1. TBL. MAÍ. 2014. 24. ÁRG.
Kjölur 5 mm
Á ÍSLANDI
GOLF Á ÍSLANDI MAÍ 2014
BÆTTU SVEIFLUNA SUNNAR Í ÁLFUNNI!
bókaðu far í tíma á herjolfur.is
settu golfferð með herjólfi á sumarplanið
Vestmannaeyjavöllur er einhver skemmtilegasti golfvöllur landsins. Vallarstæðið í Herjólfsdal er svo til snjólaust allan ársins hring og völlurinn því með þeim fyrstu til að verða leikfær á vorin. Stórbrotin fjallasýnin og nálægðin við náttúruöflin skerpa svo sannarlega einbeitingu kylfinganna. Það er gaman að skoða Heimaey, vegalengdir eru stuttar og fjölmargir afþreyingarmöguleikar fyrir alla fjölskylduna ávallt innan seilingar.
Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | www.herjolfur.is
STELPUGOLF er frábær útiverusaumaklúbbur
bóka þarf golfhring inn á golf.is
GLEÐILEGT
GOLFSUMAR!
Póst húsið
FRAMÚRSKARANDI TÆKNI OG FRAMMISTAÐA LENGRA FLUG. AUÐVELDARI JÁRN. MJÚK HÖGG.
VIÐ KYNNUM FJÓRÐU KYNSLÓÐINA. Golf snýst um stöðugleika og nýju Titleist AP járnin eru hönnuð með stöðugleika að leiðarljósi. Fullkomið járnasett gefur möguleika á góðri lengdarstjórnun, gerir slæmu höggin betri og hjálpar boltanum að stoppa fyrr á flötunum. Kylfuhönnuðir Titleist fengu það verkefni að bæta AP línuna án þess að gera kylfuhausana stærri. Árangurinn er lengra og betra boltaflug, aukin fyrirgefning sem gerir kylfurnar auðveldari í notkun. Tilfinningin við hvert högg hefur batnað því kylfurnar fara betur í gegnum grasið, titra minna og mynda mýkra hljóð við hvert högg. Titleist kylfur henta öllum kylfingum sem taka leik sinn alvarlega og vilja láta verðlauna sig fyrir góða sveiflu. Hreint tungsten stál var kynnt til leiks í þriðju kynslóð AP járnanna og gerði Titleist kleift að dreifa þyngd á betri máta og bæta frammistöðu járnanna. Nýju AP járnin innihalda áfram hrein tungsten stálstykki en nýjum aðferðum hefur verið beitt til að koma þeim fyrir í kylfuhausnum.
Hver kylfa í AP settunum er hönnuð sérstaklega og er tæknin því breytileg á milli járna. Þetta skilar kylfi ngnum lengra fl ugi með öllu settinu, fullkominni lengdarstjórnun sem gerir innáhöggin líklegri til að enda nær pinnanum.
NÝTT Helstu breytingar: hærra flug með löngu járnunum (lægri
þyngdarpunktur).
Lægra
flug
með
stuttu
járnunum (sterkara loft frá 7-járni). Þetta tvennt skilar aukinni
högglengd
í
gegnum
settið.
Kylfuhausinn
fyrirgefur meira og slæmu höggin fara því lengra.
NÝTT Sömu breytingar og í AP1 en helsti munurinn eru minni kylfuhausar og þeir unnir úr mýkra stáli sem hentar betri kylfingum og gerir það að verkum að auðveldara er að stýra boltafluginu. Eins og í AP1 er notað hreint tungsten ásamt plötu úr áli og plastkenndu efni til að dempa hljóð og mýkja höggið.
Fyrir frekari upplýsingar má kíkja á titleist.com eða líta við í næstu golfverslun, fengið sérmælingu og prufukylfur út á völl.
titleist.com
1. TBL. MAÍ. 2014. 24. ÁRG.
FORSETAPISTILL
Hvernig spilaðir þú í dag?
Á ÍSLANDI
Ágætu kylfingar, gleðilegt sumar.
Seinni part vetrar og í vor bárust okkur fréttir af því að klaki hefði hertekið golfvelli landsins og allt útlit væri fyrir að langvarandi klakamyndun myndi hafa alvarlegar afleiðingar sem kæmu harkalega niður á gæðum vallanna. Fréttaflutningurinn einkenndist af töluverðri bölsýni og ég er ekki vafa um að fjölmargir kylfingar hafi hugsað sig tvisvar um áður en þeir reiddu fram greiðslu fyrir félagsskírteinið í vor. Það er að minnsta kosti eðilegt ef einhverjir kylfingar ákváðu að halda að sér höndum fram á sumarið við að heyra fréttir af þessu tagi. Nú er hins vegar komið sumar og klakinn er á brott. Eftir standa golfvellir í flottu formi og endanlega er ljóst að hryllingsspárnar rættust ekki, sem betur fer. Það eru frábærar fréttir fyrir golfklúbbana og alla kylfinga. Golfvallarstarfsmenn eiga sérstakar þakkir skildar fyrir þrautseigju og mikla útsjónarsemi í baráttu sinni við klakann. Nýstárlegum aðferðum var beitt sem báru mikinn árangur. Þá eiga félagsmenn í golfklúbbunum ekki síður hrós skilið fyrir að svari kalli klúbbanna og fjölmenna á vellina til að taka þátt í alls kyns brotastarfsemi á svelllögðum flötum. Sannur félagsandi og samstarf skilaði góðum sigri sem allir kylfingar geta notið í sumar.
STELPUGOLF er frábær útiverusaumaklúbbur
GLEÐILEGT
GOLFSUMAR!
Logo
Póst húsið Main colours
Pantone: 376c cmyk: c53 m 0 y100 k0 RAL: 6018 RGB: 133 196 65
the ral colours are just estimated digitally, before something is painted in ral, we have to check a real colour example!
Pantone: 363c cmyk: c75 m 0 y100 k22 RAL: 6016 RGB: 42 149 60
Secondary colours Pantone: 387c cmyk: c14 m 0 y75 k0 RAL: no match RGB: 226 230 101 Pantone: 382c cmyk: c34 m 0 y100 k0 RAL: no match RGB: 181 211 52
Typeface
ABCDEFG
Futura T bold
Útgefandi/ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.
Þýðing á erlendu efni frá Golf World og Today´s Golfers: Björn Malmquist
Framkvæmdarstjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is
Útlit og Umbrot: Víkurfréttir, Páll Ketilsson og Þorsteinn Kristinsson.
Það er allt útlit fyrir gott golfsumar með þéttri dagskrá. Sem fyrr munu golfklúbbar landsins bjóða félagsmönnum sínum upp á fjölbreytt úrval golfmóta, kennslu, nýliðanámskeiða, viðburða fyrir börn og annars konar skemmtidagskrá. Þar fyrir utan er félagsandinn og stemningin sem fylgir því að tilheyra golfklúbbi ómetanleg viðbót. Þetta þekkja allir kylfingar sem lokið hafa leik með nánum vinum. Það er fátt vinalegra en þegar farið er yfir sögurnar af golfhringnum í skálanum, að viðstöddum klúbbfélögum sem alltaf spyrja áhugasamir: Hvernig spilaðir þú í dag?
Ritstjóri: Páll Ketilsson, pket@vf.is
Nú má sumarið koma.
Ljósmyndir: Páll Ketilsson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Páll Orri Pálsson, Stefán Garðarsson, og fleiri.
Með sumarkveðju, Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands
6
GOLF Á ÍSLANDI MAÍ 2014
Þá er golftímabilið loksins gengið í garð. Mikið er það nú ánægjulegt. Löng bið er á enda og í raun má segja að sumir hafi beðið síðan þarsíðasta sumar, því veðrið í fyrra bauð ekki upp á mörg ævintýri á golfvöllum landsins. Mikið vona ég að sumarið í ár reynist okkur betra.
Textahöfundar í þessu blaði: Páll Ketilsson, Sigurður Elvar Þórólfsson. Prófarkalestur: Þórgunnur Sigurjónsdóttir.
Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is s. 514 4053 og 663 4656 Blaðinu er dreift inn á öll heimili félagsbundinna kylfinga á Íslandi í 15.000 eintökum. Prentun: Oddi Næsta tölublað kemur út júní.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
VEISTU HVAÐ ÞÚ ÁTT? ÍSLENSKA/SIA.IS VOR 66938 03/14
Heimilið Líf- og heilsa Bíllinn Reksturinn
Einu sinni höfðu allir hlutir verðmiða. Eftir því sem hlutunum fjölgar renna þeir saman í eina stóra heild. Hvað er langt síðan þú gafst þér tíma til að velta því fyrir þér hversu mikil verðmæti leynast á þínu heimili? Hafðu samband við okkur og saman finnum við út hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Skoðaðu þitt dæmi með reiknivél Varðar á vordur.is VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR.
RITSTJÓRAPISTILL
Páll Ketilsson
SMÁ SÝNISHORN AF EFNI BLAÐSINS
Konur og golf „Golfhringur með vinkonum er frábær útiverusaumaklúbbur,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Stelpugolfs og PGA golfkennaranemi en sérstakur stelpugolfdagur verður haldinn á golfsvæði GKG 29. maí. Hulda er skemmtilegt dæmi um eiginkonu sem elti karlinn út á golfvöll. Hún er í skýjunum með að hafa fengið golfbakteríuna og sömuleiðis bóndinn hennar sem nú leikur mun meira golf en áður! „Það er allt of mikið um það að stelpurnar sitji heima þegar eiginmaður, faðir, sonur eða kærasti fer út á golfvöll, því golfið er svo sannarlega íþrótt sem allir geta spilað. Ég byrjaði sjálf í golfi þegar ég var komin með tvö börn, það yngra sjö mánaða,“ segir Hulda í viðtali í þessu fyrsta tölublaði 2014. Meðal markmiða Golfsambandsins er að auka þátttöku kvenna í íþróttinni. Með stelpugolfdeginum er einnnig hugmyndin að auka vitund almennings á fjölskyldugildum íþróttarinnar og um leið hollri hreyfingu og útivist kvenna. Það er gott markmið en það er ljóst að golfhreyfingin á Íslandi þarf að auka þátttöku kvenna og yngra fólks. Við tileinkum þessu efni forsíðu blaðsins en þar er Hulda á mynd með Margréti Óskarsdóttur, 63 ára gamalli golfkonu úr Kili í Mosfellsbæ. Í viðtali í blaðinu segist hún hafa fengið golfbakteríuna rétt fyrir fimmtugt þegar hún var í lestarferð í Skotlandi og séð þar fólk slá golfbolta. Hún kolféll fyrir íþróttinni og segir það bónus í golfdelluna að fá svo að vinna við að selja íslenskum kylfingum golfferðir til útlanda. Í þessu tölublaði fjöllum við um tvo golfvelli í útlöndum en þúsundir íslenskra kylfinga fóru á vit golfævintýra í vetur og vor þegar aðstæður leyfðu ekki golfleik hér heima. Við skoðum líka nokkur ný tæki og tól og fjöllum um þau. Það er mikil gerjun í golfinu á Íslandi á öllum sviðum, m.a. eru tveir af stærstu golfklúbbum landsins, GK og GR að skoða verulegar breytingar á Hvaleyrarvelli og Grafarholtsvelli en sá síðarnefndi er einn af elstu völlum landsins. Þetta og margt, margt fleira er meðal efnis í þessu 148 bls. blaði sem nú er að hefja sinn 24. árgang. Blaðið er, samkvæmt ítarlegri skoðanakönnun sem gerð var meðal kylfinga síðastliðið haust, mikið lesið. Við tökum tillit til ábendinga sem fram komu með efnistök og viljum þannig gera gott blað enn betra. Í því sambandi er rétt að ítreka við lesendur og kylfinga um land allt að vera í góðu sambandi við okkur sem vinnum við þessa útgáfu fyrir GSÍ og koma með ábendingar um efni og annað sem viðkemur blaðinu. Gleðilegt golfsumar 2014!
22
14
ÁSTANDIÐ
HEIMSMETSTILRAUN
Ástandið virðist vera betra en menn þorðu að vona á golfvöllum landsins eftir erfiðan vetur. Við tökum stöðuna á nokkrum völlum.
Bandarískur ofurhlaupari reynir við Guinness-heimsmet á Strandarvelli í júní. Er hægt að leika 24 hringi á einum sólarhring?
44
MEISTARAYFIRHEYRSLA Fjórir fyrrverandi Íslandsmeistarar, Sigmundur, Herborg, Örn Ævar og Þórður Emil, svara fimm spurningum Golfs á Íslandi.
52
NÝ ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ GKG stefnir á að hefja framkvæmdir við nýja íþróttamiðstöð í haust en hún mun leysa af hólmi gamla klúbbhúsið.
74
56
BUBBA
ASÍU INNRÁS
Bubba Watson vann græna jakkann í Golfíþróttin blómstrar í Asíu, sérstakleannað sinn þegar hann tryggði sér sigur ga í Kína og S-Kóreu. En hvernig verða á Masters, fyrsta risamóti ársins í heimi allir þessir ungu efnilegu kylfingar til? atvinnumanna.
96
GOLFGRÆJUR Það er ávallt eitthvað nýtt í boði fyrir kylfinga þegar kemur að útbúnaði og fatnaði. Golf á Íslandi kannaði hvaða hlutir ættu eftir að vekja athygli á golfsumrinu 2014.
134
ÖLDUNGAMÓTARÖÐ Miklar vonir eru bundnar við nýja Öldungamótaröð í sumar þar sem markmiðið er að ná til fleiri kylfinga en áður hvað keppnishaldið varðar.
vefverslun og kennsla
8
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Frábært úrval aF
ecco GolFskóm Ecco - kringlan Steinar Waage - Smáralind Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði GolfSkálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi Skóbúð - Selfoss Axel Ó - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslun Eagle Akureyri Örninn golfverslun - Reykjavík Hole In One -Reykjavík
GOLF m o l a r Birgir Leifur í nýju starfi B
irgir Leifur Hafþórsson hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðar viðburðarstjóri Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Íslandsmeistarinn í höggleik mun stýra markaðsmálum GKG. Ásamt því að byggja upp viðburðardeild sem er ætlað að veita fyrirtækjum ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi viðburði sem fyrirtæki geta unnið í samráði við golfklúbba. Þar má nefna golfmót, golfkennslu fyrir starfsmenn og viðskiptavini, fjölskyldudaga, stefnumótunarviðburði með golfþemu og fleira. Þá mun Birgir Leifur vinna með íþróttasviði GKG að því að efla þjónustu við hinn almenna kylfing. Birgir Leifur er ráðinn í hlutastarf og mun áfram sinna atvinnumennskunni. Birgir Leifur er menntaður PGA golf kennari en hann hóf störf þann 1. feb.
GA tekur við rekstri Lundsvallar við Vaglaskóg
Halldór nýr formaður GG
H
alldór Einir Smárason var kjörinn nýr formaður Golfklúbbs Grindavíkur á aðalfundi GG. Fráfarandi formaður, Páll Erlingsson, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu en hann tók við sem formaður GG árið 2008. Halldór Einir hefur gengt embætti varaformanns undanfarin tvö ár. Afkoma klúbbsins á rekstrarárinu 2013 var hagnaður upp á 911 þúsund kr. Rekstrartekjur voru 40,2 m.kr. en rekstrargjöld 37,3 m.kr. Eftir fjármagnstekjur og fjármagnsgjöld stóð eftir 911 þúsund kr. í hagnað. Efnahagsstaða klúbbsins er nokkuð erfið eftir kostnaðarsamar framkvæmdir á undanförnum árum. Heildarskuldir klúbbsins nema um 20 milljónum króna.
GSÍ fékk fjórar milljónir kr.
Golfklúbbur Akureyrar hefur gert samkomulag við forsvarsmenn Golfklúbbsins í Lundi í Fnjóskadal og mun GA taka við rekstri Lundsvallar frá og með 1. maí á þessu ári. Lundsvöllur er ekki langt frá Vaglaskógi en í klúbbnum eru um 60 félagar. Golfklúbburinn GLF var stofnaður árið 2009. Samningurinn er til 5 ára og hefur það í för með sér að Lundsvöllur verður hluti af Golfklúbbi Akureyrar á samningstímanum og muna félagar í GA því hafa úr tveimur golfvöllum að velja. Samningsaðilar telja að samningurinn sé mikið framfaraskref fyrir golfíþróttina á Eyjafjarðarsvæðinu. Samningurinn hefur engar breytingar í för með sér gagnvart GA félögum, heldur er þetta eingöngu hrein viðbót við þá þjónustu sem kylfingar GA hafa aðgang að í gegnum sín félagsgjöld.
10
G
olfsamband Íslands fékk fjórum milljónum kr. úthlutað úr Afrekssjóði Íþrótta – og Ólympíusambandi Íslands byrjun ársins 2014. Skiptingin er þannig að unglingalandsliðsverkefni fá hálfa milljón og 3,5 milljón kr. fer í landsliðsverkefni fyrir heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót. Styrkveitingarnar námu alls 96 milljónum. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2014 hækkaði í 70 m.kr., en var árið áður 55 m.kr. Afrekssjóður ÍSÍ er fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
AF FORMINU SPRETTUR FULLKOMIN SAMHÆFING
LEXUS KYNNIR IS300h
ÍSLENSKA/SIA.IS/LEX 68813 4/14
Lexus IS300h er hannaður til að hreyfa við þér. Glæsilegar sportlegar línur og ríkulegur staðalbúnaður gera aksturinn að 223 hestafla lífsnautn. Mögnuð samhæfing með Lexus hybrid-kerfinu sparar bæði eldsneyti og útblástur án þess að glata mýkt eða snerpu. Fáguð tækni, snertiskjár, margmiðlunarkerfi og bakkmyndavél, gefa hverju augnabliki nýja vídd undir stýri. Nýr Lexus IS300h. Komdu. Reynsluaktu. lexus.is
Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
GOLF
m o l a r
Valdi Hvaleyrarvöll besta völlinn B
reski golfvefurinn top100golfcourses.co.uk hefur á undanförnum árum birt ítarlega lista yfir bestu golfvelli veraldar. Það er Keith Baxter sem er ritstjóri síðunnar og hann birti lista yfir 10 bestu golfvelli á Íslandi. Slíkt var einnig gert árið 2012 og eru engar breytingar á listanum sem birtur er núna tveimur árum síðar. Hvaleyrarvöllur í Hafnarfirði er að mati vefsíðunnar besti golfvöllur Íslands. Það munaði litlu að Hvaleyrarvöllur kæmist inn á topp 100 listann í Evrópu Tíu bestu golfvellir Íslands að mati top100golfcourses.co.uk eru: 1. Hvaleyrarvöllur, Keilir Hafnarfirði. 2. Grafarholtsvöllur, Golfklúbbur Reykjavíkur. 3. Garðavöllur, Leynir Akranesi. 4. Hólmsvöllur, Golfklúbbur Suðurnesja. 5. Urriðavöllur, Golfklúbburinn Oddur. 6. Vestmannaeyjavöllur,
Golfklúbbur Vestmannaeyja. 7. Korpúlfsstaðavöllur, Golfklúbbur Reykjavíkur. 8. Þorlákshafnarvöllur, Golfklúbbur Þorlákshafnar. 9. Kiðjabergsvöllur, Golfklúbbur Kiðjabergs. 10 Jaðarsvöllur, Golfklúbbur Akureyrar.
Einar Lyng íþróttastjóri hjá Leyni
E
inar Lyng Hjaltason hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun barna- og unglinga hjá GL og vera golfkennari GL. Einar Lyng starfaði síðast sem íþróttastjóri og golfkennari hjá Golfklúbbnum Kili, Mosfellsbæ. Hann tekur við starfinu af Karli Ómari Karlssyni sem hafði gegnt þessu starfi frá árinu 2006. Einar Lyng er PGA menntaður kennari frá PGA golfkennaraskólanum á Íslandi en hann lauk golfkennaranámi árið 2009.
Bjarki vallarstjóri hjá GOS
B
jarki Þór Guðmundsson hefur verið ráðinn sem vallarstjóri hjá Golfklúbbi Selfoss . Um er að ræða heilsársstarf en Bjarki þekkir vel til á Svarfhólsvelli eftir að hafa starfað þar undanfarin tvö sumur. Bjarki hefur einnig starfað í nokkur misseri á Kiðjabergsvelli. Bjarki mun hafa umsjón með allri umhirðu og slætti Svarfhólsvallar og íþróttavalla Árborgar í samráði við framkvæmdastjóra GOS, Hlyn Geir Hjartarson.
V
Arnar nýr formaður Keilis A
rnar B. Atlasson er nýr formaður Keilis en hann tók við af Bergsteini Hjörleifssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi Keilis eftir tíu ár í embættinu. Helstu rekstrarniðurstöður úr ársreikningum Keilis er að hagnaðir ársins fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 27,3 milljónir kr., og hagnaður ársins var 12,6 milljónir kr. Félagafjöldi Keilis var sá sami á milli ára. Í upphafi starfsársins 2013 voru 1.331 en í lok árs 1.328. Guðmundur Haraldsson og Hálfdan Þór Karlsson hættu einnig í stjórn. Guðmundur hefur setið í stjórn Keilis síðan 2000 og Hálfdan Þór Karlsson sem formaður í fjögur ár og stjórnarmaður síðan 2002. Bergsteini og Guðmundi voru veitt gullmerki Keilis á fundinum. Ingveldur Ingvarsdóttir, Pálmi Hinriksson, Sveinn Sigurbergsson, Davíð Arnar Þórsson, Guðmundur Örn Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir skipa nú stjórn Keilis. 12
Leika frítt
ið vonumst til þess að fleiri krakkar og unglingar stundi golfið hjá okkur í framtíðinni og þetta mun örugglega falla í góðan jarðveg hjá Hafnfirðingum,“ segir Ólafur Þór Ágústson framkvæmdastjóri Keilis en frítt verður fyrir yngri en 16 ára á Sveinkotsvöll þeirra Keilismanna í sumar. Þessi ákvörðun var tekin á aðalfundi Keilis og er markmiðið að vinna að fá fleiri börn og unglinga til þess að prófa sig áfram í golfíþróttinni. Við eigum von á því að það verði margir sem nýti sér Sveinkotsvöll – sem á eftir að verða enn betri í framtíðinni. Það ættu ekki að vera hindranir í veginum fyrir þá sem vilja prófa sig áfram og það er markmið okkar að fjölga yngri kylfingum í starfinu okkar – og kynna golfíþróttina fyrir sem flestum,“ sagði Ólafur Þór.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
GOLFSKALINN.IS
ÞAR SEM GOLFHRINGURINN BYRJAR
CaddieTech, handhægt og þægilegt GPS tæki sem segir þér hvað þú ert langt frá flöt. Verð:
28.700 kr
Pargate frá Svíþjóð er ótrulega góður kíkir sem stækkar sjöfalt og er með SmartScan. Verð frá:
39.900 kr
Bionic hanskinn er eini hanskinn á markaðnum sem er hannaður af gigtarlækni. Bionic endist betur. Verð:
GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | SÍMI 578-0120 | INFO@GOLFSKALINN.IS | OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA
4.400 kr
ÁSTANDIÐ Á
GOLFVÖLLUNUM ER BETRA EN NOKKUR ÞORÐI AÐ VONA
Átjánda flötin á Leirdalsvelli.
G
olfvellir landsins koma misvel undan vetrinum sem var mjög erfiður. Þegar þetta er ritað á fyrstu dögum maímánaðar er búið að opna flesta vellina á SV-horni landsins. Einver bið var á því að golfvellir á Norðurlandi og Vestfjörðum opnuðu en ástandið hefur verið gott á Austurlandi. Ástandið á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ er gott og þar hafa verið margir gestir í vor. Þar hefur verið leikið inn á sumarflatir síðan um miðjan apríl. Nálægðin við sjóinn hefur góð áhrif á völlinn og klakamyndun var ekki eins mikil þar miðað við aðra velli. Tvær flatir voru með klaka yfir sér í vetur og það var því ekki mikið verk fyrir vallarstarfsmennina að vinna sig úr þeim vandamálum.
„Í rúmlega tvo mánuði gerðu vallarstarfsmenn lítið annað en að brjóta klaka af flötunum“
Mikil vinna var lögð í að hreinsa klaka af Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði – sem kemur ágætlega undan vetrinum. Í rúmlega tvo mánuði gerðu vallarstarfsmenn lítið annað en að brjóta klaka af flötunum. Eitthvað er um kalbletti á brautum en Hvaleyrarvöllur var opnaður inn á sumarflatir þann 4. maí. 14
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 4 1 4 0 8 2
Ertu með ofnæmi?
Lóritín®
– Kröftugt ofnæmislyf án lyfseðils Þekkir þú helstu einkenni ofnæmiskvefs? · · · ·
Kláði í augum og nefi Síendurteknir hnerrar Nefrennsli/stíflað nef Rauð, fljótandi augu
Einkennin geta líkst venjulegu kvefi og margir þjást af „kvefi” á hverju sumri áður en þeir átta sig á að um ofnæmiskvef er að ræða. Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga.
Notkun: Lóritín inniheldur virka efnið lóratadín 10 mg og er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn yfir 12 ára aldri: 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára: Með líkamsþyngd meiri en 30 kg: 1 tafla (10 mg) á dag. Börn með líkamsþyngd undir 30 kg: 1/2 tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Texti síðast endurskoðaður í mars 2013.
„Það hefur verið nóg að gera í „snjómokstrinum“ á Jaðarsvelli í vetur“
Átjánda flötin umkringd snjó að Jaðri á Akureyri.
Íslandsmótið í höggleik fer fram á Leirdalsvelli í sumar og hefur verið mikil vinna lögð í vetur að fyrirbyggja skemmdir á vellinum. Mikill klaki var á vellinum og voru vinnuvélar notaðar við að hreinsa snjó og klaka af vellinum. Íshellan sem var yfir flötunum var götuð margoft til þess að koma súrefni að grasplöntunni. Opnunarmót GKG var áætlað að færi fram 10. maí og er ástand vallarins mun betra en nokkur þorði að vona miðað við það magn af klaka sem var í Leirdalnum fram eftir vetri. Einhverjar kalskemmdir eru á brautum og teigum en þær eru minniháttar. Séð yfir 1. brautina á Hvaleyrinni í byrjun maí.
16
Opnunarmótið á Korpúlfsstaðarvelli fór fram 4. maí og kemur völlurinn vel undan vetri – miðað við aðstæður í vetur. Flatirnar hafa nánast alveg sloppið við kal og skemmdir – enda var brugðist snemma við að fyrirbyggja kalskemmdir. Að venju verður Grafarholtsvöllur aðeins seinna á ferðinni og þar eru tvær flatir frekar illa farnar eftir veturinn, á 2. braut og 7. Urriðavöllur kemur ágætlega undan vetrinum og líkt og á öðrum stöðum á SV-horni landsins var brugðist við með því að fjarlægja klaka af flötunum. Einhverjar skemmdir eru á brautum og teigum en ástandið er ágætt . Það hefur verið nóg að gera í „snjómokstr-
inum“ á Jaðarsvelli í vetur. Mikil áhersla var lögð á að brjóta klaka af flötunum og í lok apríl var búið að bera tvívegis á flatirnar. Staðan á Jaðarsvelli er nokkuð góð miðað við það snjómagn sem var á vellinum í vetur. Tvær flatir hafa látið á sjá í vetur, sjöunda og átjánda, og verða þær í forgangi í vorverkunum hjá vallarstarfsmönnum. Hólmsvöllur í Leiru, Garðavöllur á Akranesi, Vestmannaeyjavöllur, Kirkjubólsvöllur, Strandarvöllur á Hellu og Þorlákshafnarvöllur sluppu vel frá erfiðum vetri. Og er töluvert síðan að byrjað var að leika inn á sumarflatir á þessum völlum – sem koma vel undan vetrinum.
Átjánda flötin í Grafarholti í byrjun maímánaðar.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
ðið
svæ nga
aæ
best
KOMDU OG ÆFÐU
Í BÁSUM C
Básar er glæsilegasta æfingasvæðið á Íslandi og er opið fyrir alla. Við hlið Bása er Grafarkotsvöllur, glæsilegur 6 holu æfingavöllur. Völlurinn er tilvalinn byrjendavöllur fyrir þá kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Samhliða Grafarkoti er glæsileg púttflöt og vippflöt. Þeir aðilar sem eru skráðir í Golfklúbb Reykjavíkur fá frían aðgang að Grafarkotsvelli en aðrir geta greitt daggjald eða keypt sumarkort á völlinn.
M
Y
CM
MY
CY
MY
Það eru allir velkomnir í Bása.
K
10E% IRI
SILFURKORT
FL AR T BOL
FL AR T BOL
FL AR T BOL
GULLKORT
35E% IRI
25E% IRI
15E% IRI
FL AR T BOL
DEMANTSKORT
PLATÍNUKORT
Þú finnur opnunartímann í Básum á
www.progolf.is
kort Gjafa OLF PROG r leið bæ er frá gleðja. ð a til FYRIR ALLA PROGOLF er rekstraraðili að Básum. PROGOLF býður einnig víðtæka þjónustu við golfkennslu fyrir byrjendur eða lengra komna. Allar nánari upplýsingar er að nna á www.progolf.is eða í síma 555 7200
ALLT ÁRIÐ
Básar við Grafarholtsvöll 110 Reykjavík • Sími 555 7202 www.basar.is
Karen Guðnadóttir GS.
Sigurður Arnar, bróðir Ragnars Más, er í hópnum í fyrsta sinn. Hann er aðeins 12 ára.
Bjarki Pétursson GB.
AFREKSHÓPAR GSÍ ÆFÐU AF KRAFTI Í VETUR
Í
vetur hefur fjölmenni, sem skipa afrekshópa Golfsambands Íslands, æft af krafti. Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari valdi hópinn ásamt Ragnari Ólafssyni liðsstjóra. Það er að miklu að keppa fyrir þessa kylfinga því það eru mörg spennandi verkefni á þessu ári, svo sem Evrópumót karla, kvenna, pilta og stúlkna, auk annara verkefna.
Stúlkur U18: Birta Dís Jónsdóttir (GHD), Eva Karen Björnsdóttir (GR), Gerður Hrönn Ragnarsdóttir (GR), Gunnhildur Kristjánsdóttir (GKG), Ólöf María Einarsdóttir (GHD), Ragnhildur Kristinsdóttir (GR), Saga Traustadóttir (GR), Sara Margrét Hinriksdóttir (GK), Þóra Kristín Ragnarsdóttir (GK).
Afrekshóparnir eru þannig skipaðir:
Karlar: Alfreð Brynjar Kristinsson (GKG), Andri Þór Björnsson (GR), Arnar Snær Hákonarson (GR), Arnór Ingi Finnbjörnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Birgir Leifur Hafþórsson (GKG), Bjarki Pétursson (GB), Emil Þór Ragnarsson (GKG), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Ísak Jasonarson (GK), Kristján Þór Einarsson (GKj), Ólafur Björn Lofts-
Konur: Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Berglind Björnsdóttir (GR), Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), Ingunn Gunnarsdóttir (GKG), Karen Guðnadóttir (GS), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR), Signý Arnórsdóttir (GK), Sunna Víðisdóttir (GR), Særós Eva Óskarsdóttir (GKG), Valdís Þóra Jónsdóttir (GL).
Ragnar Már Garðarsson og Aron Snær Júlíusson úr GKG eru báðir í hópnum. 18
Guðmundur Ágúst (púttar), Axel Bóasson og Birgir Leifur eru allir í afrekshópi GSÍ.
son (NK), Ragnar Már Garðarsson (GKG), Rúnar Arnórsson (GK), Stefán Þór Bogason (GR), Þórður Rafn Gissurarson (GR). Piltar U18: Arnór Snær Guðmundsson (GHD), Aron Snær Júlíusson (GKG), Birgir Björn Magnússon (GK), Björn Óskar Guðjónsson (GKj), Egill Ragnar Gunnarsson (GKG), Fannar Ingi Steingrímsson (GHG), Gísli Sveinbergsson (GK), Henning Darri Þórðarson (GK), Ingvar Andri Magnússon (GR), Kristinn Reyr Sigurðsson (GR), Kristján Benedikt Sveinsson (GHD), Kristófer Karl Karlsson (GKj), Kristófer Orri Þórðarson (GKG), Óðinn Þór Ríkharðsson (GKG), Patrekur N Ragnarsson (GR), Sigurður Arnar Garðarsson (GKG), Tumi Hrafn Kúld (GA), Ævarr Freyr Birgisson (GA).
Dalvíkingurinn Birta Dís Jónsdóttir GHD.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
VERTU KLÁR FYRIR GOTT GOLFSUMAR Í Kringlunni finnur þú fjölbreytt vöruúrval fyrir golfið og alla aðra útivist.
