

VILT ÞÚ VINNA Í HÁTÆKNIGREIN?
Nám í bílgreinum er spennandi og með mikla framtíðarmöguleika
Bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamálun

SPENNANDI NÁM
OG SKEMMTILEGT STARF
Við hjá BL bjóðum vinnustaðanám sem gerir ungu fólki kleift að kynnast störfum bílgreinarinnar í hinum ýmsu deildum fyrirtækisins.
Nám í bílgreinum er spennandi og með mikla framtíðarmöguleika.
Fjölbreytt og skemmtileg störf við
þjónustu, viðgerðir og tæknistjórnun.



Bifvélavirkjar
Rafbílar eru framtíðin. Störf sem tengjast rafbílum eru því sannarlega framtíðarstörf. BL hefur haslað sér völl sem eitt stærsta og öflugasta rafbílaumboð landsins og var fyrst bílaumboða til að koma sér upp fullkomnu verkstæði fyrir rafbíla.
Réttinga- og málningarverkstæði
Þau sem hyggja á nám í bílamálun eða bifreiðasmíði (réttingum) hafa alla sömu möguleika til símenntunar og þau sem vinna við almennar viðgerðir. Nemum eru tryggð tækifæri til að öðlast færni í öllum þáttum iðnnámsins eins og iðngreinaskólinn (Borgarholtsskóli) gerir ráð fyrir samkvæmt námsskrá.
Ál og koltrefjar
Starfsmenn í bílamálun og bifreiðasmíði hafa ekki farið varhluta af breytingum í bílgreininni. Ný efni og nýjar aðferðir eru dagleg viðfangsefni. Sem dæmi má nefna að BMW hefur tileinkað sér notkun koltrefja í sína nýjustu bíla og Land Rover er leiðandi í notkun áls í bíla og var t.a.m. fyrsti bílaframleiðandi heims sem notaði burðarvirki úr áli líkt og tíðkast hefur við smíði flugvéla. Starfsmenn þessara deilda fá því tækifæri til að spreyta sig á því allra nýjasta.


Námssamningur
Vinnustaðanám BL tekur tillit til allra þeirra verklegu námsþátta sem nauðsynlegir eru til að standast sveinspróf, kjósi nemendur að ljúka því. Auk þess útvegar BL nemendum mentor sem leiðir þá í gegnum námið og er í reglulegum samskiptum við nemandann, foreldra/forsjáráðila og skólann.
Námskostnaður
greiddur
BL greiðir allan beinan námskostnað viðkomandi nemenda, svo sem bækur, ritföng, skólatösku og annað sem tengist náminu á beinan hátt, allan námstímann.
bl.is/um-okkur/vinnustadanam
BL ehf. Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is