Nidjamot2015

Page 1

Niðjatal og æviágrip Halldórs Þorbjarnarsonar og Guðlaugar Sveinsdóttur


Halldór Þorbjarnarson Halldór Þorbjarnarson var fæddur 25. júlí 1877 í Svignaskarði í Borgarhreppi. Foreldrar hans voru hjónin Þorbjörn Davíðsson bóndi og smiður og Ólöf Einarsdóttir húsmóðir. Systkin Halldórs voru Davíð (1869 - 1873), Sigurður (1871 - 1925), Einar (f. 1872), Davíð (f. 1874), Sigríður (1879 - 1965) og hálfbróðirinn Þorbjörn (1890 - 1992). Móðir hans var Arndís Bjarnadóttir (1850 - 1945), síðari kona Þorbjarnar (1888). Ólöf móðir Halldórs andaðist 1880. Eftri lát hennar flytur Þorbjörn að Sanddalstungu og er þar til heimilis á annan áratug og síðan á nokkrum stöðum öðrum í uppsveitum Mýrasýslu framundir aldamót, flytur síðan að Áskoti í Melasveit og býr þar til æviloka. Halldór fluttist að Dýrastöðum í Norðurárdal árið 1879 til hjónanna Þórdísar Einarsdóttur, móðursystur sinnar, og Sigurðar Þorbjarnarsonar, frænda síns. Ólöf móðir Halldórs og Sigurður voru systkinabörn bæði í föðurætt og móðurætt. Árið 1887 flyst Halldór með fósturforeldrum sínum að Helgavatni í Þverárhlíð og á þar heimili til 1903. Það ár verður hann vinnumaður í Sólheimatungu í Stafholtstungum, síðan lausamaður á Stafholtsveggjum 1904 - 1909. Þar bjuggu þá Margrét Sigurðardóttir, fóstursystir hans og frænka frá Helgavatni, og Þorbjörn Jóhannesson frá Efranesi. Þau hjón voru systkinabörn. Halldór og Guðlaug eru gefin saman í hjónaband 21. desember 1907. Vorið 1909 flytjast þau að Litluskógum í leiguábúð. Jörðin var eign Kirkjujarðasjóðs. Með lögum árið 1907 var sala kirkjujarða heimiluð og vorið 1912 keypti Halldór jörðina á 1275 krónur og greiddi hana með jöfnum afborgunum á tíu árum. Á lausamennskuárum sínum sinnti Halldór ýmsum störfum, var í vegavinnu og til sjós suður í Höfnum. Síðar var hann verkstjóri við vegaviðhald og vegalagningu á vorin og stundum einnig á haustin. Bústofn í Litluskógum var ekki stór, oftast þrjár kýr í fjósi, sauðfé hátt í hundrað og nokkur hross og hænsni. Auk hefðbundinna starfa við bústofninn, heyskapar á túni og engjum var unnið að sléttun túnsins og nokkurri stækkun þess. Halldór girti túnið með torf og grjótgörðum og gaddavír. Eftir það þurftu systkinin í Litluskógum ekki að vaka yfir túninu á vorin. Hann var lagtækur og smíðaði ýmsa búshluti. Hann átti vefstól og óf stundum í honum á vetrum. Halldór las húslestra á kvöldum að vetrinum úr Hugvekjum Péturs Péturssonar biskups og á helgum úr Húspostillu Helga Thordersens biskups. Um sláttinn sumarið 1930 veiktist Halldór alvarlega og fór til Reykjavíkur á Landakotsspítala. Þar andaðist hann 13. desember 1930. Foreldrar Halldórs. Þorbjörn Davíðsson, f. 17. júní 1844 á Brennistöðum í Flókadal, d. 16. nóv. 1922. Bóndi á Sleggjulæk, í Svignaskarði, Sanddalstungu, Áskoti og víðar. Kona hans: Ólöf Einarsdóttir, f.30. júlí 1841 á Hömrum í Þverárhlíð, d. 30.júlí 1880. Húsmóðir. Afar og ömmur. Davíð Þorbjarnarson, f. 22. ágúst 1819, d. 13. nóv. 1895. Bóndi á Krossi í Lundarreykjadal, Brennistöðum í Flókadal og Þorgautsstöðum í Hvítársíðu. Kona hans: Málfríður Þorsteinsdóttir, f. 2. okt.1816 á Innrahólmi, Innri-Akraneshreppi, d. 30. jan. 1900. Húsmóðir. Einar Halldórsson, f. 7. febr. 1803 á Sleggjulæk í Stafholtstungum, d. 27. maí 1871. Bóndi í Arnarholti, á Hömrum í Þverárhlíð og Ásbjarnarstöðum. Kona hans: Sigríður Sigurðardóttir, f. 20. ágúst 1809 á Hrafnabjörgum í Hörðudal, Dalasýslu, d. 29. júní 1846. Húsmóðir. Langafar og langömmur. Þorbjörn Ólafsson, hinn ríki, f. um 1745 í Munaðarnesi í Stafholtstungum, d. 7. marsl827. Bóndi og gullsmiður á Helgavatni í Þverárhlíð og á Lundum í Stafholtstungum. Ráðskona hans: Málfríður Sigurðardóttir, f. 16. okt. 1788 í Hjarðarholti í Stafholtstungum, d. 22. júní 1824. Vinnukona og síðar ráðskona. Þosteinn Þiðriksson, f. 17. maí 1790 í Geirshlíð í Flókadal, d. 30. des. 1858. Bóndi á Innrahólmi og í Gröf og Kjalardal í Skilmannahreppi, á Brennistöðum í Flókadal og Hurðarbaki í Reykholtsdalshreppi. Kona hans: Steinunn Ásmundsdóttir, f. 8. apríl 1796 á Elínarhöfða í Innri-Akraneshreppi, d. 26. sept. 1879. Húsmóðir.(Klingenbergsætt) Halldór Pálsson, hinn fróði, f. 22. apríl 1773 á Sleggjulæk í Stafholtstungum, d. 7. júlí 1863. Bóndi á Sleggjulæk og Ásbjarnarstöðum. Kona hans: Þórdís Einarsdóttir, f. 1779 á Svalbarði á Álftanesi syðra, d. 4. júní 1856. Húsmóðir. Sigurður Þorbjarnarson, hins ríka, f. 1777 á Helgavatni í Þverárhlíð, d. 4. júní 1818. Aðstoðarprestur og síðar prestur í Vatnsfirði, bóndi á Hrafnabjörgum í Hörðudal, aðstoðarprestur í Miklaholti, bóndi á Syðri-Rauðamel. Kona hans: Ólöf Guðlaugsdóttir, f. um 1771, d. 7. apríl 1828. Húsmóðir. 2


Guðlaug Sveinsdóttir Guðlaug Sveinsdóttir var fædd 24. okt. 1877 á Einifelli í Stafholtstungum. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Gíslason bóndi og Oddrún Pálsdóttir húsmóðir. Systkin Guðlaugar voru: Guðlaugur (1871 - 1873), Björg (1874 - 1900) og Pálína (1880 - 1966). Fyrri eiginmaður Oddrúnar var Guðlaugur Jónsson (1830 - 1866), bóndi á Höll í Þverárhlíð. Dætur þeirra, hálfsystur Guðlaugar, voru Guðný (1863 - 1938) og Halldóra (1866 - 1930). Sveinn og Oddrún áttu lengst afheimili í Þverárhlíð. Hann var ýmist bóndi, vinnumaður eða í húsmennsku, hún var húsmóðir eða í húsmennsku. Eftir lát hans fluttist hún til Akraness. Sumarið 1880 fór hún með Guðlaugu dóttur sinni að Efranesi, var þar í kaupavinnu. Þar bjuggu hjónin Jóhannes Elíasson og Ólöf Þorbjarnardóttir, systir Sigurðar á Helgavatni. Við brottför Oddrúnar um haustið varð Guðlaug eftir, hjónin í Efranesi tóku hana í fóstur, og hún átti þar lengst af heimili fram undir þrítugt. Árið 1896 fór Guðlaug vinnukona að Helgavatni og var um tíma vinnukona þar og á Guðnabakka í Stafholtstungum hjá Guðrúnu dóttur Efraneshjónanna og eiginmanni hennar. Síðar var hún í kaupavinnu í Arnarholti í Stafholtstungum hjá Sigurði Þórðarsyni sýslumanni. Þar kynntist hún Margréti systur sýslumanns, ekkju eftir Pál Sigurðsson prest í Gaulverjabæ, hélst vinátta þeirra lengi. Margrét sendi börnunum í Litluskógum póstkort og gjafir og fékk aftur send ber sem þau tíndu. Tveir elstu synir Guðlaugar hlutu nöfn sem kalla má tengd fólkinu í Arnarholti. Aðalsteinn fékk nafn af skáldsögunni Aðalsteinn eftir Pál í Gaulverjabæ og Þórður nafn Þórðar sýsluskrifara í Arnarholti. Guðlaug dvaldist einnig um stundarsakir á Akranesi og í Reykjavík við sauma og fleira. Hún var í Reykjavík haustið 1906 þegar Halldór fór þangað með sauðarekstur ásamt Davíð Þorsteinssyni á Arnbjargarlæk og Andrési Eyjólfssyni. Frásögn Andrésar í Síðumúla um þá ferð er í Borgfirzkri blöndu, 4. bindi, bls. 216 - 225. Árið 1907 flytur Guðlaug að Stafholtsveggjum og eru þau Halldór þar í húsmennsku þangað til þau flytjast að Litluskógum 1909. Þar var hún húsmóðir til 1936. Eftir lát Halldórs stóð Þórður sonur þeirra fyrir búi með henni og vann jafnframt við bókband. Frá 1936 var Guðlaug í Reykjavík og hélt heimili með systkinunum Ólöfu og Jóhannesi. Fyrir kom að hún réði sig til innanhúsverka í sveit að sumarlagi. Eitt sumar var hún í Skálholti í Biskupstungum. Hana langaði til að vera á slóðum Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups og Daða Halldórssonar. Ljóðaflokkurinn Eiðurinn eftir Þorstein Erlingsson hafði lengi verið ein af eftirlætisbókum hennar. Síðar fór hún í sumarvinnu að Hrísbrú í Mosfellssveit. Guðlaug var við góða heilsu til æviloka. Hún fékk slag og andaðist 22. febrúar 1956. Foreldrar Guðlaugar Sveinn Gíslason, f. 12. nóv. 1835 í Stóraási í Hálsasveit, d. 28.okt. 1900. Bóndi á Lundi og í lækjarkoti í Þverárhlíð. Kona hans: Oddrún Pálsdóttir, f. 29. júní 1840 í Leirvogstungu í Mosfellssveit, d. 26.maí 1912. Húsmóðir. Afar og ömmur. Gísli Sumarliðason, f. 1806 í Mávahlíð í Lundarreykjadal, d. 2. júlí 1846, vinnumaður í Deildartungu, á Hurðarbaki, Varmalæk í Bæjarsveit og Giljum í Hálsasveit. Barnsmóðir hans: Þórlaug Torfadóttir, f. 21. sept. 1812 á Stórubýlu á Akranesi, d. 21. okt. 1873. Vinnukona á bæjum í Reykholtsdal, Hálsasveit, Flókadal og víðar. Páll Magnússon, f. 13. nóv. 1808 í Úthlíð í Biskupstungum, d. 12. okt. 1853. Bóndi í Ártúni á Kjalarnesi. Kona hans: Halldóra Jónsdóttir, f. 26. sept. 1810 í Kjarnholtum í Biskupstungum, d. 14. júní 1858. Húsmóðir. Langafar og langömmur Sumarliði Gíslason, f. um 1746. Bóndi í Mávahlíð í Lundarreykjadal. Kona hans: Vilborg Bjarnadóttir, f. um 1767, d. 30. mars 1839. Húsmóðir Torfi Sveinsson, f. um 1763 á Eyri í Flókadal. Bóndi á Stórubýlu og Dægru á Akranesi og Klafastöðum í Skilmannahreppi. Kona hans: Margrét Guðbrandsdóttir, f. um 1768. Húsmóðir. Magnús Sigurðsson, f. 1773 í Hólshúsum í Flóa, d. um 1815. Bóndi í Úthlíð í Biskupstungum. (Bergsætt.) Kona hans: Guðrún Pálsdóttir, f. 1775, d. 23. ágúst 1855. Húsmóðir. Jón Gíslason, f. 1773, d. 16. nóv. 1838. Bóndi í Kjarnholtum í Biskupstungum. Kona hans: Sigríður Þórðardóttir, f. um 1783. Húsmóðir.

