Vikurfrettir 32 2017

Page 1

• fimmtudagur 27. júlí 2017 • 30. tölublað • 38. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Nýir nemendur daglega!

Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla með Helga Arnarssyni, Kjartani Má Kjartanssyni og Guðlaugi H. Sigurjónssyni frá Reykjanesbæ og Birki Kúld, byggingarstjóra frá Hýsi .

Nýtt skólahúsnæði á þremur vikum

■■Allt upp í fimm nemendur hafa bæst við í hópinn í Háaleitisskóla síðustu daga, mest börn sem sum eru ekki einu sinni komin með kennitölu því þau væru nýkomin í bæinn. „Já, það bætist við á hverjum degi. Þetta eru nánast allt börn innflytjenda sem eru komin í vinnu á svæðinu, aðallega Keflavíkurflugvelli. Við höfum verið með krakka frá mörgum löndum og það hefur gengið ótrúlega vel fyrir þau og okkur að samlagast í skólanum,“ segir Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri. Hún sagði að ráðningar starfsfólks hafi gengið mjög vel, bæði í fyrra og núna. Helgi Arnarsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar segir að vel hafi gengið að ráða kennara í skóla bæjarins og hlutfall menntaðs starfsfólks hafi aukist. Fjölgun nemenda sé í öllum skólum bæjarins en þeir fá núna í fyrsta skipti ókeypis námsgögn. Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri Akurskóla sýndi blaðamönnum VF og forráðamönnum Reykjanesbæjar stækkun og breytingar í Háaleitisskóla. Starfið hefur gengið vel og því hægt að brosa breitt. VF-myndir/pket.

●●Uppsetning á mettíma í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. Reykjanesbær hefur þurft að bregðast hratt við auknum íbúafjölda

FÍTON / SÍA

„Okkur líst mjög vel á þetta og það verður gaman að hefja skólastarfið þarna í næstu viku,“ segir Sigurbjörg Róbertsdóttir skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ en síðustu þrjár vikur hefur verið unnið við uppsetningu tímabundins skólahúsnæðis fyrir 1.-3. bekk í Innri-Njarðvík en húsnæðið er byggt úr einingum sem koma frá Slóveníu og er þetta fyrsta hús sinnar tegundar hér á Íslandi. Ástæða nýju skólabyggingarinnar er ört vaxandi íbúafjöldi á svæðinu og því þurfti Reykjanesbær að bregðast hratt við. Í dag er nemendafjöldinn í 1.-3. bekk í Akurskóla kominn í 80 og enn er verið að skrá inn nýja nemendur, húsnæðið miðast hinsvegar við að geta tekið við 120 börnum. Nemendur við skólann eru börn sem eru búsett í Dalshverfi 1 og 2. Tækjabúnaður skólans er góður en kennarar munu meðal annars nota Smart töflur við kennslu. Samrými er í skólanum sem mun vera nýtt sem mötuneyti ásamt því að þar munu verkgreinar vera kenndar og þar mun 1.-3. bekkur blandast saman í kennslustund. Í salnum verða felliborð en þannig mun gólfflöturinn nýtast til fulls og minni þörf er á geymslurými. Íþróttakennsla fer einnig fram í salnum einu sinni í viku ásamt því að nemendur fara í Akurskóla í íþróttir

einföld reiknivél á ebox.is

og sund. Í skólabyrjun mun útisvæði sem er í tveggja mínútna göngufjarlægð frá skólanum verða nýtt til íþróttakennslu. Kostnaður við bygginguna er í kringum 150 milljónir með allri jarðvinnu og koma allar einingarnar tilbúnar þar á meðal með pípulögnum sem sparar heilmikinn tíma en það kemur sér vel þar sem að skólinn mun taka á móti nýjum nemendum á þriðjudag í næstu viku. Þegar blaðamenn litu við í vikunni voru starfsmenn að vinna á fullu við það að koma öllu í sitt horf fyrir skólabyrjun en næst á dagskrá var meðal annars að malbika útileikjasvæðið og setja þar leiktæki. Háaleitisskóli sem staðsettur er á Ásbrú hefur einnig þurft að stækka við sig vegna fólksfjölgunar en í dag eru um sextíu fleiri nemendur skráðir í skólann en á sama tíma og í fyrra

og mun sú tala eflaust fara hækkandi á næstu dögum. Þar hefur vinna við endurbætur á húsnæði gamla grunnskóla varnarliðsbarna staðið yfir undanfarna mánuði en sex nýjar kennslustofur bætast við nú í skólabyrjun. Anna S. Guðmundsdóttir, skólastjóri, sagðist afar ánægð með stöðuna í skólanum en hann hefur stækkað með hverju árinu og vel hafi gengið að ráða starfsfólk. „Ég er með frábæra kennara og starfsfólk, það eru allir mjög jákvæðir og starfið gengur vel í vaxandi skóla.“ Reykjanesbær fer ört stækkandi og í dag eru skráðir 2319 nemendur í Reykjanesbæ. Sú tala getur og mun líklega hækka eitthvað þegar nær dregur skólasetningu. Til viðmiðunar voru á sama tíma fyrir ári skráðir 2213 nemendur í grunnskólum Reykjanesbæjar.

Nýja skólahúsnæði Akurskóla í Innri-Njarðvík.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Mikil óvissa vegna kísilvers í Helguvík ●●Ekki vitað hvernig fer með 160 millj. kr. skuld við Reykjanesbæ. United Silicon fékk greiðslustöðvun „Það er mikil óvissa í kringum marga þætti sem snúa að United Silicon sem er ekki hægt að svara núna. Það var nýbúið að semja um 160 milljóna króna skuld vegna gatnagerðargjalda og það skýrist á næstu þremur vikum hvernig það fer, hvar sú krafa verður í röðinni. Það þarf að koma málum í lag hjá verksmiðjunni og koma í veg fyrir þessa mengun sem veldur íbúum óþægindum. Þetta ástand gengur ekki lengur,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri en í vikunni fékk United Silicon heimild til greiðslustöðvunar sem miðar að því að ná bindandi nauðasamningum við lánadrottna. Ástæðan eru erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík sem rekja má til síendurtekinna bilana í búnaði sem valdið hafa félaginu miklu tjóni. Vegna þessara rekstrarerfiðleika var fyrirsjáanlegt að félagið myndi að óbreyttu eiga erfitt með að standa í skilum við lánardrottna og yfirvofandi eru aðgerðir einstakra kröfuhafa ef ekki verður brugðist við án

tafar. Nýfallinn gerðardómur í deilu félagsins við ÍAV eykur enn á þessa óvissu en samningar um uppgjör þeirra skulda sem þar var tekist á um hafa ekki borið árangur, segir í frétt frá fyrirtækinu. Það er mat stjórnar félagsins að með greiðslustöðvun megi skapa ráðrúm til að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til að koma rekstri verksmiðjunnar í eðlilegt horf. Markaðshorfur fyrir afurðir verksmiðjunnar eru góðar og verð hefur farið hækkandi. Framtíðarhorfur eru því vænlegar að því tilskyldu að unnt verði að afla aukins fjármagns, semja við lánardrottna og endurskipuleggja reksturinn. Nauðsynlegt var að fá heimild til greiðslustöðvunar til að freista þess að rétta við rekstur félagsins og ná samningum og samstarfi við lánardrottna með það að markmiði að ná bindandi nauðasamningum.


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Frá Svartsengi.

Kennarar fræddir um hinseginleika Endurmenntunardagar fyrir grunnskólakennara í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði hafa staðið yfir að undanförnu en síðasta skólaár var Hinseginfræðsla í nokkrum skólum Reykjanesbæjar. Helgi Arnarsson, sviðsstjóri Fræðslusviðs Reykjanesbæjar, segir í

samtali við Víkurfréttir að mikilvægt sé að starfsfólk skólanna fái fræðslu til þess að geta tekið umræðu um þessi mál með nemendum sínum. „Við munum svo skoða það á næstunni með skólastjórnendum hvernig við munum haga fræðslu til nemenda.“

VIÐBURÐIR ÚTSVARSLIÐ 2017-18 Reykjanesbær tekur þátt í Útsvari, spurningaþætti RUV í vetur og biður bæjarbúa að senda inn tillögur að fulltrúum okkar í keppninni. Tillögur skulu sendar á menningarfulltrui@reykjanesbaer.is fyrir 25. ágúst. SKÓLASETNING GRUNNSKÓLANNA Skólasetning grunnskólanna í Reykjanesbæ fer fram þriðjudaginn 22. ágúst. Nánar um tímasetningu og fyrirkomulag er að finna á heimasíðum skólanna. Sækja þarf um frístundavistun fyrir börn í 1. – 4. bekk á mittreykjanes.is. SÝNINGARLOK Í DUUS SAFNAHÚSUM Á sunnudag er síðasti sýningardagur þessara sýninga: A17 – Íslensk abstraktmyndlist í upphafi 21. aldar. Þeir settu svip á bæinn, 80 ára afmælissýning skátafélagsins Heiðabúa. BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR Óskað er eftir munum fyrir sýningu um körfuknattleik í Keflavík og Njarðvík. Tekið er við munum í afgreiðslu safnsins.

LAUS STÖRF

Erfitt að koma orkuverkefnum áfram þó farið sé eftir leikreglum ●●„Vöntun á orku til gagnavera,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að það hafi verið þröngt um orku undanfarið þó svo að mikil uppbygging hafi verið undanfarin ár. Framleiðsluaukning hafi ekki verið í sama takti og verið lítil. Ásgeir segir að það sé mikilvægt að hugsa fram í tímann. „Ef við ætlum að halda áfram að þjóna samfélaginu með jarðvarma og vatnsafli, þá taka þau verkefni alltaf mjög langan tíma í undirbúningi og framkvæmdum,“ segir Ásgeir. Hann segir að verkefnin taki á bilinu 10 til 15 ár og því þurfi að hugsa vel fram í tímann til að hafa tiltekið magn af orku til reiðu. „Þess

vegna verðum við að vita í dag hvaðan rafmagnið á að koma sem við ætlum að nota árið 2030.“ Orkukverkefni í nýtingarflokki núna segir hann vera í þokkalegum farvegi. „Það er þannig að öll þessi verkefni eru unnin eftir þeim reglum sem samfélagið hefur sett, sem við köllum stundum í daglegu tali leikreglur lýðræðisins. Það er kannski búið að fara í gegnum umhverfismat og haldnir hafa verið kynningarfundir, sem fáir ef einhverjir mæta á. Síðan hefjast umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, gjarnan mótbárum, þegar búið er að fara í gegnum þetta lögboðna ferli. Þetta á jafnt við um orkuframleiðslu-

verkefni og orkuflutningsverkefni. Þetta er frekar þungt í vöfum og erfitt er að koma verke f nu m áf r am , en þau fara bara eftir leikreglum kerfisins,“ segir Ásgeir og bætir því við að enginn sé að fara að byggja álver á þessu landi. Kísiliðnaður sé í uppbyggingu en þau verkefni séu ekki öll búin að fá nægjanlega orku. Þá hafi að undanförnu verið vöntun á orku, til dæmis til orkuvera.

