Honda HR-V

Page 1

NÝR



03

INNGANGUR

NÁKVÆMNISHÖNNUN ÞVÍ LÍFIÐ ER ÞAÐ EKKI

Nýi djarfi HR-V bíllinn gefur þér meira. Glæsilegur, fjölbreyttur og hagkvæmur, veitir fjölbreytta akstursreynslu með áherslu á fjör og ánægju. Með fallegar línur sportbílsins og hagkvæmt rými og hörku borgarjeppans, er þetta bíll í takti við líf þitt.

EFNISYFIRLIT : 03 : INNGANGUR 04 : ÚTLITSHÖNNUN 08 : INNRI HÖNNUN 10 : TÖFRASÆTI 12 : TÆKNI 14 : ÞÆGILEG INNRÉTTING 16 : AFKÖST 18 : ÖRYGGI 22 : ÞINN HR-V 24 : ÚTFÆRSLUR 30 : ÁKLÆÐI OG LITIR 32 : AUKABÚNAÐUR 36 : TÆKNIUPPLÝSINGAR 40 : THE POWER OF DREAMS


04

ÚTLITSHÖNNUN

Á myndinni er HR-V 1.5 Executive White Orchid Pearl lit*. Upplýsingar um gerðir með þessum eiginleikum er að finna á bls. 36 - 39.


DJARFUR OG FALLEGUR RENNILEG HÖNNUN

Ástríðufull hönnun. Nútímalegt útlit HR-V bílsins er augnayndi og snertir hjartarætur. Kraftlegt útlitið og sportlegu línurnar eru hannaðar til að þér þyki gaman að sjá bílinn og láta sjá þig í honum. Hvert sem leiðin liggur, í helgarferð, til fundar við vinina í bænum, þá smellpassar HR-V. Allt er þaulhugsað. Smáatriðin skipta miklu máli, t.d. djúpu handföngin og mjókkandi afturrúður. Þetta er bíll sem sópar af; áberandi ljósabúnaður og afgerandi línur, sportleg samlit vindskeið og glæsilegir þakbogar* og með opnanlegu glerþaki er jafn tilkomumikið að horfa inn og út.


Á myndinni er HR-V 1.5 Executive í White Orchid Pearl lit.


07

ÚTLITSHÖNNUN

FLOTT ÚTLIT

SEM VERT ER AÐ SKOÐA NÁNAR Hönnun sem vekur athygli. HR-V er ekki bara yfirborðið. Allar endurbætur hafa tilgang. Meitlaðar línur draga úr loftmótstöðu og eldsneytisnotkun. En í glæsileikanum er ekkert sparað. Hönnunarsnilld eins og grillið og skarpar línurnar gera HR-V álitlegan, jafnvel í kyrrstöðu. Hann er bæði lipur og traustur. Atriði eins og flæði í hliðarlínum og afgerandi stuðarar gefa kraftlegt yfirbragð. Fágaður en fjörlegur kraftur og eldsneytisnýting tryggja að HR-V skilar sínu.


Á myndinni er HR-V 1.5 Executive með beinskiptingu og Honda CONNECT*. Upplýsingar um gerðir með þessum eiginleikum er að finna á bls. 36 - 39.


09

INNRI HÖNNUN

AÐ HUGSA STÓRT AUÐVELDAR ALLT

Hannaður fyrir þig. Þegar þú þarft að líta af veginum er gott að vita að allt er í seilingarfjarlægð. Allt umhverfi ökumannsins í HR-V er sniðið þannig að allt er á sínum stað. Í mælaborðinu er nýjasta tæknin notuð sem er þó ótrúlega einföld og auðveld í notkun. Með nýja Honda CONNECT snertiskjánum á hljómtækjunum hefurðu stjórn á öllu. Annar búnaður er líka handhægur. Tveggja svæða loftstýring þýðir að ferðin verður þægileg bæði fyrir þig og farþegana. Með rafstýrðum speglum og rafdrifnum rúðum ásamt hita í framsætum, verður þér örugglega mjög hlýtt til HR-V bílsins.

Stýrishnappar.

Lykillaust aðgengi og ræsing.



11

TÖFRASÆTI

NÓG PLÁSS

MIKILL SVEIGJANLEIKI Hannaður til að laga sig að þínu lífi og breytast með þér. Plássið er bæði mikið og gagnlegt. Miðlægur eldsneytistankur eykur farangursrýmið og er í takt við töfrasæti Honda. 60:40 skipt töfrasætin er hægt að stilla á ótal vegu. Með einu handtaki er hægt að leggja aftursætið að framsætunum og stækka farangursrýmið til muna. Farangursrýmið er ekkert smáræði eða 1.026 lítra* og er hannað fyrir þínar þarfir. Stórt skottlok og lág hleðsluhæð þýða að rýmið er mjög aðgengilegt og þú ert enga stund að fylla það. * Mælingin miðast við að farangursrými er hlaðið að efri brún glugga með sætin lögð niður.

Á myndinni er HR-V 1.5 Executive beinskiptur og með glerþaki. *Upplýsingar um gerðir með þessum eiginleikum er að finna á bls. 36 - 39.

1.026 lítra farangursrými, sveigjanlegt og rúmgott.

En það eru ekki bara sætin sem eru töfrandi. Pláss fyrir fætur og höfuð í HR-V er álíka mikið og í stærri bílum. Sóllúgan gerir bílinn bjartari, plássið virðist meira og birta og ferskt loft kemst inn.