3


Afsalsbrjef vegna kaupa 谩 Litlu-Sk贸gum

4


5


Litlu-Skógar

Jón Ólafson málaði eftir ljósmynd 1941

Úr gjörðabók fasteignamatsnefndar Mýrasýslu Undirmat Mýrasýslu 1916–1917. Lokið 1917. 25 Litluskógar Eigandi og ábúandi er Halldór Þorbjörnsson, hús, mannvirki og nytjar eru: Íbúðarhús með torfveggjum og járnþaki 7x9 ál. portbyggt, skemma – fjós yfir 3 gripi – fjárhús yfir 90 fjár – hesthús yfir 6 hross – hlaða yfir 340 h.h. – – búr og eldhús. Önnur mannvirki eru: kálgarður gefur 8–9 tn. Jarðnytjar eru: tún að stærð 2,5 ha. að helmingi sléttað, gefur að 80 h.h. – af reitingsslæum í beitilandi fást 200 heyhestar, nothæft aðeins fyrir sauðfé með útbeit, það er alt fremur nærtækt og mest á votlendi, beitilandið er allgott fyrir sauðfé, lakara fyrir stórgripi, fremur snjólétt á vetrum, skjól og skógur dálítill, nærtæk beit og hæg fjárgæsla yfir höfuð. Önnur jarðargæði eru lítil, hrís aðeins til eldiviðar, byggingar efni lítið og lélegt, liggur ekki illa við samgöngum, skammt á akfæran veg. Jörðin leigir sameiginlegt fjallland við no . 22 hér að framan, til upprekstrar í stað afréttar sem ekki er til. Landamerki eru ágreiningslaus, og þingl. Jörðin er talin framfæra 2 kýr 100 fjár 4 hrossum. Mat: 1 jörðin sjálf kr. 1000,00 2 húsin kr. 900,00 3 jarðab. síðastl. 10 ára kr. 200,00 Jarðarkúg. 2 6


Bréf Halldórs til Þórðar þegar hann lá banaleguna

Elsku Þórður minn, óskir bestu, jeg hef leingi ætlað skrifa þjer en streist mjer til, jeg ætla að biðja þig að vera fram eptir vetrinum þú verður að fá það borgað elskan mín ef við getum. jeg bið þig ráða með mömmu. jeg gerði dir í galtan hjá hesthúsinu í fyrra undan hliðinu það fennir síður inn. þu að gætir hlöðu gaflana láta þar torusnepla frá galtanum, ef þú fleigir frá rollonum þá má láta dálítið á plægingu fyrir framan enn gott að láta sem mest í yðstu plæginguna í bíngi á sljett. Það þarf að aðgæta böndin á hrútonum hafa kanski fúnað. passið þeir meiði ykkur ekki. Ef þið hafið ekki náð olíu af fatinu þá ættuð þið að fá lánaðan krana í Skarði það liggur ekki á að skila fatinu það er að láni Ríkissjóður á vagn og tvenn Ní aktýgi ef þú ættir hægt með að skila (liggur ekkert á að fara með þetta) því til Guðjóns í Skúrinn Hesta höftonum og 1 g hestsjárn liggur ekki á að skila. Vagn grindar garma sagarðu í eldinn láttu kindurna út í slagveður eða lausa mjöll fer jeg nú að hætta þessu rissi doddi minn vertu svo kært kvaddur Elsku Þórður Það mælir þinn faðir, Halldór Þorbjarnarson

Skírnarfontur gefinn Stafholtskirkju 1964 gáfu börn Halldórs og Guðlaugar og makar þeirra Stafholtskirkju skírnarfont í minningu foreldra sinna. Við sama tilefni var hann vígður með skírn elsta barnabarns Þórðar, Birgis Haukssonar.

7


Líkræða við jarðarför Halldórs Þorbjarnarsonar þann 22. desember 1930 Prestur var Séra Gísli Einarsson Halldór Þorbjarnarson f. 25.07.1877 – d. 13. desember 1930 Vér þökkum þér faðir vor á himnum sem gafst oss lífið. Vér þökkum þér fyrir öll hin miklu og margföldu gæði er þú gafst oss með því, en hin allra dýrustu gæðin eru ástvinir vorir er þú gafst oss. Vér gleymum því ef til vill oft að allt er hverfult í heimi þessum og vér og fæstir fáum nokkurn tíma að halda öllum þessum gjöfum. Drottinn fyrirgefðu oss ef vér nokkurn tíma möglum gegn þér. Vér biðjum þig, hjálpa þú oss til að bera allt hið mótdræga sem oss ber að hendi, þar á meðal dauða ástvina vorra í jesú nafni amen. Eftir lifir mannorð mætt þó maðurinn deyi. Það er tvent ólíkt að sjá á eftir ástvini sínum á braut hafi hann verið mætur maður sem allir hafa borið virðingu fyrir og unnað eða þvert á móti. Það er huggun í því að hans sé ávalt minnst með virðingu og þakklátssemi, en þessu sé varið á gagnstæðan hátt. En þess meira sem varið er í vin vorn sem vér erum sviftir, þess meira er misst og því langvinnari verður söknuðurinn ef til vill. En það ávalt mikið sælla að fá alltaf minnst hans með ást og virðingu og að vita hans svo minnst af öðrum útífrá, því þess dýrari hefur eignin verið, þess mikilvægari og það er ávalt mikils virði að eiga dýra eign, einkum hvað ástvini snertir, því góðir ástvinir eru dýrasta eignin en enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og því leggjum vér oft rangt mat á ástvini vora, elskum þá ef til vill ekki eins og þeir eiga skilið. Æfiatriða fárra skal hér að nokkru minnst þessa mæta manns. Halldór Þorbjarnarson var fæddur í Svignaskarði 25. júlí 1877 [innskot Halldór hefur því verið 53 ára gamall við andlát] eða svo stendur hér í embættisbókum. Foreldrar hans voru Þorbjörn Davíðsson bóndi i Svignaskarði og kona hans Ólöf Einarsdóttir. Bæði hér af gömlum borgfirskum ættum, saman fléttuðum á ýmsa lund. Halldór var fimm ára gamal þegar hann missti móður sína 1882, en þá fluttist hann þegar til móðursystur sinnar Þórdísar og Sigurðar, manns hennar og ólst þar upp þar til hann 26 ára, 1903 varð vinnumaður í Sólheimatungu. Hann dvaldi á Stafholtsveggjum frá 1904 til 1908 og kvæntist 21. des. 1907 heitmey sinni Guðlaugu Sveinsdóttur en vorið 1908 reisti hann bú á Litlu- Skógum og hefur sem kunnugt er búið þar síðan. Þau hjón hafa eignast 8 börn og er 1 af þeim látið. Halldór var mikill vilja og dugnaðarmaður og verklaginn. Fyrir utan heimilisstörf gaf hann sig við vinnu utan heimilis, einkum við vegagjörð og vegaviðgjörðir. Leisti hann víst það verk vel af hendi því maðurinn var trúr og dyggur. En hann sagði mér einhverntíma að sú vinna mundi vart borga sig því heimilið væri ekki nógu vel hirt á meðan börnin voru ung og konan ein með þau langan tíma á annamiklum tíma. Jörðin er léleg harðbala jörð og hlaut það að vera miklum erfiðleikum bundið að koma áfram svo stórri fjölskyldu, en það má víst segja að það hafi tekist vel. Lán er það mikið að börnin eru öll mannvænleg og siðprúð og taka vel á móti tilsögn og hafa öll notað sér hana vel, eftir því sem föng hafa verið til. Elsti sonurinn aðeins 23 ára [Aðalsteinn] er komin í vandasama trúnaðarstöðu. Má það furðu sæta um svo ungan pilt. Vonandi njóta hin önnur börn hjónanna sama álits þegar aldur vex og þroski næst. Vér erum vanir að segja um börnin að þau hafi ekki langt að sækja það þegar einhverjir sélegir kostir lýsa sér hjá þeim - eða þá ókostir. Það má segja um börn þessi að þau hafi ekki langt að sækja trúmensku og verkhæfleika þar sem faðir þeirra var. Hann átti ekki kost á í uppvexti sínum eins mikilli tilsögn og þau. En hverjum áttu þau að þakka, en honum fyrir hyggju hans og dugnaði að þau áttu kost á frekari mentun en barnaskólamentun þeirri sem hér er á boðstólum. Mörg börn hjá fátækum foreldrum verða nauðsynja heimilisins vegna að vinna og fá lítið uppborið og eiga sama sem ekkert tilkomin á fullorðins ár þegar þau eiga sjálf að ganga út í lífið og byrja sjálfstæða atvinnu. Öll frekari mentun kostar mikið fé, einkum þegar hún er sótt eitthvað lengra í burtu. Halldór var dugnaðarmaður og hæfleikum búinn á margar stefnur en það sem mestu varðar að hann var sérlega mætur maður og því var hann vinsæll og vel virtur; og hvað heimilið snerti,- en þar dveljum vér lengst ævinnar og undir því er mest komið hvort vér erum glaðir og ánægðir eða hryggir og sorgmæddir- er ég viss um að hann hefur verið ágætasti heimilisfaðir. Það þarf ekki annað en sjá eiginkonuna og börnin, hve það var allt frjálslegt. Börnin stilt og kurteys, þau hafa öll reynst námfús og siðprúð og hafa fært sér í nyt alla þá tilsögn er þau hafa fengið og leita frekari mentunar eftir því sem ástæður leyfa. Það verður hin mesta huggun fyrir móður þeirra, ef þau fá fetað í hina sömu braut hér eftir til fullkomnunar. Halldór sýndi það síðari árin að hann hafði mikið lagt að sér og nú síðasta misserið eða síðustu misserin að sjúkdómurinn bjó í honum og þetta kom fram í sumar því mátti hann ekki lengur vinna, heldur flytjast á spítala og hafast þar við 3-4 mánuði. Lengi var vonað að holdskurður myndi bjarga honum. Bæði ég og aðrir væntu þess í lengstu lög en alltaf dapraðist vonin meir og meir. Hann þráði heimilið en svo fór að hann fékk ekki að sjá framar í lifandi lífi og seinast hefur hann víst gefið upp alla von um það og sætt sig við það sem framundan lá enda er því svo varið: Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið en þann kost undirgengust allir að skilja við. Þrátt fyrir þetta, þó enginn efist um að þetta verði hlutskipti sitt gyllir þó vonin veginn framundan og lætur manninn einatt gleyma því að dauðinn kann að vera á næstu grösum, standa við svefnherbergisdyrnar hjá oss og það er ekki bundið við áratölu ekki dagatölu ekki stundatölu, hvenær hann ber að dyrum hjá oss, opnar dyrnar óboðinn og bregður sigðinni á hinn 8


