Fréttabréf FKE maí 2022

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 2. tbl. 42. árg. - maí 2022

Hólmanes

Athugaðu:

Efni: Sumarferðir o.fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak!

Sumarferðirnar eru þrjár: 24. maí er menningarferð á Selfoss og um Flóa, 20. júní er dagsferð um Reykjanes 9. til 12. ágúst er ferð um Norðausturland.

Sjá nánar á næstu síðum um ferðirnar. Skráningar hefjast 19. maí og greiðast á skráningardegi inn á þennan reikning félagsins: >> 0313-26-004211, kennitala. 421190-1359 <<

Ath. Reglan er: Fyrstir panta og greiða - fyrstir fá. Forföll tilkynnist fljótt svo næstir á biðlista komist í staðinn. Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson


FKE-fréttir

Maí 2022

Sumarferðir Menningarferð á Selfoss og um Flóa þriðjudaginn 24. maí.

Efnt verður til menningarferðar austur fyrir fjall, þar sem lögð verður áhersla á að heimsækja áhugaverða staði í Flóanum, bæði sögulega og aðra sem vert er að kynnast. Lagt af stað kl. 9:00 frá bifreiðastæði norðan við hús Menntavísindasviðs H.Í. við Stakkahlíð og haldið austur fyrir fjall. Á Drottningarbarmi á Kambabrún munum við hitta fyrir leiðsögumann ferðarinnar Guðna Ágústsson. Ferðinni lýkur væntanlega á huggulegum kaffiveitingastað austan fjalls og áætlað að vera komin í bæinn kl. 18:15. Verð, þar sem allt er innifalið er kr.14.000 fyrir hvern einstakling. Ferðin er niðurgreidd af hálfu félagsins um kr. 4.000 Ath. síðasti skráningardagur í þessa ferð er 22. maí Smelltu hér til að skrá þig í ferðina Smelltu hér til að fá nánari ferðalýsingu.

Reykjanes

Horft af Kambabrún

Reykjanesferð 20. júní

Fararstjóri verður Hjálmar Waag Árnason sem bjó í yfir 30 ár á Suðurnesjum. Kl. 08:30, lagt af stað frá Reykjavík. Farið frá bílastæðinu norðan við hús Menntavísindasviðs H.Í. við Stakkahlíð. Stefnan tekin á Grindavík. Ekin Krýsuvíkurleið meðfram Kleifarvatni og framundan margir spennandi viðkomustaðir og fróðleikur. Um kl 18:30 er þriggja rétta kvöldverður á nýja Marriott hótelinu í Reykjanesbæ áður en haldið er heim á leið um kl 20:30 Verð, þar sem allt er innifalið er kr.14.000 fyrir hvern einstakling. Ferðin er niðurgreidd af hálfu félagsins um kr. 4.000 Smelltu hér til að skrá þig í ferðina Smelltu hér til að fá nánari ferðalýsingu. FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Maí 2022

Dettifoss

Ásbyrgi

Norðausturland, yfir fjöll og firnindi 9.-12. ágúst

Síðastliðið ár fóru félagar FKE í mjög góða og vel skipulagða ferð um Austurland. Ferðaskrifstofan Tanni sá um allan undirbúning. Nú er á dagskrá félagsins ferð um Norðausturland dagana 9.-12. ágúst. Farið verður um byggðir og óbyggðir, byggðir sem eiga sér sögu og sérkenni og einstæðar náttúruperlur. Flogið verður frá Reykjavík til Egilsstaða eða menn koma sér sjálfir til Egilsstaða. Margir markverðir staðir verða heimsóttir, svo sem Vopnafjörður, Síreksstaðir, Bakkafjörður, Raufarhöfn, Þórshöfn, Langanes, Skoruvíkurbjarg, Vatnajökulsþjóðgarður, Dettifoss, Möðrudalur, Reyðarfjörður, Borgarfjörður Eystri o.fl. Ferð lýkur á Egilsstöðum þaðan sem flogið er til baka. Verð, þar sem nánast allt er innifalið er kr.145.000 fyrir hvern einstakling. Ferðin er niðurgreidd af hálfu félagsins um kr. 25.000 Smelltu hér til að fá nánari ferðalýsingu. Smelltu hér til að skrá þig í ferðina.

Fundir bókmenntaklúbbsins Bókaklúbburinn verður með fundi annan hvern fimmtudag kl 13:30 í húsi Kennarasambandsins í Borgartúni 30. Þátttakendur koma sjálfir með það sem þeir eru að lesa og kynna fyrir hinum. Stefnt er að því að fá rithöfunda í heimsókn. Fyrsti fundur er fimmtudaginn 23. sept. kl. 13:30 í húsi KÍ við Borgartún.

Tilkynning frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum Vetrarstarfi Ekkó - kórsins lýkur að þessu sinni með söng við messu í Áskirkju á uppstigningardag 26.maí. Uppstigningardagur er kirkjudagur aldraðra. Kóræfingar hefjast að nýju eftir sumarleyfi 20. september 2022 . Æfingar fara fram í húsi Háskóla Íslands við Stakkahlíð á þriðjudögum kl.16:30-18:30. Nýir félagar alltaf hjartanlega velkomnir og er einfaldast að mæta bara á æfingu næsta haust. Einnig er hægt að hafa samand við formann kórsins Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur í síma 8628005. Hlökkum til að sjá bæði gamla félaga og nýja. Guðrún Erla formaður og Bjartur Logi kórstjóri

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

Maí 2022

Gönguhópurinn

Myndir: Pétur Bjarnason og Maja Loebell

Ganga FKE sem stofnað var til fyrir fjórum árum hefur notið vinsælda og nú er kominn fastur kjarni sem mætir galvaskur á mánudögum kl. 13:00, gengur í klukkutíma og svo leitum við uppi kaffistað og spjöllum saman yfir kaffibolla, þeir sem það vilja. Gengið verður út maí mánuð en fimmta starfsárið hefst í september næstkomandi og verður á hverjum mánudegi. Verður póstur sendur til þátttakenda um hvaða mánudag við byrjum og hvaðan við göngum í hvert sinn. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband með tölvupósti við göngustjórana Pétur (peturbjarna@internet.is) eða Valborgu (vallakop@gmail.com), því mætingarstaður er boðaður með netpósti og valin staðsetning eftir veðurhorfum og færð hverju sinni.

Upplýsingar um FKE á Vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Guðmundur B. Kristmundsson.864 4702...........gudkrist@hi.is Kristín G. Ísfeld........................696 7570...........kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.....862 8005...........gudbjo@simnet.is Gunnlaugur Dan Ólafsson........841 8333 ..........gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir..........865 9713 ..........vallakop@gmail.com Skarphéðinn Guðmundsson......893 9014...........skarph@ismennt.is Ingibjörg Júlíusdóttir.................865 5506...........ingijul84@hotmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.