HESTABLAÐIÐ Október 2013 - 1. tbl. 1. árgangur
Sjötti tamningameistarinn
Mette Mannseth náði þeim merka áfanga fyrir skömmu að verða sjötti tamningameistari Félags tamningamanna. Fjórir félagar í FT hafa þreytt prófið í seinni tíð og tveir hafa náð því, Mette og Þórarinn Eymundsson. Sjá bls. 2
Eyjólfur Þorsteinsson hestamaður og Sörlafélagi í Hafnarfirði. Mynd/Guðmundur Ögmundsson
Kóngurinn á Kili
Hjalti Gunnarsson á Kjóastöðum fór sína eitt hundrað og fimmtugustu ferð fyrir Íshesta yfir Kjöl í sumar. Hann hefur líklega farið þennan forna fjallveg milli Norður- og Suðurlands oftar en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Sjötíu og fimm sinnum norður, og jafnoft suður. Sjá bls. 6
Í nafla alheimsins
Benedikt
Líndal og Sigríður Ævarsdóttir hafa keypt jörðina Finnsstaði í Eiðaþingá. Þau flytja þangað næsta vor og halda áfram starfsemi sinni þar. Sjá bls. 22
Ferðalögin og félagsskapurinn Eyjólfur Þorsteinsson er einn af gömlu mönnunum í Sörla. Ferðalög á hestum hafa verið hans líf og yndi í meira en 40 ár. „Ég hef átt góða ævi og kynnst góðu fólki,“ segir Eyjólfur. „Hestarnir eiga þar stóran þátt og félagsskapurinn í kring um þá. Ég byrjaði seint í hestamennsku en fékk strax mikinn áhuga á hestaferðum. Ég hef ferðast með mörgu úrvals fólki. Fólk
sem ferðast saman á hestum myndar sterk tengsl og heldur hópinn árum og áratugum saman. Það er mikils virði.“ Eyjólfur segir að maður verði aðeins ástfanginn einu sinni á ævinni og góðir vinir komi ekki á færibandi. Menn eignist fáa en góða vini snemma á lífsleiðinni. „Flestir af mínum gömlu góðu vinum og félögum eru farnir,“ segir hann. „Auðvitað kynnist
Bílval.is
maður nýju fólki, sem verða góðir félagar og vinir líka. En ekki eins og þeir gömlu. Ég hef alla vega þá trú að maður tengist ekki nema fáum persónum sterkum böndum á lífsleiðinni.“ Flestir hestaferðalangar telja það gott afrek að hafa farið einu sinni yfir Kjöl. Eyjólfur hefur hins vegar farið á milli tuttugu og þrjátíu ferðir yfir þennan forna og fagra fjallveg.
Hann hefur farið eina til tvær ferðir á sumri með vini sínum Hjalta Gunnarssyni allt frá því að Hjalti tók að sér að sjá um Kjalarferðir fyrir Íshesta 1994. Í sumar fór hann tvær ferðir fram og til baka sem aðstoðarmaður, sem kannski væri ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að Eyjólfur er áttræður á þessu ári.
SELFOSSI
Sími 480 1400
Hjalti Viktorsson 480-1400 hjalti@bilval.is
Jón Ívar Jóhannsson 480-1400 / 861-1724 jon@bilval.is
Jóhann Rúnar Wolfram 480-1400 / 8977345 joi@bilval.is
Skráðu bílinn hjá okkur - Við seljum hann.
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
Kögglar&spænir Fjölskylduhestar Frakklandi
Reiðmennska/Meistarapróf Félags tamningamanna
í
Átak í markaðssetningu á íslenska hestinum sem nú stendur yfir í Frakklandi gengur ekki síst út á að kynna hestinn sem traustan og þægan fjölskylduhest. Ólafur Ólfasson, kenndur við Samskip, og kona hans Ingibjörg Kristjánsdóttir, standa fyrir átakinu og fjármagna það. Þeim til aðstoðar eru meðal annarra hjónin Einar Öder Magnússon og Svanhvít Kristjánsdóttir. Áhersla verður lögð á að ná til almennings og hestafólks í Frakklandi. Sjónvarpsþáttur var tekinn upp hér á landi í haust í þeim tilgangi. Markaðsstjóri átaksins er Charlotte Rabouan. Hún segir í viðtali við Eiðfaxa nýlega að í reiðskólum sé biðröð eftir að komast á bak íslensku hestunum, svo vinsælir séu þeir.
Á toppinn í skeiðinu
Doktor Þorvaldur Árnason, kynbótafræðingur, er þekktastur fyrir að vera höfundur Bluppsins og WorldFengs. Fyrir þá yngri má rifja upp að Þorvaldur fékkst talsvert við tamningar á yngri árum, til dæmis á Stóðhestastöð ríkisins á Litla-Hrauni á áttunda áratug síðustu aldar. Þorvaldur stundar ennþá útreiðar og skeiðið er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Á Skeiðmeistaramótinu sem haldið var í Zachow nú í september lét hann að sér kveða og hirti gullið í 250 metra skeiði á frábærum tíma, 21,49 sekúndum. Hann hleypti hesti úr eigin ræktun, Þyrni frá Knubbo. Þyrnir er kominn af þekktum vekringaættum og í ætt hans eru garpar á borð við Náttfara frá Ytra-Dalsgerði, Ófeig frá Mette situr Hátt og teymir Hnokka á 40 ára afmælishátíð Félags tamningamanna. Mynd/ Hvanneyri og Kveik frá Miðsitju. Þyrnir er undan Aski frá Håkansgården og Þyrlu frá Þverspyrnu. Hinn frækni skeiðknapi Sigurbjörn Bárðarson var í öðru sæti á Styrmi frá Jagannatha á 22,85 sekúndum. Styrmir er undan Náttari frá Miðfelli, Náttfarasyni frá Ytra-Dalsgerði.
WWW.TOPREITER.IS NÝ NETVERSLUN
Sjötti tamningameistarinn
Uppspretta afreksvekringa
og skeiðsprett. Svo skiptir heiRæktun Laugarvatnsldarmyndin miklu máli. Það eru feðga, og þá einkum gerðar miklar kröfur til hestanna Bjarna Þorkelssonar og þeir þurfa að vera andlega á Þóroddsstöðum, og líkamlega sterkir til að klára er uppspretta afreksþetta. Ró er 5 vetra hryssa sem vekringa. Með ívafi af ég notaði í sýnikennslunni ásamt Sveins-hrossum og Hætti. Maðurinn minn Gísli GíslaNáttfarablóði. Heimsson hefur þjálfað hana að mestu meistararnir í 100m Dómarar voru tamningameis- Hvatning fyrir aðra skeiði eru báðir ættararnir Eyjólfur Ísólfsson og -Þú varst með langþjálfaða og leyti. Þemað í sýnikennslunni var sveigjanleiki.“ taðir frá Þóroddsstöðum/Laugarvatni. Þórdís frá Lækjarbotnum, heims- Benedikt Líndal og þeim til aðsreynda gæðinga í prófinu, er það meistari í ungmennaflokki hjá Konráði Braga Sveinssyni, er Þóroddsdóttir frá toðar var Anton Níelsson, fyr-Var eitthvað sem kom þér á ekki forsenda þess að komast í óvart í tengslum við prófið? Þóroddsstöðum. Móðir hennar er Gyðja frá Lækjarbotnum, Baldursdóttir rum reiðkennari á Hólaskóla. Allir gegnum þetta? frá Bakka, Náttfarasonar frá Ytra-Dalsgerði. Móðir Gyðju er hin mikla kynviðstaddir eru sammála um að „Ég var með þrjú hross úr min- „Nei, í rauninni ekki, ég hafði bótahryssa Hekla-Mjöll frá Lækjarbotnum, Byrsdóttir frá Eyrarbakka. Gná frá kynnt mér þetta mjög vel. Það Dahlgården er undan Mjölni frá Dalbæ, Galdurssyni frá Laugarvatni, og Spurn Mette hafi leyst verkefnið með ni ræktun sem ég hef tamið og kom mér hins vegar dálítið á frá Dalbæ, sem er undan Brynju frá Glæsibæ, Kjarvalsdóttur frá Sauðárkróki. miklum sóma. En það er ekki þjálfað sjálf. Háttur er ellefu vetra óvart hve mikið var gert úr því Brynja sigraði 100m skeið á HM2005 í Svíþjóð. Mjölnir á fleiri en einn heims- hlaupið að því að klára meistara- með átta ára þjálfun að baki. Ég meistaratitil í 250m skeiði og að auki í gæðingaskeiði. Þá má geta þess að próf FT. Í fyrsta lagi þarf próftakinn var með hann í sýnikennslunni. að kona skyldi ná prófinu. Ég hafði ekkert leitt hugann að því. Íslandsmeistarinn í þessari sömu grein er Hera frá Þóroddsstöðum, undan að eiga að baki árangursríkan feril Hnokki er 10 vetra og þjál- Mér finnst það meiri frétt að Gunni frá Laugarvatni og Kjarvali frá Sauðárkróki. í keppni, í öðru lagi þarf hann að faður í sjö ár. Ég var með hann vera með þrautþjálfaða gæðinga, í reiðprófinu, sem er einskonar tamningameisturum FT skuli vera og í þriðja lagi þarf hann að vera gæðingafimi þar sem sýna verður að fjölga. Það gæti verið hvatTímataka með mikla reynslu og þjálfun í öll stig þjálfunarstigans, gangte- ning fyrir alla tamningamenn og á skeiði í Areiðkennslu og kunna góð skil gundir, gangskiptingar, æfingar reiðkennara, ekki bara konur.“ -j. flokki á almennum og sértækum hesSú nýbreytni var tafræðum. En hvaða þýðingu heviðhöfð í úrslitum í A flokki gæðinga á fur prófið fyrir Mette? Metamóti Spretts „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir að tími var tekinn mig persónulega. Ég hef stefnt á 100 metra kafla að þessu í mörg ár og sumarið í í skeiðsprettunum. sumar fór að mestu í undirbúning. Það kom dálítið á Það var mikill sigur fyrir mig að óvart hvaða hestur ná þessu langþráða markmiði. En var fljótastur, sem þetta hefur líka hagnýta þýðingu undirstrikar enn og fyrir mig sem fagmann. Próf eins aftur að sjónmat er og þetta hefur mikið akademískt langt frá því að vera öruggur mælikvarði á hraða á skeiði. Flestir reiknuðu með að hinn skrefastóri og kraftmikli Stakkur frá Halldórsstöðum væri drýg- vægi í háskólaumhverfinu, bæði stur á sprettinum, en hann vann það afrek að sigra þessa grein í níunda sinn hvað varðar laun og stöðu. Einnig í röð á Metamóti. Það var hins vegar Arfur frá Ásmundarstöðum sem fór fyrir sjálfstætt starfandi reiðkenn100 metra kaflann á bestum tíma, knapi Sigurður Óli Kristinsson. Arfur er ara. En ég er nú ekkert farin að 10 vetra undan alsystkinunum Adam og Evu frá Ásmundarstöðum. Hann er spá í hvort ég hækka gjaldið á með 8,5 fyrir skeið í kynbótadómi og hefur farið best á 23,03 sekúndum í reiðnámskeiðum sem ég ken250m skeiði. Sjálfssagt og einfalt mál er að hafa tímatöku á skeiði fyrir reglu í ni utan skólans,“ segir Mette í A flokki og kynbótasýningum á stærri mótum. Þar myndu safnast dýrmætar kankvísum tóni. Háttur tekur spænska sporið. Mynd/Jens upplýsingar.
2
Mette Mannseth, yfirreiðkennari við hestafræðideild Háskólans á Hólum, er sjötti tamningameistari Félags tamningamanna. Hún er jafnframt fyrsta og eina konan sem þreytt hefur prófið. Hún telur það þó aukaatriði.
Vertu vinur okkar á Facebook, það borgar sig Ögurhvarf 2 Kópavogur, neðri hæð | Sími: 565 - 5151 | Fax: 565 - 5151 | topreiter@topreiter.is 3
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
Kögglar&Spænir
Menntamál/Menntaráðstefna FEIF 2013
Léttir hálf níræður
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri er 85 ára um þessar mundir. Haldið verður upp á afmælið í tvo daga, 1. og 2. nóvember. Vegleg afmælisdagskrá hefur verið kynnt og má sjá hana á www.lettir.is. Af dagskrárliðum má nefna Uppskeruhátíð æskulýðsráðs Léttis með veislukvöldverði og verðlaunaafhendingum, og síðan viðamikilli dagskrá í Léttishöllinni þar sem verða myndasýningar, teymt undir börnum, kaffihlaðborð og síðan hátíðarkvöldverður og ball um kvöldið. Veislustjóri verður Reynir Hjartarson. Léttisfélagar eru hvattir til að hafa samband við Sigfús Helgason í síma 846-0768 og Þuríði Steindórsdóttur í síma 848-8210 ef það á ljósmyndir, málverk og myndbönd sem tengjast sögu Léttis.
