæmis ekki í Íslandsmót unglinga í holukeppni þar sem ég var í Svíþjóð að keppa og myndi alltaf velja mót erlendis fram yfir það.“ Hún segir mikilvægt að kylfingar taki sér pásu eftir keppnistímabilið og hefur sjálf reynslu af of miklu álagi í kringum golf. „Ég tók mér pásu eftir EM fram í nóvember og svo fer ég líklegast til Bandaríkjanna um jólin og keppi í tveimur mótum. Mér finnst mikilvægt að taka að minnsta kosti þrjár vikur í pásu eftir sumarið og hugsa ekkert um golf. Ég hef lent í því að hafa fundist ég vera að keppa alltof mikið, þá var ég á báðum mótaröðunum og keppti allar helgar og fékk þá kannski bara pásu á mánudögum. Mér fannst það bara alltof mikið og vel mér því frekar mót því ég vil ekki lenda í þessu aftur. Ég get einbeitt mér betur að þeim mótum sem ég tek þátt í.“
ÓLAFÍA OG VALDÍS RYÐJA BRAUTINA Hulda Clara er með háleit markmið en ljóst er að hún hefur fulla trú á sjálfri sér. „Ég er ekki búin að setja mér markmið fyrir næsta ár, ég geri það yfirleitt um áramót. Það verður þá mjög líklega að verða Íslandsmeistari þar sem ég náði því ekki núna og ég ætla mér að ná því. Ég ætla að fara í háskóla í Bandaríkjunum á golfstyrk og í framhaldinu vonandi komast á LPGA. Það hefur verið gott að sjá Ólafíu og Valdísi spila á stærstu mótum í heimi og sýnir að þetta er raunhæft markmið.“
Hulda Clara hefur farið upp um 2274 sæti á heimslista áhugakylfinga Hulda Clara Gestsdóttir, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hefur náð frábærum árangri á heimslista áhugakylfinga á þessu ári. Hulda Clara, sem er fædd árið 2002, komst inn á heimslista áhugakylfinga í viku 21 á þessu ári, eða síðustu vikuna í maí 2019. Þá var hún í sæti nr. 2604 mánudaginn 14. október 2019 var Hulda Clara í sæti nr. 330. Hún hefur farið upp um 2274 sæti á aðeins tæplega 140 dögum. Hulda Clara er í efsta sæti af íslenskum áhugakylfingum í kvennaflokki á heimslistanum. Alls komast 10 konur frá Íslandi á heimslista áhugakylfinga.
28
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Ætlaði mér að verða Íslandsmeistari“
HEIMSLISTI ÁHUGAKYLFINGA Í KVENNAFLOKKI: 330: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 866: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 1006: Saga Traustadóttir, GR 1189: Helga Kristín Einarsdóttir, GK 1324: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS 1829: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 1955: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 2133: Eva Karen Björnsdóttir, GR 2337: Anna Sólveig Snorradóttir, GK 3102: Þórdís Geirsdóttir, GK
GJAFAKORT NETTÓ – einföld og góð gjöf
t r o k a f Gja Þú getur keypt gjafakort Nettó í öllum okkar verslunum – hvar sem er á landinu. Kortið er einfalt og þægilegt í notkun. Þú getur verslað gjafakortið beint á kassa fyrirhafnarlaust. Það hefur aldrei verið einfaldara.
Heimslisti áhugakylfinga - kvennaflokkur
Hulda Clara upp um 2.274 sæti Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar hefur náð frábærum árangri á heimslista áhugakylfinga á þessu ári. Hulda Clara, sem er fædd árið 2002, komst inn á heimslista áhugakylfinga í viku 21 á þessu ári, eða síðustu vikuna í maí. Þá var hún í sæti nr. 2.604 en mánudaginn 14. október 2019 var Hulda Clara í sæti nr. 330. Hún hafði því farið upp um 2.274 sæti á aðeins tæplega 140 dögum. Hulda Clara er í efsta sæti íslenskra áhugakylfinga í kvennaflokki á heimslistanum. Alls komast 10 konur frá Íslandi á heimslista áhugakylfinga.
30
GOLF.IS
STAÐA ÍSLENSKRA KVENNA Á HEIMSLISTA ÁHUGAKYLFINGA 14. OKT. 2019 Sæti 330: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG Sæti 866: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Sæti 1.006: Saga Traustadóttir, GR Sæti 1.189: Helga Kristín Einarsdóttir, GK Sæti 1.324: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS Sæti 1.829: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR Sæti 1.955: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD Sæti 2.133: Eva Karen Björnsdóttir, GR Sæti 2.337: Anna Sólveig Snorradóttir, GK Sæti 3.102: Þórdís Geirsdóttir, GK
Opið út desember 2019
VERSLUNIN HÆTTIR
70% AFSL. Allt að
ALLT Á AÐ SELJAST!
Opið: ga Virka da 8 1 – 0 1 aga Laugard 5 1 – 1 1
Ármúla 40 • Sími 553 9800 www.golfbrautin.is
Heimslisti áhugakylfinga - karlaflokkur
Dagbjartur upp um 4.555 sæti Dagbjartur Sigurbrandsson, úr GR hefur farið upp um 4.555 sæti á heimslista áhugakylfinga frá því um miðjan mars 2019. Dagbjartur, sem er fæddur árið 2002, var í sæti nr. 4.852 hinn 16. mars sl. Hinn 18. október sl. hafði GRingurinn farið alla leið upp í sæti nr. 297 á heimslista áhugakylfinga. Dagbjartur var efstur íslenskra kylfinga á þessum lista 18. október 2019 en alls voru 34 karlar frá Íslandi á heimslista áhugakylfinga á þeim tíma. Rúnar Arnórsson, GK og Bjarki Pétursson, GKB eru báðir á meðal 400 efstu á heimslistanum. Bjarki var í sæti nr. 169 í upphafi ársins 2019. Gísli Sveinbergsson, GK, hefur komist hæst allra íslenskra kylfinga á heimslista áhugakylfinga en hann var í sæti nr. 99 haustið 2014.
STAÐA ÍSLENSKRA KARLA Á HEIMSLISTA ÁHUGAKYLFINGA 18. OKT. 2019 Sæti 297: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR Sæti 345: Rúnar Arnórsson, GK Sæti 375: Bjarki Pétursson, GKB Sæti 822: Aron Snær Júlíusson, GKG Sæti 853: Gísli Sveinbergsson, GK Sæti 1.123: Birgir Björn Magnússon, GK Sæti 1.382: Kristófer Karl Karlsson, GM Sæti 1.394: Sigurður Bjarki Blumenstein, GR Sæti 1.416: Sigurður Arnar Garðarsson, GKG Sæti 1.581: Björn Óskar Guðjónsson, GM Sæti 1.584: Hlynur Bergsson, GKG Sæti 1.791: Jóhannes Guðmundsson, GR Sæti 2.043: Viktor Ingi Einarsson, GR 2043 Sæti 2.124: Egill Ragnar Gunnarsson, 2124 Sæti 2.633: Tumi Hrafn Kúld, GA Sæti 2.671: Hákon Örn Magnússon, GR Sæti 2.684: Ingvar Andri Magnússon, GKG
32
GOLF.IS - Golf á Íslandi Heimslisti áhugakylfinga
Sæti 2.731: Vikar Jónasson, GK Sæti 2.766: Daníel Ísak Steinarsson, GK Sæti 2.783: Ragnar Már Ríkarðsson, GM Sæti 3.096: Ragnar Már Garðarsson, GKG Sæti 3.133: Andri Már Óskarsson, GOS Sæti 3.141: Kristján Þór Einarsson, GM Sæti 3.239: Sverrir Haraldsson, GM Sæti 3.292: Stefán Þór Bogason, GR Sæti 3.296: Henning Darri Þórðarson, GK Sæti 3.882: Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR Sæti 4.474: Fannar Ingi Steingrímsson, GKG Sæti 4.619: Jón Gunnarsson, GKG Sæti 5.281: Kristján Benedikt Sveinsson, GK Sæti 5.325: Arnór Snær Guðmundsson, GM Sæti 5.384: Daníel Ingi Sigurjónsson, GV Sæti 5.396: Sigurður Már Þórhallsson, GR Sæti 5.799: Dagur Ebenezersson, GM
Mótaröð þeirra bestu 2019
Dagbjartur og Ragnhildur stigameistarar Dagbjartur Sigurbrandsson GR og Ragnhildur Kristinsdóttir GR eru stigameistarar á Mótaröð þeirra bestu á árinu 2019. Þetta er í fyrsta sinn sem Dagbjartur fagnar þessum stigameistaratitli en í annað sinn hjá Ragnhildi. Þetta er í 31. sinn sem stigameistaratitlar eru veittir á Mótaröð þeirra bestu á Íslandi en fyrst var keppt árið 1989.
Ragnhildur Kristinsdóttir Egils Gull mótið - 6. sæti Síma-mótið - 1. sæti Securitas - Íslandsmótið í holukeppni - 2. sæti KPMG Hvaleyrarbikarinn - 1. sæti Íslandsmótið í golfi - 7.–8. sæti
Dagbjartur Sigurbrandsson Egils Gull mótið - 1. sæti Síma-mótið - 1. sæti Securitas - Íslandsmótið í holukeppni - 17.–23. sæti KPMG Hvaleyrarbikarinn - 5. sæti Íslandsmótið í golfi - 14.–17. sæti 34
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mótaröð þeirra bestu 2019
20 stigahæstu í karlaflokki á árinu 2019 1
Dagbjartur Sigurbrandsson
GR
3262.38
2
Rúnar Arnórsson
GK
2864.00
3
Ólafur Björn Loftsson
GKG
2748.75
4
Hákon Örn Magnússon
GR
1825.50
5
Sigurður Arnar Garðarsson
GKG
1824.00
6
Axel Bóasson
7
Aron Snær Júlíusson
8
GK
1820.25
GKG
1803.60
Jóhannes Guðmundsson
GR
1792.35
9
Andri Þór Björnsson
GR
1673.00
10
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
GR
1500.00
11
Kristófer Karl Karlsson
GM
1427.15
12
Hlynur Bergsson
GKG
1349.00
13
Ragnar Már Garðarsson
GKG
1218.85
14
Ragnar Már Ríkarðsson
GM
1195.00
15
Daníel Ísak Steinarsson
GK
1120.60
16
Björn Óskar Guðjónsson
GM
1112.35
17
Birgir Björn Magnússon
GK
1078.58
18
Arnór Ingi Finnbjörnsson
GR
1025.24
19
Böðvar Bragi Pálsson
GR
993.35
20
Tumi Hrafn Kúld
GA
939.20
Frá vinstri: Rúnar Arnórsson, Rakel Magnúsdóttir, Ólafur Björn Loftsson. Rúnar Arnórsson GK varð annar í karlaflokki og Ólafur Björn Loftsson úr GKG þriðji. Dagbjartur gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna og tók Rakel Magnúsdóttir móðir hans við verðlaununum.
Karlaflokkur: 1989 Sigurjón Arnarsson (1) 1990 Úlfar Jónsson (1) 1991 Ragnar Ólafsson (1) 1992 Úlfar Jónsson (2) 1993 Þorsteinn Hallgrímsson (1) 1994 Sigurpáll G. Sveinsson (1) 1995 Björgvin Sigurbergsson (1) 1996 Birgir L. Hafþórsson (1) 1997 Björgvin Sigurbergsson (2) 1998 Björgvin Sigurbergsson (3) 1999 Örn Ævar Hjartarson (1) 2000 Björgvin Sigurbergsson (4) 2001 Guðmundur R. Hallgrímsson (1) 2002 Sigurpáll G. Sveinsson (2) 2003 Heiðar Davíð Bragason (1) 2004 Birgir L. Hafþórsson (2)
2005 Heiðar Davíð Bragason (2) 2006 Ólafur Már Sigurðsson (1) 2007 Haraldur H. Heimisson (1) 2008 Hlynur Geir Hjartarson (1) 2009 Alfreð Brynjar Kristinsson (1) 2010 Hlynur Geir Hjartarson (2) 2011 Stefán Már Stefánsson (1) 2012 Hlynur Geir Hjartarson (3) 2013 Rúnar Arnórsson (1) 2014 Kristján Þór Einarsson (1) 2015 Axel Bóasson (1) 2016 Axel Bóasson (2) 2017 Vikar Jónasson (1) 2018 Axel Bóasson (1) 2019 Dagbjartur Sigurbrandsson (1)
GOLF.IS
35
20 stigahæstu í kvennaflokki á árinu 2019
36
1
Ragnhildur Kristinsdóttir
GR
4260.00
2
Saga Traustadóttir
GR
3763.00
3
Hulda Clara Gestsdóttir
GKG
3358.00
4
Helga Kristín Einarsdóttir
GK
2746.00
5
Heiðrún Anna Hlynsdóttir
GOS
2710.00
6
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
GK
2340.00
7
Hafdís Alda Jóhannsdóttir
GK
1835.50
8
Eva Karen Björnsdóttir
GR
1651.75
9
Andrea Ýr Ásmundsdóttir
GA
1597.00
10
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
GR
1206.75
11
Eva María Gestsdóttir
GKG
1162.00
12
Amanda Guðrún Bjarnadóttir
GHD
1023.75
13
Særós Eva Óskarsdóttir
GR
944.50
14
Anna Sólveig Snorradóttir
GK
833.50
15
Nína Björk Geirsdóttir
GM
825.00
16
Arna Rún Kristjánsdóttir
GM
708.00
17
Ástrós Arnarsdóttir
GKG
633.00
18
Ásdís Valtýsdóttir
GR
619.50
19
Bjarney Ósk Harðardóttir
GR
589.50
20
Sigurlaug Rún Jónsdóttir
GK
567.00
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mótaröð þeirra bestu 2019
Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, Saga Traustadóttir. Í kvennaflokki varð Saga Traustadóttir í 2. sæti og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG í því þriðja.
Kvennaflokkur: 1989 Karen Sævarsdóttir (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir (1) 1991 Ragnhildur Sigurðardóttir (2) 1992 Karen Sævarsdóttir (2) 1993 Ólöf M. Jónsdóttir (1) 1994 Ólöf M. Jónsdóttir (2) 1995 Ólöf M. Jónsdóttir (3) 1996 Ólöf M. Jónsdóttir (4) 1997 Ólöf M. Jónsdóttir (5) 1998 Ólöf M. Jónsdóttir (6) 1999 Ragnhildur Sigurðardóttir (3) 2000 Herborg Arnarsdóttir (1) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir (4) 2002 Herborg Arnarsdóttir (2) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir (5) 2004 Ragnhildur Sigurðardóttir (6)
2005 Ragnhildur Sigurðardóttir (7) 2006 Ragnhildur Sigurðardóttir (8) 2007 Nína Björk Geirsdóttir (1) 2008 Ragnhildur Sigurðardóttir (9) 2009 Signý Arnórsdóttir (1) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir (1) 2011 Signý Arnórsdóttir (2) 2012 Signý Arnórsdóttir (3) 2013 Signý Arnórsdóttir (4) 2014 Karen Guðnadóttir (1) 2015 Tinna Jóhannsdóttir (1) 2016 Ragnhildur Kristinsdóttir (1) 2017 Berglind Björnsdóttir (1) 2018 Guðrún Brá Björgvinsdóttir (1) 2019 Ragnhildur Kristinsdóttir (2)
Dreifðu greiðslum, borgaðu eftir jól
Notaðu Pay Léttkaup í desember, dreifðu greiðslum í allt að 36 mánuði og þú byrjar ekki að borga fyrr en í febrúar. siminnpay.is
Mótaröð þeirra bestu
GR og Keilir sigurvegarar í klúbbakeppninni Stigakeppni golfklúbba fór fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019. Sveit GR sigraði í karlaflokki í heildarstigakeppninni og sveit Keilis í kvennaflokki. Í kvennaflokki tóku fimm golfklúbbar þátt í stigakeppninni á Mótaröð þeirra bestu og 12 klúbbar í karlaflokki. LOKASTAÐAN Í KARLAFLOKKI: 1. GR – 4560 stig 2. GKG – 3390 stig 3. GK – 3225 stig
LOKASTAÐAN Í KVENNAFLOKKI: 1. GK – 4380 2. GR – 3750 3. GKG – 3195
dóttir og Guðrún Brá Björgvins ttir úr dó ars Ein ín ist Helga Kr rstigasigurliði Keilis í heilda Mótaröð keppni golfklúbba á þeirra bestu.
