Félag kennara á eftirlaunum
Sagan frá stofnun 1980 til ársins 2005 Fundargerðir eru eftir fundargerðarbókum FKE en annað skrásett af GÓP.
Efnisyfirlit STOFNUN OG UPPHAFSÁR 1980.................................................................3 1.3.1980 STOFNAÐ FÉLAG KENNARA Á EFTIRLAUNUM..............................4 MAR. - JÚN. 1980........................................................................................5 1981............................................................................................................7 1982............................................................................................................9 1983..........................................................................................................10 1984..........................................................................................................12 1985..........................................................................................................13 1986..........................................................................................................14 1987..........................................................................................................18 1988..........................................................................................................22 1989..........................................................................................................27 1990..........................................................................................................30 1991..........................................................................................................34 1992..........................................................................................................36 1993..........................................................................................................40 1994..........................................................................................................43 1995..........................................................................................................48 1996..........................................................................................................52 1997..........................................................................................................56 1998..........................................................................................................61 1999..........................................................................................................66 2000..........................................................................................................71 2001..........................................................................................................76 2002..........................................................................................................81 2003..........................................................................................................87 2004..........................................................................................................93 2005........................................................................................................108
2
STOFNUN OG UPPHAFSÁR 1980 UNDIRBÚNINGUR Í BYRJUN ÁRSINS 1980 Samstarfsnefnd LGF og SGK verður að lífeyrisþeganefnd. Hún kemur fyrst saman 10. janúar 1980 og boðað er til stofnfundar félagsins þann 1. mars 1980. Nefndin heldur fimm undirbúningsfundi.
10. JAN. 1980 Fundur samstarfsnefndar um málefni lífeyrisþega L.G.F. og S.G.K.. Mættir: Ólafur S. Ólafsson, Magnús Jónsson, Sigurveig Guðmundsdóttir, og Þórður Kristjánsson. Auk þeirra Guðni Jónsson, Valgeir Gestsson (formaður S.G.K.) og Guðmundur Árnason (formaður L.G.F.). Magnús Jónsson kjörinn formaður nefndarinnar. Hann hafði undanfarið starfað við að skrá lífeyrissjóðsþega L.G.F. innan LSR. Reifaði hugmyndir um væntanlega starfsemi félags eftirlaunamanna sem yrði deild innan KÍ. Ákveðið að menn kynni sér störf hliðstæðra deilda innan P.Í., St.Rv. og víðar svo sem tími vinnst til. Rætt um möguleika á að stofna slíkt félag í tengslum við stofnþing KÍ. Næsti fundur ákveðinn 17. jan. 1980.
17. JAN.1980 Fundur í lífeyrisþeganefnd L.G.F. og SGK. Mættir: Þórður, Sigurveig, Ólafur S., Magnús, Guðni. Gestur er Guðjón B. Baldvinsson. Upplýsingar voru frá viðræðum við Póstmenn, en þar var eftirlaunadeild ekki tekin til starfa, St.Rv. en þar er virkt félag eftirlaunaþega. Lesið var upp úr lögum þess og greint frá könnun innan þess um viðfangsefni. Guðjón B. sagði frá sínu starfi fyrir BSRB og stöðu og rétti þeirra sem lífeyri taka til félaganna og m.a. makalífeyrisþega. Samþykkt að leggja fyrir stjórnir LGF og SGK val um: a) Stofnfund strax , m.a. með hliðsjón af stofnun heildarsamtaka lífeyrisþega innan BSRB. b) Kynningar- og rabbfund haldinn fljótlega en stofnfundur eftir stofnun KÍ.
31. JAN. 1980 Fundur í lífeyrisþeganefnd LGF og SGK. Mættir: Magnús, Ólafur, Sigurveig, Þórður mætti síðar. Guðni ritar fundargerð. Stofnun félags eftirlaunaþega. Stjórnir LGF og SGK hafa lýst því yfir að æskilegast sé að stofna félag sem fyrst. Samþykkt að boða til stofnfundar bréflega um næstu mánaðarmót. Magnúsi falið að semja boðsbréf og drög að lögum.
14. FEB. 1980 Fundur í lífeyrisþeganefnd LGF og SGK. Mættir: Þórður, Sigurveig, Ólafur og Magnús. Fundargerð ritar Guðni Jónsson. Rædd drög Magnúsar að starfsreglum fyrir lífeyrisþega KÍ. Ákveðið að leggja þau fyrir stjórnir LGF og SGK. Ákveðið að ganga frá undirbúningi stofnfundarins hinn 28. febrúar.
28. FEB. 1980 Fundur í lífeyrisþeganefnd LGF og SGK. Mættir: Magnús, Þórður, Ólafur, Guðni. Fyrir var tekið: Stofnfundur laugardaginn 1. mars. Auglýsa í útvarpi á föstudag. 3
Dagskrá: Ávörp formanna LGF og SGK. Kosnir fundarstjóri og ritari. Framsaga: Störf undirbúningsnendar og drög að lögum (Magnús Jónsson). Umræður. Borin upp tillaga um stofnun Félags kennara á eftirlaunum. Kaffi Aðalfundur og stjórnarkjör Önnur mál Þórður verði tilnefndur ritari og Ólafur fundarstjóri.
1.3.1980 STOFNAÐ FÉLAG KENNARA Á EFTIRLAUNUM Stofnf. A
Stofnfundur Félags kennara á eftirlaunum haldinn að Grettisgötu 89 í Reykjavík. Magnús Jónsson, fv. skólastjóri setti fundinn í nafni undirbúningsnefndar er skipuð var af stjórnum LGF og SGK. Hann stakk upp á Ólafi S. Ólafssyni sem fundarstjóra og Þórði Kristjánssyni sem ritara og var það samþykkt. Fundarstjóri ávarpaði fundarmenn nokkrum orðum en gaf því næst formanni LGF, Guðmundi Árnasyni, orðið. Guðmundur sagði að stjórnir kennarasamtakanna hefðu lengi haft í huga að stofna félag kennara á eftirlaunum en af framkvæmdum hefði ekki orðið af ýmsum ástæðum. Í haust var ákveðið að biðja Magnús Jónsson, fv. skólastjóra, að athuga þetta mál nánar. Í janúar sl. var skipuð nefnd á vegum LGF og SGK til að vinna að stofnun félags kennara á eftirlaunum, t.d. með því að gera drög að lögum og fleira. Í þessa nefnd voru skipuð: Magnús Jónsson, Ólafur S. Ólafsson, Sigurveig Guðmundsdóttir og Þórður Kristjánsson. Guðni Jónsson, framkvæmdastjóri SGK sat alla fundi nefndarinnar. Guðmundur sagði að lokum í örfáum orðum frá því hvernig þessum málum væri háttað á Norðurlöndum. Er Guðmundur hafði lokið máli sínu tók Valgeir Gestsson, formaður SGK til máls. Hann flutti kveðju frá stjórn SGK. Það er von stjórnar okkar að takast megi að stofna þetta félag og það verði til góðs fyrir alla þá sem þar eiga hlut að máli. Valgeir taldi að á þingum LGF og SGK, sem halda á í júní, yrði líklega samþykkt að sameina þessi tvö sambönd í eitt. Einnig minntist hann á það að ætlunin væri að vinna að því að 95-ára reglan yrði tekin upp aftur. Magnús Jónsson, formaður undirbúningsnefndarinnar, kynnti eftirfarandi: Drög að starfsreglum fyrir lífeyrisþega í K.Í. a. Nafn deildarinnar er: Félag kennara á eftirlaunum. b. Rétt til aðildar eiga: Kennarar sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða vanheilsu. Einnig makar þeirra. c. Félagið verður deild í heildarsamtökum kennara. d. Tilgangur félagsins er að: • Vinna að eflingu félagslífs. • Vinna að útvegun starfsaðstöðu. • Kanna vilja og möguleika á hópferðum innanlands og til annarra landa. • Gæta hagsmuna lífeyrisþega. • Halda spjaldskrá yfir þá sem eiga rétt til félagsaðildar. e. Aðalfundur skal haldinn annað hvert ár á tímabilinu 15. maí til 15. júní. Á þeim fundi er gefin skýrsla um starfsemina á liðnu stjórnartímabili, kosin stjórn og rædd viðfangsefni næstu tveggja ára. f. Stjórnin sé skipuð 5 mönnum. Formaður skal kosinn sérstaklega en varaformaður valinn einn af stjórnarmeðlimum. Velja skal 4 varamenn. g. Kjörtímabil formanns er 2 ár en stjórnarfulltrúa 4 ár. Þannig að aðalfundur kýs hvert sinn formann og tvo stjórnarfulltrúa. Tveir verða áfram í stjórn til næsta aðalfundar en þá víkja þeir úr stjórn og 4
ekki má endurkjósa þá á þeim aðalfundi. Formann má endurkjósa einu sinni. h. Félagið skal eiga aðild að landssamtökum lífeyrisþegadeilda BSRB. Um drögin tók fyrstur til máls Ólafur Einarsson. Hann sagðist vilja þakka öllum þeim sem staðið hafa að þessu máli. Á undanförnum árum hef ég verið fulltrúi kennarasamtakanna á fundum lífeyrisþega á Norðurlöndum. Ólafur sagði í skýru máli frá veru sinni á fundum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og hvernig þessum málum væri háttað þar. Þá ræddi hann drögin er undirbúningsnefndin hafði lagt fram. Að lokum talaði Ólafur um gamla fólkið og taldi að margt þyrfti að gera og það er brýn nauðsyn að búa betur að því en nú er gert. Vonandi getur þetta félag gert eitthvað gott fyrir þetta gamla fólk. Séra Gunnar Benediktsson benti á að ekki væri minnst á félagsgjöld í þessum drögum og einnig að ekki væri minnst á ef breyta þyrfti lögunum. Þá ræddi Gunnar um það að fresta þessum stofnfundi og athuga þessi mál betur. Fundarstjóri tók undir það hvort ekki væri rétt að fresta fundi. Eiríkur Stefánsson að norðan spurði: Á að stofna félagið eða ekki? og Sigrún Ingimarsdóttir sagðist hafa orðið mjög glöð er hún frétti að stofna ætti þetta félag. Þá var lesin eftirfarandi tillaga undirbúningsnefndarinnar: Fundur eftirlaunakennara, haldinn að Grettisgötu 89 í Reykjavík, 1. mars 1980, samþykkir að stofna félag kennara á eftirlaunum. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Eftir kaffihlé, rabb og umræður var samþykkt að halda framhaldsstofnfund og kjósa 5 manna bráðabirgðastjórn - og sá fundur yrði haldinn er kennarasamböndin væru búin að sameinast í eitt samband. Í bráðabirgðastjórnina voru valin: Magnús Jónsson, Kristinn Gíslason, Ólafur Einarsson, Sigurveig Guðmundsdóttir og Þórður Kristjánsson.
MAR. - JÚN. 1980
1. - 3. FUNDUR BRÁÐABIRGÐASTJÓRNAR. Bráðabirgðastjórnin kom saman þrisvar, dagana 13. mars, 7. maí og 9. júní. Á mars-fundinum var Magnús Jónsson kjörinn formaður og Þórður Kristjánsson ritari. Ákveðið að halda fagnað fyrir félagsmenn í aprílmánuði. Í því skyni skyldi leitað til Huldu Runólfsdóttur að lesa eitthvað til skemmtunar og hafa gítar sinn meðferðis. Á maí-fundinum var ákveðið að boða til framhaldsstofnfundar fimmtudaginn 12. júní kl. 17 að Grettisgötu 89. Ólafi Einarssyni falið að gera stjórnum kennarasamtakanna grein fyrir áformum um NLS pensionærtræf á Hanaholmen við Helsinki 28. - 31. júlí 1980, m.a. með tilliti til þess hvort fært sé að senda fulltrúa á mótið. Á júní-fundinum voru endurskoðuð drögin að lögum fyrir félagið. Samþykkt að leggja til við fundinn að félagsgjald verði 1.500 krónur.
12.6.1980 FRAMHALDSSTOFNFUNDUR FKE Stofnf. B Fundarstjóri var kosinn Pálmi Jósefsson og fundarritari Kristinn Gíslason. Drög undirbúningsstjórnarinnar að lögum félagsins voru rædd og mótuð enn betur og að lokum samþykkt svona: Lög fyrir Félag kennara á eftirlaunum a. Nafn félagsins er: Félag kennara á eftirlaunum. b. Rétt til aðildar eiga kennarar, sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða vanheilsu, og makar þeirra. Hinir síðar töldu hafa þó ekki kjörgengi né kosningarétt þegar kosnir eru fulltrúar félagsins hjá landssamtökum, sem félagið á aðild að. Að öðru leyti hafa þeir full félagsréttindi. c. Félagið er deild í Kennarasambandi Íslands og verði aðili að væntanlegum landssamtökum lífeyrisþegadeilda BSRB. 5
d. Tilgangur félagsins er að:
• Vinna að eflingu félagslífs. • Vinna að útvegun starfsaðstöðu. • Kanna vilja og möguleika á hópferðum innanlands og utan. • Gæta hagsmuna lífeyrisþega. • Halda spjaldskrá yfir félagsmenn. e. Aðalfundur skal haldinn árlega á tímabilinu 15. maí til 15. júní og sé hann boðaður bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi flytur formaður skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, kosin stjórn og rædd viðfangsefni næsta árs. Aðalfundur ákveður félagsgjöld. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. f. Stjórnina skipa 5 menn. Formaður sé kosinn sérstaklega á aðalfundi. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Kjósa skal 2 menn í varastjórn til eins árs í senn og 2 endurskoðendur. g. Kjörtímabil formanns er 1 ár en annarra stjórnarmanna 2 ár þannig, að aðalfundur kýs hvert sinn formann og tvo stjórnarmenn. Tveir verða áfram í stjórn til næsta aðalfundar, en víki þá og má ekki endurkjósa í það sinn. Formann má aðeins endurkjósa einu sinni. Ákvæði til bráðabirgða: Á stofnfundi skal kjósa alla stjórnina, formann, 4 stjórnarmenn og 2 varamenn og 2 endurskoðendur. Á aðalfundi 1981 ganga 2 menn úr stjórninni samkvæmt hlutkesti og skulu þá 2 menn kosnir í þeirra stað. h. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur til lagabreytinga skulu berast stjórn svo snemma að þeirra verði getið í fundarboði. Stjórn var kjörin: ͏͏ Magnús Jónsson, formaður, ͏͏ Kristinn Gíslason ͏͏ Ólafur Einarsson, ͏͏ Valdís Halldórsdóttir, ͏͏ Þórður Kristjánsson. Varastjórn: ͏͏ Magnea Hjálmarsdóttir, ͏͏ Sigurveig Guðmundsdóttir. Endurskoðendur: ͏͏ Árni Þórðarson, ͏͏ Pálmi Jósefsson. Samþykkt tillaga bráðabirgðastjórnar um félagsgjald kr. 1.500. Felld var hins vegar tillaga um 2.000 kr. gjald með 7:9 atkvæðum. Undir öðrum málum var rætt um verkefni félagsins á þessu sumri. Fram komu hugmyndir um hópferðir fyrir félagsmenn t.d. til Hveravalla eða í Þórsmörk. Til þess var mælst að félagsstjórn athugi möguleika á að efna til slíkra ferða eða annarra, er betur þættu henta.
1. STJF. 20. JÚN. 1980 Á fyrsta fundi stjórnar var Kristinn Gíslason kosinn varaformaður, ritari Valdís Halldórsdóttir, gjaldkeri Þórður Kristjánsson. Rætt um ferðalög. Ferð í Þórsmörk Ferð að Hveravöllum Ferð að Húsafelli með viðkomu í Munaðarnesi Ferð í Hvalfjarðarbotn Formanni falið að skrifa bréf til félagsmanna og þar verði boðið upp á þessa fjóra valkosti.
6
2. STJF. 11. SEP. 1980 Rætt um vetrarstarfið og möguleika á vinnuaðstöðu fyrir félagsmenn. Fram komu ýmsar hugmyndir svo sem að kanna möguleika á að nema föndur ýmiskonar, iðka með leiðsögn sérfróðra sjúkraleikfimi aldraðra, spilamennsku og söng til upplífgunar. Ákveðið að halda félagsfund og ræða vetrarstarfið.
1. FÉLF. 11. OKT. 1980 FÉLAGSFUNDUR 11. OKTÓBER 1980
30 félagsmenn mættu til fundar. Fundarefnið var vetrarstarfið. Í framsögum stjórnarmanna komu fram eftirfarandi hugmyndir: Æfa eða jafnvel læra frá grunni einhverja handiðn svo sem smíðar eða bókband. Hugsanlegt að koma því námi undir Námsflokka Reykjavíkur. Skemmtanaþátturinn gæti verið í formi skemmtikvölda með spilum, tafli, söng, dans og svo frv.. Þetta væri sérstaklega heppilegt til þess að auka persónuleg kynni manna sem nytsamt væri til að byggja aðrar framkvæmdir á. Létt leikfimi við hæfi aldraðra og jafnvel sjúkraleikfimi. Þörf væri á hjúkrunarheimili fyrir aldraða og það gæti orðið stefnumál á komandi árum. Ármann Kr. Einarsson hvatti eindregið til þess að skemmtistundir hefðu forgang í félagsskapnum til að byrja með. Formaður kvað stjórnina mundu hafa þennan almenna vilja félagsmanna til viðmiðunar fyrst um sinn. Spurt var hvort sumarferð hefði verið farin og vitnað til útsends bréfs frá formanni - sem kvað þátttöku hafa verið svo litla að ekki hefði þótt fært að stofna til ferðar. Fyrirspurn um deildir úti á landi svaraði formaður og sagði stjórnina líta svo á að allt landið væri félagssvæði Félags kennara á eftirlaunum. Líklega myndu mál þróast þannig að deildir yrðu stofnaðar víðar en í Reykjavík en allmargir eftirlaunakennarar flyttu sig til Reykjavíkur. Jón Gissurarson talaði um afgreiðslumáta LSR sem hann taldi ekki vera sem skyldi. Fékk lof fyrir rökfastar bréfaskriftir hjá sumum ræðumönnum en Valgerður Briem var hins vegar all hvassyrt og taldi nóg rætt um peninga- og kjaramál þótt þetta félag sleppti því. Formaður upplýsti af gefnu tilefni að þegar væri hafið samstarf við sams konar félög á Norðurlöndum og væri ráðgert mót þeirra félaga hér á landi 1982. Eiríkur Stefánsson minnti á yfirstandandi Afríkusöfnun og hvatti til þess að fundurinn sendi frá sér peningaupphæð. Á fundinum söfnuðust kr. 50.000 - fyrir Rauðakross Íslands.
3. STJF. 5. NÓV. 1980 Fulltrúar kjörnir á stofnfund Sambands lífeyrisþega aðildarfélaga BSRB þann 22.11.1980. Fulltrúar kjörnir í fulltrúaráð KÍ. Ákveðinn skemmtifundur með félagsvist o.fl. laugardaginn 29.11. kl. 14. Stjórnin annast undirbúning.
1981
4. STJF. 15. JAN. 1981 Formaður gerði grein fyrir stofnun Sambands lífeyrisþega aðildarfélaga BSRB. Á fyrsta stjórnarfundi þess kom fram að reglur um félagaskráningu eru yfirleitt þær að skrá alla félaga sem komnir eru á eftirlaun ásamt mökum þeirra. Félagsgjöld eru þá engin en viðkomandi starfsmannafélag ber allan reksturskostnað. Stjórn Sambandsins óskaði eftir að sá háttur væri viðhafður hjá öllum aðildarfélögunum. Fundarmenn ákváðu að vinna að framgangi þess fyrirkomulags hjá Félagi kennara á eftirlaunum. Ákveðið að koma á fót tveggja manna skemmtinefnd fyrir FKE. Samþykkt að leggja til við stjórn Sambands lífeyrisþega BSRB að starfræktar verði sumarbúðir fyrir félagsmenn og að Sambandið gangist fyrir ferðum félagsmanna hér innanlands og utan.
5. STJF. 19. MAR. 1981 Gengið frá tillögum um lagabreytingar fyrir næsta aðalfund. KÍ hefur samþykkt að skipuleggja námskeið fyrir kennara á eftirlaunum á árinu 1982. 7
Sótt var um ferðastyrk til sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna vegna ferðar á á mót norrænna eftirlaunakennara. KÍ býður upp á fræðslunámskeið um félagsmál o.fl..
6. STJF. 14. MAÍ 1981 Lögð fram eftirfarandi bókun frá 18. stjórnarfundi KÍ: Stjórn KÍ samþykkir að Félag kennara á eftirlaunum teljist aðildarfélag KÍ eins og gert er ráð fyrir í 6. grein laga KÍ. Kostnaður við rekstur félagsins greiðist úr Sambandssjóði. Við könnun á framkvæmd 95-ára reglunnar kom í ljós að einungis þeir sem gerast lífeyrisþegar eftir gildistöku samninganna 1980 fá greidd 64% þegar 95 ára markinu er náð. Frekari tilraunir til að fá þetta leiðrétt báru ekki árangur. Formaður hafði rætt við menntamálaráðherra og ráðuneytisstjóra um möguleika á að fá heimavistarskóla sem orlofsheimili fyrir Starfsmannafélag lífeyrisþega ríkis og bæja. Málið er í athugun hjá ráðuneytinu. Ákveðið að halda aðalfund félagsins laugardaginn 30. maí. Ath! 4 skemmtifundir óskráðir.
2. FÉLF. 30. MAÍ 1981
AÐALFUNDUR 1981 Skýrsla stjórnar: Stjórnin kannaði möguleika á skemmtiferð fyrir félagsmenn á liðnu sumri en af henni varð ekki vegna lítillar þátttöku. Einn umræðufundur var haldinn um málefni félagsins. Fjórir skemmtifundir með félagsvist o.fl.. Sex stjórnarfundir. Mót norrænna kennara á eftirlaunum verður haldið í Noregi í september n.k.. Fjórir félagsmenn munun sækja mótið. Skýrðar voru reglur um greiðslur úr LSR. Nokkur atriði geta orðið lífeyrisþegum til hagsbóta svo sem ódýrar innanlandsferðir með Flugleiðum á vissum dögum, athugun á sumardvalarstað o.fl.. Samþykktar framlagðar tillögur stjórnar um lagabreytingar. Nú líta lögin svona út. Stjórn var kjörin: ͏͏ Magnús Jónsson, formaður, ͏͏ Kristinn Gíslason, ͏͏ Ólafur Einarsson, ͏͏ Sigrún Ingimarsdóttir, ͏͏ Hans Jörgensson.
7. STJF. 30. MAÍ1981 Stjórnin skipti með sér verkum. Kristinn Gíslason varaformaður og Hans Jörgensen ritari. Rætt um sumarstarfið og ákveðið að ef vel liti út um þátttöku í eins dags ferð þá skyldi hún farin.
8. STJF. 28. SEP. 1981 Árið 1982 er ákveðið að Norrænt mót kennara á eftirlaunum verði á Íslandi og KÍ felur stjórn FKE að tilnefna þrjá menn í undirbúningsnefnd. Tilnefndir Ólafur S. Ólafsson, Magnús Jónsson og Sigrún Ingimarsdóttir. Vetrarstarfið. Samþykkt að skrifa bréf með fyrsta fundarboðinu og segja þar frá starfinu eins og það hefur verið til þessa. Eiríkur Stefánsson var fenginn til að stjórna fyrsta skemmtifundinum og taka með sér tvo aðra í skemmtinefndina. Samþykkt að skemmtifundir verði á laugardögum. Kristni falið að athuga og skipuleggja laugardagana helst dálítið fram í tímann. 8
1982
9. STJF. 8. JAN. 1982 Rætt um fyrirkomulag og framkvæmd skemmtifundanna. Rætt um þátttöku í auglýstum tómstundahópum. Þátttaka var eins og hér segir: Leshring - 3 skráðir Bridge - 5 skráðir Föndur - 3 skráðir Tafl - 3 skráðir Bókband - 4 skráðir Trésmíði - 4 skráðir Stjórninni þótti þátttakan svo dræm að ekki væri unnt að fara af stað með hópa þar sem leiðbeinenda væri þörf. Hægt væri að benda þeim sem t.d. vildu spila bridge hverjir aðrir hefðu þar sýnt áhuga og að ef til vill vildu þeir hringja sig saman. Sama gæti einnig gengið þá sem vildu tefla eða vera með í leshring. Rætt um að halda fund með þessu fólki. Rætt um Norðurlandamótið sem ákveðið hefur verið að fari fram á Laugarvatni dagana 5.-9. ágúst í sumar. Miðað er við 15 frá hverju landi og hámarkstalan er 100.
10. STJF. 21. JAN.1982 Stjórnarfundur með þeim sem áður hafa lýst áhuga sínum á að taka þátt í tómstundastarfi. Viðstaddir eru 3 auk stjórnar. Sigrún Guðbrandsdóttir mætti fyrir þá sem höfðu sýnt áhuga á þátttöku í leshring. Hún tók að sér að athuga hvort áhugi væri á að hrinda málinu í framkvæmd en í ljós hafði komið að hugsanlega gæti þar verið um að ræða 6 konur. Bridge. Einn var viðstaddur af þeim sem þar höfðu skráð sig. Nefnt var að hugsanlega gætu þeir sem skráðu sig myndað hóp sem vildi spila saman - eða fara til þátttöku á spiladögum Félags eldri borgara í Reykjavík. Þar eru allir lífeyrisþegar velkomnir. Bókband. Einn var viðstaddur þeirra sem þar höfðu skráð sig. Slíkt nám er ekki á vegum Félags eldri borgara og erfitt að komast á slík námskeið nema þátttaka verði meiri.
11. STJF. 14. APR. 1982 Kosnir fulltrúar á ráðstefnu Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja og fulltrúar á fulltrúaþing KÍ. Ákveðið að halda aðalfund þann 27. maí.
12. STJF. 14. MAÍ 1982 Gengið frá kjörbréfi til fulltrúaþings Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja, SLRB. Gengið frá tillögum FKE til þess þings: Þing SLRB fer þess á leit við samninganefnd BSRB að hún taki upp í kröfugerð sína að ákvæðið í 95ára reglunni um 64% þegar 95-ára markinu er náð og iðgjald greitt í 32 ár - nái til allra sem hætt hafa samkvæmt 95-ára reglu. Þing SLRB leggur til við stjórn BSRB að hún beiti sér fyrir að byggt verði í Munaðarnesi orlofshús sem sérstaklega verði hannað fyrir aldraða og fatlaða. Þing SLRB felur stjórn samtakanna að vinna að því að lífeyrisþegar fái 25% afslátt af tekjuskatti og útsvari sem lagt hefur verið á tekjur síðasta starfsárs. Þing SLRB felur stjórn samtakanna að fara þess áleit við Tryggingastofnun ríkisins að eftirlaun verði greidd í byrjun hvers mánaðar.
3. félf. 27. maí 1982
Ath! 4 skemmtifundir óskráðir. Samtals eru þá 8 skemmtifundir óskráðir
9
Aðalfundur 1982 Skýrsla stjórnar: 6 stjórnarfundir. Orlofs sumardvöl að Sælingsdalslaug í Dalasýslu. Nokkur reynsla komin á og áhugi fyrir framhaldi á því. Samkomulag hefur tekist milli FKE og skólans um að miðað við Edduhótelin verði gistigjaldið 25% lægra og matarverðið 10% lægra. Þetta gildir frá 10. júní til 15. ágúst. Sýna þarf vottorð um aðild að FKE. 4 skemmtifundir á árinu. Tilraun til tómstundastarfs náði ekki fram að ganga vegna lítillar þátttöku. Fjórir sóttu mót í Noregi. Sagt af erindunum til fulltrúaþings SLRB sem þar náðu fram að ganga. Stjórn var kjörin: ͏͏ Ólafur S. Ólafsson, formaður, ͏͏ Kristbjörg Pétursdóttir, ͏͏ Ingimundur Ólafsson, ͏͏ Hans Jörgensen, ͏͏ Sigrún Ingimarsdóttir. Varastjórn: ͏͏ Jakobína Pálmadóttir, ͏͏ Ólafur Kristjánsson. Þórður Loftsson þakkaði fráfarandi stjórn sérstaklega fyrir skemmtifundina og óskaði hinni nýju allra heilla.
13. STJF. 22. OKT. 1982 Stjórnin skipti með sér verkum: varaformaður Sigrún Ingimarsdóttir og ritari Ingimundur Ólafsson. Samþykkt að halda tvo skemmtifundi fyrir jól og athuga hvort unnt er að fá tvo menn til að flytja erindi á hvorum fundi auk þess sem spilað væri, veitt kaffi og fleira gert til skemmtunar. Borist hefur bréf frá Danmarks lærerforening með tilkynningu um Nordisk pensionisttræf í Skarrildhus á Jótlandi 3.-7. júní og 7. - 11. júní 1983. Mótinu er skipt í tvo hópa vegna takmarkaðs húsnæðis.
9. skf. nóv. 1982
Skemmtifundur haldinn laugardag í nóvember 1982. Spiluð félagsvist, hlýtt á fróðlegt erindi Þorsteins Einarssonar, fv. íþróttafulltrúa, kaffiveitingar, fjörugur og þróttmikill söngur og hlýtt á gamansaman þátt Þórarins Þórarinssonar, fv. skólastjóra. Fundurinn stóð frá kl. 16 - 18.
10. skf. 11. des.1982
Skemmtifundur: Félagsvist, kaffiveitingar, fjörugur söngur, fróðlegt erindi Ársæls Jónssonar, læknis, um hækkandi lífaldur eftirlaunaþega og gamanþáttur Ara Gíslasonar.
1983
11. skf. 22. jan. 1983 Skemmtifundur: Félagsvist, hlýtt á fróðlegt erindi Ólafs H. Þórðarsonar, framkvæmdastjóra umferðaráðs í tilefni Norræna umferðaröryggisársins, Kaffidrykkja og skemmtiþáttur Ara Gíslasonar. Fundurinn stóð frá kl. 14 - 16.
14. STJF. 28. JAN. 1983 Ákveðið að halda árshátíð eða þorrablót 25. febrúar kl. 18:30. Dagskrá: ͏͏ Borðhald, þorramatur ͏͏ upplestur ͏͏ kaffi og meðlæti ͏͏ dans. 10
Kennarafélag danskra eftirlaunakennara - þingdagarnir ákveðnir 3.-7. júní. Óskað eftir að Íslendingar leggi til dagskrá eitt kvöld, t.d. með erindi og e.t.v. einu skemmtiatriði.
12. skf. 25. feb. 1983
Árshátíð FKE föstudaginn 25. febrúar 1983, Hófst með borðhaldi kl. 18:30. Á boðstólum var Þorramatur og íslenskt öl. Þáttakendur hugleiddu tilefni dagsins undir stjórn Hans Jörgenssonar, sungu undir stjórn hans og Steins Stefánssonar og dönsuðu að lokum við undirleik Jóns Sigurðssonar, útibússtjóra Búnaðarbankans. Ágætri skemmtun lauk um miðnættið.
13. skf. 9. apr. 1983
Skemmtifundur: Félagsvist, upplestur úr Ofvitanum og frumsamin saga eftir Magnús Jónsson, fv. skólastjóra. Söngur milli atriða svo og kaffi.
4. FÉLF. 13. JÚN. 1983
Aðalfundur 1983. Mættir 14 félagar. Skýrsla stjórnar: 6 skemmtifundir árshátíð í febrúar mót norrænna kennara á eftirlaunum á Laugarvatni á síðasta sumri á þessu sumri, 3. - 7. júní var sams konar mót í Skarrelshus á Jótlandi Næsta mót verður haldið í Svíþjóð Rætt um orlofshús fyrir ríkisstarfsmenn á eftirlaunum. Boðist hafði fyrir tveimur árum gamla skólahúsið í Krísuvík að gjöf en síðan kom í ljós að heppilegast var að þiggja það ekki. Hugsanlegt að nýta ráðstefnuhús BSRB í Munaðarnesi fyrir orlofshús þegar það kemur upp. Skattamál þeirra sem eru að hætta störfum. Á þeim hefur ráðist nokkur bót fyrir tilstuðlan KÍ. Útborgun eftirlauna frá Tryggingastofnun Ríkisins hefur nýlega verið færð frá 10. hvers mánaðar til hins 1. dags. Stjórn var kjörin: ͏͏ Ólafur S. Ólafsson, formaður, ͏͏ Kristbjörg Pétursdóttir, ͏͏ Ingimundur Ólafsson, ͏͏ Kristjana Mooney, ͏͏ Sigurður Runólfsson. Varastjórn: ͏͏ Kristín Björnsdóttir, ͏͏ Þorsteinn Ólafsson. Undir öðrum málum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að útvega og annast tómstundastarf fyrir félagsmenn, sbr. 4. gr. laga (f. Félag kennara á eftirlaunum) 1. og 2. tölulið. Telja verður eðlilegt að félagar fái notið þeirrar tómstundaiðju er þeir óska svo sem í leshringum, hvers konar föndri o.s.frv. innan vébanda síns eigin félags. Tillögunni var vísað til stjórnarinnar til framkvæmda. Góður rómur var gerður að tillögu um að skrifa öllum 65-ára kennurum bréf og láta þá vita af FKE. Stjórnin svaraði fyrirspurn um möguleika á því að stofna deildir í þéttbýli utan Reykjavíkur og sagði að það hefði verið athugað en málinu yrði að sjálfsögðu haldið vakandi.
15. STJF. 23. SEP. 1983 Stjórnin skipti með sér verkum: Varaformaður Kristbjörg Pétursdóttir og ritari Ingimundur Ólafsson. Formaður gat þess að óskað væri þess að varamenn mættu á stjórnarfundi. Kjörin þriggja manna nefnd til að athuga um frístundastarf meðal félagsmanna í samræmi við samþykkt aðalfundarins. 11
Ákveðið að efna til þriggja skemmtifunda fyrir áramót, föstudagana 8. okt., 5. nóv. og 10. des. kl. 14 alla dagana. Rætt um undirbúningsfund 7. okt. í Svíþjóð fyrir eftirlaunakennaramót þar á næsta sumri. Ólíklegt talið að unnt verði að senda fulltrúa á þann fund.
16. STJF. 10. DES. 1983 Stjórnarfundur að afloknum skemmtifundi. Upplýst er að á vegum Sambands lífeyrisþega er verið að vinna að gerð teikninga að íbúðum fyrir aldraða félaga. Rætt um tillöguna sem samþykkt var á aðalfundinum um tómstundaiðju. Ákveðið að kjósa aftur sömu menn og á síðasta stjórnarfundi til að athuga nánar þetta mál. Nefnt var að einn kennari hafði komið með þá hugmynd að samtök aldraðra keyptu hús á Spáni til orlofsnota og boðið fram lán í þessu skyni. Þorrablót ákveðið síðasta laugardag í janúar.
1984
17. STJF. 24. MAR. 1984 Samþykkt að halda vorfagnað föstudaginn 13. apríl í stað þorrablótsins sem fresta varð 27. janúar og 10. febrúar. Þar verði 1. borðhald kl. 19 en önnur dagskráratriði væntanlega söngur og dans. Rætt um mótið í Svíþjóð sem verður dagana 9.-13. ágúst í Stokkhólmi. Rætt hefur verið við Ármann Kr. Einarsson um að flytja þar erindi fyrir hönd félagsins.
18. STJF. 8. MAÍ 1984 Vorhátíðin: 38 komu til hátíðarinnar þann 13. apríl. Aðgangseyrir var kr. 375. Tekjur urðu kr. 14.250 en samanlögð útgjöld kr. 20.156. Ákveðið að leita til KÍ um að það greiði hallann - kr. 5.906. Ákveðinn aðalfundur mánudaginn 28. maí og samþykkt að leggja til við fundinn að breytt verði 5. gr. félagslaganna þannig að aðalfundur verði haldinn í september. Sagt af því að Ármann Kr. Einarsson hefur samþykkt að fara á þingið í Stokkhólmi og flytja þar erindi fyrir hönd félagsins. Að öðru leyti verður lýst eftir frekari þátttöku íslenskra eftirlaunakennara á þingið.
19. STJF. 28. MAÍ 1984 Kjörnir fulltrúar á þing KÍ og rætt um aðalfundinn sem haldinn verður á eftir.
5. félf. 28. maí 1984
Ath! 5 skemmtifundir óskráðir Aðalfundur. Skýrsla stjórnar: 5 skemmtifundir: 8. okt. með 62 þátttakendum, 5. nóv. með 54 þátttakendum, 10. des. með 42 þátttakendum, 27. jan. með 44 þátttakendum og 24. mars með 52 þátttakendum. Vorhátíð 13. apríl. Tveir fulltrúar frá félaginu voru á móti eftirlaunakennara í Skærrelshus á Jótlandi 3.-7. júní. Kristinn Gíslason taldi að það væri mikill ferðakostnaður en ekki áhugaleysi um norrænt samstarf sem drægi úr mönnum að fara fleiri á þessi mót á Norðurlöndunum. Stjórn var kjörin: ͏͏ Sigrún Guðbrandsdóttir, formaður, ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Kristín Björnsdóttir, ͏͏ Kristjana Mooney, ͏͏ Sigurður Runólfsson. 12
Varastjórn: ͏͏ Sigfús Sigmundsson, ͏͏ Hulda Runólfsdóttir. Lagabreytingartillaga stjórnar samþykkt og aðalfundur þannig færður til september. Nú líta lögin svona út. Önnur mál Magnús Jónsson vakti athygli á að nauðsyn væri að stjórn félagsins ynni að byggingu orlofshúss fyrir kennara á eftirlaunum á vegum BSRB. Málið hefur verið kynnt þar en fallið í skugga vegna bygginga orlofshúsa samtakanna á liðnum árum. Nú væri þeim áfanga lokið. Málinu vísað til stjórnarinnar til athugunar og fyrirgreiðslu.
20. STJF. ? 1984 Stjórnarfundur ódagsettur - en haldinn nokkru fyrir mótið í Stokkhólmi sem fram fór 9. - 13. ágúst. Verkaskipting: Kristín Björnsdóttir, varaformaður, og Sigurður Runólfsson, ritari. Kristjana Mooney tók að sér forgöngu um spjaldskrárgerð. Formaður las drög að ræðu sem hún mun flytja á mótinu í Svíþjóð. Rætt um samkomur félagsins og hvort unnt væri að bjóða þar upp á dans til tilbreytingar. Samkomudagar á haustinu verða 8. sept., 13. okt., 10. nóv. og 8. des.. Sagt yrði frá norræna mótinu þann 8. sept..
21. STJF. 20. SEP. 1984 Ákveðið að dansa á næstu samkomu, 13. okt., á eftir spilamennsku og kaffi. Ákveðið að formaður segði þá frá norræna mótinu. Drepið á hvort tiltækilegt þætti að koma á föndurtíma í þeim tilgangi að nota framleiðsluna sem borðskraut á samkomunni í desember.
1985
22. STJF. 7. JAN. 1985 Rætt væntanlegt Þorrablót föstudaginn 25. jan. og einnig lítillega um mót í Finnlandi á komandi sumri.
23. STJF. 11. FEB. 1985 Þorragleðin skilaði 1.724 kr. hagnaði. Rætt um næsta skemmtifund sunnud. 17. feb.. Jensína Jónsdóttir mun koma fram fyrir félagið á mótinu í Finnlandi.
24. STJF. 13. APR. 1985 Óvíst um fjármögnun á sendingu fulltrúa á mótið í Finnlandi. Nánari ákvörðun frestað. Rætt um skemmtifundinn kaugardaginn 4. maí á venjulegum stað (Grettisgötu 89) og tíma.
25. STJF. 19. ÁG. 1985 Ákveðinn aðalfundur 7. sept. eftir skemmtisamkomu. Lýst andstöðu við úrsögn KÍ úr BSRB. Samþykkt af hálfu stjórnar að að af hagnaði sem var af skemmtun Lífeyrisþega ríkis og bæja, yrðu 20 þúsund kr. látnar renna til framkvæmda þeirra er samtökin Skjól eru að hefja við Kleppsveg 62-64.
6. félf. 7. sep. 1985
Ath! 5 skemmtifundir óskráðir Alls eru þá 10 óskráðir. Aðalfundur á eftir skemmtifundi. Viðstaddir 38 félagar. Skýrsla stjórnar: 5 skemmtifundir auk aðalfundar en fyrirhugaðar samkomur 13. okt. og 10. nóv. féllu niður vegna verkfalls BSRB. 13
Þorragleði 25. jan. með 62 þátttakendum. 4 félagsmenn sóttu þing í Finnlandi. Næsta þing verður í Noregi 1986. Formaður gat þess að nýlega hefði verið stofnað félag áhugamanna um íþróttir aldraðra og hvatti félagsmenn til að kynna sér auglýsingu þar um sem félagið muni brátt senda frá sér. Stjórn var kjörin: ͏͏ Sigrún Guðbrandsdóttir, formaður, ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Kristín Björnsdóttir, ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, ͏͏ Ármann Kr. Einarsson. Varastjórn: ͏͏ Dagbjört Jónsdóttir, ͏͏ Jónas Guðjónsson. Undir öðrum málum var tekið undir með Sigrúnu Ingimarsdóttur að stjórnin sæi sjálf um dagskrárliði á samkomunum. Einnig hvatt til að stjórnin skipulegði ferð á vegum félagsins á mót Norrænna kennara á eftirlaunum því þátttaka héðan væri svolítil að hún væri okkur til vansa. Væntanlegt er Norrænt mót kennara á eftirlaunum á Íslandi 1987. Samþykkt að vísa því til stjórnar að hún skipuleggi kynnisferð hér innanlands fyrir mótsgesti sem hér yrðu árið 1987. Slíkt muni bæði kynna land og þjóð og auka kynni meðal manna.
26. STJF. 23. SEP. 1985 Verkaskipting: Kristín Björnsdóttir varaformaður og Þorsteinn Ólafsson ritari. Næsti skemmtifundur ákveðinn laugard. 5. okt. og ákveðið að reyna að fá Þorvald Björnsson til að spila á harmoniku fyrir dansi smástund. Jónas lofaði að athuga með að koma með efni en að öðru leyti verður hefðbundinn háttur á hafður.
27. STJF. 12. OKT. 1985 Ármann tekur að sér að flytja á næsta skemmtifundi erindið sem hann flutti á mótinu í Stokkhólmi í fyrrasumar. Rætt um fyrirliggjandi tillögu um breytingu á lögum BSRB og ákveðið að fylgja eftir á þeim vettvangi tiltekinni breytingu á þeirri breytingatillögu.
28. STJF. 4. DES. 1985 Næsti skemmtifundur verður 14. des.. Ákveðið að fá sr Sigurbjörn Einarsson, fv. biskup, til að hafa heldistund með okkur. Til athugunar að Hulda Runólfsdóttir flytji jólasögu og nokkrar konur ætla að leggja til tertur til að gera jólafundinn hátíðlegan.
1986
29. STJF. 20. JAN. 1986 Árshátíð félagsins verður 8. febrúar. Valin heitur matur sem reynist ódýrari en Þorramatur. Eiríkur Stefánsson verður með gamanmál undir borðhaldi, Kristinn Sigmundsson syngur, fenginn verður spilari svo hægt verði að enda með dansi. Aðgangseyrir verður líklega að vera kr. 800.
30. STJF. 21. FEB. 1986 Kristín Björnsdóttir gegnir störfum formanns í veikindum Sigrúnar Guðbrandsdóttur. Árshátíðin skilaði hagnaði kr. 4.828 sem ásamt 724 kr ágóða frá fyrra ári var lagt inn á gullbók í Búnaðarbankanum. 14
Eiríkur heldur gamanþátt sinn á næsta skemmtifundi en hann féll niður á árshátíðinni. Rætt um mótið í Noregi á sumri komanda. Fyrirhugað er að efna til hópferðar í sambandi við mótið og verður félagsmönnum sent bréf þar um.
31. STJF. 15. APR. 1986 Norrænt mót í Röros. Pálína Jónsdóttir mun flytja erindi fyrir Íslands hönd um endurmenntun kennara. Sigrún Guðbrandsdóttir sýnir kvikmynd. Sumarhús í Munaðarnesi: FKE á kost á að fá á leigu tvö hús, eitt stórt og eitt lítið. Sumarleigan er kr. 56 þús. fyrir það stærra en kr. 40 þús. fyrir hitt. Síðasti skemmtifundur annarinnar verður 10. maí. Kjörnir fulltrúar á þing SLRB.
32. STJF. 11. ÁG. 1986 Aðalfundur ákveðinn laugardaginn 6. sept. eftir fyrsta skemmtifund haustsins. Mikið var rætt um þing eftirlaunakennara næsta ár. Færeyingar voru búnir að óska eftir að halda þingið en það heyrðist ekkert frá þeim á þinginu í Noregi. Sigrún sagði að Íslendingar hefðu orðið að bjóðast til að halda þingið næsta sumar. Óskir komu fram um það hjá hinum norrænu fulltrúunum að þingstaðurinn yrði á Norðurlandi. Ef þingið hefst ekki fyrr en 27. ágúst verður unnt að fá afslátt á hótelum. Rætt hefur verið við Guðmund Jónasson hf. sérleyfis- og hópferðir. Áætlaður ferðakostnaður báðar leiðir ca kr 3.000. Hægt að fara suður Kjöl og kom við hjá Gullfossi og Geysi. Sjálfsagt talið að fara til Mývatns og hringferð um Eyjafjörð og etv út í Hrísey. Venja hefur verið að bjóða 30 frá hverju landi. Skrifað verður bréf til allra formanna á hinum Norðurlöndunum.
7. félf. 7. sep. 1986
Ath! 7 (?) skemmtifundir óskráðir. Alls eru þá 17 óskráðir. Aðalfundur. Formaður þakkaði meðstjórnarmönnum ánægjulegt samstarf og félagsmönnum góða þátttöku í samkomum félagsins og óskaði næstu stjórn velfarnaðar í starfi og félaginu góðs gengis. Stjórn var kjörin: ͏͏ Helgi Þorláksson, formaður, ͏͏ Kristjana Mooney, ͏͏ Sigurður Gunnarsson, ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, ͏͏ Ármann Kr. Einarsson. Varastjórn: ͏͏ Dagbjört Jónsdóttir, ͏͏ Kristinn Gíslason.
33. STJF. 2. OKT. 1986 Verkaskipting: Kristjana varaformaður, Hulda gjaldkeri og Sigurður ritari. Festir skemmtifundardagar: 18. okt., 8. nóv. og 6. des. og ákveðið að hafa þá með líku sniði og tíðkast hefur - nema ef til vill að lengja ögn kaffitímann til að auka samræður manna. Dagskrár skemmtifunda hefjast ekki fyrr en eftir kaffið. Starfið á næsta ári: ákveðið að hafa fundi mánaðarlega og stefna að árshátíð í síðari hluta janúar. Mót kennara á eftirlaunum sem ákveðið hefur verið hér á landi næsta sumar verði rætt á næsta stjórnarfundi.
15
34. STJF. 8. OKT. 1986 Samráðsnefnd norrænna eftirlaunakennara gerir ráð fyrir fundi á Íslandi í næsta mánuði. Félagssamkoma 18. okt. Ákveðið, auk þess sem getur í síðustu fundargerð, að ræða nokkra stund um félagsmál og frítímastörf í lok kaffitímans. Samþykkt að halda árshátíð laugardaginn 31. janúar. Næsti fundur ákveðinn 21. okt.
35. STJF. 18. OKT. 1986 Kl. 13:40 - á undan skemmtifundi. Kjörnir fulltrúar í fulltrúaráð KÍ.
31. skf. 18. okt. 1986 Þetta gerðist: Stutt ávarp formanns. Félagsvist, 12 umferðir. Kaffihlé, ágætar veitingar eins og vvenjulega. Umræður um félagsstörf. Auk formanns tóku 8 tilmáls. Söngur, tvö lög við undirleik og söngstjórn formanns. Hugmyndir ræðumanna um félagsstörf voru þessar: a. Leshringur um bókmenntir b. Æskilegt að fundarmenn ættu aðgang að nöfnum allra þeirra sem fundi sækja hverju sinni og hvar þeir störfuðu síðast svo að kynning milli félaga geti orðið meiri. c. Kunnáttumaður sem kenndi sætaleikfimi fenginn öðru hverju á fundi. d. Norrænt mót eftirlaunakennara, sem halda á hér álandi næsta sumar, verði vandlega undirbúið og sómasamleg aðsókn okkar tryggð. e. Dansað stöku sinnum í lok funda. f. Söngur, nokkur lög. Hulda Runólfsdóttir flutti létta og skemmtilega frásögn af fyrsta kennsludegi sínum í Bolungarvík. Formaður sagði stutta sögu úr Finnlandsför á léttum nótum. Söngur, nokkur lög að lokum. Samkomunni slitið kl. 17:10. Fundinn sóttu 43 félagar.
36. STJF. 20. OKT. 1986 Ákveðið að skipuleggja skemmtifund 8. nóv. þannig: g. Félagsvist h. Kaffiveitingar i. Rabb um félagsmál j. Formaður kynnir 1-2 lög. k. Að félögum sé heimilt að koma með gesti. l. Að leita til félaganna að koma fram með dagskrárefni á fundum. m. Að fá kennara sem kennir sætaleikfimi. n. Að fá leiðbeinanda til að stjórna dansi. Árshátíðin ákveðin 31. jan.. Mót norrænna eftirlaunakennara 1987. Samþykkt að hafa stjórnarfund þriðjudaginn 4. nóvember með nefnd sem mun hafa starfað að undirbúningi málsins.
37. STJF. 4. NÓV. 1986 Allir stjórnarmenn mættir og að auki að tilmælum stjórnarinnar, fyrrverandi formenn félagsins þau Magnús Jónsson, Ólafur S. Ólafsson og Sigrún Guðbrandsdóttir. Fyrrverandi formenn höfðu starfað að undirbúningi sem var nokkuð langt fram kominn. Ferðaskrifstofa ríkisins hafði - að beiðni fyrrverandi stjórnar - gert glögga kostnaðaráætlun yfir dvöl mótsgesta á 16
Akureyri þá daga sem mótið stendur þar yfir. Rætt um að undirbúa fyrirhugaðan undirbúningsfund með norrænu fulltrúunum sem hingað koma senn. Sá fundur verður 28. nóv. hér í Reykjavík.
32. skf. 8. nóv. 1986
Stutt ávarp formanns. Félagsvist, 12 umferðir. Kaffihlé, ágætar veitingar. Þorsteinn Einarsson, fv. íþróttafulltrúi, flutti stutt ávarp og kenndi síðan nokkrar léttar leikfimiæfingar á stól og við hann. Að þessu var gerður hinn besti rómur. Ljúfir söngvar en lítt kunnir. Formaður kynnti fjögur falleg, lítt kunn lög í tali og tónum og æfði þau síðan með samkomugestum. Munu allir hafa lært þau. Steinn Stefánsson, fv. skólastjóri, var höfundur eins af þessum lögum og lék það að lokum af sinni alkunnu snilld. Var þetta hin besta skemmtun. Stiginn dans nokkra stund við ljúfa harmonikkutóna. Skemmtifundurinn stóð frá kl. 14 til 17:30. Mættir voru 40 félagar.
38. STJF. 12. NÓV. 1986 Um mót norrænna eftirlaunakennara 1987: Sendifulltrúi finnskra eftirlaunakennara, Aimo Tammivuori, boðar komu sína á undirbúningsfundinn þann 28. nóv.. Formaður, Helgi Þorláksson, og Kristinn Gíslason valdir í undirbúningsnefnd fyrir þann fund og ákveðið að fara þess á leit við þau Ólaf S. Ólafsson og Sigrúnu Guðbrandsdóttur að þau taki sæti í þeirri nefnd.
Samnorrænn fundur 28. nóv. 1986
Fundur þessi var ákveðinn á fundi norrænna eftirlaunakennara síðastliðið sumar. Viðstaddir: Helgi Þorláksson, Kristinn Gíslason, Sigurður Gunnarsson, Ólafur S. Ólafsson, Sigrún Guðbrandsdóttir, Aimo Tammivuori frá Finnlandi, Vagn Pedersen frá Danmörku, Marianne Ehrlin frá Svíþjóð og Thorleif Öisang frá Noregi. Lögð fram tillaga FKE að dagskrá samverudaganna á Akureyri sem ákveðnir höfðu verið af fyrri stjórn, dagana 26. til 31. ágúst 1987. Eftir alllangar rökræður og eina breytingu varð fullt samkomulag um tilhögunina. Eftir nokkrar frekari umræður nánar um ýmis atriði var FKE falið að ganga frá dagskránni og senda aðildarfélögunum á tilsettum tíma. Um kvöldið bauð þjóðleikhússtjóri þessum norrænu gestum okkar á óperuna Tosca. Formaður fór ásamt frú sinni. Ýmsir nefndarmenn höfðu þegar séð óperuna. Á laugardagskvöldinu 29. nóv. bauð stjórn KÍ norrænu gestunum og íslensku nefndarmönnunum til hátíðarverðar á Hótel Sögu.
33. skf. 6. des. 1986
Ávarp og kynning formanns. Félagsvist, 12 umferðir. Kaffihlé - hátíðaveitingar. Aðventuvaka við kertaljós og kvæði, söng og sagnir. Fram komu Ari Gíslason, Eiríkur Stefánsson úr Jökuldal (Hulda Runólfsdóttir flutti frásögn hans), Sigurður Gunnarsson, og Helgi Þorláksson. Á milli var sungið, einkum falleg og sum lítt kunn jólalög sem formaður hafði ljósritað handa öllum viðstöddum, kynnti og lék sjálfur undir á hljóðfæri. Skemmtunin stóð frá kl. 14 - 16 og viðstaddir voru 53.
17
1987
39. STJF. 12. JAN. OG 16. JAN. 1987 12. jan.: Ræddur undirbúningur árshátíðarinnar sem verða skal þann 31. janúar. Miklar umræður, fundarmenn skiptu með sér verkum og fundi frestað til 16. janúar. 16. jan.: Matarnefnd: Hátíðarmáltíð ákveðin kr. 825 frá Veislumiðstöð Kópavogs. Tónlistarnefnd: Einsöngvari ráðinn Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Harmonikkuleikari ráðinn, Þórður Markússon. Steinn Stefánsson ráðinn til að spila nokkur laga sinna undir borðum. Ræðunefnd: Vilhjálmur Hjálmarsson ráðinn ræðumaður kvöldsins. Aðgangseyrir ákveðinn kr. 1.200. Húsið opnað kl. 18:00 og samkoman hefst kl. 18:30. Norræna mótið á Akureyri í ágústlok 1987. Undirbúningur hefur verið virkur og gengið vel. Lokaupplýsingar um mótið þyrfti að senda út fyrir 15. febrúar.
34. skf. 31. jan. 1987
Árshátíð: Ávarp formanns og fjöldasöngur undir hans stjórn. Eftir máltíð kynnti Steinn Stefánsson nokkur laga sinna og börn hans, Iðunn og Ingólfur sungu þau við hans undirleik. Hulda Runólfsdóttir flutti gamla og all sérstæða búmannsþulu eftir óþekktan höfund og afhenti hana ljósprentaða. Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng við undirleik eiginmanns síns, Jóns Stefánssonar. Vilhjálmur Hjálmarsson flutti fróðlega og gamansama frásögn sem hann nefndi Minningar úr Mjóafirði. Hans og Hulda stjórnuðu fjöldasöng við undirleik formanns. Formaður las nokkra vísubotna við fyrripart sem hann hafði fyrr lesið frá einum gestanna. Dansað. Gestir voru 82.
