Lýðheilsa, og greining á stöðu barna og kvenna í golfíþróttinni - Golfþing 2021

Page 1

Golfþing 2021 19.–20. nóvember


Golfsamband Íslands þakkar samstarfsaðilum fyrir stuðninginn á árinu 2021


GOLF STUÐLAR AÐ BÆTTRI LÝÐHEILSU ALMENNINGS Í íslenskri orðabók er lýðheilsa skilgreind sem „almennt heilsufar í samfélagi, líkamlegt og andlegt, varðar allt frá frárennslismálum til menntunarmöguleika.“ Lýðheilsa nær því yfir heilsu almennings í víðum skilningi og tengist ekki eingöngu heilbrigðismálum, heldur líka aðstæðum í samfélaginu, t.d. umhverfismálum og félagsmálum.

Niðurstöður margra rannsókna gefa sterkar vísbendingar um að golfíþróttin stuðli að betri heilsu og vellíðan. Golfíþróttin er því mikilvægur þáttur í að bæta lýðheilsu almennings. Golfíþróttin getur m.a. haft jákvæð fyrirbyggjandi áhrif á um 40 sjúkdóma á borð við hjartaáfall, heilablóðfall, sykursýki, brjósta- og ristilkrabbamein, og þar að auki haft góð áhrif á blóðrásarkerfið, öndunarfærin og almenna líkamsheilsu.

GOLF HEFUR JÁKVÆÐ ÁHRIF Þessum atriðum er mikilvægt að halda á lofti í umræðu um uppbyggingu golfíþróttarinnar út um allt land. Hér á eftir eru nokkur atriði sem vert er að beina kastljósinu að í slíkri umræðu. Fjölmargir þættir hafa áhrif á heilsu og líðan einstaklinga og sífellt kemur betur í ljós að heilsa fólks og heilbrigði jarðarinnar helst í hendur. Góður samhljómur er þannig á milli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og áhrifaþátta heilbrigðis. Sumum þáttum er ekki hægt að breyta, t.d. aldri og erfðum. Margir aðrir áhrifaþættir heilbrigðis eru hins vegar þess eðlis að hafa má áhrif á þá og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan einstaklinga og minnka líkur á sjúkdómum. Golfíþróttin er á meðal jákvæðra áhrifaþátta heilbrigðis. Heimild: R&A Golf and Health 2016-2020

GOLF.IS

Golfþing GOLF.IS

19.–20. nóvember 2021

3

3


KYLFINGAR LIFA FIMM ÁRUM LENGUR Áhugaverðar niðurstöður úr sænskri rannsókn

Þeir sem stunda golfíþróttina lifa að meðaltali fimm árum lengur samkvæmt sænskri rannsókn frá árinu 2008. Rannsóknin var framkvæmd á árunum 2004-2008 af þeim Anders Ahlbom og Bahman Farahmand sem starfa við Karolínska sjúkrahúsið í Solna í Stokkhólmi. Úrtakið í rannsókninni voru sænskir kylfingar og var stuðst við gögn úr félagaskrám golfklúbba hjá sænska golfsambandinu. Niðurstöðurnar sýndu fram á að þeir sem stunda golfíþróttina lifðu að meðaltali fimm árum lengur en þeir sem stunda ekki golf. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli þegar þær voru fyrst birtar. Það sem kom líklega mest á óvart var að þeir sem nota golfbíl við golfleik eru einnig líklegir til þess að lifa allt að fimm árum lengur en þeir sem ekki stunda golf. Heimild: R&A Golf and Health 2016-2020

40 | DREGUR ÚR EINKENNUM LANGVINNRA SJÚKDÓMA Rannsóknir hafa sýnt fram á að golf getur dregið úr einkennum langvinnra sjúkdóma og í sumum tilvikum ná einstaklingar bata með því að stunda golf. Þar má nefna sykursýki, hjartasjúkdóma, blóðtappa, heilablóðfall, krabbamein í brjósti og ristli, þunglyndi og minnistap. Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig Heimild: R&A Golf and Health 2016-2020

4

GOLF.IS

Golfþing

19.–20. nóvember 2021

Golfþróttin, sem líkamsþjálfun, getur haft jákvæð áhrif í baráttunni við allt að 40 langvinna sjúkdóma.


