STEFNA GOLFHREYFINGARINNAR Á ÍSLANDI 2013-2020
1
2
Inngangur Á þingi Golfsambands Íslands þann 19. nóvember 2011 var samþykkt að efna til stefnumótunarvinnu um framtíðarsýn,
hlutverk,
skipulag,
verkefni og fjármögnun golfsambandsins næstu árin. Þingið skipaði sérstaka nefnd til að leggja drög að framangreindu á grundvelli þeirra tillagna sem nefndin óskaði eftir á svokölluðum þjóðfundi, sem haldinn var 24. mars 2012. Nefndin lagði niðurstöður sínar fram á formannafundi golfsambandsins þann 17. nóvember 2012 og samþykkti fundurinn að fela stjórn sambandsins að halda áfram vinnu við stefnumótun, sem að lokum yrði lögð fram á þingi golfsambandsins þann 23. nóvember 2013. Stjórn golfsambandsins skipaði vinnuhóp til þess að útfæra nánar stefnuna. Í þessari skýrslu má sjá afrakstur þeirrar vinnu.
3
4
STEFNA golfhreyfingarinnar á Íslandi 2013-2020 Golf er lífsgæði Golf er íþrótt sem sameinar útivist, heilbrigði, félagsskap og fjölskylduna. Golfíþróttin er heilsubætandi og hefur jákvæð samfélagsáhrif. Golfhreyfingin er ein stærsta hreyfing á Íslandi. Golfhreyfingin samanstendur af hinum almenna kylfingi,1 golfklúbbum landsins og samtökum tengdum hreyfingunni. Andi golfíþróttarinnar endurspeglast í eftirfarandi gildum.
Heiðarleiki | Jákvæðni | Agi Heiðarleiki Golfíþróttin byggist á heiðarleika einstaklingsins, virðingu fyrir golfíþróttinni, reglunum og umhverfinu Jákvæðni
Golf er skemmtileg íþrótt, það á að vera gaman hjá og í kringum kylfinga
Agi
Kylfingar sem ná árangri eru agaðir. Kylfingar skulu ávallt koma fram af heilindum við golfleik sinn og bera virðingu fyrir reglum íþróttarinnar
Hlutverk Golfsamband Íslands er leiðandi og sameinandi afl innan golfhreyfingarinnar á Íslandi og er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Golfsambandið er fulltrúi golfhreyfingarinnar á erlendum vettvangi. Golfsambandið hefur mikilvægu hlutverki að gegna innan hreyfingarinnar og eru meginskyldur þess gagnvart hinum almenna kylfingi, sem endurspeglast í eftirfarandi markmiðum.
Markmið • Vinna að framgangi og tryggja útbreiðslu íþróttarinnar • Efla samskipti innan golfhreyfingarinnar • Efla barna- og unglingastarf og stuðla að því að auka vægi fjölskyldunnar enn frekar innan golfíþróttarinnar • Stuðla að því að golfklúbbar landsins gangi í gegnum umhverfisvottun • Styðja við íþróttina sem afreksíþrótt með því að stuðla að því að íslenskir afrekskylfingar nái árangri á alþjóðavísu 1. Í þessari skýrslu er hinn almenni kylfingur skilgreindur sem einstaklingur sem leikur golf sér til ánægju og heilsubótar, hvort sem hann er meðlimur í golfklúbbi eða ekki.
5
Samantekt Golfhreyfingin á Íslandi hefur sett sér fimm meginmarkmið. Þeim markmiðum hyggst hreyfingin ná með fjölbreyttum leiðum og samhentu átaki hlutaðeigandi aðila. Hér gefur að líta samantekt helstu atriða en ítarlegri umfjöllun má finna síðar í skýrslunni.
1: Vinna að framgangi og tryggja útbreiðslu íþróttarinnar MARKMIÐ:
LEIÐIR:
Golfsambandið ætlar að fjölga kylfingum á Íslandi af báðum kynjum og á öllum aldri.