12

TÆKNI

ÞÚ ERT Í SAMBANDI ÞÚ FÆRÐ AFÞREYINGU

Nýja Honda CONNECT hljóm- og upplýsingakerfið í HR-V tryggir þér samband við allt sem þér er annt um, tónlistina þína og vinina. Honda CONNECT býður upp á frábært samband á ferðalögum með WiFi nettengingu* eða þráðlausum beini. Honda CONNECT 7 snertiskjárinn verður persónulegur með uppáhaldsmyndunum þínum. Einnig er auðvelt að velja tónlist fyrir ferðalagið með DAB*** og AHA™ netútvarpinu. Þú getur hlustað á uppáhalds net tónlistarveituna þína og útvarpsþætti úr öllum heiminum ásamt fréttum, veðri, íþróttum, hlaðvarpsþáttum og hljóðbókum.

PERSÓNULEGUR HEIMASKJÁR Gerðu Honda CONNECT persónulegra með uppáhaldsmyndinni þinni í bakgrunni og stilltu skjáinn eftir þínum smekk.

BLUETOOTH™ † HANDFRJÁLS SÍMI Með snertiskjánum geturðu t.d. flett upp í símaskránni þinni.

GARMIN LEIÐSÖGN Garmin PhotoReal™ sýnir gatnamót framundan með ljósmyndum af þeim og afreinar með örvamerkjum til að tryggja skýra leiðsögn. Í kerfinu eru einnig fyrirsjáanlegar leiðir, varað við umferð, hámarkshraði sýndur, þrívíddarbyggingar, landslagsmyndir og fleira.•

AHATM AHA™ appið tengir þig við netútvarp, Facebook og Twitter og finnur nálæg veitingahús og hótel.

Með Bluetooth tengirðu snjallsímann við handfrjálsa símakerfið í bílnum. Enn fremur er hægt að vafra á netinu á snertiskjánum. Gervihnattarleiðsögn Garmin er möguleg í Honda CONNECT og með einföldum táknum er hægt að fá rauntímaupplýsingar um umferð, hámarkshraða og ókeypis uppfærslu á kortum í fimm ár. Honda CONNECT er einnig með Mirror Link. ***

* Gagnanotkun og reikigjöld geta fylgt notkun forrita í Honda CONNECT. Við mælum með því að kanna farsímaáskrift sína. ** Virkar bara þegar bíllinn er kyrrstæður. *** Aðeins staðalbúnaður í Executive-útfærslu. **** Þetta er aðeins tiltækt þar sem snjallsými notanda er samhæfður Honda CONNECT MirrorLink. Þessi tækni gerir notanda kleift að spegla snjallsímaskjáinn og nota forritin í símanum. † Upplýsingar um gerðir með þessum eiginleikum er að finna á bls. 36-39. Δ HFT samhæfni getur verið breytileg. • Eiginleikar Garmin leiðsögukerfa eru mismunandi eftir löndum.



Á myndinni er HR-V 1.5 Executive, White Orchid Pearl með beinskiptingu og Honda CONNECT.* Upplýsingar um gerðir með þessum eiginleikum er að finna á bls. 36 - 39.


15

ÞÆGILEG INNRÉTTING

NJÓTTU ÞÆGINDANNA VIÐ HÖFUM HUGSAÐ FYRIR ÖLLU

Hvíldu þig í dagsins önn. Slakaðu á. Við hönnuðum HR-V rúmgóðan til þess að þar væri ánægjulegt að vera. Kannski ertu bara á leið í stórmarkaðinn en það geturðu gert með tilþrifum og haft pláss fyrir allt. Víða leynast gæðamolar í innréttingunni, s.s. krómuð handföng og leðurklætt stýri og gírstöng sem skapar undursamlega tilfinningu í HR-V. Pláss er oft sagt vera aðalmunaðurinn og í nýja HR-V bílnum ferðast ökumaður og farþegar í hljóðlátu, þægilegu og loftræstu umhverfi. Það vantar ekkert upp á rýmið og langferðirnar verða eins og styttri fyrir vikið.


Á myndinni er HR-V 1.5 Executive í White Orchid Pearl lit.


17

AFKÖST

ECON hnappurinn.

MIKIL AFKÖST MJÖG SPARNEYTINN

Háþróuð tækni sem skilar frábærri skilvirkni í akstri. Það er að þakka nýju vélunum okkar og hönnuninni sem þýðir að þú þarft hvergi að slá af kröfunum. Þú getur valið á milli snörpu og skilvirku 130hö 1.5 i-VTEC bensínvélarinnar og 120hö 1.6 i-DTEC dísilvélarinnar. Báðar eru fáanlegar með 6 gíra beinskiptingu sem tryggir lipran og þægilegan akstur. Að auki fæst nýja 1.5 lítra i-VTEC vélin með CVT sjálfskiptingu sem nýtir aflið til fullnustu. Útkoman er mjúkur og notalegur akstur. Þegar við bætist lægri kolefnislosun, færðu snarpari og umhverfisvænni bíl.

Í öllum vélunum er Idle Stop tæknin sem slekkur á vélinni í kyrrstöðu. Hún er ræst sjálfvirkt að nýju þegar þú velur gír og fyrir vikið getur kolefnislosunin farið niður í 104g/km. Með því að þrýsta á ECON-hnappinn sparast enn meira eldsneyti. Þegar hann er virkur eru gírar og vél hámörkuð til að spara. Liprara stig á eldsneytisgjöfina stjórnar afli og togi og loftræsting er stillt til að nota minni orku. Þú tekur kannski ekki eftir muninum en þú heimsækir dælurnar ekki eins oft.

Idle Stop hnappurinn.


18

ÖRYGGI

AFAR SNJALL

UMFERÐARMERKJAGREINING*

AFAR ÖRUGGUR Allir vilja vernda fjölskyldu sína. Við teljum að besta leiðin til þess sé að vera skrefi á undan og bjóðum því Aðstoðarkerfi ökumanns. Það hjálpar ökumanninum með auka skynjurum, viðvörunum og viðbrögðum þegar þörf krefur. Borgarbremsukerfið er staðalbúnaður í öllum gerðum og fylgist með hægfara umferð fyrir framan bílinn og varar við aftanákeyrslum. Það gerir ökumanni kleift að bregðast við og jafnvel er neyðarhemli beitt til að draga sem mest úr hraða ef ökumaður bregst ekki við.