Notaðu punktana til að komast í golfið

Grínið er nær en þú heldur Þú getur nefnilega borgað fyrir flugið með blöndu af Vildarpunktum og peningum. Kannaðu stöðuna. Því fleiri punktar, því betra.


LÍFSLÍKUR Á ÍSLANDI MEÐ ÞEIM MESTU Í EVRÓPU

Meðalævilengd karla á Íslandi var 81,0 ár árið 2019 og meðalævilengd kvenna 84,2 ár. Með því að stunda golf aukast líkurnar á því að meðalævilengdin aukist um allt að fimm ár.

84ár

81ár Heimild: R&A Golf and Health 2016-2020

Á 18 HOLUM:

8,9| 8,2| 8,5|

Háforgjafarkylfingar ganga að meðaltali 8,9 km. Lágforgjafarkylfingar ganga að meðaltali 8,2 km. Meðalkylfingurinn gengur að meðaltali 8,5 km.

GÓÐ HREYFING Eitt af því allra jákvæðasta við þá staðreynd að vera ekki mjög góður í golfi er eftirfarandi: Þeir sem slá flest högg skilja fleiri hitaeiningar eftir úti á vellinum. Í grein sem birt var í tímaritinu Inside Golf árið 2012 var vitnaði í útreikninga sérfræðinga. Þar kom fram að háforgjafarkylfingar ganga að meðaltali 8,9 km á 18 holu hring. Lágforgjafarkylfingar ganga um 8,2 km að meðaltali og meðalkylfingurinn gengur um 8,5 km að meðaltali.

6

GOLF.IS

Golfþing

19.–20. nóvember 2021


GJAFABRÉF

ÍSLANDSHÓTELA

17 HÓTEL UM ALLT LAND

ISLANDSHOTEL .IS / GJAFABREF

BIG AMERICAN

R TU AF

Öll kvöld frá 18. nóvember til og með 1. janúar

L A H L A ÐB K A JÓ OR R ÍS ÐI Ð E AM SN A ÝR G E

• G LÆ SI L

Glæsilegt Jólahlaðborð

Verð:

11.900 kr.

fimmtudags- til laugardagskvöld

9.400 kr.

sunnudags- til miðvikudagskvöld

Bókaðu borð á haust@haustrestaurant.is eða í síma 531 9020 Sjá nánar á haustrestaurant.is/jol Haust Restaurant | Fosshótel Reykjavík | Þórunnartúni 1

Jólabrunch frá og með 20. nóvember

Hádegisverðarhlaðborð með jólaívafi


GÓÐ ÁHRIF GOLFLEIKS ERU EKKI AÐEINS LÍKAMLEG Í háskólanum í Edinborg í Skotlandi hafa sérfræðingar rannsakað áhrif golfíþróttarinnar á líkamsstarfsemina. Rannsóknin kallast Golf & Health Project. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að golfíþróttin hafi jákvæð áhrif á blóðrásarkerfið, öndunarfærin og almenna líkamsheilsu. Dr. Andrew Murray fór fyrir rannsóknarteyminu í Edinborg í „Við vitum að sú hreyfing sem kylfingar stunda í gegnum golfíþróttina eykur lífslíkur,“ sagði Murray í viðtali við CNN fréttastofuna. Kylfingar sem eru á síðari hluta æviskeiðsins geta aukið hreyfigetu sína umtalsvert og bætt jafnvægið með því að ganga úti á golfvellinum og slá golfbolta. Góð áhrif golfleiks eru ekki aðeins líkamleg. Útiveran hefur einnig fleiri jákvæð áhrif, t.d. ferskt loft og aukna D-vítamín upptöku í gegnum húðina á góðviðrisdögum. Murray bætir því við í viðtalinu að þeir sem stundi golf séu síður líklegri til þess að þróa með sér kvíða og þunglyndi. „Þeir sem stunda golf fá aukið sjálfstraust, og það eykur líkurnar á því að þeim líði betur andlega og líkamlega.“ Heimild: R&A Golf and Health 2016-2020

