Láttu gæðin skína í gegn … með réttu vali á gluggum
Hugmyndabæklingur fyrir ýmsar gerðir íbúðarhúsnæðis
Futura+
Futura+
Hefðin og tæknin tryggja gæðin Idealcombi – sem er í eigu bræðranna Henning og Bent Søgaard – er stærsta gluggaverksmiðja Danmerkur í einkaeign. Næsta kynslóð fjölskyldunnar eru synirnir Martin og Michael, sem eru tilbúnir að leiða fyrirtækið áfram.
Natura
Frame
Allt frá því að fyrstu gluggarnir voru smíðaðir árið 1973 hefur Idealcombi verið staðsett í Hurup i Thy og í dag eru aðalstöðvarnar samtals 88.000 m² fyrir framleiðslu og stjórnun. Á þessum stað höfum við í meira en 35 ár framleitt glugga og hurðir í miklum gæðum og getum í dag boðið upp á breitt úrval glugga og hurða með 5 framleiðslulínum í gluggum og hurðum í tré og tré|áli. Klassískt, nútímalegt og einfalt. Markmið okkar hefur verið frá byrjun að tengja saman gott danskt handverk og hefðir við nýjustu tækni. Þetta hefur leitt okkur í þá stöðu að vera á meðal leiðandi gluggaframleiðenda á markaðnum. Markað sem í dag býður upp á mikið úrval glugga og útihurða. Þess vegna er það sérlega mikilvægt að þú sem neytandi geti verið viss um að gæði framleiðslunnar, ásamt kröfum varðandi orkunýtingu og öryggi séu í lagi, áður en þú tekur ákvörðun um val. Samhliða er þetta spurning um að finna lausnir sem henta nákvæmlega þínum óskum og arkitektúr þíns húss. Við hjá Idealcombi gerum okkur vel grein fyrir því að þetta geti verið erfitt úrlausnar ef maður er ekki ”fagmaður” á þessu sviði. Í samtölum og með góðri ráðgjöf nálgumst við málið frá þínum sjónarhóli sem viðskiptavinur og setjum þínar óskir framar öllu öðru. Hvort sem um er að ræða endurbætur eða nýbyggingar. Við munum með ánægju hjálpa þér að velja nýja glugga og hurðir. Með kærri kveðju Claus Winther Forstjóri Sölu og markaðsmála
5 gerðir glugga uppfylla allar kröfur
Nation
Nation
Sérhvert hús hefur sína sérstöðu og arkitektúr. Idealcombi er eðlilegt val þegar um er að ræða útlitslausnir - stórar jafnt sem smáar, fyrir nýtt sem og gamalt. Með 5 sérstökum gerðum í framleiðslu - jafnt úr tré og úr tré|áli - bjóðum við upp á lausnir til endurbóta, nýbygginga og viðbygginga. Hönnunin býður upp á klassískar lausnir, nútímalegar og einfaldar línur. Allt tré í framleiðslu okkar kemur frá hægvöxnum furutrjám í endurnýtanlegum skógum í norðurhluta Norðurlanda. Viðurinn er í hámarksgæðum og er meðhöndlaður í sérhæfðum sögunarmyllum. Allt þetta er gert með það í huga að lágmarka viðhald og auka endingu framleiðslu okkar.
tré
tré|ál
tré|ál
Nation
tré|ál
tré|ál
Natura er klassíska lína glugga og hurða úr hágæða furu. með klassískum profíl er natura með fallegt, danskt og upprunalegt útlit. Eiginleikar sem ásamt 100% kjarnavið í öllum yfirborðsflötum og þéttingum - gerir það að verkum að þessi gerð hentar jafnt til endurbóta og í nýbyggingar.
Frame var fyrsta framleiðslugerðin í gluggum og hurðum úr tré|áli, sem Idealcombi þróaði. Gerðin er klassísk og hönnunin, endurspeglar vel línurnar í hefð bundnum viðargluggum. Þetta ásamt viðhaldsfrírri samtvinnun á tré|áli, gerir Frame að þeirri gerð sem mesta eftirspurnin er eftir.
Nation er sérstaklega þróaður og hannaður til endur nýjunar á eldri byggingum eða fyrir nýbyggingar, þar sem arkitektúr útveggja og útlit kallar á sama yfirbragð og þegar notaðar eru eldri gerðir glugga með kíttuðum rúðum. Nation er hannaður í samvinnu við leiðandi sérfræðinga í endurnýjun húsa ásamt borgararkitekt Kaupmannahafnar. Nation er þróaður samkvæmt göml um hefðum, en úr tré|áli, þar sem aldrei þarf að mála gluggann.