ALVÖRU AMERÍSK JEPPADEKK
Harðar saga
Helgi Sigurðsson dýralæknir og sagnfræðingur hefur lokið við að skrifa sögu Hestamannafélagsins Harðar og kemur bókin út í nóvember. Með bókinni fylgir geisladiskur með myndbandstöku frá kappreiðum á Arnarhamri árið 1953. Bókin er nú á tilboði í forsölu á 7500 krónur og fá þeir sem kaupa fyrir 20. október nafn sitt prentað í bókina á lista yfir stuðningsmenn útgáfunnar. Til að komast á þennan lista þarf að senda tölvupóst á hordur@hordur.is og þá verður greiðsluseðill sendur um hæl í heimabanka með gjalddaga 20. október 2013. Einnig er hægt að hafa samband við Rögnu Rós í síma 866-3961 og greiða með öðrum hætti. Bókin er mjög vegleg og prýdd um 300 ljósmyndum.
Efnilegur reiðmaður
Nína María Hauksdóttir er ungur og efnilegur reiðmaður sem hefur látið að sér kveða í hestaíþróttunum. Á Metamóti Spretts síðsumars bar hún sigur úr býtum í A flokki áhugamanna á Skírni frá Svalbarðseyri. Var hesturinn fljúgandi góður og reiðmennska Nínu Maríu vakti eftirtekt. Var mál manna að sjaldan hafi sést svo góður hestur og knapi í A flokki áhugamanna. Enda er hún enginn byrjandi, hefur meðal annars tvisvar orðið Reykjavíkurmeistari í T2 á Ófeigi frá Syðri-Ingveldarstöðum. Nína María er núna á þriðja ári í menntaskóla og verður með þrjá til fjóra gæðinga á húsi í vetur. Skírnir er 10 vetra, brúnn. Hann er undan Andvara frá Ey og Hreyfingu frá Svalbarðseyri, Flosadóttur frá Brunnum. Hreyfing hefur gefið góð hross og í vor var sýndur stóðhestur undan henni og Hruna frá Breiðumörk, Hraunar frá Svalbarðseyri, bleikálóttur klárhestur, sem fór í fyrstu verðlaun.
4
Trausti Þór lýsir Töltfiminni á Menntaráðstefnu FEIF. Denni Hauksson situr hestinn. Mynd/Herdís
FYRIR ÞÁ SEM ÆTLA AÐ KOMAST ALLA LEIÐ
Gróska í reiðmennsku Töltfimi, eða Tölt in Harmony eins og hún heitir upp á útlensku, var kynnt á menntaráðstefnu FEIF, sem haldin var skammt frá Uppsölum í Svíþjóð 6. - 8. september.Trausti Þór Guðmundsson og Denni Hauksson sáu um kynninguna.Vaxandi áhugi er nú fyrir þessari nýju keppnisgrein, einkum í Svíþjóð, en hún er samin með hestvæn gildi í huga. Um áttaíu þátttakendur voru á menntaráðstefnunni. Þema hennar var reiðkennsla og mismunandi reiðkennsluaðferðir. Þrír reiðkennarar voru með sýnikennslu, Mette Mannseth, Stian Petersen og Magnús Skúlson. Á eftir gafst ráðstefnugestum kostur á að spyrja reiðkennarana spurninga og áhugaverðar umræður spunnust í kjölfarið. Góður rómur var gerður að sýnikennslunum, enda reiðkennararnir í fremstu röð fagmanna, bæði sem knapar og kennarar. Eitt er víst að það er mikil gróska í reiðmennsku innan FEIF.
sé að gera „slökun“ jafnhátt undir höfði og „söfnun“. Allt haldist þetta í hendur. Mette var með víðari áherslur í sínu erindi og lagði meðal annars fram nokkrar siðferðilegar spurningar, svo sem: Hver á að ákveða hvernig hesturinn minn hreyfir sig? Hversu mikið erum við tilbúin að krefjast af hesti til að þjóna okkar eigin egói? Hvað er nægileg fótlyfta? Hvenær er fótlyfta of mikil og hvenær of lítil? Hvers eigum við að krefjast af 6 vetra hesti? Hvers eigum við að krefjast af 16 vetra hesti?
Hver með sínu lagi
Vaxandi áhugi á Töltfimi
Kennslusýningar Magnúsar og Stians voru nokkuð keppnismiðaðar. Báðir byggja þeir reiðmennsku sína á tilfinningu, ekki síður en bóklegri þekkingu. Magnús lagði áherslu á að fyrst þurfi reiðmaðurinn að skilja hvernig hesturinn hugsar og tjáir sig með líkamanum, og læra að meta náttúrulega hæfileika hans og möguleika. Ennfremur að meta hvar reiðmaðurinn sjálfur og hesturinn eru á vegi staddir í þjálfun og þekkingu. Það sé forsenda fyrir frekari árangri. Magnús fjallaði að sjálfsögðu allnokkuð um þjálfun skeiðs, sem er hans sérgrein. Stian lagði áherslu á að reiðmaðurinn yrði að gæta þess að brjóta ekki niður sjálfstrausts hestsins. Án framhugsunar hestsins verði samband milli manns og hests aldrei lifandi. Knapinn verði líka að hreyfa sig og haga sér á sama hátt og hann vill að hesturinn geri. Hann lagði einnig áherslu á að nauðsynlegt
Eins og áður sagði vakti kynning Trausta Þórs Guðmundssonar og Denna Haukssonar nokkra athygli á ráðstefnunni. Ár er síðan hópur áhugasamra reiðmanna á Íslandi hóf að þróa hugmyndir að þessari nýju keppnisgrein, sem byggir í grunninn á hugmyndum Reynis Aðalsteinssonar, en áður en hann lést var hann byrjaður á tilraunum með að bæta æfingum inn í hefðbundna töltkeppni, sem var ætlað að leiða í ljós hvort hesturinn væri í raun sjálfberandi, mjúkur til beggja handa, og gæti gengið fram á tölti án þess að hafa stuðning af grindverki eða vegg. „Ég skynja mikinn áhuga fyrir Töltfiminni erlendis, einkum í Svíþjóð,“ segir Trausti Þór. „Áhuginn er ekki eins mikill hér heima, en kannski höfum við sem að þessu stöndum ekki verið nægilega dugleg að koma henni á framfæri. Námskeið sem ég hélt í Töltfimi á Blönd-
uósi síðastliðinn vetur tókst þó vel og fólki þótti þetta áhugavert. Núna er á döfinni námskeið hér á Suðvestur horninu, þar sem Töltfimi verður aðalþema, þannig að vonandi er boltinn að rúlla af stað.“
Próf í þjálfun og reiðmennsku
„Það var mikill fengur fyrir Töltfimi verkefnið að fá jafn virtan reiðmann og Denna Hauksson í lið með sér. Hann hefur tekið það upp á sína arma, ef svo má segja, og áhugi hans á án efa eftir að smita út frá sér. Hann og Ia Lindholm kona hans hafa opnað sérstaka heimasíðu fyrir verkefnið (www.toltinharmony.se) og þar má finna þrjár styrkleikaútgáfur af Töltfiminni. Ætlunin er að bæta við skýringum á nokkrum tungumálum innan tíðar. Í mínum huga er Töltfimin próf í þjálfun og reiðmennsku. Ef hún er rétt riðin og dæmd þá dregur hún fram tamningu og þjálfunarástand hestsins, og kunnáttu knapans. Að ríða bauga og á ská yfir allan völlinn eftir markaðri braut, með hestinn rétt stilltan, er erfiðara en margur heldur. Upphaflega hugsunin var að þróa hestvæna keppnisgrein og ég held að Töltfimin beri það í sér. Hún á eflaust eftir að taka einhverjum breytingum og þróast enn frekar. Síðan koma hugsanlega fram greinar í fleiri gangtegundum, byggðar á sömu hugmyndum. Þetta er spennandi verkefni sem vonandi á eftir að hafa góð áhrif á reiðmennskuna í framtíðinni,“ segir Trausti Þór.
ÁRATUGA FRÁBÆR REYNSLA AF MASTERCRAFT JEPPADEKKJUNUM VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. EINSTÖK GÆÐI – GÓÐ ENDING – GOTT VERÐ Vetrardekkin frá Mastercraft
Vaxtalausar
12 mán afborganir 3,5% lántökugj.
eru með einstöku einkaleyfis vernduðu „Snow Groove“ munstri. Þau hafa einstakt grip og góða endingu. Amerísk gæðadekk fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga.
Mastercraft MSR virkar vel í snjó og hálku, með eða án nagla.
Mastercraft CT er með grófu munstri og frábærri endingu.
JEPPADEKK
Mastercraft AXT hannað til að ná hámarksgripi jafnt á malbiki, malarvegum og utan vega.
Smiðjuvegi ☎ 544 5000 Rauðhellu ☎ 568 2035 Hjallhrauni ☎ 565 2121 – Síðan 1941 – Skútuvogi 2 | Sími 568 3080 | www.bardinn.is
Selfossi ☎ 482 2722
www.solning.is
Njarðvík ☎ 421 1399
5
Hestablaðið SEISEI
Kögglar&Spænir
Hestablaðið SEISEI
Hestaferðir/Líður best á hálendinu
Við hestaheilsu í vetrarhaga
Reiðhöll á harða spretti
Reiðhöll Spretts á Kjóavöllum verður væntanlega vígð um mánaðamótin janúar/febrúar. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts, segir að verkið sé á áætlun og húsið muni þjóna félögum í Spretti í vetur eins og lagt var upp með, nema eitthvað sérstakt komi upp á. Hann segir að höllin gangi undir vinnuheitinu Sprettshöllin, en formleg ákvörðun um nafn hafi þó ekki verið tekin. Ef tillögur um önnur góð nöfn komi fram þá verði þau án efa skoðuð. Enginn vafi leikur á að reiðhöllin í Spretti mun hafa mikil áhrif á hestamennsku og félagslíf á svæðinu. Sprettur var sameinað úr félögunum Gusti og Andvara á þessu ári og er annað stærsta félag landsins á eftir Fáki. Gólf reiðhallarinnar er 34x70 metrar og áhorfendastúkan tekur 850 manns í sæti.
Bætiefnafötur - Saltsteinar - Rautt Tranol
Lífland hefur að bjóða bætiefnafötur, saltsteina og Rautt Tranol, fljótandi vítamínblöndu með seleni, og kjarngóða ráðgjöf til þess að gæðingar þínir fái sem mest út úr vetrarbeitinni.
Hjalti Gunnarsson á Kjóastöðum hefur líklega farið oftar yfir Kjöl en nokkur annar maður. Mynd/Steinunn
150 sinnum yfir Kjöl TopReiter-höllin verður Léttishöll
TopReiter-höllin á Akureyri, reiðhöll Léttis, skipti um nafn í vor og heitir nú Léttishöllin. Andrea Margrét Þorvaldsdóttir, formaður Léttis, segir að ákvörðun hafi verið tekin um þetta í stjórn reiðhallarinnar í tengslum við vígslu samkomusalar í höllinni, sem var tekinn í notkun í vor. „Það var ekki vegna óánægju með TopReiter nafnið að þetta var gert,“ segir Andrea. „Það lá alltaf fyrir að nafnið væri tímabundið og ákveðið af stjórninni á sínum tíma sem þakklætisvottur til Kóka og Ásgeirs, en þeir gáfu hljóðkerfið í höllina og 10 hnakka, beisli og reiðmúla, sem var verulega myndarleg gjöf.“ Því má svo bæta við að Andrea segir það ekki rétt sem haldið var fram á www.seisei.is á sínum tíma (20. apríl 2009) að þeir feðgar hafi sett nafnið sem skilyrði fyrir gjöfinni, sú hugmynd hafi komið upp í stjórninni og verið ákvörðun hennar. Það stendur því upp á ritstjóra þessa blaðs að biðja þá feðga afsökunar á þeirri fullyrðingu og ljóst að heimildir hans voru rangar. Sú afsökunarbeiðni er hér með fúslega sett fram, þótt seint sé.
Alur og Arnar óseldir
Stóðhestarnir Alur frá Lundum og Arnar frá Blesastöðum 2A eru báðir óseldir, en þeir voru keppnishestar í íslenska landsliðinu á HM2013 í Berlín. Báðir hestarnir eru hjá Agnari Snorra Stefánssyni í Danmörku og hefur hann keppt á þeim og kynnt til sölu í haust. Samkvæmt Mogganum voru flestir hestar íslenska liðsins óseldir áður en þeir fóru utan.Yfirleitt hefur gengið vel að selja hestana eftir HM, en einnig hefur komið fyrir að þeir hafi ekki selst. Dæmi eru um að hestar hafi nánast étið sig upp ytra, ef svo má að orði komast. Hafa þeir þá verið á fóðurgjaldi mánuðum saman og söluverðið nánast allt farið upp í kostnað. Sem betur fer er slíkt sjaldgæft, enda oftast um verulega eftirsótt hross að ræða.
