Nรกms- og kennsluรกรฆtlanir II
2010 - 2011
Efnisyfirlit 1. bekkur .......................................................................................................... 1 2. bekkur......................................................................................................... 13 3. bekkur......................................................................................................... 25 4. bekkur......................................................................................................... 36 5. bekkur......................................................................................................... 47 6. bekkur ........................................................................................................ 62 7. bekkur ........................................................................................................ 75 8. bekkur......................................................................................................... 88 9. bekkur....................................................................................................... 103 10. bekkur..................................................................................................... 120
1. bekkur Íslenska 8 kennslustundir á viku Markmið Að nemandi: • þjálfi undirstöðuatriði lestrar og skriftarnáms, svo sem heyrnar- og sjónskyn, gróf- og fínhreyfingar • þekki lestrar- og skriftarátt • brúi bilið milli talmáls og ritmáls • auki orðaforða sinn og efli málskilning • þjálfi talað mál og hlustun • efli lesskilning sinn • auki lestrarhraða sinn • nái góðri lestrarhæfni • fái tækifæri til að lesa bækur við hæfi bæði að eigin vali og sem kennari velur • taki lesskimunarpróf sem spá fyrir um hvort þeir geti átt í lestrarerfiðleikum og fái viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið • þjálfi talað mál og hlustun og sýni flytjendum texta tillitssemi • þjálfist í að tjá sig fyrir framan bekkinn • æfist í að halda rétt á skriffærum • þjálfi ritun málsins • örvi málnotkun • þjálfist í grunnatriðum stafsetningar s.s. stór, lítill stafur • læri að draga rétt til stafs og noti ítalska skrift með tengikrók • fái tækifæri til að semja sögur og ljóð og skrifi sjálfur eða með aðstoð • kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum og ævintýrum • átti sig á mun á sérhljóðum og samhljóðum • þekki hugtökin bókstafur, hljóð, orð og setning • kynnist hugtökunum samheiti, andheiti, sérnafn, samnafn
Námsþættir/Námsefni Málörvun Hlustunarleikir, rím, setningar og orð, samstöfur og hljóð.
Námsefni Markviss málörvun – hlustun, tal og tjáning.
Lestur Bókstafir og hljóð þeirra, hljóðgreining.
Hljóðlestraraðferð Stafainnlögn - tveir stafir/hljóð á viku. Þegar fjögur hljóð hafa verið kennd er lögð mikil áhersla á tengingu. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
1
L T G vinnuaðferð í lestri og fleiri aðferðir. • Atburðablöð. • Bókagerð. • Sameiginleg textagerð. • Vinna með texta t.d. ákv. stafi, orð, lengd orða, stóran og lítinn staf o.s.frv. • Sögubók. Hér er byrjað á sögugerð. Mynda-, reynslu- og atriðasögur. Börnin • skrifa sögurnar heima með aðstoð foreldra. Nemendur lesa sögurnar upphátt • fyrir bekkinn. • Sögur, kvæði, frásagnir, þulur, leikir, leikræn tjáning, brúðuleikir o.fl.
Námsefni Við lesum A Veiði- og tengiblöð ásamt blöðum sem æfa stafagerð. Listin að lesa og skrifa ásamt vinnubókum. Orðasafnið mitt Leikur að orðum 1. hefti. Það er leikur að læra 1 og 2 Léttlestrarbækur og vinnubækur eru eftir getu hvers og eins. Námið er einstaklingsmiðað svo hvert barn vinnur með sínum hraða.
Kennslutilhögun/ kennsluhættir Þulunám, endurtekningaræfingar, skriflegar æfingar, vinnubókakennsla, vinnublaðakennsla, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, yfirferð námsefnis, tvenndarvinna, hópavinna, námsleikir, námspil, upprifjanir, þemanám, söguaðferðin, sýnikennsla, skoðunarferðir, hlustunarefni, sagnalist, hugarflug með leiðsögn, leikræn tjáning, myndsköpun-myndræn tjáning, tónlist, söngur, hreyfing, skrifleg tjáning, ritun.
Skrift Ítölsk skrift.
Námsefni Forskriftarblöð tengd hverju hljóði fyrir sig.
Heimanám Lestur og markmiðsvinnubók Nemendur lesa daglega heima fyrir foreldra sína. Foreldrar kvitta fyrir hlustun á þar til gert eyðublað. Einnig vinna nemendur heima í “markmiðsvinnubókum”. Nemendur áætla sjálfir í samráði við foreldra sína hversu mikið/margar bls. þeir ætla að vinna yfir vikuna. Lámarksvinna er 1 bls. á viku. Skila á markmiðsbókum einu sinni í viku til kennara. Stílabók með forskrift kennara unnin heima og einnig samdar sögur stöku sinnum.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • •
að þjálfa ritun tölustafa. að þjálfa hugtakamyndun. að þjálfa meðferð talna.
2
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• •
að þjálfa hugarreikning. að þekkja sundur form og geta flokkað þau og ýmsa aðra hluti eftir lögun, lit og stærð.
Kennslutilhögun Lögð verður áhersla á að nota sem mest af reynslu og umhverfi nemendanna til að þjálfa hugtakanotkun og meðferð talna, t.d. með því að skoða og skrá upplýsingar úr nærumhverfi nemenda. Unnið verður með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Hlutbundin vinna verður notuð sem forvinna fyrir skrifleg verkefni. Kenndir verða grunnþættir sem teknir verða upp með ákveðnu millibili og þá jafnframt skilningurinn dýpkaður og nýjum atriðum bætt við. Kennari leggur inn ný viðfangsefni fyrir nemendur, t.d. með því að sýna verkefni á töflu, á hlutbundinn hátt. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota þau stærðfræðigögn sem koma geti að gagni, svo sem talnagrindur, kennslupeninga, kubba og fleiri hjálpargögn.
Kennsluaðferðir Sýnikennsla, Samræður, verklegar æfingar, vinnubókar og vinnublaðakennsla, töflukennsla, námspil, námsleikir, hópavinna, þrautavinna. Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum.
Námsþættir • • • • • • • • •
Ýmis hugtök tengd stærð og staðsetningu s.s. lítið, stórt, fyrir framan, fyrir aftan, undir, við hliðina á, ofan á, ofan í. Fullyrðingar: sannar og ósannar. Flatarformin: hringur, ferhyrningur og þríhyrningur og fl. Hugtök: mengi, hlutmengi, tómamengi, stak. Tákn: tölur, fjöldi, samlagning, frádráttur, jafnt og, minna en, stærra en. Klukkan: heil og hálf klukkustund. Hugarreikningur, ýmis konar dæmi úr daglega lífinu. Þrautalausnir. Vasareiknir kynntur.
Námsefni Sproti 2a , Valdar blaðsíður úr Einingu 1 og 2, Viltu reyna, Í undirdjúpunum, frádráttur og samlagning, Sigma-verkefni, þrautalausnir, ýmis aukaverkefni. Ýmis hjálpartæki t.d. talnagrindur, kubbar, smáhlutasafn, spil, teningar, kennslupeningar, málbönd, reglustikur, vasareiknar, myndvarpi, áhöld til að mæla rúmmál vökva og speglar.
Námsmat Símat sem byggist á vinnu í tímum, áfangaverkefnum og heimavinnu að viðbættum miðsvetrar og vorprófum.
Heimavinna Foreldrar setja vikuleg markmið þar sem þeir taka tillit til getu og þarfa barnsins. Ákveðnar vinnubækur eru unnar og markmiðin skráð í hefti sem fylgja með. Heimavinnu er skilað einu sinni í viku.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
3
Samfélagsfræði 2 kennslustundir á viku Almenn markmið Nemandi: • geri sér grein fyrir sérkennum íslensks samfélags, heimabyggðar sinnar jafnt sem þjóðfélagsins í heild • fjalli um samfélög manna í hnattrænu samhengi með tilliti til fjölmenningar og alþjóðavitundar • þekki einkenni íslenskrar menningar, breytingar sem orðið hafa á henni í • gegnum aldirnar og áhrif sem aukin fjölmenning hefur í samtímanum • átti sig á hvernig landið og náttúruauðlindir þess, til lands og sjávar, hafa • mótað samfélagið og menninguna; einnig hvernig samfélagið hefur haft • áhrif á landið og auðlindir þess • fái tilfinningu fyrir og skilning á framvindu tímans • kynnist möguleikum nútímaupplýsingatækni til öflunar og framsetningar • samfélagslegra, sögulegra og landfræðilegra gagna • geti beitt í samhengi þeirri grunnþekkingu sem hann hefur aflað sér og beitt gagnrýninni hugsun til að leita orsaka og greina afleiðingar; að skiptast á skoðunum og færa rök fyrir máli sínu • geti unnið sjálfstætt að verkefnum, bæði samkvæmt fyrirmælum og að eigin frumkvæði • verði fær um að koma þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum hætti, svo sem munnlega eða skriflega, á myndrænan hátt og • með leikrænni tjáningu, á tölvu og Neti, einn sér eða í samstarfi við aðra
Markmið: Sjá Aðalnámsskrá bls. 11 – 14 http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_samfelagsgreinar.pdf
Námsþættir Á yngsta stigi fléttast samfélagsfræðin oft saman við aðrar námsgreinar. Viðfangsefnin eru þá hinn nálægi heimur barnsins, barnið sjálft, fjölskyldan, skólinn og heimabyggðin. Einnig er litið til fjarlægari staða til að fá samanburð og viðmið og leggja þannig grunn að heimsmynd barnsins.
1. – 4. bekkur • • • • • • • •
Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi Skóli og heimabyggð Land og þjóð Umheimurinn og nánasta umhverfi Heimsbyggð Fornsaga Tími Rýni og tjáning
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á fjölbreytta vinnu og stuðlað að því að nemendur nálgist efnið á mismunandi hátt. Lesið, spurt og spjallað, skriflegar æfingar, vinnublöð, sýnikennsla, skoðunarferðir, umræðuhópar, spurnaraðferðir, myndbands-upptökur, þemanám, þjálfunarforrit, heimildakönnun, myndsköpun,
4
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
myndræn tjáning, tónlist, söngur, hreyfing, skrifleg tjáning, hermileikir, hlutverkaleikir.
Námsefni Fjölskyldan, heimilið og nánasta umhverfi. Söguaðferðin – verkefnið: Skólinn minn og Risaeðlur
Náttúrufræði Markmið úr eðlisvísindum Nemendur: • þekki og vinni með hugtökin hiti, kuldi og frost • fylgist með breytingum á eiginleikum vatns og velti fyrir sér orsökum, s.s. þegar pollar frjósa og snjór bráðnar • geri athuganir sem sýna rúmmál lofts • skoði steina og flokki þá eftir ólíkum eðliseiginleikum, s.s. stærð, lögun, þyngd og áferð
Markmið úr jarðvísindum Nemendur: • ræði um áhrif sólarljóssins á nánasta umhverfi, hitastig lofts og vatns, hitastig í skugga og í sólarljósi og á líkamann • skoði og fjalli um fjölbreytileika steinaríkisins • fjalli um og skoði árstíðaskipti
Markmið úr lífvísindum Nemendur: • kannist við eftirfarandi trjátegundir birki, ösp, reyni, hlyn, greni, furu og lerki • viti að plöntur búa til súrefni sem er dýrum lífsnauðsynlegt • geri sér grein fyrir að barn verður til vegna samruna efna frá báðum foreldrum • skoði útlitseinkenni og velti fyrir sér hvaða einkenni hafa erfst frá föður og hver frá móður • þjálfist í að beita heitum og hugtökum yfir sjáanlega líkamshluta • þekki helstu líffæri og starfsemi þeirra, s.s. hjarta, maga og lungu Markmiðin eru flest þrepamarkmið fyrsta bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999:27-30).
Námsþættir Hiti, kuldi, frost, eiginleikar vatns, rúmmál lofts, steinar, áhrif sólarljóss, árstíðir, helstu trjátegundir í nærumhverfinu, súrefnisframleiðsla plantna, getnaður, líkamshlutar, líffæri mannsins.
Námsefni Komdu og skoðaðu umhverfið, Komdu og skoðaðu líkamann, verkefnablöð og Ships-verkefni.
Námsmat Námsmatið á einkum við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Engin formleg einkunn er gefin í náttúrufræði í 1. bekk en kennarinn leiðbeinir og hvetur nemendur áfram í átt til framfara.
Kennsluaðferðir Í fyrsta bekk er lítið um flókið lesmál í þekkingarleit nemenda. Kennslan byggir því mikið á nánasta umhverfi barnsins, leik, upplifun, spurningum, umræðu, frásögnum, hlustun, myndrænni Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
5
tjáningu, ákveðnum vinnubrögðum (tilraunir), forvitni og leit. Í náttúrúfræðinni er lögð áhersla á að nemendur njóti náttúru og útivistar.
Heimanám Ekkert heimanám er að staðaldri í náttúrufræði í fyrsta bekk en einstaka samvinnuverkefni milli heimila og skóla eru send heim.
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku Markmið Nemendur: • kynnist kristinni sköpunartrú • kynnist frásögunum af fæðingu Jesú, læri einfalda jólasálma og kynnist íslenskum jólasiðum • kynnist afstöðu Jesú til barna, m.a. með frásögunni Jesús blessar börnin • fái tækifæri til leikrænnar tjáningar á atburðum úr biblíusögunum • þekki tilefni páskanna • geri sér ljóst hvað bæn er • heyri Faðir vor og kannist við kvöld- og morgunbænir og borðbænir • fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefning • geri sér ljóst að engir tveir eru eins, t.d. með frásögn af börnum með ólíkan bakgrunn (Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði 2007:12).
Námsþættir Sköpunartrú, jólaguðspjallið, einfaldir jólasálmar, jólasiðir, afstaða Jesú til barna, biblíusögur, píslarsagan, bænir, vinátta, rétt og rangt, mitt og þitt, fyrirgefning, ólíkur bakgrunnur barna.
Námsefni Regnboginn, Sögustund, Undrið og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Engin formleg einkunn er gefin í kristnum fræðum í fyrsta bekk en kennarinn leiðbeinir og hvetur nemendur áfram í átt til framfara.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður , verkefnavinna, hópavinna, föndurvinna, skoðun myndbanda og skyggnumynda, leikræn tjáning og söngur.
Upplýsingamennt, tölvur/bókasafn 2 kennslustundir á viku Til að takast á við síbreytilegan heim tækni, upplýsinga og samskipta, er í vaxandi mæli lögð áhersla á upplýsingalæsi. Það er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. Upplýsingalæsi er kjarni upplýsingamenntar. Lögð er rík áhersla á að hver nemandi verði fær um að afla upplýsinga á sjálfstæðan hátt.
Tölvur Markmið 6
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Tæknilæsi: • að nemendur temji sér ákveðnar reglur varðandi umgengni í tölvustofunni. • að nemendur geti náð í þau forrit sem verið er að vinna í. • geti beitt tölvumús við tölvuvinnslu. • að nemendur læri staðsetningu stafa og talna á lyklaborði samhliða færni í lestri og stærðfræði. • að nemendur geti notað teikniforrit • að nemendur læri að prenta út skjal Upplýsingalæsi: • að nemendur komi reglulega á safnið og viti hvar það er í skólanum. • að nemendur læri meðferð bóka og annarra gagna • fái lánuð gögn og kynnist útlánakerfi safnsins. Menningarlæsi: • að nemendur geti hlustað, einbeitt sér og rakið efni sögu í stórum dráttum
Námsþættir Nemendum kennt að nota og umgangast tölvuna með kennsluforritum og einföldum ritvinnsluog teikniforritum.
Námsefni Frá A-Ö, Glói geimvera, Bogi blýantur, Snót og Snáði auk ýmissa kennsluforrita og bókasafnsverkefna. Hvassaleitisskóli 1 6 Skólanámsskrá
Kennslutilhögun Ritvinnsluforritið Word og teikniforritið Paint. Ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda. Ritfinnur, verkefni fyrir þjálfun á lyklaborð tölvu.
Námsmat Vinnusemi í tímum
Tímamagn Bókasafn 1 kennslustund Tölvunotkun 1 kennslustund
Skólasafn Markmið að nemendur kynnist bókasafninu og starfsmönnum þess og viti hvar bækur við þeirra hæfi eru á safninu.
Inntak náms Nemendur fá kynningu á meðferð bóka. T.d. vera með hreinar hendur, nota bókamerki, fara ekki með bækurnar út nema í poka eða tösku, ekki skrifa í bækurnar.
Námsefni Ekkert formlegt námsefni
Reglur á bókasafni • •
ekki hafa hátt. að bækur eiga að vera á ákveðnum stöðum á safninu.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
7
• að taka tillit til annarra sem eru að vinna eða lesa á safninu. Nemendur fá sögustundir og verkefni við þeirra hæfi. Sögustundabækur búnar til. Bókamerkjagerð. Allir gera bókamerki.
Kennslutilhögun Nemendur koma einu sinni í viku á bókasafnið yfir veturinn. Allir geta haft eina bók í láni í einu.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið • • • •
að nemendur þjálfist í að tjá sig á myndrænan hátt. að nemendur fái að kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum. að nemendur fái að kynnast fjölbreyttu efni. að nemendur fái hvatningu við sjálfstæð vinnubrögð.
Námsþættir/námsefni • • • • •
Frjáls barnateiknun. Meðferð lita. Formfræði. Lestur mynda og tákna. Myndbönd, bækur og heimasíður listamanna
Lífsleikni 4 kennslustundir á viku Lífsleikni á að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans. Margir námsþættir fléttast þar saman, sem meðal annars eiga að auka sjálfsþekkingu nemandans, að þeir móti með sér ábyrgan lífsstíl og lífsgildi og fái þjálfun í samskiptum.
Markmið Nemandinn á að: • kunna skil á umferðarreglum og umferðarmerkjum vegfarenda • geta greint og lýst ýmsum tilfinningum t.d. hamingju, sorg, gleði, reiði. • hafa lært leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur m.a. í sér • færni til samvinnu • að sýna tillitssemi • að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum • að setja sig í spor annarra • að hlusta á aðra og sýna kurteisi • geta gert sér grein fyrir mismunandi fjölskyldugerðum og stöðu einstaklinga innan þeirra • vita hvað er átt við með markmiðum og hvernig fólk notar markmið til að ná því sem að er stefnt • geta bent á slysagildrur í umhverfinu, á heimilum og þekki varasöm efni sem þar kunna að vera geymd
Námsþættir 8
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Umferðarreglur, tilfinningar, markmiðssetning
samskipti,
mismunandi
fjölskyldugerðir,
slysagildrur,
Námsefni Spor 1, Gaman saman
Íþróttir 2 kennslustundir á viku og 18 kennslustunda námskeið í sundi Markmið • • • • • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. að nemendur taki þátt í skapandi hreyfingu og leikrænni tjáningu með eða án tónlistar að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á samspil skynfæra eins og jafnvægiskyn, sjónskyn, heyrnarskyn, snertiskyn, vöðva- og liðamótaskyn. að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á grófhreyfingar og fínhreyfingar. að nemendur taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf. að nemendur taki þátt í leikjum og leikrænum æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. að nemendur þjálfist í æfingum sem efla liðleika, líkamsreisn og líkamsstöðu. að nemendur skilji mikilvægi líkamsræktar. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd
Námsþættir/námsefni Nemendur: • læra að þekkja helstu líkamsheiti eins og höfuð, bolur, brjóst, bak, fótleggir og armar. • Læra merkingu orða í sambandi við helstu hreyfingar t.d beygja- rétta- snúa- teygjakreppa. • Læra helstu magn- og afstöðu- hugtök eins og fleiri- færri- lengri- styttri- hægri- vinstri undir-yfir. • Læra að tileinka sér skipulagsform eins og röð, lína, hringur og hópur. • Læra að taka við fyrirmælum varðandi hreyfingar og reyna að framkvæma þær. • Læra að tileinka sér helstu umgengisreglur í íþróttamannvirkjum eins og að ganga frá fötum og handklæði, þvo sér og þurrka sér. • Læra að tileinka sér samskiptafærni eins og að hlusta, tjá skoðun sína og bíða. Fá leikræn verkefni sem krefst samskipta, s.s. að taka tillit til annarra og vinna í fámennum hópum. • Smáleikir, fimleikar, frjálsar íþróttir, hreyfitjáning og heilsuvernd. • Læra grunnhreyfingar eins og að hlaupa, ganga, skríða, hoppa, stökkva, klifra, hanga, sveifla, kasta, grípa, rekja, rúlla, snerta og velta sér. • Læra að nota ýmis áhöld eins og gjarðir, sippubönd, bolta, bekki , baunapoka, prik, keilur, kassa og bönd.
Sundkennsla fer fram í sundlaug Breiðagerðisskóla á skólatíma Námsmat Gefið er í bókstöfum fyrir eftirfarandi þætti • Áhugi Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
9
• Virkni • Hegðun • Færni • Samvinna A þýðir ágætt B þýðir gott C þýðir sæmilegt D þýðir ábótavant
Heimilisfræði Kennslan er í námskeiðsformi Inntak náms Nemendur læra: • um bakteríur á höndum og mikilvægi handþvottar • almenna kurteisi og borðsiði. • að mæla í desilítrum og skeiðum • að þekkja algengustu eldhúsáhöld • að fara eftir uppskriftum í myndaformi
Námsefni Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar. Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Hönnun og smíði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið / námsþættir • Að þroska hug og hönd til að tjá eigin hugmyndir. • Að nemendur kynnist umhverfi og hugmyndafræði hönnunar og smíði. Lagður verður grunnur að því sem nemandinn lærir næstu ár. Þetta verður gert með því að kynna þeim efnisheiminn og hvernig hlutir verða til. Áhersla lögð á að kenna rétt vinnubrögð. Verkefni verði af einföldum toga sem henti getu og færni. Öryggi og varfærni við vinnu skoðuð og rædd.
Kennslutilhögun Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum og sýnd tilbúin sýnishorn. Sýnikennsla, kennari sýnir ákveðin vinnubrögð og aðferðir, sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Verkefni löguð að hæfni og getu hvers einstaklings.
Heimavinna Vinnan fer aðallega fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
10
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Textílmennt 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn. Markmið • • • •
að þroska og þjálfa hug og hendur nemanda, kenna þeim að vinna úr mismunandi efni og þjálfa tilfinningu þeirra fyrir því. efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemenda að nemendum sé gerð grein fyrir notagildi vefjarefna og viti hvað skilur þau frá öðrum efnum. að nemendur fái verkefni við hæfi, einföld og fljótleg svo þeir fái innsýn í hvernig textílverk verður til á einfaldan hátt.
Námsþættir Nemendur þjálfist í að klippa, teikna, mála, lita og líma í tengslum við textílverkefni, þræða grófa nál, búa til hnút á enda, sauma þræðispor í grófan jafa eða í annað efni, þjálfist í einföldum vefnaði, snúa snúrur, hekla með fingrunum og búa til dúsk.
Námsefni Unnið og útbúið af kennara.
Kennsluaðferðir Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum og sýnd tilbúin sýnishorn. Sýnikennsla, kennari sýnir ákveðin vinnubrögð og aðferðir, sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Verkefni löguð að hæfni og getu hvers einstaklings.
Heimavinna Vinnan fer aðallega fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Tónmennt 2 kennslustundir á viku Markmið Að nemendur: • þjálfist í að syngja í hóp, fjölbreytt sönglög og þulur • læri að umgangast skólahljóðfæri • þjálfi taktskyn með púls, einföldu hrynmynstri og áherslu gegnum • hreyfingu • kynnist algengum nótnagildum • vinni markvisst með tónlistarhugtök s.s. veikt og sterkt, háir tónar og • djúpir tónar, hratt og hægt, bjart og dimmt • upplifi hinar ýmsu hliðar tónlistar
Námsþættir •
Söngur og raddbeiting
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
11
• • • •
Hljóðfæranotkun Lestur og ritun Hreyfing Hlustun og sköpun
Námsefni Stuðst verður við fjölbreyttar bækur í kennslunni, t.d. – Það var lagið, Leikum og syngjum, Töfrakassinn og ýmsar söngbækur Leikir verða mikið notaðir til að þjálfa hlustun, hreyfingu og örva sköpun Vinnubækur frá kennara sem innihalda einföld lög og tónlistartákn Fjölbreytt úrval hljómdiska
Námsmat Símat á ástundun, þroska og framförum
12
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
2. bekkur Íslenska 8 kennslustundir á viku Kennslutilhögun Sýnikennsla, myndmiðlar, þulunám, skriflegar æfingar, vinnubókarkennsla, vinnublaðakennsla, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, tvenndarvinna, námsleikir, þjálfunarforrit, leikræn tjáning, framsagnaræfingar, skoðunarferðir, hópvinnubrögð.
Markmið Að nemandi: • auki orðaforða sinn og efli málskilning. • efli lesskilning sinn. • auki lestrarhraða sinn. • nái góðri lestrarhæfni. • fái tækifæri til að lesa bækur við hæfi bæði að eigin vali og sem kennari velur. • taki lesskimunarpróf sem spáir fyrir um hvort þeir geti átt í lestrarerfiðleikum og fái viðeigandi lestrar- og málþjálfun í kjölfarið. • þekki hugtökin bókstaf, hljóð, orð og setning. • þjálfi talað mál og hlustun og sýni flytjendum texta tillitssemi. • þjálfist í að tjá sig fyrir framan bekkinn. • æfist í að halda rétt á skriffærum. • þjálfi ritun málsins. • örvi málnotkun. • þjálfist í grunnatriðum stafsetningar s.s. stór, lítill stafur. • læri að draga rétt til stafs og noti ítalska skrift með tengikrók. • fái tækifæri til að semja sögur og ljóð og skrifi sjálfur eða með aðstoð. • kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. • átti sig á mun á sérhljóðum og samhljóðum. • kynnist hugtökunum samheiti, andheiti, sérnafn, samnafn. • læri vísur og ljóð utanbókar • fái tækifæri til að lesa sér til fróðleiks og skemmtunar. • kynnist hugtökum eins og persóna, söguhetja og rím.
Lestur og ritun Námsþættir Upplestur, hlustun, lesskilningur, orðaforði, vísur og þulur. Greinamerkin komma, punktur, spurningarmerki. Orða- og stafabil, hugtökin bókstafur, hljóð, orð, setning/málsgrein, persóna, söguhetja. Sérhljóðar, samhljóðar, andheiti, samheiti, sérnöfn, samnöfn, eintala, fleirtala, lítill og stór stafur, samsett orð og rím. Mánaðaheiti og vikudagarnir.
Námsefni Við lesum B, Bras og þras, Davíð og fiskarnir, Lesum og lærum, Hvíti kjóllinn. Ýmsar léttlestrarbækur við hæfi hvers og eins úr stofubókasafni og af skólabókasafni. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
13
Vinnubækur Stafróf dýranna, Við lesum B, Davíð og fiskarnir, Bras og þras á Bunulæk, Pínulitla Ritrún, Græni blýanturinn, Blái blýanturinn, Borgarmúsi og Sveitamúsi, Ásinn, Leikur að orðum, Orðaskyggnir, Sín ögnin af hverju, Sitt af hverju. Einnig ýmis önnur vinnuhefti. Sögur, frásagnir, gátur og brandarar rituð í sögubók.
Ljóð og framsögn Námsþættir Léttar vísur og þulur kenndar. Einföld ljóðagerð og rím. Nemendur æfðir í að tjá sig fyrir framan hóp.
Hugtökin Erindi, ljóðlína, fyrirsögn, ljóðaheiti, höfundur, viðlag og rím.
Námsefni Ljóðsprotar og valin ljóð úr öðrum bókum. Markviss málörvun og Að leika og látast.
Skrift Námsþættir Að draga rétt til stafs, vanda skrift og frágang. Skrifað er eftir forskrift og fínhreyfingar æfðar. Ítölsk stafagerð með tengikrók.
Námsefni Góður betri bestur 2A, Skrift 2, Stafróf dýranna.
Heimavinna í íslensku - Lestur og markmiðsvinnubók Nemendur lesa daglega heima fyrir foreldra sína í um 15 mínútur á dag. Foreldrar kvitta fyrir hlustun á þar til gert eyðublað. Einnig vinna nemendur heima í “markmiðsvinnubókum”. Nemendur áætla sjálfir í samráði við foreldra sína hversu mikið/margar bls. þeir ætla að vinna yfir vikuna. Lámarksvinna er 2 bls. á viku. Skila á markmiðsbókum einu sinni í viku til kennara. Einnig læra nemendur nokkur ljóð yfir veturinn og vinna í sögubók.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • • • •
að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. að námið veiti nemendum þekkingu til að mæta kröfum daglegs lífs. að undirbúa áframhaldandi nám. að nemendur nýti þekkingu sína og finni lausnir á stærðfræðiþrautum og rökstyðji þær. að nemendur temji sér að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði.
Kennslutilhögun Lögð verður áhersla á að nota sem mest af reynslu og umhverfi nemendanna til að þjálfa hugtakanotkun og meðferð talna, t.d. með því að skoða og skrá upplýsingar úr nærumhverfi nemenda. Unnið verður með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Hlutbundin vinna verður notuð sem forvinna fyrir skrifleg verkefni. Kenndir verða grunnþættir sem teknir verða upp með ákveðnu millibili og þá jafnframt skilningurinn dýpkaður
14
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
og nýjum atriðum bætt við. Kennari leggur inn ný viðfangsefni fyrir nemendur, t.d. með því að sýna verkefni á töflu, á hlutbundinn hátt. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota þau stærðfræðigögn sem komið geta að gagni, svo sem talnagrindur, kennslupeninga, kubba og fleiri hjálpargögn.
Kennsluaðferðir Sýnikennsla, samræður, verklegar æfingar, vinnubókar og vinnublaðakennsla, töflukennsla, námspil, námsleikir, hópavinna, þrautavinna. Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum.
Námsþættir Talnaskilningur, Tölustafir 0 - 100, samlagning, frádráttur, plúsheiti, margföldun, lausnamengi, rúmfræði, flatarmál, ummál, tölfræði (súlurit), klukkan, tími, mánuðir, vika, ár, brot (helmingur 1/2, 1/3, 1/4 ), sætisgildi, mælingar, þökun, speglun og uppsetning dæma.
Námsefni Eining 3 og 4. Ljósrituð æfingahefti, Viltu reyna? Í undirdjúpunum, frádráttur og samlagning, Tíu og tuttugu, Lína 3 og 4 Verkefni fyrir vasareikna 1 og 2, ýmis stærðfræðiforrit, aukaverkefni og spil tengd námsefninu.
Námsmat Símat sem byggist á vinnu í tímum, áfangaverkefnum og heimavinnu að viðbættum miðsvetrar og vorprófum.
Heimavinna í stærðfræði Foreldrar setja vikuleg markmið þar sem þeir taka tillit til getu og þarfa barnsins. Ákveðnar vinnubækur eru unnar og markmiðin skráð í hefti sem fylgja með. Heimavinnu er skilað einu sinni í viku.
Samfélagsfræði 2 kennslustundir á viku Almenn markmið Nemandi: • geri sér grein fyrir sérkennum íslensks samfélags, heimabyggðar sinnar jafnt sem þjóðfélagsins í heild • fjalli um samfélög manna í hnattrænu samhengi með tilliti til fjölmenningar og alþjóðavitundar • þekki einkenni íslenskrar menningar, breytingar sem orðið hafa á henni í gegnum aldirnar og áhrif sem aukin fjölmenning hefur í samtímanum • átti sig á hvernig landið og náttúruauðlindir þess, til lands og sjávar, hafa mótað samfélagið og menninguna; einnig hvernig samfélagið hefur haft áhrif á landið og auðlindir þess • fái tilfinningu fyrir og skilning á framvindu tímans • kynnist möguleikum nútímaupplýsingatækni til öflunar og framsetningar • samfélagslegra, sögulegra og landfræðilegra gagna • geti beitt í samhengi þeirri grunnþekkingu sem hann hefur aflað sér og beitt gagnrýninni hugsun til að leita orsaka og greina afleiðingar; að skiptast á skoðunum og færa rök fyrir máli sínu • geti unnið sjálfstætt að verkefnum, bæði samkvæmt fyrirmælum og að eigin frumkvæði • verði fær um að koma þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum hætti, svo Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
15
•
sem munnlega eða skriflega, á myndrænan hátt og með leikrænni tjáningu, á tölvu og Neti, einn sér eða í samstarfi við aðra
Markmið Sjá Aðalnámsskrá bls. 11 – 14 http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/adalnamskra_grsk_samfelagsgreinar.pdf
Námsþættir Á yngsta stigi fléttast samfélagsfræðin oft saman við aðrar námsgreinar. Viðfangsefnin eru þá hinn nálægi heimur barnsins, barnið sjálft, fjölskyldan, skólinn og heimabyggðin. Einnig er litið til fjarlægari staða til að fá samanburð og viðmið og leggja þannig grunn að heimsmynd barnsins.
1. – 4. bekkur • • • • • • • •
Sjálfsmynd og félagslegt umhverfi Skóli og heimabyggð Land og þjóð Umheimurinn og nánasta umhverfi Heimsbyggð Fornsaga Tími Rýni og tjáning
Námsefni • • • • • •
Komdu og skoðaðu hafið Fjölskyldan og bíllinn Blómin á þakinu Álfar og tröll Umferðarbókin Skyndihjálp
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á fjölbreytta vinnu og stuðlað að því að nemendur nálgist efnið á mismunandi hátt. Lesið, spurt og spjallað, skriflegar æfingar, vinnublöð, sýnikennsla, skoðunarferðir, umræðuhópar, spurnaraðferðir, myndbandsupptökur, þemanám, þjálfunarforrit, heimildakönnun, myndsköpun, myndræn tjáning, tónlist, söngur, hreyfing, skrifleg, tjáning, hermileikir, hlutverkaleikir.
Námsmat Námsmat á yngsta aldursstigi er símat þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda án þess að leggja fyrir hefðbundin skrifleg próf.
Náttúrufræði Markmið úr eðlisvísindum Nemendur: • geri athuganir með skugga, s.s. teikni útlínur af skugga • geri athuganir með skugga sem sýna að skuggar eru svæði sem ljós nær ekki til og lögun skugga breytist yfir daginn • athugi ýmis ólík fyrirbæri með tilliti til mismunandi lita, s.s. regnbogann, olíubrák, þrístrent gler
16
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • •
geri athuganir sem sýna áhrif veðurs og vinda á efni, t.d. að þvottur þornar fyrr og að pollar gufa upp þegar sólin skín eða vindur blæs geri tilraunir með hvað verður um efni sem leyst hafa verið upp í vatni, s.s. salt, sykur og kaffi geri tilraunir um áhrif mismunandi hitastigs á leysni, t.d. með því að setja sykur, salt eða tepoka í kalt vatn og heitt
Markmið úr jarðvísindum Nemendur: • skoði og ræði um afleiðingar árstíðabreytinga í íslenskri náttúru og nánasta umhverfi • geti tengt dægra- og árstíðaskipti við hreyfingu sólar og jarðar • skoði og fjalli um fjölbreytileika steinaríkisins • skoði og fjalli um strandlengju m.a. með tilliti til munar á flóði og fjöru og fjölbreytileika
Markmið úr lífvísindum Nemendur: • þjálfist í að flokka lífverur eftir ytri einkennum og skyldleika • þjálfist í að beita heitum og hugtökum yfir sjáanlega líkamshluta • geri athuganir þar sem fylgst er með einföldum lífsferlum, s.s. fræ verður planta og myndbreyting skordýra • geti flokkað dýr eftir því hvað þau éta, þ.e. hvort þau nærast á plöntum eða öðrum dýrum • þekki og geti nafngreint algeng smádýr í nánasta umhverfi • Markmiðin eru flest þrepamarkmið annars bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999:27-30).
Námsþættir Skuggi, sólargangur, ljós og litir (regnbogi, olíubrák, þrístrent gler), áhrif veðurs og vinda á efni, leysni efna, dægra- og árstíðaskipti, mismunandi strandlengjur, flóð og fjara, flokkun lífvera, líkamshlutar, lífsferill fræs, jurtaætur, kjötætur, smádýr í nánasta umhverfi, myndbreyting.
Námsefni Söguramminn Margt býr í moldinni, (Komdu og skoðaðu fjöllin), Komdu og skoðaðu hafið, Komdu og skoðaðu eldhúsið, verkefnablöð og Ships-verkefni.
Námsmat Námsmatið á einkum við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Engin formleg einkunn er gefin í náttúrufræði í 2. bekk en kennarinn leiðbeinir og hvetur nemendur áfram í átt til framfara.
Kennsluaðferðir Í öðrum bekk er lítið um flókið lesmál í þekkingarleit nemenda. Kennslan byggir því mikið á nánasta umhverfi barnsins, leik, upplifun, spurningum, umræðu, frásögnum, hlustun, myndrænni tjáningu, ákveðnum vinnubrögðum (tilraunir), forvitni og leit. Með aukinni lestrarfærni og ritun aukast námskröfurnar og lesmálið. Í náttúrufræðinni er lögð áhersla á að nemendur njóti náttúru og útivistar.
Heimanám Ekkert heimanám er að staðaldri í náttúrufræði í öðrum bekk en einstaka samvinnuverkefni milli heimila og skóla eru send heim.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
17
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku Markmið Nemendur: • kynnist frásögunum af ættfeðrunum Abraham, Ísak og Jakobi og frásögunni af Jósef • auki við þekkingu sína á atburðum tengdum jólum • kynnist kjörum landflótta barna • þekki valdar frásögur úr Nýja testamentinu • þekki atburði pálmasunnudags, skírdags, föstudagsins langa og páskadags • kynnist frásögum af atburðum sem áttu sér stað eftir upprisu Jesú, t.d. förinni til Emmaus og himnaför Jesú • viti hvað kristniboð er • skoði kirkju og heyri af því sem þar fer fram • fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast vináttu og merkingu orðanna rétt og rangt, mitt og þitt og fyrirgefning • fái þjálfun í að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum með því að fást við efni sem tengjast jafnrétti, jafngildi og kjarki til að fylgja sannfæringu sinni (Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði 2007:13).
