Litir ársins 2025

Page 1


Maja Ben LITIR ÁRSINS

MAJA BEN VELUR UPPÁHALDS

LITINA SÍNA FYRIR ÁRIÐ 2025

Maja Ben

MAJA BEN VELUR LADY LITI ÁRSINS 2025

Heimili okkar og allt sem það hýsir skiptir okkur miklu máli, og þess

vegna langar mig að aðstoða þig við litaval.

Heimilið, líkt og lífið sjálft, er það sem við gerum úr því, og því er mikilvægt að velja liti af kostgæfni. Hið sanna, yfirvegaða heimili fer aldrei úr tísku. Rétt samspil lita

skapar jafnvægi í rýminu, þar með talið veggir, innréttingar, gólfefni og innbú.

Flestir litanna í þessum bæklingi eru nýir, en nokkrir af mínum eldri uppáhalds fá að fljóta með – klassískir og fallegir. Nýju litirnir eru margir hverjir dökkir og ögrandi, en það er auðvelt að nýta þá á fjölbreyttan hátt, til dæmis á staka veggi, húsgögn o.fl.

Árið 2025 munu hlýju tónarnir áfram vera áberandi, tíma -

lausir, vistlegir litir sem hægt er að nota til að skapa hið fullkomna rými. Það er líka mikilvægt að hafa kjark til þess að nota liti sem þér finnast fallegir og treysta ferlinu – mundu að þetta er þitt heimili!

Vonandi vekur þessi lesning áhuga þinn á áhrifum lita, enda er hægt að gera mestu breytinguna fyrir minnstan pening með því að mála.

Gangi þér vel og góða skemmtun!

FALLEGUR LITUR FYRIR STÓRT RÝMI

Tengdir litir

KALK

Þessi er ennþá í uppáhaldi hjá mér og ég er með hann sjálf í alrýminu heima.

Kalk var einn vinsælasti liturinn árið 2024. Hann er fallegur, léttur og tilvalinn á gang eða sem grunnlitur í stór rými. Ljós “beige” tónn er mikið notaður sem grunnlitur á heimili og myndar góðan bakgrunn fyrir aðra jarðartóna eða dekkri tóna, sem skapa hlýlega og notalega stemningu.

Maja Ben mælir með Kalk litnum frá LADY.
VELVET GREY EGGHVIT

SOFT

RÓANDI NÆRVERA OG MJÚKUR FYRIR ALRÝMIÐ

SOFT

Tengdir litir

SOFT

Ef þér finnst Kalk of grár, gæti Soft verið hinn fullkomni alrýmislitur fyrir

þig. Þetta er gylltur drapplitaður tónn sem virkar einstaklega vel sem grunnlitur. Hann ber nafn með rentu – mjúkur og hlýr.

Þessi lágstemmdi en glæsilegi litur svo vel í alrými og hentar líka vel með öðrum litum sem fá þá að njóta sín á meðan hann veitir róandi nærveru.

Maja Ben mælir með Soft litnum frá LADY.
SILKE
BELGIAN BROWN 10385
RAW CANVAS 10961

MARRAKESH

EINSTAKUR BRÚNTÓNALITUR SEM FÆRIR HLÝJU INN Í RÝMIÐ

Tengdir litir

Þessi fallegi brúntónalitur heldur áfram að vera vinsæll og prýðir

ófá heimili á Íslandi enda kemur hann með hlýju inn á heimilið án þess að vera of ríkjandi eða yfirgnæfandi.

Maja Ben mælir með Marrakesh litnum frá LADY.

ADVENTURE

Tengdir litir

ADVENTURE Æ

vintýri – líkt og framandi matarupplifun, maður veit ekki hvort

maður eigi að þora, en sér svo alls ekki eftir því! Þetta er brenndur, gylltur appelsínutónn sem minnir á fjarlæg lönd og framandi ferðalög. Ég gæti hugsað mér þennan lit í nánast hvaða rými sem er. Hann er frábær í bland við svarta hluti, eins og húsgögn, myndaramma og annað innbú.

Maja Ben mælir með Adventure litnum frá LADY.

DEMPET SORT

DJÚPUR, DÖKKUR LITUR SEM

ER EINSTAKUR Í MATTRI ÁFERÐ

Tengdir litir

DEMPET

SORT

Þessi glæsilegi svarti tónn heldur áfram vinsældum sínum. Svartur er alltaf fallegur, en Dempet Sort er einhvern veginn dýpri, sérstaklega þegar veggir eru málaðir í mattri áferð, t.d. með LADY

Pure color eða LADY Wonderwall. Einnig frábær litur þegar gera á upp húsgögn, mála innréttingar, hurðir og fleira.

BAND STONE

NÁTTURULEGUR MEÐ GRÁUM UNDIRTÓN

Tengdir litir

BAND STONE

Fallegur, hlýr brúnleitur litur með gráum undirtóni sem hefur mjúkt og rólegt yfir bragð. Brúnu blæbrigðin skapa náttúrulega stemningu og fara einstaklega vel með viðartónum. Tilvalinn í svefnherbergi, stofu og sjónvarpsherbergi.