Hjalti Gunnarsson á Kjóastöðum fór sína eitt hundrað og fimmtugustu ferð fyrir Íshesta yfir Kjöl í sumar. Hann hefur líklega farið þennan forna fjallveg milli Norður- og Suðurlands oftar en nokkur Íslendingur fyrr og síðar. Sjötíu og fimm sinnum norður, og jafnoft suður. Hjalti fór sína fyrstu ferð norður Kjöl 1974, í ferð sem farin var á vegum Gusts í Kópavogi á Landsmótið á Vindheimamelum. „Mér líður hvergi betur en á fjöllum. Hálendið á vel við mig,“ segir Hjalti. „Ég hef verið svo lánssamur að geta sameinað vinnuna og áhugamálið í þessum hálendisferðum. Árið 1994 tók ég að mér að sjá um ferðir fyrir Íshesta norður Kjöl. Ég hef farið á hverju ári síðan, alls 150 Íshestaferðir. En ég hef einnig farið nokkrar prívat ferðir, þannig að þær eru talsvert fleiri í allt. Ég er tíu vikur á hverju sumri í Kjalferðum. Síðustu árin hef ég bætt elleftu vikunni við á fjöllum og farið í göngur á Auðkúluheiði með Húnvetningum. Það er hvíld í því að vera á fjöllum og þurfa ekki að taka ábyrgð á neinu nema sjálfum sér og féinu sem á vegi manns verður.“
útlendinga í hestaferðum. Alltaf eru nokkrir sem kaupa og einhverjir til viðbótar fá hestabakteríuna. Sama fólkið treystir mér fyrir hestunum aftur og aftur, þannig að líklega koma þeir ekki verri til baka. Ég held að það sé óhætt að segja að það sé ásókn í að koma hrossum í ferðirnar. Það er af sem áður var þegar talað var um túristatruntur. Enginn vildi leggja nafn sitt við slík hross.“
Hestaferðir hafa markaðsgildi
„Bestu ferðahrossin eru rúm alhliða hross, hreingeng á tölti. Þau fara best með sig og knapann og endast best. Hrein klárhross sækja yfirleitt í brokkið fyrr en seinna. Það nennir enginn á þau nema einu sinni. Og ekki getur maður ætlast til að gestirnir vilja ríða á
hrossum sem maður nennir ekki að ríða á sjálfur. Ég á tvo uppáhalds reiðhesta og ferðahesta, báða frá Miðsitju í Skagafirði. Annar er undan Huga frá Hafsteinsstöðum og hinn undan Kjarvali frá Sauðárkróki. Báðir rúmir alhliðahestar. Ég á líka nokkur góð hross frá Þverspyrnu og Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi. Þaðan koma góðir reiðhestar. Ég er ekkert á þeim buxunum að hætta í hálendisferðunum. En ég væri alveg til í að skoða aðrar leiðir en Kjöl. Það eru svo margar fallegar leiðir til á hálendinu sem gaman er að ferðast um á hestum. Það er engin spurning að hestaferðir og hestatengd ferðaþjónusta á framtíðina fyrir sér. Það eru miklir möguleikar í þessu og ég hygg að markaðsgildi hestaferða sé stórlega vanmetið,“ segir Hjalti Gunnarsson.
Engar túristatruntur lengur
„Hestamennskan er áhugamál. Ég á mína uppáhalds reiðhesta og ferðahesta, en er orðinn latur við tamningar í seinni tíð, enda að verða sextugur. Það eru á annað hundrað tamin hross á bænum og annað eins fáum við lánað í ferðirnar á sumrin. Alls eru þetta hátt á þriðja hundrað hrossa. Það er orðið auðveldara að fá góð hross lánuð en áður. Fólk á almennt orðið betri hross og sem betur fer eru margir að átta sig á því að það er góð markaðssetning að láta góð hross undir
6
Hjalti með konu sinni Ásu Dalkarls. Mynd/Íshestar
Lífland verslun Reykjavík | Lynghálsi 3 110 Reykjavík | sími 540 1125
Lífland verslun Akureyri | Lónsbakka 601 Akureyri | sími 540 1150
Lífland Bændaþjónustan Blöndósi | Efstubraut 1 540 Blönduósi | sími 540 1155
Sölumenn og ráðgjafar Líflands eru til taks í síma 540 1100 eða lifland@lifland.is
7
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
Viðtal/Forréttindi að fá að skoða landið af hestbaki
Eyjólfur Þorsteinsson fór tvær ferðir fram og til baka yfir Kjöl í sumar. Mynd/Jens
Áttræður aðstoðarmaður á Kili Eyjólfur Þorsteinsson „eldri“ er einn af gömlu Sörlafélögunum sem ennþá eru að. Hann er faðir hinna kunnu hestamanna Þorsteins og Sveinbjarnar Eyjólfssona og afi Eyjólfs Þorsteinssonar, tamningamanns og knapa. Eyjólfur byrjaði ekki í hestamennsku fyrr en hann var kominn fast að fertugu, en hefur stundað hana af krafti síðan. Ferðalög á hestum eru hans líf og yndi. Hann hefur farið tuttugu og fimm ferðir yfir Kjöl. Í sumar fór hann tvær ferðir fram og til baka yfir þennan forna fjallveg sem aðstoðarmaður hjá Hjalta á Kjóastöðum, en þeir hafa þekkst lengi. Gott að vera á hólnum „Ég var með þeim fyrstu sem byggðu hesthús í Sörla eftir að skipuleg hesthúsabyggð var sett á kortið 1972. Áður voru þetta bara kofar hér og þar,“ segir Eyjólfur. „Það voru byggðar tvær hesthúsalengjur í brattri brekku talsvert fyrir 8
innan kirkjugarðinn. Þær eru núna fyrstu hesthúsin á hægri hönd þegar ekið er áleiðis inn í Sörla. Ég keypti annan grunninn og á ennþá átta hesta hús í neðri lengjunni. Það var oft líf og fjör í þessum húsum og margir Sörlafélagar hafa komið þar við.“ Voru þessi hús ekki einhverntíma kölluð Alkahóll? Spyr blaðamaður sem þekkir dálítið til sögu þessara húsa. „Jú, en þeir sem komu því óorði á hólinn eru allir farnir,“ segir Eyjólfur og glottir. „Það er mjög gott að vera hér og þetta er búinn að vera góður tími. Félagsskapurinn og samveran með hestunum er það dýrmætasta í hestamennskunni fyrir mig.“ Fyrsta hestaferðin „Ég var fyrst sjómaður á fiskibátum og síðan stýrimaður á Fossunum í mörg ár. Eftir að ég kom í land var ég verkstjóri hjá Eimskip. Ég vann því nánast alla mína starfsævi hjá Eimskip, eða
í 46 ár. Fyrri konan mín var frá Þingnesi í Borgarfirði og það var rótin að því að ég byrjaði í hestum. Það voru hestar í Þingnesi. Ég fór í fyrstu hestaferðina 1969, frá Hvítárbakka að Þingvöllum. Reynir Aðalsteinsson heitinn var með tamningastöð á Hvítárbakka, sem er næsti bær við Þingnes. Ég hafði kynnst honum lítillega, hann tamdi meðal annars fyrir mig eina hryssu, sem var hrekkjótt. Við fórum í hestakaup, hann tók merina og lét mig hafa prýðisgóðan, traustan reiðhest. Hann tók hryssuna með í ferð einhverntíma seinna og lagði á hana þegar við vorum komnir vel áleiðis. Hann reið léttan niður aflíðandi brekku. Þá tók hún allt í einu upp á því að hrekkja og henti knapanum út í grugguga seftjörn. Hann fór á bólakaf. Ég hló nú dálítið á meðan hann sá ekki til. Það var allt í lagi, hann meiddi sig ekkert. En ég held að framtíð merarinnar hafi ráðist þarna og ævi hennar hafi ekki orðið mikið lengri.“
veður, það kom ekki dropi á okkur allan túrinn. Ég man að það var 17 stiga hiti á Hveravöllum á norðurleiðinni. Gunnar Tryggvason var fararstjóri. Hann var frábær sem slíkur og ég fór síðar fleiri ferðir með honum. Hestaferðirnar eiga allt undir góðum fararstjóra og góðum undirbúningi. Ætli ég hafi ekki fengið bakteríuna fyrir hestaferðunum fyrir alvöru í þessari ferð. Ég fór síðan aftur sömu leið árið eftir, á Landsmótið á Vindheimamelum 1974 með Sörla. Það voru 84 hross í þeirri ferð. Það var síðan 1975 eða 1976 að ég fór í Fáksferð þar sem Hjalti á Kjóastöðum var trússari. Hann er líka frábær fararstjóri, úrræðagóður og einstaklega þægilegur. Okkur Hjalta varð strax vel til vina. Þegar hann síðar tók að sér ferðir norður Kjöl fyrir Íshesta fór ég með honum sem aðstoðarÁttræður á Kili „Fyrstu ferðina norður Kjöl fór maður, ofast eina ferð á sumri, ég með hestamannafélaginu en stundum tvær. Ég fór tvær Fáki. Við fengum óhemju gott ferðir í sumar,“ segir Eyjólfur Fleira stórmenni „Ferðin 1969 var skemmtileg og eftirminnileg. Ég átti bara einn hest, en Reynir var með fullt af tamningatrippum og setti þau undir mig. Þetta tók í fyrir óvanan mann eins og mig, ég fékk hælsæri og rasssæri og allt þar á milli. En það var fljótt að gleymast. Það voru engir smákarlar með okkur í för, Skúli Kristjónsson í Svignaskarði og Jóhann vakri Þorsteinsson,“ segir Eyjólfur og við grínumst með að hann hafi byrjað hestamennskuna með þeim stóru. „Skúli var með hinn fræga Stjarna frá Svignaskarði í ferðinni. Það var nú meiri skepnan, flaug yfir stokka og steina. Það var magnað að fylgjast með þeim. Þetta er ógleymanleg ferð,“ segir Eyjólfur og lætur hugann líðan aftur í tímann smá stund.
hógvær en hann verður átt- utan á taumhestinn. Það skipræður í haust. tir engum togum að hann slær með báðum afturfótum og Heppinn með félaga þeytir mér út í taðþróna. „Ég hef verið heppinn með Það var búið að rigna undanfélagsskap, hvort heldur það farna daga og þróin var full af eru hestar eða menn. Ég og sótt. Ég fór á bólakaf, en náði æskuvinur minn Sigurður Bjar- að krafla mig upp úr þrónni. nason vorum lengi saman í Og það var nú svipur á fólkinu hestamennskunni. Við fórum í maður þegar ég kom inn í hesmargar ferðir saman og vorum thús útataður í hestaskít frá saman með hrossin á sumar- hvirfli til ilja. “ beit. Við vorum mörg sumur á Hurðabaki í Kjós og síðar við Heiðursbóndi í Miðfirði Apavatn í ein tíu ár. Það var ga- „En það merkilega var að ég man að ríða út frá báðum þes- meiddi mig sáralítið, ég hef sensum stöðum, mikið um góðar nilega verið svo nálægt honum reiðleiðir. Nú er orðið miklu að hann hefur eiginlega vippað meiri bílaumferð á þessum mér fremur en að hann hafi slóðum og ekki eins hægt um komið á mig verulegu höggi. vik að ríða út. Það hefði hins vegar ekki þurft Ef ég á að nefna einhver af að spyrja að leikslokum ef ég þeim hrossum sem ég hef átt hefði rotast í fluginu. Þá hefði um dagana, þá átti ég lengi hest ég bara sokkið í damminn,“ undan Viðari frá Viðvík, sem segir Eyjólfur og hlær að atvikhét Strútur. Hann var mjúkur inu, þótt ljóst sé að þetta hafi og traustur ferðahestur og verið nokkur þrekraun fyrir 75 reiðhestur, og svo ljúfur að ára mann. það gátu allir riðið á honum. „Folinn fór rakleiðis í sláAnnan átti ég sem hét Sörli. turhúsið. Hann fékk engan Hann var undan Þyti frá Geld- sjens. Ég hafði ekki samband ingaá af Nökkvakyni. Hann var við seljandann, taldi þetta ekki töltgengur og duglegur, gat tölt hans mál. En nokkru síðar með mann í það óendanlega. birtist hann fyrir utan hestMjög duglegur hestur. Nú er húsið hjá mér með hross á ég með einn 11 vetra undan kerru, kominn alla leið norðan Hróðri frá Refsstöðum sem úr Miðfirði. Hann hafði frétt ég hef gaman að. En hann er af atvikinu og vildi láta mig dálítið kaldlyndur. Töltið er hafa annað hross í sárabætur. frekar gróft og brokkið ros- Mér fannst það rausnarlegt alegt. Hann er svakalega dug- af honum. Hann er greinilegur. Ég hef verið með þetta lega heiðursbóndi. Þetta var þrjá til fjóra hesta á húsi á rauðstjörnótt 4 vetra hryssa. veturna. Þrír hestar duga í fer- Hún var alveg ósnert og mér ðalögin ef þeir eru hraustir og leist nú ekki nema mátulega í góðri þjálfun. Það er auðvitað á hana. En hún tamdist fljótt öryggi að hafa þann fjórða ef og er núna eitt af ferðahrosseinn heltist úr lestinni, en þrír unum mínum. Töltgeng og duga ef ekkert kemur upp á.“ þægileg reiðhryssa.“ Stórslysalaust í góðu veðri „Ég hef aldrei fengið á mig virkilega vond veður í hestaferðunum öll þessi ár. Það er eiginlega alveg ótrúlegt. Reyndar held ég að veðrið á hálendinu sé betra á sumrin heldur en niðri í byggð. Ég hef heldur ekki lent í slysum á hestum. Einu sinni lá þó nærri að illa færi. Það var nýlega, bara fyrir fimm árum eða svo. Ég keypti fola norðan úr Miðfirði, óséðan, hafði heyrt að hann væri mjög fallegur. Hann var rosalega styggur og viðkvæmur þegar ég tók hann inn. Um vorið var ég að koma úr reiðtúr með folann bundinn utan á. Hann var allur að spekjast og ég var búinn að járna hann átakalaust. Þegar ég er að spretta af hestunum geng ég aftur fyrir folann þar sem hann var ennþá bundinn
Eyjólfur ríður yfir Blöndu á Stjörnu sinni. Mynd/Guðmundur Ögmundsson
Sá blesótti undan Hróðri er var um sig, en þiggur brauð og blíðuhót að lokum. Mynd/Jens
Ég finn að ég er að stirðna, smátt og smátt með hverju árinu. En ég er duglegur að hreyfa mig og fer í sund á hverjum degi og
hjóla í hesthúsið ef veður leyfir. marga daga úr,“ segir Eyjólfur Það munar miklu. Maður verður Þorsteinsson að lokum. -j. háður því að hreyfa sig. Ég verð alveg ómögulegur ef ég missi of
Margar fallegar myndir „Það eru forréttindi að hafa fengið að horfa á þetta fallega land af hestbaki,“ segir Eyjólfur dreyminn og þakklátur á svipinn. „Ég á margar fallegar myndir í hugskotinu sem ég ylja mér við. Ég hef farið tvisvar í Arnarfell. Það er magnað að vera þar í brekkunni. Þvílík fegurð! Það er ekki hlaupið að því að komast þangað. Maður þarf að fara fjórum sinnum yfir jökulár, tvisvar yfir Blautukvísl og tvisvar yfir Miklukvísl. Það er ekki nema fyrir kunnuga að fara þetta, því kvíslarnar breyta sér sitt á hvað. Ég hef líka tvisvar farið Landmannaleið austur að Klaustri. Það er ákaflega falleg leið. Austar hef ég hins vegar ekki farið og ekki austur fyrir Skagafjörð á Norðurlandinu. Ég mun ríða út og fara í hestaferðir á meðan ég hef heilsu til. Loki gamli hefur þjónað húsbónda sínum vel og lengi þrátt fyrir að vera eineygður. Mynd/Jens 9
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
Um Gjallarbrú
Siggi í Syðra Minn ágæti vinur og félagi Sigurður Sigmundsson lést nýverið. Trúlega er ekki sérstök þörf á að kynna Sigga fyrir uppkomnu fólki sem tengist hestamennsku, en aðeins vil ég minnast hans og kveðja þennan sérstæða mann. Sigurður var fæddur að SyðraLangholti í Hrunamannahreppi 1938 og 75 ára þegar hann lést. Foreldrar hans voru þau Sigmundur Sigurðsson bóndi, og oddviti um tíma, og kona hans Anna Jóhannesdóttir.
