Félag kennara á eftirlaunum
FKE-fréttir 2. tbl. 41. árg. - september 2021
Snæfell Hæsta fjall Íslands utan jökla.
Dyrfjöll í fjarska, séð frá Laxárdal
Klifbrekkufossar í Mjóafirði
Athugaðu:
Myndir: Halldót Þórðarson Teknar í Austurlandsferð FKE
Efni: Vetrarstarfið o.fl.
• Allir eftirlaunakennarar og makar þeirra eiga rétt til aðildar að FKE og félagsgjald er ekkert!! • Vefur FKE er á fke.is - Þar er hægt að skrá sig í félagið. Slóðin er: https://fke.is/index.php/skraning-i-fke Skráð aðild viðheldur FKE-aðgangi að Orlofssjóðnum. • Einnig - eitt símtal nægir! Fjóla Ósk Gunnarsdóttir í Kennarahúsinu tekur við skráningum í síma 595-1111 og í netpósti á fjola@ki.is. • Geymdu þetta eintak! Kennarasamband Íslands, Borgartúni 30, 105 Rvík. Ábyrgðamaður: Guðmundur B. Kristmundsson
FKE-fréttir
September 2021
Fræðslu- og skemmtifundir verða á Grand Hóteli, Sigtúni 8 Reykjavík, þeir hefjast kl. 13:30 alla eftirfarandi laugardaga (Ath. fyrsti fundurinn verður 2. október, kl. 12:30, aðalfundur, sjá nánar hér að neðan) • 2. október, 6. nóvember, 4. desember, 8. janúar, 5. febrúar, 5. mars og 2. apríl. • Hátíðarfundur verður haldinn í mars. Nánar kynnt í janúarblaði FKE-frétta. • Spiluð verður félagsvist nema í október og mars en að henni lokinni er alltaf eitthvað til skemmtunar og fróðleiks. • Þau sem ekki spila eru auðvitað velkomin á fundina. Sum koma til að njóta veitinga, spjalla við kunningja eða fylgjast með myndasýningu sem er á hverjum fundi. • Dagskrá að lokinni félagsvist hefst um kl. 15:00 • Veitingar eru seldar af hlaðborði og kosta kr. 2000. • Félagið niðurgreiðir þetta gjald mjög verulega. • Við mætum upp úr kl. 13:00 svo að við getum byrjað að spila stundvíslega kl. 13:30
Hátíðar- og aðalfundur Laugardaginn 2. október kl. 12.30 verður efnt til hátiðarfundar á Grandhóteli. Samkoman hefst á góðum hádegisverði og í kjölfar hans mun Gissur Páll Gissurarson söngvari skemmta og síðan tekur Þórður Helgason háskólakennari og rithöfundur við og flytur sjálfvalið efni á þann hátt sem honum er einum lagið. Vegna veislufanga er nauðsynlegt að félagar skrái sig á þennan viðburð í síðasta lagi 24. september. Lágmarksfjöldi er 50. Sendið tölvupóst til Kristínar Ísfeld <kristinisfeld@internet.is eða Guðmundar B. Kristmundssonar gudmundur.b.kristmundsson@gmail.com. Þau munu staðfesta skráninguna. Aðgangseyrir er 2000 kr (matur innifalinn). Vinsamlega komið með 2000 kr í peningum þar sem félagið getur ekki tekið við kortum. Í lok fundar verður aðalfundur félagsins. Efni: Formaður flytur skýrslu um störf stjórnar og viðburði. Gjaldkeri gerir grein fyrir fjárhag. Ekki verður um að ræða breytingar á stjórn að þessu sinni og er það samkvæmt lögum félagsins. Önnur mál.
