Landshagir 2013

Page 1

Úr formála Jóns Sigurðssonar að Skýrslum um landshagi á Íslandi (1858).

Hversu vel þekkir þú íslenskt samfélag í raun? Árbók Hagstofu Íslands, Landshagir, kemur nú út í 23. sinn með nýjum hag­tölum um flesta þætti íslensks samfélags. Bókin skiptist í 23 kafla og í henni eru yfir 300 töflur, 50 gröf og fjöldi skýringarmynda og ljósmynda. Efnið er bæði á íslensku og ensku. Landshagir eru mikilvægt uppsláttarrit fyrir alla sem vilja fá raunsæja og hlutlausa mynd af landi og þjóð. Í bókinni er fjallað um eftirfarandi þætti: land og umhverfi; mannfjölda; laun, tekjur og vinnumarkað; fyrirtæki og veltu; landbúnað; sjávarútveg; orkumál; iðnað og byggingarstarfsemi; ferðaþjónustu; samgöngur; upplýsingatækni; verðlag og neyslu; þjóðhagsreikninga; utanríkisverslun; opinber fjármál; peningamál; heilbrigðismál og félagsvernd; tryggingamál; skólamál; menningarmál og rannsóknir; dómsmál; kosningar; alþjóðlegar hagtölur.

How well do you know Icelandic society de facto? This is the 23rd publication of the Statistical Yearbook of Iceland presenting a comprehensive selection of statistical data on Iceland. With over 300 statistical tables, 50 charts and numerous photographs, the yearbook is a definitive collection of statistical information on the Icelandic society. Equally suited for reference and browsing, the yearbook is both in Icelandic and English. The yearbook treats the following areas: geography and environment; population; wages, income and labour market; enterprises and turnover; agriculture; fisheries; energy; manufacturing and construction; tourism; transport; information technology; prices and consumption; national accounts; external trade; public finance; money and credit; health and social protection; social security; education; culture and research; justice; elections; and international statistics.

ISBN 978-9979-770-51-0 ISSN 1017-6683

Landshagir 2013

„Sá sem ekki þekkir ásigkomulag landsins, eða sem vér köllum hagfræði þess, í öllum greinum sem glöggvast og nákvæmlegast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins gagn og nauðsynjar; hann veit ekkert, nema af ágizkun, hvort landinu fer fram eða aptur; hann getur ekki dæmt um neinar afleiðingar viðburðanna, sem snerta landsins hag, nema eptir ágizkun.“

Landshagir 2013 Statistical Yearbook of Iceland


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.