Hyundai i10 bæklingur

Page 1

i10


Ekki hika. Láttu taka eftir þér.

Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gera gæfumuninn. Þannig er Hyundai i10. Fersk hönnun og flottustu tæknilausnir sem völ er á gera bílinn að eldsnjöllum félaga sem gerir þér kleift að sýna stíl, njóta sveigjanleika – og lifa stórt.

#HyundaiGoBig 2


3


4


Lifðu stórt og lifðu fallega. Flæðandi línur og kraftmiklar andstæður – kraftmikið útlitið á i10 fangar athyglina á svipstundu. Með lægra þaki og breiðari yfirbyggingu gerir lífleg hönnunin bílinn einstakan í sínum flokki. Vöðvar mannslíkamans undir sportlegum fatnaði urðu að innblæstri fyrir hönnunina og stílhrein, mjúk en kröftug yfirbyggingin er mótuð til að tryggja ríflegt innanrými. Að framanverðu undirstrika afgerandi framljósin og mótaður stuðarinn að þetta er bíll sem tekur afstöðu og lætur í sér heyra á nútímalegan hátt.

5


Eitthvað stórt og óvænt bíður þín um borð.

6


7


8


Hárnákvæmt rými.

Glænýtt og stílhreint innanrýmið státar af hárfínum mynstrum, ferskri áferð og nýjustu margmiðlunartækninni; hér opnast stílhreinn og nútímalegur faðmur. Hönnunin er innblásin af skörpum hönnunareinkennum íþróttabúnaðar og innanrýmið í i10 einkennist af mjúkum yfirborðsflötum og hvössum línum. Á mælaborði og hurðarklæðningu er notað eftirtektarvert og nýtt sexstrent mynstur sem gefur ökumannsrýminu sportlegt yfirbragð. Hringlaga loftunaropin teygja sig frá mælaborðinu og yfir hurðarklæðninguna, sem eykur enn á rýmistilfinninguna.

9


Connected Car Services.

Stjórnaðu bílnum með snjallsímanum – eða með röddinni. Bluelink Connected Car Services tryggir þér snurðulausa tengimöguleika við i10 með nettengdri raddstýringu og ýmsum eiginleikum sem gera aksturinn þægilegri og ánægjulegri, t.d.: „Finna bílinn minn“, „Fjarstýrðar hurðalæsingar“ og „Áfangastaður sendur í bíl“.

10


11


Haltu sambandinu með Bluelink®

Nýttu þér snurðulausa tengimöguleika, bæði í bílnum og í gegnum forritið. Fyrir utan ótal snjalla eiginleika sem þú getur stjórnað með Bluelink-forritinu er ókeypis fimm ára áskrift að Huyndai LIVE Services einnig innifalin í leiðsögukerfinu, en þannig geturðu nýtt þér Bluelink® Connected Car Services til fulls. Dæmi um þetta er aðgangur að umferðarupplýsingum í rauntíma sem bendir þér á fljótustu ferðaleiðina miðað við aðstæður hverju sinni. Þannig styttirðu ferðalagið og allar áætlanir um komutíma verða nákvæmari.

12


Áfangastaður sendur í bíl Þú sest bara inn og ýtir á hnapp. Ef þinn i10 er búinn leiðsagnarkerfi geturðu notað Bluelink-forritið til að leita að áfangastöðum þegar þú ert ekki í bílnum. Bluelink samstillir síðan við leiðsögukerfið þitt og hleður leiðinni þannig að hún er tilbúin þegar þú leggur í hann. Finna bílinn minn Gleymdirðu hvar þú lagðir bílnum? Ekkert mál. Þú opnar einfaldlega Bluelink-forritið og leyfir kortinu að vísa þér veginn.

Fjarstýrðar hurðalæsingar Gleymdirðu að læsa bílnum? Engar áhyggjur. i10 lætur þig vita með því að senda vöktunartilkynningu í snjallsímann þinn. Eftir að þú hefur slegið inn PIN-númerið þitt geturðu síðan læst eða opnað i10-bílinn með hnappi í Bluelink-forritinu.