Futura+ er nútímaleg gerð með alveg einstaka einangrunareiginleika, sem gerir það að verkum að þessi gerð er sérlega hagstæð varðandi orkusparnað. Futura+ er framleiddur úr tré|áli, með kjarna úr PUR – umhverfisvænu og háeinangrandi efni, sem uppfyllir kröfur varðandi endingu, styrk og áferð, og sem ekki þarfnast viðhalds, og er þróuð fyrir allar gerðir bygginga.
Contura er framleiðsla á innopnanlegum gluggum og hurðum úr tré|áli. Með möguleika á loftun að ofan. (Tilt and turn). Hvað hönnun varðar þá er þessi framleiðsla byggð á sama grunni og útliti og Frame og Nation. Þessi gerð opnar því á endalausa möguleika á samtengingu við einingar sem opnast út, en sem eru með sömu útlitshönnun.
Við þróum gluggann Hjá Idealcombi nýtum við okkur margar leiðir til að þróa glugga og hurðir, sem uppfylla krofur notenda og arkiteta með tilliti til hönnunar og notagildis. Við eru því stoltir yfir því að geta boðið upp á breiðasta úrval Danmerkur hvað varðar klassísk og nútímanleg kerfi glugga og hurða úr tré og tré|áli. Úrval sem getur leyst sérhverjar þarfir varðandi endurnýjun húsa eða nýbyggingar: Topphengdur gluggi Toppstýrður gluggi Veltigluggi Hliðarhengdur gluggi Dannebrog gluggi Hliðarstýrður gluggi Hliðarveltigluggi Fastur gluggi Gler í gler Ál fylling yfir vegg/á milli glugga Eldvarnargluggi Loftunareinig með álirist. Gluggar og hurðir með möguleika á opnun inn og loftunaropnun Útihurðir Svalahurðir
Sléttar útihurðir Rennihurðir Póstar, lóðréttir og láréttir Aðrir möguleikar á körmum og römmum Sprossar Fulningar Slétt spjöld (einangruð, lokuð eining) Nót og fals Karmþykkingar (tréáfellur) Vatnsnef Hornalausnir Samsetningar deili Aukahlutir Sérsmíði eftir máli
Óháð því hvað þú velur þá færðu gæðaframleiðslu með mikla endingu og lágmarks viðhaldi. Sjá nánar á heimasíðu okkar www.idealcombi.dk eða á heimasíðu Húsasmiðjunnar, www.husa.is
Tophængt I topstyret I vendbart
Brystninger
Sidehængt I sidestyret
Skoddeelementer
Pladedøre
Dannebrog
Indadgående og udadgående facade- og terrassedøre
Fast karm
Udadgående halvdøre
Dæmi um mögulega skiptingu glugga
Sidepartier
Dæmi um útlit útihurða og hliðareininga
Frame
Futura+
Futura+
Nation
Frame
Natura
Frame
Futura+
Nation
Þægilegt og aukið öryggi Þú getur dregið úr hættunni á innbroti á heimili þitt, með því að setja fram öryggiskröfur. Hvað varðar glugga og hurðir þá hefur Idealcombi þegar gert þetta fyrir þig. Öryggi er nefnilega staðalbúnaður á allri framleiðslulínu Idealcombi með einu handfangi, þar sem gluggar og hurðir eru með sérstökum læsinga búnaði, sem vernda einingarnar sérstaklega gagnvart innbrotum. “Haka læsing” ”Hakinn” á læsingarkólfinum ”grípur” í læsinguna þegar lokað er. Þannig myndast mjög sterk og þétt læsing sem gerir það að verkum að erfitt er að þvinga kúbein eða annað verkfæri á milli ramma og karms, jafnt á gluggum og hurðum. Öryggis stafjárn Öryggis stafjárn fyrir glugga og hurðir er sérstaklega hann að fyrir ”haka ” læsingar og er stillanlegt. Það er fest í með skrúfum að framan og með skrúfum á ská inn í karminn, sem eykur festingargildið og mætir vel auknu álagi þegar opnað er og lokað. Útihurðir/svalahurðir Útihurðir og svalahurðir geta jafnt opnast út eða inn. Okkar hurðir eru með 3ja punkta læsingu sem staðalbúnað. Á útihurðum losnar um alla þrjá láspunktana þegar handfang inu er ýtt niður - og hægt er að opna hurðina. Efsta og neðsta læsingin kemur á þegar handfanginu er ýtt upp og þá er hægt að læsa hurðinni. 3ja punkta læsing gefur þéttari lokun og aukna vörn gagnvart innbrotum. Svalahurðum er lokað með því að snúa handfanginu að innan um 90° . Hægt er að læsa hurðum með mótstöðubremsu í hvaða stillingu sem er - frá 5 sm opnun allt að næstum fullri opnun - með því að snúa handfanginu í læsingarátt. Hægt er að búa hurðirnar með barnaöryggi, læsingu með lykli eða gegnumgangandi handfangi. Láttu því Idealcombi hjálpa þér að finna lausn, sem veitir þér og fjölskyldu þinni öryggi.