STIGAKEPPNI GOLFKLÚBBA 2019 - KVENNAFLOKKUR LIÐ
EGILS-GULLMÓTIÐ
SÍMA-MÓTIÐ
KPMG-MÓTIÐ
ÍSLANDSMÓTIÐ
SAMTALS
RÖÐ
Golfklúbburinn Keilir
840
840
1200
1500
4380
1
Golfklúbbur Reykjavíkur
660
1200
840
1050
3750
2
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
1200
660
660
675
3195
3
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
540
825
1365
4
Golfklúbbur Akureyrar
38
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mótaröð þeirra bestu
5
JÓLAGJÖF GO LFARANS ER U N DER ARMOUR Altis.is | Bæjarhraun 8 | Kringlan bíógangur
á Mótaröð þeirra bestu. í heildarstigakeppni golfklúbba launum fyrir sigur karlaliðs GR verð við r teku GR tjóri ttas Snorri Páll Ólafsson íþró
STIGAKEPPNI GOLFKLÚBBA 2019 - KARLAFLOKKUR LIÐ
EGILS-GULLMÓTIÐ
SÍMA-MÓTIÐ
KPMG-MÓTIÐ
ÍSLANDSMÓTIÐ
SAMTALS
RÖÐ
Golfklúbbur Reykjavíkur
1200
1200
680
1500
4580
1
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
840
680
840
1050
3410
2
Golfklúbburinn Keilir
680
540
1200
825
3245
3
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
540
840
540
600
2520
4
480
480
540
1500
5
Golfklúbbur Selfoss
675
675
6
Golfklúbburinn Jökull, Ólafsvík
495
495
7
432
8
Golfklúbburinn Setberg
0
9-11
Golfklúbbur Suðurnesja
0
9-11
Golfklúbbur Vestmannaeyja
0
9-11
Golfklúbbur Akureyrar
Golfklúbbur Öndverðarness
40
432
GOLF.IS - Golf á Íslandi Mótaröð þeirra bestu
Nutril
ERU LIÐVERKIR AÐ HÆKKA FORGJÖFINA? GOLD
MEST SELDA LIÐBÆTIEFNI Á ÍSLANDI
Nutrilenk golf A-4.indd 1
10/05/2019 18:48:34
Vestfirðir
„Bjartari tímar fram undan á Patreksfirði“
GOLF.IS
43
Á Patreksfirði var stofnaður golfklúbbur 14. desember árið 1992. Vorið 1993 var hafist handa við uppbyggingu Vesturbotnsvallar. Aðalhvatamaðurinn að stofnun Golfklúbbs Patreksfjarðar var Jón Oddur Magnússon, trésmiður, og var hann fyrsti formaður GP. Páll Ágústsson, skólastjóri og kennari, hafði tuttugu árum áður stundað golf við frumstæðar aðstæður rétt utan við þorpið. Fáir sýndu golfíþróttinni áhuga á Patreksfirði á þessum tíma. Vel gekk að byggja upp nýjan golfvöll við Vesturbotn eftir stofnun klúbbsins. Félagsmenn lögðust allir á eitt í sjálfboðavinnu og mikill kraftur var í starfi klúbbsins á þessum tíma. Völlurinn var vígður 11. júlí árið 1993. Árið 2004 var íbúðarhúsið við Vesturbotn rifið og nýju klúbbhúsi var komið fyrir. Gömul bensínstöð hýsir starfsemi klúbbsins og er húsið rúmgott. Vesturbotnsvöllur er í um 5 mínútna akstursfjarlægð frá Patreksfirði. Völlurinn er vestar en nokkur annar golfvöllur í Evrópu. Í langan tíma var hlutfall kvenna í klúbbnum með því hæsta á landsvísu en helmingur félaga í Golfklúbbi Patreksfjarðar voru konur.
MIKIL UMFERÐ Á VESTURBOTNSVELLI SUMARIÐ 2019 Sigurður Viggósson hefur verið formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar á undanförnum árum. Við hittum Sigurð í blíðskaparveðri síðdegis á föstudegi seint í júlí. Sigurður starfaði lengi sem framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Odda en í dag er hann í „venjulegri“ 9–5 vinnu sem framkvæmdastjóri Tölvuþjónustu Vestfjarða og getur því leikið meira golf en áður. „Það sést nú varla á getu minni úti á vellinum, þetta hlýtur samt að fara að koma allt saman. Ég er mun duglegri að spila núna en áður og taka þátt í mótum. Ég er með 26 í forgjöf og markmiðið er að lækka í forgjöf. Það hefur reyndar ekkert gengið of vel, ég hækka um 0,1 í hvert sinn sem ég fer í mót,“ segir Sigurður í léttum tón þegar við setjumst niður fyrir utan klúbbhúsið á Vesturbotnsvelli. Sigurður segir að mikil umferð hafi verið á Vesturbotnsvelli sumarið 2019. „Veðrið lék við okkur hér á svæðinu. Það hefur sjaldan verið eins mikil umferð hér og völlurinn í ágætu standi þegar líða fór á sumarið.“ Starfið hjá Golfklúbbi Patreksfjarðar var að sögn Sigurðar í töluverðri lægð fyrir 2–3 árum en hann er sannfærður um að bjartari tímar séu framundan.
44
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Bjartari tímar fram undan á Patreksfirði“
„Í dag eru 37 félagsmenn en þeir voru 31 í fyrra. Þannig að við erum að snúa við blaðinu. Það fækkaði hratt í klúbbnum á síðustu árum. Margir fluttu í burtu og einnig eru nokkrir af frumkvöðlunum fallnir frá. Það er bjartara yfir núna. Ungt fólk er að hefja búsetu á Patreksfirði. Þar eru laxeldið og ferðaþjónusta stærstu áhrifavaldarnir í uppbyggingunni,“ segir Sigurður en dregur ekki úr því að um tíma hafi hann óttast um að klúbburinn yrði lagður niður. „Þetta gaf aðeins eftir hjá okkur, síðustu ár hafa verið erfið. Við vorum nánast búin að gefast upp fyrir þremur árum og það ríkti ekki mikil bjartsýni. Flestar vélarnar sem við áttum til að hirða völlinn voru bilaðar eða ónýtar. Það vantaði fjármagn og kraft í innra starfið hjá okkur. Sem betur fer fórum við af stað að afla stuðnings frá fyrirtækjum hér á svæðinu. Það verkefni tókst vel og við erum þakklát fyrir stuðninginn úr nærsamfélaginu. Við fengum einnig góðan mann til að sjá um golfvöllinn yfir sumartímann. Það er töluverð þensla í atvinnulífinu hérna og erfiðara að fá fólk til starfa yfir sumarið.“
Tauveggir Tauveggir með áprentun til í mörgum stærðum. Pakkast saman í tösku sem auðvelt er að ferðast með. Hægt að sérpanta stærðir.
70x100 cm
A-standar og vindskilti Mikið úrval af skiltum á góðum verðum. Auðvelt að skipta um prentun. Hentar bæði úti og inni.
Hagkvæm leið til að auglýsa tímabundið eða til lengri tíma.
50x70 cm
Frábært fyrir útsölurnar.
m
c 50x70
Ljósaborð og ljósaveggir fanga athyglina. Margar útfærslur í boði. Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar. taða illi s g! m á n a etni flytj t að ld upps l e v Auð ar einfö f og a
Skannaðu og skoðaðu möguleikana!
Prentun báðu megin!
Áberandi ehf • Vesturvör 30a • 414 1900 • aberandi@aberandi.is • www.aberandi.is
46
GOLF.IS // „Bjartari tímar fram undan á Patreksfirði“
GOLF.IS
47
SJÁLFBOÐALIÐASTARF ER LÍFÆÐ KLÚBBSINS Sigurður hefur búið alla sína ævi á Vestfjörðum en hann er fæddur á Tálknafirði. „Ég hef búið á Patreksfirði nánast alla mína tíð. Það voru vinnufélagar mínir sem drógu mig af stað í golfið á sínum tíma,“ segir Sigurður þegar hann var inntur eftir því hvernig hann byrjaði í golfíþróttinni. „Konan mín, Anna Jensdóttir, fór með mér í þetta á sínum tíma. Hún hefur því miður ekki getað stundað golfið undanfarin ár vegna veikinda. Golfið var fjölskylduíþróttin hjá okkur, krakkarnir voru með í þessu, og þetta var hreyfing sem ég kunni að meta. Ég er ekki mikið fyrir að ganga bara til að ganga. Mér finnst golfið vera frábær útivera og það sama á við um fjallgöngur sem ég stunda talsvert og hef gaman af.“ „Sjálfboðaliðastarf er það sem hefur einkennt allt starf Golfklúbbs Patreksfjarðar. Ef það væri ekki til staðar væri lítið um að vera hjá okkur. Vallarstarfsmaðurinn er í vinnu frá 15. maí til 15. ágúst. Félagsmenn verða að taka önnur verkefni að sér. Sem betur fer hafa bæst í okkar hóp kylfingar sem starfa sem smiðir hér á svæðinu. Þeir hafa lagt sitt af mörkum í alls konar verkefni. Golfklúbburinn fékk arf frá fyrrum eiganda jarðarinnar við Vesturbotn sem hefur verið varasjóður klúbbsins. Upphæðin var um 5 milljónir kr. og þessi gjöf hélt klúbbnum gangandi þegar mest á reyndi.“
48
GOLF.IS - Golf á Íslandi „Bjartari tímar fram undan á Patreksfirði“
GOLFÍÞRÓTTIN ER GÓÐ FYRIR ALMENNA LÝÐHEILSU Formaðurinn vonast til þess að þeir sem forgangsraða útsvarinu í Vesturbyggð horfi enn betur á þá kosti sem golfíþróttin hefur upp á að bjóða - og þá sérstaklega hvað varðar lýðheilsu. „Stuðningurinn frá bæjarfélaginu Vesturbyggð er óverulegur að okkar mati. Það má alltaf gera betur í þeim efnum. Við höfum bent á að golfíþróttin er góð fyrir almenna lýðheilsu þeirra sem hana stunda. Sveitarfélagið hefur frekar beint athygli sinni að börnum og unglingum. Það er gott mál en það mætti líka horfa á það starf sem unnið er fyrir þá sem eldri eru. Staðsetning Vesturbotnsvallar gerir það að verkum að það er ekki í boði fyrir krakka að hjóla hingað yfir sumartímann. Það er mjög erfið brekka á leiðinni til baka inn á „Patró“ og það er einnig slysahætta af því að hjóla á þjóðveginum. Rögnvaldur Ólafsson, golfkennari, hefur komið hingað til okkar af og til. Þær heimsóknir kveikja neistann hjá mörgum en það hefur vantað að halda áhuganum við yfir sumartímann. Það væri gleðiefni ef einhver gæti sinnt golfkennslu í þessum landshluta yfir sumartímann í það minnsta,“ segir Sigurður Viggósson formaður Golfklúbbs Patreksfjarðar.
FJÓRHJÓLADRIFINN
SUZUKI VITARA LÁTTU EKKERT STOPPA ÞIG!
Allgrip auto fjórhjóladrifið gerir Suzuki Vitara einstaklega öruggan við allar aðstæður.
Suzuki Vitara er vel búinn og rúmgóður sportjeppi með frábæra aksturseiginleika. Öflugar BoosterJet vélarnar eru í senn aflmiklar og sérlega sparneytnar. Komdu í heimsókn og prófðu stórskemmtilegan Suzuki Vitara.
Suzuki á Íslandi
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
GKG jafnaði besta árangur Íslands Silfur á EM golfklúbba í Frakklandi
Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson og Sigurður Arnar Garðarsson jöfnuðu besta árangur hjá íslenskum golfklúbbi á Evrópumóti golfklúbba sem fram fór í Frakklandi í október sl. Þeir félagar fögnuðu sigri á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild karla sl. sumar þegar GKG landaði þeim stóra á heimavelli sínum á Leirdalsvelli. Þeir léku því fyrir hönd GKG á EM golfklúbba. GKG gerði sér lítið fyrir og endaði í 2. sæti og jafnaði þar með árangur GR frá árinu 2010. Leiknar voru 36 holur en fyrsta umferðin var felld niður vegna úrkomu. Tvö bestu skor töldu í hverri umferð. Golfklúbburinn City of Newcastle GC frá Englandi stóð uppi sem sigurvegari á -6 samtals. Aron Snær lék á 69 og 72 höggum eða -1 samtals og endaði hann á 5. besta skorinu. Ragnar Már lék á 75-67 eða pari vallar og endaði hann í 75 höggum í 7. sæti. Sigurður Arnar lék á 74-79 höggum.
Í töflunni má sjá árangur íslenskra golfklúbba á EM frá árinu 1994 og hvaða leikmenn hafa tekið þátt á hverjum tíma. Ár
Klúbbur
Sæti
Leikmaður
Leikmaður
Leikmaður
2019
GKG
2
Aron Snær Júlíusson
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson
2018
GK
19
Benedikt Sveinsson
Henning Darri Þórðarson
Helgi Snær Björgvinsson
2017
GKG
7
Aron Snær Júlíusson
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson
2016
GK
8
Andri Páll Ásgeirsson
Vikar Jónasson
Henning Darri Þórðarson
2015
GM
12
Kristján Þór Einarsson
Björn Óskar Guðjónsson
Theodór Emil Karlsson
2014*
GK
4
Axel Bóasson
Gísli Sveinbergsson
Henning Darri Þórðarson
2013
GK
14
Rúnar Arnórsson
Birgir Björn Magnússon
Gísli Sveinbergsson
2012
GKG
7
Alfreð B. Kristinsson
Guðjón Henning Hilmarsson
Kjartan Dór Kjartansson
011
GR
15
Arnar Snær Hákonarson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Haraldur Franklín Magnús
2010
GR
2
Þórður Rafn Gissurarson
Arnar Snær Hákonarson
Haraldur Franklín Magnús
2009
GKG
10
Sigmundur Einar Másson
Alfreð B. Kristinsson
Guðjón Henning Hilmarsson
2008
GK
12
Hjörleifur Bergsteinsson
Hlynur Hjartarson
Rúnar Arnórsson
2007
GKG
22
Guðjón Henning Hilmarsson
Kjartan Dór Kjartansson
Starkaður Sigurðarson
2006
Kjölur (GM)
7
Kristján Þór Einarsson
Arnar Sigurbjörnsson
Davíð Vilhjálmsson
2005
Kjölur (GM)
17
Magnús Lárusson
Arnar Sigurbjörnsson
Davíð Vilhjálmsson
2004
GKG
17
Brynjólfur Einar Sigmarsson
Haukur Már Ólafsson
Ottó Sigurðsson
2003
GR
18
Birgir Már Sigfússon
Pétur Óskar Sigurðsson
Stefán Már Stefánsson
2002
GR
15
Birgir Már Sigfússon
Pétur Óskar Sigurðsson
Björn Þór Hilmarsson
2001
GR
12
Örn Sölvi Halldórsson
Tryggvi Pétursson
Þorsteinn Hallgrímsson
2000
GK
5
Ólafur Þór Ágústsson
Björgvin Sigurbergsson
Ólafur Már Sigurðsson
1999
GR
13
Hjalti Pálmason
Örn Sölvi Halldórsson
Þorsteinn Hallgrímsson
1998
GA
5
Sigurpáll Geir Sveinsson
Björgvin Þorsteinsson
Ómar Halldórsson
1997
GR
11
Kristinn Gústaf Bjarnason
Þorsteinn Hallgrímsson
Þorkell Snorri Sigurþórsson
1996
GS
12
Örn Ævar Hjartarson
Helgi Birkir Þórisson
Guðmundur R. Hallgrímsson
1995
Keilir
12
Björgvin Sigurbergsson
Tryggvi Traustason
Sveinn Sigurbergsson
Sigurður Hafsteinsson
T.S. Sigurðarson
1994 GR 5 Sigurjón Arnarsson *Árið 2014 voru aðeins leiknar 18 holur vegna veðurs.
50
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
EM golfklúbba í Ungverjalandi GKG náði öðrum besta árangri Íslands frá upphafi Íslandsmeistarasveit GKG í kvennaflokki náði góðum árangri á Evrópumóti golfklúbba 2019 Mótið fór fram í Ungverjalandi á Balaton vellinum og var haldið á vegum EGA. Aðstæður voru mjög krefjandi og „íslenskt veður“ var í aðalhlutverki, rok og kuldi. Hulda Clara Gestsdóttir, Eva María Gestsdóttir og Árný Eik Dagsdóttir skipuðu lið GKG. Þær eiga allar framtíðina fyrir sér enda var meðaldur liðsins rétt rúmlega 16 ár. Hulda og Árný eru báðar fæddar árið 2002 en Eva María árið 2003. Hulda Clara og Eva María eru systur. GKG var í 12. sæti í liðakeppninni fyrir lokahringinn en með frábærri spilamennsku Huldu Clöru og Evu Maríu náði GKG að fara upp í 7. sæti á lokahringnum. Tvö bestu skorin töldu í hverri umferð en Árný Eik varð að hætta keppni á lokakeppnisdeginum eftir að hafa lokið við 9 holur. Hulda Clara lék best allra í einstaklingskeppninni og stóð uppi sem sigurvegari í henni. Hún lék hringina þrjá á +2 samtals ( 74-75-69) við erfiðar aðstæður í Ungverjalandi. Hún var 7 höggum betri en næsti keppandi. Eva María lék hringina þrjá á (92-83-78) og lék best þegar mest á reyndi á loka-
hringnum. Hún endaði í 37. sæti í einstaklingskeppninni. Besti árangur hjá Íslendingum á EM golfklúbba í kvennaflokki er 4. sætið. Íslandsmeistaralið GR náði þeim árangri árið 2015.
