Golf á Íslandi - 2. tbl. 2013

Page 1

2. TBL. JÚNÍ 2013. 23. ÁRG.

Kjölur 5 mm

Á ÍSLANDI

GOLF Á ÍSLANDI JÚNÍ 2013

auðveldar smásendingar

������� ��������� � e���.��

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

DRAUMAHRINGUR

FANNARS INGA


FRÁBÆRT ÚRVAL AF

ÞÚ FÆRÐ ECCO GOLFSKÓNA Í ÖLLUM HELSTU GOLF- OG SKÓVERSLUNUM LANDSINS

ECCO GOLFSKÓM BELEN MOZO

BELEN MOZO

GRAEME MCDOWELL

GRAEME MCDOWELL

DÖMUSKÓR


ÞÚ FÆRÐ ECCO GOLFSKÓNA Í ÖLLUM HELSTU GOLF- OG SKÓVERSLUNUM LANDSINS

GRAEME MCDOWELL

Ecco - kringlan Steinar Waage - Smáralind Skóbúðin Húsavík Golfbúðin - Hafnarfirði GolfSkálinn - Reykjavík Skóbúðin - Keflavík Nína - Akranesi Skóbúð - Selfoss Axel Ó - Vestmannaeyjum Skór.is - netverslun Eagle Akureyri Intersport - Lindum Reykjavík Hole In One -Reykjavík

HERRASKÓR


„ÞAR SEM MÖRG DAUÐASLYS OG MEIÐSLI HAFA ORÐIÐ VEGNA ELDINGA Á G0LFVÖLLUM, ERU ALLIR KLÚBBAR OG BAKHJARLAR GOLFKEPPNA HVATT HVA IR TIL FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐA TIL AÐ VERNDA MENN FYRIR ELDINGUM.“ Athugasemd við reglu 6-8b, Viðauka I, C hluta (Keppnisskilmálar) í Golfreglubókinni bls. 148

GOLFVERND VARÐAR V

Vörður býður kylfingum sérstakar tryggingar, t.d. gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

ÁBYRGÐARTRYGGINGU

LEIGA Á BÚNAÐI ERLENDIS

ÓHAPPATRYGGINGU

HOLU Í HÖGGI TRYGGINGU

VIÐ VILJUM KYNNAST ÞÉR BETUR

GOLFSLYSATRYGGINGU

ÁRGJALDATRYGGINGU

GOLFBÚNAÐARTRYGGING


ÍSLENSKA SIA.IS VOR 63599 04/13

KANNTU GOLFREGLURNAR? NETLEIKUR VARÐAR

TAKTU ÞÁTT Á VORDUR.IS OG SÝNDU SNILLI ÞÍNA. ÞÚ GÆTIR UNNIÐ HAUSTGOLFFERÐ ÁSAMT FLEIRI VEGLEGUM VINNINGUM.

Vörður stendur fyrir léttum leik á vordur.is sem gefur kylfingum landsins kost á að reyna kunnáttu sína og rifja upp golfreglurnar. Golf byggir á nákvæmum og stundum dálítið flóknum reglum. Allir vilja hafa rétt við en glompurnar í minninu krefjast þess að maður kíki stundum í reglubókina. Golfreglur og tryggingaskilmálar eiga það sameiginlegt að fjalla af nákvæmni og í smáatriðum um atriði sem fæstir vilja hugsa um. Þegar á reynir er hins vegar gott að geta gripið í reglubókina. Með því að þekkja reglurnar og fylgja þeim verður leikurinn léttari og gengur hraðar fyrir sig.

Vörður er styrktaraðili GSÍ við útgáfu Golfreglubókarinnar. Við viljum bara spila golf og vera örugglega tryggð.


2. TBL. JÚNÍ 2013. 23. ÁRG.

FORSETAPISTILL

Unga fólkið

Á ÍSLANDI

GOLF Á ÍSLANDI JÚNÍ 2013

U

ndanfarnar vikur hef ég sérstaklega fylgst með unga fólkinu á unglingamótunum sem Íslandsbanki styður við bakið á af miklum myndarskap. Mér er það alveg ljóst að miklar framfarir eiga sér stað bæði hjá piltum og stúlkum. Við erum sífellt að sjá betri skor á mótum hjá þessu unga fólki og er það mjög ánægjulegt og eins að mótin eru alltaf fullmönnuð. Fyrir 2 árum lögðum við hjá Golfsambandinu upp með mótaröð sem við kölluðum áskorendamótaröðina fyrir það unga fólk sem ekki enn var komið í fremstu röð meðal sinna jafnaldra og fór þetta hægt af stað. Áhuginn fyrir þessu jókst þó brátt og nú er svo komið að þessi mót njóta mikilla vinsælda og er alltaf fullskipað í þau. Við höfum líka farið með þessi mót út á land til þess að gefa fleirum kost á að taka þátt í þeim. Við tökum eftir því að fámennari klúbbar úti á landi eru að eignast unglinga sem eru í eða eru að komast í fremstu röð meðal sinna jafnaldra hér á höfuðborgarsvæðinu.Örugglega má að hluta þakka góðum golfþjálfurum og kennurum fyrir þennan árangur ungmennanna en fjöldi menntaðra golfkennara hefur aukist á undanförnum árum. Er nú svo komið að fjöldi fullmenntaðra golfkennara hér á landi er rúmlega 40 og er nám þeirra hér á landi viðurkennt alls staðar í Evrópu.

DRAUMAHRINGUR

FANNARS INGA

Útgefandi/ábyrgðaraðili: Golfsamband Íslands, Laugardal, 104 Reykjavík.

Þýðing á erlendu efni frá Golf World og Today´s Golfers: Björn Malmquist

Framkvæmdarstjóri: Hörður Þorsteinsson, hordur@golf.is

Útlit og Umbrot: Víkurfréttir, Páll Ketilsson og Þorsteinn Kristinsson.

Ritstjóri: Páll Ketilsson, pket@vf.is

Eftir því hefur verið tekið hvað okkar unga fólk hefur staðið sig vel á mótum erlendis og nægir í því sambandi að nefna sigur Guðmundar Ágústs Kristjánssonar 2010 og Ragnars Más Garðarssonar 2012 á Duke of York mótinu á Bretlandi þar sem bestu einstaklingum í heiminum yngri en 18 ára er boðin þátttaka. Sannarlega skrautfjöður í hatt íslensks golfs. Í von um skemmtilegt golfsumar sendi ég öllum kylfingum golfkveðjur.

Textahöfundar í þessu blaði: Jón Júlíus Karlsson, Páll Ketilsson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Þorgrímur Þráinsson, Björn Malmquist og Óli Oddur Jónsson.

Jón Ásgeir Eyjólfsson Forseti G.S.Í.

Ljósmyndir: Páll Ketilsson, Jón Júlíus Karlsson, Sigurður Elvar Þórólfsson, Þorgrímur Þráinsson og Páll Orri Pálsson.

Prófarkalestur: Þórgunnur Sigurjónsdóttir.

Auglýsingar: Stefán Garðarsson, stebbi@golf.is s. 514 4053 og 663 4656 Blaðinu er dreift inn á öll heimili félagsbundinna kylfinga á Íslandi í 15.000 eintökum. Prentun: Oddi Næsta tölublað kemur út í júlí.

Golfleikjanámskeiðin vinsælu

Boðið er upp á byrjendanámskeið fyrir konur og karla, fjölskyldur, ömmur og afa með barnabörnin. Námskeiðin eru 5 virkir dagar í röð, 11/2 klst. í senn. Skipuleggjum golfleiki fyrir ýmis tækifæri.

Golfleikjaskólinn Sími 691 5508 6

golf@golfleikjaskolinn.is www.golfleikjaskolinn.is GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



RITSTJÓRAPISTILL

SMÁ SÝNISHORN AF EFNI BLAÐSINS

Magnaður kylfingur

M

ér fannst svar Fannars Inga Steingrímssonar, Hvergerðingsins unga magnað þegar ég spurði hann eftir ótrúlegan vallarmetshring á Hellu hvort hann hafi ekki verið taugaóstyrkur. Nei, ég var ekkert að hugsa um skorið eða vallarmetið, var svarið. Hann var kominn marga undir par sem er ekki algengt hjá tæplega 15 ára kylfingi á opnu móti. Á næstsíðustu holu þegar hann er sjö undir pari gerir hann sér lítið fyrir og fer holu í höggi. Páll Ketilsson Leikur svo síðustu brautina á pari og endar á 9 höggum undir pari. Vallarmet, hola í höggi og allur pakkinn. Það er svona nett Tiger Woods eða Rory McIlroy saga á bak við Hvergerðinginn, nema hvað hann byrjaði ekki eins ungur og þeir að spila golf. Hann hefur hins vegar tekið íþróttina mjög föstum tökum og með föður sinn í liði hefur hann sótt sér mikla keppnisreynslu ungur að árum með því að sækja US Kids mót í útlöndum frá því hann var 11 ára. Í viðtali við Golf á Íslandi eftir mót á Eimskipsmótaröðinni í Eyjum þar sem hann leiddi mótið eftir fyrsta keppnisdag á 5 undir pari útskýrir Fannar þetta mjög vel: „Markmiðin eru skýr, mig langar að komast í háskóla í Bandaríkjunum, leika þar með skólaliðinu, öðlast reynslu við bestu aðstæður og reyna síðan við atvinnumótaraðirnar í Bandaríkjunum og Evrópu. Ef það tekst ekki þá set ég mér ný markmið en ég ætla mér að ná langt í golfinu og ég æfi markvisst að því að komast þangað sem ég ætla mér.“ Það er ljóst að framtíðin blasir við Hvergerðingnum. Hann virðist hafa flest sem þarf til að verða mjög góður kylfingur. Ekki síst virðist sem hugarfar hans sé mjög gott miðað við svar hans við spurningu blaðamannsins um taugarnar í vallarmetshringnum. Hugarfarið er gríðarlega mikilvægt. En eins og lesa má í þessu tölublaði í grein um líkamsræktina hjá bestu kylfingum heims þá er það atriði sem skiptir orðið miklu meira en það gerði áður fyrr, ef kylfingar vilja ná langt. En það er margt sem getur truflað frama fólks. Nökkvi Gunnarsson, afrekskylfingur og golfkennari lýsir því vel í viðtali í blaðinu hvernig áfengisneysla hafði áhrif á hans golfleik. Hann sneri við blaðinu eftir að forseti GSÍ gerði athugasemd við hans hegðun í GSÍ móti. Nökkvi tók ábendingunni vel og breytti til betri vegar. Nú á golfið hug hans allan eins og lesa má í viðtalinu og í annarri grein um flatarlestur. Í atvinnumannaheiminum erum við með John Daly sem ljóslifandi dæmi um hvernig hægt er að klúðra ferlinum með óreglusemi eins og hann hefur stundað. Hann ætti að vera öðrum víti til varnaðar. Efni þessa blaðs sem telur 148 síður er fjölbreytt að venju. Njótið vel.

8

46

20

RÚNAR

TIGER 4.0

Knattspyrnuþjálfarinn og KR-ingurinn Rúnar Kristinsson er liðtækur á golfvellinum og dreymir um að komast í 10 í forgjöf.

Það má læra ýmislegt af nýjustu útgáfunni af Tiger. Hvernig honum tókst að bæta leik sinn á þessari leiktíð – og tókst að komast aftur á toppinn.

78

50

SAGA TITLEIST 80 ára reynsla, 4 verksmiðjur og 40.000 manns sem prófa bolta, partur af því sem Titleist þarf til að framleiða 300 milljón golfbolta á ári.

LÍKAMSRÆKTIN Allir í ræktina. Íþróttafræðingur sem unnið hefur með Lee Westwood og Rory McIlroy sýnir fram á mikilvægi líkamsþjálfunar.

90

82

ATVINNUMENNSKA Brynjar E. Geirsson, golfkennari fjallar um atvinnumennskudraum marga kylfinga. Hvernig eiga þeir að komast nær draumnum?

VESTURLAND Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og nýliði í golfíþróttinni heimsótti þrjá golfvelli á Vesturlandi.

106

102

Á SAWGRASS Íslensk golfkona var sjálfboðaliði á Players atvinnumannamótinu í Flórída. Hún dvaldi langdvölum á 18. brautinni á Sawgrass golfvellinum í Jacksonville.

NÖKKVI Nökkvi Gunnarsson, afrekskylfingur af Nesinu hefur sökkt sér af fullum þunga í golfkennslufræði.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


NÁNAR Á UU.IS

Hus borg golf Seve

Haustið er komið í sölu! EKKI MISSA AF DRAUMAGOLFFERÐINNI!

H ÁL FT FÆ Ð I

I

Ð

AL IF

N

FT

IN

ÁL

LT

H

AL

PLANTIO GOLF

HUSA ALICANTE GOLF

VILLAITANA

Lúxus íbúðir, flottur skógarvöllur við Alicante borg og allt innifalið!

Einn vinsælasti golfáfangastaður Íslendinga til margra ára!

Villaitana er sannkölluð ævintýraveröld kylfingsins!

VERÐDÆMI - � NÆTUR:

VERÐDÆMI - � NÆTUR:

VERÐDÆMI - � NÆTUR:

���.��� KR

*

á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Innifalið: » Gisting í glæsilegum íbúðum » Allt fæði og drykkir** » Ótakmarkað golf með kerru » Flug og skattar » Flutningur á golfsetti » Akstur milli flugvallar og hótels » Íslensk fararstjórn

Ferðadagar: GOLFSKÁLAFERÐ: 01.10 - 05.10, 4 daga ferð 01.10 - 08.10, 7 daga ferð ALMENNAR FERÐIR: 01.10 - 05.10, 4 daga ferð 01.10 - 08.10, 7 daga ferð 08.10 - 15.10, 7 daga ferð 12.10 - 19.10, 7 daga ferð 19.10 - 29.10, 10 daga ferð

���.��� KR

*

á mann m.v. 2 fullorðna..

Innifalið: » Gisting í tvíbýli. » Morgun- og kvöldmatur » Golf og golfbíll » Flug og skattar » Flutningur á golfsetti » Akstur milli flugvallar og hótels » Íslensk fararstjórn

Ferðadagar: HELDRI KYLFINGAFERÐ: 28.09 - 08.10, 11 daga ferð ALMENNAR FERÐIR: 08.10 - 15.10, 7 daga ferð 12.10 - 19.10, 7 daga ferð 15.10 - 22.10, 7 daga ferð 15.10 - 26.10, 11 daga ferð GOLFSKÓLI ÚÚ 22.10 - 29.10, 7 daga ferð

ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLI 4 108 RVK | S. 585 4000 | MEIRA Á URVALUTSYN.IS

���.��� KR

*

á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð

Innifalið: » Gisting í tvíbýli. » Morgun- og kvöldmatur » Golfbíll þegar leikið er á Poniente » Flug og skattar » Flutningur á golfsetti » Akstur milli flugvallar og hótels » Íslensk fararstjórn

Ferðadagar: 05.10 - 12.10, 7 daga ferð 15.10 - 22.10, 7 daga ferð


Frábær árangur hjá Haraldi Franklín á Opna breska áhugamannamótinu Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur náði frábærum árangri á Opna breska áhugamannamótinu sem fram fór um miðjan júní í Kent, Englandi. Haraldur Franklín varð í 10. sæti í höggleiknum og komst þar með áfram í mótinu. Alls tóku 288 kylfingar þátt í mótinu og komust 64 efstu og jafnir áfram í holukeppnina sem er leikin þar til að einn kylfingur stendur upp sem sigurvegari. Haraldur komst alla leið í 16-manna úrslit en varð að sætta sig við tap gegn Ítalanum Renato Paratore eftir bráðabana. Leikur þeirra fór alla leið á 19. holu þar sem Paratore hafði betur en Haraldur sló í skurð fyrir flötina á fyrstu braut og tapaði því leiknum. Leikur þeirra var gríðarlega jafn og var forystan aldrei meiri en ein hola. Haraldur hafði eina holu í forskot þegar þrjá holur voru eftir en Patatore jafnaði á 16. braut og knúði svo fram sigur í bráðabana. „Ég er nokkuð sáttur með frammistöðuna mína í mótinu. Markmiðið fyrir mótið var að komast í holukeppnina. Þessi árangur gefur mér aukasjálfstraust. Leikurinn gegn Ítalanum var mjög spennandi. Við skiptumst á að leiða en tapaði svo eftir að hafa slegið í skurð í bráðabananum. Ég varð að reyna inn á flöt úr þungum karga og því miður þá náði boltinn ekki yfir skurðinn,“ sagði Haraldur Franklín eftir mótið.

Tilboð fyrir golf-fjölskyldur

TVÆR 16” PIZZUR

M. 2 ÁLEGGSTEGUNDUM OG 2 l GOS Á 2400 KRÓNUR

Super Pizza

Nýbýlavegi 32

200 Kópavogur

Sími 577 5773

„Ég er samt ekki ósáttur. Ég var að spila mitt besta golf. Þessi strákur var einfaldlega sjóðheitur og vissi varla hvað skolli var. Ég er nokkuð viss um að ég hefði unnið flesta aðra sem voru eftir í mótinu með þessari spilamennsku. Ég hitti á þennan kylfing á röngum degi.“ Árangur Haraldar í mótinu er engu að síður frábær. Þetta er einn besti árangur íslensks kylfings á Opna breska áhugamannamótinu sem er eitt sterkasta áhugamannamót sem haldið er í heimi á ári hverju. Axel Bóasson úr GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR tóku einnig þátt í mótinu en komust ekki áfram eftir höggleikinn.

Heildsala - Uö Usí EIN BESTU U U U

UUUU U UUU U

U U U

UUUU U

!

UUUU UU UU UUUU UU U U UUU U

NUU UUU ýs U U UU U : UUU v U@ sUU U s s: 821-0152U ÚUvU UU U U vU UU í UUU U U UsUUUU 10

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


HEILSUNUDDPOTTAR FRร SUNDANCE SPAS

EIGUM FYRIRLIGGJANDI HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA EIGUM FYRIRLIGGJANDI LOK ร ALLAR ELDRI GERร IR SUNDANCE SPAS HEILSUNUDDPOTTA

Gร ร I, ร Jร NUSTA OG ร BYRGร - ร Aร ER TENGI 3MIร JUVEGI p +ร PAVOGI p 3ร MI p "ALDURSNESI p !KUREYRI p 3ร MI

/PIร VIRKA DAGA FRยบ p WWW TENGI IS p TENGI TENGI IS


Gísli sigraði á sterku unglingamóti í Skotlandi Gísli Sveinbergsson úr Keili stóð sig frábærlega á sterku barna- og unglingamóti sem fram fór í Skotlandi í lok maí. Gísli sigraði í flokki 15-18 ára drengja í US Kids European Championship mótinu sem fram fór á Luffness vellinum í Skotlandi. Gísli lék hringina þrjá í mótinu á samtals fimm höggum yfir pari og varð tveimur höggum betri en Jim de Heij frá Hollandi og Daniel Palmquist frá Svíþjóð. „Ég er mjög sáttur með sigurinn. Ég var búinn að æfa vel fyrir þetta mót og mætti mjög skipulagður til leiks,“ sagði Gísli skömmu eftir mótið. „Ég sló ekki eitt högg í mótinu með dræver. Ef þú misstir boltann út fyrir brautina þá varstu búinn að tapa höggi því það var svo hár kargi. Ég sló því aðallega með járni af teig. Brautirnar eru mjög harðar þannig að boltinn rúllaði mikið.“ Óhætt er að segja að sigurinn sé mikill áfangi fyrir Gísla. Flestir kylfingarnir í mótinu voru forgjafalægri en Gísli sem er með 2,3 í forgjöf. „Ég hafði ekki spilað með neinum áður en margir af þeim litu út fyrir að vera mjög góðir og flestir með lægri forgjöf en ég,“ segir Gísli. „Ég gerði eiginlega engin mistök í mótinu og spilaði upp á parið á hverri braut. Ég var mjög góður í púttunum og hitti margar brautir. Það var lykill að sigrinum.“ Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG stóð sig einnig mjög vel í mótinu. Hann lék í flokki 14 ára drengja og hafnaði í 6. sæti í mótinu. Fannar lék gríðarlega vel á öðrum hring en þá lék hann á 67 höggum eða fimm höggum undir pari sem var besti hringur mótsins í flokknum. Samtals lék Fannar á 216 höggum eða á pari og var aðeins höggi frá öðru sæti í mótinu.

12

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


ÖRYGGISHNAPPUR SECURITAS

Ľ ą ĆÀ ÀĈ Ć ĩ

Ömmur eru dýrmætustu manneskjur í lífi hvers manns. Stundum er eins og þær komi úr einhverjum öðrum tíma með alla sína visku og hlýju. Þær lauma til manns súkkulaðimolum þegar pabbi sér ekki til. Þær skamma mann af umhyggju. Það er eins og þær bíði við símann eftir því þegar maður hringir og þarf að létta á sér. Ömmur eiga að búa við öryggi.


Axel Bóasson úr Keili náði fínum árangri á St. Andrews Links Trophy mótinu sem fram fór í St. Andrews í byrjun júní. Axel hafnaði í 12. sæti í mótinu á samtals 289 höggum eða einu höggi yfir pari. Leikið var á Jubilee og Old Course í St. Andrews. Old Course er hinn sögufrægi golfvöllur sem leikinn er á fimm ára fresti í Opna breska meistaramótinu. Axel var í toppbaráttunni í mótinu frá fyrsta hring. Hann var mjög stöðugur í mótinu og lék fyrstu þrjá hringina á 72 höggum og lokahringinn á 73 höggum. Á lokakeppnisdegi voru leiknar 36 holur. Mótið er afar sterkt áhugamannamót og árið 1997 var það Justin Rose, sem sigraði nýverið á Opna bandaríska, sem bar sigur úr býtum. Neil Raymond frá Englandi sigraði í mótinu í ár en hann lék samtals á sex höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR tók einnig þátt í mótinu en komst ekki í gegnum niðurskurðinn sem var markaður eftir 36 holur.

Tilboð fyrir golf-fjölskyldur

TVÆR 16” PIZZUR

M. 2 ÁLEGGSTEGUNDUM OG 2 l GOS Á 2400 KRÓNUR

Super Pizza

Nýbýlavegi 32

200 Kópavogur

Axel stóð sig vel í St. Andrews

Sími 577 5773

Að gerast meðlimur í golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ margborgar sig Hlíðavöllur í Mosfellsbæ er stórskemmtilegur 18 holu völlur í fallegu umhverfi. Völlurinn hentar vel fyrir alla kylfinga og vegna legu hans er hann sá völlur á höfuðborgarsvæðinu sem opnar fyrst á vorin og er síðastur til að loka inn á sumarflatir á haustin. Þeir sem gerast félagar í golfklúbbnum Kili og spila á Hlíðavelli eiga því fyrir höndum langa og skemmtilega golfvertíð!

N ýi r m eð li m

F rá b æ rt ti lb ir oð: Ek

kert inntökug jald. Nýliðanámsk eið klúbbsins Eihjá PGA kennara nari Lyng. Boltakort með 30 æfingasvæ0ðiboltum á ð. Reglunámsk eið. Nánari upplýs in gkj@gkj.is eð gar: a í síma 566 74 15

Enginn biðlisti 18 holu golfvöllur 6 holu par 3 völlur

14

Auðvelt að fá rástíma Gott æfingasvæði 10 vinavellir

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Rose fékk 156 „kúlur“

Opna bandaríska meistaramótið fór fyrst fram árið 1895 eða fyrir 118 árum. Það hefur að sjálfsögðu margt breyst á þessum langa tíma og þá sérstaklega verðlaunaféð sem sigurvegarinn fær í sinn hlut. Englendingurinn Justin Rose fékk um 156 milljónir kr. í sinn hlut fyrir sigurinn eða sem nemur 1,4 milljónum bandaríkjadölum. Heildarverðlaunafé mótsins var rétt tæplega einn milljarður kr. Fyrir áratug sigraði Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk á þessu móti og fékk hann 129 millj. kr. í verðlaunafé. Ef farið er enn lengra aftur í tímann þá má nefna Lee Janzen frá Bandaríkjunum en hann fékk ekki nema rétt um 35 milljónir kr. fyrir sigurinn árið 1993, og hinn þaulreyndi golflýsandi, Johnny Miller, fékk rétt um 4,2 milljónir kr. fyrir sigurinn árið 1973.

43 ára þrautagöngu enskra kylfinga lauk á Merion vellinum. Hrikaleg spenna á lokadegi Opna bandaríska meistaramótinu.

Justin Rose braut ísinn Justin Rose skrifaði nýjan kafla í sína eigin golfsögu þegar hann landaði sínum fyrsta sigri á risamóti á Merion-vellinum í Bandaríkjunum. Hinn 32 ára gamli Englendingur stóð uppi sem sigurvegari á Opna bandaríska meistaramótinu og þar með lauk 43 ára bið Englendinga eftir sigri á þessu risamóti. Merion-völlurinn var ekkert lamb að leika sér við – enda tókst engum keppanda að leika völlinn undir pari samtals á keppnisdögunum fjórum dagana 13.16. júní sl. „Tilfinningin er stórkostleg,“ sagði Rose eftir sigurinn en hann er fæddur í Suður-Afríku, ólst upp á Englandi, er enskur ríkisborgari og búsettur í Bandaríkjunum. „Ég undirbjó mig vel fyrir þessa viku og leikáætlunin sem ég lagði upp með var hluti af langtímaáætlun 16

fyrir næstu 5-10 árin. Ég hafði sett mér markmið að ná risatitli á þeim tíma og það er stórkostlegt að standa uppi sem sigurvegari. Sjálfstraustið er mun meira eftir sigurinn en ég veit ekki hvort ég hafi létt af þeirri pressu sem hvílir ávallt á enskum kylfingum. Ég lét mig dreyma um slík afrek þegar ég var barn og það er ótrúleg tilfinning að ná þessu markmiði,“ sagði Rose sem gerðist atvinnumaður árið 1999 eftir að hafa „slegið“ í gegn sem áhugamaður á Opna breska meistaramótinu 1998 þar sem hann endaði í fjórða sæti og framtíðin virtist björt hjá þessum efnilega kylfingi á þeim tíma. Upphafið á atvinnuferlinum var brösótt hjá Rose sem komst ekki í gegnum niðurskurðinn á 21 móti í röð tímabilið 1999-2000. Hann hefur sigrað á 5 PGA mótum og 6 á Evrópumótaröðinni. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Yoga

IĂ°kaĂ°u Yoga Ă­ sumar

Brandenburg

t 'BSUĂ—MWB PH TQKBMEUĂ—MWB t ÂşSÂĄVOO t ĂŠÄŹ ÄŹw TOFSUJTLKĂ…S t 8JOEPXT Äą )PNF ÄŻÄ­

v 4WPOB WFSÂĽB BMMBS GBS UĂ—MWVS GSBN UĂ?ÂĽBSJOOBSi ¨SOJ .BUUIĂ?BTTPO .CM

BorgartĂşn 37, ReykjavĂ­k / Kaupangi, Akureyri / netverslun.is


Lokadagurinn á Merion var gríðarlega spennandi. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson var efstur fyrir lokahringinn og hann var í góðri stöðu til þess að landa sínum fyrsta sigri á Opna bandaríska. Mickelson gerði afdrifarík mistök á 13. braut þar sem hann fékk skolla og þegar upp var staðið endaði hann í öðru sæti á +3 ásamt Jason Day frá Ástralíu. Þetta er í sjötta sinn sem Mickelson endar í öðru sæti á þessu risamóti. Jack Nicklaus endaði sjö sinnum í öðru sæti á Opna breska meistaramótinu á sínum tíma. Rose gerði hins vegar ekki mörg mistök á lokahringnum þar sem hann fékk 5 fugla og 5 skolla. Hann náði að komast í gegnum holurnar 72 án þess að fá skramba og þar lagði hann grunninn að sigrinum. „Það verður erfitt að sætta sig við þessa niðurstöðu,“ sagði Mickelson eftir hringinn en hann átti jafnframt 43 ára afmæli á þessum degi. „Ég hef aldrei verið eins nálægt því að ná þessum titli, ég lék vel en það dugði ekki til.“ Tiger Woods náði sér ekki á strik á mótinu en hann endaði í 32. sæti á samtals +13 höggum. Woods hefur ekki náð að sigra á risamóti frá því að hann hafði betur gegn Rocco Mediate í 18 holu umspili á Opna bandaríska árið 2008. „Það er alltaf hægt að læra af því sem maður gerir – hvort sem maður sigrar eða ekki. Ég gerði of mörg mistök á þessu móti og því fór sem fór,“ sagði Woods. Marion-völlurinn var líklega sigurvegari mótsins því bestu kylfingar heims áttu í miklum vandræðum með að ná góðu skori á þessum erfiða velli. Þetta er annað árið í röð þar sem sigurvegarinn á Opna bandaríska leikur samtals á +1. Opna bandaríska meistaramótið fer fram á næsta ári á hinum vel þekkta Pinehurst velli í Norður-Karólínu og árið þar á eftir fer það fram á Chambers Bay vellinum í Washington. Phill Mickelson var í titilbaráttunni frá á síðustu holu en slæm mistök á lokakaflanum gerði það að verkum að hann varð að sætta sig við 2. sætið á mótinu í sjötta sinn. Tiger og Rory áttu báðir herfilegt mót. Frammistaðan á mótinu var sú lélegasta hjá Tiger í risamótum. Slakt gengi hjá Norður-Íranum hélt áfram.

LOKASTAÐAN: 1 Justin Rose, England 2.-3. Jason Day, Ástralía 2.-3. Phil Mickelson, Bandar. 4.-7. Jason Dufner, Bandar. 4.-7. Ernie Els, S-Afríka 4.-7. Billy Horschel, Bandar. 4.-7. Hunter Mahan, Bandar. 8.-9. Luke Donald, England 8.-9. Steve Stricker 15. Lee Westwood, England 21. Ian Poulter, England 32. Tiger Woods, Bandar. 32. Bubba Watson, Bandar. 41. Rory McIlroy, N-Írland 45. Adam Scott, Ástralía 18

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

(71-69-71-70) (70-74-68-71) (67-72-70-74) (74-71-73-67) (71-72-73-69) (72-67-72-74) (72-69-69-75) (68-72-71-75) (71-69-70-76) (70-77-69-73) (71-71-73-76) (73-70-76-74) (71-76-70-76) (73-70-75-76) (72-75-73-75)

281 (+1) 283 (+3) 283 (+3) 285 (+5) 285 (+5) 285 (+5) 285 (+5) 286 (+6) 286 (+6) 289 (+9) 291 (+11) 293 (+13) 293 (+13) 294 (+14) 295 (+15)


Með forskot á ferilinn

7^g\^g AZ^[jg =V[ ghhdc Zg ] e^ Z^ggV Ðbb `naÐc\V hZb [{ hing` g V[gZ`hh_ ÷cjb ;dgh`di^ {g^÷ '%&'#

Forskot er sjóður sem styrkir framúrskarandi og efnilega íslenska `naÐc\V { aZ^÷ Z^ggV i ]Z^b Vik^ccjbZcch`j d\ V[gZ`V# Eimskip, Valitor, Icelandair Group og Íslandsbanki stofnuðu sjóðinn {hVbi <da[hVbWVcY^ ÜhaVcYh &)# _ c '%&' bZ÷ V÷ V÷ bVg`b^÷^ V÷ hing`_V { V[gZ`h`naÐc\V hZb hiZ[cV { V÷ `dbVhi [gZbhij g ÷ ]Z^b^cjb#


KR-inguR á KoRpunni

Knattspyrnuþjálfarinn og KR-ingurinn Rúnar Kristinsson er liðtækur á golfvellinum GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

20


með fuglinn

Garðabær, golfvöllur GKG, Ólafur Haraldsson segir sögu af fugli Par 5 brautin var ekki löng en nógu löng fyrir vin minn sem var með 27 í forgjöf. Upphafshöggið var eins vel heppnað og hægt var að ætlast til og boltinn á braut. Þá kemur mávur aðvífandi, grípur boltann í gogginn og flýgur af stað. Til allrar hamingju missti hann boltann og við horfðum á hann skoppa rétt við flötina. Ríflega 400 metra teighögg, takk fyrir - og vinurinn vippaði inná og tók tvö pútt, alsæll með fuglinn.

Segjum sögur á stærsta farsímaneti landsins Við erum alltaf að segja sögur með símanum okkar. Í textaskilaboðum, statusum, tístum eða með ljósmyndum og myndböndum. Farðu á segjumsogur.is og sendu okkur söguna þína í máli eða myndum.

Vertu í sterkara sambandi

ENNEMM / SÍA / NM53326

Vinurinn alsæll


Myndir og texti: Sigurður Elvar Þórólfsson.

Draumurinn er að komast í 10 í forgjöf Maður hefur nú látið sig hafa það að spila fótbolta í verra veðri. Kýlum bara á þetta,“ segir Rúnar Kristinsson þegar hann mætir til leiks á vindasömum og nokkuð köldum morgni á Korpúlfsstaðavelli. „Er þetta ekki besti sumardagurinn hingað til,“ bætir hann við og fær sér kaffi á meðan við bíðum eftir því að komast á teig. Það er ekki gaman að spila golf ef maður er

22

Rúnar, sem er 43 ára, er einn þekktasti knattspyrnumaður Íslands. Hann hefur leikið flesta landsleiki fyrir Íslands hönd – alls 104 leiki á árunum 1987-2004, en í dag er hann þjálfari KR og hefur í mörg horn að líta yfir sumartímann. Rúnar hefur verið meðlimur í Golfklúbbi Reykjavíkur undanfarin ár en hann kynntist golfíþróttinni alltof seint á lífsleiðinni eins og hann orðar það sjálfur.

að pirra sig yfir misheppnuðum höggum í langan tíma á eftir. Ég er ekkert sáttur við léleg högg en ég er ekkert að missa stjórn á skapi mínu þegar það gerist. Enda eru slæmu höggin oft mörg á hverjum hring. „Ég held ég sé lengi að framkvæma höggin, alla vega fæ ég að heyra það frá Guðna (Grétarssyni) æskuvini sem ég spila oftast með. Guðni er alltaf hraður í því sem hann framkvæmir en ég alveg andstæða við það.“

„Ég nálgast golfið með allt öðrum hætti en fótboltann. Auðvitað vil ég verða betri kylfingur en þegar ég er í golfi þá snýst þetta meira um félagsskapinn, útiveruna og hafa gaman af þessu. Það er vissulega alltaf einhver keppni í gangi þegar við erum að spila. Ég missi samt ekki svefn yfir því ef ég tapa.

Við leggjum af stað út á fyrsta teig á Korpunni – það er gengið beint til verks. Kaffibollinn er upphitun dagsins og skipt er í tvö lið. Holukeppni með forgjöf, betri bolti telur er leikplan dagsins. Rúnar mætir til leiks með æskuvin úr Breiðholtinu, Guðna Grétarsson. Undirritaður og Ólafs-

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


víkingurinn Bogi Pétursson ætla að veita þeim verðuga keppni.

það kom að því að ég fékk að prófa að slá. Ég man ekki alveg hvernig þetta heppnaðist allt saman en ég man þó eftir einu höggi sem Sænskur liðsfélagi kom Rúnari á bragðið heppnaðist. Boltinn flaug hátt og fór að mér fannst langt. Líklega hefur þetta bara verið Rúnar kynntist golfíþróttinni í gegnum liðsfélaga sinn í Örgryte í Svíþjóð en þar lék hann 100 metra högg en ég var ánægður með útkomuna og fannst tignarlegt að sjá boltann á árunum 1995-1997. Hann lék síðan með fljúga. Þetta voru fyrstu golfhöggin sem ég Lilleström í Noregi á árunum 1997-2000. sló á golfvelli en ég byrjaði ekki af neinu viti „Ég hafði aldrei velt því fyrir mér að spila golf að spila golf fyrr en ég var fluttur til Belgíu. Við vorum nokkuð duglegir að spila þar um og golfið var aldrei nálægt mér þegar ég var tíma þegar við vorum fjórir Íslendingar hjá að alast upp í Breiðholtinu. Foreldrar mínir Lokeren, Arnar Viðarsson, Arnar Grétarsson spiluðu ekki golf og hafa aldrei gert og það og Marel Baldvinsson. Þeir voru allir komnir voru ekki margir á mínum aldri í golfi. Ef ég mun lengra en ég á veg með golfið. Mér lít til baka í dag þá væri ég alveg til í það að fannst samt ekkert erfitt að vera byrjandi í hafa fengið að kynnast golfinu aðeins fyrr – sem barn eða unglingur. Ég fór með nokkrum þessari frábæru íþrótt. Það skemmtilega við golfið er að það koma alltaf góð högg inn á liðsfélögum mínum út á golfvöll í Svíþjóð. milli – högg sem maður man eftir og gefa Ég gekk bara með þeim og fylgdist með og GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

manni sjálfstraust. Góðu höggunum fer síðan alltaf fjölgandi og þá verður maður jákvæðari og nýtur þess að spila golf,“ segir Rúnar sem lék með Lokeren í Belgíu í sjö ár eða þar til hann flutti til Íslands árið 2007. Það gengur á ýmsu í keppninni á fyrstu holum dagsins. Veðrið er í aðalhlutverki og liðin skiptast á að vinna holur. Rúnar og Guðni fá eitt högg í forgjöf á 10 holur í þessari keppni – sem þeir töldu vera of lítið þegar lagt var af stað. En þeir sáu fljótt að þeir áttu alveg góða möguleika enda voru allar aðstæður þeim í hag. Að okkar mati alla vega. Eins og sannur keppnismaður hefur Rúnar sett sér markmið hvað varðar forgjöfina – og draumatalan er 10. „Það hefur tekið langan tíma að lækka for23


Sveiflan hjá Rúnari er ekki svo slæm þó auðvitað sé hægt að laga ákveðna þætti eins og hjá flestum kylfingum.

Mér finnst fínt ef leikmenn geta farið í golf daginn eftir leik – það er góð leið til þess að ganga úr sér þreytuna frá deginum áður. Það er ekki skynsamlegt að spila mikið golf í aðdraganda leiks og ég mæli ekkert sérstaklega með því. gjöfina og ástæðan er einföld. Ég spila ekki nógu mikið. Það tók nokkur ár að komast undir 20 í forgjöf og núna er ég með um 15 í forgjöf. Ég náði að komast í 14,2 í byrjun sumars í fyrra en ég endaði í 15,2. Eins og allir kylfingar þá langar mig að verða betri – og markmiðið eða eigum við ekki að segja draumurinn er að komast í 10 í forgjöf. Það gerist ekki nema að ég æfi meira – og það er ólíklegt að ég hafi tíma til þess á meðan ég er að þjálfa fótbolta á sumrin.“ Golf var ekki þekkt stærð á Íslandi þegar Rúnar var að alast upp í Breiðholtinu og sparkaði þar í bolta alla daga. Hann laumar niður fínu pútti fyrir fugli á 7. braut eftir magnað innáhögg og hann kemur sínu liði yfir – þeir eiga nú tvær holur.