veika lífsþráð og allt er úti hér, en vonin yfirgefur ekki manninn heldur á dauðastundinni. Ljósbjört von í engilslíki grúfir yfir líki mannsins. Sæll vonarengill svífur yfir líkfjölunum látinna bræðra og systra. Þessi sæla von hlýtur að verma hjörtu vor og þerra tárin af augum syrgjendanna því kristnir menn mega aldrei gleyma henni hve dimmt sem er yfir, hve svört sorgarský sem vilja byrgja hina andlegu lífssól vora. Vér megum ekki syrgja eins og þeir sem enga von hafa, nei, þvert á móti eins og þeir sem ljósbjört von lýsir lengst út yfir dauða og gröf. Eitt erum vér minnt á við dauða ástvina vorra, að sálin er svo sem að láni, samtengd við líkamann. Vér höfum fengið góða gjöf, dýrustu gjöfina sem nokkur maður fær, ástríkan ástvin. En höfum ekki gengið að með neinni óvissu að við verðum sviftir þessari gjöf, hver veit hve fljótt og hvað langt verður þess að bíða - en vonin nær svo langt út yfir gröf og dauða. Vér segjum, því vongóðir: Drottinn gaf, drottinn tók, lofað sé nafnið drottins. Vér þökkum drottni fyrir gjöfina, þökkum honum fyrir hinar mörgu sælustundir er vér höfum notið með honum samverustundirnar, þökkum honum fyrir allt og allt. Þetta gera allir samfylgdarmennirnir og segja: far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Drottinn blessi þig amen.

9


Börn Halldórs og Guðlaugar

F. v. Jóhannes, Sigurþór, Ólöf, Emilía, Einar, Þórður, Aðalsteinn, Guðlaug, Halldór

F. v. Einar, Jóhannes, Sigurþór, Emilía, Þórður, Ólöf, Aðalsteinn

10


Aðalsteinn Halldórsson Aðalsteinn fæddist að Stafholtsveggjum 16. júní 1907 og lést 30. ágúst 1989. Hann var elstur af átta systkinum og fór fljótt að hjálpa til eins og hin systkinin sem öll komust upp nema ein systir, er lést barn að aldri. Aðalsteinn hóf sína skólagöngu heima í héraði, fyrst barnaskóla svo Hvítárbakkaskóla og lauk svo Samvinnuskólaprófi í Reykjavík vorið 1928. Sama vor réðist hann til Tollgæslunnar í Reykjavík og starfaði hjá henni í 45 ár. 11. maí 1929 kvæntist hann skólasystur sinni frá Hvítárbakka, Steinunni Þórarinsdóttur frá Jórvík i Hjaltastaðarþinghá N-Múlasýslu fædd 14. mars 1905, dáin 2. ágúst 1980. Þeirra dætur eru þrjár, Erla fædd 13.07.1929, Áslaug fædd 28.06.1934 og Brynhildur fædd 15.06.1944. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Litlu-Skógum í Borgarfirði. Litlu-Skógar liggja að jörðunum Stóru-Skógum og Munaðarnesi. Eftir dvölina á Hvítárbakka fór Aðalsteinn til Reykjavíkur og settist þar í Samvinnuskólann. Aðalsteinn var eldheitur Alþýðuflokksmaður, vann ýmis trúnaðarstörf fyrir flokkinn og var meðal annars í framboði fyrir hann. Aðalsteinn var meðal stofnenda Tollvarðafélags Íslands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið og sat fjórum sinnum sem formaður félagsins, einnig var hann um tíma í stjórn BSRB. Aðalsteinn skrifaði fjölda blaðagreina sem tengdust pólitísku starfi hans hjá Alþýðuflokknum og baráttu hans fyrir betri kjörum stéttar sinnar. Auk starfa sinna hjá Tollstjóra gaf hann út þrjár ljóðabækur, Vorgróður, Rauðar rósir og Gerviblóm. Eitt af mörgum áhugamálum Aðalsteins var að safna fróðleik um ættir Borgfirðinga. Hann vann á sínum efri árum ásamt Ara Gíslasyni og Guðmundi lllugasyni að því að taka saman Borgfirskar æviskrár en það rit er eitt stærsta útgefna rit um ættir Íslendinga. Á næstu síðu er minningargrein um Aðalstein sem tengdasynirnir skrifuðu í Alþýðublaðið.

11


Minning í dag kveðjum við Aðalstein hinstu kveðju eftir langa samfylgd. Aðalsteinn var fæddur Borgfirðingur og kenndi sig við hann alla tíð. Hann var elstur af átta systkinum og fór fljótt að hjálpa til eins og hin systkinin sem öll komust upp nema ein systir, er lést barn að aldri. Aðalsteinn hóf sína skólagöngu heima í héraði, fyrst barnaskóla svo Hvítárbakkaskóla og lauk svo Samvinnuskólaprófi í Reykjavík vorið 1928. Sama vor réðist hann til Tollgæslunnar í Reykjavík og starfaði hjá henni í 45 ár. 11. maí 1929 kvæntist hann skólasystur sinni frá Hvítárbakka, Steinunni Þórarinsdóttur frá Jórvík í Hjaltastaðarþinghá N-Múlasýslu fædd 14. mars 1905, dáin 2. ágúst 1980. Þeirra dætur voru þrjár, Erla fædd 13.07.1929 gift Snorra Bjarnasyni búsett á Blönduósi, þeirra börn eru fimm: Sturla, Guðrún, Aðalsteinn, Bjarni og Steinunn. Áslaug fædd 28.06.1934 gift Steinari Friðjónssyni, þeirra börn eru þrjú: Hrafnhildur, Friðjón og Ólafur, öll búsett í Reykjavík. Fyrir hjónaband átti Áslaug, Aðalstein Rúnar Emilsson sem alinn var upp hjá afa sínum og ömmu, nú búsettur í Bandaríkjunum. Brynhildur fædd 15.06.1944 gift Ólafi Sigurjónssyni, þau eiga þrjú börn: Sigurjón, Steinar og Margréti, öll búsett í Reykjavík. Nú þegar þessi mætu hjón eru bæði horfin okkur yfir móðuna miklu þá finnum við tengdasynir þeirra, hvöt hjá okkur til að minnast þeirra með nokkrum orðum. Þeim elsta okkar er falið það hlutverk að stýra pennanum, en hann kvæntist elstu dótturinni árið 1948 og hefur því verið tengdur fjölskyldunni í meira en 40 ár. Hinir komu svo inn í réttri aldursröð. Ég tel mér óhætt að fullyrða að við dæturnar og tengdasynirnir séum einhuga um það að það hafi verið okkar allra gæfa að líf okkar skipaðist á þann veg sem það hefur gert, því við höfum alla tíð haldið saman eins og góður systkinahópur. Heimili þeirra Aðalsteins og Steinunnar var eins og þau gerðust best á fyrri hluta aldarinnar, verkaskiptingin var þannig að hlutverk húsbændanna var að afla heimilanna tekna og eftir bestu getu að sjá til þess að ekki væri skortur á brýnustu lífsnauðsynjum og var það ekki auðvelt á árum kreppu og fátæktar og fór það eftir ýmsu hvernig til tókst. Aðalsteinn veitti sínu heimili mikið öryggi með því að vera í fastri stöðu. Hlutverk húsmæðranna var ekki síður vandasamt og þeim mun erfiðara eftir því sem börnin voru fleiri og verr gekk með öflun aðfanga. Fyrst og síðast var umhyggjan um velferð barnanna. Það þurfti að búa þau undir lífið, koma þeim til manns, eins og svo var kallað. Húsmæður þeirra tíma, sem raunar eru ekki langt að baki, völsuðu ekki á milli stórverslana með fullar hendur fjár, að maður tali nú ekki um krítarkortin og grömsuðu í ótakmörkuðu vöruúrvali og töldu sig eiga rétt á öllu. Nei, aðferðin var önnur og ábyrgari. Þær þurftu að nýta þá litlu peninga sem bændur þeirra öfluðu til matarkaupa og skjólfatnaðar. Maturinn var samt hollur og góður þó ekki væri keyptur í myndskreyttum umbúðum. Hafragrautur og heimagert slátur, nýr fiskur sem bátasjómenn komu með beint úr róðri og seldur úr handvögnum útivið eða í fiskbúðum sem víða voru. Kjötmat var alltaf reynt að hafa á sunnudögum og helst einu sinni í miðri viku og allur matur lagaður heima. Fötin voru ekki öll keypt tilbúin í búðum og síðan hent þegar fór að sjá á þeim. Nei, og aftur nei, sumar konur fengu saumakonur sem fóru á milli heimila og saumuðu fyrir fólk, en flestar saumuðu sjálfar og Steinunn var ein af þeim og saumaði einnig fyrir aðra. Þegar fötin fóru að slitna var þeim sprett í sundur, efninu snúið við og þá gjarnan notað af eldri börnunum á þau yngri. Þetta var kallað að venda flíkum. Það er mikill misskilningur að segja að þetta fólk hafi verið ómenntað þó það hafi ekki hlotið langa skólagöngu. Fólk var yfirleitt vel að sér bæði til munns og handa. Það var töluvert lesið, bæði sögur, ljóð og fróðleikur og gott handverk var alltaf mikils metið. Það voru mikið oftar mæðurnar sem kenndu börnunum að lesa og draga til stafs. Það voru mæðurnar sem innrættu börnunum góða hegðan, sannsögli og heiðarleika. Þær gengu sjálfar á undan með góðu fordæmi. Þær voru hinn trausti veggur sem stóð gegn allri lausung og spillingu. Steinunn tengdamóðir okkar var glæsileg kona í útliti og allri gerð. Hún var mjög vel verki farin hvort heldur var um hannyrðir eða matargerð að fást. Þau hjón Steinunn og Aðalsteinn voru bæði ákaflega gestrisin. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Það má segja að hjá þeim hafi verið stöðugur gestagangur. Ýmist voru það vinir og kunningjar sem litu inn snöggvast, eða ættingjar og vinir úr átthagabyggðum þeirra sem komu til lengri og skemmri dvalar. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Litlu-Skógum í Borgarfirði, Litlu-Skógar liggja að jörðunum Stóru-Skógum og Munaðarnesi. Þetta svæði er eitt hið fegursta í hinu tignarlega héraði. Þar hafa nú verið reist fjöldamörg sumarhús þar sem þéttbýlisbúar dveljast í sumarleyfum sér til andlegrar og líkamlegrar uppbyggingar og til þess að komast í samband við landið sitt. Það er ekki skrýtið þó fólk sem elst upp á slíkum stað, þyki vænt um æskustöðvarnar. Eftir dvölina á Hvítárbakka fór Aðalsteinn til Reykjavíkur og settist þar í Samvinnuskólann. Hann stundaði því nám hjá hugsjónamanninum Jónasi frá Hriflu sem án efa hefur haft mikil áhrif á hann. Hann kynntist eldhuganum Ólafi Friðrikssyni. Hann sá og heyrði hann flytja sínar egghvössu ræður. Þessir menn ollu miklum straumhvörfum í íslensku þjóðlífi. Þeir hvöttu bændur og verkafólk til að standa saman og vinna saman að bættum kjörum og betra mannlífi. Það var mikil vakning í þjóðlífinu. Skáldin ortu hvatningarljóð til þjóðarinnar og vöktu fólk til meðvitundar um fegurð landsins og gæði þess, og um jöfnuð og bræðralag. Ungur maður ofan úr Borgarfirði hreifst af öllu þessu og vildi vera þátttakandi. Hann skipaði sér í raðir jafnaðarmanna og hugsjón þeirra hefur hann verið trúr alla tíð og alltaf unnið mikið fyrir Alþýðuflokkinn. Hann var í framboði fyrir hann og ferðaðist um Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu og kynntist þar fólki og kynnti sínar hugsjónir. Aðalsteinn gaf út tvær ljóðabækur á sínum yngri árum. Vorgróður og Rauðar rósir, þriðja bókin sem hann kallar 12