BORGARBREMSUKERFI

Kerfið greinir umferðarmerki í allt að 100 metra fjarlægð og lætur ökumann vita gegnum i-MID þegar farið er fram hjá. Hægt er að sýna tvö merki samtímis.

AKGREINAVIÐVÖRUN* Þegar veglínur eru skynjaðar og bíllin víkur af núverandi akrein án stefnuljóss, lætur akgreinaviðvörunin þig vita með hljóðmerkjum og sýnilegum merkjum.

1: Þegar ekið er í borgarumferð á 5 - 32km hraða/klst, getur þetta kerfi fylgst með vegalengdinni í næsta bíl fyrir framan og aukið líkur þínar á að forðast aftanákeyrslu.

Akreinaviðvörunin* lætur vita ef bíllinn fer út af akrein án stefnumerkis og árekstursvarinn* fylgist með svæðinu kringum bílinn til að hjálpa þér að forðast árekstra og auka öryggi allra.

2: Ef þú heldur áfram að nálgast bílinn á undan, gefur HR-V það til kynna með hljóðmerkjum og táknum á i-MID skjánum.

SNJALLHRAÐASTILLING*

ÁREKSTURSVARI*

Stillir sjálfkrafa hraðamörkin sem umferðarmerkjagreiningin verður vör við.

Ef frammyndavélin greinir bíl á undan, varar kerfið við aftanákeyrslu og gefur þér tíma til að bregðast við.

Ef snjallhraðamörkin eru virk, ekur bíllinn eðlilega en getur ekki farið yfir hámarkshraða nema ökumaður ákveði það sérstaklega.

BRIGHT AND MODERN HÁLJÓSASTUÐNINGUR* Háljósastuðningurinn metur akstursaðstæður og skiptir sjálfkrafa á milli háu og lágu ljósanna.

*Aðeins fáanlegt fyrir Elegance og Executive-gerðirnar. Nánari upplýsingar eru á bls. 36 - 39.

3: Ef þú hefur enn ekki brugðist við og árekstur er yfirvofandi, getur borgarhemlakerfið beitt neyðarbremsu til að draga sem mest úr hraða. Við góðar akstursaðstæður getur kerfið jafnvel forðað árekstri.



20

ÖRYGGI

GERÐUR

FYRIR ÞITT ÖRYGGI Öryggi farþega þinna, annarra vegfarenda og ökumanna hefur alltaf verið í fyrirrúmi í hönnun okkar. Þess vegna er mikið af háþróaðri tækni í nýja HR-V bílnum og eru flestir þættir hennar staðalbúnaður í flestum gerðum.

SRS LOFTPÚÐAR FYRIR ÖKUMANN OG FARÞEGA Hámarksvörn er tryggð með tveggja þrepa útblæstri á framsætisloftpúðum miðað við tíma og höggþunga. Hliðarloftpúðar verja ökumann og farþega að framan og aftan við hliðarárekstur og vinna með þriggja punkta neyðarlæsingu á sætisbeltum.

VSA STÖÐUGLEIKAAÐSTOÐ Fylgist með öllum fjórum hjólum bílsins og reiknar út afl eða hemlunarkraft sem þarf til að halda stjórninni ef veggripið bregst. Í hálku sér þetta kerfi um togkraft vélar og hemlun á hverju hjóli og dregur úr hraða til að tryggja örugga og jafna ferð.

HÁLSHNYKKJAVÖRN Í FRAMSÆTUM Ef árekstur verður eru sætisfjaðrirnar stilltar til að draga jafnt úr högginu til að lágmarka möguleika á hálshnykk.


HSA BREKKUAÐSTOÐ Brekkuaðstoðin hindrar að bíllinn renni til baka þegar ekið er af stað í brekku. Með brekkuskynjara er hemlaþrýstingur ákveðinn og bílinn er kyrr í 1,5 sekúndur eftir að stigið er af hemlum.

BA BREMSUAÐSTOÐ Hemlaaðstoðin hjálpar bílnum að stöðva fyrr við neyðarhemlun.

NEYÐARSTÖÐVUNARLJÓS Neyðarljósið blikkar ört til að aðvara þá sem á eftir koma, ef þú þarft að hemla skyndilega, til að draga úr líkum á aftanákeyrslu.


22

ÞINN HR-V

ÞINN HR-V



Executive 1.6 i-DTEC 6 gíra beinskipting 1.5 i-VTEC 6 gíra beinskipting CVT sjálfskipting Álfelgur Tau og leðuráklæði Leðurklætt stýri og gírstangarhnúður Opnanlegt panorama glerþak Þakbogar Fjarlægðarskynjarar (framan og aftan) Samlit vindskeið Litaðar hliðarrúður að aftan og afturrúða HSS háljósastuðningur LED dagljós Þokuljós að framan Tímastillir á aðalljósum (heimkoma/brottför) ECON stilling i-MID upplýsingaskjár Idle Stop tækni Flipaskipting í stýriΔ Bakkmyndavél Rafknúið hreyfinæmt aflstýri Rafstýrð handbremsa Tölvustýrð loftkæling Hraðastillir með hraðamörkum Hiti í framsætum Hæðarstillanlegt sæti ökumanns og farþega Töfrasæti Rafdrifnar rúður Rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar Rafstýrðir inndraganlegir hliðarspeglar Rafstýrð bakkstilling á hliðarspeglum 3ja punkta öryggisbelti í öllum sætum með neyðarlosun Tveggja þrepa SRS loftpúði fyrir ökumann Aftengjanlegur SRS loftpúði fyrir farþega Hliðarloftpúðar (framan) Hliðarloftpúðar (framan og aftan) Hálshnykkjavörn í höfuðpúðum framsætis Brekkuaðstoð Borgarbremsa Árekstrarvari Umferðarmerkjagreining Snjallhraðakerfi Akreinavari

Pakkahilla Snjalllás og ræsing (með fjarlæsingu) Bluetooth™ handfrjáls búnaður** Fjarstýringarhnappar hljómtækja á stýri Honda CONNECT með Garmin-leiðsögukerfi, geislaspilara, 7” snertiskjá með: AM/FM útvarpi, netútvarpi, innbyggðu Aha™ appi og netvafra* DAB útvarp 2x USB tengi / HDMI™ tengi† 6 hátalarar GEYMSLUHÓLF Í GARDÍNU FYRIR FARANGURSRÝMI.

* Δ † **

Tenging fyrir Aha™appið (þar á meðal netútvarp) er gegnum WiFi tengingu eða þráðlausan beini. Gagnanotkun og reikigjöld geta fylgt notkun forrita í Honda CONNECT. Við mælum með því að kanna farsímaáskrift sína. Netskoðun virkar bara þegar bíllinn er kyrr. Ath: Honda CONNECT er einnig með MirrorLink möguleika (eingöngu þegar snjallsími notanda er samhæfður Honda CONNECT MirrorLink). Aðeins fáanlegt með 1.5 i-VTEC og CVT sjálfskiptingu Notið alltaf USB minnislykla sem mælt er með. Sumir minnislyklar virka hugsanlega ekki með þessum hljómtækjum. Listi yfir samhæfða síma er á www.hondahandsfree.com

PANORAMA GLERÞAK.


25

ÚTFÆRSLUR

Snjalllæsing og ræsing Með snjalllykli geturðu læst bílnum, opnað og ræst hann með lyklana í vasanum.

LED aðalljós og dagljós Skapa öfluga birtu til að auðvelda akstur að næturlagi og gefa bílnum einstakan svip.

Þakbogar Glæsilegir og hagkvæmir eins og HR-V er sjálfur.

Panorama glerþak Veitir birtu og rýmistilfinningu.

Litaðar hliðarrúður Skapar einkarými og gefur bílnum sportlegt útlit.

Bakkmyndavél Er staðsett í afturhlera og gefur þér góða mynd af því hvað er fyrir aftan bílinn, þegar þú bakkar.

Á myndinni er HR-V 1.5 Executive í White Orchid Pearl lit. Nánari upplýsingar um þessa gerð eru á bls. 36 - 39.


Elegance 1.6 i-DTEC 6 gíra beinskipting 1.5 i-VTEC 6 gíra beinskipting CVT sjálfskipting Álfelgur Tauáklæði á innréttingu Leðurklætt stýri og gírstöng Samlit vindskeið Halogen aðalljós Halogen dagljós HSS háljósastuðningur Aðalljósastillir (heimkoma/brottför) Sjálfvirk tveggja svæða loftkæling A/ECON i-MID upplýsingaskjár Idle Stop tækni Flipaskipting Rafknúið aflstýri Rafstýrð handbremsa Hraðastillir með hraðamörkum Hiti í framsætum Stillanleg hæð á ökumannssæti Töfrasæti Gírskiptiljós Rafdrifnar rúður framan og aftan Rafstýrðir og upphitaðir speglar Rafstýrðir inndraganlegir hliðarspeglar Rafstýrð bakkstilling á hliðarspeglum Sætisbelti í öllum sætum með ELR neyðarlosun Tveggja þrepa SRS loftpúði fyrir ökumann Aftengjanlegur SRS loftpúði fyrir farþega Hliðarloftpúðar að framan Hálshnykkjavörn í höfuðpúðum framsætis Rafstýrð dreifing hemlaátaks Stöðugleikaaðstoð Brekkuaðstoð Akreinaviðvörunarkerfi

Farangurshlíf Fjarlæsing með tveimur lyklum Bluetooth™ handfrjáls búnaður** Honda CONNECT 7” snertiskjá með: AM/FM útvarpi, netútvarpi, innbyggðu Aha™ appi og netvafra* 2x USB tengi / HDMI™ tengi† 4 hátalarar Aðgerðarhnappar hljómtækja á stýri

Valbúnaður: Honda CONNECT með Garmin-leiðsögukerfi, geislaspilara, 7” snertiskjá með: AM/FM útvarpi, netútvarpi, innbyggðu Aha™ appi og netvafra* Sex hátalarar

BLUETOOTH™ HANDFRJÁLS BÚNAÐUR.

* Δ † **

Tenging fyrir Aha™appið (þar á meðal netútvarp) er gegnum WiFi tengingu eða þráðlausan beini. Gagnanotkun og reikigjöld geta fylgt notkun forrita í Honda CONNECT. Við mælum með því að kanna farsímaáskrift sína. Netskoðun virkar bara þegar bíllinn er kyrr. Ath: Honda CONNECT er einnig með MirrorLink möguleika (eingöngu þegar snjallsími notanda er samhæfður Honda CONNECT MirrorLink). Aðeins fáanlegt með 1.5 i-VTEC og CVT sjálfskiptingu. Notið alltaf USB minnislykla sem mælt er með. Sumir minnislyklar virka hugsanlega ekki með þessum hljómtækjum. Listi yfir samhæfða síma er á www.hondahandsfree.com


27

ÚTFÆRSLUR

Tölvustýrð loftkæling

Leðurklætt stýri

Loftkæling heldur sjálfkrafa ákveðnum hita í bílnum. Stillihnappar eru fyrir ökumann og farþega.

Gefur HR-V íburðarmikið yfirbragð.

Fjarlægðarskynjarar Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan auðvelda þér að leggja í þröng stæði. Hljóðmerkin aukast eftir því sem þú ferð nær hlutum.

Þokuljós Skapa aukna birtu við erfiðar aðstæður og gera aksturinn auðveldari og öruggari.