Hefði viljað kynnast golfinu sem barn

„Ég hefði viljað kynnast golfinu sem barn og hugsa stundum til þess eftir lélegt högg,“ segir Rúnar og brosir. „Hlutirnir æxluðust bara þannig að ég var með gríðarlegan áhuga á fótbolta sem krakki og var alltaf í fótbolta. Foreldrar mínir spiluðu ekki golf og fáir sem ég þekkti voru í golfinu. Mér datt það bara aldrei í hug að slá í golfbolta – íþróttin var lítið í sjónvarpi og ég þekkti þetta ekki, og vissi ekki einu hvað golf var.“

Fuglinn lét á sér standa en það dugði samt til þess að landa vinningi á þessari holu. Rúnar á enn eftir að fara í almennilega golfferð eins og hann orðar það. Hann hefur þrátt fyrir það náð að spila töluvert erlendis. „Ég hef spilað á mörgum völlum en ég man nú varla eftir því hvað þeir heita. Ég fór í heimsókn til Hermanns Hreiðarssonar í Portsmouth og við spiluðum að mig minnir einn golfhring þar – og ég reyni að komast í golf ef ég er að ferðast. Það verður að koma fram að Hermann var betri í golfi en ég á þeim tíma en ég tel mig vera betri í dag. Tvívegis hef ég verið í Flórída í Bandaríkjunum yfir jólahátíðina og þar hefur maður náð nokkrum góðum golfdögum. Frægasti golfvöllurinn sem ég hef líklega spilað er Royal County Down á Norður-Írlandi. Gríðarlega erfiður völlur sem skildi mann eftir með þriggja stafa skor á skorkortinu í lok dags. Þar kynntist maður alvöru „linksvelli“ í fyrsta sinn – og ég fór á 106 höggum og taldi það vel sloppið. Besta skorið mitt er 82 högg í Grafarholtinu, og ég á enn eftir að upplifa þá

Veðrið lagaðist heilmikið þegar líða fór að lokum fyrri 9 holunum. Rúnar og Guðni eru með yfirhöndina og eiga enn tvær holur þegar keppni er hálfnuð. Mörg stórkostleg golfhögg voru slegin á fyrri 9 holunum en magnað högg á móti vindi með 4-járninu stóð þar hæst hjá Rúnari á þeirri níundu. „Ég kíkti á flaggið þegar ég kom hingað í morgun og sá að þetta var bara straujað 4-járn,“ sagði Rúnar en boltinn lenti aðeins nokkra metra frá holunni. 24

tilfinningu að fara holu í höggi og einnig að fá örn. Ég fæ nokkra fugla á hverju sumri sem er alltaf jákvætt.“ Eftir því sem veðrið lagaðist fóru þeir Rúnar og Guðni að „hitna“ verulega og það var á brattann að sækja fyrir keppinautana. Keppnisreynsla Rúnars úr fótboltanum var nýtt til hins ítrasta og „sálfræðihernaður“ í gangi á hverri einustu holu. Á 12. braut sá Guðni um að draga vagninn og staðan var skyndilega ískyggilega góð fyrir þá félaga – þrjár holur upp. Golf er oft notað til þess að „þétta hópinn saman“ í liðsíþróttum og segir Rúnar að það sé alltaf á dagskrá hjá KR-ingum að finna glufu í þéttu leikjaplani sumarsins til þess að komast í golf. „Við höfum farið nokkrum sinnum saman í golf en við gerðum það ekki í fyrrasumar. Það var einfaldlega ekki tími til þess. Við höfum náð 2-3 golfmótum innan okkar raða á undanförnum 4-5 árum. Það er alltaf mikil keppni og skemmtilegt að brjóta upp dagskrána með slíku. Evrópuleikir hafa sett strik í reikninginn hvað golfið okkar hjá KR-ingum varðar. Mér finnst fínt ef leikmenn geta farið í golf daginn eftir leik – það er góð leið til þess að ganga úr sér þreytuna frá deginum áður. Það er ekki skynsamlegt að spila mikið golf í aðdraganda leiks og ég mæli ekkert sérstaklega með því.“

Græjukall og Mizuno-maður

Stórt KR-merki er áberandi á golfpokanum hjá þjálfaranum og kemur það ekki á óvart. Hann viðurkennir að hann sé græjukall og spáir hann töluvert í útbúnað og því sem því fylgir. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


ands Íslands, Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusamb gs Íslands. Öryrkjabandalags Íslands og Ungmennaféla

SUMT MÁ HELST EKKI VANTA!

r bakhjarl Íslensk getspá er öflugu lagshreyfingarinnar íþrótta- og ungmennafé og öryrkja á Íslandi. ur þátt. Allir vinna þegar þú tek Leyfðu þér smá Lottó.

FÍTON / SÍA

FI042061

>> > 36;;6 0

:


Á þeim tíma hafði ég meiri áhuga á að ná í smá lit á húðina við sundlaugarbakkann í stað þess að fara út á golfvöll. Ég veit ekki hvað ég var að spá,“ segir Rúnar. Bretar og Ernie Els í uppáhaldi

Rúnar fylgist ágætlega með því sem er að gerast á atvinnumótaröðunum erlendis – sérstaklega yfir vetrartímann þegar hann hefur meiri tíma til þess. Hann hefur einnig í hyggju að mæta sem áhorfandi á Eimskipsmótaröðina. „Ég ætlaði mér að sjá eitthvað af lokadeginum á fyrsta mótinu sem fram fór á Akranesi – það gekk ekki eftir. Mig langar að sjá okkar bestu kylfinga slá golfboltann og það verður án efa lærdómsríkt. Ég fylgist „Ég held ég sé búinn að eiga fjögur golfsett. með þessum stærstu mótum sem eru í gangi Fékk byrjendasett þegar ég var þrítugur, og á hverju ári, Ryderkeppninni, Opna breska ég notaði það í einhvern tíma. Síðan keypti og Masters. Breskir kylfingar eru í miklu ég mér Callaway Big Bertha, sem var fyrsta uppáhaldi hjá mér í dag en ég hef alltaf „alvöru“ golfsettið sem ég fjárfesti í, ég átti verið mikill Ernie Els maður. Hann er bara það í nokkur ár. Ég náði mér í eitt Mizuno að eldast og á kannski ekki mörg ár eftir í sett á meðan ég var í Belgíu, en ég var á fremstu röð. Luke Donald og Lee Westwood samningi hjá Mizuno á þeim tíma og spilaði eru mínir menn í dag – Donald er þar númer í fótboltaskóm frá því fyrirtæki. Það var eitt enda er hann Mizuno maður eins og ég. sæmilegt sett en ég skipti því út fyrir tveimur Þar með lýkur samanburðinum hvað varðar árum og fékk mér Mizuno JPX 800 Pro. Ég golfið,“ segir Rúnar og bætir því við að hann held ég sé með sett fyrir gaura sem eru með hafi einu sinni verið í æfingaferð í Suður7-10 í forgjöf, enda ætla ég mér að komast Afríku á meðan eitt stærsta mót ársins fór þar þangað. Fínt að byrja á því og setja pressu á fram. sjálfan sig. Ég skal alveg viðurkenna að ég er „Ég var í æfingaferð með Örgryte, sænska græjukall – og mér finnst gaman að spá og liðinu sem ég lék með á þeim tíma. Og það spekúlera í slíkum hlutum. Það auðveldasta voru öll stærstu nöfn golfíþróttarinnar mætt við golfið er að „græja sig upp“ og líta út eins til Sun City að taka þátt í risamóti þar sem og atvinnumaður þegar maður mætir á teig að sigurvegarinn fékk allt verðlaunaféð. Við þótt maður geti síðan ekkert í golfi þegar vorum að æfa á sama stað og gátum bara rölt betur er að gáð.“ út á völl til að skoða þessa kappa. Á þeim Rúnar og Guðni gengu rösklega upp 15. tíma hafði ég meiri áhuga á að ná í smá lit á brautina og þöndu aðeins „brjóstkassann“ húðina við sundlaugarbakkann í stað þess að þegar dauðaleit stóð yfir að golfboltum sem fara út á golfvöll. Ég veit ekki hvað ég var að voru ekki í þeirra eigu. Andstæðingarnir voru spá,“ segir Rúnar. að missa af lestinni og sóknargolfið var ekki að heppnast eins og lagt var upp með. Þegar gengið var frá 15. flöt var staðan enn Royal County Down á N-Írlandi er frábær strandvöllur og í uppáhaldi hjá Rúnari.

26

vænleg fyrir strákana úr Breiðholtinu. Þrjár upp og aðeins þrjár holur eftir. Á golfmáli var staðan „dormie“ og þar sem að Bogi var búinn með öll kraftaverkahöggin í golfpokanum var útlitið ekki gott.

Hefur aldrei æft golf af neinu viti

Helstu styrkleikar Rúnars í golfíþróttinni eru nokkuð stöðug upphafshögg og hann púttar ágætlega. Stuttu höggin, vipp og innáhögg, eru helsti óvinur Rúnars og þar ætlar hann að taka sig á – ef tími vinnst til. „Ég hef aldrei æft mig mikið – ég spila golf. Það er nú bara þannig að þjálfunin tekur tíma yfir sumartímann. Á meðan svo er þá er ekki hægt að búast við miklum framförum úr því sem komið er. Ef það er gott veður og ég hef ekki mikinn tíma þá reyni ég að skreppa aðeins út á Nesvöll, og æfa stutta spilið. Það er minn helsti veikleiki, 100 metrar og nær. Og þessi 40-20 metra högg geta reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið. Stutta spilið og púttin er efst á forgangslistanum á þessum örfáu æfingum sem ég tek yfir sumarið.“ Rúnar og Guðni fögnuðu sigrinum á 16. flöt að hætti Stuðmanna. Snyrtilega en voru samt sem áður hæfilega trylltir. Ein óvæntustu íþróttaúrslit síðari tíma – og þeir nudduðu salti í sárin í hverju skrefi á meðan við lukum við hringinn. Gamlir landsliðsfélagar Rúnars eru margir hverjir liprir kylfingar og Pétur Pétursson aðstoðarmaður Rúnars hjá KR er einn af þeim. „Ég hef spilað mikið með Pétri og Arnóri Guðjohnsen. Það hefur aðeins dregið úr því eftir að Arnór flutti erlendis en hann er gríðarleg „sleggja“ í golfinu. Pétur er góður en hann spilar minna golf eftir að hann fékk áhuga á garðrækt,“ segir Rúnar og glottir. „Það er aldrei neinn rígur á milli okkar gömlu landsliðsstrákanna þegar við hittumst í golfi. Jú, við látum menn heyra það ef það sjást léleg högg en þetta er allt til gamans gert og við njótum þess að hittast og hlæja. Golfið er frábær íþrótt til þess að skapa slíkar stundir,“ segir Rúnar á meðan við göngum að klúbbhúsinu. Það eru orð að sönnu og Golf á Íslandi þakkar Rúnari, Guðna og Boga kærlega fyrir eftirminnilegan hring í íslensku sumarveðri á frábærum golfvelli. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Hvað ertu langt frá holu? þú sérð það með iPhone eða iPad


HVAÐ ER AÐ FRÉTTA FRÁ ÞÝSKALANDI ÁSTA BIRNA MAGNÚSDÓTTIR?

KEM HEIM Í ÍSLANDSMÓTIÐ Á

sta Birna Magnúsdóttir sem byrjaði golfferilinn á Djúpavogi hefur síðustu árin leikið golf í Þýskalandi. Ásta Birna sagði í viðtali við vefsíðuna kylfing.is þegar hún var í framhaldsskóla stefndi hún á að fara erlendis í nám svo hún gæti stundað golf með. Hún gerði það og lauk sjúkraþjálfaranáminu í Westfalen Akademie í bænum Lippstadt og starfar nú við iðnina auk þess að æfa og spila golf. Ásta Birna náði fínum árangri á mótaröðunum hér heima áður en hún hélt utan haustið 2009, vann m.a. mót sumarið 2008 á Kaupþingsmótaröðinni í Leirunni. Hún varð einnig Íslandsmeistari í holukeppni sama ár og var í þriðja sæti á Íslandmótinu í höggleik 2009 og svo í öðru sæti á Íslandsmótinu í holukeppni. „Eftir að ég lauk sjúkraþjálfaranáminu hér í Lippstadt í mars sl. hef ég verið að vinna hálfan daginn á sjúkrahúsi í bænum og seinnipart dags er ég að vinna hjá Golfclub Paderborner Land sem sjúkraþjálfari, þess á milli reyni ég að æfa eins og mögulegt er.

28

Hvernig stundar þú golfið?

„Ég spilaði fyrir Golf Club Lippstadt frá 2009 til 2012. Núna um áramótin skipti ég um klúbb og núna spila ég og æfi hjá Golf Club Paderborner Land, þar spila ég í kvennaliðinu. Við spilum í Regionalliga, það er einni deild neðar en 2. Bundesliga.“

Ertu ekkert á leiðinni heim?

„Eins og staðan er í dag er ég ekki að koma heim strax en ég ætla að koma í Íslandsmótið í höggleik í sumar.“

Fylgist þú vel með golfinu hér heima?

„Já ég reyni að fylgjast með, tékka reglulega á stöðunni á kylfingur.is og golf.is.“ GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Hreinn og klár drifkraftur Í flóknum kringumstæðum nægir ekki að vita hvernig á að klára verkið. Þú þarft líka ástríðu til að skara fram úr – til að virkja alla þína krafta gagnvart hverri áskorun. Alltaf. Þessi drifkraftur gerir Phil Mickelson fremstan á meðal jafningja – og gerir KPMG kleift að veita viðskiptavinum um allan heim skýra og faglega ráðgjöf.

© 2012 KPMG LLP. 26539NSS

Hlustaðu á Phil lýsa því hvernig drifkraftur getur breytt þinni spilamennsku á phil.kpmg.com


Eimskipsmótaröðin á Garðavelli

Lokastaða í karlaflokki 1.

Axel Bóasson GK 70-74-78=222

+4

2.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR 72-77-75=224 +6

3.

Haraldur Franklín Magnús GR 76-74-75=225

+8

Sigmundur Einar Másson GKG-75-74-78=227

+11

Rúnar Arnórsson GK 76-74-79=229

+13

Arnar Snær Hákonarson GR 76-72-81=229

+13

Andri Þór Björnsson GR 74-78-80=232

+16

4. 5.-6. 5.-6. 7.

8.-10. Kristján Þór Einarsson GKj 79-79-75=233

+ 17

8.-10. Ragnar Már Garðarsson GKG 77-77-79=233

+ 17

AXEL VANN

Í ANNAÐ SINN Á AKRANESI -Högglangi Keilismaðurinn kom sjóðheitur úr háskólagolfinu

V

eðurguðirnir settu svip sinn á fyrsta mót ársins, Egils Gull mótið, á Eimskipsmótaröðinni sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Mikill vindur og veruleg rigning gerði kylfingum erfitt fyrir en Garðavöllur var í ágætu standi. Axel Bóasson, Golfklúbbnum Keili, náði forystu á fyrsta hring og hélt henni til loka og tryggði sér góðan sigur á sex yfir pari. Axel vann á sama velli á mótaröðinni fyrir tveimur árum. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður og mjög ólíkar því sem ég hef verið í að undanförnu í Bandaríkjunum. Þess vegna var það mjög skemmtilegt að sigra á fyrsta móti ársins,“ sagði Axel en hann lék tvo fyrstu hringina samtals á pari og það þótti mjög gott. Axel var með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn en það minnkaði á fyrstu hol-

unum niður í tvö því Sigmundur Einar Másson úr GKG sótti að honum. Honum fataðist hins vegar flugið áður en hann lauk fyrri níu holunum og GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Íslandsmeistarinn Haraldur Franklín Magnús komust á þeim tímapunkti í 2. og 3. sætið en þó ekki nær en þremur höggum frá Axel. Þriðji GR-ingurinn, Arnar Snær Hákonarson náði ekki að fylgja eftir besta hring annars keppnisdags sem hann lék á pari og komst aldrei í toppbaráttuna á lokdeginum. Skorið var lakast á lokadeginum og margir keppendur voru í stökustu vandræðum í rigningunni og rokinu. Axel hélt forskotinu þó það hafi í lokin aðeins verið tvö högg en bæði hann og flestir andstæðingar hans í toppbaráttunni máttu þola það að missa nokkur stutt pútt sem vissulega má skrifa á GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

erfiðar aðstæður. Það var oft á tíðum erfitt að halda sér kyrrum í vindhviðunum. „Jú, þessi völlur hentar mér ágætlega. Högglengd með dræver nýtist vel hér á Akranesi. Ég þarf samt að ná góðum æfingum á næstu vikum. Það hefur vantað hjá mér. Ég hef verið í keppnisgolfi í háskólanum í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og það hefur ekki gefist tími til að æfa mikið. Ég hlakka til að fá tíma með þjálfaranum mínum hérna heima, Sigga Palla (Sigurpáll Geir Sveinsson). Ég hef ekki hitt hann í fjóra eða fimm mánuði og það eru nokkur atriði sem við þurfum að fara yfir,“ sagði Axel en hann verður fjarri góðu gamni í næstu tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni þar sem hann mun taka þátt í mótum erlendis.


Margir mættu ekki til leiks Nokkuð var um að kylfingar sem höfðu skráð sig til leiks á Egils Gull mótinu á Akranesi mættu ekki til leiks. Fimmtán mættu ekki eða afboðuðu við litlar vinsældir hjá mótshöldurum. Þá lentu nokkrir kylfingar í því að hætta leik, að minnsta kosti tveir vegna meiðsla en aðrir vegna annarra ástæðna. Arnór Ingi Finnbjörnsson GR hætti leik eftir þrjár holur vegna meiðsla í baki og þá tognaði Gunnar Þór Sigurjónsson á öxl í öllum látunum á Garðavelli og varð að hætta keppni eftir tvær holur.

Skrautlegar tölur í óveðrinu Kylfingum gekk misvel í Skaga-„blíðunni“ á Egils Gull mótinu. All nokkrir kylfingar í bæði karla- og kvennaflokki léku fyrri níu holurnar á Garðavelli á yfir 50 höggum. Hæsta skorið sem sást var 58 högg hjá Heiðu Guðnadóttur GKj í lokahringnum en hún bætti sig um 17 högg á seinni níu holunum sem hún lék á 41 höggi, það eru nærri tvö högg á holu. Heiða fékk 13 högg á 2. brautinni og síðan 9 högg á 4. braut og lék fyrri níu á 20 yfir pari. Sara Margrét Hinriksdóttir lék fyrri níu á 54 og fékk líka 13 högg á 2. brautinni. Fleiri góðir kylfingar voru í vandræðum og léku fyrri 9 holurnar á yfir 50 höggum sem hefur alltaf þótt skelfileg tala. Þar sáust stórar tölur á brautunum sem voru á móti vindi, t.d. á 4. braut sem er par 5 en þar voru margir í vandræðum. Sigurjón Arnarsson var í hópi þeirra en hann lék hana á 12 höggum á öðrum degi. Þá lék hinn ungi Ísak Jasonarson níu holurnar á 51 höggi en seinni níu á einu höggi undir pari. Hann mætti hins vegar ekki til leiks á lokadeginum.

Góð tilþrif líka

„Ég hlakka til að fá

tíma með þjálfaranum mínum hérna heima GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

En það sáust líka mörg góð tilþrif og einn og einn örn leit dagsins ljós. Ragnhildur Kristinsdóttir fékk t.d. örn þegar hún setti ofan í á 6. braut í öðru höggi og Haraldur Franklín fékk örn á sömu braut á lokadeginum en þá sló hann inn á flöt og púttaði ofan í. Það er sjaldgæfara að ernir komi á par 4 holunum en í miklum meðvindi eru möguleikarnir auðvitað meiri. Guðrún Brá náði mögnuðu pari á 7. braut á lokadeginum í miklum mótvindi. Hún notaði dræver á teig en sló svo tvisvar með 3-tré en átti enn eftir 80 metra í pinnann eftir þau högg. Þar tók hún 8-járn og setti inn að stöng og tryggði par.

31


FORMAÐURINN SETTUR Í FLATARSLÁTT UM MIÐJA NÓTT -Hugur og samstaða hjá Leynismönnum eftir að þeir tóku aftur við Garðavelli „Það er mikill hugur í félagsmönnum Leynis. Þetta mun ekki ganga eftir að við tókum við umhirðu vallarins nema með samstöðu og hún er svo sannarlega til staðar hér á Skaganum,“ sagði Þórður Emil Ólafsson, formaður Golfklúbbsins Leynis en hann stóð svo sannarlega undir nafni og er allt í öllu á Garðavelli á Akranesi. Formaðurinn skráði niður skor og bætti svo um betur þegar hann var settur á flatarsláttuvakt og þurfti því að vera mættur fyrir kl. 5 á morgnana á Garðavelli. Þórður var fjórði maður í vallarstarfsmannateyminu við flatarslátt. Þórður starfaði fyrir mörgum árum á Garðavelli við vallarumhirðu og er því vanur að stýra sláttuvél. Flatirnar voru dagana fyrir mótið slegnar með handsláttuvélum en ekki á ásetuvélum eins og venjulega er gert. Það þótti góð hugmynd núna til að ná í betri völtun á flatirnar, sagði formaðurinn aðspurður um ástæðuna. „Vallarstjórann vantaði fjórða mann í flatarslátt og spurði mig hvort ég væri klár og ég

jánkaði því bara. Það eru nýir tímar hér hjá klúbbnum eftir að við tókum við vallarumhirðunni af Golfklúbbi Reykjavíkur. Það er fjöldi Leynisfélaga sem vinnur sjálfboðavinnu við mótið hérna núna og þessi hópur

hefur komið sterkur inn í vetur og vor við hin ýmsu störf. Ef við viljum halda úti góðum velli verða félagarnir að hjálpa til við það. Við þurfum að fá meiri tekjur úr öðrum þáttum en tekjurnar af árgjöldum eru vel innan við 20 milljónir króna á ári og því þurfum við

að bæta það upp með sjálfboðavinnu ef við viljum halda uppi góðu þjónustustigi,“ segir Þórður en Leynismenn sömdu við Brynjar Sæmundsson og fyrirtæki hans um að hafa yfirumsjón með vallarumhirðu Garðavallar í ár. Brynjar er sérfræðingur á því sviði en hann var framkvæmdastjóri GL í nokkur ár. Brynjar skipuleggur vallarumhirðinu en starfsmennirnir eru í vinnu hjá Leyni. Garðavöllur var í mjög fínu ásigkomulagi miðað við árstíma en síðustu dagana fyrir mót grænkaði hann mikið. Formaðurinn stýrir flottu starfi á Akranesi og sinnir núna öðrum málum en þegar hann var afrekskylfingur á sínum tíma en Þórður hefur unnið mörg mót á ferlinum. Stærsti titillinn var auðvitað þegar hann varð Íslandsmeistari 1997 í Grafarholti. Á þeim tíma áttu Leynismenn frábæra sveit kylfinga sem voru sigursælir í íslensku golfi. Einn úr þeirri sveit er enn í framlínu keppnisgolfsins en það er auðvitað Birgir Leifur Hafþórsson.

Þessir voru í toppbaráttunni á Garðavelli: Sigmundur Einar Másson 4. sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson 2. sæti

32

Arnar Snær Hákonarson 5.-6. sæti

Haraldur Franklín Magnús 3. sæti

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Halló GOLF

*Besti 4x4 bíll ársins samkvæmt Total 4x4 Magazine. Myndin sýnir Honda CR-V Executive útfærslu.

FÁGUÐ 4X4 CR-V SVEIFLA.

HALLÓ. MEIRA NÝTT. Halló, golf! Með 1.146 lítra hámarksrými er alltaf nóg pláss fyrir golfsveifluna og dótið sem fylgir. Eitt handtak og þú töfrar fram mesta plássið í þessum flokki bíla. Glæsilega endurhannaður frá grunni, fágaður frá öllum sjónarhornum setur fjórða kynslóð Honda CR-V ný viðmið í ferðaþægindum, gæðum innréttinga og gagnsemi í akstri. Lifðu meira nýtt, sveiflaðu þér upp í nýjan Honda CR-V, besta 4x4 bíl ársins*.

www.honda.is/cr-v

Umboðsaðilar: Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 Bílver, Akranesi, sími 431 1985 Höldur, Akureyri, sími 461 6020 Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535

Vatnagörðum 24-26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is


GUÐRÚN KANN VEL VIÐ SIG Á GARÐAVELLI

Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigraði á Akranesi.

-vann þriðja sigurinn í röð á Akranesi

G

uðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sigraði í kvennaflokki á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni á Garðavelli en Keilisdaman kann vel við sig á Skipaskaga en þar vann hún sinn fyrsta mótaraðarsigur 2011 og setti vallarmet í fyrra á Sunna Viðarsdóttir unglingamótaröðinni. hafnaði í 2. sæti Tinna Jóhannsdóttir Guðrún Brá sigraði með fimm högga mun varð í 3. sæti og endaði á 229 höggum. Hún náði forystu á fyrsta degi og hélt henni allan tímann. Í öðru sæti varð Sunna Víðisdóttir úr GR á 234 höggum en í 3. sæti endaði Tinna Jóhannsdóttir úr Keili á 236 höggum. Jafnar í 4.-5. sæti urðu þær Anna Sólveig Snorradóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir, báðar úr GR. Keppnin var nokkuð jafnari hjá konunum en körlunum fyrir lokadaginn á Akranesi. Fyrir níundu holuna á lokadeg-inum voru þær jafnar, Guðrún Brá og Sunna Víðisdóttir á 11 höggum yfir pari í heildina en Guðrún vann högg á þeirri braut og fór með högg í forskot inn í síðustu 9 holurnar. Sunna fékk 3 fugla á lokadeginum en skollaröð frá 9. til 15. braut á meðan Guðrún lék jafnara golf og sallaði inn fleiri pörum og þýddi það að Keilisdaman tryggði sér betri stöðu en að lokum var munurinn fimm högg. Tinna Jóhannsdóttir GK sem var í baráttunni fyrir lokahringinn lék 4. brautina á 9 höggum eða 4 yfir pari og var í meiri vandræðum á fyrri níu holunum sem hún lék á níu yfir pari og skaut sig út úr baráttunni um efsta sætið. „Þetta var þolinmæðisgolf. Af þessum þremur keppnisdögum var þessi þriðji erfiðastur, mikill vindur og sumstaðar svo mikill að maður átti litla möguleika Eimskipsmótaröðin á Garðavelli á pari. Á 7. braut sem er par 5 var ég enn 70 metra frá flöt eftir dræv og tvö Lokastaða í kvennaflokki: högg með 3-tré. En þetta hafðist og það var auðvitað ánægjulegt. 1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir 6. „Ég ætla mér sigur á þessu móti eins og öllum GK-73-79-77=229 +13 mótum sem ég tek þátt í. Ég veit ekki hvað 2. Sunna Víðisdóttir 7. það er með Garðavöll. Mér gengur eiginlega GR-78-75-81=234 +18 alltaf vel á honum og við Axel unnum hér bæði fyrir tveimur árum og ég vann hérna á 3. Tinna Jóhannsdóttir 8. unglingamótaröðinni þegar ég setti vallarmet GK-75-78-83=236 +20 í fyrra.“ 4. Anna Sólveig Snorradóttir 9. Tuttugu og einn keppandi var í kvennaflokki GK-77-80-82=239 +23 í ár en tveggja var saknað, Íslandsmeistarans og Skagadömunnar Valdísar Þóru Jónsdóttur 5. Ragnhildur Kristinsdóttir 10. og Íslandsmeistarans 2011, Ólafíu Þ. KristinsGR-77-80-82=239 +23 dóttur. 34

Signý Arnórsdóttir GK 83-78-80=241

+ 25

Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 82-82-85= +33 Berglind Björnsdóttir GR 85-79-85=249

+33

Karen Guðnadóttir GS 79-82-89_250

+34

Ingunn Gunnarsdóttir GKG 90-80-83=253

+37

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Ísland. Land fyrir quattro® quattro – yfirburða fjórhjóladrif í yfir 140 gerðum af Audi. quattro-tækni í Audi Q3 gefur meiri kraft og grip á íslenskum vegum. Með nýjustu kynslóð af quattro® geturðu tekist á við hvaða áskorun sem þú kannt að mæta.


Vel heppnaðir

golfdagar í Kringlunni

K

ringlan og GSÍ stóðu fyrir golfdögum í Kringlunni, dagana 30. maí til 2. júní. Fjölmargar verslanir buðu glæsileg tilboð og boðið var upp á áhugaverðar golftengdar kynningar og fræðslu í göngugötu. Mikill fjöldi lagði leið sína í Kringluna þessa daga og ljóst að golfáhugi almennings er mikill.

Fjöldinn og stemningin náði hámarki á laugardag þegar fram fór í göngugötu keppni um lengsta „dræv“ auk púttkeppni. Vel á þriðja hundrað manns tóku þátt í keppnunum enda til mikils að vinna því í boði voru glæsileg verðlaun.

Úrslit: Lengsta „dræv“ kvenna: 1. Birta Dís Jónsdóttir 206 m. Í verðlaun hlaut hún Ecco golfpoka og glæsilegan bikar frá versluninni Meba. 2. Karen Guðnadóttir 191 m. Í verðlaun hlaut hún gjafakort frá versluninni Boss. 3. Hallbera Eiríksdóttir 191 m. Í verðlaun hlaut hún golfhring fyrir 4 á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur. Lengsta „dræv“ karla: 1. Alfreð Brynjar Kristinsson, 278 m. Í verðlaun fær hann Ecco golfpoka og glæsilegan bikar frá versluninni Meba. 2. Kristinn Árnason, 270 m. Í verðlaun fær hann gjafakort frá versluninni Boss. 3. Axel Bóasson, 266 m. Í verðlaun fær hann golfhring fyrri 4 á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur. Púttkeppni Keppt var á tveimur, lúmskt erfiðum brautum. Áttu keppendur að koma 4 boltum í holu og fengu til þess 5 tilraunir. Aðeins örfáir einstaklingar náðu þeim einstaka árangri að komast pútthringinn á 4 höggum. Dregið var úr þeim hópi og hljóta 3 aðilar verðlaun. 1. Jökull Schiöth. Í verðlaun fær hann 20.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON. 2. Jóhannes Elíasson. Í verðlaun fær hann 15.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON. 3. Þorvaldur Sigurðsson. Í verðlaun fær hann 10.000 kr. gjafabréf frá ZO-ON.

Sérhönnuð Kríuverja „Kríuverjan er sérhannað höfuðfat sem snillingar héðan af svæðinu fundu upp til að hafa á vellinum á meðan krían er aðgangshörð,“ segir Formaðurinn afhendir Vigni Kríuverjuna fyrir sigurinn. Haukur Þórðarson, formaður Golfklúbbs Staðarsveitar. Klúbburinn heldur árlega mót til heiðurs kríunni. „Hún er hér um 12. maí en henni seinkaði til 17. maí þetta árið. Þetta mót köllum við Kríumótið og er opið mót, punktakeppni. Á þessu móti er leikið eingöngu upp á heiðurinn en sigurvegarinn hlýtur Kríuverjuna að launum. Þetta árið var það Vignir Bjarnarson sem fékk þann heiður að setja hana á höfuðið en hann náði 40 punktum,“ sagði formaðurinn. Kríuverjan er sett saman úr bút af netakúlu þannig að hún hylji viðkvæmasta svæði höfuðsins ef árás er gerð. Neðan í hana er síðan hekluð rönd úr lopa til að lofti vel um höfuðið og neðsti parturinn er síðan prjónaður faldur sem ver eyrun fyrir kríu og kulda. Hönnuðir að þessari undrahúfu eru Agnes Lind Kríuverjan er flott höfuðfat. Heiðarsdóttir og Kristinn Jón Einarsson og hægt er að panta eintak í Krambúðinni á Búðum. 36

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



FIMMTI SIGUR HARALDAR KOM Í VESTMANNAEYJUM - Að venju dramatík á lokaholunum í Eyjum

Þ

að skiptust á skin og skúrir í öðru stigamóti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni, Securitas mótinu sem fram fór í Vestmannaeyjum 6.-9. júní síðastliðinn. Íslandsmeistarinn Haraldur Franklín Magnús úr GR kom sá og sigraði eftir spennandi mót og urðu miklar sviptingar á lokahringnum sem fram fór við erfiðar aðstæður. Talsverð spenna var á lokaholunum í karlaflokki en Haraldur Franklín reyndist sterkastur undir lokin og fagnaði sigri. Þetta er hans fimmti sigur á Eimskipsmótaröðinni sem flottur árangur enda Haraldur aðeins 22 ára gamall. „Ég er mjög sáttur með þennan sigur. Þó fór reyndar margt úrskeiðis en sem betur fer þá gerðist það hjá öllum. Ég spurði alla sem áttu leið hjá hvort þeir vissu stöðuna á lokaholunum,“ segir Haraldur. Þrír kylfingar voru jafnir á samtals tveimur höggum undir pari þegar þrjár holur voru eftir í mótinu. Haraldur, Ragnar Már Garðarsson úr GKG og Andri Þór Björnsson úr GR sem hóf leik á lokahring í forystu. Ágætar aðstæður voru á fyrstu tveimur keppnisdögunum í Vestmannaeyjum en á lokahringnum var hvasst og talsverð rigning.

38

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


ENNEMM / SÍA / NM54056

Ég spila alltaf golf með hjálm. Hvern langar að fá kylfu í hausinn – eða fugl? VERTU MEÐ F PLÚS OG EINBEITTU ÞÉR AÐ ÞVÍ AÐ FULLKOMNA SVEIFLUNA F plús fjölskyldutryggingin inniheldur slysatryggingu sem tryggir þig við golfiðkun í frítíma. Við hjá VÍS trúum því samt að heilt sé betra en vel gróið og minnum á að með

einföldum forvörnum er hægt að koma í veg fyrir slys. Virðum reglur, gætum að umhverfinu og höldum okkur alltaf í hæfilegri fjarlægð frá leikmanni sem er að slá.

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS


Lokastaða í karlaflokki 1. 2. 3.-4. 3.-4. 5. 6.-9.

6.-9.

Haraldur Franklín Magnús, GR 67-70-72=209

-1

Björgvin Sigurbergsson, GK 67-72-71=210

Par

Örlygur Helgi Grímsson, GV 68-71-72=211

+1

Ragnar Már Garðarsson, GKG 70-66-75=211

+1

10.-11. Birgir Guðjónsson, GR 72-69-73=214

+4

Andri Þór Björnsson, GR 70-64-78=212

+2

10.-11. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 71-68-75=214

+4

Bjarki Pétursson, GB 72-69-72=213

+3

6.-9. 6.-9.

Rúnar Arnórsson, GK 73-67-73=213

+3

Emil Þór Ragnarsson, GKG 69-69-75=213

+3

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 65-70-78=213 +3

Ragnar og Fannar brosa í rigningunni. Örlygur Helgi (efsta mynd) vel blautur á heimavelli en alltaf sterkur. Að neðan Emil Þór sem kom nýr inn í toppbaráttuna. Góð regnhlíf hjá Júlíusi Eyjamanni og Hirti Securitaskappa. Haraldur skoðar púttlínu.

Haraldur komst í forystu eftir að hafa leikið 16. brautina á pari en þeir Andri og Ragnar Már gerðu slæm mistök og slógu út fyrir vallarmörk. 16. brautin í Eyjum hefur verið í aðalhlutverki í mótum á Eimskipsmótaröðinni í Eyjum undanfarin ár og engin breyting varð á því í ár. Ragnar lék 16. brautina á sjö höggum og Andri á átta höggum. Andri fann sig ekki á lokahringnum sem hann lék á 78 höggum og hafnaði í 5. sæti. Haraldur Franklín var því í vænlegri stöðu þegar tvær holur voru eftir. Íslandsmeistarinn gerði hins vegar sjálfur mistök á hinni erfiðu 17. braut þegar hann tók of mikla kylfu og sló í vatnið fyrir aftan 17. flötina. Haraldur bjargaði hins vegar meistaralega skolla eftir að hafa vippað inn að holubrún – hreinlega óheppinn að para ekki brautina. Á þessum tímapunkti hafði gamla kempan Björgvin Sigurbergsson úr GK lokið leik og var efstur í klúbbhúsi á samtals pari. Haraldur hafði því eins höggs forystu á Björgvin fyrir lokaholuna og var tveimur höggum á undan Ragnari Má sem fékk skolla á 17. braut. Haraldur fékk auðvelt par á 18. braut eftir að hafa misst af fugli úr góðu færi. Ragnar Már náði hins vegar ekki í örninn sem hann þurfti til að jafna við Harald Franklín sem fagnaði sínum fyrsta sigri á Vestmannaeyjavelli. Björgvin varð annar en Ragnar Már hafnaði í þriðja sæti ásamt Örlygi Helga Grímssyni, vallarstjóra í Vestmannaeyjum.

Sáttur en getur margt bætt

„Ég er mjög sáttur með byrjunina á sumrinu. Ég sé samt helling í minni spilamennsku sem mætti laga en mér hefur tekist að skora vellina vel í byrjun sumars. Ég hef ekki oft spilað vel í Eyjum og er ánægður með að vinna mót hér,“ segir Haraldur. Hann kveðst ekki hafa verið svekktur út í sjálfan sig fyrir að slá í vatnið á 17. braut sem setti stöðu hans á toppnum í mótinu í uppnám. „Ég var ekki að svekkja mig á þessu. Það er meðvindur á teignum og svo vindur úr öllum áttum á leiðinni að flöt. Ég giskaði svo bara á eitthvað úr vippinu og sem betur fer þá gekk það upp,“ sagði Haraldur sem vippaði nærrum því fyrir pari á 17. braut. „Aðalmarkmiðið hjá mér er að toppa á Íslandsmótinu í höggleik. Mitt helsta takmark í sumar er að verða aftur Íslandsmeistari.“ 40

Ungu strákarnir slógu í gegn í Eyjum

M

argir ungir kylfingar stóðu sig vel á Securitas mótinu í Vestmannaeyjum. Fannar Ingi Steingrímsson, 14 ára kylfingur úr GHG, sýndi frábær tilþrif í mótinu og var í efsta sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa leikið á 65 höggum eða fimm höggum undir pari. Fannar var í kjölfarið með tveggja högga forystu í mótinu. Fannar lék annan hringinn á pari en lokahringinn á 78 höggum og hafnaði að lokum í 6.-9. sæti. Árangurinn hjá Fannari er engu að síður frábær og ljóst að hann er feikilegt efni. „Ég er mjög sáttur – fyrir utan kannski síðasta hringinn sem var slakur,“ sagði Fannar Ingi eftir mótið. „Ég bjóst ekki við því að vera í toppbaráttunni í mótinu en ætti auðvitað von á því að geta spilað vel. Ég er svekktur með lokaholuna þar sem ég slæ út fyrir vallarmörk. Ef ég hefði fengið par þá hefði ég náð þriðja sætinu í mótinu. Ég læri af þessu. Ég er búinn að spila þrjár helgar í röð á samtals pari og er gríðarlega sáttur.“ Ungir peyjar úr GKG stóðu sig mjög vel í mótinu. Ragnar Már, sem verður 18 ára síðar í sumar, hafnaði í þriðja sæti, Emil Þór Ragnarsson var jafn Fannari í 6.-9. sæti og Óðinn Þór Ríkharðsson, 15 ára, hafnaði í 10.-11. sæti GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



GAFST ALDREI UPP

- Anna Sólveig sigraði í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni

A

nna Sólveig Snorradóttir úr Keili sigraði í keppni kvenna á Securitas mótinu í Eyjum. Hún háði harða baráttu við þær Signýju Arnórsdóttur úr Keili og Karen Guðnadóttur úr GS á lokaholunum en vann að lokum eins höggs sigur. Anna lék samtals á 13 höggum yfir pari en höggi þar á eftir kom Signý og Karen svo í þriðja sæti á 16 höggum yfir pari. Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG var í forystu eftir fyrsta hring en fataðist flugið og hafnaði að lokum í fjórða sæti.

