1 minute read

síða 15 Verkefni

Next Article
7 Þjónusta

7 Þjónusta

Umsóknir voru fjölmargar eins og við var að búast. Tæplega 50 einstaklingar voru valdir til þátttöku. Aðsókn gesta góð og almenn ánægja var með þennan viðburð eins og áður.

Advertisement

Viðhorfakönnun var gerð meðal þátttakenda eins og gert hefur verið á hverju ári. Það er ástæða til að benda á nokkra hluti sem komu fram hjá þátttakendum. 87% hafa áhuga á að sækja aftur um þátttöku í þessum viðburði Þegar spurt var um hver væri mesti ávinningur af þátttökunni þá nefndu flestir að mikilvægast væri „Að fá viðbrögð við vörum sínum beint frá viðskiptavinum“. 72% lögðu áherslu á að kynna nýja hluti og 49% sögðu að erlendir ferðamenn hafi verið meðal viðskiptamanna. Það sem þó vakti mesta athygli var að 64% þátttakenda hafði handverk, hönnun og listiðnað að aðalstarfi og nokkrir voru með fasta viðbótar starfsmenn.

Vefur HANDVERKS OG HÖNNUNAR

Vefurinn www.handverkoghonnun.is var fyrst opnaður árið 2000. Gerðar voru grundvallarbreytingar á vef HANDVERKS OG HÖNNUNAR árið 2016, þegar viðbótarfjármunir fengust og október það ár var nýr vefur opnaður. Vefurinn var unnin í samvinnu við Stefnu, Akureyri. Vefurinn var endurhannaður að fullu og mikil áhersla lögð á að efla myndræna framsetningu. Stöðugt er unnið að endurbótum og að bæta nýju efni inn á vefinn sem er starfseminni mjög mikilvægur. Nú er aftur komin tími til að endurskoða vefinn.

Vefmæling: AWStats

This article is from: