• fimmtudagur 14. september 2017 • 36. tölublað • 38. árgangur
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Öflugt foreldrasamstarf mikilvægt
12
Keflavík og Suðurnesjamagasín Njarðvík upp
fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is
Hringtorg á gatnamót Faxabrautar og Hringbrautar
Mikil eftirspurn eftir húsnæði á Suðurnesjum ■■Allar íbúðirnar sem fasteignafélagið 235 Fasteignir setti á sölu á Ásbrú nýlega seldust upp á aðeins þremur dögum. Á annað hundrað manns mættu á opið hús þegar íbúðirnar átta voru settar í sölu, aðallega fjölskyldufólk af Suðurnesjum. Gera má ráð fyrir að fyrstu íbúarnir flytji inn um mánaðarmótin.
„Skítugum brögðum beitt“
FÍTON / SÍA
einföld reiknivél á ebox.is
Sport
●●Íbúðirnar á Ásbrú seldust upp á þremur dögum
■■Næstu daga og vikur verður unnið að gerð hringtorgs á gatnamótum Faxabrautar og Hringbrautar í Reykjanesbæ. Reynt verður eftir fremsta megni að hafa gatnamótin opin á morgnana vegna umferðar en að öðru leyti verða gatnamótin lokuð eftir þörfum á meðan framkvæmdum stendur. Ökumenn eru beðnir um að virða þessar takmarkanir á umferð. Stefnt er að framkvæmdum verði lokið um mánaðarmót september/október. Myndin hér til hliðar var tekin með flygildi í gær, miðvikudag, við upphaf framkvæmda. VF-mynd: HBB
■■Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, mótm æli r alf arið ásöku nu m sem fram hafa komið í fjölmiðlum á Íslandi. Hann segir fréttirnar rangar og tilhæfulausar og hafa ekkert með sannleikann að gera. „Þetta er ekk ert annað en mjög skítugur slagur um eignarhald að félaginu United Silicon, sem ég stofnaði árið 2014 og á stóran hlut í,“ segir Magnús í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Stjórn United Silicon hefur í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun sent kæru til Embættis héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. Kæran byggir á grun um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals allt frá árinu 2014 og er lögð fram í samráði við aðra hagsmunaaðila. Upplýsingarnar sem nú koma fram eru afrakstur af vinnu við endurskipulagningu félagsins sem leidd hefur verið af nýrri stjórn sem tók við í febrúar. Hinn grunaði hefur enga aðkomu haft að rekstri eða stjórnun félagsins síðan í mars. Stjórn félagsins mun vinna með yfirvöldum að rannsókn málsins svo að upplýsa megi það sem fyrst. „Það er augljóst að Arion-banki er að reyna að koma mér í eins lélega stöðu og mögulegt er, svo hann geti eignast allt félagið án þess að borga fyrir það. Þetta eru með skítugustu brögðum sem ég hef séð beitt í viðskiptaheim inum,“ segir Magnús jafnframt í yfirlýsingunni.
Keflavík í Pepsi-deild og Njarðvík í Inkasso
„Það voru aðallega fjölskyldur af Suðurnesjum sem keyptu íbúðirnar en við finnum einnig fyrir miklum áhuga frá fjölskyldufólki af höfuðborgarsvæðinu,” segir Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri 235 Fasteigna. „Markmið okkar er að byggja hér upp fjölskylduvænt hverfi og okkur til mikillar gleði virðist það ætla að takast.” Íbúðirnar átta eru fyrstu íbúðirnar sem 235 Fasteignir setur á sölu á gamla
varnarliðssvæðinu. Íbúðirnar eru 89 – 95 m2 að stærð og var ásett verð þeirra frá 22 milljónum króna. Íbúðaverðið er töluvert lægra en gengur og gerist á Suðurnesjum sem og höfuðborgarsvæðinu. Gríðarleg uppbygging hefur verið á Ásbrú frá því að varnarliðið yfirgaf svæðið en nú búa þar um 2.700 manns. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Suðurnesjum. Mannfjöldaspár gera ráð fyrir að íbúum á svæðinu eigi eftir að fjölga um 55% á næstu árum og að þeir verði tæplega 35 þúsund talsins árið 2030. Atvinnuppbygging á Suðurnesjum hefur verið í miklum blóma síðustu ár og þar starfa mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. 235 Fasteignir áætla að setja um þrjátíu íbúðir, frá 90 – 132 m2, í fjölbýlishúsahverfinu við Skógarbraut á Ásbrú í sölu um miðjan mánuðinn.
„Langar ekki að heyra af fleiri alvarlegum slysum“ - segir Guðbergur Reynisson hjá Stopp-hópnum. Engar frekari framkvæmdir á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut í ár ■■Ekki stendur til að fara í neinar framkvæmdir eða lagfæringar á Grindavíkurvegi og Reykjanesbraut í ár að sögn G. Péturs Matthíasarsonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar við fyrirspurn Víkurfrétta. Vegfarendur veganna tveggja hafa kvartað yfir holum, hjólförum og lélegri lýsingu en einungis tíu kílómetrar voru malbikaðir á vegum Suðurnesja í sumar, þar af voru sex þeirra á Reykjanesbraut.
„Ég er ótrúlega svekktur yfir því að sjá ekki minnst á Reykjanesbraut nema einu sinni í fjárlögum 2018. Við erum búin að atast í ráðamönnum síðustu daga en gjörsamlega fyrir lokuðum eyrum,“ segir Guðbergur Reynisson, einn af upphafsmönnum baráttuhópsins „Stopp hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð alla leið. „Ég á ótrúlega erfitt með að bíða og langar ekki að heyra af fleiri alvarlegum slysum á brautinni.“
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR
auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
Nýtt hringtorg á mótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í Reykjanesbæ.
eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
fimmtudagskvöld kl. 20 og 22 á Hringbraut og vf.is
2
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 14. september 2017
Stærsta sumar Keflavíkurflugvallar frá upphafi
Er slökkvitækið á sínum stað? SLÖKKVITÆKI, ELDVARNARTEPPI, REYKSKYNJARAR KOLSÝRUHLEÐSLA OG ÞOLPRÓFUN ÞRÝSTIHYLKJA
IÐAVELLIR 3 – 230 REYKJANESBÆR – SÍMI 420 2020 – ELDVARNIR.IS YFIR 40 ÁRA REYNSLA AF SÖLU, EFTIRLITI OG ÞJÓNUSTU SLÖKKVITÆKJA
Endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra Keilir býður upp á röð endurmenntunarnámskeiða fyrir atvinnubílstjóra í haust. Næstu námskeið fara fram á laugardögum kl. 8:30 - 15:30 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú. 16. september: Vistakstur 30. september: Lög og reglur 14. október: Umferðaröryggi og bíltækni Nánari upplýsingar og skráning í síma 578 4000 eða á www.keilir.net/namskeid Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs
ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM
●●Um sex milljónir farþega farið um flugvöllinn það sem af er ári. 15 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur til 69 áfangastaða. 27% sætaaukning frá fyrra ári
Farþegar á Keflavíkurflugvelli á tímabilinu janúar til ágúst voru 5.954.761 og er það 32,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Fjöldinn er í takt við farþegaspá Isavia sem gefin var út í lok árs 2016, en þá var því spáð að 5.921.693 farþegar færu um völlinn á fyrstu 8 mánuðum ársins, sem er einungis 0,54% færri en raunin varð. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi farþega verði á bilinu 8,7-8,8 milljónir árið 2017 sem yrði þá um 28% aukning frá árinu 2016. Skipting farþega er í samræmi við spár en um þriðjungur farþega flugvallarins eru tengifarþegar en aðrir farþegar skiptast í komu og brottfararfarþega. Eins og undanfarin ár var sumarið annasamasti tíminn, en sumarið (júní – ágúst) var það stærsta á flugvellinum hingað til. Í fyrsta sinn í sögunni fóru yfir ein milljón farþega í gegnum flugvöllinn á einum mánuði og gerðist það í júlí og aftur í ágúst. Stærsti dagur sumarsins var 6. ágúst þegar 40.147 farþegar fóru í gegnum flugvöllinn, en það er 19% fleiri farþegar en á stærsta deginum í fyrra sumar. Heilt yfir gekk umferð um flugvöllinn mjög vel í sumar og hafa þær afkastaaukandi framkvæmdir sem ráðist hefur verið í síðastliðin misseri skilað árangri. Biðtími í öryggisleit á flugvellinum var undir 5 mínútum hjá 88% farþega í ágústmánuði þrátt fyrir sögulegan fjölda farþega. Þá voru flug almennt oftar á réttum tíma miðað við sama tímabil í fyrra. Í sumar ákvað Isavia í samráði við Icelandair, Primera og Wow air að bjóða uppá innritun frá 12 á miðnætti fyrir þá sem áttu bókað morgunflug. Nokkur fjöldi farþega nýtti sér þessa auknu þjónustu sem skilaði dreifðara álagi í innritun og öryggisleit. Vetraráætlun Keflavíkurflugvallar er orðin opinber, en á tímabilinu nóv-
ember til mars 2018 er gert ráð fyrir um 830 þúsund auka sætum í boði frá sama tímabili í fyrra, eða um 27% aukning. Heildar framboð flugsæta verður um 3,8 milljónir í vetur en var um 3 milljónir síðastliðinn vetur. Alls verða það 15 flugfélög sem fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í vetur til 69 áfangastaða.
„Það er frábært að verða vitni að því góða starfi sem unnið er á Keflavíkurflugvelli, hvort sem er hjá starfsfólki Isavia eða rekstraraðila á flugvellinum. Fjöldi farþega í sumar, og í raun alla mánuði þessa árs er sögulegur eins og vöxtur ferðaþjónustunnar og flugsins í heild. Það er því mikilvægt að starfsemin á flugvellinum, í flugumferðarþjónustu og annarri tengdri starfsemi gangi vel og snurðulaust fyrir sig þannig að upplifun farþega verði jákvæð við komu til landsins sem og við brottför. Ég vil því þakka starfsfólki á Keflavíkurflugvelli sem og starfsmönnum Isavia í heild fyrir frábært starf í sumar sem og síðastliðin ár við krefjandi aðstæður,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. Í sumar ákvað Isavia í samráði við Icelandair, Primera og Wow air að bjóða uppá innritun frá kl. 12 á miðnætti fyrir þá sem áttu bókað morgunflug. Nokkur fjöldi farþega nýtti sér þessa auknu þjónustu sem skilaði dreifðara álagi í innritun og öryggisleit.
Plastlaus september
- Dagur íslenskrar náttúru er 16. september næstkomandi ■■Fólk er hvatt til þess að taka þátt í plastlausum september af Landvernd en í september munu þau vekja athygli á því hvaða hættur fylgi plastmengun í hafi. Alþjóðlegi Strandhreinsunardagurinn er svo haldinn 16. september næstkomandi, en það er einnig dagur íslenskrar náttúru. Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi, loftið sé vissulega hreint og vatnið gott en hver Íslendingur notar að meðaltali 40
kíló af plasti á ári. Mikið af því plasti sem við notum fer svo ekki í endurvinnslu eða endurnýtingu og er grafinn í jörðu og urðaður, eða endar í hafinu. Hópar, einstaklingar og fyrirtæki eru hvattir til að skrá sig til leiks á síðunni hreinsumisland.is þar sem hægt er að sjá allar hreinsanir á landakorti. Þar má einnig finna fræðslu, leiðbeiningar og góð ráð frá Landvernd.