BAND STONE
Maja Ben mælir með Band Stone litnum frá LADY.

TENDER GREIGE

DÝPT

Tengdir litir

TENDER

GREIGE

Þessi glæsilegi hlýi grái tónn er æðisleg blanda af gráum og brúnum. Algjört kamelljón, í einni birtu grár og annari brúnn. Fallegur einn og sér en getur líka verið falleg andstæða við hlýja ljósa drappaða- og ljósgráa tóna.

Maja Ben mælir með Tender Greige litnum frá LADY.

BYGE

DÚMJÚKUR, HLÝR

Tengdir litir

BYGE

Djúpblár tónn sem ber dúnmjúkan- og dularfullan tón. Undirtónninn er rauður og þess vegna er þessi litur ekki eins kaldur og margir bláir tónar. Hann hentar í mörg rými og sérstaklega í svefnherbergi. Það er svo gott að hvílast í dekkri, umvefjandi lit þegar við förum að sofa og umskiptin frá nóttu til dags verða e.t.v líka mýkri í herbergi með aðeins dekkri lit en ljósari.

Maja Ben mælir með Byge litnum frá LADY.

NORTHERN MYSTIC

EINN VINSÆLASTI GRÆNTÓNA

LITURINN OKKAR

Tengdir litir

NORTHEN MYSTIC

Einn af þremur grænu litunum í ár, enda var mosagrænir tónar einn vinsælasti litur síðasta árs. Ég er sjálf með hann á baðherbergi, en hann hentar líka einstaklega vel í svefnherbergi, stofu og fleiri rými. Liturinn er djúpur grænn, fullkomlega í jafnvægi þar sem hann er hvorki blár og kaldur né gullinn og gulur.

Maja Ben mælir með Northen Mystic litnum frá LADY.

NATURAL BLUE

GLÆSILEGUR BLÁR MEÐ GRÁUM UNDIRTÓN

Tengdir litir

NATURAL BLUE

Falleg blanda af gráum og bláum litum. Eins og flestir bláir tónar er Natural Blue bæði glæsilegur og fallegur. Hann passar vel við alla viðartóna, auk þess sem svart og hvítt fara einstaklega vel með honum.

MACCHIATO

HLÝR OG ORKUMIKILL ÁN ÞESS AÐ VERA YFIRÞYRMANDI

MACCHIATO 1359

Tengdir litir

MACCHIATO

Gullfallegur „beige“ tónn með rauðum undirtóni, sem gerir litinn hlýrri.

“Beige” litir skapa umhverfi sem er bæði huggulegt og stílhreint. Þessi litur heldur vinsældum sínum frá fyrra ári. Notaður með líflegum, dekkri litum kemur hann með hlýju og orku án þess að vera yfirþyrmandi.

Maja Ben mælir með Macchiato litnum frá LADY.

GREEN LEAF

Tengdir litir

GREEN LEAF

Grænn táknar ferskleika og öryggi og skapar afslappandi andrúmsloft.

Þetta er litur náttúrunnar, sem margir slaka vel á í. Hann er tilvalinn í svefnherbergi eða jafnvel fortöflu, því fallegur litur er dásamlegt að sjá þegar komið er heim. Þetta er gullinn, dempaður grænn tónn fyrir þá sem vilja náttúrulegan grænan lit.

Hægt er að blanda honum við ljósari, dempaða græna og bláa tóna eða hlýja, gullna beige tóna

GREEN LEAF
Maja Ben mælir með Green Leaf litnum frá LADY.
EGG WHITE WASHED LINEN

GREEN HARMONY

Tengdir litir

GREEN HARMONY

Ljósasti græni liturinn í þessum bæklingi. Ég hef séð hann mikið í sumarbústöðum, og panell í þessum lit er algjörlega guðdómlegur.

Þetta er yndislegur grænn litur, sem hentar vel í hvers kyns herbergi þar sem þú vilt slaka á og finna frið og ró. Grænir tónar fara einstaklega vel með basti og viðarlitum.

Maja Ben mælir með Green Harmony litnum frá LADY.

DEMPAÐUR PLÓMUTÓNN,

OG FALLEGUR

Tengdir litir

MELLOW

Glæsileg og flauelsmjúk blanda af rauðu og brúnu. Blanda af tveimur „heitum“ litum sem gefur djúpa og hlýja tilfinningu. Mellow getur virkað sem fáguð andstæða við dempaða “beige” tóna og er fullkominn fyrir hlýleg og persónuleg rými.

Maja Ben mælir með Mellow litnum frá LADY.

WONDERWALL

ÞEKJUÁBYRGÐ 2 umferðir

Slitsterk málning með fallega matta og sterka áferð. Einstaklega endingargóð, blettaþolin og þekur gríðarlega vel. Wonderwall vann gæðaprófun Kivi og hlaut viðurkenninguna

BEST I TEST í Noregi.