Námsþættir Ættfeður gyðinga, frásagan af Jósef, jólaguðspjallið, frásögur úr Nýja testamentinu, píslarsagan, kirkja, safnaðarstarf, kristniboð, kjör landflótta barna, rétt og rangt, mitt og þitt, fyrirgefning, sjálfsvirðing, jafnrétti, jafngildi, kjarkur, sannfæring.
Námsefni Stjarnan og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Engin formleg einkunn er gefin í kristnum fræðum í öðrum bekk en kennarinn leiðbeinir og hvetur nemendur áfram í átt til framfara.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður , verkefnavinna, hópavinna, föndurvinna, skoðun myndbanda og skyggnumynda, leikræn tjáning, vettvangsferð í kirkju og söngur.
Upplýsingamennt: Tölvur/ Skólasafn 2 kennslustundir á viku Til að takast á við síbreytilega heim tækni, upplýsinga og samskipta, er í vaxandi mæli lögð áhersla á upplýsingalæsi. Það er sú þekking og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. Upplýsingalæsi er kjarni upplýsingamenntar. Lögð er rík áhersla á að hver nemandi verði fær um að afla upplýsinga á sjálfstæðan hátt.
Markmið • • •
18
að nemendur kynnist tölvunni, umgengni við hana og helstu ílags-og frálagstækjum að nemendur þjálfist í réttum vinnubrögðum og líkamsbeitingu við tölvu að nemendur vinni með kennsluforrit sem hæfa aldri og þroska Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • •
að nemendur vinni með kennsluforrit til nánari þjálfunar námsefnis að nemendur kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði s.s. eyða texta, leiðrétta texta og rita stóra stafi að nemendur átti sig á hvernig lyklaborð skiptist í hægri og vinstri hluta að nemendur geti notað tölvu til að skrifa og prenta út eigin texta
Námsþættir Nemendum kennt að nota og umgangast tölvuna með kennsluforritum og einföldum ritvinnslu og teikniforritum. Nemendur vinna með forrit/vefefni sem tengist námsefni bekkjarins s.s. hljóðgreiningu, lestri, lesskilningi, samlagningu, frádrætti. Einnig eru nemendur þjálfaðir í nokkrum grunnatriðum ritvinnslu s.s. leiðréttingu, að skrifa stóra stafi og því hvernig lyklaborðið skiptist í hægri og vinstri hluta
Kennslutilhögun Nemendur vinna einstaklingslega hver á sinni tölvu.
Námsefni Ritvinnsluforritið Word og teikniforritið Paint og síðari hluta vetrar Ritfinnur sem þjálfar fingrasetningu á lyklaborði. Nemendur vinna með ýmis kennsluforrit við hæfi t.d. Glói geimvera. Einnig vinna nemendur vefverkefni t.d. á www.nams.is
Námsmat Vinnusemi í tímum
Tímamagn Tölvukennsla 1 kennslustund - Skólasafn 1 kennslustund Skólasafn Markmið Kynnast bókasafninu betur. Tengja frjálsan lestur og lestrarkennslu. Nemendur byrja að vinna með orðabækur fyrir börn.
Inntak náms Upprifjun á umgengni á safninu og meðferð bóka. Verkefni úr Orðaskyggni og Barnaorðabókinni. Nemendur vinna í bókina Í skólasafninu I. Auðveld stafrófsverkefni. Sögustundir af og til. Nemendum kennt að finna bækur við sitt hæfi. Skólanámsskrá 2 7 Hvassaleitisskóli Kennt um muninn á skáldsögum og fræðibókum. Einnig kennd heiti á helstu hlutum bókar, t.d. kápa, kjölur, titilsíða.
Námsgögn Barnaorðabókin. 1988. Reykjavík, Iðunn. Helga Kristín Möller. 1994. Í skólasafninu I. Fræðsluskrifstofa Reykjanesumdæmis. Orðaskyggnir. 1989. Reykjavík, Bjallan.
Kennsluskipan Nemendur koma vikulega á bókasafnið allan veturinn. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
19
Nemendur geta fengið 3 bækur að láni í einu. Útlánstími er tvær vikur. Nemendur eru hvattir til að skila bókunum þegar þeir eru búnir að lesa.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku Markmið • • • •
að þroska og þjálfa hug og hendur nemenda. að vekja nemendur til vitundar um getu sína og hæfni sem verður þeim síðan eðlileg hvatning til frumkvæðis og sjálfstæðrar sköpunar í öllu námi. að nemendur fái að kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum. að nemendur fái að kynnast fjölbreyttu efni.
Námsþættir/námsefni • • • • • •
Frjáls barnateiknun. Meðferð lita. Formfræði. Lestur mynda og tákna. Klippimyndir Myndbönd, bækur og heimasíður listamanna
Námsmat Hvert myndverk/verkefni metið. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 1 kennslustund á viku Lífsleikni á að stuðla að því að byggja upp alhliða þroska nemandans. Margir námsþættir fléttast þar saman, sem meðal annars eiga að auka sjálfsþekkingu nemandans, að þeir móti með sér ábyrgan lífsstíl og lífsgildi og fái þjálfun í samskiptum.
Markmið Nemandinn á að: • kunna skil á umferðarreglum og umferðarmerkjum vegfarenda • geta greint og lýst ýmsum tilfinningum t.d. hamingju, sorg, gleði, reiði. • hafa lært leiðir til að efla samskiptafærni sína sem felur m.a. í sér færni til samvinnu • að sýna tillitssemi • að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum • að setja sig í spor annarra • að hlusta á aðra og sýna kurteisi
Námsþættir Umferðarreglur, tilfinningar, samskipti.
Námsefni Aðgát í umferðinni, Zippý, Spor 2.
Íþróttir 2 kennslustundir á viku og 18 kennslustunda námskeið í sundi 20
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Markmið • • • • • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. að nemendur taki þátt í skapandi hreyfingu og leikrænni tjáningu með eða án tónlistar að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á samspil skynfæra eins og jafnvægiskyn, sjónskyn, heyrnarskyn, snertiskyn, vöðva- og liðamótaskyn. að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á grófhreyfingar og fínhreyfingar. að nemendur taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf. að nemendur taki þátt í leikjum og leikrænum æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. að nemendur þjálfist í æfingum sem efla liðleika, líkamsreisn og líkamsstöðu. að nemendur skilji mikilvægi líkamsræktar. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd.
Námsþættir/námsefni Börnin læra að þekkja helstu líkamsheiti eins og höfuð, bolur, brjóst, bak, fótleggir og armar. Læra merkingu orða í sambandi við helstu hreyfingar t.d beygja- rétta- snúa- teygja-kreppa. Læra helstu magn- og afstöðu- hugtök eins og fleiri- færri- lengri- styttri- hægri- vinstri undiryfir. Læra að tileinka sér skipulagsform eins og röð, lína, hringur og hópur Læra að taka fram og ganga frá áhöldum á réttan og öruggan hátt. Læra að skilja hvað er rétt eða rangt í leikjum og fái að tjá skoðun sína. Læra að tileinka sér helstu umgengisreglur í íþróttamannvirkjum eins og að ganga frá fötum og handklæði, þvo sér og þurrka sér. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir og ratleikir. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk og klifur. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Grunnþjálfun: Alhliða líkamsbygging með áherslu á hreyfingar og þjálfun í hreyfifærni. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund o.fl. Heilsuvernd: Í kennslunni verður leitast við að fræða nemendur um hreinlæti, áhrif íþróttaiðkunar á líkamann og starfsemi hans.
Námsmat: Gefið er í bókstöfum fyrir eftirfarandi þætti • Áhugi • Virkni • Hegðun • Færni • Samvinna A þýðir ágætt B þýðir gott C þýðir sæmilegt D þýðir ábótavant Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
21
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • kynnist eldhúsinu, tækjum og áhöldum í því og þeim vinnureglum sem þar gilda • læri að hreinlæti er forsenda allrar matreiðslu • tileinki sér gildi hollra lífshátta • tileinki sér tillitssemi og kurteisi í allri samvinnu • læri að útbúa holla og einfalda rétti
Inntak náms Nemendur læra: • um bakteríur á höndum og mikilvægi handþvottar • um góðar og slæmar örverur • um fæðuhringinn og skólanestið • um vini og óvini tannanna • um umhverfi okkar (flokka rusl) • um hvaðan maturinn kemur • um störfin á heimilinu • að þvo upp eftir matinn og ganga frá • að nota einföld eldhúsáhöld • að mæla í desilítrum og skeiðum, þekki dl. mál, msk. og tsk. • að útbúa einfalda rétti sem þeir borða saman • að gera sér grein fyrir því að hnífar og önnur eggjárn geta verið hættuleg
Námsgögn Hollt og gott, kennslubók gefin út fyrir 2. bekk með uppskriftum og verkefnum. Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar . Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 2. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla.
Hönnun og smíði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið /námsþættir • •
• •
22
Að efla sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemandans. Að nemendur nái að mynda sér hugmyndir um hlut og geti fært hann yfir í efni frá einfaldri teikningu. Rætt verður um efnisheiminn og spáð í hvernig verkfæri hafi orðir til. Enn fremur að nemandi geti tjáð sig um útlit og umhverfi á einfaldan hátt út frá hlutum sem smíða skuli. Áhersla á rétt vinnubrögð og vinnustellingar. Öryggi og varfærni við vinnu skoðuð og rædd. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Kennslutilhögun Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum og sýnd tilbúin sýnishorn og skýringarmyndir. Sýnikennsla, kennari sýnir ákveðin vinnubrögð og aðferðir, sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Verkefni löguð að hæfni og getu hvers einstaklings.
Heimavinna Vinnan fer aðallega fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 kennslustundir á viku, hálfan veturinn Markmið • • •
að þroska huga og hönd nemandans til að tjá eigin hugmyndir, þekkingu og reynslu í margskonar efnivið með viðeigandi vinnubrögðum. að efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemandans. að rækta með nemandanum félagshyggju og samstarfsvilja.
Námsþættir Nemendur fá þjálfun í að sauma þræðispor og einföld útsaumsspor í jafa eða striga, þræða nál, binda hnút, byrja sjálf að sauma og ganga frá enda, vefa, flétta og hnýta snúrur og bönd, búa til dúsk, lita, mála, þrykkja og líma á vefjarefni, klippa út form og sauma saman efni í höndunum. Áhersla lögð á að vinna eftir eigin teikningum og hugmyndum. Íslenska ullin kynnt og unnið með þæfingu á ullarkembum eða ullarefni. Saumavélin kynnt og nemendur fá að sauma með aðstoð kennarans.
Námsefni Unnið og útbúið af kennara.
Kennsluaðferðir Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum og sýnd tilbúin sýnishorn og skýringarmyndir. Sýnikennsla, kennari sýnir ákveðin vinnubrögð og aðferðir, sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Verkefni löguð að hæfni og getu hvers einstaklings.
Heimavinna Vinnan fer aðallega fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
23
Tónmennt 2 kennslustundir á viku Markmið Að nemendur: • þjálfist áfram í að syngja í hóp, fjölbreytt sönglög og þulur • læri að umgangast skólahljóðfæri og geti greint á milli þeirra eftir heyrn, sjón og nafni • þjálfi taktskyn með púls, einföldu hrynmynstri og áherslu gegnum hreyfingu • kynnist grunnatriðum í skrift- og nótnalestri • vinni áfram með tónlistarhugtök s.s. veikt og sterkt, háir tónar og djúpir tónar, hratt og hægt, bjart og dimmt • geti hlustað á fjölbreytta tónlist með athygli, sýni viðbrögð við henni og • greini notkun efnisþátta, s.s. tónhæðar, tónlengdar, hryns og áherslu
Námsþættir Söngur og raddbeiting Hljóðfæranotkun Lestur og ritun Hreyfing Hlustun og sköpun
Námsefni Stuðst verður við fjölbreyttar bækur í kennslunni, t.d. – Það var lagið, Tónmennt 1, Töfrakassinn og ýmsar söngbækur. Leikir verða mikið notaðir til að þjálfa hlustun, hreyfingu og örva sköpun. Vinnubækur frá kennara sem innihalda einföld lög og tónlistartákn Fjölbreytt úrval hljómdiska
Námsmat Símat á ástundun (virkni), samvinnu, frumkvæði, hegðun og framförum
24
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
3. bekkur Íslenska 8 kennslustundir á viku Markmið Að nemandi: • auki orðaforða sinn og efli málskilning. • nái góðri lestrarhæfni. • auki lestrarhraða sinn og efli lesskilning • fái tækifæri til að lesa fyrirmæli og fara eftir þeim. • þjálfist í upplestri. • þjálfi talað mál og hlustun og að sýni flytjendum texta tillitssemi. • þjálfist í að tjá sig fyrir framan bekkjarfélaga. • þjálfist í að stafsetja rétt með margvíslegum verkefnum. • æfist í að semja sögur og ljóð • fái tækifæri til að lesa ýmsar tegundir texta við hæfi. • auki færni í læsilegri og áferðarfallegri skrift. • dragi rétt til stafs og noti ítalska skrift með tengikrók • þekki hugtökin bókstafur, orð, setning • þjálfist í að þekkja og greina samheiti, andheiti, sérnöfn og samnöfn. • geri sér nokkra grein fyrir orðflokkunum nafnorð, sagnorð og lýsingarorð. • átti sig á hvernig orð geta verið samsett úr tveimur eða fleiri orðum. • átti sig á að nafnorð fallbeygjast.
Lestur og ritun Námsþættir Upplestur, framsögn, lesskilningur, hugtakaskilningur, frásagnir frá eigin brjósti, hugtökin bókstafur, hljóð, orð, setning. Samheiti, andheiti, sérhljóðar, samhljóðar, samsett orð, nafnorð, sérnöfn , samnöfn, sagnorð, lýsingarorð, stór og lítill stafur, kyn orða, ng og nk reglan, n og nn í greini.
Námsefni Lestrarbækur: Lesum saman, Litla Ljót, Lesum meira saman, Sumardvöl í sveit, Við lesum C, Sögusteinn. Nemendur velja bækur til heimalestrar. Vinnubækur: Lesum saman, Litla Ljót, Lesum meira saman, Sumardvöl í sveit, Sumar í borg, Við lesum C, Tvistur, Litla Ritrún, Ritrún, Málið mitt, Orðaskyggnir, Orðaspil, Dagblaðabókin mín, Sögusteinn. Nemendur skrifa sögur, frásagnir og ljóð frá eigin brjósti og léttan texta eftir upplestri.
Ljóð og framsögn Námsþættir Léttar vísur og þulur, erindi, ljóðlína, ljóðaheiti, höfundur, viðlag, einföld ljóðagerð og rím. Nemendur velja sér ljóð og æfa framsögn fyrir framan hóp. Þeir skrifa upp ljóð í vinnubók og myndskreyta.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
25
Námsefni Ljóðsprotar, Vísnabókin, Litlu skólaljóðin.
Skrift Námsþættir Skrifað eftir forskrift. Ítölsk stafagerð með tengikrók. vandvirkni.
Dregið rétt til stafs, frágangur og
Námsefni Skrift 3. Góður betri bestur 3.
Helstu kennsluaðferðir Töflukennsla, sýnikennsla, skriflegar æfingar, verklegar æfingar, vinnubókarkennsla, þulunám, námsleikir, leikræn tjáning, framsagnaræfingar, lesið spurt og spjallað, tvenndarvinna, hópvinnubrögð, skoðunarferðir.
Námsmat Vinnusemi og virkni í tímum, vandvirkni við verkefni, hegðun og framför hvers nemanda er tekin til athugunar. Staða nemenda í íslensku er einnig athuguð reglulega yfir veturinn ýmist með hraðlestrarprófum, skriftarprófum og málfræði- og lesskilnings könnunum.
Heimavinna í íslensku Lestur og markmiðsvinnubók: Nemendur lesa daglega heima fyrir foreldra sína. Foreldrar kvitta fyrir hlustun á þar til gert eyðublað. Einnig vinna nemendur heima í “markmiðsvinnubókum”. Nemendur áætla sjálfir í samráði við foreldra sína hversu mikið/margar bls. þeir ætla að vinna yfir vikuna. Skila á markmiðsbókum einu sinni í viku til kennara.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • • • •
að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. að námið veiti nemendum þekkingu til að mæta kröfum daglegs lífs. að undirbúa áframhaldandi nám. að nemendur temji sér að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði. að nemendur nýti þekkingu sína og finni lausnir á stærðfræðiþrautum og rökstyðji þær.
Kennslutilhögun Lögð verður áhersla á að nota sem mest af reynslu og umhverfi nemendanna til að þjálfa hugtakanotkun og meðferð talna, t.d. með því að skoða og skrá upplýsingar úr nærumhverfi nemenda. Unnið verður með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Hlutbundin vinna verður notuð sem forvinna fyrir skrifleg verkefni. Kenndir verða grunnþættir sem teknir verða upp með ákveðnu millibili og þá jafnframt skilningurinn dýpkaður og nýjum atriðum bætt við. Kennari leggur inn ný viðfangsefni fyrir nemendur, t.d. með því að sýna verkefni á töflu, á hlutbundinn hátt. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota þau stærðfræðigögn sem koma geti að gagni, svo sem talnagrindur, kennslupeninga, kubba og fleiri hjálpargögn.
26
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Kennsluaðferðir Sýnikennsla, Samræður, verklegar æfingar, vinnubókar og vinnublaðakennsla, töflukennsla, námspil, námsleikir, hópavinna, þrautavinna. Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum.
Námsþættir Talnaskilningur, samlagning, plúsheiti, frádráttur, tugakerfi, margföldun, faldheiti, deiling, sætiskerfi, verðgildi, aflestur, súlurit, rúmfræði, mælingar, hnitakerfi, líkindi, flatamál, ummál, speglun, almenn brot, uppsetning dæma, vasareiknar, peningar.
Námsefni Eining 5 og 6, Stærðfræði 3A Helga Sig. Við stefnum á margföldun, Viltu reyna? Í undirdjúpunum, margföldun, Lína 3,4,5 og 6 Ýmis heimaverkefni. Verkefni fyrir vasareikni 3 og 4, Ýmis verkefni og spil.
Námsmat Símat sem byggist á vinnu í tímum, heimavinnu og áfangaverkefnum. Þar að auki eru miðsvetrarog vorprófum ásamt öðrum skriflegum prófum.
Heimavinna Foreldrar setja vikuleg markmið þar sem þeir taka tillit til getu og þarfa barnsins. Ákveðnar vinnubækur eru unnar og markmiðin skráð í hefti sem fylgja með. Heimavinnu er skilað einu sinni í viku.
Náttúrufræði Markmið úr eðlisvísindum Nemendur: • geri athuganir á því hvað gerist þegar ýmis efni eru leyst upp í vatni • geri athuganir á því hvað gerist þegar hlutir af mismunandi gerð og lögun eru settir í vatn • skoði rafmagnstæki sem t.d. gefa hljóð, hita eða ljós og ræði um hvaða tilgangi þau þjóna í lífi okkar • kanni orkuþörf ýmissa tækja
Úr jarðvísindum Nemendur: • skoði og fjalli um áhrif vatns á ýmis jarðefni, s.s. myndun polla og útlit fjallshlíða • ræði um ólík birtingarform vatnsins í náttúrunni, s.s. jökla, ár og læki, rigningu og snjókomu • skoði og fjalli um áhrif vinda á ýmis jarðefni, s.s. uppblástur og sandöldur • skoði og fjalli um áhrif mannsins á jarðefni, t.d. byggingar, vegavinnu og námugröft • beri saman landsvæði af mismunandi gerð og stærð með tilliti til jarðvegs, gróðurs og möguleika til ræktunar • skilji mikilvægi landgræðslu • þekki hvað er jarðhitasvæði • ræði um núverandi og mögulega nýtingu fallvatna • búi til eigin steingervinga, t.d. með því að móta í gifs
Úr lífvísindum Nemendur: Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
27
•
átti sig á hvað það er sem einkennir lifandi verur og greinir þær frá lífvana hlutum, s.s. hreyfing, næringarnám, vöxtur og æxlun • átti sig á að allar lífverur þurfa vatn, loft, fæðu og búsvæði til að lifa • þekki og geti nafngreint íslensk spendýr á landi • ræði um hvernig eiginleikar ákveðinna lífvera henta vel umhverfinu sem þær búa í • þekki hvernig dýr annast afkvæmi sín samanborið við manninn Markmiðin eru flest þrepamarkmið þriðja bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999:31-32).
Námsþættir Leysni efna í vatni, fljóta, sökkva, rafmagnstæki, orkuþörf, áhrif vatns á jarðefni, mismunandi form vatns, uppblástur, sandöldur, áhrif mannsins á jarðefni, mismunandi landsvæði, landgræðsla, jarðhitasvæði, nýting fallvatna, steingervingar, lifandi verur (hreyfing, næringarnám, vöxtur, æxlun), lífsnauðsynlegir þættir fyrir lífverur, íslensk spendýr, aðlögun dýra að búsvæði, umönnun afkvæma.
Námsefni Í sveitinni með Æsu og Gauta, Komdu og skoðaðu fjöllin, (Risaeðlur), Ships-verkefni og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið á einkum við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Engin formleg einkunn er gefin í náttúrufræði í þriðja bekk en kennarinn leiðbeinir og hvetur nemendur áfram í átt til framfara.
Kennsluaðferðir Í þriðja bekk vegur þáttur lesturs og ritunar meira í náttúrufræðináminu miðað við annan bekk. Kennslan byggir því minna á nánasta umhverfi barnsins en meira á bókum, spurningum, umræðu, frásögnum, hlustun og ákveðnum vinnubrögðum (tilraunir). Til að færa námsefnið nær börnunum er notast við myndbönd og netið. Einnig er myndrænni tjáningu, leik og upplifun, forvitni og leit fléttað inn í námið. Í náttúrufræðinni er lögð áhersla á að nemendur njóti náttúru og útivistar.
Heimanám Ekkert heimanám er að staðaldri í náttúrufræði í þriðja bekk en einstaka samvinnuverkefni milli heimila og skóla eru send heim.
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku Markmið Nemendur: • kynnist frásögunum af Móse, dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi og brottförinni þaðan og öðlist skilning á merkingu páskahátíðar Ísraelsþjóðarinnar • kannist við jólaguðspjall Lúkasar • kannist við táknræna merkingu og siði tengda aðventukransinum og jólatrénu • kynnist enn frekar frásögum úr Nýja testamentinu • auki þekkingu sína á dauða og upprisu Jesú • þekki frásöguna af atburðum hvítasunnudags og merkingu fyrir kristna kirkju • skoði kirkju og heyri af því sem þar fer fram
28
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
•
fræðist um nokkur trúarleg tákn og athafnir s.s. guðþjónustuna, skírn, fermingu, hjónavígslu og útför • fræðist um búddatrú, hindúatrú, islam og gyðingdóm. • þroski með sér tillitssemi og nærgætni í samskiptum við aðra • öðlist hæfni til að hrósa og uppörva aðra ( Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði 2007:14).
Námsþættir Frásögur af Móse, dvöl Ísraelsmanna í Egyptalandi og brottförin þaðan, páskahátíð gyðinga, jólaguðspjallið, merking og siðir tengdir aðventukransi og jólatré, frásögur Nýja testamentisins, píslarsagan, hvítasunnuhátíðin, kirkja, safnaðarstarf, trúarleg tákn og athafnir, búddatrú, hindúatrú, islam, gyðingdómur, tillitssemi og uppörvun í samskiptum.
Námsefni Birtan, Trúarbrögðin okkar og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Engin formleg einkunn er gefin í kristnum fræðum í þriðja bekk en kennarinn leiðbeinir og hvetur nemendur áfram í átt til framfara.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður , verkefnavinna, hópavinna, föndurvinna, skoðun myndbanda og skyggnumynda, leikræn tjáning, vettvangsferð í kirkju og söngur.
Upplýsingamennt: tölvur / skólasafn 2 kennslustundir á viku Tölvur Markmið Nemendur: • kynnist tölvunni, umgengni við hana og helstu ílags- og frálagstækjum • þjálfist í réttum vinnubrögðum og líkamsbeitingu við tölvu og kunni að nota ákveðna sérlykla á lyklaborði í stað músar • vinni með kennsluforrit sem hæfa aldri og þroska • kynnist uppbyggingu lyklaborðs og öðlist grunnfærni í fingrasetningu.
Námsþættir Nemendum kennt að nota og umgangast tölvuna með kennsluforritum og einföldum ritvinnsluog teikniforritum. Kynnt og æfð ný hugtök: Ritvinnsla, skrá, opna, vista, prenta og örvalyklar. Fingrasetning kennd með ritvinnsluforritinu Ritfinni.
Námsefni Word og Ritfinnur, auk ýmisa annars vefefnis.
Kennslutilhögun Word, Publisher,Power Point. Ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda. Ritfinnur, verkefni fyrir þjálfun á lyklaborð tölvu.
Námsmat Vinnusemi í tímum Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
29
Skólasafn Markmið Að tengja frjálsan lestur og lestrarkennslu. Nemendur kynnist uppröðunarreglum safnsins. Læri betur að nota orðabækur sér til gagns. Læri að fletta upp í fræðibókum fyrir börn.
Inntak náms Upprifjun um meðferð bóka og reglur á bókasafninu. Undirstöðuatriði í uppbyggingu safnkosts svo sem muninn á skáldsögum og fræðiritum. Nemendur vinna í bókina Í skólasafninu II. Erfiðari verkefni úr Orðaskyggni og Barnaorðabók. Stafrófsæfingar t.d. kennt að raða eftir öðrum staf þegar orð byrja á sama staf.
Námsefni Í skólasafninu 2, auk ýmiskonar fjölritaðs efnis frá bókaverði.
Kennsluskipan Nemendur koma vikulega á bókasafnið allan veturinn. Nemendur fá fyrirlestra og vinna í verkefnabækur. Nemendur geta fengið 3 bækur lánaðar heim.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku Markmið • • • •
Að þroska og þjálfa hug og hendur nemenda. Að vekja nemendur til vitundar um getu sína og hæfni sem verður þeim síðan eðlileg hvatning til frumkvæðis og sjálfstæðrar sköpunar í öllu námi. Að nemendur fái að kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum. Að nemendur fái að kynnast fjölbreyttu efni.
Námsþættir/námsefni • • • • • •
Frjáls barnateiknun. Meðferð lita. Formfræði. Lestur mynda og tákna. Klippimyndir Myndbönd, bækur og heimasíður listamanna
Námsmat Hvert myndverk/verkefni metið. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 3 kennslustundir á viku Markmið Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll. Að nemandi:
30
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • • • • • • •
sé fær um að túlka mismunandi tilfinningar. öðlist góða sjálfsmynd geti bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan hans. virði leikreglur í hópleikjum. sé fær um að setja sér markmið að eigin frumkvæði. geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim. eflist í samskiptahæfni. sýni frumkvæði og sköpun í vinnubrögðum. þekki líkamlegar þarfir sínar svo sem næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti.
Samfélagið, umhverfið, náttúra og menning Að nemandi: • kunni umferðarreglur fyrir gangandi, hjólandi og skautandi vegfarendur. • læri að lesa leiðbeiningar og skilaboð af skiltum. • þekki helstu umferðarmerki. • læri að forðast hættur á heimili, við skóla og í nánasta umhverfi. • læri gildi þess að ganga vel um náttúruna.
Námsþættir Tilfinningar, samskipti, vinátta, hjálpsemi, slysagildrur og umferðarreglur.
Námsefni Góða ferð, Spor 3 og Gaman saman.
Íþróttir 2 stundir á viku og 18 kennslustunda námskeið í sundi Markmið • • • • • • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. að nemendur taki þátt í skapandi hreyfingu og leikrænni tjáningu með eða án tónlistar að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á samspil skynfæra eins og jafnvægiskyn, sjónskyn, heyrnarskyn, snertiskyn, vöðva- og liðamótaskyn. að nemendur taki þátt í æfingum og leikjum sem reyna á grófhreyfingar og fínhreyfingar. að nemendur taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf. að nemendur taki þátt í leikjum og leikrænum æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. að nemendur þjálfist í æfingum sem efla liðleika, líkamsreisn og líkamsstöðu. að nemendur skilji mikilvægi líkamsræktar. að nemendur öðlist meiri félagsþroska. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd.
Námsþættir/námsefni • •
Læra að taka fram og ganga frá áhöldum á réttan og öruggan hátt. Læra að skilja hvað er rétt eða rangt í leikjum og fái að tjá skoðun sína.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
31
• • • •
• • • • •
Læra að taka sigri og ósigri Læra markvissa öndun við slökun. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reipitog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, Tarsanleikur, brennó, kíló og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Stöðvaþjálfun og Hringþjálfun. Grunnþjálfun: Alhliða líkamsbygging með áherslu á hreyfingar og þjálfun í hreyfifærni. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund o.fl. Heilsuvernd: Í kennslunni verður leitast við að fræða nemendur um hreinlæti, áhrif íþróttaiðkunar á líkamann og starfsemi hans.
Námsmat Gefið er í bókstöfum fyrir eftirfarandi þætti • Áhugi • Virkni • Hegðun • Færni • Samvinna A þýðir ágætt B þýðir gott C þýðir sæmilegt D þýðir ábótavant
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • þekki algeng eldhúsáhöld og viti til hvers þau eru notuð • læri um mikilvægi hreinlætis við matreiðslustörf (hendur, matvæli, áhöld, borðklútar) • tileinki sér tillitssemi og kurteisi í allri samvinnu • geti mælt í heilum og hálfum dl og geti notað allar mæliskeiðarnar • geti farið eftir einföldum uppskriftum og fyrirmælum • læri að elda og baka holla og einfalda rétti
Inntak náms Nemendur læra: • um hollan og óhollan morgunverð og hvað skólanestið kostar • um góðar matarvenjur og reglulegar máltíðir • um geymslu matvæla • um örverur og matarsýkingar • um mjólkurvörur, næringarefnin í mjólkinni, lesið á umbúðir
32
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• •
um matargerð fyrri tíma að útbúa einfalda rétti sem þeir borða saman
Námsgögn Hollt og gott, kennslubók gefin út fyrir 3. bekk með uppskriftum og verkefnum. Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar. Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 3. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla.
Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun
Hönnun/ smíðar 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið / námsþættir Að efla hugmyndaflug og sjálfstæði nemenda. Einnig að efla samstarf þeirra á milli. Nemendur geri sér grein fyrir verðmæti hluta og hvað eiginleikar hvers hlutar eru mikilvægir gagnvært notagildi og endingu. Rætt verður um endurvinnanlega þætti í umhverfi þeirra og verkefni jafnvel unnin eftir því. Hlutir að heiman jafnvel fengnir sem oftast er hent og gerðir úr þeim einfaldir hlutir. Frekari vangavelta um verkfæri og efni frá fyrri árum studd með umræðum og skoðun flóknari verkfæra. Öryggi og varfærni við vinnu skoðuð og rædd.
Kennsluaðferðir Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum og sýnd tilbúin sýnishorn og skýringarmyndir. Sýnikennsla, kennari sýnir ákveðin vinnubrögð og aðferðir, sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Verkefni löguð að hæfni og getu hvers einstaklings.
Heimavinna Vinnan fer aðallega fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn. Markmið Að nemendur geti nýtt sér nokkrar vinnuaðferðir greinarinnar í einföldum útfærslum, s.s. vefnað, saum, þrykk og tóvinnu, kunni að nota áhöld og efni sem tengjast textílmennt. Koma til móts við mismunandi áhugamál og hugarheim nemandans, til að stuðla að vinnugleði og frumkvæði.
Námsþættir Sauma krosssaum í jafa, læra að byrja og að ganga frá enda. Farið yfir helstu hluta saumavélar, Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
33
sauma einfaldar línur í saumavél, sauma saman efni í saumavél. Klippa út efni eftir sniði, sauma saman í höndunum. Kynning á íslensku ullinni, þæfa kembur, búa til myndir eða bolta. Sýna myndbandið: Íslenska ullin.
Námsefni Bókin: hannyrðir í 3. – 6. bekk. Myndbandið: Íslenska ullin.
Kennsluaðferðir Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt fyrir nemendum og sýnd tilbúin sýnishorn og skýringarmyndir. Sýnikennsla, kennari sýnir ákveðin vinnubrögð og aðferðir, sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Verkefni löguð að hæfni og getu hvers einstaklings.
Heimavinna Vinnan fer aðallega fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Tónmennt 2 kennslustundir á viku Markmið Að nemendur: • þjálfist áfram í að syngja í hóp, fjölbreytt sönglög og þulur • þjálfist í söng einfaldra keðjusöngslaga sem gera vaxandi kröfur til tækni og túlkunar • læri að umgangast skólahljóðfæri og öðlist leikni í meðferð þeirra • þjálfi taktskyn með púls, einföldu hrynmynstri og áherslu gegnum hreyfingu • þjálfist í nótnalestri, hryn- og formgreiningu • vinni áfram með helstu hugtök tónlistarinnar • geti hlustað á fjölbreytta tónlist með athygli, sýni viðbrögð við henni og greini notkun efnisþátta, s.s. tónhæðar, tónlengdar, hryns og áherslu • spinni og semji einfalt tónverk sem sýnir greinilegt form og vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistarinnar • geti greint á milli algengustu hljóðfærategunda, s.s. blásturs- og strengjahljóðfæra, eftir heyrn og sjón og þekki sum þeirra með nafni
Námsþættir Söngur og raddbeiting Hljóðfæranotkun Lestur og ritun Hreyfing Hlustun og sköpun Aðaláhersla er lögð á að börnin læri að njóta tónlistar með því að syngja, hlusta, hreyfa sig eftir
34
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
tónlist og kynnast hljóðfærum í sjón og reynd. Einnig verður unnið að skriflegum verkefnum í vinnubók
Námsefni Tónmennt 2, kennslubók Tónmennt 2 – vinnubók Það var lagið, Töfrakassinn og ýmsar söngbækur Það er gaman að hlusta á hermitónlist – kennslubók og hlustunarefni Fjölbreytt úrval hljómdiska
Námsmat Símat á ástundun (virkni), samvinnu og frumkvæði, ásamt skriflegum verkefnum.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
35
4. bekkur Íslenska 8 kennslustundir á viku Markmið • • • • • • • • • • • •
að efla málskilning. að þjálfa talað mál og hlustun. að auðga orðaforða. að efla lesskilning. að þjálfa skýran og áheyrilegan lestur. að auka áhuga á lestri bóka. að nemendur læri og lesi ljóð. að nemendur þjálfist í að skrifa frumsaminn texta. að æfa nemendur í tengiskrift. að nemendur temji sér snyrtilega uppsetningu texta. að kynna fyrir nemendum grundvallaratriði í málfræði. að nemendur tileinki sér einfaldar stafsetningarreglur.
Lestur, 4 kennslustundir á viku Námsþættir Lestrarhraði, lesskilningur og framsögn.
Námsefni Kóngar í ríki sínu, Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra, Kóngar í ríki sínu og krumminn á skjánum og vinnubækur. Litlu landnemarnir og verkefnablöð. Sögusteinn, Óskasteinn. Lesum meira saman:lesbók og vinnuhefti. Frjálsar lesbækur.
Ljóð: 1 kennslustund á viku: Námsþættir Erindi, ljóðlína, rím, höfundur, stuðlar og höfuðstafir. Nemendur lesa ljóð, syngja þau, skrifa þau upp og myndskreyta í vinnubók. Mörg ljóðanna eru einnig lærð utanbókar. Nemendur eru hvattir til að semja ljóð.
Námsefni Ljóðsprotar og valin ljóð úr öðrum bókum. (Vísnabókinni,Vísur, kvæðabrot og þulur. Litlu skólaljóðin. Skólaljóð.
Stafsetning og ritun: 2 kennslustundir á viku Námsþættir Nemendur eru þjálfaðir í sögugerð með tilliti til upphafs, meginmáls og endis. Einfaldar stafsetningarreglur kenndar t.d. stór og lítill stafur, ng og nk reglur, n eða nn í greininum og y regla kynnt. Undirstöðuatriði málfræði kennd t.d. röðun í stafrófsröð, sérhljóðar og samhljóðar, fallbeyging, et. og ft., sérnöfn og samnöfn, samheiti, andheiti, nútíð og þátíð og helstu orðflokkar.
Námsefni Skinna I. Þristur. Orðaskyggnir. Mál og iðja. Iðunn og eplin. Ormurinn í Lagarfljóti. Verkefnahefti.
36
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Skrift, 1 kennslustund á viku Námsþættir Stafagerð, tengiskrift, frágangur og uppsetning texta.
Námsefni Góður, betri, bestur 4a, Skrift 4 og æfingablöð (renningar).
Námsmat Vinnusemi og virkni í tímum, vandvirkni við verkefni, hegðun og framför hvers nemanda er tekin til athugunar. Staða nemenda í íslensku er einnig athuguð reglulega yfir veturinn ýmist með hraðlestrarprófum, stafsetningarprófum, skriftarprófum og málfræði- og lesskilnings könnunum.
Heimavinna - Lestur og markmiðsvinnubók Nemendur lesa daglega heima fyrir foreldra sína. Foreldrar kvitta fyrir hlustun á þar til gert eyðublað. Einnig vinna nemendur heima í “markmiðsvinnubókum”. Nemendur áætla sjálfir í samráði við foreldra sína hversu mikið/margar bls. þeir ætla að vinna yfir vikuna. Skila á markmiðsbókum einu sinni í viku til kennara.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • • • •
að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. að nemendur geri sér grein fyrir að stærðfræðin er tæki til notkunar í daglegu lífi. að nemendur byggi ofan á áður lærða efnisþætti og tileinki sér námsþætti vetrarins með reglubundinni þjálfun. að nemendur temji sér að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði. að nemendur nýti þekkingu sína og finni lausnir á stærðfræðiþrautum og rökstyðji þær.
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum, setja sér markmið og meta eigin framvindu og árangur. Unnið er með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Lögð er áhersla á skilning á stærðfræðinni og að nemendur séu vakandi fyrir því að þroska þann skilning. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota sérhver stærðfræðigögn sem koma geti að gagni, svo sem vasareikni, brotaspjöld og kennslupeninga. Nánari upplýsingar má finna í Kennsluáætlun sem nemendum hefur verði fengin.