Árangur GKG á þessu ári er næstbesti árangur frá upphafi. Tvívegis hefur íslenskur klúbbur endað í 8. sæti og í sögulegu samhengi er árangur GKG því mjög góður.
Í töflunni má sjá árangur íslenskra golfklúbba á EM frá árinu 2003 og hvaða leikmenn hafa tekið þátt á hverjum tíma. Ár
Klúbbur
Sæti
Leikmaður
Leikmaður
Leikmaður
2019
GKG
7
Hulda Clara Gestsdóttir
Eva Gestsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
2018
GR
15
Louisa Ólafsdóttir
Nína Margrét Valtýsdóttir
Ásdís Valtýsdóttir
2017
GR
14
Berglind Björnsdóttir
Halla Björk Ragnarsdóttir
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
2016
GR
9
Ragnhildur Kristinsdóttir
Berglind Björnsdóttir
Halla Björk Ragnarsdóttir
2015
GR
4
Berglind Björnsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
Saga Traustadóttir
2014
GK
10
Þórdís Geirsdóttir
Sara Margrét Hinriksdóttir
Anna Sólveig Snorradóttir
2013
GKG
8
Ragna Ólafsdóttir
Ingunn Gunnarsdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
2012
GR
12
Guðrún Pétursdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir
Halla Björk Ragnarsdóttir
2011
GR
9
Guðrún Pétursdóttir
Íris Katla Guðmundsdóttir
Sunna Víðisdótitr
2010
GR
12
Sunna Víðisdóttir
Berglind Björnsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
2009
GK
8
Þórdís Geirsdóttir
Signý Arnórsdóttir
Ásta Birna Magnúsdóttir
2008
GK
9
Ragna Ólafsdóttir
Ásta Birna Magnúsdóttir
Þórdís Geirsdóttir
2007
Kjölur (GM)
12
Nína Björk Geirsdóttir
Helga Rut Svanbergsdóttir
Guðríður Sveinsdóttir
2006
GK
10
Þórdís Geirsdóttir
Signý Arnórsdóttir
Ragna Ólafsdóttir
2005*
GR
2004
GR
16
Anna Lísa Jóhannsdóttir
Hanna Lilja Sigurðardóttir
Kristín Rós Kristjánsdóttir
14
Þórdís Geirsdóttir
Kristín Pálsdóttir
Anna Jódís Sigurbergsdóttir
2003 GK * Tók ekki þátt.
GOLF.IS
51
Öldungamótaröð LEK 2019
Landslið 2020 Öldungamótaröðin 2019 gekk vel fyrir sig en alls fóru sex mót fram. Að meðaltali tók 91 karl þátt og 28 konur. Fyrsta mót tímabilsins var fjölmennast en þar tóku 144 keppendur þátt. Á Íslandsmótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum tóku 123 keppendur þátt. Þar af voru 42 konur og var það metþátttaka hjá konum á þessu tímabili á Öldungamótaröðinni. Á Öldungamótaröðinni er að miklu að keppa og er mótaröðin einnig stigamótaröð fyrir val á landsliðum eldri kylfinga sem keppa á mótum á vegum ESGA. Líkt og á undanförnum árum var keppnin um landsliðssætin spennandi.
52
GOLF.IS // Öldungamótaröð LEK 2019
Innbygðir salerniskassar Þú færð TECE innbyggðu salerniskassana hjá okkur. Einnig úrval af þrýstispjöldum.
„Þú þekkir gæðin“ Nánari upplýsingar www.isleifur.is eða í verslun okkar að Draghálsi 14-18.
Draghálsi 14-16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Opið 8-18 alla virka daga. Laugardaga frá 10-14
Eftirtaldir kylfingar hafa tryggt sér sæti í landsliðum LEK á árinu 2020 á mótum á vegum ESGA: LANDSLIÐS KARLAR +55 ÁN FORGJAFAR 2010 Staða
Nafn
5 bestu hringir
1.
Tryggvi Valtýr Traustason
7150,0
2.
Sigurður Aðalsteinsson
5117,5
3.
Guðni Vignir Sveinsson
4695,0
4.
Gauti Grétarsson
4452,5
5.
Gunnar Páll Þórisson
4236,3
6.
Frans Páll Sigurðsson
4141,3
LANDSLIÐ KARLAR 55+ MEÐ FORGJÖF 2020 Staða
Nafn
5 bestu hringir
1.
Gunnar Árnason
4089,9
2.
Halldór Friðgeir Ólafsson
3621,9
3.
Kolbeinn Kristinsson
3226,7
4.
Axel Þórir Alfreðsson
2993,4
5.
Sighvatur Dýri Guðmundsson
2815,9
6.
Hörður Sigurðsson
2657,2
LANDSLIÐ KARLAR 70+ 2020 Staða
54
Nafn
5 bestu hringir
1.
Jóhann Peter Andersen
6417,5
Án forgj.
2.
Jón Alfreðsson
5932,5
Án forgj.
3.
Gunnsteinn Skúlason
4738,8
Án forgj.
4.
Óli Viðar Thorsteinsen
4821,3
Án forgj.
5.
Þórhallur Sigurðsson
4111,3
Án forgj.
6.
Magnús Hjörleifsson
3787,5
Án forgj.
GOLF.IS - Golf á Íslandi Öldungamótaröð LEK 2019
STAÐAN TIL LANDSLIÐS KVENNA 50+.
*Getur tekið breytingum í samræmi við reglugerð en 5 leikmenn skipa landsliðið.
Staða
Nafn
5 bestu hringir
1.
Þórdís Geirsdóttir
7850,0
2.
María Málfríður Guðnadóttir
6145,0
3.
Anna Jódís Sigurbergsdóttir
5715,0
4.
Ásgerður Sverrisdóttir
5590,0
5.
Svala Óskarsdóttir
5368,8
6.
Ragnheiður Sigurðardóttir
4900,0
7.
Anna Snædís Sigmarsdóttir
4293,8
8.
Kristín Sigurbergsdóttir
3345,0
Sjálfboðaliði ársins 2019 Helgi Örn Viggósson GR-ingurinn Helgi Örn Viggósson fékk viðurkenningu á þingi Golfsambands Íslands sem sjálfboðaliði ársins 2019. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Helgi Örn því sjötti einstaklingurinn sem fær sæmdarheitið sjálfboðaliði ársins í golfhreyfingunni. Í umsögn sem lesin var upp á golfþinginu kom eftirfarandi fram: „Helgi hefur lengi verið félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur. Hann hefur verið félagið í GR frá árinu 1974, þá var hann á 14. ári. Helgi Örn bjó í Árbænum og það þótti á þeim tíma ekkert tiltökumál að ganga úr Árbænum yfir í Grafarholtið. Á þessum árum var það líka hluti af því að vera í klúbbnum að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Helgi tók þátt í því eins og aðrir, við gróðursetningu trjáa, grjóthreinsun og annað sem til féll. Helgi er liðtækur kylfingur og varð m.a. klúbbmeistari í unglingaflokki á sínum tíma. Helgi þekkir mikilvægi sjálfboðastarfs frá fornu fari og lítur á það sem hluta af klúbbamenningu. Hann er boðinn og búinn til þess að hjálpa og var fljótur að bjóða sig fram þegar auglýst var eftir sjálfboðaliðum í tengslum við Íslandsmótið í golfi í sumar. Í stóru móti eins og Íslandsmótinu í golfi koma margir að starfinu, vallarstarfsmenn og aðrir starfsmenn golfklúbbsins og einnig fjölmargir sjálfboðaliðar sem unnu gott starf við framkvæmd mótsins. Helgi var sá sjálfboðaliði sem starfaði mest við Íslandsmótið og reyndist GR drjúgur liðsauki.
56
GOLF.IS - Golf á Íslandi Sjálfboðaliði ársins 2019
Helgi er tölvunarfræðingur og starfar í tölvugeiranum. Það nýttist GR vel þegar kom að Íslandsmótinu enda var verið að prufukeyra nýjan hugbúnað í mótinu, Golfboxið, sem kemur til með að taka við af núverandi kerfi. Helgi var fljótur að setja sig inn í kerfið. Hann sinnti eftirliti með skorskráningu keppenda í gegnum Golfbox forritið, en það er nýjung að kylfingar eða kylfusveinar sinni skorskráningu sjálfir. Hluti af þessu eftirliti var að fara út á völl og minna leikmenn á skráningar þar sem þurfti, eða koma skilaboðum um það til annara sjálfboðaliða. Auk þess tók hann að sér framvarðarstörf þess á milli. Helgi var mikilvægur hlekkur í því góða starfi sem sjálfboðaliðar unnu í mótinu.“
SJÁLFBOÐALIÐAR ÁRSINS FRÁ UPPHAFI: 2014: Guðríður Ebba Pálsdóttir, GB 2015: Viktor Elvar Viktorsson, GL 2016: Guðmundur E. Lárusson, GA 2017: Már Sveinbjörnsson, GK 2018: Reynir Pétursson, GÍ 2019: Helgi Örn Viggósson, GR
w
S
X1900 Smíðabuxur með teygjanlegu efni
Gallabuxnaefni
Teygjanlegt efni í klofi Hnjápúðavasar
Teygjanlegt efni á kálfum
www.sindri.is/vinnuföt / sími 567 6000 Skútuvogi 1 - Reykjavík I Smiðjuvegi 1 - Kópavogi
Íslandsmót golfklúbba +50
Íslandsmót golfklúbba í flokki kylfinga eldri en 50 ára fór fram dagana 16.–18. ágúst 2019. Keppt var á þremur keppnisvöllum, Hólmsvelli í Leiru, Öndverðarnessvelli og Selsvelli á Flúðum. Strekkingsvindur var á öllum keppnisstöðunum á meðan mótið fór fram en þurrt var í veðri og sólin lét sjá sig þótt hitastigið hafi ekki verið hátt.
1. DEILD KVENNA.
1. DEILD KARLA
Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði á Íslandsmóti golfklúbba 50 ára og eldri í 1. deild kvenna. Keppt var á Öndverðarnessvelli hjá Golfklúbbi Öndverðarness. Í úrslitaleiknum mættust GR og Golfklúbburinn Keilir. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar hafnaði í þriðja sæti. Golfklúbburinn Oddur endaði í neðsta sæti og leikur því í 2. deild að ári. Alls tóku 8 klúbbar þátt.
Golfklúbbur Reykjavíkur og Golfklúbburinn Keilir léku til úrslita um sigurinn í 1. deild karla en leikið var á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. GR hafði þar betur og endaði GK í öðru sæti. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð í þriðja sæti. Alls tóku 8 golfklúbbar þátt og varð það hlutskipti Golfklúbbs Borgarness að falla í 2. deild.
Lokastaðan í 1. deild kvenna: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR 2. Golfklúbburinn Keilir, GK 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM 5. Nesklúbburinn, NK 6. Golfklúbburinn Hamar/Fjallabyggð 7. Golfklúbbur Akureyrar, GA 8. Golfklúbburinn Oddur, GO
Lið GR var þannig skipað: Frans Páll Sigurðsson, Hannes Eyvindsson, Hjalti Pálmason, Sigurjón Arnarsson, Sigurður Helgi Hafsteinsson, Hörður Sigurðsson, Guðjón Grétar Daníelsson og Sigurður Pétursson liðsstjóri.
Lið GR var þannig skipað: Auður Elísabet Jóhannsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Guðrún Garðars, Helga Friðriksdóttir, Jóhanna Bárðardóttir, Stefanía M. Jónsdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir, Svala Óskarsdóttir og Margrét Geirsdóttir liðsstjóri.
58
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba +50
ÞÚ FÆRÐ FJ GOLFSKÓ HJÁ EFTIRTÖLDUM SÖLUAÐILUM:
J
B E
2. DEILD KARLA:
Lokastaðan í 2. deild karla: 1. Golfklúbburinn Oddur, GO 2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM 3. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, GVS 4. Golfklúbbur Setbergs, GSE 5.–6. Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB 5.–6. Golfklúbburinn Leynir, GL 7. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV 8. Golfklúbbur Selfoss, GOS
Alls tóku 8 golfklúbbar þátt á Íslandsmóti golfklúbba +50 ára í 2. deild kvenna á Öndverðarnessvelli. Til úrslita léku Golfklúbburinn Vestarr frá Grundarfirði og Golfklúbbur Kiðjabergs. Þar hafði Vestarr betur. Golfklúbbur Öndverðarness varð í þriðja sæti. Lokastaðan í 2. deild kvenna: 1. Golfklúbburinn Vestarr, GVG 2. Golfklúbbur Kiðjabergs, GKB 3. Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ 4. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV 5. Golfklúbbur Suðurnesja, GS 6. Golfklúbbur Setbergs, GSE 7. Golfklúbbur Hveragerðis, GHG 8. Golfklúbbur Selfoss, GOS Lið Vestars var þannig skipað: Anna María Reynisdóttir, Bryndís Theodórsdóttir, Dóra Henriksdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir og Kristín Pétursdóttir.
/ SÍA /
Lið GO var þannig skipað: Óskar B. Ingason, Phil A. Hunter, Sigurhans Vignir, Reynir Daníelsson, Hafsteinn Hafsteinsson, Ingi Þór Hermannsson, Magnús R. Magnússon, Jón Bjarki Sigurðsson, Guðjón Steinarsson og Óskar B. Ingason liðsstjóri.
2. DEILD KVENNA:
N M 9 6 8 5 2 J a g u a r I - P a c e A 4 í s l m e i s t a r i
Leikið var á Selsvelli á Flúðum og tóku 8 golfklúbbar þátt. Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Mosfellsbæjar léku til úrslita. Þar hafði GO betur og tryggði sér sæti í efstu deild árið 2019. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar varð í þriðja sæti. Golfklúbbur Selfoss féll úr 2. deild og leikur í 3. deild að ári.
Golfklúbbur Sandgerðis sigraði í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba í flokki +50 ára. Alls tóku 7 golfklúbbar þátt og var leikið á Selsvelli á Flúðum. Golfklúbburinn Jökull frá Ólafsvík varð í öðru sæti og Golfklúbburinn Hamar frá Dalvík í því þriðja. Lokastaðan í 3. deild karla: 1. Golfklúbburinn Sandgerði, GSG 2. Golfklúbburinn Jökull, GJÓ 3. Golfklúbburinn Hamar, GHD 4. Golfklúbburinn Mostri, GMS 5.–7. Golfklúbbur Grindavíkur, GG 5.–7. Golfklúbbur Bolungarvíkur, GBO 5.–7. Golfklúbburinn Flúðir, GF
60
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba +50
Lið GSG var þannig skipað: Sveinn Hans Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Erlingur Jónsson, Snorri Snorrason, Valur Ármannsson og Sigurjón G. Ingibjörnsson.
ENNEMM / SÍA /
NNEMM N M 9 6 8 5 2 J a g u a r I - P a c e A 4 í s l m e i s Et a ri
3. DEILD KARLA:
JAGUAR I-PACE
FJÓRHJÓLADRIF, RAFMAGN, 470 KM * DRÆGI, 400 HESTÖFL, LOFTPÚÐAFJÖÐRUN Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur tilkynnt niðurstöðu í vali á „Bíl ársins 2020 á Íslandi“. Jaguar I-Pace varð hlutskarpastur með 775 stig. Það voru einkum framúrskarandi aksturseiginleikar, mikið afl og þægindi I-Pace sem heilluðu dómnefndina og skiluðu Jaguar sportjeppanum í toppsætið. jaguarisland.is
JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500
Verið velkomin að reynsluaka bíl ársins 2020!
*Uppgefnin tala um drægi samkvæmt samræmdum mælingum WTPL staðalsins
ENNEMM / SÍA /
NNEMM N M 9 6 8 5 2 J a g u a r I - P a c e A 4 í s l m e i s Et a ri
/ SÍA /
N M 9 6 8 5 2 J a g u a r I - P a c e A 4 í s l m e i s t a r i
*Uppgefnin tala um drægi samkvæmt samræmdum mælingum WTPL staðalsins
BÍLL ÁRSINS 2020 ER RAFBÍLL
EM +50 landsliða karla
Ísland í 17. sæti Karlalandslið Íslands skipað leikmönnum 50 ára og eldri keppti á Evrópumótinu sem fram fór í Danmörku 3.–8. september sl. Alls tóku 22 þjóðir þátt. Englendingar fögnuðu Evrópumeistaratitlinum eftir sigur í úrslitaleik gegn Írum. Ísland hafnaði í 17. sæti. Ísland var í 17. sæti eftir höggleikinn og lék því um sæti 17–20 í holukeppni í C-riðli. Slóvakía mætti Litháen og Pólland mætti Slóveníu í 1. umferð um sæti 17–20. Sigurliðin úr þeim viðureignum léku gegn liði Íslands og Lúxemborg í undanúrslitum C-riðils. Ísland sigraði Slóvakíu 4 1/2 – 1/2 í undanúrslitum um sæti 17–20. Einar Long og Sigurður Aðalsteinsson unnu fjórmenninginn 5/4. Guðmundur Arason gerði jafntefli, Sigurjón Arnarsson sigraði 6/4, Tryggvi Valtýr Traustason sigraði 7/8 og Frans Páll Sigurðsson sigraði 5/4. Ísland tryggði sér 17. sætið með 4–1 sigri gegn Lúxemborg. Einar Long og Sigurður Aðalsteinsson sigruðu 5/4 í fjórmenning. Guðmundur Arason og Tryggvi Valtýr Traustason gerðu jafntefli í sínum leikjum. Frans Páll Sigurðsson sigraði 5/4, Sigurjón Arnarson sigraði einnig 5/4.