40. STJF. 10. FEB. 1987 Árshátíðin: Rætt það sem betur hefði mátt fara. Matargestir voru 82 en gert hafði verið ráð fyrir 75. Í heild tekist vel og ljóst að hagnaður verður nokkur. Ólöf Kolbrún Harðardóttir hafði ekki fengist til að taka neitt fyrir söng sinn en ákveðið var að senda henni kr. 12.000 með tilmælum að hún verji því að eigin mati í þágu Íslensku óperunnar. Sagt af fundi Fulltrúaráðs KÍ. Undirbúningur norræna mótsins í sumar. Tafsamt og tímafrekt undirbúningsstarf. Næstiskemmtifundur 21. feb.. Ákveðið að fá Hannes Flosason og Guðrúnu Nielsen til að koma fram á fundinum en dagskrá annars hefðbundin. Formaður afhenti stjórnarmönnum nýtt félagatal FKE.
35. skf. 21. feb. 1987
Ávarp og kynning formanns. Félagsvist, 12 umferðir. Kaffihlé og ágætar veitingar - eins og venjulega. Þáttur um félagsmál: Formaður ræddi undirbúning norræna mótsins sem ákveðið hafði verið að halda á Akureyri. Nýleg lét undirbúningsnefndin bera saman kostnað við að halda mótið annars vegar á Akureyri og hins vegar í Borgarnesi. Í ljós kom að í Borgarnesi yrði kostnaður á fjórða hundrað dollara ódýrara heldur en á Akureyri. Í þeim útreikningum var reiknað með að félagar í FKE myndu hýsa hina norrænu gest á sínum 18
heimilum. Norrænu samstarfsfulltrúarnir hefðu fallist á þessa breytingu. Það hefur því verið ákveðið að halda mótið í Borgarnesi. Leitað var eftir því við þá 40 félaga sem viðstaddir voru hverjir mundu treysta sér til að hýsa mótsgesti í tvær nætur þessa daga. Áhersla var lögð á að félagsmenn sæktu mótið vel. Fjöldasöngur sem Hulda og Hans stjórnuðu við undirleik formanns. Hreyfilist við okkar hæfi undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Fundurinn stóð frá kl. 14 til 17:30 og viðstaddir voru 40 félagar.
41. STJF. 25. FEB. 1987 Norræna mótið í Borgarnesi. Gögn verða brátt send til norrænu félaganna. Mótið verði kynnt í félagsblaði BK og síðar í bréfi til allra eftirlaunakennara. Við skoðun félagaskrárinnar var ákveðið að senda skemmtifundarboð framvegis til félaga í Gullbringuog Kjósarsýslu, Hveragerði, Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Akranesi. Næsti skemmtifundur 21. mars. Ákveðið að fara fram á sömu orlofsaðstöðu hjá Orlofsheimilanefnd BSRB og félagið hefði notið síðastliðið sumar.
36. skf. 21. mars 1987
Ávarp formanns. Félagsvist, 12 umferðir. Kaffidrykkja. Ágætar veitingar. Félagsmál. Formaður skýrði stöðu mála um mótið í Borgarnesi og hvatti félaga til virkrar þátttöku. Fjöldasöngur, tvö lög undir stjórn formanns. Upplestur, Ármann Kr. Einarsson. Fjöldasöngur. Mörg lög undir stjórn og við undirleik formanns.
42. STJF. 13. APR. 1987 Gengið frá til útsendingar bréfi til eftirlaunakennara um land allt með ítarlegri frásögn um mót norrænna eftirlaunakennara í Borgarnesi 27. - 31. ágúst. Sagt af tímafrekum undirbúningsnefndarstörfum Formanns, Kristins og Sigurðar. Rætt um undirbúning skemmtifundar 25. apríl.
37. skf. 25. apr. 1987 Ávarp formanns. Félagsvist, 12 umferðir. Kaffidrykkja. Ágætar veitingar eins og ætíð. Félagsmál. Sagt af líkum þess að FKE fengi orlofshús í Munaðarnesi - og af stöðu undirbúnings mótsins í Borgarnesi. Sigurður Kristinsson og hulda Runólfsdóttir fluttu athyglisverða þætti í lausu máli og bundnu sem þau nefndu Stiklað á steinum. Kosningasögur. Þennan fundardag var kosið tilAlþingis á Íslandi. Fjöldasöngur, nokkur sumarlög undir stjórn og við undirleik formanns. Fundi lauk kl. 17:50 og 45 félagar voru viðstaddir.
43. STJF. 25. APR. 1987 Valdir fulltrúar á fulltrúaþing KÍ.
44. STJF. 13. MAÍ 1987 Undirbúningur norræna mótsins Öllum dagsetningum sem áður voru auglýstar var seinkað um eina viku. Í Svíþjóð og Finnlandi eru tvenn kennarasamtök í hvoru landi en eitt í hverju hinna Norðurlandanna. Bréf voru send til þeirra allra. Ekkert svar hafði borist frá Færeyjum og ekki frá öðru sænska sambandinu. Þátttökutilkynningar eru: 19
39 frá Finnlandi 26 frá Noregi 24 frá Svíþjóð 3 frá Íslandi Fáir erlendu gestanna hafa óskað eftir heimagistingu á Íslandi en 17 heimili hafa boðist til að hýsa 22 - 28 gesti. Hótel Esja getur ekki tekið á móti öllum erlendu gestunum. Í Borgarnesi og á Hvanneyri er gistirými fyrir 112 manns. Ferðaskrifstofa ríkisins kannar möguleika á hótelgistingum í Reykjavík. Nafnalistar erlendis frá hafa ekki borist. Rætt var um hvort ráðlegt væri að auglýsa frekar eftir þátttöku Íslendinga eða reyna að smala saman fólki en frá því var horfið. Hins vegar mun stjórn félagsins reyna að sækja mótið. Sennilega verða Íslendingar þó að sjá sér sjálfir fyrir húsnæði í Borgarnesi. 7. maí voru send bréf til allra félagsmanna FKE um leigu á orlofshúsum BSRB sem fáanleg eru í Munaðarnesi. Nokkur svör höfðu þegar borist. Boð frá Danmarks Lærerforening til KÍ um að senda einn fulltrúa ánámskeið en þar verða haldin þrjú námskeið fyrir eftirlaunakennara. Boðin er ókeypis dvöl ánámskeiðinu og KÍ, sem vísar málinu til FKE, býður apex-flugfar þeim sem fari. Síðasti skemmtifundur starfsársins verður 23. maí. Hulda bauðst til að tala við Vísnavini um að koma með skemmtiatriði og minnt var á að Guðrún Nielsen hefði boðist til að koma aftur. Einnig var nefnt að fá fyrirlesara um hollustufæði fyrir aldraða. Aðalfundur ákveðinn 12. september.
37. skf. 23. maí 1987
Ekkert er skráð um þennan fund í fundargerðarbókinni en hann er talinn með í skýrslu stjórnar á næsta aðalfundi. Þar eru nefndir 9 skemmtifundir á starfsárinu.
45. STJF. 9. SEP. 1987 Orlofshús í Munaðarnesi, umsóknir og nýting 42 umsóknir bárust. 32 fjölskyldur nutu þar dvalar þær 17 vikur sem húsnæðið var til leigu. Bráðabirgðayfirlit um 10. mót norrænna kennara á eftirlaunum. 111 þátttakendur komu frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku og 11 frá íslandi. Borist hafa hlýjar kveðjur með mikilli ánægju með komuna til Íslands og framkvæmd mótsins. Formaður fór yfir framkvæmdina, það sem vel tókst til og það sem betur hefði mátt fara og taldi að vel mætti við una í heild. Aðalfundurinn færist til 19. september. Ákveðið að leggja til við aðalfundinn að lög FKE yrðu endurskoðuð fyrir aðalfundinn 1988. Félagsvist, 12 spil. Kaffi drukkið með góðum kökum. Fundarlok um kl. 16:15.
38. skf. 19. sep. 1987
8. félf. 19. sep. 1987
Aðalfundur - skýrsla formanns: 9 skemmtifundir. 16 stjórnarfundir auk margra annarra sem ekki voru bókaðir. Samskiptin við útlönd og framkvæmd 10. móts norrænna eftirlaunakennara í Borgarnesi 26. - 31. ágúst sl.. Gjaldkeri gerði reikningum félagsins skil. Innistæða í sjóði er kr. 1.142,47. Margir fluttu stjórninni þakkir og óskað var eftir að hún nýtti eigin krafta á fundum. Þeir væru nægir og góðir. Stjórn var kjörin: ͏͏ Helgi Þorláksson, formaður, 20
͏͏Kristjana Mooney, ͏͏Sigurður Gunnarsson, ͏͏Kristinn Gíslason, ͏͏Dagbjört Jónsdóttir. Varastjórn: ͏͏ Ármann Kr. Einarsson, ͏͏ Hulda Runólfsdóttir. Formaður óskaði eftir heimild fundarins til að stjórnin skipaði nefnd til að endurskoða lög félagsins fyrir næsta aðalfund. Ræddi einnig um nauðsyn þess að félagar úti á landi yrðu virkari. Hvort tveggja var samþykkt samhljóða.
46. STJF. 8. OKT. 1987 Verkaskipting: Sigurður varaformaður, Kristinn ritari og Kristjana gjaldkeri. Norræna samstarfið. Borist hafa hlýjar kveðjur frá formönnum sambanda norrænna eftirlaunakennara. Allir létu í ljós mikla ánægju með framkvæmd mótsins í Borgarnesi og komuna til Íslands. Danska sambandið boðar til samráðsfundar 28. okt. á Fjóni fyrir næsta kynningarmót sumarið 1988. Ákveðið að senda fulltrúa þangað og óska eftir að KÍ greiði allan kostnað. Félagsfundir til áramóta: 17. okt., 21. nóv. og 5. des.. Dagskrá októberfundarins verði: 1. setning, 2. félagsvist, 3. kaffiveitingar, 4. húsnæðismál aldraðra og 6. söngur.
47. STJF. 12. OKT. 1987 Mál rædd, gengið frá útsendingu fundarboðs fyrir 17. okt nk.
39. skf. 17. okt. 1987
Félagsvist, 12 spil. Kaffidrykkja. Fimm mínútur um félagsmál. Formaður lýsti því sem framundan er í starfi félagsins á vetrinum. Hollar hreyfingar undir stjórn Guðrúnar Nielsen. Hún vakti athygli á að ýmsar leiðir eru til að taka þátt í hollum hreyfingum - m.a. með þátttöku í félagsstarfi aldraðra í Reykjavík. Öldrunaríbúðir verða í umræðunni og formaður benti á ýmis sjónarmið um það efni. Ræðist frekar á skemmtifundi 21. nóv.. Nefnt var að í bígerð er að setja lög um skipan húsnæðismála aldraðra að frumkvæði Samtaka aldraðra og Öryrkjabandalagsins. Almennur söngur.
48. STJF. 20. OKT. 1987 Undirbúningur skemmtifunda í nóv. og des.. Öldrunaríbúðamálið rætt. Ákveðið að leita viðhorfa félagsmanna um það efni. Fyrir dyrum standa fundir hjá SLRB og í Fulltrúaráði KÍ. Formaður sitji samráðsfundinn á Fjóni 28. þ.m.
49. STJF. 13. NÓV. 1987 Formaður sagði af för sinni á fundinn á Fjóni. Farið var með nefndarmenn til Gamle Avernæs semer mótsstaður dönsku kennarasamtakanna. Þar verður 11. mót norrænna kennara á eftirlaunum haldið á næsta sumri. Þarna er aðstaða öll með ágætum til slíks nema hvað aðeins er unnt að hýsa 80 gesti. Þess vegna verður mótið í tvennu lagi. Annars vegar dagana 2. - 6. júní og hins vegar dagana 7. - 11. júní. Á fundinum voru lögð fram drög að dagskrá mótsins og kostnaðaráætlun fyrir þátttakendur. Þátttökugjald er áætlað kr. 2.500 danskar krónur. Gengið frá dagskrá fyrir skemmtifund 21. nóv. Auk venjubundinna atriða flytur Elísabet Magnús. Rætt um aðventufagnað 5. des.. Rætt verði við Andrés Kristjánsson um flutning talaðs orðs og Helgu Magnúsdóttur um söng. 21
40. skf. 21. nóv. 1987
Félagsvist, 12 spil. Kaffidrykkja. Fimm mínútur um félagsmál. Sagt frá aðventufagnaði og árshátíð og að 11. mót norrænna eftirlaunakennara verður haldið á Gammel Avernæs á Fjóni í byrjun júnímánaðar næsta sumar. Hollustufæði fyrir aldraða. Elísabet Magnúsdóttir flutti erindi. Hún gerði grein fyrir niðurstöðum af neyslukönnun Manneldisráðs 1979-1980. Af þeim má ráða að fólk yfir fimmtugt neyti yfirleitt of mikillar fitu, einkum harðrar fitu, og alltof mikils sykurs. Saltneysla virtist langt umfram þarfir. Hins vegar skorti talsvert á að nóg væri af kolvetnum í fæðunni og D-fjörefni var af skornum skammti. Formaður stjórnaði fjöldasöng.
50. STJF. 27. NÓV. 1987 Bréf hefur borist frá dönsku samtökunum um mótið næsta sumar. Rætt um árshátíðin, hugsanleg þrengsli í enjubundnum húsakynnum og að leita til Gils Guðmundssonar og Sigfúsar Halldórssonar. Aðventufagnaður. Gengið frá dagskrá. Andrés Kristjánsson og Hulda Runólfsdóttir flytja þátt sem þau kalla ég er á leið til landamæra, kvöldljóð Heiðreks skálds.
41. skf. 5. des. 1987
Aðventu-skemmtifundur Félagsvist, 12 spil. Kaffiveitingar. Félagskonur komu með veislukökur. Ég er á leið til landamæra, kvöldljóð Heiðreks skálds. Andrés Kristjánsson kynnti ljóðmál Heiðreks Guðmundssonar og lífsviðhorf eins og það birtist í skáldverkum hans. Hulda Runólfsdóttir las síðan fáein kvæði úr nýrri ljóðabók skáldsins, Landamæri, en Andrés fór fáeinum orðum um hvert ljóð áður en það var lesið. Síðustu jólin heima. Helgi Þorláksson sagði frá síðustu jólunum sem hann dvaldi í foreldrahúsum með fróðleik um forna hætti. Formaður stjórnaði fjöldasöng milli dagskrárliða og lék undir. Söngtextum var dreift fjölrituðum. Samkomugestir voru 75.
1988
51. STJF. 4. JAN. 1988 Sagt af fulltrúaráðsfundi KÍ þar sem ræddur var undirbúningur kjarasamninga. Skemmtifundir ákveðnir 27. feb., 19. mars, 16. apríl og 14. maí. Stefnt að aðalfundi 17. september. Árshátíð 30. janúar. Veitingar fást hjá Veislustöð Kópavogs fyrir kr. 1.100 á mann.
52. STJF. 14. JAN. 1988 Árshátíðin Sigfús er lasinn en Reynir Jónasson er reiðubúinn að leika við borðhaldið, undir fjöldasöng og fyrir dansi. Gils talar. Egill Friðleifsson býður að koma með flokk úr Kór Öldutúnsskóla. Aðgangseyrir ákveðinn kr. 1.600. Snotur gjöf og góðar kveðjur bárust frá Gudveig Solem, þaátttakanda á 10. norræna mótinu sem haldið var í Borgarnesi 1987.
42. skf. 30. jan. 1988
Árshátíð Formaður setti hátíðina. Hátíðaréttur fjölbreyttur frá Veislustöð Kópavogs. Reynir Jónasson, organleikari, lék létta tónlist undir borðum. Gils Guðmundsson, fv. alþingismaður, flutti gamanþátt um ýmsa þekkta menn, einkum alþingismenn. Almennur söngur undir leiðsögn Huldu og Reynis. 22
Söngflokkur úr Kór Öldutúnsskóla. Stjórnandi kórsins, Egill Eðvarðsson, þurfti að fara af landi brott með skömmum fyrirvara en ein stúlknanna, María Gylfadóttir, stjórnaði söngnum af öryggi og kynnti lögin. Dansað til miðnættis. Sjötíu manns sóttuhátíðina.
53. STJF. 19. FEB. 1988 Árshátíðin Greiðsluhalli kr. 570 stafar af mistökum við uppgjör fyrir matinn til Veislumiðstöðvarinnar að greitt var fyrir 5 fleiri heldur en það sem efni voru til. “Rétt þykir að bóka hér eftirfarandi, öðrum til leiðbeiningar: Við pöntun á veislumat fyrir árshátíð er ráðlegt að panta ekki fyrir fleiri en víst þykir að muni sækja hátíðina. Gosdrykkir fylgja yfirleitt ekki með og er hagkvæmast að kaupa þá beint frá framleiðanda.”
Félagssamkoma 27. febrúar:
Félagsvist, Skúli Gunnarsson sýnir litskyggnur, almennur söngur.
54. STJF. 22. FEB. 1988 11. mót norrænna kennara á eftirlaunum Fram lögð og samþykkt drög að kynningarbréfi til félagsmanna semþurfa að tilkynna þátttöku fyrir 10. mars.
43. skf. 27. feb. 1988
Formaður setti og stjórnaði fundi. Félagsvist, 12 spil. Spilað var á 8 borðum. Kaffidrykkja. Fáein orð um félagsmál. Formaður fór yfir eftirtalin atriði: a. Fundarmenn riti nöfn og heimilisföng í gestabókina. b. Frestur til að skila upplýsingum til Kennaratals rennur út 15. næsta mánaðar. c. Nokkur atriði sem varða 11. norræna mótið í Gammel Avernæs. d. Væntanleg afnot af orlofshúsum í Munaðarnesi á sumri komanda. Kristinn Gíslason flutti kveðju frá Magnúsi Einarssyni og fór með stöku Magnúsar sem til varð þegar hann fékk boðsbréf félagsstjórnarinnar um skemmtifundina. Fyrsta ljóðlínan er tekin beint úr niðurlagi bréfsins: ͏͏ Hittumst kát og hress að vanda ͏͏ hamingjunnar yrkjum brag. ͏͏ Gleðibros til beggja handa ͏͏ birtum þennan laugardag. Magnús Jónsson nefndi frétt um hjón sem greiða mánaðarlega kr. 85 þúsund fyrir að dvelja á vistheimili fyrir aldraða hér í borg og beindi til stjórnar að taka þetta efni til athugunar t.d. á vettvangi SLRB. Hans Jörgensen sagði frá því að fyrir skemmstu hefði hann verið á fundi þar sem í fullri alvöru hefði verið rætt um að svipta bæri það fólk ellilífeyri sem fær greitt úr Lífeyrissjóðum. Hér væri nauðsynlegt að vera vel á verði. Landið vort fagra. Skúli Gunnarsson, kennari, sýndi litskyggnur frá Veiðivötnum og sagði frá. Fjöldasöngur undir stjórn Hans og Huldu og við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
55. STJF. 10. MARS 1988 10. norræna mótið í Borgarnesi 1987 Framlögð ljósrit af greinargerðum Thorleif Öisang, oddvita Norðamanna á mótinu og aðalræðumanni þeirra, Arthur Gjermundsen. Báðar dagsettar 21. okt. 1987 og afhentar fulltrúum norrænu kennarasamtakanna í samráðsnefnd vegna 11. norræna mótsins. 23
Þar koma fram miður vinsamlegar athugasemdir um undirbúning mótsins hér á Íslandi og framkvæmd þess. Einnig lagt fram bréf frá Thorleif Öisang, dagsett 18. sept. 1987 til formanns FKE þar sem kveður við allt annan tón. Vistgjöld á öldrunarheimilum. Málið rætt og ákveðið að spyrja málshefjandann á aðalfundinum, Magnús Jónsson, hvort mundi vilja vera í nefnd ef stofnuð yrði til að athuga málið nánar. Sótt hefur verið um framhald á sumarorlofsaðstöðu fyrir félagsmenn FKE í Munaðarnesi en óvíst hvort fæst. Rætt um aðra möguleika svo sem dvalaraðstöðu á vegum KÍ, hjá Ferðaþjónustu bænda o.fl.. Félagssamkomur framundan. Rætt um að leita eftir því við félagsmenn að segja frá dularfullum atvikum sem fyrir þá hafa borið. 11. norræna mótið. Þrjár umsóknir hafa þegar borist. KÍ hefur gert samkomulag við Flugleiðir um fargjald kr. 11.500 til Kaupmannahafnar.
56. STJF. 14. MARS 1988 Magnús Jónsson tók vel í nefndarstarf. Orlofsdvalir til reiðu þar sem leitað var eftir en á umtalsvert hærra verði. 11. norræna mótið - níu félagsmenn hafa sótt um þátttöku. Námsgagnamiðstöð. Forstöðumaður hefur boðið félagsmönnum FKE í kynningarheimsókn.
44. skf. 19. mars 1988
Félagsvist, 12 spil. Spilað var á 9 borðum. Kaffiveitingar. Félagsstörfin framundan. Formaður nefndi 11. norræna mótið þar sem níu hafa skráð sig til þátttöku og samið hefur verið við Flugleiðir um verð fyrir félagsmenn til Norðurlanda í sumar. Orlofsdvalarmálin. Næstu skemmtifundir verða 16. apríl og 14. maí. Einkennilegir atburðir. Friðjón Júlíusson sagði frá dularfullu fólki á ferð í Hrappsey. Helgi Þorláksson sagði tvær sögur af ferðum dularfullra bifreiða í Skaftafellssýslu. Björn Loftsson sagði sögur af Ögmundi í Auraseli sem talinn var kunna sitt hvað fyrir sér. Eiríkur Stefánsson frá Skógum fór með ákvæðavísu. Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur. Fundi slitið kl. 17:40 - fundargestir foru 40.
57. STJF. 11. APR. 1988 FKE hefur forgang að einu orlofshúsi á Flúðum og jafnan aðgang að hinum. KÍ hefur gert hagstæða samninga við Flugleiðir fyrir félaga sína um fargjöld til útlanda í sumar. 11. Norræna mótið á Fjóni - níu íslenskir þátttakendur. Formaður mun flytja þar erindi fyrir okkar hönd eins og venja er að hver þjóð geri á mótum þessum. Hann nefndi þauefnisatriði sem hann hugðist taka fyrir og gerðu menn góðan róm að og fögnuðu því að hann skyldi hafa aðstöðu til að fara og leysa af hendi þessa mikilvægu þjónustu.
45. skf. 16. apr.1988
Félagsvist, 12 spil. Spilað á 14 borðum. Kaffiveitingar. Fáein orð um félagsmál. Formaður ítrekaði nokkur atriði sem send höfðu verið í bréfi til félagsmanna. • Orlofshús. • Afsláttur af flugfargjöldum til Norðurlanda fyrir félagsmenn KÍ. • Boð um að heimsækja Námsgagnastofnun. Á ferð og flugi. Ármann Kr. Einarsson og Vilborg Björnsdóttir fluttu ferðasöguþætti með myndaskýringum. Ármann hafði farið um kínversk lönd 1987 en Vilborg á Grænlandsgrundun í febrúar sl.. Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
58. STJF. 9. MAÍ 1988 Daggjaldamálið: Guðjón B. Baldvinsson, formaður LSRB, hefur kynnt sér málið og komist að þvi að 24
gjöldin eru ákveðin af svonefndri Daggjaldanefnd. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dvalargjöldin til vistheimilanna en tekur eftirlaun og ellilífeyri vistmanna upp í þær greiðslur eftir því sem þau hrökkva til. Allt fer þetta eftir gildandi lögum og reglum. Ákveðið að hreyfa þessu máli á þingi SLRB 26. maí nk.. Stjórn SLRB hefur rætt um nauðsyn þess að samtök opinberra starfsmanna hafi eftirlit með því að lífeyrisþegar fái réttar greiðslur ú lífeyrissjóðum. Fyrir FKE ætti þetta eftirlit að vera í höndum KÍ. Fulltrúar kjörnir á þing SLRB. Skemmtifundur 14. maí. Ákveðið að senda stjórn KÍ lög FKE til athugunar sbr. 7. gr. laga sambandsins.
46. skf. 14. maí 1988
Félagsvist, 12 spil. Fjölbreyttar kaffiveitingar. Félagsmál. Aðalfundur verður 17. september og tillögur til lagabreytingar þurfa að berast í tæka tíð. Á ferð og flugi í rúmi og tíma. Ármann Kr. Einarsson lauk frásögn sinni af för til Austurheims. Sigurður Gunnarsson fór nokkrum orðum um ferskeytluna og las hnyttnar stökur eftir fimm þingeyska hagyrðinga. Formaður lék undir almennum söng.
59. STJF. 2. SEPT. 1988 Sagt af þingi SLRB. Orlofsdvalarumsóknir reyndust mun færri en oftast áður og munu flestir eð allir umsækjendur hafa fengið úrlausn. Formaður sagði af 11. Nordisk Pensionisttræf á Fjóni í júní 1988. Íslenskir þátttakendur urðu samtals 7. Tveir voru á fyrri hluta mótsins en 5 á þeim síðari. Formaður flutti erindi á báðum hlutum mótsins. Auk þess áttu íslenskir þátttakendur hlut að tveim öðrum dagskrárliðum. Lagt var að formanni að flytja erinsi sitt á fundi í FKE. Aðalfundur 17. sept. Formaður leitað eftir hvort einhver stjórnarmanna væri fús að taka að sér formannsstarfið. Svo reyndist ekki vera.
60. STJF. 5. SEPT. 1988 Undirbúningur aðalfundar Enginn hefur fengist til að taka formennsku að sér. Formaður hefur fest félaginu eftirfarandi félagsfundardaga til áramóta: 29. okt., 26. nóv. og 10. des..
61. STJF. 12. SEPT. 1988 Sagt af fundi í Fulltrúaráði KÍ. Lögð fram skrá um kennara sem byrja að taka eftirlaun frá 1. þ.m.. Undirbúningur aðalfundar Nokkrir hafa léð máls á að taka sæti í stjórn en enginn til formennsku. Lagabreytingartillögur skoðaðar og ákveðið að leggja þær fyrir aðalfund. Reikningsskil vegna 10. norræna mótsins í ágúst 1987. Tekjuafgangur, kr. 54.104
62. STJF. 15. SEPT. 1988 Undirbúningur aðalfundar: Samþykkt að leita til Magnúsar Jónssonar um formennsku. Reikningsskil. Ákveðið að leggja tekjuafgang frá 10. norræna mótinu í félagssjóð.
9. félf. 17. sep. 1988
Aðalfundur - skýrsla formanns: 9 félagssamkomur, ein í hverjum mánuði, með að meðaltali 52 gesti. Á aðventuhátíð komu 75 manns en 70 á árshátíð. Tveir fulltrúar FKE sækja Fulltrúaráðsfundi KÍ sem eru 5. 25
Tíu fulltrúar FKE voru sendir á fund LSR. Þegar KÍ gekk úr BSRB missti FKE rétt til orlofshúsa í Munaðarnesi en KÍ byggði orlofshús á Flúðum. Umsóknir til FKE voru aðeins 10 í ár svo allir fengu úrlausn. Félagatal FKE er ekki nákvæmt og leiðréttandi athugasemdir vel þegnar. Norrænt samstarf - Norræn mót eru haldin árlega og til skiptis á Norðurlöndunum. Færeyingar hafa enn ekki gerst aðilar. 10. mótið var haldið á Íslandi 1987. Mótsgestir voru 120, flestir frá Finnlandi. Endanlegt uppgjör hefur nýlega verið lagt fram sem sýnir hagnað kr. 54.100 sem stjórnin er einhuga um að renni í félagssjóðinn. 11. mótið var haldið í Gammel Avernæs á Fjóni í byrjun júní sl.. Dagskrá var þar frá Íslandi, sýnd ný og góð kvikmynd, kynntir nokkrir íslenskir söngvar og formaður flutti erindi sem hann nefndi Frá söguöld til samtíðar á einni mannsævi og sýndi glærur með. Ari Gíslason sýndi einnig myndir og sagði frá og Hulda Runólfsdóttir sá um hlut Íslands í sameiginlegri dagskrá síðasta kvöld mótsins. Næsta mót verður í Svíþjóð 9.-12. ágúst næsta sumar. Gjaldkeri fylgdireikningum úr hlaði og þar eru 49.754,85 í sjóði. Lagabreytingar - lagðar til breytingar. a. Ný 8. grein: Stjórninni er heimilt að skipa nefndir eða einstaklinga til að sinna ákveðnum, tímabundnum verkefnum á vegum félagsins. b. Ný 9. grein: Tryggja skal að í stjórn FKE og nefndum séu sem næst jafnmargir karlar og konur. c. Núgildandi 8. grein verði 10. grein. Breytingarnar samþykktar einróma - og nú líta lögin svona út. Stjórn var kjörin: ͏͏ Magnús Jónsson, formaður, ͏͏ Ragnheiður Finnsdóttir, ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Kristinn Gíslason, ͏͏ Vilborg Björnsdóttir til eins árs. Varastjórn: ͏͏ Gerður Magnúsdóttir, ͏͏ Helgi Hallgrímsson. Endurskoðendur: ͏͏ Halldóra Eggertsdóttir, ͏͏ Vigfús Ólafsson. Helgi Þorláksson, fráfarandi formaður, skýrði frá því að hann hefði látið taka frá fyrir félagsstarf FKE fundardagana 29. okt., 26. nóv. og 10. des. og fyrir árshátíð hefði hann ekki fengið dag síðast í janúar en tryggt félaginu aðstöðu þann 4. febrúar ef það kæmi til með að henta. Magnús Jónsson, nýkjörinn formaður, þakkaði traustið og þakkaði fráfarandi formanni hans starf og það að hafa tryggt félaginu þessa fundardaga. Helgi tók aftur til máls og hvatti nýkjörna stjórn til að leita til félagsmanna og skipa í nefndir þegar þess væri þörf. Einkum væri ókunnugum erfitt að sjá um norrænu mótin. Hann þakkaði Ara Gíslasyni sérstaklega fyrir að hafa sótt öllum öðrum fleiri norræn mót.
63. STJF. 21. SEP. 1988 Verkaskipting: Kristinn Gíslason varaformaður, Þorsteinn Ólafsson gjaldkeri og Vilborg Björnsdóttir ritari. Fundurinn 29. okt. - Senda út fundarboð með viku fyrirvara, tala við Helga Þorláksson um að stjórna söng. Auk félagsvistar var ákveðið að hafa skemmtiatriði í 20 - 30 mínútur. Kristinn Gíslason tók að sér að ræða við Ingólf Jónsson frá Prestbakka um að flytja frumsamið efni.
64. STJF. 24. OKT. 1988 Undirbúningur næsta skemmtifundar 26. nóv.. Þorsteinn bauðst til að sjá um spilakort, verðlaun o.fl. og að hafa tal af Þorsteini Matthíassyni um að flytja erindi. Jólafundurinn ákveðinn 10. des. 26
65. STJF. 21. NÓV. 1988 Undirbúningur jólafundar - biðja Helga Þorláksson að leiða fjöldasöng og annað hvort Ágúst Vigfússon eða Jón Á. Gissurarson til að lesa jólasögu eða annað aðventuefni. Upplýst er að styrkur KÍ til Rannveigar Löve til farar á Kvennaráðstefnu í Osló á liðnu sumri var kr. 11.000.
66. STJF. 26. NÓV. 1988 Jólafundur frestast til 17. des. Valinn fulltrúi með formanni í Fulltrúaráð KÍ.
47. skf. 26. nóv. 1988
Formaður setti fund kl. 14. Félagsvist á 10 borðum. Spiluð 12 spil. Kaffiveitingar. Þorsteinn Matthíasson flutti hið snjallasta erindi. Guðrún Pálsdóttir, Magnús Einarsson og Helgi Þorláksson leiddu almennan söng. Fundinum lauk kl. 17:00. Fundargestir voru 50.
67. STJF. 12. DES. 1988 Stjórnin sér um tertur og annað góðgæti á veisluborð jólafundarins. Hegli Þorláksson mun leiða aðventusöng ásamt Guðrúnu Pálsdóttur og Hans Jörgensen. Borist hefur bréf frá undirbúningsnefnd 12. norræna mótsins í Geyerskóla í Ranseten í Vermalandi í Svíþjóð dagana 8. - 12. ágúst. Þátttöku skal tilkynna fyrir 17. apríl og í júní þarf þátttökugjald að vera fullgreitt. Aðeins 120 manns geta setið þingið. Tilhögun árshátíðar 4. febrúar rædd og sagt af fulltrúaráðsfundi KÍ.
48. skf. 17. des. 1988
Félagsvist spiluð á 12 borðum, 12 spil. Kaffiveitingar - hinar ljúfustu. Ávarp formanns um tilhögun 12. mótsins í Svíþjóð þar sem þátttökugjald er 1.800 sænskar krónur. Sú breyting hefur nú verið ákveðin að það land sem heldur mótið sér um alla dagskrána. Þó er óskað eftir að hvert land sendi 5 sönglög með texta. Guðríður Magnúsdóttir flutti frásöguþátt úr endurminningum föður síns, Magnúsar Magnússonar, ritstjóra. Hann var bæði fróðlegur, skemmtilegur og afar vel fluttur. Að lokum almennur söngur. Hinir fegurstu sálmar og aðventusöngvar sem Helgi Þorláksson hafði valið. Guðrún Pálsdóttir lék undir og Hans Jörgensson leiddi sönginn með Helga. Viðstaddir voru 48. Fundi slitið kl. 18.
1989
68. STJF. 11. JAN. 1989 Undirbúningur árshátíðar. Björn Th. Björnsson mun halda ræðu. Gerður talar við Ingibjörgu Þorbergs um að syngja. Vilborg ræði við Veislustöðina í Kópavogi um mat og kostnað. Mest er unnt að taka á móti 80 gestum. Aðgöngumiðar verði seldir á skrifstofunni ef unnt er. Þess er vænst að Reynir Jónasson geti spilað undir borðum og fyrir dansi. Skemmtifundir verða 11. mars og 8. apríl. Upplýsingar um 12. norræna mótið verða settar í Félagsblað BK. Guðrún Pálsdóttir, Hans Jörgensen og Helgi Þorláksson taka að sér að velja sönglög og texta til að senda út.
27
69. STJF. 18. JAN. 1989 Undirbúningur árshátíðar. Reynir kemur og spilar. Vilborg hefur samið við Sveinbjörn Pétursson, forstjóra Veislustöðvarinnar í Kópavogi, um kalt borð með heitum rétti, ábæti og kaffi á eftir fyrir kr. 1.400 fyrir manninn. Ragnheiður hefur fengið loforð frá Söng- og skemmtifélaginu Samstilling að koma og skemmta. Björn Th. Björnsson mun flytja erindi.
70. STJF. 23. JAN. 1989 Gengið frá dagskrá árshátíðar. Síðasti skemmtifundur vetrarins verði 29. apríl. Undirbúningur skemmtifundar 11. mars. Sigurður Kristinsson og Ari Gíslason hafa lofað að flytja skemmtiefni á næstu fundum.
49. skf. 4. feb. 1989
Árshátíð FKE Formaður setti hátíðina kl. 18:45 og var veislustjóri. Nokkur lög voru sungin áður en borðhaldið hófst. Sannkallaður veislumatur frá Veislustöð Kópavogs. Reynir Jónasson lék undir borðum. Björn Th. Björnsson, listfræðingur, flutti erindi sem nefndist Heimþrá til heimabyggða um lífshlaup Þorvaldar Þorvaldssonar frá Skógum á Þelamörk sem uppi var á 18. öld og afkomendur hans. Söng- og skemmtifélagið Samstilling skemmti gestum. Almennan söng leiddi Hans Jörgensson ásamt þeim Helga Þorlákssyni og Huldu Runólfsdóttur en Reynir lék undir. Að lokum stiginn dans við undirleik Reynis. Hátíðinni lauk kl. 11:30.
71. STJF. 27. FEB.1989 Uppgjör árshátíðar. Seldir aðgöngumiðar voru 58 og ágóði varð kr. 4.394. Næsti skemmtifundur 11. mars. Ari Gíslason mun mun lesa sögu og Þeir Hans og Helgi leiða söng. Umræður um rétt félagsmanna FKE til að notfæra sér orlofshús. Fyrirhuguð er skemmtisamkoma SLRB og þar er Kristinn Gíslason í undirbúningsnefnd.
72. STJF. 6. MARS 1989 Gengið frá dagskrá næsta skemmtifundar en þá mun Ari Gíslason, ættfræðingur, flytja erindi. Fundir kennara á eftirlaunum verða haldnir í Finnlandi í apríl, 2 daga, og í Danmörku í júní. Okkur er boðið að senda einn fulltrúa og er uppihald ókeypis fyrir hann í þrjá daga. Skemmtisamkoma SLRB verður haldin á Hótel Sögu 21. mars og hefst kl. 15:00.
50. skf. 11. mars 1989
Félagsvist spiluð á 13 borðum, 12 spil. Kaffiveitingar. Ari Gíslason, ættfræðingur, las upp. Milli atriða leiddu þau söng Guðrún Pálsdóttir, Hans Jörgensson og Helgi Þorláksson. Viðstaddir voru 54. Fundi lokið kl. 17:00.
73. STJF. 3. APR. 1989 Vinnufundur um útsendingu bréfa. Rætt um dagskrá næsta fundar. Sagt frá fundi KÍ á Flúðum um síðustu helgi þar sem meðal annars var rædd boðun verkfalls. Á næsta fundi, 29. apríl, er áætlað að Ingimundur Ólafsson verði með frásögn og svo er gert rá ðfyrir tónleikum.
28
51. skf. 8. apr. 1989
Félagsvist spiluð á 15 borðum. Fjölbreyttar kaffiveitingar. Upplestur - Sigurður Kristinsson las upp ljóð úr Blágrýti eftir Sigurð Gíslason. Söng leiddu Guðrún Pálsdóttir, Hans Jörgensson og Jón Hjartar. Hjálmar Helgason lék nokkur lög á harmonikku. Gestir voru 64. Fundi slitið kl. 18.
74. STJF. 24. APR. 1989 Gengið frá fundarboði næsta skemmtifundar en þar mun Ingimundur Ólafsson flytja skemmtiþátt, lög verða sungin eftir Magnús Einarsson, kennara, við ljóð eftir hann. 12. norræna mótið verður haldið í Svíþjóð dagana 8. - 12. ágúst nk. og 5 félagsmenn FKE munu sækja það.
52. skf. 29. apr. 1989
Formaður setti fund. Félagsvist spiluð á 12 borðum. Hinar bestu kaffiveitingar. Ingimundur Ólafsson, kennari, flutti skemmtilega frásögn af atburðum sem urðu í júní 1962. Helgi Þorláksson stjórnaði fjöldasöng. Sigurður Gunnarsson las tvö ljóð. Gestir voru 52. Fundi lauk kl. 18.
75. STJF. 31. ÁG. 1989 Gengið frá fundarboði fyrir aðalfund sem er næsti fundur félagsins 16. sept.. 4 félagsmenn sóttu 12. mótið í Svíþjóð og formaður sá þar um dagskrá af Íslands hálfu. Þar söng íslensk stúlka sem búsett er í Svíþjóð og Sigrún Guðbrandsdóttir lagði þar einnig af mörkum. Allt gekk þetta vel. Félagsvist á 13 borðum. Notið var hinna bestu kaffiveitinga. Fundi var slitið kl. 16.
53. skf. 16. sep. 1989
10.félf. 16. sep. 1989
Aðalfundur - skýrsla formanns: Norrænt samstarf - ræddi um ferðir til Norðurlandanna sem væru svo dýrar að erfitt væri fyrir okkur hér frá Íslandi að sækja mótin þar ytra. Bréfaskipti milli landanna væru þó bæði mikil og gagnleg. 12. mótið haldið í Svíþjóð í ágúst sl.. Starf liðins árs - ítarleg skýrsla. Gjaldkeri - hagnaður á árinu var kr. 2.269. Í gullbók í Búnaðarbankanum eru kr. 52.024. Stjórn var kjörin: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Ragnheiður Finnsdóttir, ritari, ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, gjaldkeri, ͏͏ Vilborg Björnsdóttir, meðstjórnandi, ͏͏ Gerður Magnúsdóttir, meðstjórnandi. Varastjórn: ͏͏ Helgi Hallgrímsson, varaformaður, ͏͏ Gunnar Guðröðarson. Endurskoðendur: ͏͏ Halldóra Eggertsdóttir, ͏͏ Vigfús Ólafsson. 29
Í fundarlok las Jón Hjartar ljóðið Ástarjátning eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson og síðan risu menn úr sætum og sungu nokkur lög við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur. Fundi slitið kl. 18:30. Ath. Verkaskiptingar er ekki getið á eftirkomandi stjórnarfundi en ofangreind skipting er innfærð svona í fundargerð aðalfundarins.
76. STJF. 25. SEP. 1989 Undirbúningur skemmtifundar 14. okt.. Áhugi fyrir að fá Guðrúnu Nielsen til að sinna líkamsrækt á næsta fundi eða síðar. Sönghópur með Matthíasi Einarssyni kemur á næsta fund. Auðunn Bragi Sveinsson mun lesa ljóð. Rætt um að hvetja fundarmenn til að leggja til sjálfvalið efni eftir því sem tími leyfði.
54. skf. 14. okt. 1989
Spilað var á 13 borðum. Kaffiveitingar voru hinar bestu. Félagsmenn spjölluðu saman drykklanga stund og nokkrir þeirra fluttu frásagnir af liðnum atburðum. Mikill almennur söngur. Viðstaddir 42. Fundi slitið kl. 18.
77. STJF. 6. NÓV. 1989 Gengið frá fundarboði næsta fundar 11. nóv. Von okkar er sú að mjög góður söngflokkur komi og skemmti okkur.
55. skf. 11. nóv. 1989
Formaður setti fund og stýrði. Dagskráratriðum var raðað með nokkuð öðrum hætti en venja er til. Í upphafi var Magnús Einarsson, kennari, mættur með sönghóp og undirleikari var Kjartan Sigurjónsson. Hópurinn var tímabundinn og því ákveðið að hann yrði fyrstur á dagskránni. Kaffi fram borið. Félagsvist spiluð á 13 borðum. Hans Jörgensson leiddi söng við undirleik Helga Þorlákssonar. Viðstaddir 58. Fundi lokið kl. 18.
78. STJF. 4. DES. 1989 Sagt af Fulltrúaráðsfundi KÍ. Ákveðið að stjórnin gefi sem fyrr kökur á aðventufundinum 9. des.. 56. skf. 9. des. 1989 Félagsvist á 15 borðum. Kaffiveitingar - hinar glæsilegustu. Kór Öldutúnsskóla undir stjórn Egils Friðleifssonar. Ragnheiður Finnsdóttir flutti bernskuminningar undir heitinu Jón blindi. Fjöldasöngur við undirleik Helga Þorlákssonar. Má með sanni segja að þetta var hin ljúfasta síðdegisstund.
1990
79. STJF. 22. JAN. 1990 Undirbúningur árshátíðar. Matur frá Veislustöð Kópavogs á kr. 1.600 á mann. Þorsteinn og Helgi annast kaup á öli, gosi og ýmsu öðru. Verð aðgöngumiða verði kr. 2.200. Vel hefur til tekist um skemmtikrafta því Pétur Pétursson, fv. þulur, og Reynir Jónasson, orgel- og harmonikkuleikari, hafa lofað nærveru sinni. 13. Norræna mót eftirlaunakennara verður haldið í Finnlandi dagana 7.-11. júní í sumar. Árshátíð Ávarp formanns og sungin tvö lög.
57. skf. 3. feb. 1990
30
Ljúffengur matur fram borinn. Reynir Jónasson lék létt lög undir borðum. Pétur Pétursson flutti skemmtilegar frásagnir af mönnum sem þekktir voru fyrir skemmtilegheit bæði til orðs og æðis. Sungin nokkur lög. Reynir lék fyrir dansi sem stiginn var af miklu fjöri. Pétur vildi ekki þiggja greiðslu fyrir sitt tillegg og var gefinn blómvöndur í þakkarskyni.
80. STJF. 6. FEB. 1990 13. norðurlandamótið. Ákveðið að senda öllum félögum FKE bréf um þetta efni en umsóknir um þátttöku þurfa að berast fyrir 15. mars.
81. STJF. 20. FEB. 1990 Vinnufundur til að ganga frá og senda út tilkynningu um 13. norræna mótið í Finnlandi.
82. STJF. 6. MARS 1990 Hagnaður af árshátið varð kr. 12.520. Hulda Pétursdóttir mun verða fulltrúi okkar á 13. Norðurlandaþinginu og sennilega einn annar. Skemmtifundur 10. mars - ákveðið að Ari Gíslason, kennari, sýni Íslands-skyggnur. Gengið frá fundarboði.
58. skf. 10. mars 1990
Sungin nokkur lög. Félagsvist spiluð á 11 borðum. Kaffiveitingar hinar bestu að vanda og menn spjölluðu saman um stund. Ari Gíslason sýndi litmyndir. Helgi Þorláksson lék undir almennum söng. Viðstaddir 52. Fundi slitið kl. 18.
83. STJF. 19. MARS 1990 Rædd ferð Huldu á 13. norræna mótið. Rædd verkefni sem leysa þarf fyrir sumarið en engar ákvarðanir teknar.
84. STJF. 27. MARS 1990 Hulda kvaðst á förum af landi burt og mun dvelja þar uns 13. þinginu lýkur. Þetta verður síðasti fundurinn nú um sinn sem hún stjórnar. Helga Hallgrímssyni, varaformanni, falið að taka við stjórnartaumunum. Um skemmtiatriði tveggja næstu funda hafði hún leitað til þriggja manna, þeirra Kára Tryggvasonar, Þorgeirs Ibsen og Sigfúsar Halldórssonar sem af ýmsum ástæðum gátu ekki orðið við bón hennar. Þorsteinn Ólafsson bauðst til að ræða við Þorstein Matthíasson.
85. STJF. 2. APR. 1990 Um næsta skemmtifund 7. apríl - gengið frá fundarboði.
59. skf. 7. apr. 1990
Varaformaður setti fund og stýrði. Félagsvist, 12 spil á 12 borðum. Fjölbreyttar kaffiveitingar. Þorsteinn Matthíasson flutti mjög fróðlegt erindi þar sem hann lýsti högumfólks, aðbúð kennara og nemenda í heimabyggð sinni á Strandasýslu fyrir rúmlega hálfri öld. Almennur söngur undir stjórn og við undirleik Helga Þorlákssonar. Viðstaddir 54 (51 skráður). Fundi lokið kl. 18.
86. STJF. 9. MAÍ 1990 Varaformaður setti fund og stýrði. 31
Sagt af Fulltrúaráðsfundi KÍ. Síðasti skemmtifundur vetrarins 19. maí. Guðrún Magnúsdóttir mun flytja okkur - annað hvort erindi eða upplestur. Stjórnarmenn gefa að venju á þessum síðasta skemmtifundi vetrarins eitthvað gott með kaffinu.
87. STJF. MAÍ 1990 Fundurinn er ekki dagsettur. Varaformaður setti fund og stýrði. Gestur fundarins, Helgi Þorláksson, hafði verið fulltrúi félagsins á SLRB og sagði af þeim vettvangi. Aðalfundur SLRB verður haldinn 20. júní n.k. og þarf að velja fulltrúa FKE fyrir þann tíma. FKE má senda 10-15 fulltrúa á fundinn. Helgi hefur aðstoðað Huldu Runólfsdóttur við að fá nýja íslenska kvikmynd til að sýna á 13. norræna þinginu. Gengið frá fundarboði skemmtifundar 19. maí.
60. skf. 19. maí. 1990
Þorsteinn Ólafsson, gjaldkeri félagsins, setti fund og stýrði (40 skráðir). Spiluð félagsvist á 10 borðum. Kaffiveitingar af bestu gerð. Kaffiumsjónarkonur fengu kærar þakkir og blómvendi. Skemmtiþátt dagsins annaðist Gerður Magnúsdóttir sme las söguna Salómonsdómur eftir Halldór Stefánsson. Söngur við undirleik Helga Þorlákssonar.
88. STJF. 1990 Fundurinn er ekki dagsettur - en formaður er kominn heim af 13. norræna þinginu sem haldið varí Finnlandi dagana 7.-11. júní. Af orðalaginu “á liðnu sumri” mætti ætla að kominn sé ágúst - því 89. stjf. er dagsettur 31. ágúst. Formaður setti fund og stýrði. Formaður sagði af 13. norræna þinginu í Finnlandi á liðnu sumri. Formaður er á förum til Noregs til að undirbúa 14. norræna þingið. Umræður vegna aðalfundarins sem haldinn verður 15. sept.. Skemmtifundardagsetning
89. STJF. 31. ÁG. 1990 Vinnufundur til að ganga frá fundarboði um aðalfund 15. september. Stjórnin hefur samþykkt breytingartillögu við 7. grein laganna.
61. skf. 15. sep. 1990
Formaður setti fund og stýrði (51 skráðir). 1. Félagsvist, 12 spil á 12 borðum. 2. Kaffi drukkið með góðu meðlæti. 3. Fundi lauk kl. 16.
11. félf. 15. sep. 1990
51 skráðir viðstaddir Aðalfundur hófst kl. 16. Skýrsla stjórnar: 15 stjórnarfundir. 8 skemmtifundir Árshátíð Norrænt samstarf. 12. norræna mótið sótti formaður fyrir FKE oglýsti störfum þingsins í megindráttum. Slík þing eru bæði fróðleg og skemmtileg. Einnig sótti formaður undirbúningsfund undir 13. þingið til Noregs dagana 4. - 5. september. Gjaldkeri gaf yfirlit yfir fjárhag FKE. Í sjóði eru kr. 58.231. 32
Stjórn var kjörin: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Jón Hjartar, ͏͏ Vigfús Ólafsson, ͏͏ Vilborg Björnsdóttir, ͏͏ Gerður Magnúsdóttir, Varastjórn: ͏͏ Ingibjörg Björnsdóttir, ͏͏ Ólafur Kr. Þórðarson. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Sigríður Arnlaugsdóttir. Lagabreyting. Samþykkt að breyta orðalagi í: Formann má endurkjósa tvisvar. Nú eru lögin svona. Sungin nokkur lög að lokum.
90. STJF. 1. OKT. 1990 Verkaskipting: Jón Hjartar varaformaður, Vigfúr Ólafsson gjaldkeri, Gerður Magnúsdóttir ritari, og Vilborg Björnsdóttir vararitari. Rætt um næsta skemmtifund. Vigfús benti á að fá 2-3 aðila til að koma fram á fundinum með stutta þætti. Ákveðið að stjórnin tæki þann þátt að sér á næsta fundi: Stjórnin stígur í stólinn.
91. STJF. 8. OKT. 1990 2 klst vinnufundur til að ganga frá fundarboði.
62. skf. 13. okt. 1990
Félagsvist á 15 borðum. Auk þeirra sem þar spiluðu komu 4-5 til viðbótar til að hlýða á skemmtiatriði. Vistaddir hafa því verið um 70 manns (60 skráðir). Eftir kaffi settist frú Guðrún Pálsdóttir við píanóið og sungin voru mörg hugljúf lög. Stjórnin sté í stólinn og Vilborg las upp frásögn af furðulegri hjónavígslu og síðan af dularfullum atburðum á Öxarfjarðarheiði. Vigfús var næstur og sagði frá undraverðri björgun úr sjávarháska við Vestmannaeyjar. Þá frásögn hafði hann sjálfur skráð og birt í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979. Sungin nokkur lög.
92. STJF. 5. NÓV. 1990 Vinnufundur - sent út fundarboð fyrir næsta skemmtifund 10. nóv.. Talað hefur verið við tvö aðila um skemmtiatriði, Auðun Braga Sveinsson og Ólaf Kr. Þórðarson, stjórnarmann. Rætt um aðventufundinn og skemmtiefni þá. Leita að skemmtilegum manni fyrir árshátíðina. Helst kom Jónas Árnason í hug manna.
63. skf. 10. nóv. 1990
Félagsvist á 13 borðum. Fleiri komu í kaffi. Alls um 60 manns (56 skráðir). Helgi Þorláksson stjórnaði söng. Auðunn Bragi Sveinsson kvað bragi með mismunandi stemmum. Fyrst alllangur palladómur um hinar ýmsu stéttir eftir föður hans, Svein frá Elivogum. Síðan nokkrar mildari vísur. Aftur var sungið. Ólafur Kr. Þórðarson flutti ágæta sögu af læknisvitjun til Patreksfjarðar um nótt. Áhættuferð fyrir 17 ára ungling í ófærð og myrkri að vetrarlagi. Að lokum sungið. Fundi slitið um kl. 5. 33
93. STJF. 3. DES. 1990 Útsending fundarboðs fyrir jólafundinn 8. des.. Hulda og Ingibjörg hafa skipulagt hann. Ingibjörg talar við Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, kórstjóra telpnakórs Garðabæjar, og Hulda ætlar að lesa eigin frásögu frá fyrstu dögum útvarpsins. Við hin sjáum um að baka og koma með kerti.
64. skf. 8. des. 1990
Félagsvist á 15 borðum og nokkrir komu til viðbótar í kaffið. Alls hafa verið um 70 manns viðstaddir (60 skráðir). Telpnakór Garðabæjar söng undir stjórn Guðfinnu Dóru. Hulda las lifandi frásögu af fyrstu dögum útvarpsins - sem hún nefndi: Í dag er glött í döprum hjörtum. Sungið við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur. Ekki dró kaffið úr jólaskapinu því þar trónuðu stásslegar stríðstertur, bakaðar af stjórnarmeðlimum, og kerti loguðu. Skemmtun lokið kl. að ganga 7 e.h..
1991
94. STJF. 22. JAN. 1991 Útsending boðs um árshátíð laugardaginn 2. febrúar. Matur pantaður á sama stað og áður. Búið að tryggja hljóðfæraleikara, Reyni Jónasson, og skemmtikraft, Jónas Árnason.
65. skf. 2. feb. 1991
Árshátíð FKE - 75 gestir. Jónas Árnason komst ekki vegna veikinda. Kennarar gripu til sinna skyndiráða og Ólafur Kr. Þórðarson sagði: ͏͏ Skítt að Jónas skyldi bresta ͏͏ skjótt þó Hulda bætt’úr því ͏͏ treyst’á náðir góðra gesta ͏͏ sem geystust fram með fræðin ný. Við fengum að heyra smellna gamansögu hjá Ara Gíslasyni sem á tímabili virtist ætla að lenda í tvíræðu - en var mjög meinlaus. Sigurlaug Björnsdóttir sagði okkur frá ástum íslamskra sem hún hafði kynnst í Englandi. Hulda kunni ýmis hnyttin tilsvör Bjúsa (Björns Bjarnasonar) kennara. Vigfús sagði frá skilningi barna á orðtökum og fleiru. Reynir lék á píanóið allan tímann undir borðum og við sungum. Maturinn var mjög góður og fallega fram borinn. Dansað um hríð við harmonikkuleik Reynis. Skemmtuninni slitið á ellefta tímanum og voru menn á einu máli um að hún hefði tekist mjög vel.
95. STJF. 19. FEB. 1991 Vinnufundur til að senda út boð um 13. mótið Nordisk Pensionisttreff sem haldið verður í Noregi í Gausdal 3. - 7. september.
