Sjálfbærniskýrsla 2022

Page 1

Húsasmiðjunnar

Samfélagið, umhverfið og efnahagur 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

2

Sjálfbærniskýrsla 2022

Efnisyfirlit

Ávarp forstjóra

Fyrirtækið

Um fyrirtækið

Stjórnarhættir

Aðild að samtökum

Viðskiptalíkan

Aðfangakeðja

Áherslur á UFS þáttum

Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur

Hagaðilar

Markmið okkar

Heimsmarkmiðin

Umhverfisþættir

Loftslagsáhrif Húsasmiðjunnar

Markmið og árangur í umhverfisþáttum sjálfbærni

Úrgangsmálin og hringrásarhagkerfið

Umhverfisstefna

Grænar vörur

Virðiskeðjan

Tímalína

Félagslegir þættir

Mannauður

Fjölbreytileiki og jafnrétti

Fræðsla og starfsþróun

Heilsa og öryggi

Markmið og árangur

Samfélagsleg verkefni

Efnahagslegir þættir

Stefnumótun Húsasmiðjunnar 2022-2025

Sjálfbærni áhættur og tækifæri

Stafrænar lausnir

Rafræn skjöl

Húsasmiðjuappið

Markmið 2023

GRI tilvísanir

ESG 2022

3
Viðauki

Sjálfbærniskýrsla 2022

Ávarp forstjóra

Fyrirtækið starfrækir 14 Húsasmiðjuverslanir víðsvegar um landið og þjónustar bæði byggingariðnaðinn og einstaklinga. Rúmlega 500 starfsmenn starfa hjá Húsasmiðjunni í um 400 stöðugildum. Húsasmiðjan hefur verið hluti af BYGMA samstæðunni síðan árið 2012. BYGMA er stærsti dreifingaraðili byggingarvara á fagmannamarkaði í

Danmörku. Hjá samstæðunni starfa um 2.700 manns í 5 löndum.

Sem einn af stærstu söluaðilum byggingavara hefur Húsasmiðjan stórt hlutverk í byggingariðnaðinum hér á landi. Fyrirtækið hefur fylgst vel með þróun í umhverfismálum í gegnum árin og kynnt margar nýjungar sem tengjast umhverfisvænni lausnum í nýbyggingum og viðhaldi.

Byggingarefni

Talið er að mannvirkjageirinn sé ábyrgur fyrir um 40% af heildarútblæstri á heimsvísu og ber byggingariðnaðurinn stóran hluta þess útblásturs. Byggingarefni eru ábyrg fyrir um 45% af heildarlosun nýbygginga en þar liggur okkar ábyrgð og finnast tækifæri til að gera betur. Mikil gróska er í þróun byggingarefna og leitum við sífellt leiða til að koma með og kynna nýjungar sem bera minna kolefnisspor en aðrar sambærilegar vörur á markaði. Við finnum einnig fyrir auknum áhuga fagaðila og almennings á að gera betur og leita leiða sem skilja eftir sig minna vistspor í nýbyggingum eða við endurgerð eldra húsnæðis. Það er ákveðin umhverfisvernd fólgin í því að vanda til verka og gera hlutina vel og vandlega einu sinni, lágmarka þannig framtíðarviðhald og þar með óþarfa kostnað.

Haustið 2022 var fjárfest í rafknúnum

vöruflutningabíl

4
Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar.
í notkun í vor. Það er liður í að
kolefnispor okkar og
viðskiptavinum okkar
vistvænni
með krana sem tekinn verður
minnka
afhenda
vörur á
hátt

Sjálfbærniskýrsla 2022

Eftirspurn eftir vistvænni byggingavörum hefur vaxið mikið. Með aukinni þekkingu leggjum við okkur fram um að draga úr vistspori starfseminnar, ásamt því að stuðla að umhverfisvænni byggingariðnaði á Íslandi.

Umhverfisvottanir eru ákveðinn gæðastimpill þar sem bættir ferlar, rétt val á byggingarefni og betra eftirlit með framkvæmd leiðir til aukins gagnsæis. Rekstur byggingar verður einnig hagkvæmari þegar hugað er að hinum ýmsu rekstrarþáttum snemma í hönnunarferli eins og líftímakostnaðargreiningar geta sýnt fram á. Orkunotkun í rekstri talin ábyrg fyrir um 30% af heildarútblæstri bygginga. Þar kemur einangrun og einangrunargildi glers sterk inn en gluggarnir okkar eru einstaklega vandaðir, fáanlegir með þreföldu gleri og leyfilegir í svansvottuð verkefni. Einnig hafa umhverfisvænni byggingavörur heilsusamlegri áhrif á íbúa sem og iðnaðarmanninn þar sem þau eru laus við heilsuspillandi og skaðleg efni eins og rokgjörn efnasambönd, rotvarnarefni og hormónatruflandi efni.

Hluti af því að ná árangri í loftslagsmálum felst í því að greina áhættur, setja sér markmið og greina frá árangri. Sjálfbærniskýrsla er gott hjálpartæki til þess að taka saman árið, meta hvað er vel gert og hvað mætti betur fara. Áherslurnar breytast frá ári til árs en teknir voru inn fleiri flokkar í umfangi 3 en í fyrra og markmiðið okkar er að taka sífellt stærra skref í losunarbókhaldi fyrirtækisins með það að langtímamarkmiði að ná utan um alla losun tengda starfseminni.

Aðfangakeðjan er stór hluti af óbeinni losun og víðfeðmt en mikilvægt verkefni að ná sem best yfir þá þætti sem þar liggja og setja ný markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Félagslegur þáttur sjálfbærni vegur þar einnig inn. Umhverfisþátturinn hefur meira gagnsæi með hverju ári endu eru vöruframleiðendur almennt farnir að bregðast markvisst við þeim áskorunum og kröfum sem fylgja nýjum reglugerðum í skrásetningu á kolefnisspori fyrirtækja.

Árið 2022 var viðburðaríkt í rekstrinum og meðal annars opnuðum við í mars nýja og glæsilega verslun við Freyjunes á Akureyri þar sem Húsasmiðjan, Blómaval og Ískraft eru nú undir sama þaki. Nýja starfsstöðin er á margan hátt umhverfisvænni í rekstri en fyrri verslun sem felur í sér margþættan ávinning til lengri tíma.

Hugtakið hringrásarhagkerfi fær stöðugt meiri athygli og vigt í rekstri okkar enda er stöðugt unnið markvisst að bætingu verkferla og stofnað til nýrra samstarfsverkefna með markmið okkar um minnkun neikvæðra umhverfisáhrifa í huga.

Haustið 2022 var fjárfest var í rafknúnum vöruflutningabíl með krana sem tekinn verður í rekstur í vor. Það er liður í að minnka kolefnisfótspor okkar og afhenda viðskiptavinum okkar vörur á vistvænni hátt. Flutningur á verkstað og byggingarframkvæmd er um 13% af heildarlosun byggingaframkvæmda og þar koma orkuskipti því sterk inn. En með þessum kaupum getum við tryggt viðskiptavinum okkar flutning byggingarefna með endurnýjanlegum orkugjöfum alla leið á verkstað á höfuðborgarsvæðinu. Með þessari aðgerð lækkum við árlega losum CO2í um 15 tonn á ári.

Við höldum vegferð okkar til aukinnar sjálfbærni ótrauð áfram og förum bjartsýn inn í sumarið, tilbúin að takast á

við þær áskoranir sem bíða okkar í átt að sjálfbærni. Í nýjum áskorum leynast tækifærin.

5

Fyrirtækið

Markmið Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts er að veita framúrskarandi þjónustu í sátt við umhverfið og samfélagið

6
7

Sjálfbærniskýrsla 2022

Um fyrirtækið

Húsasmiðjan er leiðandi byggingavöruverslun á landsvísu með breitt vöruúrval, dreifingu og þjónustu.

Fjöldi starfsmanna

537 þar af 150 konur.

Framkvæmdastjórn

8 manns og þar af 2 konur.

Heimsmarkmiðin

Húsasmiðjan vinnur að sjö heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Ný starfsstöð

Ný og glæsileg starfsstöð Húsasmiðjunnar á Akureyri opnaði í mars 2022 en þar er að finna líka Blómaval og Ískraft, allt undir sama þaki.

Höfuðstöðvar Þekking

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru staðsettar í Kjalarvogi 12.

Áhersla er lögð á á hæfni og þekkingu starfsfólks m.a. með rekstri Húsasmiðjuskólans.

8
þaki

Sjálfbærniskýrsla 2022

Við erum hluti af BYGMA

Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni

BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Hjá BYGMA starfa um

2.700 manns í yfir 100 verslunum. BYGMA er danskt

fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi byggingarvöruverslunarkeðjum í

9
5 2
Starfsstöðvar verslana
Danmörku. 14 Húsasmiðjuverslanir 2 Vöruhús 7 Blómavalsverslanir 4 Ískraft verslanir

Sjálfbærniskýrsla 2022

Stjórnarhættir

Stjórnskipulag - framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn tekur allar stefnumótandi ákvarðanir og þar með ákvarðanir varðandi sjálfbærni. Verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála starfar á mannauðssviði og vinnur náið með framkvæmdastjórn um tiltekin málefni.

Mannauður og samfélag

Edda Björk Kristjánsdóttir Rekstrarsvið

Magnús G. Jónsson

Vörusvið

Pétur Andrésson

Markaðsmál

Magnús Magnússon

10
Verslanasvið Guðrún Tinna Ólafsdóttir Fagsölusvið Kenneth Breiðfjörð Ískraft Brynjar Stefánsson Forstjóri Árni Stefánsson

Stjórn og stjórnendur Húsasmiðjunnar hafa sett sér það markmið að viðhafa góða stjórnarhætti. Stjórnarhættir félagsins eru í samræmi við lög nr 138/1994 um einkahlutafélög og samþykktir félagsins. Félagið fylgir leiðbeiningunum um stjórnarhætti sem útgefnir eru af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Leiðbeiningarnar má finna á leidbeiningar.is.

Félagið víkur frá leiðbeiningum þar sem félagið hefur ekki tilnefningarnefnd, endurskoðunarnefnd, framkvæmir ekki árangursmat. Hlutfall kynja í stjórn uppfyllir ákvæði laga um einkahlutafélög um kynjahlutföll í stjórnum félaga sem eru með 3 stjórnarmenn og fleiri en 50 starfsmenn, þar sem í stjórn er ein kona og tveir karlar.

Aðild að samtökum

Húsasmiðjan er aðili að Viðskiptaráði Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins og Stjórnvísi. Einnig er fyrirtækið aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, ásamt samtökunum Grænni byggð.

11 Sjálfbærniskýrsla
2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

Viðskiptalíkan

Unnið eftir lögum og reglugerðum, kjarasamningum o.fl.

Val okkar: Kostnaður, umhverfi, gæði og skilmálar

Náttúruauðlindir Flutningar

- Umhverfisvottanir

- Mannréttindi

- Líffræðilegur fjölbreytileiki

Kjarni Húsasmiðjunar byggir á sérþekkingu mannauðs. Með henni veitum við þjónstu og ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja. Húsasmiðjan byggir á traustum og ábyrgum viðskipta- og birgjasamböndum. Í krafti stærðar getur Húsasmiðjan boðið upp á hagstæð verð til neytenda og þróað viðskiptalausnir. sem eykur framleiðni og minnkar sóun.

Vöruhús Lyftarar

Umhverfi Mannauður Birgjar

- Gæði

- Verð

- Umhverfisvottanir

- Kostnaður

- Ábyrg innkaupastefna

- Umhverfisvænni valkostir

- Umbætur v. losunar á GHL

- Bestun ferla, úrgangur

- Heilsusamlegt vinnuumhverfi

- Jafnrétti og fjölbreytileiki

- Fræðsla og þekking

- Öryggi

- Mannréttindi - Losun GHL

- Hringrásarhagkerfið

- Líffræðilegur fjölbreytileiki

- Aðlögun að loftslagsbreytingum

* Heimsmarkmiðin tengjast á einn eða annan hátt við viðskiptalíkan, sjá nánar útlistun á bls. 23

12
ÁHERSLUR Í DAG FRAMTÍÐAR ÁHERSLUR

Verslanir

Fjármagn Þróun og ferlar Hús og heimili

- Hugað að fastafjármunum félagsins

- Umbreyting yfir í vistvæna kosti

- Stafræn þróun

- Bestun ferla

Viðskiptavinir

- Upplýsingagjöf

- Þjónustuvefur

- Einfalt ferðalag

- Pappír

- Fjarþjónusta/vefverslun

- Gæði og þjónusta á góðu verði

FYRIR ÞIG

13 Sjálfbærniskýrsla 2022
Við erum leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð í sátt við umhverfi og samfélag

Sjálfbærniskýrsla 2022

Aðfangakeðja

Birgjar/ framleiðandi

Húsasmiðjan verslun og vörugeymsla

Ráðgjöf og sala Dreifing og afhending

Byggingarsvæði og viðskiptavinur

Viðskiptavinur í verslun

Vefverslun husa.is Pöntunaraðili

14

Sjálfbærniskýrsla 2022

Norðurlöndunum og Eystrarsaltsríkjunum. Húsasmiðjan kappkostar að veita viðskiptavinum sínum allar nauðsynlegar vottanir til að uppfylla skilyrði BREEAM, LEED og Svansvottaðra bygginga. Húsasmiðjan horfir til sjálfbærni við val á birgjum.