Keppt var á á Rungsted Golf Klub og var íslenska liðið þannig skipað: Tryggvi Valtýr Traustason (GÖ), Guðmundur Arason (GR), Sigurður Aðalsteinsson (GÖ), Frans Páll Sigurðsson (GR), Sigurjón Arnarsson (GR) og Einar Long (GR). Á fyrstu tveimur keppnisdögunum var leikinn höggleikur. Þar töldu fimm bestu skorin í hverri umferð.
Skor Íslands í höggleiknum: Frans Páll Sigurðsson: (74-81) Guðmundur Arason: (77-84) Tryggvi Valtýr Traustason: (78-82) Sigurjón Arnarsson: (78-80) Sigurður Aðalsteinsson: (81-83) Einar Long: (86-84)
LOKASTAÐAN: 1. England 2. Írland 3. Skotland 4. Danmörk 5. Þýskaland 6. Holland 7. Svíþjóð 8. Spánn
62
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
9. Ítalía 10. Frakkland 11. Sviss 12. Belgía 13. Finnland 14. Tékkland 15. Noregur 16. Austurríki
17. Ísland 18. Lúxemborg 19. Pólland 20. Slóvakía 21. Litháen 22. Slóvenía
EM +50 landsliða kvenna
Ísland í 13. sæti
Íslenska landsliðið skipað konum 50 ára og eldri náði góðum árangri á EGA Evrópumótinu sem fram fór á Black Sea Rama Golf & Villas í Búlgaríu dagana 3.–8. september sl. Liðið Íslands var þannig skipað: Þórdís Geirsdóttir (GK), María Málfríður Guðnadóttir (GKG), Ásgerður Sverrisdóttir (GR), Ragnheiður Sigurðardóttir (GKG), Anna Snædís Sigmarsdóttir (GK) og Svala Óskarsdóttir (GR). Kristín Sigurbergsdóttir var liðsstjóri. Í höggleikskeppninni, sem fram fór fyrstu tvo keppnisdagana, endaði Ísland í 14. sæti. Fimm bestu skorin í hverri umferð töldu í höggleikskeppninni. Ásgerður Sverrisdóttir: (85-78) Þórdís Geirsdóttir: (77-81) Anna Snædís Sigmarsdóttir: (89-91) Svala Óskarsdóttir: (89-88) María Málfríður Guðnadóttir: (86-87) Ragnheiður Sigurðardóttir: (90-88) Ísland lék því í B-riðli og fyrsta viðureignin var gegn Sviss um sæti í undanúrslitum B-riðils. Austurríki og Noregur léku einnig um laust sæti í undanúrslitum B-riðils þar sem Ítalía og Finnland höfðu tryggt sér sæti. Leikurinn gegn Sviss tapaðist naumlega 3–2. María Málfríður Guðnadóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir töpuðu í fyrstu holu í
64
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
bráðabana í fjórmenningnum gegn Sviss. Þórdís Geirsdóttir sigraði örugglega 5/4, Ásgerður Sverrisdóttir sigraði á fyrstu holu í bráðabana í sínum leik, Anna Snædís Sigmarsdóttir tapaði 5/4 og Svala Óskarsdóttir tapaði 2/1. Ísland lék gegn Austurríki í leik um 13. sætið. Ísland sigraði þar 3–2 í spennandi viðureign. María Málfríður Guðnadóttir og Anna Snædís Sigmarsdóttir sigruðu í fjórmenning á 23. holu eða á 5. holu í bráðabana. Svala Óskarsdóttir tapaði 3/1, Þórdís Geirsdóttir tapaði 1/0, Ásgerður Sverrisdóttir sigraði á 21. holu eða á 3. holu í bráðabana og Ragnheiður Sigurðardóttir tryggði síðan Íslandi sigur með 2/1 sigri í sínum leik.
LOKASTAÐAN: 1. England 2. Spánn 3. Írland 4. Svíþjóð 5. Frakkland 6. Belgía
7. Holland 8. Þýskaland 9. Finnland 10. Ítalía 11. Noregur 12. Sviss
13. Ísland 14. Austurríki 15. Tékkland 16. Slóvenía 17. Pólland
09:41
100%
Öryggiskerfi
SAMSTARFSAÐILI
TAKTU STJÓRNINA Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisins með appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Hringdu í síma 580 7000 eða farðu á firmavorn.is
Bonalba á Spáni – Gæði í fallegu umhverfi
66
GOLF.IS // Bonalba á Spáni
GOLF.IS
67
Bonalba á Spáni – Gæði í fallegu umhverfi
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Íslenskir kylfingar hafa á undanförnum áratugum haft úr mörgum stöðum að velja á Spáni hjá ferðaskrifstofum landsins. Golfskálinn hefur verið framarlega í flokki á þessu sviði á Alicante svæðinu. Á næsta ári verður Golfskálinn með skipulagðar ferðir á Bonalba sem er nýr valkostur hjá ferðaskrifstofunni en er á kunnuglegum slóðum. Sá sem þetta skrifar fór í sína fyrstu heimsókn á Bonalba í nóvember sl. Í stuttu máli kom golfsvæðið skemmtilega á óvart, flottur golfvöllur í áhugaverðu landslagi og hótelið er fyrsta flokks. 68
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bonalba á Spáni
ER GOLFFERÐ FRAMUNDAN? Bjóðum upp á sérpantanir fyrir hópinn þinn, golffatnaður í miklu úrvali. Allir í stíl í leik og keppni.
kulturmenn
kulturmenn
S: 512 1710
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
HVERNIG KEMSTU TIL BONALBA? Golfsvæðið og hótelið er í um 30 mínútna fjarlægð frá flugvellinum í Alicante. Það tekur ekki nema 15–20 mínútur að fara í leigubíl frá Bonalba niður í miðbæ Alicante og enn styttra er á ströndina eða um 10 mínútna akstur. Golfskálinn verður með skipulagðar ferðir vorið 2019 á Bonalba.
HVERNIG ER HÓTELIÐ? Í stuttu máli er hótelið fyrsta flokks og allt úr efstu hillu í aðbúnaði fyrir gesti á fjögurra stjörnu hóteli. Herbergin eru rúmgóð, björt og vel hönnuð. Stór sundlaugargarður er við hótelið, bar þar sem golfíþróttin er í hávegum höfð í sjónvarpsútsendingu og á barnum er einnig hægt að kaupa ýmsa smárétti. Á hótelinu er einnig góður veitingastaður í rúmgóðum og björtum sal. Þar eru í boði ýmsir réttir og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Að loknum golfhring á flottum golfvelli er tilvalið að nýta sér spaþjónustu hótelsins. Með því að kaupa þar aðgang er hægt að slaka vel á í skemmtilegu umhverfi. Þjónustan á hótelinu er frábær, starfsfólkið vill allt fyrir gesti sína gera og þau finna lausnir á flestu því sem kemur upp í slíkri ferð.
HVERNIG ER BONALBA GOLFVÖLLURINN? Það tekur um 3 mínútur að ganga frá hótelinu út á golfvöllinn. Það er fín upphitun fyrir hringinn. Klúbbhúsið er stórt en samt sem áður mjög vinalegt. Mikið úrval af vörum er í golfversluninni í klúbbhúsinu og þar er hægt að gera mjög góð kaup. Það er einnig notalegt að sitja úti á veröndinni sem er rúmgóð, og horfa yfir 1. og 10.
70
GOLF.IS // Bonalba á Spáni
teig. Alltaf er nóg um að vera á því svæði og úrvalið af drykkjum og veitingum er gott í klúbbhúsinu. Það fer því vel um kylfinga eftir hringinn þar sem golfsögur sem þú vilt heyra eða ekki verða án efa sagðar. Gæðin eru til staðar á Bonalba-vellinum, flatirnar eru góðar og hraðar og áhugavert landslag er í uppbyggingu vallarins. Í golfbílunum er GPS mælitæki og það þarf því ekki að giska á vegalengdirnar. Þær eru allar til staðar á skjá í golfbílnum. Það er vel tekið á móti kylfingum á 1. teig. Þar er ræsir við störf frá morgni til kvölds og sér hann um að allt gangi vel fyrir sig.
Eins og áður segir kom Bonalba greinarhöfundi á óvart. Það sem kom mest á óvart er hversu völlurinn er vel hannaður. Hann ætti að henta kylfingum á öllum aldri og á öllum getustigum. Og það er lítið mál að ganga völlinn fyrir þá sem það kjósa. Þekktur spænskur golfvallahönnuður, D. Ramon Espinosa, kom þessu verkefni í framkvæmd en hann er virtur í sínu fagi og framarlega í flokki í faginu. Brautirnar eru flestar lagðar inn í það landslag sem er til staðar. Vissulega eru tilbúin vötn og slíkt á vellinum en þau svæði renna vel inn í heildarmyndina. Á fyrri níu holunum er
STERKARI SAMAN Tvær af öflugustu prentsmiðjum landsins Prentmet og Oddi hafa nú tekið höndum saman undir nafninu
Saman höfum við yfir 100 ára reynslu í prenti. Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna bestu, hagkvæmustu og umhverfisvænustu leiðina fyrir þína vöru.
Við tökum vel á móti þér
Lyngháls 1, 110 Rvk 5 600 600 Höfðabakki 7, 110 Rvk 515 5000 Eyravegi 25, 800 Selfoss 482 1944 Heiðargerði 22, 300 Akranes 431 1127 prentmetoddi.is
ÆFINGASVÆÐI
landslagið frekar einfalt en samt krefjandi golfholur sem kylfingar þurfa að eiga við. Fyrsta holan er mjög skemmtileg, í hundslöpp til hægri. Brautirnar eru flestar víðar og flatirnar eru stórar. Sjöunda holan er án efa sú mest krefjandi á fyrri hluta vallarins. Taktísk hola sem verðlaunar fyrir geggjað upphafshögg en er fljót að refsa ef það heppnast ekki. Á síðari hluta vallarins er meira um brekkur og að mínu mati er sá hluti „erfiðari“. Þar
72
GOLF.IS - Golf á Íslandi Bonalba á Spáni
eru nokkrar holur lagðar inn í íbúðahverfi við völlinn. Útkoman er skemmtileg og vel heppnuð. Að mínu mati er 12. holan ein sú áhugaverðasta á vellinum, löng par 4 hola, og einnig má nefna 15. sem er par 5 hola sem liggur niður brekku og býður upp á alls konar möguleika í teighögginu. Lokaholan er einnig skemmtileg og á því svæði er skemmtilegt fuglalíf við vatnstorfæru sem er á milli 10. og 18. brautar.
Við hliðina á 18. holunni er æfingasvæði. Þar er hægt að slá öll högg og góð aðstaða er fyrir æfingar fyrir stutta spilið. Einnig má nefna að Golfskálinn mun nýta 9 holu æfingavöll sem er á svæðinu fyrir golfskólann sem þeir standa fyrir - en á þeim velli er gervigras á teigum og flötum sem er áhugaverð nálgun og upplifun. Við klúbbhúsið og 1. teig er góð púttflöt og einnig er hægt að ná úr sér mesta „hrollinum“ með því að slá nokkra bolta í net sem þar til staðar. Í um þriggja mínútna fjarlægð frá golfvellinum er „driving range“. Þar er einnig 9 holu æfingavöllur sem Golfskálinn mun m.a. nýta fyrir golfskólann sem þeir standa fyrir - en á þeim velli er gervigras á teigum og flötum sem er áhugaverð nálgun og upplifun. Fyrir þá sem vilja hita upp fyrir leik dagsins er í boði að slá í net eða æfa stutta spilið á sérstöku vippsvæði sem er við klúbbhúsið. Einnig eru 2 púttflatir við klúbbhúsið og 1. teig. Ef það er áhugi á að fara á „driving range“ svæðið býður hótelið upp á skutlþjónustu.
SAMANTEKT Bonalba er að mínu mati góður valkostur fyrir kylfinga sem vilja njóta þess að leika golf á fyrsta flokks golfvelli samhliða því að gista á frábæru hóteli. Það er allt til alls á þessu svæði. Skammt frá hótelinu eru nokkrir veitingastaðir og barir. Þar er einnig „kaupfélag“ sem selur drykkjarvörur og helstu nauðsynjar sem gott er að hafa á hótelherberginu. Enski boltinn er sýndur á einum af þessum börum og slík þjónusta verður án efa í boði á hótelinu þegar fram líða stundir. Þetta svæði er í göngufæri frá hótelinu og er efst í götunni sem liggur að golf- og hótelsvæðinu. Einnig ber að nefna einn besta steikarstað Alicante, La Vaqueria. Það tekur um 10 mín að keyra á þann stað frá hótelinu og ég mæli með heimsókn þangað. Frábær matur í umhverfi sem minnir meira á Skandinavíu en Spán. Niðurstaðan er því að Bonalba er góður valkostur fyrir kylfinga á öllum aldri og öllum getustigum.
M5 Connect DHC 36 holu rafhlaða Kr. 149.400,-
r
u Hitalúff
M1 DHC 36 holu rafhlaða Kr. 129.500,-
Dry-Series Kr. 32.000,-
Pro-Series Kr. 28.900,-
Rafhlaða 28V 5 ára ábyrgð Regnhlífastandur, skorkortahalda, drykkjarhalda, regnhlíf, handklæði, lúffur, veggfesting, hlífðarpoki.
Nánari upplýsingar:
golfsidan
GOLF.IS
73
Lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar 2019
„Skytturnar þrjár“ skrifuðu nýjan kafla í golfsöguna
Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki Pétursson (GKB) og Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) léku allir á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina sem fram fór um miðjan nóvember á Spáni. „Skytturnar þrjár“ skrifaðu þar með nýjan kafla í golfsögu Íslands. Aðeins Birgir Leifur Hafþórsson og Björgvin Sigurbergsson höfðu áður komist inn á lokaúrtökumótið. Birgir Leifur í 14 skipti á löngum ferli og Björgvin einu sinni árið 2001 þegar hann og Birgir Leifur voru saman á lokaúrtökumótinu. Það var því stórfrétt fyrir íslenskt golf að vera með þrjá karlkylfinga á lokaúrtökumótinu 2019. Til þess að komast inn á Evrópumótaröðina þarf að þræða mjög þröngt nálarauga en aðeins 25 efstu sætin á lokaúrtökumótinu tryggðu keppnisrétt á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Keppnisdagarnir voru sex. Keppendur voru alls 156 og var keppt á tveimur völlum á Lumine svæðinu, Hills og Lakes. Að loknum fjórða hringnum komust 70 efstu áfram inn á lokadagana tvo. Eins og áður segir eru margir sem reyna fyrir sér á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Metfjöldi tók þátt á öllum þremur stigum úrtökumótsins, alls 1.063 kylfingar. Íslendingar settu einnig met en 11 kylfingar frá Íslandi tóku þátt. Fimm þeirra náðu að komast inn á 2. stig úrtökumótsins, sem er einnig metfjöldi frá Íslandi. Andri Þór Björnsson (GR), Bjarki
74
GOLF.IS - Golf á Íslandi Lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar 2019
Pétursson (GKB), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Rúnar Arnórsson (GK) léku allir á 2. stiginu. Þar var keppt á fjórum keppnisvöllum á sama tíma og um 20 efstu af hverjum velli komust síðan inn á lokaúrtökumótið. Alls hafa 30 íslenskir kylfingar reynt við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina frá árinu 1985 þegar GR-ingarnir Sigurður Pétursson og Ragnar Ólafsson riðu á vaðið. Á lokaúrtökumótinu 2019 lék Benjamin Poke frá Danmörku best allra á 25 höggum undir pari samtals. Hann lék alla sex hringina undir 70 höggum og var sex höggum betri en næsti kylfingur. Alls fengu 28 keppendur keppnisrétt á Evrópumótaröðinni 2020 þar sem fjórir voru jafnir í 25. sætinu. Þeir sem deildu 25. sætinu á -12 samtals fengu því keppnisrétt á stóra sviðinu 2020. Nánar er fjallað um afrek íslensku kylfingana á lokaúrtökumótinu á næstu þremur síðum.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Hvernig komst Guðmundur inn á lokaúrtökumótið? Guðmundur Ágúst þurfti ekki að taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins. Hann fór beint inn á 2. stigið þar sem hann hafði náð góðum árangri á Nordic Tour atvinnumótaröðinni og tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni 2019–2020, sem er næststerkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Guðmundur Ágúst endaði í 7. sæti á 2. stiginu á Desert Springs vellinum á Spáni. Hvernig gekk á lokaúrtökumótinu? Guðmundur Ágúst var í ágætri stöðu eftir tvo fyrstu hringina og í hópi 70 efstu. Hann náði ekki að fylgja því eftir og lék hringina fjóra á (72-67-75-72) eða pari vallar samtals. Hann var þremur höggum frá 70. sætinu eða niðurskurðinum sem var -3. Hversu oft hefur Guðmundur Ágúst tekið þátt á úrtökumótinu? Þetta var í fjórða sinn sem Guðmundur Ágúst tekur þátt. Hann komst í gegnum1. stigið árið 2016 en féll úr keppni á 2. stiginu. Hann komst ekki í gegnum 1. stigið árið 2017 og 2018. Þetta var því í fyrsta skipti sem Guðmundur Ágúst tekur þátt á lokaúrtökumótinu. Hvernig verður framhaldið á næsta tímabili? Guðmundur Ágúst hafði fyrir lokaúrtökumótið tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Hann verður því með nóg af verkefnum á næststerkustu atvinnumótaröð í Evrópu. Hann getur með góðum árangri þar komist inn á Evrópumótaröðina, t.d. með því að sigra á þremur mótum á Áskorendamótaröðinni - líkt og hann gerði á Nordic Tour atvinnumótaröðinni.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2019 og atvinnukylfingur á LET Access mótaröðinni, var Guðmundi Ágústi til aðstoðar á 2. og 3. stigi úrtökumótsins.