Upplýsingar um eldsneytisverð í rauntíma Finndu eldsneyti á góðu verði þegar þér hentar – eldsneytisvaktin er uppfærð stöðugt og skilar þér núverandi eldsneytisverði og upplýsingum um staðsetningu, opnunartíma og greiðslumáta.

Bilanagreining eftir þörfum Til að róa hugann geturðu framkvæmt víðtæka bilanagreiningu á ástandi bílsins með Bluelink-forritinu á snjallsímanum.

Bílastæðaleit Vertu fljótari að finna bílastæði og sparaðu þér tíma og vesen. Bílastæðaleitin hjálpar þér að finna og bera saman bílastæðamöguleika í bílastæðahúsum, á bílastæðum og við götuna. 13


14


Upplifðu framúrskarandi tengimöguleika. Glænýr i10 státar af viðamestu tengimöguleikunum í flokki sambærilegra bíla. Nýi 8” snertiskjárinn notar Apple CarPlay™ og Android Auto™ til að spegla efnið í snjallsímanum þínum. Þegar bíllinn er búinn leiðsögukerfi er fimm ára áskrift að Hyundai LIVE Services innifalin.

Auðvelda leiðin til að hlaða snjallsímann. Á miðstokknum er haganlega staðsettur þráðlaus hleðslubakki þar sem þú getur hlaðið Qi-samhæfa snjallsíma þráðlaust. Um borð er einnig að finna USB-tengi.

15


Fullkominn þegar plássið er lítið en stundin er stór.

Það getur orðið þröng á þingi á götum borgarinnar. Þú verður því himinlifandi með þennan snjalla og meðfærilega borgarbíl á þröngum gatnamótum og bílastæðum. i10 er aðeins 3,67 metrar á lengd og 1,68 metrar að breidd og nær samt að sameina nett ytra byrði við rúmgott innanrými. Hvort sem þú ætlar að leggja upp við gangstétt eða fylla bílinn af farangri fyrir helgarferð nær glænýr i10 að tryggja þér feikinóg farangursrými og sveigjanleikann til að lifa lífinu með glæsibrag.

16


17


18


Fjögur eða fimm sæti? Þú ræður.

Þetta er bíll sem rúmar miklu meira en þú heldur við fyrstu sýn; hann er hálfgert rýmiskraftaverk sem rúmar allt sem borgarlíf hefur upp á að bjóða. Hægt er að fá i10 með fjórum eða fimm sætum. Hjólhafið í i10 er lengra en í fyrri útgáfum, sem skilar auknu rými fyrir farþega, bæði í fram- og afturhluta.

19


Sniðug smáatriði sem auka þægindin.

Frábær geymsluhólf

Fjölhæft hleðslurými

Opna hólfið fyrir ofan hanskahólfið, stærri geymslurými í dyrum og margt fleira – í i10 er að finna ótal hagnýt og þægileg geymslurými sem henta annasömum lífsstíl.

Farangursgeymslan er 252 lítrar og ein sú stærsta í flokki sambærilegra bíla, auk þess að vera mjög sveigjanleg. Tveggja hluta farangurskerfið hámarkar rýmið í neðri stöðunni, en í efri stöðunni myndast slétt hleðslusvæði fyrir lengri hluti. Með einni hendi er auðvelt að leggja niður aftursæti með skiptingu og kalla fram 1050 lítra farmrými.

20


Bakkmyndavél Nú er leikurinn einn að bakka. Bakkmyndavélakerfið færir þér óhindraða yfirsýn aftan við i10-bílinn þegar hann er í bakkgír.

21


22


Sparneytni hefur aldrei verið glæsilegri.

Þú getur valið á milli tveggja MPi-bensínvéla með innspýtingu: 1,0 lítra, þriggja strokka vél með 67 hö. og 96 Nm togi og 1,2 lítra, fjögurra strokka vél með 84 hö. og 118 Nm togi. Fyrir báðar vélarnar er hægt að velja á milli tveggja gírkassa.