OPIÐ 10-18.30 MÁN.–MIÐ OPIÐ 10-21 FIMMTUDAGA OPIÐ 10-19 FÖSTUDAGA OPIÐ 10-18 LAUGARDAGA OPIÐ 13-18 SUNNUDAGA JANÚAR
KRINGLAN.IS
FACEBOOK.COM/KRINGLAN.IS
Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari er ánægður með æfingar afrekshópa í vetur og vor en vill að kylfingar athugi vel þjálfunarmál þegar þeir fara í háskólanám í Bandaríkjunum:
Hefði viljað sjá meiri framfarir hjá ýmsum eftir háskólagolf
Æ
fingar hafa gengið vel hjá flestum í afrekshópi GSÍ í vetur og kylfingarnir eru spenntir fyrir keppnistímabilinu sem er að hefjast. Við vorum með æfingabúðir á Akranesi núna í byrjun maí, og það var mjög ánægjulegt að komast út og sjá hópinn spila. Það voru fínar aðstæður seinni daginn, gott veður og Garðavöllur mjög góður. Fyrri daginn var leiðindaveður og kalt, en það er ákveðinn lærdómur í því sem krakkarnir þurfa að taka frá slíkum degi. Það verða eflaust nokkrir mótsdagar í sumar þar sem mun rigna og blása, og þá skiptir hugarfarið og þrautseigjan miklu máli. Kylfingar í afrekshópi GSÍ hér heima hafa mætt í æfingabúðir okkar mánaðarlega, æft með sínum klúbbum í vetur og farið í 1-2 æfingaferðir erlendis. Æfingaferðirnar skipta mjög miklu máli fyrir kylfingana og það er mjög jákvætt að nokkrir klúbbar eru farnir að bæta þar í og fara jafnvel í tvær ferðir á veturna,“ sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari þegar hann var spurður út í gang mál í upphafi sumars.
kylfingarnir góða æfingaaðstöðu og geta spilað allt árið, sem er nýtt fyrir kylfinga sem hafa alist upp á Íslandi. Þjálfun er stundum ábótavant í skólunum og sumir kylfingar þróast ekki nægilega vel tæknilega. Leikálagið er mikið, hvort sem um er að ræða mót eða keppnir til að komast í liðið, þannig að leikmenn fá ekki mikinn tíma til að þróa og bæta sína tækni. Það er mín skoðun að íslenskir kylfingar sem stefna á háskóla eiga að hafa það í forgangi að fara í skóla þar sem boðið er upp á góða umgjörð með hæfum PGA þjálfurum. Einnig er vert að skoða skóla sem eru í miðvesturríkjunum, þar sem tímabilið er ekki eins langt, en á móti kemur þá tími og friður til að vinna betur í tæknilega hlutanum, sem og líkamlega og sálræna þættinum. Ég hef það á tilfinningunni að þessum hlutum sé betur sinnt í fremstu skólunum á þessu svæði, og gæti hentað okkur Íslendingum betur. Ég hef skoðað nokkra skóla t.a.m. í Illinois, Ohio, Minnesota, og þar er æfingaaðstaðan, bæði innanhúss og utan fyrsta flokks, og umgjörðin er afar góð.“
Vantar meiri framfarir
Stór verkefni erlendis
„Háskólakylfingarnir í Bandaríkjunum búa við betri aðstæður til æfinga og eru í keppnum frá september fram í maí. Haraldur Franklín hefur leikið mjög vel á vorönninni, hann sigraði í einu móti og var þrisvar sinnum að auki meðal tíu efstu. Feykilega góður árangur hjá honum og hann er lang efstur Íslendinga á heimslista áhugamanna. Guðrún Brá hefur einnig leikið mjög vel á sinni fyrstu önn í háskólagolfinu og sigraði á sterku móti fyrir stuttu. Þetta er frábær árangur hjá þeim og er mikil hvatning fyrir þau sjálf sem og aðra unga kylfinga. Við þurfum á kyndilberum og góðum fyrirmyndum að halda og þau hafa svo sannarlega sýnt gott fordæmi með frábærum árangri.“ „Heilt yfir þá hefði maður viljað sjá meiri framfarir undanfarin ár hjá ýmsum kylfingum sem hafa lagt stund á háskólagolf í Bandaríkjunum. Oftast nær þá hafa 20
Hver eru helstu verkefni landsliðanna í ár? „Í fyrra unnum við okkur inn þátttökurétt á Evrópumót karla sem leikið verður í Finnlandi og pilta í Noregi. Kvennalandsliðið mun keppa á EM í Slóveníu. Auk þess munum við senda lið á HM kvenna í Japan í haust. Þetta eru stór verkefni og klára nánast fjárhag afrekssviðsins. Einnig munum við senda 2-3 kylfinga á EM einstaklinga, European Young Masters og Junior Open, sem er fyrir 16 ára og yngri, sem og Duke of York fyrir Íslandsmeistara 17-18 ára pilta og stúlkna. Þess utan styrkjum við kylfinga á mót eins og breska áhugmannameistaramót karla og kvenna, þar sem Haraldur Franklín stóð sig vel í fyrra. Við veitum styrki á ýmiss mót sem uppfylla ákveðin skilyrði, t.a.m. munu 17 unglingar 16 ára og yngri taka þátt í Finnish Junior mótinu í lok júní. Það er líka gaman að segja frá því að Gísli Sveinbergsson og Fannar Ingi
Steingrímsson munu taka þátt í German Boys mótinu, sem er gríðarlega sterkt, en við höfum ekki getað sent á þetta mót undanfarin ár þar sem kylfingar hafa ekki náð forgjafarlágmörkum, þannig að okkar fremstu kylfingar hafa sýnt framfarir og ég er mjög bjartsýnn á gott gengi í sumar.“
Mikill áhugi hjá kylfingum
Hvað með atvinnumennina okkar? „Ólafur Björn hefur reynt við úrtökumót fyrir kanadísku og rómönsku mótaraðirnar en komst ekki í gegn. Hann er mjög metnaðarfullur og stefnir alla leið. Þetta er brött brekka og mikil samkeppni, en þetta er hans ástríða og ekkert annað sem kemst að hjá honum. Það þarf mikla einurð og þrautseigju til að komast alla leið í atvinnumennsku, sem og fjárhagsstuðning, enda er þetta mjög dýr útgerð. Það var mikil lyftistöng fyrir íslenskt golf þegar Forskot var stofnað, en sjóðurinn styrkir okkar allra fremstu kylfinga í baráttunni í atvinnumennskunni.“ „Birgir Leifur stefnir að þátttöku um mánaðamótin í Áskorendamótaröð Evrópu, sem og Nordea Norðurlandamótaröðinni í sumar, áður en hann reynir við úrtökumótin fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Hann er okkar fremsti kylfingur og það vantar mjög lítið upp á að hann fari alla leið. Hann er í mjög góðu formi líkamlega og sveiflan lítur mjög vel út. Hann þarf einfaldlega að nýta tækifærin sem hann fær á þessu ári.“ „Loks er Valdís Þóra að hefja sinn atvinnumannaferil núna þessa dagana, en hún er með keppnisrétt á LET Access mótaröðinni, sem er næsta deild fyrir neðan evrópsku LPGA mótaröðina. Hún hefur æft vel í vetur og það verður spennandi að fylgjast með henni á keppnistímabilinu.“ Eitthvað að lokum? „Ég vil óska kylfingum landsins gleðilegs golfsumars. Maður finnur fyrir miklum áhuga hjá kylfingum sem hafa beðið óþreyjufullir eftir að komast á vellina. Ég er mjög bjartsýnn á að þetta verði virkilega gott og skemmtilegt golfár.“ GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
OKKAR BJÓR WORLD’S WORLD’S BEST BEST STANDARD STANDARD LAGER LAGER
2.25% ALC. VOL. LÉTTBJÓR
Eimskipsmótaröðin á ný á Jaðarsvelli
ÍSLANDSMÓTIÐ Í HÖGGLEIK FER FRAM Á LEIRDALSVELLI Í FYRSTA SINN
Þ
að verður nóg um að vera á Eimskipsmótaröðinni í golfi í sumar en mótin verða alls sjö og er það fjölgun um eitt mót frá því sem áður var. Mótaröðin hefst á Hólmsvelli í Leiru helgina 24.-25. maí en það er „landsbyggðarbragur“ á mótahaldinu í sumar því fimm mót fara fram á völlum utan höfuðborgarsvæðisins. Leiknar verða 54 holur á Hólmsvelli – 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi. Íslandsmótið í höggleik er stærsti einstaki viðburðurinn á Eimskipsmótaröðinni en mótið fer fram á Leirdalsvelli. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslandsmót í höggleik í fullorðinsflokki er í umsjón Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Undirbúningsstarf GKG fyrir mótið hefur staðið yfir í marga mánuði en klúbburinn fagnaði 20 ára afmæli í mars á þessu ári. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur titil að verja í karlaflokki og Sunna Víðisdóttir úr GR í kvennaflokknum en mótið fór fram á Korpúlfsstaðavelli í fyrra. Á Íslandsmótinu eru leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. Íslandsmótið í holukeppni fer fram í lok júní líkt og á síðustu tveimur árum. Það er gert til þess að fleiri kylfingar geti tekið þátt en margir af bestu kylfingum landsins fara til náms í ágúst en Íslandsmótið í holukeppni fór áður fram á þeim tíma. GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa titla að verja eftir sigur þeirra á Hamarsvelli í Borgarnesi. Mótið í ár fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 27.-29. júní. Alls komast 32 stigahæstu kylfingarnir af fyrstu þremur mótunum á Eimskipsmótaröðinni inn á Íslandsmótið í holukeppni – en í kvennaflokki komast 16 efstu. Það er því að miklu að keppa á fyrstu þremur mótunum sem fram fara á Hólmsvelli eins og komið hefur fram, annað mótið fer fram á Strandavelli 30. maí -1. júní þar sem leiknar verða 54 holur frá föstudegi fram á sunnu-
22
dag. Þriðja mótið fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi þar sem einnig verða leiknar 54 holur eða þrír hringir á þremur dögum – helgina 13.-15. júní. Íslandsmótið í höggleik var stórkostleg skemmtun á síðasta ári í Korpunni þar sem að úrslitin réðust í bráðabana í kvennaflokki eftir ótrúlega dramatík á lokakeppnisdeginum. Í karlaflokknum var boðið upp á frábært einvígi þar sem Birgir Leifur og Haraldur Franklín Magnús úr GR börðust um titilinn og léku frábært golf við bestu aðstæður. Íslandsmótið í höggleik verður sýnt í beinni sjónvarpsútsendingu en ekki er ljóst á þessari stundu hvaða aðili verður með útsendinguna. Sjötta mótið á Eimskipsmótaröðinni árið 2014 fer fram á Garðavelli á Akranesi helgina 15.-17. ágúst en þar verða leiknar 54 holur frá föstudegi fram á sunnudag. Lokamótið og jafnframt það sjöunda fer fram helgina 30.-31. ágúst á Jaðarsvelli á Akureyri. Það verður í fyrsta sinn í rúman áratug sem keppt er á stigamóti í fullorðinsflokki á Akureyri. Leiknar verða 54 holur á tveimur dögum, þar af 36 holur á laugardeginum. Ágúst Jensson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar fagnar því að GA sé komið aftur á „kortið“. „Þetta leggst virkilega vel í okkur og það eru allir hér mjög spenntir yfir því að fá mótaröð þeirra bestu aftur hingað á Akureyri. Jaðarsvöllur er einn af skemmtilegri golfvöllum landsins og góður keppnisvöllur og vonum við að mótaröðin sé komin hingað til að vera. Þetta er líka mikilvægt fyrir allt svæðið hér fyrir norðan, hér er mikið af mjög frambærilegum og góðum kylfingum og því frábært að fá hingað mót. Við sjáum þetta mót sem tækifæri fyrir okkur til að komast aftur á kortið, umræðan um Jaðar hefur því miður ekki verið nógu góð undanfarin ár og því
viljum við breyta. Við verðum með landsmót árið 2016 og viljum sýna fram á að við erum með alvöru golfvöll hér á Jaðri, og það ætlum við okkur að gera í sumar.“ Á síðasta ári stóðu systkinin Rúnar og Signý Arnórsbörn uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni í karla- og kvennaflokki.
Eimskipsmótaröðin 2014:
24.-25. maí Hólmsvöllur Golfklúbbur Suðurnesja (54 holur) 30. maí-1. júní Strandarvöllur Golfklúbbur Hellu (54 holur) 13. -15. júní Hamarsvöllur Golfklúbbur Borgarness (54 holur) 27.-29. júní Hvaleyrarvöllur Golfklúbburinn Keilir / Íslandsmót í holukeppni 24.-27. júlí Leirdalsvöllur Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Íslandsmótið í höggleik 15.-17. ágúst Garðavöllur Golfklúbburinn Leynir (54 holur) 30.-31. ágúst Jaðarsvöllur Golfklúbbur Akureyrar (54 holur) GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
SIMPLY CLEVER
BÍLL ÁRSINS Á ÍSLANDI 2014
Nýr ŠKODA Octavia Combi Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) valdi ŠKODA Octavia bíl ársins á Íslandi 2014. Auk þess að vera sigurvegari í flokki stærri fólksbíla fékk ŠKODA Octavia hæstu einkunn af þeim níu bílum sem öttu kappi í lokaúrslitunum. Þessi úrslit ættu ekki að koma Octavia-eigendum á óvart, enda hefur það sýnt sig að ŠKODA Octavia er með allra hagkvæmustu, öruggustu, þægilegustu og sparneytnustu bílunum í sínum flokki. Það kemur því ekki á óvart að ŠKODA Octavia var mest seldi bíll á Íslandi árið 2013.
Eyðsla frá 3,8 l/100 km
CO2 frá 99 g/km
5 stjörnur í árekstrar prófunum EuroNcap
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
„Stefni að því að lyfta mínum leik á næsta stig með stífum æfingum“
MARKMIÐIN ERU SKÝR Fjölbreyttari æfingar og aukin áhersla á líkams- og hugarþjálfun hjá Ólafi B. Loftssyni
Eins og áður segir hefur Ólafur lagt meiri áherslu á hugarþjálfun en áður.
Ólafur Björn Loftsson verður að öllum líkindum lítið að keppa hér á Íslandi í sumar en hann mun einbeita sér að atvinnumannamótum í Norður-Ameríku. Ólafur hefur dvalið að mestu við æfingar í Orlando í vetur en hann náði ekki að komast í gegnum úrtökumótin sem hann tók þátt í sl. haust. Íslandsmeistarinn í höggleik frá árinu 2009 hefur breytt ýmsu í æfingaáherslum sínum og þar er hugarþjálfun stór hluti af hans æfingum. Golf á Íslandi heyrði í Ólafi og tók púlsinn á atvinnukylfingnum.
„Ég þjálfa hugann með einhverjum hætti á hverjum degi. Eitt af markmiðunum með hugarþjálfuninni hjá mér er að auka pressustigið á æfingum og minnka pressustigið í mótum. Ég reyni að búa til eins miklar pressuaðstæður í æfingum og ég get þannig að ég eigi auðveldara með að standast álagið þegar mest reynir á. Ég hef undanfarið talað við fólk, lesið greinar og bækur um andlegu hliðina og hef út frá þeim tekið ákveðnar æfingar sem ég geri, sérstaklega fyrir mótshringi. Þessar æfingar snúast um að hámarka sjálfstraustið og vera rétt stemmdur.“
Hvernig hefur æfingum og keppni verið háttað hjá þér í vetur?
Hvernig er áætlun þín fyrir næstu mánuði í grófum dráttum?
„Ég hef verið mjög heppinn að vinna með frábærum þjálfurum í vetur. Gauti Grétarsson, Nökkvi Gunnarsson og Chris O’Connell hafa hjálpað mér mikið að ná framförum í mínum leik. Teymið vinnur vel saman og markmiðin eru skýr. Ég hef nokkrar breyttar áherslur í sambandi við hvernig ég haga æfingunum mínum. Ég hef einblínt á fjölbreyttari æfingar og lagt aukna áherslu á líkams- og hugarþjálfun. Ég hef eytt mestum tíma við æfingar í Orlando í vetur. Ég tók þátt í úrtökumóti fyrir PGA í Suður-Ameríku í janúar en var því miður einu höggi frá því að öðlast takmarkaðan þátttökurétt þar. Þar að auki hef ég tekið þátt í tveimur stærri mótum og komist í gegnum niðurskurðinn í þeim báðum.“ 24
„Ég stefni að sjálfsögðu að því að lyfta mínum leik á næsta stig með stífum æfingum en hvað varðar mótaáætlanir þá mun ég taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour Canada í apríl og vonandi keppa þar í sumar. Um haustið taka síðan við úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina og Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum.
Ertu með eitthvað nýtt og spennandi „dót“ í golfpokanum?
„Ég fer að jafnaði einu sinni á ári til höfuðstöðvar Taylor Made og tek pokann í gegn. Ég fór þangað í apríl á síðasta ári og stefni að því að gera það fljótlega við tækifæri. Eins og staðan er núna þá er ég ekki með neitt nýtt í pokanum.
Hvaða markmið hefur þú sett þér varðandi atvinnumennskuna á næstu misserum?
„Helsta markmiðið mitt í ár er að öðlast þátttökurétt á evrópsku eða Web.com mótaröðinni í golfi. Önnur markmið eru að vinna mér inn þátttökurétt á PGA Tour Canada, sigra mót á mótaröðinni, enda á meðal fimm efstu á peningalistanum og öðlast þar með þátttökurétt á Web.com mótaröðinni á næsta ári. Ég hef sett mér það markmið að ná hlutleysi í golfsveiflunni og auka stöðugleikann með réttum hreyfingum sem auðvelt er að endurtaka. Ég vil bæta högglengdina, slá hærra og fá meiri spuna í járnahöggin,“ sagði Ólafur Björn Loftsson.
Hvernig verður keppnishaldið hjá þér á Íslandi sumarið 2014?
„Ég veit ekki hvernig keppnishaldinu mínu verður háttað á Íslandi. Markmiðið er að spila á kanadísku mótaröðinni í sumar þannig að ef allt gengur upp mun ég spila lítið heima.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
og
kynna:
„Ótrúleg fjölbreytni á mögnuðum golfvelli, einum þeim skemmtilegasta sem ég hef leikið.“ Páll Ketilsson
Ritstjóri Golf á Íslandi og kylfingur.is
THE OXFORDSHIRE
Völlurinn er par 72, 5.600 metar af gulum teigum, byggður í glæsilegri enskri sveitasælu. Fyrsti teigur á golfvellinum er aðeins nokkur skref frá hótelinu ásamt æfingasvæði og púttflötum.
verð kr.
130.000-*
Hótelið er mjög gott fjögurra stjörnu golfhótel. Herbergi eru vegleg með helstu þægindum. Ókeypis netaðgangur er alls staðar á svæðinu, tveir veitingastaðir, bar, heilsulind og sundlaug.
Þjónustu er stutt að sækja í smábæjarkjarna Thame og aðeins um 30 mínútna akstur er til Oxford, hinnar sögufrægu borgar, þar sem er mikið líf, fjöldi veitingastaða, pöbba og verslana.
* Innifalið: Flug með Icelandair til London, flugvallarskattar og aukagjöld, flutningur á golfsetti, gisting í 3 nætur á The Oxfordshire með morgunverði, 4x18 holur, aðgengi að heilsulind og líkamsræktarstöð hótelsins.
Bókaðu golfferðina þína á www.gbferdir.is eða í síma 534 5000
DREYMIR um að komast inn á stóru mótaröðina í Evrópu Nóg um að vera á LET Access mótaröðinni hjá Valdísi Þóru í sumar
V
aldís Þóra Jónsdóttir lék í fyrsta sinn á ferlinum á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna, LET, sl. haust. Hún komst í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins en náði ekki að fylgja því eftir á lokaúrtökumótinu sem fór einnig fram í Marokkó. Valdís, sem hefur tvívegis fagnað Íslandsmeistaratitlinum í höggleik, hefur æft að mestu hér heima á Íslandi í vetur. Hún ætlar sér að reyna við úrtökumót LET í lok þessa árs á ný. Á þessu ári verður LET Access mótaröðin í forgangi hjá Valdísi en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. „Ég hef verið að vinna í ákveðnum atriðum í sveiflunni í vetur. Þessar æfingar eru að stimplast inn í vöðvaminnið hjá mér en Nökkvi Gunnarsson hefur verið að stýra þeirri vinnu. Púttin eru stór hluti af æfingunum og ég hef unnið með Pelz púttæfingatækið í vetur. Það hefur ekki verið mikið um æfingar á höggum sem eru 100 metrar eða nær á þessum vetri. Ég fór í æfingaferð í apríl til Spánar í þrjár vikur og það var aðalundirbúningur minn fyrir fyrsta mótið. Það verður mikið um að vera hjá Valdísi á LET Access mótaröðinn í maí og einnig eru mörg mót í ágúst. „Ég verð að mestu úti í maí og ágúst en mótaröðin stendur alveg fram í enda október. Þá mun ég hefja undirbúning fyrir úrtökumótið sem ég fór í í desember sl. Það verður ekki mikið um að vera hjá mér í keppnishaldinu hér á Íslandi. Ég stefni á að komast í bæði Íslandsmótin, höggleik og holukeppni, en það er óvíst hvort ég fái að leika í holukeppninni. Langtímamarkmiðin hjá mér eru að komast inn á LET-mótaröðina í Evrópu á næstu tveimur árum en öðrum markmiðum ætla ég að halda út af fyrir mig.“ Valdís er líkt og aðrir atvinnukylfingar með spennandi verkfæri í golfpokanum. „Ég er með Nike Vr Pro Combo járnasett 4-PW, Nike Vr Forged fleygjárn 50, 56 og 60 gráður. Ég er með Vr S Covert 2.0 Tour Hybrid, 3 tré og Driver og Nike Method 3 pútter.“
26
Valdís Þóra fór á bak á úlfalda í Marokkó í fyrsta sinn á ævinni.
Það eru ekki til svona dýr á Akranesi. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Cross golf fæst í Altis W Brass Jacket Vindjakki Sérlega kvenlegt og fallegt snið, hannaður fyrir golfarann. Kemur í 4 litum: bleiku, fjólubláu, svörtu og mintugrænu. Verð: 14.900,-
W Nine Capri - Buxur Mjög klæðilegt snið og flott sídd. Breiður og góður strengur. Buxur sem klæða allar konur vel. Verð: 11.900,-
M Storm Sweater Vindheld prjónapeysa hönnuð fyrir golfarann. Kemur í 3 litum: svörtu, gráu og dökkbláu. Verð: 15.900,-
M Pure Chinos golfbuxur Klassískt snið fyrir golfarann. Lítill vasi fyrir tí, sílikon rönd á innanverðum strengnum til að halda bolnum á réttum stað í sveiflunni. Koma í svörtu og rauðu Verð: 11.990,-
„Ég er mikill spekúlant þegar kemur að sköftum og kylfum. Finnst alltaf gaman að prófa það nýjasta. “
Setti of mikla pressu á mig í fyrstu mótunum Þórður Rafn leggur mesta áherslu á þýsku EPD mótaröðina á tímabilinu
Þ
órður Rafn Gissurarson er í fámennum hóp íslenskra atvinnukylfinga en GR-ingurinn reyndi við úrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina sl. haust. Þórður komst ekki í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins og hefur hann leikið á EPD mótaröðinni í vetur sem er þýsk atvinnumótaröð. Þórður segir í viðtali við Golf á Íslandi að æfingarnar hafi gengið ágætlega í vetur en það hafi gengið brösuglega að sjá árangur af vinnunni á golfvellinum og í keppni. „Ég hef aðallega verið að æfa stutta spilið í vetur og ég fór í góða æfingaferð til Flórída í vetur. Spilaði þar á nokkrum mótum. Í þeirri æfingaferð hóf ég að vinna með Justin Blazer sem er sérfræðingur í stutta spilinu og hann hefur hjálpað mér mikið. Hér á Íslandi er Brynjar Eldon Geirsson þjálfarinn minn – en við erum að vinna í nokkrum litlum hlutum í sveiflunni. Það eru ekki stórkostlegar áherslubreytingar – enda slæmt að gera það þegar tímabilið
28
er byrjað,“ segir Þórður Rafn en hann hefur lagt meiri áherslu á hugarþjálfunina og er sú þjálfun tekin fastari tökum en áður. „Ég þarf að bæta nokkur atriði sem ég hef átt í smá vandræðum með.“ Eins og áður segir hefur Þórður verið að leika á EPD Pro mótaröðinni. „Það hefur ekki gengið eins vel og ég hafði gert mér vonir um. Ég setti of mikla pressu á mig í fyrstu mótunum. Ég ákvað að taka ekki þátt á mótum sem voru á dagskrá í Egyptalandi vegna ástandsins í landinu – og fór þess í stað til Flórída í æfingaferð til þess að bæta við nýjum höggum í vopnbúrið og bæta lengdarstjórnun í stutta spilinu.“ Þórður ætlar að leggja áherslu á EPD Pro mótaröðina í vor og sumar – en svo gæti farið að hann fengi keppnisrétt á mótum á Áskorendamótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu, Challenge Tour. „Einnig er möguleiki á að spila í úrtökumótum fyrir Opna breska og Opna bandaríska. Ég mun að sjálfsögðu taka þátt í
úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í haust. Vonandi næ ég einhverjum mótum á Íslandi en það er ekki í forgangi. Spila líklega í Íslandsmótinu í höggleik en veit ekki um hin. Fer allt eftir því hvort að ég verð heima auk þess hvernig gengur úti. Markmiðin fyrir þetta ár eru nokkur. Í golfinu hjá mér er að bæta stutta spilið enda það mikilvægasta. Ætla að halda öðrum markmiðum fyrir sjálfan mig.“ Atvinnukylfingurinn veltir „græjunum“ mikið fyrir sér og skiptir reglulega um kylfur í pokanum. „Ég skipti út járnum og fleygjárnum um jólin. Fer alltaf í „fitting“ hjá Randall Doucette þegar ég er í Flórída. Hann sér um nokkra atvinnukylfinga á PGA og LPGA. Hann er mjög góður og kann sitt fag. Ég er mikill spekúlant þegar kemur að sköftum og kylfum. Finnst alltaf gaman að prófa það nýjasta. Sjá hvort það hentar betur en það sem ég er með fyrir.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
GAS
Ráðandi - auglýsingastofa ehf
$ / / 6 6 7 $ é$ 5
í ~ J H W X U V O D N D ê i RJ X SSO LI D ê | U \ J J L Y Lê J U LO O Lê P H ê $ * $ J D V gU î ~ 6 H V W K \
\ J J LV H P K H LP V P V W UV U ê LU RJ O N LK H Q W
I H O V W t Q RW N X Q i N LU X P E Rê V P H Q Q W L V | O X D ê LO L SU ySD Q J H U ê LU J D V K \ O N M D D U E H V W P Lê D ê Y Lê
J
ê D H ê D J D VV 6 pU I U D ê VW
Y | U X P $ * $ RJ J yê U L î M yQ V | O X D ê LO D W LO D ê I i i I \ O O LQ J i Q RU ê X U O | Q GX Q X P E ì ê X U ê LQ J D U $ * $ J H W D Y H LW W î ê X U RJ K Y H U Q LJ E H V W H U D
) D U ê X i Z Z Z J D V LV RJ I LQ Q GX Q i O J D Q V | O X V W D ê H ê D V N W X | U \ J J LV O H Lê E H LQ LQ J D U RJ I i ê X X SSO ì V LQ J D U X P
X VWX î X i J D $ * $ X pU J yê ê P H ê
$ * $ J D V
H J D U V K \ O N Lê SS i P D U J D U Uiê X P K Y D ê D K | Q GO D SU ySD Q J D V
MARKMIÐIÐ ER AÐ JAFNA MET ÚLFARS OG BJÖRGVINS Birgir Leifur Hafþórsson ætlar sér stóra hluti á árinu 2014
B
irgir Leifur Hafþórsson ætlar sér stóra hluti á árinu 2014 og markmiðin eru skýr. Íslandsmeistarinn í höggleik 2013 var ekki langt frá því að komast inn á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina s.l. haust og hann reyndi einnig við Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir mun leika á Eimskipsmótaröðinni í sumar þar sem eitt af stóru markmiðunum er að verja Íslandsmeistaratitilinn. „Ég gerði samning við Forskot til eins árs. Ég mun leika hér heima á Eimskipsmótaröðinni og einnig á þeim mótum sem mér býðst að taka þátt á Áskorendamótaröðinni. Í haust er stefnan sett á að taka þátt í úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina – og ég ætla að halda því opnu að fara á úrtökumótið í Bandaríkjunum fyrir Web.com mótaröðina. Þetta ár verður því „bland í poka“ hér heima og erlendis. Kannski verða þetta 1-2 mót erlendis á mánuði og þess á milli leik ég hér heima.“ Birgir Leifur með Betu sinni í Kína 2007.
Birgir Leifur verður 39 ára gamall þann 16. maí á þessu ári og hann býr yfir gríðarlegri reynslu hvað varðar úrtökumótin fyrir stóru atvinnumótaraðirnar. Hann er enn sannfærður um að geta náð alla leið á ný inn á leiksvið þeirra stærstu í golfíþróttinni. Hann er eini íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð að komast inn á Evrópumótaröðina og ætlar sér þangað á ný.
Fæ mikinn stuðning frá GKG
„Markmiðið er að tryggja keppnisréttinn á Evrópu– eða Áskorendamótaröðinni í haust. Og vinna síðan út frá því þegar þar að kemur. Íslandsmótið í höggleik á mínum heimavelli í Leirdalnum er einnig eitt af stóru verkefnunum í sumar. Þar hef ég titil að verja og ég stefni á að bæta sjötta Íslandsmeistaratitlinum í safnið og jafna þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar sem eru með sex titla. Það verður mikið að gera í sumar og margt sem ég þarf að hugsa um. Ég fæ mikinn stuðning frá
Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar – og við erum að vinna saman að því að ég nái markmiðum mínum. Það eru ákveðin verkefni sem ég leysi hér í mínum störfum hjá GKG en við erum öll á sömu blaðsíðunni hvað þetta varðar.“ Samkeppnin er gríðarlega hörð á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina og aðeins 3% af þeim hefja þar leik komast alla leið og tryggja sér keppnisrétt. Birgir segir að hann viti nákvæmlega hvað þarf til og það sé tilhlökkun að fá tækifæri til þess að leika á úrtökumótinu.
Aldrei verið með lægra meðalskor
„Leikurinn hjá mér hefur aldrei verið betri og það er aldrei að vita hvenær hlutirnir smella saman og allt gengur upp. Meðalskorið hjá mér árið 2013 var það lægsta frá upphafi eða 70,4 högg. Það hefði dugað mér á topp 50 á Evrópumótaröðinni. Samkeppnin er alltaf að verða harðari á úrtökumótunum fyrir atvinnumótaraðirnar. Það eru fleiri að stunda golf í dag en á þeim tíma þegar ég var að stíga mín fyrstu skref sem atvinnumaður. Ég tel að ég standi ágætlega í þessari samkeppni þrátt fyrir að vera búsettur á Íslandi. Það margt sem hægt er að æfa hér yfir vetrartímann en vissulega þarf ég að fara erlendis til að æfa með reglulegu millibili.“ 30
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Hægt að búa á Íslandi og komast alla leið
Eins og áður segir mun Birgir „gera út“ héðan frá Íslandi í sumar og haust – og hann sér margt jákvætt við það fyrirkomulag. „Flestir sem eru í mínum sporum búa í sínu eigin heimalandi og gera þetta með svipuðum hætti. Menn eru að vinna samhliða golfinu og stefna síðan á að toppa á haustin þegar úrtökumótin fara fram. Ég hef ekki trú á því að það sé endilega bráðnauðsynlegt að búa við bestu aðstæður erlendis allt árið um kring til þess að komast inn á stóru atvinnumótaraðirnar. Vissulega er það kostur að geta búið við slíkar aðstæður – en ég veit að hitt er líka hægt. Að búa hér á Íslandi og komast alla leið. Ég veit alveg hvað þarf til að komast alla leið. Skorið hefur ekki breyst mikið á milli ára – maður þarf ekki að spila alltaf betur og betur til þess að komast í gegnum úrtökumótin. Það eru einfaldlega fleiri sem eru að spila á svipuðu skori. Það þarf allt að ganga upp í eina viku á úrtökumótinu – það er stærsti ókosturinn við þetta fyrirkomulag. Það sem ég þrái er að fá eitt heilt tímabil á Áskorenda– eða Evrópumótaröðinni. Ég hef enn trú á því að ég hafi það sem þarf til að komast alla leið. Ég hef trú á því að ég geti sigrað á Áskorenda– eða Evrópumóti.“
Jamie Donaldson er góð fyrirmynd
Það eru ekki margir kylfingar sem hafa sýnt eins mikla þrautseigju og Birgir Leifur hvað varðar úrtökumótin á Evrópumótaröðinni. Margir væru eflaust búnir að „pakka“ draumnum niður í tösku en Birgir sér aðra hlið á teningnum. „Gott dæmi um kylfing sem hefur „fylgt“ mér í gegnum tíðina og er að blómstra núna er Jamie Donaldson frá Wales. Ég lék mikið með honum mínum fyrstu árum sem atvinnumaður. Hann hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika – dottið inn á og út af Evrópumótaröðinni. Jamie gafst aldrei upp og er að uppskera núna. Hann sigraði m.a. á Abu Dhabi meistaramótinu í janúar í fyrra á Evrópumótaröðinni. Hann hefur sigrað á tveimur Evrópumótum og þremur mótum á Áskorendamótaröðina. Hann var fjórtándi á Mastersmótinu á þessu ári og hann er á meðal 30 efstu á heimslistanum. Það er því allt hægt,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir á æfingasvæðinu í Austurríki. Þáverandi landsliðsþjálfari Íslendinga, Staffan Johannsson honum til aðstoðar.
„Gott dæmi um kylfing sem hefur „fylgt“ mér í gegnum tíðina og er að blómstra núna er Jamie Donaldson frá Wales“ Birgir Leifur fagnar sigri á Íslandsmótinu í Korpu 2013, sínum fimmta titli.
Birgir Leifur ná ði sínum besta árangri þegar í 11. sæti, tvisv hann varð ar sinnum á Ev rópumótjaröði Austurríki og nni 2007, í síðan á Ítalíu, þar sem nafn á skortöfluna. hans fór ofarleg a
Hjónin saman á úrtökumóti á Spáni. Elísabet hefur oft fylgt sínum manni á golfmótum.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
31
HVERNIG GEKK ÞEIM Í HÁSKÓLAGOLFINU Í VETUR? 1. Hvernig er „staðan“ hjá þér á þessum tímapunkti – það sem vel hefur gengið og það sem þarf að laga?
2. Varstu að vinna í miklum breytingum á einhverjum þáttum golfleiksins í vetur? Ef svo er, hvað var það og hvernig hefur það gengið? 3. Væntingar þínar og markmið fyrir golfsumarið hér heima á Íslandi? – hverjar eru þær?
Axel Bóasson – Mississippi 1. „Staðan hjá mér er fín enda hef ég æft mjög mikið í vetur hérna í Bandaríkjunum. Þjálfari minn hér í skólanum hefur aðstoðað mig við smávægilegar sveiflubreytingar. Það er allt saman að koma til og smella saman. Stutta spilið hefur einnig þurft smá vinnu og það er allt á réttri leið.“ 2. „Í vetur hef ég verið að vinna í þessu öllu saman. Sveiflunni, vippum og púttum. Og ekki má gleyma andlega þættinum. Eins og við er að búast hefur þetta gengið upp og niður en virðist vera á réttri leið núna.“ 3. „Væntingar mínar fyrir golfsumarið á Íslandi er að sigra á Íslandsmótinu í höggleik. Og spila á eins morgum mótum yfir sumarið eins og hægt er. Það verða eflaust mörg ferðlög hér heima og erlendis. Annars er markmiðið bara mæta til leiks og spila gott golf.“
Berglind Björnsdóttir - UNGC 1. „Þetta er búinn að vera versti vetur í meira en 100 ár og vorið er rétt að koma núna. Við höfum ekki haft neina inniaðstöðu og ekki getað æft nóg. Auk þess hefur ástandið á liðinu verið viðkvæmt því við erum fáar. Aðeins fimm leikmenn fá að spila í hverju móti og við erum bara fimm í liðinu, algengt er að það séu 8-10 stelpur í hverju skólaliði að velja úr.“ „Staðan á mér er nokkuð góð, ég er að slá frekar vel og ég hef verið að ná nokkrum góðum 32
hringjum. Því miður hafa líka komið lélegri hringir til að skemma meðalskorið hjá mér. Ég náði góðum hring í móti fyrir stuttu lék fyrsta daginn á 69 höggum eða -3 og var í fyrsta sæti eftir daginn. Hélt þá að þetta væri komið. En þá komst ég að því að hugurinn var ekki alveg tilbúinn og það verður aðalverkefnið hjá mér næstu vikurnar að styrkja hann.“ 2. „Ég hef mest verið að reyna að eyða því að kötta (sneiða) boltann en líka unnið mikið í púttunum. Þetta verða aðalverkefni mín í sumar ásamt vinnu í hugarfarinu.“ 3. „ Ég hlakka til að koma heim og keppa. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að spila vel í mótum og stefna á toppinn í hverju móti. Það verða margar góðar stelpur að keppa um efstu sætin og ég ætla mér að vera þar líka. Stærsti bónusinn yrði að komast í landsliðið, en til þess að komast þangað þarf ég að ná mínu allra besta.“
Guðmundur Ágúst Kristjánsson - ETSU 1. „Staðan er svo sem ágæt. Ég hef bætt stutta spilið mikið síðan að ég kom fyrst út, en það má alltaf vera betra. Spilamenskan hefur ekki staðið undir væntingum. Eitt mót stendur upp úr, Wolfpack Intercollegiate, þar endaði ég 11 undir pari og varð í öðru sæti. 2. „Í vetur hef ég ekki verið að vinna í miklum tæknilegum breytingum. Mest af þeim voru tengdar stutta spilinu, chippum og pitchum, og eitthvað minniháttar í púttunum. Þessar breytingar hafa gengið vel.“ 3. „Væntingarnar og markmiðin fyrir keppnistímabilið í sumar heima á Íslandi eru að vinna Íslandsmótið. Komast í holukeppnina á Opna breska áhugamannamótinu og spila á öllum stóru mótunum sem að landsliðið sendir á.“
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Vertu þinn eigin
þjálfari
*Verð miðast við listaverð 1. maí 2014 og geta breyst fyrirvaralaust.
með iPhone eða iPad
iPad mini
Verð frá: 49.990.-*
iPhone
Verð frá: 67.890.-*
Guðrún Brá Björgvinsdóttir – Fresno State 1. „Golfið gengur bara mjög vel. Þetta er fyrsta önnin mín hér hjá Fresno State þannig að það tók smá tíma að aðlagast öllu hérna. Ég er mjög ánægð með pútterinn og púttin á allra síðustu hringjum en vippin eru sá þáttur sem ég þarf helst að laga.” 2. „Ég hef ekki verið að vinna í miklum sveiflubreytingum í vetur – en það eru alltaf sömu hlutirnir sem maður þarf að passa.” 3. „Ég er mjög spennt fyrir sumrinu heima og ég held að þetta verði gott sumar. Held að allir séu spenntastir fyrir því að ná í Íslandsmeistaratitilinn í höggleik heima á Íslandi, annars held ég markmiðunum mínum bara fyrir mig.”
Haraldur Franklín Magnús – Louisiana 1. „Ég er nokkuð sáttur með stöðuna. Það hefur tekið svolítinn tíma að aðlagast bandarískum aðstæðum. Það sem var erfiðast að aðlagast voru þröngir skógarvellir og Bermuda grasið sem við erum að slá af. Ég hef aldrei spilað mikið við þær aðstæður. Ég tel mig hafa aðlagast nokkuð vel eftir að hafa verið hér í eitt og hálft ár.” 2. „Í vetur hef ég mest verið að vinna í stutta spilinu. Þjálfarinn er með nokkuð mikinn skilning á andlega þættinum en hann er með reynslu sem atvinnumaður á Web. com mótaröðinni. Ég hef reynt að nýta mér hann á því sviði.” 3. „Ég er nokkuð sáttur með hvar ég er núna með mínar áætlanir. Í sumar eru tvö Evrópumót með landsliðinu í liða- og einstaklingskeppni, auk þess er Opna breska áhugamannamótið á keppnisdagskránni. Ég lít á öll mót á Eimskipsmótaröðinni sem nokkurs konar upphitun fyrir Íslandsmótið í höggleik á Leirdalsvelli hjá GKG.”
