Golfklúbburinn Leynir - 50 ára afmælisrit

Page 1

50 ára - 1965-2015

1


2

Golfklúbburinn Leynir

Landsbankinn heilsíða


3

50 ára - 1965-2015

Skemmtilegt á Akranesi í sumar Fullt af afþreyingu í boði

Írskir dagar

Markaðsstemning á laugardögum í sumar

Komdu í strandarferð á Akranes Langisandur náttúruleg baðströnd

Akranesviti opinn í allt sumar

A–fkjörlbraeyttnes

Sjóstangaveiði

skemmtun

Sögulegar sýningar, eðal eldsmiðir o. fl. á Safnasvæðinu í sumar

Akrafjall, náttúruperla við Akranes

Vinalegar verslanir Góðir gistimöguleikar Veglegir veitingastaðir

Garðalundur Grillaðstaða Frisbígolf og leiktæki

Mynd

Einn af flottustu golfvöllum á landinu er á Akranesi

www.visitakranes.is / www.akranes.is Finndu okkur á Twitter, Facebook og Instagram

Allskonar afþreying Kaffihús og kruðerí Allt á Akranesi

Komdu í golf


4

Golfklúbburinn Leynir

Efnisyfirlit


5

50 ára - 1965-2015

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 74068 04/15

GOLFSETTIÐ FERÐAST FRÍTT!

Þú nýtur þessara hlunninda: n Þú greiðir ekkert gjald fyrir golfsettið þegar þú ferðast með Icelandair. n

Þú færð ýmis tilboð á golfvöllum hér heima og erlendis og hjá samstarfsaðilum Icelandair Golfers.

Innifalið í 8.900 kr. árgjaldi er m.a.: 2.500 Vildarpunktar n 2.000 kr. gjafabréf í Saga Shop Collection n 100 æfingaboltar í Básum n Merkispjald á golfpokann n

Icelandair Golfers er klúbbur sem auðveldar þér að spila golf út um allan heim. + Skráðu þig í Icelandair Golfers á www.icelandairgolfers.is

Meðlimir með Premium Icelandair American Express® frá Kreditkorti greiða ekkert árgjald í Icelandair Golfers


6

Golfklúbburinn Leynir

Afmælisávarp formanns Leynis

K

æru félagsmenn! Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því 22 brautryðjend-ur komu saman 15. mars fyrir 50 árum síðan og stofnuðu Golfklúbb Akraness sem árið 1970 fékk nafnið Golfklúbburinn Leynir.Golfklúbburinn var sá sjöundi í röðinni á Íslandi en í dag eru golfklúbbar landsins um sjötíu talsins. Í upphafi úthlutuðu bæjaryfirvöldklúbbnum gamalgrónu 3 hektara túni við austurenda skógræktarinnar og voru þar strax gerðar tvær holur og slegin braut milli þeirra og kylfingar voru komnir á kreik. Klúbburinn var formlega tekinn inn í Golfsamband Íslands 1967, en til þess að verða fullgilt aðildarfélag að GSÍ þurfti klúbburinn að hafa til afnota „alvöru“ golfvöll. Garðavöllur hefur smám saman verið að taka á sig núverandi mynd, hugmyndin að stækkun vallarins í 18 holur fór á skrið árið 1988. Árið 1994 tókust samningar við Akraneskaupstað um landnýtingu og kostnaðarþátttöku bæjarins. Það var svo árið 2000 sem 18 holu völlurinn var tekinn í notkun.Óhætt er að segja að hafi skapað sér sess meðal fimm bestu golfvalla Íslands, öll helstu golfmót Golfsambands Íslands hafa verið haldin á vellinum. Leynismönnum hefur verið falið að halda mörg meistaramót á vegum GSÍ. Eftir stækkun Garðavallar í 18 holu keppnisvöll hafa öll helstu golfmót GSÍ verið haldin á Garðavelli s.s. Íslandsmótið í höggleik, Íslandsmót Öldunga, Íslandsmót Unglinga, Íslandsmót 35 ára og eldri, sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla og kvenna auk stigamóta karla, kvenna og unglinga. Í mínum huga er það lykilatriði fyrir framgang klúbbsins að gæta þess að Garðavöllur verði um ókomna

tíð meðal bestu valla landsins.Það er í okkar höndum að völlurinn standist gæðakröfur kylfingsins og með því höldum við áfram góðri aðsókn.Það er verkefni sem tekur aldrei enda. Þrettán formenn hafa verið hjá Leyni í 50 ára sögu klúbbsins, árið 1967 var Þorsteinn Þorvaldsson kjörinn formaður klúbbsins og var hann endurkjörinn 13 næstu ár. Ekki er á neinn hallað þótt fullyrt sé að með krafti sínum og dugnaði hafi hann öðrum fremur haldið klúbbnum gangandi og skapað honum smám saman þann sess sem hann hefur í dag. Fyrstu árin voru félagar GkA á bilinu 20 – 40, í dag eru félagsmenn um 400 talsins á öllum aldursbilum. Öflugt félagsstarf er rekið innan Leynis og segja má að ein stærsta eign klúbbsins sé falin í félagsmanninum, með gríðalega mikilli og óeigingjarnri sjálfboðavinnu félagsmann í gegnum tíðina hafa sparast gríðarlegir fjármunir og fyrir það ber að þakka. Alla tíð hefur unglingastarf verið öflugt hjá Leynismönnum og hefur það fætt af sér óvenju stóran hóp afrekskylfinga á landsmælikvarða,

miðað við stærðklúbbsins. Leynir hefur átt fjölmarga landsliðsmenn, bæði í unglinga-, karla og kvennalandsliðum. Nokkrum sinnum hafa unglingasveitir Leynis orðið Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum og karlasveit klúbbsins hefur einnig náð frábærum árangri. Æðstu metorð kylfinga á Íslandi eru þó Íslandsmeistaratitlar einstaklinga. Þar eigum við Leynismenn fjölmarga titla, í unglingaflokkum, karla og kvennaflokkum sem og öldungaflokkum. Garðavöllur hefur sannanlega alið af sér hóp afrekskylfinga sem hefur náð miklum árangri á landsmælikvarða og fara Valdís Þóra Jónsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson þar fremst í flokki og eru þau enn í dag fremstu kylfingar Íslands í kvenna og karlaflokki. Það er metnaður stjórnar að búa þannig um hnútana að Garðavöllur muni áfram ala af sér afrekskylfinga sem feta muni í fótspor þessara öflugu kylfinga. Á sínu fimmtugasta starfsári stendur klúbburinn vel, félagslega fjárhagslega og aðstöðulega. Á komandi árum munum við halda áfram að byggja upp Garðavöll með endurbótum á gömlu flötunum og fylgjum við þar 5 ára framkvæmdaáætlun. Það er metnaður okkar að hafa uppá frábæran golfvöll að bjóða sem er Golfklúbbnum Leyni til sóma og Akranesi til framdráttar.


7

50 ára - 1965-2015

Gamalt og gott: Séð yfir 9. flötina og upp eftir 1. og 9. braut. Skreiðarhjallarnir eru þar sem æfingasvæðið er í dag. Katrín Georgsdóttir er að slá, Sigríður Yngvadóttir er þarna ásamt Janusi Braga Sigurbjörnssyni. Vinkonur: Erla Karlsdóttir, Elín Hannesdóttir og Guðrún S. Geirdal voru frumkvöðlar í kvennastarfinu hjá Leyni.

Upphafið: Mynd sem Helgi heitinn Daníelsson tók. Þorvaldur Ásgeirsson að slá. Fyrir aftan frá vinstri: Óli Örn Ólafsson (1925-1976), óþekktur, Eiríkur Þorvaldsson (1918-2004), óþekktur, Guðmundur Sveinbjörnsson (1911-1971) og óþekktur.

Byrjunin: Pétur Jóhannsson, sem síðar var formaður Leynis. er hér á flöt á gamla vellinum, þar sem að 9. flötina er í dag. Ekki er vitað hver er með honum á myndinni.

Léttleiki: Hjónin Kristín Eyjólfsdóttir og Þórólfur Ævar Sigurðsson skemmtu sér vel á lokahófi eftir hjóna - og parakeppni rétt um 1980.

Hress: Janus Bragi Sigurbjörnsson, Guðbjörg Árnadóttir og Katrín Georgsdóttir brosmild á lokahófi eftir árlega hjóna - og parakeppni.


8

Golfklúbburinn Leynir

Reynir og Guðmundur útnefndir heiðursfélagar Leynis

R

eynir Þorsteinsson og Guðmundur Valdimarsson voru útnefndir heiðursfélagar Golfklúbbsins Leynis á 50 ára afmælisdegi klúbbsins þann 15. mars s.l. Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis afhenti heiðursviðurkenningarnar, en Guðmundur Sigurbjörnsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd afa síns. Í ræðu Þórðar kom m.a. fram að Reynir hefur lagt mikið á vogarskálarnar í starfi Leynis allt frá því hann gerðist félagi árið 1976. Hann var lengi formaður klúbbsins, sat í framkvæmdanefnd um stækkun vallarins í 18 holur, og var drifkraftur í barna- og unglingastarfi klúbbsins eftir að hann hætti stjórnarstörfum. Þórður sagði einnig frá því að Guðmundur hefur verið félagi í Leyni frá árinu 1979 og afrek hans í öldungakeppnum er athyglisverður. Guðmundur hefur m.a. fjórum sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlum í sínum aldursflokki og hann er margreyndur landsliðsmaður. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis skrifuðu

við þetta tilefni undir framkvæmdasamning vegna Íslandsmótsins í golfi. Akraneskaupstaður mun styrkja Leyni á ýmsum sviðum vegna Íslandsmótsins – og má þar nefna í kynningarmálum og atburðum sem á að tengja við stórmótið. Leynir fær einnig 2 milljónir kr. frá Akraneskaupstað til framkvæmda vegna mótsins.

Afmælishóf Leynis tókst vel og mættu fjölmargir félagar og gestir. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ færði Leyni góðar kveðjur frá golfhreyfingunni í ræðu sem hann flutti. Hörður Þorsteinsson framkvæmdastjóri GSÍ var einnig viðstaddur. Jón Þór Þórðarson, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, var einnig viðstaddur.


9

50 ára - 1965-2015

L477U TÖLURN4R Þ1N4R 4LLT4F V3R4 M3Ð 1 4SKR1FT ENNEMM / SÍA /

N M 678 8 5

Tryggðu þér áskrift á lotto.is svo þú gleymir aldrei að spila með Lottó, Eurojackpot eða Víkingalottó. Áskrift – ekkert rugl!

ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími 580 2500 | www.lotto.is


10

Golfklúbburinn Leynir

Hvað ertu að þvælast uppi á golfvelli?