náði hann sér niður jafnskjótt aftur oftast nær. Þetta kætti okkur vini hans stundum og við stríddum honum og gerðum meira úr en þörf var á, en hann var sáttfús og lét sér fátt um finnast. Eitt af því sem einkenndi Sigga var hve fljótur hann var að kynnast fólki af öllum stigum og enginn feimnisbragur á mínum manni á mannamótum. Ég kynntist Sigga fyrir alvöru þegar ég var um tvítugt og nýlega byrjaður að fást við tamningar. Það atvikaðist þannig að við fórum tveir félagar ríðandi Náttúrubarn og lystisem- ofan úr Tungum á Murneyramót, da en þangað sótti fjöldi manna úr Siggi var mjög sérstakur maður næstu sveitum og auðvitað nær á margan hátt. Hann var mikið allir ríðandi, enda kerruöldin ekki áhugasamur um menn og málef- gengin í garð. Þarna voru auðvitni og hafði brennandi áhuga á að fjölmargir sveitungar Sigga hrossum og hrossarækt. Einnig bæði karlar og konur. Þegar lokið var hann, þótt færri kannski viti, var keppni hópuðust menn samástríðumaður á laxa- og silun- an og mikill gleðskapur skapaðist gaveiðum og trúlega þolinmóðari meðan hross voru handsömuð, við þá iðju en flest annað. Hann pelum hampað, sungið og gerð var kunnur ljósmyndari og einn af hestakaup. frumkvöðlum í nútíma hestamyndatökum. Siggi varð landskunnur Eftirminnilegur heimferðfyrir störf sín hjá Eiðfaxa á árum artúr áður og átti sinn þátt í mótun Þarna hitti ég vel á Sigga í Syðra blaðsins, enda ritstjórnarfulltrúi. sem tók sér fyrir hendur að leiða Hann fór víða um landið, bæði mig á milli Hrunamanna til kynná stærri og minni hestamót og ingar og hrósaði mér og mínum tók viðtöl við fólk í öllum lands- félaga í hástert, án þess að þekkja hlutum, ekki endilega fastur í því mig að ráði, en með mér var Indað tala við þá sem voru mest riði frá Arnarholti sem var kunnur áberandi. Hann fór á árshátíðir tamningamaður. Siggi sagði okhestamannafélaga, skoðaði tamn- kur að ekki kæmi til mála að við ingastöðvar og reyndi að kynna færum upp í Tungur strax, heldur bauð okkur heim í Syðra, þar sem sem flest á hverju svæði. Siggi var í fjölda ára fréttaritari hann var heimilisfastur hjá forelMoggans á Suðurlandi og hlaut drum sínum. En af því Bakkus var verðlaun blaðsins fyrir nokkrar með í spilunum, þótti okkur þetta myndir. Það sem einkenndi skrif þjóðráð og nokkur gleðskaparhans í Mogganum voru fréttir af von. Báðir vissum við að fjörugt heimaslóðum og báru þær oft sveitaball yrði á Flúðum og merki sveitamannsins og náttúru slógumst því fegnir í lið með Sigunnandans. Enda má segja að Sig- ga og Hrunamönnum. Þetta varð gi hafi verið mikið náttúrubarn, gríðar góður heimferðartúr, víða líkt og tvíburabróðir hans Geiri stoppað og ágæt kynni tókust á á Grund sem lést langt um aldur báða bóga, enda hafa lengi lifað fram. En þrátt fyrir það gat verið sögur af þeirri ferð. Siggi bauð nokkur heimsborgarabragur á okkur að koma með sér heim þeim báðum líka, ef því var að og barasta ekki um annað að skifta, allavega plagaði þá ekki ræða þegar svona höfðingjar áttu minnimáttarkennd. Það sem líka í hlut en að gefa þeim kvöldmat einkenndi þá báða var hversu og dreypa ögn á sálina. Við sáum hrifnæmir þeir voru á alla hluti þessu ekkert til fyrirstöðu enda sem þeir höfðu áhuga á. Þá er nú reynslulausir í umgengni við slíka fátt undanskilið reyndar, því að menn sem Sigga, sem var talsvert flestar lystisemdir heimsins voru eldri og víðsigldur í samanburði þeim að skapi og hestarnir þar við okkur. með taldir. Allir jafnir fyrir Sigga Þegar heim í hlað kom fóru hesGóð kynni á Murneyri Siggi var stórhuga að ýmsu leyti tar okkar á góða haga, en Siggi og vildi láta hlutina ganga, þótt leiddi okkur inn, þar sem gamla hann væri ekki endilega mikill konan móðir hans tók á móti okframkvæmdamaður sjálfur. En kur og heilsaði með virktum, en hann var feiknalega skapstór og Siggi bað hana blessaða að drífa funaði upp af litlu tilefni ef svo bar eitthvað almennilegt á borð fyrir undir, oft var þetta út af smámu- þessa líka gestina, „tvítuga titti úr num eða af mjög litlu tilefni, enda Tungunum“, sem Siggi reyndar
10
Sigurður á gæðingi sínum Fáki frá Syðra-Langholti. Mynd/Úr safni Sigurðar. umgekkst og talaði við af mikilli andakt. Þegar svo móðir hans bað okkur að koma og þiggja upphitað kjöt í sósu, þá fauk nú heldur betur í okkar vin sem ekki taldi sæma að koma með upphitaðan mat fyrir sína vini. Ekki vorum við Indriði slíkir vandræðamenn að gera okkur þetta ekki að góðu, enda prýðilegur kvöldverður, en Siggi fjasaði talsvert yfir móttökum móður sinnar. Ég get um þetta hér vegna þess að þetta lýsir vel þeirri hlið á Sigga, sem vildi á stundum vera yfirmáta rausnarlegur við alla, jafnt háa sem lága, en skaut þarna örlítið yfir markið.
ferðir vítt og breitt um landið, þar sem áhersla er á landið og fólkið. Þá var jafnan gott að hafa Sigga í Syðra með til að komast í kynni við fólk. Siggi var ágætur sögumaður og minnugur á fólk og fénað frá fyrri tímum. Hann var býsna fróður um örnefni og staðhætti sín lands. Hann átti gríðar marga vini og kunningja víða um land og hélt góðu sambandi við alla þá sem honum voru hugstæðir. Oft hringdi Siggi og spjallaði við mig, en raunar var sama hvort hann hitti á konuna mína eða börnin, hann var ekki í vandræðum með að halda uppi samræðum við hvern sem var.
ágætlega víðsýnn að ýmsu leyti, en gat verið fjári þröngsýnn á aðra hluti. Þetta mátti segja um viðhorf í pólitík þar sem Sigurður var algjör einstefnumaður svo líkja mátti við trúarbrögð. Pólitískar umræður okkar félaga gátu aldrei endað með öðru en að sumir yrðu bandbrjálaðir. Það breytti hins vegar engu fyrir Sigurð, nema síður væri, varðandi skoðanir og staðfestu.
Siggi átti marga góða hesta um dagana og urðu nokkrir þeirra býsna kunnir og það jafnvel út fyrir Hrunamannahrepp, en margt hefur verið skrifað um þá og SigÞekkti næstum alla Einn fyrsti atvinnuga í Hestinn okkar og fleiri blöð. Það má segja að fáir eða en- maðurinn Margar hestaferðir fór hann og gir okkar tíma menn hafi verið Siggi var búfræðingur frá Hvann- vítt um land, einnig fjárleitir mörg jafnkunnugir fólki í sveitum og eyri og var einn af fyrstu atvinn- haust með sveitungum sínum og þéttbýli hringinn í kringum landið, umönnum í tamningum hér á hafði frá mörgu að segja, þekkti sem Siggi var. Aufúsugestur var landi. Allavega eftir að vélaöldin enda hreppakallana aftur fyrir alhann víða. Eitthvert sinn var stórt gekk í garð. Hann fór til Banda- damótin þarsíðustu, af eigin raun hestamót á Gaddstaðaflötum, en ríkjanna þar sem hann vann á eða sögum. Ég fyrir mína hönd og Siggi var auðvitað á því móti og nautabúi og kynntist þar öðrum margra okkar vina, þakka Sigga í fylgdist með í gegnum linsuna. háttum. Hann var við búskap um Syðra fyrir samfylgdina og segi frá Hann þurfti í hádegishléinu að tíma, hafði svín og átti líka kindur, þannig sem mér býr í brjósti. Læt bregða sér upp á Hellu í sjopp- en hugurinn var ekki endilega svo að lokum fylgja með það sem una. Þegar Siggi kemur inn, snar- bundinn við búskapinn af því að mér datt í hug þegar andlátsfréttast út maður í reiðfatnaði. Siggi áhugamálin lágu í öðru. Siggi var in barst til eyrna. kannaðist ekki við manninn og var of seinn að ná tali af honum. Hann var stórlega miður sín allan Hann sem lengi þekkti, lífsins hófaskelli daginn yfir því að hafa séð þarna hestamann, eftir klæðnaði að og lystisemdir heimsins ekkert var að spara. dæma, sem hann þekkti ekki. Siggi Með sínar græjur, senn á nýjum velli gat engan veginn skilið í sjálfum sér, en þetta lýsir því vel hversu sýnilegur verður, gengnum vinaskara. kunnugur hann var eða vildi vera, öllu fólki í hestamennskunni. Magnús Halldórsson Við höfum til margra ára farið saman nokkrir karlar í haust-
11
Hestablaรฐiรฐ SEISEI
12
Hestablaรฐiรฐ SEISEI
13
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
Hrossarækt/ Rýnt í kynbótamat 2013
Þúfukónginum ekki haggað Orri frá Þúfu gnæfir yfir aðra stóðhesta í kynbótamatinu þetta árið eins og mörg árin á undan. Fjórir synir hans eru á toppnum yfir reyndari kynbótahesta og sjálfur er hann í sjötta sæti á lista fyrir stóðhesta með 50 og fleiri dæmd afkvæmi og 120 stig eða fleiri í kynbótamati. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra stóðhesta hvað dæmd afkvæmi varðar, er með 557 dæmd afkvæmi. Engum blöðum er um að fletta að hann er lang áhrifamesti núlifandi stóðhesturinn og verður það um alllanga hríð eftir sína daga. Garri frá Reykjavík er efstur heiðursverðlauna stóðhesta í kynbótamati, með 50 dæmd afkvæmi og fleiri. Hann er með 127 stig í aðaleinkunn, jafn bróður sínum Gára frá Auðsholtshjáleigu, sem er í öðru sæti. Garri er með eitt dæmt afkvæmi framyfir, 68 á móti 67 hjá Gára. Báðir eru fæddir 1998 og því 15 vetra. Báðir eru undan Orra frá Þúfu. Báðir hestarnir gefa mikla toppa, hvor á sinn hátt. Gári hefur sérstöðu hvað sköpulagið varðar, 141 stig, og Garri er efstur reyndari hesta fyrir kostina, 126 stig. Rétt er að geta þess enn og aftur til gamans að Orri, sem kallaður hefur verið ýmsum niðrandi nöfnum í tengslum við byggingarlag sitt, er hærri í kynbóta mati fyrir sköpulag, 121 stig, en kosti, sem eru upp á 119 stig. Í þriðja og fjórða sæti eru bræðurnir Álfur og Álfasteinn frá Selfossi, sem eru undan hinni miklu kynbótahryssu Álfadísi frá Selfossi. Álfur er undan Orra fá Þúfu líkt og tveir þeir efstu. Hann er með 124 stig en 84 dæmd afkvæmi þótt hann sé fjórum árum yngri. Álfasteinn bróðir hans, undan Keili frá Miðsitju, er með 123 stig og 88 dæmd afkvæmi.