Gervi blóm er enn í handriti. Aðalsteinn vann allan sinn starfsferil hjá Tollgæslunni. Síðan sneri hann sér að ættfræðinni sem var hans áhugamál. Vann hann ásamt Ara Gíslasyni og Guðmundi lllugasyni að því að taka saman Borgfirskar æviskrár. Eins og fram hefur komið var Aðalsteinn alla tíð mikill áhugamaður um stjórnmál. Hann átti sína drauma um fegurra og betra mannlíf. Við skulum vona að úr sínum nýju heimkynnum eigi hann eftir að sjá þá drauma rætast. Við biðjum guð að blessa minningu okkar ástkæru tengdaforeldra og hafi þau þökk fyrir allt sem við af þeim þáðum. Tengdasynir

Ólöf Halldórsdóttir Ólöf Halldórsdóttir fæddist 17. nóvember 1908 að Stafholtsveggjum en þegar hún var eins árs fluttist fjölskyldan að Litlu – Skógum. Hún bjó þar, til þess að kotið var selt 1936. Ólöf sat einn vetur á skólabekk á Hvítárvallarskóla það var veturinn 1930 – 31. Eftir að Guðlaug brá búi að Litlu – Skógum héldu þær heimili saman hún og Ólöf, einnig bjó Jóhannes með þeim þar til hann giftist. Þær bjuggu víða í Reykjavík, en Guðlaug lést 1956. Eftir það bjó Ólöf í sinni eigin íbúð að Stigahlið 20 til dauðadags. Hún vann ýmiss verkamannastörf í Reykjavík, mest við sauma, síðasta saumastofan sem hún vann á var Bláfeldur sem saumaði svefnpoka, einnig þreif hún lengi á hinum sögufræga veitingastað Röðli. Á 6. áratug tuttugustu aldar starfaði hún sem þjónustustúlka á heimili íslenska sendiherrans í Kaupmannahöfn. Ólöf var einhleyp og átti ekki afkomendur, en sinnti vel börnum systkina sinna. Helga Einarsdóttir átti ætíð skjól hjá Ólöfu. Einnig bjuggu fjögur börn Sigurþórs og Kristínar hjá henni á vetrum meðan þau stunduðu nám í framhaldsskóla í Reykjavík. Ólöf lést af slysförum 31. návember 1984. Hér að neðan er falleg minningargrein eftir frænku Ólafar, Áslaugu Aðalsteinsdóttur sem lýsir vel Ollu frænku.

Minning Elskuleg frænka, Ólöf Halldórsdóttir frá Litlu-Skógum í Borgarfirði, er látin. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Sveinsdóttir og Halldór Þorbjarnarson. Hún var næstelzt af 8 börnum þeirra hjóna sem öll komust til fullorðinsára nema yngsta systirin sem dó tæplega 2 ára. Ólöf giftist ekki en var öllum sínum systkinabörnum svo góð frænka að í hvert skipti tilefni var til að hittast var sjálfsagt að Olla væri með. Í Borgarfirði voru rætur hennar. Þegar hún hafði heimsótt sveitina sína var hún búin að fara í sitt sumarfrí og nú fer hún sína síðustu ferð þangað, því þar vildi hún bera beinin. Þvílík sorg sem gagntók mig þegar ég frétti sviplegt lát hennar frænku minnar sem ávallt kom með hlýju og gleði í líf okkar. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd og gladdist yfir hverjum nýjum fjölskyldumeðlim og hafi einhver verið fædd fóstra var það hún Olla frænka mín. Hún hændi að sér hvert barn á aup.bragði. þau drógu hana afsíðis og hún var komin í leik með þeim. Margar voru þær ferðir sem hún fór að heimsækja gamalt og sjúkt fólk á sjúkrahús og elliheimili og föður mínum var hún mikill styrkur eftir að móðir mín dó. Öll jól sem ég man eftir, utan einna sem hún var erlendis, átti ég með henni. Þegar Olla frænka birtist, voru jólin komin. Mörg voru bréfin sem bárust henni og glöddu hana frá ungum frændum og frænkumsem dvöldust erlendis um lengri eða skemmri tíma og sýnir það, hug þeirra til hennar. Börnum mínurn var hún sú besta frænka sem hugsast getur, við söknum hennar en eigum góðar minningar sem aldrei gleymast.

13


Þórður Halldórsson Þórður Halldórsson fæddist 19. apríl 1910 í Litlu-Skógum, lést í Reykjavík 25. október 1971. Hann vann að búi foreldra sinna frá unga aldri eins og tíðkaðist og við vegaviðhald og vegagerð þegar hann stálpaðist. Tvo vetur, 1928 - 30, var hann við nám í Hvítárbakkaskóla og lærði þar m.a. bókband. Eftir að faðir hans féll frá 1930 var hann bústjóri hjá móður sinni í Litlu-Skógum eða þar til hún brá búi 1936. Í hjáverkum stundaði hann bókband. Á árunum 1936 - 46 átti hann heima í Borgarnesi og þar kvæntist hann 19. október 1940. Kona hans var Ágústína Sveinsdóttir Þórðarsonar bónda á Fossi í Staðarsveit og konu hans, Pálínu Guðbrandsdóttur. Þar eignuðust þau tvö börn, Svanlaugu og Halldór. Þórður hafði bókband að aðalstarfi á árunum í Borgarnesi en hann sinnti þó fleiri störfum. Hann átti m.a. sæti í hreppsnefnd Borgarneshrepps 1938 - 42. Árið 1945 fékk hann sveinsbréf í bókbandi. Ári síðar fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar og þar fæddist þriðja barn þeirra hjóna, Sveinn. Þórður vann við bókband í bókbandsstofu Prentsmiðju Hafnarfjarðar til 1950 en kenndi jafnframt bókband í Flensborgarskóla eða til ársins 1949. Á árunum 1950 - 52 rak hann bókbandsstofu á Austurgötu 28 í Hafnarfirði en hann fékk meistarabréf í bókbandi vorið 1951. Sama ár fluttust þau hjónin með börn sín til Reykjavíkur og áttu þar heima síðan. Þórður stundaði skrifstofu- og verslunarstörf á árunum 1952 - 68, fyrst hjá Náttúrulækningafélagi Íslands, síðar KRON en vann við bókband í hjáverkum. Hann rak eigin verslun, Skildinganesbúðina í Skerjafirði, frá 1968 til dánardægurs. Aðalsteinn Halldórsson lýsir bróður sínum svo í minningagrein: „Þórður var ekki langskólagenginn, var tvo vetur á Hvítárbakkaskóla, en hann var sjálfmenntaður, las mikið af góðum bókum, lærði Esperanto og var í félagi þeirra manna, er það mál kunna. Hann var mesti reglumaður, bragðaði aldrei tóbak eða áfengi og eins var hann í öllu starfi og framkomu, traustvekjandi og háttprúður. Hann vann að bindindismálum, var félagi í stúkunni Borg í Borgarnesi og nú síðast í stúkunni Mínervu.“ (Mbl. 2. nóv. 1971).

