ISOLA VOTRÝMISKERFI
Sjálflímandi dúkar fyrir baðherbergi og votrými Fljótlegt, öruggt og þægilegt!
MEMBRA® Isola Votrýmiskerfi Sjálflímandi dúkakerfi fyrir veggi og gólf ISOLA VOTRÝMISKERFI
Í MEMBRA® filmukerfinu eru bindigrunnur, vatnsþéttur sjálflímandi dúkur, röraþéttingar, kverka- og hornaþéttingar, og þéttilímband fyrir horn og kanta. Kerfishlutar eru sjálflímandi. Öll frekari lím- og límbandanotkun við ásetningarvinnu er því óþörf. Þessir eiginleikar gera filmukerfið að sterkri og skilvirkri lausn fyrir veggi og gólf í votrýmum.
Sjálflímandi – fljótleg og skilvirk uppsetning Raka- og gufuþétt – jöfn þykkt Sterkt og teygjanlegt – þolir undirlagshreyfingar Prófað og viðurkennt af SINTEF Byggforsk
Kerfiseiningar
MEMBRA® Límdúkur
MEMBRA® Hornalímband
MEMBRA® Niðurfallsþéttingar
MEMBRA® Hornaþéttingar – Úthorn
MEMBRA® Hornaþéttingar – Innhorn
MEMBRA® Röraþéttingar
MEMBRA® Kantlímband
MEMBRA® Bindigrunnur
3
Notkunarleiðbeiningar MEMBRA® sjálflímandi dúkur má nota á ýmis yfirborðsefni í votrýmum, t.d. gips, múr, eldri flísar eða önnur viðurkennd efni, ætluð í votrými. Dúknum er komið fyrir án notkunar nokkurra annarra límefna. Nauðsynleg verkfæri eru aðeins tommustokkur, dúkahnífur og lítill spaði til að fjarlægja loftbólur og tryggja góða viðloðun við undirlag. Spaði fylgir hverri filmurúllu.
Forvinna
Undirlag skal vera þétt, hreint, þurrt og fitufrítt. Sé undirlag rakt, ætti að rakamæla til að ganga úr skugga um að rakastig þess sé undir 85%. Kannið ávallt viðloðun dúksins við undirlagið, leiki einhver vafi á eiginleikum þess. Gólf og gleypefni svo sem múr eða steinsteypu, flot, eða gleypar plötur skal ávallt grunna með MEMBRA® bindigrunni. Til að tryggja að sjálflímandi dúkurinn fái næga viðloðun við aðrar kerfiseiningar (þéttingar og hornalímbönd), skal einnig bera grunninn á þær fyrir álímingu filmunnar. MEMBRA® bindigrunnurinn er í úðabrúsa, og verkið því fljótlegt og öruggt. Góð loftræsting er nauðsynleg við úðun.
SKREF 1
Hornaþéttingar
Byrjið á að koma fyrir MEMBRA® hornaþéttingum í öll horn við veggi og gólf. Til eru tvær gerðir þéttinga, ein fyrir úthorn, og önnur fyrir innhorn. Berið fyrst MEMBRA® bindigrunn á undirlagið til að tryggja varanlega viðloðun. Fjarlægið síðan sílikonpappírinn sem hlífir límfletinum á hornaþéttingunni, og límið hana í hornið. Tryggið að þéttingin sé vel föst, bæði á vegg- og gólfflötum. Notið spaða til að þrýsta þéttingunni að flötunum, þannig að engar loftbólur sé að finna.
4
SKREF 2
Hornalíming ATH: Séu rörstútar í gólfi þétt við veggi, skal ávallt koma fyrir röraþéttingu á undan hornalímbandinu. Eftir að þéttingu hefur verið komið fyrir á öll útog innhorn, skal líma MEMBRA® hornalímband í allar kverkar milli veggja/gólfs, og milli veggja. Á hornalímbandinu er þrískipt hlífðarfilma sem einfaldar ásetninguna. Úðið fyrst MEMBRA® bindigrunni í kverkar milli gólfs og veggja til að tryggja örugga og varanlega viðloðun. Mælið vegglengdir horn í horn, dragið síðan frá 2 cm, og klippið límband samkvæmt því (endar límbanda skulu vera uþb. 1 cm frá öllum hornum). Komið límböndum fyrir. Fjarlægið hlífðarfilmu eftir miðlínu límbandsins. Brjótið límbandið eftir því endilöngu, og límið enda þess á gólfið, 1 cm frá út- eða innhorni. Þrýstið spaða í límbandsbrotið og inn í kverkina milli veggjar og gólfs. Dragið síðan af hlífðarfilmuna sem snýr að veggnum, og þrýstið jafnóðum á límbandið með spaðanum til að tryggja límingu. Endurtakið við þann helming bandsins sem límist á gólfið. Þrýst er með fingri á enda límbandanna við horn, þar til lím pressast út. Hornalímböndum í kverkar milli veggja er komið fyrir á sama hátt.
SKREF 3
Röraþéttingar
MEMBRA® röraþéttingar eru fáanlegar fyrir allar rörastærðir í veggjum eða gólfi. Gólfröraþéttingar má nota á veggi en ekki öfugt. Á gólf skal fyrst úða MEMBRA® bindigrunni til að tryggja örugga og varanlega viðloðun. Fjarlægið hlífðarfilmuna af röraþéttingunni og komið henni fyrir umhverfis rörið. Límið hana fyrst næst röri og þrýstið síðan í átt að brún þéttingarinnar. Notið spaða til að örugg líming fáist.