Námsþættir Náttúrulegar tölur: stærð, röðun, sætisgildi, talnalína, hundrað, þúsund, námundun, samlagning, frádráttur, margföldun, deiling, sléttar tölur, oddatölur. Algebra. Tölfræði: töflur, súlurit, líkindareikningur. Mælingar: lengdarmælingar, þyngdarmælingar. Hnitakerfi. Almenn brot. Rúmfræði: form, flatarmál, speglun, horn, hyrningar. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
37
Hugtök: summa, mismunur, plúsheiti, mínusheiti, faldheiti, deiliheiti.
Námsefni Eining 7 og 8, Verkefni fyrir vasareikni 4 og 5, Við stefnum á deilingu, Merkúríus, Venus, Lína 6, 7 og 8.
Námsmat Símat sem byggt er á vinnu í tímum, heimavinnu og áfangaverkefnum að viðbættum miðsvetrar og vorprófum. Á vorprófi er prófað úr öllum námsþáttum vetrarins.
Heimavinna Nemendur setja vikuleg markmið. Ákveðnar verkefnabækur eru unnar og markmiðin skráð á spjald sem fylgir með. Heimavinnu er skilað einu sinni í viku á ákveðnum degi.
Samfélagsfræði 2 kennslustundir á viku Markmið • • •
• • • • • • • • •
að nemendur skilji að sérhver maður er einstakur en jafnframt hluti af heild s.s. fjölskyldu, skólasamfélagi, bæjarfélagi og þjóðfélagi að nemendur geri sér grein fyrir að ekki eru allir eins og tileinki sér virðingu fyrir sérstöðu annarra að nemendur átti sig á tilgangi leikreglna í mannlegum samskiptum og tileinki sér þær að nemendur geri sér grein fyrir að í umhverfinu eru margvísleg áreiti, jákvæð og neikvæð, sem geta haft áhrif á líf þeirra að nemendur þekki þarfir líkamans fyrir næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti og leitist við að koma til móts við þær að nemendur þjálfist í að flytja mál sitt í heyranda hljóði, rökræða niðurstöður og taka gagnrýni að þjálfa nemendur í að vinna með hnattlíkön og kort að nemendur geti borið saman ólík menningarsvæði í heiminum, t.d. í heitu og köldu loftslagi að nemendur þekki íslenskar þjóðsögur og lesi úr þeim fróðleik um þjóðtrú og þjóðhætti fyrr á öldum að nemendur þekki nokkrar valdar persónur og atburði í íslendingasögum að nemendur öðlist skilning á því hvað hafið og lega landsins hefur haft að segja um lífsafkomu þjóðarinnar fyrr og nú að nemendur kanni og útskýri af hverju er þéttbýlt á sumum stöðum en ekki öðrum að nemendur kannist við helstu jarðhræringar sem verða á Íslandi s.s. eldgos og jarðskjálfta.
Námsþættir Kortalestur, landafræði, íslenskir þjóðhættir, ólík menningarsvæði.
Námsefni Ísland landið okkar, Kostuleg kort og gröf, landakort. Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti Komdu og skoðaðu sögu mannkyns
38
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á fjölbreytta vinnu og stuðlað að því að nemendur nálgist efnið á mismunandi hátt. Lesið, spurt og spjallað, skriflegar æfingar, vinnublöð, sýnikennsla, skoðunarferðir, umræðuhópar, spurnaraðferðir, myndbands-upptökur, þemanám, þjálfunarforrit, heimildakönnun, myndsköpun, myndræn tjáning, tónlist, söngur, hreyfing, skrifleg tjáning, hermileikir, hlutverkaleikir.
Heimanám Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Heimavinna aðallega fyrir próf.
Námsmat Námsmat á yngsta aldursstigi er símat þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda án þess að leggja fyrir hefðbundin skrifleg próf.
Náttúrufræði Úr eðlisvísindum Nemendur: • fjalli um hvers vegna það er mikilvægt að spara orku og endurvinna hluti • geri sér grein fyrir hvernig við spörum orku með einangrun, s.s. lofti, sæng, úlpu, steinull, frauðplasti
Úr jarðvísindum Nemendur: • þekki muninn á sól og reikistjörnum • geri athuganir á útliti tunglsins í einn tunglmánuð • ræði um lífsskilyrði á öðrum reikistjörnum og tunglinu • ræði um geimferðir • athugi efni sem ekki sundrast í náttúrunni og fjalli um afleiðingar þess og gildi endurvinnslu og endurnýtingar • þekki tilvist og tilgang veðurtungla á sporbaug um jörðu
Úr lífvísindum Nemendur: • ræði hvað verður um laufblöð og dauðar lífverur í náttúrunni • þekki hvaða eiginleikar auka lífslíkur lífveru og hverjir ekki með tilliti til mismunandi eiginleika í sama umhverfi, t.d. hvít/dröfnótt rjúpa • skoði hvernig mismunandi einkenni lífvera henta því umhverfi sem þær búa í, t.d. fætur og goggar fugla • þekki og geti nafngreint helstu fugla í heimabyggð • geri sér grein fyrir að ýmis utanaðkomandi efni eru skaðleg líkamanum og geta borist á ólíka vegu gegnum húð, með innöndun og með fæðu • ræði um ýmiss konar sjúkdóma og mögulegar smitleiðir, varnir og lækningar
Úr umhverfismennt Nemendur: • kannist við efni sem eru skaðleg náttúrunni og nauðsyn þess að gera þau óvirk • skilji tilgang endurvinnslu og hugtaksins sjálfbær þróun • þroski með sér lífssýn sem byggist á skilningi á heilbrigði eigin líkama og ábyrgð innan samfélagsins Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
39
Markmiðin eru flest þrepamarkmið fjórða bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999:33-35).
Námsþættir Orkusparnaður, endurnýting, endurvinnsla, efni sem sundrast ekki í náttúrunni, skaðleg efni, sjálfbær þróun, einangrun, sólir (fastastjörnur), reikistjörnur, veðurtungl, geimferðir, rotnun, hringrás lífrænna efna, hringrás vatns, aðlögun að búsvæði, felulitir, smitleiðir, heilbrigði og ábyrgð.
Námsefni Náttúran allan ársins hring, Komdu og skoðaðu himingeiminn, Komdu og skoðaðu hringrásir, (Komdu og skoðaðu fjöllin), Delta-námsefnið um tunglið, Sorpið okkar námsefniskassi frá Námsgagnastofnun og Sorpu, Ships-verkefni og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið er símat þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda og á það við frágang, vinnusemi, vandvirkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er fyrst gefin í náttúrufræði að vori í fjórða bekk og nú taka nemendur hefðbundið skriflegt próf. Einkunnin tekur mið af ástundun nemenda í tímum, vinnubókum, veggspjöldum, tímaverkefnum, heimavinnu og skriflegu prófum.
Kennsluaðferðir Í fjórða bekk er lestur og ritun orðin veigamikill þáttur í náttúrufræðináminu. Spurningar og umræður hafa meira vægi ásamt frásögnum, hlustun og ákveðnum vinnubrögðum (tilraunir). Til að færa námsefnið nær börnunum er notast við myndbönd og netið. Einnig er myndrænni tjáningu, leik og upplifun, forvitni og leit fléttað inn í námið. Á þessu aldursári fléttast umhverfismenntin meira inn í náttúrufræðinámið en áður. Í náttúrufræðinni er lögð áhersla á að nemendur njóti náttúru og útivistar.
Heimanám Nemendur þurfa fyrst núna að lesa heima valda kafla í náttúrufræði, vinna tilraunir og leysa skrifleg verkefni.
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku. Markmið Nemendur: • leiki jólaguðspjall Lúkasar • kannist við táknræna merkingu og siði tengda aðventukransinum og jólatrénu • kynnist enn frekar frásögum úr Nýja testamentinu • auki þekkingu sína á dauða og upprisu Jesú • öðlist skilning á merkingu páskahátíðar gyðinga og á merkingu páskahátíðar kristinna manna • þekki frásöguna af atburðum hvítasunnudags og merkingu fyrir kristna kirkju • skoði kirkju og heyri af því sem þar fer fram • fræðist um kristnar trúarlegar athafnir s.s. guðþjónustuna, skírn, fermingu, hjónavígslu og útför • þroski með sér tillitssemi og nærgætni í samskiptum við aðra • öðlist hæfni til að hrósa og uppörva aðra
40
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
( Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði 2007:14).
Námsþættir Jólaguðspjallið, merking og siðir tengdir aðventukransi og jólatré, frásögur Nýja testamentisins, páskahátíð gyðinga og kristinna, píslarsagan, hvítasunnuhátíðin, kirkja, safnaðarstarf, trúarleg tákn og athafnir, tillitssemi og uppörvun í samskiptum.
Námsefni Birtan, Trúarbrögðin okkar og verkefnablöð.
Námsmat Námsmat á yngsta aldursstigi hefur hingað til verið símat þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda án þess að leggja fyrir hefðbundin skrifleg próf. Nú bætast þau við. Formleg einkunn er fyrst gefin í kristnum fræðum að vori í fjórða bekk. Hún tekur mið af virkni og félagsfærni nemenda í tímum, vinnubókum, tíma-verkefnum, prófum og heimavinnu.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður , verkefnavinna, hópavinna, föndurvinna, skoðun myndbanda og skyggnumynda, leikræn tjáning, vettvangsferð í kirkju og söngur.
Heimanám Hingað til hefur heimanám ekki verið í kristin-, sið- og trúarbragðafræði en þennan vetur vex það. Kennarinn færir það inn í Mentor.
Upplýsingamennt Tölvur/bókasafn 2 kennslustund á viku Tölvur Markmið • • • • •
að nemendur læri einföldustu aðgerðir í tölvuvinnslu. að nemendur þjálfi rétta líkamsbeitingu við tölvu. að nemendur nýti sér kennsluforrit til náms. að nemendur þjálfi rétta fingrasetningu. að nemendur leiti upplýsinga á bókasafni og á vefnum.
Námsþættir Þjálfun í notkun ritvinnslu og kennsluforrita. Leturgerðir, leturstærðir, undirstrikanir, feitletrun, leiðréttingar, myndir settar í skjal, vista skjal, einföld glærugerð og hönnun bæklings.
Námsefni Ritvinnsluforritið Word, umbrotsforritið Publisher og glærugerðarforritið Power Point. Ritfinnur, verkefni fyrir þjálfun á lyklaborð tölvu. Ýmis kennsluforrit við hæfi nemenda og gagnvirkt efni á vefnum.
Kennsluskipan Nemendur æfa tölvunotkun í eina kennslustund á viku. Upplýsingaöflun og vinnubrögð æfð á bókasafni í eina kennslustund á viku.
Skólasafn Markmið •
Nemendur þekki uppröðunarreglur skáldrita.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
41
• Fái áframhaldandi kennslu í notkun fræðibóka og handbóka fyrir börn. • Kynnist almenningsbókasafni. Nemendur byrja að vinna heimildavinnu. Læra að gera spurningar úr efni og afla heimilda. Byrja að vinna úr upplýsingum og gera samfelldan texta.
Námsgögn Barnaorðabókin. 1988. Reykjavík, Iðunn. Helga Kristín Möller. Í skólasafninu II. 1994, Fræðsluskrifstofa Reykjanesumdæmis. Orðaskyggnir. 1989. Reykjavík, Bjallan.
Kennsluskipan: Nemendur koma vikulega á bókasafnið allan veturinn. Nemendur fá fyrirlestra og vinna í verkefnabækur. Nemendur geta fengið 3 bækur lánaðar heim.
Myndmennt 2 kennslustund á viku Markmið • • • •
að þroska og þjálfa hug og hendur nemenda að nemendur geti sett fram á sjónrænan hátt eigin upplifun eða ímyndun að nemendur fái að kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum og fjölbreyttu efni að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð
Námsþættir / Námsefni • • • • •
Nemendur athuga samspil ljóss og skugga. Þeir vinna með rými í myndum og liti s.s. andstæðaliti og heita og kalda liti. Þeir læra um grunnformin og að breyta tvívíðu formi í þrívítt. Nemendur læra að ganga frá verkefnum, efnum og áhöldum og gera sér grein fyrir verðmæti efna og áhalda sem unnið er með hverju sinni. Myndbönd og bækur sem fjalla um listasöguna og heimasíður listamanna skoðaðar.
Námsmat Hvert myndverk/verkefni metið. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 2 kennslustundir á viku Markmið Sjálfsþekking, samskipti, sköpun og lífsstíll. Að nemandi: • sé fær um að túlka mismunandi tilfinningar. • öðlist góða sjálfsmynd • geti bent á og nefnt ýmsa þætti í umhverfinu sem hafa áhrif á líðan hans. • virði leikreglur í hópleikjum. • sé fær um að setja sér markmið að eigin frumkvæði. • geti sett sig í spor ólíkra persóna til að finna samkennd með þeim.
42
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • • •
tileinki sér virðingu fyrir sérstöðu annarra hvað varðar útlit, klæðaburð og smekk. geri sér grein fyrir mismunandi fjölskyldugerðum. eflist í samskiptahæfni. sýni frumkvæði og sköpun í vinnubrögðum. þekki líkamlegar þarfir sínar svo sem næringu, hvíld, hreyfingu og hreinlæti.
Samfélagið, umhverfið, náttúra og menning Að nemandi: • kunni umferðarreglur fyrir gangandi, hjólandi og skautandi vegfarendur. • læri að lesa leiðbeiningar og skilaboð af skiltum. • þekki helstu umferðarmerki. • læri að forðast hættur á heimili, við skóla og í nánasta umhverfi. • læri gildi þess að ganga vel um náttúruna.
Námsþættir Tilfinningar, samskipti, vinátta, hjálpsemi, slysagildrur, fjölskyldugerðir og umferðarreglur.
Námsefni: Góða ferð, Spor 3 og Gaman saman. Verkefnin: Tilfinningar eftir Kristínu Gísladóttur og Konungskommóðan eftir Aldísi Yngvadóttur.
Íþróttir 2 stundir á viku og 18 kennslustunda námskeið í sundi Markmið • • • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. að nemendur efli hæfileika sína til tjáningar og sköpunar. að nemendur taki þátt í leikjum sem veita útrás fyrir hreyfiþörf. að nemendur taki þátt í leikjum og æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. að nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi. að nemendur öðlist meiri félagsþroska. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd.
Námsþættir/námsefni • • • • • •
Læra að skilja hvað er rétt eða rangt í leikjum og fái að tjá skoðun sína. Læra að taka sigri og ósigri Læra markvissa öndun við slökun. Nemendur þjálfist í leikrænum æfingum og leikæfingum helstu íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, knattspyrnu, badminton, hafnarbolta og blak. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reipitog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, brennó, kíló, bland í poka, Tarsanleikur og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
43
• • • • •
Stöðvaþjálfun og hringþjálfun. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Grunnþjálfun: Alhliða líkamsbygging með áherslu á hreyfingar og þjálfun í hreyfifærni. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund o.fl. Heilsuvernd: Í kennslunni verður leitast við að fræða nemendur um hreinlæti, áhrif íþróttaiðkunar á líkamann og starfsemi hans.
Námsmat Gefið er í bókstöfum fyrir eftirfarandi þætti • Áhugi • Virkni • Hegðun • Færni • Samvinna A þýðir ágætt B þýðir gott C þýðir sæmilegt D þýðir ábótavant
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • þjálfist í að nota mælitæki og kunni að velja hentug áhöld • þjálfist í að taka til hráefni í uppskriftir • geti þvegið upp og gengið frá á sínu vinnusvæði • geti sýnt umburðarlyndi og tekið tillit til annarra
Inntak náms Nemendur læra: • um eldhússtörfin og mikilvægi þeirra • um heilbrigt líf, borða reglulega holla fæðu og hafa nægan svefn • um hreint umhverfi og endurvinnslu • um persónulegt hreinlæti • um næringarefnin í fæðunni • um kornflokkinn, korntegundir, byggingu hveitikornsins og trefjaríka fæðu • um öryggisatriði eldhússins og slysahættur á heimilinu • að til eru mismunandi örverur • að lesa uppskriftir • að útbúa einfalda rétti sem þeir borða saman
Námsgögn Hollt og gott, kennslubók gefin út fyrir 4. bekk með uppskriftum og verkefnum.
44
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar . Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 4. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla.
Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun.
Hönnun / smíðar 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið og námsþættir Nú hafa nemendur kynnst hugmyndafræði hönnunar og smíði all vel og geta sjálf tilgreint hin ýmsu verkfæri. Notfært sér og skilið umtal um hluti og tekið þátt í vangaveltum um umhverfi sitt. Smærri og fíngerðari hlutir verða smíðaðir þar sem hreyfiþroski nemenda er nú mun meiri. Hús og víðara umhverfi rædd og hvernig stærðir eru ákvarðar í nánasta umhverfi okkar. Skipulag og uppsetningar ásamt niðurröðun hluta gert að umræðuefni. Frá og með 4. bekk er nýsköpun eitt af viðfangsefnunum. Öryggi og varfærni við vinnu skoðuð og rædd.
Kennslutilhögun Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Miða skal að markvissri þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að nemendur verði sjálfbjarga í verki og geti lagt mat á handverk. Að viðhalda algengum vinnubrögðum, sem haldist hafa með þjóðinni en jafnframt laga þau að kröfum nútímans. Að verkefni höfði til áhuga og getu nemandans, með tilliti til aldurs og þroska.
Námsþættir Læra undirstöðuatriði í prjóni, fitja upp, prjóna garðaprjón, sauma saman prjónaða hluti og ganga frá endum. Útbúa einfalda hluti að eigin vali. Vinna með saumavél, sauma beinar línur og ákveðin form. Sauma bangsa.
Námsefni Bækur: Hannyrðir í 3. - 6. bekk og Á prjónunum. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
45
Kennsluaðferðir Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og sýningartöflur. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Nemendur nota skýringarmyndir og skriflegar leiðbeiningar til að vinna eftir ásamt handbókum.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum, en þegar unnið er með prjóna- eða útsaumsverkefni geta nemendur einnig unnið heima.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Tónmennt 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • • •
•
Að nemendur: þjálfist áfram í að syngja í hóp, fjölbreytt sönglög frá ólíkum tímum og menningarheimum þjálfist í söng einfaldra keðjusöngslaga sem gera vaxandi kröfur til tækni og túlkunar öðlist færni í söng og leik á skólahljóðfæri öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, lögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum spinni og semji einfalt tónverk sem sýnir greinilegt form og vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistarinnar þekki og geti greint hugtök, s.s. háir tónar og djúpir tónar, hratt og hægt, bjart og dimmt, langt og stutt, púls og hrynur, sterkt og veikt, endurtekning og andstæður, hljóð og þögn, einn tónn eða fleiri og hendingar þekki og geti greint helstu hljóðfæraflokka og raddgerðir
Námsþættir • Söngur og raddbeiting • Hljóðfæranotkun • Lestur og ritun • Hreyfing • Hlustun og sköpun Aðaláhersla er lögð á að börnin læri að njóta tónlistar með því að syngja, hlusta, hreyfa sig eftir tónlist og kynnast hljóðfærum í sjón og reynd. Einnig verður unnið að skriflegum verkefnum í vinnubók
Námsefni Tónmennt 3, kennslubók, Tónmennt 3 – vinnubók, Það var lagið, Töfrakassinn og ýmsar söngbækur Það er gaman að hlusta á framandi tónlist Fjölbreytt úrval hljómdiska
Námsmat Símat á ástundun, virkni, samvinnu og frumkvæði, ásamt skriflegum verkefnum.
46
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
5. bekkur Íslenska 8 Kennslustundir á viku Meginmarkmið • • •
að nemendur geti lesið og ritað texta sér til gagns og ánægju. að máltilfinning þeirra þroskist og þekking þeirra á málinu aukist. að nemendur þjálfist í að hlusta á aðra og geti tjáð skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skýru og góðu máli, töluðu og rituðu.
Bókmenntir, 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • • • • •
að nemendur kynnist bókmenntafræðilegum hugtökum. að nemendur kynni sér og skrifi mismunandi gerðir texta. að nemendur læri að gera persónulýsingar. að nemendur læri að gera útdrátt. að nemendur þjálfist í leshraða og lesi af öryggi og með áherslum. að nemendur þjálfist í að lesa sér til gagns, ánægju og upplýsingaöflunar. að nemendur öðlist góðan lesskilning, orðaforða og málskilning. að nemendur flytji undirbúnir eigin frásagnir. að nemendur hlusti á umræður, taki þátt í þeim og haldi athygli í töluverðan tíma.
Námsþættir Unnið verður með persónulýsingar, útdrætti, uppbyggingu texta, mismunandi texta, leiklestur og framsögn. Eftirfarandi bókmenntafræðileg hugtök verða kynnt: inngangur, meginmál, niðurlag, atburðarrás, ris, persónugerving, aðal-og aukapersónur, tími sögu, sjónarhorn, söguhetja, söguþráður og sögulok.
Námsefni Blákápa, Vetur, Grannar og frjáls lestur. Vinnublöð unnin.
Heimanám Nemendur lesa sögur og svara spurningum sem þeim fylgja
Námsmat Skrifleg próf, símat auk þess sem vinna nemenda er metin
Stafsetning, 2 kennslustundir á viku Markmið að nemendur æfi sig í að skrifa almenna texta rétt eftir upplestri. að nemendur öðlist færni í að beita stafsetningarreglum. að nemendur þjálfist í að nýta sér orðabækur og önnur hjálpargögn við ritun.
Námsþættir Reglur um ng og nk, stóran og lítinn staf, n og nn, tvöfaldan samhljóða. Nemendur geti skipt orðum milli lína og notað greinamerki rétt.
Námsefni Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
47
(Stafsetning Á. Þ. og G. G. .) Mál til komið og æfingahefti. Verkefni við réttritunarorðabók. Ljósrituð viðbótarverkefni.
Heimanám Nemendur vinna verkefni í bókum og af blöðum
Námsmat Æfingar í tímum og vinna nemenda
Móðurmál/Málfræði, 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • •
að nemendur nýti sér málfræðiþekkingu sína í almennri ritun og talmáli. að nemendur temji sér skýrt og skorinort ritmál og forðist óþarfa málalengingar. að nemendur þekki nafnorð, geti greint sérnöfn, samnöfn, kyn, tölu, greini og föll. að nemendur þekki lýsingarorð og geti fallbeygt þau og stigbreytt. að nemendur þekki sagnorð og geti greint þau í nútíð og þátíð.
Námsþættir Nafnorð: sérnöfn, samnöfn, samsett orð, eintala, fleirtala, greinir, kyn, fallbeyging, stafrófið, setning, málsgrein, andheiti, samheiti, sérhljóðar, samhljóðar og notkun orðabóka, atkvæðaskipting. Lýsingarorð: fallbeyging og stigbreyting. Sagnorð: beyging í nútíð og þátíð.
Námsefni Málrækt 1. hefti. Skræða1 og Skinna 2
Námsmat Námsmat er í formi prófa auk þess fer fram símat og sjálfsmat á vinnu nemenda.
Kennslutilhögun Bein kennsla, hlustun, lestur og greining texta, skriflegar æfingar, vinnublöð, sýnikennsla, þemanám, þjálfunarforrit, heimildakönnun, myndsköpun, myndræn og skrifleg tjáning.
Heimanám Nemendur ljúka við verkefni heima sem þeir hafa byrjað á í skólanum.
Ljóð, 1 kennslustund á viku Markmið • • • • •
að veita nemendum innsýn í bundið mál. að nemendur læri valin ljóð utanbókar. að nemendur kynnist völdum skáldum og verkum þeirra. að nemendur þjálfist í eigin ljóðagerð. að nemendur þekki hugtökin rím, stuðlar og höfuðstafir.
Námsþættir Unnið með mismunandi form og einkenni ljóða. Flutningur þjálfaður á lærðum og frumsömdum ljóðum. Ljóðaskýringar og höfundar kynntir.
Námsefni Ljóðspor. Vinnubók unnin.
48
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Heimanám Nemendur læra ljóð utanbókar, skrifa upp, myndskreyta og svara efnislegum spurningum
Námsmat Vinnubók metin sem og vinna nemenda og próf
Skrift, 1 kennslustund á viku Markmið • að nemendur vandi öll vinnubrögð. • að nemendur þrói með sér læsilega og hraða rithönd. • að nemendur noti tengiskrift. • að nemendur með atburðarás og yrki ljóð. • Námsþættir Tengiskrift, uppsetning og vönduð vinnubrögð.
Námsefni Skrift 5. Æfingatextar af blöðum og renningum. Sögubók með margbreytilegum verkefnum unnin. Uppsetning ljóða í ljóðavinnubók og sagna á blöðum.
Námsmat Námsmat er í formi prófa auk þess fer fram símat og sjálfsmat á vinnu nemenda.
Kennslutilhögun Skriflegar æfingar, vinnublöð og sýnikennsla
Heimanám Einstaka sinnum skrifa nemendur texta heima, t.d. ljúka við verkefni sem þeir hafa byrjað á í skólanum.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. að nemendur nái það góðum tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að hún nýtist þeim í daglegu líf. að nemendur temji sér nákvæm vinnubrögð, vandaða uppsetningu og frágang. að nemendur æfist í að tala um stærðfræðileg viðfangsefni á skipulegan hátt. að nemendur þjálfist í rökhugsun og tjáskiptum við stærðfræðiúrlausnir. að nemendur byggi ofan á áður lærða efnisþætti og tileinki sér námsefni vetrarins með reglubundinni þjálfun.
Námsþættir • • • • • •
Reikningur Talnafræði Algebra Tölfræði Rúmfræði og mælingar Brot
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
49
Nánari upplýsingar má finna í Náms- og kennsluáætlun sem nemendum hefur verið fengin.
Námsefni Geisli 1A og 1B. Námsbókaröðin Hringur 1. Aukaverkefni eftir þörfum. Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter. Þemaheftin Dýrin í Afríku og Töfrar. Stærðfræðiþrautir og leikir til þjálfunar.
Námsmat Námsmat fer fram nokkrum sinnum yfir skólaárið eftir hvern efnisþátt, verður það í formi prófa, verkefna, kynninga eða þess háttar. Símat og sjálfsmat verður á almennri vinnu nemenda. Á miðsvetrarprófi er prófað úr námsþáttum haustannar og á vorprófi er prófað úr námsþáttum vorannar.
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum, setja sér markmið og meta eigin framvindu og árangur. Unnið er með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Lögð er áhersla á skilning á stærðfræðinni og að nemendur séu vakandi fyrir því að þroska þann skilning. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota sérhver stærðfræðigögn sem koma geti að gagni, svo sem vasareikni, brotaspjöld og kennslupeninga.
Heimanám Nemendur setja vikuleg markmið. Ákveðnar verkefnabækur eru unnar og markmiðin skráð í náms- og kennsluáætlun (sem á alltaf að vera í skólatösku). Heimavinnu er skilað einu sinni í viku á ákveðnum degi.
Enska 3 kennslustundir á viku Markmið Lögð er áhersla á að nemendur skilji einfalt mál, bæði talað og ritað. Þeir þjálfist í að hlusta á hljómsnældur og æfist í að tjá sig. • að nemendur kynnist og fái tilfinningu fyrir tungumálinu. • að nemendur fái innsýn í erlent tungumál og tileinki sér einföld grunnatriði. • að nemendur lesi og skilji einfaldan texta. • að nemendur geti skrifað einfaldan texta. • að nemendur geti myndað auðveldar setningar á ensku er tengjast nemendunum sjálfum og þeirra daglega lífi. • að nemendur kynnist siðum og venjum í enskumælandi löndum.
Námsþættir Hlustun, tal og framburðaræfingar. Nemendur læra að glósa á skipulegan hátt og leita í orðabók. Nemendur lesa léttan texta, aðallega í formi smásagna og vinna samhliða í verkefnabók. Farið er í stafrófið, vikudaga, árstíðir, mánuði, heiti á klæðnaði, heiti líkamshluta, kyn, nafnorð, eintölu og fleirtölu, óákveðna og ákveðna greininn og persónufornöfn, nútíð og þátíð lítillega kynntar.
Námsefni “English is fun” eftir Valgerði Eiríksdóttir og Portfolio (Work Out og Speak Out) vinnubók. Aukaverkefni og krossgátur
50
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Kennslutilhögun Þulunám, þemanám, endurtekningaræfingar, skriflegar æfingar, vinnubókakennsla, vinnublaðakennsla, töflukennsla, yfirferð námsefnis, námsleikir, námspil, boðnámsaðferðir, þjálfunarforrit, hópavinna, tvenndar vinna, myndræn tjáning, tónlist, hreyfing, söngur, skrifleg tjáning, ritun, hlustunarefni, myndmiðlar, sýnikennsla, spurnaraðferðir og ofl.
Heimanám Lestur, ritun og vinnublöð.
Námsmat Við námsmat leggur kennarinn áherslu á að nemendurnir hafi tileinkað sér það sem kennt hefur verið um veturinn. Einkunnir byggjast ekki eingöngu á einstökum prófum (75%-85%)heldur einnig heimavinnu og frammistöðu nemenda í kennslutímum(15%-25%) . Í lok skólaárs fá nemendur vetrareinkunn sem er heildareinkunn fyrir allan veturinn.
Samfélagsfræði 3 kennslustundir á viku Markmið Að nemandi: • kunni sögur af landnámi Íslands • hafi nokkra þekkingu á gæðum lands við landnám, enn fremur trú og siðum, • atvinnuháttum og stjórnskipan fyrstu aldir íslandsbyggðar. • komi sögukunnáttu sinni á framfæri munnlega, í ritgerð, á myndrænan hátt og eða með leikrænni tjáningu • geri sér grein fyrir hvers vegna og hvernig landið byggðist • öðlist skynbragð á trú og siði fyrir kristnitöku • kynnist hefðbundinni sögu af kristnitöku á Alþingi • viti hvernig kristni festi rætur á Íslandi • kynnist landi og þjóð • læri að lesa landakort • greini aðalatriði í erfiðum texta
Námsþættir Fyrir jól: Tímabilið 874 - 930, lífshættir á landnámsöld, fundur Íslands, upphaf byggðar á Íslandi og trúarbrögð víkinga. Kristintakan. Eftir jól: Innviðir jarðar, jarðsaga Íslands, umhverfi og auðlindir. Landshlutar Íslands, höfuðborgarsvæðið og hálendið. Kortalestur og kortagerð.
Námsefni Fyrir jól: Íslenskir þjóðhættir. Landnámsmennirnir okkar . Leifur Eiríksson – á ferð með Leifi heppna ásamt vinnubókum. Vettvangsferð: Þjóðminjasafn Íslands og Landnámsbærinn við Aðalstræti Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
51
Eftir jól: Ísland veröld til að njóta og vinnubók.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni nemenda í tímum, mánaðarverkefnum, vinnubók, kynningu og kaflaprófum.
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á fjölbreytta vinnu og stuðlað að því að nemendur nálgist efnið á mismunandi hátt. Einnig er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsvinnu og hópvinnu. Auk námsbóka og verkmöppu er stuðst við veraldarvefinn og unnin verefni í PowerPoint og Publisher Lesið, spurt og spjallað, skriflegar æfingar, vinnublöð, sýnikennsla, skoðunarferðir, umræðuhópar, spurnaraðferðir, myndbandsupptökur, þemanám, þjálfunarforrit, heimildakönnun, myndsköpun, myndræn tjáning, tónlist, söngur, hreyfing, skrifleg tjáning, hermileikir, hlutverkaleikir, hreyfimyndir.
Heimanám Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Heimavinna aðallega fyrir próf.
Náttúrufræði Markmið úr eðlisvísindum Nemendur: • framkvæmi tilraunir með ljós og endurskin • skilji að til að hlutir sjáist þarf ljós að berast frá þeim til okkar • geri athuganir þar sem notaðar eru linsur og stækkunargler • ræði um hvað er líkt með stöðurafmagni og seglum • tengi saman straumrás • framkvæmi tilraunir þar sem segull er búinn til með rafstraumi • búi til áttavita • fjalli um mismunandi hlutverk segla
Markmið úr jarðvísindum Nemendur: • geri sér grein fyrir að reikistjörnur snúast í kringum sólina eftir sporbaug líkt og jörðin • þekki ýmsar myndir tunglsins • þekki að tunglið veldur sólmyrkva á ákveðnu tímabili • tengi sjávarföll við aðdráttarafl tungls og sólar • geri sér grein fyrir helstu ástæðum breytilegs veðurfars • fjalli um einkennandi veðurfar fyrir heimabyggð • þekki hvernig jörðin er uppbyggð: kjarni, möttull, jarðskorpa, haf og lofthjúpur • fjalli um eldvirkni og jarðhræringar á Íslandi og geri sér grein fyrir orsökum og mögulegum afleiðingum • æfi viðbrögð við jarðskjálfta • þekki þekktar virkar eldstöðvar á Íslandi og í heimabyggð sinni
52
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • •
þekki að hraun rennur yfir eldri jarðlög skoði og fjalli um hvernig steingervingar myndast þekki myndunarsögu Surtseyjar skoði jarðmyndanir í heimabyggð og þekki myndun þeirra, s.s. landmótun, setlög, malarnámur, hraun og eldstöðvar
Markmið úr lífvísindum Nemendur: • þekki íslenskar trjátegundir og helstu innfluttu skógartrén • lesi í skóginn og velji við • taki þátt í athugunum á lífríki á landi og kanni mismunandi þætti. s.s. fjölbreytni lífvera, einkennisplöntur, fæðukeðjur, áhrif umhverfisþátta og áhrifa mannsins • geti skýrt hvað ljóstillífun er • geti flokkað lífverur í framleiðendur, neytendur og sundrendur og lýst mikilvægi hvers fyrir sig • skilji mikilvægi og taki þátt í landgræðslu • geti gróðursett trjáplöntu Markmiðin eru flest þrepamarkmið fimmta bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999:47-49)
Námsþættir Ljós, endurskin, linsur, stöðurafmagn, segulsvið, straumrás, áttaviti, seglar, reikistjörnur, kvartilaskipti tungls, sólmyrkvi, tunglmyrkvi, sjávarföll, veðurfar, uppbygging jarðar, jarðskorpuflekar, eldvirkni og jarðhræringar á Íslandi, viðbrögð við jarðskjálfta, steingervingar, myndunarsaga Surtseyjar, Vestmannaeyjagosið, hraun, jarðlög, setlög, landmótun, malarnámur, eldstöðvar, trjátegundir, viður, fæðukeðjur, umhverfisþættir, fjölbreytni lífvera, einkennisplöntur, ljóstillífun, framleiðendur, neytendur, sundrendur, landgræðsla.
Námsefni Auðvitað 1, Tré, Ég greini tré og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af ástundun nemenda í tímum, vinnubók, tímaverkefnum s.s. veggspjöldum, kynningum, könnunum, prófum og heimavinnu.
Kennsluaðferðir Í fimmta bekk er byrjað á lífvísindum að hausti. Nemendur læra um plöntur og er námið samþætt við smíðakennslu. Hefur þetta samþættingarverkefni verið kallað Að lesa í skóginn. Vettvangsferðir eru farnar þar sem áhersla er á að nemendur njóti náttúru og útivistar. Þá eru myndbönd skoðuð, tilraunir framkvæmdar og spurningum svarað á kennaratöflu. Um vorið fara nemendur í ratleik í Elliðaárdal.
Heimanám Þetta árið vegur heimavinnan alltaf meira og meira. Fyrst eru nemendur beðnir um að klára verkefnablöð heima en þegar líður á veturinn þá er lestur og vinna við að svara spurningum skriflega heima orðinn snar þáttur í náminu.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
53
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku Markmið Nemendur: • þekki valda þætti úr sögu Ísraels frá brottförinni frá Egyptalandi til landnáms í Kanaanslandi • læri boðorðin tíu • kynnist uppruna jólahalds kristinna manna og söguna af heilögum Nikulási • fræðist um hugmyndir gyðinga um Messías og hvernig Jesús heimfærði þær á sjálfan sig • kynnist völdum sögum af lækningakraftaverkum Jesú • læri um aðdragandann að handtöku Jesú og ástæður hennar og kunni skil á atburðum skírdags og föstudagsins langa • kynnist því hvernig listamenn hafa túlkað píslir og dauða Jesú • öðlist skilning á ástæðunum fyrir kristniboðs- og hjálparstarfi kristinnar kirkju • kunni skil á aðdragandanum að því að Íslendingar tóku kristni og sjálfri kristnitökunni á Alþingi • temji sér virðingu fyrir því sem öðrum er heilagt • fáist við efni tengt sáttfýsi og fyrirgefningu og gildi þess • ( Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði (2007:14).
Námsþættir Brottför Ísraels frá Egyptalandi og landnám í Kanaan, boðorðin tíu, uppruni jólahalds, heilagur Nikulás, Messías, lækningakraftaverk Jesú, píslarsagan, hjálparstarf, kristnitakan á Alþingi um árið þúsund, virðing, gildi sáttfýsi og fyrirgefningu.
Námsefni Brauð lífsins og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni og félagsfærni nemenda í tímum, vinnubókum, heimavinnu og prófum.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður, verkefnavinna, hópavinna, föndurvinna, skoðun myndbanda og skyggnumynda, leikræn tjáning og söngur.
Heimanám Nemendur lesa heima í námsbókinni Brauð lífsins og vinna verkefnablöð.
Upplýsingamennt Tölvur/Bókasafn 2 tímar á viku Unnið er samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla í Upplýsinga og tæknimennt. Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Náið samstarf er á milli kennara í tölvuveri og bókasafnsfræðings.
Námsmat 54
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Símat byggt á vinnu nemenda og virkni í tímum. Einstök verkefni verða metin í samvinnu við bekkjakennara.
Kennsluskipan og námsgögn: Sjálfstæð vinna á safni og í tölvuveri. Kynning á kennsluforritum við hæfi nemenda og þeim kynnt póstforrit. Hver nemandi fær úthlutað netfangi. Ritgerðasmíð í tengslum við bókasafn. Verkefnavinna í tengslum við samfélagsfræði, myndmennt og bókasafn. Nemendur eru tvo tíma í viku í upplýsingamennt, einn tíma í tölvustofu og einn á skólasafni. Nemendur geta fengið þrjár bækur lánaðar á skólasafni og er útlánstíminn tvær vikur. Notast verður við bókina 25 lexíur í upplýsingatækni fyrir miðstig eftir Hauk Má Helgason og Halldór Arnar Úlfarsson.