42

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


„Þetta er æðislegt og geðveik tilfinning,“ segir Anna. „Þó ég hefði verið í forystu fyrir lokahringinn þá gerði ég ekki ráð fyrir því að vinna því það var svo mikill vindur og allt gat gerst. Þó ég hafi verið þremur höggum á eftir Signýju þegar þrjár holur voru eftir þá gafst ég aldrei upp og spilaði vel síðustu holurnar. Það sem stendur upp úr er hversu stöðug ég var, ekkert stressuð við að slá út fyrir vallarmörk þó það séu hvítir hælar út um allt í Eyjum. Ég var heldur ekki að fá neinar sprengjur.“ Signý var með pálmann í höndunum þegar þrjár holur voru eftir í mótinu. Hún hafði þriggja högga forystu á Önnu Sólveigu. Signý tapaði hins vegar fimm höggum á 16. og 17. braut á meðan Anna tapaði einu höggi og því hafði Anna eins höggs forystu fyrir lokaholuna. Anna og Signý fengu báðar par á 18. braut og því fagnaði Anna Sólveig sínum fyrsta sigri. „Höggslátturinn hefur batnað gríðarlega og ég var að koma mér í mörg fuglafæri. Sjálfstraustið vex auðvitað mikið með sigri og ég stefni að því að vera í toppbaráttunni í næstu mótum á mótaröðinni. Ef ég get unnið þetta mót þá ætti ég alveg að geta blandað mér í baráttuna.“

Suðurnesjamærin Karen Guðnadóttir í fyrsta sinn í toppbaráttu á Eimskipsmótaröðinni.

Skrautleg skor í Eyjum

Það eru nokkrar erfiðar golfholur í Eyjum sem bjóða upp á dans og geta eyðilagt golfhringi hjá kylfingum sem misstíga sig. Það var skrautlegt skor hjá nokkrum kylfingum alla þrjá keppnisdagana. Guðjón Henning Hilmarsson úr GKG átti þó líklega skrautlegasta skorið. Hann lék 13. brautina á 14 höggum á fyrsta hring eða heilum 10 höggum yfir pari. Guðjón Henning sló þrjá bolta út fyrir vallarmörk á leið sinni að holunni. „Ég hreinlega vissi ekkert hvað ég ætti að gera í þessari stöðu, að vera tíu yfir á einni skrattans holu, en þar sem þetta var búið og gert þá var eina í stöðunni að hlægja að þessu og halda áfram með hringinn. Ég sá að meðspilari minn, Andri Már, átti bágt með að halda hlátrinum niðri svo ég gaf honum góðfúslega leyfi til þess að hlægja. Ég fékk síðan samúðarkveðjur frá hinum meðspilaranum mínum, Örlygi vallarstjóra,“ sagði Guðjón Henning eftir mótið. Fleiri kylfingar lentu í vandræðum í Eyjum. Stefán Már Stefánsson úr GR lék 17. brautina á 10 höggum á fyrsta hring eftir að hafa verið á pari eftir 16 holur. Kristján Þór Einarsson úr GKj lék 16. brautina á 10 höggum á öðrum hring, Ottó Sigurðsson úr GKG gerði það einnig og Páll Theodórsson úr GKj lék 15. braut á níu höggum á lokahringnum eftir að hafa verið í toppbaráttunni.

Signý Arnórsdóttir og Ingunn Gunnarsdóttir í eldlínunni í Eyjum.

Lokastaða í kvennaflokki 1. 2. 3.

4. 5. 6.

7.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK 74-72-77=223

+13

Signý Arnórsdóttir, GK 75-72-77=224

+14

Karen Guðnadóttir, GS 75-73-78=226

+16

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 72-77-78=227

+17

10.-11. Högna K. Knútsdóttir, GK 82-80-84=246

+36

Heiða Guðnadóttir, GKJ 82-75-75=232

+22

10.-11. Berglind Björnsdóttir, GR 80-84-82=246

+36

Tinna Jóhannsdóttir, GK 81-72-80=233

+23

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

8. 9.

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR 76-78-84=238

+28

Halla Björk Ragnarsdóttir, GR 81-80-78=239

+29

Þórdís Geirsdóttir, GK 83-79-79=241

+31

43


Taktu daginn frá fyrir

Mótið fer fram á golfvelli

Opna Stella Artois golfmótið

GKG í Leirdal 24. ágúst nk. Vegleg verðlaun með og án forgjafar.


Flottur finnskur golffatnaður, hannaður fyrir norðlægar slóðir. Catmandoo er samstarfsaðili finnska golfsambandsins.

Bæjarlind 14 Kópavogi Sími 577 4040 www.holeinone.is


2000 2013

1996 2008

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is 46


TIGER 4.0

Það má læra ýmislegt af nýjustu útgáfunni af Tiger. Hvernig honum tókst að bæta leik sinn á þessari leiktíð – og tókst að komast aftur á toppinn.

H

inn nýi Tiger Woods er að taka á sig mynd. Fjórða útgáfan af sveiflunni er að festast í sessi, hann er frískur og í formi, og breiða brosið er aftur farið að sjást. Það sem meira er: töfrar hans á flötunum eru aftur farnir að birtast. Jafnvel þeir sem hvað tortryggnastir eru verða að viðurkenna að Tiger er kominn aftur þangað sem hann á heima: meðal þeirra bestu í golfheiminum. Með sínum 76. sigri á WGC - Cadillac mótinu í mars komst Tiger fram úr fyrirmynd sinni, Jack Nicklaus. Hann varði titil sinn á Bay Hill, sem var sjötti sigur hans í 19 mótum undanfarið ár. Það var búið að afskrifa Tiger vegna vandræða hans í einkalífinu og hnjámeiðsla árið 2008; núna vill hann vinna upp þann tíma sem tapaðist, ekki síst til að ná meti Nicklaus: 18 sigrar á risamótum. „Ég man eftir því þegar fólk sagði að ég myndi aldrei sigra aftur á golfmóti, en hér erum við,“ segir Tiger. „Ég vissi að ég myndi ná mér upp aftur. Gefið mér tíma, standið með mér, og ég mun gera það sem ég er fær um.“ Eftir umrót síðustu ára og efann sem því fylgdi, þá er nokkuð ljóst að hann er ánægður með þær framfarir sem hafa komið í ljós í samstarfi hans og Sean Foley, sveifluþjálfara. „Þetta er ekki flókið; ég er bara að reyna að bæta mig. Mér finnst ég vera að fá meira út úr höggunum og sveiflan er stöðugri en áður, þannig að ég er mjög

ánægður með þann árangur sem við höfum náð saman. Það er vissulega pirrandi að það sé alltaf verið að spyrja mig hvernig ég sé að spila. En menn eru alla vega hættir að spyrja um hnéð. Mér líður betur en mér hefur liðið í langan tíma, og ég treysti sveiflunni fullkomlega. Sumir dagar eru auðvitað betri en aðrir; það er nú bara mannlegt. Ég reyni að gera eins vel og ég get, en stundum er það ekki nóg. Velkomin í golf. Þetta er íþrótt sem reynir á þolinmæðina. Ég hef stundað hana í langan tíma og veit hvað það er að berjast við sjálfan sig og aðra. Eigi maður góða daga, þá lifir maður á þeim í einhvern tíma, og reynir að gleyma vondu dögunum sem fyrst.“ En þrátt fyrir góðan árangur að undanförnu, þá verður Woods á endanum dæmdur af fjölda þeirra risamóta sem hann sigrar á – og hann veit að það verður ekki nóg að sigra á einu til tveimur til viðbótar til að þagga niður í gagnrýnisröddum. „Ef mér tekst að sigra, þá mun einhver segja: ´en þú ert ekki kominn í 18´ eða: ´hvenær kemstu í 19?´ Þetta er eitthvað sem ég hef þurft að fást við síðan ég byrjaði í áhugamannagolfi, þannig að ég er orðinn vanur þessari umræðu.“ En sigurviljinn hefur ekkert breyst, og fyrsta sætið kætir hann jafn mikið og áður. „Tilfinningin er alltaf góð, en hún hefur breyst með tímanum. Það var öðruvísi að lyfta bikar, þegar pabbi minn var veikur og þegar hann var að deyja, og líka þegar ég vann Opna breska meistaramótið og sonur minn,

Sam var með mér í fyrsta skiptið. Svona er bara lífið. Við erum í fylgd með foreldrum okkar og áður en maður veit af, þá er maður foreldri sjálfur og lítur öðrum augum á lífið. Þannig hefur þetta breyst fyrir mig í áranna rás.“ Breytingar í lífi Tigers fyrir utan golfíþróttina hafa speglast í því hvernig leikur hans hefur breyst og hann er stoltur af því að hafa verið sigursæll þrátt fyrir að hafa breytt sveiflu sinni í gegnum tíðina; frá því hann var áhugamaður, svo með Butch Harmon, Hank Haney og núna með Sean Foley. „Er það mitt stærsta afrek? Ég er ekki viss. Ég held að mitt besta hafi verið að sigra á fjórum risamótum í röð. Það hefur engum tekist í nútíma golfi, og ég er mjög stoltur af því.“ Auðvitað er hægt að vera mjög stoltur af því að hafa getað breytt sveiflunni og haldið í velgengnina. Maður vill alltaf verða betri og það er þess vegna sem ég hef lagt svona hart að mér í líkamsrækt, slæ alla þessa bolta og eyði öllum þessum tíma á æfingasvæðinu: til að vera í þessari stöðu. Þetta er líf mitt og yndi og ég held að ferillinn endurspegli það. Tiger er aftur kominn í þá stöðu að halda forystunni eftir þrjá hringi á mótum og klára þau með sigri. Ástæðan er tvíþætt: púttin og sveifluferillinn. Á næstu síðu fer hann yfir fimm lykilatriði til að bæta púttstrokuna, og sérfræðingur TG, Adrian Fryer, sýnir hvernig Tiger hefur bætt innáhöggin til að eiga fleiri möguleika á fuglum.

Vinsamleg ábending: Púttæfingar með Steve Stricker Tiger var með fæst pútt allra á WGC-Cadillac mótinu, þar sem hann sigraði. Butch Harmon, hans gamli þjálfari, sagði við það tækifæri að hann hefði aldrei séð Tiger pútta eins vel. Tiger fann sitt gamla form með aðstoð vinar síns, Steve Stricker. „Við eigum það til að hjálpa hvor

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

öðrum. Ég þekki stöðuna hjá honum þegar hann púttar vel, og sama hjá honum. Hann hjálpaði mér að komast í þá stöðu sem ég var í þegar ég sigraði á Torrey Pines. Sama hvort það er líkamsstaðan, gripið eða boltastaðan: aðalmálið er að manni líði vel.“ 47


Lykilatriðin í púttum Tiger útskýrir sína uppskrift að góðu pútti

1.

Góð líkamsstaða. „Lítil atriði geta haft miklar afleiðingar í púttum. Einn af þeim grundvallarþáttum sem mér finnst mikilvægastur er líkamsstaðan. Þá meina ég ekki aðeins hvernig ég stend við boltann, heldur líka hvernig mér líður þegar ég pútta. Mér finnst best að standa frekar uppréttur við boltann; það gerir mér kleift að sjá betur púttlínuna og þýðir líka að ég get látið handleggina hanga beint niður, í afslappaðri stöðu.“ Rétt staða augnanna. „Fullkomin staða fyrir mér er að hafa augun beint yfir boltanum. Það er í lagi að höfuðið (og augun) sé aðeins hægra megin (fyrir rétthenta eins og mig), og reyndar er erfitt að gera það öðruvísi, ef boltinn er örlítið framar í stöðunni, eins og flestir vilja hafa hann. Augun mín eru aðeins til hægri og það gefur mér sjónarhorn sem er ekkert ósvipað því að horfa niður eftir riffilhlaupi að skotmarkinu. Ef ég sný höfðinu aðeins til hægri eða vinstri, þá hættir mér til að stýra pútternum í sömu línu og augum mín vísa á. Mér finnst gott að nota derið á derhúfunni sem viðmið; ef það er samhliða púttlínunni, þá hljóta augun að vera í sömu línu – svo framarlega sem ég hafi sett derhúfuna rétt á!“ Sami hraði í gegnum strokuna. „Ég byrjaði í golfi þegar ég var fjögurra ára gamall, og frá upphafi sagði pabbi minn mér að sveifla pútternum jafn hratt aftur og fram í strokunni. Þegar þú sérð mjúka púttstroku, þá er það einmitt vegna þess að pútterinn er tekinn aftur á hægum, jöfnum hraða, og sveiflað fram á við á sama hraða.“ Láttu ráðandi hendina leiða strokuna. „Ef þú ert rétthentur, þá hefurðu án efa betri tilfinningu í þeirri hendi. Þess vegna viltu láta hana vera ráðandi hvað varðar hraðann á strokunni. Ég leyfi hægri úlnlið að bogna aðeins í bakstrokunni og rétta sig aftur þegar púttershausinn kemur í boltann, en úlnliðurinn hreyfist aldrei fram yfir þá stöðu sem hann var í þegar ég stillti mér upp. Mundu að hendurnar leiða og pútterinn fylgir á eftir.

2.

3.

5.

Ekki kíkja! „Ef þú ert eins og ég, þá geturðu ekki beðið eftir því að sjá hvort boltinn er á línu að holunni, strax eftir að púttershausinn er kominn í gegnum strokuna. En tilhneigingin til að kíkja of fljótt getur haft slæmar afleiðingar. Ef ég lít of snemma upp, þá hreyfist höfuðið mitt og snertingin við boltann getur verið slæm. Ég hef reyndar fundið ágætis ráð við þessu. Ég æfi púttin og hef vinstra augað lokað, þannig að ég get ekki séð línuna. Þetta hjálpar mér að halda augunum á boltanum í gegnum strokuna.

4.

Hvernig Tiger slær innáhöggin betur Þéttari sveifla og flatari sveifluferill hafa bætt stjórn hans á lengd og bakspuna boltans.

Baksveifla Tigers er þéttari: líkami hans og handleggir vinna saman á svipuðu plani. Vinstri öxl hans er örlítið lægri en áður; axlasveiflan aðeins brattari. Handleggir hans eru á örlítið flatara plani og þéttar saman.

48

Tiger er afburða góður með járnkylfunum; hann sveiflar af krafti í gegnum höggið með hægri hlið líkamans og vinstri handleggur er þarna falinn á bak við þann hægri. Kylfan kemur aðeins flatar í boltann en áður, og það gerir honum kleift að stjórna betur bakspuna, flugi boltans og fjarlægð höggsins.

Kylfan kemur ekki eins bratt í boltann, eins og sést á því að kylfufarið er grynnra og kylfuhausinn fer lengra til vinstri eftir höggið. Flatara plan axlanna og kylfunnar færir honum hreina snertingu við boltann; kylfan heldur svo áfram í framsveifluna í eðlilegum ferli.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


GOLFVÖRUR Á GÓÐU VERÐI Golfkylfur og golfsett

Fyrir karla, konur og börn. Úrval af golfsettum og stökum kylfum á góðu verði.

Golfkerrur Þriggja hjóla frá 10.900 kr. Clickgear 39.500 kr. Rafmagnskerrur frá 94.900 kr. Rafmagnskerra Lithium 154.900 kr.

NIKE fatnaður 2013

Bolir, buxur, dri-fit bolir húfur, der o.fl.

NÝTT

Golfboltar nýir og notaðir

Nýir frá Titleist, Nike, Precept, Bridgestone, Pinnacle o.fl. 10% afsláttur af nýjum boltum í heilum kössum.

Vatnaboltar

Allar helstu tegundir, A og B fl.

LAZER fjarlægðarkíkjar

Opnunartími: Virka daga 10–18 Laugardaga 11–15

Frábærir kíkjar, fljótir að mæla, nákvæmir, scan og pinnastilling. Nettir og auðveldir í notkun. Taska fylgir. Verð frá kr. 27.900

Ármúla 40

Sími 553 9800

www.golfoutlet.is


80 ÁRA REYNSLA, 4 VERKSMIÐJUR OG 40.000 MANNS SEM PRÓFA BOLTA; PARTUR AF ÞVÍ SEM TITLEIST ÞARF TIL AÐ FRAMLEIÐA

300 MILLJÓN

GOLFBOLTA Á ÁRI

50

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Þ

eir sem taka golfið alvarlega hafa líklegast einhvern tímann sett Titleist bolta í pokann hjá sér. Þrettán ár eru liðin síðan Titleist setti Pro V1 línuna á markað; það eru áttatíu ár síðan fyrirtækið var stofnað. En Titleist hefði kannski aldrei orðið til, ef ekki hefði komið til röntgentæki á tannlæknastofu, segir Michael Mahoney, yfirmaður framleiðslunnar hjá Titleist. „Það var árið 1932, að áhugasamur kylfingur að nafni Phil Young var að spila í New Bedford. Hann var á átjándu flöt og átti eftir frekar stutt pútt til að sigra sinn leik. Hann púttaði vel, en boltinn rúllaði hins vegar framhjá holunni. Young var svo viss um að hann hefði átt að fara niður – þetta gæti ekki verið strokunni að kenna, heldur boltanum. Félagar hans voru auðvitað ósammála og gerðu grín að honum, en Young var harðákveðinn í að kanna málið betur, þannig að hann fór til félaga síns, sem var tannlæknir og bað um að fá að nota röntgentækið hans. Tannlæknirinn tók mynd af boltanum og komst að því að kjarninn í honum var ekki í miðju boltans – hann rúllaði þess vegna ekki beint vegna þess að framleiðslan á honum var ekki nógu góð. Young fannst að hann gæti örugglega gert betur, og hann eyddi næstu þremur árunum í að prófa það.“ Titleist byrjaði þannig smátt, en óx upp í að verða ráðandi fyrirtæki á þessum markaði, og þótt margt hafi breyst á áttatíu árum, þá segir Mahoney að ákveðin gildi séu enn í heiðri höfð. „Hluti af okkar ímynd er að fyrirtækið og kjarnagildi þess eru enn þau sömu. Við byrjuðum sem framleiðslufyrirtæki og erum það enn. Þegar fyrirtækið var stofnað gekk það út á að finna leiðir til að búa til betri golfbolta og sjá til þess að hver einasti bolti væri jafn góður. Allar götur síðan hefur okkar vinna gengið út á þetta – sama hvort það snýr að þróun eða framleiðslu. Fyrirtækið er augljóslega orðið mun stærra – við framleiðum núna 25 milljón dúsín af boltum á ári – en

IN

ÞÁTÍÐ

Titleist í þá daga: „Golf Ball Demonstration“ vél sem tekin var með í söluferðir árið 1936. Fyrirtækið lét smíða golfþjark árið 1935 til að prófa boltana sem framleiddir voru. Framleiðslan árið 1958.

við höfum aldrei misst sjónar á upphaflega markmiðinu. Leit Titleist að mestu gæðunum felur í sér prófanir, rannsóknir og þróun, en nú þegar aðrar boltategundir eins og Srixon, TaylorMade, Callaway og Nike eru með hluta af þessum markaði, hver er þá sérstaða Titleist? „Ég held að okkar sérstaða felist í þeim einkaleyfisvernduðu aðferðum sem við höfum þróað. Að vissu leyti er framleiðsla golfbolta alls staðar sú sama, en það sem þú sérð hjá okkur, var framleitt og þróað af okkur eða samstarfsfyrirtækjum okkar, og það er orðið frekar sjaldgæft. Okkar forskot er þess vegna að við stjórnum framleiðslunni frá upphafi til enda,“ segir Mahoney.

„Gæðaeftirlitið sem Titleist stendur fyrir er einstakt og skiptir máli, því framleiðsla golfbolta er flókin og margþrepa. Við byrjum frá upphafi að taka sýni og prófa bolta, til að við getum verið vissir um að framleiðslan uppfylli okkar kröfur, og gæðastýringin gerist í raun í gegnum allt ferlið, hvort sem það er gerð kjarnans, ytri lögin, húðin eða áletrun. Þetta skilar okkur vöru sem við vitum að stendur alltaf undir okkar kröfum.“ Mahoney segir okkur til dæmis að smá skekkja eða litamunur á „T“inu í Titleist merkinu á bolta, sé nóg til að sá bolti komist ekki í gegn. „Við gerum meiri prófanir á boltum okkar en öll hin fyrirtækin til samans,“ segir

Áfangar í sögu Titleist síðan 1932 1932:

Eftir að Phil Young missir púttið, ákveður hann að reyna að búa til betri golfbolta.

1935:

Það tók þrjú ár að framleiða fyrstu boltana. Hver og einn þeirra var röntgenmyndaður til að tryggja gæði. 52

1940:

Titleist byrjar að prenta nöfn á boltana. Fimm árum síðar birtast númerin í fyrsta sinn.

1945:

Fyrsta sjálfvirka pressan er sett inn í verksmiðjuna. Fjórum árum síðar, 1949, er Titleist vinsælasti boltinn á Medina, þar sem Opna Bandaríska meistaramótið er haldið.

1952:

Byrjað að letra nafnið á boltanum í upphaflegri leturgerð, sem síðan er óbreytt.

1973:

Mun betra boltaflug eftir framfarir í lofteðlisfræði og breytingar á hönnun ytra byrðis. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


fyrir atvinnumenn, þannig að þegar mótaröðin kom í einhverja borg, þá vildum við kynna boltann fyrir atvinnumönnum. N Þeir fengu gjafabréf til að fara í golfbúðir og I Ð Í T fá fjóra kassa af boltum. Vinsældirnar jukust Ú N og sífellt fleiri kylfingar vildu fá þessa bolta, þannig að það var orðið mikilvægt að okkar maður á mótinu væri sýnilegur. Á endanum fórum við að klæða þessa starfsmenn í hvít föt, þannig að enginn myndi missa af þeim.“ Það er nokkuð ljóst að arfleifðin er Titleist dýrmæt, rétt eins og að halda þeim gildum í heiðri sem hjálpuðu til að gera fyrirtækið að því sem það er í dag. Nútíma boltar hafa þróast óravegu frá því sem gert var fyrir áttatíu árum, en grundvallaratriðin eru þau sömu. „Þetta snýst allt um nákvæmni og stöðugleika í framleiðsluferlinu; að kjarninn sé nákvæmlega í miðjunni og holurnar rétt staðsettar á yfirborði boltans. Fyrir áttatíu árum var framleiðslan einföld. Ég held að breytingarnar sem gerðar voru á áttunda áratugnum, þegar hægt var að hafa áhrif á flug boltans með breytingum á yfirborði hans hafi í alvöru haft áhrif á regluna um einn bolta. Við buðum kylfingum upp á þessa möguleika og þeir nýttu sér þá í sínum leik, þannig að aukinn skilningur á flugi boltans hafði mikil áhrif.“ Ný efni í húð golfbolta hafði líka mikil áhrif, þegar balata kom til sögunnar. „Það varð til þess að auka mjög möguleikana á bakspuna boltans sem hjálpaði kylfingum að bæta stutta spilið og lækka hjá sér skorið. Titleist í dag: Fyrirtækið rekur nú fjórar verksmiðjur. Þessi er í Massachusetts, en númer 4 var opnuð í Tælandi árið „Það var mikilvægur áfangi, en þessir eigin2010. Allir boltar fyrirtækisins eru prófaðir rækilega með þjörkum og þúsundum kylfinga. Framleiðslulínan árið 2013. leikar urðu líka til þess að draga úr lengd högganna,“ segir Mahoney. „Ég held þess Mahoney, „og fyrirtækin sem smíða þjarkana spreyjaður. Allt þetta er gert til þess að bæði vegna að mikilvægasti áfanginn hafi verið að meðalskussinn og Luke Donald geti treyst á (róbótana) sem prófa boltana, segja okkur kynna Pro V1 boltann árið 2000, með þéttum boltann sinn. að við séum að jaska þeim mun meira út en kjarna, sem gefur lengdina, og mjúkri húð Ásýnd Titleist á mótaröð atvinnumanna er, önnur fyrirtæki.“ og hefur alltaf verið, áberandi. Í fyrra unnust sem gefur möguleika á sama bakspuna og Efnið sem endar í kjarna Titleist boltanna balata boltarnir gáfu.“ byrjar sem stórt gúmmístykki sem er sett inn 190 mót atvinnumanna um allan heim með Pro V1 línan hefur verið ein sú vinsælasta Pro V1. Þegar eftirspurnin óx sem mest í eitthvað sem minnir á pastavél. Það sem sem sett hefur verið á markaðinn frá upphafi, þegar fyrirtækið var að marka sér sess, þá kemur út er eins og löng ábreiða sem látin en þróun hennar gekk ekki átakalaust. kom Titleist sér upp góðri leið til að tryggja er kólna í tíu klukkutíma, áður en hún er að þeirra starfsmenn væru sýnilegir á mótum „Stærsta breytingin var þegar við hættum að skorin í langar ræmur. Ræmurnar eru síðan vefja kjarnann og fórum að búa þá til heila. atvinnumanna. „Þegar við byrjuðum að skornar í minni búta sem síðan eru mótaðir Þegar við fjarlægðum þessar vélar sem vöfðu sem kjarni. Ytra lagið er síðan sett á í tveimur markaðssetja boltann okkar meðal atvinnuupp kjarna og fengum í staðinn stæður af manna, þá var það mikilvægt – eins og það hlutum sem eru bræddir saman, áður en þéttu efni – það var mesta breytingin sem við er í dag – að koma því til skila að boltinn kúlan er sett í vél sem býr til holurnar og höfðum gert í langan tíma. sem áhugamenn gætu keypt í golfbúðum, breytir stykkinu í fullkominn bolta með hita Á síðustu fimm til tíu árum höfum við líka væri alveg eins og sá sem við vorum að gefa og þrýstingi. Síðan er boltinn bónaður og breytt því hvernig við fáum kylfinga til að samskeytin eru slípuð í burtu áður en merkið atvinnumönnum – hann væri það góður. Við vorum ekki með sérstaka framleiðslulínu prófa vörurnar okkar. Við höfum alltaf fengið og númerið eru stimpluð á og boltinn

1979:

Titleist býður bolta með mismunandi flugi – Low útgáfan og Pro útgáfan koma á markað.

1991:

Átta árum eftir að 384 boltinn er settur á markað, kynnir Titleist HVC – fyrsta tveggja hluta boltann sem fyrirtækið framleiðir. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

1993:

Vökvafylltur Tour Balata er orðinn vinsælasti boltinn á bandarísku mótaröðinni. Ári síðar kynnir Titleist mjúka bolta með plasthúð (urethane)

2000:

Eftir tímafrekar prófanir með eitt hundrað atvinnukylfingum er Pro V1 boltinn kynntur. 47 kylfingar byrja að nota hann, viku eftir að hann er settur á markað.

2007:

Eitt þúsundasti sigurinn með Pro V1 boltanum, sex árum eftir að dagblaðið USA Today segir um Pro V1: „Boltinn sem er að umbylta golfinu.“

2010:

Titleist opnar verksmiðju í Tælandi, til að anna eftirspurn eftir Pro V1. 53


Titleist í tölum: 22

marga til samstarfs við okkur, áhugakylfinga og atvinnumenn, en á undanförnum árum hafa í raun allir sem hafa spilað með Pro V1 bolta fengið að taka þátt í þessum prófunum. Fyrir utan það, þá eru um 40 þúsund kylfingar, bara í Bandaríkjunum, sem fá nýja bolta sem við erum að þróa, og þeir gefa okkur sitt álit áður en við setjum þessa vöru á markað. Við höfum líka verið með verkefni í Asíu þar sem við skoðum boltaflugið, því við vildum vita hvort það væri einhver munur á kylfingum í Asíu; Japan eða Kóreu, miðað við kylfinga í Evrópu eða Bandaríkjunum. Allt þetta gefur okkur forskot.“ Titleist er óumdeildur leiðtogi í flokki þeirra fyrirtækja sem framleiða golfbolta, en Mahoney veit að eina leiðin til að halda forystunni er að koma með sífellt betri vöru. „Það er ekki auðvelt, því okkur finnst boltarnir það góðir að það er erfitt að vera alltaf að reyna að bæta þá. En við erum með marga atvinnumenn í samstarfi við okkur og mjög marga aðra kylfinga, þannig að við fáum alltaf mjög góð viðbrögð og álit þegar við sendum nýja bolta frá okkur. Við reynum auðvitað að skila af okkur eins góðum boltum og við getum, en við vitum aldrei hvernig okkur tekst upp fyrr en kylfingar fara að spila með þessum boltum og slá högg sem virkilega skipta máli. Tæknin hefur breyst á áttatíu árum; fyrirtækið hefur vaxið og dafnað, en gildin okkar eru óbreytt; við einblínum á framleiðsluna, gæðin og nýjungar.“ 54

Fjöldi risamóta í karlaflokki síðan 2000, þar sem sigurvegarinn notaði Pro V1 eða Pro V1x.

64

(2012 meðtalið). Fjöldi ára samfleytt sem Titleist hefur verið vinsælasti boltinn á Opna Bandaríska meistaramótinu. Lengsta samfellda sigurganga búnaðar í golfi.

Réttsælis frá vinstri. Innri og ytri hlutar kjarnans í Pro V1x sjást á framleiðslulínunni. Fyrirtækið á meira en 900 einkaleyfi sem tengjast framleiðslu golfbolta. Hver einasti bolti fer í gegnum prófanir; fínu lagi af málningu er spreyjað á bolta.

Hvernig atvinnukylfingar hjálpa til við framleiðsluna Michael Mahoney skýrir út.

750.000

Um það bil sá fjöldi bolta sem framleiddur er á degi hverjum í þeim þremur verksmiðjum sem Titleist á og rekur.

190

Fjöldi móta á mótaröðum atvinnumanna þar sem sigurvegarinn notaði Pro V1 eða Pro V1x árið 2012. 25 sigrar hjá þeim framleiðanda sem næst kemst.

352

Fjöldi hola á plasthúðuðum Pro V1 bolta.

1900

Fjöldi móta á öllum mótaröðum atvinnumanna þar sem sigurvegarinn var með Pro V1, síðan boltinn var kynntur. Ný gerð boltans hefur verið í kynningu á mótaröðum síðan í nóvember.

Ný gerð af Pro V1 kom út í nóvember.

„Við fáum mismunandi svör frá mismunandi kylfingum. Það er erfitt að tala um að einhver sé betri en annar í þessu, því kylfingar eru mismunandi og við þurfum að svara þörfum sem flestra. Maður eins og Jason Dufner, sem veit mjög mikið um framleiðsluna og tæknina bak við hana, getur sagt okkur sértæka hluti um tilfinningu og einkenni bakspuna. Adam Scott er annar svona kylfingur sem tjáir sig við okkur um tilfinningu fyrir boltanum. Svo ertu með mann eins og Rickie Fowler – sem talar um boltaflugið frekar en tilfinningu fyrir boltanum. Zach Johnson er síðan maður sem við spyrjum mikið um alla þætti. Stutta spilið hans er frábært og hann veit líka hvað hann vill sjá frá boltanum sínum á löngu flugi.“

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Brandenburg

Við færum þér lægri forgjöf

GSÍ treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Golf á Íslandi Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is


20

Nafn: Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri GL Fæddur: 11. ágúst 1971 Heimili: Borinn og barnfæddur Skagamaður og bý á Akranesi með minni fjölskyldu

HRAÐASPURNINGAR

Í GOLFPOKANUM: Golfpokinn er með Ping G15 járnum frá 5 og upp í PW. Síðan er Ping G15 Driver í pokanum ásamt bjargvætti. Nota ávallt Titleist bolta og freistast í aðrar tegundir þegar Titleist boltarnir klárast.

„Muna að hafa gaman af spilamennskunni þó illa gangi“ Falinn hæfileiki: Traustur vinur

Flatarmerkið mitt: Mannvit

Einkunnarorð lífs þíns: Hef virðingu, ábyrgð og vináttu að leiðarljósi

Uppáhalds íþróttamaður (ekki í golfi): Síðustu ár hafa Messi og Ronaldo heillað þegar horft er á boltann í sjónvarpinu

Væri til í að vera: Betri í golfi Hjátrú í golfi: Já, er mjög vanafastur í öllum leikatriðum Þarf að bæta mig í: Upphafshöggum Uppáhalds kylfingur í heimi: Tiger-inn heillar alltaf Uppáhalds golfvöllur (fyrir utan heimavöll): Hvaleyrin Högg sem mér finnst skemmtilegt að æfa: Stutta spilið Draumahollið mitt: Valdís Þóra, Birgir Leifur og sonurinn Leó Snær

56

Tónlistin á IPODinum mínum: Popp og rokk á hverjum tíma Uppáhalds kylfan mín: 9-an er mín uppáhalds kylfa Aldur þegar „breikaði“ fyrst 100: Byrjaði í golfi árið 2006 þá 35 ára og breikaði að mig minnir 36 ára 100 högga múrinn

Hræddastur við: Hræðist lítið nema kannski kríur á golfvöllum sem bjóða upp á slíka truflun Lægsti 18 holu hringurinn minn: Forgjöfin er 22 og hef best spilað 92 Uppáhalds matur: Lambalæri og kjúklingaréttir konunnar Uppáhalds bíómynd: Horfi lítið á sjónvarp og bíómyndir Besta golfráðið: Muna að hafa gaman af spilamennskunni þó illa gangi – tala af reynslu Sætasta golfstundin: Fram að þessu er það þegar 100 högga múrinn var brotinn

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Léttöl


Ungur og efnilegur Skagamaður:

Björn Viktor hafði betur gegn pabba sínum 2.500,1.990,-

Lækkaðu forgjöfina!

Björn Viktor Viktorsson, 10 ára gaur úr Golfklúbbnum Leyni, gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í einu elsta golfmóti Leynismanna á Akranesi. Björn Viktor, sem æfir einnig fótbolta, endaði í 30. sæti í höggleikskeppninni með forgjöf þar sem hann endaði á 78 höggum nettó. Í kjölfarið tók við 32 manna holukeppni með 7/8 forgjöf og þar reyndist hinn ungi kylfingur óstöðvandi. Hann lagði Davíð Örn Gunnarsson í 32 manna úrslitum, Þröst Vilhjálmsson í 16 manna úrslitum, og Birgi Arnar Birgisson í fjórðungsúrslitum. Stórleikur keppninnar var í undanúrslitum þar sem Björn Viktor mætti föður sínum, Viktori Elvari Viktorssyni. Þar hafði sonurinn betur, og hann lagði síðan Sigmund Sigurðsson í úrslitum. Glæsilega gert hjá þessum unga og efnilega kylfingi. „Björn Viktor hefur sofið hjá ömmu sinni og afa frá því hann vann mig,“ sagði Viktor Elvar faðir hans í léttum tón þegar hann var inntur eftir því hvernig tilfinning það hafi verið að tapa fyrir syninum. „Þetta var spennandi leikur og hann rétt marði sigur á lokaholunni 2/0. Satt best að segja átti ég ekki von á því að hann myndi halda þetta út. Auðvitað er ég stoltur af drengnum en jafnframt hundfúll að hafa tapað. Ég get enn rifið kjaft við morgunverðarborðið á meðan ég er með lægri forgjöf en hann,“ bætti Viktor Elvar við. Frumherjabikarinn var haldinn í fyrsta skipti árið 1986 á 20 ára afmæli Leynis. Gefendur voru Sveinn Hálfdánarson, Leifur Ásgrímsson, Guðmundur Magnússon, Þorvaldur Þorsteinsson og Guðmundur Sigurðsson, en þessir heiðursmenn skipuðu fyrstu stjórn Golfklúbbsins Leynis árið 1965, sem þá hét Golfklúbbur Akraness.

Ef TIGER fær golfkennslu hjá Stricker eða Haraldur Franklín að gera það gott í St. Andrews þá máttu vera viss um að þú sérð það mjög líklega fyrst á ferskustu golfsíðu landsins!

Ef þú þarft síðan að selja pútterinn eða kaupa notað eða nýlegt golfdót þá er Golfmarkaðurinn á kylfingi.is staðurinn. 58

kylfingur.is GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Heilsulindir í Reykjavík

R U Ð R E N Ú V LE N G U R OPI Ð AR! Í SUM

fyrir alla fjölsky lduna

í þí nu hv erfi

Afgreiðslutími 1. Júní – 1. September LAUGARDALSLAUG

ÁRBÆJARLAUG

GRAFARVOGSLAUG

Mánud.–fimmtud.

6:30 – 22:00

Mánud.–fimmtud.

6:30 – 22:00

Mánud.–fimmtud.

6:30 – 22:00

Föstudagar

6:30 – 20:00

Föstudagar

6:30 – 22:00

Föstudagar

6:30 – 20:00

Helgar

9:00 – 19:00

Helgar

8:00 – 22:00

Helgar

9:00 – 19:00

KLÉBERGSLAUG Virkir dagar Helgar * 8. Júní – 21. ágúst

SUNDHÖLLIN

BREIÐHOLTSLAUG

VESTURBÆJARLAUG

Mánud.–fimmtud.

6:30 – 22:00

Mánud.–fimmtud.

6:30 – 22:00

Mánud.–fimmtud.

6:30 – 22:00

Föstudagar

6:30 – 20:00

Föstudagar

6:30 – 20:00

Föstudagar

6:30 – 20:00

Helgar

9:00 – 19:00

Laugardagar

8:00 – 16:00

Helgar

9:00 – 19:00

Sunnudagar

10:00 – 18:00

550 kr. Ful lorðni r 130 kr. Bör n

10:00 – 22:00 * 11:00 – 17:00 *


Aron (til hægri) vann öruggan sigur í piltaflokki.