GOLF.IS
75
Bjarki Pétursson
Hvernig komst Bjarki inn á lokaúrtökumótið? Bjarki Pétursson var eini áhugakylfingurinn sem komst inn á lokaúrtökumótið 2019. Hann fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins á þessu hausti. Á 1. stiginu lék Bjarki á Fleesensee vellinum í Þýskalandi ásamt fimm öðrum íslenskum kylfingum. Hann lék á -7 samtals og komst áfram á 2. stigið. Þar tók við krefjandi verkefni þar sem Bjarki náði að „rífa sig í gang“ þegar mest á reyndi við erfiðar aðstæður. Hann komst í gegnum 2. stigið með því að leika á -5 samtals og endaði í 8. sæti.
Heimir Sverrisson, föðurbróðir Bjarka, hefur verið aðstoðarmaður hans í mörgum verkefnum á undanförnum árum.
Kristrún Kúld Heimisdóttir unnusta
Bjarka, ásamt tengdaforeldrum sínu m, Fjólu Pétursdóttur, og Pétri Sverrissy ni.
Hvernig gekk á lokaúrtökumótinu? Bjarki var líkt og Guðmundur Ágúst í ágætri stöðu eftir tvo fyrstu hringina. Hann kom sér inn í baráttuna með frábærum öðrum hring á 66 höggum á Lakes vellinum. Það var síðan erfitt verkefni sem beið Bjarka eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 77 höggum. Hann lék hringina fjóra á (74-66-77-72) eða +3 samtals. Hann var því sex höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að loknum fjórða keppnisdeginum. Hversu oft hefur Bjarki tekið þátt á úrtökumótinu? Þetta var fyrsta tilraun Bjarka á úrtökumótinu. Frá því að lokaúrtökumótunum var skipt upp í nokkur stig hafa aðeins Birgir Leifur Hafþórsson og Bjarki Pétursson náð að komast inn á lokaúrtökumótið í fyrstu tilraun. Árangur Bjarka er því áhugaverður í sögulegu samhengi. Hvernig verður framhaldið á næsta tímabili? Bjarki fékk keppnisrétt í styrkleikaflokki 16 á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili með því að komast inn á lokaúrtökumótið. Ekki er ljóst hversu mörg mót hann fær á þeirri mótaröð en einhver mót standa honum til boða. Borgnesingurinn, sem nú leikur fyrir Golfklúbb Kiðjabergs, er með keppnisrétt á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á næsta tímbili. Hann er því í góðum málum með verkefni og margir gluggar opnir fyrir hann að taka næstu skref í atvinnumennskunni.
76
GOLF.IS - Golf á Íslandi Lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar 2019
Andri Þór Björnsson
Hvernig komst Andri inn á lokaúrtökumótið? Andri Þór fór í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Hann byrjaði á 1. stiginu á Fleesensee vellinum í Þýskalandi ásamt fimm öðrum íslenskum kylfingum. Hann lék á -7 samtals og komst áfram á 2. stigið. Andri Þór lék á pari vallar á 2. stigi úrtökumótsins á Desert Springs vellinum á Spáni. Hann tryggði sér áframhaldandi þátttöku með fugli á lokaholunni við krefjandi „íslenskar aðstæður“.
Andri Þór slær hér inn á flöt og Björn Ólafur Bragason, faðir hans, fylgist grannt með. Björn Ólafur var aðstoðarmaður sonar síns á 2. og 3. stigi úrtökumótsins.
Hvernig gekk á lokaúrtökumótinu? Andri Þór lék fyrstu fjóra hringina á +7 samtals. Hann lék fyrstu þrjá hringina mjög svipað og var í þeirri stöðu á fjórða hringnum að þurfa að sækja mikið til þess að þokast nær 70. sætinu. Andri Þór gerði allt sem hann gat í þeirri stöðu en sóknarleikurinn var fljótur að refsa á fjórða hringnum. Andri Þór lék hringina fjóra á (72-73-71-77) eða +7 og var hann 10 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Hversu oft hefur Andri tekið þátt á úrtökumótinu? Þetta var í fjórða sinn sem GR-ingurinn tekur þátt í úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann tók fyrst þátt árið 2016 og komst þá í gegnum 1. stigið en féll úr leik á því næsta. Árið 2017 og 2018 komst hann ekki í gegnum 1. stigið. Andri Þór náði sínum besta árangri á úrtökumótunum á þessu ári og komst í fyrsta sinn inn á lokastigið. Hvernig verður framhaldið á næsta tímabili? Andri Þór er með keppnisrétt í styrkleikaflokki 16 á Áskorendamótaröðinni 2020. Allir keppendur sem komast inn á lokaúrtökumótið fá sæti í styrkleikaflokki 16 á Áskorendamótaröðinni. Ekki er ljóst hversu mörg verkefni hann fær á næststerkustu atvinnumótaröð í Evrópu. Andri Þór verður einnig með góða stöðu á keppnisdagskrá Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar á næsta tímabili. Hann verður því með nóg af verkefnum á atvinnumótaröðum á árinu 2020.
GOLF.IS
77
Vestfirðir
Kraftmikið starf á
Bíldudal Litlueyrarvöllur á Bíldudal er einn af fjölmörgum
áhugaverðum 9 holu golfvöllum landsins. Golfklúbbur Bíldudals var stofnaður 9. ágúst árið 1992. Frá þeim tíma hafa félagsmenn byggt upp góða aðstöðu við Litlueyrarvöll. Félagar í klúbbnum hafa gert upp gamalt íbúðarhús sem er á svæðinu og breytt því í aðstöðu fyrir félagsstarfið. Falleg fjöll verja völlinn fyrir ákveðnum vindáttum og setja þau skemmtilegan svip á umhverfið.
Ég hafði mælt mér mót við Heiðar Inga Jóhannsson formann GBB á fögrum laugardagsmorgni í veðurblíðunni á Bíldudal. Heiðar er búsettur á Tálknafirði og hann tafðist aðeins. Ég nýtti tímann til þess að fara út á Litlueyrarvöll og taka nokkrar myndir. Þar var maður við vinnu sem hafði í nógu að snúast. Hann var klæddur í kuldagalla með „iðnaðarmannaheyrnartól“ á höfðinu. Ég kynnti mig og eftir stutta stund kom í ljós að hann var öllum hnútum kunnugur í starfi GBB. „Ég var einn af stofnefndum klúbbsins, fyrsti formaðurinn og gegndi því embætti í mörg ár,“ sagði Karl Þór Þórisson og brosti.
Karl Þór var í óðaönn að slá kargann á milli brauta og notaði til þess Hondu CR-V jeppling sem hann hengdi gamla brautarsláttuvél aftan í. „Ég er miklu fljótari að þessu svona og það er komið upp í vana að gera þetta svona,“ segir Karl Þór en sonur hans aðstoðar einnig við umhirðu vallarins yfir sumartímann. „Við sláum einnig svæði í eigu Vesturbyggðar og þær tekjur fara beint til klúbbsins,“ bætir Karl Þór við. „Ég er rafvirki og það er nóg að gera í því. En yfir sumartímann tek ég þetta verkefni að mér ásamt syni mínum. Við fáum eitthvað greitt fyrir þessa vinnu en fyrst og fremst erum við að þessu til að halda vellinum í því standi
80
GOLF.IS // Kraftmikið starf á Bíldudal
sem við viljum hafa hann. Við erum að útbúa nýja vélageymslu sem er gjöf frá Arnarlaxi. Það er gríðarleg framför fyrir klúbbinn þar sem við höfum þurft að geyma vélarnar út um allt - og stundum úti yfir vetrartímann,“ bætir Karl Þór við og heldur áfram að sinna sínum verkum úti á velli.
„Sló fyrstu höggin við Mjólkárvirkjun“ Heiðar Ingi Jóhannsson formaður renndi í hlað við klúbbhúsið ásamt konu sinni Kristjönu Andrésdóttur. Það var því ekki eftir neinu að bíða. Við tylltum okkur niður í ágætri aðstöðu klúbbsins og fengum okkur kaffibolla á meðan við ræddum saman. Heiðar Ingi
Rafmagnið hefur eignast Mercedes. EQC — 100% rafmagnaður
EQC er kraftmikill sportjeppi með allt að 417 km drægi og búinn hinu einstaka 4MATIC fjórhjóladrifi. Hann hefur einnig hið margrómaða MBUX margmiðlunarkerfi, stórt stafrænt mælaborð og býr yfir allra nýjustu öryggis- og aksturskerfum frá Mercedes-Benz. Komdu og reynsluaktu nýjum EQC. Við tökum vel á móti þér.
ASKJA · Krókhálsi 11-13 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi
Þú finnur Mercedes-Benz Íslandi á Facebook og Instagram
82
GOLF.IS // Kraftmikið starf á Bíldudal
GOLF.IS
83
er eins og áður hefur komið fram búsettur á Tálknafirði og hann þarf því að aka yfir einn fjallveg til þess að komast í golf. „Það er ekkert mál að keyra þetta yfir sumartímann og ég kvarta ekki þó að vegurinn mætti að sjálfsögðu vera betri,“ segir Heiðar Ingi en hann starfar sem smiður og keypti nýverið fyrirtækið sem hann hefur unnið hjá í mörg ár. „Maður lifir ekki af golfinu einu saman,“ segir Heiðar Ingi í léttum tón.
84
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kraftmikið starf á Bíldudal
Við byrjuðum á því að ræða um hvernig Heiðar Ingi hafi slysast í golfið. „Það var þannig að ég fór í heimsókn til vinar míns sem vann í Mjólkárvirkjun hér á Vestjörðum. Hann útbjó þrjár holur við virkjunina og þar fórum við saman í golf. Það endaði með því að hann gaf mér kylfurnar. Þetta hefur verið í kringum árið 1992. Eftir þessa heimsókn átti ég kylfur og þar af leiðandi fór ég að kíkja af og til yfir á Bíldudal til að prófa mig áfram. Eitt leiddi af öðru en ég byrjaði hægt og rólega.“
Kraftmikill en fámennur hópur Heiðar Ingi segir að starfið hjá GBB gangi ágætlega fyrir sig. Reksturinn er í jafnvægi og góð þátttaka er í mótahaldi GBB. Fjöldi félagamanna í GBB er þannig að formaðurinn gæti án efa munað öll nöfnin og jafnvelt kennitölurnar líka. Fámennið er ekki vandamál í huga Heiðars Inga. „Við erum hér til að njóta þess að spila og vera saman. Hér eru t.d. konur á áttræðisaldri sem leika golf á hverjum degi. Sú elsta er enn að lækka sig í forgjöf. Golfið er fyrir fólk á öllum aldri. Það er góður hópur hér í GBB og margir mjög virkir í starfinu. Ég held að það sé rétt munað að félagarnir eru 33 alls og um helmingur þeirra mætir nánast í öll mót og viðburði. Við erum með tvær mótaraðir þar sem keppt er vikulega. Mótin eru 9 holur og keppnisfyrirkomulagið er með ýmsum hætti til þess að allir eigi möguleika. Meistaramótið er einn af hápunktum sumarsins og einnig Sjávarútvegsmótaröðin. Þar höldum við eitt mót. Til viðbótar eru líklega um 7–8 önnur mót sem ýmis fyrirtæki taka þátt í að styðja með verðlaunum. Markmið klúbbsins er að vera með góðan og vel hirtan 9 holu völl. Frá því ég byrjaði hefur margt breyst. Og stundum þegar ég kom á völlinn hér á árum áður var búið að færa flatir og teiga með stuttum fyrirvara. Það hafa verið teiknaðar 18 holur á þessu svæði, líklega hefur það verið gert í einhverjum gleðskap enda þurfum við ekki á 18 holu velli að halda eins og staðan er í dag.“
Vantar golfkennara á svæðið Formaðurinn segir að skortur á golfkennslu og fræðslu á Vestfjörðum geri það að verkum að starfið sé ekki eins kröftugt og hægt væri að hafa það. „Það sem okkur vantar er að fá golfkennara til að efla starfið enn frekar. Þá er ég að tala um meira en eina helgi eða staka daga. Ólafur Jóhannesson, PGA-kennari, hefur komið af og til hingað á eigin vegum. Að mínu mati þarf GSÍ í samstarfi við stóru golfklúbbana að finna einhverja lausn á því hvernig smærri klúbbar úti á landi geta fengið aðstoð á þessu sviði. Golfíþróttin er ekki ofarlega á forgangslista þeirra sem ráða hér í sveitarstjórninni. Við þurfum því að gera flest allt í sjálfboðavinnu. Við erum t.d. með öflugan félagsmann sem á gröfu, og með hans aðstoð höfum við getað gert ótal hluti sem við hefðum annars ekki gert.“
Ný vélageymsla og bætt aðstaða Ný vélageymsla var í smíðum við klúbbhúsið þegar við heimsóttum GBB. Heiðar Ingi segir að fyrirtækið Arnarlax hafi komið af krafti inn í starf klúbbsins með ýmsum hætti. „Arnarlax hefur sýnt okkur mikla velvild. Fyrirtækið gaf klúbbnum nýja vélageymslu. Mannvirkið er vissulega ekki það stærsta á svæðinu en er góð lausn fyrir okkur á þessum tímapunkti. Það er svipaður íbúafjöldi á Bíldudal og á Tálknafirði, samtals rúmlega 500 íbúar. Það skiptir því miklu máli að finna fyrir stuðningi frá fyrirtækjum
86
GOLF.IS - Golf á Íslandi Kraftmikið starf á Bíldudal
hér á svæðinu. Fjárhagur klúbbsins er á góðum stað. Við getum státað okkur af því að klúbburinn hefur nánast alltaf átt fyrir þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í. Fjárhagsstaðan er góð. Félagsgjaldið fyrir fullorðna er 25.000 kr. á ári. Við leggjum frekar áherslu á að vera með öfluga innanfélagsmótaröð, þar sem keppendur greiða 500 kr. fyrir þátttökuna. Við fáum góðan stuðning frá ýmsum fyrirtækjum varðandi mótahaldið, verðlaun og slíkt. Félagsmenn setja það ekki fyrir sig að taka þátt í mörgum mótum þegar félagsgjaldið er svona lágt.“ Vestfirðir hafa á undanförnum árum notið meiri vinsælda í heimsóknum ferðamanna. Heiðar Ingi segir að það eigi einnig við um heimsóknir kylfinga á Litlueyrarvöll.
„Við fáum töluvert af ferðamönnum á völlinn. Það er engin starfsmaður til að taka á móti þeim en það eru allir heiðarlegir og gera upp vallargjaldið áður en haldið er af stað. Kalli er reyndar mjög oft hérna úti á velli en ekki alltaf. Íslendingar eru í meirihluta gesta hér á vellinum en það kemur einnig fyrir að erlendir ferðamenn leiki á vellinum. Framtíðin er aðeins í óvissu hjá okkur varðandi vallarstæðið. Vesturbyggð á ekki allt landið, hluti landsins er í einkaeigu. Eins og staðan er í dag þá eru talsverðar líkur á því að leigan á landinu verði mun hærri en áður. Það þarf að leysa og vonandi finnum við góða lendingu í því máli,“ segir Heiðar Ingi Jóhannsson formaður Golfklúbbs Bíldudals.