ætti að aukast með aldri hestanna og fleiri árgöngum á tamningaraldri. Samanber að Orri, fæddur 1986, er með mætingarhlutfall upp á 42,6% og Gustur frá Hóli, fæddur 1988, er með mætingarhlutfall upp á 40,3%. Sær frá Bakkakoti, sem er fimmti í röð með 123 stig, Orrasonur, á 666 skráð afkvæmi, þar af 163 dæmd og mætingarhlutfall því 24,5%. Hann er fæddur 1997.
Líklegir Sleipnisbikarhafar Af stóðhestum með 15-49 afkvæmi og 120 stig eða fleiri í kynbótamati er það Trúr frá Auðsholtshjáleigu sem trónir á toppnum með 128 stig og 15 dæmd afkvæmi. Hann er undan Orra frá Þúfu og Tign frá Enni og er staðsettur í Noregi. Næstur honum er Ísar frá Keldudal með 127 stig og 32 dæmd afkvæmi. Talsvert reyndari stóðhestur. Hann er undan Ísold frá Keldudal og Keili frá Miðsitju. Næstir koma svo Orrasynirnir Arður frá Brautarholti með 126 stig og 31 dæmt afkvæmi og Vilmundur frá Feti með 125 stig og 41 dæmt afkvæmi. Báðir á Íslandi. Vilmundur hlýtur því að teljast nokkuð líklegur til þess að vinna Sleipnisbikarinn á LM2014 á Hellu, þar Mætingarhlutfall Ljóst er að þeir Álfadísar bræður sem hann vantar ekki nema níu eru vinsælir og hafa fengið mikla afkvæmi til að uppfylla skilyrði. notkun, Álfur með 479 skráð Róðurinn verður þyngri fyrir Arð, afkvæmi og Álfasteinn með 389. sem á 253 skráð afkvæmi á móti Garri er hins vegar með 390 306 hjá Vilmundi. skráð og Gári með 337, þótt þeir En ekki má gleyma því að Stáli tveir síðarnefndu séu þremur frá Kjarri er ósýndur til heiðursog fjórum árum eldri. En það verðlauna. Hann uppfyllir þegar er mætingarhlutfall í dóm sem skilyrðin, er með 121 stig í aðaler alltaf forvitnilegt að skoða. einkunn og 59 dæmd afkvæmi. Það gefur hugmynd um hve hátt Kynbótaeinkunn hans mun vænthlutfall hrossanna eru með þá anlega ekki breytast mikið þar eiginleika sem henta til sýninga. sem afkvæmin er orðin þetta Sem eru mikilvægar upplýsingar mörg og öryggið komið í 97%. út af fyrir sig, þótt þær séu langt Á móti kemur að líklegt er að frá því tæmandi um hve hátt Vilmundur lækki heldur þegar hlutfall afkvæmanna eru nýtileg afkvæmum með dóm fjölgar, en reiðhross, til dæmis sem fjölskyl- það gerist oftar en ekki í kyndu- og ferðahross. Fá slík koma í bótamatinu. dóm ef þau hafa ekkert aukalega, Spuni enn með forskot eins og sagt er. Mætingarhlutfall hjá Álfi, sem á Af stóðhestum með færri en fimflest afkvæmi þessa fjögurra, er mtán afkvæmi stendur Spuni frá ríflega 17,5%, en talsvert meira Vesturkoti efstur með 133 stig hjá hjá eldri bróður hans Ál- og talsvert forskot á næsta hest. fasteini, eða 22,6%. Báðir fengu Hann er með 129 stig fyrir skeið mikla notkun fyrstu árin. Mætin- og 131 stig fyrir vilja. Hann á ekki garhlutfall hjá Garra er 17,4% og ennþá dæmt afkvæmi. Næstir hjá Gára 19,9%. Mætingarhlutfall koma synir Sæs frá Bakkakoti, þeir
14
Arion frá Eystra-Fróðholti með 129 stig og Sjóður frá Kirkjubæ með 128 stig. Hvorugur á ennþá dæmt afkvæmi. Fjórði er sænskíslenski stóðhesturinn Divar frá Lindnäs, undan tveimur sænskfæddum foreldrum. Hann er með 128 stig, ræktandi Ia Lindholm, sem er mörgum Íslendingum kunn, eiginkona hins þekkta knapa Denna Haukssonar. Sá hestur sem stendur hvað best að vígi í þessum hópi ef tekið er mið af bæði stigum og afkvæmum er Kvistur frá Skagaströnd, sem er fimmti á listanum með 128 stig og 8 dæmd afkvæmi. Sonur hans er Kolskeggur frá Kjarnholtum, sem er hæst dæmdi 5 vetra stóðhestur ársins með 8,48 í aðaleinkunn. Næstur Kvisti er svo Oliver frá Kvistum með 128 stig og 1 dæmt afkvæmi. Oliver er í Svíþjóð.
Stáli frá Kjarri uppfyllir skilyrði til heiðursverðlauna. Knapi Daníel Jónsson. Mynd/Jens
stig og 5 dæmd afkvæmi. Af þrettán hryssum sem ná inn á þennan lista eru þrjár frá Auðsholtshjáleigu og þrjár frá Ríkisbúinu á Hólum. Álfadís frá Selfossi er fimmta á listanum með 124 stig og 7 Hryssuflaumur á dæmd afkvæmi. Af óreyndari hryssum, með 120 Auðsholtshjáleigu Ef litið er á hryssurnar þá eru stig eða fleiri í kynbótamati og Auðsholtshjáleiga og Ríkisbúið á fjögur dæmd afkvæmi eða færri, Hólum fyrirferðamestu ræktend- er sænsk-íslenska hryssan Djörfurnir á lista yfir reyndari hryssur, ung frá Solbacka með 133 stig með 5 afkvæmi og fleiri og 120 og ekkert dæmt afkvæmi. Hún stig og fleiri í kynbótamati. Trú frá er undan Ísari frá Keldudal og Auðsholtshjáleigu er efst með Svölu frá Sólbakka, Svalsdóttur 127 stig og 6 dæmd afkvæmi, Þilja frá Glæsibæ. Önnur er Þóra frá frá Hólum önnur með 126 stig Prestsbæ með 131 stig og ekkert og 7 dæmd afkvæmi og Gígja frá dæmt afkvæmi og þriðja er Vigdís Auðsholtshjáleigu þriðja með 126 frá Sundsberg, einnig sænsk-fædd,
undan Ísari frá Keldudal og Vöku frá Österåker, sem er undan Mekki frá Varmalæk. Af 30 efstu hryssum á þessum lista eru níu fæddar í útlöndum. Fimm á listanum eru frá Auðsholtshjáleigu. Þeirra efst er Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu, sem er með 127 stig og ekkert dæmt afkvæmi. Diva frá Gategården stendur vel ef tekið er mið af bæði stigum og dæmdum afkvæmum. Hún er með 126 stig og 3 dæmd afkvæmi. Hún er undan Mekki frá Varmalæk og móðir stóðhestsins Divars sem áður er getið. -j.
Spuni frá Vesturkoti. Knapi Þórður Þorgeirsson. Mynd/Jens
15
Hestablaðið SEISEI
Leiðari
Hestablaðið SEISEI
Markaðsmál/Ef ekkert er gert, þá gerist ekki neitt
Með belju í garðinum
Ástandið í hestamennskunnni er af mörgum metið eftir því hvort hestasala er mikil eða lítil. Mikil sala: samasem góð og skemmtileg hestamennska. Lítil sala: samasem dauf og leiðinleg hestamennska. Þetta er auðvitað fráleitt viðmið, en á sér tilfinningalegar skýringar. Það má líkja þessu við svokallaða væntingavísitölu. Hún virkar þannig að öllum líður betur ef spáð er góðu veðri, sama þótt veðrið sé vont og ekkert bendi til að það lagist. Á sama hátt hefur kæti hestakaupmanna góð áhrif á hestasamfélagið í heild. Þá er snúningur á mannskapnum; meiri verslun, meira örlæti, meiri eyðsla, meiri samskipti, meiri ferðalög, meira allskonar. Það getur vissulega verið gaman að vera hestamaður í þannig árferði. Um síðustu aldamót sáu ýmsir tækifæri í sérhæfðum hrossabúskap. Væntingavísitalan var skrúfuð upp. Menn sáu fyrir sér íslenska gæðinga af bestu sort seljast í bunkum. Ný reglugerð var sett um hestahald og hesthús. Ekkert nema það dýrasta og besta var samboðið íslenska gæðingnum, hvort heldur var í aðbúnaði hestsins, eða klæðnaði og bílaeign eigandans. Og í bólunni í kjölfarið rættist draumurinn. Margir urðu rosalega flottir. En bara í skamma hríð. Nú er móðurinn að mestu runninn af mannskapnum og timburmennirnir staðreynd. Ólíklegt er að sambærilegt partý verði haldið aftur. En er endilega betra að það sé rosaleg sala? Og þá á ég við hjá svokölluðum hrossabændum. Er raunhæft að gera ráð fyrir því að stór hópur hestafólks geti lifað af því að selja öðru hestafólki reiðhesta? Á því eru ýmis tormerki. Íslenskur hrossabúskapur er nefnilega snúið fyrirbæri. Öllum er frjálst að rækta hross, temja, kaupa, selja, halda reiðnámskeið. Eftir því sem ég kemst næst þá eru hrossaræktendur í þéttbýli mun fleiri en í dreifbýli. Verulegur fjöldi hestafólks í þéttbýli ræktar sín eigin hross, bæði fátækir og ríkir. Margir rækta fleiri hross en þeir þurfa á að halda sjálfir. Umframhrossin fara í sölu, oft á tíðum langt undir kostnaðarverði. Þetta er hinn napri veruleiki hrossabóndans. Og hver er hrossabóndi og hver ekki? Sennilega vefst það fyrir fleirum en mér að skilgreina það. Allt öðru máli gegnir um bændur í hefðbundnum búskap. Að vísu eru til allnokkrir frístundabændur í sauðfjárrækt, með nokkrar kindur í þéttbýli eða rétt utan þess. Enginn er þó í vafa um hver er kúabóndi og hver lifir á að selja mjólk. Alla vega þangað til þéttbýlisbúum verður heimilt að vera með belju í garðinum hjá sér. Þá gætu skilin orðið loðnari. Jens Einarsson, ritstjóri Riðið yfir Nautavað. Það eru þeir frændur Jón Þorsteinsson og Hermann Árnason sem beina hrossunum í „klasa“.
