Við styðjum sjálfbærni
Hjá Húsasmiðjunni eigum við réttu pallaklæðninguna fyrir íslenska veðráttu. Við höfum valið sterka vörulínu í samvinnu við birgja okkar. Viðskiptavinir geta því verið öruggir um mikil gæði og langa endingu, óháð vali á viðartegund.
Við leggjum áherslu á gæðavottað timbur þar sem sjálfbærni er stefna okkar. Því kemur nær allt pallaefnið úr sjálfbærum skógum, sem stuðlar að verndun vist- og lífkerfa.
Pallaefninu okkar er skipt í nokkra flokka í því skyni að auðvelda viðskiptavinum okkar að velja efni sem uppfyllir þarfir þeirra.
Formstöðugleiki
1 Yfirburðastyrkur
2 Mikill styrkur
3 Fullnægjandi styrkur
Evrópustaðall DS/EN 350:2016
Endingarflokkun
1 DC1 – Mjög löng ending
2 DC2 – Góð ending
3 DC3 – Takmörkuð ending
Síberíulerki
Í Rússlandi hefur lerki verið mikið notað í gegnum aldirnar vegna mikils styrkleika og endingartíma viðarins. Lerki hefur verið notað í timburhús, staura, brýr, undirstöður járnbrauta og skip. Undanfarin
ár hefur notkun á lerki í pallaefni og utanhúsklæðningar stóraukist á Norðurlöndum sem og hér á landi.
Það þarf að bera á lerki og viðhalda eins og annan við og bora fyrir skrúfum í endum.
Gagnvarin fura
Húsasmiðjan selur eingöngu furu úr sjálfbærum skógum og frá framleiðendum sem nota viðurkennd efni gagnvart umhverfi og heilsu fólks.
Undanfarna áratugi hefur gagnvarin fura verið langvinsælasta pallaefni á Íslandi og ætla má að meirihluti sólpalla sé úr furu. Auðvelt er að vinna með efnið og hefur það reynst vel við íslenskar aðstæður.
Gagnvarið brúnt pallaefni
Gagnvarið brúnt pallaefni 34x145mm sem gerir pallinn eins stöðugan og bryggjudekk. Hægt að skrúfa með kantskrúfum svo engar skrúfur verða sýnilegar.
Annar flöturinn sléttur og hinn rásaður, val um hvort snýr upp.
Þversnið
Gult Cumaru
Gult Cumaru er vel þekkt viðartegund. Viðurinn er upprunninn í Suður Ameríku og einkennist af afar jafnri áferð. Hinn guli litur viðarins kallast „Kampavínsgult“.
Gult Cumaru er formföst viðartegund með gulan, hlýjan lit og inniheldur nokkra olíu af náttúrunnar hendi. Viðurinn getur þó verið nokkuð þurr viðkomu og því mælum við með að bera olíu á yfirborð eftir uppsetningu. Klæðningarborðin eru slétthefluð á báðum hliðum, og má snúa þeim á báða vegu.
Sérpöntun
Rautt Cumaru
Vinsæl
Suður-amerísk viðartegund með mikla hörku og formfestu.
Rautt Cumaru hefur afar fallegan rauðbrúnan lit, sem getur verið örlítið misrauður. Engir kvistir eru í viðnum. Mikil olía er í þessari viðartegund, sem gerir að verkum að hún hentar afar vel íslenskum aðstæðum. Önnur hlið klæðningarborðanna er rásuð og þannig má velja yfirborðsáferð.
Jatoba
Ipé
Afar glæsileg og sérstök Suður-amerísk viðartegund. Einstakur gæðaviður með sérlega mikla formfestu og hentar afar vel íslensku veðurfari.
Sérstök unun er að horfa á Ipé viðinn. Hann er kvistalaus og í honum eru náttúruleg litbrigði allt frá dökkbrúnu til ólívugræns. Falleg og sérstaklega sterk pallaklæðning. Klæðningarborðin eru slétthefluð á báðum hliðum, og má snúa þeim á báða vegu.