23


Aflrásartækni.

Beinskipting

Hálfsjálfvirk beinskipting

Mjúkur fimm gíra gírkassinn er hannaður fyrir snögga og nákvæma gírskiptingu.

Fimm gíra hálfsjálfvirka beinskiptingin (AMT) skilar auðveldum og afslöppuðum akstri eins og með sjálfskiptingu, en sparneytnin er meiri vegna meiri léttleika og minni núnings í samanburði við hefðbundna sjálfskiptingu.

24


Endurnýjunarkerfi orku Meiri orka skilar aukinni sparneytni. i10 er búinn snjöllu endurnýjunarkerfi orku (ERS) sem fangar hreyfiorkuna sem skapast við áframkeyrslu og notar hana til að knýja bílinn þinn. Um leið og þú tekur fótinn af eldsneytisgjöfinni og leyfir bílnum að renna í gírnum

breytir kerfið hreyfiorkunni í rafmagn og geymir það í rafhlöðunni. Þegar þú eykur hraðann notar ERS-kerfið þetta rafmagn til að knýja rafkerfið um borð, sem dregur úr álagi á vélina og eykur sparneytnina.

25


Tækni sem tryggir öryggi og hugarró.

i10 státar af einum viðamesta tæknipakka vegna akstursöryggis í sínum flokki. Þar má nefna Hyundai SmartSense – háþróaða akstursaðstoðarkerfið okkar – sem er hannað til að tryggja þér aukið öryggi og hugarró. E-call er einnig staðalbúnaður um borð. Þessi búnaður hringir sjálfkrafa í neyðaraðstoð ef þú lendir í slysi og loftpúðarnir fara í gang. Einnig er hægt að ýta á SOS-hnappinn til að fá neyðarþjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring.

26


27


28


Akreinastýring Akreinastýringin (LKA) notar fjölnota myndavélina framan á bílnum til að greina vegamerkingar. Ef farið er óvart yfir línu varar hún þig við og beitir stýrisátaki til að beina bílnum aftur inn á akreinina.

Háljósaaðstoð Minni streita og hámarksútsýni. Háljósaaðstoðin greinir ekki aðeins aðvífandi bíla heldur einnig bíla fyrir framan á sömu akrein og skiptir yfir í lágu ljósin eftir því sem við á.

Athyglisviðvörun Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það þig við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að þú takir þér hlé frá akstrinum.

FCA-árekstraröryggiskerfi Kerfið notar fjölnota myndavélina til að greina veginn framundan og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bíl fyrir framan. Kerfið er einnig búið greiningartækni fyrir gangandi vegfarendur.

Skynjari fyrir hreyfingu bíls á undan Þessi hugvitssamlegi eiginleiki fyrir borgarakstur lætur ökumanninn vita þegar bíllinn á undan ekur af stað, t.d. á umferðarljósum eða í umferðarteppu.

Hraðatakmörkun Þetta kerfi greinir skilti með hraðamerkingum og birtir hámarkshraða í rauntíma, bæði á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu. . 29


Hannaðu þína útgáfu. Tíu litavalkostir fyrir yfirbyggingu og tvílitt þak í svörtu eða rauðu gera þér kleift að sérhanna þína útgáfu með 22 litasamsetningum.

Jökulhvítur yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu eða eldrauðu þaki.

30

Svartur yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með eldrauðu þaki.

Dökkgrár yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með eldrauðu þaki.

Ljósgrár yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu þaki.

Dökkblár yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu þaki.


Eldrauður yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu þaki.

Gráblár yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu þaki.

Dumbrauður yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu þaki.

Koparlitaður yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu eða eldrauðu þaki.

Blágrænn yfirbyggingarlitur er fáanlegur í tvílitri útgáfu og með svörtu þaki.