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
SUÐURNES - REYK JAVÍK SÍMI: 845 0900 Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@ vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, solborg@vf.is // Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is // Umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á þriðjudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og skilafrestur auglýsinga færist fram um einn sólarhring. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga. Blað sem kemur út á fimmtudegi er dreift á þeim degi og föstudegi inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Örstutt í þjónustu og verslun
Fjölskylduvænt hverfi
Opið hús á Ásbrú í dag, fimmtudag kl. 17:00-18:00 Hagkvæmar íbúðir 90-129 fm2
Grunnskólar í fremstu röð
Störfum fjölgar hvergi jafn mikið
Skógarbraut 922 – Ásbrú Við bjóðum þér að koma að skoða rúmgóðar íbúðir á Ásbrú – fimmtudag milli kl. 17-18. Íbúðirnar eru á hagstæðum kjörum, sérstaklega hugsaðar fyrir fjölskyldufólk og fyrstu íbúðarkaupendur: 90-129 fm2 að stærð. Ásbrú
er endurfætt hverfi í kringum ungt, lifandi og kraftmikið háskólasamfélag Keilis með iðandi mannlífi, þjónustu og menningu - mitt á því svæði þar sem íbúafjöldi og atvinnutækifæri vaxa hraðast og mest.
Ekki missa af vænlegum tækifærum á Ásbrú.
235
FA S T E I G N I R
www.235.is
Íslenskur
KJÚKLINGUR á góðu verði
279
695 kr. kg.
695
Bónus Kjúklingavængir Ferskir
Bónus Kjúklingur Ferskur, heill
Bónus Kjúklingaleggir Ferskir
kr. kg.
kr. kg.
Grísakjöt af
NÝSLÁTRUÐU
698 kr. kg
100 % ÍSLENSKT
1.795 kr. kg
ungnautakjöt
Ali Grísabógur Ferskur Grísakjöt af
NÝSLÁTRUÐU
1.298 kr. kg
4.598 kr. kg Stjörnugrís Pörusteik Úr læri, fersk
249 kr. 400 g
100 % ÍSLENSKT
Bónus Kjúklingabringur Ferskar
ungnautakjöt
Íslandsnaut Fillet Ungnautakjöt
2.998 kr. kg Íslandsnaut Piparsteik Ungnautasteik, fersk
Wewalka Pizzadeig Ferskt, 400 g
Íslensk Framleidsla
595 kr. 750 ml
498
498
Tómatar 400 g, 2 tegundir
Extra Virgin Ólífuolía 750 ml
Gevalia Kaffi 500 g
Bónus Salernisrúllur 18 rúllur í pakka
Verð gildir til og með 17. september eða meðan birgðir endast
rúllan
blöð á rúllu
59
kr. 500 g
28kr 200
500g
kr. 400 g
Aðeins
kr. 18 rúllur
Af nýslátruðu
2017
298 kr. kg
Kjarnafæði Lambahjörtu Kjarnafæði Lambalifur Af nýslátruðu
1.398 kr. kg
1.998 kr. kg
Kjarnafæði Lambalæri Af nýslátruðu
Kjarnafæði Lambahryggur Af nýslátruðu
ÍSLENSKT LAMBAKJÖT AF NÝSLÁTRUÐU
1.898 kr. kg
698 kr. kg
KS Lambasúpukjöt Frosið, 2017 slátrun
1.095 kr. kg KS Lambalæri Frosið, 2017 slátrun
SAMA VERd
KS Lambahryggur Frosinn, 2017 slátrun
2017 slátrun
um land allt
1.479 kr. kg KS Lambalærissneiðar Frosnar, 2017 slátrun
r
0
1.459 kr. kg
2.198 kr. kg
1.098 kr. kg
Íslandslamb Lambalæri Sérskorið, ferskt
Íslandslamb Lambahryggur með lundum, ferskur
Íslandslamb Lambahakk Ferskt
Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00
6
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 14. september 2017
Séð inn í listagallerí Tobbu Óskars.
Tobba og Garðar með listakonuna Sossu á milli sín en hún kíkti á breytingarnar og skoðaði galleríið hjá Tobbu.
Garðarshólmi sinnir listagyðjunni í nýjum fötum
Rannveig dóttir Garðars, betur þekkt sem Nanný, vann oft í leikfangabúðinni á sínum tíma. Hér er hún ung að árum við afgreiðslu í búðinni.
Viðurkenningarskjalið sem Garðar fékk árið 1975 fyrir útlit hússins. Að ofan er Garðarshólmi eins og hann leit út í eigu Garðars og fjölskyldu.
●●Verslun hefur verið að Hafnargötu 18 í Keflavík í rúmlega öld ■■Húsin við Hafnargötuna, aðal verslunargötu Keflavíkur vekja jafnan athygli og hafa í gegnum tíðina ekki alltaf verið til fyrirmyndar. Nýlega var lokið við endurbætur á verslunarhúsnæði við Hafnargötu 18 sem var í rúma sex áratugi frá 1915 til 1977 í eigu aðila úr sömu fjölskyldunni. Margir núlifandi Suðurnesjamenn muna eftir versluninni Garðarshólma í húsinu en skilti með því nafni var sett á húsið núna þegar lagfæringum lauk, rétt fyrir Ljósanótt, fjörutíu árum eftir að rekstri Garðarshólma var hætt. Tobba listakona eða Þorbjörg M. Óskarsdóttir rekur nú listagallerí á neðri hæð hússins sem er í eigu Sverris Sverrissonar en hann vildi rifja upp góða tíma Garðarshólma með því að setja skilti með nafninu á framhlið hússins eftir endurbætur á því. Á efri hæðinni er íbúð sem Tobba býr í og
á. Hún opnaði gallerí um mitt sumar og er afar ánægð með endurbætur á húsinu en rekstur hófst í því fyrir rétt tæpri öld en árið 1915 opnaði verslun Þorsteins Þorsteinssonar sem jafnan var kölluð Þorsteinsbúð. Þorsteinn var einn af frumkvöðlum að stofnun Keflavíkurhrepps árið 1908 og varð fyrsti oddviti hreppsnefndar. Eftir að Þorsteinn lést árið 1939 tóku við rekstrinum þeir Elías sonur Þorsteins og uppeldissonur hans Þorgrímur St. Eyjólfsson og ráku verslunina til ársins 1956. Þremur árum síðar kom þriðja kynslóðin til sögunnar að Hafnargötu 18 þegar barnabarn Þorsteins, Garðar Sigurðsson, þá nýfluttur til Keflavíkur, hóf rekstur verslunarinnar Garðarshólma eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu. Húsgagna- og leikfangaverslunin Garðarshólmi var starfrækt þar til ársins 1972 en þá flutti húsgagnadeildin að Hafnargötu 32 og Hafnargata 18
HÓPFERÐIR HVERT Á LAND SEM ER Erum með 10 til 67 manna bíla Endilega sendið okkur póst á sbk@sbk.is og við gerum ykkur tilboð Kveðja SBK
var tekin algerlega undir leikfangaverslun. Þessar verslanir rak Garðar til ársins 1977 þegar hann og fjölskylda hans fluttu til Bandaríkjanna. Tobba bauð Garðari að koma og kíkja á breytingar á húsnæðinu í vikunni fyrir nýliðna Ljósanótt því húsið fékk aftur nafnið Garðarshólmi og var sett upp skilti með nafninu fyrir ofan innganginn. Garðar var að vonum sáttur með það og sagðist ánægður að sjá húsið aftur til prýði. Garðar fékk á sínum tíma Sævar Helgason heitinn til að skreyta húsnæðið og vakti það athygli fyrir útlitið. Garðar fékk árið 1975 viðurkenningu frá dómnefnd skrúðgarða og umhverfis í Keflavík fyrir frumleik og smekkvísi á húsinu. Svo skemmtilega vill til að Tobba listakona er fædd sama ár. Þá eru á þesssu ári fjörutíu ár frá því Garðar hætti verslunarrekstri í húsinu. Garðar segir að það hafi verið ákaflega skemmtilegur tími þegar hann var í verslunarrekstri í Keflavík. „Já, það var mjög ánægjulegur tími og gaman að vera í verslunarrekstri í gamla daga,“ sagði Garðar en hann og fjölskylda hans bjuggu líka í húsinu á árunum 1959 til 1972. Nú fær listagyðjan að njóta sín í endurvöktum Garðarshólma í faðmi Tobbu.
Hefur þú tíma?
Viltu leggja okkur lið og láta gott af þér leiða Rauði krossinn á Suðurnesjum í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar óskar eftir sjálfboðaliðum í Heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema í 4. – 10. bekk af erlendum uppruna/tvítyngd börn í Bókasafni Reykjanesbæjar. Aðstoðin er á þriðjudögum 14.30 – 16.00 og fimmtudögum 16.00 – 17.30. Áhugasamir mega hafa samband við skrifstofu Rauða krossins á Suðurnesjum (Fanney) í síma 420-4700 eða sudredcross@sudredcross.is Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ auglýsir eftir sjálfboðaliðum í Félagsstarf fyrir hælisleitendur. Sjálfboðaliðar og hælisleitendur útbúa saman mat og aðrar veitingar og standa fyrir ýmsum uppákomum. Viðburðurinn fer fram á þriðjudögum milli 18 og 21 í Húsi 88 í Reykjanesbæ. Vinsamlega hafið samband við Hafstein Gunnar Hafsteinsson, verkefnastjóra í síma 823-2926 eða hafsteinngunnar@redcross.is
SBK • Grófin 2–4 • 230 Reykjanesbæ • Sími 420 6000 sbk@sbk.is • sbk.is
Rauði krossinn Suðurnesjum
markhönnun ehf
www.netto.is
KJÚKLINGUR 1/1 FROSINN
584
-50%
ó g an M
KR KG
ÁÐUR: 779 KR/KG
X-TRA PASTASKRÚFUR
1 KG KR PK
139
ÁÐUR: 249 KR/PK
-44%
X-TRA PASTASÓSA
NICE’N EASY SNACKPIZZA
M/BASIL 690 GR. KR STK
3 CHEESES 165 GR. KR STK
ÁÐUR: 298 KR/STK
ÁÐUR: 199 KR/STK
179
-40%
129
-35%
Tilboðin gilda 14. - 17. september 2017 www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Mjódd • Salavegur • Hafnarfjörður • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavik • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss
8
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 14. september 2017
„Garðurinn að Holtsgötu 33 ber vott um afburða snyrtimennsku og tilkomumikið útlit. Skrúðugt plöntuval skapar áhugaverðan fjölbreytileika og ásýnd. Garðurinn ber glögg merki alúðar og ræktunarhæfni.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
Björk Friðfinnsdóttir,
Sjafnarvöllum 17, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 21. september kl. 13. Jón Óskar Hauksson, Jóhann Þór Jónsson Ásdís Ágústsdóttir, Ólafur Geir Jónsson Lára Margrét Ragnarsdóttir, og barnabörn
Okkar ástkæri
Hallgrímur Jóhannsson frá Ísafirði, Lyngholti 19, Keflavík,
Víkurbraut 15 (Krókskot) var byggt af Berent Magnússyni, bróður Árna í Landakoti. Um er að ræða fallegt eldra hús sem er sérlega vel við haldið og snyrtilegt og er gott dæmi um hús frá fyrri hluta 20.aldar.