Vörusvið

Stýring aðfangakeðjunnar er í höndum Vörusviðs. Níu vörustjórar Húsasmiðjunnar bera ábyrgð á samningum og innkaupum frá birgjum. Þá eru flutningar til landsins og dreifingar innanlands einnig stjórnað af vörusviði.

Vöruflutningur

Í sjóflutningum notar Húsasmiðjan annars vegar línuskipafélögin Eimskip, Samskip og Smyril Line. Hins vegar leiguskip frá Eystrasaltslöndunum þar sem timbur, plötur, stál og önnur grófvara er lestuð. Skipin leggjast að bryggju í 100 metra fjarlægð frá vöruhúsi okkar þar sem lyftarar keyra efnið beint frá skipi inn í vöruhús. Með því erum við að tryggja flutning frá skipshlið í vöruhús á sem vistvænasta máta.

Vöruhús

Húsasmiðjan rekur tvö vöruhús. Holtagarðar 10 þar sem allar smávörur eru hýstar og Kjalarvogur 12 þar sem allar grófar byggingavörur; timbur, plötur, stál, einangrun o.fl eru hýstar. Þaðan er vörum dreift til verslana og viðskiptavina, flutningur þaðan eru bæði á bílum Húsasmiðjunnar og þriðja aðila.

Græn

vara

Innkaup

Húsasmiðjan flytur inn langstærstan hluta af vöruframboði sínu frá viðurkenndum Evrópskum birgjum. Rúmlega 20% vöruframboðs kemur frá innlendum framleiðendum og heildsölum. Timbur og plötur koma aðallega frá

Stórt skref í minnkun kolefnisfótspors Húsasmiðjunnar í flutningum verður tekið á vormánuðum 2023 þegar Húsasmiðjan fær einn af fyrstu rafmagnsvörubílum landsins. Með þessu er Húsasmiðjan í fararbroddi í innleiðingu umhverfisvæns flutningamáta.

Vottaðar vörur

Í vöruúrvali Húsasmiðjunnar er að finna þúsundir

vörunúmera sem hafa hlotið umhverfisvottun og hægt að fá yfirlit yfir allar vottaðar vörur í vöruúrvalinu og auðvelt að nálgast skjöl yfir vottanir og allar tækniuppýsingar sem sótt eru í gagnagrunn sem sífellt er uppfærður.

15

Áherslur á UFS þáttum

Áherslur Húsasmiðjunnar á UFS

- Samdráttur á losun GHL

- Úrgangsmál

- Hringrásarhagkerfi

- Líffræðilegur fjölbreytileiki

- Loftslagsbreytingar af völdum GHL

- Minnka sóun

- Minnka vistspor virðiskeðju

- Auka framboð á eiturefnalausum

byggingarefnum, heilsuverndandi

- Jöfn kjör

- Fjölbreytileiki

- Öryggismál

- Heilsa og heilbrigði

- Mannréttindi í virðiskeðju

- Fræðsla

- Þrír stjórnarmenn sitja stjórnarfundi.

- Kynjahlutfall er 33% konur 66% karlar og er í samræmi við lög þar um

- Stjórnin hefur sett sér markmið um ábyrga stjórnarhætti í samræmi við leiðbeiningar frá viðskiptaráði.

- Stjórnin víkur frá leiðbeiningum er varðar stjórnar og endurskoðunarnefndir.

16
Sjálfbærniskýrsla 2022
þáttum til sjálfbærrar þróunar (umhverfis-, félags- og stjórnarháttum).
Umhverfisþættir Félagslegir þættir Stjórnarhættir

Sjálfbærniskýrsla 2022

Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur

Listi yfir reglur og stefnur

Húsasmiðjunnar sem varðar þætti í starfsemi fyrirtækisins

• Heilsustefna

• Viðverustefna

• Netöryggisstefna

• Umhverfisstefna

• Stefna og viðbragðsáætlun

við einelti og áreitni

• Siðareglur

• Mannauðsstefna

• Fræðslustefna

• Gæðastefna

• Jafnlaunastefna

• Jafnréttisstefna

• Samkeppnisréttarstefna

• Persónuverndarstefna

• Reglur um vernd uppljóstrara

• Reglur um móttöku reiðufé

17

Sjálfbærniskýrsla 2022

Hagaðilar

Allt starfsfólk Húsasmiðjunnar er á launum samkvæmt ákvæðum kjarasamninga. Húsasmiðjan hefur ekki farið í sérstaka greiningu á hagsmunaaðilum heldur notast við innri skilgreiningu og gerir reglulega viðhorfskannanir á meðal viðskiptavina og starfsmanna varðandi þjónustu og starfsánægju innan fyrirtækisins. Einnig eru framkvæmd reglulega starfsmannaviðtöl og haldnir upplýsingafundir.

Um skýrsluna

Efnistök skýrslunnar og viðfangsefni byggja á greiningarvinnu sem gerð var af völdum einstaklingum innan fyrirtækisins. Byggir það á hvernig fyrirtækið getur stutt við hagsmunaaðila og viðskiptavini í því að byggja á sjálfbærari hátt. Jafnframt tengjast þau útvöldum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Húsasmiðjan telur að tengist beint eða óbeint starfsemi fyrirtækisins.

Í skýrslunni er gert grein fyrir rekstri starfstöðva Húsasmiðjunnar á Íslandi, þar með talið Blómaval og Ískraft (sjá mynd bls. 9). Þau gögn sem koma fram varðandi losun fyrirtækisins afmarkast við beina og óbeina losun frá rekstri fyrirtækisins. Skýrslan afmarkast við starfsemi Húsasmiðjunnar.

Upplýsingar í skýrslunni er fengnar úr ársreikningi og umhverfisuppgjöri fyrirtækisins og eiga við árið 2022. Söfnun gagna og útreikningur á kolefnisfótspori og tengdum lykilmælikvörðum Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts er unninn af starfsmönnum Klappa grænna lausna hf.

Nýtt er hugbúnaðarlausn Klappa sem byggir á áreiðanlegri

og gagnsærri upplýsingaöflun, bæði frá fyrirtækinu og þriðja aðila. Hugbúnaðarlausn Klappa hefur hlotið vottun á umhverfisútreikningum, umfang 1, umfang 2 og umfang 3 samkvæmt GHG Protocol staðli. UFS taflan er framsett skv. leiðbeiningum Nasdaq, útgefnum á íslensku árið 2019 og vísað er í helstu alþjóða leiðbeiningar og staðla m.a. í viðeigandi GRI staðla, UN Global Compact og Heimsmarkmið. Auk þess er horft til væntanlegs Evrópustaðals, draft ESRS E-1 Climate Change. Þannig tryggir kerfi Klappa að útreikningar og upplýsingar sem birtar eru í UFS töflu uppfylli kröfur viðeigandi staðla sem unnið er með í kerfi Klappa og vísað er til í UFS töflu. Upplýsingar varðandi samfélagsuppgjör eru fengin úr innri kerfum fyrirtækisins.

Í skýrslunni eru viðfangsefnin fjölbreytt og mörg þeirra

hafa beina eða óbeina tengingu við Heimsmarkmiðin. Meðal þess sem fjallað er um eru umhverfismál og losun gróðurhúsalofttegunda, samfélagslegir þættir á vinnustað s.s. jafnrétti á vinnustað, starfsöryggi og vinnuvernd, mannauður, vistvænar vörur og umhverfisvottanir.

Húsasmiðjan hefur frá árinu 2019 verið hluti af samfélagsskýrslu Bygma samsteypunnar og mun halda því áfram ásamt því að gefa út sína eigin sjálfbærniskýrslu.

Skýrslan er unnin með upplýsingum sem vísað er í GRI tilvísunartöflu með tilvísunum (GRI content index with reference) sem tók gildi 1. janúar 2023 og er fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 31. desember 2022 í samræmi við GRI staðla. Upplýsingar eru ekki yfirfarnar af þriðja aðila.

Samstarfsaðilar, stjórnvöld, eigendur, félagasamtök og hagsmunasamtök

Viðskiptavinir, verktakar, birgjar og starfsfólk

Húsasmiðjan

18

Húsasmiðjan hefur frá árinu 2019 verið hluti af samfélagsskýrslu

Bygma samsteypunnar og mun

halda því áfram ásamt því að gefa

út sína eigin sjálfbærniskýrslu

19
Sjálfbærniskýrsla 2022 Emilía Borgþórsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála. emilia@husa.is.

Markmið okkar

Húsasmiðjan er leiðandi verslunar og þjónustufyrirtæki á bygginga-og heimilisvörumarkaði.

Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi

þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð, í sátt við umhverfi og samfélag.

20
Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

Lykiltölur

Velta milljarður

27,33

Fjöldi starfsmanna 537 (konur 150)

Heildar fermetrafjöldi húsnæðis

67.957

Brúttó kolefnislosun

1.186

tCO2í

Kolefnislosun eftir kolefnisbindingu

tCO2í 724

21

Sjálfbærniskýrsla 2022

Heimsmarkmiðin

Húsasmiðjan og Bygma samstæðan hafa greint sjö meginmarkmið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til að vinna með útfrá rekstrinum

Húsasmiðjan stuðlar að sjálfbærni innan

byggingageirans á Íslandi

Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Sjö markmið Húsasmiðjunnar

22
3 Heilsa og vellíðan 4 Menntun fyrir alla 5 Jafnrétti kynjanna 7 Sjálfbær orka 8 Góð atvinna og hagvöxtur 12 Ábyrg neysla og framleiðsla 15 Líf á landi

Heimsmarkmiðin

Umhverfið

Innri markmið

Aukið hlutfall umhverfisvottaðra vara

Minnka orkunotkun

Auka sorpflokkun og draga úr sorpi

Lífshlaupið og hjólað í vinnuna.

Samfélagið

Innri og ytri

Fara í átt að hringrásarhagkerfi

Auka hlutfall rafbíla og hleðslustöðva

Ytri markmið

Ýta undir líffræðilegan fjölbreytileika

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Þátttaka í loftslagsverkefni SoGreen

Fræðsla til viðskiptavina (samfélagið??)

Rafræn viðskipti

Kaup á FSC og PEFC vottuðu timbri

Efnahagur

Innri markmið

Jafnlaunavottun og jöfn kjör fyrir alla

Fagnám í verslun

Auka starfsánægju

Styrkir til líkamlegrar og andlegrar heilsu

Bólusetningar gegn inflúensu.

Öryggi og vinnuvernd.

Heilsudagar með fræðslu.

Frekari menntun starfsfólks

Húsasmiðjuskólinn

Styðja við einstaklinga með skerta starfsgetu.

Ytri markmið

Samstarf við félag fagkvenna

Seljum ekki vímugjafa.

Samfélagsstyrkir

Innri markmið

Minnka sóun með bættum ferlum

Arðbær rekstur

Hagkvæmni í rekstri og innkaupum

Aukið hlutfall á grænt fjármagn

Ytri markmið

Stafræn þróun

Gott viðskiptasiðferði og heilbrigðir starfshættir

Sjálfbærniskýrsla 2022 23

Umhverfisþættir

Grænar vörur eru betri fyrir þig og umhverfið eins er mikil umhverfisvernd fólgin í að vanda til verka

24
25

Loftlagsáhrif Húsasmiðjunnar

Húsasmiðjan leggur mikið upp úr að bjóða viðskiptavinum sínum grænar lausnir frá ábyrgum birgjum og er með skýr markmið í átt að vistvænni framtíð. Leitað er nýrra leiða í átt að sjálfbærni m.a. með minni sóun, bættum ferlum innanhúss, minna vistspori í virðiskeðjunni, nýjungum á sviði byggingarvara og strangari kröfum í umhverfisvottunum. Mannvirkjageirinn er talinn ábyrgur fyrir um

40% af heildarútblæstri á heimsvísu. Þar af eru byggingarefni ábyrg fyrir 45% af heildarlosun nýbygginga og því augljóst að framþróunar er krafist. Því tekur Húsasmiðjan ábyrgð sína alvarlega sem stór söluaðili á byggingarefnum. Umhverfisáhrif starfseminnar eru því töluverð, mest í umfangi 3 eða í óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)

úr vörum og þjónustu fyrirtækisins. Húsasmiðjan tilgreinir nú fleiri flokka í umfangi 3 en áður hefur verið gert og markmiðið er að fjölga flokkunum sem bókhaldið nær utanum á komandi árum.

Samfélagsuppgjör Húsasmiðjunnar, byggir á Environmaster hugbúnaði Klappa við útreikninga og bókhald á helstu UFS þáttum (umhverfis-, félags- og stjórnarháttum).

Við útreikninga á umhverfisuppgjöri er stuðst við „The Greenhouse Gas Protocol“ en umfang 3 er enn ekki að fullu talið en við vinnum í átt að telja til fleiri þætti sem tilheyra því umfangi bæði á fyrri og síðari stigum, sjá mynd bls 27.

Umfang 1 tekur saman beina losun GHL frá starfsemi fyrirtækis. Í tilfelli Húsasmiðjunnar afmarkast umfang 1 við losun frá eldsneytisnotkun bifreiða og tækja í eigu eða rekstri Húsasmiðjunnar.

Umfang 2 er óbein losun GHL sem tengd er notkun raforku, heitu og köldu vatni. Losun af þessu tagi á sér ekki stað innan marka starfsemi fyrirtækisins og telst því til óbeinnar losunar.