- Elín Hannesdóttir var fyrsta konan sem keppti í golfmóti hjá Leyni

Æ

tli það hafi ekki verið þannig að feðgarnir voru öllum stundum uppi á velli og ég var bara ein heima. Ég var að vinna í fiski niður á Kampi og þegar ég byrjaði að spila golf þá hætti ég að vinna yfir sumarið til þess að geta spilað. Það var lítið mál að fá stelpur í vinnu yfir sumartímann til þess að fylla mitt skarð. Ég tók því bara öll sumur í frí,“ segir Elín Hannesdóttir þegar hún var innt eftir því hvernig hún byrjaði í golfíþróttinni. Elín er fyrsta konan sem tók þátt í golfmóti hjá Leyni og er fyrsta konan sem skráð var í klúbbinn. Það má með sanni segja að Elín hafi tekið golfíþróttina föstum tökum allt frá upphafi – enda var ekki hjá því komist þar sem um lítið annað

var rætt á heimili hennar. Hún áttaði sig ekki á því að konur spiluðu líka golf fyrr en hún sá konur í golfi á Nesvellinum. „Ég heyrði í þeim heima öllum stundum tala um golf – ég skildi ekkert hvað þeir voru að segja, enda töluðu þeir bara golfmálið. Mér fannst þetta sniðugt þar sem þeir voru að gera, Steini að gera við vélar og traktora og annað slíkt. Ég fór með Steina suður á Nesvöllinn að ég held. Þar sá að konur voru að spila golf – þetta varð til þess að ég fór að fara með Steina upp á völl þegar ég vissi að hann var að fara að „leika“ sér. Ég var bara að draga fyrir hann og prófaði af og til að slá. Þegar gamli skálinn kom á svæðið fór ég að selja kók og prins-póló í skálanum fyrir klúbbinn.“

Skemmtilegur tími Það voru ekki margar konur sem lögðu leið sína á fyrstu árum Leynis upp á Garðavöll en smátt og smátt fór það að breytast. „Frænkur mínar tvær sem voru á fermingaraldri voru einnig að aðstoða mig við veitingasöluna. Síðar komu Katrín Georgsdóttir og Guðrún Geirdal. Þær voru fyrstu konurnar sem komu með mér i þetta. Við bökuðum vöfflur sem voru vinsælar þegar við vorum með „heimamót“. Klúbburinn átti engan borðbúnað á þessum árum og við fengum allt lánað neðan úr Sementsverkssmiðju - þetta skipti miklu máli fyrir okkur á þessum tíma. Kata var bílstjórinn enda hef ég aldrei keyrt bí og hún sá um að koma þessu á milli staðal. Það


11

50 ára - 1965-2015

var mjög skemmtilegur tími – þetta voru ekki margar konur á þessum tíma. Fyrst koma Kata, síðan Erla Karlsdóttir.“ Elín rifjar upp fyrsta mótið hjá Leyni þar sem keppt var sérstaklega í kvennaflokki. Þar var hápunkturinn að hennar mati að hún datt ofaní skurð en náði að klára keppnina. „Fyrsta mótið þar sérstakur kvennaflokkur var þá vorum við þrjár sem kepptum. Ég, Katrín Georgsdóttir og Guðrún Geirdal. Ég man ekki alveg hvort völlurinn var 9 holur á þeim tíma en gamli skálinn var enn í notkun. Ég man að ég datt í skurð í þessu móti og það var mikið hlegið. En ég náði að klára mótið en ég var rennandi blaut upp að hnjám en þetta var fyrsta kvennamótið hérna hjá okkur í klúbbnum.“ Elín dregur ekkert úr því að margir hafi undrast það að hún væri að

stunda golfíþróttina sem þótti mikið karlavígi á þeim tíma. „Það var sagt við mig; Hvað ertu

að þvælast uppi á golfvelli – það eru eintómir karlar þarna? Þetta þekktist ekki hér þetta golf.


12

Golfklúbburinn Leynir

Vinnuferð til Skotlands kveikti golfáhugann

- Bæjarbúar geta verið stoltir afGarðavelli segir Þorsteinn Þorvaldsson

M

ér fannst skemmtilegasti tíminn vera fyrsti áratugur inn eftir stofnun klúbbs ins. Á meðan við vorum að móta þetta upp og eins og völl. Flatirnar voru eins og mosaþembur. Það var ekkert til hérna á Akranesi og maður úr Golfklúbbi Reykjavíkur gaf okkur holupotta þannig við gætum búið til fyrstu holurnar,“ segir Þorsteinn Þorvaldsson þegar hann er inntur

eftir því hvað standi upp úr á þeim 50 árum sem hann hefur komið að starfi Golfklúbbsins Leynis. Þorsteinn er einn af stofnfélögum Golfklúbbs Akraness sem síðar varð Golfklúbburinn Leynir. Hann hefur verið lengst allra formaður Leynis og án þess að á nokkurn sé hallað þá var „Steini Þorvalds“ hjartað og lungun í starfi Leynis allt frá upphafi.

Vinnuferð til Skotlands kveikti neistann Það má segja að það hafi verið tilviljun að Þorsteinn fékk áhuga á að koma golfíþróttinni af stað á Akranesi. Upphafið má rekja til vinnuferðar hans sem vélstjóra á vélbátnum Sigurvonin. „Það var þannig að árið 1956 fór ég út til Skotlands með Sigurvonina – til Peterhead. Þar skiptum við um vél og ég var þar í tvo og hálfan mánuð. Verkstjórinn á verkstæðinu þarna var kylfingur og hann var alltaf

að segja mér að koma með sér. Ég fór með honum út á völl og labbaði með þeim og fékk að slá aðeins – það gekk nú ekkert, ég toppaði nokkra bolta. Þar kynntist ég hjónum sem voru golfarar og við fórum að heimsækja þau árið 1958. Hann fór að kenna mér að halda á kylfunni og ég fór með honum 18 holur og sló þar stuttu höggin inn á flatirnar. Ég sló ekki drævin – það þýddi ekkert fyrir mig. Eftir þetta fór ég að hafa áhuga á golfinu. Það var svolítið seinna að Hallgrímur Þorsteinsson sem var á þeim tíma framkvæmdastjóri í Fiskiver ræddi um golf við mig en hann var á þeim tíma svolítið í golfi. Við fórum að ræða um það að stofna golfklúbb en hann flutti í burtu og ekkert varð úr því að svo stöddu.“ Þorsteinn bætir því við að golfíþróttin hafi þótt undarleg á margan hátt á Íslandi á þessum tíma. „Þetta þótti frekar asnaleg íþrótt hér á Íslandi og ég hafði ekki hugmynd um það þegar ég var í Peterhead


ÍSLENSKA / SIA.IS / SEC 63832 04/13

50 ára - 1965-2015

OKKAR VAKT LÝKUR ALDREI NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN

13


14

Golfklúbburinn Leynir

að golf væri stundað á Íslandi. Ég fór að kynna mér þetta þegar ég kom heim. Eiríkur bróðir minn vissi að ég hafði verið þarna úti í Skotlandi og kynnst golfíþróttinni. Hann skrifaði mig þvi inn í klúbbinn. Hann vissi það að ég hafði áhuga á þessu.“

Mikið lagt á sig á upphafsárunum Eins og gefur að skilja voru hæfileikar Þorsteins hvað vélaviðgerðir varðar nýttar til hins ítrasta á upphafsárum Leynis og í marga áratugi þar á eftir. „Það voru alltaf gamlar og slitnar vélar hérna. Og alltaf mikið viðhald. Einnig á traktorum, það þurfti að slípa ventla, stýrisenda og ýmislegt annað. Ég gerði þetta allt sjálfur. Á sumrin þegar þurfti að bera á brautirnar þá keyrði maður áburðinum út á völl og bar síðan seint á kvöldin – nánast um miðnætti þegar menn voru hættir að spila. Það var alvanalegt að koma heim kl. eitt eða tvö á nóttunni eftir áburðargjöfina. Það mátti enginn vera að þessu, menn voru að vinna á daginn og vildu spila golf á kvöldin. Ég hafði aldrei áhuga eða lét mig dreyma um að vera góður í golfi. Ég vissi það að ég þyrfti að vera hjá atvinnumanni í lengri tíma til þess að ná tökum á þessu. Ég yrði bara helgarspilari – þá skipti forgjöfin engu máli, ég hafði engan áhuga á því.“ Þorsteinn dregur ekkert úr þeirri staðreynd að hann hafi margoft íhuga að draga sig í hlé sem formaður – vegna anna í vinnu. Þá sérstaklega á upphafsárum Leynis og það hafi oft komið upp sú staða að klúbburinn hafi átt það á hættu að leggjast af. „Ég ætlaði að hætta í stjórninni og Sigurbjörn Jónsson var þá í klúbbnum. Hann var drífandi maður og hann sagði að það kæmi ekki til greina að ég myndi hætta. Hann myndi styðja mig áfram og þá voru ekki nema tvö eða þrú ár liðin frá

stofnun klúbbsins. Þetta var mikið álag á mér – það var verið að frysta hval í Fiskiveri og unnið á átta tíma vöktum. Ég hafði því lítinn tíma – en það blessaðist í rólegheitum. Jake vinur minn sagði að það tæki fimmtíu ár að byggja golfvöll. Ég hafði því ekki áhyggjur af því að þetta myndi ekki takast einhverntíma. Það eru núna liðinn fimmtíu ár og völlurin er nokkurn veginn kominn.“

Vökvunarkerfið kom vellinum á kortið Garðavöllur þótti á upphafsárum sínum skemmtilegur golfvöllur og góða flatir einkenndu völlinn allt frá upphafi. Vökvunarkerfi var sett upp á vellinum mjög snemma og var það nýlunda á Íslandi. Þorsteinn var að sjálfsögðu með puttana í því verkefni og hann er ekki í vafa um að sú aðgerð hafi komið vellinu á kortið. „Við vorum fyrstir með vökvunarkerfi hér á landi og mönnum þótti gaman að koma hingað og slá inn á flatirnar. Þær tóku vel við boltanum. Þetta var allt saman lagt með heimatilbúnum plóg og það gekk ágætlega. Þetta munaði miklu því strax á vorin gátum við vökvað. Maímánuður er oft þurr og ekki hægt að bera á. Við

gátum borið á og vökvað það niður. Flatirnar voru því mun fyrr tilbúnar hér en hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholtinu. Þetta munaði miklu.“ Þorsteinn sló fyrsta golfhöggið þegar Garðavöllur var opnaður formlega sem 18 holu völlur á sínum tíma og var hann ánægður með það högg þegar hann rifjar þá stund upp. „Það var skemmtileg stund þegar vellinum var breytt í 18 holur. Ég sló fyrsta höggið og var klæddur eins og maður var klæddur í gamla daga. Var með hatt og í jakkafötum með hálstau. Það var sérstakt og gaman að því þegar þetta var opnað. Ég sló með 5-járni og fór yfir skurðinn – það var alveg nóg. Ég var ekkert að taka dræverinn og slæsa út í skóginn.“ Að lokum segir Þorsteinn að Garðavöllur sé á góðum stað í fallegum bæ og bæjarbúar geti verið stoltir af þessum stað. „Ég held að byggðin komi ekki til með að þrengja að okkur. Þetta er voðalega þægilegt fyrir íbúa að hafa völlinn við bæjardyrnar. Það er látið vel af vellinum og margir telja hann í hópi þriggja bestu valla landsins. Ég er ánægður með það – þegar maður hættir. Þetta er komið nóg – en ég slæ kannski nokkur högg í sumar,” sagði Þorsteinn Þorvaldsson.


15

50 ára - 1965-2015

Allt sem fyrirtækið

ENNEMM / NM66350

þarf í einum pakka

FYRIRTÆKJALAUSNIR

Net, borðsími, farsími og Office 365 frá 12.100 kr. á mánuði. Fyrirtækjapakki Símans inniheldur Internet, borðsíma- og farsímaþjónustu, ásamt Office 365 skýþjónustu sem tryggir nýjustu útgáfur af forritum og aðgang að vinnuskjölum hvar sem er. Fullkomin yfirsýn og fyrirsjáanlegur rekstrakostnaður með föstu mánaðargjaldi. Hafðu samband í síma 800 4000 eða á 8004000@siminn.is. Þú getur meira með Fyrirtækjalausnum Símans


16

Golfklúbburinn Leynir

Gott högg: Valdís Þóra slær hér á 15. teig á Eimskipsmótaröðinni 2014 en hún sigraði á því móti.

„Er að nálgast afa í púttunum“

„Það voru margir strákar að æfa þegar ég var að byrja og ég var algjör „strákastelpa“ þegar ég var yngri. Það skipti mig engu máli á þeim tíma að vera eina stelpan. Ég vildi bara verða betri en strákarnir og var mikið að æfa með Jóhannesi Ármannssyni frænda mínum og ég vildi verða betri en hann. Þetta breytti ekki miklu á þeim tíma en vissulega hafa komið upp atvik á sumrin þar sem ég sakna þess að geta ekki hringt í vinkonu mína til að fara út að spila. Maður verður bara að vera svolítið einmanna í þessu sporti.“

Valdís Þóra ætlar sér ekkert annað en sigur á Íslandsmótinu

V

aldís Þóra Jónsdóttir hefur frá unglingsaldri verið á meðal fremstu kylfinga í sínum aldursflokki og á síðari árum í fremstu röð kvenna í golfíþróttinni á Íslandi. Valdís er eina konan úr röðum Leynis sem hefur fagnað Íslandsmeistaratitlinum í golfi en hún varð Íslandsmeistari árið 2009 í Grafarholti og 2012 á Strandarvelli á Hellu. Valdís hefur á undanförnum tveimur árum leikið á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu en hún lét reyna á atvinnumannadrauminn eftir að hún lauk háskólanámi í Bandaríkjunum.

Valdís kemur af mikill golfætt á Akranesi en foreldrar hennar, Pálína Alfreðsdóttir og Jón Svavarsson, leika bæði golf. Alfreð Viktorsson og Erla Karlsdóttir, afi og amma Valdísar, eru á meðal frumkvöðla Leynis og golfið var því alltaf nálægt Valdísi þegar hún var að alast upp. „Ég held að það hafi verið mamma og pabbi sem drógu mig út á völl í fyrstu. Ég man allavega eftir mér hérna úti á velli að sumri til og ég nennti ekki að vera hérna. Afi var líka mikið í golfi og þegar ég áttaði mig á því að gæti kannski orðið góð í golfi þá var markmiðið að verða

Kynslóðabil: Valdís Þóra lék á sínu fyrsta golfmóti þegar hún var 8 ára og þá var Guðrún Geirdal á meðal keppenda - það var 80 ára aldursmunur á þeim.