Tölvur Markmið • • • • • • • • •
að nemendur læri grunnatriði í meðferð og notkun tölvu að nemendur þjálfist í réttum vinnubrögðum og líkamsbeitingu við tölvu að nemendur haldi áfram að þjálfast í réttri fingrasetningu (Ritfinnur) að nemendur geti nýtt sér kennsluf orrit er hæfa aldri og getu að nemendur geti ritað einfaldan texta og skeytt myndum inn í textann (Word) að nemendur geti brotið um í tölvu texta með myndum, s.s. einfaldan bækling (Publisher) að nemendur kunni að vista skjöl og ná í vistuð skjöl að nemendur geti geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með skipulögðum hætti að nemendur kynnist glærugerðarforriti og notkun þess (Powerpoint)
Skólasafn Markmið: að nemendur þekki uppröðunarreglur skáld- og fræðirita og kunni að leita að gögnum á safninu. að nemendur kunni að nota handbækur, fræðibækur og netið við heimildavinnu.
Námsþættir Upprifjun á meðferð bóka og umgengni á safninu. Nemendur vinna í bókinni Í skólasafninu III. Bókakynningar. Nemendur lesa bók, skrifa ritdóm, kynna höfundinn og myndskreyta. Nemendur útbúa myndband í samvinnu við Martein Sigurgeirsson kennsluráðgjafa og verður myndbandið til útláns á safninu. Kennt mismunandi uppröðun eftir tegundum efnis svo sem skáldrit og fræðirit, farið nánar í staðsetningu efnis á safninu. Heimildavinna í samvinnu við kennara.
Kennsluaðferðir Farið yfir uppbyggingu bókasafnsins. Nemendum kennt að nota orðabækur og aðrar handbækur. Farið yfir flokkunarkerfi bókasafna.
Námsefni: Barnaorðabókin. 1988. Reykjavík, Iðunn. Helga Kristín Möller. 1991. Í skólasafninu III. Fræðsluskrifstofa Reykjanesumdæmis. Réttritunarorðabók handa grunnskólum. 1995. Reykjavík, Námsgagnastofnun.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku Lögð er áhersla á skilning á myndlist auk sjálfstæðra vinnubragða í fjölbreyttum verkum. Skilningur Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
55
og þekking dýpkuð og þau grunnatriði sem nemandinn kynntist á yngsta stigi eru nýtt í verkefni og ný atriði lögð inn. Listamenn kynntir og verk þeirra. Samstarf við aðra nemendur.
Markmið Nemandi: • þroski hæfileika sína til að túlka eigin hugmyndir í myndum • kynnist mismunandi aðferðum og vinnubrögðum • fræðist um myndlistarsöguna • kynnist myndbyggingu og myndtáknum • geri sér grein fyrir mikilvægi mynd- og handverks í daglegu lífi
Námsefni: Myndbönd, bækur og heimasíður listamanna
Námsþættir lit- og formfræði, fjarvíddarteikningar, ljós og skuggi, línur, hreyfing, sjónarhorn, leirvinna, hreyfimyndagerð.
Námsmat Hvert myndverk/verkefni metið. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 1 kennslustund á viku Markmið: Að nemendur: • geti gert sér í hugarlund hvernig ákafar og stjórnlausar tilfinningar geta brotist út í ofbeldi eða annarri neikvæðri og vanhugsaðri hegðun • geti fylgt flóknu reglukerfi, í leik eða starfi, einn eða með öðrum • fái þjálfun í að tjá hugsanir sínar og skoðanir frammi fyrir bekknum eða á stærri samkomum • læri að beita skapandi og frumlegum vinnubrögðum við úrlausnir verkefna • geri sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan hvílir á heilbrigðum lífsvenjum, líkamsrækt og hollum neysluvenjum • kunni umferðarreglur fyrir gangandi, hjólandi og skautandi vegfarendur • þjálfist í notkun reiðhjóls á göngustígum • læri að forðast hættur á heimilum, við skóla og í nánasta umhverfi • læri að afla sér upplýsinga um áætlunarferðir • læri um gildi þess að ganga vel um náttúruna • læri að gróðursetja og um gildi gróðurs fyrir umhverfið • læri að meta eigin útgjöld
Námsþættir Sjálfsþekking, samskipti, sköpun, lífsstíll, samfélag, umhverfi, náttúra og menning.
Námsefni Hjálpfús
56
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Ég er það sem ég vel Æ, þetta er sárt Ýmis verkefni úr daglega lífinu og klípusögur. Lífsleikni. is (verkefni þrautir og æfingar)
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á fjölbreytta vinnu s.s umræður, bekkjarfundi og ýmis samskiptaverkefni. Auk námsbóka og verkmöppu er stuðst við Lífsleikni. is á veraldarvefnum. Einnig er lögð áhersla á hlutverkaleiki, myndsköpun, og skriflega og myndræna tjáningu.
Námsmat Námsmat í lífsleikni byggist á fjölbreytilegum matsaðferðum. Umfjöllunarefni eru oft mjög huglæg og því erfitt að meta þau á hefðbundinn hátt. Mögulegt er þó að meta þekkingaratriði með skriflegum eða munnlegum prófum og gefa fyrir verklegar æfingar.
Heimanám Námið fer að mestu fram í skólanum en einstaka sinnum fá nemendur verkefni til að vinna heima.
Íþróttir 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. að nemendur efli hæfileika sína til tjáningar og sköpunar. að nemendur taki þátt í leikjum og æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. að nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd.
Námsþættir/Námsefni • • • • • • • • •
•
Læra að leysa úr ágreiningi sem upp getur komið í íþróttum. Læra að bera virðingu fyrir þörfum annarra Læra að bera virðingu fyrir mismunandi getu félaga sinna. Læra undirstöðuatriði í íslenskri glímu Læra að tileinka sér helstu líkamsæfingar og heiti helstu hreyfinga eins og rétta og beygja, réttstaða, handstaða, hliðbeygja, bolvinda, bolbeygja, armbeygja og armrétta. Nemendur taka þátt í umræðu um svefn og hvíldarþörf, mikilvægi hreyfingar og hollt mataræði. Nemendur þjálfast í leikrænum æfingum og leikæfingum helstu íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, knattspyrnu, badminton, hafnabolta, blak og bandy. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reiptog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, brennó, kíló, Tarsanleikur og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu, litlir kolhnísar og stórir kolhnísar. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
57
• •
Stöðvaþjálfun og hringþjálfun. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund, björgunarsund, kafsund og stunga.
Námsmat Gefið er í bókstöfum fyrir eftirfarandi þætti • Áhugi • Virkni • Hegðun • Færni • Samvinna A þýðir ágætt B þýðir gott C þýðir sæmilegt D þýðir ábótavant
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • tileinki sér persónulegt hreinlæti • geti notað allar mæliskeiðarnar, dl mál, og lítramál og geti mælt ¼, ½ og ¾ • viti gildi hollra fæðu og lífshátta • geti greint milli góðs og lélegs fæðuvals • geti unnið með öðrum og sýnt tillitsemi • geti eldað og bakað holla og einfalda rétti
Námsþættir Nemendur læra: • einfaldar matreiðsluaðferðir • um hollustu grænmetis og ávaxta og þau góðu næringarefni sem fást úr þeim • um grænmetis- og ávaxtaflokkinn • að þvo grænmeti, flysja, skera og rífa í hrásalöt • um neytendafræði og umhverfisvermd • að hræra, þeyta og hnoða deig • á bakaraofninn og hvaða hitastig hentar hverjum bakstri • að þvo ullarflík (trefilinn eða húfuna sína) • kurteisi, borðsiði, tillitsemi, samvinnu o.m.fl.
Námsgögn Gott og gagnlegt 1, kennslubók gefin út fyrir 5. bekk með verkefnum og uppskriftum. Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar . Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 5. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg
58
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
kennsla. Nemendur vinna tveir eða fleiri saman í hóp.
Námsmat: Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun.
Hönnun / Smíðar 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið /Námsþættir Verkefnið: Tálgað í tré, lesið í skóginn.Tálgun og vinnsla með skógarafurðir íslenskra trjáa er verkefni vetrarins. Vinnan er í samþættingu við náttúruvísindakennslu skólans á þessu ári. Farnar eru vettvangsferðir og efni sótt í grenndarskóg Hvassaleitisskóla sem er Svartiskógur í Fossvogsdal. Einnig leitum við fanga á skólalóðina sjálfa.Kennd eru undirstöðu handtök tálgunar með svo kölluðum lokuðum hnífsbrögðum þannig að ekki á að vera möguleiki á því að nemendur skeri sig. Reynt verður eftir fremsta megni að sinna þörfum hvers einstaklings fyrir sig og leggja áherslu á að hver og einn nái tökum á verkefninu út frá þroska. Verkefni eru valin miðað við þessa þætti.
Kennslutilhögun Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og skýringarmyndir. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 kennslustundir hálfan veturinn Markmið • • • •
að nemendur kynnist algengum vinnubrögðum sem haldist hafa með þjóðinni og geti lagað þau að kröfum nútímans. að nemendur læri rétt handtök, meðhöndlun og heiti á áhöldum við vinnuna. að nemendur vinni eftir einföldum skriflegum leiðbeiningum og noti handbækur greinarinnar.
Námsþættir Prjón: læra að vinda hnykil, fitja upp, prjóna garðaprjón, prjóna brugðna lykkju, auka út, taka úr og skipta um lit á garni. Útbúa hlut að eigin vali í samráði við kennara. Vélsaumur: kennt á saumavélina, þekki undirtvinna og yfirtvinna, noti einfaldar sporgerðir á saumavél til skreytinga og frágangs, sauma saman efni með beinum saum og sikk-sakka í brún. Verkefni t.d. íþróttapoki eða önnur einföld vélsaumsverkefni. Vefjarefnafræði: Þekki í grófum dráttum uppruna og helstu eiginleika baðmullarefna. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
59
Námsefni Bækurnar, Hannyrðir í 3. - 6. bekk og Á prjónunum.
Kennsluaðferðir Kynning, þar sem verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og skýringarmyndir. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Nemendur nota skýringarmyndir og skriflegar leiðbeiningar til að vinna eftir ásamt handbókum.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum, en þegar unnið er með prjónaverkefni geta nemendur einnig unnið heima.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Tónmennt 2 kennslustundir á viku Markmið Að nemendur: • öðlist vaxandi færni í söng og leik á skólahljóðfæri • öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, lögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum • spinni og semji einfalt tónverk sem sýnir greinilegt form og vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistarinnar • þekki og geti greint hugtök, s.s. háir tónar og djúpir tónar, hratt og hægt, bjart og dimmt, langt og stutt, púls og hrynur, sterkt og veikt, endurtekning og andstæður, hljóð og þögn, einn tónn eða fleiri og hendingar • þekki og geti greint helstu hljóðfæraflokka og raddgerðir • þjálfist í virkri hlustun • geti heyrt, greint og sýnt þekkingu á ólíkum tónlistarstíltegundum sem unnið hefur verið með • sýni vaxandi skilning á sögulegu og samfélagslegu hlutverki tónlistar sem unnið er með
Námsþættir Söngur og raddbeiting Hljóðfæranotkun Lestur og ritun Hreyfing Hlustun og sköpun Mikil áhersla verður lögð á virka hlustun, upplifun og skilning á fjölbreyttri tónlist og stöðu hennar og mikilvægi í samfélaginu. Sú þekking sem nemendur öðlast í gegnum þessa vinnu verður svo markvisst notuð í verklegri vinnu, t.d. á hljóðfæri, í söng og hreyfingu.
Námsefni Það er gaman að hlusta á kvikmyndatónlist, kennslubók, hlustunarefni, myndband og skrifleg verkefni
60
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Það var lagið Ýmsar söngbækur Fjölbreytt úrval hljómdiska Fjölrituð verkefni úr ýmsum áttum frá kennara
Námsmat Símat á ástundun, virkni, samvinnu og frumkvæði, ásamt skriflegum og munnlegum verkefnum.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
61
6. bekkur Íslenska 8 kennslustundir á viku Meginmarkmið • • •
að nemendur geti lesið og ritað texta sér til gagns og ánægju. að máltilfinning þeirra þroskist og þekking þeirra á málinu aukist. að nemendur þjálfist í að hlusta á aðra og geti tjáð skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skýru og góðu máli, töluðu og rituðu.
Bókmenntir: 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur kynnist hvernig bókmenntaverk eru uppbyggð, þ.e. inngangur, meginmál og niðurlag. að nemendur kynni sér mismunandi bókmenntaverk að nemendur læri að gera persónulýsingar. að nemendur læri að gera útdrátt. að nemendur öðlist færni til að meta og skilja innihald texta. að nemendur þjálfist í sögugreiningu.
Námsþættir Skilningur á texta, sögugreining, upplestur og framsögn, persónulýsingar, útdráttur (aðalatriði og aukaatriði ), uppbygging texta og orðaforði.
Námsefni Snorra saga, Rauðkápa. Ýmis verkefni unnin sem og vinnublöð.
Heimanám Nemendur ljúka við að svara spurningum og önnur verkefni tengd bókmenntum.
Stafsetning : 2 kennslustundir á viku Markmið • • •
að nemendur geti skrifað réttan texta. að nemendur öðlist færni í að beita stafsetningarreglum að nemendur þjálfist í að nýta sér orðabækur og önnur hjálpargögn við ritun.
Námsþættir Upprifjun á reglum. Reglur um ng og nk, stóran og lítinn staf, n og nn, greini, tvöfaldan samhljóða, stafavíxl, hljóðvarp, y, ý, ey o.fl. Nemendur geti skipt orðum milli lína og notað greinamerki rétt.
Námsefni Stafsetning Á. Þ. og G. G. Mál í mótun og verkefnahefti. Verkefni við réttritunarorðabók. Ljósrituð viðbótarverkefni.
Heimanám Nemendur vinna ýmis ritunarefni sem koma frá kennara. Nemendur ljúka við stafsetningaæfingar heima og í skóla.
62
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Móðurmál : 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur nýti sér málfræðiþekkingu sína í almennri ritun og talmáli. að nemendur temji sér skýrt og skorinort ritmál og forðist óþarfa málalengingar. að nemendur þekki nafnorð, geti greint sérnöfn, samnöfn, kyn, tölu, greini og föll. að nemendur þekki lýsingarorð og geti fallbeygt þau og stigbreytt. að nemendur þekki sagnorð og geti greint þau í nútíð og þátíð. að nemendur þekki stofn nafnorða, sagnorða og lýsingarorða og kunni að nýta sérreglurnar.
Námsþættir Nafnorð: kyn, tala, greinir, fallbeyging, sérnöfn, stofn nafnorða. Sagnorð: nútíð, þátíð, nafnháttur, stofn sagnorða. Lýsingarorð: kyn, tala, stigbreyting, fallbeyging, stofn lýsingarorða. Samheiti, andheiti, samsett orð, stafrófsröð og atkvæðaskipting orða. Ritsmíðar, undirbúnar og óundirbúnar.
Námsefni Málrækt 2. hefti. Verkefni sem unnin hafa verið upp úr Móðurmál 2. hefti. Skræða með vinnubókum. Orðabókaverkefni og frjáls ritun. Mál til komið og Mál til komið verkefnabók.
Heimanám Stuttar æfingar í móðurmálsstílabók sem og verkefni í öðrum bókum. Einnig setja nemendur sér vikuleg markmið í bækur eins og Málrækt 2 og Skræðu.
Ljóð: 1 kennslustund á viku Markmið • • • • •
að nemendur kynnist mismunandi ljóðformum. að nemendur læri að lesa og skilja ljóð sér til gagns og ánægju. að nemendur kynnist völdum skáldum og verkum þeirra. að nemendur læri valin ljóð utanbókar. að nemendur þjálfist í eigin ljóðagerð.
Námsþættir Unnið með mismunandi form og einkenni ljóða, s.s. rím, ljóðstafi, og líkingar. Flutningur þjálfaður á lærðum og frumsömdum ljóðum. Ljóðaskýringar og höfundar kynntir.
Námsefni Ljóðspor og vinnubók unnin.
Heimanám Læra utan að nokkur ljóð yfir veturinn.
Skrift: 1 kennslustund á viku Markmið Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
63
• • • •
að nemendur vandi vinnubrögð. að nemendur þrói með sér læsilega og hraða rithönd. að nemendur noti tengiskrift. að nemendur þjálfist í uppsetningu.
Námsþættir Tengiskrift, uppsetning og vönduð vinnubrögð.
Námsefni Skrift 6 o. fl. Uppsetning ljóða og sagna á blöðum.
Námsmat Námsmat verður byggt skriflegri færni nemenda og einkunnir í lok anna verða byggðar á heimavinnu, ástundun í kennslustundum, vinnubókum og verkefnum ásamt prófum. Við námsmat leggur kennarinn áherslu á að nemendurnir hafi tileinkað sér það sem kennt hefur verið um veturinn. Einkunnir byggjast ekki eingöngu á einstökum prófum (75%-85%)heldur einnig heimavinnu og frammistöðu nemenda í kennslutímum(15%-25%).
Heimanám Nemendur skrifa u.þ.b. einu sinni í viku nokkrar línur heima í Skrifbók.
Kennslutilhögun Kennsla á töflu, fyrirlestrar, sýnikennsla, myndmiðlar, hlustunarefni, skriflegar æfingar, vinnubókarkennsla, lestur og greining texta, spurt og spjallað, spurnaraðferðir, yfirferð námsefnis, samræða, umræðuhópar, skrifleg tjáning, leikræn tjáning, myndræn tjáning-myndsköpun, námsleikir, hreyfing, ritun, hópvinna og þemanám.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. að nemendur nái það góðum tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að hún nýtist þeim í daglegu líf. að nemendur temji sér nákvæm vinnubrögð í stærðfræði. að nemendur æfist í að tala um stærðfræðileg viðfangsefni á skipulegan hátt. að nemendur þjálfist í rökhugsun og tjáskiptum við stærðfræðiúrlausnir. að nemendur byggi ofan á áður lærða efnisþætti og tileinki sér námsefni vetrarins með reglubundinni þjálfun.
Námsþættir Reikningur Talnafræði Algebra Tölfræði Rúmfræði og mælingar Brot Nánari upplýsingar má finna í Náms- og kennsluáætlun sem nemendum hefur verið fengin.
64
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Námsefni Geisli 2 grunnbók ásamt vinnuhefti 2A og 2B. Námsbókaröðin Hringur 2. Satúrnus, Úranus. Þemaheftin Rökþrautir, Mynstur og Hve stórt er stórt? Stærðfræðiþrautir og leikir til þjálfunar.
Námsmat Námsmat fer fram nokkrum sinnum yfir skólaárið eftir hvern efnisþátt, verður það í formi prófa, verkefna, kynninga eða þess háttar. Símat og sjálfsmat verður á almennri vinnu nemenda. Á miðsvetrarprófi er prófað úr námsþáttum haustannar og á vorprófi er prófað úr námsþáttum vorannar.
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum, setja sér markmið og meta eigin framvindu og árangur. Unnið er með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Lögð er áhersla á skilning á stærðfræðinni og að nemendur séu vakandi fyrir því að þroska þann skilning. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota sérhver stærðfræðigögn sem koma geti að gagni, svo sem vasareikni, brotaspjöld og kennslupeninga.
Heimanám Nemendur setja vikuleg markmið. Ákveðnar verkefnabækur eru unnar og markmiðin skráð í náms- og kennsluáætlun (sem á alltaf að vera í skólatösku). Heimavinnu er skilað einu sinni í viku á ákveðnum degi.
Enska 4 kennslustundir á viku Lögð er áhersla á að nemendur skilji einfalt mál, bæði talað og ritað. Þeir þjálfist í að hlusta á hljómsnældur og æfist í að tjá sig.
Markmið • • • • • •
að nemendur kynnist og fái tilfinningu fyrir tungumálinu. að nemendur fái innsýn í erlent tungumál og tileinki sér einföld grunnatriði. að nemendur lesi og skilji einfaldan texta. að nemendur geti skrifað einfaldan texta. að nemendur geti myndað auðveldar setningar á ensku er tengjast nemendunum sjálfum og þeirra daglega lífi. að nemendur kynnist siðum og venjum í enskumælandi löndum.
Námsþættir Hlustun, tal og framburðaræfingar. Nemendur læra að glósa á skipulegan hátt og leita í orðabók. Nemendur lesa léttan texta, aðallega í formi smásagna og vinna samhliða í verkefnabók. Farið er í stafrófið, vikudaga, árstíðir, mánuði, heiti á klæðnaði, heiti líkamshluta, kyn, nafnorð, eintölu og fleirtölu, óákveðna og ákveðna greininn og persónufornöfn, nútíð og þátíð lítillega kynntar.
Námsefni English is fun. Build up 1, Easy true stories.Málfræði A og B, lesskilningsverkefni On your own auk ýmissa verkefna.
Kennslutilhögun Þulunám, þemanám, endurtekningaræfingar, skriflegar æfingar, vinnubókakennsla, vinnublaðakennsla, töflukennsla, yfirferð námsefnis, námsleikir, námspil, boðnámsaðferðir, Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
65
þjálfunarforrit, hópavinna, tvenndar vinna, myndræn tjáning, tónlist, hreyfing, söngur, skrifleg tjáning, ritun, hlustunarefni, myndmiðlar, sýnikennsla, spurnaraðferðir og ofl.
Heimanám Lestur, ritun og vinnublöð.
Námsmat Við námsmat leggur kennarinn áherslu á að nemendurnir hafi tileinkað sér það sem kennt hefur verið um veturinn. Einkunnir byggjast ekki eingöngu á einstökum prófum (75%-85%)heldur einnig heimavinnu og frammistöðu nemenda í kennslutímum(15%-25%). Í lok skólaárs fá nemendur vetrareinkunn sem er heildareinkunn fyrir allan veturinn.
Samfélagsfræði 3 kennslustundir á viku Í samfélagsfræði er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsvinnu og hópvinnu. Auk námsbóka og verkmöppu er stuðst við veraldarvefinn og unnin verefni í PowerPoint og Publisher. Nemendur eru þjálfaðir í að koma fram og kynna verkefnin sín og eru hvattir til að temja sér vönduð vinnubrögð.
Íslandssaga fyrrihluta vetrar Markmið • • • •
að nemendur öðlist þekkingu á íslensku þjóðfélagi á tímabilinu 930 -1262. að skilningur nemenda á sögulegum arfi þeirra eflist. að nemendur átti sig á því að við myndun nýs samfélags eins og á Íslandi er tilvera þess háð samkomulagi manna um lög og reglur, stjórnskipan og réttarfar. að nemendur fái innsýn í daglegt líf fólks á þessum tíma.
Námsþættir Alþingi og stjórnarfar á Íslandi á þjóðveldisöld. Saga Íslands til 1262 út frá stjórnmála- og menningarsögulegu sjónarhorni. Ættir og áhrifamenn á Sturlungaöld og aðstæður almennings s.s. kjör barna og kvenna, búskaparhættir og barátta landsmanna við náttúruöflin. Erlend áhrif, deilur innanlands og hvernig Íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu. Ævi og störf Snorra Sturlusonar. Landafundir, Grænland – Ameríka. Nemendur læri að nota söguleg kort, töflur og gröf og æfist í að lesa á tímaás.
Námsefni Sögueyjan 1.hefti. Snorri Sturluson og mannlíf á miðöldum. Merkir sögustaðir Hólar og Skálholt. Söguatlas og aðrar heimildir sem henta.s.s af veraldarvefnum.
Heimanám Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Heimavinna aðallega fyrir próf.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni nemenda í tímum, vinnubók, kynningu og kaflaprófum
66
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Landafræði seinnihluta vetrar Markmið að nemendur kynnist Norðurlöndum, landslagi, auðlindum, gróðri, veðurfari og íbúum. að nemendur öðlist færni í að lesa úr kortum, gröfum og öðrum landfræðilegum upplýsingum. að nemendur þjálfist í að leita sér upplýsinga um ákveðið efni.
Námsþættir Atvinnu- og þjóðlíf á Norðurlöndum s.s. lega, landshættir, þjóðir, tungumál og menning. Höfuðborgir, þjóðfánar og stjórnarfar. Náttúruauðlindir og atvinnuvegir. Frægustu náttúrufyrirbæri. Norðurlandasamvinna. Kortavinna.
Námsefni Norðurlönd. Við Norðurlandabúar og aðrar heppilegar heimildir. Vinnubók, hópverkefni, einstaklingsverkefni í samvinnu við bókasafn og upplýsingamennt.
Heimanám Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Heimavinna aðallega fyrir próf
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni nemenda í tímum, vinnubók, kynningu og kaflaprófum.
Náttúrufræði Markmið úr eðlisvísindum Nemendur: • athugi flotkraft • athugi núningskraft • mæli kraft • vinni með loft og með hluti í lofti • mæli vegalengd og ferðatíma hluta sem eru á hreyfingu • vinni einfalda útreikninga á hraða • geri athuganir á ýmsum einföldum vélum og tækjum • þekki ölduhreyfingu og endurvarp út frá athugunum • geri sér grein fyrir að hljóð myndast ekki nema hreyfing á hlutum eigi sér stað • geti lýst bylgjuhreyfingu með hugtökunum öldutoppur, öldudalur og bylgjulengd
Markmið úr jarðvísindum Nemendur: • vinni með stærð jarðar og reikistjarna og fjarlægð þeirra frá sólu • geri sér grein fyrir mikilvægi lofthjúpsins fyrir lífríki jarðar • þekki hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif • geri sér grein fyrir hringrás vatns í umhverfi sínu • þekki að grunnvatn rennur um sprungur í berglögum • þekki einkenni helstu jarðsögutímabila á jörðinni • ræði um breytingar sem verða á yfirborði jarðar við náttúruhamfarir; eldvirkni, jarðskjálfta, Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
67
flóð og vinda
Markmið úr lífvísindum Nemendur: • kynnist völdum þáttum úr þróunarsögu lífs á jörðinni, einkum risaeðlum • geri athuganir í ferskvatni og kanni mismunandi þætti s.s. lífríkið, fæðukeðjur, áhrif umhverfisþátta • kannist við alla íslenska ferskvatnsfiska og hvernig þeir hafi borist til Íslands • geri sér grein fyrir að líkami mannsins tekur stöðugum breytingum frá fæðingu til dauða • fjalli um og geti borið saman mismunandi gróðurlendi, s.s votlendi, valllendi og skóglendi Markmiðin eru flest þrepamarkmið sjötta bekkjar í Aðalnámskrá grunnskóla, náttúrufræði (1999:50-51)
Námsþættir Kraftar (flotkraftur, núningskraftur), loft, hraði, vélar og tæki, ölduhreyfingar og endurvarp, hljóð, fjarlægð reikistjarna frá sól, lofthjúpur, ósonlag, gróðurhúsaáhrif, hringrás vatns, lífsferill mannsins, grunnvatn, jarðsögutímabil, náttúruhamfarir (eldvirkni, jarðskjálftar, flóð, vindar), þróunarsaga lífs á jörðu, lífríki ferskvatns, fæðukeðjur, umhverfisþættir, íslenskir ferskvatnsfiskar, mismunandi gróðurlendi (votlendi, vallendi, kjarr- og skóglendi, holt og móar, melar og sandar, fjöll og heiðar, strendur).
Námsefni Lífríkið í fersku vatni, Lífríkið á landi, Auðvitað 2 og vinnublöð.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af ástundun nemenda í tímum, vinnubókum, tímaverkefnum s.s. kynningum, veggspjöldum, könnunum, prófum og heimavinnu.
Kennsluaðferðir Í sjötta bekk er meira en áður lagt upp úr þekkingaröflun nemenda á ákveðnum námsþáttum og kynningu þeirra á námsþáttunum. Í skólanum er mikið unnið í hópum eða tvenndum en einstaklingsvinnan er mest í heimavinnunni. Reynt er að hafa námið fjölbreytt og inn í það fléttast skoðun myndbanda og vefefnis, tilraunir, tölvuvinnsla, umræður, töflukennsla og vettvangsferðir þar sem áhersla er lögð á að nemendur njóti náttúru og útivistar.
Heimavinna Frekar stöðug heimavinna sem einkennist af lestri námsbókar og að svara spurningum úr textanum.
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku Markmið Nemendur: • kynnist islam og gyðingdómi • virði fólk með mismunandi trúar- og lífsskoðanir • þjálfist í málefnalegri umræðu • þroski með sér gagnrýna hugsun
68
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• geri sér ljósa ábyrgð mannsins á sköpunarverkinu, sjálfum sér og náunga sínum • fái tækifæri til að ræða mismun á trú og vísindum í tengslum við sköpunartexta Biblíunnar • kynnist og geti dregið lærdóm af nokkrum af dæmisögum Jesú • þekki hina kristnu upprisutrú og þá von sem henni tengist • kynnist frumsöfnuðinum • viti að postulleg trúarjátning feli í sér grundvallaratriði kristinnar trúar • fáist við siðferðileg efni tengd einelti og hópþrýstingi ( Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði 1999:20-22 og 2007:1416).
Námsefni Islam – að lúta vilja Guðs, Gyðingdómur – sáttmáli þjóðar, Ljós heimsins og verkefnablöð.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni og félagsfærni nemenda í tímum, heimavinnu, veggspjöldum, vinnubókum, og prófum.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður, verkefnavinna, hópavinna, föndurvinna, skoðun myndbanda, tölvuvinnsla, upplýsingaleit, leikræn tjáning og söngur.
Heimanám Nemendur lesa reglulega heima í námsbókunum og vinna verkefnablöð.
Upplýsingamennt 1 kennslustund á viku Unnið er samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla í Upplýsinga og tæknimennt. Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Náið samstarf er á milli kennara í tölvuveri og bókasafnsfræðings.
Markmið • • • • • • • • •
að nemendur læri grunnatriði í meðferð og notkun tölvu að nemendur þjálfist í réttum vinnubrögðum og líkamsbeitingu við tölvu að nemendur haldi áfram að þjálfast í réttri fingrasetningu (Ritfinnur) að nemendur geti nýtt sér kennsluf orrit er hæfa aldri og getu að nemendur geti ritað einfaldan texta og skeytt myndum inn í textann (Word) að nemendur geti brotið um í tölvu texta með myndum, s.s. einfaldan bækling (Publisher) að nemendur kunni að vista skjöl og ná í vistuð skjöl að nemendur geti geymt eigin upplýsingar á tölvutæku formi með skipulögðum hætti að nemendur kynnist glærugerðarforriti og notkun þess (Powerpoint)
Námsmat Símat byggt á vinnu nemenda og virkni í tímum. Einstök verkefni verða metin í samvinnu við bekkjakennara.
Kennsluskipan Sjálfstæð vinna á safni og í tölvuveri. Kynning á kennsluforritum við hæfi nemenda og þeim Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
69
kynnt póstforrit. Hver nemandi fær úthlutað netfangi. Ritgerðasmíð í tengslum við bókasafn. Verkefnavinna í tengslum við samfélagsfræði, myndmennt og bókasafn. Nemendur eru tvo tíma í viku í upplýsingamennt, einn tíma í tölvustofu og einn á skólasafni. Nemendur geta fengið þrjár bækur lánaðar á skólasafni og er útlánstíminn tvær vikur.
Námsefni Notast verður við bókina 25 lexíur í upplýsingatækni fyrir miðstig eftir Hauk Má Helgason og Halldór Arnar Úlfarsson
SKÓLASAFN Markmið • •
Nemendur kynnist Dewey flokkunarkerfinu og geti fundið heimildir á safninu. Nemendur séu færir um að nota handbækur og geti gert heimildaritgerð.
Námsefni Tvö verkefnahefti. Leiðbeiningar fyrir ritgerðarsmíð.
Námsþættir Upprifjun á reglum bókasafnsins. Nemendur vinna í bókfræðihefti. Handbókanotkun kennd. Kennt að leita í helstu handbókum, alfræðiorðabókum og fræðibókum. Upprifjun og þjálfun í notkun orðabóka. Nemendur læri að leita að heimildum á netinu. Heimildavinna. Nemendur læri betur undirstöðuatriði í gerð heimildaritgerða og læri að setja þær rétt upp.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið • • • • • •
að nemendur þroski hæfileika sína til að túlka eigin hugmyndir í myndum. að nemendur fái að kynnast mismunandi aðferðum og vinnubrögðum. að nemendur fræðist um myndlistasöguna. að nemendur kynnist myndbyggingu og myndtáknum. að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi mynd- og handverks í daglegu lífi. að nemendur þjálfist í að teikna bæði það sem fyrir augu ber og einnig óhlutbundið.
Námsþættir Rifjuð upp lit- og formfræði. Unnið með línu, einföldum fjarvíddarteikningum og athugun á ljósi og skugga. Grafíktækni kynnt og unnið með skapalónsþrykk og einþrykk.
Námsmat Valin myndverk/verkefni metin. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 1 kennslustund á viku Markmið Nemendur: • viti að hver og einn hefur persónuleg og tilfinningaleg mörk sem hægt er að ganga of nærri
70
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
með neikvæðum áreitum • virði ólíka einstaklinga • geti í samvinnu við aðra komið sér saman um leikreglur þar sem jafnréttis er gætt • þjálfist í að vega og meta ólíka kosti með gagnrýnu hugarfari • átti sig á gildi hirðusemi um líkama sinn, umhverfi, eigin eigur og annarra • þekki vel starfshætti, reglur, skipulag og áherslur skóla síns • kunni helstu umferðarreglur og þekki algengustu umferðarmerki • fái tækifæri til þátttöku í hópefli í sínum bekk og árgangi Engin formleg einkunn verður gefin í lífsleikni.
Íþróttir 2 kennslustundir á viku markmið • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek að nemendur efli hæfileika sína til tjáningar og sköpunar að nemendur taki þátt í leikjum og æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft að nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd.
Námsþættir/námsefni: • • • • • • • • •
• • •
Læra að leysa úr ágreiningi sem upp getur komið í íþróttum. Læra að bera virðingu fyrir þörfum annarra Læra að bera virðingu fyrir mismunandi getu félaga sinna. Nemendur taka þátt í umræðu um skaðsemi ávana- og fíkniefna og misnotkunar lyfja fyrir líkama og sál. Nemendur nái tökum undirstöðuatriðum íslenskrar glímu og þekki helstu glímubrögð. Nemendur taka þátt í umræðu um svefn og hvíldarþörf, mikilvægi hreyfingar og hollt mataræði. Nemendur þjálfast í leikrænum æfingum og leikæfingum helstu íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, knattspyrnu, badminton, blak, hafnarbolta og bandy. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reiptog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, brennó, kíló, Tarsanleikur og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu, litlir kolhnísar og stórir kolhnísar. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Stöðvaþjálfun og hringþjálfun. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund, björgunarsund, kafsund og stunga.
Námsmat Í íþróttum fer námsmat fram með þrennum hætti 20 % A: Hlutlægt mat þar sem árangur nemenda er mældur t.d. með málbandi eða skeiðklukku. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
71
30 % B: Huglægt mat. Kennarinn metur færni nemenda í ákveðnum íþróttum þar sem mælingum verður ekki komið við með öðrum hætti t.d. boltaleikjum, leikjum og æfingum ýmis konar. 50 % C: Ástundun, áhugi, virkni, samvinna og framkoma í kennlustundum.
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • geri sér grein fyrir því að neysluvenjur hafa áhrif á heilsuna • geti stækkað og minnkað uppskriftir • tileinki sér kurteisi og tillitsemi við borðhald og bragði á þeim mat sem á boðstólum er • viti hvert hlutverk orkuefnanna er í líkamanum • tileinki sér gildi hollra lífshátta
Inntak náms Nemendur læra: • um næringarefnin, í hvaða flokka þau skiptast • um hollar matarvenjur og að borða reglulega • um mikilvægi þess að þvo vel upp • um umhverfisvermd og neytendafræði • hvaða næringarefni fást úr fiski, kjöti og eggjum • að baka og elda einfalda rétti sem þeir geta gert heima • almenn eldhússtörf og þrif svo þeir geti hjálpað til heima • borðsiði og almenna kurteisi
Námsgögn Gott og gagnlegt 2, kennslubók sem gefin er út fyrir 6. bekk með verkefnum og uppskriftum. Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar . Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 6. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg kennsla. Nemendur vinna saman tveir eða fleiri í hóp.
Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun.
Hönnun/smíði 2 stundir á viku hálfan veturinn Markmið/námsþættir Á þessu ári eru mælingar og hlutföll skoðuð ásamt því að nemendum er kennt að teikna með teikniaðferð sem kölluð er þrívörpun (réttvörpun). Öll verkefni eru teiknuð með þessari aðferð og málsett. Verkefni eru nú mun stærri og umfangsmeiri. Samsetningar og nákvæmni sérstaklega tekin fyrir.
72
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Metrakerfið og önnur kerfi eins og tommur skoðuð með tilliti til kosta og galla hvors um sig. Vélavinna á einfaldar vélar s.s. rafmagnsborvélar og pússivélar innleidd. Möguleikar véla og uppruni skoðuð. Verkefni verða hér með meira og minna í vali nemenda sjálfra. Öryggi og varfærni við vinnu skoðuð og rædd.
Kennslutilhögun Kynning, verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 stundir á viku hálfan veturinn Markmið •
• • •
Miðað skal að markvissri þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að nemendur verði sjálfbjarga í verki og geti lagt mat á handverk. Lögð skal áhersla á að efla frumkvæði nemenda svo að þeir öðlist sjálfstraust til eigin sköpunar. Að viðhalda algengum vinnubrögðum, sem haldist hafa með þjóðinni, en jafnframt laga þau að kröfum nútímans. Að nemendur læri rétt handtök, meðhöndlun og heiti áhalda. Að nemendur vinni eftir einföldum skriflegum leiðbeiningum og noti handbækur greinarinnar.Vinna munstur með hjálp tölvu og geri tilraunir með litasamspil.
Námsþættir Prjón: Nemendur hagnýti sér þau vinnubrögð sem áður voru lærð í prjóni. Prjóna á hringprjón og fjóra prjóna. Verkefni valin í samráði við kennara. Vélsaumur: læra að spóla og þræða tvinna á saumavél, sauma óregluleg form, brjóta og sauma niður fald. Skreyti nytjahlut með hjálp saumavélarinnar. Hekl: læra að hekla loftlykkjur, fastahekl og stuðlahekl.