Hitastýring með tveimur sjálfvirkum stillingum Loftræsting heldur sjálfkrafa ákveðnum hita í bílnum. Stillihnappar eru fyrir ökumann og farþega.

Þjófavarnarkerfi Hannað með öryggi bílsins og eigur þínar í huga.

Á myndinni er HR-V 1.5 Elegance í Morpho Blue Pearl lit. Nánari upplýsingar um þessa gerð eru á bls. 36 - 39.


Comfort 1.6 i-DTEC 6 gíra beinskipting 1.5 i-VTEC 6 gíra beinskipting Álfelgur Tauáklæði á innréttingu Samlit vindskeið að aftan Halogen aðalljós Halogen dagljós Aðalljósastillir (heimkoma/brottför) ECON stilling i-MID upplýsingaskjár Idle Stop tækni Rafknúið aflstýri Sjálfvirk loftkæling Hraðastillir með hraðamörkum Afturrúðuþurrka tengd bakkgír Hiti í framsætum Hæðarstillanlegt ökumannssæti Rafdrifnar rúður framan og aftan Töfrasæti Rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar Hraðatengt aflstýri Rafstýrð handbremsa Sætisbelti í öllum sætum með ELR neyðarlosun Tveggja þrepa SRS loftpúði fyrir ökumann Aftengjanlegur SRS loftpúði fyrir farþega Hliðarloftpúðar að framan Loftpúðagardínur að framan og aftan Hálshnykkjavörn í höfuðpúðum framsætis ABS bremsukerfi EBD rafstýrð hemlaátaksdreifing VSA stöðugleikakerfi HSA brekkuaðstoð CTBA borgarbremsa Hreyfiltengd ræsivörn Gardína fyrir farangursrými Fjarstýrðar samlæsingar 2 samlokulyklar

Bluetooth™ handfrjáls búnaður* Aðgerðarhnappar fyrir hljómtæki í stýri Geislaspilari Aukatengi USB (iPod samhæft)† 4 hátalarar

ECON HNAPPUR.

Δ Aðeins fáanlegt með 1.5 i-VTEC og CVT sjálfskiptingu * Listi yfir samhæfða síma er á www.hondahandsfree.com

SVEIGJANLEG FARANGURSHLÍF.


29

ÚTFÆRSLUR

Sjálfvirk loftkæling A/C

Hiti í sætum

Loftræstingin sér um að halda ákveðnum hita í bílnum.

Tveggja þrepa hitastillir er í sæti ökumanns og farþega.

Rökkurskynjandi ljósabúnaður Ljósin kvikna sjálfkrafa þegar rökkvar.

Hraðastillir með hraðamörkum Rafrænn hraðastillir heldur jöfnum ferðahraða og dregur úr álagi á langferðum.

Rafstýrðir og upphitaðir speglar Auðvelt að stilla og fljótlegt að hreinsa á köldum morgnum. Á myndinni er HR-V 1.5 Comfort í Ruse Black Metallic lit Nánari upplýsingar um þessa gerð eru á bls. 36 - 39.


ÞÍN

ÞÆGINDI Hvort sem þú velur tauáklæði eða fyrsta flokks leðuráklæði er tryggt að áklæðið í HR-V er bæði glæsilegt og þægilegt.

ÞÍNIR

LITIR Litaúrvalið lítur vel út og hljómar vel. Allt frá Morpho Blue Pearl til Milano Red er að finna liti sem hæfa þínum persónuleika.

Alabaster Silver Metallic

Brilliant Sporty Blue Metallic

Ruse Black Metallic

White Orchid Pearl

Tvískipt leður og tau innrétting er aðeins fáanleg í Executive útfærslu.

Tau innrétting er fáanleg á Elegance og Comfort útfærslum.


31

ÁKLÆÐI & LITIR

Crystal Black Pearl

Modern Steel Metallic

Milano Red

Morpho Blue Pearl

Á myndinni er HR-V 1.5 Executive.


32

AUKABÚNAÐUR

ÞÍNIR

VALKOSTIR Gerðu HR-V bílinn að þínum með aukabúnaði. Hægt erað að velja úr mörgum pökkum. Þeir eru hannaðir og framleiddir samkvæmt okkar ströngustu kröfum og eiga allir að henta og bæta bílinn þinn með fullkomnum hætti.

LJÓSA

PAKKINN Ljósapakkinn skapar baklýsingu inni í bílnum og eykur sýnileika utan hans. Í pakkanum: Pollaljós. Ljós við stigbretti.

HREYSTI

PAKKINN Hreystipakkinn gefur bílnum sterkari og aðsópsmeiri svip. Í honum eru hlutir sem bæði fegra og verja.

Í pakkanum: Ál-listar að framan, aftan og á hliðum. Á myndinni eru líka 18” Fortis álfelgur

FLUTNINGA

PAKKINN

Pakki með aukahlutum sem auka virkni og listrænt gildi farangursrýmisins. Í pakkanum: Skottbakki með skilrúmum. Skraut fyrir farangursrýmið. Stigvörn að aftan. Til að sjá alla fáanlega fylgihluti er tilvalið að sækja fylgihlutaappið á iTunes og Google Play™


AERO

MILANO RED

PAKKINN

PAKKINN

Aero-pakkinn gefur bílnum fágaðra útlit. Í pakkanum eru hlutir sem breyta útliti bílsins með samlitum aukabúnaði. Í pakkanum: Loftkljúfandi neðri vindskeið að framan. Loftkljúfandi neðri vindskeið að aftan. Stigbretti.

Í þessum pakka samvinnast Milano Red litbrigði í hurðaspeglum og 18 tommu álfelgum. Bíllinn fær líflegt og hressandi útlit. Í pakkanum: Speglahlífar í Milano Red lit. 18” Ignis álfelgur.