17

50 ára - 1965-2015

betri en afi. Ég vann mjög lengi að því að verða betri en afi. Ég myndi halda það að hann væri einn af þremur mestu áhrifavöldunum. Við erum svipuð í púttunum – en ég þarf meiri tíma en hann. Afi kíkir bara eitthvað smá á línuna og púttar bara og það fer allt saman ofaní – það er óþolandi en ég er að nálgast hann.“ Það voru ekki margar stúlkur á aldri við Valdísi að æfa golf þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni á Garðavelli. Það skipti hana engu máli en hún viðurkennir að það sé stundum einmannalegt að vera afrekskylfingur. Garðavöllur er mati Valdísar einn sá allra besti á landinu til þess að alast upp á. „Við erum með frábæran völl sem við getum nánast alltaf komist út á til þess að spila. Hann er aldrei það „pakkaður“ að maður geti ekki farið út að spila á hverjum einasta degi. Ungir kylfingar á Akranesi hafa það framyfir kylfinga í Reykjavík að þeir hafa alltaf sénsinn að koma og æfa – og hafa pláss til þess að æfa sig.“ Valdís ætlar að taka stöðuna á atvinnumennskunni í lok þessa tímabils en hún kaus að taka áhættuna og eltast við drauminn í stað þess

Meistarar: Valdís Þóra og Birgir Leifur fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni árið 2010 á Garðavelli.

að sjá eftir því síðar að hafa aldrei reynt. „Það er mikil breyting að vera atvinnumaður en áhugakylfingur. Þetta er allt öðruvísi pressa. Maður hugsar yfir púttunum – „ef þú setur þetta ekki ofaní þá færðu ekkert útborgað.“ Það er öðruvísi en það sem er vanur sem áhugakylfingur.

Golffjölskyldan: Pálína Alfreðsdóttir, Arnar, Valdís Þóra, Friðmey og Jón Svavarsson.

Maður finnur þessa pressu og sérstaklega í byrjun á tímabilinu á fyrsta árinu. Ég ætla að taka stöðuna eftir þetta ár. Ég gat spilað vel og komist í gegnum köttið án þess að leika vel. Maður verður að spyrja sig þeirrar spurningar hvort maður láti það duga að vera nógu góður til þess að vera atvinnumaður á mótaröð eða nógu góður til þess að lifa af þessu. Ég hefði ekki viljað vakna upp þrítug og spurt mig að því að ég hefði getað gert þetta og hitt. Ég hef fengið ótrúlega mikið út úr golfinu. Ég farið á staði og upplifað ýmsa hluti sem ég hefði annars ekki fengið að upplifa. Ég hef sett mikla vinnu í þetta og fórnað miklu til þess að komast hingað.“ Íslandsmótið fer fram í júlí á Garðavelli og á því móti eru markmiðin skýr hjá Valdísi. „Ég ætla að vinna – það er eitt markmið. Ég vonast til þess að sjá félagsmenn upp á hólnum við skálann að fylgjast með. Styðja þá sem eru að spila hvort sem þeir eru úr Leyni eða ekki. Það þarf að setja smá stemningu í þetta á Akranesi,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.


18

Golfklúbburinn Leynir

Forréttindi að alast upp á Garðavelli - Birgir Leifur Hafþórsson

Þ

egar litið verður yfir golfsögu Íslands eftir nokkra áratugi mun nafn Skagamannsins Birgis Leifs Hafþórssonar koma víða við. Birgir Leifur ólst upp á Garðavelli og þar sem hann lagði grunninn að glæsilegum afreksferli. Birgir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur náð að tryggja sér keppnisrétt á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, sjálfri Evrópumótaröðinni, og hann jafnaði met þeirra Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar í fyrra hvað varðar fjölda Íslandsmeistaratitla. Birgir gæti skrifað nýjan kafla í golfsöguna með því að sigra á Íslandsmótinu á Garðavelli í sumar en hann er með sex titla og þarf einn til viðbótar til að bæta metið. „Það var fyrir algjöra slysni að ég byrjaði í golfi. Ég fór hingað upp á völl með Helga Dan og Halldóri Magnússyni. Góðir vinir mínir úr fótboltanum. Ég varð heillaður af þessu og fór með þeim í nokkur skipti. Eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Birgir þegar hann inntur eftir því hvernig

það kom til að hann byrjaði í golfi. „Það var bara slagurinn að vera einn út á velli – meðbyrinn og mótlætið sem heillaði mig mest. Maður fékk líka þessa upplifun að slá góð högg og það hvatti mann áfram. Næsta högg var kannski ömurlegt og þetta var kannski það sem kveikti mest í mér.“ Í þá gömlu góðu daga, Birgir Leifur stoltur með verðlaunagrip.

Sill gamli lagaði gripið Garðavöllur var 9 holur á þessum tíma og segir Birgir að það hafi verið forréttindi að fá að alast upp við slíkar aðstæður. „Það var ekkert æfingasvæði, bara 9 holu golfvöllur. Maður hoppaði bara út á völl og fann sínar leiðir. Gott dæmi um það er að ég var búinn að spila heilt sumar með „öfugt“ grip með ágætum árangri. Ég hitti á einn þekktasta öldunginn fyrr og síðar – hann Silla gamla (Sigvaldi Egill Jónsson). Hann kenndi mér að halda rétt á kylfunni og ég fékk ekki rétt grip fyrr en eftir nokkra mánuði. Það var ekkert form-

Félagsmiðsstöðin: Fremri röðin; Halldór Magnússon, Birgir Leifur, Helgi Dan Steinsson, Bjarni Hannesson. Aftari röðin: Þórður Emil Ólafsson, Arnar Jónsson, Kristján Kristjánsson.

legt barna – og unglingastarf. Menn hjálpuðust að og stundum komu einhverjir kennnarar.“

Eigum Reyni mikið að þakka Þrátt fyrir að ekkert formlegt barna – og unglingastarf hafi verið hjá Leyni á þeim tíma þegar Birgir Leifur var að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni varð til ótrúleg sterkur hópur afrekskylfinga. Það vakti athygli og margir hafa velt því fyrir sér hvernig það hafi gerst. „Það myndaðist góður hópur hérna af strákum – sumir aðeins eldri en ég, þar má nefna Kristinn G. Bjarnason, Rósant Birgisson og Ragnar Þór Ragnarsson sem kom frá Húsavík. Ég setti mér það markmið að vera betri en þeir. Ég horfði alltaf á Þórð Emil Ólafsson, mér fannst hann alltaf besti golfarinn sem kom héðan. Helgi Dan Steinsson var líka þarna og við vorum alltaf miklir vinir. Héldum okkur mikið upp á golfvelli saman. Þetta var skrýtin stemning . Við vorum ekki með neinn þjálfara bara liðsstjóra og kallarnir skiptu því á milli sín. Mest var það Reynir Þorsteinsson og við eigum honum


19

50 ára - 1965-2015

það mest að þakka að dröslast með okkur í sveitakeppnirnar og mótin.“

Golfvöllurinn var okkar Playstation „Svo vorum við bara hérna uppi á golfvelli – við fengum kannski lykla að skálanum en mamma var með sjoppuna hérna í einhver sumur. Ég var með lykil að skálanum og við vorum að horfa á golf í sjónvarpinu, hentum okkur út í eina vippkeppni, við bara gleymdum okkur hérna – og þetta var bara okkar Playstation. Við ýttum okkur sjálfum aðeins ofar á hærra plan án þess að vita í raun að því. Keppnin var svo mikil hjá okkur – og við vorum alltaf að keppa. Að þegar það gafst aukatími – kannski þegar það var rok og rigning þá fór maður upp á völl til þess að verða betri en þeir. Maður vonaðist líka til þess að það væri enginn á vellinum að æfa sig því þá væri maður að græða á því. Við áttuðum okkur

Sexfaldur meistari: Birgir Leifur er sexfaldur Íslandsmeistari í golfi


20

Golfklúbburinn Leynir

kannski ekki á því hversu góðir við vorum orðnir. Við fengum viðmiðin þegar við fórum að elta golfmótin og við vorum rosalega duglegir við að gera það. Við sáum á þeim tíma að við ættum séns í strákana úr stóru klúbbunum í bænum. Það myndaðist sú stemning innan hópsins að verða Íslandsmeistari og taka það alla leið – komast í landsliðshópana. Á einum tímapunkti vorum við þrír af sex í unglingalandsliðinu sem er alveg magnað. Þetta tímabil er eitthvað sem gerist – það verður til einhver hefð. Það er ótrúlega skrýtið að skýra frá þessu. Við vorum allir íþróttastrákar –þokkalegir í fótbolta og öðrum íþróttum eins og handbolta. Það þótti skrýtið að við skyldum velja golfið en það var kannski bara kosturinn að við prófuðum margar íþróttir og úr því varð einhver rjómi.“ Birgir leggur áherslu á að staðsetning Garðavallar sé einstök og bjóði upp á gríðarlega möguleika fyrir þá sem alast upp á Akranesi. „Nálægðin við bæinn var kostur – gátum hjólað af fótboltaæfingu beint upp á golfvöll. Þetta var völlurinn okkar og stundum spiluðum við 54 holur á dag. Það var ekki æfingasvæði og við vissum ekki hvað það var að æfa – við vorum bara að keppa. Ef við vorum ekki að spila úti á velli þá vorum við hérna við 9. flötina í vippkeppni, glompukeppni eða púttkeppni. Það var kostur að geta æft á golfvellinum. Við gengum upp eftir 9. brautinni og fórum í keppni af 110 metra færi – það var enginn að setja út á þetta hjá okkur. Þetta myndum við ekki sjá í dag.“

Keppti við Ballesteros og Norman Sem barn á Garðavelli þá lét Birgir sig dreyma um að verða atvinnumaður og hann var oft í harðri baráttu í ímyndaðri keppni við bestu kylfinga heims. „Mig dreymdi það úti á golfvelli þegar ég var hér sem krakki að ég væri að spila í Ryderkeppninn og á

Fjölskyldan: Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eiga þrjú börn,. Þorleifur Ingi er sá yngsti, Birgitta Sóley er næst elst og Ingi Rúnar er elstur.

Opna breska. Ég púttaði fyrir sigri á þessum mótum. Ég var oft með tvo eða þrjá bolta í gangi og einn var Seve Ballesteros, einn var Greg Norman og ég var að spila gegn þeim. Ég bjó mér til eigin tölvuleiki í höfðinu. Það var því mjög fjarlægður draumur að komast inn á Evrópumótaröðina en ég leyfði mér

að dreyma um það. Þegar maður var unglingur hérna þá var maður bara í handbolta og fótbolta á veturna og var lítið að spá í golfið. Svo reyndi maður að dingla kylfunni með en það var ekkert markvisst. Svo varð maður atvinnumaður 21 árs og það var stórt stökk en ég hefði ekki viljað breyta neinu.“

Leynir tók á ný við Garðavelli 2013

F

járhagsstaða Leynis hefur verið með ýmsum hætti í fimmtíu ára sögu klúbbsins. Reksturinn var nokkuð þungur um tíma eftir miklar framkvæmdir við stækkum vallarins. Í lok ársins 2007 var sú ákvörðun tekin að gera rekstrarsamning til fimm ára við Golfklúbb Reykjavíkur. Samningurinn fól í sér að GR sá um rekstur og umhirðu Garðavallar og félagar í GR fengu aðgang að vellinum líkt og félagsmenn Leynis. Skiptar skoðanir voru á meðal félagsmanna um samninginn en í greinargerð stjórnar Leynis í lok ársins 2008 segir að samningurinn hafi reynst „happafengur“ í ljósi þeirra aðstæðna sem upp komu í efnahagshruninu haustið 2008. „Framkvæmd samningsins hefur gengið vel að mati stjórnar GL. Það er ljóst að án samningsins væri staða GL graf alvarleg í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem nú ganga yfir þjóðin vegna skuldastöðu klúbbsins. Í stað þeirrar varnarstöðu sem GL hefur verið í undanfarin ár þá hefur eins og áður sagði verið hægt fara í nýframkvæmdir og lagfæringar á vellinum sem að öðrum kostið hefði ekki verið mögulegt.“ Leynir tók að nýju við rekstri Garðavallar árið 2013 en samstarfið við GR er enn náið og er Garðavöllur enn vinsælasti „vinavöllur“ GR-inga.