Námsefni Bækur: Hannyrðir í 3.- 6. bekk og Á prjónunum.
Kennsluaðferðir Kynning, verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og sýningartöflur. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum, en þegar unnið er með prjónaverkefni geta nemendur einnig unnið heima.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
73
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Tónmennt 1 kennslustund á viku Markmið Að nemendur: • öðlist vaxandi færni í söng og leik á skólahljóðfæri • öðlist vaxandi færni í flutningi á tónlist, lögum og stefjum eftir minni, heyrn og nótnatáknum • spinni og semji einfalt tónverk sem sýnir greinilegt form og vaxandi skilning á efnisþáttum tónlistarinnar • þekki og geti greint hugtök, s.s. háir tónar og djúpir tónar, hratt og hægt, bjart og dimmt, langt og stutt, púls og hrynur, sterkt og veikt, endurtekning og andstæður, hljóð og þögn, einn tónn eða fleiri og hendingar • þekki og geti greint helstu hljóðfæraflokka og raddgerðir • þjálfist í virkri hlustun • geti heyrt, greint og sýnt þekkingu á ólíkum tónlistarstíltegundum sem unnið hefur verið með • sýni vaxandi skilning á sögulegu og samfélagslegu hlutverki tónlistar sem unnið er með
Námsþættir Söngur og raddbeiting Hljóðfæranotkun Lestur og ritun Hreyfing Hlustun og sköpun Mikil áhersla verður lögð á virka hlustun, upplifun og skilning á fjölbreyttri tónlist og stöðu hennar og mikilvægi í samfélaginu. Sú þekking sem nemendur öðlast í gegnum þessa vinnu verður svo markvisst notuð í verklegri vinnu, t.d. á hljóðfæri, í söng og hreyfingu.
Námsefni Það er gaman að hlusta á kvikmyndatónlist, kennslubók, hlustunarefni, myndband og skrifleg verkefni Hljóðspor Það var lagið Ýmsar söngbækur Fjölbreytt úrval hljómdiska Fjölrituð verkefni úr ýmsum áttum frá kennara
Námsmat Símat á ástundun, virkni, samvinnu og frumkvæði, ásamt skriflegum og munnlegum verkefnum.
74
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
7. bekkur Íslenska 5 kennslustundir á viku Meginmarkmið: • • •
að nemendur geti lesið og ritað texta sér til gagns og ánægju. að máltilfinning þeirra þroskist og þekking þeirra á málinu aukist. að nemendur þjálfist í að hlusta á aðra og geti tjáð skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skýru og góðu máli, töluðu og rituðu.
Bókmenntir Markmið • • • • • • • • • • • • •
að nemendur auki lestrarhæfni, orðaforða og lesskilning. að nemendur læri að lesa með áherslum. að nemendur læri að lesa sér til gagns og ánægju. að nemendur öðlist færni til að meta og skilja innihald texta. að nemendur efli lestrargleðina. að nemendur fái innsýn í margvísleg bókmenntaverk, innlend sem erlend. að nemendur þjálfist í gerð bókmenntaritgerða. að nemendur læri að gera persónulýsingar. að nemendur læri að gera útdrátt. að nemendur geri sér grein fyrir aðalatriðum í texta. að nemendur þjálfist í orðabókanotkun og sögugreiningu. að nemendur lesi ólíka texta. að nemendur geti notið þess að hlusta á frásagnir og upplestur.
Námsþættir Bókmenntatextar af ýmsum toga, skrifleg og munnleg verkefni. Áhersla lögð á frjálsan lestur. Þjálfun í upplestri og framsögn. Uppbygging texta.
Námsefni Grænkápa. Benjamín dúfa og verkefnahefti. Vinnublöð unnin. Sveinn i djúpum dali – um Jónas Hallgrímsson
Stafsetning/ritun Markmið • • • • •
að nemendur geti skrifað réttan texta. að nemendur öðlist færni í að beita stafsetningarreglum. að nemendur þjálfist í að nota orðabækur og önnur hjálpargögn við ritun. að nemendur geti dregið út aðalatriði og endursagt efni. Öðlist öryggi við að tjá hugmyndir sínar og reynslu.
Námsþættir Upprifjun á reglum. Reglur um j, g, gs, ks, x, f, v, hv og kv. Eitt orð eða tvö. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
75
Ýmis ritunarverkefni frá kennara.
Námsefni Stafsetning Á.Þ. og G.G. Mál er miðill, grunnbók og verkefnabók. Ljósrit og Finnbjörg.
Móðurmál Markmið • • • • • • • • • •
að nemendur geri sér grein fyrir málnotkun sinni og kynnist margbreytileika móðurmálsins. að nemendur auðgi málfar sitt, máltilfinningu og málskilning. að nemendur læri ýmis hugtök sem auðvelda þeim að fjalla um og nota móðurmálið. að nemendur geti greint fallorð og sagnorð og þjálfist í fallbeygingu. að nemendur fái innsýn í setningafræði. að nemendur tengi málfræði öðrum þáttum móðurmálsins. að nemendur þekki stofn nafnorða, sagnorða og lýsingarorða og geti nýtt sér reglurnar. að nemandur skilji að málfræðiþekking nýtist í tungumálanámi. að nemendur geti flett upp í og notað orðabækur. að nemendur geri sér grein fyrir mismunandi hlutverki orða í texta.
Námsþættir Nafnorð, lýsingarorð, sagnorð, stofn orða, persónufornöfn, spurnarfornöfn, beygingarfræði, setningafræði, málshættir, orðtök, margræðni. Fjallað um uppbyggingu og fjölbreytileika móðurmálsins. Nemendur kynnast málkerfinu á skipulegan hátt. Þá verða unnin margvísleg verkefni til að þjálfa málnotkun.
Námsefni Málrækt 3. hefti. Skrudda og vinnuhefti I og II. Ljósrituð verkefni úr Móðurmál 3. hefti eftir Á. S. Dagblaðaverkefni. Finnbjörg, Verkefni með Réttritunarbókinni.
Ljóð Markmið • • • • • •
að nemendur kynnist mismunandi ljóðformum. að nemendur læri að lesa og skilja ljóð sér til gagns og ánægju. að nemendur læri að meta ljóð og mikilvægi þeirra. að nemendur kynnist völdum skáldum og verkum þeirra. að nemendur læri valin ljóð utanbókar. að nemendur þjálfist í eigin ljóðagerð.
Námsþættir Unnið með mismunandi form og einkenni ljóða s.s. rím, ljóðstafi og líkingar, persónugervinga og andstæður. Flutningur þjálfaður á lærðum og frumsömdum ljóðum. Ljóðaskýringar og höfundar kynntir.
Námsefni Ljóðspor og ýmis önnur ljóð úr fórum kennara.
Skrift Markmið •
76
að nemendur þjálfist í pennaskrift. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• •
að nemendur vandi frágang og uppsetningu. að nemendur þrói með sér læsilega og hraða rithönd.
Námsþættir Pennaskrift, uppsetning og vönduð vinnubrögð.
Námsefni Skrift 7. Æfingatextar af blöðum og bókum. Uppsetning ljóða á vinnublöð.
Kennslutilhögun Fyrirlestrar, sýnikennsla, myndmiðlar, hlustunarefni, skriflegar æfingar, vinnubókarkennsla, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, yfirferð námsefnis, námsleikir, þjálfunarforrit, samræða, spurnaraðferðir, umræðuhópar, leikræn tjáning, myndræn tjáning, hreyfing, ritun, hópvinna og þemanám.
Námsmat Stöðugt eftirlit er með vinnu nemenda, eftirtekt, skilningi, færni og áhuga. Verkefni og próf eru notuð til að meta stöðu nemendanna og eru þau lögð fyrir eftir að ákveðnir námsþættir hafa verið kláraðir. Í lok annar er svo lagt fyrir próf sem gildir hluta af annareinkunn og um leið eru vinnubækur metnar.
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. að nemendur nái það góðum tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að hún nýtist þeim í daglegu líf. að nemendur temji sér nákvæm vinnubrögð í stærðfræði. að nemendur æfist í að tala um stærðfræðileg viðfangsefni á skipulegan hátt. að nemendur þjálfist í rökhugsun og tjáskiptum við stærðfræðiúrlausnir. að nemendur byggi ofan á áður lærða efnisþætti og tileinki sér námsefni vetrarins með reglubundinni þjálfun.
Námsþættir Reikningur Talnafræði Algebra Tölfræði Rúmfræði og mælingar Brot Nánari upplýsingar má finna í Náms- og kennsluáætlun sem nemendum hefur verið fengin.
Námsefni Geisli 3 grunnbók ásamt vinnuhefti 3A og 3B. Námsbókaröðin Hringur3 Þemaheftin Rökþrautir og Jöklar. Neptúnuns og Plútó. Stærðfræðiþrautir og leikir til þjálfunar.
Námsmat Námsmat fer fram nokkrum sinnum yfir skólaárið eftir hvern efnisþátt, verður það í formi prófa, Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
77
verkefna, kynninga eða þess háttar. Símat og sjálfsmat verður á almennri vinnu nemenda. Á miðsvetrarprófi er prófað úr námsþáttum haustannar og á vorprófi er prófað úr námsþáttum vorannar.
Kennslutilhögun Lögð er áhersla á að efla ábyrgð nemendanna með því að hvetja þá til að beita sjálfstæðum vinnubrögðum, setja sér markmið og meta eigin framvindu og árangur. Unnið er með viðfangsefni grunnbóka á fjölbreyttan hátt á grundvelli getu einstaklingsins. Lögð er áhersla á skilning á stærðfræðinni og að nemendur séu vakandi fyrir því að þroska þann skilning. Nemendur eru hvattir til að temja sér að nota sérhver stærðfræðigögn sem koma geti að gagni, svo sem vasareikni, brotaspjöld og kennslupeninga.
Heimanám Nemendur setja vikuleg markmið. Ákveðnar verkefnabækur eru unnar og markmiðin skráð í náms- og kennsluáætlun (sem á alltaf að vera í skólatösku). Heimavinnu er skilað einu sinni í viku á ákveðnum degi.
Enska 4 kennslustundir á viku Lögð er áhersla á að nemendur skilji einfalt mál, bæði talað og ritað. Þeir þjálfist í að hlusta áhljómsnældur og æfist í að tjá sig
Markmið • • • •
að nemendur geti skilið einfalt talmál og tjáð sig á því. að nemendur geti lesið sér til gagns og skemmtunar. að nemendur geti skrifað einfaldan texta nokkuð rétt. að nemendur læri að glósa á skipulagðan hátt.
Námsþættir Hugtök úr nánasta umhverfi, litir, fatnaður og fl., tölur, ákveðinn og óákveðinn greinir nafnorða, eintala og fleirtala nafnorða, persónufornöfn, spurnarfornöfn, tíðir sagna og fl.
Námsefni Build up 2 - Málfræði C, True stories. Lesskilningsverkefni Nice and Easy, Ritunarverkefni (PP) Ýmislegt efni til að þjálfa og auka hæfni nemenda í ensku.
Kennslutilhögun Þegar kenndar eru tvær kennslustundir saman er sú fyrri notuð í kennslubókina og sett verður fyrir í henni í lok tímans. Seinni tíminn mun fara í að þjálfa færniþættina fjóra (hlustun, lesskilning, tal og ritun) og verður þá stundum kennt í hringekju eða hópaformi. Bein kennsla, hlustun, hópvinna, ritun, samræður og vinnubókarkennsla.
Heimanám Lestur, ritun og vinnublöð.
Námsmat Við námsmat leggur kennarinn áherslu á að nemendurnir hafi tileinkað sér það sem kennt hefur verið um veturinn. Einkunnir byggjast ekki eingöngu á einstökum prófum (75%-85%)heldur einnig heimavinnu og frammistöðu nemenda í kennslutímum(15%-25%) . Í lok skólaárs fá nemendur vetrareinkunn sem er heildareinkunn fyrir allan veturinn.
78
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Danska 4 kennslustundir á viku Markmið • • • •
Að nemendur skilji einfalt talmál og geti tjáð sig á því. Að nemendur lesi sér til gagns og skemmtunar. Að nemendur geti skrifað einfaldan texta nokkuð rétt. Að nemendur læri að glósa á skipulagðan hátt.
Námsþættir Lögð er áhersla á hlustun, tal, orðaleiki og lestur smásagna. Orðabækur notaðar í tengslum við ný orð og nemendum kennt að glósa. Nemendur tileinki sér orðaforða er tengist daglegu lífi fólks og þáttum sem snerta nemendurna sjálfa. Helstu viðfangsefni eru allt það sem er í nánasta umhverfi nemandans t.d. fjölskylda og heimili.
Námsefni Jeg taler dansk - verkefnablöð. Klar Parat ásamt vinnubók og verkefnum. Verkefni frá kennara
Heimanám Heimanám verður í dönsku þegar líða tekur á veturinn. Kennari leggur ríka áherslu á að því sé sinnt. Nemendur vinna 3-4 hefti heima sem þeir svo skila til kennara.
Kennslutilhögun Myndmiðlar, hlustunarefni, skriflegar æfingar, vinnubókarkennsla, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, yfirferð námsefnis, námsleikir, þjálfunarforrit, samræða, spurnaraðferðir, umræðuhópar, leikræn tjáning, myndræn tjáning, hreyfing, ritun, hópvinna og þemanám.
Námsmat Við námsmat leggur kennarinn áherslu á að nemendurnir hafi tileinkað sér það sem kennt hefur verið um veturinn. Einkunnir byggjast ekki eingöngu á einstökum prófum (75%-85%)heldur einnig heimavinnu og frammistöðu nemenda í kennslutímum(15%-25%) . Í lok skólaárs fá nemendur vetrareinkunn sem er heildareinkunn fyrir allan veturinn.
Samfélagsfræði 3 kennslustundir á viku Í samfélagsfræði er lögð áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsvinnu og hópvinnu. Auk námsbóka og verkmöppu er stuðst við veraldarvefinn og unnin verkefni í PowerPoint og Publisher. Nemendur eru þjálfaðir í að koma fram og kynna verkefnin sín og eru hvattir til að temja sér vönduð vinnubrögð.
Landafræði Markmið • • • •
að nemendur þekki landfræðileg og samfélagsleg hugtök eins og loftslag, gróðurfar, þéttbýli, atvinnuvegir, stjórnarfar. að nemendur öðlist færni í að lesa úr kortum og gröfum og öðrum landfræðilegum upplýsingum. að nemendur öðlist þekkingu á Evrópu bæði landfræðilega og samfélagslega. að nemendur æfist í að leita upplýsinga.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
79
Námsþættir Fjallað um heimsálfurnar sjö þar sem Evrópu er gerð sérstök skil. Farið verður í menningu þjóða, stærð landa, höfuðborgir, atvinnuvegi, veðurfar, íþróttir ofl. Yfirlit um svæði og lönd í Evrópu. Svipmyndir úr sögu Evrópu og þróun álfunnar til okkar daga og litið til framtíðar. Lestur á kort, gröf, töflur o. fl.
Námsefni Evrópa - álfan okkar. Bókin lesin og vinnubók unnin. Verkefnin unnin samhliða í upplýsingamennt. Leitast verður við að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum og heimildaöflun.
Heimanám Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Heimavinna aðallega fyrir próf.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni nemenda í tímum, vinnubók, kynningu og kaflaprófum.
Íslandssaga Markmið • •
að nemendur fræðist um sögu lands og þjóðar. að skilningur nemenda á sögulegum arfi eflist.
Námsþættir tímabilið 1300 - 1800, Íslendingar verða þegnar Danakonungs, verslun, siðaskiptin, einokun, Tyrkjaránið, handritin, Reykjavík verður þorp.
Námsefni Sjálfstæði Íslendinga 2. hefti og vinnubók. Ein grjóthrúga í hafinu. Lítið eitt um byggð í Reykjavík.
Heimanám Námið fer að mestu leyti fram í skólanum. Heimavinna aðallega fyrir próf.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni nemenda í tímum, vinnubók, kynningu og kaflaprófum.
Kristin-, sið- og trúarbragðafræði 1 kennslustund á viku. Markmið • • • •
80
að nemendur fáist við siðræn viðfangsefni sem tengjast samskiptum, sáttfýsi, fyrirgefningu, minnihlutahópum, einelti og hópþrýstingi að nemendurgeri sér ljósa ábyrgð mannsins á náttúrunni, sjálfum sér og náunga sínum að nemendur geri sér grein fyrir gildi jákvæðra lífsviðhorfa og gildismats sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund að nemendur þjálfist í að ræða siðferðileg gildi og álitamál sem lúta að réttlæti, mannréttindum og jafnrétti, kjörum flóttamanna og misskiptingu lífsgæða í heiminum þar sem hver einstaklingur er hluti af stærri heild í samfélagi þjóðanna Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • • • • • •
•
að nemendur temji sér umburðarlyndi og virðingu fyrir ólíkum einstaklingum, kynþáttum og þjóðum í ljósi jafngildis og jafnréttis allra manna að nemendur þekki postullegu trúarjátninguna og geri sér grein fyrir því að hún felur í sér grundvallaratriði kristinnar trúar og er sameiginlegur arfur nær allra kristinna kirkjudeilda að nemendur fræðist um uppruna, sögu og útbreiðslu búddadóms og hindúasiðar að nemendur þekki dæmi um helgirit búddadóms og hindúasiðar að nemendur kynnist trúarjátningu búddatrúarmanna að nemendur þekki til trúariðkun hindúa og búddhatrúarmanna að nemendur kynnist öðrum völdum þáttum búddadóms og úr hindúasið, m.a. musterum, klaustrum, helgistöðum, táknum, hátíðum og siðum að nemendur hafi þekkingu á uppruna, sögu, inntaki, helgisiðum, helgistöðum, helgiritum, táknum, hátíðum, guðshúsum og útbreiðslu helstu trúarbragða heims þ.e. kristindóms, gyðingdóms, íslams, hindúasiðar og búddadóms að nemendur nái nokkru valdi á að bera saman meginatriði ólíkra trúarbragða, svo sem sögu, guðshugmyndir, tilveruskilning, mannskilning, frelsunarleiðir, hugmyndir um dauðann, helgirit, helgisiði og siðgæði
( Aðalnámskrá grunnskóla, kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði 2007:15-17).
Námsefni Búddhatrú – leiðin til nirvana, Hindúatrú – Guð í mörgum myndum, Kristintrú – Fagnaðarerindið, Ljós heimsins og verkefnablöð.
Námsmat Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af virkni og félagsfærni nemenda í tímum, heimavinnu, verkefnum, vinnubókum, og prófum.
Kennslutilhögun Hlustun, umræður, verkefnavinna, hópavinna, skoðun myndbanda, tölvuvinnsla, upplýsingaleit, leikræn tjáning og söngur.
Heimanám Nemendur lesa reglulega heima í námsbókunum og vinna verkefnablöð.
Náttúruvísindi Lífvísindi Markmið • •
að nemendur læri um mannslíkamann, einkum gerð og starfsemi líffærakerfanna og samspil þeirra. Að nemendur fái t.d. innsýn í ferli getnaðar, fæðingar, bernsku, kynþroska og öldrun.
Námsþættir Mannslíkaminn innri og ytri gerð, skynfæri, æxlun, kynþroskaskeið, getnaðarvarnir, fíkniefni og áhrif þeirra og öldrun.
Námsefni Líkami mannsins, vinnubók og verkefni frá kennara.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
81
Eðlisvísindi: Markmið • • •
Að nemendur öðlist þekkingu á nokkrum af grunnhugtökum eðlis- og efnafræðinnar, sbr. frumeind, sameind, varmi, orka. Að nemendur þjálfist í að beita aðferðum og vinnubrögðum með því að skoða, lýsa, mæla,vega, greina og flokka. Að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð.
Námsþættir Fjallað verður um byggingareiningar alheims, varma, hamskipti, hitaþenslu og leysni, orku og orkunotkun, haf, vatnsföll og jökla.
Námsefni Auðvitað 3 og verkefni frá kennara.
Kennslutilhögun Í kennslustundum er farið yfir efni bókanna og ætlast til að nemendur skrifi hjá sér helstu áhersluatriði. Nemendur gera nokkrar tilraunir/æfingar auk þess sem sýnitilraunir eru gerðar. Að auki eru ýmis skrifleg verkefni unnin. Öllum verkefnum og glósum eiga nemendur að halda til haga í möppu. Notast er við kennslumynd-bönd eftir því sem við á.
Kennsluaðferðir Bein kennsla, fyrirlestrar, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar, fræðslumyndir.
Heimavinna Frekar stöðug heimavinna sem einkennist af lestri námsbókar og að svara spurningum úr textanum.
Námsmat Námsmatið byggir á símati þar sem kennari fylgist með stöðu og framförum nemenda. Námsmatið á við frágang, vinnusemi, vandvirkni, virkni, félagsfærni og þekkingu. Formleg einkunn er gefin og tekur hún mið af ástundun nemenda í tímum, kynningum, veggspjöldum, vinnubókum, heimavinnu og prófum.
Upplýsingamennt 2 kennslustundir á viku Unnið er samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla í Upplýsinga- og tæknimennt. Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein að því leyti að áhersla er lögð á að kenna og leiðbeina nemendum við öflun, úrvinnslu og miðlun upplýsinga í tengslum við annað nám nemenda. Náið samstarf er á milli kennara í tölvuveri og bókasafnsfræðings.
Námsmat Símat byggt á vinnu nemenda og virkni í tímum.
Kennslutilhögun Vinna í tölvuveri undir leiðsögn kennara. Nemendur vinna síðan verkefni fyrir áramót þar sem bókasafn og heimildaleit er stór partur. Verkefnið byggir á margmiðlun og eiga nemendur að setja verkefnið fram með sem fjölbreyttustum hætti, má þar nefna myndskeið, ljósmyndir, hljóð og texti. Eftir áramót verður áherslan lögð á ritvinnsluforritið Word. Áhersla verður lögð á uppbyggingu ritgerðar, tengsl mynda og texta o.s.frv.
82
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Námsefni Microsoft power point, Windows movie maker og Microsoft Word.
Tæknilæsi Nemendur: • læri grunnatriði í meðferð og notkun tölvu • kynnist Internetinu og þjálfist í notkun þess við heimildaöflun • þekki helstu leitarmöguleika á netinu • haldi áfram að þjálfast í réttri fingrasetningu • geti ritað einfaldan texta og skeytt myndum inn í textann (Word) • kunni að búa til möppur og nota möppur í tölvum • kunni að vista skjöl og ná í vistuð skjöl • noti glærugerðarforrit (Powerpoint) í tengslum við kynningu á námsefni
Skólasafn Markmið: • •
Nemendur kunni að nota bókasöfn. Geti leitað að gögnum á safninu. Nemendur séu nokkuð færir um að finna heimildir jafnt á safninu sem af netinu.
Inntak náms Upprifjun á reglum og umgengni á safninu. Heimildaleit bæði á safninu og á netinu. Nemendum kennt á leitar- og útlánskerfi safnsins.
Helstu námsgögn Kristín Unnsteinsdóttir. 1992. Leitum og finnum á skólasafni I.
Námsþættir Upplýsingavinnsla, samfélagsfræði, íslenska og einföld margmiðlun.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið • • • • • •
að nemendur þroski hæfileika sína til að túlka eigin hugmyndir í myndum. að nemendur fái að kynnast mismunandi aðferðum og vinnubrögðum. að nemendur fái fræðslu um myndlistasöguna. að nemendur kynnist myndbyggingu og myndtáknum. að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi mynd- og handverks í daglegu lífi. að nemendur kynnist fjarvídd.
Námsþættir Rifjuð upp lit- og formfræði. Byrjað á línuæfingum, einföldum fjarvíddarteikningum og athugun á ljósi og skugga. Grafíktækni kynnt og unnið með ýmsa þætti hennar s.s. dúkþrykk. Leirvinnsla og brennsla.
Námsmat Valin myndverk/verkefni metin. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
83
Lífsleikni ½-1 kennslustund á viku Markmið • • • • • •
að nemendur velti fyrir sér ýmsum hliðum þess að breytast úr barni í ungling að nemendur viti af hættum samfara neyslu tóbaks og áfengis að nemendur geri sér grein fyrir að mannréttindi eru leikreglur í samfélagi einstaklinga og þjóða til að tryggja jafnan rétt að nemendur skoði samskipti undir mismunandi aðstæðum að nemendur geti greint jákvæðan áróður frá neikvæðum í auglýsingum og umhverfi að nemendur geti lagt mat á fréttaflutning um málefni barna og unglinga
Námsþættir Samskipti, tóbaksvarnir, áróður og áhrif fjölmiðla.
Námsefni Í sátt og samlyndi Reyklaus – að sjálfsögðu Allir geta eitthvað, enginn getur allt
Námsmat Formleg einkunn er ekki gefin en færni nemenda til að tjá sig og þátttaka þeirra í umræðum og annarri gefin gaumur.
Kennslutilhögun Myndmiðlar, hlustunarefni, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, námsleikir, umræðuhópar, leikræn tjáning, myndræn tjáning, hreyfing, ritun og hópvinna .
Heimanám Ekkert heimanám er í lífsleikni.
Íþróttir 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • •
að nemendur efli líkamlegan þroska sinn, heilbrigði og þrek. að nemendur efli hæfileika sína til tjáningar og sköpunar. að nemendur taki þátt í leikjum og æfingum sem efla líkamsþol, hraða, viðbragð og kraft. að nemendur skilji mikilvægi reglubundinnar líkamsræktar og finni til þess leiðir við sitt hæfi. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að nemendur fræðist um íþróttir, líkamsrækt og heilsuvernd.
Námsþættir/námsefni • • • •
84
Læra að bera virðingu fyrir þörfum annarra Læra að bera virðingu fyrir mismunandi getu félaga sinna. Nemendur taka þátt í samstarfsverkefnum s.s. íþróttasýningum og íþróttamótum. Nemendur taka þátt í umræðu um svefn og hvíldarþörf, mikilvægi hreyfingar og hollt mataræði. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • •
• • •
Nemendur þjálfast í leikrænum æfingum og leikæfingum helstu íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, knattspyrnu, badminton, blak, hafnarbolta og bandy. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reipitog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, brennó, kilo, Tarsanleikur og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu, litlir kolhnísar og stórir kolhnísar. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Stöðvaþjálfun og hringþjálfun. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund, björgunarsund, kafsund og stunga
Námsmat Í íþróttum fer námsmat fram með þrennum hætti: 20 % A: Hlutlægt mat þar sem árangur nemenda er mældur t.d. með málbandi eða skeiðklukku. 30 % B: Huglægt mat. Kennarinn metur færni nemenda í ákveðnum íþróttum þar sem mælingum verður ekki komið við með öðrum hætti t.d. boltaleikjum, leikjum og æfingum ýmis konar. 50 % C: Ástundun, áhugi, virkni, samvinna og framkoma í kennlustundum.
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • læri að hreinlæti er forsenda allrar matreiðslu • tileinki sér gildi hollra lífshátta • tileinki sér tillitssemi og kurteisi í allri samvinnu • viti í hvaða röð best er að vinna verkin • viti hvenær feiti er hæfilega heit til steikingar • viti mun á lyftiefnum • viti mun á hrærðu, hnoðuðu og þeyttu degi og hvenær kakan er bökuð
Inntak náms Nemendur læra: • grunnaðferðir í matreiðslu algengra fæðutegunda • um orkuefnin og vítamínin í fæðunni • um hollar matarvenjur að borða reglulega • borðsiði og almenna kurteisi • þrif, uppþvott og frágang í eldhúsi • grunnatriði í vöruþekkingu • um fæðuflokkana og fæðupýramídann • um meðferð og geymslu matvæla • um krydd og bragðefni
Námsgögn Gott og gagnlegt 3, kennslubók sem gefin er út fyrir 7. bekk með verkefnum og uppskriftum. Uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar . Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
85
Verklýsingar í byrjun hvers tíma.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 7. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla.
Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun.
Hönnun/ smíðar 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn. Markmið / Námsþættir Allir þættir fyrri ára eru nú á takteinum og eru nemendur færir um að tjá skoðanir sínar um hluti, hönnun þeirra efni og annað sem tengist tilurð hluta og umhverfis. Þáttaskil eru nú í efnisvali þar sem málmur er aðalefni vetrarins. Teikningar í hlutföllum 1:1 og fríhendis teikning hluta. Hönnun og útleit skartgripa og annarra skrautmuna í umhverfi okkar rædd. Silfur er jafnvel efni sem notað verður. Listmunir og uppstillingar til yndis en ekki nauðsynlegs gagns ræddir og gerðar prufur. Verkefni reyna því meira á nákvæmni en nokkru sinni fyrr. Kennd verður rafsuða fyrir þá sem óska þess. Öryggi og varfærni við vinnu skoðuð og rædd.
Kennsluaðferðir Málmar og önnur efni kynnt og talað um möguleika þeirra. Hönnun hluta gerð góð skil, teikningar og skipulag verka tekið fyrir.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 stundir á viku hálfan veturinn Markmið • • • •
að nemendur þjálfist í hagnýtum vinnubrögðum. að nemendur kynnist algengum vinnubrögðum sem haldist hafa með þjóðinni en lagi þau jafnframt að kröfum nútímans. að nemendur temji sér góða umgengni og fari vel með áhöld og tæki. að nemendur vinni sjálfstætt að sínum verkefnum, allt frá hönnun að lokafrágangi.
Námsþættir Útsaumur: krosssaumur eða gömul þjóðleg útsaumsspor, unnið eftir tilbúnum munstrum eða eigin teikningum og hugmyndum. Vélsaumur: nemendur fái góða þjálfun í að þræða saumavélina, spóla og breyta um sporgerðir. Kennt að búa til hnappagöt í saumavél, festa tölur bæði í vél og í höndum og að sauma rennilás. Nemendur fá þjálfun í að taka mál, ákveða stærðir og sníða fatnað. Nemendur eiga kost á meiri þjálfun í prjóni og hekli eftir getu og áhuga hvers og eins.
86
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Námsefni Bækur: Hannyrðir í 3.- 6. bekk og Á prjónunum.
Kennsluaðferðir Kynning, verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og sýningartöflur. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum, en þegar unnið er með útsaum, prjón, eða hekl geta nemendur einnig unnið heima.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
87
8. bekkur Íslenska 6 kennslustundir á viku Meginmarkmið Stefnt að því að nemandi geti: • fengið ríkuleg tækifæri til að leika sér með tungumálið á fjölbreyttan hátt, t.d., ýmiss konar orða- og málleikjum og spuna • þekki flestar stafsetningarreglur og hafi náð nokkurri færni í greinarmerkjasetningu • skrifað skilmerkilega um eigin reynslu, hugsanir og tilfinningar • skrifað sögur og ljóð og notað myndmál, málshætti og orðtök þar sem við á • geti byggt upp texta á viðeigandi hátt • þjálfist í að beita mismunandi stíl í rituðu máli með tilliti til viðtakanda og efnis • auki orðaforða sinn og lesskilning og efli málskilning með margvíslegum lestrarverkefnum í skóla og á heimili • kynnist málfræðiatriðum sem koma við sögu t.d. við notkun orðabóka, handbóka, gagnasafna og námsefnis • geti tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögum sínum og öðrum hópum, t.d. við kynningu á hópverkefnum • þjálfist í samræðum í litlum hópum um tiltekin málefni. Íslenskunni eru ætlaðar 6 kennslustundir á viku og verður hér skipt í fjögur meginsvið:
Talað mál og framsögn Markmið • • •
geta tjáð sig frjálslega frammi fyrir skólafélögum sínum, t.d. á fundum eða samkomum til að auka hæfni sína í munnlegri tjáningu munu nemendur taka þátt í umræðum, lesa upp bundið og óbundið mál og halda stutta fyrirlestra Áhersla verður lögð á að nemendur tileinki sér skýran og eðlilegan framburð og áherslur. Kennari leggur mikla áherslu á þennan þátt íslenskunnar.
Námsþættir Unnið með mismunandi form upplesturs, ýmist í formi spuna, tækifærisræðna, undirbúins fyrirlesturs eða annað sem reynir á hæfni nemenda í framsögn
Námsefni Málbjörg, glærur og ljósrit frá kennara
Heimanám Nemendur undirbúa sig heima og flytja ólík verkefni munnlega
í tíma.
Lestur og bókmenntir/ljóð Markmið • • •
88
kynnist heimi Íslendingasagna með því að lesa og ræða um stutta Íslendingasögu eða Íslendingaþátt geti fjallað um form og byggingu ljóða og notað til þess hugtökin rím, stuðlar, braglína, hrynjandi og endurtekning þekki og geti fjallað um mismunandi gerðir myndmáls; bein mynd, líking, persónugerving Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
•
og myndhverfing skoði mismunandi stíl og stílbrögð bókmenntaverka
Námsþættir Nemendur lesa valdar sögur úr Mályrkju og vinna ýmis verkefni tengd sögunum, s.s. upptökuverkefni, framsögn og fleira. Nemendur lesa Gunnlaugssögu og vinna verkefni tengt henni í vinnubækur. Nemendur læra hugtök á borð við rím, ljóðstafi, ferskeytlu o.fl
Námsefni Grundvallarlesefni verður eftirfarandi: A. Mályrkja I eftir Þórunni Blöndal. B. Gunnlaugssaga C. Baulaðu nú, þjóðsögur teknar saman af Baldri Hafstað D. Bragfræði eftir Ragnar Aðalsteinsson E. Efni frá kennara
Heimanám Nemendur lesa heima og svara spurningum úr efninu auk þess sem þeir þurfa að kljást við ýmis bókmenntahugtök
Stafsetning og ritun Markmið •
• • •
að þjálfa nemendur í að mynda sér rökstudda skoðun um tiltekið efni eða álitamál. Munu þeir rita um ákveðin viðfangsefni úr daglegu lífi svo sem atburðalýsingar, persónulýsingar, hlut- eða verklýsingar og sjálfvalin efni. Einnig skila nemendur ritgerðum nokkrum sinnum yfir veturinn í samráði við kennara. nái valdi á stafsetningu og þekki flestar reglur um greinarmerkjasetningu nái tökum á eðlilegri byggingu ritaðs máls
Námsþættir Lögð verður áhersla á skýra og læsilega rithönd. Reglur verða skoðaðar í Skriffinn en einnig vinna nemendur stafsetningarverkefni frá kennara og úr Finni 1 Áhersla lögð á þjálfun í réttritun og greinarmerkjasetningu með fjölbreyttum æfingum.
Námsefni A. Skriffinnur e. Svanhildi Kr. Sverrisdóttur B. Finnur 1 e.Svanhildi Kr. Sverrisdóttur C. Ljósrit frá kennara
Heimanám Nemendur vinna stafsetningaæfingar heima og í skóla
Málfræði Málfræðinni er ætlað að stuðla að betri málvitund, málrækt og málvöndun. Auk þess sem góð málfræði þekking nýtist vel í erlendu tungumálanámi.
Markmið •
þekki helstu beygingaratriði fallorða og sagnorða, átti sig á því hvað er reglulegt og hvað óreglulegt og geti nýtt sér þá þekkingu, t.d. í tengslum við leiðbeiningar um málfar og stafsetningu
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
89
• • • •
kannist við helstu hugtök í tengslum við orðmyndun, stofn, forskeyti, viðskeyti og beygingarendingu, og geti nýtt sér þau við stafsetningu og orðmyndun þekki og geti útskýrt mun orðtaka og málshátta og öðlist áhuga á að nota málshætti og orðtök við sem flest tækifæri öðlist áhuga á að vanda mál sitt sem best og láta það hæfa aðstæðum hverju sinni öðlist trú á eigin málkunnáttu og málhæfni
Námsþættir Lögð verður áhersla á orðflokka og eðli þeirra og setningarfræði. Í Finni 1 eru ólík verkefni sem krefjast víðrar kunnáttu í málfræði og reynir á ólík svið málfræðinnar.
Námsefni A. B. C. D. D.
Finnur 1 e. Svanhildi Kr. Sverridsóttur Málfinnur e. Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Orðhákur 1 e. Magnús Jón Árnason Fallorð e. Magnús Jón Árnason Ljósritað efni frá kennara og af Málbjörgu
Heimanám Nemendur vinna verkefni heima og tímum. Þetta er engan veginn tæmandi lýsing á öllum þáttum íslenskukennslu í 8. bekk. Má þar til nefna bókasafnið, margs konar efni úr hugmyndabanka skólans og tengsl við aðrar námsgreinar o.fl.
Kennslutilhögun Fyrirlestrar, sýnikennsla,myndmiðlar, hlustunarefni, skriflegar æfingar, vinnubókarkennsla, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, yfirferð námsefnis, námsleikir, þjáflunarforrit, samræða, spurnaraðferðir, umræðuhópar, leikræn tjáning, myndræn tjáning, hreyfing, ritun, hópvinna og þemanám
Námsmat Námsmat verður byggt bæði á munnlegri og skriflegri færni nemenda og einkunnir í lok anna verða byggðar á heimavinnu, ástundun í kennslustundum, vinnubókum og verkefnum ásamt prófum. Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) 15%-25% Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) 75%-85% Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Meginmarkmið Í Aðalnámskrá grunnskóla eru meginmarkmið kennslu í stærðfræði þau að nemendur:
90
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • •
fáist við stærðfræðileg hugtök og læri að nota táknmál stærðfræðinnar. nái það góðum tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að hún nýtist þeim daglegu lífi. nái þeim tökum á völdum sviðum stærðfræðinnar að á þeim megi byggja áframhaldandi nám. • temji sér að beita stærðfræði við ný viðfangsefni þegar við á, hvort sem er í dagsins önn eða fræðilegri viðleitni, og fái þannig tækifæri til að beita ímyndunarafli sínu og frumkvæði. • geri sér grein fyrir að skýr röksemdafærsla og kerfisbundin framsetning er mikilvæg vinnuaðferð í stærðfræði. • geri sér grein fyrir hve vel stærðfræði getur verið fallin til að lýsa fyrirbærum og athuga þau. Nemendur læri smám saman að beita stærðfræði í þeim tilgangi. • hafi það viðhorf til stærðfræðinnar að þeir vilji leggja við hana rækt og að hún geti orðið þeim uppspretta ánægju og vinnugleði. Sjá nánar á vefsíðu Menntmálráðuneytisins http://bella.stjr.is/utgafur AGstaerfraedi.pdf
Námsefni “8 – 10” eftir Guðbjörgu Pálsdóttur og Guðnýju Helgadóttur, “Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla I”. Þýdd og staðfærð úr sænsku af þeim Hildigunni Halldórsdóttur og Sverri Einarssyni, “Töflureiknir notaður”, þemahefti .