8

GOLF.IS

Golfþing

19.–20. nóvember 2021

Við vitum að sú hreyfing sem kylfingar stunda í gegnum golf­íþróttina eykur lífslíkur. Þeir sem stunda golf eru síður líklegri til þess að þróa með sér kvíða og þunglyndi. Þeir sem stunda golf fá aukið sjálfstraust og það eykur líkurnar á því að þeim líði betur andlega og líkamlega.


Tækifæri í nýju starfsumhverfi Leiðtogar þurfa að sýna frumkvæði og útsjónarsemi til að stýra sínum rekstri í gegnum núverandi og framtíðaráhrif COVID-19. Nýr veruleiki er áskorun til framtíðar. Kynntu þér hvernig KPMG getur stutt þig við að breyta áskorunum í tækifæri, á kpmg.is eða í síma 545 6000.


GÓÐ BRENNSLA Á EINUM GOLFHRING

Konur brenna um 1.500 hitaeiningum á 18 holu golfhring.

Karlar brenna um 2.500 hitaeiningum á 18 holu golfhring.

Samkvæmt ýmsum rannsóknum er ekki mikill munur á brennslu hitaeininga hjá þeim sem bera golfpokann á öxlunum eða nota golfkerru.

Helsta einkenni golfíþróttarinnar á Íslandi er að golfið er almenningsíþrótt. Golfið er ekki íþrótt fárra, heldur fjöldans. GOLF.IS

Golfþing

10

19.–20. nóvember 2021

Golfíþróttin býður upp á margt gott og skemmtilegt, og þar á meðal góða hreyfingu. Meðalkarlmaður sem gengur með golfpokann á öxlunum 18 holur má búast við því að brenna um 2.500 hitaeiningum á hringnum sem tekur um fjórar klst. Konur brenna að meðaltali 1.500 hitaeiningum á 18 holum. Til samanburðar má nefna að 85 kg. karlmaður sem hleypur 15 km á 1 ½ klst. brennir um 1.400 hitaeiningum á þeim tíma. Ef sá hinn sami myndi synda 6 km á 2 klst. væri hann nálægt því að brenna 1.400 hiteiningum. Samkvæmt ýmsum rannsóknum er ekki mikill munur á brennslu hitaeininga hjá þeim sem bera golfpokann á öxlunum eða nota golfkerru Karlmaður, sem skilgreindur var hér fyrir ofan sem meðalmaður, brennir mjög svipuðum fjölda hitaeininga á 18 holum og sá sem er ekki með golfkerru eða um 2.500 hitaeiningum. Kylfingar sem ganga 18 holur með aðstoðarmann á „pokanum“ brenna um 1.200 hitaeiningum. Eins og áður er miðað við meðalkarlmann. Margir nýta sér golfbíla þegar þeir leika golf og á 18 holu golfhring má gera ráð fyrir að meðalkarlmaður á golfbíl brenni um 800 hitaeiningum. Þeir sem nýta sér golfbíla ganga að meðaltali 3,8 km. á 18. holu hring. Heimildir: Golflink.com og Golfdigest.com.


Enski boltinn eins og hann á að vera


ÚTBREIÐSLA GOLFÍÞRÓTTARINNAR BÖRN OG UNGLINGAR

HVERNIG ER STAÐAN?

Í stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 segir að stefnt sé að því að auka þátttöku barna - og unglinga - þannig að hlutfall barna - og unglinga fari úr 13% í 20% fyrir árslok 2027.