96. STJF. 26. FEB. 1991 Vinnufundur til að senda út fundarboð um skemmtifundinn 2. mars.
66. skf. 2. mars 1991
Félagsvist á 15 borðum og auk þess kom margt manna í kaffið (76 skráðir). Gils Guðmundsson, rithöfundur, flutti fyrirlestur um systurnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur. Hulda formaður las ljóð eftir þær. Söngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttir. Fundurinn stóð til langt gengin 6 og var mjög ánægjulegur.
34
97. STJF. MARS-APR. 1991 Vinnufundur til að senda út fundarboð og ræða um síðasta skemmtifund vetrarins. (Þessa stjórnarfundar er aðeins getið inni í og aftast í fundargerð 67. skemmtifundarins.)
67. skf. 2. apr. 1991 (71 skráður)
Spilað á 15 borðum. Kaffidrykkja. Skemmtidagskrá - Unnur Kolbeinsdóttir og hópur úr Kvæðamannafélaginu Iðunni skemmti með kveðskap sem gladdi mönnum í geði. (Hér er nefndur 97. stjórnarfundurinn sem til er vísað hér næst fyrir ofan.)
98. STJF. MAÍ 1991 Vinnufundur til að senda út fundarboð um skemmtifundinn 4. maí. (Þessa fundar er aðeins getið aftast í fundargerð 68. skemmtifundar.)
68. skf. 4. maí 1991 (55 skráðir)
Spilað á 14 borðum. Kaffiveitingar. Flutt ljóð og lög í umsjá Magnúsar Einarssonar og sonar hans. Lögin og ljóðin voru öll eftir Magnús. Konurnar í stjórninni höfðu að vanda séð um kökubaksturinn. (Hér er aðeins drepið á vinnufund stjórnar til útsendingar fundarboða fyrr í vikunni.)
99. STJF. 24. SEP. 1991 Vinnufundur að senda út fundarboð fyrir skemmtifund 28. sept.. Formaður skýrði frá því að þá ætti einnig að vera aðalfundur og stinga þyrfti upp á mönnum í stað þeirra sem ætluðu að ganga úr stjórn, þeirra Vigfúsar Ólafssonar sem verið hefur gjaldkeri, Jóns Hjartar og Vilborgar Björnsdóttur. Leitað hafði verið til Guðjóns Þorgilssonar, Valgeirs Vilhjálmssonar og Rannveigar Sigurðardóttur sem tjáðu sig fús að taka sæti í stjórn.
69. skf. 28. sep. 1991
Á venjulegan hátt. (41 skráður.) Á eftir skemmtifundinum var haldinn aðalfundur.
12. félf. 28. sep. 1991
Aðalfundur - 41 skráðir viðstaddir. Stjórnin gerði grein fyrir störfum sínum, 8 skemmtifundir og árshátíð. Norrænt samstarf. Formaður sagði af þátttöku á 12. norræna mótinu. Íslenskir þátttakendur voru einungis þrír, Hulda og þau Ari Gíslason og frú. Þetta hafði verið ánægjuleg ferð. Hún sagði frá því að næsta mót verður haldið á Íslandi í byrjun júlímánaðar 1992. Vigfús las meðfylgjandi efnahagsreikning. Stjórn var kjörin: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Gerður Magnúsdóttir, ͏͏ Guðjón Þorgilsson, ͏͏ Ingibjörg Björnsdóttir, ͏͏ Ólafur Kr. Þórðarson. Varastjórn: ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Valgeir Vilhjálmsson. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Sigríður Arnlaugsdóttir. Að lokum var sungið við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur. 35
100. STJF. 28. SEP. 1991 Verkaskipting: Ólafur Kr. Þórðarson varaformaður, Gerður Magnúsdóttir ritari, Guðjón Þorgilsson gjaldkeri, Ingibjörg Björnsdóttir meðstjórnandi.
101. STJF. 15. OKT. 1991 Send fundarboð skemmtifundar. Ekki liggur enn fyrir kostnaðaráætlun um norræna mótið vegna veikinda á ferðaskrifstofunni sem sér um málið.
70. skf. 19. okt. 1991
Spilað á 16 borðum og auk þess komu nokkrir í kaffið. Alls hafa því komið 68-70 manns (64 skráðir). Í fundarboði var óskað eftir frjálsu framtaki fundarmanna, þeir sem hefðu handbært ljóð eða sögu að segja kæmu fram með það á fundum. Það stóð ekki á góðum undirtektum. 5 manns tóku til máls. Hulda flutti ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar: Sungið við sorg af sinni alkunnu snilld - blaða- og bókarlaust. Jón Hjörtur flutti snjalla vísu. Kristín Björnsdóttir sagði ferðasögubrot af Vestfjörðum og fléttaði þar inn tvö ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Guðmund Böðvarsson. Sigurður Kristinsson flutti ljóð eftir Sigríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi og Þurðíði Guðmundsdóttur. Auðunn Bragi sagði frá Reykjaskóla í Hrútafirði. Allt var þetta mjög áheyrilegt og skemmtilegt. Helgi Þorláksson leiddi söng.
102. STJF. 12. NÓV. 1991 Fundarboð send fyrir skemmtifundinn 16. nóv.. Lausleg kostnaðaráætlun liggur fyrir um norræna mótið næsta sumar. Hún áleit að það yrðu 4.000 sænskar krónur.
71. skf. 16. nóv. 1991
Spilað á 14 borðum (60 skráðir). Ari Gíslason sýndi myndir frá móti norrænna eftirlaunakennara í Noregi á síðasta sumri.
103. STJF. 3. DES. 1991 Send út fundarboð um jólafund 7. des.. Hulda ítrekaði að við þyrftum að ákveða hverjir ætluðu að þiggja hið höfðinglega boð Gísla Sigurbjörnssonar um vikudvöl að Ási í Hveragerði. Minnt á þá venju sem skapast hefur að stjórnin sjái um bakkelsið á jólafundinum.
72. skf. 7. des. 1991 Spilað á 15. borðum. (61 skráður.) Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur söng nokkur lög. Þorsteinn frá Hamri flutti skemmtilega frásögu úr þjóðsögum um spilamennsku á jólanótt og bar saman slíkar frásagnir. Kaffi framreitt með hinum lystilegustu hnallþórum og pönnukökum sem Guðjón Þorgilsson hefur sjálfur bakað. Mikil jólastemmning var á fundinum og haft á orði að aðsókn færi vaxandi og ekki gott að vita hvenær við sprengdum utan af okkur húsnæðið.
1992
104. STJF. 30. JAN. 1992 Árshátíðin 8. febrúar. Ákveðið að panta mat frá Veislustöð Kópavogs, fá Helga Seljan til að skemmta fólki og Reyni Jónasson til að leika fyrir dansi og sjá um fjöldasöng. Fundarboð send út.
73. skf. 8. feb. 1992
Hófst kl. 6 með borðhaldi. (Enginn viðvistarlisti.) Maturinn frá Veislustöð Kópavogs fallega framreiddur, mikill og góður. 36
Reynir Jónasson lék undir borðum. Helgi Seljan flutti gamankvæði og flutti gamansögur. Undirleikari kom með Helga og var flutningur þeirra öllum til ánægju. Að lokum greip Reynir til harmonikkunnar og lék fyrir dansi.
105. STJF. 2. MARS 1992 Sá sorglegi atburður hafði gerst að Gerður Magnúsdóttir, ritari félagsins, lést 26. febrúar. Vegna fráfalls hennar tók Ingibjörg Björnsdóttir við störfum ritara í félaginu. Tveir átta manna hópar dvöldu í Ási í Hveragerði í boði Gísla Sigurbjörnssonar og létu hið besta yfir dvölinni. Rætt um 13. mótið sem haldið verður hér á landi í júlí í sumar. Ákveðið að senda félagsmönnum bréf um ferð til Akureyrar og þátttöku í mótinu. Næsti skemmtifundur 14. mars og í fundarboði óskað eftir skemmtiefni frá fundarmönnum sjálfum. Skyldu þeir sem það ættu í fórum sínum hafa samband við formann fyrir fundinn.
106. STJF. 9. MARS 1992 Vinnufundur. Send út fundarboð.
74. skf. 14. mars 1992
Góugleði (62 skráðir). Auglýst hafði verið eftir heimafengnu skemmtiefni og reyndist sú aðferð vel. Dagskrárliðurinn nefndist Enginn veit hvað undir býr enda vissi enginn nema flytjendur sjálfir hvað hjá þeim hafði orðið fyrir vali. Ása Jónsdóttir las tvær vísur um sín bernskujól. Björn Loftsson flutti ljóð eftir ýmsa þjóðkunna höfunda svo sem Bólu-Hjálmar, Þorstein Erlingsson og fleiri. Svo bætti hann nokkrum við eftir sjálfan sig og konu sína. Þórarinn E. Jónsson las eigin ljóð og konu sinnar. Hulda Runólfsdóttir flutti frásögn í léttum dúr. Vilborg Björnsdóttir las ljóð eftir Antoníus Sigurðsson. Milli atriða var sungið við undirleik Helga Þorlákssonar. Á undan skemmtiatriðunum var eins og venjulega spiluð félagsvist og var spilað á 13 borðum. Alls munu gestir hafa verið 57.
107. STJF. 21. APR. 1992 Fundarboð send út.
75. skf. 25. apr. 1992
Félagsvist undir stjórn Ólafs Kr. Þórðarsonar sem einnig stjórnaði fundinum í veikindafjarveru formanns. Kaffi var drukkið. Rætt um væntanlegt 13. mót eftirlaunakennara á Akureyri í júlí. Margt er enn óvíst um gesti og tímasetningar. Gerð var könnun á hverjir gætu hýst Dani en þeir koma einum degi fyrr en hinir. Undirtektir voru svo til engar. Ari Gíslason flutti að lokum erindi sem hann nefndi Gamlar minningar. Taldi hann munnlega geymd öruggari en margir vildu vera láta og sagði tvær sögur úr Borgarfirði því til sönnunar.Fundargestir voru 55 (54 skráðir).
108. STJF. 19. MAÍ 1992 Fundarboð send út og skemmtifundur ákveðinn 23. maí. Vegna þess að þetta er síðasti skemmtifundurinn á starfsárinu ákvað stjórnin að framreiða Hnallþórukaffi og tók stjórnin að sér að koma með eða útvega nokkrar Hnallþórutertur til viðbótar öðru meðlæti. Ólafur Kr. Þórðarson tók að sér að útvega nokkra stráka úr kór eldri borgara og var hann í þeirra hópi er 37
taka skyldu lagið. Hulda Runólfsdóttir átti í fórum sínum frásögn sem hún kallaði Fjöður. Félagsvist og fjöldasöngur yrðu svo aðsjálfsögðu líka með.
76. skf. 23. maí 1992
Hófst kl. 2 með félagsvist. Fólk var með færra móti (skráðir 55) - eða það fannst stjórninni sem lagt hafði til stóranhluta af meðlætinu. Kaffið var sannkallað veislukaffi. Strákarnir sungu ljómandi vel. Söngstjóri þeirra var Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir sem síðan spilaði undir fjöldasöng. Liði var á daginn og fólk spjallaði saman svo Hulda ákvað að geyma frásögn sína.
109. STJF. 2. JÚNÍ 1992 Viðstaddir aðeins Hulda, Guðjón og Ingibjörg auk Rannveigar, en fundurinn var haldinn heima hjá henni. Frekari ráðstafanir varðandi mótið í sumar og fá síðustu fréttir af ferðaáætluninni.
110. STJF. 22. JÚNÍ 1992 Viðstaddar Hulda, Rannveig og Ingibjörg. Undirbúningur 13. mótsins. Meðal annars að velja texta og sönglög fyrir allar þjóðirnar.
111. STJF. 5. ÁG. 1992 Allir viðstaddir. Tillaga til lagabreytingar. 6. og 7. grein sameinaðar þannig: Stjórnin er kosin á aðalfundi, hana skipa fjórir menn auk formanns sem er kosinn sérstaklega. Stjórnin skiptir með sér verkum. Kjörtímabil formanns og annarra stjórnarmanna er 2 ár. Kjósa skal tvo varamenn á sama hátt og tvo endurskoðendur.
112. STJF. 15. SEP. 1992 Fundurinn haldinn í gamla Kennaraskólahúsinu sem kennarasamtökin eru nú flutt í eftir gagngera breytingu. Send út fundarboð aðalfundar 26. september.
113. STJF. 25. SEP. 1992 Lagabreytingar fyrir aðalfund. Fallið frá fyrri tillögu sem lýst er í fundargerð 111. stjf.. Samþykkt að halda 6. gr. óbreyttri en síðasta málsgrein 7. gr., sem hljóðar svona: Formann má endurkjósa tvisvar, breytist í Formann má endurkjósa þrisvar.
13. félf. 26. sep. 1992 Aðalfundur (37 skráðir)
Félagsvist spiluð á 9 borðum. Kaffi og meðlæti. Að því loknu setti formaður, Hulda Runólfsdóttir, fundinn og kvaddi til fundarstjóra Helga Þorláksson og ritara Rannveigu Sigurðardóttur. Það var samþykkt. Skýrsla formanns. Formaður minntist Gerðar Magnúsdóttur sem var ritari félagsins, svo og annarra félagsmanna sem létust á árinu. Að því búnu las hún skýrslu félagsins. 15 stjórnarfundir, 8 skemmtifundir, 13. mót norrænna kennara á eftirlaunum haldið á Akureyri 4. - 6. júlí í sumar. Þar voru 105 norrænir gestir auk 14 Íslendinga. Farnar voru ferðir, m.a. um Eyjafjörð og til Mývatns í yndislegu veðri. Hilda Torfadóttir var stoð og stytta félagsins í undirbúningi og skipulagningu fyrir norðan. Þann 7. júlí var svo 38
haldið suður Kjöl og gist að Laugarvatni. Skemmtidagskrá var bæði kvöldin á Akureyri. Komið var til Reykjavíkur þann 8. júlí og allir virtust ánægðir. Þakkaði formaður Valgeiri Gestssyni fyrir þá miklu aðstoð sem hann veitti í þessu máli. Gjaldkeri, Guðjón Þorgilsson, skýrði reikninga. Skýrslan og reikningarnir bornir upp og samþykktir. Lagabreytingar: Fundarstjóri bar upp tillögu frá stjórninni um að breyta úr tvisvar í þrisvar í síðustu málsgrein 7. gr. og var það samþykkt samhljóða. Nú eru lögin svona. Stjórn var kjörin: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Guðjón Þorgilsson, ͏͏ Ingibjörg Björnsdóttir, ͏͏ Ólafur Kr. Þórðarson. Varastjórn: ͏͏ Herdís Jónsdóttir, ͏͏ Sveinbjörn Markússon. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Halldóra Eggertsdóttir. Önnur mál Formaður þakkaði traust sér sýnt og ræddi um flutning starfseminnar yfir í Kennarahúsið en salurinn þar er enn ekki tilbúinn. Í upphafi og við lok fundar var sungið úr gömlu, góðu Fjárlögunum við undirleik Helga Þorlákssonar.
114. STJF. 9. OKT. 1992 Verkaskipting: Guðjón gjaldkeri, Ingibjörg ritari og Ólafur varaformaður. Borist hefur bréf frá Málræktarsjóði þar sem bent er á að félagið eigi rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúuaráð sjóðsins. Bréfið barst hins vegar svo seint til formanns að ekki gat orðið af tilnefningunni að þessu sinni. Rætt um vetrarstarfið. Næsti fundur 24. okt.. Talið tilvalið að heiðra Guðmund Inga Kristjánsson þá með upplestri úr ljóðum hans en hann varð nú nýlega 85 ára.
115. STJF. 20. OKT. 1992 Gengið frá fundarboðum og rætt um næsta skemmtifund 24. okt.. Ákveðið að minnast Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds og kennara á Kirkjubóli í tilefni af 85 ára afmæli hans. Kom það í hlut Huldu Runólfsdóttur.
77. skf. 24. okt. 1992
Félagsvist spiluð á 15 borðum auk þess sem nokkrir komu í seinna lagi og spiluðu ekki (60 skráðir). Kaffi og meðlæti eins og best verður á kosið. Hulda Runólfsdóttir flutti þátt um Guðmund Inga Kristjánsson og las upp úr ljóðum skáldsins sem hann kallar Austurfararvísur. Ljóðin voru ort um ferð hans til Austurlanda nær en þar ferðaðist hann um í þrjár vikur. Auðheyrt var að áheyrendur kunnu vel að meta skemmtiefnið. Ekki minnkaði ánægja gestanna við það að bróðursonur Guðmundar, kristján Bersi Ólafsson, kom í fundarlok. Minntist hann frænda síns og mælti nokkur orð. Söngur undir stjórn Helga Þorlákssonar.
39
116. STJF. 10. NÓV. 1992 Send fundarboð til félagsmanna. Næsti skemmtifundur verði laugardaginn 14. nóv. kl. 14 að Grettisgötu 89. Ólafur Kr. Þórðarson flytur þar þátt sem hann nefnir Minnisstæð einkunnagjöf og Auðunn Bragi Sveinsson flytur Gamanmál. Félagsvist og kaffi. Jólafundur ákveðinn 5. des.
78. skf. 14. nóv. 1992
Félagsvist á 14 borðum (57 skráðir). Ólafur Kr. Þórðarson flutti frásögnina minnisverð einkunnagjöf sem fjallaði um sérkennilegan mann sem óskaði eftir einkunnum frá Ólafi,ekki í eitt sinn heldur 4 ár í röð, og skyldi það vera í bundnu máli. Ólafur fór létt með það og skilaði vísu á hverju ári. Þá kom svo að einkunnirnar hækkuðu árlega um einn heilan og líkaði karli það vel. Þetta var skemmtileg frásögn og vísurnar vel kveðnar. Síðara skemmtiatriðið var Gamanmál hjá Auðunni Braga Sveinssyni. Kom hann víða við og fór með hnyttnar sögur af mönnum og málefnum. Skemmti fólk sér hið besta. Fjöldasöngur undir stjórn Helga Þorlákssonar sem einnig lék undir. Í gestabók komu 60 nöfn.
117. STJF. 1. DES. 1992 Jólafundurinn 5. des. Sveinbjörn Markússon tók að sér að tala við Pétur Jónsson og fá hann til að koma með kór yngri barna úr Austurbæjarskóla. Hulda hafði fengið loforð Harðar Zophoníassonar fv skólastjóra að koma á fundinn og flytja ýmsan fróðleik um jólin. Skipt niður á stjórnarfólk að leggja til tertur, pönnukökur og fleira til að bæta á veisluborðið.
79. skf. 5. des. 1992
Byrjað var á félagsvist og síðan kom veislukaffi. (52. skráðir). Kór yngri barna úr Austurbæjarskóla söng undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar. Hörður Zophoníasson flutti Sitt lítið af hverju um jólahald fyrr á tímum og las að lokum jólasögu eftir Hallgrím Jónasson, kennara. Helgi Þorláksson stjórnaði söng og lék undir á píanóið. Í Gestabók komu um 60 nöfn.
1993
118. STJF. 19. JAN. 1993 Árshátíð 30. janúar. Panta mat frá Veislustöð Kópavogs. Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og alþingismaður hefur gefið loforð um að spjalla við veislugesti. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína hafa heitið að skemmta með söng. Reynir Jónasson mun leika undir borðum og sjá um fjöldasöng. Að lokum að spila fyrir dansi á harmonikku. Aðgangseyrir ákveðinn kr. 2.500. Gestir geta nú fengið keypt rauðvín og hvítvín í stað pilsner og gosdrykkja efþeir óska.
80. skf. 30. jan. 1993
Árshátíð hófst með borðhaldo kl. 18. Það sem ákveðið var á síðasta stjórnarfundi gekk allt eftir. Veislustöð Kópavogs sá um Þríréttaða máltíð, Reynir Jónasson lék á píanó undir borðum og við fjöldasöng. Guðrún Helgadóttir var ræðumaður kvöldsins. Ræddi hún fyrst um elliárin og hvernig roskið fólk eignaðist vini af hinu kyninu og einnig hvernig börn oft brygðust við þeim aðstæðum. Lauk hún máli sínu með því að rifja upp kynni þeirra Jóhanns Jónssonar og Elínar Thorarensen og las úr bók þeirri sem ber heitið Angantýr og er eftir Elínu. 40
Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg fluttu vísnasöng. Að lokum lék Reynir fyrir dansi á harmonikkuna. Aðgangseyrir var kr. 2.500 og var þar allt innifalið utan rauðvín og hvítvín fyrir þá sem þess óskuðu.
119. STJF. 17. FEB. 1993 Vinnufundur sendi út bréf vegna 14. móts norrænna eftirlaunakennara sem ákveðið er að verði í Danmörku næsta sumar.
120. STJF. 23. FEB. 1993 Gengið frá fundarboðum til félagsmanna. Næstu skemmtun köllum við Góugleði 27. febrúar. Ragnar Þorsteinsson, kennari, ætlar að flytja ferðaminningar og svo eru auðvitað okkar alkunna félagsvist og kaffi.
81. skf. 27. feb. 1993 (58 skráðir)
Félagsvist spiluð á 13 borðum - auk þess sem nokkrir tóku ekki þátt í spilamennskunni. Kaffi. Ferðaminningar Ragnars Þorsteinssonar. Hann skipti efninu í tvennt. Fyrri hlutinn nefndist Komdu litli ljúfur en sá síðar Tvíburarnir í skóginum. Að lokum tókum við lagið undir stjórn Helga Þorlákssonar.
121. STJF. 9. MARS 1993 14. norræna mótið. Fjallað um nokkrar umsóknir sem borist höfðu. Vegna þess að fjöldi þátttakenda frá hverju Norðurlandanna er takmarkaður var okkur nokkur vandi á höndum en við leystum hann eftir bestu getu.
122. STJF. 23. MARS 1993 Gengið frá fundarboðum um skemmtifund 27. mars.
82. skf. 27. mars 1993
(63 skráðir) Allt fór fram samkvæmt venju. Spilað á 14 borðum auk þess sem einhverjir spiluðu ekki. Fyrirlesari á fundinum var Torfi Guðbrandsson, fv skólastjóri á Finnbogastöðum í Árneshreppi. Kallaði hann þátt sinn Minningar úr heimavistarskóla. Torfi flutti í raun tvær frásögur sem fjölluðu um börn og kennara og vandamál beggja. Að lokumsungum við nokkur lög og Helgi Þorláksson spilaði undir.
123. STJF. 20. AP. 1993 Út send fundarboð um skemmtifund 24. apríl. Stefán Júlíusson, rithöfundur hefur lofað að koma á fundinn og lesa þar upp. Þess skal getið að Valgeir Gestsson gaf þær upplýsingar að nú væri viðgerð á Kennarahúsinu næstum lokið og brátt kæmi að því að FKE gæti haft skemmtisamkomur sínar þar.
83. skf. 24. ap. 1993
(63 skráðir) Félagsvist á 15 borðum. Kaffi og kökur. Stefán Júlíusson las úr óprentaðri sögu sinni. Sungið við undirleik Helga Þorlákssonar. Í lok fundarins gat Hulda Runólfsdóttir þess að þetta væri síðasti skemmtifundur félagsins að Grettisgötu 89 og myndum við framvegis eiga athvarf í Kennarahúsinu við Laufásveg.
84. skf. 22. maí 1993
(72 skráðir) Nú höfum við kvatt Grettisgötu 89 og eigum þaðan margar góðar minningar. Svanhildur Kaaber bauð okkur velkomin í nýja húsnæðið sem verður framtíðarstaður okkar. Ömmukórinn úr Kópavogi söng nokkur lög öllum til óblandinnar gleði. Síðan var spilað eins og venja er 41
og að lokum sungið og drukkið veislukaffi. Hvert sæti í salnum var skipað enda mættu um 80 manns.
124. STJF. 30. ÁG. 1993 Fundurinn haldinn á Kringlukránni. Aðalfundur. Rætt um væntanleg stjórnarskipti og hverjir væru lílegastir til að taka við af okkur, sem eigum að hætta í stjórn FKE.
125. STJF. 3. SEP. 1993 Gengið frá fundarboðum um aðalfundinn 18. sept..
14. félf. 18. sep. 1993 Aðalfundur - 45 skráðir
Fundarstjóri Þorsteinn Ólafsson. Spilað var á 11 borðum. Fundarmenn voru 45. Kaffi. Skýrsla formanns: Sagði frá starfinu og rifjaði upp minningar frá Danmerkurferð sem sjö félagsmenn fóru á 14. norræna mótið á Jótlandi. 15 stjórnarfundir 9 skemmtifundir Skýrsla gjaldkera - hann gerði grein fyrir tekjum og gjöldum og reikningar samþykktir samhljóða. Stjórn var kjörin: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ͏͏ Óli Kr. Jónsson, ͏͏ Tómas Einarsson. Varastjórn: ͏͏ Valborg Helgadóttir, ͏͏ Þórarinn Magnússon. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Halldóra Eggertsdóttir.
126. STJF. 28. SEP.1993 Verkaskipting: Rannveig ritari, Tómas gjaldkeri, Óli Kr. varaformaður og Aðalbjörg vararitari. Aðalbjörg óskaði upplýsinga um hvernig félagið aflaði tekna og kom fram í svari formanns að einu tekjurnar væru af árshátíðum. KÍ leggur til húsnæði og kaffiveitingar á skemmtifundum og loforð er fyrir því að KÍ greiði einnig húsnæði fyrir árshátíð sem haldin verður 29. janúar í Risinu við Hverfisgötu. Næsti skemmtifundur ákveðinn 16. okt. og kemur stjórnin saman 12. okt. til að ganga frá fundarboðum. ákveðinn skemmtifundur 13. nóv. og jólafundur 11. des.. Rætt hvað félagið gæti gert til að fá fjölbreytni í starfsemina. Hugmyndir: hópferð á leikhús og tónleika, ferðir innan lands og utan, virkja nokkra söngglaða til að stofna kór. Ákveðið að leita til Þorsteins Einarssonar fv. íþróttafulltrúa til að flytja skemmtiefni á næsta fundi. 42
127. STJF. 19. OKT. 1993 Fundarboð send út fyrir skemmtifund 23. þ.m. en sá sem fyrirhugaður var þann 16. okt. féll niður af óviðráðanlegum sökum. Þorsteinn Einarsson gat ekki tekið að sér skemmtiefnið á næsta fundi en í hans stað mun Vilbergur Júlíusson flytja frásöguþátt. Næsti skemmtifundur verður 20. nóv. en ekki þann 13. sem bókað var í síðustu fundargerð.
85. skf. 23. okt. 1993
51 skráður. Félagsvist á 11 borðum. Vilbergur Júlíusson flutti skemmtilegan frásöguþátt af manni úr Þingvallasveit sem fór ungur til Danmerkur og þaðan til Ástralíu, ól þar að mestu aldur sinn og andaðist þar. Kaffi með ágætu meðlæti. Sungin skemmtileg lög við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
128. STJF. 16. NÓV. 1993 Gengið frá fundarboðum fyrir skemmtifundinn 20. nóv.. Rætt hvort breyta ætti tilhögun fundarboða og senda aðeins út tilkynninguum fundadaga að hausti og í byrjun árs og ef til vill auglýsa í dagbókum blaða og útvarps.
86. skf. 20. nóv. 1993
61 skráður. Spilað á 12 borðum. Þorsteinn Einarsson sagði frá gömlum leikjum sem viðhafðir voru til forna. Formaður bar undir félagsmenn þá hugmynd að reyna hópferð félagsins í leikhús og tónleika og ef til vill að gangast fyrir ferðum innanlands og utan. Var þessum hugmyndum vel tekið. Óli. Kr. Jónsson ræddi um möguleika á breyttu fyrirkomulagi fundarboða, eins og sagt er frá í síðustu fundargerð stjórnar, og virtust fundarmenn jákvæðir við þeirri hugmynd. Kaffi og meðlæti. Sungin nokkur lög við undirleik Helga Þorlákssonar.
129. STJF. 7. DES. 1993 Gengið frá fundarboði fyrir næsta skemmtifund.
87. skf. 11. des. 1993
61 skráður. Spilað á 12 borðum. Kaffi og gómsætt meðlæti sem meira var borið í en venjulega vegna nálægðar jólanna. Áslaug Friðriksdóttir, fv. skólastjóri, flutti jólaboðskap, las sögu og kvæði. Fjórar úr Firðinum - svo nefndu sig fjórar stúlkur sem sungu nokkur jólalög. Helgi Þorláksson lék undir söng.
1994
130. STJF. 19. JAN. 1994 Send út tilkynning um árshátíðina föstudaginn 28. jan.. Einnig sendar út upplýsingar um 15. norræna mótið semhaldið verður í Dalarna í Svíþjóð næsta sumar (1994). Mótsstaðurinn nefnist Rättvik og er við Siljavatnið í Dölum. Mótið stendur dagana 13. - 17. júní.
88. skf. 28. jan. 1994 Árshátíð
Hófst með borðhaldi kl. 18. Snædd var þríréttuð máltíð undir ljúfri píanótónlist sem leikin var af Reyni Jónassyni sem einnig lék undi fjöldasöng. Jónas Árnason var skemmtikraftur kvöldsins. Hann fór með gamanmál oglas nokkrar limrur af sinni alkunnu snilld og léttleika. Hófinu stjórnaði Hulda formaður og fór á kostum að vanda. 43
Að lokum stiginn dans undir dynjandi harmonikku Reynis.
89. skf. 19. feb. 1994
37 skráðir. Spilað á 8 borðum. Unnur Kolbeinsd. flutti erindi. Voru það endurminningar móður hennar, Guðrúnar Jóhannsdóttur, kennara, þar sem hún sagði frá veru sinni í Kennaraskólanum. að lokumsungið og kaffi ásamt meðlæti borið fram að venju.
131. STJF. 8. MARS 1994 Valdir fulltrúar á Fulltrúaþing KÍ 6.-8. apríl, Hulda, Óli Kr. og Rannveig og til vara Þórarinn, Aðalbjörg og Tómas. Óli Kr. las upp tillögu sem hann óskaði eftir að borinn yrði upp til samþykktar á fulltrúaþinginu - og hljóðar svo: 7. fulltrúaþing KÍ mótmælir tvísköttun lífeyrisþega og skorar á stjórnvöld að gera strax ráðstafanir til að afnema hana. Einnig skorar KÍ á stjórnvöld að hætta að tekjutengja ellilífeyrisgreiðslur. Tillagan var samþykkt samhljóða af hálfu stjórnar FKE. 43 skráðir. Félagsvist á 9 borðum. Tómas Einarsson flutti gamanmál. Drukkið kaffi, sungið og spjallað.
90. skf. 19. mars 1994
91. skf. 16. ap. 1994
55 skráðir. Félagsvist á 11 borðum. Stjórnin hafði gert ráð fyrir að Kári Arnórsson kæmi og flytti fólki talað orð en þar hefur orðið einhver misskilningur og Kári var ekki á fundinum. Var þá tekið til við fjöldasöng til að stytta biðina. Meðal annars sungu menn Ríðum, ríðum en Kári er mikill hestamaður. Hann kom þó eigi að heldur. Valgeir Gestsson sagði af nýafstöðnu þingi KÍ. Kaffi og veitingar.
132. STJF. 3. MAÍ 1994 Fyrirhugað ferðalag FKE. Rætt um að reyna að fara dagsferð eftir miðjan ágúst. Tómasi falið að reifa málið á næsta stjórnarfundi 14. maí. Athuga hvort áhugi er fyrir hendi hjá félagsmönnum að fara í ferðalag. Loforð fékkst hjá Valgeiri Gestssyni um greiðslu frá KÍ vegna ferðakostnaðar ef af verður - og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Rætt hvernig hægt væri að fá meiri fjölbreytni í starfsemina. Fram kom sú spurning hvort ekki væri heppilegra að halda aðalfund að vori en ekki hausti, til þess að stjórnin hefði frjálsar hendur um skipulagningu vetrarstarfsins. Samþykkt að bera upp tillögu um lagabreytingu í þessa veru á næsta aðalfundi.
92. skf. 14. maí 1994
47 skráðir. Spilað á 12 borðum. Tómas sagði frá hugmynd stjórnar um fyrirhugað ferðalag félagsins og gat um ýmsa möguleika á fyrirkomulagi og leiðum. Samþykkt að stefna að skemmtiferð seinnipartinn í ágúst. Ekki var tekin ákvörðun um hvert skyldi farið. Óli Kr. fór með gamankvæði sem hann hafði ort í orðastað Huldu til Kára sem ekki mætti á fundinn 16. apríl. Kvæðið hljóðar svo: ͏͏ Kemurðu ekki bráðum hingað, Kári minn? ͏͏ Að kvöldi fer nú senn að líða dagurinn. ͏͏ Gestirnir bíða, en brosandi þó, ͏͏ biðinni taka með stóiskri ró. 44
͏͏Kári, fljótur Kári, ͏͏komdu á þínum jó! ͏͏Syngjum nú um rekkana sem reka yfir sand ͏͏í rökkrinu, og drottningu sem er að beisla gand. ͏͏Helgi spilar lagið í heild í þriðja sinn ͏͏hann er ekki að gefast upp þótt lengist biðtíminn. ͏͏Kári, fljótur Kári, ͏͏komdu nú hingað inn! ͏͏En Kári dvelur austanfjalls í fagurri sveit ͏͏við fénaðinn að sýsla og hrossin á beit. ͏͏Ég er ekki lengur í leynum hugans geymd, ͏͏nú lamar mig sú hugsun að ég sé alveg gleymd. ͏͏Kári, fljótur Kári, ͏͏kynntu þér mína eymd. ͏͏Þreytandi er að bíða svona og brostin er mín von, ͏͏bið ég þín aldrei framar, Kári Arnórsson. ͏͏Að taka baldnar truntur fram yfir mig. ͏͏Ég tala bara aldrei framar neitt við þig. ͏͏Kári, fljótur Kári, ͏͏Komdu af þínum villustig. ͏͏En margt vill fara úrskeiðis á langri leið, ͏͏langt fram eftir kvöldi ég svekkt og hnípin beið. ͏͏Aldrei birtist Kári, nú upphef ég mína raust: ͏͏Á ég nokkuð framar að sýna honum traust? ͏͏Kári, seinna Kári. ͏͏Þú kemur bara til mín í haust. ͏͏Allar sögur gleðja mest sem enda vel ͏͏og ákaflega mikilvægt ég víst þó tel ͏͏að staðfesta vandlega öll stefnumót ͏͏því stundum verður misskilningur ógæfunnar rót. ͏͏Kári, besti Kári, ͏͏við kunnum að ráða á þessu bót. Vakti bragur þessi mikla kátínu viðstaddra. Að lokum var fjöldasöngur með undirleik Guðrúnar Pálsdóttur og kaffi og meðlæti borið fram að venju.
133. STJF. 4. ÁG. 1994 Þing SLRB 21. sept.. Aðalfundur ákveðinn 10. sept.. Ferðalagið ákveðið 24. ágúst. Farið verður um Þingvöll, síðan línuveginn norðan Skjaldbreiðs á Kjalveg og heim um Geysi og Laugarvatn. Sameiginlegur matur við Geysi. Brottför frá BSÍ kl. 08:30.
134. STJF. 9. ÁG. 1994 Gengið frá bréfum til félagsmanna vegna ferðarinnar og sent út fundarboð vegna aðalfundarins sem verður 10. sept..
1. sf. 24. ág. 1994
70 manns 1. sumarferð FKE var farin þann 24. ágúst eins og til stóð. Farið var um Þingvöll, síðan línuvegur norðan 45
Skjaldbreiðs á Kjalveg og svo norður í Hvítárnes. Síðasti áningarstaðurinn var við Geysi þar sem snæddur var afbragðs kvöldverður og öll þjónusta til fyrirmyndar. Veður var ágætt og þótt ekki væri sól var fjallasýn fögur. Þátttakan fór fram úr öllum vonum og fóru tvær rútur fullar eða rúmlega 70 manns. Ferðin gekk mjög vel í alla staði.
135. STJF. 6. SEPT. 1994 Undirbúningur aðalfundar. Tómas lagði fram ársreikninga og voru þeir samþykktir. Rætt um að gera lítilsháttar breytingu á lögum félagsins. Samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi um breytingu á 5. gr. og sömuleiðis á 6. gr. og 7. gr og sameina þær. Rætt um kosningu til þings SLRB þann 21. sept. og samin tillaga um fulltrúa á það.
15. félf. 10. sept. 1994
Aðalfundur - 28 skráðir Félagsvist á aðeins 6 borðum og var mæting óvenju slæm. Kaffi og meðlæti. Almennur söngur við undirleik Helga Þorlákssonar. Skýrsla stjórnar: 8 skemmtifundir auk árshátíðar. 9 stjórnarfundir. 1 sumarferð. 15. norræna mótið í Svíþjóð sem formaður sótti ásamt öðrum félaga. Mótið gekk mjög vel og var undirbúið af kostgæfni. Reikningar félagsins. Félagið á í sjóði samtals kr. 43.355. Lagabreytingar - tillögur stjórnar. 5. gr. verði svona: ͏͏ Aðalfundur skal haldinn árlega í maí og sé hann boðaður með minnst tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi flytur formaður skýrslu um starfsemi félagsins áliðnu starfsári, kosin er stjórn og rædd viðfangsefni næsta árs. Reikningar félagsins miðast við aðalfund. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. 6. og 7. gr sameinist og hljóði svo: ͏͏ Stjórnina skipa 5 menn. Kjörtímabil stjórnar skal vera 2 ár. Annað árið skal kjósa formann sérstaklega og 2 meðstjórnendur, hitt árið skal kjósa 2 meðstjórnendur. Enginn stjórnarmanna skal sitja lengur en 3 kjörtímabil samfellt (6 ár). Kjósa skal 2 menn í varastjórn til 1 árs í senn og 2 endurskoðendur. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Greinar 8, 9 og 10 færist upp í númeraröð. Lagabreytingarnar samþykktar samhljóða. Nú eru lögin svona. Kosnir fulltrúar á þing SLRB þann 21. sept.: Bergþór Finnbogason, Hulda Runólfsdóttir, Teitur Þorleifsson, Áslaug Friðriksdóttir, Vilbergur Júlíusson, Ingibjörg Þorkelsdóttir. Varafulltrúar: Óli Kr. Jónsson, Helga Þórarinsdóttir, Magnús Jónsson, Valborg Helgadóttir, Ólafur Kr. Þórðarson, Kristín Björnsdóttir. Stjórnarkosning Samkvæmt breyttum lögum þarf ekki að kjósa formann í ár en Rannveig og Aðalbjörg voru endurkjörnar til næstu tveggja ára og sömuleiðis varamenn til eins árs. Stjórnina skipa: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ͏͏ Óli Kr. Jónsson, 46
͏͏Tómas Einarsson. Varastjórn: ͏͏ Valborg Helgadóttir, ͏͏ Þórarinn Magnússon. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Halldóra Eggertsdóttir. Önnur mál: Kristinn Gíslason sagðist hafa verið beðinn að sækja aðalfund Málræktarsjóðs Íslands en FKE er einn stofnenda hans. Skýrði hann tilurð og tilgang sjóðsins og las upp úr fundargerð hans. Bragi Melax spurðihvort rætt hefði verið innan FKE um launamál lífeyrisþega í framtíðinni og stöðu FKE gagnvart lífeyrisgreiðslum. Samþykkt var að fela stjórninni að athuga þessi mál.
136. STJF. 20. SEPT. 1994 Samþykkt óbreytt verkaskipting frá síðasta starfsári. ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ritari, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, vararitari, ͏͏ Óli Kr. Jónsson, varaformaður, ͏͏ Tómas Einarsson, gjaldkeri. Skemmtifundir ákveðnir dagana 15. okt., 12. nóv. og 3. des.. Árshátíðin - áhugi er fyrir að færa hana fram í mars til reynslu en aðsókn var ekki góð á síðustu árshátíð. Kanna húsnæði og verðlag. Óli Kr. Jónsson kosinn fulltrúi í stjórn SLRB og Valborg Helgadóttir til vara.
137. STJF. 11. OKT. 1994 Gengið frá bréfum til félaga um dagsetningu funda til jóla.
93. skf. 15. okt. 1994
43 skráðir. Félagsvist á 12 borðum. Kári Arnórsson flutti skemmtilegan pistil. Helgi Þorláksson lék undir fjöldasöng. Mættir voru milli 50 og 60 manns.
94. skf. 12. nóv. 1994
36 skráðir. Félagsvist á 8 borðum Auðunn Bragi flutti skemmtilegar frásagnir frá Kennaraskólaárum sínum. Minntist aðallega Brodda Jóhannessonar og Hallgríms Jónassonar en þeir voru kennarar við skólann þá. Fjöldasöngur við undirleik Ólafs B. Ólafssonar. Kaffi og meðlæti.
138. STJF. 22. NÓV. 1994 Jólafundur 3. des.: Bergþór Finnbogason hefur lofað að flytja einhver skemmtiatriði. Leitað eftir að fá umsjónmeð söng eða annarri tónlist. Ákveðið að stjórnin komi með gómsætar kökur á jólafundinn eins og venja er. Árshátíð 4. mars. Tómas kom með þá tillögu að reyna að spila bingó á einhverjum fundinum til tilbreytingar.
95. skf. 3. des. 1994
46 skráðir - Jólafundur Félagsvist á 10 borðum. Bergþór Finnbogason flutti frásagnir frá jólum á hans æskuárum í Hítardal. Börn frá Suzuki-tónskólanum léku á píanó og fiðlur. 47
Kaffi og gómsætt meðlæti. Sungin jólalög við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
1995
96. skf. 4. feb. 1995
36 skráðir. Spilað á 8 borðum. Sýnt myndband frá móti eftirlaunakennara í Svíþjóð sl. sumar og Hulda skýrði frá því. Helgi Þorláksson minntist slyssins í Súðavík og spilaði síðan undir fjöldasöng. Óli Kr. las frumsamið ljóð tileinkað Súðavíkurslysinu. Vegna alþingiskosninga færist apríl-fundurinn, sem átti að vera þann 8., fram til 1. apríl.
139. STJF. 14. FEB. 1995 Árshátíðin. Helgi Sæmundsson mun verða ræðumaður. Efnið verður Aldarafmæli Davíðs. Sigurveig Hjaltested mun skemmta með söng ásamt Ólafi Beinteinssyni og Ólafur B. Ólafsson leika undir og annast tónlist að öðru leyti. Hátíðin verður haldin að Hallveigarstöðum. Skemmtifundir verða 1. apríl. og 6. maí en þá verður einnig aðalfundur. Samið bréf til félagsmanna umárshátíð, einnig fundarboð.
140. STJF. 15. FEB, 1995 Til að senda út fundarboð til félagsmanna ásamt tilkynningu um árshátíð sem verður þann 4. mars á Hallveigarstöðum.
97. skf. 4. mars 1995 Árshátíð
Þátttaka var fremur lítil og fólk seint að taka við sér að tilkynna þátttöku. Þó rættist úr að lokum og voru samkomugestir tæplega 50. Hófið hófst með borðhaldi og var maturinn að allra dómi hið mesta hnossgæti en hann var fenginn frá Veislunni á Seltjarnarnesi. Ólafur B. Ólafsson spilaði ljúfa tónlist á píanó meðan matur var snæddur. Sigurveig Hjaltested, söngkona, gat ekki komið eins og ákveðið hafði verið en þeir feðgar, Ólafur Beinteinsson og Ólafur B. Ólafsson sungu við undieleik gítars og harmonikku af miklu fjöri og léttleika við mikinn fögnuð áheyrenda. Helgi Sæmundsson flutti erindi sem hann nefndi Á aldarafmæli Davíðs. Talaðist honum vel eins og hans er vandi. Að lokum skemmti fólk sér við dans og söng Hulda Runólfsdóttir stjórnaði samkomunni af röggsemi eins og henni er lagið.
98. skf. 1. ap. 1995
21 skráður Óvenju fáir mættu sökum leiðinda veðurs og var aðeins spilað á 5 borðum. Gunnar Markússon komst ekki yfir heiðina frá Þorlákshöfn svo hans skemmtiefni féll niður. Að loknum spilumvar borið fram kaffi og meðlæti, sungið og rabbað saman.
141. STJF. 26. AP. 1995 Aðalfundarundirbúningur Rætt um breytingar á stjórninni en samkvæmt lögum skal kjósa 2 aðalmenn og 2 varamenn. Formaður sagði frá 16. norræna mótinu sem haldið verður 12. - 16. júní í Finnlandi, 125 km frá Helsingfors. Nú þegar á að vera búið að sækja um þátttöku en vegna þess hve allar upplýsingar bárust okkur seint í hendur hefur ekki enn verið gengið frá þeim málum af okkar hálfu.
16. félf. 6. maí 1995 Aðalfundur - 40 skráðir. 48
Fyrst var spiluð félagsvist á 10 borðum. Kaffi og meðlæti. Söngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
Aðalfundur - skýrsla stjórnar:
7 skemmtifundir og árshátíð. 6 stjórnarfundir. 16. norræna mótið er fyrirhugað í sumar í Finnlandi, dagana 12. - 16. júní. 1 skemmtiferð farin þann 24. ágúst sem góður rómur var gerður að. Reikningar félagsins - í sjóði eru kr. 22.073. Kristinn Gíslason þakkaði stjórninni fyrir ágæta árshátíð og ferðalagið síðastliðið sumar og taldi, miðað við aðstæður, fjárhagsafkomu ekki svo slæma. Gjaldkeri þyrfti ekki að bera sig illa. Óli Kr. lét þess getið að KÍ væri okkur innanhandar við útgjaldaliðina. Greiddi það húsnæði fyrir árshátíðir, kaffi og meðlæti á fundum og fleira. Stjórnarkjör: Óli Kr. og Tómas endurkjörnir. Í varastjórn Þórir Sigurðsson í stað Þórarins Magnússonar og Valborg Helgadóttir endurkjörin. Endurskoðendur endurkjörnir. Stjórnina skipa: ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ͏͏ Óli Kr. Jónsson, ͏͏ Tómas Einarsson. Varastjórn: ͏͏ Valborg Helgadóttir, ͏͏ Þórir Laxdal Sigurðsson. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Halldóra Eggertsdóttir. Önnur mál: Óli Kr. ræddi um launamál FKE. Skýrði frá breytingum í síðustu kjarasamningum og frálagfæringu sem gerð hefur verið á tvískattlagningu launa lífeyrisþega. Tómas sagði að fyrirhuguð væri ferð FKE seinnipartinn í sumar og áætlað að fara vestur á Mýrar, að Álftanesi, Straumfirði, Ökrum og inn í Hítardal. Tómas nefndi einnig að ná þyrfti til yngri kennara sem nýlega væru komnir á eftirlaun og fá þá til að taka þátt í félagsstarfinu. Hulda bað fundarmenn að koma með tillögu um hvernig fjölga megi virkum félögum. Fram kom sú hugmynd að hvetja nýja félaga til að taka þátt í fyrirhugaðri sumarferð. Óli Kr. taldi að breyta þyrfti 3. gr. félagslaganna vegna breyttra forsendna.
142. STJF. 23. MAÍ 1995 Samþykkt óbreytt verkaskipting frá síðasta starfsári. ͏͏ Hulda Runólfsdóttir, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ritari, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, vararitari, ͏͏ Óli Kr. Jónsson, varaformaður, ͏͏ Tómas Einarsson, gjaldkeri. 49
Sumarferðin 23. ágúst. Ákveðið að senda út bréf til félagsmanna með upplýsingum um ferðina ásamt skemmtifundum til jóla. Fram kom að breyta þyrfti forminu á fundum félagsins til að reyna að fá meiri fjölbreytni í félagsstarfið.
143. STJF. 20. JÚNÍ 1995 Bréf til félagsmanna fjölfaldað og sent út. Sumarferðin: Farið vestur á Mýrar. Meðal viðkomustaða eru Álftanes, Straumfjörður, Akrar og Hítardalur. Kvöldverður snæddur á Hótel Borgarnesi. Í bréfinu einnig tímasetning skemmtifunda til áramóta. Rætt um að hafa happdrættismiða til sölu í ferðinni. Vinningar yrðu aðgöngumiðar að næstu árshátíð og farseðill í skemmtiferð FKE á næsta ári.
144. STJF. 16. ÁG. 1995 Undirbúningur sumarferðarinnar. Allur undirbúningur virðist í góðum farvegi. Þórir er búinn að hanna hin skrautlegustu skjöl fyrir vinningshafana í happdrættinu. Ekki er ljóst hvernig þátttakan verður, en vonum það besta.
2. sf. 23. ág. 1995 2. sumarferð FKE
Farið vestur á Mýrar. Meðal viðkomustaða eru Álftanes, Straumfjörður, Akrar og Hítardalur. Kvöldverður snæddur á Hótel Borgarnesi. Lýsing Óla Kr. Jónssonar eftir bókun Rannveigar Sigurðardóttur á 99. skemmtifundi þann 9. sept.: Farið var þann 23. ágúst á tveimur bílum. Farþegar voru 74. Að þessu sinni var haldið vestur á Mýrar, fyrst sem leið lá til Straumfjarðar. Þar tók á móti hópnum jarðareigandinn, Sigrún Guðbjarnardóttir, og fræddi um staðinn og sagði frá því mikla sjóslysi þegar rannsóknaskipið Pourquoi Pas? fórst þar undan ströndu aðfararnótt 16. sept. 1936. Áfram hélt hóurinn vestur á Mýrar og næsti stanz var í Vogi. Þar var gengið upp á kletta og notið útsýnis yfir eyjar og sker enda frábært veður og gott skyggni. Þaðan var haldið að Hítarvatni. Því næst keyrt til Borgarness með stuttum stansi við býlið Hítardal, þann sögufræga stað. Á Hótel Borgarnesi var snæddur kvöldverður og síðan haldið heim. Allir virtust ánægðir með ferðina. Óli lauk máli sínu með því að fara með nokkrar ferskeytlur sem fæddust í ferðinni.
145. STJF. 4. SEP. 1995 Rætt vetrarstarfið. Næsti skemmtifundur er fyrirhugaður laugardagur 9. sept.. Þar mun Hans Jörgensson segja frá 16. norræna mótinu í Finnlandi síðastliðið sumar og Óli Kr. segja frá skemmtiferð félagsins sem farin var 23. ágúst. Rætt var um að gaman væri að sýna landslagsmyndir stöku sinnum. Eflaust eiga margir félagar góðar myndir í fórum sínum.
99. skf. 9. sep. 1995
43 skráðir. Félagsvist á 10 borðum. Veislukaffi. Hans Jörgensson sagði frá 16. norræna þinginu í Finnalndi dagana 12. - 16. júní. Aðeins 2 fulltrúar voru frá Íslandi. Móttökur voru frábærar og fróðlegt að sækja svona mót og kynnast félögum frá öðrum Norðurlöndum. Óli Kr. sagði frá skemmtiferð FKE sem farin var þann 23. ágúst - sjá hér ofar - fært á 23. ágúst. Söngur undir stjórn Guðrúnar Pálsdóttur.
146. STJF. 3. OKT(?) 1995 Rætt um undirbúning næsta skemmtifundar. Gera þarf ráðstafanir til að fá undirleikara fyrir fjöldasöng. Ákveðið að Gunnar Markússon verði ræðumaður næsta fundar. 50
Undirbúningur árshátíðar. Tómas athugi með húsnæði og tímasetningu. Leita til Ólafs B. Ólafssonar að sjá um tónlistina. Herdís Egilsdóttir hefur lofað að vera með skemmtiefni á jólafundinum.
100. skf. 7. okt. 1995
50 skráðir. Mættir voru 53 félagar og gestir. Félagsvist. Kaffi og meðlæti. Gunnar Markússon, fv. skólastjóri í Þorlákshöfn, flutti frásögn frá uuphafi skólahalds í Þorlákshöfn. Hann las m.a. bréf frá Kristjáni frá Djúpalæk þar sem hann lýsir á skemmtilegan hátt þeim frumstæða aðbúnaði sem kennarar og nemendur máttu búa við á frumbýlingsárum þeirra Þorlákshafnarbúa. Einnig rakti hann sögu hafnargerðarinnar þar á staðnum. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
147. STJF. 31. OKT. 1995 Óli Kr. setti fundinn og stýrði í fjarveru formanns. Hann sagði að fundarboðunin um skemmtifundinn næstkomandi laugardag hefði farið úr skorðum vegna seinkunar á útgáfu Kennarablaðsins en þar átti fundarboðið að birtast. Í stað þess hefði verið sett frétt um jólafundinn í blaðið en næsti fundur boðaður í dagbókum dagblaðanna. Tómas hefur fastsett Hallveigarstaði fyrir árshátíð 2. mars. Ákveðið að semja við Veislustöðina á Seltjarnarnesi um veitingarnar. Rætt um að stofna bókmenntaklúbb sem kæmi saman, t.d. einu sinni í viku. Einnig að gera tilraun með að æfa sönghóp. Ákveðið að kynna þessar hugmyndir á næsta fundi. Á þeim fundi sýni Tómas og kynni myndir. Samþykkt að kjósa Kristin Gíslason í ráð Málræktarsjóðsins en hann hefur verið þar fulltrúi félagsins. 17. norræna þingið verður í Færeyjum 10. - 14. júní 1996. Þátttaka liggi fyrir í byrjun mars. Ákveðið að koma frétt um þetta í janúarblaðið og kjósa ferðanefnd á næsta fundi.
101. skf. 4. nóv. 1995
48 skráðir. Mættir 49 félagar. Spilað á 11 borðum. Kaffi og meðlæti. Tómas Einarsson sýndi áhugaverðar myndir frá Drangey sem hann hafði sjálfur tekið. Óli Kr. viðraði hugmyndina um stofnun bókaklúbbs og sönghóps. Nokkur áhugi virtist um slíka tilbreytni en ekki tekin nein endanleg ákvörðun. Sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjarnar Þórðardóttur.
148. STJF. 28. NÓV. 1995 Undirbúningur næsta fundar 2. des., jólafundarins. Herdís Egilsdóttir verður með skemmtiatriði. 17. norræna mótið í Færeyjum. Við megum senda þangað 10 fulltrúa. Þóri og Tómasi falið að afla ítarlegra upplýsinga um mótið og hagkvæmustu möguleika á gistingu og uppihaldi mótsdagana. Fyrsti skemmtifundur næsta árs er ákveðinn 3. feb. (?) og árshátíðin 2. mars. Óli Kr. hefur setið stjórnarfund SLRB (Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja). Þar var m.a. gerð ályktun sem send var KÍ þess efnis að • ekki verði afnumin sú lagfæring sem gerð var á tvísköttun launa lífeyrisþega, • bætur trygginga fylgi verðlagsþróun og • ekki tekin sjúkrahúsgjöld af elli-, lífeyris- og örorkuþegum. 49 skráðir. Félagsvist á 12 borðum.
102. skf. 2. des. 1995
51
Kaffi og sannkallað jólameðlæti. Herdís Egilsdóttir las upp vísur og ljóð eftir föður sinn, Egil Jónasson á Húsavík. Einnig las hún sögu eftir sjálfa sig. Einnig spilaði hún undir fjöldasöng og sungin voru jólalög í léttum dúr. Óli Kr. minnti á hugmyndina að stofnun sönghóps og bókmenntaklúbbs. Áskriftarblað gekk - en lítill árangur varð að þessu sinni. Málið verður rætt betur síðar.