Umfang 3 er óbein losun GHL í virðiskeðjunni og er tvískipt, það sem kemur til og fer frá Húsasmiðjunni. Sú losun, sem talin er fram í uppgjöri þessu, er losun frá eldsneytistengdri starfsemi, úrgangi og flugferðum á vegum fyrirtækisins. Greint er frá losun GHL í tonnum af CO2 ígildum.

Umfang 1 283,9 tCO2í

Töluverð lækkun á mili ára með minni eldsneytisnotkun farartækja.

Umfang 2 177,7 tCO2í

Reglubundið eftirlit til að koma í veg fyrir sóun.

Rafmagnsnotkun lækkar á milli ára, orkusparandi lýsing er þar stór þáttur. Notkun hitaveitu stendur svolítið í stað vegna meiri frosthörku sl. vetur en árin á undan.

Umfang 3 724,1 tCO2í

Þetta umfang hefur hækkað og mun gera það með aukinni skráningu í fleiri liðum. Eigum enn langt í land og teljum fram eingöngu hluta losunar á fyrri stigum. Árangri náð í sorpflokkun.

26
Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

Losunarsvið 2

Óbein áhrif

Kolefnisbinding 462 tCO2í

*Feitletraðir þeir flokkar sem mælingar fara fram í

*Allar tölur byggja á UFS uppgjöri, viðauki í skýrslu

Aðkeyptar vörur og þjónusta

Fjárfestingar og tæki

Eldsneiti og orka

Flutningur og dreifing

Rafmagn og hiti fyrir eigin not

Losunarsvið 3 Losunarsvið 3

Óbein áhrif Óbein áhrif

Leigt húsnæði

Starfsmenn til og frá vinnu

Úrgangur af framleiðslu Vinnuferðir

Vörur og þjónusta til Húsasmiðjunnar

Umfang 3 - fyrra stig

Óbein losun

- Aðkeyptar vörur og þjónusta

- Fastafjármunir

- Eldsneytis- og orkutengd starfsemi

- Aðkeyptur flutningur og dreifing

- Úrgangur frá rekstri

- Vinnuferðir

- Samgöngur starfsmanna

- Leigðar eignir

Flutningur og dreifing

Aðkeyptar vörur og þjónusta Notkun seldrar vöru

Fjárfestingar

Eigin húsnæði

Faratæki fyrirtækisins

Fyrirtækið

Umfang 2

Óbein losun

- Rafmagn

- Hiti

Umfang 1

Bein losun

- Eignir fyrirtækis

- Farartæki fyrirtækis

Förgun seldra vöru Leigðar fasteignir

Leigð vörumerki

Vörur og þjónusta frá Húsasmiðjunni

Umfang 3 - síðari stig

Óbein losun

- Flutningur og dreifing

- Áframhaldandi vinnsla á seldri vöru

- Notkun á seldri vöru

- Lok líftíma seldrar vöru

- Útleigðar eignir

- Sérleyfishafar

- Fjárfestingar

27

Umfang 1. Eldsneytisnotkun farartækja

Kolefnislosun v. eldsneytisnotkunar farartækja í tCO2í. Markmið reiknað miðað við að hlutfall rafknúnna ökutækja verði komin upp í 70% fyrir 2025

Umfang 2. Rafmagnsog heitavatns notkun

Heildareldsneytisnotkun í kg

-19,9%

Kolefnislosun vegna raforku í tCO2í. Markmið sett 2021 um 5% samdrátt árlega. Farið var í orkusparandi aðgerðir.

Sjálfbærniskýrsla 2022 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 140.000 2019 2020 2021 2022 -2,3% -2,9% -15,3%
Rafmagnsnotkun í kWst 2019 2020 2021 2022 0 10 20 30 40 50 60 2019 2020 2021 2022 2025
28 0 50 100 150 200 250 300 350 400 2019 2020
2021 2022 2025

Sjálfbærniskýrsla 2022

-5,8% Heitavatnsnotkun í m3 Hitaveita í kWst Kaldavatnsnotkun í m3 +3,3% 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 300.000 350.000 400.000 2019 2020 2021 2022 0 2.000.000 4.000.000 6.000.000 8.000.000 10.000.000 12.000.000 14.000.000 16.000.000 18.000.000 2019 2020 2021 2022 29 +3,4% 0 5.000 10.000 25.000 30.000 35.000 20.000 15.000 2019 2020 2021 2022 +2,5%

Umfang 1, 2 og hluti af 3.

Umfang 3, úrgangur frá rekstri (flokkur5)

Fjöldi hleðslustöðva

Innleiddir voru flokkunarferlar í byrjun árs 2023, með hringrásarferlum og ábyrgari endurvinnslu. Hlutfall af endurunnu sorpi. Vænst er til frekari árangurs í lok 2023.

rafbíla

Sjálfbærniskýrsla 2022 0 10 20 30 40 50 60 2019 2020 2021 2022 2030
Umfang 1 og 2, tCO2í Umfang 3, sorp, tCO2í 40%
0 200.000 400.000 600.000 800.000 1.000.000 1.200.000 2019 2020 2021 2022 Endurunnið sorp - kg Förgun sorps - kg 37% 42% 38% 46%
30 -17,8% 1.091.392 998.965 966.916 1.106.005 0 Fjöldi starfstöðva 5 10 15 20 25 30 35 40 2019 2 3 4 5 10 2020 2021 2022 2025
Rafbílar Tvinn 0 2 4 6 8 10 12 14 2019 2020 2021 2022 2025 Fjöldi

Sjálfbærniskýrsla 2022

Líta þarf enn frekar í suma þætti til að takmarka útblástur GHL. Vonast er til frekari árangurs eftir innleiðingu ferla

Flokkunarhlutfallið er 65% fyrir 2022 en markmiðið er að fara upp í 90% 2025. Það er ljóst að spýta þarf í.

Flokkunarhlutfall á úrgangi 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 2019 2020 2021 2022 2025 31
65% 90%

Úrgangsmálin og hringrásarhagkerfið

Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu að langstærstum hluta, Dagar sjá um Egilsstaði, Kubbur um Ísafjörð og Vestmannaeyjar. Öll gögn fara til Klappa sem reiknar alla losun sem kemur frá Sorpi. Gott bókhald leiðir til betra gagnsæis svo hægt sé að bregðast við með aðgerðum. Í lok ársins

2022 voru gerðir nýjir sorpferlar og fara þeir í innleiðingu 2023. Til að styðja við hringrásarhagkerfið þá var gerður samningur við Tempru sem endurvinnur hreint frauðplast frá okkur en allt að 30% af hráefni getur komið úr endurnýttu frauðplasti. En Húsasmiðjan kaupir einangrun í hús frá þeim sem selt er í verslunum og með því er frauðplasti komið í ábyrgan farveg. Hingað til hefur það verið urðað þar sem engin úrræði hafa verið á móttöku þessa tegundar plasts. Í byrjun verður þó eingöngu tekið frauðplast af

höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Það verður vigtað og talið fram í bókhaldskerfi Klappa.

Í þessari ferlavinnu var komið á samstarf við PureNorth sem tekur á móti lituðu umbúðaplasti. Þeir nota umhverfisvæna orkugjafa og er jarðvarminn þar mikilvægur við hreinsun á plastinu áður en búin er til hrávara sem þeir selja til innlendra og erlendra aðila.

Við rekstur Húsasmiðjunnar fellur til ógrynni af efni og leitum við leiða til þess að koma þeim í ábyrgan farveg sem og að huga til hringrásarhagkerfisins eins og með „industrial symbiosis”, þar sem úrgangur eða hliðarafurðir verða að hrávöru í annarri framleiðslu. Stefnt er að lágmarka notkun auðlinda og halda efni í umferð með því að gera við, endurnýta, endurframleiða, endurvinna og nýta deilihagkerfi. Áhaldaleigan hugar að viðhaldi á tækjum svo þau endist sem lengst. Mikil áhersla í hringrásarhagkerfinu er að verðmæti tapi ekki gæðum og því mikilvægt að huga að ábyrgri endurhagnýtingu vöru eins og þegar frauðplast sem vernda vörur verði að einangrun húsa sem standa í tugi ára.

32
Sjálfbærniskýrsla 2022
Mikil áhersla í hringrásarhagkerfinu er að verðmæti tapi ekki gæðum og því mikilvægt að huga að ábyrgri endur hagnýtingu vöru eins og
þegar frauðplast sem vernda vörur verði að einangrun húsa sem standa í tugi ára

Sjálfbærniskýrsla 2022

33

Sjálfbærniskýrsla 2022

Umhverfisstefna

Húsasmiðjan gerir sér grein fyrir ábyrgðarhlutverki sínu í gegnum virðiskeðjuna og skuldbindur sig til að vinna með markvissum aðgerðum að lágmarka umhverfisáhrif starfsemi sinnar. Um leið að vera leiðandi fyrirtæki fyrir byggingariðnað sem auðveldar viðskiptavinum að fara í vistvænar framkvæmdir.

Markmið:

1. Vera leiðandi fyrir vistvænar byggingar á Íslandi.

2. Bjóða upp á hagkvæma, umhverfisvænni kosti í öllum helstu vöruflokkum.

3. Minnka vistspor fyrirtækisins.

4. Skapa heilbrigt og gefandi starfsumhverfi.

5. Setja reglulega mælanleg og tímasett markmið í umhverfismálum.

6. Minnka kolefnislosun um 40% fyrir árið 2030.

Aðgerðir:

1. Auðveldum viðskiptavinum okkar val á vistvænum vörum, sem lúta að reglum þess vottunarkerfis sem unnið er eftir hverju sinni. Sem þýðir stöðuga þróun þar sem vottunarkerfi eru tekin reglulega í endurmat.

2. Efla og auka samstarf við birgja sem huga markvisst að umhverfi sínu, eru vottaðir og framleiða vörur með umhverfisvænum hætti.

3. Sýna fram á hagkvæmni í rekstri, innleiðing ferla sem halda sóun í lágmarki. Leita stöðugt leiða til að

draga úr orkunotkun, minnka úrgang og koma þeim úrgangi sem til fellur í endurvinnsluferla og með því minnka vistspor fyrirtækisins.

4. Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsmanna með aukinni þekkingu og metnaði á umhverfismálum, þekkingu og reynslu deilt með viðskiptavinum okkar.

5. Rekstrarákvarðanir eru teknar með það að leiðarljósi að nýta náttúruauðlindir skynsamlega. Hvetja alla hag-

aðila til virðingar fyrir umhverfinu, að þeir setji sér raunhæf mælanleg markmið í því skyni að draga úr umhverfisáhrifum sínum.

6. Leiðir að minnkandi kolefnislosun í umfangi 1 og 2 eru að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og fara í orkusparandi aðgerðir. Í umfangi 3 verður farið í að minnka magn úrgangs og auka hlutfall flokkaðs úrgangs í 90% til og með 2025.

34

Sjálfbærniskýrsla 2022

Grænar vörur

Húsasmiðjan hefur breitt vöruúrval í öllum flokkum byggingavara sem uppfylla þurfa mismunandi vottanir eins og t.d. í Svaninum, BREEAM og LEED. Á heimasíðunni er að finna upplýsingar þess efnis undir Græn vara en þar er að finna EPD skjöl eða umhverfisyfirlýsingu vörunnar, ásamt þeim vottunum sem varan hefur. Unnið hefur verið að því að auka sýnileika allra fylgiskjala á vefnum til að auka aðgengi viðskiptavina og auðvelda þeim að velja vistvænni kost. Sjá nánar um grænar vörur hér.

Húsasmiðjan skilgreinir þær vörur sem uppfylla ákveðin en mismunandi skilyrði með tilliti til umhverfisþátta “grænar vörur” til þess að einfalda fyrir viðskiptavininum. Þetta er mjög breitt svið en allt vörur sem fara mildari höndum um umhverfi og heilsu okkar.

• Þetta eru vörur sem eru leyfðar til notkunar í matvælaiðnaði, vistvænum - og svansvottuðum byggingum.

• Vottaðar vörur eins og Svanurinn, Blái engillinn, Bio, Evrópublómið, Oeko Tex, PEP ecopassport, Gev – Emicode, o.s.frv.

• Timbur úr sjálfbærum skógum, með FSC og PEFC stimplinum.

• Vörur úr endurunnum efnum sem og orkusparandi rafmagnsvörur og ljósaperur (LED).

35
Grænar vörur falla undir heimsmarkmið SÞ. Sýnishorn af vottunum sem falla undir grænar vörur, ótæmandi listi.
Græn vara

Sjálfbærniskýrsla 2022

Virðiskeðjan

Stærstu vöruflokkarnir okkar: Húsasmiðjan er stór söluaðili á timbri og síðan 2016 hefur verið sett mikið kapp á að kaupa allt timbur úr sjálfbærum skógum með FSC (Forest Stewardship Council) og PEFC (Programme for the Endorsement of Forest Certification) vottun. Til þess að geta selt vottað timbur þarf rekjanleika sem tryggir rétta meðhöndlun efnisins frá framleiðanda til viðskiptavinar. Í gildi var undanþága um rekjanleika vottun til notkunar í Svansvottaðar byggingar en Húsasmiðjan staðfestir nú FSC og PEFC vottanir með kvittunum frá söluaðila. Síðan þessi undanþága féll úr gildi hefur verið unnið að því að fá rekjanleikavottun á timbursölu en þess er að vænta á árinu 2023. Það er mikilvægt að geta sýnt fram á rekjanleikavottun timbursins og að engin óumhverfisvæn eða röng meðhöndlun hafi orðið áður en það kemur í hendur viðskiptavinar, tryggja þarf gagnsæi og rekjanleika í virðiskeðjunni.