OKKAR TÍMI OKKAR BJÓR
Frábær stemning Íslandsmót golfklúbba í aldursflokki 12 ára og yngri fór fram í lok júlí 2019 og var þetta í þriðja sinn sem þetta mót fór fram
HVER ER AÐ SKOÐA GÖGNIN ÞÍN? Sérfræðingar í öryggislausnum
Borgartúni 37, Reykjavík
origo.is
Svipmyndir
90
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri
GOLF.IS
91
Leikið er eftir tveggja manna Texas Scramble fyrirkomulagi að fyrirmynd PGA unglingagolfsins. Hver 9 holu leikur samanstóð af þremur þriggja holna leikjum og gátu liðin því safnað mest sex vinningum (flöggum) í hverri viðureign. Alls tóku 11 sveitir þátt sem er það mesta til þessa og skiptust liðin í tvær deildir eftir forgjöf, þ.e. fimm sveitir í Hvítu deildinni sem lék um Íslandsmeistaratitilinn, og fimm sveitir í Gulu deildinni sem léku um deildarmeistaratitil. Mótið heppnaðist mjög vel og var áberandi hvað leikgleðin var mikil hjá krökkunum. Skemmtu krakkar og aðstandendur sér mjög vel þessa þrjá daga sem mótið fór fram. Krakkarnir komu einstaklega vel fram og voru til algerrar fyrirmyndar á vellinum.
92
GOLF.IS // Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri
Leikið var fyrsta daginn hjá GKG í Mýrinni, annan daginn hjá GK á Sveinskotsvelli og loks lokadaginn hjá GR á Landinu á Korpúlfsstöðum. Að leik loknum var lokahóf og verðlaunaafhending. Keppnin var gríðarlega spennandi og þurfti að nota fjölda vinninga til að skera úr um úrslit í báðum deildum. Annað árið í röð voru sveitir GKG og GS jafnar að stigum og gerðu jafntefli í sinni innbyrðis viðureign, og í annað skiptið féll sigurinn GS í skaut þar sem heildarfjöldi flagga var meiri hjá þeim.
Sláðu í gegn með Vildarpunktunum þínum
Ferðalag er ávísun á dýrmætar minningar Veist þú hvað leynist í Vildarpunktunum þínum? Það gæti komið þér ánægjulega á óvart. Blandaðu þeim saman við peninga og bókaðu draumaferðina. Auk flugsæta getur þú meðal annars nýtt punktana upp í bílaleigubíla, hótelgistingu og gjafabréf handa þínu kærasta fólki. + icelandair.is
Úrslit urðu eftirfarandi:
94
Hvíta deildin:
Gula deildin:
GS – Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Kári Siguringason, Viktor Vilmundarson, Snorri Rafn William Davíðsson, Skarphéðinn Óli Önnu Ingason GKG-1 – Benjamín Snær Valgarðsson, Guðjón Frans Halldórsson, Gunnar Þór Heimisson, Markús Marelsson, Snorri Hjaltason, Stefán Jökull Bragason GR-1 – Hjalti Kristján Hjaltason, Tryggvi Jónsson, Ingimar Jónasson, Pétur Ófeigur Bogason, Benedikt Líndal Heimisson, Heimir Krogh Haraldsson
GR-2 – Þóra Sveinsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Brynja Dís Viðarsdóttir, Margrét Jóna Eysteinsdóttir, Erna Steina Eysteinsdóttir, Ninna Þórey Björnsdóttir GKG-2 – Elísabet Sunna Scheving, Eva Fanney Matthíasdóttir, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Helga Grímsdóttir, Rakel Eva Kristmannsdóttir, Þórunn Margrét Jónsdóttir GO – Björn Breki Halldórsson, Arnar Daði Svavarsson, Arnar Heimir Gestsson, Arnar Ingi Elíasson, Óttar Örn Sigurðarson
GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri
Laugarnar í Reykjavík
Fyrir líkama og sál
fyrir alla
fjölskyld una
í þí nu hv erfi
Fr á m or gn i
t il kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is
Íslandsbankamótaröðin 2019
Markús og Perla Sól stigameistarar Markús Marelsson, GKG, og Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, eru stigameistarar í flokki 14 ára og yngri á Íslandsbankamótaröð unglinga 2019. Perla Sól hafði mikla yfirburði í þessum flokki en hún sigraði á öllum fimm mótum tímabilsins. Þess má geta að hún er 12 ára gömul og á því enn eftir tvö ár í þessum keppnisflokki. Markús sigraði á fyrstu þremur mótum tímabilsins. Hann varð fimmti á einu móti og í öðru sæti á lokamótinu sem var jafnframt Íslandsmótið í þessum aldursflokki. Markús sigraði á Íslandsmótinu
í holukeppni en Gunnlaugur Árni Sveinsson félagi hans úr GKG varð Íslandsmeistari í höggleik. Markús er 11 ára gamall og á því þrjú ár eftir í þessum flokki. Alls tóku 32 keppendur þátt í piltaflokki 14 ára og yngri á tímabilinu og alls voru 19 keppendur í stúlknaflokki.
14 ÁRA OG YNGRI: 1. Markús Marelsson, GKG 7372,50 stig 2. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 6850,00 stig 3. Veigar Heiðarsson, GA 5942,50 stig 4. Skúli Gunnar Ágústsson, GA 5470,00 stig 5. Guðjón Frans Halldórsson, GKG 4300,00 stig 6. Hjalti Jóhannsson, GK 3582,50 stig 7. Jón Gunnar Kanishka Shiransson, GÍ 3195,00 stig 8. Eyþór Björn Emilsson, GR 3112,50 stig 9. Fannar Grétarsson, GR 2985,00 stig 10. Elías Ágúst Andrason, GR 2770,00 stig
96
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigameistarar 2019
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR, 8500,00 stig 2. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 6122,50 stig 3. Helga Signý Pálsdóttir, GR 6050,00 stig 4. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 4276,25 stig 5. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG 3895,00 stig 6. Sara Kristinsdóttir, GM 3686,25 stig 7. Auður Bergrún Snorradóttir, GA 2995,00 stig 8. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 2962,50 stig 9. Birna Rut Snorradóttir, GA 2880,00 stig 10. Ester Amíra Ægisdóttir, GK 2622,50 stig
Stundum þarf tvo til - því að sumt virkar betur saman Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
VERT
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
Íslandsbankamótaröðin 2019
Böðvar Bragi og Nína Margrét stigameistarar Það var hörð keppni um stigameistaratitilinn í flokki 15–16 ára hjá báðum kynjum. Böðvar Bragi Pálsson, GR, uppi sem stigameistari í piltaflokki og Nína Margrét Valtýsdóttir, úr GR, varð stigameistari í stúlknaflokki. Böðvar Bragi tók þátt á fjórum af alls fimm mótum tímabilsins á Íslandsbankamótaröðinni. Hann sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni og einnig á Íslandsmótinu í golfi sem jafnframt var lokamótið á tímabilinu. Hann varð í 3. sæti á fyrsta stigamótinu og í 2. sæti á því næsta. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR, sigraði á fyrsta móti tímabilsins, Breki Gunnar Arndal, GKG, sigrað á öðru og fjórða móti tímabilsins. Alls tóku 45 keppendur þátt í þessum flokki á tímabilinu.
Nína Margrét tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á 1. og 4. mótinu. Á hinum þremur mótunum endaði hún í 3., 2. og 3. sæti. María Eir Guðjónsdóttir úr GM varð þrívegis í öðru sæti á mótum tímabilsins og tvívegis í fjórða sæti. Eva María Gestsdóttir, GKG, tók þátt á þremur mótum og sigraði hún í öll skiptin. Hún varð Íslandsmeistari í holukeppni og einnig Íslandsmeistari í höggleik. Alls tóku 10 kylfingar þátt í keppni í 15–16 ára flokki stúlkna.
1. Böðvar Bragi Pálsson, GR 6265,00 stig 2. Breki Gunnarsson Arndal, GKG 5822,50 stig 3. Finnur Gauti Vilhelmsson, GR 4721,25 stig 4. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 4456,25 stig 5. Björn Viktor Viktorsson, GL 4290,00 stig 6. Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR 4228,75 stig 7. Dagur Fannar Ólafsson, GKG 3632,50 stig 8. Aron Ingi Hákonarson, GM 3426,67 stig 9. Mikael Máni Sigurðsson. GA 3382,50 stig 10. Óskar Páll Valsson, GA 3090,00 stig
98
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigameistarar 2019
1. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR 7010,00 stig 2. María Eir Guðjónsdóttir, GM 6157,50 stig 3. Eva María Gestsdóttir, GKG 5500,00 stig 4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GR 5462,50 stig 5. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 5260,00 stig 6. Laufey Kristín Marinósdóttir, GKG 4112,50 stig 7. Katrín Hörn Daníelsdóttir, GKG 3987,50 stig 8. Auður Sigmundsdóttir, GR 3690,00 stig 9. Sara Sigurbjörnsdóttir, GFB 712,50 stig 10. Guðrún María Aðalsteinsdóttir, GA 562,50 stig
174.186/maggioskars.com
15-16 ÁRA:
S
174.186/maggioskars.com
Skjól í amstri dagsins EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is
Íslandsbankamótaröðin 2019
Jón og Jóhanna Lea stigameistarar
Jón Gunnarsson, GKG, og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, er stigameistarar 2019 í flokki 17–18 ára á Íslandsbankamótaröð unglinga. Jón Gunnarsson fagnaði sigri á einu móti af fimm sem hann tók þátt í. Hann varð tvívegis í öðru sæti, einu sinni í fjórða og einu sinni í sjötta sæti. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sigraði á tveimur mótum á tímabilinu en hann tók þátt í fjórum. Sigurður Arnar er Íslandsmeistari í golfi 2019 í þessum aldursflokki. Kristófer Karl Karlsson, GM, tók þátt í tveimur mótum á tímabilinu og sigraði í bæði skiptin. Hann varð Íslandsmeistari í holukeppni í þessum aldursflokki. Alls tóku 38 keppendur þátt í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2019.
Jóhanna Lea sigraði á báðum Íslandsmótunum í þessum flokki á árinu. Fyrst í holukeppni og á lokamótinu þar sem keppt var um Íslandsmeistaratitilinn í höggleik. Alls sigraði hún á þremur mótum en hún tók þátt í fjórum mótum. Jóhann Lea varð í öðru sæti á einu móti. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði á einu móti og Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA, sigraði á einu. Alls tóku 14 keppendur þátt í þessum aldursflokki á keppnistímabilinu 2019.
17–18 ÁRA: 1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR 6700,00 stig 2. Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM 5112,00 stig 3. Ásdís Valtýsdóttir, GR 4667,50 stig 4. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 4270,00 stig 5. Bára Valdís Ármannsdóttir, GL 3812,50 stig 6. Katla Björg Sigurjónsdóttir, GK 3427,50 stig 7. Árný Eik Dagsdóttir, GKG 3235,00 stig 8. María Björk Pálsdóttir, GKG 3187,50 stig 9. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 3100,00 stig 10. Marianna Ulriksen, GK 2820,00 stig
100
GOLF.IS - Golf á Íslandi Stigameistarar 2019
1. Jón Gunnarsson, GKG 6180,00 stig 2. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 5472,50 stig 3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 5350,00 stig 4. Aron Emil Gunnarsson, GOS 4335,00 stig 5. Lárus Ingi Antonsson, GA 4300,00 stig 6. Ingi Þór Ólafson, GM 3511,25 stig 7. Kristófer Karl Karlsson, GM 3500,00 stig 8. Pétur Sigurdór Pálsson, GOS 3490,00 stig 9. Svanberg Addi Stefánsson, GK 3002,50 stig 10. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 2640,00 stig
Íslandsbankamótaröðin 2019
Sverrir og Amanda stigameistarar Keppt var í flokki 19–21 árs á Íslandsbankamótaröðinni í þriðja sinn frá upphafi. Alls tóku 27 piltar þátt í mótum sumarsins en aðeins tókst að ná keppendum inn á eitt mót af alls fimm í flokki stúlkna. Sverrir Haraldsson úr GM varð stigameistari en hann sigraði á fyrstu þremur mótum tímabilsins og þar á meðal Íslandsmótinu í holukeppni. Sverrir tók þátt í fjórum mótum af alls fimm en hann varð annar á Íslandsmótinu í golfi þar sem Daníel Ísak Steinarsson, GK, fagnaði sigri. Daníel varð í öðru sæti á tveimur mótum af fjórum sem hann tók þátt í. Ragnar Áki Ragnarsson úr GKG sigraði á einu móti í þessum aldursflokki á tímabilinu.
19–21 ÁRS: 1. Sverrir Haraldsson, GM 6600,00 stig 2. Daníel Ísak Steinarsson, GK 5300,00 stig 3. Helgi Snær Björgvinsson, GK 3157,50 stig 4. Magnús Friðrik Helgason, GKG 2937,50 stig 5. Róbert Smári Jónsson, GS 2865,00 stig 6. Lárus Garðar Long, GV 2670,00 stig 7. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG 2547,50 stig 8. Bjarki Steinn l. Jónatansson, GK 2362,50 stig 9. Ragnar Már Ríkarðsson, GM 2265,00 stig 10. Birkir Orri Viðarsson, GS 2260,00 stig 1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD 2000,00 stig 2. Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG 1600,00 stig 3. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB 1420,00 stig
GOLF.IS
101
Elítuhópur og afrekshópur GSÍ 2019–2020 Gregor Brodie afreksstjóri Golfsambands Íslands og Ólafur Björn Loftsson aðstoðarafreksstjóri tilkynntu um miðjan október sl. hvaða leikmenn skipa elítuhóp og afrekshóp GSÍ 2019–2020. Alls eru 64 kylfingar í þessum hópum, 24 í elítuhópnum og 40 í afrekshópnum. „Við höfum ákveðið að velja fleiri kylfinga í landsliðshóp að þessu sinni. Áherslan verður vissulega mismikil á kylfinga en við viljum í hið minnsta gefa fleiri efnilegum kylfingum tækifæri að sækja sér þekkingu í gegnum fjölbreytt námskeið og heimsklassa kennsluefni,“ segir Brodie. „Síðustu mánuðir hafa einkennst af mótahaldi hjá okkar kylfingum bæði hérlendis og erlendis en nú þegar keppnistímabilinu er lokið hjá flestum kylfingum hefst afar spennandi tími. Okkar hlutverk er að fræða og þjálfa okkar efnilegu kylfinga til að greiða leið þeirra áfram í golfíþróttinni. Við höfum frábært tækifæri nú yfir vetrarmánuðina og munum leggja áherslu á reglulegar æfingalotur þar sem við munum meðal annars koma með heimsklassa sérfræðinga til Íslands. Til dæmis kemur þjálfarinn Martin Joyce frá Ástralíu til landsins í fyrstu æfingalotunni og ásamt honum einn af hans kylfingum, David Micheluzzi. Fyrir nokkrum dögum gerðist David atvinnukylfingur en þá var hann í 4. sæti á lista bestu áhugakylfinga heims. Þeir munu halda námskeið fyrir kylfinga og þjálfara um næstu mánaðamót,“ segir Gregor Brodie við golf.is ELÍTUHÓPUR (24 KYLFINGAR*) 14 karlar á aldrinum 16–27 ára 10 konur á aldrinum 13–23 ára *Af þessum 24 kylfingum eru 10 í háskólagolfi í Bandaríkjunum þannig að yfir vetrartímann eru alla jafna 14 kylfingar úr hópnum á Íslandi.
AFREKSHÓPUR (40 KYLFINGAR) 27 karlar á aldrinum 15–24 ára 13 konur á aldrinum 13–24 ára
102
GOLF.IS - Golf á Íslandi Elítuhópur og afrekshópur GSÍ 2019–2020
ELÍTUHÓPUR (ELITE) Andrea Björg Bergsdóttir (GKG), Andrea Ýr Ásmundsdóttir (GA), Eva María Gestsdóttir (GKG), Heiðrún Anna Hlynsdóttir (GOS), Helga Kristín Einarsdóttir (GK), Hulda Clara Gestsdóttir (GKG), Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir (GR), Perla Sól Sigurbrandsdóttir (GR), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Saga Traustadóttir (GR), Aron Snær Júlíusson (GKG), Birgir Björn Magnússon (GK), Bjarki Pétursson (GKB), Björn Óskar Guðjónsson (GM), Böðvar Bragi Pálsson (GR), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Gísli Sveinbergsson (GK), Hlynur Bergsson (GKG), Jóhannes Guðmundsson (GR), Kristófer Karl Karlsson (GM), Rúnar Arnórsson (GK), Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), Viktor Ingi Einarsson (GR).
AFREKSHÓPUR (PERFORMANCE) Amanda Guðrún Bjarnadóttir (GHD), Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Auður Sigmundsdóttir (GR), Árný Eik Dagsdóttir (GKG), Ásdís Valtýsdóttir (GR), Bjarney Ósk Harðardóttir (GR), Eva Karen Björnsdóttir (GR), Guðrún Jóna Nolan (England), Katrín Sól Davíðsdóttir (GM), Kristín Sól Guðmundsdóttir (GM), Lóa Dista Jóhannsson (Bandaríkin), María Eir Guðjónsdóttir (GM), Nína Margrét Valtýsdóttir (GR), Aron Emil Gunnarsson (GOS), Bjarni Þór Lúðvíksson (GR), Björn Viktor Viktorsson (GL), Breki Gunnarsson Arndal (GKG), Dagur Fannar Ólafsson (GKG), Daníel Ísak Steinarsson (GK), Egill Ragnar Gunnarsson (GKG), Fannar Ingi Steingrímsson (GKG), Finnur Gauti Vilhelmsson (GR), Hákon Örn Magnússon (GR), Henning Darri Þórðarson (GK), Ingi Þór Ólafson (GM), Ingvar Andri Magnússon (GKG), Jón Gunnarsson (GKG), Kjartan Sigurjón Kjartansson (GR), Kristófer Orri Þórðarson (GKG), Kristófer Tjörvi Einarsson (GV), Lárus Ingi Antonsson (GA), Pétur Sigurdór Pálsson (GOS), Ragnar Már Garðarsson (GKG), Ragnar Már Ríkarðsson (GM), Svanberg Addi Stefánsson (GK), Sverrir Haraldsson (GM), Tómas Eiríksson Hjaltested (GR), Tumi Hrafn Kúld (GA), Vikar Jónasson (GK).