Á myndinni eru líka 18” Fortis álfelgur

CHROME

ÞÆGINDA

Chrome pakkinn gefur HR-V fágaðra útlit. Í pakkanum eru hlutir sem breyta útliti bílsins með aukahlutum Chrome áferð. Í pakkanum: Krómlisti á framstuðara. Krómlisti á afturstuðara. Krómhlíf á hurðir. Krómhlíf á númeraplötu.

Í Þægindapakkanum eru glæsilegir fylgihlutir sem verja bílinn þinn fyrir rispum, skrámum, aur og sandi. Í pakkanum: Hliðarlistar. Skraut við stigbretti. Aurhlífar að framan. Aurhlífar að aftan.

Á myndinni eru líka 18” Potis áfelgur

Á myndinni eru líka 18” Potis áfelgur

PAKKINN

PAKKINN


34

AUKABÚNAÐUR

SPJALDTÖLVU Til að farþegunum leiðist ekki er nú hægt að fá spjaldtölvufestingu með mismunandi FESTING stillingum sem skapar þægilegt rými til að horfa á kvikmynd, lesa tölvupóst eða spila leiki.

SKOTTBAKKI MEÐ SKILRÚMUM

Smellpassar í farangursrýmið. Vatnsheldur bakki sem rennur ekki til og með hækkuðum brúnum sem ver bílinn fyrir óhreinindum og rispum. Skilrúm fylgja.

Þessi hlíf ver lakkið á bílnum og stuðarann fyrir HLÍFÐARLISTI VIÐ FARANGURSRÝMI rispum og skrámum þegar farangur er settur í rými eða tekinn út.

HLÍFAR Á Útskiptanlegar hlífar á HURÐASPEGLA hliðarspeglana setja fallegan svip á bílinn. Fáanlegar í möttum silfurlit og Milano Red.

ÞAKFESTINGAR

HÁTALARA LJÓS

Auktu flutningsgetu bílsins með sterkum og öruggum þverbogum eða grunnfestingum.

Fáanlegar viðbætur eru: Skíðabox. Þakbox. Skíða- og snjóbrettafesting. Reiðhjólafesting.

VINDSKEIÐ Vindskeiðarnar gefa bílnum kraftmeira útlit Á FRAM- OG AFTURSTUÐARA og fást samlitar eða með möttum silfurlit.

Þessi fylgihlutur skapar nýstárlega baklýsingu í innréttingunni í bílnum.


ÁL FELGUR

POLLA LJÓS

LED ljós undir bílnum fyrir farþega og ökumann gefa betri birtu þegar farið er í bílinn og úr honum. 18" Potis álfelga

STIG BRETTI

Auðvelda þér að fara inn í bílinn og út aftur. Stigbrettin falla vel að útliti bílsins og auka notagildi hans.

18" Ignis álfelga

SKRAUTLISTI Þetta krómskraut gefur bílnum Á FRAMSTUÐARA fágaðri svip að framan.

LOSANLEGUR DRÁTTARKRÓKUR

18" Fortis álfelga

HONDA 3D HLJÓMUR Honda 3D hljómur hefur aldrei verið eins raunverulegur. Allir vilja að hljómkerfi skili fullkomlega uppáhalds tónlistinni sinni. Með DSP einingu (stafrænn móttökubúnaður) við hljómkerfið í HR-V, líður þér eins og í tónleikahúsi.

Með lausa króknum geturðu dregið húsvagninn eða tjaldvagninn. Dráttargetan er 1.400 kíló fyrir dísilbíla: 1.000 kíló fyrir bensínbíla og hámarks lóðrétt þyngd er 70 kíló. Einnig er hægt að fá fastan krók.

FRAMRÚÐU

HLÍF

Hlífðu framrúðunni og speglunum í óveðrum þegar bílnum er lagt úti, með framrúðuhlífinni. Til að sjá alla fáanlega fylgihluti er tilvalið að sækja fylgihlutaappið á iTunes og Google Play™


