Fréttabréf FKE

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 1. tbl. 39. árg. - janúar 2019

Vetrarsólsetur á Seltjarnarnesi

Athugaðu:

Myndir: Halldór Þórðarson

Efni: Félagsstarfið í vetur o.fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak!

Breytingar á félagsstarfi Gerð var tilraun til breytinga á félagsstarfi í samræmi við vilja félagsmanna sem birtist í könnun félagsins í fyrra. Auglýst var félagsvist og bridds í Skátaheimilinu Jötunheimum í Garðabæ í október og nóvember. Þátttaka var svo lítil að því var hætt. Ganga á vegum félagsins hefur verið á mánudögum í haust og verður haldið áfram, sjá áætlun hér í fréttabréfinu bls. 4. Farið var í Þjóðminjasafnið 15. nóvember. Sjóminjasafnið verður heimsótt 13. mars n.k. kl. 13:00 og verður leiðsögn um safnið. Ókeypis en gott væri að láta vita á fke@fke.is um þátttöku. FKE, Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81, 101 Rvík. Ábyrgðamaður: Pétur Bjarnason


FKE-fréttir

Janúar 2019

Fræðslu- og skemmtifundir verða með hefðbundnum hætti á Grand Hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, þeir hefjast kl. 13:30 alla eftirfarandi laugardaga (Ath. aðalfundurinn verður 6. apríl): • 5. janúar 2. febrúar 2. mars 6. apríl • Hátíðarfundur verður laugardaginn 2. mars. • Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2000 sem er óbreytt frá fyrra ári. Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega. Við mætum upp úr kl. 13:00 svo að við getum byrjað að spila stundvíslega kl. 13:30.

Bláfjöll

Sumarferðir FKE

Ófærufoss

Ekki hefur verið gengið frá sumarferðum en áætlað er að fara dagsferð í Stykkishólm með bátsferð þaðan þann 17. júlí. Þá er stefnt á Norðausturland með þriggja eða fjögurra daga ferð, líklega í lok ágúst. Nánar verður sagt frá þessum ferðum í fréttabréfi í apríl. Ef næg þátttaka fæst verður farið til Dublin á vegum FKE 6. - 10. september. Sjá auglýsingu á næstu síðu. FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Janúar 2019

Bókmenntaklúbburinn og EKKÓkórinn

Minnt er á bókmenntaklúbbinn í Kennarahúsinu kl. 13:30 á eftirtöldum fimmtudögum: 10. og 24. janúar, 7. og 21. febrúar, 7. og 21. mars og 4. apríl. Æfingar EKKÓkórsins eru í HÍ við Stakkahlíð (Kennaraháskólanum) á þriðjudögum kl. 16:30 til 18:30. Nýir félagar alltaf velkomnir. Skráning hjá Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, formanni í síma 862-8005 eða mæta á æfingu. Stjórnandi kórsins er Bjartur Logi Guðnason.

Dásemdardagar í Dublin 6.-10. september 2019 Félögum FKE býðst þessi fimm daga ferð á vegum Bændaferða næsta haust. Verð á mann í tvíbýli er kr. 149.900. Aukagjald fyrir einbýli um 53.600 kr. Innifalið: • Flug með Icelandair og flugvallaskattar. • Gisting í 2ja manna herbergi með baði. • Morgunverður á hótelinu. • Kvöldverður fyrsta kvöldið á hótelinu. • Skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu. • Aðgangseyrir að Powerscourt Estate. • Íslensk fararstjórn. Auk þess gefst hópnum kostur á írsku skemmtikvöldi 7. sept. með kvöldverði dansi og söng. Akstur fram og til baka innifalinn og verðið er kr. 7.200. Við mælum með þessu kvöldi en það þarf að panta við ferðabókun. Staðfesta þarf ferðina með innborgun til Bændaferða, kr. 25.000 fyrir 25. janúar n.k. Afganginn má greiða með innborgunum allt fram í júlíbyrjun. Sjá má allt um ferðina, staðfesta þátttöku og greiða inn á hér: https://www. baendaferdir.is/baendaferdir/detail/1427/dasemdardagar-i-dublin-fke Sími Bændaferða er: 570 2790 og netfang: bokun@baendaferdir.is

Breyting á stjórn FKE

Gjaldkeri FKE, Kristján Sigfússon, hefur óskað eftir að vera leystur undan starfsskyldum til vors af persónulegum ástæðum. Stjórnin hefur fallist á það og fyrrverandi gjaldkeri FKE, Kristín Ísfeld, hefur tekið að sér starf gjaldkera til sama tíma. Því verður nafn hennar og netfang hér á baksíðu þessa fréttablaðs. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

Janúar 2019

Áætlun gönguhóps FKE fyrir vorönn 2019

Hér að neðan eru mætingarstaðir gönguhópsins og er áformað að ganga þar í nágrenni nema veður eða færð hamli, þá verður sendur póstur. Netfangalisti hópsins er virkur og geta þeir sem vilja komast á hann sent póst á peturbjarna@internet.is. Gangan hefst alltaf kl. 13:00. (Ath. breyttan tíma) . jan. 7 14. jan. 21. jan. 28. jan. 4. feb. 11. feb. 18. feb. 25. feb. 4. mars

Atlantsolía við Sprengisand Glæsibær Við Hamra í Spönginni BYKO á Granda, bílastæðið Umferðamiðstöðin Víkingsheimilið, bílastæði IKEA hittast við innganginn N1 í Fossvogi Húsasmiðjan í Skútuvogi

11. mars Bílastæðið við Gróttu 18. mars Olís í Norðlingaholti 25. mars Bílastæði í Suðurhlíðum, Fossvogi 1. apr. Bílastæði í Suðurhlíðum Fossvogi 8. apr. Olís við Fjallkonuveg í Grafarvogi 15. apr. Bílastæði við Vífilsstaðavatn 22. apr. Annar í páskum. Ekki gengið. 29. apr. Eiðið við Geldinganes

Nánari upplýsingar um framhaldið í aprílfréttabréfi.

Upplýsingar um FKE á vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Pétur Bjarnason ....................... 892 0855........ peturbjarna@internet.is Kristín Ísfeld............................ 696 7570........ kristinisfeld@internet.is Marta Sigurðardóttir ............... 663 4382............. martasig@internet.is Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Guðrún Ólafía Samúelsdóttir... 864 9669 ........ mosarima35@simnet.is Halldór Þórðarson ................... 893 6099 ............hallth44@gmail.com Sigurlín Sveinbjarnardóttir....... 898 2488 .............sigurlinsv@simnet.is Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.