NÁÐU FORSKOTI Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2012 og hefur síðan þá greitt götu fjölda kylfinga.
Styrkþegar 2019: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Valdís Þóra Jónsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Axel Bóasson Haraldur Franklín Magnús Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Góðar minningar
úr Grafarholtinu
Logi Sigurðsson og faðir hans Sigurður Sigurðsson voru kampakátir þegar ljósmyndari golfi.is hitti þá feðga á Grafarholtsvellinum á Íslandsmótinu í golfi 2019. Logi hefur á undanförnum árum stimplað sig inn sem efnilegur kylfingur en hann leikur fyrir hönd Golfklúbbs Suðurnesja. Logi byrjaði mótið af krafti og komst í gegnum niðurskurðinn að loknum 36 holum. Hann endaði í 70. sæti af 115 keppendum.
Faðir hans, Sigurður, á góðar minningar úr Grafarholtinu. Sigurður fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á þeim velli árið 1988. Það var jafnframt eini Íslandsmeistaratitill Sigurðar en kylfingar úr röðum GS voru í fremstu röð á landsvísu á þessum árum.
Sigurður o g Steinun n Sæ GR, fögnu ðu Íslandsm mundsdóttir, eistaratitl karla- og unum í kvennaflo kki árið 19 Mynd Eina r Falur, m 88. bl.is.
104
GOLF.IS
Brizo
Ertu alltaf í spreng? ™
gegn tíðum þvaglátum
Brizo er sérhannað fyrir karlmenn sem þjást af
einkennum góðkynja stækkunar á blöðruhálskirtli. Kannast þú við þetta vandamál?
• Lítil eða slöpp þvagbuna • Tíð þvaglát • Næturþvaglát • Skyndileg þvaglátarþörf • Erfitt að hefja þvaglát • Þvagleki eða erfitt að stöðva þvaglát • Þörf fyrir þvaglát skömmu eftir það síðasta • Sviði eða sársauki við þvaglát Fæst í öllum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. Brizo A-4.indd 1
10/05/2019 18:36:46
Titleist Unglingaeinvígið 2019
Frábær lokakafli tryggði Tómasi sigur Titleist Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ föstudaginn 13. september. Þetta er í 15. skipti sem Unglingaeinvígið er haldið en mótið er á vegum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Titleist Unglingaeinvígið er boðsmót þar sem leikmenn vinna sér inn þátttökurétt með góðum árangri á unglingamótaröð GSÍ auk þess sem klúbbmeisturum GM er boðin þátttaka. Þrír keppendur komust áfram úr hverjum flokki í lokaeinvígið en aðstæður voru mjög krefjandi. Hvass vindur og úrkoma af og til. Mótið var leikið eftir „shoot out“ fyrirkomulagi þar sem 10 leikmenn hófu leik og datt einn leikmaður út á hverri holu þar til Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari. Tómas lék stórkostlegt golf á lokaholunum en hann fékk fugl á fjórar síðustu holurnar. Á lokaholunni hafði Tómas betur gegn félaga sínum úr GR, Dagbjarti Sigurbrandssyni, en hann hafði titil að verja á mótinu.
LOKASTAÐAN Í TITLEIST UNGLINGAEINVÍGINU 2019: 1. Tómas Eiríksson Hjaltested GR 2. Dagbjartur Sigurbrandsson GR 3. Aron Ingi Hákonarson GM 4. Perla Sól Sigurbrandsóttir GR 5. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 6. Helga Signý Pálsdóttir GR 7. Finnur Gauti Vilhelmsson GR 8. Guðjón Frans Halldórsson GKG 9. Kristófer Karl Karlsson GM 10. Böðvar Bragi Pálsson GR
SIGURVEGARAR Á MÓTINU FRÁ
UPPHAFI:
2005 – Sveinn Ísleifsson 2006 – Guðni Fannar Carrico 2007 – Andri Þór Björnsson 2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson 2009 – Andri Már Óskarsson 2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir 2011 – Ragnar Már Garðarsson 2012 – Aron Snær Júlíusson 2013 – Ingvar Andri Magnússon 2014 – Ingvar Andri Magnússon 2015 – Björn Óskar Guðjónsson 2016 – Henning Darri Þórðarson 2017 – Ragnar Már Ríkarðsson 2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson 2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested
106
GOLF.IS - Golf á Íslandi Titleist Unglingaeinvígið 2019
Margar gerðir af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir frá Grauthoff. Hljóðeinangrandi hurðir, eldvarnarhurðir, rennihurðir, glerhurðir nú og bara svona venjulegar hurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! VIÐARPARKET • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
Íslandsmót golfklúbba 2019
Leynir á ný í deild þeirra bestu Þrír golfklúbbar tóku þátt í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba 2019. Keppt var á Garðavelli á Akranesi hjá Golfklúbbnum Leyni. Golfklúbburinn Leynir sigraði í þessari deild og leikur í efstu deild árið 2020. Þar sem aðeins þrír klúbbar tóku þátt var leikin riðlakeppni. Á föstudeginum voru leiknar tvær umferðir og ein á laugardeginum. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir tók þátt í keppninni með GL. Hún átti ekki í vandræðum í sínum leikjum, þeim fyrri lauk eftir 11 holur með 9/7 sigri og þeim síðari lauk eftir 13 holur með 7/5 sigri.
LOKASTAÐAN Í 2. DEILD KVENNA: 1. Golfklúbburinn Leynir (GL) 2. Nesklúbburinn (NK) 3. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB) Athygli vekur að aðeins þrír golfklúbbar tóku þátt í keppni í 2. deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba 2019. Það er umtalsverð fækkun en á undanförnum árum hefur þátttakan verið góð og deildin fullskipuð í flestum tilvikum. Árið 2013 var deildin fullskipuð og alls átta golfklúbbar tóku þátt: GMS, GFB, GP, GHG, GA, GOS, GVG og GL. Árið 2017 tóku 6 klúbbar þátt: GSV, GA, GFB, GVG, GSS og GV. Árið 2018 léku 7 klúbbar í 2. deild kvenna: GL, NK, GV, GFB, GVS, GOS og GHG.
108
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Íslandsmót golfklúbba 2019
GV í deild þeirra bestu Golfklúbbur Vestmannaeyja leikur í 1. deild karla að ári á Íslandsmóti golfklúbba. GV sigraði Golfklúbb Selfoss í úrslitaleik um sæti í efstu deild en leikið var í Vestmannaeyjum. Úrslitaleikurinn var spennandi og réðust úrslitin á 18. holu í lokaleiknum. Daníel Ingi Sigurjónsson átti glæsilegt högg inn á flöt, setti innan við metra frá holu og kláraði púttið svo af öryggi fyrir sigri í sínum leik og þar með þriðja vinning GV. Áður höfðu þeir Karl Haraldsson og Sigurbergur Sveinsson sigrað í fjórmenningi og Lárus Garðar Long sigraði örugglega í sínum leik. Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal fjölmargra áhorfenda sem höfðu komið sér fyrir við átjándu flötina. Á myndinni má sjá sveitina ásamt liðsstjórunum tveimur. Frá vinstri: Einar Gunnarsson liðsstjóri, Lárus Garðar Long, Rúnar Þór Karlsson, Hallgrímur Júlíusson, Gunnar Geir Gústafsson, Daníel Ingi Sigurjónsson, Karl Haraldsson, Sigurbergur Sveinsson, Kristófer Tjörvi Einarsson og Sigurður Bragason liðsstjóri.
LOKASTAÐAN Í 2. DEILD KARLA: 1. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV 2. Golfklúbbur Selfoss, GOS 3. Golfklúbbur Setbergs, GSE 4. Golfklúbbur Öndverðarness, GÖ 5. Nesklúbburinn, NK 6. Golfklúbburinn Oddur, GO 7. Golfklúbbur Kiðjaberg, GKB 8. Golfklúbbur Ísafjarðar, GÍ
GOLF.IS
109
Íslandsmót golfklúbba 2019
GH sigraði í 3. deild karla Golfklúbbur Húsavíkur tryggði sér sigur í 3. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba en keppt var í Grindavík í ágúst á þessu ári. GH leikur því í 2. deild að ári. Golfklúbbur Sauðárkróks lék til úrslita um sigurinn. Golfklúbbur Fjallabyggðar hafnaði í þriðja sæti eftir að hafa sigrað Golfklúbb Hveragerðis í leik um þriðja sætið. Golfklúbburinn Geysir féll í 4. deild.
LOKASTAÐAN Í 3. DEILD KARLA: 1. Golfklúbbur Húsavíkur, GH 2. Golfklúbbur Sauðárkróks, GSS 3. Golfklúbbur Fjallabyggðar, GFB 4. Golfklúbbur Hveragerðis, GHG 5. Golfklúbbur Grindavíkur, GG 6. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar, GVS 7. Golfklúbbur Borgarnes, GB 8. Golfklúbburinn Geysir, GEY
110
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfreglur 2019
Íslandsmót golfklúbba 2019
Flúðir sigurvegari í 4. deild Golfklúbburinn Flúðir sigraði í 4. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba sem fram fór á Bárarvelli hjá Golfklúbbnum Vestari á Grundarfirði.
Alls tóku fimm golfklúbbar þátt í þessari deild þar sem leikið var í einum riðli.
Úrslitin réðust í bráðabana á 20. holu þar sem GF tryggði sér efsta sætið eftir harða baráttu gegn heimamönnum í GVS. Golfklúbburinn Mostri frá Stykkishólmi varð í þriðja sæti.
LOKASTAÐAN Í 4. DEILD: 1. Golfklúbburinn Flúðir 2. Golfklúbburinn Vestarr 3. Golfklúbburinn Mostri 4. Golfklúbbur Þorlákshafnar 5. Golfklúbbur Norðfjarðar
GOLF.IS
111
Skotlandsgolfarar 2015 á fyrst teig á Gullane #1. Frá vinstri: Ólafur Z. Ólafsson, Magni S. Jónsson, Reynir Þorsteinsson, Felix Valsson, Svavar Haraldsson, Steinn Jónsson, Pétur Skarphéðinsson, Ólafur Einarsson, Guðjón Birgisson, Birkir Sveinsson, Ríkarður Sigfússon og Kristinn Jóhannsson.
Golfferðir íslenskra lækna til Skotlands Steinn Jónsson, læknir, skrifar.
Saga golfsins á Íslandi er ekki ýkja löng því að fyrstu golfklúbbar sem stofnaðir voru hér á landi voru Golfklúbbur Reykjavíkur 1934, Golfklúbbur Akureyrar 1935 og Golfklúbbur Vestmannaeyja 1938. Nýlega hafa verið gefnar út bækur um sögu golfsins hér á Íslandi og kemur þar fram að tveir læknar, þeir Valtýr Albertsson og Gunnlaugur Einarsson, voru forvígismenn að stofnun GR og þannig frumkvöðlar í uppbyggingu golfsins hér á landi (1). Þeir kynntust golfinu á námsárum í Danmörku og fluttu golfáhugannmeð sér til Íslands. Saga golfsins á Íslandi tengist því nokkuð læknum bæði fyrr og nú. Tilgangur þessarar greinar er ekki að rekja þá sögu heldur að fjalla um tiltekinn þátt en það eru golfferðir íslenskra lækna til Skotlands.
Frá árinu 1987 hefur hópur lækna farið árvisst í golf til Skotlands í fyrstu viku maímánaðar. Það svæði sem við höfum farið á er East Lothian svæðið ...
112
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfferðir íslenskra lækna til Skotlands
Golfið er upprunnið í Skotlandi og heimildir segja að fyrst hafi verið leikið golf þar í námunda við Edinborg á átjándu öld. Í Skotlandi er því mikil golfhefð og þar eru margir af frægustu golfvöllum heims. Fyrstu skipulögðu golfferðir Íslendinga til útlanda voru og til Skotlands í kringum 1970 en þá flaug Flugfélag Íslands til Glasgow og Kaupmannahafnar. Læknar voru ekki upphafsmenn þessara ferða heldur aðrir áhugamenn um golf, meðal annarra bræðurnir Vilhjálmur Árnason og Tómas Árnason lögfræðingar og aðilar í ferðaþjónustunni þeir Birgir Þorgilsson sem þá starfaði hjá FÍ og Sigurður Matthíasson hjá Loftleiðum. Læknar tóku snemma þátt í þessum ferðum en meðal þeirra lækna sem fyrstir fóru til Skotlands voru Sigurður Þ. Guðmundsson 1)
lyflæknir og innkirtlasérfræðingur og Jón Þorgeir Hallgrímsson fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Á þessum fyrstu árum var yfirleitt gist á Hotel Marine í strandbænum North Berwick skammt frá Edinborg. Frá árinu 1987 hefur hópur lækna farið árvisst í golf til Skotlands í fyrstu viku maímánaðar. Það svæði sem við höfum farið á er East Lothian svæðið sem er suðaustur af Edinborg og sunnan við Firth of Forth. Oftast hefur verið haldið til í North Berwick sem er fallegur strandbær og var sumarfrísstaður efnaðra Edinborgarbúa. Helstu vellir þar um slóðir sem við leikum á eru North Berwick West Links, Glen sem áður var kallaður East Links, Royal Dunbar, Gullane, Longniddrie, Kilspindie, Luffness, Archerfield, Haddington og að lokum Muirfield þar sem British Open er haldið með reglulegu millibili. Þetta eru mest „links“ vellir eða blanda af „links“ og skógarvöllum eftir atvikum. Muirfield er talinn einn af erfiðustu völlum í heimi og það þykir toppurinn í atvinnumannaheimi golfsins að vinna British Open á Muirfield. Hinum megin við flóann eru svo St. Andrews, Carnoustie og Kings Barns frægastir valla en ekki hefur verið spilað á þeim í þessum ferðum.
Gullveig Sæmundsdóttir og Steinar J. Lúðvíksson. Golf á Íslandi. Forlagið 2012.
OKKAR VÖLLUR ER 80 ÞÚSUND HOLUR Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Jæja, ég er farinn héðan og kem aldrei hingað aftur ... Meðal eftirminnilegustu manna í fyrstu Skotlandsferðunum var Knútur Björnsson lýtalæknir sem var um árabil meðal fremstu kylfinga af eldri kynslóð á landinu. Knútur var ættaður frá Vestmannaeyjum og náfrændi Sveins Ársælssonar fyrrverandi Íslandsmeistara í golfi og Reynis Þorsteinssonar heimilislæknis á Akranesi, sem hefur m.a. unnið mikilvægt starf fyrir Leyni á Akranesi, sérstaklega við þjálfun ungra golfara. Knútur var mjög flinkur golfari og var Íslandsmeistari eldri kylfinga um tíma. Hann var sérstaklega góður í stutta spilinu og fáir höfðu roð við honum á því sviði. Margt skemmtilegt er haft eftir Knúti á golfvellinum en hans frægasta setning er þó vafalaust „golfið byrjar við annað högg“. Önnur regla Knúts var „taktu alltaf járninu meira en þú heldur að þú þurfir“. Að lokum mun Knútur hafa haft þá reglu þegar taka þyrfti víti að „maður bakkar aldrei lengra en maður þarf“. Knútur var eftirminnilegur læknir og golfsnillingur en hann lést árið 2014 áttatíu og fjögurra ára að aldri. Kristinn Jóhannsson hjartaskurðlæknir hefur lengi verið meðal fremstu golfara í
Sigurður Þ. Guðmundsson lætur ljós sitt skína. Jón Þ. Hallgrímsson situr við hlið hans.
læknastétt og var um tíma í landsliði Íslands eldri en 55 ára. Kristinn var um langt árabil fararstjóri í golfferðum lækna til Skotlands og sá um að útvega hópnum rástíma á frægum völlum. Íslenski læknahópurinn var þekktur á East Lothian svæðinu undir nafninu The Johannsson group. Í golfferðum lækna eru alltaf fjórir í holli og keppa tveir á móti tveimur í punktakeppni eða holukeppni án forgjafar, gjarnan upp á bjór eða eitthvað þaðan af betra. Kristinn er mikill keppnismaður og tapar sjaldan slíkri keppni. Þó man ég að eitt sinn gekk hálfilla hjá Kidda, mikið krafs í glompum, og gerðist hann þá þögull, en sagði svo loksins á bílastæðinu við Whitekirk eftir hringinn: „Jæja, ég er farinn héðan og kem aldrei hingað aftur“.
Galvaskir golfarar fyrir framan Maitlandfield hótelið í Haddington 1996.