Kambstálið er um 92% úr endurunnu stáli, og kemur með umhverfisyfirlýsingu vörunnar sem nýta má í lífsferilsgreiningar (LCA) í umhverfisvottunum.

Birgjar Húsasmiðjunnar koma langflestir frá Evrópu þar sem kröfur um umhverfisvottanir og rekjanleika eru oft strangari en gerist hér á landi. Einnig skiptir gæði vörunnar máli, að varan sé eftir stöðlum og hægt sé að gera við hana en það er einn stór umhverfisþáttur, að halda henni inni í hringrásinni sem lengst.

Málningin frá Jotun inniheldur engin eiturefni og er gott dæmi þar sem strangar kröfur umhverfisvottana vernda ekki eingöngu umhverfið heldur einnig heilsu fólks. Lady málningin inniheldur engin leysiefni né efni sem eru hættuleg umhverfinu sem og rotvarnarefni t.d. formaldehýð. Málningin inniheldur ekki mýkingarefni (þalöt og bisphenól) sem getur verið hormónatruflandi og þá sérstaklega hjá litlum börnum. Málningin er einnig endingarbetri sem er gott fyrir umhverfið því ekki þarf að mála eins oft, sem kemur út í sparnað fyrir viðskiptavininn.

Orthex hefur sjálfbærni sem grundvallaratriði í stefnumótun og ákvarðanaferlum hjá Orthex. Meirihluti af hráefninu er endurvinnanlegt og fyrirtækið stefnir að kolefnishlutleysi árið 2030. Samfélagsleg ábyrgð, umhyggja fyrir starfsfólki og öryggi þess ásamt siðferðislegum viðskiptaháttum eru helstu frammistöðuvísar fyrirtækisins.

Mascot fatnaður tekur fyrir hringrásarhagkerfið og framleiðir fatnað úr endurunnum efnum sem og tryggir starfsmönnum sínum örugg og heilbrigð vinnuskilyrði svo eitthvað sé nefnt.

Philips ljósaframleiðandinn hugar að hringrásarhagkerfinu og notar ónýt fiskinet og geisladiska sem þeir vinna í plastþræði og þrívíddarprenta ljósakúpla og lampa. Þeir hafa aukið staðbundna framleiðslu með litlum lager og framleiða orkusparandi perur o.fl.

MantaNorth einingahúsin eru byggð úr CLT einingum úr furu og greni, með loftskiptibúnaði, þreföldu gleri, rafmagnsgólfhita stýrt í appi, klæðningu sem er hitameðhöndluð fura einnig eru þau hagkvæm í rekstri.

36
37

Sjálfbærniskýrsla 2022

Miðlægi vörulagerinn okkar tók upp samstarf við Silfraberg á árinu 2022, til að sporna við plastnotkun og útblástri vegna plöstunar á vörubrettum. Með notkun vélstrekkifilmunnar minnkar árleg plastnotkun við filmun bretta um 26,2% og 60.9% með notkun handstrekkifilmunnar. Áætlað er að plastnotkun minnki um 473 kg á ári. Árangurinn er strax sýnilegur þar sem ending á plastfilmurúllu er mun betri sem er mikil vinnu- og efnahagsleg hagræðing.

Plastið er að hluta til úr endurunnu plasti eða um 30% sem telur í minna kolefnisspori. Með þessari einföldu aðgerð minnkar kolefnisspor Húsasmiðjunnar um 1.230 kg á ári vegna minni plastnotkunar án þess að það komi niður á stöðugleika brettanna.

Þess má geta að birgjar eru farnir að taka mun meiri ábyrgð á sinni kolefnislosun t.d. með minnkun umbúða og samdrætti í notkun plasts í umbúðum sínum. Sem dæmi eru

Eiginleiki Lengd rúllu

Sparnaður í plastnotkun

Samdráttur á kolefnisútblæstri

þýskir reiðhjóla framleiðendur hættir að nota frauðplast og notast eingöngu við pappa sem og Philips sem hefur einfaldað sínar umbúðir og útilokað allt plast í þeim.

30% endurunnin vélstrekkifilma

2.175 metrar

32% 40%

38

Sjálfbærniskýrsla 2022

Árlegur samdráttur um 37 tCO2í

Allir lyftarar Húsasmiðjunnar eru rafknúnir og skapa því ekki staðbundna mengun ásamt þeirri kolefnislosun sem fylgir bruna á jarðefnaeldsneyti.

Beðið er eftir komu fyrsta rafknúna kranabíl landsins og mun Húsasmiðjan geta tryggt viðskiptavinum sínum flutning byggingarefna með endurnýjanlegum orkugjöfum alla leið frá uppskipun á verkstað á höfuðborgarsvæðinu.

Það má gera ráð fyrir að þessi rafvörubíll keyri um 2.600 km á mánuði að jafnaði og með því er komið í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda upp á 3 tonn koltvísýringsígilda (CO2í) eða 37 tonn á ári. En það á eingöngu við keyrslu en kraninn er einnig knúinn rafmagni sem kemur í veg fyrir staðbundna mengun á verkstað.

100%

39
RAFMAGN GRÆNNI KOSTUR KOSTURGRÆNNI GRÆNNI KOSTUR

Umhverfisvottuð verkefni

Húsasmiðjan hefur tekið þátt í fjölda umhverfisvottaðra verkefna en, BREEAM-, LEED- og Svansvottun eru þær algengustu.

40 Sjálfbærniskýrsla
2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

41
Miðbær Selfoss, Svansvottaður

Tímalína umhverfisog samfélagsmál 2007-2022

Nánast allt timbur Húsasmiðjunnar kemur úr sjálfbærum skógum frá framleiðendum með FSC og PEFC vottun

Húsasmiðjan hóf að auglýsa Svansvottaða málningu

Vefverslun Húsasmiðjunnar opnar

2008 2016

2007 2015 2017

Áhersla lögð á að kaupa timbur úr sjálfbærum skógum frá framleiðendum með FSC eða PEFC vottun.

Samstarf við Klappir hefst

Húsasmiðjan tók þá formlega þátt í Loftlagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar

Timbursala og Fagmannaverslun opnar í Kjalarvogi við hafnarbakkann. Lækkar kolefnaspor vörudreifingar verulega

Húsasmiðjan er virkur þátttakandi í samfélagsskýrslu BYGMA samstæðunnar

Húsasmiðjan var fyrsta byggingavöruverslun að bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir rafbíla

Opnað fyrir reikningsviðskipti í vefverslun fyrst byggingaverslana

Byrjað að skilgreina „grænar vörur“ sem umhverfisvænn kostur

2018

Samningur við Kolvið og Votlendssjóð um kolefnisbindingu

Húsasmiðjan gerist aðili að Festi samfélagsábyrgð Húsasmiðjan gefur út sjálfbærniskýrslu

Samstarf við Orkusöluna um uppsetningu hleðslutöðva við allar starfstöðvar Húsasmiðjunnar á næstu árum

Samstarf við Tempru á endurvinnslu á frauðplasti

Samstarf við Pure North, plast endurvinnsla

2019

Húsasmiðjan hlýtur jafnlaunavottun

Hætt að nota plastburðarpoka í verslunum Húsasmiðjunnar Húsasmiðjan í brautryðjendahóp SoGreen

2020

Húsasmiðjan verður stór bakhjarl Stóra plokkksdagsins á Íslandi

2021

Samfélagsuppgjör í samstarfi við Klappir gefið út

2022

Húsasmiðjan kynnir „grænar vörur“ í vefverslun og verslunum sínum

Staða verkefnisstjóra umhverfis- og samfélagsmála hjá Húsasmiðjunni

Þátttaka Húsasmiðjunnar í fyrstu Svansvottuðu endurbyggingu á Íslandi að Þingholtsstræti 35

Húsasmiðjan gerist hluti af Grænni byggð

43
kemur á markað
Húsasmiðjuappið

Félagslegir þættir

Það er skýrt markmið að vera eftirsóttur vinnustaður sem býður upp á jákvæða menningu

þar sem jafnrétti ríkir

44
45

Sjálfbærniskýrsla 2022

Mannauður

Mannauður Húsasmiðjunnar er ein helsta auðlind fyrirtækisins og um leið lykilþáttur í að ná góðum rekstrarárangri. Við fögnum fjölbreytileikanum og trúum því að lífið sé stöðugur lærdómur og um leið tækifæri til að miðla. Því er mikilvægt að samsetning starfsfólks okkar endurspegli viðskiptavini okkar eins og hægt er.

Hjá Húsasmiðjunni, Blómaval og Ískraft starfar fjölbreyttur hópur rúmlega 500 starfsmanna. Við bjóðum öll velkomin óháð kyni, kynhneigð, kynþætti eða öðrum þáttum. Við bjóðum fólki á „besta aldri“ sérstaklega velkomið til okkar, því við kunnum að meta margs konar reynslu, þekkingu eða menntun ásamt almennri lífsreynslu.

Það er skýrt markmið okkar að vera eftirsóttur vinnustaður sem býður upp jákvæða menningu og sterka liðsheild, þar sem jafnrétti ríkir og jöfn tækifæri eru til menntunar og starfsþróunar. Vinnuumhverfið sé heilsusamlegt og við getum þannig stuðlað að því að starfsfólki líði vel og blómstri í sínum störfum. Leitast er við að upplýsingaflæði sé gott og að allir starfsmenn séu meðvitaðir um hlutverk sitt og hafi gildi fyrirtækisins, áreiðanleika, þjónustulund og þekkingu að leiðarljósi, við dagleg störf og ákvarðanatöku.

46
Edda Björg Kristjánsdóttir, mannauðs- og samfélagstjóri.

Sjálfbærniskýrsla 2022

47

Fjölbreytileiki og jafnrétti

Fjölbreytileiki og jafnrétti skiptir okkur miklu máli og höfum við sett okkur skýra stefnu í jafnréttismálum sem nær til alls starfsfólks.

Stefnan sem byggir á lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna miðar að því að stuðla að jafnri stöðu starfsfólks innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum. Einnig miðar stefnan að því að starfsfólki sé ekki mismunað vegna uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, skoðana, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, líkamsgerðar eða annarrar stöðu. Við trúum því að í fjölbreytileikanum liggi tækifæri.

Atvinna með stuðningi

Húsasmiðjan leggur sitt af mörkum við að styðja við þá sem hafa skerta starfsgetu vegna andlegrar og/eða

líkamlegrar fötlunar með því að finna þeim starf við hæfi innan Húsasmiðjunnar og er það gert í samvinnu við Vinnumálastofnun. Við teljum þetta vera þroskandi verkefni fyrir alla hlutaðeigandi. Árið 2022 voru 8 einstaklingar með skerta starfsgetu í starfi hjá Húsasmiðjunni.

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn jókst á síðasta ári

Kynjahlutfall

Stöðugt er unnið að því að jafna kynjahlutfall starfsfólks, bæði í stjórnunarstöðum og í heild. Hlutfall kvenna í heild sinni minnkaði örlítið árið 2022 og var 28%. En hafði fram að því verið að hækka frá árinu 2018 þegar hlutfall kvenna

var 24%. En hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn jókst á síðasta ári frá 12,5 % í 25%. Við setjum okkur markmið um að halda áfram að jafna kynjahlutfallið, bæði í stjórnunarstöðum og í heild.

Sjálfbærniskýrsla 2022 48
upp
frá 12,5% í 25%

Aðrir

Húsasmiðjunnar

49 Sjálfbærniskýrsla 2022 Allir 28% 72%
Framkvæmdastjórn
stjórnendur Hlutfall þjóðerna 25% 75% 25% 75% Ísland Erlendur uppruni Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur
10% starfsfólks
er
þjóðernum 10% 90%
af 15

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Það skiptir miklu máli að allir sitji við sama borð þegar kemur að launaákvörðunum og er jafnlaunakerfi ætlað að tryggja að starfsfólki sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf sé ekki mismunað í launum.

Það er mikilvægt fyrir starfsfólk Húsasmiðjunnar að vita að til staðar er stjórnkerfi sem tryggi að launaákvarðanir byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun vegna kyns eða annara ómálefnalegra þátta. Húsasmiðjan fékk fyrst jafnlaunavottun árið 2019 og hefur nú farið í gegnum endurvottun sem gildir til 2025.

Húsasmiðjan hefur sett sér það markmið að kynbundinn launamismunur sé lægri en 1% en vinnur ötult að því að munurinn verði að lokum enginn eða 0%. Launamunur fyrir árið 2022 var 0,9% karlmönnum í hag.

50 Sjálfbærniskýrsla
4 3,5 3,3 3 2,3 1,3 0,9 3 2,5 2 1,5 1 0,5 0 2018 2019 2020 2021 2022
2022

Það er mikilvægt fyrir starfsfólk Húsasmiðjunnar að vita að til staðar er stjórnkerfi sem tryggi að launaákvarðanir byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér mismunun vegna

kyns eða annara ómálefnalegra þátta.