14


Emilía Oddbjörg Halldórsdóttir Grönvold. Emilía fæddist 1. apríl 1912 að Litlu Skógum. Látin í Reykjavík 1. apríl 1996. Var í Reykholtskóla 1933-34 en eftir það bjó hún í Reykjavík. Þar stundaði hún margvísleg störf – vann m.a. á saumastofum, við framreiðslustörf og sem barnfóstra og vinnukona hjá betri borgurum. Árið 1941 giftist hún Kveldúlfi Grönvold, stórkaupmanni sem fæddur var á Siglufirði 12. Mars 1901 en lést í Reykjavík 24. Apríl 1962. Hann var sonur Carls Júlíusar Grönvold verslunastjóra og Vilborgar Pálsdóttur frá Akureyri. Eftir að hún giftist Kveldúlfi annaðist hún heimilisstörf ásamt því að reka heildverslun með Kveldúlfi er hann hafði stofnað þegar þau giftust og þau ráku þar til hann lést. Bjuggu lengst af á Spítalastíg en seinustu árin sem Kveldúlfur lifði í Þingholtsstræti. Eftir að hann lést var fyrirtæki þeirra leyst upp. Nokkru seinna tók hún til starfa í verslun hjá Þórði bróður sínum í Skerjafirði og þar til að hann lést. Eftir það og seinustu starfsárin vann hún í eldhúsi starfsfólks á Landakotsspítala. Bjó seinustu árin á Skúlagötu örskammt frá þeim stað á Hverfisgötu þar sem hún og Kveldúlfur hófu upphaflega búskap sinn.

15


Einar Halldórsson Einar Halldórsson var fæddur í Litlu-Skógum í Stafholtstungum þann 3. nóv. 1913. Einar tók kennarapróf 1936 frá Kennaraskólanum í Reykjavík. Varð kennari í Hörðudalsskólahéraði 1936 - ’38, Jökuldal í Norður-Múlasýslu 1938 - ‘39, Nesjaskólahéraði í AusturSkaftafellssýslu 1939 - ’40, Norðurárdalsskólahéraði 1940 - ’43, skólastj. bsk. í Klausturskóla héraði í Grímsnesi 1944 - ’45, kennari í Þverárhlíðarskólahéraði 1945-’46, vjð barnaskólann á Eyrarbakka 1946 - ’47, skólastj. á Stokkseyri 1947 - ’48, kennari Rvík 1948 - ‘49, skólastj. bsk. í Reykholti í Biskupstungum 1949 - ’55. Þegar hér varið komið vantaði kennara til að kenna blindu fólki, þar sem blindraskólinn var kennaralaus, fór Einar þá til Skotlands í The Royal Blind School of Scotland til þess að læra að kenna blindum. Að námi loknu hóf hann kennslu við Blindraskólann í Reykjavík og kenndi þar til dánardags. Einar var virtur sem kennari af nemendum sínum og samstarfsmönnum, samstarf hans og skólanefnda viðkomandi skóla var með ágætum. Fyrstu árin sem hann kenndi var hann ekki lengi á sama stað, vegna Þess að hann vildi kynnast landinu og íbúum þess, afkomu manna og búnaðarháttum, víðar en í sínu fæðingarhéraði. Hann var fróðleiksfús, vildi þekkja land sitt og þjóð. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Sigríður Sigurðardóttir frá Stuðlum á Norðfirði, f. 14. júní 1897, d. 22. apríl 1966. Síðari kona hans var Rósa Guðmundsdóttir úr Reykjavík, f. 8. október 1923, d. 10. september 1984. þau eignuðust dóttur, Helgu, f. 7. ágúst 1965. Helga lést 31. júlí 2008 frá eiginmanni, Jakobi Sigurði Friðrikssyni og þremur ungum börnum, Rósu Kristrúnu, Páli og Karli. Einar lést 28. nóvember 1968. Að lokum skal hér vitnað í orð Helga Benediktssonar sem skrifaði minningarorð um Einar í Íslendingaþáttum Tímans, 7. febrúar 1969. „Segja má að Einar Halldórsson hafi byggt upp Blindraskólann frá grunni, og það eitt er fullgilt og mikið ævistarf. Engin veruleg aðstaða var áður til þess að kenna blindum hér á landi og það þurfti að koma upp bæði tækjum og kennsluaðstöðu og skrifa kennslubækurnar á blindraletur, þannig að þótt nemendahópurinn væri ekki fjölmennur hverju sinni, þá var kennslustarfið margþætt, fyrst þurfti að afla tækja til kennslu, tækja til að skrifa blindskrift og koma upp bókagerð á blindraletri og allt þetta gerði Einar Halldórsson.“ Og síðar í greininni, „Einar Halldórsson var margt í senn, hann var skólastjóri Blindraskólans og aðal kennslukraftur skólans, hann var bókagerðarmaður skólans og sá um að afla skólanum kennslutækja og hann var búinn að koma upp allgóðu kennslubókasafni fyrir skólann á blindraletri sem nær frá barnafræðslu allt til náms í framhaldsskólum, og í þessu starfi þá naut Einar góðs stuðnings blindrar konu sinnar, Rósu Guðmundsdóttur, sem skrifaði á blindraletur verulegan hluta kennslubókanna og var hlutur frú Rósu mikill og góður í þessu starfi.“

16


Sigurþór Halldórsson Sigurþór Halldórsson er fæddur að Litlu-Skógum Stafholtstungum Mýrarsýslu. Hann fæddist 22. september 1915. Hann var þriðji yngstur í átta systkina hópi en þau eru öll látin. Þau voru Aðalsteinn fæddur 1907, Ólöf fædd 1908, Þórður fæddur 1910, Emelía fædd 1912, Einar fæddur 1913, Sigurþór 1915, Jóhannes 1917 og Áslaug sem var fædd 1920 en lifði aðeins í tæp tvö ár. Þegar kom að því að húsfreyjan að Litlu – Skógum yrði léttari kringum 22. september 1915 þurfti verðandi faðir að sækja yfirsetukonu til hjálpar Guðlaugu, það var útlit fyrir að fæðingin gengi illa. Nú voru góð ráð dýr, tuttugasti og annar september var réttardagurinn þetta árið. Einhver varð að sjá um sauðféð svo það varð úr að stóru strákarnir, Aðalsteinn þá átta ára og Þórður fimm ára sáu um að draga í dilka og koma safninu heim. Ábyrgð barna á skyldustörfum heimilisins var önnur en nú, en vitanlega voru nágrannar örugglega hjálplegir við þessar aðstæður. Litlu – Skógar var kotbýli. Halldór vann utan heimilis á sumrin við vegavinnu svo bústörfin féllu í hendur Guðlaugar og barnanna. Allt verklag var sem á miðöldum hvað varðar verkfæri og vinnu við bústörfin. Kotið var lélegt til grasnytja en ágætt beitiland þar sem stærsti hluti jarðarinnar er kjarrivaxin holt með votlendissundum á milli, sem erfitt var að ræsa fram. Sigurþór lýsti því einhverju sinni þegar hann og bróðir hans Jóhannes voru sendir seint um haust að slá starmýri sem þornaði á haustinn. Kom þá stórbóndinn í Munaðarnesi að þeim þar sem þeir voru að reyna að draga björg í bú með að slá mýrina. Magnúsi varð að orði: „Strákar hættið þessu pjakki ég á spildu sem ég þarf ekki að slá, farið þangað. Faðir ykkar á það inni hjá mér fyrir vetrarbeitina“. Sigurþór gekk í skóla í Hlöðutúni. Því miður er búið að rífa skólahúsið þar, en samsvarandi skólahús stendur í Norðurárdal gegnt vegamótum yfir í Dalasýslu um Bröttubrekku. Þar gekk Jóhannes bróðir Sigurþórs í skóla. Bæjarhúsin að Litlu – Skógum voru byggð úr torfi og grjóti. Sigurþóri varð eitt sinn að orði: „Það fraus aldrei í koppunum að Litlu – Skógum eins og í timburhúsinu að Hjarðarholti“. Sigurþór fór síðan til náms í héraðsskólanum í Reykholti veturinn 1935 – 1936. Þannig að Sigurþór bjó á æskuheimili sínu þar til Litlu – Skógar voru seldir 1936. Eftir það fer hann til Reykjavíkur og tekur próf frá kennararaskólanum 1938. Sigurþór hóf að hjálpa til við bústörfin stax og hann var fær um. Hann fór einnig í vegavinnu með föður sínum og þegar átta ára gamall var hann orðinn kúskur í vegavinnuflokknum. En Sigurþór hafði valið sér annan lífsferil en að vinna við landbúnaðarstörf eða vegagerð, hann varð kennari. Ferillinn hófst í Borgarhreppi þar sem hann vann við farskóla frá 1938 – 1943. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Kristínu Guðmundsdóttur frá Bóndhóli í Borgarhreppi. Síðan lá leiðin til Vestmannaeyja þar sem Sigurþór og Kristín eignuðust frumburð sinn. Sigurþór kenndi við barnaskólann í Eyjum og einnig við iðnskólann þar í bæ. Veturinn 1946 - 1947 er Sigurþór skólastjóri í barnaskólanum á Stokkseyri. Árið 1947 flytur litla fjölskyldan til Borgarness og þar býr og starfar Sigurþór til ársins 1977 eða í rétt þrjátíu ár. Sigurþór var kennari og skólastjóri. Hann varð skólastjóri Iðnskólans í Borgarnesi strax árið 1948 ásamt að vera kennari við Barna- og Gagnfræðaskólann. Síðan varð hann skólastjóri þess skóla einnig frá 1958 þar til hann fór á eftirlaun og fluttist til Reykavíkur. Sigurþór var ætíð ötull við að hvetja ungt fólk til áframhaldandi náms og studdi við bakið á mörgum sem stunduðu nám við Iðnskólann í Borgarnesi. Sigurþór starfaði einnig sem bókavörður Héraðsbókasafnsins allt þar til ákveðið var að greiða fyrir vinnuna um 1970 en þá var annar ráðinn til starfsins. Sigurþór var jafnaðarmaður alla sína tíð og starfaði opinberlega fyrir Alþýðuflokkinn í Mýrarsýslu. Var kosinn fyrir flokkinn í hreppsnefnd Borgarness oftar en einu sinni og sat einnig í nefndum og ráðum sveitarfélagsins sem fulltrúi flokksins. Hann var ætíð talsmaður þeirra sem minna máttu sín. Stóð að uppbyggingu Skógræktarfélags og var frumkvöðull að skógrækt í Einkunnum. Einnig var hann í hópi þeirra sem stofnuðu Tónlistarfélag í Borgarnesi og var hvatamaður að stofnun Tónlistaskóla Borgarness. Af mörgum góðum verkum sem Sigurþór studdi í Borgarnesi var að Golfklúbbur Borgarness fékk land Hamars sunnan þjóðvegar. Hestamenn sem hafa byggt upp glæsilegt svæði norðan þjóðvegarins ásældust allt landið en Sigurþór hvatti til þess að golfarar fengju svæðið sunnan við veg. Eftir að Sigurþór og Kristín fluttu til Reykjavíkur starfaði hann skamma stund fyrir Rauða kross Íslands og síðan sem prófarkalesari á Alþýðublaðinu fram á tíunda áratuginn. Sigurþór og Kristín komu sér upp sumarbústað í landi Hreðavatns árið 1987 sem varð sælureitur í lífi þeirra hjóna. Sigurþóri og Kristínu varð fimm barna auðið, þau eru: Guðmundur fæddur 1943, Halldór fæddur 1949, Gísli fæddur 1954, Ása fædd 1955 og Sóley fædd 1958. Sigurþór Halldórsson lést á sínu nítugasta aldursári þann 12. maí 2005. 17