Námsþættir Talnareikningur, náttúrulegar tölur, heilar tölur ræðar tölur, frumtölur, hringir og hyrningar, algebra, hlutföll, almenn brot, þrívídd, tugabrot, prósentur, tölfræði, breytingar, brot, líkindi, jöfnur, línurit, hnitakerfi, flutningar, metrakerfið og viðhorf til stærðfræði.
Kennslutilhögun Bein kennsla þar sem útskýrt er af töflu ásamt uppgötvunarnámi, yfirferð á dæmum, þrautalausnir, þjálfunarforrit, hópverkefni, og umræður. Nemendur setja sér markmið í samráði við kennara, gera áætlun til viku í einu og skila í möppu sem geymd er í stærðfræðistofu. Afrakstur vinnuvikunnar fer síðan í sömu möppu til yfirferðar fyrir kennara. . Kennari ákveður hvenær „eindagi“ kaflaprófa er en nemenda er í sjálfsvald sett að taka kaflaprófið fyrr.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Enska 4 kennslustundir á viku Kennsluaðferðir Kenndar eru tvær kennslustundir saman. Sú fyrri verður notuð í kennslubókina og sett verður Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
91
fyrir í henni í lok tímans. Seinni tíminn mun fara í að þjálfa færniþættina fjóra (hlustun, lesskilning, tal og ritun) og verður þá stundum kennt í hringekju eða hópaformi. Bein kennsla, hlustun, hópvinna, ritun, samræður og vinnubókarkennsla.
Meginmarkmið Að nemendur: • verði færir um að tala ensku áreynslulaust á skiljanlegu máli við hversdagslegar aðstæður og við lok grunnskóla tali þeir þokkalega rétt mál hiklaust og á viðunandi hraða. • geti sem hlustendur skilið upplýsingar, hugmyndir og skoðanir enskumælandi manna. • verði færir um að lesa í hljóði fjölbreytilega texta á hæfilegum hraða og skilji bærilega það sem lesið er. • öðlist leikni í að rita ensku þannig að auðveldlega megi lesa það sem þeir hafa skrifað. • fái undirbúning undir frekara nám í ensku að loknu grunnskólanámi. • fái innsýn í menningu og lifnaðarhætti þeirra þjóða sem hafa ensku að móðurmáli eða þjóðtungu. þjálfist í að taka virkan þátt í samræðum
Námsefni Mikið framboð er af efni til enskukennslu, en þær bækur sem lagðareru til grundvallar hér eru Matrix lestrar- og vinnubók, Go for it, textabók og vinnublöð en að auki er ýmislegt annað efni notað til þess að þjálfa og auka hæfni nemenda í ensku t.d.: More true stories Lesskilningsverkefni SRA 2A og 2B Let’s listen 1 (hlustunarverkefni) Ljósrituð lesskilings- og ritunarverkefni Lestrarbækur (með mismunandi þungum texta) sem fást á skólabókasafni Ritunarverkefni Ljósrituð málfræðiverkefni.
Heimanám Heimanám er nauðsynlegur liður í enskunámi nemendanna og kennari leggur ríka áherslu á að því sé sinnt. Kennarinn hvetur nemendur til að vanda vinnubrögð sín. Nemendur koma reglulega “upp á töflu” og skrifa verkefni sem þeir hafa unnið heima og kennari og nemendur leiðrétta síðan.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
92
15%-25% 75%-85%
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Danska 4 kennslustundir á viku Meginmarkmið Í nýrri aðalnámskrá er tekin skýr afstaða til stöðu dönskukennslunnar. Danska er kennd í þeim tilgangi að halda tengslum við öll Norðurlöndin og til að kynnast norrænni menningu. Í vissum tilvikum getur menntamálaráðuneytið heimilað að nemendur leggi stund á norsku eða sænsku í stað dönsku. Sömu kröfur eru þá gerðar um kunnáttu og færni og gerðar eru varðandi dönsku í aðalnámskrá. Markmiðin í 8.-10. bekk beinast að því að nemendur verði færir um að tjá sig í töluðu máli á viðunandi hraða og á þokkalega réttu máli. Lögð verður áhersla á réttar áherslur og réttan framburð sérhljóða. En þótt áherslan liggi alltaf á munnlegri færni þá eykst núna vægi lesskilnings verulega
Markmið geti tekið glósur í verkefni sínu • þjálfist í ritun á dönsku • vinni úr ýmsum heimildum • geti nýtt sér orðabækur • þjálfist í að lesa texta á dönsku
Námsþættir Lögð er áhersla á hlustun, lestur og tal. Orðabækur notaðar í tengslum við ný orð og nemendum kennt að glósa. Nemendur tileinki sér orðaforða sem er í tengslum við kennslubókina Tænk en þar er m.a. fjallað ferminguna, hreyfingu, heimilið, frítíma og þau sjálf.
Námsefni Sú bók sem lögð er til grundvallar er ný og heitir “Tænk” fylgir henni líka vinnuhefti. Einnig er notuð hlustunarbókin “ Hvad siger du B”. Samhliða þessu er mikið safn alls kyns verkefna í eigu skólans og má t.d. benda á að nemendur fá í hendur krossgátuhefti á vetri og beinist sú þjálfun að því að auka orðaforðann. Við munum líka nýta okkur fartölvukost skólans og vinna ýmis verkefni sem tengjast Danmörku. Einnig verða sýnd myndbönd.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk. Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Heimanám Heimanám verður í faginu og felst m.a. í undirbúningi fyrir kennslustundir. Kennari leggur ríka áherslu á að því sé sinnt og gengur eftir því. Öll heimavinna nemenda er skráð í Mentor og geta Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
93
foreldrar fylgst með því þar. Til að byrja með vinna nemendur sameiginlega en eftir því sem líður á verður farið út í einstaklingsmiðað heimanám.
Kennslutilhögun Kenndar eru tvær kennslustundir saman. Sú fyrri verður notuð í kennslubókina og sett verður fyrir í henni í lok tímans. Seinni tíminn mun fara í að þjálfa færniþættina fjóra (hlustun, lesskilning, tal og ritun) og verður þá stundum kennt í hringekju eða hópaformi. Bein kennsla, hlustun, hópverkefni, ritun, samræðuaðferðir, tölvuvinna, vinnubókarkennsla.
Samfélagsfræði 4 kennslustundir á viku Saga 2 kennslustundir á viku Kennsluaðferðir Bein kennsla, fræðslumyndir, fyrirlestrar, heimildarvinna, hópverkefni, námsleikir, spurningaraðferðir, samvinnunám, umræður, verklegar æfingar, vettvangsferðir, vinnubókarkennsla, yfirferð námsefnis, þrautalausnir.
Markmið Stefnt skal að því að efla kunnáttu og skilning nemenda á: íslensku nútímasamfélagi, mótun þess og einkennum; á sjálfum sér sem einstaklingum og þegnum í þessu samfélagi. sögu og umhverfi sínu. því að sjálfstæðisbarátta þjóðar er margslungin og hefur áhrif á flesta þætti þjóðlífsins og gagnkvæmt. því hvaða aðstæður mótuðu atvinnulíf og lífshætti Íslendinga fyrr á öldum.
Námsefni Til að ná fyrrgreindum markmiðum verður stuðst við eftirfarandi bækur: Sjálfstæði Íslendinga 3 eftir Gunnar Karlsson. Í fullorðinna tölu. Myndbönd sem tiltæk eru og falla að námsefninu verða notuð og jafnvel farið í vettvangsferðir. Reynt verður að hafa kennsluaðferðir fjölbreyttar, ýmist hefðbundna bekkjarkennslu eða einstaklings- og hópvinnu í samvinnu við skólasafnskennara.
Landafræði: 2 kennslustundir á viku Kennsluaðferðir Fjölbreyttar kennsluaðferðir með einstaklingsmiðað nám í fyrirrúmi eftir því sem mögulegt er. Hópvinna og einstaklingsvinna.
Markmið Að nemandi: • læri að bera saman ólík svæði í heiminum út frá upplýsingum af kortum og hvaða þættir hafi áhrif á lífsskilyrði folks • skilji hvernig náttúrufar hefur áhrif á athafnir fólks og hvernig mismunandi menningarleg gildi, trúarleg viðhorf, tæknileg , efnahagsleg og pólitísk kerfi geta mótað umhverfið á ólíka vegu • öðlist yfirlit yfir heiminn, jafnt þætti náttúrufars og menningarleg einkenni, geti borið saman ýmis einkenni heimsálfnanna, hvað sé líkt og ólíkt
94
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• •
kynnist vandamálum fólksfjölgunar og ójafnrar dreifingar mannfjöldans þar með talið vaxandi borgarvæðingu kynnist meginþáttum efnahagslífs þjóða, tengslum þess við nýtingu náttúruauðlinda
Námsmat Námsmat fer fram að hluta til jafnóðum miðað við öll meginmarkmið námsins og einnig með skriflegum verkefnum og prófum.
Náttúruvísindi Náttúruvísindi greinast í þrjú meginsvið: eðlisvísindi, jarðvísindi og lífvísindi.
Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar Að nemandinn: • geti tengt skilning og vinnubrögð úr náttúrufræðinámi við önnur verkefni í ýmsum greinumí skólanum og í daglegu lífi. • sýni áhuga og frumkvæði við öflun þekkingar. • öðlist færni og sjálfsöryggi við að leysa fjölbreytt verkefni með eða án ítarlegra leiðbeininga. • geti fjallað um sameiginlega þætti ólíkra námsgreina. • sýni vilja til að leita eftir og deila upplýsingum og skýringum með öðrum og sýni skilning á að slíkt er ein af forsendum vísindaframfara. • átti sig á að útskýringar séu aldrei endanlegar og að ekki er hægt að sanna þær svo óyggjandi sé. • geri sér grein fyrir tilgátusmíð og kenningum sem skipulegri starfsemi vísinda. • skilji mikilvægi þess að mælingar séu áreiðanlegar og nákvæmar • geti útskýrt með dæmum hvernig þekking á náttúrunni hefur þróast. • geri sér grein fyrir hvernig náttúruvísindi hafa í senn áhrif á og verða fyrir áhrifum af menningu og heimsmynd mannsins. • geti fjallað um gagnkvæm áhrif tækni og vísindalegra framfara • geti metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað • sýni áhuga og ábyrgð á umhverfinu og því að dýpka og styrkja þekkingu sína á því eftirýmsum leiðum • geti fjallað um og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdra umhverfismálum í heimabyggð, umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda, tilraunastarfsemi á mönnum og dýrum og annarri nýtingu á vísindalegri þekkingu. • geri sér grein fyrir mikilvægi sjálfbærrar þróunar fyrir samfélagið • geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans og framtíð byggist á gagnkvæmri ábyrgð og virðingu í samspilinu við móður jörð.
Þrepamarkmið Úr eðlisvísindum Að nemandinn: • geti borið saman og fjallað um muninn á hugtökunum massi og þyngd efna m.t.t. þyngdarkrafts á jörðinni og tunglinu • kunni að finna rúmmál óreglulegs hlutar og þekki tengsl millilítra og rúmsentimetra. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
95
• • • • • • • • • •
geti fundið eðlismassa mismunandi efna átti sig á að hægt er að greina óþekkt efni með því að finna bræðslu- og suðumark þess. þekki hvernig frumeindir eru gerðar úr rafeindum, róteindum og nifteindum og geti skilgreint hugtökin sætistala, massatala og samsæta. geti unnið með lotukerfið og skilji að frumefnin raðast eftir eiginleikum sínum og fjölda róteinda. geri sér grein fyrir hvernig frumeindir geta tengst saman og myndað sameindir sem ýmist eru frumefni eða efnasambönd. geti skrifað, stillt og staðfest einfaldar efnajöfnur. geti sýnt fram á að vatn klofnar í frumefni sín við rafgreiningu. hafi kynnst eiginleikum mikilvægustu lofttegundanna, þekki efnasamsetningu. lofthjúpsins og hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif. þekki frumefnatákn og heiti þrjátíu frumefna (sbr. Súrefnis, vetnis, niturs o.fl.).
Úr lífvísindum Að nemandinn: • nái valdi á beitingu ýmissa grunnhugtaka varðandi efnaskipti, vöxt, æxlun, þroskun og hreyfingu. • geti lýst sameiginlegum einkennum lífvera. • geti lýst orkuþörf lífvera og hvernig þær verða sér úti um orku. • geti skýrt hvers vegna vatn er nauðsynlegt öllum lífverum. • geri greinarmun á ólífrænum og lífrænum efnum og þekki hlutverk sykurefna, prótína, fituefna og erfðaefnisins. • þekki algengustu frumefnin í lífverum. • geti skýrt frá megineinkennum frumuöndunar og ljóstillífunar og því hvernig þessi efnaferli tengjast. • geti lýst stærð, uppbyggingu og mismunandi sérhæfingum frumna. • geti borið saman plöntu- og dýrafrumu. • geti lýst hlutverki og sérhæfingu mismunandi frumulíffæra s.s. kjarna, hvatbera, ríbósóma,grænukorna, frumukjarna, erfðaefnis og litninga. • geti lýst hvaða nútímatækni gerir kleift að stunda frumurannsóknir. • geti skýrt jafn- og rýriskiptingu frumna. • geti skýrt hvað gerist við frjóvgun og hvað felist í hugtakinu þroskun. • geti skýrt frá osmósu og flæði • skilji að vistkerfi byggist á samspili lífvera innbyrðis og við lífvana umhverfi • geti skýrt mögulegar afleiðingar þess ef fæðukeðjur raskast. • geti nefnt dæmi um fjölbreytni í samskiptum lífvera, s.s. samhjálp, samkeppni, gistilífi og sníkjulífi. • geti útskýrt orkuflæði í vistkerfum. • geti útskýrt efnahringrásir í vistkerfum, t.d. kolefnis og súrefnis.
Bækur/Gögn Einkenni lífvera - úr bókaflokki um almenn náttúruvísindi Efnisheimurinn eftir Hafþór Guðjónsson
96
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Myndbönd/efni frá kennara
Kennslutilhögun Í kennslustundum er farið yfir efni bókanna og ætlast til að nemendur skrifi hjá sér helstu áhersluatriði. Nemendur gera nokkrar tilraunir/æfingar auk þess sem sýnitilraunir eru gerðar. Að auki eru ýmis skrifleg verkefni unnin. Öllum verkefnum og glósum eiga nemendur að halda til haga í möppu. Notast er við kennslumyndbönd eftir því sem við á.
Kennsluaðferðir Bein kennsla, fyrirlestrar, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar, fræðslumyndir.
Heimanám Heimanám felst í lestri efnis sem farið er yfir í tímum auk skriflegra verkefna.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Upplýsingamennt 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • • • • •
að nemendur kynnist undirstöðuatriðum í meðferð tölva og notkunarmöguleikum Windows umhverfisins. að nemendur temji sér snyrtilegan frágang á verkefnum. að nemendur nái grunnfærni í notkun vefsíðugerðarforritsins Dreamweaver. að nemendur geri hver sína eigin vefsíðu í Dreamweaver þar sem unnið er með texta, myndir og tengingar (krækjur í aðrar síður, póstkrækjur o.s.frv.). að nemendur kynnist einföldustu þáttum þess að taka stafrænar ljósmyndir. að nemendur kynnist myndvinnslu fyrir net, t. d. að minnka myndir og að búa til vefalbúm. að nemendur kynnist mjög einfaldri hreyfimyndagerð (animation). að nemendur lesi valin bókmenntaverk. að nemendur þjálfist í að skrifa umsagnir um valdar bækur á tölvur.
Námsþættir Vefsíðugerð, stafræn myndataka, myndvinnsla fyrir vef, vefalbúm, hreyfimyndagerð, bókmenntir og textavinnsla.
Kennslutilhögun Vinna í tölvuveri undir leiðsögn kennara. Nemendur vinna síðan verkefni í tengslum við bókasafn. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
97
Námsefni Efni frá kennara, ýmist af kennsluvefum Námsgagnastofnunar eða verkefni úbúin af kennara.
Námsmat: Vinnusemi í tímum. Mat á verkefnum, ástundun og hegðun.
Myndmennt 2 kennslustundir á viku Lögð er áhersla á að skilning á myndlist auk sjálfstæðra vinnubragða í fjölbreyttum verkum. Grunnatriði sem nemandinn hefur kynnst í bekkjum á yngsta stigi og miðstigi eru nýtt í verkefni sem eru meira krefjandi fyrir námsmanninn. Skilningur og þekking eru dýpkuð og ný atriði lögð inn. Listamenn kynntir og verk þeirra. Samstarf við aðra nemendur.
Markmið • • • • • • •
að þroska og þjálfa hug og hendur nemenda til að tjá eigin hugmyndir, þekkingu og reynslu með viðeigandi vinnubrögðum í margs konar efnivið að efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemenda að stuðla að því að nemendur verði læsir á umhverfi sitt að stuðla að því að nemendur skynji og skilji boðskap þess myndmáls sem daglega ber fyrir augu að rækta samstarfsvilja, samstarfshæfni og félagsþroska nemenda að leggja grunn að sjálfstæðu gildismati nemenda, vekja áhuga og auka þekkingu á verkmenningu, listum og öðrum menningarverðmætum að stuðla að því að nemendur kynnist eiginleikum hinna ýmsu efna sem unnið er úr, tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og nái þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki
Í lok vetrar á nemandinn að: • Hafa fengið nasasjón af sögu myndlistar frá upphafi til okkar daga. • Kannast við helstu frumherja hinna ýmsu listastefna. • Þekkja dæmi um íslenska myndlistarmenn í hinum ýmsu listastefnum. • Þekkja muninn á listastefnum og geta nefnt dæmi um verk. • Geta metið myndlist fordómalaust og geti gagnrýnt eigin verk. • Hafa kynnst hinum ýmsu efnum til listsköpunar. • Hafa víðtækan skilning á hugtakinu myndlist og hafa lært öguð vinnubrögð.
Lífsleikni 1 kennslustund á viku Markmið • • • • •
98
Sjálfsþekking,samskipti, sköpun og lífsstíll. að nemandi temji sér góðar námsvenjur og námstækni að nemandi átti sig á að einstaklingar eru stöðugt að miðla tilfinningum sín á milli og láta þannig í ljós líðan sína og hugarástand að nemandi öðlist skilning á að einstaklingar geta upplifað og túlkað áreiti í umhverfinu með ólíkum hætti að nemandi geri sér grein fyrir hlutverki laga og reglna í persónulegum og ópersónulegum Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • • • • • • • • • •
samskiptum einstaklinga, t.d. innan fjölskyldu, í skóla, á vinnustað og á milli einstaklinga af ólíku þjóðerni að nemandi geti tjáð og fært rök fyrir hugsunum sínum og skoðunum á formlegum fundi Samfélag, umhverfi, náttúra og menning. að nemandi viti um námstilboð skólans fyrir 9. og 10. bekk að nemandi viti um rétt sinn til að ljúka grunnskóla á skemmri tíma en 10 árum að nemandi þekki ýmis lög og reglur sem taka til samskipta manna að nemandi læri að meta ráðstöfun eigin tekna með tiliti til nauðsynja og annarra útgjalda að nemandi þekki viðurkenndar merkingar fyrir umhverfisvænar vörur að nemandi geti aflað sér nauðsynlegra upplýsinga um vöru, þjónustu og ferðalög að nemandi geti gert eigin áætlun um sparnað og ávöxtun að nemandi geti tekið ábyrgð á eigin öryggi í öllum ferðum að nemandi þekki flest boð-, bann- og leiðbeiningarmerki í umferðinni að nemandi þekki reglur og viðbrögð almannavarna varðandi náttúruhamfarir og hættuástand
Námsþættir Haft er að leiðarljósi að styrkja bekkinn sem hóp, þ.e. að samskipti nemenda einkennist af jákvæðni og hjálpsemi. Kynning á vinnumarkaði, launum, sparnaði og neyslu. Hlutverk einstaklingsins í þjóðfélaginu, persónulegar, samfélagslegar og fjárhagslegar skyldur hans. Leitast verður við að gera nemandann læsan á merkingar í umhverfinu, má þar nefna: umferðarskilti, merkingar á fatnaði og matvælum. Farið verður í forvarnir, lögð verður áhersla á forvarnir gagnvart reykingum og vímuefnum.
Námsgögn Ég er það sem ég vel; gefið út af námsgagnastofnun fyrir 8. bekk Vefefni, Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla Málbjörg, verkefni á vef, framsögn. Efni frá kennara.
Kennslutilhögun Bein kennsla, umræður, leikir, hópvinna og einstaklingsvinna.
Námsmat Kennari leggur mat á skriflegar og munnlegar skýrslur nemenda, verkefnavinnu og virkni nemenda í hópastarfi eða starfi bekkjarins. Einnig er tekið tillit til sjálfsmats nemenda og jafningjamats. Engin próf eru þreytt, en kennari gefur umsagnir um verkefni eftir því sem þau vinnast.
Heimilisfræði 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemendur: • kunni skil á skaðsemi mismunandi örvera (krossmengun) Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
99
• • • •
temji sér að nota hreinlætisvörur í hófi, velji umhverfisvænar vörur og viti hvaða efni á að varast vinni af öryggi með helstu matreiðsluaðferðir og geti unnið sjálfstætt eftir uppskriftum geti lagt mat á gæði algengustu matvæla sem eru á markaðnum, geymsluaðferðir og geymsluþol geti matreitt heimilismat og kryddað eftir smekk
Inntak náms Nemendur læra: • um persónulegt heinlæti og hreinlæti í eldhúsinu • um örverur, jarðvegsbakteríur og smitleiðir • vöruþekkingu og næringarfræði • að tileinka sér vandvirkni, góða umgengni og rétta meðferð áhalda og véla • að fara eftir uppskriftum og nota matreiðslubækur • að tileinka sér hollar matarvenjur • meðferð á grænmeti, fiski og kjöti • að sjóða, pönnusteikja og ofnbaka • almennan heimilisbakstur með áherslu á gerbakstur • að nota krydd á réttan hátt
Námsgögn Verklýsingar gerðar af kennara. Heimilisfræði II og verkefnablöð unnin upp úr þeim. Ýmsar matreiðslubækur og uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar. Sýnikennsla í ýmsum matreiðsluaðferðum og vinnubrögðum.
Kennsluskipan Greinin er skyldufag í 8. bekk. Kennt er hálfan veturinn 2 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla. Skrifleg verkefni eru unnin í hverjum tíma, ýmist taka þau til næringarfræði, vöruþekkingar eða verklega þáttarins.
Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun. Bóklegt próf.
Hönnun / smíðar 2 kennslustundir á viku hálfan veturinn Á síðastliðnum árum var byrjað að láta nemendur nær eina um að hanna sína hluti sjálfa. Í vetur verður byggt á reynslu þeirra og reynt að efla formskynjun og hin ýmsu stílbrigði listsköpunar.
Markmið að kennslan miði að þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að nemendur verði sjálfbjarga í verki og ekki algjörlega háðir aðkeyptum iðnvarningi. að þjálfa nemendur í að fara eftir skriflegum vinnulýsingum. að nota fagbækur, upplýsingatækni, tölvur, hjálpartæki þeim tengd og margmiðlunarefni til að
100
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
þróa eigin hugmyndir að textílverkum. að vekja, hlúa að og efla áhuga nemenda fyrir nytsömu og þroskandi tómstundastarfi.
Námsþættir Unnið verður með plast og nemendur læra að vinna með og kynnast eiginleikum þessa efnis sem svo mikið er notað í umhverfi þeirra í nútímaþjóðfélagi.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 stundir á viku hálfan veturinn Markmið • • • • •
að kennslan miði að þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að nemendur verði sjálfbjarga í verki og ekki algjörlega háðir aðkeyptum iðnvarningi. að þjálfa nemendur í að fara eftir skriflegum vinnulýsingum. að nota fagbækur, upplýsingatækni, tölvur, hjálpartæki þeim tengd og margmiðlunarefni til að að þróa eigin hugmyndir að textílverkum. að vekja, hlúa að og efla áhuga nemenda fyrir nytsömu og þroskandi tómstundastarfi.
Námsþættir Vélsaumur: nemendur fá nánari þjálfun í meðferð saumavéla. Sauma bútasaumsverkefni. Læra að leggja snið á efni og merkja saumför, taka mál, sníða og sauma einfalda flík. Prjón og hekl: Læra að hekla og/eða prjóna eftir skriflegum vinnulýsingum. Munstur yfirfært á efni: prenta mynd úr tölvu á pappír til að strauja á efni. Yfirfært á tilbúna boli eða annað efni. Vefjarefnafræði: kynning á náttúruefnum og gerviefnum. Kynntar meðferðarmerkingar þvottatákn og fleira á mismunandi efnum. Fataviðgerðir: farið í gegnum einfaldar viðgerðir á fatnaði.
Námsefni Bækur: Saumahandbókin, Á prjónunum, handbækur og blöð sem til eru.
Kennsluaðferðir Kynning, verkefnið er útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og sýningartöflur. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð og aðferðir sem fylgt er eftir með þjálfun í verklegum æfingum. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir.
Heimavinna Vinnan fer að mestu fram í skólanum, en þegar unnið er með hekl, prjón eða útsaum geta nemendur einnig unnið heima.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni, einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
101
nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni. Námsmat 50% Vinnubrögð (vandvirkni) 20% Ástundun (heimavinna/vinna í tímum) 15% Sjálfstæði 15% Afköst
102
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
9. bekkur Íslenska 6 kennslustundir á viku Meginmarkmið Fjölmörg markmið eru æskileg þegar fjallað er um notkun og meðferð móðurmálsins svo að það nýtist nemendum sem best. Flokka má markmiðin í fjóra meginþætti sem eru einna mikilvægastir í því sambandi. Að nemandinn nái: • að hlusta á talað mál af skilningi • að tala gott mál • að lesa sér til gagns og ánægju • að rita læsilegt og vandað mál • að kunna skil á ýmsum þáttum málfræði, setningafræði o.þ.h. • tjáð sig eðlilega og óþvingað í bekk og öðrum vettvangi innan skólans, • lesið sér til ánægju efni við sitt hæfi og telji slíkt sjálfsagðan hluta af tómstundaiðkun sinni • náð góðum tökum á að skrifa útdrætti og endursagnir úr munnlegu og skriflegu efni • náð tökum á eðlilegri byggingu ritaðs máls • beitt mismunandi stíl í rituðu máli með tilliti til viðtakanda og efnis • þekki og geti útskýrt mun orðtaka og málshátta og öðlist áhuga á að nota málshætti og orðtök við sem flest tækifæri • öðlist áhuga á að vanda mál sitt sem best og láta það hæfa aðstæðum hverju sinni • öðlist trú á eigin málkunnáttu og málhæfni
Lestur og bókmenntir/Ljóð: Markmið • • •
geti gert grein fyrir þeim áhrifum sem tiltekið bókmenntaverk hefur á hann þekki og geti fjallað um mismunandi gerðir myndmáls; bein mynd, líking, persónugerving og myndhverfing skoði mismunandi stíl og stílbrögð bókmenntaverka
Námsþættir Nemendur vinna með ýmsar bókmenntaskilgreiningar eins og innri/ytri tími, aðal-aukapersónur, umhverfi o.fl. Þau lesa og vinna með fornsögu og vinna verkefni tengd henni. Áfram verður haldið með vinnu í rími, ljóðstöfum og einnig munum við fjalla um mynmál og túlkun ljóða á ýmsan máta
Námsefni: Lesefni úr Mályrkju II Englar alheimsins e. Einar Má Guðmundsson Hrafnkelssaga Freysgoða/Gunnlaugssaga Ég átti að verða prestskona, þjóðsögur teknar saman af Baldri Hafstað Valbækur og skýrslugerð Ljóðspeglar og ljósrit frá kennara
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
103
Jafnframt þessum grundvallarlestri skulu nemendur hvattir til viðbótarlestrar að frjálsu vali og skila ritdómum. Í bókmenntum lesa nemendur, hlusta og tjá sig á rituðu og töluðu máli. Upptalning þessi er að sjálfsögðu ekki tæmandi. Skólabókasafnið mun t.d. skipa hér háan sess og margs konar efni úr hugmyndabanka skólans verður notað. Einnig kemur til greina að nota kvikmyndir sem viðbótarefni.
Heimanám Nemendur lesa heima og svara spurningum úr efninu auk þess sem þeir þurfa að kljást við ýmis bókmenntahugtök
Stafsetning og ritun: Markmið • • • •
nái valdi á stafsetningu og þekki flestar reglur um greinarmerkjasetningu nái góðum tökum á að skrifa útdrætti og endursagnir úr munnlegu og skriflegu efni þjálfist í ritun í tengslum við lesna bókmenntatexta vinni úr ýmsum heimildum og læri undirstöðuatriði heimildarritunar
Námsþættir Upplestrar í tengslum við áður lesið efni í stafsetningu en þessar æfingar eru unnar í Finni 2. Vinna nemendur þá málfræðiæfingar með ólík orð og eiga svo að skrifa eftir upplestri í tíma. Þessi hugmyndafræði er kölluð orðhlutafræði. Lögð er áhersla á helstu stafsetningarreglurnar ss. n og nn, y- reglurnar o.fl Í ritun er lögð áhersla á að nemendur standi klárir á byggingu ritgerða.
Námsefni Stafsetning eftir Árna Þórðarson og Gunnar Guðmundsson Finnur 2 eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttir Skriffinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttir Efni frá kennara
Heimanám Nemendur vinna verkefni heima í bókum og fá efni frá kennara.
Málfræði Markmið • • •
• • •
átti sig á því hvernig orðum er skipt eftir merkingarlegum og formlegum einkennum í fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð öðlist áhuga á að vanda mál sitt sem best og láta það hæfa aðstæðum hverju sinni þekki helstu beygingaratriði fallorða og sagnorða, átti sig á því hvað er reglulegt og hvað óreglulegt og geti nýtt sér þá þekkingu, t.d. í tengslum við leiðbeiningar um málfar og stafsetningu þekki mun á beinni og óbeinni ræðu og skilji merkingarmun á framsöguhætti og viðtengingarhætti í því samhengi skilji merkingarlegan mun á háttum sagna öðlist trú á eigin málkunnáttu og málhæfni
Námsþættir Nemendur vinna ýmis málfræðiverkefni sem þeir þurfa að hafa á valdi sínu í lok 9. bekkjar m.a. orðhlutar, beygingarmyndir og fleira. Áhersla er lögð á ólík verkefni og að nemendur þjálfist í að beita ólíkum málfræðihugtökum við lausn verkefna.
104
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Námsefni Finnur 2 eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur Orðhákur 2. eftir Magnús Jón Árnason Sagnorð eftir Magnús Jón Árnason Málfinnur eftir Svanhildi Kr. Sverrsidóttur Nemendur vinna verkefni úr þessum bókum bæði munnlega og skriflega. Auk þess verða lögð fyrir verkefni úr hugmyndabanka skólans sem og af vef námsgagnastofnunnar.
Heimanám Nemendur vinna verkefni í málfræðibókum og
stafsetningabókum.
Kennslutilhögun Bein kennsla, efnisdönnun, fyrirlestrar, heimildarvinna, hlustunarefni, hópverkefni, hugmyndavinna, kannanir, margmiðlun, ritun, samræðuaðferðir, samvinnunám, spurnaraðferðir, tjáning, umræður,upplýsingatækni, vinna með ólíka miðla, vinnubókarkennsla, yfirferð námsefnis.
Námsmat Stöðugt eftirlit er með vinnu nemenda, eftirtekt, skilningi, færni og áhuga. Verkefni og próf eru notuð til að meta stöðu nemendanna og niðurstöðurnar notaðar til að hvetja þá til dáða. Einnig gefst forráðamönnum stöðugt færi á að fylgjast með árangri barna sinna með viðtölum og mánaðarlegu yfirliti yfir ástundun. Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) 15%-25% Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) 75%-85% Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Námsefni “8 – 10” eftir Guðbjörgu Pálsdóttur og Guðnýju Helgadóttur, “Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla II”. Þýdd og staðfærð úr sænsku af þeim Hildigunni Halldórsdóttur og Sverri Einarssyni, “Töflureiknir notaður”, “Gullinsnið”, þemahefti .
Námsþættir • • • • • •
Upprifjun á talnareikningi með náttúrulegum, heilum og ræðum tölum, frumtölur. Stórar og smáar tölur, tugveldi og staðalform. Hringur, flatarmál og ummál, hringgeiri og rúmfræðiteikningar. Algebra, einföldun á stæðum, jöfnur og formúlur. Hlutföll, einslögun og mælikvarðar. Hnitakerfi, formúlur, gröf og flutningar (hliðrun og speglun).
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
105
•
Tölfræði, myndrit, meðaltöl og miðgildi.
Kennsluhættir Bein kennsla þar sem útskýrt er af töflu ásamt uppgötvunarnámi, yfirferð á dæmum, þrautalausnir, þjálfunarforrit, hópverkefni, og umræður. Nemendur setja sér markmið í samráði við kennara, gera áætlun til viku í einu og skila í möppu sem geymd er í stærðfræðistofu. Afrakstur vinnuvikunnar fer síðan í sömu möppu til yfirferðar fyrir kennara. Kennari ákveður hvenær „eindagi“ kaflaprófa er en nemenda er í sjálfsvald sett að taka kaflaprófið fyrr.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Enska 4 kennslustundir á viku Kennsluaðferðir Kenndar eru tvær kennslustundir saman. Sá fyrri verður notaður í kennslubókina og sett verður fyrir í henni í lok tímans. Seinni tíminn mun fara í að þjálfa færniþættina fjóra (hlustun, lesskilning, tal og ritun) og verður þá stundum kennt í hringekju eða hópaformi. Bein kennsla, hlustun, hópvinna, ritun, samræður og vinnubókarkennsla.
Meginmarkmið • • • •
• • • • •
Að nemendur verði færir um að tala ensku á skiljanlegu máli við hversdagslegar aðstæður og á viðunandi hraða. Að nemendur geti sem hlustendur skilið upplýsingar, hugmyndir og skoðanir enskumælandi manna. Að nemendur verði færir um að lesa í hljóði tiltölulega fjölbreytilegan texta áhæfilegum hraða og skilið bærilega það sem lesið er. Að nemendur þekki og geti beitt grundvallaratriðum enskrar málfræði svo sem notkun ákveðins og óákveðins greinis, helstu sagntíðum, notkun reglulegra sagna og kennimyndum algengustu óreglulegra sagna, fleirtölu nafnorða, stigbreytingu lýsingar- og atviksorða og kunni skil á helstu fornöfnum og forsetningum. Að nemendur öðlist leikni í að skrifa samfelldan texta um efni sem fjallað hefur verið um. Að nemendur geti nýtt sér orðabækur Að nemendur öðlist þjálfun í gerð útdrátta og ritunar eftir upplestri. Að nemendurfái innsýn í menningu og lifnaðarhætti þeirra þjóða sem hafa ensku að móðurmáli eða þjóðtungu. Að nemendur geti nýtt sér upplýsingartækni til öflunar heimilda.
106
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
•
Að nemendur þjálfist í að taka þátt í samræðum
Námsefni Aðalkennslubækur: Breakaway 4, Move on Hlustun: Notað er hlustunarefni sem skólinn leggur til t.d. Let´s listen 2 og fl. Málfræði: Ljósritað efni sem skólinn leggur til Frjáls lestur: Nemendur skila mánaðalega umsögn um léttlestrarbók sem þeir hafa valið á bókasafni skólans. Lesskilningsverkefni SRA 2B 2C Ritun: A week by the sea, Practice and progress og fl. Strange but true Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að enskri orðabók. School times enskukennslutímarit
Heimanám Heimanám er nauðsynlegur liður í enskunámi nemendanna og kennari leggur ríka áherslu á að því sé sinnt. Kennarinn hvetur nemendur til að vanda vinnubrögð sín. Nemendur koma reglulega “upp á töflu” og skrifa verkefni sem þeir hafa unnið heima og kennari og nemendur leiðrétta síðan.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Danska 4 kennslustundir á viku Í 9.bekk er sérstaklega unnið með eflingu orðaforða og lögð áhersla á að vinna með alla færniþætti tungumálsins samhliða.
Kennsluaðferðir Bein kennsla, hlustun, hópverkefni, ritun, samræðuaðferðir, tölvuvinna, vinnubókarkennsla.
Markmið • • • • • • •
að nemendur skilji flest venjuleg fyrirmæli að nemendur skilji aðalatriði í töluðu máli þegar fjallað er um málefni sem hann þekkir að nemendur geti greint og skilið lykilatriði úr frásögnum og samtölum að nemendur geti lesið fyrirhafnarlítið texta á frekar léttum máli að nemendur geti leitað upplýsinga sem tengjast orðaforða þeirra flokka sem unnið er með að nemendur geti lesið léttlestrarbækur og smásögur sér til gagns og ánægju að nemendur geti endursagt texta með aðstoð minnispunkta eða hjálparorða
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
107
• • • •
• • •
að nemendur geti brugðist við beiðnum eða spurningum með útskýringum að nemendur geti notað grunnorðaforða í efnisflokkum sem unnið er með að nemendur geti skrifað stuttan texta um þá málaflokka sem unnið er með eftir myndum, fyrirmælum eða lýsingu að nemendur þekki og geti beitt grundvallaratriðum danskrar málfræði svo sem ákveðinn greini nafnorða og lýsingarorða, þekki reglulega fleirtölu nafnorða og geti notað spurnarorð og þekki persónufornöfn að nemendur geti nýtt sér orðabækur að nemendur geti nýtt sér netið til upplýsingaöflunar og ritunnarvinnu og einnig unnið sjálfstætt úr ýmsum heimildum að nemendur þjálfist í framsögn
Námsefni Aðalkennslubók Glimrende eftir Arnbjörgu Eiðsdóttur og Kristínu Jóhannesdóttur Hlustunarbókin Hvad siger du C-heftið Dejlige Danmark, þemahefti eftir Ernu Jessen og Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur Myndbandsspólur ; Det er Danmark 1 - 2 danskar kvikmyndir Léttlestrarbækur af bókasafni skólans Valdir textar og verkefni á Internetinu Verkefnablöð með söngtextum Valin málfræðiverkefni úr bókinni Danskar æfingar eftir Guðrúnu Halldórsdóttur Ljósritað efni sem skólinn leggur til Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að danskri orðabók
Námsþættir Lestur Aðalkennslubók er Glimrende. Nemendur lesa texta í kennslubók heima fyrir hverja kennslustund og glósa öll ný orð sem koma fyrir í viðkomandi texta. Þeir leysa fjölbreytt verkefni sem tengjast textanum, annað hvort heima eða í kennslustund. Sum verkefnin eru unnin einstaklingslega eða í hópum.Auk þess lesa nemendur 4-5 léttlestrarbækur yfir veturinn og skila bókaumsögnum eftir lestur þeirra til kennara. Nemendur fara einnig inn á danska vefi á Internetinu og lesa og leysa verkefni þar.
