TANNI TRAVEL
Reynsla – Metnaður – Skemmtun Experience – Ambition - Fun
FÉLAG KENNARA Á EFTIRLAUNUM AUSTURLAND Hálendi, hérað, firðir.
Hótel Hallormsstaður er staðsett í samnefndum skógi og stendur við Lagarfljót. Hótelið býður upp á 92 glæsileg herbergi með stórkostlegu útsýni. Á Hótel Hallormsstað er frábær veitingastaður þar sem við njótum 3ja rétta máltíða. Hótelið býður einnig upp á SPA með innfrarauðri sauna, heitum potti bæði úti og inni. Dásamlegt hótel í skóginum. www.foresthotel.is
Strandgata 14, 735 Eskifjörður, Iceland tel. +354-476-1399, e-mail: tannitravel@tannitravel.is www.tannitravel.is
TANNI TRAVEL
Reynsla – Metnaður – Skemmtun Experience – Ambition - Fun
9. ágúst 2021 Mæting á Reykjavíkurflugvöll kl. 06:45 að morgni. Flogið frá Reykjavík kl. 07:30, lending á Egilsstöðum kl. 08:30. Ekið í Óbyggðasetur Íslands, www.wilderness.is/is sem er einn mest heimsótti staðurinn á Austurlandi. Þar skoðum við sýningu um óbyggðirnar og hvernig var að búa í návisti við þær. Hádegisverð fáum við í Klausturkaffi www.skriduklaustur.is/is/klausturkaffi á Skriðuklaustri, veitingar þar eru rómaðar fyrir ágæti sitt í stórkostlegu húsi, sem einnig hýsir safn Gunnars Gunnarssonar www.skriduklaustur.is. Safnið verður einnig skoðað sem og Snæfellsstofa, Upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir austursvæðið. Hægt er að labba á milli Skriðuklausturs og Snæfellsstofu. Komið á hótel milli 14:00 og 15:00. Þá er hægt að njóta skógarins á eigin vegum, fara í SPA á hótelinu, njóta góðra veitinga og eiga skemmtilegar samverustundir. Fyrir þá sem vilja er boðið upp á akstur í Egilsstaði í VÖK Baths. Kvöldverður á hóteli.
10. ágúst 2021 Ekið inn Vellina og Skriðdal yfir Breiðdalsheiði til Breiðdalsvíkur. Lítill sætur bær sem gaman er að heimsækja. Ekið til Stöðvarfjarðar þar sem Steinasafn Petru https://www.steinapetra.is/is/ er heimsótt. Hádegisverður borðaður á Fáskrúðsfirði í Franska spítalanum www.islandshotel.is/is/hotelin/fosshotel-eastfjords/restaurant, Franska safnið skoðað. https://www.visitfjardabyggd.is/menning-og-afthreying/sofn/safn/fransmenn-a-islandi Við keyrum til Neskaupstaðar í gegnum Reyðarfjörð og tökum myndastopp í Hólmanesi, friðlandi og fólkvangi. Í Neskaupstað skoðum við mikilfenglegt mannvirki sem snjóflóðavarnargarðarnir eru.
Strandgata 14, 735 Eskifjörður, Iceland tel. +354-476-1399, e-mail: tannitravel@tannitravel.is www.tannitravel.is
TANNI TRAVEL
Reynsla – Metnaður – Skemmtun Experience – Ambition - Fun
Ekið sem leið liggur í Silfurbergsnámuna við Helgustaði. Þar tökum við stuttan göngutúr og fáum innsýn inn í silfurbergsuppgröft fyrri tíma. Kvöldverður borðaður á Randulffssjóhúsi https://randulffssjohus.is/ á Eskifirði. Gist á Hallormsstað.
11. ágúst - Seyðisfjörður og Mjóifjörður. Ekið til Seyðisfjarðar sem er vinsæll ferðamannastaður og iðar af lífi og menningu. Frjáls tími og hádegissúpa. Eftir það, er ekið í Mjóafjörð, það er afar fögur leið og fossarnir leika við hvern sinn fingur, ekki síst Klifbrekkufossar sem eru vinsælt augnakonfekt. Á Sólbrekku er hægt að kaupa sér kaffisopa og njóta Brekkuþorps.
Á leið til baka á hótel er hægt að verða eftir í VÖK-baths, þeir hinir sömu verða s óttir aftur fyrir kvöldverð á hóteli.
12. ágúst 2021 - Laugarfell, Kárahnjúkar, Stuðlagil Ekið inn Fellin, norðan megin fljóts, eins og sagt er. Keyrt í Laugarfell, https://laugarfell.is/ þar sem er fallegur áningarstaður á Fljótsdalsheiði. Hægt að kaupa sér kaffisopa. Höldum sem leið liggur inn í Kárahnjúka þar sem við horfum yfir mikilfenglegt Hálslón og jafnvel fossinn Hverfanda, ef yfirfall verður komið á í lóninu. Höldum yfir að Hafrahvammagljúfri og tökum léttan göngutúr fyrir þá sem það vilja og hádegispásu.
Strandgata 14, 735 Eskifjörður, Iceland tel. +354-476-1399, e-mail: tannitravel@tannitravel.is www.tannitravel.is
TANNI TRAVEL
Reynsla – Metnaður – Skemmtun Experience – Ambition - Fun
Höldum áfram út með gljúfrinu og niður á Jökuldal við Brú á efri Dal. Komum við í Stuðlagili, nýjasta viðkomustað á Austurlandi og einn af þeim vinsælli. Flogið frá Egilsstöðum kl. 19:25.
VERÐ: 149.300 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Aukagjald fyrir einbýli 16.100 kr. (Þeir sem ekki ferðast með ferðafélaga, þurfa að greiða fyrir eins manns herbergi.)
Staðfestingargjald, 10.000, skal greiðast við bókun. Ferð skal vera að fullu greidd 1. júlí 2021. Innifalið í verði: • Flug, Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. • 4 daga ferð með leiðsögn. • Gisting á Hótel Hallormsstað í þrjár nætur með morgunverði. • 3x 3ja rétta kvöldverðir (2x á Hallormsstað, 1x í Randulffssjóhúsi). • 4x hádegisverðir (þ.a. 1x hádegisnesti) • Aðgangseyrir í Óbyggðasetur, Skriðuklaustur, Steinasafn Petru og Franska safnið. Ekki innifalið í verði: • Aðgangseyrir í Vök-baths. Fullt verð er 5.500 en viðskiptavinir Tanna Travel fá 10% afslátt. Mikilvægt að bóka fyrirfram vegna sóttvarnarreglna. • Aðgangseyrir í SPA á Hótel Hallormsstað. • Drykkir og annað tilfallandi. Lágmarksþátttöku þarf í ferðina.
Strandgata 14, 735 Eskifjörður, Iceland tel. +354-476-1399, e-mail: tannitravel@tannitravel.is www.tannitravel.is