1. Hvetja fólk til að byrja í golfi og koma á tengingu nýrra kylfinga við golfklúbba 2. Auka sveigjanleika 3. Bæta leikhraða 4. Styrkja ásýnd golfíþróttarinnar í augum almennings 5. Kynna golfíþróttina með markvissum hætti fyrir almenningi 6. Auka samstarf við aðila tengda íþróttinni
2: Efla samskipti innan golfhreyfingarinnar
6
MARKMIÐ:
LEIÐIR:
Golfsambandið á að vera samstarfsvettvangur allra samtaka innan golfhreyfingarinnar á Íslandi, þar sem leita má aðstoðar eða leiðsagnar um hvaðeina sem tengist íþróttinni.
1. Golf.is verði miðstöð upplýsinga fyrir golfhreyfinguna 2. Samræma skal mótahald eftir fremsta megni 3. Auka hagræðingu og samstarf 4. Halda áfram stöðugri virkjun sjálfboðaliða
3: Efla barna- og unglingastarf og stuðla að því að auka
vægi fjölskyldunnar enn frekar innan golfíþróttarinnar
MARKMIÐ: Golfíþróttin á að vera aðgengilegur og ákjósanlegur kostur fyrir fjölskylduna. Mikilvægt er að fjölga börnum og unglingum sem þátttakendum í íþróttinni.
LEIÐIR: 1. Bjóða upp á fjölbreyttari aðild að golfklúbbum 2. Kynna með markvissum hætti kosti golfíþróttarinnar 3. Auka samstarf við grunn- og framhaldsskóla 4. Byggja upp æfingasvæði
4: Stuðla að því að golfklúbbar landsins verði sem mest sjálfbærir og gangi í gegnum umhverfisvottun
MARKMIÐ: Golfsambandið skal vera leiðandi í því að allir golfvellir á Íslandi séu reknir í sem mestri sátt við sitt nærumhverfi og hafi fjölþættari tilgang fyrir samfélag sitt, en þann eina að þjóna kylfingum.
LEIÐIR: 1. Auka kynningu á ávinningi af golfvallarsvæðum 2. Bæta aðgengi almennings að golfvallarsvæðum 3. Kynna fjölbreyttari notkunarmöguleika golfvallarsvæða 4. Stefnt skal að því að allir golfvellir fái umhverfisvottun 5. Auka samstarf við hagsmunaaðila
5: Styðja við íþróttina sem afreksíþrótt með því að stuðla að
því að íslenskir afrekskylfingar nái árangri á alþjóðavísu
MARKMIÐ: Golfhreyfingin stefnir að því að eiga áhuga- og atvinnukylfinga í fremstu röð.
LEIÐIR: 1. Hækka stöðugt afreksstigin 2. Vinna markvisst með framúrskarandi kylfingum, afrekskylfingum og afreksefnum
7
8
golfhreyfingin Á ÍSLANDI
9
10
VINNA AÐ framgangi og tryggja útbreiðslu íþróttarinnar MARKMIÐ: Golfsambandið ætlar að fjölga kylfingum á Íslandi, af báðum kynjum og öllum aldri. Stefnt er að því að fjölga þeim tækifærum sem fólki býðst til að leika golf - með þátttöku skóla, samtaka og sveitarfélaga. Golfsambandið ætlar að aðstoða byrjendur við að verða hluti af golfhreyfingunni með því að gerast meðlimir í golfklúbbum. Meðlimir golfklúbba eru viðskiptavinir þeirra og golfsambandsins og það ber að hlúa að þeim með góðri þjónustu.
11
LEIÐIR Hvetja fólk til að byrja í golfi og koma á tengingu nýrra kylfinga við golfklúbba
Nýir kylfingar þurfa að finna sig sem hluta af samfélagi kylfinga.
Kynna kylfinga fyrir félagsskapnum sem tilheyrir íþróttinni og er órjúfanlegur hluti hennar.
Fjölga golfvöllum á höfuðborgar svæðinu svo unnt sé að veita öllum þeim, sem áhuga hafa á því að ganga í golfklúbb, tækifæri til þess.
