Fréttabréf FKE, júní 2020

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 2. tbl. 40. árg. - júní 2020

Snæfellsjökull séður frá Axlarhólum. Mynd: Halldór Þórðarson

Athugaðu:

Efni: Sumarferð orlofshús o.fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak! Sumarferðin verður aðeins ein að þessu sinni, tveggja daga ferð 24. – 25. ágúst. Farið verður að Smyrlabjörgum. (sjá nánar á næstu síðu) Skráning í ferðina verður á vef félagsins, www.fke.is, sjá nánari lýsingu, eða hjá einhverjum stjórnarmanna, sjá upplýsingar á baksíðu. Hægt verður að skrá sig í ferðina til 15. júlí. Reiknað er með 30 manns hámark eða 20 manns að lágmarki. Til að tryggja sér þátttöku er best að greiða þátttökugjaldið sem fyrst inn á reikning félagsins: >> 0313-26-004211, kennitala 421190-1359 << Látið koma fram fyrir hvern er greitt. Reglan er: Fyrstir panta og greiða – fyrstir fá. Forföll tilkynnist fljótt, svo næstir á biðlista komist í staðinn. FKE, Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81, 101 Rvík. Ábyrgðamaður: Marta Sigurðardóttirson


FKE-fréttir

Júní 2020

Sumarferð FKE Tveggja daga ferð að Smyrlabjörgum 24.-25. ágúst

Farið verður frá bílastæðinu norðan við Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð kl. 08:30. Skoðaðir verða áhugaverðir staðir á leiðinni, með hæfilegum stoppum fyrir mat og drykk. Meðal staða sem komið verður við á eru: Seljalandsfoss, Skógafoss, Skaftafell, Svínafellsjökull, Fjallsárlón, Jökulsárlón, Dyrhólaey, Reynisfjara og Þórbergssetur. Auk þeirra staða sem hér eru upp taldir verður gert stans á nokkrum öðrum stöðum. Ýmist verða staðirnir heimsóttir á leiðinni austur eða á heimleiðinni. Hádegishlé verður í Vík í Mýrdal á leiðinni austur. Komið að Smyrlabjörgum um kl.18:00. Þar verður boðið upp á 3ja rétta kvöldverð og gist um nóttina. Haldið til baka kl. 08:30 morguninn eftir. Á heimleið gefst kostur á að fara í siglingu á Jökulsárlóni. Þeir sem hafa hugsað sér það, láti vita í upphafi ferðarinnar. Snæddur verður kvöldverður á Hótel Selfoss um kl.18:30 . Áætluð heimkoma er laust fyrir kl. 21:00. Fararstjóri verður Kári Jónasson fyrrverandi fréttamaður. Tilkynna þarf um þátttöku fyrir 15. júlí á heimasíðu félagsins fke.is. Verð fyrir rútu, fararstjórn, 3ja rétta kvöldverð gistingu og morgunmat að Smyrlabjörgum og fyrir kvöldverðar- hlaðborð á heimleið er kr. 34.000 fyrir þá sem gista í eins manns herbergi og kr. 28.000 fyrir þá sem gista í tveggja manna herbergi. Ferðin er greidd niður um töluverða upphæð fyrir hvern einstakling. Til þess að geta haldið reglum um fjarlægð, fyrir þá sem það kjósa, verður fjöldi takmarkaður að hámarki við 30 manns. Lágmarksfjöldi hins vegar miðast við 20 manns í ferðina. FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Júní 2020