FÍN SKOR ÞRÁTT FYRIR ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Í ÞORLÁKSHÖFN DALVÍKINGAR KOMU Á ÓVART Í FYRSTA MÓTI ÁRSINS Á ÍSLANDSBANKAMÓTARÖÐINNI – ÞRÍR SIGRAR HJÁ GKG

F

yrsta mót sumarsins á Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram í Þorlákshöfn 18.-20. maí síðastliðinn. Færri komust að en vildu í þessa sterku mótaröð sem á ári hverju skilar af sér frábærum kylfingum upp í Eimskipsmótaröðina. Aðstæður á Þorláksvelli voru erfiðar í mótinu. Það blés hressilega á kylfinga alla helgina og varð að fresta keppni á sunnudegi til mánudags vegna veðurs. Þrátt fyrir það voru margir kylfingar að leika vel í mótinu. Í piltaflokki, 17-18 ára, röðuðu kylfingar úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sér í fyrstu þrjú sætin. Aron Snær Júlíusson fór með sigur af hólmi en hann lék samtals á þremur höggum yfir pari. Seinni hringinn í mótinu lék Aron á 71 höggi eða á pari sem er vel af sér vikið miðað við erfiðar aðstæður. Egill Ragnar Gunnarsson varð annar á 12 höggum yfir pari og Ragnar Már Garðarsson varð þriðji á 14 höggum yfir pari. 60

Í stúlknaflokki, 17-18 ára, var Gunnhildur Kristjánsdóttir úr GKG hlutskörpust. Hún hafði betur gegn vinkonu sinni úr GKG, Særósu Evu Óskarsdóttur, í bráðabana um sigurinn. Báðar léku þær holurnar 36 á 16 höggum yfir pari. Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili hafnaði í þriðja sæti, þremur höggum síðri en þær Gunnhildur og Særós. Óðinn Þór Ríkharðsson úr GKG átti besta hring mótsins en hann lék á 68 höggum eða þremur höggum undir pari í síðari hring mótsins. Hann lék samtals á pari í mótinu og sigraði í drengjaflokki, 15-16 ára. Þrír drengir úr Keili, Henning Darri Þórðarson, Birgir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson, urðu jafnir í öðru sæti á þremur höggum yfir pari. Í telpnaflokki, 15-16 ára, var Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR í sérflokki. Hún lék samtals á sjö höggum yfir pari og vann öruggan sigur. Birta Dís Jónsdóttir úr GHD varð önnur á 26 höggum yfir pari.

Hafdís Alda Jóhannsdóttir úr GK og Saga Traustadóttir úr GR urðu jafnar í þriðja sæti á 33 höggum yfir pari. Kylfingar úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík stóðu sig vel í yngsta aldursflokknum, 14 ára og yngri. Kristján Benedikt Sveinsson úr GHD sigraði í strákaflokki en hann lék hringina tvo á átta höggum yfir pari. Félagi hans úr GHD, Arnór Snær Guðmundsson, varð í öðru sæti á 10 höggum yfir pari og í þriðja sæti varð Aron Atli Bergmann Valtýsson úr Keili á 13 höggum yfir pari. Í stelpuflokki fagnaði Ólöf María Einarsdóttir úr GHD sigri en hún lék holurnar 36 á 28 höggum yfir pari. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir úr GR varð önnur á 38 höggum yfir pari og Sóley Edda Karlsdóttir úr GR varð svo í þriðja sæti á 47 höggum yfir pari.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Fjölmenni á teig, ungir kylfingar og nokkrir pabbar.

Óðinn Ríkharðsson átti besta hring mótsins á 68 höggum.

Kristján B. Sveinsson sigraði í fyrsta sinn í strákaflokki.

Glaðbeittar ungar golfkonur í fyrsta móti ársins.

kylfingar á leið heim að skála eftir frestun vegna veðurs. GOLF ÁUngir ÍSLANDI • www.golf.is

Ragnhildur Kristjánsdóttir vann örugglega í telpnaflokki.61


Lokastaða efstu kylfinga í piltaflokki, 17-18 ára: 1. 2. 3.

Aron Snær Júlíusson, GKG 74-71=145

+3

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 73-81=154

+12

Ragnar Már Garðarsson, GKG 75-81=156

+14

Lokastaða efstu kylfinga í stúlknaflokki, 17-18 ára: 1. 2. 3.

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG 81-77=158

+16

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG 76-82=158

+16

Anna Sólveig Snorradóttir, GK 82-79=161

+19

Lokastaða efstu kylfinga í drengjaflokki, 15-16 ára: 1. 2.-4. 2.-4. 2.-4.

Gunnhildur og Særós fóru í bráðabana um sigurinn í flokki 17-18 ára.

Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-68=142

Par

Henning Darri Þórðarson, GK 73-72=145

+3

Birgir Björn Magnússon, GK 72-73=145

+3

Gísli Sveinbergsson, GK 71-74=145

+3

Lokastaða efstu kylfinga í telpnaflokki, 15-16 ára: 1. 2. 3.-4. 3.-4.

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 74-75=149

+7

Birta Dís Jónsdóttir, GHD 88-80=168

+26

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 89-86=175

+33

Saga Traustadóttir, GR 82-93=175

+33

Lokastaða efstu kylfinga í strákaflokki, 14 ára og yngri: 1. 2. 3.

Kristján Benedikt Sveinsson, GHD 71-79=150

+8

Arnór Snær Guðmundsson, GHD 74-78=152

+10

Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK 76-79=155 +13

Lokastaða efstu kylfinga í stelpuflokki, 14 ára og yngri: 1. 2. 3.

62

Ólöf María Einarsdóttir, GHD 83-87=170

+28

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR 89-91=180

+38

Sóley Edda Karlsdóttir, GR 92-97=189

+47

BRYNDÍS MARÍA FÓR HOLU Í HÖGGI Í SÍNU FYRSTA HÖGGI Bryndís María Ragnarsdóttir, ungur kylfingur úr Golfklúbbi Keilis, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 10. braut Þorláksvallar á fyrsta hring. Bryndís hóf leik á 10. teig og fékk því sannkallaða draumabyrjun í mótinu enda lá fyrsta högg hennar í holu fyrir ás. 10. brautin er 108 metra löng af bláum teigum. Hringinn lék Bryndís á 83 höggum eða 12 höggum yfir pari. Bryndís hafnaði í 6. sæti í stúlknaflokki.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


HVÍTA HÚSIÐ / SÍA - 13-1623

buffaló

pizziola

reggae reggae

bringa

marineraður kjúklingur í buffalósósu

pepperoni, kjúklingur, óregano, tómatar, pizzasósa og ostur

marineraður kjúklingur í reggae reggae sósu

grilluð kjúklingabringa með öllu þínu uppáhalds grænmeti og sósu

hver er þinn uppáhalds kjúklingabátur? staðir um allt land

teriyaki marineraður kjúklingur með sætlaukssósu

2013 Doctor´s Associates Inc.SUBWAY er skráð vörumerki af Doctor´s Associates Inc.


Hressir og efnilegir peyjar létu rokið ekki aftra sér á Húsatóftavelli. Kannski verður einn þessara kylfinga framtíðarstjarna Íslands í golfi.

Áskorendamótaröðin fór af stað í Grindavík

Keiliskrakkarnir með þrjá sigra á Húsatóftavelli

F

yrsta mót sumarsins á Áskorendamóti Íslandsbanka fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík þann 18. maí sl. Um 50 kylfingar tóku þátt í mótinu og léku við heldur erfiðar aðstæður. Talsverður vindur var á Húsatóftavelli sem gerði hringinn talsvert krefjandi fyrir okkar ungu og efnilegu kylfinga. Kylfingar úr Golfklúbbnum Keili voru sigursælir og sigruðu í þremur flokkum af fimm. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim ungu kylfingum sem ekki komast inn á Íslandsbankamótaröð unglinga. Áskorendamótaröðin er tilvalin byrjunarreitur fyrir þá ungu kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref við keppni og geta því undirbúið sig fyrir keppni á unglingamótaröðinni þegar fram í sækir.

Úrslit í mótinu Piltaflokkur, 17-18 ára: 1. Guðlaugur B. Lúðvíksson, GK 2. Jón Hákon Richter, GO 3. Eggert Smári Þorgeirsson, GO

92 +22 106 +36 109 +39

Drengjaflokkur, 15-16 ára: 1. Þorkell Már Júlíusson, GK 2. Sverrir Kristinsson, GK 3. Stefán Ingvarsson, GK 4. Ragnar Áki Ragnarsson, GKG 5. Andri Ágústsson, GKJ

85 +15 87 +17 88 +18 89 +19 93 +23

Telpnaflokkur, 15-16 ára: Verðlaunahafar í drengjaflokki 15-16 ára komu allir úr Keili. F.v. Sverri Kristinsson, Þorkell Már Júlíusson og Stefán Ingvarsson.

Eggert Smári Þorgeirsson, Guðlaugur B. Lúðvíksson og Jón Hákon Richter unnu til verðlauna í piltaflokki.

1. Sandra Ósk Sigurðardóttir, GO 99 +29 2. Melkorka E. Sigurðardóttir, GHG 103 +33

Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Lárus Ingi Antonsson, GA 2. Lárus Garðar Long, GV 3. Róbert Þrastarson, GKG 4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 5. Daníel Ísak Steinarsson, GK

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, formaður mótanefndar GSÍ ásamt Melkorku Sigurðardóttur, Söndru Ósk Sigurðardóttur og Írisi Loragne Káradóttur. 64

Guðmundur Friðrik ásamt Lárusi Inga Antonssyni frá Akureyri sem sigraði í strákaflokki 14 ára og yngri.

83 +13 83 +13 86 +16 87 +17 89 +19

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. Íris Lorange Káradóttir, GK

102 +32

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


#godsamskipti


Gott golf og spennandi keppni á öðru móti ársins á Íslandsbankamótaröðinni á Strandarvelli á Hellu:

Draumadagur

FANNARS INGA Glæsilegt golf, vallarmet, hola í höggi og sætir sigrar sá allt dagsins ljós á öðru móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu 1. og 2. júní. Völlurinn var í góðu ásigkomulagi og kylfingar léku golf við ágætar aðstæður í fínu veðri.

Fuglapútt tryggði Ragnari sigur

Ragnar Már Garðarsson GKG setti niður fuglapútt á síðustu flöt til að tryggja sér sigur í piltaflokki 17-18 ára. Ragnar hafði fjögurra forskot fyrir seinni daginn og þannig var staðan þegar fyrri níu holurnar voru búnar í seinni hringnum. Þá sótti Aron Snær að Ragnari en Aron vann fyrsta mótið í Þorlákshöfn. Aron hirti upp 4 högga forskot Ragnars á næstu brautum og þeir voru jafnir fyrir lokaholuna. Þá náði Ragnar að setja niður sitt fuglapútt en Aron ekki og því var sigurinn hans. Aðeins höggi á eftir Aroni kom Stefán Þór Bogason GR en hann lék síðustu 9 holurnar á þremur undir pari.

Fyrrverandi fóboltastelpa góð í golfi

Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG sigraði á stúlknaflokki 17-18 ára. Hún lék mjög gott golf og endaði 36 holurnar á 9 yfir pari. Önnur varð Sara Margrét Hinriksdóttir GK á 154 og Særós Eva Óskarsdótir varð þriðja á 155.

Besti golfdagur Fannars

Fannar I. Steingrímsson átti golfhring lífsins og vann 15-16 ára flokk drengja. Fannar fór holu í höggi og setti vallarmet þegar hann lék 18 holurnar seinni daginn á 9 höggum undir pari. Annar varð Björn Birgir Magnússon úr Golfklúbbnum Keili á höggi undir pari á 36 holunum og þriðji Kristófer Orri Þórðarson GKG á 1 yfir pari. Síðan komu nokkrir í humátt á eftir á góðu skori. Þrír hringir voru undir pari í þessum flokki á seinni deginum. 66

Birgir Björn var með tveggja högga forystu eftir fyrri daginn á 2 undir pari og var síðan búinn að leika 17 holur á 3 undir pari þegar hann kom að lokaholu dagsins, 9. braut en hann hóf leik á 10. holu í upphafi dags. Birgir Björn missti upphafshöggið til hægri þar sem boltinn lenti í trébrúsk, þar þurfti Birgir að taka víti og það þurfti hann aftur að gera eftir næsta högg. Þaðan sló hann yfir flötina og í lokin voru höggin 8 og endaði hann því á 1 höggi undir pari. Hann hristi bara hausinn þegar við spurðum hvað hefði gerst. Fannar Ingi lék fyrri daginn á 6 yfir pari en setti síðan vallarmet með því að leika á 9 höggum undir pari. Skorkortið hans er glæsilegt, 8 fuglar og einn „örn“ eða hola í höggi á 8. braut sem var hans 17. hola. Fannar var 4 undir eftir fyrri níu holurnar með fuglum á 10., 13., 14. og 15. braut og síðan komu fuglar á 2., 3., 5., 7. og draumahöggið á 8. holu. Skolli þar sem hann þurfti að taka víti leit dagsins ljós á 6. braut. Fannar endaði með stæl þegar hann fékk flott par á lokaholunni eftir að hafa slegið frábært annað högg úr glompubrún þar sem boltinn lá í halla á 10.braut. Erfitt högg sem hann leysti vel. Vipp og einpútt fylgdu í kjölfarið og niðurstaðan 9 undir pari, 61 högg, 31 högg á fyrri níu og 30 högg á þeim seinni. Lægsta skor sögunnar í móti hjá GSÍ.

Öruggt hjá Ragnhildi

Ragnhildur Kristinsdóttir GR sigraði örugglega í telpnaflokki 15-16 ára en hún lék á 149 höggum og vann með níu högga mun. Dalvíkurmærin Birta Dís Jónsdóttir kom inn með góðan annan hring sem tryggði henni annað sætið eins og í síðasta móti en ekkert stöðvaði Ragnhildi sem vann einnig í Þorlákshöfn með yfirburðum og virðist vera í sérflokki um þessar mundir í þessum aldursflokki. Nítján keppendur tóku þátt í þessi flokki á Hellu.

Gerður best í stelpnaflokki

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í stelpuflokki 14 ára og yngri. Hún lék á 185 höggum og hafði betur gegn Ólöfu Maríu Einarsdóttur frá Dalvík sem varð önnur, tveimur höggum á eftir. Þær stöllur börðust einnig um sigurinn á fyrsta mótinu í Þorlákshöfn en þá sigraði Ólöf María. Gerður þurfti að vinna upp 3 högga forskot Ólafar frá fyrri deginum og gerði það og tveimur höggum betur en hún lék seinni hringinn á 80 höggum sem er ansi flottur árangur en hún tryggði sér sigurinn með flottum seinni 9 holum á 3 yfir pari. Þriðja varð Sunna Björk Karlsdóttir úr GR á 180 höggum. Níu stelpur kepptu á Hellu í þessu flokki.

Ingvar vann eftir bráðabana

Ingvar A. Magnússon GR vann eftir bráðabana við norðanpeyjann Kristján B. Sveinsson í strákaflokki 14 ára og yngri. Þeir félagar voru jafnir eftir 36 holur á 8 yfir pari. Kristján sem sigraði í fyrsta mótinu í Þorlákshöfn var í forystu eftir fyrri daginn en þeir Ingvar Andri og hinn ungi og bráðefnilegi Sigurður A. Garðarsson úr GKG, (bróðir hinns kunna Ragnars Más) en hann er aðeins 11 ára, blönduðu sér í baráttuna um efsta sætið með flottu golfi á seinni hringnum. Þegar fimm holur voru eftir voru þeir allir jafnir á 5 yfir pari í heildina og holu síðar var Kristján höggi á eftir þeim. Svo fór að lokum að hinn ungi Sigurður gaf aðeins eftir í blálokin og endaði í 3. sæti eftir að hafa farið síðustu 5 holurnar á 5 yfir pari en hann var á parinu eftir 13 holur á seinni hringnum. Nokkur spenna var í hollinu því Ingvar og Kristján fengu báðir skolla á 18. braut. Í bráðabananum fengu Kristján og Ingvar báðir fugl á 10. braut en Kristján þrípúttaði á 11. flöt á meðan Ingvar fékk par og sigurinn var því hans. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Verkjastillandi bรณlgueyรฐandi Veldur sรญรฐur lyfjaรกhrifum um allan lรญkamann eins og รพegar tรถflur eru teknar inn

Fรฆst รกn lyfseรฐils Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af dรญklรณfenaktvรญetรฝlamรญni. ร bendingar: Staรฐbundnir bรณlgukvillar. Skammtar og lyfjagjรถf: Fullorรฐnir og bรถrn 14 รกra og eldri: 2-4 g af hlaupi boriรฐ รก aumt svรฆรฐi 3-4 sinnum ร Tร MBSISJOH .ย MU FS NFยง IBOEยขWPUUJ FGUJS OPULVO OFNB WFSJยง Tร Bยง NFยงIร OEMB IFOEVS &G NFยงIร OEMB ร CSร ยง NJOOJIร UUBS NFJยงTMJ ร TUPยงLFSm TLBM FLLJ OPUB 7PMUBSFO MFOHVS FO EBHB ร O TBNSร ยงT WJยง Mย LOJ )Bmยง TBNCBOE WJยง Mย LOJOO FG FJOLFOOJ FSV WJยงWBSBOEJ FยงB WFSTOB FGUJS NFยงGFSยง ร Tร MBSISJOHB 'Sร CFOEJOHBS 0GOย NJ GZSJS FJOIWFSKV JOOJIBMETFGOBOOB BTFUรขMTBMJTรขMTรขSV PH ร ยงSVN Cร MHVFZยงBOEJ HJHUBSMZGKVN /4"*% 4Kร LMJOHBS TFN IBGB GFOHJยง BTUNB PGTBLMร ยงB FยงB CSร ยงB OFGTMร NVCร MHV BG Wร MEVN BTFUรขMTBMJTรขMTรขSV FยงB BOOBSSB Cร MHVFZยงBOEJ HJHUBSMZGKB /4"*% FJHB FLLJ Bยง OPUB MZmยง 4ร ยงVTUV Nร OVยงJS NFยงHร OHV .ร FLLJ OPUB IBOEB bรถrnum og unglingum 14 รกra og yngri. Sรฉrstรถk varnaรฐarorรฐ: Mรก eingรถngu bera รก heila og heilbrigรฐa hรบรฐ og alls ekki รก slรญmhรบรฐir eรฐa augu. Getur valdiรฐ hรบรฐertingu. Varast skal mikiรฐ sรณlarljรณs, notkun samhliรฐa Cร MHVFZยงBOEJ MZGKVN FยงB Bยง IZMKB OPULVOBSTWย ยงJยง NFยง MPGUยขร UUVN VNCร ยงVN (ย UB TLBM Tร STUBLSBS WBSร ยงBS IKร ร MESVยงVN FยงB BTUNB PGOย NJT TKร LMJOHVN IFGVS WBMEJยง CFSLKVLSBNQB )ย UUB ร NFยงGFSยง FG ร UCSPU LPNB GSBN FGUJS OPULVO 7Jยง OPULVO ร TUร S Iร ยงTWย ยงJ FZLTU Iย UUBO ร BMNFOOVN BVLBWFSLVOVN U E ร OรขSV 7Jยง CSKร TUBHKร G FยงB NFยงHร OHV Nร FJOHร OHV OPUB MZmยง ร TBNSร ยงJ WJยง Mย LOJ Lesiรฐ leiรฐbeiningar รก umbรบรฐum og รญ fylgiseรฐli fyrir notkun. Geymiรฐ รพar sem bรถrn hvorki nรก til nรฉ sjรก. .BSLBยงTMFZmT IBm /PWBSUJT $POTVNFS )FBMUI 4 " 6NCPยง ร ยถTMBOEJ "SUBTBO FIG 4VยงVSISBVOJ B (BSยงBCย


Draumahringur hjá Hvergerðingnum Fannari Inga þegar hann setti vallarmet á seinni degi á Hellu:

„Var aldrei stressaður“ „Þetta var stórkostlegur hringur, alger draumahringur þar sem nær allt gekk upp eins og skorið ber með sér en ég var aldrei að hugsa um vallarmet eða skorið yfirleitt. Ég var þess vegna ekkert stressaður. Það var svo auðvitað gaman að fara holu í höggi,“ sagði Hvergerðingurinn Fannar Ingi Steingrímsson eftir þennan ótrúlega golfhring sem hann lék á 9 undir pari seinni daginn á Hellu, 61 höggi. Þetta er besti golfhringur í sögu mótaraðanna hjá Golfsambandi Íslands. Auk „arnarins“ sem var auðvitað holan í högginu, fékk Fannar 8 fugla og einn skolla þegar hann þurfti að taka víti á 6. braut. Fannar lék fyrri hringinn í mótinu á 6 yfir pari og bætti sig því um 15 högg á milli hringja en hann var nýkominn frá alþjóðlegu unglingamóti í Skotlandi þar sem hann stóð sig mjög vel og endaði í 6. sæti, höggi frá 2. sæti. „Ég var þreyttur og aðstæður voru gjörólíkar þar sem flatirnar voru svo miklu hraðari í Skotlandi. Eftir smá hvíld og aðlögun að flötunum á Hellu var ég kominn í góðan gír,“ sagði kappinn.

Birgir með aðra höndina

Piltaflokkur 17-18 ára 1. 2. 3.

4.

=143

Aron Snær Júlíusson GKG 74-70

=144

Stefán Þór Bogason GR 75-70

=145

Egill R. Gunnarsson GKG 77-70

=147

Stúlknaflokkur 17-18 ára 1.

Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 75-74 =149

2.

Sara M. Hinriksdótti GK 78-76

=154

Særós Eva Óskarsdóttir GKG 80-75

=155

3.

Drengjaflokkur 15-16 ára 1. 2. 3. 4. 5.

Birgir Björn Magnússon var svo sannarlega með aðra höndina á sigrinum á mótinu á Hellu. Þegar hann kom á 36. braut (9. holuna) var hann 5 undir pari og átti tvö högg á Fannar Inga Steingrímsson sem hafði nýlokið vallarmetshring sínum upp á 61 högg. Keiliskappinn Birgir Björn lenti hins vegar í miklum vandræðum eftir misheppnað upphafshögg sem lenti í trjábrúsk utan brautar, tók víti, sló og þurfti aftur að taka víti og endaði holuna á 8 höggum, 4 yfir pari. Björn varð því að sætta sig við 2. sætið eftir að hafa haft aðra höndina á titlinum þegar einungis ein braut var eftir.

Ragnar Már Garðarsson GKG 70-73

6.

Fannar I. Steingrímsson GHG 76-61

=137

Birgir Björn Magnússon GK 68-71

=139

Kristófer Orri Þórðarson GKG 72-69

=141

Óðinn Þór Ríkharðsson GKG 70-72

=142

Gísli Sveinbergsson GK 71-71

=143

Tumi Hrafn Kúld GA 71-72

=143

Telpnaflokkur 15-16 ára 1. 2. 3.

Birgir Björn skoðar púttlínu. Að neðan óskar Aron Snær Ragnari Má til hamingu með sigurinn.

Ragnhildur Kristinsdóttir GR 75-74

=149

Birta Dís Jónsdóttir GHD 83-75

=158

Karen Ósk Kristjánsdóttir GR 83-79

=162

Stelpnaflokkur 14 ára og yngri 1.

Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 85-80 =165

2.

Ólöf María Einarsdóttir GHD 82-85

=167

Sunna Björk Karlsdóttir GR 87-93

=180

3.

Strákaflokkur 14 ára og yngri 1. 2.

68

Ingvar A. Magnússon GR 75-73

=148

Kristján B. Sveinsson GHD 72-76

=148

3.

Arnór Snær Guðmundsson GHD 79-71 =150

5.

Sigurður A. Garðarsson GKG 75-75

=150

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Ungar vöktu athygli

Tveir ungir kylfingar vöktu athygli á tveimur fyrstu mótunum á Íslandsbankamótaröðinni. Níu ára pólsk stelpa úr Keflavík, Kinga Korpak og Sigurður Arnar Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sem varð í 3. sæti á Hellu eftir frábæra frammistöðu. Kinga varð í 4. sæti á Hellu, fjórum höggum á eftir Karen Ósk Kristjánsdóttur GR sem varð í 3. sæti. Kinga er gríðarlega efnileg og sveiflan hennar glæsileg. Hún hefur æft golf í þrjú ár og er dugleg að æfa. Foreldrar hennar hafa hvatt hana og stutt og framtíð þessarar ungu dömu er björt í golfheiminum ef hún heldur áfram á sömu braut. Ingvar púttar í bráðabananum.

Gerður Hrönn púttar úr kantinum við 18. flöt.

Ragnhildur slær upphafshögg á 18. teig.

Hinn ungi Sigurður Arnar á 18. flötinni.

Sigurður hefur haldið utan um kylfu frá unga aldri og vakti aðdáun margra á yngri árum fyrir hæfileika sína. Hann er aðeins 11 ára og er kominn með 9 í forgjöf sem er ótrúlega flott hjá svo ungu kylfingi. Sigurður er bróðir Ragnars Más sem vann m.a. Duke of York mótið á síðasta ári í Englandi.

Kinga Korpak á 18. teig. Hún er aðeins 9 ára.

Blikastelpan skilaði fóboltanum og fór í golf Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG lék í fyrsta skipti á unglingamótaröðinni árið 2010 og hefur síðan keppt reglulega en með meiri þunga á síðustu tveimur árum. Leikur hennar hefur sprungið út í vor og hún er sátt með árangurinn. „Ég var í fótbolta í Breiðabliki en skipti yfir í minni bolta, “ sagði hún og brosti. „Það er miklu skemmtilegra í golfi en knattspyrnu,“ sagði Gunnhildur sem var að ljúka prófum á fyrsta ári í Verslunarskóla Íslands. „Ég verð mikið úti á golfvelli í sumar, bæði sjálf að æfa og keppa og einnig við kennslu á golfnámskeiðum,“ sagði fyrrverandi fótboltastelpan en hún sigraði á fyrsta mótinu í Þorlákshöfn fyrir tveimur vikum síðan. Er nú komin með 4 í forgjöf og stefnir enn lægra. 70

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Nýttu tækifærin á verðbréfamarkaði með eignastýringu MP banka Eignastýring MP banka er víðtæk �ármálaþjónusta sem er sniðin að þörfum viðskiptavina sem eiga umtalsvert sparifé og vilja njóta sérfræðiaðstoðar við ávöxtun �ármuna sinna. Sjóðsstjórar eignastýringar sjá um að stýra eignum viðskiptavina í samræmi við fyrirfram skilgreinda �árfestingarstefnu með það að markmiði að hámarka ávöxtun í samræmi við áhættuþol. Hafðu samband og kynntu þér árangur eignastýringar MP banka.

ȯǍǏ ɠǍጩǍǏ ȚǍѯǍǏ ȯǍǏ Fjárfestingarleiðir í almennri eignastýringu

1

3

2

4

Áhætta

Skuldabréf og innlán

Hlutabréf

Leið 1 Ríkistryggt safn

Leið 2 Varfærið safn

Leið 3 Blandað safn

Leið 4 Hlutabréfasafn

Skuldabréf og innlán 100%

Skuldabréf og innlán 75–100%

Skuldabréf og innlán 50–100%

Skuldabréf og innlán 0–100%

Hlutabréf 0%

Hlutabréf 0–25%

Hlutabréf 0–50%

Hlutabréf 0–100%

Við bjóðum sérsniðnar lausnir fyrir lífeyrissjóði, stofnanir og aðra fag�árfesta. Nánari upplýsingar um eignastýringarþjónustu MP banka, �árfestingarleiðir og verðskrá má finna á www.mp.is eða í síma 540 3200. Kynntu þér þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. Ármúli 13a / Borgartún 26 / 540 3200 / www.mp.is


FÍN SKOR Á ÁSKORENDAMÓTARÖÐINNI Á HELLISHÓLUM Helstu úrslit í mótinu: Piltaflokkur, 17-18 ára: 1.

Jón Hákon Richter, GO

2.

Eggert Smári Þorgeirsson, GO 131

114

Drengjaflokkur, 15-16 ára:

Þ

að voru um 50 ungir og sprækir kylfingar sem tóku þátt í öðru stigamóti sumarsins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem fram fór 1. júní síðastliðinn. Leikið var að þessu sinni á Þverárvelli á Hellishólum. Veður var nokkuð strembið en þrátt fyrir það sáust fín skor hjá kylfingunum ungu. Lægsta skor mótsins átti Daníel Ísak Einarsson, GK en hann lék hringinn á 82 höggum. Daníel lék í strákaflokki, 14 ára og yngri, og varð tveimur höggum betri en Andri Már Guðmundsson úr GKj. Í drengjaflokki, 15-16 ára, var mikil spenna en þeir Elías Fannar Arnarsson úr GK og Sverrir Kristinsson úr GK urðu jafnir að loknum 18 holum á 83 höggum. Þeir fóru í bráðabana um sigurinn og hafði Sverrir betur. Jón Hákon Richter úr GO bar sigur úr býtum í piltaflokki 17-18 ára. Jón lék á 114 höggum. Ólöf Agnes Arnarsdóttir úr GO sigraði í telpnaflokki, 15-16 ára, eftir að hafa leikið hringinn í mótinu á 95 höggum. Í stelpuflokki, 14 ára og yngri, var það Íris Lorenge Káradóttir úr GR sem fagnaði sigri eftir að hafa leikið á 103 höggum. Vel var tekið á móti kylfingum á Hellishólum og fengu keppendur glóðvolgar vöfflur að hring loknum. Alls fara fram sex mót á Áskorendamótaröðinni í sumar en mótaröðin er góð fyrir þá ungu kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í keppnisgolfinu.

72

1.

Sverrir Kristinsson, GK

83

2.

Elías Fannar Arnarsson, GK

83

3.

Stefán Ingvarsson, GK

85

4.-5. Einar Bjarni Helgason, GFH

88

4.-5. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV

88

Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1.

Daníel Ísak Steinarsson, GK

2.

Andri Már Guðmundsson, GKJ 84

3.-4. Jón Otti Sigurjónsson, GO

82

87

3.-4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV 87 5.

Björn Ásgeir Ásgeirsson, GHG 88

Telpnaflokkur, 15-16 ára: 1.

Ólöf Agnes Arnardóttir, GO

95

2.

Melkorka Elín Sigurðard., GHG 103

3.

Eydís Eir Óttarsdóttir, GO

131

Stelpuflokkur, 14 ára og yngri: 1. 2.

Íris Lorange Káradóttir, GK Björg Bergsveinsdóttir, GK

103 105

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 3 1 6 0 5 0

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru ru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyfjum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp pp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalyfja, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truflanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyfið. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erfiðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyfið. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yfirleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruflanir, truflanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlífi, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða fistlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, syfja, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Maí 2013.


Staðrey ndir

UNG OG EFNILEG

Nafn: B ryndís M aría Rag Aldur: narsdótt 18 ir Klúbbu r: Keilir Forg jöf : 8,9 Uppáha lds mat ur: Kjúk Uppáha lingur o lds dry g nauta kkur: V kjöt Uppáha a tn lds kylf a: Pútte Ég hlus rinn ta á: Fle st alla tó Besta s nlist kor: 75 högg á Rory M Hvaleyr cIlroy e arvelli ða Tige Evróps r Wood ka mót s? Tige a röðin e r Besta v ða PGA efsíðan mótarö : Facebo ðin? PG Besta b ok A laðið: G olf á Ísla Besta b ndi ókin: L es eigin Besta b lega bar íómynd a skólab in: Svo ækurna Hvað ó margar r ttastu mest í golfinu ? Ekker t Dræver : Tour E dge Exo Brauta tics XCG rtré: Pin 4 (10,5 g Rhapso °) Blendin dy gur/Hy b r id: Ping Járn: P Rhapso ing G15 dy 26° (4-W) Fleyg já rn: Ping T o ur-S 50 Pútter: ° og 56 Odyssey ° White H Hanski: ot XG # FootJoy 9 Skór: F ootJoy o g Ecco

Golfpo

kinn:

Bryndís María Ragnarsdóttir er ung og efnileg í golfíþróttinni

Sló golfboltanum í höfuðið á sér

B

ryndís María Ragnarsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er ung og efnileg í golfíþróttinni. Hún gerði sér lítið fyrir í fyrsta stigamóti sumarsins á Ís Íslandsbankamótaröð unglinga og fór holu í höggi í sínu fyrsta höggi í mótinu sem fram fór á Þorláksvelli. Það var í annað sinn sem hún fór holu í höggi á ferli sínum. Hún er 18 ára gömul og leikur í stúlknaflokki á Íslandsbankamótaröð unglinga. Bryndís María svaraði nokkrum spurningum Golfs á Íslandi og segir að sitt neyðarlegasta atvik á golfvellinum hafi verið þegar hún sló golfbolta í höfuðið á sér.

Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? Mig hafði alltaf langað til að æfa golf þar sem pabbi minn var mikið í golfi áður en ég fæddist. Eftir langt hlé frá golfi byrjaði hann aftur og einnig ég og systir mín. Hvað er það sem heillar þig við golf? Fjölbreytnin og útiveran. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Auðvitað er draumur að fara í atvinnumennsku. Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Já, ég er alltaf að bæta mig þó að forgjöfin hafi verið svipuð í tvö ár. Hver er þinn helsti kostur g galli í golfinu og hvers vegna? Minn helsti galli eru innáhöggin en púttin og vippin hafa alltaf verið minn helsti kostur. Stutta spilið nær því oft að bjarga mér. Hvað ætlar þú að bæta í þínum leik fyrir sumarið?

74

Ég vil aðallega bæta tölfræðina, t.d. að hitta fleiri grín.

og fer á æfingar 3-4 sinnum í viku klukkutíma í senn.

Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Það er þegar ég fór holu í höggi í fyrsta högginu í fyrsta móti sumarsins.

Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Hvaleyrarvöllur er uppáhalds völlurinn minn vegna þess að hann er svo fjölbreyttur og gaman að spila í hrauninu.

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum? Ætli það sé ekki þegar ég sló einu sinni í sjálfa mig. Teighöggið mitt hafði þá lent fyrir utan brautina og þar var mikið af grjóti. Annað höggið fór þá í einn steininn og til baka í höfuðið á mér. Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Phil Mickelson hefur alltaf verið uppáhalds kylfingurinn minn. Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Ég er í Menntaskólanum í Reykjavík og námið gengur bara mjög vel. Hvað æfir þú mikið í hverri viku? Á sumrin er ég úti á golfvelli nánast allan daginn. Á veturna æfi ég minna út af náminu

Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? 2. og 11. hola á Hvaleyrarvelli og 17. hola í Vestmannaeyjum. Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtaldri? Phil Mickelson, Tiger Woods og Rory McIlroy. Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Ég æfði fimleika í mörg ár, svo er alltaf gaman að vera með fjölskyldu og vinum. Ef þú værir ekki í golfi, hvað værir þú að gera? Þá væri ég örugglega ennþá í fimleikum.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



UNGUr OG EFNILEGUr Ingvar Andri Magnússon úr GR er ungur og efnilegur kylfingur

Pabbi réttir stundum dræverinn á stuttum par-3 brautum I

I

ngvar Andri Magnússon er ungur og efnilegur kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem hefur staðið sig vel á Íslandsbankamótaröð unglinga í sumar. Hann sigraði í öðru móti sumarsins í strákaflokki, 14 ára og yngri, sem fram fór á Hellu. Ingvar Andri komst svo í úrslit í Íslandsmóti unglinga í holukeppni og hafnaði þar í öðru sæti eftir tap í úrslitaleik. Ingvar er metnaðarfullur kylfingur og ætlar sér langt. Hann er kominn með lága forgjöf þrátt fyrir ungan aldur og er með 4,8 í forgjöf. Ingvar er mættur í Grafarholtið kl. 08:00 alla virka daga til að leika 18 holur og æfir svo eftir hádegi. Hann stefnir á að fara í háskólagolf í framtíðinni.

Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf? Þegar ég var 6 ára átti ég dótakylfur sem mér fannst gaman að leika mér með, mér tókst að brjóta þær flestar svo amma Greta og afi Ingvar gáfu mér alvöru kylfu. Þau buðu mér svo með sér á Ljúflinginn á Oddi og þá var ekki aftur snúið. Það sumar fór ég á nokkur golfnámskeið hjá ProGolf, þegar ég ætlaði að mæta á 6. námskeiðið í röð var mér bent á að mæta frekar á golfæfingar hjá GR. Þar tók Ólafur Már Sigurðsson mig og vin minn í fóstur í nokkur ár. Hvað er það sem heillar þig við golf? Útiveran, náttúran og góður félagsskapur er það skemmtilegasta við golf, það er líka gaman að glíma við skemmtilega og ólíka velli. Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu? Mínir draumar eru að komast í háskólagolfið eins og svo margir aðrir og komast í landsliðið og spila fyrir Ísland erlendis. Hefur þú

yndiragnússon Staðre ri M var And

verið að bæta þig mikið í golfinu á undanförnum árum? Já, mjög mikið, ég er búinn að stækka mikið sl. ár og er líka búinn að styrkjast. Tæknilega er ég orðinn miklu betri og stöðugri. Drævin voru villt í fyrra en hafa verið góð í sumar. Andlega hliðin var minn helsti veikleiki, ég gerði óþarflega miklar kröfur til mín en ég hef þroskast og bætt mig mjög mikið þar. Hver er þinn helsti kostur og galli í golfinu og hvers vegna? Minn helsti kostur eru löngu höggin og vippin en ég hef verið stöðugur í þeim, minn helsti galli núna eru púttin. Óþarflega mörg þrípútt í sumar. Hvað ætlar þú að bæta í þínum leik fyrir sumarið? Markmiðið er að verða stöðugri, bæta púttin og fækka skollum. Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir úr golfi? Eitt fyndnasta atvik sem ég man eftir er úr æfingaferð sem við GRingar fórum í til Spánar. Þar var Árni Freyr Hallgrímsson að lesa brot í pútti, beygði sig niður og við það rifnuðu fínu Lindeberg buxurnar hans á óheppilegum stað. Þá var mikið hlegið.

g Nafn: In 2 ára Aldur: 1 : GR r Klúbbu Matta 4,8 f: la amma Forg jö Slátur a : r u t a lds m Uppáha kur: Vatn lds dryk a h Uppá a: 52 ° lds kylf u Uppáha nlist farholtin : Popptó um í Gra á ig a t te s m lu u lá Ég h nn högg á b s? Tigeri kor: 70 A r Wood e Besta s ig T ðin? PG a -mótarö Ilroy eð c A G M P y r a Ro öðin eð a mótar ur.is Evrópsk : kylfing efsíðan v a t s ndi e B olf á Ísla laðið: G it Besta b b e Hob ókin: Th ntura ounds Besta b : Ace Ve in out of b d n y m íó b u? Að slá n lfi o Besta g st í astu me Hvað ótt

inn Golfpok

76

0,5°) de R9 (1 aylorMa T : r e c (15°) v ti Dræ (23 °) úr dge Exo óður GO é: TourE g r t g r o a t ll a u m Bra brid: Ga gur/Hy u tt á Blendin fi a g amma o m e s i tt se g 60° X 800 52 °, 56°o izuno JP R series Járn: M P M o n rn: Mizu Fleyg já d Clevelan Pútter: Nike Hanski: t co stree c E Skór: V1 ro P t itleis Bolti: T

Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á golf golfvellinum? Ég hef nú ekki lent í mörgu vandræðalegu en mér finnst alltaf jafn fyndið þegar pabbi minn (sem er ekki í golfi) er kaddý hjá mér og réttir mér driver á stuttum par-3 holum. Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju? Minn uppáhalds kylfingur er Matt Kuchar því hann er alltaf jákvæður og brosandi. Luke Donald er líka flottur, hann er mjög góður í stutta spilinu. Hér heima eru það Óli Már gamli þjálfarinn minn og Stebbi Már,

svo eru GR-ingarnir Arnór Ingi, Andri Þór, Guðmundur Ágúst, Arnar Snær, Þórður Rafn og Haraldur Franklín flottar fyrirmyndir. Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu? Ég er í Seljaskóla og var að klára 7. bekk, mér gengur vel í náminu og ég reyni að standa mig vel þar. Hvað æfir þú mikið í hverri viku? Ég er mættur upp í Grafarholt kl. 8 á virkum dögum og spila þá 18 holur, eftir hringinn er það matur í skálanum og svo æfing hjá Jóni Þorsteini þjálfaranum mínum, eftir æfingu fer ég sjálfur á æfingasvæðið og æfi og eyði tíma með félögunum. Á sumrin eru þetta um 8-9 tímar á dag, stundum meira og stundum minna. Ég reyni svo alltaf að hafa einn hvíldardag í viku. Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna? Korpan er minn uppáhalds völlur, þar eru margar flottar og skemmtilegar holur og fallegt umhverfi. Korpan var fyrsti 18 holu völlurinn sem ég spilaði og ég hef komið mér í ýmis vandræði þar og líka spilað vel. Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku uppáhaldi hjá þér? Uppáhaldsholan mín er 15. í Grafarholtinu, hún er rosalega falleg. Hún var mér erfið þegar ég var lítill en þá lenti ég stundum í vandræðum með vatnið. Mér finnst líka gaman að spila 17. holuna á Oddi, þar er innáhöggið krefjandi og umhverfið fallegt. Svo er það 6. holan á Korpunni, hún er stutt og með krefjandi flöt. Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér meðtöldum? Draumahollið er Tiger Woods, Michael Jordan, Matt Kuchar og ég og það hefði verið flott að hafa Ben Hogan á pokanum hjá mér. Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf? Ég hef mikinn áhuga á fótbolta og hef alltaf gert, ég fylgist vel með enska boltanum og er mikill Manchester United aðdáandi. Ef þú værir ekki í golfi, hvað værir þú að gera? Ég væri örugglega að æfa handbolta og fótbolta en ég æfði með ÍR þar til í fyrra en þá hætti ég til að sinna golfinu betur. Ég vil sinna því sem ég geri vel og fannst erfitt að vera í mörgum greinum.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


AMMA SPILLIR BÖRNUNUM Á MEÐAN

NOTAÐU. NJÓTTU. Vildarpunktarnir þínir safnast saman á einn reikning og bíða þess að þú notir þá til að lífga upp á tilveruna og jafnvel upplifa eitthvað alveg nýtt. Þú getur nýtt þá til að fljúga með Icelandair eða upp í flug með Icelandair, uppfæra þig á næsta farrými, kaupa vörur í Saga Shop, kaupa mat um borð, leigja bílaleigubíl og bóka hótel víða um heim. Notaðu Vildarpunktana þína og njóttu lífsins. + Skoðaðu Vildarpunktana þína á icelandair.is Vertu með okkur

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 61066 09/13

AÐ SOFA ÚT Á HÓTELI Í BOÐI VILDA RPUN KTA


Allir í ræktina!

Íþróttafræðingurinn, Dr. Steve McGregor, sem unnið hefur með Lee Westwood og Rory McIlroy, sýnir fram á mikilvægi líkamsþjálfunar fyrir atvinnukylfinga – og áhugamenn

F

yrir sjö árum átti Lee Westwood erfitt með að halda jafnvægi, standandi á öðrum fæti. Hann rétt náði inn á lista fimmtíu bestu kylfinga í heimi. Í dag getur þessi fertugi kylfingur tekið 190 kíló í réttstöðulyftu og hann hefur verið einn af tíu bestu kylfingum heims í meira en þrjú ár; þar af 22 vikur í fyrsta sæti. Betra líkamlegt ástand er lykillinn að þessum framförum, og Steve McGregor er maðurinn sem hjálpaði honum að ná því. „Ég var í raun og veru frekar hissa þegar ég komst að því hversu miklar kröfur golf gerir til líkama kylfinga,“ segir McGregor, sem á langan feril að baki með atvinnumönnum í knattspyrnu. „Almenningur lítur á golf sem þægilega íþrótt, en það er hrein goðsögn. Álagið á atvinnukylfinga er mjög mikið, og þegar við bætist mikill tími í ferðalög, þá er þetta orðið mjög líkamlega krefjandi. Golf er alls ekki auðveld íþrótt frá líkamlegu sjónarmiði og það sem gerir hana reyndar mjög áhugaverða er að fylgjast með breytingum á vöðvamassa, krafti, sveigjanleika og hreyfigetu kylfinga þegar þeir eldast; það sérðu ekki í neinni annarri íþrótt. Sama hvort þú ert atvinnukylfingur eða áhugamaður, þá gerir sveiflan sömu kröfur til líkamans. Þær kröfur eru mun meiri en margir gera sér grein fyrir.“ „Vegalengdin sem kylfingur fer á einum hring er ekki ósvipuð þeirri sem knattspyrnumaður hleypur í einum leik; þetta 10-12 kílómetrar. Bara sú ganga krefst mikillar orkunotkunar, í kringum 1200-1300 kaloríur, sem er líka svipað og knattspyrnumaður eyðir á 90 mínútum. Þetta gerir kröfur til líkamlegs ástands og næringar; ef þessi orkunotkun er ekki bætt upp, þá hefur það neikvæðar afleiðingar. Ef lofthitinn er 12-15 gráður, þá missa kylfingar um tvo lítra af vatni á átján holu hring, þannig að það er mikilvægt að bæta sér það upp. Kraftarnir í golfsveiflunni eru krefjandi fyrir líkamann og þeir eru að verki sextíu til sjötíu sinnum á hverjum hring. Allt þetta 78

hjálpast að til að gera golf að mjög erfiðri íþrótt.“ Það er nokkuð ljóst af þessu að kylfingar þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi og meðvitaðir um nauðsyn þess að næra sig. En rétt eins og það gerir lítið gagn að mæta á æfingasvæðið til þess eins að slá bolta, þá dugar ekki að fara af og til út að skokka, eða mæta í ræktina þegar það hentar manni; líkamsrækt og næring verður að þjóna þeim markmiðum sem lagt er upp með. „Rétt eins og golfsveiflan, þá er hver einstaklingur mismunandi, þannig að áætlun um líkamsrækt verður að vera sniðin fyrir styrkleika og veikleika þess einstaklings. Allt sem við gerum í ræktinni er sniðið fyrir golf. Æfingarnar ættu að styrkja þínar veikustu hliðar eins og þær snúa að sveiflunni.“ Hvað Westwood varðar, þá var það árið 2006 sem McGregor greindi þann veikleika sem háði kylfingnum. „Lee var 33 ára gamall þegar við byrjuðum að vinna saman, og hann hafði lagt frekar lítið á sig í líkamsrækt. Við sáum að hann sveiflaði að mestu með efri hluta líkamans; kraftarnir sem hann skapaði voru í gegnum axlir og bak, en frekar

lítið frá fótum og mjöðmum. Prófanir okkar sýndu að hann var ekki með mikinn styrk í fótunum; til dæmis var hann ekki fær um að standa á einum fæti og halda vel jafnvægi og stjórn á líkamanum. Þetta varð að lykilatriði til að bæta í hans líkamlegu ástandi, og það hefur tekist. Lee er orðinn mjög sterkur og lyftir núna 190 kílóum í réttstöðu. Þessi þróun hefur leitt til þess að golfsveiflan byggist meira núna á stöðugleika í fótum, sem aftur þýðir að hann þarf ekki lengur að reiða sig á handleggi og axlir til að búa til kraft í sveifluna. Það hefur aftur leitt til þess að sveiflan er stöðugri og kröftugri.“ Það er einnig nauðsynlegt að nærast og drekka áður en hringurinn hefst, og bæta sér upp þær 12-1300 kaloríur sem átján holur útheimta. „Þú vilt hafa nógu mikið af kolvetni, fitu og próteini í næringunni, og það er mikilvægt að halda því við í hringnum. Kolvetni er eldsneyti fyrir heilann og einbeitinguna; vanti það í fæðuna, þýðir það minni einbeitingu. Það eru ekki ný vísindi að bætt líkamlegt ástand hafi áhrif á frammistöðuna á golfGOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Ný tónlist 2CD KK og Maggi Eiríks – Úti á sjó

Bubbi – Stormurinn

Pottþétt 59

3CD 3CD Tíminn flýgur áfram

Acoustic Iceland

Einnar nætur gaman með Sigga Hlö

5CD Jimi Tenor og Hjálmar – Dub Of Doom

Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnir

5 barnagull

FÁANLEGAR Í NÆSTU VERSLUN


Hver er Steve McGregor? Líkamsræktarfrömuðurinn um hvernig hann fór að vinna með kylfingum.

Fyrir og eftir: Lee Westwood og Rory McIlroy hafa báðir bætt sitt líkamlega ástand.

vellinum, en íþróttafræðin og háhraða myndavélar hafa hins vegar á síðustu árum og áratugum aukið skilning okkar á samspili líkamans og sveiflunnar. „Það er langt síðan kylfingar gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að vera í góðu formi, en breytingin síðustu sjö árin eða svo hefur verið mjög mikil. Þegar ég fór með Lee í ræktina, þá voru frekar fáir að gera styrkjandi æfingar; flestir voru í teygjuæfingum og úthaldi. Æfingastöðvarnar í kringum atvinnumannamótin eru núna mikið notaðar og kylfingar einbeita sér meira að styrktaræfingum en áður. Gary Player kom sinni kynslóð kylfinga upp á lagið, næsta kynslóð hélt áfram, og síðan tók Tiger Woods líkamsrækt upp á nýtt plan. Núna erum við með kylfinga eins og Lee og Rory, sem tala opinberlega um hversu mikilvægt það er fyrir þá að vera í góðu formi. Getan til að slá vel er að sjálfsögðu það sem skiptir mestu máli, en þeir þurfa líka að vera sterkir og liðugir, til að þola álagið og forðast meiðsli. Sá styrkur hjálpar þeim í golfinu. Vellirnir eru orðnir lengri, kylfingar þurfa að ferðast meira til að spila, og þeir sem ekki hugsa vel um sjálfan sig, eiga einfaldlega minni möguleika. Ég held reyndar að það séu mjög fáir kylfingar í dag sem viðurkenna ekki mikilvægi þess að stunda líkamsrækt.“ Almenn viðhorfsbreyting atvinnukylfinga gagnvart líkamsrækt hefur hins vegar ekki skilað sér til allra áhugamanna í golfi; mörgum þeirra finnst enn mikilvægara að fara á æfingasvæðið en að skella sér í ræktina. „Rannsóknir í íþróttafræðum sýna okkur að líkamsrækt skilar sér í auknum styrk, krafti og sveigjanleika, og allir þessir þættir eru mikilvægir fyrir golfíþróttina. Eins og við segjum við okkar atvinnukylfinga: viltu gefa 80

Ég er ekki að neyða neinn í ræktina, en það þýðir bara að menn standa ekki eins vel að vígi

andstæðingum þínum nokkur högg í forgjöf? Ég er ekki að neyða neinn í ræktina, en það þýðir bara að menn standa ekki eins vel að vígi. Ef þú nærð ekki fullri sveiflu, og golfkennarinn þinn segir þér að ástæðan sé skortur á sveigjanleika í mjöðmum, þá er lausnin ekki að slá fleiri bolta, heldur vinna í því að bæta sveigjanleikann.“ Bætt líkamlegt ástand skilar sér líka í betra hugarástandi. „Það er mjög sterkt samhengi milli hugarástands og líkamlegs forms. Hugarástand er gríðarlega mikilvægt í golfi; betra form skilar sér í meiri einbeitingu og hæfni til að fást við spennu.“ Betri heilsa, næring og líkamsástand leiðir til betri frammistöðu; það er nokkuð augljóst, og stærstur hluti þeirra sem bestir eru í golfi gerir sér grein fyrir þessu samhengi og hvernig það bætir spilamennsku þeirra. Fæst okkar hafa hins vegar tíma til að vera í ræktinni fimm daga vikunnar eins og Westwood, en allt umfram það að gera ekki neitt bætir hins vegar ástandið. Tíu til fimmtán mínútur á dag af æfingum sem eru sniðnar að þínu ástandi – og skynsamleg næring á golfvellinum – gæti gert gæfumuninn. Prófaðu það – afleiðingarnar gætu komið þér á óvart.

„Ég var að vinna með knattspyrnumönnum í Leeds Utd og Aston Villa. Chubby Chandler (umboðsmaður) kom á nokkra leiki og kynntist knattspyrnustjóranum sem ég var að vinna með, David O´Leary. Við Chubby urðum ágætis kunningjar og honum fannst áhugavert að sjá hvort ég gæti beitt mínum þjálfunaraðferðum í golfi. Árið 2006 var ég að hætta þjálfun knattspyrnumanna og við ræddum saman aftur. Hann hafði áhuga á mínum aðferðum, þannig að við tókum okkur mánuð í að gera nákvæma greiningu á Lee Westwood; fórum með hann á rannsóknarstofuna og gerðum hreyfifræðilega athugun, fórum með honum á golfvöllinn að kynnast álaginu, ræddum við hann um æfingar og næringu. Við tókum þessar niðurstöður; komum til baka með áætlun og ræddum við Lee um hvað við gætum gert næstu 12 mánuðina. Hann var áhugasamur og þannig fór þetta af stað. Ég hafði enga reynslu af golfi. Minn bakgrunnur er í íþróttafræði og sjúkraþjálfun. Ég var að vinna með öðrum íþróttamönnum að því að nýta þessa þekkingu og golf er í rauninni ekkert öðruvísi. Við horfum á almennt ástand og veikleika hvers kylfings og hvernig hann og þjálfari hans geta bætt úr því. Við erum alltaf í þéttu sambandi við kylfinginn og þjálfara hans. Þetta er hópvinna, og við komum allir með okkar sérfræðiþekkingu til að sníða þjálfunaráætlun að þörfum hvers og eins.“ GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


PIPAR\TBWA • SÍA • 131383

Vefhýsing, vélbúnaður, badminton. Ég get aðstoðað. Brynjar Hermannsson var hluti af hópnum sem upphaflega stofnaði dk hugbúnað. Þrátt fyrir að vera ekki með Facebook-aðgang er Brynjar mikill tæknigúrú og hefur verið lykilmaður í þróun hýsingarlausna, sem forstöðumaður hýsingar- og tæknideildar fyrirtækisins. Þegar Brynjar er ekki upptekinn við að útfæra lausnir fyrir viðskiptavini dk og vasast í öryggislausnum fylgist hann með hinum danska Peter Gade keppa í badminton.

Veljum íslenskan hugbúnað dk hugbúnaður Hlíðasmára 17 | 201 Kópavogur Sími 510 5800 | dk@dk.is

Bókhaldskerfi Launakerfi Verslunarkerfi Vistun

hugbúnaður


GOLFKENNSLA Brynjar Eldon Geirsson, Golfkennari

ATVINNUMENNSKA

Í GOLFI

M

argir ungir íslenskir kylfingar eiga sér þann draum heitastan að geta haft viðurværi af því að leika atvinnumannagolf á einhverjum af stóru mótaröðunum. Bæði stelpur og strákar sjá líf frægra atvinnukylfinga í hyllingum; peningar, frægð, ferðalög og heimili á suðrænum slóðum. Þetta er allt gott og blessað og það er nauðsynlegt að láta sig dreyma en þá vil ég að þeir sem hafa þetta að markmiði spyrji sig eftirfarandi spurninga áður en lengra er haldið: Er einhver íslenskur kylfingur að æfa nóg til þess að komast í hóp þeirra bestu, er ég sjálf/

82

ur að gera nóg í samanburði við þá bestu og hvernig æfa þeir bestu og hvað mikið? Er ég með rétta fólkið í kringum mig og markmiðin skýr og skipulag minnst 3-5 ár fram í tímann? Margir ungir íslenskir kylfingar eiga sér þann draum heitastan að geta haft viðurværi af því að leika atvinnumannagolf á einhverjum af stóru mótaröðunum. Bæði stelpur og strákar sjá líf frægra atvinnukylfinga í hyllingum; peningar, frægð, ferðalög og heimili á suðrænum slóðum. Þetta er allt gott og blessað og það er nauðsynlegt að láta sig dreyma en þá

vil ég að þeir sem hafa þetta að markmiði spyrji sig eftirfarandi spurninga áður en lengra er haldið: Er einhver íslenskur kylfingur að æfa nóg til þess að komast í hóp þeirra bestu, er ég sjálf/ ur að gera nóg í samanburði við þá bestu og hvernig æfa þeir bestu og hvað mikið? Er ég með rétta fólkið í kringum mig og markmiðin skýr og skipulag minnst 3-5 ár fram í tímann? Er ég með útbúnað sem hentar mér og samkeppnishæfa aðstöðu? Fjárhagsáætlun og styrktaraðilar eða mun ég fjármagna þessa tilraun sjálf/ur?

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Höldum áfram að spá í atvinnumennsku og ræðum aðeins hvort það séu ekki draumórar að reyna að vera atvinnumaður í golfi og ætla að búa á Íslandi. Hér heima er hægt að vinna í mörgum góðum þáttum golfleiksins s.s. líkamsþjálfun, hugarþjálfun og golftækni en aðalatriðið vantar of langan tíma á ári. Aðalatriðið er að sjálfsögðu golfvöllurinn og hvernig á Íslendingur að keppa við einstaklinga sem geta stundað æfingar og leikið við bestu aðstæður 365 daga á ári. Það má líkja kylfingi hér heima við mann sem situr fastur í fangaklefa með fótboltann sinn og dreymir um að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Ef við horfum til nágrannalanda Íslands, þá sjáum við að þeirra atvinnumenn búa mikið til í Suður-Evrópu eða í Bandaríkjunum til þess að vera samkeppnisfærir og geta þróað leik sinn eðlilega. Við eigum mjög mikið af efnilegum kylfingum U21 árs og ég segi að ef þeir taka ekki skrefið til suðlægari landa eftir unglingagolf hér heima fara möguleikar þeirra hratt dvínandi um að geta gerst atvinnumenn í golfi.

klára ákveðin stöðupróf áður en haldið er út). Að því loknu ef leikurinn er þannig að maður telji sig eiga erindi í atvinnumennsku eftir háskólagolfið er bara að setja upp t.d. 5 ára markmið. Finna sér styrktaraðila og hefjast handa við að reyna við úrtökumót og minni mótaraðir erlendis í þeirri von um að fá kort á stóru mótaraðirnar í framhaldinu.

stoðað ykkur við að finna leiðir og þjálfarar klúbbanna. Bara bera sig eftir hjálpinni. Að mínu mati eru fáir leikmenn á Íslandi í dag að gera nóg til þess að geta leikið með þeim bestu í augnablikinu og ástæðan er líka sú að við höfum ekki aðstöðuna til þess að ná hámarksárangri hér heima. Því ráðlegg ég öllum þeim sem eiga þann draum um að gerast atvinnumenn í golfi að koma sér í rétt umhverfi og því fyrr því betra. Kíkið endilega á afreksstefnu GSÍ. Þar sjáið þið hvar þið standið gagnvart bestu leikmönnum Íslands frá upphafi og síðan er spurning hvort að það sé nægilega hátt viðmið ef horft er til atvinnumennsku í golfi. Dæmi hver fyrir sig. http:// issuu.com/golf-iceland/ docs/afreksstefna. En byrjunin er að trúa á sjálfan sig og eiga sér draum en síðan þurfa leikmenn að komast í réttan farveg. Og síðast en ekki síst að taka þetta ferli mjög alvarlega og föstum tökum.

fáir leikmenn á Íslandi í dag

að gera nóg til þess að geta

leikið með þeim bestu

Hvað er til ráða? Koma sér í golfháskóla erlendis (USA) og gefa allt í þau 3-4 ár sem maður nýtur námstyrkja og menntar sig um leið. Tími sem hægt er að nota vel. (Ræða við þá sem hafa stundað nám í USA og komast í tengsl við skóla því það þarf að sækja um í tíma og 84

Koma sér erlendis til að æfa við bestu aðstæður án þess að fara í skóla. Ef einhverjum er alvara með því að fara alla leið í atvinnumennsku og komast lengra þarf viðkomandi kylfingur að gera sér grein fyrir því að hann verður að koma sér í aðstæður þar sem hann getur æft og verið samkepppnishæfur og það er ekki hægt á Íslandi. Leitið til þeirra sem lengst hafa komist af Íslendingum. Birgir Leifur Hafþórsson hefur hátt í 15 ára reynslu af atvinnumannagolfi og er brautryðjandi. Einnig má nefna Ólöfu Maríu Jónsdóttur sem lék á Evrópumótaröð kvenna. Golfsambandið getur gefið upplýsingar og er vel tengt, klúbburinn getur að-

Spyrjið ykkur að þessu Hvert ætla ég? Hvað vil ég fá? Hvernig ætla ég að framkvæma það? Á bak við allan árangur eru blóð sviti og tár og það er ekki hægt að stytta sér leið. Gangi ykkur sem allra best Brynjar Eldon Geirsson PGA golfkennari

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


L o n g s tay G o l f !

NÝJUNG Á ÍSLANDI!

Spilaðu Á Spáni Yfir Veturinn! …”Gerir Vetur Að Sumri!”...

Hvað er Lonstay Golf? Longstay golf, er eins og nafnið gefur til kynna, lengri golf-frí, þar sem keypt er golf, gisting og ýmiss þjónusta, í lengri tíma á hreint frábæru verði! Sjá verðlista á www.nordpoolen.nu. Dvalið er að lágmarki í hálfan mánuð og allt uppí fleiri mánuði í senn. Er þá dvölin keypt frá fyrsta til síðasta hvers mánaðar, eða þá frá 1.-15. eða 16.-31, ef um hálfa mánuði er að ræða. Gestir Nordpoolen búa í glæsilegum, nútímalegum íbúðum með öllum helstu þægindum, við Desert Springs golfvöllinn, einn flottasta golfvöll Evrópu. Valið er um að spila ótakmarkað golf eða “hálft” golf (spilað annan hvern dag). Flugferðir eru ekki innifaldar hjá Nordpoolen og bókar því hver og einn sitt eigið flug sem passar við þá dvöl sem keypt er. Nordpoolen mælir með beinum flugum til Alicante með t.d. Wowair, en einnig eru góðir tengimöguleikar til Alicante, Malaga og Almería, í gegnum London. Nordpoolen Golf er sænsk ferðaskrifstofa sem hefur frá árinu 2005 sérhæft sig í Longstay golfferðum til Spánar frá á Skandinavíu. Sturla Höskuldsson, PGA golfkennari starfar hjá Nordppolen og vill nú bjóða þennan frábæra möguleika fyrir íslenska kylfinga

Allar nánari upplýsingar veitir: Sturla Höskuldsson PGA kennari S: 868-4785 (Ísland) S: +34 622 498 673 (Spánn)

sturla@nordpoolen.nu

Desert Springs golfvöllurinn & glæsilegar íbúðirnar við völlinn

Desert Springs golfvöllurinn

er

glæsilegur eyðimerkurvöllur og sá eini sinnar tegundar í Evrópu. Yfir 600 mismunandi kaktustegundir príða landslagið í kringum iðagrænar brautirnar. Völlurinn er í frábæru ástandi allt árið um kring og loftslagið alveg einstakt yfir veturinn. 15-20 stiga hiti og sól er það vanalega, enda yfir 320 heiðríkir dagar á ári! Völlurinn er staðsettur við bæjinn Vera á Suð -Austur horni Spánar, í um 2 klst. Suður af Alicante.

1/2 mánuður - ótakmarkað golf og íbúð: Frá: 1.200,- Evrur fyrir. tvo, m.v. tvíbíli 1 mánuður - ótakmarkað golf og íbúð: Frá: 2.400,- Evrur fyrir tvo, m.v. tvíbýli Bókaðu núna fyrir haustið, Október & Nóvember

 Lengdu

Golftímabilið

 Styttu Veturinn  Frábært Verð  Glæsileg Aðstaða

Verð og bókanir á:


Svo mikið veit ég...

Pete Cowen

...um jafnvægi í sveiflunni, hreyfingafræði, upptökuvélar - og að kenna þeim bestu.

F

lestir golfkennarar eru eins og afgreiðslumenn í hraðbúð, vegna þess að svoleiðis kennslu vilja mjög margir. „Lagaðu slæsið, losaðu mig við húkkið“ og þar fram eftir götunum. Áhugakylfingar vilja ekki eyða miklum tíma í að vinna í sveiflunni. En sem kennari, verður þú að vera með langtíma þjálfunaráætlun, og það er mun auðveldara að beita slíkri áætlun með ungum kylfingum. Maður verður að skilja það sem er að gerast í sveiflunni og hvernig líkaminn virkar á meðan. Hreyfingaferli hvers og eins er mismunandi, en svo lengi sem hreyfingarnar virka saman, þá er hægt að slá og spila vel. Ef þú ert til dæmis með grip sem býður upp á „drag“, þá ættir þú frekar að sveifla inn-út, og öfugt ef þú ert með veikt grip. Með því að skilja hvernig hægt er að sveifla kylfunni þannig að maður dragi boltann aðeins, þá ertu búinn að losa þig við aðra hlið vallarins. Það erfiðasta er að halda í sveiflu sem hægt er að spila með, á sama tíma og maður gerir breytingar á henni. Maður er kannski með atvinnukylfing með háar tekjur, sem vill bæta sig. En þú vilt ekki að þeir missi allar tekjur á meðan. Auk þess eru atvinnukylfingar með brothætt sjálfstraust, þannig að ég nota aldrei orðið „breytingar“, heldur „að bæta sig.“ Upptökutæknin hefur auðveldað þjálfun, svo ég tali ekki um tækni á borð við Trackman og FlightScope. Nú getur maður náð árangri með nemendum frekar fljótt. Maður er í rauninni bara með getgátur, ef maður notar ekki þessa tækni, en það er hins vegar varhugavert að reiða sig um of á hana. Það þekkja allir stöðurnar sem kylfingar þurfa að koma sér í, en kunna allir að tengja þær saman, svo úr verði góð sveifla? Þetta snýst ekki um stöður, heldur hreyfingu. Bestu kylfingarnir hafa minna forskot nú en áður, aðallega vegna þess að búnaðurinn er orðinn svo miklu betri. Nýjustu boltarnir eru næstum því sjálfstýrðir, kylfurnar verða betri og betri, og kylfingarnir eru í betri þjálfun en áður. Skilningurinn á lífeðlisfræði og þjálfun hefur aukist svo mikið. Steve McGregor, þjálfari Lee Westwood, vildi til dæmis vita hvað Lee þyrfti að gera með sveifluna, svo hann gæti búið til þjálfunaráætlun í kringum þær breytingar. En margir atvinnukylfingar vita ekki hvað þeir þurfa að gera í ræktinni og margir leggja áherslu á ranga hluti. Besta ráðið fyrir byrjanda? Að vinna í jafnvæginu í sveiflunni, því hún er svo mikilvæg fyrir kraftinn í högginu. Flestir 86

áhugakylfingar reyna að færa til þunga líkamans, og nota ekki stóru vöðvana. Þessi íþrótt snýst ekki um að snúa öxlum fram og aftur, þótt einhverjar bækur segi það kannski. Golf snýst um hvernig þú framkvæmir þessar hreyfingar, og fáir kylfingar vita hvernig þeir eiga að nota vöðvana sína á réttan hátt. Ég fæ marga af mínum kylfingum til að slá öfugt (vinstri hönd fyrir neðan þá hægri, fyrir rétthenta kylfinga). Þetta kemur hægri handlegg og kylfuskaftinu á réttan stað. Louis Oosthuizen er með eina fallegustu sveiflu sem sést á golfvellinum í dag. Simon Dyson hefur sömuleiðis mjög góðar

hreyfingar. Graeme McDowell skilur golfsveifluna fullkomlega og Padraig Harrington er sífellt að taka framförum. Til að verða góður golfkennari þarf maður reynslu - og góða kylfinga. Það verður enginn góður hestaþjálfari án þess að vera með góða hesta. Seve var sá besti sem ég hef nokkurn tímann séð í stutta spilinu. Hann var með fullkomna sveiflu í það, en hafði ekki hugmynd um hvernig hann fór að því Ég spurði hann einu sinni hvaða aðferð hann beitti við að slá hátt með flötu járni (lobwedge), og hann sagði: „ég set endann á kylfunni í vasann...“

Að vinna í jafnvæginu í

sveiflunni, því hún er svo mikil-

væg fyrir kraftinn í högginu

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Farðu

holu í höggi með

í Bakkakoti

• Fáðu myndband af því þegar þú ferð holu í höggi á 9. braut • Z0-ON golfbolur til minningar um afrekið • Kassi af Víking-bjór til að kippa með heim og drykkir uppi í skála fyrir viðstadda! • Glænýr Ping G25 driver í boði Víking fyrir holu í höggi á móti Nánari upplýsingar og skilmálar á www.bakkakot.is

Afrekið er tekið upp á myndavélakerfi frá Vörn.

Golfklúbbur Bakkakots Bakkakoti | 271 Mosfellsbæ | Sími 566 8480 | www.bakkakot.is | gob@gob.is


Húsnæðissparnaður Íslandsbanka

ENNEMM / SÍA / NM56924

Einn góðan veðurdag verður herbergið of lítið

50%

afsláttur af lántökugjöldum* og frítt greiðslumat

Verðtryggður sparnaður

Óverðtryggður sparnaður

Það kemur að því að þig langar að flytja að heiman. Hjá Íslandsbanka bjóðum við húsnæðissparnað fyrir ungt fólk sem er farið að búa sig undir framtíðina.

2,10%

4,50%

Þú getur valið um tvo góða kosti, verðtryggðan sparnað sem hentar vel fyrir langtímasparnað eða óverðtryggðan sem hentar vel ef stefnt er á íbúðarkaup í náinni framtíð. Þegar komið er að húsnæðiskaupunum færðu frítt greiðslumat og 50% afslátt af lántökugjöldum* hjá Íslandsbanka.

vextir*

vextir*

Kynntu þér málið betur á www.islandsbanki.is/sparnadur eða í næsta útibúi Íslandsbanka.

Hentugur sparnaðartími

Hentugur sparnaðartími

3 ár +

1,5 ár +

*M.v. vaxtatölu Íslandsbanka 11.06.2013. Skilyrði fyrir afslætti af lántökugjöldum og fríu greiðslumati er reglulegur sparnaður sem nemur að lágmarki 5.000 kr. út binditíma reiknings. Lánveitingar eru háðar útlánareglum bankans hverju sinni.

Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000


PHILIPPE STARCK Philippe Starck hefur útfært hugmyndir svo lengi sem hann man. Þó háþróaðar hugmyndir hans hafi ekki fengið hljómgrunn kennara hans, var hann þó um tvítugt búinn að afla sér heimsfrægðar og viðurkenningar fyrir hönnun og arkitektúr.

Velkomin í stórglæsilegan sýningarsal okkar að Draghálsi 14-16.


Leyndar golfperlur á Vesturlandi

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og nýliði í golfíþróttinni fór vestur á land og kíkti á þrjár leyndar golfperlur á svæðinu.

3. flötin á Bárarvelli í Grundarfirði er krefjandi og umhverfið eins og best verður á kosið. 90

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


vökvi lífsins kókoshnetuvatn

Einungis unnið úr safa ungra grænna kókoshneta

frískandi svaladrykkur, beint úr brunni náttúrunnar! Náttúrulegur drykkur sem slekkur þorstann, unninn úr lífrænt ræktuðum kókoshnetum. Án allra aukefna, mjólkursykurs, kólesteróls og rotvarnarefna. Stútfullur af nauðsynlegum amínósýrum.

lífrænt.is


Ásgeir sýndi þá mikið snarræði og sleikti fluguna úr auga keppinautarins. Mamma hans hafði gert þetta við hann á hans yngri árum

VERÐUR VINALAUS Á SVIPSTUNDU!

,,Það kemur enginn hingað til að lækka forgjöfina sína,” segir Dagbjartur Harðarson formaður golfklúbbsins Vestarr við Grundarfjörð. Ef mark er takandi á tilkynningunni sem blasir við þegar gengið er inn í golfskálann á Bárarvelli við Grundarfjörð eru töluverðar lýkur á því að ná fugli á níundu braut. Á korktöflu hangir A-4 blað með eftirfarandi orðsendingu: ATH! 2 egg í hreiðri við lækinn á 9. Merkt með grænu flaggi! Ekki er tilgreint um hvaða fugl sé að ræða en Dagbjartur Harðarson, formaður golfklúbbsins Vestarr, segir að gnótt furðufugla spili reglulega á vellinum. ,,Jú, vissulega eru skemmtilegir spilarar í þessum klúbbi eins og öðrum. Ætli Ásgeir Ragnarsson teljist ekki sá skrýtnasti. Hann er keppnismaður fram í fingurgóma, getur misst sig og orðið vinalaus á svipstundu. Hann er ómissandi á svæðinu. Á meistaramótinu í fyrra eða hittifyrra var 92

hann í holli með tveimur öflugum kylfingum og fékk annar þeirra flugu í augað. Flugan undi sér vel og neitaði að yfirgefa augað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þess sem þjáðist. Ásgeir sýndi þá mikið snarræði og sleikti fluguna úr auga keppinautarins. Mamma hans hafði gert þetta við hann á hans yngri árum. Geiri er mikill snillingur og með stórt hjarta. Svo má ekki gleyma skemmtilegum sjómanni sem er mjög duglegur að æfa. Þegar við hinir sláum eina körfu fyllir hann heila síldartunnu af boltum. Hann hefur æft síðan í janúar. Sveiflan hans er ekki sú dýrasta en vitanlega skila þrotlausar æfingar sér. Elja og dugnaður einkennir kappann.“ Golfklúbburinn Vestarr var stofnaður 27. júlí 1995 og var skírður í höfuðið á fyrsta landsnámsmanni Eyrarsveitar, Vestarr Þórólfssyni, sem má lesa um í Eyrbyggju. Völlurinn er 8 km. norðaustan Grundarfjarðar, í Suður-Bár, eins og landið kallast. Golfvöllurinn dregur nafn sitt af af svæðinu. Talið er að suðrænir sjómenn hafi fyrr á öldum haft kapellu í Bár

og heitið á dýrlinga í borginni Bari á Ítalíu. Því má leiða að því líkum að þessir sjómenn hafi skýrt Bár í höfuðið á Bari. Og miðað við dökkt hár, seiðandi augnaráð og lokkandi sjarma formannsins er ekki ólíklegt að hann eigi ættir sínar að rekja til Ítalíu! Öflugur hópur fárra einstaklinga kom golfklúbbnum af stað fyrir tæpum tuttugu árum en sami hópur stóð fyrir því að setja upp skíðalyftu fyrir ofan grunnskólann. Síðan hefur varla snjóað í Grundarfirði! ,,Völlurinn á sér öfluga bakhjarla, bæði einstaklinga og fyrirtæki,“ segir Dagbjartur stoltur. ,,Klúbburinn er skuldlaus og við eigum öll tæki og tól skuldlaust. Menn hafa mikinn metnað fyrir hönd vallarins og við erum sífellt að betrumbæta hann til að ná þessari ,,vá-upplifun“ sem skiptir máli á golfvöllum. Í gær bilaði hjá okkur brautarvél og það fréttist fljótt, eins og flest í litlum bæjarfélögum. Áður en dagurinn var liðinn höfðu þrír haft samband til að benda mér á hvernig mætti laga vélina eða fá varahluti. Samstaðan GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Þótt hann blási stundum í Grundarfirði skortir ekki tré og fallegan gróður á Bárarvelli.

Dagbjartur formaður er einn þeirra sem hafa farið holu í höggi á Bárarvelli við Grundarfjörð. En golfklúbburinn var orðinn tíu ára áður en fyrsta kylfingnum tókst það.

er því sterk í okkar litla samfélagi. Einhvern tímann voru við í vandræðum með völlinn vegna þurrka. Þá kom Árni Kóps og boraði á réttum stöðum og núna liggja vatnslagnir út um allan völl.“ Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu golfklúbbsins ,,eiga” tíu kylfingar 1. brautina í þeim skilningi að þegar þeir spila, tína þeir upp rusl, lagfæra torfuför á braut eða flöt, snyrta misfellur í sandgryfjum og sjá til þess að meðspilarar gangi vel um. Verðlaun fyrir snyrtilegustu brautina verða síðan afhent á uppskeruhátíð að hausti. ,,Þetta hefur mælst fyrir og núna bera því um 90 manns ábyrgð á brautunum og skipta þeim bróðurlega á milli sín. Annað verkefni hefur verið einstaklega skemmtilegt en við köllum það: ,,Haltur leiðir blindan“. Vanir kylfingar skrá sig til leiks og við bjóðum þeim sem vilja koma í golf, eða eru óvanir, að setja nafnið sitt í pott. Svo drögum við okkur skjólstæðing sem við fóstrum í viku. Mér, sem vönum kylfingi, ber því skylda til að sækja viðkomandi heim að dyrum og fara með honum í golf þrisvar í viku. Þessu verkefni lýkur síðan með Texas Scramble.“ Konur eru engir eftirbátar á Bárarvelli og segir Dagbjartur að yfirleitt keppi um 30-40 dömur á kvennamótum. ,,Kvenna- og krakkastarfið er mjög öflugt en um 120 með-

limir golfklúbbsins búa í Grundafirði. Það er ansi hátt hlutfall bæjarbúa. Hjá okkur greiða menn ekki árgjald, heldur félagssgjald því við lítum á það sem einstaka skemmtun að spila golf saman. Stelpurnar okkar voru í efstu deild í fyrra og við eigum kylfinga með 3 og 4 í forgjöf.“ Dagbjartur segir að traffík á völlinn mætti vera meiri eins og víða á völlum landsbyggðarinnar. ,,Við erum komin á Facebook og sífellt að reyna að koma okkur á framfæri á veraldarvefnum. Þá höfum við komið okkur upp myndavélum þannig að hver sem er getur kíkt á veðrið á vellinum áður en mætt er á svæðið.“ Formaðurinn var að lokum spurður að því hvar Bárarvöllur ,,tæki kylfinga“. ,,Það veltur oftast á veðrinu. Menn taka þennan völl ekki í nefið og koma ekki hingað til að lækka forgjöfina, þótt þeir haldi það. Hraðinn á flötunum er 12, eins og á Hvaleyrarvelli og á erlendum mótaröðunum en þær eru litlar - ekki 650 fermetrar eins og á Korpuvelli. Það er sem sagt mjög krefjandi að takast á við völlinn okkar en ég skora á sem flesta að koma og njóta þess sem við höfum upp á að bjóða. Þeir sem hafa áhuga á að spila á Bárarvelli geta hringt í okkur dag og nætur, í síma 859-9505. Við bregðumst við samstundis.“

Dagbjartur Harðarson, formaður Vestarr í Grundarfirði, ásamt Margeir Rúnarsson, starfsmanni vallarins en hann er með 4 í forgjöf.