LEIÐIR Auka sveigjanleika
Æskilegt er að bjóða kylfingum upp á fjölbreyttari aðild að golfklúbbum, fjölbreyttara leikfyrirkomulag og leiktíma.
12
Fjölmargir kylfingar kjósa að leika minna en átján holu golfhring og aukinn sveigjanleiki getur hvatt fleiri til þátttöku í starfsemi golfklúbba og minnkað brottfall.
LEIÐIR Bæta leikhraða
Golfsambandið, í samvinnu við golfklúbbana, ætlar að mæla með skipulögðum hætti leikhraða á völlum landsins og vinna með markvissum hætti að því að bæta leikhraða.
LEIÐIR Styrkja ásýnd golfíþróttarinnar í augum almennings
Golf er skemmtileg almenningsíþrótt fyrir alla aldurshópa.
Golf er heilsufarsíþrótt. Kylfingar eru að stunda líkamsrækt með golfleik sínum, sem bætir lífsgæði og heilbrigði einstaklingsins.
Leggja áherslu á mikil vægi uppbygg ingar íþróttarinnar sem forvörn sem getur jafnframt leitt til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu.
13
LEIÐIR Kynna golfíþróttina með markvissum hætti fyrir almenningi
Koma á fót Golfvikunni. Markmið golfvikunnar er að fá áhugasamt fólk til að fara í næsta golfklúbb þar sem það getur fengið ókeypis golfkennslu og kynningu á íþróttinni og starfi klúbbsins. Golfvikan verður auglýst með markvissum hætti í fjölmiðlum.
Stuðla að því að golf verði aðgengileg íþrótt fyrir nýliða með því að hvetja þá til að nota æfingasvæði og æfingavelli í auknum mæli. Markviss kynning á æfingasvæðum golfklúbba er mikilvægur liður í þessu. Markmiðið er að fá áhugasamt fólk á æfingasvæðin til þess að slá sín fyrstu högg. Þetta kveikir áhuga og fær fólk á endanum til að gerast meðlimir í golfklúbbi.
Vegna forgjafarkerfisins er golf einstök íþrótt þar sem allir aldurshópar geta keppt innbyrðis óháð kyni eða aldri.
Styðja við útbreiðslu golfíþróttarinnar sem íþrótt fyrir almenning og fjölskyldur með öflugu barna- og unglingastarfi og góðu aðgengi að íslenskum golfvöllum.
Fræðsla, kynning og upplýsingagjöf til almennings verður aukin og stuðlað verður að jákvæðri umfjöllun í gegnum nýja og hefðbundna miðla. Leitað verður leiða til að nýta núverandi miðla golfsambandsins enn frekar í þessu skyni. Golf.is leikur lykilhlutverk í þessu sambandi.
14
LEIÐIR Auka samstarf við aðila tengda íþróttinni
Efla golfkennslu fyrir nýliða í samvinnu við PGA á Íslandi með það að markmiði að góð þekking og færni í íþróttinni verði fólki hvatning til að ganga í golfklúbba. Stuðla að framúrskarandi golfkennslu til allra kylfinga í samvinnu við PGA á Íslandi.
Auka samstarf við alla þá aðila sem geta lagt eitthvað af mörkum við útbreiðslu golfíþróttarinnar á Íslandi, s.s. fjölmiðla, sveitarfélög, skóla eða önnur íþróttasambönd.
15
16
EFLA samskipti innan golf hreyfingarinnar
MARKMIÐ: Golfsamband Íslands er leiðandi afl innan golfhreyfingarinnar á Íslandi. Golfsambandið á að vera samstarfs vettvangur allra samtaka innan golf hreyfingarinnar á Íslandi, þar sem leita má aðstoðar eða leiðsagnar um hvaðeina sem tengist íþróttinni.