Futura+
Futura Nation
Frame
Frame
Futura+
Frame
Frame
Frame
Futura+
Natura
Frame
Nation
Frame
Frame
Frame
Frame
Frame
Frame
Engar málamiðlanir í vali á hráefni Við höfum ávallt gæðin að leiðarljósi í því sem við erum að framkvæma: vinnuferla, hráefni, ráðgjöf, framleiðslu og afhendingu. Við viljum að viðskiptavinir okkar finni að við erum traustsins verðir sem samstafsaðilar og að við gerum okkar besta til að bjóða upp á sem besta framleiðslu og fagmannlega ráðgjöf. Við tökum tillit til gæða og krafna sem settar eru vegna viðhalds og nýbygginga. það er það mikilvægt fyrir okkur að vera í fararbroddi hvað varðar þróun á glugga/hurða einingum, framleiðsluaðferðir, hráefni og notagildi. Viðurinn Hinn harði kjarni viðarins – kjarnaviður – er mikilvægasti hlutinn í trénu. Hlutur kjarnaviðar er 100% í öllum ytri hlutum og yfirborði sem verður fyrir álagi ásamt fölsum. Furuna sækjum við eingöngu í hæg vaxandi sjálfbæra skóga í norðurhluta Norðurlanda, þar sem bestu gæði og mesta magn kjarnaviðar er að finna. Idealcomi var fyrsti aðilinn í Danmörku til að taka í notkun hámarks gæðanýtingu á viði með hjálp skönnunar (WoodEye). Ákveðinn fjöldi myndavéla skoðar tréð frá öllum fjórum hliðum gagnvart göllum, og sög sagar í burtu þá staði þar sem galla er að finna. Tilgangurinn með þessu er að ná fram stöðugleika í viðnum, draga úr tilvist kvista og galla í viðnum sem síðar gætu komið fram sem gulnun eða útstreymi á trjákvoðu. Ál Álið er meðhöndlað í Danmörku. Tilbúnir prófílar eru sendir til duftlökk unar hjá samstarfsaðilum, en skurður vegna framleiðslunnar á sér stað í verksmiðjunum í Hurup. Háir staðlar Fyrir utan tré og ál þá byggist framleiðsla okkar á fjölda þaulreyndra og tækniþróaðra efna – allt frá þéttilistum og að yfirborðsmeðhöndlun. Þetta tryggir að framleiðsla okkar standist ávallt nútíma- og framtíðarkröfur. Þar til viðbótar þá eru allar vörur frá Idealcombi afgreiddar með A-merktu einangrunargleri með mikla einangrunarhæfni, sem tryggja betra loftslag og virkan orkusparnað. Þriggja laga gler Við bjóðum upp á þann möguleika að nota 3ja laga gler í inn- og útopn andi framleiðslulínu okkar, sem hámarkar K-gildi (mótstöðu glersins gagnvart útfjólubláum geislum) og lágmarkar hitatap.
Valið er þitt… Litir Hvid
Skiffergrå
Trafikgrå A
RAL 9010
RAL7015
RAL 7042
Cremehvid
Antrazitgrå
Trafikgrå B
RAL 9001
RAL 7016
RAL 7043
Gråhvid
Sortgrå
Flaskegrøn
RAL 9002
RAL 7021
RAL 6007
Sort
Umbragrå
Mahognibrun
RAL 9005
RAL 7022
RAL 8016
Basaltgrå
Lysgrå
Rødbrun
RAL 7012
RAL 7035
RAL 3011
Glas Cotswold
Klar Glas C
Satinato
Matlamineret
Masterligne
Masterpoint
Sahara/520
Mastercarre
Litir ”15 staðallitir sem valdir af yfirvegun”. Allar einingar frá Idealcombi eru afgreiddar með yfirborðsmeðhöndlun. Við höfum valið 15 staðalliti, sem eru í boði jafnt að innan sem utan á öllum einingum. Við vinnum aðeins með RAL-litakerfi og því er hægt að bjóða aðra liti í RAL-litakerfinu gegn aukagjaldi. Gler Gler og rúður eru í dag svo þróuð vara, að í stað þeirra grunnþarfar að skýla gagnvart veðri og vindum, veita útsýni og hleypa inn dagsbirtu, þá eru komar aðrar og meiri þarfir svo sem persónulegt öryggi, hljóðdeyfing, sólarvörn, hitaeinangrun og margt fleira. Idealcombi getur boðið upp á mikið úrval af rúðum, svo sem há-einangrandi gler, gler með sólarvörn, gler með hljóðdeyfingu, matt gler, öryggisgler, eldþolið gler og gler með strimlagardínum. Breitt úrval okkar nær að uppfylla kröfur varðandi einangrun, hljóðvörn, ljósflæði ásamt brotöryggi. Ábyrgð á gleri Idealcombi veitir 10 ára ábyrgð á öllum gluggum, hurðum og gleri sem afgreitt er í tré|áli ásamt 5 ára ábyrgð á öllum gluggum og hurðum úr tré. “Heitur kantur” “Heitur kantur” er prófíll úr hitaþolnu plastefni, sem dregur úr kuldabrú á kantsvæði rúðunnar og dregur þannig beint úr heildar hitatapi gluggans. Þetta gagnast ekki aðeins umhverfinu og eigin fjárhag, því þetta þýðir einnig að hitastig við brún á gleri verður hærra og hætta á rakamyndun að innan verður minni. Idealcombi notar ”heitan kant” sem staðalefni í öllum einingum og dökkur prófíllinn gefur glugganum flott og heildstætt yfirbragð.