Úthlutunarreglur vegna orlofshúsa KÍ

• Til að geta bókað eða nýtt aðra þjónustu OKÍ þurfa félagsmenn að eiga orlofspunkta. Ef punktaeign fer niður fyrir mínus -23 punkta missa félagsmenn réttinn það árið eða þar til ný orlofspunktaúthlutun hefur átt sér stað (mars ár hvert). Félagsmenn ávinna sér 24 orlofspunkta á ári. Félagsmenn geta ef svo ber undir keypt viðbótarpunkta og er þá verðgildi hvers punkts kr. 500. Að hámarki er hægt að kaupa 24 punkta á 365 daga tímabili. Hafa þarf samband við skrifstofu ef slíks er óskað. • Leiga orlofshúsa eða önnur niðurgreidd þjónusta krefst þess einnig að félagsmenn eigi tiltekinn fjölda punkta. Einnig þarf að athuga að til þess að þeir félagsmenn sem hafa látið af störfum geti nýtt orlofsvefinn þá þurfa þeir að vera skráðir félagsmenn í FKE. • Á vef Orlofssjóðs er að finna gjafabréf í flug, flugmiða innanlands, kort, orlofshús og annað til sölu með eða án punktafrádráttar. • Sjóðfélagar sem eiga orlofspunkta geta keypt þjónustu á bókunarvef sjóðsins eða á skrifstofu Orlofssjóðs. • Reglur um úthlutun og punktakerfi • Úthlutun orlofshúsa KÍ fer eftir orlofspunktaeign félaga. Úthlutunartímabil orlofshúsa KÍ eru þrjú á ári. Opnun fyrir sumartímabil (júní-ágúst) er í byrjun apríl ár hvert; hausttímabil (lok ágúst-byrjun janúar) er til úthlutunar í byrjun júní og seinni hluti vetrar/ vor er til úthlutunar í byrjun september ár hvert. • Á sumartímabili gilda tvær reglur: “úthlutun” (vikuleigur) eða „fyrstur kemur, fyrstur fær“ (flakkarar). Úthlutunarreglan er á þann máta að félagsmenn hafa nokkrar vikur til að bóka og geta jafnframt valið um allt að sex eignir. Bókunarkerfið úthlutar síðan eftir punktaeign félagsmanna. Reglan “fyrstur kemur fyrstur fær” felur í sér að þeir félagsmenn sem eiga flesta punkta geta fyrstir byrjað að bóka leigu á Orlofsvefnum og er hann [orlofsvefurinn] stilltur í samræmi við það. Opnunartímabil og dagsetningar eru auglýst á orlofsvef KÍ sem og send til félagsmanna í fjölpósti. • Félagsmenn í Félagi kennara á eftirlaunum (FKE) eiga ekki lengur punktaeignarforgang til að bóka orlofseignir þegar opnað verður fyrir sumarúthlutanir. Þeir geta því einungis bókað orlofseignir þegar opnað verður fyrir almenna úthlutun sumartímabilsins. Yfir vetrartímann eru ekki teknir punktar fyrir leigur í miðri viku í orlofshúsum á Flúðum og Kjarnaskógi. • Hér er hlekkur í núgildandi reglur orlofssjóðs: • https://www.ki.is/media/tsdlv3xy/orlof_reglur_2019_til_2020_ uppfaert_a_vef_260619.pdf bls. 3 Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS


FKE-fréttir

Júní 2020

Mynd: Halldór Þórðarson

Gönguferðir

Mynd: Pétur Bjarnason

Síðasta ganga vetrarins var 24. maí síðastliðinn. Þeim verður haldið áfram næsta haust og fyrsta gangan verður mánudaginn 7. september. Þeir sem hafa göngulöngun úr þessum hópi og vilja hittast geta mætt við Víkingsheimilið kl. 13:00 á mánudögum í sumar. Þaðan er hægt að ganga í ýmsar áttir. Ekki verður boðað til þessara samfunda heldur ræður hver og einn hvort hann mætir. Forsvarsmenn gönguhópsins næsta vetur verða Pétur Bjarnason og Valborg E. Baldvinsdóttir og þau munu sjá um skipulagningu og að boða meðlimi hópsins með tölvupósti. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt en eru ekki skráðir í gönguhópinn geta sent tölvupóst á Pétur (peturbjarna@ internet.is) eða Valborgu (vallakop@gmail.com)

Upplýsingar um FKE á vefnum

Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Marta Sigurðardóttir ............... 663 4382............. martasig@internet.is Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Kristín Ísfeld............................ 696 7570........ kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.... 862 8005................. gudbjo@simnet.is Halldór Þórðarson ................... 893 6099 ............hallth44@gmail.com Gunnlaugur Dan Ólafsson....... 841 8333 ....... gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir......... 865 9713 ............vallakop@gmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.