21

50 ára - 1965-2015

Appið og Netbankinn

Við bjóðum góða þjónustu við flötina Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. Hvort sem þú ert á teig, í hádegismat í vinnunni eða á ferðalagi í útlöndum geturðu sinnt öllum helstu bankaviðskiptum í tölvunni eða snjalltækjum. Þú sérð stöðuna á reikningunum þínum, millifærir, borgar reikninga, sinnir sparnaði eða skoðar nýjustu vildartilboðin. Kynntu þér Appið og Netbankann á islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Facebook


22

Golfklúbburinn Leynir

Stækkun Garðavallar tóks vel til - Reynir Þorsteinsson fyrrum formaður Leynis

„Eftir að ég hætti sem formaður, fann ég mér það verkefni að halda unglingunum við efnið. Ég var ekki að kenna þeim golf heldur frekar að skutla þeim á mótin og halda utan um starfið. Ég hafði mikið gaman að því.

R

eynir Þorsteinsson hefur verið félagi í Leyni allt frá því hann flutti á Akranes árið 1976. Reynir og eiginkona hans, Guðbjörg Árnadóttir, voru fljót að taka að sér trúnaðarstörf fyrir klúbbinn.Reynir var kjörinn í stjórn Leynis ári eftir að hann flutti á Akranes. Guðbjörg var einnig kjörinn í stjórnina árið 1978 og er hún fyrsta konan sem var stjórnarmaður hjá Leyni. „Ég hafði verið að „stelast“ aðeins í golf á Nesvellinum á kvöldin árin þar á undan – og var komin með 24 í forgjöf þegar ég kom hingað,” segir Reynir þegar hann er inntur eftir því hvernig kylfingur hann hafi verið þegar hann flutti á Akranes. Fyrstu minningar hans frá Garðavelli var hnéhár „kargi“ og það var ekkert gefið eftir með það. „Á þessum tíma var enginn maður með mönnum nema að hann ætti golfstígvél. Regngallarnir voru lélegir og héldu kannski vindi en ekki vatni. Maður man eftir því að vera bullandi í vatni í stígvélunum.“ Reynir hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir Leyni í gegnum tíð-

„Mér finnst margar flottar holur hérna og umhverfi flatanna er flott. Brautirnar eru misjafnar og það er eitthvað sem þarf að bæta. Þriðja holan er alltaf flott – glæsileg hola að mínu mati. Hún var teiknuð inn í skógræktina – það var ævintýri, en hún er flott þar sem hún er í dag og virkar vel.“

ina og þá sérstaklega hvað varðar stækkun Garðavallar og umsjón með unglingasveitum Leynis. Baráttan við bæjaryfirvöld var oft hörð að sögn Reynis en hann telur að á heildina litið hafi klúbburinn fengið sínu fram – svona nokkurn veginn. „Það voru gerðir rekstrarsamningar við Akraneskaupsstað en okkur fannst við alltaf vera útundan. Við þurftum að reka okkar mannvirki þegar allir aðrir fengu sitt bara upp í hendurnar. Þetta var samt sem áður áskorun sem menn höfðu gaman að glíma við. Þegar ráðist var í stækkun vallarins í 18 holur fannst okkur það vera sjálfsagt.Við gerðum samning við bæinn sem var ágætur og við gátum unnið mikið í sjálfboðavinnu. Það hefur alltaf fylgt þessum klúbbi mikil sjálfboðavinna þegar á þarf að halda. Það lækkar kostnaðinn og gerir það auðveldara að glíma við þetta.“

Úr stjórn í unglingastarfið Eins og áður segir var Reynir lengi í stjórn Leynis en hann fann sér hillu í félagsstarfinu eftir að stjórnarstörf-unum lauk. „Eftir að ég hætti sem formaður. Fann ég mér það verkefni að halda unglingunum við efnið. Ég var ekki að kenna þeim golf heldur frekar að skutla þeim á mótin og halda utan um starfið. Ég hafði mikið gaman að því. Þetta voru rosalega áhugasamir strákar og hæfileikamiklir margir á þessum tíma. Ég man eftir því að við fórum á Sauðárkrók og mig minnir að það hafi verið fjórir í hverri sveit. Það gerði sér engar vonir um árangur en við lentum í þriðja sæti þar og stóðum okkur frábærlega.“ „Þetta var uppgangstímabil síðasti áratugur síðustu aldar. Leynir varð Íslandsmeistari í flokki 15-18 ára þrjú ár í röð. Þessir strákar uxu úr grasi og það var aðeins lengra í næsta hóp. Það kom annar hópur


23

50 ára - 1965-2015

sem varð Íslandsmeistari rétt um aldarmótin. Þetta voru svo samstæðir strákar. Ekkert rifrildi eða vesen. Birgir Leifur var á þessum tíma orðinn afrekskylfingur – besti unglingur landsins. Það var tekið mark á okkur og síðan enduðu þessir strákar sem Íslandsmeistarar tvö ár í röð, fyrst Birgir 1997 og Þórður 1998.“ Heilsugæslulæknirinn fann sér ávallt tíma til þess að sinna unglingastarfinu þrátt fyrir þann gríðarlega tíma sem fór í þetta „stúss“ eins og hann orðar það. „Ég man eitt sumarið að það fór hálfur mánuður í svona stúss í kringum þetta. Það fór helmingurinn af sumarfríinu íþetta en þetta var bara gaman. Það er búið að vera

„Ég er búinn að fara holu í höggi – það var á 8. eins og hún var áður. Það er orðið allt of langt síðan ég fór holu í höggi – það hlýtur að fara að koma að því aftur. Ég held ég hafi verið með 7-járn, á grínið sem var gamalt. Ég hugsa það komi í sumar.“

langt bil og bið hjá okkur hvað varðar afrekskylfinga stráka meginn en Valdís Þóra stendur fyrir sínu. Það koma alltaf upp stjörnur af og til, kannski eru einhverjir á leiðinni. Ég fylgist ekki nógu vel með unglingastarfinu núna en maður heyrir af strákum sem eru alveg frábærir – en það vantar samkenndina sem var til staðar. Þeir héngu hérna svo dögum saman áður fyrr en í dag finnst mér krakkarnir vera svolítið einir.“ Reynir var í framkvæmdanefndinni um stækkun Garðavallar og telur hann að vel hafi tekist til. Þriðja holan er í uppáhaldi hjá Reyni en hann segir að verkefninu ljúki aldrei – og það þurfi að þurrka Garðavöll enn betur upp á næstu árum.

Völlurinn eftirsóknarverður „Ég er í vallarnefnd og þar eru alltaf góðar hugmyndir á kreiki. Það þarf að drena völlinn og þurrka. Það eru alltaf vandamál tengd bleytunni. Þær framkvæmdi eru dýrar. Það þarf einnig að byggja upp gamla völlinn – þar eru nokkur grín sem eru moldargrín og barns síns tíma. Við erum með hugmyndir um að gera meira – þá sérstaklega 9. og 18. að gera þær flottari. Það er makalaust hvað völlurinn er eftirsóknarverður hjá fólki þrátt fyrir allar vatnstorfærurnar og hve auðvelt það er að týna bolta hérna. Þá finnst mér merkilegt hve fólki finnst gaman að spila hérna. Ég hef engan heyrt lasta þennan völl.“


24

Golfklúbburinn Leynir

Öflugt barna – og unglingastarf - Stórir viðburðir á dagskrá - hjá keppnisfólkinu

E

inar Lyng Hjaltason, PGA golfkennari, stýrir golfkennslu Leynis annað árið í röð. Hann er einnig íþróttastjóri Leynis og skipuleggur allt barna- og unglingstarf klúbbsins. Æfingar hafa staðið yfir í allan vetur í nýrri aðstöðu sem sett var upp í nýrri vélageymslu klúbbsins. Það eru margir stórir viðburðir á dagskrá hjá keppnisfólki af yngri kynslóðinni. Keppendur frá Leyni hafa náð nú þegar ágætum árangri á yfirstandandi keppnistímabili – og þá sérstaklega á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Í fyrrasumar var boðið upp á golfnámskeið fyrir börn á aldrinum sex til tíu ára. Námskeiðin fengu góðar viðtökur og því verður boðið upp á slík námskeið aftur nú í sumar. „Áherslan verður á golftengda og almenna leiki og skemmtilegt golfnámskeið þar sem krakkarnir öðlast færni sem gerir þau að betri kylfingum. Kennt verður

Keppendur frá Leyni á fyrsta móti ársins á Áskorendamótaröð Íslandsbanka: Frá vinstri; Gunnar Einarsson, Ísak Örn Elvarsson, Atli Teitur Brynjarsson, Björn Viktor Viktorsson og Karl Alfreðsson.

á æfingasvæði GL og litla Garðavellinum sem er 6 holu par 3 völlur,” segir Guðmundur. „Námskeiðin standa yfir í fimm daga í senn og byrja þau kl. 9 og standa fram til hádegis. Þetta tókst ljómandi vel til í fyrra og við hlökkum til að taka á móti krökkunum í sumar.”

Efri röð frá vinstri: Einar Lyng Hjaltason, Aron Alfreðsson, Sindri Alfreðsson, Axel Fannar Elvarsson, Leó Guðmundsson, Friðrik Sigþórsson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Ísak Darri Þorsteinsson, Helgi Rafn Rafnkelsson, og Birgir Leifur Hafþórsson. Fremri röð frá vinstri: Gunnar Einarsson, Björn Viktor Viktorsson, Ísak Örn Elvarsson, Atli Teitur Brynjarsson og Ægir Sölvi Egilsson.


50 ára - 1965-2015

Þ

Djörf hugmynd um par 3 holu í Skógræktinni

riðja brautina á Garðavelli þykir ein fallegasta par 3 hola landsins. Á góðum sumardegi er líkt og að kylfingar standi á teig á golfvelli erlendis þegar þeir tía boltann upp á teignum – og útsýnið yfir Faxaflóann og Snæfellsjökul lætur engan ósnortinn. Upphaflega var hugmyndin sú að þriðja brautin yrði sett inn í sjálfa Skógræktina en þeim áformum var ekki vel tekið af

Garðyrkjustjóra og Skógræktarfélagi Akraness. Í bréfaskriftum frá árinu 1989 kemur fram sú ósk að brautin verði færð út fyrir skjólbeltið til norðurs – sem varð niðurstaðan. „Ef þetta kemur til er hægt að afskrifa skógræktina sem útivistarsvæði bæjarbúa, og þetta mun hindra stækkun skógræktarinnar í norður og austur. Við lítum á

25

skógræktina sem eign bæjarbúa en ekki einna félagasamtaka,“ segir í bréfi sem Skógræktarfélag Akraness sendi frá sér þann 19.9. 1989. Upphaflega hugmyndin var nokkuð djörf og án efa hefði þar verið til staðar enn áhugverðari golfhola – en sú sem er til staðar í dag stendur fyllilega undir því að vera í hópi fallegustu par 3 holunum á landinu.


26

F

Skar plastpoka til þess að hlífa sér

yrsta golfmótið sem haldið var á Akranesi fór fram árið 1967. Í skjalasafni Leynis er að finna skemmtilega lýsingu á þessum viðburði sem fram fór í grenjandi slagviðri – því versta á sumrinu 1967. Golfmótinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Á þessu ári 1967 komst þessi 6 holu völlur í dágott ástand. Fór þá fyrsta golfmótið fram 20. ágúst 1967 á sunnudegi, í grenjandi slag-

Golfklúbburinn Leynir

viðri. Því versta á sumrinu. Tólf félagar höfðu tilkynnt þátttöku, 7 mættu til keppninnar, leiknar voru 18 holur án forgjafar. Af þessum 7 sem mættu hætti einn eftir 10 holur. Sex keppendur luku því keppni og var röðin þessi: Hannes Þorsteinsson (15 ára) 87 högg, Þorsteinn Þorvaldsson 102 högg, Óðinn S. Geirdal 114 högg, aðrir voru Sverre Valtýsson 125 högg, Ásmundur Jónsson (14 ára)

128 högg, Guðmundur Magnússon 140 högg. Enginn bikar var þá kominn til að keppa um og fengu fyrstu þrír verðlaunapeninga. Eftir þetta fyrsta mót varð til Vatnsmótið, sem við höfum haldið síðan í ágúst. Einn keppandinn náði sér í hvítan stóran plastpoka og skar á hann göt fyrir hendur og höfuð. Og notaði hann pokann til að hlífa sér fyrir regninu.“


27

50 ára - 1965-2015

Traustur kostur.