Flatirnar eru jafn hraðar og á Hvaleyrarvelli, samkvæmt alþjóðlegri mælingu. Séð yfir 1. flötina. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

Starfsmenn vallarins, Guðmundur Reynisson (t.v.) og Guðmundur Gíslason. Kirkjufellið í bakgrunni, tákn Grundarfjarðar. 93


Klúbbhúsið hefur staðið fyrir sínu í 25 ár. Vitanlega er 9. flötin á ,,sínum stað”, rétt við húsið, í góðum halla og þó nokkrar ófærur á þrjá vegu.

ROLLAN STÓÐ UPP OG RÁFAÐI Í VESTUR Golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík fagnar 40 árum hinn 21. júlí 2013. Skuldlaus og rukkar ekki gesti sem koma til að spila.

Á

þeim árum þegar ég bjó vestur í Ólafsvík fór ég reglulega í golf inn á Fróðárvöll. Einhvern tímann um mitt sumar var þetta fallega veður, Breiðafjörðurinn skartaði sínu fegursta og jökullinn brosti við mönnum. Við þessar aðstæður er gott að vera rolla og eiga tvö lítil lömb. Og auðvitað er best að bíta grasið þar sem það er best og auðvitað er það á golfvellinum. Það vissi rollan. Rollugreyið hafði ekki valið rétta tímann til að sýna lömbunum sínum besta grasið. Hvernig átti hún að vita það að ég, ásamt fleirum, var á leiðinni inn á golfvöll. Rollan, sem var mórauð, hafði valið braut 1 til að sýna lömbunum sínum hvar besta matinn var að finna. Þegar ég og mínir

94

golffélagar komum á fyrsta teig blasti þessi svanga kindafjölskylda við okkur. Fjölskyldan var í miðri máltíð og var aðalrétturinn á boðstólum. Við köstuðum upp tíi sem sagði til um hver ætti að byrja að slá. Það kom í minn hlut. Ég fór upp á teig með „driverinn“ og gerði mig kláran. Mér var þá bent á að passa mig á að slá ekki í rollurnar. Ég svaraði að bragði: „Rollurnar eru aðeins 100 metra fyrir framan okkur en ég ætla að lyfta boltanum hátt yfir þær og slá í kringum 200 metra.“ Eftir þessi orðaskipti stillti ég kúlunni upp, sveiflaði kylfunni og sló. En Guð minn almáttugur! Kúlan lyftist ekki, heldur smaug með jörðinni á fullri ferð beint í áttina að kindafjölskyldunni.

„Ó, ó, nei, nei,“ heyri ég kallað fyrir aftan mig. Áður en ég gat sagt nokkuð lenti kúlan beint framan á rollumömmunni sem var að bíta hið safaríka gras í boði Golfklúbbsins Jökuls. Það næsta sem við sáum, eftir hinn mikla hvell sem heyrðist þegar sviðakjamminn marðist, var að rollan flaug 1-2 metra beint í loft upp og bæði fram- og afturlappirnar sprikluðu fram og aftur í loftinu. Síðan féll blessuð mórauða rollan niður og lá hálf-meðvitundarlaus á þessari flottu braut. Lömbin horfðu forviða á mömmu sína og skildu ekkert í því hvað hún var að meina með þessu heljarstökki. Eftir smá stund stóð rollan upp og ráfaði í vestur og eftir göngulagi hennar að dæma mátti halda að hún væri búin að fá sér einum GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Sæþór Gunnarsson fór mikinn á sláttuvélinni á Fróðárvelli. Ólafsvíkur-Enni í bakgrunni.

bjór of mikið. Þess skal getið að kúlan fannst, hún lá vel og mér tókst að para þessa braut. Spilaði völlinn reyndar nokkuð vel þessa kvöldstund. Þessi saga hefur verið sögð í tæp 40 ár í mismunandi útgáfum en hinn seinheppni kylfingur heitir Helgi Kristjánsson, betur þekktur sem Helgi Bjargar. Helgi er einn af stofnendum Golfklúbbsins Jökuls sem er staðsettur við Fróða, rétt austan Ólafsvíkur, en aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins var Jafet Sigurðsson, kennari og síðar kaupmaður. Jökull verður 40 ára hinn 21. júlí í sumar. Það var ekkert sérlega sumarlegt um að litast á Fróðárvelli þegar tíðindamaður Golfs á Íslandi leit þar við hinn 10. júní. Gróðurinn án efa um þremur vikum seinni að taka við sér en á höfuðborgarsvæðinu og nánast engar merkingar á vellinum. En þær voru víst á leiðinni vestur, að sögn starfsmanns. Það hefði því nánast verið ógjörningur fyrir ókunnuga að „rata“ um völlinn þennan dag enda villtist undirritaður sjálfur á brautum

og holum, þótt hann hafi áður leikið á vellinum! Fróðárvöllur er 4858 metra langur frá gulum teigum og par 35. Landslagið er flatt en nokkrar brautir skemmtilegar, einkum sú sjötta því flötin er umkringd vatni. Að sögn formanns Golfklúbbsins, Örvars Ólafssonar, er klúbbhúsið komið til ára sinna en þar er engu að síður huggulegt að setjast í sófa og þiggja kaffisopa. Nokkrar skemmtilegar tilvitnanir eru á vegg í skálanum:

sjötíu en konur og börn spila frítt. Reyndar voru konur fátíðar á golfvellinum fyrir nokkrum árum en þær hafa verið að „golfa sig upp“ hin síðari ár. „Við höfum boðið upp á golfkennslu innandyra á veturna og hefur mæting ungmenna verið þokkaleg,“ segir Örvar en bætir svo við að þegar fótboltinn byrjar að rúlla fyrir * Í frumstæðum samfélögum eru það kallaðir alvöru flykkist unga fólkið í boltasparkið. „Það er svo margt í boði hér fyrir börnin að galdrar þegar ættbálkar koma saman og berja í jörðina með kylfum. Í siðmenntuðum golfið líður fyrir það,“ segir formaðurinn. Örvar segir að flestir heimamenn láti sjá sig á samfélögum er þetta kallað golf. vellinum þegar líða tekur á daginn en sumir mæta daglega. „Það er alltaf gaman að sjá * Kylfingur: „Svona illa hef ég aldrei leikið gömlu refina, Einar í Bug, Gunna Gunn og áður!“ Rabba Lauga en án þessara höfðingja væri Golfsveinn: „Nú, svo þú hefur leikið áður.“ golfið fátækara. Andinn á svæðinu er góður og ég hef aldrei orðið var við neinn ágreining. * Ég lék eitt sinn með kylfingi sem svindlaði Við höfum aldrei verið harðir á greiðslum svo mikið að þegar hann fór holu í gesta því það svarar ekki kostnaði að hafa höggi skrifaði hann 0 á skorkortið. fastan starfsmann í því að rukka. Þeir eru yfirleitt uppteknir við að halda vellinum í Félagar í Golfklúbbnum Jökli eru tæplega góðu horfi. Klúbburinn hefur verið skuldlaus síðan 2006 og við sjáum ekki mikla tekjulind í því að rukka gesti sem vilja spila.“ Örvar segir að landsþekktir kylfingar eigi það til að kíkja í heimsókn og nefnir í því samhengi Þórð Emil, Birgi Leif, Magga Lár og Stefán Má.

Birgir Leifur kom í heimsókn ásamt börnum í fyrrasumar. 96

Örvar Ólafsson hefur verið formaður Jökuls í tæpan áratug, þrátt fyrir ungan aldur.

Flötin á 6. braut getur verið varasöm. Umlukið skurðum og vatni og veseni. Skemmtileg áskorun að slá inn á flöt í öðru höggi.


ðið

svæ nga

best

KOMDU OG ÆFÐU

Í BÁSUM C

Básar er glæsilegasta æfingasvæðið á Íslandi og er opið fyrir alla. Við hlið Bása er Grafarkotsvöllur, glæsilegur 6 holu æfingavöllur. Völlurinn er tilvalinn byrjendavöllur fyrir þá kylfinga sem eru að taka sín fyrstu skref í golfíþróttinni. Samhliða Grafarkoti er glæsileg púttflöt og vippflöt. Þeir aðilar sem eru skráðir í Golfklúbb Reykjavíkur fá frían aðgang að Grafarkotsvelli en aðrir geta greitt daggjald eða keypt sumarkort á völlinn.

M

Y

CM

MY

CY

MY

Það eru allir velkomnir í Bása.

K

10E% IRI

SILFURKORT

FL AR T BOL

FL AR T BOL

FL AR T BOL

GULLKORT

35E% IRI

25E% IRI

15E% IRI

FL AR T BOL

DEMANTSKORT

PLATÍNUKORT

Þú finnur opnunartímann í Básum á

www.progolf.is

kort Gjafa OLF PROG r leið bæ er frá gleðja. ð a til FYRIR ALLA PROGOLF er rekstraraðili að Básum. PROGOLF býður einnig víðtæka þjónustu við golfkennslu fyrir byrjendur eða lengra komna. Allar nánari upplýsingar er að nna á www.progolf.is eða í síma 555 7200

ALLT ÁRIÐ

Básar við Grafarholtsvöll 110 Reykjavík • Sími 555 7202 www.basar.is


Alls eru 18 meðlimir í golfklúbbnum en aðeins tæplega helmingur eru virkur. Enginn okkar er með undir tíu í forgjöf en einn hefur farið holu í höggi

Á varptíma er krían ekkert lamb að leika við á 8. braut. Þá er gott að hafa aðstoðarmann sem sveiflar húfu á meðan slegið er.

TÖKUM ALLTAF HRING Á GAMLÁRSDAG Golfvöllurinn við Langaholt í Staðarsveit býður upp á kríu, gistingu, gylltan sand, stórfenglegt útsýni, eldgamalt mótorhjól og einstaka gestrisni. „Krían getur verið aðgangshörð á 8. braut en hún er sérstaklega „aggressív“ við þá sem eru utan brautar,“ segir Þorkell Símonarson vert að Langaholti þar sem golfvöllur Staðarsveitar á Snæfellsnesi er staðsettur, upp við þjóðveginn. Keli er og hefur verið ímynd staðarins um árabil, þekktur mótorhjólatöffari, lífskúnstner og útvarpsmaður með meiru og ekki skortir tækin og tólin allt í kringum kappann. Foreldrar hans eiga jörðina Ytri-Garða en gistihúsið á staðnum heitir 98

Langaholt. Keli er sjálfur vertinn á svæðinu en golfklúbbur Staðarsveitar rekur völlinn. Ég efast um að aðrir golfvellir bjóði upp á fjölbreyttari möguleika þegar litið er til náttúrufegurðar, veitinga, gistingar og fuglasöngs. Einstök upplifun fyrir þá sem gefa sér tíma til að staldra við. Smekkfullt er á tjaldsvæðinu um flestar helgar á sumrin enda náttúran einstök. Fjallgarðurinn til norðurs er mikilfenglegur, gullin strandlengja til suðurs og heim að hótel Búðum. Og í vestri

blasir Snæfellsjökull við í allri sinni dýrð. Er hægt að biðja um eitthvað betra? „Það verður að segjast eins og er að rekstur golfvallarins hefur verið hugsjónastarf síðan 1997,“ segir Keli og bætir við orðunum „geðveikt basl“. „Ég veit ekki til þess að nokkur völlur á landinu reki sig eingöngu á árgjaldi eða vallargjaldi. Allir fá styrki en hér hefur það verið erfitt því fólk eða fyrirtæki telja að það sé að styrkja mig persónulega þegar ég óska eftir rekstrarstyrk.“ Keli segir að Hannes Þorsteinsson hafi

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Við erum komin í 30.000 síma

30.000 manns hlusta nú á Bylgjuna, FM957, X977 og fimm aðrar útvarpsstöðvar hvar og hvenær sem er. Komdu í hópinn. Þú getur hlustað í beinni, hlustað á hljóðbrot, fengið áminningu áður en uppáhalds þátturinn þinn byrjar ofl. ofl. Finndu þína stöð í App Store eða Google play.


Haukur Þórðarson, formaður golfklúbbs Staðarsveitar, vel græjaður á miðjum vellinum.

hannað völlinn og að hann hafi verið hugsaður þannig að völlurinn refsaði hágjafafólki hlutfallslega minna. „Fyrir menn sem eru með undir 10 í forgjöf er völlurinn tiltölulega léttur en krefjandi fyrir þá sem eru þar fyrir ofan. Menn geta náð góðu skori ef þeir eru beinir.“ Keli segist enn vera að bíða eftir því að Hvíti hákarlinn láti sjá sig að Langaholti og þá hefur Jack Niklaus heldur ekki sést. „Tiger Woods er án efa of upptekinn en John Daly fengi frían bjór ef hann kæmi.“ Haukur Þórðarson frá Votalæk, þó kenndur við Ölkeldu, hefur verið formaður golfklúbbsins frá upphafi. Hann einsetur sér að spila nokkrum sinnum í viku á sumrin og ennfremur vikulega á veturna. „Við höfum haft það fyrir venju að taka einn hring eftir hádegi á gamlársdag og það hefur tekist utan eitt skipti. Kosturinn við völlinn er sá að það skiptir engu hversu mikið rignir, hann alltaf þurr og flottur enda undirlagið sandur. Og völlurinn kemur frábærlega undan vetri.“ Alls eru 18 meðlimir í golfklúbbnum en aðeins tæplega helmingur er virkur. „Enginn okkar er með undir tíu í forgjöf en einn hefur farið holu í höggi, Þórður Svavarsson frá Ölkeldu. Við erum ekki í þessu sporti til að verða góðir, heldur til að njóta. Ástæða þess að ég byrjaði í golfi er sú að ungu strákarnir voru farnir að hlæja að mér í fótboltanum. Innkoma í klúbbinn er sáralítil en okkar markmið er að sem flestir stoppi og spili og við viljum að völlurinn sé laus við allt pirr. Menn eiga ekki að týna kúlu hjá okkur og þótt krían geti verið hávær á 8. braut er hún í raun sárasaklaus. Fyrir hrun, ef svo má að orði komast, vaknaði fólk stundum upp í góðu veðri fyrir sunnan, settist upp í bíl og ók vestur þegar það sá jökulinn. Núna spáir fólk meira í bensínkostnað og kemur síður.“ Flatirnar á golfvellinum eru rennisléttar og flottar og á hverjum einasta teig eru skemmtilegar upplýsingar um nærumhverfið; fjöllin, bæjarrústir, jökulinn og fleira. Par vallarins er 35 og hann er 5100 metra langur. 100

Keli, vertinn að Langaholti, er dásamlegur persónuleiki. Hann var í tiltekt „bakatil” þegar ljósmyndara bar að garði.

Listakokkurinn Rúnar Marvinsson eldar spari að Langaholti en andi hans svífur ævinlega yfir vötnum í eldhúsinu og því verður enginn svikinn af því sem borið er á borð. Eldgamla golfsettið er á sínum stað fyrir utan dyrnar.

Haukur Þórðarson, formaður Golfklúbbs Staðarsveitar, við eitt af skiltunum sem er við hvern einasta teig. Húsið á blettinum heitir þetta skilti og á því stendur: Ungmennafélag Staðarsveitar var stofnað árið 1911. Tveim árum síðar réðst félagið í að reisa samkomuhús og var því fenginn staður hér á Görðum á stað sem kallaður var bletturinn. Húsið var 42 fm að flatarmáli og rústir að grunni þess sjást hér á hægri hönd. Vandað var til byggingarinnar á þess tíma mælikvarða. Húsið var byggt úr timbri, járnklætt og lofthæð höfð góð. Margvíslegar samkomur fóru fram í húsinu og þar var haldinn skóli af og til, síðast veturinn 1926-’27. Húsið á blettinum var aðalsamkomuhús og þinghús sveitarinnar í 31 ár en þá þótti það orðið með öllu ófullnægjandi. Hafist var handa við byggingu nýs húss sem var valinn staður á Hoftúnum. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


ENNEMM / SÍA / NM34792

Icelandair hótel Hamar - alvöru íslenskt golfhótel Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

Í KEFLAVÍK

FLÚÐIR

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR


ÓTRÚLEGA SKEMMTILEG REYNSLA

Guðfinna H. Þórsdóttir var sjálfboðaliði á Player’s mótinu á Sawgrass

G

uðfinna H. Þórsdóttir hefur verið sjálf sjálfboðaliði á tveimur stórmótum í Bandaríkjunum, síðast á Players mótinu í Florída í maí. Það var svo gaman að hún taldi það ekki eftir sér að vera allt að tólf tíma í brautargæslu á 18. braut. Allir sem horft hafa á golfmót í sjónvarpinu, eða verið sjálfir áhorfendur á staðnum, hafa tekið eftir þeim ótölulega fjölda sjálfboðaliða sem eru á vellinum; við brautargæslu, að keyra golfbílana, halda á skiltum og biðja fólk að hafa hljótt þegar kylfingarnir eru að slá. Guðfinna H. Þórsdóttir, kylfingur úr GR, var einn af þessum sjálfboðaliðum á Players mótinu á TPC Sawgrass vellinum í Florída í maí. „Fyrirliðanum í mínum hóp fannst svo merkilegt að ég væri að koma alla leið frá Íslandi til að vinna á mótinu, að hún spurði mig hvort ég vildi ekki bara vera í brautargæslu á 18. braut. Ég var sko meira en til í það,“ segir Guðfinna og brosir að minningunni. „Ég var mætt þarna hálf níu á fimmtudagsmorgninum og eyddi nánast öllum deginum við flötina á 18. braut, þar sem ég hjálpaði til að hafa stjórn á áhorfendum og biðja um næði fyrir kylfingana, þegar þeir voru að pútta. Daginn eftir, á öðrum mótsdegi, var ég sett á lendingarsvæðið á 18. braut, við trén, þar sem ófáir boltar lentu.“

102

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Það vakti nokkra athygli að Íslendingur væri að taka þátt í sjálfboðaliðastörfum á Players. Þessi mynd, ásamt viðtali við Guðfinnu, birtist í Florida Times Union dagblaðinu á meðan á mótinu stóð.

Lærdómsríkt að hlusta á kylfingana

Sjálfboðaliðum á stórmótum er uppálagt að hafa sem minnst samskipti við kylfingana, nema þeir sjálfir eigi frumkvæði að því, og þá reglu virti Guðfinna að sjálfsögðu. Hún sagði það hins vegar hafa verið skemmtilegt og lærdómsríkt að geta hlustað á samskipti kylfinganna við kylfusveina sína; þegar þeir voru að undirbúa höggið og ræða möguleikana. „Ég varð til dæmis vitni að því þegar Ben Crane lenti þarna hægra megin á 18. brautinni og manni virtist hann enga leið hafa út úr þeirri stöðu sem hann var í. Þeir voru nokkra stund að spá í möguleikana, hann og kylfusveinninn, og síðan sló Crane bara ótrúlegt högg framhjá greinum og trjám, upp að flöt.“

Fékk boltann frá Ken Duke

Guðfinna segir fremur auðvelt að komast að sem sjálfboðaliði á mótum vestanhafs; hún fékk þessa hugmynd fyrst í fyrra og fór þá á Zurich Classic mótið í New Orleans. „Ég var í sumarfríi hjá skyldfólki mínu í Florída, og keyrði bara beinustu leið til New Orleans. Einn daginn þar, var ég við gæslu á 18. flöt þegar Ken Duke paraði síðustu holuna og ákvað upp úr þurru að skrifa á boltann sinn og rúlla honum til mín. Ég þáði boltann auðvitað með þökkum og hef geymt hann síðan.“

Búningur sjálfboðaliða á Players mótinu og aðgangskort Guðfinnu. Hatturinn kom að góðum notum í sólinni.

Tugir sjálfboðaliða á hverri holu

Á stórmóti eins og Players eru um 3000 sjálfboðaliðar við allskonar störf; flestir úti á velli við brautargæslu. „Það eru kannski 40-50 manns á hverri holu,“ segir Guðfinna, „enda er mikið lagt upp úr öryggi áhorfenda og kylfinga. Ég hef til þessa ekki lent í neinum vandræðum með áhorfendur, jafnvel þótt stemmningin á Players, sérstaklega þegar fór að líða á daginn á fimmtudegi og föstudegi, hafði aðeins farið að minna á kokteilboð,“ segir hún og hlær. „En þarna er fólk komið til að horfa á gott golf; langflestir hafa vit á því sem er að gerast og kunna að haga sér í kringum kylfingana.“ Boltinn sem Ken Duke gaf Guðfinnu, og derhúfan sem Luke Donald skrifaði á fyrir hana.

Holufáni frá Players með áritunum nokkurra heimsþekktra kylfinga 104

Ákveðin í að bjóða sig aftur fram

Guðfinna segist harðákveðin í að bjóða sig oftar fram í sjálfboðaliðastörf á golfmótum; þetta hafi verið ótrúlega skemmtileg reynsla. „Það er svo áhugavert og lærdómsríkt að vera nálægt þessum afburðagóðu kylfingum og fylgjast með því hvernig þeir eru að skipuleggja spilamennsku sína,“ segir hún. „Þetta vinnuframlag þýðir líka að maður hefur aðgang að vellinum í tvo daga fyrir mót og síðan þá daga sem maður er ekki að vinna, auk þess sem við fáum tækifæri til að spila á vellinum. Ég gat reyndar ekki nýtt mér það eftir Players mótið, því ég fór heim til Íslands á laugardeginum. En um leið og ég kom heim, þá kveikti ég á útsendingunni frá mótinu og fylgdist með af athygli allt til enda - og það var að sjálfsögðu ekki síður skemmtilegt!“ GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Arcos Gardens – Costa Ballena – Montecastillo – Novo Sancti Petri

26. sept. – 8 nætur 4. okt. – 10 nætur (uppselt) 14. okt. – 10 nætur (örfá sæti laus)

La Sella

Beint flug á Sevilla

ENNEMM / SIA • NM58261

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Golfveisla

í haust

Golfveislan heldur áfram í haust með nýjum áfangastöðum á Alicante svæðinu. Vikulegar ferðir á Alicante svæðið á nýju áfangastaðina okkar á Marriott La Sella Golf Resort og Bonalba frá 24. sept. - 29. okt. Golfveisla Heimsferða á Spáni hefur svo sannarlega fengið magnaðar viðtökur hjá landanum. Sem fyrr bjóðum við einnig upp á hina sívinsælu staði Arcos Gardens, Costa Ballena, Montecastillo, og Novo Sancti Petri. Tryggðu þér ferðina í tíma. Í golfferðum Heimsferða, er lögð áhersla á allir þættir séu fyrsta flokks.

La Sella

Hotel Marriott La Sella Golf Resort

Novo Sancti Petri

Nánari upplýsingar og bókanir á heimsferdir.is

Skógarhlí› 18

105 Reykjavík

Sími 595 1000

www.heimsferdir.is


Nökkvi Gunnarsson er vel menntaður golfkennari og ætlar sér langt í faginu. Hætti að drekka áfengi eftir að orðsporið var farið að skaðast. Kemst kannski á PGA-mótaröðina sem þjálfari

„ER ALGJÖRT GOLFNÖRD“ -segir Nökkvi Gunnarsson einn af metnaðarfyllstu golfkennurum landsins

N

ökkvi Gunnarsson er einn af metnaðarfyllstu golfkennurum landsins. Hann hefur starfað frá árinu 2009 sem golfkennari hjá Nesklúbbnum og stýrir barna- og unglingastarfi klúbbsins ásamt því að kenna kylfingum klúbbsins listina að spila golf. Nökkvi er jafnframt einn af betri kylfingum klúbbsins og varð m.a. klúbbmeistari NK árið 2010, sigraði í Einvíginu á Nesinu árið 2011 og varð Íslandsmeistari kylfinga 35 ára og eldri á síðasta ári í Vestmannaeyjum. Nökkvi hefur líka látið að sér kveða erlendis og hefur verið duglegur við að keppa á minni atvinnumannamótaröðum í Bandaríkjunum yfir vetrarmánuðina. Í ítarlegu viðtali við Golf á Íslandi fer Nökkvi yfir hugmyndafræði sína í golfkennslunni. Hann telur að auðvelt sé að hjálpa mörgum kylfingum að verða enn betri með einföldum hætti. Nökkvi rýnir einnig í framtíð Nesklúbbsins og talar opinskátt um áfengisneyslu sína sem hann telur að hafi verið komin úr böndunum fyrir nokkrum árum. „Ælti ég hafi ekki verið 14 ára þegar ég byrjaði í golfi, líklega árið 1990. Ég var að ganga út á golfvöll þegar þáverandi framkvæmdastjóri Nesklúbbsins gaf mér far út á völl. Hann réði mig í vinnu á vellinum á leiðinni og þar með datt ég í golfið,“ segir Nökkvi. Það var enginn skortur á hæfileikum hjá Nökkva í íþróttum á yngri árum. Hann lék bæði kanttspyrnu með KR og handbolta með Gróttu og varð Íslandsmeistari í knattspyrnu með þeim röndóttu árið 1999. „Ég var í Íslandsmeistaraliði KR árið 1999 og þó ég hafi ekki verið í stóru hlutverki þá var þetta hrikalega gaman. Ég spilaði einnig nokkur tímabil með Gróttu í efstu deildinni í handbolta. Ég var í unglingalandsliðinu í fótbolta á yngri árum og við Eiður Smári vorum kollegar í liðinu. Okkur var boðið til reynslu til Werder Bremen sem þá voru ríkjandi Evrópumeistarar. Ég hlýt að hafa getað eitthvað,“ segir Nökkvi og brosir. Nökkvi missti áhugann á fótbolta þegar hann var 18 ára gamall og hætti, eitthvað sem 106

hann sér eflaust eftir í dag. „Það getur verið að það hafi verið þægilegra að lifa ljúfa lífinu í golfinu í stað þess að hlaupa og berjast í boltanum. Ég byrjaði aftur í fótbolta þegar ég var 22 ára gamall hjá KR og lék með liðinu í nokkur ár.“

Hvenær ferðu á fullt í golfið?

„Ég er yfirleitt þannig að þegar ég tek mér eitthvað fyrir hendur þá fer ég af fullum krafti í það. Ég var nokkuð fljótur að ná tökum á golfinu og var kominn niður í fjóra í forgjöf eftir tvö ár en var svo stopp þar í mörg, mörg ár. Auðvitað sé ég eftir því að hafa ekki byrjað fyrr í golfi en það þýðir lítið að hugsa um það. Ég á nokkra sigra sem ég get verið stoltur af líkt og Einvígið á Nesinu, klúbbmeistaratitil NK og sigur í Íslandsmóti 35 ára og eldri. Ég á einn sigur á atvinnumannamóti í Bandaríkjunum sem ég er mjög stoltur af. Svo á ég líka nóg eftir,“ segir Nökkvi sem í dag er með +1 í forgjöf eftir mikla lækkun á síðustu árum.

Plane Truth bylting fyrir golfið hjá Nökkva

Nökkvi hóf golfkennaranám við PGA Golfkennaraskólann árið 2009 og útskrifaðist á síðasta ári. Nökkvi komst í kynni við hugmyndafræði Bandaríkjamannsins Jim Hardy fyrir nokkrum árum sem hafði mikil áhrif á hann. Hardy er einn af aðalmönnunum á bak við The Plane Truth og hefur Nökkvi lokið þremur námskeiðum um hugmyndafræðina. „Munurinn á þessari hugmyndafræði og annarri er að það er ekki verið að horfa í sveiflumódel heldur eingöngu það sem boltinn gerir, boltaflugið. Það mjög er algengt að golfkennsla gangi út á að menn eigi að vera á ákveðnum stöðum og tilteknum tíma í sveiflunni. Það sem er byltingarkennt er kerfið sem Jim Hardy hefur hannað sem er kallað plús og mínus kerfi. Slæs og púll væri til dæmis skilgreint í plúsflokk þar sem sveiflan er brött. Púss og húkk er í mínus flokki og kemur fyrir þegar

sveiflan er flöt. Ef þú ert mitt á milli þessara tveggja kerfa þá er boltaflugið þitt hlutlaust og þeir kylfingar sem eru á öðrum hvorum vængnum þurfa að leita í miðjuna til að fá traust boltaflug,“ segir Nökkvi. Hann telur þessa hugmyndafræði hafa gert sig að alvöru kylfingi. „Þetta hefur haft mjög góð áhrif á minn leik. Ég fór úr því að basla með 2-3 í forgjöf og vel í plúsforgjöf – eiginlega eingöngu vegna þessa. Ég var alltaf annað hvort að húkka eða pússa boltann og það er mjög óstöðugt boltaflug. Ég var með mjög mikinn snúning á kylfuhausnum í gegnum höggið. Eftir að ég breytti högginu meira í ætt við fade þá hefur mér reynst auðveldara að endurtaka högg með réttri niðurstöðu. Það eru margir sterkir íslenskir kylfingar sem spyrja mig út í Plane Truth. Það eru auðvitað allir að leita leiða til að verða betri kylfingar og eðlilegt að menn séu forvitnir.“

Ekki til hin eina rétta golfsveifla

Nökkvi er vel lesinn í golffræðunum og játar því fúslega þegar blaðamaður spyr hann hvort hann sé golfnörd? „Jú, ætli ég geti ekki gengist við því. Ég lít ekki á það sem neikvætt orð,“ segir Nökkvi og hlær. „Ég fylgist vel með og er með mjög góð sambönd erlendis. Þegar ég horfi á golf í sjónvarpinu þá er ég ekki bara að horfa á skorið. Ég hef stundum verið að horfa á PGA-mótaröðina, tekið mynd með símanum og svo sett línur inn í myndina í sveifluforriti. Ég heyri líka margar skemmtilegar sögur frá kollegum mínum í Bandaríkjunum sem eru að þjálfa leikmenn á mótaröðinni og fæ þannig mikið af upplýsingum úr innsta hring.“ Nökkvi brýnir fyrir blaðamanni Golfs á Íslandi að það sé ekki til hin eina rétta golfsveifla. Máli sínu til stuðnings nefnir hann fjóra kylfinga sem allir voru með ólíkar sveiflur, Lee Trevino, Tom Watson, Jack Nicklaus og Arnold Palmer. Þeir eru allir í frægðarhöll golfsins og hafa hver um sig unnið fjölda risatitla.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


„Maður taldi sér trú um að maður væri mýkri eftir nokkra bjóra

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is

107


„ÞaĂ° er engin ein sveifla sem er hin eina rĂŠtta sveifla. Ă? frĂŚgaĂ°arhĂśll golfsins eru sjĂś kylfingar meĂ° ĂłlĂ­kar sveiflur. Ăžess vegna horfum viĂ° frekar ĂĄ boltaflugiĂ°. Ăžegar ĂŠg horfi ĂĄ Ă­slenska kylfinga Þå eru flestir af betri kylfingum landsins aĂ° slĂĄ boltann frĂĄ hĂŚgri til vinstri - eru aĂ° draga boltann. Ef ĂŠg fĂŚ til mĂ­n mann Ă­ kennslu meĂ° fimm Ă­ forgjĂśf eĂ°a minna Þå vil ĂŠg frekar fĂĄ hann til aĂ° slĂĄ hĂśggum, byrja vinstra megin og detta til hĂŚgri eĂ°a fara beint. Ăžeir kylfingar sem eru aĂ° draga boltann lenda oft Ă­ ĂžaĂ° aĂ° geta ekki reiknaĂ° meĂ° ĂžvĂ­ hvert boltinn fer og slĂŚmu hĂśggin verĂ°a mjĂśg slĂŚm. Ă?slenskir vellir eru einnig aĂ° hĂĄ okkur mikiĂ°. Ăžeir eru bĂŚĂ°i stuttir og alltof opnir. Ăžegar Ăžessir kylfingar koma svo ĂĄ ĂžrĂśnga skĂłgarvelli erlendis Þå lenda Ăžeir Ă­ miklum vandrĂŚĂ°um. ĂžaĂ° sem skiptir mestu mĂĄli er aĂ° kylfingar sĂŠu meĂ° sveiflu sem er stÜðug og sem er auĂ°velt aĂ° endurtaka. MarkmiĂ° okkar sem erum aĂ° vinna meĂ° Plane Truth hugmyndafrĂŚĂ°ina er aĂ° hjĂĄlpa okkar nemendum aĂ° fĂĄ sveiflu sem er auĂ°velt aĂ° endurtaka og hefur boltaflug sem hĂŚgt er aĂ° treysta.“

Gefur Ăşt bĂłk fyrir jĂłlin

NĂśkkvi hefur tekiĂ° aĂ° sĂŠr aĂ° Þýða bĂłk eftir Jim Hardy sem kallast Solid Contact yfir ĂĄ Ă­slensku. BĂłkin mun koma sĂ­Ă°ar ĂĄ ĂĄrinu og hefur hlotiĂ° nafniĂ° BĂŚttu boltaflugiĂ°. „Ég er aĂ° Þýða bĂłkina fyrir Ă­slenskan markaĂ°. BĂłkin er svolĂ­tiĂ° Ăžung ĂĄ ensku og kannski auĂ°veldara fyrir Ă­slenska kylfinga aĂ° verĂ°a einhvers vĂ­sari meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° lesa hana ĂĄ Ă­slensku. Ég fĂŚ ekkert greitt fyrir Ăžessa Þýðingu og vil einfaldlega aĂ° Ă­slenskir

kylfingar geti aflaĂ° sĂŠr Ăžessara upplĂ˝singa. Ég tel aĂ° Ăžessi hugmyndafrĂŚĂ°i geti bĂŚtt boltaflugiĂ° hjĂĄ mĂśrgum Ă­slenskum kylfingum og ĂžaĂ° er einmitt heiti bĂłkarinnar Ă­ Ă­slenskri Þýðingu,“ segir NĂśkkvi. Hann bĂŚtir viĂ° aĂ° hann fĂĄi góða aĂ°stoĂ° frĂĄ kollegum sĂ­num erlendis sem vinna einnig meĂ° Plane Truth hugmyndafrĂŚĂ°ina. „Þetta er eiginlega eins og ein stĂłr fjĂślskylda. Ég fĂŚ mikla hjĂĄlp aĂ° utan ef Ăžess krefst. Ef ĂŠg er Ă­ vandrĂŚĂ°um meĂ° nemanda hjĂĄ mĂŠr Þå sendi ĂŠg myndbandsupptĂśku og fĂŚ aĂ°stoĂ°, sĂŠrstaklega Ăžegar ĂŠg er aĂ° vinna meĂ° betri kylfinga. Oft er ĂžaĂ° til aĂ° fĂĄ staĂ°festingu ĂĄ ĂžvĂ­ sem maĂ°ur telur vera aĂ°. AuĂ°vitaĂ° er ĂŠg ekki fullkominn frekar en aĂ°rir golfkennarar og Þå er gott aĂ° geta leitaĂ° til annarra og fĂĄ Ăžeirra mat Ă­ leit aĂ° rĂŠtta svarinu.“

VĂŚri hĂŚgt aĂ° hreinsa upp biĂ°listann Ă­ NesklĂşbbinn meĂ° einu pennastriki

NÜkkvi starfar níu månuði årsins sem golfkennari í fullu starfi hjå Nesklúbbnum. Hann er mjÜg ånÌgður í starfi sínu hjå klúbbnum en telur að forsenda fyrir bÌttu barna- og unglingastarfi hjå klúbbnum sÊ að klúbburinn fåi að stÌkka vÜll sinn í 18 holur. „Ég er í fråbÌru starfi hjå mínum heimaklúbb. Vandamålin blasa hins vegar við okkur. Við erum með yfirfullan golfklúbb og Það eru 600 kylfingar å biðlista. Því miður eru of fåir krakkar í klúbbnum og við getum ekki tekið å móti nýjum fÊlÜgum nema að aðrir detti út. � dag erum við með um 30 krakka sem eru å fullu í golfinu yfir sumartímann. Það er Ürugglega 10-15

sinnum minna en hjĂĄ GR, Keili eĂ°a GKG,“ segir NĂśkkvi. „ÞaĂ° vill Þó Ăžannig til aĂ° viĂ° erum meĂ° fullkomiĂ° land hĂŠrna hinum megin viĂ° vĂśllinn. ĂžaĂ° vĂŚri hĂŚgt aĂ° hreinsa upp biĂ°listann Ă­ klĂşbbinn meĂ° einu pennastriki ef bĂŚjaryfirvĂśld ĂĄ Seltjarnarnesi myndu sĂ˝na vilja til Ăžess aĂ° stĂŚkka vĂśllinn. StĂŚkkun Ă­ 18 holur myndi breyta grĂ­Ă°arlega miklu fyrir okkur. ĂžaĂ° vĂŚri allra hagur aĂ° reisa golfvĂśll ĂĄ Ăžessu svĂŚĂ°i. GolfvĂśllur er afturkrĂŚf framkvĂŚmd og fuglalĂ­fiĂ° ĂžrĂ­fst vel ĂĄ golfvellinum. ĂžaĂ° er eitt helsta einkennismerki Nesvallarins.“

BarĂĄttan viĂ° bakkus

NÜkkvi hefur ekkert að fela og talar hispurslaust um erfiðleikana sem hafa sótt að honum í gegnum tíðina. Hann viðurkennir að hann hafi verið kominn í vítahring með åfengisneyslu sína fyrir nokkrum årum. NÜkkvi var við keppni å �slandsmótinu í hÜggleik í Vestmannaeyjum årið 2008 Þegar Jón à sgeir Eyjólfsson, forseti Golfsambands �slands, og fÊlagi NÜkkva í Nesklúbbnum, kom að honum å miðjum hring og lýsti yfir åhyggjum af åfengisneyslu hans meðan å

LANDMARK FASTEIGNASALA

3 • • • • • •

2

2

,( ($&& #'( ("&)"& 0 8844164:

!