FKE-fréttir - þetta tölublað - verður borið heim til þeirra sem ekki hafa uppgefið netfang. Það flýtir dreifingu og minnkar kostnað félagsins ef allir sem hafa netfang - en fengu samt þetta eintak borið heim að dyrum láta vita af netfanginu sínu með því að senda póst á fke@fke.is. Allir sem eru á netpóstskrá félagsins fá blaðið sent í netpósti. Þannig sparast félaginu sendingarkostnaður um leið og það hraðar afhendingu blaðsins til þeirra félagsmanna. Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 2
FKE-fréttir
September 2021
Sumarferðirnar
Í ár stóð félagið fyrir 3 ferðum sem allar heppnuðust mjög vel og í sumar komust færri en vildu. Í júlí var farið um Reykjanesið með fararstjórn Hjálmars W. Árnasonar. Í byrjun ágúst var farin þriggja nátta ferð um Austurland flogið austur og heim aftur á 4. degi. Gist á Hallormsstað og ekið hvern dag vítt og breitt um firði og inn á öræfi. Leiðsögumaður var Björn Ármann Ólafsson skógarbóndi. 1. september var svo farin ferð um Borgarfjörð með leiðsögn Eiríks Jónssonar. Hér eru nokkrar myndir úr ferðunum en fleiri verða sýndar á Grandfundum í vetur.
Myndir: Halldót Þórðarson og Valborg Baldvinsdóttir
Fundir bókmenntaklúbbsins Bókaklúbburinn verður með fundi annan hvern fimmtudag kl 13:30 í húsi Kennarasambandsins í Borgartúni 30. Þátttakendur koma sjálfir með það sem þeir eru að lesa og kynna fyrir hinum. Stefnt er að því að fá rithöfunda í heimsókn. Fyrsti fundur er fimmtudaginn 23. sept. kl. 13:30 í húsi KÍ við Borgartún.
Tilkynning frá Ekkó – Kór kennara á eftirlaunum Ekkó-kórinn hóf störf að nýju 14. september 2021 í húsi Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Æfingar verða áfram á þriðjudögum kl.16:30 -18:30 Nýir félagar eru velkomnir og er einfaldast að mæta bara á æfingu ef þú vilt slást í hópinn. Það er líka hægt að hafa samband við formann kórsins, Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, í síma 862-8005 eða einhvern kórfélaga. Hlökkum til að sjá bæði gamla félaga og nýja. Guðrún Erla formaður og Bjartur Logi kórstjóri Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 3
FKE-fréttir
September 2021
Gönguhópurinn
Myndir: Valborg Baldvinsdóttir
Ganga FKE sem stofnað var til fyrir þremur árum hefur notið vinsælda og nú er kominn fastur kjarni sem mætir galvaskur á mánudögum kl. 13:00, gengur í klukkutíma og svo leitum við uppi kaffistað og spjöllum saman yfir kaffibolla, þeir sem það vilja. Fjórða starfsárið er hafið og starfið hefst mánudaginn 20. september og verður á hverjum mánudegi. Verður póstur sendur til þátttakenda um hvaðan við göngum í hvert sinn. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband með tölvupósti við göngustjórana Pétur (peturbjarna@internet.is) eða Valborgu (vallakop@gmail.com), því mætingarstaður er boðaður með netpósti og valin staðsetning eftir veðurhorfum og færð hverju sinni.
Upplýsingar um FKE á Vefnum Vefur félagsins er á slóðinni fke.is. Þar birtast tilkynningar og upplýsingar um viðburði sem félagið stendur fyrir. Einnig er þar að finna tengil á eldri vef félagsins, FKEfrettir.net þar sem lesa má sögu félagsins allt frá upphafi. Þar eru einnig myndir frá þeim viðburðum sem félagið hefur skipulagt og framkvæmt á liðnum árum.
Stjórn Félags kennara á eftirlaunum: Guðmundur B. Kristmundsson.864 4702...........gudkrist@hi.is Kristín Ísfeld.............................696 7570...........kristinisfeld@internet.is Guðrún Erla Björgvinsdóttir.....862 8005...........gudbjo@simnet.is Gunnlaugur Dan Ólafsson........841 8333 ..........gunnlaugurdan@fiskt.is Valborg E. Baldvinsdóttir..........865 9713 ..........vallakop@gmail.com Skarphéðinn Guðmundsson......893 9014...........skarph@ismennt.is Ingibjörg Júlíusdóttir.................865 5506...........ingijul84@hotmail.com Allar upplýsingar um FKE er að finna á FKE.IS
bls. 4