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir – Wake Forest 1. „Ég er að slá alveg svakalega vel þessa dagana og búin að vinna mig í þetta fína „draw“ með sveiflubreytingum. Púttin hafa verið vandamál frá því í júlí. Ég er búin að vera að skoða nýja púttera til að fá bara einhverja svakalega umbreytingu og vonandi fá meiri stöðugleika. Ég var að finna Scotty Cameron sem er að virka svakalega vel, þannig að við sjáum til. Ég 34
þarf bara meira sjálfstraust í púttunum, hvernig sem ég fæ það nú á endanum.” 2. „Því miður var ég ekki að vinna að neinum breytingum í vetur, og þar af leiðandi klikkaði tæknin þegar tímabilið hófst. Við erum alltaf að spila upp á hver verður valinn í næsta mót hjá skólaliðinu. Við erum að einbeita okkur mikið að því að klára æfingar sem þjálfararnir setja fyrir, t.d. púttæfingar, 17 af 18 vippum og einpútt í röð, og svo framvegis. Þar af leiðandi gleymist tæknin stundum. Þegar leið á tímabilið fór ég í sveiflubreytingar sem tóku smá tíma en eru að ganga mjög vel núna.” 3. „Ég ætla að spila á úrtökumóti fyrir US Open í lok maí og vonandi gengur það vel. Það væri draumur að komast inn á US Open á Pinehurst. Ég kem seint heim til Íslands þetta sumar, þannig að ég spila í Íslandsmótinu í höggleik og ætla mér að spila vel þar. Markmið mitt er að æfa, æfa, æfa og halda áfram að bæta mig tæknilega og andlega. Þar af leiðandi kemur allt hitt sjálfkrafa, þá get ég ná markmiðunum mínum tengdum sigrum og meðalskori.”
Ragnar Már Garðarsson - Mc Neese State 1. „Þetta hefur allt gengið þokkalega hingað til. Það er samt alltaf þannig að maður á misgóða daga og þá bara vinnur maður í því. Ég hef verið að bæta mig töluvert í púttunum og upphafshöggunum.” 2. „Í vetur hef ég verið að vinna mikið í sálræna þættinum. Hef reynt að styrkja mig á því sviði og það hefur gengið vel. Stutta spilið hefur einnig verið stór þáttur og ofarlega á forgangslistanum. Ég hef séð miklar bætingar í báðum þáttum. Leikskipulagið hefur einnig breyst mikið.“ 3. „Hvað markmiðin varðar þá ætla ég að halda þeim flestum fyrir mig. Ég ætla að fækka púttunum á hverjum hring og æfa stutta spilið töluvert meira en ég hef gert áður.“
Sunna Víðisdóttir - ELON 1. „Ef ég lít yfir veturinn í heild sinni þá er ég nokkuð sátt og hef leikið vel. Ég vann eitt mót og varð ofarlega í nokkrum öðrum mótum. Ég veit að ég get gert enn betur og er mjög spennt að koma heim og spila á Eimskipsmótaröðinni í sumar“. 2. „Ég hef lagt mesta áherslu í stutta spilið í vetur og núna er ég að einbeita mér að mismunandi höggum í kringum flatirnar. Ég hef nú þegar séð töluverðar framfarir frá því í sumar og hlakka til að sjá hvernig þetta virkar á íslensku grasi.“ 3. „Í sumar ætla ég að fara eins og áður í hvert mót til þess að sigra. Og auðvitað ætla ég að halda Íslandsmeistaratitlinum.“
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
t t e s a S Y A n W IR r A F , á S R j E ! l ð DRIV X e r m e l n f r f á a j B g y u e t l p f u t a t í K r f u ð á f g o S N O R I , S , HYBRID
lf.c
go cobra
ð Tilbo
ið g
ega ildir þ
erXL
affl om/b
rþ
pir B ú kau
affl
járn L X r e
as
arla ett k
eða
na, kven
lág
6k mark
. ylfur
Tilboðið gildir frá 1. maí til 30. júní eða eins lengi og birgðir endast.
Island_BafflerXL_Kampanj_210x297+3.indd 1
2014-04-22 17:53
„Það eru algjör
forréttindi fyrir afa og ömmu eða pabba og mömmu að geta spilað golf með unglingnum, barni eða barnabarni sínu“
Markmiðið að auka þátttöku kvenna í golfi. Stelpugolfdagur á golfsvæði GKG 29. maí:
GOLFHRINGUR MEÐ VINKONUM ER FRÁBÆR ÚTIVERUSAUMAKLÚBBUR -segir Hulda Birna Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Stelpugolfs, og PGA golfkennaranemi
Þ
essa dagana stendur yfir undirbúningur fyrir verkefnið Stelpugolf sem PGA golfkennaranemar sjá um. Stelpugolf er verkefni á vegum PGA á Íslandi, í samvinnu við GSÍ, sem miðar að því að auka þátttöku kvenna á öllum aldri í golfi auk þess að gera golf að meiri fjölskylduíþrótt. Þann 29. maí næstkomandi verður settur upp stór golfdagur á golfsvæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar sem verður í anda golfsýninga erlendis þar sem öllum stelpum verður boðið upp á fría golfkennslu ásamt ýmsu öðru, t.d. vörukynningum, keppnum og fleiru. Golf á Íslandi ræddi við Huldu Birnu Baldursdóttur, framkvæmdastjóra Stelpugolfs og PGA golfkennara. Hvers vegna Stelpugolf? Það er allt of mikið um það að stelpurnar sitji heima þegar eiginmaður, faðir, sonur eða kærasti fer út á golfvöll, því golfið er svo
36
sannarlega íþrótt sem allir geta spilað. Ég byrjaði sjálf í golfi þegar ég var komin með tvö börn, það yngra sjö mánaða. Eiginmaðurinn var svo sniðugur að bjóða mér til Kanarí í janúar 2003 þar sem við lékum tvo hringi á sjö dögum á golfbíl. Það gekk ótrúlega vel og áhuginn kviknaði. Sumarið áður sat ég heima með tvö lítil börn á meðan minn maður fór á golfvöllinn og var ekki par sátt. Þetta þarf þó ekkert að vera svona. Þetta er fjölskylduvæn íþrótt og frábær hreyfing í skemmtilegum félagsskap. Stelpugolf er verkefni PGA á Íslandi og GSí sem stuðlar að aukinni þátttöku kvenna í golfi og sýnir fram á að íþróttin er fyrir alla fjölskylduna. Golfkennaranemar munu sjá um glæsilegan golfdag þann 29. maí í Garðabæ í anda golfsýninga úti í heimi og bjóða upp á fría kennslu fyrir konur á öllum aldri. Hver eru markmið Stelpugolfs? Markmiðin eru þó nokkur, helst ber að nefna GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
„Markmiðin eru
þó nokkur, helst ber að nefna aukna þátttöku kvenna í íþróttinni sem mun efla kvennastarf innan golfhreyfingarinnar“
aukna þátttöku kvenna í íþróttinni sem mun efla kvennastarf innan golfhreyfingarinnar. Þá er verkefninu einnig ætlað að auka vitund almennings á fjölskyldugildum íþróttarinnar og síðast en ekki síst stuðla að hollri hreyfingu og útivist kvenna á öllum aldri. Hvernig hefur gengið að skipuleggja verkefnið? Það hefur gengið ljómandi vel. Við erum 13 golfkennaranemar sem stöndum að verkefninu og við skiptum okkur niður í hópa þar sem hver hópur sér um ákveðinn verkþátt. Kennslan fer fram á fjórum til sex stöðvum í 20 mínútur í senn, kennsla hefst á hverri stöð á hálftíma fresti frá 10:00 til 14:00. Þannig er hægt að velja um að koma hluta úr deginum, t.d. bara í kennslu í vippum, eða allan daginn og fá þá kennslu í öllum þáttum golfsins. Einnig verður hægt að taka þátt í allskonar leikjum og keppnum, skoða kynningarbása fyrirtækja, prófa kylfur og fleira. Verkefnið verður algjörlega keyrt á styrkjum og er nú verið að vinna að samningum við styrktaraðila. En verður eitthvað fyrir karlana á svæðinu? Já að sjálfsögðu, karlmenn, ungir sem aldnir geta tekið þátt í ákveðnum þrautum og keppnum, en þó ekki á kennslustöðvunum. Boðið verður upp á afslátt á 9 holu golfvöll GKG (Mýrina) fyrir karla og konur þennan dag.
Skammstöfunin „PGA“ stendur fyrir Professional Golfers Association, eða Samtök atvinnukylfinga. Samtökin á Íslandi voru stofnuð veturinn 1988 af þeim John Drummond, David Barnwell og Phil Hunter. PGA á Íslandi rekur Golfkennaraskólann sem stendur fyrir faglegu og krefjandi golfkennaranámi. Námið er byggt á því besta sem þekkist erlendis. Við sem erum í skólanum
útivera og hreyfing. En það er líklega mjög misjafnt, ég get nú ekki alhæft fyrir allar konur en margar hafa fylgt mökum sínum eða vinkonum. Einnig hjálpar það ungum stúlkum að byrja ef foreldrarnir spila golf. Ég hef oft heyrt að þetta taki of langan tíma, að ég sé örugglega ömurleg móðir af því ég spila golf, að viðkomandi ætli að byrja þegar hún er orðin gömul, að hún hafi ekki skap eða þolinmæði í þetta golf. En það er um að gera að prófa. Taka börnin með, vera með þeim. Ég er kölluð ungamamma í GKG, því ég er alltaf með strolluna með mér á golfvellinum. Ég var til dæmis að kenna frábærum krökkum golf á Skagaströnd og Blönduósi í fyrra. Ég hvatti alla foreldra að koma með og prófa. Það eru algjör forréttindi fyrir afa og ömmu eða pabba og mömmu að geta spilað golf með unglingnum, barni eða barnabarni sínu.
„frábær leið til að byrja sumarið að bjóða stelpunni í þínu lífi í golf“
Nú er ekki mikil umræða meðal íslenskra kylfinga um PGA félagið, hvað er PGA félagið og fyrir hvað stendur það? GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
núna erum fjórði árgangurinn sem fer í gegnum námið, en þetta er þriggja ára nám sem veitir okkur réttindi sem golfkennarar í Evrópu. Markmið PGA á Íslandi er að stuðla að framþróun golfíþróttarinnar og eru okkar allra bestu golfkennarar PGA skólagengnir.
áframh. á bls. 38.
Hvernig er náminu í Golfkennaraskólanum háttað? Náminu er dreift á nokkuð margar helgar yfir veturinn og síðan eru próf eftir hvert ár. Þetta er skemmtilegt og krefjandi nám með góðum kennurum. Farið er ítarlega í kennslu barna og unglinga ásamt öllum mögulegum tækniatriðum þessarar flóknu hreyfingar – golfsveiflunnar. Andlegi þátturinn skiptir einnig gríðarlegu máli og við lærum mikið um hann í náminu auk alls sem viðkemur golfinu. Frá sjónarmiði einu konunnar í Golfkennaraskólanum, hvað er það sem fær konur til að mæta í golf? Ég held að það sé klárlega félagsskapur, 37
Ég er í frábærum golfhópi í GR og reyni að mæta sem oftast með þeim að spila einu sinni í viku. Þetta eru svo skemmtilegar stelpur þannig að þetta er nokkurs konar útiverusaumaklúbbur. Að hittast einu sinni í viku, spila 9 til 18 holur, borða saman á eftir (í klúbbhúsinu) og hlæja saman, getur ekki verið betra. Ég mæli með því að sem flestir stelpuspilahópar komi til okkar 29. maí í kennslu. Ég byrjaði til dæmis vegna þess að maðurinn minn dró mig með sér í golf. Eða hann áttaði sig á því að með því að draga mig með sér í golf þá myndi hann spila meira golf. Ég fór ekki í kennslu fyrr en eftir að ég var búin að spila golf í tvö ár (fékk bara mis-uppbyggilega gagnrýni frá manninum). Fyrst fannst mér yfirgengilega mikið að spila 9 holur og tímafrekt, en þetta kemur í ákveðnum skrefum. Allt í einu fannst mér 18 holur vera orðnar allt of fljótar að líða. Núna þegar við hjónin förum í golfferðir eru 18 holur spilaðar fyrir hádegi, borðaður góður hádegismatur og svo 18 holur eftir hádegi – æðislegt. Við höfum oft hitt karlmenn á flugstöðinni í Keflavík sem eru að sniglast með golfskó eða ætla að stelast einn hring eða tvo í fjölskyldufríinu. Við förum öll í golf þegar við förum út í fjölskylduferðir. Þá skiptum við okkur hjónin, ég fer kannski með stelpuna um morguninn og hann með strákana eftir hádegi. Nú förum við að passa í tvö þriggja manna holl – ætli við prófum það ekki næstu jól. Og þið ætlið að bjóða upp á SNAG golf á golfdeginum? SNAG (Starting new at golf) er alveg frábær búnaður sem er fyrir alla. Það er hannað af PGA atvinnumönnum og golfkennurum sem nýttu eiginleika og smáatriði hefðbundins golfs við þróun búnaðar og kennsluaðferða. Gullbjörninn Jack Nicklaus, er dyggur stuðningsmaður SNAG en hann telur að börn fái ekki næg tækifæri til þess að kynnast golfíþróttinni nógu snemma á lífsleiðinni. Búnaðurinn er litríkur og auðveldur í notkun og er frábær kennslu- og æfingabúnaður fyrir byrjendur og lengra komna á öllum aldri. Með SNAG fá kylfingar tækifæri til að læra og æfa sig með öðrum, en um leið að þróa hæfileika, getu og skilning á þeim hraða sem hverjum og einum hentar. Þetta verða allir að prófa á Stelpugolfdeginum okkar. Hverjir standa að baki verkefninu? Við erum komin með frábæra bakhjarla sem standa þéttir við bakið á okkkur. Icelandair, Eimskip, GSÍ, Íslandsbanki, Cintamani og fleiri. Við erum að ganga frá samningum þessa dagana. Verður Stelpugolf árlegur viðburður? Já, vonandi. Þetta er frábær leið til að byrja sumarið að bjóða stelpunni í þínu lífi í golf, auka samveru fjölskyldunnar og gera eitthvað skemmtilegt saman.
38
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Mikið úrval af golfkerrum í öllum verðflokkum
BLADE Verð:
42.800 kr
minna pláss krefst meiri hugsunar Lite Max III er einföld og létt 3ja hjóla kerra. Verð:
19.800 kr
Autofold er frábær valkostur fyrir þá sem vilja vandaða og öfluga 3ja hjóla kerru. Verð:
Blade, fyrirferða minnsta 3ja hjóla kerran á markaðnum! Kíktu í heimsókn, skoðaðu og prófaðu kerrurnar frá Big Max.
I-Q frá Big Max er létt og flott 3ja hjóla kerra, nokkrir litir í boði.
29.800 kr
Verð:
32.800 kr
Wheeler, er frábær 4ja hjóla kerra sem er ótrúlega einföld í uppsetningu. Verð:
GÓÐ ÞJÓNUSTA | VANDAÐAR VÖRUR | BETRA VERÐ GOLFSKÁLINN | MÖRKINNI 3, 108 REYKJAVÍK | SÍMI 578-0120 | INFO@GOLFSKALINN.IS | OPIÐ 10:00-18:00 VIRKA DAGA OG 11:00-16:00 LAUGARDAGA
36.800 kr
Margrét Óskarsdóttir er forfallinn kylfingur:
Golfáhuginn kviknaði í lestarferð í Skotlandi L estarferð á leið til Edinborgar í Skotlandi varð kveikjan að því að ég byrjaði í golfi. Það á vissulega vel við því mekka golfsins er í Skotlandi,“ segir Margrét Óskarsdóttir sem hóf að leika golf rétt áður en hún varð fimmtug. Er núna forfallinn kylfingur!
Margrét gerði sér ekki grein fyrir því að þetta gluggagláp hennar í vinnuferð fyrir ÚrvalÚtsýn myndi hafa þessar afleiðingar því golf var ekki á dagskrá ferðarinnar. „Ég heillaðist eitthvað þegar ég sá fólk sveifla kylfum og slá bolta. Ég vissi ekki mikið um íþróttina en þetta kom á besta tíma í mínu lífi. Fjölskyldan var nýflutt heim til Íslands frá Noregi og ég var að jafna mig á því eftir mjög svo ánægjulega dvöl í Noregi. Bjargaði mér eiginlega frá heimþrá eftir nokkuð langa dvöl þar ytra,“ segir Margrét þegar hún rifjar upp byrjunina að golfferlinum. Margrét hafði stundað skíði í Noregi og með íþróttagen í sér. Fljótlega eftir heimkomuna fór maður hennar í Nevada Bob golfverslunina en þau bjuggu skammt þar frá, keypti fjórar járnakylfur fyrir þau hjón og börnin. Með eina kylfu á mann fóru þau á túnin í Grafarvogi þar sem Sorpa er nú með aðsetur. Þar slógu þau plastbolta með kylfunum úr Nevada Bob. Niðurstaðan var á þann veg að Margrét og annað barn þeirra hjóna, sonurinn Hrafn, fengu delluna, eins og sagt er, en dóttirin Ása og eiginmaðurinn Steinar ekki.
Góðar móttökur
Það lá ágætlega við að heimsækja Hlíðavöll í Mosfellsbæ á þessum tíma þegar þau voru að byrja í íþróttinni. Margrét segir að móttökurnar þar hafi haft mikið að segja um framhaldið hjá henni. „Við fengum frábærar 40
móttökur, okkur var mjög vel tekið og ég fékk mjög góða hvatningu. Þetta hafði mikil og góð áhrif í framhaldinu fyrir mig.“
Um ári síðar varð Margrét fimmtug og þá fékk hún golfferð til Spánar í afmælisgjöf og þá fóru hlutir að gerast. Nú er hún algerlega forfallinn kylfingur og leikur golf nær alla daga. Forgjöfin hefur farið lækkandi nokkuð örugglega á þessum fimmtán árum og er núna í kringum ellefu. Margrét er orðin hörku kylfingur en hún segist alltaf hafa haft metnað til að gera vel. „Ég hef góðan tíma og spila helst daglega með Rósu Gestsdóttur vinkonu minni og þá er ég dugleg að sækja mót.“ Ekki skemmir að Margrét fær aðeins fleiri tækifæri en margir aðrir til að iðka golfgyðjuna því hún starfar hjá VITAgolf og hefur í nokkur ár selt Íslendingum golfferðir. Þannig að nú snýst stór hluti hennar lífs um golf hjá henni. „Það eru algjör forréttindi að fá að starfa við áhugamálið sitt. Að ég skyldi fara að vinna hjá Peter Salmon, sem rekur VITAgolf, er eitt af því besta sem gat hent mig og kom algjörlega á réttum tíma. Ég hef lært mikið um íþróttina hjá Peter á þessum árum.“w
Konur mættu vera metnaðarfyllri
Ég var á Islantilla í páskaferðinni okkar að aðstoða Sigga Hafsteins við fararstjórn og það vakti athygli mína að í ferðinni voru konur í meirihluta. Alþjóða kvennagolfið er að ná sér á strik og mér finnst fátt skemmtilegra en að horfa á kvennamótin í LPGA mótaröðinni.“
Upplifun á Rye
Það er ekki hægt að sleppa því að spyrja hana út í hvaða golfvöll hún leikur mest og hvaða völlur hérlendis og erlendis séu í uppáhaldi? „Minn heimavöllur er Hlíðavöllur í Mosfellsbæ og þar spila ég mest. Ég tel að sá völlur sé best geymda leyndarmálið á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Völlurinn er svo flottur. Ég sækist eftir að spila Grafarholtið
Margrét horfir á eftir boltanum af teig á Golf Del Sur vellinum á Tenerife.
Þegar hún er spurð um þátttöku kvenna í golfíþróttinni segir hún: „Íslenskar konur mættu vera metnaðarfyllri í íþróttinni en ég held að það sé að breytast. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
„Við fengum frábærar
móttökur, okkur var mjög vel tekið og ég fékk mjög góða hvatningu. Þetta hafði mikil og góð áhrif í framhaldinu fyrir mig“
og Hvaleyrina sem eru í miklu uppáhaldi en sá sem ég held mest upp á er golfvöllurinn í Vestmannaeyjum. Það er bara fátt sem toppar Vestmannaeyjar á góðum degi, náttúran er svo stórkostleg.
hef líka spilað fallega golfvelli í Thailandi og Mexikó en ef við erum að ræða um mitt uppáhald þá fór ég í fyrstu golfferðina til Valle del Este og sá völlur er í miklu uppáhaldi hjá mér.“
Hvað varðar velli erlendis þá er ég svo heppin að hafa spilað heimavöll Peters í Bretlandi, Ray. Það er mikill heiður að hafa fengið að spila Ray og það er mín flottasta og skemmtilegasta golfupplifun. Við stelpurnar fengum ekki að koma á barinn hjá herramönnunum og pilsin okkar máttu ekki vera of stutt. Ég
Margrét er ekki í nokkrum vafa um hvað sé skemmtilegast við íþróttina og er fljót að svara þeirri spurningu blaðamanns. „Það er reyndar svo margt yndislegt við golfið. Félagsskapurinn er stórt atriði, líka útiveran og síðan áskorunin um að bæta sig,“ segir Margrét.
„Íslenskar konur mættu vera metnaðarfyllri í íþróttinni en ég held að það sé að breytast “
Margrét einbeitt með dræver í hönd í skemmtilegu umhverfi á Tenerife.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
41
Bandarískur ofurhlaupari reynir við Guinness-heimsmet á Strandarvelli í júní:
ER HÆGT AÐ LEIKA 24 HRINGI Á EINUM SÓLARHRING?
B
andaríkjamaðurinn Ted Pappas hefur sett stefnuna á Strandarvöll við Hellu helgina 21. og 22. júní nk., þar sem hann hyggst skrá nafn sitt í heimsmetabók Guinness með því að setja heimsmet í fjölda leikinna golfbrauta á einum sólarhring. Pappas er eldheitur kylfingur og svokallaður ofurhlaupari, sem tekið hefur þátt í sólarhringshlaupum og öðrum viðlíka viðburðum. Þetta tvennt hefur hann sameinað í svokölluðu hlaupagolfi eða Speedgolf, en um það hefur skapast fjölmenn hreyfing, einkum vestanhafs. Ekki veitir af, því gildandi heimsmet samkvæmt heimsmetabók Guinness er ekki árennilegt, eða 22 hringir og fimm holur, eða samtals 401 hola. Það gerði Ian Colston í Ástralíu fyrir meira en fjörutíu árum. Pappas ætlar að bæta um betur og hefur sett stefnuna á að leika einn átján holna hring á hverri klukkustund, alls 24 hringi, leikna eftir golfreglum þar sem hver hola er kláruð með pútti ofan í holu. Enginn golfbíll, aðeins tveir jafnfljótir. Áætlað er að við heimsmetstilraunina muni Ted hlaupa um 180 kílómetra og slá meira en tvö þúsund golfhögg. Þetta eru ótrúlegar tölur, en sjón er sögu ríkari og er fólk hvatt til að fjölmenna á Strandarvöll um þessa sólstöðuhelgi og fylgjast með þessari tilraun Pappas, sem gæti orðið mjög tilkomumikil. Pappas leitaði upphaflega til Edwins Roalds golfvallaarkitekts, sem taldi Strandarvöll einna heppilegastan. „Til að uppfylla kröfur heimsmetabókar Guinness, þá þarf völlurinn að vera par 70 að lágmarki og ná heildarlengd upp á sex þúsund stikur (yards). Strandarvöllur uppfyllir það ef leikið er af hvítum teigum. Við skoðuðum líka þætti eins og hættu á að bolti týnist, tíma sem færi í leit að bolta, hæðarmun, fjarlægð frá flöt að næsta teig o.s.frv. Við höfðum samband 42
við Golfklúbb Hellu, sem á mikið hrós skilið fyrir viðtökurnar, sérstaklega þeir Óskar Pálsson formaður og Gunnar Bragason, fyrrverandi forseti GSÍ sem hefur verið helsti tengiliður okkar við klúbbinn. Þeir félagar hafa verið virkilega hjálplegir og við hlökkum mikið til að reyna við heimsmetið með þeim,“ segir Edwin Roald og bætir við að nýlega hafi borist liðsauki sem hafi opnað augu hans og Teds gagnvart frekari möguleikum á að tryggja viðburðinum frekari kynningu og útbreiðslu, sem yrði auðvitað allra hagur ef af yrði. „Verkefninu hefur vaxið fiskur um hrygg með þátttöku Jónasar Tryggvasonar, sem hefur einmitt stundað Speedgolf í Bandaríkjunum, og Þorvarðar Goða Valdimarssonar sem hefur komið með skemmtilegar hugmyndir um útsendingu frá viðburðinum á netinu og fleiri tækni- og kynningarmál. Hugmyndin er að ná góðri útbreiðslu til að geta fjármagnað verkefnið og ánafnað öllum ágóða til góðgerðarmála. Við höfum ákveðið að ef ágóði verður af verkefninu, þá muni hann renna til barnaspítala á Íslandi.“ Hugmyndir hafa einnig verið uppi um gerð heimildaþáttar, en Pappas hefur sjálfur verið í viðræðum við framleiðslufyrirtæki vestanhafs. Það er því ljóst að í mörg horn er að líta, því sjálfur æfir Ted af kappi og hefur gert undanfarin tvö ár til að búa sig sem best undir heimsmetstilraunina. En til hvers að reyna þetta? Hver er boðskapurinn? „Fyrir Ted er þetta auðvitað mikil áskorun fyrir hann sjálfan og mikill prófsteinn á sjálfsaga við æfingar og hörku þegar út í sjálfan viðburðinn er komið. Eins og í golfi almennt, þá erum við sífellt að keppa við okkur sjálf. Það sem hins vegar skiptir meira máli í þessu er að við viljum varpa ljósi á þau vandamál sem golfhreyfingin glímir við, sem felast að miklu
Bandaríkjamaðurinn Ted Pappas.
leyti í of hægum leik. Með þessu er ekki endilega verið að segja fólki að leika golf hlaupandi, heldur er þetta prýðileg leið til að vekja athygli á því að það er hægt að leika golf hraðar en nú tíðkast. Einnig viljum við hvetja fólk til að leika golf á tveimur jafnfljótum og hugsa sig tvisvar um áður en gripið er til golfbílsins. Með þeirri miklu golfbílanotkun sem lengi hefur verið við lýði, ekki síst í Bandaríkjunum, þá missir fólk af þeim heilsufarslega ávinningi sem golf getur falið í sér. Sums staðar er raunar um óafturkræfan „skaða“ að ræða, þar sem víða er of langur gangur frá flöt yfir á næsta teig. Minni golfbílanotkun er auk þess betri fyrir umhverfið, þar sem golfbílar eru víða erlendis knúnir með óendurnýjanlegum orkugjöfum. Síðast en ekki síst, þá vonumst við til að þetta uppátæki geti orðið góð landkynning fyrir Ísland. Þau framleiðslufyrirtæki sem Ted hefur rætt við í Bandaríkjunum hafa lagt ákveðna áherslu á að hugsanlegur heimildaþáttur fjalli einnig um Ísland sem áhugaverðan ferðamannastað,“ segir Edwin Roald. Frekari upplýsingar um heimsmetstilraun Ted Pappas má finna á vefsíðu verkefnisins, 24hours24rounds.com. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
PAR4 & 4x4 Horfðu á heildarmyndina
HONDA CR-V KOSTAR frá kr.
5.190.000
Hvort sem þú vilt sparneytni, rými og þægindi í golfið eða skynvætt fjórhjóladrif í snjóinn þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims áttunda árið í röð. Keyrðu Honda CR-V, betri 4x4 þegar á allt er litið.
honda.is/cr-v
Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800, Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020, Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
ÍSLANDSMEISTARA
YFIRHEYRSLA 1. Hvað er þér eftirminnilegast þegar þú varðst Íslandsmeistari í höggleik? 2. Hvað er besta golfráð sem þú hefur fengið? 3. Hvað þarf að gerast á næstu árum til að íslenskur kylfingur komist eitthvað áleiðis á stærstu mótaröðum heims? 4. Hver eru algengustu mistök kylfinga með hærri forgjöf? 5. Hver er skemmtilegasti golfvöllur sem þú hefur spilað erlendis?
Sigmundur E. Másson
Íslandsmeistari í höggleik 2006 1. Það eftirminnilegasta við Íslandsmótið á Urriðavelli var hvernig hugsunin mín var sjálfvirk. Ég var í hálfgerðu andlegu „sóni“ og var í mínum eigin heimi. Ég man vel eftir fuglinum sem ég fékk á 17. og púttunum sem ég átti eftir á lokaholu mótsins. Ég skildi fyrsta púttið fyrir fuglinum allt of stutt, um einn meter frá holu, og ég ætlaði mér alls ekki að þrípútta, sem betur fer setti ég par púttið ofan í. 2. Besta golfráðið sem ég hef fengið er að vinna í leikskipulaginu. Andrés Davíðsson golfkennari fór með mér í slíka hluti vorið 2006 og það kom mér á næsta getustig í golfinu. 3. Við þurfum að byrja neðar að taka atvinnumannaferilinn í nokkrum skrefum. Það á ekki hoppa beint í erfiðasta þrepið. Þurfum að spila á minni mótaröðum og vinna okkur upp. Það eru svo fáir kylfingar á hverju ári sem eru að fara beint inn á þessar stærri mótaraðir.
4. Ákvarðanatökurnar eru oft ekki nógu skynsamar. Ég nefni sem dæmi að ef maður er 150 metra frá holu og boltinn er í þykku röffi , þá á maður ekki að reyna að slá með 5-járni. Það tekst frekar sjaldan. 5. Whispering Pines völlurinn í Bandaríkjunum. „The Spirit“ mótið er haldið þar þar sem margar af bestu þjóðum heims taka þátt. Brautirnar eins og teppi og flatirnar eru hraðar – eða 13 á stimpmeter.
Herborg Arnardóttir 1. Lokapúttið á 3. holu umspilsins fyrir framan frábæra félaga í GR. Sem stutt höfðu við bakið á mér allt mótið, fjölskyldu mína sem gekk með mér allan tímann og að þetta hafi verið 18. holan á uppáhaldsvellinum mínum, Grafarholtsvelli. Ég hefði ekki getað valið betri stað fyrir fyrsta og eina titilinn minn í höggleik með allt mitt besta fólk hjá mér. 2. Ég hef fengið mörg góð ráð í gegnum tíðina. Ef ég á að nefna eitt kemur fyrst upp í huga minn setning sem John Garner landsliðsþjálfari Íslands fyrir mörgum árum sagði við mig í einni af mínum fyrstu æfinga44
Íslandsmeistari í höggleik 2001 ferðum. Það sem hann sagði sat eftir og hjálpaði mér mikið. „Missing a green with a wedge is like missing your face with a fork,“ – eða að hitta ekki flötina með fleygjárni er eins og að hitta ekki andlitið á sér þegar maður borðar með gaffli. Enn þann dag í dag hugsa ég þessa setningu þegar ég hitti ekki flötina með fleygjárni en þeim tilvikum hefur því miður fjölgað talsvert með árunum.
3. Við þurfum að setja meiri kröfur á afrekskylfinga okkar. Þó að Ísland sé lítið land þá hrósum við slökum árangri of mikið og erum snillingar í að afsaka okkur. Mótaröðin á Íslandi er ekki að gera neitt fyrir okkar besta
fólk, ef þú ætlar að ná árangri úti í heimi þarftu að vera þar, líka á sumrin, ekki bara í háskólagolfinu á veturna.
4. Þeir þurfa að læra að tapa einu höggi í einu, koma sér úr vandræðum með því að koma bolta í leik með einu auka höggi, ekki nokkrum. 5. Bay Hill á Florída. Snilldarhönnun, frábært umhverfi, krefjandi holur en samt skemmtilegar og geggjaðar flatir. Það er svo margt við Bay Hill sem er ekki hægt að lýsa með orðum.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Örn Ævar Hjartarson
Íslandsmeistari í höggleik 2001 1. Það eru nokkrar minningar sem koma upp þegar ég hugsa aftur til Íslandsmótsins. Það fyrsta var að ég var næstum búinn að missa af rástímanum á þriðja hring þegar ég gleymdi golfskónum heima en ég hafði tekið þá inn til að sjæna þá aðeins sem er mjög óvanalegt. Svo eyði ég ekki miklum tíma í að hita upp þannig að ég var mættur um 20 mínútum fyrir rástímann minn eins og ég geri vanalega. Engir golfskór í bílnum þannig að ég brunaði í Árbæinn þar sem ég bjó á þessum tíma og mætti svo tveimur mínútum fyrir teigtíma ískaldur og móður. Annað eftirminnilegt er tilfinningin sem ég fékk á síðustu holunni. Mér fannst að ég ætti ekki eftir að klára síðustu holuna. Ég spilaði
hana á 6 höggum en ég var farinn að segja við sjálfan mig á flötinni að ég ætti aldrei eftir að koma kúlunni ofan í holuna. Það var mjög sérstakt.
2. Besta golfráð sem ég hef fengið er spurning sem að Phil Hunter spurði mig þegar ég var pjakkur: Þorir þú ekki að spila vel? Ég var ekki alveg viss hvað hann meinti til að byrja með en svo þegar við ræddum þetta betur þá var það þannig að þegar ég var byrjaður að spila vel þá fór ég alltaf að vera hræddur við þetta eða hitt en eftir þetta var svarið mjög einfalt. Já ég þori að spila vel. 3. Íslenskir kylfingar sem eru að spila úti
þurfa að sleppa því að koma heim og vera að berjast hérna við aðstæður sem eru ekki til staðar erlendis. Það styttist í að einhver fer að „meika“ það. 4. Ég veit ekki hver algengustu mistök háforgjafarkylfinga eru. En ég bendi kylfingum yfirleitt á það sem ég spila með að fæst högg hjá kylfingum fara beint og það er sama hvað maður reynir. Þannig að finndu út hvaða högg er algengast hjá þér og reiknaðu með því. Svo er að æfa vippin og púttin. Það eru kannski algengustu mistökin að æfa þau lítið. Flestir kylfingar geta komið kúlunni inn fyrir 50 m frá holu í tveimur höggum (í einu höggi á par 3 og þremur höggum á par 5). Það eru 36 högg á hring. Restin er stutta spilið. 5. Skemmtilegasti völlur sem ég hef spilað erlendis er Old Course á St. Andrews. Ástæðan fyrir því er sú að þegar ég spilaði hann var ég alltaf að upplifa eitthvað sem ég hafði séð í sjónvarpinu og séð hetjurnar mínar spila og maður gat sett sig í spor þeirra á vellinum sem mér fannst mjög svalt.
Þórður Emil Ólafsson Íslandsmeistari í höggleik 1997 1. Það sem er mér mjög minnisstætt varðandi sigurinn á sínum tíma var hversu sterk upplifunin var að finna fyrir eins miklum samfögnuði og raun bar vitni sem ég fann fyrir frá vinum mínum úr golfinu sem ég keppti við daginn út og daginn inn á Skaganum, Team Leynir! Einnig var stuðningurinn sem ég fékk frá Elínu Dröfn Valsdóttur eiginkonu minni gríðarlega mikilvægur. Hún og Stefán bróðir börðu í mig sjálfstraustið sem til þurfti til að klára dæmið.
3. Ég hef lengi verið talsmaður þess að kylfingar sem ætla sér langt þurfa að stunda íþróttina allt árið um kring og við sem bestar aðstæður. Aukin sókn ungra og efnilegra kylfinga í háskóla í Bandaríkjunum mun leggja góðan grunn fyrir þá að ná eins langt og mögulegt er. Þar æfa kylfingar og keppa við aðstæður á heimsmælikvarða í flestum tilfellum.
2. Fékk mjög eftirminnilegt golfráð þegar ég var um 12 ára frá fyrrum Íslandsmeistara í öldungaflokki, Gunnari Júlíussyni heitnum. Hann sagði við mig þegar við vorum að leika saman og komnir á þriðju holu: „Þórður, það er ekki aðalatriðið að slá fast í boltann heldur er það mikilvægara að hitta hann á miðjan spaðann.
5. Einn skemmtilegasti golfvöllur sem ég hef leikið erlendis er Golf de Biarritz le Phare í Frakklandi, lék þar á móti 1992. Hann var líka svo snyrtilegur að það lá við að manni hafi fundist að maður þyrfti að fara úr golfskónum þegar maður gekk inn á brautirnar.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
4. Eyða ekki meiri tíma á æfingasvæðinu og þá sér í lagi að leggja áherslu á stutta spilið.
45
Brautarholtsvöllur fær frábæra dóma
Ágúst og Kristinn vallarstjórar ársins 2014 Ágúst Jensson var valinn golfvallarstjóri ársins á aðalfundi Samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna sem fram fór í lok febrúar. Ágúst fékk viðurkenninguna fyrir Korpuvöll Golfklúbbs Reykjavíkur en þeir sem velja vallarstjóra ársins eru afrekshópur GSÍ, golfkennarar og landsdómarar. Á Korpúlfsstaðavelli fór fram Íslandsmót í golfi við frábærar aðstæður. Leikið var á nokkrum nýbyggðum holum þar sem nýlega var lokið við að stækka Korpúlfsstaðavöll í 27 holur úr 18. Ástand vallarins var með allra besta móti á meðan keppnin stóð yfir og voru keppendur afar ánægðir með völlinn. Þetta er í annað sinn sem þetta kjör fer fram en Daniel Harley fékk þessa viðurkenningu í fyrra fyrir Hvaleyravöll í Hafnarfirði. Ágúst var yfirvallarstjóri hjá GR en hann er í dag framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.