HESTABLAÐIÐ SEISEI Útgefandi: Jens Einarsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jens Einarsson Sími: 862-7898 Netfang: jenseinars@seisei.is
Söðlasmiðurinn í Mosfellsdal sérsmíðar hnakkinn Ísland Sleipni eftir pöntunum og sér um viðgerðir á hnökkum og reiðtygjum. Fagleg vinnubrögð og reynsla. Dalsbú 2, 271 Mosfellsbær | S. 897 7233 | sodlasmidur@gmail.com
16
Klasasamstarf í markaðsmálum hestamanna Íslandshestamennskan er á undanhaldi í samanburði við hestamennsku sem stunduð er á öðrum hestakynjum. Þetta eru upplýsingar frá FEIF, alþjóðlegum samtökum Íslandshestafélaga. Hestasala hér innanlands er í lágmarki og fjöldi hesthúsa er til sölu um allt land. Hvers vegna? Hvað klikkaði? Hestablaðið SeiSei leitaði álits nokkurra sérfræðinga. Hjörný Snorradóttir er með MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun og gerði meðal annars úttekt á Landsmótum hestamanna í námi sínu við Háskóla Íslands. Hún er formaður í markaðs- og kynningarnefnd LH, sem var skipuð nýlega. Megináhersla nefndarinnar núna er að finna leiðir til að auka nýliðun í hestamennskunni hér heima. „Hluti vandans í markaðs-
málum almennt í hestamennskunni er hve lítið markaðurinn hefur verið rannsakaður. Upplýsingar eru einfaldlega af skornum skammti og þess vegna erfiðara að átta okkur á hvar eigi að leggja áherslurnar hverju sinni. Mat okkar á stöðunni núna byggist því að talsverðu leyti á tilfinningu. Ég tel að vænlegasti kosturinn sé að allir hagsmunaaðilar in-
nan hestamennskunnar taki höndum saman og fari í sameiginlegt markaðsátak. Einfaldast væri að gera það með því að fara í svokallað klasasamstarf, sem er þekkt hér á landi og hefur skilað góðum árangri, til dæmis hjá samtökum aðila í ferðaþjónustu, hjá jarðvarma fyrirtækjum og í sjávarútvegi.“ Skapa þarf aðstöðu „Klasasamstarf er samkvæmt fræðilegri skilgreiningu einskonar landfræðileg þyrping tengdra fyrirtækja, byrgja, þjónustuaðila, fyrirtækja í tengdum atvinnugreinum og stofnana á sérhæfðum sviðum sem eiga í samkeppni en einnig í samvinnu. Í svona samstarfi gætu hestamenn sameinast um ákveðin
atriði sem varða hag þeirra allra, eins og til dæmis greiningu markaðsins og að bæta samkeppnisstöðu Íslands í sölu á íslenskum hestum og svo mætti lengi telja. Í slíku samstarfi greiða hagsmunaaðilar sem mynda klasann ákveðna upphæð hver, sem notuð er til að fjármagna það sem gera þarf. Fyrsta skrefið að mínu mati væri að greina markaðinn, en við vitum ekki nákvæmlega hver staða hans er, hverjar þarfir hans eru og hvar helstu hindranirnar liggja. Varðandi nýliðunina þá hef ég hef fulla trú á að það megi örva fólk til að stunda hestamennsku. Ein leiðin er að gera hana aðgengilegri fyrir börn, til jafns við aðrar íþróttir. Það virðist vera
að málið sé einfalt: Ef ekkert er gert, þá gerist ekki neitt! „Markaðsmál okkar hestamanna eru í ólestri og hafa verið í mörg ár. Ég held að fáir sem til þekkja myndu þræta fyrir það,“ segir Rúnar Þór. „Einstaklingar og félagasamtök eru af veikum mætti að bauka, hvert í sínu horni. Menn slást um það opinbera fjármagn sem er til skiptanna, sem er allt af lítið, og níða þannig skóinn hver af öðrum. Niðurstaðan er sú að markaðstarfið hefur verið ómarkvisst og litlu skilað. Staðan núna er sú að sá sem ætlar sér að finna upplýsingar um íslenska hestinn veit ekki hvert hann á að leita. Það er engin sameiginleg gátt hestamanna á Íslandi á Vefnum þar sem hægt er að finna nauðsynlegustu upplýsingar um íslenska hestinn, söluaðila og fleira. Það eru einkaaðilar sem eiga lén eins og www.icelandichorses.com og fleiri í þeim dúr, sem best eru til þess fallinn að vísa inn á slíka gátt. Það eitt sýnir hve forysta okkar er sein að taka við sér. Upplýsingar á pappír eru líka af skornum skammti. Það hafa vissulega verið prentaðir ágætir bæklinar og bækur um íslenska hestinn; með upplýsingum fyrir byrjendur og almennum upplýsingum um hestakynið og sögu þess. En þetta efni er heldur ekki aðgengilegt á einum stað þar sem auðvelt er að finna það.“
Þjóðverjar voru lengi duglegir að taka þátt með sýningar á íslenska hestinum og oft voru íslenskir knapar í hópnum. Það var líf og fjör og uppsveifla í Íslandshestamennskunni og þátttaka í öflugu markaðsstarfi skilaði árangri.“
Markaðsstarf skilar árangri „Þátttaka aðila innan hestamennskunnar í markaðsuppbyggingu er ekki næg og ekki nógu markviss. Við getum tekið sem dæmi eina stærstu
Klasahugmyndin álitleg „Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst samstöðuleysi. Sennilega eru forystumenn okkar búnir að vera of lengi; farnir að dofna, eyða kröftunum í erjur, eða þeir eru einfaldlega ekki nógu hæfir. Allir hljóta að gera sér grein fyrir að það þurfa að eiga sér stað breytingar. Við þurfum nýtt fólk í forystu. Ekki endilega ungt fólk, heldur fyrst og fremst hæft fólk. Ég hef rætt við ýmsa innan hestamannahreyfingarinnar um svokallaða klasahugmynd, sem byggir á því að hagsmunaaðilar vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Þar erum við að tala um einskonar regnhlífarsamtök, sem kæmu fram fyrir hönd allra hestamanna og töluðu máli þeirra út á við. Aðrir hafa bent á þetta líka, svo sem Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri WorldFengs, og Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra. Þau félög og samtök sem nú eru innan hestamannahreyfin-
að áhuginn sé fyrir hendi vegna þess að það er mikil aðsókn í reiðskóla á sumrin. En til þess að viðhalda þessum áhuga þurfum við að skapa aðstöðu fyrir börnin, líkt og gert er í öðrum íþróttum, til dæmis fótbolta eða fimleikum. Þetta er sameiginlegt hagsmunamál hestamennskunnar og gæti vel heyrt undir klasasamtarfið,“ hestasýningu í heimi, Equitana, sem haldin er í Þýskalandi einu segir Hjörný. sinni ári. Hana sækja mörg hundruð þúsund manns. ÍslendTvístruð upplýsingaingar voru í nokkur ár virkir veita Rúnar Þór Guðbrandsson, þátttakendur í þessari sýningu markaðs- og viðskiptafræðin- og það starf skilaði árangri. Ísgur, er hestamönnum vel kun- hestar voru með bás, samtök nur. Hann hefur framleitt hnak- söluaðila voru með bás og kinn Hrímni frá því 1997 og í íslenskir hestar voru oftar en dag eru Hrímnis hnakkar með ekki á „Top show“, sem eru þeim eftirsóttari í Íslandshesta- hápunktar sýningarinnar þar mennskunni. Rúnar Þór segir sem vinsælustu atriðin fá pláss.
Íslendingar hættir að auglýsa „Þetta hefur hins vegar fjarað út og er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Þarna ætti íslenski hesturinn auðvitað að vera mjög áberandi, en einhverra hluta vegna þá hefur áhuginn og krafturinn fjarað út. Íslenskir hagsmunaaðlar í hestamennsku nýttu HM2013 heldur ekki nógu vel að mínu mati; voru ekki með nægilega áberandi og skipulagða sölubása. Það mátti finna eitt og annað að heimsmeistaramótinu í Berlín. En það var líka margt sem var mjög gott. Markaðssetningin var frábær, og af því getum við lært. Íslendingar eru hins vegar hættir að auglýsa og árangurinn lætur ekki á sér standa. Það er doði í verslun og viðskiptum í íslenskri hestamennsku. Þótt Coca Cola sé eitt sterkasta vörumerki í heimi, þá auglýsir fyrirtækið alltaf jafnmikið. Eigendur þess vita að staða vörumerkis á markaði verður aldrei það sterk að óhætt sé að hætta að auglýsa. Þá veikist vörumerkið og salan dregst saman.“
17
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
garinnar eiga öll rétt á sér. Þau hafa hvert sinn tilgang. En það er nauðsynlegt fyrir þau að hafa sameiginlegan vettvang til að vinna að sameiginlegum markmiðum.“
mdi stað og stund; dillandi og mjúkt. Ég gerði mér hins vegar grein fyrir að ég myndi ekki vinna neina grein á Landsmóti á henni, enda ekki tilgangurinn með kaupunum.“
Regnhlífarsamtök strax í haust „Við erum komin langt yfir þolmörk í aðgerðarleysinu. Það hriktir í grunnstoðunum. Nýliðun í hestamennskunni er í lágmarki, ef okkur er hreinlega ekki að fækka. Mörg þau myndarlegu hrossaræktarbú sem risið hafa á undanförnum árum eiga í vök að verjast. Menn geta auðvitað velt því fyrir sér hvort grundvöllur sé fyrir hrossabúskap af því tagi sem við gerum okkur væntingar um og hvort nauðsynlegt sé fyrir hestamennskuna að stór hópur fólks hafi lifibrauð af slíkum búskap. Frá mínum bæjardyrum séð er það æskilegt. Ég held að í slíkum búskap sé drifkraftur sem allir njóta góðs af, burtséð frá því hvernig hestamennsku þeir stunda. Alla vega held ég að enginn vilji hverfa aftur til þeirrar hestamennsku og í það umhverfi sem var við lýði í hestamennskunni fyrir þrjátíu árum eða svo. Ég legg til að regnhlífarsamtök verði stofnuð strax í haust. Fagfólk verði fengið til að þarfagreina hestamannahreifinguna ofan í kjölinn og tillögur að framtíðarskipulagi unnar út frá þeirri greiningu. Við erum að tala um Landssamband hestamannafélaga, Félag hrossabænda, Félag tamningamanna, hestatengda ferðaþjónustuaðila, og aðra sem hugsanlega hafa hagsmuna að gæta.“
Alvöru hross og dúllur „Ég sagðist vilja kaupa og það var auðsótt mál. Seljandanum var greinilega dálítið skemmt og hann sagði eitthvað á þessa leið: Þú getur fengið þessa druslu fyrir lítið. Það er fínt að láta sænskar kerlingar skrölta á henni. Ég vill ekki hafa svona hesta í mínu hesthúsi og ennþá síður vil ég láta sjá mig á svona helvítis bykkju. Ég er að rækta gæðinga og alvöru reidhross, og þá er ég að meina alvöru hesta ekki svona dúllu som þú varst að prófa rétt áðan. Réttast væri að slátra henni. Eina sem maður fær út úr því að selja svona truntur er slæmt orðspor. Það var ekki laust að ég fyndi til minnimáttarkenndar eftir þessa ræðu. Þarna var alvöru maður sem var að rækta alvöru hross, en ég að leita að dúllum fyrir hestaleigu í Stokkhólmi. En að lokum voru kaupin gerð og allir ánægðir.“
Fjölskyldu- og ferða hestar Hafliði Gíslason er sálfræðingur og sérfræðingur í hugrænni atferlismeðferð. Hann tók virkan þátt í hestamennsku hér á landi á níunda áratugnum en flutti til Svíþjóðar 1990 þar sem hann hefur rekið hestaleigu og stundað reiðkennslu allar götur síðan. Jafnframt starfar hann sem sálfræðingur og gleðiþjálfi í fyrirtæki sínu Gleðibankanum. Hann stofnaði fyrirtækið Flygande Pass um hestaferðir á Íslandi 2004 ásamt Bo Hellström og fer með hópa í hestaferðir hér á landi á hverju sumri. Hafliði telur að vægi hestaleigu- og fjölskylduhestsins sé stórlega vanmetið í markaðssetningu á íslenska hestinum. „Það er miklu auðveldara fyrir 18
Hafliði Gíslason
mig að selja dæmigerðan fjölskylduhest og reiðhest, sem fær 7,5 – 8,0 fyrir tölt í kynbótadómi, heldur en mikið viljugan og hágengan hest sem fær 8,5-9,5 í einkunn. Þæg og einföld hross eru mun aðgengilegri og hafa að mínu mati mjög jákvæðar aukaverkanir. Langflestir iðkendur í Íslandshestamennskunni í Svíþjóð, um 85% eftir því sem ég kemst næst, fengu áhuga á hestinum þegar þeir prófuðu alþægan fjölskylduhest eða hestaleiguhest í fyrsta skipti. Sem dæmi um hve miklu þægur og góður töltari getur áorkað vil ég segja stutta sögu. Árið 1993 kom ég til Íslands að leita að hestum til kaups. Ég prófaði meðal annars hryssu sem mér líkaði strax mjög vel við. Hún var þæg, viljug, takthrein á tölti, en hvorki hágeng né rúm. En töltið var í mínum huga svo yndislegt að ég gley-
Markaðsárangur Stjörnu „Stjarna kom til mín í lok nóvember 1993 með flugi. Hún samlagaðist hrossahópnum á fyrsta degi. Ég byrjaði strax að nota hana í hestaleigunni
og það var eins og við manninn mælt, allir sem komu á bak henni upplifðu sömu sælutilfinningu og ég þegar ég prófaði hana á Íslandi. Upp frá þessu hafði ég það fyrir reglu að láta alla sem voru að koma í fyrsta skipti prófa Stjörnu. Hún varð mjög vinsæl og margir vildu kaupa hana. En hún var ekki til sölu. Ég vissi að svona eðlisgott tölt var ekki auðvelt að finna. Ég hef haldið til haga nokkrum tölulegum staðreyndum varðandi Stjörnu, sem eru í stórum dráttum þessar: Stjarna var notuð í tólf ár í hestaleigu og reiðskóla. 613 manns fóru í sinn fyrsta reiðtúr á henni. Af þessum 613 fóru 268 aðilar með mér í sex daga hestaferð til Íslands Af þessum 268 aðilum hafa 123 komið í aðra slíka ferð, einu sinni eða oftar. Af þessum 613 manneskjum eru 96 búnir að fá sér að minnsta kosti einn hest frá Íslandi og nokkrir hafa keypt sér íslenskan hest fæddan í Svíþjóð. Ég hef því miður engar tölur um hversu margir. Ég hef ekki lagt mig eftir að reikna út hve miklum fjármunum Stjarna hefur velt, beint og óbeint. En tel þó að þeir séu umtalsverðir. “ Í samkeppni við svo margt „Hestaleigur og reiðskólar í útlöndum, sem reknir eru
af íslensku kunnáttufólki, er grundvallar forsenda fyrir aukinni nýliðun í Íslandshestamennskunni. Íslenski hesturinn er ekki bara í samkeppni við önnur hestakyn, heldur ýmsa aðra afþreyingu. Við verðum því að vera á staðnum og gera okkur áberandi. Það er heldur ekki sama hvernig við kynnum hestinn fyrir fólki sem er að leita sér að nýju áhugamáli. Í Svíþjóð, til dæmis, er fjöldi reiðkennara sem bjóða upp á hefðbundna kennslu í reiðmennsku, oftast fyrir lengra komna sem hafa áhuga á keppni. Það er gott og gilt og full þörf á þess konar kennslu. En það eru ekki margir sem kenna útreiðar; hvernig á að njóta þess að ríða út á góðum töltara úti í náttúrunni og láta sér líða vel. Það er eitthvað sem öllum finnst skemmtilegt, sama hverrar þjóðar þeir eru. Fæstir sem ríða út á íslenskum hestum, að staðaldri eða í hestaferðum á Íslandi, koma á Landsmót eða heimsmeistaramót. Við þurfum að nálgast þetta fólk eftir öðrum leiðum. Við eigum mikið af hæfu fólki sem getur kynnt og selt íslenska hestinn, og hestatengdar vörur og þjónustu. En við þurfum að hugsa heildarmyndina upp á nýtt og skipuleggja síðan heilsteypt markaðsátak,“ segir Hafliði Gíslason í Svíþjóð. -j.