Veittu viðurkenningar vegna umhverfisog menningarmála í Sandgerði ■■Sandgerðisdagar fóru fram á dögunum og af því tilefni voru veittar viðurkenningar fyrir störf menningarmála og fyrir snyrtilegt umhverfi. Hátíðardagskrá fór fram í safnaðarheimilinu síðastliðinn miðvikudag þar sem viðurkenningarnar voru veittar. Óskar Fannberg Jóhannsson hlaut viðurkenningu fyrir störf tengd menningarmálum. Þórður Þorkelsson og Vilborg Knútsdóttir fengu viðurkenningu fyrir „Verðlaunagarðinn 2017“. Gunnlaugur Sveinbjörnsson og Halldóra Guðrún Jónsdóttir hlutu
viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis. Þetta kemur meðal annars fram í rökstuðningi fyrir störf að menningarmálum: „Í samfélaginu okkar eru ótal aðilar sem eru vakandi og sofandi að vinna að hagsmunum samfélagsins. Þessir aðilar hafa ekki hátt og við tökum ekki alltaf eftir þeirra góða starfi. Þetta á við um bæði félög og einstaklinga. Eitt þeirra félaga sem vinnur mikið og gott samfélagsstarf er Lionsklúbbur Sandgerðis. Auk þess að styðja við bakið á ýmsum verkefnum og að-
lést á Landspítalum í Fossvogi 4. september. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 19. september kl. 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Sigurbjörg Fr. Gísladóttir Guðríður Hallgrímsdóttir Skúli Skúlason Gréta Björg, Eva Björg, Guðjón Trausti Halldór Búri Hallgrímsson Brynja Kjartansdóttir Halldóra Ninja, Kjartan Nóel Hjaltalína Agnarsdóttir
Staftré ehf stendur við Strandgötu 27.
Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Hrefna Steinunn Kristjánsdóttir, Njarðarvöllum 6, Njarðvík,
Viðtalstími lánasérfræðings
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þriðjudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 15. september kl. 13. Eiríkur Þorbjörnsson Svanhildur Þengilsdóttir Hulda María Þorbjörnsdóttir Bergþór Sigfússon Kristbjörn Þór Þorbjörnsson Guðríður Ingvarsdóttir Birna Rut Þorbjörnsdóttir Sverrir Þorgeirsson Ágúst Þorbjörnsson Ragnhildur Geirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og tengdasonur,
Þórður Eyfjörð Halldórsson,
Lánasérfræðingar frá Byggðastofnun verða til viðtals á skrifstofu Heklunar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá kl.10:00-12:00 fimmtudaginn 21. september n.k. að Skógarbraut 945. Núverandi og nýir viðskiptavinir velkomnir til að ræða lánamöguleika hjá Byggðastofnun.
Hrauntúni 12, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 9. september eftir stutt veikindi. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þann 18. september kl. 13. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á framtíðarsjóð sonar Þórðar og Sólveigar, kt. 131202-2450, reikningsnúmer 515-18-510831. Sólveig Stefánsdóttir, Jökull Halldór Þórðarson Hanna Björg Sveinbjörnsdóttir Sveinbjörn Halldórsson Ásdís Ingadóttir Kristín Björg Halldórsdóttir Bjarni Helgason Kristín Ísleifsdóttir
Sími 455 54 00 Fax 455 54 99
postur@byggdastofnun.is www.byggdastofnun.is
stoða einstakinga í vanda hefur Lionsklúbburinn unnið að verndun menningararfs í Sandgerðisbæ með endurbyggingu Efra- Sandgerðis og útgáfu Lionsblaðsins. Einn Lionsfélaganna er Óskar Fannberg Jóhannsson. Óskar er fæddur 14.maí 1955. Óskar er hæglátur húmoristi og hreykir sér ekki hátt. En hann er fylginn sér og úthaldsgóður. Óskar hefur verið lífið og sálin í árlegri útgáfu Lionsblaðsins. Aflað efnis, útvegað auglýsingar, búið undir prentun og verið með í dreifingu. Í Lionsblaðinu hefur verið leitast við að birta árlega greinar um menn og mannlíf í sveitarfélaginu og áður en varði hefur orðið til menningararfur sem verður sífellt dýrmætari. Atvinnu- ferða- og menningarráð hefur því ákveðið að veita Óskari Fannberg Jóhannssyni viðurkenningu fyrir störf að menningarmálum í Sandgerðisbæ.“ Umsagnir fyrir snyrtilega garða, umhverfi húss og lóðar og snyrtilegt umhverfi fyrirtækis: „Garðurinn að Holtsgötu 33 ber vott um afburða snyrtimennsku og tilkomumikið útlit. Skrúðugt plöntuval skapar áhugaverðan fjölbreytileika og ásýnd. Garðurinn ber glögg merki alúðar og ræktunarhæfni. Garðurinn og lóðin er skýrt dæmi um fjölþætta möguleika í ræktun og er ótvíræð hvatning til aukins margbreytileika í ræktun í bæjarfélaginu. Holtsgata 33 hlaut nafnbótina „verðlaunagarður 2017“ og eigendur hans eru Þórður Þorkelsson og Vilborg Knútsdóttir. Víkurbraut 15 (Krókskot) var byggt af Berent Magnússyni, bróður Árna í Landakoti. Um er að ræða fallegt eldra hús sem er sérlega vel við haldið og snyrtilegt og er gott dæmi um hús frá fyrri hluta 20.aldar. Húsinu hefur verið breytt nokkuð frá upphafi en svipmóti haldið vel til haga sem er virðingarvert. Hús og lóð ber vott um fagmennsku og vandvirkni í alla staði sem setur sterkan brag á laglega götumyndina. Króksholt hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi húss og lóðar og eigendur hússins eru Gunnlaugur Sveinbjörnsson og Halldóra Guðrún Jónsdóttir. Staftré ehf stendur við Strandgötu 27. Um er að ræða vel við haldið hús þar sem snyrtimennska er allsráðandi, Lóðin er látlaus og ver augljós merki góðrar umhirðu. Þrátt fyrir umfangsmikla stafsemi fyrirtækisins hefur hús og lóð skýrt yfirbragð hirðusemi sem gerir það að verkum að lítið fer fyrir starfseminni í nánasta umhverfi. Framkvæmdastjóri Staftrés er Páll Gíslason.“
Jólin koma í Reykjanesbæ BJÖRGVIN HALLDÓRSSON
HELGA MÖLLER
PÁLMI GUNNARSSON
LADDI
MARÍA ÓLAFS
Stórglæsilegir jólatónleikar í Hljómahöll 15. desember Miðasala hefst mánudaginn 18. september. Miðaverð 7.900 kr. Fyrstu vikuna er sérstakt forsölutilboð, aðeins 6.500 kr. Miðasla fer fram á www.tix.is og í Gallerí Keflavík.
facebook.com/jolinkoma
Áfram Keflavík!
Til hamingju með sæti í Pepsi-deildinni á næsta ári.
Áfram Njarðvík!
Til hamingju með sæti í Inkasso-deildinni á næsta ári.
12
VÍKURFRÉTTIR
fimmtudagur 14. september 2017
Öflugt foreldrasamstarf mikilvægt
DAGBÓK LÖGREGLU
●●segja verkefnastjórar FFGÍR
Gott samstarf lykilatriði
Anna Sigríður Jóhannsdóttir og Anna Hulda Einarsdóttir.
„Við leggjum áherslu á gott samstarf við skólastjórnendur enda er það lykillinn að góðri samvinnu. Við teljum að samvinna allra þeirra sem koma að börnum og ungmenna vera mjög mikilvæga. Fyrir okkur er mikilvægt að allir séu á sömu hillu og enginn verði útundan. Formenn allra foreldrafélaganna í Reykjanesbæ hittast reglulega í Fjölskyldusetrinu og stilla saman strengi sína. Þar samræmum við aðgerðir og ræðum það sem er efst á baugi hverju sinni. Þessir hittingar eru afar mikilvægir og hafa þeir meðal annars skilað því að öll foreldrafélögin hafa sameinast um að bjóða upp á fyrirlestra og fræðsluerindi bæði fyrir foreldra og nemendur. Í ár leggjum við áherslu á að virkja bekkjar- og árgangafulltrúa í öllum árgöngum grunnskólanna.“
■■„Foreldrar eru lykilpersónur þegar kemur að velferð barna og ungmenna og samstarf heimilis og skóla þarf að byggja á trausti og sameiginlegri sýn,“ segja þær Anna Hulda Einarsdóttir og Anna Sigríður Jóhannsdóttir, verkefnastjórar foreldrafélaga grunnskólanna í Reykjanesbæ, FFGÍR. FFGÍR eru regnhlífasamtök fyrir öll foreldrafélög grunnskólanna í Reykjanesbæ og hafa þau það að markmiði að efla samstarf foreldra í grunnskólum og samstarf heimila og skóla með velferð barna að leiðarljósi.
