Fréttabréf FKE maí 2021

Page 1

Félag kennara á eftirlaunum

FKE-fréttir 1. tbl. 41. árg. - maí 2021

Öræfajökull, horft frá Skaftafelli

Athugaðu:

Mynd: Halldór Þórðarson

Efni: Sumarferðir o.fl.

• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak!

Frá stjórninni Heimsfaraldur hefur víða bitið og valdið miklum vanda. Vonandi hefur hann gengið fram hjá ykkur, félagar góðir. Stjórn FKE hefur komið reglulega saman, reynt að meta stöðuna, skipulagt ferðir og aðra viðburði, meðal annars fjölmennan fund stjórna norrænna félaga. Því miður hafði faraldurinn og afleiðingar hans alltaf betur og öllu var aflýst. Við erum samt ekki af baki dottin og horfum til betri tíma. – Við hvetjum ykkur öll, hvar svo sem þið eruð á landinu, að koma saman, fara í gönguferðir, helst vikulega, stofna lestrarhópa og spjalla um bókmenntir, syngja saman, spila, hittast og gleðjast. Það er mikilvægt fyrir heilsuna, gleðina og lífið. – Stjórnarmenn eru vongóðir og líta björtum augum til komandi mánaða. Ráðgert er að halda aðalfund, sem frestað var, í byrjun október. Síðsumars og í haust eru ráðgerðar ferðir, bæði innan lands og utan. – Við óskum ykkur gleði og góðrar heilsu. Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur Kristinsson


FKE-fréttir

Maí 2021

Ferðir Áætluð er þriggja nátta ferð til Austurlands 9. til 12. ágúst. Ferðaskrifstofan Tanni travel hefur skipulagt ferð sem heitir “Hálendi, hérað, firðir.” Flogið verður til Egilsstaða árla morguns þann 9. og ferðast um Austurland til 12. ágúst og þá flogið til Reykjavíkur um kvöldið. Smelltu hér til að fá nánari ferðalýsingu. • Ferðin kostar 149.300 kr. en FKE greiðir ferðina niður og kostar þá 130.000 kr. á mann í tveggja manna herbergi. Verð fyrir þá sem ekki geta nýtt sér flug til Egilsstaða, t.d. vegna búsetu, og fara þangað á eigin vegum er 118.800 kr. og verður 103.000 kr. niðurgreitt. • Aukagjald fyrir einbýli 16.100 kr. og verður 14.000 kr. niðurgreitt. • Af 10.000 kr staðfestingargjaldi sem greiðist við bókun, eru 5.000 kr. óendurkræfar v/flugs. • Ferð skal vera að fullu greidd 1. júlí 2021. Við pöntun ferðar greiðist staðfestingargjald inn á reikningsnúmer: 0166-26-1830, kennitala: 680593-2489. Einnig þarf að gefa upp nafn síma og kennitölu. Upplýsingar eru í síma 4761399, milli kl 10:00 og 12:00 eða á netfangi tannitravel@ tannitravel.is Innifalið í verði: • Flug, Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík. • 4 daga ferð með leiðsögn. • Gisting á Hótel Hallormsstað í þrjár nætur með morgunverði. • 3x 3ja rétta kvöldverðir (2x á Hallormsstað, 1x í Randulffssjóhúsi). • 4x hádegisverðir (þ.a. 1x hádegisnesti) • Aðgangseyrir í Óbyggðasetur, Skriðuklaustur, Steinasafn Petru og Franska safnið. Ekki innifalið í verði: • Aðgangseyrir í Vök-baths. Fullt verð er 5.500 en viðskiptavinir Tanna Travel fá 10% afslátt. Ath. Mikilvægt að bóka fyrirfram vegna sóttvarnarreglna. • Aðgangseyrir í SPA á Hótel Hallormsstað. • Drykkir og annað tilfallandi.

FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna.

