
1 minute read
TÍGULL
DREIFING: allra þeirra sem koma beint eða óbeint að mótunum hefur þetta gengið ótrúlega vel. Og í raun má segja að bæjarbúar allir séu virkir þátttakendur í mótunum.
TM mótið fer fram í 34. sinn í ár og þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en nú. Félagið heldur nú 40. Orkumótið, sem var fyrirmynd annarra sumarmóta. Jákvæð upplifun af Eyjum, ásamt leikgleði og hæfilegu keppnisskapi, er það sem gerir mótin að minningum sem gleymast seint og eru alltaf svo verðmætar.
Advertisement
Fyrir okkur hér í Eyjum eru þetta tvær af stærstu ferðamannahelgum sumarins, enda foreldrar og fjölskyldur dugleg að fylgja krökkunum sínum til leiks. Þetta er einmitt stór hluti af töfrum mótanna: það er ekki síður skemmtilegt að vera foreldri eða fylgdarmaður og sjá og upplifa gleðina sem skín úr hverju andliti.
Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða fyrir mótsgesti og ég efast ekki um að þú, sem og aðrir gestir mótanna, eigið góðar stundir framundan á okkar fallegu eyju. Hafðu í huga að þetta er upplifun og þetta er ævintýri sem vert er að njóta. Verum til fyrirmyndar innan sem utan vallar. Þetta er leikur þó að þetta sé keppni!
Góða skemmtun!
Íris Róbersdóttir
Bæjarstjóri
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
ÚTGÁFA:
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is
Prentun: Prentun.is
SKIL Á AUGLÝSINGUM:
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is
Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.