Brennandi áhugi á menntamálum
„Við tókum við af Ingigerði Sæmundsdóttur sem hafði unnið ötullega fyrir samtökin í nokkur ár. Ástæðan fyrir því að við tókum verkefnið að okkur var sú að við vorum í stýrihópi um gerð nýrrar menntastefnu sem kom út síðastliðið haust og okkur langaði að fylgja markmiðum menntastefnunnar um öflugt foreldrastarf og forvarnir á öllum skólastigum. Við höfum báðar brennandi áhuga
á menntamálum og velferðarmálum almennt. Okkur er virkilega umhugað um velferð barna og ungmenna í Reykjanesbæ, enda eigum við báðar grunnskólabörn. Við teljum foreldra vera lykilpersónur þegar kemur að velferð barna.“
Mikilvægt að vera með puttann á púlsinum
„Við eigum fulltrúa í fræðsluráði og sitjum báðar í SAMTAKA hópnum sem er forvarnar og aðgerðarhópur sem saman stendur af þverfaglegum hópi fólks. Við eigum einnig fulltrúa í stýrihópi um heilsueflandi samfélag og sitjum í fulltrúaráði Heimilis og skóla. Við höfum því góðar tengingar í allar áttir og nýtum við þær óspart.“
AÐALFUNDUR
Styðja við bakið á bekkjarfulltrúum
„Í október höfum við fyrirhugað fræðslukvöld og vinnufund fyrir bekkjar- og árgangafulltrúa þar sem við munum skipuleggja komandi vetur. Hugmyndin okkar er að styrkja foreldra í sínum hlutverkum sem bekkjar- og árgangafulltrúa því margir eru óöruggir með það hvað felst í því hlutverki. Okkar draumur er að fá alla árganga til að hittast að minnsta kosti einu sinni á skólaárinu, spjalla saman með góðan kaffibolla og ræða foreldrasáttmála Heimilis- og skóla og síðan undirrita hann. Heildin er sterkari en einstaklingurinn og ef allir eru á sömu blaðsíðu hvað varðar viðmið og reglur þá gengur allt svo miklu betur.“
Börn á ábyrgð foreldra til átján ára aldurs
„Við erum að hefja samstarf við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja þessa dagana. Ástæðan er sú að börn eru ennþá á ábyrgð foreldra sinna til átján ára aldurs og áherslur FFGÍR eiga ekki síður við eldri nemendur eða fram að átján ára aldri. Samstarfið er liður í því að brúa bilið milli skólastiga og styðja við foreldra nýrra framhaldsskólanema.“
Mikilvægt að vinnan sé markviss
„Innan FFGÍR ríkir gott samstarf við Rannsóknir og greiningu sem stendur fyrir könnun á högum og líðan nemenda á miðstigi. Okkar markmið er að skipuleggja fræðsluerindi og fleira í þeim dúr til þess að bregðast við niðurstöðum rannsókna. Á síðasta skólaári buðum við meðal annars upp á fræðslu fyrir foreldra á mið- og unglingastigi um kvíða barna þar sem að niðurstöður leiddu í ljós aukinn kvíða meðal nemenda á miðstigi. Okkar svæði mældist hærra en annars staðar á landinu. Þetta er svo mikilvægt og það skiptir svo miklu máli að foreldrar átti sig á því að þeir geta sjálfir gert ýmislegt til að huga að verndandi þáttum barnanna sinna. Eins og til dæmis að vakta skjánotkun þeirra í snjalltækjum, huga að mataræðinu og sjá til þess að þau fái nægan svefn. Allt eru þetta mikilvægir þættir foreldrahlutverksins og gott þegar allir eru á sömu línu varðandi þessa þætti.“
Allar upplýsingar um starf FFGÍR má finna á Facebook.
Fjórir aðilar á Suðurnesjum fengu styrk úr samfélagssjóði Isavia
Öldungaráðs Suðurnesja verður haldinn laugardaginn 23. september nk. kl. 14:00 að Nesvöllum, Reykjanesbæ. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði halda erindi og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB ávarpa fundinn. Verið velkomin Stjórnin
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör aðal- og varafulltrúa á þing LÍV (Landssamband ísl. verslunarmanna) sem haldið verður á Akureyri dagana 13. og 14. október n.k. Kosnir verða fimm fulltrúar og fimm til vara. Framboðslistum sé skilað á skrifstofu Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, Reykjanesbæ, eigi síðar en kl. 12:00, föstudaginn 22. september n.k. Öðrum listum en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 fullgildra félagsmanna. Kjörstjórn
■■Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum mældi á 148 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, má búast við 130 þúsunda króna sektargreiðslu, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og þremur refsipunktum í ökuferilsskrá. Ökumaðurinn reyndist 17 ára og var forráðamönnum hans gert viðvart. Fleiri voru kærðir fyrir hraðakstur en enginn ók þó eins hratt og umræddur ökumaður. Þá voru tveir ökumenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra ók sviptur ökuréttindum og hinn, karlmaður á þrítugsaldri, hafði aldrei öðlast slík réttindi.
Sex kærðir fyrir of hraðan akstur
■■Sex ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Einn af þeim ók á rúmlega tvöföldum hámarkshraða eða 63 km hraða þar sem hámarkshraðinn er 30 km. Þrír ökumenn voru handteknir vegna gruns um vímuefnaakstur og voru skráninganúmer fjarlægð af fjórum bifreiðum sem voru ýmis ótryggðar eða óskoðaðar.
Klippum beitt til að ná ökumanni úr bifreið
■■Óvenju mikið var um umferðarslys og umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem var á biðskyldu var ekið í veg fyrir aðra bifreið. Klippa þurfti annan ökumannanna út úr sinni bifreið og var hann fluttur á Landspítala. Hann reyndist hafa hlotið beinbrot auk fleiri meiðsla. Þá varð árekstur á langtímastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Annar ökumannanna var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þrennt var svo flutt með sjúkrabifreið á HSS eftir harðan árekstur á Hafnargötu í Grindavík. Meiðsli þeirra reyndust ekki vera alvarleg.
Lenti með fótinn undir hjóli strætisvagns
ALLSHERJAR ATKVÆÐAGREIÐSLA
17 ára tekinn á 148 km hraða
■■Isavia hefur nú úthlutað úr samfélagssjóði sínum og hlutu þrettán verkefni styrk að þessu sinni. Fjórir aðilar á Suðurnesjum af þrettán í heildina, fengu styrk. Veitt er úr sjóðnum tvisvar sinnum á ári. Við val á styrkþegum er áhersla lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál og barst sjóðnum fjöldinn allur af umsóknum. Voru styrkirnir afhendir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á dögunum. „Okkur hjá Isavia finnst afar mikilvægt að láta gott af okkur leiða og eru úthlutanir úr samfélagssjóði okkar stór þáttur í því. Það er einnig ánægjulegt að geta styrkt hin ýmsu verkefni á Suðurnesjunum í nánd við Keflavíkurflugvöll en þar eins og annarsstaðar á landinu er af fjölmörgum frambærilegum verkefnum að taka. Við hlökkum til að fylgjast með gangi
mála og sjá hvernig styrkveitingarnar úr sjóðnum munu hjálpa þessum þrettán verðugu verkefnum sem hlutu styrkinn að þessu sinni,“ segir Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia.
Verkefnin á Suðurnesjum sem fengu styrk eru:
• Vinnuskóli Reykjanesbæjar og FS fengu styrk til að kynna verknám fyrir 9. bekk í gegnum vinnuskólann. • Steinbogi kvikmyndagerð fékk styrk við gerð heimildarmyndarinnar „Guðni á trukknum“ sem fjallar um Guðna Ingimundarson, heiðursborgara Garðs. • Söng vaskáld á Suðurnesjum fengu styrk við framkvæmd á tónleikaröð sinni. • Fjölsmiðjan á Suðurnesjum fékk styrk fyrir sérverkefni sem ætlað er að styrkja samstöðu og uppbyggingu.
■■Það óhapp átti sér stað í Reykjanesbæ í gærdag að þrettán ára piltur gekk í veg fyrir strætisvagn við strætóskýli með þeim afleiðingum að hjól vagnsins fór yfir fót hans. Vagninn var að nema staðar þegar atvikið átti sér stað. Talsverðir áverkar voru á fæti piltsins og var hann fluttur með sjúkrabifreið undir læknis hendur til aðhlynningar.
Hundur réðst á mann
■■Hundur sem slapp úr húsi eiganda síns í vikunni, án þess að þess yrði vart, réðst að manni sem varð á vegi hans. Hann stökk í fætur mannsins sem reyndi að ýta honum frá sér sem ekki tókst. Maðurinn hrópaði á hjálp en þar sem enginn virtist heyra til hans greip hann til þess ráðs að klifra upp í bílkerru sem var þar nærri. Við það datt hann og meiddi sig lítillega, að því er virtist. Lögregla ræddi við eiganda hundsins sem var miður sín vegna tilviksins. Jafnframt verður heilbrigðiseftirliti tilkynnt um atburðinn.
Ve rslaรฐu รก ne t inu lindex.is
14
VÍKURFRÉTTIR
Páll Orri Pálsson varaformaður Heimis, Georg Lárusson forstjóri LHG, Jón B Guðnason framkvæmdastjóri LHG í KEF og Aron Ingi Valtýsson formaður Heimis.
fimmtudagur 14. september 2017
Emily Cintora pólitískur ráðgjafi bandaríska sendiráðsins, Esther Hallsdóttir, Trygvvi Másson, Hólmfríður Erna Kjartansdóttir varaþingmaður og Andrea Victorsdóttir.
Ásmundur Friðriksson þingmaður, Sigurður Helgi Birgisson, Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra og Janus Arn Guðmundsson.
Kristrún Björgvinsdóttir stjórnarmaður í Heimi skoðar F15 orrustuþotu.
Sjallar skoða Landhelgisgæsluna Um næst síðustu helgi stóð Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, fyrir ferð í höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Meðal viðstaddra voru Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Þá mættu bæjarfulltrúar flokksins í Reykjanesbæ ásamt fleiri góðum gestum. Heimismenn buðu Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík til ferðarinnar. Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri Landhelgisgæslunnar (LHG) á Keflavíkurflugvelli og Georg Lárusson forstjóri hennar tóku á móti fólkinu. Gestir fengu afar góða innsýn inn í viðamikið starf LHG á Keflavíkurflugvelli en gestum var einnig boðið skoða F15 orrustuþotur, P8 eldsneytisbirgðaflugvélar og kafbátaleitarflugvélar en regluleg loftrýmisgæsla er nú í höndum Bandaríkjamanna. Að ferðinni lokinni stóð stjórn Heimis fyrir fagnaði þar sem á annað hundrað manns voru saman komnir en Heimir bauð helstu trúnaðarmönnum flokksins í Reykjanesbæ, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, yfirmönnum hersins á Keflavíkurflugvelli og fulltrúum sendiráða Atlantshafsbandalagsríkjanna til veislunnar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
FORVAL Grindavíkurbær óskar eftir áhugasömum verktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á verkin „Fiskasund“ og „Víkurhóp“ Lauslegt yfirlit yfir verkin: Um er að ræða tvö mismunandi verk. Verktaki skal grafa fyrir götu og gangstéttum og fylla í að nýju. Verktaki skal einnig annast alla jarðvinnu og lagnavinnu, vegna frárennslis- og vatnslagna og reisa ljósastólpa og tengiskápa. Helstu verkþættir eru: • Uppúrtekt fyrir götum og lögnum, fyllingar í götustæði og yfir lagnir, söndun og lagningu lagna, leggja lagnir vegna götulýsingar, reisingu ljósastaura og tengiskápa Helstu magntölur eru: Fiskasund: • Gröftur........................................................................................................... 2000 m³ • Klapparskering ................................................................................................ 550 m³ • Fyllin og burðarlög ...................................................................................... 2750 m³ • Fráveitulagnir ................................................................................................... 125 m • Vatnslagnir ....................................................................................................... 170 m • Strenglagnir - rafstrengir ................................................................................. 895 m • Ljósastólpar ........................................................................................................9 stk. • Ídráttarrör........................................................................................................... 80 m • Gröftur fyrir vatns- og frárennslislögnum ........................................................ 170 m • Losun á klöpp í skurðum ..................................................................................... 60 m Víkurhóp: • Gröftur .......................................................................................................... 4850 m³ • Skurðgröftur ................................................................................................... 1500 m • Fleygun 0-0,6 m .............................................................................................. 450 m² • Fyllinga ....................................................................................................... 16700 m³ • Fráveitulagnir ................................................................................................... 950 m • Vatnslagnir ....................................................................................................... 900 m • Ljósastaurar..................................................................................................... 21 stk. Frekari upplýsingar. Frekari upplýsingar veitir Ármann Halldórsson í síma 420-1107 eða netfanginu armann@grindavík.
Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi og Jón B Guðnason framkvæmdastjóri LHG í KEF.
MEÐ FRÁBÆRT ÚTSÝNI yfir Grindavík ●●Grindvíkingurinn Milos Jugvic svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó Hvað ertu að bralla þessa dagana? Er byrjaður í vinnunni núna í Grunnskóla Grindavíkur eftir gott og langt sumarfrí. Svo er ég á fullu að þjálfa yngri flokka Grindavíkur í knattspyrnu en framtíðin er björt hér í bæ. Svo má ekki gleyma því að ég er að spila með stórveldinu Víði í knattspyrnu og við erum að gera harða atlögu að Inkasso sæti. Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjum? Það er þessi ró og næði sem maður hefur, ekkert stress og lífið er mjög afslappað og rólegt. Hverju myndirðu mæla með á svæðinu fyrir þá sem búa ekki hér? Kíkja einu sinni í Bláa Lónið, fara og fá sér að borða á Papas þar sem Gylfi Ísleifs tekur vel á móti öllum með bros á vör. Svo má ekki gleyma að fara að borða hjá Höllu. Þessir tveir staðir eru að mínu mati þeir bestu á Suðurnesjunum. Það er líka hægt að kíkja í heimsókn til mín en ég er með frábært útsýni yfir Grindavík sem er fallegasti staður Íslands. Síðan er líka hægt að fara á brimbretti og sörfa reglulega hér við sjóinn með frænda mínum Ivan Jugovic. Hvað ætlar þú að gera í vetur? Í vetur mun ég halda áfram að þjálfa og vinna í grunnskólanum. Síðan ætla ég með vinum mínum þeim Antoni Inga og Nemanja til Miami í tíu daga. Þar ætlum við að njóta sólarinnar og hlusta á serbneska popptónlist í botni. Hvað finnst þér mega fara betur í Grindavík? Það sárvantar meira húsnæði hér í Grindavík fyrir okkur unga fólkið sem erum að stíga okkar fyrstu skref utan veggja foreldrahúsa. Það væri frábært ef Serrano væri líka hérna. Annars er ég lítið að væla og pirra mig yfir óþarfa hlutum, allt í toppstandi, fyrir utan húsnæðisskortinn.
fimmtudagur 14. september 2017
15
VÍKURFRÉTTIR
Þórunn með manni sínum Einari Þór Kjartansyni og syninum Brynjari Má.
HEILSU OG FOR VAR N AR VI K A SUÐ UR N E SJA
ERTU MEÐ? 2.– 8. OK T ÓBE R 2017
Komum heim með minningar eftir Irmu ●●segir Þórunn Ólafsdóttir sem er búsett í Miami Fellibylurinn Irma átti leið yfir Miami svæðið um síðastliðna helgi en Grindvíkingurinn Þórunn Ólafsdóttir býr á svæðinu þar sem hún stundar nám við University of Miami. Þórunn býr þar ásamt Einari Þór Kjartansyni og syni sínum Brynjari Má. Þeim var ráðlagt að yfirgefa svæðið á miðvikudaginn í síðustu viku. Þegar Víkurfréttir höfðu samband við Þórunni sagði hún að það væri mjög óraunverulegt og ótrúlegt hversu slæmt ástandið í raun og veru væri. „Við áttuðum okkur ekki á því hversu alvarlegt veðrið var eða hver staðan væri fyrr en við fórum að fylgjast almennilega með fréttunum, þá fyrst varð þetta raunverulegt.“ Ferðalag þeirra hefur verið langt en þau fóru fyrst til Orlando og síðan til Atlanta þar sem þau eru núna. „Íbúðin okkar fór aldrei í „mandatory evacuation zone“ svo að fólk mátti vera þar, samt sem áður voru allir sem eru búsettir í Miami og Flórída hvattir til að yfirgefa svæðið. Ég veit ekki til þess að flóðin hafi náð alla leið heim til okkar. Við búum ágætlega langt frá sjónum. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef flæddi ekkert vatn inn í íbúðina okkar og allt rafmagn er í lagi. Okkur gekk vel að yfirgefa svæðið í síðustu viku og náðum að ganga frá öllu í smá stresskasti. Þegar við fórum að athuga flug frá svæðinu þá var allt uppselt, það var í raun og veru alveg sama hver áfangastaðurinn var. Við vorum sem betur fer með hraðar hendur þegar við pöntuðum hótelin
Vikuna 2.–8. október næstkomandi verður haldin Heilsu- og forvarnarvika á Suðurnesjum. Markmiðið með heilsu- og forvarnarvikunni er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa og því er leitað til ykkar. Vonumst við til að fyrirtæki og stofnanir í bæjunum taki virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Markmiðið er að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt og höfði til sem flestra.
Stofnanir sveitarfélaganna taka þátt í verkefninu og er það von okkar að sem flest fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og íþrótta- og tómstundafélög á Suðurnesjum sjái hag sinn í þátttöku verkefnisins.
Til að vera með í viðburðardagatalinu skal skila inn upplýsingum til fulltrúa sveitarfélaganna fyrir 22. september n.k. Hafþór Barði Birgisson
hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is
Guðbrandur Stefánsson
gudbrandurjs@svgardur.is
Björg Erlingsdóttir bjorg@grindavik.is
Stefán Arinbjarnarson stefan@vogar.is
Rut Sigurðardóttir rut@sandgerdi.is
en þau voru líka að seljast upp. Leiðin var frekar greið hingað til Atlanta enda búið að fella niður alla vegatolla til þess að umferðin gengi hratt fyrir sig. Það sem var samt ótrúlegt í þessu öllu saman var að matvöruverslanir voru að tæmast og bensín var nánast búið á öllum bensínstöðvum.“ Komast loksins heim „Vindurinn fór aðeins upp hér í Atlanta en við biðum bara róleg inn á hótelherbergi á meðan mesta veðrið gekk yfir. Við erum á heimleið og langt ferðalag framundan en við gerðum það besta úr þessu öllu saman og komum til baka með margar minningar. Það er gríðarlegur léttir að íbúðin sé óskemmd og við hlökkum til að komast til baka og byrja í skólanum aftur.“
! ð i f or h á ir fyr á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00
FRÍÐA DÍS SEGIR MAGNAÐA SÖGU Á BAKVIÐ MYNDLIST Í DUUS
Fjölmargir Íslendingar voru í Flórída. Hér eru þau Almar Orri, Arnór Darri og Elísa fyrir framan fallið tré eftir Irmu. Þau voru með fjölskyldum sínum í Kissimmee þar sem þessi mynd er tekin. VF-mynd/Vala Rún.
a n yr p s tt Kna
ELÍZA OG HÁTÍÐ Í HÖFNUM Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.
16
VÍKURFRÉTTIR
Sömu spurningum svarað með 17 ára millibili
Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson birtist í tölublaði Víkurfrétta árið 2000 þegar hann svaraði spurningalista um lífið og tilveruna. Víkurfréttir höfðu samband við hann, nú sautján árum síðar, og lögðu fyrir hann sömu spurningarnar. Hvað hefur breyst hjá Pétri síðustu sautján árin?
Pétur árið 2000
Nafn: Pétur Rúðrik Guðmundsson. Fæddur hvar og hvenær: Keflavík, 17. júlí 1972. Stjörnumerki: Krabbi. Atvinna: Trésmiður. Laun: Góð. Maki: Sandra D. Guðlaugsdóttir. Börn: Engin. Bifreið: Yaris og gamall jálkur. Besti bíll: Skoda Rapid. Versti bíll: Colt. Uppáhalds matur: Allt sem að kjafti kemur (nema þorramatur). Versti matur: Segir sig sjálft. Besti drykkur: Ískalt Malt. Skemmtilegast: Allt sem viðkemur íþróttum. Leiðinlegast: Taka til, en það þarf ég að gera mjög sjaldan. Gæludýr: Köttur (Gismo). Hann er alveg eins og Gremlins. Skemmtilegast í vinnunni: Að hlusta á Steina og Jónsa rífast um hver sé mesti loserinn á spilaborðinu. Leiðinlegast í vinnunni: Þegar það vantar Steina og Jónsa á spilaborðið.
Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Hreinskilni og heiðarleika. En verst: Óheiðarleiki og smámunasemi. Draumastaðurinn: Hvíta húsið, þar þarf maður ekki að taka til. Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Ég get ekki gert upp á milli brjóstanna og rassins þannig ég segi bara augun. Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Tori Wells. Spólan í tækinu: Bikarleikurinn á milli Grindavíkur og KR. Bókin á náttborðinu: Engin. Uppáhalds blað/tímarit: Hustler Humour. Besti stjórnmálamaðurinn: Pass. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Star Trek. Íþróttafélag: U.M.F.G. Uppáhalds skemmtistaður: Casino. Þægilegustu fötin: Íþróttagallarnir mínir. Framtíðaráform: Njóta lífsins. Spakmæli: Það er ekki hve stór þú ert heldur hve stórt þú spilar.
Pétur árið 2017
Atvinna: Kirkjuvörður og meðhjálpari í Njarðvíkurprestakalli. Vinn einnig sem markþjálfi. Laun: Ásættanleg. Maki: Sandra Dögg Guðlaugsdóttir. Börn: Alex Máni 13 ára og Regína Sól að verða 8 ára. Bifreið: Skoda Octovia. Besti bíll: Toyota Previa er besti bíllinn sem ég hef átt en Skoda Rapid er bíllinn sem gaf mér flestar minningar. Versti bíll: Átti Colt í nokkra mánuði, hann er klárlega versti bíllinn sem ég hef átt. Uppáhalds matur: Fiskibollur með brúnni sósu. Versti matur: Þorramatur. Besti drykkur: Vatn. Skemmtilegast: Þegar þú upplifir vöxt hjá sjálfum þér eða öðrum í kringum þig. Leiðinlegast: Mála og þrífa bílinn. Gæludýr: Dverghamstur. Skemmtilegast í vinnunni: Að þróa eitthvað nýtt.
GRINDAVÍK ATVINNA MATRÁÐUR Í MIÐGARÐI
AÐSTOÐARMATRÁÐUR Í MIÐGARÐI
Grindavíkurbær auglýsir 80% stöðu matráðs í Miðgarði, þjónustumiðstöð eldri borgara í Grindavík frá og með 1. október næstkomandi. Hlutverk matráðs er að hafa yfirumsjón með mötuneyti eldri borgara sem reiðir fram heitan mat í hádeginu alla virka daga.
Grindavíkurbær auglýsir 62,5% stöðu aðstoðarmatráðs í Miðgarði, þjónustumiðstöð eldri borgara í Grindavík frá og með 1. október næstkomandi. Hlutverk aðstoðarmatráðs er að aðstoða matráð í mötuneyti eldri borgara sem reiðir fram heitan mat í hádeginu alla virka daga.