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri - rétt rúmlega 22.000. Það er því krefjandi verkefni að auka hlutfall barna - og unglinga í ört vaxandi íþrótt. Þar af eru 2.400 yngri en 15 ára eða rétt um 11%.

Stúlkur eru 25% af heildafjölda yngri en 15 ára.

Drengir eru 75% af heildarfjölda yngri en 15 ára.

HLUTFALL STÚLKNA Hlutfall stúlkna 15 ára og yngri af heildarfjölda kylfinga hefur verið að meðaltali um 3% á undanförnum áratug.

HLUTFALL DRENGJA Hlutfall drengja 15 ára og yngri af heildarfjölda kylfinga hefur verið að meðaltali um 8% á undanförnum áratug.

MARKMIÐ Í stefnu GSÍ 2020-2020 kemur fram að markmiðið sé að hlutfall barna - og unglinga verði 20% árið 2027.

GOLF.IS

Golfþing

12

19.–20. nóvember 2021


HVAÐ ÞARF AÐ GERA? Til þess að ná markmiðinu 2027 þurfa 527 börn - eða unglinga að bætast við árlega til viðbótar þeim sem eru til staðar í hreyfingunni.

BÖRN MARKMIÐ Ár

Heild börn

2021

2432

2022

2983

2023

Aukning

Heild

Hlutfall börn

22187

10.96%

527

23268

12.82%

3534

527

24351

14.51%

2024

4086

527

25437

16.06%

2025

4637

527

26525

17.48%

2026

5189

527

27615

18.79%

2027

5741

527

28707

20.00%

NÍU Á HVERJU ÁRI

SAMHLJÓMUR Í SKRÁNINGU

Það má líka setja þetta ferli upp í enn smærri verkefni. Ef allir golfklúbbar landsins fá til sín 9 börn eða unglinga í starfið á hverju ári til viðbótar þeim sem fyrir eru í hreyfingunni þá náum við markmiðinu.

Samstaða þarf að vera um skilgreiningar á skráningu iðkenda í golfíþróttinni. Mismunandi á milli kúbba - sem gerir það að verkum að það eru tækifæri til að stækka hópinn með einfaldri samræmingaraðgerð. Sem dæmi má nefna að rúmlega 700 börn sem tóku þátt sumarnámskeiðum tveggja golfklúbba eru ekki skráð í golfhreyfinguna. GKG og GR eru með það verklag að skrá alla sem taka þátt i sumarnámskeiðum á þeirra vegum. Samkvæmt skilgreiningu ÍSÍ eru engar kvaðir settar til að fá að vera hluti af ÍSÍ hreyfingunni.

SÓKNARFÆRI Alls eru 39 klúbbar eða 60% af heildarfjölda golfklúbba landsins með 10 eða færri skráða kylfinga sem eru 15 ára og yngri. Alls eru 19 klúbbar án kylfinga sem eru 15 ára og yngri. Alls er 21 klúbbur með 10 kylfinga eða færri sem eru 15 ára og yngri. Þessir 39 klúbbar eru með 3700 félagsmenn samtals - þar af eru aðeins 73 undir 15 ára aldri.

GOLF.IS

Golfþing 13 GOLF.IS

19.–20. nóvember 2021

13


ÚTBREIÐSLA GOLFÍÞRÓTTARINNAR Fjölgun kvenna – sóknarfæri

HVERNIG ER STAÐAN? Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri - rétt rúmlega 22.000. Konur eru nú 33% af hreyfingunni en konum fjölgaði um 2% á milli ára. Um 7,500 konur eru skráðar í golfklúbba landsins. Í stefnu GSÍ 2020-2027 er sett það markmið að auka þátttöku kvenna þannig að hún fari úr 32% í 40% fyrir árslok 2027.

