1 minute read
Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR
Erlent samstarf
NNCA
Advertisement
HANDVERK OG HÖNNUN er í norrænu samstarfi NNCA – Nordic Network of Craft Associations sem stofnað var árið 2010 á Bornholm. NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere & Designere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS), ORNAMO (FI), Norske Kunsthåndverkere (NO) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman.
Nokkrir ZOOM fundir voru haldnir hjá NNCA á árinu 2022. Undirbúningur er hafin að málþingi sem haldið verður í tengslum við „Stockholm craft week 2023, í byrjun október 2023. Styrkumsóknir frá NNCA vegna þessa viðburðar eru komnar til Norræna sjóða. Hugmyndin er að hafa síðan sameinginlega sýningu NNCA á árinu 2024.
MICHELANGELO FOUNDATION FOR CREATIVITY AND CRAFTSMANSHIP og Homo Faber guide Eins og áður hefur komið fram þá er H&H tengiliður við MICHELANGELO FOUNDATION - FOR CREATIVITY AND CRAFTSMANSHIP. Meginmarkmið þessarar stofnunar eftirfarandi:
• Styrkja tengsl listhandverks við nútíma hönnun.
• Styðja alla sem helgað hafa líf sitt framúrskarandi listhandverki og vekja áhuga nýrra kynslóða á þessari mikilvægu arfleifð.