31


Hafðu þetta eins og þú vilt. Veldu á milli fjögurra ólíkra litasamsetninga til að hanna innanrýmið eftir þínum smekk.

32


Litir á mælaborði

Sætalitir

Leirgrár, koparlitaður, gljásvartur (hvítar rendur), gljásvartur

Leirgrár (staðalbúnaður í TOP/aukabúnaður í GLS), koparlitaður (staðalbúnaður í TOP/aukabúnaður í GLS), gljásvartur með hvítum röndum (staðalbúnaður í GLS), gljásvartur (staðalbúnaður í GL)

33


Felgur

16" รกlfelga

15" รกlfelga

34


Tæknilýsing Gerð Gerð mótors

1,0 MPi

1,2 MPi

3 strokka MPi-vél

4 strokka MPi-vél

Hámarksafl (kW)

49

62

Hámarksafl (hö.)

67

84

Hámarkstog (Nm) Gírkassi

96

118

5 beinsk. / 5 hálfsjálfsk.

5 beinsk. / 5 hálfsjálfsk.

5 sæta (5 sjálfsk. / 5 hálfsjálfsk.)

4 sæta (Eco-pakki)

Hámarkshraði (km/klst.)

156 / 156

147

171 / 171

0-100 km/klst. hröðun (sek.)

14,8 / 17,8

16,8

12,6 / 15,8 4,6 – 4,9 / 4,5 – 4,8

Eldsneytisnotkun, blandaður akstur, NEDC-prófun 2,0 (l/100 km)

4,4 – 4,8 / 4,4 – 4,8

4,2 – 4,5

Eldsneytisnotkun, blandaður akstur, WLTP-prófun (l/100 km)

5,0 – 5,5 / 5,2 – 5,9

4,8 – 5,4

5,1 – 5,8 / 5,4 – 6,1

Koltvísýringslosun, blandaður akstur, NEDC-prófun 2,0 (g/km)

101 – 109 / 101 – 109

97 – 104

105 – 113 / 103 – 111

Koltvísýringslosun, blandaður akstur, WLTP-prófun (g/km)

114 – 126 / 119 – 134

110 - 122

117 – 132 / 122 – 138

Hemlar (mm) Að framan (þvermál)

252

Að aftan (þvermál)

234

Fjöðrun Að framan Að aftan

MacPherson-gormafjöðrun Öxull með snerilfjöðrun

Felgugerð

Hjólbarðar

14" stálfelgur

175/65R14

15” álfelgur

185/55R15

16” álfelgur

195/45R16

Mælieining: mm

Heildarhæð

1.480 Heildarbreidd 1.680 Sporvídd hjóla 1.467

Heildarlengd 3.670 Hjólhaf 2.425

Sporvídd hjóla

1.478

35


Stimpill söluaðila

1 7 ára ábyrgð Hyundai á eingöngu við um Hyundai bifreiðar sem upphaflega voru seldar viðskiptavinum hjá BL ehf. á Íslandi eftir 1. Janúar 2021

Hyundai Motor Company http://worldwide.hyundai.com GEN. LHD 0131 ENG. WD Höfundarréttur © 2020 Hyundai Motor Europe. Allur réttur áskilinn.

Upplýsingarnar í þessari handbók eru til bráðabirgða, þeim kann að verða breytt án fyrirvara og þær eru eingöngu ætlaðar til kynningar. Litir bíla á myndum kunna að vera aðrir en í raunveruleikanum vegna takmarkana í prenttækni. Vörur sem sýndar eru samsvara því sem er í boði á evrópskum mörkuðum. Bílarnir sem sýndir eru í þessum bæklingi kunna að hafa aukabúnað sem greiða þarf sérstaklega fyrir. Auk þess eru ekki allar gerðir sýndar í þessum bæklingi. Hyundai Motor Europe áskilur sér rétt til að breyta tæknilýsingum og upplýsingum um búnað án undangenginnar tilkynningar. Nákvæmar upplýsingar fást hjá söluaðila Hyundai.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.