Á
þessu sumri eru tvö ár frá því að golfvöllurinn á Kjalarnesi var opnaður – og hefur Brautarholtsvöllur vakið mikla athygli fyrir einstaka upplifun kylfinga. Völlurinn hefur komið ágætlega undan vetri og eru litlar sem engar skemmdir í vellinum eftir nokkuð harðan vetur. Edwin Roald Rögnvaldsson hannaði Brautarholtsvöll og fær völlurinn mikið lof hjá hinum virta golfvallahönnuði Tim Lobb frá Ástralíu. Lobb hefur m.a. unnið að verkefnum í samstarfi við Mark O‘Meara og er hann framkvæmdastjóri golfvallahönnuðarskrifstofunnar Thomson Perrett & Lobb. „Umhverfið og landslagið á golfvellinum á Brautarholti er yfirþyrmandi. Í hönnun vallarins er stórkostlegt landslag vallarins fullnýtt og þessi völlur á skilið að fá meiri athygli á heimsvísu,“ skrifar Lobb m.a. á heimasíðu fyrirtækisins eftir heimsókn sína hingað til lands. Brautarholtið fær einnig góða dóma í
tímaritinu Finest sem fjallar um golfvelli á Norðurlöndunum. Völlurinn er yst á Kjalarnesinu alveg út við sjó og gnæfir þriggja milljóna ára gömul eldstöð, sem ýmist er kölluð Kjalarneseldstöðin eða Viðeyjareldstöðin, og var þessi eldstöð virk í milljón ár. Á þessu ári verður boðið upp á fjölbreyttari möguleika á aðild að Golfklúbbi Brautarholts. Innifalið í aðildargjaldi er einn skráður meðlimur sem má ávallt bjóða með sér gesti án frekara endurgjalds og að halda 12 manna golfmót. Aðrir gestir félagsmanns greiða 50% gjald. Félagsmaður getur án frekara endurgjalds leikið golf á Garðavelli á Akranesi, Hlíðarvelli í Mosfellsbæ og Geysisvelli í Haukadal. Einnig verður boðið upp á helgaraðild, 10 skipta kort sem má nýta á tveimur árum og nota fyrir golfleik vina og vandamanna. Einnig eru ýmsir möguleikar í boði fyrir fyrirtæki og eru slíkar lausnir sérsniðnar að þörfum fyrirtækja. Nánari upplýsingar á heimasíðu Brautarholts, www.gbr.is
HLÍÐAVÖLLUR
Í HJARTA MOSFELLSBÆJAR VINALEGUR GOLFKLÚBBUR Í FALLEGU UMHVERFI SEM TEKUR VEL Á MÓTI ÞÉR
Aðstæður til golfiðkunar eru mjög góðar. Öflugt uppbyggingarstarf á undanförnum árum hefur skilað sér í örum vexti og lifandi klúbbstarfi. Félagar í GKJ fá auk þess að spila frítt eða með afslætti hjá fjölda vinavalla klúbbsins um allt land.
46
Golfklúbburinn Kjölur Sími: 566 7415 www.gkj.is / gkj@gkj.is
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Hannað til að vernda þig
Vredestein eru hollenskur hjólbarðaframleiðandi sem sérhæfir sig í dekkjum undir stóra sem smáa fólksbíla, jepplinga og sportjeppa. Vrederstein er í gæðaflokki með Bridgestone, Pirelli og Michellin. Dekkin eru framleidd í Hollandi og leggur Vredestein allt sitt kapp á að bjóða vöru sem stenst ströngustu kröfur um öryggi, rásfestu, grip og þægindi. Vertu í hópi þeirra öruggu á gæðadekkjum. Hjá BJB færðu réttu dekkin - kíktu við.
Dekk
Púst
Smurning
Bremsur
Fjöðrun Rafgeymar
Önnur þjónusta
BJB | Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is | Opið: mán. til fim. kl. 8 - 18, fös. kl. 8 - 16:30 Skoðaðu verð hjólbarða og þjónustu [ www.bjb.is ] Veldu gæðaþjónustu BJB.
HVAÐ ER ÞAÐ SEM VELDUR KALSKEMMDUM ?
Þ
að hefur varla farið framhjá íslenskum kylfingum að veturinn í ár var erfiður á suð-vestur hluta landsins. Mikil klakamyndun varð sem entist lengi. Þetta stafaði aðallega af því að veturinn var frekar þurr. Það komu engar sunnan lægðir með rigningu og nokkurra gráðu hita sem venjulega bræðir klakann. Slíkar aðstæður geta verið hættulegar grasi. En hvað er það sem veldur. Kal er orð sem auðvelt er að misskilja. Á ensku er einfaldlega talað um „winter kill“. Orðið „kal“ hljómar eins og að eitthvað verði fyrir tjóni sökum kulda. Kuldin á þó ekki endilega alla sökina í flestum tilfella kals. Gras sem deyr að vetri getur dáið sökum sjúkdóma, ofþornunar, tjóns á krúnu (sökum kristalamyndunar sem verður af frosti og þiðnun) og svo vegna köfnunar sökum ísmyndunar (svellkal). Gras getur kalið vegna mikils kulda, en þá þarf töluvert mikið frost og grasið að vera alveg óvarið (snjór t.d. getur varið grasið fyrir miklum kuldum). Kal út af kulda er því frekar sjaldgæft hérlendis.
48
Bjarni Hannesson, yfirvallarstjóri Keilis.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
EINRÚM Hljóðdempandi sófi frá AXIS
EINRÚM sófinn er léttur og meðfærilegur og því auðvelt að búa til einangruð rými t.d. fyrir litla fundi. Bak og hliðar sófans eru úr hljóðísogandi efni sem dempar utanaðkomandi hljóð frá þeim sem í sófanum sitja. Auk þess bætir sófinn hljóðvist í opnum rýmum. EINRÚM sófinn er fáanlegur í þremur stærðum, með- og án þaks og í mörgum litaútfærslum.
Sturla Már Jónsson húsgagna- og innanhússarkitekt hannaði EINRÚM. Ráðgjöf varðandi hljóðvist: Gunnar H. Pálsson verkfræðingur.
Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is
Svellkal er lang algengasta ástæða kals á Ísland. Klakinn kemur í veg fyrir að grasið nái að anda. Öndun fer fram í grasi þó svo að það sé í dvala og er plöntunni mjög mikilvæg. Þegar grasið nær ekki andanaum þá fer það að stunda svokallaða „anerobíska öndun“. Gallinn við slíka öndun er að grasið fer að framleiða mikið af óæskilegum efnum sem safnast saman og að lokum drepur það grasið sökum eitrunaáhrifa. Þessu fylgir mikil ólykt, enda eru þarna sýrur eins og smjörsýra sem myndast. Þeir sem hafa setið efnafræði 203 kannast örugglega við að hafa fengið að lykta af slíkri sýru, sem best er að lýsa sem vel sterkri táfýlu. Ljóst er nú að flestir vellir á suðvesturhorninu hafa orðið fyrir einhverju tjóni, þó mjög mis miklu. Á mörgum stöðum á þetta aðallega við um brautir, og svo nokkur svæði á flötum. Það er erfitt að segja til um hversu mikið tjónið er á þessari stundu. Það eru margar breytur sem hafa áhrif á hvort grasið drepst. Þarna skiptir máli hvernig klakinn fraus við yfirborðið, ástanda grassins þegar það fór inn í veturinn og svo tímasteningin á því hvenær grasið komst undan klakanum. Nú þegar sjáum við svæði sem menn bjuggust við að myndu koma illa út, en þau hafa komið betur undan vetri en svæði sem voru ber og klakalaus. Svo eru svæði sem greinilega hafa orðið fyrir tjóni. Það jákvæða er að apríl mánuður fer vel af stað veðurfarslega. Það hjálpar mikið til. Ef við sleppum við verulega frostakafla í apríl, þá verða vellir fljótir til. Kylfingar verða þó að sýna starfsmönnum golfvalla þann skilning að veðuraðstæður þær sem voru hér í vetur eru í raun náttúruhamfarir.
Hér sést yfir Hrauns-hluta Hvaleyrarvallar. Myndin var tekin í febrúar. Golfklúbbar geta því miður ekki sótt í viðlagasjóð til að fá tjónið bætt, og því geta ekki allir tekið til allra ráða sem grasvallatæknin bíður uppá. Þolinmæðin er sterkasta vopnið. Ljóst er að golfvellir munu ná sér á strik aftur og jafnvel verða betri en áður, þar sem að ástand sem þetta bíður upp á endurbætur á þeim svæðum sem kanski voru ekki góð fyrir. Bjarni E Guðleifsson prófessor við Landbúnarháskóla Íslands, Möðruvöllum,
Akureyri kom til Reykjavíkur skoðaði, KR- völl, Kópavogsvöll, ÍR- völl, Fjölnisvöll, Grafarholtið og Laugardalsvöll. Með Bjarna í för voru Jóhann G. Kristinsson, Laugardalsvelli, Birkir Már Birgisson, GR, Sveinn Steindórsson, Keili og Magnús Bjarklind, Eflu. Síðan var 50 manna fundur í 3. hæðinni hjá KSÍ, þar sem Bjarni var með framsögu og svaraði síðan spurningum úr sal. Mjög vel lukkaður dagur.
dk hugbúnaður
Heildarlausnir í viðskiptahugbúnaði fyrir íslenskt atvinnulíf dk Viðskiptahugbúnaður Öflugt kerfi sem þjónar öllum stærðum fyrirtækja. Með innbyggðum skýrslum, fyrirspurnum og greiningum er aðgangur að upplýsingum einstaklega auðveldur.
dk POS afgreiðslukerfið Eitt öflugasta afgreiðslukerfið á markaðinum í dag. Kerfið er einstaklega notendavænt og býður upp á nákvæmar greiningar í bakvinnsluhlutanum sem gefa stjórnendum nákvæmar upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins.
dk Vistun dk Vistun er kerfisleiga dk hugbúnaðar og er alhliða lausn í hýsingu forrita og gagna.
dk hugbúnaður Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími: 510 5800 www.dk.is
Veljum íslenskan hugbúnað 50
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ÍSLENSKA SIA.IS ICE 68519 04/14
GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!
Þú nýtur þessara hlunninda: ■ Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. ■ Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.
Innifalið í 6.900 kr. árgjaldi er m.a.: ■ 2.500 Vildarpunktar ■ 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection ■ 100 æfingaboltar í Básum ■ Merkispjald á golfpokann
Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim.
+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is
Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers
Stórglæsilegt mannvirki á teikniborðinu GKG stefnir á að hefja framkvæmdir við nýja íþróttamiðstöð í haust
Á
rið 2014 verður viðburðaríkt hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar en klúbburinn fagnaði 20 ára afmæli sínu þann 24. mars og Íslandsmótið í höggleik verður haldið á Leirdalsvelli í fyrsta sinn í sögu GKG. Í tilefni afmælis GKG var skrifað undir viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar sem verður staðsett þar sem að núverandi klúbbhús er staðsett. Það var þröngt á þingi þegar bæjarstjórar Kópavogs og Garðabæjar skrifuðu undir viljayfirlýsinguna, þeir Gunnar Einarsson og Ármann Kr. Ólafsson ásamt formanni GKG, Guðmundi Oddssyni. Helgi Már Halldórsson hélt erindi um teikningar á nýju íþróttamiðstöðinni en hann teiknaði húsið. Helgi sagði m.a. að leitað hafi verið víða fanga í undirbúningsvinnunni þar sem reynsla frá öðrum golfklúbbum var m.a. metin og gríðarlega öflugt barna- og unglingstarf GKG var rauði þráðurinn í greiningarvinnunni. Í GKG eru rétt um 2000 félagar og er hann næst stærsti golfklúbbur landsins. Þar af eru 338 börn og unglingar undir 15 ára aldri en
52
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Vildarþjónusta
Nýttu þér skemmtileg vildartilboð í Appinu Spennandi tilboð og afsláttarkjör Viðskiptavinir í Vildarþjónustu Íslandsbanka geta nálgast yfirlit yfir tilboð og afsláttarkjör frá fjölmörgum fyrirtækjum um land allt í Íslandsbanka Appinu. Í Vildarþjónustunni nýtur þú betri kjara og safnar frjálsum Íslandsbankapunktum með fjölbreyttum viðskiptum. Njóttu þess að vera í Vildarþjónustu Íslandsbanka og fylgstu með frábærum tilboðum í Appinu og á islandsbanki.is!
Skannaðu kóðann til að sækja eða uppfæra Appið.
islandsbanki.is
Netspjall
Sími 440 4000
um 900 börn og unglingar nýta sér þjónustu F.v.: Sævar Dór GKG á hverju ári. Þess má geta í því samHalldórsson, Lárus hengi, að stærsti klúbbur Danmerkur er með Petersen, Jónas Árnason, Sigurjón Ólafsson, 180 börn og unglinga skráða sem meðlimi. Óskar Örn SteindórsFélagsaðstaða GKG hefur á engan hátt fylgt son, Jóhann Ásgeirsson, eftir þeirri aukningu sem verið hefur á iðkPálmi Hlöðversson og endum, en núverandi golfskáli var söluskáli á Magnús Bjarnason. Selfossi og keyptur af GKG vorið 1990. Í ljósi þess að barna-, unglinga- og afreksstarf félagsins er með þeim hætti sem er, þarf að taka mið af því við byggingu nýs klúbbhúss. Það var því niðurstaðan að sameina innanhússæfingaaðstöðu við félagsaðstöðuna og byggja íþróttamiðstöð í stað hefðbundins klúbbhúss. Vonir standa til að framkvæmdir við nýju íþróttamiðstöðina hefjist í lok ágúst en gamla klúbbhúsið verður einfaldlega rifið. Helgi Már sagði að færa þyrfti 18. flötina aðeins Þetta eru tölvumyndir af íþróttamiðstöðinni. „neðar“ og „fjær“ þegar nýja íþróttamiðstöðin verður komin í gagnið. Húsið verður um 1.200 fermetrar að Guðrún Brá á teig í Englandi. Liðsmyndin f.v.: Brynjar HEIMSLEIKAR SLÖKKVILIÐSOG LÖGREGLUMANNA Geirsson, þjálfari, Ragnhildur, Anna Sólveig, Signý, Ragnar flatarmáli – og verður æfingaaðstaðan á neðri hæðinni um 500 fermetrar og efri og lögreglumanna á Norður-Írlandi Ólafsson aðstoðar Heimsleikar slökkviliðs2013:landsliðsþjálfari. Fremri röð f.v.: Ólafía, Guðrún Brá og Sunna. hæðin verður um 700 fermetrar. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en gróft séð er hún eftirfarandi: Bygging húss 433 milljónir kr., frágangur lóðar 45 milljónir kr., bygging bílastæða 72 milljónir kr. og annað og ófyrirséð 82 milljónir kr. Samtals 632 milljónirkvennalandsliðið kr. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ólafía Íslenska hafnaði í 17. sæti insdóttir. Besta skorið í höggleiknum var 8 eru mörg kvennalandsliða stór verkefni á afmælisárinu Þórunn Kristinsdóttir GR sigruðu í sínum áÞað Evrópumóti en mótið fór undir pari: hjá GKG en Íslandsmótið í höggleik í fullleik 3/1. Sunna Víðisdóttir GR gerði jafntefli fram á Fulford golfvellinum í York í Engorðinsflokki er án efa eitt það stærsta. Mótið en Signý tapaði sínum leik í lokaumferðinni. Skor stúlknanna: landi. fer fram í fyrsta skipti á3,5/1,5 Leirdalsvelli dagana Íslensku stúlkurnar unnu Sviss 4-1 í fyrri Ísland sigraði Slóvakíu í leik um efsta Guðrún B. Björgvinsdóttir 76-76 152 fyrstu holu, Kristinsdóttir flestir hafa upplifað eitthvað 5596 m par 70ísem var sísti völlurinn þó 24.-27.í C-riðli. júlí.iðvikudaginn 31. júlí héldu um viðureigninni riðlinum. sætið Ragnhildur 76-77 153 slíkt. Einn úr hópnum fór að tala um157 teig50 slökkviliðs- og lögreglumenn góður Sunna Víðisdóttir 78-79 kvíðann í leigubílnum á leiðinni upp159 á völl væri og skiluðu menn inn á besta fráSnorradóttir Íslandi af stað á Í undankeppninni lékusér stúlkurnar 36 skorinu holur. Anna Sólveig GKtil ogBelfast Ragnhildur Signý Arnórsdóttir 76-83 fyrsta daginn og var gert allt til að draga íÞar mótinu. Þriðja Brá og síðasta daginn spiluðum Norður-Írlandi til saman þátttöku í hinum ýmsu lék Guðrún Björgvinsdóttir best á 8 Kristinsdóttir léku í fjórmenningnum Ólafía Þ. Kristinsdóttir 77-83 160 úr kvíðanum hjá drengnum, töluðum við golfáclub er aðeins 6117 m íþróttagreinum á heimsleikum slökkviliðsyfir Malone pari, höggi eftirsem var Ragnhildur Kristog lögðu þær andstæðinga sína 4/2. Þær Anna S. Snorradóttir 83-81um 164að slaka bara vel á og vera ekkert að hugsa of par 70. Einfaldlega lang besti og fallegasti og lögreglumanna, og voru um 12 þúsund mikið um þetta. Þegar nafnið hans myndi völlurinn í mótinu og mest krefjandi. Nánast keppendur skráðir til leiks á leikunum. heyrast um allan völl í hátalarakerfinu við allar flatir blindar, brautir þröngar og misÍ þessum hópi voru 8 aðilar frá slökkviliði hæðóttar og flatirnar rétt rúmlega 12 á stimp. fyrsta teig, taka bara öruggt högg með kylfu höfuðborgarsvæðisins skráðir til leiks í golfi sem honum myndi líða vel með, komast Er helst til lítið talað um skor á þessum velli ásamt 680 öðrum frá öllum heimsálfum. Tilboð fyrir golf-fjölskyldur bara frá fyrsta teig án mikils skaða. En hvað og heilt yfir mótið þar sem flestir voru í bullGolfmótið stóð yfir í 3 daga á þremur misgerðist, jú maðurinn gjörsamlega fríkaði andi vandræðum alla hringina, en nutu þess munandi völlum sem voru hver öðrum út þegar kallað var í kerfið: „Next on tee samt sem áður í botn að glíma við skemmtiflottari. from Iceland Mr. …..“ Hann byrjaði á því lega velli við frábærar aðstæður. Einungis Fyrsta daginn var spilað á Belvoir park sem M. 2 ÁLEGGSTEGUNDUM að biðja um auka nokkrar mínútur til að einn leikmaður sem skilaði hring í hús er 5734 m par 70 skógarvöllur með flestar OGog2 hraði l GOS Á 2400upp KRÓNUR komast á náðhúsið, sá svo að sér með það á 79 högg, annað fer ekki á blað í þetta holur blindar og krefjandi á flötum og arkaði upp á teig, fölur, óglatt og bullskiptið. Þetta mót er hreint út sagt frábært, á sem menn eru ekki vanir (12 á stimp) 3 pútt andi sveittur. Þar voru reglurnar útskýrðar hverjum velli voru um 100 sjálfboðaliðar að var eitthvað sem menn voru einfaldlega hjálpa til, bæði á vellinum, æfingasvæðinu og og þar var honum sérstaklega minnisstæð farnir að sætta sig við og skorið eftir því. regla um að hann mætti taka upp boltann í kringum klúbbhúsin. Á degi 2 var spilað á Shandon park sem er þegar búið væri að dobbla holuna og skrá Hver kannast ekki við „smá“ teigkvíða á Super Pizza Nýbýlavegi 32 200 Kópavogur Sími 577 5773
Hver kannast ekki við smá teigkvíða?
Kvennaliðið í þriðja neðsta sæti
M
TVÆR 16” PIZZUR
12 108 54
GOLF ÍSLANDI www.golf.is GOLF Á ÁÍSLANDI ÍSLANDI •w ww.golf.is GOLF Á • •www.golf.is
PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.
Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal okkar að Draghálsi 14-16.
BUBBA
AFTUR Í GRÆNA
JAKKANN
B
ubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á Mastersmótinu sem fram fór að venju á Augusta vellinum í Georgíu. Þetta er í annað sinn sem hinn 35 ára gamli örvhenti kylfingur sigrar á þessu risamóti en hann sigraði árið 2012 í mögnuðum bráðabana gegn Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen.
Adam Scott lék á einu höggi yfir pari vallar þar sem hann mætti til leiks í titilvörn í fyrsta sinn á ferlinum.
Hinn tvítugi Jordan Spieth veitti Watson mikla keppni á fyrri hluta lokahringsins og náði hinn tvítugi Bandaríkjamaður tveggja högga forskoti þegar þeir höfðu leikið sjö holur. Þeir voru jafnir á -5 fyrir lokahringinn. Spieth náði ekki að halda í við Watson á lokaholunum og hann endaði í öðru sætinu ásamt Svíanum Jonas Blixt – sem náði bestum árangri Svía frá upphafi á þessu móti. Watson lék hringina fjóra á samtals 8 höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 69 höggum eða þremur höggum undir pari vallar. Hann er aðeins 17. kylfingurinn sem nær að sigra á Mastersmótinu oftar en einu sinni. Hann er því búinn að stimpla sig inn í hóp þeirra allra bestu á þessu móti. Fyrir sigurinn fékk Watson um 180 milljónir kr. í verðlaunafé en Spieth og Blixt fengu um 88 milljónir kr. hvor fyrir annað sætið. Watson náði ekki að sigra á golfmóti í eitt ár eftir að hann sigraði í fyrsta sinn á Mastersmótinu. „Það tók mig tíma að átta mig á því sem gerðist eftir sigurinn 2012. Ég náði ekki að einbeita mér að því sem skipti mestu máli og áreitið var mun meira en áður. Í dag æfi ég í styttri tíma en áður í hvert sinn en er með 100% einbeitingu. Ég er ekki það góður að ég geti leyft mér að slaka á við æfingar og mér tókst að finna réttu blönduna,“ sagði Watson eftir sigurinn á Augusta. Miquel Angel Jimenez frá Spáni kom verulega á óvart og endaði í fjórða sæti á -4 samtals. Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler og Matt Kuchar deildu fimmta sætinu á -2 samtals. 56
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Adam Scott klæddi Bubba i græna jakkann. Hér er Bubba á hinni glæsilegu tólftu braut á Augusta.
Bubba Watson í hóp með Ballesteros, Hogan og Watson Bubba Watson er nú í hóp þeirra sem hafa sigrað oftar en einu sinni á Mastersmótinu. Þar með tryggði hann að nafn hans er komið í hóp þeirra „allra bestu“ í golfsögunni og undirstrikaði enn fremur að fyrsti sigur hans á Masters hafi ekki verið „heppni“. Watson er sautjándi kylfingurinn sem nær að sigra oftar en einu sinn á Masters og jafnaði þar með við árangur þekktra kylfinga á borði við Seve Ballesteros, Ben Hogan og Tom Watson. Jack Nicklaus á metið en hann sigraði sex sinnum á Masters.
6 4 4 3 3 3 3 3 2
Jack Nicklaus,1963, 1965, 1966, 1972, 1975, 1986 Arnold Palmer,1958, 1960, 1962, 1964 Tiger Woods, 1997, 2001, 2002, 2005
Jimmy Demaret,1940, 1947, 1950 Sam Snead, 1949, 1952, 1954 Gary Player, 1961, 1974, 1978 Nick Faldo, 1989, 1990, 1996 Phil Mickelson, 2004, 2006, 2010 Horton Smith,1934, 1936
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
2 2 2 2 2 2 2 2
Byron Nelson,1937, 1942 Ben Hogan, 1951,1953 Tom Watson, 1977,1981 Seve Ballesteros,1980, 1983 Bernhard Langer,1985, 1993 Ben Crenshaw,1984, 1995 Jose Maria Olazabal, 1994, 1999 Bubba Watson, 2012, 2014
Svíinn Jonas Blixt kom skemmtilega á óvart og varð í 2.-3. sæti. 57
Rory McIlroy í vandræðum í Augusta blómunum. Bubba gengur yfir Hogan brúna á leið á tólftu flöt.
Jordan Spieth var kominn í aðra ermi græna jakkans en náði ekki að klára dæmið.
Efstu kylfingarnir á Masters 2014
Spánverjinn Jimenez varð í 4. sæti og var skemmtilegur að venju úti á vellinum.
1. Bubba Watson, Bandaríkin (-8) (69-68-74-69) 280 högg 2. Jonas Blixt, Svíþjóð (-5) (70-71-71-71) 283 högg 2. Jordan Spieth, Bandaríkin (-5) (71-70 -70-72) 283 högg 4. Miguel Angel Jimenez, Spánn (-4) (71-76-66-71) 284 högg 5. Rickie Fowler, Bandaríkin (-2) (71-75-67-73) 286 högg 5. Matt Kuchar, Bandaríkin (-2) (73-71-68-74) 286 högg 7. Lee Westwood, England (-1) (73-71-70-73) 287 högg 8. Bernhard Langer, Þýskaland (par) (72-74-73-69) 288 högg 8. Rory McIlroy, Norður-Írland (par) (71-77-71-69) 288 högg 8. Jimmy Walker, Bandaríkin (par) (70-72-76-70) 288 högg 8. John Senden, Ástralía (par) (72-68-75-73) 288 högg 8. Kevin Stadler, Bandaríkin (par) (70-73-72-73) 288 högg 8. Thomas Björn, Danmörk (par) (73-68-73-74) 288 högg 58
Hentar Augusta betur fyrir örvhenta kylfinga?
B
ubba Watson, Phil Mickelson og Mike Weir hafa á síðustu tólf árum sigrað sex sinnum samtals á Mastersmótinu. Og á síðustu fimm árum hafa Mickelson og Watson sigrað þrívegis samtals en Weir sigraði árið 2003 og hóf þar með „örvhentu“ sigurhrinuna á Masters. Margir golfsérfræðingar hafa velt því fyrir sér eftir sigur Bubba Watson hvort Augusta völlurinn henti betur örvhentum kylfingum.
Örvhentir kylfingar voru ekki áberandi á risamótum á árum áður. Þegar Mike Weir sigraði á Mastersmótinu árið 2003 voru fjórir áratugir frá því að örvhentur kylfingur hafði sigrað á risamóti. Bob Charles sigraði árið 1963 á Opna breska meistaramótinu á St. Annes vellinum. Frá þeim tíma hefur aðeins Phil Mickelson náð að sigra á risamóti fyrir utan Mastersmótið – en hann sigraði á PGA meistaramótinu árið 2005 og hann sigraði á Opna breska árið 2012. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Draumahelgi golfarans
ENNEMM / SÍA / NM62173
Lækkaðu forgjöfina og njóttu lífsins
Golfkennsla í fallegu umhverfi í tvær nætur með Magnúsi og Ragnhildi (6.-7. júní)
Icelandair hótel Hamar er golfparadís við Borgarfjörð. Nú gefst þér tækifæri til að bæta stutta spilið og drævið undir handleiðslu tveggja fremstu kylfinga landsins, Magnúsar Birgissonar og Ragnhildar Sigurðardóttur. Golfkennsla og gisting í tvær nætur. Bókunarsími 433 6600 eða á hamar@icehotels.is
REYKJAVÍK NATURA
REYKJAVÍK MARINA
Í KEFLAVÍK
FLÚÐIR
VÍK
KLAUSTUR
HÉRAÐ
AKUREYRI
HAMAR
LANGAR ÞIG AÐ SPILA Á AUGUSTA? Það ER mögulegt að fá teigtíma á lokaðasta golfvelli heims – en maður þarf að fara miklar krókaleiðir til að komast þangað...
Í
nýlegri könnun sem Today’s Golfer lét gera sögðu 77% lesenda að Augusta National væri völlurinn sem þeir vildu helst spila á. En langflestir, sem dreymir um að tía upp boltann á þessum frægasta velli Bandaríkjanna, eiga því miður aldrei eftir að sjá þann draum rætast. Völlurinn er lokaður hálft ár í senn og það er sama þótt þú bjóðir gull og græna skóga; þú kemst ekki inn. Líkurnar á því að þú getir spilað völlinn eru álíka miklar og að þú vinnir í Víkingalottóinu, eða fáir þessar milljónir dollara í arf sem fólk í Nígeríu er stundum að lofa manni í tölvupóstum sem dúkka upp í pósthólfinu. En! Rannsóknarblaðamenn TG hafa kannað alla kosti og möguleika sem gætu endað með því að þú keyrir niður Magnolia Drive og leggur hjá klúbbhúsinu. Sjáumst á fyrsta teig...
Að gerast kylfusveinn á Augusta
Í maí á hverju ári er haldinn sérstakur dagur fyrir kylfusveina á Augusta, þar sem þeir fá að spila allan daginn, og er svo boðið í mat. Allir kylfusveinar sem vinna á Augusta koma 60
í gegnum fyrirtæki sem heitir CaddieMaster Enterprises. Við teljum að umsóknarferlið og nálaraugað sem umsækjendur þurfa að fara í gegnum sé langt, strangt og gríðarlega nákvæmt. Við teljum þetta, en vitum það ekki, því fulltrúar CaddieMaster harðneituðu - kurteisislega þó – að tala við okkur. Fyrsta reglan með þjálfun kaddía á Augusta er: þú talar ekki um þjálfun kaddía á Augusta. Regla númer 2 er örugglega eitt-hvað um hvernig maður rakar glompur...
Að gerast sjálfboðaliði á Masters Það eru í kringum 400 sjálfboðaliðar á Masters mótinu, og allir fá boð um að spila völlinn í maímánuði eftir mótið. Biðlistinn varð hins vegar lengri en gott teighögg hjá John Daly, þannig að honum var einfaldlega lokað. Einn vongóður umsækjandi fékk eftirfarandi svar: „Við getum ekki veitt þér neina von, því sjálfboðaliðarnir koma ár eftir ár – um árabil. Þess vegna erum við ekki með biðlista.“
Það er kannski engin furða að sjálfboðaliðarnir hangi á þessu; það eru góð skipti að þurfa að sussa á nokkra áhorfendur, og fá í staðinn að spila á Augusta.
Fáðu vinnu á Augusta
Starfsmenn vallarins fá að spila völlinn einu sinni á ári. Þarna vinna ca. 50 til 200 manns og samkeppnin um hvert starf er ansi hörð. Hvernig er staðan á starfsferilsskránni? Farðu sem fréttamaður á Masters og vertu heppinn þegar dregið er um spilara. Um 400 manns koma á Masters til að segja fréttir af mótinu fyrir sjónvarps sjónvarpsstöðvar, dagblöð, tímarit og vefsíður (eins og TG). Á laugardagskvöldinu er haldið happdrætti og morguninn eftir fá 32 fréttamenn að vita að þeir fái að spila á mánudagsmorgni.
Fáðu vinnu hjá Augusta Chronicle
Starfsmenn bæjarblaðsins, Augusta Chro Chronicle, fá að spila á sérstökum degi, „Augusta Chronicle Day“, en bara ef þeir spila á 105 eða færri höggum í árlegu móti starfsmanna blaðsins sem haldið er annars staðar. 24 fá GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Eignastýring MP banka
Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sér fræð inga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verð bréfamarkaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. Nánari upplýsingar um fjárfestingarleiðir og verðskrá á www.mp.is eða í síma 540 3230.
www.mp.is
Hafðu samband einkabankathjonusta@mp.is
Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund.
að spila á Augusta, þannig að ef fleiri uppfylla skilyrðið, þá er dregið um þá heppnu. Eigandi blaðsins, Billy Morris, er meðlimur í Augusta klúbbnum, þannig að það er sennilega ekki góð hugmynd að tala illa um hraðar flatir vallarins í vinnunni...
THE MASTERS
Farðu í háskóla
Ef þú ferð í háskólann í St. Andrews og færð Bobby Jones styrkinn til að fara í Emory háskólann í Atlanta, þá færðu boðsmiða á Masters, og færð síðan að spila í júní.
Sláðu um þig með seðlum
Þótt allir segi að teigtími á Augusta sé ekki falur fyrir fé, þá eru þeir til sem halda því fram að „dyravörður auðmannanna“, Doug Turner, geti opnað allar dyr, fyrir rétta verðið. „Rétta verðið“ er hins vegar mjög hátt. Vefsíða Turners, www.millionaireconcierge. com er með Plantation völlinn á Sea Island, Nr. 2 á Pinehurst og Trump International í Florida á lista yfir velli þar sem viðskiptavinir geta fengið teigtíma. Þótt Augusta sé ekki á listanum, þá segir Turner: „Það er ekkert ómögulegt!“ (svo framarlega sem bankareikningurinn er nógu feitur...)
Láttu meðlim klúbbsins bjóða þér
Það eru um 300 meðlimir í Augusta klúbbnum. Meðalaldur þeirra er um 70 ár, og þeir hafa allir fengið boð um að ganga í klúbbinn. Meirihluti þeirra eru viðskiptajöfrar og forstjórar stórra fyrirtækjahringja. (Bill Gates er meðlimur), eða hættir slíkum störfum. Byrjaðu að stunda viðskipti eða starfsemi í stórum stíl í Bandaríkjunum og bíddu svo eftir boði um að spila... Ef þú færð slíkt boð, þá kemstu að því að teiggjaldið er ekki nema 40 dollarar eða svo. Þú verður að gefa þínum kaddí rausnarlegt þjórfé, en það skiptir væntanlega engu máli gagnvart því að fá að spila á þessum heilögu brautum.
Vertu mjög, mjög heppinn
Þegar Louis Oosthuizen teygði sig eftir boltanum, eftir að 240 metra högg hans fór ofan í fyrir albatross á 2. holu, þá var hann auðvitað í nokkru uppnámi. Hann henti boltanum til áhorfenda, og einn þeirra, Wayne Mitchell, greip hann. Fulltrúar Augusta klúbbsins komu fljótlega til Mitchells og vildu fá boltann til að stilla honum upp til sýnis. Mitchell hefur enn ekki sagt frá því hvað honum var boðið í staðinn fyrir boltann, en margir halda því fram að teigtími hafi verið meðal þess sem rætt var um. Boltinn var talinn merkilegur, enda var albatrossinn sá fyrsti í 18 ár og sá fjórði í sögu Masters.
Sigraðu á meistaramóti áhugamanna
Ef þú endar sem sigurvegari á árlegu meistaramóti áhugamanna í Bretlandi, þá færðu boð um að spila bæði á Opna breska og Mastersmótinu. 288 kylfingar taka þátt og eftir tvo hringi fá 64 efstu að halda áfram í holukeppni. Bretinn Garrick Porteurs sigraði í fyrra á Royal Cinque Ports vellinum. Í ár verður mótið haldið á Royal Portrush vellinum um miðjan júní. 62
„Ef Ef þú færð slíkt boð, þá kemstu að því að teiggjaldið er ekki nema 40 dollarar eða svo. Þú verður að gefa þínum kylfusveini rausnarlegt þjórfé“ Gakktu í Augusta Country Club
Þessi golfklúbbur er við hliðina á Augusta National vellinum (maður sér völlinn frá 12. flöt og 13. teig). Á Augusta National verða að vera fjórir í hverju holli, og það hefur komið fyrir að ef einn vantar, þá hefur verið hringt yfir á Augusta Country Club og spurt hvort það sé kylfingur laus sem geti komið yfir og spilað.
Spilaðu með fyrrum sigurvegara á Masters
Þeir sem eiga grænan jakka mega bjóða einum gesti á sunnudeginum áður en Masters byrjar. Það er gott ef þú ert til dæmis með
númerið hjá Adam Scott eða Bubba Watson í símanum hjá þér. (og nei - við erum ekki með númerin þeirra...)
Það er hvergi erfiðara að fá boð um að spila – en sumum tekst það þó...
Á hverju vori fá sjálfboðaliðar á Masters boð um að spila Meðlimir í Augusta Country Club fá af og til boð um að spila Maðurinn sem greip boltann hans Louis Oosthuizen er sagður hafa fengið teigtíma Ertu vinur hans Bill Gates? Þá ertu í góðum málum!
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Besta forgjöfin
Nýherji, umboðsaðili Canon á Íslandi, óskar verðlaunahöfum í Myndir ársins 2013, keppni Blaðaljósmyndarafélags Íslands, innilega til hamingju með glæsilegar verðlaunamyndir.