UMHVERFISSVIÐ Starfsmaður í þjónustumiðstöð FRÆÐSLUSKRIFSTOFA Sálfræðingur HOLTASKÓLI Umsjónarkennari á miðstigi AKURSKÓLI Stuðningsfulltrúar LEIKSKÓLINN HEIÐARSEL Leikskólakennari FJÖRHEIMAR Starfsmaður í hlutastarf UMHVERFISSVIÐ Verkstjóri í þjónustumiðstöð VELFERÐARSVIÐ Starfsmaður á heimili fatlaðra barna Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

ALLTAF PLÁSS Kalka með nýtt útboð Í B Í L N UM

DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.

SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900

FINNDU OKKUR Á FACEBOOK

vegna breytinga á sorpflokkun

Á stjórnarfundi Kölku í síðasta mánuði lagði Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku, fram bréf sem sent var þeim fyrirtækjum sem eru verktakar í sorphirðu, gámaflutningum, efniskaupum o.fl. Þessi fyrirtæki eru Hópsnes ehf., Íslenska gámafélagið ehf. og Hringrás ehf. Jón segir í samtali við Víkurfréttir að ástæðan fyrir þessu bréfi sé sú að samningstími þessara vertaka við Kölku renni út í lok janúar 2018 en verður framlengdur ef ekki kemur til formlegar uppsagnar. „Öll verkefni verða í framhaldinu boðin út og er miðað við að nýr samningstími til fimm ára hefjist 1. febrúar 2018. Með þessu nýja útboði er gert ráð fyrir nokkrum breytingum, m.a. vegna aukningar á flokkun úrgangs við heimili,“ segir Jón.

Engir innkaupalistar á skólasetningum grunnskólanna

Grunnskólarnir í Reykjanesbæ verða allir settir þriðjudaginn 22. ágúst næstkomandi en Reykjanesbær mun bjóða nemendum upp á frí námsgögn á komandi skólaári. Í haust verða því engir innkaupalistar, en foreldrar þurfa samt sem áður að sjá börnum sínum fyrir skólatösku, sund- og íþróttafatnaði ásamt ritföngum til afnota heima fyrir.


Nærbuxur,

1499,-


4x1,5l

Enginn

SYKUR

115 kr. 2 l

598

Bónus Kolsýrt Vatn 2 lítrar, 2 teg.

Coca-Cola Zero Kippa, 4 x 1,5 l

kr. 4x1,5l

3x250ml

KOMIÐ AFTUR Nocco Tropical

298

249

Bic Mega-Lighter Kveikjari

Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml

kr. stk.

kr. 330 ml

398 kr. 3x250ml

MS Hleðsla Íþróttadrykkur, 3x250 ml

Íslensk

Framleidsla

250

blöð á rúllu

598 kr. 9 rl.

Bónus Salernispappír 3 laga, 9 rúllur Verð gildir til og með 20. ágúst eða meðan birgðir endast


Íslenskur

KJÚKLINGUR á góðu verði

1.795 kr. kg

695

695

Bónus Kjúklingur Ferskur, heill

Bónus Kjúklingaleggir Ferskir

kr. kg.

Bónus Kjúklingabringur Ferskar

kr. kg.

GOTT VERÐ Í BÓNUS

NÝTT Í BÓNUS

Matarmikil súpa

Matarmikil súpa

Aðeins að hita

Aðeins að hita

FULLELDUÐ

FULLELDUÐ

498 kr. pk.

1.598 kr. 1 kg

1.498 kr. 1 kg

Bónus Vínarpylsur 98% kjöt, 10 stk., 500 g

Mexíkósk Kjúklingasúpa 1 kg

Íslensk Kjötsúpa 1 kg

798 kr. kg.

KS Lambabógur Heill, frosinn

ÍSLENSKT

Ungnautakjöt

1.398 kr. kg

2.998 kr. kg

998

Nautaveisla Nautgripahakk Ferskt, Spánn

Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk

KS Lambaleggir Frosnir

kr. kg.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar

Berst um á hæl og hnakka til að ná í nýjustu bækur Ragnars Jónassonar

Sigurlaug Gunnarsdóttir byrjaði ekki að lesa af alvöru fyrr en hún hætti að vinna og hefur sannarlega nýtt þann tíma vel. Hún er fastagestur í Bókasafni Reykjanesbæjar og fer til dæmis aldrei í bústaðinn án þess að „nesta sig upp“ í safninu. Sigurlaug var að ljúka við bókina Þrjár mínútur eftir sænsku höfundana Roslund og Hellström. Hún les mikið af glæpasögum en þykir stundum nóg um hryllinginn sem finna má í nokkrum þeirra. Hún situr auðvitað ekki auðum höndum og byrjaði nýverið á bókinni Brestir sem er nýjasta bók Fredriks Back-

manns en hann skrifaði einnig bókina Maður sem heitir Ove, en samnefnt leikrit var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 2016. Aðspurð um sína eftirlætis bók hugsar Sigurlaug sig vandlega um og segir svo: „Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er nú bara bók allra tíma. Ég grenjaði úr mér augun þegar ég las hana fyrst sem barn. Pollýanna eftir Eleanor H. Porter er líka dásamleg bók en hún kennir okkur að vera bjartsýn, sem er svo mikilvægt.“ Það stendur ekki á svörum þegar Sigurlaug er spurð um sinn eftirlætishöfund. „Ragnar Jónasson. Ég berst

um á hæl og hnakka til að ná nýjustu bókunum hans.“ Sigurlaug les mest af þýddum norrænum glæpasögum en segir þær ekki hafa djúpstæð áhrif á sig, þær skilji fæstar eitthvað eftir sig. Hún hefur mikið dálæti á bókum sem lýsa samfélögum ólíkra menningarheima og tíðaranda. Sú bók sem hefur haft hve mest áhrif á Sigurlaugu er einmitt bók sem gerist á Spáni á 11. öld. „Kirkja hafsins eftir Ildefonso Falcones er hreint mögnuð bók. Ég man nú ekki alltaf allt sem ég les, en þessa bók man ég nánast frá blaðsíðu til blaðsíðu. Hún er hreint stórfengleg.“ Einnig nefnir Sigurlaug bókina

Hús andanna eftir síleanska rithöfundinn Isabel Allende. Sigurlaug minnist ekki einhverrar ákveðinnar bókar sem allir ættu að lesa. „Það eru til svo margar bækur sem gera okkur að betri manni. Allar mannbætandi bækur eru skyldulesning en við erum auðvitað öll með ólík sjónarmið og því er það afstætt hvað gerir okkur betri.“ Sigurlaug á sér sérstakan lestrarstað. Hún les í sérstöku herbergi, í sérstökum sófa við sérstakan lampa. Þar les hún miklu frekar en upp í rúmi fyrir svefninn. „Þetta er minn afslöppunarstaður,“ bætir Sigurlaug við. Hún mælir eindregið með bókinni Kirkja hafsins fyrir áhugasama lesendur. Einnig mælir hún með öllum okkar íslensku rithöfundum „sem við eigum að kaupa og lesa“. Ef Sigurlaug myndi lenda í þeirri lífsreynslu að dvelja á eyðieyju myndi hún að sjálfsögðu koma v i ð í B ó k a s af n i Reykjanesbæjar og t aka nýjustu bókina með sér. „Það verður líka

að koma fram að ég er svo ánægð með þjónustuna þar, ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir Sigurlaug að lokum. Bókasafn Reykjanesbæjar er opið alla virka daga frá klukkan 9 til 18 og á laugardögum frá klukkan 11 til 17. Rafbókasafnið er alltaf opið, en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu safnsins. Á heimasíðunni er einnig hægt að mæla með Lesanda vikunnar.

Eva Björk nýr aðstoðarskólastjóri Gerðaskóla

Hittu ráðgjafa Símans hjá Omnis Reykjanesbæ

■■Eva Björk Sveinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri Gerðaskóla, en undanfarin 13 ár hefur hún starfað sem deildarstjóri Myllubakkaskóla. Fráfarandi aðstoðarskólastjóri er Ragnhildur Einarsdóttir. Á heimasíðu skólans er henni þakkað fyrir vel unnin störf og óskað velfarnaðar í nýju starfi.

Nemendur í Grindavík fá ókeypis skólagögn ■■Á bæjarráðsfundi Grindavíkurbæjar þann 15. ágúst samþykkti bæjarráð að greiða námsgögn fyrir nemendur sína, þetta kemur fram á vef Grunnskóla Grindavíkur. Þar með bætist Grindavík í stóran hóp bæjarfélaga sem greiða niður námsgögn og ritföng fyrir nemendur.

„Bæjarráð Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að greiða námsgögn fyrir nemendur í 1.-10. bekk við Grunnskóla Grindavíkur. Foreldrar þurfa því ekki að kaupa námsgögn, en eftir sem áður þurfa nemendur að eiga ritföng heima fyrir,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

Ráðgjafar Símans verða hjá Omnis Reykjanesbæ dagana 17.–18. ágúst. Kíktu við og fáðu ráðgjöf með þín fjarskiptamál. Hlökkum til að sjá þig! Omnis Reykjanesbæ • Hafnargötu 40 • 17.–18.ágúst • kl. 10:00–18:00

GeoSilica kynnir nýjar vörur á Ljósanótt

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Óskar Birgisson, sími 421 0002, oskar@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.