1996
149. STJF. 10. JAN. 1996 Rætt um starfið seinni hluta vetrarins. Fundir: 10. feb. spilafundur, 2. mars árshátíð, 30. mars spilafundur og aðalfundur 4. maí. Óli Kr. gat þess að ályktanir þær sem SLRB sendi frá sér varðandi tvísköttun og tryggingar hefðu ekki fengið hljómgrunn á hinu háa Alþingi en sjúkrahúsgjöldin verið dregin til baka. Tómasi falið að semja fréttabréf um fundina og fleira. Bréf vegna árshátíðar verður sent út síðar. Tómas kvaðst hafa sent Sigrúnu Guðbjarnardóttur bók fyrir móttökurnar í Straumfirði sl. sumar, sömuleiðis greitt Herdísi Egilsdóttur smá-þóknun fyrir framlag hennar á jólafundinum. Árshátíð - búið að fá Ólaf B. Ólafsson til að annast tónlistina. Hann hefur boðið fram foreldra sína, Sigurveigu Hjaltested og Ólaf Beinteinsson, sem skemmtikrafta ef vilji stjórnar er fyrir því. Ath, hvort Jón Böðvarsson er fáanlegur til að flytja talað orð. Tómas athugi verðlag á veisluföngum í Veislustöðinni. Aðalbjörg tali við sönghóp um að skemmta á árshátíðinni. Þorsteinn Ólafsson og Sigurður Kristinsson hafa þegar lofað að leggja eitthvað af mörkum til skemmtunar á næstu fundum.
150. STJF. 23. JAN. 1996 Kynningarbréfum komið í póst. Þar er líka minnt á sönghópinn og lesklúbbinn sem fyrirhugað er að stofna ef næg þátttaka fæst. Einnig þar sagt af 17. norræna mótinu í Færeyjum. Óli Kr. sagið af fulltrúaráðsfundi KÍ þar sem m.a. var rætt um þá óvissu sem ríkti um launamál kennara og eftirlaunagreiðslur þegar skólarekstur færist til sveitarfélaganna. Rætt um 17. mótið í Færeyjum. Ákveðið að athuga hvort ekki fæst aðgangur að orlofshúsum KÍ á góðum kjörum utan mesta annatímans.
103. skf. 10. feb. 1996
54 skráðir. Mættir voru 54 gestir og spilað á 12 borðum. Kaffi og meðlæti. Þorsteinn Ólafsson flutti skemmtilega frásögn af lífi og starfi elskunnar hans Þórbergs. Fjöldasöngur með undirleik Helga Þorlákssonar.
151. STJF. 16. FEB. 1996 Undirbúningur árshátíðar. Óli Kr. hefur rætt við Hilmar Ingólfsson um orlofshúsamálið og hann hefur tekið vel í að veita FKE afslátt af húsaleigu utan mesta annatíma. Óla Kr. falið að fylgja málinu eftir. Rætt um Færeyjaferðina og samþykkt: Af þeim styrk sem KÍ veitir félaginu til norrænnar samvinnu skal formaður eða fulltrúi hans fá greitt að fullu ferða og dvalarkostnað. Það sem eftir er skiptist milli annarra þátttakenda félagsins. Rædd dagskrá árshátíðar. 10 manns hafa skráð sig í sönghópinn. Ákveðið að kalla þetta fólk saman til frekari ákvarðana. 52
104. skf. 2. mars 1996
Árshátíð FKE að Hallveigarstöðum. Þátttaka mun betri en í fyrra eða rúmlega 60 manns. Borðhald - matur frá Veislunni á Seltjarnarnesi samanstóð af mörgum réttum, hverjum öðrum betri. Séra Árni Pálsson sagði frá kynnum sínum við afa sinn, sr. Árna Þórarinsson, og rifjaði upp margar skemmtilegar sögur af honum. Sex ungmenni sungu nokkur lög af mikilli prýði. Ólafur B. Ólafsson annaðist tónlistina auk þess sem faðir hans, Ólafur Beinteinsson kom með sinn góða gítar og þar stilltu feðgarnir saman strengi sína. Einnig söng dóttir Ólafs B. Ólafssonar einsöng en hún er í söngnnámi. Að lokum var dansað af miklu fjöri og skemmti fólk sér hið besta.
152. STJF. 7. MARS 1996 17. þingið í Færeyjum. Næsti skemmtifundur. Sigurður Kristinsson ætlar að segja frá Lónsöræfum og sýna myndir þaðan.
105. skf. 30. mars 1996
39 skráðir. Spilað á 9 borðum en alls mættu 42 félagar. Kaffi og meðlæti. Sigurður Kristinsson fræddi um Lónsöræfin og sýndi margar myndir þaðan. Söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
153. STJF. 15. AP. 1996 Undirbúningur aðalfundar 4. maí. Kjósa skal formann í stað Huldu sem á að ganga úr stjórn samkvæmt lögum. Einnig tvo stjórnarmenn í stað Aðalbjargar og Rannveigar. Stjórnin mælir með Óla Kr. Jónssyni í stöðu formanns og endurkjöri Aðalbjargar og Rannveigar. Einnig mælir hún með Þóri og Valborgu í aðalstjórn og Helgu Einarsdóttur í varastjórn. Þá vill hún tilnefna Þorstein Ólafsson og Margréti Jakobsdóttur sem endurskoðendur. Von er um afslátt af leigu orlofshúsa til félaga FKE en hefur þó enn ekki verið staðfest. Fundarboð verða send út miðvikudaginn 17. apríl.
154. STJF. 17. AP. 1996 Vinnufundur til að koma fréttablaðinu í póst. Þar kemur fram, auk fundarboðs, að stjórn Orlofshúsasjóðs KÍ býður félögum FKE afslátt af orlofshúsum í sumar. Afsláttartímabilið er tvær fyrstu vikur í júní og tvær síðustu vikur í ágúst. Afslátturinn nemur kr. 2.000 á viku fyrir hús í verðflokkum kr. 9 - 12.000 og kr. 1.000 fyrir hús sem leigð eru á kr. 8.000 á viku.
17. félf. 4. maí 1996 Aðalfundur - 50 skráðir.
Fyrst spiluð félagsvist á 11 borðum en alls mættu 50 manns. Kaffi og krásir.
Aðalfundur hófst með fjöldasöng.
Óli Kr. Jónsson setti fund í fjarveru formanns og flutti skýrslu stjórnar: 628 félagar FKE eru skráðir hjá KÍ. Kennarar ganga sjálfkrafa inn í FKE þegar starfi lýkur. 13 stjórnarfundir. 6 skemmtifundir og ein árshátíð. 1 skemmtiferð. Treglega gengur að fá nýja félaga til virkrar þátttöku. Til að auka starfsemina var stofnaður sönghópur og leshópur seinnipart vetrar. Ekki var fjölmennt í þeim hópum en þó frekar aukning. KÍ veitti frítt húsnæði og aðstoð vi ðsamkomur. Veittur verður afsláttur af orlofshúsum vor og haust. 53
Félagið fær að hafa áheyrnarfulltrúa á fulltrúaþingi KÍ til að fylgjast með málum. Reikningar FKE - Tekjur umfram gjöld urðu kr. 36.336 og eigið fé alls kr. 58.409. Bragi Melax kvaðst ánægður með að fylgst væri með kjaramálum en taldi stjórnina hafa staðið illa að verki gagnvart launamálum eftirlaunakennara. Sigurður Kristinsson þakkaði stjórninni vel unnin störf. Bergþór Finnbogason taldi að gott væri að fá aðila frá kennarasamtökunum á fund til að segja frá því sem væri að gerast. Stjórnarkjör: Stjórnina skipa: ͏͏ Óli Kr. Jónsson, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ͏͏ Tómas Einarsson, ͏͏ Þórir Sigurðsson. Varastjórn: ͏͏ Valborg Helgadóttir, ͏͏ Helga Einarsdóttir. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Margrét Jakobsdóttir. Önnur mál Hans Jörgensson taldi mjög gott að halda þessari venju að fara eina skemmtiferð á ári og spurði hvort farið væri að huga að næstu ferð. Kom fram að ekkert væri ákveðið en Þórsmerkurferð væri í huga. Að lokum var sungið af mikilli innlifun.
155. STJF. 14. MAÍ 1996 Verkaskipting: Tómas gjaldkeri, Rannveig ritari, Þórir varaformaður. Rætt um sumarferðina. Ákveðið að fara í Þórsmörk 20. ágúst. Áætlaðir skemmtifundardagar 7. sept., 5. okt., 2. nóv. og 7. des.. Ákveðið að reyna að halda áfram með söng- og leshópana. Einnig var rætt um að kanna hvort áhugi væri fyrir bridge og tafli. Einnig vaknaði sú spurning hvort ekki ætti að veita verðlaun fyrir hæsta slagafjölda yfir veturinn.
156. STJF. 28. MAÍ 1996 Gengið frá bréfi til félaga um skemmtiferð í Þórsmörk 20. ágúst og dagsetningu skemmtifunda til áramóta. Þóri falið að gera verðlaunaskjöl til vinningshafa happdrættisins sem ákveðið var að hafa í ferðinni og Tómasi að útbúa happdrættismiða. Tekin ákvörðun um matseðil í lok skemmtiferðarinnar.
157. skf.8. ág. 1996
Óli Kr. og Þórir sögðu í stórum dráttum frá 17. norræna mótinu sem þeir sóttu í Færeyjum ásamt Sólveigu Arnórsdóttur frá Sauðárkróki. Þótti þeim ferðin takast vel yfir höfuð. Nutu þeir góðrar aðstoðar Jóhönnu Traustadóttur sem búsett er í Færeyjum. Hún var þeim góður leiðbeinandi, m.a. í ferð til Klakksvíkur. Í Færeyjum sátu þeir líka fund með mótanefnd þar sem rætt var um 18. mótið sem haldið verður í Noregi. Rætt um sumarferðina 20. ágúst og er allur undirbúningur undir hana á lokastigi. Dagskrá fyrsta skemmtifundar. Ákveðið að Færeyjafararnir segi frá ferð sinni og sýni myndir. Rætt um að stofna taflklúbb. Tillaga frá Helgu um að fá Þóri til að hafa námskeið í skrift. Tók hann vel í það ef þátttaka yrði næg. 54
3. sf.20. ág. 1996 3. sumarferðin farin í Þórsmörk 20. ágúst.
Þátttakendur 74 í tveimur rútum. Nokkur töf varð í upphafi ferðar. Kallkerfið sem átti að tengja bílana saman virkaði ekki og tókst ekki að lagfæra það. Bílarnir reyndust gamlir og lúnir og þegar kom í Holtin gafst annar þeirra upp og neitaði að fara lengra. Þá tók bílstjórinn til sinna ráða og hóf viðgerðarþjónustu á staðnum sem dugði vel. Tóku nú allir gleði sína á ný og var brunað af stað. Tómas Einarsson, hinn ágæti leiðsögumaður, brást ekki og var hann í bílunum til skiptis til að upplýsa farþega um sögu og örnefni. Keyrt var sem leið liggur í Langadal. Þar var hið besta veður svo að fólk gat notið þess að setjast utandyra, borða sitt nesti og njóta kyrrðarinnar í þessum dásamlega fjallasal. Síðan fengu sumir sér göngutúr í Húsadal en aðrir fóru styttri leið eða nutu sólarinnar í hlýlegu rjóðri. Eftir þriggja tíma stans var haldið til baka að veitingastaðnum Básum í Ölfusi þar sem beið okkar hlaðið borð með ljúffengum kræsingum. Var spjallað og sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur auk þess sem seldir voru happdrættismiðar og auðvitað dregnir út vinningar á staðnum. Komið var á Umferðarmiðstöðina kl. rúmlega 22 og virtust allir með bros á vör að leiðarlokum.
106. skf. 7. sep. 1996
33 skráðir. Fyrsti skemmtifundur haustsins. Félagsvist á 7 borðum. Kaffi og meðlæti. Þórir og Óli Kr. fluttu ítarlega frásögn af ferðinni til Færeyja. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
158. STJF. 24. SEPT. 1996 Vetrarstarfið rætt. Næsti skemmtifundur 12. okt..Tómas tali við Áslaugu Brynjólfsdóttur að flytja okkur eitthvað fróðlegt og skemmtilegt á fundinum. Einnig þarf að athuga með undirleikara. Ákveðið að halda áfram með hópastarfsemina sem sett hefur verið í gang - ef þátttaka reynist næg. Um kórstarfið hefur Óli Kr. rætt við Helga Þorláksson og vill hann gjarnan taka að sér stjórnina til áramóta. Ráðgert að hafa æfinar hálfsmánaðarlega. Ákveðið að geyma skriftarkennsluna þar til eftir áramótin. Loforð hefur fengist fyrir því að fá orlofshús KÍ til afnota fyrir FKE frá mánudögum til föstudaga fyrir lækkað verð eða kr. 3.000. 18. norræna mótið verður í Loen í Noregi 5. - 9. júní 1997 en árið 1998 er fyrirhugað að 19. mótið verði haldið á Íslandi. Tómasi og Þóri falið að kanna ýmsa möguleika í sambandi við tilhögun þess.
159. STJF. 27. SEP. 1996 Sent út fréttabréf til félagsmanna með upplýsingum um félagsstarf til áramóta. Fram kemur að boðið er upp á bókmenntir, skák og söng sem verður hálfsmánaðarlega í fundarsal Kennarahússins. Með þessu eykst fjölbreytnin í félagslífinuverulega frá því sem verið hefur og eru bundnar vonir við að þátttakan verði sæmileg. Kjörnir áheyrnarfulltrúar í fulltrúaráð KÍ.
107. skf. 12. okt. 1996
40 skráðir. Mættir 40 félagsmenn og spilað á 9 borðum. Kaffi og gómsætar krásir að venju. Áslaug Brynjólfsdóttir flutti skemmtilega og fróðlega frásögn frá námsárum hennar erlendis bæði í Þýskalandi árið 1953-4 og Bandaríkjunum 1977. Meðal annars lýsti hún þeim erfiðleikum sem námsmenn áttu við að etja vegna tregðu á yfirfærslu gjaldeyris á árunum eftir stríð. Sungin nokkur lög við undirleik Helga Þorlákssonar.
160. STJF. 22. OKT. 1996 Óli Kr. sagði frá byrjunarstarfi hópanna þriggja, les, söng- og taflhópum. Rætt um að auglýsa starfið 55
betur. Tómas athugi með sal fyrir árshátíðina og Valborg og Helga verði með honum í ráðum. Aðalbjörgu falið að raða gögnum félagsins. Rætt um skemmtifundinn í nóvember. Samþykkt að biðja Auðun Braga að flytja efni og Sigurbjörgu Þórðardóttur að annast tónlist. Þórir og Tómas eru að athuga um hótle og dagskrá fyrir 19. mótið sem verður á íslandi 1998. Samþykkt að stefna að því að það verði um 20. júní.
161. STJF. 29. OKT. 1996 Rædd drög Þóris og Tómasar að dagskrá 19. mótsins. Stjórninni leist vel á þær hugmyndir en eftir er að útfæra þær nánar. Þórir kvað laust pláss á Hótel Loftleiðum fyrir erlenda mótsgesti. Ákveðið að ræða við Ferðaskrifstofu Íslands, Samvinnuferðir-Landsýn og fleiri til að athuga verð og fleira. Einnig að athuga með framboð á ferðum utan mótsins ef fólk vildi nýta sér þær að mótinu loknu.
108. skf. 2. nóv. 1996
Mættir 32 félagar og spilað á 7 borðum sem er óvenjulega slæm mæting. Kaffi og meðlæti. Auðunn Bragi Sveinsson flutti frásögn frá fyrsta ári sínu í Kennaraskólanum og mæltist honum vel. sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
162. STJF. 19. NÓV. 1996 Spurningalistar voru sendir til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur um starfsemi kennara á eftirlaunum og hafa svarbréf borist frá þeim öllum. Ráðgert er að þýða þessa lista og taka saman útdrátt úr þeim. Sagðar fréttir af fundi Fulltrúaráðs KÍ, m.a. þeim breytingum sem væntanlega verða á lífeyrissjóðsmálum enstjórnarfrumvörp um þau mál eru nú til umræðu á þinginu. Rætt um jólafundinn 7. des.. Talað verði við Guðfinnu Dóru um söngatriði. Valborg og Tómas taka saman gamlar sagnir af jólahaldi fyrr á öldum. Ákveðið að fara á stúfana og huga að húsnæði fyrir næstu árshátíð.
109. skf. 7. des. 1996
Jólafundurinn - 47 skráðir. Spilað á 9 borðum. Kaffi og jólameðlæti. Kvartett ungra manna söng nokkur lög við mjög góðar undirtektir. Valborg og Tómas fluttu sagnir sem tengdust jólum fyrri alda. Sönghópur FKE söng 3 lög en hann hefur verið að æfa lítillega undir stjórn Helga Þorlákssonar. Helgi þurfti svo að hætta störfum vegna veikinda og var Guðrún Sigurðardóttir fengin til að leika með kórnum og undir almennum söng í lokin.
1997
163. STJF. 14. JAN. 1997 Starfsáætlun seinni hluta vetrarins. Skemmtifundir ákveðnir 1. feb., árshátíð 1. mars, 5. apr., aðalfundur 3. maí. Ákveðið að halda áfram með tafl-, les- og sönghópana og reyna að fá söngstjóra í stað Helga Þorlákssonar. Skákin verður 21. jan., 4. feb., 18. feb., 4. mars, 18. mars, 1. apríl, 15. apríl og 29 apríl. Leshópur og kór verða 23. jan., 6. feb., 20. feb., 6. mars, 20. mars, 3. apríl og 17. apríl. Búið er að fastsetja sal fyrir árshátíð að Síðumúla 25. Valborg, Helga og Tómas annast nánari undirbúning. Tómasi falið að kaupa kort og pappír fyrir næsta fund og Rannveigu að sjá um verðlaun og undirleikara. Þórir og Óli Kr. flytja erindi um Færeyjar. 18. norræna mótið í Noregi næsta sumar. Dagskrá er komin og upplýsingar um kostnað vegna 56
uppihalds og aksturs. Þátttakendur þarf að tiltaka fyrir 15. mars.
164. skf. 17. jan. 1997
Sent út fréttabréf félagsins með upplýsingum um fundi, tómstundastarfshópa og um árshátíð.
110. skf. 1. feb. 1997
40 skráðir. Mættir voru 41 félagi. Spilað á 10 borðum. Kaffi. Þórir Sigurðsson flutti erindi um Færeyjar en þetta erindi var flutt á Færeyjamótinu síðastliðið sumar af færeyskum þátttakanda, Selmer Jacobsen frá Viðareyri. Fróðleg lesning. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
1. 1. Undirbúningur árshátíðar.
165. STJF. 11. FEB. 1997
͏͏Einar Kristján Einarsson, gítarleikari, mun skemmta. ͏͏Hörður Zophoníasson flytur talað orð. ͏͏Ólafur B. Ólafsson annast tónlist fyrir fótamenntina. ͏͏Ákveðið verð aðgöngumiða kr. 3.000. ͏͏Stjórnin kemur saman þann 18. feb. til að senda út auglýsingu um hátíðina 2. Fulltrúaráðsfundur KÍ. 3. Fulltrúaráðsþing KÍ verður 3. maí. Þar stendur til að ræða tillögu um að skipta KÍ í deildir. Okkar fulltrúar munu fylgja eftir hugmynd okkar um að FKE verði sérdeild í KÍ. 4. Formaður er búinn að sækja til KÍ um styrki fyrir þá félaga sem fara á 18. þingið í Noregi.
111. skf. 1. mars 1997
Árshátíð í sal múrara við Síðumúla 25. Aðsókn svipuð og í fyrra - eða 60 manns. Borðhald. Veisluföng frá Pottinum og pönnunni. Hörður Zophoníasson flutti skemmtilega frásögn í léttum dúr þar sem hann lýsti brúðkaupi dóttur sinnar og því tilstandi sem var við undirbúning þess. Einnig flutti hann frumsamið ljóð. Kristján Einarsson lék nokkur verk á gítar við góðar undirtektir. Hinn nýstofnaði sönghópur FKE söng nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Solveigar, konu hans. Jón tók við stjórn þessa sönghóps seinni partinn í janúar með það góðum árangri að fært þótti að troða upp. Dans með tilheyrandi fjöri. Þessi árshátíð þóttitakast með ágætum.
166. STJF. 12. MARS 1997
1. Tómas er búinn að gera upp reikninga vegna árshátíðar. Útkoman, kr. - 30.000, kom engum á óvart. 2. Undirbúningur næsta skemmtifundar 5. apríl. Sveinn Kristjánsson er tilbúinn til að sýna litskyggnur frá 3. 4. 5. 6. 7. 8.
ferðalagi í Skaftafell. Tómas kaupir verðlaun og Rannveig sér um undirspilið. Kosning áþing KÍ. 3. - 7. maí. 18. norræna mótið. 6 fulltrúar hafa tilkynnt þátttöku auk tveggja maka. Ekki er búist við fleirum. Þórir kvaðst hafa haft samband við Þorbjörgu, sem vinnur hjá Samvinnuferðum-Landsýn, vegna 19. mótsins á Íslandi 1998, og saman unnu þau drög að dagskrá mótsins - en eftir er að útfæra þau nánar. Óli. Kr. kvað brýnt að við gengjum úr BSRB en fyrst þyrfti að breyta lögum félagsins en þar stendur í 3. gr.: Félagið er deild í Kennarasambandi Íslands og aðili að landssamtökum lífeyrisþegadeilda BSRB. Tómas taldi að kanna þyrfti hvort áhugi kynni að vera fyrir því að stofna deildir innan FKE úti á landi, t.d. á Akureyri. Hugmyndinni vel tekið og ákveðið að hafa samband við svæðasamböndin. Þórir taldi áhugavert að vita hvað eftirlaunakennarar vítt og breitt um landið væru að fást við og hver væru þeirra áhugamál. Fróðlegt væri að gera könnun á því. Rætt um að senda félögum spurningalista.
112. skf. 5. apr. 1997 57
45. skráðir. Félagsvist á 10 borðum en 50 félagsmenn munu hafa komið á fundinn. Kaffi og kræsingar. Helga Einarsdóttir flutti skemmtilega frásögn af ferð sem hún fór til Dominikanska lýðveldisins nú síðla vetrar. Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
167. STJF. 16. APR. 1997 Undirbúningur aðalfundar 3. maí. Fjórir stjórnarmenn verða á Fulltrúaþingi KÍ og koma ekki fyrr en fundurinn hefst. Rætt um breytingar á lögum félagsins en ástæða þótti til að laga þau að breyttum aðstæðum. Var þar um að ræða 2., 3. og 6. gr.. Hugmynd Tómasar að kanna áhuga fólks fyrir kynnisferð að Nesjavöllum. Sumarferðin í ágúst. Sennilega á Snæfellsnes - en ekki fleira ákveðið um tilhögun hennar.
168. STJF. 23. APR. 1997 Send út fundarboð um aðalfund.
18. félf. 3. maí 1997 Aðalfundur - 53 skráðir. Undir listann er skrifað: Mættir yfir 70 manns.
Félagsvist. Óvenjugóð þátttaka var á fundinum, spilað á 13 borðum en nær 60 manns munu hafa mætt. Kór FKE söng 3 lög við góðar undirtektir. Kaffi og veislubrauð. Skýrsla stjórnar: Allir ganga sjálfkrafa í ´FKE þegar þeir koma á eftirlaun. 662 félagar voru skráðir á árinu. 12 stjórnarfundir. 7 skemmtifundir, árshátíð og sumarferðalag. Leshópur, sönghópur og taflhópur hafa starfað með nokkurri þátttöku. Afsláttur fékkst afleigu sumarhúsa utan aðal útleigutímans og ætlar formaður orlofshúsanefndar að veita 25% afslátt af leigu húsanna á Flúðum á sumri komanda. FKE verður sérdeild innan KÍ með málfrelsi og tillögurétti. Formaður minntist á norræna samstarfið og þau mót sem FKE hefur tekið þátt í. Fyrirspurn frá Bergþóri Finnbogasyni um hvort fólk úti á landsbyggðinni gæti fylgst nógu vel með starfsemi FKE. Formaður sagði að bréf væru send út um landið og til orða hefði komið að stofna deildir í öðrum landshlutum. Reikningar félagsins - Rekstrartekjur á árinu voru kr. 352.327, rekstrargjöld kr. 331.963 og ´félagið á í sjóði kr. 78.773. Lagabreytingar frá stjórn: 2. gr. hljóði þannig: Rétt til aðildar eiga kennarar í Kennarasambandi Íslands. 3. gr. styttist og hljóði þannig: Stjórnina skipa 5 menn. Formaður skal kosinn árlega og 2 meðstjórnendur til 2ja ára. Enginn stjórnarmanna skal sitja lengur en 6 ár samfellt í stjórn. Kjósa skal 2 menn í varastjórn til 1 árs í senn og 2 endurskoðendur. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Breytingar á 6. gr. taka gildi frá og með aðalfundi 1998 en aðrar breytingar strax. Allar breytingatillögur samþykktar samhljóða. Nú eru lögin svona. Stjórnarkosningar. Úr stjórn eiga að ganga Tómas og Þórir. Báðir endurkjörnir til 2ja ára. Báðir endurkjörnir til 2ja ára. Varamenn, Helga og Valborg, eiga að ganga út, voru báðar endurkjörnar til 1 árs. Endurskoðendur verða áfram Þorsteinn Ólafsson og Margrét Líndal. 58
Stjórnina skipa: ͏͏ Óli Kr. Jónsson, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ͏͏ Tómas Einarsson, ͏͏ Þórir Sigurðsson. Varastjórn: ͏͏ Valborg Helgadóttir, ͏͏ Helga Einarsdóttir. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Margrét Líndal. Önnur mál Óli Kr. gat þess að næsta sumarferð væri fyrirhuguð á Snæfellsnes. Einnig hefði stjórnin rætt um að fara stutta ferð til Nesjavalla í lok vetrarstarfsins ef áhugi væri fyrir því. Í ljós kom að vilji væri fyrir þeirri ferð. Sigurður Kristinsson sagði ánægjulegt að starfsemi félagsins hefði glæðst undir núverandi stjórn. Nú væri komin falleg ökuleið til Nesjavalla og skemmtilegar gönguleiðir um Grafninginn, m.a. um Dyradal.
169. STJF. 19. JÚNÍ 1997 Verkaskipting: Enginn breyting varð á stjórninni og ákveðið að hver sinni áfram því embætti sem hann gerði á síðasta starfsári. Formaður hefur rætt við formenn 2ja svæðisfélaganna úti á landi um þá hugmynd að koma þar á deildum innan FKE og var henni vel tekið. Á fulltrúaráðsþingi KÍ 1997 var samþykkt að FKE fengi að tilnefna 2 fulltrúa til setu í aðalsamninganefnd með öllumréttindum. Skemmtiferðin í sumar. Farið verði til Snæfellsness21. ágúst. T’omasi falið að annast undirbúning ferðarinnar. Rætt um að fresta fyrsta fundi haustsins um viku og yrðu þá fundir til áramóta 13. sept., 4. okt., 1. nóv. og 6. des.. Samið var fréttabréf til félaga um það sem á döfinni er. Drög að dagskrá fyrir 19. norræna þingið á Íslandi 1988. Ákveðið að senda úrsögn FKE úr SLRB.
170. STJF. 24. JÚNÍ 1997 Gengið frá bréfum til félagsmanna sem senda á útí júlí.
4. sf. 21. ág. 1997 4. sumarferðin farin á Snæfellsnes.
Þátttakendur voru 67 sem smellpassaði í stærstu rútu landsins. Þegar lagt var af stað var veðrið heldur drungalegt, lágskýjað og suddi, en þegar upp í Borgarnes kom var sýnilegt að veðurguðirnir virtust ætla að verða okkur hliðhollir sem endranær, því þar var komið besta veður og sól skein á vesturfjöllin. Eftir stuttan stans í Borgarnesi var haldið af stað sem leið liggur og þegar komið var vestur í Staðarsveit var meira að segja Snæfellsjökull búinn að taka ofan lopahettuna sem hann svo gjarnan klæðist, og skartaði sínu fegursta. Næsti áfangastaður var á Búðum. Gengu menn að kirkjunni og nutu útsýnisins en guðshúsið var harðlæst svo fólk varð að láta sér nægja að gægjast á glugga. Þegar komið var vestur á Arnarstapa var tekið upp nesti og menn hresstu sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Stans var gerður á Hellnum og farið í fjöru. Þá var haldið fyrir jökul og stoppað í Ólafsvík. Síðan var ekið yfir Fróðárheiði og sem leið liggur til Borgarness þar sem beið okkar hinn besti kvöldverður. Eftir góðan stans við söng og spjall var svo haldið heim á leið og komið til Reykjavíkur um kl. 10 eftir ágæta ferð. Fararstjóri var Tómas Einarsson og sinnti hann sínu hlutverki með prýði. 59
171. STJF. 3. SEP. 1997 Óli Kr. formaður sagði fréttir frá aðalsamninganefnd KÍ sem FKE á nú tvo fulltrúa í með fullum réttindum. Sumarferðin. Allir létu í ljóssérstaka ánægju með ferðina og fararstjórn Tómasar. Ferðin bar sig vel. Næsti skemmtifundur verður 13. sept.. Þar verður flutt frásögn af Noregsferð og sýndar skuggamyndir. Reynt að fá Rannveigu til þess. Sigurbjörg Þórðardóttir beðin að leika undir fjöldasöng. Rætt um 19. norræna mótið næsta vor. Þóri, Tómasi og Rannveigu falin framkvæmd mótsins. Þóri hefur borist myndband frá mótinu í Loen sem einn danskur þátttakandinn tók.
113. skf. 13. sep. 1997
41 skráður. Spilað á 9 borðum. Kaffi og meðlæti. Rannveig Sigurðardóttir flutti ferðasögu frá mótinu í Loen og Þórir Sigurðsson sýndi skuggamyndir frá sömu ferð. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
172. STJF. 17. SEP. 1997 Starfsemi klúbbanna í vetur verði í líku formi og síðastliðinn vetur. Les- og taflhópar verði hálfsmánaðarlega en söngæfingar vikulega. Jón H. Jónsson er tilbúinn til að taka að sér æfingar með sönghópnum. Óvíst er um launagreiðslur til Jóns H. vegna starfsins þar sem fjárskortur hrjáir en formaður taldi möguleika á að sækja um styrk til sérsjóðs sambandsins. Lokið er samningu fréttabréfs til félagsmanna og ákveðið að setja þau í póst 24. sept.. Næsti skemmtifundur. Ákveðið að biðja Ármann Kr. Einarsson að koma með skemmtiefni á næsta fund. Fram kom að athugandi væri hvort félagar hefðu áhuga á meiri fjölbreytni í starfsemina t.d. með námskeiði í listasögu, fara á listsýningar, sækja heim ýmsar stofnanir, s.s. Þjóðarbókjhlöðuna. Ákveðið að bera þessar hugmyndir undir félagsmenn.
114. skf. 4. okt. 1997
41 skráður. Spilað á 9 borðum en mættir 39 félagar. Kaffi og kræsingar. Aðalbjörg Guðmundsdóttir flutti skemmtilegan þátt um K.N. en hún hljóp í skarðið fyrir Ármann Kr. Einarsson sem ekki gat mætt. Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Sigurðardóttur.
115. skf. 1. nóv. 1997
44 skráðir. Spilað á 10 borðum en 43 félagar voru mættir. Kaffi og meðlæti. Formaður skýrði kjarasamninga kennara í stórum dráttumen hann og Þórir Sigurðsson voru þar fulltrúar fyrir FKE. Ármann Kr. Einarsson las upp minningaarbrot úr ævisögu sinni, m.a. frá sínu fyrsta kennsluári vesturí Dölum. Sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
173. STJF. 19. NÓV. 1997 Tómas sagði í fáum orðum frá ferð sinni til Kúbu. Óli Kr. kvaðst hafa sótt um styrk til Sérsjóðs KÍ að upphæð kr. 100.000 til að standa straum af ýmsumkostnaði í sambandi við kórstjórn, leshóp og fleira. Jákvætt svar hefur borist frá sambandinu og þar með ávísun upp á kr. 100.000, sem þakka ber. Óli Kr. sagði frá kjarasamningum og launagreiðslum til kennara eftir síðustu samninga. Hann og Þórir Sigurðsson eru fulltrúar félagsins í aðal samninganefnd KÍ með fullum réttindum. 60
Jólafundurinn. Formaður hefur fengið Unni Kolbeins til að flytja talað orð og síðan er áformað að kór FKE syngi nokkur lög. 10 manns eru í skákhópnum, 13-15 í bókmenntahópnum og um 20 í kórnum. Starfsemin eftir áramót: Ákveðið að hafa árshátíðina þann 28. febrúar. Helgu falið að panta húsnæði og mat fyrir árshátíðina á sömu stöðum og gert var í fyrra.
116. skf. 6. des. 1997
70 skráðir. Mæting óvenjugóð, spilað á 12 borðum, en alls mættu 70 manns. Kaffi og jólakræsingar. Þá söng kór FKE nokkur lög undir stjórn Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur í fjarveru Jóns H. Jónssonar, sem farinn var til Bandaríkjanna til að halda þar jól. Unnur Kolbeins las hugleiðingar um Maríu mey eftir Sigurð Norðdal. Fjöldasöngur við undirleik Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur.
1998
174. STJF.15. JAN.1998 Óli Kr. setti fundinn og minntist Helgu S. Einarsdóttur, sem andaðist þann 9. jan. sl. en hún sat í varastjórnfrá árinu 1996. Einnig flutti Óli kveðju frá Jóni H. Jónssyni, kórstjóra, en hann talaði við Óla frá Boston. Óli sagði undirbúning í gangi vegna 19. mótsins á Íslandi. Búið væri að móta dagskrána í stórum dráttum og gera kostnaðaráætlun. Samið fréttabréf með upplýsingum um norræna mótið og um starfsemi félagsins til vors. Skemmtifundir verði 31. jan., 14. mars, 4. apríl og 2. maí aðalfundur. Árshátíðin ákveðin 28. febrúar. Klúbbarnir starfi áfram og gengið frá dagsetningum fyrir starfsemi þeirra og æfingar kórsins. Næsti skemmtifundur - Ath með undirleikara. Árshátíðin - undirbúningur ræddur. Vilyrði er fengið fyrir sal múrara þar sem verið var í fyrra. valborgu og Rannveigu falið að panta matföng.
117. skf. 31. jan. 1998
32 skráðir. Óvenju fámennt var á fundinum, aðeins spilað á 8 borðum. Kaffiveitingar. Ólafur Haukur Árnason fjallaði um Friðrik Hansen, kennara á Sauðárkróki, og las eftir hann nokkur ljóð. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
118. skf. 28. feb. 1998 Árshátíð.
Mættir voru um 70 gestir og er það óvenju góð aðsókn. Veisluföng frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í Kópavogi. Maturinn vel fram reiddur og bragðaðist vel undir ljúfri píanótónlist Ólafs B. Ólafssonar. Sigurveig Hjaltested, móðir Ólafs, og dóttir hans, Ingibjörg Aldís, sungu einsöng og tvísöng við góðar undirtektir. Hjörtur Þórarinsson flutti talað orð í bundnu og óbundnu máli og kór FKE söng nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar en meðleikari var Kristín Jónsdóttir. Að lokum þandi Ólafur dragspilið og raddböndin af miklum krafti og hleypti fjöri í dansinn. Skemmtunin stóð fram yfir miðnætti.
175. STJF. 11. MARS 1998
1. Skemmtifundur 14. mars. Valborg mun segja frá ferð til Grænlands sem hún fór á síðasta sumri og
sýna myndir þaðan. Tómas annast verðlaun og Rannveig talar við Sigurbjörgu vegna píanóleiks með 61
fjöldasöng.
2. Fundurinn 4. apríl. Rósa Pálsdóttir hefur boðið fram skemmtiatriði sem maður hennar, Eiríkur
Eiríksson, hefur í fórum sínum. Óli sér um verðlaun. 3. 19. norræna mótið á Íslandi. Óli sagðist hafa sótt um styrk til KÍ vegna norræna mótsins og hefur stjórn sérsjóðs KÍ samþykkt að veita allt að kr. 30.000 til þessa máls. Nú þegar hafa 35 mótsgestir frá Danmörku tilkynnt komu sína en þátttaka frá öðrum löndum hefur enn ekki borist. 4. Aðalbjörg sagði frá aðalfundi Málræktarsjóðs en hann sótti Kristinn Gíslason sem fulltrúi FKE.
119. skf. 14. mars 1998
34 skráðir - og spilað á 7 borðum. Kaffi og meðlæti. Valborg Helgadóttir sagði frá ferð sem hún fór til Grænlands síðasta sumar og Guðrún Halldórsdóttir sýndi myndir úr þeirri sömu ferð. Sigurbjörg Þórðardóttir gat ekki mætt vegna anna svo að enginn var til að styðja við vönginn en samt sem áður voru sungin nokkur lög í lokin.
176. STJF. 1. AP. 1998
1. Formaður sagði að Eiríkur Eiríksson gæti ekki komið með skemmtiatriði á næsta fund eins og
fyrirhugað hafði verið og mun Þuríður Kristjánsdóttir koma í hans stað og segja okkur sitthvað skemmtilegt. 2. Borist hefur bréf frá Landssambandi eldri borgara þar sem farið er fram á styrk frá KÍ þeim til handa vegna vaxandi starfsemi þeirra. Samþykkt að gefa samþykki fyrir þessari beiðni svo fremi að hún kæmi ekki niður á okkar starfi. 3. 19. norræna mótið: Tilkynningar um þátttöku hafa nú borist frá öllum Norðurlöndunum. 10 frá Finnlandi,35 frá Danmörku, 12 frá Svíþjóð, 33 frá noregi og 3 frá Færeyjum. Samþykkt að sækja um styrk til borgarstjórnar og menntamálaráðuneytisins að upphæð kr. 200.000 í hvorn stað. Fyrirspurn hefur borist frá Dönunum um hvort hægt væri að skipuleggja fyrir þá ferð daginn fyrir mótið. Reynt verður að koma til móts við þær óskir. Rætt var um smágjafir til mótsgesta (minjagripi). Ákveðið að fara upp í Hvalfjörð einhvern næsta dag og athuga hvort baggalútar væru þar finnanlegir en þeir gætu verið skemmtilegir í þessum tilgangi.
120. skf. 4. ap. 1998
33 skráðir. Mættir voru 34 og spilað á 8 borðum. Kaffi og meðlæti. Þuríður Kristjánsdóttir flutti frásagnir í léttum dúr af nokkrum sérkennilegum Borgfirðingum, sem vakti kátínu viðstaddra. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
177. STJF. 15. AP. 1998 Síðasti skemmtifundur vorsins verður 2. maí og hann er jafnframt aðalfundur. Búið að skipuleggja ferð fyrir Danina. Þeir munu fara til Grindavíkur, Krísuvíkur og í Bláa Lónið. Ferð þessi fékkst á mun hagstæðara verði heldur en tilboð frá ferðaskrifstofunni hljóðaði upp á. Þórir lagði fram bréf til menntamálaráðherra og borgarstjórnar þar sem farið er fram á styrki v/ norræna mótsins að upphæð kr. 200 þúsund frá hvorum aðila.
178. STJF. 16. AP. 1998 Sent út fundarboð vegna aðalfundar 2. maí.
19. félf. 2. maí 1998 Aðalfundur.
Byrjað á félagsvist á 11 borðum. Mæting alls 50 manns. Kaffiveitingar. Aðalfundur Formaður flutti skýrslu stjórnar: 62
Allir kennarar ganga sjálfkrafa í félagið þegar þeir komast á eftirlaun. Í fyrra voru skráðir félagar 560 570. 9 stjórnarfundir. 8 skemmtifundir og árshátíð. 1 sumarferð. Leshópur hafði 14 bókmenntafundi. Skákhópur mætti 13 sinnum. Kórinn mætti á 21 æfingu sem alls munu verða 28 þegar önninni lýkur. Kórinn söng á árshátíð, jólagleði og auk þess á Vesturgötu 7. 8 félagar fóru á norræna mótið í Loen í Noregi síðastliðið sumar. Ferð þeirra var styrkt af KÍ sem auk þess styrkir þennan félagsskap á margan annan hátt, t.d. gefur kaffi á skemmtifundum og greiðir spilaverðlaun, styrkir sumarferðirnar, kórstarfsemina og veitir afslátt af orlofshúsaleigu. 3 fulltrúar sátu fulltrúaþing KÍ þar sem samþykkt var að FKE yrði sérdeild í KÍ og FKE fékk 2 fulltrúa í samninganefnd með fullum atkvæðisrétti. Mörg verkefni bíða næstu stjórnar vegna 19. norræna mótsins. Reikningar félagsins - Rekstrartekjur voru kr. 484.593 og útgjöld kr. 400.884 og eignir samtals kr. 162.482. Hans Jörgensson þakkaði greinargóða skýrslu og reikninga og stjórninni ágæt störf. Stjórnarkjör. Óli Kr. Jónsson endurkjörinn en samkvæmt lögumer hann kosinn til eins árs. Rannveig Sigurðardóttir áað ganga úr stjórn en hún er búin að vera þar 6 ár og 2 í varastjórn og Helga Einarsdóttir, sem var í varastjórn, andaðist á árinu. Stjórnin lagði til að Valborg Helgadóttir færðist úr varastjórn í aðalstjórn og var það samþykkt, svo og að í varastjórn kæmu Auður Eiríksdóttir og Ólöf H. Pétursdóttir. Endurskoðendur eru Þorsteinn Ólafsson og Margrét Jakobsdóttir Líndal. Stjórnina skipa: ͏͏ Óli Kr. Jónsson, formaður, ͏͏ Aðalbjörg Guðmundsdóttir, ͏͏ Tómas Einarsson, ͏͏ Þórir Sigurðsson, ͏͏ Valborg Helgadóttir. Varastjórn: ͏͏ Auður Eiríksdóttir, ͏͏ Ólöf H. Pétursdóttir. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Margrét Jakobsdóttir Líndal. Önnur mál Heimir Þór Gíslason kvaðst hafa gist í íbúð KÍ við Sóleyjargötu 33 og rekist þar á gömul skjöl og fundargerðarbækur sem nauðsynlegt væri að taka til handargagns. Einnig sagðist hann eiga mikið safn kvikmynda, svo sem frá gömlu skólastjóramótunum, sem áhugavert væri fyrir félagið eða KÍ að eignast. Bergþór Finnbogason tók undir orð Heimis og taldi ýmsar gamlar heimildir frá skólum víða um land vera í hættu sökum hirðuleysis. Auður Jónasdóttir tjáði sig um þetta mál á sömu nótum. Sömuleiðis Ólafur Þórðarson sem varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri hægt að fá þessi skjöl geymd í Þjóðarbókhlöðunni. Óli Kr. þakkaði traustið sem honum var sýnt með endurkjörinu, þakkaði Rannveigu fyrir ágætt samstarf og bauð nýja stjórnarmenn velkomna. Taldi hann það má KÍ að halda til haga gömlum gögnum og forða þeim frá glötun. Rannveig Sigurðardóttir þakkaði stjórninni fyrir ágætt samstarf og óskaði þeirri nýju velfarnaðar.
179. STJF. 12. MAÍ 1998
1. Formaður setti fund og bauð Auði og Ólöfu velkomnar í varastjórn. 63
2. 3. 4. 5.
Rannveig las fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt. Verkaskipting er óbreytt nema að Valborg var kjörin ritari í stað Rannveigar sem nú gengur úr stjórn. Sumarferðin. Stefnan sett á Landmannalaugar 25. ágúst. 19. mótið. Rannveig hefur athugað umminjagripi fyrir þátttakendur. Valinn var fáni með landvættunum. Þórir lagði fram tillögu að söngbók fyrir mótið.
180. STJF. 10. JÚNÍ 1998
1. Mótið - Þórir sagði frá dagskránni. Kom fram smábreyting því barnakórinn gat ekki sungið við
opnunina. Kom EKKÓ-kórinn í staðinn en hinn um kvöldið. Óli og Þórir taka á móti þátttakendum. Tómas og Sigríður Haraldsdóttir fara með Danina í Bláa Lónið, gegnum Krísuvík og Grindavík á laugardagsmorgun. Öllum afhentar möppur með nafnalista, dagskrá, kortum, barmmerki KÍ og fleiru. Allt klappað og klárt. Nefndin hefur ekki setið auðum höndum. 2. Fréttabréf. Óli las uppkast að fréttabréfi til útsendingar í byrjun júlí. Þar verður sagt frá sumarferðinni sem farin verður25. ágúst. Farið verður um virkjanasvæði Tungnaár og að Landmannalaugum. Kvöldverður í Básum. Skemmtifundir til áramóta 12. sept., 3. okt., 7. nóv. og 5. des.
181. STJF. 23. JÚNÍ 1998 Óli ræddi um Mótið sem rétt var afstaðið. Tókst það vel að allra dómi. Hjálpaðist að einmunagott veður og gott skipulag. Uppgjör verður ekki endanlegt fyrr en um miðjan júlí en vonast er til að það verði réttu megin við núllið. Þórir afhenti viðstöddum greinargerð um undirbúningað Mótinu og um það sjálft. Eins hafði hann tekið saman útdrátt af Mótinu sem hann sendi hinum erlendu tengiliðum. Frétta bréfið var tilbúið og var það brotið og merkt. Verður sent út í byrjun júlí.
5. suf. 25. ág. 1998
5. sumarferðin farin, að þessu sinni um Tungnaársvæðið að Landmannalaugum. Þátttakendur voru 109 í tveimur bílum. Hægt var að samtengja kallkerfi bílanna svo Tómas Einarsson var einn fararstjóri. Lagt var af stað kl. 8. Veður var þurrt en þungbúið og á Hellisheiði var þoka. Á Kambabrún létti örlítið til en sólin lét standa á sér. Á Selfossi bættust tveir í hópinn og síðan einn við vegamót að Flúðum (Hrunamanna). Tómas tilkynnti hálftíma stans í Árnesi sem lengdist í klukkutíma vegna aðstöðuleysis og fjölda okkar. Nú var haldið austur í Þjórsárdal og áfram til fjalla. Kom nú í ljós hver virkjunin á fætur annarri. Eru þetta ólýsanleg mannvirki, borað gegnum fjöll, ár þurrkaðar og mynduð ný stöðuvötn. Þó skýjað væri sást Þóristindur. Þegar inn í Landmannalaugar kom var fyrir fjöldi bíla svo sýnilegt var að ekki væri hægt að borða inni. Fékk fólk sér sæti í klettum og skorum en sumir voru svo heppnir að ná sér í borð úti. Veðrið var sæmilegt en sólina vantaði til að litadýrðin skilaði sér. Eftir að hafa snætt og litast um var aftur haldið af stað. Nú var farin Dómadalsleið og komið við í Landmannahelli. Var hann skjól fyrir gangnamenn áður fyrr og vafalaust verið kærkominn. Nú eru komin betri hús. Síðan var ekið niður Landsveit og ekki stansað fyrr en í Básum í Ölfusi. Þar beið okkar dýrleg máltíð. Í Básum var spjallað, dansað og sungið undir stjórn hins ágæta söngstjóra, Jóns Hjörleifs. Ýmsir komu fram með vísur og fleira. Tómas var frábær fararstjóri eins og vant var. Komið heim kl. rúmlega 22. Held ég að allir hafi farið mjög ánægðir heim. Valborg Helgadóttir, ritari.
182. STJF. 1. SEP. 1998 Tómas gerði grein fyrir uppgjöri Mótsins. Kostnaður varð kr. 453.025 FKE lagði út. Styrkur frá KÍ kr. 300.000, og frá menntamálaráðuneyti kr. 150.000. Samtals kr. 450.000. Mismunru greiddur af félagssjóði kr. 3.025. Hagnaður varð af skemmtiferðinni. Skemmtifundur verður 12. sept. með hefðbundnu sniði. Félagsvist, kaffi, athuga hvort Eiríkur Eirkíksson er fáanlegur til a ðfræða okkur um sögur frá Akureyri. Ath. hvort Sigurbjörg Þórðardóttirfæst til undirleiksins. Undirbúningur líka að skemmtifundi 3. okt. og hvort hægt er að nota búta úr myndbandi frá Mótinu í vor. Ákveðið að halda áfram með klúbbana og dagsetningar þeirra tilteknar. 64
Skipulagsmál. Óli sagðist hafa fengið drög að skipulagi fyrir kennarasamtök (KÍ og HÍK) þar sem FKE viðrist fá aðild með fullum réttindum. Sú hugmynd er allra góðra gjalda verð en þarfnast athugunar.
183. STJF. 8. SEP. 1998 Bréf send til allra félagsmanna.
121. skf. 12. sep. 1998
55 skráðir Spilað á 12 borðum. Kaffi. Eiríkur Eiríksson flutti þætti frá Akureyri úr óprentaðri bók. var þetta hin ánægjulegasta lesning. Sungin nokkur lög undir stjorn Guðrúnar Sigurðardóttur.
122. skf. 3. okt. 1998
30 skráðir Spilað á 7 borðum. Kaffi. Elín Friðriksdóttir flutti spjall um Miklabæjar-Sólveigu og hvarf Odds. Var þetta skemmtilegt og góður rómur gerður að. Undirleikarar voru vant við látnir en samt voru sungin nokkur lög.
184. STJF. 20. OKT. 1998 Óli sýndi fréttapistil sem hann hafði tekið saman um Mótið fyrir Kennarablaðið. Guðrún Ebba kom með drög að nýjum lögum. Óli ætlar að kynna sér drögin. Klúbbar. Í bókmenntaklúbbnum er sú nýbreytni frá fyrri vetrum að félagar hafa skipst á að hafa forystu um að kynna þann höfund sem valinnvar. Þetta hefur gefist vel. Kórinn hefur valið sér stjórn og er Rannveig Sigurðardóttir formaður. Hann er þar með sjálfstæð stofnun innan félagsins. Samið um að hann syngi á jólafundi og árshátíðum. Skákklúbburinn starfar eins og fyrri vetur. Komin fram spurning um bridge-klúbb og ákveðið að kanna hvort áhugi sé fyrir því. Skemmtanir - Skemmtifundur 7. nóv.. Sýna á kafla úr myndbandi frá Mótinu. Sigurbjörg Þórðardóttir leikur undir. Jólafundur 5. des. Tala við Ingunni Árnadóttur og biðja hana að lesa upp eitthvert jólaefni. Tómas Einarsson bauðst til að kaupa verðlaun á Kúbu. Kórinn syngur. Árshátíð. Tómas skoðaði sal í Skipholti 70 sem unnt er að fá. Dagsettir skemmtifundir eftir áramót.
123. skf. 7. nóv. 1998
37 skráðir. Spilað á 8 borðum og 36 drukku kaffi. Sýnd valin atriði af myndbandi frá Mótinu í sumar. Óli útskýrði jafnóðum. Sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
185. STJF. 1. DES. 1998 Formaður sagði af fyrirkomulagi jólafundarins. Komið er og yfirfarið nýtt félagatal. Gert er ráð fyrir að þeir félagar sem fæddir eru fyrir 1910 falli út af listanum. Nú stendur til að reisa minnisvarða um Freystein Gunnarsson að Vola í Flóa, fæðingarstað hans. Óli hefur tekið sæti í undirbúningsnefnd ásamt Hirti Þórarinssyni og Þuríði Kristjánsdóttur. Leitað verður til fyrrverandi nemenda Freysteins um framlag. Stjórn FKE mun í næsta bréfi til félaga sinna vekja máls 65
áþessu verkefni og mælast til góðrar þátttöku. Óli og Þórir sátu fund um sameiningu KÍ og HÍK. þar var samþykkt að efna innan beggja félaganna til allsherjaratkvæðagreiðslu um sameininguna. Breyta þarf lögu FKE ef af henni verður. Óli hefur í samráði við Guðrúnu Ebbu gert drög að breyttum lögum fyrir félagið.
124. skf. 5. des. 1998
Jólafundur - 61 skráður. Spilað á 11 borðum. Drukkið veislukaffi. Ingunn Árnadóttir las smásöguna Hjálp eftir Halldór Stefánsson. EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Kristínar G. Jónsdóttur í forföllum Jóns Hjörleifs Jónssonar. Undirleikari var Solveig Jónsson.
1999
186. STJF. 6. JAN. 1999
1. Skemmtifundur 30. jan.. Auður tók að sér að sjá um hið talaða orð. Ólöf ætlar að kaupa verðlaun. 2.
3. 4. 5. 6. 7. 8.
Athuga með Sigurbjörgu sem undirleikara. Árshátíð. Hún er ákveðin 27. feb.. Kynnt í fréttabréfi fljótlega. Verð ákveðið kr. 3.000. Panta aftur mat frá Sveinbirni Péturssyni. Ólög og Valborg tala við salarráðendur. Ólöf er búin að fá jáyrði hjá Þuríði Kristjánsdóttur með talað orð. Eins ætlar Ólöf að ræða við Hjálmar Gíslason um gamanmál. EKKÓkórinn syngur. Ólafur B. sér um tónlistina. Allt frágengið. Marsfundur - athuga með Inga Tryggvason. klúbbar - skák, bókmenntir og kór starfa eins og áður. 20. norræna mótið verður haldið í Danmörku 12.-16. júní í sumar. 5. Minnisvarði. Óli las drög að frétt um minnisvarða F.G.. Breyting vegna aðalfundarins. 8. maí fara fram þingkosningar. Því færist aðalfundurinn til 15. maí 1999. Tómas ræddi um peningamál.
187. STJF. 12. JAN. 1999
Fréttabréfið brotið og merkt. Allir mættir nema Tómas sem er í Ameríku að kaupa verðlaun.
125. skf. 30. jan. 1999
45 skráðir. spilað á 11 borðum en um 50 manns drukku kaffi. Rannveig Jónsdóttir flutti frásögn af Rómarferð sem hún fór með fólki úr kaþólska söfnuðinum. Hápunktur ferðarinnar var að hitta og taka í hönd móður Theresu. Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Sigurðardóttur.
126. SKF. 27. FEB. 1999 Árshátíð
Í sal múrarameistara, Skipholti 70. Mættir voru 60 gestir. Borðhald. Matur frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í Kópavogi. Maturinn bragðaðist vel enda vel framreiddur. Ólafur B. lék ljúfa tóna á píanóið meðan snætt var. Þuríður Kristjánsdóttir talaði um ferðir Íslendinga til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar og las upp bréf frá konu ömmubróður síns sem lýsti að nokkru frumbýlingsárum innflytjenda. Hjálmar Gíslason fór með gamanmál við góðar undirtektir. EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar en undirleikari var Kristín Jónsdóttir. Að lokum þandi Ólafur dragspilið og raddböndin af miklum krafti og hleypti fjöri í dansinn. Var þetta hin besta skemmtum og stóð fram yfir miðnætti.