17
LEIÐIR Golf.IS VERÐI MIÐSTÖÐ UPPLÝSINGA FYRIR GOLFHREYFINGUNA
Gera golf.is að upplýsinga- og afþreyingarvef fyrir kylfinga sem geti á tímabilinu orðið meginstoð í útgáfustarfsemi golfsambandsins.
Gera golf.is að þjónustuvef fyrir klúbbana þar sem þeir geti sótt alla þjónustu sína frá golfsambandinu.
Tryggja að starf sambandsins sé sýnilegt á golf.is fyrir alla aðila golfhreyfingarinnar. Vefurinn á að vera miðstöð upplýsinga, frétta og þekkingar fyrir alla hreyfinguna sem geti með því haft breiða skírskotun til allra hagsmunaaðila. Um leið verður vefurinn eftirsóttur auglýsingamiðill og því mikilvægur í tekjuöflun sambandsins.
Gera golfsambandið sýnilegra fyrir golfklúbbana svo þeir upplifi golfsambandið sem þjónustuaðila sinn.
Tryggja að starf golfsambandsins endurspeglist í þörfum og starfi golfklúbbanna þannig að íþróttin fái í framþróun sinni notið allra þeirra hæfileika og þekkingar sem finna má hjá golfklúbbunum.
Tryggja að golfklúbbar hafi gott aðgengi að forystu golfsambandsins í viðræðum þeirra við sveitarfélög og að hjá golfsambandinu sé til staðar þekking á samstarfi klúbba og opinberra aðila. Mikilvægt er að golfklúbbar geti leitað stuðnings hjá golfsambandinu. Auka þarf skilning opinberra aðila á mikilvægi íþróttarinnar sem forvörn og að þátttaka í golfi auki lífsgæði einstaklingsins og þar með samfélagsins. Þannig verði tryggt aukið fjármagn frá opinberum aðilum til reksturs golfklúbba.
18
LEIÐIR Samræma skal mótahald eftir fremsta megni
Stuðla að mótaröðum og Íslandsmóti fyrir kylfinga á öllum getustigum. Staðla gæði mótahalds með betra samstarfi milli golfklúbba og golfsambandsins. Golfsambandið skal gefa út handbók um mótahald á vegum golfsambandsins. Mikilvægt er að öll GSÍ mót hafi ákveðinn gæðastimpil og að keppendur upplifi mótin sem merkilegan atburð.
19
LEIÐIR Auka hagræðingu og samstarf
Stuðla að auknu samstarfi milli golfklúbba í tengslum við rekstur þeirra, svo sem á sviði tækja- og áburðakaupa, gerð fjárhagsáætlana, samninga við golfkennara, hönnun golfvalla o.fl. Það er mikilvægt að þekkingu og reynslu sé miðlað áfram á milli golfklúbba svo hægt sé að draga úr kostnaði og bæta nýtingu.
Bæta viðskiptalega þróun íþróttarinnar, golfsambandinu og golfklúbbum til hagsældar. Auka tekjur en á sama tíma sýna aðhald í útgjöldum svo markmiðum megi ná. Styrkja vörumerki golfsambandsins og auka verðmæti þess í atvinnulífinu.
Unnið verði markvisst að því að auka hlut golfíþróttarinnar í starfi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og nýttir þeir möguleikar sem felast í því að golf verður keppnisgrein á Ólympíuleikum frá og með árinu 2016.
Stuðla að auknu samstarfi golfsambandsins við erlend golfsamtök, svo sem R&A og EGA. Mikilvægt er að golfhreyfingin á Íslandi fái notið góðs af þeirri þekkingu og reynslu sem erlend samtök búa yfir.
20
LEIÐIR Halda áfram stöðugri virkjun sjálfboðaliða
Golfhreyfingin samanstendur að mestu leyti af sjálfboðaliðum. Í öllu starfi golfsambandsins er mikilvægt að áhersla sé lögð á virkni sjálfboðaliða og mikilvægi þeirra fyrir allt starf innan golfhreyfingarinnar. Án óeigingjarns framlags þeirra væri golfíþróttin ekki sú sama og hún er í dag.