PURE COLOR

Lady Pure Color er hágæða málning með silkimjúkri áferð og náttúrulegum ljóma sem lýsir upp rýmið. Hún þekur vel, kemur í fjölbreyttum litum og er auðveld í viðhaldi með mótstöðu gegn óhreinindum.

Fullkomin fyrir þá sem vilja endingargóða og glæsilega málningu sem bætir bæði útlit og stemmingu heimilisins.

AQUA

Lady Aqua Matt er vatnsheld málning með fallegri, mattri áferð sem skapar náttúrulegt og rólegt útlit. Hún hentar bæði þurrum og rakarými, er auðveld í viðhaldi og þolir bletti og áföll. Með mjúkri þekju án glans gefur hún dýpt og hlýju í rýminu, hvort sem um er að ræða stofur, svefnherbergi eða eldhús.

Þetta er endingargóð og stílhrein lausn fyrir þá sem vilja sameina fegurð og þægindi.

ESSENCE

Lady Essence er hágæða málning með mjúkri, silkimjúkri áferð og náttúrulegum gljáa sem lífgar upp á rýmið. Hún þekur vel, jafnvel á ójöfnum flötum, og er auðveld í viðhaldi með mótstöðu gegn blettum og skít. Hentar í stofur, svefnherbergi og ganga til að skapa bjarta og heillandi stemningu. Fullkomin fyrir þá sem vilja sameina fegurð og endingu.

SUPREME FINISH

Lady Supreme Finish er endingargóð málning með fágaðri áferð og miklum gljáa. Hún þekur vel, er auðveld í þrifum og hentar fyrir veggi, loft- og viðarhluti. Fullkomin fyrir glæsilegt og slitsterkt yfirbragð heimilisins.

Græn vara

HÚSGÖGN

Gefur notuðum húsgögnum nýtt líf.

HURÐIR

Við mælum með Supreme Finish á hurðir og karma

ELDHÚS OG BAÐ

Gefðu eldhús- eða baðinnréttingunni yfirhalningu með nýum lit.

SKÁPAR

Frábær fyrir fataskápa og innréttingar

GLUGGAR

Supreme Finish er endingargóð og með góða viðloðun fyrir gluggana

Baldvin Jón Hallgrímsson, málari og starfsmaður Fagmannaverslunar.

VINNUSPARANDI AÐ KAUPA GÆÐI

Ég hef verið málari í eigin

rekstri í um 20 ár og hef notað málningu frá Jotun mikið. Ástæðan er ósköp einföld, mér finnst þetta besta málningin. Það er líka gaman að sjá hvað þeir eru frjóir í litum og litasamsetningum. Ég mæli

eindregið með innanhúss málningunni frá Jotun.

LITIR SKAPA STÍL

Það er svo magnað hvað réttir litir og litasamsetningar geta gert fyrir rými. Jotun hefur í áraraðir verið ótrúlega

framarlega í þeim efnum, enda mikill metnaður og fagmenn ska í gangi þar alla daga. Jotun auðveldar þér að búa til þinn eigin stíl hvort sem þú velur fallegar andstæður lita eða velur mismunandi tóna af sama litnum til að skapa meiri dýpt og aukna litaupplifun.

Tómas Þór Kárason, málari og starfsmaður Fagmannaverslunar.

GÆÐAMÁLNING

VEGGMÁLNING

LADY Minerals

• Falleg kalkmálning.

• Falleg og hæfileg hreyfing í áferð.

• Einstök litaupplifun.

• Auðvelt að gera.

LADY Essence

• Góð áferð.

• Ýrist lítið.

• Endingargóð.

• Þægileg málning að pensa og rúlla með.

LOFTAMÁLNING

LADY Perfection

• Fullkomin mött áferð.

• Auðvelt í notkun.

• Jöfn og falleg áferð.

• Dropar ekki, þornar fljótt.

• Mjög góð þekja.

INNILÖKK OG VIÐARBÆS

LADY Supreme Finish

• Okkar besta lakk á tré og pall.

• Frábær áferð, sér í lagi á hurðir glugga og lista.

• Einstaklega slitsterkt.

• Flýtur gríðarlega vel.

• Fæst í nokkrum gljástigum.

LADY Pure Color

• Okkar fallegasta málning.

• Algjörlega mött.

• Einstök litaupplifun.

• Mjög góð þekja.

• Slitsterk.

LADY Wonderwall

• Slitsterk málning.

• Falleg, mött og sterk áferð.

• Einstaklega endingargóð.

• Mjög blettaþolin.

• Þekur gríðarlega vel.

VOTRÝMISMÁLNING

LADY Aqua

• Málning fyrir baðherbergi og önnur votrými.

• Mygluvörn.

• Silkimött.

• Mjög góð þekja.

• Slitsterk.

LADY Pure Nature Interiörbeis

• Náttúrulega fallegt bæs.

• Fegrar tréverk.

• Virkar gegn gulnun.

• Jöfn og falleg áferð.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.