Hertz_Golf_2014_005_OK_Lokautg.pdf 1 16.4.2014 11:39:10
C
M
Y
CM
MY
CY
CMY
K
KENNSLUPISTILL Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur
HAFNABOLTAGRIPIÐ! Á
ttu erfitt með að stytta sveifluna? Er tímasetningin hjá þér léleg? Notar þú úlnliðina of mikið og vilt minnka þá hreyfingu? Kannski áttu erfitt með að halda höndunum útréttum í toppstöðu? Nærðu ekki að snúa öxlunum almennilega? „Hafnaboltagripið“ er ein besta æfing sem ég veit um. Þegar ég var yngri yfirsveiflaði ég talsvert og það háði mér í dágóðan tíma á mínum unglingsárum og fyrstu árin í karlaflokki. Ég reyndi margar æfingar en það var engin nógu góð til að halda yfirsveiflunni í skefjum áður en ég prófaði þessa. Þó svo að æfingin sé aðallega hugsuð til að stytta sveifluna þá hjálpar hún einnig við að laga sex aðra þætti; byrjun á sveiflu, kylfuferil, tímasetningu, axlarsnúning, samhæfingu og gefur meiri tilfinningu fyrir kylfublaði. Að lokum er hún einnig mjög góð til að æfa draw (hægri vinstri) og fade (vinstri hægri) högg. Hvernig hljómar svo þessi kraftaverkaæfing? Eina sem þú þarft að gera er að sveifla og slá boltann vel með aðskildar hendur. Ekki flóknara en það. Með því að hafa hendurnar aðskildar þarf líkaminn að vinna mun betur saman til að slá gott högg. Engin leið að bjarga högginu. Þegar kemur að yfirsveiflunni muntu ekki með góðu ráði yfirsveifla nema að nota hendurnar til að hækka sveifluna og beygja úlnliðina talsvert. Alla vega ansi ólíklegt þegar hafnaboltagripið er notað. Hins vegar, ef þú byrjar að yfirsveifla muntu finna það um leið. Hinir þættirnir koma ósjálfrátt. Líkaminn er magnaður og byrjar ómeðvitað að laga sig til að geta slegið kúluna almennilega. Einnig verður þú mun meðvitaðri um sveifluna í kjölfarið. Besti kosturinn við þessa æfingu er að hún gefur þér strax „feedback“ eða svörun hvort að þú hafir sveiflað of langt eða gert einhverja af hinum hlutunum vitlaust. Þú finnur mikið meira fyrir þeim á þennan hátt. Allir þættirnir þurfa að vinna í sátt og samlyndi til að geta slegið gott högg. Ef ekki finnst þér sveiflan vera ónáttúruleg.
66
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
„Ekki halda að ein eða tvær fötur lagi yfirsveifluna“
Æfingin: Sláðu tíu bolta með hendurnar aðskildar og svo fimm bolta með venjulega gripinu. Þú munt strax taka eftir miklum mun á sveiflulengdinni, þ.e. hvað það er erfitt að sveifla langt. Ekki halda að ein eða tvær fötur lagi yfirsveifluna. Þetta er engin töfralausn og mun taka tíma. Með því að skella sér reglulega á æfingasvæðið og gera þessa æfingu muntu eiga góðan möguleika á að laga yfirsveifluna, ásamt því að bæta alla hina þættina og lækka skorið. Til að fá sem mest út úr þessari æfingu er mikilvægt að vera með stefnustöng (sjá á myndum) eða kylfu til að miða. Ef miðið er vitlaust mun þessi æfing ekki gera neitt fyrir þig.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
67
SETTU PÚTTIN Í MIÐJA HOLU
MEÐ HJÁLP FRÁ HANSON Einn af bestu kylfingunum á evrópsku mótaröðinni segir okkur hvernig hægt er að bæta púttin
„Ég var vanur að eyða svona tíu prósent af æfingatímanum mínum á æfingaflötinni, en það hlutfall hefur aukist verulega. Púttin voru ekki mín sterkasta hlið, en þau eru orðin það núna. Æfingin skapar meistarann í þessu eins og öðru; því meira sem þú æfir púttin, því meira sjálfstraust hefur þú á flötunum. Boltinn byrjar á þeirri línu sem þú vilt og fer oftar í holu. Ég veit að ég get stillt púttershausinn af mikilli nákvæmni fyrir tveggja til þriggja metra pútt, þannig að ef ég kem boltanum á réttan hraða, þá fer hann nákvæmlega þá leið sem ég vil. Þessi stuttu pútt eru mjög mikil-
68
væg fyrir alla kylfinga, og þess vegna er nauðsynlegt að æfa vel uppstillinguna fyrir þau. Jafnvel atvinnukylfingar gera sig seka um að vanrækja það að fylgjast með því hvernig þeir stilla sér upp fyrir pútt. Maður getur vanið sig á röngu hlutina á afar stuttum tíma, ef maður fylgist ekki með því. Skorið getur batnað verulega með því að bæta árangurinn í þessum púttum; þau eru það stutt að brot og hraði flatanna hefur lítil áhrif. Ég fer að minnsta kosti tvisvar í viku yfir mína uppstillingu; þetta er eitthvað sem áhugakylfingar ættu að temja sér að æfa vel.“
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Sex atriði sem þú getur unnið með líka æfingatækið sem ég bjó til heima og hefur hjálpað mér með púttin
Ekki flækja málið
Besta ráðið sem ég get gefið áhugakylfingum er að gera púttstrokuna eins einfalda og mögulegt er. Æfðu einn hlut í einu og einbeittu þér að honum, til að fá sem mest út úr æfingunni.
Höfuðstaðan
Ég halla höfðinu aðeins frá boltanum, því ég veit að hægri augað er ráðandi hjá mér. Þetta hjálpar mér að sjá boltann og línuna og tryggir betur að uppstillingin sé rétt.
Gateway æfingin
Ég æfi uppstillinguna og að koma boltanum á rétta braut með þessu tæki sem Dave Pelz hannaði. Línan hjálpar mér að halda púttershausnum í réttri stöðu og ég fæ niðurstöðurnar um leið. Þetta tæki er frekar ódýrt og auðvelt að nálgast það á vefnum, en það er líka auðvelt að setja svona upp sjálfur. Gerið einskonar hlið með tveimur tíum, sex þumlunga fyrir framan boltann. Hafið hliðið aðeins breiðara en ég er með hér og þrengið það svo þegar ykkur fer fram í púttunum. Ég set líka tí í sömu fjarlægð fyrir aftan boltann og aðeins til vinstri, til að hjálpa mér við aftursveifluna. Svo má líka setja upp eitt hlið í viðbót til að sveifla púttershausum í gegn á leiðinni í boltann. Allt þetta hjálpar til að fá hann nákvæmlega hornréttan í boltann.
Hendur og axlir í réttri stöðu Beint skaft
Skaftið á pútternum ætti að vera þráðbeint, eða halla örlítið fram á við. Ef það hallar aftur á bak, eða of mikið framávið, þá færðu ekki eins gott rúll á boltann. 70
Gripið mitt á pútternum er frekar þétt og samofið, því ég vil að axlirnar séu nánast í sömu línu og höggið. Markmiðið er að fá góða sveiflu á púttershausinn og að hann komi aðeins upp úr neðstu stöðu áður en hann fer í boltann.
Sama uppstillingin - alltaf
Til að auka stöðugleikann í púttum, er nauðsynlegt að uppstillingin sé alltaf sú sama. Ég merki fótastöðuna og boltastöðuna á þennan tommustokk, sem ég síðan legg á jörðina til að fylgjast með því að ég sé ekki að breyta uppstillingunni. Á þessu eru líka merki fyrir fótastöðuna fyrir allar aðrar kylfur í pokanum. Ég er alltaf með þetta með mér - og mæli með því að eitthvað þessu líkt sé notað við æfingar. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Saman finnum við lausnir svo þú skarir fram úr Í rekstri skiptir miklu máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu á aðstæðum hverju sinni. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma 545 6000 og við verðum þér innan handar. kpmg.is
Einn frægasti standvöllur í heimi kominn í eigu Trump:
Donald Trump keypti Turnberry
B
andaríski auðmaðurinn Donald Trump hefur farið mikinn í golfheiminum undanfarin ár en nýlega gekk hann frá kaupunum á Turnberry hótelinu sem stendur við hinn fornfræga golfvöll Turnberry. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en það er talið að Trump greiði mun lægri upphæð en síðustu eigendur sem keyptu hótelið og völlinn fyrir um 10 milljarða kr. árið 2008. Þar með hefur Trump eignast Ailsa völlinn þar sem að Opna breska meistaramótið hefur farið fram fjórum sinnum – síðast árið 2009 þar sem Stewart Cink sigraði eftir fjögurra holu umspil gegn Tom Watson. Trump keypti eignina af fjárfestingahóp sem er með aðsetur í Dubai. Alls eru þrír golfvellir sem fylgja með í kaupunum. Trump á nú þegar fjölda golfvalla víðs vegar um heim: Fimm þeirra eru í Bandaríkjunum; Trump National New York, Trump National New Jersey, Trump International Florida, Trump National Charlotte, Trump National Los Angeles. Hann er einnig að byggja völl á Canouan í Karabíahafinu. Alls hefur Opna breska meistaramótið farið fjórum sinnum fram á Ailsa vellinum, 1997 (Tom Watson), 1986 (Greg Norman), 1994 (Nick Price) og Stewart Cink (2009). Þeir sem þekkja vel til hjá Trump segja að hann hafi sett sér það markmið að vera í
aðstöðu sem gestgjafi á risamóti og með kaupunum á Turnberry aukast líkurnar á því verulega. Trump á nú þegar einn glæsilegasta golfvöll Skotlands, Trump International, sem er við Aberdeen. Hann hefur óskað eftir því að R&A taki þann völl út með það fyrir augum að hann verði notaður á Opna breska meistaramótinu. Það ferli á eftir að taka mörg ár og telur Trump litlar líkur á því að hann verði á lífi þegar það muni gerast. Árið 2006 hófust framkvæmdir við völlinn í Aberdeen og nýverið hófust framkvæmdir við nýjan völl á Írlandi. „Fyrir mér var þetta gott tækifæri. Turnberry er í hópi bestu golfvalla veraldar,
þetta er sérstakur staður og fyrir mér er þetta mikilvægur staður fyrir golfíþróttina,“ sagði Trump sem ætlar að gera breytingar á hótelrekstrinum og hækka þar þjónustustigið. „Markmiðið er að á Turnberry verði besta golfhótel veraldar,“ bætti hann við. „Á þessum velli hafa margir af eftirminnilegustu golfhringjum sögunnar farið fram. Margir kaflar í golfsögunni hafa verið skrifaðir á þessum velli – sem margir telja að sé á meðal þeirra bestu. Og sumir segja að þetta sé besti golfvöllur heims,“ sagði Trump við Golf.com þegar gengið var frá kaupunum.
Trump á nú þegar einn glæsilegasta golfvöll Skotlands, Trump International, sem er við Aberdeen.
72
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
INNRÁSIN FRÁ ASÍU
Golfíþróttin blómstrar í Asíu, sérstaklega í Kína og Suður-Kóreu. En hvernig verða allir þessir ungu efnilegu kylfingar til þar? Afstaða þeirra til námsins og aðferðir við kennsluna ráða þar miklu um, eins og Duncan Lennard komst að. 74
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
U
ngur kínverskur kylfingur á unglingamóti í Asíu nýlega: Missti eitt teighöggið lengst til hægri og gekk niðurlútur frá teignum. Frænka hans kom til hans og gaf honum – ekki orð til að uppörva kylfinginn unga – heldur löðrung fyrir lélegt högg. Kínverska frasann „chi ku“ má þýða sem „borðaðu eitthvað beiskt“, og hann er oft notaður til að lýsa ákveðinni afstöðu sem mótast af ástúð, aga og vinnusemi sem Kínverjar – og fólk í Suður-Kóreu – hafa gagnvart börnum sínum. Þetta er afstaða sem vestrænir foreldrar fella sig kannski ekki við, en í Asíu er málamiðlun ekki í boði. „Asíska aðferðin gengur út á að gera það sem til þarf,“ segir Dan Webb, kanadískur golfþjálfari sem unnið hefur undanfarin ár með kínverskum börnum, þar á meðal Guan Tianlang, 15 ára gömlum kylfingi sem vakið hefur mikla athygli fyrir árangur sinn. „Velgengnin byggir í raun á ótta og ótrúlegri vinnusemi. Sumir foreldrar geta verið mjög strangir við börnin sín; skammirnar eru oft harðar og enda jafnvel með löðrungum; aðrir hóta að afneita börnunum.“ „Svona hefur barnauppeldi farið fram í þessum heimshluta í margar aldir,“ segir David Watson, breskur þjálfari sem einnig hefur unnið í Kína og kennir meðal annars Ye Wocheng, yngsta kylfingnum sem spilað hefur á evrópsku mótaröðinni. „Manni líst ekkert á þetta stundum, en þessi hugmyndafræði hefur vissulega borið árangur í öðrum íþróttagreinum. Ég reyni að nýta mér ákveðna þætti hennar; til dæmis ef einhver nemandi minn gerir ekki það sem fyrir hann er lagt, þá legg ég fyrir hann ákveðna „refsingu“, eins og armbeygjur eða aðra erfiða líkamlega æfingu. Ég yrði rekinn á staðnum ef ég reyndi þetta í Bandaríkjunum, en hérna virkar þessi aðferð: krakkarnir hafa í raun gaman af þessu og æfingarnar gera þau sterkari, bæði líkamlega og andlega. Ye getur til dæmis gert fimmtíu armbeygjur núna.“ Árangur ástúðlegs aga (tough love) kemur kannski hvergi betur í ljós en hjá Se Ri Pak, einum þekktasta kvenkylfingi Suður-Kóreu. Frásagnir af þjálfunaraðferðum föður hennar; hvernig hann lét hana sofa eina í kirkjugörðum, eða æfa sig í hörkufrosti, eru orðnar að þjóðsögum í golfinu. Se Ri sigraði á fimm risamótum og 20 mótum í Bandaríkjunum.
ÁHRIF
SE RI PAK Tom Creavy, þjálfari í Florida, ræðir um áhrifin sem Se Ri Pak hafði. 76
Faðir Se Ri, Joon Chul, var ekki einn um að beita aga. Mi Hyun Kim, annar frægur kóreskur kylfingur á atvinnumótaröð kvenna í Bandaríkjunum, mátti ekki giftast þar til hún var búin að sigra á risamóti. Sögur af Earl Woods að trufla son sinn í baksveiflunni virka frekar ljúfar í þessu samhengi. „Við beitum ekki þessum aðferðum á Vesturlöndum, en það þýðir ekki að þær séu rangar,“ segir Webb. „Það verða til aðrar reglur og viðmið, þar sem fókusinn og pressan er öðruvísi. Það er greinilega hægt að þróa og þjálfa upp mikla hæfileika, en hvort löngunin sem þarf til að verða meistari fylgir með; það er önnur saga. Þetta virkaði fyrir Se Ri, en maður verður alltaf að hafa í huga hvort nemendur manns hafi gagn af.“
Gríðarlegur vöxtur
Árið 1983 voru spilaðir 1,15 milljónir golfhringja í Suður-Kóreu. Rúmum aldarfjórðungi síðar, árið 2009, var þessi tala „Ég hitti Se Ri Pak fyrst árið 1996. Fyrstu sex mánuðina vorum við þrjá tíma á dag, sex daga vikunnar, að vinna í sveiflunni hennar. Hún spilaði aðeins í einu móti áður en hún fór í úrtökumótin fyrir LPGA árið 1997, en sigraði samt á fyrsta mótinu, og síðan í úrslitunum. Ég held að það hafi verið tvær aðrar konur frá Kóreu í úrtökumótunum það árið, en það næsta, eftir að Se Ri sigraði á tveimur risamótum á sínu fyrsta tímabili, þá voru 15 - 20. Þessar stelpur, og þær sem komu síðar, tileinkuðu sér vinnulag Se Ri og sökktu sér í golfið. Se Ri leit á það sem skyldu sína gagnvart Kóreu að spila vel og hún vildi ekki
komin í 18,2 milljónir. Um fjórar miljónir íbúa landsins (1 af hverjum 12) spila golf. Áhugi á golfi kom vissulega til með ákveðnum aðgerðum hins opinbera á níunda áratugnum, en „Systurnar frá Seoul“ urðu innblásturinn sem kom bylgjunni af stað. Þegar Se Ri Pak komst inn á bandarísku atvinnukvennaröðina árið 1989, var hún önnur tveggja kylfinga frá Suður-Kóreu. Af hundrað bestu núna, eru 39 frá Suður-Kóreu. „Kóreubúar sjá hvað virkar,“ segir John Kang, kóreskur þjálfari. „Þeir greina aðferðir og líkja eftir þeim. Margir foreldrar hér sáu velgengni Se Ri Pak og Grace Park og vissu að þær og foreldrar þeirra lögðu hart að sér til að ná árangri, þannig að margir foreldrar í dag gera það sama með sínum börnum.“ Þróun golfsins í Alþýðulýðveldinu Kína er ekki komin eins langt og í Suður-Kóreu – sem er kannski skiljanlegt í ljósi þess að golfið hefur aðeins verið stundað þar í 30 ár, eftir að stjórnvöld afléttu banni Maós við því valda neinum vonbrigðum. Hennar afstaða var einfaldlega ´þetta er það sem ég þarf að gera, og það mun ekkert standa í vegi mínum.‘ Bandarísku kylfingarnir eiga sér fjörugt félagslíf, fara á stefnumót og slíkt, en kóreönsku kylfingarnir gera það ekki. Þær eiga sér fá áhugamál; eyða öllum deginum í að æfa sig og hugsa á kvöldin um hvað þær ætla að gera daginn eftir. Þetta gerir mitt starf að vissu leyti auðveldara; einbeiting og vinnusemi er uppskrift að velgengni. En það er líka dekkri hlið á þessu. Maður getur átt mjög góðan æfingadag og klárað klukkan sex. En ef það er enn dagsbirta, þá finnst þessum stelpum þær eiga að halda
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
„Golfhringur í Kína kostar að jafnaði um 70 pund“ að fólk spilaði golf. En þar er verið að vinna upp glataðan tíma; fjöldi golfvalla hefur þrefaldast og fjöldi kínverskra kylfinga hefur vaxið úr 500.000 í þrjár milljónir. Golfið er ennþá íþrótt þeirra vel stæðu í Kína – en aukin velmegun þýðir hins vegar að kylfingum fjölgar. Webb telur að vöxturinn sé um 20% á ári á stærstu markaðssvæðunum, Shanghai, Guangzhou og Shenzen. „Síðan eru aðrar minni borgir þar sem kylfingar eru mun færri, en fjölgar samt mjög hratt.“ Nú þegar eru að koma fram á sjónarsviðið kínverskir kylfingar sem skipa sér í fremstu röð. Nefna má Andy Zhang, Guan Tianlang og Ye Wocheng sem góð dæmi. Endurkoma golfsins á Ólympíuleikana spillir heldur ekki fyrir, því í Kína er mikill áhugi fyrir ólympískum íþróttum. Zhang Xiaoning, framkvæmdastjóri kínverska golfsambandsins (sem er stutt af yfirvöldum) lýsti því yfir nýlega að hann ætlaði sér að koma fram með hóp verðlaunahafa í golfi, rétt eins og þjóðin hefur gert í mörgum öðrum íþróttagreinum. Golfsambandið hefur fjárfest fyrir milljónir punda í þjálfunarmiðstöð í Shandong héraðinu; samstarf er hafið áfram, svo engum finnist þær vera að slaka á. Þær verða líkamlega og andlega þreyttar; þær fara að missa högg og breyta tækninni. Síðan borða þær seint, sofa ekki vel og eru ekki upplagðar fyrir æfingar daginn eftir. Það kemur ekkert í staðinn fyrir vinnusemi, en álag getur komið niður á frammistöðu. Margir segja að kvenkylfingar frá Kóreu séu betri í að takast á við andlegt álag, en ég er ekki viss um að það sé satt. Það er áhugavert hversu margar þeirra eru óöruggar með enskukunnáttu sína. Ég hef séð ungar konur sem eru nálægt því að sigra á golfmótum, og fara að hafa miklar áhyggjur af því hvernig þær eigi að komast
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
með HSBC bankanum um að skipuleggja unglingamót og koma golfíþróttinni inn í grunnskóla, og búið er að semja við Greg Norman um að koma kínversku landsliði á laggirnar. Stjórnendur Mission Hills, best þekkta golfsvæðisins í Kína, leggja sitt af mörkum með því að leyfa ungum kylfingum að spila frítt á þremur völlum og skipuleggja þar mót fyrir unglinga. Golfkennslan í Kína er líka í fremstu röð, bæði hjá þeim sem njóta opinbers stuðnings og einkareknum skólum. Webb er með sinn eigin skóla; Palm Springs Akademíuna í Shenzen, þar sem 250 ungir kylfingar eru í þjálfun. Webb vinnur með þjálfunarkerfi sem kallast Performance Targeted Neurological Remapping. „Við kennum ekki golf á hefðbundinn hátt,“ segir hann. „Við vinnum í sveiflunni eins og verkfræðingar myndu vinna að því að laga framleiðslulínu. Þeir hægja á öllu, skoða það sem er að, leiðrétta það, og keyra síðan línuna upp aftur í fullan hraða. Þetta er þjálfun í hægagangi, næstum því eins og Tai Chi leikfimi. Við fylgjumst líka með heilastarfsemi og líkamlegu ástandi krakkanna; við getum næstum því séð hvað þeir eru að hugsa; hvernig þeir sjá hlutina
fyrir sér. Foreldrar þeirra eru mjög hrifnir, því við getum beinlínis sýnt þeim á blaði hvernig krökkunum fer fram.“ Vitnisburður um þetta þjálfunarkerfi – og uppgang golfsins í Kína – er að Webb opnar nýjan skóla á sex vikna fresti, út þetta ár. Í Kóreu er nóg að benda á atvinnumótaröð kvenna til að sýna fram á getu þjóðarinnar til að rækta hæfileika í ungu fólki. Menntakerfi landsins er nógu sveigjanlegt til að ungir kylfingar fái tíma til að æfa sig – jafnvel mjög ungir krakkar. „Þegar það kemur í ljós að ungur nemandi hefur hæfileikana til að ná langt, þá líta foreldrarnir á þetta eins og skólagöngu eða starf,“ segir Kang. „Kóreska aðferðin er öðruvísi en annars staðar, því hérna verja krakkarnir öllum deginum í æfingar. Í mörgum tilfellum kemur þjálfunin í staðinn fyrir skólagöngu.“ Þetta sést til dæmis í þjálfunarstöð Bann Lynch Golf, þar sem Kang vinnur. „Ef foreldrarnir eru uppteknir, þá koma þeir með krakkana hingað. Hér eru yfir hundrað herbergi í boði, kosta yfir 3000 pund á mánuði, og allt innifalið: matur, æfingaboltar, kennsla og leikfimitímar.“
Menningarlegir þættir
Vöxtur golfíþróttarinnar í Asíu er að vissu leyti markaður af vilja einstaklinga til að fórna öllu fyrir velgengni. Þessi fórnfýsi byrjar hjá foreldrunum. „Foreldrar hér eru talsvert frábrugðnir vestrænum foreldrum,“ segir David Watson. „Þeir setja markmiðin fyrir börnin sín og verja síðan lífi sínu í að hjálpa börnunum að ná þeim árangri. Ég byrjaði að þjálfa sjö ára stelpu, Sui Xiang. Faðir hennar sagði upp starfi sínu til að geta einbeitt sér að þjálfun hennar, og þegar Sui sigraði á heimsmeistaramóti unglinga árið 2011, þá varð faðir hennar fyrirmynd margra annarra.“ Velgengni barnanna kostar ekki aðeins fórnir og tíma, heldur líka mikið af peningum. Ætli foreldrar í Kóreu að fjármagna þjálfun barns síns, þá geta þau búist við að það kosti um hálfa milljón punda. „Golfhringur í Kína kostar að jafnaði um 70 pund,“ segir Webb. „Árgjald í golfklúbb er um 40 þúsund pund. Foreldrar þurfa að jafnaði að leggja út um 5000 pund fyrir golfvelli, 7500 pund fyrir kennslu og 2000 pund fyrir kylfur, poka og slíkt. Þeir fara tvisvar í mánuði með börnin sín á golfmót sem haldin eru víða í Kína, og það kostar um það bil 4000 pund fyrir árið. Síðan eru það ferðir
í gegnum viðtöl, fari svo að þær sigri. Þetta hljómar undarlega, en hefur leitt til þess að margar hafa misst af titli. Þær eiga létt með að sigra í Kóreu, en eiga stundum erfitt uppdráttar hér í Bandaríkjunum. Sumar þeirra ættu að hugsa aðeins meira um að læra tungumálið.
77
„Einkenni Kóreubúa eru einbeiting og sterkur vilji“
erlendis: næstum allir þessir krakkar fara til dæmis til Bandaríkjanna á sumrin. Allt þetta þýðir kannski 20 þúsund pund á ári, fyrir utan klúbbagjaldið. Foreldrarnir sjá svo til þess að krakkarnir sýni ekki minni fórnfýsi en þeir sjálfir. Strangur agi leikur hér stórt hlutverk – en líka vinnusemin sem einkennir þessar þjóðir. „Unglingar hér í Kóreu æfa 10-12 stundir á dag,“ segir Kang. „Það er meira að segja samkeppni milli þeirra um hversu mikið þeir æfa sig við erfiðar aðstæður, til dæmis þegar það er mjög kalt og mjög heitt í veðri. Fólk hér telur að svona álag styrki kylfingana bæði líkamlega og andlega.“ Svipaða sögu er að segja frá Kína. Watson segir að á venjulegum degi með Ye Wocheng, sé hann allt frá þremur og upp í tíu tíma að æfa sig. Webb telur að kínverskir foreldrar noti í meginatriðum tvær aðferðir. „Sú fyrsta er eins og haglabyssa. Þeir senda börnin sín í hvað sem er; ballet, stærðfræði, golf, hvaðeina. Fyrir um tveimur árum var ég með níu ára gamla stelpu í golftíma hjá mér, og skyndilega brast hún í óstöðvandi grát; ég komst að því að þessi golftími var skipu78
lagður í síðasta frjálsa klukkutímanum sem var eftir í vikunni hjá henni. Hin aðferðin beinist að golfinu sérstaklega. Í sumum skólum, eins og í Guangzhou, þá eru kannski 30 krakkar sem fara beint úr skólanum út á æfingasvæði, með nesti og heimanám. Þeir eru á æfingasvæðinu til tíu á kvöldin og æfa sig svona 20 tíma á viku.“ Hugarfar Asíubúa virðist henta golfíþróttinni – og það sést til dæmis á ótrúlegri frammistöðu Guan Tianlang á Mastersmótinu í fyrra (þar sem versta skor hans var skolli). „Þetta var besta frammistaða sem ég hef á mínum sextíu ára ferli sem atvinnumaður,“ sagði Gary Player, sem spilaði með Tianlang á mótinu. „Það er afar fátt sem kemur Guan úr jafnvægi,“ segir Webb, þjálfari hans. „Hann lætur ekki reka á eftir sér og heldur ró sinni í gegnum hvað sem er. Það merkilega er að þótt Guan sé afburða kylfingur, þá eru þessir eiginleikar alls ekki óalgengir í Kína. Fólk reynir að standa sig gagnvart þeim væntingum sem gerðar eru til þess og það er nákvæmlega það sem foreldrar hér vilja. Þetta er menningin sem fólkið elst upp í;
enginn dregur þetta í efa, og hvers vegna ættu þeir að gera það?“ Watson, þjálfari Ye Wocheng, tekur í sama streng. „Hann hefur ótrúlega mikla ró yfir sér. Þegar hann kemur á æfingar eða á mót, þá er hann eins og hver annar ungur drengur, en um leið og hann er kominn út á völl, með kylfu í höndunum, þá er eins og hann hafi verið þar í tíu ár. Andlegur styrkur hans og einbeiting er einstakur, jafnvel þótt flestir mínir nemendur séu mjög einbeittir. Þetta kemur í gegnum agann sem foreldrar beita.“ Sama hugmyndafræðin kemur fram í Kóreu og endurspeglast í velgengni Inbee Park í fyrra, þegar hún sigraði á fyrstu þremur risamótum ársins. „Einkenni Kóreubúa eru einbeiting og sterkur vilji,“ segir Kang. „Við höfum líka mikið keppnisskap og sigurvilja. Kvenkylfingar héðan eru minni en konur frá vestrænum löndum, en þær þjálfa upp andlegan styrk og leikskipulag til að ná árangri.“
Framtíðin
Inbee varð fyrsti kylfingurinn í fimmtíu ár til að sigra á fyrstu þremur risamótum ársins. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
NETHÖNNUN HEITIR NÚ
PREMIS Um leið og við fögnum 15 ára afmæli Nethönnunar klæðum við okkur í nýjan búning og skiptum um nafn. Starfsemi og þjónustuframboð hefur þróast og breikkað í áranna rás og því töldum við rétt að kveðja gamla nafnið sem hefur þjónað okkur vel. Við þökkum frábært samstarf við viðskiptavini sl. 15 ár og hlökkum til nýrra tíma, undir merkjum PREMIS.
PIPAR\TBWA • SÍA • 133695
Traustur rekstur tölvukerfa Örugg hýsing gagna Vandað verkbókhaldskerfi Sérsniðnar forritunarlausnir
HAFÐU SAMBAND Við erum alltaf með lausnir! Hádegismóum 4 · 110 Reykjavík · 547 0000 · premis.is
BARNALEIKUR Fimm kylfingar sem settu mark sitt á golfsöguna áður en þeir fullorðnuðust
19 ÁRA OG 11 MÁNAÐA Inbee Park (Kórea) Yngsti sigurvegarinn á US Open árið 2008, þegar hún sigraði á Interlachan vellinum.
14 ÁRA OG 10 MÁNAÐA Jason Hak (Hong Kong) Yngsti kylfingurinn til að komast í gegnum niðurskurð á evrópsku mótaröðinni, á Opna Hong Kong mótinu 2008.
14 ÁRA OG 6 MÁNAÐA Guan Tianlang (Kína) Yngsti kylfingurinn til að taka þátt í Mastersmótinu. Komst í gegnum niðurskurðinn þrátt fyrir tveggja högga refsingu.
Enginn hafði gert það síðan Ben Hogan, árið 1953. Hún tók við kyndlinum af Se Ri, og sannaði með því að styrkur kóreskra kvenkylfinga er að aukast og frægð þeirra er orðin meiri en karlmanna frá Kóreu, þrátt fyrir velgengni YE Yang og KJ Choi. Þetta má líka útskýra með herskyldu sem allir kóreskir karlmenn þurfa að undirgangast áður en þeir ná 35 ára aldri og raskar ferli þeirra sem kylfingar. Kang heldur samt sem áður að framtíðin muni markast af karlkyns golfurum frá Kóreu. „Atvinnumótaröð karla hér var stærri fyrir um fimmtán árum. En eftir að Se Ri kom fram á sjónarsviðið, þá beindu margir styrktaraðilar augum sínum að kvenkylfingum. Munurinn er enn þá talsverður; atvinnumannamót karla hér voru 14 í fyrra, á meðan konurnar spiluðu á 23 mótum. En Yang og Choi eru þjóðhetjur hér í Kóreu, og karlkyns kylfingar hér standa sig vel bæði hér og annars staðar í Asíu. Ég held að þessi gildi sem við kennum okkur við, viljastyrkur, keppnisskap og vinnusemi, leiði til þess að velgengni karlkylfinga héðan aukist á næstu árum.“ 80
Framtíð Kína sem risaveldis í golfi virðist vera trygg – ekki síst eftir að Feng Shansan sigraði á Wegman mótinu árið 2012 og varð þar með fyrsta kínverska konan til að vinna risatitil. „Framtíð golfsins er í Kína,“ segir Bruce Wilkins, sem vinnur með Zecheng Dou og Tailin Song, tveimur ungum og efnilegum kvenkylfingum þar í landi. „Þegar þessar stelpur fullorðnast, þá komast þær langt, rétt eins og stallsystur þeirra í Kóreu.“ „Fjöldi þeirra krakka sem spila golf hefur tvöfaldast,“ segir Watson. „Fyrirtæki á borð við Nike og HSBC eru farin að taka þátt og styrkja unglingastarfið. Næsta skrefið fyrir Kína er að eignast karlkyns meistara á risamóti og komast á Ólympíuleikana. Það er stórt skref, en hér er ekki bara viljinn heldur getan til að ná langt.“ „Kína er á siglingu,“ bætir Webb við. „ Þetta er eins og þung umferð. Hér eru ekki truflanir á flæðinu; allir eru að fara í sömu átt. Það skiptir ekki máli hvaða hindranir eru í vegi; Kínverjar finna alltaf einhverja leið til að komast áfram.“
14 ÁRA OG 6 MÁNAÐA Andy Zhang (Kína) Yngsti kylfingurinn sem tekið hefur þátt í US Open, þegar hann spilaði á Olympic Club vellinum 2012.
12 ÁRA OG 8 MÁNAÐA Ye Wocheng (Kína) Yngsti kylfingurinn sem tekið hefur þátt í móti á evrópsku mótaröðinni þegar hann spilaði í Opna kínverska mótinu 2013.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
MIKIÐ ÚRVAL AF GRANÍT BORÐPLÖTUM Gæði, þjónusta, reynsla og ábyrgð
Opnunartími Mánudaga - fimmtudaga kl. 9:00 -18:00 föstudaga kl. 9:00 -17:00 og laugardaga kl. 10:00 -14:00 Smiðjuvegur 48 Kópavogi Sími 556 6677 shelgason.is shelgason@shelgason.is
- Steinsmiðja síðan 1953
82
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ÞEIR KALLA HANN
TIGER Hann er 12 ára, breskur, með fimm í forgjöf og hefur þegar sigrað á heimsmeistaramóti unglinga. Robin Williams er þar að auki með kunnuglegt millinafn...