*"$&& +% &! 0 7:441954

"

LANDMARK BOLHOLT 4 – 105 REYKJAV�K

108

GOLF à �SLANDI • www.golf.is


ALVÖRU

GOLF

KOMDU OG SKOÐAÐU NÝJA OG GLÆSILEGA GOLFVERSLUN Í INTERSPORT LINDUM

FLOTT VERÐ

SÉRHÆ FÐ RÁ ÐGJÖF MIK

IÐ ÚRV AL

17.990 ADIDAS GOLFSKÓR

GOLFHANSKAR Verð frá

1.890

Verð frá

15.990 38.990

Herra- og dömustærðir.

COBRA DRIVER Verð frá

BURÐARPOKAR

CLICKGEAR GOLFKERRA

Verð frá

UNDER ARMOUR PÓLÓBOLIR Herrastærðir

Verð frá

8.990

49.990

CROSS GOLFBUXUR Verð frá

11.990 GUN METAL WEDGE Verð frá

6.990

32.990

ODYSSEY PÚTTERAR Verð frá

18.990

NIKE NIKE STORM FIT

NIKE NIKE STORM FIT N

Regngalli. Dömustærðir.

Regngalli. Herrastærðir.

ÖLL HELSTU GOLFMERKIN Á EINUM STAÐ

NÁÐU ÁRANGRI MEÐ

INTERSPORT LINDUM / SÍMI 585 7260 / LINDIR@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. � FÖS. 11 � 19. LAU. 11 � 18. SUN. 12 � 18. INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. � FÖS. 10 � 19. LAU. 10 � 18. SUN. 13 � 17. INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. � FÖS. 10 � 18. LAU. 10 � 16. INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: MÁN. � FÖS. 10 � 18. LAU. 10 � 16.


mótinu stóð. Nökkvi segir að það hafi opnað augu sín fyrir því vandamáli sem hann átti við að etja. „Það má segja að þetta atvik í Eyjum hafi verið vendipunkturinn. Þetta var langt því frá eina mótið sem ég drakk í. Maður taldi sér trú um að maður væri mýkri eftir nokkra bjóra og ég var hreinlega kominn í ákveðinn vítahring. Ég spilaði nánast ekki í golfmóti í mörg ár án þess að drekka nokkra bjóra. Ég var orðinn háður þessu og kominn út í horn,“ segir Nökkvi sem man vel eftir þessu atviki í Vestmannaeyjum. „Já, ég geri það. Við Jón Ásgeir höfum alltaf verið góðir vinir og hann kom til mín og kom með vinsamlega ábendingu um að þetta væri ekki við hæfi. Það var þarna sem ég fann að orðspor mitt var farið að skaðast. Ég tók þessa ábendingu til greina og hætti að drekka. Ég er nánast búinn að vera edrú sleitulaust síðan eða í fimm ár. Ég er mjög ánægður með að hafa hætt að drekka – þetta er miklu auðveldara líf sem ég lifi í dag.“

Kemst kannski á PGA sem þjálfari

Nökkvi er alls ekki hættur að spila golf þó þjáfun eigi hug hans allan í dag. Hann hefur nokkrum sinnum verið nálægt sigri á Eimskipsmótaröðinni í gegnum tíðina en aldrei tekist að klára mót með sigri. „Ég hef lítið leikið á mótaröðinni síðustu ár en komst nokkrum sinnum nálægt því að vinna mót. Það var samt áður en ég fann lykilinn að minni sveiflu. Ég var nokkrum sinnum á góðum séns á sigri en þá fór allt út um þúfur hjá mér á síðasta hringnum. Eftir því sem

að pressan verður meiri, þeim mun erfiðara verður að tímasetja rétt í sveiflunni og þá sló ég bara út og suður. Það væri nú gaman að komast aftur í baráttuna um sigur og sjá hvernig mér myndi ganga í baráttunni í sterku móti hér á landi í dag. Sjálfstraustið og sveiflan er mun betri í dag en hún var fyrir nokkrum árum,“ segir Nökkvi. Ætlar hann að vera mikið með í keppnisgolfinu í sumar? „Nei, ég held ég hafi ekki þolinmæði í það. Það að vera golfkennari yfir sumartímann er eins og að vera á vertíð. Það er lítill tími fyrir mann sjálfan til að æfa og spila golf.

Golfleikjanámskeiðin vinsælu

Boðið er upp á byrjendanámskeið fyrir konur og karla, fjölskyldur, ömmur og afa með barnabörnin. Námskeiðin eru 5 virkir dagar í röð, 11/2 klst. í senn. Skipuleggjum golfleiki fyrir ýmis tækifæri.

Golfleikjaskólinn Sími 691 5508 110

golf@golfleikjaskolinn.is www.golfleikjaskolinn.is

Það er erfitt að taka þátt í sterkum mótum ef maður hefur ekki haft tíma til að undirbúa sig og æfa. Ég ætla þó að vera með í meistaramótinu hjá Nesklúbbnum og Íslandsmótinu í höggleik. Ég er byrjaður að færa mitt golf meira yfir á vetrartímann til Bandaríkjanna þar sem ég dvel þrjá mánuði á ári. Þá hef ég tíma til að æfa og keppi þar á minni atvinnumannamótaröðum. Það hentar mér betur.“ Nökkvi ætlar sér langt í golfkennslunni. Hann er með samning við Nesklúbbinn en segir að það sé löngun til að starfa erlendis eftir nokkur ár og þá helst í Bandaríkjunum. Þó draumurinn hafi verið að leika á PGA-mótaröðinni sem unglingur þá horfir Nökkvi enn til mótaraðarinnar – þó í öðru hlutverki. „Það blundar í mér að fara erlendis í framtíðinni. Ég er með samning við Nesklúbbinn í nokkur ár í viðbót. Ef maður stendur sig vel þá er aldrei að vita. Ég kemst nú líklega ekki á PGA-mótaröðina úr þessu en gæti náð því sem þjálfari. Það væri þá vonandi með íslenskan kylfing,“ segir Nökkvi. Á Ísland einhvern möguleika á að eignast kylfing á PGA-mótaröðinni? „Auðvitað eigum við möguleika og þá er það helst í gegnum unga kylfinga sem fara til Bandaríkjanna í háskólagolf og þróa áfram sinn leik. Ef ég ætti að veðja á einhvern íslenskan kylfing í dag sem gæti náð inn á PGA-mótaröðina þá myndi ég líklega segja Axel Bóasson úr Keili. Hann gæti náð mjög langt. Hann er gríðarlega högglangur og ef honum tekst að skapa sér sveiflu þar sem hann missir boltann aðeins í eina átt í slæmu höggunum þá gæti hann farið alla leið.“ Nökkvi er giftur Ellen Rut Gunnarsdóttur og hafa þau verið saman í 20 ár. Hún byrjaði í golfi fyrir þremur árum og er komin með 16 í forgjöf. „Hún er svolítið pirruð núna því forgjöfin stendur í stað,“ segir Nökkvi og glottir. „Ég ætti að geta hjálpað henni eitthvað með það.“ Að því sögðu kvaddi Nökkvi og hélt til kennslu. Það eru spennandi tímar framundan hjá Nökkva Gunnarssyni. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


9 ,é ( 58 0 6 e5) 5• é,1* $ 5 Í GASI

í ~ J H W X U Y H ULê D IVO D SSD ê X U RJ | UX J J X U Y L ê J ULO O L ê P H ê $ * $ J D V gUX J J X U X P D ê î ~ H UW D ê Q RW D J ê D Y | UX RJ D ê î ~ Ii L U J yê D î M yQ X VW X î H J D U î ~ î D UIW i I\ O O L Q J X i J D VK \ O NL ê K Y RUW VH P î ~ Q ì W L U î pU K H L P VH Q GL Q J D Uî M yQ X VW X i K | IX ê ERUJ D UVY ê L Q X H ê D î H J D U î ~ K H L P V NL U V| O X D ê L O D $ * $ ) D Uê X i Z Q iO J D Q | U\ J J L VO H X SSO ì

Z Z J D V L V RJ IL Q Q GX V| O X VW D ê H ê D V NW X L ê EH L Q L Q J D U RJ Ii ê X VL Q J D U X P $ * $ J D V

% UH L ê K | Iê D

Ì 6 $ * $ H KI % U HL ê K| I ê D

•9

H UVOD Q L U% < . 2

$ W OD Q W VROtD

. ySD YR J VE U D X W

ÍSAGA ehf. • www.gas.is 5H \ NM D Y tN • 6 tP L

6 | OX D ê L OD UÌ 6 $ * $ H KI i K| I X ê E RUJ D UVY ê L Q X * D Uê KH L P D U Mjódd • . Q D Q Ð VH\ U D U E U D X W + D IQ D U ILU ê L

8 P E Rê VP 6 H OIRVV 9pOD YHU NVW ê L í yU L V V 9 H VW P D Q Q D H \ M D U % tOD R J YpOD YHU NVW ê L ê 1HW KD 6 D X ê i UN UyN X U % \ J J L Q J D U Y| U X G HL OG . D X SI pOD J V 6ND J I L U ê L Q J D V Ì VD I M | Uê X U í U | VW X U 0 D U VHOOtX VVR $ N X UH \ UL 6D Q G E Oi VW X U R J P i OP K~ ê X Q KI V 5 H \ ê D UI M | Uê X U 9HU VOX Q %

H Q Q P D U Q KI < .2

Ì 6 $ * $ H KI V V V


AimPoint aðferðin við flatarlestur kynnt á Íslandi

lesa pútt? Hvernig á að

112

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


FÍTON / SÍA

Premium Icelandair American Express®

American Express er skrásett vörumerki American Express.

Aðgangur að Saga Lounge ** í Leifsstöð Premium Icelandair American Express® er rétta greiðslukortið fyrir golfarann. Meðlimir fá ókeypis aðild að Icelandair Golfers Saga Lounge aðgangur að betri stofu Icelandair í Leifsstöð* 12 Vildarpunktar af allri verslun kortsins Félagamiði með Icelandair þegar að 3,2 milljón króna veltu er náð Kynntu þér öll þau fríðindi sem Premium kortið býður þér og sæktu um það á www.americanexpress.is.

American Express

Valid Thru

Member Since

er útgefandi American Express® samkvæmt leyfi frá American Express

*Þegar flogið er í áætlunarflugi með Icelandair


Frá AimPoint námskeiðinu á Nesvellinum.

M

ark Sweeney stofnandi AimPoint kom hingað til lands í byrjun júní. Tilgangur heimsóknarinnar var að halda fyrstu AimPoint námskeiðin á Íslandi, en þau voru haldin á Nesvellinum fyrir tilstuðlan Nökkva Gunnarssonar golfkennara sem kynntist AimPoint og Mark Sweeney í Bandaríkjunum fyrir 2 árum síðan. Einhverjir kylfingar kannast án efa við grænu línuna sem birtist á skjánum í útsendingum frá PGA mótaröðinni og sýnir svo ekki verður um villst hvaða leið boltinn á að fara til að enda í miðri holunni. Þar er AimPoint að verki. En hvað er AimPoint nákvæmlega?

Mark Sweeney stofnandi AimPoint og Nökkvi á námskeiðinu á Nesinu.

Fyrir tæpum 10 árum var Sweeney að horfa á Opna breska meistaramótið í sjónvarpinu og tók eftir því að allir leikmenn sem púttuðu ákveðið pútt misstu það sömu megin við holuna. Einnig heyrði Sweeney virtan golfþul í Bandaríkjunum segja í útsendingu að hæfileikinn til að pútta og lesa pútt væri gjöf frá guði. Sweeney gat ómögulega sætt sig við þetta og fór að velta fyrir sér hvað hefur áhrif á pútt og komst að þeirri niðurstöðu að leið bolta sem rúllar yfir púttflöt er stjórnað af lögmálum eðlisfræðinnar, en ekki af því hvar fjöllin eru, hvar næsta tjörn er eða hvernig boltinn rúllaði á ákveðinni flöt í síðustu viku. Sweeney var viss um að það væri hægt að setja tölu á það hvernig boltinn rúllar yfir flötina, og er AimPoint afrakstur þeirrar vinnu. Síðan AimPoint var stofnað hefur Sweeney ferðast um allan heim í þeim tilgangi að kenna kylfingum að lesa flatir með því að nota AimPoint. Á hverju svæði fyrir sig hefur Sweeney síðan einnig þjálfað golfkennara til að kenna AimPoint, og er Nökkvi Gunnarsson fyrsti íslenski golfkennarinn sem hlýtur þá vottun frá AimPoint. Margir af bestu kylfingum heims hafa þjálfað sig í notkun AimPoint og má þar nefna Stacy Lewis, Padraig Harrington, Scott Piercy og nýkrýndan US Open meistara Justin Rose.

114

AimPoint hlaut einnig Emmy verðlaunin fyrir bestu nýjung í íþróttaútsendingum árið 2008. Að sögn Nökkva voru nemendurnir á námskeiðinu hæstánægðir með námskeiðið og fékk Nökkvi m.a. tölvupósta frá nemendum þar sem þeir lýstu yfir ánægju sinni með námskeiðið og kennsluaðferðina. Nökkvi segir það vera mikinn misskilning að AimPoint sé flókið. „Einfaldleikinn er í fyrirrúmi,“ segir Nökkvi og bendir á að nemendur hafi verið allt frá afrekskylfingum til háforgjafarkylfinga.

...Sweeney gat ómögulega sætt sig við þetta og fór að velta fyrir sér hvað hefur áhrif á pútt og komst að þeirri niðurstöðu að leið bolta sem rúllar yfir púttflöt er stjórnað af lögmálum eðlisfræðinnar, en ekki af því hvar fjöllin eru, eða næsta tjörn... Það var samróma skoðun allra eftir námskeiðið að þeir hafi lært gríðarlega mikið af því að kynnast AimPoint. Einn nemandi á námskeiðinu hafði á orði að hann hefði ekki haft minnstu hugmynd um hvað þyrfti að taka með í reikninginn þegar pútt er lesið áður en hann fór á námskeiðið, en að námskeiðið hafi opnað augun fyrir því að flatalestur er ekki hrein ágiskun heldur að hægt sé að reikna brotið rétt út læri maður AimPoint. Það sem AimPoint gefur kylfingnum er í raun það sem nafnið gefur til kynna, punkt til að miða á. Þar skiptir engu hver sé að lesa púttið, sé aðferðinni beitt á réttan hátt á að vera einfalt að lesa flötina rétt. Texti: Óli Oddur Jónsson. GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


góð þjónusta

vandaðar vörur

betra verð

Golfskálinn er opinn virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 Mörkin 3 108 Reykjavík Sími 578 0120 golfskalinn.is


Mikill slagkraftur í starfi GHG á 20 ára afmælisárinu

G

olfklúbbur Hveragerðis fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu sumri – en klúbburinn var stofnaður þann 21. júní árið 1993. Það hefur margt breyst á tveimur áratugum hjá GHG en klúbburinn hafði ekki golfvöll til afnota fyrstu starfsárin – en skartar í dag einum besta 9 holu golfvelli landsins sem staðsettur er í Gufudal.

að fara í stækkun eins og staðan er í dag – við erum ekki með félagafjöldann sem þarf í slíka framkvæmd. Samkvæmt teikningunni þá yrðu þrjár nýjar brautir fyrir neðan fimmtu brautina – og hinar sex væru uppi í dalnum,“ segir Erlingur.

væri þetta einsdæmi í veröldinni að hafa hverasvæði á golfvelli. Hverasvæðið er í leik við fyrstu flötina og setur svip sinn á völlinn.“

Erfið ganga eftir fyrsta teighöggið

Erlingur segir að ör hjartsláttur eftir gönguna upp brekkuna eftir teighöggið sé eitt af því Einstakt að hafa hverasvæði á vellinum sem kylfingar muni eftir þegar þeir rifji upp minningar og sögur frá Gufudalsvelli. „Ef ég Eitt helsta sérkenni Gufudalsvallar er að við fyrstu flöt vallarins er hverasvæði – og það er tala fyrir sjálfan mig þá reyni ég alltaf að slá Félagsmenn í GHG héldu upp á þessi lengra en þeir sem leika með mér í ráshóp talið að hvergi í veröldinni sé slíkt að finna á tímamót með afmælismóti sem fram fór þann golfvelli, nema í Hveragerði. „Júlíus Rafnsson, á fyrstu braut. Þá fæ ég lengri tíma til þess 2. júní sl. Erlingur Arthúrsson er formaður fyrrum forseti GSÍ, og einn af félagsmönnum að jafna mig eftir „brekkuna“. Þetta er ekki GHG en hann hefur gegnt því embætti frá því okkar í GHG, hélt ræðu í afmælishófinu mikið meira en 20-25 metra hæðarmisí lok ársins 2004. Formaðurinn segir að GHG okkar. Þar sagði Júlíus að hann hafi rætt við munur, en margir halda að þetta sé miklu sé í stöðugri sókn en fyrstu drög að stofnun hærri brekka,“ bætir Erlingur við. menn í heimsókn sinni til St. Andrews í klúbbsins voru lögð árið 1987. Skotlandi. Þar hafi formaður samtaka golf„Við vorum með afnot af litla vellinum við Gufudalsvöllur er að mati margra einn vallahönnuða í Evrópu sagt frá því að líklega Hótel Örk. Þá var heimavöllur GHG á Hellu, skemmtilegasti 9 holu völlur landsins – og Strandarvelli. Það hefur verið vinasamstarf á margir kylfingar tala vel um völlinn sem er milli GHG og GHR allar götur síðan,“ segir fjölbreyttur og einstakur á sinn hátt. Umhirða Erlingur en hann hefur verið félagsmaður vallarins þykir góð og er það markmið GHG í GHG frá árinu 2000. Byrjað var að leika að kylfingar gangi að vel hirtum og snyrtiá Gufudalsvelli árið 1996 og árið 2000 var legum velli. völlurinn 9 holur. GHG fékk ýmsar gjafir og heillaóskir frá mörgum aðilum á afmælismótinu. Má þar „Fyrst um sinn var leikið á 6 holu velli, sem í nefna peningagjöf frá Dvalarheimilinu Ás dag eru núverandi 3., 4., 6., 7. og 9. braut, og sem er eyrnarmerkt barna- og unglingaþar sem að 8. brautin liggur núna var par 3 starfi klúbbsins. Bæjarstjórn Hveragerðishola. Þegar völlurinn var stækkaður í 9 holur bæjar gaf klúbbnum tré sem gróðursett hafa árið 2000 var 1., 2. og 5. braut bætt við og 8. verið á vellinum og einnig bárust gjafir frá brautin var lengd í par 5. Hannes ÞorsteinsBakkakoti, Hellu og Selfossi. Jón Ásgeir son hannaði völlinn og það er nú þegar búið Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ afhenti GHG hátt- Eyjólfsson forseti GSÍ afhenti formanni GHG að teikna 18 holu völl. Við sjáum ekki fram á semisbikar GSÍ sem formaðurinn tók við. háttsemisbikar. 116

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



„Við njótum góðs af því að á Suðurlandi er ein stærsta sumarhúsabyggð landsins. Kylfingar sem eru á ferðalagi hér um slóðir leggja oft leið sína til okkar.“ „Það er eitt af markmiðum okkar að umhirða vallarins sé ávallt í toppstandi. Ef ég fer á aðra velli þá eru meiri líkur á því að maður vilji koma aftur ef völlurinn er vel hirtur – og við höfum haft þetta að leiðarljósi í okkar starfi frá upphafi. Völlurinn hefur verið í góðum höndum hjá vallarstjóranum Hafsteini Hafsteinssyni – sem hefur verið hjá okkur frá árinu 2005. Hann hugsar um völlinn eins og þetta væri eitt af börnunum hans.“

Séð yfir 4. brautina á Gufudalsvelli, nýja íþróttahús Hvergerðinga þar sem kylfingar í GHG hafa æft yfir veturinn er í baksýn. Að neðan má sjá fjallshlíðina, 2. brautina og gufustrókana.

Gestafjöldinn alltaf að aukast

Í GHG eru um 170 félagsmenn en klúbburinn er einnig í samstarfi við Golfklúbb borgarstarfsmanna í Reykjavík. „Við erum með um 230 félaga ef allt er talið með. Það er töluverður hópur félagsmanna úr Reykjavík og við finnum að áhuginn er alltaf að aukast á okkar klúbbi á höfuðborgarsvæðinu frá ári til árs. Við erum greinilega á réttri leið því gestafjöldinn er alltaf að aukast. Tekjur klúbbsins af vallargjöldum eru hærri en af félagsgjöldum. Það er jákvætt en að sjálfsögðu viljum við alltaf fá fleiri gesti á völlinn okkar,“ segir Erlingur en GHG er að fá á milli 7-8 milljónir kr. inn í reksturinn af vallargjaldsspili. „Við njótum góðs af því að á Suðurlandi er ein stærsta sumarhúsabyggð landsins. Kylfingar sem eru á ferðalagi hér um slóðir leggja oft leið sína til okkar. Það hefur einnig verið góð aðsókn á opnu mótin sem við höfum haldið. Á meðan kylfingar vilja koma hingað að spila þá erum við ánægð hérna í Hveragerði.“ Erlingur er afar ánægður með þann árangur

118

sem Fannar Ingi Steingrímsson, ungur afrekskylfingur úr GHG, hefur sýnt á undanförnum misserum. Félagsmenn úr GHG fylgjast grannt með hverju höggi sem Fannar slær á þeim mótum sem hann tekur þátt í. „Það er gaman að sjá að barna- og unglingastarfið er að skila af sér kylfingum. Og við erum nokkuð stolt af því að eiga hlut í þessum dreng. Einar Lyng Hjaltason hefur verið með þetta á sinni könnu undanfarin ár – en við eru með golfkennaranema hjá okkur í sumar – Ingvar Jónsson heitir hann. Starfið hefur verið mjög blómlegt hjá þeim yngstu hjá okkur þrátt fyrir að hópurinn sé ekki mjög stór – enda ekki við því að búast í samfélagi sem telur rétt um 2000 manns,“ sagði Erlingur Arthúrsson formaður GHG.

Júlíus Rafnsson er í hópi velunnara klúbbsins en hann afhenti Erlingi formanni gjöf frá Dvalarheimilinu Ás. Að neðan má sjá 1. flötina og klúbbhúsið til vinstri.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


BYLTINGARKENND

COVERT-LÍNA FRÁ NIKE GOLF GOLFVÖRURNAR FRÁ NIKE GOLF HAFA NOTIÐ MIKILLA VINSÆLDA VÍÐA UM HEIM. GOLFKYLFURNAR FRÁ NIKE ERU HÁGÆÐAKYLFUR OG NÚ HEFUR FYRIRTÆKIÐ SETT Á MARKAÐ NÝJA LÍNU UNDIR NAFNINU NIKE VR_S COVERT. MARGIR UNGIR ATVINNUKYLFINGAR HAFA GENGIÐ TIL LIÐS VIÐ FYRIRTÆKIÐ FYRIR ÞETTA TÍMABIL ÞAR SEM MIKIL ÁHERSLA HEFUR VERIÐ LÖGÐ Á GOLFIÐ. ÍÞRÓTTAVÖRUFRAMLEIÐANDINN NIKE HEFUR UM NOKKURRA ÁRA SKEIÐ SELT HÁGÆÐA GOLFVÖRUR UNDIR NAFNINU NIKE GOLF. NÝLEGA SETTI NIKE Á MARKAÐ LÍNUNA NIKE VR_S COVERT SEM ER ÁN NOKKURS VAFA MESTA BYLTING NIKE GOLF FRAM TIL DAGSINS Í DAG AÐ SÖGN MAGNÚSAR BJARNAR SIGURÐSSONAR, SÖLUFULLTRÚA HJÁ ICEPHARMA, SEM ER UMBOÐSAÐILI FYRIR NIKE Á ÍSLANDI. ,,COVERT-TRÉKYLFURNAR STUÐLA AÐ MEIRI LENGD EN ÁÐUR HEFUR ÞEKKST ÁSAMT ÞVÍ AÐ VEITA GÓÐA STJÓRN OG FYRIRGEFANLEIKA.“ AÐ SÖGN MAGNÚSAR ER GRUNNURINN AÐ ÞESSARI UMTALSVERÐU BÆTINGU SVO KÖLLUÐ HIGH SPEED CAVITY BACK TÆKNI Í KYLFUHAUSNUM. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞYNGDINA ÚR BAKHLIÐ KYLFUHAUSSINS OG FÆRA HANA FRAMAR FÆST MEIRI BOLTAHRAÐI OG ÞAR MEÐ MEIRI HÖGGLENGD. ,,ÞESSI ÞYNGDARFÆRSLA FÆRIST AÐ MESTU LEITI Í TÁNA OG HÆLINN Á KYLFUHAUSNUM. ÞEGAR BOLTINN SNERTIR KYLFUHAUSINN Á ÞESSUM STÖÐUM VERÐUR MINNA FRÁVIK Á HONUM. ÞETTA ÞÝÐIR BEINNI HÖGG OG ÞAR MEÐ MEIRI NÁKVÆMNI. TIL AÐ ÚTSKÝRA ÞETTA NÁNAR ER HÆGT AÐ HUGSA SÉR AÐ EF MAÐUR Á ÞAÐ TIL AÐ HITTA BOLTANN Á TÁNA ER ÓHJÁKVÆMILEGT AÐ KYLFUHAUSINN OPNIST. VIÐ OPNUNINA MISSIR KYLFINGURINN BOLTANN TIL HÆGRI. ÞAR SEM MEIRI ÞYNGD HEFUR VERIÐ KOMIÐ FYRIR Í TÁNNI OPNAST KYLFAN MUN MINNA EN ELLA OG ÞAR MEÐ VERÐUR MINNI SKEKKJA Í GOLFHÖGGINU.“ AÐ SÖGN MAGNÚSAR ÝTIR SVO FLEX-LOFT TÆKNIN ENN MEIRA UNDIR GÆÐIN Á COVERT-LÍNUNNI. ,,ÞAR GETUR KYLFINGURINN BREYTT FLÁANUM Á KYLFUNNI, TIL DÆMIS FRÁ 8,5° Í 12,5° MEÐ DRIVER. ÁSAMT ÞVÍ ER HÆGT AÐ OPNA OG LOKA BLAÐINU EFTIR ÞÖRFUM. ÞESSU ER ÖLLU SAMAN BREYTT Á AUÐVELDAN HÁTT OG GEFUR KYLFINGNUM FRÁBÆRT TÆKIFÆRI TIL AÐ NÁ ÁÆTLUÐU BOLTAFLUGI SÍNU.“ MAGNÚS SEGIR ÞETTA VERA MJÖG SPENNANDI TÍMA FYRIR NIKE Á SVIÐI GOLFSINS. MARGIR UNGIR ATVINNUKYLFINGAR HAFA GENGIÐ TIL LIÐS VIÐ NIKE OG ÞAR MÁ HELST NEFNA RORY MCILROY, NICK WATNEY OG THORBJORN OLESEN. ,,TIGER WOODS HEFUR LÍKA BYRJAÐ ÁRIÐ MEÐ LÁTUM OG ÞAÐ VERÐUR GAMAN AÐ FYLGJAST MEÐ FRAMVINDU HANS Á NÆSTU MISSERUM.“ GOLFVÖRUR FRÁ NIKE GOLF FÁST Í GOLFBÚÐ INTERSPORT, GOLFBÚÐINNI Í HAFNARFIRÐI, GOLF-OUTLET OG Á VEFSÍÐUNNI WWW.SPORTSETRID.IS.


Opna breska

kveikti neistann Fannar Ingi Steingrímsson hefur vakið mikla athygli í sumar fyrir góðan árangur á golfvellinum. Fannar Ingi er á 15. ári og þann 2. júní sl. setti hann stórkostlegt vallarmet á Strandarvelli á Hellu. Þar lék hann á 61 höggi af gulum teigum eða 9 höggum undir pari. Hann kórónaði hringinn með því að slá „draumahöggið“ á 8. holu vallarins. Fannar hefur náð árangri með markvissum æfingum en hann er búsettur í Hveragerði og keppir fyrir hönd GHG. „Ég hef verið að æfa gríðarlega mikið undanfarin misseri og ég vissi að ég gæti alveg spilað langt undir pari. Það gekk ekki vel að ná góðu skori á unglingamótaröðinni í fyrrasumar (Íslandsbankamótaröðinni). Ég var alltaf að bíða eftir því að þetta myndi gerast. Hlutirnir gengu ekki upp á mótunum en ég var oft að spila vel þess á milli. Og núna er þetta fyrst farið að ganga fyrir alvöru,“ sagði Fannar en hann hefur í mörg horn að líta í sumar og nánast hver einasta klukkustund er skipulögð hjá afrekskylfingnum. Hann lék á sterku unglingamóti í Skotlandi í vikunni áður en annað stigamót ársins fór fram á Strandarvelli á Hellu. Ungi Hvergerðingurinn náði ekki góðum nætursvefni fyrir fyrsta keppnisdaginn, en hann lítur á slíkt sem áskorun og hluta af því að þroskast sem kylfingur.

Magnaður hringur á Strandarvelli

„Ég var rosalega þreyttur á fyrri keppnisdeginum á Hellu og spilaði á 76 höggum eða 6 höggum yfir pari. Það tók smá tíma að „gíra“ sig upp í þessar aðstæður eftir að hafa verið í Skotlandi dagana þar á undan. Ég held ég hafi sofið í 12-13 tíma fyrir síðari daginn á Hellu og ég náði besta skori mínu frá upphafi. Það er ekki alltaf hægt að mæta úthvíldur í mót og maður verður bara að taka því eins og það er,“ segir Fannar Ingi og hann hugsar sig aðeins um þegar hann er spurður að því hvernig honum hafi liðið þegar allt small saman á „draumahringnum“. 120

Hvergerðingurinn Fannar Ingi Steingrímsson ætlar sér langt í golfíþróttinni GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


ÍSLENSKA SIA.IS ICE 64614 06/13

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda: Q Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. Q Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 6.900 kr. árgjaldi er m.a.: Q 2.500 Vildarpunktar Q 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection Q 100 æfingaboltar í Básum Q Merkispjald á golfpokann

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim.

+ Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers


„Það var í raun allt sem gekk upp á þessu hring, ekki veikur blettur í spilinu hjá mér. Ég var ekkert að „klína“ innáhöggin upp að stöng á öllum holum. Þetta gerðist bara smátt og smátt, og að lokum hafði ég náð mínum besta árangri. Púttin voru að falla en ég fékk líka einn skolla þegar ég þurfti að taka víti,“ segir Fannar Ingi með yfirveguðum hætti. Hann sleppir því að nefna þá staðreynd að hann náði „draumahögginu“ á næst síðustu brautinni á lokadeginum. „Jú ég náði að fara holu í einu höggi á 8. braut,“ segir Fannar þegar hann er inntur eftir viðbrögðunum á teignum þegar hann sá boltann lenda ofan í holunni af 145 metra færi. „Ég var búinn að segja við pabba og strákana í ráshópnum á 15. braut (6. braut) að það væri fínt að klára draumahringinn með því að fara holu í höggi. Og það gerðist,“ segir Fannar Ingi en hann „skemmdi“ nánast holuna þegar boltinn lenti nánast beint í holunni eftir upphafshöggið. „Já þetta var nánast „basket“ högg hjá mér. Holubarmurinn var aðeins skemmdur eftir þetta högg með 8-járninu. Þetta er í fyrsta sinn sem ég fer holu í höggi en ég fagnaði ekki fyrr en ég var viss um að boltinn væri Fannar Ingi vippar inn á síðustu flötina í draumahringnum og tryggir sér par og 61 högg. Að neðan má örugglega ofan í holunni,“ segir Fannar Ingi sjá Ragnar Ólafsson, Einar Lyng og Steingrím föður Fannars, ásamt meðspilurum, skoða holuna eftir og það lýsir hinum hógværa unga kylfingi vel. draumahöggið svakalega. Neðst til hægri má sjá nærmynd af holunni og boltann þar ofan í. „Þegar ég sá að boltinn var ofan í holunni þá 14 ára gamall. Hann hefur æft undir handfagnaði ég því vel og innilega.“ leiðslu Einars Lyng Hjaltasonar hjá GHG og „Ég var búinn að segja er Fannar með 2,4 í forgjöf. Fannar Ingi á eitt ár eftir í grunnskólanum í Hveragerði en hann ætlar sér langt í við pabba og strákana í „Ég kann vel við að keppa við eldri og golfíþróttinni. Áhugi hans á golfinu vaknaði ráshópnum á 15. braut reyndari kylfinga. Ég fékk dýrmæta reynslu eftir að hann og faðir hans, Steingrímur í sveitakeppninni í fyrra þegar ég keppti Ingason, sáu útsendingu frá Opna breska (6. braut) að það væri fínt fyrir GHG í 4. deild. Og í kjölfarið hef ég meistaramótinu árið 2007. að klára draumahringinn keppt á Eimskipsmótaröðinni þar sem þeir „Já sagan er eiginlega þannig í stuttu máli: allra bestu eru að keppa,“ segir Fannar Ingi Pabbi var að horfa á útsendingu frá Opna með því að fara holu í og minnist ekki einu orði á þá staðreynd að breska í sjónvarpinu, áhuginn vaknaði, ég höggi. Og það gerðist.“ hann hefur endað á meðal 10 efstu á þeim fékk 7-járn í hendurnar og fór að slá golftveimur mótum sem hann hefur tekið þátt í bolta,“ segir Fannar Ingi þegar hann er inntur á Eimskipsmótaröðinni. Hann byrjaði með eftir því hvernig hann byrjaði í golfi. „Við fórum fyrst út á golfvöllinn við Hótel Örk, og ætlaði mér að ná tökum á þessu. Það hefur látum á fyrsta keppnisdeginum á Securitasmótinu í Vestmannaeyjum, öðru stigamóti og æfðum okkur þar daglega áður en við líka verið lán fyrir mig að fá að alast upp hér ársins á Eimskipsmótaröðinni. Þar lék fórum upp á alvöru golfvöll í Gufudal. Það í Hveragerði því það er nánast alltaf hægt að var enginn í fjölskyldunni sem spilaði golf æfa sig á vellinum – og það hefur verið rekið Fannar á 5 höggum undir pari vallar og hann endaði í 9. sæti eftir að hafa leikið á 65-70 og við byrjuðum því frá grunni. Um haustið gott barna- og unglingastarf hjá GHG.“ og 78 höggum. Sem verður að teljast frábær fórum við í golfskóla á Spáni og þar má segja árangur hjá 14 ára gutta sem er ekki með próf að áhuginn hafi vaknað fyrir alvöru. Ég fékk Fannar Ingi hefur öðlast mikla reynslu í á skellinöðru. strax gríðarlega mikinn áhuga á þessari íþrótt keppni við þá eldri þrátt fyrir að vera aðeins

122

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



„Markmiðin eru skýr, mig langar að komast í háskóla í Bandaríkjunum, leika þar með skólaliðinu, öðlast reynslu við bestu aðstæður og reyna síðan við atvinnumótaraðirnar í Bandaríkjunum og Evrópu.“

Hola

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10 11 12 13 14 15 16 17 18

Alls

Lengd 305 140 503 192 435 310 264 144 321 241 175 301 128 387 489 307 290 320 5252 Par

4

3

5

3

5

4

4

3

4

4

3

4

3

4

5

4

4

4

70

Högg 4

2

4

3

4

5

3

1

4

3

3

4

2

3

4

4

4

4

61

Það verður í nógu að snúast hjá Fannari Inga í sumar en hann ætlar að reyna að keppa á sem allra flestum mótum. Bæði á Íslandsbankamótaröð unglinga og Eimskipsmótaröðinni. „Ég næ ekki að keppa á öllum mótunum í sumar. Ég fer í keppnisferðir fyrir Golfsambandið og keppi m.a. í Finnlandi og Bandaríkjunum. Markmiðið er að toppa á þeim mótum og Íslandsmótinu í höggleik unglinga sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru.“ Þaulreyndur rallkappi á „pokanum“ Faðir Fannars, Steingrímur Ingason, er gamalreyndur keppnismaður í rallakstri sem landaði mörgum stórum titlum á keppnisferlinum. Steingrímur hefur líkt og aðrir foreldrar barna og unglinga sem stunda golfíþróttina af kappi farið í margar keppnisferðir með syninum. Fannar Ingi segir að hann hafi nýtt sér ýmislegt af reynslu „gamla mannsins“ úr rallinu. „Pabbi veit nánast ekkert um golf og ég hlusta ekkert á hann í dag,“ segir Fannar Ingi og hlær. „En það er margt annað sem hann veit og ég hef nýtt mér. Ég horfi t.d. ekki á viðtöl eða les fréttir um mig á fréttamiðlum. Það er eitt af fjölmörgum góðum ráðum sem pabbi hefur gefið mér. Það er mikilvægast að hugsa um það sem maður hefur stjórn á og einbeita sér að því,“ segir hinn 14 ára afrekskylfingur og talar eins og þaulreyndur atvinnumaður í golfi. „Mér finnst fínt að hafa pabba með mér í golfmótin en hann má ekki vera mér til aðstoðar á unglingamótaröðinni. Hann getur það hins vegar á Eimskipsmótaröðinni. Í raun vil ég bara að hann tali við mig um allt annað en golf, hjálpi mér að halda mér þurrum í vondum veðrum og að nestið sé í lagi. Það er skilgreiningin á góðum aðstoðarmanni,“ segir Fannar Ingi. Hinn magnaði norður-írski kylfingur, Rory McIlroy, er í miklu uppáhaldi hjá Fannari Inga. „Ég fylgist vel með Rory og Tiger 124

Woods er líka alltaf áhugaverður þótt ég sé ekki í stuðningsliði hans. Mér finnst gaman að horfa á golf í sjónvarpinu og fylgist vel með risamótunum,“ segir unglingurinn úr Hveragerði en það gæti ekki verið langt að bíða þeirrar stundar að hann nái alla leið inn á risamótin á stærstu atvinnumótaröðum veraldar. „Markmiðin eru skýr, mig langar að komast í háskóla í Bandaríkjunum, leika þar með skólaliðinu, öðlast reynslu við bestu aðstæður og reyna síðan við atvinnumótaraðirnar í Bandaríkjunum og Evrópu. Ef það tekst ekki þá set ég mér ný markmið en ég ætla mér að ná langt í golfinu og ég æfi markvisst að því að komast þangað sem ég ætla mér,“ sagði hinn beinskeitti kylfingur, Fannar Ingi Steingrímsson.

Hvað segir golfkennarinn Einar Lyng Hjaltason um Fannar Inga?

