3 minute read

7 Þjónusta

Þjónusta

Fréttabréf

Advertisement

Fréttir voru sendar í tölvupósti 3 - 4 sinnum í mánuði fyrri hluta árs en mun sjaldnar að meðaltali seinni hluta árs 2022 vegna breytinga á starfsmannahaldi. Á póstlista eru tæplega 1200 manns. Í fréttabréfinu eru öll verkefni

HANDVERKS OG HÖNNUNAR vandlega kynnt. Þar er einnig vakin athygli á námskeiðum, sýningum, fyrirlestrum og ýmsu öðru sem er áhugavert fyrir okkar umbjóðendur. H&H heldur einnig úti fésbókarsíðu og fylgjendur hennar eru nú 4.816 og fylgjendur á Instagram eru 1.257

Fundir

Ráðgjöf og fyrirlestrar

HANDVERK OG HÖNNUN á eftir langt starf mikið myndefni og þar hefur einnig safnast mikil þekking. H&H hefur ekki verið að auglýsa sérstaklega fyrirlestra úti á landi á þessu ári. Það orsakast af því að einungis einn starfsmaður er á skrifstofu og hefur ekki verið í fullu starfi. Töluvert er um ráðgjöf í síma og tölvupósti.

Stærsta verkefnið 2022 var tveggja daga viðburður í byrjun september 2022 í Fljótsdal. Viðburðurinn var styrktur af Uppbyggingasjóði Austurlands, Fljótsdalshreppi og samfélagsverkefninu „Fögur framtíð í Fljótsdal“. Markmið viðburðarins var að draga fram sérstöðu austfirsks þjóðararfs og þeirra einstöku muna og minja sem fundist hafa í Fljótsdal. Þátttaka var opin öllum á landinu sem áhuga höfðu á viðfangsefninu.

Fyrirlesarar voru: Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri, Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnstjóri Minjasafns Austurlands, Hafdís Björk Guðmundsdóttir verslunarstjóri Safnbúðar Þjóðminjasafnsins, Lára Vilbergsdóttir verslunarstjóri Húss handanna Egilsstöðum, Andri Snær Þorvaldsson kennari og trérennismiður og Sunneva Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri H&H.

Fyrri daginn voru fyrirlestrar og heimsóknir á Egilsstöðum en seinni daginn voru fyrirlesarar með ráðgjöf fyrir þátttakendur frá kl. 10.00 – 16.00. Þátttakendur í þessu verkefni voru rúmlega 20, nokkuð fleiri sóttu fyrirlestra daginn áður.

Sýningar

Sýningarrými á Eiðistorgi

HANDVERK OG HÖNNUN er með sýningarrými í hluta skrifstofuhúsnæðis á Eiðistorgi. Rýmið var ekki auglýst til ráðstöfunar árið 2022, var það vegna stöðu Covid faraldursins og þess að opnunartími skrifstofu var ekki reglulegur. En nokkrir höfðu samband og óskuðu eftir að fá aðstöðu. H&H skipulagði eina sýningu sem fékk nafnið „Bráðum kemur betri tíð…“

„Bráðum kemur betri tíð …“

01.04 – 06.05 2022

Þessi þemasýning var haldin til að fagna því að öllum takmörkunum vegna Covid faraldursins hafði verið aflétt. Verkin máttu vera úr hvaða hráefni sem er en þemaliturinn var gulur. Gulur litur minnir á sól, vor og betri tíma. Þátttaka fór fram út björtustu vonum og valin voru verk frá 37 sýnendum.

Sýnendur voru: Marko Svart/Svartbysvart, Ragna Ingimundardóttir, Birgitte Munck, Halla Ásgeirsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Ása Tryggvadóttir, Unnur Sæmundsdóttir / USart, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðný Magnúsdóttir, Inga Elín, Ragnheiður Ingunn, Steinunn Bergsteinsdóttir, Fluga design, Bjarni Sigurðsson, Skrauta - endurtekið efni, Arnlaug Borgþórsdóttir, SES design, Arndís Jóhannsdóttir, Friðbjörg vefari, ViOLiTA, Inga Björk Andrésdóttir/URÐ, Interior, ESJO/Ester Jóhannsdóttir, Saumakassinn, Alrún Nordic Design, Védís Jónsdóttir, Brynhildur Þórðardóttir, Jorinde, Heynet, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Sigurður Petersen, Bóklist.is, Olga Bergljót, Íris Ólöf Sigurjónsdóttir, Alana Gregory og Kristveig Halldórsdóttir.

síða 11 Sýningar

Flest verkin á sýningunni voru til sölu og nokkrir listamenn ákváðu að láta söluandvirði sinna verka renna til hjálparstarfs í Úkraínu.

SÆTAR STUNDIR - KOLLAR OG KÖKUDISKAR

Sýning á Eiðistorgi 09.09 - 02.10 2022

Leirlistamennirnir Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir og Bjarni Viðar Sigurðsson sýndu keramik verk í sýningarrými H&H á Eiðistorgi.

SPOR EFTIR SPOR

Sýning á Eiðistorgi 06.10 - 31.10 2022

Listahópurinn ARKIRNAR setti upp textíl bókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR í sýningarrými H&H á Eiðistorgi í október 2022.

Verkefni

HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2022

Eftir tæplega þriggja ára hlé var loksins komið að sýningu/kynningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þessi viðburður var síðast haldinn í nóvember 2019. Síðustu tvö ár þ.e. 2020 og 2021 var sýningunni/kynningunni aflýst með stuttum fyrirvara vegna Covid fjöldatakmarkana.

Þessi viðburður HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur hefur verið haldinn síðan 2006. Áhugi á þessum viðburði hefur verið mjög mikill frá upphafi. Þetta stefnumót handverksfólks og hönnuða við áhugafólk um hönnun og handverk er að mati þeirra sem taka þátt mjög mikilvægt. Þessi fullyrðing er byggð á viðhorfakönnun sem H&H hefur gert á hverju ári í kjölfar sýninganna. Gerðar eru miklar gæðakröfur til þeirra sem sýna og fagleg valnefnd hefur alltaf valið þátttakendur úr fjölda umsókna fyrir hverja sýningu.

Þar sem nær algert tekjufall hefur orðið hjá fólki sem starfar í skapandi greinum þá var ákveðið að hætta við prentun og flestar auglýsingar og lækka þar með þátttökugjöldin umtalsvert. Ákveðið hefur verið að treysta einungis á samfélagsmiðla og útvarp til kynningar. HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur á sér langa sögu og er þekktur viðburður í samfélaginu.

This article is from: