Fréttabréf FKE septmber 2022

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 3. tbl. 43. árg. - September 2022

Urriðafoss

Horft frá Heimskautsgerðinu til Raufarhafnar

Athugaðu:

Efni: Vetrarstarfið o.fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is.

Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson


FKE-fréttir

Maí 2022

Fræðslu- og skemmtifundir verða á Grand Hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, þeir hefjast kl. 13:30 alla eftirfarandi laugardaga • 1. október, 5. nóvember og 3. desember, • Hátíðarfundur verður haldinn í mars. Nánar kynnt í janúarblaði FKE-frétta. • Spiluð verður félagsvist nema í mars en að henni lokinni er alltaf eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. • Þau sem ekki spila eru auðvitað velkomin á fundina. Sum koma til að njóta veitinga, spjalla við kunningja eða fylgjast með myndasýningu sem er á hverjum fundi. • Dagskrá að lokinni félagsvist hefst um kl. 15:00 Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2500. Við biðjum ykkur að koma með hann í peningum, þar sem félagið hefur ekki posa til umráða. • Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega. Myndir frá fyrri Grandfundum

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Maí 2022

Myndir úr sumarferðum Selfoss og Flóinn

Mjólkurbúið.

Flóaáveita útlistuð.

Inntak Flóaáveitu úr Hvítá

Norðausturland

Lindarbakki, Borgarfirði Eystri

Hópurinn á Hólmanesi

Skoruvík á Langanesi. Súlubyggðin

Fundir bókmenntaklúbbsins Bókmenntahópur FKE hefur starfað um árabil. G. Unnur Magnúsdóttir mun leiða hann í vetur. Allir eru velkomnir að taka þátt og ekki þarf að skrá sig. Fyrsti fundur verður 13. október kl. 13.30 í húsi Kennarasambandsins, Borgartúni 30, 6. hæð.

Tilkynning frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum Kórinn er að hefja starf og tekur með ánægju á móti nýjum félögum. Æfingar fara fram í Kennaraháskólahúsinu við Stakkahlíð á þriðjudögum kl. 16.30-18.00. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í því starfi mæti á þessum tíma. Ekki þarf sérstaka skráningu. Formaður er Guðrún Erla Björgvinsdóttir gudbjo@simnet.is

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

Maí 2022

Gönguhópurinn

Gönguhópur hefur starfað um árabil og undanfarið hefur fjölgað í honum. Gengið er alla mánudaga kl. 13.00. Fyrsta ganga verður mánudaginn 3. október. Frekari upplýsingar veita Valborg Baldvinsdóttir vallakop@gmail.com og Skarphéðinn Guðmundsson skarph@ismennt.is Sjá einnig nánar um hópinn í maí ftéttabréfi

Upplýsingar um FKE á Vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Guðmundur B. Kristmundsson.864 4702...........gudkrist@hi.is Kristín G. Ísfeld........................696 7570...........kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.....862 8005...........gudbjo@simnet.is Gunnlaugur Dan Ólafsson........841 8333 ..........gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir..........865 9713 ..........vallakop@gmail.com Skarphéðinn Guðmundsson......893 9014...........skarph@ismennt.is Ingibjörg Júlíusdóttir.................865 5506...........ingijul84@hotmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.