Duglegur og vinnusamur „pælari“ Einar Lyng Hjaltason, PGA-golfkennari, hefur þjálfað Fannar Inga frá því að hann hóf að spila golf árið 2007. Einar segir að gríðarleg vinnusemi og elja hafi einkennt Fannar allt frá því hann mætti á sína fyrstu æfingu. „Golfið greip Fannar Inga og hann hefur alltaf æft gríðarlega mikið. Meira en aðrir og nánast á hverjum einasta degi undanfarin ár,“ segir Einar sem starfar í dag sem golfkennari hjá Kili í Mosfellsbæ. „Ég mun áfram starfa með Fannari enda búum við hlið við hlið í Hveragerði. Fannar er duglegur að viða að sér fróðleik og hann er mikill „pælari“. Hann einbeitir sér að smáatriðum og slær mörg þúsund golfhögg til þess að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér. Það er gott að þjálfa Fannar, hann tekur ráðleggingum vel, og er alltaf tilbúinn að hlusta. Fannar er líka með báða fætur á jörðu og er prýðisdrengur. Við sem búum í Hveragerði erum gríðarlega stolt af Fannari sem er í raun fyrsti „alvöru“ kylfingurinn sem kemur úr röðum GHG,“ sagði Einar Lyng Hjaltason.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Hreinar línur Gira E2 www.gira.com/e2

Gira E2 Rofalínan Gira E2 er í senn stílhrein, hagnýt og sterkbyggð og hentar því vel við allar aðstæður. Rammar og grunneiningar eru úr höggþolnu pólýkarbónati með vörn fyrir útfjólublárri geislun og þola því vel hnjask, þarfnast lítillar umhirðu og upplitast ekki í sólarljósi.

Fjölbreyttir möguleikar Gira E2 býður upp á óvenju fjölbreytta möguleika: Rofalínan nær yfir meira en 280 mismunandi eiginleika sem auka þægindi, hagkvæmni og öryggi á heimilinu. Auk tengla og ljósarofa stendur meðal annars til boða dyrasímabúnaður, hljóðbúnaður sem og fjöldi lausna fyrir hússtjórnunarkerfi.

Mynd frá vinstri til hægri: Tvöfaldur tengill með þrýstirofa/SCHUKO-innstungu, Gira E2, mjallhvítur glansandi, álgrár, steingrár

Mynd frá vinstri til hægri: Sjálfvirkur Gira rofi 2, tvöfaldur Gira snertiskynjari 3 Plus og þrefaldur Gira snertiskynjari 3 Komfort, utanáliggjandi Gira innistöð með mynd, Gira RDS-útvarp, Gira E2, mjallhvítt glansandi

Smiðjuvegur 3 · 200 Kópavogur · Sími: 5 20 - 45 00 · www.sg.is

202494_Anz_Schalterprogramm_E2_A4_IS.indd 1

21.02.13 17:43


DÓMARAPISTILL

Hörður Geirsson, alþjóðadómari skrifar

A

HVERNIG STYTTA KYLFINGAR OG GOLFKLÚBBAR LEIKTÍMA?

f eðlilegum ástæðum kunna golfklúbbar og mótshaldarar að hafa ólíkar skoðanir á því hvað sé ásættanlegur og óásættanlegur leikhraði í golfi. Þrátt fyrir það er ljóst að hægur leikur dregur úr ánægju margra kylfinga og að sjaldan heyrast leikmenn kvarta undan of hröðum leik. Því hvílir ábyrgð á öllum kylfingum og forsvarsmönnum golfklúbba að sjá til þess að golf sé leikið á ásættanlegum hraða og að leikhraðinn sé í samræmi við golfvöllinn sem leikinn er. Ýmsir þættir geta haft áhrif á hvað telst ásættanlegur leikhraði, s.s. umhverfi vallarins, fjarlægðir milli flata og teiga og ólík geta þeirra kylfinga sem eru við leik á vellinum. Auk þessa er nauðsynlegt að gera ákveðinn greinarmun á milli golfs sem eingöngu er iðkað kylfingum til ánægju og keppnisgolfs þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Í keppnisgolfi afrekskylfinga eru að jafnaði dómarar á vellinum sem geta haft eftirlit með leikhraðanum. Þeir framfylgja skilmálum sem fela í sér að ráshópar þurfa að hlíta

ströngum tímaviðmiðum og geta átt yfir höfði sér tímamælingar og vítahögg ef þeir fylgja ekki þessum viðmiðum. Óraunsætt er að ætla að framfylgja slíkum skilmálum í daglegum leik á golfvöllum og því þurfa golfklúbbar að treysta á samvinnu kylfinga og að kylfingar temji sér góða siði varðandi leikhraða, ef hraðinn á að vera ásættanlegur. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að golfklúbbar setji viðmið um leiktíma. Eins og fyrr segir er ekki hægt að setja algilda reglu um hæfilegan leiktíma á golfvöllum. Mikilvægt er þó að viðmiðin séu framkvæmanleg, en um leið metnaðarfull. Almennt ætti tveggja manna ráshópur ekki að þurfa meira en 3 klst. og 10 mínútur; þriggja manna ráshópur ekki meira en 3 klst. og 30 mínútur og fjögurra manna ráshópur ekki meira en 3 klst. og 50 mínútur. Raunar ætti styttri tími en þetta að vera markmið allra kylfinga þegar það á við. Á hinn bóginn, eins og fram kemur hér að framan, er viðurkennt að þættir eins og hönnun vallarins geta valdið því að miða þurfi við lengri leiktíma.

Ef hægur leikur er vandamál í þínum golfklúbbi ætti að taka á vandamálinu af ákveðni og festu. Atriði sem golfklúbbar geta gert til að stytta leiktíma: • Yfirfyllið ekki völlinn með of stuttu bili milli rástíma. Í tveggja manna ráshópum ættu a.m.k. 8 mínútur að vera á milli ráshópa og í þriggja og fjögurra manna ráshópum a.m.k. 10 mínútur. • Hafið eyður í ræsingu yfir daginn, ef kostur er, til að eiga kost á að vinna upp tafir sem kunna að hafa orðið. • Ráðleggið kylfingum að leika af teigum sem henta getu þeirra og biðjið ræsa um að leiðbeina kylfingum í þessu efni. • Kargi ætti að vera sleginn þannig í daglegum leik að ekki sé mikið um týnda bolta í karganum. • Bendið kylfingum á hámarkstíma til að leika völlinn og minnið þá á skyldur þeirra varðandi leikhraða, t.d. að halda í við ráshópinn á undan og að hleypa hraðari ráshópum fram úr.

126

• Munið að stærri ráshópar lengja leik tímann. Takmörkun ráshópa í höggleik við tvo eða þrjá kemur oft í veg fyrir tafir sem annars yrðu í fjögurra manna ráshópum.

Atriði sem kylfingar geta gert til að stytta leiktíma: • Vertu vakandi fyrir stöðu þíns ráshóps m.t.t. næsta ráshóps á undan. • Ekki miða stöðu þína við næsta ráshóp á eftir; sú staðreynd að þú ert ekki að tefja hann skiptir ekki máli, því þín ábyrgð er að halda í við ráshópinn á undan þér. • Ef þinn ráshópur dregst aftur úr, reyndu að vinna það fljótt upp. • Ef auð braut er á undan þínum ráshópi og þið tefjið ráshópinn á eftir ykkur, eða ef enginn er á undan ykkur og þið tefjið rás hópinn á eftir ykkur, bjóðið þeim þá að fara fram úr.

• Ekki bíða með að setja hanskann á þig þar til kemur að þér að leika. • Ekki bíða með að mæla fjarlægðir og velja kylfu þar til kemur að þér að leika. • Skoðaðu púttlínuna þína á meðan aðrir í ráshópnum skoða sína (að því marki sem hægt er án þess að trufla aðra). • Leggðu golfpokann þinn við flötina þar sem fljótlegast er að fara af flötinni að næsta teig. • Gakktu af flötinni um leið og allir kylfingar í ráshópnum hafa púttað út; skráðu á skorkortið á næsta teig. • Leiktu varabolta ef þú heldur að upp haflegi boltinn kunni að vera týndur utan vatnstorfæru, eða út af. • Ef þú heldur í við næsta ráshóp á undan getur enginn ásakað þig um hægan leik.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Notaรฐโ ann eins og รพรบ hatir hann

Samsung GALAXY XCOVER 2

Brรกรฐsnjall sรญmi sem er krรถftugri en gengur og gerist! ยฒฦญXJXU VQMDOOVร PL ร NUร IWXJXP XPEร ร XP ;FRYHU HU PHร VWร UDQ VQHUWLVNMยฝ $QGURLG VWร ULNHUฦซ 03 P\QGDYร O RJ Dร VMยฝOIVร Jร X ร VOHQVND YDOP\QG (LQQLJ HU Vร PLQQ PHร ,3 VWDร DO VHP ร ร ร LU Dร KDQQ Vร Eร ร L YDWQV RJ U\NYDULQQ *DOD[\ ;FRYHU HU IXOONRPLQQ Vร PL I\ULU NUHIMDQGL Dร VWร ร XU RJ ร Yร WLOYDOLQQ I\ULU ร VOHQVNW YHร XUIDU


Klúbbarnir bregðast við

hægum leik Leikhraði hefur verið mikið á milli tannanna hjá fólki í golfheiminum undanfarið. Margir telja hægan leik vera eina mestu ógn við golfíþróttina, þar sem fæstir hafa tíma til að eyða 5-6 klukkustundum á golfvellinum og fólk hefur minni og minni þolinmæði til að bíða í heiminum í dag. Hér á Íslandi, líkt og annars staðar, virðist sem hægur leikur hafi því miður aukist undanfarin ár. Ýmsir þættir hafa þar áhrif, en í því samhengi má nefna fjölgun iðkenda, hægan leik á atvinnumótum sem sýnd eru í sjónvarpi, og þá staðreynd að fáir nýir vellir hafa verið opnaðir á sama tíma og iðkendum hefur fjölgað. Nú hafa sumir golfklúbbar tekið þetta mál föstum tökum til að tryggja að leikurinn gangi vel á sínum völlum. Golf á Íslandi tók púlsinn hjá nokkrum klúbbum til að athuga hvernig leikhraði hafi verið hjá þeim það sem af er sumri og hvort þeir væru að gera eitthvað til að bæta leikhraða á sínum velli/völlum.

Hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði hefur leikur það sem af er sumri gengið mjög vel að sögn Ólafs Þórs Ágústssonar framkvæmdastjóra. Ákveðið var í byrjun sumars að setja klukkur á fimm teiga á fyrri níu holum vallarins og eiga klukkurnar að sýna rástíma viðkomandi ráshóps þegar ráshópurinn kemur á teiginn. Ólafur segir þetta hafa reynst afar vel þar sem kylfingar sjái myndrænt hvort þeir séu á tíma eða ekki. Keilisfólk hefur tekið vel í þessa nýjung og leikhraði hjá klúbbfélögum verið til fyrirmyndar að sögn Ólafs. Hins vegar hafi leikhraði í opnum mótum verið verri, þar sem kylfingar eigi það til að hægja of mikið á leik sínum þegar verðlaun og forgjafarbreytingar eru komnar í spilið. Golfklúbbur Reykjavíkur er stærsti golfklúbbur landsins og er góður leikhraði á þéttsetnum völlum klúbbsins afar mikilvægur. Garðar Eyland framkvæmdastjóri GR sagði leikhraða á völlum GR hafa verið þokkalegan það sem af er sumri. Yfirleitt taki 18 holu hringur um 4,20 klst. en á einstaka degi fari leiktími á 18 holum upp í 4,40. Garðar segir eftirlitsmenn á báðum völlum

128

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Fjár semfesting st liggueinr

Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum.

4 400 400


fylgjast vel með leikhraða og séu ráshópar ekki að halda góðum hraða séu þeir aðvaraðir tvisvar áður en þeir eru beðnir um að taka upp og halda á næsta teig. Garðar segir mikilvægt að allir kylfingar séu samtaka um að halda góðum leikhraða og að markmið GR sé að ná leiktíma á 18 holum niður í 4,10. Þar að auki ætlar GR að prófa fyrirkomulag sem þekkt er frá Bretlandseyjum einhverja sunnudagsmorgna í sumar. Þá verða einungis tveir boltar leyfðir í hverjum ráshóp frá t.d. 8:00-10:00. Kylfingar geta þá skráð sig 4 saman, skipt í tvö lið og spilað „foursome“ eða „greensome“ svo eitthvað sé nefnt. Á Selfossi hjá Golfklúbbi Selfoss eru menn

130

Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ opnaði 18 holu völl á síðasta ári. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri segir að leikur gangi almennt séð vel á Hlíðavelli. Eftir að völlurinn stækkaði í 18 holur hafi ræsing út á völl batnað mikið þar sem kylfingar fari nú út á völl eftir settum rástíma, en ekki beint í hælana á ráshópnum á undan. Klúbburinn bregst í dag við kvörtunum utan af velli með því að senda starfsmann á svæðið og reka á eftir sé ráshópur búinn að dragast verulega afar ánægðir með leikhraðann. Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri segir leikhraða aftur úr. Að sögn Hauks er í raun bara möguleiki á hægum leik á góðviðrisdögum í raun ekki vera vandamál hjá klúbbnum í dag og þakkar hann því góða starfi sem unnið síðdegis þegar mesta umferðin er á vellinum. Klúbburinn hefur enn sem komið er ekki gert hefur verið hjá klúbbnum fyrir það. Hjá neinar sérstakar ráðstafanir til að flýta leik, GOS ganga allir nýliðar í gegnum 14 vikna en ef leikhraði versnar sé sá möguleiki fyrir námskeið þar sem þeir útskrifast síðan sem hendi. fullgildir kylfingar í lok sumars, meðvitaðir um hvað þarf til að halda góðum leikhraða. Þar að auki hefur vallarmörkum á Svarfhóls- Nesklúbburinn á Seltjarnarnesi er stærsti 9 holu golfklúbbur á landinu með rúmlega 650 velli verið skipt út fyrir hliðarvatnstorfærur, meðlimi. Haukur Óskarsson framkvæmdasem hefur einnig hjálpað til að viðhalda góðum leikhraða. Einnig segir Hlynur öllum stjóri klúbbsins segir mikla áskorun að halda uppi góðum leikhraða á Nesvellinum. unglingum í klúbbnum vera kennt að góður Undanfarin ár hafi völlurinn oft á tíðum leikhraði sé afar mikilvægur til að allir geti verið smekkfullur frá 9 á morgnana til 9 á notið þess að spila á vellinum. kvöldin, og 9 holu hringur tekið nær þremur tímum en tveimur. Haukur segir klúbbinn hafa sett upp tvær klukkur við 1. teig og reynt að brýna fyrir meðlimum að fara út með 10 mínútna millibili til að metta ekki völlinn. Þar að auki sé klúbburinn ekki með rástímaskráningu sem hefur í för með óreglulega ræsingu oft á tíðum. Haukur segir það muna mjög miklu þegar fólk leyfi 10 mínútum að líða á milli ráshópa, enda sé völlurinn lítill og þolir ekki meira en 13 ráshópa í einu.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


NÝR RAV4

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 63842 04/13

ÆVINTÝRIÐ BÍÐUR

8SSJµWYD¯X ¥YLQW¼ULQ ¬ O¬ƪ ½¬QX Q¼ D¯ HU LQQEO VWXULQQ D¯ EDNL HQGXUKµQQXQ 5$9 NXW¥NL VHP HU IXOONRPLQQ I¨ODJL I\ULU VNHPPWXQ PH¯ YLQXP RJ IMµOVN\OGX 5$9 KHIXU EXU¯L WLO D¯ NRPD ½¨U KYHUW VHP ½¹ YLOW IDUD RJ ½D¯ HU Q²J U¼PL I\ULU IDU½HJD RJ IDUDQJXU +DQQ HU KOM²¯O WXU µUXJJXU RJ PH¯ IUDP¹UVNDUDQGL DNVWXUVHLJLQOHLND .RPGX RJ UH\QVOXDNWX DOYHJ Q¼UUL N\QVO²¯ DI 5$9 YLQW¼UL¯ E¬¯XU ) ¯X Q QDUL XSSO¼VLQJDU ZZZ WR\RWD LV (UXP )DFHERRN 7R\RWD VODQGL

5 ÁRA ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

*B¯OOLQQ £ P\QGLQQL NDQQ D² YHUD E¼LQQ DXNDKOXWXP VHP HNNL HLJD YL² XSSJHɬ² YHU² RJ DOODU XSSO¿VLQJDU HUX ELUWDU PH² I\ULUYDUD XP YLOOXU 5$9 l G¯VLO YDU SUµID²XU RJ I«NN ɬPP VWM¸UQXU £ ¸U\JJLVSUµɬ (XUR NCAP

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000


LEK fréttir:

Missir af landsliðssæti vegna heiðarleika

Landslið LEK í flokki karla 70+ er skipað eftirfarandi kylfingum: Hans Jakob Kristinsson GR Jens Karlsson GK Óttar Magnús G Yngvason GR Pétur Elíasson GK Ragnar Guðmundsson GV Sigurjón Rafn Gíslason GK

Þessir kylfingar kepptu á Evrópumótinu sem haldið var á Guadalmina golfvellinum í Marbella á Spáni dagana 10. - 13. júní.

Landslið LEK í flokki karla 55-69 er skipað eftirfarandi kylfingum: Án forgjafar: Jón Haukur Guðlaugsson

L

andslið LEK í flokkum karla 55-69 ára bæði með og án forgjafar og 70+ liggja nú fyrir eftir geysilega baráttu manna á milli þar sem hvert högg gat skipt máli hvort menn kæmust í landsliðið eða ekki. Heiðarleikinn í þessari íþrótt okkar er þó einstakur. Einn kylfingur var mjög nálægt því að spila sig inn í landsliðið en varð á að skrifa undir rangt skorkort eftir næst síðasta viðmiðunarmótið sem haldið var á Hellu. Höggafjöldinn á einni holu var vantalinn um eitt högg. Hann gerði sér ekki grein fyrir þessu fyrr en seinna um kvöldið þegar hann var að skoða úrslit mótsins. Þessi kylfingur var á fínu skori og átti mjög góða möguleika á landsliðssæti. Fyrir utan það var hann eini maðurinn sem vissi að skorið hans var rangt en hann var ekkert að tvínóna við hlutina og lét dæma sig úr leik í mótinu og þar af leiðandi missti viðkomandi mjög líklega af landsliðssæti í landsliði LEK.

Sæmundur Pálsson Rúnar Svanholt Skarphéðinn Skarphéðinsson Hörður Sigurðsson Óskar Sæmundsson Með forgjöf: Ragnar Gíslason Jóhann Peter Andersen Guðmundur Ágúst Guðmundsson Hafþór Kristjánsson Gunnar Árnason Sigurjón Árni Ólafsson

Þessir kylfingar kepptu á Costa Navarino í Grikklandi dagana 25.-28. júní. 132

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



N

ú er 10 viðmiðunarmótum karla fyrir landslið LEK 2013 lokið og úrslitin ljós eins og talið hefur verið upp hér á undan. Viðmiðunarmótin fyrir árið 2014 eru hafin og var fyrsta mótið haldið hjá GK laugardaginn 1. júní sl. Sú breyting hefur verið ákveðin af stjórn LEK að viðmiðunarmótum karla fyrir hvert ár ljúki á árinu á undan. Þetta þýðir að öllum viðmiðunarmótum fyrir landslið LEK 2014 í karlaflokki bæði 55-69 ára og 70+ mun ljúka á þessu ári. Viðmiðunarmót fyrir landslið kvenna 50+ er enn í fullum gangi og eru þrjú mót eftir fyrir landsliðið 2013.

Tíu efstu konurnar eru eftirfarandi; María Málfríður Guðnadóttir GKG

1.497,5 stig

Erla Adolfsdóttir GK

1.187,5

Stefanía Margrét Jónsdóttir GR

1.080,0

Bergljót Kristinsdóttir GKG

1.020,0

Þyrí Valdimarsdóttir NK

916,7

Kristín Sigurbergsdóttir GK

914,2

Magdalena S H Þórisdóttir GS

897,5

Ágústa Dúa Jónsdóttir NK

779,2

Ásgerður Sverrisdóttir GR

765,0

Jónína Pálsdóttir GKG

636,7

S

tyrktargjald LEK fyrir árið 2013 hefur verið ákveðið kr. 2.000.- og eru allir kylfingar sem vilja að starfsemi LEK haldi áfram með sama krafti og verið hefur, beðnir um að muna eftir LEK þegar gíróseðlarnir detta inn um lúguna eða þegar valgreiðsla birtist í heimabankanum. Þær greiðslur sem LEK fær með þessum hætti eru starfsemi LEK algjörlega bráðnauðsynlegar þar sem mikill kostnaður fylgir allri starfsemi LEK sem er áhugafélag og þarf að sækja allar tekjur til félaganna. Stjórn LEK þakkar öllum stuðningsmönnum fyrirfram fyrir stuðninginn. Ef enginn gíróseðill birtist, er samt auðvelt að styðja LEK með því að leggja tvö þúsund krónurnar inn á reikning LEK hjá MP-banka. 0701-26-014400. Kennitala LEK er: 610297-3319.

134

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


DÓTAKASSI FULLORÐNA FÓLKSINS Í Garminbúðinni í Ögurhvarfi færðu frábæra þjónustu og flest fremstu útivistar- og íþróttatæki sem í boði eru. Einnig erum við með fjölbreytt úrval af tækjum fyrir sjófarendur. Reynsla og þekking er okkar aðalsmerki.

KR.

VERÐ

VERÐ

74.900

KR.

KR.

VERÐ

79.900

69.900

Oregon 600 – Göngugarpurinn

Edge 810 – Hjólreiðafólk

Fenix – Göngugarpurinn

Frábært göngutæki verður enn betra, 3” snertiskjár með frábærri glampavörn. Bluetooth samskipti við síma og tvöfaldur GPS móttakari.

GPS æfingatæki sem sýnir frammistöðu og leiðsögn. 5 mismunandi uppsetningar, t.d. þegar þú keppir og þegar þú ferð á fjöll.

Útivistarúr með leiðsögn ásamt hæðartölvu, loftþrýstingsnema og 3 ása rafeindaáttavita. Einnig tilvalið í hlaupið og annað sport.

VERÐ

KR.

49.900

KR.

VERÐ

VERÐ

29.900

Approach S2 – Golfarinn

Nüvi 42 – Bíleigandinn

Nýtt GPS golfúr. Sjáðu fjarlægð í holuna hvar sem þú ert. Mældu högglengd og fylgstu með hversu langt þú gengur. Yfir 30.000 vellir um allan heim.

Ódýrasta leiðsögutækið, Vestur-Evrópukort með götukorti af Íslandi fylgir.

KR.

44.900

VERÐ

KR.

49.900

Nüvi 2547LM – Bíleigandinn

Forerunner 310XT – Hlauparinn

Nýtt leiðsögutæki í bílinn með 5” skjá. Frábærir nýir eiginleikar sem gera þér lífið létt í akstri.

Öflugt GPS æfingaúr með fjölnota stillingum. Fylgstu með tíma, vegalengd, hraða og hjartslætti. Vatnshelt úr, löng rafhlöðuending.

TILB OÐ

VERÐ

KR.

VERÐ

PIPAR\TBWA • SÍA

199.900

KR.

9.900

VERÐ

KR.

15.900

VERÐ

KR.

39.900

GPSMAP 720s – Bátaeigandinn

Powermonkey – Ferðalangurinn

Solarmonkey – Göngugarpurinn

Gobandit Live – Myndasmiðurinn

Frábær sambyggður GPS plotter og dýptarmælir 1KW á strandveiðarnar. 7” snertiskjár, íslenskt viðmót.

Ertu alltaf með óhlaðinn símann? Powermonkey discovery er lausn fyrir fólk á ferðinni, innanlands sem utan!

Að hlaða símann, myndavélina eða GPS tækið er ekkert mál á fjöllum, Solarmonkey adventurer hleður innbyggða rafhlöðuna á daginn og sem aftur hleður tækin þín á nóttinni!

Vatnsheld myndavél í sportið, GPS innbyggt, sjáðu hraða, hæð, krafta o.fl. birtast með videóinu. Full HD upptaka með 170° sjónarhorni.

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is


Mikill uppgangur hjá Golfklúbbi Setbergs – Félagar 450 og verður ekki tekið við fleiri félögum á árinu

Setbergsvöllur

að breytast í skógarvöll

K

ylfingar sem leikið hafa á Setbergsvelli í vor og framan af sumri hafa eflaust tekið eftir því að búið er að planta niður talsvert af trjám á vellinum. Helst er tekið eftir þessu á 3., 4. og 6. braut sem liggja hlið við hlið. Kylfingar gátu slegið nokkuð villt á þessum brautum en nú mun trjágróðurinn gera þessar golfholur talsvert erfiðari og um leið skemmtilegri. Högni Friðþjófsson, formaður Golfklúbbs Setbergs, segir það vera stefnu klúbbsins að halda áfram að planta niður trjám á Setbergsvelli sem gæti þannig hægt og hljótt farið að breyast í skógarvöll. „Það er auðvitað draumurinn. Við gróðursettum um 600 tré á vellinum og þetta breytir auðvitað miklu fyrir nokkrar brautir. Trén verða blámerkt næstu tvö árin og sumir slæsarar hafa hótað því að hætta í klúbbnum eftir tvö ár,“ segir Högni í léttum tón. „Þriðja brautin er t.d. allt önnur golfhola eftir þessar breytingar. Það er mikil ánægja með þessa trjárækt meðal félaga í klúbbnum. Hugmynd um trjárækt hefur lengi verið í umræðunni hjá klúbbnum og gaman að sjá að hún er að verða að veruleika. Klúbburinn

136

Búið er að koma fyrir trjáþyrpingum á milli, 3., 4. og 6. brautar. Það mun setja skemmtilegan svip á völlinn.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Séð yfir sjöundu braut af teig. Stjórn Setbergs hefur sett sér það markmið að gróðursetja talstvert af trjám á vellinum á næstu árum.

leigir landið undir Setbergsvöll sem skapar ákveðna óvissu en stefnan er samt sem áður að halda áfram að bæta völlinn, s.s. með gróðursetningu og endurbótum á núverandi aðstöðu.

Ekki tekið við fleiri nýjum félögum

Það hefur verið mikill uppgangur hjá Golfklúbbi Setbergs eftir að hann var endurvakinn fyrir nokkrum árum. Högni segir að klúbburinn sé kominn í þann félagafjölda sem stefnt var að en nú eru ríflega 450 kylfingar skráðir í klúbbinn. „Ég held að við séum komnir að þolmörkum með félagafjölda,“ segir Högni. „Það hefur gengið mjög vel frá því að klúbburinn fór aftur af stað. Við ákváðum að loka vellinum fyrir aðra en félagsmenn eftir kl. 15 frá mánudegi til fimmtudags og fram til klukkan 15 um helgar og þær breytingar hafa mælst mjög vel fyrir meðal félaga okkar.

Félagar geta þó tekið einn með sér á framangreindum tímum sem skal greiða flatargjald. Ég er nokkuð viss um að það væru ekki svona margir félagar í klúbbnum ef við hefðum ekki tekið þessa ákvörðun. Þetta auðveldar til muna okkar félögum að komast í golf.“

Nýtt æfingasvæði opnar á næsta ári

Það er mikill uppgangur hjá Golfklúbbi Setbergs. Á næsta ári fá félagar klúbbsins líka aðgang að langþráðu æfingasvæði. Búið er að ryðja út fyrir æfingasvæði sem mun prýða stóra púttflöt, æfingaflöt fyrir styttri högg

og auðvitað alvöru æfingabraut fyrir löngu höggin. „Við klárum æfingasvæðið á næsta ári en það mun opna að einhverju leyti í sumar. Það verður staðsett við hlið skálans sem er mikill kostur. Það verður hægt að æfa öll þau högg sem kylfingar þurfa að slá á vellinum sjálfum. Æfingaflötin sem ætluð er til að æfa vipp var hönnuð þannig að kylfingar gætu m.a. æft úr ýmsum mismunandi stöðum.“ segir Högni. „Við förum ekki í framkvæmdir nema þegar við höfum efni á því. Þannig viljum við vinna. Nú söfnum við fyrir næstu framkvæmdum,“ bætir Högni við. Að lokum spurðum við hjá Golf á Íslandi hvort Setbergsmenn væru farnir að hugsa um að stækka völlinn í 18 holur? „Auðvitað hugsum við um það. Það er hins vegar ekki undir okkur komið þar sem við eigum ekki landið. Að okkar mati er langbesta nýtingin á þessu svæði samt að nýta það undir golfvöll.“

Ný æfingaflöt er skammt frá klúbbhúsinu og mun bæta æfingaaðstöðuna hjá Setbergsmönnum töluvert. Æfingapúttflötin verður tilbúin á næsta ári.

Á Setbergsvelli er skemmtilegt fyrirkomulag. 18 mismunandi teigar á níu brautum. Hér er flötin á 8./17. braut sem er bæði par-4 og par-3 braut. 138

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


OKKAR BJÓR WORLD’S BEST STANDARD LAGER

Egils Gull var krýndur besti bjór í heimi í flokki hefðbundinna lagerbjóra á World Beer Awards 2011. Tær gullinn liturinn, ilmurinn af korni og léttristuðu malti, ásamt fersku bragðinu tryggðu okkur heimsmeistaratitilinn. Verum stolt af gullinu og skálum vel og lengi! Þetta er okkar bjór.

2.25% ALC. VOL. LÉTTBJÓR


Risatap hjá USGA á Opna bandaríska

Samkvæmt frétt á vefmiðlinum golf.com tapaði bandaríska golfsambandið, USGA, um 1200 milljónum kr. með því að velja Merion sem keppnisvöll fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem lauk þann 16. júní sl. Ástæðan fyrir tapi USGA er að mun færri áhorfendur komust að á keppnissvæðinu við Merion-völlinn sem var hannaður fyrir 117 árum. Og þar með voru mun lægri tekjur hjá mótshöldurum. Merionvöllurinn er í úthverfi Philadelphiu-borgar.

Tilboð fyrir golf-fjölskyldur

TVÆR 16” PIZZUR

M. 2 ÁLEGGSTEGUNDUM OG 2 l GOS Á 2400 KRÓNUR

Super Pizza

140

Nýbýlavegi 32

200 Kópavogur

Sími 577 5773

Til samanburðar má nefna að helmingi færri áhorfendur komust að á þessum velli miðað við Olympic Club vellinum í San Francisco þar sem að mótið fór fram fyrir ári síðan. Aðeins 25.000 aðgöngumiðar voru í boði á hverjum keppnisdegi en á flestum mótum þar sem þetta risamót fer fram eru 40 – 50.000 aðgöngumiðar í boði. Talsmaður USGA segir að keppnisvellir séu aldrei valdir með það að markmiði að hagnast sem mest á mótinu. Það má gera ráð fyrir að USGA nái að brúa þessa upphæð þegar Opna bandaríska meistaramótið fer fram á Bethpage og Pinehurst á næstu tveimur árum.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Eimskip leggur meira púður í mótaröð þeirra bestu

V

Það geta allir notað golfkortið Til eru tvær gerðir af golfkortinu, einstaklingskort og fjölskyldukort. Einstaklingskort kostar kr. 9.000 Fjölskyldukort kostar kr. 14.000 og gildir fyrir tvo fullorðna og tvö börn 16 ára og yngri.

Golfkortið veitir fría spilun á 28 golfvelli víðsvegar um landið. Að auki gildir kortið 2 fyrir 1 á nokkra velli. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar

www.golfkortid.is

30

Golfvellir 1 kort www.golfkortid.is www.golfkortid.is

142

egur Eimskipsmótaraðarinnar vex með hverju ári og verður mótaröðin sífellt sterkari. Umgjörðin í kringum mótaröðina stækkar einnig á hverju ári. Umfjöllun um sterkustu golfmótaröð landsins hefur einnig aukist gríðarlega á síðastliðnum áratug og er þar helst að þakka auknum samskiptamöguleikum í gegnum internetið. Eimskip hefur stutt vel við bakið á mótaröðinni síðustu ár. Fyrirtækið ætlar að leggja meira púður í mótaröðina í sumar. „Golf er vaxandi sport og við hjá Eimskip viljum vaxa með því,“ segir Ólafur William Hand, markaðsstjóri Eimskips. „Við lögðumst yfir þetta og golf var sú íþrótt sem hentaði okkur best. Þetta er fjölskylduvæn íþrótt og hefur gott forvarnargildi. Krakkarnir læra kurteisi og að umgangast náttúruna.“ Eimskip ætlar að leggja aukið púður í Eimskipsmótaröðina í sumar og verður starfsmaður í hálfu starfi í vinnu við undirbúning mótaraðarinnar í sumar. Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Eimskip hefur einnig verið einn stærsti styrktaraðili GR á undanförnum árum og því verður fyrirtækið fyrirferðamikið á Korpunni í sumar á stærsta móti ársins. „Við ætlum ekki að teppaleggja völlinn í auglýsingum frá Eimskip en við verðum sýnilegir,“ segir Ólafur léttur í bragði. „Við viljum auðvitað stuðla að því að Íslandsmótið verði sem glæsilegast og umgjörðin verði eins og á stóru mótunum í Evrópu.“ Á myndinni má sjá f.v. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara, Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseta GSÍ, Hörð Þorsteinsson framkvæmdastjóra GSÍ og Ólaf W. Hand, markaðsstjóra Eimskips.

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is



Þrír nýliðar í íslensku landsliðunum Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, hefur valið þá kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd á Evrópumótum í sumar. Nýliði er í íslenska karlalandsliðinu en það er Ragnar Már Garðarsson úr GKG sem kemur inn í landsliðshóp karla sem mun keppa í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða í Tékklandi 11.-13. júlí. Auk Ragnars Más leika þeir Andri Þór Björnsson úr GR, Axel Bóasson úr GK, Guðmundur Á. Kristjánsson úr GR, Haraldur Franklín Magnús úr GR og Rúnar Arnórsson úr GK fyrir Íslands hönd í Tékklandi. Karlalandsliðið er nokkuð ungt að árum. Axel er elsti leikmaður liðsins, 23 ára gamall en aðrir leikmenn eru yngri og er Ragnar yngstur, verður 18 ára í ágúst.

Eftirfarandi kylfingar skipa landslið kvenna: Anna Sólveig Snorradóttir, GK Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR Ragnhildur Kristinsdóttir, GR Signý Arnórsdóttir, GK Sunna Víðisdóttir, GR

Það eru einnig nýliðar í kvennalandsliði Íslands. Anna Sólveig Snorradóttir úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR koma sterkar inn í kvennalandsliðið eftir flottan árangur í sumar. Kvennalandsliðið mun leika á EM kvenna sem fram fer í Englandi, 9.-13. júlí næstkomandi. Einnig voru valdar þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, Signý Arnórsdóttir úr GK og Sunna Víðisdóttir úr GR.

Eftirfarandi kylfingar skipa landslið karla: Andri Þór Björnsson, GR Axel Bóasson, GK Guðmundur Ág. Kristjánsson, GR Haraldur Franklín Magnús, GR Ragnar Már Garðarsson, GKG Rúnar Arnórsson, GK

www.gongugreining.is Getum við ekki örugglega gert eitthvað fyrir þig... Ætlar þú að stunda golf í sumar... komdu og við hjálpum þér að velja skó sem henta þínu fótlagi og niðurstigi. Ert þú með verki í skrokknum eftir hringinn... komdu í göngugreiningu og við balancerum þig af með innleggjum og réttum skóbúnaði.

Tímapantanir í síma 55 77 100 Engjavegur 6 - 104 Reykjavík - Sími 55 77 100 144

GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is


Dönsum á pallinum í sumar Viðar hálfþekjandi, Viðar þekjandi, Viðar er gæða viðarvörn.

Umboðsmenn um allt land

VELJUM ÍSLENSKT

LITALAND


HOLUR UM ALLT LAND FLUGFELAG.IS

BÆTTU FORGJÖFINA MEÐ OKKUR

EGILSSTAÐIR UPPHAFSSTAÐA

Skömmu eftir að þú lendir á Egilsstöðum gæti kúlan þín lent á mishæðóttum brautum Ekkjufellsvallar. Ef þú þarft að slá kúlu sem er aðeins upp í móti þá er þjóðráð að auka bilið milli fótanna þar til æskilegri stöðu er náð.

Handleggir beinir og bakið. Axlabil á milli fóta. Rassinn út og hnén eilítið bogin líkt og maður sitji á barstól.

PÚTTA

LOKASTAÐA

Í huga púttarans er jörðin flöt en kúlan hnöttótt. Málið er að láta kúluna snúast frekar en að slá hana. Ýttu henni í átt að holunni því hvernig sem jarðkúlan snýst þá er það tæknin sem gildir.

Eftir að höggið ríður af hljóðna fuglarnir augnablik og eftirvæntingin hangir í loftinu.

ISLENSKA SIA.IS FLU 59174 04/12

AKUREYRI Þeir sem hafa leikið golf á Jaðarsvelli vita að þar er betra að slá styttra en of langt. Júnínóttin á holu þrjú er rétti staðurinn til að æfa sig í að hafa augun á kúlunni. Þú gætir blindast um stund af miðnætursólinni ef þú lítur upp.

PÚTTA

L�STAÐA

Hafðu minna bil á milli fótanna þegar þú púttar. Augun á boltanum. Nánar tiltekið, hafðu vinstra augað beint yfir kúlunni.

Vinstri handleggur og kylfa eiga að mynda bókstafinn L áður en höggið ríður af. Taktu flugið, taktu þér stöðu og njóttu þess að leika golf um allt land.

��aðu ��

SL ÁÐU TIL G PA N TA Ð U Í D A N EK K I Á M O R G U Á FL U G FE LA G .IS

FLUGFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ ÞVÍ að leika golf í sumarblíðunni. Með því að nýta þér þjónustu okkar geturðu fjölgað góðu dögunum. Við mælum með því að taka hring á Jaðarsvelli á Akureyri, Tungudalsvelli á Ísafirði, Ekkjufellsvelli á Egilsstöðum eða Grafarholtsvelli í Reykjavík. Bókaðu núna á flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3030


FRÁBÆRT ÚRVAL AF

ÞÚ FÆRÐ ECCO GOLFSKÓNA Í ÖLLUM HELSTU GOLF- OG SKÓVERSLUNUM LANDSINS

ECCO GOLFSKÓM BELEN MOZO BELEN MOZO

GRAEME MCDOWELL

GRAEME MCDOWELL


Kjölur 5 mm

GOLF Á ÍSLANDI JÚNÍ 2013

auðveldar smásendingar

������� ��������� � e���.��

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín

FÍTON / SÍA

kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

DRAUMAHRINGUR

FANNARS INGA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.