Reiðmennska/ BS-nám við Hólaskóla
Bætir fagmennsku í hestamennsku Síðastliðið vor útskrifuðust fyrstu 14 nemendurnir með BS gráðu í reiðmennsku og reiðkennslu frá hestafræðideild Hólaskóla. Um er að ræða nám sem hófst 2010 og er samfellt þriggja ára háskólanám. Hlín Christiane Mainka Jóhannsdóttir var einn þeirra nemenda sem útskrifaðist af nýju námsbrautinni í vor. Við spurðum hana í hverju hin nýja námsleið væri frábrugðin þeim eldri? „Það er farið dýpra í bóklegar og verklegar hliðar námsins,“ segir Hlín. „Nemendur fá mun meiri kennslu en í fyrra námi; fleiri reiðtíma og fjölbreyttari nálgun að hestinum. Eins og titill námsins gefur til kynna er megináherslan á reiðmennsku og reiðkennslu. Bóklegu fögin gefa manni mjög breiðan þekkingargrunn í flestum greinum hestamennskunnar; fög eins og hreyfingafræði og þjálfunarlífeðlisfræði. Nokkur áhersla er líka lögð á kennslufræði, til dæmis þroska- og íþróttasálfræði. Einnig er mikið lagt upp úr kenn-sluæfingum; hópkennslu, einkakennslu og sýnikennslu á ýmsum stigum. Einn skemmtilegasti þáttur námsins fannst mér vera þjálfun skeiðhesta. Kennslan á skeiðhestunum byrjar á öðru ári og spannar síðan alveg yfir þriðja árið. Það er farið í almenna þjálfun skeiðhesta, þrekþjálfun, og síðan fengum við æfingu í ýmsum skeiðgreinum. Skólinn á hóp af góðum skeiðhestum og það eru forréttindi að fá að æfa sig á mörgum og mismunandi vekringum. Eitt af því sem er nýjung í þessu námi er áfangi sem snýr að uppbyggingu og þjálfun kynbótahrossa, sem ég tel afar góða viðbót.“
sér skólinn um að útvega hverju okkar níu til tíu mismunandi verkefni, það er að segja hesta, og það þarf ekki lengur að koma með klárhest á þriðja árinu eins og í gamla náminu.“
Ekki bara kostnaður
„Hesturinn á fyrsta árinu þarf fyrst og fremst að búa yfir hreinum gangtegundum, vera þjáll og í andlegu jafnvægi, en þarf ekki endilega að vera vakur eða með getu á keppnisvelli. Alhliðahesturinn á þriðja árinu þarf að vera með góðar gangtegundir, vera þjáll og búa yfir afkastagetu á skeiði. Það þarf að vanda sig við val á þeim hesti og byrja snemma að leita. Mikilvægt er að hesturinn sé laus við vandamál, vel uppbyggður og sterkur. Sumir nemendur komu með sama hest á þriðja árið og þeir voru með á fyrsta árinu, sem gaf að mínu mati góða raun. Nokkrir nemendur fengu lánaða hesta fyrir þriðja árið en aðrir sáu tækifæri í því að kaupa sér góðan hest til þess að byggja upp sem keppnishest. Vissulega kostar það sitt en eftir þetta nám eru hrossin orðin það mikið tamin að ég tel möguleika á sölu ansi góða.
Það er líka gott að geta komið fram með vel þjálfaðan keppnishest stax eftir námið fyrir þá sem ætla sér út í atvinnumennsku. Varðandi kynbótahrossið, sem kemur inn eftir áramót á þriðja árinu, þá voru margir með það hross í þjálfun fyrir aðra og þurftu því ekki endilega að borga með því. Aðrir komu með sitt eigið hross og nýttu sér aðstoð kennarans til þess að undirbúa það fyrir sýningu.“
Skiljanlegt útlendingum
Eiga nemendur af nýju brautinni meiri starfsmöguleika? Meiri réttindi til áframhaldandi náms? „Ítarlegra og víðfeðmara nám ætti að bæta undirbúning nemenda og gera þá að enn betri fagmönnum og þar með auðvelda þeim að hasla sér völl í atvinnulífinu. BS gráðan opnar líka möguleika til framhaldsnáms, til dæmis mastersnáms eða til kennsluréttinda, og þar með hljóta að skapast fjölbreyttari atvinnumöguleikar. Mér finnst í raun alveg magnað að reiðmennskuog reiðkennaranám skulu vera komið það langt á Íslandi að það sé hægt að taka fyrstu háskólagráðu. BS gráðan sem slík er skil-
Hlín Christiane Mainka Jóhannsdóttir. Mynd/Hólaskóli
janleg útlendingum og hún veitir aðgang að erlendum háskólum. Þetta eru að mínu mati tímamót, en reynslan verður að leiða í ljós hvert þetta leiðir. Hitt er svo annað að framgangur hvers og eins nemanda byggir á einstaklingnum sjálfum. Hver er sinnar gæfu smiður.“
Andlega og líkamlega krefjandi
Áttu einhverjar ráðleggingar til fólks sem er að velta fyrir sér að
fara í þetta nám? „Námið er bæði andlega og líkamlega krefjandi og best er að gefa sig allan í verkefnið á meðan á því stendur. Að taka knapamerkin er eflaust góður undirbúningur og einnig að safna reynslu í að temja og þjálfa mismunandi hestgerðir. Það flýtir mikið fyrir að geta lesið ensku og fyrir þá sem koma erlendis frá er góð íslenskukunnáttu æskileg. Síðast en ekki síst er gott að tileinka sér jákvætt hugafar; koma á staðinn til þess að læra.“
Nám er fjárfesting
Er nýja námsbrautin að einhverju leyti hagkvæmari og skilvirkari en sú eldri? Er hún dýrari eða ódýrari? „Ég hef ekki kostnaðagreiningar á eldra náminu og get því ekki svarað þessu. Sjálf lít ég ekki á nám sem kostnað, heldur sem fjárfestingu til framtíðar. En mér finnst líklegt að að það sé skilvirkara að fá háskólagráðu og útskrifast með BS próf í stað diplómaprófs,“ segir Hlín. -En þurfa nemendur að verða sér úti um dýra gæðinga líkt og á eldri brautinni til að geta lokið náminu? „Mikið af reiðkennslunni fer fram á hestum skólans. En á þeim þrem árum sem námið spannar þarf nemandinn sjálfur að skaffa þrjá hesta. Á fyrsta ári þarf hann að koma með góðan reiðhest og síðan alhliðahest og kynbótahross á þriðja ári. Á öðru árinu Hópurinn sem útskrifaðist með BS-gráðu í tamningum og reiðkennslu í vor. Víkingur Gunnarsson er fremst á myndinni. Mynd/Hólaskóli
19
Hestablaðið SEISEI
Hestablaðið SEISEI
Matthíasss.: Sigurður V. tar/Fasteignahú ur. æk ák ar m ss or ro K H r r sa vekara nsson og Balta Vígreifir sigur , Sigurpáll Svei on ss ur ld Ba son, Baldur
Sigrún Þóroddsdóttir veitti viðtöku ávísun fyrir hönd Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Sigurlið Hrossaræktar og Fasteignahússins fylkir sér á bak við hana.
Lið Hjarðartúns
Hressasta liðið, Endurskoðun og reikningsskil, ásamt veislustjórum og mótsstjóra: Einar Öder Magnússon, veislustjóri, Guðmundur Friðrik Sigurðsson, Sigurður T. Sigurðsson, Ragnhildur Haraldsdóttir, Siggi Hlö., Magnús Benediktsson, mótsstjóri, og Telma Tómasson, veislustjóri.
Félagsmál/ Að láta gott af sér leiða
Landsmót hestamanna í golfi Landsmót hestamanna í golfi var haldið á Strandarvelli við Hellu í september. Það eru hinir kunnu hestamenn Sigurður Halldórsson í Andvara og Magnús Benediktsson í Geysi sem stóðu fyrir uppákomunni og ætlunin er að mótið verði árviss viðburður. Ólíklegt er þó að það verði undir sama nafni. Landsmót hestamanna er skrásett vörumerki og menn þar á bæ voru ekki kátir, þrátt fyrir að málsstaðurinn væri góður. Þeir félagar fengu bréf frá Landsmóti ehf. þar sem óskað er eftir að þeir hætti að nota nafnið, annars komi til frekari aðgerða. Sigurður og Magnús hafa báðir fengið að reyna hvað það er að standa við dauðans dyr. Sigurður fékk krabbamein, sem honum tókst að sigrast á, og Magnús var hætt kominn í skurðaðgerð þegar stór æðagúll sprakk í höfði hans og honum var næstum blætt út. „Það breytist margt í lífinu eftir svona reynslu,“ segja þeir félagar. „Gildismatið verður annað. Þegar þú lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að treysta algjörlega á aðra og þú veist ekki hvor t 20
þú nærð fullri heilsu aftur, þá fyllistu auðmýkt. Við vorum heppnir og erum nánast jafngóðir. Þess vegna viljum við nota kraftana og láta gott af okkur leiða. Við tókum þátt í svipuðu móti í Hveragerði 2010, sem var meira til gamans. En okkur fannst hugmyndin góð og útfærðum hana upp á nýtt.“ Um er að ræða samkomu þar sem allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Að þessu sinni var það Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á Íslandi sem fékk bróðurpar tinn af innkomunni, 1280
þannig að það eru fjórir í liði. Hver t lið getur valið sér tvo alvöru golfara, en síðan er skylda að það sé einn hestamaður og einn þjóðþekktur einstaklingur. Okkur gekk mjög vel að fá þekkt fólk til liðs við verkefnið og ekki síður hestamennina. Nítján lið tóku þátt í mótinu, alls sjötíu og sex spilarar, þannig að til skiptanna voru 1,9 milljónir króna, auk þess sem málverk eftir Ragnhildi Sigurðardóttur, golfara og hestakonu, seldist á uppboði á mótinu fyrir 500 þúsund krónur.“
þúsund krónur, fjölskylda í Mosfellsbæ þar sem báðir foreldrar lentu í alvarlegum hremmingum fékk 500 þúsund krónur og Anna Rebekka, sem lamaðist eftir hestaslys við tamningar í fyrra, fékk 320 þúsund krónur. Út fyrir boxið „Þetta var í alla staði frábær Nítán liða keppni dagur,“ segja þér félagar og „Mótið er liðakeppni þar eru greinilega þakklátir fyrir sem einstaklingar og fyrir tæ- hve vel tókst til. „Allir skemki geta keypt sér rétt til að mtu sér konunglega og voru taka þátt fyrir 100 þúsund þakklátir fyrir að fá að taka krónur. Við byggðum kepp- þátt í að leggja góðum málum nina á svokölluðu Texas lið. Mótið stóð allan daginn Scramble kerfi. Okkar út- og um kvöldið var hátíðarfærsla er í stórum dráttum kvöldverður. Það er ástæða
til að geta þess sérstaklega að allir sem að þessu komu gáfu vinnuna sína, þar með taldir matreiðslumenn og fyrir tæki sem gáfu hráefni og dr ykki. Við viljum taka það sérstaklega fram að það var alls ekki tilgangurinn að ögra einum eða neinum með nafninu á mótinu. Okkur þótti þetta einfaldlega svolítið sniðugt og til þess fallið að vekja athygli og vonandi fáum við LH og Landsmót ehf. í lið með okkur næst. Það er líka nauðsynlegt að stíga út fyrir boxið annað slagið. Það var virkilega gaman að sjá hve fólk var fljótt að ná saman og örugglega hafa orðið til einhver ný vinasambönd. Og síðan er bara að víkka út viðburðinn, hver veit nema að næsta uppákoma verði Landsmót golfara í 150- og 250 metra skeiði,“ segja þeir félagar brosandi. -j.
ni
Kokkarnir Gunni og Jon
Lilja Pálmadóttir, lengst tll hægri, keypti málverk af Hnokka frá Fellskoti á uppboði á 500 þúsund krónur. Málarinn er Ragnhildur SIgurðardóttir, sem er lengst til vinstri.