Sjálfbærniskýrsla
51
2022

Húsasmiðjuskólinn

Við teljum að menntun og þekking sé ein af mikilvægustu forsendum þess að starfsfólki líði vel í starfi. Það er nauðsynlegt að viðhalda hæfni og færni með sífelldri endurnýjun á þekkingu. Því er lögð rík áhersla á að efla og þróa faglega og persónulega hæfni og þekkingu starfsfólks. Í Húsasmiðjuskólanum sem hefur verið starfræktur

síðan 1998, er boðið upp á fjölda námskeiða og fræðslufunda á hverju ári, en stærstur hluti þeirra er kenndur af öðrum starfsmönnum Húsasmiðjunnar, bæði í staðarnámi sem og á rafrænu formi. Þannig miðlum við sérþekkingu og heildin dafnar.

Fræðslan er fjölbreytt og er starfsmönnum skylt að sækja ákveðin námskeið starfs síns vegna en einnig er boðið upp á valnámskeið sem ýmist snúa að því að efla okkur bæði faglega og persónulega. Húsasmiðjan styður einnig við starfsfólk sem sækir sér frekari menntun á framhalds- eða háskólastigi.

Stuðst er við fjórar megin áherslur fræðslu;

• Vörur/umhverfi

• Þjónusta

• Tækni/kerfi

• Samskipti/leiðtogafærni.

Námsframboð og -aðsókn eykst með hverju árinu. Vandað og aukið fræðsluframboð, hvatning frá stjórnendum, aukin lærdómsmenning og markvisst fræðslustarf teljum við að skýri aukna aðsókn í nám.

52
Sjálfbærniskýrsla 2022
Fræðsluþátttaka þróun 2500 2000 1500 1000 500 0 2003 1443 1190 700 576 2018 2019 2020 2021 2022 Fræðsluframboð 0 50 100 150 200 250 100 180 100 177 220 2018 2019 2020 2021 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

Við teljum að menntun og þekking sé ein af mikilvægustu forsendum

þess að starfsfólki líði vel í starfi

53

Fagnám í verslun

Húsasmiðjan tók virkan þátt í uppbyggingu á námi sem heitir Fagnám í verslun og þjónustu. En það var unnið í samvinnu við Verzlunarskóli Íslands, Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Lyfju og Samkaup.

Starfsfólki stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá

Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum, þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga sem hægt er að metið til stúdentsprófs. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi

þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir. Árið 2022 útskrifaðist fyrsti nemandi

Húsasmiðjunnar og stefnir nú á frekari nám.

Við höldum ótrauð áfram í því að styrkja og hvetja starfs

fólk til þess að efla sig með því að fara í þetta nám.

54
Sjálfbærniskýrsla 2022

Starfsþróun

Fjöldi starfsfólks hefur unnið hjá fyrirtækinu í langan tíma, unnið við hin ýmsu störf og býr þar af leiðandi yfir gríðarlega góðri þekkingu sem er dýrmætt fyrir samstarfsfólk og fyrirtækið. Störfin eru fjölbreytt og tækifæri til starfsþróunar víða. Hægt er að fara ýmsar leiðir til að þróast í starfi, t.d. axla meiri ábyrgð í eigin starfi, færast til í starfi innan starfsstöðvar eða á milli starfsstöðva ásamt því að færast í hærri stöður.

Anna Bragadóttir hóf störf hjá Húsasmiðjunni fyrir 20 árum eða þegar hún var 18 ára gömul. Hún byrjaði að vinna á afgreiðslukassa í verslun okkar í Skútuvogi, síðar tók hún við þjónustuborðinu og stuttu seinna tók hún einnig við bókhaldi og uppgjöri fyrir verslunina. Í kjölfarið tók hún svo við sem deildarstjóri þjónustuborðs og afgreiðslukassa.

Árið 2015 tók hún svo þátt í innleiðingu á nýju tölvukerfi fyrir Húsasmiðjuna. Eftir að því lauk var henni boðin staða á skrifstofu í bókhaldsdeild. Í dag er hún orðin hluti að mannauðsdeild og sér um fræðslumál ásamt fleiri verkefnum.

Hvað er best við að starfa í Húsasmiðjunni og hvaða ráð gefur þú þeim sem vilja þróast í starfi?

„Það eru mörg og fjölbreytt störf í Húsasmiðjunni og næg tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að vaxa í starfi og takast á við ný verkefni og þannig sífellt að bæta við þekkingu og læra nýja hluti“.

55
Sjálfbærniskýrsla 2022
Anna Bragadóttir, fræðslu- og mannauðsmál.

Heilsa og öryggi

Heilsustefna

Húsasmiðjan leggur ríka áherslu á velferð og vellíðan starfsfólks og er stefna Húsasmiðjunnar að efla vitund starfsfólks um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi, stuðla að bættri heilsu og öryggi og auka vellíðan í vönduðu vinnuumhverfi.

Markmið stefnunnar eru:

• Hlúa að líkamlegri og andlegri heilsu

• Auka meðvitund og skilning á heilsueflingu

• Viðhalda og efla vellíðan í starfi og starfsánægju

• Draga úr veikindum og fjarvistum starfsfólks

• Stuðla að menningu þar sem sálfélagslegt öryggi ríkir

• Skapa og efla sterka liðsheild

• Minnka líkur á veikindum og slysum

• Stuðla að vinnuumhverfi þar sem jafnvægi er milli vinnu og einkalífs

• Bæta félagsleg tengsl og samskipti á vinnustað

56
Sjálfbærniskýrsla 2022

Líkamsræktarstyrkur

Á hverju almanaksári veitir Húsasmiðjan 20.000 kr. líkamsræktarstyrk (að auki 4.000 kr. frá starfsmannafélagi)

Samgöngustyrkur

Hægt að óska eftir stuðningi með sálfræðiaðstoð

Fyrir starfsfólk sem notar vistvænan ferðamáta

Starfsfólk er hvatt til þátttöku í heilsueflandi viðburðum

Mánaðarleg mæling á líðan

Framkvæmdar eru mánaðarlegar mælingar á líðan og starfsumhverfi starfsfólks.

Inflúensubólusetning og heilsufarsmæling Öruggur

Á hverju hausti er starfsfólki boðið upp á inflkúensubólusetningar þeim að kostnaðarlausu ásamt heilsufarsmælingum einu sinni á ári

vinnustaður Aðgengi að trúnaðarlækni

Stuðlum að jákvæðu viðmóti, kurteisi og virðingu. Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi er ekki liðin innan Húsasmiðjunnar

Starfsfólki stendur til boða að fara til trúnaðarlæknis þeim að kostnaðarlausu.

57
Sjálfbærniskýrsla 2022
Sálfræði-
ráðgjöf
Heilsutengd fræðsla og viðburðir
Til þess að ná fram markmiðum er boðið upp á:

Öryggismál

Öryggi starfsfólks skiptir gríðarlegu máli og við leggjum mikið upp úr því að búa til og viðhalda öruggu starfsumhverfi. Hjá Húsasmiðjunni er starfrækt öryggisnefnd sem vinnur með mál er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Á starfsstöðvum okkar eru öryggistrúnaðarmenn sem kosnir eru af starfsfólki og/eða öryggisverðir sem er stjórnandi á starfsstöð. Árið 2022 lauk vinnu við að yfirfara alla verkferla, öryggismöppur og áhættumöt fyrir öll störf hjá fyrirtækinu á öllum okkar starfsstöðvum með það að markmiði að tryggja betur starfsöryggi starfsfólk og draga enn meira úr hættu á slysum. Haldin voru námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn ásamt því að skyndihjálparnámskeið, netöryggisnámskeið og almenn öryggisnámskeið voru haldin fyrir starfsfólk. Auk þess var haldin öryggisvika sem tileinkuð var öryggismálum. Fjárfest var í hjartastuðtækjum og þau sett upp í stærstu verslunum okkar.

Vinnuslysum hefur fækkað hjá okkur síðustu árin. Árið 2022 var heildarfjöldi áverka og banaslysa sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna 1,3% en var 2,3% árið 2019.

Veikindahlutfall jókst örlítið milli ára, var 6,4% árið 2022

samanborið við 4,6% árið 2021.

Einelti, áreitni og ofbeldi ekki liðið

Húsasmiðjan er með skýra stefnu og viðbragðsáætlun í

málum er varða einelti, áreiti og ofbeldi á vinnustað.

Við viljum að allir viti að slík mál eru ekki liðin hjá okkur, forvarnir eins og fræðsla um samskipti og eðlilega hegðun er reglulega á dagskrá hjá okkur. Viðbragðsáætlun er

Öryggi starfsfólks skiptir okkur

gríðarlega miklu máli og við

leggjum mikið upp úr því að búa til og

viðhalda öruggu starfsumhverfi

aðgengileg í gæðahandbók og á innri vef fyrirtækisins, áætlunin er einnig kynnt fyrir öllum nýju starfsfólki þegar

það hefur störf ásamt því að áætlunin er kynnt árlega

samhliða kynningum á niðurstöðum úr vinnustaðagreiningu. Markmið okkar eru að allt starfsfólk þekki stefnu og

viðbragðsáælun okkar er varða einelti og áreiti.

58
Sjálfbærniskýrsla 2022

Það er gott að vinna hjá Húsasmiðjunni

Starfsánægja skiptir okkur miklu máli og við teljum starfsánægju vera ein af lykilforsendum þess sem sem ákvarðar velgengni fyrirtækisins, ánægt starfsfólk endurspeglast í ánægðum viðskiptavinum. Við leggjum áherslu á að hlúa vel að starfsfólki, efla það og þjálfa og ná þannig að draga fram því besta frá hverjum og einum.

Við höfum sett okkur skýr markmið um leiðir til að viðhalda og auka starfsánægju. Árið 2022 innleiddum við nýtt kerfi sem mælir starfsánægju. Mánaðarlega eru sendar eru út örstuttar kannanir sem mæla alltaf sömu þætti, þessi aðferð gefur okkur mikilvægar upplýsingar um aðgerðir

Heildar starfsánægja hefur hækkað jafnt og þétt síðan við byrjuðum með kerfið, í enda árs 2022 mældist starfsánægja 7,6 (sem er 0,3 yfir meðaltali sambærilegra fyrirtækja). ENPS skorið var 32 (sem er 14 yfir meðalskori

Starfsánægja

7,6

Unnið er markvisst með niðurstöður, bæði niðurstöður mælinga og ábendinga, það gerum við með því að hlusta

0,3 yfir meðaltali sambærilegra fyrirtækja

ENPS Skor

32

10 yfir meðalskori sambærilegra fyrirtækja

59
Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

ENPS Skor

Markmið 35 32

Starfsánægja

Markmið 8 7,6

Jafna kynjahlutfall

Markmið 30 kvk 28% kvk

Jafna kynjahlutfall rekstrarstjóra

Markmið 25% kvk 18% kvk

60
árangur í félagslegri sjálfbærni
Markmið og

Samfélagsstyrkir

• Félag fagkvenna

• Rauði Kross Íslands

• Knattspyrnudeild UMF Selfoss

• Knattspyrnufélag ÍA

• Meistaradeild Helstaíþrótta

• Ungmennafélagið Sindri knattspyrnudeild

• Sunddeild UMF Selfoss

• Íþróttafélag fatlaðra

• Knattspyrnufélagið Víðir

• HK knattspyrnudeild

• Vikingur

• KKDÍ - Körfuboltadómarafélag íslands.

• Golfklúbbur Akureyrar

• Golfklúbbur Reykjavíkur

• Málarameistarafélagið

• Sérsveitin, stuðningssveit íslensku landsliðana

í handbolta

• ÍBV íþróttafélag

• Handknattleiksdeild UMF Selfossi

• Hestamannafélagið Sprettur

• Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs

• Golfklúbbur Kiðjabergi

• Golfklúbbur

• Afturelding íþróttafélag

• Haukar handboltadeild

• Handknattleiksdeild KA

• Körfuknattleiksdeild Hattar

• Körfuknattleiksdeild Skallagríms

• Körfuknattleiksdeild KR

• Golfklúbburinn Leynir

• Handknattleiksdómarafélag Íslands

• Neytendasamtökin

61
Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

Félag fagkvenna

Árið 2022 hófu Húsasmiðjan og Félag fagkvenna samstarf til vitundarvakningar með það að markmiði að eyða staðalímyndum í iðngreinum. Markmiðið er að hvetja sem flesta til þess að kynna sér kosti iðnnáms og íhuga iðngreinar sem atvinnumöguleika. Aðsókn kvenna í iðnnám

hefur aukist mjög síðastliðin þrjú ár og í sumum greinum

hefur fjöldi þeirra jafnvel tvöfaldast, svo sem í pípulögnum, húsasmíði, rafvirkjun og dúkalögn.

62
Smelltu og horfðu á myndbandið

SoGreen

Húsasmiðjan er í brautryðjendahópi um samstarf við SoGreen um nýja tegund kolefniseininga, sem myndast með menntun stúlkna í lágtekjuríkjum. Menntun stúlkna er mikilvæg leið til að takast á við loftslagsvána og tryggja samdrátt í framtíðarlosun mannkyns.

Verkefnið tryggir menntun 180 stúlkna í Monze-héraði Sambíu í 5 ár, sem mun ekki aðeins leiða til loftslagsbreytinga, heldur mun það einnig stuðla að mannréttindum berskjaldaðra stúlkna, eykur jafnrétti, heilbrigði og eflir fátæk samfélög. Kolefniseiningarnar eru virkar eftir 5 ár og forðunin reiknuð til 50 ára, en stefnt er á vottun.