REELMASTER 5010-H

GM360 4x4 Mótor Eldsneytistankur Sláttuhraði Hámarkshraði

Mótor Eldsneytistankur Sláttuhraði Hámarkshraði

Dísel, 24,8 hö. 53 lítrar. 0-12,8 km/klst. 16 km/klst.

Dísel, 36 hö. 51,1 lítrar. 0-22,5 km/klst. 22,5 km/klst.

Nánari upplýsingar í síma 480 0444

VILLAGER 2 LSV

CLub CAR 1500 4x4

Sterkur og léttur fjölnota rafmagnsbíll. Mótor Drægni Hámarkshraði Þyngd

Díselknúinn fjölnotabíll með frábærri fjöðrun og mikilli getu í torfærum.

48 v. rafmagnsmótor 48 km. 38 km/klst. 486 kg.

Mótor Eldsneytistankur Hámarkshraði Þyngd

Dísel, 20 hö. 25 lítrar. 40 km/klst. 760 kg.

Ökumannshús einnig í boði!

+ 395.000

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur og/eða myndabrengl.

án vsk.

Kr. 1.290.000,-

með vsk.

Kr. 2.390.000,-

án vsk.

VÉLAR OG TÆKI Sími 480 0444

www.vinnuvelar.is

baldur@jotunn.is

Gsm 893 3348

Miðhrauni 2 - 210 Garðabær


28

Golfklúbburinn Leynir

Kylfingar áberandi í kjörinu á íþróttamanni Akraness

V

aldís Þóra Jónsdóttir er ein af þremur kylfingum úr Leyni sem hafa verið kjörnir íþróttamenn Akraness. Valdís hefur fjórum sinnum verið kjörinn, en aðeins tvær íþróttakonur hafa fengið þessa viðurkenningu oftar. Sundkonurnar Ragnheiður Runólfsdóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir hafa oftast verið kjörnar eða 6 sinnum alls. Birgir Leifur Hafþórsson var fyrsti kylfingurinn sem var kjörinn íþróttamaður Akraness, árið 1992 en hann var þrívegis kjörinn. Þórður Emil Ólafsson hefur einu sinni verið kjörinn íþróttamaður Akraness. Alls hafa konur verið kjörnar 19 sinnum en karlar í 21 skipti. Sundíþróttin er með 20 titla á þessu sviði en golfíþróttin er með 8 titla og er í þriðja sæti á eftir knattspyrnunni sem er með 10 titla. Íþróttamenn Akraness frá upphafi: 2014: 2013: 2012: 2011: 2010: 2009: 2008: 2007: 2006: 2005: 2004: 2003: 2002: 2001: 2000: 1999: 1998:

Ágúst Júlíusson, (1) sund (20). Jakob Svavar Sigurðsson, (1) hestamennska (1). Inga Elín Cryer, (2) sund (19). Inga Elín Cryer, (1) sund (18). Valdís Þóra Jónsdóttir, (4) golf (8). Valdís Þóra Jónsdóttir, (3)golf (7). Valdís Þóra Jónsdóttir, (2) golf (6). Valdís Þóra Jónsdóttir, (1) golf (5). Eydís Líndal Finnbogadóttir, (1) karate. Pálmi Haraldsson, (1 knattspyrna (10). Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (6)sund (17). Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (5) sund (16). Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (4) sund (15). Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (3) sund (14). Birgir Leifur Hafþórsson, (3) golf (4). Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (2) sund (13). Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, (1) sund (12).

1997: 1996: 1995: 1994: 1993: 1992: 1991: 1990: 1989: 1988: 1987: 1986: 1985: 1984: 1983: 1982: 1981: 1980: 1979: 1978: 1977: 1972: 1965:

Þórður Emil Ólafsson, (1) golf (3). Birgir Leifur Hafþórsson, (2) golf (2). Sigurður Jónsson, (2) knattspyrna (9). Sigursteinn Gíslason, (1) knattspyrna (8). Sigurður Jónsson, (1) knattspyrna (7). Birgir Leifur Hafþórsson, (1) golf (1). Ragnheiður Runólfsdóttir, (6) sund (11), (Íþróttamaður ársins á Íslandi). Ragnheiður Runólfsdóttir, (5) sund (10). Ragnheiður Runólfsdóttir, (4) sund (9). Ragnheiður Runólfsdóttir, (3) sund (8). Ólafur Þórðarson, (1) knattspyrna (6). Ragnheiður Runólfsdóttir, (2) sund (7). Ragnheiður Runólfsdóttir, (1) sund (6). Bjarni Sigurðsson, (1) knattspyrna (5). Sigurður Lárusson, (1) knattspyrna (4). Ingi Þór Jónsson, (2) sund (5). Ingólfur Gissurarson, (2) sund (4). Ingi Þór Jónsson, (1) sund (3). Ingólfur Gissurarson, (1) sund (2). Karl Þórðarson, (1) knattspyrna (3). Jóhannes Guðjónsson, (1) badminton (1) / knattspyrna (2). Guðjón Guðmundsson, (1) sund (1), (Íþróttamaður ársins á Íslandi). Ríkharður Jónsson, (1) knattspyrna (1).


29

50 ára - 1965-2015

Klúbbmeistarar Leynis

F

yrsta meistaramót Leynis fór fram árið 1970 og árið 1976 var fyrst keppt í kvennaflokki. Alls hafa þrettán karlar fagnaði klúbbmeistaratitlinum í meistaraflokki frá árinu 1970. Nýtt nafn hefur ekki verið ritað á karlabikarinn frá árinu 2004 þegar Jóhannes Ármannsson varð klúbbmeistari. Helgi Dan Steinsson er með átta meistaratitla sem er metjöfnun. Í kvennaflokki hafa alls átta konur verið klúbbmeistarar, en ekki var keppt í meistaraflokki kvenna árið 2009. Sigríður Ingvadóttir á enn metið en hún varð átta sinnum klúbbmeistari og þar á eftir koma þær Elín Hannesdóttir með sjö titla líkt og Arna Magnúsdóttir. Elín sigraði fyrstu sjö árin og síðan tók Sigríður við og vann næstu sjö titlana. Meistaramót Leynis hefur vaxið mikið hvað keppendafjölda varðar. Vel á annað hundrað félagar taka nú þátt á þessu móti og félagsaðstaðan í Grímsholti hefur ekki verið nógu stór fyrir uppskeruhátíðina í mörg herrans ár.

Klúbbmeistarar Leynis í karlaflokki: 1970: 1971: 1972: 1973: 1974: 1975: 1976: 1977: 1978: 1979:

Hannes Þorsteinsson (1) (1) Hannes Þorsteinsson (2) Hannes Þorsteinsson (3) Hannes Þorsteinsson (4) Hannes Þorsteinsson (5) Guðni Örn Jónsson (1) (2) Gunnar Júlíusson (1) (3) Ómar Örn Ragnarrsson (1) (4) Björn H. Björnsson (1) (5) Björn H. Björnsson (2)

Ungir: Frá vinstri; Helgi Dan Steinsson, Kristvin Bjarnason og Ingi Rúnar Gíslason.

1980: 1981: 1982: 1983: 1984: 1985: 1986: 1987: 1988: 1989: 1990: 1991: 1992: 1993: 1994: 1995: 1996: 1997: 1998: 1999: 2000: 2001: 2002: 2003: 2004: 2005: 2006: 2007: 2008: 2009: 2010: 2011: 2012: 2013: 2014:

Björn H. Björnsson (3) Ómar Örn Ragnarsson (2) Ómar Örn Ragnarsson (3) Hannes Þorsteinsson (6) Hannes Þorsteinsson (7) Ómar Örn Ragnarsson (4) Hannes Þorsteinsson (8) Ómar Örn Ragnarsson (5) Ómar Örn Ragnarsson (6) Kristinn G. Bjarnason (1) (6) Hjalti Nielsen (1) (7) Birgir Leifur Hafþórsson (1) (8) Birgir Leifur Hafþórsson (2) Birgir Leifur Hafþórsson (3) Kristinn G. Bjarnason (2) Birgir Leifur Hafþórsson (4) Birgir Leifur Hafþórsson (5) Þórður Emil Ólafsson (1) (9) Þórður Emil Ólafsson (2) Helgi Dan Steinsson (1) (10) Birgir Leifur Hafþórsson (6) Helgi Dan Steinsson (2) Stefán Orri Ólafsson (1) (11) Willy Blumenstein (1) (12) Jóhannes Ármannsson (1) (13) Stefán Orri Ólafsson (2) Helgi Dan Steinsson (3) Helgi Dan Steinsson (4) Willy Blumenstein (2) Helgi Dan Steinsson (5) Helgi Dan Steinsson (6) Helgi Dan Steinsson (7) Helgi Dan Steinsson (8) Stefán Orri Ólafsson (3) Stefán Orri Ólafsson (4)

Klúbbmeistarar Leynis í kvennaflokki: 1976: Elín Hannesdóttir (1) (1) 1977: Elín Hannesdóttir (2)

1978: 1979: 1980: 1981: 1982: 1983: 1984: 1985: 1986: 1987: 1988: 1989: 1990: 1991: 1992: 1993: 1994: 1995: 1996: 1997: 1998: 1999: 2000: 2001: 2002: 2003: 2004: 2005: 2006: 2007: 2008: 2009: 2010: 2011: 2012: 2013: 2014:

Elín Hannesdóttir (3) Elín Hannesdóttir (4) Elín Hannesdóttir (5) Elín Hannesdóttir (6) Elín Hannesdóttir (7) Sigríður Ingvadóttir (1) (2) Sigríður Ingvadóttir (2) Sigríður Ingvadóttir (3) Sigríður Ingvadóttir (4) Sigríður Ingvadóttir (5) Sigríður Ingvadóttir (6) Sigríður Ingvadóttir (7) Arnheiður Jónsdóttir (1) (3) Arnheiður Jónsdóttir (2) Arnheiður Jónsdóttir (3) Arnheiður Jónsdóttir (4) Sigríður Ingvadóttir (8) Hrafnhildur Sigurðardóttir (1) (4) Elín T. Reynisdóttir (1) (5) Arna Magnúsdóttir (1) (6) Arna Magnúsdóttir (2) Arna Magnúsdóttir (3) Arna Magnúsdóttir (4) Arna Magnúsdóttir (5) Arna Magnúsdóttir (6) Hrafnhildur Sigurðardóttir (1) Arna Magnúsdóttir (7) Valdís Þóra Jónsdóttir (1) (7) Friðmey Jónsdóttir (1) (8) Friðmey Jónsdóttir (2) Valdís Þóra Jónsdóttir (2) Ellen Ólafsdóttir (1) (8) Valdís Þóra Jónsdóttir (3) Valdís Þóra Jónsdóttir (4) Valdís Þóra Jónsdóttir (5) Friðmey Jónsdóttir (3) Friðmey Jónsdóttir (4)


30

Sveiflan hans „Gulli Magg“ lifir enn

G

Golfklúbburinn Leynir

Hrókur alls fagnaðar: Sveinn Þórðarson og Elín Hannesdóttir eru hér sitthvoru meginn megin við „Gulla Magg“.

unnlaugur Magnússon, eða Gulli Magg, eins og hann var ávallt kallaður – er ógleymanlegur þeim sem kynntust honum á golfvellinum. Gulli hóf frekar seint á lífsleiðinni að stunda golfíþróttina en frá honum geislaði gleði og áhugi sem smitaði út frá sér. Gulli lést árið 2008 – þá 87 ára að aldri en afar sérstök golfsveifla hans lifir enn í minningunni ásamt frábærum minningum og sögum af Gulla. Alfreð Viktorsson rifjaði upp tvær skemmtilegar sögur af hinum eina sanna „Gulla Magg“

„Gulli Magg“ stóð upp á fundinum og sagðist alfarið vera á móti þessu. Hann ætlaði að láta sína bikara upp

„Hann var lífsglaður og fínn kall. Á upphafsárum Leynis var haldið Sementsverks- smiðjumótið þar sem menn komu víða að og kepptu. Ég var á þeim tíma í kappleikjanefndinni og tók við skorkortunum þegar menn voru búnir að spila. Ég man sérstaklega eftir tveimur mönnum af höfuðborgarsvæðinu sem léku með „Gulla Magg“ í holli. Þeir komu með skorkortinu og sögðu; „þessi maður er það léttur og góður að við erum til í að kaupa hann. Við látum tvo frá okkur í staðinn. Þetta lýsir bara Gulla – hvað hann var lífsglaður og fínn kall.“ „Á aðalfundi einu sinni sem fram fór í íþróttahúsinu við Laugarbraut – þá kom fram sú tillaga að draga úr kostnaði með því að sleppa því að kaupa bikara – og verðlaunagripi.