Hið vaska lið Þjó ðólfshaga þótti sig urstranglegt, en va sem jafnar leikinn r með litla forgjö í golfinu. f,
James Dean yngri
Anna Rebekka Einarsdóttir Öder, sem lamaðist í hestaslysi í fyrra, hlaut 320 þúsund krónur í styrk frá mótinu.. Sigurður Halldórsson er lengst til hægri.
21
Hestablaðið SEISEI
LH fréttir
Hestablaðið SEISEI
Hestamennska/ Hestar og heilsa á Finnsstöðum
Formannafundur Formannafundur LH er á næsta leiti en hann verður haldinn föstudaginn 8. nóvember n.k. í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. Dagskrá fundarins er hefðbundin, farið verður yfir skýrslu stjórnar og reikninga sambandsins og skýrslur nefnda, auk þess sem Æskulýðsbikar LH verður afhentur því félagi sem þykir hafa skarað fram úr í æskulýðsmálum árið 2013. Verkefni fundarins er að fá málsvara hestamanna af öllu landinu saman á einn stað til að vinna að þeim málum sem brenna á hestamönnum í dag og er hann því vettvangur félagsmanna til góðra verka fyrir heildina. Uppskeruhátíð Hin árlega uppskeruhátíð hestamanna verður haldin 9. nóvember á Broadway. Þar er annar vettvangur hestamanna til að koma saman og taka spjallið á léttu nótunum og eiga skemmtilega kvöldstund saman. Knapar ársins verða heiðraðir fyrir góðan árangur sinn á árinu, auk þess sem LH heiðrar sérstaklega aðila sem hafa með framlagi sínu stutt við framgang Íslandshestamennskunnar með einum eða öðrum hætti. Davíð og Stefán verða veislustjórar og einnig með skemmtiatriði. Það verður síðan Helgi Björns og hlómsveit sem spila undir þét- Benedikt Líndal er vel þekkur í Íslandshestaheiminum sem reiðkennari og reiðtygjaframleiðandi. tum dansi fram á nótt. Miðasala er á Broadway og nánari upplýsingar einnig á vef LH, www.lhhestar.is. Reiðleiðir um landið Kortasjáin er öflugt verkfæri sem allir hestamenn hafa aðgang að. Kortasjáin er ört stækkandi og nú er heildarlengd reiðleiða á skrá orðin tæplega 10.000 km. Í Kortasjánni má skoða reiðleiðir um landið sem eru inni á aðalskipulagi sveitarfélaganna og hlaða niður GPS skrám þeirra leiða sem menn óska á einfaldan hátt. Með hjálp Kortasjárinnar má því á einfaldan hátt skipuleggja lengri og styttri hestaferðir á ansi nákvæman og öruggan hátt. Kortasjáin er aðgengileg öllum á vef LH, www.lhhestar.is og það eru þeir Halldór H. Halldórsson og Sæmundur Eiríksson í samgöngunefnd LH sem stýra þessu góða verkefni. FEIF viðburðir á Íslandi 7. – 9. febrúar á næsta ári verður aðalfundur FEIF haldinn á Íslandi á Reykjavík Natura hótelinu. Þar munu saman koma allir þeir sem starfa fyrir sambandið, stjórn þess, starfsfólk og starfsnefndir. Við Íslendingar eigum okkar fulltrúa í stjórn og nefndum FEIF, til að mynda er Gunnar Sturluson varaformaður, Sigurður Sæmundsson í íþróttanefnd, Halldór Gunnar Victorsson í íþróttadómaranefnd, Guðlaugur V. Antonsson í kynbótanefnd, Sigbjörn Björnsson og Þorvaldur Kristjánsson í kynbótadómaranefnd, Herdís Reynisdóttir í menntanefnd, Helga Björg Helgadóttir í æskulýðsnefnd, Samúel Örn Erlingsson í nefnd um frístundahestamennsku og Sigurður Ævarsson í gæðingakeppnisnefnd. 11. – 20. júlí á næsta ári verður FEIF Youth Cup haldið að Hólum í Hjaltadal. Um 170 þátttakendur frá aðildarlöndum FEIF halda þá heim að Hólum og munu stunda hestamennsku frá morgni til kvölds og á lokahelginni fer fram keppni milli hópa. Sannarlega spennandi upplifun framundan hjá tilvonandi þátttakendum á aldrinum 14-17 ára. Opnað verður fyrir umsóknir í mars/apríl á næsta ári og mun skrifstofa LH senda út tilkynningu þess efnis þegar að því kemur. Það er æskulýðsnefnd LH sem sér um skipulagningu og framkvæmd viðburðarins í samstarfi við FEIF. Landsmótið ekki til láns „Landsmót hestamanna er skráð vörumerki og verðmætt sem slíkt. Það verður ekki lánað og ekki liðið að Pétur og Páll noti það að vild,“ segir Haraldur Þórarinsson, formaður LH og Landsmóts hestamanna ehf.. Fyrr í haust var auglýstur viðburðurinn „Landsmót hestamanna í golfi.“ Það gerðu hinir góðkunnu hestamenn Sigurður Halldórsson og Magnús Benediktsson og tilgangurinn að safna fé til góðgerðarmála. Haraldur gerði athugasemd símleiðis og þeir félagar fengu síðan sent bréf frá Landsmóti ehf. hvar ítrekað var að óheimilt væri að nota vörumerkið og gripið yrði til frekari aðgerða ef því yrði ekki hætt. Haraldur segir að tilgangur þeirra félaga sé virðingarverður og hann styðji þá heilshugar. „En við hestamenn verðum að bera virðingu fyrir Landsmótinu okkar. Við megum ekki umgangast það af léttúð. Það verður fljótt að þynnast út ef við skeytum nafninu við fjölda annarra viðburða, jafnvel þótt tilgangur þeirra sé góður.“
22
Í NAFLA ALHEIMSINS Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir á Stað í Borgarfirði hafa keypt jörðina Finnsstaði í Eiðaþingá á Héraði. Þau munu flytja búferlum austur næsta vor og halda þar áfram að byggja upp sameiginlegt fyrirtæki sitt, sem byggir á hugtakinu samspil, eða Harmony.
Tamningar, þjálfun og hrossarækt, ásamt framleiðslu reiðtygja og kennsluefnis, verður áfram fyrirferðamikill þáttur í starfseminni. Allir hestamenn þekkja Benny´s Harmony hnakkana, kennslumyndirnar Frumtamning og Þjálfun, og bókina Samspil
nuseyði Ævars, sem margir hafa notað í baráttu sinni við krabbamein og telja sig eiga líf sitt því að launa. Lækningamáttur þess hefur verið staðfestur af Raunvísindastofu HÍ í ónæmisfræði. Sigga mun bjóða upp á ýmis konar námskeið á Finnsstöðum í
daga námskeið í hestamennsku þar sem tilgangurinn er sá að rifja upp hvers vegna við byrjuðum í hestamennsku. Áhersla verður lögð á frjálsleika, skilning og samspil; gagnkvæma ánægju manns og hests. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa sig áfram við nýjar aðstæður og með aðra hesta en þeirra eigin. Íslenskir þátttakendur geta komið með eigin hesta ef þeir vilja. Það er ákaflega fallegt hér, skemmtilegar reiðleiðir og góð kennsluaðstaða. Þetta verður mjög afslappað, en samt markvisst. Rík áhersla verður lögð á rétt samskipti manns og hests. Það verða fyrirlestrar, léttir reiðtúrar, æfðar gangtegundir, ásamt slökun og hestaspjalli, heitum potti, varðeldi, og síðast en ekki síst heimalöguðum kjarngóðum íslenskum mat beint frá býli.“
Finnskir galdramenn
Sigríður Ævarsdóttir notar íslenska hvönn í lúpínuseyðið ásamt öðru.
sem kom út í kjölfar myndanna. Jafnframt verður aukinn kraftur settur í ýmiskonar námskeið sem sameina hugmyndir þeirra hjóna um hestvænar kennsluaðferðir og mannræktarsjónarmið. Sigga er alþýðulistakona og menntaður hómópati frá College of Practical Homoeopathy frá London. Hún hefur framleitt póstkort og málverk undir merkinu Kúnsthandverk. Hún hefur einnig tekið við keflinu af föður sínum Ævari Jóhannessyni í framleiðlu á lúpínuseiði, Lúpí-
tengslum við heilsu og mannrækt. Höfðað er jafnt til Íslendinga sem útlendinga og gistiaðstaða verður á Finnsstöðum fyrir hópa.
Fimm daga samspil
„Markmiðið er að ganga skrefinu lengra í þeirri hugmyndafræði sem hefur verið grunnurinn í okkar starfi; að vera í tengslum við umhverfið og náttúruna og vinna með hesta á þann hátt að bæði maður og hestur hafi gaman að,“ segir Benedikt. „Við munum meðal annars bjóða upp á fimm
Finnsstaðir eru skammt frá Egilsstöðum, í nafla alheimsins eins og segir á heimasíðunni, og liggur að Lagarfljóti. Jörðin er um 700 hektarar með fjallendi. Sagan segir að nafnið megi rekja til þess að Finnskir lappneskir galdramenn hafi verið fengnir til að koma Lagarfljótsorminum fyrir kattarnef. Ekki hafi það þó tekist en viðureignin endað með því að þeir náðu að tjóðra hann við botn fljótsins fyrir neðan bæinn, sem síðan var kenndur við Finnana. Því má bæta við að Benni og Sigga verða ekki í slæmum félagsskap, því á Finnsstaðaholti búa myndlistar- og hestamennirnir Pétur Behrens og Marietta Maissen. Á heimasíðu Benna og Siggu, www.inharmony.is, eru ítarlegar upplýsingar um væntanlega starfssemi á Finnsstöðum. -j.
23
HESTABLAÐIÐ Október 2013 - 1. tbl. 1. árgangur
Ýkt og logið Af Winchester fóbíu
Hestavernd VÍS tryggir hestinn þinn
E N N E M M / S Í A / N M 5 972 9
Hafliði Halldórsson á Ármótum er ástríðu veiðimaður. Hvort heldur með stöng eða skotvopni. Sparar hann ekkert til svo veiðiskapurinn verði sem árangursmestur og ánægjulegastur. Á bóluárunum keypti hann hvolp af veiðihundakyni. Því besta sem til er hér á landi og sennilega víðar. Kaupverðið var aldrei gefið upp en talið að það hafi verið gæðingsverð. Hvolpurinn var kátur og mannblendinn og vandi komur sínar á næstu bæi, þar á meðal Eystra-Fróðholt. Þar býr Ársæll Jónsson, oftast kenndur við Bakk-akot. Ársæli leiddist hvolpurinn og fleðulæti hans. Einn morgunn er hvolpurinn var á hlaðinu tók bóndi fram riffil og skaut úr dyragættinni á plóg, sem stóð þar nærri. Það kom mikill hvellur og söng í. Skotið hljóp af plógnum og í hundinn, sem gólaði hátt og þaut byssubrenndur heim á leið. Hann kom ekki oftar að Eystra-Fróðholti. Veiðitímabilið hófst og tímabært að gera hvolpinn að veiðihundi. Hafliði lagðist í skurð við einn kornakur sinn og hafði hundinn með. Í birtingu kom þykkt ský af gæsum til lendingar á akurinn. En um leið og Hafliði hleypti af fyrsta skotinu gólaði hundurinn og hljóp heim ólmur mjög. Gekk þetta svona nokkra morgna. Hund-urinn vandist ekki skotunum. Hafliði hafði samband við besta fáanlega hundatemjara. Kostnaður skipti ekki máli. Sá kom að Ármótum til að reyna koma vitinu fyrir hundinn. Allt kom fyrir ekki, sama hvaða ráðum temjarinn beitti. Um leið og hundurinn sá skotvopn eða heyrði skothvell, gól hann og hljóp heim trylltur af hræðslu. Engan botn fékk temjarinn í hegðun hundsins, en sú saga gekk á Rangárvöllum að hann hafi að líkindum verið með svokallaða Winchester fóbíu.
Hið óvænta gerir ekki boð á undan sér og því mikilvægt að hafa hestinn rétt tryggðan. Góðhestatrygging er góður kostur fyrir þá sem vilja tryggja hestana sína en hún er samsett úr líf- og afnotamissistryggingu. Sjúkrakostnaðartrygging færir hestinum bestu meðhöndlun sem völ er á ef hann veikist eða slasast. Auk
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
góðhestatryggingar og sjúkrakostnaðartryggingar fyrir hesta býður VÍS upp á reiðhestatryggingu, kynbótahryssutryggingu, takmarkaða líf tryggingu, ófrjósemistryggingu fyrir stóðhesta og ábyrgðartryggingu. Dýravernd VÍS tryggir einnig ketti og hunda og hún kostar minna en þú heldur. VÍS – þar sem tryggingar snúast um fólk.