Jóhannes Ólafur Halldórsson Jóhannes Ólafur Halldórsson fæddist í Litlu-Skógum, Stafholtstungum í Mýrasýslu, 15. apríl 1917. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 13. janúar 2012. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Þorbjarnarson, bóndi og vegaverkstjóri, f. 1877, d. 1930, og Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1877, d. 1956. Börn þeirra, systkini Jóhannesar, voru Aðalsteinn yfirtollvörður, f. 1907, d. 1989, Ólöf verkakona, f. 1908, d. 1984, Þórður, bókbindari og verslunarmaður, f. 1910, d. 1971, Emilía Oddbjörg húsfreyja, f. 1912, d. 1996, Einar, skólastjóri Blindraskólans, f. 1913, d. 1968, Sigurþór skólastjóri, f. 1915, d. 2005, og Áslaug Dóra, f. 1920, d. 1921. Hinn 13. apríl 1957 kvæntist Jóhannes Gerði Ólöfu Ísberg, f. 20. mars 1921, d. 19. febrúar 2007. Foreldrar hennar voru Guðbrandur Ísberg, f. 1893, d. 1984, alþingismaður Akureyringa 1931-1937 og síðar sýslumaður í Húnaþingi 1932-1960, og kona hans, Árnína Hólmfríður Jónsdóttir frá Möðrufelli í Eyjafirði, húsfreyja, f. 1898, d. 1941. Jóhannes ólst upp í Litlu-Skógum og leit jafnan á sig sem Borgfirðing. Hann fluttist með móður sinni til Reykjavíkur 1936, nokkru eftir að faðir hans lést og móðir hans brá búi. Jóhannes nam við Héraðsskólann í Reykholti 193637 og tók síðan stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík með hárri einkunn 1941. Hann lauk svo cand. mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1946. Hann lærði ungur hraðritun og skrifaði upp fyrirlestra prófessoranna og gengu þær uppskriftir milli manna í nokkur ár. Hann kenndi við Verslunarskóla Íslands 1944-46 og var stundakennari við Menntaskólann í Reykjavík og Gagnfræðaskóla Reykvíkinga 1946-47 í forföllum vinar síns, Björns Þorsteinssonar sagnfræðings. Haustið 1947 varð hann fastur starfsmaður á skrifstofu Alþingis (þeir voru fimm á þeim tíma), og síðar fulltrúi og deildarstjóri. Hann var ein af máttarstoðum skrifstofunnar, afköst hans og vandvirkni með ólíkindum. Á starfstíma sínum fram til 1983 gaf hann út Alþingistíðindin, skjalahluti þeirra er um 70 þús. blaðsíður og ræðuhlutinn rúmlega 130 þús. dálkar smáleturs, auk annars útgáfuefnis. Með önnum sínum á skrifstofu Alþingis las hann handrit og prófarkir hjá ýmsum útgefendum, einkum Almenna bókafélaginu, Setbergi o.m.fl. Er hans víða getið í formála góðra bóka með kærum þökkum. Þá var hann prófdómari í Kvennaskólanum í Reykjavík frá 1949 og við stúdentspróf í íslensku í Menntaskólanum í Reykjavík frá 1958. Hann átti sæti í stjórn Félags ísl. fræða 1950-1954 og var forseti Hins íslenska þjóðvinafélags 1987-1999. Árið 1959 gaf Jóhannes út XIV. bindi Íslenskra fornrita, Kjalnesingasögu, sem að bestu manna yfirsýn er vönduð og góð útgáfa á þeirri margslungnu sögu, auk annarra sagna og þátta. Þau Jóhannes og Gerður voru barnlaus en systkinabörn þeirra nutu elskusemi og barngæða þeirra í ríkum mæli og sum dvöldust hjá þeim mánuðum og missirum saman. Þau höfðu á síðari árum mikið yndi af ferðalögum og voru langförul um álfur heimsins.

18


Námsmarkmið Hvítárbakkaskóla um 1930

Alþýðuskólinn á Hvítárbakka (markmið) Markmið skólans er að veita nemendum sínum almenna fræðslu og efla þjóðlega menningu. Skólinn er fyrst og fremst sniðinn fyrir íslenskt sveitalíf og hagar starfsemi sinni eftir því. Ætlar hann sjer eigi þá dul að fá veitt nemendum sínum á tveimur vetrum þá almennu fræðslu, er nægi þeim til frambúðar, en hann vill veita þeim hjálp til sjálfshjálpar, kenna þeim andleg vinnubrögð og vekja hjá þeim löngun og vilja til sjálfsnáms. Umfram alt vill 19


skólinn leitast við að auka einstaklingsþroska og hlúa að því sem í þeim býr fegurst og æðst. Til þess að ná þessu marki verður megiáhersla lögð á þjóðleg fræði og fjölþætt fjelagslíf. Skólaárið Skólasetning fer fram fyrsta vetrardag. Þá skulu allir nem. vera mættir, nema sjúkleiki eða önnur forföll hindri. Þessi leyfi eru veitt á skólaárinu: Jólaleyfi frá 22 Des. til 3 jan. að báðum dögum meðtöldum; páskaleyfi frá miðv.d. fyrir skírdag til 3ja í páskum; auk þess verður gefið leyfi einn dag í hverjum mánuði. Námsgreinar. Aðalnámsgreinar: íslenska, saga náttúrusaga. Aðrar námsgreinar: reikningur, landafræði, eðlis- og efnafræði, heilsufræði, fjelagsfr., siðfr., enska, danska, söngur, leikfimi og hannyrðir. Kenslan. Lúðv. Guðm. kennir: náttúrusögu, reikning, eðlis og efnafr, dönsku, ensku, siðfr. heilsufr.. Kristinn Andrjesson málfræðingur kennir: íslensku, sögu, reikning. Frú Ragnheiður Magnúsdóttir og frú Sigríður Hallgríms. leiðbeina námsmeyjum í hannyrðum. Síðar í sumar verður tekin endanleg ákvörðun um kenslu annara fyrirskipaðra námsgreina. Við kensluna verða þessar bækur notaðar. Íslenska yngri deild: lestrarbók Sig. Nordals og málfr. Halldórs Briem. Í eldri deild: sömu bækur auk Egillss. Saga. verður ákveðið síðar. Náttúrusaga. í báðum deildum: Dýrafr. B.S., Plöntur. Sl.Sl. nem. eldri deildar kent að nota Flóru Íslands. Reikningur í báðum deildum sama bók og í fyrra Landafræði - --------- ----- -- - - --Heilsufræði - --------- ----- -- - - --Danska - --------- ----- -- - - --Eðlis- og efnafræði: ákveðið síðar Enska ------ --Fjelagsfræði og siðfræði: verður kend í fyrirlestrum Hljóðfæraslátt kennir Sigr. Hallgrímsd.aðeins þeir nem. sem eru hneigðir fyrir hljóðfæraslátt, fá að taka þátt í því námi.

20


Niðjatal Guðlaugar Sveinsdóttur og Halldórs Þorbjarnarsonar Guðlaug Sveinsdóttir og Halldór Þorbjarnarson bjuggu í Litlu-Skógum í Stafholtstungum í Borgarfirði árin 1909 til 1930 og Guðlaug áfram eftir andlát Halldórs allt til ársins 1936. Litlu-Skógar liggja að jörðunum Stóru-Skógum og Munaðarnesi. Þetta svæði er eitt hið fegursta í hinu tignarlega héraði Borgarfjarðar. Guðlaug Sveinsdóttir Halldór Þorbjarnarson

f. 24. október 1877 f. 25. júlí 1877

d. 22. febrúar 1956 d. 13. desember 1930

Börn þeirra: Aðalsteinn, Ólöf, Þórður, Emilía Oddbjörg, Einar, Sigurþór, Jóhannes Ólafur og Áslaug Dóra. Tekið saman í september 2015 Svanlaug Ragna Þórðardóttir 1a

Aðalsteinn Halldórsson K. Guðrún Steinunn Þórarinsdóttir Börn þeirra: Gunnþórunn Erla, Áslaug Dóra og Brynhildur Hrönn

f. 16. júní 1907 d. 30. ágúst 1989 f. 14. mars 1909 d. 2. ágúst 1980

2a

Gunnþórunn Erla Aðalsteinsdóttir M. Snorri Bjarnason Börn þeirra: Sturla, Guðrún, Aðalsteinn, Bjarni og Steinunn

f. 13. júlí 1929 f. 24. september 1925 d. 21. desember 2005

3a Sturla Snorrason K. Helga Magnea Magnúsdóttir

f. 28. mars 1956 f. 20. júní 1953

3b

4a Olga Sturludóttir M. Patrick Francis O‘Halloran 5a Freyja Rose O‘Halloran 5b Petra Maureen O‘Halloran 4b Erla Sturludóttir 4c Tinna Sturludóttir 4d Davíð Sturluson

f. 7. ágúst 1979 f. 26. maí 1973 f. 27. september 2008 f. 17. október 2011 f. 13. apríl 1983 f. 30. maí 1989 f. 25. apríl 1991