66
188. STJF. 9. MARS 1999 ´ Tómas gerði grein fyrir fjármálum árshátíðar. KÍ greiddi húsaleigu og laun einnar starfsstúlku. Árshátíðin tókst með afbrigðum vel og voru allir ánægðir. Skemmtifundur 20. mars. Athuga hvort Ingi Tryggvason er tilbúinn með talað orð. Ef hann getur ekki komið, athuga þá hvort hægt er að fá Aðalstein Sigurðsson eða Torfa Guðbrandsson til að segja frá einhverju. Fá Sigurbjörgu sem undirleikara. Boð hefur komið frá eftirlaunakennurum í Finnlandi að senda fulltrúa á vetrarmót þeirra í Kuopio dagana 17.-18. apríl. Samþykkt að senda kveðju en sjáum okkur ekki fært að þiggja það. 20. Norræna mótið. Þórir sagði frá dagsetningum í sambandi við mótið, las dagskrá þess frá því í vor og greindi frá auglýsingu sem á að koma í KÍ-blaðinu. Þórir afhenti þýðingu sína á upplýsingum um mótið. Tilkynning Norrænt mót kennara á eftirlaunum verður haldið í sumarhúsabænum Vigsoe á Norður-Jótlandi (nálægt Hansholm) dagana 12. - 16. júní 1999. Áætlað mótsgjald kr. 36.000 á mann auk ferðakostnaðar. KÍ veitir nokkurn styrk til ferðarinnar. Nánari upplýsingar á skrifstofu KÍ í síma 562-4080 og hjá stjórn FKE. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. apríl 1999. >>>>> Stjórn FKE <<<< Aðalfundur - spjall um væntanlega stjórn. Aðalbjörg, Óli og Tómas ganga úr stjórn núna. Tala við Ingunni, Svein Kr. og Óskar A. Valborg ætlar að tala við Ingunni, Þórir við Svein Kr..
127. skf. 20. mars 1999
30 skráðir. Spilað á 5 borðum en 26 drukku kaffi. Ingi Tryggvason flutti frásögu af ferð sinni frá Reykjahlíð austur á Eskifjörð í september 1943. Var einn á ferð fótgangandi. Þetta var fróðlegt og sýnir best þá breytingu sem orðið hefur. Sungið við undirleik Sigurbjargar.
128. skf. 10. ap. 1999
39. skráðir. Spilað á 8 borðum en 39 drukku kaffi. Aðalsteinn Sigurðsson flutti vísnaspjall, fór með vísur eftir sig og fleiri. Var gerðurgóður rómur að þessu. Sungið við undirleik Sigurbjargar.
189. STJF. 20. AP. 1999 Aðalfundur - skemmtifundur 15. maí.
1. Þórir hefur talað við og talað til Rannveigu Sigurðardóttur, Svein Kristjánsson og Ólaf Hauk Árnason
og fengið jáyrði þeirra til stjórnarsetu. Formaður ræddi um lög félagsins. Nokkrar breytingar verða áþeim til samræmis við lög annarra félaga í KÍ sem taka gildi þegar FKE hefur samþykkt þau og stjórn KÍstðafest þau í janúar 2000. 2. Sumarferð. Áætlað að fara norður í Miðfjörð og kringum Vatnsnesið þriðjudaginn 24. ágúst 1999. Athuga með mat í Munaðarnesi. Bréf sent út í byrjun júlí þar sem ferðin og dagskrá félagsins til jóla verður auglýst. 3. Um 20. norræna mótið. Þórir sagði frá möguleikum um ferðir. Þar sem við vorum of sein til að nýta okkur félagaafslátt verðum við að notfæra okkur apex fargjöld. Morgunflug kostar kr. 42 þús, kvöldflug um 10 þúsundum minna. Kostnaður þátttakenda: flug kr 33 þús. og að auki gisting í 4 nætur.
190. STJF. 28. AP. 1999 Fréttabréf til félagsmanna brotið og merkt til útsendingar.
20. félf. 15. maí 1999 Aðalfundur - 40 skráðir.
Félagsvist á 8 borðum en alls mættu 40 manns. Kaffiveitingar. Óli Kr. Jónsson flutti skýrslu stjórnar:
67
Félagar í KÍ eru allir kennarar sem komnir eru á eftirlaun og makar þeirra. Samkvæmt síðustu skrá frá KÍ eru félagsmenn um 690 - og makar þar að auki. Félagsgjöld eru engin svo að lítið er um digra sjóði en KÍ styrkir félagið dyggilega. Hagnaður varð af 19. norræna eftirlaunakennaramótinu sl. sumar svo að fjárhagurinn er með besta móti. Starf félagsins var svipað og árið á undan. 12. stjórnarfundir. 8 skemmtifundir og ein árshátíð. 1 sumarferð. Vinsældir sumarferðanna hafa farið vaxandi og má það ekki síst þakka fararstjórn Tómasar Einarssonar. Næsta sumarferð er ákveðin í ágúst og verður þá farið í Vestur-Húnavatnssýslu. Klúbbar störfuðu með svipuðu sniði og áður. Bókmennta- og skákklúbbar voru tvisvar í mánuði en kórinn, sem hlotið hefur nafnið Ekkó, æfði vikulega undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar. Kórinn kom fram og söng 8 sinnum á árinu. Á jólagleði og árshátíð FKE, tvisvar hjá eldri borgurum í Kópavogi, á árshátíð hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni, Jólavöku í Neskirkju og tvisvar á norræna eftirlaunakennaramótinu. Nú er kórinn að æfa fyrir minningarmót um Freystein Gunnarsson sem haldið verður í lok ágúst. Eins og sést á þessu hefur starf félagsins verið blómlegt en gjarnan vildum við sjá meiri þátttöku þeirra sem eru nýkomnir á eftirlaun. Viðamestu verkefnin á árinu voru norræna eftirlaunakennaramótið og stofnun nýs kennarasambands með HÍK og staða FKE innan þess. Norræna mótið sóttu 101 erlendir kennarar og 12 Íslendingar. Mótið tókst mjög vel. Sameining félaganna KÍ og HÍK hefur verið samþykkt og verður stofnað eitt félag undir nafni KÍ um áramótin 2000. Stjórn FKE hefur unnið að því að marka stöðu FKE innan hins nýja sambands og væntum við þess að hafa ekki verri stöðu í þessu nýja sambandi en í hinu gamla. Nú erum við deild í KÍ, höfum 2 fulltrúa í aðalsamninganefnd félagsins með fullum réttindum og 3 fulltrúa á fulltrúaþingi KÍ með málfrelsi og tillögurétti. Samkvæmt nýjum lögum fáum við 2 fulltrúa í Kjararáð og 5 fulltrúa á fulltrúaráðsþing KÍ. Í báðum stöðum með fullum réttindum. Beiðni kom um aðstoð við að heiðra minningu Freysteins Gunnarssonar, fv. skólastjóra Kennaraskólans, með því að reisa honum minnisvarða að Vola í Hraungerðishreppi. Flestir félagsmenn okkar eru fyrrverandi nemendur Freysteins og þótti sjálfsagt að leggja þessu máli lið. Engin skuldbinging er þó um fjárútlát. Að lokum lét formaður þess getið að eftir 6 ára stjórnarsetu væri kvótinn nú fylltur og því hyrfi hann úr stjórn, þakkaði ánægjulega samvinnu undanfarin ár og óskaði nýrri stjórn allra heilla. Bætti síðan við að 11. júní færu 8 félagar á mót norrænna eftirlaunakennara í Vigsö á Jótlandi. ͏͏ Formannssæti læt ég laust ͏͏ er ljómar sól um grundir. ͏͏ Þakka hlýju, þakka traust, ͏͏ þakka gleðistundir. ͏͏ Óli Kr. Jónsson. Reikningar félagins. Rekstrartekjur kr. 1.127.927 og gjöld kr. 1.005.914. Eignir og eigið fé í sjóði kr. 284.495. Björn Loftsson ræddi um staðsetningu á minnisvarða Freysteins. Fannst honum rétti staðurinn væri við Kennarahúsið en ekki á eyðibýli austur í Flóa. Sigurður Kristinsson þakkaði Óla og Tómasi þeirra störf. hafði ekki hugleitt staðarval á minnisvarðanum. Óli Kr. sagði að eins og nú væri málum komið sé orðið mjög þröngt við Húsið. Hugmyndin fæddist austur í Flóa og hafa aðrir staðir ekki komið til umræðu. Ætlar að koma hugmyndinni til skila. Kosningar Þórir Sigurðsson kosinn formaður til eins árs. Tómas Einarsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir ganga úr stjórn vegna kvótareglna. Ólöf H. Pétursdóttir færist í aðalstjórn og einnig eru valin í aðalstjórn Rannveig Sigurðardóttir og Sveinn Kristjánsson. Í varastjórn Auður Eiríksdóttir og Ólafur Haukur Árnason. 68
Endurskoðendur endurkjörnir. Stjórnina skipa: ͏͏ Þórir Sigurðsson, formaður, ͏͏ Ólöf H. Pétursdóttir, ͏͏ Valborg Helgadóttir, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, ͏͏ Sveinn Kristjánsson. Varastjórn: ͏͏ Auður Eiríksdóttir, ͏͏ Ólafur Haukur Árnason. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Margrét Jakobsdóttir Líndal. Drög að breyttum lögum FKE Óli Kr. útskýrði breytt lög FKE sem færð hafa verið til samærmis við lög annarra félaga innan KÍ og við ný lög KÍ. Sigurður Kristinsson kom með munnlega tillögu um að fella brott ákvæðið um að jafnmargir karlar og konur séu í stjórn og nefndum félagsins, Tillagan ekki rædd frekar en felld í atkvæðagreiðslu. Aðrar breytingartillögur komu ekki fram. Voru þau samþykkt einróma. Lögin taka ekki gildi fyrr en ný stjórn KÍ hefur staðfest þau í janúar árið 2000. Önnur mál Aðalbjörg Guðmundsdóttir þakkaði samstarf á liðnum árum. Þórir Sigurðsson, nýkjörinn formaður, þakkaði traust það sem honum var sýnt. Þakkaði þeim sem fóru úr stjórn og bauð nýja stjórn velkomna. Næsta verkefni er Danmerkurferðin og sumarferðin.
191. STJF. 26. MAÍ 1999 Verkaskipting: Rannveig Sigurðardóttir varaformaður, Valborg Helgadóttir gjaldkeri, Ólöf H. Pétursdóttir ritari, Sveinn Kristjánsson meðstjórnandi og skjalavörður. Á fundinn komu einnig Óli Kr. Jónsson og T’ómas Einarsson. 1. Minnisvarðinn um Freystein Gunnarsson. 2. Óli Kr. sagðist hafa rætt hugmynd Björns Loftssonar við undirbúningsnefndina. Þar voru menn á einu máli um að breyta ekki fyrri ákvörðun. Hins vegar kom fram sú hugmynd að ef nægilegt fé safnaðist væri hægt að setjaupp minningarskjöld í Kennarahúsinu. Þórir lagði til að þá yrði annar skjöldur settur upp til minningar um Magnús Jónsson, fyrsta skólastjóra Kennaraskólans. 3. Óli Kr. sagðist hafa tekið þátt í undirbúningsnefndinni sem þáverandi formaður FKE þótt hann starfaði þar ekki á vegum félagsins. Hann bauðst til að víkja nú úr sæti. Fundarmenn óskuðu eindregið eftir því að hann starfaði áfram. 4. Tómas útskýrði fjármál félagsins og afhenti Valborgu öll gögn þar að lútandi. Þórir þakkaði Óla og Tómasi ómetanleg störf í þágu félagsins og kvaðst vonast til að eiga þá að ef okkur lægi lítið við. Tóku stjórnarmenn allir undir það. 5. Skemmtiferð félagsins er ákveðin 24. ágúst. Tómas verður fararstjóri og sér um að útvega bíla. Valborg er búin að leggja drög að kvöldverði í Munaðarnesi. Farið verður um Húnaþing vestra. Ekið fyrir Vatnsnes, sögufrægir staðir skoðaðir. Einnig farið að Borgarvirki og Bjargi í Miðfirði. 6. Fréttabréf verður sent út um miðjan júlí. Þar verður sagt frá ferðinni, skemmtifundum fyrri hluta vetrar og fleiru. Skemmtifundir verða 11. sept., 2. okt., 6. nóv. og 4. des.. 7. Óli Kr. gat þess að 3ja hvert ár væru kjörnir fulltrúar á kennaraþing. Engir slíkir voru kjörnir á aðalfundi nú af því að ný lög taka gildi um næstu áramót. Óli og Þórir tóku að sér að sinna fulltríastörfum ef til þeirra kæmi fyrir næsta aðalfund. 8. Danmerkurferðin. Átta íslenskir kennarar ætla að sækja mót norrænna eftirlaunakennara í Vigsö í Danmörk. Undirbúningur af Íslands hálfu hefur hvílt á Þóri Sigurðssyni og er nú farsællega til lykta leiddur. 69
192. STJF. 13. JÚLÍ 1999
1. Fréttabréf til félagsmanna brotið og merkt. 2. Ritari las fundargerð síðasta fundar. Þórir gerðir stutta grein fyrir nýafstaðinni Danmerkurför, Hann
rómaði mjög frammistöðu gestgjafanna um alla framkvæmd mótsins.Það heppnaðist einstaklega vel enda var Danmörk búin sínu fegursta skarti í sólskininu. Þórir hafði tekið saman ferðasögu og ljóðmæli sem urðu til í ferðinni. Fékk hver fundarmaður eintak til eignar sme þegið var með þökkum. 3. Næsta mót, það 21., verður í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní 2000. Nánar um það síðar. 4. Frá Noregi hefur borist boð um að senda fulltrúa á mót eftirlaunakennara í Tromsö 3. - 6. sept. nk. með fríu uppihaldi þessa þrjá daga en annan kostnað greiða þátttakendur sjálfir. Þórir lagði til að boðið yrði kurteislega afþakkað og voru fundarmenn sammála því. 5. Það er rífandi gangur í undirbúningi fyrirhugaðrar skemmtiferðar 24. ágúst.
22. ág. 1999
Sérstakur viðburður: Minnisvarði um Freystein Gunnarsson, skólastjóra, afhjúpaður að Vola í Flóa í 200 manna viðurvist. Sjá nánari frásögn hér.
6. suf. 24. ág. 1999 6. sumarferðin - farin þriðjudaginn 24. ágúst 1999.
Þátttakendur voru 92 og var ekið á tveimur bílum. Fararstjóri var Tómas Einarsson og þar sem kallkerfi bílanna var samtengt nutu allir frábærrar frásagnar hans. Ferðinni var heitið um Húnaþing vestra. Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöð kl. 8 árdegis í þoku og sudda sem hélst að mestu norður á Holtavörðuheiði. Norðan heiðar var þurrt, fremur hlýtt en dálítil gola. Eftir hálftíma stans í Staðarskála var ekið að Bjargi í Miðfirði. Þar var skoðaður minnisvarði um Ásdísi á Bjargi, móður Grettis. Þá var ekið til Hvammstanga og síðan norður Vatnsnes. Nú hafði Tómas fengið undirritaðri, sem er fædd og uppalin á Nesinu, hljóðnemann í hendur. Næst var numið staðar á leitinu fyrir ofan Hamarsrétt en hún þykir falleg í sérkennilegu umhverfi. Síðan var ekið niður að sjónum að Hamarsbúð þar sem við fengum að borða nestið okkar. Að því búnu héldum við áfram norður Vatnsnesið með viðkonu á krikjustaðnum Tjörn. Kirkjan var skoðuð og kirkjugarðurinn. Var einkum staðnæmst við leiði þeirra Agnesar og Friðriks er tekin voru af lífi á Þrístöpum 12. janúar 1830. Saga þeirra hafði lítillega verið rakin þegar ekið var framhjá Illugastöðum. Næsti viðkomustaður var við Hvítserk og voru margir ferðalangarnir að koma þar í fyrsta sinn. Nú vorum við komin á Síðuna sem svo er kölluið og tók Tómas þá aftur við hljóðnemanum. Þá var ekið að Borgarvirki sem er klettaborg á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir. Við höfðum nú komið á þá staði sem fyrirhugað var að skoða í þessari ferð. Var því lagt af stað suður en stansað í Staðarskála stundarkorn. Í Munaðarnesi beið okkar stórkostlegt hlaðborð og nutu menn kræsinga og hvíldu sig um hríð. Ernst F. Backman lék á harmonikku og sungu menn fullum hálsi með. Á suðurleiðinni komu ýmsir að hljóðnemanum, fluttu ljóð eða sögðu gamansögur. Komið var í bæinn um kl. 22:20. Allir ánægðir eftir vel heppnaða ferð. Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.
193. STJF. 2. SEP. 1999 Búið er að bóka húsnæði fyrir starfshópana á vetri komanda. Það eru skemmtifundir, bókmenntahópur, kóræfngar með söngstjórann Jón H. Jónsson og skákæfingar í umsjá Þóris Sigurðssonar. Hugsanlegt er að bridge-hópur fari í gang. Á skemmtifundinum 11. sept. mun Þórir segja frá Danmerkurförinni en 8 félagar sóttu mótið í Vigsö. Valborg ætlar að kaupa verðlaun, spilakort og gestabók. Rannveig ræðir við Sigurbjörgu um hljóðfæraleik á fundinum. Valborgu falið að festa húsnæði fyrir árshátíðina. Brotið og merkt fréttablað til félagsmanna sem sent skal út í vikunni. 70
129. skf. 11. sept. 1999
Þórir setti fund og rakti í fáum orðum starf félagsins í sumar: 1. Þátttakan í mótinu í Danmörku 12. - 15. júní. 2. Sumarferðina 24. ágúst. 3. EKKÓ-kórinn söng í Sólheimum í Grímsnesi 1. júní að beiðni líknarfélagsins Bergmáls og einnig við afhjúpun minnisvarða um Freystein Gunnarsson þann 22. ágúst. 4. Tveir stjórnarfundir voru haldnir. Félagsvist undir stjórn Rannveigar Sigurðardóttur. Spilað á 10 borðum. Alls mættir 43. félagar. Kaffi og meðlæti. Þórir sagði mjög skemmtilega ferðasögu Danmerkurfaranna. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
130. skf. 2. okt. 1999
Spilað var á 10 borðum en 45 félagar mættu. Kaffi. Torfi Guðbrandsson sagði frá dvöl sinni á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum en þar var hann skólastjóri í 27 ár. Erindið nefndi hann Skólahald við Íshafið. Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
131. skf. 6. nóv. 1999
Í fjarveru formanns setti varaformaður, Rannveig Sigurðardóttir, fundinn og bauð gesti velkomna. Spilað á 10 borðum en alls mættu 44 gestir. Kaffi. Hjónin Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson fluttu frumort ljóð. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
132. skf. 4. des. 1999
Að loknu ávarpi formanns hófst félagsvist. Spilað á 13 borðum. Alls mættu 71. Munar þar mikið um kórfélaga sem mættu að vist lokinni. Veislukaffi. Sr. Heimir Steinsson tók til máls. Sagði m.a. frá æsku sinni á Seyðisfirði. Þar lenti hann, 6 ára gamall, í loftárás þegar enska olíuskipinu var sökkt. EKKÓ-kórinn flutti nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar en kona hans, Solveig, annaðist undirleik. Almennur söngur og jólaóskir.
2000
194. STJF. 12. JAN. 2000 Formaður setti fund og bauð menn velkomna til starfa. Öll stjórnin var mætt. Þórir sagði frá sameiginlegu þingi KÍ og HÍK sem haldið var í nóv. sl.. Fulltrúar FKE voru Óli Kr. Jónsson, Rannveig Sigurðardóttir, Valborg Helgadóttir og Þórir Sigurðsson. Á þinginu voru kennarafélögin sameinuð og heita nú Kennarasamband Íslands. Formaður var kjörinn Eiríkur Jónsson og varaformaður Elna Katrín Jónsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir var kjörin formaður grunnskólakennara. FKE er deild í KÍ með öllum réttindurm nema kjörgengi. Áætlað er að um 70 nýir félagar muni bætast við í FKE eftir sameininguna. Næstu tvö ár fær FKE 1 milljón kr. á ári frá sambandinu í stað ýmissa styrkja sem félagið hefur áður notið frá KÍ. Aðstaða FKE hvað snertir húsnæði, fjölföldun og sendingarkostnað er óbreytt. Félagsstarfið framundan. Skemmtifundir dagsettir, árshátíð í Skipholti 70 þann 4. mars kl. 19, kóræfingar settar niður og bókmenntaklúbbur og skákklúbbur dagsettir einnig. Rædd skemmtiatriði á næsta skemmtifundi og Ólafur Haukur ætlar að athuga með skemmtiatriði fyrir árshátíð. Rannveig pantar mat hjá Veislustöð Sveinbjarnar. Valborg annast ýmis önnur atriði varðandi árshátíðina. Ákveðið að biðja Ólaf B. Ólafsson að leika fyrir dansi. Norræna mótið, það 21., verður í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní 2000 og þarf að tilkynna þátttöku fyrir 15. maí. 71
Sumarferð FKE verður farin í ágúst. Þórir varpaði fram þeirri hugmynd að fara í Dalina á slóðir Eiríks rauða vegan 1000 ára afmælis landafundanna. Fulltrúaskipti í Málræktarsjóði. Kristinn Gíslason hefur verið fulltrúi FKE síðastliðin 5 ár en óskar nú eftir að láta af því starfi. Ólafur Haukur stakk upp á því að í virðingarskyni við Óla Kr. yrði honum boðið starfið enda væri hann íslenskumaður góður. Sjálfur féllst Ólafur Haukur á að vera til vara samkvæmt uppástungu formanns. Senda út fréttabréf næsta þriðjudag.
195. STJF. 18. JAN. 2000 Brotið og merkt fréttabréf til félagsmanna.
133. skf. 5. feb. 2000
Formaður setti fund, bauð félaga velkomna og árnaði heilla á nýju ári. Gerði grein fyrir klúbbum félagsins og hvatti til aukinnar þátttöku í þeim. Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum. alls voru mættir 46 félagar. Veislukaffi. Guðmundur Magnússon, fv. fræðslustjóri, flutti erindi er hann nefndi Lítil er veröldin. Sagði hann frá námsdvöl í Bandaríkjunum árið 1963-64. Þar kynntist hann kennurum frá ýmsum heimshornum. Kynnum sínum af tveimur afrískum konum lýsti hann skemmtilega í tali og tónum. Margt fleira bar á góma. M.a. var hann staddur í bekk ungra nemenda er fregnin um lát John F. Kennedy barst og upplifði þar sorg nemenda og kennara. Söngur við undirleik Guðrúnar Sigurðardóttur.
134. skf. 4. mars 2000
Árshátíð FKE í sal Múrarameistarafélagsins Skipholti 70. Mættir 70 manns. Formaður setti hátíðina. Borðhald. Veisluföng voru frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í Kópavogi. Maturinn var ljúffengur og vel fram borinn. Ólafur B. Ólafsson lék undir borðum. Skemmtiatriði voru: EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar. Undirleikari var Solveig Jónsson. Eva Þyrí Hilmarsdóttir lék á píanó. Helgi Seljan flutti gamanmál í tali og tónum. Undirleikari var Sigurður Jónsson. Ólafur B. Ólafssonstjórnaði fjöldasöng milli atriða og í samkomulok. Einnig var dansað af miklu fjöri við dynjansi harmonikkuleik Ólafs. Þessi ánægjulega skemmtun stóð fram yfir miðnætti.
196. STJF. 21. MARS 2000 Formaður setti fund og bauð menn velkomna, ekki síst gest fundarins, Tómas Einarsson, sem nýkominn er frá Bali þar sem hann keypti nokkra handgerða listmuni sem notaðir verða sem spilaverðlaun síðar. Var Tómasi þakkaður þessi greiði. Þá var lítillega rætt um sumarferðina. Fyrirhugað að fara 22. ágúst og verður Tómas að sjálfsögðu fararstjóri. Sennilega fara 6 Íslendingar á mótið í Svíþjóð 17. - 21. júní. Þórir sagði frá því að borist hefði boð frá finnska kennarasambandinu um að senda fulltrúa frá Íslandi á fund eftirlaunakennara. Kvaðst hann hafa þakkað boðið en tjáð um leið að við gætum ekki þegið það. Einnig hafði borist bréf frá svæðisfélagi eftirlaunakennara í Uddevall í Svíþjóð. Þar var hópur kennara sem langaði til Íslands. Var beðið um ráðgjöf og aðstoð FKE. Þórir tók vel í að veita góð ráð. Síðan kom í ljós að þátttaka var ónóg og ákveðið að fresta förinn til næsta árs. Sveinn Kristjánsson kvaðst hafa áhyggjur af launamálum eftirlaunakennara. Starfandi kennarar fengu talsverða launahækkun á sl. ári. Vegna þess að hún er ekki inni í grunnlaununum fengu kennarar á eftirlaunum enga hækkun. Voru menn sammála um að fylgjast þyrfti með framvindu þessara mála. Skemmtifundur verður 1. apríl. Valborg sér um verðlaunin. Næsti stjórnarfundur 17. apríl.
135. skf. 1. ap. 2000
Formaður setti fund. Hann tilkynnti að Danmarks lærerforening hefði sent boð til KÍ um að senda tvo 72
félaga ír FKE á einn þriggja fræðslufunda í Danm0rku á sumri komanda. Þeir verða 7. - 9. júní, 28. - 30. júní og 2. - 4. ágúst. Gestgjafar greiða gistingu, máltíðir og skoðunarferð. Þátttaka tilkynnist stjórn FKE fyrir 10. apríl. Rannveig Sigurðardóttir stjórnaði spilum á 8 borðum en alls mættu 38 félagar. Veislukaffi. Þórunn Lárusdóttir sagði frá ferðalagi um Norðurland. Hún sýndi skuggamyndir frá ýmsum stöðum utan alfaraleiða frá Vatnsnesi og allt austur á Flateyjardal. Var frásögn hennar bæði fróðleg og skemmtileg. Söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
197. STJF. 17. AP. 2000 Brotið og merkt fréttabréf félagsins til útsendingar. Aðalefnið er boðun aðalfundar 6. maí.
198. STJF. 4. MAÍ 2000 Undirbúningur aðalfundar Stjórnin gaf öll kost á því að starfa næsta ár fái hún umboð til þess. Sömuleiðis skoðunarmenn reikninga. Hins vegar verður að kjósa menn í Kjararáð en samkvæmt lögum fer sú kosning fram þriðja hvert ár.
21. félf. 6. maí 2000 Aðalfundur.
Spiluð félagsvist á 11 borðum en alls mættu um 50 félagar. Rannveig stjórnaði vistinni og afhenti verðlaun. Formaður setti aðalfund og tilnefndi Tómas Einarsson fundarstjóra. Skýrsla stjórnar Stjórnarfundir voru 9. 8 fræðslu- og skemmtifundir. Þakkir til allra sem þar hafa komið fram og Sigurbjörgu Þórðardóttur og Guðrúnu Sigurðardóttur fyrir undirleik við fjöldasöng á fundunum. Átta kennarar sóttu norrænt mót eftirlaunakennara í Vigö á Norður-Jótlandi 12.- 16. júní síðasta sumar, sem bæði var fróðlegt og skemmtilegt. Sumarferðin í Húnaþing vestra. Þátttakendur 92. Vel heppnuð ferð. Kvöldverður snæddur í Munaðarnesi. Freysteini Gunnarssyni var reistur minnisvarði við Vola í Hraungerðishreppi 22. ágúst við hátíðlega athöfn. EKKÓ-kórinn söng við það tækifæri lög við ljóð eftir Freystein. Í mars var haldið sameiginlegt þing Kennarasambands Íslands og Hins íslenska kennarafélags. Á þinginu voru félögin sameinuð og heita nú Kennarasamband Íslands. Formaður er Eiríkur Jónsson, varaformaður er Elna Katrín Jónsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir er formaður grunnskólakennara. FKE er deild í KÍ með um 780 félögum. Fram að þessu hefur FKE fengið styrk til starfsemi sinnar frá sambandinu. Nú varð sú breyting á að félaginu er úthlutað ákveðinni upphæð eins og öðrum deildum. Tvö næstu ár fær félagið okkar eina milljón króna á ári. Aðstaða FKE hvað varðar húsnæði, fjölföldun og póstgjöld, er óbreytt. Stjórnin telur að staða FKE í þessu nýja sambandi sé ekki verri en var í hinum gamla. Þrír hópar áhugafólks hafa starfað í vetur. Bókmenntahópur, skákhópur og EKKÓ-kórinn. Hann hefur sungið þrisvar opinberlega á starfsárinnu og tvisvar á fundum félagsins. Söngstjóri er sem fyrr Jón Hjörleifur Jónsson og Solveig, kona hans, leikur undir. Þeim og öðrum sem dyggilega hafa starfað í hópunum færði Þórir þakkir. Fulltrúi FKE í Málræktarsjóði er nú Óli Kr. Jónsson. Varamaður er Ólafur Haukur Árnason. Erlent samstarf Félag finnskra kennara á eftirlaunum sendi FKE boð um að senda einn félaga á vetrarfund félagsins. Vegna stutts fyrirvara var ekki unnt að þiggja boðið. Danska kennarasambandið sendi nýlega svipað boð eins og kynnt var á síðasta skemmtifundi. Auðunn Bragi Sveinsson tók boðinu og mun taka þátt í móti 7. - 9. júní nk. Sex félagar ætla að sækja 21. mót norrænna kennara á eftirlaunum í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní nú í 73
sumar. Að lokum færði Þórir Kristínu Valgeirsdóttur kærar þakkir fyrir að sjá um veitingar á öllum skemmti- og fræðslufundum félagsins í Kennarahúsinu á þessu starfsári. Hann þakkaði einnig samstarfsfólki sínu í stjórn FKE fyrir gott samstarf og öllum öðrum sem lagt hafa félaginu lið. Reikningar félagsins. Rekstrartekjur voru kr. 864.102. Gjöld voru kr. 607.531. Eigið fé samtals kr. 541.066. Fundarstjóri lýsti áhyggjum sínum af óhóflegum eignum félagsins. Hann gaf orðið laust en enginn kvaddi sér hljóðs nema Hans Jorgensson sem þakkaði stjórninni störf hennar í þágu félagsins. Kosningar: Formaður og aðrir í stjórn og skoðunarmenn reikninga voru endurkjörnir. Stjórnina skipa: ͏͏ Þórir Sigurðsson, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, varaformaður, ͏͏ Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, ͏͏ Valborg Helgadóttir, gjaldkeri, ͏͏ Sveinn Kristjánsson, skjalavörður. Varastjórn - meðstjórnendur: ͏͏ Auður Eiríksdóttir, ͏͏ Ólafur Haukur Árnason. Endurskoðendur - skoðunarmenn reikninga: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Margrét Jakobsdóttir Líndal. Í kjararáð voru kosnir Tómas Einarsson og Valborg Helgadóttir. Önnur mál Óli Kr. sagði frá því að þegar minnisvarðinn um Freystein hafði verið reistur, að mestu leyti fyrir fé frá kennurum á eftirlaunum, voru eftir nokkrir peningar. Á síðasta aðalfundi kom fram rödd um að minnisvarðinn ætti að vera við Kennarahúsið. Menn voru sammála um að þar væri ekki pláss fyrir hann. Því var ákveðið að nota þessa afgangspeninga tila ð útbúa minningarskjöld með nöfnum þeirra tveggja skólastjóra sem starfað höfðu í gamla skólanum. Þessi skjöldur prýðir nú Kennarahúsið Barónsstígsmegin. Dagskrá var tæmd og formaður þakkaði traust honum sýnt, minnti á fyrirhugaða sumarferð 22. ágúst og sleit fundi. Þá kvaddi Hjörtur Þórarinsson sér hljóðs. Hann minntist þeirra tveggja, Magnúsar Helgasonar og Freysteins Gunnarssonar. Á minnisvarðanum í Vola standa þessi orð: Öllum kom hann til nokkurs þroska. Taldi Hjörtur að það ætti við um báða þessa heiðursmenn. Síðan var gengið út og skólasöngurinn sunginn við minningarskjöldinn. Nokkrum gestum hafði verið boðið vegna þessarar stuttu athafnar. Mætt voru börn Freysteins, Guðrún og Sigmundur, makar þeirra og nokkrir afkomendur. Rektor KHÍ, Ólafur Proppé, og fyrrverandi rektor, Þórir Ólafsson. Hins vegar var enginn mættur fyrir hönd KÍ þar sem forystusveit KÍ er öll stödd erlendis. Nú var borið fram langþráð veislukaffi og því gerð góð skil. Að lokum sungin nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. Skemmtilegum degi lokið. Söngur EKKÓ: 1. Heilsuhælinu í Hveragerði 18. maí 2000. 2. Aflagranda 40 á vorhátíð eldri borgara 19. maí 2000. 3. Til heiðurs formanni sínum, Rannveigu Sigurðardóttur, þann 26. júní í áttræðisafmæli hennar.
199. STJF. 18. JÚLÍ 2000 Brjóta og merkja fréttabréf um sumarferðina. 74
7. suf. 22. ág. 2000 7. sumarferð FKE þriðjudaginn 22. ágúst.
Þátttakendur 109. Fararstjóri Tómas Einarsson. Ekið var á tveimur bílum sem voru samtengdir þannig að allir nutu skemmtilegrar frásagnar fararstjórans. Eftir stuttan stans í Borgarnesi var ekið áfram norður og síðan yfir Bröttubrekku og um Dali. Aðeins var komið við í Búðardal og kíkt í kaupfélagið. Þá var ekið áfram að Reykhólum. Í forföllum sóknarprestsins tók Eygló Gísladóttir, kennari, á móti hópnum en hún er sóknarnefndarformaður. Hún sýndi gestum kirkjuna og fræddi okkur um staðinn. Eftir að menn höfðu neytt nestis síns var ekið að Þörungaverksmiðjunni. Ekki var farið inn í verksmiðjuna en utan dyra var okkur sagt í stórum dráttum frá starfseminni sem nú er með nokkrum blóma. Náttúrufegurð er mikil á Reykhólum. Næst var ekið að Eiríksstöðum í Haukadal þar sem eitt sinn bjuggu Eiríkur rauði og Þjóðhildur, kona hans. Þar er talið að Leifur heppni sé fæddur en hann fann Ameríku sem kunnugt er. Þar hafa verið grafnar upp rústir af skála frá landnámsöld. Skammt vestan við þær er búið að reisa tilgátubæinn, þ.e bæ sem menn halda að sé líkur þeim er þar stóð fyrir meira en 1000 árum. Hann er hlaðinn úr torfi og þiljaður innan með timbri sem unnið er úr rekaviði. Við bæinn stendur stytta af Leifi gerð af Nínu Sæmundsen. Koman að Eiríksstöðum var hápunktur þessarar skemmtilegu ferðar sem farin var í blíðskaparveðri þrátt fyrir óhagstæða veðurspá. Það fór reyndar að rigna þegar farið var yfir Bröttubrekku á heimleið og rigndi duglega því meir sem sunnar dró. Var nú ekið að veitingasalnum í Munaðarnesi þar sem dýrindis krásir biðu hópsins. Að venju voru seldir happadrættismiðar. Dagný Valgeirsdóttir hlaut 2 miða á árshátíð félagsins 2001 en Ingólfur Guðmundsson 2 farmiða í næstu skemmtiferð. Á heimleiðinni voru sagðar nokkrar góðar sögur en menn voru tregir til að tjá sig í bundnu máli. Komið var í bæinn kl. rúmlega 22 eftir velheppnaða og ánægjulega ferð.
200. STJF. 1. SEPT. 2000 Þórir kvaðst búinn að bóka húsnæði fyrir starfshópana á vetri komanda. Hópastarfið fært á daga. Á fundinum 9. sept. mun Þórir segja frá Svíþjóðarför. Kristín Valgeirsdóttir ráðin til að annast kaffiveitingar á skemmtifundum í vetur. Brotin og merkt fréttabréf til útsendingar.
136. skf. 9. sep. 2000
Formaður setti fund - 41 félagi mættur. Valborg Helgadóttir stjórnaði spilum á 10 borðum. Vegleg verðlaun í boði að vanda. Veislukaffi. Unnur Kolbeins minntist látins félaga, Guðrúnar Pálsdóttur. Hún hafði oft annast undirleik á fundum félagsins. Fundarmenn minntust hennar með því að rísa úr sætum. Þórir Sigurðsson, formaður, sagði af mótinu í Svíþjóð 17. - 20. júní. Af Íslands hálfu tóku þátt þau Þórir, Valborg, Rannveig, Óli Kr., Solveig og Halldór Hafstað. Var þetta hin skemmtilegasta frásögn sem vænta mátti. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
137. skf. 7. okt. 2000
46 mættir. Rannveig stjórnaði félagsvist á 11 borðum. Kaffi. Sigríður Haraldsdóttir flutti erindi og sagði frá stríðsárunum í Danmörku og Tékkóslóvakíu. Hún bjó öll stríðsárin í Danmörku en móðurfólkið hennar var í Tékkóslóvakíu. Frásögn hennar var bæði fróðleg og skemmtileg. Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. 75
Söngur EKKÓ: Alþjóða kennaradagurinn var hátíðlegur haldinn í Kennarahúsinu þann 5. október 2000. Þar söng EKKÓkórinn nokkur lög.
138. skf. 4. nóv. 2000
Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum. Alls mættir 45. Kaffi. Óli Kr. Jónsson flutti frumsamdar vísur ogljóð sem gaman var á að hlýða. Kröftugur fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. Söngur EKKÓ: Kórinn hefur átt mjög annríkt að undanförnu og sungið við ýmis tækifæri. Sungið var: 10. nóv. í Bóstaðarhlíð 43, 11. nóv. í Gullsmára í Kóavogi, 1. des. á Aflagranda 40, 2. des. á jólafundi í Kennarahúsi
139. skf. 2. des. 2000
Rannveig stjórnaði félagsvist á 11 borðum. Veislukaffi. Nú var EKKÓ-kórinn mættur svo að kaffi drukku milli 70 og 80 manns. Jón Hjörleifur Jónsson flutti erindi sem hann nefndi Örlagarík ákvörðun. Þann 7. janúar ætlaði hann til Vestmannaeyja með vélbátnum Helga. Systir Jóns og mágur ákváðu skyndilega að fara til Eyja þennan sama dag með Herðubreið sem talið var gott skip. Fengu þau Jón til að hætta við að fara með Helga og fara með sama skipi og þau. Skipin héldu af stað um sjöleytið á föstudegi og ráðgert að koma til Vestmannaeyja á laugardagsmorgun. Var haldið af stað í góðu veðri en skyndilega brast á aftakaveður af austri. Herðubreið var yfirfull af sjóveiku fólki. Helgi varð vélarvana og rakst á Faxasker. Hann brotnaði og sökk fyrir augum Jóns. Tveir menn komust upp á skerið en það var ógerningur að bjarga þeim. Þarna fórust 10 manns. Herðubreið komst í var við Heimaklett seint á laugardag og loks í höfn á mánudag. Nokkrum dögum síðar var haldin minningarathöfn í Landakirkju. Þá var Jón næstum neyddur til að syngja Alfaðir ræður sem kveðju frá Aðventusöfnuðinum. Það var Jóni mikil raun. Þetta var áhrifarík frásögn og gott að heyra nokkur jólalög flutt af EKKÓ-kórnum undir stjórn Jóns H. að henni lokinni. Söngurinn var í styttra lagi enda langt liðið á dag. Formaður þakkaði góða fundarsókn, óskaði gleðilegra jóla og sleit fundi.
2001
201. STJF. 9. JAN. 2001 Formaður setti fund og bauð menn velkomna til starfa á nýrri öld. Áður en eiginleg fundarstörf hófust leit Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, inn á fundinn. Hann gerði í mjög stuttu máli grein fyrir þeim hluta nýgerðra kjarasamninga er eftirlaunakennara varðar. Við fáum 5% hækkun frá 1. jan. 2001. Samningarnir taka gildi ágúst 2001. Þá fáið þið peninga sem ekkert ykkar hefur dreymt um voru lokaorð hans. Honum voru færðar þakkir og heillaóskir með samningana sem undirritaðir verða í dag. Þórir gat þess að fulltrúar FKE í kjaranefnd væru aldrei kallaðir til viðræðna eða á samningafund. Þótti fundarmönnum það furðu gegna. Rætt um vetrarstarfið. Áætlun um það verður send út í næstu viku. Haldið verður 22. norræna mótið í Tanhovaara í Finnlandi dagana 12. - 16. júlí nk. Verður auglýst í næsta fréttabréfi. Borist hefur þakkarkort frá fjölskyldu Helga Þorlákssonar fyrir auðsýnda samúð við andlát hans. Ennfremur þakkarbréf frá Svíþjóð fyrir þátttöku í mótinu þar á síðasta ári ásamt kveðju frá Siv Selinder. Hafin er útgáfa á blaði KÍ. Kristín Elfa Guðnadóttir, ritstjóri, óskar eftir frásögnum eftirlaunakennara um það hvernig var að hætta að kenna og hvað tók þá við. 76
202. STJF. 16. JAN. 2001 Brjóta og merkja fréttabréf til félagsmanna. Þar segir frá skemmti- og fræðslufundum í Kennarahúsinu, árshátíð 3. mars, aðalfundur verður 5. maí. Bókmenntir, EKKÓ-kór og skák. Einnig fréttir um 22. norræna mótið.
140. skf. 3. feb. 2001
Formaður seti fund. Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 45 félagar. Glæsilegar kaffiveitingar. Ingibjörg Björnsdóttir flutti þátt af Vatnsnesi sem maður hennar, Jónas Guðjónsson, hafði tekið saman. Þátturinn fjallaði að mestu um þann merka mann, Jakob Bjarnason, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
203. STJF. 20. FEB. 2001 Sent út fréttabréf um árshátíðina 3. mars í Félagsheimilinu, Skipholti 70.
141. skf. 3. mars 2001
Árshátíð í sal Múrarafélagsins að Skipholti 70. Mættir 90 manns. Formaður bauð gesti velkomna og kynnti dagskrána. Borðhald. Veisluföng frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í Kópavogi. Maturinn var ljúffengur og vel fram borinn. Ólafur B. Ólafsson lék ljúfa tónlist meðan matast var og einnig á milli skemmtiatriða. Árshátíðarræðu flutti Ólafur H. Jóhannsson, lektor. Var hún á léttari nótunum og vakti mikla kátínu hjá áheyrendum. EKKÓ-kórinn söng nokkur lög við góðar undirtektir. Söngstjóri nú sem fyrr, Jón Hjörleifur Jónsson. Undirleikari Solveig Jónsson. Þorbjörg Guðmundsdóttir, félagi okkar, og fjórar aðrar dömur, allt eldri borgarar, sýndu línudans og var þeim vel fagnað. Þá var stiginn dans við harmonikkuleik Ólafs B. Ólafssonar. Stóð þessi ágæta skemmtun fram yfir miðnætti og lauk með fjöldasöng.
142. skf. 7. ap. 2001
Formaður setti fund og Rannveig stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 45 manns. Veislukaffi. Auðunn Bragi Sveinsson tók til máls og sagði frá fræðslufundi er hann sótti í Danmörku 7. - 9. júní sl.. Gerði hann góða grein fyrir fundinum og söng að lokum nokkra danska texta. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur. Söngur EKKÓ: Kórinn söng á Gjábakka í Kópavogi 21. mars undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Solveigar Jónsson.
204. STJF. 20. AP. 2001 22. mótið í Finnlandi 12. - 16. júlí. Sjö manns hafa tilkynnt þátttöku. Boð hefur borist frá danska kennarasambandinu um helgarnámskeið svipað og sl sumar en það barst svo seint að ekki var hægt að sinna því. Fyrirhuguð er ferð EKKÓ í söngbúðir 20. - 22. apríl. Kórinn nýtur styrks frá FKE. Dvalið verður að Varmalandi. Sent út fundarboð fyrir aðalfund.
22. félf. 5. maí 2001 Aðalfundur
Formaður setti fund og Valborg Helgadóttir stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 47. Myndarlegar kaffiveitingar. Formaður setti aðalfundinn og tilnefndi Óla Kr. fundarstjóra. Minnst félaga sem látist höfðu á árinu og sérstakleg nefnd þau Guðrún Pálsdóttir og Helgi Þorláksson 77
er bæði höfðu unnið gott starf í þágu FKE. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Skýrsla formanns 5 formlegir stjórnarfundir á árinu og auk þess nokkrir samráðsfundir, m.a. þegar send voru út fréttabréf til félagsmanna. 8 skemmti- og fræðslufundir sem allir fóru fram í Kennarahúsinu nema árshátíðin sem haldin var í Skipholti 70. Sex félagar sóttu 21. mótið í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní sl. sumar. Dagskráin var fjölbreytt og gestgjöfunum til sóma. Sumarferð FKE var farin 22. ágúst undir fararstjórn Tómasar Einarssonar. Þátttakendur voru 109. Ekið var um Dali að Reykhólum. Síðan að Eiríksstöðum í Haukadal. Kvöldverður var snæddur í Munaðarnesi. Þrír hópar áhugafólks störfuðu í vetur. EKKÓ-kórinn æfði vikulega undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar. Píanóleokari er Solveig Jónsson. Söngfélagar eru nú 30. Sungið var níu sinnum opinberlega. Kórinn fór í söngbúðir að Varmalandi í Borgarfirði 20. - 22. apríl til frekari æfinga og nú er meiningin að syngja inn á geisladisk. Formaður kórsins er Rannveig Sigurðardóttir og er hún óþreytrandi að vinna kórnum allt það gagn er hún má. Bókmenntaklúbbur starfaði hálfsmánaðarlega undir stjórn Þóris Sigurðssonar. Færði Þórir öllum þátttakendum og stjórnendum þessara hópa bestu þakkir. Erlent samstarf Félag finnskra kennara á eftirlaunum bauð einum félaga FKE á vetrarfund. Einnig kom boð frá danska kennarasambandinu svipað og á síðasta ári. Þessi boð bárust svo seint að hvorugt var hægt að þiggja. 22. mótið verður í Finnalndi um miðjan júlí. Sjö félagar hafa skráð sig til þátttöku. Að lokum þakkaði formaður öllum sem unnið höfðu fyrir FKE á þessu starfsári. Einnig þakkaði hann starfsfólki KÍ, þeim Valgeiri, Sigurlínu og Margréti, alla lipurð og hjálpsemi. Einnig Kristínu Valgeirsdóttur semannast hefur kaffiveitingar á skemmtifundum félagsins. Reikningar félagsins - Rekstrartekjur voru kr. 2. 161.864. Útgjöld kr. 1.366.059. Eigið fé kr. 1.336.871 Kosningar Formaður var endurkjörinn og svo öll stjórnin Stjórnina skipa: ͏͏ Þórir Sigurðsson, formaður, ͏͏ Rannveig Sigurðardóttir, varaformaður, ͏͏ Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, ͏͏ Valborg Helgadóttir, gjaldkeri, ͏͏ Sveinn Kristjánsson, skjalavörður. Varastjórn: ͏͏ Auður Eiríksdóttir, ͏͏ Ólafur Haukur Árnason. Endurskoðendur: ͏͏ Þorsteinn Ólafsson, ͏͏ Margrét Jakobsdóttir Líndal. Varaendurskoðandi kjörin Ingunn Árnadóttir. Önnur mál Þórir gerði grein fyrir kjaramálum eftirlaunakennara. Þann fyrsta júní fá menn tveggja launaflokka hækkun reiknaða frá áramótum en aðal launakerfisbreytingin verður framkvæmd 1. ágúst. Þá hækka launin verulega. Vegna góðrar fjárhagsstöðu félagsins taldi hann að etv væri unnt að styrkja félaga til þátttöku í t.d. tölvunámskeiðum. Torfi Guðbrandsson kvað eldra fólk ekki geta tileinkað sér og munað allt sem kennt væri á tölvunámskeiði og taldi mikla þörf á að gefin væri út greinargóð bók um allt sem lyti að tölvunotkun. Þórir tók undir nauðsyn þess að slík bók yrði gerð. Jón Hjörleifur hvatti alla til að læra á tölvu vegna margvíslegra nota hennar. 78
Þá gat Þórir þess að etv væri þetta í síðasta sinn sem við funduðum í þessum sal vegna breytinga á húsnæði. Leikskólakennarar koma inn í KÍ í haust og þurfa að fá skrifstofu og er hugmyndin að skipta salnum. Þá verður KÍ að fá sér samkomusal úti í bæ og fær FKE þá aðgang að honum. Fjöldasöngur við frábæran undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
205. STJF. 30. MAÍ 2001 Væntanleg sumarferð verður farin að Veiðivötnum 21. ágúst nk. Fararstjóri verður Tómas Einarsson. Valborg Helgadóttir hefur pantað veitingar í Hrauneyjum og Básum. Fréttabréf verður sent út í júlí. Söngur EKKÓ-kórsins hefur verið tekinn upp á geisladisk og verið er að leggja síðustu hönd á vinnu hans. Útgáfan er væntanleg í næsta mánuði. Nokkrar umræður um 22. mótið í Finnlandi.
206. STJF. 1. ÁG. 2001 Sumarferðin verður farið 21. ágúst ogundirbúningi er lokið. Brotið og merkt kynningarbréf til félagsmanna. Þar segir líka frá nýju sjálfboðaliðastarfi á vegum Rauða krossins. Um er að ræða stuðning kennara á eftirlaunum við nemendur af erlendum uppruna. Breytingar á Kennarahúsinu. Samkomusalurinn verður minnkaður. Það kemur illa við starfsemi FKE. Hóparnir fá þó húsaskjól hér en leita verður annað fyrir félagsfundi. 23. mótið 2003. Færeyingar áttu að halda mótið á næsta ári en treystu sér ekki til þess. Norðmenn taka því að sér mótshaldið 2002. Það verður í Lillehammer 5. - 9. júní og hefur dagskráin þegar verið ákveðin. Þá kemur röðin að Íslendingum árið 2003. Næsta vetur verður að undirbúa það svo hægt verði að greina frá því í Lillehammer. Þórir sagði af mótinu í Finnlandi og gaf fundarmönnum afrit af ferðasögunni og ljóðum sem samin voru í ferðinni. Einnig útbýtti hann sögu norrænu mótanna 1988 - 2000. Geisladiskur EKKÓ-kórsins kom út í byrjun júní og hefur þegar selst nokkuð. Dagskrá lokið og hófst vinna við fréttabréfið.
8. suf. 21. ág. 2001 8. sumarferð FKE þriðjudaginn 21. ágúst.
Ekið á þremur bílum enda met þátttaka, samtals 133. Veður var stillt en þungbúið og rigningarsuddi. Eftir að formaður, Þórir Sigurðsson, hafði ávarpað ferðafólkið fól hann Tómasi Einarssyni fararstjórnina. Kallkerfi var milli bílanna þannig að allir nutu fræðandi og skemmtilegrar frásagnar hans. Ferðinni var heitið að Veiðivötnum. Stutt viðdvöl var á Selfossi. Síðan var ekið upp Skeið, Hreppa, Þjórsárdal og áfram upp á hálendið. Í Hrauneyjum fengu menn súpu og nýbakað brauð og kaffi. Þá var ekið áfram yfir sandauðnina í átt að Veiðivötnum. Á þessari leið eru nokkrar virkjanir og uppistöðulón. Vöktu þessi mannvirki aðdáun ferðalanga. Tómas lét þess getið að á Íslandi væri stærsta eyðimörk í Evrópu. Komið var í skálann við Tjaldvatn laust eftir hádegi. Gengið um svæðið og margt skoðað, m.a. hellisgjóta er hjón bjuggu í um tíma á sl. öld. Þá var Vatnahringurinn ekinn. Tómas greindi frá nöfnum vatnanna. Sum þeirra voru mjög skemmtileg svo sem Ónýtavatn og Ónefndavatn. Lítilsháttar rigning var á svo að fjallasýn var ekki eins og best varð á kosið. Hins vegar bjargaði rekjan mönnum frá mýbiti við vötnin og sandfoki úti í auðninni. Eftir að hafa skoðað sig vel um og notið náttúrufegurðar við vötnin var haldið heim á leið. Smástans var í Hrauneyjum en síðan ekið niður Landsveit og Holt. Komið í Básinn upp úr kl. 18. Þar var vel tekið á móti hópnum með veisluhlaðborði. Að venju voru seldir happdrættismiðar og vinningar dregnir út. Ferðavinninga hlutu Aðalbjörg Albertsdóttir og Helga Þórarinsdóttir. Miða á árshátíð félagins hlaut Ingibjörg Þorvaldsdóttir. Jón Hjörleifur Jónsson stjórnaði söng og var vel tekið undir. Í ljós kom að skáldskapargyðjan hafði verið með í för og las Þórir kveðskap ferðalanga í hátalarann. Voru sumar vísur dýrt kveðnar, jafnvel sléttubönd. Er leið að ferðarlokum flutti formaður fararstjóra og ferðafélögum þakkir sínar. Fararstjóri þakkaði 79
einnig samfylgdina. Komið var á Umferðarmiðstöðina kl. 22 eftir ánægjulega ferð.
206. STJF. 27. ÁG. 2001 Miklar breytingar hafa orðið á húsnæðinu í Kennarahúsinu við innflutning leikskólakennara. Bókmennta- og skákklúbbar rúmast hér þó enn en EKKÓ-kórinn hefur fengið æfingaaðstöðu í Austurbæjarskólanu og skemmifundir verða frá og með 6. okt. í Húnabúð í Skeifunni 11. Viðburðir dagsettir: skemmtifundir, söngæfingar undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, bókmenntahópur í umsjón Tómasar Einarssonar og Valborgar Helgadóttur, skákhópur í umsjón Þóris Sigurðssonar. Skemmtifundir hefjist kl. 13:30 þegar flutt verður í Húnabúð. Stjórnin var sammála um að framvegis yrði að selja veitingar á skemmtifundum. Brotið og merkt fréttabréf til útsendingar.
143. skf. 8. sep. 2001
Formaður bauð gesti velkomna til síðasta skemmtifundarins sem haldinn yrði í gamla skólanum okkar. Hann gerði grein fyrir væntanlegum breytingum á húsnæðinu og hvaða áhrif það hefði á starfsemi FKE. Þá gerði hann grein fyrir því helsta sem gerst hefur í sumar. Geisladiskur EKKÓ-kórsins kom út 7. júlí. Sjö félagar héldu áleiðis til Finnlands 10. júlí til árlegs norræns móts sem þar var þá haldið 12. - 16. júlí. Skemmtiferð FKE var farin að Veiðivötnum 21. ágúst. Félagsvist undir stjórn Valborgar Helgadóttur á 10 borðum. 47 manns gæddu sér á veislukaffi sem Kristín Valgeirsdóttir bar fram. Hún ætlar að fylgja okkur í Húnabúð og sjá um kaffið þar í vetur, okkur til mikillar gleði. Þórir sagði af Finnlandsferðinni. Greinargóð og skemmtileg frásögn. Í tengslum við hana flutti Óli Kr. Jónsson ljóð, fallega Finnlandskveðju. FKE hafði borist sú hugmynd frá Rauða krossinum að fá eftirlaunakennara til að hjálpa nýbúabörnum að læra íslensku og vera þeim til styrktar á ýmsan hátt. Til að fylgja þessu máli úr hlaði voru mættar Huldís Haraldsdóttir frá Rauða krossinum og Friðbjörg Ingimarsdóttir frá Fræðslumiðstöðinni. Lítils háttar umræður urðu um málið. Þær boðuðu fund næstkomandi miðvikudag fyrir þá sem áhuga hefðu á málinu. Söngur við undirleik Torfa Guðbrandssonar.