63
Sjálfbærniskýrsla 2022

Efnahagslegir þættir

Stafræn umbreyting eykur framleiðni innan fyrirtækisins og þjónustu til viðskiptavina

64
65

Stefnumótun Húsasmiðjunnar 2022-2025

Sjálfbær vöxtur

Undir stefnumótuninni sjálfbær vöxtur hefur áherslan verið á stefnu fyrirtækisins í sjálfbærni og aðallega umhverfisþáttinn og þeim nýju tækifærum sem felast í nýjum áskorunum. Áherslurnar má skipta í þrennt; starfsemi, mannauður og, vörur og þjónusta. Bestun ferla og minni sóun hefur verið fyrirferðamikil seinni hluta árs 2022. Aukin þekking starfsfólks á sjálfbærri vegferð er gríðarlega

mikilvæg með innri fræðslu til að styðja það í að veita sem besta þjónustu til okkar viðskiptavina. Aukin eftirspurn er eftir umhverfisvottuðum vörum og leggur Húsasmiðjan

áherslu á að auka við það framboð og setja það fram á einfaldan hátt til að auðvelda viðskiptavininum við það val. Með aukinni þekkingu og gagnsæi í virðiskeðjunni getur viðskiptavinurinn tekið upplýstar ákvarðanir með gæði fyrir umhverfið og heilsu íbúa í fyrirrúmi. Húsasmiðjan gerir grein fyrir ábyrgðarhlutverki sínu og gerir fólki kleift að vera ábyrgir neytendur með því að bjóða upp á breitt vöruúrval grænna vara.

Með nýjum reglugerðum um gagnsæi og ábyrga viðskiptahætti skiptir máli að við getum veitt þær upplýsingar sem okkur ber og hefur framsetning fylgiskjala vara aukist á árinu 2022. Mikilvægt er að starfsfólk nái að innleiða

SJÁLFBÆR VÖXTUR STAFRÆN UMBREYTING

sjálfbærni inn í sína vinnu sama hvar í fyrirtækinu það starfar. Allir þurfa að skilja mikilvægi þessa málaflokks þar sem sjálfbærni kemur inn á allt og tryggir öllum farsælli starfshætti sem og vinnuumhverfi.

Stafræn umbreyting

Húsasmiðjan leitast við að nýta stafræna tækni til að auka framleiðni innan fyrirtækisins og þjónustu til viðskiptavina.

Fjölmörg verkefni hafa litið dagsins ljós sem hjálpa starfsfólki að veita góða þjónustu og auka áreiðanleika. Starfsmannaapp (Verkfærakassinn) aðstoðar t.a.m. starfsmenn að nálgast upplýsingar um vörur s.s. almennar vöruupplýsingar, birgðastöðu og sölusögu. Haldið verður áfram að styrkja verkfærakassan og sjálfvirknivæða ferla með aðstoð hans, enda hefur það gefist vel.

Innkaup og dreifing á vörum út í verslanir að mestu leyti fram með sjálfvirku pantanakerfi AGR. Stefnt er að því að fjölga vöruflokkum sem pantaðir eru með AGR og bæta þannig dreifingu út í verslanir og áreiðanleika í innkaupum.

Rafrænir rekstrarreikningar ásamt rafrænum innlendum innkaupareikningum nánast að fullu rafrænir. Stefnt er að því að auka móttöku erlendra reikninga með rafrænum hætti og auka sjálfvirknivæðingu í bókun erlendra innkaupa. Það verkefni er nú þegar hafið.

Viðskiptavina app Húsasmiðjunnar kom út í lok árs 2021 og var fyrsta heila rekstrarárið 2022. Viðskiptavina appið nýtist einstaklingum og fyrirtækjum að eiga auðveld viðskipti við Húsasmiðjuna. Hægt er að skrá úttektaraðila, stofna verk og stunda viðskipti í sjálfsafgreiðslu sem flýtir fyrir og minnkar pappírsnotkun. Stefnt er að því að efla appið enn frekar með ýmsum nýjungum árið 2023.

66
Sjálfbærniskýrsla 2022

Sjálfbærniskýrsla 2022

Besti vinnustaðurinn

BESTI VINNU- STAÐURINN

Sjálfsafgreiðslukassar verða teknir upp í Skútuvogi 2023 og munu þeir koma til með að styrkja appið enn frekar.

Þjónustuvefurinn nýtist fyrirtækjum í viðskiptastýringu við Húsasmiðjuna og býður upp á ýmis gögn sem hjálpa fyrirtækjum að greina viðskipti sín við Húsasmiðjuna. Stefnt er að frekari umbótum á þjónustuvef er snúa að umhverfisvænum vörum og greiningu gagna.

Árið 2022 voru innleiddir vöruupplýsingaskjáir í verslunum þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur og fengið upplýsingar t.d. hvort vara sé með umhverfisvottun. Stefnt er að því að fjölga verslunum sem hafa vöruskanna til umráða.

Húsasmiðjan hefur notið góðs af öflugu starfsfólki á sviði

UT sem hefur byggt upp safn af vefþjónustum sem nýtast fyrirtækinu til ýmissa framþróunarverkefna sem bæta hag fyrirtækisins.

Mannauður Húsasmiðjunnar er ein helsta auðlind fyrirtækisins og um leið lykilþáttur í að ná góðum rekstrarárangri. Það er skýrt markmið okkar að vera eftirsóttur vinnustaður sem býður upp jákvæða menningu og sterka liðsheild. Við leggjum okkur fram við að hlúa vel að mannauðnum og að tryggja það að við séum með rétta fólkið með réttu þekkinguna og reynsluna. Það er mikilvægt að við séum aðlaðandi vinnustaður fyrir núverandi starfsfólk og fyrir nýtt starfsfólk. Einn hluti af stefnumótun fyrirtækisins ber heitið Besti vinnustaðurinn. Árið 2022 var línan lögð varðandi þá áhersluþætti sem við trúum að muni móta og viðhalda besta vinnustaðnum. Við leggjum áherslu á góðan starfsramma, góða stjórnun, jákvætt vinnuumhverfi, heilsu og velsæld, skýra sýn og stefnu og þróun og vöxt í starfi.

Árið 2022 innleiddum við mánaðarlegar starfsánægjukannanir sem mæla þessa árherslu þætti og gefa okkur því mikilvægar upplýsingar inn í stefnumótunarvinnu okkar og hvar við stöndum. Unnið hefur verið á markvissan hátt með þessar upplýsingar með góðum árangri. Lögð er áhersla á stöðugar umbætur með því að hlusta, bregðast við og breyta. Í stefnumótun okkar gerum við einnig ráð fyrir góðu samtali og vinnuhópum þvert yfir fyrirtækið þar sem munum tala um það hvernig við verðum besti vinnustaðurinn og hvað felst í því að vera besti vinnustaðurinn.

Með aukinni upplýsingagjöf og markvissum gögnum teljum við að við getum tekið betri og upplýstari ákvarðanir í rétta átt.

67

Sjálfbærni áhættur og tækifæri

Áhættustýring er mjög mikilvægt verkfæri til að auka arðsemi og vöxt. Meðvituð áhættustýring er lykilatriði í því að ná markmiðum okkar. Með því að stjórna áhættum getum við skapað árangur sem kemur til góða fyrir fyrirtækið og viðskiptavini okkar.

Í starfsemi Húsasmiðjunnar eru tilteknir áhættuþættir sem hafa áhrif á ytra umhverfi félagsins. Fyrirtækið er í stöðu til að draga úr þessum áhættuþáttum og minnka sóun og útblástur. Húsasmiðjan hefur t.a.m. sett sér markmið að vera leiðandi fyrirtæki í umhverfisvænum vörum sem uppfylla

stranga staðla í umhverfisvottuðum byggingum. Með þeirri stefnu getur fyrirtækið tekið ábyrgð á minnkun umhverfisáhrifa og stuðlað að sjálfbærum byggingarháttum á Íslandi.

Sjálfbærniskýrsla 2022 68

Sjálfbærniskýrsla 2022

Umhverfið

Kolefnislosun Þekking/Menntun

Áhætta/Tækifæri

Flutningur – afhending á efni

Aðgerðir

Vöruhús á bryggju, vörur fluttar úr uppskipun á rafmagnslyfturum.

Fjárfest í rafvörubíl með krana. Hugað að akstri ökumanna og hagræðingu flutningsleiða með miðstýrðri akstursdeild. Þá er innra gjald hærra fyrir akstur utan skipulags.

Áhætta/Tækifæri

Auka þekkingu starfsfólks

Aðgerðir

Innri fræðsla á umhverfismálum. Unnið með starfsfólki við innleiðingu nýrra ferla.

Auka þekkingu viðskiptavina

Vel merktar vörur til þess að viðskiptavinurinn geti tekið upplýstar ákvarðanir um val á vöru. Áhersla lögð á heilsu viðskiptavina.

Ferðir starfsmanna

Almenn orkunotkun úr rekstri.

Fjarfundir hafa aukist til muna.

Lýsing rafstýrð og hugað er að því að skipta út ljósakosti þar sem hægt er og færa yfir í LED.

Ráðgjöf Lög og reglugerðir

Ráðgjöf til viðskiptavina þegar ráðast skal í umhverfisvottuð verkefni.

Innleiðing nýju hringrásarlagana.

Úrgangur

Söfnun og greining gagna. Bestun ferla og ábyrgari móttaka úrgangs. Hringrásarferlar.

Vöruupplýsingar Ábyrg úrræði

Áhætta/Tækifæri

Ófullnægjandi vöruupplýsingar

Aðgerðir

Merkja umhverfisvottaðar vörur

„Grænar vörur“ til að einfalda viðskiptavininum. Öll fylgiskjöl vara, m.a. umhverfisvottanir og umhverfisyfirlýsingu (EPD) vara sett á vef.

Áhætta/Tækifæri

Eyðing náttúruauðlinda og líffræðilegs fjölbreytileika Neikvæð umhverfisáhrif af vörum og byggingarefni

Aðgerðir

Sótt um rekjanleikavottun á timbursölu Húsasmiðjunnar. Nú kaupir Húsasmiðjan FSC og PEFC vottað timbur en hefur ekki vottun á vöruhúsi. Áætlað 2023.

Áhersla lögð á aukið úrval á umhverfisvænni og vottuðum vörum sem merktar eru „Grænar vörur”.

69

Samfélagið Efnahagslegir þættir

Áhætta/Tækifæri Áhætta/Tækifæri

Einsleitur hópur starfsfólk

Aðgerðir Aðgerðir

Endurskoða markmið jafnréttiáætlun og kortleggja hvar frekari tækifæri til að auka fjölbreytileika liggja.

Virk birgðastýring

Fjárfestingar

Aðhald á birgðastöðu. Aðgerðir á eldri birgðum og nýting á verðmætum.

Hugað að endurnýjun fastafjármuna Bifreiðar og lyftarar endurnýjaðir reglulega. Nýjar fjárfestingar miða að rafknúnum ökutækjum eða tvinnbílum.

Áhætta/Tækifæri

Há starfsmannavelta

Aðgerðir

Í stefnumótun fyrirtækisins er einn af þrem áherslupunktum í stefnumótuninni að búa til besta vinnustaðinn. Með markvissum aðgerðum sem miða að því að búa til aðlaðandi og góðan vinnustað náum við að halda í núverandi starfsfólk og að laða að nýtt hæft starfsfólk.

Áhætta/Tækifæri

Loftslagsbreytingar

Sjálfvirknivæðing

Menntun Þjónusta og gæði

Áhætta/Tækifæri

Þekking starfsfólks

Aðgerðir

Boðið er upp á methaðarfulla fræðslu sem miðuð er að hverjum starfahóp. Einnig er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða fræðslu með það að markmið að auka og viðhalda faglegri þekkingu og auka persónulega

hæfni Starfsfólk er einnig stutt til að sækja sér fræðslu utan fyrirtæksins

Áhætta/Tækifæri

Gæði

Aðgerðir

Aðlögun að loftslagsbreytingum m.t.t. ýktara veðurfars.

Gervigreind

Minni notkun á pappír. Hagræðing á tíma og umsýslu. Bestun ferla Betri upplýsingagjöf á heimasíðu Bætt þjónusta, þjónustuvefur.

Aðgerðir

Allar sérpantanir staðfestar af viðskiptavini til að koma í veg fyrir mistök í pöntun.