Hlustun Nemendur hlusta á talað mál af snældum/geisladiskum vikulega. Þeir gera síðan verkefni í verkefnabók útfrá hlustunaræfingunni. Myndbandsefnið, Det er Danmark er notað og verkefni tengd því.
Talað mál Leitast skal við að kennsla fari að mestu leyti fram á dönsku. Nemendur þjálfast í talmáli með samtalsæfingum í kennslubók, sín á milli og við kennara. Við yfirferð námsefnis úr aðalkennslubókinni eru nemendur stundum látnir lesa upp texta og framburður æfður.
Ritun Nemendur æfa ritun með því að skrifa stutta texta á dönsku, getur verið frjáls texti eftir myndum og fyrirmælum eða beinar þýðingar á dönsku. Öðru hvoru skrifa nemendur uppritun eftir lestri kennara.Einnig leggur skólinn til ýmis ritunarverkefni sem tengjast þá efni því sem farið er yfir í
108
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
aðalkennslubók.
Málfræði Nemendur vinna málfræðiverkefni þegar við á. Reglur málfræðinnar eru kynntar þannig að nemendur geti skilið og beitt málfræðiatriðum í tali og rituðu máli.
Heimanám Heimavinna nemenda felst í undirbúningi fyrir kennslustundir t.d. lestri og úrvinnslu verkefna. Kennari leggur mikla áherslu á að heimavinnu sé sinnt og gengur eftir því. Öll heimavinna nemenda er skráð niður hjá kennara og geta nemendur og foreldrar ávallt fengið að vita hvernig nemendur sinna heimavinnu sinni.
Kennsluaðferðir Bein kennsla, hlustun, hópverkefni, ritun, samræðuaðferðir, vinnubókarkennsla.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk. Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Samfélagsfræði Landafræði: 2 kennslustundir á viku Kennsluaðferðir Lausnarleitarnám unnið í hópum og einstaklingsmiðað.
Markmið Að nemandi: • læri að bera saman ólík svæði í heiminum út frá upplýsingum af kortum og hvaða þættir hafi áhrif á lífsskilyrði fólks • skilji hvernig náttúrufar hefur áhrif á athafnir fólks og hvernig mismunandi menningarleg gildi, trúarleg viðhorf, tæknileg , efnahagsleg og pólitísk kerfi geta mótað umhverfið á ólíka vegu • öðlist yfirlit yfir heiminn, jafnt þætti náttúrufars og menningarleg einkenni, geti borið saman ýmis einkenni heimsálfnanna, hvað sé líkt og ólíkt • kynnist vandamálum fólksfjölgunar og ójafnrar dreifingar mannfjöldans þar með talið vaxandi borgarvæðingu • kynnist meginþáttum efnahagslífs þjóða, tengslum þess við nýtingu náttúruauðlinda og skiptingu heimsins í ríkar þjóðir og fátækar • þekki helstu atvinnuvegi jarðarbúa og hvernig náttúran sníður atvinnulífi hvers lands stakk og setur skorður • fái innsýn í þau umhverfisvandamál sem fylgja mikilli borgarvæðingu Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
109
•
þekki helstu ástæður gróður-og jarðvegseyðingar af manna völdum
Námsefni Landafræði handa unglingum 2. hefti eftir Göran Anderson
Kennslutilhögun Námsefnið er fjölbreytt og býður upp á mismunandi kennsluaðferðir, fyrirlestra, skriflegt nám, einstaklings- og hópverkefni með lausnarleitarnámi sem miðar að einstaklingsmiðuðu námi. Kennslan miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á námsefninu. Unnið er í verkefnabók að skriflegum verkefnum. Kennslumyndbönd, glærur,teikningar og kort eru notuð eftir því sem við á.
Heimanám Nemendur lesa heima fyrir hvern tíma og svara verkefnum.
Námsmat Námsmatið fer fram jafnt og þétt allan veturinn. Nemendur vinna verkefni úr kennslubók og kennaraverkefnum.Tekin eru próf sem gilda sem lokaeinkunn ásamt vinnubók. Heimavinnuskil og vinnubrögð í tímum gilda sem vetrareinkunn.
Saga: 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • •
kynnist mismunandi sjónarmiðum um hlutverk landbúnaðar og sveitalífs í íslensku þjóðfélagi þekki atburðarás stríðsáranna í stórum dráttum sjá hvernig ýmis veigamikil málefni hafa verið bundin stjórnmálaflokkum en önnur ekki skoði uppbyggingu velferðarkerfis á Íslandi þekkja nokkra þætti styrjaldaráranna á Íslandi, svo sem hernámið, stofnun lýðveldis og breytingar á menningu og gildismati.
Námsþættir Í sögu 9. bekkjar verður fjallað um 19. og 20. aldirnar í Íslandssögu. Fjallað er um Heimastjórnartímabilið og árin milli stríða. Einnig verður farið yfir stríðið og hernámsárin og Ísland í köldu stríði.
Námsefni Úr sveit í borg . Þættir úr sögu 20. aldar eftir Guðmund J. Guðmundsson og Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar eftir Árna Daníel Júlíusson.
Kennslutilhögun Námsefnið er fjölbreytt og býður upp á mismunandi vinnuaðferðir, fyrirlestra, skriflegt nám, einstaklings- og hópverkefni. Kennslan miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á námsefninu. Unnið er í verkefnabók að skriflegum verkefnum. Kennslumyndbönd eru notuð eftir því sem við á.
Heimanám Nemendur lesa heima fyrir hvern tíma og vinna verkefni skriflega.
Kennsluaðferðir Heimildarvinna, hópvinna, lestur, umræður, ritun, efniskönnun, spurnaraðferðir.
Námsmat Námsmatið fer fram jafnt og þétt allan veturinn.Tekin eru próf sem gilda sem lokaeinkunn
110
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
ásamt vinnubók. Nemendur halda fyrirlestur. Heimavinnuskil og vinnubrögð í tímum gilda sem vetrareinkunn.
Náttúruvísindi Þekking og skilningur á helstu kenningum og lögmálum náttúruvísinda og kunnátta í vinnubrögðum sem viðhöfð eru við vísindalegar athuganir og rannsóknir eru mikilvægur þáttur í þroska og menntun nemenda og grundvöllur að því að efla áhuga þeirra og forvitni á umhverfi sínu og hinum ýmsu fyrirbærum náttúrunnar. Að loknu grunnskólanámi er stefnt að því að nemendur hafi öðlast grunnþekkingu, þjálfun og sjálfstraust til að takast á við kröfur nútímasamfélags og verði færir um að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Náttúruvísindi greinast í þrjú meginsvið: eðlisvísindi, jarðvísindi og lífvísindi.
Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar Að nemandinn: • geti tengt skilning og vinnubrögð úr náttúrufræðinámi við önnur verkefni í ýmsum greinum í skólanum og í daglegu lífi. • sýni áhuga og frumkvæði við öflun þekkingar. • öðlist færni og sjálfsöryggi við að leysa fjölbreytt verkefni með eða án ítarlegra leiðbeininga. • geti fjallað um sameiginlega þætti ólíkra námsgreina. • sýni vilja til að leita eftir og deila upplýsingum og skýringum með öðrum og sýni skilning á að slíkt er ein af forsendum vísindaframfara. • átti sig á að útskýringar séu aldrei endanlegar og að ekki er hægt að sanna þær svo óyggjandi sé. • geri sér grein fyrir tilgátusmíð og kenningum sem skipulegri starfsemi vísinda. • skilji mikilvægi þess að mælingar séu áreiðanlegar og nákvæmar • geti útskýrt með dæmum hvernig þekking á náttúrunni hefur þróast. • geri sér grein fyrir hvernig náttúruvísindi hafa í senn áhrif á og verða fyrir áhrifum af menningu og heimsmynd mannsins. • geti fjallað um gagnkvæm áhrif tækni og vísindalegra framfara • geti metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað • sýni áhuga og ábyrgð á umhverfinu og því að dýpka og styrkja þekkingu sína á því eftir ýmsum leiðum • geti fjallað um og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdra umhverfismálum í heimabyggð, umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda, tilraunastarfsemi á mönnum og dýrum og annarri nýtingu á vísindalegri þekkingu. • geri sér grein fyrir mikilvægi sjálfbærrar þróunar fyrir samfélagið • geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans og framtíð byggist á gagnkvæmri ábyrgð og virðingu í samspilinu við móður jörð.
Úr eðlisvísindum Að nemandinn: • geri sér grein fyrir að vélar breyta stærð og stefnu þess krafts sem beitt er • geti útskýrt tilgang vogarstanga, talíu, hjóla og áss, skáflatar, fleygs og skrúfu • geti lýst einföldum samsettum vélum • skilji krafverkan í einföldum vökvaknúnum tækjum Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
111
• • • • • • • • • • • • • • • • • •
mæli kraft og hröðun hluta með mismunandi mælitækjum og noti viðeigandi mælieiningar vinni með samband vegalengdar, tíma, ferðar, hraða og hröðunar þekki þyngdarlögmál Newtons og samband þess við hugtakið þyngdarkraftur vinni með einfalda útreikninga í tengslum við annað lögmál Newtons geti skýrt samband hugtakanna vinna og orka framkvæmi einfalda útreikninga á vinnu/orku og afli og þekki viðeigandi mælieiningar geti útskýrt áhrif núningskrafts á hreyfingu hluta þekki þyngdarhröðun við yfirborð jarðar vinni að einföldum athugunum tengdum þrýstingi og þekki viðeigandi mælieiningar skilji og geti beitt hugtökum tengdum eðlismassa, flotkrafti og lögmáli Bernoullis geri tilraun þar sem athuguð eru áhrif breytinga á massa lóðs og lengd pendúls á sveiflutíma þekki hvernig frumeindir eru gerðar úr rafeindum, róteindum og nifteindum og geti skilgreint hugtökin sætistala, massatala og samsæta. geti unnið með lotukerfið og skilji að frumefnin raðast eftir eiginleikum sínum og fjölda róteinda geri sér grein fyrir hvernig frumeindir geta tengst saman og myndað sameindir sem ýmis eru frumefni eða efnasambönd geti skrifað, stillt og staðfest einfaldar efnajöfnur geti sýnt fram á að vatn klofnar í frumefni sín við rafgreiningu hafi kynnst eiginleikum mikilvægustu lofttegundanna, þekki efnasamsetningu lofthjúpsins og hugtökin ósonlag og gróðurhúsaáhrif
Úr lífvísindum Að nemandinn: • geti lýst grundvelli flokkunar lífvera í hópa • geti lýst gildi fjölbreytileika lífvera á jörðinni • geti lýst sérstöðu lífþróunar á nokkrum svæðum • geti útskýrt hvers vegna íslenskt lífríki á landi er fábreyttara en á meginlöndum. • geti lýst ríkjum lífvera og sameiginlegum einkennum lífvera innan hvers ríkis. • vinni að verkefnum um einstaka hópa lífvera • geti útskýrt lifnaðarhætti veira og sérstöðu þeirra • geti útskýrt eðli algengra veirusjúkdóma í mönnum • geti lýst fjölbreytni meðal baktería með tilliti til frumuöndunar og næringaröflunar • kynnist því hvernig maðurinn nýtir bakteríur í sína þágu og hvernig hann getur varist skaðsemi annarra. • geti lýst lífsferlum og næringaröflun sveppa og þekki gagnsemi og skaða sem af þeim hlýst. • kynnist ríkjum plantna og vefdýra út frá völdum áherslum, s.s. lífsferlum, æxlun, ljóstillífun og þroskun.
Úr jarðvísindum Að nemandinn:
112
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • • • •
geri sér grein fyrir stöðu sólkerfis okkar í vetrarbrautinni fjalli um mismunandi kenningar um þróunarsögu sólarinnar geti lýst fæðingu, þróun og endalokum stjarna fjalli um hvernig alheimurinn varð til samkvæmt stórahvellskenningunni og þróun hans í fortíð og framtíð geri sér grein fyrir fjarlægðum úti í geimnum og þekki mælieiningar sem notaðar eru í umfjöllun um stærðir í alheimi þekki hvað ljós er lengi að berast frá sólu og nálægum stjörnum til jarðarinnar
Bækur/Gögn Kraftur og hreyfing , Lifandi veröld sem eru bækur í bókaflokki um almenn náttúruvísindi, gefnar út af Námsgagnastofnun Byrjað á Sól, tungl og stjörnum sem einnig er í ofangreindum bókaflokki. Myndbönd/efni frá kennara
Kennslutilhögun Í kennslustundum er farið yfir efni bókanna og ætlast til að nemendur skrifi hjá sér helstu áhersluatriði. Nemendur gera nokkrar tilraunir auk þess sem sýnitilraunir eru gerðar. Að auki eru ýmis skrifleg verkefni unnin. Öllum verkefnum og glósum eiga nemendur að halda til haga í vinnubókum. Notast er við kennslumyndbönd eftir því sem við á.
Kennsluaðferðir Bein kennsla, fyrirlestur, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar, fræðslumyndir.
Heimanám Heimanám felst í lestri efnis sem farið er yfir í tímum auk skriflegra verkefna úr bókunum.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
15%-25% 75%-85%
Myndmennt, valgrein Lögð er áhersla á skilning á myndlist auk sjálfstæðra vinnubragða í fjölbreyttum verkum. Grunnatriði sem nemandinn hefur kynnst í bekkjum á yngsta stigi og miðstigi eru nýtt í verkefni sem eru meira krefjandi fyrir námsmanninn. Skilningur og þekking eru dýpkuð og ný atriði lögð inn. Listamenn kynntir og verk þeirra. Samstarf við aðra nemendur.
2 kennslustundir á viku Meginmarkmið Í lok vetrar á nemandinn að: • Hafa fengið nasasjón af sögu myndlistar frá upphafi til okkar daga. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
113
• • • • • •
Kannast við helstu frumherja hinna ýmsu listastefna Þekkja dæmi um íslenska myndlistarmenn í hinum ýmsu listastefnum. Þekkja muninn á listastefnum, og geta nefnt dæmi um verk. Geta metið myndlist fordómalaust og geti gagnrýnt eigin verk. Hafa kynnst hinum ýmsu efnum til listsköpunar. Hafa víðtækan skilning á hugtakinu myndlist og hafa lært öguð vinnubrögð.
Markmið • • • • • • •
að þroska og þjálfa hug og hendur nemenda til að tjá eigin hugmyndir, þekkingu og reynslu með viðeigandi vinnubrögðum í margs konar efnivið að efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemenda að stuðla að því að nemendur verði læsir á umhverfi sitt að stuðla að því að nemendur skynji og skilji boðskap þess myndmáls sem daglega ber fyrir augu að rækta samstarfsvilja, samstarfshæfni og félagsþroska nemenda að leggja grunn að sjálfstæðu gildismati nemenda, vekja áhuga og auka þekkingu á verkmenningu, listum og öðrum menningarverðmætum að stuðla að því að nemendur kynnist eiginleikum hinna ýmsu efna sem unnið er úr, tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og nái þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki
Námsþættir Teiknun og málun: Nemendur þjálfaðir í myndrænni frásögn, hlutateiknun, athugun á ljósi og skugga ásamt fjarvídd og sjónarhorni. Lit og formfræði: Blöndun lita,lýsa dekkja. Litasamræmi. Athuganir á tengslum við myndsköpun. Unnið með tví-og þrívíð form. Myndbönd og bækur: Nemendur skoði myndbönd og bækur og vinni verk í anda hinna ýmsu listamanna. Vettvangsferðir: Vettvangsferðir einsog kostur er til listamanna og á sýningar. Hópumræður. Kynnist myndlist á internetinu og læri að leita að myndlist þar og nýta sér þann miðill í myndlistinni.
Efni Kynnist margvíslegum efnum til listsköpunar.
Námsmat Hvert myndverk/verkefni metið. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 1 kennslustund á viku Markmið Sjálfsþekking,samskipti, sköpun og lífsstíll.
114
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• •
að nemandi temji sér góðar námsvenjur og námstækni að nemandi átti sig á að einstaklingar eru stöðugt að miðla tilfinningum síná milli og láta þannig í ljós líðan sína og hugarástand • að nemandi öðlist skilning á að einstaklingar geta upplifað og túlkað áreiti í umhverfinu með ólíkum hætti • að nemandi geri sér grein fyrir hlutverki laga og reglna í persónulegum og ópersónulegum samskiptum einstaklinga, t.d. innan fjölskyldu, í skóla, á vinnustað og á milli einstaklinga af ólíku þjóðerni • að nemandi geti tjáð og fært rök fyrir hugsunum sínum og skoðunum á formlegum fundi • að nemandi læri að vega og meta langanir sínar og væntingar á raunhæfan hátt til að geta sett sér persónuleg markmið • að nemandi geti sett sér fyrir sjónir margvísleg vandamál og fundið eigin lausnir á þeim Samfélag, umhverfi, náttúra og menning. • að nemandi viti um námstilboð skólans fyrir 9. og 10. bekk • að nemandi viti um rétt sinn til að ljúka grunnskóla á skemmri tíma en 10 árum • að nemandi þekki ýmis lög og reglur sem taka til samskipta manna • að nemandi læri að meta ráðstöfun eigin tekna með tilliti til nauðsynja og annarra útgjalda • að nemandi þekki viðurkenndar merkingar fyrir umhverfisvænar vörur • að nemandi geti aflað sér nauðsynlegra upplýsinga um vöru, þjónustu og ferðalög • að nemandi geti tekið ábyrgð á eigin öryggi í öllum ferðum • að nemandi þekki flest boð-, bann- og leiðbeiningarmerki í umferðinni • að nemandi þekki reglur og viðbrögð almannavarna varðandi náttúruhamfarir og hættuástand
Námsþættir Styrkja bekkinn sem hóp og æfa jákvæð og eðlileg samskipti innan hans. Þróa fjölbreytni í samskiptahæfni einstaklinganna í bekknum. Hlutverk einstaklingsins í þjóðfélaginu, persónulegar, samfélagslegar og fjárhagslegar skyldur hans. Skaðsemi reykinga og fíkniefnaneyslu, útbreiðsla og áróðursaðferðir framleiðenda. Áróðursmiðlar nútímans notaðir til að koma á framfæri áróðri gegn reykingum og fíkniefnaneyslu.
Námsgögn “Leið þín um lífið” (Siðfræði fyrir ungt fólk), Stefán Jónsson þýddi. “Hugsi” um röklist og lífsleikni, eftir Matthías Viðar Sæmundsson og Sigurð Björnsson. Vefefni, Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla Málbjörg, verkefni á vef, framsögn.
Kennslutilhögun Bein kennsla, umræður, leikir, hópvinna, einstaklingsvinna. E.t.v. tilraunir, sköpun, þrautalausnir.
Námsmat Kennari leggur mat á skriflegar og munnlegar skýrslur nemenda, verkefnavinnu og virkni nemenda í hópastarfi eða starfi bekkjarins. Einnig er tekið tillit til sjálfsmats nemenda og jafningjamats. Engin próf eru þreytt. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
115
Íþróttir 2 kennslustundir á viku Markmið: • • • • • • •
að breyta líkamshreysti og líkamsreisn og þroska taugakerfið meðal annars með markvissri þjálfun þrekþátta, þols, krafts, hraða, og æfingum sem bæta líkamsstöðu og líkamsreisn. að örva grunnhreyfingar nemenda og þroska taugakerfið meðal annars með fjölbreyttum leikjum og æfingum. að koma til móts við sköpunarþörf nemenda og leikræna tjáningu. að efla nemandann sem félagsveru, kenna honum að taka tillit til annnarra og beita sveigjanleika í samskiptum. að auka skilning og hæfni nemenda til þess að fara eftir reglum og fyrirmælum og auka innsæi nemenda í tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að auka þekkingu og skilning nemenda á starfsemi líkamans og áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkama og heilsu.
Námsþættir/Námsefni Lögð er áhersla á grunnþjálfun sem felst í alhliða líkamsuppbyggingu, þolþjálfun og sem mestri hreyfingu. Nemendum eru kynntar helstu íþróttagreinar sem stundaðar eru í landinu og íþróttaaðstaðan við skólann leyfir. Þolhlaup ( úti), rólegt skokk í 15-20 mín. Nemendur taka þátt í samstarfsverkefnum s.s. íþróttasýningum og íþróttamótum. Nemendur þjálfast í leikrænum æfingum og leikæfingum helstu íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, knattspyrnu, badminton, blak, hafnarbolta og bandy. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reipitog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, brennó, kíló, Tarsanleikur og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu, litlir kolhnísar og stórir kolhnísar. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Grunnþjálfun og leikfimi: Alhliða líkamsuppbygging með áherslu á æfingar sem auka styrk, liðleika og þol nemenda. Íþróttafræði og heilsuvernd: Í kennslu verður leitast við að fræða nemendur um hreinlæti áhrif íþróttaiðkunar á líkamann og starfsemi íþróttafélaga. Stöðvaþjálfun og hringþjálfun. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund, björgunarsund, stunga, björgunar- og leysitök.
Námsmat Í íþróttum fer námsmat fram með þrennum hætti 20 % A: Hlutlægt mat þar sem árangur nemenda er mældur t.d. með málbandi eða skeiðklukku. 30 % B: Huglægt mat. Kennarinn metur færni nemenda í ákveðnum íþróttum þar sem mælingum verður ekki komið við með öðrum hætti t.d. boltaleikjum, leikjum og æfingum ýmis konar. 50 % C: Ástundun, áhugi, virkni, samvinna og framkoma í kennlustundum.
116
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Heimilisfræði, valgrein 3 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemandi: • verði upplýstur og ábyrgur neytandi og geti valið og hafnað vöru og þjónustu með gagnrýnu hugarfari • tileinki sér kurteisi og tillitssemi og geti unnið með öðrum • tileinki sér lífshætti sem samræmast umhverfisvernd • þekki þætti í matarmenningu Íslendinga, sögu og sérkenni, siði og venjur
Inntak náms Nemendur læra: að vinna sjálfstætt að beita helstu áhöldum og tækjum sem notuð eru við matreiðsluna að skipulag og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg að fara eftir uppskriftum og nota matreiðslubækur meðferð grænmetis, fisks og kjöts með tilliti til matarsýkinga að góð nýting hráefnis skiptir sköpum í matreiðsluferlinu að gera greinarmun á hollum og óhollum mat að taka á móti gestum og þjóna til borðs (gestum boðið í mat)
Námsgögn Verklýsingar gerðar af kennara. Heimilisfræði II og III og verkefnablöð unnin upp úr þeim. Ýmsar matreiðslubækur og uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar. Sýnikennsla í ýmslum matreiðsluaðferðum og vinnubrögðum.
Kennsluskipan Greinin er valgrein í 9. bekk. Kennt er hálfan veturinn 3 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla. Skrifleg verkefni eru unnin í tímunum ýmist taka þau til næringarfræði, vöruþekkingar eða verklega þáttarins.
Námsmat Stöðugt mat á vinnu nemenda. Metið er sjálfstæði, frumkvæði, ástundun, vinnubrögð, samstarfshæfni, frágangur og hegðun. Verklegt- og bóklegt próf.
Hönnun, smíði og tæknimennt 2 kennslustundir á viku Í Aðalnámskrá grunnskólans stendur: “Nauðsynlegt er að kenna börnum og unglingum hönnun og smíði í samræmi við kröfur og áherslur á verkmenntun og skapandi starf. Smíðin þroskar verkfærni og verkkunnáttu og gerir nemandann sjálfstæðan í verki. Þannig er smíði góður undirbúningur undir lífið og frekara nám.”
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
117
Markmið Í þessari grein fær nemandinn þjálfun í að móta hugmyndir sínar og færni. Nýting á efnis- og formheimi í umhverfi barnanna og afleiðing af heildrænu, skapandi starfi er aukið áræði, þekking og færni. Öllum einstaklingum er nauðsyn að geta greint og skilið eðli vinnuferla og notkun viðeigandi verkfæra og beitingar þeirra. Skilningur og færni í þessum þáttum gerir nemandann færan um að skilja eðli vinnunnar og skipuleggja starf sitt. Í hönnun og smíði fær nemandinn þjálfun í verktækni og verkþekkingu ásamt því að geta áttað sig á hvernig hlutir verða til, allt frá hönnunarstigi til lokaafurðar. Fléttað er inn í nokkur verkefni tæknimenntar þar sem einföldum þáttum s.s. flutning hreyfingar frá einum stað til annars, orkuflutningi með tannhjólum eða reimum og leiðni og rof rafmagns. Þessir þættir koma inn smátt og smátt eftir aldri og þroska nemenda. Eftir átta ára nám í þessari grein hafa nemendur öðlast töluverða færni . Þess vegna er nauðsynlegt að halda áfram námi í greininni og njóta þess að nýta þessa þekkingu sem þegar er áunnin Þannig er komið í veg fyrir að nemendur missi það sjálfstraust í sköpun sem þeir hafa öðlast í gegnum árin. Gott er að geta lagt á hilluna bókagrúsk í 2 kennslustundir á viku og beina huganum í aðrar áttir. Í vali í 9. bekk verður byggt á námi greinarinnar undanfarin tvö ár með aukna áherslu á einstaka þætti listsköpunar og hönnunar með tæknimenntarívafi. Í 9. bekk verða gerðar ýmsar tilraunir með verkefni einstaklinga eða hópa allt eftir vilja nemenda sjálfra.
Námsefni Allt sem nemendur vilja nota og mögulegt er að útvega. Verkefnaval er frjálst í samvinnu við kennara. Tækjanotkun verður almennari við vinnu nemenda s.s: notkun pússivéla , borvéla , rafsuðuvéla og gastækja svo eitthvað sé nefnt.
Kennsluaðferðir Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð, aðferðir og skýringartöflur. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir, ásamt leiðsögn kennara.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni. Einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 stundir á viku allan veturinn Markmið • • • • • •
að nemendur fái markvissa þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að þeir verði sjálfbjarga í réttri notkun áhalda og saumavéla. að efla frumkvæði nemenda og að þeir öðlist sjálfstraust til eigin sköpunar. að nemendur fræðist um textíliðnað og fataframleiðslu. að nemendur geti tekið mál, tekið upp snið, sniðið og saumað flík. að nemendur læri að nota handbækur greinarinnar. að nemendur geti notað möguleika margmiðlunar og tölvutækni í tengslum við vinnu sína.
118
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Námsþættir Nám í textílmennt í 9. bekk er framhald af fyrra námi í yngri bekkjunum. Nemendur bæta við þekkingu sína í prjóni, hekli, útsaumi og vélsaumi samkvæmt áhuga og getu hvers einstaklings. Í vélsaum er saumuð einföld flík t.d.náttföt, barnaföt, hettupeysur, pils, buxur, bolir eða annað að eigin vali. Kennt að taka upp snið úr tískublöðum, átta sig á hvaða stærð skal nota, hve mikið efni fer í flíkina, leggja snið á efni og merkja saumför. Hönnun endurnýting. Nemendur hanni og saumi fatnað eða aðra hluti úr notuðum flíkum t.d. gallabuxum. Kynning á þæfingu, útbúnir hlutir að eigin vali. Önnur viðfangsefni, frjálst val í samráði við kennara, eftir getu og áhuga nemenda. Farið verður í vettvangsferðir á hönnunar- og textílverkstæði og textílsýningar ef þess er kostur.
Námsefni Bækur: Saumahandbókin og Á prjónunum. Handbækur, blöð og ljósrit úr bókum og blöðum sem henta verkefnum hverju sinni.
Kennsluaðferðir Kynning, verkefni útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og sýningartöflur. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð, aðferðir og skýringartöflur. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir, ásamt leiðsögn kennara.
Heimavinna Vinnan fer að mestu leyti fram í skólanum en ef unnið er með prjóna, hekl- eða útsaumsverkefni geta nemendur einnig unnið heima.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni. Einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni. Námsmat: 60% Vinnubrögð 20% Ástundun (heimavinna/vinna í tímum ) 10% Sjálfstæði 10% Afköst
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
119
10. bekkur Íslenska 6 kennslustundir á viku Meginmarkmið: Fjölmörg markmið eru æskileg þegar fjallað er um notkun og meðferð móðurmálsins svo að það nýtist nemendum sem best. Flokka má markmiðin í fjóra meginþætti sem eru einna mikilvægastir í því sambandi: • Stefnt er að því að nemandinn nái: • að hlusta á talað mál af skilningi • að tala gott mál • að lesa sér til gagns og ánægju • að rita læsilegt og vandað mál • að kunna skil á ýmsum þáttum málfræði, setningafræði o.þ.h. Hér verður getið nokkurra þeirra undirmarkmiða sem stefnt verður að í 10. bekk. Farið verður eftir þrepamarkmiðum Aðalnámskrár grunnskóla og tekið mið af reynslu undanfarinna áratuga í Hvassaleitisskóla.
Lestur, bókmenntir og ljóð Markmið • • • • • • • • • •
geti lesið sér til gagns og ánægju á eðlilegum hraða og af öryggi og telji lestur eðlilegan hluta af vinnu sinni og tómstundaiðkun geti tileinkað sér texta úr hagnýtum bókum, blöðum, af neti o.s.frv. tilheyrandi öðru námsefni og hugðarefni geti greint aðalatriði og aukaatriði í texta geti lesið texta með gagnrýnu hugarfari, m.a. að geta myndað sér skoðun á því efni sem lesið er geta áttað sig á mismunandi markmiðum höfundar með texta, t.d. fræðslu, skemmtun eða áróðri geta náð til hlustenda í upplestri og beitt upplestri þannig að efni og form njóti sín Stefnt að því að nemandi: geti lesið og skilið valinn texta úr fornum og nýjum bókmenntum bæði í ljóðum og lausu máli geti gert grein fyrir hraðlesnum texta skriflega og munnlega, gagnrýnt hann, rökrætt og fjallað um boðskap hans og áhrif þekki helstu hugtök í bókmenntum og bragfræði
Námsþættir Nemendur lesa valdar sögur úr Mályrkju III auk þess sem ein fornsaga verður lesin. Stefnt er að því að þau lesi eina nýlega skáldsögu og vinna með hana. Nemendur kynnast helstu bókmenntastefnunum auk þess sem áfram er unnið með hugtök úr bókmennta- og ljóðafræðum. Nemendur lesa reglulega kjörbækur og skila skýrslum um efni hennar.
Námsefni Gísla saga Súrssonar
120
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Mályrkja III e. Silju Aðalsteinsdóttur og Höskuld Þráinsson Mýrin e. Arnald Indriðason Hugtakarolla e. Ragnar Inga Aðalsteinsson og Þórð Helgason Þá hló marbendill, þjóðsögur teknar saman af Baldri Hafstað Blaða- og tímaritagreinar
Heimanám Nemendur lesa efni heima og vinna svo efnislega með það ýmist í tímum eða heima
Stafsetning og ritun Markmið • • • • •
geti látið frá sér ritað mál af ýmsu tagi, hafi m.a. öðlast öryggi í að tjá hugmyndir sínar og skoðanir í rituðu máli - og fengist við skapandi skrif hafi áttað sig á ólíku stílgildi orða og setningargerðum, orðtökum og málsháttum geti nýtt sér málfræðihugtök við umfjöllun um frágang, málsnið og stíl geti skipt texta í málsgreinar, efnisgreinar og kafla með fyrirsögnum hafi náð tökum á öllum helstu stafsetningarreglum
Námsþættir Nemendur vinna æfingar úr bókum og af blöðum frá kennara. Reglulega verða teknar æfingar í upplestri. Nemendur skila yfir veturinn reglulega inn ritunaræfingum þar sem lögð er áhersla á byggingu og málfar.
Námsefni Réttritun eftir Hörð Bergmann Ritgerðarefni og ljósrit frá kennara
Heimanám Nemendur vinna æfingar heima jafnt í stafsetningu og ritun
Málfræði Markmið Að nemandi: kunni skil á öllum orðflokkum, sérkennum þeirra, beygingum og notkun kunni skil á setningafræði, þekki helstu setningahluta og mun á aðalsetningum og aukasetningum þekki helstu hljóðbreytingar í íslensku og geti nýtt sér þær í stafsetningu og orðmyndun þekki helstu hugtök í tengslum við orðmyndum og orðhluta kunni grundvallaratriði hljóðfræði og landshlutabundinn framburð þekki sem flesta málshætti og orðtök og kunni að greina þar á milli
Námsþættir Nemendur vinna ólík verkefni í málfræði sem reyna á ólíkar hliðar hennar.
Námsefni Íslenska kennslubók í málvísi og ljóðlist e. Jón Nordal og Gunnlaug V. Snævarr Smáorð eftir Magnús Jón Árnason Gullvör III eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
121
Efni frá kennara og af Málbjörgu
Heimanám Nemendur vinna verkefni í málfræðibókum og af blöðum
Kennslutilhögun Fyrirlestrar, sýnikennsla,myndmiðlar, hlustunarefni, skriflegar æfingar, vinnubókarkennsla, töflukennsla, lesið, spurt og spjallað, yfirferð námsefnis, námsleikir, þjálfunarforrit, samræða, spurnaraðferðir, umræðuhópar, leikræn tjáning, myndræn tjáning, hreyfing, ritun, hópvinna og þemanám
Námsmat Stöðugt eftirlit er með vinnu nemenda, eftirtekt, skilningi, færni og áhuga. Verkefni og próf eru notuð til að meta stöðu nemendanna. Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) 15%-25% Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) 75%-85% Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40%
Stærðfræði 6 kennslustundir á viku Námsefni “8 – 10” eftir Guðbjörgu Pálsdóttur og Guðnýju Helgadóttur, “Almenn stærðfræði fyrir grunnskóla III”. Þýdd og staðfærð úr sænsku af þeim Hildigunni Halldórsdóttur og Sverri Einarssyni, Leikni, þjálfun í stærðfræði og Leikni, þjálfun í algebru.
Námsþættir Líkindareikningur, einfaldar og endurteknar líkindatilraunir, fræðilegar líkur og raunlíkur. Ferningar og ferningsrætur, rétthyrndir þríhyrningar (regla Pýþagórasar). Metrakerfið og breytingar milli eininga. Strendingar, sívalningar, keilur og kúla. Rúmmál og yfirborðsflatarmál. Algebra, veldi, margliður, ræðar stæður, margföldun, þáttun og einföldun. Jöfnur uppsettar og óuppsettar, jöfnuhneppi, teikni-, samlagningar- og innsetningarlausn. Þegar niðurstöður samræmdra könnunarprófa liggja fyrir verður námi nemenda stýrt inn á þá námsþætti sem viðkomandi stendur verst í. Nemendur fá því ólík viðfangsefni eftir því sem líður á veturinn.
Kennsluhættir Bein kennsla þar sem útskýrt er af töflu ásamt uppgötvunarnámi, yfirferð á dæmum, þrautalausnir, þjálfunarforrit, hópverkefni, og umræður. Nemendur setja sér markmið í samráði við kennara, gera áætlun til viku í einu og skila í möppu sem geymd er í stærðfræðistofu. Afrakstur vinnuvikunnar fer síðan í sömu möppu til yfirferðar fyrir kennara. . Kennari ákveður hvenær „eindagi“ kaflaprófa er en nemenda er í sjálfsvald sett að
122
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
taka kaflaprófið fyrr.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf
15%-25% 75%-85%
30%-40%
Enska 4 kennslustundir á viku Kennsluaðferðir: Kenndar eru tvær kennslustundir saman. Sá fyrri verður notaður í kennslubókina og sett verður fyrir í henni í lok tímans. Seinni tíminn mun fara í að þjálfa færniþættina fjóra (hlustun, lesskilning, tal og ritun) og verður þá stundum kennt í hringekju eða hópaformi. Bein kennsla, hlustun, hópvinna, ritun, samræður og vinnubókarkennsla.
Meginmarkmið: •
• • • •
• • •
að nemendur geti notað ensku til samskipta í skólastofunni, látið í ljós aðdáun/ vanþóknun og tjáð skoðanir sínar. Geti tjáð sig um umhverfi sitt og áhugamál og náð liprum tökum á framburði. að nemendur geti sem hlustendur skilið fyrirhafnarlítið þegar talað er um málefni sem þeir þekkja, geti fylgt meginþræði í fréttaefni eða umræðum. geti skilið ensku talaða með mismunandi staðbundnum framburði eða við mismunandi aðstæður, formlegar eða óformlegar. að nemendur verði færir um að lesa smásögur og aðgengilegar skáldsögur og valin tímarit og blöð um mismunandi efni að nemendur þekki og geti beitt grundvallaratriðum enskrar málfræði svo sem notkun greinis, tíðum sagnorða, fleirtölu nafnorða, stigbreytingu lýsingarorða og atviksorða og kunni skil á fornöfnum og forsetningum og skilyrðasetningum og þolmynd. að nemendur geti skrifað samfellda,viðeigandi og skipulega texta s.s. ritgerðir,skýrslur og gagnrýni. Kunni að beita helstu reglum um greinarmerkjasetningu, orðaröð og málnotkun. að nemendur fái innsýn í menningu og lifnaðarhætti þeirra þjóða sem hafa ensku að móðurmáli eða þjóðtungu. að nemendur geti auðveldlega nýtt sér upplýsingatækni til öflunar heimilda.
