Fréttabréf FKE 1. tbl. 2023

Page 1

Athugaðu:

FKE-fréttir

1. tbl. 43. árg. - Janúar 2023

Efni: Vetrarstarfið, sumarferðir og fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!!

• Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum.

• Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is.

Að venju eru á döfinni nokkrar ferðir í sumar og haust (sjá nánar á næstu síðum) Dagsferð til Vestmannaeyja og önnur um Fjallabak, tveggja daga ferð um norðanverða Vestfirði 18. -19. júlí og loks 5 daga ferð til Álandseyja 20. -24. sept. Skráning í ferðirnar verður á vefsíðu FKE nema í Álandseyjaferðina, Alandia Travel tekur við skráningum og greiðslum (sjá bls.3) Til að tryggja sér þátttöku

í ferðum öðrum en Álandsferðinni, þarf fyrst að skrá sig í ferðina og greiða samdægurs inn á reikning FKE: >> 0313-26-004211, kennitala 421190-1359 << Látið koma fram fyrir hvern er greitt. Reglan er: Fyrstir skrá– fyrstir fá.

Forföll tilkynnist fljótt, svo næstir á biðlista komist í staðinn

Menningarferð á Sjóminjasafnið

Menningarferð á vegum FKE verður á Sjóminjasafnið Grandagarði 8, Reykjavík

fimmtudaginn 26. janúar kl.13:00

Leiðsögn verður um safnið og er því æskilegt að mæta a.m.k 10 mínútum fyrir kl.13:00. Aðgangur að safninu með niðurgreiðslu FKE verður kr.1700.

Endilega njótum þess að skoða safnið saman.

Tvö kaffihús eru í næsta nágrenni þar sem upplagt er að setjast niður og spjalla eftir safnaferðina.

Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson

Félag kennara á eftirlaunum
Frá Borgarfirði Eystri Mynd: Halldór Þórðarson

Fræðslu- og skemmtifundir

verða á Grand Hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, þeir hefjast kl. 13:30 eftirfarandi

laugardaga: 4. febrúar, 4. mars og miðvikudaginn 29. mars

Hátíðarfundur verður haldinn 4. mars.

Spiluð verður félagsvist nema í mars en að henni lokinni er alltaf eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. Þau sem ekki spila eru auðvitað velkomin á fundina. Sum koma til að njóta veitinga, eða dagskrár að lokinni félagsvist sem hefst um kl. 14:30 Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2500. Við biðjum ykkur að koma með peninga, þar sem félagið hefur ekki posa til umráða. Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega.

Við mætum upp úr kl. 13:00 svo að við getum byrjað að spila stundvíslega kl. 13:30

Sumarferðir

Frestur til að bóka í allar ferðir er til 1. apríl

Ferð til Vestmannaeyja 20. júní

Kl. 08:00. Farið frá bílastæði við Kennaraháskóla Íslands – menntavísindasvið v/ Stakkahlíð. Ekið sem leið liggur austur fyrir Fjall í Landeyjarhöfn, þar sem Herjólfur bíður okkar.

Kl. 10:45. Herjólfur ferjar bæði rútu og hópinn til Eyja. Þegar þangað er komið er ekið inn í Herjólfsdal, áður en borðaður er hádegisverður á Tanganum.

Eftir hádegi liggur leiðin m.a. út á Stórhöfða, um ,,nýja hraunið“ og Skansinn, áður en við heimsækjum Eldheima og fræðumst um eldgosið og afleiðingar þess í janúar 1973.

Kl. 17:30. þríréttaður kvöldverður borðaður á veitingastaðnum Slippurinn. Þaðan fer hópurinn aftur um borð í Herjólf.

Kl. 19:30. Herjólfur leggur af stað frá Eyjum. Áætlað að koma til Reykjavíkur ekki seinna en kl. 22:00.

Verð: kr. 21.000. Innifalið er: rúta, gjald í ferju, hádegisverður, aðgangur að safni, þriggja rétta kvöldverður.

Leiðsögumaður: Kári Jónasson

Smelltu hér til að skrá þig.

Ferð um norðanverða Vestfirði

Ferðin er tveggja daga ferð um norðanverða Vestfirði, svæði frá Arnarfirði norður í Jökulfirði verður viðfangsefni ferðarinnar. Ferðast verður með flugi, á sjó og með rútu. Heimsóttir verða áhugaverðir staðir m.t.t. náttúru, sögu og mannlífs. Fjöldi

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is.

Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti.

Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.

FKE-fréttir bls. 2
Janúar 2023
Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

þátttakenda miðast við 25 manns. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. apríl á heimasíðu félagsins fke.is. Verð fyrir tveggja manna herbergi er kr. 105.000. Fyrir eins manns herbergi kr. 110.000.

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Dan Ólafsson í síma 8418333

Innifalið er: flug til og frá Ísafirði, hótelgisting, þriggja rétta kvöldverður, tveir morgun- og hádegisverðir, kaffi, sigling í Jökulfirði, rúta, aðgangur að útsýni frá Bolafjalli og fararstjórn.