GeoSilica kynnir nýjar vörur á Hótel Parkinn á Ljósanótt en Hildur Rún Sigurðardóttir, nemandi í Orku- og umhverfistæknifræði í Háskóla Íslands og Keili gerði ítarlega rannsókn um val á steinefnum í vörur fyrir Geo Silica. „Markmiðið var að þróa vörur sem styrkja hár, húð og neglur, byggja upp bein og liði og stuðla að starfsemi vöðva og tauga,“ segir Fida Abu Libde, framkvæmdastýra GeoSilica. „Við erum svo ánægð með árangurinn á þessum tveimur árum sem kísilsteinefni GeoSilica hafa verið á mark-

aði. Við höfum fengið ómetanlegan stuðning á svæðinu og þá sérstaklega frá Keili.“ Vörurnar bera heitin Renew, Repair og Recover, en út frá niðurstöðum verkefnis Hildar Rúnar var ekki annað í boði en að koma þessum vörum í þróun að sögn Fidu. „Renew er sérstaklega þróað fyrir hár, húð og neglur en það inniheldur kísil, sink og kopar. Repair er hugsað fyrir liði og bein en það inniheldur kísil og mangan. Recover inniheldur kísil og magnísum og hefur mjög góð áhrif á vöðva og taugakerfið.“


markhönnun ehf

LAMBABÓGUR HEILL KR KG

679

ÁÐUR: 1.095 KR/KG

X-TRA ELDHÚSRÚLLUR 4 STK KR PK

MARS 4 PK SNACKSIZE 135.2 G KR PK

X-TRA FLÖGUR SALT 300 G KR PK

ÁÐUR: 379 KR/PK

ÁÐUR: 298 KR/PK

ÁÐUR: 298 KR/PK

199

98

149

www.netto.is | Tilboðin gilda 17. - 20. ágúst 2017 Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hafnarfjörður · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Ísafjörður · Egilsstaðir · Selfoss


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Aldrei á ævinni

blómstrað jafn mikið

●●Guðlaugur Ómar hugsaði um að fyrirfara sér en ákvað að leita sér hjálpar eftir mikla vitundarvakningu í samfélaginu „Við erum öll gölluð og eigum ekkert að fela gallana okkar. Þeir gera okkur að þeim persónum sem við erum,“ segir 24 ára Skagstrendingurinn Guðlaugur Ómar Guðmundsson, en hann hefur glímt við kvíða og þunglyndi allt sitt líf. Guðlaugur skrifaði færslu á Facebook fyrir stuttu þar sem hann opnaði sig um sín andlegu veikindi en hann segir færsluna hafa kraumað í sér í langan tíma. „Mikil vakning hefur verið í samfélaginu undanfarið. Ég vil ekki vera einn af þeim sem hæðst að andlegum vandamálum. Ég er kvíða- og þunglyndissjúklingur og ég ákvað að stíga fram og standa með þeim sem eru að berjast við það sama.“ Hann flutti til Keflavíkur og hóf nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í janúar 2014, en þá ákvörðun tók hann eftir að hafa fengið nóg á Skagaströnd. Móðir Guðlaugs og systur höfðu þá flutt til Keflavíkur nokkrum árum áður. „Ég var búinn að koma hingað nokkrum sinnum en fór alltaf aftur heim til Skagastrandar. Ég ákvað svo að skrá mig í FS til að binda mig fastan í Keflavík svo ég færi ekki aftur til baka.“ Tveimur árum áður en Guðlaugur flutti til Keflavíkur ákvað hann í fyrsta skipti að leita sér hjálpar vegna veikindanna. „Það var vegna þess að ég ætlaði að fyrirfara mér.“ Sálfræðimeðferðin reyndist Guðlaugi vel og fór hún að skila árangri. „Ég var fyrst um sinn lítill í mér, en þegar á leið sá maður að þetta var að skila einhverju og ég fór að líta stærra á mig. Ég hef alltaf verið metnaðarfullur einstaklingur en einhvers staðar hætti maður að hafa trú á sjálfum sér. Sálfræðingurinn minn hjálpaði mér að líta á mig í réttu ljósi. Svo er ég líka mikill áhugamaður um tónlist og leiklist og hann hvatti mig til að halda fast í það.“ Guðlaugi langaði fyrst og fremst að skipta um umhverfi þegar hann ákvað að flytja til Keflavíkur en hann segist aldrei hafa blómstrað jafn mikið á ævinni og eftir að hann flutti hingað. „Ég datt fyrir einhverja tilviljun inn í félagslífið hérna. Ég fór í

leikrit, fór í sönghópinn Vox Felix og ég er mjög þakklátur fyrir það. Það er engin framtíð að búa í 500 manna þorpi á 21. öldinni, allavega ekki fyrir mann með stóra drauma.“ Nýlega byrjaði Guðlaugur svo aftur á lyfjum við sínum andlegu veikindum en honum finnst mikilvægt að kvíða- og þunglyndislyf séu ekki feimnismál. „Maður tekur lyf ef maður fær höfuðverk. Auðvitað er alltaf betra að sleppa lyfjum ef maður kemst af án þeirra en ef þau geta hjálpað er ekkert að því að taka þau.“ Guðlaugi finnst mikilvægt að fólk geti opnað sig með andleg veikindi en hann segir það hafa verið erfitt að alast upp sem strákur á landsbyggðinni vegna krafa samfélagsins. „Ég ólst upp í dálítið úreltu umhverfi, í litlu þorpi við gömul gildi. Ég var eini strákurinn í systkinahópnum og ég varð bara að kyngja hlutunum. Samfélagið er búið að setja hömlur á stráka. Það er eins og við megum bara ekki.“ Mikil vitundarvakning hefur þó verið í samfélaginu síðustu ár um andleg veikindi en Guðlaugi finnst mikilvægt að ekki sé litið á það að sýna tilfinningar sem veikleika. „Mér finnst það vera styrkleiki að sýna tilfinningar. Hlutirnir eru að breytast til hins betra í samfélaginu og ég er ánægður með það.“ Lykillinn að vellíðan segir Guðlaugur sá að vera samkvæmur sjálfum sér, þó það geti verið erfitt. „Það er erfitt að opinbera það að maður sé andlega veikur. En það er þess virði. Svo á maður að sjálfsögðu að leita sér hjálpar og ekkert að fara leynt með það.“ Þá segir hann einnig mikilvægt að fylgja sinni ástríðu. „Við eigum öll okkar hillu í samfélaginu, við þurfum bara að finna hana. Maður á að vera þakklátur fyrir að vera sá sem maður er því gallarnir okkar gera okkur sérstök. Lífið getur verið erfitt, en á sama tíma er það líka yndislegt. “ solborg@vf.is

Félagsmiðstöðin Fjörheimar auglýsir eftir starfsmöNNum í hlutastörf Viðkomandi þarf að geta hafið störf í lok ágúst 2017

Helstu verkefni:

og starfi • Leiðbeina ungmeNNum í leik gmeNNi agsmiðstöðvarstarfi fyrir un fél á md væ mk fra og g nin lag • Skipu

Hæfniskröfur:

Umsóknarfrestu

r er

• Áhugi á starfi með ungmeNNum • Færni í maNNlegum samskiptum • Sjálfstæði og frumkvæði í viNNubrögðum

til 20. ágúst 2017 Nánari uPPlýsing ar veitir forstö ðumaður Fjörhe í síma 8919101 og ima, GuNNhildur í tölvupósti fjor GuNNarsdóTTir heimar@reykjane sbaer.is Félagsmiðstöðin Fjörheimar Hafnargata 88 230 Reykjanesbæ

Auglýsendur - pantið tímanlega í veglegt Ljósanæturblað Víkurfrétta sem kemur út 31. ágúst.

„Þeir eru oft okkur að þe sem við erum „Þeir gera o persónum sem


MARKAÐS-

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda á meðan á Markaðsdögum BYKO stendur eða á meðan birgðir endsast.

DAGAR Komdu og gramsaðu!

R

50K

R

300K

200KR

100K

500KR

800KR

400KR

R

1000KR

600KR

1500KR

GERÐU ÓTRÚLEG KAUP!

Mikið úrval af vörum frá 50 krónum. Fjöldi annarra tilboða á Markaðsdögum. Bætum við nýjum vörum daglega. Einungis 150 stykki eftir

NOKKUR VERÐDÆMI

VEGGFLÍS, 10x30cm, hvít mött.

19606025

60KR/STK

SANDKASSI, með sæti, 150x150cm.

0291468

8.000KR ALMENNT VERÐ: 13.995 KR.

KASTARI, LED MAX 10W IP65.

51124015

1.000KR

LUKT, GLER 15cm.

800KR 41122076

GEISLAHITARI, á vegg, 1800W, IP65.

10.000KR 65105832

BLÓMAKASSI STÓR, 32x70x80cm.

5.000KR 0291464

ALMENNT VERÐ: 7.695 KR.

ELLIX TOPPLYKLASETT, 36 STK.

68546038

1.500KR

LUKT, GLER 10cm.

41122077

500KR

ALMENNT VERÐ: 19.995 KR.

RAFHLÖÐUBORVÉL, PSR 10,8 Li-2 2x2,0Ah. 74864091

15.000KR ALMENNT VERÐ: 22.995 KR.

www.byko.is


10

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

●●Þrír bræður úr Garðinum opnuðu hótelið Lighthouse Inn á Garðskaga. Búið að vera brjálað að gera og bókunum fyrir næsta ár rignir inn

Handlagnir heimilismenn sem kunna að bjarga sér „Það byrjaði mjög rólega fyrstu vikurnar, en síðan þá er búið að vera brjálað að gera,“ segir Gísli Heiðarsson, en hann og bræður hans, Einar og Þorsteinn, opnuðu hótelið Lighthouse Inn, sem staðsett er á Garðskaga, fyrr á þessu ári.

Áður höfðu bræðurnir rekið stóra fiskvinnslu og áttu þar að auki nokkrar íbúðir á svæðinu sem þeir hófu að leigja út. Sex árum síðar ákváðu þeir að stækka aðeins við sig sem endaði með 1300 fermetra hóteli með 26 herbergjum. „Þetta litla verður alltaf aðeins stærra þegar maður er búinn að teikna það upp og svona og það endaði bara í þessu. Fólki finnst mjög gaman að vera hérna á

Garðskaganum. Þetta er svolítið öðruvísi, náttúran og rólegheit. Það er eiginlega búið að vera fullt hjá okkur síðan við opnuðum,“ segir Gísli og bætir því við hógvær að lítið mál sé að stækka hótelið seinna meir, en leyfi sé fyrir því að bæta við átján herbergjum í viðbót. Hann segir gesti hótelsins ná að hvílast vel í kyrrðinni á svæðinu. t Gísli segir samstarf bræðranna ganga vel en auk þeirra þriggja komu aðeins örfáir einstaklingar að framkvæmdunum sem tóku um ár. „Það er mjög gott bræðralag okkar á milli. Það er ekkert vesen hjá okkur, við skiptum bara með okkur verkum og það gengur vel.“ Enginn bræðranna er þó lærður smiður. „Við erum bara handlagnir heimilismenn og kunnum að bjarga okkur. Við

Bræðurnir Einar, Þorsteinn og Gísli vinna vel saman. Hótelið er mjög vistlegt og skemmtilega innréttað eins og sjá má á þessum myndum. Eitt stærsta atriðið er þó staðsetningin sem er við einn mest sótta ferðamannastað á Suðurnesjum, Garðskaga.

höfum lært það í gegnum tíðina.“ Ferðamannastraumurinn á svæðinu hefur aukið síðustu ár og Gísli segir Markaðsstofu svæðisins hafa auglýst Reykjanesið mikið. „Ef við náum að halda ferðamönnunum á svæðinu í svona þrjá daga þá er það mjög fínt. Við reynum að fá gestina til að labba út á Garðskaga og fá sér að borða og svona, á veitingastaðnum Röstinni. Fólki líkar sá veitingastaður mjög vel.“ Bókunum fyrir næsta ár rignir inn og á Gísli von á því að á næsta ári verði brjálað að gera. „Hver veit nema við stækkum, við sjáum til. Ferðamannastraumurinn til Íslands er að aukast.“

„Hér eru engir bílar að keyra fram hjá og mikil rólegheit. Fólk sem kemur hingað vaknar oft ekki einu sinni í morgunmat, það bara sefur til ellefu.“


SKÓLINN SKELLUR Á! ALLAR

VÖRUR

35% VILDARAFSLÁTTUR

30% VILDARAFSLÁTTUR

AF ÖLLUM CRAYOLA VÖRUM

STÍLA- EÐA REIKNINGSBÓK (5 STK.)