36

Executive

BENSÍN Elegance

Comfort

Executive

DÍSIL Elegance

Comfort

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

Bensín 1.498 Keðjudrifnir DOHC Euro 6 95 oktan blýlaust

Bensín 1.498 Keðjudrifnir DOHC Euro 6 95 oktan blýlaust

Bensín 1.498 Keðjudrifnir DOHC Euro 6 95 oktan blýlaust

Dísil 1.597 Keðjudrifnir DOHC Euro 6 Dísil

Dísil 1.597 Keðjudrifnir DOHC Euro 6 Dísil

Dísil 1.597 Keðjudrifnir DOHC Euro 6 Dísil

130 @ 6.600 155 @ 4.600 10,7 / 11,4 192 / 187

130 @ 6.600 155 @ 4.600 10,2 / 11,2 192 / 187

130 @ 6.600 155 @ 4.600 10,2 192

120 @ 4.000 300 @ 2.000 10,5 192

120 @ 4.000 300 @ 2.000 10,1 192

120 @ 4.000 300 @ 2.000 10,1 192

7,1 / 6,3 4,9 / 4,8 5,7 / 5,4 134 / 125

7,0 / 6,1 4,8 / 4,6 5,6 / 5,2 130 / 120

7,0 4,8 5,6 130

4,4 3,9 4,1 108

4,2 3,8 4,0 104

4,2 3,8 4,0 104

4.294 1.772 2.019 1.605 2.610 1.535 1.540 170 5 11,4 2,79

4.294 1.772 2.019 1.605 2.610 1.535 1.540 170 5 11,4 2,79

4.294 1.772 2.019 1.605 2.610 1.535 1.540 170 5 11,4 2,79

4.294 1.772 2.019 1.605 2.610 1.535 1.540 170 5 11,4 2,71

4.294 1.772 2.019 1.605 2.610 1.535 1.540 170 5 11,4 2,71

4.294 1.772 2.019 1.605 2.610 1.535 1.540 170 5 11,4 2,71

393

393

431

393

393

431

470

470

448

470

470

448

1.026

1.026

1.026

1.026

1.026

1.026

1.103

1.103

1.043

1.103

1.103

1.043

1.456

1.456

1.456

1.456

1.456

1.456

1.533

1.533

1.473

1.533

1.533

1.437

50

50

50

50

50

50

1.312 / 1.320 1.790 478 / 470 965 / 960 865 / 960 1.000 500 70 75

1.312 / 1.320 1.790 478 / 470 965 / 960 865 / 960 1.000 500 70 75

1.312 1.790 478 / 470 960 865 1.000 500 70 75

1.395 1.870 475 1.025 865 1.400 500 70 75

1.395 1.870 475 1.025 865 1.400 500 70 75

1.395 1.870 475 1.025 865 1.400 500 70 75

TÆKNIUPPLÝSINGAR

Vél Tegund Slagrými (cc) Ventlar Mengunarstaðall Eldsneyti Afköst Hámarkskraftur (Hö @ rpm) Hámarkstog (Nm @ rpm) Hröðun 0 - 100 km/klst (sekúndur) Hámarkshraði (km/klst) Eldsneytisnotkun & útblástur† Innanbæjar akstur (l/100km) Utanbæjar akstur (l/100km) Blandaður akstur (l/100km) CO2 við blandaðan akstur (g/km) Stærðir Heildarlengd (mm) Heildarbreidd (mm) Heildarbreidd með hliðarspeglum (mm) Heildarhæð - óhlaðinn (mm) Hjólhaf (mm) Sporvídd að framan (mm) Sporvídd að aftan (mm) Lægsti punktur - með ökumanni (mm) Farþegafjöldi (einstaklingar) Snúningshringur - þvermál (m) Stýrissnúningar (borð í borð) Rými Farangursrými - aftursæti uppi (lítrar, VDA aðferð) Farangursrými - aftursæti uppi, farmur upp að glugga (lítrar, VDA aðferð) Farangursrými - aftursæti niðri (lítrar, VDA aðferð) Heildar farangursrými ásamt neðra hólfi - aftursæti uppi (lítrar, VDA aðferð) Farangursrými - aftursæti niðri, farmur upp að glugga (lítrar, VDA aðferð) Heildar farangursrými ásamt neðra hólfi - aftursæti niðri (lítrar, VDA aðferð) Eldsneytistankur (lítrar) Þyngd* Eiginþyngd (kg) Hámarksþyngd (kg) Hleðslugeta (kg) Hámarks öxulþungi - framan (kg) Hámarks öxulþungi - aftan (kg) Hámarks dráttarþyngd (kg) með bremsubúnaði Hámarks dráttarþyngd (kg) án bremsubúnaðar Hámarksþyngd á dráttarkúlu (kg) Hámarksþyngd á þak (kg) Öryggi Aftengjanlegur SRS loftpúði fyrir farþega í framsæti Tveggja þrepa i-SRS loftpúði fyrir ökumann

Eldsneytisnotkun: Prófanir Honda eru gerðar til að líkja eftir raunverulegum aðstæðum um eldsneytisnotkun.

*Hámarks dráttarþyngd er miðuð við prófanir í 12% halla og eru gerðar í samræmi við EU reglugerðir.

• Staðalbúnaður

Valbúnaður – Ekki fáanlegt


Öryggi Hliðarloftpúðar (að framan) Loftpúðagardínur (að framan og aftan) Hálshnykkivörn á höfuðpúðum (að framan) ABS bremsukerfi EBD rafstýrð hemlaátaksdreifing BA bremsuaðstoð VSA stöðugleikakerfi HSA brekkuaðstoð ELR öryggisbelti í fram- og aftursætum ISL vitræn hraðatakmörkun ESS neyðarbremsumerki TSR umferðamerkjagreining ISOFix barnastólafestingar DWS loftþrýstingsviðvörun CTBA borgarbremsukerfi FCW ákeyrsluviðvörun LDW akreinaaðstoð Þjófavörn Hreyfiltengd þjófavörn Þjófavörn Fjarstýrð samlæsing með 2 samlokulyklum Lykillaust aðgengi og ræsing Gardína yfir farangursrými Áferð að innan Tau áklæði 1/2 tau/leður áklæði Krómuð hurðahandföng að innan Leðurklætt stýrishjól Leðurklæddur gírstangarhnúður Tækni ECON sparakstursstilling i-MID upplýsingaskjár SIL gaumljós fyrir gírskiptingu EPS rafmagnsstýri Hraðatengt EPS rafmagnsstýri Rafstýrð handbremsa Idle Stop tækni (eingöngu sjálfskiptar útgáfur) Flipaskipting í stýri (eingöngu sjálfskiptar útgáfur) Þægindi Tvískipt tölvustýrð loftkæling Tölvustýrð loftkæling Rúðuþurrka fyrir afturrúðu með tímarofa og bakkstillingu Rúðuþurrkur að framan með regnskynjara Skriðstillir með hraðatakmörkun Rökkurstilling á ljósum Glýjuvörn í baksýnisspegli Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Bakkmyndavél Rafstýrðar rúður að framan og aftan Fjarstýrðar rúður úr lykli Hæðar- og lengdarstillanlegt stýrishjól