Sjá nánari ferðalýsingu. Smelltu hér

Smelltu hér til að skrá þig.

Ferð um Fjallabak nyrðra – Landmannalaugar 15. ágúst.

Kl. 08:30. Brottför. Lagt af stað frá bílastæði við Kennaraháskóla Ísland við Stakkahlíð. Ekið sem leið liggur austur fyrir fjall, áleiðis upp Skeið og inni í Þjórsárdal, þar sem gerður verður stans við Þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal. Þaðan verður ekið rakleiðis í Landmannalaugar, þar sem gestir taka upp nesti sitt og skoða sig um og mögulega skella sér í bað í Laugunum. Þar er hægt að kaupa mat. Þá verður haldið um Jökuldali og Eldgjá í Hólaskjól, þar sem gerður verður stans. Haldið verður áfram niður Skaftártungur og um Vík í Mýrdal. Þriggja rétta kvöldverður verður svo snæddur á Hóteli Dyrhóley í Mýrdal, áður en haldið er til Reykjavíkur. Áætlaður komutími er kl.22:00. Þetta er nokkuð löng ferð og ekið yfir hálendisvegi, ár og læki.

Verð: 13.000 kr.

Innifalið er: rúta, leiðsögn, gjald á áfangastöðum og þriggja rétta kvöldmáltíð.

Leiðsögumaður: Kári Jónasson

Smelltu hér til að skrá þig.

Álandseyjar 20. – 24. sept. 2023

Perlan í Eystrasaltinu.

Upplifðu skerjagarðseyjaklasann og taktu þátt í uppskeruhátíðinni í eyjunum. Gott verð og mikið innifalið. Flogið með Icelandair og 4* hótel. Lúxusferjusigling.

Verð: 220.000 kr. á mann miðað við tvo saman í hótelherbergi. Gisting í eins manns

herbergi kostar 260.000 kr.

Bókun hjá Ferðaskrifstofunni Alandia Travel Service / Per Ekström, sími 698-0822, per@per.is, sem veitir allar upplýsingar tengdar ferðinni.

Bókunarfrestur til 1.4.2023. Við bókun greiðist staðfestingargjald 40.000 kr.

Bankaupplýsingar: 0526-26-004898, kt. 260353-2099.

Æskilegt er að bóka sem fyrst, því flugsætin verða fljót að seljast upp.

Sjá nákvæma ferðaáætlun í meðfylgjandi hlekk. Smelltu hér

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3

FKE-fréttir
Janúar 2023

FKE-fréttir

Fundir bókmenntaklúbbsins

Bókmenntahópur FKE hefur starfað um árabil. G. Unnur Magnúsdóttir og Valborg Baldvinsdóttir munu leiða hann í vetur. Allir eru velkomnir að taka þátt og ekki

þarf að skrá sig. Fyrsti fundur verður 19. janúar og síðan 2. febrúar, 16. febrúar, 2. mars, 15. mars og 30. mars. Fundirnir hefjast kl. 13.30 og eru haldnir í húsi Kennarasambandsins, Borgartúni 30, 6. hæð.

Tilkynning frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum

Kórinn hefur hafið starf og tekur með ánægju á móti nýjum félögum. Æfingar fara fram í Kennaraháskólahúsinu við Stakkahlíð á þriðjudögum kl. 16.30-18.00. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því starfi mæti á þessum tíma. Ekki þarf sérstaka skráningu. Formaður er Sesselja Sigurðardóttir sessegud@gmail.com sími: 8919071

Gönguhópurinn

Gönguhópur hefur starfað um árabil og undanfarið hefur fjölgað í honum. Gengið er alla mánudaga kl. 13.00. Fyrsta ganga á þessu ári verður mánudaginn 16. janúar. Frekari upplýsingar veita Valborg Baldvinsdóttir vallakop@gmail.com og Skarphéðinn

Guðmundsson skarph@ismennt.is

Sjá einnig nánar um hópinn í maí ftéttabréfi 2022.

Upplýsingar um FKE á Vefnum

Vefur félagsins er á slóðinni fke.is Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir.

Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum:

Guðmundur B. Kristmundsson 864 4702........... gudkrist@hi.is

Kristín G. Ísfeld .......................696 7570........... kristinisfeld@internet.is

Guðrún Erla Björgvinsdóttir ....862 8005........... gudbjo@simnet.is

Gunnlaugur Dan Ólafsson .......841 8333 .......... gunnlaugurdan@fiskt.is

Valborg E. Baldvinsdóttir .........865 9713 .......... vallakop@gmail.com

Skarphéðinn Guðmundsson .....893 9014........... skarph@ismennt.is

Ingibjörg Júlíusdóttir ................865 5506........... ingijul84@hotmail.com

Allar upplýsingar um FKE er að finna á

bls. 4
Janúar 2023
FKE.IS

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.