114
Svavar Haraldsson bæklunarskurðlæknir er einn af tryggustu Skotlandsförum í hópi lækna og fór fyrst í golf þar 1974. Hann kynntist golfinu á Akureyri þar sem hann byrjaði sem kylfusveinn og vallarstarfsmaður hjá GA á unglingsárum og spilaði þá á Íslandsmótum í landsliðsflokki. Svavar var mjög högglangur og „klappaði létt 250 metra“ í upphafshöggunum. Svavar hefur mikið dálæti á Skotlandi og skoskum golfhefðum og þekkir betur til þar en flestir. Þekkir og golfsöguna vel og hefur frá mörgu að segja, sérstaklega varðandi British Open mótin fyrr á árum. Í fyrsta sinn sem undirritaður fór til Skotlands vorið 1996 voru margir góðir kylfingar og eftirminnilegir menn með í ferðinni. Má þar nefna auk Knúts, Kristins og Svavars þá Guðmund Arason, Hörð Bergsteinsson, Þráin Rósmundsson, Brynjólf Mogensen, Ársæl Jónsson, Ásgeir Jónsson, Ólaf Örn Arnarson, Gunnar Sigurðsson, Reyni Þorsteinsson , Pétur Skarphéðinsson og síðast en ekki síst Sigurð Þ. Guðmundsson og Jón Þorgeir Hallgrímsson sem voru alltaf kallaðir Siggi og Jorri. Þeir voru perluvinir og herbergisfélagar og mjög skemmtilegir á golfvellinum hvor á sína vísu. Jón Þorgeir hafði gaman af því að sletta þýsku og eru sum orðatiltæki hans ennþá rifjuð upp við hentug tækifæri. Ef menn áttu óvenju gott og langt upphafshögg greip Jón stundum til þýska hernaðarfrasans „Wir schlagen gegen England“. Ef menn hins vegar lentu óvænt í glompu brosti Jón góðlátlega og sagði „Aha, Bunker hinein!“ Í þessarri ferð vorum við Ásgeir Jónsson að spila saman á móti Sigga og Jorra á Kilspindie en ég var tiltölulega nýbyrjaður í golfi. Á 6. braut sem er 240 metra par 4 hola sló ég óvænt inn á flöt í upphafshöggi með 4 járni, að vísu í nokkrum meðvindi. Jorri leit þá til himins og andvarpaði „Guð
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfferðir íslenskra lækna til Skotlands
Volta
Hreinar hendur með nýjum Voltaren Gel nuddhaus
NÝTT
1. RJÚFA
2. TOGA
3. BERA Á
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Voltaren SmartTube A4 ICE.indd 1
01/10/2018 14:14
Knútur Björnsson og Kristinn Jóhannsson á 18. teig á East Links 1987, 17. braut og Bass Rock í baksýn.
Svavar Haraldsson, Kristinn Jóhannsson og Guðmundur Arason fyrir framan klúbbhúsið á Muirfield árið 2000.
hófinu tók einn félaganna til máls og lýsti ánægju hjálpi okkur ef þessi maður lærir einhvern tíma sinni með þessa þróun og velti upp þeim möguað spila golf“. Þeir voru yndislegir félagar og forÞað orð hefur farið leika hvort ekki ætti að fara að hafa konurnar réttindi að hafa kynnst þeim í golfinu. Sigurður með í þessar ferðir og fara til Spánar. Þá þyrmdi lést árið 2007 langt fyrir aldur fram en Jón Þorgeir af þessum ferðum yfir Svavar Haraldsson og hann sagði alvöruer enn við góða heilsu og lagði á ráðin við skrif að við „förum alltaf þrunginn yfir borðið: „Ef við förum til Spánar og þessarar greinar. konurnar koma með, þá er þetta búið.“ Lengi vel var golfið aðeins karlaíþrótt og konur á sama staðinn, Á kvöldin er farið út að borða á fínum veitingakomu þar hvergi nærri. Þetta hefur sennilega leikum alltaf sömu húsum í North Berwick og nágrannabæjum þar verið hvað langlífast í Skotlandi og er mönnum sem veitingamenn taka fagnandi á móti okkur í fersku minni skilti þar í landi þar sem á stóð vellina, förum alltaf á fastagestum sínum. Það orð hefur farið af þessum „No women or dogs allowed“. Þetta hefur nú allt sömu veitingastaðferðum að við „förum alltaf á sama staðinn, breyst og eru konur nú velkomnar á alla velli í leikum alltaf sömu vellina, förum alltaf á sömu Skotlandi, meira að segja Muirfield sem lá undir ina og segjum alltaf veitingastaðina og segjum alltaf sömu brandarmiklu ámæli út af þessu. Þegar Royal and Ancient sömu brandarana ... ana“. Það er nokkuð til í því. Þótt aldurinn sé hótaði að taka The Open af Muirfield lét The reyndar heldur að færast yfir hópinn er engan Honourable Company of Edinburgh Golfers loks bilbug er á mönnuð að finna. undan. Þeir félagar Svavar og Kristinn fóru á Tilhlökkunin byrjar fljótlega eftir að ferð lýkur og stendur óslitið Muirfield í annað sinn 2008 og komu nokkuð fámálir til baka en fram að næstu ferð. Á seinni árum hafa bæst í hópinn ungir og höfðu fengið eitt birdie á hringnum. Þeir höfðu hins vegar hitt ríkan efnilegir golfarar en það verður verkefni þeirra að halda þessari Ameríkana í hádegismatnum á milli hringja sem hughreysti þá með skemmtilegu hefð gangandi. Fremsti golfari í læknastétt á Íslandi þeim orðum að „The best thing about Muirfield is the lunch“. Nú er reyndar án efa Ásgerður Sverrisdóttir fyrrverandi Íslandsmeistari er komin heimasíða hjá Muirfield þar sem fólk getur pantað rástíma kvenna sem nú er komin inn í okkar góða hóp Skotlandsfara. Fyrir á heimsóknardögum sem eru þriðjudagar og fimmtudagar. Þetta er þá sem vilja kynna sér svæðið nánar fylgir hér áhugaverð krækja. dýrt en vel þess virði a.m.k. einu sinni á ferlinum. Þar er ómissandi að vera með kylfusvein. Þessi grein er birt með góðfúslegu leyfi Læknablaðsins þar sem Nú er golfið ekki síður íþrótt kvenna en karla og hér heima og víðar forveri hennar birtist í mars 2015. orðið mikið hjónasport. Í þessari minni fyrstu ferð 1996 var lokahóf og haldnar nokkrar tækifærisræður. Nokkrar eiginkonur höfðu komið með í þessa ferð og sumar þeirra meira að segja spilað. Í loka-
Skotlandsgolfarar 2018 í garðinum við klúbbhúsið á Haddington Golf Club..
116
GOLF.IS - Golf á Íslandi Golfferðir íslenskra lækna til Skotlands
Stefnu mótun Við aðstoðum þig við að móta framtíð þíns fyrirtækis. Með stefnumótun er hægt að skoða tiltekin atriði í rekstrinum eða fyrirtækið í heild. Tölum saman og skoðum hvað við getum gert fyrir þig og þitt fyrirtæki. Nánari upplýsingar veitir Steinþór Pálsson í síma 545 6230 eða á steinthorpalsson@kpmg.is kpmg.is
Íslenskir golfvellir eru „heit“ vara hjá erlendum gestum Íslenskir golfvellir vekja sífellt meiri athygli erlendis og með hverju árinu sem líður koma fleiri erlendir gestir í heimsókn á golfvellina víðs vegar um landið. Í síðasta tölublaði Links Magazine, sem er eitt af virtustu golfblöðum veraldar, er mynd af golfvellinum í Brautarholti á forsíðu. Jafnframt er umfjöllun um íslenska golfvelli undir fyrirsögninni „ICELAND IS HOT“.
118
Útgáfufyrirtækið Golf World, sem gefur út tímarit með sama nafni og einnig hið virta Golf Digest, valdi Brautarholtsvöll í 91. sæti yfir bestu golfvelli í Evrópu. Alls er golfvöllunum skipt upp í 6 flokka. Brautarholtsvöllur er í 4. sæti í flokknum „memorability" eða þeim sem kylfingar
GOLF.IS // Íslenskir golfvellir eru „heit“ vara hjá erlendum gestum
muna best eftir. Í þessum flokki er leitast eftir „wow“ upplifuninni, hversu mörgum holum kylfingar muna eftir eftir hringinn og einnig er tekið mið af því hversu mikið þá langar að spila völlinn aftur. Brautarholtsvöllurinn er í 3. sæti á listanum yfir „setting“. Þar er tekið mið af því hvernig golfvöllurinn er lagður inn í það landslag sem er til staðar. Hvernig upplifun það er að horfa í kringum sig á brautunum og náttúruupplifun.
rds.com. Hvaleyrarvöllur sá besti hjá worldgolfawavefnu m worldgolfawards.com. Alls fengu sjö enningu sem besti golfvöllur Íslands hjá Hvaleyrarvöllur hjá Golfklúbbnum Keili fékk viðurk , Grafarholtsvöllur (GR), Hólmsvöllur (GA), Garðavöllur (GL), Urriðavöllur (GO) golfvellir á Íslandi atkvæði í þeirri kosningu, Jaðars völlur (GS) og Vestmannaeyjavöllur (GV).
Aukning í heimsóknum erlendra kylfinga Samtökin Golf Iceland halda utan um heimsóknir erlendra kylfinga til Íslands. Alls eru 5 golfvellir sem hafa verið notaðir í samanburðinum á milli ára. Aukningin á milli 2018 og 2019 er um 12%. Það er áhugavert þar sem ferðamönnum til Íslands hefur fækkað um 17% miðað við í fyrra. Frá árinu 2015 hefur heimsóknum erlendra kylfinga í Golfklúbb Brautarholts fjölgað tífalt. Árið 2016 var aukningin fjórföld miðað við 2015 og árið 2017 var rúmlega tvöföldun frá árinu á undan. Í sumar var aukningin 34% miðað við í fyrra.
GOLF.IS
119
Solheim-bikarinn 2019
Pettersen stimplaði sig út með stæl
Bestu kylfingar veraldar í kvennaflokki áttust við í Solheim-bikarnum á Gleneagles vellinum í Skotlandi 13.–15. september sl. Þar áttust við úrvalslið frá Bandaríkjunum og Evrópu. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti en fyrst var keppt árið 1990. Keppnin á Gleneagles var sú 16. frá upphafi og úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaleiknum á lokakeppnisdeginum. Lokastaðan: Evrópa 14 ½ - Bandaríkin 13 ½.
120
GOLF.IS - Golf á Íslandi Solheim-bikarinn 2019
MX-V
Við sláum upp
Mót X ehf | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogur | sími 898 8872 | www.motx.is MX-Viðsláumupp.indd 2
24.6.2015 15:23
Frá árinu 1990 hefur úrvalslið Bandaríkjanna unnið 10 sigra og Evrópa 6. Keppnin á Gleneagles var söguleg og spennandi. Það kom í hlut Suzann Pettersen frá Noregi að tryggja Evrópu sigurinn með pútti á 18. flöt. Norski kylfingurinn vissi ekki að hún gæti tryggt Evrópu sigurinn á þeim tímapunkti. Púttið var öruggt og Pettersen fagnaði gríðarlega líkt og liðsfélagar hennar. Eftir keppnina tilkynnti Pettersen að hún væri hætt sem atvinnukylfingur, en hún hefur verið í fremstu röð á heimsvísu í rúman áratug. „Þetta var fullkomið augnablik til þess að ljúka atvinnumannaferlinum með þessum hætti. Það er ekki hægt að gera þetta betur,“ sagði Pettersen en það má með sanni segja að hún hafi bætt ímynd sína frá því í keppninni fyrir fjórum árum þegar umdeilt
atvik kom upp í leik hennar með Charley Hull gegn Alison Lee og Brittany Lincicom. Í þeirri keppni var allt jafnt í leik þeirra á 17. flöt þegar Lee missti pútt til þess að vinna holuna. Boltinn hjá Lee stöðvaðist rétt við holuna og hún tók boltann upp með pútternum þar sem hún taldi að Pettersen hefði gefið púttið. Sú norska sagði að það væri ekki rétt og Evrópa fékk vinninginn á þeirri holu. Þetta atvik var gríðarlega umdeilt og aðalfréttaefnið í Solheim-bikarnum 2015. Vinsældir Pettersen vestanhafs voru ekki miklar í kjölfarið og síðar baðst hún afsökunar á framferði sínu. Þegar lið Evrópu var tilkynnt fyrir Solheimbikarinn 2019 var Pettersen í hlutverki varafyrirliða Evrópu, hennar hlutverk átti að vera utan vallar en ekki sem keppendi. Það breyttist snögglega þegar fyrirliði Evrópuliðsins, Catriona Matthew, valdi að
Lið Evrópu: Carlota Ciganda (Spánn), Anne van Dam (Holland), Caroline Hedwall (Svíþjóð), Charley Hull (England), Georgia Hall (England), Azahara Muñoz (Spánn), Caroline Masson (Þýskaland), Anna Nordqvist (Svíþjóð), Céline Boutier (Frakkland), Jodi Ewart Shadoff (England), Bronte Law (England) og Suzann Pettersen (Noregur).
122
GOLF.IS - Golf á Íslandi Solheim-bikarinn 2019
setja Mel Reid frá Englandi út úr liðinu á síðustu stundu. Reid hafði ekki leikið vel í aðdraganda mótsins og Matthew setti allt sitt traust á hina 38 ára Pettersen. Þetta var í níunda sinn sem Pettersen lék fyrir Evrópu í þessari keppni og hún var í síðasta ráshóp á lokakeppnisdeginum. Pettersen hafði ekki leikið á nema þremur mótum á 18 síðustu mánuðunum fyrir Solheim-bikarinn. Pettersen brást ekki þegar mest á reyndi. Hún skilaði 4/2 sigri ásamt nýliðanum Anne van Dam í fyrsta leiknum gegn Danielle Kang og Lizette Salas. Pettersen gaf tóninn í fyrsta leik og sló síðan lokatóninn þegar mest á reyndi. Það var mikið undir í lokapúttinu hjá Pettersen. Ef hún hefði ekki sett boltann ofan í holuna hefði taflið snúist bandaríska liðinu í hag og Solheim-bikarinn hefði verið áfram í herbúðum Bandaríkjanna.
Lið Bandaríkjanna: Lexi Thompson, Nelly Korda, Danielle Kang, Lizette Salas, Jessica Korda, Megan Khang, Marina Alex, Brittany Altomare, Angel Yin, Annie Park, Morgan Pressel og Ally McDonald.
ÚLFAR JÓNSSON ÍÞRÓTTASTJÓRI
AÐ STUNDA ÍÞRÓTTIR GERIR OKKUR BETRI Í HVERJU SEM ER. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR!
ÍSLENSK GETSPÁ
Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is
Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.
r a n t a b n a Sveifl
ALICANTE GOLF Úrval Útsýn hefur tekið aftur í sölu hið sívinsæla golfsvæði, Alicante Golf. Af því tilefni bjóðum við því sérkjör á fjölbreyttum dagsetningum á þennan frábæra golfvöll. Þú finnur fleiri dagsetningar á uu.is.
VETUR 2020 18. - 25. JANÚAR 8. - 15. FEBRÚAR 22. - 29. FEBRÚAR 29. FEBRÚAR - 7. MARS
7 DAGAR 7 DAGAR 7 DAGAR 7 DAGAR
129.900 KR. 134.900 KR. 141.900 KR. 141.900 KR.
* verð á mann m.v. 2 fullorðna saman. Margar dagsetningar í boði.
ÚRVALSGOLFARAR 60+
BROTTF. 7. MARS, 14. & 18. MAÍ
VERÐ FRÁ 179.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna, brottför 7 - 14. maí, 7 daga ferð.
7. - 14. MARS 7 DAGAR 14. - 21. MARS 7 DAGAR 21. - 28. MARS 7 DAGAR 28. MARS - 3. APRÍL 6 DAGAR 20. - 30. APRÍL 10 DAGAR 23. APRÍL - 4. MAÍ 11 DAGAR 30. APRÍL - 4. MAÍ 4 DAGAR 7. - 11. MAÍ 4 DAGAR 14. - 21. MAÍ 7 DAGAR
179.900 KR. 179.900 KR. 179.900 KR. 189.900 KR. 229.900 KR. 299.900 KR. 159.900 KR. 159.900 KR. 199.900 KR.
* verð á mann m.v. 2 fullorðna saman.
MARGAR DAGSETNINGAR Í BOÐI, 4-28 DAGA FERÐIR
BÓKAÐU ÞÍNA FERÐ Á UU.IS/GOLF
KVENNAFERÐ ÚÚ 7. - 14. MAÍ
VERÐ FRÁ 209.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19 | 201 KÓPAVOGUR | 585 4000 | UU.IS | SPORT@UU.IS
VERÐ ERU BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR OG STAFABRENGL.
Kíktu til okkar í kaffi, þar tekur sölufulltrúi okkar vel á móti þér og aðstoðar við að sérsníða ferðina fyrir þig og þína.
VOR 2020