HVAÐ ÞARF AÐ GERA? Til þess að ná markmiðinu 2027 þarf hreyfingin að fá 333 konur til viðbótar þeim sem eru til staðar í hreyfingunni . Þetta ferli þarf að endurtaka árlega fram til ársins 2027. Gert er ráð fyrir hóflegri fjölgun í heildarfjölda kylfinga eða sem nemur 1% á ári en þar bætast við um 75 konur árlega að auki.

KONUR MARKMIÐ

GOLF.IS

Golfþing

14

19.–20. nóvember 2021

Ár

Konur

2021

6774

2022

7174

2023

Aukning

Heild

Hlutfall konur

22187

30.53%

333

23268

30.83%

7575

333

24351

31.11%

2024

7977

333

25437

31.36%

2025

8379

333

26525

31.59%

2026

8783

333

27615

31.80%

2027

9186

333

28707

32.00%


Stefnir – Samval hs.

er 25 ára

2021

1996

Stefnir – Samval hs. hefur ávaxtað reglulegan sparnað sjóðfélaga í aldarfjórðung. Við fögnum 25 ára afmælinu með öllum þeim sem hafa verið samferða okkur gegnum árin og hlökkum til að halda áfram á sömu braut. Hvert stefnir þinn sparnaður? Nú getur þú keypt í sjóðnum Stefni – Samval hs. í Arion appinu sem er opið öllum allan sólarhringinn. Einfalt. Þægilegt. Öruggt.

Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Stefnir – Samval hs. er sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta skv. lögum nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og er í rekstri Stefnis hf. Ávöxtun miðast við tímabil 01.11.1996-01.10.2021 og byggja á upplýsingum frá vörslufélagi sjóðsins Arion banka hf. Sérhæfður sjóður fyrir almenna fjárfesta telst almennt vera áhættusamari fjárfesting en verðbréfasjóður. Meiri áhætta er fólgin í rýmri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar. Stefnir – Samval hs. fellur i áhættuflokk 5 af 7 en það gefur til kynna að gengi hans er háð nokkrum breytingum. Í samræmi við það getur tapsáhætta og möguleikar til ávöxtunar verið í meðallagi. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu og lykilupplýsingar sjóðsins sem má nálgast á www.stefnir.is

444 7400

stefnir.is/sjodir

Arion appið

radgjof@arionbanki.is


GOLFSAMBAND ÍSLANDS OG HEIMSMARKMIÐIN Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmiklum áskorunum fyrir efnahag, samfélag og umhverfi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru sett fram sem alþjóðleg áætlun til ársins 2030 til að takast á við þessar áskoranir. Áætlunin er djörf, krefjandi en um leið full af tækifærum. Á árinu 2021 ákvað stjórn Golfsambands Íslands að hefja fjölþætta árvekni - og verkefnavinnu með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi og innleiða heimsmarkmið hjá GSÍ. Stofnaður var verkefnahópur utan um verkefnið og ráðgjafi fenginn til að stýra vinnunni. Um vorið 2021 voru haldnar tvær vinnustofur, sú fyrri um vitundarvakningu og sú síðari var hugmyndavinna um hvar GSÍ gæti lagt sitt af mörkum til þess að ná heimsmarkmiðunum.

Markmið vinnunnar er að golfklúbbar á Íslandi verði mikilvægt hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030. Golfsamband Íslands ætlar að að hafa áhrif á það hvernig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða innleidd með því að taka fullan þátt í vinnunni. Golfsambandið hefur greint hvar sambandið getur haft mest áhrif og komið með tillögur að mælikvörðum til að meta árangur.