É
g er í afgreiðslunni á Peterborough Milton golfklúbbnum, að kaupa mér Snickers súkkulaðistykki. En það eru litlar líkur á að ég eigi eftir að njóta þessa sælgætis. Snickers er nefnilega það sem verður lagt undir í leik mínum við Robin Tiger Williams, og miðað við það sem ég heyrt af getu hans á golfvellinum, þá eru litlar líkur á að hann verði svangur eftir hringinn. „Hann er betri en þú getur ímyndað þér,“ segir yfirkennarinn í klúbbnum, Adam Chamberlain, þegar hann réttir mér Snickers
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
stykkið og afganginn. Sem meðalskussi í golfi með um það bil tíu í forgjöf, þá er ég alveg vanur að tapa svona leikjum – en ég veit innst inni að þetta tap verður sárara en flest önnur. Robin, eða „Young Tiger“ eins og hann er kallaður hér um slóðir, er nýorðinn 12 ára gamall. Andstæðingur minn er hins vegar ekki neinn venjulegur 12 ára drengur. Á þessum stað í greininni er ég augljóslega að koma mínum afsökunum að, en þær eiga samt rétt á sér. Í ágúst í fyrra sigraði Robin á Future Champion heimsmeistaramótinu
83
í golfi, þar sem allir hæfileikaríkustu ungu kylfingar heimsins koma saman. Robin sigraði í flokki drengja 11 - 12 ára; í fyrsta skipti sem 11 ára drengur náði þeim árangri. Á Peterborough vellinum spilar Robin með 5,3 í forgjöf. Hann er hins vegar fljótur að segja mér að sú forgjöf gæti verið lægri ef hann fengi að spila oftar í mótum á þessum velli. Robin er nefnilega frekar upptekinn við að spila erlendis. Hann spilar reglulega á undir 70 höggum frá rauðu teigunum, og í þriggja hringa mótum sem spiluð eru af gulum teigum, skilar hann oftar en ekki inn skori sem er undir 220. „Það furða sig margir á hversu góður ég er miðað við aldur,“ segir hann við mig, þegar við göngum niður fyrstu braut. Þetta segir hann áður en ég þarf að fara að leita að boltanum mínum vinstra megin í trjánum. „Margir stoppa og horfa á mig slá, og mér finnst gaman að því.“ Ég finn loksins boltann minn, rétt við vallarmörkin, klúðra næsta höggi og rétt næ að bjarga skolla á þessari par fimm holu. Robin slær þrjú þráðbein högg niður brautina og tvípúttar fyrir öruggu pari. „Ég byrjaði snemma að spila betur en kylfingar sem voru mun eldri en ég,“ segir hann mér, þegar við göngum yfir á teiginn á annarri braut. „Við bjuggum í Aberdeen, og mig langaði að komast í klúbb þar sem 84
heitir Hazelmere. Ég var bara átta ára gamall og þess vegna of ungur. Þá spurði ég hvenær næsta mót fyrir yngri en 12 ára yrði haldið og hvort ég gæti fengið að taka þátt. Ég mátti það, sigraði með tíu högga mun og þá hleyptu þeir mér inn í klúbbinn.“ Robin er ekki að æsa sig yfir leiknum við mig, og það ætti ekki að koma neinum á óvart. Ég fer á taugum ef ég eygi möguleikann á sigri í mánaðarlegu móti í klúbbnum mínum; Robin hefur þegar þurft að fást við mun erfiðari verkefni. „Ég hef þrisvar sinnum verið í forystu fyrir síðasta hringinn á heimsmeistarmótum, en aðeins sigrað einu sinni, þannig að ég er ennþá að reyna að fást betur við pressuna sem fylgir því,“ segir hann. „Þegar ég æfi mig, þá reyni ég að líkja eftir þessum aðstæðum, til dæmis þegar ég æfi stutta spilið. Þá segi ég stundum við sjálfan mig, ´þú verður að slá þennan bolta upp að stöng og einpútta fyrir heimsmeistaratitlinum.‘“ Robin er greinilega með meðfædda hæfileika, en hann hefur þó ekki vanrækt æfingarnar. Hann fer á fætur fyrir sjö á morgnana, eyðir tæpum klukkutíma í að slá í net og lýkur svo morgunæfingunni með því að pútta. Þetta erfiði er greinilega að borga sig. Ég geng af 2. flöt með tvö högg í mínus, en Robin setti niður tveggja og hálfs metra pútt á meðan mitt fór í holubarminn og tók snögga beygju. „Ég lýk morgunæfingunni með því að taka fimmtíu pútt af tveggja metra færi,“ segir
hann. „Pabbi segir að þetta séu peningapúttin.“ Eftir skóla tekur Robin þriggja til fjögurra klukkutíma æfingu, og æfir enn meira á sumrin. Um helgar spilar hann átján holur annan daginn og æfir hinn. Robin gengur í Hampton College og þar fær hann leyfi til að sleppa tímum eftir hádegi tvo daga í viku til að æfa sig. Þetta virðist ekki hafa haft áhrif á einkunnir hans. „Mér finnst raungreinarnar skemmtilegar og líka stærðfræði og myndlist,“ segir Robin, sem hefur til þessa staðið sig afar vel á prófum. Robin virðist þess albúinn að feta í fótspor margra þekktra kylfinga, og rétt eins og hjá mörgum þeirra, þá virðist hann ekkert hafa fyrir því að sveifla golfkylfu. Tækni hans er hins vegar fínstillt. „Núna er ég mikið að spá í að undirbúningsferlið fyrir hvert högg sé nákvæmlega eins,“ segir hann. „Það er núna 3,46 sekúndur.“ Það eru til 12 ára strákar sem halda ekki einu sinni athygli sinni í svo langan tíma, þannig að það er nokkuð ljóst að Robin tekur sitt golf alvarlega. Rétt eins og hinn Tigerinn, þá hefur Robin GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
FRAMTÍÐARSTJÖRNUR? Sex ungir og hæfileikaríkir kylfingar Matt Fitzpatrick, 18 ára Hann ávann sér réttinn til að spila á Masters í vor, með sigri á meistaramóti áhugamanna í Bandaríkjunum. 200 ár eru síðan enskur kylfingur náði síðast þessum árangri. Fitzpatrick fór heim með Silfurskjöldinn frá Muirfield, þar sem hann spilaði best áhugamanna á Opna breska meistaramótinu. Hann er í námi í Northwestern háskólanum í Chicago, þar sem Luke Donald spilaði sitt háskólagolf. Charley Hull, 17 ára Charley var níu ára þegar hún vakti athygli með því að sigra á meistaramóti kvenna á Turnberry. Hún gerðist atvinnumaður í fyrra, og stóð sig vel sem yngsti kylfingurinn í Solheim keppninni, þar sem hún sló Paulu Creamer út í tvímenningi.
kosið að klæðast alltaf á sama hátt fyrir lokahringinn í mótum: Tiger hinn yngri velur hins vegar svart frá toppi til táar, til heiðurs Gary Player, sem er einn af hans uppáhalds kylfingum. Robin fæddist í Suður Afríku, en fékk breskt vegabréf í janúar 2013, er með breska fánann á pokanum sínum og langar að spila fyrir Evrópu í Rydernum. Faðir Robins heitir Marne og er tannlæknir. Hann spilaði eitt árið á Sunshine mótaröðinni í Suður Afríku og þegar ég horfi á þá feðga ganga niður brautina, þá velti ég því fyrir mér hvort Robin hafi verið þrýst í golfið til að uppfylla drauma föður síns. „Pabbi elskar krikket,“ segir Robin mér, eftir að ég spyr hann hvaðan Tiger nafnið kemur. „Hann vildi kalla mig Sachin, eftir Sachin Tendulkar (frægur indverskur krikketspilari) en mamma kaus Tiger nafnið. Ég spilaði aldrei krikket þegar ég var lítill – mér fannst alltaf skemmtilegast að slá golfbolta og vildi helst gera það frá morgni til kvölds.“ Það er augljóslega hægt að bera þetta saman við sögurnar um Tiger Woods, sem var farinn að slá golfbolta eins og hálfs árs gamall, en það er hins vegar ótrúlegt hvað þeir eru líkir, Robin og Tiger. Þegar kvikmyndin um ævi hins síðarnefnda verður gerð, þá gæti Robin leikið hann á unga aldri – en þá er reyndar allt eins líklegt að Robin verði upptekinn við að móta sína eigin frægðarsögu. Þrátt fyrir líkindin, þá virðist Robin ekki vera upptekinn af samanburðinum við Tiger. Hann segir mér að hann dáist að andGOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
legum styrk Bandaríkjamannsins, en talar í sömu setningu um „flæðið í sveiflunni hjá Nicklaus, framkomuna hjá Seve, þráðbeinu höggin hans Moe Normans, taktinn hjá Hogan og lokastöðuna hjá McIlroy.“ Mér tekst að klóra í bakkann á fjórðu holu, eftir ótrúlegt heppnishögg úr skóginum inn á flöt. Það setur pressu á Robin og hann missir fuglapúttið sitt framfyrir holuna. Ég skammast mín aðeins fyrir að spila af gulum teigum við 12 ára dreng sem slær um 180 metra af teig. En sektarkenndin er fljót að hverfa á næstu holu, þegar hann sigrar mig með stuttu parpútti. Ég bauð honum líka að velja teiga, og hann kaus þá gulu. „Hinir strákarnir á heimsmeistaramótinu slógu 45 metrum lengra en ég, en stutta spilið mitt var betra.“ Robin á eftir að vaxa úr grasi. Hann er nýbyrjaður í líkamsþjálfun og það á eftir að hjálpa honum að takast á við sterkari kylfinga. Robin ætlar sér að verja heimsmeistaratitilinn þetta árið og helst að sigra á nokkrum öðrum mótum víðsvegar um heiminn. Til lengri tíma eru markmið hans háleit. Mér finnst ég vera svona níræður þegar ég spyr Robin hvort hann gæti hugsað sér að verða atvinnumaður í golfi. „Ég myndi gjarnan vilja það,“ segir hann, „en það er bara svo margt sem þarf að falla með manni til að það gerist. 125 manns komast á mótaröðina, og það eru milljónir kylfinga í heiminum. En ég held að ef ég geti látið mig dreyma um það, þá geti ég látið þann draum rætast.“
Guan Tianlang, 15 ára Matteo Manassero var yngsti kylfingurinn til að komast í gegnum niðurskurðinn á risamóti – þar til Tianlang kom fram á sjónarsviðið. Manassero var rúmlega sextán ára – Tianlang var 14 og hálfs árs gamall þegar hann spilaði alla fjóra hringina á Masters í fyrra. Phachara Khongwatmai, 14 ára Hann varð yngsti kylfingurinn sem nokkurn tímann hefur sigrað á atvinnumannamóti, þegar hann lyfti bikarnum á Singhua Hin Open á 13 undir pari. Graysen Collins, 8 ára Collins kætti krakka úti um allan heim þegar hann sagðist hafa byrjað að spila golf á X-boxinu sínu og langaði svo að prófa það í alvörunni. Nú er hann með 3 í forgjöf og hefur spilað undir pari á rauðum teigum. Jayden Phipps, 6 ára Í fyrrasumar fór Jayden til Kaliforníu til að spila fyrir Bretland í Callaway World Juniors mótinu, þar sem hann keppti gegn mun eldri kylfingum. Í fyrra, þegar hann var fimm ára, sló hann Colin Montgomerie út í samkeppni um að slá sem næst að holu á Golf Live. Colin hefur líklega ekki verið skemmt...
85
Ég spyr Robin hversu góður hann gæti orðið; gæti ég verið að tala við verðandi besta kylfinginn í heimi? „Þetta er það sem ég er að hugsa þessa dagana,“ segir hann, en er fljótur að leiðrétta sig. „Þetta er það sem mig dreymir um. Þetta er stór draumur, þannig að við skulum bíða og sjá.“ Faðir hans er augljóslega bjartsýnn, en er líka meðvitaður um hættuna sem fylgir of miklum væntingum. „Við förum á mót og allir kylfingarnir eru með frábæra sveiflu, eru vel undirbúnir og andlega sterkir,“ segir hann mér, þegar Robin heyrir ekki til. „Það þarf eitthvað sérstakt til að skara framúr í þessum hópi.“ Ef það er trú á sjálfan sig sem er þetta sérstaka sem til þarf, þá er Robin ekki í miklum vandræðum. Þeir sem skara fram úr í íþróttum hafa trú á eigin getu, og þar er Robin engin undantekning. „Ég er með pínkulitla rauðvínskönnu í herberginu mínu,“ segir Robin, á sama tíma og pabbi hans dregur einmitt þessa könnu upp úr
golfpokanum. „Á henni stendur ´2020 British Open Champion, Robin Tiger Williams.´ Einhvern tímann ætla ég að skipta þessari könnu út fyrir þá einu sönnu.“ Þetta hljómar eins og draumsýn, en þegar ég hringi í William Hill (veðmálafyrirtæki) daginn eftir þá kemur í ljós að möguleikinn er til staðar. „RTW er greinilega hæfileikaríkur og okkar sérfræðingar meta hann sem framtíðarsigurvegara,“ fæ ég að heyra frá talsmanni William Hill. Fyrirtækið býður 500/1 líkur á því að Robin sigri á Opna breska meistaramótinu árið 2020 og 25/1 líkur á því að hann nái þeim árangri áður en hann verður fimmtugur. Þegar ég læt Snickers stykkið mitt í hendur drengs sem er of ungur til að vita hvað svona sælgæti var kallað áður, þá er það smá huggun að ég tapaði ekki bara fyrir 12 ára dreng, heldur mögulega fyrir meistarakylfingi ársins 2020. Reikningurinn minn hjá William Hill vonar það alla vega...
„Þetta er það sem mig dreymir um. Þetta er stór draumur, þannig að við skulum bíða og sjá“
86
HVAÐ GERIST ÞEGAR DRAUMURINN RÆTIST EKKI? Miklar vonir voru bundnar við undrabarnið Thomas Fraser. Ég byrjaði að spila golf þegar ég var átta ára. Frændi minn spilaði golf og ég fékk áhugann með því að fylgjast með honum. Þegar ég var ellefu ára, fékk ég styrk til að æfa í West Byfleet klúbbnum í Surrey. Á þeim tíma varð ég efstur á Junior Order of Merit og sigraði í nokkrum mótum. Ég spilaði á 73 höggum í unglingamóti í Surrey, þar sem Zane Scotland tók þátt (breskur atvinnukylfingur sem nú spilar á evrópsku mótaröðinni). Mér fannst miklar væntingar gerðar til mín, þar sem ég var á styrk hjá klúbbnum, og meðlimirnir voru alltaf að spyrja hvernig mér gengi. GCSE prófin (samræmd próf) voru að nálgast og ég ákvað að einbeita mér frekar að skólanum. Það reyndist vera örlagarík ákvörðun. Ég eignaðist fleiri vini, sem varð til þess að ég æfði minna golf. Ég held að ég hafi þá verið búinn að sætta mig við að foreldrar mínir hefðu ekki efni á að styðja mig til að verða virklega góður kylfingur, þannig að ég ákvað að stunda frekar nám til að komast í góða vinnu. Foreldrar mínir voru einfaldlega ekki nógu vel stæð til að geta þetta. Ef ég gæti gert þetta aftur, þá held ég að ég hefði eytt einu eða tveimur árum eftir samræmdu prófin til að lækka forgjöfina, á sama tíma og ég var að taka út vöxtinn og verða sterkari líkamlega. Þá hefði ég mögulega getað farið af stað og leitað mér að styrktaraðilum. Ég sé svolítið eftir þessu, en ég er þó ennþá að spila golf og hef mjög gaman af því. Ég ætla að ganga í golfklúbb eftir nokkur ár og sjá hversu góður ég get orðið. Það er þetta með golfið: það er alltaf hægt að bæta sig...
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
*Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði án fyrirvara. ©2014. Gert með fyrirvara um prentvillur.
*Ríkulegur staðalbúnaður: 7 gíra PDK sjálfskipting með skiptingu í stýri, leður og Alcantara innrétting, rafdrifið ökumannssæti, hiti í framsætum, 18“ álfelgur, Led dagljósabúnaður, tvöföld sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, fullkomið hljómkerfi, sport aðgerðarstýri, rafdrifinn afturhleri, o.m.fl. Sjá nánar á benni.is
Magnað meistaraverk! Bílaframleiðandinn Porsche er þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Nú hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl; Þetta er sportjeppinn Macan.
Porsche Macan S Diesel 258 hestöfl • 580Nm tog • CO2 159 g/km Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst. Eyðsla 6.3 l/100 km í blönduðum akstri. Verð: 11.950.000 kr.*
Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna • Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík • S: 590 2000 • porsche@porsche.is • www.benni.is
ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐ
unglinga hefst á Garðavelli
Í
slandsbankamótaröð unglinga verður með svipuðu sniði og áður en fyrstu mótin fara fram helgina 24.-25. maí. Íslandsbanki er einnig samstarfsaðili Golfsambandsins á Áskorendamótaröðinni sem er ætluð þeim kylfingum sem vilja öðlast keppnisreynslu áður en þeir takast á við Íslandsbankamótaröðina. Stefán Garðarsson markaðs- og sölustjóri hjá Golfsambandi Íslands segir að áhugi yngri kylfinga á Íslandsbanka – og Áskorendamótaröðinn hafi farið stigvaxandi. „Við hjá Golfsambandinu erum hæsánægðir með samstarfið við Íslandsbanka sem hefur staðið vel við bakið á GSÍ í þessu verkefni,“ sagði Stefán. Fyrsta mótið á Íslandsbankamótaröðinni fer fram síðustu helgina í maí á Garðavelli á Akranesi og Áskorendamótaröðin hefst á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Á Áskorendamótaröðinni verða leiknar 18 holur á hverju móti nema þegar Íslandsmótið í höggleik fer fram á Íslandsbankamótaröðinni á Strandavelli á Hellu. Þá verða leiknar 36 holur á tveimur dögum á Áskorendamótaröðinni á Hellishólum. Íslandsbankamótaröðin hefst á Garðavelli. Að ofan sést frá Hellu en þar mun Íslandsmótið í höggleik fara fram.
Íslandsbankamótaröð unglinga: 24.-25 maí Garðavöllur Golfklúbburinn Leynir 7. - 8 júní Hlíðavöllur Golfklúbburinn Kjölur Mosfellsbæ 20.-21. júní Urriðavöllur Golfklúbburinn Oddur / Íslandsmótið í holukeppni 18.-20. júlí Strandavöllur Golfklúbburinn Hellu / Íslandsmótið í höggleik 15.-17. ágúst Jaðarsvöllur Golfklúbbur Akureyrar 6.-7. september Golfklúbbur Reykjavíkur
Áskorendamótaröð unglinga: 24.-25 maí Kirkjubólsvöllur Golfklúbbur Sandgerðis /Ath gæti breyst 8. júní Víkurvöllur Golfklúbburinn Mostri Stykkishólmi 21. júní Húsatóftavöllur Golfklúbburinn Grindavík 19.- 20. júlí Þverárvöllur Golfklúbburinn Þverá Hellishólum 17. ágúst Katlavöllur Golfklúbbur Húsavíkur 7. sept. Bakkakotsvöllur Golfklúbbur Bakkakots
88
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
UNG & EFNILEG ANNA SÓLVEIG SNORRADÓTTIR
ÆTLA AÐALLEGA AÐ BÆTA STUTTASPILIÐ Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? Foreldrar mínir spiluðu bæði golf á sínum tíma þannig ég sjálfkrafa byrjaði í golfi og svo bý ég alveg við Hvaleyrarvöllinn. Hvað er það sem heillar þig við golf? Útiveran, hreyfingin og félagsskapurinn Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Fá að æfa og spila golf með góðum háskóla í Bandaríkunum. Það má alveg láta sig dreyma um að komast í atvinnumennsku. Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Já ég vil meina það, forgjöfin fer allavega lækkandi Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? Ég er ágætlega högglöng og er mikil keppnismanneskja, en helsti veikleikinn er stuttapilið og ég er að vinna mikið í þvi, einnig mætti ég hafa meiri trú á sjálfri mér. Hvað ætlar þú að bæta í þínum leik fyrir sumarið? Ég ætla aðallega að bæta stuttaspilið og auðvitað má bæta alla hluti leiksins og þá ekki síst leikskipulag. Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Síðasta golfhöggið mitt í íslensku unglingagolfi í sveitakeppni unglinga sumarið 2013 þar sem ég púttaði ofaní fyrir fugli í bráðabana fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Einnig fór ég holu i höggi á æfingahring fyrir EM kvenna síðastliðið sumar. Það var dálítið fúlt að eyða þessu höggi í æfingahring.
STAÐREYNDIR
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Vandræðalega „mómentið“ var þegar við Keiliskonur vorum búnar að fagna Íslandsmeistaratitli í sveitakeppninni 2013. Sigurinn var síðan dæmdur af okkur.
Uppáhalds matur: Pizza
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Ég verð að viðurkenna að ég á mér enga uppáhalds kylfinga en ég held yfirleitt með þeim kylfing sem er að vinna hverju sinni.
Ég hlusta á: Nánast alla tónlist
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Ég er í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og námið gengur ágætlega. Hvað æfir þú mikið í hverri viku? Núna yfir vetrartímann hef ég verið að fara 4 sinnum í vikur á æfingar með þjálfara og 3 styrktaræfingar. Einnig reyni ég að æfa aukalega eins og tími vinnst til. Í sumar stefni ég á að æfa mig 3-4 tíma á dag auk þess tíma sem fer í að spila.
Nafn: Anna Sólveig Snorradóttir Aldur: 18 Klúbbur: Keilir Forgjöf: 1,7 Uppáhalds drykkur: Vatn Uppáhalds kylfa: Driverinn Besta skor: Ég hef spilað 1 yfir á nokkrum völlum ení sumar ætla ég að reyna að komast undir parið. Rory McIlroy eða Tiger Woods? Tiger Evrópu- eða PGA-mótaröðin? PGA-mótaröðin Besta vefsíðan: facebook.com Besta blaðið: Golf á Íslandi Besta bókin: Ég les ekki mikið af bókum
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Mér finnst alltaf skemmtilegt að spila í Vestmannaeyjum því þar er umhverfið æðislegt og þar eru margar spennandi brautir. Hólmsvöllur í Leiru er einnig í uppáhaldi því þar gengur mér oft vel. Og auðvitað er Hvaleyrin hjá okkur í Keili frábær golfvöllur. Af erlendum völlum finnst mér Royal St George í Englandi mjög skemmtilegur völlur en þar tók ég þátt í Duke of York seinasta sumar.
Besta bíómyndin: Napoleon Dynamite
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 7. holan á Hvaleyrarvelli, 3.holan á Hólmsvelli í Leiru og 17.holan í Vestmannaeyjum.
Járn: Mizuno JPX 825 pro
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum? Tiger Woods, Rory McIlroy og mamma. Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Vinir, hreyfing og tónlist 90
Hvað óttastu mest í golfinu? Ég reyni að óttast ekki neitt. Golfpokinn: Mizuno Dræver: TaylorMade R11 Brautartré: Mizuno JPX 825 Fleygjárn: Mizuno MP-T4 Pútter: Ping Scottsdale TR Hanski: FootJoy Skór: Adidas Bolti: Titleist ProV1 GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS
HNAPPUR SEM BJARGAÐ GETUR LÍFI ÞÍNU OG ÞINNA NÁNUSTU
HOLLVINUR LEB
UNGUR & EFNILEGUR KRISTÓFER ORRI ÞÓRÐARSON
FÉKK GÓÐAR RÁÐLEGGINGAR FRÁ
ARNOLD PALMER Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? Foreldrar mínir fóru með mig í Bása þegar ég var 10 ára og eftir það var ekki aftur snúið. Hvað er það sem heillar þig við golf? Þetta er einstaklingsíþrótt og allt undir sjálfum þér komið hvernig það gengur og síðan er líka svo gaman að vera úti í náttúrunni. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Það er að fara í háskólagolf í Bandaríkjunum og komast síðan inn á einhverja af stóru mótaröðunum. Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Ég hef verið að taka góðum framförum á siðustu árum og er sáttur með minn árangur. Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? Kostur: Það er langa spilið þ.e. teighögg og innáhögg. Galli: Púttin er það sem að eg þarf mest að bæta. Hvað er það sem þú ætlar helst að bæta í sumar? Markmiðið er að bæta púttin í sumar. Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Eftirminnilegasta atvikið er eflaust þegar að ég spilaði Bay Hill á síðasta ári og hitti þar eftir hringinn sjálfan Arnold Palmer. Hann gaf sér tíma til að tala við mig og ég fékk góðar ráðleggingar frá honum. Hvað er það vandræðalegasta
STAÐREYNDIR Nafn: Kristófer Orri Þórðarson. Aldur: 16 ára. Klúbbur: Golfklúbbur Kópavogs og Garðarbæjar. Forgjöf: 0,2.
Besta skor: 69 á Leirunni á gulum og 66 í Golfklúbbi Bolungarvíkur af rauðum. Rory McIlroy eða Tiger Woods? Tiger allan daginn. Strand- eða skógarvellir? Skógarvellir hafa heillað mig mjög mikið.
sem þú hefur lent í á golfvellinum? Það mun vera þegar að ég var að draga fyrir pabba í meistarmóti GR og ég missti settið hans úti vatn á 16 í Grafarholtinu. Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Tiger, Dustin Johnson, Victor Dubuisson og Adam Scott. Þeir eru allir með svo mismunandi stíl og er mjög gaman að horfa á þá spila. Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Ég er í Menntaskólanum við Sund og námið gengur vel. Hvað æfir þú mikið í hverri viku? Á veturna æfi ég í kringum 10-15 tíma í viku. En á sumrin er ég allan daginn úti á golfvelli. Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Það mun vera Bay Hill, ótrúlega fallegur völlur og flott umhverfi og síðan var það ekki leiðinlegt að hafa hitt Arnold Palmer þar. Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 17. hola á Urriðavelli. 2. holan á Akranesi og 14. holan á Korpunni. Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum? Tiger Woods, Jack Nicklaus og Adam Scott, og mamma fær að vera á pokanum hjá mér. Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Laxveiði er mikið áhugamál en einnig hef ég gaman af því að spila fótbolta.
GOLFPOKINN: Dræver: Titleist 913 D3 10.5 gráður. Brautartré: Titleist 913F 15 og 19 gráður. Ég skipti út 19 gráðunum og hálvitanum eftir því hvaða völl ég er að spila.
Uppáhaldsmatur: Innbakaður krónhjörtur hjá mömmu á jólunum.
Besta vefsíðan: Kylfingur.is og fotbolti.net. Besta blaðið: Golf Digest og Golf á Íslandi.
Blendingur/Hybrid: Titleist 913H 21 gráða. Járn: Titleist 714 CB. Fleygjárn: Titleist Vokey SM4 52,56 og 58 gráður.
Uppáhaldsdrykkur: Íste er í miklu uppáhaldi hjá mér.
Besta bókin: Grafarþögn eftir Arnald Indriðason.
Pútter: Scotty Cameron Golo 5.
Besta bíómyndin: Shawshank Redemption og Lord of The Rings Trilogy.
Hanski: FootJoy Stasof og Titleist.
Uppáhalds kylfa: Dræver og pútter. Ég hlusta á: Nánast allt.
Hvað óttastu mest í golfinu? Ég óttast ekkert.
Bolti: Titleist ProVX1.
Skór: Ecco Biom og Hybrid.
H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A
Vodafone RED Pro Ótakmarkaðar mínútur og SMS í alla farsíma og heimasíma á Íslandi óháð kerfi fyrir þitt starfsfólk Skiptu yfir í Vodafone RED Pro Fáðu upplýsingar hjá firma@vodafone.is Vodafone
Frá heimsókn Birgis Leifs í sinn gamla heimabæ, Akranes.
Birgir Leifur Hafþórsson miðlaði af reynslu sinni til yngri kylfinga á landsbyggðinni í vetur:
„ÁNÆGÐUR MEÐ VIÐTÖKURNAR OG VIÐBRÖGÐIN“
„Ég er mjög ánægður með viðtökurnar og viðbrögðin sem við höfum fengið við þessum fyrirlestrum og vonandi getum við haldið þessu áfram á næstu misserum,“ segir Birgir Leifur Hafþórsson en hann hefur farið víða í vetur og haldið fyrirlestra fyrir yngri kylfinga. Það er Golfsamband Íslands sem stóð að þessum fyrirlestrum sem hafa farið fram á Akureyri, Selfossi og Akranesi en ekkert varð af ferðinni á Austurland vegna veðurs og eru heimsóknir á fleiri staði á dagskrá. „Markmiðið með þessu er að hitta forsvarsmenn klúbbana, yngri kylfinga og þá sem eru í grasrótarstarfinu. Við förum yfir starfið með þeim og miðlum af reynslu okkar,“ segir Birgir en Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari fór með Birgi m.a. til Akureyrar. „Við vonumst til þess að geta eflt golfstarfið með svona fyrirlestrum og sameinað krafta okkar þannig að golfhreyfingin sé að fara í sömu átt hvað varðar yngri kylfinga landsins. Það eru ýmsar hugmyndir sem hafa komið upp í þessu samhengi. Hvernig við getum minnkað 94
brottfallið hjá unglingum í keppnisgolfinu, geta klúbbarnir unnið betur saman, og er hægt að finna leiðir til þess að styrkja og efla starfið fyrir eldri afreksunglingana. Eitt af því sem hefur verið nefnt er að búa til afrekshópateymi í hverjum landshluta sem yrði sameiginlegt verkefni fyrir marga klúbba. Landshlutaúrval eða eitthvað álíka. Það eru sex kylfingar frá Norðurlandi í afrekshóp GSÍ í dag og það er í raun magnað,“ segir Birgir Leifur en hann býr yfir gríðarlegri reynslu eftir að hafa verið atvinnukylfingur frá árinu 1996. „Ég hef í gegnum tíðina rekið mig á ýmislegt hvað varðar atvinnumennskuna og þá sérstaklega þegar ég var að byrja. Það margt sem ég hefði getað gert miklu betur og ég lærði af reynslunni. Með þessum fyrirlestrum er ég að miðla upplýsingum og reynslu sem ég hef. Og vonandi verður það til þess að okkar yngri afrekskylfingar nýti sér þessa reynslu og hagi sínum málum með öðrum hætti,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Við fjármögnum atvinnutæki Það er stór stund þegar þú tekur við nýju atvinnutæki sem eykur afköstin og gerir vinnudaginn skemmtilegri. Með faglegri ráðgjöf og góðri þjónustu hjálpum við þér að fjármagna það sem upp á vantar til að þú getir keypt þér draumatækið. Við aðstoðum með ánægju!
Suðurlandsbraut 14
>
sími 440 4400
>
www.ergo.is
>
ergo@ergo.is
Nýtt í græjum og fatnaði Það er ávallt eitthvað nýtt í boði fyrir kylfinga þegar kemur að útbúnaði og fatnaði. Golf á Íslandi leit við í nokkrum golfverslunum hér á landi og kannaði hvaða hlutir ættu eftir að vekja athygli á golfsumrinu 2014. Sterkbyggð kerra sem fer lítið fyrir Big Max Blade golfkerran er nýjung á Íslandi en það er fyrirtæki í Austurríki sem framleiðir þessa vöru. Helstu kostir kerrunnar er að mjög lítið fer fyrir henni þegar búið er að brjóta hana saman. Kerran er þriggja hjóla og er sterkbyggð. Allar gerðir af golfpokum passa á Big Max Blade kerruna sem verður án efa vinsæll valkostur hér Íslandi í sumar. Big Max Blade kerruna má fá í Golfskálanum í Reykjavík.
Caddietech X1 magnaður aðstoðarmaður Caddietech X1 er handhægt og þægilegt GPS tæki sem segir til um hvað kylfingar eiga langt eftir inn á flöt. Tækið talar við kylfinginn og þegir líka ef þess er óskað. Það er löglegt í mótum og vegur aðeins 24 grömm. Um 40.000 golfvellir eru til staðar í tækinu og það gefur einnig upp ýmsar mæltingar hvað varðar högglengd, tímalengd og hversu langt kylfingar ferðast á hringnum. Hægt er að festa tækið á derhúfuna, pokann eða belti. Nánast allir golfvellir á Íslandi eru til staðar í tækinu og er enginn kostn-aður við að nota tækið. Caddietech X1 fæst í Golfskálanum í Reykjavík.
588 RTX fleygjárnin eru „klassísk“ Cleveland hefur markað sér sérstöðu hvað varðar framleiðslu á fleygjárnum og er framarlega á því sviði. 588 gerðin frá Cleveland er ein þekktasta varan frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur uppfært 588 fleygjárnin þar sem „Rotex“ höggflöturinn er með nýjum rákum sem eru 16% stærri en hefðbundnar rákir. Hægt er að fá Cleveland 588 – RTX í þremur tegundum hvað varðar „bounce“ og í tveimur litum, svörtu og silfurlitu. Cleveland RTX 588 fæst m.a. í Örninn Golfverslun í Reykjavík.
96
Laugarnar í Reykjavík
r i r Fy a m a lík l á s og
alla y fyrir ldun fjölsky lduna
í þí nu hv eerfi
600 kr. Ful lorðni r 130 kr. Bör n
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Vatnsheldur golfpoki fyrir íslenska sumarið! Golfpokarnir frá Big Max fengu sannarlega eldskírn hvað varðar íslenskt veðurfar á síðasta sumri. Þessi poki er algjörlega vatnsheldur og eru ýmis smáatriði við hönnun pokans sem valda því að ekkert vatn á að komast inn í geymsluhólfin. Pokinn er í raun eins og vatnsheld flík og er hann úr laufléttu efni sem einnig er sterkt. Hægt er að fá þessa poka sem kerrupoka og burðarpoka. Vatnsheldi Big Max golfpokinn fæst í Golfskálanum í Reykjavík.
Silkimjúkur golfbolti frá Callaway Miðað við að meðalhitastigið í júní á Íslandi er rétt um 10 gráður þá er ekki óeðlilegt að hinn silkimjúki Supersoft golfbolti frá Callaway njóti vinsælda hér á landi. Þessi golfbolti hefur fengið góða dóma víðsvegar um heiminn en hann er mjög mjúkur, og með alla þá eiginleika sem einkennir góða golfbolta. Hann hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og sérstaklega fyrir þá kylfinga sem eru ekki með mjög hraða sveiflu. Supersoft frá Callaway fæst m.a. í Golfbúðinni í Hafnarfirði.
Abacus golfbuxur fyrir íslenskar aðstæður Það gerist stundum á íslenskum sumardögum að hitastigið er ekki mjög hátt. Sænska fyrirtækið Abacus hefur framleitt golfbuxur sem virðast vera sérhannaðar fyrir íslenskt sumarveður. Buxurnar eru fóðraðar að innanverðu og hrinda frá sér vatni. Það er því hægðarleikur að leika í þeim í „kulda og trekki“ án þess að fara í regn – eða vindbuxur. Abacus fatnaðurinn fæst í Golfbúðinni í Hafnarfirði. 98
Hirzl golfhanskar Leðurgolfhanski sem má setja í þvottavélina! Hirzl fyrirtækið er framarlega í framleiðslu á golfhönskum. Í Örninn Golfverslun eru til ýmsar gerðir af Hirzl golfhönskum og má þar nefna Soffft flex gerðina – sem er úr cabretta leðri sem fer í gegnum 72 stig í framleiðslunni. Það sem er einstakt við þessa hanska er að þeir þola vatn og það er hægt að þvo þá í þvottavél. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Verkir í hálsi og öxlum? VOL130102
Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum!
Fæst án lyfseðils Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Galvin Green er þekkt stærð í golffatnaði Galvin Green er þekkt stærð í framleiðslu á golffatnaði. Vörurnar frá sænska fyrirtækinu eru þekktar fyrir gæði, notkunargildi, fallegt útlit og góða endingu. Örninn Golfverslun í Reykjavík er með fjölbreytt úrval fyrir kylfinga í Galvin Green fatnaði – konur jafnt sem karla.
Sláðu lengra og hærra með Taylor Made SLDR Taylor Made fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða samkeppnishæfa drævera og er fyrirtækið framarlega á því sviði. Nýjasta afurðin heitir SLDR og hefur dræverinn notið vinsælda hjá atvinnukylfingum sem og áhugakylfingum. Hægt er að stilla gráðurnar á höggfletinum á þessum dræver og hafa rannsóknir leitt í ljós að með hærri gráðum er hægt að slá lengra. Á meðal þeirra sem hafa valið þessa tegund eru Dustin Johnson, Darren Clarke og Justin Leonard. Taylor Made SLDR dræverinn fæst m.a. í Örninn Golfverslun í Reykjavík.
Röhnisch golfbuxur úr teygjanlegu efni Svíar eru framarlega þegar kemur að hönnun á golffatnaði fyrir konur. Sænska fyrirtækið Röhnisch er með fjölbreytta línu fyrir golfsumarið 2014. Fyrst skal nefna golfbuxur sem eru með nýrri hönnun, veita aðhald og móta línur. Buxurnar eru úr teygjanlegu efni, háar í mittið, grennir með styrkingu yfir maga. Vasar með silfurlituðum rennilásum. Þessar buxur eru til í fullri lengd og kvartsídd. Allie ermalausu golfbolirnir frá Röhnisch eru úr léttu efni með góðri öndun. Einnig eru í boði klassískar golfpeysur með tíglamynstri. Létt og þægilegt fyrir sumarið. Röhnisch fatnaðurinn fæst í Golfbúðinni í Hafnarfirði. 100
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
FRUMSÝND 16. MAÍ
Mest spennandi nýjung í langan tíma -segir Peter Salmon um Golf del Sur á Tenerife sem er nýtt golfsvæði hjá VITAgolf
G
olf del Sur er mjög skemmtilegt og fjölbreytt 27 holu golfsvæði á Tenerife sem skiptist í þrjá níu holu velli, Norður-, Suður- og Links-völlinn. Golf del Sur er einn af níu golfvöllum á Tenerife eyjunni og annað tveggja golfsvæða alveg syðst á eyjunni. Golf del Sur var fyrsti völlurinn á SuðurTenerife og fagnar nú aldarfjórðungsafmæli. Níu vellir eru á eyjunni en ljúft veðurfar hefur dregið marga sólardýrkendur og kylfinga á svæðið í gegnum tíðina. Íslendingar hafa þó ekki beint hópast þangað í golf þó margir hafi farið eingöngu til að sækja sólina og blíðuna. Ástæðan hefur aðallega verið vegna óhagstæðs verðlags á golfinu. Ekki hefur verið í boði líkt og á Spáni, þar sem hægt hefur verið að fá allan pakkann með fluginu, ótakmörkuðu golfi, mat og gistingu. Nú er að verða breyting þar á eftir að VITAgolf náði samningum á Tenerife. „Golf del Sur í Tenerife er einfaldlega mest spennandi nýjung sem við hjá VITA-
„Signature“ brautin á suður-vellinum, 2. hola, nefnd „Spælda eggið“.
102
golf höfum boðið lengi. Það er aðeins 10 mínútna akstur frá flugvellinum að okkar glæsilega 4 stjörnu+ Vincci Golf hóteli sem er staðsett alveg við ströndina. Frá hótelinu er svo 2 mínútna akstur á hinn mjög svo skemmtilega 27 holu Golf Del Sur golfvöll, sem margir telja að sé besti golfvöllurinn á Tenerife. Við bjóðum alla rástíma að morgni til og svo er ótakmarkað golf í boði það sem eftir er dags. Í göngufæri frá hótelinu eru ýmsir skemmtistaðir, fjöldinn allur af börum og veitingahúsum þar sem hægt er að borða og drekka á mjög hagstæðu verði. Þegar við bætum við besta veðri í Evrópu allan ársins hring ásamt mjög hagstæðum hótel- og golfpakka á þessum slóðum er ekki hægt annað en að mæla eindregið með Golf del Sur sem frábærum valkosti fyrir golfferðina,“ sagði Peter Salmon, framkvæmdastjóri VITAgolf.
Golfverslun og afgreiðslan og útisvæði veitingastaðar.
„Black sand“ á Tenerife
All nokkur stór mót atvinnukylfinga karla og kvenna hafa farið fram á Golf del Sur, m.a. í þrígang á Evrópumótaröð karla og sex sinnum á Evrópumótaröð kvenna. Ólöf María Jónsdóttir, fjórfaldur Íslandsmeistari
Sva s
Æfingaaðstða er góð á Golf Del Sur.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Tignarlegt teigstæði á 5. braut á Links-vellinum. Að neðan er 2. braut, par 3 á Noður-vellinum.