5
SKREF 4
Dúkur límdur á veggi
Úðið fyrst MEMBRA® bindigrunni á röraþéttingar á veggnum. Úðið síðan MEMBRA® bindigrunni á þann hluta hornalímbanda og hornaþéttinga sem snúa að vegg. Úðið vandlega á kanta límbanda á samskeytum við hornaþéttingar. Skerið hæfilega búta af MEMBRA® dúk á alla veggfleti. Hefjið límingu í einhverju innhornanna. Notið hallamál eða leysigeisla, til að teikna lóðrétt strik á vegginn uþb. 50 cm frá innhorni. Komið fyrsta dúkbútnum fyrir, þannig að kantur með filtrönd er lagður að horni, og skarast yfir hornlímbandið. Svartur kantur, án filtrandar, skal fylgja lóðrétta strikinu á veggnum. Á bakhlið dúksins er að finna hlífðarfilmu sem er skorin í hluta. Fjarlægið lítinn hluta hennar, efst við hornið. Þrýstið dúknum þar á vegginn, haldið síðan áfram að draga af hlífðardúknum, og festa límdúkinn jafnharðan á vegginn. Notið spaða til að örugg líming náist. Fjarlægið það sem eftir er af hlífðardúknum og festið dúkinn að fullu. Úðið að lokum bindigrunni á samskeyti við hornalímbönd, bæði við veggi og gólf. Komið næsta límdúk fyrir á sama hátt, þannig að kantur með filtrönd er lagður yfir svarta kantinn á fyrri bút, og síðan koll af kolli. Skerið síðasta bút veggjarins í hæfilega breidd, þannig að kantur leggist yfir hornalímbandið. Farið eins að við aðra veggi rýmisins. ATH: Þar sem röraendar standa út úr vegg, skal skera gat í límdúkinn á réttum stað, áður en hlífðarfilma er fjarlægð.
6
SKREF 5
Niðurfallsþétting
MEMBRA® niðurfallsþéttingar eru fáanlegar fyrir ýmsar gerðir niðurfalla. Gangið úr skugga um að rétt gerð sé valin. Úðið fyrst MEMBRA® bindigrunni á undirlagið til að tryggja örugga og varanlega viðloðun. Losið fyrst þéttihringinn af niðurfallinu. Fjarlægið hlífðarfilmu af þéttingunni og leggið á niðurfallið. Þrýstið síðan sjálflímandi þéttingunni/kraganum á niðurfallsstútinn. Notið spaða til að þrýsta þéttingunni niður á undirlagið þannig að varanleg og örugg líming náist. Festið þéttihringinn að lokum á niðurfallið.
SKREF 6
Þéttidúkur lagður á gólf
Úðið fyrst MEMBRA® bindigrunni á allt gólfið, svo að fullnægjandi viðloðun sé tryggð. Úðið einnig bindigrunni á allar allar niðurfallsog röraþéttingar, og á þann hluta horna límbandanna sem límist á gólfið. Byrjið útlagningu límdúksins við innsta vegg. Lagðir eru dúkbútar á sama hátt og á veggi. Notið spaða til að þrýsta límdúknum þétt á undirlagið þannig að engar loftbólur verði eftir. Úðið MEMBRA® bindigrunni á svartmálaða, filtlausa kant dúksins eftir að hver dúkbútur hefur verið lagður. Úðið einnig bindigrunni á samskeyti við veggi þar sem svartmálaður kantur er á límdúknum. Sníðið til síðasta límdúksbútinn þannig að hann leggist á hornalímbönd í veggkverkum og hornaþéttingar, með hæfilegri skörun. ATH: Þar sem sturtugólf er lægra en gólfið umhverfis sturtuna, skal gerður hæfilegur rúningur á þrep, áður en dúkurinn er lagður á það.
7
10.2018 - v 1.1
ISOLA VOTRÝMISKERFI
Vara
Stærðir
Eining
Vörunúmer
MEMBRA® Límdúkur
0,5 x 30 m
rúlla
214710
MEMBRA® Hornaþétting - innhorn
150 x 150 x 150 mm stk
214712
MEMBRA® Hornaþétting - úthorn
200 x 200 x 70 mm stk
214714
MEMBRA® Hornalímband
0,1 x 15 m
rúlla
214716
MEMBRA® Kantlímband
0,1 x 30 m
rúlla
214718
MEMBRA® Röraþétting - veggir
9 - 16 mm
stk
214720
MEMBRA® Röraþétting - veggir
17 - 25 mm
stk
214722
MEMBRA® Röraþétting - veggir
28 - 35 mm
stk
214724
MEMBRA® Röraþétting - veggir
46 - 55 mm
stk
214726
MEMBRA® Röraþétting - veggir
75 - 90 mm
stk
214728
MEMBRA® Röraþétting - veggir
100 - 110 mm
stk
214729
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
9 - 12 mm
stk
214730
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
15 - 22 mm
stk
214731
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
26 - 34 mm
stk
214732
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
40 - 50 mm
stk
214733
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
51 - 60 mm
stk
214734
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
70 - 90 mm
stk
214735
MEMBRA® Röraþétting - gólf-veggir
100 - 125 mm
stk
214736
MEMBRA® Niðurfallsþétting - Joti
Ø240 mm
stk
214737
MEMBRA® Niðurfallsþétting - Serres
Ø290 mm
stk
214738
MEMBRA® Niðurfallsþétting - Universal
Ø
stk
214739
MEMBRA® Bindigrunnur
750 ml
Úðabrúsi
214740
Betri og einfaldari byggingatækni
20611
Isola as 3946 Porsgrunn www.isola.no ordremail: ordre@isola.no