PALLAKLÆÐNING IPÉ
• Litur: Brúnn
• Rakastig: Ofnþurrkað
• Mál, mm: 21x145x lengd (nokkrar)
Nr. 1876102 - Nr. 1876283
Sérpöntun
Sérpöntun
2 3
PALLAKLÆÐNING RUSTIK EIK
• Litur: Gylltur/brúnn • Rakastig: Ofnþurrkað
• Mál, mm: 21x145 / 30x145 x lengd (nokkrar)
Nr. 2061424
Thermory Askur
Hitameðhöndlaður askur
Hitameðhöndlaður askur er glæsilegur og áferðarfallegur viður. Liturinn er brúnleitur og útlitið minnir á suðræn lönd.
Askurinn fer í gegnum hitameðhöndlun sem eykur þol viðarins gagnvart sveppagróðri og fúa, án notkunar kemískra efna. Hitameðhöndlunin lækkar rakastig viðarins og þar með verður formfesta klæðningarinnar afar mikil.
Sérpöntum aðrar stærðir
Thermory Fura
Hitameðhöndluð fura
Hitameðhöndluð fura einkennist af fallegum, brúnleitum lit sem minnir á framandi viðartegundir. Sérstaða hitameðhöndlunarinnar felst í að trjákvoða, terpentína og formaldehýð eru fjarlægð úr viðnum án notkunar kemískra efna. Viður verður mun stöðugri eftir hitameðhöndlun og gefur því langa endingu og mikla formfestu.
Endanótuð Huldar festingar
Sérpöntum aðrar stærðir
PALLAKLÆÐNING BANGKIRAI
• Litur: Brúnn • Rakastig: Ofnþurrkað
• Mál, mm: 21x145x lengd (nokkrar)
Bangkirai
Úr sjálfbærri skógrækt í Asíu kemur hinn glæsilegi viður Bangkirai.
Mikil eftirspurn er eftir þessari viðartegund sakir styrks og formfestu.
Bangkirai hefur fallegan gylltan/brúnan lit og heillandi ljóma. Enga kvista er að finna í viðnum, en árhringir geta verið sýni legir. Ormagöt geta verið til staðar í litlum mæli. Við kaupum aðeins inn timbur, þar sem ormagöt eru í lágmarki. Önnur hlið klæðningarborðanna er með fræstum rásum og þannig má velja yfirborðsáferð.
Sérpöntun
Svona er pallurinn klæddur
Fúga skal vera 6-8 mm þannig að viðurinn geti hreyfst eftir umhverfishita og -rakastigi. Hafið einnig 2-3 mm fúgu við enda/samsetningar. Hafið 10 mm bil við fasta fleti, t.d. steypta veggi. Notið þvingur eftir þörfum við uppsetningarvinnuna.
RÝRNUN
Gera má ráð fyrir 5-10% efnisrýrnun við uppsetningu.
Harðvið skal ávallt bora fyrir skrúfun, annars slitnar skrúfan. Undirsínkið gatið þannig að skrúfuhausinn sé í yfirborðshæð. Göt skulu vera a.m.k. 25 mm frá brún og/eða enda til forðast að viðurinn klofni.
Notið 15 mm dósarbor. Hér er einnig mikilvægt að götin séu a.m.k. 25 mm frá brún þannig að klæðningin klofni ekki.
• Þær gerðir pallaklæðningar sem fjallað er um í þessum bæklingi, henta ekki vel til notkunar innanhúss.
• Mislitun getur myndast í klæðningu á snertiflötum við sperrur. Hún hverfur yfirleitt 1-2 mánuðum eftir uppsetningu.
• Við mælum ekki með notkun á földum festingum úr harðvið fyrir pallaklæðningar. Þær hafa ekki nægan styrk og geta orskað vindingu í klæðningarborðunum.
• Pallaklæðning úr harðviði má ekki snerta verkfæri eða annað, sem ekki er gert úr ryðfríum málmi. Það getur myndað svarta bletti, sem verða greinilegri þegar viðurinn vöknar. Blettina má þó fjarlægja með oxal sýru (sjá leiðbeiningar framleiðanda).
Klæðningarborðin skal festa með ryðfríum A4 stálskrúfum. Skrúfurnar skulu vera í beinni línu, séð að ofan. Við mælum með 4,8 x 75 mm skrúfum fyrir 21 mm þykka harðviðarklæðningu.