Svartur sandurinn setur svip sinn á vellina.
par 5. Hrjóstrugt umhverfi eyjunnar blasir við alla leið til hægri og gefur manni smá eyðimerkurtilfinningu. Andstæðurnar eru því miklar þegar maður gengur eftir grænu grasinu. Fjórða brautin er par 4 og liggur Það sem grípur fljótlega augað þegar maður aðeins upp í móti, mjög skemmtileg. hefur leik og er sameiginlegt með öllum 9 holu völlunum eru svartar glompur sem skera Af og til sér maður eðlu en dýralíf er fjölbreytt á Tenerife. Á 7. braut mættum við sig skemmtilega úr í fallegu umhverfinu. spakri andamömmu með tíu unga á göngu. Heimamenn nota jarðveginn úr eldfjallaHún kippti sér ekkert upp við það þó við eyjunni í glompur. Svarti sandurinn er smelltum af þeim myndum. aðeins þyngri og fýkur því ekki eins og hvíti sandurinn gerir víða. Flatir eru fjölbreyttar og frekar stórar og oft eru brautirnar nokkuð Daginn eftir lékum við Links og síðan Suðurvíðar. Vatnstorfærur setja svip sinn á mörgum völlinn. Byrjunin á öllum 9 holunum er góð og fyrsta brautin á Links er þar engin undanbrautum. Umhverfið er fallegt og nýtur sín í miklum andstæðum þar sem grænt grasið er tekning. Brautir 3 og 4 eru par 5 og sú fjórða umvafið öðrum litum frá sandi og eyðimerk- er afar glæsileg braut þar sem stór vatnstorfæra á stóran þátt í upplifuninni. Teigstæðið urútliti. á næstu braut, þeirri 5. er hátt uppi og þar er skemmtilegt að munda dræverinn þó holan Andstæður í fallegu umhverfi sé ekki löng. Við lékum Norður-völlinn fyrst í heimsókn okkar á Golf del Sur og náðum 9 holum Þriðja 9 holu serían okkar var Suðurfyrir myrkur á komudegi okkar til Tenerife í völlurinn. Erfið en flott byrjunarhola en svo febrúar sl. eftir beint flug með Icelandair frá kom „forsíðu“-braut vallarins, par 3, 180 Keflavík. Það var bónus að ná því. metrar af gulum teigum. Svartur sandur Opnunarholan er „blind“ en skemmtileg umlykur flötina og þessi „signature“ hola er og næstu þrjár brautir sem eru par 3, 5 og kölluð „spælda eggið“ vegna útlitsins. Þessi 4, eru allar mjög flottar en þó sérstaklega 3. níu holu hringur er skemmtilegur og fjölbrautin sem 480 metrar á gulum teigum og kvenna í höggleik lék í sínu fyrsta móti sem atvinnukylfingur á Tenerife árið 2005. Stóð sig vel og varð í 41. sæti.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
breyttur með góðri blöndu af par 3, 4 og 5 brautum eins og á hinum. Að sögn forráðamanna Golf del Sur er völlurinn vinsæll meðal kylfinga en tæplega 50 þúsund kylfingar sækja hann árlega. Flestir koma á tímabilinu október til apríl. Klúbbhúsið er fínt, sömuleiðis veitingasala og golfverslun. Hægt er að fá leigðan golfbíl og sömuleiðis eru kerrur í boði, bæði rafmagns og venjulegar. Þá er einnig hægt að geyma golfsettið á staðnum í lokaðri geymslu við völlinn.
Hótelið sem VITAgolf býður upp á er við ströndina. Herbergin eru vel búin og aðstæður góðar, s.s. bar og veitingastaður og sólbaðsaðstaða er mjög skemmtileg með sundlaug og fallegu útsýni út á sjóinn. 103
Unnið að stofnun Golfklúbbs Mosfellsbæjar
Í
byrjun febrúar s.l. var skrifað undir viljayfirlýsingu um sameiningu golfklúbbanna í Mosfellsbæ, Kjalar og Bakkakots, í nýjan klúbb undir nafninu Golfklúbbur Mosfellsbæjar. Formenn klúbbanna, fyrir hönd stjórna þeirra, ásamt Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra, undirrituðu viljayfirlýsinguna þar
sem stefnt er að sameiningarviðræðum á árinu 2014. Nýr klúbbur mun halda úti tveimur vallarsvæðum og halda þeim við með sambærilegum hætti og verið hefur. Bæjarfélagið mun gera samning við Golfklúbb Mosfellsbæjar um uppbyggingu á golfvallarsvæðum klúbbsins í bæði Mos-
fellsdal og Mosfellsbæ og mun sú uppbygging hefjast á árinu 2014. Verði sameining golfklúbbanna samþykkt á aðalfundum félaganna munu stjórnir þeirra ásamt Mosfellsbæ ganga frá formlegu þríhliða samkomulagi um sameiningu klúbbanna og stuðningi bæjarfélagsins við hinn sameinaða klúbb.
Fannar Ingi íþróttamaður ársins í Hveragerði Fannar Ingi Steingrímsson afrekskylfingur var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 í Hveragerði. Fannar Ingi, sem er 15 ár gamall, náði frábærum árangri á árinu 2013 og þar má nefna að hann lék á 61 höggi á Strandarvelli á Hellu. Þar sem hann fékk átta fugla og fór holu í höggi. Fannar tók þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum erlendis þar sem hann stóð sig mjög vel en þar má nefna Finnish International Junior Championship og Callaway Junior World Golf Championship. Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd velur íþróttamann Hveragerðis og er Fannar eini kylfingur landsins sem var kjörinn íþróttamaður ársins í sínu bæjarfélagi.
Smakkaðu...
104
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
aaree aar rCC CC
s ts dudcut c PProro
gari e v r u Sig röð! í ð i r 9. á
Glansþvottalögur
Gerðu bílinn kláran fyrir sumarið Faszination Autopflege mit með SONAX bónog hreinsivörum Markenprodukten von SONAX SONAX er margverlaunað bílhreinsimerki frá Þýskalandi. SONAX býður allt sem þarf: bón fyrir allar gerðir af Lassen Sie mehr Glanz in Ihr Leben! lakki, felguhreinsi, dekkjahreinsi, sápur, svampa, vínylhreinsi, gluggahreinsi og fleiri hágæða hreinsivörur.
Oxfordshire er einn af mörgum golfvöllum í nágrenni London í Englandi:
Vatnstorfærur og mikill sandur á flottum golfvelli
O
xfordshire golfvöllurinn í Englandi er einn af fjölmörgum skemmtilegum kostum sem stendur Íslendingum til boða í nágrenni London. Átján holu völlur var tekinn í notkun árið 1993 og 2010 var hótel opnað við hann. GB ferðir hafa boðið ferðir til til þessa flotta golfstaðar.
Oxfordshire býður upp á flest það sem kylfingar vilja. Góð umræða um völlinn fljótlega eftir opnun heillaði atvinnumannaheiminn og 1995 var Andersen Consulting heimsmótið haldið á honum og sama ár mót á Evrópumótaröð kvenna. Ári síðar mætti allt Ryderlið Evrópu í Benson og Hedges mótið sem haldið var á Oxfordshire næstu fjögur árin. Sigurvegarar voru kappar eins og Colin Montgomery, Bernhard Langer og Darren Clarke, allt stór nöfn úr heimi þeirra bestu frá þeim tíma til dagsins í dag.
alls 135 talsins, margar mjög stórar, og setja þannig mikinn og fallegan svip á golfvöllinn. Fjórar mjög stórar vatnstofærur eru líka til að hrella kylfinga og þær koma við sögu á sex brautum. Því er ekki að leyna að þær brautir Flottur völlur í enskri sveitasælu eru mjög skemmtilegar og fallegar. Vatnið Völlurinn er byggður á stóru landsvæði, um fær menn oft til að skjálfa aðeins í hnjánum, 100 hekturum í glæsilegri enskri sveitasælu sérstaklega á 4., 8., 13. og 17. braut. Fjórða og í Oxfordshire, en um hálftíma akstur er til 13. hola eru par 3 brautir, flatirnar ekki mjög samnefndar sögufrægrar borgar. Hann er stórar og dugir því ekki nein ónákvæmni þar. hannaður af hinum þekkta hönnuði Rees Jones Við þá þrettándu er stoppistöð þar sem mælt sem m.a. endurhannaði stórvelli í Bandaríkjer með því að kylfingar taki 10 mín. pásu frá unum eins og Bethpage og Torrey Pines. Mikill golfi og kaupi sér hressingu. Fyrir upphafsfjölbreytileiki einkennir 18 holurnar sem skila höggið á stuttri brautinni er þó mælt með parinu í 72 högg og á gulum teigum er hann sterkum kaffibolla en sumir freistast til að 5600 metrar. Það er þokkalega vítt til veggja taka einn grænan í gleri til að herða sig fyrir en glompur eru fyrirferðarmiklar en þær eru höggið.
Þrettánda brautin er flott par 3 braut.
106
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Áttunda brautin nær ekki 300 metrum á gulum teigum en hér eru hættur alla leið. Á minni myndinni til vinstri sést eyjan sem er skammt frá brautinni og flötinni. Frábær golfhola.
17. brautin er svakaleg!
Þetta er hin magnaða 17. braut par 5. Hér reynir á þolrif kylfinga. Það er stór vatnstorfæra í miðju og brautarsvæði sitt hvoru megin, áhætta í raun alla leið inn á flöt.
Áttunda og sautjánda voru að mati Íslendinga sem léku golf þarna í vor bestu holur vallarins. Áttunda er fallegasta braut vallarins þar sem margir möguleikar eru í boði þegar slegið er af teig, eyja með stórum trjáum fyrir framan flötina setur sterkan svip á brautina sem er í sveigju til hægri. Hér fara ótrúlega margir boltar í bleytuna. Glæsileg golfhola.
Glæsilegar vatnabrautir
Sautjánda er par 5 og spilast nokkuð löng fyrir meðalkylfinginn. Risastór vatnstorfæra blasir við framundan en það sem er mjög sérstakt er að það er brautarsvæði beggja megin, til hægri og til vinstri. Fyrir högglengri sem þora að slá boltann nógu nálægt vatninu er möguleiki á að slá yfir í tveimur höggum en fjarlægðin er yfirleitt um 200 metrar eða meira og því er það frekar sjaldgæft, nema hjá forgjafarlægri kylfingum. Flötin er síðan vel varin að auki með glompum og er grunn í þokkabót. Alger snilldarbraut og það sem hún gerir er að hún býður upp í dans en
krefur kylfinginn um að velja á milli kosta. Vill hann taka áhættu eða leika af meira öryggi sem er í raun ekki mikið því vatnið hrellir alveg upp að flöt. Hér hefur aðeins verið skrifað um flestar vatnaholurnar en það eru margar fleiri góðar brautir á vellinum. Þrjár þeirra, 3., 12. og 16., eru allar mjög erfiðar par 4 brautir. Margir „meðalkylfingar“ ná ekki inn á flöt í tveimur höggum á öllum þessum holum en auðvitað er það mismunandi eftir vindi. Svo eru styttri holur sem gefa möguleika og þar má sérstaklega nefna 7. braut sem er stutt par 5 og 14. sem er góð par 4. Tíunda er mjög flott par 4 og 11. holan er par 5 og þar er vatn alla leið hægra megin inn að flöt. Báðar mjög flottar. Upphafsholan og lokabrautin eru báðar mjög skemmtilegar par 4 brautir og svona mætti halda áfram. Ótrúleg fjölbreytni á mögnuðum golfvelli, einum þeim skemmtilegasta sem undirritaður hefur leikið. Slegið úr einni risaglompunni á 9. braut.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Góðar aðstæður á hótelinu
Oxfordshire er mjög gott 4 stjörnu golfhótel með 50 herbergjum. Herbergin eru vegleg með helstu þægindum, veglegu sjónvarpi og þá eru nettar svalir á þeim öllum. Netaðgangur er alls staðar á svæðinu og er ókeypis. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar, lounge með fríu interneti, heilsulind og sundlaug. Klúbbhúsið er hluti af hótelinu, þar er enn einn veitingastaður og bar, stórt búningsherbergi með sturtuaðstöðu. Fyrsti teigur á golfvellinum er nokkur skref frá hótelinu ásamt æfingasvæðinu og púttflötum. Þá er ágæt golfverslun í húsinu. Þar er golfvarningur til sölu, leiga á 2 hjóla kerrum, rafmagnskerrum og golfbílum. Ef kylfingar vilja kíkja í næsta bæ er stutt í Thame sem er smábæjarkjarni um 5 mín. frá hótelinu, 30 mín. eru í Oxford en þar er mikið líf og fjör og fjöldi veitingastaða. Upphafshögg á 11. teig en sú braut er par 5.
107
krónur
Á AÐ LÆKKA FORGJÖFINA Í SUMAR? Fyrir 320 kall og með smá heppni gætirðu farið á fimm daga einkanámskeið hjá Bubba Watson.
HUGSAÐU
STÓRT
JANÚAR
OG SKELLTU ÞÉR Á MIÐA
FÖSTUDAGUR TIL FJÁR
ENNEMM / NM61546
IP símkerfi fyrir fast gjald á mánuði
Fyrirtækjaþjónusta Símans er partur af starfsemi Furu www.siminn.is
Láttu sérfræðinga okkar finna lausnina sem hentar þínu fyrirtæki Endurvinnslufyrirtækið Fura bútar sundur 2.500 bíla og fimm skip árlega. Eins og 15.000 önnur íslensk fyrirtæki treystir það á fyrirtækjaþjónustu Símans.
Starfsfólkið getur þannig einbeitt sér að sínu aðalhlutverki meðan Síminn sér um rekstur, viðhald og öryggi kerfanna.
Síminn býður fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum upp á bæði fjarskipta- og upplýsingatækniþjónustu.
Nánar á siminn.is eða í síma 800 4000.
Glanni er fallegur völlur við Bifröst Í
- tilboð á hótelgistingu og golfi í samstarfi við Hótel Bifröst
sumar verða átta ár frá því að golfvöllurinn Glanni við Bifröst í Borgarfirði var formlega opnaður. Fyrstu fimm árin var Glanni rekinn af einkaaðilum en undanfarin tvö ár hefur golfklúbburinn Glanni staðið að rekstri vallarins. Fyrsta sumarið sem GGB (Golfklúbburinn Glanni) var starfræktur voru skráðir félagar 70 en á síðasta ári voru rétt um 50 félagar skráðir í GGB – en reksturinn hefur gengið ágætlega að sögn Kolbeins Pálssonar sem hefur setið í stjórn GGB undanfarin tvö ár. „Völlurinn kemur vel undan vetri og við erum bjartsýn á sumarið. Það er stefnt að því að opna völlinn 15. maí og eins og það hefur viðrað að undanförnu er ljóst að völlurinn verður í góðu standi. Við erum búnir að gera samning við Golfklúbb Borgarness um að þeir hafi yfirumsjón með vellinum en á undanförnum árum hefur Brynjar Sæmundsson golfvallasérfræðingur sinnt daglegum rekstri vallarins. Til lengri tíma litið er hagstæðast fyrir alla aðila að Glanni og GB í Borgarnesi vinni meira saman. Vorverkin eru hafin og það er búið að bera áburð og sand á flatirnar.“ Það eru tveir áratugir frá því að nokkrir aðstandendur jarðarinnar Hreðavatns í Norðurárdal fóru að velta því fyrir sér hvort það væri hægt að gera golfvöll á gömlum túnum austan við þjóðveginn við Bifröst. Völlurinn var hannaður á árunum 2001 og 2002 og segir Kolbeinn að þeir kylfingar sem heimsæki völlinn séu flestir ánægðir. Kolbeinn bendir á að Glanni sé í samstarfi við hótel Bifröst þar sem kylfingar geta gist á hótelinu fyrir rétt um 8000 kr. á mann og inn í því gjaldi er vallargjald á Glanna og morgunverður á hótelinu. 110
„Völlurinn er í fallegu umhverfi, umgirtur Grábrókarhrauni, í kjarr– og graslendi. Þrátt fyrir að völlurinn sé ekki nema 4.500 metra langur af gulum teigum þá er hann ekki auðveldur. Meistaraflokkskylfingar leika mikið með járnum af teig enda eru margar hættur og margt að varast. Ég er sjálfur með 20 í forgjöf og kann vel við að leika á Glanna. Það eru uppi hugmyndir um að bæta við rauðum hliðarvatnstorfærum á þeim stöðum þar sem hraunið liggur við brautirnar. Það ætti að flýta leik og einfaldar hlutina að mörgu leyti. Við vonumst til þess að sjá sem flesta á Glanna í sumar og við tökum vel á móti okkar gestum,“ sagði Kolbeinn Pálsson.
„Völlurinn er í fallegu umhverfi, umgirtur Grábrókarhrauni, í kjarr– og graslendi. Þrátt fyrir að völlurinn sé ekki nema 4.500 metra langur af gulum teigum þá er hann ekki auðveldur“
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ Baðinnréttingarnar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósgráar – dökkgráar – svört eik
Gæði, þjónusta, ábyrgð – það er Tengi. Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Formaður Leynis er ánægður með liðsandann í klúbbnum Starf sjálfboðaliða ómetanlegt Rekstur Golfklúbbsins Leynis á Akranesi gekk ljómandi vel á síðasta starfsári klúbbsins. Þetta var fyrsta rekstrarár Leynis eftir að fimm ára samstarfi Leynis og GR lauk í byrjun ársins 2013. Miklar breytingar voru á rekstrartölum Leynis en heildarvelta klúbbsins var tæplega 67 milljónir kr. en var árið þar á undan 36 milljónir kr. Samningur GR og Leynis var með þeim hætti að GR sá um umhirðu
og rekstur Garðavallar í þau fimm ár sem samstarfið stóð yfir. Rekstrarhagnaður klúbbsins var um þrjár milljónir kr. Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis segir að rekstrargjöld við umhirðu Garðavallar hafi reynst umtalsvert lægri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Skipti þar mestu mikil sjálfboðavinna sem margir félagsmenn lögðu fram á síðastliðnu ári við uppbyggingu á vellinum, ýmsu viðhaldi og byggingu á nýrri vélageymslu. Mikill fjöldi félagsmanna á öllum aldri mætir á vinnudaga á vegum Leynis og hefur það eflt félagsstarfið mikið að sögn Þórðar. Stjórn Leynis var endurkjörin en félagsmenn í Leyni eru 405 og fjölgaði um 6% milli ára. Alls voru spilaðir 17.700 hringir á Garðavelli á þessu ári sem er um 5% samdráttur frá árinu 2012. Kynntar voru fyrirhugaðar
112
Þórður Emil formaður á það til að grípa í flatarsláttuvélina. Hann er sáttur með gang mála á Akranesi.
breytingar á 18. flöt Garðavallar og verður ráðist í þá framkvæmd um miðjan ágúst á næsta ári ef áætlanir ganga eftir. Íslandsmótið í
höggleik fer fram á Garðavelli árið 2015 á 50 ára afmælisári klúbbsins og er gert ráð fyrir að ný flöt verði tilbúin við það tilefni.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Hreinasta afbragð! Samsung Galaxy Note spjaldtölvurnar eru afbragðs góðar. Þær veita notendum frelsi til athafna. Penninn sem fylgir gerir verkefnin skemmtilegri, einfaldara er að skrifa glósur og opna á nýja möguleika til að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín. Notkunarmöguleikarnir margfaldast og þær nýtast einstaklega vel við lærdóminn. Galaxy Note eru með Android stýrikerfinu sem er lang vinsælasta og útbreiddasta stýrirkerfið fyrir snjalltæki í dag. Þær fást í nokkrum stærðum og gerðum þannig að ávalt má finna tæki sem hentar hverjum og einum fullkomlega. Svo skilja Galaxy Note spjaldtölvurnar að sjálfsögðu íslensku.
Söluaðilar um land allt
Haukur Örn Birgisson, forseti GSí afhenti Sigurði Albertssyni, Karen Sævarsdóttur, Gunnari Þórarinssyni, Einari Jónssyni og Sigurði Garðarssyni gullmerki GSÍ.
Friðjón Einarsson nýr formaður GS
F
riðjón Einarsson er nýr formaður Golfklúbbs Suðurnesja. Hann tekur við af Sigurði Garðarssyni sem lætur af embætti eftir fimm ár. Á aðalfundi GS í vetur kom fram að rekstur GS hafi verið á ágætum málum þó svo tekjur hafi dregist nokkuð saman en þá gerðist það líka gjaldamegin. Reksturinn var því réttu megin við núllið og hagnaður um 2,5 milljónir kr.
Golfklúbbur Suðurnesja 50 ára
V
el á annað hundrað manns sóttu Golfklúbb Suðurnesja heim í tilefni 50 ára afmælis sem var fagnað með „opnu húsi“ í félagsheimili klúbbsins í Leiru. GS varð fimmtugur 4. mars og var stofnaður þann dag 1964. Friðjón Einarsson, formaður GS sagði sögu klúbbsins einstaka og bæri keim af ótrúlegu brautryðjendastarfi og mikilli sjálfboðavinnu félaga í hálfa öld. Fimm félagar klúbbsins fengu gullmerki Golfsambands Íslands fyrir góð störf. Þetta voru þau Einar B. Jónsson, vallarstjóri, Gunnar Þórarinsson og Sigurður Garðarsson formenn GS síðasta áratuginn, og loks afrekskylfingarnir Sigurður Albertsson og Karen Sævarsdóttir. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ afhenti fimmmenningunum gullmerki fyrir ómetanlegan þátt þeirra í starfi og sögu GS. Haukur sagði í ræðu sinni að GS væri búið að vera einn af öflugustu golfklúbbum landsins í hálfa öld og sá klúbbur sem hefði haldið flest mót á vegum Golfsambandsins. Þá hefði klúbburinn einnig verið einn vinsælasti „vina“-klúbbur landsins og verið virkur þátttakandi í þeirri nýbreytni sem kom upp vegna mikillar fjölgunar kylfinga hér á landi. Við þetta tækifæri skrifaði formaður GS undir afrekssamninga við þrjá unga kylfinga í klúbbnum, þau Laufeyju Jónsdóttur, Róbert Smára Jónsson og Karen Guðnadóttur. Þá skrifuðu Friðjón Einarsson, formaður GS og Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði undir viljayfirlýsingu um frekara samstarf. Jóhann B. Magnússon, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar afhenti klúbbnum hornstein til merkis um að Golfklúbbur Suðurnesja væri mikilvægur hlekkur í samfélaginu á Suðurnesjum, sannkallaður hornsteinn í okkar íþróttahéraði. Fram kom að á síðasta ári voru leiknir yfir 23 þús. golfhringir á Hólmsvelli í Leiru en það samsvarar fimm og hálfum hring í kringum hnöttinn. 114
GS gerði afrekssamninga við þrjá unga kylfinga, þau Karen Guðnadóttur, Róbert Smára Jónsson og Laufeyju Jónsdóttur. Hér eru þau með formanni GS og Jóni Inga Ægissyni, formanni unglinganefndar GS.
Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Garði kom í afmælið og skrifaði í leiðinni undir styrktar- og samstarfssamning við klúbbinn.
Margir GS félagar mættu til að fagna hálfrar aldar afmæli klúbbsins.a
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Nesklúbburinn hlaut sjálfbærnivottun GEO – fyrstur íslenskra golfklúbba
FURÐUFUGLAR SEM SLÁ EGGIN Á UNDAN SÉR N
esklúbburinn fagnaði merkum áfanga á hálfrar aldar afmæli sínu 4. apríl sl. Í vel heppnaðri samkomu í golfskála klúbbsins var ekki aðeins haldið upp á þetta stórafmæli, áfanga sem aðeins fjórir aðrir íslenskir golfklúbbar hafa náð, heldur var þar einnig tilkynnt að Nesklúbburinn hefði hlotið umhverfis- og sjálfbærniviðurkenningu Golf Environment Organization, GEO, fyrstur íslenskra golfklúbba. Vottunin ber heitið GEO CertifiedTM og er henni ætlað að verðlauna þá golfklúbba sem vinna í þágu umhverfisverndar og sjálfbærni, sem og að hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Vottunarkröfurnar taka mið af forsendum golfvalla og golfleiksins og hafa verið mótaðar af stórum hópi fagfólks í golfhreyfingunni á alþjóðavísu. Nesklúbburinn er 114. golfklúbburinn á heimsvísu sem fær þennan stimpil og er hann þannig kominn í hóp með nokkrum af fremstu golfvöllum heims, t.d. gamla völlinn í St. Andrews, Carnoustie og Turnberry. Til að viðhalda viðurkenningu sinni, sem endurnýjuð er á þriggja ára fresti, þarf viðkomandi golfklúbbur að vinna eftir ákveðinni áætlun um frekari framfarir. Vottun Nesklúbbsins verður því næst tekin til endurskoðunar 2017. Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, afhenti klúbbnum viðurkenningarskjal frá GEO, vottuninni til staðfestingar. Í ræðu sinni sagði Hörður: „Hér á landi hafa golfvellir verið byggðir í mikilli sátt við samfélagið og þá náttúru sem þeir eru byggðir í. Tekið er tillit til votlendis, sneytt hjá menningarminjum og þær frekar dregnar fram. Jaðarsvæði vallanna verða síðan griðarstaður dýralífs, þar sem fjölbreytt flóra fugla á sér skjól. Hvergi er það meira áberandi en hér á Nesvellinum.“
116
Ásýnd Suðurness tekið miklum breytingum
Edwin Roald er úttektaraðili fyrir GEO á Íslandi. Í skýrslu hans segir meðal annars: „Í þá hálfu öld sem golfvöllur hefur verið starfræktur á svæðinu, hefur landslag þess og ásýnd tekið miklum breytingum. Þar sem áður voru öskuhaugar Seltjarnarness og skotæfingasvæði, má nú finna snyrtilegan og vinsælan golfvöll, sem lagaður hefur verið að þeirri náttúru sem fyrir var, sem og vinsælt útivistarsvæði. Líta má svo á að vinsældir þess séu að miklu leyti tilkomnar vegna þeirrar verndunar og eflingar á fuglalífi sem
Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ, afhenti Nesklúbbnum viðurkenningarskjal GEO á 50 ára afmæli Nesklúbbsins 4. apríl. Hörður er annar frá hægri. Aðrir, frá vinstri: Ólafur Ingi Ólafsson formaður NK, Haukur Jónsson vallarstjóri og Haukur Óskarsson framkvæmdastjóri. Lengst til hægri er Eggert Eggertsson, fyrrverandi formaður NK, formaður Umhverfisnefndar og hvatamaður að umsókn klúbbsins um sjálfbærnivottun GEO.
Nesklúbburinn hefur stuðlað að samhliða starfi sínu sem golfklúbbur. Nesklúbburinn og Nesvöllurinn eru hvort tveggja þýðingarmikil dæmi sem læra má af, ekki aðeins um það hvernig stunda má golfleikinn á heilbrigðum forsendum, í sátt og samlyndi við náttúru og umhverfi, heldur einnig og enn fremur hvernig sú starfsemi,
sem fylgir golfleiknum og golfvöllum, getur nýst til að stuðla megi að eflingu náttúru, dýralífs og vistkerfa umfram þann veruleika sem líklega hefði blasað við, hefði golfvöllurinn ekki litið dagsins ljós. Upp frá aldamótum 2000 hefur orðið vart við ákveðna vitunarvakningu innan Nesklúbbsins. Á liðnum árum hefur hann gengið svo langt að byggja stóran hluta tilvistar sinnar á þeirri áherslu sem lögð er á verndun og eflingu fuglalífs á Suðurnesi.“ Eggert Eggertsson, fyrrverandi formaður Nesklúbbsins, hefur borið hitann og þungann af undirbúningsvinnu klúbbsins, en hún hefur staðið yfir í nokkur ár. Eggert hafði m.a. forgöngu um að umhverfisnefnd var stofnuð innan Nesklúbbsins og hefur hún nú starfað í um áratug, lengst af undir forystu Eggerts. Í viðtali við Morgunblaðið á afmælisdaginn sagði Eggert að undirbúningsvinna hefði tekið nokkur ár. „Við erum svo lánsöm að vera með völlinn á friðuðu svæði vegna fuglalífsins,“ sagði Eggert við Morgunblaðið. „Ég hugsa að ein ástæðan fyrir fjölgun fugla við völlinn sé sú að þeir finna öryggi hjá þessum furðulega fugli sem slær eggin á undan sér,“ bætti hann við. Jonathan Smith, framkvæmdastjóri GEO, fagnar því að fyrsti íslenski golfklúbburinn hafi náð að ljúka umsóknarferlinu eftir að verkefni Golfsambandsins var hrundið af stað fyrir þremur árum. „Það gleður okkur mjög að bjóða Nesklúbbinn velkominn í þennan hóp brautryðjenda á 50 ára afmæli klúbbsins. Þetta frumkvæði hans hjálpar okkur að undirstrika hversu þýðingarmikið starf margir golfklúbbar vinna, t.d. með því að sýna náttúrunni virðingu í verki, bjóða upp á aðlaðandi samkomustað fyrir bæjarbúa og skapa langvarandi atvinnu sem krefst bæði menntunar og þjálfunar,“ sagði Smith. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Himneska súkkulaðið mitt er úr lífrænt ræktuðu hráefni og Fairtradevottað. Hágæða súkkulaði sem kætir bragðlaukana.
Láttu hjartað ráða
„Við ætlum að byggja betri aðstöðu við æfingasvæðið og hafa yfirbyggt skýli“
Völlurinn er 9 holur og þykir skemmtilegur. Hér er slegið úr glompu á 7. braut.
Kraftmikið starf á Norðfirði „Sumarið leggst bara vel í okkur hér á Norðfirði. Grænanesvöllur kemur vel undan vetri og lítið frost var í vellinum í vetur. Mótanefndin er búinn að lofa frábæru golfsumri og við trúum því,“ sagði Gunnar Ásgeir Karlsson formaður Golfklúbbs Norðfjarðar í samtali við Golf á Íslandi. Stærstu viðburðir sumarsins hjá GN verða Neistaflugsmótið sem fram fer um Verslunarmannahelgina og Stefánsmótið sem fram fer í byrjun september. Síðarnefnda mótið er haldið Stefáni Þorleifssyni til heiðurs en hann er á 98. aldursári og leikur golf daglega á Grænanesvelli. „Stefán er ótrúlegur og nú er að renna sá árstími upp sem hann kann hvað best við. Hann getur farið á skíði fyrir hádegi í Oddsskarðinu og tekið 9 holur í bakaleiðinni eftir skíðaferðina,“ sagði Gunnar. Það er kraftur í starfinu hjá GN þrátt fyrir að félagafjöldinn sé ekki nema um 90 kylfingar. Í sumar verður starfsmaður til staðar í klúbbhúsinu alla daga og ættu gestir aldrei að koma að lokuðum dyrunum þar á bæ. „Petra Lind Sigurðardóttir mun sjá um veitingasöluna ásamt barnaog unglingastarfinu. Við höfum ekki gert þetta áður en bindum miklar vonir við að barna– og unglingastarfið eflist með fastri viðveru starfsmanns. Við verðum með kynningar í grunnskólanum og síðast þegar það var gert skilaði það um 40 krökkum á æfingar hjá okkur. Að auki var Elvar Árni Sigurðsson ráðinn sem vallarstjóri á Grænanesvelli í sumar.“ segir Gunnar. Á Grænanesvelli er glæsilegt klúbbhús og búið er að byggja mannvirki á svæðinu undir vélar og útbúnað félagsmanna. Stærstu framkvæmdirnar sem eru fyrirhugaðar eru við æfingasvæði vallarins. „Við ætlum að byggja betri aðstöðu við æfingasvæðið og hafa yfirbyggt skýli og það þarf einnig að endurbæta undirlagið á æfingasvæðinu sjálfu. Það hefur ekki „viðrað“ nógu vel í stórframkvæmdir við æfingasvæðið þar sem að ekkert frost hefur verið í jörðu í vetur og stórvirk vinnutæki myndu stórskemma svæðið ef þau færu þarna inn á,“ sagði Gunnar Ásgeir formaður Golfklúbbs Norðfjarðar. 118
Stefán Þorleifsson nýkominn af skíðum og mættur á teig á Grænanesvelli.
Aðstæður eru góðar á Grænanesvelli, hér er golfskáli þeirra Norðfirðinga.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
SUMAR SÓLSTÖÐUMÓT
GKG - LEIRDAL Texas Scramble - 2 saman í liði Stórglæsilegir vinningar Skemmtidagskrá og verðlaunaafhending í mótslok
20 ára aldurstakmark
20 HRAÐASPURNINGAR Nafn: Halldór Einir Smárason. Aldur: 50 ára. Heimili: Grindavík.
Halldór Einir Smárason formaður Golfklúbbs Grindavíkur
Fluguhnýtingar falinn hæfileiki Falinn hæfileiki:
Uppáhaldskylfan mín:
Sætasta golfstundin:
Fluguhnýtingar.
8 járnið.
Einkunnarorð lífs þíns:
Aldur þegar „breikaði“ fyrst 100:
Skynsamir menn skipta um skoðun, fíflin aldrei.
Liðlega fertugur, byrjaði í golfi þegar ég var fertugur.
Þegar ég vann Leif „Köggul“ Guðjónsson í holukeppni, spilaði minn allra besta hring þann daginn, var á 74 eða 75 höggum, Leifur gaf mér nokkur pútt.
Væri til í að vera:
Hræddastur við:
Betri manneskja.
Þekkingarleysi.
Hjátrú í golfi:
Lægsti 18 holu hringurinn minn:
Mörg smáatriði.
81 högg.
Þarf að bæta mig í:
Uppáhalds matur:
Golfi.
Sjávarfang hvaða nafni sem það nefnist, undanskil þó sæbjúgu.
Uppáhalds kylfingur í heimi:
Tiger Woods.
Uppáhalds bíómynd:
Uppáhalds golfvöllur (fyrir utan heimavöll):
Besta golfráðið:
Grafarholtið. Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa:
Stutt vipp. Draumahollið mitt:
Tiger Woods, Jason Dufner og John Daly. Flatarmerkið mitt:
Erró merki Uppáhalds íþróttamaður (ekki ígolfi):
Ólafur Ólafsson troðslukóngur (Labbi Slam). Tónlistin á IPODinum mínum:
Blues og Jazz.
120
Casablanca. Hafðu augun á boltanum.
HVAÐ ER Í GOLFPOKANUM ÞÍNUM: Kylfutegundir: PING
Dræver: G10
Brautartré: G10 og G15
Járn: G10
Fleygjárn: PING
Pútter: PING CRAZ-E
Golfbolti: Oftast hvítur, stundum Bridgestone, Titleist þegar tilefni er til.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
„Við tökum vel á móti okkar gestum og ég fullyrði að það verður nóg um að vera fyrir alla keppendur hjá okkur hér fyrir vestan“
Frá golfvellinum í Bolungarvík.
„Gerum okkur vonir um að allt að 150 kylfingar taki þátt á þessu móti,“ segir Tryggvi Sigtryggsson
Íslandsmót 35+ fer fram í fyrsta sinn á Vestfjörðum
Formaður GÍ lofar góðu veðri og einstakri upplifun
Formaður GÍ lofar góðu veðri og einstakri upplifun
Í
slandsmót 35 ára og eldri verður sameiginlegt verkefni GÍ og Golfklúbbs Bolungarvíkur í ár og verður þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram á 9 holu völlum. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram í þessum landshluta. Mótið hefst fimmtudaginn 17. júlí og eru leiknar 54 holur og lokakeppnisdagurinn er laugardagurinn 19. júlí. „Við tökum vel á móti okkar gestum og ég fullyrði að það verður nóg um að vera fyrir alla keppendur hjá okkur hér fyrir vestan,“ sagði Tryggvi Sigtryggsson formaður Golfklúbbs Ísafjarðar í samtali við Golf á Íslandi. Að sögn Tryggva eru allar aðstæður til mótahalds með ágætum bæði hjá GÍ og GBO og heimamenn ætla að gera mótið eins glæsilegt og hægt er. „Það er ekki enn búið að ákveða hvernig við skiptum keppnisdagskrá mótsins á milli vallanna en það mun skýrast í sumarbyrjun. Eitt er víst að kylfingar hér á Vestfjörðum ætla að fjölmenna og við gerum okkur vonir um að allt að 150 kylfingar taki þátt á þessu móti,“ sagði Tryggvi Sigtryggsson. 122
Þegar viðtalið var tekið var snjór yfir báðum golfvöllunum og því ekki vitað hvernig vellirnir koma undan vetri. Í fyrra komu þrjár flatir á Tungudalsvelli á Ísafirði illa undan vetrinum og var mikið um kalskemmdir í þeim flötum. Tryggvi segir að þær flatir hafi litið ágætlega út þegar leið á sumarið eftir að sáð hafði verið í kalblettina. Syðridalsvöllur í Bolungarvík kom betur undan vetrinum í fyrra og var ástand hans með ágætum í fyrrasumar. Einar Lyng Hjaltason og Þórdís Geirsdóttir
hafa titla að verja í 35+ sem fram fór á Hellishólum í fyrra. „Við teljum að það séu fjölmargir kylfingar sem hafi áhuga á að heimsækja okkur í sumar og taka þátt. Við erum með góða aðstöðu hér við golfvöllinn fyrir þá sem koma með felli- eða hjólhýsi eða tjald. Einnig eru margir gistimöguleikar á svæðinu en það er betra að vera fyrr á ferðinni en seinna með að panta gistingu. Mótanefndin mun sjá til þess að það verði nóg um að vera fyrir okkar gesti,“ sagði Tryggvi.