VILDARVERÐ:

1.647.-

VASAREIKNIR CASIO FX-350ES

Verð:

2.745.-

VILDARVERÐ:

1.959.Verð:

2.799.-

#

#

0-751-+453 0-75° 0-751-+453

#

0-751-+453

#

0-75°

# #

# # 0-75°

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Vildarverð gilda til og með 20. ágúst. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Makrílfjör í Keflavíkurhöfn Makríllinn er mættur til Keflavíkur og bátar og fólk eru líka mætt með veiðarfærin. Makríllinn var eitthvað seinni á ferðinni þetta sumarið en nú er honum rótað upp. Fiskurinn er stór og pattaralegur og mikið af honum stærri en 600 grömm eftir því sem kvotinn.is segir. Um 20 til 30 bátar eru við veiðar útfrá og við Keflavíkurhöfn en bátarnir hafa einnig sótt mak-

ríl í Stakksfirði, alveg undir Keflavíkurbjargi og síðan út í Bergvík í Leiru. Að sögn Axels Helgasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda og skipsstjóri á Sunnu Rós SH er einn þeirra sem stundar þessar veiðar og hann sagði við Morgunblaðið að makríllinn væri dyntóttur. Hann hefði t.d. mokveitt um síðustu helgi í tvo daga en svo hefði verið rólegt

Makrílveiðimenn í keppni við Guðrúnu

næstu daga. Axel segir að verðið fyrir markrílinn væri lægra en í fyrra sem þá hafði einnig lækkað frá árinu á undan. Nú er talað um 43-50 kr. fyrir kílóið en það var um 60 kr. í fyrra. Í lok síðustu viku var nokkuð stíf norðanátt og þá voru færri bátar við veiðar en fleiri hafa verið þegar hefur viðrað betur. Það vakti þó athygli í rokinu að einn báturinn, Guðrún Petrína GK

úr Sandgerði, batt sig við endann á höfninni og veiddi nokkra metra frá. Það var sérstakt að sjá veiðimennina með stangirnar í keppni við Guðrúnu. Samhliða makrílgöngum hafa hvalir komið í torfurnar og sást til hnúfubaka í miðri Keflavíkurhöfn. Þetta hafa einhverjir hvalaskoðunarbátar nýtt sér enda tækifæri til að komast í návígi við skepnurnar.

Guðrún GK alveg við bryggjusporðinn í spotta. Rótaði upp makríl. Veiðimennirnir líka með nokkra á línunni. VF-myndir/pket.

Finnur hvali og norðurljós

með ferðamönnum

Þeir geta verið stórir fiskarnir sem veiðast.


Horfa á hvali og makrílstemmningu úti á svölum!

Íbúar í fjölbýlishúsum við Keflavíkurhöfn eru svo sannarlega margir hverjir í stúkusæti úti í glugga eða á svölunum þegar fjörið í kringum makrílinn er sem mest. Það var sannkölluð hvalaveisla um síðustu helgi þegar fjöldi hvala kom inn í höfnina. Einhverjir sáu hnúfubaka elta makríltorfuna inn í höfnina og settu myndskeið af því á netið. Nokkrar myndanna hér tók einmitt okkar maður í háloftunum, Einar Guðberg Gunnarsson, íbúi í Pósthússtræti.

Mikið af hvölum hafa verið í sjónum að undanförnu, háhyrningar, hrefnur og hnúfubakar.

Axel með glaða gesti með sér á sjó.

Sjómaðurinn og Njarðvíkingurinn Axel Már Waltersson rekur hvalaskoðunarfyrirtæki á höfninni í Keflavík, leigir út veiðistangir, býður upp á sjóstangaveiði og fer með fólk í siglingu til að skoða norðurljósin. Hugmyndina fór Axel af stað með í október í fyrra og að hans sögn hefur gengið vel síðan. Axel starfaði sem sjómaður erlendis en langaði að koma heim aftur. „Þá var bara að finna eitthvað að gera,“ segir hann. Norðurljósaferðirnar hafa verið vinsælastar af því sem Axel býður upp á. „Síðan ég byrjaði með þetta hefur þetta bara farið jafnt og þétt vaxandi. Mikið

af hópum koma til okkar í sjóstangaveiði og hvalaskoðunina.“ Flestir viðskiptavinirnir Axels eru ferðamenn en einnig er vinsælt að starfsmannahópar panti tíma í sjóstangaveiði. Mikið af hvölum eru á svæðinu, til að mynda háhyrningar, hrefnur og hnúfubakar. „Við erum búnir að vera

heppnir með það.“ Norðurljósin eru hins vegar ekki alltaf sjáanlegt en Axel fylgist vel með ljósaspánni. „Það kemur náttúrulega fyrir að þau koma ekki en við stoppum alltaf með hópanna mitt á milli Voga og Keflavíkur. Þá drepum við bara á bátnum og slökkvum öll ljós.“


14

VÍKURFRÉTTIR

Miðasala hafin á hátíðarsýningu Ljósanætur

Skipuleggjendur Með soul í auga 2017. Kristján Jóhannsson, Þórhallur Arnar Vilbergsson, Guðný Kristjánsdóttir, Davíð Óskarsson, Guðbrandur Einarsson og Arnór B. Vilbergsson.

■■Miðasala hafin á Með soul í auga. Miðasala er hafin á tónlistarsýninguna Með soul í auga en að þessu sinni er Soul tónlistin í aðalhlutverki. Sýningin Með soul í auga er sú sjöunda sem skipuleggjendur setja upp í Andrews Theater á Ásbrú og er engan bilbug að finna á þeim Blikurum, þeim Guðbrandi Einarssyni, Kristjáni Jóhannssyni og Arnóri B. Vilbergssyni. ,,Það verður stuð, tregi og urrandi ástarjátningar í boði tónlistarmanna

eins og Stevie Wonder, Arethu Franklin, Otis Redding og Van Morrison, svo fáeinir séu nefndir.” segir Kristján Jóhannsson kynnir sem farið hefur á kostum undanfarin ár í hlutverki sínu. Einvalalið söngvara tekur þátt í sýningunni í ár: Jóhanna Guðrún, Stefanía Svavars, Jón Jónsson, Eyþór Ingi og Helgi Björns. Að sögn Kristjáns koma margar hendur að slíkri sýningu en margir heimamenn koma að undirbúningi hennar og má

þar nefna við hönnun og uppsetningu á leikmynd, sýningastjórn, leikmuni, kynningarmál, miðasölu, verkefnastjórn og áfram má telja. ,,Þá eigum við að venju flott fólk í hljómsveitinni sem Arnór stjórnar af myndarbrag og við vorum meira að segja svo rausnarleg að bæta við hana blásturshljóðfærum svo að hljómsveitin verður í stærri kantinum í ár, “ segir Kristján að lokum og hlær. Miðasala er á midi.is.

Fjölbreyttir Fjölskyldudagar í Vogum

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Sýningunni Skátar og myndlist að ljúka í Duus ■■Nú fer hver að verða síðastur til að líta augum sumarsýningar Listasafns og Byggðasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum en þeim lýkur á sunnudag. Í sýningarsal Listasafnsins gefur að líta sýninguna A17 sem fjallar um íslenska abstraktmyndlist við upphaf 21. aldar en hún hefur átt nokkuð undir högg að sækja á undanförnum áratugum. Þar er að finna verk eftir 7 unga myndlistarmenn sem allir vinna „abstrakt“ en á mjög ólíkan hátt. Í Gryfjunni lýkur sýningunni Þeir settu svip á bæinn sem sett var upp í tilefni af 80 ára afmæli skátafélagsins Heiðabúa í september n.k. Á sýningunni eru ýmsir munir til sýnis og stiklað er á stóru í sögu skátafélagsins. Þá liggja einnig

frammi ljósmyndir úr skátastarfinu frá ýmsum tímum sem gaman er að skoða. Duus Safnahús eru opin alla daga frá 12 -17.

Tónlistin í Höfnum

■■Fjallað verður um systkinin Vilhjálm og Elly í tali og tónum í göngu á þeirra heimaslóðum í Höfnum fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20:00. Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson flytja tónlist þessara ástsælu tónlistarmanna sem gerðu garðinn frægan og Dagný Gísladóttir segir frá ævi þeirra og tónlist. Þau hafa staðið fyrir tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum undanfarin ár þar sem kynntur er ríkulegur menningararfur Suður-

nesjamanna þegar kemur að tónlist. Gangan hefst í Kirkjuvogskirkju en eftir það verður gengið að Merkinesi og verður lagið tekið á leiðinni. Strætó flytur göngufólk aftur að kirkjunni eftir að dagskrá lýkur. En gangan tekur um 1,5 til 2 klukkustundir.Mælst er til þess að fólk klæði sig eftir veðri. Björgunarsveitin Suðurnes gengur með hópnum eins og áður. Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur á eigin ábyrgð.

Sumarlestur Bókasafni Reykjanesbæjar út ágúst ■■Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga verða haldnir hátíðlegir með ýmsum hætti dagana 14.- 20. ágúst. Þetta er í 21. skipti sem hátíðin fer fram og verður hún stútfull af skemmtilegri fjölskyldudagskrá. Aðgangur að öllum viðburðum á Fjölskyldudögum er ókeypis en einnig er gjaldfrjálst tjaldstæði við íþróttamið-

stöðina. Á laugardagskvöldinu verður hverfaganga þar sem allir mæta í sínum hverfalit. Tónlistarveisla verður í Aragerði þar sem fram koma Emmsjé Gauti, Hreimur, Sverrir Bergmann og Stebbi og Eyfi. Að lokum verður boðið upp á glæsilega flugeldasýningu. Nánar má lesa um dagskrá Fjölskyldudagana á vefsíðu sveitarfélagsins Voga.