Verðlaunahafi: „Gulli Magg“ með verðlaun á meistaramóti, bræðurnir Þórólfur Ævar og Halldór Bragi Sigurðssynir eru með Gulla á myndinni.

á hillu á elliheimilinu til að sýna barnabörnunum. Ég held að hann hafi staðið við það.“

Vinir: Óðinn Geirdal var með sérstakan púttstíl en „Gulli Magg“ heldur við stöngina á gömlu 8. brautinni


31

50 ára - 1965-2015

Kraftur í innra starfi Leynis - „sjálfboðaliðar vinna þrekvirki,” segir - Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Stjórinn: Guðmundur Sigvaldason er framkvæmdastjóri Leynis og hefur í mörg horn að líta.

É

g er bjartsýnn á framtíð klúbbsins, það eru ungir menn í stjórn. Kraftmikill framkvæmdastjóri og undanfarin ár finnst mér hafa verið líflegt í klúbbnum og allt í góðu lagi. Framtíðin er björt. Í gegnum tíðina hefur sjálfboðaliðastarf verið ráðandi. Annars hefði þetta aldrei gengið öðruvísi. Til dæmis þessi nýja skemma, sú framkvæmd hefur sameinað krafta okkar,“ segir hinn þaulreyndi Alfreð Viktorsson þegar hann er inntur eftir stöðunni á afmælisbarninu á 50 ára afmælisári Leynis. Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis tekur undir orð Alfreðs. „Gríðarlega öflugur hópur sjálfboðaliða hafa unnið unnið þrekvirki í mörgum verkefnum í vetur og vor. Þar má nefna að mokað hafi verið

Lagt á ráðin: Brynjar Sæmundsson ræðir við Alfreð Alfreðsson og Pétur Sigurðsson á vinnudegi vorið 2014.

Léttir: Nýtt salerni hefur verið sett upp fyrir gesti Garðavallar við sjöttu flötina og má segja að það sé mikill léttir fyrir flesta.

upp úr skurðum í kringum völlinn og árangur af þeirri vinnu væri mjög sýnilegur þar sem að tekist hafi að þurrka upp mjög blaut svæði á vellinum. Nýtt salerni er komið upp við sjöttu flötina og eykur það þjónustustigið við gesti vallarins mikið. Við erum heppnir að eiga góða að og án sjálfboðaliðastarfsins væri ekki hægt að gera alla þessa hluti. Það er meðbyr í starfinu og spennandi

golfsumar framundan á afmælisári,” segir Guðmundur en hann hefur verið framkvæmdastjóri Leynis undanfarin misseri. Móthaldið hjá Leyni hefur verið öflugt á undanförnum árum og völlurinn er vinsæll á meðal kylfinga sem eru ekki félagsmenn í Leyni. Innanfélagsmótaraðirnar hafa vakið mikla lukku og einnig kvennamótin sem fram fara reglulega.

Samstaða: Hörður Jóhannesson og félagsmaður úr Leyni vinna að smíðum í nýrri vélageymslu.

Steypa: Alexander Högnason og Halldór Jónsson í steypuvinnu við nýju vélageymsluna undir stjórn Alfreðs Alfreðssonar.


32

Golfklúbburinn Leynir

„Hittu kúluna á miðjan spaðann“

G

unnar Júlíusson, eða „Gunni Júl“ lést á 80 aldursári. Gunni gekk í Leyni á fyrstu árum klúbbsins á 7. áratug liðinnar aldar og náði snemma góðum tökum á golfíþróttinni. Gunnar var fyrsti Íslandsmeistari Leynis þegar hann varð Öldungameistari Íslands árið 1985. Gunnar var glaðvær maður sem hafði gaman af því að fræða aðra um málefni golfheimsins sem hann mikinn áhuga og þekkingu á. Þórður Emil Ólafsson, formaður Leynis í dag, rifjar hér upp tvær sögur af „Gunna Júl. Þórólfur Ævar Sigurðsson, frændi Þórðar Emils, er einnig með tvær góðar sögur af „Gunna Júl.“ „Maður var undir handleiðslu mikillar meistara sem tóku gríðarlega vel á móti manni – fremstur í flokki var Gunnar Júlíusson sem var á þeim tíma öflugur golfari. Guðmundur Valdimarsson einnig – þeir kölluðu oft á mig þegar ég var að „væflast“ hérna einn upp á velli. Þeir buðu mér oft að leika með sér 9 holur og það var virðingarvert. Maður lærði margt af þeim og bara að horfa á þá slá – það var svona upphafskennslan sem maður fékk. Þeir voru báðir alltaf í mikilli keppni og áttu báðir eftir að vera framarlega í öldungagolfinu hér á landi og unnu titla þar. Mér

er minnistætt þegar ég var að spila með þeim og ég var að ég held 12 ára gamall. Ég var aðeins farinn að spila þokkalega og á þriðja teig var komið að mér. Ég ætlaði svo aldeilis að halda í við þá í drævinu – og klúðraði því. Þá sagði Gunni við mig; „Þórður minn, mundu eitt – alltaf, það er mikið mikilvægara að hitta kúluna á miðjan spaðann en með einhverjum látum.“ Þetta voru punktarnir sem maður fékk frá þessum meisturum.

Gunnar á lengsta dræv í sögu klúbbsins „Það er líklega lengsta dræv í sögu klúbbsins eftir því hvernig við lítum á það. Steini Þorvalds var að keyra upp eftir á traktornum með kerru upp eftir 1. braut. Það voru þökur í kerrunni sem áttu að fara í að laga „bönker“ við fyrsta grínið. Gunni Júl var eitthvað óþolinmóður á teignum að bíða eftir Steina. Gunni „drævar“ og boltinn lenti við hliðina á kerrunni. Steini keyrði ekki mjög hratt og boltinn skoppaði upp í kerruna staðnæmdist þar. Steini „lullaði“ síðan uppeftir á traktornum og þessi saga endaði þannig að Gunni fór upp í kerruna við hliðina á gríninu. Þar vippaði hann boltanum inn á flötina

Á teig: Ingvi Árnason úr Borgarnesi, Kristvin Bjarnason og Gunnar Júlíusson.

Málin rædd: Jón Elís Pétursson og Gunnar Júlíusson ræða saman við 1. teig.

og þetta högg var bara tekið gott og gilt í þeirri spilamennskunni sem var í gangi þá enda vorum við ekki í móti á þessum degi.“

Sérsmíðað tí og undarlegar kylfur „Gunni átti líka aðra skemmtilega takta. Hann smíðaði mikið af pútterum af eigin hyggjuviti úr afgöngum úr Þ&E. Þeir voru margir fallegir útlits og stórmerkilegt að pútta með þeim og sumir þeirra voru allt að hálft kíló að þyngd. Það var líka þannig að við vorum að leika hérna á meðan frost var í jörðu að vori og hausti til. Mönnum gekk illa að tía boltann og Gunni sá lausn á þeim vanda. Hann renndi tí úr eðalmálmi. Þetta var prufað með mikilli viðhöfn og það gekk vel að pota þessu tíi niður í gaddfreðinn svörðinn. En það var bara slegið eitt högg af þessu tíi því dræverinn hans Gunna fór ansi illa úr úr þessu. Það var ýmislegt brallað hérna á árum áður og þá sérstaklega í Bændaglímunni. Þá voru settar dularfullar holur út um allt – og menn lentu jafnvel í því að boltinn endaði í bala út í skurði eftir að hafa farið í gegnum rör úr holunni. Þetta þætti jafnvel ekki gott í dag.“


33

50 ára - 1965-2015

Krónan


34

Golfklúbburinn Leynir

Íslandsmeistaratitlarnir standa upp úr

A

lla tíð hefur unglingastarf verið öflugt hjá Leynismönnum og hefur það fætt af sér óvenju stóran hóp afrekskylfinga á landsmælikvarða, miðað við stærð félagsins. Leynir hefur átt fjölmarga landsliðsmenn, bæði í unglinga- og karlalandsliðum. Nokkrum sinnum hafa unglingasveitir Leynis orðið

Íslandsmeistarar í sínum aldursflokkum og karlasveit klúbbsins hefur einnig náð frábærum árangri. Æðstu metorð kylfinga á Íslandi eru þó Íslandsmeistaratitlar einstaklinga. Þar hefur klúbburinn

Golfbúðin DALSHRAUNI 13 - HAFNARFIRÐI

vakið verulega athygli fyrir árangur enda varð Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari karla 1996 og Þórður Emil Ólafsson Íslandsmeistari karla 1997. Það er einsdæmi á seinni tímum að tveir kylfingar úr sama


35

50 ára - 1965-2015

klúbbi hafi borið þennan titil tvö ár í röð. Þórður varð annar í sama móti 1998 en Birgir Leifur gat ekki keppt í rúmlega áratug vegna reglna um áhugamennsku en hann gerðist atvinnumaður árið 1997. Valdís Þóra Jónsdóttir skrifaði nýjan kafla í sögu Leynis þegar hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í höggleik kvenna árið 2009 og hún endurtók leikinn árið 2012. Valdís Þóra er annar kylfingurinn úr röðum

Sjóvá

440 2000

Okkur finnst að þeir sem lenda ekki í tjóni eigi að njóta þess með betri kjörum. Þess vegna fá viðskipta­ vinir okkar sem eru í Stofni endurgreiðslu ef þeir eru tjónlausir.

sjova.is

Leynis sem gerist atvinnukylfingur en Birgir Leifur Hafþórsson er sá fyrsti. Valdís Þóra er sá kylfingur úr röðum Leynis sem hefur oftast verið valinn íþróttamaður ársins eða alls fjórum sinnum (2007, 2008, 2009, 2010). Áður höfðu Birgir Leifur Hafþórsson (1992, 1996, 2000) og Þórður Emil Ólafsson (1997) verið kjörnir íþróttamenn Akraness. Valdís Þóra er í þriðja sæti á lista yfir þá íþróttamenn

sem hafa fengið þessa viðurkenningu oftast. Þrír efstu á þeim lista eru allt konur. Félagafjöldi Leynis fór vaxandi með hverju árinu sem leið og þá sérstaklega eftir að hann varð 18 holur árið 2000. Árið 2006 var Leynir með flesta iðkendur íþróttafélaga innan vébanda Íþróttabandalags Akraness með rúmlega 420 iðkendur, þar af um 150 börn og unglinga á aldrinum 7 til 18 ára.


36

Golfklúbburinn Leynir

Fjölmörg draumahögg á Garða

F

jölmargir hafa farið holu í höggi á Garðavelli frá því að Leynir var stofnaður. Finnbogi Gunnlaugsson, sonur Gunnlaugs Magnússonar, var sá fyrsti sem afrekaði það árið 1970 á 8. braut. Hér á eftir er listi sem byggður er á ýmsum gögnum yfir þá kylfinga sem hafa farið holu í höggi á Garðavelli. Það er athyglisvert að sjá að tveir kylfingar hafa farið holu í höggi á par 4 braut á Garðavelli. Helgi Dan Steinsson á þeirri 10., og Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR á þeirri 6. Eflaust getur verið að einhverjar skráningar vanti í þessa upptalningu, ef svo er, hafið samband við skrifstofu Leynis og látið vita af afrekinu. Draumahöggin sem skráð eru á Garðavelli með öðrum hætti en í gegnum heimasíðu Einherjaklúbbsin en eru staðfest:

1970: 1972: 1972: 1972: 1973: 1974: 1977: 1978: 1979: 1980: 1981: 1982:

Finnbogi Gunnlaugsson, 5. hola. Finnbogi Gunnlaugsson 8. hola. Óðinn S. Geirdal 8. hola. Björn Þórhallsson 8. hola. Hannes Þorsteinsson 5. hola. Alfreð Viktorsson 8. hola. Alfreð Viktorsson, 8. hola. Björn H. Björnsson 2. hola. Jón Pétursson 5. hola. Þórhallur Ingason, 5. hola. Gunnlaugur Magnússon, 5. hola. Reynir Þorsteinsson, 8. hola.