Guðrún Snorradóttir M1. Benedikt Ástmar Guðmundsson M2. Hreinn Magnússon M3. Árni Þór Hilmarsson

f. 16. september 1960 f. 26. febrúar 1960 f. 22. október 1960 f. 2.júní 1954

4a

Guðmundur Snorri Benediktsson f. 9. mars 1981 Barnsmóðir: Kristín Birna Stefánsdóttir f. 23. mars 1988 Barn þeirra: Amelia Björg K. Santa Pikalova f. 10. janúar 1988 Barn þeirra: Hanna 5a Amelia Björg Guðmundsdóttir f. 22. maí 2008 5b Hanna Guðmundsdóttir f. 2. febrúar 2015 21

skilin skilin


3c

4b Harpa Hreinsdóttir 4c Gauti Hreinsson

f. 17. janúar 1993 f. 5. maí 1995

Aðalsteinn Snorrason K1. Dagný Bjarnadóttir Barn þeirra: Dagrún K2. Ingibjörg Kjartansdóttir Börn þeirra: Aðalsteinn Örn og Emil Örn

f. 16. nóvember 1961 f. 27. mars 1965

4a Dagrún Aðalsteinsdóttir 4b Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 4c Emil Örn Aðalsteinsson

f. 29. desember 1989 f. 29. júní 1998 f. 1. febrúar 2002

skilin

f. 20. júní 1964

3d Bjarni Snorrasonn K. Kristín Linda Steingrímsdóttir 4a Eva Björg Bjarnadóttir

f. 10. október 1965 f. 4. ágúst 1963 f. 22. október 1995

3e Steinunn Snorradóttir M1. Jóhannes Berg M2. Sævar Sverrisson

f. 10. maí 1972 f. 12. ágúst 1962 f. 29. maí 1972

skilin

4a Rannveig Hlín Jóhannesdóttir 4b Lína Rut Sævarsdóttir 4c Snorri Þór Sævarsson 2b

f. 1. september 1998 f. 4. desember 2009 f. 16. febrúar 2011

Áslaug Dóra Aðalsteindóttir M. Steinar Friðjónsson Börn þeirra: Hrafnhildur Linda, Friðjón Gunnar og Ólafur Barnsfaðir: Emil Hilmar Eyjólfsson Barn þeirra: Aðalsteinn Rúnar

f. 28. júní 1934 f. 2. nóvember 1932 d. 26. nóvember 2002

3a

Aðalsteinn Rúnar Emilsson K1. Edith Vivian Hansen Börn þeirra: Jóhann Erpur og Hulda Steinunn K2. Gunilla Rosberg K3. Áslaug Ragnars

f. 19. apríl 1951 d. 14. mars 2012 f. 27. ágúst 1950 skilin

4a Jóhann Erpur Aðalsteinsson K. Soufia Aðalsteinsson 5a Alexander Fadi Aðalsteinsson

f. 31. mars 1975 f. 27. júní 1987 f. 23. apríl 2009

4b Hulda Steinunn Aðalsteinsdóttir

f. 22. október 1979

f. 9. nóvember 1935 d. 18. október 2011

f.7. nóvember1944 f. 23. apríl 1943

3b Hrafnhildur Linda Steinarsdóttir M. Karl Hinrik Jósafatsson

f. 6. júlí 1956 f. 7. nóvember 1955

4a Hlynur Bjarki Karlsson K. Ragna Heiðrún Jónsdóttir 5a Ívar Andri Hlynsson

f. 31. október 1977 f. 1. janúar 1981 f. 30. mars 2004 22

skilin skilin


5b Alexander Nökkvi Hlynsson

f. 15. ágúst 2010

4b Áslaug Dögg Karlsdóttir M. Haukur Logi Karlsson 5a Aría Hauksdóttir 5b Kári Hauksson

f. 17. ágúst 1983 f. 13. mars 1979 f. 27. júní 2013 f. 26. júlí 2015

4c Berglind Anna Karlsdóttir

f. 25. apríl 1991

3c Friðjón Gunnar Steinarsson K1. Regína Irena Laskowska K2. Jadwiga Steinarsson

f. 27. júní 1957 f. 9. janúar 1963 d. 2. júní 1990 f. 29. janúar 1952

4a Daníel Steinar Friðjónsson Börn Jadwigu: Dariusz Romanski Justyna Romanska

f. 23. febrúar 1992 f. 19. desember 1977 f. 14. janúar 1982

3d Ólafur Steinarsson K. Regína Inga Steingrímsdóttir

f. 5. apríl 1966 f. 29. júlí 1967

4a Helgi Steinar Ólafsson K. Hanna Björg Sævarsdóttir 5a Alexandra Nótt Helgadóttir 5b Sævar Óli Helgason 5c Þórey Inga Helgadóttir 5d Ólafur Steinar Helgason 5e Viktor Leví Helgason

f. 12. febrúar 1988 f. 3. desember 1987 f. 15. september 2006 f. 28. desember 2007 f. 31. ágúst 2009 d. 14. september 2009 f. 23. september 2010 f. 21. mars 2014

4b Lilja Björg Ólafsdóttir 5a Rakel Ósk Liljudóttir 4c Íris Lind Ólafsdóttir

f. 16. febrúar 1990 f. 29. júní 2010 f. 26. maí 1995

2c Brynhildur Hrönn Aðalsteinsdóttir M. Ólafur Reynir Sigurjónsson Börn þeirra: Sigurjón, Steinar og Margrét Björk

f. 15. júní 1944 f. 6. ágúst 1944

3a Sigurjón Ólafsson K. Alma Tynes Skúladóttir

f. 31. júlí 1964 f. 27. júní 1976

4a Ólafur Skúli Sigurjónsson 4b Anja Margrét Sigurjónsdóttir

f. 19. október 2013 f. 19. október 2013

3b Steinar Ólafsson K. Ragna Björk Eydal

f. 9. janúar 1966 f. 16. febrúar 1966

4a 4b 4c 4d

Drengur Steinarsson Steinar Örn Steinarsson Arna Laufey Steinarsdóttir Bjarki Gunnar Steinarsson

f. 22. júlí 1984 d. 23. júlí 1984 f. 26. júlí 1985 f. 15. apríl 1995 f. 11. október 2000

23


3c Margrét Björk Ólafsdóttir M. Viktor Stefán Pálsson 4a Anton Breki Viktorsson 4b Glódís Ólöf Viktorsdóttir 4c Brynhildur Sif Viktorsdóttir 4d Arndís Embla Viktorsdóttir

f. 23. október 1972 f. 20. júní 1972 f. 3. mars 2000 f. 19. ágúst 2002 f. 19. ágúst 2002 f. 10. október 2013

1b Ólöf Halldórsdóttir

f. 17. nóvember 1908 d. 30. nóvember 1984

1c Þórður Halldórsson K. Ágústína Sveinsdóttir Börn þeirra: Svanlaug Ragna, Halldór og Sveinn

f. 19. apríl 1910 d. 25. október 1971 f. 22. febrúar 1919

2a

Svanlaug Ragna Þórðardóttir M1. Haukur Engilbertsson Börn þeirra: Birgir, Björg, Ágúst Þór, Þórdís og Engilbert M2. Kristján M Sigurðsson

f. 6. desember 1941 f. 10. apríl 1938

3a

f. 29. maí 1964 f. 17. október 1964

skilin

f. 15. mars 1944 d. 24. mars 2015

Birgir Hauksson K1. María Sigurjónsdóttir Barn þeirra: Sigurjón K2. Nataliya Shavlay Börn þeirra: Anastasia Sóley og Aníta Rós

skilin

f. 9. maí 1982

4a Sigurjón Birgisson f. 2. febrúar 1983 Barnsm: Karún Herborg Guðmundsdóttir f. 12. júní 1985 5a Frosti Hrafn Sigurjónsson f. 4. nóvember 2008 4b Anastasia Sóley Birgisdóttir 4c Aníta Rós Birgisdóttir

f. 25. nóvember 2010 f. 27. janúar 2013

3b Björg Hauksdóttir M. Karl Vídalín Grétarsson

f. 23. janúar 1966 f. 27. september 1961

4a Klara Rós Karlsdóttir 4b Svana Fanney Karlsdóttir Sonur Karls: Elvar Þór Karlsson

f. 9. janúar 1996 f. 7. apríl 1999 f. 23. febrúar 1987

3c Ágúst Þór Hauksson K. Björg Hafsteinsdóttir

f. 9. september 1967 f. 22. október 1969

4a Thelma Dís Ágústsdóttir 4b Andri Fannar Ágústsson

f. 30. september 1998 f. 5. ágúst 2004

3d Þórdís Hauksdóttir M. Þórður Grettisson

f. 16. ágúst 1972 f. 19. mars 1960

4a Aron Brynjar Þórðarson

f. 1. febrúar 1997 24

skilin


3e

Engilbert Hauksson K1. Sunna Björk Þórarinsdóttir Börn þeirra: Dagur Máni og Haukur Óðinn K2. Ásta Lilja Ásgeirsdóttir Barn þeirra: Ragnheiður Rán

f. 27. ágúst 1978 f. 2. október 1972

4a Dagur Máni Engilbertsson 4b Haukur Óðinn Engilbertsson 4c Ragnheiður Rán Engilbertsdóttir

f. 16. mars 2005 f. 9. desember2012 f. 9. janúar 2015

skilin

f. 21. febrúar 1975

2b Halldór Þórðarson K. Guðrún Gísladóttir Börn þeirra: Þórður Dór og Gísli Darri

2c

f. 12. janúar 1944 f. 24. október 1950

3a Þórður Dór Halldórsson 3b Gísli Darri Halldórsson K. Fanny Sanne Sissoko

f. 23. júní 1973 f. 16. mars 1978 f. 5. september 1985

Sveinn Þórðarson K. Guðbjörg Áslaug Magnúsdóttir Börn þeirra: Þórður, Guðrún og Ágústa Barnsmóðir: Bergljót Aradóttir Barn þeirra: Davíð Ágúst

f.18.september1947 f. 21.október 1952

3a Davíð Ágúst Sveinsson K. Eydís Eyjólfsdóttir 4a Tanja Líf Davíðsdóttir 4b Ívan Sær Davíðsson

f. 12. október 1969 f. 27. júlí 1968 f. 3. apríl 1997 f. 12. mars 2001

3b Þórður Sveinsson

f. 21. ágúst 1977

3c Guðrún Sveinsdóttir M. Hákon Þorsteinsson

f. 5. mars 1981 f. 29. desember 1979

f. 3. janúar 1950

4a Ása Laufey Hákonardóttir 4b Sveinn Hjalti Hákonarson

f. 10. janúar 2010 f. 30. maí 2013

3d Ágústa Sveinsdóttir M. Unnsteinn Manuel Stefánsson

f. 22. ágúst 1988 f. 2. júlí 1990

1d Emilía Oddbjörg Halldórsdóttir M. Kveldúlfur Gröndvold Börn þeirra: Karl Gústaf og Halldór Þór 2a

f. 1. apríl 1912 d. 1. apríl 1996 f. 12. mars 1901 d. 24. apríl 1962

Karl Gústaf Grönvold K. Hjördís Guðríður Guðbjörnsdóttir Börn þeirra: Úlfur, Védís og Logi Barnsmóðir: Bryndís Brandsdóttir

f. 28. október 1941 f. 27. júlí 1943 f. 27. september1953 25

skilin


Barn þeirra: Brandur Bjarnason Karlsson 3a

Úlfur Grönvold Karlsson f. 3. janúar 1966 K1. Kristín Einarsdóttir f. 22. maí 1967 skilin Börn þeirra: Ylfa, Ýmir og Högni K2. Hekla Dögg Jónsdóttir f. 9. október 1969 Barn þeirra: Dagur Atli Barnsmóðir: Sveinbjörg Jónsdóttir f. 25. ágúst 1969 Barn þeirra: Jón Þórarinn 4a 4b 4c 4d 4e