207. STJF. 6. OKT. 2001 Í lok september hittust Þórir, Rannveig, Valborg og Sveinn í Kennarahúsinu. Þau flokkuðu gögn félagsins sem geymd voru í kjallaranum og fluttu þau upp í ris. Þar hefur FKE fengið skáp til afnota og þar uppi starfa framvegis skák- og bókmenntahópar FKE. Þann 6. ágúst, áður en skemmtifundur hófst, greindi formaður frá því að bréf hefði borist með lögum KÍ þar sem FKE var beðið um athugasemdir ef einhverjar væru og um að senda KÍ lög FKE.
144. skf. 6. okt. 2001
Skemmtifundur í Húnabúð. Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna. Sagði hann að þar sem við værum nú í nýju húsnæði er greiða þyrfti fyrir kr. 15.000 hverju sinni, hefði stjórnin hugleitt hvort ekki yrði að selja veitingar framvegis. Leitaði hann álits fundarmanna um hvort þeir væru tilbúnir að greiða kr. 300 fyrir kaffið framvegis. Var þetta borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Rannveig Sigurðardóttir stjórnaði félagsvist á 9 borðum og veitti verðlaun. Nokkrir félagar höfðu ekki áttað sig á breyttum fundartíma, mættu því of seint og misstu af vistinni. 48 manns nutu veislukaffis. Sveinn Kristjánsson las upp tvær nútíma þjóðsögur er nefndust Trölli og Finnur Jóns. Voru þær vel fluttar og vöktu kátínu hjá áheyrendum. Fjöldasöngur undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
145. skf. 3. nóv. 2001
Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna
80
Formaður minntist Hans Jörgenssonar, fv. skólastjóra, er borinn var til grafar í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Þar var kvaddur mikilvirkur menningar- og félagsmálafrömuður. Þórir ræddi sérstaklega um störf Hans í FKE. Hann tók virkan þátt í norrænu samstarfi eftirlaunakennara. Síðast sótti hann mót í Danmörku 1999. Skemmtifundi FKE sótti hann vel. Þann síðasta, 6. okt. sl.. Hans var mikill tónlistarunnandi, var félagi í EKKÓ og söng síðast með kórnum á Hótel Sögu fáum dögum fyrir andlát sitt. Hann var einstakur félagi, glaðlyndur og ósérhlífinn. Fundarmenn vottuðu honum virðingu sína með því að rísa úr sætum. Félagsvist á 7 borðum undir stjórn Rannveigar Sigurðardóttur. Alls mættu 34 félagar. Veislukaffi að vanda og nú greiddu menn í fyrsta sinn fyrir veitingarnar. Páll Guðmundsson, fv. skólastjóri, flutti erindi um kynni sín af Líbýju, landi og þjóð, á árunum 1981-83. Þar vann hann á vegum Arnarflugs í sumarfríinu sínu. Var erindið bæði fróðlegt og skemmtilegt. Fjöldasöngur undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
208. STJF. 13. NÓV. 2001 Undirbúningur jólafundarins. Séra Frank M. Halldórsson mun fara með talað orð. EKKÓ-kórinn syngur. Ólöf sér um spilaverðlaun og kemur á framfæri við húsráðendur að salurinn verði vel upphitaður. Útsending fréttabréfs á vorönn er ákveðin 10. jan. 2002. Fyrsti skemmtifundur 2002 verður 26. jan. kl. 13:30. Húsið er ekki laust í febrúar. Árshátíðin er ákveðin 9. mars. Þar skemmtir Hjördís Geirs ásamt undirleikara. EKKÓ-kórinn mun syngja. Verið er að leita að ræðumanni kvöldsins. KÍ-þing verður 8. og 9. mars. FKE á rétt á að senda 5 fulltrúa og þarf að hafa jafnmarga varamenn. Aðalmenn verða Þórir Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir, Valborg Helgadóttir, Sveinn Kristjánsson og Óli Kr. Jónsson. Varamenn verða Ólöf H. Pétursdóttir, Auður Eiríksdóttir, Svavar Björnsson, Erla Emilsdóttir og Elín Vilmundardóttir. Tímabært er að hefja undirbúning að 23. norrænu móti eftirlaunakennara sem haldið verður á Íslandi 2003. Hugmyndin er að það verði dagana 12. - 15. júní. Vestfjarðaleið verður sennilega falið að skipuleggja ferðir og hóteldvöl, reikna út kostnað og þess háttar. Gera má ráð fyrir 100 - 120 manns. Dagskrárgerð er í höndum stjórnarinnar.
146. skf. 8. des. 2001
Formaður setti fundinn. Félagsvist undir stjórn Rannveigar Sigurðardóttur á 13 borðum. Um þrjú-leytið fór að fjölga í salnum og nutu 70 manns kaffiveitinga í boði félagins. Séra Frank M. Halldórsson flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um Katrínu af Bora, eiginkonu Marteins Lúters. EKKÓ-kórinn söng nokkur jólalög undur stjórn Jóns Hjörleifs við undirleik Solveigar Jónsson. Fundarmenn risu úr sætum og sungu tvo jólasálma.
2002
209. STJF. 10. JAN. 2002 Fréttabréf brotið og merkt til útsendingar. Úr fréttabréfi: Skemmtifundir í Húnabúð kl. 13:30 26. jan., 6. apríl, 4. maí sem er aðalfundur. Árshátíð 9. mars. Kóræfingar í Austurbæjarskóla kl. 16:00 upptalda daga undir söngstjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og við undirleik Solveigar Jónsson. Bókmenntir í Kennarahúsinu kl. 14:00 upptalda daga í umsjón Valborgar Helgadóttur og Tómasar Einarssonar. Skák í Kennarahúsinu kl. 14 upptalda daga í umsjón Þóris Sigurðssonar.
147. skf. 26. jan. 2002
Félagsvist á 12 borðum en alls voru 50 félagar mættir. Veislukaffi að hætti Kristínar. Torfi Guðbrandsson las úr nýútkominni bók sinni kafla er hann nefndi Dagur í heimavistarskóla. Var 81
bæði fróðlegt og skemmtilegt að fá innsýn í lífið á Finnbogastöðum á Ströndum upp úr miðri síðustu öld, en Torfi var þar skólastjóri við góðan orðstír á árunum 1955 - 1983. Fjöldasöngur. Við píanóið var Sigurbjörg Þórðardóttir. Var tekið undir og sungið af hjartans list.
210. STJF. 26. FEB. 2002 Gengið frá fréttabréfi um árshátíðina 9. mars. Formaður las upp þingsályktunartillögu til KÍ þar sem farið var fram á aukið fast framlag til FKE úr 1 milljón króna í 1,7 milljón á ári. Samþykkt. Útbúið sönghefti til að syngja úr á árshátíðinni.
148. skf. 9. mars 2002 Árshátíð haldin í Húnabúð. Mætir 83 félagar.
Þórir formaður setti hátíðina, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá. Borðhald. Glæsileg og vel framborin veisluföng frá Múlakaffi glöddu neytendur sem tóku myndarlega til matar síns. Séra Þórir Stephensen flutti létt spjall sem vakti mikla kátínu meðal áheyrenda. Danssýning. Fermingarbörnin Tinna Rut og Arnar dönsuðu af hreinni list fyrir aðdáunarfulla áhorfendur. EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Solveigar Jónsson. Jón stjórnaði einnig fjöldasöng milli atriða. Að lokum var stiginn dans. Tónlistarflutning annaðist Hjördís Geirs og félagi. Dansað var af miklu fjöri til miðnættis. Samkomunni lauk með því að allir héldust í hendur og sungu Hin gömlu kynni.
211. STJF. 4. AP. 2002 Allir mættir nema Auður. Formaður setti fund og kvaðst vera með eina 9 minnispunkta er ræða þyrfti. Fréttir frá þingi KÍ. Það sem okkur varðar mest er að nú fær FKE 2 milljónir á ári í fast framlag frá KÍ. Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum og erum við mjög þakklát fyrir höfðingsskapinn. Komin er fram hugmynd um að stofna Norðurlandsdeild innan FKE. Hefur Þórir unnið nokkuð að þessu máli. Nánar síðar. Á næsta skemmtifundi, 6. apríl, mun Sigurður Kristinsson flytja talað mál. Valborg kaupir spilaverðlaun. Norrænt þing eftirlaunakennara verður 5. - 8. júní næstkomandi. Gera þarf grein fyrir þátttakendum héðan hið fyrsta. Enn eru aðeins 5 bókaðir. Aðalfundur félagsins verður 4. maí. Þórir, Rannveig og Valborg gefa ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. Verða þeirra skörð vandfyllt. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, biður EKKÓ að syngja á aðalfundi lífeyrissjóða. Eftir er að athuga hvort af því getur orðið. Formaður spurði hvort EKKÓ vildi fara í söngbúðir í vor. Rannveig og Ólöf töldu að það væri gagnlegra að fara í haust þegar hefst nýtt starfsár. Rætt hefur verið við Vestfjarðaleið um 23. norræna þingið á Íslandi 2003. Þetta er í athugun og verður rætt nánar síðar. Vestfjarðaleið mun aka okkur í árlega skemmtiferð félagsins í ágúst n.k.. Farið verður um Reykjanes. Hvað getum við gert til að auka þátttöku í áhugahópunum? spyr formaður. Hann var með hugmyndir um stutt námskeið. Til dæmis tölvunámskeið, námskeið um sögu skriftar á Íslandi, myndlistarnámskeið og fleira. Ólafur Haukur taldi nauðsynlegt að koma hér upp skólasafni og sagði að skemmtilegt væri ef FKE gæti haft forgöngu þar um. Valborg upplýsti að Þorsteinn Ólafsson hefði eitt sinn verið að safna gömlum skólamunum. Þykir því sjálfsagt að ræða við hann um þetta mál. Góður rómur var gerður að öllu sem fram kom undir þessum lið.
149. skf. 6. ap. 2002
Formaður setti fundinn og bauð gesti velkomna. Rannveig Sigurðardóttir stjórnaði félagsvist á 9 borðum en alls mættu 37 félagar. Veislukaffi og spjall. 82
Sigurður Kristinsson, kennari, flutti fróðlegt erindi um séra Einar Sigurðsson, prófast í Heydölum og afkomendur hans. Sungið við undirleik Torfa Guðbrandssonar.
212. STJF. 22. AP. 2002 Fréttabréf brotið og merkt til útsendingar. Þetta er síðasti fundur sem þessi stjórn situr því að á aðalfundi er gert ráð fyrir að miklar breytingar verði á stjórn félagsins.
23. félf. 4. maí 2002 Aðalfundur FKE í Húnabúð.
Jafnframt síðasti skemmtifundur starfsársins. Þórir Sigurðsson, formaður, ávarpaði fundargesti og fól síðan Rannveigu Sigurðardóttur að stjórna félagsvist. Spilað á 12 borðum en alls mættu 51 félagi. Veisluborð - en að þessu sinni voru veitingar í boði félagsins.
Aðalfundur
Fundarstjóri Óli Kr. Jónsson. Minnst látinna Formaður minntist félagsmanna er látist höfðu á árinu. Vottuðu fundarmenn þeim virðingu sína með því að rísa úr sætum. Skýrsla stjórnar Formaður nefndi þá sem með honum höfðu verið í stjórn á liðnu starfsári. Eftir fyrsta skemmtifund síðastliðið haust urðum við að flytja úr Kennarahúsinu vegna breytinga á því húsnæði. Skemmtifundir færðust yfir í Húnabúð. Kennarasambandi veitti styrk til greiðslu á leigukostnaði. EKKÓ-kórinn fékk inni í Austurbæjarskólanum endurgjaldslaust og erum við mjög þakklát fyrir það. Bókmennta- og skákhópar eru áfram í Kennarahúsinu. Einnig fara þar fram stjórnarfundir og útsendingar fréttabréfa er stjórnin annast en Valgeir Gestsson hefur séð um fjölföldun bréfanna. Hann fær bestu þakkir fyrir allt sem hann hefur gert fyrir FKE. EKKÓ gaf út geisladisk í júlí sl. og fékk kr. 150.000 í styrk frá KÍ til verkefnisins. Þetta var mjög kostnaðarsamt en sala diskanna hefur endurgreitt tímabundið framlag frá félaginu. Sjö félagar sóttu 22. mót eftirlaunakennara í Finnlandi. Næsta mót verður í Lillehammer í Noregi 5. - 9. júní nk. og munu 8 félagar sækja það. Á næsta ári verður 23. mótið hér í Reykjavík. Búast má við 120 þátttakendum. Stjórn FKE hefur að mestu leyti lokið við að skipuleggja mótið og fest herbergi á Hótel Loftleiðum. Ferðaskrifstofa Vestfjarðaleiða mun sjá um akstur og uppgjör vegna þessarar framkvæmdar. Sumarferðin var farin að Veiðivötnum 21. ágúst. Metþátttaka var eða 133. Okkar frábæri félagi, Tómas Einarsson, var fararstjóri. Á starfsárinu voru 8 fræðslu- og skemmtifundir. Söngæfingar EKKÓ voru einu sinni í viku undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og Solveigar, konu hans. Bókmenntahópur starfaði hálfsmánaðarlega og Valborg Helgadóttir og Tómas Einarsson héldu utan um hann. Skákæfingar voru hálfsmánaðarlega undir stjórn Þóris Sigurðssonar. Formaður kórsins er Rannveig Sigurðardóttir. Kórinn söng 8 sinnum opinberlega á árinu. Fimm fulltrúar FKE sátu þing KÍ. Í fjárhagsnefnd þingsins bar FKE fram rökstudda tillögu um aukið fjárframlag KÍ til FKE. Það hefur verið 1 milljón á ári síðastliðin ár. Eftir nokkrar umræður var það hækkað í 2 milljónir árlega amk næstu þrjú ár. Er FKE mjög þakklátt fyrir þennan velvilja KÍ. Skráðir félagar eru nú 800 og er búist við talsverðri aukningu á næstu árum. Vegna þess hve erfitt er að ná til félaga úti á landi er nú gerð tilraun með að stofna Norðurlandsdeild með aðsetur á Akureyri. Félagar FKE á svæðinu frá Hrútafirði að Þórshöfn hafa fengið bréf þar að lútandi. Eiga menn að hafa samband við Angantý Einarsson á Akureyri vilji þeir taka þátt í þessu. Þórir færði Kristínu Valgeirsdóttur þakkir fyrir frábæran viðurgjörning á skemmtifundum. Hann þakkaði einnig Sigurlínu, Ástu og Margréti á skrifstofu KÍ þeirra vinsemd og alveg sérstaklega Eiríki Jónssyni, formanni KÍ fyrir velvilja og aðstoð við FKE. 83
Næst tilkynnti Þórir að hann gæfi ekki kost á sér áfram til formennsku í FKE. Þakkaði hann samstarfsmönnum í stjórn og öðrum félagsmönnum gott samstarf og óskaði nýrri stjórn og fundarmönnum alls hins besta. Reikningar félagsins - Rekstrartekjur kr. 2.113.032 og útgjöld kr. 2.465.237. Gjöld umfram tekjur voru kr. 352.205. Kosningar Stjórnina skipa: ͏͏ Ólafur Haukur Árnason, formaður, ͏͏ Hörður Zophaníasson, ͏͏ Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, ͏͏ Hermann Guðmundsson, ͏͏ Sveinn Kristjánsson, skjalavörður. Varastjórn: ͏͏ Auður Eiríksdóttir, ͏͏ Bryndís Steinþórsdóttir. Endurskoðendur: ͏͏ Þorvaldur Óskarsson, ͏͏ Óli Kr. Jónsson. Engar lagabreytingar höfðu verið boðaðar. Önnur mál Sigurður Kristinsson þakkað fráfarandi formanni og stjórninni góð störf. Tekið var undir með lófaklappi. Gísli Ólafur Pétursson lagði til að hætt yrði að taka gjald fyrir kaffi á fundum. Fundarstjóri sagði að kaffi hefði ætíð verið ókeypis þar til flutt var í Húnabúð en vísaði þessu máli til nýrrar stjórnar. Bryndís Steinþórsdóttir spurði hvort ekki ætti að kjósa fulltrúa í Kjararáð KÍ. Engar uppástungur bárust og var málinu vísað til stjórnar. Fundarstjóri taldi æskilegt að það yrði gert fljótlega. Nýkjörinn formaður taldi skopskyn kennara í góðu lagi að velja sig sem formann. Hann þakkaði traustið og kvaðst hugsa gott til samstarfs við nýja stjórn. Fundarstjóri þakkaði Rannveigu, Valborgu og Þóri þeirra frábæru störf. Sagði að Þórir yðri áfram fararstjóri á erlendri grund - amk í Noregi í sumar.
213. STJF. 6. MAÍ 2002 Verkaskipting: Varaformaður Hörður Zophaníasson, gjaldkeri Hermann Guðmundsson, ritari Ólöf H. Pétursdóttir, skjalavörður Sveinn Kristjánsson. Varastjórn Auður Eiríksdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir. Í Kjararáð KÍ voru kosin Óli Kr. Jónsson opg Bryndís Steinþórsdóttir. Rætt um sumarferð FKE. Samþykkt að fela Tómasi Einarssyni að annast ferðarundirbúning.
214. STJF. 19. JÚNÍ 2002 Húsnæðismál EKKÓ-kórsins Hægt er að fá inni í KHÍ. Jón Hjörleifur, Ólafur Haukur og fleiri hafa kynnt sér aðstöðuna og hljóðfærið og líst vel á. Kostnaður ófrágenginn. Ákvörðun tekin á næstu dögum. Formaður sagði stuttlega frá þingi eftirlaunakennara í Lillehammer 5. - 9. júní sl. Skýrsla um ferðina verður sennilega flutt á fyrsta skemmtifundi félagsins á starfsárinu. Sumarferð félagsins verður farin 20. ágúst um Suðurland. Fréttabréf verða send út 6. ágúst.
215. STJF. 6. ÁG. 2002 Íslensku menntasamtökin höfðu sent bréf þar sem sagt var frá námskeiðum um skólamál sem hefjast í Áslandsskóla um þessar mundir. Bréf hefur borist frá Rauða krossinum þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðstoð sjálfboðaliða úr FKE við nýbúabörn. Þessa verður getið í næsta fréttabréfi.
9. suf. 20. ág. 2002 84
9. sumarferð FKE þriðjudaginn 20. ágúst kl. 08 frá BSÍ - um Suðurland.
Rigning var og þoka en hiti þokkalegur eða um 10 gráður. Þátttakendur voru 135 sem er nýtt met. Ekið var í þremur rútum. Þær voru samtengdar þannig að rödd Tómasar Einarssonar, fararstjóra, náði eyrum allra. Að loknu stuttu ávarpi í upphafi ferðar hóf hann þegar að fræða okkur á leið út úr bænum. Stutt viðdvöl var bæði á Selfossi og í Vík. Í Kirkjubæjarklaustri fengum við heita súpu, brauð og kaffi. Var þetta góð hressing sem ljúft var að njóta í hinu fagra umhverfi. Eftir góða hvíld og smárölt um staðinn var ekið um Landbrot og Meðalland. Tómas gerði okkur góða grein fyrir því hvað íbúar Skaftafellssýslna hefðu mátt þola af völdum vatns, eldsumbrota og sandfoks. Einnig hve erfitt hefði verið með alla aðdrætti - sen næsta verslun var á Eyrarbakka. Á heimleið var aðeins komið við í Vík. Síðan ekið að Básnum í Ölfusi. Þar beið okkar veisluborð. Í upphafi borðhalds ávarpaði formaður hópinn. Meðal annars gat hann þess hvað hann saknaði Óla Kr. Jónssonar, sem ætíð er með ljóð og glens á vörum. Kona hans var jarðsungin 19. ágúst. Bað Ólafur Haukur viðstadda að heiðra minningu hennar með því að rísa úr sætum. Hófst svo borðhaldið og var matnum óspart hrósað. Þá var dregið í happdrætti félagsins en miðar höfðu áður verið seldir í rútunum. Ferðavinninga hlutu Jóna Sveinsdóttir og Hulda Jósefsdóttir. Tvo miða á árshátíð félagsins hlaut Anna Þorsteinsdóttir. Að máltíð lokinni léku Ernst Backman á píanó og Sigurþór Þorgilsson á munnhörpu. Margir tóku lagið og nokkrir stigu dans. Óskar Ágústsson þakkaði ánægjulega ferð. Rannveig Sigurðardóttir hvatti söngglatt fólk til liðs við EKKÓ-kórinn. Á leiðinni að austan söng og las Auðunn Bragi ljóð frumsamin við góðar undirtektir. Séra Ingólfur Guðmundsson óskaði eftir skýringu á orðinu Rangá og kom sjálfur með uppástungur. Að veislulokum þakkaði formaður frábæra leiðsögn og samferðarmönnum ánægjulega samfylgd. Þrátt fyrir óhagstætt veður voru menn ánægðir með vel lukkaða ferð. Komið var að Umferðarmiðstöð kl. 23. Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.
216. STJF. 2. SEP. 2002 Öll stjórn var mætt. Fyrir var tekið: Húsnæðismál kórsins. Ólafur Haukur hefur rætt við fjármálastjóra KHÍ um greiðslu fyrir húsnæðið sem kórnum stendur til boða í skólanum. Fjármálastjórinn bað hann að hafa ekki áhyggjur af því. Skólanum væri heiður að því að hýsa kórinn á söngæfingum. Þá var skipað í framkvæmdanefnd vegna 23. mótsins sem verður hér á Íslandi í júní 2003. Nefndarmenn eru Ólafur Haukur Árnason, Þórir Sigurðsson, Tómas Einarsson og Bryndís Steinþórsdóttir. Hugað að ræðumönnum fyrir næstu skemmtifundi. Þórir Sigurðsson mun tala á septemberfundinum, Hörður Zophaníasson mun verða ræðumaður á októberfundinum. Fleiri voru nefndir til að tala við síðar. Sigurbjörg Þórðardóttir verður beðin um að leika undir fjöldasöng í fundarlok. Kaffi verður selt á 300 kr. á fundunum. Stjórnin skiptir með sér að annast stjórn félagsvistar og kaup á spilaverðlaunum. Hörður stakk upp á að við héldum stjórnarfund á Akureyri með vorinu og reyna með því að virkja fleiri til þátttöku í félaginu. Lagt var fram bréf frá Hugbúnaðarhúsinu um tölvunám. Formaður minntist Guðmundar Inga Kristjánssonar, kennara og skálds, sem er nýlátinn í hárri elli. Risu menn úr sætum til að heiðra minningu hans. Nú hefur félagið fengið gagnageymslu í litlum fundarsal í kjallara Kennarahússins og flutt efnið alfarið úr risinu. Þá var komið að því að brjóta og merkja fréttabréf sem inniheldur starfsáætlun til áramóta. Þar segir frá mætingardagsetningum fyrir skemmtifundi, kóræfingar undir söngstjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, bókmenntaklúbb undir handarjaðri Valborgar Helgadóttur og Tómasar Einarssonar, og skákklúbb. Þar er líka minnt á afslátt af leigu orlofshúsa KÍ yfir veturinn - og fleira. 85
150. skf. 14. sep. 2002
Formaður, Ólafur Haukur, setti fund og bauð gesti velkomna. Hann þakkaði fyrir síðast sem var í sumarferðinni og taldi hana mjög vel heppnaða þrátt fyrir þoku og súld. Ólafur skýrði fyrir fundarmönnum hvers vegna fundurinn væri nú í Síðumúla 37. Það væri vegna þess að nú væri haldin brúkaupsveisla í Húnabúð og FKE hefði verið útvegaður þessi salur í staðinn. Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 11 borðum en alls voru 46 mættir. Veislukaffi. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að Kristín Valgeirsdóttir sér enn sem fyrr um veitingarnar. Þá gaf formaður Þóri Sigurðssyni orðið. Þórir sagði frá 22. þinginu í Lillehammer í Noregi 5. - 9. júní sl. Af Íslands hálfu sóttu mótið Þórir Sigurðsson, Ólafur Haukur Árnason, Björg Hansen, Rannveig Sigurðardóttir, Óli Kr. Jónsson, Ragna Freyja Karlsdóttir, Gísli Ólafur Pétursson og Ólöf H. Pétursdóttir (sem ritar þessa fundargerð). Var erindið bæði fróðlegt og skemmtilegt. Einnig sagði hann frá ferð sem 6 félagar fóru til Notodden á Þelamörk þar sem við nutum frábærrar gestrisni vina Þóris, sem og í Osló á heimleið og í upphafi ferðar að Þelamörk. Ekkert hljóðfæri var í salnum en það kom ekki í veg fyrir að menn tækju lagið. Torfi Guðbrandsson var skipaður forsöngvari og stjórnaði hann söng með ágætum.
151. skf. 5. okt. 2002
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Hermann Guðmundsson stýrði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 45 manns. Veislukaffi. Fræðslu- og skemmtiefni fluttu hjónin Ásthildur Ólafsdóttir og Hörður Zophaníasson. Þemað var ástin. Hörður flutti frumort ljóð. Síðan fjölluðu þau um ástina í óbundnu og bundnu máli á mjög skemmtilegan hátt. Vitnuðu í ljóð ungra barna og ýmissa höfunda allt til Ljóðaljóða biblíunnar. Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðarsóttur.
152. skf. 2. nóv. 2002
Formaður setti fund, bauð gesti velkomna, minntist nýlátins félaga, Eiríks Eiríkssonar, og bað menn heiðra minningu hans og votta ekkjunni, Rósu Pálsdóttur, samúð með því að rísa úr sætum. Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 10 borðum en alls mættu 44. Veislukaffi. Hápunktur fundarins var frásögn hjónanna Elínar Vilmundardóttur og Stefáns Ólafs Jónssonar, af ferð þeirra til Japans haustið 2001. Sonur þeirra, Jón Þrándur, er þar háskólakennari og á vegum hans kynntu þau sér lifnaðarhætti og menningu Japana eins og kostur var á 18 dögum. Þau sýndu okkur einnig ýmsa muni frá Japan. Var þetta mikill fróðleikur og hin besta skemmtun. Fjöldasöngur undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
217. STJF. 25. NÓV. 2002 Formaður setti fund. Öll stjórnin var mætt. Formaður flutti kveðju frá Þóri Sigurðssyni og það með að hann hefði ráðið Ólaf B. Ólafsson sem tónlistarmann á 23. mótinu næsta sumar í Reykjavík. Árshátíðin. Rætt um tónlistina. Ákveðið að ræða við Arngrím og Ingibjörgu sem þekkt eru fyrir að skemmta eldri borgurum. Fáist þau ekki verði leitað til Ólafs B. Ólafssonar. Auður kanni hvort Valgerður, dóttir hennar, og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, vilji flytja okkur fagra tónlist. EKKÓ-kórinn syngur nokkur lög undir styrkri stjórn Jóns Hjörleifs. Jólafundurinn 7. des. Hörður hefur ráðið Ólaf Ásgeirsson, skátahöfðingja, sem ræðumann dagsins. EKKÓ-kórinn mun syngja. Félagið býður gestum upp á kaffi. Kjaramál Bryndís og Óli Kr. hafa setið tvo kynningarfundi hjá KÍ. Þau óska eftir varamönnum. Hörður Zophaníasson og Gísli Ólafur Pétursson voru tilnefndir vara menn í samninganefndina. Þann 17. janúar verður næsti kynningarfundur. Þá mega amk 5 félagar okkar mæta og er stefnt að því að svo verði. 86
Breytingar á reikningsuppgjöri. FKE hefur ævinlega miðað reikningsuppgjör sitt við aðalfund félagsins. Öll önnur aðildarfélög KÍ gera upp um áramót og óskar KÍ þess að svo verði einnig með FKE. Samþykkt að verða við þessum tilmælum með fyrirvara um samþykki aðalfundar nú í vor. Lagt fram bréf frá KÍ til Formanna fag- og kennslugreina. Nýjar reglur um þjónustu og fjárstuðning við fag- og kennslugreinafélög félagsmanna í KÍ.
153. skf. 7. des. 2002
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Félagsvist á 14 borðum undir stjórn Sveins Kristjánssonar. Veislukaffi. Nú var EKKÓ-kórinn mættur svo a ðveislukaffisins nutu um 80 manns. Ólafur Ásgeirsson, skátahöfðingi, flutti erindi. Kom hann víða við. M.a sagði hann frá Baden Powell, stofnanda skátahreyfingarinnar og frá upphafi skátastarfsins í Bretlandi og á Íslandi. EKKÓ-kórinn söng nokkur jólalög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Solveigar Jónsson. Að lokum sungu allir tvö jólalög: Skreytum hús og Heims um ból. Formaður þakkaði og sleit fundi með jólaóskum til fundargesta.
2003
218. STJF. 13. JAN. 2003 Formaður setti fund og bauð menn velkomna. Tilefni fundarins er fyrst og fremst að koma út fréttabréfi með starfsáætlun FKE til vors. Þar eru dagsettar mætingar tilskemmtifunda, á árshátíð, á aðalfund, til kóræfinga undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, í bókmenntaklúbb undir leiðsögn Tómasar Einarssonar og Valborgar Helgadóttur og skákklúbb í umsjá Þóris Sigurðssonar. Á næsta fundi mun Guðrún Pétursdóttir lesa úr nýútkominni bók sinni. Séra Hjálmar Jónsson verður ræðumaður á árshátíðinni. Ingibjörg Guðjónsdóttir og Valgerður Andrésdóttir munu flytja sígilda tónlist. EKKÓ-kórinn syngur. Ólafur B. Ólafsson annast annan tónflutning. Hörður Zophaníasson ætlar að huga að veisluföngum. Skákhópurinn hefur ætíð orðið að taka sín skákborð og töfl með sér á skákæfingar. Hann hefur nú óskað eftir að félagið kaupi slíka hluti til notkunar á skákæfingum. Var það samþykkt samhljóða. Næsti fundur ákveðinn 17. febrúar kl. 10. EKKÓ-fréttir: Kórinn söng á jólafundi FKE 7. des. 2002. Hann söng í Blindraheimilinu á vegum Bergmáls 7. des. og í Háteigskirkju 8. des. - einnig á vegum Bergmáls.
154. skf. 1. feb. 2003
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Félagsvist undir stjórn Sveins Kristjánssonar á 11 borðum en alls mættu 48 manns þrátt fyrir handboltakeppni og hríðarjaganda. Veislukaffi. Guðrún Friðgeirsdóttir las úr nýútkominni bók sinni Norðanstúlkan. Sagði þar frá barna- og unglingaskólaárum hennar á Húsavík. Var áhugavert að heyra hvað Húsvíkingar hafa á margan hátt verið á undan öðrum byggðarlögum í skólamálum. Fundinum lauk með fjöldasöng undir stjórn Sigurbjargar Þórðardóttur.
219 STJF. 17. FEB. 2003 Góður gestur, Þórir Sigurðsson, var mættur en Hermann og Auður boðuðu forföll. Formaður setti fund og gaf Þóri orðið. Hann hefur verið að vinna í fánamálum FKE og sagði okkur að gert hafi verið ráð fyrir að einkennislitur á fána FKE yrði brúnn. Ekki voru menn ánægðir með það og gerði Þórir tillögu um að liturinn yrði blágrænn. Segja má að hann líkist þá nokkuð leikskólafánanum en hann er grænn. Á móti kemur það að áletrun á fána FKE er í aðeins tveimur línum en í þremur hjá öllum 87
hinum aðildarfélögunum. Stjórnin samþykkti þetta. Þórir hafði þá samband við Helga Helgason, sem vinnur í þessum málum fyrir Kennarasambandið og leist honum vel á þessa tillögu. Fánarnir verða mjög dýrir og vafamál hvort hægt verður að nota þá til gjafa á norræna mótinu í sumar eins og ætlað var. Hugmynd að fá Sigurð Óskarsson sem ræðumann á aprílfundinum. Bryndís sér um verðlaun í apríl en Hörður í maí. Undirbúningur fyrir árshátíð er í fullum gangi. Fréttablaðið brotið og merkt til útsendingar.
155. skf. 8. mars 2003 Árshátíð FKE fór fram 8. mars í Húnabúð.
Ólafur Haukur, formaður, setti hátíðina með snjallri ræðu og stjórnaði henni. Matstofa Kópavogs bar fram ljúffengan kvöldverð og voru honum gerð góð skil. Í forföllum Ingibjargar Guðjónsdóttur söng Jóhanna Þórhallsdóttir við frábæran píanóundirleik Valgerðar A. Andrésdóttur. Framkoma þeirra var fáguð og söngurinn ljúfur á að hlýða. Séra Hjálmar Jónsson flutti létt og snjallt spjall. Hann var bráðskemmtilegur og kunni sannarlega að kitla hláturtaugar áheyrenda. Hinn síungi EKKÓ-kór söng nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar við undirleik Solveigar Jónsson. Annáll kórsins var síðan fluttur af dömum í milliröddinni. Höfðu þær samið skemmtilegan brag um það sem fram fer á söngæfingum. Dans. Ólafur B. Ólafsson annaðist tónlistarflutning milli atriða og lék einnig fyrir dansi af miklu fjöri. Þessari skemmtilegu árshátíð lauk kl. 01. Þátttakendur voru 92.
156. skf. 5. ap. 2003
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Spiluð félagsvist á 10 borðum undir stjórn Hermanns Guðmundssonar. Alls mættu 44 gestir. Kaffi. Að venju hafði Kristín Valgeirsdóttir framreitt hin girnilegustu veisluföng. Snorri Jónsson, fv. kennari og ritstjóri, flutti prýðilegt erindi um hamingjuna sem hann sagði að væri fyrst og fremst hugarástand. Söngur við undirleik Torfa Guðbrandssonar.
220. STJF. 7. AP. 2003 Formaður setti fund. Öll stjórnin mætt nema Auður sem boðað hafði veikindaforföll. Aðalverkefni fundarins var að brjóta og merkja fréttabréf til útsendingar fyrir aðalfundinn 3. maí. Valgeir Gestsson hafði óskað eftir að fá að koma á fundinn. Hann vinnur að lífeyrissjóðsmálum fyrir hönd kennara. Valgeir kvaðst vera ánægður með breytingarnar sem gerðar hefðu verið við síðustu samninga þar sem eftirlaun kennara hefðu hækkað um 40% - 50%. Því kom það honum mjög á óvart að lesa það í fundargerð frá Kjararáðstefnunni að eftirlaunakennarar séu mjög óánægðir með eftirlaunin. Nú vildi hann frétta hjá okkur hvað hæft væri í þessu. Bryndís sagðist vera ein af þeim óánægðu. Hún hefði lokið húsmæðrakennaranámi. Fór síðan í fjögurra ára framhaldsnám í þeirri trú að aukin menntun skilaði sér í bættum launum. Ekkert tillit er tekið til þessarar menntunar þegar eftirlaun eru reiknuð. Sagði hún að margir kennarar í sömu stöðu séu mjög óánægðir. Valgeir sagðist skilja vel hennar sjónarmið. Þetta ætti við um ákveðinn hóp kennara. Nú hefði orðið kerfisbreyting. Ekki væri lengur tekið tillit til menntunar. Sveinn og Ólöf lýstu sig bæði ánægð með eftirlaunin og kváðust enga óánægða kennara þekkja. Hermann tók í sama streng en kvaðst þó hafa orðið var við óánægju hjá kennurum sem ættu marga punkta samkvæmt gamla kerfinu. Valgeir greindi frá því að breytingar á launakerfi opinberra starfsmanna hefðu kostað ríkið 20 milljarða á síðustu 7 árum. Lifeyrir opinberra starfsmanna er þreföld eftirlaun annarra stétta. Tómas Einarsson leit inn á fundinn. Hann lagði til að sumarferðin yrði farin í Þórsmörk 26. ágúst. Var það samþykkt. Hermanni falið að útvega kvöldverð á góðum stað. 88
Þess var getið að FKE hefði styrkt EKKÓ fjárhatgslega þegar kórinn fór í söngbúðir í Reykholti 21. - 22. febrúar. Frá EKKÓ Kórinn söng á árshátíð félagsins 8. mars. Kórinn söng á Gjábakka 23. apríl og hefur þá sungið fimm sinnum opinberlega á starfsárinu.
221. STJF. 22. AP. 2003 Formaður setti fund og bauð okkur velkomin. (Auður er veik en aðrir mættir.) Hann bar okkur kveðju Þóris Sigurðssonar sem liggur fársjúkur á sjúkrahúsi. Þórir er þó bjartsýnn og vonast eftir fullum bata. Fánamálið. Tillaga síðasta stjórnarfundar fékk ekki náð fyrir augum leikskólakennara. Virðast þeir ekkert grænt mega sjá í okkar fána. Málið er því enn á byrjunarstigi. Nú hafa 66 manns tilkynnt komu sína á 23. þingið 12. - 16. júní í sumar í Reykjavík. Enn velta menn vöngum yfir því hvaða gjöf eigi að færa þátttakendum í mótslok. Að öðru leyti er undirbúningi lokið. Bréf hefur borist frá norskum eftirlaunakennurum um mót sem haldið verður í Noregi 28. - 31. ágúst. Íslendingar velkomnir. Allt frítt nema ferðir að og frá mótsstað. Ræða við Vestfjarðaleið um bílakost í Þórsmerkurferðina 26. ágúst. Ólafur, Hermann og Tómas ganga frá því eftir helgina. Stjórnin ætlar að gefa kost á sér til starfa næsta ár ef aðalfundurinn óskar þess. P.S. Þess var einnig getið á fundinum að menntamálaráðuneytið hefði veitt FKE fjárhagsstyrk að upphæð kr. 75.000 vegna 23. norræna kennaraþingsins í sumar.
24. félf. 3. maí 2003 Aðalfundur FKE 3. maí 2003 í Húnabúð.
Formaður setti fundinn, bauð gesti velkomna og óskaði gleðilegs sumars. Síðan gaf hann Sveini Kristjánssyni orðið sem umsvifalaust setti félagsvist í gang á 12 borðum en 57 manns sat aðalfundinn. Veislukaffi framreitt af eiginmanni Kristínar Valgeirsdóttur, sem var uptekin við önnur störf. Veitingar voru að þessu sinni í boði félagsins. Ólafur Haukur setti aðalfund og fól Óla Kr. Jónssyni fundarstjórn. Ritari var Ólöf. H. Pétursdóttir.
Aðalfundarstörf
Skýrsla formanns: Á starfsárinu voru 7 skemmtifundir auk árshátíðar. Ýmsir góðir fyrirlesarar fluttu fræðslu og skemmtiefni. Ævinlega var spiluð félagsvist undir stjórn Sveins Kristjánssonar eða Hermanns Guðmundssonar. Vandað var til árshátíðar eins og venja er, glæsilegur kvöldverður og góð skemmtiatriði. EKKÓ-kórinn æfði vikulega í húsi KHÍ. Þar var honum vel tekið og kórinn ánægður og þakklátur fyrir þann velvilja sem hann mætti. Dagana 21. - 22. febrúar fór kórinn í söngbúðir í Reykholti. Á starfsárinu söng kórinn 5 sinnum opinberlega. Söngstjóri var sem fyrr Jón Hjörleyfur Jónsson og undirleik annaðist Solveig Jónsson. Voru þeim færðar sérstakar þakkir. Stjórn kórsins skipa Rannveig Sigurðardóttir, formaður, Þorbjörg Guðmundsdóttir og Svavar Björnsson. Bókmenntahópurinn kom saman tvisvar í mánuði í Kennarahúsinu. Hann fór í heimsóknir í Þjóðskjalasafnið og Þjóðmenningarhúsið. Tómas Einarsson og Valborg Helgadóttir hafa frá upphafi stýrt þessu starfi farsællega en hyggjast nú láta af því. Formaður færði þeim þakkir og bókmenntahópurinn kvaddi Valborgu með blómum. Tómas var því miður ekki mættur. Formaður óskaði eftir að nýir starfsmenn byðu sig fram. Skákhópurinn hefur starfað tvisvar í mánuði og hefur Þórir Sigurðsson haldið utan um þá starfsemi. Sumarferðin var farin 20. ágúst um Suðurland. Þátttakendur voru 135. Ekið var á þremur bílum. Fararstjóri var að sjálfsögðu Tómas Einarsson. Ánægjuleg ferð þrátt fyrir óhagstætt veður. 22. mót kennara á eftirlaunum var haldið í Lillehammer í Noregi 5. - 9. júní á síðasta sumri. Átta Íslendingar sóttu mótið. Að því loknu fóru 6 þeirra ánægjulega ferð um Þelamörk undir stjórn Þóris Sigurðssonar og þarlendra vina hans. Næsta norræna mót eftirlaunakennara, hið 23., verður hér á landi 12. - 16. júní í sumar. Þátttaka FKE89
félaga óskast tilkynnt sem fyrst. Stjórnarfundir voru 9. Mikil vinna hefur fallið á stjórnarmenn en mest hefur mætt á Hermanni. Fréttabréf eru send til 800 félagsmanna. Í Kjararáði sitja Bryndís Steinþórsdóttir og Óli Kr. Jónsson. Varamenn eru Gísli Ólafur Pétursson og Hörður Zophaníasson. Í undirbúningsnefnd fyrir 32. norræna mótið hér heima eru Ólafur Haukur, Bryndís, Tómas og Þórir. Öllu þessu fólki svo og stjórnarmönnum, færði formaður þakkir sínar svo og starfsfólki KÍ, Eiríki Jónssyni og að lokum eiginkonu sinni. Reikningar FKE - Tekjur umfram gjöld eru kr. 323.693. Eignir alls eru kr. 1.339.146. Upp borin tillaga stjórnar um að reikningsár félagsins miðist við almanaksárið en ekki aðalfund. Tillagan var samþykkt. Stjórnarkjör Öll stjórnin var endurkjörin. Einnig endurskoðendur sem eru Óli Kr. Jónsson og Þorvaldur Óskarsson. Varamaður Ingunn Árnadóttir. Stjórnina skipa: ͏͏ Ólafur Haukur Árnason, formaður, ͏͏ Hörður Zophaníasson, varaformaður, ͏͏ Ólöf H. Pétursdóttir, ritari, ͏͏ Hermann Guðmundsson, gjaldkeri, ͏͏ Sveinn Kristjánsson, skjalavörður. Varastjórn: ͏͏ Auður Eiríksdóttir, ͏͏ Bryndís Steinþórsdóttir. Endurskoðendur: ͏͏ Þorvaldur Óskarsson, ͏͏ Óli Kr. Jónsson. Varamaður: ͏͏ Ingunn Árnadóttir. Önnur mál voru engin. Fundarstjóri gaf formanni orðið sem þakkaði það traust sem fundurinn sýndi honum með endurkjörinu, óskaði fólki góðs sumars og sleit fundi. Nokkur lög sungin við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
222. STJF. 8. JÚLÍ 2003 Ólafur setti fund og þakkaði öllum gott samstarf við framkvæmd 23. norræna kennaramótsins. Allir fengu afrit af skýrslu sem hann sendi norrænu samböndunum. Þau fá einnig afrit af fundargerð mótsins. Það var haldið 13. - 16. j úní og fór í alla staði mjög vel fram. Þátttakendur voru 74. Nú er fáni félagsins loks tilbúinn og fengu formenn norrænu félaganna fyrstu 5 fánana að gjöf. Formaður ræddi um að félagið okkar nyti víða velvilja. T.d. hefði menntamálaráðherra strax tekið vel í að veita því fjárstyrk vegna mótsins. Forseti Íslands hefði með ánægju tekið á móti hópnum og kunnu gestirnir vel að meta það. Þá fékk formaður ekki að greiða fyrir æfingaraðstöðu EKKÓ-kórsins í KHÍ - og kaffið fengum við að greiða með einum blómvendi! Sumarferðin og næsta fréttabréf. Næsti stjórnarfundur ákveðinn 31. júlí. Þá verður fréttabréfið sent út. Tómas og Valborg, sem stýrt hafa bókmenntaklúbbnum frá upphafi, óska nú eftir að láta af því starfi. Hörður gaf kost á sér að taka við því. Sýnt þykir að Þórir geti ekki sinnt skákklúbbnum vegna alvarlegra veikinda. Verður leitað að manni í hans stað meðal skákmanna í félaginu. Að lokum fengu fundarmenn hver sinn félagsfána. EKKÓ-fréttir: 90
Kórinn tók þátt í skemmtilegri sönghátíð í Neskirkju 27. maí. Þar sungu einnig Gerðubergskórinn og Litli kórinn í Neskirkju. Þá söng EKKÓ tvisvar á 23. norræna kennaramótinu.
223. STJF. 31. JÚLÍ 2003 Sent út fréttabréf um sumarferðina. Farið verður í Þórsmörk 26. ágúst. Í bréfinu eru einnig upplýsingar frá Orlofssjóði KÍ þar sem fram kemur að mánudaga til föstuga frá 1. sept. til 31. maí er leiga á orlofshúsnæði félagsins til félaga FKE aðeins kr. 500 fyrir nóttina.
224. STJF. 19. ÁG. 2003 Vetrarstarfið er að hefjast og fréttabréf frágengið til útsendingar. Þar er sagt frá dagsetningum skemmtifunda, æfingardögum EKKÓ-kórsins undir söngstjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og við undirleik konu hans, Solveigar Jónsson, fundum bókmenntahópsins undir leiðsögn Harðar Zophaníassonar og tímum skákæfinga skákhópsins undir stjórn Þráins Guðmundssonar og Sveinbjörns Einarssonar. Hilmar Ingólfsson, formaður Orlofssjóðs, kom á fundinn og gerði grein fyrir tilboðum frá Sumarferðum. is sem auglýstar eru í september-fréttablaðinu. Bréf hefur borist frá Rannsóknarstofnun KHÍ um að halda kynningu á málþingi stofnunarinnar 10. - 11. október.
10. suf. 26. ág. 2003 10. sumarferð FKE þriðjudaginn 26. ágúst 2003.
Ekið frá BSÍ kl. 08 í þoku og súld. Þokan þéttist mjög á Hellisheiðinni. Það glaðnaði til þegar komið var niður úr Kömbum og hlýnaði og birti eftir því sem austar dró og endaði með 25 stiga hita í Þórsmörk. Ekið var á þremur bílum og ferðalangarnir urðu alls 110. Stuttur stans var gerður á Hvolsvelli þar sem menn fengu sér kaffisopa eða aðra hressingu. Tómas Einarsson var fararstjóri og vegna samtengingar bílanna nutu allir leiðsagnar hans. Hann sagði m.a.: Bíll komst í fyrsta sinn í Mörkina 1934. Skógarhögg var stundað í Þórsmörk fram til 1950. Fé var látið ganga í Mörkinni framan af vetri. Gæslumenn fylgdu fénu og bjuggu í hellisskútum. Árið 1802-1803 var búið í Húsadal á Þórsmörk í við harðindi og þröngan kost. Bændurnir, Sæmundur Ögmundsson, faðir Tómasar Sæmundssonar, og Magnús Árnason réðust til að flytjast af búum sínum í sveitinni og fara inn í Þórsmörk í framhaldi af kóngsskipan frá 15. apríl 1776 sem ætlað var að efla framfarir í búskap á Íslandi. Útilegumaðurinn Snorri er sagður hafa hafst við í Snorraríki sem er torsóttur hellir í Mörkinni og náðu héraðsmenn honum ekki. Hugðu þeir þá að svelta hann inni en þegar hann átti aðeins tvo bóga óétna kastaði hann öðrum út. Töldu menn þá einsýnt að hann ætti nógan mat og hurfu frá. Margir fleiri fróðleiksmolar hrutu af vörum Tómasar sem ekki verða tíundaðir hér. Einn bíllinn var trukkur mikill og kom það sér vel því vatnsföllin eru alltaf söm við sig. Varð að ferja fólkið yfir Hvanná og Krossá í trukknum. Í Langadal snæddu menn nestið sitt. Sumir fóru í gönguferðir en aðrir héldu kyrru fyrir og nutu veðurblíðunnar. Klukkan 16 voru menn aftur komnir í rúturnar og var nú haldið heim á leið. Numið var staðar við jökullón og aftur við Seljalandsfoss. Góður kvöldverður var snæddur að Laugalandi í Holtum. Þar var kvöldvaka undir stjórn Hermanns Guðmundssonar. Happdrættismiðar höfðu verið seldir í rútunum og var nú happið dregið út. Óli Kr. Jónsson hlaut ferðavinning fyrir næstu sumarferð en María Kristjánsdóttir hlaut 2 miða á næstu árshátíð. Hermann sagði frá veru þeirra hjóna á Laugalandi en þar hafði hann verið skólastjóri í 14 ár. Nokkrir félagar tóku til máls á kvöldvökunni. Einnig voru sungin lög við undirleik Kristjáns Sigtryggssonar. Síðan var ekið heim á leið. Raddböndin þanin til hins ítrasta. Allir glaðir og þakklátir fyrir frábæran dag. Þótt Hellisheiðarþokan væri enn svartari en um morguninn náðu menn háttum á skikkanlegum tíma. Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.
157. skf. 13. sep. 2003
Formaður setti þennan fyrsta fund starfsársins og bauð gesti velkomna. Ólafur minntist fallins félaga, Teits Þorleifssonar. Hann var með okkur á síðasta fundinum í vor en lést skömmu síðar. Vottuðu fundarmenn honum virðingu sína með því að rísa úr sætum. Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 8 borðum. Veislukaffi að hætti Kristínar Valgeirsdóttur. 91
Óli Kr. Jónsson sagði frá síðasta þingi norrænna eftirlaunakennara sem haldið var í Reykjavík 13. - 16. júní sl. Þetta mun vera 26. mótið af þessu tagi og það 4. sem haldið er á Íslandi. Það fyrsta var í Borgarnesi 1987, á Akureyri 1992, í Reykjavík 1998 og aftur nú í Reykjavík 2003. Norrænu gestirnir bjuggu á Hótel Loftleiðum. Vestfjarðaleið sá um öll ferðalög. Fararstjóri var Tómas Einarsson og honum til aðstoðar var sr. Ingólfur Guðmundsson. Farið var um Borgarfjörð, Þingvelli, Nesjavelli og suðvestur-hornið auk kynnisferða um Reykjavík. Heimsókn að Bessastöðum vakti mikla ánægju enda tók forseti vel á móti hópnum. Margt var gert til fróðleiks og skemmtunar við opnun mótsins og á lokakvöldvökunni. Mótið tókst mjög vel. Danir bjóða til næsta móts 6. - 10. júní 2004 og hvatti Óli menn til að sækja þessi norrænu mót sem bæði eru fróðleg og skemmtileg. Formaður þakkaði fyrirlesara og fólki fyrir komuna. Fjöldasöngur við undirleik Sigurðar Jóelssonar.
158. skf. 4. okt. 2003
Hermann Guðmundsson setti fund og stjórnaði í fjarveru formanns og varaformanns. Í upphafi máls síns minntist hann Þóris Sigurðssonar, fyrrverandi formanns félagsins, sem andaðist 18. september sl. Vottuðu fundarmenn honum virðingu með því að rísa úr sætum. Félagsvist á 8 borðum en alls mættu 34 félagar. Veisluborð og spjall. Jón R. Hjálmarsson var ræðumaður dagsins og hóf máls sitt á að þakka fyrir góðar veitingar. Ræða hans fjallaði um bernsku og átthagaást sem býr innra með hverjum manni. Fór hann með ljóð sem þessu tengdust eftir ýmsa höfunda. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
159. skf. 1. nóv. 2003
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 9 borðum en alls mættu 45 manns. Ljúffengar veitingar. Ræðumaður var Baldur Ragnarsson en hann er eini Íslendingurinn sem er heiðursfélagi í alþjóðafélagsskap esperantista. Baldur ræddi fyrst um Þórberg Þórðarson og að það hefði næstum legið í þagnargildi hve mikill áhugamaður hann hafði verið um esperanto og fannst mannkynið heimskt að taka það mál ekki upp sem alheimstungumál. Baldur kvaðst ungur hafa fengið áhuga á þessu tungumáli. Hann hefur þýtt íslenskar bókmenntir á esperantó, nú síðast Njálu. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
225. STJF. 25. NÓV. 2003 Rætt um jólafundinn. Þorsteinn Ólafsson mun flytja erindi og EKKÓ-kórinn syngja. Lögð fram drög að fréttabréfi sem flytja mun starfsáætlun til vors. Á baksíðunni verður hvatning til félagsmanna að láta í sér heyra varðandi eftirlaunin þar sem nýr kjarasamningur verður gerður með vorinu. Haldinn verði félagsfundur um kjaramál í janúar. Valgeir Gestsson var kallaður inn á fundinn en kvaðst ekki rétti maðurinn til að ræða þetta mál og vísaði til formanna kennarafélaganna. Það sama gerði Eiríkur Jónsson þegar málið var rætt við hann. Herði falið að ræða við Elnu og Finnboga og ákveða fundartíma. Árshátíðin. Athuga hvort hægt verði að fá Helga Jónasson til að flytja hátíðarræðuna. Ólafur B. Ólafsson sér um tónlist. Tala við Matstofu Kópavogs um veitingar. Hugað verði að fundi á Akureyri með vorinu. Kórinn komi með. Félagar í FKE fyrir norðan beðnir að 92
undirbúa komu sunnanmanna. Vegna góðrar fjárhagsstöðu félagsins stakk formaður upp á því að fé væri nú þegar tekið út af reikningi félagsins og lagt til hliðar sem framlag til kórsins og hugsanlegrar stofnunar nýrrar félagsdeildar á Akureyri. Einnig skyldi stofnaður ferðasjóður félagsins. Hermann kom með skemmtilega hugmynd um næstu sumarferð. Nefnilega þá að við flygjum til Egilsstaða, ækjum svo um Austurland, borðuðum góðan mat og flygjum heim að lokinni kvöldvöku sem Hörður taldi að ætti að vera undirbúin að hluta. Söngur EKKÓ-kórsins: Þann 24. ágúst söng kórinn í Sólheimum í Grímsnesi á vegum líknarfélagsins Bergmáls. 28. nóv. á geðdeild Landspítalans. 4. des. á vegum líknarfélagsins Styrks að Engjateigi 11. 5. des. Á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Allt fyrir ánægjuna og án endurgjalds.
160. skf. 6. des. 2003
Formaður setti fund og bauð gesti velkomna. Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 11 borðum. Kaffi. Kristín hafði framreitt mikla veislu. Nú var EKKÓ-kórinn mættur og veitingunum gerð góð skil. Þá voru samtals 73 viðstaddir. Ræðumaður dagsins var Þorsteinn Ólafsson sem flutti jólahugvekju sem hver klerkur hefði mátt vera stoltur af. EKKÓ-kórinn söng nokkur jólalög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar og Solveigar. Að lokum stjórnaði Jón fjöldasöng og voru þrjú sálmalög sungin, þar á meðal Heims um ból og voru þá allir komnir í jólaskap. Ólafur Haukur þakkaði Þorsteini, Kristínu og kórnum þeirra framlag og gestum komuna með ósk um gleðileg jól.
2004
226. STJF. 13. JAN. 2004 Aðalverkefnið var að brjóta og merkja til útsendingar fréttabréf um störf félagsins til vors. Þar eru dagsettir skemmtifundir og árshátíð og aðalfundur í Húnabúð sem hefjast allir kl. 13:30, Kóræfingar í KHÍ undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar, og í Kennarahúsinu bókmenntafundir undir handleiðslu Harðar Zophaníassonar og skákæfingar í umsjá Þráins Guðmundssonar og Sveinbjörns Einarssonar. Á baksíðunni er greint frá því að orlofssjóður býður ódýrt húsnæði á Spáni næsta sumar. Umsóknarfrestur til 20. janúar. Upplýsingar á skrifstofu Orlofssjóðsins. Vegna þessa skamma umsóknarfrests var þessi frétt látin ganga fyrir kjaramálahvatningunni sem fyrirhugað var að kæmi í þessu bréfi. Bryndís Steinþórsdóttir var mjög óánægð með að dráttur yrði á kjaramálafundi. Ákveðið að halda hann um miðjan febrúar. Stjórnin felur kjaranefnd að leggja fram umræðupunkta. Á næsta skemmtifundi stjórnar Sveinn félagsvist. Talað mál flytir Þuríður Kristjánsdóttir. Áfram er unnið að undirbúningi fyrir árshátíð. Félagsfundur á Akureyri lítillega ræddur. Formanni falið að fá félaga fyrir norðan til að undirbúa slíkan fund.