■■Sumarlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar heldur áfram út ágúst og geta öll börn á grunnskólaaldri tekið þátt. Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð á sl. skólaár. Nú fer skólinn að byrja aftur og það er gott að koma lestrinum aftur í

rútínu eftir vonandi notalegt sumar. Dregið verður úr öllum skráningum og lestrarleikjablöðum föstudagana 18. ágúst og 1. september. Athugið að tekið er við skráningum og leikjablöðum fram til klukkan 12.00 föstudaginn 1. september. Nánari upplýsingar eru á vef Bókasafns Reykjanesbæjar

SMIÐIR OG VANIR VERKAMENN ÓSKAST Verkferill ehf. óskar eftir að ráða smiði og vana verkamenn til starfa við ýmis verkefni fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Mikil verkefni framundan! Nánari upplýsingar veita Ellert í síma 696 9638 og Róbert Fisher í síma 692 2797


SUMARSALAN enn á fullu!

Vínilparket - Harðparket - Flísar 15-40% – söluhæsti framleiðandi Þýskalands

AFSLÁTTUR

Aumera eik grá

Wineo - 5 mm vínill

3.817 kr. m

15%

2

AFSLÁTTU R

Áður kr. 4.490

Wineo - 5 mm vínill

3.817 kr. m

Viktoria eik native

15%

2

Áður kr. 4.490

AFSLÁTTU R

Eik

Austurrískt - 13 mm viðarparket

1.931 kr. m

2

EUROWOOD KIPO EIK 12mm harðparket, 18,8x187,5cm

Áður kr. 3.218

40%

AFSLÁTT UR

2.542 kr. m

Wineo - Tirol Oak hvít 8 mm harðparket

1.592 kr. m

EUROWOOD - Bandsöguð áferð - 8 mm harðparket

1.272 kr. m

20%

2

Áður kr. 1.990

Áður kr. 1.590

AFSLÁTTU R

Wineo - Washed Oak - 8 mm harðparket

1.592 kr. m Áður kr. 1.990

2.392 kr. m Áður kr. 2.990

Don - Klassísk eik - 8 mm harðparket

AFSLÁTTU R

EUROWOOD - Grá eik - 12 mm harðparket

2.392 kr. m

21%

2

AFSLÁTTU R

Áður kr. 2.990

Kai veggflís - hvít mött - 25x40 cm

1.718 kr. m

2

25%

AFSLÁTTU R

Áður kr. 2.290

Mustang náttúrusteinn - 30x60 cm

3.283 kr. m

30%

2

AFSLÁTTU R

Áður kr. 4.690

Kai bílskúrsflís - 33x33 cm - gegnheil ljós 7 mm

20%

2

AFSLÁTTU R

Áður kr. 1.390

20%

2

AFSLÁTTU R

1.098 kr. m

AFSLÁTTU R

EUROWOOD - dökk gróf eik - 12mm harðparket

20%

2

20%

2

1.272 kr. m

20%

2

Áður kr. 1.590

AFSLÁTTU R

2

Áður kr. 2.990

Allt fyrir baðherbergið

AFSLÁTTUR % 0 3 15

30%

3-6 lítra hnappur

Þýsk gæðavara

Ido Trevi vegghengt með setu

Áður kr. 37.890

Áður kr. 17.890

12.523

28.418

AFSLÁTT UR

Ido Seven D Image WC

32.123 Áður kr. 45.890

20%

30%

AFSLÁTT UR

AFSLÁTT UR

30%

AFSLÁTT UR

IDO Seven D 19 SC vegghengt klósett

48.923

Ceravid Bathline Classic baðkar 170x75cm Einnig til sem hornbaðkar

12.523

Wisa Star hæglokandi klósettseta

1.568

Áður kr. 7.980

15.112

Áður kr. 18.890

Áður kr. 2.090

AFSLÁTTUR

15%

Guoren 4F Hitastýrt baðtæki Exclusive Málm handföng.

14.243

UR AFSLÁTT

1.343

Rósettur og hjámiðjur fylgja.

Áður kr. 18.990

25%

5 lítrar

Áður kr. 1.790

AFSLÁTT UR

Oulin Florens eldhústæki

Reykjavík Reykjanesbær

AFSLÁTT UR

20% 30%

AFSLÁTT UR

Bidalux BWR sturtusett

25%

AFSLÁTTUR

BOZZ- LH2202-3 Hitastýrt sturtutæki með uppstút (rósettur fylgja)

7.112

Áður kr. 8.890

Áður kr. 2.990

Kletthálsi 7.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16

Fuglavík 18.

Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Ceravid Handlaugar sett 45cm með blöndunartæki

11.918

10.792 Áður kr. 13.490

AFSLÁTT UR

AFSLÁTTUR

Áður kr. 10.890

Imex CT1053 Wc án setu

30%

Áður kr. 8.590

25%

AFSLÁTT UR

25% 2.243

AFSLÁTT UR

6.443 8.168

25%

BÚSTA

25%

Áður kr. 17.890

Pilozzo Skolvaskur Plast Oulin Stálvaskur F301A 1 hólf 50x45cm 1,2mm

Í KJÖRIÐ ÐINN

Áður kr. 69.890

Skál: „Scandinavia design“

6.783

AFSLÁTT UR

AFSLÁTT UR

CERAVID SETT WC - kassi, hnappur og hæglokandi seta.

25%

20%

30%

AFSLÁTT UR

6.923

Áður kr. 9.890

BOZZ-SH2101-1 Bað og sturtusett með hitastýrðu tæki

25%

AFSLÁTT UR

20.923 (rósettur fylgja)

Áður kr. 29.890 BOZZ SH2205-3 Sturtusett m/hitastýrðu tæki

18.668 (rósettur fylgja)

Áður kr. 24.890

EN 1111:1997

Áður kr. 15.890

Gildistími tilboða er til 19/8/2017 á meðan birgðir endast.

Gott verð fyrir alla, alltaf !


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Skrautleg höfuðföt á hatta-púttmóti

■■Árlegt hatta-púttmót Púttklúbbs Suðurnesja var haldið á púttvellinum við Mánagötu í Reykjanesbæ í síðustu viku. Púttarar mættu með flotta hatta og skrautleg höfuðföt. Þátttakendur léku einn hring á púttvellinum. Í lokin voru kóngur og drottning mótsins valin en þá titla hlutu þau sem voru með flottustu höfuðfötin að mati dómnefndar. Að lokum var boðið upp á kaffi og glæsilegar veitingar undir berum himni.

Ungmennaskipti 2017 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,

Erla Sigrún Sigurðardóttir, Faxabraut 20, Keflavík,

lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi þann 22. júlí 2017. Jarðaförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu, Við þökkum auðsýnda samúð, sérstakar þakkir fá starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Hlévangs fyrir góða umönnun og hlýju. Dagný Haraldsdóttir Steinar Harðarson Marta Haraldsdóttir Hjörtur B Fjeldsted Helga Haraldsdóttir Guðmundur Baldvinsson Haraldur Haraldsson Barnabörn og barnabarnabörn

Ástkær eiginkona mín, móðir mín, tengdamóðir og amma,

Margrét Ágústsdóttir, Norðurvöllum 22, Keflavík,

lést þriðjudaginn 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Árni Ásmundsson, Ágúst Páll Árnason Birta Rós Arnórsdóttir Dagný Halla Ágústsdóttir, Margrét Arna Ágústsdóttir og Hildir Hrafn Ágústsson.

Elskulega hetjan okkar, eiginmaður, faðir, sonur, tengdafaðir og afi,

Tumi Hafþór Helgason,

húsasmíðameistari, Tjarnabakka 8, Njarðvík, Lést eftir erfiða baráttu við krabbamein þriðjudaginn 8. ágúst, á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 22. ágúst kl.13. Sigrún Þorsteinsdóttir Sara Dís Tumadóttir Vignir Jóhannesson Helgi Týr Tumason Lára Hafrún Tumadóttir Hafsteinn Gunnlaugsson Brynjar Berg Tumason Helgi Þór Jónsson Elsa Skúladóttir og barnabörn

■■Unglingadeildin Klettur hjá Björgunarsveitinni Suðurnes hefur átt í samskiptum við þýska unglingadeild hjá samtökunum Technisches Hilfswerk eða THW. Samtökin voru stofnuð árið 1953. Starfsemin er ríkisfjármögnuð að mestu leyti en úthlutun til sveita er að mestu háð útköllum. Ef lítið er um útköll er lítið fjármagn til að moða úr árið á eftir. Þó er allur búnaður, s.s. tæki og fatnaður, skaffað af ríkinu. Helstu verkefni THW eru leitir, flóð, að skaffa hreint vatn og förgun úrgangsvatns. Einnig aðstoða þau í stærri slysum svo sem lestaslysum og stærri bílslysum. Síðastliðið sumar heimsótti Unglingadeildin Klettur THW-Jugend Hauenstein en bærinn er staðsettur í suður Þýskalandi. „Við í Unglingadeildinni Kletti fengum krakka frá Þýskalandi í ungmennaskipti. Þau flugu til Íslands þriðjudaginn 4. júlí og við í UD-Kletti kynntumst þessum krökkum smátt og smátt í verkefninu. Við byrjuðum ævintýrið á miðvikudeginum á því

að fara í Skorradal með Þjóðverjana og þvílík stemning sem myndaðist þegar allir komu saman. Í Skorradal biðu okkar fleiri Þjóðverjar og einnig Hvergerðingar frá UD-Bruna. Fyrsta kvöldið var farið að vatninu og við kenndum Þjóðverjunum að fleyta kerlingar, fórum í fjallgöngur og marga skemmtilega leiki. Á föstudeginum fórum við svo í Hveragerði og gistum eina nótt. Þá nótt fengu Þjóðverjarnir að kynnast því hvernig er að fara í hálfgert útkall en þá höfðu umsjónarmennirnir sett upp fyrir okkur leit og þurftum við að fara út í nóttina og leita að slösuðum göngumanni. Leitin gekk vel og allir sáttir. Á laugardeginum fengum við að fara í klettana og síga, fjör ekki satt? Við eyddum heilum degi í að setja upp sigkerfi og síga. Við gerðum margt fleira eins og að fara í Sandvík og leita með snjóflóðaýlum og svo skelltum við okkur á báta, hoppuðum í sjóinn og fórum á bananabát. Við endum síðan á að fara í bæinn og skoða aðstöðu Neyðarlínunnar, Slökkviliðs Höfuðborgar-

svæðisins og fleira. Á síðasta deginum fórum við í ratleik um Reykjanesbæ og sýndum þeim alls konar skemmtilega hluti, við grilluðum, allir skiptust á pökkum og síðan var komið að kveðjustund þar sem Þjóðverjarnir flugu heim morguninn 14. júlí. Þetta hefur kennt okkur öllum eitthvað og var mikið fjör í kringum allt þetta.“ Ásta Sigríður Gísladóttir, meðlimur í Unglingadeildinni Kletti Unglingadeildin Klettur vill koma á framfæri þökkum til Evrópu unga fólksins sem styrkti verkefnið. Við hvetjum alla til að kynna sér Euf og erasmus+ styrki en þau styrkja alls kyns verkefni sem endurspegla markmið erasmus. Einnig viljum við þakka Myllunni, Vífilfell, Grími kokki, Slysavarnardeildinni Dagbjörgu, Slysavarnardeildinni Þórkötlu og Björgunarsveitinni Þorbirni fyrir samvinnu og aðstoð á meðan að á verkefninu stóð.


