Fréttabréf FKE febrúar 2022

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 1. tbl. 42. árg. - febrúar 2022

Myndir: Halldór Þórðarson. Teknar í Smyrlabjargaferð 2020

Athugaðu:

Efni: Starfið framundan o.fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak!

Frá formanni

Síðastliðin tvö ár í faraldri hafa verið Félagi kennara á eftirlaunum á margan hátt erfið. Góðar hugmyndir hafa fæðst sem ekki hafa komist í framkvæmd. Til að mynda hafa samkomur oftar en ekki verið slegnar af og starf hópa legið niðri. Stjórn félagsins tók fljótt þann pól í hæðina að gefast ekki upp heldur skipuleggja ýmislegt og vera viðbúin ef færi gæfist. Nú segja yfirvöld okkur að bjartari tímar séu framundan og þá nýtast vonandi góðar hugmyndir. Stefnt er að fundi á Grandhóteli 5. mars og unnið er að skipulagi viðburða og ferða á árinu. Þrátt fyrir óáran hefur félögum fjölgað og það er uppörvandi. Það er einnig gleðilegt að sjá vaxandi áhuga fólks á landsbyggðinni. Þar eru dæmi um að kennarar á eftirlaunum séu farnir að starfa á sínu svæði. Stjórn FKE lítur björtum augum til framtíðar og vonar að framundan séu góðir tímar. Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson


FKE-fréttir

Febrúar 2022

Fræðslu- og skemmtifundir verða á Grand hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, þeir hefjast kl. 13:30 eftirfarandi laugardaga. • 5. mars og 30. apríl. Ath. Aðalfundur verður á fundinum 30. apríl • Spiluð verður félagsvist en að henni lokinni er alltaf eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. • Þau sem ekki spila eru auðvitað velkomin á fundina. Sum koma til að njóta veitinga, spjalla við kunningja eða fylgjast með myndasýningu sem er á flestum fundum. • Dagskrá að lokinni félagsvist hefst um kl. 15:00. Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2000. Vinsamlega komið með 2000 kr í peningum þar sem félagið getur ekki tekið við kortum. • Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega. • Við mætum upp úr kl. 13:00 svo að við getum byrjað að spila stundvíslega kl. 13:30 Vegna veislufanga er nauðsynlegt að félagar skrái sig á þessa fundi í síðasta lagi á miðvikudag í fundarviku. Sendið tölvupóst til Kristínar G. Ísfeld <kristinisfeld@internet.is eða Guðmundar B. Kristmundssonar gudmundur.b.kristmundsson@gmail.com. Þau munu staðfesta skráninguna. Dagskrá aðalfundar má sjá á netinu með því að smella hér

Frá Aðalfundi 2021 Myndir: Halldór Þórðarson

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Febrúar 2022

Áætlaðar ferðir í vor og sumar Þrátt fyrir covidóáran hefur stjórn félagsins stöðugt reynt að skipuleggja viðburði og vonandi er að renna upp sú tíð að við getum farið að njóta þeirra í meira mæli en undanfarið. Fimmtudaginn 17. mars kl. 14:00 er á dagskrá safnaferð í Kópavog. Þá er á döfinni dagsferð austur á Selfoss og Eyrarbakka. Talsverð orka stjórnar hefur farið í skipulag ferða í sumar og haust. Í maí fer hópur félaga í ferð til Færeyja. Sú ferð er uppseld og færri komust að en vildu. Í fyrra var farin dagsferð á Reykjanes. Margir þurftu frá að hverfa svo stefnt er að því að fara slíka ferð í sumar. Unnið er að skipulagningu ferðar um Norðausturland með sömu ferðaskrifstofu og sá um Austurlandsferðina í fyrrasumar. Að hausti verður hugað að utanlandsferð á vegum ferðaskrifstofu. FKE fer þá fram á að sæti verði tekin frá um ákveðin tíma. Slík ferð verður ekki styrkt af félaginu.

Bókaklúbburinn á nýju ári Fyrsti fundur er fimmtudaginn 10.mars kl. 13:30 í húsi KÍ Borgartúni 30. Við verðum svo með fundi á hálfsmánaðar fresti þann, 24. mars og 7. apríl kl. 13:30. Þátttakendur koma með þær bækur sem þeir eru að lesa og kynna fyrir hinum. Við vonumst til að sjá sem flesta yfir skemmtilegu bókaspjalli og kaffi. Stefnt erað því að fá rithöfunda í heimsókn.

Tilkynning frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum Áætlað er að hefja starfið 8. mars kl.16:30 -18:00 í húsi Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Æfingar verða svo áfram á þriðjudögum kl.16:30 -18:00 Nýir félagar eru velkomnir og er einfaldast að mæta bara á æfingu ef þú vilt slást í hópinn. Það er líka hægt að hafa samband við formann kórsins, Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, í síma 862-8005 eða einhvern kórfélaga. Hlökkum til að sjá bæði gamla félaga og nýja. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

Febrúar 2022

Gönguhópurinn

Myndir Pétur Bjarnason

Gönguhópur FKE mætir á mánudögum kl. 13:00, gengið er í um klukkutíma og síðan er spjallað saman yfir kaffibolla, þeir sem það vilja. Vegna sóttvarna hefur þó kaffinu stundum verið sleppt. Göngustaður er boðaður með netpósti og valin staðsetning eftir veðurhorfum og færð hverju sinni. Þá er yfirleitt einnig tilkynnt um kaffistaðinn. Þeir sem hafa áhuga á að vera á póstlistanum hafi samband með tölvupósti við göngustjórana Pétur (peturbjarna@internet.is) eða Valborgu (vallakop@ gmail.com).

Upplýsingar um FKE á Vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Guðmundur B. Kristmundsson.864 4702...........gudkrist@hi.is Kristín G. Ísfeld........................696 7570...........kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.....862 8005...........gudbjo@simnet.is Gunnlaugur Dan Ólafsson........841 8333 ..........gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir..........865 9713 ..........vallakop@gmail.com Skarphéðinn Guðmundsson......893 9014...........skarph@ismennt.is Ingibjörg Júlíusdóttir.................865 5506...........ingijul84@hotmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.