Frá Tungudalsvelli á Ísafirði. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Nýtt
kolalausar Vélar
- á heima hjá Sindra -
Ný 13 mm stálpatróna
Hraðvirkari í notkun
LED vinnuljós – engir skuggar Nýjar 2Ah rafhlöður
DCD795 höggborvél
DCD795M2
DC886M2
18V HleðsluborVél
18V HersluVél
PIPAR\TBWA • SÍA • 132779
Öflug 18V kolalaus hleðsluborvél m. höggi Patróna: 13 mm Rafhlaða: 2*4,0Ah Hersla: 60Nm Þyngd: 1,88 kg Gírar: 2 LEDljós
Kynningarverð
71.900
m/vsk. Rétt verð 78.098
Öflug 18V kolalaus hersluvél Bitahaldari: ¼“ Rafhlaða: 2*4,0Ah Hersla: 165Nm Afl: 260W Þyngd: 1,57 kg LEDljós
DCD790M2
DCD790D2
18V HleðsluborVél
18V HleðsluborVél
Öflug 18V kolalaus hleðsluborvél Patróna: 13 mm Rafhlaða: 2*4,0Ah Hersla: 60Nm Þyngd: 1,84 kg Gírar: 2 LEDljós
Kynningarverð
69.900
www.sindri .is / sími 5 75 0000
m/vsk. Rétt verð 75.987
Öflug 18V kolalaus hleðsluborvél Patróna: 13 mm Rafhlaða: 2*2,0Ah Hersla: 60Nm Þyngd: 1,62 kg Gírar: 2 LEDljós
Kynningarverð
81.900
m/vsk. Rétt verð 89.997
Kynningarverð
55.900
m/vsk. Rétt verð 61.987
„Húsnæðið er 300 fermetrar og þar af er 130 fermetra púttflöt og fjórir básar þar sem hægt er að slá í net.“
Golfvöllurinn að Hamri er glæsilegur og vinsæll meðal kylfinga.
Glæsileg inniaðstaða í Borgarnesi
Í
lok síðasta árs tóku Borgnesingar í notkun glæsilega inniaðstöðu í Brákarey og hefur þessi aðstaða verið vel nýtt. Um er að ræða 300 fermetra húsnæði þar sem áður var kjötskrokkageymsla í Sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga. Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri GB, segir að þessi nýja aðstaða eigi eftir að stórefla innra starf klúbbsins og þá sérstaklega fyrir yngri kylfingana. „Forsagan er sú að við sóttum um þetta húsnæði hjá Borgarbyggð sem á þessa eign. Þarna eru einnig skotfélagið og fornbílaklúbburinn með aðstöðu. Þetta var stórt verkefni og við höfum lagt mikla vinnu í að lagfæra húsið og gera það „vatnshelt“. Frábær og samstilltur hópur klúbbfélaga vann síðan megnið af þeirri vinnu sem þurfti til þess að þetta húsnæði yrði að veruleika.“ Eins og áður segir er húsnæðið 300 fermetrar. Þar af er 130 fermetra púttflöt og fjórir básar þar sem hægt er að slá í net. „Við erum einnig með nýjan golfhermi sem 124
er mikið notaður. Þetta tæki er í eigu einstaklinga sem tóku sig saman um að kaupa tækið. Eldri borgarar í Borgarnesi, Akranesi og víðar mæta hér reglulega á púttæfingar og við erum ánægðir með viðtökurnar. Hvað yngra fólkið varðar þá erum við að sjá fleiri yngri kylfinga hjá okkur. Þeir mæta hingað til þess að prófa og miðað við fyrstu mánuðina þá eru viðtökurnar betri en við áttum von á.“ Framkvæmdastjórinn segir að vonir standi til að nýta golfæfingasvæðið í íþróttakennslu á næsta skólaári. „Það eru miklir möguleikar sem þetta húsnæði býður upp á. Gestir á hótel Hamri hafa nýtt sér þessa aðstöðu til þess að brjóta upp dagskrána á fyrirlestrum og slíku. Næsta vetur er markmiðið að koma grunn– og framhaldsskólanemum hingað inn í íþróttatíma sem yrðu þá golfkynning. Við erum bjartsýnir á framhaldið og þessi glæsilega aðstaða á bara eftir að efla okkar starf til framtíðar,“ sagði Jóhannes Ármannsson.
Frábær og samstilltur hópur klúbbfélaga vann megnið af þeirri vinnu sem þurfti til þess að þetta húsnæði yrði að veruleika.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
GOLFVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Golfkylfur og golfsett fyrir karla, konur og börn
Gæðavörur á góðu verði. Við leggjum áherslu á vörur fyrir byrjendur og meðalgóða kylfinga.
PROQUIP fatnaður
PROQUIP hefur verið regnfatnaður Ryder Cup-liðs Evrópu í yfir 30 ár. Mjög vandaður regnfatnaður, léttur og lipur, vatnsheldur, vindheldur og andar. Ullarpeysur vatnsvarðar „Showerproof“ í mörgum litum, einnig til vindheldar.
Golfkerrur
Þriggja hjóla frá kr. 10.900 Clicgear kr. 39.800 Rafmagnskerrur frá kr. 89.900
Buxur, bolir, húfur, pils
Herra: Síðbuxur, stuttbuxur og hnébuxur, mikið litaval. Sokkar og bolir í stíl. Dömu: síðbuxur, stuttbuxur og pils, margir litir. Bolir, 3 litir í stíl. Húfur í 12 litum. Sjá nánar á heimasíðu eða í verslun.
Golfpokar, ferðapokar – mikið úrval og gott verð Ferðapokar á hjólum frá kr. 9.490 Burðarpokar frá kr. 9.900 Kerrupokar frá kr. 17.765
LAZER fjarlægðarkíkjar
Nettir og auðveldir í notkun, nákvæmir, fljótir að mæla, scan og pinnastilling. Taska fylgir. Verð frá kr. 27.900
Opið: Virka daga 10–18
lokað 12–13 mánudaga og fimmtudaga
Laugardaga 11–15 Ármúla 40 •
Sími 553 9800 •
www.golfoutlet.is
Snorri Hjaltason fór holu í höggi á Eagle Creek vellinum í Orlando í vetur. Hann hefur þrisvar farið holu í höggi.
Nýtt Íslandsmet
145 KYLFINGAR FÓRU HOLU Í HÖGGI Á ÁRINU 2013
Ólöf María Einarsdóttir á Selsvelli á Flúðum.
Fjórtán ára stúlka frá Dalvík fór tvisvar holu í höggi á fjórum vikum
Á
rið 2013 var mörgum kylfingum farsælt þrátt fyrir lélegt golfsumar. Aldrei áður hafa eins margir, 145 kylfingar, náð draumahögginu. Fyrra metið var árið 2010 en þá voru 143 sem náðu draumahögginu. Að uppfylltum nokkrum einföldum formsatriðum þá verða allir kylfingar sem fara holu í höggi sjálfkrafa meðlimir í Einherjaklúbbnum. Klúbburinn var stofnaður af tíu þáverandi afreksmönnum á þessu sviði árið 1967 og hefur síðan haldið skrá yfir alla þá sem hafa farið holu í höggi. Án þess að gera lítið úr afreki flestra nýrra félaga í klúbbnum þá verður að teljast að afrek nokkurra nýliðanna hafa verið öðrum fremri. Ólöf María Einarsdóttir 14 ára kylfingur í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík afrekaði að fara tvisvar holu í höggi sl. sumar og það aðeins á fjórum vikum í júlí og ágúst. Fyrst á þriðju holu á Arnarholtsvelli og svo á fyrstu holu á Selsvelli. Böðvar Bragi Pálsson aðeins 10 ára gamall úr GR, náði að fara holu í höggi í október sl. Á 17. holunni á Korpúlfsstaðavelli sló hann boltann með ‚driver‘ á móti vindi sem rataði
126
ofan í holuna. Aðeins 6 kylfingar hafa náð því afreki að fara holu í höggi undir 10 ára aldri. Árið 1994 fór Ragnar Einarsson holu í höggi þá aðeins 6 ára og er yngsti íslenski kylfingurinn sem vitað er um að hafi farið holu í höggi. Hinrik Lárusson meðlimur í GKG er fæddur árið 1932 og var því 81 árs þegar hann fór 9. holu í Mýrinni á einu höggi sl. sumar. Aðeins er vitað um tvo eldri kylfinga sem hafa farið holu í höggi. Arnar T. Sigþórsson er þó elstur allra. Hann var 98 ára þegar hann fór holu í höggi árið 1985, en ekki er vitað hvar atvikið átti sér stað.
Björgvin Þorsteinsson hefur 8 sinnum farið holu í höggi.
Þá bættist Hans Jakob Kristinsson í hóp 17 kylfinga sem hafa náð þeim merka árangri að fara holu í höggi fjórum sinnum eða oftar, en Björgvin Þorsteinsson trónir á toppnum með 8 skráð draumahögg. Á síðunni einherjaklubburinn.net er að finna skrá yfir alla kylfinga sem hafa farið holu í höggi frá upphafi golfs á Íslandi. Einnig eru þar ýmsar upplýsingar um afrekið sem hvern einasta kylfing dreymir um en aðeins mjög fáir fá að njóta. Nánari upplýsingar um klúbbinn á einherjaklubburinn.net og einherjaklubburinn@golf.is
Hallbjörn Sævars, kylfingur úr GS er einn nýjasti Einherjinn. Hann fór holu í höggi á Winter Pines vellinum í Orlando í vetur. GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Flottur finnskur golffatnaður, hannaður fyrir norðlægar slóðir. Catmandoo er samstarfsaðili finnska golfsambandsins.
Regnjakki: 19.990 kr. Regnbuxur: 14.990 kr. Pólobolur: 7.990 kr.
Bolur: 8.990 kr. Buxur: 9.990 kr.
Bolur: 6.990 kr. Buxur: 9.990 kr.
Bolur: 6.990 kr. Buxur: 9.990 kr.
Bæjarlind 14 Kópavogi Sími 577 4040 www.holeinone.is
Aukin aðsókn í Hraunkoti „Það er búið að vera fín aðsókn hjá okkur í vetur og aukningin er um 10% miðað við í fyrra,” segir Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis í Hafnarfirði um aðsóknina í Hraunkot æfingasvæðið. „Það var rólegt framan af vetri en eftir áramót hefur aðsóknin verið góð og við erum bara kátir með þetta.“
Hraunkot var tekið í notkun árið 2007 hefur aðsóknin vaxið á ný eftir að hafa dalað aðeins.
„Það kom tveggja ára samdráttartímabil hjá okkur en því er lokið. Með góðum tilboðum í byrjun ársins tóku kylfingarnir við sér. Í raun helst þetta í hendur við veðurfarið - ef það er gott veður þá eru fleiri að æfa sig. Það er nú bara þannig.” Alls geta 30 kylfingar slegið í einu í Hraunkoti og segir Ólafur að það yfirleitt nóg pláss fyrir gestina. Á einu ári fara um 3,5 milljónir bolta í gegnum kerfið í Hraunkoti og þegar mest lætur eru rétt tæplega 27.000 boltar slegnir á einum degi. „Það er mikið „rennsli” í gegnum þetta kerfi hjá okkur þegar veðrið er Ólafur Þór Ágústsson gott og kylfingar eru ekki mjög lengi í einu.” Aðspurður sagði Ólafur að það væri ekki á döfinni að stækka Hraunkotssvæðið með því að byggja aðra hæð ofaná á bygginguna sem er til staðar. „Það eru 25.000 boltar til í kerfinu og það eru um 15% afföll árlega á þeim fjölda. Eitthvað af þeim fer ekki alveg eins og menn hafa áætlað í höggunum úr skýlinu. Í vetur hefur ekki verið mikið um snjó eða klaka og boltarnir hafa því ekki “týnst” úti í snjónum. Það hefur því alltaf verið fyrir að hægt væri að týna boltana upp af æfingasvæðinu,” sagði Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis. 128
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Brandenburg
Við færum þér lægri forgjöf
GSÍ treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Golf á Íslandi Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
97
Þurfum að bæta inniaðstöðuna - segir Ólafur Már Sigurðsson í Básum
„Veturinn er búinn að vera ágætur hjá okkur og kylfingarnir eru fljótir að taka við sér þegar hitastigið fer aðeins upp á við,“ sagði Ólafur Már Sigurðsson hjá ProGolf sem sér um reksturinn á Básum. „Í fyrra var aðsóknin aðeins meiri en Ólafur Már árið 2012 þrátt fyrir að Sigurðsson sumarið hafi verið blautt og kalt. Á undanförnum árum hafa um 6 milljón boltar verið slegnir hér á ári hjá okkur og á bestu dögunum fljúga 40.000 boltar í gegnum kerfið hjá okkur. Við erum ánægðir þegar við náum 20.000-30.000 boltum á einum degi,“ sagði Ólafur Már en hann er bjartsýnn á að golfsumarið 2014 verði mun betra en árið 2013. „Aðsóknin helst alltaf í hendur við veðrið – ef það er gott þá eru mun fleiri í golfi. Til lengri tíma litið þarf að huga að stórbættri inniaðstöðu fyrir kylfinga hér á landi. Ef við ætlum að ná árangri í golfíþróttinni og koma okkar bestu kylfingum inn á stóru mótaraðirnar þá þarf að búa til aðstöðu sem nýtist í stutta spilið yfir vetrartímann.“ 130
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
123
HVENÆR ER HÖGG HÖGG?
DÓMARAPISTILL Hörður Geirsson, alþjóðadómari skrifar
Golf snýst um að slá golfboltann og eðlilega kemur orðið högg því oft við sögu. Við teljum höggin okkar, gleðjumst yfir fáum höggum og blótum í hljóði þegar þeim fjölgar. Höggin skrifum við á skorkortið og teljum punktana okkar út frá höggunum á hverri holu. Af hverju að skrifa pistil um jafn einfaldan hlut og höggin? Jú, vegna þess að í golfreglunum er orðið högg ekki notað að öllu leyti á sama hátt og í daglegu máli. Gagnvart golfreglunum getur verið afdrifaríkt að hafa skilgreiningu golfreglnanna ekki á hreinu og reglulega leiðir slíkur misskilningur til þess að vísa þarf kylfingum úr golfmótum. Er högg ekki einfaldlega það að sveifla kylfunni og hreyfa þannig við boltanum? Jú, oftast er þetta svo einfalt, en á því eru mikilvægar undantekningar. Á blaðsíðu 28 í golfreglubókinni er orðið „högg“ skilgreint þannig: „Högg“ er hreyfing kylfunnar fram á við, til þess að greiða högg að og hreyfa boltann. Stöðvi leikmaður framsveifluna af sjálfsdáðum áður en kylfuhausinn nær að boltanum telst hann ekki hafa greitt högg. Í golfreglunum skiptir hvert orð máli og við þurfum að lesa þessa skilgreiningu nákvæmlega til að skilja hvaða áhrif hún getur haft. Mikilvægast er að átta sig á orðunum „til þess að greiða högg að og hreyfa boltann“. Það þýðir að samkvæmt golfreglunum er aldrei um högg að ræða nema við ætlum okkur að hitta boltann þegar við sveiflum kylfunni. Þess vegna telst það ekki högg þótt við rekumst í boltann í æfingasveiflu og hreyfum þannig við boltanum. Við ætluðum ekki að hitta boltann og því uppfyllir æfingasveiflan ekki þau skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt til að þetta teljist högg, í skilningi golfreglnanna. Ef við hittum boltann í æfingasveiflu á teig stillum við boltanum einfaldlega aftur upp. Ef þetta gerist í æfingasveiflu eftir að við höfum leikið af teignum eru afleiðingarnar afdrifaríkari. Við setjum boltann aftur á sinn stað og þótt ekki sé um eiginlegt högg að 132
ræða þurfum við að skrá á okkur eitt vítahögg fyrir að hafa hreyft við bolta í leik, sbr. reglu 18-2a. En hverju breytir það hvort við lítum á þetta sem venjulegt högg eða skráum á okkur víti? Munurinn er sá að fyrst ekki var um eiginlegt högg að ræða verðum við að leggja boltann aftur á sinn stað, áður en við höldum áfram. Ef við gerum það ekki fáum við annað vítahögg. Þetta er ein ástæða þess að kylfingar fá stundum frávísun úr golfmótum, þeir telja þetta sem venjulegt högg, leggja boltann ekki aftur á sinn stað og því skrá þeir ekki á skorkortið vítið sem þeir fengu fyrir að leggja boltann ekki aftur. Afleiðingin er sú að skorkortið sýnir einu höggi færra en rétt var. Orðin „til þess að greiða högg“ virka líka í hina áttina, þ.e.a.s. ef við sveiflum kylfunni til þess að hitta boltann, en hittum hann ekki, þá telst það sem högg. Það er nefnilega ekkert í skilgreiningunni sem segir að við þurfum að hitta boltann til að það telji sem högg.
Að högg sé „hreyfing kylfunnar fram á við“ skiptir líka miklu máli. Þetta þýðir að höggið byrjar í framsveiflunni og að aftursveiflan er ekki hluti höggsins. Við vitum að þegar boltinn okkar liggur í glompu eða vatnstorfæru megum við ekki snerta við neinni lausung, s.s. laufblöðum eða torfusneplum, sem er innan glompunnar eða vatnstorfærunnar. Regla 13-4 segir að þetta megi ekki gera „áður en leikmaðurinn greiðir högg að bolta sem er í torfæru“. Vegna þess að höggið byrjar í framsveiflunni þýðir þetta að kylfuhausinn má ekki snerta eða hreyfa neina lausung í aftursveiflunni, en það er í lagi í framsveiflunni. Í golfreglunum eru nokkrar skilgreiningar þar sem hugtök eru skilgreind á svolítið annan hátt en við erum vön í daglegu máli. Orðið högg er dæmi um slíkt, en einnig má nefna skilgreiningu á því hvenær bolti hreyfist og hvenær bolti dæmist týndur.
Hörður Geirsson GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
HOluR uM allT laND flugfelag.is
BÆTTu fORgJÖfiNa MeÐ OKKuR
Lokastaða Eftir að höggið ríður af hljóðna fuglarnir augnablik og eftirvæntingin hangir í loftinu. akureyri Þeir sem hafa leikið golf á Jaðarsvelli vita að þar er betra að slá styttra en of langt. Júnínóttin á holu þrjú er rétti staðurinn til að æfa sig í að hafa augun á kúlunni. Þú gætir blindast um stund af miðnætursólinni ef þú lítur upp.
L-staða Vinstri handleggur og kylfa eiga að mynda bókstafinn L áður en höggið ríður af. Taktu flugið, taktu þér stöðu og njóttu þess að leika golf um allt land.
egiLsstaðir Skömmu eftir að þú lendir á Egilsstöðum gæti kúlan þín lent á mishæðóttum brautum Ekkjufellsvallar. Ef þú þarft að slá kúlu sem er aðeins upp í móti þá er þjóðráð að auka bilið milli fótanna þar til æskilegri stöðu er náð.
pútta
L-staða
islenska sia.is FlU 63831 04/13
Hægri handleggur og kylfan mynda aftur bókstafinn L undir lok sveiflunnar. Brjóstkassinn snýr að skotmarkinu.
Tíaðu upp og s l á Ð u T il g pa NTaÐ u í Da uN Rg O M á eK Ki is á fl ug fe la g.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
upphafsstaða Handleggir beinir og bakið. Axlabil á milli fóta. Rassinn út og hnén eilítið bogin líkt og maður sitji á barstól.
Í huga púttarans er jörðin flöt en kúlan hnöttótt. Málið er að láta kúluna snúast frekar en að slá hana. Ýttu henni í átt að holunni því hvernig sem jarðkúlan snýst þá er það tæknin sem gildir.
faRsíMavefuR: m.flugfelag.is
pútta Hafðu minna bil á milli fótanna þegar þú púttar. Augun á boltanum. Nánar tiltekið, hafðu vinstra augað beint yfir kúlunni.
viNguMsT: facebook.com/flugfelag.islands
FlugFélag Íslands mælir með þvÍ að leika golf í sumarblíðunni. Með því að nýta þér þjónustu okkar geturðu fjölgað góðu dögunum. Við mælum með því að taka hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. Bókaðu núna á flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3030 47
Kraftmikið starf hjá LEK Miklar vonir bundnar við nýja Öldungamótaröð í sumar
Þ
að verður nóg um að vera í starfi Landssambands eldri kylfinga í sumar og þar ber hæst að ný mótaröð verður sett á laggirnar þar sem hinn „almenni“ kylfingur er markhópurinn. Guðjón Sveinsson formaður LEK segir að mikla vonir séu bundnar við nýju Öldungamótaröðina þar sem markmiðið er að ná til fleiri kylfinga en áður hvað keppnishaldið varðar. Fyrsta mótið á Öldungamótaröðinni fer fram á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík þann 18. maí. „Viðmiðunarmótin verða með svipuðum hætti og áður í karla– og kvennaflokki. Árangurinn á þessu ári telur til landsliðsvalsins á árinu 2015. Í fyrra breyttum við reglunum hvað þetta varðar og við teljum að það sé til bóta. Hitt var óhentugt að mörgu leyti og í sumar er leikið um landsliðssæti í keppnum sem fram fara árið 2015,“ segir Guðjón en landslið Íslands keppir á EM 55 ára og eldri í Portúgal í fyrstu vikunni í júní. Evrópumót 70 ára og eldri er síðan á dagskrá um miðjan ágúst. „Helstu breytingarnar eru þær að í sumar verður ný mótaröð sett á laggirnar. Öldungamótaröðin er nafnið á mótaröðinni og í henni geta allir tekið þátt sem eru 50 ára og eldri – karlar og konur, áhugamenn og atvinnumenn. Á þessari nýju mótaröð verður keppt um titilinn Öldungamótaraðarmeistari. Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur en mótaröðin er stigakeppni þar
134
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
„Við erum að höfða til þeirra sem vilja keppa en eru ekki með það að markmiði að komast í landsliðið“
sem stig eru reiknuð eftir sömu stigatöflu og notuð er á Eimskipsmótaröðinni. Alls verða níu mót á Öldungamótaröðinni og er þá Íslandsmót eldri kylfinga með í þeirri tölu. Hugmyndin er að gefa hinum venjulega kylfingi tækifæri til þess að keppa með reglulegu millibili og ég er sannfærður um að þetta á eftir að verða vinsælt. Við vitum að kylfingar sem eru komnir yfir fimmtugt eru ekki að elta þessi venjulegu opnu mót út um allt land. Þá erum við að búa til nýja vettvang fyrir kylfinga á þessum aldri,“ segir Guðjón.
Öldungamótaröðin: 18. maí – GR – Korpan. 24. maí – GG – Grindavík. 29. maí – GK – Hvaleyrarvöllur. 15. júní – GHR – Strandavöllur Hellu. 28. júní – GB – Hamarsvöllur Borgarnes. 17.-19. júlí – GR – Íslandsmótið Korpan. 9. ágúst – GKj. – Hlíðarvöllur Mosfellsbæ. 16. ágúst – GKG – Leirdalsvöllur. 13. sept. – GV – Vestmannaeyjar. 136
Á undanförnum árum hefur dregið úr aðsókn á Viðmiðunarmótin. Guðjón segir að ýmsar ástæður séu fyrir því og þar vegur það þyngst að margir telja að Viðmiðunarmótin séu aðeins fyrir þá sem ætla sér að komast í öldungalandsliðin. „Við erum að höfða til þeirra sem vilja keppa en eru ekki með það að markmiði að komast í landsliðið.“
Hjóna og parkeppni í Vestmannaeyjum
Það er ekki skilyrði að vera félagi í Landssambandi eldri kylfinga til þess að taka þátt á Öldungamótaröðinni en Guðjón vill að sjálfsögðu að sem flestir séu félagar í LEK. „Eldri kylfingar sem eru 55 ára í karlaflokki og 50 ára í kvennaflokki eru fjölmennur hópur eða um 7.500 kylfingar. Og það fjölgar alltaf í þessum hóp.“
Guðjón vekur einnig athygli á því að hjóna- og parakeppni fer frem í Vestmannaeyjum – um Hvítasunnuna 8.-9. júní. „Við teljum að það sé eftirspurn eftir slíku móti og það verður vel tekið á móti okkur í Vestmannaeyjum. Það ríkir eftirvænting fyrir golfsumarið 2014 og við hlökkum til að komast út á völl og spila. Samvinna LEK við golfklúbba landsins er með miklum sóma – og það hefur gengið vel að fá þá til samstarfs við okkur. Það er gaman að vinna að þessum verkefnum sem tengjast LEK og það er mikill kraftur í okkur þrátt fyrir að við séum aðeins að eldast með hverju árinu sem líður,“ sagði Guðjón Sveinsson.
Kynningartilboð Golfklúbbsins Glanna og Hótel Bifrastar
www.hotelbifrost.is www.golf.is/ggb Frekari upplýsingar í golfskálanum: 571-5414
Tilboð frá 15. maí – 30. júní og 10. ágúst – 30. september
fyrir tvo kr. 14.900 (7.450 á mann) Frá 1. j úlí – 10. á gúst
kr. 24.900 (12.450 á mann) Innifalið í tilboðinu er gisting fyrir tvo í eina nótt, morgunverður og tveggja daga golf.
Grafarholtið á skilið að fá „andlitslyftingu“ Skoski golfvallahönnuðurinn Tom Mackenzie með áhugaverðar breytingatillögur
T
om Mackenzie golfvallahönnuður kynnti í lok apríl hugmyndir sínar varðandi fyrirhugaðar breytingar á Grafarholtsvelli. Stjórn GR fékk fyrirtækið Mackenzie & Ebert til þess að koma með svokallað „masterplan“ fyrir Grafarholtsvöll og var fundurinn fjölmennur og greinilegt að mikill áhugi er hjá félagsmönnum GR varðandi framtíð Grafarholtsvallar. Björn Víglundsson varaformaður GR sagði á fundinum að Grafarholtsvöllur væri í sínu besta ásigkomulagi í 2 ½ -3 mánuði á ári. Og markmiðið væri að lengja þann tíma um helming. Fyrirlestur Mackenzie var áhugaverður þar sem hann fór yfir styrkleika og veikleika Grafarholtsvallar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvað gert verður í framhaldinu en Jón Pétur Jónsson formaður GR sagði m.a. að það væri sín skoðun að Grafarholtsvöllur ætti það skilið að fá almennilega andlitslyftingu. Formaðurinn bætti því að lokaákvörðunin um framhaldið væri í höndum félagsmanna GR. Um miðjan maí verða lögð fram nánari útfærslur á tillögum Mackenzie. Skoski golfvallahönnuðurinn hefur unnið að breytingum á mörgum af þekktustu golf138
völlum heims á undanförnum árum. Í máli hans kom fram að markmiðið væri að halda séríslenskum einkennum Grafarholtsvallar. Margar erfiðar ákvarðanir yrði að taka sem snúa að trjágróðri sem heldur m.a. 2. flöt vallarins í „heljargreipum“ og breyta þyrfti landslaginu í mörgum flötum til þess að hægt verði að bjóða upp á allt að 14 mismunandi holustaðsetningar. Mikill halli er á mörgum flötum Grafarholtsvallar og nefndi hann fimmtu flötina sem dæmi í þeim efnum. „Það eru aðeins 3-4 staðir á flötinni þar sem hægt er að skera holuna. Svæðin verða viðkvæm og ástandið verður aðeins verra og verra eftir því sem frá líður.“ Mackenzie nefndi það einnig að eins og flatirnar væru byggðar í dag væri það ómögulegt að hafa sama hraða á þeim öllum – og tók þar ágætt dæmi frá undirbúningi vallarstjórans fyrir Íslandsmótið í höggleik árið 2009. „Hver einasta flöt þurfti á „sérmeðferð“ að halda og það er óvinnandi vegur fyrir vallarstarfsmenn að ná sömu gæðum á allar flatir við slíkar aðstæður.“
Horfa þarf mörg ár fram í tímann
Mackenzie lagði áherslu á að horfa þyrfti mörg ár fram í tímann og að hans mati væri best að „drífa“ fyrirhugaðar breytingar af á sem stystum tíma. Hann nefndi að útlit
á sandglompum í Grafarholtinu þyrfti að samræma og stór för eftir grjót í brautum þyrfti að laga – svo eitthvað sé nefnt. „Í okkar vinnu er markmiðið að gera miklar breytingar en að kylfingar upplifi það samt sem áður að þeir séu að leika á einum elsta golfvelli Íslands. Eins og áður segir verða nánari útfærslur á hugmyndum Mackenzie lagðar fram um miðjan maí. Hann fékk margar fyrirspurnir úr salnum frá félagsmönnum GR sem virðast vera áhugasamir um framtíðarskipulag Grafarholtsvallar. Mackenzie sýndi nokkrar hugmyndir um breytingar á vellinum. Nefndi hann að lokahola vallarins þyrfti að vera með betra teigstæði og leggur hann til að teigurinn verði færður í norðurátt og ný flöt verði byggð fyrir 17. braut. Hann leggur einnig til að 3. flötin verði færð á þann stað þar sem sú 17. er í dag og teigstæðið á 4. braut yrði þá mun aftar og norðar en það er í dag. Ástandið á 7. braut var einnig til umfjöllunar og sagði Jón Pétur formaður að það yrði kraftaverk ef vallarstarfsmönnum Grafarholtsvallar tækist að blása lífi í flötina fyrir þetta sumar. Mackenzie telur að best sé að færa 7. flötina 30-40 metra í norður eða færa teigana aftar sem því nemur. Þetta eru aðeins brot af þeim hugmyndum sem nefndar voru á fundinum.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Viltu hætta að reykja? reykja?
NEY140402
Nicovel lyfjatyggigúmmí ®
Fæst í
598 kr/pk
Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8‑12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
Ásýnd Hvaleyrarvallar mun breytast mikið Markmiðið að golfvöllurinn verði sá besti á Íslandi
T
om Mackenzie kynnti í lok apríl tillögur sínar um framtíðarskipulag Hvaleyrarvallar í Hafnarfirði að viðstöddum fjölda félaga í Golfklúbbnum Keili. Skoski golfvallaarkitektinn var fenginn til þess að yfirfara núverandi áætlanir um endurskipulagningu golfvallarins sem næsta áfanga í þróun hans eftir að Hraunið var opnað árið 1997. Tillögur Mackenzie ganga út á að nýta strandlengjuna á Hvaleyrarholtinu eins mikið og hægt er og ef af þessum breytingum verður mun ásýnd vallarins breytast mjög mikið. Á fundinum kom m.a. fram að markmiðið er að gera golfvöllinn þann besta á Íslandi. Koma vellinum í röð 100 bestu golfvalla í Evrópu og gera hann færan um að taka við fleiri evrópskum áhugamannanótum og evrópskum sveitakeppnum. Gefa Hvaleyrinni stek einkenni strandvallar, til mótvægis við Hraunið. Lengja völlinn umtalsvert án þess að völlurinn verði of erfiður fyrir hinn almenna kylfing. Tillögur Mackenzie er mjög áhugverðar og stærstu atriðin í þeim er að 10. brautin verður lögð af, 18. brautin verður á svipuðum slóðum og sú 12. er í dag og ný 140
glæsileg par 3 hola verður gerð í framhaldi af núverandi 11. braut. Miklar breytingar verða á núverandi 17. braut sem verður sú 14. eftir breytingarnar. Flötin verður færð töluvert í norðurátt og svæðið við gömlu 17. flötina verður nýtt undir teigsvæði fyrir lokaholuna.
Núverandi 18. flöt verður sú 15. ef af þessum framkvæmdum verður. Og 16. brautin verður leikinn af teigstæðunum þar sem sú 10. er í dag og verður þar um að ræða par 5 holu þar sem leikið verður inn á flötina sem er í dag sú 11.
Framkvæmdum lokið eftir 6 ár
Áætlað er að framkvæmdum yrði lokið eftir
um 6 ár og áætlanir gera ráð fyrir að 25-30 milljóna kostnaði við þessar framkvæmdir ef af þeim verður. Stór kostur er að ekki þarf að loka vellinum á meðan breytingarnar yrðu gerðar – og er það mikill kostur og nokkuð óvenjulegt að sögn Mackenzie. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við nýja 10. braut sem liggur frá golfskálanum í átt að smábátaskýlunum meðfram Miklaholti. Tólfta brautin í nýja skipulaginu verður lengd til að skapa jafnvægi milli par 3 holanna. 18. holan verður löng par 4 hola, með teighögg yfir dæld, á lendingarsvæði sem er u.þ.b. þar sem brautarglompur eru í dag á 12. holu. Ný flöt verður þar sem teigar eru í dag fyrir 13. holu. Sú staðsetning verður sýnileg og hefur nægan halla til að skapa áhugaverða lokaflöt. Með þessu hefur Hvaleyrin fimm holur með ströndinni og fjórar holur inni á eyrinni. Með því að bæta við 16. holunni sem par 5 verða seinni 9 holurnar par 36. Lengdin verður 3.270 metrar sem lengir völlinn í heild sinni upp í allt að 6.300 m. Slík lengd er þó ekki talin mikil fyrir golfkeppnir í hæsta gæðaflokki nú til dags. Fjölbreytni í stefnu holanna er góð.
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
Trackman mættur í Kópavoginn „Við viljum bæta þjónustuna við kylfinga hér á landi og þetta tæki er bylting fyrir okkur hvað mælingarnar varðar,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson einn eigenda golfverslunarinnar Hole In One í Kópavogi en nýverið var sett upp Trackman tæki í versluninni. Aðeins tvö slík tæki eru til staðar á Íslandi og segir Þorsteinn að tækið gefi mun nákvæmari niðurstöður í öllum mælingum og auðveldi því valið fyrir kylfinga þegar kemur golfkylfuvali. „Það eru ótal möguleikar sem skapast með þessu nýja tæki og það er hægt að mæla nánast alla hluti sem viðkemur
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
golfsveiflunni. Þarfir kylfinga eru afar mismunandi og eftir mælinguna á að liggja fyrir nákvæm niðurstaða hvaða golfútbúnaður hentar viðkomandi,“ bætti Þorsteinn við. Trackman er notað af um 70% kylfinga á PGA mótaröðinni og kylfingar á borð við Tiger Woods, Justin Rose, Jason Dufner, Ian Poulter, Rory McIlroy, Lee Westwood og Sergia Garcia. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér nýju „græjuna“ í Hole In One er bent á að hafa samband við verslunina í síma 577-4040 eða kíkja við í Bæjarlind 14 í Kópavogi.
141
AUGLÝSING
BOSS Á GOLFVÖLLUNUM!
142
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
GOLF Á ÍSLANDI • w ww.golf.is
143
AUGLÝSING
ALTIS OPNAÐI GOLF DEILD Í VERSLUN SINNI Í HAFNAFIRÐI
Þ
ar er að finna glæsilegt úrval af Cross golf fatnaði á konur, menn og börn. Eins og við vitum öll þá er ekki alltaf gott veður þegar við spilum golf og erfitt að vita hvaða fatnað er best að velja við slíkar aðstæður. Þetta er spurning sem danska golfsambandið
144
svaraði í könnun sem það stóð fyrir í lok síðasta árs. Þar var leitast eftir því hvaða fatnaður stæðist kröfur golfarans m.a. hvað varðar þægindi og vatnsheldni. Cross Edge jakkinn og buxurnar báru sigur úr bítum en könnunin var gerð á öllum helstu merkjum í golffatnaði. „Það sem mér finnst einkenna Cross golffatnaðinn er að þetta er sænsk hönnun, flott
snið á buxum og regnfötin eru hönnuð fyrir alvöru golfara og íslenskar aðstæður “ segir Magnús Björn Sigurðsson kylfingur og sölustjóri Cross á Íslandi. Cross golfvörur eru til sölu í Altis Bæjarhrauni 8 í Hafnafirði og fyrir þá sem vilja fá vöruna senda heim bendum við á heimkaup. is en þar má finna gott úrval af Cross vörum.
GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is
Kynnum ný aðildarform Auk hefðbundinnar aðildar, bjóðum við upp á eftirfarandi aðildarform: • 10 skipta kort með félagsaðild, hentugt fyrir þá sem spila sjaldan – má nota skipti fyrir vini og vandamenn. • Helgaraðild – 3ja daga, nú getur þú verið meðlimur með leikheimild um helgar á hagstæðara verði. • Fyrirtækjaaðild, sérsníðum lausnir að þínu fyrirtæki. Nánari upplýsingar á gbr.is og Facebook.
1. TBL. MAÍ. 2014. 24. ÁRG.
Kjölur 5 mm
GOLF Á ÍSLANDI MAÍ 2014
BÆTTU SVEIFLUNA SUNNAR Í ÁLFUNNI!
bókaðu far í tíma á herjolfur.is
settu golfferð með herjólfi á sumarplanið
Vestmannaeyjavöllur er einhver skemmtilegasti golfvöllur landsins. Vallarstæðið í Herjólfsdal er svo til snjólaust allan ársins hring og völlurinn því með þeim fyrstu til að verða leikfær á vorin. Stórbrotin fjallasýnin og nálægðin við náttúruöflin skerpa svo sannarlega einbeitingu kylfinganna. Það er gaman að skoða Heimaey, vegalengdir eru stuttar og fjölmargir afþreyingarmöguleikar fyrir alla fjölskylduna ávallt innan seilingar.
Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | www.herjolfur.is
STELPUGOLF er frábær útiverusaumaklúbbur
bóka þarf golfhring inn á golf.is
GLEÐILEGT
GOLFSUMAR!
Póst húsið