Efst til hægri: ”Heitur kantur” er staðalbúnaður í allri framleiðslu Idealcombi. Búið er að skipta út hinum hefðbundna stálprófíl sem myndar loftrúm, í prófíl úr plastefni sem dregur úr kuldaleiðni milli glerja. Neðan til hægri: Búið er að skipta út hluta af álprófílnum með gerviefni sem er með minni kuldaleiðni.
Fagmannleg ráðgjöf alla leið Áður en þú velur nýja glugga og hurðir þá eru það nokkur almenn atriði sem þarf að hafa í huga. Ættir þú að velja tré eða sambyggt tré|ál? Hvaða gerðir glugga/hurða fara þínu húsi? Ertu með óskir varðandi útlit að innan og utan? Eru takmarkanir af hálfu byggingaryfirvalda? Gerir útlit hússins sérstakar kröfur? Eiga gluggar/hurðir að opnast inn eða út? Hvaða kröfur setur þú fram varðandi opnun og lokun? Ertu með séróskir varðandi birtu og hljóðeinangrun? Hvaða litir henta best – að utan/innan? Hefur þú þörf á aukabúnaði? Þú hefur hugsanlega nú þegar góða hugmynd varðandi svörin á þessum spurning um. En að sjálfsögðu stendur þér til boða að nýta þér ráðgjöf sölumanna Timburmiðstöðvar Húsasmiðjunnar, sem eru með margra ára reynslu og hafa jafnframt góða þekkingu á framleiðslunni.
Aukabúnaður eykur fjölbreytnina Aukabúnaður gefur þér frekari valmöguleika varðandi notkun á hurðum og gluggum. Mismunandi handföng, auka krækjur, öryggisfestingar, lituð stormjárn og samsetningarprófílar eru aðeins hluti af þeim aukabúnaði sem þú getur fundið í miklu úrvali aukahluta frá Idealcombi. Fyrir utan það sem hér er sýnt, er fáanlegt mikið úrval aukahluta fyrir glugga og hurðir. Fáðu nánari upplýsingar þegar þú ert að velja nýja glugga og útihurðir.
Loftventill
Gluggakrækja
Stormjárn
Handfang
Rafmagns-stafjárn
Handfang með lykillæsingu
Öryggis-stafjárn
Öryggis-stilling
Veltiglugga-lamir
Storm-krókur
Storm-krækja
PN-öryggisjárn
Öryggi í handfangi
Gluggakrækja með öryggi
Rílar í gluggapósti
Handfang með lykli
© Idealcombi A/S - Oktober 2011
www.idealcombi.dk
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Húsasmiðjunnar, www.husa.is eða hjá Timburmiðstöð Húsasmiðjunnar í Grafarholti
Idealcombi A/S
Nørre Allé 51, Postbox 119, 7760 Hurup Sími: 96 88 25 00 • Fax: 97 95 14 09 info@idealcombi.dk • www.idealcombi.dk
Idealhuset
Arnold Nielsens Boulevard 134, 2650 Hvidovre Sími: 44 50 21 00 • Fax: 44 50 21 09 info@idealcombi.dk • www.idealcombi.dk
Idealcombi UK
Carlton House 1, 66-68 High Street, Houghton Regis, Bedfordshire, LU5 5BJ Sími: +44 1582 860 940 • Fax: +44 1582 860 949 info@idealcombi.com • www.idealcombi.com
Húsasmiðjan
Holtagörðum við Holtaveg 104 Reykjavik Sími: 525 3000 • Fax: 525 3210 www.husa.is