Ingi

Björns

Guðrún

Jónsson

LJÓSANÓTT Í REYKJANESBÆ 2017

ANDREWS THEATER ÁSBRÚ Frumsýning 2. Sýning 3. Sýning

Miðvikudaginn Sunnudaginn Sunnudaginn

MIÐASALA Á MIDI.IS

30. ágúst kl. 20:00 3. september kl. 16:00 3. september kl. 20:00

Svavars


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Vantar meira leiguhúsnæði í Grindavík

Frá Sandgerðishöfn.

Leggur áherslu á dýpkunarframkvæmdir við Sandgerðishöfn

Hvað ertu að bralla þessa dagana? „Ég er flokkstjóri í vinnuskólanum í Grindavík.“ Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum? „Umhverfið rólegt og þægilegt og svo er auðvitað stutt í flest allt.“ Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir þá sem ekki búa hér, hvað væri það? „Það er rosalega margt hægt að skoða á Suðurnesjunum en ég held ég myndi helst mæla með því að labba upp á Þorbjörn því útsýnið er geggjað.“

Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur áherslu á að dýpkunarframkvæmdir við Sandgerðishöfn verði settar á Samgönguáætlun. Samgönguáætlun áranna 2018 til 2021 er nú til vinnslu og áherslur í sjóvörnum og hafnarmálum hafa verið sendar til sveitarfélaga frá Vegagerðinni. Minnisblað umhverfis- og tæknifulltrúa Sandgerðisbæjar um samgönguáætlun var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Sandgerðis nýlega. Bæjarráð samþykkti á þeim fundi að Sandgerðisbær sæki um þau verkefni sem tilgreind eru á framlögðu minnisblaði og að þau verði sett á Samgönguáætlun.

Hvað ætlarðu að gera í sumar? „Helgina eftir versló fer ég til Þýskalands, Belgíu og Makedóníu til þess að fylgjast með litlu systir minni keppa í körfubolta.“ Hvað gerðir þú um Verslunarmannahelgina? „Auðvitað skellti ég mér á Þjóðhátíð.“ Hvað finnst þér betur mega fara í bænum? „Ég held ég sé bara ánægð með flest allt. Bæjarstjórnin stendur sig vel en það vantar meira húsnæði sem hægt er að leigja.“

Lena Rut Gunnarsdóttir svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Lögreglan á Suðurnesjum Brekkustíg 39 - 260 Reykjanesbæ - Sími 444 2200

LÖGREGLUMENN Við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eru lausar til umsóknar 3 stöður lögreglumanna í almennri deild með aðsetur í Reykjanesbæ. Skipað verður í stöðurnar til 5 ára, frá og með 1. október 2017. Í ljósi ríkjandi kynjahlutafalls innan lögreglu og jafnréttisáætlunar lögreglunnar eru konur sérstaklega hvattar til að sækja um. Helstu verkefni og ábyrgð Verksvið og ábyrgð lögreglumanns, samkvæmt reglugerð nr. 1051/2006 um starfsstig innan lögreglunnar, eru löggæslustörf, þar á meðal forvarnarstörf og rannsóknir mála. Halda uppi lögum og reglu í samræmi við lög, reglur og fyrirmæli, tryggja réttaröryggi borgara með störfum sínum og framkomu, greiða götur þeirra eftir því sem við á og aðstoða þegar hætta steðjar að eða slys ber að höndum og sinna verkum sem lögreglustjóri felur honum. Hæfnikröfur Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Reynsla af lögreglustörfum og aukin menntun er kostur. Þeir umsækjendur sem uppfylla hæfnisskilyrði verða boðaðir í viðtal og umsagna afla um þá. Meðal þess sem litið verður til er góð samskiptahæfni og þjónustulipurð, aðlögunarhæfni, jákvætt viðhorf og sveigjanleiki, frumkvæði og drifkraftur, aukin menntun og reynsla sem nýtist í starfi. Frekari upplýsingar um starfið Eftirfarandi upplýsingum er beint til umsækjenda. Samkvæmt 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 er mælt fyrir um að engan megi skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur gerst sekur um refsivert athæfi sem telja má svívirðilegt að almenningsáliti eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Sækja skal um stöðurnar með rafrænum hætti á vef Starfatorgs, www.starfatorg.is Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að vanda umsóknir sínar og það er kostur að ferilskrá fylgi umsókn. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2017 Nánari upplýsingar veitir Skúli Jónsson - skulijons@logreglan.is - 4442200 Gunnar Ólafur Schram - gunnar@logreglan.is – 4442200

Tafir á opnun sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB Olís er að byggja ÓB sjálfsafgreiðslustöð við Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ.Til stóð að opna stöðina í júní en tafir hafa orðið á framkvæmdum og er stefnt að því að opna hana í lok september. Að sögn Steinars Sigtryggssonar útibússtjóri Olíuverzlunar Íslands á Suðurnesjum hafa verið tafir á framkvæmdunum af ýmsum ástæðum. „Það þurfti að grafa sundur Aðalgötuna til að koma tengingum fyrir stöðina, það tók lengri tíma en áætlað var. Nú er búið að loka gatnamótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar vegna framkvæmda við hringtorg og það tefur okkur líka.“ „Það er mikið mál að byggja svona sjálfsafgreiðslustöð, þetta er stór og mikil framkvæmd. Á stöðinni verður boðið upp á fjölbreyttar gerðir af eldsneyti,“ sagði Steinar.

Flestir gera innkaupin í Bónus ●●Næst flestir í Nettó Flestir á Suðurnesjum gera innkaup á mat- og nauðsynjavöru í Bónus miðað við niðurstöður úr vefkönnun Víkurfrétta undanfarnar vikur. Næst flestir fara í Nettó. Rúmlega þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem er besta þátttaka í vefkönnun vf.is. 47% sögðust gera innkaupin í Bónus en 35% í Nettó. 11% sögðust versla í verslun Krónunnar og 7% annars staðar. Það hefur verið veruleg umræða um mengun frá kísilveri United Silicon. Við spyrjum út í hana í næstu vefkönnun vf.is.

Til þeirra sem sóttust eftir ábyrgð Þessir ágætu menn sem við höfum valið og falið umsjón Reykjanesbæjar verða að átta sig á því að því að sú umsjón er ekki bara fjárhagslegs eðlis. Nei, það er meira um vert að þeir herði sig upp og afþakki þessa heilsuspillandi ófreskjur sem eru að koma sér fyrir í Helguvík. Helgasti réttur hvers manns er að mega anda

●●

að sér ómenguðu lofti, ykkur ber skilda til að sjá til þess að svo sé. Sagt er að vatn sé lífsvon en súrefnisleysi sé dauði. Mér sýnist að það eigi að bjóða okkur svipaða heilsufarlega lífsvon og kolanámumönnum í Bretlandi fyrir hundrað árum. Brynjar Vilmundarson


31. ágúst – 2. sept.

FRÍAR SJÓNMÆLINGAR KAUPAUKI

Með öllum margskiptum glerjum fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika.

afsláttur af öllum

vörum

Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu.

SÍMI 421 3811 – KEFLAVÍK


BÍLT HÁT BÍLMAG FERÐA MAGNA TÆK ÆKI RAR ALA NAR DVD I M RAR AR ÚTV SPIL P ÞRÁ Ö 3 ARA S R BÍLH S J P Ó P R Ð I N ÁTA L L V A A LAR Ö R U R AR S AR HEY I P R RNA S M RTÓ Y L NDA ÍMAR VÉL AR HL JÓM

REIK

BOR

Ð

NIV

MEIR

A EN

ÉLA

2000

VÖRU ALL TEGU NDIR T MEÐ A UPP Ð ÓTRÚ Þ 7 HEL VOTT LEGU 5 LUB A % M AF ORÐ VÉLA A SLÆ OFN R E F TTI S LDA AR L V ÁTT FRY STIK ÉLAR ISTU ÍSSK U R R ÁPA R HRÆ KAF

RIV

ÉLA

R Ö RBY LAR VÖF LGJU FLU BLA OFN JÁR NDA RYK AR N RAR SUG STR ÞVO AUJ UR ÞUR SAM ÁRN TTA RKA LOK VÉL RAR UGR AR IL FIVÉ

L

NOKKUR VERÐDÆMI

Sjónvörp frá Philips, Panasonic og LG á frábærum verðum Whirlpool spansuðu helluborð frá 34.995 65“ LG 4K snjallsjónvörp frá 149.995 Örbylgjuofnar frá 6.990, allt að 30% afsláttur Vestfrost þvottavélar með íslensku stjórnborði frá 29.995 Whirlpool bakaraofnar með blæstri frá 29.995 Philips kaffivélar sem sjóða vatnið með 25% afslætti Barkalausir þurrkarar frá 34.995 Pottar, pönnur og búsáhöld með 30-50% afslætti Panasonic þjófavarna- og myndavélakerfi með 40% afslætti Soundbar heimabíó í miklu úrvali frá Philips, LG og Panasonic. Verð frá 14.995 Whirlpool stál uppþvottavélar frá 49.995 Philips ryksugur frá 12.995 - allt að 35% afsláttur

HÁF AR

TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær!

Sjá allt úrvalið á ht.is

OPIÐ! VIRKA DAGA 10-18 OG LAUGARDAGA 11-16

HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740

R


VINSÆLAR SKÓLATÖLVUR !

tl.is

HRAÐVIRK MEÐ INTEL i3 8 GB VINNSLUMINNI

69.995

15,6" FULL HD

ASU-F541UADM1097T

SÉRSTAKLEGA STÓRT VINNSLUMINNI EÐA 8GB,

ASU-F556UADM805T

MJÖG KRAFTMIKILL INTEL i5 ÖRGJÖRVI OG AUKINN HRAÐI MEÐ 128GB SSD DISKI OG 1TB GAGNADISKI. GLÆSILEGA BLÁ OG SILFRUÐ.