Helstu verkefni og ábyrgð: Yfirumsjón með eldhúsi Matseld og frágangur Skipulag matseðla Innkaup á matvörum og öðrum aðföngum
Helstu verkefni og ábyrgð: Starfar í mötuneyti við matargerð og þrif Vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs
Menntun hæfni og reynsla: Menntun á sviði matreiðslu er æskileg Reynsla af matreiðslu innan stofnana eða fyrirtæki er æskileg Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Lipurð, jákvæðni og hæfni í samskiptum Nákvæmni í vinnubrögðum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
fimmtudagur 14. september 2017 Leiðinlegast í vinnunni: Hef ekki enn fundið neitt leiðinlegt í vinnunni. Hvað kanntu best að meta í fari fólks: Einlægni, heiðarleika, auðmýkt og áræðni. En verst: Óheiðarleika og þegar fólk talar niður til annarra. Draumastaðurinn: Þar sem fjölskyldan er. Uppáhalds líkamshluti á konum/körlum: Augun segja allt um hver þú ert. Fallegasta kona/karl fyrir utan maka: Regína Guðmundsdóttir amma mín, sem er ný orðin 99 ára gömul, er fallegasta kona í heiminum fyrir utan eiginkonu mína. Fegurðin geislar af henni og það sjá allir sem umgangast hana. Spólan í tækinu: Þessi spurning upplýsir vel aldurinn á manni. Ætli ég verði ekki að segja Lion King. Man að börnin mín horfðu á þetta í síðasta videotækinu okkar. Bókin á náttborðinu: Lífsreglurnar fjórar og Samræður við Guð.
Uppáhalds blað/tímarit: Lifandi Vísindi. Besti stjórnmálamaðurinn: Hef ekki fundið stjórnmálamann sem hefur áunnið sér þennan titill. Það virðist samt vera að þetta gæti breyst á næstu árum sem er góðs viti. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Handsmade wife. Íþróttafélag: UMFG. Uppáhalds skemmtistaður: Ég skemmti mér best með fjölskyldu minni og þegar ég er í pílu. Þægilegustu fötin: Íþróttafatnaður. Framtíðaráform: Hef alltaf ætlað mér að breyta heiminum og stefni áfram í þá átt. Ætla mér að njóta þeirrar vegferðar með góðu fólki og fjölskyldu minni. Spakmæli: Tilgangur lífsins er að finna lífinu tilgang.
Barna- og unglingaráð
Reynis Sandgerðis og Víðis Garði óskar eftir að ráða þjálfara fyrir sameiginlega yngri flokka félaganna. Kostur er að viðkomandi hafi reynslu af þjálfun barna og hafi sótt þjálfaranámskeið hjá KSÍ. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið dadi@airportassociates.com eða hafa samband í síma 891-6811.
Menntun hæfni og reynsla: Þekkingu og reynslu af eldhússtörfum Sjálfstæð vinnubrögð Lipurð, jákvæðni og hæfni í samskiptum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 26. september næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Stefanía Jónsdóttir í síma 426-8014 eða á netfanginu stefania@grindavik.is.
Umsóknarfrestur er til og með 26. september næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Stefanía Jónsdóttir í síma 426-8014 eða á netfanginu stefania@grindavik.is.
ATVINNA
HREINGERNINGAR - RÆSTINGAR - AUKAVINNA STARFSKRAFTUR ÓSKAST Í HREINGERNINGAR / RÆSTINGAR Stolt Sea Farm er eitt af þróuðustu fiskeldisfyrirtækjum heims og hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða sandhverfu, flúru og styrju. Stolt Sea Farm rekur fiskeldi í sex löndum; Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Portúgal, Spáni og nú á Íslandi.
Okkur hjá Allt hreint vantar fólk til starfa bæði er um að ræða fullt starf og einnig vinna eftir samkomulagi. Kröfur: Viðkomandi verður að vera a.m.k. 18 ára, vera með gild ökuréttindi og hreint sakavottorð. Áhugasamir sendi tölvupóst á halldor@allthreint.is
Stolt Sea Farm leitar að áhugasömu almennu starfsfólki í fiskeldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Leitað er að jákvæðum, heiðarlegum, duglegum og útsjónarsömum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu á nýju fyrirtæki. Starfsreynsla í fiskeldi, fiskvinnslu og/eða sjómennsku er góður grunnur. Öllum umsóknum verður svarað. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á Ólaf Arnarsson netfang: oar@stoltseafarm.com Umsóknarfrestur til 24. september 2017
JOB OFFER IN A CLEANING COMPANY
100% AND PART TIME WORK AVAILABLE Requirements: Individuals must be at least 18 years, have a valid driver's licens and a clean criminal record. Languages: Icelandic or good English is a must! We look for people for full time work ( 08:00 - 16:00 100% ) and also part time. If interested please send an e-mail to: halldor@allthreint.is
Íþróttir á Suðurnesjum
fimmtudagur 14. september 2017
MUNUM LEGGJA MIKIÐ Á OKKUR TIL AÐ VINNA DEILDINA ●● segir Guðlaugur Baldursson þjálfari Keflavíkur ■■„Tilfinningin er vægast sagt góð. Við erum mjög glaðir með það að vera komnir upp,“ segir Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, sem var að vonum glaður eftir leik Keflavíkur og Gróttu síðastliðinn föstudag þar sem Pepsi-deildar sætið var tryggt. Guðlaugur segir að markmið liðsins og allra þeirra sem að því standa hafi verið skýr fyrir sumarið, það var að komast upp í Pepsi-deildina. Því markmiði er nú náð og næsta verkefni sé að vinna Inkasso deildina. Víkurfréttir töluðu við Guðlaug eftir leik Keflavíkur og Gróttu. Þú tókst við Keflavík í vetur, sem hafði verið í töluverðu basli og nú hefur það tekist að koma liðinu í efstu deild á ný. Hvað gerði gæfumuninn? „Það eru margir samverkandi þættir sem þarf að taka tillit til. Við tókum margar réttar ákvarðanir í vetur og gáfum mörgum ungum leikmönnum tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í undirbúningsleikjum og á æfingum.
Það skilaði sér inn í sumarið og þeir hafa tekið stórt pláss í liðinu. Mér fannst við líka velja vel þegar kom að erlendum leikmönnum og að mínu mati varð úr þessu góð blanda. Það hafa orðið miklar framfarir hjá liðinu í allt sumar og við eigum ennþá mikið inni.“ Byrjunin var frekar erfið hjá ykkur, varðstu eitthvað efins þá? „Ekki efins, við héldum okkur við það
sem við ætluðum að gera og hvernig við ætluðum að vinna hlutina. Margir reynsluboltar hafa verið meiddir og við fórum inn í mótið þannig. Það er erfitt að byrja mót með marga nýja og unga leikmenn en þú þarft að öðlast reynslu og hún kemur með því að spila leiki. Ég átti von á því að það gæti orðið pínu ströggl í fyrstu leikjunum sem raunin varð en svo fundum við rétta blöndu og mér fannst við gera vel eftir smá erfiðleika í fyrstu fimm umferðunum.“ Liðið í ár er þannig lagað nýtt, í síðasta leik var einn byrjunarleikmaður sem var í byrjunarliðinu í fyrra. „Já, það eru miklar breytingar og það tekur tíma að búa til og móta þannig lið. Þetta eru góðir strákar sem eru
góðir í fótbolta og eru fljótir að læra inn á hvern annan. Þeir voru fljótir að læra og þroskast í sumar og það er ástæðan fyrir því að við erum á þessum frábæra stað þegar það eru enn tvær umferðir eftir af mótinu.“ Hvar myndir þú staðsetja Keflavík í dag ef þið væruð í Pepsi-deildinni? „Ég get það ekki. Við erum í framförum en ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað er mikill munur á milli deildanna. Við gætum örugglega staðið í liðum sem eru í neðri hluta deildarinnar en við eigum enn töluvert í land og þurfum að vinna vel ef við ætlum að standa okkur vel á næsta ári.“ Eruð þið farnir að hugsa eitthvað fram í tímann og komið þið til með að styrkja hópinn eitthvað? „Við erum nýbúnir að tryggja okkur upp og erum með allan fókusinn á því verkefni sem við erum í núna. Auðvitað þurfum við að styrkja liðið og það er bara spurning hvernig við gerum það, hvort við gerum það utan frá, innan frá eða blöndum því saman. Mér finnst líklegt að við gerum það innan frá. Við erum komnir með
ákveðinn kjarna af leikmönnum sem við viljum nota áfram. Það er alltaf gott að vera með þann kjarna og bæta síðan við hann. Þið hafið verið duglegir að vinna í andlega þættinum og reynt að halda leikmönnum á jörðinni. „Ef þú nærð að setja alla þína orku í það verkefni sem þú ert að fara að glíma við þá eru líkurnar á því að þú gerir það vel og haldir fókus, það er staðreynd. Við reyndum að gera það í leiknum, vildum forðast það að hugsa mikið um leik Þróttar og Fylkis því við gátum ekki haft áhrif á það hvernig hann færi en við gátum haft áhrif á það hvernig okkar leikur færi. Þegar mesti skjálftinn var farinn úr mönnum þá tókst okkur að vinna leikinn.“ Hvað ætlið þið að gera í næstu tveimur leikjum, er markmiðið að vinna deildina? „Við erum búin að ná aðalmarkmiði sumarsins, að komast upp í efstu deild, en þegar þú ert íþróttamaður þá vilt þú að sjálfsögðu vera efstur og við munum leggja mikið á okkur til að vinna deildina.“
Keflvíkingar fagna með stuðningsmönnum sínum.
Styrmir í leik Njarðvíkur og Víðis fyrr í sumar.