21
22
EFLA barna- og ungliNgastarf og stuðla að því að auka vægi fjölskyldunnar enn frekar innan golfíþróttarinnar
MARKMIÐ: Golfíþróttin á að vera aðgengilegur og ákjósanlegur kostur fyrir fjölskylduna. Golf er íþrótt þar sem kylfingar á öllum aldri, óháð kyni eða getu, geta leikið saman og notið útivistar. Mikilvægt er að fjölga börnum og unglingum sem þátttakendum í íþróttinni. Með fjölgun ungra kylfinga festir golfíþróttin sig enn frekar í sessi sem fjölmennasta fjölskylduíþróttin.
23
LEIÐIR Bjóða upp á fjölbreyttari aðild að golfklúbbum
Styðja við útbreiðslu golfíþróttarinnar sem íþrótt fyrir almenning og fjölskyldur með öflugu barna- og unglingastarfi og góðu aðgengi að íslenskum golfvöllum.
Auka sveigjanleika. Æskilegt er að bjóða börnum og unglingum upp á fjölbreyttari aðild að golfklúbbum, fjölbreyttara leikfyrirkomulag og leiktíma.
LEIÐIR Kynna með markvissum hætti kosti golfíþróttarinnar
Forgjafarkerfi golfíþróttarinnar er einstakt í heiminum. Það býður upp á keppnisfyrirkomulag þar sem fólk á öllum aldri getur leikið saman við sömu leikreglur. Í kynningarog útbreiðslustarfi skal stefnt að því að kynna forgjafarkerfið og möguleika þess sérstaklega.
24
Stuðla að aukinni þekkingu og virðingu fyrir reglum golfsins og viðeigandi framkomu á golfvöllum. Mikilvægt er að árétta fyrir kylfingum að þeim ber að koma fram af heilindum og jákvæðni við golfleik sinn á öllum stigum. Stuðla að aukinni virðingu kylfinga fyrir umhverfinu.
LEIÐIR Auka samstarf við grunn- og framhaldsskóla
Koma á samstarfi við framhaldsskóla landsins. Stefnt skal að því að aðstoða skólana við að halda skólamót, ýmist innanskólamót eða mót þar sem skólar keppa sín á milli.
Koma á virku kynningarstarfi hjá öllum grunnskólum landsins í samstarfi við íþróttakennara. Markvisst verði unnið í því að endurvekja Skólagolfverkefni golfsambandsins auk þess sem nýttar verði allar þær nýjungar sem fram koma varðandi kynningu á golfíþróttinni s.s. með nýjum kennsluaðferðum ásamt því að nýta samfélagsmiðlana til kynningarstarfa. Koma á auknu samstarfi milli skóla og golfklúbba innan sama sveitarfélags. Stefnt skal að því að golf verði kynnt öllum grunnskólabörnum á Íslandi með markvissum hætti og tímasett áætlun um fyrirkomulag þess liggi fyrir haustið 2014.
LEIÐIR Byggja upp æfingasvæði
Byggja upp æfingaaðstöðu á opnum svæðum þar sem því verður við komið, þar sem hægt verði að kynna golfíþróttina fyrir nýliðum.
25
26
STUÐLA að því að golfklúbbar landsins verði sem mest sjálfbærir og gangi í gegnum umhverfisvottun MARKMIÐ: Golfsambandið skal vera leiðandi í því að allir golfvellir á Íslandi séu reknir í sem mestri sátt við sitt nærumhverfi og hafi fjölþættari tilgang fyrir samfélag sitt, en þann eina að þjóna kylfingum. Unnið verði að því að golfvellir geti orðið samfélaginu styrkur þar sem hugað verði að því að blanda saman útivistar- og verndarsvæðum í þágu náttúru og menningar samhliða golfvöllum. Þannig geti golfvellir aukið vistfræðilegan fjölbreytileika.