INTEL HD 520

INTEL i3 ÖRGJÖRVI OG 128GB SSD DISKUR

8GB MINNI

TRYGGJA MIKINN VINNSLUHRAÐA OG HRAÐA RÆSINGU.

128GB SSD

INTEL i5 OG TVEIR DISKAR SSD OG HDD

INTEL i3

99.995

15,6"FULL HD INTEL KABY LAKE i5

SSD FYRIR HRAÐA OG 1TB HDD FYRIR GÖGN

INTEL HD 620 8GB MINNI 128GB SSD / 1TB HDD

114.995

INTEL i5 KABY LAKE ACE-NXGE6ED077

SÉRSTAKLEGA KRAFTMIKIL MEÐ INTEL i5 KABY LAKE ÖRGJÖRVA, 6GB VINNSLUMINNI, SSD DISK FYRIR STÝRIKERFIÐ OG 1TB GAGNADISK.

15,6" FULL HD INTEL i5 INTEL HD 620 6GB MINNI 96GB SSD / 1TB HDD

i5 OG 512GB SSD INTEL i5 ÖRGJÖRVI ASU-X556URDM323T

15,6" FHD FARTÖLVA INTEL I5 ÖRGJÖRVA, OFURHRÖÐUM 512GB SSD OG 8GB VINNSLUMINNI.

15,6" FULL HD INTEL CORE i5 NVIDIA 930MX 8GB MINNI 512GB SSD

119.995

PREDATOR HELIOS 300 6GB GTX1060

15,6" IPS

ACE-NHQ2BED001

MIKIÐ FYRIR PENINGINN Í ÞESSARI ÖFLUGU

INTEL I5-7300HQ QUAD-CORE NVIDIA GTX1060

LEIKJAFARTÖLVU. INTEL I5 HQ ÖRGJÖRVI, 6GB GTX1060

8GB MINNI

GRAFÍKKJARNI OG 256GB SSD M.2.

256GB SSD

189.995 VÍRUSVÖRN FYLGIR ! ÁRSÁSKRIFT AF F-SECURE SAFE ÖRYGGISPAKKA MEÐ VÍRUSVÖRN AÐ VERÐMÆTI 5.995 FYLGIR MEÐ ÖLLUM SKÓLATÖLVUM Í ÁGÚST!

KEFLAVÍK · HAFNARGÖTU 90 · SÍMI 414 1740


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 17. ágúst 2017

Fyllt upp í sundlaug varnarliðsins ●●Nýr yfirbyggður gervigrasvöllur opnar í Sporthúsinu á Ljósanótt ■■Unnið hefur verið að því síðustu vikur að fylla upp í gömlu sundlaug varnarliðsins sem staðsett er í húsnæði Sporthússins á Ásbrú. Sundlaugin hefur staðið tóm og ónýtt síðan varnarliðið fór af landi brott árið 2006. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um hvernig nýta megi húsnæðið sem sundlaugin er

í. Sporthúsið í Reykjanesbæ hefur rekið líkamsræktarstöð í öðrum hluta húsnæðisins sem er áfast gömlu sundlauginni. Sundlaug varnarliðsins var lengi vel en stærsta innanhúss sundlaug landsins en þar voru haldin sundmót þegar ekki voru til nógu stórar innisundlaugar í landinu. Í sundlauginni var

meðal annars haldið Íslandsmót árið 1998. Á þessum tíma var aðeins var ein önnur innisundlaug á Íslandi sem var lögleg fyrir slík mót en hún var staðsett í Vestmannaeyjum. Nú verður ekki synt meira í þessari sundlaug þar sem búið er að fylla í upp í hana og í staðinn verður gervigrasvelli komið fyrir, þar sem hópar og íþróttafélög geta bókað tíma, auk þess sem gervigrasvöllurinn mun nýtast annarri starfsemi Sporthússins. Að sögn Ara Elíassonar, eiganda Sporthússins, hefur í raun aldrei staðið til að koma sundlauginni aftur í gang. „Kostnaðurinn við að reka sundlaug er mikill og er í raun er það bara á könnu sveitarfélagsins að standa í slíkum rekstri. Ekki hefur verið talin þörf á fleiri sundlaugum í sveitarfélaginu af þessari stærðargráðu og því lítið annað að gera en að fylla upp í hana,“ segir Ari. Að auki er búið að setja 2,5 metra háa batta allan hringinn umhverfis völlinn og á nú bara eftir að leggja gervigrasið sjálft

en áætlað er að það komi til landsins um 20. ágúst. „Stefnan er að opna nýjan og glæsilegan gervigrasvöll á Ljósanótt, en þá eru fimm ár síðan Sporthúsið hóf þjónustu við Suðurnesjamenn í líkamsrækt en stöðin hóf starfsemi

nokkrum dögum síðar, eða þann 15. september 2012. Þessi áform hafa spurst út og við erum að fá nokkrar fyrirspurnir um tíma í salnum. Ég vil bara benda áhugasömum á að hafa samband sem fyrst,“ segir Ari.

Hljóðmælingakerfi komið upp við Keflavíkurflugvöll Nýtt og gagnvirkt hljóðmælingakerfi hefur verið sett upp við Keflavíkurflugvöll. Kerfið er opið öllum í gegnum vef Isavia og hægt er að fá upplýsingar um flug sem nýlega hefur farið um flugvöllinn auk þess sem hægt er að sækja upplýsingar aftur í tímann. Kerfið birtir upplýsingar hljóðmæla í byggðinni í kringum flugvöllinn og er því hægt að fylgjast með hljóðstyrk frá flugumferð og fá helstu upplýsingar um flug til og frá flugvellinum. Í kerfinu er sérstakur tilkynningahnappur þar sem hægt er að senda ábendingu um flug tiltekinnar flugvélar. Með þessu móti verða ábendingar vegna flugumferðar nákvæmari og betur skráðar auk þess sem auðveldara er að greina það hvort tiltekið flug hafi farið eftir þeim flugferlum sem skilgreindir hafa verið í kringum flugvöllinn. Sambærilegt kerfi er notað á mörgum stórum flugvöllum, til dæmis London Heathrow, Manchester flugvelli og Kaupmannahafnarflugvelli. Vegna mikillar gagnagreiningar og sendingar gagna yfir net þá eru mælingar birtar 30 mínútum eftir flug. „Við erum auðvitað gríðarlega ánægð með þennan áfanga og það er akk-

úrat svona sem við viljum geta haft hlutina. Við viljum opna á þær upplýsingar sem í boði eru og leyfa íbúum að fylgjast með starfseminni. Í gegnum kerfið geta íbúar í kringum flugvöllinn, og aðrir sem hafa áhuga, fylgst með hljóðstyrk flugumferðarinnar sem fer um Keflavíkurflugvöll. Við sáum þetta fyrst fyrir nokkrum árum hjá erlendum flugvöllum og vorum strax ákveðin í því að fara þessa leið þannig að þetta hefur verið í undirbúningi síðan 2014. Við hvetjum alla íbúa til þess að kynna sér kerfið og fylgjast með í gegnum það. Ef vart verður við sérstaklega mikið ónæði af flugumferð er hægt að finna þá vél sem olli ónæðinu og skrá athugasemd á nákvæmlega það flug. Þannig verður öll skráning og eftirfylgni mun nákvæmari og auðveld-

ari. Við getum þá tekið fyrir hverja ábendingu, séð hvaða gildi mælarnir sýndu og kannað hvort farið var eftir þeim flugferlum sem skilgreindir hafa verið til þess að minnka hávaða. Auk þess getum við kannað hvaða áhrif breytingar á flugferlum hafa á hljóðvist í byggð í Reykjanesbæ. Við erum því mjög spennt fyrir því að nota nýja kerfið og vonum að íbúar í nærumhverfinu séu það líka. Þröstur Söring, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar: Kerfið er auðvelt í notkun en notkunarleiðbeiningar og upplýsingar um kerfið er að finna hér: https://www. isavia.is/um-isavia/isavia-i-samfelaginu/umhverfismaelingar-a-kef/ Kerfið sjálft er að finna hér: http://webtrak5.bksv.com/kef2


fimmtudagur 17. ágúst 2017

23

VÍKURFRÉTTIR

Íþróttir á Suðurnesjum

Mikilvægur sigur fyrir sálartetrið ●●segir Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Pepsi-deildarliðs Grindavíkur. Ánægður með stöðugleikann hjá liðinu

„Auðvitað var sigurinn mikilvægur fyrir sálartetrið en hann var aðallega mikilvægur upp á framhaldið,“ segir Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Pepsi-deildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu eftir sigur á ÍA í Grindavík sl. mánudag. Grindavíkingar hafa svo sannarlega komið á óvart í sumar en fyrir mótið voru spámenn ekki bjartsýnir og einhverjir gengu svo langt að spá þeim falli. Þeir sýndu það og sönnuðu að sú var og verður ekki raunin en eftir frábært gengi á fyrri hluta mótsins var Grindavík meðal annars kallað „heitasta liðið“ og virtist það ósigrandi. Leikgleðin hefur verið allsráðandi hjá liðinu í sumar og

eftir fjóra tapleiki í röð var kominn tími á sigur sem kom á heimavelli gegn ÍA eftir æsispennandi leik. Við ræddum við Gunnar Þorsteinsson fyrirliða Grindavíkur um sumarið, markmið og framhaldið í deildinni. Hvað hefur komið mest á óvart í sumar fyrir utan frábært gengi fyrri hluta Íslandsmótsins? Það sem komið hefur mér hvað mest á óvart í sumar er hversu mikinn stöðugleika við höfum sýnt miðað við að vera reynslulitlir nýliðar. Við höfum vissulega átt tvo afspyrnuslaka leiki en oft á tíðum hefur okkur tekist að knýja fram úrslit í erfiðum og jöfnum leikjum. Tveir ungir leikmenn hafa sprungið út sem vekur ávallt kátínu hjá stuðningsmönnum. Marínó Axel og Aroni Róbertssyni var fleygt út í djúpu laugina og þeir hafa báðir leikið líkt og sá sem valdið hefur. Ég er sérstaklega ánægður fyrir hönd Marínós sem hefur verið sérlega óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina. Það hefur alls ekki komið mér á óvart að þeir hafi verið góðir, finnst bara gott að nefna það.

Mikilvægur sigur!

Hart barist í leiknum við ÍA. Gunnar er lengst til hægri.