Fjölbreytileiki Óvissa á markaði
Starfsmannavelta Sjálfbærni
70

Með áhættustjórnun getum við náð

þeim árangri sem kemur fyrirtækinu

og viðskiptavinum okkar til góðs

Sjálfbærniskýrsla 2022 71

Stafrænar lausnir

Húsasmiðjan leggur áherslu á sjálfsafgreiðslulausnir til viðskiptavina svo stytta megi tíma og auka pappírslaus viðskipti og býður nú upp á

• Rafræna lánaferla til einstaklinga og fyrirtækja

• Greiðsludreifingu

• Rafræn stýring á úttektaraðilum í gegnum app og þjónustuvef

• Pappírslaus, rafræn viðskipti með sjálfsafgreiðsluappi

• Rafrænir rekstrareikningar 92%

• Rafrænir innlendir innkaupareikningar 82%

• Rafrænir erlendir innkaupareikningar 0%

• Skanna vöru og athuga umhverfismerkingar í appi og vöruskanna í verslun

• Umhverfismerkingar á vef

• Kostnaðargreiningar á viðskiptavinavef

72
Sjálfbærniskýrsla 2022
Unnið er að lausnum til að auðvelda viðskiptavinum að eiga umhverfisvænni viðskipti
Sjálfbærniskýrsla 2022 30.000 28.000 10.000 0 2019 2020 2021 2022 Fjöldi innkaupareikninga Hlutfall rafrænna IR Fjöldi rafrænna IR Fjöldi innkaupareikninga, fjöldi rafrænna IR og hlutfall IR 30 Þ 22 Þ 31Þ 30 Þ 82,43% 52,38% 4 Þ 9 Þ 16 Þ 15.000 10.000 5.000 0 2019 2020 2021 2022 Fjöldi rafrænna Hlutfall rafrænna Fjöldi reikninga Fjöldi rafrænna, fjöldi reikninga og hlutfall rafrænna 8,6 Þ 15,9 Þ 13,3 Þ 13,7 Þ 14,9 Þ 86,30% 91,10% 91,93% 14,8 Þ 14,6 Þ 12,7 Þ 73 29,6 Þ

Sjálfbærniskýrsla 2022

Rafræn skjöl

74
greiðsluseðla mælt í stk. 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000 80.000 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023 2024 2025 2026 2027 Liður í stafrænni vegferð er að færa okkur alfarið yfir á stafrænt form með greiðsluseðla. 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 2018 2019 2020 2021 2022 2026 Hafa áætlun/markmið strikamerkt Prentun greiðsluseðla Pappírslaus viðskipti
Prentun

Útprentanir reikninga til einstaklinga hefur veriðhætt

Unnið er að því að fækka prentuðum reikningum til fagaðila

Hægt er að fá reikningana senda í PDF

Unnið er að því að hætta útprentun á greiðsluseðlum

Hægt er að nálgast alla reikninga inni á þjónustuvef Húsasmiðjunnar

Reikningar til fagaðila eru einnig sendir með rafrænum

hætti

75
Sjálfbærniskýrsla 2022

Húsasmiðjuappið

Skanna, borga út

Árið 2022 var fyrsta heila rekstrarár viðskiptavinaappsins sem gefið var út í nóvember 2021. Um er að ræða sjálfsafgreiðslu- og viðskiptastýringar app þar sem viðskiptavinir geta afgreitt sig sjálfir með vörur og þjónustu. Hátt í 10 þúsund notendur hafa notað appið. Með appinu er hægt að stilla úttektaraðila, bæta við verkum, skrá “vegna”

á viðskipti, sækja um lánsheimild auk sjálfsafgreiðslu í verslunum. Þá er hægt að skanna vörur og lesa sig til um notkun og eiginleika vöru. Einnig er hægt að sjá hvort vara sé með skráða umhverfisvottun. Stefnt er að því að styrkja appið enn frekar á komandi mánuðum.

Sjálfsafgreiðsla

Sjálfbærniskýrsla 2022 Stjórna verkum
76
Stýra lánaheimild

HÚSASMIÐJAN

Afgreiðslu-

dreifing
um vörur
Greiðslu-
Upplýsingar
Símaskrá
tímar 77

Sjálfbærniskýrsla 2022

Fá rekjanleikavottun á timbursölu.

Auka flokkunarhlutfall á úrgangi í 70-75%

Auka fjölda rafbíla og rafhleðslustöðva við verslanir.

Koma af stað fleiri hringrásarverkefnum.

Draga úr losun GHL um 5%.

Erlendir innkaupareikningar verði 20% rafrænir.

Bæta upplýsingagjöf á umhverfisvottuðum vörum á vef og appi Útsendir reikningar á pappír fækki um 15% .

Jafnlaunavottun 0,9%, markmið að vera undir 1%

Starfsánægja 7,6, markmið 7,9.

ENPS skor 42, markmið 45.

Jafna kynjahlutfall bæði í stjórnendastöðum og almennt.

Markmið 2023

Efnahagslegir hvatar sem minnka sóun.

Outlet á vef til að selja út birgðir sem eru gamlar á lægra verði.

78
Félagsleg Efnahagsleg Umhverfis

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI tilvísunartafla með tilvísunum

(e. GRI content index with reference.)

Stuðst er við GRI staðla við miðlun upplýsinga Húsasmiðjunnar fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2022. GRI tilvísunartaflan fylgir nýjustu útgáfu GRI Content Index template sem tók gildi 1. janúar 2023. Taflan er birt með tilvísunum í samræmi við GRI “Content Index with references” og eru tilvísanir í viðeigandi kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar. Stuðst er við íslenskar þýðingar frá fyrri þýðingum Staðlaráðs í samstarfi við Festu á eldri GRI tílvísunartöflum en bætt hefur verið við þýðingum þar sem við á. Íslenskar þýðingar hafa ekki verið yfirfarnar eða útgefnar af GRI.

GRI 1: Grunnupplýsingar

Hliðsjón er höfð af GRI 1: Foundation 2021, með tilvísunum í GRI staðla (e. Reporting with reference to the GRI Standards).

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

GRI2: Almennar upplýsingar, 2021

2-1 Um fyrirtækið.

Höfuðstöðvar Húsasmiðjunnar ehf. eru í Kjalarvogi 12, 104 Reykjavík, Ísland. Aðal ÍSAT atvinnugreinaflokkur fyrirtækisins er smásala á járni- og byggingarvörum í sérverslun, flokkur nr. 47.52.1

Fyrirtækið er í eigu Bygma Ísland ehf sem er í eigu Bygma Gruppen í Danmörku.

Starfsemi Húsasmiðjunnar er á Íslandi, víðsvegar um landið. Fyrirtækið; Um fyrirtækið.

2-2 Rekstrareiningar sem falla undir upplýsingagjöf fyrirtækisins um sjálfbærni.

2-3 Tímabil skýrslugjafar, tíðni og samskiptaupplýsingar.

2-4 Endurframsettar upplýsingar.

2-5 Utanaðkomandi úttekt og áritun.

Allar starfsstöðvar Húsasmiðjunnar heyra undir upplýsingagjöfina sem og vörumerkin Ískraft og Blómaval.

Sjálfbærniskýrslan er gefin út 9. maí 2023 og gildir fyrir tímabilið 1. janúar 2022 til 31. desember 2022. Fyrirspurnir og upplýsingar um sjálfbærni Húsasmiðjunnar veitir Emilía Borgþórsdóttir, emilia@husa.is.

Skýrslan byggir að hluta til á fyrri skýrslu.

Ársreikningur félagsins er endurskoðaður og áritaður af óháðum löggiltum endurskoðanda. Innri endurskoðun er í höndum starfandi endurskoðanda. Losunarbókhaldið er yfirfarið af Klöppum en ekki er gerð úttekt af þriðja aðila. Viðauki; UFS uppgjör.

79

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

Starfsemi og vinnuafl

2-6 Starfsemi, virðiskeðja og önnur viðskiptasambönd.

2-7 Starfsfólk.

Fyrirtækið; Aðfangakeðjan, Viðskiptalíkan.

2-8 Vinnuafl sem tilheyrir ekki starfsfólki.

Stjórnarhættir

2-9 Stjórnskipulag og skipurit.

2-10 Tilnefning og val á æðstu stjórnendum.

2-11 Stjórnarformaður.

2-12 Aðkoma æðstu stjórnar við eftirlit með stýringum áhrifa.

Fyrirtækið

Félagslegir þættir

Viðauki; UFS uppgjör – Félagslegir þættir.

Ekki er um að ræða langtíma samninga við utanaðkomandi vinnuafl. Unnið er að ýmsum verkefnum með ráðgjafafyrirtæjkum.

2-13 Framsal ábyrgðar við stýringu áhrifa.

Fyrirtækið; Stjórnarhættir.

Forstjóri er ráðin af stjórn Húsasmiðjunnar og framkvæmdastjórn er ráðinn af forstjóra. Ráðningarferlar eru faglegir og mannauðssvið tekur virkan þátt í ráðningarferlum. Fyrirtækið; Stjórnarhættir.

Helgi Magnússon, óháður aðili með enga hagsmuni í félaginu.

Stefnur og reglur eru mótaðar og samþykktar af yfirstjórn og greinir m.a. frá markmiðum. Reglulega er stefnur til umfjöllunar á fundum yfirstjórnar og árangur ræddur og metinn. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á eftirfylgni á stefnum fyrirtækisins.

Framkvæmdastjórn tekur allar stærri ákvarðanir um alla þætti sjálfbærni og ábyrgð ekki framseld. Yfirstjórn felur verkefnastjóra umhverfis- og samfélagsmála daglegt eftirlit með stýringu áhrifa.

80

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

2-14 Hlutverk/aðkoma æðstu stjórnar að upplýsingagjöf um sjálfbærni.

2-15 Hagsmunaárekstrar.

2-16 Upplýsingagjöf um veigamikil atriði.

2-17 Heildarþekking æðstu stjórnar.

Stjórn og framkvæmdastjórn marka stefnu fyrirtækisins varðandi sjálfbærni sem jafnframt tryggja eftirfylgni við framkvæmd og styðja einstðk verkefni. Sjálfbærniskýrsla og helstu verkefni fara reglulega fyrir stjórn. Ársreikningur; Skýrsla stjórnar.

Ársreikningur; Skýrsla stjórnar.

Ársreikningur; Skýrsla stjórnar.

2-18 Mat á frammistöðu æðstu stjórnar.

2-19 Starfskjarastefnur.

2-20 Launaákvörðunarferli.

2-22 Yfirlýsing um stefnumið í sjálfbærri þróun.

Fyrirtækið; Stjórnarhættir.

Aðilar í framkvæmdastjórn hafa lokið háskólanámi og búa yfir víðtækri reynslu í viðskiptalífi. Engin sérþekking né menntun á sviði sjálfbærni.

Frammistöðumat er framkvæmt á öllum stjórnendum með reglulegum hætti í gegnum kannanir.

Húsasmiðjan fylgir lögum og reglum sem varða réttindi og kjör starfsmanna.

Félagslegir þættir; Jafnlaunavottun.

Fyrirtækið; Áherslur á UFS þáttum

Framkvæmdastjórn Húsasmiðjunnar tekur fyrir og samþykkir allar stefnur sem innifela áherslur félagsins tengdum sjálfbærni.

81

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing

Stefna, stefnumið og starfshættir

2-23 Skuldbinding við stefnum

2-24 Samþætting skuldbindinga skv. stefnum.

2-25 Úrbótaferli vegna neikvæðra áhrifa.

Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

2-26 Verkferlar við að leita ráðgjafar og vekja athygli í álitamálum.

2-27 Fylgni við lög og reglur.

Fyrirtækið; Aðfangakeðjan, Viðskiptalíkan.

Fyrirtækið; Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur.

Fyrirtækið; Viðskiptalíkan.

Umhverfisþættir;Loftslagsáhrif Húsasmiðjunnar.

Efnahagslegir þættir; Sjálfbærni áhættur og tækifæri.

Ef upp koma álitamál sækir Húsasmiðjan viðeigandi ráðgjöf.

2-28 Aðild að samtökum og félögum.

Þátttaka haghafa

2-29 Aðferðafræði/nálgun við aðkomu haghafa

2-30 Þáttaka í kjarasamningum

Ársreikningur félagsins.

Fyrirtækið leitast við að fylgja lögum og reglum í hvívetna.

Fyrirtækið; Aðild að samtökum.

Gerðar eru reglulegar kannanir á innri og ytri haghöfum.

Viðauki; UFS uppgjör - Stjórnarhættir.

82

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

GRI 3: Mikilvæg efnisatriði, 2021

3-1 Ferli við að ákveða mikilvægiþætti.

3-2 Listi yfir mikilvægiþætti.

Ekki hefur verið framkvæmd mikilvægisgreining sjálfbærniþátta hjá Húsasmiðjunni.

3-3 Stjórnun mikilvægiþátta.

Áherslur til birtinga á lykilmælikvöðrum hafa verið valdar af starfsmönnum fyrirtækisins og endurspeglast í birtingum mælikvarða í sjálfbærniskýrslu. Ekki hefur verið framkvæmd mikilvæisgreining með haghöfum.

Umhverfisþættir; Loftslagsáhrif Húsasmiðjunnar.

Efnahagslegir þættir; Sjálfbærni áhættur og tækifæri.

GRI 201: Efnahagslegur árangur, 2016

201-1 Efnahagslegt virði sem er skapað og dreift – Bein fjárhagsleg verðmætasköpun.

201-2 Fjárhagsleg áhrif og önnur áhætta og tækifæri sökum loftlagsbreytinga.

201-3 Skilgreint fyrirkomulag skuldbindinga um bætur og annað fyrirkomulag eftirlauna

201-4 Fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum.

Ársreikningur; Rekstrarreikningur.

Efnahagslegir þættir; Sjálfbærni áhættur og tækifæri.

Húsasmiðjan greiðir í lífeyrissjóði skv. lögum.

Engar greiðslur frá stjórnvöldum hafa borist 2022.

83
Sjálfbærniskýrsla 2021
Mikilvægiþættir Efnahagur

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

GRI 202: Nálægð við markað, 2016.

202-1 Hlutfall almennra byrjunarlauna eftir kyni samanborið við almenn lágmarkslaun.

202-2 Hlutfall æðstu stjórnenda sem eru ráðnir úr nærsamfélaginu.

Félagslegir þættir; UFS uppjgör. 100%.

GRI 203: Óbein efnahagsleg áhrif, 2016.

203-1 Fjárfestingar í innviðum og þjónustu samfélagsins.

GRI 204: Innkaupastefnur - virðiskeðja innkaupa, 2016.

GRI 205: Spillingamál, 2016.