27
LEIÐIR Auka kynningu á ávinningi af golfvallarsvæðum
Kynna fyrir almenningi og skipulagsyfirvöldum allan þann ávinning sem hafa má af golfvallarsvæðum og nýtingu þeirra til fleiri þátta en golfleiks.
LEIÐIR Bæta aðgengi almennings að golfvallarsvæðum
Leitað verði leiða til að auka aðgengi annarra en kylfinga að golfvöllum, með lagningu göngu-, reið- og hjólastíga þannig að aukin nýting verði á því jaðarsvæði sem er í kringum golfvellina.
28
LEIÐIR Kynna fjölbreyttari notkunarmöguleika golfvallarsvæða
Við hönnun nýrra golfsvæða og við breytingar á golfvöllum skal þess gætt að þeir séu hannaðir þannig að tekið sé tillit til verndarsvæða í þágu náttúru og menningar og undirstrika þannig arfleið ýmissa svæða. Frekari blöndun á landnotkun getur haft í för með sér ávinning fyrir golfklúbbinn. Bæði getur aukin umferð aukið tekjur og styrkt stöðu klúbbsins í samfélaginu og jafnframt aukið jákvæða ímynd íþróttarinnar.
LEIÐIR Stefnt skal að því að allir golfvellir fái umhverfisvottun
Golfvellir skulu fá umhverfisvottun þar sem þeir eru metnir samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum. Stefnt skal að því að allir golfklúbbar á Íslandi verði komnir með markvissa umhverfisstefnu í árslok 2015.
Leitað verði leiða til að auka sjálfbærni golfvalla á Íslandi, þannig að ávallt verði tekið tillit til vistkerfisins við skipulagningu og viðhald golfvalla.
29
LEIÐIR Auka samstarf við hagsmunaaðila
Auka samstarf við náttúruverndar- og umhverfissamtök til að efla sjálfbærni og ná fram sátt um nýtingu lands undir golfvelli og æfingaaðstöðu. Lögð verður áhersla á að gera heildstæða úttekt á golfvöllum með tilliti til lífríkis, fjölda tegunda og fleiri þátta í þágu náttúruverndar.
Unnið verði að því að auka samstarf golfklúbba við önnur íþróttafélög og aðra hagsmunahópa með það að markmiði að auka nýtingu lands og mannvirkja. T.d. með því að leggja gönguskíða- og sleðabrautir, auka merkingar á fornminjum eða nýta jaðarsvæðin til náttúruskoðunar fyrir almenning.
30
31
32
Styðja við íþróttina sem afreksíþrótt með því að stuðla að því að íslenskir afreks kylfingar nái árangri á alþjóðavísu Sérstök afreksstefna Golfsambands Íslands var samþykkt á golfþingi í nóvember 2011. Stefnuna í heild sinni má nálgast á heimasíðu Golfsambands Íslands, www.golf.is. Hér verður fjallað um helstu atriði stefnunnar en að öðru leyti vísast til stefnunnar í heild sinni.
MARKMIÐ: Golfhreyfingin stefnir að því að eiga áhugaog atvinnukylfinga í fremstu röð. Stefnt er að því að innan 10 ára hafi íslenskur kveneða karlkylfingur náð að festa sig í sessi á fremstu mótaröðum atvinnumanna.
33
LEIÐIR Hækka stöðugt afreksstigin
Auka hæfni og færni þeirra sem að afreksíþróttastarfinu koma og vinna með afreksíþróttamanninum.
Auka íslenska þjálfunarkunnáttu.
34
LEIÐIR Vinna markvisst með framúrskarandi kylfingum, afrekskylfingum og afreksefnum. Styðja jafnframt við bakið á afrekskylfingum og afreksefnum
Tryggja möguleika afreksíþróttamanna framtíðarinnar til að ná settu marki og stuðla að bættum framfærsluaðstæðum íþróttamannsins.
Aðstoða afrekskylfinga við að komast í skóla erlendis þar sem þjálfun er góð.
Aðstoða afrekskylfinga eftir fremsta megni við að samræma golfiðkun námi og starfi.