GOLF.IS

Golfþing

16

19.–20. nóvember 2021

Markmið vinnunnar er að golfklúbbar á Íslandi verði mikilvægt hreyfiafl sem aðstoðar við að ná markmiðum heimsmarkmiðanna fyrir árið 2030. Golfsamband Íslands ætlar að að hafa áhrif á það hvernig heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða innleidd með því að taka fullan þátt í vinnunni. Golfsambandið hefur greint hvar sambandið getur haft mest áhrif og komið með tillögur að mælikvörðum til að meta árangur. Golfklúbbarnir sem eru 60 talsins eru hvattir til þess að takast á við þetta verkefni með sambandinu. Heimsmarkmiðin sem voru í fyrsta forgang eru 8 með 12 undirmarkmið en vinna innan þeirra er talin geta verið mjög líkleg til umbóta fyrir golfhreyfinguna og landið í heild. Samið hefur verið við hugbúnaðarfyrirtækið Klappir um að taka saman mælingar fyrir þá golfklúbba sem vilja taka þátt í verkefninu.


Það er einfalt að tilkynna tjón á vordur.is

Ef þú þarft að tilkynna tjón er best að gera það á vefnum okkar. Það hefur aldrei verið einfaldara. vordur.is


FORGANGSMARKMIÐIN ERU: ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■

SAMVINNA UM MARKMIÐIN Í verkefnahópnum sátu Hulda Bjarnadóttir, Gunnar M. Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson, Brynjar Eldon Geirsson, Arnar Geirsson og Sigríður Arnardóttir. Verkefnið er unnið í samvinnu við Evu Magnúsdóttur, ráðgjafa og eiganda Podium ehf. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finn á golf.is - smelltu hér.

HTTPS://WWW.GOLF.IS/HM/ GOLF.IS

Golfþing

18

19.–20. nóvember 2021

Heilsa og vellíðan Jafnrétti kynjanna Sjálfbær orka Sjálfbærar borgir og samfélög Ábyrg neysla og framleiðsla Aðgerðir í loftslagsmálum Líf á landi


FÁÐU BETRA VERÐ Á MATVÖRU MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM

ÞÚ GETUR NOTAÐ APPIÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM SAMKAUPA Á LANDSVÍSU.

NÁÐU Í APPIÐ OG SAFNAÐU INNEIGN.

samkaup.is/app


ÚTBREIÐSLA GOLFÍÞRÓTTARINNAR ÍSLANDSMÓT Í PÚTTI? Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur á undanförnum árum byggt upp púttsamfélag víðsvegar um landið. Þessi hópur er mjög virkur í því að hittast og keppa sín á milli og er m.a. haldið Íslandsmót í pútti ár hvert. Á Íslands­mótinu eru keppendur yfir 100 talsins. Púttklúbba er að finna víðsvegar um landið og má þar nefna Púttklúbb Suðurnesja, FaMos - Mosfellsbæ, Kubbur-Ísafirði, Borgarbyggð, Árskógar-Reykjavík, Neisti-Garðabæ, NessKópavogi og FaAkranes - svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum frá félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra eru allt að 800 einstaklingar sem eru virkir í púttsamfélaginu á Íslandi. Þessi fjölmenni hópur er ekki hluti af golfhreyfingunni. Forsvarsmenn félags áhugafólks um íþróttir aldraðra hafa áhuga á því að pútt verði hluti af golfíþróttinni á Íslandi.

ÞAÐ HEFUR GÓÐ ÁHRIF Á HEILSUNA AÐ VERA ÁHORFANDI Á GOLFMÓTI Í niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru í júlí 2017 kemur fram að 83% áhorfenda á golfmóti gengu að meðaltali 11.589 skref á einum degi á meðan þeir fylgdust með mótinu. Þessi hópur náði þar með gönguvegalengd sem rannsóknir hafa sýnt að hafi marktæk áhrif til betri heilsu – eða sem nemur 10.000 skrefum eða meira. Dr. Andrew Murray stýrði rannsókninni sem fram fór árið 2016 á „Paul Lawrie holukeppnismótinu“ á Archerfield Links vellinum í Skotlandi. Alls tóku 339 áhorfendur þátt í rannsókninni. Áhorfendur á golfmótum eyða löngum tíma úti í náttúrunni í grænu umhverfi samhliða því að njóta samvista við vini, fjölskyldu og kunningja. Í fjölmörgum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að allir þessir þættir hafa góð áhrif á andlega heilsu og geðheilbrigði. Áhorfendur á þessu móti gengu að meðaltali 8-10 km. og brenndu meira en 1000 kaloríum á dag við gönguna.

