Sjรกlfbรฆrnivottun fyrir rekstur og umsjรณn golfvalla
OnCourse®
vottunarferlið er ókeypis vegvísir sem varpað getur ljósi á fjölmargar leiðir til að draga úr kostnaði, auka gæði og sætta sjónarmið innan klúbbsins um hvert skuli stefna. Semsagt, betri völlur fyrir minna fé.
Hvað er OnCourse® og GEO Certified®? Golf Environment Organization, GEO, var stofnað 2006 til að fræða golfhreyfinguna um kosti þess að vinna í þágu sjálfbærni og hjálpa henni að sýna yfirvöldum og öðrum aðilum utan hreyfingarinnar fram á ágæti þeirrar vinnu sem fram fer á golfvöllum. Sjálfbærnivottun samtakanna, GEO Certified®, er ódýr, einföld, aðgengileg og áhrifamikil leið til þess. OnCourse® er fyrsta skrefið í átt að vottun og er öllum opið, endurgjaldslaust, á vef GEO, golfenvironment.org.
Samstarf GEO við aðila utan golfhreyfingarinnar eykur trúverðugleika Umhverfismerki samtakanna, GEO Certified®, hefur hlotið fulla aðild að ISEAL Allicance, alþjóðasamtökum umhverfismerkja, og er eina umhverfisvottunin innan íþróttahreyfingarinnar sem hefur hlotið slíka viðurkenningu. Samstarf GEO við virt umhverfissamtök eins World Wildlife Fund og umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna auka enn frekar á trúverðugleika GEO og vottunarinnar.
GEO Certified® umhverfismerkið
er ótvíræð sönnun þess að golfklúbburinn þinn vinni af ábyrgð, í þágu náttúru og samfélags. Vottunin stuðlar að bættri ímynd og auðveldar aðgengi að fjárframlögum og aðstoð.
Innskráningu er lokið
Fyllið út og fáið leiðsögn
Pantið vottun
GEO Certified®
Allir golfklúbbar innan GSÍ hafa stigið fyrstu skrefin í vottunarferlinu sjálfu, sem heitir OnCourse®, á golfenvironment.org. Aðgangur er ókeypis.
Fylgið leiðbeiningum á vef GEO og skráið þar ýmsa tölfræði úr starfi klúbbsins. Hafi aðgangsorð týnst er hægt að hafa samband við skrifstofu GSÍ.
Látið slag standa og njótið þannig afrakstursins og fáið viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Veljið vottunaraðila á vefnum og látið skrifstofu GEO vita.
Nýtið leiðbeiningar á vef GEO til að vekja athygli á framtaki klúbbsins. Vottunin er endurnýjuð á 3ja ára fresti gegn því að ákveðnum úrbótum hafi verið sinnt.
Hvað kostar að fá GEO Certified® vottun? Allur aðgangur og útfylling í vefviðmót GEO er ókeypis. Aðeins er greitt fyrir vottunina sjálfa og endurnýjun hennar, sem fer fram á þriggja ára fresti. Gjöld sem greiðast annars vegar til úttektaraðila og hins vegar til skrifstofu GEO eru mishá og fara eftir umfangi rekstrar. Flestir íslenskir landsbyggðarklúbbar, sem reka níu holur, þyrftu að greiða um 140.000 kr. fyrir upphaflega vottun. Fyrir klúbba með umfangsmeiri rekstur má miða við að greiða þurfi um 12 þúsund krónur á hverja holu. Reikna má með öðrum eins kostnaði, þurfi klúbburinn á aðstoð að halda við að færa nægilega ítarlegar upplýsingar inn í vefkerfi GEO, nema klúbburinn hafi á að skipa einstaklingi eða hópi sem áhuga hefur á að kynna sér heim sjálfbærra starfshátta. Reynslan sýnir að í golfklúbbum megi oft finna sérfræðinga á ýmsum sviðum, sem vilja glaðir leggja hönd á plóg. Vottun er endurnýjuð á þriggja ára fresti. Viðurkenndur vottunaraðili framkvæmir þá nýja úttekt og skilar skýrslu. Kostnaður vegna endurnýjunar er um 75% af kostnaði við upphaflega vottun.