Það var 20. dag októbermánaðar 1911. Það var á föstudagskvöldi, þegar vikan er að byrja að verða skemmtileg og sálarjafnvæginu tekur að halla. Og á þessu kvöldi, þegar fastastjarnan Hamal gekk yfir hádegismarkið tíu mínútum og nítján tersíum eftir miðnætti, varð ég allur annar maður og veröldin og allt, sem í henni var, varð nýtt.
Hús örlaganna Kafþykkur í lofti, norðaustanstormur og blindbylur að morgni. Þannig var umhorfs í Reykjavík og nágrenninu laugardaginn 9. október anno domini 1909, annan örlagaríkasta dag í lífi mínu, daginn, sem forlagavöldin lögðu fasta undirstöðu að fjörutíu og tveim árum af fálmandi mannsæfi. Á þeim degi, fimmtán mínútum fyrir fimm að kvöldi, kom ég lúinn og holdvotur úr vegavinnu austan úr Holtum og skilaði af mér hesti og vagni í landssjóðsskúrunum við Klapparstíginn. Stundarfjórðungi síðar var ég orðinn heimilisfastur í húsi örlaganna. Þessi merkilegi mannabústaður var í daglegu tali kallaður Bergshús.
Bergshús in Reykjavík
From 1909–1913, Þórbergur Þórðarson lived in Bergshús, or Bergur’s House, in Skólavörðustígur street, Reykjavík. In Bergshús he became acquainted with his beloved. It was also there that he had to endure intense misery due to hunger and destitution. This is related in Ofvitinn (The Prodigy), one of the author’s most remarkable books.
House of Destiny Overcast, a northeasterly gale and blizzard in the morning. This was what Reykjavík and its vicinity looked like on Saturday 9th October anno domini 1909, the second most fateful day of my life, the day the forces of destiny laid a firm foundation for forty-two years of a fumbling existence. On that day, at fifteen minutes to five in the afternoon, I came home worn out and soaked to the skin from roadbuilding work out east in the Holt area, and returned horse and wagon to the Treasury sheds on Klapparstígur. A quarter of an hour later I had taken up my abode in the House of Destiny. This remarkable residence was known as Bergshús, or Bergur’s House, in daily speech. My inner man had by then returned home after three and a half years of exile on the Devil’s Island of cooking, drain-digging and coal-heaving. I had thrown away three seasons of my life on this fickle ocean. One season as a deckhand on half share and bonus. Never caught a thing. Two seasons as a cook, with the third-highest entitlement on an 87-ton cutter. Wages 60 krónur a month. Privileges: At four o’clock in the morning: Get that bloody poisoner up off his arse!
Kútter Hafsteinn. Á honum var Þórbergur tvö úthöld sem kokkur. (Mynd: Ljósmyndasafn Reykjavíkur.)
Eftir þetta kvöld tók að fjölga komum ýmissa yngri manna í Baðstofuna, og það leið ekki á löngu, áður en þarna hafði risið upp ofurlítið orkuver andlegs lífs. Minn innri maður var þá aftur kominn heim eftir hálfs fjórða árs útlegð á Djöflaeyjum kokkamennsku, skolpræsa og kolaburðar. Úti á þessu misgjöfula veraldarhafi var ég búinn að kasta á glæ þrem úthöldum æfi minnar. Eitt úthald háseti upp á hálfdrætti og premíu. Fékk aldrei bein úr sjó. Tvö úthöld kokkur, þriðji rétthæsti maður á 87 tonna kútter. Kaup 60 krónur á mánuði. Sérréttindi: Klukkan fjögur á næturnar: Rífið þið andskotans eiturbrasarann upp á rassgatinu!
Elskan hans Þórbergs, Arndís Jónsdóttir. (Mynd: Þjóðminjasafn.)
Að elska er að yrkja fegursta ljóð í víðri veröld.
Félagar Þórbergs úr Bergshúsi. Standandi f.v.: Friðrik Ólafsson og Gunnar E. Benediktsson. Sitjandi f.v.: Sr. Sigurður Ó. Lárusson og Þorleifur Gunnarsson. (Eigandi: Birgir Ísleifur Gunnarsson.)
Þessa nótt ætla ég að liggja vakandi og hugsa um hana, Elskuna mína, fyrstu og síðustu stúlkuna á gervallri heimsbraut minni, sem hugsazt getur, að ég elski þeirri einu sönnu ást.
8. febrúar 1959: Það stóð lengi til, að ég sýndi elskunni minni Síríus upp um litla þakgluggann á Bergshúsi. Ég var búinn að úthugsa vandlega þetta samhorf okkar upp um gluggann, og ég ætlaði að gera það, þegar næst yrði heiðskírt, en ég missti allar heiðríkjur úr höndum mér. (Ofvitinn, bls. 7, 54, 84, 222 og 233, Í kompaníi við allífið, bls. 196.)
It was on the 20th day of October 1911. A Friday evening, when the week has started to look up and one’s mental equilibrium to decline. That evening, when the fixed star Hamal passed the meridian ten minutes and nineteen seconds after midnight, I became a different man, and the world and everything in it were as new. Tonight I’m going to lie awake and think about her, my Beloved, the first and last girl in the entire course of my life that I could conceivably love with the one true passion. – To love is to compose the most beautiful poem in the whole wide world.
8th February 1959 For a long time the plan was to show Sirius to my Beloved through the little skylight at Bergshús. I had carefully thought out the details of our mutual stargazing through the window, and meant to put the plan into action next time there was a clear sky, but alas, all clear skies slipped from my grasp. (Ofvitinn, pp. 7, 54, 84, 222 and 233; Í kompaníi við allífið, p. 196.)
Ofvitinn is one of the first works of Icelandic literature to describe city life in Reykjavík at the beginning of the 20th century.