Leikmenn Njarðvíkur sníktu far eftir að þeir villtust ●● Fyrirliðinn Styrmir Gauti ræðir fótboltasumarið ■■Fyrirliði Njarðvíkur í knattspyrnu, Styrmir Gauti Fjeldsted, er ansi kátur þessa dagana en lið Njarðvíkur tryggði sér sæti í Inkasso-deild karla síðastliðna helgi og náðu þar með markmiði sínu fyrir sumarið. Ferðalög hafa verið stór partur af sumrinu hjá Njarðvíkurliðinu og hefur ýmislegt gerst á þeim ferðum. Við fengum Styrmir til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur. „Besta sagan er líklega sagan frá reyndar í því að fótbrotna í síðasta fyrsta leik sumarsins þegar við fórum leik fyrir tímabilið og hefur því misst á Egilsstaði. Nokkrir leikmenn liðsaf öllu tímabilinu og svo hafa lykilins ákváðu að keyra á leikinn og menn eins og Andri og Teddi misst af gistu föstudagsnóttina á Djúpavogi. nokkrum leikjum í sumar.“ Laugardagsmorguninn var ansi viðHvernig hefur stemningin verið í burðarríkur hjá þessum leikmönnum hópnum? en þeim tókst einhvern veginn að „Það hefur verið gríðarlega góð stemntaka vitlausa beygju inn á hestaslóða ing og kannski ekki við öðru að búast þar sem þeir sprengdu tvö dekk á þegar gengið hefur verið eins gott og í Fyrirliðinn í vörninni. bílnum. Aðrir leikmenn og þjálfarar sumar. Hópurinn er nokkuð ungur og voru á Egilsstöðum í hádegismat og hafa ferðalögin í sumar mörg hver verið það vissi í raun og veru enginn hvað ansi skrautleg og skemmtileg.“ Hvert var markmið ykkar fyrir sumhafði orðið um þá. Strandaglóparnir Víðir er í toppbaráttunni og hafa arið? tóku þá ákvörðun að labba af stað og verið það með ykkur í sumar, eru „Markmið sumarsins var skýrt frá enduðu þeir á að ganga yfir eina heiði, leikirnir gegn þeim skemmtilegustu október á seinasta ári. Rafn og Snorri vaða yfir nokkuð straumþunga á og leikirnir? héldu þá fund með þeim leikmannasníkja far hjá asísku pari sem skutlaði „Það var virkilega skemmtilegt að fá kjarna sem hefur verið í Njarðvík síðþeim í leikinn. Leiknum var frestað Víði inn í deildina og leikirnir gegn ustu ár og var markmiðið sett á það að um 30 mínútur og leikmennirnir þeim í sumar voru þeir leikir sem komast upp um deild.“ skiluðu sér á bekkinn þegar 25 mínmaður hlakkaði mest til að spila og Eru búin að vera meiðslavandræði útur voru liðnar af leiknum, nokkuð að sama skapi þeir leikir sem manni hjá ykkur í sumar? skömmustulegir.“ langaði minnst að tapa. Leikurinn í „Ég held við höfum verið nokkuð Ég vil hvetja alla stuðningsmenn Garði síðustu helgi er leikur sem ég heppnir með meiðsli þetta sumarið. okkar til að mæta á síðasta heimamun persónulega aldrei gleyma og Steindór sundkennari vill eflaust leik okkar næsta laugardag þar sem að tryggja Inkasso-sætið með þessum meina að sundtímarnir hjá honum við eigum möguleika á að tryggja hætti er ansi sérstakt.“ í vetur séu stóra ástæðan fyrir því. okkur deildarmeistaratitilinn. Ertu með einhverjar skemmtilegar Góðvinur minn Davíð, sem var frásögur frá sumrinu? bær á undirbúningstímabilinu, lenti
LAUS STÖRF
Fagmanneskja í starf með fötluðum HÆFINGARSTÖÐ Þjónustufulltrúi STJÓRNSÝSLUSVIÐ Starfsmaður í eftirskólaúrræði kl. 13-16 FJÖRHEIMAR Hlutastarf við ræstingar HÆFINGARSTÖÐ Starfsmaður á heimili fatlaðra barna VELFERÐARSVIÐ Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykjanesbær - laus störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.
VIÐBURÐIR FORELDRAMORGUNN Í BÓKASAFNI REYKJANESBÆJAR Foreldramorgunn í dag, fimmtudaginn 14. september klukkan 11. Heitt á könnunni og notalegt spjall. Allir foreldrar og börn hjartanlega velkomin. HLJÓMAHÖLL - HAUSTDAGSKRÁ 2017 Langar þig á Trúnó í Hljómahöll eða bara allt? Haustdagskrá Hljómahallar hefur sjaldan litið jafn vel út og nú. Dagskrárbækling má nálgast á vefnum https://issuu.com/hljomaholl Nánari upplýsingar og miðasala á hljomaholl.is. VIÐ HÖFUM OPNAÐ BÓKHALDIÐ Reykjanesbær hefur opnað bókhald sitt. Nú er hægt að sækja gögn beint í bókahaldskerfi bæjarins og skoða tekjuliði og útgjöld niður í einstaka birgja. Opna bókhald Reykjanesbæjar er aðgengilegt á vef bæjarins.
Íþróttir á Suðurnesjum
fimmtudagur 14. september 2017
„Krefjandi að tvinna saman körfuboltann og námið“ ●●Hafði alltaf hugsað sér að fara út í nám til Bandaríkjanna
Hvernig er undirbúningstímabilið ykkar? „Undirbúningstímabilið er mjög krefjandi þar sem við æfum mjög mikið. Í byrjun er einblínt á að við komum okkur í besta formið og æfum við því mikið án þess að hafa körfuboltann með t.d. með hlaupum og lyftingum. Þjálfarinn minn elskar að vakna á morgnana, til dæmis í fyrra byrjuðu æfingarnar klukkan fimm á morgnana og voru alveg til átta og þá byrjuðu körfuboltaæfingarnar sjálfar. Körfuboltalega séð þá snýst undirbúningstímabilið mest um að samstilla okkur sem lið.“
Guðlaug Björt gerir sig klára í sendingu.
■■Guðlaug Björt Júlíusdóttir spilar körfubolta með Florida Tech og stundar nám við Florida Institude of Technology. Guðlaug vann sér inn traust þjálfarans eftir nokkra leiki og var stór partur af því að liðið komst alla leið í úrslitin. Hún fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í skólanum sem nefninst „Outstanding student Award”. Lið Guðlaugar lenti í sjötta sæti í deildinni í fyrra en þegar þær spiluðu í úrslitakeppninni sló liðið hennar út þær sem lentu í þriðja sæti og
Við hvað stundar þú nám? „Námið sem ég stunda kallast Mechanical Engineering sem er einhvernskonar véla- og tækniverkfræði á íslensku.“ Hvað er tímabilið langt hjá ykkur?
„Fyrsti leikur hjá okkur er 28.október og seinasti leikur 24.febrúar og svo eru úrslitin eftir það. Þannig það fer mikið eftir hvað við stöndum okkur vel.“ Er krefjandi að tvinna saman námið og körfuboltann? „Já það er mjög krefjandi því að körfuboltinn tekur svo mikinn tíma af deginum þar sem við æfum um tvo og hálfan til þrjá tíma á morgnana, förum svo á myndbandsfund seinni partinn og lyftum þrisvar í viku og því lít- Guðlaug Björt undir körfunni. ill tími eftir til að læra. Það er svo sérstaklega krefjandi þegar tímabilið byrjar því þá missir maður oft úr skóla út af æfingum eða leikjum.“ Ég er í deild sem heitir The Sunshine State Confrence þar sem eru bara lið Er mikið af ferðalögum hjá ykkur? frá Flórida fylki svo ferðalögin er ekki „Í raun ekki miðað við Bandaríkin. mjög löng.“
komust þær því í úrslitaleikinn en töpuðu honum svo. Það hafði aldrei gerst fyrr að lið sem hafði lent í 6. sæti kæmist í úrslit. Við fengum Guðlaugu til að svara nokkrum spurningum um körfuboltann og námið. Hvað heitir háskólinn sem þú stundar nám við og liðið sem þú spilar með? „Háskólinn sem ég stunda nám við heitir Florida Institute of Technology og ég spila með skólakörfuboltaliðinu sem er kallað Florida Tech.“ Guðlaug Björt undirbýr sókn.
Var erfitt að taka ákvörðun að fara út í nám og spila? „Það að fara út í nám og spila körfubolta í Bandaríkjunum var alltaf eitthvað sem ég hafði hugsað mér að gera. Í fyrravor var ég samt alveg hætt við að fara þar sem að ég átti erfitt með að finna skóla sem hentaði mér bæði körfuboltalega og námslega en síðan datt ég inn á Florida Tech í maí í fyrra og ákvað því að skella mér. Þetta var erfið ákvörðun að fara því ég vissi í raun ekkert hvort að ég gæti þetta en ég þurfti nauðsynlega breytingu svo þetta var klárlega rétt ákvörðun fyrir mig.“
SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu
FRAMTÍÐARSTARF
ATVINNA LAUSAR STÖÐUR Á TÆKNISVIÐI Við leitum að tæknimanni í gagnaver Verne að Ásbrú, sem er tilbúinn að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhverfi. Viðkomandi verður þátttakandi í uppbyggingu sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni.
TÆKNIMAÐUR Á TÆKNISVIÐI. MEÐ IÐNMENNTUN Á SVIÐI VÉL- OG/EÐA RAFBÚNAÐAR Góð enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 22. september 2017, viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til albert@verneglobal.com.
Þjónustufulltrúi í Bílaleigu í KEFLAVÍK Thrifty Car Rental, bílaleiga Brimborgar, leitar að röskum og jákvæðum starfsmanni í framtíðarstarf þjónustufulltrúa á starfsstöð í Keflavík. Stutt lýsing á starfi:
· · · Hæfniskröfur: · Stúdentspróf og/eða reynsla af sambærilegu starfi · Hæfni í tölvunotkun · Gilt bílpróf · Framúrskarandi þjónustulund · Mjög góð íslensku- og enskukunnátta
Afhending bíla til erlendra sem innlendra viðskiptavina og móttaka við leiguskil Samskipti við innlenda sem erlenda söluaðila Upplýsingagjöf, sala þjónustu og skráning bókana
Unnið er á vöktum frá 07:00-17:00 (2,2,3). Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur á svæðinu. Nánari upplýsingar um starfið má finna á www.brimborg.is (laus störf). Umsóknarfrestur er til 25. september 2017.
Bílskúrssala helgina 16. - 17.september. Að Réttarholtsvegi 12, Garði kl.13-18 báða dagana.Verkfæri, trérennibekkur o.fl. rafmagns og handverkfæri, húsgögn,garðyrkjudót o.fl. sími 866 5338
Bílaviðgerðir Smurþjónusta Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979 www.bilarogpartar.is
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84
FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN Í SÍMA 898 2222
fimmtudagur 14. september 2017
Erika Williams nýr leikmaður kvennaliðs Njarðvíkur ■■Njarðvík hefur samið við bakvörðinn/framherjann Eriku Williams fyrir leiktíðina sem framundan er í Domino´s-deild kvenna. Williams útskrifaðist frá CSU Bakersfield háskólanum þar sem hún var með 12,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik en samningur hennar við Njarðvík er fyrsti atvinnumannasamningurinn hennar. Hallgrímur Brynjólfsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, kvaðst ánægður með Eriku sem væntanleg er til landsins á næstu dögum. „Þetta er leikmaður sem getur hlaupið í nokkrar stöður innan liðsins og mikill íþróttamaður svo við bindum vonir við að hún geti hjálpað okkar unga liði að vaxa og dafna enn frekar.“
Ingibjörg Sigurðardóttir mætti sem leynigestur -Landsliðskona á æfingu 6. flokks í Grindavík
Ingibjörg talaði við stelpurnar eftir æfingu.
i. Ingibjörg tók virkan þátt í æfingunn
■■Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu, var leynigestur á æfingu hjá 6. flokki kvenna í Grindavík síðastliðin miðvikudag. Ingibjörg fór yfir það þegar hún spilaði með yngri flokkum í Grindavík og leiðina í landsliðið. Hún tók einnig við spurningum frá stelpunum og tók þátt í æfingunni með þeim, þetta verður eflaust dagur sem þessar ungu stúlkur gleyma seint. Meðfylgjandi ljósmyndir eru af vef UMFG.
Ingibjörg ásamt lei km 6. flokks kvenna í Gri önnum ndavík.