Hv e r s u m i k l u máli skiptir stuðningur á leikjum fyrir ykkur? Mér finnst ágætt að líkja góðum stuðningsmönnum við foreldra. Þó að allt gangi á afturfótum er ómetanlegt að vita af einhverjum sem stendur þétt við bakið á manni í blíðu og stríðu, svo lengi sem maður leggur sig allan í verkefnið. Í gegnum tíðina hefur þetta samband milli liðsins og stuðningsmanna stundum verið ábótavant en undir stjórn Óla Stefáns hefur mér þótt tengslin styrkjast. Hann er alþýðulegur, duglegur að funda með stuðningsmönnum og lætur svo auðvitað verkin tala inni

Nú unnuð þið ÍA á heimavelli eftir fjögur töp í röð, eruð komnir með 24 stig í deildinni eftir að hafa sett það markmið að vera með 22 stig fyrir tímabilið, hvert er svo markmiðið fyrir næstu leiki? Við náðum fyrsta markmiði tímabilsins sem var 22 stig og kvöddum þar með endanlega allar vangaveltur um fallbaráttu (það hefur aldrei gerst að lið með 24 stig falli). Nú getum við horft fram á veginn og einbeitt okkur að næsta markmiði, að bæta stigamet Grindavíkur í efstu deild sem er 31 stig.

Knattspyrnusamantekt

Glæsilegt mark!

Boltinn liggur í netinu eftir frábært skot Lasse. VF-mynd/pket.

Keflavík styrkir stöðu sína á toppi Inkasso-deildarinnar

■■Keflavík sigraði Þrótt Reykjavík 1:0 í Inkasso-deildinni um helgina, en Lasse Rise sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu. Rise sneri af sér varnarmann og gjörsamlega hamraði boltann upp í samskeytin. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá Keflavík sem styrkir stöðu sína á toppi deildarinnar.

Langþráður sigur Grindvíkinga

■■Grindav í k sigraði ÍA 3:2 í miklum baráttuleik á mánudagskvöld í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Grindavík. Leikurinn fór rólega af stað en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Aðeins voru liðnar nokkrar mínútur af seinni hálfleik þegar fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós en það var Þórður Þorsteinn Þórðarson sem skoraði fyrir

ÍA. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði úr vítaspyrnu á 64. mínútu. ÍA komst aftur yfir með marki frá Garðari Gunnlaugsyni á 68. mínútu. Önnur vítaspyrna var dæmd á ÍA og Andri Rúnar Bjarnason fór aftur á punktinn og skoraði þá sitt annað mark á 80. mínútu fyrir Grindavík. Sigurmark Grindavíkur kom svo á 84. mínútu en það var Juan Manuel Ortiz Jimenez sem skoraði. Grindvíkingar fögnuðu gríðarlega í lokin, enda fyrsti sigurinn í langan tíma og því langþráður. Við sigurinn fóru Grindvíkingar í fjórða sætið deildarinnar með 24 stig.

Keflavík vann stórsigur á Víkingi Ólafsvík

Grindavík datt út úr Borgunarbikarkeppni kvenna

■■Njarðvíkingar gerðu 1:1 jafntefli við Aftureldingu á föstudaginn í 2. deild karla í Mosfellsbæ. Styrmir Gauti Fjeldsted skoraði mark fyrir Njarðvík á 25. mínútu. Wentzel Steinarr R Kamban jafnaði fyrir Aftureldingu á 63. mínútu og lokastaðan því 1:1 jafntefli. Njarðvíkingar halda toppsæti 2. deildar með 34 stig.

■■Grindavík og ÍBV mættust í Borgunarbikarkeppni kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Cloé Lacasse kom ÍBV yfir á 41. mín­útu en Elena Brynj­ars­dótt­ir jafnaði í upp­ bót­ar­tíma. Staðan var því 1:1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti að fram­lengja. Ekkert mark var skorað í framlengingunni og úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Markmaður ÍBV varði tvær vítaspyrnur Grindvíkinga en ÍBV skoraði úr öllum fjórum spyrnum sínum. Grindavík er því dottið út úr bikarkeppninni.

■■Keflavík sigraði Víking Ólafsvík 4:0 í 1. deild kvenna á Ólafsvíkurvelli á þriðjudaginn. Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði fyrsta markið á 12. mínútu. Mairead Clare Fulton skoraði annað markið á 28. mínútu. Aníta Lind var svo aftur á ferðinni á 49. mínútu og skoraði sitt annað mark. Eydís Ösp Haraldssóttir skoraði lokamarkið 58. mínútu. Keflavík er í 3.- 4. sæti deildarinnar með 27 stig.

Njarðvíkingar halda toppsætinu þrátt fyrir jafntefli

Víðir í toppbaráttu 2. deildar

■■Víðir sigraði Völsung frá Húsavík 2:1 í 2. deild á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Víðis í Garðinum. Völsungar voru

á vellinum. Stuðningsmenn kunna að meta þetta. Ég hef aldrei upplifað jafn góðan stuðning og núna gegn ÍA þegar Sibbi Dagbjarts mætti með gítar á leikinn. Svona fólk er ómetanlegt. Er eitthvað eitt frekar en annað sem hefur skapað þetta góða gengi hjá ykkur í sumar? Auðvitað verður að hampa Bolvíkingnum Andra Rúnari. Hann hefur dregið vagninn fram á við og ef fram fer sem horfir mun hann skrá sig á spjöld íslenskrar knattspyrnusögu en það er alltaf sama gamla tuggan að þetta er liðsíþrótt. Þjálfarateymið sem samanstendur af Óla Stefáni, Jankó og Þorsteini Magnússyni og bestu liðsstjórum landsins þeim Arnari og Gumma á hvað stærstan þátt í okkar ágæta gengi. Þeir hafa á undraskömmum tíma híft liðið frá miðjumoði í 1. deild í efri hluta úrvalsdeildarinnar og hafa hvað eftir annað sýnt að árangurinn er engin tilviljun. Öll þeirra vinnubrögð eru ákaflega fagleg sem smitar út til liðsins. Viðtal: Rannveig J. Guðmundsdóttir Myndir: Hilmar Bragi og Óskar Birgisson.

betri aðilinn í fyrri hálfleik og Arnþór Hermannsson skoraði mark fyrir Völsung á 18. mínútu. Þannig var staðan þangað til á 76. mínútu þegar Dejan Stamenkovic jafnaði fyrir Víði. Milan Tasic skoraði sigurmark Víðis á lokamínútum leiksins. Víðir er í 3.- 4. sæti deildarinnar með 28 stig.

Þróttur sigraði Ægi í 3. deildinni

■■Þróttur Vogum sigraði Ægi 2:0 á Þorlákshöfn í 3. deild karla í síðustu viku. Hrólfur Sveinsson skoraði fyrra markið á 45. mínútu. Hilmar Þór Hilmarsson gulltryggði svo sigur Þróttar með marki á 70. mínútu. Þróttur er í 4. sæti deildarinnar með 22 stig.

Markalaust jafntefli í Sandgerði

■■Reynir Sandgerði fékk Vængi Júpiters í heimsókn á Sandgerðisvöll í gær í 3. deildinni. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reynir er í næst neðsta sæti 3. deildar með 6 stig.


Mundi

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000

Ætlar Umhverfisstofnun ekki að fara í fýluferð til Helguvíkur?

Póstur: vf@vf.is

Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Auglýsingasími: 421 0001

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

instagram.com/vikurfrettir

Orrustuþotu frá bandaríska hernum komið fyrir hjá Keili

Orrustuþotu frá bandaríska hernum hefur verið komið fyrir á stöplum við Keili. Herþotan var lengi staðsett við aðalinngang höfuðstöðva Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Flugvélin hefur verið í geymslu í flugskýli síðan herinn fór. Orrustuþotan er í eigu sögusafns bandaríska hersins og er af gerðinni Phantom F4 merkt 57. flugsveit varnarliðsins. Sveitin var kölluð Svörtu riddararnir frá Keflavík. Sögusafn bandaríska flughersins fól Keili í samstarfi við nokkur önnur fyrirtæki á Ásbrú að setja hana upp. Einnig hefur bandaríska sendiráðið tekið þátt í þessum undirbúningi. Flugvélinni var komið fyrir þar sem vegfarendur munu fá að njóta hennar um ókomna framtíð.

DAGBÓK LÖGREGLU

Réttindalausir ökumenn stöðvaðir

■■Fjórir ökumenn sem allir reyndust vera réttindalausir voru stöðvaðir í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Þar af var einn á þrítugsaldri sem aldrei hafði öðlast slík réttindi. Tveir til viðbótar voru jafnframt grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og sá fjórði ók sviptur réttindum.

Borgaði 67.500 í hraðasekt

■■Lögreglan á Suðurnesjum kærði sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 141 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann greiddi sektina, 67.500, krónur á staðnum. Einn ökumaður til viðbótar var grunaður um ölvun við akstur. Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af nokkrum bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Setti þýfið í bakpoka barnsins

■■Starfsmaður Bónus í Keflavík hafði um helgina samband við lögregluna á Suðurnesjum vegna einstaklings sem staðinn var að þjófnaði í versluninni. Um var að ræða konu sem var með barn með sér og setti hún varning í bakpoka sem barnið var með. Hún var stöðvuð þegar hún var komin fram hjá afgreiðslukössunum í versluninni. Framvísaði hún þá vörunum sem hún hafði hnuplað.

IGS ATVINNA

IGS EHF. LEITAR AÐ ÖFLUGUM EINSTAKLINGI Í SPENNANDI OG KREFJANDI STARF DEILDARSTJÓRA GROUND OPERATION CENTER Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI.

IGS Ground Operations Center er lifandi vinnustaður á Keflavíkurflugvelli en starfsemi deildarinnar snýr að mörgum þáttum er varða daglegan rekstur fyrirtækisins. Hluti starfseminnar felst í hleðslueftirliti, þjónustu við einkavélar, samræmingu þjónustu fyrir viðskiptavini IGS ásamt fleiru. • • • • • • • • •

Helstu verkefni:

Ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar. Þátttaka í markaðsstarfi afgreiðsluhluta IGS í samvinnu með forstöðumanni. Þátttaka í alþjóðlegum ráðstefnum og sýningum. Dagleg samskipti við viðskiptavini og stofnanir. Ráðningar í samstarfi við starfsmannastjóra IGS. Áætlanagerð í samstarfi við forstöðumann flugafgreiðslusviðs. Yfirumsjón og ábyrgð þjálfunarmála deildarinnar. Samþykkt og útgáfa reikninga fyrir valda viðskiptavini IGS. Umsjón með starfsemi IGS á öðrum flugvöllum.

• • • • • •

Hæfniskröfur:

Háskólamenntun eða sambærileg menntun. Umfangsmikil reynsla og þekking á flugtengdri starfsemi. Reynsla af starfi á Keflavíkurflugvelli er æskileg. Góð íslensku- og enskukunnátta. Frumkvæði og frjó hugsun. Öguð, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Útsjónarsemi og heiðarleiki.

Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS sjá www.igs.is fyrir 25. ágúst 2017


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.