Námsefni: • • • • •
Aðalkennslubók Breakthrough Comprehension 1-3, Active Comprehension 2 Hlustun: Read English og hlustunarefni sem skólinn leggur til. Lestur: T´n´T (Texts and tasks)og S.R.A. 3A og 3B Málfræði: Ljósritað efni sem skólinn leggur til. Ritun: Developing Skills
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
123
• •
Léttlestrarbækur af bókasafni skólans. Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að enskri orðabók.
Heimanám: Heimanám er nauðsynlegur liður í enskunámi nemendanna og kennari leggur ríka áherslu á að því sé sinnt enda hafa þau alltaf viku til að vinna heimavinnuna. Kennarinn hvetur nemendur til að vanda vinnubrögð sín. Nemendur koma reglulega “upp á töflu” og skrifa verkefni sem þeir hafa unnið heima og kennari og nemendur leiðrétta síðan. Nemendur skila einni bókaumsögn mánaðarlega.
Námsmat: Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf
15%-25% 75%-85%
30%-40%
Danska 4 kennslustundir á viku Í 10. bekk er leitast við að nemendur kynnist menningu, siðum og lifnaðarháttum í Danmörku. Fjallað verður um ýmis efni í því sambandi og má t.d. nefna daglegt líf í Danmörku, fjölmiðla, skóla og menntastofnanir, nám og samskipti einstaklinga og hópa.
Kennslutilhögun: Bein kennsla, hlustun, hópverkefni, ritun, samræðuaðferðir, tölvuvinna, vinnubókarkennsla.
Markmið: • • • • • • • • • • • • •
að nemendur skilji fyrirhafnarlaust flest venjuleg fyrirmæli að nemendur skilji smáatriði í samtölum tveggja manna, tilkynningum og frásögnum með orðaforða efnisflokka sem unnið er með að nemendur geti beitt yfirlitslestri og skilið megininntak texta að nemendur geti beitt leitarlestri og nákvæmnislestri og leitað eftir ákveðnum upplýsingum að nemendur geti skilið megininntak lengri texta að nemendur geti beðið um aðstoð sína, leyft eitthvað eða hafnað einhverju á dönsku að nemendur geti leiðrétt sig, afsakað, hrósað öðrum og látið í ljós ánægju/óánægju dönsku að nemendur geti notað grunnorðaforða úr efnisflokkum, sem unnið hefur verið með, á eigin forsendum í nýju samhengi að nemendur geti skrifað lengri samfelldan texta um efni sem tengjast daglegu lífi að nemendur geti tjáð skoðanir sínar og hugsanir á skiljanlegu rituðu máli að nemendur hafi lært að skrifa texta með góðu samhengi
124
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Námsefni: • • • • • • • •
Kennslubókin EKKO eftir Ernu Jessen og Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur verður lögð til grundvallar. Lesbók og vinnubækur fylgja henni. Myndbandsspólur ; Det er Danmark 1 - 2 danskar kvikmyndir Léttlestrarbækur af bókasafni skólans Valdir textar og verkefni á Internetinu Valin málfræðiverkefni úr bókinni Danskar æfingar eftir Guðrúnu Halldórsdóttur Ljósritað efni sem skólinn leggur til Æskilegt er að nemendur hafi aðgang að danskri orðabók
Námsþættir: –– Lestur: Nemendur lesa texta í kennslubók heima fyrir hverja kennslustund og glósa öll ný orð sem koma fyrir í viðkomandi texta. Þeir leysa verkefni sem tengjast textanum, annað hvort heima eða í kennslustund. Auk þess lesa nemendur frjálslestrarbækur mánaðarlega og þurfa að skila bókaumsögnum eftir lestur þeirra til kennara. Nemendur fara einnig inn á danska vefi á Internetinu og lesa og leysa verkefni þar. –– Hlustun: Nemendur hlusta á talað mál tengt verkefnum úr aðalkennslubók. Einnig leggur skólinn til ýmis hlustunarverkefni. Myndbandsefni, Det er Danmark er notað og verkefni með því. –– Talað mál: Leitast skal við að kennsla fari að mestu leyti fram á dönsku. Nemendur þjálfast í talmáli með samtalsæfingum í kennslubók, sín á milli og við kennara. Við yfirferð námsefnis úr aðalkennslubókinni eru nemendur stundum látnir lesa upp texta og framburður æfður. –– Ritun: Nemendur æfa ritun með því að skrifa texta á dönsku, getur verið frjáls texti eftir myndum og fyrirmælum eða beinar þýðingar á dönsku. Öðru hvoru skrifa nemendur uppritun eftir lestri kennara. Einnig leggur skólinn til ýmis ritunarverkefni sem tengjast þá efni því sem farið er yfir í aðalkennslubók. Nemendur skrifa líka samfelldan texta sem getur tengst einhverju þema, skoðunum þeirra eða hugsunum. –– Málfræði: Nemendur vinna málfræðiverkefni þegar við á. Reglur málfræðinnar eru kynntar þannig að nemendur geti skilið og beitt málfræðiatriðum í tali og rituðu máli. Í 10. bekk er t.d. fengist við, eignarfornöfn, sagnir, núþálegar sagnir og forsetningar í föstum orðasamböndum.
Heimavinna: Heimavinna nemenda felst í undirbúningi fyrir kennslustundir t.d. lestri og úrvinnslu verkefna. Kennari leggur mikla áherslu á að heimavinnu sé sinnt og gengur eftir því. Öll heimavinna nemenda er skráð niður hjá kennara og geta nemendur og foreldrar ávallt fengið að vita hvernig nemendur sinna heimavinnu sinni.
Námsmat: Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. Bekk. Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
15%-25%
125
Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) 75%-85% Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40% Í lok hvers kafla í aðalkennslubók taka nemendur skyndipróf. Kennari fylgist með og skráir ástundun nemenda í kennslustundum og leggur mat á heimaverkefni. Nemendur taka miðsvetrarpróf í janúar (desember). Í lok skólaárs fá nemendur vetrareinkunn sem er heildareinkunn fyrir allan veturinn.
Samfélagsfræði Saga: 2 kennslustundir á viku Markmið • • • • • • •
Fjalli um valin málefni sem rætt er um í fjölmiðlum Hugleiði hvernig sjálfsmynd hans verði til Vera kunnugur nokkrum forystumönnum í þjóðlífi 19.aldar á Íslandi, einkum Jóni Sigurðssyni og geta metið hvernig þeir mótuðust af og mótuðu umhverfi sitt Þekkja nokkra þætti styrjaldaráranna á Íslandi svo sem hernámið, stofnun lýðveldis og breytingar á menningu og gildismati Kynni sér gang seinni heimsstyrjaldar með því að velja sjónarhorn og efni Þekki atburðarás stríðsáranna i stórum dráttum Þekki áhrif hersetunnar á atvinnulíf, viðskipti og tækni
Kennsluaðferðir Heimildarvinna, hópvinna, lestur, umræður, ritun, efniskönnun, spurnaraðferðir.
Námsþættir Í sögu í 10. bekk verður fjallað um tuttugustu öldina. Ákveðnir þættir úr sögu Íslands verðaathugaðir og bornir saman við atburði annars staðar í heiminum á sama tíma. Efnið er viðamikið og eiga nemendur að þekkja fáein atriði s.s. lokasprett sjálfstæðisbaráttunnar. Fjallað verður um stríðsárin á Íslandi og þau áhrif sem þau hafa haft á íslenskt samfélag. Gangur heimsstyrjaldanna verður rakinn og og leitast verður við að gefa trúverðuga mynd af hernámi Breta og Bandaríkjamanna. Skoðuð verða atvinnumál, stjórnmál, efnahagsmál og svo að sjálfsögðu samskipti hermanna við íslensku kvenþjóðina. Loks verður tekin fyrir Þjóðfélagsfræði. Þar sem fjallað er um t.d. sjálfsmynd, réttindi og skyldur og hverjir ráða.
Námsefni Jón Sigurðsson og hugmyndir 19. aldar Stríðsárin á Íslandi 1939-1945 Þjóðfélagsfræði eftir Garðar Gíslason
Kennslutilhögun Námsefnið er fjölbreytt og býður upp á mismunandi vinnuaðferðir, fyrirlestra, skriflegt nám, einstaklings- og hópverkefni. Kennslan miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á námsefninu. Unnið er í
126
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
verkefnabók að skriflegum verkefnum. Kennslumyndbönd eru notuð eftir því sem við á.
Heimanám Nemendur lesa heima fyrir hvern tíma og skila verkefnum þegar við á.
Námsmat Námsmatið fer fram jafnt og þétt allan veturinn. Tekin eru próf sem gilda sem lokaeinkunn ásamt vinnubók. Nemendur skila ritgerðum og halda fyrirlestra. Heimavinnuskil og vinnubrögð í tímum gilda sem vetrareinkunn.
Landafræði: 2 kennslustundir á viku Landafræðin hefur almennt menntunargildi. Hún kemur víða við og fátt er henni óviðkomandi. Með því að kenna landafræði er ekki eingöngu verið að láta nemendur leggja á minnið ákveðin minnisatriði fyrir næsta próf heldur miklu fremur verið að gera þá læsa á umhverfið, náttúruna, menninguna og mennina.
Kennsluaðferðir Námsefnið er fjölbreytt og býður upp á mismunandi vinnuaðferðir, fyrirlestra, skriflegt nám, einstaklings- og hópverkefni. Kennslan miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og skilning á námsefninu. Unnið er í verkefnabók að skriflegum verkefnum. Kennslumyndbönd eru notuð eftir því sem við á og einnig nýjasta tölvutækni.
Námsefni Heimshorna á milli – þróunarlönd eftir Þórdísi Sigurðardóttur Verkefnablöð og ítarefni. Kort og myndir
Markmið Nemandi: • læri að bera saman ólík svæði í heiminum út frá upplýsingum af kortum og ræði um hvaða þættir hafi áhrif á lífskilyrði fólks • læri að lesa úr og búa til aldurspíramídakynnist gervihnattamyndum og gagnsemi þeirra t.d. við að greina búsetumynstur, gróðurbelti og veðurkerfi • skynji mikilvægi upplýsinga á kortum við staðarval t.d. verslunarmiðstöðvar og tengsl þeirra við samgöngur og íbúabyggð . • skilji hvernig náttúrufar hefur áhrif á athafnir fólks og hvernig mismunandi menningarleg gildi, trúarleg viðhorf, tæknileg, efnahagsleg og pólitísk kerfi geta mótað umhverfið á ólíka vegu • fái yfirlit yfir atvinnulífið og kynnist því hvernig atvinnu fólks er skipt í frumvinnslu, annars og þriðja stigs atvinnugreinar og hver þróun atvinnulífsins er • öðlist yfirlit yfir heiminn, jafnt þætti náttúrufars sem og menningarleg einkenni, geti borið saman ýmis einkenni heimsálfnanna, hvað sé líkt og hvað ólíkt • kynnist því sem er efst á baugi í umhverfismálum og öðlist skilning á gildi umhverfisverndar heima og á heimsvísu • kynnist vandamálum fólksfjölgunar og ójafnrar dreifingar mannfjöldans, þar með talið vaxandi borgvæðingu • kynnist meginþáttum efnahagslífs þjóða, tengslum þess við nýtingu náttúruauðlinda og skiptingu heimsins í ríkar þjóðir og fátækar • átti sig á því hvað einkennir þróunarlönd t.d. með tilliti til atvinnuvega og tæknistigs þeirra Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
127
• • • • • •
• • • •
•
• • • • •
fæðingar- og dánartíðni, ungbarnadauða, læsis og fjölda lækna kynnist dæmum um alþjóðlegar aðgerðir til að bæta líf fólks í þróunarlöndum þjálfist í að greina og túlka landfræðileg tengsl þátta eins og heildarþjóðarframleiðslu, fjölda starfa í einstökum atvinnugreinum, gróðurfars, landslags, veðurfars og búsetumynsturs kynnist áhrifum breyttra atvinnuhátta á það hvar fólk býr og samskipti þess læri að greina mun á hlutfalli mannafla í frumvinnslu og úrvinnslugreinum og geti útskýrt af hverju þessi munur hefur orðið til skilji hvernig umhverfisþættir, tækni, efnahagslegar, félagslegar og stjórnmálalegar breytingar hafa áhrif á landnotkun og atvinnu læri að útskýra mismun á aldurs- og kynjaskiptingu fólksfjölda eftir borgum, svæðum, löndum og heimshlutum og gera grein fyrir hvaða áhrif munurinn hefur á þjónustu í samfélagi með hátt hlutfall aldraðra í samanburði við samfélag með hátt hlutfall ungs fólks þekki helstu atvinnuvegi jarðarbúa og hvernig náttúran sníður atvinnulífi hvers lands stakk og setur því skorður átti sig á hvernig daglegt líf og efnahagur fólks í þróunarlandi stýrist af náttúruöflunum í ríkari mæli en í iðnríki fái innsýn í þau umhverfisvandamál sem fylgja mikilli borgvæðingu, t.d. minnkun ræktunarlands, eyðileggingu gróðurþekju og mengun lofts og vatns þekki helstu ástæður gróður- og jarðvegseyðingar af manna völdum, s.s. stórvirkar ræktunarframkvæmdir, og geti skýrt af hverju sumir staðir á jörðinni eru sérstaklega viðkvæmir fyrir slíku rofi beri saman inn- og útflutningsvörur annars vegar í iðnríkjum og hins vegar í þróunarlöndum og átti sig á hvaða afleiðingar það hefur í för með sér ef verðmæti seldrar vöru og þjónustu er minna en þess sem er keypt útskýri hvernig framkvæmdir mannanna og náttúrufar á hverjum stað hefur áhrif á stækkun eyðimarka skilji af hverju ár, vötn og höf eru sérstaklega viðkvæm fyrir mengun átti sig á ástæðum þess að fólk flytur, t.d. vegna óskar um betra húsnæði, það skiptir um starf, flýr faraldra, stríð eða ofsóknir þjálfist í að rökræða ágreining t.d. um staðarval stóriðju eða landnotkun innan þéttbýlis skilji ástæður þess á hvern hátt land er notað, hvernig ágreiningur myndast vegan samkeppni um landnotkun og staðarval mismunandi starfsemi.
Kennslutilhögun Kennsla í tímum er að mestu leyti í formi lausnarleitarnáms og hópvinnu og einstaklingsvinna með fyrirlestrum. Sökum efnis er mikil notkun ýmissa nýsigagna nauðsynleg s.s. glæra, myndbanda, teikninga, korta og mynda ásamt ýtarefni af bókasafni og Innterneti.
Námsmat Námsmatið fer fram jafnt og þétt allan veturinn.Tekin eru próf sem gilda sem lokaeinkunn ásamt vinnubók. Nemendur halda fyrirlestur og skila ritgerð. Heimavinnuskil og vinnubrögð í tímum gilda sem vetrareinkunn.
Náttúruvísindi Þekking og skilningur á helstu kenningum og lögmálum náttúruvísinda og kunnátta í vinnubrögðum sem viðhöfð eru við vísindalegar athuganir og rannsóknir eru mikilvægur þáttur í þroska og menntun nemenda og grundvöllur að því að efla áhuga þeirra og forvitni á umhverfi sínu og
128
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
hinum ýmsu fyrirbærum náttúrunnar. Að loknu grunnskólanámi er stefnt að því að nemendur hafi öðlast grunnþekkingu, þjálfun og sjálfstraust til að takast á við kröfur nútímasamfélags og verði færir um að takast á við krefjandi og fjölbreytt verkefni. Náttúruvísindi greinast í þrjú meginsvið: eðlisvísindi, jarðvísindi og lífvísindi.
Áfangamarkmið við lok 10. bekkjar Að nemandinn: • geti tengt skilning og vinnubrögð úr náttúrufræðinámi við önnur verkefni í ýmsum greinum í skólanum og í daglegu lífi. • sýni áhuga og frumkvæði við öflun þekkingar. • öðlist færni og sjálfsöryggi við að leysa fjölbreytt verkefni með eða án ítarlegra leiðbeininga. • geti fjallað um sameiginlega þætti ólíkra námsgreina. • sýni vilja til að leita eftir og deila upplýsingum og skýringum með öðrum og sýni skilning á að slíkt er ein af forsendum vísindaframfara. • átti sig á að útskýringar séu aldrei endanlegar og að ekki er hægt að sanna þær svo óyggjandi sé. • geri sér grein fyrir tilgátusmíð og kenningum sem skipulegri starfsemi vísinda. • skilji mikilvægi þess að mælingar séu áreiðanlegar og nákvæmar • geti útskýrt með dæmum hvernig þekking á náttúrunni hefur þróast. • geri sér grein fyrir hvernig náttúruvísindi hafa í senn áhrif á og verða fyrir áhrifum af menningu og heimsmynd mannsins. • geti fjallað um gagnkvæm áhrif tækni og vísindalegra framfara • geti metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað • sýni áhuga og ábyrgð á umhverfinu og því að dýpka og styrkja þekkingu sína á því eftir ýmsum leiðum • geti fjallað um og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdra umhverfismálum í heimabyggð, umhverfisvernd og nýtingu náttúruauðlinda, tilraunastarfsemi á mönnum og dýrum og annarri nýtingu á vísindalegri þekkingu. • geri sér grein fyrir mikilvægi sjálfbærrar þróunar fyrir samfélagið • geri sér grein fyrir að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma hans og framtíð byggist á gagnkvæmri ábyrgð og virðingu í samspilinu við móður jörð.
Þrepamarkmið Úr eðlisvísindum Að nemandinn: • geti útskýrt að orkuflutningur á sér stað þegar efni er hitað eða það kólnar • geti útskýrt samband sameindahreyfinga og hita • geti valið og notað viðeigandi mælieiningar um orku, varma og hita • geti útskýrt hvernig orkan breytir um mynd • geti skilgreint og borið saman helstu einkenni hreyfiorku, stöðuorku, rafsegulorku, varmaorku, efnaorku og kjarnorku • vinni með sveiflustærð, lögun, bylgjulengd og tíðni bylgju og noti viðeigandi mælieiningar • átti sig á hvernig hljóð berst í lofti og vatni • beiti hugtökum um endurvarp bylgna við hljóð Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
129
• • • • • • • • • • • • • • • • •
geri sér grein fyrir muninum á holspeglun og kúptri speglun geti útskýrt ljósbrot út frá tilraunum með linsur og þrístrent gler geti útskýrt lifróf hvíts ljóss út frá athugun geti lýst rafsegulbylgjum og eðli ljóss jafnt sem ögnum og bylgju geti útskýrt muninn á raðtengdum og hliðtengdum straumrásum og notað viðeigandi mælieiningar við athuganir á spennu og straum geti útskýrt rafspennu og rafstraum m.t.t. orku átti sig á sambandi milli straums og spennu, reikni út viðnám með lögmáli Ohms og noti til þess viðeigandi mælieiningar geti útskýrt viðnám m.t.t. orkubreytinga og vinnu þekki seguleiginleika rafstraums geri sér grein fyrir hvernig hægt er að fá rafmagn úr segulmagni og tengslum þess við raforkuframleiðslu geti útskýrt kjarnahvörf og kjarnaklofnun fjalli um sérstöðu kjarnorku sem orkugjafa og möguleg áhrif notkunar á lífið á jörðinni afli sér upplýsinga um orkuform á Íslandi og erlendis þekki helstu gerðir virkjana, s.s. vatnsaflsvirkjanir, jarðhitaver, kjarnorkuver, virkjun sjávarfalla, vinds og sólarorku átti sig á að sumar orkulindir eru endurnýjanlegar en aðrar ekki fjalli um mikilvægi umgengni við orkulindir út frá gildum sjálfbærrar þróunar beri saman ólíka orkugjafa og fjalli um mögulegar afleiðingar umsvifa mannsins við virkjun og aðra nýtingu orkulinda á lífríki og búsetu
Úr lífvísindum Að nemandinn: • geti lýst hlutverki erfðaefnisins DNA, gena og litninga • geti útskýrt mikilvægi erfðalykla erfðaefnisins • þekki og geti beitt hugtökunum ríkjandi og víkjandi gen, arfhreinn og arfblendinn • vinni útreikninga sem sýna líkur á því að erfðaeiginleiki erfist frá einni kynslóð til annarrar og kynnist þannig hugmyndum Mendels. • geti lýst fjölbreytni í erfðum, s.s. vegna tilfærslu gena, kynæxlunar og stökkbreytinga. • skilji hvað stjórnar kynferði einstaklings • skoði litninga mannsins á mynd, breytileika þeirra og sérstöðu kynlitninga • geti útskýrt erfðir blóðflokka manna og kynbundnar erfðir, s.s. litblindu • geti skýrt og nefnt dæmi um einræktun • geti rætt um genasplæsingar, kynbætur, gerð og notagildi genakorts mannsins og hugmyndir um erfðalækningar. • fjalli um á hvaða hugmyndum þróunarkenning Darwins er byggð og hver eru helstu áhrif hennar á heimsmynd mannsins. • geti lýst hvaða þættir eru taldir hafa áhrif á náttúruval. • geti skýrt kenningar um þróun lífs á jörðinni og stuðst við líffræðileg rök og • steingervinga.
Úr jarðvísindum 130
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
• • • • • • • • • • • • •
geri sér grein fyrir stöðu sólkerfis okkar í vetrarbrautinni þekki einkenni sólkerfis okkar þekki reikistjörnurnar eftir sporbaug: nöfn, einkenni, staðsetningu og helstu fylgitungl þekki muninn á lífsskilyrðum á reikistjörnunum og jörðinni fjalli um mismunandi kenningar um þróunarsögu sólarinnar geti lýst fæðingu, þróun og endalokum stjarna þekki loftsteina, halastjörnur og stjörnuhröp skilji hvernig og hvers vegna tungl- og sólmyrkvar eiga sér stað geti útskýrt eðli flóðs og fjöru á jörðinni út frá þyngdarkrafti geti útskýrt árstíðaskipti út frá stöðu jarðar á leið sinni um sólu með tilliti til halla jarðmönduls fjalli um hvernig alheimurinn varð til samkvæmt stórahvellskenningunni og þróun hans í fortíð og framtíð geri sér grein fyrir fjarlægðum úti í geimnum og þekki mælieiningar sem notaðar eru í umfjöllun um stærðir í alheimi þekki hvað ljós er lengi að berast frá sólu og nálægum stjörnum til jarðarinnar
Bækur/Gögn Sól, tungl og stjörnur Orkan Erfðir og þróun Allt eru þetta bækur úr sama bókaflokki um almenn náttúruvísindi, gefnar út af Námsgagnastofnun Myndbönd
Kennslutilhögun Í kennslustundum er farið yfir efni bókanna og ætlast til að nemendur skrifi hjá sér helstu áhersluatriði. Nemendur gera nokkrar tilraunir auk þess sem sýnitilraunir eru gerðar. Að auki eru ýmis skrifleg verkefni unnin. Öllum verkefnum og glósum eiga nemendur að halda til haga í vinnubókum. Notast er við kennslumyndbönd eftir því sem við á.
Kennsluaðferðir Bein kennsla, fyrirlestrar, sýnikennsla, umræður, verklegar æfingar, fræðslumyndir.
Heimanám Heimanám felst í lestri efnis sem farið er yfir í tímum auk skriflegra verkefna úr bókunum.
Námsmat Viðmiðun fyrir námsmat í 8.-10. bekk 2009-2010 Miðsvetrareinkunn: Ástundun ( t.d. heimavinna, vinna í tímum og vinnubækur) Próf í kennslustundum (og t.d. ritgerðir eða önnur verkefni) Voreinkunn (árseinkunn): Miðsvetrareinkunn 20%-30% Ástundun 15%-25% Próf í kennslustundum 15%-35% Vorpróf 30%-40% Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
15%-25% 75%-85%
131
Myndmennt, valgrein Lögð er áhersla á skilning á myndlist auk sjálfstæðra vinnubragða í fjölbreyttum verkum. Grunnatriði sem nemandinn hefur kynnst í bekkjum á yngsta stigi og miðstigi eru nýtt í verkefni sem eru meira krefjandi fyrir námsmanninn. Skilningur og þekking eru dýpkuð og ný atriði lögð inn. Listamenn kynntir og verk þeirra. Samstarf við aðra nemendur.
2 kennslustundir á viku Meginmarkmið Í lok vetrar á nemandinn að: • Hafa fengið nasasjón af sögu myndlistar frá upphafi til okkar daga. • Kannast við helstu frumherja hinna ýmsu listastefna • Þekkja dæmi um íslenska myndlistarmenn í hinum ýmsu listastefnum. • Þekkja muninn á listastefnum, og geta nefnt dæmi um verk. • Geta metið myndlist fordómalaust og geti gagnrýnt eigin verk. • Hafa kynnst hinum ýmsu efnum til listsköpunar. • Hafa víðtækan skilning á hugtakinu myndlist og hafa lært öguð vinnubrögð.
Markmið • • • • • • •
að þroska og þjálfa hug og hendur nemenda til að tjá eigin hugmyndir, þekkingu og reynslu með viðeigandi vinnubrögðum í margs konar efnivið að efla hugmyndaflug, sköpunarhæfileika, sjálfstraust og sjálfstæði nemenda að stuðla að því að nemendur verði læsir á umhverfi sitt að stuðla að því að nemendur skynji og skilji boðskap þess myndmáls sem daglega ber fyrir augu að rækta samstarfsvilja, samstarfshæfni og félagsþroska nemenda að leggja grunn að sjálfstæðu gildismati nemenda, vekja áhuga og auka þekkingu á verkmenningu, listum og öðrum menningarverðmætum að stuðla að því að nemendur kynnist eiginleikum hinna ýmsu efna sem unnið er úr, tileinki sér hagkvæm vinnubrögð og nái þeirri hæfni að verða sjálfbjarga í verki
Námsþættir Teiknun og málun: Nemendur þjálfaðir í myndrænni frásögn, hlutateiknun, athugun á ljósi og skugga ásamt fjarvídd og sjónarhorni. Lit og formfræði: Blöndun lita,lýsa dekkja. Litasamræmi. Athuganir á tengslum við myndsköpun. Unnið með tví-og þrívíð form. Myndbönd og bækur: Nemendur skoði myndbönd og bækur og vinni verk í anda hinna ýmsu listamanna. Vettvangsferðir: Vettvangsferðir einsog kostur er til listamanna og á sýningar. Hópumræður. Kynnist myndlist á internetinu og læri að leita að myndlist þar og nýta sér þann miðill í myndlistinni.
Efni 132
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Kynnist margvíslegum efnum til listsköpunar.
Námsmat Hvert myndverk/verkefni metið. (60%) Starfseinkunn er 40% Gefið er fyrir : vandvirkni, vinnubrögð, ástundun og hegðun.
Lífsleikni 1 kennslustund á viku Markmið Sjálfsþekking,samskipti, sköpun og lífsstíll. • að nemandinn sé meðvitaður um að siðvit og ábyrgð, gagnkvæm virðing og persónuréttur eru helstu mælikvarðar á siðferði og kynhegðun hvers og eins • að nemandinn sé meðvitaður um jafnréttis- og mannréttindahugsjónir sem leiðarljós í öllum samskiptum • að nemendur geti sett sér raunhæf markmið til að stefna að í lífinu • að nemendur meti á sjálfstæðan hátt eigin lífsgildi óháð fyrirmyndum og staðalmyndum samfélagsins • að nemendur nýti ráðgjöf um náms- og starfsleiðir • að nemandi öðlist skilning á atvinnulífinu í samhengi við námsleiðir og starfsval • að nemandinn geti greint og rökrætt áhrifamátt auglýsinga og gert sér grein fyrir óbeinum áróðri fjölmiðla • að nemandinn þekki grundvallaratriði skyndihjálpar • Samfélag, umhverfi, náttúra og menning. • að nemandinn geti nýtt sér helstu fjölmiðla og lagt mat á fréttaflutning • að nemandinn geri sér grein fyrir hvað felst í orðinu borgaravitund og lýðræði • að nemandinn kunni skil á einföldum launaseðlum og skilji reikningsyfirlit • að nemandinn geti reiknað kostnað vegna afborgana • að nemandinn þekki ýmsar sparnaðar- og ávöxtunarleiðir • að nemandinn hafi tileinkað sér ábyrg sjónarmið og umgengni við nánasta umhverfi sitt og náttúru landsins
Námsþættir Styrkja bekkinn sem hóp og æfa jákvæð og eðlileg samskipti innan hans. Þróa fjölbreytni í samskiptahæfni einstaklinganna í bekknum. Hlutverk einstaklingsins í þjóðfélaginu, persónulegar, samfélagslegar og fjárhagslegar skyldur hans. Fjármál skoðuð frá ýmsum hliðum.
Námsgögn Auraráð (vinnuhefti um fjármál) eftir Auði Pálsdóttur, ýmis ljósrit sem tengjast völdu efni, myndin Hip, Hip Hora, Raunveruleikurinn 2008, vefefni.
Kennslutilhögun Bein kennsla, umræður, leikir, hópvinna, einstaklingsvinna, kynningar frá námsráðgjafa og vettvangsferðir.
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
133
Námsmat Kennari leggur mat á skriflegar og munnlegar skýrslur nemenda, verkefnavinnu og virkni nemenda í hópastarfi eða starfi bekkjarins. Einnig er tekið tillit til sjálfsmats nemenda og jafningjamats. Engin próf eru þreytt en nemendur fá umsögnina Lokið/Ólokið að vori.
Íþróttir 2 kennslustundir á viku Námsefni 10. bekkjar skiptist í tvo hluta: Kjarna og valgreinar.
Markmið • • • • • • •
að breyta líkamshreysti og líkamsreisn og þroska taugakerfið meðal annars með markvissri þjálfun þrekþátta, þols, krafts, hraða, og æfingum sem bæta líkamsstöðu og líkamsreisn. að örva grunnhreyfingar nemenda og þroska taugakerfið meðal annars með fjölbreyttum leikjum og æfingum. að koma til móts við sköpunarþörf nemenda og leikræna tjáningu. að efla nemandann sem félagsveru, kenna honum að taka tillit til annnarra og beita sveigjanleika í samskiptum. að auka skilning og hæfni nemenda til þess að fara eftir reglum og fyrirmælum og auka innsæi nemenda í tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. að nemendur fái mikið sjálfstraust, viljastyrk og áræði. að auka þekkingu og skilning nemenda á starfsemi líkamans og áhrifum skipulagðrar þjálfunar á líkama og heilsu.
Námsþættir/Námsefni Lögð er áhersla á grunnþjálfun sem felst í alhliða líkamsuppbyggingu, þolþjálfun og sem mestri hreyfingu. Nemendum eru kynntar helstu íþróttagreinar sem stundaðar eru í landinu og íþróttaaðstaðan við skólann leyfir. Þolhlaup ( úti), rólegt skokk í 15-20 mín. Nemendur taka þátt í samstarfsverkefnum s.s. íþróttasýningum og íþróttamótum. Nemendur þjálfast í leikrænum æfingum og leikæfingum helstu íþróttagreina eins og körfubolta, handbolta, knattspyrnu, badminton, blak, hafnarbolta og bandy. Smáleikir: Hlaupaleikir, hugmyndaleikir, boltaleikir, reipitog, boðhlaup, ratleikir, glímuleikir, brennó, kíló, Tarsanleikur og hanaslagur. Fimleikar: Léttar æfingar á dýnum s.s veltur, höfuðstaða, handstaða, handahlaup, jafnvægisganga á bita eða bekk, klifur, hliðarstökk yfir kistu eða bekk, hoppa af bretti upp á kubb og niður á dýnu, litlir kolhnísar og stórir kolhnísar. Frjálsar íþróttir: Ýmis hlaup úti og inni. Hástökk með atrennu og langstökk án atrennu. Grunnþjálfun og leikfimi: Alhliða líkamsuppbygging með áherslu á æfingar sem auka styrk, liðleika og þol nemenda. Íþróttafræði og heilsuvernd: Í kennslu verður leitast við að fræða nemendur um hreinlæti og áhrif íþróttaiðkunar á líkamann og starfsemi íþróttafélaga. Stöðvaþjálfun og hringþjálfun. Sund: Bringusund, baksund, skriðsund, björgunarsund, stunga, björgunar- og leysitök
Námsmat Í íþróttum fer námsmat fram með þrennum hætti 20 % A: Hlutlægt mat þar sem árangur nemenda er mældur t.d. með málbandi eða skeiðklukku.
134
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
30 % B: Huglægt mat. Kennarinn metur færni nemenda í ákveðnum íþróttum þar sem mælingum verður ekki komið við með öðrum hætti t.d. boltaleikjum, leikjum og æfingum ýmis konar. 50 % C: Ástundun, áhugi, virkni, samvinna og framkoma í kennlustundum.
Heimilisfræði, valgrein 3 kennslustundir á viku hálfan veturinn Markmið Að nemandi: • skilji gildi hollrar næringar og mikilvægi heilbrigðra lífshátta og þá ábyrgð sem hver einstaklingur ber á eigin lífi og heilsu • geti matreitt með tilliti til hollustu, bragðgæða, hreinlætis og hagsýni • fái notið sköpunargleði og virkni við matreiðslu og heimilisstörf • geri sér grein fyrir mikilvægi fjölskyldu og heimilis fyrir hvern einstakling • hafi kynnst einkennum matarmenningar nokkurra erlendra þjóða • þekki orð og hugtök sem tengjast viðfangsefnunum
Inntak náms Nemendur læra: • um orkuefnin, næringarefnin, steinefnin og vítamínin og hlutverk þeirra • að matreiða rétti frá framandi þjóðum • að krydda matinn eftir eigin smekk • að leggja á hátíðarborð fyrir fimm rétta máltíð og hlaðborð • að taka á móti gestum og þjóna til borðs (kennurum boðið í mat)
Námsgögn Verklýsingar gerðar af kennara. Heimilisfræði II og III, verkefnablöð unnin upp úr þeim. Ýmsar matreiðslubækur og uppskriftir á lausum blöðum sem kennari útvegar. Sýnikennsla í ýmsum matreiðsluaðferðum og vinnubrögðum.
Kennsluskipan Greinin er valgrein í 10. bekk. Kennt er hálfan veturinn 3 kennslustundir á viku, verkleg og bókleg kennsla. Skrifleg verkefni eru unnin í tímunum ýmist taka þau til næringarfræði, vöruþekkingar eða verklega þáttarins.
Hönnun, smíði og tæknimennt 2 kennslustundir á viku Markmið og námsþættir:Eins og undanfarin ár verður boðið upp á nám í hönnun, smíði
og tæknimennt sem valgrein í 10. bekk. Nemendur geta stundað frjálsa skapandi smíði með vali verkefna eftir áhuga þeirra sjálfra. Verkefnaval er því frjálst eins og það efni sem notað er í þau. Við hvetjum því nemendur til að velja þessa grein þar sem þetta er í síðasta sinn sem nemendur sem fara í bóklegt framhaldsnám hafa til að verða sér úti um verklega þekkingu sem nýtist örugglega í amstri daglegs lífs. Einnig er þetta góð undirstaða fyrir þá sem hyggja á frekara nám í verklegum greinum að loknu grunnskólanámi. Efnisfræði, verkfærafræði, teiknun, hönnun, tæknilegri umfjöllun og skoðun er viðfangsefnivetrarins. Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
135
Heimavinna Vinnan fer að mestu leyti fram í skólanum.
Kennsluaðferðir Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð, aðferðir og skýringartöflur. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir, ásamt leiðsögn kennara.
Námsmat Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni. Einnig er tekið tillit til frumkvæðis/sjálfstæðis nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni.
Textílmennt 2 stundir á viku, hálfan veturinn Markmið • • • • • •
að nemendur fái markvissa þjálfun hagnýtra vinnubragða svo að þeir verði sjálfbjarga í réttri notkun áhalda og saumavéla. að efla frumkvæði nemenda og að þeir öðlist sjálfstraust til eigin sköpunar að nemendur fræðist um textíliðnað og fataframleiðslu. að nemendur geti tekið mál, tekið upp snið, sniðið og saumað flík. að nemendur læri að nota handbækur greinarinnar. að nemendur geti notað möguleika margmiðlunar og tölvutækni í tengslum við vinnu sína.
Námsþættir Nám í textílmennt í 10. bekk er framhald af þeim vinnubrögðum sem nemendur hafa lært og tileinkað sér í yngri bekkjum grunnskólans. Aðaláhersla er lögð á fatasaum. Sauma pils/buxur eftir eigin grunnsniði. Annar fatnaður saumaður að eigin vali, notuð snið úr tískublöðum, tilbúin snið eða önnur snið útbúin með aðstoð kennara. Önnur viðfangsefni t.d. prjón, hekl, þæfing, pappírsgerð, silkimálun og fleira að eigin vali í samráði við kennara. Farið verður í vettvangsferðir á hönnunar- og textílverkstæði og textílsýningar ef þess er kostur. Efniskaup verða nemendur að sjá um sjálfir að nokkru leyti. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og góðan frágang.
Námsefni Bækur: Saumahandbókin og Á prjónunum. Handbækur, blöð og ljósrit úr bókum og blöðum sem henta verkefnum hverju sinni.
Kennsluaðferðir Kynning, verkefni útskýrt, sýnd tilbúin sýnishorn og sýningartöflur. Sýnikennsla, sýnd ákveðin vinnubrögð, aðferðir og skýringartöflur. Nemendur nota skýringarmyndir, skriflegar leiðbeiningar og handbækur til að vinna eftir, ásamt leiðsögn kennara.
Heimavinna Vinnan fer að mestu leyti fram í skólanum en ef unnið er með prjóna, hekl- eða útsaumsverkefni geta nemendur einnig unnið heima.
Námsmat 136
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
Einkunn er gefin fyrir hvert einstakt verkefni. Einnig er tekið tillit til frumkvæði/sjálfstæði nemenda, færni, framfara, virkni í tímum og umgengni. Námsmat: 60% Vinnubrögð 20% Ástundun (heimavinna/vinna í tímum ) 10% Sjálfstæði 10% Afköst
Náms - og kennsluáætlanir 2010 - 2011
137