Félag kennara á eftirlaunum
FKE-fréttir 1. tbl. 40. árg. - janúar 2020
Frá Siglufirði Myndir: Halldór Þórðarson
Efni: Félagsstarfið í vetur, könnun o.fl. Athugaðu: • Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak!
Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81, 101 Rvík. Ábyrgðamaður: Marta Sigurðardóttir
FKE-fréttir
Fræðslu- og skemmtifundir
Janúar 2020
verða á Grand Hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, þeir hefjast kl. 13:30 alla eftirfarandi laugardaga (Ath. aðalfundurinn verður 4. apríl) • 11. janúar 1. febrúar 7. mars 4. apríl • Hátíðarfundur verður laugardaginn 7. mars. • Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2000 sem er óbreytt frá fyrra ári. Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega. Við mætum upp úr kl. 13:00 svo að við getum byrjað að spila stundvíslega kl. 13:30. 1. febrúar mun Gunnlaugur Dan Ólafsson segja okkur frá „á Spáni á“ eftir að félagsvistinni er lokið og félagsmenn búnir að fá sér veitingar Hátíðarfundurinn 7. mars hefst með veitingum kl.13:00. Verð á veitingum kr. 3000. Þarna verður flutt skemmtiefni og annað gaman, en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn og hér er tengill á fke.is til að skrá sig. Skrá mig á hátíðarfundinn 4. apríl er aðalfundur að lokinni félagsvistinni og verða þar venjuleg aðalfundarstörf.
Safnaferð
Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13:30 verður farið í Perluna og skoðaðar tvær sýningar: Undur íslenskrar náttúru og norðurljósasýningin Áróra. (Hver og einn getur ráðið hvort hann skoðar báðar sýningar eða aðra þeirra). Þessar sýningar hafa fengið mikið lof og mikla aðsókn. Okkur stendur þetta til boða á helmingsverði eða 2.245 krónur og að auki ætlar Perlan að bjóða okkur upp á kaffi og kleinu í veitingasölunni. Það þarf að skrá sig í þessa safnaferð og hér er tengill til þess. Skrá mig í Safnaferð. ATH. þeir sem fá prentað eintak af fréttabréfinu þurfa að fara á vefsíðu FKE og skrá sig undir valmyndinni “Skráningar”. Einnig er hægt að skrá sig með því að hringja í einhvern stjórnarmanna. FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 2
Janúar 2020
FKE-fréttir
Frá Þórsmörk 2018
Sumarferðir FKE
Ferðir sumarsins eru ekki fullfrágengnar, en áformuð er dagsferð í Borgarfjörð um miðjan júlí og 2ja daga ferð í ágúst að Smyrlabjörgum með leiðsögn Kára Jónassonar. Nánar verður greint frá þessum ferðum í fréttabréfinu í maí.
UtanlandsferðirFKE - Könnun
Á síðastliðnu ári bauð félagið upp á stutta ferð til Írlands. Hún þótti takast mjög vel. Stjórnin hefur rætt það hvort félagar hefðu áhuga á utanlandsferð á þessu ári. Ákveðið var að kanna afstöðu félaga til slíkra ferða og þá hvort þeir hefðu áhuga á stuttri borgarferð, lengri sólarlandaferð eða rútuferð að hætti Bændaferða. Áhugasamir eru beðnir að láta í ljós skoðun sína á eftirfarandi slóð sem er könnun á vefsíðu félagsins. Hér Eða á vefsíðu FKE undir valmynd “Ferðir” Ath. aðeins er hægt að svara einu sinni á hverri tölvu. Svörin er ekki hægt að rekja til einstaklinga.
EKKÓkórinn
Æfingar EKKÓkórsins eru í HÍ við Stakkahlíð (Kennaraháskólanum) á þriðjudögum kl. 16:30 til 18:30. Nýir félagar alltaf velkomnir. Skráning hjá Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, formanni í síma 862-8005 eða mæta á æfingu. Stjórnandi kórsins er Bjartur Logi Guðnason.
Bókmenntaklúbburinn
Um þessar mundir stendur yfir flutningur Kennarasambands Íslands úr Kennarahúsinu við Laufásveg í Borgartún 30. FKE mun áfram hafa aðstöðu hjá Kennarasambandinu. Ekki liggur fyrir hvenær verður hægt að bóka sal fyrir bókmenntaklúbbinn en þegar þar að kemur verður sendur póstur á félagsmenn. Þarna eru meiri möguleikar á bílastæði en við Laufásveg. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 3
FKE-fréttir
Gönguferðir
Janúar 2020
Í skoðanakönnun sem FKE gerði fyrir 2 árum kom fram ósk um að félagið stæði fyrir vikulegum gönguferðum. Því var hrint í framkvæmd og er gengið alla mánudaga kl. 13:00. Umsjónarmenn göngunnar eru Pétur Bjarnason og Valborg E. Baldvinsdóttir. Umsjónarmaður skoðar veðurútlit og velur gönguleið dagsins, ekki er vitað fyrr en um helgina hvert á að ganga á mánudegi. Til er póstlisti yfir þá sem vilja vera með og þeir sem ekki eru á þessum lista en langar til að ganga með skemmtilegu fólki í um 60 mínútur og fá sér hressingu á einhverju kaffihúsi í grennd við göngustað geta sent póst á: Pétur: peturbjarna@internet.is eða Valborgu: vallakop@gmail.com til að vera með.
Upplýsingar um FKE á vefnum
Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.
Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Marta Sigurðardóttir ............... 663 4382............. martasig@internet.is Kristín Ísfeld............................696 7570....... kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.... 862 8005................. gudbjo@simnet.is Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Halldór Þórðarson ................... 893 6099 ............hallth44@gmail.com Gunnlaugur Dan Ólafsson....... 841 8333 ....... gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir......... 865 9713 ............vallakop@gmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 4