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 2


FKE-fréttir

Maí 2021

Jólaferð til München FKE býður upp á jólaferð til München 8.-12. desember, 2021. Ferðin er á vegum Bændaferða og er fararstjóri hin vinsæla Hólmfríður Bjarnadóttir. Ferðir þessar hafa verið mjög vinsælar og þarf að skrá sig á skrifstofu Bændaferða fyrir 2. júní og taka fram að hinn skráði tilheyri hópi FKE. Verð ferðar er: kr.154.800 á mann í tveggja manna herbergi Kr. 39.900 er aukagjald fyrir einbýli Staðfestingargjald er kr.25.000 á mann og greiðist við bókun. Smelltu hér til að sjá nánari ferðalýsingu.

Dagsferðir innanlands Fyrirhugaðar eru styttri ferðir innanlands seinni part sumars. Dagsferð um Reykjanesskaga miðvikudaginn 28. júlí. Í ferðinni verða heimsóttir helstu staðir á hringferð um Reykjanesskagann, þar sem fléttað verður saman mannlífi, sögu, náttúru og ekki síst jarðfræði skagans. Ef áætlanir um ökufæran veg, standast, að góðum útsýnisstað að eldstöðvunum í Geldingadal munum við nýta okkur það og mun því ferðin taka nokkurt mið af því. Nánar um ferðina síðar, m.a. verð, fararstjórn og tilhögun ferðarinnar. Dagsferð um Borgarfjörð Haustferð um Borgarfjörð. Farið um Borgarfjörð og heimsóttir áhugaverðir staðir og virðum fyrir okkur umhverfi Borgarfjarðar í haustlitunum. Nánar um ferðina síðar, m.a. dagsetningu, verð, og fararstjórn.

Fundir bókmenntaklúbbsins Bókmenntaklúbburinn hefur legið alveg niðri síðan Covid byrjaði en verður vonandi virkur næsta ár. Fundir verða á fimmtudögum kl. 13:30 í húsi Kennarasambandsins, Borgartúni 30. Allir eru velkomnir í klúbbinn og þarf ekki að tilkynna þátttöku áður. Fólk kemur með þær bækur sem það hefur verið að lesa og kynnir þær fyrir þátttakendum. Rithöfundar koma í heimsókn og kynna nýjar bækur. Það er svo spjallað saman um hvernig þátttakendur vilja hafa klúbbinn, þannig að það er ekki niðurneglt hvernig hann starfar.

Tilkynning frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum Ekkó-kórinn mun hefja störf að nýju 14. september 2021 í húsi Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Æfingar verða áfram á þriðjudögum kl.16:30 -18:30 Nýir félagar eru velkomnir og er einfaldast að mæta bara á æfingu ef þú vilt slást í hópinn. Það er líka hægt að hafa samband við formann kórsins, Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, í síma 862-8005 eða einhvern kórfélaga. Hlökkum til að sjá bæði gamla félaga og nýja. Með óskum um gleðilegt og gott sumar. Guðrún Erla formaður og Bjartur Logi kórstjóri

Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 3


FKE-fréttir

Maí 2021

Gönguhópurinn

Myndir: Valborg Baldvinsdóttir

Ganga FKE sem stofnað var til fyrir þremur árum hefur notið vinsælda og nú er kominn fastur kjarni sem mætir galvaskur á mánudögum kl. 13:00, gengur í klukkutíma og svo leitum við uppi kaffistað og spjöllum saman yfir kaffibolla, þeir sem það vilja. Fjórða starfsárið er hafið og hefur þátttaka verið góð, 17-18 manns í hvert skipti. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband með tölvupósti við göngustjórana Pétur (peturbjarna@internet.is) eða Valborgu (vallakop@gmail.com), því mætingarstaður er boðaður með netpósti og valin staðsetning eftir veðurhorfum og færð hverju sinni. Veður er aldrei fyrirstaða en klæðnaður valinn í samræmi við aðstæður.

Upplýsingar um FKE á Vefnum

Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.

Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Guðmundur Kristmundsson.... 864 4702 ......................gudkrist@hi.is Kristín Ísfeld............................ 696 7570........ kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.... 862 8005................. gudbjo@simnet.is Gunnlaugur Dan Ólafsson....... 841 8333 ....... gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir......... 865 9713 ............vallakop@gmail.com Skarphéðinn Guðmundsson..... 893 9014................skarph@ismennt.is Ingibjörg Júlíusdóttir................ 865 5506........ ingijul84@hotmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS

bls. 4


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.