Þjálfun afrekskylfinga og afreksefna sé í höndum PGA þjálfara.
Aðstoða afrekskylfinga við að komast á mót og æfingar erlendis. Taka þátt í landsliðs- og einstaklingsverkefnum áhugamanna, eins og kostur er og styðja við verkefni þeirra atvinnumanna sem eru í afrekshópi.
Setja forgjafarviðmið afrekskylfinga og afreksefna.
Halda úti virkri afreksstefnu sem sé gegnsæ og aðgengileg. FRAMHALD
35
FRAMHALD
Vinna markvisst með framúrskarandi kylfingum, afrekskylfingum og afreksefnum. Styðja jafnframt við bakið á afrekskylfingum og afreksefnum
Einn þjálfari verði á hverju landsvæði sem ber ábyrgð á sínu svæði gagnvart landsliðsþjálfara.
Halda námskeið að minnsta kosti einu sinni á ári fyrir kylfinga í afrekshópi um golfreglur, líkams- og hugarþjálfun, mataræði, markmiðssetningu og leikskipulag, svo dæmi séu tekin.
Umbuna kylfingum að hausti sem ná forgjafarviðmiðum afrekskylfinga með: að veita kylfingi yngri en 14 ára og klúbbi hans viðurkenningu fyrir að ná forgjafarviðmiðum afrekskylfinga.
Koma á fót árangurstengdum afrekssjóði golfsambandsins fyrir atvinnu- og áhugamenn (Forskot).
36
Til hvaða kylfinga nær afreksstefnan? • Framúrskarandi kylfingar • Afrekskylfingar • Afreksefni Um framúrskarandi kylfing er fyrst að ræða þegar einstaklingur skipar sér með árangri sínum í fremstu röð í heiminum. Afrekskylfingur er sá kylfingur sem stenst skráð forgjafarviðmið í afreksstefnu GSÍ. Afreksefni er sá kylfingur sem stenst skráð forgjafarviðmið í afreksstefnu golfsambandsins og er hann talinn, með markvissri og mikilli þjálfun, geta skipað sér á bekk með þeim bestu. Notast skal við mælikvarða við mat á árangri hvers árs, s.s. fjölda afrekskylfinga og afreksefna í hverjum golfklúbbi og árgangi; 10, 25, og 50 forgjafarlægstu karla og kvenna; fjölda og stöðu kylfinga á heimslista áhugamanna og atvinnumanna, svo dæmi séu tekin. Afrekshópur golfsambandsins fyrir hvert ár er kynntur að hausti. Allir sem stefna hátt hafa möguleika á að njóta stuðnings en árangur þeirra og geta ræður ferðinni um framhald og möguleika á stuðningi. Framfarir og full ástundun kylfings er forsenda aðstoðar og stuðnings golfsambandsins. Viðmiðin voru fengin með að skoða nokkra af bestu kylfingum landsins undanfarin 20 ár og þeirra sem skipað hafa æfingahópa golfsambandsins á liðnum árum. Viðmiðin eru hér í myndum 1 og 2.
37
38
Framkvæmd og eftirfylgni Stjórn
Golfsambands
Íslands
er
falið
að
framfylgja
stefnu
golfhreyfingarinnar í samstarfi við golfklúbba og önnur samtök innan hreyfingarinnar. Stjórn sambandsins ber að gera aðilum golfhreyfingarinnar grein fyrir framvindu og árangri þeirrar vinnu á formannafundum og golfþingum, út frá mælanlegum markmiðum, sem sett verða fram í aðgerðaráætlun. Það er mikilvægt að fjármunum golfsambandsins verði varið með aðhald í huga en þó þannig að markmið golfhreyfingarinnar séu höfð að leiðarljósi. Fjárhagsáætlanir golfsambandsins skulu gerðar og kynntar með stefnu og forgangsröðun hreyfingarinnar fyrir augum.
39
Golfsamband Íslands Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími: 514 4050 • Fax: 514 4051 Vefpóstur: info@golf.is
40
www.golf.is