GOLF.IS

Golfþing

20

19.–20. nóvember 2021

Í rannsókninni voru skrefamælar notaðir og niðurstöðurnar sýndu m.a. fram á að karlar ganga að meðaltali 1800 skrefum meira en konur á einum degi á golfmóti. Í svörum frá þátttakendum í rannsókninni kom fram að holl útivera og hreyfing átti stóran þátt í því að þeir völdu að fara sem áhorfendur á atvinnugolfmótið. Þar að auki sögðu 60% þátttakenda í rannsókninni að aukin líkamleg hreyfing væri á meðal langtímamarkmiða þeirra. Fylgst var með áhorfendunum sem tóku þátt í rannsókninni í nokkra mánuði eftir rannsókninni lauk. Þar komu fram að 40% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni fór að hreyfa sig meira og oftar eftir að golfmótinu lauk. Niðurstaðan er afar áhugaverð að mati Dr. Andrew Murray og jafnframt hvatning fyrir skipuleggjendur golfmóta að nálgast áhorfendur með skilaboðum um þann heilsuágóða sem felst í því að upplifa spennuna á sjálfum keppnisvellinum. Heimild: R&A Golf and Health 2016-2020


ÓTRÚLEGUSTU DRAUMAR HAFA RÆST MEÐ ÞÍNUM STUÐNINGI

LEIKURINN OKKAR


SJÖ KOSTIR GOLFLEIKSINS FYRIR HEILSUNA Edwin Roald, golfvallahönnuður, skrifaði áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvalla arkitekta í Evrópu, EIGCA. Þar eru sjö kostir golfleiksins fyrir heilsuna dregnir fram í kastljósið. Hér er úrdráttur úr greininni sem er í heild sinni á golf.is Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál?

Hjartaheill – Hreyfing kemur blóðinu af stað. Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn.

Örvar heilann – reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Clive Ballard, sem stýrir rannsóknum hjá Alzheimer‘s Society, segir: „Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemmri tíma.“

Aukakílóin burt. Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum.

Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á.

Betri svefn Hreyfing og ferskt loft stuðla að bættum svefni. Regluleg hreyfing getur hjálpað þér að sofna fyrr og ná lengri tíma í djúpum svefni. Svefn liðkar fyrir endurheimt í vöðvum eftir áreynslu og meiðsli.

Lág slysatíðni Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum.

Lengir lífið Oft er talað um að hláturinn lengi lífið. Hið sama má segja um golf, ef marka má afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma.

GOLF.IS

Golfþing

22

19.–20. nóvember 2021


,,ÉG FINN MIKINN MUN Á AÐ VERA Í GÓÐRI MERINO ULL Í GOLFINU, MJÖG HLÝR OG LÉTTUR FATNAÐUR.” - GUÐRÚN BRÁ ATVINNUKYLFINGUR

JÓLAGJÖF KYLFINGSINS ER MERINO ULL FRÁ DEVOLD H E R R A R DUO ACTIVE 12.995.-

DUO ACTIVE

TUVEGGA SPORT

TUVEGGA SPORT

DUO ACTIVE

TUVEGGA SPORT

TUVEGGA SPORT

12.995.- / 13.995.-

17.995.-

21.995.-

D Ö M U R DUO ACTIVE 12.995.-

12.995.- / 13.995.-

17.995.-

21.995.-

SÖLUSTAÐIR Golfskálinn - Golfverslunin Hafnarfirði - Verslunin Nína Akranesi - Útilíf - Everest - Skóbúð Húsavíkur - Kaupfélag Borgfirðinga Ellingsen.is - Ellingsen Reykjavík og Akureyri



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.