203-2 Veruleg óbein efnahagsleg áhrif.

204-1 Hlutfall útgjalda til birgja í nærsamfélaginu /hlutfall innkaupa hjá birgjum í nærumhverfi.

Félagslegir þættir; Samfélagsstyrkir. Ársreikningur; Skýrsla stjórnar.

205-1 Mat á rekstri vegna áhættu sem tengist spillingu.

Fyrirtækið; Aðfangakeðja.

205-2 Miðlun upplýsinga og þjálfun í stefnum og verklagsreglur/ ferlum gegn spillingu.

Fyrirtækið; Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur.

Reglur og stefnur eru kynntar ítarlega fyrir starfsfólki við upphaf starfs, auk þess er regluleg farið yfir reglur og stefnur í tengslum við vinnu við stefnumótun og eftir þörfum.

84

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

205-3 Staðfest atvik um spillingu og aðgerðir sem gripið var til/ mótaðgerðir.

Ekki komu upp atvik vegna spillingamála 2022.

GRI 206: Samkeppnishamlandi hegðun, 2016.

GRI 207: Skattar, 2019

206-1 Lagalegar aðgerðir gegn samkeppnishamlandi hegðun, hringamyndun og einokunaraðferðum.

207-1 Aðferðir við skattauppgjör.

Sérstakar reglur sem lúta að samkeppnislögum sem allt starfsfólk Húsasmiðjunnar er gert að fara eftir. Fyrirtækið; Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur.

GRI 301: Efni, 2016.

207-2 Stjórnun skattamála, eftirlit og áhættustjórnun.

207-3 Þátttaka haghafa og áhyggjur stjórnenda með tilliti til skattamála.

207-4 Skýrslugerð í mismunandi löndum

Umhverfisþættir

301-1 Efni sem notað er eftir þyngd og rúmmáli.

301-2 Endurunnið efni sem er notað

Húsasmiðjan er samskattað með móðurfélagi sínu Bygma Ísland ehf. og gerir upp skv. íslenskum skattalögum .

Áritun óháðs endurskoðanda. Ársreikningur; Rekstrarreikningur og skýringar 16 og 25.

Ársreikningur félagsins og áritun óháðs endurskoðanda.

Húsasmiðjan starfar á íslenskum markaði og er öll skýrslugerð í samræmi við íslenskar kröfur.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; Úrgangsmálin og hringrásarhagkerfið.

85

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

301-3 Endurunnar vörur og pökkunarefni.

Umhverfisþættir; Virðiskeðjan.

GRI 302: Orka, 2016.

302-1 Orkunotkun skipulagsheildar.

302-2 Orkunotun utan skipulagsheildar.

302-3 Orkukræfni

302-4 Samdráttur í orkunotkun

302-5 Aðgerðir til að draga úr orkuþörf vöru og þjónustu

303-1 Vatnstaka eftir vatnsbólum

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; Loftslagsáhrif Húsasmiðjunnar.

GRI 303: Vatn og frárennsli, 2018

303-1 Vatnstaka eftir vatnsbólum

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

GRI 304: Líffræðilegur fjölbreytileiki, 2016.

303-4 Losun vatns

303-5 Vatnsnotkun

304-2 Veruleg áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika af starfsemi, vöru og þjónustu

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Fyrirtæki; Viðskiptalíkan. Umhverfisþættir; Virðiskeðjan.

86

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

304-4 Fjöldi tegunda á válista

IUCN RED og tegundir í innlendum verndarflokki á áhrifasvæði rekstrar.

Umhverfisþættir; Virðiskeðjan.

GRI 305: Losun í andrúmsloftið, 2016

305-1 Bein losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 1).

305-2 Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 2).

305-3 Önnur óbein lostun gróðurhúsalofttegunda (Umfang 3).

305-4 Orkukræfni (styrkur losunar).

305-5 Minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda (aðgerðir til að draga úr losun).

305-7 Losun köfnunarefnisoxiðs (NOX), brennisteinsoxíðs (SOX) og önnur veruleg losun lofttegunda.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

GRI 306: Úrgangur, 2020

306-1 Losun úrgangs og úrgangur með veruleg áhrif.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Eiingöngu er reiknuð losun í formi CO2 ígilda.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

87

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

306-2 Úrgangursstjórnun með veruleg áhrif.

306-3 Heildar úrgangur.

306-4 Úrgangur vísað frá förgun.

306-5 Úrgangur samþykktur til förgunar.

Umhverfisþættir; Úrgangsmálin og hringrásarhagkerfið.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

Umhverfisþættir; Úrgangsmálin og hringrásarhagkerfið.

Umhverfisþættir; UFS uppgjör. – Losunarbókhald.

GRI 308: Mat á umhverfisáhrifum birgja, 2016.

308-1 Nýir birgjar sem voru skimaðir með því að notast við umhverfisviðmið, hlutfall.

308-2 Neikvæð áhrif í aðfangakeðjunni og aðgerðir sem gripið var til.

Félagslegir þættir

Fyrirtækið; Aðfangakeðja.

Umhverfisþættir; Virðiskeðjan.

Aukinn fókus er á samdrátt neikvæðra áhrifa í aðfangakeðju Húsasmiðjunnar. Enn sem komið er nær losunarbókhaldið ekki yfir hana.

GRI 401: Atvinnumál, 2016.

401-1 Nýráðningar starfsfólks og velta.

401-2 Hlunnindi fyrir fastráðið starfsfólk í fullu starfi, gildir ekki fyrir starfsfólk í hluta- eða tímabundnu starfi.

401-3 Foreldraorlof

Félagslegir þættir; Fjölbreytileiki og jafnrétti.

Félagslegir þættir; Fjölbreytileiki og jafnrétti.

Hlunnindi eru til staðar fyrir ákveðna starfahópa innan fyrirtækisins.

Fyrirtækið: Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur. Jafnréttisstefna og mannauðsstefna.

88

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

GRI 402: Kjaramál, 2016. GRI 403: Vinnuvernd, heilsa og öryggi, 2018

402-1 Lágmarks uppsagnafrestur ef breytingar verða á rekstri.

403-1 Þátttaka í formlegum og sameiginlegum heilsu- og öryggisnefndum stjórnenda og starfsmanna.

Farið er eftir kjarasamningum SA og LÍV.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

Viðauki; UFS uppgjör – Félagslegir þættir.

403-4 Þátttaka starfsfólks, ráðgjöf og samskipti í tengslum við vinnueftirlit.

403-5 Þjálfun starfsfólks í tengslum við vinnueftirlit.

403-6 Aðgerðir til að efla heilbrigði starfsfólks.

403-7 Fyrirbyggjandi aðgerðir varðandi heilsu og öryggi.

403-8 Hlutfall starfsfólks sem vinnuefttirlit nær til.

403-9 Vinnutengd slys. 403-10 Vinnutengd veikindi.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

100%.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

Viðauki; UFS uppgjör – Félagslegir þættir.

Félagslegir þættir; Heilsa og öryggi.

Viðauki; UFS uppgjör – Félagslegir þættir.

89

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing

GRI 404: Þjálfun og menntun, 2016.

404-1 Árlegur meðalfjöldi klukkustunda í þjálfun á hvern starfsmann.

404-2 Áætlanir um símenntun starfsmanna og stuðningur til að aðlagast breytingum.

404-3 Hlutfall starfsmanna sem fær reglulega rýni á frammistöðu og starfsþróun.

Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

Félagslegir þættir; Fræðsla og starfsþróun.

Mælt í fjölda viðburða og þátttakenda. Félagslegir þættir; Fræðsla og starfsþróun.

GRI 405: Fjölbreytileiki og jöfn tækifæri, 2016.

405-1 Fjölbreytileiki stjórnar og starfsmanna.

Mat á frammistöðu og starfsþróun er framkvæmd árlega meðal allra fastráðna starfsmanna.

GRI 406: Engin mismunun, 2016.

GRI 407: Frjáls aðild að verkalýðssamtökum og kjaraviðræðum, 2016.

405-2 Hlutfall grunnlauna og kjör kvenna í samanburði við karla.

406-1 Atvik um mismunun og framkvæmd úrbóta.

Fyrirtækið; Um fyrirtækið og stjórnarhættir.

Félagslegir þættir; Fjölbreytileiki og jafnrétti.

Viðauki; UFS uppgjör – Félagslegir þættir.

Viðauki; UFS uppgjör - Félagslegir þættir.

407-1 Rekstur og birgjar þar sem hætta er á sniðgöngu varðandi félagafrelsi og sameiginlega kjarasamningagerð.

Unnið er eftir skýrri stefnu og aðgerðaáætlun, gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.

Fyrirtækið; Yfirlit yfir mikilvægar innri reglur.

Húsasmiðjan hefur ekki farið út í ítarlegar skoðanir á hvar möguleg hætta sé á sniðgöngu varðandi félagafrelsi og sameiginlega kjarasamningagerð og hefur því ekki upplýsingar um hvar sú áhætta liggur.

90

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

GRI 408:

Barnaþrælkun, 2016

GRI 409: Nauðungarvinna, 2016

GRI 410: Öryggismál / öryggisvenjur, 2016

GRI 411: Réttur frumbyggja / innfæddra, 2016

GRI 413: Nærsamfélagið, 2016

GRI 414: Mat á samfélagsábyrgð birgja, 2016.

408-1 Rekstur og birgjar þar sem veruleg hætta getur verið á barnaþrælkun.

409-1 Rekstur og birgjar þar sem veruleg hætta getur verið á nauðungar og skylduvinnu.

410-1 Starfsmenn í öryggisgæslu sem fá þjálfun í stefnu eða verklagsreglum í mannréttindamálum.

411-1 Brotatilvik sem fela í sér réttindi frumbyggja.

Húsasmiðjan hefur ekki farið út í ítarlegar skoðanir á hvar möguleg hætta á barnaþrælkun gæti átt sér stað. Lagt er upp úr ábyrgum birgjum þar sem framleiðendur huga að öruggum og heilbrigðum vinnuskilyrðum fyrir starfsfólk sitt.

Húsasmiðjan hefur ekki vitneskju um neina hættu sem getur talist af nauðungarvinnu.

413-1 Starfsemi sem tengist nærsamfélagi á virkan hátt, áhrifamat og þróunarverkefni.

414-1 Hlutfall nýrra birgja sem hafa verið skimaðr á grundvelli félagslegra viðmiða.

Á ekki við í starfsemi Húsasmiðjunnar.

Ekki er vitað um nein slík brotatilvik, lagt er áherslu á ábyrga birgja og framleiðendur með vottanir sem tryggja slíkt líkt og FSC vottun á timbri.

414-2 Neikvæð samfélagsáhrif virðiskeðju og aðgerðir sem gripið hefur verið til.

Félagslegir þættir; Samfélagsstyrkir.

Birgjar hafa ekki verið skimaðir á grundvelli félagslegra viðmiða. Fyrirtækið; Aðfangakeðja.

Ekki hafa komið upp nein tilvik sem varða neikvæð samfélagsáhrif 2022.

91

Sjálfbærniskýrsla 2022

GRI Lýsing

GRI 415: Opinber stefna, 2016.

GRI 416: Heilsa og öryggi viðskiptavina, 2016.

415-1 Framlög til stjórnmála.

Tilvísanir í kafla í sjálfbærniskýrslu Húsasmiðjunnar ehf.

Engin framlög hafa verið veitt til stjórnmála 2022.

416-1 Mat á heilsu- og öryggisáhrifum vöru- og þjónustuflokka.

Mikill fjölda vara Húsasmiðjunnar eru umhverfisvottaðar sem tryggja að varan sé án allra heilsuskaðlegra efna. Allar helstu upplýsingar um vörur og umhverfisvottanir er að finna á heimasíðu Húsasmiðjunnar.

GRI 417: Markaðssetning og merkingar, 2016.

416-2 Atvik þar sem ekki var farið eftir reglum er varða vöru og þjónustu og hefur áhrif á heilsu og öryggi.

Markaðssetning

417-1 Kröfur til upplýsinga og merkinga á vörum og þjónustu.

Ekki er vitað um nein slík atvik þar sem tilkynnt hefur verið um brot tengd vöru og þjónustu sem hafa áhrif á heilsu og öryggi 2022.

GRI 418: Persónuvernd, 2016.

417-2 Atvik þar sem ekki er farið eftir reglum sem varða upplýsingar og merkingar vöru og þjónustu.

417-3 Atvik við markaðssetningu

þar sem ekki er farið eftir reglum.

418-1 Rökstuddar kvartanir varðandi brot á persónuvernd viðskiptavina og tap á gögnum þeirra.

Húsasmiðjan fylgir reglum um varúðarmerkingar á vörum sem gætu haft skaðleg áhrif á heilsu. Fylgt er íslenskum lögum varðandi merkingar.

Húsasmiðjan hefur ekki fengið sekt fyrir brot á upplýsingagjöf sem varða merkingar vöru og þjónustu 2022.

Húsasmiðjan hefur ekki verið sektuð fyrir brot á reglum sem tengjast markaðssetningu 2022. Ein athugasemd barst vegna rangrar notkunar á vörumerki sem brugðist var við samstundis.

Húsasmiðjunni hefur ekki borist kvartanir varðandi brot á persónuvernd viðskiptavina.

92

Sjálfbærniskýrsla 2022

Viðauki

Umhverfisskýrsla ESG

Smelltu og skoðaðu

93

Sjálfbærniskýrsla 2022

94

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.