„13/6 1982 Reynir Þorsteinsson holu í höggi á 8. Braut og notaði þess 7-járn og bolta Silver Max no 4. Alfreð Viktorsson, Vigfús Sigurðsson og Jón B. Jónsson voru vitni.“

1982: Rúnar Hjálmarsson, 5. hola. 1983: Grétar Ómarsson 5. hola. Eftirfarandi „skýrsla“ var lögð inn til klúbbsins til staðfestingar á draumahögginu hjá Grétari: „Sunnudaginn 10. júlí kl. 15.20 fór Grétar Ómarsson holu í höggi á 5. braut. Hann notaði kylfu nr. 6 og John Letters Masters Mex kúlu. Vitni voru Friðþjófur Árnason, Óðinn S. Geirdal og Guðrún Geirdal.

1984: Alfreð Viktorsson, 8. hola. „04.09. 84 kl. 19.32 Alfreð Viktorsson fór holu í höggi á 8. braut, kúla Top Flite 3 og

kylfan nr. 6. Jón Alfreðsson og Kristín Th. Nielsen voru vitni að högginu.“

1985: Guðmundur Valdimarsson, 5. hola. „Guðmundur fór holu í höggi á 5. holu 13/10 kl. 18.30. Notaði 9-járn og kúlan var að gerðinni Top Flite XL

1985: Ásgeir Sigurðsson, 5. hola. „Það vottast að Ásgeir Sigurðsson fór holu í höggi á 5. holu, 16/7 1985 kl. 17.00, með driver og Flying D bolta. Rósant Birgisson og Erlingur A. Jónsson voru vitni.

1985: Adolf Ásgrímsson, 2. hola. „27/7 1985 kl. 14.35 afrekaði Adolf Ásgrímsson að fara holu í höggi. Þetta er hola nr. 2 á Garðavelli á Akranesi og er brautin 180 metra löng af hvítum teig. Hann notaði tré nr. 3 og kúlu af gerðinni B51 XTC. Halldór Jónsson og Gissur Þór Ágústsson voru vitni að þessu höggi.„

1986: Þórður Emil Ólafsson, 18. hola. 1986: Hlynur Sigurdórsson, 8. braut (24.8.), 6-járn. „Ég var á mínu fyrsta ári í golfi og þetta var því eftirminnilegt högg. Það einkennilega við þetta allt saman er að nokkrum dögum síðar fór ég aftur í golf og fór næstum því holu í höggi á sömu braut. Síðan þá hef ég ekki verið nálægt þessu,“ segir Hlynur.

1987: Jón P. Njarðarson, 5. hola. „(24.05. kl. 18.05., járn nr. 8., kúlan var Dunlop Flying D nr. 4. Hróðný Njarðardóttir, Hjalti Nielsen og Sólborg Ingjaldsdóttir voru vitni.“

1988: Jóhannes K. Ármannsson, 5. hola. 1990: Ingi Rúnar Gíslason, 5. hola (á gamla vellinum).

1990: Birgir Leifur Hafþórsson, 2. braut. 1991: Þórður Emil Ólafsson, 18 hola. 1992: Sveinn Þórðarson / skráningu vantar. 1995: Reynir Þorsteinsson / skráningu vantar. 1997: Þórður Emil Ólafsson, 18. hola. 1997: Janus Bragi Sigurbjörnsson, 18. hola (7.) „Ég segi öllum að ég hafi farið holu í höggi á sjöundu sem er í dag um 500 metrar. En það er nú bara þannig að ég var að leika á 7. braut árið 1997 með þeim Steina Þorvalds. og Óla Gonna. Sló með 7.-járni og boltinn fór ofaní. Á þessum tíma var Garðavöllur 11. holur og sú 7. var jafnframt sú 18. en mér finnst skemmtilegra að segja þetta högg hafi verið á 7. braut.“

1997: Alda Stefaníudóttir, 3. hola. 1998: Jóhannes Ármannsson, 3. hola. 1999: Bjarni Magnússon, 18. hola.

2000: Alexander Högnason, 18. hola. 2000: Reynir Sigurbjörnsson, 18. hola.

Draumahöggin sem skráð eru á Garðavelli í gegnum Einherjaklúbb Íslands eru: 2014: Páll Halldór Sigvaldason, 8 hola. (28.8.) 2013: Gestur Sveinbjörnsson, 8 hola. (20.9.) 2013: Birna Björg Berndsen, 3. hola. (29.7.) 2013: Stefán Már Stefánsson, 18 hola (4.7.) 2012: Bjarni Guðmundsson, 18 hola (17.7.) 2012: Björn Birgir Magnússon, 8. hola (17.5.) 2012: Bjarni Bergmann Sveinsson, 18. hola (15.5.) 2011: Einar Hannesson, 3. hola (10.11.) 2011: Ellen Blumenstein, 3. hola (30.8.) 2011: Helga Ingibjörg Reynisdóttir 14. hola (27.8.) 2011: Hans Óskar Isebarn, 8. hola (11.6.) 2010: Þórður Emil Ólafsson, 8. hola. 2010: Haukur Þórisson, 3. hola (21.6.) 2010: Birgir Arnar Birgisson, 3. hola (17.5.) 2009: Guðmundur Valdimarsson, 3. hola (9.9.) 2009: Leó Snær Guðmundsson, 8. hola (16.8.) 2008: Eiríkur Karlsson, 8. hola (12.10.) 2008: Hólmgeir Hólmgeirsson, 18. hola (29.5.) 2008: Bjarni Guðmundsson, 18. hola (18.5.) 2008: Ólafur Bjarki Ragnarsson, 18. hola (13.5.) 2008: Jóhann Kristján Birgisson, 3. hola (8.5.) 2007: Alexander Högnason, 18. hola (28.6.) 2007: Valdís Þóra Jónsdóttir, 8. hola (12.5.) 2006: Anna S. Carlesdóttir, 8. hola (18.8.) 2006: Helgi Dan Steinsson, 10. hola (8.7.) 2006: Ragnhildur Sigurðardóttir, 6. hola (26.5.) 2006: Sigurður Elvar Þórólfsson, 3. hola (13.5.) 2005: Kolbeinn Finnsson, 3. hola (17.8.) 2005: Sigfús Hreiðarsson, 3. hola (30.7.) 2005: Trausti Freyr Jónsson, 3. hola (27.7.) 2004: Jóhannes Karl Guðjónsson, 14. hola. 2000: Sævar Haukdal Böðvarsson, 3. hola (1.7.)


37

50 ára - 1965-2015

avelli

Golfklúbburinn Leynir þakkar eftirtöldum fyrir veittan stuðning

Þrjú draumahögg á 18.“ „Uppáhaldssholan mín á Garðavelli er 18. holan sem var í gamla daga sú 5. Það helgast af því að lengi vel var ég búinn að fara þrisvar holu í höggi á þessari holu. Í dag er ég búinn að fara fjórum sinnum holu í höggi – alltaf á Garðavelli. Fyrsta draumahöggið kom þegar ég var tólf ára með 5-járni af rauðum teigum. Síðan í annað sinn þá var ég 18 ára á hring þar sem ég jafnaði vallarmet Ómars Arnars Ragnarsson sem þá var 67 högg. Í þriðja skipti var á 72. holu í meistaramóti – við vorum á lokaholunni í lokahollinu. Það var gott veður- tugir manna að fylgjast með, trúlegast er það högg það sem er minnistæðast á þessum velli.“

R E S T A U R A N T

Sími 435 0000

vesturland@gamar.is

FA S T E I G N A M I Ð L U N O G R Á Ð G J Ö F

Klárað með stæl: Þórður Emil Ólafsson lauk keppni á Meistaramóti Leynis árið 1997 með því að fara holu í höggi á 18. braut sem var jafnframt lokaholan hjá klúbbmeistaranum í mótinu.


38

Golfklúbburinn Leynir

Samkv. leyáti Arnheiður Finn hana ekki.


39

50 ára - 1965-2015

MOLAR - MOLAR - MOLAR Árið 1978 sigraði George Kirby fyrrum þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í keppninni um Káraskjöldin með 38 punkta. Leikið var með 7/8 úr forgjöf. Alls voru 15 keppendur með á mótinu þar af ein kona, Elín H. Hannesdóttir. Vígslumót nýs golfskála. Alls 22 keppendur og sigraði Reynir Þorsteinsson með forgjöf og Ómar Örn Ragnarsson án forgjafar. Alls tóku 20 fyrirtæki í firmakeppni GL árið 1978. Gunnar Júlíusson fagnaði sigri en hann keppti fyrir verslunina Óðinn sem var sportvöruverslun þar sem Fasteignasalan er til húsa. SR-mótið sem var hluti af stigamótaröð GSÍ fór fram 2. júlí 1978. 46 keppendur tóku þáttí 1. og mfl. en 30 í 2. og 3. flokki. Þorbjörn Kærbo, GS og Ragnar Ólafsson, GR voru með lægstu forgjöfina á þessu móti eða 2. Geir Svansson úr GR sigraði á 149 höggum (38-42-34-35). Þeir sem tóku þátt fyrir Leyni á þessu móti voru, Ómar Örn Ragnarsson (5 fgj.), Jón Alfreðsson (12 fgj.), Björn H. Björnsson (5 fgj.), Gunnar Júlíusson (5 fgj.), George Kirby (6 fgj.), Þórólfur Ævar Sigurðsson (12 fgj.)

Í bændglímunni árið 1977 mættu 14 keppendur til leiks. Ómar Örn Ragnarsson og hans lið stóð uppi sem sigurvegari með 11 vinninga gegn 3. Árið 1977 tóku þrír keppendur þátt í keppninni um Nýliðaskjöldinn. Sören Madsen, sem rak lengi rafeindatækjaverkstæði á Akranesi, sigraði á 104 höggum, Jón Svavarsson, faðir Valdísar Þóru, varð annar á 108 höggum og Sigvaldi Jónsson, sem var tengdafaðir Sörens, varð þriðji á 114 höggum. Um miðjan júlí árið 1977 var keppt í unglingaflokki á Meistaramóti Leynis þar sem tveir tóku þátt. Björn H. Björnsson og Aðalsteinn Huldarsson voru einu keppendurnir. Þeir tóku einnig þátt í sjálfu meistaramótinu. Alls tóku 20 keppendur þátt. Alls voru fjórir keppendur í meistaraflokki karla og sigraði Ómar Örn Ragnarsson á 311 höggum, George Kirby varð annar á 321 höggi og Björn H. Björnsson varð þriðji á 326 höggum. Gunnar Júlíusson varð fjórði á 328 höggum.

Loftur Sveinsson sigraði í 1. flokki karla á 348 höggum, Jón Alfreðsson í 2. flokki á 359 höggum, Sveinn Þórðarson í 3. flokki á 406 höggum. Elín Hannesdóttir varð klúbbmeistari í kvennaflokki á 210 höggum en alls tóku fjórar konur þátt. SR-mót 57 keppendur í 1. og mfl. 32 í 2 og 3 flokk. Reynir Þorsteinsson sigraði í keppni 2 og 3 flokks á 69 höggum nettó. Ragnar Ólafsson sigraði í mfl. á 149 höggum. Hjóna og parakeppni fór fram 10. júní árið 1977. Þar var SV-kaldi og 9 stiga hiti samkvæmt skráningu kappleikjanefndar. Alls tóku 12 pör þátt en þar púttuðu konurnar á flöt en karlarnir slógu önnur högg. Óðinn S. Geirdal og Guðrún Geirdal sigruðu á þessu móti á 37 höggum nettó og þar á eftir komu Alfreð Viktorsson og Erla Karlsdóttir á 38 höggum nettó. Árið 1976 fóru alls 14 mót fram hjá Leyni. Alls tóku 18 þátt í meistaramóti klúbbsins. Að venju var SR-mótið það fjölmennasta með 84 keppendur.