3b

Ylfa Úlfsdóttir Grönvold Ýmir Grönvold Högni Grönvold Dagur Atli Grönvold Jón Þórarinn Úlfsson

f. 1. október 1988 f. 12. apríl 1994 f. 3. mars 2004 f. 30. júlí 2013 f. 18. desember 1993

Védís Úlfsdóttir Grönvold M. Þormóður Árni Egilsson Börn þeirra: Mist og Marta Barnsfaðir: Valur Þór Einarsson Barn þeirra: Perla

f. 24. október1969 f. 10. ágúst 1969 f. 18. janúar 1969

4a Perla Grönvold 5a Sif Guðmundsdóttir Grönvold 4b Mist Þormóðsdóttir Grönvold 4c Marta Þormóðsdóttir Grönvold 3c Logi Karlsson Grönvold K. Hjördís Ýr Ólafsdóttir

f. 31. maí 1990 f. 1. júlí 2014 f. 26. október 1999 f. 14. maí 2002 f. 30. apríl 1981 f. 27. maí 1982

4a Ninja Ýr Logadóttir 4b Nói Logason

f. 17. september 2009 f. 29. ágúst 2013

3d Brandur Bjarnason Karlsson

f. 2. janúar 1982

2b Halldór Þór Grönvold K. Gréta Baldursdóttir Börn þeirra: Eva og Arnar

f. 8. mars 1954 f. 30. mars 1954

3a Eva Halldórsdóttir M. Björgvin Ingi Ólafsson

f. 16. apríl 1979 f. 9. júní 1978

4a Benedikt Björgvinsson 4b Baldur Björgvinsson

f. 1. maí 2007 f. 9. október 2011

3b Arnar Halldórsson 1e

f. 27. febrúar 1991

Einar Halldórsson K1. Guðrún Sigríður Sigurðardóttir K2. Rósa Guðrún Guðmundsdóttir Barn þeirra: Helga

f. 3. nóvember 1913 d. 28. nóvember 1968 f. 14. júní 1897 d. 22. apríl 1966 skilin f. 8. október 1923 d. 10. september 1984

26


2a Helga Einarsdóttir M. Jakob Sigurður Friðriksson Börn þeirra: Rósa Kristrún, Páll og Karl

f. 7. ágúst 1965 d. 31. júlí 2008 f. 25. desember 1966

3a Rósa Kristrún Jakobsdóttir M. Pétur Már Sigurjónsson

f. 24. september 1989 f. 9. ágúst 1989

4a Helgi Freyr Pétursson

f. 26. desember 2013

3b Páll Jakobsson 3c Karl Jakobsson 1f

f. 31. október 1991 f. 30. júlí 1999

Sigurþór Halldórsson K. Kristín Guðmundsdóttir Börn þeirra: Guðmundur, Halldór Ellert, Gísli Þór, Ása Katrín og Sóley Björk

f. 22. september 1915 d. 12. maí 2005 f. 9. maí 1924

2a

Guðmundur Sigurþórsson K. Julia Marie T. L. Sigurthorsson Börn þeirra: Kristin Marie, Thor Ivar, Thor Andre og Victoria Marie Clarisse

f. 17. nóvember 1943 f. 26. ágúst 1945

3a

Kristin Marie Sigurthorsson M. John Lewis Hurter Börn þeirra: Nicholas Thor, Julia Marie, Lillian Marie og Emmeline Marie

f. 30. september 1966 f. 11. nóvember 1966

4a 4b 4c 4d

f. 6. júlí 1994 f. 15. ágúst 2001 f. 16. janúar 2004 f. 14. febrúar 2007

Nicholas Thor Hurter Julia Marie Hurter Lillian Marie Hurter Emmeline Marie Hurter

3b Thor Ivar Sigurthorsson f. 19. maí 1970 K. Cecilie Dahl Sigurthorsson f. 22. mars 1974 skilin Börn þeirra: Magnus og Emilie 4a Magnus Sigurthorsson 4b Emilie Sigurthorsson

f. 16. ágúst 2001 f. 29. apríl 2004

3c Thor Andre Sigurthorsson K. Celin Svare Börn þeirra: Madeleine og Nikoline

f. 20. nóvember 1972 f. 26. maí 1981

4a Madeleine Sigurthorsson 4b Nikoline Sigurthorsson

f. 24. ágúst 2011 f. 30. mars 2014

3d Victoria Marie Clarisse Sigurthorsson

f. 22. febrúar 1990

2b Halldór Ellert Sigurþórsson

f. 13. maí 1949 27


K. Sesselja Björk Sigurðardóttir Börn þeirra: Sigurþór Einar og Hólmfríður Barnsmóðir: Guðrún Jóhanna Jónsdóttir Barn þeirra: Guðlaug Erla

f. 14. febrúar 1954 f. 26. júní 1954

3a Guðlaug Erla Halldórsdóttir f. 7. október 1975 M. Kjartan Orri Helgason f. 19. nóvember 1967 Börn þeirra: Kári Fannar og Auður Lára

3b

4a Kári Fannar Kjartansson 4b Auður Lára Kjartansdóttir

f. 28. október 2006 f. 9. febrúar 2011

Sigurþór Einar Halldórsson K. María Haraldsdóttir Börn þeirra: Auður og Björk Barnsmóðir: Eva Brá Hallgrímsdóttir Barn þeirra: Unnur

f. 16. febrúar 1979 f. 16. mars 1979

4a Unnur Sigurþórsdóttir M. Steinar Darri Emilsson 5a Birgitta Emý Steinarsdóttir 5b Alexander Ísar Steinarsson

f. 23. september 1993 f. 12. mars 1990 f. 6. júní 2012 f. 11. október 2014

4b Auður Sigurþórsdóttir 4c Björk Sigurþórsdóttir

f. 6. júlí 2004 f. 4. nóvember 2008

skilin

f. 28. mars 1979

3c Hólmfríður Halldórsdóttir M. Gunnar Fannberg Gunnarsson

f. 9. júlí 1982 f. 4. október 1974

4a Alexander Fannberg Gunnarsson 4b Gunnar Fannberg Gunnarsson 4c Logi Fannberg Gunnarsson

f. 12. febrúar 2002 f. 25. júní 2005 f. 7. október 2008

Börn Sesselju: Sigfríður Sophusdóttir M. Arnar Laufdal Aðalsteinsson Börn þeirra: Arnar Laufdal Arnarson Róbert Laufdal Arnarson Sara Laufdal Arnardóttir Jóhann Styrmir Sophusson K1. Guðbjörg Elín Þrastardóttir Barn þeirra: Eydís Ýr Jóhannsdóttir K2. Ásta B. Valdimarsdóttir Barn þeirra: Sesselja Sól Jóhannsdóttir Dóttir Ástu: Magdalena Rut Ástudóttir

f. 7. desember 1969 f. 12. maí 1964 f. 13. febrúar 2000 f. 1. mars 2005 f. 13. ágúst 1992 f. 11. desember 1973 f. 28. ágúst 1976 f. 9. október 2002 f. 22. ágúst 1976 f. 9. mars 2009 f. 29. apríl 1997

2c Gísli Þór Sigurþórsson K. Kolbrún Einarsdóttir Börn þeirra: Jóhann, Þorbjörn og Jóna

f. 10. janúar 1954 f. 9. desember 1956

28

skilin


3a Jóhann Gíslason Kolbrúnarson K. Aldís Sveinsdóttir

f. 25. júlí 1984 f. 16. febrúar 1985

3b Þorbjörn Gíslason Kolbrúnarson 3c Jóna Gísladóttir Kolbrúnardóttir

f. 15. júní 1987 f. 1. október 1992

2d Ása Katrín Sigurþórsdóttir M. Hans Gustav Engen Börn þeirra: Sara Kristín og Snorri

f. 25. apríl 1955 f. 15. ágúst 1950

3a Sara Kristín Engen f. 19. maí 1983 M. Øyvind Solberg f. 10. október 1983 Börn þeirra: Vilde og Erik 4a Vilde Solberg Engen 4b Erik Solberg Engen

f. 7. september 2012 f. 6. mars 2014

3b Snorri Hansson Engen K. Malin Øversjøen Börn Hans Engen: Knut Morten Engen K. Anne Aasheim Börn þeirra: Vilma Aasheim Engen Albert Aasheim Engen Gunn Kari Engen M. Ivar Andreas Åsland Lima Börn þeirra: Oskar Engen Lima Sunniva Engen Lima Alfred Engen Lima

f. 6. október 1988 f. 23. janúar 1990 f. 8. nóvember 1972 f. 11. mars 1974 f. 13. október 2007 f. 16. maí 2009 f. 14. desember 1976 f. 24. september 1973 f. 14. október 2006 f. 8. mars 2010 f. 6. janúar 2014

2e

Sóley Björk Sigurþórsdóttir M. Einar Óskarsson Börn þeirra: Ágúst Örn, Óskar Örn og Guðmundur Þorvalds

f. 2. apríl 1958 f. 17. október 1958

3a Ágúst Örn Einarsson K. Berglind Ósk Þorsteinsdóttir 4a Hrafnhildur Hekla Ágústsdóttir

f. 3. mars 1979 f. 15. janúar 1978 f. 15. nóvember 2012

3b Óskar Örn Einarsson K. Laura Johanna Sammalisto

f. 28. maí 1984 f. 20. október 1985

3c Guðmundur Þorvalds Einarsson

f. 28. ágúst 1990

1g Jóhannes Ólafur Halldórsson K. Gerður Ólöf Ísberg 1h Áslaug Dóra Halldórsdóttir

f. 15. apríl 1917 d. 13. janúar 2012 f. 20. mars 1921 d.19. febrúar 2007 f. 22.febrúar 1920 d.20. október 1921 29



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.