Executive

BENSÍN Elegance

Comfort

Executive

DÍSIL Elegance

Comfort

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

• •

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

• Staðalbúnaður

Valbúnaður – Ekki fáanlegt


38

TÆKNIUPPLÝSINGAR

Þægindi Fjarstýrður aðdráttur hliðarspegla Rafstýrðir og upphitaðir hliðarspeglar Rafdrifinn aðdráttur hliðarspegla Bakkstilling á hliðarspeglum Miðjustokkur í aftursætum Speglar í sólskyggni með ljósi Tengi fyrir raftæki í mælaborði Tengi fyrir raftæki í miðjustokk Tengi fyrir raftæki í farangursrými Hæðarstillanlegt ökumannsæti Vasi aftan á ökumannsæti Vasi aftan á framsæti farþega Hæðarstillanlegt framsæti farþega Neðra hólf undir farangursrými Farangurshólf í farangursrými Hiti í framsætum Töfrasæti Lýsing að innan Kortaljós að framan Ljós í farangursrými Ljós í miðjuhólfi Inniljós Hljómkerfi Útvarp með geislaspilara Honda CONNECT 7” snertiskjár sem inniheldur: AM/FM útvarp, internetútvarp, innbyggt Aha™ app*, netvafra* Honda CONNECT 7” snertiskjár sem inniheldur: Garmin leiðsögukerfi, AM/FM útvarp, internetútvarp, innbyggt Aha™ app*, netvafra* Aux tengi USB tengi (iPod® samhæft)∆ 2 x USB tengi/HDMI™ tengi 4 hátalarar 6 hátalarar DAB útvarp Bluetooth™ HFT handfrjáls búnaður ° Aðgerðarhnappar í stýri fyrir hljómtæki Að utan Þakbogar Krómuð hurðahandföng Premium mött áferð á hurðahandföngum Samlituð vindskeið að aftan

Executive

BENSÍN Elegance

Comfort

Executive

DÍSIL Elegance

Comfort

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

• •

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

• •

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

• Staðalbúnaður

Valbúnaður – Ekki fáanlegt


Executive

BENSÍN Elegance

Comfort

Executive

DÍSIL Elegance

Comfort

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra / CVT sjálfskiptur

1.5 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

1.6 2WD 6 gíra

-

-

-

-

• •

Að utan Opnanlegt panorama glerþak Litaðar hliðarrúður að aftan og lituð afturrúða Uggaloftnet fyrir útvarp Ljósabúnaður Halogen dagljós LED dagljós Halogen aðalljós LED aðalljós HSS háljósastuðningur Þokuljós að framan LED hástætt bremsuljós að aftan Sjálfvirkur aðalljósarofi með tímastilli (heimkoma/brottför) Felgur og dekk 16" álfegur 17" álfegur Dekk 215/60 R16 Dekk 215/55 R17 Dekkjaviðgerðarsett

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

-

•     • Staðalbúnaður

Valbúnaður – Ekki fáanlegt

• Listi yfir samhæfða síma er á vefsíðunni www.hondahandsfree.com Notið alltaf USB-minnislykla sem mælt er með. Sum USB-minnistæki virka hugsanlega ekki í þessum tækjum. † Eldsneytisnotkun CO2 og þyngdartölur eru samkvæmt tilskipun ESB. Ökulag, vegur, umferð og veður, almennt ástand ökutækis geta haft áhrif á raunnotkun eldsneytis og CO2 tölur. Þyngdartölur (miðað við massa) gilda um ökutæki með staðalbúnað. Aukabúnaður getur hækkað þessa tölur og lækkað burðarþol. * Tenging for Aha™appið (þar á meðal netútvarp) er gegnum WiFi tengingu eða þráðlausan beini. Gagnanotkun og reikigjöld geta fylgt notkun forrita í Honda CONNECT. Við mælum með því að kanna farsímaáskrift sína. Netskoðun virkar bara þegar bíllinn er kyrr. ATH: Honda CONNECT er einnig með MirrorLink möguleika (eingöngu þegar snjallsími notanda er samhæfður Honda CONNECT MirrorLink).

1.605mm

4.294mm

Útbúnaðarlýsing mismunandi útfærslna Honda Jazz í þessum bæklingi getur verið breytileg á milli sendinga. Allar nánari upplýsingar færðu hjá sölufulltrúa Honda. Ábyrgðir Honda Jazz eru margar og mismunandi: 3ja ára eða 100.000km framleiðsluábyrgð, 5 ára ábyrgð á pústkerfi og 12 ára ábyrgð á gegnumtæringu.

1.772mm (2.019mm með hliðarspeglum)


40

THE POWER OF DREAMS

LÁTTU DRAUMANA

RÆTAST

Draumar geta verið drifkraftur og hvatt þig til að ná lengra, kanna nýjar hugmyndir, nýja tækni og finna nýjar leiðir við lausn vandamála. Þeir geta leitt til hönnunar og smíði á sönnum ofurbíl eins og nýja NSX bílnum eða löngunar til að skapa tækniundrið CR-V. Draumur um betri heim fyrir fólk til að njóta lífsins gaf vélmenninu ASIMO líf, tók flugið með HondaJet og skapaði vinsælustu vélhjól í heimi. Þekkingin sem fylgir öllu sem við gerum og allt sem við lærum, mótar allt sem við sköpum, alveg eins og HR-V.

Á myndinni er CR-V 1.6 i-DTEC 4WD Executive í Polished Metal Metallic lit og NSX.





Honda gerir allt sem í sínu valdi stendur til að tryggja réttmæti þeirra upplýsinga sem koma fram í bæklingi þessum. Þó svo leitast sé við að tryggja nákvæmni og réttmæti þeirra upplýsinga sem hér koma fram þá eru kynningarbæklingar undirbúnir og prentaðir með löngum fyrirvara og geta því ekki endurspeglað mögulegar ófyrirsjánlegar breytingar né tryggt framboð á búnaði. Af þessum sökum áskilur Honda sér rétt til breytinga á búnaði og lit án fyrirvara. Breyting á búnaði getur falið í sér stærri sem minni breytingar. Kaupanda er ráðlagt að leita nákvæmra upplýsinga hverju sinni.

Vinsamlegast hendið mér ekki. Réttu mig áfram til vinar eða endurvinnið mig. Trjákvoðan í þessum pappír er unnin úr endurunni timbri á fullkomlega sjálfbæran hátt. Pappírinn inniheldur klórfría (ECF) trjákvoðu.

www.honda.is

Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 www.bernhard.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.