júlí 2023
Lýsing:
Ferðin er tveggja daga ferð um norðanverða Vestfirði, svæði frá Arnarfirði norður í Jökulfirði verður viðfangsefni ferðarinnar Ferðast verður með flugi, á sjó og með rútu. Heimsóttir verða áhugaverðir staðir m.t.t. náttúru, sögu og mannlífs. Fjöldi þátttakenda miðast við 25 manns. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 1. apríl á heimasíðu félagsins fke.is Verð í tveggja manna herbergi er 105.000. Fyrir eins manns herbergi kr. 110.000 Innifalið er: flug til og frá Ísafjirði, hótelgisting m.v. tvo í herbergi, þriggja rétta kvöldverður, tveir morgun- og hádegisverðir, kaffi, sigling í Jökulfirði, rúta og fararstjórn.
18. júlí 2023
Kl. 07:15. Mæting á Reykjavíkurflugvöll. Flug til Ísafjarðar er kl. 07:45. Áætlaður komutími til Ísafjarðar er kl. 08:25. Innifalið í fluginu er ein innrituð taska 23 kg. og ein taska í handfarangri allt að 6 kg.
Kl. 08:50. Hópurinn sóttur á Ísafjarðarflugvöll og haldið áleiðis að Dynjanda í Arnarfirði. Farið verður um Vestfjarðargöng undir Breiðadalsheiði, milli Skutulsfjarðar og Önundarfjarðar, sem eru lengstu jarðgöng á Íslandi, yfir Gemlufallsheiði í Dýrafjörð, þaðan í gegnum Dýrafjarðargöng yfir í Arnarfjörð (Borgarfjörð) fram hjá Mjólkárvirkjun og þaðan að Dynjanda í Dynjandisvogi Kl. 10:00 – 10:40. Dvalið við Dynjanda sem er mestur fossa á Vestfjörðum. Gerður góður stans við þann fallega foss sem ber líka nafnið Fjallfoss Kaffi og drykkir ásamt meðlæti sem við tökum með okkur frá Ísafirði snætt í aðstöðunni við fossinn. Göngum um svæðið og virðum fyrir okkur umhverfið, áður en lagt verður af stað að Hrafnseyri.
Kl.11:10 -11:50. Hrafnseyri við Arnarfjörð, jörð og kirkjustaður, fæðingarstaður Jóns Sigurðsonar. Þar er og safn safn sem við heimsækjum. Kl.12:30 – 13:30 Þingeyri – hádegisverður. Ekið yfir Hrafnseyrarheiðina til Þingeyrar, þar sem snæddur verður hádegisverður á Hótel Sandafelli Þingeyri er gamall verslunarstaður. Þar er að finna pakkhús sem er með eldri húsum á Íslandi..
Kl.13:30 – 15:00. Þingeyri, Haukadalur (Sögusvið í Gísla sögu Súrsonar), Grafreitur franskra sjómanna, Nansenhúsið, gallerí Koltra, Víkingaþorpið. Kl. 15:40 -16:10. Heimsókn til Flateyrar. Saga snjóflóða, gert stutt stopp við útsýnispallinn við snjóvarnargarðinn áður en haldið verður til Ísafjarðar Kl. 17:00 -19:30 Frjáls tími á Ísafirði Kl. 19:30. Þríréttaður kvöldverður á Hótel Ísafirði.
19. júlí 2023
Kl. 8:30 - 13:00. Ferð að Hesteyri, sem er yfirgefið þorp í friðlandi Hornstranda. Ferðin er klukkustundar sigling frá Ísafirði. Gengin verður hringur með leiðsögumanni sem fer yfir sögu staðarins. Súpa og kaffi/te í Gamla Læknisbústaðnum. Staðurinn er sögusvið í bók Yrsu Sigurðardóttur, ég man þig, og kvikmyndar með sama nafni Mikilvægt að klæða sig eftir veðri, hvað varðar fatnað og skó. Kl. 13:00 -13:40. Siglt frá Hesteyri til Ísafjarðar.
Kl. 13:40 – 15:20. Dvalið í umhverfi Bolungarvíkur. Farið upp á Bolafjall, þaðan er mjög víðsýnt. Ekið í Skálavík, sem er rétt vestan við Bolungarvík, þar var fjölmenn verstöð áður fyrr, drukkið kaffi í kaffihúsinu að Minnibakka í Skálavík og gengið eftir ströndinni áður en haldið verður til Ísafjarðar
Kl. 15:20 – 16:30. Haldið til Ísafjarðar með viðkomu í Sjóminjasafninu í Ósvör og heyrum fróðleik um þéttbýlið í Hnífsdal.
Kl. 16:30 - 17:45. Frjáls tími á Ísafirði
Kl. 17:45. Lagt af stað út á Ísafjarðarflugvöll. Kl. 18:40. Flogið til Reykjavíkur.
Kl. 19:20. Áætlaður lendingatími í Reykjavík