Upphafshöggið. Í tilefni 70 ára afmæli Golfsambands Íslands var ráðist í að skrá þessa sögu. Í þessu bindi er sagt frá frumkvöðlum og forystumönnum, stofnun helstu golfklúbba og hvernig þessi almenningsíþrótt breiddist út um landið. Ritið gefur góða yfirsýn um allt það sem kylfingar landsins hafa aðhafst frá því að þessi íþrótt ruddi sér til rúms.