Fréttabréf FKE maí 2019

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 2. tbl. 39. árg. - maí 2019

Athugaðu:

Efni: Sumarferðir o.fl.

Frá Stykkishólmi Myndir: Halldór Þórðarson

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak! Sumarferðirnar eru tvær skv. venju. 17. júlí verður farin dagsferð í Stykkishólm og 14.–16. ágúst verður farið á Norðurland. (sjá nánar á næstu síðum) • Skráning í dagsferðina og Norðurferðina verður á vef félagsins, www.fke. is, sjá nánari lýsingu, eða hjá einhverjum stjórnarmanna, sjá upplýsingar á baksíðu. Hægt verður að skrá sig í ferðirnar til 20. júní n.k. Reiknað er með 45 manns í dagsferðina og 35 manns í hina. Til að tryggja sér þátttöku er best að greiða þátttökugjaldið sem fyrst inn á reikning félagsins:

>> 0313-26-004211, kennitala 421190-1359 << Látið koma fram fyrir hvern er greitt. Reglan er: Fyrstir panta og greiða – fyrstir fá. Forföll tilkynnist fljótt, svo næstir á biðlista komist í staðinn. FKE, Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81, 101 Rvík. Ábyrgðamaður: Marta Sigurðardóttirson


FKE-fréttir

Maí 2019

Sumarferðir FKE Stykkishólmur og bátsferð 17. júlí Lagt verður af stað frá plani KHÍ við Stakkahlíð kl. 8:00 stundvíslega, ekið til Stykkishólms, smá stopp, mæting í bát kl.10:40, farið af stað kl. 11 og siglt um Breiðafjörð til kl. 13:15. Ferðalangar koma með nesti með sér og geta borðað á meðan á siglingu stendur eða þegar komið er í land. Við munum skoða okkur um í Hólminum. Um kl. 18 á heimleiðinni verður kvöldverður í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Ferðin kostar kr. 12.000, innifalið: rúta, bátsferð og kvöldverður í Landnámssetrinu. Skráning á fke.is

Goðafoss

Frá Húsavík

Ferð um Norðurland 14. - 16. ágúst. 14. ágúst. Lagt af stað frá plani KHÍ við Stakkahlíð kl. 9:00 stundvíslega, stutt stopp í Borgarnesi og Staðarskála, léttur hádegisverður í Sjávarborg á Hvammstanga, stutt stopp í Varmahlíð og komið í Stórutjarnir um kl. 17:30 þar sem við gistum í 2 nætur. 15. ágúst Lagt af stað kl. 9:30, ekið að Goðafossi og Þorgeirskirkju, léttur hádegisverður að Laugum í Reykjadal. Ekið til Húsavíkur og síðan um Tjörnes í Ásbyrgi, gengið um og skoðað, m.a. sýningu um Vatnajökuls-

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Maí 2019

þjóðgarð. Ekið til Húsavíkur í kvöldverð og þaðan um Aðaldal og Köldukinn í Stórutjarnir 16. ágúst 9:30 Heimferð. Ekið um Akureyri og sem leið liggur að Laugarbakka. Hádegisverður og svo áfram til Reykjavíkur með viðkomu í Staðarskála og Borgarnesi. Ferðin kostar kr. 60.000 í tveggja manna herbergi og kr. 70.000 í eins manns herbergi. Í boði eru 3 eins manns herbergi og 16 tveggja. Innifalið er rúta, gisting, 2 kvöldverðir, 3 hádegisverðir og söfn. Skráning á fke.is

Aðalfundur FKE Aðalfundur FKE var haldinn á Grand hóteli 6. apríl. Á dagskrá var félagsvist, aðalfundur og kosning til stjórnar þar sem 3 stjórnarmenn luku stjórnarsetu. Spiladrotting og spilakóngur urðu þau Egill Sigurðsson og Gréta Freydís Kaldalóns (sjá mynd). Fundarstjóri aðalfundar var kosinn Emil Hjartarson og hófst fundurinn með skýrslu fráfarandi formanns Péturs Bjarnasonar og að henni lokinni flutti Kristín Ísfeld skýrslu gjaldkera. Þau Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir og Pétur Bjarnason formaður hættu í stjórn og stjórnin lagði fram eftirfarandi tillögur að nýrri stjórn. Embætti formanns: Marta Sigurðardóttir Í aðalstjórn: Kosin til tveggja ára: Guðmundur B. Kristmundsson og Kristín Ísfeld. Kosin til eins árs: Halldór Þórðarson og Guðrún Erla Björgvinsdóttir. Í varastjórn til eins árs: Gunnlaugur Dan Ólafsson og Valborg Elísabet Baldvinsdóttir. Frá Vinstri: Halldór Þórðarson, Skoðunarmenn reikninga: Egill Kristín Ísfeld, Marta Sigurðardóttir, Guðmundur B. Kristmundsson, Sigurðsson og Þorvaldur Jónasson. Guðrún Erla Björgvinsdóttir, Valborg Tillögur stjórnar voru samþykktar. E.Baldvinsdóttir, Gunnlaugur Dan Ólafsson

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

Maí 2019

Gönguferðir

Gönguferðirnar hafa mælst vel fyrir og sannað gildi sitt. Þeim verður haldið áfram næsta haust og hefjast væntanlega í byrjun eða um miðjan september Forsvarsmenn gönguhópsins næsta vetur verða Pétur Bjarnason og Valborg E. Baldvinsdóttir og þau munu sjá um skipulagningu og að boða meðlimi hópsins með tölvupósti. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eru ekki skráðir í gönguhópinn geta sent tölvupóst á Pétur (peturbjarna@internet.is) eða Valborgu (vallakop@gmail.com)

Upplýsingar um FKE á vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Marta Sigurðardóttir ............... 663 4382............. martasig@internet.is Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Kristín Ísfeld............................ 696 7570........ kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.... 862 8005................. gudbjo@simnet.is Halldór Þórðarson ................... 893 6099 ............hallth44@gmail.com Gunnlaugur Dan Ólafsson....... 841 8333 ....... gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir......... 865 9713 ............vallakop@gmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.