161. skf. 7. feb. 2004
Formaður setti fund og stýrði. Sveinn Kristjánsson stjórnaði félagsvist á 10 borðum. Alls komu 45 félagar. Veislukaffi að hætti Kristínar. Dr. Þuríður Kristjánsdóttir flutti erindi um rithöfundinn Málfríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi. Fjöldasöngur við undirleik Sigurðar Jóelssonar.
25. félf. 25. feb. 2004 93
Kjaramálafundur FKE í Kennaraháskólanum. Fundurinn er haldinn að frumkvæði félaga okkar, þeirra Bryndísar Steinþórsdóttur og Óla Kr. Jónssonar. Fundarstjóri Hörður Zophaníasson. Frummælendur voru Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, Elna Katrín Jónsdóttir formaður framhaldsskólakennara og Finnbogi Sigurðsson, formaður grunnskólakennara. Gerðu þau öll góða grein fyrir lífeyrismálum eftirlaunakennara og hvöttu menn til að halda vöku sinni og sjá til þess að þeir drægjust ekki aftur úr öðrum opinberum starfsmönnum hvað laun varðar. Einnig tóku til máls Valgeir Gestsson, Gunnar Gunnarsson, Steinunn Ingimundardóttir, Jóna Sveinsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir og Óli Kr. Jónsson. Fundinn sátu 29 manns. Fundarstjóri þakkaði frummælendum góðar upplýsingar og fundarmönnum komuna.
162. skf. 13. mars 2004 Árshátíð FKE í Húnabúð.
Ólafur Haukur Árnason, formaður félagsins, setti hátíðina og stjórnaði henni. Hann gerði í upphafi grein fyrir veislukostum og skemmtiatriðum. Þá sýndi hann fána félagsins sem nú er í fyrsta sinni kominn á stöng. Loks flutti hann þá sorgarfregn að Jón Hjörleifur, stjórnandi EKKÓkórsins, lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi. Dagskrá hátíðarinnar var á þessa leið: Veislumáltíð frá Matstofu Kópavogs. Söngur - skólastjórakvartettinn Randver. Létt spjall - Helgi Jónasson. EKKÓ-kórinn syngur undir stjórn Þorvaldar Björnssonar. Undirleikari Solveig Jónsson. Dans. Tónlistarflutning annaðist Ólafur B. Ólafsson. Hátíðin fór vel fram og lauk um miðnætti.
227. STJF. 10. FEB. 2004 Formaður setti fund. Allir mættir. Fréttabréf um árshátíð brotið og merkt til útsendingar. Fundur um kjaramál verður haldinn í Kennaraháskólanum, stofu 206, þann 25. febrúar. Fundarstjóri verður Hörður Zophaníasson. Árshátíðin verður 13. mars í Húnabúð. Lögð hafa verið drög að því að fá fánastengur hjá Silkiprenti fyrir þann tíma. Helgi Jónasson mun flytja hátíðarræðu. Kvartettinn Randver syngur og einnig EKKÓ-kórinn. Aðra tónlist annast Ólafur B. Ólafsson. Matstofa Kópavogs sér um veitingar. Akureyrarfundurinn ákveðinn 15. maí. Ólafur Haukur stjórnar undirbúningnum ásamt fleirum. 27. Norræna mótið í Danmörku lítillega rætt. Enn ekki ljóst hve margir íslenskir þátttakendur verða. Bókmenntahópurinn fer í Þjóðmenningarhúsið 19. feb. kl. 14 og fær leiðsögn um þær sýningar sem þá verða í boði.
228. STJF. 30. MARS 2004 Óvæntum stjórnarfundi var skotið á. Allir mættir nema Auður. Formaður setti fund. Lesnar tvær síðustu fundargerðir og samþykktar. Borist hafði bréf frá framkvæmdastjórn FEB (Félags eldri borgara). Þar er bent á að samkvæmt nýgerðum kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið breikkar enn bilið milli lágmarkslauna verkafólks og ellilífeyris. Samningamenn FKE eru hvattir til að hafa hag ellilífeyrisþega í huga við samningagerðina. Formaður leikskólakennara óskar eftir því að eftirlaunakennarar í þeirra félagi geti orðið hluti af FKE. Bætast því við 40 félagar á næstunni. Dagskrá Akureyrarfundar gæti orðið á þessa leið: 1. Ólafur Haukur kynnir félagið, 2. Minningabrot frá Akureyri, Bryndís og Hörður, 3. Söngur EKKÓ-kórsins. Nú hafa 6 manns bókað sig á norræna þingið í Danmörku. Rætt um aðalfund og væntanlega stjórnarbreytingu. 94
Hermann hefur kynnt sér kostnað ef flogið yrði til Egilsstaða. Reynist hann vera 15.000 kr. á mann. Taldi stjórnin það of dýrt og er sú hugmynd úr sögunni.
163. skf. 3. ap. 2004
Formaður setti fund og stýrði. Sveinn Kristjánsson stjórnað félagsvist á 8 borðum. Alls mættu 39 manns. Veislukaffi. M.a. fengu allir lítið páskaegg og glöddust menn yfir málsháttum sínum. Guðmundur Magnússon, fv fræðslustjóri, flutti erindi um fyrsta fríkirkjusöfnuðinn sem stofnaður var á Íslandi en hann var einmitt stofnaður á Reyðarfirði. Fróðlegt erindi um ótrúleg átök milli manna í héraðinu. Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
229. STJF. 20. AP. 2004 Formaður setti fund og fagnaði því að öll stjórnin var saman komin. Fréttabréf um aðalfund brotin og merkt ti útsendingar. Á fundinum 8. maí mun Sveinn Kristjánsson stjórna félagsvist, Hörður mun svo stjórna aðalfundinum. Illar horfur eru á að EKKÓ-kórinn geti sungið á Akureyrarfundinum. Söngstjórinn, Jón Hjörleifur Jónsson, er alltaf veikur og nú liggur einn besti tenórinn okkar, Óli Kr. Jónsson, á sjúkrahúsi, rænulaus eftir erfiðan sjúkdóm og aðgerð. Hermanni falið að ræða við formann kórsins um það hvort nokkrir möguleikar séu á söng fyrir norðan. Okkar ágæti formaður, Ólafur Haukur Árnason, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í félaginu. Gísli Ólafur Pétursson ætlar að gefa kost á sér til þeirra starfa. Hann leit inn á fundinn til skrafs og ráðagerða. Á fundinn mætti einnig frábær ljósmyndari, Björg Hansen, og myndaði hún fráfarandi stjórn í bak og fyrir. Formaður þakkaði góða vinnu og sleit fundi.
164. skf. 15. maí 2004 Félagsfundur á Akureyri.
Fyrsti félagsfundur FKE sem haldinn er utan Reykjavíkur Fundur var haldinn í Fiðlaranum á þakinu á Akureyri. 50 skráðu sig í fundarbók. Þetta var kynningarfundur um starfsemi FKE og fulltrúi LSR kom einnig á fundinn og skýrði samhengi eftirmannsreglu-eftirlauna við annars vegar kjarasamninga og hins vegar framkvæmd kjarasamninga úti í skólunum. Hvort tveggja hefur áhrif á upphæð þeirra eftirlauna sem eftirmannsreglan skilar.Ólafur Haukur Árnason, fyrrverandi formaður FKE og sá sem stýrði öllum undirbúningi fundarins, setti fund og stýrði. Hann bauð menn velkomna og gerði stutta grein fyrir markmiði félagsins og starfsemi. Hann gerði einnig grein fyrir 27. norræna mótinu sem verður í Danmörku í júní nk. Sverrir Pálsson, fv skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, las frumort ljóð. Flest voru þau frá dvöl hans sem ungs drengs á Eyrarbakka þar sem afi hans og amma bjuggu. Páll Ólafsson frá LSR skýrði tengsl launa eftir eftirmannsreglu við kjarasamninga og framkvæmd þeirra. Hann afhenti yfirlit og gerði m.a. grein fyrir markmiði og framkvæmd eftirmannsreglu og meðaltalsreglu og gögnum hans mátti ráða að meðaltalsregla væri heppilegust þegar til lengri tíma er litið. Kaffi í boði félagsins. Þórarinn Guðmundsson, fv kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, las frumort ljóð úr bókum sínum. Hörður Zophaníasson, fv skólastjóri, flutti minningabrot frá dvöl sinni í Barnaskólanum á Akureyri og Skátafélaginu á Akureyri. Ólafur Haukur þakkaði og óskaði Akureyringum til hamingju með góð skáld og Herði fyrir áhugaverða og skemmtilega frásögn. Gísli Ólafur Pétursson, formaður FKE, fór yfir starfsmarkmið félagsins. Hann benti þeim sem taka laun samkvæmt eftirmannsreglu á að hafa samband við Pál Ólafsson hjá LSR um útreikning þeirra en við stjórn FKE eða beint við Kjararáð KÍ ef þeir vildu koma á framfæri óskum um að kjarasamningum yrði 95
breytt. FKE eflir félagslíf kennara é eftirlaunum og maka þeirra og efnir til skemmtiferða með þeim hópi. Hins vegar hvetti hann félagsmenn til að taka líka þátt í starfsemi annarra félaga á sama vettvangi sem kunna að reka öflugt starf á viðkomandi heimasvæði - til að gera sér aukna ánægju. Hann dreifði veffangi upplýsingasíðu FKE - sem er http://www.gopfrettir.net/open/fke Vilberg Alexandersson, fv skólastjóri Glerárskóla á Akureyri, kvaddi sér hljóðs og þakkaði fyrir fundinn, bæði stjórn FKE og öllum öðrum og sérstaklega þeim Akureyrarmönnum sem störfuðu með honum að undirbúningnum. Formaður tók undir þakkirnar til allra þeirra sem að fundinum stóðu, þakkaði gestum komuna og Ólafi Hauki sérstaklega fyrir hans hlut - og sleit fundi.
230. STJF. 18. MAÍ 2004 Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og afhenti lög FKE ásamt dagskrá fundarins. Stjórnin skipti með sér verkum: ͏͏ Gísli Ólafur Pétursson, formaður, ͏͏ Hörður Zophaníasson, varaformaður, ͏͏ Bryndís Steinþórsdóttir, ritari, ͏͏ Hermann Guðmundsson, gjaldkeri, ͏͏ Jóna Sveinsdóttir, skjalavörður. Varastjórn tekur alltaf þátt í stjórnarstörfum: ͏͏ Birna Frímannsdóttir, ͏͏ Margrét Schram. Ákveðið að stjórnin noti tölvupóst í verulegum mæli til að bera saman bækur sínar. Fundargerðabækur komu frá Ólöfu H. Pétursdóttur, fyrrverandi ritara félagsins. Þær fóru í vörslu skjalavarðar. Sumarferð: Tómas Einarsson er í ferð í dag. Hann er tilbúinn til að vera í fyrirsvari ferðanefndar. Hann hefur nefnt leið sem hann fór með eldri lögreglumenn í fyrra. Hún er norður Kaldadal og niður að Reykholti í súpu. Staðurinn skoðaður. Farið svo þaðan aftur upp að Hraunfossum og í Húsafell. Fleira má fara í leiðinni ef hæfir tímamörkum. Síðan snætt í Munaðarnesi. Vegna annarra bindinga Tómasar eru heppilegir ferðadagar 18. eða 19. ágúst. Rætt og samþykkt. Rætt um fréttabréfið sem Hermann hefur unnið. Ákveðið að birta frétt um sumarferðalagið í dagblöðum þar sem fréttabréfið verður ekki sent út fyrr en fyrstu dagana í ágúst. Formaður og varaformaður tóku að sér að reyna að koma Akureyrardeild af stað og byrja á að hvetja til dagsferðar frá Akureyri svo sem einni viku seinna en ferðin frá Reykjavík. Hugmyndir að vetrardagskrá verða nánar ræddar 25. ágúst. Stjórnarmenn voru beðnir að íhuga málið. Formaður ræddi boð sem félaginu hefur borist frá sænska kennarasambandinu 13. og 14. september. Ákveðið var að formaður mæti þar fyrir okkar hönd. Bryndís bauðst til að vera varamaður. Önnur mál. Rætt um húsnæði fyrir laugardagsfundi næsta vetur. Fundirnir hafa verið fyrsta laugardag hvers mánaðar nema í september og mars. Hermann tók að sér að tala við umsjónarfólk Húnabúðar og aðra þá sem hafa aðstoðað við fundina. Hugmynd kom frá Herði um að áætla sumarferð næsta sumar t.d. í Húnavatnssýslu eða á Hveravelli með það í huga að mæta norðanfólki á miðri leið. Hermann taldi einnig umhugsunarvert að fljúga til Akureyrar, fara í ferð þaðan og fljúga til baka. Gísli minnti á að ferðir í óbyggðir í bílalest geta verið mjög áhugaverðar. Bryndís kom með tillögu um að skrifa lista yfir ferðir sem farnar hafa verið á vegum félagsins Formaður ræddi um styrki til þeirra sem vildu ganga í Félag eldri borgara tiil að njóta þess sem þar er í boði. Rætt um að setja könnun í fréttabréfið sem fara skal út í ágúst. Bryndís vakti athygli á fundi hjá LSR 19. maí. Fundarboð hafa verið send lífeyrisþegum. Formanni falið að ræða við fyrrverandi formann um gjafir vegna Norræna fundarins í júní nk. 96
Fleira ekki. Fundi slitið kl. 12.
231. STJÓRNARFUNDUR ÞRIÐJUDAGINN 3. ÁGÚST 2004 KL. 10 Í KENNARAHÚSINU VIÐ LAUFÁSVEG Viðstaddir: Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zophaníasson og Gunnar, afabarn hans, Hermann Guðmundsson, Birna Frímannsdóttir og Bryndís Steinþórsdóttir sem ritar fundargerðina. Þetta gerðist: Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og afhenti fundargögn: Yfirlit yfir viðfangsefni fundarins, þar með lista yfir stjórnarmenn, síma þeirra og netföng. Yfirlit yfir sumarferðir FKE sem farnar hafa verið frá 1994, ein á hverju sumri og í sumar eru áætlaðar tvær. Lög félagsins eins og þeim var síðast breytt á aðalfundi árið 1999. Drög að FKE-fréttum þar sem greint er frá sumarferðum á vegum félagsins frá Reykjavík um Kaldadal og Borgarfjörð og frá Akureyri til Hveravalla. Einnig eru þar fréttir frá árlegu móti kennara á eftirlaunum, sem haldið var í Danmörku dagana 5. - 10. júní s.l. og minnt er á upplýsingavef okkar, vetrarstarfið og Orlofssjóð KÍ. Formaður greindi frá því að hann hefði farið yfir öll gögn félagsins og taldi hagkvæmast að birta fundargerðir og aðrar upplýsingar um FKE á FKE-vefnum. Unnt er að prenta fundargerðir út á A4-blöð og geyma þær þannig í skjalasafni félagsins en handfæra þær ekki inn í fundargerðarbók. Samþykkt að hafa þann hátt á. Formaður vakti athygli á því að í 2. grein félagslaganna eru viðfangsefnin sett fram með nokkuð öðrum hætti en í eldri lögum. Þetta kann að þurfa að íhuga nánar með það í huga hvort áherslur þurfi að breytast í starfi félagsins. Fundarmenn eru sammála um að sumarferðin frá Akureyri er spor í rétta átt og auðveldar þeim sem búa norðan heiða að taka þátt í ferðum á vegum félagsins. Samþykkt að styðja þá Akureyringa, sem unnið hafa að því að hrinda Akureyrarferðinni í framkvæmd, til að hlutast til um gleðjandi starfsemi þar. Tekinn var upp þráður frá síðasta stjórnarfundi þar sem rætt var um leiðir til að kanna hug félagsmann og um fjölbreytni í starfsemi félagsins. Formaður vakti athygli á að í könnun sinni á gögnum félagsins hefði afar margt fróðlegt komið fram og um þetta hefði hann á vefnum dregið saman yfirlit um hugmyndasögu félagsins þar sem finna mætti fjölbreyttar umræður í fyrri stjórnum félagsins. Rædd sú hugmynd að ná saman öllum tiltækum fyrri stjórnarmönnum félagsins við góðar aðstæður. Rætt um ómetanlegt tillegg Bjargar Hansen til varðveislu heimilda um störf félagsins og þátttakendur í störfum þess. Björg hefur tekið mjög mikið af góðum myndum og verið afar örlát við félagið bæði á tíma sinn og fé því allt hefur hún gert að eigin frumkvæði og á eigin reikning. Í framhaldi af þessari umræðu kom fram sú hugmynd að setja saman nefnd um sögu félagsins og minjar um starfsemi þess. Fyrirliggjandi verkefni: Formaður tók að sér að semja um akstur fyrir Akureyrarferðina. Rætt um hópastarfsemi. Unnið er að undirbúningi en endanlegar ákvarðanir verða kynntar í FKEfréttum sem áætlað er að verði sendar út á næsta stjórnarfundi, sem fyrirhugaður er þann 24. ágúst. Formaður bauð fram leiðsögn fyrir tölvunámshóp í tölvustofu skóla. Nánar verður getið um það og aðra starfsemi í næstu FKE-fréttum. Rætt um Innbjudan frá Lärarforbundet 13. og 14. sept.. Svar þarf að berast fyrir 13. ágúst. Að þessu sinni sjáum við okkur ekki fært að sækja fundinn. Formaður hefur útbúið VHS-myndband með upptökum sínum frá tveimur NPT-mótum, númer 25 og 27, og frá sumarferð FKE í Þórsmörk 2003 ásamt lítilsháttar aukaefni til kynningar á séríslenskum aðstæðum. Myndbandið hefur hann tekið saman til að senda NP-deildunum á hinum Norðurlöndunum. Samþykkt að fjölfalda myndbandið og senda það. Á næsta fundi verður rætt um kynningu á 28. NPT sem haldið verður í Kiruna 12. - 16. júní 2005. Rætt um FKE-fréttirnar og hugsanlegar kostnaðarbreytingar ef útgáfa þeirra verður á betri pappír og með litmyndum úr starfi félagsins. 97
Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10 - einkum til að ganga frá næsta tölublaði FKE-frétta til útsendingar. Ákveðið að hafa frumrit þess tiltækt á vefnum og í millisendingum stjórnarmanna til gagnkvæmra umsagna og hafa það tilbúið og fjölfaldað í upphafi næsta fundar. FKE-fréttir voru fjölfaldaðar í 900 eintökum og unnar til útsendingar. Þar unnu allir vel að og ekki síst Gunnar, afabarn Harðar. Önnur mál: Samþykkt að vera svo snemma á vorinu með áætlunina um sumarferðirnar að unnt sé að segja frá þeim og dagsetningum þeirra í síðustu FKE-fréttum á vorinu en svo aftur með FKE-fréttum í byrjun ágúst. Hugmyndir komu upp um að skipa í eftirtaldar starfsnefndir á næsta fundi: Árshátíðarnefnd, Ferðanefnd, Fræðslunefnd og Sögu- og minjanefnd. Markmiðið er að virkja fleiri félagsmenn til starfa. Gert er ráð fyrir að minnst einn stjórnarmaður verði í hverri þessara nefnda. Nánari umræðu frestað til næsta fundar. Fleira ekki. Fundi lokið kl 12:30. Hér finnurðu 4. tbl FKE-frétta 2004 sem sent var út eftir fundinn
11. suf. 18. ág. 2004 11. sumarferð FKE miðvikudaginn 18. ágúst 2004.
Ekið frá BSÍ kl. 08 í aldeilis einmuna yndislegu veðri. Ekið var á tveimur bílum og alls vorum við 108 FKE-félagar á ferð. Stuttur stans var gerður við Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum en síðan haldið norður um Bolabás og hjá Meyjarsæti, hjá Sandkluftavatni á Kaldadalsleið. Horft var af Langahrygg austan Oks þar sem sést vítt til norðurs og suðurs og veðurblíðan bærði ekki hár á höfði. Tómas Einarsson var fararstjóri eins og í öllum fyrri ferðum félagsins en það var einmitt hann sem kom þessum ferðum á með aðstoð samstarfsmanna sinna í stjórn félagsins árið 1994 og vegna samtengingar bílanna nutu allir leiðsagnar hans. Haldið var niður í Borgarfjörðinn hjá Húsafelli og skammt neðan við Hraunfossa haldið suður í Reykholtsdal og ekið svo vestur með Reykjadalsá til Reykholts. Þar var súpa og brauð á borðum og af bestu gerð. Veðrið var ótrúlega yndislegt og við gengum með séra Geir Waage um svæðið. Síðan runnum við upp að Hraunfossum og að Húsafelli þar sem steinverðir Páls Guðmundssonar heilsuðu okkur - en þó fremur þögulir að venju - sem var dálítið annað en séra Brynjólfur sem við heimsóttum í Stafholti og náði að segja okkur fjölmargt um kirkjuna og staðinn á þeim stuttu tíu mínútum sem fararstjórinn hafði afmarkað honum. Við settumst að veisluborði í Munaðarnesi og áttum þar góða stund. Meðal annars fluttu hjónin Ásthildur og Hörður Zophaníasson okkur brot úr menningarsögunni í ljóðum borgfirskra kvenna. Auðunn Bragi Sveinsson lagði inn létta frásögn og Valgeir Gunnlaugur Vilhjálmsson fór með gamanmál. Góður rómur var gerður að þessari frábæru för og íslenska handboltaliðið vann í leik sínum á Ólympíuleikunum og íslenska knattspyrnulandsliðið lagði það ítalska 2-0 í Reykjavík - sem allt var mönnum til enn aukinnar gleði og efldi auðvitað sönginn við undirleik Sigurðar Jóelssonar. Við komum heim kl. 22:30 og það var nákvæmlega eins og áætlað hafði verið - og svo var um allar aðrar tímasetningar þessarar frábæru ferðar með skipulagi Tómasar Einarssonar - sem enn einu sinni hefur gefið félagsmönnum tíma sinn, leiðsögn og fararstjórn. Það var tekið hraustlega undir þessi tilmæli formanns, sem var fundarstjóri: ͏͏ Yfir fjöll og eftir velli ͏͏ upp oss fræðir lon og don! ͏͏ Handgerum nú háa skelli! ͏͏ Heiðrum Tómas Einarsson!!! ͏͏ með dynjandi lófataki.
98
232. STJÓRNARFUNDUR VAR HALDINN ÞRIÐJUDAGINN 24. ÁGÚST 2004 KL. 10-12: Viðstaddir: Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zophaníasson, Hermann Guðmundsson, Birna Frímannsdóttir, Margrét Schram og Bryndís Steinþórsdóttir sem ritar fundargerðina. Þetta gerðist: Formaður setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og afhenti fundargögn: Viðfangsefni fundarins. Sýnishorn af 5. tbl. FKE-frétta, sem áður hafði borist stjórnarmönnum í netpósti. Af tæknilegum ástæðum var útsendingu frestað um fáeina daga. Miðað er við að það komi út í tæka tíð til að boða fyrsta fræðslu- og skemmtifundinn laugardaginn 4. september nk.. Fundargerð 232. fundar var samþykkt. Hana má sjá á FKE-vefnum. Formanni og gjaldkera falið að vera fulltrúar stjórnarinnar í dagsferðinni frá Akureyri sem farin verður á morgun, miðvikudag. Rætt var á hvern hátt er tæknilega unnt að skrá í félagaskrána alla þá sem eiga rétt á að vera þar, svo að þeir geti notið þess sem þeim þar með stendur til boða. Á fundi formanns FKE og formanns KÍ kom fram að það er mat KÍ að FKE ræki vel skyldur sínar í samræmi við markmiðsgrein laga FKE. Í umræðum stjórnar um þennan lið kom fram að hin mikla fjölgun skráðra félagsmanna kalli á aukna starfsemi og allra helst í föstu húsnæði til daglegra nota þar sem félagsmenn geta tengst til áhugaverkefna. Upp kom hugmynd um að heppilegt geti verið að ráða félaginu framkvæmdastjóra. Herði og Hermanni falið að hafa samband við fyrri stjórnarmenn og boða þá til fundar þriðjudaginn 19. október nk. í Gerðarsafni í Kópavogi. Stofnsetning nefnda: umræðum frestað til næsta stjórnarfundar. Yfirlit yfir verkefnin framundan. Salur, veitingar og efni á samvist 4. september. Fundurinn verður í sal Bridds-sambandsins að Síðumúla 37 með sama fyrirkomulagi og venja er. Ákveðið að fara þess á leit við Ólaf Hauk Árnason, fyrrverandi formann FKE, að segja frá 27. NPT sem haldið var í Danmörku síðastliðið sumar. Spilað verður að venju og verðlaunin verða tveir geisladiskar. Rætt var um verðlaun almennt. Upp komu hugmyndir um að hafa gjafakort í verðlaun ásamt rós til afhendingar. Efni á samvist 2. október, 6. nóvember og 4. desember. Fram kom hugmynd um að leita til dr. Árna Björnssonar um að flytja erindi um Fjalla-Eyvind á fundinum 2. október. Árshátíð - hefur verið haldin í mars. Finna þarf stærri sal. Kynning á 28. NPT sem haldið verður í Kiruna 12. - 16. júní 2005. Umræðu frestað. 31. NPT verður á Íslandi 2008. Ári seinna þó ef Færeyingar taka eitt mót. Málið rætt og talið rétt að hafa það í huga og fara að leggja um það línur. Um fjölföldun VHS-spólunnar með upptökum frá 25. og 27. NPT og sending hennar til hinna Norðurlandanna: Sendingu seinkar nokkuð af tæknilegum ástæðum. Næsti stjórnarfundur verður þriðjudaginn 16. nóvember kl. 10 f.h. nema annar verði boðaður fyrr í netpósti. Önnur mál. Engin. Fundi lokið kl. 12:00.
232. stjf. 24. ág. 2004 Hér finnurðu 5. tbl FKE-frétta 2004 sem sendar voru út eftir fundinn
12. suf. 25. ág. 2004 frá Akureyri 12. sumarferð FKE miðvikudaginn 25. ágúst 2004 - frá Akureyri.
Ekið frá Umferðamiðstöðinni á Akureyri í þurru og hlýju ágætisveðri og við vorum 22 saman. Ekið var suð-vestur Hörgárdal og Öxnadal í Skagafjörð og um Vatnsskarð í Langadal og svo til Blönduóss 99
þar sem snædd var frábær súpa í veitingahúsinu Við árbakkann. Þaðan var haldið kl. 13 og menn gerðu góðan róm að umsögninni: ͏͏ Súpan var einmitt matur sem magana gleður ͏͏ og magnaði orkuna hjá okkur, félögum, öllum. ͏͏ Á Blönduósi er logn og ljómandi veður. ͏͏ Við leggjum af stað og stefnum að Hveravöllum. Þeirri stefnu var haldið upp á Kjöl og komið á Hveravelli kl. 15. Þar gengum við um hverasvæðið og skoðuðum uppgert leitarmannahús og fangelsis-minnið um vistir útilegumanna á svæðinu. Við settumst fyrir myndatöku í Eyvindartóft og tókum mynd af Eyvindarhver. Nú eru Hveravellir komnir úr umsjón Ferðafélags Íslands. Það er Hveravallafélagið sem tekið hefur við rekstrinum og fyrir aðeins kr. 200 fær hver gestur aðgang að allri aðstöðu á staðnum. Við snæddum nú nestið og tókum lífinu með ró í ljúfu veðri þótt sól væri handan skýja. Síðan runnum við norður heiðar og komumst að því að fyrir aðeins þremur dögum var í Blönduvirkjun hætt að taka á móti gestum sem vildu skoða virkjunina. Þess vegna fórum við í mestu makindum austur yfir Vatnsskarð og í Skagafjörð og hvíldum okkur í þægilegu stofunni í Löngumýrarskóla áður en veislukvöldverðurinn var framreiddur. Staðarhaldarinn, Gunnar Rögnvaldsson fræddi okkur um staðinn og rekstur hans og sló gítartóna og varð okkur forsöngvari að loknum matnum. Við notuðum svo tækifærið og sögðum ögn hvert af sínu áður en tíminn var sannlega frá okkur fokinn og við runnum austur á Akureyri. Þangað var komið kl. 22:30 eftir frábæra ferð sem við þökkum hvert öðru hjartanlega fyrir.
165. skf. 4. sep. 2004
Fundarstaður: Salur Bridge-sambandsins sem er á efstu hæð í Síðumúla 37. Rúmt og ágætt húsnæði. Sjá myndir. Formaður setti fund og stýrði. Hermann Guðmundsson stjórnað félagsvist á 9 borðum. Alls skráðu sig 38 manns. Veislukaffi. Myndum úr starfi og frá viðburðum félagsins varpað á tjald í upphafi fundar og yfir kaffi. Formaður ræddi síðan um 26. NPT sem haldið var í Danmörku. Um mótin almennt sagði hann að þau væru fyrst og fremst skipulögð sem fræðandi og gleðjandi ferð með góðum aðbúnaði og vandlegu skipulagi eins og aðrar hópferðir. Ekki væri þörf á umtalsverðri málakunnáttu og á mótunum eru margir sem ekki skilja mikið annað en eigið tungumál. Félagið, FKE, hefur greitt mótsgjald félagsmanna en félagið hefur kvóta - og getur yfirleitt sent 10 þátttakendur. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað. Svona fyrirgreiðsla tíðkast ekki á hinum Norðurlöndunum en til þess ber að líta að það er umtalsverður flugkostnaður bætist alltaf á íslensku þátttakendurna. Næsta ár verður 27. NPT haldið í Kiruna í Svíþjóð dagana 12. - 16. júní. Sýnd var kynningamynd frá svæðinu og Stefán Ólafur Jónsson bætti við upplýsingum frá ferðum sínum þangað og sagði Kiruna afar áhugavert hérað. Ef margir hafa áhuga á að fara þessa ferð verður stofnað til hópferðar þar sem leitað verður skemmtilegra ferðafæra.
166. skf. 2. okt. 2004
Fundarstaður: Húnabúð, Skeifunni 11. Sjá myndir. Formaður setti fund og stýrði. Hermann Guðmundsson stjórnaði félagsvist á 9 borðum. Veislukaffi. Dr. Árni Björnsson flutti erindi um Fjalla-Eyvind og feril hans - eftir því sem næst verður komist með því að rýna í skriflegar heimildir, sennileika og munnmælasögur. Grétar Eiríksson, tæknifræðingur sýndi litskyggnur þar sem sáust fjölmargir staðri sem Fjalla-Eyvindur hefur verið orðaður við.
Eyvavarðan
Kom Fjalla-Eyvindur nokkru sinni á Hveravelli? Ólíklegt er að hann hafi nokkru sinni búið þar! Grétar Eiríksson lét formanni í té eftirfarandi grein sem hann ritaði í Morgunblaðið hinn 20. maí 1998. 100
Grétar féllst á að setja mætti greinina hér á FKE-vefinn enda er efni hennar í samræmi við hið flutta erindi. Myndin hér til hliðar er samsett úr ferð FKE frá Akureyri á Hveravelli 25. ágúst 2004 og af Grétari að undirbúa myndasýningu með fyrirlestri dr. Árna Björnssonar á fundinum sem hér var sagt frá. Framan við Stjórnarráð Íslands Margt er sér til gamans gert. Nú hafa nokkrir framtakssamir menn tekið sér það fyrir hendur að reisa Fjalla-Eyvindi túristaminnisvarða og valið honum stað á Hveravöllum - þar sem engin heimild er til um að hann hafi nokkurn tíma dvalið eða komið til. Líkt er um marga aðra staði sem við hann eru kenndir. Það er gömul íþrótt Íslendinga að snúa þjóðsögum upp á fræga menn ef snertipunktur gefur tilefni til. Fjalla-Eyvindur er einn þeirra sem sýndur er slíkur sómi. Gísli Konráðsson, sagnaritari, fór stundum frjálslega með staðreyndir í frásögn sinni. Hveravellir eru að margra hyggju afar ólíklegur staður til að dyljast á vegna þess að þeir voru á þjóðleið milli Suður- og Norðurlands fram til 1780 er hún lagðist af eftir mannskaðann við Beinhól (Líkaborg). Öllum er frjálst að trúa því að Eyvindur hafi hlaðið Eyvindartóft, Eyvindarhver og Eyvindarrétt, sem að áliti ýmissa geta alveg eins verið mannvirki leitar- eða ferðamanna sem þarna áðu. En hvað um það, þá eru menjar þessar vegleg minnismerki sem fara vel og eru til prýði í landslaginu, en það hygg ég að túristaminnisvarðinn geti aldrei orðið þótt velheppnað listaverk hugsanlega sé. Jón Jónsson, bóndi í Skipholti, og Eyvindur voru albræður en Jón er langa-langafi minn. Þykist ég því mega hafa skoðun á því hvar monumentið skuli staðsett. Það situr síst á mér að mæla því í mót að Eyva frænda sé reistur minnisvarði þótt ég geti með engu móti séð hvaða ástæða er til þess gjörnings nema vera kunni hégómaháttur. Að minni hyggju koma aðeins fjórir staðir til álita fyrir listaverk þetta. Eyvindur dvaldi á þremur þeirra en var tengdur þeim fjórða sannanlega samkvæmt skráðum samtímaheimildum. Þrír af þessum stöðum eru Eyvindarver, rústin við Hreysiskvísl og Hrafnsfjarðareyri, en þar dó hann 1780/82 þótt enginn viti hvort hann er þar grafinn en leiði hans er sagt þar. Gömul sögn er að kerling ein, forn í skapi, er átti þar heima, hafi óskað þess að vera grafin í túnjaðrinum þar er mýrar og valllendi mætast. Útsýn er þar best út fjörðinn. En sá er gallinn á gjöf Njarðar að á þessum stöðum fer minnisvarðinn jafnilla og á Hveravöllum. Þá er komið að fjórða staðnum sem ég og ýmsir kunningjar mínir teljum álitlegastan, en það er framan við Stjórnarráð Íslands. Þar getur listaverkið farið ágætlega enda þemað rimlaverk mikið sem minnir á forna frægð hússins. Auk þess veldur það þar engri sjónmengun. Skulu þá færð rök fyrir hugmyndinni sem sumum mun þykja fáránleg en kynni að breytast við frekari skoðun. Þegar ákveðið var að byggja tyftunarhús á Íslandi 1762 var lagður eyrnamerktur skattur á alla borgunarhæfa menn á landinu er skyldi renna óskiptur til byggingarinnar. Nú eru allir sem greiddu þennan skatt löngu komnir til feðra sinna og öllum gleymdir - nema einn. Því er þannig varið að tyftunarhúsbók Ísafjarðarsýslu er geymd á Þjóðskjalasafni. Þar er þess getið að Eyvindur Jónsson, bóndi á Hrafnsfjarðareyri 1760, greiðir eitt lambskinn. Á frændi minn því hlut í byggingu tyftunarhússins, nú Stjórnarráðs Íslands. Þó svo að Eyvindur gisti aldrei í því ágæta húsi þykir mér og ýmsum vinum mínum vel við hæfi að monumentinu verði valinn staður framan við Stjórnarráðið. Höfundurinn, Grétar Eiríksson, er tæknifræðingur. 101
233. stjf. 12. okt. 2004 233. stjórnarfundur var haldinn á veitingastaðnum Lækjarbrekku þriðjudaginn 12. október 2004 og hófst kl. 10 en KÍ-húsið er upptekið vegna verkfalls grunnskólakennara. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn. Viðfangsefni: Formaður setti fund og lagði fram dagskrá. e. Fundargerð 232. fundar var samþykkt. f. Fræðslu- og skemmtifundur verður laugardaginn 6. nóv.. Margrét tekur að sér að ræða við rithöfund um upplestur. g. Um spilaverðlaun. Samþykkt að hafa í handraðanum fleiri verðlaun svo að þeir sem verða jafnir og efstir fái báðir/allir verðlaun. h. Undirbúningur jólafundar 4. desember 2004. Hann mun að venju hefjast með félagsvist og EKKÓkórinn mun syngja. Hugmyndir voru uppi um ræðumann. i. Formaður sagði af sumarferðinni frá Akureyri. Í henni voru 22 samtals og hún tókst vel. Sjá nánari ferðarlýsingu og myndir á FKE-vefnum. j. Formaður sagði af útsendingu 5. tölublaðs FKE-frétta sem fór til 1.527 félagsmanna. Fjórir reyndust látnir og fáeinir fluttir. Lítillega hefur fjölgað í félaginu við að einstaklingar hafa sótt um aðild. Félagatalið er í tölvu formanns og verður að minnsta kosti fyrst um sinn. Eftir er þó að bæta þar inn þeim sem voru í gamla félagatalinu en eru ekki í listum frá LSR. Þeir eru margir. k. Formaður sagði frá innsendum netföngum félagsmanna sem eru nú orðin 56 að meðtöldum stjórnarmönnum. Með einu fylgdi fyrirspurn um félagsskírteini og afsláttarkort við verslun hjá fyrirtækjum. l. Stjórnaráð FKE, sem samanstendur af virkum fyrri stjórnarmönnum félagins, er boðað til fundar þriðjudaginn 19. október í Gerðarsafni í Kópavogi kl. 15.30. Boðunin er í umsjá Harðar Zóphaníassonar og þetta hefur mælst vel fyrir hjá þeim sem náðst hefur til. m. Árshátíðin - Samþykkt að hún verði föstudaginn 4. mars 2005 ef til þess fæst húsnæði, en Birna Frímannsdóttir hefur leitað hófanna um Félagsheimili Þróttar í Laugardal (Birna festi okkur húsið seinna þann sama dag). Síðar verður ákveðið um veitingar, skemmtidagskrá og tónlist. n. Samþykkt að halda stjórnarfund fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Næsti fundur verður því þriðjudaginn 2. nóvember. Samþykkt að stjórnarfundir hefjist kl. 09:30 og þeim verði að jafnaði lokið kl. 11:30. o. Verkfall grunnskólakennara. Samþykkt að leggja kr. 300 þúsund í Vinnudeilusjóð KÍ sem segja má að sé meira táknrænn en fjárhagslegur stuðningur við þessar fjárfreku aðgerðir. p. Ákveðið að gefa út 6. tölublað ársins af FKE-fréttum og hvetja félagsmenn og aðra lesendur til að leggja til Vinnudeilusjóðs KÍ kr. 3.000 sem er sú upphæð sem grunnskólakennari fær í styrk hverrn verkfallsdag. Persónulegt innlegg lágrar fjárupphæðar er jafnframt verulegur siðferðilegur stuðningur við þá sem í eldlínunni standa. Vegna verkfallsins er ekki rúm í KÍ-húsinu til klúbbastarfseminnar og verður hún færð í húsnæði við Ármúlaskólann sem fengist hefur í þessu skyni. Frá þessum breytingum verður sagt í FKE-fréttunum og kynnt dagskrá vorsins. q. Önnur mál. Rétt er að færa til bókar að þeir Árni Björnsson og Grétar Eiríksson, sem sáu um áhugaverða kynningu á Fjalla-Eyvindi á síðasta fræðslu- og skemmtifundi FKE, tóku ekki greiðslu fyrir framlag sitt en fengust til að þiggja boð í sumarferðina 2005. Fleira ekki. Fundi lokið kl. 12:00.
1. stjrf. 19. okt. 2004 Músaðu á myndina til að sjá þær allar 1. fundur Stjórnaráðs FKE haldinn í Gerðasafni í Kópavogi þann 19. október 2004 kl. 15:30 - 17:00 Viðstaddir eftirtaldir virkir eldri stjórnarmenn félagsins og þeirra makar ásamt stjórn FKE - alls 25: Ólöf Pétursdóttir, Þorsteinn Ólafsson, Helga Vigfúsdóttir, Ólafur Kr. Þórðarson, Guðjón Þorgilsson, Helga Karlsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Ólöf H. Pétursdóttir, Björg Hansen, Ólafur Haukur Árnason, Sveinn Kristjánsson, Aðalheiður Edilonsdóttir, Valborg Helgadóttir, Ásthildur Ólafsdóttir, Kristín S. Björnsdóttir, 102
Auður Eiríksdóttir, Hulda Runólfsdóttir, Hermann Guðmundsson, Hulda Jóhannesdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Birna Frímannsdóttir, Sigurður Jóelsson, Hörður Zóphaníasson, Bryndís Steinþórsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson. Formaður setti fund og stýrði. Þegar menn höfðu notið kaffiveitinga sagði hann frá skoðun á tuttugu og fjögurra ára sögu félagsins þar sem viðstaddir hefðu verið hinir virku gerendur og unnið að hag félagsins. Saga félagsins og allar fundargerðir þess mætti nú lesa á vef félagsins. Þar hefði líka verið dregin út sérstök umfjöllun og þar með þróun margra viðfangsefna. Margra spurninga hefði verið spurt af fyrri stjórnarmönnum og menn staðið frammi fyrir mörgum sömu vandamálum. Mikinn fróðleik um lausnir daglegra viðfangsefna væri að finna í þessum gögnum sem nú væru öllum opin á netinu. Virkir eldri stjórnarmenn væru mikilvægur reynslusjóður fyrir félagið og auk þess væru þeir að sjálfsögðu virkustu félagsmennirnir. Dreift hafði verið frumeintökum 6. tölublaðs FKEfrétta 2004 sem út munu koma til dreifingar alveg á næstunni. Þar er sagt frá viðfangsefnum vetrarins og einnig þeim breyttu aðstæðum í húsnæðismálum sem stafa af verkfalli grunnskólakennara. Þar er einnig sagt frá stuðningi FKE við baráttu grunnskólakennara fyrir viðunandi starfskjörum. Fundarmenn áttu glaða endurfundi og skemmtilegar samræður og gerðu góðan róm að þeirri áætlun að stjórnaráðið kæmi saman að minnsta kosti einu sinni á ári.
Verkfall grunnskólakennara 20. sept. til 17. nóv.
Verkfall grunnskólakennara í 59 daga, 20. sept. - 17. nóv. = 8 vikur og þrjá daga Vinnudeilusjóður studdi hvern kennara með 3.000 króna framlagi hvern verkfallsdag og kennurum var gert að greiða skatta af upphæðinni - sem þeir þó hafa greitt skatt af áður - þegar þeir greiddu framlag sitt til sjóðsins. Frá stjórn FKE afhent 15. okt. 2004 þegar verkfallið hafði staðið í 26 daga. Músaðu á myndina til að sjá fleiri Frá afhendingu stuðningsyfirlýsingarinnar í Verkfallsmiðstöðinni í Borgartúni 22 þann 15. okt. 2004. Frá vinstri: Hörður Zóphaníasson varaformaður FKE, Jóna Sveinsdóttir meðstjórnandi FKE, Árni Heimir Jónsson, formaður Vinnudeilusjóðs K.Í. og Hermann Guðmundsson, gjaldkeri FKE. Myndina tók GÓP, formaður FKE. Stuðningur við grunnskólakennara 15. október 2004 Félag kennara á eftirlaunum styður grunnskólakennara í baráttu þeirra fyrir viðunandi starfskjörum. Augljóst er að það skólastarf, sem mörg sveitarfélög hreykja sér af, hefur á næstliðnu samningstímabili staðið á þeim brauðfótum að reiða sig á endalaus sjálfboðastörf kennara. Þetta verður að lagfæra. Auk þess er það þjóðfélagsleg nauðsyn að kennarar raðist til launa í samræmi við mikilvægi þess starfs sem þeir gegna í þjóðfélagi sem á öll sín sóknarfæri undir áhuga og námi hinnar uppvaxandi kynslóðar. Um leið og FKE leggur 300 þúsund krónur til Vinnudeilusjóðs KÍ er félagsmönnum, sem og öllum landsmönnum sem styðja baráttu grunnskólakennara, bent á bankareikning Vinnudeilusjóðsins. Númerið er 1175-26-9325 og kennitala sjóðsins er 641100-2420. Fyrir þá sem hafa úr litlu að spila skal á það bent að hver kennari fær á verkfallsdegi 3.000 króna stuðning frá Vinnudeilusjóðnum svo að það er ljóst að það munar 103
um 3.000 króna framlag. Grunnskólakennarar! Baráttukveðjur! Stjórn FKE: Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zóphaníasson, Bryndís Steinþórsdóttir, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir, Birna Frímannsdóttir og Margrét G. Schram. Hér geturðu sótt yfirlýsinguna á WORD-skjali Leggjum 3000 krónur í Vinnudeilusjóðinn Framlag í Vinnudeilusjóð - 3.000 krónur Það eru ekki allir svo mjög aflögufærir en fjölmargir landsmenn, bæði eldri og yngri, vilja gjarnan styðja kennara í þessari baráttu. Hér er bent á að það munar um 3.000 krónur. Það skiptir jafnvel enn meira máli að leggja þannig í verki nafn sitt í lið með þeim sem í eldlínunni standa. Ef þú getur lagt það af mörkum þá kemst það til Vinnudeilusjóðsins með því að þú ferð í næsta banka eða sparisjóð, talar við gjaldkerann þar og leggur upphæðina inn á reikning Vinnudeilusjóðsins. Þú þarft að segja gjaldkeranum að reikningsnúmer sjóðsins er 1175-26-9325 og kennitala hans er 641100-2420.
234. stjf. 2. nóv. 2004 234. stjórnarfundar sem haldinn var þriðjudaginn 2. nóv. 2004 í Safnaðarheimili Neskirkju og hófst kl. 9:30 að viðstöddum öllum stjórnarmönnum. Húsnæði í KÍ-húsi er enn upptekið vegna yfirstandandi verkfalls. Viðfangsefni: Formaður setti fund og lagði fram dagskrá. Fundargerð 233. fundar var samþykkt. 5. tölublað FKE-frétta fór til 1.512 félagsmanna. Samanlagður kostnaður varð kr. 98.040 og þar af er póstkostnaðurinn kr. 68.040. Stjórnaráð FKE kom saman til fyrsta fundar síns þriðjudaginn 19. október í Gerðarsafni í Kópavogi. Hörður Zóphaníasson annaðist boðun fundarins sem reyndist töluvert mál. Viðstaddir voru 25 manns sem allir gerðu góðan róm að þessu framtaki. Gengið frá undirbúningi Fræðslu- og skemmtifundarins 6. nóvember. Rætt um undirbúning jólafundarins þann 4. desember 2004. Árshátíðin hefur verið fastsett 4. mars 2005. Rætt um dagskrárefni og fyrirkomulag. Skýrsla til ársfundar KÍ. Þar skal leggja fram reikninga fyrir næstliðið ár, skýrslu yfir starfsemina síðastliðið ár ásamt starfsáætlun fyrir komandi ár. Drög lágu frammi að skýrslu formanns sem ákveðið var að leggja fram. 28. NPT í Kiruna í Svíþjóð 12.-16. júní 2005. FKE á aðgang fyrir 10 þátttakendur en þegar hafa 19 lýst áhuga á að fara. Ákveðið að bíða um sinn og sjá hvort fleiri bætist í hópinn en kalla menn svo saman til skrafs og ráðagerðar. Ekki er víst að félagið fái rýmri aðgang og það kemur ekki í ljós fyrr en líður á vorið þegar ljós er þátttakan frá hinum Norðurlöndunum. Næsti stjórnarfundur verður þriðjudaginn 7. desember en fundarstaður tilkynntur síðar. Önnur mál. Samþykkt að halda félagsfund þegar fyrir liggur niðurstaða úr yfirstandandi kjaradeilu Félags grunnskólakennara og sveitarfélaganna. Fundarmenn fóru til að skoða aðstöðuna í Þróttarheimilinu í Laugardal þar sem fyrirhugað er að halda árshátíð félagsins þann 4. mars 2005. Aðstaða þar er aðlaðandi og mönnum leist vel allt nema það að ekkert píanó er í húsinu. Hugað verður nánar að þessu máli og um leið kannað hvort annað húsnæði kynni að vera heppilegra. FKE-fréttir munu hvort sem er koma út áður en árshátíðin verður og bera öllum félagsmönnum boð um það húsnæði sem verður fyrir valinu. Fundi lokið kl. 11:30
167. skf. 6. nóv. 2004 104
Viðstaddir voru 51 Fundarstaður: Húnabúð, Skeifunni 11. Sjá myndir. Meðan menn söfnuðust saman og komu sér fyrir var á vegg varpað myndum úr starfi félagsins. Formaður stjórnaði fundi. Félagsvist var spiluð á 11 borðum og verðlaun hlutu Sigurður Kr. Óskarsson með 87 slagi og Aðalfríður Pálsdóttir með hvorki meira né minna en 101 slag. Aðeins einu sinni fékk hún bara 7 slagi! Veislukaffi. Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, las úr bók sinni, Bítlaávarpið, sem út kom degi fyrr. Góður rómur var gerður að upplestrinum sem mönnum þótti skemmtilegur. Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir söng í lokin.
168. skf. 4. des. 2004
Viðstaddir voru um 90 Fundarstaðu: Húnabúð, Skeifunni 11. Sjá myndir. 84 rituðu nafn sitt í gestabókina en fáeinir komust ekki til þess. Fundurinn hófst að venju á spilum kl. 13:30 en byrjun spilamennskunnar dróst þó um 10 mínútur meðan aukið var við spilaborðum þegar svo margir mættu. Spilaðar voru 12 umferðir sem fyrr - undir stjórn Hermanns Guðmundssonar. Hver umferð tekur um 6 mínútur með skiptingu svo að gera má ráð fyrir að 12 umferðir standi í 72 mínútur að viðbættum töfum á einstökum borðum. Með verðlaunaafhendingu er vel að verki staðið að ná öllu á 90 mínútum. Það tókst að þessu sinni. Arnþrúður Arnórsdóttir, félagi í FKE, flutti stutt ávarp um sjálfboðaliða á vegum Rauða krossins sem leggja lið einstaklingum sem eru hjálparþurfi. Þeir sem vilja leggja því starfi lið hafa samband við Rauða krossinn á Laugavegi 120. Á borðum var veislukaffi með hangikjötsflatkökum, smákökum og rjómatertum eins og hver gat í sig látið. Á meðan á kaffinu stóð ávarpaði formaður gesti og dreifði efninu í fjölriti - en raunar í takmörkuðu upplagi - til fundarmanna ásamt ljósriti af nýlegri skýrslu stjórnarinnar til ársfundar KÍ. Myndin sýnir vinningashafana, Guðríði Magnúsdóttur Hér fer á eftir innlegg formanns um nærtæk og Stein Sveinsson með Hermanni Guðmundssyni félagsmál: spilastjóra. Næsti FOS-fundur er dagsettur laugardaginn 5. febrúar. Vilja menn hafa fund í janúar - t.d. 15. janúar? * Verkfalli grunnskólakennara er lokið - hvort sem fyrirliggjandi samningsdrög verða samþykkt eða felld. Margir félagar okkar - í Félagi kennara á eftirlaunum - er forvitnir um þau áhrif sem þessi kjarabarátta hefur á eftirlaunin. Stjórnin áætlar að fá innlegg um það á fyrsta Fræðslu- og skemmtifundi næsta árs. Kosning þingfulltrúa: 3. þing KÍ verður haldið dagana 14. og 15. mars í vor. Þar á félagið 5 aðalfulltrúa og 5 til vara. Við þurfum að senda frá okkur fulltrúalistann strax í næsta mánuði. Okkar 7 manna stjórn er fús til að skipa 5 aðalmenn og tvo varamenn ef fundurinn fellst á það. 105
Formaður óskaði eftir að þeir sem því væru samþykkir gæfu merki. Það var samþykkt samhljóða. Formaður óskaði eftir að þeir gæfu merki sem áhuga hefðu á að skipa þau varamannasæti sem á vantaði. Enginn gaf sig fram svo að því er vísað til stjórnarinnar að leita þriggja varamanna. 28. NPT í Kiruna næsta sumar. 20 manns hafa látið í ljós áhuga á þeirri ferð og félagið á þar 10 sæti sem það getur fyllt. Undanfarin ár hafa mörg Norðurlandanna - þar á meðal Ísland - ekki fyllt öll sín sæti á mótunum svo að hugsanlegt er að við getum fengið fleiri sæti. Það verður þó ekki ljóst fyrr en í apríl. Kallað verður saman til kynningar og undirbúningsfundar í febrúar - eftir Fræðslu- og skemmtifundinn þann laugardaginn 5. febrúar 2005. Skákin. Enn hefur engin skák verið tefld í skákklúbbi félagsins. Húsnæðismál hafa verið frekar erfið en nú er aftur komin ró á þau og skáktími er í KÍ-húsinu annan hvern miðvikudag kl. 14 - næst þann 15. desember. Eru skákmenn viðstaddir hér núna? Einn gaf sig fram. Til greina kemur að leggja teflandi félagsmönnum lið við að komast á æfingavettvang annarra starfandi skákklúbba og skákfélaga þar sem fleiri eru fyrir. Tölvustarf fer fram alla miðvikudaga kl. 16:20 til 18 í Fjölbrautarskólanum við Ármúla. Lokatíminn á haustönninni er næsta miðvikudag - 15. des.. Þátttaka í tölvustarfinu er félagsmönnum án kostnaðar og þar geta menn byrjað hvenær sem er og skiptir engu þótt þeir hafi misst af tímum á önninni því allt starf tekur aðeins mið af einstaklingnum sjálfum. EKKÓ er Eftirlaunakennarakórinn. Formaður hans er Rannveig Sigurðardóttir og kórinn hefur æfingaaðstöðu í Kennaraháskólanum og söngstjóri er Sigrún Þórsteinsdóttir. Á næsta ári hefur kórinn starfsemi sína fimmtudaginn 20. janúar. Allir þeir sem hug hafa á að taka þátt í söngstarfseminni eru beðnir um að snúa sér til Rannveigar. Bókmenntaklúbburinn hefur starfað þrátt fyrir húsnæðiskreppuna. Næst verður hann í KÍ-húsinu kl. 14 þann 16. desember og þar verður fengist við efni sem tengist jólum í kvæðum, sögum og frásögnum. Framkvæmdastjóri * Stjórnin hefur rætt um að þar sem skráðir félagar eru orðnir hálft annað þúsund - 1.540 eintök eru send út af FKE-fréttum - þá sé nauðsynlegt að ráða félaginu starfsmann í hlutastarf. Þegar fundarmenn höfðu snætt viðbót af veislukostinum og síðan allir hjálpast að við að drífa af borðum til eldhúss kynnti formaður sérlegan gest fundarins: Það eru tveir liðir eftir á okkar dagskrá. Áður en EKKÓ gleður okkur með söng - er nú komið að sérstökum gesti okkar. Hann hefur samofist okkur í sinni listrænu og flosísku samfylgd sem ekki verður til annars jafnað. Hann hefur leikið fjölmörg hlutverk í okkar samtíð og sent okkur ótal pillur sem afar oft hæfðu okkur í hjartastað. Og því verr sem okkur varð við - þeim mun var það okkur hollara. Nú fær hann loksins tækifæri til að láta okkur - sem hér erum inni - hafa það óþvegið. Hann getur því miður aðeins staðið stutt við - en við fögnum innilega Flosa Ólafssyni. Þegar Flosi hafði rætt við okkur og lesið úr nýútkominni bók sinni kom okkar glæsilegi EKKÓ - kór og gladdi okkur með söng sínum og leiddi að lokum almennan söng þar sem menn stóðu upp og tóku undir Heims um ból.