Knattspyrnusamantekt Þróttur Vogum í harðri toppbaráttu
Hnefaleikafélag Reykjaness sigursælt á Ljósanótt ■■Gríðarleg stemning var á Boxkvöldi Ljósanætur nú í ár en á boxkvöldinu fór fram ein stærsta boxkeppni landsins í mörg ár. Alls fóru fram tólf bardagar og tóku öll hnefaleikafélög landsins þátt. Fyrstur í hringinn hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness var Björn Snævar Björnsson, yfirþjálfari. Eftir tveggja ára hlé steig hann inn í hringinn og upp í -81kg flokk. Eftir mikla spennu bar Björn sigur úr býtum en hann keppti á móti Þorsteini Helga Sigurðssyni, sem var valinn hnefaleikamaður ársins 2016. Vikar Sigurjónsson, einn reynslumesti boxari Suðurnesja, keppti gegn Eiríki Sigurðssyni hjá HRMjölni. Vikar sýndi gríðarlegan þrótt í bardaga sínum og lagði hann andstæðing sinn niður í gólfið tvisvar. Bardaginn fór í allar þrjár loturnar þar sem Vikar átti öruggan sigur. Næstur hjá HFR var Magnús Marcin en hann hafði verið í löngu hlé. Marcin keppti við Elmar frá
Hnefaleikafélagi Akureyrar. Marcin átti þarna öruggan sigur eftir þrjár lotur í þeim bardaga. Íslandsmeistarinn okkar, Margrét G. Svavarsdóttir, steig inn á móti Kristínu Sif frá HR-Mjölni. Þær börðust hart út í gegn en að lokum tryggði Margrét fjórða sigur hjá HFR þetta kvöld. Helgi „Flex“ Guðmundsson, Taekwondo- og BJJ-þjálfari, kláraði kvöldið með bardaga gegn ríkjandi Íslandsmeistara í -81kg flokki karla. En undir lok tapaði Helgi fyrir ríkjandi meistara.
Keflavík í Pepsi-deildina
■■Lið Keflavíkur í Inkasso-deild karla sigraði Gróttu á Nettóvellinum síðastliðna helgi en leikurinn endaði með þriggja marka sigri Keflvíkinga. Öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Með sigrinum gulltryggði liðið sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta ári. Mörk Keflavíkur skoruðu Jeppe Hansen, Leonard Sigurðsson og Hólmar Örn Rúnarsson.
Grindavík með tap í Evrópubaráttu
■■Grindavík tapaði gegn FH í Pepsi-deild karla í Kaplakrika á sunnudaginn. Lokaniðurstaða leiksins var eitt mark gegn engu. Grindvíkingar eru í harðri baráttu um Evrópusæti en fjórir leikir eru eftir hjá liðinu í Pepsi-deildinni.
Njarðvík sigraði nágrannaslaginn og gulltryggðu 1. deildina
■■Nágrannaslagur af bestu gerð var síðastliðinn laugardag þegar Víðir og Njarðvík áttust við í 2. deild karla. Leikurinn endaði 2-3 með sigri Njarðvíkinga. Leikurinn var æsispennandi og skoraði Njarðvík sigurmarkið á lokasekúndum uppbótartíma. Mörk Njarðvíkur skoruðu þeir Andri Fannar Freysson úr víti, Kenneth Hogg og Arnór Björnsson. Mörk Víðismanna skoruðu Róbert Örn Ólafsson og Pawel Grudzinski.
Reynir Sandgerði fallið
■■Reynir Sandgerði tapaði með einu marki gegn engu á heimavelli gegn KFG á sunnudaginn. Þar með er liðið fallið niður í 4. deild karla í knattspyrnu. Reynir þurfti nauðsynlega á sigri að halda í leiknum til að eiga von um að halda sæti sínu í deildinni.
■■Þróttur Vogum gerði sér góða ferð til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag og sigraði Vængi Júpíters með þremur mörkum gegn engu. Fjölmargir stuðningsmenn Þróttara mættu á leikinn og studdu vel við bakið á sínum mönnum en þeir eiga góða möguleika á því að komast upp í aðra deild þegar ein umferð er eftir. Marteinn Pétur Urbancic skoraði tvö mörk fyrir Þróttara og Örn Rúnar Magnússon eitt.
Grindavík gerði jafntefli
■■Lið Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna gerði markalaust jafntefli við FH í Kaplakrika í síðustu viku. Markmaður Grindavíkur, Viviane Domingues, átti frábæran leik og varði hvert skotið á fætur öðru og hélt hreinu fyrir Grindavík.
Stórsigur Keflavíkur á heimavelli
■■Keflavík kláraði fótboltasumarið með trompi í 1. deild kvenna síðastliðinn laugardag. Keflavík sigraði Víking Ólafsvík 9-1 en þetta var lokaleikur sumarsins í 1. deild kvenna. Mörk Keflavíkur skoruðu; Sveindís Jane Jónsdóttir- 2 mörk, Þóra Kristín Klemenzdóttir- 2 mörk, Katla María Þórðardóttir- 2 mörk, Natasha Moraa Anasi, Anita Lind Daníelsdóttir og Birgitta Hallgrímsdóttir. Keflavík endaði í 4. sæti deildarinnar.
VETUR Í REYKJANESBÆ! Unnið er að því að breyta Sumar í Reykjanesbæ (sumarvefnum okkar) í vetrarvef. Þeirri vinnu er að ljúka, okkur langar þ.a.l. að óska eftir efni frá íþrótta- og tómstundahreyfingunni, bæjarbúum og stofnunum sveitarfélagsins um hvað er í boði fyrir börn, unglinga og fullorðna í Reykjanesbæ veturinn 2017–2018. Senda má efni og mynd á netfangið: hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is
STYRKTAR- OG FRAMKVÆMDASJÓÐUR HEIÐABÚA Þann 15. september nk. verður skátafélagið Heiðabúar 80 ára. Í tilefni afmælisins hefur verið stofnaður Styrktar- og framkvæmdasjóður Heiðabúa, sem hefur það markmið að safna fjármagni til brýnna viðgerða og endurbóta á Skátahúsinu við Hringbraut. Kæru skátar, velunnarar og foreldrar. Hjálpumst að við að lagfæra skátahúsið okkar á 80 ára afmæli félagsins. Munum að margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem sjá sér fært að styrkja sjóðinn geta lagt inn á reikning 0142-15-380000, kt. 460279-0899 Með skátakveðju. Fh. stjórnar sjóðsins, Eydís B. Eyjólfsdóttir
Mundi
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000
Póstur: vf@vf.is
Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001
LOKAORÐ Sævars Sævarssonar
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
Það eru greinilega reykfyllt bakherbergi hjá Júnæted Sílikon.
instagram.com/vikurfrettir
Taka 1,7 milljónir rúmmetra af óhreyfðu bögglabergi
●● sækja um áframhaldandi námuvinnslu í Stapafellsnámum
Krókódíla Dundee og tískan Ég horfði mikið á Krókódíla Dundee þegar ég var yngri. Það mikið að spólan var farin að hökta af álagi undir lokin. Ég fékk fyrstu myndina á VHS spólu frá hálfbróður mínum sem er Ástrali. Spólan varð til þess að faðir minn festi kaup á VHS tæki og gaf gamla BETA tækið upp á bátinn. En af hverju er ég að tala um Krókódíla Dundee? Jú, því mér verður alltaf hugsað um hann þegar ég fer í veiði á sumrin og sé menn skarta veiðihöttum úr leðri. Það eru nefnilega sára fáir menn sem skarta leðurhöttum í dag án þess að vera í stangveiði. Mér dettur einna helst í hug Reyni Traustason, Þorvald Gylfason og Guðmund í Byrginu sem kannski útskýrir af hverju leðurhattar og rykfrakkar njóta ekki meiri vinsælda. Annað sem er í hálfgerðri útrýmingarhættu eru menn sem greiða yfir skalla, þ.e. skarta „comb over“. Það er algjör synd en mér finnst karlmenn nú til dags allt of fljótir að gefa hárið upp á bátinn. Menn rífa fram rakvélina um leið og hárið er farið að þynnast. Það virðist ekki vera í tísku að greiða yfir „hreiður“ frekar en að klæðast leðurhatti og rykfrakka! Blessunarlega er það nú svo að tískan fer í hringi. Látið ykkur því ekki bregða ef þið mætið undirrituðum á götum bæjarins í framtíðinni í rykfrakka og með veiðihatt úr leðri vel þrýstum á hnakkann því þennan tiltekna dag nennti hann hreinlega ekki að hafa fyrir því að greiða yfir hreiðrið...
Gnarr skoðar nafn á sameinaðan Garð og Sandgerði
■■Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, veltir því fyrir sér á Twitter-aðgangi sínum hvað sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerði komi til með að heita og leggur þar skoðanakönnun fyrir fylgjendur sína. Þar stingur hann upp á nöfnunum Sandgarður, Garðsandur, Gerði garður og Garðabær. Kosið verður um sameiningu Sandgerðis og Sveitarfélagsins Garðs þann 11. nóvember næstkomandi. Ætli Gnarr hafi rétt fyrir sér?
Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt að Iceland Construction ehf. [Ístak] verði veitt framkvæmdaleyfi í Stapafellsnámum, sem eru mitt á milli Reykjanesbæjar og Grindavíkur. ■■Sótt var um framkvæmdaleyfi til efnistöku, en Ístak hyggst halda áfram núverandi efnisvinnslu í Stapafellsnámu. Tveir rekstraraðilar eru í Stapafellsnámu, Íslenskir aðalverktakar og Ístak.
Gert er ráð fyrir að tekið verði um 1,7 milljónir rúmmetra af óhreyfðu bögglabergi í þeim hluta námunnar sem Ístak hefur. Efni hefur verið unnið úr Stapafelli í áratugi eða frá því um 1950, þegar uppbygging byrjaði á varnarliðssvæðinu.
Tilgangur efnistökunnar er að afla jarðefnis til vega- og mannvirkjagerðar. Efnið sem unnið er í námunni er bögglaberg, perlumöl og sandur. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja er efnisþörf mikil til framtíðar þar sem áætluð er mikil uppbygging
á atvinnuhúsnæði og stækkun íbúðabyggða á Suðurnesjum. Svæðið þar sem námuvinnslan fer fram er skilgreint sem námusvæði í aðalskipulagi Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Efnistakan er því í samræmi við gildandi aðalskipulagsáætlanir. Í niðurstöðu álits Skipulagsstofnunar segir m.a.: „Sú viðbót sem hér er til umfjöllunar mun hafa óveruleg áhrif á náttúruminjar en talsvert neikvæð á jarðmyndanir.“
! ð i f or h á fyrir á Suðurnesjamagasín á Hringbraut alla fimmtudaga kl. 20:00 og 22:00
FRÍÐA DÍS SEGIR MAGNAÐA SÖGU Á BAKVIÐ MYNDLIST Í DUUS
a n yr p s Knatt
ELÍZA OG HÁTÍÐ Í HÖFNUM Suðurnesjamagasín er vikulegur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum framleiddur af starfsfólki Víkurfrétta. Ábendingar um áhugavert efni í þáttinn má senda á póstfangið vf@vf.is eða með því að hringja í síma 421 0002 milli kl. 09-17 alla virka daga.