Félag kennara á eftirlaunum
FKE-fréttir 3. tbl. 40. árg. - september 2020
Steinafjall í Suðursveit
Efni: Félagsstarfið í vetur o.fl. Athugaðu: • Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak!
Blásið til aðalfundar Vegna kórónuveirunnar frestaðist aðalfundur félagsins í apríl sl. Með þeim fyrirvara að ástandið næstu daga versni ekki er ætlunin að halda aðalfund 3. október n.k. á Grand hóteli kl. 13:30, með venjulegum aðalfundarstörfum. Hugað verður vel að fjarlægðarmörkum og sóttvörnum. Að loknum fundarstörfum verða veitingar og síðan munu Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson koma fram og létta okkur lund með söng og gamanmálum. Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Marta Sigurðardóttir
FKE-fréttir
September 2020
Fræðslu- og skemmtifundir Hér að neðan er áætluð hefðbundin dagskrá vetrarins en hún er að sjálfsögðu háð því að það takist að hemja óværuna sem herjar. Sendur verður út póstur um dagskrá og efni hvers fundar og annarra viðburða. Ætlunin er að fara í vettvangsferð fyrir jól ef staðan breytist en það verður tilkynnt í pósti ef af verður. Fundað verður að venju á Grand Hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, fyrsta laugardag í mánuði, frá og með október, til og með apríl. Þeir hefjast kl. 13:30 eftirtalda laugardaga: (ath. aðalfundur ársins 2020 verður 3. október) • 3. október, 7. nóvember, 6. desember, 9. janúar, 6. febrúar, 6. mars og 3. apríl. • Hátíðarfundur verður laugardaginn 6. mars. Nánar kynnt í janúarblaði FKE-frétta. • Eins og staðan er núna þá verður ekki spiluð félagsvist en alltaf verður eitthvað til skemmtunar og fróðleiks og verður dagskrá hvers fundar auglýst. Þegar ástandið lagast verður spilað aftur. • Sumir koma til að njóta veitinga, spjalla við kunningja eða fylgjast með myndasýningu sem er á flestum fundum. • Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2000 sem er óbreytt frá fyrra ári. Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega. Við mætum upp úr kl. 13:00 svo að við getum byrjað dagskrána kl. 13:30.
FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.
Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 2
FKE-fréttir
September 2020
Nánar um orlofsmál Flestir kennarar eiga orlofspunkta þegar þeir láta af störfum og geta nýtt sér þá eftir starfslok. Punktastöðuna má sjá á orlofsvefnum, orlof.is/ki, félagsmenn skrá sig inn í efra hægra horni með rafrænum skilríkjum og skoða svo „síðan mín“ og „mínar upplýsingar“. Hægt er að leigja sumarhús á Flúðum og í Kjarnabyggð án punktafrádráttar í miðri viku fram til 11. júní 2021. Sem dæmi er hægt að leigja stærstu húsin á 5.500 kr nóttina og minni hús á 4900 kr nóttina á þessum svæðum. Elstu húsin í Ásabyggð kosta svo 3.950 kr nóttin. Fjórar nætur frá mánudegi til hádegis á föstudegi kosta þá 15.800 kr - 22.000 krónur. Helgarleiga með punktafrádrætti kostar frá 15.800 – 22.000 kr. Að auki eru eignir í Hvalfirði, Blönduósi og Stykkishólmi til leigu án punkta yfir vetrartímann. Fyrir félagsmenn alls staðar á landinu er hægt að leigja íbúðir af mismunandi stærð á Sóleyjargötu 25 á bilinu 7.830 kr.- 9.900 kr. nóttina, og í Vörðuleiti kostar nóttin frá 8.820 kr. upp í 13.200 eftir stærð íbúðar. Íbúðir á Akureyri kosta 10.100 kr og 11.200 kr nóttin. Félagsmenn FKE eiga ekki forgang að úthlutunum yfir sumarmánuðina heldur þegar opnað er fyrir almenna úthlutun og því oft erfitt að fá bústað í fyrstu tilraun. Skrifstofa KÍ bendir á að afbókanir berist daglega og því geti verið gott að skoða vefinn reglulega og bóka það sem losnar. Á vef Orlofssjóðs er að finna gjafabréf í flug, flugmiða innanlands, kort og annað til sölu með eða án punktafrádráttar. Félagsmenn sem lenda í vandræðum með bókanir eða punktastöðu á orlofsvefnum, orlof.is/ki geta hringt á skrifstofu KÍ til að fá aðstoð í síma 595 1111. Einnig er hægt að senda tölvupóst á orlof@ki.is
Fundir bókmenntaklúbbsins verða á fimmtudögum frá kl. 13:30 til u.þ.b. 15:30, en þrátt fyrir að ekki sé komið á hreint hvaða sal við fáum í nýrri staðsetningu KÍ á 6. hæð að Borgartúni 30, hvetjum við alla áhugasama að mæta. Fram til áramóta er áætlað að funda eftirfarandi fimmtudaga: í október,1. - 15. – 29, í nóv.12. – 26. og í des. 10. Guðleif Unnur Magnúsdóttir og Valborg E. Baldvinsdóttir hafa umsjón með starfinu í vetur.
EKKÓkórinn Við verðum að bíða enn um sinn með að hefja æfingar í kórnum. Húsnæðið í skólanum við Stakkahlíð er yfirfullt af nemendum allan daginn og því allt of mikil smitáhætta, að hefja æfingar strax. Um leið og við sjáum möguleika á því að byrja starfið aftur munum við, þegar í stað, senda út tilkynningu. Nýir félagar eru velkomnir og er einfaldast að mæta bara á æfingu ef þú vilt slást í hópinn. Það er líka hægt að hafa samband við formann kórsins, Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, í síma 862-8005 eða einhvern kórfélaga. Stjórnandi kórsins verður Bjartur Logi Guðnason.
Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 3
FKE-fréttir
September 2020
Gönguferðir
Ganga FKE sem stofnað var til fyrir tveimur árum hefur notið vinsælda og nú er kominn fastur kjarni sem mætir galvaskur á mánudögum kl. 13:00, gengur í klukkutíma og svo leitum við uppi kaffistað og spjöllum saman yfir kaffibolla, þeir sem það vilja. Þriðja starfsárið er hafið og hefur þátttaka verið góð, 17-18 manns í hvert skipti. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband með tölvupósti við göngustjórana Pétur (peturbjarna@internet.is) eða Valborgu (vallakop@gmail.com), því mætingarstaður er boðaður með netpósti og valin staðsetning eftir veðurhorfum og færð hverju sinni. Veður er aldrei fyrirstaða en klæðnaður valinn í samræmi við aðstæður.
Upplýsingar um FKE á Vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.
Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Marta Sigurðardóttir ............... 663 4382............. martasig@internet.is Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Kristín Ísfeld............................ 696 7570........ kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.... 862 8005................. gudbjo@simnet.is Halldór Þórðarson ................... 893 6099 ............hallth44@gmail.com Gunnlaugur Dan Ólafsson....... 841 8333 ....... gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir......... 865 9713 ............vallakop@gmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 4