Fyllið vatnsheldu utanhússtrélími í tappagat og rekið tappann í gatið. Tappi skal snúa þannig að æðar í klæðningu og tappa séu samsíða. Yfirborð tappans skal vera örlítið hærra en klæðningarinnar. Þurrkið burt umframlím. Pússið yfirborð tappa niður í rétta hæð. Að lokum ætti að slípa allan pallinn.
Borun fyrir sýnilegar skrúfur FestingViðhald
Í flestum harðviðartegundum er að finna töluverða olíu, sem verndar viðinn gegn fúa, sveppagróðri og þess háttar. Við mælum með að viðurinn sé olíuborinn við uppsetningu. Athugið þó að viður breytir um útlit af völdum veðra og vinda. Án viðarvarnar verður timbur gráleitt með tímanum, sem getur þó litið glæsilega út.
VIÐ MÆLUM MEÐ:
• Berið olíu á báðar hliðar klæðningarborðanna fyrir uppsetningu.
• Berið eftir það 1-2 umferðir á pallinn þannig að háræðar viðarins fyllist. Við það eykst veðrunarþol hans umtalsvert.
• Eftir þetta má láta viðinn grána, sé þess óskað. Eigi viðurinn að halda sínum upprunalega lit, er nauðsynlegt að reglulegt viðhald fari fram, t.d. bera olíu á pallinn vor og haust. Olían ætti að vera gerð fyrir harðvið utandyra. Við þetta eykst ending og stöðug leiki klæðningarinnar.
HREINSUN PALLAKLÆÐNINGAR
• Skolið pallinn með hreinu vatni.
• Hreinsið (burstið) yfirborðið með pallahreinsi.
• Skolið með hreinu vatni.
• Fylgið að öðru leyti leiðbeiningum framleiðanda hreinsiefnisins.
VIÐAROLÍA BORIN Á
• Veður sé þurrt.
• Gangið úr skugga um að klæðningin sé vel þurr og hrein.
• Berið olíu á með pensli eða litlum bursta.
• Látið olíuna síga inn í viðinn í 10-20 mínútur.
• Þurrkið umframolíu af með klút.
• Endurtakið ef viðurinn getur tekið í sig meiri olíu.
• Olían þornar best, haldist veður þurrt í fáeina daga.
• Fylgið að öðru leyti leiðbeiningum framleiðanda.
Vætið fyrst flötinn með köldu vatni. Berið Jotun Trebitt pallahreinsi óþynnt með rúllu eða pensli á flötinn.
Skrúbbið svo létt yfir þannig að efnið dreifist vel. Látið liggja á í 15-20 mín. Gætið að væta flötinn með vatni á meðan svo efnið þorni ekki.
Spúlið svo af með hreinu vatni og látið pallinn þorna.
Eftir að viðurinn er orðinn þurr, er hægt að bera á Jotun Treolje eða Jotun Trebitt pallaolíu á pallinn.
4. 3. 2. 1.Palla- og garðalýsing
Enn meira úrval má sjá á husa.is og í SkútuvogiStýrðu
útiljósunum
með símanum
Ráðgjöf á husa.is
Þú færð:
• Þrívíddarteikningu og myndband ásamt grunnplani.
• Ráðgjöfin kostar aðeins 8.990 kr. og er endurgreidd við kaup á pallaefni frá Húsasmiðjunni. Pantaðu ráðgjöf á husa.is
Pallaráðgjöf og teikning
Pantaðu ráðgjöf á husa.is Bjarnheiður Erlendsdóttir, garðahönnuður
Pallareiknivél
Áætlaðu verðið og fáðu tilboð
Pallaefni úr sjálfbærum skógum
Láttu timbrið brosa
Timbrið á að brosa
Þar sem tré er lifandi efni getur það undið sig með tímanum. Það er því mikilvægt að snúa pallaklæðningunni rétt á pallinum. Við snúm pallaklæðningunni þannig að hún brosi með kjarnahliðina upp, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Horfðu á æðarnar - þær umlykja kjarnahliðina hringlaga og verða því að sveigjast upp á við.