Á meistaramóti Leynis árið 1978, tóku 20 kylfingar þátt þar af þrjár konur. Björn H. Björnsson sigraði í mfl. karla á 309 höggum, Ómar Örn Ragnarsson varð annar á 315 höggum, George Kirby varð þriðji á 317 höggum og Gunnar Júlíusson fjórði á 332 höggum. Í kvennaflokki voru leiknar 36 holur og sigraði Elín Hannesdóttir á 194 höggum, Guðbjörg Árnadóttir varð önnur á 255 höggum og Guðrún Geirdal varð þriðja á 289 höggum. Á Vesturlandsmóti sem fram fór 20. ágúst árið 1978 tóku þrjár sveitir þátt. Golfklúbbur Borgarness sigraði á 358 höggum, Leynir varð í öðru sæti á 364 höggum og Golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík rak lestina á 444 höggum. Alls tóku 14 keppendur þátt á Vatnsmótinu sem fram fór 30. ágúst árið 1978, þar af tvær konur. Björn H. Björnsson sigraði í keppni án forgjafar á 78 höggum og Vigfús Sigurðsson í keppni með forgjöf en hann lék á 65 höggum nettó. Árið 1977 tóku 140 keppendur alls þátt í innanfélagsmótum Leynis. Þar af voru 20 í meistaramóti Leynis. Opna SR-mótið var alls með 88 keppendur en það mót stóð yfir í tvo daga hjá 1. og mfl. karla en aðrir flokkar léku aðeins 18 holur. Gufu og nuddstofan Holt sem var í eigu Þórólfs Ævars Sigurðssonar sigraði í firmakeppni Leynis árið 1977. Ómar Örn Ragnarsson landaði þeim sigri. Alls tóku 19 fyrirtæki þátt í keppninni.

Golfklúbburinn Leynir þakkar eftirtöldum fyrir veittan stuðning

Verslunin Einar Ólafsson Skóflan Verslunin NÍNA Steðji


40

Golfklúbburinn Leynir

Gríðarlegar breytingar á 5 - Stiklað á stóru í fjölbreyttri sögu Leynis -

G

olfklúbburinn Leynir fagnaði 50 ára afmæli sínu þann 15. mars n.k. s.l. á þeim degi árið 1965 komu nokkrir áhugamenn um golfíþróttina saman í fundarsal Íþróttahússins við Laugarbraut og stofnuðu Golfklúbb Akraness. Hér verður stiklað á stóru í sögu klúbbsins en ítarlegri samantekt verður aðgengileg á vef klúbbsins áður en langt um líður. Það hafa orðið miklar breytingar á starfi golfklúbbsins Leynis frá því að 22 aðilar mættu á stofnfundinn fyrir tæplega 50 árum. Í fyrstu fékk klúbburinn GkA sem skammstöfun og bættist í hóp þeirra sex golfklúbba á landinu. Helstu hvatamenn að stofnun golfklúbbsins á Akranesi voru þeir Guðmundur Sveinbjörnsson og Óðinn S. Geirdal. Bæjaryfirvöld höfðu úthlutað klúbbnum gamalgrónu 3 hektara túni við austurenda skógræktar bæjarins og voru þar strax gerðar tvær holur og slegin braut milli þeirra og kylfingar voru komnir á kreik. „Leifur Ásgrímsson var formaður á þessum

tíma og við fórum þessar tvær par 3 holur á 12-13 höggum og það var vallarmet,“ segir Þorsteinn Þorvaldsson sem var kjörinn formaður klúbbsins árið 1967 og var hann endurkjörinn 13 næstu ár. Ekki er á neinn hallað þótt fullyrt sé að með krafti sínum og dugnaði hafi Þorsteinn öðrum fremur haldið klúbbnum gangandi og skapað honum smám saman þann sess sem hann nú hefur. Árið1966 fékkst álíka stórt tún til viðbótar vestan þess fyrsta og voru settar út 6 brautir. Þar var kominn fyrsti „alvöru“ golfvöllur Skagamanna sem snemma fékk nafnið Garðavöllur, enda hafði landið heyrt undir Garðaprestakall. Klúbburinn var formlega tekinn inn í Golfsamband Íslands 1967, en til þess að verða fullgilt aðildarfélag að GSÍ þurfti klúbburinn að hafa til afnota „alvöru“ golfvöll. Fyrstu árin voru félagar á bilinu 20 – 40 en í dag eru félagarnir rúmlega 400 og fjórðungur þeirra eru börn og unglingar.

Formleg nafnabreyting árið 1970 Nafni golfklúbbsins var formlega breytt 1970 og varð örnefnið Leynir fyrir valinu enda liggur Garðavöllur „í Leyninum“ og Leynislækurinn við Leynisgrund á upptök sín á svæðinu. Skammstöfunin GkA var einnig vandasöm þar sem að fyrir var Golfklúbbur Akureyrar sem var með þá skammstöfun. Fyrsta golfmót klúbbsins var haldið 1967 og var nefnt Vatnsmótið og hefðr það verið haldið allar götur síðan. Mótið stóð svo sannarlega undir nafni – og versta veður sumarsins kom á þeim degi þar sem að rigndi eins og hellt væri úr fötu á keppendur. Haraldarmótið fór fyrst fram 1969 og leikið var um farandgrip sem gefinn var til minningar um Harald Böðvarsson. Meistaramót klúbbsins var fyrst haldið 1970. Garðavöllur hefur smám saman verið að taka á sig núverandi mynd. Árið 1969 náðist stór áfangi er samþykki fékkst fyrir afnotum á álíka stóru landi og fyrir var vestan 6 holu vallarins. Uppdráttur Hannesar Þorsteinssonar, af 9 holu velli var samþykktur árið 1969 og hafist var handa við leik á þessum velli sumarið 1972. Árið 1977 fékkst enn meira land og völlurinn var stækkaður enn frekar árið 1978. Árið 1982 var framtíð Garðavallar tryggð þegar völlurinn var samþykktur í aðalskipulag Akraneskaupstaðar.

18 holur árið 2000

Sáttir: Gunnar Júlíusson og Þorsteinn Þorvaldsson á góðri stund á gömlu 5. flötinni.

Hugmyndin að stækkun Garðavallar í 18 holur fór á skrið árið 1988 og árið 1994 tókust samningar við Akraneskaupstað um landnýtingu og kostnaðarþátttöku bæjarfélagsins.


41

50 ára - 1965-2015

50 árum Árið 1995 voru núverandi 1., 2., 3. og 4. braut vallarins teknar í notkun. Alls voru 11 holur á vellinum allt fram til ársins 2000 þegar allar 18 holurnar voru teknar í notkun. Völlurinn var formlega opnaður sem 18 holu völlur árið 2000 og Íslandsmótið í höggleik fór fram á vellinum árið 2004 þar sem að Birgir Leifur Hafþórsson fagnaði sigri í karlaflokki en hann var þá genginn í raðir GKG. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili sigraði í kvennaflokki. Garðavöllur þykir í dag á meðal bestu keppnisvöllum landsins, fjölbreyttur og fallegur, með eftirminnilegu landslagi sem hefur verið mótað með árunum. Mikill fjöldi af glompum hefur verið eitt af kennileitum

HEIMAÖRYGGI

Fyrsta stjórn Leynis: Þorsteinn Þorvalsson, Sverre Valtýsson, Eiríkur Þorvaldsson, Óðinn S. Geirdal, Guðmundur Magnússon, Leifur Ásgrímsson.

Garðavallar allt frá upphafi og fjöldi þeirra er vel yfir 60.

37 ár í núverandi félagsaðstöðu Núverandi félagsaðstaða var tekin notkun árið 1978 og leysti af hólmi

gamla klúbbhúsið sem keypt var árið 1969. Það hús var fyrsta fólksbílastöðin á Akranesi, síðar seglasaumaverkstæði, og flutti á vallarsvæðið þar sem nú er endi 1.brautar og breytti því í golfskála. Þessi 25 fermetra skáli þjónaði sínu hlutverki með sóma þangað til að íbúðarhúsið í Grímsholti var keypt með dyggri

Það er dýrmætt að búa við öryggi heima við. Þess vegna er gott að vita af einhverjum sem er alltaf til staðar. Svona til öryggis.

Nánar á oryggi.is

Öryggismiðstöðin | Askalind 1 | Kópavogur | Sími 570 2400 – Njarðarnesi 1 | Akureyri | Sími 470 2400


42

Golfklúbburinn Leynir

aðstoð Akranesbæjar og það tekið í notkun sem félagsheimili sama ár. Veturinn 1981 var húsið endurnýjað innanstokks og allt frá þeim tíma hafa margvíslegar breytingar verið gerðar. Margar hugmyndir eru til um stækkun á núverandi klúbbhúsi og má þar nefna að byggja ofan á húsið útsýnispall eða jafnvel aðra hæð. Árið 2005 á 40 ára afmælisári klúbbsins voru uppi hugmyndir um að byggja nýtt klúbbhús á þeim stað þar sem 9. flötin er í dag. Nýtt æfingaskýli var tekið í notkun þann 3. júlí árið 2004 og fékk mannvirkið nafnið Teigar. Skýlið er við æfingasvæði vallarins og er það mikið notað – enda er það upplýst og hægt að slá þar fram eftir hausti og eitthvað fram eftir vetri þegar aðs-

Net voru notuð til þess að koma í veg fyrir að boltar kylfinga færu á bólakaf. Mikil vinna var lögð í að strengja loðnunótina í skurðina - og hér má sjá kylfinga við gömlu 6. flötina sem er í dag sú 10.

tæður leyfa. Flatarmál Teiga er tæplega 200 fermetrar og undirstöðurnar eru steinsteyptar. Þessi aðstaða hefur gjörbreytt æfingaaðstöðu félagsmanna og gesta.

Ný og glæsileg vélageymsla

Sveifla: Elín Hannesdóttir slær hér á Garðavelli en hún var fyrsta konan í klúbbnum og sú fyrsta sem keppti á golfmóti á Akranesi.

ÞAR SEM GOLFHRINGURINN BYRJAR

Vélafloti Leynis hefur stækkað mikið á þeim tíma frá því að klúbburinn var stofnaður. Gamli herbragginn í Skógræktinni var notaður í mörg ár en það húsnæði var langt frá því að vera fullnægjandi. Árið 2011 var gerður samstarfssamningur við Akraneskaupstað um byggingu á nýrri vélageymslu. Hafist var handa við bygginguna fljótlega eftir undirritun samningsins og var skemman tekin í notkun fyrir Nýja vélageymslan er rúmlega 500 fermetrar. Mannvirkið gjörbre-

ytir allri geymsluaðstöðu fyrir þann vélakost sem Leynir á, þar er einnig verkstæði til að viðhalda vélum og aðstaða fyrir starfsmenn sem vinna við golfvöllinn. Yfir vetrartímann hefur vélageymslan verið nýtt sem æfingaaðstaða fyrir félagsmenn og æfingar afrekshópa. Nýlega var tekinn í notkun fullkominn golfhermir sem hefur vakið mikla lukku hjá félagsmönnum. Eftir stækkun Garðavallar í 18 holu keppnisvöll hafa öll helstu golfmót GSÍ verið haldin á Garðavelli frá árinu 2000 fram til dagsins í dag. Þar má nefna Íslandsmótið í höggleik, Íslandsmót öldunga, Íslandsmót unglinga, Landsmót 35 ára og eldri, sveitakeppni GSÍ í 1. deild karla og kvenna auk stigamóta karla, kvenna og unglinga. Má með þessari upptalningu staðfesta að Garðavöllur sé einn af betri keppnisvöllum landsins.


50 ára - 1965-2015

43

Spenna. Púttað á 9. flöt - Frá vinstri eru Þorsteinn Þorvaldsson, Gunnlaugur Magnússon, óþekktur að taka boltann upp úr holunni, líklega Jón Svavarsson og óþekktur lengst til hægri.

Glæsilegur á velli: Guðmundur B. Hannah slær hér af teig á 1. og er sveiflan silkimjúk að venju.

Gunnlaugur Magnússon ræðir hér við Sigríði Yngvadóttur, Erlu Karlsdóttur og Guðbjörgu Árnadóttur við opnum Garðavallar í 18 holur árið 2000.

Piltasveit Leynis bregður á leik; Haukur Dór Bragason, Hróðmar Halldórsson, Sveinbjörn Hafsteinsson, Stefán Orri Ólafsson, Bjarni Hannesson og Hjalti Nielsen liðsstjóri.

Svalar: Það var nokkur hópur stúlkna sem stundaði golfíþróttina miðjan áttunda tug síðustu aldar. Þar má nefna Maríu Björk Sveinsdóttur, Helgu Rún Guðmundsdóttur, Sólborgu Ingjaldsdóttur og Hróðnýju Njarðardóttur. Þær eru hér í æfingaferð í Borgarnesi og það er heldur kuldalegt um að litast.


44

Golfklúbburinn Leynir

VEGU R FRA M FARA ER EN DALAUS BETRI AFKÖST, SPARNEYTNI OG TÆKNI

KOMDU OG KYNNTU ÞÉR NÝJAN HONDA CR-V

www.honda.is

Innnesvegi 1 • 300 Akranesi • Sími 431 1985 • www.bilver.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.