235. stjf.21. des. 2004 235. stjórnarfundar sem haldinn var þriðjudaginn 21. des. 2004 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30 að viðstöddum öllum stjórnarmönnum. 106
Viðfangsefni:
Formaður setti fund og lagði fram dagskrá. 1. Fundargerð 234. fundar var samþykkt. Þessi stjórnarfundur hafði áður verið ákveðinn þann 7. des. en á örfundi stjórnar á fræðslu- og skemmtifundinum 4. des. var ákveðið að fresta honum til 21. des.. 2. Árshátíðin hefur verið fastsett 4. mars 2005 í Kiwanishúsinu við Engjateig nr. 11. Undirbúningur er á góðum vegi. Nánar rætt á stjórnarfundi í janúar. Bryndís hefur alla þræði í hendi sér. 3. Af fundi Kjararáðs KÍ. Deildir KÍ sögðu af stöðu sinna kjaramála og gerðu grein fyrir næstu áætlunum. FKE lagði áherslu á að menn litu til þess hverju sinni við samningaborðið hvort það sem um væri verið að semja kæmi þeim sjálfum til góða einnig í eftirlaunum. Rætt var um áhrif kjarasamnings grunnskólakennara á eftirlaun og þá komu á fundinn Finnbogi Sigurðsson, formaður félags grunnskólakennara og Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, en hann á sæti ístjórn LSR. Þeir gerðu grein fyrir því að allar þær kjarabreytingar sem færast til grunnlauna skila sér samkvæmt eftirmannsreglunni. Það á við um launahækkanir strax á þessu ári en hins vegar ekki um eingreiðslur. Eiríkur mun senda yfirlit um þessar breytingar sem koma munu inn á FKE-vefinn. 4. Af ársfundi KÍ. Fundurinn var haldinn í skugga verkfalls grunnskólakennara. Gerð var grein fyrir stöðu sjóða og starfsemi deilda með framlögðum gögnum eða/og í fram¬sögu. Þing KÍ verður haldið í mars 2005. 5. Kiruna-fundur. Ákveðið að hafa fund með þeim sem sýnt hafa áhuga á að fara til Kiruna á 28. NPT 2005 - eftir fundinn 5. feb. 2005. 6. Frá Tómasi Einarssyni: hugmyndir að sumarferð miðvikudaginn 17. ágúst 2005. • Ferð á Kjalarsvæðið, Geysir, Gullfoss, Hvítárnes og Hveravellir. Í bakaleið ekið um Laugarvatn til Þingvalla og kvöldverður í Valhöll. • Ferð um Suðurland. Ekið til Skálholts (þar er verið að grafa eftir fornleifum), þaðan um Þjórsárdal (ekið að sundlauginni, að Gjánni og svo eftir Línuveginum fram hjá Hólaskógi að Háafossi, svo eitthvað sé nefnt) og síðan að Hraunbúðum. Þar snæddur hádegisverður (súpa og brauð?) Á heimleið ekið með fjöllum, að Geysi, Laugarvatni og snæddur kvöldverður í Valhöll á Þingvöllum. • Ferð um Snæfellsnes og Dali. Ekið að Bjarnahöfn á Snæfellsnesi. Þar er móttaka fyrir ferðamennahópa og ýmislegt að skoða. Þaðan ekið til Stykkishólms og boðið upp léttan hádegisverð á hótelinu. Síðan ekið sem leið liggur um Skógarströnd að Eiríksstöðum í Haukadal. Staðurinn skoðaður og eftir það ekið heim á leið. Kvöldverður í Munaðarnesi eða í Skessubrunni í Svínadal. • Ferð til Flateyjar og sigling um Breiðafjörð. Ekið til Stykkishólms. Þar er um tvennt að velja. Fara með Baldri í áætlunarferð til Flateyjar og dvelja í eynni meðan skipið fer til Brjánslækjar og sigla svo með því til baka síðdegis. Dvölin í eynni verður þá um þrír tímar. Það dugir, ef allt gengur upp, veður o.fl. Ath. Baldur siglir kl. 9 og svo aftur síðdegis. Hinn möguleikinn er að taka skip á leigu í Hólminum. Ég held að þar séu skemmtiferðabátar fyrir hendi, sem fara með ferðamenn um fjörðinn, og þá er unnt að ráða því, hvert farið er. Ef þátttaka í svona ferð verður á annað hundrað manns, gengur þetta ekki upp, nema skipin séu tvö. Kvöldverður t.d. í Borgarnesi, Skessubrunni v/ Efra Skarð í Svínadal eða í Munaðarnesi.
7. Ákveðið að fara ferðina í Flatey þann 17. ágúst og auglýsa hópferð sama dag frá Akureyri til
Stykkishólms þar sem hóparnir sameinist í siglingu og kvöldverð og svo fari hvor til síns heima þann sama dag. 8. Sumarferð ákveðin frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst - sem er viku eftir ferðina frá Reykjavík. Boðið verður upp á hópferð frá Reykjavík til Akureyrar þann 23. ágúst og heim aftur fimmtudaginn 25. ágúst og þátttakendum liðsinnt með gistingu þessar tvær nætur ef þeir 107
láta fljótt vita.
9. 1. tbl. FKE-frétta 2005 - sjá fyrirliggjandi drög. Í blaðinu er sagt hvenær hópastarf hefst í janúar,
árshátíðin auglýst, sagt af sumarferðunum og boðað til fundar vegna 28. NPT í Kiruna laugardaginn 4. febrúar í lok fræðslu- og skemmtifundar í Húnabúð. Kynntur fræðslu- og skemmtifundur laugardaginn 15. janúar þar sem frætt verður um kjarabreytingar vegna samnings grunnskólakennara. Stefnt verður að útkomu blaðsins til dreifingar þann 3. janúar og þar verði með ítarleg kynning á nýju tilboði Sumarferða til FKE-félaga þar sem verð eru frábærlega lág og auk þess fá félagsmenn 10 þúsund króna ferðastyrk frá Orlofssjóði KÍ. 10. Næstu tbl. FKE-frétta 2005 þurfa svo að koma út - hugsanlega fyrir árshátíðina og örugglega til útsendingar í vikunni sem hefst mánudaginn 18. apríl til að berast félagsmönnum fyrir 23. apríl, þ.e. tveimur vikum fyrir aðalfundinn 7. maí. 11. Ákvörðun um 5 fulltrúa FKE á 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005 og fimm til vara í tiltekinni röð. Fræðslu- og skemmtifundurinn 4. des. samþykkti að stjórnin yrði fulltrúar félagsins og leitað yrði eftir þremur varamönnum til viðbótar. Ekki hefur hafst upp á þeim. Samþykkt að senda inn tilkynningu um aðal- og varafulltrúa í sömu röð og stjórn FKE er skipuð. 12. Bréf frá KB-banka um stofnun vörslureiknings fyrir 15. jan. 2005. Heyrir undir gjaldkera og Hermann annast það. 13. Kjararáðsfundur er boðaður miðvikudaginn 29. des. kl. 9. Eiríkur segir: “Á dagskrá verður fyrst og fremst yfirferð yfir nýgerðan kjarasamning FG og SÍ og farið yfir gang kjaraviðræðna annarra félaga. Einnig verður rætt um uppleg Kjararáðs í skýrslu stjórnar til 3. þings KÍ.” Hörður mun verða fjarri þann dag en Bryndís og Gísli munu mæta. 14. Rætt um uppfærslu félagatals. Fá þarf uppfærða eftirlaunaskrá frá LSR í janúar 2005. Yfirlit um aldursdreifingu félagsmanna liggur frammi á fundinum. 15. Næsti stjórnarfundur verður föstudaginn 7. janúar 2005. Þá er hafið 25. afmælisár félagsins. 16. Önnur mál. Samþykkt var tillaga Harðar um að greitt yrði upp í kostnað við FKE-vefinn,
gerð hans og úthald.
Fundi lokið kl. 11:30
2005
236. stjf. 7. jan. 2005 236. stjórnarfundar sem haldinn var föstudaginn 7. janúar 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zóphaníasson, Hermann Guðmundsson og Jóna Sveinsdóttir. Fjarvist höfðu boðað Bryndís Steinþórsdóttir og Birna Frímannsdóttir og eftir á kom í ljós að Margrét Schram hafði gleymt fundinum enda hafði formanni láðst að senda út áminningu um hann til stjórnarmanna. Formaður setti fund og lagði fram dagskrá.
1. Fundargerð 235. fundar var samþykkt. 2. Af fundi Kjararáðs KÍ 29. des. sl.. Gerð var grein fyrir kjarabreytingum með kjarasamningum
Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands sem samþykktir voru í byrjun desember. Helstu niðurstöður þessara samninga er að finna á FKE-vefnum svo og hvernig þau hafa áhrif á eftirlaun sem tekin eru samkvæmt eftirmannsreglu. Einnig var gerð grein fyrir nýjum samningi Félags leikskólakennara en yfirlit um áhrif hans á eftirlaun er ekki komið inn á FKE-vefinn þegar þetta er skrifað (20. janúar 2005). Önnur félög sögðu af stöðu samningamála hjá sér en óljóst var hver mundi reynast tímarammi þeirra. 3. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Kjörnefnd KÍ hefur verið sendur listi yfir tilnefnda aðal- og varafulltrúa félagsins. Atriðalisti til umræðu: • Umfangsmeiri aðild að FKE sem leiðir til breytts nafns? Rétt til aðildar FKE eiga allir sem eru innan KÍ. Margir þeirra eru ekki kennarar. Þar á meðal eru starfsmenn á fræðsluskrifstofum og starfsmenn í KÍ-húsi. Fjöldi félagsmanna sem nefndir eru á listum frá LSR er 1437 í nóvember 2004 og þá eru ótaldir nokkuð á annað hundrað manns sem taka eftrirluan annars staðar eða þekkjast 108
ekki sem kennarar í LSR þótt þeir séu það í raun. Komið hefur fram ábending um að heppilegt kunni að vera að breyta núverandi nafni FKE til þess að það hæfði hópnum betur. Hér er kastað fram þeirri hugmynd að taka upp nafn sem tengi félagsmenn við KÍ en nota samt áfram sömu skammstöfun. Það gæti til dæmis verið svona: Félag KÍ-félaga á eftirlaunum. Hins vegar mund nafn eins og KÍ-félagar á eftirlaunum breyta skammstöfuninni í KFE. • Aukið fjárframlag til starfsemi FKE. Um leið og reist er umræðan um breytt nafn vegna mjög aukins fjölda félagsmanna og mismunandi starfstengingar félagsmanna er eðlilegt að leggja til tvöföldun fjárframlags til starfseminnar. Það auðvitað miklu lægra á skráðan félagsmann heldur en var árið 2000 þegar núverandi framlag var ákveðið en nokkuð eðlilegt að gera tilraun með það en skýra um leið frá því að dugi það ekki þurfi að gera ráð fyrir að litið verði vinsamlega á umsókn um aukafjárveitingu þegar þar að kemur. • Setja þarf saman skýrslu til þingsins um starfsemi FKE og áætlanir um starfsemina í stórum dráttum til næsta þings KÍ. 4. Fundur með áhugamönnum um 28. NPT 2005 -hefur verið ákveðinn eftir Fræðslu- og skemmtifundinn 5. feb. nk..
5. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005.
Samið hefur verið við Sæferðir að flytja hópinn á skipi sem tekur mest 150 farþega - en þó er eftir að semja um greiðslur. Rétt getur verið að setja inn aðvörun um hámarksfjölda þátttakenda í næstu kynningu í FKE-fréttum og hugsanlega um hækkun fargjalds. Atriði sem eftir er að ganga frá: • Bílakostur frá Reykjavík. Tómas Einarsson annast leiðsögn og fararstjórn. • Bílakostur frá Akureyri - og leiðsögn.
Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005.
Atriði sem eftir er að ganga frá: • Strax: Kvöldverður • Bílakostur frá Reykjavík og leiðsögn. • Bílakostur frá Akureyri - bíllinn frá Reykjavík fer líka - og leiðsögn. 6. 1. tbl. FKE-frétta 2005. Blaðið var borið út um áramótin. Að þessu sinni var það tvíblöðungur og gerð þess varð nokkru dýrari en áður af tveimur ástæðum: blaðið var tvöfalt stærra en venjulega og vegna hins knappa tíma bárust leiðréttingar eftir að filmur höfðu verið unnar og þurfti því að endurgera þær. Önnur leiðréttingin stafaði af því að formaður hafði ekki gætt þess að tryggja húsnæði undir fundinn 15. janúar og skrifast það alveg á hann. Heppni var að húsnæði fékkst í Skipholti 70 í sameign iðnaðarmanna. Hin leiðréttingin var á auglýsingunni þar sem Sumarferðir óskuðu að upp yrði gefið annað sölusímanúmer. Filmur voru gerðar mánudaginn 27. des. og endurgerðar þann 28. Allt var prentað þann 28. Þá um kvöldi flensaðist bókbindarinn sem lofast hafði til vélvirks frágangs svo að handvirkur frágangur hófst þann 29. og lauk kl. 14 þann 30. Blaðið var komið í pósthús kl. 15. þann 30. og var borið út þann 31. des.. Frágengin eintök voru 1700 og útsend 1540. Heildarkostnaður með póstsendingu er kr. 125.850 sem þrátt fyrir allt er vel viðunandi verð fyrir tvöfalt stærra blað. Síðan hafa allnokkur blöð verið send mökum. 7. Næstu tbl. FKE-frétta 2005. Talið óþarft að senda út sérstakt blað fyrir árshátíðina þar sem hún hefur nú verið auglýst í tveimur tölublöðum með áberandi hætti. Nauðsynlegt er hins vegar að gefa út blað í tæka tíð fyrir aðalfundinn, þ.e. um 24. apríl. 8. Næsti stjórnarfundur: 1. febrúar kl. 10:30 í KÍ-húsi. 9. Önnur mál voru engin. 10. Fundi lokið kl. 11:00 Viðstaddir 43
169. skf. 15. jan. 2005
Músaðu hér til að opna myndabókina Fundarstaður: Í sameign iðnaðarmanna í Skipholti 70. Sjá myndir. 43 rituðu nafn sitt í gestabókina en fáeinir komust ekki til þess.
109
Fundurinn hófst að venju á spilum kl. 13:30 og var spilað á 9 borðum. en byrjun spilamennskunnar dróst þó um 10 mínútur meðan aukið var við spilaborðum þegar svo margir mættu. Spilaðar voru 12 umferðir sem fyrr - undir öruggri og hraðvirkri stjórn Hermanns Guðmundssonar. Spilaverðlaunin hlutu þær Jóna Sveinsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir. Eftir veislukaffið fengum við í heimsókn þá Finnboga Sigurðsson, formann félags grunnskólakennara, og Pál Ólafsson, starfsmann Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna, og fóru þeir ítarlega í gegnum hin ýmsu ákvæði samninga grunnskólakennara og skólastjórnenda sem undirritaðir voru og samþykktir í desember 2004. Þeir gerðu grein fyrir stóru sem smáu og hvað af því ætti að skila sér inn í laun eftirlaunaþega á eftirmannsreglu.
Páll Ólafsson hjá LSR gerði þennan samanburð Eftir hvaða viðmiðunarreglu borgar sig að taka eftirlaunin? Þessi mynd frá Páli Ólafssyni hjá LSR sýnir hvernig launin hafa breyst frá 1997. Myndin sýnir einnig vísitölu neysluverðs í landinu.
Eftirmannsregla Skilar til eftirlauna einungis þeim hækkunum sem fylgja kjarasamningi stéttarfélagsins. Hækki samningsbundin laun stéttarfélagsins umfram laun annarra sem starfa hjá ríkinu þá hækkar eftirmannsreglan eftirlaunamanninn meira heldur en meðaltalsreglan. Sjái eftirlaunamaðurinn fram á að sú staða sé að myndast á launamarkaði að stéttarfélagið muni fá umtalsverða leiðréttingu launa - eða bara dálitla leiðréttingu launa - þá er sjálfsagt að láta þá hækkun ganga yfir áður en hugað er að því að skipta yfir á meðaltalsreglu. 110
Meðaltalsregla Skilar til eftirlauna öllum hækkunum sem verða á kjörum ríkisstarfsmanna hvort sem þar er um að ræða fámenna eða fjölmenna hópa. Miklar kjarabætur alþingismanna skila líka örlítilli hækkun inn í meðaltalið og hækkar því meðaltalsreiknum eftirlaun sem því smáræði nemur. Til langs tíma litið hækkar meðaltalsreglan meira en eftirmannsreglan. Ef ljóst virðist að nokkur ár muni líða áður en er að vænta umtalsverðrar leiðréttingar á launum stéttarfélagsins þá borgar sig að færa sig strax yfir á meðaltalsreglu.
Grunnskólasamningarnir frá 2004 Þeir kennara- og skólastjórnendasamningar fyrir grunnskólann sem nú hafa verið gerðir skila umtalsverðu til og með 1. ágúst 2005. Eftir það er aðeins um að ræða litlar hækkanir í þrjú ár sem áreiðanlega halda ekki í við verðlagsþróunina innanlands. Sá sem þetta ritar (Gísli Ólafur Pétursson) telur ljóst að það muni borga sig fyrir eftirlaunamann á eftirmannsreglu eftir grunnskólasamningnum frá 2004 að fara á meðaltalsregluna frá og með 1. september 2005. Til þess þarf að sækja um breytinguna fyrst í júní 2005 því að það tekur þrjá mánuði að framkvæma hana. Hafðu samband við Lífeyrissjóðinn, LSR í síma 510-6100 og kynntu þér málið. Umsjónarmaður eftirmannsreglunnar hjá LSR er Páll Ólafsson og netfang hans er PalOla@lsr.is Fylgstu með. Mánaðarleg breyting launa samkvæmt meðaltalsreglunni er færð inn á vef Lífeyrsisjóðsins http://www.lsr.is/ og þú finnur töfluna þar með því að velja þar í yfirlínunni: LÍFEYRIR og úr listanum sem þá fellur niður velur maður MEÐALTALSREGLA.
Bridgehópur stofnaður
Meðal fundarmanna voru 11 manns sem áhuga reyndust hafa á því að spila bridge svo að Bridge-hópur var þegar stofnaður undir stjórn og umsjá Margrétar Schram. Fyrsta mæting var boðuð miðvikudaginn 19. janúar í KÍ-húsinu. Í lokin var almennur söngur - en píanistar voru í flensu.
237. stjf. 1. feb. 2005 237. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 1. febrúar 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Gísli Ólafur Pétursson, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir, Bryndís Steinþórsdóttir og Birna Frímannsdóttir. Formaður setti fund og lagði fram dagskrá. 1. Fundargerð 236. fundar samþykkt. 2. Hörður Zóphaníasson er erlendis til 8. febrúar og biður fyrir bestu kveðjur til stjórnarmanna. Bókmenntaklúbburinn sér um sig sjálfur í næsta skipti en svo verður Hörður aftur kominn til starfa. 3. Árshátíðin 4. mars 2005. Rætt var um undirbúning hátíðarinnar og verður farið yfir þau mál aftur þegar færi gefst á fræðslu- og skemmtifundinum laugardaginn 5. febrúar nk.. 4. FKE-fréttir koma ekki út fyrir árshátíðina en næsta tbl. FKE-frétta 2005 þurfa að vinnast í byrjun apríl og fara í dreifingu ekki síðar en mánudaginn 18. apríl til að berast félagsmönnum svo sem 10 dögum fyrir aðalfundinn, þ.e. um 24. apríl. 5. Bréf stjórnar FKE til stjórnar KÍ. Fram lagt afrit af bréfi stjórnar sem formanni var falið að ganga frá og senda til stjórnar KÍ með umsókn um aukið fjárframlag til rekstursins. Erindinu hefur verið vísað til gerðar fjárhagsáætlunar á þingi KÍ. 6. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Fulltrúaval FKE hefur verið tilkynnt til skrifstofu KÍ. Formanni falið að taka saman drög að skýrslu um starfsemi FKE og starfsáætlun fyrir næsta ár og láta fylgja tillögum félagsins til fjárhagsnefndar þingsins. Drögin verði send út í netpósti til athugasemda og endurbóta og verða svo rædd á næsta stjórnarfundi þann 1. mars. 7. 28. NPT 2005 Skráðir áhugamenn fá upplýsingablað á Fræðslu- og skemmtifundinum 5. feb. nk. og boð á fund til nánari umræðu þriðjudaginn 8. febrúar kl. 10 í KÍ-húsi. Dagatal frá Siv Selinder sem annast Kiruna-mótið hjá sænska kennarasambandinu segir: >> 1. mars sendist inn tillaga um 5 sönglög. 111
>> 1. apríl sendist tilkynning um fjölda þátttakenda og óskir um aðstöðu. >> 15. apríl sendir Siv upplýsingar um hugsanleg viðbótarrými. >> 1. maí sendist inn þátttakendalisti og komutímar. >> 15. maí sendist greiðsla fyrir þátttökugjöldum. 8. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Eftir er að fara í saumana á tilboði Sæferða. Skipið er sagt aðeins flytja 120 farþega til lengri siglinga - og það sem nú er fyrirhugað kallast lengri sigling. Setja þarf inn í næstu kynningu á ferðinni - í aprílblaðinu fjöldatakmörk, hækkun fargjalds í kr. 8.500 og að fargjaldið þurfi að greiða fyrir 12. ágúst til að þá verði ljóst hverjir komist inn af biðlista. Samkvæmt fyrirliggjandi tilboði Sæferða er heildarkostnaður á hvern þátttakanda kr. 11 þúsund en gert er ráð fyrir að félagið greiði aksturskostnaðinn eins og áður og lækki þannig verðið fyrir hvern þátttakanda um kr. 2.500. Ein af ástæðum hins lága verðs er að Tómas Einarsson heldur sinni venju að annast undirbúning, leiðsögn og fararstjórn endurgjaldslaust. 9. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Nokkur undirbúningsatriði eru ófrágengin. 10. Næsti stjórnarfundur: fyrsti mars-þriðjudagurinn er 1. mars 2005. 11. Önnur mál engin. Fundi lokið kl. 11:30
238. stjf. 5. feb. 2005 238. stjórnarfundar haldinn laugardaginn 5. febrúar 2005 í Húnabúð í Skeifunni 11 - á undan fræðsluog skemmtifundi febrúarmánaðar. Hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Hörður sem er erlendis. Fundargerð 237. fundar samþykkt. Bryndís gerði grein fyrir stöðu árshátíðarundirbúnings. Stjórnarkonur munu fínpússa áætlun kvöldsins og þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11 mun stjórnin hittast í Engjateigi 11 og ræða við húshaldarana. Hermann og Sigurður Jóelsson taka að sér að ganga frá söngbók hátíðarinnar. Fleira ekki. Fundi lokið kl. 13:30.
170. skf. 5. feb. 2005
Í gestabók skráðu sig 54 Myndasíða! Myndaalbúm! Fundarstaður var Húnabúð. 56 skráðu nafn sitt í gestabók. Árshátíðarmálin rædd. Hermann Sjá hér myndafrásögn! Guðmundsson, Margrét Schram, Bryndís Myndir eru líka komnar í albúmið Steinþórsdóttir, Birna Frímannsdóttir og Jóna Sveinsdóttir. Myndina tók GÓP. Spilað var á 11 borðum undir stjórn Hermanns Guðmundssonar og verðlaun kvenna hlaut Kristrún Björnsdóttir en karla Jóhanna Björnsdóttir. Eftir spilalotuna lék Sigurður Jóelsson á píanóið undir almennum söng. Veislukaffi var að venju. Á meðan menn gæddu sér á krásunum flutti formaður pistil um málefni félagsins. • Þar var sagt af starfi í áhugahópum • og af fjármögnun starfsemi félagsins en það er félagssjóður KÍ sem leggur félaginu til 2 milljónir króna árlega til að unnt sé að standa straum af virkri hagsmunagæslu eftirlaunakennara sérstaklega og einnig að taka þátt í baráttu íslenskra eftirlaunamanna fyrir viðunandi kjörum og þjónustu í samfélaginu. • Nokkur hluti af þessu rekstrarfé fer samkvæmt hefðum til að styðja almenna starfsemi svo sem að leigja húsnæði og ýmsa þjónustu á fundi félagsins og greiða aksturskostnað í sumarferðum. • Sumarferðin á Breiðafjörð. Þar hefur fyrsta hugmynd um fargjald reynst of lág og þótt stuðningur félagsins verði sá að greiða aksturskostnað til og frá Stykkishólmi mun kostnaðurinn við siglinguna og hátíðakvöldverð verða kr. 8.500 svo að verðið hækkar í þá upphæð. Auk þess verða menn að skrá sig skjótt því aðeins komast 120 manns í skipið - og allir félagsmenn, hvar sem þeir búa 112
á landinu, geta skráð sig til þátttöku. Gera má ráð fyrir að það verði biðlisti og þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem skrá sig til þátttöku greiði fargjaldið í síðasta lagi 12. ágúst til þess að þá verði ljóst hverjir komist með af biðlistanum. • Frammi liggur blað sem menn geta skrifað sig á til að tryggja sér aðgang að sumarferðinni á miðaverðinu kr. 8.500. • Árshátíðin verður föstudaginn 4. mars og frammi liggur blað sem menn geta skrifað sig á til að tryggja sér aðgang og þeir sem þar á skrifa þurfa ekki að hringja inn til KÍ að tilkynna þátttöku sina. • Þeir sem hafa skráð sig til þátttöku á 28. NPT í Kiruna í Svíþjóð næsta sumar fá hér upplýsingablað en eru svo boðaðir til samráðsfundar næstkomandi þriðjudag, 8. febrúar, kl. 10 árdegis í kjallarasalnum í KÍ-húsinu. Vigdís Jack flutti okkur frásögn úr Grímsey eftir kaffið. Hún sagði af sinni fyrstu komu á það úthafssker þar sem allt var hundrað árum á eftir tímanum og vatni var safnað af húsþökum og farið sparlega með. Hún fór þangað til að vera ráðskona séra Róberts Jack sem þar var ekkjumaður með syni sína en svo fór að þau tvö tóku saman og hún sagði frá ævintýralegri giftingarför þeirra til Siglufjarðar. Einnig sagði hún ítarlega af bandaríkjamanninum Willard Fiske sem hafði mikinn áhuga fyrir Íslandi og sérstaklega Grímseyingum sem hann gaf svo rausnarlega peningagjöf að þeir gátu byggt sitt fyrst alvöruhús undir skóla og bókasafn og auk þess gaf hann tafl á hvert heimili í eyjunni. Í lokin lék Sigurður Jóelsson undir fjöldasöng.
239. stjf. 15. feb. 2005 239. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru Gísli Ólafur Pétursson, Hörður Zóphaníasson, Bryndís Steinþórsdóttir, Hermann Guðmundsson, Jóna Sveinsdóttir og Birna Frímannsdóttir. Formaður setti fund og lagði fram dagskrá. 1. Fundargerð 238. fundar samþykkt. 2. Árshátíðin. Undirbúningur er á lokastigi. 3. 28. NPT 2005 - sjá gögn sem dreift er til fundarmanna. a. Dagatal frá Siv Selinder segir: • 1. mars sendist inn tillaga um 5 sönglög. • 1. apríl sendist tilkynning um fjölda þátttakenda og óskir um aðstöðu. • 15. apríl sendir Siv upplýsingar um hugsanleg viðbótarrými. • 1. maí sendist inn þátttakendalisti og komutímar. • 15. maí sendist greiðsla fyrir þátttökugjöldum. b. Forgangsröð. Staðfest er sú regla sem viðgengist hefur í starfsemi félagsins að forgangsröðun til viðburða sem félaginu er ætlað að sinna og takmarkaður aðgangur er að, eins og með NPT-mótin, á eftir starfandi aðal- og varastjórnarmönnum, er eftir aldri þannig að eldri koma fyrr en yngri. Þó getur stjórn ákveðið að færa framar þann sem virkari hefur verið í starfsemi félagsins. Að óbreyttu er ávallt gert ráð fyrir að hver þátttakandi sé tveir á ferð og röðunin miðist við þann sem framar raðast. c. Formaður hvetur stjórnarmenn til að fara á mótið ef þeir geti komið því við til að kynnast starfsemi og viðhorfum eftirlaunakennara á hinum Norðurlöndunum. 4. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Staðfest er að fargjald verður kr. 8.500 og þarf að greiðast þegar þátttakan er skráð og ekki síðar en 12. ágúst. Eftir það verða teknir þeir sem fremstir eru á biðlista. Hámarksfjöldi þátttakenda er 120. Árni Björnsson gerir ráð fyrir að geta verið með ítarefni í ferðinni. Tómas Einarsson er bundinn við hjólastól og óvíst hvað verður. Gjaldkera falið að ganga frá samningum við Sæferðir. 5. Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Hugsanlegt er að Valgarður Egilsson geti komið því við að vera leiðsögumaður. Bergvin Jóhannsson á Áshóli (símar 463-3162 og 696-3162) annast flutning ferðalanga eftir þörfum umfram það sem hópbíll kemst. 6. Næsti stjórnarfundur: fyrsti mars-þriðjudagurinn er 1. mars 2005. 113
7. Önnur mál voru engin. Fundi lokið kl. 11:30
240. stjf. 1. mars 2005 240. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 1. mars 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn. Formaður setti fund og dreifði gögnum. 1. Fundargerð 239. fundar samþykkt. 2. Árshátíðin. Undirbúningur er á lokastigi. Föstudaginn 25. febrúar voru samtals skráðir 72. Skjótlega þarf að hafa samband við boðsgesti sem enn eru óskráðir. Formanni falið að tala við Tómas Einarsson og Jón Hjörleif Jónsson og einnig þá upphafsmenn félagsins Guðmund Árnason og Valgeir Gestsson. Rætt um óvænt höpp og fyrirkomulag þeirra með númerun söngskráa. 3. Sumarferðin til Stykkishóms og sigling um Breiðafjörð 17. ágúst 2005. Í auglýsingunni var tekið fram að menn skyldu hafa með sér nesti. Í skipinu er vistasala. Hugmynd er að hafa gott veður og taka nestið með þegar gengið er um Flatey. Skráðir eru þegar 35. 4. Sumarferðin frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Kvöldverður í Miðgarði í Grenivík? Skráðir eru þegar - frá Reykjavík - 28. 5. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Kjörnefnd KÍ hefur verið sendur listi yfir tilnefnda aðal- og varafulltrúa félagsins. Fyrir liggja drög formanns að skýrslu stjórnar til þingsins. Minnislisti: • Hugleiðingar um hugmyndina um breytt nafn. • Kynna þarf félagið fyrir þeim félögum sem fulltrúa eiga á þinginu. FKE gengur illa að hafa upp á eftirlaunaþegum sem starfað hafa hjá sveitarfélögum. Það er hins vegar nokkuð gott að finna eftirlaunaþega KÍ-félaga hjá LSR. Virkja verður KÍ-félögin til þess að kynna félagsmönnum sínum tilveru FKE. 6. Drög að 2. tbl. FKE-frétta 2005 verði tilbúin á stjórnarfundi 5. apríl. Miðast við að póstleggjast 20. apríl. Aðalfundurinn er 3. maí. 7. Næsti stjórnarfundur er boðaður þriðjudaginn 5. apríl 2005. 8. Önnur mál voru engin. Fundi lokið kl. 11:30
171. skf. 4. mars 2005
Myndir Undirbúningur hátíðarinnar hvíldi á þeim Bryndísi, Birnu og Margréti. Gestir voru yfir 100 Hundrað manns á árshátíð og 25-ára afmæli FKE í Kiwanishúsinu við Engjateig 11. Afmælissöngurinn sunginn Formaður setti hátíðina og stjórnaði henni og Sigurður Jóelsson lék undir almennum söng sem oft var við hafður. Stjórnin hafði sérstaklega boðið þeim Jóni Hjörleifi Jónssyni og Solveigu konu hans sem svo mjög hafa lagt af mörkum við þjálfun EKKÓ og þeim Guðmundi Árnasyni og Salóme Gunnlaugsdóttur en Guðmundur Árnason er annar af ljósfeðrum félagsins - sjá útdrátt úr fundargerð fyrsta fundar undirbúningsnefndarinnar sem vann að stofnun félagsins þann 10. janúar árið 1980. Hinn guðfaðirinn, Valgeir Gestsson, sendi félaginu góðar og hlýjar kveðjur en komst ekki sjálfur. Ennfremur þáði núverandi söngstjóri EKKÓ, Sigrún Þórsteinsdóttir, boð félagsins og heiðraði okkur með nærveru sinni og stjórnaði kórnum þegar hann kom fram. Formaður sagði frá upphafsfundinum og þeim sem hann sátu en lagði svo fram stjórnatal félagsins frá upphafi sem veislugestir gátu skoðað. Einnig nefndi 114
hann viðfangsefni félagsins og verkefni stjórnanna og lagði fram yfirlit yfir þau og framvindu þeirra veislugestum til skoðunar. Í bland við úrvals máltíð kom fiðlusveit Vilmu Yong og lék fyrir okkur, Hörður Zóphaníasson, varaformaður félagsins, flutti eigin inngang að kveðju og gleðiefni frá frænda sínum, Helga Seljan, sem varðist veirum fjarri góðu gamni. EKKÓ-kórinn söng og meðal annars fjögur lög þar sem fjórir kórfélagar áttu aðild að, höfðu samið lag eða texta eða hvort tveggja. Nokkrir hlutu óvænt höpp. Geisladiskar með upptökum fiðlusveitarinnar fóru til þriggja gesta. Á myndinni hér til hægri eru þau Kolfinna Bjarnadóttirog Hinrik Bjarnason. Happ Kolfinnu var að fá sæti fyrir tvo með gistingu í hópferð félagsins úr Reykjavík til Akureyrar til að fara þaðan í Fjörður og Flateyjardal og svo heim um Sprengisand 23. - 25. ágúst í sumar. Á myndinni hér til vinstri eru þær Sigurlaug Sigurjónsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Happ Ingibjargar var ferð fyrir tvo á Eyjafjallajökul í næsta helgargóðviðri. Sú ferð var farin laugardaginn næsta á eftir, 12. mars. Ingibjörg komst ekki en Sigurveig gerði góða ferð. Hér sjást myndir úr þeirri ferð. Capri lék fyrir dansi frá kl. 22:30 þar til eftir miðnætti og þá hurfu menn glaðir brott eftir fjöldasöng.
241. stjf. 8. mars 2005 241. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 8. mars 2005 í KÍ-húsinu við Laufásveg. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Hörður sem var upptekinn annars staðar og hafði boðað forföll. Þetta gerðist: 1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 240. 2. Árshátíðin tókst vel og þar hefur árshátíðarnefndin, þær Bryndís, Jóna, Birna og Margrét, unnið frábært undirbúningsstarf. Sérstakar þakkir til Sigurðar Jóelssonar fyrir undirleikinn. Ósk er um að fá frábær ávörp þeirra frænda, Harðar Zóphaníassonar og Helga Seljan á vefinn. Fyrir seinni árshátíðir er það hér tekið fram að heppilegt er að hafa dansleikinn til kl. 24 og ljúka þá með hringsöng. 3. Ákveðið að kanna hvort Helgi Seljan getur komið því við vera með okkur í annarri af sumarferðum félagsins í ágúst. 4. Sumarferðirnar. Leitað hefur verið tilboða hjá Vestfjarðaleið í akstur í báðar ferðirnar. • Sumarferð í Breiðafjarðareyjar. Þar eru þegar skráðir 40. • Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Í hópferðina frá Reykjavík eru þegar skráðir 41. Undirbúningur FKE fyrir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005.
Stjórnarmenn skipta sér þannig til nefndarstarfa á þinginu:
Fjárhagsnefnd - Hermann Guðmundsson Launa- og kjaramálanefnd - Bryndís Steinþórsdóttir Orlofsnefnd - Jóna Sveinsdóttir Útgáfunefnd - Gísli Ólafur Pétursson Laganefnd - Hörður Zóphaníasson Rætt um nafn félagsins sem menn eru sammála um að endurspeglar ekki glögglega félagsvídd þess 115
en það er félag allra þeirra KÍ-félaga sem fara á eftirlaun og þar á meðal eru einstaklingar sem sumir hafa aldrei verið kennarar og margir gegnt öðrum störfum í skóla heldur en kennslu í fjölmörg ár næst áður en þeir fóru á eftirlaun. Ákveðið að dreifa á þinginu kynningarefni um starf og starfsáætlun félagsins. Ákveðið að leita eftir tvöföldun rekstrarfjár til að mæta sem næst fjórföldun félagsmanna frá síðasta þingi. 5. Minnt er á útkomu næsta tölublaðs FKE-frétta í tæka tíð fyrir aðalfund félagsins. 6. Næsti stjórnarfundur: fyrsti apríl-þriðjudagurinn er 5. apríl 2005. 7. Önnur mál. Upplýst er að hluti stjórnarmanna verður í söngbúðum með EKKÓ á næsta fræðslu- og skemmtifundi sem verður fyrsta laugardaginn í apríl. Fundi lokið kl. 11:30.
242. stjf. 22. mars 2005 242. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 22. mars 2005 hjá Bryndísi á Dalbraut 14. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Birna sem var erlendis. Þetta gerðist: 1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 241. 2. Sumarferðirnar. Leitað hefur verið tilboða í akstur í báðar ferðirnar. • Sumarferð í Breiðafjarðareyjar. Þar eru þegar skráðir 40. • Sumarferð frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal þann 24. ágúst 2005. Í hópferðina frá Reykjavík eru þegar skráðir 41. 3. Þriðja þing KÍ var haldið dagana 14. og 15. mars 2005. • Rekstrarframlag til FKE var ákveðið kr. 2,5 m. • Lögum KÍ var breytt þannig að nú hafa kennarar á eftirlaunum heimild til að gerast einstaklingsaðilar að KÍ. 4. Rædd fyrirliggjandi drög að 2. tbl. FKE-frétta. Hugmynd kom fram um að senda blaðið trúnaðarmönnum aðildarfélaga KÍ svo að það berist inn á alla vinnustaði þar sem verðandi félagsmenn FKE eru að störfum. Frestað til næsta stjórnarfundar. 5. Rædd fyrirliggjandi fyrstu drög að skýrslu formanns um starfsárið. Frestað til næsta stjórnarfundar. 6. Ræddur undirbúningur aðalfundar 7. maí og kjör í stjórn og endurskoðun reikninga. Frestað til næsta stjórnarfundar. 7. Næsti stjórnarfundur: fyrsti apríl-þriðjudagurinn er 5. apríl 2005. 8. Önnur mál. • Jóna spurði um möguleika á danskennslu. • Formaður gerði grein fyrir samtali sínu við framkvæmdastjóra Félags eldri borgara og þar kom meðal annars fram að félagsmenn FKE geta tekið þátt í allri starfsemi FEB með sama lága þátttökugjaldinu og þeir sem eru félagar í FEB. • Samþykkt að fá Bjarna Bjarnason, rithöfund, til að lesa úr bók sinni Andlit á næsta fræðslu- og skemmtifundi laugardaginn 2. apríl næstkomandi. • Fundarmenn þökkuðu góðar veitingar og gengu á lagið og þáðu gott boð Bryndísar um að funda þar oftar. Fleira ekki. Fundi lokið kl. 11:45.
172. skf. 2. apríl 2005
Viðstaddir voru 31 Fræðslu- og skemmtifundur í Húnabúð, Skeifunni 11. Skráðir gestir voru 31 og spilað var á 7 borðum undir stjórn Harðar Zóphaníassonar. Músaðu á myndina til að sjá þær allar frá fundinum. Verðlaunahafarnir voru þau hjónin Hallgrímur Sæmundsson og Lovísa Óskarsdóttir sem hér sjást standa milli þeirra Margrétar Schram sem afhenti verðlaunin og Harðar Zóphaníassonar spilastjóra. 116
Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir almennum söng og nú var lagið tekið milli atriða og í lokin. Að þessu sinni voru allir félagarnir úr EKKÓ-kórinn í söngbúðum í Hveragerði og því fjarri góðu gamni. Að loknu veislukaffi las formaður úr bókinni Bréf til tveggja vina eftir Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) og úr Dagbók frá Dubaí eftir Flosa Arnórsson, stýrimann.
243. stjf. 5. apríl 2005 243. stjórnarfundar haldinn þriðjudaginn 5. apríl 2005 hjá Bryndísi á Dalbraut 14. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn nema Birna sem var bundin annars staðar. Þetta gerðist: 1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 242. 2. Eftir 3. þing KÍ dagana 14. og 15. mars 2005. Hefur samþykkt lagabreyting þingsins áhrif á félagatal FKE - og ef svo - þá hver? • Til upplýsinga - félagagreining. Skráðir félagsmenn eru samtals 1.653 og hér koma fram 1636: • Framhaldsskólakennarar 325 • Grunnskólakennarar 754 • Makar eru samtals 216 en sumir þeirra eru kennarar sem eru ranglega skráðir sem makar. • Tónlistarskólakennarar 22 • Leikskólakennarar 33 • Skólastjórar 286 • Undir sextugu eru örorkuþegar og eftirlifandi makar samtals skráðir 122. ͏͏ >> Þeir eru einnig taldir í hópum hér að ofan. • Til minnis: ͏͏ Tillegg eins FKE-félaga til reksturs kennarasamtaka í fullu starfi í 32 ár - á núvirði: ͏͏ (Mánlaun = 250þ) * 12mán * 32ár * 2,4% = 2,3 millj ͏͏ (Mánlaun = 250þ) * 12mán * 32ár * 1,6% = 1,5 millj ͏͏ Greiðslur hafa lækkað nokkuð eftir að KÍ og HÍK sameinuðust í KÍ og eru nú 1,6% en voru áður um 2,4% svo að næst lagi gæti verið áætlun um 2 milljónir í samanlagðar greiðslur. Flestir fullstarfandi kennarar hafa auk þess unnið til amk 67 ára aldurs og þá hafa greiðslurnar orðið enn hærri. 3. Út hafa verið send drög að 2. tbl. FKE-frétta 2005 sem dagsetjast og eiga að fara í útsendingu 15. apríl. Aðalfundurinn er 7. maí. 4. Aðalfundurinn er laugardaginn 7. maí. Rætt um undirbúning fundarins. Frestað til næsta fundar. 5. Næsti stjórnarfundur ákveðinn miðvikudaginn 13. apríl. (Hann færðist síðar fram til mánudagsins 11. apríl.) Önnur mál voru engin Fundi lokið kl. 11:30.
244. stjf. 11. apríl 2005 244. stjórnarfundar haldinn mánudaginn 11. apríl 2005 hjá Bryndísi á Dalbraut 14. Hófst kl. 9:30. Viðstaddir voru allir stjórnarmenn. Þetta gerðist: 1. Samþykkt fundargerð fundar nr. 243. 2. Gengið frá efni í 2. tbl. FKE-frétta sem meðal annars boða aðalfundinn þann 7. maí. 3. Rædd efnisatriði í skýrslu formanns um starfsárið. 4. Ræddur undirbúningur aðalfundarins. 5. Næsti stjórnarfundur ráðgerður kl. 12:15 á undan aðalfundinum þann 7. maí. Jóna Jóna Sveinsdóttir skjalavörður og Hermann Fleira ekki. Fundi lokið kl. 11:30. Guðmundsson gjaldkeri á stjórnarfundi 11. apríl 2005 heima hjá Bryndísi Steinþórsdóttur ritara. Músaðu á myndina til að fá fleiri myndir.
117
245. stjf. 7. maí 2005 kl. 12:15 - 13:00 - á undan aðalfundi í Skeifunni 11. 1. Samþykkt fundargerð stjórnarfundar nr. 244. 2. Ferðir sumarsins - þátttakendalistar lágu frammi. Þegar eru skráðir 50 í ferð í Breiðafjarðareyjar og 70
í ferð í Fjörður og Flateyjardal. 3. 2. tbl. FKE-frétta 2005 var póstlagt 19. apríl og tók að berast félagsmönnum strax hinn 20. apríl. Þá voru 17 dagar til aðalfundar. Markmiðið var að blaðið bærist öllum fyrir þann 24. apríl til þess að uppfyllt væri það ákvæði félagslaga að aðalfundarboðið bærist hálfum mánuði fyrir fundardag. Gera má ráð fyrir að það hafi tekist og því sé aðalfundurinn löglega boðaður. 4. Aðalfundurinn • Formaður gefur ekki kost á sér til endurkjörs og Hermann Guðmundsson hefur fallist á að gefa kost á sér til formanns og verður gerð tillaga um það. • Margrét Schram hefur fallist á að gefa kost á sér til gjaldkerastarfsins og verður gerð tillaga um að hún verði aðalmaður í stjórn. • Kristján Sigtryggsson, fyrrv. skólastjóri, hefur gefið kost á sér til að taka sæti í varastjórn FKE og verður gerð tillaga um það. • Lagt verður til að endurskoðendur félagsins verði endurkjörnir þannig að Gísli Ólafur Pétursson komi í staðinn fyrir Ingunni Árnadóttur sem vill gjarnan hætta endurskoðunum. • Lagt verður til að endurkjörnir verði aðalfulltrúar í Kjararáði KÍ. • Undir liðnum Önnur mál verði lögð fram til umræðu og samþykktar ef fundinum sýnist svo eftirfarandi texti: • * • Aðalfundur FKE, haldinn 7. maí 2005, samþykkir eftirfarandi: • Með hliðsjón af samþykkt 3. þings KÍ í mars sl. um að stjórn KÍ tilnefni fólk í nefnd, sem fái það verkefni að skoða og samræma lög KÍ og aðildarfélaga þess, felur aðalfundur FKE stjórn FKE að ræða við stjórn KÍ um stöðu FKE innan KÍ og óska eftir því við stjórn KÍ að stjórn FKE fái að leggja til einn fulltrúa frá FKE í þá nefnd. 5. Næsti stjórnarfundur verður boðaður síðar. 6. Önnur mál voru engin. Fundi lokið kl. 13:00 Þessi 245. stjórnarfundur er sá sextándi á því starfsári sem nú er að ljúka.
27. félf. 7. maí 2005 Starfsskýrsla stjórnar Aðalfundur í Húnabúð 7. maí eftir síðasta skemmtifundi vorsins.
Músaðu á myndina til að skoða þær allar frá fundinum.
Aðalfundarstörf: 1. Formaður setti aðalfund og samþykkt var tillaga hans um Jónu Sveinsdóttur sem fundarstjóra. Ritari 2. 3. 4. 5. 6.
var Bryndís Steinþórsdóttir. Jóna gerði grein fyrir störfum aðalfundar og gaf formanni orðið til að fylgja eftir starfsskýrslu stjórnar sem dreift hafði verið til fundarmanna. Skýrsla formanns: Hér finnurður skýrsluna í heild. Reikningar félagsins - Eignir eru alls kr. 904.885. Stjórnarkjör Gísli Ólafur Pétursson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Hermann Guðmundsson var kjörinn formaður. Margrét Schram var kjörin í aðalstjórn til tveggja ára, Birna Frímannsdóttir og Kristján Sigtryggsson í varastjórn til eins árs. Endurskoðendur voru kjörnir Gísli Ólafur Pétursson og Sveinn Kristjánsson og til vara Tómas Einarsson. ͏͏ Stjórnina skipa: 118
͏͏Hermann Guðmundsson, formaður, ͏͏Hörður Zophaníasson, ͏͏Bryndís Steinþórsdóttir, ͏͏Jóna Sveinsdóttir. ͏͏Margrét Schram. ͏͏Varastjórn: ͏͏Birna Frímannsdóttir, ͏͏Kristján Sigtryggsson. ͏͏Endurskoðendur: ͏͏Gísli Ólafur Pétursson, ͏͏Sveinn Kristjánsson. ͏͏Varamaður: Tómas Einarsson. 7. Önnur mál: Gísli Ólafur Pétursson, fráfarandi formaður, flutti tillögu fyrri stjórnar að eftirfarandi samþykkt aðalfundarins, sem borin var undir atkvæði og Verðlaunahafarnir, Þorsteinn Ólafsson og Hulda samþykkt samhljóða: Jóhannesdóttir ásamt spilastjóranum, Hermanni Guðmundssyni, sem á aðalfundinum var kjörinn Aðalfundur FKE, haldinn 7. maí 2005, samþykkir formaður félagsins. eftirfarandi: Með hliðsjón af samþykkt 3. þings KÍ í mars sl. um að stjórn KÍ tilnefni fólk í nefnd, sem fái það verkefni að skoða og samræma lög KÍ og aðildarfélaga þess, felur aðalfundur FKE stjórn FKE að ræða við stjórn KÍ um stöðu FKE innan KÍ og óska eftir því við stjórn KÍ að stjórn FKE fái að leggja til einn fulltrúa frá FKE í þá nefnd. Gísli Ólafur kom aftur upp undir þessum lið og þakkaði mjög gott samstarf bæði við samstarfsmenn í stjórninni og við alla félagsmenn og sagðist gera að sínum orð Óla Kr. Jónssonar, sem lét af formennsku í maí árið 1999 með þessari vísu: ͏͏ Formannssæti læt ég laust ͏͏ er ljómar sól um grundir. ͏͏ Þakka hlýju, þakka traust, ͏͏ þakka gleðistundir. (Óli Kr. Jónsson 1999) Nýkjörinn formaður þakkaði traustið. Fundarstjóri þakkaði góðan fund.
13. suf. 17. ág. 2005
13. sumarferð FKE, miðvikudaginn 17. ágúst 2005 frá Reykjavík í Flatey á Breiðafirði. 50 manns fóru undir fræðandi og skemmtilegri leiðsögn dr. Árna Björnssonar í Stykkishólm og með ferjunni Særúnu um Breiðafjörðinn, meðal annars út í Flatey. Veðrið var frábært með logni og í Flatey voru hlýindi. Særún gengur 36 km á klst eða sem samsvarar 10 m/sek og það varð gjólan á okkur í logninu á glampandi sléttum sjó undir marglitum himni. Músaðu á myndina - til að fá þær allar! Músaðu hér >> til að skoða yfirlit yfir farnar ferðir.
14. suf. 23. ág. 2005
Myndir úr ferðinni norður Kjöl og suður aftur. Myndir úr ferðinni í Fjörður og Flateyjardal 119
14. sumarferð FKE dagana 23. - 25. ágúst 2005 Hópferð úr Reykjavík til að taka þátt í sumarferðinni frá Akureyri í Fjörður og Flateyjardal 46 fóru hópferð frá Reykjavík til Akureyrar til að taka þar þátt í sumarferðinni í Fjörður og Flateyjardal. Farið var úr Reykjavík kl. átta og ekið á Þingvöll og svo um Geysi og Gullfoss til Hveravalla á Kili. Þaðan var ekið norður af til Blöndustíflu og þar austur yfir í Skagafjörð og inn í Austurdal og horft til Merkigils og Ábæjarkirkju. Morguninn eftir bættust 44 í hópinn á Akureyri í sumarferðina þaðan í Fjörður og Flateyjardal. Leiðsögumenn í þeirri ferð voru þeir snillingar, Valgarður Egilsson sem tók að sér Flateyjardalinn, og Björn Ingvarsson sem annaðist Hvalvatnsfjörðinn. Ferðinni var þannig hagað að meðan helmingur hópsins fór á Flateyjardal fór hinn helmingurinn í Hvalvatnsfjörð og síðan skiptu hóparnir um bíla sem aftur fóru sömu ferð. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður í Grenivík og heima á Akureyri vorum við um klukkan ellefu. Á fimmtudeginum 25. ágúst var veðrið dimmt og mikil kalsarigning í byggð með gráum fjöllum og stormviðvörunum og snjókomuspám til fjalla. Var þá horfið frá því að fara Sprengisand eins og áformað hafði verið en leiðin lögð vestur um og suður um Holtavörðuheiði. Í Borgarfirðinu tók Árni Pálsson að sér að gefa okkur sýn listamannsins, Ásmundar Sveinssonar, á verk hans, Sonatorrek, sem stendur við Borg á Mýrum. Heim til Reykjavíkur komum við í glaða sólskini og blíðuveðri eftir afar vel heppnaða ferð. Sjá nánar um þessa ferð og stöku-vörður Hinriks Bjarnasonar í >> yfirliti yfir farnar ferðir.
173. skf. 1. okt. 2005
Viðstaddir voru 52. Músaðu á mynd til að sjá þær allar!! Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði sem er félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík. Spilað var á 11 borðum og eftir veislukaffi sögðu þau Stefán Ólafur og Elín frá Kirunaferð, Elín las ljóð eftir Sama í þýðingu Einars Braga og Elín sýndi okkur merka smíðisgripi eftir Sama úr eigu þeirra hjóna. Kolbrún Hjartardóttir hreppti verðlaunin fyrir að vera efst kvenna í spilunum, Valborg Helgadóttir varð efst karlspilara en Hermann Guðmundsson, formaður félagsins, stjórnaði spilunum. Fundurinn var að þessu sinni haldinn í félagsheimili Félags eldri borgara í Stangarhyl 4. Þrátt fyrir þessa breytingu áttu menn furðu gott með að rata á hinn nýja stað. Áætlað er að vera áfram á þessum stað svo að þá festist staðurinn í sessi í hugum félagsmanna. Í þessu húsi er félagsheimili FEB sem nefnist Ásgarður. Þar fer fram margvísleg starfsemi FEB, meðal annars skák á þriðjudögum, og aðgangseyrir að þátttöku í starfi FEB er sá sami fyrir félagsmenn FKE eins og fyrir félagsmenn FEB. Frábært er ef félagsmenn FKE geta nú betur hagnýtt sér þátttöku í starfi FEB með því að nú er mönnum ljóst hvar húsnæði FEB er. 120
174. skf. 5. nóv. 2005
Viðstaddir voru 50 Músaðu á mynd til að sjá þær allar!! Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði sem er félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík. Ljómandi aðstaða er í Ásgarði í Stangarhyl 4. Þetta er nýja húsnæðið sem Félag eldri borgara keypti snemmsumars. Ef til vill er heldur lágt undir loft þvísalurinn er svo stór en þar er mjög góð aðstaða og tækni til reiðu að flytja mál og sýna myndir.
Stefán Ólafsson og Elín Vilmundardóttir
Að þessu sinni var spilað á átta borðum og eftir veislukaffið kom séra Gunnar úr Digranesprestakalli og sagði meðal annars af för sinni til Vestur-Íslendinga í Kanada.
Kolbrún, Hermann og Valborg
175. skf. 3. des. 2005
Viðstaddir voru 50 Músaðu á mynd til að sjá þær allar! Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði sem er félagsheimili Félags eldri borgara að Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík.
Sigurhjónin Elín Friðriksdóttir og Óskar Ágústsson ásamt Hermanni Guðmundssyni spilastjóra og formanni félagsins.
121
Spilað var á 11 borðum og vinningar voru veglegir.
Eftir veislukaffi
og á eftir gladdi Hallgrímur Helgason okkur með lestri úr bók sinni, Roklandi.
söng EKKÓ-kórinn undir stjórnunarsveiflu Jóns Hjörleifs kórstjóra
122
123