Fréttabréf FKE

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 3. tbl. 39. árg. - september 2018

Meyjarsæti

Sandkluftavatn Á Kaldadal

Myndir: Halldór Þórðarson

Efni: Félagsstarfið í vetur o.fl. Athugaðu: • Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: http://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak! Kennarasamband Íslands, Laufásvegi 81, 101 Rvík. Ábyrgðamaður: Pétur Bjarnason


FKE-fréttir

September 2018

Dagskrá FKE að hausti 2018 Nokkrar breytingar verða frá fyrri árum í samræmi við óskir félagsmanna í könnun sem gerð var síðasta vetur. Ekki verður hægt að gera allt í einu og verða því tekin fáein skref í senn. Félags- og fræðslufundur verður á Grand Hótel 6. október kl. 13:30. Þar verður dagskrá vetrarins kynnt, sagt og sýnt frá ferðum sumarsins og Guðmundur Kristmundsson flytur erindi, “Litið til baka”. Ekki verður spiluð félagsvist en veitingar að hætti Grand og aðgangseyrir kr. 2.000 eins og í fyrra. Veitingar eru niðurgreiddar eins og verið hefur. Þá verður hátíðarfundur 2. febrúar 2019 og svo aðalfundur 6. apríl. Nánar verður sagt frá þeim í janúarfréttabréfi. Við höfum leigt sal á annarri hæð í skátaheimilinu Vífilsfelli (Jötunheimar) í Garðabæ. Húsið er við Bæjarbraut. Frá Hafnarfjarðarvegi er ekið fram hjá Flataskóla og beygt til vinstri inn Bæjarbraut. Heimilið er um 300 metra frá beygjunni. Þar eru næg bílastæði og lyfta í húsinu. Þar verður spiluð félagsvist fyrsta miðvikudag í mánuði og hefst kl. 13:00, bridds þriðja miðvikudag í mánuði á sama tíma, sjá töflu hér að neðan. Þátttökugjald er kr. 1.000 og kaffi innifalið. Félagsvistin verður 3. okt., 7. nóv. og 6. desember. (Ath. Spilað á fimmtudegi í desember). Bridds verður spilað 17. okt., 21. nóv. og 19. desember. Eftir áramót er stefnt á að spila þessa daga: 9. og 23. janúar, 6. og 20. febrúar, 6. og 20. mars og 3. og 17. apríl.

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

September 2018

Gönguferðir: Fyrsta ganga verður mánudaginn 1. okt. kl. 13:30. Ákveðið hefur verið að ganga einu sinni í viku, ca. klukkutíma í senn og stefna á að hittast í kaffi á eftir. Fram að áramótum munum við hittast við Perluna í Öskjuhlíð á mánudögum og ganga þaðan kl. 13:30. Reiknað er með að þátttakendur séu þokkalega göngufærir og vel útbúnir. Gangan mun þó ekki teljast erfið. Kostnaður er enginn en ef keypt verður kaffi greiðir hver fyrir sig og það er valfrjálst. Þjóðminjasafnið við Suðurgötu verður heimsótt fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl. 14:00. Þar verður tekið á móti okkur og safnið skoðað. Þátttökugjald fyrir leiðsögnina um safnið er kr. 1.000 og hámarksfjöldi í hverjum hópi er 30 manns. Skráning með pósti á netfangið fke@fke.is. Verði þátttaka mikil kemur til greina að endurtaka þetta eftir áramót. Ekkókórinn: Byrjar þriðjudaginn 2. október. Æfingar eru í HÍ við Stakkahlíð (Kennaraháskólanum) á þriðjudögum kl. 16:30 til 18:30. Nýir félagar alltaf velkomnir. Skráning hjá Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, formanni í síma 862-8005 eða mæta á æfingu. Stjórnandi kórsins er Bjartur Logi Guðnason. Bókmenntaklúbburinn verður í KÍ-húsinu á fimmtudögum kl. 13:30, 4. og 18. okt., 1., 15. og 29. nóv. Enginn fundur í desember. Eftir áramót 10. og 24. jan., 7. og 21. feb., 7. og 21. mars. og 4. apr. . Varðandi Qigong og Joga bendum við á eftirfarandi vefsíður þar sem fólk getur kynnt sér hvað er í boði og hvenær: Qi Gong, Yoga. Mynd: Pétur Bjarnason

Danmerkurfarar 2018. Smelltu á myndina til að sjá fleiri

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

September 2018

Upplýsingar um FKE á Vefnum Nýr vefur félagsins er í vinnslu á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum. Rauði krossinn á Íslandi leitar að sjálfboðaliðum, fólki sem er áhugasamt um að taka þátt í íslensku- og enskukennslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd . Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi geta haft samband við Þóri í síma 775 7755 eða á netfangið thorir.hall@redcross.is. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu Rauða krossins. Sudokuþrautir Hefurðu gaman af að leysa Sudokugátur? Ef þú vilt fá sendar sudokugátur reglulega í netfangið þitt, þér að kostnaðarlausu, þá sendu póst á sudoku17@internet.is og þar fást leiðbeiningar. Gáturnar þarftu að prenta út þegar þær berast og þær eru heldur stærri en í dagblöðum og gott að skrifa í þær. Það er lífeyrisþegi sem fæst við að gera þessar gátur og vill miðla ykkar af sjóði sínum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Pétur Bjarnason ....................... 892 0855........ peturbjarna@internet.is Kristján Sigfússon.................... 867 4831...... kri.sigfusson@gmail.com Marta Sigurðardóttir................ 663 4382............. martasig@internet.is Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Guðrún Ólafía Samúelsdóttir... 864 9669 ........ mosarima35@simnet.is Halldór Þórðarson ................... 893 6099 ............hallth44@gmail.com Sigurlín Sveinbjarnardóttir....... 898 2488 .............sigurlinsv@simnet.is Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.